01 07 2016

36
frettatiminn.is [email protected] [email protected] 34. tölublað 7. árgangur Föstudagur 01.07.2016 Af hverju eru strákarnir okkar svona góðir? Fótboltaskýring Strákar í sundi Tískuskýring 32 22 Ungir og gamlir berjast um Evrópu Kynslóðaskýring Hvar á djamminu er best að pissa? Klósettskýring 14 30 KRINGLUNNI ISTORE.IS Viðurkenndur endursöluaðili Ný sending komin af batteríum fyrir Phantom 3, 4 og Inspire 1 Phantom 4 verð 249.990kr verð frá 98.990kr verð frá 29.990kr Phantom 3 Skrýtið og skemmtilegt LÍFSSTÍLSBLOGGARI ÆFIR MEÐ EIGIN LÍKAMSÞYNGD ÚTILEGUTÍSKAN STÍGVÉL, ULLARPEYSUR OG PONSJÓ SAGÐI UPP VINNUNNI OG KEYPTI FLUGMIÐA TIL ASÍU TINNA Í HRÍM BÝR Í DRAUMAHÚSI Í HLÍÐUNUM 8 FÖSTUDAGUR 01.07.16 STRÁKAR MEGA ALVEG MÁLA SIG BRYNJAR STEINN Mynd | Auðunn Níelsson „Öll þjóðin er að fagna afrekum Íslands á alþjóða- vettvangi á mánudegi og við erum að rifna úr þjóðarstolti. Svo vaknar maður upp á þriðjudegi og skammast sín fyrir að tilheyra þessu samfélagi,“ segir séra Solveig Lára Guðmundsdóttir vígslu- biskup en bæði hún og Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, eru harð- orðar um aðfarir lögreglu í Laugarneskirkju aðfaranótt þriðjudags. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir [email protected] Solveig Lára segist hafa grátið þegar hún sá myndband af at- burðinum og biskup Íslands segir að prestar eigi ekki að þegja um slíkt oeldi. „Ég er slegin yfir því hvað kirkj- unni var sýnd gríðarleg óvirðing með þessum aðförum,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir, bisk- up Íslands, um handtöku tveggja hælisleitenda í Laugarneskirkju að- faranótt þriðjudags. Solveig Lára, vígslubiskup á Hólum, segir að það hafi verið sér mikið persónulegt áfall að sjá myndbandið og verða vitni að aðferðum Útlendingastofn- unar og lögreglu um nóttina. Biskuparnir staðfesta ákvörðun Laugarneskirkju um að láta reyna á kirkjugrið í máli tveggja hælisleitenda sem átti að flytja úr landi á þriðjudag, hafi ver- ið tekin í samráði við Biskupsstofu. „Mér finnst þetta hræðilegt, ég grét þegar ég sá myndbandið af þessum atburði,“ segir Solveig Lára vígslubiskup. „Þetta var svo hrottalegt og ómannúðlegt að ég get ekki lýst því hvað þetta er mik- ill hryllingur. Öll þjóðin er að fagna afrek- um Íslands á alþjóðavettvangi á mánudegi og við erum að rifna úr þjóðarstolti, svo vaknar maður upp á þriðjudegi og skammast sín fyrir að tilheyra þessu samfélagi,“ segir Solveig Lára. Agnes M. Sigurðardóttir segir að kirkjan sé ekki að fara í stríð við yfirvöldin en henni finnist þetta óásættanlegt. „Það er ekki eins og kirkjan sé að berjast gegn lögum og reglum í landinu þótt hvatt sé til meiri mannúðar,“ segir hún. „Ég stend með prestum innan Þjóðkirkjunnar sem styðja hæl- isleitendur, en ég styð það ekki að þeir brjóti lög. Ég styð það til að mynda ekki að þeir þegi yfir of- beldi, það er oeldi að ryðjast inn í kirkju og draga fólk þaðan út. Það er ekki hægt að þegja yfir því,“ seg- ir Agnes M. Sigurðardóttir, bisk- up Íslands, sem ætlar að óska eft- ir samræðu við þær stofnanir sem koma að málefnum flóttamanna, meðal annars Útlendingastofnun. Biskup Íslands: Prestar eiga ekki að þegja yfir oeldi Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, og Solveig Lára Guðmunsdóttir vígslubiskup eru harðorðar um atburðina í Laugarneskirkju. Mynd | Benjamin Julian. 8 Kirkjan hlýtur alltaf að taka afstöðu með fólki í neyð Sjá viðtal við Agnesi og Solveigu Láru ÓTAKMARKAÐUR LJÓSLEIÐARI ÓTAKMARKAÐUR FARSÍMI + 4GB WWW.HRINGIDAN.IS - 525 2400

Upload: frettatiminn

Post on 04-Aug-2016

249 views

Category:

Documents


11 download

DESCRIPTION

News, newspaper, Fréttatíminn, Iceland

TRANSCRIPT

Page 1: 01 07 2016

frettatiminn.is [email protected]@frettatiminn.is

34. tölublað7. árgangur

Föstudagur 01.07.2016

Af hverju eru strákarnir okkar svona góðir? Fótboltaskýring

Strákar í sundi Tískuskýring 3222

Ungir og gamlir berjast um EvrópuKynslóðaskýring

Hvar á djamminu er best að pissa?Klósettskýring

14

30

KRINGLUNNI ISTORE.IS

Viðurkenndur endursöluaðiliNý sending komin af batteríumfyrir Phantom 3, 4 og Inspire 1

Phantom 4

verð

249.990krverð frá

98.990krverð frá

29.990kr

Phantom 3

Skrýtið og skemmtilegt

LÍFSSTÍLSBLOGGARI ÆFIR MEÐ EIGIN

LÍKAMSÞYNGD

ÚTILEGUTÍSKANSTÍGVÉL, ULLARPEYSUR

OG PONSJÓ

SAGÐI UPP VINNUNNI OG

KEYPTI FLUGMIÐA TIL ASÍU

TINNA Í HRÍM BÝR Í DRAUMAHÚSI Í HLÍÐUNUM 8

FÖSTUDAGUR 01.07.16

STRÁKAR MEGA ALVEG MÁLA SIG

BRYNJAR STEINN

Mynd | Auðunn Níelsson

„Öll þjóðin er að fagna afrekum Íslands á alþjóða-vettvangi á mánudegi og við erum að rifna úr þjóðarstolti. Svo vaknar maður upp á þriðjudegi og skammast sín fyrir að tilheyra þessu samfélagi,“ segir séra Solveig Lára Guðmundsdóttir vígslu-biskup en bæði hún og Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, eru harð-orðar um aðfarir lögreglu í Laugarneskirkju aðfaranótt þriðjudags. Þóra Kristín Ásgeirsdó[email protected]

Solveig Lára segist hafa grátið þegar hún sá myndband af at-burðinum og biskup Íslands segir að prestar eigi ekki að þegja um slíkt ofbeldi.

„Ég er slegin yfir því hvað kirkj-unni var sýnd gríðarleg óvirðing með þessum aðförum,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir, bisk-up Íslands, um handtöku tveggja hælisleitenda í Laugarneskirkju að-faranótt þriðjudags. Solveig Lára, vígslubiskup á Hólum, segir að það hafi verið sér mikið persónulegt áfall að sjá myndbandið og verða vitni að aðferðum Útlendingastofn-unar og lögreglu um nóttina.

Biskuparnir staðfesta að ákvörðun Laugarneskirkju um að láta reyna á kirkjugrið í máli tveggja hælisleitenda sem átti að

flytja úr landi á þriðjudag, hafi ver-ið tekin í samráði við Biskupsstofu.

„Mér finnst þetta hræðilegt, ég grét þegar ég sá myndbandið af þessum atburði,“ segir Solveig Lára vígslubiskup. „Þetta var svo hrottalegt og ómannúðlegt að ég get ekki lýst því hvað þetta er mik-ill hryllingur.

Öll þjóðin er að fagna afrek-um Íslands á alþjóðavettvangi á mánudegi og við erum að rifna úr þjóðarstolti, svo vaknar maður upp á þriðjudegi og skammast sín fyrir að tilheyra þessu samfélagi,“ segir Solveig Lára.

Agnes M. Sigurðardóttir segir að kirkjan sé ekki að fara í stríð við yfirvöldin en henni finnist þetta óásættanlegt. „Það er ekki eins og kirkjan sé að berjast gegn lögum

og reglum í landinu þótt hvatt sé til meiri mannúðar,“ segir hún.

„Ég stend með prestum innan Þjóðkirkjunnar sem styðja hæl-isleitendur, en ég styð það ekki að þeir brjóti lög. Ég styð það til að mynda ekki að þeir þegi yfir of-beldi, það er ofbeldi að ryðjast inn í kirkju og draga fólk þaðan út. Það er ekki hægt að þegja yfir því,“ seg-ir Agnes M. Sigurðardóttir, bisk-up Íslands, sem ætlar að óska eft-ir samræðu við þær stofnanir sem koma að málefnum flóttamanna, meðal annars Útlendingastofnun.

Biskup Íslands: Prestar eiga ekki að þegja yfir ofbeldi

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, og Solveig Lára Guðmunsdóttir vígslubiskup eru harðorðar um atburðina í Laugarneskirkju. Mynd | Benjamin Julian.

8

Kirkjan hlýtur alltaf að taka afstöðu með fólki í neyðSjá viðtal við Agnesi og Solveigu Láru

ÓTAKMARKAÐURLJÓSLEIÐARI

ÓTAKMARKAÐURFARSÍMI + 4GB

WWW.HRINGIDAN.IS - 525 2400

8,2X4,7CM.indd 1 2.6.2016 13:09:08

Page 2: 01 07 2016

2 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 1. júlí 2016

Fyrir fullorðna og börn, 4 ára og eldri.

Fyrirbyggir og meðhöndlar einkenni ofnæmisbólgu í nefi:

9 Hnerri 9 Nefrennsli 9 Kláði í nefi 9 Nefstífla

ánlyfseðilsá góðuverði

Notkunarsvið: Glinor nefúði inniheldur natríumcromoglicat og er ætlaður við ofnæmisbólgu í nefi. Frábendingar: Ofnæmi fyrir natríumcromoglicati, benzalkonklóríði eða einhverju hjálparefnanna. Varúð: Innihaldsefnið benzalkonklóríð getur valdið ertingu í húð. Meðganga og brjóstagjöf: Engin skaðleg áhrif á fóstur hafa komið fram við notkun natríumcromoglicats. Engu að síður skal forðast notkun á fyrsta þriðjungi meðgöngu og einungis skal nota lyfið á seinni stigum meðgöngu ef þörf er á. Natríumcromoglicat skilst í litlu magni út í brjóstamjólk. Þessi útskilnaður er sennilega skaðlaus en einungis skal nota lyfið hjá mæðrum með barn á brjósti ef þörf er á. Skömmtun: Fullorðnir og börn, 4 ára og eldri: Einn úðaskammtur í hvora nös tvisvar til fjórum sinnum á dag. Algengustu aukaverkanir: Erting í nefslímhúð getur komið fram i upphafi meðferðar en þessi áhrif eru skaðlaus og tímabundin. Lesið vandlega fylgiseðilinn sem fylgir lyfinu. SmPC: Desember 2015.

Nefúði við ofnæmi

Stjórnmál Öryrkinn Hans Jónsson gæti orðið fyrsti transmaðurinn til þess að ná kjöri á Íslandi

Hans Jónsson lenti í þriðja sæti í prófkjöri Pírata í Norðaustur-kjördæmi. Miðað við spár þá nær hann kjöri inn á Alþingi næsta haust. Hann yrði þá fyrsta trans-manneskjan á Íslandi til þess að ná kjöri, og önnur transmanneskjan í Evrópu til þess að komast á þing.

„Ég er pínulítið búinn að gantast með það að ég yrði önnur trans-manneskjan í gjörvallri Evrópu til þess að komast inn á þing, nái ég

kjöri,“ segir Hans Jónsson sem lenti í þriðja sæti í prófkjöri Pírata í Norð-austurkjördæmi sem fram fór í vik-unni. Alls voru 14 í framboði og 78 greiddu atkvæði í prófkjörinu sem var lokað. Samkvæmt því fylgi sem Píratar hafa núna nær Hans kjöri í næstu þingkosningum sem fram fara í haust. Það er þó ekkert öruggt í stjórnmálum, frekar en öðru.

Hans titlar sig sem öryrkja og segir að sá veruleiki, að hafa lítið á milli handanna, hafi í raun vegið þyngra þegar kom að því að kjósa í prófkjörinu.

„Mín upplifun af prófkjörinu er sú að það hafi ekki skipt máli að ég

væri transmanneskja. Frekar að ég væri öryrki,“ útskýrir Hans.

Hann yrði þá önnur transmann-eskjan til þess að vera kjörin á al-þingi í Evrópu, nái Píratar þeim ár-angri sem þeim er spáð, en á undan honum var Anna Grodzka kjörin í neðri deild pólska þingsins árið 2011.

„Líklega eru þetta ekki nema um tíu manneskjur allt í allt sem sitja á þingum út um allan heim,“ útskýr-ir Hans, enda óhætt að fullyrða að transfólk hafi mætt töluverðu skilningsleysi af hálfu samfélagsins í gegnum áratugina.

Spurður út í þá gagnrýni sem hefur heyrst um prófkjör Pírata, segir Hans að hann sé algjörlega ósammála þeirri gagnrýni sem hef-ur birst. „Þetta fyrirkomulag hef-ur legið lengi fyrir, og það eru fáar manneskjur í flokknum þrátt fyrir að Píratar njóti mikils fylgis þessa dagana.“ | vg

„Mín upplifun af próf-kjörinu er sú að það hafi ekki skipt máli að ég væri transmanneskja. Frekar að ég væri öryrki.“

Hans Jónsson er transmaður og öryrki. Hann gæti orðið annar transmaðurinn

í Evrópu til þess að komast inn á þing.

Gæti orðið fyrsta transmanneskjan á Alþingi

Ferðaskrifstofan Olivia hefur verið að í 26 ár og ferðast með yfir 200 þúsund konur út um allan heim.

Olivia Newton John með í för

200 lesbíur sigla í kringum ÍslandFerðalög Fjölmenn skemmtisigling um Ísland verður einn fjölmennasti viðburður hinsegin fólks í sumar.

Rúmlega tvö hundruð lesbí-ur munu sigla í kringum Ísland í lok júlí með skemmtiferðaskipinu Ms. Star Legend, samkvæmt frétt GayIceland.is. Þar er rætt við Judy Dlugacz, stofnanda ferðaskrifstof-unnar Oliviu, sem sérhæfir sig í skemmtisiglingum fyrir lesbíur. Uppselt er í skemmtisiglinguna.

Fyrirtækið hefur skipulagt skemmtisiglingar fyrir konur frá ár-inu 1990 og siglt með yfir tvö hund-ruð þúsund konur út um allan heim – og nú er komið að Íslandi.

Með í för verður Grease-stjarn-an Olivia Newton-John sem mun skemmta um borð ásamt kanadísku söngstjörnunni Sarah McLachlan.

Judy segir í viðtali við Gay-iceland.is að enn sé verið að leita að skemmtikröftum, og þá er helst litið til þeirra íslensku.

Karlmönnum er ekki bannað að koma með í siglingar á vegum ferða-

skrifstofunnar, en Judy segir að dag-skráin sé svo kvenlæg að hún efist um að karlar hafi sérstaka ánægju af slíku ferðalagi. Þá er gagnkyn-hneigðum konum velkomið að koma með, að sögn Judy.

„Það eru ekki margar ferðaskrif-stofur sem bjóða upp á samskonar þjónustu þar sem konur geta verið frjálsar í sínu,“ útskýrir Judy í við-tali við Gayiceland, en þess vegna leggja þær heilt skip undir sig til þess að skapa öruggt umhverfi, eins og Judy orðar það.

Ferðalagið mun taka átta daga og verður lagt af stað hringinn í kring-um landið 28. júlí næstkomandi. Skipið mun stoppa í allnokkrum höfnum hér á landi, meðal annars í Vestmannaeyjum, á Seyðisfirði, Ak-ureyri, Ísafirði og Grundarfirði.

Skipið, Ms. Star Legend, rúmar 212 farþega. Þá eru ótaldir starfs-menn og áhöfn og því ætti heildar-fjöldinn að vera nær þrjú hundruð manns. Þetta er því líklega einn fjöl-mennasti viðburður hinsegin fólks hér á landi í sumar, sé Gleðigangan undanskilin. | vg

Samanlagðar vaxta- og barnabætur hafa farið minnkandi í tíð núverandi ríkisstjórnar. Þær eru nú að upphæð aðeins helmingur af því sem þær voru

2011 og rúmur þriðjungur sem hlutfall af skattgreiðslum einstaklinga.

30

25

20

15

10

5

0

12%

11%

10%

9%

8%

7%

6%

5%

4%

3%

2%

1%

0%20162008

Skattamál Frá árinu 2011 nemur lækkun barna- og vaxtabóta rúmum 57 millj-örðum króna samanlagt.Gunnar Smári [email protected]

Samanlagðar barna- og vaxtabætur vegna tekna síðasta árs, sem koma til útborgunar núna, eru 14,5 millj-arðar króna. Það er um 2,8 milljörð-um króna lægri upphæð en í fyrra á verðlagi dagsins í dag og 3,6 millj-örðum króna lægri upphæð en fyrir tveimur árum.

Barna- og vaxtabætur hafa stór-lækkað í tíð þessarar ríkisstjórnar. Árið áður en hún tók við völdum voru vaxta- og barnabætur um 24,2 milljarðar króna að núvirði. Það er um 9,7 milljörðum hærri fjárhæð á núvirði en greidd verður út í ár. Miðað við að um 50 þúsund fjöl-skyldur fái annað hvort barna- eða vaxtabætur eða hvorar tveggja, gerir það rétt tæplega 200 þúsund krónur á hverja fjölskyldu.

Ef hins vegar er miðað við hlut-fall bótanna af skatttekjum þá var hlutfallið 9,1 prósent 2012 en er nú aðeins 4,7 prósent. Ef bæturn-ar næmu sama hlutfalli í ár og 2012 hefði endurgreiðslan numið um 28 milljörðum króna eða næstum tvö-faldri þeirri upphæð sem greidd verður í barna- og vaxtabætur í ár.

Lægri vaxta- og barnabætur hækkar skatta á almenning. Sé miðað við álagningu 2008 vegna

tekna ársins 2007 þá lækkuðu skatt-tekjur ríkisins vegna tekjuskatts einstaklinga að frádregnum barna- og vaxtabótum eftir Hrun og fóru lægst niður árið 2011, voru þá um 17,6 prósent lægri en 2008.

Eftir það hækkaði tekjustofninn og þegar ríkisstjórnin snarlækk-aði bæturnar jukust skatttekjurnar mikið. Í fyrra voru skatttekjurnar orðnar 6,5 prósent hærri en 2008 og í ár verða þær 11,9 prósent hærri. Ríkið tekur því meira til sín en deil-

ir út minna til barna og þeirra sem eru að kaupa sér húsnæði.

Samanlögð skerðing barna- og vaxtabóta frá 2011 nemur nú um 57,7 milljörðum króna á núvirði. Með áframhaldandi skerðingu má reikna með að almenningur hafi sjálfur fjármagnað að fullu niður-greiðslu húsnæðislána, kosninga-loforð Framsóknarflokksins, með skertum vaxta- og barnabótum á þar næsta ári.

Vaxtabætur hafa stórlækkað

Kosningaloforðin fjármögnuð með skertum bótum

Vaxta- og barnabætur í milljörðum króna á verðlagi dagsins í dag (súlur) og sem hlutfall af skattgreiðslum einstaklinga (lína, hægri ás)

Samgöngur Búið er að stofna formlega eignarhaldsfélag í kringum fyrirhugaðar lest-arsamgöngur frá Keflavíkur-flugvelli

Ljóst er að það þarf að skerpa á laga-legum ramma í kringum fyrirhug-aða fluglest sem áætlað er að þjóni samgöngum á milli Keflavíkurflug-vallar og Reykjavíkur ef áætlanir ganga eftir.

