02 unsharp mask glaera

6
Skerpa í Unsharp Mask Glærur með kennslumyndbandi um skerpuvinnslu í Photoshop

Upload: agr7

Post on 04-Aug-2015

348 views

Category:

Documents


3 download

TRANSCRIPT

Page 1: 02 Unsharp Mask Glaera

Skerpa í Unsharp MaskGlærur með kennslumyndbandi um skerpuvinnslu í Photoshop

Page 2: 02 Unsharp Mask Glaera

Það er tvennt sem þarf að hafa í huga áður en hafist er handa við að skerpa mynd.

1. Að hafa lokið allri annarri vinnslu við myndina s.s. litastillingum o.fl. Vera orðin sáttur við niðurstöðuna (sem er yfirleitt smekksatriði þó að hér á námskeiðinu sé ákveðinna hluta krafist svo öguð og meðvituð vinnubrögð náist fram).

2. Að búa til nýjan layer fyrir skerpuvinnsluna.

Fyrir skerpun: Klára alla aðra vinnslu og búa til nýjan layer

UN

SHAR

P M

ASK

Page 3: 02 Unsharp Mask Glaera

UN

SHAR

P M

ASK

Mynd 2

Mynd 1Nokkrar aðferðir eru til við skerpun mynda. Í raun er engin aðferð réttari en önnur, allt spurning um tileinkun. Á þessu námskeiði verða tvær aðferðir kynntar til sögunnar.

Skerpa í Unsharp maskHefur áhrif á alla myndina, tiltölulega auðveld í notkun.Í valrönd: Filter > Sharpen > Unsharp Mask (mynd 1).

Skerpa í High passAuðveldara að skerpa valin svæði, hægt að „dúlla“ meira í.Í valrönd: Filter > Other > High Pass (mynd 2).

_______________________________________________

Í þessum glærum er farið yfir Unsharp Mask aðferðina.

Nokkrar aðferðir eru til við skerpun mynda

Page 4: 02 Unsharp Mask Glaera

Nýr layer búinn til af grunni annars

Mynd 6

UN

SHAR

P M

ASK

Mynd 3

Mynd 4

Mynd 5

Nýi layerinn þarf að byggjast á grunnmyndinni. Veldu því grunnmyndar-layerinn, farðu upp í hægra horn layers-gluggans og smelltu þar á litlu niðurvísandi píluna (mynd 3), þá birtist valrönd. Veldur þar Duplicate Layer (mynd 4).

Nú birtist gluggi sem heitir Duplicate Layer (mynd 5). Sláðu þar inn lýsandi nafn á layerinn, í þessu tilfelli High Pass. Smelltu á OK.

Nú ætti að vera kominn nýr layer fyrir ofan grunnlayerinn í layer-glugganum (mynd 6).

Page 5: 02 Unsharp Mask Glaera

Nú er komið að því að skerpa myndina. Þá er farið inn í Unsharp mask (sjá glæru 3, mynd 1). Þá birtist þessi gluggi (mynd 7).

Þar eru þrjú gildi: Amount, Radius og Threshold.

________________________________________________

Gljúpur pappírÞegar um mjög gljúpan pappír er ræða t.d. hefðbundin 45 g dagblaðapappír er ágætt að stilla Amount á 60 en ekki mikið hærra en það. Hafa Radius á 1,5 og Threshold á 0.

Annar pappírÞegar um annan pappír er að ræða er yfirlegt hæfilegt að stilla Amount á 30 en halda Radius og Threshold í sömu gildum og fyrr var nefnt.

Eftir því sem pappírinn er gljúpari því meiri skerpingu þolir myndin.

Hvernig pappír á myndin að fara á?

Mynd 7

UN

SHAR

P M

ASK

Page 6: 02 Unsharp Mask Glaera

Þá er bara að passa að layerinn sé rétt staðsettur í layers-glugganum þ.e. fyrir neðan þá layera sem eiga að hafa áhrif á hann.

Nú er alltaf hægt að fara inn í skerpuna aftur og lagfæra og snurfusa eins og með þarf. Það má slökkva á layernum með því að smella á auga hans og eins má henda layernum með því að draga hann í tunnana neðst í hægra horni layers-gluggans (mynd 8).

___________________________________________________

Nú ertu komin með grunn til að byggja á. Svo er bara að fikta og sjá hvað gerist við ýmis ólík tölugildi og fá tilfinningu fyrir þessari vinnslu.

Æfingin skapar meistarann!

Nauðsynlegt að prófa sig áfram

Mynd 8

UN

SHAR

P M

ASK