Í skugga valdsins #metoo · 2017-11-24 · get tikkað í öll þessi box og fleiri til....

43
Í SKUGGA VALDSINS #METOO SÖGUR FRÁ KONUM Í STJÓRNMÁLUM

Upload: others

Post on 21-May-2020

1 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Í SKUGGA VALDSINS #METOO · 2017-11-24 · get tikkað í öll þessi box og fleiri til. Birtingarmyndirnar eru þó stundum ólíkar út frá reynsluheimi mínum sem fötluð kona

ÍSKUGGAVALDSINS#METOO

SÖGURFRÁKONUMÍSTJÓRNMÁLUM

Page 2: Í SKUGGA VALDSINS #METOO · 2017-11-24 · get tikkað í öll þessi box og fleiri til. Birtingarmyndirnar eru þó stundum ólíkar út frá reynsluheimi mínum sem fötluð kona

1

Í SKUGGA VALDS #metoo

Við erum hættar að þegja!

1. Þú hefur ekkert með það að gera með að fara í framboð sagði þéttur karlkyns

frambjóðandi við mig. Hann hélt áfram - þu þarft hið minnsta að létta þig um

20 kiló - svo þarftu nú að lækka röddina um nokkur desibil; það vill engin öskrandi konur á þing. Svo verðuru að hafa eitthvað sexapíl.

2. Ég gæti talið upp ótal atvik, þar sem lítið var gert úr mér, mér ýtt til hliðar og

sagt hreinlega að ég hefði ekki vit á ýmsu, sem ég vissi fullvel að ég var betur

inn í en sá sem talaði. Ég lenti í ágangi, símtölum og var króuð af í hornum

þar sem ég t.d í eitt sinn var gert ljóst að ég ætti að vera" góð" við viðkomandi,

þá myndi mér ganga betur. Treysti mér ekki til að segja frá alvarlegusta

atvikinu, en það varð í raun til þess að ég hætti nánast afskiptum af pólitík og

flutti úr bænum mínum. Þegar umræðan í kringum #metoo# hófst, gróf ég í

skúffunni minni og tók upp gullfallegt armband sem ég hafði ekki notað síðan

þetta allt gekk yfir. Það er núna á úlnliðnum mínum og ég vil muna, fyrirgefa

ungu stúlkunni barnaskapinn og trúgirnina og ég, nú komin að sjötugu, get

hætt að bera innra með mér þessa skömm og kenna mér um að ég varð

aldrei nema efnileg og skila af mér áratuga langri skömm. Ég var flott ung stúlka og kona og átti ekki að láta brjóta mig niður.

3. Ónefndur fyrrum formaður stjórnmálaflokks á einstaklega erfitt með að halda

augum sínum í augnhæð þegar hann á í samskiptum við konur. Við virðumst allar vera með eitthvað sull á brjóstunum. ÓGÉÐ! og óþolandi.

4. Eftir umræðu í borgarstjórn þar sem ég talaði fyrir því að borgarstjórn álykta

gegn klámráðstefnu sem var fyrirhuguð á vegum erlendra aðila. Þverpólitísk

Page 3: Í SKUGGA VALDSINS #METOO · 2017-11-24 · get tikkað í öll þessi box og fleiri til. Birtingarmyndirnar eru þó stundum ólíkar út frá reynsluheimi mínum sem fötluð kona

2

samstaða náðist en þegar ég kom heim biðu mín grófar nauðgunarhótanir

sem lögreglan m.a. rak í tölvu starfsmanna á líkamsrætastöð, engin leið var

að finna út hver bæri ábyrgð á þessu. Næstu mánuði var ég extra vör um mig

enda bjó ég á jarðhæð og var oft ein heima með lítið barn. Ég lét eins og þetta

hefði ekki haft áhrif á mig út á við en mér stóð ekki á sama og hugsaði mig

tvisvar um áður en ég fór í umdeild mál. Ég hélt samt áfram að berjast í sömu

málum og lét þetta ekki stoppa mig en ég vissi nú að fórnarkostnaðurinn gæti verið öryggi mitt.

5. Var með þáverandi kærastanum mínum á fjármálaráðstefnu sambands

íslenskra sveitaf. Á fimmtudeginum var fengið sér öl; mikil gleði í

mannskapnum. Èg þarf að fara upp á hótelherbergi; fer í lyftuna -

stjórnmálamaðurinn hoppar inn í lyftuna. Við spjöllum, hann lætur mig vita að

honum þykir ég séxý, króar mig af í lyftunni, strikur upp kjólinn endar á

brjóstinu og ég frosin þegar hann rekur upp mig tunguna. Lyftan stoppar og

hann biður mig að koma með inn á hæðina því hann þurfi bara að fá að ríða

mér- ég sé búin að stríða honum nóg og lengi.

Sem betur fer kom kona að lyftunni og spurði hvort ég væri með dömubindi.

Èg laug og sagðis vera með upp à herbergi. Hún kom með mér upp; marg

spurði hvort allt væri í lagi þvi ég labbaði svo hratt. “Fann ekki” bindi og dróg

hana með mér niður þar sem við gengum beint á konuna hans sem spurði

eftir manninum sínum... èg ung og hrædd - sagðist bara ekkert eftir að hafa séð hann.

6. Frá því að mér var bætt í þennan hóp í morgun hef ég verið mjög hugsi um

reynslu mína af stjórnmálum og ofbeldi þar innan. Ég las hverja færsluna á

fætur annarri sem ég gat vissulega, sem kona, tengt við. Samt fannst mér ég

ekki passa inn í þessar frásagnir og ég á erfitt með að skrifa undir

yfirlýsinguna vegna þess að mér finnst hún endurspegla of þröngan veruleika.

Page 4: Í SKUGGA VALDSINS #METOO · 2017-11-24 · get tikkað í öll þessi box og fleiri til. Birtingarmyndirnar eru þó stundum ólíkar út frá reynsluheimi mínum sem fötluð kona

3

Ég slökkti því á tilkynningunum fyrir hópinn og ákvað að verja ekki orkunni minni í að láta þetta trufla mig að sinni.

Svo las ég færsluna frá xx og skipti um skoðun. Ég hef ekki orku um þessar

mundir til þess að kafa djúpt í þessa reynslu en get raunar skipt út orðinu

'útlensk' fyrir fötluð í pistlinum hennar xx og lýst svipaðri reynslu. Í stjórnmálum

var ég ekki bara kona heldur ung fötluð kona. Þegar ég bauð mig fram fann ég

það sterkt að mörgum fannst ég bara vera með krúttlegan gjörning. Á alþingi

var aðgengi fyrir mig víða mjög erfitt og sumir þingmenn (af öllum kynjum)

sögðu mér stöðugt hvað ég væri dugleg, vildu vita hvort ég væri ekki þreytt,

klöppuðu mér á kinnina, hrósuðu mér fyrir að vera 'máluð og allt' og lýstu

undrun sinni á að ég gæti sagt eitthvað gáfulegt (sérstaklega ef það var um

eitthvað annað en fatlað fólk). Aðstoðarkonum mínum var bannað að vera hér

og þar í þinghúsinu þó svo að ég þyrfti aðstoð þeirra og þurftum við að berjast

fyrir því að látið yrði af þeim reglum. Á vettvangi stjórnlagaráðs og þegar ég tók

þátt í flokkapólitík gat ég aldrei verið viss um að aðgengi að viðburðum (til

dæmis félagslegum) væri í lagi sem gerði það að verkum að ég þurfti oft frá að hverfa.

Kynferðisofbeldi? Já. Sexismi? Já. Ableismi? Já. Smánun? Já. Athugasemdir

um útlit mitt? Já. Útilokun? Já. Hatursorðræða um mig, verk mín og líkama á

netinu? Já. Að láta mig upplifa mig sem byrði á pólitískum vettvangi? Já. Ég

get tikkað í öll þessi box og fleiri til. Birtingarmyndirnar eru þó stundum ólíkar

út frá reynsluheimi mínum sem fötluð kona. Gerendahópurinn vissulega oft

ófatlaðir og fatlaðir karlar en líka ófatlaðar konur. Allt það fólk þarf að axla

ábyrgð. Mitt helsta bakland var í hópi fatlaðs fólks, einkum kvenna. En líka í hópi samflokksfólks og ekki síður karla.

Ég er virkilega þakklát öllum þeim sem hafa haft hátt og fyrir þennan hóp. Það

er þó mjög mikilvægt, ef við ætlum að ráðast að rót ofbeldismenningar, að

gleyma alls ekki að þolendur hennar eru í ólíkri valdastöðu og með

mismunandi lífsreynslu í farteskinu. Það hefur áhrif á birtingarmyndir ofbeldis og hvernig við vinnum gegn þeim.

Page 5: Í SKUGGA VALDSINS #METOO · 2017-11-24 · get tikkað í öll þessi box og fleiri til. Birtingarmyndirnar eru þó stundum ólíkar út frá reynsluheimi mínum sem fötluð kona

4

7. Var á ferð með þingflokknum um landið þegar ákveðið var að fara á ball. Við

vorum öll keyrð í rútu. Ég kom inn í rútuna og þar voru engin sæti laus. Þá

grípur einn þingmaður flokksins og síðar ráðherra (giftur) í mig og skellir mér í fangið á sér um leið og hann segir "hún er sætasta stelpan á ballinu"!

8. Síðan ég byrjaði að starfa í pólitík hafa nokkrir menn úr stjórnmálaflokknum,

og þá flestir giftir menn verið að senda mér skilaboð á kvöldin. Menn gera sér

upp misjöfn tilefni til þess að hafa samband. Segjast vilja hjálpa mér ef mig

vanti einhverja hjálp t.d. Ég velti því fyrir mér hvort að þeir vilji eiga inni hjá

mér greiða eða hvort þeir séu að sýna að þeir séu valdameiri. Svo koma

komment eins og: þú ferð nú í framboð er það ekki? Þú hefur allavega

kinnbeinin í það. (já stelpur, þið sem eruð með kinnbein, drífið ykkur í

framboð!) Svo hef ég líka fengið: þú ert nú með röddina í það, oh þessi rödd!

Einn af þessum mönnum veit ég til að hefur verið að hafa samband við fleiri

ungar konur í flokknum. Já ég er einhleyp, ung kona, en ég gekk ekki inn í

stjórnmálastarf til þess að hafa ofan af fyrir giftum mönnum sem eru ef til vill

orðnir leiðir á konunum sínum.

9. Eitt sinn, sem oftar, var ég í borgarstjórn. Ég vann mikla vinnu og lagði fram

tillögu um aukna áherslu á verkmenntun í 10 liðum. Ég lagði hana inn á

dagskrá eins og reglur kveða á um. Daginn fyrir borgarstjórn hringir einn

borgarfulltrúinn seint um kvöld og byrjar að öskra á mig í símann. Að hann

eigi að leggja þessa tillögu fram. Að hann sé fulltrúi hópsins í menntamálum.

Að hann sé ofar á listanum. Að ég eigi að hlýða. Og hann eigi að flytja þessa tillögu. Öskrandi allan tímann.

10. Ég var einu sinni í Finnlandi á UNR sem er Ungmenna þing

Norðurlandaráðs sumsé þvert á alla flokka þegar ég mæti í kjól og hælum fyrir

dinnerinn segir hann NEI loksins sexy og sæt kona í vinstri pólitík, sama kvöld

talaði hann við nokkra aðra stráka um þetta og í hvert skipti sem ég og sænsk

vinkona mín gengum nálægt honum þá þurfti hann að kommenta á útlit okkar.

Page 6: Í SKUGGA VALDSINS #METOO · 2017-11-24 · get tikkað í öll þessi box og fleiri til. Birtingarmyndirnar eru þó stundum ólíkar út frá reynsluheimi mínum sem fötluð kona

5

Óþolandi og gerði mig alltof meðvitaða um sjálfa mig, áttum svo eftir heilan

dag af þinginu og ég meikaði bara ekki að tjá mig daginn eftir á fundinum.

Annars á svipuðum event sat ég með nokkrum ungum konum af öllum

flokkum þar sem var farið yfir hvaða þingmenn væru mestu perrarnir á

þessum þingum.

Það er því miður þannig að flestar af ungu konunum sem taka þátt í þessum

þingum hafa lent í perraköllum og sumar hafa bara mjög grófar og ógéðslegar

sögur. Margar hafa fengið beina hótun um að pólitískur ferill þeirra yrði bara ekki að neinu ef þær væru ekki til í að borga fyrir það einhvernveginn

11. Eftir umræðufund um málefni tengt Íraksstríðinu hélt hópurinn á bar og

þar sem ég sat og ræddi við stjórnmálamenn tvo og einn vin þeirra um mál

fundarins, fór vinurinn upp úr þurru að benda á hvað ég væri með fallega

brjóstaskoru. Mér þótti þetta augljóslega óþægilegt og bað hann um að hætta

þessu, en hann hélt áfram. Ég sat þarna klemmd á milli mannanna, enginn

kom mér til varnar, ég fór. Hvað hafði eiginlega gerst, í miðri málefna umræðu

var ég á svipstundu orðin hlutur í augum þriggja manna. Ég á fleiri svona

sögur.

12. Einu sinni stakk ég uppá því í jafnréttisnefnd að nefndin skoðaði

möguleika þess að setja konu í stað karls á nokkur valin gönguljós

borgarinnar. Fréttamenn fjölluðu um málið, umsvifalaust fylltust

kommentakerfi netsins þar var rætt hvað gera ætti við svona tilgangslausa

stjórnmálakonu. Þar var ýmislegt lagt til, margt snéri að því að koma vitinu

fyrir mig á ýmsa vegu, enda áttu konur augljóslega ekkert með að vísa fólki veginn, hvorki yfir götur né annarstaðar.