„Við erum að hefja viðræður við ráðuneytin þar sem orðið lest er ekki til í íslenskum lögum,“ útskýrir Run-ólfur Ágústsson, framkvæmdastjóri verkefnisins, en eignarhaldsfélagið Fluglestin – þróunarfélag var form-lega stofnað í byrjun júní.

Áætlað er að kostnaðurinn muni verða rúmlega 100 milljarðar króna þegar upp verður staðið, en nú þegar hefur verið fjárfest fyrir 200

milljónir í verkefninu. Markmiðið er að lestin verði orðin að veruleika innan átta ára.

Stærsti hluthafi félagsins er danska verkfræðifyrirtækið Per Aarsleff sem er skráð fyrir 23 pró-sent af hlutafénu. Kadeco, þróunar-félag Keflavíkurflugvallar, á næst

mest í félaginu, eða um 20 prósent hlut. Þá á Reykjavíkurborg 2,7 pró-sent hlut í félaginu. Eins á Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum 1,5% hlut.

Aðspurður út í gífurlegan vöxt ferðamanna og hvort það séu ekki kjörforsendur nú fyrir lestarsam-göngum á milli Reykjaness og flug-vallarins, svarar Runólfur því til að þeir nálgist allar spár um aukinn ferðamannastraum með varúð.

„Þessi árlega fjölgun upp á tugi prósenta fær varla staðist til lengd-ar. Við teljum að það muni draga úr henni og þá mun það gerast hratt,“ segir Runólfur. | vg

Gangi áætlanir eftir munu ferðamenn geta valið á milli lestar og rútu til að

komast í bæinn.

„Þessi árlega fjölgun upp á tugi prósenta fær varla staðist til lengdar.“

Vantar orðið lest í íslensk lög

Page 3: 01 07 2016

Hvort sem þú vilt öryggi, sparneytni og lipurð í borgarsnúningana eða þægindi, rými og útsýni í skoðunarferðina þá er Honda CR-V fyrir þig. Bættu við hagstæðu verði og 5-stjörnu öryggi og þú sérð heildarmynd hagkvæma borgarjeppans sem hefur rakað að sér verðlaunum í öllum heimsálfum. Heildarmyndin endurspeglast í háu endursöluverði og verðlaunum sem áreiðanlegasti bílaframleiðandi heims í tæp 10 ár í röð.

Vatnagörðum 24-26 • 104 Reykjavík • Sími 520 1100 • www.bernhard.iswww.honda.is

Umboðsaðilar: Reykjanesbæ, Bernhard, sími 421 7800 • Akranesi, Bílver, sími 431 1985 • Akureyri, Höldur, sími 461 6020 • Vestmannaeyjum, Bragginn, sími 481 1535

Page 4: 01 07 2016

4 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 1. júlí 2016

KRÍT

7. júlí í 11 nætur

Netverð á mann frá kr. 145.395 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 189.895 m.v. 2 fullorðna í stúdíó.

Porto Platanias Village

Birt m

eð fy

rirva

ra um

pren

tvillu

r. He

imsfe

rðir

áskil

ja sé

r rétt

til le

iðrétt

inga á

slíku

. Ath.

að ve

rð ge

tur br

eyst

án fy

rirva

ra.Frá kr.

145.395m/allt innifalið

Allt að 30.000 kr.

Ein vinsælastagistingin

afsláttur á mann

Sólarfrí í Tyrklandi með kærastanum varð að ferð í rigninguna á Sauðárkróki

Kona með gilt vegabréf stöðvuð á flugvellinum

Ferðalög „Við stóðum þarna bæði og hágrétum á flug-vellinum, kærastinn minn og ég. Öll fjölskyldan var í sjokki,“ segir íslensk stúlka sem var á leiðinni til Alayna í Tyrklandi í boði tengda-foreldra sinna, þegar henni var snúið við á flugvellinum í Kaupmannahöfn þar sem vegabréfið hennar væri að renna út eftir tvo mánuði.Þóra Kristín Ásgeirsdó[email protected]

„Tengdamamma var að verða fimmtug og keypti ferð í des-ember fyrir alla fjölskylduna til Alayna í Tyrklandi,“ segir Mollý Jökulsdóttir, verslunarstjóri hjá Starbucks í Kaupmannahöfn. „Við vorum öll búin að hlakka mjög mikið til og undirbúa ferðina í marga mánuði. Kærastinn minn lét endurnýja passann sinn en minn átti ekki að renna út fyrr en í ágúst og því engin hætta á ferð-um,“ segir hún.

Á laugardaginn síðasta rann dagurinn loksins upp og fjöl-skyldan mætti á Kastrup. Þegar þau fóru að tékka sig inn kom hinsvegar heldur betur babb í bátinn. „Starfsmaður flugvallar-ins sagði mjög ákveðið að ég mætti ekki fara með því passinn minn rynni út eftir tvo mánuði. Ég missti náttúrulega bara and-litið en starfsmaðurinn haggaðist

ekki. Hann sagði að núna þyrfti að vera um fimm mánuðir eftir af gildistíma vegabréfanna svo fólk fengi að fara upp í vélarnar til Tyrklands.

Ég hringdi í neyðarsíma hjá ís-lenska sendiráðinu og þar fékk ég þetta staðfest. Konan sem svaraði sagði reyndar að þetta kæmi ekki á óvart, svona lagað væri alltaf að gerast,“ segir Mollý sem fór að hágráta þegar þarna var komið sögu. „Og ég sem var bókstaf-lega að fá taugaáfall í símanum hafði aldrei heyrt á þetta minnst. Ferðin hafði staðið til frá því í desember og enginn varaði okkur við og það er ekkert fjallað um þetta. Það „meikar engan sens“, að vera með gildan passa sem er samt ekki nógu góður,“ segir hún.

Þetta var eins og í lélegri, hádramatískri kvikmynd. Við stóðum þarna bæði hágrátandi á flugvellinum, kærastinn og ég og öll fjölskyldan í kring, algerlega í sjokki. Við höfðum tíu mínútur til að ákveða hvort hann færi einn, eða við myndum bæði verða eftir á flugvellinum í Kaupmannahöfn. Hann ákvað að fara og ég varð eftir. Ég fór síðan til Íslands, bæði til að láta endurnýja vegabréfið og líka í sárabætur. Þess vegna sit ég núna í rigningu á Sauðárkróki en hann er í sólstól úti í Alayna með mohito í glasi,“ segir hún hlæjandi.

Þótt vegabréfið renni ekki út fyrr en í ágúst breyttist rómantísk ferð í

tyrkneskra sól í að sitja ein í rigningu á Sauðárkróki. Hér er hinsvegar mynd

sem kærustuparið tók á leiðinni á flugvöllinn.

Píratinn Helgi Hrafn mun ganga í það heilaga með unn-ustu sinni, Ingu Auðbjörgu nú í júlí. Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokks-ins, mun gera brúðarvönd-inn en hún lagði áður stund á blómaskreytingar.

Veiddu gullfisk í Reynisvatni

Vinirnir Halldór Hvannar og Matthías Guðni björguðu lífi gullfisks í vikunni. „Við höldum að einhver hafi sett gullfiskinn þarna en það er sjálfsagt mjög erfitt fyrir

gullfisk að lifa í Reynisvatni.“ Mynd | Rut.

Veiði „Við ætluðum að veiða síli og hafa þau í matinn í kvöld, grilla þau, Halldór á heima hérna rétt hjá en ég er í pössun hjá þeim í dag, og svo kom bara gullfiskur!,“ segir Matthías Guðni Elínar-son en hann og vinur hans, Halldór Hvannar Hannes-son, veiddu saman gullfisk í Reynisvatni í vikunni.

„Halldór sá allt í einu eitthvað hreyfast í vatninu nálægt bakkan-um og ég varð ógeðslega spenntur. Hann benti mér á að taka háfinn og ég gerði það og náði að taka hann

upp, þetta tók ekki nema svona tíu sekúndubrot. Svo fórum við með hann heim og hjóluðum svo út í Krónu til að kaupa handa honum mat og það tók dálítið langan tíma en nú er hann kominn í fiskabúr sem var til og búinn að fá mat. Við höld-um að einhver hafi sett gullfiskinn þarna en það er sjálfsagt mjög erfitt fyrir gullfisk að lifa í Reynisvatni. Hann hefði sennilega ekki lifað lengi ef við hefðum ekki bjargað honum.“

„Við erum ekki vissir hvort þetta sé strákur eða stelpa því hann lítur út fyrir að vera óléttur en ef þetta er stelpa á hún að heita Bubba en annars Bubbi.“ | hh

Brúðkaup Vigdís gerir blómvöndinn

Varnarmál „Það er aug-ljóst hvert er stefnt,“ segir Steinunn Þóra Árna-dóttir, þingmaður VG og nefndarmaður í utanríkis-málanefnd Alþingis.

Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær þá var sameiginleg yfirlýsing Íslands og Bandaríkjanna undir-rituð í gær bæði, í Washington og Reykjavík. Þar er meðal annars formfest aukin viðvera bandaríska hersins hér á landi. Fregnir þess eðlis að herinn hefði áhuga á frek-ari viðveru hér á landi komu fyrst fram á bandaríska her-fréttavefn-

um Stars and Stripes fyrr á árinu. Í fréttinni kom fram að herinn

hefði áhuga á að hafa samskonar fyrirkomulag hér á landi og er nú á bandarísku herstöðinni á Sikiley. Þar er herflokkum skipt út á sex mánaða fresti.

„Maður spyr allavega af hverju er verið að fara í þá vegferð að form-festa svona samninga, ef það er svo ekki um neitt,“ segir Steinunn.

Silja Dögg Gunnarsdóttir, vara-formaður utanríkismálanefnd-ar, segir nefndarmenn hafa spurt að því sama, hvort að til stæði að herinn hygðist vera hér með svip-aða viðveru og áður en hann fór

árið 2006. „Og samkvæmt þeim svörum sem við höfum fengið, er enginn áhugi á slíku,“ segir hún. Silja Dögg segir að ekki standi til að funda aftur um máli á fundi ut-anríkismálanefndar. Nefndin hafi verið sátt við þau svör sem gefin voru á kynningu utanríkisráð-herra. | vg

Bandaríski herinn hefur áhuga á aukinni viðveru hér á landi

Vilja skipta út hersveitum í Keflavík á sex mánaða fresti

Steinunn Þóra Árnadóttir segir það augljóst hver vilji bandaríska hersins sé. Hann vilji aftur til Íslands.

Skattamál Kaupaukar hjá eignarumsýslufélaginu AMLC skilar fjórum einstak-lingum á topp tíu yfir tekju-hæstu Íslendingana á síðasta ári.

„Við fyrstu sýn eru það kaupaukar og söluhagnaður sem ráða för á listanum,“ segir ritstjóri Frjálsrar verslunar, Jón G. Hauksson, þegar Fréttatíminn spurði hvernig ný-birtur listi skattstjóra yfir 20 tekju-hæstu einstaklingana kæmi honum fyrir sjónir.

Árni Hauksson, forstjóri Alvogen, trónir á toppnum og greiddi hann hæst opin ber gjöld hér á landi á síð-asta ári, eða 265,3 milljónir króna. Það sem vekur þó athygli er endur-koma kaupaukanna hjá þeim sem mestar tekjurnar hafa; en af tíu efstu skattakóngum landsins, eru fjórir sem högnuðust mest á bón-usum.

Þannig er stjórnarformað-ur ALMC, áður Straumur fjár-festingabanki, í öðru sætinu. Það

er Christoph er M Perr in en hann greiddi um 200 milljónir í opin-ber gjöld. Því næst er Jakob Már Ásmunds son, sem áður var for-stjóri ALMC, en hann greiddi 193 milljónir.

Í sjötta sætinu er Óttar Pálsson, lögmaður og stjórnarmaður félags-ins með 142,7. Litlu neðar, eða í tí-unda sætinu, er svo Andrew Syl-vain Bern h ar dt, stjórn ar maður og fyrr ver andi fram kvæmda stjóri hjá ALMC. Hann greiddi 112,8 milljónir í opinber gjöld.

Fram kom í DV fyrr á árinu að laun og bónusgreiðslur til fjögurra æðstu stjórnenda félagsins námu 1.850 milljónum króna á síðasta ári. Hver um sig fékk því um 400 milljónir í bónus. Alls fengu um 20 starfsmenn 3,3 milljarða í bónusa sem greiddir voru út fyrir síðustu jól. Séu heildargreiðslur fjórmenn-inganna í ALMC teknar saman, kemur í ljós að þeir greiddu samtals um 700 milljónir af 2,5 milljörðum sem 20 skattakóngar greiddu sam-anlagt í opinber gjöld. | vg

Kaupaukar og söluhagnaður einkennandi

Bónusar áberandi hjá skattakóngum

Bónusgreiðslumennirnir fjórir borguðu samanlagt 700 milljónir í opinber gjöld, af 2,5 milljörðum.

Page 5: 01 07 2016

TEKJUBLAÐIÐ

Áskriftarsími512-7575

Takmarkað upplag - aðeins selt í 13 daga*

www.heimur.is

TRYGGÐU ÞÉR EINTAK!*skv. ákvörðun Tölvunefndar

Page 6: 01 07 2016

6 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 1. júlí 2016

Íþróttir Ein af stærstu spurningunum sem brenna á knattspyrnuáhugamönn-um í Evrópu þessa stundina er spurningin, hvernig getur verið að svo fámenn þjóð sé komin í átta liða úrslit í Evrópumeistarakeppninni. Valur [email protected]

Sendiherra Íslands í Frakklandi, Berglind Ásgeirsdóttir, sagði meðal annars í viðtali við fréttavefinn Vísi í fyrradag að hún svaraði þessari spurningu ávallt á sömu leið; hér á landi væri hreint loft og vatn, Ís-lendingar borði lambakjöt og fisk og að harðbýlt landið herði fótbolta-mennina. Sannleikurinn er þó víðs-fjarri þegar rætt er við þá sem til þekkja, menn eins og Daða Rafnsson, yfirþjálfara yngri flokka Breiðabliks, sem meðal annars þjálfaði landsliðs-manninn Alfreð Finnbogason á yngri árum.

Fréttatíminn bar greiningu sendi-herrans undir Daða sem hló á móti og sagði: „Mikið ofboðslega væri Nýja Sjáland gott í fótbolta ef lambakjötið væri það sem til þyrfti.“

Ástæðan fyrir frábæru gengi ís-lenska landsliðsins er náttúrulega mun flóknari. Þannig ákvað Daði fyrir nokkrum árum að hætta til að mynda að veita verðlaun fyrir bestu og efnilegustu leikmennina. Þess í stað útskrifa þeir alla upp um flokk í staðinn. Því heimspekin er einföld að sögn Daða: „Fótbolti er hópíþrótt. Og það á að styrkja hópinn, ekki sundra.“

Hann segir fáa, ef nokkra, sakna þeirra daga þegar örfáir voru dregnir út úr hópunum og verðlaunaðir fyr-ir afrek sín. Fleiri íþróttafélög höfðu riðið á vaðið og í dag er varla nokkurt félag sem gerir slíkt.

Í grein sem Daði skrifaði árið 2013, og fjallaði meðal annars um Alfreð Finnbogason, landsliðsmann í fót-bolta, útskýrði hann að Alfreð komst ekki alltaf í liðið þegar hann var yngri. Hann var aldrei valinn í yngri landslið Íslands. Alfreð var lítill og seinþroska og átti erfitt með að kom-ast framhjá mönnum sem voru orðnir líkamlega sterkari.

Hann segir að Alfreð hafi þó aldrei gefist upp, aldrei hætt, og það skipti máli að hlúa að þeim sem í stað þess að draga úr þeim.

Í dag eru fá ef nokkur lið sem verð-launa með sama hætti og var gert á árum áður, meðal annars vegna þess að þjálfarar yngri flokkanna eru menntaðri, klárari og reyndari.

Þegar Daði er spurður hversvegna við séum með svona gott lið, fyrst það er ekki hreinu vatni og lambakjöti að þakka, svarar hann: „Mín kenning er sú að hvergi í heiminum fá börn að þjálfa jafn lengi, við jafn góðar að-stæður og fyrir jafn litla peninga. Þá eru þjálfarar orðnir mjög menntaðir í þessum fræðum og virkilega góðir.“

Daði segir að erlendis sé umhverfið

annað og miskunnarlausara. Þannig séu þeir allra hæfileikaríkustu tekn-ir strax inn í mjög metnaðarfull-ar íþróttaakademíur, og upphefst íþróttauppeldi sem fáir en útvaldir eiga kost á.

„Þeir sem komast ekki inn, fá bara ekki séns,“ segir Daði. Hann segir að það sé einnig leyndur eiginleiki ís-lenska samfélagsins; að á meðan fáir fá tækifæri hjá stórum þjóðum, fái all-ir tækifæri til þess að blómstra hér. Út komi menn eins og Alfreð Finnboga-son og fleiri, drengir sem blómstra síðar. Þeir fá að blómstra á sínum forsendum og þannig verða þeir ekki aðeins betri fótboltamenn, heldur einnig einstaklingar.

www.husgagnahollin.is 558 1100

Þú finnur útsölubæklinginn á www.husgagnahollin.is Reykjavík, Akureyri og Ísafirði www.husgagnahollin.is

ÚTSALASumar

afsláttur60%Allt að

CLEVELANDTungusófi. Hægri eða vinstri tunga. Ljós- og dökkgrátt slitsterkt áklæði. Stærð: 231 × 140 × 81 cm 89.990 kr. 119.990 kr.

AFSLÁTTUR

25%AFSLÁTTUR30%ÖLL SMÁVARAFRÁ IVV

SALLY Hægindastóll PU-leður Litir: Brandy, brúnn og svartur.

29.990 kr. 39.980 kr.

AFSLÁTTUR25%

KIRUNAU-sófi. Hægri eða vinstri tunga. Dökkgrátt slitsterkt áklæði. Stærð: 301 × 200 × 78 cm

179.990 kr. 239.990 kr.

AFSLÁTTUR25%

NEPTUN Borðstofustóll. Eik og krómlappir.

10.990 kr. 14.990 kr.

AFSLÁTTUR26%

ÚTSALASumar

Leyndarmálið á bak við velgengni íslenska landsliðsins

Ekki bara lambakjöt, fiskur og hreint vatn

Daði Rafnsson segir hreint loft, vatn og lambakjöt ekki endilega leyndarmálið á bak við íslenska landsliðið. Mynd | Rut

Mikið ofboðslega væri Nýja Sjáland gott í fótbolta ef lambakjötið væri það sem til þyrfti.

Daði Rafnsson yfirþjálfari yngra flokka Breiðabliks

Talsmaður Flokks fólksins segist vanur að sitja hjá

Fyrsta blinda konan sem útskrifast úr laganámiStjórnmál „Ég er vön því að vera undir fátæktarmörk-um á lúsarkjörum,“ segir Inga Sæland, fyrsti lögblindi einstaklingurinn sem út-skrifast úr lagadeild Háskóla Íslands. „Ég er því vön að sitja hjá með hinum sem er haldið niðri í samfélaginu,“ segir hún en þessa dagana er hún að kynna nýjan stjórnmála-flokk til sögunnar.Þóra Kristín Ásgeirsdó[email protected]

„Ég er 56 ára, fjögurra barna móð-ir og byrjaði fyrir löngu síðan í náminu, eða 2004, en þurfti frá að hverfa, þar sem ég er með innan við 10 prósent sjón, það er að segja lög-lega blindu,“ segir Inga. „Þótt það væru allir boðnir og búnir að hjálpa var lítil aðstoð sem ég gat nýtt mér. Það varð síðan bylting með tilkomu þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar og þá gat ég snúið aftur, og útskrif-aðist með BA-gráðu á laugardag.“

Inga segist hafa valið að leggja stund á laganám vegna þess að til-veran hrundi um miðjan 10. ára-

tuginn, þegar maður hennar slasað-ist. „Við vissum ekki hvert við áttum að snúa okkur og hver okkar réttur væri. Ég ákvað að verða lögfræðing-ur og berjast fyrir litla manninn og þá sem verða undir í samfélaginu,“ segir Inga en margir þekkja hana úr sjónvarpsþáttunum X Faktor þar sem hún söng sig inn í hjörtu lands-manna.

