07333 greinargerð samanburður vegamóta v2...arnarnesvegur (411) rjÚpnavegur - breiÐholtsbraut...

31
ARNARNESVEGUR (411) RJÚPNAVEGUR - BREIÐHOLTSBRAUT SAMANBURÐUR VEGAMÓTALAUSNA Hermun, samanburður, slysatíðni og kostnaður Desember 2008

Upload: others

Post on 15-Mar-2021

5 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: 07333 Greinargerð samanburður Vegamóta v2...ARNARNESVEGUR (411) RJÚPNAVEGUR - BREIÐHOLTSBRAUT SAMANBURÐUR VEGAMÓTALAUSNA 07333 S:\2007\07333\a\Greinargerð\07333_Greinargerð

A R N A R N E S V E G U R ( 4 1 1 ) RJÚPNAVEGUR - BREIÐHOLTSBRAUT

SAMANBURÐUR VEGAMÓTALAUSNA Hermun, samanburður, slysatíðni og kostnaður

Desember 2008

Page 2: 07333 Greinargerð samanburður Vegamóta v2...ARNARNESVEGUR (411) RJÚPNAVEGUR - BREIÐHOLTSBRAUT SAMANBURÐUR VEGAMÓTALAUSNA 07333 S:\2007\07333\a\Greinargerð\07333_Greinargerð

A R N A R N E S V E G U R ( 4 1 1 ) RJÚPNAVEGUR - BREIÐHOLTSBRAUT SAMANBURÐUR VEGAMÓTALAUSNA

07333 S:\2007\07333\a\Greinargerð\07333_Greinargerð samanburður Vegamóta.docx

Desember 2008

2. útgáfa 19.12.2008 SÓ SÓ 1. útgáfa 8.12.2008 SÓ SÓ

Drög 4.12.2008 SÓ SÓ Nr. Útg. Dagsetning Unnið Yfirfarið Samþykkt

Borgartúni 20, 105 Reykjavík sími: 585 9000 / fax: 585 9010 [email protected] www.vso.is

Page 3: 07333 Greinargerð samanburður Vegamóta v2...ARNARNESVEGUR (411) RJÚPNAVEGUR - BREIÐHOLTSBRAUT SAMANBURÐUR VEGAMÓTALAUSNA 07333 S:\2007\07333\a\Greinargerð\07333_Greinargerð

ARNARNESVEGUR (411) EFNISYFIRLIT

VSÓ RÁÐGJÖF | 2

1.  Inngangur 3 

2.  Hermun 4 

2.1  Valkostir 4 

2.2  Umferðarmagn og dreifing umferðar 5 

2.3  Dreifing umferðar 7 

2.4  Grunntilfelli 8 

2.5  Aðrar tillögur 10 

2.6  Endanlegar tillögur 13 

3.  Kostnaðaráætlun 16 

4.  Öryggisrýni 17 

5.  Skipulagsmál 19 

6.  Samantekt 20 

Viðaukar

Viðauki A – Teikningar

Viðauki B - Kostnaðarúttekt

Page 4: 07333 Greinargerð samanburður Vegamóta v2...ARNARNESVEGUR (411) RJÚPNAVEGUR - BREIÐHOLTSBRAUT SAMANBURÐUR VEGAMÓTALAUSNA 07333 S:\2007\07333\a\Greinargerð\07333_Greinargerð

ARNARNESVEGUR (411) SAMANBURÐUR VEGAMÓTALAUSNA

VSÓ RÁÐGJÖF | 3

1. Inngangur Vegagerðin hefur óskað eftir því að VSO Ráðgjöf beri saman neðangreinda tvo valkosti gatnamóta Arnarnesvegar og Breiðholtsbrautar þ.e.a.s.:

1. Mislæg gatnamót í samræmi við niðurstöðu endurskoðaðra frumdraga VSÓ Ráðgjafar frá febrúar 2005.

2. Ljósastýrð gatnamót staðsett í samræmi við minnisblað VSÓ Ráðgjafar “Gatnamót Arnarnesvegar og Breiðholtsbrautar“ frá febrúar 2008 (sjá mynd 1.1).

Mynd 1.1: Planmynd af valkostum 1 og 2

Til þess að fá sannfærandi samanburð á gæðum gatnamóta var lagt upp með að valkostir yrðu hermdir.1 Samanburðurinn sýnir því fram á þjónustustig beggja valkosta.

Í þessari skýrslu er gerð nánari grein fyrir verkefnistökum við umferðartæknilegan samanburð. Skýrslan er þannig uppbyggð að kafli 2 fjallar um niðurstöður hermunar, kafli 3 um forhönnun og kostnaðarsamanburð og kafli 4 um áætlaða slysatíðni og kostnað vegna hennar. Í kafla 5 er fjallað stuttlega um skipluagsmál og í lok skýrslunnar, í kafla 6, eru niðurstöðurnar síðan settar í samhengi í stuttu máli.

1 Í þessum texta eru hugtakið hermun og föll af því hugtaki notuð fyrir það sem á ensku er kallað „microscopic simulation“

Page 5: 07333 Greinargerð samanburður Vegamóta v2...ARNARNESVEGUR (411) RJÚPNAVEGUR - BREIÐHOLTSBRAUT SAMANBURÐUR VEGAMÓTALAUSNA 07333 S:\2007\07333\a\Greinargerð\07333_Greinargerð

ARNARNESVEGUR (411) SAMANBURÐUR VEGAMÓTALAUSNA

VSÓ RÁÐGJÖF | 4

2. Hermun

2.1 Valkostir Báðir valkostir voru hermdir í míkróhermunarforritinu TransMODELLER v.2.0. Hermdur er háannatími seinniparts á tímabilinu 16:15 – 17:15 á virkum degi og umferð utan háannatíma.