13. Þegar maðurinn sem ætlaði sko að ala þig upp og tók sér stöðu

mentors gagnvart þér ungri í pólitík, byrjaði að áreita þig í nokkur ár en varð

aldrei ágengt, snýst gegn þér og vinnur markvisst í að bola þér út en tekst

Page 7: Í SKUGGA VALDSINS #METOO · 2017-11-24 · get tikkað í öll þessi box og fleiri til. Birtingarmyndirnar eru þó stundum ólíkar út frá reynsluheimi mínum sem fötluð kona

6

aldrei er settur í uppstillinganefndina.

Í kjölfari tekur þú tekur ákvörðun um að hætta í stjórnmálum svo hann hafi

engin völd lengur gagnvart þér og þinni framtíð.

En hann vinnur samt.

Þeir vinna alltaf.

14. Er komin fram sagan af karlkyns borgarstjóranum sem fór með

gamanmál í fjölmennri veislu í Viðey á vegum borgarinnar? Þar fjallaði hann

um ,,gangtegundir” kvenna. Þær hafa nefnilega bara tvenns konar gang:

frekjugang og yfirgang. Þetta var á þessari öld notabene.

15. Mætt á fund og stend við fundarborðið þar sem sumir eru sestir og aðrir

ekki. Allt í einu grípur hátt settur karl um mjaðmirnar á mér aftan frá og

kreistir. Mér brá svo að ég öskraði upp og hann kippir höndunum að sér og fer

að hlægja sem og aðrir sem þarna voru. Hann horfði á mig og sagði ,,ég

stóðst þetta bara ekki” ...

16. Karlframbjóðandi/þingmaður tók að sér að vera ræðumaður kvöldsins á

eldrikarlakvöldi í íþróttafélagi. Hann ákveður að þar sé tækifærið til að deila

visku sinni og háttsemi og útnefna þá samstarfskonu á þingi sem hann vildi

helst sofa hjá. Þegar hann var búinn að því bætti hann í og sagði helsta kost

lágvaxinnar samflokkskonu sinnar vera þá að hún þyrfti ekki einu sinni að fara

á hnén fyrir formanninn...

17. I nefnd stoð eg upp og rissaði skyringar a ,,töflu,, til að fylgja eftir tillögu

minni - sem var samþykkt. I lok fundar vatt ser að mer bogarfulltrui og sagði

eitthvað a þessa leið. Flott þarna aðan. Rosalega sexy, en þu ert það nu

alltaf. Vonbrygðin voru mikil þvi eg helt hann ætlaði að hrosa mer fyrir

tillöguna og eg þurfti alvarlega að halda aftur af mer til að sla hann ekki unta

undir. Sem eg gat ekki þvi engin nema eg heyrði hvað hann sagði.

Page 8: Í SKUGGA VALDSINS #METOO · 2017-11-24 · get tikkað í öll þessi box og fleiri til. Birtingarmyndirnar eru þó stundum ólíkar út frá reynsluheimi mínum sem fötluð kona

7

18. Mínar sögur skipta tugum af alls kyns hótunum, áreitni, og niðrandi og

kvenfjandsamlegum ummælum. Geiri heitinn í Goldfinger hvatti til að karlar

tækju sig saman og nauðguðu mér auk þess sem hann hvatti til mótmæla við

heimili mitt. Vegna baráttu gegn súlustöðum í Reykjavík sat ég undir alls kyns

hótunum frá "hagsmunaaðilum" ofl ofl.

Mikið var skrifað um þessi ummæli Gillz á sínum tíma í minn garð og fannst

sumum þetta mjög fyndið..

"Steinunn Valdís Óskarsdóttir, alþingismaður. Steinunn er portkonan sem vildi

breyta orðinu ráðherra í ráðfrú fyrir konur. Steinunn þarf lim og það strax. Á

hana Steinunni Valdísi dugar ekkert annað en lágmark tveir harðir og munu

Buka og Yao taka þetta verkefni að sér.""gefa þessum leiðinda rauðsokkum

einn granítharðan" "þessar dömur eru flestallar ógeðslegar auk þess að vera

geðsjúklingar" um feminista "Steinunn (Valdís) er portkona".. "á hana dugar

ekkert minna en lágmark tveir harðir" um Steinunni Valdísi Óskarsdóttu

19. “Sæl

Þú stóðst þig mjög vel í Silfrinu. Má ég koma með eina ábendingu. Klæðstu sem mest rauðu... Það myndast vel og það fer þér mjög vel”

Er í alvöru að hugleiða að kveikja í öllum rauðu fötunum í fataskápnum

mínum...(ef það væri nógu margt eftir).

20. Jón Gnarr, sem þá var borgarstjóri, var spurður að því í viðtali við

frönsku fréttastofuna AFP hvað hann skoðaði helst á netinu og svaraði Jón

hlæjandi: „Aðallega klám.“ Umræðan um þetta snérist meira um öfgar og tepruskap í mér sem krafðist skýringa en hans dómgreindarskort.

21. Þegar ónefndur karl í flokknum mínum sagði að það væri frábært að ég

ætlaði að taka sæti á lista hjá flokknum, því það væri svo gott að hafa svona "sæta og ljóshærða stelpu" á lista.

Page 9: Í SKUGGA VALDSINS #METOO · 2017-11-24 · get tikkað í öll þessi box og fleiri til. Birtingarmyndirnar eru þó stundum ólíkar út frá reynsluheimi mínum sem fötluð kona

8

22. Fyrir margt löngu var kosning í miðstjórn flokksins. Konur höfðu verið

áberandi á fundi miðstjórnar og fengu góða kosningu í miðstjórnina. Eftir

fundinn heyrði ég gamlan og reyndan flokksmann segja hátt og snjallt á ganginum: „Þetta er afleitt, ekkert nema konur og börn í stjórninni.“

23. Þetta er ekki ofbeldi en það fer óstjórnlega í taugarnar á mér að við öll

látum það viðgangast að karlar haldi um völdin. Á höfuðborgarsvæðinu er það

of mikið þannig í bæjarstjórnunum. Stjórn Sambands sveitarfélaga á

höfuðborgarsvæðinu er skipuð bæjarstjórum sem eru 5 karlar og 1 kona,

stjórn sambands íslenskra sveitarfélaga er með yfirgnæfandi hlutfall karla,

dæmi um fundi þar sem bara karlar sitja. Mér finnst það ekki eigi að líðast árið

2017, frekar en fjármálahópur ráðherra sem bara var skipaður körlum. Ef þetta heldur áfram svona erum við áfram úti.

24. Upplifun og saga: Ég hef sem betur fer ekki reynslu af því að vera beitt

kynferðislegri áreitni eða töluð niður innan míns flokks - hef að vísu sjálf efast

mikið um stöðu mína innan flokksins, hvernig ég kom inn, oft haft það

hangandi yfir mér sjálfri að það hafi verið af því að ég er kona, ég sé hér í dag af því að ég er kona... mínir eigin fordómar býst ég við.

En rosalega er magnað að sjá þó kraftinn sem hér birtist, þvert á alla flokka,

mér finnast það í rauninni forréttindi að fá að vera með ykkur

En þótt ég hafi ekki fengið að kynnast því á eigin skinni að vera kona í pólitík

og upplifa það að ég sé síðri en karlarnir í flokknum mínum að þá birtist það í mínu nærumhverfi, hjá mínum eigin föður...

Föður mín finnst að ég eigi ekki að vera í þessari bölvuðu pólitík, hann þolir

ekki minn flokk og er á móti flóttafólki og hælisleitendum, líka sama um börnin

þeirra... nei ég á að hætta þessu og einbeita mér að því að vera góð

eiginkona, móðir og dóttir *gubb*

Mér gekk vel í prófkjörinu okkar núna síðast og var í 3. sæti í kjördæminu.

Hann var ekki stoltur af mér og röflaði bara um flóttafólk og að ég væri að

Page 10: Í SKUGGA VALDSINS #METOO · 2017-11-24 · get tikkað í öll þessi box og fleiri til. Birtingarmyndirnar eru þó stundum ólíkar út frá reynsluheimi mínum sem fötluð kona

9

styðja flokk sem vildi lögleiða "ganja" (hans orð). Á kosninganóttinni birtir svo

litli bróðir minn selfi af sér og formanni annars flokks, á kosningavökunni... þá

var karlinn stoltur af syninum...

*andvarp*

Dóttir þín er í framboði - hún er ömurleg - sonur þinn fer á kosningavöku - hann

fyllist stolti!

25. Á landsfundi eitt sinn var ég ólétt og langt gengin (8 mán). Ég gekk um

og heilsaði fólki eins og hefðbundið er þegar einn fávitinn sem ég þekki

eiginlega ekkert kom upp að mér og strauk á mér kúluna og sagðist ekki vita neitt meira æsandi heldur en óléttar konur.

Á sama fundi var gengið að mér og spjallað létt og svo lokað með (hafði heyrt

þetta nokkrum sinnum): "Það er svo þægilegt fyrir ykkur konur að taka bara

óléttuna á þetta þegar þið viljið hætta í pólitík".

26. Þrjár sögur úr nýafstaðinni kosningabaráttu.

Mæti í grænum kjól á viðburð í tengslum við kosningarnar. Eldri maður kemur

að mér og segir: "Vertu sem mest í þessu græna pilsi í kosningabaráttunni" með ákveðinn svip. Fór ekki í þennan kjól eftir það!

Er í vinnustaðaheimsókn með oddvita framboðsins (ég skipaði 2. sætið) á

karlavinnustað. "Flott hjá þér að hafa eina svona fallega með þér". Ég svaraði: "Ég er nú ekki í þessu til þess að vera til skrauts".

Erum í annarri vinnustaðaheimsókn á karlavinnustað að dreifa bæklingum með

mynd af oddvita framboðsins ásamt formanni og varaformanni flokksins. "Af hverju er ekki mynd af þér þarna? Þú ert miklu sætari heldur en...".

27. Nefnd borgarinnar og embættismenn, hvorutveggja nær eingöngu konur

(fyrsta kynsloð kvenna með völd i borgarkerfinu) var i kynnisferð erlendis. I

rutu sagði X borgarfulltrui fyrir ihaldið i aratugi: Vinur minn Sverrir Stormsker

var að hringja i mig og segja mer það væri komið mjög gott orð yfir kvenkyns

raðherra. Það væri raðherfa. Nb þetta var örstuttu eftir að Johanna

Page 11: Í SKUGGA VALDSINS #METOO · 2017-11-24 · get tikkað í öll þessi box og fleiri til. Birtingarmyndirnar eru þó stundum ólíkar út frá reynsluheimi mínum sem fötluð kona

10

Sigurðardottir tok við embætti forsætisraðherra. Eg sa rautt og skammaði

karlinn svakalega. Sagði ma að það læki bloð undan nöglum okkar

kvennanna - við hefðum haft svo mikið fyrir þvi að komast i þær stöður sem

við værum i. Karlinn moðgaðis - sem mer stoð a sama um. Verra þotti mer að

eini karlkyns yfirmaður stofnunar sem var i ferðinni marg bað mig um að biðja

borgarfulltruann afsökunnar -sem eg að sjalfsögðu gerði ekki. Borgarfulltruinn

hætti fljotlega i nefndinni. En eftir þetta syndi embættismaðurinn mer fjandskap - dæmi um karla samstöðu

28. Einu sinni vorum við í vinnuferð þar sem átti að hrista saman hópinn.

Einn leikurinn var að raða nokkrum í röð og hver og einn átti að segja hvað

þeim fannst fallegt við hinn. Einn karlmaðurinn sagði "brjóstin" við unga stúlku

á listanum. Þegar allir voru búnir að segja átti að kyssa á staðinn sem þau völdu fallegust (og ekkert hætt neitt við það).

29. í kosningunum 2010 var ég ólétt og settist í pallborði hjá

hagsmunasamtökum um menntun barna. við hliðina á mér settist þáverandi

borgarfulltrúi sem þurfti endilega að tjá mér áður en við hófum umræður í pallborðinu hvað honum fyndust ófrískar konur sexí.

30. Þingmaðurinn í ferð erlendis horfði á barminn minn og sagðist alveg

vilja leggja sig þarna a milli.. klukkutima síðar var ég að koma af barnum og

hann gekk við hlið mer og lagðist upp að hlið mér með höfuð og lagði það á

brjóstunum mínum og stundi; leit svo á mig og sagði með hvolpa augum----

kunningi minn kom aðvífandi og bað um að tala við mig... eg gekk út stuttu síðar.

31. Var á barnum formaðurinn þáverandi kom aftan að mér, strauk rassinn

á mér. Ég brosti og gekk í burtu- hann elti mig að salerninu og spurði hvort

hann ætti ekki að koma inn. Ég hló var vandræðaleg en sagði nei. Þetta var ekki í fyrsta ne síðasta skiptið sem þetta gerðist.

Page 12: Í SKUGGA VALDSINS #METOO · 2017-11-24 · get tikkað í öll þessi box og fleiri til. Birtingarmyndirnar eru þó stundum ólíkar út frá reynsluheimi mínum sem fötluð kona

11

32. Nýverið sögðu tveir eldri karlar brandara á fundum sem ég sat. Fyrri er

frá félagafundi á Austurlandi og hljómar svona: einu sinni var maður að keyra

frá Reykjavík til Borgarness. Hann tekur upp konu sem ferðaðist á puttanum.