Inga fæddist og ólst upp á Ólafs-firði og segir mikilvægt að hlúa að sveitunum og sjávarbyggðunum. Hún segist þrá aftur lífið eins og það var í gömlu sjávarþorpunum. „Þegar

ég var lítil voru allir gömlu karlarn-ir að dytta að bátunum sínum eða sækja fisk í soðið, sólþurrkaðir og sætir. Núna sitja þeir gleymdir, lok-aðir inni á elliheimilunum og bíða eftir því að verða bornir burt í kistu. Þessu vil ég breyta og færa líf aftur í þessar byggðir.“

Og Inga lætur verkin tala og er talsmaður nýs stjórnmálaflokks sem heldur opinn kynningarfund í Iðnó í dag, föstudag. Flokkur fólksins ætlar meðal annars að setja málefni aldr-aðra og öryrkja á oddinn og berjast fyrir því að grunnframfærsla verði ekki lægri en 300 þúsund krónur. Þá vill flokkurinn að lífeyrissjóðakerfið verði endurskoðað og verðtrygging afnumin.

„Flokkur fólksins hefur allt að vinna og engu að tapa. Það breyt-ist ekkert, samt er alltaf kosið sama fólkið,“ segir Inga Sæland.

Ingu þekkja margir úr sjónvarpsþátt-unum X faktor sem voru sýndir á Stöð 2.

Mynd | Getty

Page 7: 01 07 2016

KRÓKHÁLSI 4 • 110 REYKJAVÍK • S: 517 8050 //// Í LEIÐINNI ÚR BÆNUMFYLGDU OKKUR

Á FACEBOOK

tilboðtilboð

tilboðtilboð

tilboðtilboð

tilboð

tilboðtilboð

tilboðtilboð

tilboðtilboð

tilboð

Í leiðinni úr bænumVANDAÐur VEIÐIBÚNAÐur í miklu Úrvali

Vöðlur &veiðifatnaður

FRAMLEIDDUR Í

BANDARÍKJUNUM

AF VEIÐIMÖNNUM

FYRIR VEIÐIMENN

Flugustangir, hjól,vöðlur og�kór

FRÁBÆR GÆÐI, verð

OG PAKKATILBOÐ

Flugustangir & hjólSAGE ER VINSÆLASTA FLUGUSTÖNGINÞAÐ ER ENGIN TILVILJUN

Kaststangir, hjól,& veiðibúnaðurÞÝSK hönnun & þróun, framleitt í Asíu, frábært verð og gæði

Kaststangir, hjól,& veiðibúnaður

RÓTGRÓIÐ MERKI

OG VANDAÐAR VÖRUR

Íslensku fluguhjólin

FRAMLEIDDUR Á Ísafirði AF

VEIÐIMÖNNUM FYRIR VEIÐIMENN

FlugulínurFullkomnar

línur fyrir allaraðstæður

Page 8: 01 07 2016

8 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 1. júlí 2016

Gild

ir út

3. jú

ní 2

016

www.heimkaup.is | Smáratorgi 3 | 201 Kóp. | S: 550-2700

Allt á suðupunkti!

Hovertech battle fx 2.998 kr. 11.990 kr.75%afsláttur

Ótrúlega spennandi

Manneskja án hunds 490 kr. 990 kr.

51%afsláttur

Í bústaðinn, eða ferðalagið

Under Armour M SpeedForm®

Apollo Vent hlaupaskór 12.990 kr. 23.990 kr.

46%afsláttur

Hleypur hraðar, kanski?

Lego Wear Tanisha 207 langermabolur 2.396 kr. 5.990 kr.60%afsláttur

Fyrir litlar pæjur

Sony heyrnartól tappar 1.490 kr. 2.990 kr.

50%afsláttur

Rétta græjan, hvar sem er

Cross W Brass

Jakki

6.196 kr. 15.490 kr.

60%afsláttur

Geggjaður þessi

Biskup Íslands segist vera slegin yfir óvirðingu í garð kirkjunnar og víglubiskup grét yfir aðförunum

Kirkjan hlýtur alltaf að taka afstöðu með fólki í neyð„Ég er slegin yfir því hvað kirkjunni var sýnd gríðarleg óvirðing með þessum aðförum,“ segir Agnes M. Sigurðar-dóttir, biskup Íslands, um handtöku tveggja hælisleitenda í Laugarneskirkju aðfaranótt þriðjudags. Hún staðfestir að ákvörðun Kristínar Þórunnar Tómasdóttur, prests í Laugarneskirkju, og Toshiki Toma, prests innflytjenda, um að láta reyna á kirkjugrið í máli tveggja hælisleitenda sem átti að flytja úr landi á þriðjudag, hafi verið tekin í samráði við Biskupsstofu. Þóra Kristín Ásgeirsdó[email protected]

Mennirnir tveir koma frá Írak en Útlendingastofnun hefur vísað hæl-isumsóknum þeirra frá. Þeir hafa verið sendir til Noregs þar sem þeirra bíður að öllum líkindum að verða fluttir aftur til Suður-Íraks þar sem Noregur hefur tekið þá afstöðu að það sé öruggt land.

Sjónarvottar segja að lögreglu-bíll og svartur jeppi hafi komið að kirkjunni rétt fyrir klukkan fimm um nóttina. Mennirnir í bílunum hafi komið inn í kirkjuna og rætt við sóknarprestinn uppi við altar-ið sem hafi reynt að útskýra stöðu mála. Svo hafi flóttamennirnir verið dregnir út.

Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum, segir að það hafi verið henni mikið persónulegt áfall að sjá myndbandið og verða vitni að aðferðum Útlendingastofn-unar og lögreglu um nóttina.

„Mér finnst þetta hræðilegt, ég grét þegar ég sá myndbandið af þessum atburði,“ segir Solveig Lára vígslubiskup. „Þetta var svo hrottalegt og ómannúðlegt, að ég get ekki lýst því hvað þetta er mikill hryllingur. Öll þjóðin er að fagna á mánudegi, yfir afrekum Íslands á al-þjóðavettvangi og við erum að rifna úr þjóðarstolti, svo vaknar maður upp á þriðjudegi og skammast sín fyrir að tilheyra þessu samfélagi,“ segir Solveig Lára.

Kirkjan er ekki að fara í stríð Agnes M. Sigurðardóttir segir að kirkjan sé ekki að fara í stríð við yf-irvöldin. „Mér finnst þetta óásætt-anlegt. Það er ekki eins og kirkjan sé að halda hlífiskildi yfir glæpa-mönnum eða berjast gegn lögum og reglum í landinu. En ef reglurnar eru ómannúðlegar verður að vekja athygli því og hvetja til meiri mann-úðar.“

Er kirkjan að boða meiri róttækni?„Kirkjan hlýtur alltaf að taka af-stöðu með fólki í neyð. Þannig er kristin trú í verki og sá kærleikur sem Kristur boðar. Kirkjan hagar sér í samræmi við þann kærleiks-boðskap sem hún flytur. Við gerum það ekki einungis með því að stíga í prédikunarstólinn á sunnudög-um, heldur standa vörð um mann-réttindi fólks hvar svo sem það fæð-ist.“

Solveig Lára bendir á að þetta hafi ekki verið einu slæmu frétt-irnar sem bárust af málefnum flóttamanna, því þennan sama dag hafi verið greint frá því að innan-ríkisráðuneytið styddi ákvörðun Útlendingastofnunar um að banna heimsóknir til flóttafólks sem hér dvelur á vegum hennar. „Við höf-um verið að ræða á vettvangi kirkj-unnar hvernig hægt sé að aðstoða hælisleitendur við að rjúfa ein-

„Það er ofbeldi að ryðjast inn í kirkju og draga fólk þaðan út. Það er ekki hægt að þegja yfir því,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.

Agnes M. Sigurðar-dóttir, biskup Ís-lands, segir að kirkj-an sé ekki að fara í stríð við yfirvöldin. En ef reglurnar séu ómannúðlegar verði að hvetja til meiri mannúðar.

Solveig Lára Guðmundsdóttir segir aðfarirnar í Laugarneskirkju svo hrottalegar og ómannúðlegar að hún hafi brostið í grát þegar hún sá myndband sem var tekið upp um nóttina.

Hælisleitendurnir hafa nú verið sendir til Noregs, þar sem þeim var stungið í fangelsi. Þeir verða að öllum líkindum sendir aftur til suður-Íraks sem norsk stjórnvöld hafa flokkað sem öruggt svæði. Mynd | Benjamin Julian.

Page 9: 01 07 2016
Page 10: 01 07 2016

10 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 1. júlí 2016

108 Reykjavík Sími: 595 0500 www.egillarnason.isSuðurlandsbraut 20 Opnunartímar: mán - fös kl. 9–18 og lau kl. 11–15

VIÐ GETUM TENGT ÞIG VIÐ BESTU PARKETSLÍPARA LANDSINS

HAFÐU SAMBAND OG VIÐ RÁÐLEGGJUM ÞÉR MEÐ

SLÍPUN, LÖKKUN, OLÍUBURÐ OG ALMENNT VIÐHALD

Sóknarpresturinn segir að lagt hafi verið upp með þetta sem friðsamlega aðgerð

Þetta var of mikið og of harkalegt

Kristín Þórunn og Toshiki Toma hafa verið í fararbroddi hjá kirkjunni varðandi hjálp og aðstoð við hælisleitendur og flóttamenn.

angrun sína, og við höfum hvatt söfnuði landsins við að útvega þeim stuðningsfjölskyldur. Það hefur sýnt sig að fólk á meiri möguleika á því að fá hæli ef það á vini meðal innfæddra landsmanna,“ segir hún. „Viðbrögð Útlendingastofnunar eru hinsvegar að banna heimsóknir og koma í veg fyrir að þetta fólk geti myndað tengsl við aðra.“

Slíkt væri óhugsandi í NoregiAgnes segist ætla að taka upp sam-ræðu við þá sem komi að málefnum flóttamanna, Útlendingastofnun, lögreglu og stjórnmálamenn, þegar hún kemur til landsins en hún er stödd á fundi norrænna biskupa í Svíþjóð. „Kirkjan hefur látið sig þessi mál mikið varða til að mynda í Þýskalandi og á Norðurlöndum. Þar er ekki óalgengt að það sé látið

reyna á kirkjugrið. Það kom til mín norskur biskup eftir að ég vakti máls á þessu á fundinum hérna úti og lýsti því sem hefði gerst. Hann sagði að slíkt væri óhugsandi í Nor-egi. Lögreglan myndi aldrei vaða inn í kirkju með handjárn og draga fólk út. Kirkjan á að vera griðastað-ur.“

Á Vísindavef Háskólans segir að oft reyni á kirkjugrið í lútherskum

kirkjum og í nálægum löndum á okkar dögum. Hælisleitendur leiti kirkjugriða, stundum heilu hóparn-ir og starfsfólk kirknanna veiti húsa-skjól og aðra nauðsynlega þjónustu þar til mál flóttafólksins hafa verið tekin fyrir. Stundum hafa yfirvöld virt kirkjugriðin, að minnsta kosti tímabundið, en einnig hefur ver-ið ráðist til inngöngu og griðin þar með rofin.

Þegja ekki um ofbeldiAgnes M. Sigurðardóttir segist hafa skilning á því að lögreglan telji sig vera að vinna sitt starf og fara að fyrirmælum yfirboðara sinna. Það sé fólkið í kirkjunni hinsvegar líka að gera. Margir flóttamenn hafi verið skjólstæðingar þeirra þriggja safnaða sem hafi unnið mest með hælisleitendum, Laugarneskirkju, Hjallakirkju og Breiðholtskirkju og fengið þar sálgæslu. „Ég geri ráð fyrir að það séu uppi mismunandi sjónarmið í þessu eins og öðru og ég hef heyrt að einhverjum finnist að kirkjan sé að standa fyrir lögbrot-um. Ég stend með prestum innan Þjóðkirkjunnar sem styðja hælisleit-endur, en ég styð það ekki að þeir brjóti lög. Ég styð það til að mynda ekki að þeir þegi yfir ofbeldi, það er ofbeldi að ryðjast inn í kirkju og draga fólk þaðan út. Það er ekki hægt að þegja yfir því,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.

Hælisleitendur Þetta eru brottvísanir á færi-bandi, segir presturinn í Laugarneskirkju. Þá sé stutt í það að mannhelgi sé ekki virt. Hún segir að allir við-staddir hafi orðið miður sín og atburðurinn hafi hrært upp í mörgum.Þóra Kristín Ásgeirsdó[email protected]

Kristín Þórunn Tómasdótt-ir, prestur í Laugarneskirkju, segir að lagt hafi verið upp með kirkjugriðin í Laugarneskirkju sem friðsamlega aðgerð. „Við vorum ekki að reyna að fela strákana fyrir lögreglunni eða hindra hana við störf sín,“ segir hún. „Lög-reglan leyfði okkur að útskýra málið þegar hún mætti á staðinn en þá höfðum við slegið upp hring í kringum altarið. Lögreglan sagð-ist þurfa að framfylgja úrskurðin-um og bað strákana að fylgja sér. Þegar þeir brugðust ekki strax við, þá voru þeir teknir með valdi,“ segir hún.

„Það sló í brýnu þegar komið var út úr kirkjunni og þetta varð of mikið og of harkalegt. Strákarn-ir voru snúnir niður og viðstaddir voru löðrungaðir. Allir voru miður sín að verða vitni að þessu. Lög-reglumennirnir voru líka undir miklu álagi, margar myndavélar á lofti og mikil streita í loftinu.“

Kristín Þórunn og Toshiki Toma hafa verið í fararbroddi hjá kirkj-unni varðandi hjálp og aðstoð við hælisleitendur og flóttamenn. Margir þeirra hafa kosið að starfa með kirkjunni og jafnvel skipta um trú þótt þeim hafi verið gerð grein fyrir því að það sé engin forsenda þess að þeir geti leitað hjálpar í kirkjunni. Nýlega fjallaði Frétta-tíminn um múslima sem hafa sótt um hæli hér landi og tekið kristna trú undir handleiðslu Toshiki og Kristínar Þórunnar.

„Svona vinnubrögð eru ekki mannúðleg, ekki gagnvart hæl-isleitendum, ekki gagnvart lög-reglufólkinu, ekki gagnvart nein-um,“ segir Hjalti Jón Sverrisson, umsjónarmaður æskulýðsstarfs í Laugarneskirkju.

Ég er ótrúlega þakklátur og dá-ist að Kristínu Þórunni og Toma Toshiki fyrir þann kjark, ótrúlegu yfirvegun og þau fagmannlegu vinnubrögð sem einkenndu alla þeirra aðkomu og umsjón.“

Hann segist hafa verið spurður um hvort hann væri ekki stoltur

að hafa verið til staðar í kirkj-unni þegar þetta gerðist. „Það er ekkert rými fyrir slíkt stolt. Ég er bara sorgmæddur. Ég kvarta ekki yfir því, alls ekki – mér finnst það rétt. Það dregur ekki úr mér kjark né gerir mig smáan. Ég vildi aðeins óska að við værum fær um að finna sama samtakamátt og óttaleysi á velli mannréttinda hér á landi og karlalandsliðið sýnir okkur á knattspyrnuvöllum Frakk-lands um þessar mundir.“

Kristín Þórunn segir að virðingin fyrir mannréttindum sé ekki ósvipað sameiningar-afl og kirkjan var á miðöldum. „Virðingin fyrir mannréttindum er það sem sameinar okkur. Hvar er línan í samfélaginu sem ekki má fara yfir?“ segir hún. Hún segir atvikið hafa hrært upp í mörg-um en umræðan um flóttamenn og hælisleitendur hafi verið föst í sama farinu. Kirkjan hefur vakið upp sterk viðbrögð af því hún er að beita sér sem kristið samfélag og sem stofnun. Margir trúi því einfaldlega ekki að þau hafi lagt í þetta. Hún segir ekki líklegt að það verði strax aftur reynt að beita kirkjugriðum, þar sem sú aðferð hafi ekki stöðvað brottflutning. Kirkjan þurfi að koma fyrr inn í ferlið og þrýsta á embættismenn og pólitískt kjörna fulltrúa.

„Atvikið í Laugarneskirkju er dæmi um miskunnarlausa beitingu á Dyflinnarreglugerðinni, þar sem allar smugur eru notaðar til að neita fólki um að vera. Þá er stutt í það að mannhelgin sé ekki virt og mannleg reisn sé brotin á bak aftur. Þetta eru brottvísanir á færibandi en einstaklingurinn er alltaf þess virði að á hann sé hlustað.“

„Það sló í brýnu og þetta varð of mikið og of harkalegt. Þeir voru snúnir niður og löðrungaðir og allir viðstaddir voru miður sín að verða vitni að þessu,“ segir

sóknarpresturinn í Laugarneskirkju.

„Þetta var svo hrottalegt og ómannúðlegt, að ég get ekki lýst því hvað þetta er mikill hryllingur. Öll þjóðin er að fagna á mánudegi, yfir afrekum Íslands á alþjóðavettvangi og við erum að rifna úr þjóðarstolti, svo vaknar maður upp á þriðjudegi og skammast sín fyrir að tilheyra þessu samfélagi,“

Við vorum ekki að reyna að fela strákana eða hindra lögreglu við störf

sín,“ segir Kristín Þórunn Tómasdóttir. Mynd | Hari

Page 11: 01 07 2016

Taktu vel á móti viðskiptavininum

Með HP RP9 kassakerfislausninni Með Intel® Core™ i5 örgjörva

M7J39AV

Kraftmikil en nett lausnÞað fer ekki mikið fyrir HP RP9 kassakerfislausninni, tekur

lítið pláss á borði en afkastar miklu. RP9 kemur m.a. með

6. kynslóðar Intel® Core™ i5 örgjörva (M7J39AV) og getur

tengst þráðlausu eða hefðbundnu neti, hentar allsstaðar

þar sem þörf er ááreiðanlegri sambyggðri lausn.

Meiri sveigjanleikiStilltu skjáinn eins og þér hentar best hvað varðar hæð,

snúning og sjónarhorn og veldu þá aukahluti sem hæfa

þínum rekstri.

· Val um 15,5” eða 18,5” snertiskjá sem snýr að starfsmanni

· Val um allt að 14,1” snertiskjár sem snýr að viðskiptavini

· Fjölbreytt úrval aukahluta í boði

Opin Kerfi // Höfðabakka 9 // 110 Reykjavík // 570 1000 // ok.is

STILLANLEGUR SKJÁR

AUKASKJÁR FYRIR VIÐSKIPTAVINI

FJÖLDI TENGIMÖGULEIKA

Allar nánari upplýsingar á www.ok.is. Intel, merki Intel, Intel Inside, Intel Inside merkið, Intel Core, Intel Core Inside eru vörumerki Intel Corporation í Bandaríkjunum og/eða öðrum löndum.

Page 12: 01 07 2016

Epli er viðurkenndur þjónustuaðili Apple á Íslandi

Komið í verslanir Epli

Verð frá 59.990.- Verslanir á Laugavegi 182 og í Smáralind · sími 512 1300 · epli.is

Page 13: 01 07 2016

Epli er viðurkenndur þjónustuaðili Apple á Íslandi

Komið í verslanir Epli

Verð frá 59.990.- Verslanir á Laugavegi 182 og í Smáralind · sími 512 1300 · epli.is

Page 14: 01 07 2016

14 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 1. júlí 2016

Niðurstöður Brexit-kosn-inganna í Bretlandi og þing-kosninganna á Spáni draga fram djúpstæðan klofning innan samfélaga á Vestur-löndum, sem hefur dýpkað frá efnahagshruninu 2008. Þessar kannanir kristalla ólíka afstöðu kynslóðanna til samfélagsmála. Í Bretlandi vildi meirihluti unga fólksins tilheyra Evrópusambandinu en eldra fólkið alls ekki. Á Spáni vill unga fólkið knýja á um kynslóða- og siðaskipti í stjórnmálum en gamla fólkið stendur vörð um gömlu valda-flokkana og óbreytt ástand.Gunnar Smári [email protected]

Þótt hér séu tekin dæmi af þessum tveimur löndum fer því fjarri að þessi kynslóðagjá sé bundin við Bret-land og Spán. Hún hefur víða opnast á nýliðnum árum. Í Bandaríkjunum sópaði málflutningur Bernie Sand-ers til sín fylgi dómókrata undir þrí-tugu á meðan Hillary Clinton átti elstu árgangana með húð og hári. Í Vestur-Evrópu hafa kannanir sýnt meiri ótta hinna eldri við slæm áhrif innflytjenda og flóttamanna á sam-félagsgerðina en meðal hinna yngri. Þótt þjóðernissinnaðir hægri flokk-ar hafi yfirleitt lítinn stuðning með-al eftirlaunaþega sækja þeir víðast mun meira fylgi til eldri miðaldra en til yngra fólks.