Hermd eru gatnamót og vegir á því svæði sem sýnt er á mynd 2.1 þ.e.:

Arnarnesvegur frá gatnamótum Fífuhvammsvegar að gatnmótum Breiðholtsbrautar.

Breiðholtsbraut frá Jaðarseli austur fyrir Vatnsendahvarf.

Vatnsendahvarf frá Breiðholtsbraut að Vatnsendavegi.

Vatnsendavegur frá Arnarnesvegi að Rjúpnavegi.

Rjúpnavegur frá Vatnsendavegi að Arnarnesvegi.

Mynd 2.1: Hermunarlíkan yfirlitsmynd fyrir tillögu 1 - Mislæg gatnamót.

Mynd 2.2: Grunntillaga 1

Page 6: 07333 Greinargerð samanburður Vegamóta v2...ARNARNESVEGUR (411) RJÚPNAVEGUR - BREIÐHOLTSBRAUT SAMANBURÐUR VEGAMÓTALAUSNA 07333 S:\2007\07333\a\Greinargerð\07333_Greinargerð

ARNARNESVEGUR (411) SAMANBURÐUR VEGAMÓTALAUSNA

VSÓ RÁÐGJÖF | 5

Mynd 2.3 : Grunntillaga 2 Ljósastýrð gatnamót á Breiðholtsbraut og Vatnsendavegi

Í fyrstu umferð voru hermdu tillögurnar óbreyttar, eins og þeim er lýst í kafla 1. Í framhaldi af fyrstu niðurstöðum voru tillögurnar aðlagaðar breyttum umferðarforsendum og voru ýmsar breytingar skoðaðar með tillti til seinkana og meðalhraða og er þeim lýst nánar í kafla 2.5.

2.2 Umferðarmagn og dreifing umferðar Umferðarmagn var byggt á niðurstöðum greinargerðarinnar Arnarnesvegur – Endurskoðun umferðarspár, sem gerð var af VSÓ Ráðgjöf í janúar 2008. Áætluð var háannatímaumferð á hánnatíma seinniparts.

Svæðinu er skipt upp í tíu sónur eins og sýnt er á mynd 2.4.

Mynd 2.4: Sónur í hermilíkani

Page 7: 07333 Greinargerð samanburður Vegamóta v2...ARNARNESVEGUR (411) RJÚPNAVEGUR - BREIÐHOLTSBRAUT SAMANBURÐUR VEGAMÓTALAUSNA 07333 S:\2007\07333\a\Greinargerð\07333_Greinargerð

ARNARNESVEGUR (411) SAMANBURÐUR VEGAMÓTALAUSNA

VSÓ RÁÐGJÖF | 6

Samanburður talninga á háannatíma og sólarhringstalninga gefur prósentulega dreifingu umferðar yfir sólarhringinn. Því voru skoðaðar allar háannatímatalningar sem til voru, á og í nágrenni svæðisins sem herma átti.

Mynd 2.5: Samanburður háanna- og sólarhringstalninga á gatnamótum Breiðholtsbrautar og Jaðarslels

Hánnatímatalningar af Breiðholtsbraut á þeim kafla þar sem væntanleg gatnamót eru fyrirhuguð, af gatnamótum Breiðholtsbrautar og Jaðarsels, af gatnamótum Fífuhvammsvegar og Reykjanesbrautar og af gatnamótum Breiðholtsbrautar og Stekkjarbakka gefa mynd af umferðarflæði á svæðinu. Hlutfall háannatíma-umferðar af sólarhringsumferð (HVDU) á töldum leggjum var á bilinu 8% – 14%. Þegar niðurstöður voru rýndar kom í ljós að háannatímaumferð á stærri götum var um 11% af sólarhringsumferð (HVDU), 11% að íbúðarsvæðum en 9% frá íbúðarsvæðum.

Hlutfall háannatímaumferðar af sólarhringsumferð

Stærri götur 11%

Að íbúðarsvæðum 11%

Frá íbúðarsvæðum 9% Tafla 2.1: Niðurstöður samanburðar háannatímaumferðar og sólarhringsumferðar fyrir tímabilið 16:15-17:15

Þetta hlutfall sem kvarði á beygjustrauma sólarhringsumferðar var síðan notað til að mynda eftirspurn umferðar hermilíkansins. Þannig var áætlað, fyrir hver gatnamót fyrir sig, frá hvaða sónu umferð var að koma og til hvaða sónu umferð var að fara ásamt hlutfalli hennar á háannatíma, sjá mynd 2.6 og töflu 2.1

Mynd 2.6: Beygjustraumar sólarhringsumferðar (hversdags) á gatnamótum Salavegar og Breiðholtsbrautar.

Page 8: 07333 Greinargerð samanburður Vegamóta v2...ARNARNESVEGUR (411) RJÚPNAVEGUR - BREIÐHOLTSBRAUT SAMANBURÐUR VEGAMÓTALAUSNA 07333 S:\2007\07333\a\Greinargerð\07333_Greinargerð

ARNARNESVEGUR (411) SAMANBURÐUR VEGAMÓTALAUSNA

VSÓ RÁÐGJÖF | 7

Salavegur dreifing umferðar

Sóna 4 24H Max tími Frá Hlutfall Origin 2220 199,8 1-3 60%

760 83,6 4-10 40% 1885 207,35

Tafla 2.2: Sóna 4 - Salavegur dreifing umferðar

Þessi umferð myndar eftirspurnarfylki með ríflega 7.000 ferðum

Mynd 2.7: Eftirspurnarfylki háannatímaumferðar

2.3 Dreifing umferðar Míkrólíkanið var látið dreifa umferðinni sjálfvirkt sem gerir að verkum að áhrif lækkandi þjónustustigs sjást í leiðarvali. Þannig verður heildareftirspurnin frá og til hvers svæðis sú sama á milli tilfella en umferðarmagn á mismunandi leggjum ekki nauðsynlega sú sama. Þetta hafði fyrst og fremst áhrif á það hvort umferð fór um Vatnsendaveg/Vatnsendahvarf og/eða Arnarnesveg.