Hann segir henni að þetta sé skemmtileg tilviljun því hann hafi áður skutlað

óléttri konu í Borgarnes. Konan verður hálfmóðguð og segist ekki vera ólétt.

Þá segir maðurinn: “ekki ennþá, við erum nú ekki komin í Borgarnes”.

Seinni brandarinn var sagður í kaffihléi á Landsfundi flokksins og hljómaði

svona: Stjórnmálamaður er að fara ríðandi á milli bæja í ónefndri sveit fyrir

kosningar. Hann kemur að bæ nokkrum og hittir bóndann og spyr hann hvað

þau hjónin eigi mörg börn. Bóndinn segir að því miður séu þau enn barnlaus.

Stjórnmálamaðurinn segir þá: “við hljótum nú að geta reddað því. Haltu í

hestinn minn svolitla stund”, og svo fer stjórnmálamaðurinn inn í bæinn.

33. Ég var á pólitískri ráðstefnu fyrir hönd ungliðahreyfingarinnar minnar.

Það var skemmtun á laugardagskvöldinu. Eldri maður í valdastöðu á

ráðstefnunni var kominn vel í glas og við vorum ein eftir inni. Hann grínast

með að reyna við mig á "feminískan máta" því ég er svo mikill femínisti og

lætur svo hverja línuna á eftir annarri flakka. Ég hlæ vandræðalega. Maðurinn

leiðir mig og ég veit ekki hvernig ég á að bregðast við. Því næst leggur hann

hendina sína á lærið mitt og færir hana sífellt ofar. Ég gríp í hendina hans, tek

hana af lærinu mínu og segist þurfa að fara út að finna vin minn. Ég hef hitt

manninn tvisvar sinnum síðan þetta atvik átti sér stað. Í bæði skiptin hefur

hann reynt eitthvað svipað. Hann sendi mér einnig reglulega skilaboð í hálft ár

eftir þetta og bað mig meðal annars að hitta sig þegar hann var í Reykjavík til

að fara yfir eitthvað "stjórnmálatengt."

34. Ég skrifaði grein um skaðsemi ákveðinna efna í plasti. Ég benti á

tengingu þeirra við ófrjósemi kvenna og þá staðreynd að þetta efni er að finna

í ýmsum vörum sem konur nota t.d. hjálpartækjum.

Ég fékk að heyra það í langan tíma á eftir þar sem ég mætti á fundi, frá

karlmönnum, að þeir gætu sko sýnt mér hvernig ég þyrfti ekkert að nota þessi

Page 13: Í SKUGGA VALDSINS #METOO · 2017-11-24 · get tikkað í öll þessi box og fleiri til. Birtingarmyndirnar eru þó stundum ólíkar út frá reynsluheimi mínum sem fötluð kona

12

hættulegu hjálpartæki, þeir gætu kennt mér ýmislegt sem hefði ekki komið

fram í greininni sem ég skrifaði og snéri að þessum hluta og svo framvegis...

einn gekk það langt að segja hversu mikið þessi grein gerði fyrir hann, núna

þyrfti hann bara að hugsa um mig og það sem ég skrifaði til að fullnægja sér.

Hérna að neðan set ég skjáskot úr greininni, þennan hrikalega svæsna kafla sem gaf karlmönnum leyfi til að tala svona við þá 23 ára stúlku:

35. Árshátíð bæjarfélags 2017: Veislustjóri og 3 skemmtikraftar. Allt

karlmenn. Fjórir karlmenn að skemmta öllu starfsfólki sveitarfélagsins ásamt

mökum. Allir utan einn, gerðu nær eingöngu út á neðanmittisbrandara. Okkur

var gert að sitja undir þessu, brosa, borða og hafa gaman. Haltu kjafti og vertu

sæt.

36. Einn af upprennandi stjórnmálamönnunum er með margar „óstaðfestar“

sögur um áreitni gangvart ungum konum. Innan flokksins var gert mál úr þessu

og reynt að láta hann sæta ábyrgð. Einhverjar konur gátu ekki hugsað sér að

starfa með flokknum vegna þessa manns. Ekkert kom útúr málinu og

maðurinn starfar í flokknum eins og ekkert hafi í skorist enda er svo rosalega dramatískt að hefta pólitískan feril ungs manns þrátt fyrir sögusagnir.

37. Ég náði frábærum árangri í prófkjöri. Karlmaðurinn sem ég var í hvað

mestri samkeppni við, sagði við mig eftir að úrslitin lágu fyrir að svona hefði

þetta nú farið af því ég væri kona.

Ég á ótal sögur af smáatriðum sem lýsa fyriritningu og gera lítið úr konum/mér.

Mig langar lítið að vita af því sem sagt er um mig að mér fjarstaddri í ljósi þess sem ég heyri að mér viðstaddri.

38. það var svona jólagleði, allur þingflokkurinn úti að borða með mökum.

Eftir matinn var fólk að færa sig og spjalla og svona og formaðurinn kemur

Page 14: Í SKUGGA VALDSINS #METOO · 2017-11-24 · get tikkað í öll þessi box og fleiri til. Birtingarmyndirnar eru þó stundum ólíkar út frá reynsluheimi mínum sem fötluð kona

13

sest við hliðina á mér og er að segja eitthvað. Allt í einu finn ég hendi renna

niður bakið á mér og stoppa á rassinum. Vildi ekki vera með vesen, konan

hans var þarna. Stóð upp og færði mig, fullt af fólki sá þetta en enginn sagði neitt. Þetta eyðilagði alla möguleika á eðlilegum samskiptum okkar á milli.

39. I eftirmiðdags jolagleði a vegum nefndar borgarinnar, sem eg sat i, sest

annar yfirmanna stofnunarinnar (stor og stæðilegur karlmaður) við hlið mer i

sofa og við ræðum um malefni stofnunarinnar. Allt i einu setur hann hendina

utan um mig, dregur mig að ser og stingur tungunni upp i mig. Eg beit hann i

tunguna og spurði hvern andskotann hann hefði verið að gera. Hann kunni

ekki að skammast sin heldur tuðaði eh um eg kynni ekki gott að meta. Sem betur fer losaði borgin sig við hann stuttu siðar - með skipulagsbreytingu.

40. Í prófkjöri var panell frambjóðenda. Salur kjaftfullur. Það var þétt raðað

bak við borð fyrir panelinn. Einn meðframbjóðandi minn sat þétt við mig og

óskaði mér góðs gengis um leið og hann strauk lærið á mér allt of mikið og allt of ógeðslega og allt of ofarlega. Gleymist aldrei.

41. Komment frá borgarfulltrúa á fagráðsfundi: þú átt ekki að vera í svona

flegnu. Það fer þér ekki. Er bara ekki þinn stíll, þú sem ert alltaf svo proper til

fara.

42. Ég var í stjórn velferðar-íþrótta-jafnréttismála í bænum auk annara

trúnaðarstarfa. Óskað var eftir að ég ynni að jafnréttismálum fyrir bæinn og var

samið um allt nema laun. Tímann hafði ég nokkuð rúman en á þessum tíma

var ég nýbúin að eignast mitt fjórða barn. Var í launuðu starfi og aukastarfi við

skúringar. Við skil á skýrslunni lagði starfsmaður nefnarinnar (bæjarins) til að

greiða mér sama tímakaup og ég fékk fyrir skúringarna. Eftir smá umhugsun

samþykkti ég það með þeim fyrirvar að við myndum leggja tilögu hans fyrst

Page 15: Í SKUGGA VALDSINS #METOO · 2017-11-24 · get tikkað í öll þessi box og fleiri til. Birtingarmyndirnar eru þó stundum ólíkar út frá reynsluheimi mínum sem fötluð kona

14

fyrir nefndina. Þá fölnaði hann og bauð mér fimmfalt skúringkonutextan eins

og hann kallaði það.

43. Komment frá karli eftir ræðu sem ég helt var “þú ert alltaf svo falleg að

ég bara heyri ekkert sem þú segir því ég fer allaf að hugsa um það”

44. Eitt sem hefur farið mikið í taugarnar á mér og ég tel hindra eðlilega

framgöngu kvenna í stjórnmálum er þessi áhersla á “ungu flottu” konuna. Veit

ekki hversu oft ég hef heyrt þetta og svo verið hvött til að sækja harðar og

hraðar fram af því að það sé svo gott að fá svona “unga og flotta” konu til

valda. Ég þoli ekki þennan dulda draum fólks um ungu flottu valdakonuna -

með aldri kemur viska og gamla vitra konan er síst verri. Held að við brennum frekar út ef okkur en endalaust ýtt fram áður en við rennum út.

45. Stuttu eftir að ég eignaðist eldri dóttur mína fór ég í prófkjör, landaði 3.

sæti á lista og við tók kosningabarátta. Ég var ýmis með dóttur mína með mér

eða skaust afsíðis til að mjólka mig þegar hún var heima með pabba sínum.

Undantekninga lítið var ég spurð hver væri að hugsa um barnið, þar sem rúm

2000 ár eru liðin frá síðustu skráðu meyfæðingu, svona í sögunni amk, fannst

mér þetta fáránleg spurning, því barnið ætti jú pabba. Verst fannst mér þó

kommentin um að "unga konan" á listanum væri ekki nógu sexý, það væri ekkert sex í því að vera með nýbakaða móður í framboði.

46. Ég er nýkjörin formaður í nýju kjördæmisfélagi flokks í. Öflugt félag

strax, fundarherferðir, umræður og stuð.... ýmsir karlmenn meika mig ekki og

eru sífellt að reyna að skrúfa mig niður.. .. nokkrir ganga lengra, niðrandi

komment og niðurrif, örfáir en fleiri en tveir, káf og tilraunir til að komast

lengra.... Engum tókst en hafði þau áhrif að mig langaði ekki að vera í forystu...þeirra....

Page 16: Í SKUGGA VALDSINS #METOO · 2017-11-24 · get tikkað í öll þessi box og fleiri til. Birtingarmyndirnar eru þó stundum ólíkar út frá reynsluheimi mínum sem fötluð kona

15

47. Í aðdraganda prófkjörs voru margir karlmenn æstir í að fara í efstu

sætin. Ég var eina konan sem kom til greina í slaginn. Einn karlmaðurinn hafi

reynt mikið til að fá mig til að fara í neðra sæti svo ég truflaði ekki hans

baráttu. Ítrekað sögðu stuðningsmenn hans við mig að ég væri frábær, og

mikill stuðningsmaður og "team player" en ég ætti auðvitað að bíða. Ég ætti að

velja mér málefni. Og fullt annað. Að lokum þegar ég tilkynnti að ég ætlaði í

slaginn við þessa karla þá fékk ég símtal: "Vinskapi okkar er lokið"

48. Ég er í sveitarstjórn og þegar ég kem hlaupandi inn á fund og fæ mér

sæti sé ég að karlkyns oddviti annars framboðs glottir og horfir á mig og segir svo "ég er ekki vanur að sjá þig í svona miklum fötum"..

49. Ungliðahreyfing stjórnmálaflokks. Ný í starfinu. Einn aðili sem áreytti

mig sérlega mikið - "Ég ætla að sofa hjá þér þegar konan mín deyr" (Hún var

ólétt - ekki dauðvona)

50. ég var í opinberri heimsókn erlendis, eina konan í íslensku

sendinefndinni, sem samanstóð af ráðherra, aðstoðarmanni, ráðuneytisstjóra,

sendiherra og embættismanni. Í heimsókn í fjármálafyrirtæki voru að auki

fulltrúar úr viðskiptalífinu með okkur. Við stilltum okkur upp í röð til að heilsa og

ég var í miðri röð. Þegar röðin kom að mér færðu þeir, sem voru að heilsa

okkur, sig út á enda hinum megin og byrjuðu að heilsa úr þeirri átt en hættu

þegar röðin kom aftur að mér. Slepptu því semsagt að heilsa mér þótt ég væri

með útrétta hönd. Ég var furðu lostin og algjörlega miður mín. Þegar ég nefndi þetta við mína menn eftir á voru þeir rosa hissa. Höfðu ekki tekið eftir neinu.

51. Hann var á þeim tíma aðstoðarmaður ráðherra og við vorum í

óformlegum hittingi að loknum fundi ásamt samstarfsmanni hans

(aðstoðarmaður annars ráðherra) og utanaðkomandi félaga þeirra. Höndin á

Page 17: Í SKUGGA VALDSINS #METOO · 2017-11-24 · get tikkað í öll þessi box og fleiri til. Birtingarmyndirnar eru þó stundum ólíkar út frá reynsluheimi mínum sem fötluð kona

16

honum var allt í einu komin á lærið á mér og nánast upp í klof. Ég færði mig

undan þannig að hinir urðu augljóslega varir við hvað var í gang. Enginn þeirra

brást við aðstæðunum, þeir létu bara eins og ekkert væri. Ég fór heim.

Í mörg ár velti ég þessu ekkert meira fyrir mér, enda ekkert “alvarlegt atvik”.

