01 04 2016

72
Helgarblað 1. apríl–3. apríl 2016 • 13. tölublað 7. árgangur www.frettatiminn.is [email protected] [email protected] Nú hlustið þið Börn semja leikrit fyrir fullorðna Leikhús 70 Lífið er saltfiskur Katalónsk veisla í Hafnarfirði Matartíminn 46 KRINGLUNNI ISTORE.IS Sérverslun með Apple vörur MacBook Air 13" Þunn og létt með rafhlöðu sem dugar daginn Frá 199.990 kr. MacBook Pro Retina 13" Alvöru hraði í nettri og léttri hönnun Ótrúleg skjáskerpa Frá 264.990 kr. Mac skólabækurnar fást í iStore Kringlunni 10 heppnir sem versla Apple tæki frá 1. mars til 15. maí vinna miða á Justin Bieber. Mynd | Hari Matarsóun 10 www.sagamedica.is Minna mál með Borðum mikið, hendum miklu Um 70 prósent alls matar eru borðuð en um 3 0 p r ó s e n tu m e r s ó a ð . 2 0 þ ú s u n d b ö r n d e y j a d a g l e g a ú r n æ r i n g a r sk o r t i . 3 0 -3 5 p r ó se n t g r ó ð u r h ú s a l o f t t e g u n d a k o m a frá 70% af matnum eru borðuð 30% af matnum er sóað eða hent Málaferli 10 Sviknar af útrás Skema Jómfrúaeyjar 26 Stjórnmál 8 Þar sem börnin elska skattaskjól Samfélagið á Tortóla mótað að þörfum gangstera og spilltra stjórn- málamanna Götótt frásögn úr yfirheyrslu yfir sjálfum sér Wintris-mál Sigmundar Egill Andri Gíslason Vegvilltur, einn og bjargarlaus á götunni Fátækt 28

Upload: frettatiminn

Post on 27-Jul-2016

315 views

Category:

Documents


38 download

DESCRIPTION

Fréttatíminn, news, iceland

TRANSCRIPT

Page 1: 01 04 2016

Helgarblað 1. apríl–3. apríl 2016 • 13. tölublað 7. árgangur

[email protected]

[email protected]

Nú hlustið þiðBörn semja leikrit fyrir fullorðnaLeikhús 70

Lífið er saltfiskurKatalónsk veisla í HafnarfirðiMatartíminn 46

KRINGLUNNI ISTORE.ISSérverslun með Apple vörur

MacBook Air 13"Þunn og létt með rafhlöðu sem dugar daginn

Frá 199.990 kr.

MacBook Pro Retina 13"Alvöru hraði í nettri og léttri hönnunÓtrúleg skjáskerpa

Frá 264.990 kr.

Mac skólabækurnarfást í iStore Kringlunni

10 heppnir sem versla Apple tæki frá1. mars til 15. maí vinna miða á Justin Bieber.

Mynd | HariMatarsóun 10 www.sagamedica.is

SagaProMinna mál með

Borðum mikið, hendum mikluUm 70 prósent alls matar eru borðuð en um 30 prósentum

er sóað. 20 þúsund börn deyja daglega úr næringarskorti. 30-35 prósent gróðurhúsalofttegunda koma frá 70%

af matnum eru borðuð

30%af matnum er sóað eða hent

Málaferli 10

Sviknar af útrás Skema

Jómfrúaeyjar 26 Stjórnmál 8 Jómfrúaeyjar 26

Þar sem börnin elska skattaskjólSamfélagið á Tortóla mótað að þörfum gangstera og spilltra stjórn-málamanna

Götótt frásögn úr yfirheyrslu yfir sjálfum sérWintris-mál SigmundarEgill Andri

GíslasonVegvilltur, einn og

bjargarlaus á götunniFátækt 28

Page 2: 01 04 2016

Lægra verð í Lyfju

Frunsa?

Árangur Íslendinga í gos-drykkjaþambi og snakkáti er svo einstakur að forstjóri Pepsi, Indra K. Nooyi, hyggst veita Friðjóni Hólmbertssyni, framkvæmdastjóra versl-unarsviðs Ölgerðarinnar, sérstök heiðursverðlaun.Þóra Tómasdó[email protected]

Svanhildur Gréta Kristjánsdó[email protected]

Indra K. Nooyi, forstjóri Pepsi, hyggst veita Friðjóni Hólmbertssyni, fram-kvæmdastjóra verslunarsviðs Ölgerð-arinnar, þá miklu viðurkenningu að velja hann í „Chairman’s Ring of Ho-nor“, sem er hópur bestu sölumanna fyrirtækisins. Aðeins þeir sem skarað hafa fram úr á heimsvísu hljóta verð-launin.

Friðjón hefur starfað hjá Ölgerð-inni í 13 ár og frá árinu 2002 hefur markaðshlutdeild Ölgerðarinnar miðað við Vífilfell, sem selur vörur Coca Cola samsteypunnar, farið úr 15% í 43%. „Þessi verðlaun voru óvænt, vægt til orða tekið, en það stendur mikið af góðu fólki á bak við þetta,“ segir Friðjón í samtali við Fréttatímann. „Við erum búin að sjá 20-30% aukningu í sölu síðustu þriggja ára í kringum hótel-, veitinga- og skemmtistaðabransann. Túrist-arnir eiga stóran þátt því.“

Friðjón tekur á móti viðurkenning-unni í júlí en handhafar hljóta þriggja daga hátíðarferð til New York. Inni-falið í því er skoðunarferð um borg-ina, kvöldverður á Hard Rock á Times Square, dagur með framkvæmda-stjórn fyrirtækisins og galakvöld til heiðurs vinningshafa. „Indra K. No-oyi sendi mér persónulegt bréf þar sem hún tilkynnti mér að ég sé „best of the best“ vegna árangurs í sölu á Íslandi. Með bréfinu fylgdi mæli-tæki til þess að mæla fingurna, svo-

lítið amerískt, en það verður smíð-aður á mig sérstakur sigurhringur sem verður afhentur á galakvöldinu í New York.“

Eins og allir vita bítast Coke og Pepsi, tvö voldugustu fyrirtæki heims, um markaðsyfirráð í gos-drykkjasölu. Íslendingar eru sérlega áhugaverður markhópur sem neytir einstaklega mikils magns af sykruð-um gosdrykkjum. Íslendingar voru Norðurlandameistarar í sykurneyslu árið 2009 sem fyrst og fremst stafaði af mikilli gosdrykkju. Þetta kom fram í ítarlegri rannsókn á matarvenjum landsmanna.

Í myndbandi sem Ölgerðin lét framleiða í tilefni af ráðstefnu sem haldin var fyrir tveimur árum, er árangur fyrirtækisins tíundaður. Í neyslu á Pepsi Max koma Íslending-ar sterkir inn á eftir Norðmönnum og neyta um 18 lítra á hvern íbúa á ári. Ölgerðin fullyrðir að hún hafi selt 21 snakkpoka á hvern Íslending árið 2014. Það gerir 1,4 kíló á hvern íbúa og 4,4 kíló á hvert heimili. Þetta telur fyrirtækið einstakan árangur en vill þó gera enn betur.

Vilhjálmur Ari Arason læknir seg-ir að fjórðungur allrar sykurneyslu

landans sé í formi gosdrykkja. Syk-urdrykkja sé um 130 lítrar á hvert mannsbarn árlega að meðaltali. „Mig grunar að vel lukkuð markaðs-setning og stórar neyslupakkningar skýri þessa miklu neyslu Íslendinga sem hefur aukist jafnt og þétt undan-farin 20 ár, þó eitthvað hafi dregið úr á undanförnum tveimur árum. Á Norðurlöndum eru reglugerðir um að hafa ekki gosdrykki í stærri flöskum en 1,5 lítra. Á Íslandi eru þær aðallega seldar í tveggja lítra flöskum. Árang-ur gosdrykkjaframleiðenda tengist þyngdaraukingu þjóðarinnar og of-fituvandanum. Að neyta gosdrykkja eykur neyslu annarra matvara og vekur upp svengd og matarlyst.“

Heimildir Fréttatímans herma að annar lögreglu-maðurinn verði ákærður en hinn ekki.Þóra Tómasdó[email protected]

Líklegt er að rannsókn á meintu misferli reynds fíkniefnalögreglu-manns leiði til ákæru, Fréttatím-inn hefur heimildir fyrir því. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissak-sóknari hefur málið til meðferðar og er rannsókn á lokastigi. Lög-reglumaðurinn var handtekinn í

lok árs 2015 og var í gæsluvarðhaldi yfir áramótin. Upptaka af samtali hans við brotamann varpar ljósi á málið en fíkniefnalögreglumaður-inn hefur viðurkennt að hafa við-haft óhefðbundar starfsaðferðir. Honum er borið á brýn að hafa þegið greiðslur frá þekktum brota-mannni fyrir upplýsingar um mál í rannsókn lögreglunnar. Hann gengst þó ekki við brotunum. Bú-ist er við að rannsókn málsins ljúki á næstu 2-4 vikum og gefin verði út ákæra.

Fréttatíminn hefur einnig heim-

ildir fyrir því að erfiðara reynist að sanna sekt hins fíkniefnalögreglu-mannsins sem settur var í gæslu-varðhald fyrr á árinu. Sá er yngri og á styttri starfsaldur að baki. Hann mun að öllum líkindum ekki verða ákærður.

Rannsókn á misferli hans var í höndum embættis héraðssaksókn-ara sem tók til starfa um áramótin. Sú rannsókn var flóknari og þrátt fyrir orðróm og grunsemdir um að hann hafi farið út fyrir verk-svið sitt, liggja ekki fyrir óyggjandi sannanir í því máli.

Spilling Rannsóknir á misferli tveggja fíkniefnalögreglumanna eru báðar á lokastigi.

Búist við ákæru yfir fíkiefnalögreglumanni

Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir 2–4

vikur í að málið klárist.

Neytendur Pepsi verðlaunar árangur Íslendinga

Einstakur árangur í gosdrykkju

Indra K. Nooyi, forstjóri Pepsi, mun verðlauna Friðjón Hólmbertsson framkvæmdastjóra verslunarsviðs

Ölgerðarinnar, fyrir vel unnin störf.

Friðjón Hólmbertsson, framkvæmdastjóri Ölgerðarinnar.

Sigrún Hilmarsdóttir Sigurðsson hlaut á dögunum verðlaun fyrir störf sín með afvegaleiddum ungmennum í Malmö í Svíþjóð. Var hún, ásamt fleiri konum, tilnefnd sem áhrifakona Malmö og sigraði en verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn.Erla Sigurlaug Sigurðardó[email protected]

„Viðurkenningin „Kona Malmö“ er fyrir að hafa áhrif á samfélagið. Ég starfa fyrir vinnumálastofnunina í Malmö og hef gert í 12 ár. Ég er í verkefni sem heitir „Ungkomp“ og snýr að ungmennum, 16 – 25 ára, sem eru langt frá því að komast á vinnumarkaðinn. Markmiðið er að virkja þau og koma þeim að lokum í nám eða í vinnu,“ segir Sigrún Hilm-arsdóttir Sigurðsson. Hún hefur búið í Svíþjóð frá 6 ára aldri.

„Þessi ungmenni eru félagslega utangátta og passa ekki inn í kerfið. Þau búa sum á götunni en önnur heima hjá sér og hafa foreldrarnir margir gefist upp á þeim. Þetta unga

fólk er í alls konar ástandi, sum eru í neyslu, stunda stórfelld lögbrot, önnur spila tölvuleiki alla daga og nætur eða eru með önnur vandamál sem hindra þátttöku í samfélaginu. Þá eru mikil vandamál meðal ungra innflytjenda hér,“ segir Sigrún. Hún segir vandamál ungs fólks í Malmö umfangsmikil og sér í lagi í ákveðn-um hverfum en þangað fer Sigrún sérstaklega til að leita uppi ung-mennin og tengjast þeim.

En hvers vegna hlaust þú verð-launin?

„Ég varð svo hissa! En ég finn að unga fólkið sem ég vinn með þykir vænt um starfið sem ég vinn. Ég hef hjálpað svo mörgum krökkum að komast á rétta braut og þeir sjá það. Ég held að ég hafi fengið þessa við-urkenningu af því að ég trúi á unga fólkið. Ég legg mig fram við að ná til þess. Ég tala við ungmennin, en þau eru ekki vön því að fullorðnir sýni þeim áhuga og trúi á þau. Ég trúi því að allir eigi að fá tækifæri til að ná árangri í lífinu,“ segir Sigrún, ánægð með árangurinn og samfélagsverð-launin.

Samfélagsverðlun Áhrifakona í Svíþjóð

Sigrún valin kona Malmö

Sigrún Hilmarsdóttir Sigurðsson (til vinstri) við afhendingu verðlaunanna, ásamt syni og tengdadóttur.

Þegar Gunnar Nelson keppir í útlöndum horfa svo margir á hann á ólöglegum net-síðum að nokkru síðar leita fjölmargir til viðgerðarverk-stæðis Macland með bilaðar tölvur.

Á viðgerðarverkstæði verslunar-innar Macland eru menn orðnir vanir því að fá yfir sig holskeflu af biluðum tölvum eftir stóra íþrótta-viðburði, svo sem bardaga Gunn-ars Nelson.

Margir grípa til þess ráðs að horfa á slíka viðburði á ólöglegum netsíðum en á þeim poppa upp

auglýsingar fyrir allskonar mis-jöfn forrit. Ef fólki verður það á að smella á aug-lýsingarnar hlaðast gjarnan niður forrit sem geta valdið óskunda í tölvunni. Oft á tíðum er fólk lengi að uppgötva að það hefur hlaðið niður leiðinlegum forritum með þessum hætti, en skýrustu merkin um þau eru að „pop-up“ auglýsingar fara að dúkka upp þegar farið er inn á venjulegar netsíður, eins og frétta-miðla, í tölvunni. Eitt gott ráð við þessu er að hreinsa tölvuna með forritinu adwaremedic.com | þt

Ólöglegar netsíður Hlaða niður leiðindaforritum

Tölvutjón eftir bardaga Nelson

Notkun svokallaðra ræstingarróbóta er hluti af tilraunaverkefni til að auka sjálfvirkni öldrunarheimila og lækka kostnað við þrif.

Halldór Sigurður Guðmundsson, framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar, segir ræstingaróbóta hafa verið notaða lengi á Norður-löndunum.

„Veikleiki tækjanna er aðal-lega sá að afköst vélanna eru lítil svo það þarf oft að tæma þær. Enn sem komið er skiljum við róbótana ekki eftir eina inni í herbergjunum heldur fylgjumst grannt með þeim. En þetta hefur gengið vel hingað til,“ segir Halldór. | sgþ

Róbótar þrífa hjá öldruðum

2 | fréttatíminn | Helgin 1. Apríl–3. Apríl 2016

Page 3: 01 04 2016

HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.isHöldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði

www.volkswagen.is

Nýr Passat Alltrack með 4MOTIONVeðrið og færðin eru aukaatriði þegar Passat Alltrack er annars vegar. Láttu ekki skort á hugmyndaflugi stoppa þig í að velja áfangastaðinn. Farðu hvert sem þig langar og njóttu ferðarinnar í fullbúnum Passat Alltrack.

Staðalbúnaður í sjálfskiptum, fjórhjóladrifnum 2.0 TDI Passat Alltrack

• Hiti í framsætum og aftursætum• Hitað leðurklætt aðgerðastýri• Bluetooth búnaður fyrir síma og tónlist• Margmiðlunartæki með 6,5" litaskjá• Mirror Link, Apple Car Play og Android Auto• Upplýsingatölva í mælaborði með litaskjá

• LED lýsing í innanrými• 12V og 230V tengi í farþegarými• Íslenskt leiðsögukerfi• Bakkmyndavél• Nálgunarvarar að aftan og framan• Varadekk á álfelgu

• Loftþrýsingsmælir fyrir hjólbarða• Start/stopp búnaður• LED aðal- og dagljós• Þokuljós með beygjustýringu• Litað hitaeinangrandi gler í afturrúðum• Rafmagnsopnun á afturhlera

Áfangastaður: Hvert sem er.

Page 4: 01 04 2016

www.husgagnahollin.is 558 1100

TAXFREELA-Z-BOY

Allir LA-Z-BOY stólar og sófar á taxfree tilboði*

* Taxfree tilboðið gildir bara á LA-Z-BOY og jafngildir 19,35% afslætti. Að sjálfsögðu fær ríkissjóður viðisaukaskatt af söluverði. Afslátturinn

er alfarið á kostnað Húsgagnahallarinnar og gildir til 31. mars 2016

EMPIRE Grátt eða brúnt slitsterkt áklæði. Stærð: 80 × 70 × 102 cm

72.573 kr. 89.990 kr.

LOKAHELGINKomdu og nýttu tækifærið

Margþættar ástæður eru að baki þess að kon-ur flytja aftur til ofbeldis manns síns eftir dvöl

í Kvennaathvarfinu.

Mynd | NordicPhotos/GettyImages

Skattaundanskot Einar Sveinsson reyndi að nota breskt skattaskjól

Reyndu að koma 100 milljónum undanÞað er ekki hægt að halda því fram að íslensk skatta­yfirvöld hafi gengið fram af hörku gagnvart því auðfólki sem hefur reynt að nota af­landsfélög til að lækka skatt­greiðslur. Skýrasta dæmi þess er líklega mál Einars Sveinssonar, föðurbróður fjármálaráðherra, og Birnu Hrólfsdóttur, eiginkonu hans.Gunnar Smári [email protected]

Þau hjónin seldu hlutabréf í Glitni um páskana 2007 fyrir rúma 3 milljarða króna. Bréfin höfðu hækkað mjög í verði árin á undan og söluhagnaður hjónanna var um 2 milljarðar króna. Undir eðlilegum kringumstæðum hefðu þau þurft að borga um 200 millj-ónir króna í fjármagnstekjuskatt en fjármagnstekjuskattur var á þessum tíma aðeins 10 prósent þótt tekjuskattur launatekna hafi verið nálægt 40 prósentum.

Í stað þess að greiða þennan hlutfallslega litla skatt keyptu þau Einar og Birna hlutabréf í bresku félagi, Melrose Place, fyrir um einn milljarð króna skömmu fyrir ráðgerða arðútgreiðslu þess félags. Melrose PLC hafði kynnt áætlun um myndarlega útgreiðslu arðs til hluthafa vegna uppsafnaðs sölu-hagnaðar innan félagsins og skipti á hlutabréfum. Hluthöfum stóð til boða að fá hámarks arð ef þeir sættust á að fá áhrifalítil og nánast verðlaus hlutabréf í skiptum fyrir upprunalegu bréfin.

Seldu bréfin á 10 pundÞann kost tóku hjónin Einar og Birna. Þau keyptu hlutabréf fyrir um milljarð króna og fengu skömmu síðar útgreiddan arð fyrir næstum sömu upphæð, auk verð-lítilla hlutabréfa sem þau seldu fyrir 10 sterlingspund daginn eftir. Í félagi þeirra myndaðist við það milljarðs króna tap sem þau drógu frá tveggja milljarða króna hagnaði. Þau borguðu því aðeins 10 prósent fjármagnstekjuskatt af einum milljarði en ekki tveimur.

Ef Melrose Place hefði verið skráð á Íslandi hefðu þau hjónin þurft að greiða fjármagnstekju-skatt af arðinum út úr félaginu, en samkvæmt breskum skattalögum þurftu þau engan skatt að greiða. Með þessari leikfléttu lækkuðu Einar og Birna skattgreiðslur sínar því um um það bil 100 milljónir króna. Þau borguðu 100 milljónir króna í stað 200 milljóna.

Íslenski skatturinn sætti sig ekki við þetta, mat kaupin á hlutabréf-unum í Melrose PLC sem sýndar-gjörning til að komast hjá skatt-greiðslum og lagði 100 milljóna króna skatt á arðgreiðslurnar með 25 prósent álagi vegna rangra skattaskila. Þau hjónin sættu sig ekki við þetta og höfðuðu mál gegn skattinum en töpuðu því bæði í héraði og fyrir hæstarétti.

Sektir margfalt hærri en álagiðEf íslensk stjórnvöld vildu beita sér af hörku gegn skattaundanskotum og skattahliðrun efnafólks hefði verið kjörið að láta á það reyna hvort í þessu máli hafi ekki verið

svo einbeittur brotavilji að höfða hefði mátt refsimál. Sum Hrun-málanna svokölluðu eru alla vega höfðuð á veikari grunni.

Hámarssekt vegna skattaundan-skota er tífaldur sá hagnaður sem brotaþoli hafði af svikunum. Það er gæfi hærri upphæð af 100 milljón króna ávinningi þeirra Einars og Birnu af kaupunum í Melrose Place en þau 25 prósent sem þau þurftu að borga í álag. Annars vegar erum við að tala um 25 milljónir króna og hins vegar 1000 milljónir króna.

Þótt 1000 milljónir króna hljómi sem gríðarlega há upphæð er hún samt ekki svo ýkja mikið hærri en sú upphæð sem þau hjónin hefðu greitt til ríkissjóðs ef fjármagns-tekjur væru skattlagðar á sama hátt og launatekjur.

Einars Sveinsson keypti hlut í bresku félagi stuttu fyrir mikla út-greiðslu arðs til að komast undan

fjármagnstekjuskatti á Íslandi.

Heimilisofbeldi 4% kvenna flytja úr landi eftir dvöl í kvennaatkvarfinu

21% kvenna fer aftur til ofbeldismannsÍ nýrri ársskýrslu Kvenna athvarfs­ins kemur fram að af þeim 126 konum sem þar dvöldu á síðasta ári fer stór hluti kvennanna aftur heim til ofbeldismanns síns, 21%.

Sigþrúður Guðmundsdóttir, fram-kvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir ástæður þess að konur flytji aftur til of-beldismanns síns vera margþættar. „Þar skiptir nándin á milli aðila máli en oft lof-ar ofbeldismaðurinn öllu fögru og það er freistandi að trúa því, ekki síst þegar þau eiga saman börn, eignir og heimili. Það er erfitt að fara út á leigumarkaðinn og um leið ganga í gegnum langt skilnaðarferli.

Þetta er blanda af tilfinningalegum og hagkvæmum ástæðum.“

Í skýrslunni kemur einnig fram að 16% kvennanna fara aftur á sitt gamla heimili þaðan sem ofbeldismaðurinn er farinn og að 10% þeirra fara aftur heim þaðan sem ofbeldismaðurinn hafði verið farinn áður en konan flúði í athvarfið. Sigþrúður segir ánægjulegt að sjá að hlutfall kvenna sem geti snúið aftur heim, þaðan sem ofbeldis-maðurinn er farinn, hafi hækkað í 16%. „Þetta þýðir að konur geta farið heim þeg-ar búið er að beita „austurrísku leiðinni“ sem er nálgunarbann, eða þá að tekist hafa samningar við ofbeldismanninn.“

Hún segir einnig merkilegt að sjá að

10% kvennanna sem leita í Kvennaat-hvarfið voru að flýja heimili þar sem ofbeldismaðurinn á ekki heima. „Þetta eru oftast konur sem höfðu slitið ofbeldis-sambandi en ekki fengið frið á nýjum stað og svarar spurningunni sem við fáum svo oft: „Af hverju fara þær ekki bara?“ Svarið við því er að þær fara yfirleitt á endanum, og skilnaðartíðni er há í of-beldissamböndum, en það þýðir alls ekki að ofbeldinu linni.“

Einnig kom fram að 19% flytja til ætt-ingja og vina, 10% fara í nýtt húsnæði, 11% er ekki vitað hvert þær fara, 4% flytja úr landi og önnur 4% fara á sjúkra-stofnun. | hh

Gamla herstöðin á Miðnesheiði Tæpir þrír milljarðar í endurbætur

„Peningunum er vel varið“Á dögunum greindi The Christian Science Monitor frá því að varnarmálaráðu­neyti Bandaríkjanna hefði tekið þá ákvörðun að verja 2,7 milljörðum íslenskra króna til endurbóta á að­stöðu hersins á Keflavíkur­flugvelli. Sá fyrirvari er á málinu að fjárlögin verða samþykkt í haust. Þóra Tómasdó[email protected]

Fréttatíminn leitaði til utanríkis-ráðuneytisins um hvort ljóst sé að framkvæmdir á vegum varnar-málaráðuneytisins séu bundnar við árið 2017. Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, sagði: „Verði af framkvæmdunum er gert ráð fyrir að þær hefjist síðla árs 2016 og nái til ársins 2018. Ekki

eru aðrar framkvæmdir fyrirhug-aðar.“

Fram hefur komið að Banda-ríkjamenn vilji gera breytingar á flugskýli til þess að hægt verði að koma fyrir P-8 kafbátaleitar-vélum sem eigi að vera staðsettar á vellinum. Þær eru stærri en P-3 Orion vélarnar sem herinn hafði þar áður og þess vegna á að breyta dyrum skýlisins.

Aðspurð um hvort Íslendingar séu með í ráðum við mat á þörf-inni fyrir aukin umsvif hersins á Íslandi segir hún svo vera. „Við-haldsþörfin hefur ítrekað verið rædd og athuganir hafa verið gerð-ar í samstarfi við íslensk stjórn-völd.“

Samtök hernaðarandstæðinga eru ekki par ánægð. „Mér finnst tæplega þrír milljarðar vera mikill peningur fyrir viðgerð á flugskýli,“

segir Stefán Pálsson, ritari sam-takanna.

Í The Christian Monitor er rætt við fyrrverandi yfirmann í banda-ríska flotanum sem segir að Banda-ríkjamenn hefðu aldrei átt að yfir-gefa herstöðina á Miðnesheiði.

„Það er augljóst að utanríkis-ráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson, vill smygla hernum til Íslands en hann vill ekki taka umræðuna um það. Hann veit það er ekki pólitísk eftirspurn eftir aukinni viðveru Bandaríkjahers á Íslandi,“ segir Stefán Pálsson.

Gunnar Bragi Sveinsson.

4 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 1. APRÍL–3. APRÍL 2016

Page 5: 01 04 2016

Væntanlegt 6.apríl.

Fylgstu með á Facebook #LindexIceland

Blússa,

5 755,-

Page 6: 01 04 2016

Laun lögregluþjóna hækka ekki með aukinni ábyrgð vegna meðhöndlunar skotvopna. Byssur eru í 11 lögreglubílum og útlit er fyrir fjölgun. Landssamband lögreglumann gerði árið 2012 könnun meðal lögreglu-manna um vopnaburð. 83 prósent vildu þá skotvopn læst í bílum. Atli Þór [email protected]

Ríkislögreglustjóri hefur ítrekað vitnað í könnuna í skýrslum sínum sem rökum fyrir auknu aðgengi að vopnum. „Lögreglumenn eru verulega ósáttir við að það skref sem stigið var varðandi skotvopn-in, með þeirri auknu ábyrgð sem það hefur í för með sér fyrir hinn almenna lögreglumann, skuli hafa verið stigið án þess að þess sjáist merki í launaumslögum lögreglu-manna,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lög-reglumanna.

Hvað með launauppbót vegna þjálfunar við meðhöndlun skot-vopna?

„Nei, það er ekkert slíkt.“

Sver af sér aukinn vopnaburð„Aðgengi lögreglumanna að skot-vopnum hefur ekki verið aukið né eru uppi áætlanir um breytingar frá núverandi reglum,“ segir í svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Fréttatímans. Þetta er í andstöðu við upplýsingar fengnar hjá lög-regluembættum. Hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra hefur ákvörðun um hvort vopn verði færð í bíla ekki verið tekin en er til skoðunar. Um þá túlkun Jóns F. Bjartmarz, yfirlögregluþjóns hjá embætti ríkis-lögreglustjóra, að ekki felist aukið aðgengi að skotvopnum með því að færa þau í læstar hirslur bíla, er vert að benda á að ólíkt lögreglu-stöðvum eru bifreiðar gæddar þeim eiginleika að fara í útköll með lögregluþjónum. Ríkislögreglu-stjóri telur hins vegar að aðgengi sé óbreytt sökum þess að reglum hefur ekki verið breytt, aðeins framkvæmd þeirra.

Nítján Glock skammbyssurFyrirspurn Fréttatímans sneri að því hvaða greining, gögn og rann-sóknir væru lögregluembættum til stuðnings við að ákvörðunar-töku vegna skotvopna. Því var ekki

svarað en í upphafi árs svaraði Ólöf Nordal innanríkisráðherra ítar-legri fyrirspurn Katrínar Jakobs-dóttur, formanns VG, um meðferð lögreglu á skotvopnum. Þar kemur fram að 19 Glock skammbyssur séu þegar geymdar í 11 bifreiðum þriggja lögregluembætta á Vestfjörðum, Austurlandi og Suðurlandi. Skot-vopn eru sömuleiðis geymd á 36 lögreglustöðvum. Alls telur vopna-búr lögreglu um 600 skotvopn. Ríkislögreglustjóri leggur mat á þörf lögreglu fyrir vopnun en lögreglu-stjórar meta staðsetningarþörf. Ákvörðunin er studd með hættu-mötum greiningadeildar, þarfa-greiningu ríkislögreglustjóra og áhættugreiningu á viðbúnaðargetu.

Tveggja daga námskeiðÁ síðasta ári hóf Lögregluskóli ríkisins, í samstarfi við ríkislög-reglustjóra, að auka aðgerðar- og valdbeitingarþjálfun almennra lög-regluþjóna. „Farið var yfir reglur um valdbeitingu sem og meðferð valdbeitingartækja og vopna.“ Námskeiðin voru átta og stóðu hvert um sig yfir tvo daga í um tutt-ugu klukkustundir. „Á námskeið-unum voru m.a. handtökuæfingar,

sjálfsvörn, skotvopnaþjálfun o.fl.,“ segir í svari ríkislögreglustjóra. Til að hljóta heimild til beitingar vopna þurfa lögreglumenn að hafa hlotið „tilskilda þjálfun,“ standast skotpróf árlega og hljóta samþykki lögreglustjóra.

Friðsælasta ríki heimsFjallað er um Ísland í bókinni Hátt-ur byssunnar – blóðugt ferðalag um heim skotvopna, eftir Ian Overton blaðamann. Ísland telst friðsælasta ríki heims. Rúmlega 72 þúsund skotvopn eru löglega skráð sam-kvæmt ríkislögreglustjóra. „Ég valdi að fjalla Ísland vegna þess að landið er ótrúlega friðsælt þrátt fyrir tals-verða byssueign,“ segir höfundur bókarinnar. Overton kom til Íslands skömmu eftir að Sævar Rafn Jóns-son var skotinn af lögreglu.

Stjórnmálin sinni eftirliti„Mikilvægt er að fólk spyrji hvað kalli á aukinn vopnaburð lögreglu,“ segir Overton. „Þegar stjórnmála-menn reyna að setja lögreglu reglur þá er það sjaldan til að takmarka vald lögreglu til valdbeitingar. Ímyndaðu þér stjórnmálamann sem segir einfaldlega: „Nei, lög-

reglan fær ekki skotvopn.“ Sex mánuðum síðar er lögreglumaður skotinn. Ekki þarf mikið ímynd-unarafl til átta sig á hvað verður um stjórnmálamanninn sem ekki vill leyfa lögreglunni að verjast. Lögreglan verður ósnertanleg stétt og því er ásetningur lögregluyfir-valda til að vopnast ekki dreginn of mikið í efa.“ Í þessi samhengi vekja ummæli innanríkisráðherra, við fréttastofu RÚV um tilfærslu vopna í lögreglubíla, athygli. „Ég held að þarna sé ekki verið að auka vopna-

Skammbyssur í ellefu lögreglubílum

Ian Overton, blaðamaður og höfundur bókarinnar Háttur

byssunnar. Í bókinni er fjallað sér-staklega um Ísland sem friðsælt ríki með óvopnaða lögreglu en

nokkuð almenna skotvopnaeign.

Ríkislögreglustjóri240Gasvopn: 10Haglabyssur: 29Hríðskotabyssur: 65Hríðskotarifflar: 6Hálfsjálfvirkir rifflar: 17Rifflar: 13Skammbyssur: 100

Lögregluskólinn22Haglabyssur: 4Rifflar: 2Skammbyssur: 16

Höfuðborgarsvæðið113Fjárbyssur: 13Gasvopn: 5Haglabyssur: 5Hríðskotabyssur: 5Hríðskotarifflar: 1Hálfsjálfvirkir rifflar: 1Rifflar: 1Skammbyssur: 82

Suðurnes70Fjárbyssur: 4Haglabyssur: 6Hríðskotabyssur: 2Rifflar: 1Skammbyssur: 57

Vestmannaeyjar5Fjárbyssur: 1Skammbyssur: 4

Suðurland25Fjárbyssur: 8Haglabyssur: 2Rifflar: 2Skammbyssur: 13

Austurland16Fjárbyssur: 5Skammbyssur: 11

Skotvopnaeign lögregluembætta Vopnabúr lögreglu telur um 600 skotvopn

6 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 1. APRÍL–3. APRÍL 2016

Page 7: 01 04 2016

Þegar stjórn-málamenn reyna að setja lögreglu reglur þá er það

sjaldan til að takmarka vald

lögreglu til valdbeitingar.

Ian Overton

burð, þarna er ekki verið að koma með ný vopn til lögreglunnar út af þessu, það er verið að breyta fram-kvæmdalegum atriðum sem eru á forræði lögreglunnar og eru ekki á borði innanríkisráðherra.“

Aðdáunarverð staða Íslands„Á Íslandi ræddi ég við nokkra ein-staklinga innan lögreglunnar og allir lýstu þeir lögreglu sem legði mikið upp úr því að sýna þolin-mæði og umburðarlyndi gagnvart ókyrrð og borgaralegri óhlýðni,“ segir Overton. Hann segir hættu á að aukið aðgengi að skotvopnum umturni sýn almennings á lögreglu og grafi undan trausti. „Ákveðin menning fylgir skotvopnum. Það þarf ekki annað en að skoða alþjóð-legar ráðstefnur þar sem lögreglu-menn hittast til að sjá hversu hratt áhrifin leka á milli menningar-heima.“ Hann segir hættuna að aukast á Íslandi sökum þess hve meðvitaðir Íslendingar séu um stöðu landsins á alþjóðavettvangi. Við viljum vera tekin alvarlega með-al stórþjóða. Hann segir umræðuna verða að snúast um vandann sem á að leysa og hvernig aukið aðgengi að vopnum feli í sér lausn. „Séu byssur vandamál á Íslandi þá er það líklegast vegna slysahættu en það að skotvopnavæða lögregluna leysir þann vanda ekki.“

Norðurland eystra39Fjárbyssur: 8Haglabyssur: 4Rifflar: 1Skammbyssur: 26

Norðurland vestra8Fjárbyssur: 2Skammbyssur: 6

Vestfirðir21Fjárbyssur: 4Haglabyssur: 2Rifflar: 1Skammbyssur: 14

Vesturland29Fjárbyssur: 8Rifflar: 1Skammbyssur: 20

|7FRÉTTATÍMINN | HELGIN 1. APRÍL–3. APRÍL 2016

Page 8: 01 04 2016

Pólitísk inneignSigmundur Davíð berst nú fyrir lífi sínu sem stjórnmálamaður. Í upphafi kjörtíma-bilsins átti hann meiri pólitíska inneign en nokkur annar íslenskur stjórnmálamaður. Heldur hefur gengið á þá inneign það sem af er kjörtímabili þrátt fyrir auknar þjóðar-tekjur vegna aukins ferðamannastraums og almennt ágætra horfa í þjóðarbú-skapnum. Sigmundur stóð því ekki sterkt þegar ljóstrað var upp um leynifélag þeirra hjóna á bresku Jómfrúaeyjum og leynikröfur þeirra í bú föllnu bankana.

HV

ÍTA

SIÐ

/SÍA

– 1

6-0

60

8

Þótt hagsmunaárekstur Sig-mundar Davíðs sé alvarlegasti hluti Wintrismálsins, að hann hafi komið að samningum við kröfuhafa bankanna án þess að segja neinum frá því að eiginkona hans átti kröfur í búin, er athyglisvert hversu sköll-ótt frásögn þeirra hjóna er af tilurð félagsins á Bresku Jómfrúaeyjum og skattskilum þess.Gunnar Smári [email protected]

Það er náttúrlega fráleitt að halda því fram að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi gert grein fyrir sínum málum varðandi aflandsfélag eigin-konu sinnar og kröfu þess í slitabú föllnu bank-anna. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur meðal annars haldið þessu fram. Það sama gerði hann alla tíð varðandi aðkomu Hönnu Birnu Krist-jánsdóttur, þáverandi innanríkisráðherra. Það er hins vegar ekki svo að sá sem er sakaður um brot geti einn og sjálfur útskýrt sitt mál. Jafnvel ekki þótt hann taki viðtal við sjálfan sig eins og Sigmundur Davíð gerði.

Þannig er um frásögn Sigmundar Davíðs og Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, konu hans. Þau leggja fram alls kyns fullyrðingar og tilgreina ártöl og upphæðir en þegar utanaðkomandi reynir að setja þær í samhengi við aðra atburði en sambúð þeirra hjóna og stjórnmálaþátttöku Sigmundar Davíðs virðist frásögnin æði götótt.

Það liggur ekki einu sinni fyrir hvort þau hjónin hafi notið skattalegs hagræðis af stofn-un félagsins né í hvaða tilgangi það var stofnað á aflandseyju.

Óljós skattskil í upphafiSamkvæmt frásögn Sigmundar og Önnu var fé-lagið Wintris stofnað seint á árinu 2007 á bresku Jómfrúaeyjum. Í yfirlýsingu Sæmundar Valdi-marssonar hjá KPMG er sagt að eignarhlutur Önnu Sigurlaugar hafi verið færður henni til eignar í skattframtölum frá og með tekjuárinu 2008; það er ári eftir að til félagsins var stofnað.

Í yfirlýsingu Sæmundar hjá KPMG kemur fram að frá og með 2009 hafi verðbréf í eigu Wintris hafi verið tilgreind í skattframtali Önnu. Árið áður var krafa hennar á félagið færð til bókar í skattframtalinu.

Þessi yfirlýsing KPMG segir ekki að þau hjónin hafi ekki haft neitt skattalegt hagræði af því að eiga félag á Bresku Jómfrúaeyjum. Yfirlýsingin tekur aðeins til eigna frá 2008 og tekna af verð-bréfum frá 2009. Í henni er enginn samanburð-ur á skattskilum vegna þessa félags og sambæri-legs félags sem skráð hefði verið á Íslandi.

Fyrirkomulag sem hentar skúrkumHjónin lýsa stofnun félagsins svo að viðskipta-bankinn þeirra hafi útvegað stjórnarmenn í fé-laginu. Það var ekki fyrr en á árinu 2009 sem þeir sögðu sig úr stjórn og Anna Sigurlaug varð stjórnarmaður. Þá er ekki hægt að skilja annað en aðeins tvö hlutabréf hafi verið gefin út, ann-að á Sigmund og hitt á Önnu. Í yfirlýsingunni segir að Anna hafi keypt bréf Sigmundar á dollar 2009 samhliða því sem hún gekk inn í stjórn. Þau rökstyðja lágt verð hlutabréfsins með því

að hlutir í félaginu hafi í sjálfu sér verið lítils sem einskis virði þar sem fjármunir Önnu Sigur-laugar hafi verið lánaðir félaginu. Anna átti því kröfu á félagið, kröfurnar sem KPMG vísar til.

En hvers vegna voru þau hjónin að stofna svona félag. Félagið var ekki neitt neitt í sjálfu sér og með einhverja leppa sem stjórnarmenn, menn sem ólíklegt er að þau hjónin hafi nokkru sinni heyrt eða séð?

Þetta fyrirkomulag var alsiða á Bresku Jóm-frúaeyjum og öðrum aflandssvæðum. Þótt til-gangurinn hafi alls ekki alltaf verið illur þá var þetta fyrirkomulag notað af versta illþýðinu sem nýtti sér fjármálaþjónustu þessara svæða. Stofnað var félag í skattaskjóli sem var í raun tóm skel með þarlendum lögmönnum í stjórn. Þeir gátu verið stjórnarmenn í tugum þúsunda félaga. Nöfn þeirra voru þau einu sem utanað- komandi gat nálgast. Leynd hvíldi yfir hverjir hluthafarnir voru. Að ekki sé talað um hverjir áttu kröfur á félagið.