1 2 3 4 5 6 7 8 9 101 0 84 6 26 171 95 194 40 21 2772 23 0 2 8 52 25 62 12 6 1023 6 2 0 1 6 3 7 2 1 84 53 2 1 0 32 7 59 1 1 755 195 81 25 49 0 112 230 65 43 3186 135 53 13 30 131 0 159 42 26 1817 324 101 10 49 316 190 0 130 60,28 4698 34 1 1 1 32 8 164 0 64 859 20 7 1 3 19 11 10 54 0 48

10 358 92 8 39 310 158 456 79 1 0

Page 9: 07333 Greinargerð samanburður Vegamóta v2...ARNARNESVEGUR (411) RJÚPNAVEGUR - BREIÐHOLTSBRAUT SAMANBURÐUR VEGAMÓTALAUSNA 07333 S:\2007\07333\a\Greinargerð\07333_Greinargerð

ARNARNESVEGUR (411) SAMANBURÐUR VEGAMÓTALAUSNA

VSÓ RÁÐGJÖF | 8

2.4 Grunntilfelli Í fyrstu umferð voru hermdu tillögurnar óbreyttar, eins og þeim er lýst í kafla 1.

Mynd 2.8: Grunntillaga 1, Mislæg gatnamót sbr. niðurstöðu endurskoðaðra frumdraga VSÓ, frá febrúar 2005

Mynd 2.9: Grunntillaga 2, Ljósastýrð gatnamót á Breiðholtsbraut og Vatnsendaveg staðsett sbr. minnisblað VSÓ “Gatnamót Arnarnesvegar og Breiðholtsbrautar“ frá febrúar 2008.

Page 10: 07333 Greinargerð samanburður Vegamóta v2...ARNARNESVEGUR (411) RJÚPNAVEGUR - BREIÐHOLTSBRAUT SAMANBURÐUR VEGAMÓTALAUSNA 07333 S:\2007\07333\a\Greinargerð\07333_Greinargerð

ARNARNESVEGUR (411) SAMANBURÐUR VEGAMÓTALAUSNA

VSÓ RÁÐGJÖF | 9

Í töflu 2.3 sjást helstu niðurstöður hermunar grunntilfella.

Tafla 2.3: Niðurstöður hermunar grunntilfella – háannatími seinniparts

Fyrstu niðurstöður hermunar grunntilfella sýndu að nokkrir ytri þættir skekktu samanburð gatnamóta Breiðholtsbrautar – Arnarnesvegar allverulega. Helstu áhyggjuefni í því samhengi voru að:

Hringtorgið á gatnamótum Arnarnesvegar Vatnsendavegar annar ekki umferð. Rampar smita út á Breiðholtsbraut

Flæði hentar ekki hringtorgi. Mikil umferð frá Arnarnesvegi að Breiðholtsbraut lokar á umferð frá brú, sem þegar hún kemst að, lokar á umferð frá Breiðholtsbraut

Stækka þurfti gatnamót í tillögu 2 með betri að- og fráreinum og fleiri akreinum

Heildarniðurstaðan var því sú að hvorug tillagan skilar ásættanlegum ferðatíma sem sést t.d. í mjög lágum meðalhraða og miklum seinkunum.

Í ljósi þessarar niðurstöðu var ákveðið að aðlaga tillögurnar að breyttum umferðarforsendum með það að markmiði að bæta þjónustustig og fá raunhæfan samanburð.

Vegalengd[km]

Ferðatími [klst]

Meðalhraði [km/klst]

Seinkun [klst]

Stopp [Hundruðir]

Tillaga 1, heild - 1.175 - 870 178 Tillaga 2 heild - 1.257 - 1.000 ~9

Meðallengd ferða [km]

Ferðatími[mínútur]

Meðalhraði[km/klst]

Seinkun [mín]

Stopp[fjöldi pr. km]

Tillaga 1, bíll 2,6 ~10 ~16 ~7 ~1,5 Tillaga 2, bíll 2,4 ~11 ~14 ~9 ~3

Page 11: 07333 Greinargerð samanburður Vegamóta v2...ARNARNESVEGUR (411) RJÚPNAVEGUR - BREIÐHOLTSBRAUT SAMANBURÐUR VEGAMÓTALAUSNA 07333 S:\2007\07333\a\Greinargerð\07333_Greinargerð

ARNARNESVEGUR (411) SAMANBURÐUR VEGAMÓTALAUSNA

VSÓ RÁÐGJÖF | 10

2.5 Aðrar tillögur Í framhaldi af fyrstu niðurstöðum voru tillögurnar því aðlagaðar breyttum umferðarforsendum og voru ýmsar breytingar skoðaðar með tillti til seinkana og meðalhraða og er þeim lýst nánar hér.

Mynd 2.10: Tilaga 1A. Rampi frá Arnarnesvegi að Breiðholtsbraut færður þannig að umferð á leið frá Arnarnesvegi austur Breiðholtsbraut loki ekki á umferðarstraum á leið frá brú. Hringtorgið stækkað og frárein úr vestri tvöfölduð

Mynd 2.11: Tillaga 1AA.Eins og tillaga 1A en að auki er bætt við framhjáhlaupi við við hringtorgið til að hindra mikla uppsöfnun við hringtorg sem að öðrum kosti var jafnvel farin að að áhrifa á hraða á Breiðholtsbraut.