Mjög klassískt að hugsa þannig, upplifa sig heppna að hafa sloppið við

eitthvað verra. Það var ekki fyrr en ég fór að heyra allar hinar sögurnar af

honum sem samhengið rann upp fyrr mér. Enn einn karlinn að misnota vald

sitt gróflega. Hann er nefnilga þekktur fyrir að stunda það að áreita konur um

leið og hann er kominn í glas. Eftir að hann svo fór í meðferð er eins og hann

hafi sjálfkrafa fengið syndaaflausn og að þessi hegðun hafi aldrei verið hluti af

honum, þrátt fyrir að fjöldi kvenna hafi upplifað áreiti af hans hálfu. Að mér

vitandi hefur þetta ekki verið rætt sérstaklega innan flokksins þó ég viti ekki

betur en að þetta sé nokkurn veginn almenn vitneskja þar. Hann er giftur sem

ég veit ekki hvort ýtir undir það að allir kóa með honum, án þess að það afsaki

eða útskýri neitt. Hann gegnir ennþá trúnaðarstörfum fyrir flokkinn.

52. Samstarfsmaður í stjórnmálaflokki kemur aftan að mér og strýkur mér

niður bakið og niðrá mjaðmasvæði. "Mikið ertu nú blómleg og fín" - Ég var

tæplega þrítug, klædd í blómakjól og komin tæpa 8 mán á leið

53. Ég get ekki talið upp öll þau skipti sem mér hefur beint og óbeint verið

hótað nauðgun vegna skoðana minna. Ég hef engan áhuga á að hafa það

eftir, en ég hef oft lesið um allskonar hluti sem ég hefði gott af og hvernig væri

nú best að þagga niður í mér.

54. Ég var framkvæmdastjóri þingflokks í tvö kjörtímabil og aðeins einu

sinni fór þingmaður yfir strikið – tók aðeins of „vinalega“ utan um mig í þingflokksveislu. Sennilega ótrúlega vel sloppið miðað við aðstæður.

Page 18: Í SKUGGA VALDSINS #METOO · 2017-11-24 · get tikkað í öll þessi box og fleiri til. Birtingarmyndirnar eru þó stundum ólíkar út frá reynsluheimi mínum sem fötluð kona

17

55. Starfsmaður stjórnmálaflokks stoppaði ungliða á leið á fund glottandi og sagðist vita hvar hún ætti heima og hvaða símanúmer hún hefði.

56. Ég var í móttöku og allskonar fólk á staðnum. Mér finnst gaman og er

að spjalla við allskonar fólk, stend allt í einu við hliðina á eldri manni úr öðrum

stjórnmálaflokk sem ég þekki ekkert þannig. Ég heilsa samt og brosi og hann

snýr sér að mér og tekur í hendina á mér og dregur mig aðeins til hliðar, allt í

einu tekur hann utanum mig og ég finn að hendur hans eru útum allt. Ég losa

mig og brosi bara og fer að hlægja og færi mig og vonaði að enginn hefði séð

þetta.

57. Ég var starfandi borgarfulltrúi og kom inn sem varamaður á fund. Ég

hafði ekki áður setið fund í þessu herbergi og spurði því embættismanninn

sem fór fyrir málaflokknum hvar ég ætti að sitja. Hann sat við fundarborðið,

glennti út fæturnar, glotti og klappaði á annað lærið á sér: ,,Hérna". Sagði

hann. Mér var gróflega misboðið. Þessi sami embættismaður er frægur fyrir að

kalla konur: ,,vina".

58. Á erlendri ráðstefnu (í gær) var ég að tala við ungan karlkyns

stjórnmálamann (hómófóbískan) um Pride gönguna og hvað mér þætti hún

mikilvæg fyrir réttindabaráttu hinsegin fólks og ætti því að vera haldin sem

víðast og hann spurði mig þá glottandi hvort ég væri tvíkynhneigð og hvort ég hefði sofið hjá öðrum konum.

59. „Var í hóp sveitarstjórnarfólks í ferð þar sem allir gistu á sama hóteli.

Það var farið út að borða og eftir matinn fékk fólk sér drykk og bæjarstjóri í

nálægu sveitarfélagi sem ég þekki ekki neitt stakk upp á að við færum saman

upp á herbergi. Þegar ég neitaði setti hann upp fýlusvip og sagðist aldrei hafa

fengið neitun áður. Ég yrði bara að sofa hjá honum. Margir karlar voru við

borið en því miður engin kona sem var nógu nálægt til að heyra. Enginn sagði

Page 19: Í SKUGGA VALDSINS #METOO · 2017-11-24 · get tikkað í öll þessi box og fleiri til. Birtingarmyndirnar eru þó stundum ólíkar út frá reynsluheimi mínum sem fötluð kona

18

neitt. Ég flýtti mér upp á herbergi þegar á hótelið var komið, skömmu síðar var

bankað á hurðina. Ég opnaði ekki og ekki í hin tvö skiptin sem bankað var. Ég

hins vegar svaf ekkert og var ekki í neinu formi fyrir pólitískar umræður daginn

eftir þar sem orkan fór í að forðast hann og svo skammaðist ég mín, skil það ekki núna “

60. Háttsettur embættismaður var á leið í sjónvarpsviðtal og sagðist vera á

leið heim að skipta um föt. Var þá sagt að það væri óþarfi, það væri nóg að hneppa bara aðeins frá.

61. Ég var valin í oddvitasæti á lista og karlmaður sem vildi sætið varð fúll.

Hann spyr mig hvort ég átti mig á því hversu harður heimur þetta sé, það séu

menn þarna úti sem muni alveg láta mig heyra það, og ég einstæð móðir - hver ætti að hugga mig á kvöldin? Þetta var ekki 1979 heldur sirka 2014.

62. Langar að segja frá einni sögu tengdri svona aldursfordómum í pólitík.

Ég var á stórum fundi hjá stjórnmálaflokknum mínum, var þar í fyrsta skiptið

sem formaður flokksins í mínu bæjarfélagi og var þar með erindi. Mér fannst

þetta mjög valdeflandi að standa þarna í pontu og miðla minni reynslu og var

ferlega ánægð með mig. Þarna er ég 36 ára gömul (þetta var í fyrra). Í

hádegishléinu var fólk mikið að spjalla saman eins og gaman er að gera á

svona mannamótum. Svo rekst ég á einn sem ég þekki aðeins, þingmaður

flokksins, og ég fer að heilsa honum. Þá klípur hann í nefið á mér og segir

"hvað segir þú stelpa"! Og skyndilega fór ég úr því að vera valdefld 36 ára

kona í að vera 12 ára niðurlægð stelpa. Ég var svo hissa og lítillækkuð og trúði

ekki að hann hefði virkilega gert þetta. Var eitthvað svo lengi að melta þetta að

ég sagði ekkert við hann um þessa óviðeigandi framkomu hans. Það situr enn í mér að hafa ekki svarað fyrir mig.

Page 20: Í SKUGGA VALDSINS #METOO · 2017-11-24 · get tikkað í öll þessi box og fleiri til. Birtingarmyndirnar eru þó stundum ólíkar út frá reynsluheimi mínum sem fötluð kona

19

63. Þú veist að kosningar eru í nánd þegar þú ferð að fá skilaboð frá hinum

og þessum körlum í kjördæminu þínu sem hafa allt í einu gríðarlegar áhyggjur

af því að þú ætlir þér eitthverja hluti og reyna að sannfæra þig um að þinn tími

sé ekki kominn eða einfaldlega liðinn eða að það sé þörf fyrir þig akkúrat þar

sem þú ert núna og borgi sig ekki að ætla sér hluti.

64. Óþolandi. Ég var beðin um að halda kynningu á svona 40 manna fundi.

Þegar ég mætti tók stjórnmálamaður utan um mig og strauk upp og niður mittið

á mér á óþægilegan máta. Ég sat við hliðina á honum allan fundin og lærið

hans var sífellt að koma við mitt, ég færði mig bara undan og hélt flottann

fyrirlestur að mér fannst. Eftir fundinn voru skipuleggjendur, stjórnmálamðurinn

og fyrirlesarar að ræða fundinn, ég kem með athugasemd og

stjórnmálamaðurinn bregst þá við með því að brosa yfirlætislega og klappa mér á kollinn.

65. Hef náð góðum árangri með flokknum mínum í sveitarstjórnarkosninum

þar sem ég er oddviti. Skýringarnar sem ég hef fengið á þessari velgengni frá

sumum körlum er sú að það sé svo frambærilegur karl í öðru sæti og

þingmaðurinn sem leiðir kjördæmið þakkar sér árangurinn því hann er svo

geðfelldur.

66. Þegar Jóhanna Sigurðardóttir var forsætisráðherra sat ég í bæjaráði

fyrir Samfylkinguna og var eina úr mínum flokki í ráðinu og í minnihluta.

Næstum hver einasti fundur byrjaði á því að sami karlkyns nefndarmaðurinn

kom með háðsglósur um Jóhönnu eða niðurlægjandi athugasemdir um hana

og glotti svo framan í mig og margir hlóu með. Ef ég svaraði að þá sagði hann:

Vertu ekki svona tilfinninganæm eða voðalega ertu viðkvæm…………..ég var

farin að hata þessa fundi og en lærði að það besta sem ég gat gert var að

ignora hann. Svo hætti Jóhanna og ég mæti á fund…….. og hann byrjar að

tala um hana. Þá gat ég ekki orða bundist og leit yfir hópinn og sagði…… Er

Page 21: Í SKUGGA VALDSINS #METOO · 2017-11-24 · get tikkað í öll þessi box og fleiri til. Birtingarmyndirnar eru þó stundum ólíkar út frá reynsluheimi mínum sem fötluð kona

20

hann eini hér inni sem veit ekki að það er búið að skipta um ríkisstjórn og

Jóhanna er hætt?

67. Ég náði ljómandi góðum árangri í fyrsta prófkjörinu sem ég tók þátt í og

endaði á öðru sæti á lista. Þegar úrslitunum var fagnað stóð ég ásamt

þáverandi kærasta mínum á spjalli við mann sem óskaði mér til hamingju með

árangurinn og spurði svo kærastann: já ert það þú sem ert Mastermindinn á

bak við þetta?

68. Var á ráðstefnu á landsvísu, var í málefnhópi með manni frá mínu

sveitarfélagi þó ekki samflokksmanni. Við komum með tillögu að ályktun inn til

hópsins, þegar búin var að vera ágætis umræða og hópurinn er að klára störf

sín segir hann „Þetta er fínt að hafa konu með sér til að semja og skrifa

ályktanir“. Ég þagði, horfið á manninn og svo hina, enginn sagði neitt. Í

hádegishléi kemur ungur maður (samflokksmaður mannsins) sem var í

hópnum til mín og fordæmir hegðun mannsins.

69. Þegar ég var í framboði til Alþingis 2009 var ég klipin fast í rassinn af

einhverjum fávita sem mætti á opið hús. Ég upplifði það eins og honum fyndist

hann mega þetta þar sem ég væri í (fram)boði og ætti að þóknast

áhugasömum kjósendum.

Ég byrsti mig eitthvað við hann en fór ekki nálægt því að láta henda honum út

eða neitt slíkt. Held ég hafi ómeðvitað verið að passa uppá að búa ekki til senu

og vera óþægileg og skemma fyrir framboðinu.

Við erum mikið búnar að ræða hérna um "ungu og glæsilegu konurnar" sem

eru taldar svo æskilegar í pólitík; sem er bara skýrt dæmi um hlutgervingu

kvenna. Þessi litla saga hérna að ofan er af sama meiði. Búið að gera konur

að einhverjum hlutum sem mega þá vera almenningseign fyrst þær eru að

bjóða sig fram á opinberum vettvangi.

70. Ég var kosin í ungliðahreyfingu nýstofnaðs flokks fyrir mörgum árum

síðan (ég þá rúmlega tvítug). Ég hafði ekki boðið mig fram til stjórnar heldur

Page 22: Í SKUGGA VALDSINS #METOO · 2017-11-24 · get tikkað í öll þessi box og fleiri til. Birtingarmyndirnar eru þó stundum ólíkar út frá reynsluheimi mínum sem fötluð kona

21

frétti ég af því frá ókunnugri manneskju að ég sæti nú í stjórninni.

Eftir að sannfæra mig um að þetta kæmi ekki fyrir aftur og djúpt samtal við

formanninn ákvað ég að halda stjórnarsætinu því mig langaði að gefa þessu

séns. Ég var á fyrsta fundi kosin gjaldkeri nýstofnaðrar hreyfingarinnar. Á

fyrsta fundi mínum sem gjaldkeri var mér tilkynnt um að annar gaur myndi líka

vera gjaldkeri félagsins með mér af því að ég var svo reynslulítil. Þá var ég

búin að vera gjaldkeri félagasamtaka til nokkurra ára. Ég mætti aldrei aftur á

fund og tók aldrei þátt í starfinu eftir þetta.

71. Ég sá um skipulag á öllum mögulegum viðburðum hjá flokkinum mínum.

Eitt skipti eftir vísindaferð og gestirnir voru farnir var ég að klára að taka til.

Þingmaður frá okkur og annar (ungur)karl voru þarna og var galsi í okkur

öllum. Þingmaðurinn faðmar mig skyndilega alveg innilega þannig að við

dettum ofan í sófa, hann liggjandi ofan á mér með allan sinn þunga. Svo kyssir

hann mig á hálsinn og kinnina. Ég hló þetta af mér en fór heim og brotnaði

niður og gat lengi vel ekki horfst í augu við hann eða umgengst hann í starfi

flokksins.

Þegar ég reyndi að ræða þetta við hinn karlinn hló hann bara og sagði að ég

hefði nú alveg fílað þetta, svona myndarlegur maður eins og X. Það væru nú

allar konurnar í flokknum heitar fyrir honum.