Skuldabréf vegna skattleysisÍ yfirlýsingu Sigmundar og Önnu kemur fram að þau hafi fjárfest í skuldabréfum á íslensku bankanna og að Wintris hafi gert um 500 millj-ón króna kröfu í þrotabú þeirra.

En hvers vegna vildu þau fjárfesta í skulda-bréfum bankanna í árslok 2007? Og meira að segja í víkjandi skuldabréfum á Landsbankann, bréf með alls engum tryggingum sem brunnu upp um leið og bankarnir féllu?

Skattalögum var þannig háttað árið 2007 og 2008 að íslensk fyrirtæki þurftu ekki að greiða skatt af hagnaði vegna íslenskra hlutabréfa en það sama gilti ekki um erlend félög. Þau þurftu að borga skatta af hlutabréfahagnaðinum á Íslandi.

Þessu var hins vegar öfugt farið með skuldabréf. Erlent félag sem fjárfesti í ís-lenskum skuldabréfum þurfti ekki að borga neinn skatt á Íslandi af vaxtatekjum sínum af þessum bréfum. Án efa hefur það ráðið miklu um að Wintris keypti fremur skulda-bréf en hlutabréf.

Lögum komið yfir skattaskjólinÁrið 2004 sömdu þeir Snorri Olsen, Indr-iði H. Þorláksson og Skúli Eggert Þórðar-son skýrslu um skattsvik fyrir Geir H. Haarde og tóku meðal annars á skatta-undanskotum og -svikum í gegnum aflandsfélög. Upp úr þessari skýrslu voru samin lagafrumvörp til breytinga á skattalögum. Það gekk þó erfiðlega að koma ákvæðum vegna aflandsfé-laga í lög og það var ekki fyrr en í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardótt-ur að samþykktar voru breytingar á skattalögum sem náðu utan um aflandsfélögin. Fyrri ríkisstjórnir töldu slíkt ekki tímabært.

Það sem er mikilvægast varðandi Wintris er að þar með tóku íslensk stjórnvöld upp svokallaðar CFC-regl-ur, reglur sem Bandaríkjamenn höfðu beitt síðan á sjöunda áratugnum og flest Evrópulönd áratugum saman. Þessar reglur fela í raun í sér þvingaða samsköttun helstu eigenda slíkra aflandsfélaga og félaganna sjálfra.

Pólitískur skandall Útskýringar Sigmundar og Önnu kveikja fleiri spurningar

Götótt frásögn SigmundarÞað er af þeim sökum sem verðbréfaeign

Wintris er sett inn í skattaframtal Önnu Sigur-laugar. Slíkt var skylt frá og með áramótum 2010 en svo virðist sem þau hjónin hafi ákveðið að aðlaga skattaskil sín þessum reglum frá og með tekjuárinu 2009, enda hefur lagabreyt-ingin varla farið framhjá Sigmundi þótt hann hafi verið utan þings þegar lögin voru sett, rétt fyrir kosningarnar í apríl 2009.

Samkvæmt nýju lögunum var skattinum heimilt að samskatta eigendur og erlend félög ef félagið var skráð á Íslandi, ef það hafði ís-lenskt heimilsfang í samþykktum eða ef raun-veruleg framkvæmdastjórn var með heimilis-festi á Íslandi. Þegar Anna gekk í stjórn Wintris uppfyllti félagið síðasta skilyrðið.

Tap dregur úr skattgreiðslumAf yfirlýsingum Sigmundar og Önnu má ráða að þau hafi frekar óhagræði en hag af því að Wintris sé skráð á Bresku Jómfrúaeyjum. Það má ætla að svo sé þegar skattareglur eru skoð-aðar. Vegna samsköttunar þarf Anna Sigurlaug að borga tekjuskatt af tekjum sínum af eign-um inn í Wintris, allt að 46 prósent sé miðað við hæsta þrep. Það er mun hærra en ef hún greiddi sér arð upp úr íslensku einkahluta-félagi. Þá væri skatturinn 20 prósent.

Á það ber hins vegar að líta að inni í Wintris er mikið tap vegna falls íslensku bankanna. Þau hjónin hafa sagt að heimtur þeirra af kröfum Wintris hafi verið um 16 prósent af 500 millj-ón króna kröfu. Inn í Wintris er því um 420 milljón króna uppsafnað tap, sem kemur til frádráttar tekjum áður en skattur er lagður á.

Hjónin geta ekki flutt það tap með sér í ís-lenskt félag. Það má því ætla af frásögn þeirra að þau hafi hag af því að halda félaginu utan-lands á meðan þetta tap klárast. Þegar það klárast er tími til að halda heim.

Gengishagnaður og höftÞótt þau hjónin hafi tapað miklu við fall bankanna, eða um 420 milljónum króna, þá geta þau huggað sig við að restin af peningunum var í erlendri mynt þeg-ar krónan féll árið 2008. Við það nær því tvöfölduðust erlendar eignir í verði, miðað við íslenska krónu. Það er því ekki rétt sem Sigmundur sagði í viðtali að þau hjónin hefðu verið betur sett ef féð hefði verið geymt í verðtryggðri krónu. Verðtrygging ver fé fyrir verðlags-breytingum en fall krónunnar skilar sér

ekki allt inn í verðlag heldur aðeins sem nemur hlutfall innfluttra vara.Þar sem Winstris var stofnað fyrir Hrun og

féð flutt út áður en gjaldeyrishöft voru lögð á var eignin í þessu erlenda félagi undanþegin gjaldeyrishöftum. Ef þau hjón hefðu átt ís-lenskt félag hefðu þau þurft að gera grein fyrir gjaldeyriseign sinni og sækja um und-anþágur.

Það er því margskonar hagræði sem þau hjón hafa haft af því að geyma féð á aflandseyju og margvíslegur hagur sem þau hafa haft af því. Til að meta hann til fulls þurfa Sigmundur Davíð og Anna Sig-

urlaug að leggja fram ítarlegar upplýsingar. Það dugar ekki að þau yfirheyri sjálf sig.

8 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 1. APRÍL–3. APRÍL 2016

Page 9: 01 04 2016

VITASkógarhlíð 12Sími 570 4444

MallorcaMallorca er dásamleg eyja sem sameinar allt það besta sem hægt er að finna á sólarströnd. Hvítar strendur, iðandi mannlíf og úrval hótela og íbúða fyrir einstaklinga og fjölskyldur. Höfuðborgin Palma með göngugötum, verslunum, kaffihúsum og tapas gerir dvöl á Mallorca fullkomna. Verð og gæði fyrir alla.

Sa Coma

Verð frá 89.900 kr. á mann m.v. 3 fullorðna og 3 börn 2–11 ára. Verð frá 103.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn 2–11 ára í íbúð með 2 svefnherbergjum. Án fæðis.

Santa Ponsa

Verð frá 89.900 kr. á mann m.v. 3 fullorðna og 2 börn 2–11 ára. Verð frá 89.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn 2–11 ára í íbúð með einu svefnherberbergi. Án fæðis.

Iris Apartments ★★ Portofino / Sorrento ★★

Playa de Palma

Verð frá 99.900 kr. á mann m.v. 2 fullorðna og 1 barn 2–11 ára í herbergi. Verð frá 117.800 kr. á mann m.v. 2 fullorðna í herbergi. Með hálfu fæði.

Alcudia

Verð frá 99.900 kr. á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn 2–11 ára í íbúð með einu svefnherbergi. Verð frá 168.900 kr. á mann m.v. 2 fullorðna í íbúð. Án fæðis.

Viva Mallorca ★★★★ Cristobal Colon ★★★★

Playa de Palma

Verð frá 146.900 kr. á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn 2–11 ára í herbergi. Verð frá 139.900 kr. á mann m.v. 2 fullorðna í herbergi. Með morgunverði.

Sa Coma

Verð frá 119.900 kr. á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn 2–11 ára í íbúð með einu svefnherbergi. Verð frá 129.900 kr. á mann m.v. 2 fullorðna í stúdíói. Allt innifalið.

Playa Dorada ★★★★ Royal Cristina ★★★★

Flugáætlun

Maí: 31.Júní: 7., 14., 21. og 28. Júlí: 5., 12., 19. og 26. Ágúst: 2., 9., 16. og 23.September: 6., 13. og 20.

Flogið með Primera Air.

Öll verðdæmi eru á mann m.v. brottför 5. júlí í 7 nætur með 10.000 króna bókunarafslætti.

Page 10: 01 04 2016

Með því að draga úr matarsóun gætum við ekki aðeins brauðfætt þann hluta mannkyns

sem sveltur heldur einnig dreg-ið verulega úr mengun.

Um 70% allrar vatnsnotkunar jarðar og 80% land- og skógar-eyðingar fer í að framleiða mat og í raun er hægt að segja að matvælaiðnaðurinn gæti eytt þriðjungi minna af landi, vatni, olíu og mengandi áburði en hann gerir núna. Þar að auki koma um 30-35% mengandi gróðurhúsalofttegunda frá mat-vælaiðnaði og við það bætist allt metangasið úr rotnandi úrgang-inum sem er einn helsti orsaka-valdurinn í hlýnun jarðar.

Ef gert er ráð fyrir að losun á hvern íbúa á Íslandi sé sam-bærileg meðallosun á hvern íbúa Evrópu þá er losun frá matarsóun Íslendinga á ári hverju rúmlega 200 Gg kol-díoxíðígilda. Það eru um 5% af árlegri heildarlosun Íslands árið 2013, eða tæplega helm-ingur losunar vegna fiskveiða (473 Gg). Matvælaframleiðsla er umhverfismál sem allir ættu að láta sig varða.

Í september í fyrra lét Um-hverfisstofnun gera könnun meðal Íslendingar á aldrinum 18-75 ára á viðhorfi til mat-arsóunar. Þegar spurt var um ástæður þess að fólk henti mat svöruðu flestir því að hann væri útrunninn, 29%, eða að gæði hans væru ónóg, 25%. Nið-urstöður könnunarinnar sýna auk þess að neytendur vilja minnka matarsóun, ekki síst til að spara peninga, en á sama tíma virðist fólk ekki kunna að áætla innkaup né nýta afganga, svo þar virðist vera verk að vinna.

Auk þess að vera siðferðis-lega röng á tímum þegar stór hluti mannkyns sveltur og að

ganga á auðlindir jarðar, þá er matarsóun auðvitað gríðarlega kostnaðarsöm.

Það er líka eitthvað veru-lega brenglað við það að

á sama tíma og þriðjungi matar er sóað þurfum við, samkvæmt útreikningum Sameinuðu þjóðanna, að auka matvælaframleiðslu heimsins um 60% fyrir árið 2050 til að mæta þörfum fólksfjölgunar.

Það er alltaf betraað hafa val

Hjá okkur getur þú valiðum VISA eða MasterCard

Kynntu þér kortaúrvalið á arionbanki.isynntu þér kortaúrvalið á

HV

ÍTA

SIÐ

/SÍA

– 1

6-0

60

8

Heimildir: FAO, Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna

30% af kornmeti er sóaðNeytendur í iðnvæddum löndum henda árlega um 286 milljón tonnum af korni. Það er 215-falt meira magn en allur fiskafli Íslendinga.

20% af mjólkurvörum er sóaðUm 29 milljörðum lítra af mjólk og mjólkurvörum er hent árlega í Evrópu. Það er 150-föld mjólkurframleiðslan á Íslandi.

35%af fiski og skeldýrum er sóað8 prósent af öllum afla er hent aftur í sjóinn þar sem fiskurinn er of lítill, illa farinn eða gamall. Þetta magn jafngildir um 3 milljörðum laxa árlega.

45%af grænmeti og ávöxtum er sóaðNærri því helmingur af öllu grænmeti og ávöxtum sem er ræktað er hent eða sóað. Sóunin jafngildir 3.700 milljörðum epla árlega, einu og hálfu epli á hvern jarðarbúa hvern einasta dag.

20%af fræjum og baunum er sóaðÁ hverju ári tapast um 20 pró-sent af öllum fræjum, berjum og baunum við olíuvinnslu. Það jafngildir um 11 þúsund Laugar-dalslaugum fullum af olívuolíu.

45%af rótarávöxtum er sóaðÍ Norður-Ameríku er um 5,8 milljónum tonna af rótarávöxt-um hent árlega. Það jafngildir um 480-faldri kartöflufram-leiðslu Íslendinga. | gse

20%af kjöti er sóaðÁ hverju ári tapast vegna sóunar um 52,5 milljónir tonna af kjötvöru. Það jafn-

gildir um 3,2 milljörðum íslenskra slátursauða með beini.

Hólar í Rangárvallasýslu eru dæmi um heimili þar sem engu er sóað. Húsbændurnir fara í búð tvisvar í mánuði til að ná sér í kaffi, sykur og mjöl og alls ekkert fer í tunn-una á þeim bænum.

„Við erum dálítið afskekkt hérna svo við reynum að gera f lest heima. Við erum með tvær kýr svo við þurfum ekki að kaupa neinar mjólkurvörur þó við kaupum okkur stundum ost en skyrið og smjörið gerum við sjálf,“ segir Auður Har-aldsdóttir, húsfrú, fjárbóndi og sjálftitluð sveitakerling á Hólum. Auður er fædd og uppalin á bænum og lærði allt sem hún kann af móð-ur sinni og nú hafa börnin hennar þrjú lært flest af móður sinni. „Okk-ur finnst heimagerði maturinn best-ur, en það er auðvitað smekksatriði. Næsta búð er á Hellu, í 35 km fjar-lægð, en þegar við verslum þá við förum á Selfoss, svona tvisvar í mánuði. Þar kaupum við kaffi, sykur og mjöl og stund-um kaupi ég brauð,“ segir Auður sem á annars alltaf heimagert flatbrauð og rúg-brauð.

Auði finnst grátlegt að hugsa til þess að mat sé sóað. „Það fer enginn matur í ruslið hér því ef maturinn er gamall fer hann í hænurnar og skilar sér þannig í eggin. Svo fá fjárhunda-rnir líka afgangana,“ segir Auð-

ur sem kaupir aldrei hundafóður. „Stundum þurfum við reyndar að kaupa afganga í sláturhúsinu því það fellur stundum ekki nóg til hjá okkur af afgöngum. Ef eitthvað fellur til af kvöldmatnum þá nota ég það í kjötkássu daginn eftir, eða plokkfisk. Við kaupum stundum nýjan fisk en það er alveg spari. Annars fáum við besta silung í heimi úr Veiðivötnum og borðum hann ferskan eða reykjum hann. Við höfum allt til alls hér í sveitinni þó grænmetið mætti vera meira, ég er bara ekki með svo græna fingur.“

„Það er um að gera að kaupa ekki of mikið og láta það skemmast í ís-skápnum,“ segir Auður aðspurð um góð ráð gegn matarsóun. „Annars er ég ekki besta manneskjan til að gefa þéttbýlingum góð ráð,“ segir hún og hlær. „En fólk ætti tvímæla-laust að fá sér hænur ef það hefur nokkur tök á því, það er mjög snið-ugt. Svo held ég að það sé mjög góð fjárfesting að eiga frystikistu. Fólk ætti að taka slátur, gera kæfu

og kaupa kjöt til að frysta. Við slátrum heima og nýtum allan skrokkinn svo það er alltaf nóg kjöt í kist-unni. Við ger-

um auðvitað allt sjálf því við búum

út í sveit en því mið-ur hafa nú ekki allir

tök á því.“

Matarsóun Einn þriðji hluti matar fer í ruslið á meðan tæp tólf prósent mannkyns svelta

Brengluð veröld matarsóunarUM ÞRIÐJUNGI ALLS MATAR SEM FRAMLEIDDUR ER Í HEIMINUM ER HENT Í RUSLIÐ. ÞESSI SÓUN Á SÉR STAÐ VIÐ RÆKTUN, FRAMLEIÐSLU, DREIFINGU, FLUTNING OG SÖLU MATVÆLA AUK ÞESS SEM NEYTENDUR HENDA SJÁLFIR STÓRUM HLUTA INNKAUPANNA Í RUSLIÐ. Á SAMA TÍMA FER EINN AF HVERJUM NÍU JARÐARBÚUM SVANGUR AÐ SOFA, 870 MILLJÓNIR MANNA, EÐA TÆP 12% MANNKYNS, ERU VANNÆRÐ OG 20 ÞÚSUND BÖRN DEYJA DAGLEGA ÚR NÆRINGARSKORTI.

Halla Harðardó[email protected]

Hundar, frystikistur og hænur gegn matarsóun

70%af matnum er borðaður

30%af matnum er sóað eða hent

10 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 1. APRÍL–3. APRÍL 2016

Page 11: 01 04 2016

Hugmyndafræðin að baki Citroën C4 Cactus er bylting í hönnun bíla. Ekkert prjál, einungis hlutir sem skipta máli í dag. Hagnýt og djörf hönnun, einfaldleiki og lágt verð. C4 Cactus er líka sérstaklega sparneytinn en hann eyðir einungis frá 3,4 l/100 km og losar aðeins 89 g/km.

C4 Cactus hefur aldeilis slegið í gegn. Nú þegar hefur hann hlotið 25 verðlaun víðsvegar um heiminn. Þar á meðal hlaut hann titilinn Bíll ársins 2016 á Íslandi í sínum flokki.

VERÐ FRÁ EINUNGIS 2.690.000 KR.Velkomin í reynsluakstur

HVER ER ÞESSI CACTUS?

CITROËN C4

Brimborg og Citroën áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu.

citroen.is Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16 Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050

3, 42CO 8 9

l/100 kmFrá

Frá g/km

umtalaði

Citroen_Cactus_umtalaði_5x38_20160104_END.indd 1 4.1.2016 15:18:24

Page 12: 01 04 2016

Hanna Hlíf Bjarnadóttir fékk ógeð á matarsóun þegar hún vann í matvælaiðnaðinum. Hún leggur nú lokahönd á matreiðslubók þar sem græn-metisréttir, nýting hráefnis og góð ráð gegn matarsóun verða í aðalhlutverki. Þrátt fyrir oft á tíðum tómlegt veski leyfir Hanna Hlíf sér að kaupa fyrsta flokks grænmeti, enda verið græn-metisæta í þrjátíu ár.

„Það eru svona tíu ár síðan ég fékk algjört ógeð á matarsóun,“ segir Hanna Hlíf Bjarnadóttir, mynd-listarkona og uppskriftahöfundur.

„Ég vann sem sölukona fyrir fyr-irtæki sem seldi lífrænan mat og varð vitni að því hversu mikið af útrunnum mat er fargað. Þetta fór alveg rosalega í taugarnar á mér svo ég fór að prófa mig áfram með mat sem hafði verið útrunninn í nokkur ár og komst að því að það var nóg að lykta af matnum til að vita hvort hann væri í lagi eða ekki,“ segir Hanna sem treystir í dag á sín eigin skynfæri frekar en dagsetningar matvælafyrirtækjanna.

Hanna Hlíf er með ýmis ráð þegar kemur að matarsóun og segir hún frystinn oft koma sér vel. „Ef eitt-hvað er að detta á síðasta söludag er svo gott að henda því bara í fryst-inn. Ef ég á tómata sem er orðnir það mjúkir að mig langar ekki í þá ferska þá set ég þá í frystinn og nota þá seinna þegar mig vantar tómat-sósu í mat. Það saman á við um ann-an mat sem er hættur að vera girni-legur en er samt hægt að nota í mat. Spínat á það til dæmis til að verða blautt í pokanum en þá set ég það í frystinn og á það í næstu ommilettu. Núna á ég til dæmis mikið af rjóma og osti eftir páskana og mun frysta það því mig lang-ar hvorki í rjóma né gullost á næstu dögum.“

Hanna Hlíf leggur nú lokahönd á matreiðslu-bók þar sem hún mun deila með áhugasömum dýrindis grænmetis-réttum ásamt hagnýt-um húsráðum, meðal annars hvernig best sé að geyma mat og nýta í afganga. „Því meira sem

maður fylgist með sóuninni sem er í gangi því meðvitaðri verður mað-ur um að það eru til heilu kynslóð-irnar af fólki sem hreinlega kunna ekki að vinna úr afgöngum. Sjálf ólst ég upp við að það voru afgang-ar í matinn og kannski þess vegna er mér tamara að hugsa um afganga sem mögulegan mat.“

„Fólk heldur oft að það sé erfitt að vinna úr grænmetisafgöngum,“ segir Hanna Hlíf sem hefur verið grænmetisæta í þrjátíu ár. „Margir halda að það verði að vera kjöt eða fiskur til að geyma mat en nokkrar kartöflur geta auðveldlega orðið uppistaðan í heilli máltíð daginn eftir, eins og til dæmis gnocchi. Grænmeti getur auðveldlega verið aðalréttur þó fólk sé ekki grænmet-isætur.“

En hvar finnst grænmetisætunni best að kaupa grænmetið?

„Mín matarinnkaup ráðast fyrst og fremst af fjárhag. Ég er mynd-listarkona og á því oft ekki krónu og þá kaupi ég euroshopper-vörur. En grænmetið kaupi ég hjá Akri. Það er vefverslun með árstíðabundið grænmeti beint frá býli, bæði ís-lenskt og innflutt. Þetta kostar að-

eins meira en í stórmörk-uðunum en er betri vara

og ég veit að þá fá dætur mínar það besta. Svo er Te- og kryddhúsið al-veg frábær búð því þar er hægt að kaupa eftir vigt sem er auðvit-

að góð leið til að sóa ekki. En það sést alltaf

á ísskápnum mínum hvernig fjárhag-urinn er. Þegar vel gengur þá fer ég ekki og kaupi nýja skó heldur geri vel við mig með hollum og góð-um mat.“

Frá kr.69.900m/morgunmat

PRAG

BRATISLAVA

BORGARFERÐ

Frá kr. 69.900 sértilboð Netverð á mann m.v.2 í herbergi með morgunmat.5. maí í 4 nætur.

Frá kr. 94.900 sértilboð Netverð á mann m.v. 2 í herbergi með morgunmat.5. maí í 4 nætur

Hotel ILF

Hotel Loft

Birt m

eð fy

rirva

ra um

pren

tvillu

r. He

imsfe

rðir

áskil

ja sé

r rétt

til le

iðrétt

inga á

slíku

. Ath.

að ve

rð ge

tur br

eyst

án fy

rirva

ra.

EN

NE

MM

/ S

IA •

NM

NM

7456

5

5.-9. maí

5.-9. maí

Skelltu þér í

RÓM

Frá kr. 89.900 Netverð á mann m.v. 2 í herbergi með morgunmat. 28. apríl í 4 nætur.

Stökktu

28. apr -2. maí

Stökktu

Sértilboð

VALENCIA

Frá kr. 99.900 sértilboð Netverð á mann m.v. 2 í herbergi með morgunmat.5. maí í 4 nætur.

Hotel Conqueridor

5.-9. maí

BÚDAPEST

Frá kr. 79.900 sértilboð Netverð á mann m.v. 2 í herbergi með morgunmat.12. maí í 4 nætur.

Hotel Mercure Buda

12.-16. maí

Sértilboð

Sértilboð

Sértilboð

Matarsóun á íbúa eftir svæðum jarðar

185 kg. 95 kg.Evrópa

180 kg. 115 kg.

Norður-Ameríka og Kyrrahafið

160 kg. 5 kg.Afríka sunnan Sahara

160 kg. 75 kg.Iðnvædda Asía

180 kg. 35 kg.

Norður-Afríka, Mið-Asía og Miðausturlönd

115 kg. 60 kg.Suður- og Suðaustur-Asía

115 kg. 25 kg.Suður-Ameríka

Ef allir jarðarbúar sóuðu jafnmiklu og Norður-Ameríkumenn myndu um 805 milljón tonn enda í ruslatunnum heimsins en ef allir neytendur hegðuðu sér eins og Suður-Amer-íkubúar gera að meðaltali myndu aðeins 175 milljón tonn fara í heimilisruslið. | gse

Matarsóun í iðnríkjunum er metin á um 680 millj-arða dollara árlega eða

84.700 milljarða íslenskra króna. Það er um fertugföld landsfram-leiðsla á Íslandi.

Árleg matarsóun í þróunar-löndunum er metin á um 310 milljarða dollara ár-

lega eða 38.600 milljarða íslenskra króna. Samanlögð matarsóun í heiminum er því tæplega eitt þús-und milljarðar dollara á hverju ári sem gera um 125 þúsund milljarða íslenskra króna.

Á hverju ári henda neyt-endur í iðnríkjunum álíka magni af mat og nemur

allri matvælaframleiðslu í Afríku sunnan Sahara, þar sem um 800 milljón manns búa.

Ef mögulegt væri að draga úr matarsóun um fjórðung, 25 prósent, mætti brauð-

fæða um 870 milljónir manna. | gse

Sóun við framleiðslu Sóun neytenda

Allt sem þú vilt ekki vita um matarsóun

Heilar kynslóðir kunna ekki að nýta afganga

Sameinuðu þjóðirnar áætla að með því að fóðra svín á mataraf-göngum væri hægt að nýta land, að stærstum hluta í Suður-

Ameríku, sem annars fer í framleiðslu á korni og sojabaunum til svínaeldis í Evrópu, til að fæða 3 milljarða manna.

„ Margir halda að það verði að vera kjöt eða fiskur til að geyma mat en nokkrar kartöflur geta auðveldlega orðið uppistaðan í heilli máltíð daginn eftir.“

Á Íslandi var lögum um dag-setningar á ferskvöru breytt í desember árið 2014 og síðan hafa stórmarkaðir á borð við Hagkaup, Bónus, Krónuna, Nettó og Fjarðarkaup boðið upp á vörur sem eru að renna út á góðum afslætti.

Þar að auki hefur Krónan lengi boðið upp á ávexti á síð-asta séns í poka á 99 krónur og Fjarðarkaup hafa gefið brauð-meti í svínafóður. Þeir stór-markaðir sem Fréttatíminn ræddi við gefa þann mat sem ekki er hægt að selja til góð-gerðamála þó Guðmundur Mar-teinsson, framkvæmdastjóri Bónus, hafi aðspurður í samtali við Fréttatímann um málið í febrúar, sagt fyrirtækið hafa verið gagnrýnt fyrir að gefa vörur sem voru komnar fram yfir síðasta söludag. Málið sé því flókið.

Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa, segir að oft sé erfitt fyrir kaup-menn að taka ábyrgð á því hvað sé hæft til manneldis en að einungis matur sem samkvæmt lögum sé óhæfur til manneldis fari í ruslagámana og sem, að sínu viti, sé ekki séns að gefa.

Hvað gera stórmarkaðir?

12 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 1. APRÍL–3. APRÍL 2016

Page 13: 01 04 2016

Uppþvottavél í sérflokkimeð Waterwall tækni

Með Waterwall-tækni er enginn blettur sem sleppur. Jöfn og kraftmikil gusan gefur góðan árangur auk þess sem þvottatíminn styttist.

Hálf-stillingar þegar minna leirtau er og hægt að stilla á efri eða neðri skúffu.

Hægt er að stilla svæði í neðri skúffuá kraftþvott.

Stjórnborð ofan á hurð. Skemmtileg lýsing í hurð og í vél.

SAMSUNG WF707 KG. 1400 SN.

KR. 89.900,-Tilboðsverð: 79.900,-

SAMSUNG WF1212 KG. 1600 SN.

KR. 174.900,-Tilboðsverð: 149.900,-

SAMSUNG DW808 kg ÞurrkariKR. 149.900,-

TM

SAMSUNG WF12 SAMSUNG DW80

TM

SAMSUNG WF808 KG. 1400 SN.KR. 104.900,-

Tilboðsverð: 89.900,-

TM

SAMSUNGSetriD.iS

Framhlið úr burstuðu stáli / Skjár á hurð, blár litur / Tekur 14 manna stell / 5 þvottakerfi / Starttímaseinkun / Orkunýtni A++ / Orkunotkun á ári (kWst) : 266 / Hljóðlát aðeins 41db / Stillanleg efrigrind / Grind efst fyrir hnífapör með sérstökum "FLEX" bakka / 2 þvottaarmar +

"WATERWALL" / Stærð (h x b x d): 817 x 598 x 575 mm

DW60

J996

0US

SÍÐUMúlA 9 · SÍMi 530 2900láGMúlA 8 · SÍMi 530 2800 · ormsson.is

FYRIR HEIMILIN Í LANDINU

ÞVOTTAVÉLAR OG ÞURRKARAR

Page 14: 01 04 2016

LovefoodHatewasteFrábært og frítt matarsóunarapp sem nýtist við innkaup og elda-mennsku, auk þess sem það finnur leiðir til að nýta afgangana sem best. Appið hefur einnig að geyma helling af grænum og vænum upp-skriftum auk allskyns góðra ráða gegn sóun.

Eldað úr ölluÁ heimasíðu Leiðbeiningastöðvar heimilanna, sem Kvenfélagasam-band Íslands rekur, finnast ýmsar uppskriftir og leiðbeiningar um hvernig á að „elda úr öllu“. Þú slærð inn hvað þú átt í ísskápnum og upp koma mögulegar leiðir til eldamennsku.

Svín til endurvinnsluEin áhrifaríkasta leiðin til að end-urvinna matarafganga er að nýta þá í svínin.

Í árþúsundir hefur mannkynið fóðrað svín á afgöngum en í dag er svínum gefið fóður, sem kostar vatn, land og eiturefni að fram-leiða, og afgöngum er hent í ruslið þar sem þeir rotna og menga loft-ið. Sameinuðu þjóðirnar áætla að með því að fóðra svín á mataraf-göngum væri hægt að nýta land, að stærstum hluta í Suður-Amer-íku, sem annars fer í framleiðslu á korni og sojabaunum til svínaeldis í Evrópu, til að fæða 3 milljarða manna. Breska átakið The Pig Idea, með fólk eins og Tristram Stuart, Yotam Ottolenghi og Tho-masinu Miers á bak við sig, hvetur stofnanir, bændur og veitingastaði til að mat-arafgangar verði endurnýtt-ir sem svínafóður en í dag bannar Evrópusambandið það með lögum.

40% útlitsgallaðVestrænir neytendur hafa alist upp við að ávextir og grænmeti séu eins í laginu, með fullkomið sköpulag og helst glansandi. Raun-veruleikinn er að sjálfsögðu allur annar. Lönd Evrópu-

sambandsins henda samanlagt 89 milljónum tonna af mat árlega, eða um 179 kílóum á hvert manns-barn og tæplega 40% af þessu matarrusli er grænmeti og ávextir sem ekki stóðust útlitspróf neyt-endanna.

Í febrúar síðastliðnum urðu Frakkar fyrsta land í heimi til að banna matarsóun stórmarkaða með lögum.

Lífrænn úrgangur mengar!Eitt epli á túni brotnar niður og gefur frá sér CO2 en þegar líf-rænum úrgangi er safnað saman á einn lokaðan stað myndast ekki CO2 heldur metangas sem er 21 sinni öflugri gróðurhúsaloftteg-und en CO2. Ein leið til að sporna við þessu er að molta lífrænan úrgang.

Vertu vakandi í búðinniFélagasamtökin Vakandi hafa barist ötullega gegn matarsóun á Íslandi með vitundarvakningu. Samtökin vinna nú að heimilda-mynd um matar-og tískusóun í samstarfi við Vesturport, Reykja-víkurborg og Landvernd.

Á vefsíðu samtakanna má finna ýmsar hagnýtar upplýsingar til að sporna gegn sóun. Fyrsta skrefið gegn sóun heimilanna er að vera vakandi við innkaupin:Gerðu mataráætlun fyrir vik-una og innkaupalista. Taktu mynd af ísskápnum áður en

þú ferð út í búðFarðu aldrei í búð á fastandi maga.

Veldu minni stærð af inn-kaupakörfu eða -vagni. Körfur hafa stækkað síðustu ár svo neytand-inn kaupi meira.Veldu tilboðsvörur á síð-asta söludegi.

Forðastu magnafslátt því hvorki líkami þinn né veskið hafa gott af því að kaupa mikið til að spara

lítið.

Sóun hefur áhrif á kaupmáttinn

Hjón með börnTekjur og útgjöld á mánuði að meðaltali

Atvinnutekjur: 930 þúsund krónurAðrar tekjur:150 þúsund krónurSkattar:-255 þúsund krónurHúsnæðiskostnaður:-140 þúsund krónurRáðstöfunartekjur:685 þúsund krónurMatarinnkaup:-135 þúsund krónurMatarsóun:40 þúsund krónurÞar af hent á heimilinu:14 þúsund krónur

Einstætt foreldriTekjur og útgjöld á mánuði að meðaltali

Atvinnutekjur: 290 þúsund krónurAðrar tekjur:120 þúsund krónurSkattar:-45 þúsund krónurHúsnæðiskostnaður:-83 þúsund krónurRáðstöfunartekjur:282 þúsund krónurMatarinnkaup:-84 þúsund krónurMatarsóun:25 þúsund krónurÞar af hent á heimilinu:8.500 krónur

Barnlaust parTekjur og útgjöld á mánuði að meðaltali

Atvinnutekjur: 595 þúsund krónurAðrar tekjur:360 þúsund krónurSkattar:-225 þúsund krónurHúsnæðiskostnaður:-115 þúsund krónurRáðstöfunartekjur:615 þúsund krónurMatarinnkaup:-99 þúsund krónurMatarsóun:30 þúsund krónurÞar af hent á heimilinu:10 þúsund krónur

EinstæðingurTekjur og útgjöld á mánuði að meðaltali

Atvinnutekjur: 200 þúsund krónurAðrar tekjur:95 þúsund krónurSkattar:-58 þúsund krónurHúsnæðiskostnaður:-70 þúsund krónurRáðstöfunartekjur:167 þúsund krónurMatarinnkaup:-55 þúsund krónurMatarsóun:16.500 krónurÞar af hent á heimilinu:5.600 krónur

Sigurður Jóhannesson, umhverfis- og auðlindaverk-fræðingur, frumsýnir í apríl heimildamynd sína „Maður-inn sem minnkaði vistsporið sitt“. Í myndinni fylgjumst við með Sigurði sjálfum í sjö mánuði þar sem hann reynir að lifa sjálfbæru lífi í ósjálf-bæru samfélagi.

„Þegar ég var í mastersnáminu vor-um við látin mæla vistspor okkar og mitt reyndist vera ansi stórt, þrátt fyr-ir að ég teldi mig vera frekar neyslu-grannan. Ég ákvað því að gera þessa tilraun og kvikmynda ferlið,“ segir Sigurður Jóhannesson. Hann segir erfiðast við tilraunina hafa verið að hætta að borða kjöt, fisk og egg en að minnka matarsóun hafi gengið vel. „Ég var einn í heimili að mestu á meðan tilraunin fór fram og matarsóun mín var nánast núll allan tímann.

Sóun af öllu tagi fer í taug-arnar á mér og verð ég að þakka móður minni og hennar ætt það. Þar var fólk sem kunni að

nýta hlutina. Það er hinsvegar mun erfiðara að eiga við þetta þegar heim-ilisfólki fjölgar. Ég er þeirrar skoðun-ar að það sem flest okkar gætum gert væri að borða minna – sumsé aldrei að borða nema við séum svöng. Við búum við svo mikla velmegun að við getum verið að borða allt sem okkur langar í hvenær sem við viljum. Slíkar allsnægtir kalla á aga.“

Sigurður segir ferlið hafa sparað sér mikla peninga, korn og grænmeti sé ódýrari matur en kjöt og fiskur auk þess sem hann hafi ekki keypt sér neitt nýtt. Hann segir afstöðu sína til neyslu hafa breyst mikið. „Ég er miklu meðvitaðri um allt sem ég kaupi og í dag þoli ég ekki að kaupa nýja hluti. En ef ég þarf að kaupa eitt-hvað, eins og til dæmis þvottavél sem

er eiginlega nauðsynlegt tæki, þá vel ég gott merki sem endist. Það er umhverfisvænna. Ég held að lagasetningar séu nauðsynlegar til að breyta neysluhegðun fólks

en þetta eru vandamál sem við höfum öll tekið þátt í að skapa og ef við, sem neyt-endur, gerum ekkert, þá mun ekkert breytast.“

Allsnægtir kalla á aga

Hér eru sýnd dæmi af meðaltalsheimilum, sem kannski eru ekki til nema í svona reikningsdæmum. En samkvæmt skattframtölum og könn-unum Hagstofu Íslands eru þetta meðaltekjur og meðalútgjöld þessara fjölskyldugerða til matar, drykkjar og veitingahúsa. Eins og sést vegur meðaltals-matarsóun þungt. Ef fólki tekst að hamla gegn sóun matar getur það bætt kaupmátt sinn nokkuð. Aðgerðir gegn matarsóun geta því ekki aðeins bætt umhverfið, dregið úr hungri í heiminum og brauðfætt komandi kynslóðir heldur bætt lífsafkomu okkar, hvers fyrir sig. Og náttúrlega mest þeirra sem mestu sóa, þau geta stóraukið ráðstöfunarfé sitt. | gse

14 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 1. APRÍL–3. APRÍL 2016

70%Talið er að um 70 prósent alls matar sé borðaður. Af 225 milljarða matarinn-kaupum greiðum við um 67,5 milljarða króna fyrir sóun en 157,5 milljarða króna fyrir matinn sem við borðum.

30%Sóun á öllum stigum matar-framleiðslu, -flutninga, -sölu og –neyslu jafngildir um 67,5 milljörðum króna árlega.

Áætla má að um 8.100 milljónir króna tapist vegna sóunar á býlum og bújörðum.

Um 16.200 milljónir króna tapast árlega vegna sóunar í matvælaiðnaði.

Á hverju ári tapast um 2.700 milljónir króna vegna sóunar við flutninga á matvælum.

Telja má að sóun á veitingahúsum jafngildi um 7.425 milljónum króna árlega.

Um 10.125 milljónir króna tapast vegna sóunar matvæla í stórmörkuðum.

Tíundi hluti alls matar endar í sorptunnum á heimilum landsmanna. Verðmæti þess er um 22.950 milljónir króna.

Matarsóun frá býli til borðs Borðum fyrir 157,5 milljarða króna – hendum mat fyrir 67,5 milljarða

3,6% 1,2% 4,5%7,2% 3,3% 10,2%

Miðað við áætlaðar tölur má reikna með að sóun í keðjunni frá býli til borðs sé í líkingu við þetta. Samanlagt tapast um 67.5 milljarðar króna sem jafngildir um 3 prósent af landsframleiðslu.

Page 15: 01 04 2016

páskafjör í BYKO

ofurtilboð 1.aprílþetta er ekkert grín

Gjocoproff 7 Innimálning 2,7 l.

1.795kr.80602527/28/29/30 Almennt verð: 2.995 kr.

Plöntuskófla blá

365kr.68320235 Almennt verð: 725 kr.

Strappi 5m.

495kr.68290970 Almennt verð: 1.395 kr.

Interior 10 Innimálning 2,7 l.

2.495kr.80602727/28/29/30 Almennt verð: 4.195 kr.

Keðjusög GH-EC 1835 350W

12.995kr.74830033 Almennt verð: 19.995 kr.

Kúlugrill 43 cm

2.495kr.42373644 Almennt verð: 3.895 kr.

Laufsuga BG-EL 2500/2 2500W

5.395kr.74830051 Almennt verð: 8.995 kr.

SPIRIT gasgrill E310 PRE 9,5kW

89.995kr.50650002 Almennt verð: 109.995 kr.

-40% -41%

Allir kulda- gallar

-35% -40%

-36% -18%

-40%

rafmagnsverkfæri á allt að 57% afslætti

1.995kr/stk

-50% -65%Harðparket Frescomatt 1285x327mm.

1.645kr./m²0113491 Almennt verð: 3.295 kr./m²

-50%

byko.is AuðvelT að versla á byko.issendum út um allt land

Þessi tilboð eru einnig í vefverslun www.byko.is

vá!

nokkur góð tilboð úr marsblaði BYKO

1.495kr.55530028 Almennt verð: 1.995 kr.

Hekkklippur, 56, cm.

-25%

-30%

-25%

-30%

Strákústurmeð skafti, 40cm.

695kr.68583100 Almennt verð: 995kr.

Hekkklippur BG-EH 5747, 570W.

6.995kr.74830004 Almennt verð: 9.995kr.

-30%-30%

25%afsláttur

af fræjum, sáðbökkum og

vorlaukum

20%afslátturaf límtré og borðplötum3.695kr.

79290094 Almennt verð: 4.495 kr.

Hjólbörur 80l.

-18%-18%

995kr.70210023 Almennt verð: 1.195

BYKO trésög, 550 mm.

-17%-17%

hmm...eru ennþá

páskar?