Page 12: 07333 Greinargerð samanburður Vegamóta v2...ARNARNESVEGUR (411) RJÚPNAVEGUR - BREIÐHOLTSBRAUT SAMANBURÐUR VEGAMÓTALAUSNA 07333 S:\2007\07333\a\Greinargerð\07333_Greinargerð

ARNARNESVEGUR (411) SAMANBURÐUR VEGAMÓTALAUSNA

VSÓ RÁÐGJÖF | 11

Mynd 2.12 : Tillaga 1B. Auk færslu rampa og tvöfalds hringtorgs er hringtorgi við Vatnsendaveg breytt í ljósastýrð gatnamót

Mynd 2.13: Tillaga 1BA. Tillaga 1B auk þess að rampi úr austri er tvöfaldaður (tvöföld brú).

Page 13: 07333 Greinargerð samanburður Vegamóta v2...ARNARNESVEGUR (411) RJÚPNAVEGUR - BREIÐHOLTSBRAUT SAMANBURÐUR VEGAMÓTALAUSNA 07333 S:\2007\07333\a\Greinargerð\07333_Greinargerð

ARNARNESVEGUR (411) SAMANBURÐUR VEGAMÓTALAUSNA

VSÓ RÁÐGJÖF | 12

Mynd 2.14: Tillaga 2A. Arnarnesvegur 3+3 akreinar á milli ljósa, Hægri beygja með akrein að Vatnsendavegi, hægri beygju vasi frá Vatnsendavegi, ljósastýrð 2 akreina hægri beygja frá Breiðholtsbraut sökum nálægðar við næstu gatnamót.

Tafla 2.3 sýnir niðurstöður hermunar tillagna 1A, 1AA, 1B, 1BA og 2A.

Tafla 2.4: Niðurstöður hermunar annarra tilfella – háannatími seinniparts

Við skoðun töflunnar sést að bestu útgáfur tveggja tillagna gefa nokkuð sambærilega niðurstöðu og meðalhraða á háannatíma um 20 km/klst. Seinkun á hvern bíl er á bilinu 5-6 mínútur. Ljóst þótti að hringtorg við Rjúpnaveg væri að hafa óþægilega stór áhrif á niðurstöðuna og var því ákveðið að skoða sérstaklega hvaða áhrif það hefði að skipta því út fyrir ljósastýrð gatnamót ásamt því að ljósastýringar yrðu fínstilltar og gatnamótum við Jaðarsel bætt inn. Við fínstillingu yrði einnig skoðað sérstaklega hvort tvöfalda þyrfti rampann úr austri (brú) eins og gert er ráð fyrir í tillögu 1BA.

Vegalengd[km]

Ferðatími [klst]

Meðalhraði [km/klst]

Seinkun [klst]

Stopp [Hundruðir]

Tillaga 1A, Heild 17.727 1543 - 1.279 276 Tillaga 1AA, Heild 17.810 1005 - 733 486 Tillaga 1B, Heild 17.494 1061 - 803 395 Tillaga 1BA, Heild 17.697 971 - 708 451 Tillaga 2A, Heild 16.362 893 - 651 413

Meðallengd ferða [km]

Ferðatími[mínútur]

Meðalhraði[km/klst]

Seinkun [mín]

Stopp[fjöldi pr. km]

Tillaga 1A, Bíl 2,6 km ~13 ~12 ~11 ~2,5 Tillaga 1AA, Bíl 2,6 km ~8,5 ~18 ~6 ~4 Tillaga 1B, Bíl 2,6 km ~9 ~16,5 ~6,5 ~3,5 Tillaga 1BA, Bíl 2,6 km ~8 ~18 ~6 ~4 Tillaga 2A, Bíl 2,5 km ~7,5 ~18 ~5,5 ~3,5

Page 14: 07333 Greinargerð samanburður Vegamóta v2...ARNARNESVEGUR (411) RJÚPNAVEGUR - BREIÐHOLTSBRAUT SAMANBURÐUR VEGAMÓTALAUSNA 07333 S:\2007\07333\a\Greinargerð\07333_Greinargerð

ARNARNESVEGUR (411) SAMANBURÐUR VEGAMÓTALAUSNA

VSÓ RÁÐGJÖF | 13

2.6 Endanlegar tillögur Í lokaútfærslu beggja tillagna var hringtorgi við Rjúpnaveg skipt út fyrir ljósastýrð gatnamót og gatnamótum við Jaðarsel bætt við og þau aðlöguð breyttum umferðarforsendum.

Mynd 2.15: Tillaga 1 í endanlegri útfærslu. Tillaga 1B (rampi færður og ljósastýrð gatnamót við Vatnsendaveg) en einnig eru ljósastýrð gatnamót við Rjúpnaveg og gatnmót við Jaðarsel hluti af hermun.

Mynd 2.16: Tillaga 2 í endanlegri útfærslu. Tillaga 2A (3+3 akreinar á milli ljósa) auk ljósastýrðra gatnamóta við Rjúpnaveg og gatnamót við Jaðarsel sem hluti af hermun.

Skoðað var sérstaklega hvaða áhrif hringtorgið við Rjúpnaveg hefði á ferðatímann og meðalhraða og hafði það mjög jákvæð áhrif á heildarflæðið að skipta því út fyrir umferðarljós. Ferðatíminn í

Page 15: 07333 Greinargerð samanburður Vegamóta v2...ARNARNESVEGUR (411) RJÚPNAVEGUR - BREIÐHOLTSBRAUT SAMANBURÐUR VEGAMÓTALAUSNA 07333 S:\2007\07333\a\Greinargerð\07333_Greinargerð

ARNARNESVEGUR (411) SAMANBURÐUR VEGAMÓTALAUSNA

VSÓ RÁÐGJÖF | 14

tillögu 2 lækkaði úr 893 klukkustundum í 656 klukkustundir eða úr um 8 mínútum í um 6 mínútur á hvern bíl. Meðalhraðinn hækkaði úr um 18 km/klst í um 25 km/klst.