Að hluta til má skýra mismunandi afstöðu aldurshópanna til ólíkrar stöðu stærstu borganna og hinna dreifðari byggða, smábæja og smá-

borga. Stórar og millistórar borgir eru þau efnahagssvæði sem dreg-ið hafa til sín flest fólk og þar sem mesta aflið er í atvinnulífi, samfélagi og menningu.

Landsframleiðsla á mann í London og París er 20 og 25 pró-sent hærri en í Bretlandi og Frakk-landi. Og framleiðslan í borgunum vex jafnt á þétt á meðan stór land-svæði í þessum löndum hafa búið við stöðnun og hrörnun árum og áratugum saman. Landsframleiðsla á mann í Wales, þar sem meirihlut-inn vildi út úr Evrópusambandinu, er rétt um þriðjungur af því sem er í Skotlandi og Norður-Írlandi, þar sem íbúarnir kusu að vera áfram í sambandinu, og aðeins fjórðungur af því sem er í stór-London. Það er álíka mikill munur og á Íslandi og Egyptalandi.

Ungir horfa fram, gamlir afturÞótt peningar séu vissulega ekki allt gefur landsframleiðsla til kynna afl viðkomandi svæða. Það er ólíku saman að jafna að búa á svæði þar sem margt gengur upp og tímarnir virðast vera að breytast til góðs eða á svæði þar sem fátt gengur upp, fyrir-tæki draga saman framleiðslu, fólki er sagt upp, draumar komast ekki flug og flest virðist vinna á móti fólki.

Þessi skil á aðstöðu fólks setja mark á afstöðu þess til samfélagsmála. Ungt fólk á vaxtarsvæðum horfir óhrætt til framtíðar og fagnar henni. Í því felst ekki að það sé sátt við allt í samfé-laginu, en það óttast ekki framtíðina. Það vill hafa áhrif á hana og gera hana helst sem ólíkasta fortíðinni.

Eldra fólk á stöðnunarsvæðum hefur ekki sama tilefni til að fagna framtíðinni. Reynslan hefur kennt

18–29 ára 30–49 ára 50–67 ára 68+ ára

Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin

Framsóknarflokkurinn Vinstri græn

Viðreisn

Björt framtíð

Píratar

Skipting þingsæta miðað við niðurstöður nýjustu könnunar MMR á fylgi flokkanna frá því í byrjun mánaðarins og greiningu hennar eftir aldurshópum.

Miðað við síðustu könnun MMR á fylgi flokkanna er reginmunur á afstöðu aldurs­hópa til stjórnmálaflokkanna. Ríkisstjórn­arflokkarnir tveir njóta þar aðeins um 24 prósent fylgis hjá fólki undir þrítugu en 51 prósent fylgis hjá 68 ára fólki og eldra. Píratar, Björt framtíð, Viðreisn og aðrir nýir flokkar utan fjórflokksins njóta um 55 prósent fylgis meðal fólks undir þrítugu en aðeins 19 prósent meðal fólks á eftirlauna­aldri.

Þegar fylgi flokkanna eftir aldri er deilt niður á þingheim koma í ljós fjögur ólík þing. Á þingi fólks undir þrítugu myndi saman­lagður þingstyrkur Vinstri grænna og Pírata vera 39 þingmenn, öruggur meirihluti til róttækra breytinga á samfélaginu og stofn­unum þess. Ríkisstjórnarflokkarnir hefðu þarna aðeins 17 þingmenn, meira en helm­ingi færri en í dag og Samfylkingin myndi þurrkast út. Björt framtíð og Viðreisn hefðu samanlagt 8 þingmenn.

Á þingi foreldrakynslóðanna, fólks á aldr­inum 30 til 49 ára, næðu Píratar og Vinstri græn ekki meirihluta heldur þyrftu að taka Viðreisn inn í stjórnina til að ná 33 manna meirihluta. Ríkisstjórnarflokkarnir fengju 22 þingmenn ef foreldrakynslóðin fengi að ráða og Samfylking 6.

Þing fólks á aldrinum 50 til 67 ára, fólks á heimilum þar sem börnin eru flutt að heiman, myndi gefa ríkisstjórnarflokkunum 25 þingmenn. Í þessum hópi hefur Samfylk­

ingin hljómgrunn, en hann myndi skaffa Samfylkingunni 10 þingmenn. Þessi megin­stofn gömlu flokkanna, Framsókn, Sjálfstæð­isflokkur og Samfylking, nyti því 32 þing­manna meirihluta á meðan nýju flokkarnir með Vinstri grænum fengju 31 þingmann.

Þing ellilífeyrisþega myndi tryggja núver­andi ríkisstjórnarflokkum 32 þingmanna meirihluta. Á þessu þingi væru Píratar fá­mennasti þingflokkurinn, því hvorki Björt framtíð né Viðreisn næðu inn manni.

Ríkisstjórnin heldur velli hjá ellilífeyrisþegum

18–29ára

30–49ára

50–67ára

68+ára

Á þessum kökum má sjá aldurssamsetningu fylgjenda stjórnmálaflokkanna, samkvæmt könnun MMR. Þarna kemur fram að Samfylkingin er sá flokkur sem hlutfallslega hallar mest að eldra fólki. Um 65 prósent stuðningsmanna Samfylkingarinnar eru 50 ára eða eldri, 60 prósent framsóknarmanna, 48 prósent sjálfstæðismanna, 45 prósent viðreisnarfólks og 43 prósent fylgj-enda VG. Það er nærri hlutfalli þessa hóps meðal kjósenda, en um 42 pró-sent kjósenda eru 50 ára eða eldri. Hjá Pírötum er hins vegar 31 prósent fylgjenda yfir fimmtugt og aðeins 20 prósent af þeim fáu sem styðja Bjarta framtíð.

Um 23 prósent kjósenda eru undir þrítugu. Meðal samfylkingarfólks er þessi hópur hins vegar aðeins 7 prósent, 13 prósent meðal framsóknarfólks, 16 prósent hjá sjálfstæðismönnum og 22 prósent hjá VG, sem er sá flokkur sem speglar best aldurssamsetningu þjóðarinnar. Fólk undir þrítugu er fjöl-mennara hlutfall hjá stuðningsfólki nýju flokkanna. Hjá Viðreisn telur það 29 prósent af heildinni, 36 prósent hjá Pírötum og 40 prósent hjá Bjartri fram-tíð, en sá flokkur á eiginlega bara hljómgrunn meðal yngstu kjósendanna.

Samfylkingarfólk elst allraAldursskipting fylgjenda stjórnmálaflokkanna, samkvæmt könnun MMR.

Sjálfstæðis­flokkurinn

Píratar

VinstriGræn

Sam­fylkingin

Framsókn

Viðreisn

Björt Framtíð

Ekki hægri og vinstri heldur ungir og gamlirNiðurstaða Brexit, kosninganna á Spáni og að sumu leyti forsetakosningarnar á Íslandi sýna illbrúanlega gjá milli kynslóðanna á Vesturlöndum.

Ungt fólk á vaxtar­svæðum horfir óhrætt til framtíðar og fagnar henni. Í því felst ekki að það sé sátt við allt í sam­félaginu, en það ótt­ast ekki framtíðina. Það vill hafa áhrif á hana og gera hana helst sem ólíkasta fortíðinni.

Page 15: 01 07 2016

SÍÐUmúla 9 · SÍmi 530 2900

FYRIR HEIMILIN Í LANDINU

LágMúLA 8 · sÍMI 530 2800

Til hamingju Ísland !SamSUngSetrid.iS

Landsliðið okkar í knattspyrnu hefur enn og aftur brotið

blað í sögunni. Við óskum

strákunum, liðinu og okkur sjálfum til hamingju með

árangurinn og gerum okkur

klár í leik á móti Frakklandi á sunnudag.

Fögnum íþróttasumrinu með nýrri árgerð, 2016-17

55” Samsung KS9005T

SUHD • ULTRA HD PREMIUM • HDR1000 • 4K • QUANTUM DOT DISPLAY • SMART TV

samsung 2016-17

kr. 479.900,-

55” Samsung KS7005 55” Samsung KS7505

SUHD • ULTRA HD PREMIUM • HDR1000 • 4K • QUANTUM DOT DISPLAY • SMART TV

SUHD • ULTRA HD PREMIUM • HDR1000 • 4K • QUANTUM DOT DISPLAY • SMART TV

kr. 359.900,- kr. 399.900,-

SUHD TV SUHD TV

samsung 2016-17 samsung 2016-17

R1-muLTIROOm HÁTaLaRI FYLgIR sJÓnVÖRPunum í þessaRI augLýsIngu

Page 16: 01 07 2016

16 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 1. júlí 2016

0%VEXTIRALLAR VÖRURVAXTALAUST Í 12 MÁNUÐI

Í Júlí fást allar

vörur með vaxtalausum

raðgreiðslum með 3.5%

lántökugjaldi og 405kr

greiðslugjaldi af hverjum

gjalddaga

GPS SNJALLÚR FRÁBÆRT GPS KRAKKA SNJALLÚR MEÐ 1,22” LED

SNERTISKJÁ, SOS TAKKA FYRIR NEYÐARSÍMTAL OG SMS MEÐ STAÐSETNINGU HÆGT AÐ HRINGJA Í

ÚRIÐ OG FYLGJAST MEÐ FERÐUM BARNSINS.

9.990

BleiktBláttSOS

HNAPPURSENDIR BOÐ Í SÍMA

FORELDRA!

NÝ LEIKJADEILD

Á NEÐRI HÆÐINNI

Í HALLARMÚLANUM

OPNUNARTÍMARVirka daga

10:00 - 18:00Laugardaga

11:00 - 16:00

500KRHRAÐSENDUM

ALLAR VÖRUR HEIM

SAMDÆGURS*

9.990AÐEINS 100 STK!

Spjaldtölva fyrir yngri kynslóðina með hlíf sem ver tölvuna fyrir höggi, hágæða heyrnartól í stíl fylgja með ;)

SILICONBUMPER

VARNARHLÍF

ROCK100HEYRNARTÓL

FYLGJA

SPJALDTÖLVA

4.990MEÐAN BIRGÐIR ENDAST!

FERÐAHÁTALARIStórlæsilegur Bluetooth hátalari með 8 tíma raf-hlöðuendingu. Tilvalin í ferðalagið eða bústaðinn.

3LITIR

ALLT AÐ 50%MEÐAN BIRGÐIR ENDAST!

Nú er sannarlega rétti tíminn til að næla sér í minniskort á frábæru verði, allt að 50% lækkun:)

MINNISKORT

50%LÆKKUN

ALLT AÐ 50% LÆKKUN AF

ÖLLUM MINNISKORTUM

ÓTRÚLEGT ÚRVAL!

ÁFRAMÍSLANDSTÚTFULLAR VERSLANIR AF ÖLLUM NÝJUSTU GRÆJUNUM

30. JÚNÍ 2016 - BIRT MEÐ FYRIRVARA UM

BREYTINGAR, PRENTVILLUR OG MYNDABRENGL • Tölvutek er stæ

rsta sérhæfða tölvuverslun landsins í ferm

etrum verslunarrým

is talið, samkvæ

mt niðurstöðu Neytendastofu þann 10.05.2016

GAMING STÝRIPINNI

GXT 540

4.990TRUSTGXT-540STÝRIPINNI MEÐ SNÚRU,

VIRKAR MEÐ PLAYSTATION 3, PC & STEAM OS!

NÝ OG GLÆSILEG LEIKJADEILD Í HALLARMÚLANUM

LEIKJADEILDIN

PLAYSTATION 4

500GB

59.990PS4STÝRIPINNI

FYLGIR

XBOX ONE

500GB

49.990

HÁGÆÐA TÖLVUSTÓLAR

3LITIR

HÁGÆÐALEIKJASTÓLAR

EINSTAKLEGA ÞÆGILEGIR

STÓLAR SEM HENTA VEL

FYRIR ÞÁ SEM SITJA LENGI

VIÐ TÖLVUNA;)

34.990ENZO

* GILDIR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU • ALLT AÐ 10KG • EF PANTAÐ ER FYRIR KL. 15:00;)

EIN SÚ FLOTTASTA Í DAG

14.990FÆST Í 3 STÆRÐUM!

• Zowie leikjamús fyrir atvinnuspilara• ADNS 3310 LED Optical sensor• Virkar jafnt fyrir rétthenta og örvhenta• 7 forritanlegir Macro hnappar • Virkar fullkomlega án hugbúnaðar• Hægt er að stilla DPI frá 400 til 3200• Fullkomin lift-off fjarlægð og Claw grip

HÁRNÁKVÆMEINN NÁKVÆMASTI OPTICAL SENSOR SEM VÖL ER Á!

3STÆRÐIR

ZASERIESFYRIR ATVINNUSPILARA

49.99027” 99.990 | 27” QHD 129.990

• Sérhannaður 144Hz 3D LED leikjaskjár• 24’’ LED FULL HD 1080p 16:9 skjár• 12 milljón:1 DCR og Senseye3 tækni• 1ms viðbragðstími og FPS mode f/leiki• HDMI 1.4, DVI-DL og VGA tengi• Forstillingar fyrir helstu leiki, CS:GO ofl.• Black eQualizer skilar hárbeittri sýn!

144Hz24” 144Hz 3D SKJÁR

ALGJÖRLEGA NÝ UPPLIFUN!

24”3DLED144Hz LEIKJASKJÁR

XL2411Z

14.990128GB 9.990 | 512GB 29.990

• 256GB Plextor M7VC SSD diskur• High-End 15nm TLC Toggle Mode• 512MB PlexTurbo DDR3 flýtiminni• PlexNitro tækni fyrir aukinn hraða!• PlexVault verndar persónuleg gögn• 98K IOPS & 560Mb/sek leshraði• 3ja ára Plextor útskiptiábyrgð

3 ÁR

A ÚT

SKIPTIÁBYRGÐ Á PLEXTOR M

7VC3ÁRA

PLEXTOR M7VC HÁGÆÐA SOLID STATE DI

SKAR

256GB SSDPLEXTOR M7VC

ITX GAMING TILBOÐ 2Einn öflugasti Skylake leikjaturninn með alla nýjustu tækni og eitt öflugasta leikjaskjákort í heimi, fullkominn á lanið eða með í bústaðinn;)

• Thermaltake Suppressor F1 leikjaturn• Intel Core i5-6600K Quad 3.9GHz Turbo• GIGABYTE Skylake Gaming 5 móðurborð• 16GB DUAL DDR4 2400MHz hágæða minni• 512GB SSD M.2 Plextor M7V diskur• 8GB GTX 1070 G1 Gaming leikjaskjákort• 7.1 Sound Core3D THX TruStudio Pro• USB 3.1 Type-C & Type-A og M.2 tengi• Windows 10 64-bit, hlaðið nýjungum!

60GB 14.900 | 240GB 36.900

279.990OFUR ÖFLUG Í LEIKINA;)

149.990ÖFLUGUR 8 KJARNA LEIKJATURN!

• Thermaltake H25 Window leikjaturn• Vishera X8 FX-8320E 4.0GHz Turbo 16MB• GIGABYTE 970 GAMING móðurborð• 8GB DDR3 1600MHz hágæða minni• 256GB SSD Plextor M7V diskur• 2GB Radeon R7 360 OC leikjaskjákort• 7.1 HD ALC1150 hljóðstýring með magnara• USB 3.1 Type-C & Type-A og M.2 tengi

X8-CORE

4.0GHzOFUR ÖFLUGT 8 KJARNA

ÖRGJÖRVA SKRÍMSLI

GAMING TÖLVUTILBOÐ 1

89.990

GTX1070G1 GAMING LEIKJASKJÁKORTLoksins er næsta kynslóð skjákorta lent! Gigabyte G1 Gaming er með 0dB silent viftu sem fer aðeins í gang við krefjandi notkun, metal bak, og forritanlega RGB lýsingu

• Nýjasta leikjaskjákortið frá Gigabyte!• 8GB GDDR5 8 GHz 256-bit minni• SUPER OC 1822Mhz ásamt Nvidia boost 3.0• DirectX12, GameStream og VR Ready!• 1920 CUDA cores og 120T.U. fyrir leiki• 3x 8K Display Port 1.4, HDMI 2.0 og DVI-D• 16.7 milljón lita forritanleg RGB lýsing• Nær hljóðlaus 0dB Windforce 3X tækni

G1 GAMING

NÆSTA KYNSLÓÐ ER LENT!

0dBSILENT GAMINGWindforce 3X TÆKNIN

SKILAR LoL OG FLEIRI

LEIKJUM Í 0dB

HLJÓÐLEYSI!

8GB8GHz MINNI1822MHz KJARNI OG BOOST OCYFIRKLUKKUN MEÐ ENN ÖFLUGRI3X WINDFORCE KÆLINGU MEÐ KOPAR HITAPÍPUM

3XÖFLUGRANæsta kynslóð GTX 1070 leikjaskjákorta var að lenda og er allt að 3X öflugri en

eldri kynslóð GTX 970

269.990DRAUMA LEIKJAVÉL NÖRDANNA;)

• Intel Quad Core i7-6700HQ 3.5GHz Turbo• 16GB DDR4 2133MHz vinnsluminni • 512GB SSD ofur hraður diskur• 15.6’’ Ultra HD 4K IPS skjár 3840x2160 • 4GB GeForce GTX 960M leikjaskjákort• 2.1 JBL Dolby Digital Plus hljóðkerfi• 867Mbps Dual WIFI AC, BT 4.0, USB 3.0 • 720p HD vefmyndavél með Stereo MIC• Windows 10 64-bit, hlaðið nýjungum

Y7004K

80NV0073MX

3840x2160

4K-UHDIPS SKJÁR MEÐ

178° SJÓNARHORNI

BAKLÝSTLYKLABORÐ Í FULLRI STÆRÐ

30ÞÚSUND AFSLÁTTURVERÐ ÁÐUR 299.990

20ÞÚSUND AFSLÁTTURVERÐ ÁÐUR 69.990

XBOXSTÝRIPINNI

FYLGIR

14.990FYRIR PS4 OG XBOX 16.990

• e-Sports leikjaheyrnartól frá Plantronics• Hönnuð fyrir leiki og mælt með af ESL • Dúnmjúkir memory foam púðar• Kraftmikil bassi með 40mm driver• Hljóðeinangrandi Flip-to-mute MIC• Spöng sem lagar sig að höfuðlagi þínu• Hægt að skipta um flestar einingar

RIG500LEIKJAHEYRNARTÓL

MEÐ ÚTSKIPTANLEGUM EININGUNUM!

MODULARHEYRNARTÓL

AÐEINS200gr

NÝKYNSLÓÐLEIKJASKJÁKORTA

FRÁ GIABYTE!

TÖLVULEIKIR

ALLT AÐ50%AFSLÁTTURAF PC, PS4 OG XBOX ONE LEIKJUM!

Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900

Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900

4BLS

KIP

PA Ú

T :)

NÝR BÆKLINGUR STÚTFULLURAF SPENNANDI TÖLVUBÚNAÐI

4BLS

GPS SNJALLÚR FRÁBÆRT GPS KRAKKA SNJALLÚR MEÐ 1,22” LED

SNERTISKJÁ, SOS TAKKA FYRIR NEYÐARSÍMTAL OG

SMS MEÐ STAÐSETNINGU. HÆGT ER AÐ HRINGJA Í

ÚRIÐ OG FYLGJAST MEÐ FERÐUM BARNSINS.

9.990 SOSHNAPPUR

SENDIR BOÐ Í SÍMA

FORELDRA!

Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is

Niðurstöður spænsku þingkosning-anna um síðustu helgi framlengdu pattstöðuna á milli gamalla og nýrra tíma í spænskum stjórnmálum. Frá aldamótum féllu gömlu stofn-anaflokkarnir, hinn hægri sinnaði Lýðflokkur og Sósíaldemókratarnir, samanlagt úr um 84 prósent fylgi niður í 50 prósent í kosningun-um í fyrra. Sú niðurstaða skilaði ekki starfshæfri ríkisstjórn þar sem þessir flokkar vilja ekki vinna saman, enn sem komið er. Hugsan-lega bregða þeir á ráð sambærilegra flokka í Þýskalandi og mynda stjórn um gamla stjórnmálamenningu í stað þess að mynda stjórn með ein-hverjum af nýju flokkunum.

Á Spáni hafa sprottið upp tve-ir nýjir flokkar. Podemos, sem er ný-vinstriflokkur einhvers staðar á milli hins grískra Syriza-bandalags og íslenskra pírata, og Ciudadanos,

sem er miðju hægri flokkur, eins-konar Viðreisn/Björt framtíð þeirra Spánverja.

Podemos hefur meira fylgi en Sósíaldemókratar í öllum aldurs-flokkum undir fimmtugu og miklu meira í yngstu hópunum. Hjá elsta hópnum nýtur flokkurinn hins vegar lítils fylgis. Sömu sögu er að segja af Ciudadanos og Lýðflokknum. Ciuda-danos nýtur meira fylgis hjá öllum aldurshópum undir fimmtugu, nokk-uð jöfnu fylgi fram yfir sextugt en þar fyrir ofan ber Lýðflokkurinn höf-uð og herðar yfir hinn nýja flokk.

Á Spáni er því einskonar patt-staða kynslóðanna. Yngra fólk í borgunum skilur ekki hvers vegna sú breyting sem það þráir og vill hefur ekki náð fram en eldra fólk í sveitunum og smærri bæjunum botnar ekki í hvers vegna eldri skip-an fær ekki að halda áfram.

Aldursskipting kjósenda gömlu flokkanna, Lýðflokksins og Sós-íaldemókrata, samkvæmt könnun Metroscopia.

Gamla fólkið heldur ungu flokkunum frá völdum

50

40

30

20

10

018–25

ára26–44

ára45–59

ára59–70

ára70+ára

27%29%

35%

47%

57%

því að flest fari á verri veg. Það sér ekki lausn í framtíðinni heldur fortíð-inni. Það vill fá gamla tíma aftur og er andsnúið flestum táknum nýrra tíma; alþjóðavæðingu, Evrópusam-bandinu, innflytjendum.

Auðvitað er þetta einföldun. Það er til ungt fólk með fortíðarþrá í borg-um og framfarasinnað gamalt fólk til sveita. En þessi mynd vísar til þess að gjáin sem er að myndast í samfé-lagsmálum í Evrópu á sér djúpstæðar orsakir.

Bandaríkin klofinÞetta má sjá enn frekar í Bandaríkj-unum. Þar hafa stærstu borgirnar samþykkt 15 dollara lágmarkslaun á meðan alríkið treystir sér ekki til að hækka þau umfram 7,25 dollara. Ástæðan er að vaxtarsvæði borg-anna á austur- og vesturströndinni standa undir hærri launum en mið- og suðurríki. Hærri laun í borgunum mun halda áfram að soga til þeirra yngra fólkið og aflið af öðrum svæð-um og ýta enn frekar undir tilfinn-ingu þeirra sem eftir sitja að þau hafi verið skilin eftir, að ógn fylgi breytt-um tímum.

Í Bandaríkjunum má ekki aðeins sjá gjá milli kynslóða og landsvæða í afstöðu til alþjóðavæðingar og inn-flytjenda heldur líka til byssueignar, bænahalds og fóstureyðinga. Þótt fátt bendi til að Evrópa sé komin þang-að benda ýmsar skoðanakannanir og niðurstöður kosninga til þess að við séum á leiðinni.

Huglæg gjá á ÍslandiÞað eru ekki sömu forsendur fyr-ir þessum klofningi milli kynslóða og landsvæða á Íslandi og í öðrum löndum. Ísland er nánast borgríki með fámennri landsbyggð. Tveir þriðju hlutar íbúanna búa á höfuð-borgarsvæðinu. Landsbyggðin hefur hrörnað hratt og örugglega síðustu áratugi og vissulega hafa stjórnmála-menn gert út á vaxandi tilfinningu

þar um að framtíðinni fylgi frekari svik en með vaxandi ferðamanna-straum má ætla að það muni ekki ganga eins vel á næstu árum og hing-að til.

Þetta sést til dæmis á því hversu sterkir Píratar eru í öllum kjördæm-um. Samkvæmt nýjustu könnun MMR yrðu þeir til dæmis stærsti flokkurinn í Norðausturkjördæmi, stærri en Framsókn, Sjálfstæðis-flokkur og framboð VG með Stein-grím J. í forystu. Önnur merki þessa voru hversu lítill munur var á fylgi Davíðs Oddssonar eftir kjördæmum í forsetakosningunum. Hann var klár-lega fulltrúi gamla tímans, varðstöð-unnar og óttans gagnvart alþjóða-væðingu og Evrópusambandinu, en naut ekki meira fylgis úti á landi þrátt fyrir það. Þótt landsbyggðin hafi ekki keypt ungborgarsjónarmið Andra Snæs hallaði hún sér ekki að gamla tíma Davíðs heldur kaus bjartsýna af-stöðu Guðna Th. og Höllu.

Íslenska gjáin virðist því ekki hafa sömu efnislegu forsendur og sú sem Bretar og Spánverjar standa frammi fyrir. Ferðamenn hafa kveikt þrótt í dreifðari byggðum og aukið fólki þar bjartsýni og þrótt. Það er um margt geðugri framtíð að horfa upp á fjölbreytni atvinnulífsins sem fylgir ferðamönnum en gömlu meginstoð-ir landsbyggðarinnar, sem allar eru í raun lokaðar atvinnugreinar undir valdi fárra stórra aðila; landbúnaður, sjávarútvegur og orkufrekur iðnaður.

Pattstaða eða kúgunKlofningur milli kynslóða sýnir að það verður erfitt fyrir stjórnmála-flokka, fjölmiðla og fleiri stofnanir samfélagsins að beisla samfélagsum-ræðuna á næstu árum. Bæði pattstað-an á Spáni og kúgun annars hópsins á hinum í Bretlandi eru víti til varnað-ar. Með samfélagsmiðlum, hnignun hefðbundinna miðla og tvístrun sam-félagsumræðunnar verður sífellt erf-iðara að ná ólíku fólki saman til að

tala sig niður á sameiginlega niður-stöðu.

Þegar aldurssamsetning fylgjenda flokkanna er skoðuð kemur glögglega fram hver vandi þeirra er að þessu leyti. Það er erfitt að byggja brú milli kynslóða þegar yngsta fólkið er í raun horfið úr flokkunum eða komið í al-gjöran minnihluta eins og raunin er í Framsókn og Samfylkingunni. Þetta er hætta gömlu flokkanna; að þeir lokist inn í viðhorfum sem unga fólk-ið hefur lært að forðast.

Brú yfir gjánaÁ Spáni hefur gömlu flokkunum mis-tekist að ná til yngra fólks og nýju flokkunum hefur ekki tekist að ná til eldra fólksins. Hér heima virðast nýju flokkarnir eiga meiri möguleika á að ná öllum aldursflokkum til sín en gömlu flokkunum að ná til fólks undir fertugu eða þrítugu.

Brúin á milli verður ekki reist með því að gömul sjónarmið séu sett á yngri belgi. Kannanir og kosningar benda til að gjáin sé raunveruleg. Samfélög Vesturlanda eru að ganga í gegnum viðlíka umbreytingu og í iðnbyltingunni og stjórnmálaflokkum ber að viðurkenna það, horfast í augu við afleiðingar þess og móta stefnu sem getur haldið samfélaginu saman.

Fylgi tveggja efstu frambjóð-endanna í forsetakosningunum, Guðna Th. Jóhannessonar og Höllu Tómasdóttur, var nokkuð jafnt á milli aldurshópa, samkvæmt könnunum fyrir kosningar. Sú var hins vegar ekki raunin hjá Andra Snæ Magnasyni og Davíð Odds-syni. Ef við skiptum fylgi þeirra samkvæmt könnunum niður á tiltölulega jafn stóra aldurshópa kemur í ljós að á meðan 32 pró-sent kjósenda voru 34 ára eða yngri þá var aðeins 20 prósent kjósenda Davíðs á þessum aldri en hins vegar 48 prósent kjósenda Andra Snæs. Um 34 prósent kjós-enda voru 55 ára eða eldri en 48 prósent kjósenda Davíðs en aðeins 19 prósent kjósenda Andra Snæs.

Aldursskipting kjósenda tveggja forsetaframbjóðenda,

samkvæmt könnun Gallup.

Davíð fyrir gamla, Andri fyrir unga

Davíð

Andri Snær

18–34 ára20%

18–34 ára48%

35–54 ára32%

35–54 ára33%

55+ ára48%

55+ ára19%

Brexit-kosningarnar í Bretlandi í fyrri viku drógu fram að gjá hefur myndast milli kynslóðanna á Vest-urlöndum. Ef fólk undir fimmtugu hefði fengið að ráða væru Bretar enn í Evrópusambandinu en eldra fólkið hefði líklega rokið á dyr fyr-ir mörgum árum.

Skipting kjósenda eftir lands-svæðum og byggðum kom líka glögglega í ljós. Fólkið í stóru borgunum vildi vera í Evrópusam-bandinu en fólk í dreifðari byggð-um, smábæjum og smáborgum frá tímum iðnvæðingar vildi burt.

80

60

40

20

018–24

ára25–49

ára50–64

ára65+ára

75%

56%

44%39%

Þeir Bretar sem vildu vera áfram í Evrópusambandinu skipt eftir aldri, samkvæmt könnunum Yougov/Politico.

Gamla fólkið ýtti unga fólkinu út úr Evrópusambandinu

Íslenska gjáin virðist því ekki hafa sömu efnislegu forsendur og sú sem Bretar og Spánverjar standa frammi fyrir. Ferðamenn hafa kveikt þrótt í dreifðari byggðum.

Ef fólk undir fimmtugu hefði fengið að ráða væru Bretar enn í Evrópu­sambandinu en eldra fólkið hefði líklega rokið á dyr fyrir mörgum árum.

Mynd | NordicPhotos/Getty

Page 17: 01 07 2016

Birt

með

fyrir

vara

um

pre

ntvi

llur.

Hei

msf

erð

ir ás

kilja

sér

rétt

til

leið

rétt

ing

a á

slík

u. A

th. a

ð v

erð

get

ur b

reys

t án

fyrir

vara

.EN

NEM

M /

SIA

• N

M76

175

SÓL Á SPOTTPRÍSKRÍT

Frá kr. 145.395 m/allt innifaliðNetverð á mann frá kr. 145.395 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð.Netverð á mann frá kr. 189.895 m.v. 2 fullorðna í stúdíó.7. júlí í 11 nætur.

Porto Platanias Village

Allt að 30.000 kr. afsláttur

Frá kr.64.995

m/morgunmat innf.

Allt að60.000 kr.afsláttur á mann

COSTA DEL SOL

Frá kr. 129.195 m/allt innifaliðNetverð á mann frá kr. 129.195 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í svítu.Netverð á mann frá kr. 146.595 m.v. 2 fullorðna í herbergi.11. júlí í 10 nætur.

Hotel Roc Costa Park

Allt að 35.000 kr. afsláttur á mann

Frá kr. 83.295 m/morgunmat innifaliðNetverð á mann frá kr. 83.295 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herb.Netverð á mann frá kr. 92.795 m.v. 2 fullorðna í herbergi.17. júlí í 7 nætur.

Hotel Sun Palace Albir

Allt að 38.000 kr. afsláttur á mann

ALBIRBENIDORM

Frá kr. 77.595 m/morgunmat innifaliðNetverð á mann frá kr. 77.595 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herb.Netverð á mann frá kr. 107.495 m.v. 2 fullorðna í herbergi.10. júlí í 7 nætur.

Hotel Avenida

Allt að 40.000 kr. afsláttur á mann

Frá kr. 126.575 m/allt innifaliðNetverð á mann frá kr. 126.575 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herb.Netverð á mann frá kr. 171.535 m.v. 2 fullorðna í herbergi.4. júlí í 10 nætur.

Hotel Zoraida Beach Resort

Allt að 35.000 kr. afsláttur á mann

COSTA DE ALMERÍA COSTA DE ALMERÍA

Frá kr. 64.995 m/ekkert fæði innifaliðNetverð á mann frá kr. 64.995 m.v. 2 + 1 í íbúð/herbergi/stúdíói.Netverð á mann frá kr. 69.995 m.v. 2 fullorðna í íbúð/herbergi/stúdíói.4. júlí í 10 nætur.

Stökktu

Allt að 60.000 kr. afsláttur á mann

Frá kr. 93.230 m/ekkert fæði innifaliðNetverð á mann frá kr. 93.230 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í stúdíói.Netverð á mann frá kr. 119.495 m.v. 2 fullorðna í stúdíói.

11. júlí í 10 nætur.

Aguamarina Aparthotel

Allt að 43.000 kr. afsláttur á mann

COSTA DEL SOL

KRÍT

Frá kr. 146.095 m/allt innifaliðNetverð á mann frá kr. 146.095 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í herb.Netverð á mann frá kr. 178.895 m.v. 2 fullorðna í herbergi.7. júlí í 11 nætur.

Sirios Village

Allt að 30.000 kr. afsláttur

Page 18: 01 07 2016

18 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 1. júlí 2016

Það er stórmerkilegt að vera í Íslendingahafinu bláa í Frakklandi þessa dagana. Gangi maður um í fótbolta-

treyjunni góðu þá heyrist kallað á öðru hverju götuhorni: „Islande/Ísland/Iceland!“ Þeir sem kalla eru allra þjóða kvikindi, eins og stund-um er sagt, og ástæður stuðningsins geta verið margs konar. Sumir vilja sannarlega að Íslandi gangi vel á EM, aðrir eru líklega alveg til í að þeirra lið mæti Íslandi síðar í keppninni, enn aðrir kalla þetta kannski upp með dálitlum hroka, en hverjum er ekki sama um það?

Bílf lautur eru þeyttar og manni er jafnvel heilsað á götum úti með handabandi af bláókunnugu fólki. Það þykir greinilega stórmerkilegt að hitta Íslending, enda erum við smælki meðal þjóða eins og margoft hefur verið tuggið síðustu daga. Starfsmenn á hótelum grannskoða vegabréfin, svona nokkuð hafa þeir aldrei séð áður.

Frá íbúum Norðurlandanna finnur maður greinilegan mun. Ísland er þeirra land á mótinu og við erum enn meiri frændur og frænkur þessa fólks en áður. „Kære nordiske venner“ ávarpið hefur fengið nýja og dýpri merkingu. Í hugum knattspyrnuá-hugafólks á Norðurlöndum hefur Ísland færst nær Evrópu.

Ótrúlegur árangur karlalands-liðsins í fótbolta hefur auðvitað magnað upp hvað það ku vera óg-urlega merkilegt að vera frá þessu landi íss og elda. Maður getur ekki annað en bólgnað smávegis út. Íslendingurinn þenur brjóst og sperrir stél. Þúsundum saman hafa Íslendingar í Frakklandi og líklega um allan heim byrjað að hljóma eins og „agentar“ frá Íslands-stofu: „You should really come to Iceland!“

En hvað er það sem gerir þetta ævintýri mögulegt? Þetta vilja margir ræða á götum úti, þjónar á veitingahúsum, starfsfólk versl-ana, fjölmiðlamenn úr ýmsum áttum. „Hvernig er þetta hægt?“ spyr fólk og manni verður fátt um svör, endurtekur sömu klisjurnar aftur og aftur. Við erum vön því, Íslendingar.

Undir niðri liggur samt eitthvað annað og meira. Manni dettur helst í hug djúpstæð samheldni þjóðarinnar þegar á þarf að halda. Þessa samheldni þekkjum við vel og hún endurspeglast í hugarfari þessa ótrúlega fótboltaliðs. Liðið sýnir okkur bestu hliðar þjóðarsál-arinnar, hvernig við getum náð saman þvert á hópa og ólíkar skoðanir. Íslenskt samfélag þarf að hitta á gullna töfrajafnvægið milli

hæfilegrar einstaklingshyggju og nauðsynlegrar samstöðu og sam-kenndar. Sá vegur er vandrataður en á þessu augnabliki í sögu lands-ins höfum við líklega alla burði til að finna hann.

Maður veltir fyrir sér hvort fót-boltinn, þessi fallegi leikur, geti haft djúpstæð áhrif á þankagang þjóðarinnar. Og þá er gott að fara varlega. Mikilvægt er að grípa ekki til hugmynda um eðlislæg einkenni þjóðarinnar sem kúrir í norðri, hugmynda sem fóru á alltof mikið flug á árunum fyrir hrun og leituðu jafnvel inn í ræður leiðtoga okkar sem fluttar voru út um allan heim.

Því að þrátt fyrir ótrúlegan árangur í menningu (og já, íþróttir eru hluti af henni) þá erum við Íslendingar ekki frábrugðnir öðru fólki. Litn-ingarnir eru nokkurn veginn þeir sömu hjá okkur og milljóna- og milljarðaþjóðum veraldar. Hins vegar getum við sýnt bæði okk-ur og öðrum fram á mikilvægi samheldni, samvinnu og prúð-mennsku. Þetta eru atferlisþætt-ir sem að koma að góðum notum bæði í snúnum samvinnuverkefn-um, eins og fótbolta, og í daglega lífinu fyrir hvert og eitt okkar.

Þessa hluti, samheldni, samvinnu og prúðmennsku, geta íslensku leik-mennirnir okkar í Frakklandi kennt okkur. Þeir eru stórmerkilegir og hugprúðir í nálgun sinni á verk- efnið sem að fyrir liggur. Þeir haga sér eins og sannir höfðingjar og fyr-ir vikið verðum við enn merkilegriþjóð.

Ekkert mótar okkur meira en menningin sem við tökum öll þátt í að rækta. Verum ánægð, verum stolt og glöð, en pössum að tútna ekki um of út yfir frábærum ár-angri. Þá er nefnilega hætta á að blaðran springi.

Verum sjálfum okkur, þessari merkilegu þjóð, til sóma.

Áfram Ísland!

Guðni Tómasson

MERKILEG ÞJÓÐ

Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjó[email protected] Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir.

Fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. Dreifing: Póstdreifing. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti.

lóaboratoríum lóa hjálmtýsdóttir

Netlu-, túnfífla- og birkilaufstöflur örva brennslu og meltingu og eru bjúglosandi. Sérstaklega er mælt með vörunni til að hreinsa líkamann.

Colonic PlusKehonpuhdistaja

www.birkiaska.is

www.birkiaska.is

Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox).

Birkilaufstöflur

www.birkiaska.is

Bodyflex Strong vinnur gegn stirðleika og verkjum í liðamótum og styrkir heilbrigði burðarvefja líkamans. 2 hylki tvisvar á dag í tíu daga. Síðan er hægt að minnka skammt í 2 hylki á dag. Inniheldur hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni.

Bodyflex Strong

Evonia eykur hárvöxt með því að veita hárrótinni næringu og styrk.

Evonia er hlaðin bætiefnum sem næra hárið og gera það gróskumeira.

Bætiefni ársins í Finnlandi 2012.

Evonia

www.birkiaska.is

byko.is

FERÐATASKA 26”

9.595kr.41119949

Almennt verð: 15.995 kr.

FERÐATASKA 22”

7.995kr.41119950

Almennt verð: 13.595 kr.

FERÐATASKA 18”

6.495kr.41119951

Almennt verð: 10.895 kr.