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/ eða myndabrengl. Tilboð á hvítum grunni gilda til 4.apríl. Tilboð á gulum grunni gilda bara 1.apríl

Page 16: 01 04 2016

Rafvædd framtíð í takt við samfélagið– hverjar eru áskoranir Landsnets í stóru myndinni?

Landsnet býður til vorfundar á Hilton Reykjavík Nordica, kl. 9-11 þriðjudaginn 5. apríl 2016, þar sem fjallað verður um hlutverk raforku í tengslum við stöðu loftslagsmála á Íslandi:

Hvaða áskorunum stöndum við frammi fyrir varðandi stefnu-mótun, þróun og uppbyggingu flutningskerfis raforku á Íslandi?

Hver er staða loftslagsmála í heiminum, umræðan á Íslandi og hvernig geta Íslendingar lagt sitt lóð á vogarskálarnar?

Með hvaða hætti má draga enn frekar úr losun gróðurhúsa-loftegunda til framtíðar í íslenskum sjávarútvegi?

Morgunhressing er í boði frá kl. 8:30 og á fundinum.

Þátttökuskráning á landsnet.is, eða í síma 563 9300.

Allir velkomnir!

Dagskrá:

Pallborðsumræður

Áhugasamir, sem eiga þess ekki kost að mæta á fundinn, geta fylgst með beinni útsendingu frá honum á landsnet.is og á mbl.is. Þá verður hægt að senda fyrirspurnir á twitter með merkingunni #landsnet.

Ávarp – Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar - og viðskiptaráðherra

Stöðugra umhverfi og styrkari stoðir– Geir A. Gunnlaugsson, stjórnarformaður Landsnets

Leysa þarf knýjandi þarfir samtímans í takt við þróun til framtíðar – Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets

Íslands þúsund ár: Náttúruvernd á tímum loftslagsbreytinga – Guðni Elísson, prófessor

Forsendur tækifæra og sægrænnar uppbyggingar í sjávarútvegi – Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi

Fundarstjóri – Edda Hermannsdóttir

ATH

YGLI

– 04

-03-

16

Danska hjálparstofnun kirkjunnar, Folkekirkens Nødhjælp, opnaði verslunina Wefood í Kaupmannahöfn í síðasta mánuði. Í búðinni eru eingöngu seldar vörur sem að öðrum kosti hefði verið fleygt. Ágóðinn rennur til hjálparstarfs þar sem neyðin er stærst í heiminum. Fólk stendur í biðröð þegar búðin er opnuð og heldur tómlegt var um að litast í hillum Wefood síðdegis á föstudegi í byrjun mars þegar Steinunn Stefáns-dóttir leit þar við á vegum Fréttatímans.Steinunn Stefánsdó[email protected]

„Þetta er ekki verslun þar sem er bara hægt að panta þær vörur sem vantar og við erum ekki með fast vöruframboð,“ segir Bassel Hmeid-an, verkefnisstjóri verslunarinnar og eini launaði starfsmaður henn-ar. „Við vitum ekki frá degi til dags hvaða vörur við erum með í hill-unum. Þess vegna skipti miklu máli fyrir okkur að staðsetja verslunina í verslunarhverfi. Með því móti geta viðskiptavinir byrjað verslunar-ferðina hjá okkur og farið svo í hefð-bundna búð og keypt það sem það fékk ekki hér. Það er samt alltaf eitt-hvað til,“ segir Bassel og hlær, „en markmiðið er auðvitað að það verði enn meira en nú er.“

Ástæðan fyrir því að í Wefood er ekki fast vöruframboð er að all-ar vörurnar sem seldar eru í búð-inni hafa verið afskrifaðar í öðrum verslunum. Þær eru komnar að síð-asta söludegi eða fram yfir hann, í

löskuðum umbúðum eða vitlaust merktar. Auk þess geta vörurnar verið tímabilsbundnar á mælikvarða venjulegrar verslunar eins og bollu-dagsbollurnar sem mátti sjá í frysti í búðinni. Allar vörurnar standast þó dönsk lög um fæðuöryggi.

Danir henda árlega um 700.000 tonnum af mat og nemur verðmæti þess um 200 milljörðum íslenskra króna. Þá eru ótalin umhverfisá-hrif matvælaframleiðslu sem eru mikil. Þess vegna varð sú hugmynd til í ranni Folkekirkens Nødhjælp að nýta þennan mat til þess að fjár-magna baráttuna gegn hungri og hjálparstarf sem samtökin standa fyrir víðsvegar í heiminum.

„Wefood er hugsað sem framlag til þess að draga úr misskiptingu

auðlinda í heiminum. Í landi eins og Danmörku er matarsóun stórt vandamál. Við hendum gríðarlegu magni af mat á hverjum einasta degi, mat sem mætti vel borða. Á sama tíma er fólk í öðrum heims-hlutum sem hefur ekki aðgang að mat. Þess vegna fannst okkur sú hugmynd góð að safna afgangsmat, mat sem að öðrum kosti hefði verið hent, og selja hann í búðinni okkar og nota ágóðann til hjálparstarfs á svæðum þar sem ríkir hungurs-neyð.“

Viðtökurnar hafa farið fram úr öll-um vonum. Alls kyns verslanir hafa gefið sig fram og vilja gefa afskrif-aðar vörur til Wefood, sjálfboðaliðar hafa skráð sig til starfa í hrönnum og viðskiptavinir streyma að. „Þeg-

Áhuginn kom á óvartSteffi er sjálfboðaliði og annar tveggja verkefna-stjóra sjálfboðaliða í Wefood. „Ég hef mikinn áhuga á mat frá mörgum sjónarhornum, svo sem matarsóun og sjálfbærni. Þess vegna fannst mér mjög spennandi að taka þátt í starfinu í kringum Wefood og svo hafði ég tíma til að vinna sjálf-boðaliðastarf núna. Flestir sjálfboðaliðar koma einu sinni í viku og taka 5-6 tíma vakt en ég hef verið hér miklu meira nú í upphafi. Að hluta til hef ég verið í skipulagsvinnu og kynningarstarfi. Það er mikið fjallað um mat og matarsóun í fjölmiðlum svo ég þóttist vita að það yrði áhugi á þessari verslun en þessi gríðarlegi áhugi kom mér samt á óvart.“

Heppin að þessu sinniSara og Kamil eru nemar og voru með fulla körfu af pítubrauðum sem Sara ætlaði að nota í af-mælisveislunni sinni. Sara er að koma í Wefood í annað sinn en Kamil hefur ekki komið áður. „Mér finnst þetta frábært frumkvæði, að nýta mat og aðrar vörur sem annars hefði verið hent. Svo er ég nemi og er alltaf blönk og það er sannarlega ódýrt að versla hér. Síðast þegar ég kom var eig-inlega allt búið en að þessu sinni var ég heppin,“ segir Sara.

Vill nýta matinn beturHatice er nemi í Copenhagen Business School og var að koma í Wefood í annað sinn. „Síðast kom ég frekar seint á deginum svo það var mjög lítið til, enn minna en í dag en ég held áfram að koma,“ segir hún og hlær. Hún á heima í næsta nágrenni svo það er hægt um vik fyrir hana að koma við í Wefood til að sjá hvað þar er að finna áður en hún heldur í venjulegan stórmarkað. „Ég hafði ekki leitt hugann sérstaklega að matarsóun fyrr en í fyrrasumar þegar ég tók námskeið um nýtingu matvæla og skrif-aði ritgerð um matarsóun. Síðan hef ég verið meðvitaðri um hvernig við getum nýtt auðlindirnar betur, meðal annars með betri nýtingu á mat.“

Búð sem selur útrunnar vörur slær í gegn

Wefood er á Amagerbrogade 151 í Kaupmannahöfn. Þar er opið á virkum dögum milli klukkan 15 og 20.

„Við hendum gríðarlegu magni af mat á hverjum einasta degi, mat sem mætti vel borða. Á sama tíma er fólk í öðrum heimshlutum

sem hefur ekki aðgang að mat,“ segir Bassel Hmeidan.

16 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 1. APRÍL–3. APRÍL 2016

Page 17: 01 04 2016

ar við opnum klukkan þrjú á dag-inn eru alltaf svona 10 til 15 manns í biðröð fyrir framan búðina og hafa staðið þar kannski í hálftíma. Við höfðum alls ekki búist við þessum mikla stuðningi frá viðskiptavinum og ekki heldur frá sjálfboðaliðum, við erum með um það bil 100 sjálf-boðaliða sem sjá um að halda þessu gangandi frá degi til dags.“

Sjálfboðaliðarnir sjá um að sækja vörurnar til þeirra sem láta þær af hendi, þeir sinna skipulagsvinnu ýmisskonar, áætlanagerð og kynn-ingarstarfi svo eitthvað sé nefnt, auk þess sem þeir afgreiða í versluninni, raða í hillur, þrífa og svo framvegis.

„Þetta er algerlega ótrúlegt. Sömuleiðis viðbrögð fyrirtækja sem við fáum vörurnar frá, þau hafa verið með ólíkindum. Fólk hring-ir bara í okkur og segist vera með lager sem það getur ekki notað og býður okkur að koma að sækja hann eða færir okkur hann jafnvel sjálft. Þessi viðbrögð gera að verkum að við erum strax á þessum fyrstu vik-um að skila raunverulegum ágóða sem nýtist beint til hjálparstarfs-ins og ég verð að segja að ég held að það séu nú ekki mörg fyrirtæki sem geta státað af því að sýna fram

á arðsemi frá fyrsta degi í rekstri. Miðað við viðtökur sjálfboðaliða og fyrirtækja sem gefa okkur vörur þá er ekki ástæða til annars en mikillar bjartsýni.“

Bassel bendir á að auk þess að vinna gegn matarsóun og nýta ágóð-ann til hjálparstarfs séu í versluninni í boði vörur á góðu verði þannig að verslunin er einnig neytendum til hagsbóta. „Þetta er eiginlega of gott til að vera satt en þetta er mikilvæg-asta og skemmtilegasta verkefni sem ég hef unnið við,“ segir Bassel.

NESBÆR

REYKJAVÍK

REYKJA

ÁSBRÚ

Fasteignir til sölu á Ásbrú

Spennandi �árfestingartækifæriÁ innan við áratug hefur byggst upp á Ásbrú, fyrrum varnarsvæðinu við Keflavíkurflugvöll, þróttmikið og litríkt samfélag með öfluga menntastofnun, �ölda spennandi fyrirtækja, gróskumikla nýsköpun og blómstrandi mannlíf. Hröð uppbygging í gagnaveraiðnaði og örþörungarækt, ásamt nálægð við Keflavíkurflugvöll gera Ásbrú að sönnu vaxtarsvæði til framtíðar.

Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar | Sími 425 2100 | www.kadeco.is

Íslenska ríkið er eigandi �ölda fasteigna af öllum stærðum og gerðum á Ásbrú, Reykjanesbæ.

Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, Kadeco, sem fer með umsjón og þróun svæðisins, óskar eftir tilboðum í allar fasteignir ríkisins eða stóran hluta þeirra.

Margar fasteignanna eru nú þegar í útleigu en allar eru þær til sölu. Eignirnar eru í aðskildum félögum og því er einnig mögulegt að kaupa einstök félög.

Tilboðum í allar fasteignirnar, eða hluta þeirra, þarf að fylgja lýsing á því hvernig tilboðsgjafar hyggjast nýta þær

og þróa svæðið í þágu atvinnulífs og samfélags. Farið verður yfir öll tilboð mánudaginn 11. apríl nk.

Allar fasteignir ríkisins í umsýslu Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar eru til sölu, þær eru eftirfarandi:

Aðaltröð • 2 • 4 Bogatröð • 1 • 10 • 10a • 17 • 31 • 33 Borgarbraut • 953 • 960-963 • 962 Breiðbraut • 643-647 • 643R • 668-669 • 668R • 670 • 671-679 • 671R • 672 • 674 • 675 Ferjutröð • 9 Flugvallarbraut • 710 • 732 • 749 • 740 • 752 • 770 • 771 • 773 • 778 • 790 • 937 • 941 Grænásbraut • 501 • 506 • 614 • 602R • 603-607 • 619 • 700 • 920 • 999 Heiðartröð • 517 Keilisbraut • 745 • 747-748 • 747R • 749 • 762 • 770-778 • 770R • 771 • 773 Lindarbraut • 636 • 639 Skógarbraut • 914 • 915 • 916R • 916-918 • 917 • 919 • 921 • 922 • 923 • 924 • 925 • 932 • 946 Suðurbraut • 758 Valhallarbraut • 738 • 743 • 744 • 763-764 • 763R

PIPA

R\

TBW

A •

SÍA

• 1

6000

1

Við mat á tilboðum verður einkum horft til kaupverðs. Þó er áskilinn réttur til að meta hugmyndir bjóðenda um nýtingu og ráðstöfun eignanna,

s.s. áhrif á eftirspurn eftir öðrum eignum á svæðinu og almennt á nærsamfélagið. Ekki er um útboð á eignunum að ræða heldur sölu. Þróunarfélag

Keflavíkurflugvallar áskilur sér rétt til að taka því tilboði sem það telur hagstæðast, m.a. út frá ofangreindum þáttum, eða hafna þeim öllum.

Þú getur skoðað eignirnar nánar á kadeco.is.

„ Wefood er hugsað sem framlag til þess að draga úr misskiptingu auðlinda í heiminum. Í landi eins og Danmörku er matarsóun stórt vandamál“

|17FRÉTTATÍMINN | HELGIN 1. APRÍL–3. APRÍL 2016

Page 18: 01 04 2016

Áður en ensk aganefnd svipti Squier lækningaleyfi á dögunum hafði breska dómskerfið nötrað vegna ásakana hennar um að helmingur dóma í barnahristingsmálum væri rangur. Þóra Tómasdó[email protected]

Í byrjun marsmánaðar komst bresk aganefnd um störf lækna, The Medi­cal Practitioners Tribunal Service, MPTS, að því að Waney Squier hefði afvegaleitt dómstóla með áliti sínu í nokkrum dómsmálum. Hún hefði lagt fram óábyrg sönnunargögn sem ekki væru innan sérfræðisviðs hennar. Squier hefur skilað mats­gerðum í 150 til 200 dómsmálum sem tengjast dauða ungra barna frá því á miðjum tíunda áratugnum.

Nefndin skoðaði álit hennar í sex dómsmálum þar sem dauðsföll fimm barna voru til umfjöllunar. Í öllum málunum var það mat Squier að börnin hefðu getað látist af öðru en hristingi af mannavöldum. Nið­urstaða nefndarinnar hefur ver­ið harkalega gagnrýnd í breskum fjölmiðlum og hafa læknar og sér­fræðingar stigið fram og sagt hana hræsnislega tilraun til að þagga nið­ur í framsæknum fræðimanni. Vin­ir og samstarfsfélagar Squier hafa komið henni til varnar og sagt hana hafa valdið miklum usla í fræðasam­félaginu með fádæma hugrekki sínu. Hún hafi þorað að taka mið af ný­legum rannsóknum, jafnvel þó þær kúventu hennar eigin kenningum.

25 læknar, taugasérfræðingar, lögfræðingar og fræðimenn hafa risið upp gegn aganefndinni og skrifað mótmælabréf til fjölmiðla. Þeir segja að með ákvörðun nefnd­arinnar sé stóraukin hætta á að fólk sem grunað er um að hafa banað börnum með hristingi, verði rang­

lega sakfellt. Aganefndin hafi það eina markmið að þagga niður í ein­um merkasta sérfræðingi á þessu sviði, sem berst fyrir hertri sönnun­arbyrgði í slíkum málum og hefur fengið fjölmörg mál endurskoðuð í ljósi nýrra rannsókna. Um deiluna hefur verið skrifað í öllum stærstu fjölmiðlum Bretlands á undanförn­um dögum.

Meðal þeirra sem leggja máli Squier lið, er rannsóknarblaðamað­urinn Susan Goldsmith sem unnið hefur að heimildarmyndinni The Syndrome í átta ár en hún verður frumsýnd í Bretlandi 15. apríl.

„Ég er algjörlega miður mín yfir þessu,“ sagði Waney Squier í við­tali við breska fréttaskýringaþátt­inn Panorama á BBC fyrr í mán­uðinum. „Ég gerði eins vel og ég gat og veitti álit sem ég byggði á áralangri reynslu minni. Ég lagði fram bestu sönnunargögn sem ég fann máli mínu til stuðnings. Niður­staða nefndarinnar þýðir að læknar og aðrir sérfræðingar sem veita álit við dómsmeðferð, taka stórkostlega áhættu. Og ef þeir veita umdeilt álit eiga þeir á hættu að missa vinnuna.“

Naut mikils traustsLengi vel þótti hafið yfir allan vafa að Waney Squier væri einn færasti sérfræðingur Bretlands til að veita álit þegar grunsemdir vöknuðu um að börn hefðu verið hrist til dauða. Í þrjátíu og fimm ár starfaði hún við John Radcliff sjúkrahúsið í Oxford og stundaði rannsóknir á þróun barnsheilans. Hún var dómkvadd­ur matsmaður í þekktustu Shaken Baby Syndrome málum sem upp hafa komið í Bretlandi. Greining á Shaken Baby Syndrome byggir á þremur einkennum; bólg um í heila, blæðing um á milli höfuðkúpu og heila og blæðing um á sjón himnu. Slíkt hef ur verið nefnt barna hrist­ing ur á ís lensku.

Squier var aðalsérfræðivitni ákæruvaldsins í hinu margumtal­aða máli gegn Lorraine Harris árið 2000. Harris var sökuð var um að hafa hrist Patrick, son sinn fjögurra og hálfs mánaðar, með þeim afleið­ingum að hann lést. Helsta vopn ákæruvaldsins í málinu var skýrsla Waney Squier sem fullyrti að dreng­urinn hefði látist af völdum Shaken Baby Syndrome eða barnahristings.

Skipti um skoðun á greiningunni Árið 2001 skipti Waney Squier hins­vegar um skoðun á Shaken Baby Syndrome greiningum.

Í viðtali við Elínu Hirst, sem birt­ist í Nýju lífi árið 2011, sagði Squier; „Líftæknilegar rannsóknir hafa sýnt að áhrif hristings á heila barns eru mun minni en til dæmis ef barnið dettur, þrátt fyrir að fallið sé ekki hátt, eða verður fyrir höggi. Margt bendir nú til þess að áhrifin af því að hrista barn geti ekki valdið þeim skaða innan höfuðkúpunnar sem áður var talið. Fjölmargir dómar sem kveðnir hafa verið upp á for­sendum fyrri skilgreininga á Sha­ken Baby Syndrome eru nú til end­urskoðunar í Bretlandi.“

Uppnám í fræðasamfélaginu Sérfræðingur í Shaken Baby Syndrome setti allt á annan endann í Bretlandi.

Kippt úr umferð vegna sannfæringar sinnar

Waney Squier Breski taugasérfræðingurinn sem nýlega kúventi dómsmáli íslensks dagföður með áliti sínu, á svakalega sögu í bresku réttarkerfi. Nú er hart barist um hvort réttmætt hafi verið að svipta hana lækningaleyfi.

Lorrine Harris.

byko.is

Hjólin eru

komin!

18 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 1. APRÍL–3. APRÍL 2016

Page 19: 01 04 2016

Staðreyndir um Waney Squier

Fíllinn í herberginuog leitin að peningastefnunni

Dagskrá

Ávörp: Björgólfur Jóhannsson,formaðurSamtakaatvinnulífsins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,forsætisráðherra

Hvað vill atvinnulífið?Niðurstöðurnýrrarkönnunarmeðalstjórnenda

Hvað er Seðlabankinn að hugsa? Már Guðmundsson,seðlabankastjóri

Framtíðarríkið Ísland: Peningastefna og ríkisfjármál.Jón Daníelsson,prófessorviðLondonSchoolofEconomics.

Viðbrögð: Þorsteinn Víglundsson,framkvæmdastjóriSA,Ásgeir Jónsson,forsetiHagfræðideildarHáskólaÍslandsogÁsdís Kristjánsdóttir,forstöðumaðurefnahagssviðsSAbregðastviðþvísemhefurkomiðframáfundinum.

RADDIR ATVINNULÍFSINSHópur stjórnenda leggur orð í belg um peningamálin og draumastarfsumhverfið. Jón Sigurðsson,forstjóriÖssurar,Ásthildur Otharsdóttir,stjórnarformaðurMarel,Katrín Olga Jóhannesdóttir,stjórnarformaðurJá,Kristín Pétursdóttir,forstjóriMentor,Heiðar Guðjónsson,fjárfestir,Björg Ingadóttir,fatahönnuðuríSpakmannsspjörum,Dagný Pétursdóttir,framkvæmdastjóriBláaLónsinsogRósa Guðmundsdóttir,framleiðslustjóriG.RUN.

FundarstjórierÞórdís Lóa Þórhallsdóttir,formaðurFélagskvennaíatvinnulífinu(FKA).GestirfánýttritSAumpeningastefnuÍslands.

Netagerðviðhöfninaaðloknumfundikl.16-17,tónlistogtilheyrandi.

Skráning á www.sa.is

#SA2016

■ Waney Squier var taugasérfræðingur við John Radcliff sjúkrahúsið í Oxford í 35 ár.

■ Hún var helsti sér-fræðingur breskra dómstóla í Shaken Baby Syndrome, eða barnahristingi.

■ Álit hennar leiddi til sakfellingar Lorrine Harris sem sökuð var um að hrista son sinn til dauða árið 2000.

■ Rannsóknir Geddes á dauðsföllum ungra barna frá árinu 2001 urðu til þess að Squier skipti um skoðun á Shaken Baby Syndrome. Hún taldi að þær sýna fram á að greining Shaken Baby Syn-drome væri ófull-nægjandi. Því kynni helmingur dóma í barnahristingsmál-um að vera rangur.

■ Eftir viðsnúninginn veitti Squier nýtt álit

í máli Lorrine Harris og var dómurinn yfir henni ógiltur.

■ Í kjölfarið fór Squier að beita sér fyrir því að fá þá sýknaða sem hún

hafði áður átt þátt í að sakfella með sér-fræðiáliti sínu.

■ Sigurður Guðmunds-son, íslenskur dag-faðir, var árið 2001 dæmdur í 18 mán-aða fangelsi fyrir að hafa hrist níu mán-

aða gamalt barn til dauða.

■ Lögmaður

íslenska dag-

föðurins fékk Waney Squier til að skoða krufningarskýrslu barnsins.

■ Í júní 2015 féllst endurupptöknefnd á að heimila endur-upptöku á máli dag-föðurins.

■ Í mars 2016 tilkynnti The Medical Practi-tioners Tribunal Service, MPTS, að því að Squier hefði afvegaleitt breska

dómstóla og farið út fyrir sérfræðisvið sitt í áliti sínu. Hún var því svipt lækninga-leyfi.

■ Lögmaður íslenska dagföðurins fullyrðir að álit endurupp-tökunefndar standi óbreytt. Til standi að fá málið tekið upp að nýju í von um að hreinsa mannorð dagföðurins.

Vísaði Squier í rannsóknir Ged-des frá árinu 2001. „Þær sýndu að börn sem talin voru hafa látist af völdum áverka af mannavöldum, vegna hristings, og sýndu áður-nefnd þrjú einkenni sem talin hafa verið grundvöllur heilkennisins SBS, létust í raun af völdum heila-bjúgs og súrefnisskorts en ekki vegna skemmda og rofs á taugavef í heila. Þetta var afar mikilvægt at-riði og vakti spurningar um hvort barnið hefði orðið fyrir áverkum af mannavöldum yfirleitt.“

Íslenskur dagfaðir til rannsóknarUm svipað leyti var andlát níu mán-aða gamals barns til rannsóknar á Íslandi. Miðvikudaginn 2. maí árið 2001 var kallað á sjúkrabíl laust eftir klukkan 17 á heimili íslenskra dagforeldra í Kópavogi. Níu og hálfs mánaðar gamall drengur, sem þar var í gæslu, var fluttur meðvitund-arlaus á bráðamóttöku Landspít-alans í Fossvogi. Rannsóknir sem gerðar voru á drengnum þennan sama dag leiddu í ljós blæðingar undir heilahimnu, vaxandi bjúg-myndun í heila og blóðsöfnun í augnbotnum. Töldu læknar ein-kennin samrýmast Shaken Baby Syndrome. Barnið lést 42 klukku-stundum síðar. Dagfaðirinn, Sigurð-ur Guðmundsson, var í Hæstarétti dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Sannað þótti að drengurinn hefði verið hristur til dauða.

Kúvending í Harris-málinuLorrine Harris hélt ávallt fram sak-leysi sínu en var dæmd í þriggja ára fangelsi. Hún varð barnshafandi á ný en neyddist til að gefa barnið til ættleiðingar vegna þess að barns-faðir hennar yfirgaf hana og báðir foreldrar hennar létust á meðan hún afplánaði dóminn. Mál Lorr-ine var tekið upp að nýju árið 2005. Þá viðurkenndi Squier fyrir dómi að sú aðferðafræði sem hún not-aði til að greina Shaken Baby Syn-drome, hefði verið röng. Í kjölfarið var dómurinn yfir Lorrine ógiltur.

Eftir að Squier hafði verið til um-fjöllunar í breskum fjölmiðlum, árið 2011, veitti hún Elínu Hirst viðtal í Nýju lífi og svaraði nokkrum spurn-ingum um mál íslenskra dagföður-ins. Í kjölfarið hafði lögmaður dag-föðurins, Sveinn Andri Sveinsson, samband við hana og óskaði eftir að hún skoðaði krufningarskýrslu drengsins sem lést. Álit Squier var að ekki væri hægt að fullyrða að drengurinn hefði látist af völdum hristings. Álit hennar var notað til að óska eftir endurupptöku máls-ins. Þann 15. júní 2015 féllst endur-upptökunefnd á að álitið kollvarpaði forsendum dómsins í málinu og því mætti ný málsmeðferð fara fram.

Waney Squier.

Niðurstaða nefndar-innar þýðir að læknar og aðrir sérfræðingar

sem veita álit við dómsmeðferð, taka

stórkostlega áhættu

|19FRÉTTATÍMINN | HELGIN 1. APRÍL–3. APRÍL 2016

Page 20: 01 04 2016

Markaðsráðstefna 6.–7. apríl í Háskólabíói

Miðar á midi.is

‘Big worldsmall data’

Markaðssetning áfangastaðaÓmissandi fyrir fólk í ferðaþjónustu!

Dagskrá

6. APRÍL

Adam StaglianoHilde HammerJón Bragi Gíslason

8:30 Húsið opnar – morgunmatur frá Kruðerí Kaffitárs 9:00 Jón Bragi, Ghostlamp 9:25 Hilde Hammer, Facebook Hlé 10:40 Adam Stagliano, TBWA 12:00 Dagskrá lýkur

7. APRÍL

Martin Lindstrom

8:00 Húsið opnar – morgunmatur frá Kruðerí Kaffitárs 9:00 In Search of a Desire 10:30 Kaffihlé í boði Kaffitárs 11:00 How a Secret Password Created an American Retail Revolution 12:30 Hádegisverður – Sælkerasamlokur frá Lemon 13 :15 Social Media is the New Bedroom Wall 15:00 Kaffihlé í boði Kaffitárs 15 :15 A 21st Century Roadmap for Building Brands 17:00 Ráðstefnulok – Léttar veitingar í anddyri Háskólabíós

Martin Lindstromhöfundur ‘Small Data’ sem situr í 6. sæti metsölulista NY Times Business.

Ég er mjög vandlátur á þá viðburði sem ég mæti á en ráðstefna með Martin Lindstrom er eitthvað sem enginn má missa af. Martin Lindström er geggjaður fyrirlesari í alla staði. Hann hefur gert stórkostlega hluti með nokkrum af stærstu vörumerkjum í heimi og hann hefur miklu að miðla. Hann hefur ótrúlega þekkingu á neytendahegðun og getur púslað saman vísbendingum til þess að gjörbylta vörumerkjum. Að hlusta á Martin opnar augu og kveikir hugmyndir – það er skyldumæting fyrir markaðsfólk.“

Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðar Egils Skallagrímssonar og markaðsmaður ársins 2015

Martin Lindstrom er einn athyglisverðasti markaðsmaður okkar tíma. Skrif hans og rannsóknir um kauphegðun og hvernig við getum styrkt vörumerkin okkar hafa haft mikil áhrif.“

Guðmundur Arnar Guðmundsson, markaðsstjóri Nova

Í kjölfar alþjóðavæðingar og síaukins ferðamannastraums hefur markaðs-setningu áfangastaða (place marketing) vaxið fiskur um hrygg. Adam Stagliano stýrir alþjóðlegum markaðsherferðum TBWA/London og er sérfræðingur í markaðssetningu áfangastaða.

Skyldumæting fyrir markaðsfólk

Martin LindstromAdam Stagliano, Hilde Hammer, Jón Bragi Gíslason og

Page 21: 01 04 2016

Markaðsráðstefna 6.–7. apríl í Háskólabíói

Miðar á midi.is

‘Big worldsmall data’

Markaðssetning áfangastaðaÓmissandi fyrir fólk í ferðaþjónustu!

Dagskrá

6. APRÍL

Adam StaglianoHilde HammerJón Bragi Gíslason

8:30 Húsið opnar – morgunmatur frá Kruðerí Kaffitárs 9:00 Jón Bragi, Ghostlamp 9:25 Hilde Hammer, Facebook Hlé 10:40 Adam Stagliano, TBWA 12:00 Dagskrá lýkur

7. APRÍL

Martin Lindstrom

8:00 Húsið opnar – morgunmatur frá Kruðerí Kaffitárs 9:00 In Search of a Desire 10:30 Kaffihlé í boði Kaffitárs 11:00 How a Secret Password Created an American Retail Revolution 12:30 Hádegisverður – Sælkerasamlokur frá Lemon 13 :15 Social Media is the New Bedroom Wall 15:00 Kaffihlé í boði Kaffitárs 15 :15 A 21st Century Roadmap for Building Brands 17:00 Ráðstefnulok – Léttar veitingar í anddyri Háskólabíós

Martin Lindstromhöfundur ‘Small Data’ sem situr í 6. sæti metsölulista NY Times Business.

Ég er mjög vandlátur á þá viðburði sem ég mæti á en ráðstefna með Martin Lindstrom er eitthvað sem enginn má missa af. Martin Lindström er geggjaður fyrirlesari í alla staði. Hann hefur gert stórkostlega hluti með nokkrum af stærstu vörumerkjum í heimi og hann hefur miklu að miðla. Hann hefur ótrúlega þekkingu á neytendahegðun og getur púslað saman vísbendingum til þess að gjörbylta vörumerkjum. Að hlusta á Martin opnar augu og kveikir hugmyndir – það er skyldumæting fyrir markaðsfólk.“

Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðar Egils Skallagrímssonar og markaðsmaður ársins 2015

Martin Lindstrom er einn athyglisverðasti markaðsmaður okkar tíma. Skrif hans og rannsóknir um kauphegðun og hvernig við getum styrkt vörumerkin okkar hafa haft mikil áhrif.“

Guðmundur Arnar Guðmundsson, markaðsstjóri Nova

Í kjölfar alþjóðavæðingar og síaukins ferðamannastraums hefur markaðs-setningu áfangastaða (place marketing) vaxið fiskur um hrygg. Adam Stagliano stýrir alþjóðlegum markaðsherferðum TBWA/London og er sérfræðingur í markaðssetningu áfangastaða.

Skyldumæting fyrir markaðsfólk

Martin LindstromAdam Stagliano, Hilde Hammer, Jón Bragi Gíslason og

Page 22: 01 04 2016

lóaboratoríum lóa hjálmtýsdóttir

Í Fréttatímanum í dag er fjallað um matarsóun, sem er mikið samfélagslegt mein.

Fæðukerfi okkar Vestur-landabúa er alvarlega gallað. Það veldur gríðarlegri sóun, gengur freklega á auðlindir jarðar, fer illa með dýr, er drifið áfram af lágum launum og í vaxandi mæli á man-sali og þrælakjörum, býr til sætan og óhollan mat og skaðar heilsu neytendanna. Auðvitað á þessi hörmungarlýsing ekki við um alla matarframleiðslu eða -sölu. Það er margt ágætlega gert í landbúnaði og matvælaverslun. En hörm-ungarkeðjan hér að framan er eftir sem áður meginþráður mat-vælaframleiðslu á Vesturlöndum og í vaxandi mæli í iðnvæddum hlutum annarra heimsálfa.

Iðnvæddur landbúnaður gengur sífellt harðar á auðlindir jarðar og fer sífellt verr með dýrin. Meðferð-in er slík að fólk missir matarlystina þegar það sér aðbúnað húsdýra. Af þeim sökum er þess gætt að fela matvælaframleiðslu og að myndir og frásagnir af aðbúnaði dýra og framleiðsluferli leki ekki út. Maður-inn er þannig einangraður frá nátt-úrunni og landbúnaðinum; ekki vegna þess að nútímamaðurinn hafi fjarlægst uppruna sinn heldur vegna þess að landbúnaðurinn hefur fjarlægst uppruna sinn og þar með náttúruna. Það sem áður var landbúnaður er að stóru leyti iðn-aður í dag þar sem framleiðsluferlið byggir á innkaupum aðfanga og úr-

vinnslu úr þeim en ekki hefðbund-inni sjálfbærri ræktun.

Iðnvæðing matarins hefur líka breytt aðstæðum starfsfólksins. Undir plastbreiðum Almeríu á Spáni er stundað nútíma þræla-hald þar sem innflytjendur frá Afríku þræla frá morgni til kvölds við að uppskera paprikur, tómata og annað grænmeti. Hér heima hafa bændur freistast til að nota sjálfboðaliða til að halda fram-leiðslukostnaði niðri. Þótt réttlæta megi það í einhverjum tilfellum eru mýmörg dæmi þess að slíkt fyrirkomulag jaðri við misnotkun og nokkur sem komið hafa til kasta lögreglu vegna gruns um mansal. Störf við verslun hafa líka orðið einhæfari og verr launuð með tím-anum. Öll matarkeðjan er vörðuð láglaunastörfum. Samkvæmt hag-tölum bænda getur fjölskylda vart skrimt á sauðfjárbúi í dag.

Offita og önnur heilsumein vegna óholls matar eru að taka við af tóbakreykingum og áfengis-neyslu sem umfangsmesta og dýrasta heilsumein á Vesturlönd-um. Segja má að offita sé faraldur á Vesturlöndum og ekki síst á Ís-landi. Þessi faraldur reis í kjölfar iðnvæðingar matvælaframleiðslu og stórmarkaðsvæðingar sölunnar. Sú umbylting gerbreytti matnum okkar. Fátt af þeim mat sem sligar hillur stórmarkaða í dag var á boð-stólum fyrir aðeins tuttugu til þrjá-tíu árum. Sá matur sem minnir á mat fyrri tíðar er unninn á annan hátt með öðrum efnum og á allt öðrum stöðum.

Ofan á þetta bætist síðan að þetta kerfi veldur gríðarlegri sóun. Þótt við lítum framhjá ágengni á náttúruauðlindir, illri meðferð dýra og starfsfólks og heilsuskað-legum afurðum þá sóar kerfið sjálft um 3 krónum af hverjum 10. Það míglekur peningum.

Jafnvel þeir sem neita að horfast í augu við óbeinan kostnað vegna náttúruspjalla og dýraníðs, illrar meðferðar starfsfólk sem býr við skort og umfangsmikils heilsu-skaða vegna lélegrar matvöru sem skerðir lífsgæði og styttir líf milljóna manna; það fólk verður samt að horfast í augu við að kerfið er óhagkvæmt og vitlaust. Nánast geggjað.

En hvernig stendur á þessu? Ég ætla ekki að þreyta ykkur á út-skýringum á því hvernig einsýni getur á skömmum tíma eyðilagt samfélög og mikil menningar-verðmæti. Með því að beita aðeins einni mælistiku á mat, hversu ódýr hann getur orðið; var öllum hefðum rutt út úr landbúnaði, matvælaframleiðslu og sölu og allt kerfið aðlagað að þessari einu kröfu; að maturinn yrði eins ódýr og mögulegt væri.

Auðvitað varð maturinn ekki ódýr. Ef náttúruspjöll, ill með-ferð dýra og starfsfólks, skaðinn af löngum flutningsleiðum og einhæfri ræktun, kostnaðarsamt borgarskipulag í kringum risa-verslanir og margt fleira er tekið með í jöfnuna er niðurstaðan sú að nýi, ódýri maturinn er ekki ódýrari. Hann er bara verri og skaðlegri.

En áhugaverðari spurning er kannski þessi: Hvers vegna kemur það okkur á óvart að matarkerf-ið, sem hefur orðið til á síðustu áratugum, skuli vera svona galið? Hvers vegna höfum við verið svo blind í framfaratrú okkar að við gerum alltaf ráð fyrir að hið nýja hljóti að vera betra en það gamla?

Gunnar Smári

HIÐ NÝJA ER EKKI ALLTAF FRAMFÖR

Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjó[email protected] Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir.

Fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti.

22 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 1. APRÍL–3. APRÍL 2016

GLÆSILEGAR BORGIR Í A-EVRÓPU Í BEINU FLUGI

Við bjóðum uppá glæsilegar borgir í A-Evrópu. Tilvalið fyrir hópa, fyrirtæki og einstaklinga. Veldu tímann og farðu þegar þú vilt, 2,3,4 daga eða lengur. Verðlag er hagstætt bæði í mat og drykk. Þá er hægt að gera góð kaup á hinum ýmsu verslunum og mörkuðum. Við bjóðum uppá skoðunarferðir fyrir hópa og fyrirtæki.

BÚDAPEST Í UNGVERJALANDIEin af fallegri borgum Evrópu, hún er þekkt fyrir sínar glæsi byggingar sem margar eru á minjaskrá Unesco, forna menningu og spa/heilsulindir. Þar hefur í árhundruði blandast saman ýmis menningaráhrif sem gerir borgina svo sérstaka.Flogið er tvisvar í viku allt árið.

GDANSK Í PÓLLANDIHansaborgin Gdansk er elsta og fallegasta borg Póllands, saga hennar nær aftur til ársins 997. Glæsilegur arkitektúr, forn menning og tónlistar-hátíðir hafa gert borgina að vinsælustu ferðamannaborg Póllands.Flogið er tvisvar í viku allt árið.

RIGA Í LETTLANDIGamli og nýi tíminn mætast í borg sem ekki á sinn líka. Gamli bærinn í Riga er virkilegt augnayndi hvert sem litið er og setur borgina á stall með fallegri borgum Evrópu. Þar ber hæst kastalinn í Riga, kirkja Sankti Péturs og Dómkirkjan.Flogið er tvisvar í viku frá maí til október.

VERÐ FRÁ 89.000.-

WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900

Page 23: 01 04 2016

50%AFSLÁTTUR

Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504

LAGERSALA

Birt

með

fyrir

vara

um

pre

ntvi

llur

og v

erðb

reyt

inga

r

Handklæði40-70%

AFSLÁTTURRúmMataharileður hægindasófi

Sumarsæng og koddi

Öll metravara á lagersölu á 500 kr. pr. meter

TILBOÐ239.280.-

Verð áður: 398.800.-

Eldhússtólar 4stk Mars leðurstóll með skemli Baðmottur4stk

TILBOÐ37.800.-

Verð áður: 75.600.- leðurstóll með skemli

50%AFSLÁTTUR Verð frá

1.000.-

Sloppar Náttborð Púðar50%AFSLÁTTUR

40-70%AFSLÁTTUR

Verð frá990.-

1.-2. apríl

SASALLAASASALLAAAASASALLAASumarsæng Sumarsæng Sumarsæng

1.-2. apríl

TILBOÐ4.188.-

Verð áður: 6.980.-

Page 24: 01 04 2016

Krókhálsi 4

110 Reykjavík

Sími 567 1010 Opnunartímar: mán - fös kl. 9–18

og lau kl. 11–15www.parket.is

EIK RUSTIK VIÐARPARKET

Lakkað með 7 umferðum af lakki. 14mm heildarþykkt með

4mm spón.

20,9 cm breið borð. Boen X-press endalæsing.

Skandinavísk hönnun sérsniðin að íslenskum

heimilum.

KYNNINGARVERÐÁ BOEN

VIÐARPARKETI

10 – 40% AFSLÁTTUR

Page 25: 01 04 2016

Krókhálsi 4

110 Reykjavík

Sími 567 1010 Opnunartímar: mán - fös kl. 9–18

og lau kl. 11–15www.parket.is

EIK RUSTIK VIÐARPARKET

Lakkað með 7 umferðum af lakki. 14mm heildarþykkt með

4mm spón.