Einnig var skoðað sérstaklega hvort enn væri, eftir síðustu fínstillingar ljósa, þörf á tvöföldum rampa í tillögu 1 fyrir umferð frá Breiðholtsbraut úr austri og reyndist þá ekki vera þörf á því.

Í ljósi þessa eru engin hringtorg í endanlegum útfærslum hermilíkana og engin breyting á brúnni í útfærslu endanlegrar tillögu 1.

Tafla 2.5 sýnir niðurstöður hermunar endanlegra tillagna á háannatíma seinniparts.

Tafla 2.5: Niðurstöður hermunar endanlegra tillagna – háannatími seinniparts

Taflan sýnir berlega að munur á tillögunum er sáralítill, einungis er munur á lengri ekinni vegalengd í tillögu 1 sem þó vinnst upp af auknum meðalhraða þannig að ferðatími verður í raun sá sami í báðum tillögunum.

Vegalengd[km]

Ferðatími [klst]

Meðalhraði [km/klst]

Seinkun [klst]

Stopp [Hundruðir]

Tillaga 1E Heild 17.564 648 - 397 273 Tillaga 2E Heild 17.191 653 - 395 269

Meðallengd ferða [km]

Ferðatími[mínútur]

Meðalhraði[km/klst]

Seinkun [mín]

Stopp[fjöldi pr. km]

Tillaga 1E /Bíl 2,5 km ~5,5 ~27 ~3,4 ~1,8 Tillaga 2E /Bíl 2,3 km ~5,6 ~26 ~3,4 ~1,8

Page 16: 07333 Greinargerð samanburður Vegamóta v2...ARNARNESVEGUR (411) RJÚPNAVEGUR - BREIÐHOLTSBRAUT SAMANBURÐUR VEGAMÓTALAUSNA 07333 S:\2007\07333\a\Greinargerð\07333_Greinargerð

ARNARNESVEGUR (411) SAMANBURÐUR VEGAMÓTALAUSNA

VSÓ RÁÐGJÖF | 15

2.7 Utan háannatíma Þar sem að fyrri hermun miðaðist eingöngu við háannatíma seinniparts og tafir eru þá orðnar miklar á nærliggjandi gatnamótum sem að mögulega gerir samanburð valkosta erfiðari var talið áhugavert að skoða einnig samanburð utan háannatíma og áætla út frá honum samanburð fyrir sólahringinn.

Umferðarmagn hermunar var þá metið þannig að næturumferð (00-06) og háannatímar voru dregnir frá heildarumferð. Þeirri umferð sem þá var eftir, var síðan dreift jafnt á 16 klukkustundir. Þessi aðferð skilar þá um 4.000 ferðum á klukkutíma en til samanburðar voru um 7.000 ferðir á klukkutíma á háannatímanum. Niðurstaða hermunar fyrir þessa umferð er sýnd í töflu 2.6.

Tafla 2.6: Niðurstöður hermunar endanlegra tillagna - utan háannatíma

Eins og sést í töflu 2.6 er munur á tillögunum skýrari en á háannatímanum, þannig verða áhrif tafa við ljósin meiri utan háannatíma en á háannatíma. Hlutfallslegur munur á fjölda stoppa og seinkunum eykst verulega og það sama má segja um meðalhraðann.

Í þessu samhengi er rétt að hafa í huga að reikna má með að á milli 70% og 80% heildarferða séu farnar utan háannatíma.

Þannig má gróflega áætla að heildarniðurstaða yfir sólarhringinn gæti litið út eins og tafla 2.7 sýnir.

Tafla 2.7: Niðurstöður hermunar endanlegra tillagna - sólarhringur

Taflan sýnir (niðurstöðu háannatíma x2) + (niðurstöðu utan hánnatíma x16) + (áætlaða niðurstöðu fyrir næturumferð). Áætlunin fyrir næturumferð miðar við seinkanir á hvern bíl utan háannatíma og 3% af sólarhringsumferðinni.

Vegalengd[km]

Ferðatími [klst]

Meðalhraði [km/klst]

Seinkun [klst]

Stopp [Hundruðir]

Tillaga 1E Heild 9.668 231 - 97 56 Tillaga 2E Heild 9.181 256 - 124 79

Meðallengd ferða [km]

Ferðatími[mínútur]

Meðalhraði[km/klst]

Seinkun [mín]

Stopp[fjöldi pr. km]

Tillaga 1E /Bíl 2,4 km ~3,5 ~42 ~1,5 ~0,8 Tillaga 2E /Bíl 2,3 km ~3,8 ~35,8 ~1,9 ~1,1

Vegalengd [km]

Ferðatími [klst]

Seinkun [klst]

Tillaga 1E Sólarhringur 194.552 5.107 2.395 Tillaga 2E Sólarhringur 192.170 5.527 2.837 Mismunur 2.382 -420 -441 Prósenta 1% -8% -18%

Page 17: 07333 Greinargerð samanburður Vegamóta v2...ARNARNESVEGUR (411) RJÚPNAVEGUR - BREIÐHOLTSBRAUT SAMANBURÐUR VEGAMÓTALAUSNA 07333 S:\2007\07333\a\Greinargerð\07333_Greinargerð

ARNARNESVEGUR (411) SAMANBURÐUR VEGAMÓTALAUSNA

VSÓ RÁÐGJÖF | 16

3. Kostnaðaráætlun Kostnaðaráætlun byggir á forhönnun og magntökum samkvæmt henni ásamt samanburði á niðurstöðum. Magntekið svæði er sýnt í rauðu fyrir tillögu 1 og gulu fyrir tillögu 2, sjá mynd 3.1. Gert er ráð fyrir Breiðholtsbraut tvöfaldri en kostnaður við tvöföldun hennar er undanskilinn. Planmyndir og langsnið beggja tillagna eru sýnd í viðauka greinargerðarinnar.