EM-TILBOÐ 40% AFSLÁTTUR

Harðar ferðatöskur

Page 19: 01 07 2016

ORKA NÁTTÚRUNNAR · Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík · Sími 591 2700 · www.on.is · [email protected]

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

N

M7

55

90

Enn meira rafmagn í umferð í sumar

Orka náttúrunnar hefur opnað tvær hraðhleðslustöðvar á Akureyri. Stöðvarnar eru orðnar 13 talsins og er meðal annars að finna á höfuðborgarsvæðinu, í Borgarnesi, á Selfossi og í Reykjanesbæ. Straumurinn liggur svo sannarlega í vistvænni ferðamáta og ON er stolt af því að leggja sitt af mörkum í þessu hljóðláta samgönguátaki.

ON selur hreina og endurnýjanlega íslenska orku til heimila og fyrirtækja um allt land og nú ganga sífellt fleiri rafbílar fyrir orku náttúrunnar.

Fylltu á rafbílinn með Orku náttúrunnar

Orka náttúrunnar framleiðir og selur rafmagn um allt land og sér höfuðborgarbúum fyrir heitu vatni. Við nýtum auðlindir af ábyrgð til að bæta lífsgæðin í nútíð og framtíð.

Page 20: 01 07 2016

Borgarferð fyrir 2 til Valenciameð Heimsferðum

iPhone og AppleTV frá Epli

Gjafabréf frá Under Armour

... og margt fleira

OPIÐ mánudaga - miðvikudaga frá 09:00 - 18:00 / fimmtudaga 09:00 - 18:30 föstudaga 09:00 - 19:00 / laugardaga 10:00 - 16:00 / lokað sunnudaga. www.fjardarkaup.is

- Tilvalið gjafakortSnertilausar greiðslurSnertilausar greiðslurSnertilausar greiðslurSnertilausar greiðslur

SíríuS rjómaSúkkul. m/kremkexiverð 388 kr.

Fk kryddaðar gríSakótiletturverð 1.398 kr./kg

kF villikrydd. lambaSirloinverð 1.998 kr./kg

Freyju mixverð 598 kr.

1.098kr.

346kr.

frá1.108kr.

1.298kr./kg

Svínahnakki úrb.verð áður 1.660 kr./kg

2.998kr./kg

lambaPrimeverð áður 3.698 kr./kg

gott verð

FJARDARKAUP-

lambainnralæriverð áður 3.598 kr./kg

328kr.

Pagen kanel giFFlarverð 328 kr.

1.598kr./kg

Svínalundirverð áður 2.398 kr./kg

558kr./pk.

hamborgarar 115g 2 í Pk.verð áður 620 kr./pk.

kF gríSakótilettur braSilíaverð áður 1.798 kr./kg

nautainnralæriverð áður 4.098 kr./kg

ForSoðinn maíS 2 í Pk. verð 398 kr.

gevalia kaFFi 500gverð 598 kr.

Coke dóSir 10 x 0,33lverð 1.098 kr.

Frón matarkexverð 238 kr.

kanilSnúðar 250gverð 298 kr.

vínarbr. m/Súkkulaðiverð 398 kr.

SæluSnúðar 250gverð 298 kr.

mjólkurkexverð 238 kr.

nóa kroPP PiParhúðaðverð 398 kr.

398kr.

98kr./pk.

ríSkubbar, Freyju Smádraumur eða lakkríS SPyrnurverð 298 kr./pk.

layS bbqverð 298 kr.

layS Sour Cream, PaPriku eða Saltedverð 298 kr.

íSlenSk PaPríka - leynirverð 638 kr./kg

q10 kremverð frá 1.108 kr.

Peeling Showerverð 387 kr. 1. og 2. júlí

3.198kr./kg

388kr.

1.398kr./kg

1.598kr./kg

598kr.

79kr.

maryland 4 miSmunandi gerðirverð 98 kr./pk.

ali gríSaFille kryddaðverð 1598 kr./kg

598kr.

199kr.

298kr./pk.

298kr./pk.

298kr.

398kr.

298kr.

2.598kr./kg

kriStall, mix, aPPelSín, 7uP, mountian dew, PePSí eða PePSí maxverð 79 kr./stk.

doritoS Chilli, bbq, Cool ameriCan eða naChoS CheeSeverð 199 kr.

398kr.

1.298kr./kg

1.698kr./kg

638kr./kg

238kr./stk.

387kr.

hreinSiklútar þurr/viðkvæm húðverð 346 kr.

Page 21: 01 07 2016

Borgarferð fyrir 2 til Valenciameð Heimsferðum

iPhone og AppleTV frá Epli

Gjafabréf frá Under Armour

... og margt fleira

OPIÐ mánudaga - miðvikudaga frá 09:00 - 18:00 / fimmtudaga 09:00 - 18:30 föstudaga 09:00 - 19:00 / laugardaga 10:00 - 16:00 / lokað sunnudaga. www.fjardarkaup.is

- Tilvalið gjafakortSnertilausar greiðslurSnertilausar greiðslurSnertilausar greiðslurSnertilausar greiðslur

SíríuS rjómaSúkkul. m/kremkexiverð 388 kr.

Fk kryddaðar gríSakótiletturverð 1.398 kr./kg

kF villikrydd. lambaSirloinverð 1.998 kr./kg

Freyju mixverð 598 kr.

1.098kr.

346kr.

frá1.108kr.

1.298kr./kg

Svínahnakki úrb.verð áður 1.660 kr./kg

2.998kr./kg

lambaPrimeverð áður 3.698 kr./kg

gott verð

FJARDARKAUP-

lambainnralæriverð áður 3.598 kr./kg

328kr.

Pagen kanel giFFlarverð 328 kr.

1.598kr./kg

Svínalundirverð áður 2.398 kr./kg

558kr./pk.

hamborgarar 115g 2 í Pk.verð áður 620 kr./pk.

kF gríSakótilettur braSilíaverð áður 1.798 kr./kg

nautainnralæriverð áður 4.098 kr./kg

ForSoðinn maíS 2 í Pk. verð 398 kr.

gevalia kaFFi 500gverð 598 kr.

Coke dóSir 10 x 0,33lverð 1.098 kr.

Frón matarkexverð 238 kr.

kanilSnúðar 250gverð 298 kr.

vínarbr. m/Súkkulaðiverð 398 kr.

SæluSnúðar 250gverð 298 kr.

mjólkurkexverð 238 kr.

nóa kroPP PiParhúðaðverð 398 kr.

398kr.

98kr./pk.

ríSkubbar, Freyju Smádraumur eða lakkríS SPyrnurverð 298 kr./pk.

layS bbqverð 298 kr.

layS Sour Cream, PaPriku eða Saltedverð 298 kr.

íSlenSk PaPríka - leynirverð 638 kr./kg

q10 kremverð frá 1.108 kr.

Peeling Showerverð 387 kr. 1. og 2. júlí

3.198kr./kg

388kr.

1.398kr./kg

1.598kr./kg

598kr.

79kr.

maryland 4 miSmunandi gerðirverð 98 kr./pk.

ali gríSaFille kryddaðverð 1598 kr./kg

598kr.

199kr.

298kr./pk.

298kr./pk.

298kr.

398kr.

298kr.

2.598kr./kg

kriStall, mix, aPPelSín, 7uP, mountian dew, PePSí eða PePSí maxverð 79 kr./stk.

doritoS Chilli, bbq, Cool ameriCan eða naChoS CheeSeverð 199 kr.

398kr.

1.298kr./kg

1.698kr./kg

638kr./kg

238kr./stk.

387kr.

hreinSiklútar þurr/viðkvæm húðverð 346 kr.

Page 22: 01 07 2016

22 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 1. júlí 2016

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

50%afsláttur

Jacques Lemans

30%afsláttur

Skagen

30%afsláttur

Michael Kors

20%afsláttur

Rodania30%afsláttur

Casio

30%afsláttur

Silfurskart

40%afsláttur

asa jewelery25%afsláttur

Armani

60%afsláttur

Rosendahl

20%afsláttur

Hugo Boss

20%afsláttur

Tissot

20%afsláttur

Movado

50%afsláttur

Seculus

20%afsláttur

Daniel Wellington

20%afsláttur

Nomination

30%afsláttur

Kenneth Cole

50%afsláttur

Henry London

50%afsláttur

Zeitner

30%afsláttur

Fossil

Laugavegi 15 og Kringlunni - sími 511 1900 - www.michelsen.is

Stórafsláttur af öllum úrum og skartgripum frá þessum vörumerkjum í verslunum okkar á Laugavegi 15, Kringlunniog á michelsen.is

„Þú getur fundið tölfræði til að sanna allt,“ fullyrti heim-spekingurinn Hómer J. Simp-son eitt sinn og sem dæmi má fullyrða að Ísland vinni Evrópumótið þetta árið út frá því að árið 1992 urðu Danir óvæntustu Evrópumeistarar sögunnar og tólf árum seinna unnu Grikkir ennþá óvæntari Evrópumeistaratitil. Ásgeir H. Ingó[email protected]

Þýðir það ekki örugglega að nú, einmitt tólf árum seinna, sé kom-ið að Íslandi að vinna óvæntasta Evrópumeistaratitilinn þangað til Færeyingar taka titilinn árið 2028? Mögulega – en svo er líka rétt að hafa í huga að tólf árum á undan danska undrinu þá unnu Vestur -Þjóðverjar afskaplega fyrirsjáan-legan Evrópumeistaratitil. Sem sýnir kannski helst að það er hægt að sanna allt með tölfræði, svo framarlega sem hún er valin af nógu miklum hent-ugleik.

Að vera í göngunumEn hvað veldur því að hópur íþrótta-manna nær mun betri árangri en nokkur reiknaði með? Fyrir því geta vitaskuld verið ótal ástæður, liðið var mögulega vanmetið til að byrja með, hugsanlega er þjálfarinn svona stór-kostlega fær og stundum gengur ein-faldlega allt upp. Á ensku er ósjaldan talað um að einhver sé „in the zone“ – illþýðanlegt hugtak sem kappaksturs-hetjan Ayrton Senna lýsti ágætlega með þessum orðum: „Skyndilega keyrði ég nærri tveimur sekúndum hraðar en allir aðrir, þar með taldir liðsfélagar mínir á sömu bílum. Og skyndilega áttaði ég mig á því að ég var ekki að aka bílnum meðvitað. Ég ók honum af eðlishvöt, það var eins og ég væri í annarri vídd, eins og ég væri í löngum göngum.“

Þetta svæði sem Senna lýsir kallast ágætlega á við það sem sálfræðingur-inn Mihaly Csikszentmihalyi hefur kallað flæði – þegar einbeitingin er svo algjör að hámarksárangur næst. Það hvernig þú ferð á eitthvert órætt

Spútnikar og hugarflæðiÍslenska fótboltalandsliðið og aðrir Davíðar íþróttasögunnar

Jamaíska bobsleðaliðið á ólympíuleikunum 1988 var gert ódauðlegt í myndinni Cool Runnings.

svæði í huganum – þar sem himininn og áhorfendastæðin og allir hinir bíl-arnir hverfa – er einfaldlega hluti af útilokun sem getur verið nauðsynleg til þess að ná hámarksárangri.

Þetta hljómar allt ósköp dulspeki-lega – og vissulega höfðu ýmsir austrænir spekingar fyrri alda sagt svipaða hluti og Csikszentmihalyi. En vísindin á bak við þetta snú-ast einfaldlega um að manneskjan nái að sigrast á takmörkuðum ein-beitingarhæfileikum sínum. Hann segir flesta geta aðeins geta meðtekið 110 upplýsingabúta á sekúndu – sem virðist mikið, þangað til það kemur í ljós að einfaldar samræður kosta okkur 60 upplýsingabúta. Það eru smálegar upplýsingar allt í kringum okkur – og því er lykillinn að þeirri einbeitingu sem þarf til þess að ná góðu flæði sá að útiloka óþarfa áreiti og ná að gera sem mest ómeðvitað.

Það tekst með þjálfun og ein-

En þegar þjálf-arar helstu spútnik liða sögunnar eru skoðaðir þá er ljóst að þótt töfraformúlan hafi mögulega fundist þá virkar hún sjaldan lengi í einu.

Kári Árnason í baráttu við Jamie Vardy, leikmann Leicester og enska landsliðsins, sem er vanari því að spila sem Davíð en Golíat .

Page 23: 01 07 2016

beitingu, en ekki síður gleði – og raunar byrjaði Csikszentmihalyi á að rannsaka hamingjuna. Hann lifði af helförina sem barn og velti mik-ið fyrir sér hvað olli því að flestir hinna fullorðnu virtust hafa misst gleðina. Sjálfur fann hann athvarf í hugaríþróttinni skák: „Ég komst að því að skákin var undratæki til þess að hverfa í annan heim þar sem ekk-ert af þessu skipti máli. Klukkutím-um saman einbeitti ég mér bara af raunveruleika þar sem reglurnar og markmiðin voru skýr.“

Þetta skýrir mögulega ágætlega af hverju flæðið getur verið svona dýr-mætt í íþróttum – sem snúast einmitt oftast um skýrar reglur og skýr mark-mið og margt af þessu varð hluti af kenningu hans um flæðið. Þess ber þó að geta að upphaflega var hann að rannsaka listamenn og það hvernig þeim tókst að týna sér í verkum sín-um – þannig útilokar kenningin alls ekki sköpun og frumleika, þótt röng beiting hennar geti vissulega gert það.

Csikszentmihalyi telur upp nokkur lykilatriði til þess að ná flæði. Þeirra á meðal er nauðsyn þess að hafa skýr markmið, truflanir eru útilokaðar og áskorunin þarf að vera hæfilega erfið. Ekki of auðveld en ekki óyfir-stíganleg, það er æskilegast að hún sé aðeins erfiðari en sem nemur getu-stigi okkar – því þá reynum við meira á okkur þangað til við komumst yfir hindrunina.

Hann leggur einnig áherslu á við hættum að vera sjálfsmeðvituð á meðan við erum í flæðinu – sem skýr-ir kannski hvernig flæði getur náðst innan hóps á borð við íþróttalið og jafnvel stuðningsmanna þeirra.

Þrautreyndir útbrunnir þjálfarar„Hjá AC Milan náðum við því stigi að við vorum sem einn maður, hreyfð-um okkur samstillt, á réttum tíma, í allar áttir.“ Svona lýsti varnarjaxl-inn Franco Baresi hugarástandinu hjá einu sigursælasta fóboltaliði sögunnar. AC Milan var þó sannar-lega ekki minnimáttar, liðið var for-ríkt og gat keypt allar stjörnurnar. Það var alveg hægt að ætlast til þess að liðsmenn þess ynnu titla – en ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

50%afsláttur

Jacques Lemans

30%afsláttur

Skagen

30%afsláttur

Michael Kors

20%afsláttur

Rodania30%afsláttur

Casio

30%afsláttur

Silfurskart

40%afsláttur

asa jewelery25%afsláttur

Armani

60%afsláttur

Rosendahl

20%afsláttur

Hugo Boss

20%afsláttur

Tissot

20%afsláttur

Movado

50%afsláttur

Seculus

20%afsláttur

Daniel Wellington

20%afsláttur

Nomination

30%afsláttur

Kenneth Cole

50%afsláttur

Henry London

50%afsláttur

Zeitner

30%afsláttur

Fossil

Laugavegi 15 og Kringlunni - sími 511 1900 - www.michelsen.is

Stórafsláttur af öllum úrum og skartgripum frá þessum vörumerkjum í verslunum okkar á Laugavegi 15, Kringlunniog á michelsen.is

569 6900 08:00–16:00www.ils.is

Stofnframlög fyrir almennar íbúðir Samkvæmt nýjum lögum um almennar íbúðir er Íbúðalána- sjóði falið að sjá um veitingu stofnframlaga ríkisins. Markmið laganna er að �ölga hagkvæmum og ódýrum íbúðum, styðja við fyrstu kaup og tryggja aukið framboð af hagkvæmum leiguíbúðum. Stofnframlög ríkisins munu nema 18% af stofnvirði eignar-innar og framlag sveitarfélags 12% — og getur falist í niður-fellingu á gjöldum sveitarfélags. Eitt af skilyrðum fyrir veitingu stofnframlags er að umsækjandi hafi þegar fengið samþykkt stofnframlag hjá sveitarfélagi. Stofnframlagið getur verið veitt til húsnæðissjálfseignar-stofnana, sveitarfélaga, lögaðila í eigu sveitarfélaga og annarra lögaðila. Opnað verður fyrir umsóknir hjá Íbúðalánasjóði fljótlega. Frekari upplýsingar á www.ils.is.

Nýtt kerfi sem hjálpar þér af stað

Page 24: 01 07 2016

24 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 1. júlí 2016

þeir skoruðu tvisvar fjögur mörk í úrslitaleik Evrópukeppni meistara-liða, sem sýnir að þegar sterkustu liðin ná góðu flæði geta þau orðið yf-irburðalið, ósigrandi – á meðan fyrir lítilmagnann þýðir gott flæði að hann geti unnið afrek sem enginn bjóst við, þótt yfirburðirnir séu sjaldnast til staðar.

Þegar leiðbeiningar Csikszentmi-halyi til að ná góðu flæði eru skoðaðar minna þær töluvert á hugmyndir í nú-tíma kennslufræði, þar sem áherslan er lögð á að ná sem mestu út úr hverj-um nemanda – og því er væntanlega hlutur þjálfarans stór, það er hann sem þarf að tryggja flæði hjá ellefu mönnum á sama tíma í gegnum langa og stranga keppni.

En þegar þjálfarar helstu spútnikliða sögunnar eru skoðaðir þá er ljóst að þótt töfraformúlan hafi mögulega fundist þá virkar hún sjald-an lengi í einu.

Sumir hafa unnið óvæntustu afrek-in snemma. Sir Alf Ramsey hóf þjálf-araferilinn hjá Ipswich Town og kom þeim upp um tvær deildir áður en hann gerði liðið að Englandsmeistur-um árið 1962 – þegar liðsmenn þess voru nýliðar í efstu deild. Hann gerði svo England að heimsmeisturum árið 1966 – sem þótti kannski ekki sérlega óvænt þá, en miðað við gengi Eng-lands þessa hálfa öld sem hefur liðið síðan þá mætti kannski kalla það kraftaverk eftir á. Brian Clough var

næsti stóri kraftaverkamaður enska boltans, kom Derby County upp í efstu deild og gerði þá að meisturum þremur árum síðar. Hann endurtók svo afrek Ramsey með því að gera Nottingham Forest að meisturum þegar þeir voru nýliðar – og bætti við tveimur Evrópumeistaratitlum í kjöl-farið.

Þessi afrek voru rifjuð upp í vetur sem samanburður við óvæntan Eng-landsmeistaratitil Leicester City. Liðs-menn Leicester voru vissulega ekki nýliðar – það var árið áður þegar þeir þurftu kraftaverk til þess að halda sér uppi. En eftir umdeild þjálfara-skipti um sumarið spáðu flestir þeim niður síðasta sumar, enda virtust menn almennt sannfærðir um að tap gegn Færeyjum sem landsliðsþjálf-ari Grikkja væri staðfesting á því að Claudio Ranieri væri búinn að vera sem þjálfari. Ólíkt Clough og Ramsey er hann nú að blómstra við lok þjálf-araferilsins – en hann er þó ekki einn um það.

Ottó kóngurOtto Rehhagel hafði unnið ófáa titla í Þýskalandi, fyrst með Werder Bremen og svo með Kaiserslautern – sem hann gerði að meisturum þegar þeir voru nýliðar. En hann entist ekki heilt tímabil hjá risunum í Ba-yern München og það fjaraði undan honum í Kaiserslautern; þegar hann flutti til Grikklands til þess að taka

við gríska landsliðinu var hann mað-ur gærdagsins í Þýskalandi, talinn útbrunninn. Það þótti nokkuð afrek að koma Grikkjum á Evrópumótið til að byrja með – og rétt eins og Ísland þá byrjaði Grikkland á að spila við Cristiano Ronaldo og félaga í Portú-gal. Þeir unnu og komust áfram – og mættu svo Portúgölum í úrslitaleikn-um sjálfum.