20,9 cm breið borð. Boen X-press endalæsing.

Skandinavísk hönnun sérsniðin að íslenskum

heimilum.

KYNNINGARVERÐÁ BOEN

VIÐARPARKETI

10 – 40% AFSLÁTTUR

Page 26: 01 04 2016

Sagan af því þegar Bresku Jómfrúaeyjar opnuðu gátt-irnar fyrir aflandsfélög er ævintýraleg. Þrír fræknir lögmenn lögðu áherslu á að lokka til eyjaklasans peninga frá þriðja heims ríkjum. Hjátrú frá Hong Kong, eitur-lyfjapeningar og innræting í barnaskólum kemur líka við sögu. Helgi Hrafn Guðmundsson [email protected]

Það er sól og blíða, eins og venju-lega, í Road Town á eyjunni Tórtólu, höfuðstað Bresku Jóm-frúaeyja. Unglingar sitja í kennslu-stund hjá kennaranum Colleen Scatliffe-Edwards. Viðstaddur er franskur blaðamaður sem skráir eftirfarandi samtal:

„Skelfilegur fellibylur hefur skollið á Jómfrúaeyjar. Og fellibylur þessi kallast I.C.I.J.!“ Kennarinn ber þessa skammstöfun fram hátt og snjallt. Hún stendur fyrir Alþjóða-samtök rannsóknarblaðamanna (International Consortium of Inve-stigative Journalists). Þau hafa rann-sakað flókinn fjármálafrumskóg aflandseyja í Karíbahafinu um ára-

bil, eins og komið hefur fram í fjöl-miðlum á Íslandi að undanförnu.

Kennarinn heldur áfram: „I.C.I.J. hafa valdið okkur miklum skaða. Við verðum að verja okkur. Annars tapast störf og tekjur.“

„Já, frú kennari!“ hrópar bekkur-inn í kór.

„Viljum við illa fengið fé hér eða spillingu?“

„Ónei! Jómfrúaeyjar bjóða upp á leynd og vernda eignir fjárfesta sem stofnað hafa fyrirtæki hér,“ segir bekkurinn í einni romsu.

„Hver rukkar skatta?“ spyr kenn-arinn. „Eru það ekki stjórnvöld?“

„Jú!“„Finnst fólki gaman að borga

skatta?“ „Nei!“„Þá hlýtur það að hafa rétt á að

borga sína skatta þar sem þeir eru lægstir.“

„Já!“Colleen lýkur máli sínu svona:

„Valfrelsi er grundvallarréttindi hvers og eins borgara. Því mega allir velja Jómfrúaeyjar.“

Fjármál eru tiltölulega ný af nálinni á námskránni hjá krökkum á Bresku Jómfrúaeyjum. Íbúar eru um 28 þúsund og eru flestir

Skólabörnum á Tortólu kennt að elska skattaskjól

Réttarhálsi 2 • 110 ReykjavíkSími: 520 6666 • [email protected] • rv.is

Rekstrarvörur- vinna með þér

Rekstrarvörur– fyrir þig og þinn vinnustað

Fyrir ferminguna og önnur hátíðleg tækifæri

– servíettur, dúkar, yfirdúkar og kerti í miklu úrvali

24/7

RV.isRV.is

Sjáðu allt úrvalið áRV.is

hingað til verið unnin af velmennt-uðum breskum og bandarískum lögfræðingum og endurskoðend-um.

Tækifæri til starfsframa eru þó væntanlega mörg því eyjaklasinn er helsta miðstöð fyrir aflandsfélög í heiminum ef marka má nýja skýrslu sem vefsíðan Financial Secrecy Index hefur gefið út. Yfir milljón félög hafa verið stofnuð á Bresku Jómfrúaeyjum síðan ný löggjöf var samþykkt árið 1984 og um 500 þúsund þeirra voru enn starfandi 2015. Fréttatíminn gluggaði í þessa skýrslu en þar segir frá skrautlegum aðdraganda þess að landið gerðist skattaskjól.

Skytturnar þrjárBresku Jómfrúaeyjar eru svokall-að breskt yfirráðasvæði handan hafsins (British Overseas Terrority).

Landið hefur heimastjórn og telst hluti Bretlands en æðstu yfirvöld í London hafa þó lítið skipt sér af eyjaklasanum á síðustu áratugum. Ævintýrið hófst árið 1976 þegar bandaríski lögfræðingurinn Paul Butler komst í kynni við tvo breska kollega sína á Jómfrúaeyjum, Ne-ville Westwood og Michael Riegels. Í þá daga stunduðu bandarískir við-skiptajöfrar skattabrellur í gegnum Hollensku Antillaeyjar. Þegar lokað

Hinir fimm fræknu. IBC lögin frá 1984 opnuðu flóðgátt fyrir aflandsfélög. Hér sást mennirnir sem skrifuðu lögin, sem síðan flugu í gegnum þingið á

eyjunum. Stjórnvöld heiðruðu minningu lagasetningarinnar svona. Mynd | http://www.bvi.gov.vg

afkomendur afrískra þræla sem breska heimsveldið flutti þangað fyrir nokkrum öldum. Stjórnvöld vilja þjálfa unga fólkið í fjármálum svo að það geti unnið við hinn sífellt vaxandi skattaparadísariðnað í landinu. Flest störf í geiranum hafa

„Það er skylda kennara að vernda framtíð fjármála-

kerfisins í landinu.“ Hér sjást menntaskólakennarar á Tortólu

í kennslustund hjá starfs-mönnum í fjármálageiranum. Þeir miðla síðan fróðleiknum

til barnanna.

Mynd | http://www.bvi.gov.vg

Flest þeirra fyrirtækja sem flust hafa til Bresku Jómfrúaeyja eru hvorki með skrifstofu né

starfsfólk þar, í mesta lagi pósthólf.

Mynd | Shutterstock

26 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 1. APRÍL–3. APRÍL 2016

Page 27: 01 04 2016

var fyrir glufur í skattalögum þar ákváðu lögfræðingarnir þrír að bjóða upp á svipaða þjónustu. Mörg bandarísk fyrirtæki skráðu félög á Bresku Jómfrúaeyjum á árunum eftir.

Árið 1981 leist Bandaríkja-stjórn hinsvegar ekki á blikuna og lokaði fyrir það að fyrirtæki gætu hömlulaust stungið undan til Jóm-frúaeyja. En lögfræðingarnir voru ekki af baki dottnir. Í stað þess að styggja hin voldugu Bandaríki væri sniðugra að opna fyrir aflandsvið-skipti þar sem ríkir einstaklingar víða um heim gætu komið fyrir peningum sínum. Þeir höfðu sér-staklega í huga fólk frá viðkvæmum og spilltum þróunarríkjum sem gætu ekki komið í veg fyrir slíkar peningafærslur.

Frumvarpið sem flaug í gegnNiðurstaðan var plagg sem fyrr-nefndir lögfræðingar skrifuðu ásamt Richard Peters og Lewis Hunte, dómsmálaráðherra eyjanna: International Business Companies Act. Það var samþykkt sem lög sam-dægurs einróma 15. ágúst 1984 og án umræðu hjá heimastjórninni á eyjunni. „Ég sé ekki ástæðu til að ræða þetta neitt frekar,“ sagði land-stjóri Jómfrúaeyja.

Í stuttu máli gerðu lögin mönnum kleift að stofna félög fyrir alþjóðleg viðskipti sem var bannað að taka þátt í viðskiptum á sjálfum eyjaklasanum. Um leið fríuðu Jómfrúaeyjar sig frá allri ábyrgð á þessum félögum. Sem er kannski þögul viðurkenning á því að aflands viðskipti séu slæm. Mjög fáar reglur voru settar fyrir þessi félög. Hamrað var á svo á því að landið væri í ríkjasambandi við Bretland og því væru peningarnir öruggir.

Eins og segir í skýrslu Financial Secrecy Index, var sambland þess að fullvissa fjárfesta um stöðug-leika og öryggi á sama tíma og hafa ekkert eftirlit með hegðun þeirra, klassískt viðhorf hjá skattaskjóli. „Við rænum þig ekki – en þykjumst ekki sjá það þegar þú rænir ein-hvern annan!“

8.8.1988Á næstu árum fóru fjárfestar frá ýmsum heimshornum að stofna fyrirtæki á Bresku Jómfrúaeyjum. Skipakóngurinn Sir Li Kai-Shing frá Hong Kong, einn ríkasti maður Asíu, ákvað að nota félag á eyjaklas-anum sem eignarhaldsfélag fyrir veldi sitt og nýtti sér þannig hin hagstæðu nýju lög. Klókur braskari frá Hong Kong, Ted Powell, tók eftir því. Hann var einn stærsti heildsali aflandsfélaga í heiminum. Talan átta er helsta lukkutalan í kín-verskri menningu, en hún hljómar líkt og orðið fyrir ríkidæmi. Powell nýtti sér þetta og ákvað að stofna hundruð félaga á Bresku Jóm-frúaeyjum á „heppnasta degi aldar-innar“, 8.8. 1988.

Babb kom í bátinn því þessi flotta dagsetning lenti á frídegi á eyj-unum. Powell gafst þó ekki upp og fór ásamt virtum lögmanni á fyrir-tækjaskrána á Tortólu „þar sem þeir grátbáðu, neyddu eða plötuðu“ (heimildum ber ekki saman) hana til að opna fyrir skráningu félaga í andartak þennan merka dag. Það gekk eftir og Powell ávaxtaði sitt pund.

Dóppeningar og stórlaxarMið-Ameríkuríkið Panama hefur lengi verið skattaskjól. Eftir að Bandaríkjamenn réðust inn í Pa-nama árið 1990, meðal annars til að koma í veg fyrir eiturlyfjasmygl og peningaþvætti, flykktust eigendur aflandsfélaga þar í landi til Bresku Jómfrúaeyja og margir þeirra földu þar ágóða af sölu kókaíns.

Upplausn Sovétríkjanna og spillt einkavæðing á fyrirtækjum í rústum þeirra, fjölgaði einn-ig aflandsfélögum á Jómfrúaeyj-um. Og með árunum hefur enn aukist að stórlaxar frá fátækum löndum, auðugum af hrávörum,

leggi sína peninga á sama stað. Árið 2013 kom fram í Vanity Fair að 32 íbúðir af 82 í einni dýrustu íbúðablokk heims, One Hyde Park í London, væru í eigu félaga á Jóm-frúaeyjum.

Í dag eru Bresku Jómfrúaeyjar, eitt minnsta ríki í heimi, annar stærsti erlendi fjárfestirinn í Kína. Það er auðvitað brella því kín-verskir fjárfestar dæla fjármagninu í gegnum eyjarnar til að næla sér í skattafslætti sem erlendir fjárfestar njóta í Kína.

Gegnsýrt ríki af aflandspeningumEftir fjármálakreppuna 2008 hafa alþjóðastofnanir, á borð við ESB og OECD, reynt að fá Jómfrúaeyjar til að afhenda upplýsingar um aflands-félög og koma böndum á fjármagns-

hreyfingar til þeirra. Bankar hafa af þessum sökum margir hætt að opna reikninga fyrir félög á eyjunum. Bresku Jómfrúaeyjum hefur tekist ágætlega að verjast þeim árásum.

Stjórnvöld á eyjunum sjálfum virðast ákveðin að viðhalda kerfinu. Eins og kom fram í skólastofusam-talinu í upphafi þessarar greinar er kerfisbundin innræting stunduð á börnum landsins til að þau skilji mikilvægi aflandsfélaganna. Sam-kvæmt nýlegum lögum um tölvu-glæpi er hægt að dæma gagnaupp-ljóstrara í allt að 20 ára fangelsi. Skýrsla Financial Secrecy Index telur að Bresku Jómfrúaeyjar séu svo gegnsýrðar af aflandsfélaga-bransanum að ólíklegt að þær sjálf-ar hætti að veita ríkasta fólki heims þjónustu í bráð.

Gefðu sparnað í fermingargjöf

Kortið kemur í fallegum gjafaumbúðum og fæst í útibúum Landsbankans. Kynntu þér sparnaðar-leiðir fyrir fermingarbarnið á klassi.is.

Gjafakort Landsbankans er góð leið til að gefa sparnað í fermingar-

gjöf. Ef fermingarbarnið leggur 30.000 krónur eða meira í sparnað

hjá Landsbankanum greiðir bankinn 6.000 króna mótframlag. Þannig

getur gjafakortið lagt grunn að góðum fjárhag.

Erna Sóley EyjólfsdóttirKlassafélagi og karate–lærlingur

NS

SO

N &

LE

’MA

CK

S

jl.i

s

SÍA

landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn

Tortóla-blokkin One Hyde Park í London er ein dýrasta fasteign í heiminum. Þar er stór hluti íbúða

skráður á eignarhaldsfélög frá Bresku Jómfrúaeyjum.

Mynd | Wikipedia

|27FRÉTTATÍMINN | HELGIN 1. APRÍL–3. APRÍL 2016

Page 28: 01 04 2016

Myndir | Alda Lóa

KRINGLUNNI • SÍMI 568 9400 • BYGGTOGBUID.IS

Sérfræðingur frá Le Creuset kynnir nýjar vörur í Byggt og Búið milli kl. 3 og 5 á morgun laugardag.

20% afslátturaf öllum Le Creuset vörum föstudag-sunnudag.

Egill Andri Gíslason hefur búið á götunni í eitt og hálft ár. Hann hefur þvælst á milli vina sem hafa skotið yfir hann skjólshúsi. Hann er ekki vímuefnaneytandi og forðast öll hugbreytandi efni nema þau sem honum er ráðlagt að taka af læknisráði. Vegna fátæktar hefur hann verið lyfjalaus og án með-ferðarúrræðis síðan BUGL sleppti af honum hendinni á 18 ára afmælisdeginum í fyrra.

Alda Lóa Leifsdó[email protected]

Fyrir tíu ára aldur hafði Egill Andri Gíslason búið í öllum blokk-unum í Engihjalla, nema númer níu. Hann flutti á milli leiguíbúða með móður sinni, systur, ömmu og móðursystur en lengi framan voru þau fimm í íbúð. Hann hefur ekkert heyrt af föður sínum í mörg ár. „Pabbi sótti mig og systur mína á um helgar þangað til að ég varð 11 ára. Þá voru pabbahelgar og við gistum í studíóíbúðinni hans niðri í bæ og hann reyndi að elda fyrir okkur eftir uppskriftum á google. En oftast hljóp hann út í sjoppu, sem var hinum megin við götuna, og sótti langlokur og gos. Pabbi er svona „head bang“ týpa og „heavy metal scream“ með hring í nefinu og eyrunum og með sítt hár. Hann á krakka út um allt en við vorum einu börnin sem hann var í sam-bandi við. Hann býr núna í út-löndum einhversstaðar, ég veit að hann var um tíma í Noregi. Hann er á Facebook og hann hefur komið inn af og til, sagt hæ og bæ en hann skráir ekki hvar hann er staddur eða svoleiðis. Hann er alltaf eitthvað rosa upptekinn.

Hann hefur verið að tattúera síðan ég man eftir mér og vann lengi á tattú-stofunni á Laugavegi 69, fyrir neðan Hókus Pókus.“

Hálfkláraður úlfurEgill er með úlf tattúeraðan á vinstri handlegg. „Ég lét gera þetta fyrir tveimur árum en ég á eftir að láta klára það, ég hef bara ekki haft efni á því. Hérna vantar skygg-ingu bak við úlfinn,“ segir Egill og réttilega. Þá er næturhúmið, eða skyggingin sem ber við höfuð úlfsins, hálfklárað. „Maðurinn sem gerði þetta þekkir pabba og hann gat sagt mér fréttir af honum sem voru ekki sérlega góðar. En ég held ekki að pabbi sitji inni neinsstaðar þótt að hann hafi verið í slagtogi við þannig fólk. Ég held að ég hefði frétt af því.“

Erfitt skap eins og foreldrarnir„Mamma er alls ekki svona rokk-aratýpa, þvert á móti, samt eru fullt af svona „hells angels“ rokk-urum í fjölskyldunni hennar. Hún er bókari og kláraði nám meðan ég bjó ennþá heima. Hún getur verið rosalega mislynd og var alltaf að skipta um vinnu, ég veit ekki hvort það tengist skapinu. Foreldrar mín-ir eru báðir skapstórir, sagan segir að þegar ég var lítill hafi pabbi mis-stigið sig og runnið til þegar hann steig á leikfang sem ég skildi eftir á gólfinu. Þá hafi hann í bræði sinni kastað mér í sófann og hent niður sjónvarpi í leiðinni. Svipað get ég sagt um móður mína sem tryllist við minnsta tilefni en hún hefur ekki beitt mig líkamlegu ofbeldi. En hún var alltaf öskrandi á okkur systur mína. Allt sem við sögðum var véfengt og gert tortryggilegt þannig að samskiptin voru algjör steypa. Það voru bara alltaf rosaleg átök heima, allir öskrandi.“

Gekk illa að einbeita mér í skóla„Við fluttum úr Engihjalla í Smára-hverfið þegar ég var tíu ára. Þá var mamma búin að kynnast manni sem flutti inn til okkar. Upp frá því fór mér að líða alveg ömurlega. Ég kláraði samt grunnskóla en með lélegum einkunnum. Ég átti mjög erfitt með einbeitingu í skóla og all-an lestur, en það var aldrei athugað hvort að ég væri lesblindur. Ég hélt samt áfram í skóla og kláraði tvær annir í Iðnskólanum í Hafnarfirði. Planið var að klára bifvélavirkjun. Þar gekk mér vel með verklega þáttinn en ömurlega með bóklega námið.“

Trúðu ekki veikindum mínum„En í framhaldsskóla var ég orðinn mjög veikur. Ég vildi helst ekki fara út og gat ekki verið meðal fólks. Ég vildi bara hanga einn inni í herbergi eða fara út að labba með heyrnartólin mín, sem ég geri reyndar mjög mikið af ennþá. Ég bað oft um hjálp, ég vissi sjálfur að ég væri ekki heilbrigður og að ég þyrfti á hjálp frá sálfræðing eða geðlækni. Mamma skildi það ekki og sambýlismaður hennar, sem er þunglyndur, sagði að hann þekkti þunglyndi og að ég væri ekki með

Samtalsmeðferð er lykilatriðiFátækt Það er ekki bara

skömmin sem vill fela fátæktina í samfélaginu heldur ríkir hagsmunir

líka. Við erum sann-færð um að fátæktin sé

ekki samfélagslegt mein heldur sök hins fátæka.

Fréttatíminn heldur áfram að skoða líf og veröld hinna fátæku.

Í desember þvældist Egill úti í nokkrar nætur, peningalaus og allslaus. Hann beið til morguns eftir því að vinir hans vöknuðu og hleyptu sér inn.

... ég hélt mig aðallega hjá vinkonu

minni þar sem ég borðaði og gisti. Vin-

kona mín var mjög hjálpleg og hefur góða innsýn inn í

þunglyndi og skildi vel hvað ég var að

ganga í gegnum.

28 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 1. APRÍL–3. APRÍL 2016

Page 29: 01 04 2016

Vöruúrval mismunandi eftir verslunum. Gildistími tilboða og vildartilboða er 1. apríl, til og með 4. apríl, eða meðan birgðir endast. Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur og myndabrengl.

Austurstræti 18Skólavörðustíg 11Laugavegi 77Hallarmúla 4

Álfabakka 16, MjóddKringlunni norðurKringlunni suðurSmáralind

Hafnarfirði - Strandgötu 31Keflavík - Sólvallagötu 2Akureyri - Hafnarstræti 91-93Akranesi - Dalbraut 1

Ísafirði - Hafnarstræti 2Vestmannaeyjum - Bárustíg 2

540 2000 | [email protected] | www.penninn.is | www.eymundsson.is

GOTT ÚT Í LÍFIÐ

Gæfuspor - Gildin í lífinuVerð: 2.599.-

Íslensk listasaga (5 bækur)TILBOÐSVERÐ: 17.999.-Verð áður: 49.999.-

Íslandssaga frá A-ÖTILBOÐSVERÐ: 5.499.-Verð áður: 5.999.-

Sjálfstætt fólkTILBOÐSVERÐ: 6.699.-Verð áður: 7.810.-

Nýja tilvitnanabókinVILDARVERÐ: 4.999.-Verð: 5.999.-

Ljóðaúrval - Jónas HallgrímssonTILBOÐSVERÐ: 4.599.-Verð áður: 5.186.-

PassíusálmarnirVILDARVERÐ: 8.999.-Verð: 9.899.-

PassíusálmarTILBOÐSVERÐ: 7.799.-Verð áður: 8.298.-

NáttúranTILBOÐSVERÐ: 6.299.-Verð áður: 16.597.-

Íslenskar þjóðsögurVILDARVERÐ: 5.999.-Verð: 6.799.-

Íslensk samheitaorðabókTILBOÐSVERÐ: 8.999.-Verð áður: 10.373.-

VísindabókinTILBOÐSVERÐ: 3.599.-Verð áður: 6.499.-

Íslensk listasaga (5 bækur)Íslensk listasaga (5 bækur)Íslensk listasaga (5 bækur)Íslensk listasaga (5 bækur)Íslensk listasaga (5 bækur)Íslensk listasaga (5 bækur)Íslensk listasaga (5 bækur)Íslensk listasaga (5 bækur)Íslensk listasaga (5 bækur)Íslensk listasaga (5 bækur)Íslensk listasaga (5 bækur)Íslensk listasaga (5 bækur)Íslensk listasaga (5 bækur)TILBOÐSVERÐ: 17.999.-TILBOÐSVERÐ: 17.999.-TILBOÐSVERÐ: 17.999.-TILBOÐSVERÐ: 17.999.-TILBOÐSVERÐ: 17.999.-TILBOÐSVERÐ: 17.999.-TILBOÐSVERÐ: 17.999.-TILBOÐSVERÐ: 17.999.-TILBOÐSVERÐ: 17.999.-TILBOÐSVERÐ: 17.999.-TILBOÐSVERÐ: 17.999.-

ÓTRÚLEGT

VERÐ!

ÓTRÚLEGT

VERÐ!

Page 30: 01 04 2016

þau einkenni. Það var orðið mjög erfitt að vera heima, alltaf rifrildi. Þannig að ég hélt mig aðallega hjá vinkonu minni þar sem ég borð-aði og gisti. Vinkona mín var mjög hjálpleg og hefur góða innsýn inn í þunglyndi og skildi vel hvað ég var að ganga í gegnum.“

Á BUGL í fjóra mánuði „Þegar ég var 16 að verða 17 ára lenti ég í slagsmálum við mann-inn hennar mömmu og í fram-haldi af því þá komst ég loksins inn á BUGL. En við slógumst og ég meiddist á hnefanum og var færður upp á slysó. Þá fékk ég að tala við geðlækni og daginn eftir var ég kominn inn á BUGL. Ég var lagður inn í fjóra mánuði og það hjálpaði mér mikið, sérstaklega þarna í fyrsta sinn en ég var svo viðloðandi deildina til 18 ára aldurs. Ég var skilgreindur með alvarlegt þung-lyndi og kvíða og fékk kvíðatöflur og lyfið Fluoxedin mylan við því. Lyfið hafði þær aukaverkanir að ég fékk ofsjónir og ofheyrnir. En ég komst í rútínu og fékk sálfræð-ing og ráðgjöf og mér leið allavega mikið skár.“

Eftirfylgni hjá BUGL„Ég var í eftirfylgni hjá BUGL fram til 18 ára aldurs og hitti ráðgjafa þar reglulega sem tóku stöðuna á mér. Þau hjá BUGL kipptu mér inn nokkrum sinnum af því að ég var með stöðugar sjálfsmorðshugsanir og reyndar gleypti ég fullt af töflum og labbaði af stað eitthvað út í móa, en það gerðist ekkert nema að ég varð dálítið valtur á löppunum.“

Mamma setti mig út„Mamma mætti á fundi á BUGL og sagðist ekki vilja fá mig heim aftur. Ég flutti til ömmu þegar ég út-skrifaðist þannig að barnaverndar-nefnd kom aldrei að málinu. Þá var ég nýorðinn sautján ára. Ég held að ég hafi átt afmæli inn á BUGL, annars man ég það ekki. Ég er með mjög slæmt tímaskyn. Ég man ekki alveg hvað ég bjó lengi hjá ömmu minni áður en hún missti íbúðina í Hamraborg en ég held að það hafi verið tveir eða þrír mánuðir. Amma hafði ekki efni á íbúðinni sinni og flutti inn til dóttur sinnar og fjöl-skyldu hennar. Þá fór ég á götuna.“

Flutti inn til verkstjórans„Eftir að ég flutti frá ömmu hef ég ekki átt fastan samastað. Það komst óregla á allt, ég hætti að taka lyfin en þau fóru með dótinu hennar ömmu. Ég vann þá hjá Bortækni og fékk að búa hjá vini bróður eigand-ans. Það gekk alveg vel til að byrja með. Ég átti peninga og pantaði mér tíma hjá sálfræðingi sem ég

hitti nokkrum sinnum. En svo fékk ég botnlangakast, varð mjög veikur og kvíðinn og missti svefn, en ég á það til að vaka allt upp í þrjá daga án þess að sofa ef ég er ekki með nein lyf og allt fer í rugl. Á end-anum læddist ég út af því að mér var farið að finnast mjög þrúgandi að búa hjá þeim og mæta ekki í vinnuna á morgnana. Mér leið ekki vel og fannst ég vera að misnota að-stöðu mína.“

Labbaði alla nóttina um Kópavog„Ég vissi ekkert hvert ég átti að fara, ég labbaði alla nóttina og beið eftir því að einhver myndi vakna sem ég gæti hangið með. Vinir mínir búa flestir í Kópavoginum og ég beið eftir því að komast inn eða fá þá út á rúntinn. Við erum flestir alltaf blankir og stundum gengur allt út á það að ná í bensínpeninga til þess að keyra á milli Hafnar-fjarðar og Reykjavíkur og hlusta á músík. En ég er sjálfur ekki ennþá búinn að fá mér bílpróf.“

Ég komst ekki lengur á lappirNæst flutti Egill inn á Ottó, vin sinn í Engihjalla, og mömmu hans, sem er öryrki. Egill bjó hjá þeim í nokkra mánuði eða þangað til honum var skilað aftur út á götuna. „Mamma hans Ottós sagði að hún væri hrædd um að hún gæti aldrei náð mér á lappir aftur. Ég var búinn að reyna fá mér vinnu, var búinn að vinna í tvær vikur. En ég komst ekki á lappir því ég var í svo mikilli niðursveiflu. Hafði mig ekki í það að fara á fætur, engin lyf, engin sálfræðingur, ekki neitt. Ég er bara inni, sef og borða nánast ekkert. Ég hef lést um 20 kíló á tveimur árum. Af því að ég hef ekki átt peninga og borðað óreglulega.“

Allt er þegar þrennt er Þegar Egill flutti frá Ottó, vini sínum, var hann veikur með flensu og mjög máttfarinn. Þetta var í des-ember og hann þvældist nokkrar nætur peningalaus og allslaus um Kópavoginn og læddi sér inn til vina sinna þegar líf vaknaði í kunn-uglegum gluggum. Þannig liðu nokkrir dagar þangað til vinir hans voru ráðþrota með hann fárveikan á rúntinum í aftursætinu og fóru að lokum með Egil upp í Kríuhóla til Rósu, mömmu vinar hans.

Rósa er öryrki og býr með tvo drengi á tvítugsaldri í Kríuhólum. Annar þeirra er Markús, besti vinur Egils. Rósa bjó um Egil í kompuher-berginu í íbúðinni þeirra sem hún er reyndar búin að setja á sölu af því hún hefur ekki efni á því að búa í Reykjavík og ætlar að flytja út á land þar sem leigan er viðráðanleg. Egill lagðist fyrir í úlpunni sinni í

nokkra daga þangað til sóttin rjátl-aðist af honum og Rósa gat tekið hann tali. Hún benti honum á Féló og hjálpaði honum að panta viðtal sem hann fékk í upphafi árs „Ég er alltaf að reyna að segja honum Agli að fyrst verði hann að koma heilsunni í lag áður en hann fer að vinna, en ekki öfugt.“ Egill fékk 130 þúsund króna í styrk hjá Féló í febrúar og bíður eftir því að fá svar hvort að hann komist að hjá VIRK í endurhæfingu.

SamtalsmeðferðEgill vill komast í samtalsmeðferð sem hann telur vera lykilatriði fyrir bata sinn. Hann fór til heimilis-læknisins síns til þess að fá vottorð upp á tíma hjá sálfræðingi. Læknir-inn ráðlagði Agli að fara aftur á gömlu lyfin og sjá svo til. Á Íslandi er samtalsmeðferð hjá sálfræðingi, geðlækni eða öðrum fagaðila ekki niðurgreidd eins og í nágranna-ríkum okkar. Í mörgum ríkjum Bandaríkjanna er samtalsmeð-ferð jafnvel hluti af almannatrygg-ingakerfinu og jafn aðgengileg og heimilislæknar eða jafnvel betur. Hér á landi kostar tími hjá sálfræð-ingi 8-15 þúsund krónur. Egill segist þurfa allavega tvo tíma á viku til þess að ná árangri, sem eru 32-60 þúsund krónur á mánuði. Mánaðar-skammtur af lyfjum kostar 8000 krónur og viðtal við heimilislækni kostar 3000 þúsund krónur. Þá á Egill eftir að borga húsnæði og uppihald.

Draumar Egils„Þegar maður er þunglyndur þá dettur manni ekkert í hug sem er gott í lífinu. En mig langar í eigið húsnæði eða stað þar sem ég get búið og mig langar að læra bifvéla-virkjun og vinna við það,“ segir Egill í nýjum notuðum skóm sem hann fékk gefins frá stóra bróður Markúsar.

Egill fékk afnot af kompu heima hjá mömmu vinar síns í Kríuhólum þangað til að hann ræður bót á hús-

næðismálum sínum.

Ég man ekki alveg hvað ég bjó lengi hjá

ömmu minni áður en hún missti íbúðina í Hamraborg en ég

held að það hafi verið tveir eða þrír mánuðir. Amma hafði ekki efni á íbúðinni sinni og flutti inn til dóttur sinnar og

fjölskyldu hennar. Þá fór ég á götuna.“

30 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 1. APRÍL–3. APRÍL 2016

byko.is

hvernig grilltýpa ERt þú?

Við gefum einum heppnum facebookvini okkar eitt grill af þessum þremur. drögum út 4.apríl

Í LETTLANDIRIGA

Riga er meira en 800 ára gömul borg eða frá árinu 1201. Þar blandast saman miðaldarmiðbær og nútímaborg. Gamli borgarhlutinn með sinn sjarma og hefðbundin nútimaborg í hraðri þróun. Hvort sem það er menningin – söfn eða fallegar byggingar, listviðburðir og verslanir með allt það nýjasta á góðu verði – þá finnur þú það í Riga. Í Riga má finna eitt mesta samansafn af Art Nouveau eða Jugend byggingarlist. Þá er næturlíf Riga orðið þekkt fyrir að vera fjörugt og dregur til sín fjölda fólks víða að.

VERÐ FRÁ 94.800.-

WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900

lÍs en ku

ALPARNIRs

SWALLOW 250Kuldaþol: -8þyngd: 1,7 kg.

11.995 kr. 9.596 kr.

MONTANA, 3000mm vatnsheld

2. manna 16.995 kr. 12.796 kr.

3. manna 19.995 kr. 15.996 kr.

4. manna 26.995 kr. 21.596 kr.

30%SNJÓBRETTAPAKKAR

Góðarfermingargjafir

FAXAFENI 8, SÍMI 534 2727alparnir.is

Tollalækkun Salomon skór á enn betra verði en áður!

Verð áður 49.995 kr.nú 39.995 kr.

Salomon Quest Origin GTX Stærðir 36-48

ÖFLUGRI EN HEFÐBUNDNAR OMEGA-3 OLÍUR

TM

Bioglan Calamari Healthy May V4.indd 1 23/05/2014 16:23

Rannsóknir sýna að Omega-3 olía:• Stuðlar að heilbrigðari heilastarfsemi• Bætir minni og einbeitingu• Vinnur gegn elliglöpum• Er nauðsynleg fyrir eðlilegan þroska og starfsemi líkamans

Útsölustaðir: Fæst í öllum helstu apótekum, Heilsuhúsinu, Fjarðarkaupum, Heimkaup.isog Heilsutorgi Blómavals

www.balsam.is

Calamari Gold inniheldur einstaklega mikið af Omega-3 (DHA): • 5 x meira af omega-3 (DHA) en þorskalýsi• 3 x meira af omega-3 (DHA) en fiskiolía

Page 31: 01 04 2016
Page 32: 01 04 2016

Heil og sæl, kæra móðir og bestu þakkir fyrir bréfið þitt. Einlægni þín og kærleikur til drengsins ykkar er augljós og yndislegt hversu vel þið hafið staðið að málum hans. Mér sýnist á öllu að drengurinn hafi fengið mikla athygli og mikinn stuðning hjá ykkur og að nú sé tímabært að hann njóti leikskóladagsins einn og sjálfur. Hins vegar á ekkert for­eldri að þurfa að yfirgefa barnið sitt grátandi og afar mikilvægt að grípa til aðgerða.

Mótþrói getur verið stjórntækiDrengurinn var áhugasamur og glaður í leikskólanum til að byrja með og eins er hann í leik með hinum börnunum þegar þú sækir hann. Það bendir til þess að hann sé ánægður og finni sig í barnahópnum sem er afar mikil­vægt fyrir einbirni eins og hann. Eins er þér óhætt að treysta leik­skólakennurum hans með að hann hætti að gráta um leið og þú hverfur út um dyrnar. Allt þetta leiðir í eina og sömu átt; börn sem mótmæla bæði við komu og brott­för, eru oftast að æfa stjórnun á umhverfi sínu og þá mest við þá sem standa hjarta þeirra næst. Slíkt er fullkomlega eðlilegt. Bæði börn og fullorðnir vilja hafa áhrif og tveggja til þriggja ára barn leitar leiða til þess og mest vilja þau hafa áhrif á foreldra sína – og mögulega mömmuna ef hún hefur verið með aðalumsjón barnsins. Þá þarf mamman að glíma við sjálfa sig.

Góð við eða góð fyrir …Öllum foreldrum er erfitt að láta barnið sitt frá sér. Við viljum vernda og verja þau og hver fruma foreldranna kallar á barnið. Enn sterkari verður þessi kennd þegar fyrsta barn á í hlut og enn fremur þegar krílið hefur látið bíða eftir sér. Þessi foreldraást er einstakt afl sem getur hreinlega flutt fjöll, óendanleg hamingja en svo líka dýpsta örvænting ef erfið­

leikar koma upp. Þetta er reynsla okkar allra.

Hins vegar getur verndarhvötin líka afvegaleitt okkur. Þá taka til­finningarnar alfarið stjórnina og rökhugsunin víkur. Í slíku ástandi getum við vissulega verið góð við barnið okkar en mögulega ekki jafngóð fyrir barnið. Það finnur fljótt að það getur ráðið og stjórn­að líðan hins fullorðna og beitir sér oft með grátstjórnun og/eða mótþróa en sú stund kemur að barn kiknar undan valdahlutverk­inu sínu. Þess vegna verðum við að hleypa skynseminni fram úr til­finningunum og finna leiðir til að aðskilnaður ykkar verði átakalaus og ánægjulegur.

Starfsfólk leikskólans getur mjög oft aðstoðað foreldrana og gripið barnið í fangið svo að foreldrið fari strax út aftur til að lengja ekki sársaukafulla kveðjustund. Eins er algengt að pabbanum, eða ein­hverjum öðrum í fjölskyldunni, gangi betur að klippa á kveðju­stundina til að brjóta þennan vítahring móður og barns. En – þá þarf móðirin að vera tilbúin að sleppa tökunum. Finndu leiðina sem virkar og ég er fullviss um að þetta gangi frábærlega hjá ykkur.

Magga Pála

UppeldisáhöldinSendið Möggu Pálu spurningar á

[email protected] og hún mun svara í næstu blöðum.

„Grátstjórnunin“Kæra Magga Pála, ég hef drukkið í mig alla pistla þína í von um

að finna lausn á mínu máli. Ég ákvað síðan að skrifa þér beint þar sem þetta skiptir mig öllu máli.

Við hjónin eigum lítinn strák sem er fyrsta barnið okkar. Þvílík gleði og hamingja sem þessi fallegi drengur hefur gefið okkur. Við þurftum að bíða talsvert lengi eftir honum en hver dagur var svo

sannarlega þess virði. Mér leið svo vel í barneignarfríinu og það leið alltof hratt. Ég leitaði allra leiða til að framlengja fæðingar-orlofið og við hjónin vorum sammála um bíða með að fara með

drenginn í pössun þar til hann fengi pláss á leikskóla.

Núna í haust fengum við inni í leikskóla en við afþökkuðum pláss-ið í fyrravetur því hann var svo ungur. Ég vandaði vel valið og fór

í heimsóknir á nokkra staði áður en við tókum ákvörðun. Aðlögun byrjaði vel og ég fann að drengurinn var ánægur og glaður. Und-anfarnar vikur hafa hins verið mjög erfiðar en hann grætur svo

mikið þegar ég skil hann eftir. Mér finnst það orðið nær óbærilegt að skilja hann eftir. Leikskólakennararnir hafa fullvissað mig um

að ég þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur og segja að hann hætti að gráta um leið og ég er farin út úr dyrnar. Ég held að þær segi það bara til að róa mig – ég veit ekki mitt rjúkandi ráð. Svo kem ég að sækja hann en þá er hann alltaf að leika sér með krökkunum og

vill hann ekki koma heim með mér. Ef ég reyni að toga í hann, fer hann bara að gráta. Kæra Magga Pála, hvað á ég að gera?

Opið virka daga kl. 10–18, laugard. kl. 11–14, sunnud. lokað

Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is

Við leitum aðlistaverkum

erum að taka á móti verkum á næsta listmunauppboð

Við leitum að verkum eftir frumherjana í íslenskri myndlist. Sérstaklega eftir Ásgrím Jónsson, Jóhannes S. Kjarval, Kristínu Jónssdóttur, Louisu Matthíasdóttur,

Þórarinn B. Þorláksson, Svavar Guðnason og Nínu Tryggvadóttur. Ennfremur er mikil eftirspurn eftir verkum Georgs Guðna, Kristjáns Davíðssonar,

Gunnlaugs Blöndal og Gunnlaugs Scheving.

Áhugasamir geta haft samband í síma 551-0400

260 mm Veltisög

Multi-sög fylgir með í kaupunum

Kr. 150.000,-með VSK

Model LF1000Sagarblað 260 mm

Sagdýpt 90° 70 mm

Sagdýpt 45° 48 mm

Afl inn 1650 W

Þyngd 36 kg

ÞÓR FH

REYKJAVÍK:Krókháls 16Sími 568-1500

AKUREYRI:LónsbakkaSími 568-1555

Vefsíða:www.thor.is

32 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 1. APRÍL–3. APRÍL 2016

Page 33: 01 04 2016

Royal Canin dagur

13 - 15 LétTar vEitInGar í BoðI rOyAl CaNin 13:30 fYrIrlEsTur uM ÍsLenSkA fJárHunDiNn Með ÞórHilDI bJaRtmArZ hUnDaþjálFarA 14 - 16 PálL iNgI fRá sLeðaHunDaFelAgI ÍsLanDs býðuR uPP á sLeðafErðiR fYrIr BörNin13 - 16 kOlBrúN aRnA DýraHjúkRunArFræðiNguR vErðuR á sTaðnUm Og veItIr RáðGjöF13 - 16 hUnDasNyRtiR vErðuR á SvæðiNu Og muN VeiTa ráðGjöF

dAgsKráiN sTeNduR Frá kL 13 - 16 LauGaRdaGinN 2. aPríL

í Garðheimum25% AfsLátTur aF öllUm rOyaL CanIn vörUm Um heLgIna

Page 34: 01 04 2016

Svefnskáli barna í sumar-búðum kaþólikka í Ölfusi hefur staðið óhreyfður síðan starfið lagðist af fyrir tutt-ugu árum. Þóra Tómasdó[email protected]

Vindurinn gnauðar í gluggunum. Sterk lykt af fúnum viði skellur á í dyragættinni þegar gengið er inn. Svefnskáli barna í sumarbúðunum Riftúni hefur staðið óhreyfður síðan starfið lagðist af árið 1997. Skálinn var upprunalega fjárhús sem breytt var með litlum íburði í svefnstað sumardvalarbarna. Nú er hann að hruni kominn og bíður þess að verða rifinn.