Mynd 3.1: Magntökur – skýringarmynd

Í magntökum og kostnaðaráætlunum er gert ráð fyrir eftirfarandi forsendum:

1. Kostnaðaráætlun er byggð á einingaverðum úr kostnaðarkerfi Vegagerðarinnar. 2. Gert er ráð fyrir 10 metra öryggissvæði við Breiðholtsbraut og Arnarnesveg 3. Fláar í skeringum eru 2:1 í bergi en 1:3 í lausum jarðvegi 4. Umdæmisálag er 16% 5. Ófyrirséð álag er 20%

Tafla 3.1 sýnir helstu magn og kostnaðartölur. Frekara yfirlit er að finna í viðauka 2.

Tafla 3.1: Helstu magn- og kostnaðartölur

Hafa má í huga að efni úr bergskeringum getur verið einhvers virði og þ.a.l. lækkað kostnað við tillögu 1.

Tillaga 1 Tillaga 2 Kostnaður T1

Kostnaður T2

Mismunur

Bergskeringar í vegstæði 48 þús m3 102 þús m3 68M 145M -77M

Fyllingarefni úr bergskeringum 62 þús m3 1 þús m3 41M 0,6M +40,4M

Fyllingarefni úr námum 16 þús m3 0 11M - +11

Umframefni úr skeringum 0 123 þús m3 0 127M -127M

Brú 7m akbraut 0 247,5M 0 +247,5M Heildarkostnaður 860M 662M +198M

Page 18: 07333 Greinargerð samanburður Vegamóta v2...ARNARNESVEGUR (411) RJÚPNAVEGUR - BREIÐHOLTSBRAUT SAMANBURÐUR VEGAMÓTALAUSNA 07333 S:\2007\07333\a\Greinargerð\07333_Greinargerð

ARNARNESVEGUR (411) SAMANBURÐUR VEGAMÓTALAUSNA

VSÓ RÁÐGJÖF | 17

4. Öryggisrýni Slysatíðni beggja tillagna hefur verið áætluð. Sú leið var valin að áætla slysatíðni útfrá sænskri tölfræði yfir slysatíðni. Sú aðferð byggir á meðaltalsslysatíðni fyrir mismunandi gatnamótatýpur eftir umferðarmagni þeirra gatna sem liggja að gatnamótunum, Nybyggnad och förbättring – Effekatalog, frá 2008.

Kostnaður slysa er byggður á skýrslu Línuhönnunar, Kostnaður alvarleika umferðarslysa útg. 9. mars 2006 og sem unnin fyrir Reykjavíkurborg og Vegagerðina. Samkvæmt henni er samfélagslegur kostnaður hvers slyss:

84.000.000 á hvert banaslys

25.380.000 á hvert alvarlegt slys

1.830.000 fyrir hvert slys með minniháttar meiðslum

Slysatíðnin er áætluð fyrir sama svæði og kostnaðaráætlunin nær yfir. Slysatíðnin er því áætluð bæði fyrir gatnmótin við Breiðholtsbraut og við Vatnsendaveg. Í töflu 4.1 hefur niðurstöðum fyrir þessi tvenn gatnamót verið slegið saman.

Áætlunin er gerð fyrir tvær útfærslur á tillögu 1. Annarsvegar er reiknað með hringtorgi og hinsvegar með ljósastýringu á gatnamótum Vatnsendavegar og Breiðholtsbrautar.

Tafla 4.1: Áætluð slysatíðni og kostnaður vegna slysa

Eins og taflan sýnir eru margfalt fleiri alvarleg slys í ljósastýrðu útfærslunni en í þeirri mislægu með hringtorgi, hinsvegar er nánast enginn munur á minni meiðslum. Þrátt fyrir það verður ekki um nema 1 banaslys á 100 ára fresti að ræða og 1 tilfelli með alvarlegum meiðslum á 10 ára fresti. Því verður slysakostnaður um 5 miljónir á ári í ljósastýrðu útfærslunni og munurinn á slysakostnaði tilfellanna 2,5 -3 miljónir á ári eftir því hvort reiknað er með hringtorgi við Vatnsendaveg eða ekki.

4.1 Samanburður áætlaðs slysafjölda við rauntölur Í ljósi þess að áætlun á fjölda slysa byggir á sænskum reynslutölum þótti rétt að bera áætlunina saman við reynslutölur fyrir gatnamót í nágrenninu. Valið var að skoða annarsvegar gatnamót Breiðholtsbrautar og Jaðarsels en einnig gatnamót Kringlumýrabrautar og Sæbrautar í ljósi þess að þar eru ljósastýrð T – Gatnamót með umferðarmagni sem svipar til þess umferðarmagns sem spáð er að verði á gatnamótum Arnarnessvegar og Breiðholtstbrautar.

Við Jaðarsel hafa orðið þrenn óhöpp síðatliðin 5 ár sem hafa leitt til meiðsla og hefur í öllum tilfellum verið um lítil meiðsl að ræða. Þetta gera því um 0,6 lítil meiðsl á ári sem er sjaldnar en áætlanir gera ráð fyrir enda um minni gatnamót að ræða.