Það skal ósagt látið hvort Lars Lag-erbäck takist að endurtaka afrek Rehhagel, en hann á það sameigin-legt að semja við fótboltalega smá-þjóð þegar ferillinn virtist farinn að dala. Honum gekk vissulega vel fram-an af með Svía en það var byrjað að fjara undan honum í lokin og honum mistókst að koma þeim á HM 2010 – en þar þjálfaði hann þess í stað Ní-geríu með litlum árangri. Hann var vissulega stórt nafn fyrir lítið land eins og Ísland – en það var ekki verið að slást um starfskrafta hans árið 2011. En rétt eins og Ranieri og Rehhagel tókst honum að sanna ræki-lega að hann var ekki útbrunninn.

Óttinn við að mistakastEn mismunandi þjálfarar virka auð-vitað fyrir mismunandi lið. Sumir virðast bæði geta stjórnað dverg-um og risum; þeim Alex Ferguson og Jose Mourinho tókst til dæmis að vinna Evróputitla með liðum úr millistórum deildum í Evrópu áður en þeir gerðu það sama með risalið í stærstu deildum Evrópu.

Eitt af lykilatriðum flæðisins hans Csikszentmihalyi er að menn hafi ekki áhyggjur af að mistakast. Sá ótti er oftast minni hjá liðum sem enginn býst við að vinni neitt til að byrja með – en hjá meintum stór-liðum sem mistekst ítrekað, eins og Englandi, þá getur sá ótti orðið lamandi. Þannig útskýrir Steven Gerrard, fyrrum landsliðsfyrirliði Englendinga, tapið gegn Íslandi; óttinn við mistök hafi alla tíð fylgt enska landsliðinu og hann játar að sjálfur hafi hann hugsað um, í miðjum leik, hver viðbrögðin yrðu heima fyrir ef þeir töpuðu og lýsir í raun einhverju sem get-ur kallast andstæðan við flæði: „Örvæntingin tekur völdin. Menn verða pirraðir. Menn frjósa og hætta að gera hlutina sem þeir vita að þeir eiga að gera. [...] Það er engin ró í kringum landsliðið og hefur aldrei verið. Það er alltaf einhver móður-sýki til staðar, það er óttamenning í kringum liðið og menn hafa ekki tekist á við hana.“

Þetta sást kannski best á svipnum á Jamie Vardy á mánudaginn. Hann hafði eytt vetrinum í að koma á óvart með Leicester og hafði, öllum að óvörum, verið óstöðvandi. Afrekið var það mikið að það varð að sögn, nú spyrja menn sig hvort Ísland ætli að „Leicestera“ þessa keppni? En þegar Vardy kom inn á í Nice var hann skyndilega kominn í nýtt hlut-verk, hann var Davíðinn sem hafði gengið í lið með Golíötunum – og nú fann hann hvernig var að óttast alla íslensku Davíðana.

Sjóndaprir skíðastökkvararLítilmagninn tekst á við risana og vinnur. Þessi saga er vissulega ekki jafn algeng og að risarnir staðfesti yfirburði sína – en þetta er sagan sem Hollywood elskar; það er þegar byrjað að vinna í bíómynd um Jamie Vardy (Íslendingar hjálp-uðu handritshöfundunum sjálfsagt við að setja punktinn) og einhverj-ir frægustu lítilmagnar íþrótta-sögunnar eru þeir sem þóttu ekki einu sinni eiga erindi á stórmótið sem þeir urðu frægir fyrir. Jamaíska bobsleðaliðið á ólympíuleikunum 1988 var gert ódauðlegt í myndinni Cool Runnings og sjóndapri breski skíðastökkvarinn Michael Edwards, betur þekktur sem Örninn Eddie, fékk nýlega Hollywood-mynd um sig líka, Eddie the Eagle. Hvorki Eddie né Jamaíka-mönnunum tókst þó að vinna neitt og urðu skúrkar í augum sumra sem fannst íþróttin vanvirt – en hetjur í augum annarra sem sáu að bara það að hafa verið með var í þessu tilfelli töluvert afrek, kom-andi frá löndum þar sem engar nær engar aðstæður voru til staðar til að stunda þessar vetraríþróttir. Þeir fyrrnefndu höfðu þó sigur – í kjöl-farið voru reglurnar um þátttöku á ólympíuleikunum hertar til muna og því mögulega langt í álíka ævin-týri.

Höfðatalan og fyrsta maraþoniðEn hvernig skilgreinir maður lítil-magnann, hvaða skilyrði þurfa Dav-íðar heimsins að upplifa? Venju-lega skiptir mestu máli að hafa ekki unnið nein sambærileg afrek áður og helst að gengið næstu misserin á undan hafi verið slakt, Leicester og Grikkland falla ágætlega undir þá skilgreiningu. Stundum geta þó Golítar skyndilega breyst í Davíð – Michael Jordan vann ekki mikil af-

rek þegar hann reyndi fyrir sér í hafnabolta en tékk-

neski hlauparinn Emil Zátopek gekk hins vegar mun betur að söðla um. Hann hafði unnið gull í bæði

5000 og 10000 metra hlaupi á ólympíuleik-

unum árið 1952, fæstum að óvörum – en það bjóst hins vegar enginn við að hann myndi vinna maraþonið líka, enda hafði hann aldrei hlaupið maraþon áður og skráði sig ekki í það fyrr en á síðustu stundu.

Uppáhaldið okkar Íslendinga er svo auðvitað höfðatalan – sem við þykjumst vinna allt á. En þótt við séum vissulega fámennasta þjóðin sem keppt hefur á Evrópumóti þá er ég ekki frá því að þriggja milljóna þjóð í Suður-Ameríku skáki okkur í höfðatölureikningi – en Úrúgvæ hef-ur unnið 2 heimsmeistaratitla og 15 Suður-Ameríkutitla, fleiri stórmót en bæði Brasilía og Argentína, sem eru sextíufalt og þrettánfalt fjölmennari. Sem þýðir að Ísland þarf helst að vinna þetta Evrópumót áður en við getum farið að kalla okkur Úrúgvæ norðursins.

VélorfMikið úrval vélorfa með

tvígengis- eða fjórgengismótor.Einnig rafknúin orf.

ÞÓR FH

Akureyri:Lónsbakka601 AkureyriSími 568-1555

Opnunartími:Opið alla virka dagafrá kl 8:00 - 18:00Lokað um helgar

Reykjavík:Krókháls 16110 ReykjavíkSími 568-1500

Vefsíða og netverslun:

www.thor.is

Það skal ósagt látið hvort Lars Lagerbäck takist að endurtaka af-rek Rehhagel, en hann á það sam-eiginlegt að semja við fótboltalega smáþjóð þegar ferillinn virtist farinn að dala.

Myndir | NoridcPhotos/Getty

Page 25: 01 07 2016

DY

NA

MO

RE

YK

JAV

ÍK

„HRÍFANDI OG RÓMANTÍSK!“

– INDEPENDENT

FEMINA

Hugljúf og harmræm ástarsaga

sem farið hefur sannkallaða sigurför

um heiminn og hefur nú verið

kvikmynduð í Hollywood.„Fyndin og hrífandi en aldrei fyrirsjáanleg.“

USA TODAY

– IND

YFIR

ÞRJÁR

MILLJÓNIR

EINTAKA

SELDAR!

Page 26: 01 07 2016

26 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 1. júlí 2016

GOTT

UM

HELGINA

Íslenskt eyðimerkurrokk

Svartir sandar, glóandi jöklar og hæg breytileg hraunkvika eru myndir sem koma í hugann þegar spunakvartett-inn ÚÚ5 hefur upp raust sína. Ekkert er fyrirfram ákveðið en tónlistin sem kvartettinn leikur hefur verið kennd við íslenskt eyði-merkurrokk. Hvar? Mengi

Hvenær? Kl. 21

Hvað kostar? 2000 kr.

Pollar sameinast

Pollamótið hefst í dag og fer fram um helgina. Íþróttafélagið Þór sér um mótið sem verður í Hamri, íþróttasvæði félagsins. Búast má við æsispennandi móti þar sem pollar spila bolta, horft verð-ur á EM í fótbolta, pylsur grill-aðar og allir fara á risa sveitaball!Hvar? Akureyri

Hvenær? Föstudag til sunnudags.

Dáleiðandi Souleyman

Hinn goðsagnakenndi Omar Souleyman kemur fram á Húrra í kvöld, búast má við grípandi, takt-fastri og dáleiðandi melódíu. FM Belfast DJ set spilar með honum á eftir og stýrir dansgólfinu fram í nóttina. Hvar? Húrra

Hvenær? Kl. 21

Hvað kostar? 3000 kr.

Bágt með skapiðOpnuð hefur verið sýning Katrínar Helenu Jónsdóttur, Ég hef átt bágt með skapið, í Gallerí Firði. Á sýningunni nýtir Katrín efnivið frá gamalli tíð og skoðar mannlegan breyskleika, tíma og togstreitu. Að miklu leyti snýr skoðunin að hjónabandinu og því hvernig tvær manneskjur geta ýmist flækt eða greitt úr flækjum hvor annarrar. Gömul bréf og ljós-myndir koma við sögu en einnig verða á boðstólum skúlptúrar unnir út frá gamalli teikningu sem endurspeglar þær flækjur og brot sem Katrín veltir fyrir sér. Hvar? Gallerí Firði, Hafnarfirði

Hvenær? Til 14. júlí

Beikon í brjáluðu stuði

Kvikmyndin Footloose! verð-ur sýnd í Bíó Paradís í kvöld. Þar fer leikarinn Kevin Bacon með aðalhlutverk og er upp á sitt besta en margir kannast við titillagið sem varð vinsælt víða um heim. Farðu og dansaðu. Hvar? Bíó Paradís

Hvenær? Kl. 20

Hvað kostar? 1400 kr.

Svefn á Gauknum

Hin goðsagnakennda hljómsveit Sleep frá Bandaríkjunum mun spila í kvöld á Gauknum en þeim til halds og trausts verða sveitirnar The Vintage Caravan og Naðra. Bú-ast má við rokkveislu mánaðarins. Hvar? Gauknum

Hvenær? Kl. 22

Hvað kostar? 2000 kr.

Mandlan

Leikurinn er endurtekinn og verður Mandlan 2016 haldin á Flúðum. Aðstandendur lofa „geggjuðu“ stuði en boðið verður upp á möndlukökukaffi og fleira skemmtilegt. Hvar? Flúðum

Hvenær? Um helgina

Plötusnúðar helgarinnar

KJ

AR

GA

TA

BAN

KA

STRÆTI

HAFNARSTRÆTI

AUSTURSTRÆTI

AL

ST

TI

VE

LT

US

UN

D

ST

SS

TR

ÆT

I

ING

ÓL

FS

ST

TI

TR

YG

GV

AG

ATA

SK

ÓL

AV

.ST

.

NA

US

TIN

AUSTURSTRÆTI

Húrra

Föstudagur:

Omar Souleyman / FM

Belfast DJ set

Laugardagur:

Thee Oh Sees & Angel

Olsen + Anna Seregina

/ DJ Óli Dóri

Tívólí

Föstudagur: Sunna Ben

Laugardagur: KGB

Prikið

Föstudagur:

Logi Pedro

www.birkiaska.is

MinnistöflurBætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap.

KRÍT

7. júlí í 11 nætur

Netverð á mann frá kr. 145.395 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 189.895 m.v. 2 fullorðna í stúdíó.

Porto Platanias Village

Birt m

eð fy

rirva

ra um

pren

tvillu

r. He

imsfe

rðir

áskil

ja sé

r rétt

til le

iðrétt

inga á

slíku

. Ath.

að ve

rð ge

tur br

eyst

án fy

rirva

ra.Frá kr.

145.395m/allt innifalið

Allt að 30.000 kr.

Ein vinsælastagistingin

afsláttur á mann

Page 27: 01 07 2016
Page 28: 01 07 2016

28 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 1. júlí 2016

Rapparinn Alvia Islandia

Líður vel í bleiku og „bubbly“

Alvia Islandia hefur rappað frá sextán ára aldri og gaf út plötuna Bubb-legum Bitch á dögunum.Mynd | Berglaug Petra Garðarsdóttir

Rapparinn Alvia Islandia bauð upp á sleikjóa, tyggjó og sætindi í út-gáfupartíi sínu á Prikinu í síðustu viku vegna

útgáfu plötu sinnar, Bubblegum Bitch. Á Secret Solstice fyllti hún Fenris-tjaldið og heillaði áhorf-endur með lögum á borð við Porn Star og Hoes á meðan hún blés til þeirra tyggjókúlur.

Alvia er tvítug en hefur þegar fjögurra ára reynslu í rappinu: „Þegar ég var sextán ára flutti mamma til Danmerkur en ég bjó áfram á Íslandi. Þá ákvað ég gefa fjölskyldu minni þriggja laga rapp-disk í jólagjöf. Það var það fyrsta sem ég tók upp. Eftir það spilaði ég á rappkonukvöldi og þá fór þetta að rúlla,“ segir Alvia.

Alvia býr í Dan-mörku en skrapp til Íslands síð-ustu vikur til að spila á Happy--hátíðinni og Secret sol-stice.

„Í Dan-mörku hef ég frelsi til að einbeita mér að því að búa til lög. Ég vann plötuna með Hemma í Shades of Reykjavík mikið í gegnum netið, þar sem hann var á Íslandi. Hann sendi mér takta og ég honum texta og við spjölluðum saman. Svo kom ég til Íslands í febrúar til að taka upp.“

Lögin á Bubblegum Bitch eru ólík þeim sem Alvia hefur áður

gert, sem voru „house“-skotin á meðan nýju plötuna mætti kalla „slowtrap“:

„Mér finnst þetta sjálfri skemmtilegasta dót sem ég hef gert,“ segir Alvia.

Heiti plötunnar segir hún ekki hafa neina sérstaka skírskotun: „Mér finnst bara gaman að tyggja tyggjó og líður vel í bleiku og „bubbly“,“ segir Alvia, og því ekki nema viðeigandi að bleika tyggjó-fyrirtækið Hubba Bubba sé hennar helsti styrktaraðili.

Textar Alviu eru persónulegir og fullir af karakter: „Ég hef aldrei gert persónulegri texta, þetta er allt „real“. Það hjálpar mér að rappa um hlutina til að koma mér á þann stað sem ég vil vera. Ralph Lauren Polo fjallar til dæmis um

þegar ég var ung-lingur og fer allan tilfinn-ingaskal-ann, frá ástarsorg til ham-

ingju. Mjaw fjallar hins vegar um nú-tíðina hvað það er næs að vera einhleyp

og komin úr erfiðu sambandi.“Alvia er á leið til Tókyó í sum-

ar að taka upp myndbönd við þrjú lög af Bubblegum Bitch, en næstu tónleikar Alviu á Íslandi verða á Iceland Airwaves, nema hún skreppi til Íslands í sumar að kynna plötuna, sem Alvia segir vel líklegt. „Bubblegum bitch“ er komin til að vera. | sgþ

Mjaw

orða bók sígóbíts og mitt lingó

ow mjaw hvað það er næs að vera single

Ralph Lauren Polo

105 klambratún og öskjuhlíðinsmoking in sins

langaði í mh en komst aldrei innykkar missir ekki minn því ég er win win win

Sofið vært á Evrópumóts-þjóðsöngnum

Birna Guðmundsdóttirbirna@frettatiminnis

„Rockall er eyja á milli Íslands og Bretlands sem enginn ræður yfir. Þjóðir hafa reynt að eigna sér eyjuna í gegnum tíðina enda miklar auðlind-ir í húfi – olía og fiskimið,“ segir Árni Gunnar, einn þeirra sem stendur fyr-ir samfélags- og hugmyndahátíðinni Rockall í Vesturbugt á Granda.

„Á Íslandi erum við að búa til sendiráð fyrir þennan litla klett sem er ekki nema 800 fermetrar en vegna erfiðra aðstæðna býr enginn þar enn. Við erum með samræðu-vettvang um hvernig nýtt samfélag á Rockall myndi líta út,“ segir Árni Gunnar.

Á Granda hefur risið bygging fyrir hið forvitnilega samfélag sem hef-ur að geyma bókasafn, veitingaað-

Forvitnilegt samfélag rís á Granda Mannlaus klettur í Atlantshafi

Rockall er hugmyndahátíð á Granda.

stöðu, svið og fleira. Byggingarefnið er endurnýtt. Til stendur að opna svæðið fyrir alla í dag með tilheyr-andi ræðuhöldum, leiksýningu og dansi þar á eftir. Viðburðir munu fara reglulega fram á hverjum föstu-degi í sumar þar sem verða gjörn-ingar, tónlist og ýmsir fyrirlestrar um samfélagsmál og hugmyndir.

Árni Gunnar segir að ekki sé hægt að búa á svæðinu en það muni mögulega breytast á næstum mánuðum. Ekki sé stefnt að neinu takmarki eða markmiði með Roc-kall. „Við viljum bara prófa að skapa eitthvað fallegt úr engu.“

Fjölþjóðlegur hópur kemur að Rockall þar sem grunngildi eru samvinna og jákvæðni. Allir eru velkomnir til þátttöku í hinu nýja samfélagi.

Nú sjá margir sér leik á borði að selja fótboltaóðum Íslendingum varning. EM--púði Art & Text með texta „Ég er kominn heim“ er nýjasta viðbótin. Nokkrir hafa bent á að réttara væri ef stæði: „yfir okk-ur tveim,“ en ekki „fyrir okkur tveim“ í textanum. Villan hefur fáa stöðvað í að kaupa púðann og sofa vært á nýjum þjóðsöng.

Í Joylato-ísbúðinni má finna fjölmargar myndir af trúarleiðtoganum.

Mynd | Facebooksíða Joylato

Fylgjendur Sri Chinmoy reka fyrirtæki víða Er veganísbúðin hluti af költi?

Veganistum bæjarins til mikill-ar gleði opnaði Joylato-ísbúðin nýlega á horni Njálsgötu og Berg-þórugötu. Þar má gæða sér á jafnt rjómaís sem kókosmjólkurís með ýmsum bragðtegundum. Athygli nokkurra glöggra gesta hefur

vakið myndir af Sri Chimnoy sem prýða búðina.

Sri Chinmoy var indverskur trúarleiðtogi sem kenndi hug-leiðslu og leiddi trúarhóp allt til dauðadags árið 2007. Kenningar Chinmoy voru vinsælar hér á landi

á árunum eftir 2000 og er hópur Íslendinga sem fer eftir kenning-um hans. Sri Chinmoy var ekki óumdeildur. Hann var ásakaður af fyrri fylgjendum trúarhópsins og fjölmiðlum um spillingu og að fylgja ekki eigin trúarreglum um skírlífi og bann við gæludýrahaldi, en Chinmoy ku hafa átt safn fram-andi dýra í kjallara sínum í New York. Chinmoy var þekktur fyrir árangur sinn í lyftingum og lyfti mörgu þekktu fólki, m.a. Nelson Mandela og þáverandi forsætis-

ráðherra Íslands, Steingrími Her-mannssyni. Þó hann væri í einstöku formi allt til dauðadags er talið að í flestum tilfellum hafi Chinmoy fengið hjálp frá vogarafli, auk þess sem ólíklegt telst að hann hafi lyft 3500 kílóum, eins og hann hélt fram.

Fjölmargir Íslendingar sækja hugleiðslunámskeið hópsins, sem oft er boðið upp á fólki að kostn-aðarlausu. | sgþ

Page 29: 01 07 2016

STÚLKURNAR EFTIR EMMU CLINE, ÍSLENSK ÞÝÐING INGUNN SNÆDAL

„MEST GRÍPANDI BÓK SEM ÞÚ

LEST Í SUMAR!“

Emma Cline

– EVENING STANDARD

Stúlkurnar gerist í Norður-Kaliforníu við róstusöm endalok sjöunda áratugarins. Unglingsstúlkan Evie Boyd dregst inn í söfnuð sem stjórnað er af manni með gríðarlegt aðdráttarafl.

Þau búa saman á niðurníddum búgarði, sem í augum Evie er framandi og ómótstæðilegur. Þráhyggja hennar gagnvart stúlku í hópnum magnast dag frá degi og Evie er reiðubúin að gera hvað sem er

til að vera ein af þeim. Og smám saman færist óhugsandi ofbeldið nær.