Á gólfinu hvílir tætt hræ af skóg-

arþresti sem hefur tapað baráttu við ofjarl sinn og starir andlaus út í tómið. Kvalarinn hefur leikið sér að bráðinni og þyrlað fjöðrum hans um allan gólfflötinn.

Mörg hundruð nemendur úr Landakotsskóla voru sendir í Rif-tún á þeim þrjátíu og fimm árum sem sumarbúðirnar voru starf-ræktar. Hér réðu ríkjum hollenski presturinn séra George, skólastjóri Landakotsskóla og þýska kennslu-konan Margrét Muller. Séra Ge-orge átti frumkvæði að því að kaþólska kirkjan kom upp sumar-búðum og fékk kaþólsku nunnuna Clementíu, eins og hún var kölluð, til að ráðstafa hluta af arfi sínum til kaupanna. Árið 1963 eignaðist kirkjan því Riftún í Ölfusi, skammt

frá Hveragerði. Á jörðinni voru tvær byggingar, útihús sem varð svefnskáli barnanna og íbúðarhús sem breytt var í starfsmannaað-stöðu og kapellu. Árið 2005 var jörðin seld og er ekki lengur í eigu kirkjunnar.

Margir eiga ævintýralegar minn-ingar frá dvölinni. Um vináttu, leik, útiveru og náttúruupplifun. Svo eru þeir sem bíða þess ekki bætur að hafa dvalið í sumar-búðunum. Eins og fjallað var um í Fréttatímanum árið 2011 lýstu nokkrir einstaklingar dvölinni í Riftúni sem helvíti á jörð. Rann-sóknarnefnd kaþólsku kirkjunnar staðfesti síðar að meiri líkur en minni væru á að þau Margrét Mull-er og séra George hefðu beitt börn

Tímaflakk Kaþólsku sumarbúðirnar Riftún í Ölfusi standa enn

Á gólfinu hvílir tætt hræ af skógar-

þresti sem hefur tapað baráttu

við ofjarl sinn og starir andlaus út í tómið. Kvalarinn

hefur leikið sér að bráðinni og þyrlað

fjöðrum hans um allan gólfflötinn.

Sagan liggur í loftinu

Fleiri myndir á frettatiminn.is

Myndir | Rut

Margir eiga ævintýralegar minningar frá dvölinni. Svo eru þeir sem ekki enn geta keyrt um Ölfus án þess að fá líkamleg viðbrögð.

grófu kynferðislegu ofbeldi í sumar-búðunum.

Einn viðmælenda blaðsins, sem nú er á sextugsaldri, minntist tímans í Rif-túni með hryllingi og segist ekki getað keyrt um svæðið eftir dvölina þar. Hann lýsir líkamlegum viðbrögðum sem hann fékk þegar hann fór um Ölfus í fyrsta sinn eftir dvölina í Riftúni.

Annar viðmælandi blaðsins segist hafa verið látinn hjálpa til við að breyta útihúsunum í sumarbúðir. Hann hafi verið látinn vinna langa daga í erfiðis-vinnu við að reisa búðirnar. Þar hafi hann síðar átt erfiðustu daga lífs síns.

34 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 1. APRÍL–3. APRÍL 2016

Page 35: 01 04 2016

Mest selda bók landsins

Bækur Lizu Marklund um blaðakonuna Anniku Bengtzon hafa komið út á yfir 30 tungumálum og notið gríðarlegra vinsælda. Járnblóð er seinasta sagan í þessum bókaflokki.

„Verðugur endir á sérstöku skeiði í norrænni

glæpasagnagerð.“Politiken

„… fáir höfundar spinna jafn vel saman ólíka þræði …“

Íris Davíðsdóttir / Fréttanetið (um Hamingjuveg)

Annika, hjálpaðu mér! Þessi sms-skilaboð eru síðasta lífs- markið sem komið hefur frá Birgittu, systur Anniku Bengtzon.

MetsölulistiEymundsson

Heildarlisti vika 12

1.

www.forlagid.is | Bókabúð Forlagsins | F iskislóð 39

Page 36: 01 04 2016

Kennarinn Anna Lára Páls-dóttir er einstæð móðir þriggja barna sem stundar fjögur störf til að ná endum saman. Hún er lífsglaður töffari sem lifir í núinu, hlær hátt með nemendum sínum og reynir að spá ekki of mikið í það þegar buddan er tóm eftir miðjan mánuðinn. Hún elskar starfið sitt en ræðir ófeimin erfiða lífsbaráttuna á kenn-aralaunum. Erla Sigurlaug Sigurðardó[email protected]

Anna Lára Pálsdóttir hefur 20 ára reynslu af kennslu, bæði úti á landi, í Danmörku og á höfuðborg­arsvæðinu. Hún fann strax að hún væri réttri hillu í kennslunni. „Ég er í draumastarfinu mínu en börn og unglingar finnst mér skemmti­legasta fólk í heimi. Það er bæði gefandi og gleðjandi að vera með þeim. Ég næ vel til krakkanna og mér þótti ótrúlega vænt um að sjá á Skólapúlsinum hvað áhuginn á náttúrufræði hafði aukist nýlega, línuritið tók stórt stökk,“ segir Anna Lára stolt en hún sinnir fag­stjórn í náttúrufræði.

Kennslan mikið breyttAnna Lára ræðir miklar breytingar á kennarastarfinu á undanförnum árum og segir aukna miðstýringu og skipanir ofan frá vera að gera út af við kennara og vinnugleðina. „Kennarar sem hafa ástríðu fyrir kennslu eru að brenna út af fundarsetum og innleiðingum sem

Ég þarf að velja og hafna í svo ótrúlega mörgu. Ég reyni að

láta börnin ekki finna fyrir þessu

en oft veldur þetta kvíða hjá manni.

koma ofan frá. Það verður sífellt minni tími til að sinna því sem fram fer í kennslustofunni. Og ekki hækka launin í samræmi. Eins er ekki mögulegt að hífa launin upp, engin yfirvinna í boði lengur.“ Anna Lára talar einnig um að það sé augljós sundrung í stéttinni og mikil neikvæðni. „Það þarf að tala jákvætt um hversu faglegt og fjöl­breytt skólastarf er í dag og um hvað nemendur eru frábærir og sniðugir.“

Kennaralaunin duga ekkiAnna Lára er eina fyrirvinnan á heimilinu. „Ég er langt frá því að vera með strípuð kennaralaun. Ég er með mastersgráðu og með eitt ár í íslensku í Háskólanum. Svo gildir aldurinn líka til hækk­unar á launum. En ég er ein með allan pakkann á þessum launum þótt ég fái vissulega greitt meðlag með sonunum.“ Auk kennslunn­ar sinnir hún aðhlynningu aðra hvora helgi og prjónar vettlinga til sölu. Þá stundar hún skálavörslu á hálendinu í sumarfríinu. „Svo er ég reyndar í námi líka, í einu fagi til að dýpka mig aðeins í kennslu­fræðunum. En það reyndar mun því miður ekki hækka launin mín í kennslunni.“

Virðingarvert starf í DanmörkuAnna Lára stundaði kennslu um sex ára skeið í Danmörku og segist finna mikinn mun á viðhorfi til starfsins. „Fólk spurði við hvað maður starfaði og maður svaraði svona í þessum tón að maður væri nú bara kennari. En það þótti ekk­ert „bara“ þar. Launin voru mjög góð og við lifðum mjög góðu og fjölskylduvænu lífi þarna úti. Við vorum með þrjú lítil börn og það var meiri tími til að vera saman, vinnutíminn gerði ráð fyrir því að maður þyrfti að sinna börnunum.“

„Í Danmörku fannst manni svo sjálfsagt að lífið væri eins ljúft og það var. Svo er maður á svo allt öðrum stað núna. Mér finnst að á þessum aldri hefði ég átt að vera komin á betri stað. Áhyggjulausari stað,“ segir hún hugsi.

Sefur bak við stofuskápinnSumarið 2008 flutti Anna Lára heim frá Danmörku eftir skilnað. Hún hefur frá því verið á leigu­markaðnum og leigir nú litla þriggja herbergja íbúð af leigu­félagi á 190 þúsund krónur á mán­uði. Anna Lára hefur flutt átta sinnum á jafn mörgum árum en er

nú örugg með þessa íbúð svo lengi sem greitt er af henni. Synir henn­ar tveir hafa sitt hvort herbergið en sjálf bjó hún um sig í stofunni, á bak við stofuskápinn. „Ég er ekkert að ráða við þetta en ég finn ekkert ódýrara. Það er eins og allt hafi hækkað svakalega á stuttum tíma.“

Er góðærið komið?Anna Lára segir að umtal um að góðærið sé komið hafi ekki farið framhjá sér en hún finni hins vegar alls ekki fyrir uppsveiflunni. „Það á allt að vera í lukkunnar velstandi en ég bara kannast ekki við það og finnst róðurinn heldur vera að þyngjast. Ég er vel menntuð, í fullu starfi, skulda ekki neitt og lifi mjög hversdagslegu og fábreyttu lífi. Samt þarf ég að velta hverri einustu krónu fjórum sinnum áður en ég ákveð að ráðstafa henni og nánast alltaf biðja ættingja og vini um aðstoð í lok mánaðar. Góðærið er allavega ekki að skila sér hingað til hins almenna meðaljóns.“

„Ég er auðvitað þakklát fyrir margt, til dæmis fyrir að ekki með börnin mín á einhverri bátsskel úti á Miðjarðarhafi. En ég er Íslend­ingur og bý í velferðarsamfélagi. Ég á ekki að bera mig saman við stríðshrjáða.“

„En svona er minn veruleiki. Ég þarf að velja og hafna í svo ótrúlega mörgu. Ég reyni að láta börnin ekki finna fyrir þessu en oft veldur þetta kvíða hjá manni. Til dæmis var ég einu sinni í lok mánaðar beðin um að koma með heitan brauðrétt á hlaðborð í vinnunni. Ég var náttúrulega búin að raða niður síðustu aurunum og matar­bitunum á daga og ekkert mátti út af bregða fram að mánaðamótum. En ég fór samt, oft sem áður, í reddingar, fór með síðustu flösk­urnar í endurvinnsluna og hringdi í vin sem lánaði mér þúsundkall. Svo mæti ég með minn brauðrétt. Þetta er auðvitað alveg galið en ég á erfitt með að segja upphátt að ég geti ekki hluti vegna peningaleysis en ég er að æfa mig í því,“ segir hún hlæjandi.

Engar gerviþarfirAnna Lára talar hispurslaust um ástandið. „Fátækt og því að ná ekki endum saman fylgir skömm og þöggun, en ég skammast mín ekki og vil vekja athygli á ástandinu. Ég finn ekki heldur fyrir biturð. Þetta bara er svona og ég er að gera mitt allra besta til að troða marvaðann milli mánaðamóta, horfi í hverja

krónu og passa að vera ekki með neinar gerviþarfir. Mér er alveg sama þótt ég eigi túbusjónvarp, bíllinn er bara einhver skrjóður til að komast frá a til b og ég kaupi oft notuð föt. Ég verð þó að segja að það gefur mér mikið að fara í leik­hús og út að borða með góðum vin­um og ég geri það örsjaldan. Mig langar líka oft að bjóða börnunum mínum í leikhús og fara til dóttur minnar til Barcelona í heimsókn en það kostar svo svakalega mikla yfirlegu og aukavinnu.“

Með húmorinn að vopniAnna Lára segir það muna öllu að vera með tvær innkomur á heimilið og stundum verði hún afar pirruð á ástandinu og því að geta í raun ekki verið ein í þessari baráttu. „Ég ligg samt ekkert þarna bak við stofuskápinn í fósturstell­ingunni af því ég á svo bágt. Ég geri fullt skemmtilegt og er að njóta lífs­ins. En maður nýtur þess kannski öðruvísi.“ Anna Lára er húmoristi og sér margt fyndið við aðstöðu sína „Ég get einhvern veginn alltaf gert grín að sjálfri mér og öllu þessu. Ég fer kannski í pirrkast en það er mjög sjaldan sem ég leyfi mér að marínerast í volæði“.

Vettlingaprjónið ekki áhugamálVettlingarnir hennar Önnu Láru eru fallega munstraðir og vel prjónaðir. Prjónaskapurinn er þó ekki áhugamál Önnu Láru heldur prjónar hún til að safna fyrir ferð í útskrift dótturinnar sem útskrifast í Barcelona í júní. „Eina markmiðið mitt á árinu er að komast í útskrift­ina og taka strákana með og þess vegna prjóna ég. Ég held utan um þetta á sérreikningi en reyndar er bara 500 kall þar inni núna,“ segir Anna Lára og hristir hausinn hlæj­andi. „Ég er samt búin að kaupa fargjaldið fyrir okkur, það gerði ég fyrir peninga sem ég fékk aukalega fyrir að hafa kennaranema hjá mér alla haustönnina, vettlingaprjónið hefur óvart farið í að ná endum saman. En ég á eftir að safna fyrir gistingu og gjaldeyri,“ segir Anna, vongóð um að vettlingarnir seljist áfram vel.

Stundar fjögur störf til að lifa

Anna Lára er húmoristi og sér margt fyndið við aðstöðu sína. „Ég get einhvern veginn alltaf gert grín að sjálfri mér og öllu

þessu. Ég fer kannski í pirrkast en það er mjög sjaldan sem ég leyfi

mér að marínerast í volæði.“Mynd | Rut

BLÁR APRÍLStyrktarfélag barnameð einhverfu

#blarapril902 1010

Dagur, 9 ára.

Netlu-, túnfífla- og birkilaufstöflur örva brennslu og meltingu og eru bjúglosandi. Sérstaklega er mælt með vörunni til að hreinsa líkamann.

Colonic PlusKehonpuhdistaja

www.birkiaska.is

36 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 1. APRÍL–3. APRÍL 2016

Page 37: 01 04 2016
Page 38: 01 04 2016

Sonja Georgsdóttir listakona fékk sinn skerf af þolraunum á meðan hún lifði. Hún lést úr krabbameini í septem-ber en hafði glímt við geð-heilsuna í áraraðir. Bók um ævistarf hennar kemur út um helgina.

Sonja Georgsdóttir var í forsíðu-viðtali við Fréttatímann í sumar og lýsti þá glímu sinni við líkamlega og andlega heilsu. Þegar viðtalið var tekið hafði Sonja greinst með krabbamein á lokastigi og var sátt við að deyja. Glíman við geðið hafði reynst henni erfið um ævina og haft mótandi áhrif á persónu hennar og myndlistarverk. „Sonja var greind með sjúkdóm sem heitir „borderline“. Hún vann mikið með landakort, brotalínur og mörk í eiginlegum og óeiginlegum skiln-ingi,“ segir María Pétursdóttir, gömul vinkona Sonju og ritstýra yfirlitsbókarinnar Gildi / Values.

„Hún var sterkur persónuleiki og litríkur. Mikil dýrakona og

sást gjarnan á gangi um borgina með páfagauk á öxlinni og hunda í bandi. Lengi vel gekk hún með kanínuna sína í sérsaumuðum magapoka.“

Sonja lærði myndlist í Myndlist-arskólanum og síðar í School of Vi-sual Arts í New York. Hún bjó lengi í Bandaríkjunum og var uppalin í Danmörku. „Það fór ekki mikið fyrir henni sem myndlistarkonu á Íslandi en það kom mér á óvart þegar hún lést, hve mörg verk hún skildi eftir sig. Hún hafði verið mjög afkastamikil þrátt fyrir að vera oft á tíðum óvinnufær vegna veikindanna,“ segir María.

Þegar Sonja áttaði sig á því í að hún hefði tapað baráttunni við krabbameinið fór hún að leggja drög að yfirliti yfir verk sín. María lagði henni lið og stóð fyrir söfnun á hópfjármögnunarsíðunni Karolína fund, svo hægt væri að fjármagna prentun bókarinnar. Söfnunin tókst vel og hafa vinir Sonju, þau María, Almar Ingason og Bragi Halldórsson, unnið hörð-

um höndum við að skrásetja verk hennar og gera þeim skil í bókinni. Í tilefni af útgáfu bókarinnar verð-ur einnig opnuð sýning á verkum Sonju í húsakynnum Samtakanna ‘78 á laugardag. | þt

Gylfaflöt 7 112 Reykjavík 587 8700 krumma.is

Hama perlurnar fáið þið í verslun við GylfaflötHama perlurnar fáið þið í verslun við Gylfaflöt

Virginia Gillard lærði leik-list og trúðaleiklist í París hjá frægum trúðaleikara og hefur unnið sem trúður þar úti til að hjálpa bæði veikum börnum og eldra fólki með heilabilun. Hún segir rauða nefið geta gert kraftaverk og vonast til að koma trúðaverkefni á fót fyrr en síðar í íslenska heilbrigðis-kerfinu. Um þessar mundir leikur hún í barnaleikritinu HVÍTT sem fengið hefur frábæra dóma. Erla Sigurlaug Sigurðardóttir [email protected]

Virginia fæddist á Englandi, ólst upp í Ástralíu, nam í París og hefur búið á Íslandi frá árinu 2012 með fjölskyldu sinni. Hún fluttist til Skotlands eftir nám og vann í 12 ár með leikarahópi sem skemmti langveikum börnum og heilabil-uðum á sjúkrastofnunum, en þetta var fyrsta samtvinnaða lista- og heilsuverkefnið þarlendis. Hjá börnunum voru Virginia og félagar trúðalæknar. „Markmiðið var að færa þeim leikinn aftur, það er svo mikilvægt að leika sér sem barn, þótt þú sért veikur. Trúðaleiklist virkar, en trúðar eru með lægstu stöðuna í samfélaginu, þeir bera enga ábyrgð, þeim fylgir áhyggju-leysi og sakleysi og börnin finna að þau geta hjálpað trúðunum því þau

eru klárari en þeir. Það er alltaf verið að hjálpa veiku börnunum en þarna gátu þau hjálpað trúðunum og það jók á vellíðan og sjálfstraust þeirra,“ segir Virginia.

Verkefnið með heilabiluðum snerist um að trúðafjölskylda mætti í heimsókn til þeirra og lífgaði upp á fábreyttan daginn. „Við vorum vel til höfð og með rauða nefið. Við vorum klaufaleg og fyndin en listin felst í því að spinna á staðnum og láta þeim líða sem einhvers virði. Trúðarnir voru til í allt, það var mikil gleði og við sungum saman og hlógum mikið og þau hjálpuðu trúðunum.

Ef maður náði tengingu við þau í aðeins 5 mínútur eða lengur var árangrinum náð.“

Virginia á sér draum um að koma trúðaverkefninu, sem hún kallar Góðir gestir, inn í íslenskt heilbrigðiskerfi og vinnur hún að því að sækja um styrki og kynna verkefnið. Sem stendur hefur leik-konan í nógu að snúast, en hún setti meðal annars á fót barnaleik-ritið HVÍTT sem fengið hefur frá-bæra dóma. Hvítt leiksviðið verður að lokum afar litríkt og skilaboðin um fjölbreytileikann eru börn-unum skýr en þau taka virkan þátt í sýningunni.

Virginía segir að trúðar geti haft góð áhrif á geðheilsu fólks.

Hvernig á að vinna leikinn?

Hvítur riddari Gunnar 4 til Finnur 6, skák. Það er gaman að leika sér. Öllu gamni fylgir þó iðulega einhver alvara, sérstaklega ef kappi/keppni er bætt við leikinn. Um „ramma“ og reglur skipulagðra leikja þarf að ríkja samræmd sátt. Ég sá í fréttum í þar síðustu viku að stórmeistarinn og núverandi Íslandsmeistari, nafni minn Steingrímsson, er ekki sáttur við breidd þeirra skákborða sem til stendur að nota á Opna Reykjavík-urmótinu í skák. Það kom ekki fram í fréttinni hvort borðin væru of mjó eða of breið. Héðinn segir skákhefð-ina hér á landi mikla og að við höf-um átt íþróttamenn/listamenn í list leiksins á heimsmælikvarða. Ég tel að hann hafi nokkuð til síns máls.

Ég „drep“ stundum tíma með því að færa „menn“ á borði í sím-anum. Það er mjög skemmtileg og góð rækt við og fyrir hugann. Ég finn hvað það er gott að gleyma sér í smækkaðri mynd af „heiminum“ á skákborðinu. Þar eru, líkt og mörg okkar upplifum í lífinu, kóngar, drottningar, peð, biskupar og stað-fastir hrókar. Án þess að hafa leitt hugann sérstaklega að skákborðinu á símanum efast ég ekki um það að það krefðist aðlögunar ef borðið, og þar með hinir 64 reitir, mjókk-uðu eða breikk-uðu. Slíkt gæti haft áhrif á þá einbeit-ingu og

íhugun sem leikurinn krefst af skákmanninum.

Það að „sjá“ fram í tímann er eiginleiki sem getur komið sér vel. Að geta beitt rökhugsun, innsæi og ímyndun með listrænum tilburðum í fléttum og flækjum með það að markmiði að „sigra“ er góð æfing fyrir lífið. Auk þess er sú einbeiting og hugarró, þó með síkvikri orku undir niðri, sem leikurinn krefst prýðilegt „tæki“ til að vinna gegn því einbeitingarleysi og athyglis-bresti sem hin sítengda veröld samtímans virðist oft valda okkur mörgum. Hjá okkur „leikmönnum“ ætti það hvort sigur næst, jafnt-efli er boðið eða tap ekki að vera aðalatriðið og hinir manngerðu „getu“kvarðar Elo-stiga og aðrir samkeppnismælikvarðar ættu að vera aukaatriði. Stórmeistarar og atvinnumenn búa við annað sniðmát. Þar er „mátið“ eindregið markmið leiksins og því ramminn mikilvægur.

Lundreykjadælingurinn Magnús Ásgeirsson þýddi um árið hið forna kvæði og lífsspeki Omars Khayyám (1048-1141), Rubáiyát. Omar var múslimatrúar og orti um fegurð lífs-ins, léttleikandi ástarbríma í tungls-ljósi og nautn og neyslu áfengra drykkja. Kvæðið er magnþrungin frásögn tilvistar mannskepnunnar. Undurfagurt og djúpt. Í erindi XLIX fjallar skáldið um hverfulleika lífsins og vanmátt mannsins. Þar dregur hann sterka mynd af okkur mannpeðunum gagnvart skapar-anum. Við erum á endanum alltaf skák og mát þó mörg okkar upp-lifum lífið sem þrátefli.

Utan hringsins Héðinn Unnsteinsson

Í daga og nætur skiptist skáborð eitt.Af skapavöldum er þar manntafl þreytt.Þær færa oss til og fella oss, gera oss mát.Og frú og kóngi er loks í stokkinn þeytt. (O.K)

Trúðaleiklist í heilbrigðiskerfinu virkar

Verk eftir Sonju Georgsdóttur úr bókinni Gildi / Values.

Ævistarfið litað af geðveikiSonja Georgsdóttir lærði myndlist í Myndlistarskólanum og síðar í School of Visual Arts í New York.

38 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 1. APRÍL–3. APRÍL 2016

Page 39: 01 04 2016

Snuran.is - Síðumúla 21sími 537 5101 - [email protected]

Afmælisafsláttur 01.04 & 02.04 - Opið 11 - 18 báða daga

Snúran fagnar 2ja ára afmæli15% - 25% afsláttur af öllu

20% afsláttur af völdum merkjum

Page 40: 01 04 2016

5 góð ráð við kryddjurtaræktun

1Þó það sé gaman að byrja frá grunni og sá sjálfur er

vænlegra til árangurs að kaupa græðlinga frá gróðurstöðvum.

2 Ekki spenna bogann of hátt í fyrstu. Byrjaðu á basiliku

og svo geturðu unnið þig upp í erfiðari kryddjurtir.

3 Best er að skvetta smá vatni á kryddjurtirnar daglega, en

ekki vökva þær vikulega eins og blóm. Auður Rafns segir að gott sé að láta pottinn standa í skál og áríðandi sé að í botni potts-ins sé smá krull eða steinar.

4 Mikilvægt er að klippa krydd-jurtir snemma og oft. Basil-

iku er best að klippa ofan frá við efstu laufin. Við það þéttist plantan verulega. Ef hún er ekki klippt nægilega verður hún of hávaxin. Þetta á við um allar kryddjurtir.

5 Það á aldrei að taka neðstu stóru laufin því þau eru mik-

ilvæg fyrir upptöku sólarljóss og birtu. Þess í stað á að tína lauf ofan frá enda eru þau nýjust og bragðast best.

Heimildir: Leiðbeingastöð heimilanna, Auður Rafns á Spyr.is og fleiri.

Þitt er valiðÞú velur að kaupa innréttinguna í ósamsettum einingum, eða lætur okkur um samsetninguna. Að sjálfsögðu önnumst við líka uppsetningu og endanlegan frágang.Fullkomin þjónusta, eigið verkstæði.

Fjölbreytt úrval aF hurðum, Framhliðum, klæðningum og einingum

ELDHÚSINNRÉTTINGAR

styrkur - ending - gæði

HÁGÆða DaNSKar

Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is

Opið: Mán. til föstudaga kl. 09 til 18 Laugardaga kl. 11 til 15

Handprjónasamband Íslands

Skólavörðustíg 19 s. 552-1890 www.handknit.is

Aðrir litir í Léttlopa

Myn

dir |

Nor

dicP

hoto

s/G

etty

Hönnuðurinn Katie Eary hefur hannað línu borðbúnaðar og ann-arra muna fyrir heimilið í samstarfi við IKEA. Línan sem kemur í sölu nú í apríl og sem ber heitið GILTIG. Hún verður aðeins til sölu í takmark-aðan tíma og því fá þeir sem fyrstir koma. Línan samanstendur af falleg-um og skrautlegum textíl og lifandi og litríkum munstrum. Katie Eary er þekktust fyrir að hanna framúr-stefnulegan og djarfan karlmanna-fatnað þannig að með hönnun sinni í samstarfi við IKEA fer hún vel út fyrir þægindarammann.

Það sem er einna skemmtilegast við innanhússpælingar nú til dags er það hversu fjölbreytt flóra er í gangi. Fólk notar nýtt og notað í bland og fer jöfnum höndum í dýrar hönnunarbúðir, IKEA og Góða hirðinn; það er allt leyfilegt. Gráir og hvítir tónar eru alltaf ríkjandi í eldhúsum en blómapottar, eldhús-áhöld og jafnvel stólar eru í öllum regnbogans litum. Pottaplöntur af öllum stærðum og gerðum lífga upp á rýmið og þær er hægt að hafa bæði í glugganum, á bekknum eða hangandi. Opnar hillur þar sem fal-legir munir, bæði gamlir og nýir, fá að njóta sín er mikil prýði í eldhús.

Katie Eery og IKEA í samstarf

Það er allt leyfilegt

Kryddjurtirnar lífga upp á eldhúsiðNú er tími til að huga að kryddjurtum fyrir sum-arið sem fara einkar vel á gluggasyllunni í eldhúsinu, lykta vel og bæta matseldina á heimilinu.

Fallegir pottar með kryddjurtum geta heldur betur lífgað upp á eld-húsið. Þar að auki bæta ferskar kryddjurtir matseldina og ferska og skemmtilega lykt leggur yfir eldhúsið.

Það hentar raunar einkar vel að rækta kryddjurtir í eldhúsinu, að því gefnu að sólar njóti þar við. Í eldhúsinu er stutt í vatn og þar er stutt að grípa til þeirra við elda-mennskuna. Um þessar mundir er vinsælt að hafa kryddjurtirnar hangandi í pottum en þær njóta sín jafn vel í hefðbundnum blóma-vösum eða bökkum.

Nú er akkúrat tíminn til að fara að huga að kryddjurtaræktun fyrir

sumarið. Ætli fólk að sá sjálft er tilvalið að gera það í apríl en svo er líka hægt að kaupa græðlinga frá gróðurstöðvum. Þá er rétt að umpotta þeim og vökva og passa að þær fái nóg af sól. Svo þarf að fylgjast vel með þeim, ekki vökva of mikið en um leið varast að láta þær ofþorna.

Meðal þeirra kryddjurta sem auðvelt er að rækta heima við eru basilika, oregano, timjan, rósmar-ín, kóríander, dill, salvía, minta og graslaukur. | hdm

40 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 1. APRÍL–3. APRÍL 2016

Page 41: 01 04 2016
Page 42: 01 04 2016

Myndir | Hari

Fjölmiðlahjónin Þórhildur og Sveinn tóku eldhúsið í gegn þegar þau fluttu í nýja íbúð. Þórhildur nýtur þess að horfa á bóndann elda og láta hann snúast í kringum sig.

„Í minningunni voru þessar fram-kvæmdir svolítið eins og að fæða barn. Þetta virtist endalaust með-an á því stóð en þegar það var búið þá man maður ekki hvað þetta var langt og erfitt,“ segir Þórhildur Ólafsdóttir, dagskrárgerðarkona á Rás 1. Þórhildur og eiginmaður hennar, Sveinn H. Guðmarsson, fréttamaður á RÚV, fluttu í nýja íbúð á Seltjarnarnesi í fyrra. Þau tóku eldhúsið í gegn í flutning-unum.

Brutu niður burðarvegginn„Okkur langaði til að opna milli stofu og eldhúss og sáum strax möguleikana á því þegar við keypt-um íbúðina. Við brutum niður vegg sem samkvæmt teikningum átti að vera venjulegur veggur en í ljós kom að var burðarveggur. Þá vorum við komin af stað og gátum ekki snúið til baka. Við fengum Helgu Guðrúnu Vilmundardóttur, arkitekt og nágranna okkar, til að kíkja yfir og hún hjálpaði okkur að vinna úr ýmsum hugmyndum. Helga kom strax með þá hugmynd að færa hurðarop til sem hjálpaði til við að nýta pláss. Hún stakk líka upp á því að við fengjum skápa alveg upp í loft sem eru faldir bak við falskan vegg.“

Mikil vinna liggur að baki því að velja réttu innréttingarnar í nýtt eldhús. „Við skoðuðum út um allt en enduðum á að kaupa HTH-inn-réttingu. Ég er ekki að segja að við hefðum kannski farið í eitthvað annað ef við hefðum endalaus

fjárráð, en þessi innrétting var bæði innan okkar stíls og fjárhags-ramma,“ segir Þórhildur.

Innréttingin sem þau völdu er hvít og höldulaus. „Það er athyglis-vert að við erum ekki með neinar hillur, maður þarf aldrei að teygja sig upp eftir glösum eða diskum, við opnum bara skúffur.“

Keypti Rolls Royce-inn í vöskumFramkvæmdir sem þessar taka gjarnan langan tíma og vinda upp á sig. Sú varð raunin hjá Þórhildi og Sveini. „Það þurfti að taka nið-ur ofna og allt tók þetta lengri tíma en við bjuggumst við. Við ætluðum ekki að skipta um gólfefni en end-uðum á að setja nýtt gólfefni á alla íbúðina. Svo þurftum við að fá fag-mann til að spartla veggina,“ segir Þórhildur.

Þau þurftu að bíða í nokkrar vikur eftir hinni fullkomnu borð-plötu en sú er úr hnotu frá Fanntó-felli. Hugmyndir þeirra um að nýta gamla vaskinn í nýju innrétt-inguna voru slegnar út af borðinu með tilheyrandi kostnaði. „Sölu-maðurinn sýndi okkur þennan og sagði að hann væri Rolls Royce-inn í vöskum. Ég sagðist bara ætla að fá hann. Við vorum alltaf að horfa í peningana í þessum framkvæmd-um en ekki þarna. Týpískt reyndar að í eina sinn sem ég kaupi Rolls Royce af einhverju þá þurfi það að vera vaskur. En hann er skínandi demantur í þessari eldhúsinnrétt-ingu, að vísu með ódýrum IKEA-blöndunartækjum því við vorum búin að sprengja kostnaðaráætl-unina.“

Hrædd við minimalískan stílHjónin voru, að sögn Þórhildar, afar samstíga í þessum fram-kvæmdum þar til kom að því að velja flísar á annan eldhúsvegg-

inn. „Ég veit ekki hvað við fórum margar ferðir í flísabúðir. Ég stakk upp á perlumóðurflísum sem voru eins og diskókúla. Sveinn var ekki til í það og Helga arkitekt varð hvít í framan þegar ég fór að viðra þessar pælingar. Við vildum ekki hvítar flísar því eldhúsið átti ekki að vera eins og skurðstofa og við vorum pínu hrædd við þetta míni-malíska skandinavíska dót. Svenni fann bláar flísar sem honum fannst fallegar en ég var hrædd um að maður fengi ógeð á þeim. Hann hlustaði ekki á mig en hann hlustaði hins vegar á stelpurnar í saumaklúbbnum mínum þegar ég

bar þetta undir þær,“ segir Þór-hildur en að endingu sættust þau á gráar flísar.

„Þessi hnota er því kannski það eina sem stendur eftir af upp-runalegu hugmyndunum okkar. Að öllu þessu sögðu er ég rosalega ánægð með eldhúsið. Og ég er öll að mildast í afstöðunni gagnvart skandinavíska stílnum.“

En hvað með notagildið? Hef-urðu unnið þrekvirki í þessu nýja eldhúsi?

„Nei, eldhúsið er fyrir Svenna. Guð, ég kem ekki nálægt þessu. Ég sit á barstól við borðið og borða af pönnunni þegar Svenni er að

elda. Ég horfi á hann gera allt og læt hann rétta mér kaffibolla. Ég er engin eldhúsgyðja sem sést til dæmis á því að allar mínar hug-myndir fyrir þessar framkvæmdir voru fullkomlega óraunhæfar.“ | hdm

Bóndinn fékk nýtt eldhús

Týpískt reyndar að í eina sinn sem ég kaupi Rolls Royce af

einhverju þá þurfi það að vera vaskur.

Þórhildur Ólafsdóttir er ánægð með nýtt eldhús sitt í íbúðinni á Seltjarnarnesi.

Eldhús Þórhildar og Sveins er stílhreint og fallegt. Nóg pláss er í tækja- og búrskápum og húsfreyjan situr á barstól meðan bóndinn eldar.

42 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 1. APRÍL–3. APRÍL 2016

Heimili & hönnun

Page 43: 01 04 2016

KRINGLUNNI - S: 553-0500www.hrim.is

LAUGAVEGI 25 - S: 553-3003

Planteplaneter | Plant Planets

NÝTTMERKI

FERMING2016

NÝ SENDING

NÝTT

LAUGAVEGI 32 - S: 553-2002

Page 44: 01 04 2016

Unnið í samstarfi við ON

Síðan 2014 hefur Orka nátt-úrunnar (ON) stýrt þróunar-verkefni með uppsetningu hraðhleðslustöðva fyrir rafbíla.

Jón Sigurðsson viðskiptastjóri hefur haft yfirumsjón með verkefninu. „Við stigum fyrsta skrefið til að byggja upp innviði og hvetja til raf-bílanotkunar á Íslandi. Eftir því sem rafbílum fjölgar verður meiri þörf á hraðhleðslustöðvum,“ segir Jón. Nú þegar eru 10 stöðvar starfræktar, sex á höfuðborgarsvæðinu og svo á Selfossi, Akranesi, Reykjanesbæ og Borgarnesi. Þrjár til viðbótar eru í bígerð, tvær á Akureyri og ein við Hellisheiðarvirkjun.

Tekur 20-30 mínútur að hlaðaRafbílaeign Íslendinga hefur vaxið hratt undanfarin ár. „Þegar við settum upp fyrstu hraðhleðslustöðina í mars árið 2014 voru um 100 rafbílar í notkun á landinu en núna er þeir nær 750. Fjölgunin er mun meiri en við áttum von á,“ segir Jón. Það tekur ekki nema um 20-30 mínútur að hlaða bílinn á hraðhleðslustöðvunum á móti 10-12 klukkutímum þegar hlaðið er heima. Hver hleðsla dugir um 100-150 kílómetra. Það er þó að breytast hratt. „Drægni bílanna er að aukast mikið, núna kaupir þú kannski bíl sem fer 200 kílómetra á hleðslu en sama tegund keypt í fyrra hefði kannski drifið 150 kílómetra. Bílarnir verða þó ekki dýrari fyrir vikið, þetta er bara svipað eins og var með þróun tölvunnar á sínum tíma.“

Rekstarkostnaður mikið lægriVirðisaukaskattur og önnur gjöld hafa ekki verið á rafbílum sem hefur gert fleirum kleift að festa kaup á rafbíl. „Stjórnvöld ættu þó að koma miklu meira að þessari þróun með fjármagni og stuðningi við að byggja innviði. Þetta er bara mjög mikið rætt núna, ekki síst eftir loftslagsráð-stefnuna í París þar sem þetta mál var númer eitt, tvö og þrjú, að minnka losun koltvísýrings út í andrúms-loftið.“ Rafbílar eru nú á sambærilegu verði og aðrir bílar en vissulega er rekstrarkostnaður miklum mun lægri þar sem hvorki þarf að hugsa um bensín- eða olíukostnað né olíuskipti. „Rafmagnið kostar bara örlítið brot af bensínkostnaði. Við erum ekki byrjuð að rukka fyrir rafmagnið á hrað-hleðslustöðvunum þar sem þetta er þróunarverkefni.

Kynningar | Vistvænir bílar AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANSS. 531 33 00 | [email protected]

ON í forystu í uppbyggingu innviðaRafbílar það sem koma skal.

Hröð fjölgun rafbíla• ON hefur í dag forystu í upp-

byggingu innviða fyrir rafbíla og hvetur til notkunar á grænni endurnýjanlegri orku.

• Hraðhleðslan er hugsuð sem öryggisventill, flestir hlaða heima hjá sér.

• Fjöldi rafbíla hefur meira en sexfaldast frá því fyrsta stöðin var opnuð í mars 2014.

• Notkun stöðvanna er mikil og mun meiri en í flestum öðrum löndum.

• Það eru mun fleiri hraðhleðslu-stöðvar á hverja 1.000 bíla á Íslandi en t.d. í Noregi.

Reglum um raflagnir ábótavantSlæm aðstaða rafbílaeigenda sem búa í fjölbýlishúsum gæti hamlað fjölgun rafbíla á Íslandi. Mjög brýnt er að koma þessu í byggingarreglugerð og að gera kröfu um rafbílastæði við fjölbýlis- og atvinnuhúsnæði, a.m.k. þeirra sem enn eru óbyggð. Það getur verið ansi snúið og kostnaðarsamt og jafnvel óframkvæmanlegt að koma þessu fyrir þegar mannvirki er þegar byggt. Grunndreifi-kerfið getur að öllum líkindum annað um 40 þúsund rafbílum til ársins 2030, en húskerfin eru yfirleitt alls ekki í stakk búin til að bæta við þessu álagi, bílastæða-hús gera ekki ráð fyrir þessu og lóðarskipulag reiknar ekki með rafbílastæðum á lóð.

Það er í valdi þings og ráðuneytis umhverfis- og auð-lindamála að vinna að stefnumótun, setja ný ákvæði í byggingarreglugerð um rafbílastæði og breyttar hönn-unarforsendur til að bregðast við þessari auknu þörf. Ef rafbílum á að fjölga í takt við yfirlýsingar stjórnvalda þá þarf að bæta innviði og aðstöðu og möguleika fólks til að hlaða rafbíla sína heima, í vinnunni, þjónustubygg-ingum o.s.frv. Flestar byggingar á Íslandi, byggðar fyrir árið 2016, hafa ekki þessa möguleika, en eftir 20 ár væru það um 90% allra bygginga á Íslandi ef stjórnvöld bregðast strax við og setja ný ákvæði um rafbíla í bygg-ingarreglugerð.

Jón Sigurðsson, viðskiptastjóri ON, við eina af hraðhleðslustöðvunum. Þær má finna á tíu stöðum nú þegar og þrjár til viðbótar eru í bígerð, þar af tvær á Akureyri.

Mynd | Rut

Vistvæn orka er mun ódýrari en olía og bensín og það verður sífellt auðveldara að reka vistvæna bíla

Bensín- eða olíukostnaður við að eiga bíl getur hlaupið á tugum þúsunda í mánuði hverjum, að sjálfsögðu eftir bíltegund og akstri. Margir sem velta því fyrir sér að skipta yfir í vistvænni bíl eru einmitt að horfa í þennan kostnað. En hversu mikið er hægt að spara á því að vera á rafbíl eða öðrum vistvænum kosti?