Hann er (enn) dáður og elskaður þingmaður.

72. Í stjórn sem ég var í (ég var yfirleitt eina konan) ákváðu karlarnir í

stjórninni að hittast hálfri klukkustund fyrir fund – og létu mig ekki vita. Þeim

brá virkilega þegar ég frétti af þessu og mætti- ekki síst embættismaðurinn.

73. Ég hef setið í fjölda nefna og stjórna. Í einni stjórninni var óþolandi oft

sem ég þurfti að taka hönd manns sem sat við hliðina á mér, af hnéinu/lærunu

á mér – þessi stanslausu grip í mann eru virkilega þreytandi!

74. Þegar ég var nýbyrjuð í pólitík og var mjög virk og dugleg í

kosningabaráttu 2009 þá frétti ég af dips keppni tveggja manna í baráttunni

Page 23: Í SKUGGA VALDSINS #METOO · 2017-11-24 · get tikkað í öll þessi box og fleiri til. Birtingarmyndirnar eru þó stundum ólíkar út frá reynsluheimi mínum sem fötluð kona

22

um mig. Ég hló bara af þessu þegar mér var sagt frá þessu(þorði ekki öðru og

vildi ekki vera leiðinleg) en mér leið alltaf svo illa yfir þessu. Var ég ekkert

annað en einhver hlutur fyrir þeim, hafði ég ekkert annað að bera en að vera

sæt og ung. Glatað!

75. Á fyrsta kjörtímabilinu sem ég sat í bæjarráði (í minnihluta) En ég var

líka formaður jafnréttisnefndar og nefndin lagði til að gerði yrði úttekt á

launamálum hjá bæjarfélaginu m.t.t. jafnra launa. Málið kom til bæjarráðs og

eftir talsverða umræður spurði einn bæjarráðsmaðurinn mig: Af hverju eru

konur að fara út á vinnumarkaðinn og ..... af hverju getið þið ekki verið heima

og verið sætar. Svo ég spurði hann hvort hann vildi vera heima og vera sætur?

Tillagan var ekki samþykkt.

76. Eitt skipti í bæjarstjórn tók ég upp mál, munnlega, sem ég taldi mjög

mikilvægt að fara að vinna að. Umræður héldu áfram en enginn tók undir með

mér. En svo brá við að bæjarstjórinn nefndi þetta sama mál og þá tóku 5

bæjarfulltrúar undir með honum. Síðan kom kaffihlé og þá vakti ég athygli

þeirra kvenna sem höfðu tekið undir með bæjarstjóranum að ég hefði reifað

málið á undan bæjarstjóranum. Þær höfðu ekki áttað sig á því.

Samfélagsmótun hefur talsverð áhrif á okkur og við konur þurfum líka að gæta

þess að hlusta jafn gaumgæfilega á konurnar.

77. Á fundum þar sem ég var í stjórn kom það varla fyrir að ég hitti þessa

karla (allir talsvert eldri en ég) án þess að það væri rætt um útlit mitt s.s. hefur

þú fitnað eða hefur þú grennst. Það skánaði eftir að ég fór að spyrja þess

sama.

78. Þegar ég var nýbyrjuð í pólitík og var mjög virk og dugleg í

kosningabaráttu 2009 þá frétti ég af dips keppni tveggja manna í baráttunni

um mig. Ég hló bara af þessu þegar mér var sagt frá þessu(þorði ekki öðru og

vildi ekki vera leiðinleg) en mér leið alltaf svo illa yfir þessu. Var ég ekkert

annað en einhver hlutur fyrir þeim, hafði ég ekkert annað að bera en að vera

Page 24: Í SKUGGA VALDSINS #METOO · 2017-11-24 · get tikkað í öll þessi box og fleiri til. Birtingarmyndirnar eru þó stundum ólíkar út frá reynsluheimi mínum sem fötluð kona

23

sæt og ung. Glatað!

79. Ég var í fyrsta sæti í mínu bæjarfélagi (forseti bæjarstjórnar og

varabæjarstjóri) og hafði bætt við manni í síðustu kosningum. Þá kom einn

framkvæmdastjóri sem mætti á vikulega fundi og sagði við mig: Við þurfum að

fá karlmann í fyrsta sætið næst. Jæja sagði ég. Finnst þér ég ekki hafa staðið

mig. Jú sagði hann en það er betra að tala við karlmenn.

80. Fyrir þremur árum var ég í starfsnámi hjá Eftirlitsstofnun EFTA. Allir

starfsnemarnir áttu það sameiginlegt að vera frekar reynslumiklir á aldursbilinu

25 - 32 ára, 4 stelpur og 2 strákar.Í jólalönsinum var fólk búið að fá sér aðeins í

glas og ég og starfsneminn (stelpa) sem deildi með mér skrifstofu sátum á

borði með nokkrum frekar hátt settum karlkyns starfsmönnum - það kom til tals

að á hverju ári væri gerður listi yfir kvk starfsnemana og þeim gefin stig eftir

hversu heitar þær voru.Þeir voru rosalega hissa hvað við brugðumst illa við,

skildu ekkert hvað var niðurlægjandi við þetta - því við fengum jú fína einkunn

að þeirra sögn.

81. Eitt skiptið fór ég út á land á miðstjórnarfund og þar var einn giftur

þingmaður að reyna við mig á skemmtun um kvöldið. Mér tókst að losna við

hann og fór að sofa. Í a.m.k. einn klukkutíma stóð hann og barði á dyrnar hjá

mér. Þetta var óskemmtilegt.

82. Ég var eina konan á lokuðum fundi, kom með tillögu sem snerist að

jafnréttisbaráttu kvenna. Þetta reyndist þeim erfitt og fóru þeir í mikla vörn,

kjörnir fulltrúar sem og embættismenn. Ég spurði hvort það væri þá raunin að

þeir treystu ekki konum á hinu pólitíska sviði, það var að sjálfsögðu ekki til að

bæta andrúmsloftið. Eftir mikið tuð og pirring lagði ég til að það yrði kosið um

þessa tillögu, þeim væri velkomið að fella hana en tillöguna legði ég fram. Að

sjálfsögðu var ekki kosið um tillöguna og hún lögð fram og samþykkt, það hefði

fallið á glansmyndina út á við að koma hreint fram.

Page 25: Í SKUGGA VALDSINS #METOO · 2017-11-24 · get tikkað í öll þessi box og fleiri til. Birtingarmyndirnar eru þó stundum ólíkar út frá reynsluheimi mínum sem fötluð kona

24

– Í framhaldinu var þess gætt að málið náði ekki tilsettum árangri.

83. Fyrir 20 árum tók ég þátt í prófkjöri (sveitastjórn) fyrir ný stofnaðan flokk

og náði fimmta sæti. Mér var talið trú um að þarna væri reyndara fólk og það

væri betra fyrir flokkinn ef það færðist ofar á listann og endaði ég í íþrótta

nefnd. Þar var tekið á móti mér með lófataki (allt karlmenn) eftir að einn

karlmaðurinn kleip í rassinn á mér og spurði hvaða vit ég hefði eiginlega á

íþróttum.

84. Að taka þátt í prófkjöri var ávísun á að þurfa "þola" kossa, þukl og

faðmlög frá flokksMönnum, helst með bros á vör, (annars myndu Þeir ekki

kjósa þig).

85. Þingmannsfrú.

Það fer afskaplega í taugarnar á mér þegar er gert lítið úr maka þingkvenna

vegna stöðu þeirra.

Upplifði þetta oft þegar ég var á þingi.

Oft eins og ég ætti að skammast mín fyrir að "setja" maka minn í þessa stöðu.

Var oft spurð hvernig honum litist á að ég væri í þessu starfi og hvort honum

væri sama ef ég færi aftur fram.

Hann fékk á sig athugasemdir ef hann gerði eitthvað fyrir mig sem aðrir urðu

vitni af t.d. keyrði mig á viðburð eða kom með gögn sem ég gleymdi heima, þá

var "þingmannsfrúin að störfum" og hann var "vel upp alinn hjá mér"... af því

það gat ekki verið að hann reyndi að gera eitthvað af fúsum og frjálsum vilja til

að styðja mig í starfi.

Eins og að maðurinn minn ætti að skammast sín fyrir það í hvaða stöðu ég var

eins og það gerði lítið úr honum að ég væri á þingi.

Að það væri karlmannlegt að vera þingmaður og það gerði stöðu maka svo

kvennlæga s.s. tengt við undirgefni, þjónustu og ómerkilegri stöðu í

sambandinu.

Eins og karlmenn hefðu þörf til að minna mig á með svona athugasemdum að

Page 26: Í SKUGGA VALDSINS #METOO · 2017-11-24 · get tikkað í öll þessi box og fleiri til. Birtingarmyndirnar eru þó stundum ólíkar út frá reynsluheimi mínum sem fötluð kona

25

hann ætti að vera "karlmaðurinn" og ég væri að grafa undan því.

86. Það er maður í flokknum sem ég hef þekkt í nokkur ár, hann er töluvert

eldri en ég en við höfum bæði verið virk í flokknum í nokkurn tíma. Hann hefur

oft sagt að hann langi að sofa hjá mér og ég hef sagt greinilega að ég hafi ekki

áhuga á því margoft. Við erum á ráðstefnu og gistum á sama hóteli og hann

kemur og bankar hjá mér á hurðina, ég opna enda erum við vinnufélagar en þá

girðir hann niðrum sig... Mér tókst að koma honum út en sat eftir með

skömmina og sagði engum.

87. Ég byrjaði að vinna hjá opinberri stofnun á vegum borgarinnar í

tímabundinni sumarráðningu á svipuðum tíma og ég var í framboði fyrir nærri

20 árum. Ég var vöruð við einum eldri karlmanni sem starfaði þarna.

Samstarfskonur sögðu, passaðu þig á því að vera aldrei ein með honum á

skrifstofu, ekki segja já ef hann biður þig að vinna með sér verkefni frameftir

og aldrei þiggja far með honum heim. Ok! Takk sagði ég. Einn daginn stend ég

við bókhillur að leita að einhverju, sný baki í dyrnar. Allt í einu er hann kominn

þétt upp að mér, rennir hendinni á sér í klofið á mér og segir: ,,mikið hefur þú

verið falleg lítil stúlka." Mér krossbrá, æpti, snéri mér við og sagði við hann að

ef hann reyndi svona aftur myndi ég kæra hann! Hann glotti og sagði: ,,Það

hefur nú verið reynt væna, við lítinn árangur," og rölti glottandi í burtu. Ég var í

sjokki og skalf. Frétti svo að samstarfskona hans í framhaldsskólanum sem

hann starfaði í sínu aðalsstarfi hafi kært hann, málið látið niður falla, hún

auðvitað hrökklast úr starfi og hann haldið sínu striki. Seinna sá ég hann taka

við verðlaunum sem kennari ársins í sínum skóla!

88. Var rétt rúmlega tvítug og var boðið að vera kosningastýra flokksins í

kjördæminu. Stuttu áður hafði vinur minn sagt mér að það væri ekkert endilega

líklegt að ég fengi starfið, hann hefði nefnilega sóst eftir þessu starfi og bjóst

við að fá það.

En allavegana, kosningastjórn kjördæmisins fundaði reglulega en fundirnir

voru oft ómarkvissir framan af því oddviti flokksins var reglulega með störu á

Page 27: Í SKUGGA VALDSINS #METOO · 2017-11-24 · get tikkað í öll þessi box og fleiri til. Birtingarmyndirnar eru þó stundum ólíkar út frá reynsluheimi mínum sem fötluð kona

26

brjóstaskoruna mína meginþorra fundarins og hélt illa fókus, þeir gengu betur

þegar ég passaði mig að vera þannig klædd að ekki sæist neitt í brjóstin.

Í fögnuði eftir kosningar kyssti odddvitinn mig svo án þess að ég hafi gert neitt

til að gefa til kynna að ég hefði nokkurn áhuga á því (hann var nota bene á

aldur við foreldra mína).

89. Þegar við töluðum fyrir kynjaðri hagstjórn í fyrsta skipti í borgarstjórn

hlógu karlkyns borgarfulltrúar upphátt og hæddust að okkur með frammíköllum

sem tíðkast ekki í borgarstjórn, ólíkt Alþingi, nema við alveg sérstök tilefni.

Sem þeim fannst þetta vera.

90. Ég hef setið í fjölda nefna og stjórna. Í einni stjórninni var óþolandi oft

sem ég þurfti að taka hönd manns sem sat við hliðina á mér, af hnéinu/lærunu

á mér – þessi stanslausu grip í mann eru virkilega þreytandi!

91. Karl sem gegndi trúnaðarstörfum í stjórnmàlaflokki nauðgaði ungri konu

í flokknum í partýi à vegum flokksins. Honum var gert að fara úr öllum

trúnaðarstörfum á vegum flokksins en af því að hann er “svo duglegur” var

hann fljótlega mættur á alla pósta/fundi/viðburði. Þegar konur gerðu

athugasemdir við þetta og neituðu að taka þátt yrði hann þátttakandi var hann

tekinn úr opinberum störfum en geymdur á bakvið í aukastörfum enda “svo

duglegur”, fyrir utan það hversu slæmt það yrði fyrir fjölskylduna hans ef hann

fengi ekki að vera með...