Tillaga 1 m/hringtorgi

Tillaga 1 m/ljósastýringu

Tillaga 2

Minni meiðsl [N/ár] 0,9 1 0,8

Minni meiðsl [MKr/ár] 1,64 1,79 1,51

Alvarleg meiðsl [N/ár] 0,01 0,02 0,1

Alvarleg meiðsl [MKr/ár] 0,34 0,63 3,41

Banaslys [N/ár] 0,00008 0,0002 0,001

Banaslys [MKr/ár] 0,01 0,02 0,11

Heildarkostnaður [Mkr/ár] 2,4 2,0 5

Page 19: 07333 Greinargerð samanburður Vegamóta v2...ARNARNESVEGUR (411) RJÚPNAVEGUR - BREIÐHOLTSBRAUT SAMANBURÐUR VEGAMÓTALAUSNA 07333 S:\2007\07333\a\Greinargerð\07333_Greinargerð

ARNARNESVEGUR (411) SAMANBURÐUR VEGAMÓTALAUSNA

VSÓ RÁÐGJÖF | 18

Á gatnamótum Kringlumýrabrautar og Sæbrautar er slysatíðnin hærri eins og sjá má í töflu 4.2 sem sýnir slysatíðni á árunum 1996-2007 þegar búið er að taka út slys þar sem ekið var á gangandi eða hjólandi, en ekki er gert ráð fyrir slíkum vegfarendum á gatnamótum Arnarnesvegar og Breiðholtsbrautar.

Tafla 4.2: Kringlumýrabraut – Sæbraut; Fjöldi slysa að undanskyldum slysum þar sem fótgangandi eða hjólreiðafólk hefur verið innblandað.

Eins og sjá má við samanburð á töflum 4.1 og 4.2 er hér um hærri slysatíðni að ræða en áætlað var og þá sérstaklega hvað varðar alvarleg slys og banaslys.

Þegar rýnt var nánar í slysagögnin kemur í ljós að banaslysið og tvenn slys með alvarlegum meiðslum verða við að ekið er á ljóastaur sem mjög líklega hefur ekkert með gatnamótin að gera heldur er mun líklegra að þannig slys hefði átt að skrá sem slys á leggnum. Ef taflan er leiðrétt fyrir þetta misræmi lítur málið öðruvísi út.

Tafla 4.3: Kringlumýrabraut – Sæbraut; Fjöldi slysa að undanskyldum slysum þar sem fótgangandi eða hjólreiðafólk hefur verið innblandað og slysum þar sem ekið hefur verið á ljósastaur.

Eftir þessar leiðréttingar má sjá við samanburð á töflum 4.1 og 4.3 að áætlaður fjöldi slysa á ári er í ágætu samræmi við raunfjölda slysa.

Erfitt er að draga stórar ályktanir út frá slíkum samanburði þar sem t.d. eitt banaslys eða eitt alvarlegt slys breytir heildartölum mjög mikið en þó má sjá að stærðargráða áætlunarinnar er trúverðug.

1996-2007 Á ári

Minni meiðsl 13 1,08

Alvarleg meiðsl 3 0,25

Banaslys 1 0,08

1996-2007 Á ári

Minni meiðsl 13 1,08

Alvarleg meiðsl 1 0,08

Banaslys 0 0

Page 20: 07333 Greinargerð samanburður Vegamóta v2...ARNARNESVEGUR (411) RJÚPNAVEGUR - BREIÐHOLTSBRAUT SAMANBURÐUR VEGAMÓTALAUSNA 07333 S:\2007\07333\a\Greinargerð\07333_Greinargerð

ARNARNESVEGUR (411) SAMANBURÐUR VEGAMÓTALAUSNA

VSÓ RÁÐGJÖF | 19

5. Skipulagsmál Skipulagslegar forsendur þess að byggja ljósastýrð gatnamót í samræmi við tillögu 2 og slá þannig mislægum gatnamótum á frest eða fella þau út eru efirfarandi

Ljóst er að í öllu falli þarf að vinna deiliskipulag fyrir Arnarnesveginn og gatnamót við Breiðholtsbraut hvort sem gatnamótin verða mislæg eða ljósastýrð. Það er hins vegar ekki ljóst hvort breyta þurfi aðalskipulagi vegna byggingu ljósagatnamóta. Tveir kostir eru í stöðunni

Breyta aðalskipulagi, þannig að mislæg gatnamót eru felld út. Að öllum líkindum er um að ræða óverulega breytingu. Vinna þarf deiliskipulag, sem er miðað við ljósastýringu. Með þessari nálgun er tryggt að deiliskipulag og veiting framkvæmdaleyfis verði í samræmi við aðalskipulag. Tilkynna þar inn til Skipulagsstofnunar breytingu á framkvæmd, þ.e. að greina frá breytingum á áhrifum ef byggð eru ljósastýrð gatnamót í stað mislægra. Málsmeðferð: 6 mánuðir. Breyta þarf aðalskipulaginu aftur ef gert er ráð fyrir að byggja mislæg gatnamót.

Óbreytt aðalskipulag. Deiliskipulag er unnið á þeim grundvelli að gert sé ráð fyrir að stefnu aðalskipulags um mislæg gatnamót verði náð í áföngum. Deiliskipulag unnið fyrir ljósastýrð gatnamót, en einnig gerð grein fyrir því hvernig mislæg gatnamót verða (a.m.k. í grófum dráttum og tryggja að nægt rými sé tekið frá fyrir framtíðarmannvirki). Eins og í kosti A þarf að tilkynna inn breytingu á framkvæmd, þ.e. að greina frá breytingum á áhrifum ef byggð eru ljósastýrð gatnamót í stað mislægra. Málsmeðferð 4-6 mánuðir.

Page 21: 07333 Greinargerð samanburður Vegamóta v2...ARNARNESVEGUR (411) RJÚPNAVEGUR - BREIÐHOLTSBRAUT SAMANBURÐUR VEGAMÓTALAUSNA 07333 S:\2007\07333\a\Greinargerð\07333_Greinargerð

ARNARNESVEGUR (411) SAMANBURÐUR VEGAMÓTALAUSNA

VSÓ RÁÐGJÖF | 20

6. Samantekt

Hermunin sýnir að raunhæft er útfrá umferðarmagni framtíðar að notast við umferðarljós í stað mislægra gatnamóta þó er ferðatími yfir sólarhringinn um 8% lengri og seinkanir um 18% meiri í ljósastýrðum gatnamótum.