Orkusetur hefur útbúið reiknivél þar sem hægt er að fylla inn allar forsendur og sjá þá svart á hvítu hversu mikið sparast. Á sama stað er hægt að reikna út hversu mikið sparast með að skilja bílinn eftir heima og labba frekar, hversu mikið sparast með því að hjóla og ým-islegt fleira fróðlegt. Sjá á http://orkusetur.is/reiknivelar/.

Vistorkustæðum fjölgarMörg sveitarfélög eru að setja á oddinn þjónustu við þá sem aka um á vistvænum bílum. Þar stend-ur Akureyri framarlega. Yfirlýst markmið bæjaryfirvalda á Akur-eyri er að hamla eins og kostur er gegn notkun mengandi jarðefna-eldsneytis. Í fyrra voru svokölluð vistorkustæði tekin til notkunar í bænum en þau stæði eru á besta stað og sérstaklega ætluð þeim sem aka um á ökutækjum knúnum rafmagni og/eða metani. Stæðin eru við Glerártorg, Ráðhúsið, Bautann, Menningarhúsið Hof og nú nýlega bættist Háskólinn á Ak-ureyri við en fjögur þeirra stæða eru búin rafhleðslustöðvum.

Þessi skref eru hluti af þeirri stefnu sem Akureyrarbær hefur fylgt síðustu 10 ár; að kolefnishlut-leysa bæinn. Aðrir þættir í þeirri vegferð hafa til dæmis verið að bjóða frítt í strætó og efla lagningu hjóla- og göngustíga. Einnig hefur sorpflokkun í bænum verið til eftirbreytni síðustu ár.

Af hverju vistvænn bíll?

Á Akureyri eru vistorkustæði fyrir þá sem aka um á vistvænum bílum.

44 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 1. APRÍL–3. APRÍL 2016

Page 45: 01 04 2016

Allt á matseðli með 20% rabbat alla næstu viku, mandag - søndag (4.-10. apríl).Nú er også opið fram á kvöld.

Borðapantanir í 55 10 100

Vi ses.

Jómfrúin á 20 ára afmæli

Jómfrúin á 20 ára afmæli

Jómfrúin á 20 ára afmæli

Page 46: 01 04 2016

Það ríkir sannkölluð miðjarðarhafsstemning í eld-húsinu hjá Evu og Eduardo. Ólívuolía, tómatar, laukur, ólívur og saltfiskur liggja á borðinu og fjölskyldu-meðlimir tala hver í kapp við annan milli þess sem tappað er af vínflöskum og hrært í pottum. Það er saltfiskveisla í vændum, kalt saltfisksalat í forrétt, salt-fiskur í potti í aðalrétt og svo hefur vinur heimilisfólksins lagt katalónska útgáfu af saltfisks sushi á borð til að narta í á meðan verið er að útbúa réttina. Halla Harðardó[email protected]

Eva Fabregas og Eduardo Rodrigo hafa komið sér vel fyrir í Hafnar-firði með sonum sínum tveimur, Jose og Samir, og Jose, föður Evu. Það var efnahagskreppan á Spáni sem hrakti þau frá Logrono, höfuðborg La Rioja héraðsins fyrir ári. „Ég er ættuð frá Katalóníu þar sem ég ólst upp á bóndabæ for-eldra minna, nálægt Girona, en hef búið með manninum mínu í Logrono í tuttugu ár,“ segir Eva. „Við rákum saman bar í mið-bænum þar sem ég eldaði hádegis-mat alla daga, ég hef alltaf elskað að elda góðan mat. En svo kom kreppan og það varð alltaf erfiðara og erfiðara að reka staðinn, þó við höfum haft nokkra fasta kúnna. Það er bara svo hryllilegt ástand á Spáni að fólk leyfir sér ekkert, ekki einu sinni einn kaffibolla. Svo er allt unga fólkið atvinnulaust svo við sáum enga framtíð fyrir syni okkar. Eduardo, maðurinn minn, er rafvirki en hann hafði ekki fengið neina vinnu í nokkur ár. Þetta var bara þannig í fyrra að annaðhvort færum við á götuna eða úr landi.“

Fluttu með afa til ÍslandsÞegar fjölskyldan settist niður einn daginn fyrir rúmu ári til að ákveða hvert förinni yrði heitið var niðurstaðan Ísland. Þau höfðu heyrt margt gott um landið og að hér væri lítið atvinnuleysi og ekki flókið mál að komast inn í kerfið. „Við erum öll að elska þetta land, ekki síst því við vorum öll svo heppin að fá vinnu um leið,“ segir Eva en hún vinnur sem mat-ráður á leikskólanum Grænatúni í Kópavogi, Eduardo vinnur sem rafvirki hjá stóru fyrirtæki og eldri sonur þeirra er aðstoðarkokkur á veitingahúsi miðbænum. „Þetta er kannski erfiðast fyrir pabba því hann er einn heima mest allan daginn. Honum brá dálítið þegar við sögðumst ætla til Íslands en

það kom aldrei neitt annað til greina en að taka hann með því ekki færum við að skilja hann eftir einan. Hann hafði bara heyrt um Ísland vegna saltfisksins ykkar, sem er auðvitað sá besti í heimi.“

Saltfiskur vekur upp minningarEva segir fjölskylduna alls ekki borða saltfisk í hverri viku. Á þeirra heimili hafi saltfiskur alltaf verið dýr hátíðarmatur og þannig sé það enn. Þau leyfa sér hann samt oftar en áður, þar sem þau séu nú á Íslandi og langi þau í salt-fisk gera þau sér ferð niður í Kola-port þar sem hægt er að kaupa heil flök sem verkuð hafa verið á gamla mátann. „Á Spáni er hefð fyrir því að borða saltfisk alla föstudaga á páskaföstunni og á mínu heimili var það líka gert á afmælum. Ég elska að elda saltfisk því það minn-ir mig svo á mömmu mína. Sér-staklega vekur það fallegar minn-ingar hjá mér þegar ég ríf niður bitana sem hafa orðið afgangs þegar bestu bitarnir af flakinu hafa teknir frá í aðalréttinn. Afgangsbit-arnir fara í forréttinn sem kallast Empadrat, eða litlir steinar, vegna hvítu baunanna í réttinum sem líta út eins og steinar í læk. Það er ekki mikið krydd í þessum rétti, ekki frekar en í öðrum katalónskum réttum, því það snýst allt um sjálft hráefnið.“

Vinir, tómatar og hráskinka„Það er í rauninni ekkert sem við söknum eins, allavega ekki ennþá,“ segir Eva. „Auðvitað söknum við vina okkar og matar-ins sem við erum vön. Hér mættu til dæmis vera betri tómatar, við vorum með grænmetisgarð við húsið okkar þar sem tómatarnir voru stórir og rauðir og safaríkir, ég á erfitt með þessa gróður-húsatómata. Og svo sakna ég líka hráskinkunnar, madre mia hvað ég sakna hennar! En ég kvarta ekki því þið eruð með ótrúlegt hráefni á þessari eyju ykkar. Sérstaklega lambakjötið, það er engu líkt! Ég hlakka mikið til að fá vini okkar í heimsókn og elda fyrir þá íslenskt lambakjöt.

Meira á frettatiminn.is

Mynd | Hari

Matartíminn | Uppskriftin

Katalónsk veisla í Hafnarfirði

Kalt saltfisksalat (Empadrat)300 gr hvítar baunir1 rauð paprika1 rauður laukur150 gr safaríkir tómatar, eða

cherrytómatar250. gr hrár, útvatnaður salt-

fiskur, rifinn í litla bitaSvartar ólívur og extra virgin

ólívuolía Escalivada (Grilluð rauðpaprika

í ofni) Gott að hafa með til hliðar við salatið

Setjið rauða papriku í ofninn (150 gr) í heilu lagi í 30 mín. Hækkið svo hitann og þegar skinnið er byrjað að losna frá er paprikan tekin út og skinn-ið rifið af. Skerið paprikuna langsum í ræmur og setjið á disk. Saltið og setjið ólívuolíu yfir.

Eva Fabregas og Eduardo Rodrigo ásamt sonum sínum tveimur, Jose og Samir, og Jose, föður Evu.

Saltfiskur með paprikusósu (Baccalá amb senfaina)1 rauð paprika, skorin langsum

í ræmur1 græn paprika, skorin langsum

í ræmur1 laukur, skorinn langsum í

ræmur3 hvítlauksrif, pressaðTómatar, ferskir eða ein dósHvítvín

AðferðSjóðið allt saman í potti með loki við mjög lágan hita í klukku-stund. Hellið slatta af hvítvíni út í sósuna og látið sjóða upp. Veltið saltfiskbitunum upp úr hveiti og leggið í pottinn. Lokið í 5 mínútur og þá er rétturinn tilbúinn.

46 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 1. APRÍL–3. APRÍL 2016

Page 47: 01 04 2016

RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • WWW.SM.IS

SJÓNVARPSTILBOÐ

LG 55UF850V• 55" 3D Smart IPS LED sjónvarp• Ultra HD 4K 3840 x 2160 upplausn• 1600Hz PMI (Picture Master Index)• Tru ULTRA HD Engine - 4K uppskölun• Triple XD Engine / Ultra Clarity Index• Real Cinema 24p

• Quad-Core örgjörvi• 20W hátalarakerfi hannað af Harman / Kardon• webOS 2.0 - Nettenging með opnum netvafra• NETFLIX - 4K• Wi-Fi þráðlaus móttakari innbyggður• LG Cloud, Miracast, Wi-Fi Direct

• apt-X Bluetooth þráðlaus tenging• Stafrænn DVB-C/T2/S2 móttakari• Innbyggður gerfihnattamóttakari• 2 x USB 2.0 / 1x USB 3.0 tengi• Magic Remote Fylgir• Apple eða Android app

LG 49UF695V• 49" Smart IPS LED sjónvarp• Ultra HD 4K 3840 x 2160p upplausn• Tru ULTRA HD Engine - 4K uppskölun• Triple XD Engine / Ultra Clarity Index• Micro Pixel Control / Real Cinema 24p• Quad-Core örgjörvi• NetCast nettenging með opnum vafra• Þráðlaus Wi-Fi móttakari• LG Cloud, Miracast, Wi-Fi Direct• Stafrænn DVB-T/C/T2/S/S2 móttakari• Gervihnattamóttakari• 2 x USB 2.0 / USB 3.0 tengi / USB upptökaka• 3 x HDMI, Scart, Component tengi• Ethernet, Optical út & CI rauf• Magic Remote og App fyrir Apple og Android síma / spjaldtölvur

199.990VERÐ ÁÐUR 299.990

159.990VERÐ ÁÐUR 179.990

NJÓTTU NETFLIX

Í 4K

700Hz PMI 4K

1600Hz PMI 4K

Page 48: 01 04 2016

Unnið í samstarfi við Sæta svínið

Í dásamlega fallegu rauðu bárujárns-húsi við Ingólfstorg hefur verið opn-aður „gastropub“ á fjórum hæðum; Sæta svínið. Ásthildur Bára Jensdóttir

er rekstrarstjóri Sæta svínsins. „Við erum með góðan mat, margar tegundir af skemmtilegum bjór og góða kokkteila í léttu barumhverfi,“ segir hún.

Matseðillinn samanstendur af réttum með alþjóðlegu ívafi en íslenska matar-hefðin er ekki langt undan. Meðal þess sem er að finna á fjölbreyttum matseðl-inum eru flatkökur með léttgrafinni bleikju, djúpsteiktar saltfiskkrókettur, hrefna og kleinur. Allt er þetta borið fram á nýstárlegan og framandi hátt með fersku hráefni sem kitlar bragðlaukana.

Áhersla á létta stemningu á Sæta svíninu er allsráðandi. „Hér eru engar reglur og fólk má hafa þetta eins og það vill. Þú getur komið og fengið þér bjór og barsnakk eða þriggja rétta máltíð og keypt vínflösku með; eða kannski bara einn kokkteil,“ segir Ásthildur.

Boðið er upp á hádegismat á Sæta svíninu frá 11.30 til 14.30 og kvöldverð frá 17 til 23.30. Þess á milli er hægt að fá barsnakk og minni rétti.

Nafnið á staðnum vekur jafnan athygli. „Þetta byrjaði sem vinnuheiti en festist svo bara við staðinn þannig að það var ákveðið að halda því,“ segir Ásthildur. Sömu aðilar reka Sæta svínið og Tapasbarinn, Sushi Samba og Apotek Kitchen and Bar þannig að innanbúðar er mikil reynsla af happasælum rekstri.

Kynningar | Matartíminn AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANSS. 531 33 00 | [email protected]

Létt stemning á Sæta svíninuFrábær matur og drykkir í fallegu umhverfi

Ásthildur segir að gestir sammælist allir um að andrúmsloftið sé einstaklega létt og skemmtilegt á Sæta svíninu.

Þetta rauða bárujárnshús sem hýsir svínið sæta er einstök prýði fyrir miðbæinn.

Unnið í samstarfi við Massimo og Katia

Á Laugarásveginum er að finna ekta ítalskan veitingastað sem hjónin Massimo og Katia reka. Staðurinn ber nafnið

Massimo og Katia og þar er boðið upp á ekta ítalskan heimilismat.

Hjónin Massimo og Katia reiða fram handgert pasta og heimabakað brauð á hverjum degi. Allt er búið til á staðnum og því er maturinn eins ferskur og helst verður á kosið.

„Við gerum bæði pasta fyrir veit-ingastaðinn og svo er hægt að kaupa ferskt pasta í kílóavís og elda heima,“ segir Katia. Þau eru bæði með venju-legt pasta sem og fyllt pasta.

Á veitingastaðnum er einnig að finna ýmsar innfluttar vörur, svo sem kex, ólífur, olíur og girnilega osta á borð við parmeggiano og gorgonzola.

„Brauðið okkar er einnig allt bakað hér og fylgir með öllum okkar réttum,“ segir Katia.

Þá er hægt að fá tilboð hjá þeim fyrir afmæli eða önnur tilefni. „Við sjáum um að reiða fram ekta ítalska veislu fyrir öll tilefni,“ segir Katia áður en hún hverfur aftur til starfa.

Ekta ítalskt brauð og pastaÍtalskur matur á frábæru verði hjá Massimo og Katia á Laugarásveginum

2 fyrir 1 á lasagneNæstu 2 vikur er 2 fyrir 1 tilboð á gómsætu lasagne á aðeins kr. 1.450. Hjónin Massimo og Katia reiða fram handgert pasta og heimabakað brauð á Laugarás-veginum. „Við gerum bæði pasta fyrir veitingastaðinn og svo er

hægt að kaupa ferskt pasta í kílóavís og elda heima.“

48 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 1. APRÍL–3. APRÍL 2016

LAGERSALA

Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504

1.-2. apríl

Page 49: 01 04 2016

ÚR DEMANTARGULL SILFUR

GIFTINGARHRINGIR

Page 50: 01 04 2016

BLÁR APRÍLStyrktarfélag barnameð einhverfu

#blarapril902 1010

Dagur, 9 ára.

Hlaupið um allt

Það er að ýmsu að hyggja þegar tímabil útihlaupa rennur upp.

Þegar snjóa fer að leysa kemur fiðr-ingur í marga fætur. Það er freistandi að stökkva út og byrja bara að hlaupa um allar trissur eins og þindarlaus létt-fætt hind en það er ekki mjög raunhæft fyrir þau sem eru ekki eru í þjálfun. Hins vegar er hægt að koma sér hægt og rólega í þannig form að 10 kílómetrarnir í Reykjavíkurmaraþoninu í sumar verði leikur einn. Margt ber þó að varast og að ýmsu að hyggja. Hér eru nokkur atriði.

■ Fáir byrja strax á því að hlaupa. Langflestir byrja á kröftugri göngu og hlaupa á milli. Það er ekki uppgjöf að stoppa inn á milli og ganga – það er eðlilegur hluti af ferlinu. Mörg „öpp“ eru til sem hjálpa þér til við að komast af stað og halda skrá yfir hlaupin, til dæmis Runkeeper, Couch to 5k og Endomondo.

■ Skórnir skipta ótrúlega miklu máli. Það þarf ekki endilega að kaupa það nýjasta og besta en það skiptir máli að þeir passi vel. Þegar þú ert komin/n í skóinn, en ekki búin/n að reima að áttu að gera smeygt hælnum nokkuð auðveldlega upp úr skónum. Það á ekki að vera þrýst-ingur á ristina þannig að ef ristin er há þarf mögulega að kaupa skó sem henta því fótlagi. Fáið ráðgjöf hjá vönu fólki í íþróttaverslunum. Það er ekkert svo gáfulegt að panta

hlaupaskó af netinu – þú þarft að vera heimsins heppnasti hlaupari ef það reynist happadrjúgt.

■ Hlaupafötin skipta kannski ekki alveg eins miklu máli, til að byrja með í það minnsta. Það þarf bara að passa að vera ekki í neinu óþægi-lega víðu sem getur þvælst fyrir þér á hlaupunum eða of þröngu sem getur rúllast upp eða niður á miðjum hlaupum. Það sem er kannski mikilvægast, hvað fatnað-inn varðar, er að konur séu í þægi-legum íþróttatopp til þess að halda brjóstunum í skefjum.

■ Það er ótrúlegt hvað það getur breytt miklu að hafa góða tónlist í eyr-unum sem hefur drífandi áhrif á þig. Rannsóknir hafa hreinlega sýnt að örvandi tónlist, sem hlauparanum þykir skemmtileg og hvetjandi, getur bætt árangurinn. Ef þið gúgglið „best running songs“ kemur upp fjöldi lista yfir lög sem hafa verið kosin bestu lögin til þess að hlaupa við.

■ Hraðinn er ekki aðalmálið heldur rétt líkamsstaða og taktur. Farið á youtube og sláið inn „proper runn-ing form“ til þess að sjá hvernig best er að bera sig að.

Það er alltaf gott að vera með markmið þegar kemur að hlaupum. Margir nota hin ýmsu skipulögðu hlaup sem gulrót og reyna að vera búnir að ná ákveðnum ár-angri á tilsettum tíma. Þeir sem eru lengra komnir fara stundum til útlanda að keppa í maraþoni en á Íslandi eru líka fjölmörg hlaup sem gaman er að taka þátt í.

Á sumardaginn fyrsta, 21 apríl, fer Víða-vangshlaup ÍR fram. Tveimur dögum síðar fer Vormaraþon Félags maraþonhlaupara fram. Þann 7. maí verður mikil hlaupahátíð þegar Víðavangshlaup Íslands 2016 verður hlaupið og svo er það að sjálfsögðu Reykja-víkurmaraþonið þann 20. ágúst en margir eru nú þegar farnir að æfa fyrir það. Þessi hlaup eru aðeins lítið brot af þeim hlaupum sem hlaupin verða í ár og hægt er að velja um fjölmargar vegalengdir, bæði innan bæjar og eins uppi um fjöll og firnindi, allt eftir getu og áhuga hvers og eins. Yfirlit yfir flest hlaup á Íslandi má finna á hlaup.is.

Komdu þér af stað

Mynd | NordicPhotos/Getty

www.birkiaska.is

Bodyflex Strong vinnur gegn stirðleika og verkjum í liðamótum og styrkir heilbrigði burðarvefja líkamans. 2 hylki tvisvar á dag í tíu daga. Síðan er hægt að minnka skammt í 2 hylki á dag. Inniheldur hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni.

Bodyflex Strong

Evonia eykur hárvöxt með því að veita hárrótinni næringu og styrk.

Evonia er hlaðin bætiefnum sem næra hárið og gera það gróskumeira.

Bætiefni ársins í Finnlandi 2012.

Evonia

www.birkiaska.is

www.birkiaska.is

MinnistöflurBætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap.

50 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 1. APRÍL–3. APRÍL 2016

Heilsutíminn

CURCUMINGullkryddið

Fæst í apótekum, Heilsuhúsið, Hagkaup, Fjarðarkaup, Orkusetrið, Lifandi Markaður, Heilsuver, Heilsuhornið Blómaval, Heilsulausn.is, Heimkaup og Iceland Engilhjalla.

Steinunn Kristjánsdóttir er sjúkraliði að mennt og starfar í Blue Lagoon versluninni á Laugavegi. Hún hefur átt við mikla verki að stríða um allann líkama í

með liðagigt.

„Ég er búin að taka inn minn skammt af verkjalyfjum og var alveg að gefast upp á þeim. Nuddkonan mín sagði mér þá frá Curcumin sem hefur í sannleika

sagt gefið mér nýtt líf. Ég var búin að taka inn Curcumin í einn og hálfan mánuð þegar ég missti út fjóra daga og það var þá sem ég uppgötvaði að Curcumin er það sem hjálpar mér að losna við alla verki.”

LIÐIR – BÓLGUR – GIGT

Bætt heilsa og betri líðan með

Natural Health Labs100% náttúruleg bætiefni

balsam.is

Page 51: 01 04 2016

ÁRNASYNIR

utilif. isGLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND

LoksinsLoksinsNew Balance í útilíf

af new balance skóm50% AFSLÁTTURKynningartilboð:

frábært úrval af skóm á frábæru verði

Verðdæmi:Tilboðsverð: 7.995 kr.Fullt verð: 15.995 kr.

Tilboðsverð: 16.495 kr.Fullt verð: 32.990 kr.

ÁRNASYNIR

Page 52: 01 04 2016

Þörungar sem styrkja líkamannMarine Phytoplankton með spirulina og chlorella frá Natural Health Labs er talin ein hreinasta næring sem sem völ er á. Marine er öflug blanda af sjávar- og fersk-vatnsþörungum sem eykur orku, úthald og einbeitingu auk þess sem hún kemur auknu jafnvægi á líkama og sál. Marine er ein næringarríkasta ofurfæða jarðar sam-kvæmt David Wolfe heilsusérfræðingi og var valin ein mikilvægasta lífvera jarðar af NASA árið 2014.Öflug vörn gegn flensu og kvefpestumMarine Phytoplankton styrkir varnir líkamans og er öflug vörn gegn ýmsum bakteríum, flensu og kvefpestum. Þörungarnir innihalda náttúrulega uppsprettu af öllum næringarefnum sem líkaminn þarfnast og styður við eðlilega starfsemi hans. Þörungarnir innihalda sérstaklega áhrifaríkar Omega 3 og 6 fitusýrur, lífsnauðsynlegar amínósýrur, alla vítamínflóruna auk 72 mismunandi steinefna.

Unnið í samstarfi við Balsam

Svandís Birkisdóttir, eigandi Orkuset-ursins, hefur mjög góða reynslu af bæði Marine sjávarþörungnum og Noni ávextinum. Marine byrjaði hún að taka

í september síðastliðnum og hefur tekið inn sleitulaust síðan. „Áður var hugurinn alltaf á fleygiferð, ég hugsaði um of marga hluti í einu. Ég átti það til að fara framúr sjálfri mér og orkan var alltaf of mikil eða of lítil. Núna er orkan mun jafnari og ég finn sérstaklega mun á einbeitingunni, hún er margfalt betri,“ segir Svandís. Orkusetrið býður upp Ljósbylgju-tækni til þess að meðhöndla bæði líkamlega og andlega kvilla og hefur meðferðin ein og sér gefið góða raun. Þó er Svandís er farin að mæla með því að fólk í ljósbylgjutæknimeð-ferð taki inn Marine; árangurinn verður betri og líðanin eftir því.

Svandís hefur einnig góða reynslu af Noni sem hún tekur alltaf inn á þeim tíma sem

flensur gera vart við sig. „Ef ég gríp flensu þá gríp ég hana illa, þannig hef ég alltaf verið. Ég ákvað að prófa Noni fyrir um ári síðan þegar ég byrjaði að finna fyrir flensueinkennum og daginn eftir voru einkennin horfin. Síðan þá hef ég alltaf tekið inn Noni þegar ég veit að það eru flensur í kringum mig og hef ekki enn orðið veik.“

„Umfram allt hjálpa Noni og Marine hjálpa mér að styrkja ónæmiskerfið og halda mér hraustri í gegnum daginn.“ segir Svandís. Bestu stundir segir hún vera þegar hún nær að eyða tíma með ömmubörnunum sínum þremur en þau eru miklir orkuboltar. Eftir að hún hóf inntöku Marine er orkan til þess að leika við þau margfalt meiri. „Ég get hamast með þeim allan daginn!“

Sölustaðir: Fáanlegt í öllum apótekum, Heilsuhúsinu, Orkusetrinu, Heilsuhorninu Blómavali, Lifandi Markaði, Hagkaupum, Fjarðarkaupum, Heilsuveri, Heilsulausn.is, Iceland Engihjalla og hjá Heimkaup.is

Betri einbeiting og jafnari orkaLaus við flensuna og veikindin með Marine og Noni.

Ofurfæðan NoniNoni heilsuávöxturinn kemur frá Kyrrahafseyjum og flokk-ast sem ofurfæða vegna hversu einstaklega næringarríkur hann er. Hann inniheldur um 150 þekkt næringarefni sem líkaminn þarf til vaxtar, viðhalds og heilsu. Noni er auðugur af A, B, C og E-vítamínum, járni, kalki, kalíum, sinki og inniheldur lífsnauðsynlegar aminósýrur.Flensu- og veikindabaninnNoni frá Natural Health Labs styrkir ónæmis- og varnarkerfi líkamans sérstaklega vel, auk þess að hann er talinn bakteríudrepandi. Hann hefur löngum verið þekktur sem öflug flensuvörn og veikindabani. Þá er Noni þekktur fyrir að auka vel-líðan þar sem hann ríkari af pro-xeroníni en aðrir ávextir sem styður við myndun sera-tóníns í heila.

sinki og inniheldur lífsnauðsynlegar aminósýrur.Flensu- og veikindabaninnNoni frá Natural Health Labs styrkir ónæmis- og varnarkerfi líkamans sérstaklega vel, auk þess að hann er talinn bakteríudrepandi. Hann hefur löngum verið þekktur sem öflug flensuvörn og veikindabani. Þá er Noni þekktur fyrir að auka vel-líðan þar sem hann ríkari af pro-xeroníni en aðrir ávextir sem styður við myndun sera-

Svandís Birkisdóttir, eigandi Orkusetursins.

þarfnast og styður við eðlilega starfsemi hans. Þörungarnir innihalda sérstaklega áhrifaríkar Omega 3 og 6 fitusýrur, lífsnauðsynlegar amínósýrur, alla vítamínflóruna auk 72 mismunandi steinefna.

Til þess að funkera í daglegu lífi er góður svefn algert lyk-ilatriði. Mjög margir eiga við svefnörðugleika að stríða en þessi atriði er vert að hafa á hreinu og geta bætt svefninn töluvert.

1 Ekki horfa á sjónvarpið eða hanga í símanum í rúminu,

rúmið er aðeins fyrir tvennt; svefn og kynlíf. Gott er að forðast bjarta skjái síðustu tvo tímana fyrir svefn-inn. Hins vegar er gott að fá mikinn birtuskammt yfir daginn, vera mik-ið í sólarljósi þegar hægt er.

2 Opnaðu gluggann og lækkaðu á ofnunum, hitinn í svefnher-

berginu á aðeins að vera 15-18 gráð-ur.

3 Þó að ofurdúr (powernap) geti gefið orkuskot getur slíkur

gjörningur haft neikvæð áhrif á nætursvefninn. Reynið að sleppa ofurdúrnum en fara frekar fyrr að sofa ef dagurinn hefur alveg gert út af við ykkur.

4 Ef þú liggur andvaka skaltu standa upp og fara fram í stofu

eða eldhús, lesa eina blaðsíðu í bók eða fá þér vatnsglas eða jafnvel hálf-an banana.

5 Áfengi, reykingar og kaffi gera svefninum ekkert gott. Sumum

gæti þótt róandi að drekka vínglas eða einn bjór fyrir svefninn og það getur virkað í smástund en slíkt hef-ur hins vegar ekki góð áhrif á gæði svefnsins. Einnig er ekki gott að

borða stóra máltíð rétt fyrir svefn en sumir gætu þurft smávegis snarl til að festa svefn. Passið bara að það sé eitthvað sem er létt í maga og ekki of salt eða sykrað.

6 Rútína er góð. Miklar sveiflur milli virkra daga og helga í

svefnrútínunni geta sett svefninn í mikið uppnám.

7Regluleg hreyfing hefur mjög góð áhrif á svefninn.

8 Það er mjög góð regla að drekka 2-3 lítra af vatni á dag.

Hins vegar er ekki endilega snið-ugt að drekka stóran hluta þess á kvöldin því að það getur skert gæði svefnsins að þurfa að vakna oft til þess að pissa.

8 ráð til að bæta svefninn

52 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 1. APRÍL–3. APRÍL 2016

Kynningar | Heilsutíminn AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANSS. 531 33 00 | [email protected]

Page 53: 01 04 2016

Innihaldsefni í Amino LéttIceprotein fiskprótein, Króm og Glucomannan.

Amínó® Létt er seðjandi og mettandi blanda sem auðveldar þyngd-arstjórnun sé það tekið inn sem hluti af orkusnauðu mataræði

Amínó vörulínan saman-stendur af fæðubótarefnum sem innihalda IceProtein® ásamt öðrum lífvirkum

efnum.Amínó® Liðir er liðkandi blanda

með náttúrlegum efnum úr hafinu við Ísland. Það inniheldur sæbjúgu (Cucumaria frondosa) og IcePro-tein® (vatnsrofin þorskprótín). Skrápurinn samanstendur að mestu leyti úr brjóski og er því mjög ríkur af kollageni en einn-ig lífvirka efninu chondroitin sulphate sem verndar liði fyrir skemmdum og örvar endurbygg-ingu á skemmdu brjóski. Fyrir utan að inni-halda kollagen og chondroitin sulphate er sæbjúgna-ext-raktið ríkt af sinki, joði og járni sem og bólguhemjandi efnum sem nefnast saponin.

Auk sæbjúgna og IceProteins® inniheldur Amínó Liðir túrmerik, vítamín D, vítamín C og mangan. Rannsóknir hafa sýnt að vatnsrofið fiskprótín, eins og eru í IceProtein®, auka upptöku á kalki úr meltingar-

vegi og styðja þannig við liðaheilsu. Kollagen, chondroitin sulphate, vítamín D, vítamín C og mangan eru allt efni sem eru mikilvæg fyrir liðaheilsu.

Amínó® vörulínan samanstendur af fæðubótarefnum sem innihalda þorskprótín, ásamt öðrum lífvirkum efnum sem styðja

við eða auka heilsu-bætandi virkni þorsk-peptíðanna. Að sögn dr. Hólmfríðar Sveins-dóttir, stofnanda og framkvæmdastjóra PROTIS ehf., sem framleiðir Amínó® vörulínuna, er fisk-prótínið unnið úr hágæða hráefni sem fellur til við flaka-vinnslu á íslenskum þorski. „Mark-miðið er að hámarka nýtingu á einstakri náttúruauðlind og bæta lýðheilsu.

„Ég var með stöðug óþæg-indi í bakinu og hálf haltraði um. Eftir að ég fór að taka inn Amino Liðir sæbjúgna-hylkin þarf ég ekki lengur að taka inn verkjalyf að staðaldri og öðlaðist meiri liðleika í bakinu.“

„Markmiðið er að hámarka nýtingu á einstakri náttúru-auðlind og bæta lýðheilsu. Fiskprótínið er unnið sam-kvæmt IceProtein® tækni sem byggir á vatnsrofstækni þar sem prótínin eru með-höndluð með vatni og ens-ímum.“

Ég hef átt mjög erfitt með að létta mig, alveg sama hvað ég hef reynt,“ segir Guðrún Lilja Hermannsdóttir sem

hefur ákaflega góða reynslu af Am-ino Létt. „Amino Létt hefur hjálpað mér mikið, ég er södd lengur og þar af leiðandi borða ég minna. Sykurlöngunin hefur líka minnkað mikið,“ segir Guðrún og bætir við að líðanin hafi batnað það mikið að hún geti ekki hugsað sér að hætta inntöku Amino Létt á næstunni. „Ég var alltaf með mjög uppþembdan maga og það hefur lagast mikið og svo hafa nokkur kíló farið,“ segir Guðrún. „En aðal-lega finn á mun á því ég er ekki að borða í tíma og ótíma, ég borða reglulega og fær mér ekkert nart á kvöldin nema ávexti eða grænmeti. Meltingin hefur lagast mikið, ég get sannarlega mælt með þessu og er farin að mæla með þessu við aðra.“

Mæli með Amino Liðum fyrir allaSteinþóra Sigurðardóttir er mjög ánægð með Amínó Liði sem hafa reynst einstaklega vel

Fiskprótínið er unnið samkvæmt IceProtein® tækni sem byggir á vatnsrofstækni þar sem prótínin eru meðhöndluð með vatni og ens-ímum og í framhaldinu síuð þannig að prótínið sem kallast IceProtein® samanstendur einungis af smáum lífvirkum peptíðum,“ útskýrir Hólmfríður.

Steinþóra Sigurðardóttir hóf inntöku Amínó Liða með góðum árangri.

„Ég var með stöðug óþægindi í bakinu og hálf haltraði um. Eftir að ég fór að taka inn Amino Liðir sæbjúgnahylkin þarf ég ekki lengur að taka inn verkjalyf að staðaldri og öðlaðist meiri liðleika í bakinu.“

mestu leyti úr brjóski og er því mjög ríkur af kollageni en einn-ig lífvirka efninu chondroitin sulphate sem verndar liði fyrir skemmdum og örvar endurbygg-ingu á skemmdu brjóski. Fyrir utan að inni-halda kollagen og chondroitin sulphate er sæbjúgna-ext-raktið ríkt af sinki, joði og járni sem og bólguhemjandi efnum sem nefnast saponin.

Auk sæbjúgna og IceProteins® inniheldur Amínó Liðir túrmerik, vítamín D, vítamín C og mangan. Rannsóknir hafa sýnt að vatnsrofið fiskprótín, eins og eru í IceProtein®, auka upptöku á kalki úr meltingar-

Kollagen, chondroitin sulphate, vítamín D, vítamín C og mangan eru allt efni sem eru mikilvæg fyrir liðaheilsu.

Amínó® vörulínan samanstendur af fæðubótarefnum sem innihalda þorskprótín, ásamt öðrum lífvirkum efnum sem styðja

við eða auka heilsubætandi virkni þorskpeptíðanna. Að sögn dr. Hólmfríðar Sveinsdóttir, stofnanda og framkvæmdastjóra PROTIS ehf., sem framleiðir Amínó® vörulínuna, er fiskprótínið unnið úr hágæða hráefni sem fellur til við flakavinnslu á íslenskum þorski. „Markmiðið er að hámarka nýtingu á einstakri náttúruauðlind og bæta lýðheilsu. Steinþóra Sigurðardóttir.

Dr. Hólmfríður Sveinsdóttir.

Amino Létt virkar vel fyrir migReynslusaga Guðrúnar Lilju af Amino Létt

Þrjár nýjar vörur úr 100% hreinu fiskpróteiniAmino Liðir, Amino Létt og Amino 100% eru 3 nýjar vörur úr fiskpróteini sem er þróað og unnið hjá Iceprotein, íslensku sprotafyrirtæki á Sauðár-króki. Rannsóknir hafa sýnt að amínósýrur í pept-íðum nýtast líkamanum betur en fríar amínósýrur. Fiskpróteinið er 100% hreint, rekjanleiki hvar fiskurinn er veiddur og allt hráefnið er unnið á Ís-landi af íslensku sprotafyrirtæki.

Innihaldsefni í Amino LéttIceprotein fiskprótein, Króm og Glucomannan.

Amínó® Létt er seðjandi og mettandi blanda sem auðveldar þyngdarstjórnun sé það tekið inn sem hluti af orkusnauðu mataræði

inntöku Amino Létt á næstunni. „Ég var alltaf með mjög uppþembdan maga og það hefur lagast mikið og svo hafa nokkur kíló farið,“ segir Guðrún. „En aðal-lega finn á mun á því ég er ekki að borða í tíma og ótíma, ég borða reglulega og fær mér ekkert nart á kvöldin nema ávexti eða grænmeti. Meltingin hefur lagast mikið, ég get sannarlega mælt með þessu og er farin að mæla með þessu við aðra.“

|53FRÉTTATÍMINN | HELGIN 1. APRÍL–3. APRÍL 2016

Kynningar | Heilsutíminn AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANSS. 531 33 00 | [email protected]

Page 54: 01 04 2016

Hvað segja tískumógular um skóna hennar Rihönnu?Tónlistarkonan Rihanna hefur látið til sína taka í hönnun á skófatnaði upp á síðkastið. Hún er listrænn stjórnandi Puma og hann-aði Puma strigaskó sem ruku út líkt og heitar lummur.

Nýverið tók hún höndum saman við skóframleiðand-ann Manolo Blahnik. Línan þeirra „Denim Dessert“ verður til sölu 5. maí í takmörkuðu upplagi á verðbilinu 110-500 þúsund krónur. Sitt sýnist hverjum og er skó-fatnaðurinn afar umdeildur, en hvað segja álitsgjafar Fréttatímans?

Bergur GuðnasonFATAHÖNNUÐUR OG STARFSMAÐUR JÖR

Hildur Ragnarsdóttir EIGANDI EINVERU OG

BLOGGARI HJÁ TRENDNET

Puma Creepers: Efri parturinn klassískur en creepers að mínu mati liðin tíð. EINKUNN: 5

Puma Creepers: Mér finnst þessir skór ljótir en ég hef

aldrei verið mikill Puma maður. Þessi botn passar alls ekki við „silhouette“-

una. Hann er of þykkur. Annars er þetta mjög

„basic boring“ skór. EINKUNN: 2

Puma The Trainer: Trylltir, en fíla ekki þessa löngu tungu. EINKUNN: 9

Puma The Trainer: Þessi tunga er ljót eftirherma af einhverri Rick Owens

tungu. Skórnir væru meira „nice“ ef tungan væri klippt af. Puma á ekki

séns í brönd eins og Nike og Adi sem eiga markaðinn í dag.

EINKUNN: 3

Manolo Blahnik x Rihanna upphá gallastígvél: Þetta er ógeðslega ljótt.

Skil hreinlega ekki hvað þetta belti er að gera þarna með. Bæði ljótt,

skrítið og örugglega mjög óþægilegt. EINKUNN: 1

Manolo Blahnik x Rihanna upphá galla­stígvél: Þetta er eitthvað sem gæti virkað flott á henni einni, en engum öðrum. EINKUNN: 3

Manolo Blahnik x Rih­anna stígvél og opnir hælar: Blái liturinn er flottur en skórnir ekk-

ert spes. Mér finnst þeir „looka“ frekar „cheap“ eitthvað. EINKUNN: 2

Manolo Blahnik x Rih­anna stígvél og opnir hælar: „Riri, what is this?“ Ég skil ekkert. Ekki hrifin. EINKUNN: 1

54 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 1. APRÍL–3. APRÍL 2016

Tíska

280cm

98cm

20% afsláttur af öllum vörum til 17. júní

Túnika kr. 3000

Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16

Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta

Loksins komnar aftur

*leggings háar í mittinu

kr. 5500.

Tökum upp nýjar vörur daglega

Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16

Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta

Loksins komnar aftur

*leggings háar í mittinu

kr. 5500.

Tökum upp nýjar vörur daglega

Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16

Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta

Loksins komnar aftur

*leggings háar í mittinu

kr. 5500.

Tökum upp nýjar vörur daglega

20% afsláttur af öllum vörum til 17. júní

Túnika kr. 3000

Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16

Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta

Loksins komnar aftur

*leggings háar í mittinu

kr. 5500.

Tökum upp nýjar vörur daglega

Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16

Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta

Loksins komnar aftur

*leggings háar í mittinu

kr. 5500.

Tökum upp nýjar vörur daglega

Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16

Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta

Loksins komnar aftur

*leggings háar í mittinu

kr. 5500.

Tökum upp nýjar vörur daglega

Tollum skilað til neytenda

Við bjóðum góð verð alla daga

Kápa kr.16900.

Stærðir 46-52.franskar st.

280cm

98cm

Bláu húsin Faxafeni | S. 588 4499 | Opið mán.-fös. | 11-18 | lau. 11-16

Tískuvöruverslun fyrir konur

RUGL BOTNVERÐPeysur, jakkar, tunikur, kjólar og margt fl.

Verð frá 1.000 - 5.000 kr.Ekkert hærra en 5.000 kr

Nú er bara að hlaupa og kaupa.