92. Á fyrsta kjörtímabilinu mínu í bæjarstjórn var ég varabæjarfulltrúi og

formaður félagsmálaráðs. Skömmu eftir kosningar eignaðist ég barn sem ég

var með á brjósti. Einn daginn komu tveir smiðir í heimsókn á meðan ég var að

gefa barninu. Þegar ég var búinn að gefa honum rétti ég pabbanum barnið og

sagði ég þarf að fara að mæta á fundinn. Þá spurði annar þeirra hvert ég væri

að fara. Hún er að fara á fund og það er fundur á fund ofan sagði

eiginmaðurinn og hló. Ekki líkaði smiðnum þetta og hann sagði: Aldrei myndi

ég leyfa minni konu að svona! Það skemmtilega er að þessi maður er núna

Page 28: Í SKUGGA VALDSINS #METOO · 2017-11-24 · get tikkað í öll þessi box og fleiri til. Birtingarmyndirnar eru þó stundum ólíkar út frá reynsluheimi mínum sem fötluð kona

27

einlægur stuðningsmaður kvenna í stjórnmálum.

93. Stelpur, held að ég hafi verið nokkuð heppin en auðvitað mætt alls

konar viðmóti karla á pólitískum ferli. Ekki allt kynferðislegt en oftast tilraun til

að "sætte meg paa plads". Nokkur dæmi:

- í þingsal eftir ræðu: Ertu ekki í jafnvægi?

- í biðröð í matsal (hádegi): Hver er að passa? (ég snappaði)

- á ca þúsund fundum: Ég búin að leggja eitthvað til, sem er síðar endurtekið

af karli á sama fundi og fagnað sem frábærri tillögu.

- landsfundarpartí (viðkomandi drukkinn): Hæ, mig hefur alltaf langað svo að

sofa hjá þér (!)

94. Vertu ákveðin en ekki reið. Ekki missa stjórn á þér. Segðu það sem þú

meinar, bara ekki þannig að það sé óþægilegt að heyra það. Segðu það

öðruvísi.

Stattu með sjálfri þér en ekki vera einstrengingsleg.

Ekki vera einsmáls, þú verður að geta talað um allt en sjáðu samt

femínismann fyrir okkur hin, við viljum ekki vera óvinsæl.

Ekki tala út frá tilfinningu, hafðu staðreyndir á hreinu. Ekki vera samt alltaf að

biðja um þessar kynjuðu greiningar, stjórnkerfið er undir alveg nægilegu álagi.

Brostu.

95. Á fundum í stjórn fjármálastofnunar sem ég var í (ca áratug) var mér

iðulega boðin aðstoð við að skilja hluti en körlunum var aldrei boðin aðstoð

jafnvel þó þeir væru sumir illa að sér, vissu ekkert um bókhald, lítið um fjármál,

peningamargfaldararnn o.s.frv. Þó ég væri með BS í viðskiptafræði breytti það

engu. Þetta var arfur af gamla tímanum sem ég vona að konur séu þurfi ekki

lengur að glíma við.

96. Í pallborðsumræðum á vegum félagasamtaka þar sem tekist var á um

ólík sjónarmið í aðdraganda kosninga spurði sitjandi þingmaður og

frambjóðandi annars flokks hvort hann mætti kyssa mig. Síðar í sömu

Page 29: Í SKUGGA VALDSINS #METOO · 2017-11-24 · get tikkað í öll þessi box og fleiri til. Birtingarmyndirnar eru þó stundum ólíkar út frá reynsluheimi mínum sem fötluð kona

28

pallborðsumræðum sagði sami maður að hann væri skotinn í mér.

97. Þegar ég var valin í ræðulið í lagadeildinni því ég væri svo hvöss. Ekki

ákveðin, sjálfsörugg eða flott. Heldur hvöss.

98. Eitt skiptið var ég að fara yfir fjárhagsáætlun bæjarins (ég var forseti

bæjarstórnar og varabæjarstjóri). Ég hafði vandað mig mikið við gerð

ræðunnar og síðan fóru fram umræður. Einn eldri maðurinn kom síðan til mín

og sagði: Mikið var gaman að horfa á þig en ég veit ekkert hvað þú sagðir.

Það er aukaatriði!

99. Einu sinni var ég kölluð skraut. Ég stóð við hliðina á

Karlmanni/þingmanni á blaðamannafundi vegna fjárlaganna. Ég sat í

fjárlagagenefnd og hafði well, dýpri þekkingu á því sem vvar verið að tala um.

Allavega, fréttamaður (nafn tekið í burtu) kemur og spyr hvort „þú sért ekki

tilbúinn í viðtal“ og horfir eitthvað upp í loftið og við spyrjum hvort okkar hann

vill tala við. „Karlinn (nafn tekið í burtu) en þú getur staðið svona til hliðar sem

svona skraut.“. Ég hrópaði yfir salinn "Þú kallar mig sko ekki skraut!" Skilst

síðan að hann hafi haldið að ég væri varaþingmaður og þess vegna ekki viljað

tala við mig. Þetta er NB þingfréttaritari og ég var þá búin að sitja á þingi í þrjá

mánuði sirka. Gaman. Gott að vera skraut í pólitík.

100. “Það verður munur þegar þú kemst inn á þing, þá verður eitthvað fallegt

að horfa á í ræðustól Alþingis”. Þetta sagði ungur karlmaður við mig. (Það er

sem sagt hlutverk kvenna að vera fallegar í ræðustól fyrir karla að horfa á).

101. Sama dag og tveir fyrrverandi og þáverandi formenn Landssambands

Sjálfstæðiskvenna höfðu sent frá sér yfirlýsingu um brotthvarf sitt út flokknum

hitti ég einn merkilegan karl: MK “Jæja það er nú gott að vera laus við þessar

frekjur þarna!” Ég “Já þú meinar eins og mig?” MK “Ha! Ert þú hætt? Ég hélt

nú að þú yrðir síðasta manneskjan til að segja þig úr flokknum!” Ég móðgaðist

Page 30: Í SKUGGA VALDSINS #METOO · 2017-11-24 · get tikkað í öll þessi box og fleiri til. Birtingarmyndirnar eru þó stundum ólíkar út frá reynsluheimi mínum sem fötluð kona

29

en hrútskýrendur hafa sagt mér að þetta hafi verið vel meint...

102. Þó ég hafi ekki orðið fyrir grófu ofbeldi innan stjórnmálanna

sjálfra heldur annars staðar er það afar erfitt að labba inná vinnustaðinn

Alþingi og mæta þar nauðgara þekktum í minni kreðsu. Hann er þar ekki

starfandi lengur.Annars er tippafýlan stæk í stjórnmálunum. Kvartað yfir

framboði að því að kallinn lenti neðar í sæti og ég lét hann ekki vita af

framboði. Farið rangt með nafn og talað um hvers dóttir ég væri frekar en mig.

103. Var eitt sinn á fundi og talaði fyrir ákveðnu máli sem var mér hjartans

mál. Þrir karlar sátu og ég hélt að þeir væru að hlusta, en nei, einn horfðist í

augu við mig og sagði: „Oh, þessi bláu augu!“ og hinir stundu. Sló mig

algjörlega út af laginu, sem var sjálfsagt ætlunin

104. Í fjölmennu boði stóð ég á tali með nokkrum aðilum, þ.m.t. fyrrverandi

sendiherra gagnvart Íslandi, eldri erlendum manni. Umræðuefnið var þá

nýafstaðnar kosningar og áherslur nýrrar ríkisstjórnar. Þegar ég hef orðið

grípur maðurinn fram í með eftirfarandi orðum: "Jájájá.... en það sem kemur

mér svo á óvart ha (lítur á karlmanninn sem stóð í sama hóp) er hvað þessar

aðstoðarkonur eru allar sætar! Ég hef nú hitt tvær og þær eru báðar svo sætar,

þessi (bendir í átt að mér) og *annar aðstoðarmaður* !?"

Ég stóð við hliðina á honum en hann hefði ekki getað sýnt meiri vanvirðingu

nema þá kannski ef hann hefði klipið í rassinn á mér í leiðinni. Öllum leið

kjánalega en ekkert okkar sagði neitt við manninn. Áttum held ég erfitt með að

trúa að þetta hefði gerst. Tveir höfðu þó orð á því eftirá hvað þetta hefði verið

súrrealískt.

105. Þegar ég varð reglulega fyrir kynferðslegri áreitni af samflokksmanni

mínum sagði vinum minn feminista og áhrifakonu í flokknum frá hegðun hans.

Hún sagði vini mínum að ekki mætti skrímslavæða ungan mann á uppleið. Ég

hætti að þora að drekka á viðburðum á vegum flokksins því ég var hrædd um

að hann myndi nýta sér yfirburðastöðu sína ef ég yrði of drukkin.

Page 31: Í SKUGGA VALDSINS #METOO · 2017-11-24 · get tikkað í öll þessi box og fleiri til. Birtingarmyndirnar eru þó stundum ólíkar út frá reynsluheimi mínum sem fötluð kona

30

Ásökunum mínum var aldrei tekið alvarlega svo ég hætti alveg að mæta á

viðburði á vegum svæðisfélagsins sem hann starfaði fyrir vegna þess að mér

leið svo illa í kringum hann. Þrátt fyrir að fleiri ungar stúlkur hafi stigið fram og

lýst sömu áreitni þá fær hann enn að sinna trúnaðarstörfum innan flokksins.

106. Það sem mér fannst erfiðast við að fara í stjórnmál var að karlkyninu í

flokknum fannst það eiga mig og ég hugsaði alltaf með mér hvort að ég þyrfti

að þola öll þessi faðmlög þar sem brjóstin á mér þrýstust upp við viðkomandi,

endalaustu faðmlög þar sem hendin var haldið um mjaðmirnar og ég dregin

að. Ég man að ég reyndi að taka í hendina á mönnum með báðum höndum til

að mynda svona mótstöðu við að vera dregin að viðkomandi. Eftir mina fyrstu

kosningavöku sem oddviti, man ég að ég fór í bað þegar ég fór heim og reyndi

að þvo allt þetta af mér, mér var svo misboðið hvað karlmönnum fannst þeir

eiga mig. Ég hugsaði, kannski kann ég ekki að setja mörk og læt of mikið yfir

mig ganga.

107. Í hlutverki pólitíkus og þá sérstaklega í hlutverki frambjóðanda hef ég oft

reynt að rétta bara út hendina til að heilsa og sleppa þannig við ofurþéttu

faðmlögin, þuklið, káfið og kossana. Það er bara ekki í boði. Og alls ekki er í

boði að brosa ekki bara og taka þátt í þessu hlutverki sem ég kaus jú sjálf að

setja mig í með öllu því sem tilheyrir.

108. Ég þoli ekki freka kallinn"..."ég tel mig hafa eitthvað fram að færa og vil

vera með til að styrkja hópinn"... "ég ætla ekki að fara gegn einum eða

neinum"...sagði karl á sjötugsaldri þegar hann tilkynnti mér, oddvitanum á

listanum, að hann hyggðist bjóða sig fram í prófkjöri flokksins. Hann væri nýr í

stjórnmálum -hvort ég gæti gefið honum góð ráð - hverja hann þyrfti að tala

við, hverjir væru lykilmenn o.s.frv.? Auðvitað gaf ég honum öll þau góðu ráð

sem ég gat gefið, manninum sem sagðist ekki þola freka kallinn, manninum

sem ætlaði að breikka listann. Daginn sem framboðsfresturinn rann út hringdi

hann. "Ég ætla að sækjast eftir fyrsta sætinu"...hann sagðist ekki geta gert

Page 32: Í SKUGGA VALDSINS #METOO · 2017-11-24 · get tikkað í öll þessi box og fleiri til. Birtingarmyndirnar eru þó stundum ólíkar út frá reynsluheimi mínum sem fötluð kona

31

annað, annars myndu freku kallarnir ekki styðja hann

109. Mér var boðið í kynnisferð til útlanda þegar ég var nýorðin

aðstoðarmaður ráðherra, þá rúmlega þrítug. Hópurinn var blandaður, karlar og

konur, aðallega kennarar og fólk tengt stjórnmálum. Fyrsta kvöldið fór hópurinn

saman út að borða. Það var mikið spjallað en ég hafði mig ekki mikið í frammi

þar sem ég þekkti engan í hópnum þó ég kannaðist við þá sem komu úr

stjórnmálunum. Ég var rétt að byrja að segja eitthvað þegar þingmaðurinn í

hópnum grípur í hendina á mér og segir yfir hópinn..."Ragnheiður mín, ertu nú

ekki til í að hneppa skyrtunni þinni að þér svo að við karlmennirnir í hópnum

getum einbeitt okkur að því sem þú hefur að segja". Ég tek það fram að ég var

í síðerma skyrtu og toppi innanundir þannig að það var frekar lítið að sjá. Það

sló þögn á hópinn, mér leið eins og ég sæti þarna allsber.

110. Sem betur fer ekki lent í kynferðislegri áreitni eða kynferðislegu ofbeldi

af hendi stjórnmálamanna, alla vega ekkert svo slæmt að það sitji í mér. Hins

vegar var ég margoft vöruð við því að vera ein á fundi með ákveðnum

bæjarkarlpólitíkusi. Hann var/er alræmdur fyrir áreitni. En ég hef oft orðið fyrir

áreitni inni í stjórnsýslunni, af hendi embættismanna og annarra opinberra

starfsmanna. Króuð af úti í horni og gripið í klofið á mér, vælt í mér að fá mér

glas uppi á herbergi á fundum úti á landi með giftum körlum, gamlir

embættiskarlar að segja óviðeigandi hluti, kennarar í HÍ að tala við brjóstin á

mér o.s.frv. Niðurlægingu af öðru tagi þekki ég vel eins og allar konur, en þar

sem þessi hópur snýst um versta ofbeldið – kynferðislega áreitni og

kynferðislegt ofbeldi læt ég staðar numið. Skora á ykkur systur sem hafið lent í

virkilega slæmum hlutum í þessum geira að opna á meinið, það hjálpar ykkur

meira en ykkur grunar (þekki það af eigin reynslu) og hjálpar líka öðrum.