Emma Cline

– EVENING STANDARD

Stúlkurnar gerist í Norður-Kaliforníu við róstusöm endalok sjöunda áratugarins. rUnglingsstúlkan Evie Boyd dregst inn í söfnuð sem stjórnað er af manni með gríðarlegt aðdráttarafl.

KEMUR ÚT SAMTÍMIS Í

BANDARÍKJUNUM OG Á ÍSLANDI!

„Frumraun í sjaldgæfum gæðaflokki.“ – WASHINGTON POST

„Afar slyngur sögumaður.“ – THE NEW YORKER

„Kraftmikil og grípandi.“ – ENTERATAINMENT WEEKLY

Page 30: 01 07 2016

„Það var massa góð lykt

þarna inni, rosa „frútí“ og

góð. Veit ekki hvort að það sé

staðnum að þakka eða einhverri

stelpu sem notaði salernið á und-

an mér sem lyktaði svona vel.“

„Ég held að í 90% tilfella hafi

ég labbað þaðan út með kló-

settpappír fastan á öðrum hvor-

um hælnum á skónum mínum.

Ég skil ekki af hverju það gerist

alltaf bara á Tívolí þegar ég fer

út að skemmta mér.“

Klósettpappír

Hreinlæti

Biðtími

Tívolí

30 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 1. júlí 2016

Álitsgjafar Fréttatímans

Þórdís Nadía Semichat

Sara Valgeirsdóttir

Johnny Blaze

Snorri Björnsson

Ólafur Ásgeirs

Olgalilja Bjarnadóttir

Tumi Björnsson

Prikið

„Ég myndi ekki segja að ég sé

almennt spennt fyrir því að

notast við þvaglegg, en þegar ég

lendi í langri klósettröð á Prikinu

er ekkert sem ég þrái heitar. Eitt

skiptið þegar ég fór á klósettið,

ásamt vinkonu minni, tróð ókunn-

ug kona sér með inn og pissaði í

tómt bjórglas á meðan hún beið

eftir að við kláruðum, svo mikil

var neyðin (og ölvunin).“

„Einu skiptin sem ég hef sest

á hlandblauta setu var á

Prikinu.“

„Þeir fá ekki prik fyrir kló-

settin. Karlaklósettið er stífl-

að niðurfall fyrir menn undir 175

cm og það væri hægt að fletja út

pítsudeig miðað við magn hveit-

is sem liggur á vaskborðinu. Ef

ég væri stelpa myndi ég kjósa

kamrana á Hróarskeldu fremur

en Prikið.“

„Elska Prikið, ekki fyrir feimn-

ar blöðrur samt.“

„Ég óska ekki skæðasta óvini

mínum að vera kona í spreng

á Prikinu.“

Klósettpappír

Hreinlæti

Biðtími

Hvar á djamminu er best að pissa?Þegar farið er út að skemmta sér í Reykjavík kemur óhjákvæmilega að því að gestir skemmtistaðanna þurfa að létta af sér. Þá er ekki sama hvar gestir eru staddir enda salerni skemmtistaða Reykjavíkur misgeðsleg. Fréttatíminn fékk nokkra reynda djammara til að dæma klósettin og voru speglar, hveiti á vaskinum og piss í bjórglösum allt þættir í mati þeirra.Birna Guðmundsdóttir [email protected]

Salvör Gullbrá Þórarinsdó[email protected]

„Risastór spegill einkenn-

ir svæðið og er klósettið er

mjög rúmgott. Ég á eina eftir-

minnilega sögu af klósettinu.

Klukkan er rétt upp úr miðnætti

þegar ég fer þangað að laga

varalitinn. Ég var búin að vera

fyrir framan spegilinn í hálfa

mínútu þegar dama á klósettinu

frussugubbar yfir allt gólfið. Í

geðshræringu minni stökk ég í

burtu en rétti henni samtímis

pappír til að þurrka sér. Konan,

sem var nýbúin að þekja gólfið í

vessa, smellir ælublautum kossi

á kinnina á mér í þakkarskyni. Ég

hef sjaldan verið jafn skelfd.“

„Hef ekki mikla reynslu af

kampavínsklúbbum en kló-

settið á Austur er eins og ég

ímynda mér klósett á kampavíns-

klúbbi.

Ekki langar raðir, aðal bið-

tími við að komast út af kló-

settinu. Margar stelpur sem hafa

áhuga á að „fix your makeup“

sem þarf alls ekki að vera slæmt.“

Klósettpappír

Hreinlæti

Biðtími

Austur

„Húrra er einn af fáum stöð-

um í Reykjavík með jafn mörg

ef ekki fleiri klósett fyrir kon-

ur en karla. Ég man bara eft-

ir einu skipti þar sem ég beið í

röð og þá var einhver stelpa að

segja mér hvað ég væri leiðinleg

á Snapchat. Röðin færðist hratt

þannig ég komst mjög fljótlega

undan mjög niðrandi samræðum.

Það mætti alveg fara að laga kló-

settdyrnar á salerninu niðri svo

maður þurfi ekki að pissa með

aðra löppina á hurðinni í einhverri

fáránlegri ninja-stellingu.“

„Samstaða kvenna einkenn-

ir þetta baðherbergi, en ég

hef þónokkuð oft þurft að kalla

á kynsystur mínar á næstu bás-

um hvort þær séu með klósett-

pappír ef hann vantar á mínum

bás. Í flestum tilfellum birtist

hjálparhönd undir veggnum milli

básanna, full af pappír.“

Klósettpappír

Hreinlæti

Biðtími

Húrra

„Hvernig væri að búa til sér

klósettbás fyrir karlmenn

sem nota kókaín svo það þurfi

ekki að bitna á kvenkynsgest-

um staðarins? Óþolandi hvað

maður þarf alltaf að bíða lengi

eftir klósettinu svo kemur heil

hjörð af víruðum karlmönnum út

af kvennaklósettinu, eins og tíu

trúðar út úr Volkswagen bíl.“

Klósettpappír

Hreinlæti

Biðtími

Kaffibarinn

„Klósettið á Paloma er við-

bjóður eins og staðurinn

sjálfur.“

„Ég mæli ekki með því að fara

niður á Paloma, lyktin er spes

og það tekur langan tíma.“

„Klósettið á Paloma er í

rauninni bara brandari. Ef

maður nauðsynlega þarf að fara

þangað inn er mjög mikilvægt að

snerta ekkert og fara varlega í

vaskana, þú veist nefnilega aldrei

hvort það renni kalt vatn í gegn

um kranann, eða hvort þú brennir

þig alvarlega.

Ef það er til klósettpappír þá

eru frekar miklar líkur á því

að það vanti klósettsetuna.“

„Grútskítugt og hlandblautt

gólf, það hleypur einhver púki

í mann þegar maður kemur þarna

inn. Þarna hittir maður fólk með

sprautunál í brjóstinu og það er

bremsufar á klóst’inu. Klósettið á

Paloma er eins og Ísland í ESB…

NEI TAKK.“

Klósettpappír

Hreinlæti

Biðtími

Paloma

„Tvær pissuskálar, yfirleitt

þokkalega langur biðtími við

þær báðar. Kynntist Ívari Guð-

munds í röðinni. Kvarta ekki.

Vaskarnir eru „royal“ og eflaust

dýrir. Yfirleitt búið að æla ofan

í þá eða stífla þá af baggi. Ef

vaskurinn er í lagi þá er yfirleitt

mjög greið leið að því að þvo sér

um hendurnar, sápa yfirleitt til

staðar og fínasta handþurrku-

tæki við útganginn. Umhverfis-

vænt.“

„Hreinlætið ekkert til að

hrópa húrra fyrir. Oftast

virkilega löng röð sem er alls ekki

slæmt ef þú ert í ástarsorg og

þarft á því að halda að ókunn-

ugar stelpur segi við þig „ég skil –

þú átt betra skilið.“ Þá er biðtím-

inn í klósettröðinni meira virði en

sálfræðitími.“

Klósettpappír

Hreinlæti

Biðtími

B5

Klósettbursti Biðtími Klósettpappír

1 = Aldrei sést

rúlla á klósettinu

5 = Nóg af pappír

1 = Pissaðu frekar

í bjórglas

5 = Engin röð

1=Hlandblettir

og viðbjóður

5=Óaðfinnanlegt

Page 31: 01 07 2016
Page 32: 01 07 2016

32 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 1. júlí 2016

Mael: Sundskýlan

er frá bahns.org

„Ég fékk þessa sundskýlu hjá bahns.org en Helga Lilja og Stephan Stephensen hanna und-ir því merki. Ég er sundmaður og finnst skipta máli að skýlan sé góð til að synda í. Þessi pass-ar mjög vel en auk þess er ég bara fyrir að sundskýlan sé flott og passi vel við mann sjálfan. Þessi sem ég á er líka með flott munstur, sem er skemmtilegt.“

SundskýluparadísÍslenskir karlmenn með puttann á tískupúlsinum

Fátt er sumarlegra en að fara í sund þegar vel viðrar. Íslendingar eru miklir sundgarp-

ar og ekki þarf meira en lítinn sólargeisla á himni til að þjóðin fjölmenni í sundlaugar landsins svo troðið verður. Hins vegar skiptir máli að eiga góð sundföt; þau verða helst að vera neon-lituð, þægi-leg og sumarleg í senn.

Lárus Blöndal (Lalli töframaður):

Keypti sundskýluna í Ullared Svíþjóð

„Ég valdi þessa skýlu því hún er svona „out--there“ en samt róleg. Það sem skiptir máli þegar maður kaupir sundskýlu er að hún sé þægileg, ekki með óþægilegu neti og það sé ekki sundskýla heldur mjúkar sundbuxur. Svo er ég alltaf með „splash-proof“ úr á mér og ef maður er með sundgleraugu þarf maður að hafa þau á hendinni en alls ekki á hálsinum. Svo er það blái drykkurinn sem maður þarf þegar maður hefur aðeins verið að skemmta sér kvöldið áður.“

Egill: Keypti skýluna

í Sports Direct

„Mér finnst mikilvægt þegar maður kaupir skýlu að hún tóni vel við „six-packið“. Svo þarf hún líka að vera neon-lituð – það skiptir höfuðmáli. Síðan finnst mér skipta mjög miklu máli að það sé ekki net inni í henni og að hún sé ódýr. Ég tími ekki að eyða miklum peningum í sundfatnað þó ég fari mikið í sund. Að lok-um vil ég biðla til fólks að kaupa ekki eins og hinir. Eiga öðruvísi sundföt.“

Bergur Kelti: Keypti

sundskýluna í Europris

á Granda

„Ég á aðra svarta skýlu en ég nota hana mjög sjaldan því þessi er miklu flottari. Mér finnst skipta máli að skýlan sé neon-lituð en ég er alltaf að bíða eftir svona partíi þar sem fatnaður lýsir í myrkri, þessar gera það. Ég er alltaf að bíða eftir því. Annars sakna ég gömlu Speedo-sundskýlanna. Þær eru eitthvað dottnar út í dag.“

Myndir | Hari

Birna Guðmundsdóttir [email protected]

Vináttan Gott að hafa hvor aðra í nýjum skóla

Vinkonurnar eru spenntar fyrir haustinu. Mynd | Rut

„Við förum stundum í bíó en það er svo dýrt,“ segja vinkonurnar Álfrún Freyja Geirdal og Magdalena Marta Radwanska sem hafa þekkst frá barnsaldri. Þær hafa verið saman í grunnskóla en leið þeirra beggja liggur í Kvennaskólinn í Reykjavík.

„Sko við vorum ekkert það góðar vinkonur í byrjun en kynntumst betur í 9. bekk,“ segir Álfrún og Magdalena kinkar kolli til stað-festingar.

Þær bera blendnar tilfinningar til grunnskólaáranna, sem liðin

eru, en segjast fullar tilhlökkunar til komandi tíma í Kvennaskólan-um. „Núna er það spenningur og hræðsla sem maður finnur fyrir,“ segir Magdalena og brosir. „Mað-ur er náttúrulega búinn að vera í grunnskóla í tíu ár,“ bætir Álfrún við.

Í frítíma sínum hanga stelpurnar saman og gera ekkert spes. „Við töl-um um allt milli himins og jarðar, fáum okkur ís, förum í göngutúr út í Nauthólsvík og í Kringluna. Ekkert það mikið meir,“ segir Álfrún.

„Það vantar meira að gera fyrir unglinga,“ segir Magdalena.

Stelpunum mun þó líklega ekki leiðast mikið lengur enda spennandi tímar fram undan. „Við erum báðar að fara í hugvísinda-deild í Kvennó að læra frönsku. Það sem er mest spennandi er samt ekki námið heldur frekar félagslíf-ið,“ segir Magdalena. „Böllin!“ segir Álfrún og Magdalena kinkar kolli. Stelpurnar verða saman í bekk og segjast fegnar því að hafa hvor aðra að í nýju umhverfi. | bg

Tina Forsberg hleypur hringinn til styrktar

Einhverfusamtökunum.

„Ég er ekki búin að kaupa miða heim,“ segir Tina Forsberg sem leggur af stað í dag, hlaupandi eft-ir þjóðvegi 1 í kringum landið, til styrktar Einhverfusamtökunum. Tina er 25 ára sænsk hlaupakona sem stundar ofurhlaup. Hún á yngri systur á einhverfurófi.

„Ég hleyp hringveginn ein með allan minn farangur í hlaupakerru sem minnir á barnakerru,“ segir Tina sem áætlar að ferðin taki um 6 vikur og miðar þá við að hlaupa um það bil heilt maraþon á dag, sex daga vikunnar og hvíla þann sjöunda. „Ég veit samt ekki hvort þetta dregst – hef náttúrulega aldrei hlaupið á Íslandi og þess vegna er ég ekki búin að kaupa mér miða heim,“ segir Tina og hlær.

Málefnið liggur Tinu nærri hjarta. Systir hennar er einhverf og Tina vinnur í skóla fyrir ein-hverf börn. „Í Svíþjóð fá einhverfir góða aðstoð í skólanum en síðan þegar fólk verður eldra verður að skoða hvort þau geti unnið eða

farið í vinnuþjálfun einhversstað-ar. Fólk getur lent í erfiðri stöðu eftir að það klárar skóla því sumir eru bara einir. Það getur ekki hver sem er bara farið út, í Ikea, í bíó. Litla systir mín býr hjá mömmu, sem er mjög gott.“

Hún bætir því við að ákveðin ögrun felist í því að hlaupa svona lengi, einn. „Það getur verið ein-manalegt að hlaupa svona lengi einn og er mjög ögrandi. Þegar maður hleypur frá níu til fimm er stundum skrítið að fara alltaf einn að sofa inn í tjaldi. En þannig er það – ég er auðvitað hrikalega spennt,“ segir Tina. | bg

Hægt er að fylgjast með ferðum Tinu á vefnum www.tinaforsberg.se og Instagram.Þá er hægt er að styrkja Einhverfu-samtökin með því að senda SMS-ið „Einhverfa“ í nr. 1900 og styrkja samtökin um 1900 krónur, eða leggja beint inn á reikning samtak-anna, kt: 700179-0289, banki: 0334-26-2204.

Hleypur í kringum landið með barnakerruHin sænska Tina styrkir Einhverfusamtökin

Page 33: 01 07 2016
Page 34: 01 07 2016

HEFST Í DAG!30% BLÓM, TRÉ OG RUNNAR40% BLÓMAPOTTAR30% TIMBURBLÓMAKASSAR40% LEIKFÖNG50% MARKÍSUR30% GARÐHÚSGÖGN30% GREINAKURLARAR30% REIÐHJÓL40% REIÐHJÓLAFYLGIHLUTIR20% ÁBURÐUR20% BOSCH RAFMAGNSVERKFÆRI20% HÁÞRÝSTIDÆLUR20% ÁLTRÖPPUR OG STIGAR25% JÁRNHILLUR25% VINNUFATNAÐUR OG ÖRYGGISSKÓR25% VIÐARVÖRN OG PALLAOLÍA30% INNI- OG ÚTILJÓS20% BENSÍNSLÁTTUVÉLAR25% RAFMAGNSSLÁTTUVÉLAR30% HEKKKLIPPUR30% KEÐJUSAGIR25-35% BENSÍNSLÁTTUORF30% STAURAHATTAR

gerðu góð kaup!AuðvelT að versla á byko.issendum út um allt land

SUMARÚTSALA

50%ALLT AÐ

AFSLÁTTUR

Page 35: 01 07 2016

HEFST Í DAG!30% BLÓM, TRÉ OG RUNNAR40% BLÓMAPOTTAR30% TIMBURBLÓMAKASSAR40% LEIKFÖNG50% MARKÍSUR30% GARÐHÚSGÖGN30% GREINAKURLARAR30% REIÐHJÓL40% REIÐHJÓLAFYLGIHLUTIR20% ÁBURÐUR20% BOSCH RAFMAGNSVERKFÆRI20% HÁÞRÝSTIDÆLUR20% ÁLTRÖPPUR OG STIGAR25% JÁRNHILLUR25% VINNUFATNAÐUR OG ÖRYGGISSKÓR25% VIÐARVÖRN OG PALLAOLÍA30% INNI- OG ÚTILJÓS20% BENSÍNSLÁTTUVÉLAR25% RAFMAGNSSLÁTTUVÉLAR30% HEKKKLIPPUR30% KEÐJUSAGIR25-35% BENSÍNSLÁTTUORF30% STAURAHATTAR

gerðu góð kaup!AuðvelT að versla á byko.issendum út um allt land

SUMARÚTSALA

50%ALLT AÐ

AFSLÁTTUR

Page 36: 01 07 2016

Gott að horfa á fótboltaÍsland er komið í átta liða úrslit á EM í fót-bolta og á leik við heimamenn, Frakka, á sunnudag. Nú skulu allir pakka fjölskyldu og vinum saman og horfa á leikinn. Ef amma er með er best að sitja við hlið hennar og leiða hana.

Gott að dansa í matvöruverslunLífið snýst um að lifa í núinu og hafa gaman. Oft getur verið gaman að taka upp á einhverju skringilegu í hinum hvers-dagslegustu aðstæðum. Dans í matvöruverslun eða jafnvel bílaverkstæði er gott dæmi um það. Endilega að gera meira af því.

Gott að tína blómvöndÁ sumrin vaxa blóm í öll-um regnbogans litum. Þá er gott að gefa ástvinum, vinum eða jafnvel henni ömmu blómvönd „a la“ þú. Það þarf svo lítið til að gleðja og kostar ekki neitt – nei það kostar sko ekkert að tína blóm.

GOTT

UM

HELGINA

ÓTAKMARKAÐURLJÓSLEIÐARI

ÓTAKMARKAÐURFARSÍMI + 4GB

WWW.HRINGIDAN.IS - 525 2400

4.5X9MM.indd 1 2.6.2016 13:04:43

Fólkið mælir með…

Vigdís Hrefna PálsdóttirLagið: „Born to Run“ með Bruce

Springsteen, tótal sumarstuðlag

með hásri rödd Brúsa og geggj-

aðri bassalínu.

Manneskjan: Þórunn Ólafsdóttir

sem stendur vaktina í Grikklandi

að hjálpa flóttamönnum. Bara ef

stjórnvöld myndu taka hana til

fyrirmyndar.

Drykkurinn: Franskt rósavín, full-

komið í sólinni.

Uppákoman: Leikurinn næstkom-

andi sunnudag gegn Frökkum,

epískt í alla staði. Verð á Arn-

arhóli að öskra úr mér líftóruna.

Siggi SigurjónsLagið: Ég er svo mikill fótboltaá-

hugamaður að ég segi bara Ísland

er land þitt. Mér finnst það bara

við hæfi þessa daga og reynd-

ar alltaf. Og ég tala nú ekki um

þegar ég er að fara að ferðast um

landið.

Manneskjan: Það koma svo

margar upp í hugann. Ég ætla

að fá að þjappa barnabörnunum

mínum í eina manneskju, það er

uppáhaldsmanneskjan mín.

Drykkurinn: Í samræmi við Ísland

er land þitt þá myndi ég segja ís-

lenskt fjallavatn.

Uppákoman: Ég mæli með uppá-

komu á sunnudaginn klukkan 19

fyrir framan sjónvarpið – uppi í

sófa eða á Arnarhól.