ÍSLENSK HÖNNUN, Lesendur fréttatímans fá

15% afslátt gegn kóðanum “ frettatiminn ”

inn á 24iceland.is. Frábær verð fyrir herra og dömur

Litunarsett fyrir augabrúnirog augnhár.Litunarferli tekur aðeins 3 mínútur.

Page 55: 01 04 2016

Unnið í samstarfi við Halldór Jónsson ehf.

Fallega mótaðar og hæfilega dökkar augabrúnir eru mikil prýði og um þessar mundir er minna sannarlega meira í þeim efnum; plokkarinn vel falinn ofan í skúffu. Nú kynnir Halldór Jónsson ehf. til leiks nýjung frá RefectoCil í augnhára- og augabrúnalitum; Refectocil Sensitive. Línan er sérstaklega ætluð þeim sem eru með viðkvæm augu og húð.

Magðalena Kristjánsdóttir, vörumerkj-astjóri hjá Halldóri Jónssyni, segir línuna henta bæði þeim sem lita heima en einnig sé hún fáanleg á nokkrum snyrti-stofum og henti ekki síður þar. „Þetta er ný formúla sem er tilvalin fyrir alla sem eru með viðkvæmt augnsvæði. Ferlið

er annað, hér er ekki lit og festi blandað saman heldur er liturinn borinn á fyrst og hann hafður í 2 mínútur. Hann er síðan tekinn af og því næst er festirinn settur á og hafður í 1 mínútu. Þar af leiðandi tekur litunarferlið sjálft mjög stuttan tíma og auðvelt og snyrtilegt í fram-kvæmd. Ef viðkomandi vill fá meiri og dýpri lit má hafa litinn í hámark 8 mín-útur og festinn í hámark 4 mínútur,“ segir Magðalena og bætir við að liturinn geti enst í allt að sex vikur.

Hún segir litina mjög náttúrulega og gefa djúpa og skarpa tóna. Litirnir sem eru í boði eru svartur, dökkbrúnn, millibrúnn og ljósbrúnn þannig að allir ættu að finna litatón sem hæfir þeirra litarhafti. Sumum finnst afar hvimleitt þegar liturinn fer á húðina þegar brúnir

eru litaðar og nú er hægt að fá litleysi sem fjarlægir á auðveldan máta lit af húð. RefectoCil Sensitive er unnið úr plöntuþykkni sem inniheldur meðal annars grænt te, rauðvínsþykkni, val-hnetuþykkni, vallhumal, netlu og bláber. Litirnir fást í Hagkaup og í apótekum um allt land.

„Ég er mjög ánægð með Refectocil Sensitive. Liturinn helst vel og lengi og ekki skemmir fyrir hvað þetta tekur stuttan tíma.“ Lára Björg

„Eftir að ég varð 25 ára fór ég að finna fyrir ofnæmi í augum þegar ég litaði augabrúnirnar og fann engan lit sem hentaði mér. Vinkona mín benti mér á að prófa Refectocil Sensitive og ég fékk engin ofnæmisviðbrögð. Mér finnst ferlið líka auðveldara og liturinn flottur.“ Ragna

Refectocil fyrir fagrar brúnirFrábær nýjung fyrir viðkvæma húð og augu

Ljósmynd | Hari Magðalena Kristjánsdóttir, vörumerkj-astjóri hjá Halldóri Jónssyni, segir að ný

lína frá RefectoCil í augnhára- og auga-brúnalitum henti vel þeim sem lita heima

en hún fæst einnig á snyrtistofum.

Pantaðu á www.curvy.is eða kíktu við í verslun okkar að Fákafeni 9Opið Alla virka daga frá kl. 11-18og Laugardaga frá kl. 11-16

SUNDFÖT Í MIKLU ÚRVALI! STÆRÐIR 14-28

Pantaðu á www.curvy.is eða kíktu við í verslun okkar að Fákafeni 9Opið Alla virka daga frá kl. 11-18og Laugardaga frá kl. 11-16

Pantaðu á www.curvy.is eða kíktu við í verslun okkar að Fákafeni 9Opið Alla virka daga frá kl. 11-18og Laugardaga frá kl. 11-16

Pantaðu á www.curvy.is eða kíktu við í verslun okkar að Fákafeni 9Opið Alla virka daga frá kl. 11-18og Laugardaga frá kl. 11-16

Pantaðu á www.curvy.is eða kíktu við í verslun okkar að Fákafeni 9Opið Alla virka daga frá kl. 11-18og Laugardaga frá kl. 11-16

Fákafeni 9, 108 RVK Sími 581-1552 | www.curvy.is

SKOÐAÐU ÚRVALIÐ EÐA PANTAÐU Á WWW.CURVY.ISAfgreiðslutímar í verslun okkar að Fákafeni 9Alla virka daga frá kl.11-18Laugardaga frá kl. 11-16

|55FRÉTTATÍMINN | HELGIN 1. APRÍL–3. APRÍL 2016

Kynningar | Tíska AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANSS. 531 33 00 | [email protected]

Page 56: 01 04 2016

GERÐU KRÖFUR

PLANKAPARKET

108 Reykjavík Sími: 595 0500 www.egillarnason.isSuðurlandsbraut 20 Opnunartímar: mán - fös kl. 9–18 og lau kl. 11–15

Gólfefnið er undirstaðan – og án undirstöðu verður heildarmyndin rýr.Vandaðu valið og gerðu kröfur þegar kemur að gólfefnum.Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af vönduðum gólfefnumsem draga fram það besta í hverju rými.Kynntu þér málið nánar með því að hafa samband viðsérfræðing í síma 5950500 eða á [email protected]

Page 57: 01 04 2016

GERÐU KRÖFUR

PLANKAPARKET

108 Reykjavík Sími: 595 0500 www.egillarnason.isSuðurlandsbraut 20 Opnunartímar: mán - fös kl. 9–18 og lau kl. 11–15

Gólfefnið er undirstaðan – og án undirstöðu verður heildarmyndin rýr.Vandaðu valið og gerðu kröfur þegar kemur að gólfefnum.Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af vönduðum gólfefnumsem draga fram það besta í hverju rými.Kynntu þér málið nánar með því að hafa samband viðsérfræðing í síma 5950500 eða á [email protected]

Page 58: 01 04 2016

TILTRÚTIL-

FINNINGA-SEMI

TALA

DYGGURSIGAÐ LINAST HNAPPUR

SUNDRAST

NÁR

TIPLA

TÁLBEITA

ANGRASÝNI

SUNDFÆRI

GEÐTVEIR EINS

FRÁ

SAMTALS

UNDIR-FERLI

ÍSHÚÐ

TVÍHLJÓÐI

KARLFUGL

ILMUR

HYLLI

NÝR

ÍSHROÐI

SÁLDADUNDA

SKORTIR

ÞRÆLA-SALASTYRKJAST

SVEIFLA

HRÓPETJA SPOTTI

VONDUR

HVÆS

ÓSVIKINN

SÍLLGARGA

ÁVÖXTUR

ÚTSKOT

ELDSTÆÐI

ÚTBÍA

ÍÞRÓTTA-FÉLAG

MESSING

ÚTDEILDI

FUGL

MAGN

SPJÁTRUNG-UR

EYÐA

SRÍÐNI

HJARA

ÓVÆTTUR

NÚNA

OTA

HRÓSS

Á FÆTI

STELL

URGA

LJÓMI

SKORDÝR

ÆTTGÖFGI

BLEK

TRÖLL-KONA

RÓTA ÓSKORÐAÐ

GRENJADÚKUR

SKÍTUR

ÞÓ

BERIST TIL

TVEIR

SPÍRUN

SKIP

BRÝNA

SKJÁLFA

FARANDI

HÁÐ

SÁR

ERTA

FUGL

EFNI

LYKTSAMÞYKKI

VÍNÓRAR

UTAN

SJÚK-DÓMUR

UPPHRÓPUN

GEÐ-VONSKA

ÍÞRÓTT

ANDAÐAR ÁFALL

ÞJÁLFARÍKI Í

SUÐUR-ASÍU

EINKENNI

287

MYNDAST KJÓSA U KOFIBARNINGUR

SMÁBÝLI B TILNEFNA EFNI

HEX

TILVERA K V E N S K A S SÆ V I TUNGUMÁL

MEIÐSLI S K O S K AANGAN I L ÁSÝND

GRIND Ú T L I TK J A R R RASK

BÓK-STAFUR

TVEIR EINS P ÍBÁS

NIÐUR-FELLING S FANGI

KLAKI S N A R I ÁN

Í VIÐBÓT U T A N

ÞANGAÐ TIL

HRÍSLU-SKÓGUR

NARSL

M

L A T Í N A HLEYPAÞÓ

REKA FRÁ S A M T DYLJAST AF-HENTIRUTUNGUMÁL

A F Í S AUTASTUR

GUFU-HREINSA Y S T U R SKÓLI

SKOTT F GÞÍÐA

ELSKA

N N A AFGANGUR

SKJÓTUR R E S TLAND Í ASÍU

HLUTVERK K Ó R E AUD Á LEIFAR

KÆRLEIKS S L I T U R TALA

RADAR T Ó L FYFIRLIÐ

S M Á N HORAÐUR

NÁÐHÚS M A G U R VIÐMÓT

MÁLMHÚÐA F A SL SKEMMA

HALLI S A K A TÝNAST

VOGUR G L A T A S TA F T R A KEFLI

EYÐIMÖRK V A L T I Í RÖÐ

INNYFLA T UHINDRA

FUGL

G L A MÁNUÐUR

SKÍTUR M A Í HÓFDÝR

BLÓÐSUGA A S N I RYKKORN ÞÁTT-TAKANDIU

S Á R S A U K I KRINGJA

JAFNOKI J A Ð R AKVÖL

M NOKKRIRMÁL-

EINING

STUNDA O R ÐJARÐ-

SPRUNGA

ÉTANDI G J ÁJÁRN-

SKEMMD

HÝRA R Y ÐY F I R

SKART-GRIPUR

GYÐJA N Æ L A GARMUR

BLESSUN L A K IUMFRAM

N Á Ð I RSKRÁ

PRÓF-GRÁÐA T A F L A DRYKKUR

ÁTT Ö LNÆÐI

LÍFRÆN SÝRA

D I K KERALDI Á M U KUMPÁNI N Á U N G IEAÐ VÍSU R A U N A R ÚT I N N A N

SKÖMM

286

Lausn á krossgátunni í síðustu viku.

Krossgátan

Allar gáturnar á netinuAllar krossgátur Fréttatímans frá upp-hafi er hægt að nálgast á vefnum http://krossgatur.gatur.net.

Lausn

Við skruppum norður yfir páskana. Það er alltaf gaman að fara norður yfir heiðar, fallegt landslag, góður matur en það sem mestu máli skiptir, fallegt fólk. Það er nefnilega held ég alveg óhrekjanleg staðreynd að fólkið fyrir norðan, á Akur-eyri sérstaklega, er almennt fallegra en annars staðar á landinu. (Nærsveitafólk er aðeins ófríðara). Hátt enni, stór augu og lítil nef. Ekkert endilega meira sexí en svona fallegra. Eins og það gæti allt skreytt bókarkápu á skólaljóðunum.

Það vildi svo til (og þetta tengist ekkert Akureyringum) að ég fékk dellu fyrir því að horfa á þróunarsöguleg vídeó á netinu fyrir nokkrum vikum síðan. Þetta er einn af mínum fjöldamörgu göllum; ef ég hef mikið að gera þá dett ég í að horfa á vídeó eða lesa bækur sem koma því ekkert við sem ég er að fást við og eyði þannig tím-anum til einskis.

Og ég var alveg heillaður (eins og vana-lega) og voða undrandi, sem er algeng tilfinning hjá mér líka. Þróunarfræðingar eru nefnilega orðnir nokkuð vissir um að við sem köllum okkur Homo Sapiens séum blanda úr fleiri manntegundum sem nú eru útdauðar. Ja, fyrir utan að þær lifa í okkur. Það hefur til dæmis lengi verið viður-kennt að allt að 4% af gen-unum í okkar genamengi eru frá Nean-

derdalsmönnum sem var önnur mann-tegund en okkar. Og þessi gen virðast dreifast nokkuð jafnt yfir allt mannkynið. Ég býst við að sum þessara gena geri okkur bara gott en önnur eru vafasamari og virðist bera ábyrgð á leiðinda kvillum í okkar fari eins og fíkn, rauðum úlfum (lupus), sérkennilegum hárvexti, svæðis-garnabólgu (Crohn’s disese), sykursýki 2 og skorpulifur (primary biliary cirrhosis). Sem sagt, ef þið glímið við einhvern þess-ara kvilla getið þið kennt forföður ykkar um það. Einhverjum langafa ykkar, með-limi í hinu alræmda feðraveldi, fyrir 100 þúsund árum sem leist svo vel á Neander-dalskonu að hann ákvað að bjóða henni í bíó eða svæpa hana á Tinder.

Við blönduðumst líka annarri mann-tegund sem heitir víst Denisovans eða Denisfólkið, nefnt eftir rússneska einbú-anum Denis sem bjó í helli í Síberíu þar sem bein þessarar manntegundar fundust, nánar tiltekið fingurbein úr unglingsstúlku. Lengi var talið að við hefðum bara alls ekkert blandast þess-ari manntegund vegna þess að það

fundust engin sameiginleg

gen lengi vel en svo uppgötvuðu vísinda-menn að fólk í Tíbet hefur þessi gen í sér og þau hafa hjálpað þeim að lifa af súr-efnisskortinn í fjalllendinu (sem er auð-vitað líka ástæðan fyrir því að genið varð svona langlíft, það var sem sagt þörf fyrir það).

Við erum þess vegna ekki bara þau sem við höldum okkur vera. Við erum líka Norðlendingar og Neanderdalsfólk og Denisfólk. Við erum örugglega margt annað líka sem seinna mun koma í ljós, kannski fuglar og sebrahestar, hver veit?

Ef ég gæti lifað mörg líf, eins og fólkið á Indlandi heldur fram (og reyndar líka flestir þeir sem borða á Gló í hádeginu), þá væri ekki ónýtt að geta kynnt sér þetta betur. Hvílíkt ævintýri að eyða lífinu í því að leita að beinum í hellum og leita að týndum genum. Ef ég gæti lifað eins mörgum lífum og mig lysti þá myndi ég kjósa að vera þróunarlífeðlisfræðingur. Eftir að hafa lifað nokkrum öðrum lífum reyndar fyrst sem uppistandari, flugmað-ur, bílasali, kyntákn í bíómyndum og mat-reiðslumaður. Og Akureyringur. Ekki má gleyma Akureyri og fallega fólkinu þar.

Fingurbein unglingsstúlku af annarri tegund

4 7 1

1 9 3 2

6

6 9 8 3

7 4

5 1 6

5 1 9 8

6 2

3 4

7 8

8 1 9

2 6

1 7

6 3

2 9

4 3 2 5

3 8 5 7

4 2 8

Sudoku fyrir lengra komna

Steini skoðar heiminnÞorsteinn Guðmundasson

Við erum þess vegna ekki bara þau sem við höldum okkur vera. Við erum líka Norðlendingar og Neanderdalsfólk og Denisfólk. Við erum örugg-lega margt annað líka sem seinna mun koma í ljós,

kannski fuglar og sebrahestar, hver veit?

SudokuFingurbein unglingsstúlku af annarri tegundFingurbein unglingsstúlku af annarri tegundFingurbein unglingsstúlku af annarri tegundFingurbein unglingsstúlku af annarri tegund

...lét það skína í mitt til þess að birtu legði af þekkingunni á dýrð Guðs eins og hún skín frá ásjónu Jesú Krists...

www.versdagsins.is

KOMDU MEÐ Í SPENNANDI FERÐ TIL VERÓNA Á ÍTALÍU

VERONA Verona er ein elsta og fegursta borg Italiu og er hún á minjaskrá UNESCO. Verona er borg Shakespeare s Rómeó og Júlíu. Borgin er heimsfræg fyrir sínar stórkostlegu sögulegu byggingar, torg, stræti og brýr yfir Adige ánna.

24–27. september Í BEINU FLUGI FRÁ AKUREYRI OG KEFLAVÍK

VERÐ 117.000.- (per mann í dbl)

WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900

58 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 1. APRÍL–3. APRÍL 2016

Page 59: 01 04 2016

OPNUNARTÍMAR

Virka daga10:00 - 18:30Laugardaga

11:00 - 16:00500KRHRAÐSENDUM

ALLAR VÖRUR HEIM

SAMDÆGURS*

VORUM AÐ OPNA NÝJA LEIKJADEILD Í HALLARMÚLANUMLEIKJADEILDIN

149.990ÖFLUGUR 8 KJARNA LEIKJATURN!

• Thermaltake H25 Window leikjaturn• Vishera X8 FX-8320E 4.0GHz Turbo 16MB• GIGABYTE 970 GAMING móðurborð• 8GB DDR3 1600MHz hágæða minni• 240GB SSD OCZ Trion150 diskur• 2GB Radeon R7 360 OC leikjaskjákort• USB 3.1 Type-C & Type-A og M.2 tengi• Windows 10 64-bit, hlaðið nýjungum!

X8-CORE

4.0GHzOFUR ÖFLUGT 8 KJARNA

ÖRGJÖRVA SKRÍMSLI

GAMING TÖLVUTILBOÐ 1

179.990VINSÆLASTI LEIKJATURNINN OKKAR

• Thermaltake H25 Window leikjaturn• Intel Core i5-6400 Quad 3.3GHz Turbo• GIGABYTE Skylake B150 móðurborð• 8GB DUAL DDR4 2400MHz minni• 256GB SSD M.2 PCIe SP900 diskur• 2GB GTX960 OC öflugt leikjaskjákort• USB 3.1 Type-C & Type-A og M.2 tengi• Windows 10 64-bit, hlaðið nýjungum!

GAMING TÖLVUTILBOÐ 2

219.990

NITRO

VN7-591GDRAUMAFARTÖLVA FRÁ ACER

Öflug leikjafartölva úr úrvalsdeild Acer með Soft-touch metal finish, 15” 4K IPS skjá, ofur öflugu leikjaskjákorti og Dolby 4.0 hljóðkerfi.

• Intel Core i5-4210H 3.5GHz Turbo• 8GB DDR3 1600MHz vinnsluminni• 1TB SSHD og 8GB SSD Hybrid • 15,6’’ UHD 4K IPS Non-Glare 3840x2160• 4GB GeForce GTX 960M leikjaskjákort• 4.0 Dolby Digital Plus Surround hljóðkerfi• 867Mbps Dual WIFI AC, BT 4.0, USB 3.0• 720p Crystal Eye HD Skype vefmyndavél• Windows 10 64-bit, hlaðið nýjungum

ÓTRÚLEGT KYNNINGARVERÐ!

BAKLÝSTLYKLABORÐ Í FULLRI STÆRÐ

3840x2160

4K-UHDIPS SKJÁR MEÐ

178° SJÓNARHORNI

49.99027” 99.990 | 27” QHD 129.990

• Sérhannaður 144Hz 3D LED leikjaskjár• 24’’ LED FULL HD 1080p 16:9 skjár• 12 milljón:1 DCR og Senseye3 tækni• 1ms viðbragðstími og FPS mode f/leiki• HDMI 1.4, DVI-DL og VGA tengi• Forstillingar fyrir helstu leiki, CS:GO ofl.• Black eQualizer skilar hárbeittri sýn!

144Hz24” 144Hz 3D SKJÁR

ALGJÖRLEGA NÝ

UPPLIFUN!

24”3DLED144Hz LEIKJASKJÁR

XL2411Z

• Nýjasta leikjaskjákortið frá Gigabyte!• 4GB GDDR5 7.1GHz 256-bit minni• SUPER OC 1342MHz Core Boost clock• DirectX12 fyrir næstu kynslóð leikja• 1644 CUDA cores og 104T.U. fyrir leiki• Gullhúðað 4K HDMI 2.0, 3xDP, 2xDVI• Multi-Color upplýstar LED 3X viftur• Nær hljóðlaus 0dB Windforce 3X tækni

79.990GTX960 OC 39.990 | GTX970 OC 69.990

149.990ÖFLUGUR 8 KJARNA LEIKJATURN!

USB 3.1 Type-C & Type-A og M.2 tengi• Windows 10 64-bit, hlaðið nýjungum!

Nýjasta leikjaskjákortið frá Gigabyte!4GB GDDR5 7.1GHz 256-bit minniSUPER OC 1342MHz Core Boost clock

149.990ÖFLUGUR 8 KJARNA LEIKJATURN!

Windows 10 64-bit, hlaðið nýjungum!

Nýjasta leikjaskjákortið frá Gigabyte!4GB GDDR5 7.1GHz 256-bit minni

GTX970XTREME GAMING LEIKJASKJÁKORT

0dBSILENT GAMINGWindforce 3X TÆKNIN SKILAR LoL OG FLEIRI LEIKJUM Í 0dB HLJÓÐLEYSI!

970970970970970970970970970970

SILENT GAMINGSILENT GAMINGSILENT GAMINGSILENT GAMINGSILENT GAMINGSILENT GAMINGSILENT GAMINGSILENT GAMINGSILENT GAMINGSILENT GAMINGSILENT GAMINGSILENT GAMINGSILENT GAMINGSILENT GAMINGSILENT GAMINGWindforce 3X TÆKNIN Windforce 3X TÆKNIN Windforce 3X TÆKNIN Windforce 3X TÆKNIN Windforce 3X TÆKNIN Windforce 3X TÆKNIN Windforce 3X TÆKNIN Windforce 3X TÆKNIN Windforce 3X TÆKNIN SKILAR LoL OG FLEIRI SKILAR LoL OG FLEIRI LEIKJUM Í 0dB

GTXGTXGTXGTXGTXSérhönnuð og fislétt Modular leikjaheyrnartól með tveim settum af eyrnarskálum, opnum fyrir æfingar og lokuðum fyrir leikjamótin;)

• e-Sports leikjaheyrnartól frá Plantronics• Tvö sett af eyrnarskálum, opin og lokuð• Dúnmjúkir memory foam púðar• Kraftmikil bassi með 40mm driver• Hljóðeinangrandi Flip-to-mute MIC• Bæði USB og Stereo Jack 4p snúrur• Spöng sem lagar sig að höfuðlagi þínu• Ótrúlega létt og þægileg, aðeins 200 gr• Hægt að skipta um allar einingar!

RIG500E7.1 GAMING HEYRNARTÓL

29.990RIG500 PC, PS4, XBOX FRÁ 14.990

••

HÆGT AÐ SKIPTA ÚT

ÖLLUM EININGUM!

MODULAR

HEYRNARTÓL

2xEYRNASKÁLARBÆÐI OPIN OG LOKUÐ!

EIN SÚ FLOTTASTA Í DAGEIN SÚ FLOTTASTA Í DAGEIN SÚ FLOTTASTA Í DAG

14.990NÝ KYNSLÓÐ VAR AÐ LENDA:)

• Zowie leikjamús fyrir atvinnuspilara• ADNS 3310 LED Optical sensor• Einstaklega falleg ergonómísk hönnun• Þarf engan hugbúnað til að stilla mús• 5 forritanlegir Macro hnappar• Stillanlegt dpi 400 ~ 3200• Fullkomin lift-off fjarlægð og Claw grip

EC1-AZOWIE BY BENQEC1-AEC1-AEC1-AEC1-AEC1-AEC1-AEC1-A

HÁRNÁKVÆMEINN NÁKVÆMASTI OPTICAL SENSOR SEM VÖL ER Á!

ÓTRÚLEGT KYNNINGARVERÐ!

24.990NÝ SENDING VAR AÐ LENDA:)

• Ducky ONE mekanískt lyklaborð• Ábrennt og upplýst íslenskt letur• Cherry MX bláir, rauðir eða brúnir svissar• ABS DS hnappar sem eyðast ekki• Flýtitakkar fyrir allar helstu aðgerðir• Full N-Key rollover fyrir leikina• Ótrúleg forritanleg LED baklýsing• Dual Layer PCB eykur líftíma

| 27” QHD

DUCKYONEFYRIR ÞÁ KRÖFUHÖRÐUSTUDUCKYDUCKYONEONEDUCKYONEDUCKYONEONE

FÆST MEÐ BROWN, RED EÐA BLUE!

CHERRY MXSWITCHES

GAMING SPJALDTÖLVA

GT-810

69.990

GAMING SPJALDTÖLVA

GT-810

69.99069.99069.99069.99069.99069.990

PREDATORGAMINGÖFLUG LEIKJA SPJALDTÖLVAMEÐ 4.0 SURROUND HÁTÖLURUM OGVIBRATION MOTORS

PLAYSTATION 4PLAYSTATION 4PLAYSTATION 4PLAYSTATION 4PLAYSTATION 4PLAYSTATION 4

500GB

59.990PS4

STÝRIPINNI

FYLGIR

XBOX ONE

500GB

69.990XBOXSTÝRIPINNI

FYLGIR

XBOX ONEXBOX ONE ZOTAC STEAM

SN970

199.990

STEAMSTÝRIPINNI

FYLGIR

ZOTAC STEAM

ZOTACSTEAMÓTRÚLEGA NETT OG OFUR ÖFLUG STEAM TÖLVA MEÐ STEAMOS. TENGIST BEINT Í SJÓNVARPIÐ;)

HÁGÆÐA TÖLVUSTÓLAR

3LITIR

HÁGÆÐA TÖLVUSTÓLAR

33LITIR3LITIR3LITIR

HÁGÆÐALEIKJASTÓLAR

EINSTAKLEGA ÞÆGILEGIR

STÓLAR SEM HENTA VEL

FYRIR ÞÁ SEM SITJA LENGI

VIÐ TÖLVUNA;)

34.990ENZO

* GILDIR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU • ALLT AÐ 10KG • EF PANTAÐ ER FYRIR KL. 15:00;)

LENDIREFTIR HELGIPANTAÐU ÞITT EINTAK Í DAG!

20STK

AÐEINS

Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900

Page 60: 01 04 2016

nánari upplýsingar á www.borgarsogusafn.is

LjósmyndasafnReykjavíkurGrófarhúsi Tryggvagötu 15, 6. hæð

Opið alla dagaFrítt inn!

LandnámssýninginAðalstræti 16, ReykjavíkOpið alla daga 9-20

3. apríl 14:00HandritaspjallGuðrúnar Nordal

s: 411-6300

Sjóminjasafniðí Reykjavík Grandagarði 8, Reykjavík

Opið 10 -17 alla daga Leiðsagnir í Óðin daglega kl. 13, 14 og 15

Viðey

Ferja frá Skarfabakka

2. og 3. apríl Kl. 13:15, 14:15 & 15:15

551 1200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | [email protected]

551 1200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | [email protected]

65 20151950

DAVID FARR

Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið)Fös 1/4 kl. 19:30 63.sýn Fim 14/4 kl. 19:30 66.sýn Fim 28/4 kl. 19:30 69.sýn

Lau 9/4 kl. 15:00 64.sýn Fös 15/4 kl. 19:30 67.sýn Fös 29/4 kl. 19:30 70.sýn

Lau 9/4 kl. 19:30 65.sýn Sun 24/4 kl. 15:00 68.sýn

Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda Vesturports!

Sporvagninn Girnd (Stóra sviðið)Sun 10/4 kl. 19:30 Lokasýn

"Sýningin er sigur leikhópsins alls og leikstjórans..."

Hleyptu þeim rétta inn (Stóra sviðið)Lau 2/4 kl. 19:30 8.sýn Lau 16/4 kl. 19:30 11.sýn

Fös 8/4 kl. 19:30 10.sýn Lau 23/4 kl. 19:30 13.sýn

Hrífandi verk um einelti, einsemd og óvenjulega vináttu.

Um það bil (Kassinn)Sun 3/4 kl. 19:30 21.sýn Sun 10/4 kl. 19:30 23.sýn

Fim 7/4 kl. 19:30 22.sýn Mið 13/4 kl. 19:30 24.sýn

Síðustu sýningar!

Umhverfis jörðina á 80 dögum (Stóra sviðið)Sun 3/4 kl. 13:00 10.sýn Sun 10/4 kl. 13:00 11.sýn

Æsispennandi fjölskyldusýning eftir Sigga Sigurjóns og Karl Ágúst!

Yfir til þín - Spaugstofan 2015 (Stóra sviðið)Sun 3/4 kl. 19:30 24.sýn Fim 7/4 kl. 19:30 26.sýn

Mið 6/4 kl. 19:30 25.sýn Mið 13/4 kl. 19:30 27.sýn

Síðustu sýningar!

Mið-Ísland 2016 (Þjóðleikhúskjallari)Fös 1/4 kl. 20:00 56.sýn Lau 2/4 kl. 22:30 59.sýn Lau 9/4 kl. 20:00Fös 1/4 kl. 22:30 57.sýn Fös 8/4 kl. 20:00 Fim 14/4 kl. 20:00Lau 2/4 kl. 20:00 58.sýn Fös 8/4 kl. 22:30Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland að ódauðleika!

Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)Mið 6/4 kl. 19:30 10.sýn Mið 20/4 kl. 19:30 12.sýn

Mið 13/4 kl. 19:30 11.sýn Mið 27/4 kl. 19:30 13.sýn

Ný sýning í hverri viku - Ekkert ákveðið fyrirfram!

MAMMA MIA! (Stóra sviðið)Fös 1/4 kl. 20:00 aukas. Þri 3/5 kl. 20:00 Mið 25/5 kl. 20:00Lau 2/4 kl. 20:00 7.k Mið 4/5 kl. 20:00 Fim 26/5 kl. 20:00Sun 3/4 kl. 14:00 aukas. Fim 5/5 kl. 20:00 Fös 27/5 kl. 20:00Mið 6/4 kl. 20:00 8.k Fös 6/5 kl. 20:00 aukas. Lau 28/5 kl. 20:00Fim 7/4 kl. 20:00 aukas. Lau 7/5 kl. 14:00 Sun 29/5 kl. 20:00Fös 8/4 kl. 20:00 9.k Lau 7/5 kl. 20:00 aukas. Þri 31/5 kl. 20:00Lau 9/4 kl. 20:00 aukas. Sun 8/5 kl. 20:00 Mið 1/6 kl. 20:00Sun 10/4 kl. 14:00 aukas. Þri 10/5 kl. 20:00 Fim 2/6 kl. 20:00Mið 13/4 kl. 20:00 10.k Mið 11/5 kl. 20:00 Fös 3/6 kl. 20:00Fim 14/4 kl. 20:00 11.k Fim 12/5 kl. 20:00 Lau 4/6 kl. 20:00Fös 15/4 kl. 20:00 aukas. Fös 13/5 kl. 20:00 Sun 5/6 kl. 20:00Lau 16/4 kl. 20:00 12.k Lau 14/5 kl. 14:00 Þri 7/6 kl. 20:00Mið 20/4 kl. 20:00 13.k Þri 17/5 kl. 20:00 Mið 8/6 kl. 20:00Fim 21/4 kl. 20:00 14.k Mið 18/5 kl. 20:00 Fim 9/6 kl. 20:00Fös 22/4 kl. 20:00 aukas. Fim 19/5 kl. 20:00 Fös 10/6 kl. 20:00Lau 23/4 kl. 20:00 aukas. Fös 20/5 kl. 20:00 Lau 11/6 kl. 20:00Sun 24/4 kl. 20:00 aukas. Lau 21/5 kl. 14:00 Sun 12/6 kl. 20:00Fim 28/4 kl. 20:00 aukas. Lau 21/5 kl. 20:00 Mið 15/6 kl. 20:00Fös 29/4 kl. 20:00 aukas. Sun 22/5 kl. 20:00 Lau 18/6 kl. 20:00Lau 30/4 kl. 20:00 15.s Þri 24/5 kl. 20:00 Sun 19/6 kl. 20:00Leikhúsmatseðill frá kl 18 í forsalnum, tónlist og kokteilar

Auglýsing ársins (Nýja sviðið)Lau 16/4 kl. 20:00 Frums. Fös 22/4 kl. 20:00 4.sýn Fim 28/4 kl. 20:00 7.sýn

Mið 20/4 kl. 20:00 2.sýn Lau 23/4 kl. 20:00 5.sýn Lau 30/4 kl. 20:00 8.sýn

Fim 21/4 kl. 20:00 3.sýn Mið 27/4 kl. 20:00 6.sýn Fim 5/5 kl. 20:00 9.sýn

Ærslafullur og andstyggilegur gleðileikur e. Tyrfing Tyrfinsson

Njála (Stóra sviðið)Sun 3/4 kl. 20:00 29.sýn Sun 10/4 kl. 20:00 30..sýn Sun 17/4 kl. 20:00 síð. sýn.

Síðustu sýningar

Vegbúar (Litla sviðið)Lau 2/4 kl. 20:00 35.sýn Fös 8/4 kl. 20:00 36.sýn Lau 16/4 kl. 20:00 37.sýn

Nýtt verk þar sem KK sýnir á sér óvænta hlið

Kenneth Máni (Litla sviðið)Fös 29/4 kl. 20:00 106.sýn Fös 20/5 kl. 20:00 108.sýn

Fim 12/5 kl. 20:00 107.sýn Lau 28/5 kl. 20:00 109.sýn

Kenneth Máni stelur senunni

Illska (Litla sviðið)Lau 9/4 kl. 20:00 Mið 20/4 kl. 20:00 Lau 30/4 kl. 20:00Fim 14/4 kl. 20:00 Lau 23/4 kl. 20:00Samstarfsverkefni Óskabarna ógæfunnar og Borgarleikhússins

Made in Children (Litla sviðið)Fös 1/4 kl. 20:00 frums. Fim 7/4 kl. 20:00 3.sýn Fös 15/4 kl. 20:00 5.sýn

Sun 3/4 kl. 20:00 2.sýn Sun 10/4 kl. 20:00 4.sýn

Hvernig gera börnin heiminn betri?

NJÁLA – „Drepfyndið“ ★★★★★, AV – DV GOTT

UM

HELGINA

Hvernig var á Batman

gegn Superman?

Kristín Ólafs-

dóttir, nemi og

bókaormur

Sveinn

Ólafur Lárusson,

starfsmaður

Nexus

Ég skemmti mér nokkuð vel.

Myndin leið helst fyrir a) of

mikið í gangi og b) eiginlegum

átökum Batman og Superman

ábótavant. Myndin snerist

aðallega um illvirki Lex Luthor.

Hann var mjög reiður út í þá

félaga, ég skildi ekki af hverju.

Ég hefði strokað Luthor út, att

Batman og Superman frekar

saman og gert Wonder Woman

og Alfreð hærra undir höfði.

Hún er…stór. Hollywood etur

ofurhetjum saman eins og

DC og Marvel hafa gert árum

saman í teiknimyndasögum.

Þetta er ekki skemmtilegasta

ofurhetjumynd sem ég hef séð.

Ég held að þeir sem elski þegar

teiknimyndasögur fíli myndina,

en sem sjálfstæð kvikmynd

fellur hún svolítið um sjálfa sig.

Þrjár gamlar vinkonur, sem eru ekki vinkonur á Facebook, hitt-ast og drekka landa. Þær ræða fortíðina og atburði sem áttu sér stað fyrir 20 árum en síðan hefur margt breyst. Verkið Hystory var sýnt í Borgarleikhúsinu í fyrra og ferðast til Akureyrar um helgina. Sýningin hlaut frábæra dóma þar sem Arndís Hrönn, Birgitta Birgis-dóttir og Elma Lísa sýna stórleik undir leikstjórn Ólafs Egilssonar.Hvar: Hofi hjá Menningarfélagi

Akureyrar.

Hvenær: 1. og 2. apríl, klukkan 20.

Verð: 4.900 kr.

Landadrykkja og fortíðin

Það eru fjögur ár síðan dauðarokk-sveitin Cephalic Carnage kom, sá og sigraði á tónlistarhátíðinni Eistnaflugi á Austurlandi. Nú ætlar hljómsveitin að endurnýja kynni sín við íslenska dauðarokk-sunnendur tónlistarhátíðarinnar Reykjavík Deathfest um helgina.

„Þeir skemmtu sér svo konung-lega síðast að þeir hafa verið að reyna að komast aftur hingað síðan,“ segir Ingólfur Gíslason, einn skipuleggjenda hátíðarinnar og meðlimur í hljómsveitinni Severed, sem einnig kemur fram um helgina.

Reykjavík Deathfest er ný tón-listarhátíð sem haldin er í tilefni komu Cephalic Carnage til lands-ins, en Ingólfur segir hátíðina verða árlegan viðburð, gangi hún vel. Ásamt Cephalic Carnage kemur fram einvalalið dauðarokk-ssveita á borð við Severed, Logn og Beneath. | sgþHvar: Gaukurinn.

Hvenær: Klukkan 20

á laugardaginn.

Hvað kostar: 4000 kr.

Músíktilraunir hafa alið af sér margar færustu hljómsveitir þjóðarinnar líkt og XXX Rottwiler hunda, Agent Fresco, Of Mon-sters and Men, Vök, Samaris og lengi mætti áfram telja. Því er alltaf spennandi að sjá hvaða upp-rennandi tónlistarmenn stíga á stokk Músíktilrauna og láta ljós sitt skína. 48 atriði stíga á stokk í fjórum undankeppnum dagana 2., 3., 4. og 5. apríl og verður úrslita-kvöldið þann 9. apríl. Hvar: Norðurljósasal Hörpu.

Hvenær: 2. - 5. apríl.

Verð: 1500 krónur.

Myndlistarkonan, teiknarinn og söngkonan Lóa Hjálmtýsdóttir er þekkt fyrir beinskeyttar og sprenghlægilegar skopteikningar og myndasögur. Lóa teiknaði meðal annars vinsælu teiknimyndaseríuna Hulla ásamt Hug-leiki Dagssyni. Í fyrra gaf hún út bókina Lóaboratoríum: Nýjar rannsóknir hafa mögulega leitt eitthvað í ljós og verður hún með sýningu á myndasög-unni í Grófinni. Frábært tækifæri til þess njóta listar og hlæja með því. Hvar: Borgarbókasafnið í Menningarhúsi Grófinni.

Hvenær: Laugardaginn 2. apríl klukkan 15.