Kostnaðarmat sýnir að ljósastýrð gatnamót eru um 198 miljónum ódýrari í stofnkostnaði

Slysakostnaður er um 2,5 - 3 miljónum hærri á ári fyrir ljósastýrð gatnamót

Hljóvist er trúlega betri og sjónræn áhrif eru trúlega minni fyrir ljósastýrð gatnamót

Ef byggja á ljósastýrð gatnamót sem fyrsta áfanga gatnamótanna er ekki nauðsynlegt að breyta aðalskipulag en í öllu falli þarf að vinna deiliskipulag fyrir veginn og tilkynna um breytingu á framkvæmd til skipulagstofnunar.

Page 22: 07333 Greinargerð samanburður Vegamóta v2...ARNARNESVEGUR (411) RJÚPNAVEGUR - BREIÐHOLTSBRAUT SAMANBURÐUR VEGAMÓTALAUSNA 07333 S:\2007\07333\a\Greinargerð\07333_Greinargerð

ARNARNESVEGUR (411) SAMANBURÐUR VEGAMÓTALAUSNA

VSÓ RÁÐGJÖF

Viðaukar

Viðauki A – Teikningar

Viðauki B - Kostnaðarúttekt

Page 23: 07333 Greinargerð samanburður Vegamóta v2...ARNARNESVEGUR (411) RJÚPNAVEGUR - BREIÐHOLTSBRAUT SAMANBURÐUR VEGAMÓTALAUSNA 07333 S:\2007\07333\a\Greinargerð\07333_Greinargerð

ARNARNESVEGUR (411) SAMANBURÐUR VEGAMÓTALAUSNA

VSÓ RÁÐGJÖF

Viðauki A – Teikningar T - 1.01 Yfirlitsmynd - Tillaga 1

T - 1.02 Yfirlitsmynd - Tillaga 2

T – 1.03 Yfirlitsmynd – Tillaga 1 og 2

T – 1.10 Grunnmynd og langsnið – Tillaga 1

T – 1.11 Grunnmynd og langsnið – Tillaga 2

Page 24: 07333 Greinargerð samanburður Vegamóta v2...ARNARNESVEGUR (411) RJÚPNAVEGUR - BREIÐHOLTSBRAUT SAMANBURÐUR VEGAMÓTALAUSNA 07333 S:\2007\07333\a\Greinargerð\07333_Greinargerð

Tillaga 1Malbik (m2) 17946Eyja (m2) 2400Fyllingar (m3) 121000Bergskering (m3) 48000Laus skering (m3) 75000Brú (m) 55

Page 25: 07333 Greinargerð samanburður Vegamóta v2...ARNARNESVEGUR (411) RJÚPNAVEGUR - BREIÐHOLTSBRAUT SAMANBURÐUR VEGAMÓTALAUSNA 07333 S:\2007\07333\a\Greinargerð\07333_Greinargerð

Tillaga 2Malbik (m2) 13351Eyja (m2) 2652Fyllingar (m3) 9155Bergskering (m3) 102200Laus skering (m3) 53000Brú (m) -

Page 26: 07333 Greinargerð samanburður Vegamóta v2...ARNARNESVEGUR (411) RJÚPNAVEGUR - BREIÐHOLTSBRAUT SAMANBURÐUR VEGAMÓTALAUSNA 07333 S:\2007\07333\a\Greinargerð\07333_Greinargerð

Tillaga 1 Tillaga 2Malbik (m2) 17946 13351Eyja (m2) 2400 2652Fyllingar (m3) 121000 9155Bergskering (m3) 48000 102200Laus skering (m3) 75000 53000Brú (m) 55 -

Page 27: 07333 Greinargerð samanburður Vegamóta v2...ARNARNESVEGUR (411) RJÚPNAVEGUR - BREIÐHOLTSBRAUT SAMANBURÐUR VEGAMÓTALAUSNA 07333 S:\2007\07333\a\Greinargerð\07333_Greinargerð
Page 28: 07333 Greinargerð samanburður Vegamóta v2...ARNARNESVEGUR (411) RJÚPNAVEGUR - BREIÐHOLTSBRAUT SAMANBURÐUR VEGAMÓTALAUSNA 07333 S:\2007\07333\a\Greinargerð\07333_Greinargerð
Page 29: 07333 Greinargerð samanburður Vegamóta v2...ARNARNESVEGUR (411) RJÚPNAVEGUR - BREIÐHOLTSBRAUT SAMANBURÐUR VEGAMÓTALAUSNA 07333 S:\2007\07333\a\Greinargerð\07333_Greinargerð

ARNARNESVEGUR (411) SAMANBURÐUR VEGAMÓTALAUSNA

VSÓ RÁÐGJÖF

Viðauki B – Kostnaðarúttekt

Kostnaðarúttekt – Tillaga 1

Kostnaðarúttekt – Tillaga 2

Page 30: 07333 Greinargerð samanburður Vegamóta v2...ARNARNESVEGUR (411) RJÚPNAVEGUR - BREIÐHOLTSBRAUT SAMANBURÐUR VEGAMÓTALAUSNA 07333 S:\2007\07333\a\Greinargerð\07333_Greinargerð
Page 31: 07333 Greinargerð samanburður Vegamóta v2...ARNARNESVEGUR (411) RJÚPNAVEGUR - BREIÐHOLTSBRAUT SAMANBURÐUR VEGAMÓTALAUSNA 07333 S:\2007\07333\a\Greinargerð\07333_Greinargerð