111. Ein saga ótengd kynferðislegu áreiti reyndar. En þegar ég bauð mig

fyrst fram 2013 var ég áköf og röggsöm og hengdi undirskriftarlista á

korktöfluna á ganginum í kennarastofunni. Tveimur tímum seinna var búið að

taka hana niður og setja hana í hólfið mitt. Ég fattaði þá um leið að kannski

Page 33: Í SKUGGA VALDSINS #METOO · 2017-11-24 · get tikkað í öll þessi box og fleiri til. Birtingarmyndirnar eru þó stundum ólíkar út frá reynsluheimi mínum sem fötluð kona

32

væri þetta ekki alveg við hæfi og fékk staðfestingu á því frá yfirmanni mínum

sem hafði tekið þetta niður. Tveimur árum seinna var annar samstarfsmaður

minn (kk) að bjóða fram fyrir sama flokk (já, ég dróg hann með) og gerði slíkt

hið sama. Það fékk hins vegar að hanga alveg óáreitt á töflunni og svo þegar

annar kollegi í öðrum flokki (kk) gerði slíkt hið sama án athugasemda í haust

fór ég að velta fyrir mér hvort að þetta hafi í alvöru verið vegna þess að ég er

kona eða hvað haldið þið?

112. Við vorum nokkur á vinnufundi úti á landi vegna stofnunar nýs flokks.

Um kvöldið var eldaður góður matur og fengið sér í glas. Þegar leið á kvöldið

og allir voru að tygja sig í háttinn kemur karlmaður úr hópnum að mér (giftur)

tekur utan um báðar kinnarnar á mér og reynir að stýra höfðinu á mér að

munninum á sér um leið og hann segir "mig langar að kyssa þig". Ég náði

einhvern veginn að snúa honum frá á alveg fáránlega kurteisislegan hátt (held

hann hafi samt kysst mig á kinnina) . Ég vildi nú ekki vera með neitt vesen en

ég fann vel fyrir skömminni yfir þessu atviki!

113. Á alþingi man ég eftir mönnum (3) sem leituðust við að reyna að

lítillækka konur með tvíræðu eða ágengu tali, fasi eða skrifum, allt undir því yfirskyni að þykjast vera fyndnir. Ekki fyndið.

Svo voru þeir sem ætluðust til að konur á þingi létu hvað sem er yfir sig ganga.

Dæmi: Fulltrúi hagsmunaaðila mætir á nefndarfund, fullur eða ófullur, að kvöldi

rétt fyrir jól. Ætlast til þess að geta kysst og/eða kjassað kvenkyns nefndarmann (mig) að vild. Það var bæði vandræðalegt og viðbjóðslegt.

Vafasöm tilboð og þaðan af verri ágengni virðast fylgja sumu alþjóðlegu starfi

og ekki bætir úr skák ef þingkona er yfirlýstur feministi. Fannst stundum að

það væri verið að reyna að kveða niður feminismann/feministann með þessu

háttalagi og væntanlega að veifa einhverju sigurtákni á eftir. Vonskan, þegar

það gekk ekki, gat verið ógnvekjandi. En við erum ekki hræddar.

Page 34: Í SKUGGA VALDSINS #METOO · 2017-11-24 · get tikkað í öll þessi box og fleiri til. Birtingarmyndirnar eru þó stundum ólíkar út frá reynsluheimi mínum sem fötluð kona

33

114. Ég fékk tölvupóst fyrir nokkrum árum frá áhrifamiklum þingmanni

flokksins sem fór fram á afsögn mína úr því embætti sem ég skipaði innan

flokksins vegna þess að hann taldi mig (ranglega) bera ábyrgð á frétt sem

honum líkaði ekki. Hann bað mig svo afsökunar. Síðar kom í ljós að hann hefði

tilkynnt formanni flokksins og framkvæmdastjóra að hann hefði farið fram á

leiðréttingu á fréttinni, hellt sér yfir nánustu samstarfskonu mína og tilkynnt að

ef þetta yrði ekki gert hefði hann veiðileyfi á mig og hygðist nota það. Þessi

maður er enn áberandi í stjórnmálum og álítur sig feminista.

115. Ég hef ekki mörg sögu að segja hef ekki verið fyrir kynferðisofbeldi eða

áreitni af embætismenn eða stjórnmálamenn hér á Íslandi enn hef upplifuð

annað tegund af áreitni og það er fordóma, vantraust og útlendingahatar í

minn garð. Ekki er ég bara kona í stjórnmála ég er útlensk kona í stjórnmála.

Þið hafið flest öll séð það sem fer fram opinbert í blöðum, samfélagsmiðlun og

blessuð kommentkerfið. Það sem þið hafi ekki séð eða upplifuð er alls ekki

fallegt og vinnur gegn öryggi og sjálfstraust. Kannski stór ástæðu fyrir því að ég er virðist vera óörugg eða tilfinngarík.

Það er oftar en hægt er að hugsa ykkur, að mér er sagt að ég get eða á ekki

að gera hlutinum, jafnvel að ég á ekki einu sinni að hugsa mér um að taka þátt

eða bjóða mig fram eða profa hitt eða þetta því að það eru "aðrir" sem gæti

sinnt því betur. Íslensku er ekki nóg góð eða ég skil ekki hluti nægilega vel er

oft "mannsplained" (auðvitað mat örðum ekki mín). Bæði karlmenn og konur

tala um hluti öðurvísi við mig (til dæmis hæga á tali, útskýra xtra mikið eða

segja hreinlega "nei þú skilir þetta ekki".) Hreinlega er oft bara talað niður til eða í kringum mig.

Verst er þegar ég frétti gegnum öðrum um hversu oft ég hef verið lítið fram hjá

eingöngu vegna þess að ég er einmitt ekki bara kona heldur útlensk kona. Gott

er að biðja mig að tala um málefni innflytjenda enn ekki alltaf er mér treyst að

tala til dæmis um málefni tengd heilbrigðis, húsnæðis, velferðar eða útanríkismál.

Page 35: Í SKUGGA VALDSINS #METOO · 2017-11-24 · get tikkað í öll þessi box og fleiri til. Birtingarmyndirnar eru þó stundum ólíkar út frá reynsluheimi mínum sem fötluð kona

34

Erfit er að tala um hversu oft ég upplifa slíku niðurlaging því að oftast eru fólk

ekki að "meina" neitt, heldur þeim finnst að þau eru að gera mig greiða eða

vernda mig. Svo er það þannig að þegar ég tek það nær mig þá er ég of

viðkvæm eða að misskilja eða bara erfið kona. Hér er kannski gott að taka

fram að ég upplifa það bæði af körlum og konum.

116. Ótal oft hef ég verið spurð þegar að ég hef verið í framboði til

Alþingiskosninga hvernig í ósköpunum ég ætli mér að vera þingmaður eigandi

4 börn! Og svo þegar að ég hef ‘bara’ orðið varaþingmaður þá koma

athugasemdir eins og: Það er bara eins gott að þú komst ekki inn, börnin þurfa

svo á þér að halda osfr.Svo koma endalausar yfirlýsingar þar sem að mér er

‘tilkynnt’ það að ég hafi ekki tíma fyrir hitt og þetta, fundi út á landi og slíkt,

vegna þess að ég á svona mörg börn. Ég er ekki spurð, mér er það

tilkynnt.Þessu sitja karlmenn í stjórnmálum ekki undir. Þetta eru ekkert annað

en óþolandi fordómar og forsjárhyggja.

117. Ég byrjaði ung að starfa fyrir flokk og varð fljótlega formaður ungra í

mínu sveitarfélagi. Ég treysti mér þó eingöngu að segja frá kynbundinni

niðurlægingu.Gekk vel fyrst en svo fór að bera á í prófkjöri að efast væri mína

greind sökum aldurs og kyns. Það hringdi í mig kk samflokksmaður þá og

spurði hvort ég myndi ekki stilla ákveðnum frambjóðenda í 1.sæti. Ég sagði

svo ekki vera ætlaði að stilla öðrum en hann lagði til í 1.sætið. Hann sagði

þá:"viltu ekki tala við pabba þinn eða einhvern sem hefur vit á þessu." Ég man

ekki hverju ég svaraði en það fyrsta sem ég gerði var að hringja í þann sem ég

ætlaði mér að setja í 1.sæti og spyrja hvernig og hvort ég mætti vinna fyrir

hann sem og ég gerði í nokkur ár. Hann varð minn lærifaðir í stjórnmálum og

talaði alltaf við mig sem jafningja þátt fyrir tæplega 40 ára aldursmun.

Fyrir líklega 8 árum var mér boðið sæti ofarlega fyrir þann sama flokk í því

sveitarfélagi sem ég bý í. Ég mætti á fund með tveim kk tilbúin að ræða þau

málefni sem ég vildi. Fljótlega fann ég að þeir kepptust við að segja mér að ég

þyrfti ekki að hafa áhyggjur af ábyrgð eða þekkingu á málefnum, þá sagði

annar þeirra:" okkur vantar svo konu í 2.sætið. Ég afþakkaði og afskiptum

Page 36: Í SKUGGA VALDSINS #METOO · 2017-11-24 · get tikkað í öll þessi box og fleiri til. Birtingarmyndirnar eru þó stundum ólíkar út frá reynsluheimi mínum sem fötluð kona

35

mínum við þann flokk lokið og stjórnmálin sett á ís þá 28 ára.

Ég treysti mér ekki að segja frá öðru áreiti.Í fyrra steig ég aftur inn í pólitíkina

tók sæti ofarlega í öðrum stjórnmálaflokki, eldri og gift kona og hef ekki fundið

fyrir kynbundnu áreiti né fengið útlits ábendingar ennþá.

118. Ég lenti í því á mínum yngri árum (hér talar miðaldara kona ;-) að

þingmanni fannst í lagi að vera mjög ágengur við mig sem ungan

varaþingmann á einhverri skemmtuninni, ráðherra fannst við hæfi að leggja

hönd á læri þegar ég var að ræða við hann mál sem mér fannst mjög

mikilvægt (og NB tengdist lærinu mínu ekki neitt og heldur ekki lambakjöti ef

því er að skipta) Ég hef ekki upplifa slíkt nú á síðstu árum og hélt (eða kanski

réttara sagt vonaði) að þetta væri breytt, en svo er greinilega ekki. Breytum

þessu.

119. Þegar ég var að stíga fyrstu skrefin mín sem þingmaður þá fékk ég

símtöl frá eldri mönnum sem vildu heyra röddina mína. Það var sérstaklega

einn sem gekk mjög langt og vann greinilega vinnu, þar sem hann var einn og

samkvæmt símtalinu þá gisti hann á staðnum. Hann tók það fram hann væri

kominn upp í rúm og vildi heyra rödd þessarar myndalegu konu sem væri

komin á þing! Það þarf ekki að fara mörgum orðum um hversu ömurlegt þetta

var en hann fékk svo sannarlega að heyra að þetta væri ekki í boði. Þegar ég

hitti hann síðar á viðburði innan flokksins, þar sem hann var með konu sinni,

þá kom hann til mín og sagði það væri gott ef konan hans fengi ekki að vita af

þessu. Ég hef aldrei og mun aldrei geta þennan mann. Það sem mig langaði

að labba upp að konunni hans og segja henni frá. Ég gat það ekki, var ekki

nógu sterk. Auk þessa voru það einkaskilaboð á Facebook frá mönnum.

Skilaboð sem innihéldu athugasemdir um útlit mitt og framkomu. Þessi

skilaboð bárust undantekningalaust um miðjar næstur, oftast um helgar. Símtöl

þar sem maður klæddi sig ekki við hæfi. Var ekki í nógu þröngum fötum, hárið

ekki í lagi og framkoman auðvitað ... það var varla hægt að tala um það, svo

hrikaleg var hún. Þetta voru alltaf símtöl frá karlmönnum. Einnig tek ég undir

orð þeirra um að handabandið virtist ekki duga til að heilsa mér á fundum. Það

Page 37: Í SKUGGA VALDSINS #METOO · 2017-11-24 · get tikkað í öll þessi box og fleiri til. Birtingarmyndirnar eru þó stundum ólíkar út frá reynsluheimi mínum sem fötluð kona

36

þurfti í of mörgum tilfellum kossa og káf.

120. Gæti sagt ykkur hér frá ótal atvikum frá því ég fór að taka þátt í pólitísku

starfi en sem fjölmiðlafulltrúi ráðherra átti ég "auðvitað" að vera í

ástarsambandi við ráðherrann enda með öllu ómögulegt að kona innan við

fertugt gæti verið í svo vandasömu starfi nema að vera að sofa hjá eldri

manninum sem var ráðherra. Þetta gekk svo langt að ég var skv. sögunum

orðin ólétt eftir hann. Sú saga tröllreið öllu hér fyrir nokkrum árum og komst

svo langt að mér var tilkynnt að frétt um málið og myndbirting var tilbúin á

forsíðu Séð og heyrt...Mín starfsreynsla sem fjölmiðlakona á íslenskum og

erlendum fjölmiðlum skipti engu máli, ég hlyti bara að vera komin þangað sem

ég var af því ég svæfi hjá ráðherranum.