Framtíðin stígur á stokk

Lóa leiðir kannski eitthvað í ljós

Fyrir þá sem ekki geta

beðið eftir Eistnaflugi

Sunnudagur 3. spríl kl 13 og 15

GAFLARALEIKHÚSIÐTryggið ykkur miða á þessar frábæru sýningar

Miðasala - 565 5900 - midi.is - gaflaraleikhusid.is

„Unaðslegur leikhúsgaldur Jakob Kvennablaðið

Heimsfrægt verðlaunaleikrit fyrir 2-6 ára börn

Gráthlægilegur gamanharmleikur eftir Karl Ágúst Úlfsson

Sunnudagur 10. apríl kl 20 Frumsýning

Föstudagur 15. apríl kl 20

Sunnudagur 17. apríl kl 20

síðustu sýningar í Hafnarborg

Góði Dátinn Svejk og Hasek vinur hans

60 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 1. APRÍL–3. APRÍL 2016

Page 61: 01 04 2016

Stórkostlegur engill

Í tilefni af 70 ára afmæli Kristínar Steinsdóttur kemur þessi margverðlaunaða metsölubók út að nýju. „Í raun höfðar þessi saga ekki síður til

fullorðinna en barna og hefur þau áhrif

að bernskan lifnar við í huga manns . . .“

Katr Ín JaKobSdóttir / dV

„Saman mynda saga og myndlýsingar sterka

heild, góða, fallega og vandaða bók . . .“

H i ldur loftSdóttir / Morgunblað ið

engill

www.forlagid.is | Bókabúð Forlagsins | F iskislóð 39

Page 62: 01 04 2016

62 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 1. APRÍL–3. APRÍL 2016

Föstudagur 1. apr. Laugardagur 2. apr. Sunnudagur 3. apr.

rúv17.15 Leiðin til Frakklands (1:12) e.17.45 Táknmálsfréttir17.55 KrakkaRÚV (62:365)17.56 Sara og önd (7:33)18.03 Pósturinn Páll (3:13)18.18 Lundaklettur (9:32)18.26 Gulljakkinn (3:26)18.28 Drekar (1:20)18.50 Öldin hennar (15:52)19.00 Fréttir19.25 Íþróttir (147)19.30 Veður19.40 Augnablik - úr 50 ára sögu sjónv.20.00 Útsvar Hafnarfjörður - Reykjavík b21.15 Vikan með Gísla Marteini b22.00 Nicolas le Floch (3)23.35 In the Name of the Father e.01.45 Útvarpsfréttir í dagskrárlok (45)

skjár 116:35 The Tonight Show - Jimmy Fallon17:15 The Late Late Show - James Corden17:55 Dr. Phil18:35 Everybody Loves Raymond (17:26)19:00 King of Queens (17:25)19:25 How I Met Your Mother (17:22)19:50 America's Funniest Home Videos20:15 The Voice (9:26)21:45 Blue Bloods (15:22)22:30 The Tonight Show - Jimmy Fallon23:10 Satisfaction (7:10)23:55 State Of Affairs (12:13)00:40 The Affair (11:12)01:25 House of Lies (8:12)01:50 The Walking Dead (8:16)02:35 Hannibal (12:13)03:20 Blue Bloods (15:22)04:05 The Tonight Show - Jimmy Fallon04:45 The Late Late Show - James Corden

Stöð 218:30 Fréttir18:47 Íþróttir

Hringbraut20:00 Náttúra: Vestmannaeyjargosið20:30 Náttúra: Heimur farfuglanna22:00 Lóa og lífið (e)22:30 Atvinnulífið (e)23:00 Ritstjórarnir (e)23:30 Bankað upp á (e)

N420:00 Föstudagsþátturinn

rúv07.00 KrakkaRÚV15.35 Afmælistónl. Gunnars Þórðarsonar17.10 Tobias og sætabrauðið (3:3) e.17.45 Táknmálsfréttir17.55 KrakkaRÚV (90:300)17.56 Háværa ljónið Urri (1:26)18.05 Krakkafréttir vikunnar18.25 Íþróttaafrek Íslendinga (1:6) e.18.54 Lottó (32:52)19.00 Fréttir, íþróttir og veður19.45 Hraðfréttir20.00 Áramótaskaup 197821.10 Sune fer á skíði22.45 Slumdog Millionaire e.00.45 Vínviðarblóð02.15 Útvarpsfréttir í dagskrárlok (46)

skjár 117:45 Black-ish (11:24)18:10 Saga Evrópumótsins (3:13)19:05 Baskets (9:10)19:30 Life Unexpected (13:13)20:15 The Voice (10:26)21:00 Hope Springs22:40 Rabbit Hole00:15 I Love You Phillip Morris01:55 Half Nelson03:45 CSI (6:18)04:30 The Late Late Show - James Corden

Stöð 218:30 Fréttir18:55 Sportpakkinn

Hringbraut20:00 Fólk með Sirrý20:45 Allt er nú til21:00 Mannamál21:30 Ég bara spyr22:00 Fíkn - íslenska leiðin (e)22:30 Ólafarnir (e)23:00 Karlar og krabbi (e)23:30 Afsal (e)

N420:00 Að norðan20:30 Að sunnan21:00 Milli himins og jarðar21:30 Að austan22:00 Að norðan22:30 Föstudagsþátturinn23:00 Hvítir mávar21:30 Matur og menning 4x4 (e)22:00 Mótorhaus (e)

rúv07.00 KrakkaRÚV15.25 Noregur - Ísland17.10 Íþróttaafrek sögunnar17.40 Vísindahorn Ævars17.45 Táknmálsfréttir17.55 KrakkaRÚV (91:300)17.56 Ævintýri Berta og Árna (6:37)18.00 Stundin okkar (1:22) e.18.25 Basl er búskapur (4:11)19.00 Fréttir, íþróttir og veður19.45 Landinn (23:29)20.15 Popp- og rokksaga Íslands (9:12)21.20 Ligeglad (2:6)21.50 Svikamylla (4:10)22.50 Kynlífsfræðingarnir (12:12)23.50 Stríðsyfirlýsing

skjár 118:35 Leiðin á EM 2016 (4:12)19:05 The Grinder (11:22)19:30 The Biggest Loser - Ísland (10:11)20:15 Scorpion (16:25)21:00 Law & Order: Special Victims Unit 21:45 The People v. O.J. Simpson22:30 The Affair (12:12)23:15 The Walking Dead (9:16)00:00 Rookie Blue (16:22)00:45 CSI: Cyber (17:22)01:30 Law & Order: Special Victims Unit02:15 The People v. O.J. Simpson03:00 The Affair (12:12)03:45 The Walking Dead (9:16)

Stöð 218:30 Fréttir 18:55 Sportpakkinn

Hringbraut20:00 Lóa og lífið20:30 Bankað upp á21:00 Mannamál21:30 Fólk með Sirrý22:15 Allt er nú til (e)22:30 Ritstjórarnir (e)23:00 Ég bara spyr (e)23:30 Kvikan (e)

N419:30 Hvítir mávar20:00 Skeifnasprettur20:30 Að sunnan21:00 Skeifnasprettur21:30 Að austan22:00 Skeifnasprettur

Líf Pablo

Netflix Kólumb-íska þáttaröðin Pablo Escobar: El Patrón del Mal er ítarleg frásögn af lífi eitur-lyfjabarónsins Pablo Escobar, sem fór frá því að vera fátækur götustrákur í að vera ríkasti glæpamaður heims. Ef þú fílaðir Narcos þá eru þessir einfaldlega miklu betri.

Íslendingar mæta NorðmönnumRÚV Sunnudaginn 3. apríl, klukkan 15.25. Noregur –

Ísland: Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir Norð-mönnum í vináttulandsleik á sunnudaginn. Norðmenn kölluðu eftir leikjunum en HSÍ hefur dregið á langinn að tilkynna nýjan þjálfara Íslendinga.

Drekar í

barnatímanumRÚV Föstu-

daginn 1. apríl, klukkan 18.28. Teiknimynda-þættirnir Drekar eru um ævintýri Hiksta, Tannlauss og persónanna sem krakkar þekkja úr bíómyndinni Hvernig á að temja drekann sinn.

Hljómar betur

Lágmúla 8Sími 530 2800Fyrir heimilin í landinu

X-HM21BT

Þessar sóma sér vel í stofunni. Til í svörtu og silfur.

kr. 45.900,- Tilboð 36.900,-

X-HM21BT X-HM21BT

Hljómar beturHljómar beturXW-BTSP1-W

Bluetooth hátalarisem gefur sannan

Pioneer hljóm.kr. 16.900,-

Page 63: 01 04 2016

|63FRÉTTATÍMINN | HELGIN 1. APRÍL–3. APRÍL 2016

Ég | sá nýlega bíómyndina Anomalisa og hún var algjörlega frábær. Ég mæli reyndar með öllum myndum leikstjóra myndarinnar, Charlie Courtman. Hann gerði til dæmis bíómyndina Eternal Suns-hine of the Spotless Mind og er magnað-ur. Í Anomalisa er þrívíddarprentun notuð til að gera Stopmotion-brúðumynd og miðað við að allar persónurnar séu brúður er þessi mynd ótrúlega mannleg.

Um daginn tók ég svo Trailer Park Boys-maraþon. Trailer Park Boys eru steiktir grínþættir í Mockumentary-stíl. Það er frábært að sjá hvernig þeir þróast eftir

seríum. Svo er líka kostur að það eru til heilar ellefu seríur af þeim.

Að lokum vil ég mæla með Eric Andre

Show, steiktum viðtalsþáttum við furðulegt fólk. Ég get ekki alveg útskýrt hvað er svona frábært við þá, en tékkið á klippum á netinu og þá sjáið þið hvers vegna.“

SófakartaflanVilhelm Þór Neto

Mannleg bíómynd leikin af brúðum

Sunnudagsmynd

sem vert er að

vaka eftirRÚV Sunnudaginn 3. apríl klukkan

23.50. Franska bíómyndin La Gu-erre est déclarée, eða Stríðsyfir-lýsing, segir frá ungum foreldrum sem takast á við það að barn þeirra greinist með heilaæxli. Þessi margverðlaunaða mynd gefur einlæga mynd af vanmætti og viðbrögðum ástfangins pars sem verður að foreldrum, þjök-uðum af áhyggjum og ótta.

Já fínt, já sæll RÚV Ligeglad: Sunnudaginn 3. apríl,

klukkan 21.20. Fyrsti þáttur íslensku gamanþáttaraðarinnar sló heldur betur í gegn í síðustu viku. Anna Svava og Helgi Björns eru tilbúin til að kitla hláturtaugarnar enn á ný með nýjum uppákomum í Kaup-mannahöfn. Skrifið niður frasana því þeir verða það heitasta von bráðar.

Miley Cyrus

í The VoiceSkjár einn Laugardaginn 2. apríl,

klukkan 20.15. The Voice: Nýjasta sería the Voice er með þeim betri hingað til. Í næsta þætti verður Miley Cyrus aðstoðar-þjálfari og undirbýr keppendurna fyrir „the knockouts“. Þjálfararnir, þau Christina Aguilera, Pharrell Williams, Blake Shelton og Adam Levine, hafa aldrei verið fyndnari og æstari til sigurs. Fyrir þá sem hafa misst af fyrstu þáttunum eru atriðin aðgengileg á Youtube.

Lélegar hárgreiðslur,

aulahúmor og hiti

Netflix Wet Hot American Summer: First Day of Camp eru skemmtilega steiktir grínþættir með eðalgrín-urum á borð við Amy Poehler, Paul Rudd og Bradley Cooper. Þætt-irnir eru einskonar formáli að költ-grínmyndinni Wet Hot American Summer, frá árinu 2001, og fjalla um sumar í sumarbúðum í Banda-ríkjunum árið 1981.

– G Ó Ð U R Á B R A U Ð –

Í S L E N S K U R

GÓÐOSTUR

ÍSLE

NSK

A/SI

A.IS

/MSA

733

03 0

3/15

Page 64: 01 04 2016

NÝR STAÐUR:SKÓGARLIND 2,

KÓPAVOGI

VELKOMIN Í NÝJU

VERSLUNINA OKKAR Í

SKÓGARLIND

HUGO BAÐVARA VERÐ FRÁ

TILBOÐSVERÐ FRÁ 1.160,-

SHADI HANDKLÆÐI

TILBOÐSVERÐ1.960,-

Haidos MOTTA TILBOÐSVERÐ

(170x240) 19.600,-

TRIPOD BORÐLAMPAFÓTUR

TILBOÐSVERÐ10.000,-

DENA ARMSTÓLL SVARTUR

TILBOÐSVERÐ 116.000,-

MAUI STÓLLTILBOÐSVERÐ

12.000,-

GRETA SKRIFBORÐ

TILBOÐSVERÐ 38.400,-

EMMANUELLE LJÓS HVÍT/SVÖRT

TILBOÐSVERÐ 9.520,-

TAX FREE

DAGAR

NÝJAR VÖRUR

FRÁ HABITAT

EXTRACT KAFFI KANNA

2 STÆRÐIR TILBOÐSVERÐ

FRÁ 2.280,-

FORIA PRESSU KANNA

2 STÆRÐIR TILBOÐSVERÐ FRÁ

3.600,-

GETZ TE FYRIR EINN

TILBOÐSVERÐ 1.960,-

FORIA PRESSU EXTRACT KAFFI GETZ TE

TRIPOD STANDLAMPIOG SKERMUR

TILBOÐSVERÐ FRÁ 41.200,-

LAU BAMUSSKÁLAR 2 STÆRÐIR

TILBOÐSVERÐ FRÁ 1.520,-

NEST BASTLAMPI

TILBOÐSVERÐ 27.600,-

HAL PÚÐI TILBOÐSVERÐ

4.720,-

SIMPLE HUMAN UPPÞVOTTAGRIND

TILBOÐSVERÐ 7.600,-

TRIPOD STANDLAMPI

20% AFSLÁTTUR

AF ÖLLUM VÖRUM

FÖSTUDAGLAUGARDAGSUNNUDAG

SKENKUR VERÐ

145.000.- NÚ

116.000.-

SKÁPUR (4/H)

VERÐ125.000,-

NÚ99.000,-

TAX FREE

DAGARCAGE KOPARLJÓS

2 STÆRÐIR TILBOÐSVERÐ FRÁ

10.000,-

CAGE KOPARLJÓS 2 STÆRÐIR

HORENSIA BLÓMAVASI 3 STÆRÐIR

TILBOÐSVERÐ FRÁ 1.960,-

MAUI STÓLL

20% AFSLÁTTUR

AF ÖLLUM VÖRUM

FÖSTUDAGLAUGARDAGSUNNUDAG

TEKK COMPANY OG HABITAT | SKÓGARLIND 2, KÓPAVOGISÍMI 564 4400 | OPIÐ MÁN-LAU KL. 10–18 OG SUN KL. 12–17

VEFVERSLUN Á WWW.TEKK.IS

Page 65: 01 04 2016

NÝR STAÐUR:SKÓGARLIND 2,

KÓPAVOGI

VELKOMIN Í NÝJU

VERSLUNINA OKKAR Í

SKÓGARLIND

HUGO BAÐVARA VERÐ FRÁ

TILBOÐSVERÐ FRÁ 1.160,-

SHADI HANDKLÆÐI

TILBOÐSVERÐ1.960,-

Haidos MOTTA TILBOÐSVERÐ

(170x240) 19.600,-

TRIPOD BORÐLAMPAFÓTUR

TILBOÐSVERÐ10.000,-

DENA ARMSTÓLL SVARTUR

TILBOÐSVERÐ 116.000,-

MAUI STÓLLTILBOÐSVERÐ

12.000,-

GRETA SKRIFBORÐ

TILBOÐSVERÐ 38.400,-

EMMANUELLE LJÓS HVÍT/SVÖRT

TILBOÐSVERÐ 9.520,-

TAX FREE

DAGAR

NÝJAR VÖRUR

FRÁ HABITAT

EXTRACT KAFFI KANNA

2 STÆRÐIR TILBOÐSVERÐ

FRÁ 2.280,-

FORIA PRESSU KANNA

2 STÆRÐIR TILBOÐSVERÐ FRÁ

3.600,-

GETZ TE FYRIR EINN

TILBOÐSVERÐ 1.960,-

TRIPOD STANDLAMPIOG SKERMUR

TILBOÐSVERÐ FRÁ 41.200,-

LAU BAMUSSKÁLAR 2 STÆRÐIR

TILBOÐSVERÐ FRÁ 1.520,-

NEST BASTLAMPI

TILBOÐSVERÐ 27.600,-

HAL PÚÐI TILBOÐSVERÐ

4.720,-

SIMPLE HUMAN UPPÞVOTTAGRIND

TILBOÐSVERÐ 7.600,-

20% AFSLÁTTUR

AF ÖLLUM VÖRUM

FÖSTUDAGLAUGARDAGSUNNUDAG

SKENKUR VERÐ

145.000.- NÚ

116.000.-

SKÁPUR (4/H)

VERÐ125.000,-

NÚ99.000,-

TAX FREE

DAGARCAGE KOPARLJÓS

2 STÆRÐIR TILBOÐSVERÐ FRÁ

10.000,-

HORENSIA BLÓMAVASI 3 STÆRÐIR

TILBOÐSVERÐ FRÁ 1.960,-

20% AFSLÁTTUR

AF ÖLLUM VÖRUM

FÖSTUDAGLAUGARDAGSUNNUDAG

TEKK COMPANY OG HABITAT | SKÓGARLIND 2, KÓPAVOGISÍMI 564 4400 | OPIÐ MÁN-LAU KL. 10–18 OG SUN KL. 12–17

VEFVERSLUN Á WWW.TEKK.IS

Page 66: 01 04 2016

ÁBYRGÐAR- OG ÞJÓNUSTUAÐILAR:

Optical Studio SmáralindOptical Studio Keflavík

OPTICAL STUDIOFRÍHÖFN LEIFSSTÖÐ

Verslaðu á hagstæðara verði. Allt að 50% ódýrari en sam bærileg vara á meginlandi Evrópu.*Evrópu.*

E R T U Á L E I Ð T I L Ú T L A N D A ?

KAUPAUKIMeð öllum marg skiptum glerjum** fylgir annað par FRÍTT með í sama styrkleika. Tilvalið sem sólgleraugu eða varagleraugu.

* Chrome Hearts umgjörð m/ Hoya Progressive glerjum, 1.6 Index.** Margskipt gler á við Varilux, Multifocal, Progressive og tvískipt gler.

Módel: Kristjana Dögg Jónsdóttir Gleraugu: Chrome Hearts

Rithöfundurinn Kristín Ómars-dóttir er stödd

í lyftunni hans Spessa, ljós-myndara í gömlu Kassagerðinni á Laugarnesi. Á ferðalaginu upp fjórar hæðir hússins segir Kristín frá þeim tilvonandi botni sem mannkynið stefnir í og sínum hæstu hæðum í litlu augnablikum lífsins.

„Ég hef aldrei farið á botninn, hugsanlega geri ég það einhvern-tímann. Það var kannski helst þegar ég var 14 ára og Kiddi sagði mér upp. Heilu ári varði ég í að velta mér upp úr einhverri tilfinn-ingu, þar til ég hugsaði hvað væri nú eiginlega að mér? Hvers konar viðbrögð eru þetta? Strákur sem segir mér upp því ég nennti aldrei að hitta hann. Við erum svo mikið keppnisfólk, það má enginn segja okkur upp en við megum segja öllum öðrum upp.“

Kristín segir það hugarfar ein-kenna ástandið í heiminum og mannkynið sem sé á leiðinni á botninn. „Manninum þykir mikið til sín koma, að við séum æðri öðrum dýrum. Það endurspegl-ast í öllum okkar samskiptum og framkomu. Á síðustu 20 árum höfum við sokkið dýpra og dýpra, flóttamannastraumurinn, um-hverfismál, fátækt eykst og lífs-skilyrði versna. Heimurinn mun ná algjörum botni og mínar pers-ónulegu lægðir eru smávægilegar í samanburði við það.“

Hvað varðar hátinda í lífi Krist-ínar nefnir hún ótal augnablik, allt frá því að fara í bíó, út að borða, sjá sólmyrkva og þegar Íslendingar hrepptu silfrið á ól-

Mannkynið stefnir á botninn Lyftan #12

Spessi

ympíuleikunum í handknattleik í Peking. „Ég hef þó aldrei upplifað eins áfenga gleði og þegar ég fór fyrst í sirkus tíu ára gömul. Ég fylltist þvílíkri lotningu og hafði aldrei séð annað eins. Sumir há-punktar fylgja reyndar raunveru-lega áfengri gleði, þá helst vodka sem hefur skapað mér margar góðar stundir í gegnum tíðina.“

Utan þessara augnablika segir Kristín ritstörfin veita sér stöðuga ánægju. „Það er ekkert betra en að klára skrif á bók. Það er há-punktur lífs míns sem ég mun aldrei hætta að þakka fyrir.“ | sgk

Kristín Ómarsdóttir segir sínar lægðir í lífinu smá-

vægilegar í samanburði við ástandið í heiminum.

Nú líður að stressandi tíma í lífi margra 10. bekkinga – vali á mennta-skóla. Ákvörðunin virðist oft óyfirstíganleg, en óttist ekki! Frétta-tíminn tók saman nokkur ráð fyrir tilvonandi menntskælinga.

1 Ekki fara á taugum. Akkúrat núna virðist valið mikilvægasta ákvörð-un í heimi en menntaskóli verður fyrst og fremst ótrúlega skemmti-

legur og frelsandi, sama hvort hann heiti MR eða FB.

2Ekki velja skóla eftir því hvaða skóla vinir ykkar ætla í. Nánir vinir halda sambandi þó þeir séu ekki í sama skóla, svo áttu eftir að eign-

ast fullt af vinum í nýja skólanum.

3Veldu skólann sem þig langar mest að vera í, ekki bara þann sem þú heldur að þú eigir mesta möguleika að komast í. Þú kemst pottþétt

ekki í skóla drauma þinna ef þú sækir ekki um hann.

4Veldu skóla eftir náminu, ekki félagslífinu. Raunin er að það er gott félagslíf í flestöllum skólunum. Ef það eru ekki skemmtileg böll í þín-

um menntaskóla geturðu bara farið á böll hinna skólanna. Ekkert mál!

5Kíktu í heimsókn í skólana. Ef þú missir af kynningu í skólanum sem þig langar í, kíktu í heimsókn í skólann, skoðaðu þig um og athugaðu

hvernig þér finnst andrúmsloftið.

6Mundu að þó þú komist ekki í skólann sem þig langar mest í, er vel hægt að vinna sig upp í einkunnum á fyrstu önn og skipta yfir í

annan skóla um jólin. Hvort sem þú gerir það eða ekki er gott að vita að maður er aldrei hlekkjaður niður. | sgþ

Sex ráð við val á menntaskóla

66 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 1. APRÍL–3. APRÍL 2016

Page 67: 01 04 2016

www.austurindia.is

Borðapantanir: s. 552 1630 Hverfisgötu 56 Opið: Sun - Fim 17:30 - 22:00 og Fös - Lau 17:30 - 23:00

HOLI-HÁTÍÐGLEÐI, LITIR OG DÁSAMLEGUR MATUR

Um þessar mundir halda Indverjar hina litríku Holi-hátíð. Austur-Indíafjelagið færir þér angan

af gleðinni og litadýrðinni frá Indlandi frá 17. mars til 24. apríl með ríkulegum fimm rétta HOLI hátíðarmatseðli á frábæru verði: 5.990 kr. mán.-mið. og 6.990 kr. fim.- sun.

Komdu og njóttu þess besta í indverskri matargerð.Tryggðu þér sæti núna í s. 552 1630.

Fimm rétta HOLI hátíðarmatseðill

FORRÉTTUR

Malabar Coconut Masala PrawnPönnusteiktar risarækjur með kókosflögum,

karrýlaufum, sinnepsfræjum og túrmerik

AÐALRÉTTIR

Boti KebabLambafillet marinerað í kúmmíni, engiferi og

garam masala. Grillað í Tandoori-ofninumog

Murgh Khalmi TikkaKjúklingabringur marineraðar í kóríander, hvítlauk,

grænu chillí, kasjúhnetum og kjúklingabaunum. Grillaðar í Tandoori-ofninum

og

Aloo Dum JeeraHægeldaðar kartöflur í ljúfri sósu með tómötum,

lauk, kasjúhnetum og kúmmíni

MEÐLÆTIBlanda af Naan-brauði, Raitha jógúrtsósa

og Basmati-hrísgrjón

EFTIRRÉTTUR

Halu HoligeHeimalagaður ís borinn fram á klatta með kókossósu

Eftirlæti frá kaffiplantekrunum í Coorg á Suður-Indlandi.

5.990 kr. mán.-mið.

6.990 kr. fim.-sun.

Page 68: 01 04 2016

Á Íslandi er 361 kirkja og eru í kringum 35 þeirra aflagðar. Kirkjur eru aflagðar þegar enginn söfnuður er lengur fyrir hendi eða þegar ný kirkja er byggð. Sumar þeirra eru afhelgaðar, athöfn sem er á ábyrgð biskups. Þá er kirkju-húsið kvatt og leyst undan þjón-ustu Guðs og safnaðarins. Allir munir kirkjunnar, líkt og skírnar-skálar og áhöld til altarisgöngu, eru fluttir í aðra kirkju, á sam-komustað safnaðarins eða fargað.

Engin reglugerð er til staðar hjá Þjóðkirkju Íslands hvað varðar

endurnýtingu bygginganna en það getur verið flókið ferli. Kirkjan hef-ur þjónað fólki í gegnum árin, sem hefur tengst byggingunni sterkum tilfinningalegum böndum. Því þarf að vanda vel til verka og er það á ábyrgð sóknarnefndar að finna lausn og ákvörðun í þeim málum.

Það má búast við að fleiri kirkjur verði afhelgaðar með þéttingu byggðar. Þýskaland er framar-lega hvað varðar nýtingu á kirkju-húsnæði. Þar hafa verið tekin í notkun barnaheimili, bókasöfn, veitingahús, heimili og athvörf.

Tölum um íslenskar kirkjur Hvernig geta Íslendingar endurnýtt auðar kirkjur þar sem söfnuður er ekki lengur til staðar?

Endurnýting

kirkna á Íslandi

1929 þegar Magnús Ólafsson

settist að í Krýsuvíkurkirkju

og bjó þar til 1945.

1999 var Stöðvafjarðarkirkju

breytt í gistiheimilið Krísuvík.

2005 stóð til að breyta Eski-

fjarðarkirkju í íbúð eftir að

hún var seld á almennum

markaði.

2007 var Blönduóskirkja gerð

að menningarhúsi.

361kirkja á Íslandi

322kirkjur þjóð-

kirkjunnar

39önnur guðshús,

kapellur eða

bænahús

35aflagðar

sóknarkirkjur

Heimild: Kirknaskrá þjóðkirkjunnar

Svanhildur Gréta Kristjánsdó[email protected]

Ég kann vel við mig hérna og það er allt til staðar nema kannski fjölskylda og íslensku vinirnir. Ég er búinn að gera sitt lítið af hverju, sitja fyrir hjá

fatamerkjum og tímaritum, þar á meðal Vogue þar sem ofurfyrirsæt-an Irina Shayk sat fyrir með mér,“ segir fyrirsætan Orri Helgason. Hann er búsettur í Hollywood um þessar mundir til að sinna fyrir-sætustörfum en áður hefur hann setið fyrir hjá tískumerkjum á borð við Versace.

Orri er virkur á Instagram með 10.000 fylgjendur og segir það mikilvægan lið í að starfa sem fyrirsæta í dag. „Nýverið var ég beðinn um að tilgreina fjölda In-stagram fylgjenda fyrir tískuvik-una í Mílanó. Samfélagsmiðlar eru orðnir hluti af vinnunni minni sem er skiljanleg þróun. Ef módel birtir mynd af sér í fötum merkisins fær það ókeypis auglýsingu sem nær til mörg hundruð þúsund manns.“

Instagram er orðinn miðill markaðssetningar á persónum og vöru. Orri segir mikilvægt að vanda valið á birtingum sem end-urspegla vöruna og sinna um leið eftirvæntingu fylgjenda. „Mínir fylgjendur hafa áhuga á að fylgjast með mínum módelstörfum og ferðalögum, hvernig ég æfi og lít út. Ég verð að hafa það hugfast að birta efni sem höfðar til þeirra og þess sem ég vil standa fyrir.“

Að mati Orra er mikilvægt að greina á milli þess sem samfélags-miðlar birta og raunveruleikans. Instagram á það til að sýna aðeins það jákvæða og skemmtilega í líf-inu. „Það má ekki láta samfélags-miðla blekkja sig eða hafa neikvæð áhrif á líkams- og sjálfsmynd sína. Margt af efninu á Instagram á sér ekki stoð í raunveruleikanum, myndir eru teknar frá sjónarhorn-um sem ýkja öll hlutföll og jafn-vel búið að eiga við þær í mynd-vinnsluforritum. Enginn líkami er eins en mestu máli skiptir að líða vel með sjálfan sig. Stundum er það heldur ekki líkaminn sem þarfnast breytinga heldur það hvernig við hugsum. Það á ekki síður við um þá sem birta mynd-irnar. Það er auðvelt að falla í gryfju samfélagmiðla og láta fjölda fylgjenda og „likes“ stjórna eigin sjálfstrausti og líðan. Svoleiðis sjálfstraust gerir lítið fyrir mann í raunveruleikanum.“

Aðspurður hvernig hann ætlar að nýta Instagram reikning sinn í framtíðinni, segir hann það fara eftir ýmsu. „Ég veit ekki hvað ég tek mér fyrir hendur á næstu árum eða hvort ég sjái einhverja tekjumöguleika með Instagram. Ég hef mjög gaman af því að lesa mér til um mataræði og líkams-rækt. Ég hef það alltaf á bak við eyrað að nýta aðgang minn til að ná til fólks sem þarfnast aðstoðar við að æfa og borða rétt. Það er þó ekkert ákveðið, fyrst og fremst vil ég hafa gaman af lífinu og upplifa nýja hluti.“

Instagram hluti af fyrirsætustarfinu

Fyrirsætan Orri Helgason segir tískumerki farin að spyrja um fjölda Instagram fylgjenda. Orri er með 10.000 fylgjendur en segir sjálfstraust

byggt á fjölda „likes“ gera lítið fyrir mann í raun.

Fyrirsætan Orri Helgason er með 10.000 fylgjendur á Instagram og segir miðilinn sífellt mikilvægari í fyrirsætubransanum.

Ljósmynd af lagalista nýjustu plötu Beyoncé lak á netið í gær. Þar kemur fram að platan verður aðgengileg í dag, 1. apríl, á streymisveitunni Ti-dal sem er í eigu eiginmanns henn-ar, Jay-Z, en hann stendur í ströngu að keppa við Spotify.

Aðdáendur söngkonunnar eru þó í vafa. Á lagalistanum kemur fram að söngvararnir Frank Ocean, sem hefur lítið spurst til upp á síðkastið, Jay-Z, Kanye West, Nicki Minaj, Mariah Carey og Adele komi fram á plötunni. Ýmsir hafa bent á það að leki á slíkum skala standist ekki; þetta hljóti því að vera bestu fréttir í heimi eða besta aprílgabb í heimi.

Fyrsti Beypríl? Samstarfsfólkið

á væntanlegri plötu Beyoncé

of gott til að vera satt

Í Fréttatíma síðustu viku kom fram að Bjarni Ben væri af Seychelles-eyjaættinni. Hið rétta er að hann er af Engeyjarættinni. Við biðjumst velvirðingar á þessu.

68 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 1. APRÍL–3. APRÍL 2016

Page 69: 01 04 2016

ÞJÓ

ÐLE

IKH

ÚSI

Ð

TÓNLIST

– OG HLJÓMSVEIT –SALKA SÓL EYFELD

GÍSLI ÖRN GARÐARSSON OG SELMA BJÖRNSDÓTTIRLEIKSTJÓRN

DAVID FARR

EINRÓMA LOFGAGNRÝNENDA!

– DV –

„TÖFRUM HLAÐIN SKEMMTUN“ „ ... FYNDIN, SPENNANDI OG RÓMANTÍSK“

– TMM –

„GÆSAHÚГ „ ... HVET ALLA ÞÁ SEM ÆVINTÝRUM UNNA TIL AÐ FLYKKJAST Á ÞESSA SÝNINGU“

– Kvennablaðið –

„DÝRLEG SKEMMTUN“„... SPENNA, OFBELDI, GRÍN OG HEITAR TILFINNINGAR“

– Kastljós –

„BESTA SKEMMTUN. TEKST FULLKOMLEGA: STUÐ, GAMAN, AFÞREYING, COOL SÝNING“

– Fréttablaðið –

„STÓRSKEMMTILEG SÝNING FYRIR ÆVINTÝRAGJARNA ÁHORFENDUR“

– Morgunblaðið –

„KRAFTMIKIL, FJÖRUG OG BRÁÐ-SKEMMTILEG FJÖLSKYLDUSÝNING“

NÆSTU SÝNINGAR: 1. apríl, 9. apríl (2 sýningar), 14. apríl, 15. apríl, og 24. apríl MIÐASALA í síma 551 1200 og [email protected] www.leikhusid.is

Page 70: 01 04 2016

„Ég elda alla daga á Vínyl og fæ mér venjulega morgunmat þar. Í dag fæ ég mér bara kaffi,“ segir Linnea Hellström, vegankokkur. Fyrir hennar

tilstilli varð Kaffi Vínyl á Hverfisgötu á dögunum fyrsti veitingastaðurinn með alveg vegan matseðil.

Linnea var grænmetisæta frá barnæsku. Hún ólst upp á sveitabýli í Svíþjóð og ákvað ung að hætta að borða dýrin sem hún lék sér við. Um tvítugt tók hún út allar dýraafurðir og hefur verið frumkvöðull í vegan-isma á Íslandi frá því hún flutti hingað. „Í stað þess að einblína á missi dýraafurða vil ég sýna fólki þennan fjölbreytta matarheim sem opnast við að vera vegan.“

Frábært úrval aF sundFötum!

Bláu húsin Faxafeni | S. 555 7355 | www.selena.is Selena undirfataverslun

Með hækkandi leiguverði og minnkandi fram-boði á húsnæði fyrir ungt fólk í startholum lífsins

fjölgar þeim sem dvelja í hreiðrinu fram eftir aldri. Talið er að nærri helmingur ungs fólks á aldrinum 18-30 ára í Evrópu búi í foreldra-húsum. Er þessi þróun jákvæð og þroskandi fyrir sambönd fólks við foreldra sína eða frestun á að takast á við lífið?

„Stefán er fyrst og fremst svo mikill gleðigjafi,“ segir Dóra, móð-ir Stefáns, aðspurð hvort gagn sé að því að hafa Stefán Gunnar bú-andi heima. Stefán Gunnar, móðir hans og Sigurður, faðir hans, búa í Litla Skerjó í fallegu rauðu húsi. Stefán vinnur í félagsmiðstöð og klárar tómstundafræði í háskól-anum í vor. „Áður bjuggu bræður mínir, þeir Haddi Gunni og Maggi Gunni hér líka. Nú er bara Stebbi Gunni eftir,“ segir Stefán.

Samfara því að kaupmáttur ungs fólks hefur minnkað verulega síð-astliðin 20 ár hefur leigumarkað-urinn orðið erfiðari að takast á við. Stefán er sáttur við að búa heima, enda í námi og á í góðu sambandi við foreldra sína.

„Auðvitað vill maður vera sjálf-stæður, það er helsti vankanturinn á þessu. En svo er líka skemmtilegt að fá að vera barn aðeins lengur.“

Stefán segist ekki telja ungu

kynslóðina sem býr heima hjá for-eldrum sínum ósjálfstæða. Hann segir heldur jákvætt að ungt fólk fái frekari undirbúning fyrir lífið, en sé ekki hrint út úr hreiðrinu strax við sjálfræðisaldur.

Dóra segist jafnframt læra margt af sambúðinni við Stefán, son sinn, sem er opinn með að hafa tekist á við kvíða frá æsku og skrifaði pistil um kvíða þegar vit-undarvakning um geðsjúkdóma, #égerekkitabú, tröllreið samfélags-miðlum.

„Stebbi er nefnilega nútímamað-ur sem ræðir um hlutina,“ segir Dóra. „Ég er ekki af þeirri kynslóð. Hann benti mér til dæmis á að ég ætti að fara til sál-fræðings til að takast á við hluti sem ég hef ekki gert áður. Og ég ætla að taka þeim ráðum.“

Stefán bend-ir á að kvíði og þunglyndi sé sem betur fer minna tabú hjá ungu kynslóð-inni. „Við erum dugleg að deila reynslu á milli okk-ar þriggja á heimil-inu og ausa úr okkur. Svo ég held að það græði allir á sambúðinni.“

Fullorðinn í foreldrahúsumAð fá að vera barn aðeins lengur

Stefán Gunnar og konurnar í lífi hans: Dóra mamma og Lára bróðurdóttir. Mynd | Rut

Stefán með Láru, bróðurdóttur sinni.

Morgunstundin Vegan-boltinn er farinn að rúlla á Íslandi

Mynd | Rut

Herdís, Ylfa og Flóki eru þrjú þeirra tíu krakka sem leika í leik-verkinu Made In Children í Borgar-leikhúsinu. Krakkarnir hjálpuðu einnig til við að semja verkið ásamt leikstjórum sýningarinnar. „Þetta er eins og tyggjó: Einhver tyggur það fyrst og svo megum við móta það eins og við viljum,“ segir Ylfa. „Úff, ekki góð mynd-líking,“ segir Flóki og hryllir sig. Ylfa útskýrir að hún meini að leik-stjórarnir hjálpi þeim að gera flott atriði úr hugmyndum krakkanna.

Vinna leikarans er strembin, og krakkarnir hafa staðið í ströngu á löngum æfingum og þurft að læra allt verkið utan að. „Ef maður gleymir dansspori eða línu á maður bara að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist,“ segir Herdís, reynslunni ríkari eftir ferlið.

Aðspurð hvort þau langi að leika meira eftir Made in Children jánka stelpurnar. Flóki segir hins vegar

þetta skipti nægja, þó hann sé ánægður með reynsluna.

Verkið segja krakkarnir fjalla um hvernig börn gætu gert heiminn betri, og hvernig hann verður í framtíð þeirra. Þremenn-ingarnir telja sjálf þörf á að bæta heiminn, og nefna ýmsar leiðir til þess: „Við gætum til dæmis notað rafmagnsbíla meira, eins og í Nor-egi. Þar þarf maður ekki að borga reikninga fyrir þá,“ segir Herdís, óvæntur fróðleiksbrunnur um raf-magnsbílanotkun Norðmanna.

Ylfa segir einnig mikilvægt að sporna við matarsóun, og krakk-arnir taka undir að maður eigi ekki að henda mat að óþörfu. Með því ljúka þau spjallinu, og hvetja fólk til að koma á sýninguna og fá fleiri hugmyndir um hvernig bæta skuli jörðina okkar.

Made in Children verður frum-sýnt í Borgarleikhúsinu í dag, föstudag.

Krakkar bæta heiminnRafmagnsbílar og matarsóun

Flóki, Herdís og Ylfa frumsýna í dag nýtt leikverk í Borgarleikhúsinu.

Mynd | Rut

70 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 1. APRÍL–3. APRÍL 2016

Hann benti mér til

dæmis á að ég ætti að

fara til sálfræðings til

að takast á við hluti

sem ég hef ekki gert

áður. Og ég ætla að

taka þeim ráðum.

Page 71: 01 04 2016

AFTUR Á TACO BELL

1.499 kr.

Funheit kjúklingave�a

með hrísgrjónum, -flögum, osti,

BBQ-sósu og sýrðum

rjóma.

BBQ-sósu með hrísgrjónum,

TM

Boxmáltíð:Burrito Crunch,nachos, sósa, gos og Hraun.

999 kr.

www.tacobell.isHafnarfirði / /Grafarholti

PIPAR

\TBW

A • SÍA

• 161741

Page 72: 01 04 2016

Gott að fara í bíó: Tíu kvikmyndir frá nýrri kynslóð kvikmyndagerðar-manna verða til sýningar í Bíó Paradís um helgina á Reykjavík World Inter-national Film Festival. Myndirnar koma frá öllum heimshornum og hafa margar unnið til fjölda verðlauna.

Spurt er… Hvaða áhrif hafði #FreeTheNipple byltingin á þig?

HELGIN

Í ÆÐ

BRJÓSTIN MITT VALMaría Guðjohnsen @MariatweetarFyrir ári tók ég ekki þátt sjálf því ég hélt að ég myndi gera þáverandi kærasta reiðan. Í ár þurfti ég ekki neitt að hugsa mig um áður en ég póstaði myndinni minni. Byltingin hjálpaði mér að skilja það að hvort ég sýni á mér brjóstin eða ekki er mitt val. Það er engin ástæða til að fela þennan eðlilega líkamspart.

GAT HORFT Í SPEGILSara Þöll Finnbogadóttir@doggdamanByltingin gaf mér aukið sjálfstraust. Í fyrsta sinn í nokkur ár gat ég horft á mig í spegli og séð hversu flott ég er í raun og veru. Einnig eftir að hafa upplifað allt það sem var í gangi í kringum byltinguna hef ég byrjað að hugsa lítið sem ekkert um hvað öðrum finnst um mig og hefur það bætt líðan mína!

LAUS VIÐ SKÖMMÁlfheiður Marta Kjartansdóttir @marta_smartabeibFree the nipple varð mér hvatning til þess að opna mig um slæma stimplun og drusluskömm sem ég varð fyrir á menntaskólaárunum. Ég fann fyrir nýju viðhorfi innan samfélagsins og samstaðan sem ein-kenndi byltinguna veitti mér öryggi til þess að fría mig skömminni sem ég hafði borið í allt of langan tíma. Er búin að vera á túttunum síðan!

Gott að klæðast bláu: Alþjóðlegur dagur einhverfu er 2. apríl. Vinnustaðir og skólar eru hvattir til að klæðast bláu í dag og vekja athygli á málefnum einhverfra. Blár apríl stendur fyrir styrktartónleikum á laugardaginn í Gamla bíói.Fram koma Valdimar, Hjálmar og Júníus Meyvant.

Gott að kaupa notað: Á mánaða-mótum má missa sig í fatakaup-um. Vertu umhverfisvænn og kíktu í Kolaportið, á fatamarkað Reykjavíkurdætra á Prikinu á laugardag eða í nýju Rauða kross búðina við Skólavörðustíg.

Á laugardaginn fagnar #FreeTheNipple byltingin árs afmæli. Frítt er inn á skemmti staðinn Húrra þar sem Sykur, Boogie Trouble, DJ Sunna Ben og leynigestir koma fram.