121. En mig langaði að nefna eitt sem mér hefur fundist óþægilegt á þingi en

það er þegar þingkonur stíga í pontu og karlaráðherrarnir á ráðherrabekknum

horfa upp og niður eftir rassinum á konunum í pontu. Ég hef séð þetta gerast

ótal sinnum þegar stöllur mínar á þinginu standa og flytja ræður sínar og ég er

alltaf ofur-meðvituð um þetta þegar ég stíg í pontuna í staðinn fyrir að einbeita

mér 100% að því sem ég er að segja. Ég ætla ekki að nefna nöfn á þeim

karlaráðherrum sem eru verstir með þetta en það er auðvelt að finna út úr því.

Þetta er fullkomlega óviðeigandi hegðun og til þess gert að niðurlægja konur

og taka þær á taugum. En er auðvitað svo ótrúlega afhjúpandi fyrir störu-

karlana. 122.

Ég var ung kona nýlega þrítug og var kosin í stjórn félagasamtaka, sem mér

fannst heiður af, því ég var fyrsta konan sem var kosin í stjórn þessa félags,

sem var gamalt og rótgróið.

Ég mætti á fyrsta fundinn með miklar væntingar og ætlaði að láta að mér

kveða. Var slegin flöt á fyrsta fundi.

Byrjað var á að bjóða okkur velkomin sem voru að setjast ný í stjórnina og

bætt við í lokin. „Við keyptum nýjan sófa í tilefni að það kona var að setjast í

stjórnina“ Annar bætti við

Page 38: Í SKUGGA VALDSINS #METOO · 2017-11-24 · get tikkað í öll þessi box og fleiri til. Birtingarmyndirnar eru þó stundum ólíkar út frá reynsluheimi mínum sem fötluð kona

37

„þau geta notað sófann hún og formaðurinn enda bæði einhleyp.“ (allir hlógu)

Vissi ekkert hverning ég átti að taka þessu og fann lengi vel til óöryggis í

samskiptum við karlana.

123.

Ég var í kvennaboði uppúr 1990, gestgjafinn (góð vinkona mín) spurði hvort ég

gæti ekki komið því í kring innan Kvennalistans að huggulegri konur veldust

þar til áhrifa. Ég hváði og þá sagði hún að í hvert sinn sem Guðrún

Halldórsdóttir birtist á skjánun færu eiginmaður hennar og faðir að tala um

hvað hún væri feit og hallærisleg og hlustuðu ekkert á það sem hún segði. -Ég

spurði hvort það sama myndi ekki gerast ef þingkonan væri "hugguleg", þá

færu þeir bara að tala um hve hún væri sæt og fín því málið væri að þeir

hlustuðu aldrei á konur. - Hún taldi sig vera að gera okkur greiða með því að

koma þessum skilaboðum á framfæri.

124. Hef ekki upplifað kynferðislega áreitni en asnalegar athugasemdir sem

eiga líklega að vera hrós, en ... hitta bara ekki í mark. Hér eru nokkur nýleg

dæmi:

- Formaður félagasamtaka sem bauð í veislu og kynnti mig fyrir velunnurum og

ráðherra með þessum orðum: „Sjáið hvað við eigum glæsilega bæjarfulltrúa“!

Leyfði mér að vera í kjól og á hælum þetta kvöld. Vitlausa ég!

125. Á þingi stjórnmálaflokks var unnið að því að koma jafnréttisákvæði inní

samþykktir hans. Kvennahreyfing flokksins og konum innan hans var sérlega

umhugað að ná þessu í gegn og var ég ein þeirra sem beitti mér fyrir að

ákvæðið yrði samþykkt. Þrátt fyrir að fjölmargir karlar hafi verið sama sinnis var

þó nokkur hópur sem var ósáttur við fyrirhugaðar breytingar. Ég átti erindi fram í

mannlaust stórt andyri meðan á fundinum stóð og var þar á gangi þegar 3 karlar

komu út úr salnum í hinum enda þess. Einn þeirra tók sig útúr hópnum og gekk

til mín, (ca 20 metrar) tók um axlir mínar, beygði höfðuðið milli brjósta minna og

kúgaðist og lét eins og hann væri að kasta upp. Mér varð um og ó en maðurinn

Page 39: Í SKUGGA VALDSINS #METOO · 2017-11-24 · get tikkað í öll þessi box og fleiri til. Birtingarmyndirnar eru þó stundum ólíkar út frá reynsluheimi mínum sem fötluð kona

38

gekk svo frá mér orðalaust og hvarf. Viðbrögð mín voru að fara að starfsmanni

til að athuga hvort hún hefði séð þetta og hvort hún gæti staðfest að þetta hefði

gerst, ég trúði því varla sjálf. Síðar um daginn, meðan á fundinum stóð, færði

flokkssystir mín manninum plastpoka svona ef honum yrði óglatt aftur. Þegar ég

kom heim daginn eftir að þinginu loknu beið mín tölvupóstur uppá tvær síður þar

sem maðurinn, sem n.b. var lögfræðimenntaður, baðst afsökunar á því að hafa

rekist á mig í mannþrönginni! Árið eftir varð þessi maður þingmaður flokkisns en

átti þar ekki langa setu.

126. Mér var byrlað nauðgunarlyf á landsfundarhófi stjórnmálaflokks, ég

skammaðist mín alltaf fyrir að hafa þegið glas af ókunnugum manni, kenndi

sjálfri mér um hvernig fór og ræddi þetta við fáa, en sem betur fer fór betur en á

horfðist, það var gott fólk sem sá að ég var farin að missa fæturnar undan

mér(eftir 2 hvítvínsglös) þarna er ég komin í blackout man lítið sem ekkert eftir

þessu, en blessunarlega þá var mér skutlað heim, er þeim hjónum ævinlega

þakklát, hefði getað endað með skelfingu. Finnst gott að það er vakning í

þessum málum, takk fyrir þetta framtak, svona framkoma á ekki að

lýðast. #MEETOO

127. Ég er svo oft spurð að því hvernig ég geti starfað, ferðast vegna vinnu

og átt fjögur börn og rekið heimili! Mín leið var að uppræta fyrst mína eigin

fordóma og reyna að vera skítsama um svona athugasemdir - virkar oftast

128. Fjórum árum síðar voru nokkrir karlar í mínum eigin flokki sem brugðu

undir sig betri fætinum og bjuggu til nýja ófrægingarherferð gegn mér, sem ég

nenni ekki að rifja upp, enda veit ég að ófrægingarherferðir eru alfa og omega í

stjórnmálum og tek það ekki persónulega. Þetta er ekki persónuleg saga, hún

er okkar allra, og margar okkar gætu án efa skrifað heilar bækur um okkar

eigið "me too", en ég læt þetta duga að sinni.

129. Upplifunin af því að vera svo oft eina konan eða ein tveggja kvenna í

hópum (með strákunum) við ákvörðunatökur, undirbúning mála, plotta .... Og

Page 40: Í SKUGGA VALDSINS #METOO · 2017-11-24 · get tikkað í öll þessi box og fleiri til. Birtingarmyndirnar eru þó stundum ólíkar út frá reynsluheimi mínum sem fötluð kona

39

jafnvel stundum ,,hleypt" að borðinu þegar búið var að taka flestar

ákvarðanirnar en það vantaði ,,fulltrúa" kvenna við borðið til að allt liti betur út.

130. Fyrir um hundrað árum óttuðust sumir karlmenn það að konur fengju

kosningarétt, hver ætti að sjá um börnin og heimilið? Og hvað kæmi næst,

kannski framboð kvenna? Þegar Kvennalistinn var stofnaður 1983 varð óttinn

sá að þær kæmu konum inn á Alþingi og jafnvel málum sínum á dagskrá. Þegar

undirskriftalisti kvenna úr stjórnmálastarfi verður tilbúinn vona ég að næsti ótti

þeirra verði sá að konur hætti að taka við góðum leiðbeiningum þeirra,

athugasemdum, aðdráttunum, þukli og káfi.

131. -------------------------------- Sjálfsmyndin

Ég horfði í spegil

og málaði mynd.

En ég leyfði öðrum að klára hana.

Þeir trömpuðu á henni

börðu og mörðu

meiddu og brutu.

Ég vildi ekki horfa

en málaði mynd.

Í þetta sinn ætla ég að klára hana sjálf.

132. Einn aðili sem ég þurfti að vinna með á vettvangi sveitarstjórna var

sífellt að spyrja mig hvernig nærbuxurnar væru á litinn eða bjóstahaldarinn og

hvort það væri búnda í nærfötunum! Hann sagði líka við mig ýmislegt miður

skemmtilegt og kleip mig. Nokkrir króuðu mig af og reyndu að káfa á mér og

kissa. Ég var oftast eina konan í nefndum og stjórnum og fékk að heyra ýmsar

mjög grófar athugasemdir en það lagaðist undrafljótt eftir að önnur kona

bættist við. Þá var það ekki sjaldgæft að það gleymsit að gefa konum orðið

Page 41: Í SKUGGA VALDSINS #METOO · 2017-11-24 · get tikkað í öll þessi box og fleiri til. Birtingarmyndirnar eru þó stundum ólíkar út frá reynsluheimi mínum sem fötluð kona

40

eða að karlenn fengu orðið á undan þeim – en við konurnar létum það ekki

líðast.

133. Vil deila með ykkur einni sögu sem ég setti á FB hjá mér:

Jújú, ég hef líka fengið að heyra þetta... þegar ég var 21 árs bauð ég mig fram í

miðstjórn flokksins (sem var þá kosið á Landsfundi). Ég fékk næst flest atkvæði

eða eitthvað um 600 að mig minnir. Mjög stolt enda hafði ég töluvert fyrir því að

tala við sem flesta fundarmenn og kynna mig.

Þegar fundurinn var búin (í fleiri vikur eftirá) þá fékk ég ítrekuð komment frá

allskonar karlmönnum að það væri augljóst að ég væri að sofa hjá

valdamönnum í flokknum, annars væri ég ekki komin í Miðstjórn flokksins.

OG dæmin eru fleiri... OG ég er ekki þingmaður... heldur bara manneskja í

félagastarfi stjórnmálaflokks.

Ótrúlega sorglegt hvar hausinn á fólki er!

134. Sagan sem mig langar að deila með ykkur er af þingmanni, karli, sem

kjörinn var til þingsetu nokkru eftir að mínum þingferli lauk. Hann hringdi til mín,

kynnti sig og sagðist þurfa að biðja mig afsökunar á ummælum sem hann hafði

viðhaft um mig á bloggi og samfélagsmiðlum meðan ég starfaði sem þingmaður

og barðist gegn kvennakúgun og kynferðisofbeldi. Ummælin hafði ég aldrei séð,

enda gerði ég allt sem ég gat til að sneyða hjá dólgslegri umfjöllun um þingstörf

mín (og persónu mína) meðan ég starfaði í stjórnmálum. En þingmanninum

unga fyrirgaf ég að sjálfsögðu umyrðalaust.

135. Ég var í kvennaboði uppúr 1990, gestgjafinn (góð vinkona mín) spurði

hvort ég gæti ekki komið því í kring innan Kvennalistans að huggulegri konur

veldust þar til áhrifa. Ég hváði og þá sagði hún að í hvert sinn sem Guðrún

Halldórsdóttir birtist á skjánun færu eiginmaður hennar og faðir að tala um hvað

hún væri feit og hallærisleg og hlustuðu ekkert á það sem hún segði. -Ég spurði

hvort það sama myndi ekki gerast ef þingkonan væri "hugguleg", þá færu þeir

bara að tala um hve hún væri sæt og fín því málið væri að þeir hlustuðu aldrei á

Page 42: Í SKUGGA VALDSINS #METOO · 2017-11-24 · get tikkað í öll þessi box og fleiri til. Birtingarmyndirnar eru þó stundum ólíkar út frá reynsluheimi mínum sem fötluð kona

41

konur. - Hún taldi sig vera að gera okkur greiða með því að koma þessum

skilaboðum á framfæri.

136. Góðu ráðin og vinalegu ábendingarnar sem mér bárust að kvöldlagi í

kosningabaráttu – merkilegt nokk, bara frá körlum. Konur eiga sennilega bara

engin góð ráð að gefa.

- Skólastjórinn (sem ég þekkti ekkert) sem gekk að mér í veislu í miðri

kosningabaráttu og sagði: „Ég var að skoða bæklinginn, mikið rosalega

myndastu vel. Og ekki ertu nú síðri í eigin persónu.“ Gekk svo í burtu með

bjórinn sinn ... Ég, orðlaus. Svipurinn þó líklega kódak móment.

- Maðurinn sem ég hitti á kosningaskrifstofunni sem settist hjá mér og vildi fá

að tala við mig „alveg út af fyrir sig af því að ég væri svo glæsileg“! ... Rantaði

síðan stanslaust í hálftíma um útlendingafordóma. Veit ekki hvort honum þótti

ég jafn flott eftir það samtal samt.

- Og loks þetta ... Eldri maðurinn sem kom og klappaði mér á kinnina að

afstöðnum kosningum og sagði „Þú ert búin að standa þig vel“ ... Ég er 50 ára!

Page 43: Í SKUGGA VALDSINS #METOO · 2017-11-24 · get tikkað í öll þessi box og fleiri til. Birtingarmyndirnar eru þó stundum ólíkar út frá reynsluheimi mínum sem fötluð kona

42