1. tbl. - 74. árgangur 2014mitt.is/faxi/faxi1_14.pdfskólar eru reknir á svæðinu, háaleiti og...

25
1. tbl. - 74. árgangur 2014

Upload: others

Post on 15-May-2021

5 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: 1. tbl. - 74. árgangur 2014mitt.is/faxi/Faxi1_14.pdfskólar eru reknir á svæðinu, Háaleiti og Völlur. Húsnæði menntaskóla hersins hefur verið breytt í miðstöð vísinda,

1 . t b l . - 7 4 . á r g a n g u r 2 0 1 4

Page 2: 1. tbl. - 74. árgangur 2014mitt.is/faxi/Faxi1_14.pdfskólar eru reknir á svæðinu, Háaleiti og Völlur. Húsnæði menntaskóla hersins hefur verið breytt í miðstöð vísinda,

2 FAXI

Útgefandi: Málfundafélagið Faxi, Keflavík.Skrifstofa: Grófin 13c, 230 Reykjanesbær, pósthólf 182. Ritstjóri: Eðvarð T. Jónsson, netfang: [email protected] - sími 772 4878.Blaðstjórn: Jóhann Geirdal, Kristinn Þór Jakobsson Kristján A. Jónsson, Helgi Hólm og Eðvarð T. Jónsson.

Öll prentvinnsla: Stapaprent ehf. Grófin 13c - 230 Keflavík. Sími 421 4388 - Netfang: [email protected] v/auglýsinga: [email protected]/faxi - Sími vegna auglýsinga 699 2126Forsíðumynd: Frá Ásbrú, ljósmynd Hilmar Bragi

1. tölublað - 74. árgangur - 2014

Al l i r myndatextar í þessu og öðrum heftum Faxa eru b laðsins.

FAXI 3

Ásbrú - öflugt og vaxandi samfélag í nýjasta hverfi ReykjanesbæjarÍ síðasta tölublaði Faxa fjölluðum við um Hafnargötuna, heim-

sóttum allflest fyrirtækin og kynntum okkur starfsemina sem

fram fer við aðalgötu bæjarins. Niðurstöðurnar komu verulega á

óvart. Það viðhorf hefur lengi verið viðloðandi að það sé ekkert að

gerast á Hafnargötunni og um leið og tómur verslunargluggi blasir

við þá er stutt í þá fullyrðingu að Hafnargatan í Keflavík sé að

deyja. Lítum aðeins á niðurstöðurnar. Könnun sem gerð var árið

2004 sýndi að 84 fyrirtæki voru starfandi við Hafnargötuna. Í dag,

tíu árum síðar, eru fyrirtækin 124. Þeim hafði sem sagt fjölgað um

hartnær helming.

Þessi umfjöllun Faxa leiddi til þess að blaðstjórn þótti kominn tími til að

fjalla um nýjasta hverfið í Reykjanesbæ, þ.e. Ásbrú, því þar er margt að

gerast sem afar fróðlegt og forvitnilegt er að kynnast. Því hafa undan-

farnar vikur verið notaðar til að safna sem mestum og bestum upp-

lýsingum um svæðið. Við höfum einbeitt okkur að því að taka viðtöl við

fjöldann allan að fólki sem komið hefur að þeirri þróun sem þarna hefur

átt sér stað og afla sem gleggstra upplýsinga um fyrirtæki sem hafa

haslað sér völl á Ásbrú, auk félaga og stofnana sem þar hafa aðsetur.

Óhætt er að segja að starfsemin á Ásbrú sé orðin mjög mikil og fjölbreytt.

Í dag búa um tvö þúsund íbúar á svæðinu og er ungt fjölskyldufólk þar í

miklum meirihluta. Margir þeirra stunda nám á hinum ýmsu námsbrautum

Keilis en þar býr einnig fjölskyldufólk sem hefur fundið sér húsnæði á

viðráðanlegu verði á hinum almenna markaði auk annarra sem stunda

atvinnu á Ásbrú.

Það má kallast undravert hve skamman tíma það hefur tekið menn-

ingu og mannlíf að festa rætur á Ásbrú. Fjölmörg dæmi þess má sjá

hér í blaðinu, bæði í kynningu þeirra fjölda fyrirtækja og stofnana sem

hér koma við sögu en ekki síður í viðtölum við þá aðila sem nú þegar

hafa getið sér mikinn og góðan orðstír í skólastarfi, tækniþróun og

frumkvöðlastarfi á ýmsum sviðum. Unnið er að því hörðum höndum af

fjölmörgum aðilum á Ásbrú að byggja upp þekkingarsamfélag sem á að

verða grundvöllur sjálfbærrar þróunar og megináherslan í þessu starfi er

á orku, samgöngur og heilsutengd verkefni. Í þessari uppbyggingu hefur

starfsemi Keilis, miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs, haft hvað mesta

þýðingu. Tómstunda- og menningarstarfsemi er í miklum blóma og sífellt

eru ný fyrirtæki og þjónustuaðilar að bætast í hópinn. Í blaðinu eru kynnt í

stuttu máli vel flest þau fyrirtæki og stofnanir sem starfa á Ásbrú. Þar sést

vel hversu fjölbreytt starfsemin er. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar hefur

það hlutverk fyrir hönd íslenska ríkisins að leiða þróun og umbreytingu á

svæðinu. Það sem við okkur blasir er lifandi og þróttmikið samfélag þar

sem fram fer blómleg starfsemi á margvíslegum sviðum. Það er von okkar

að umfjöllun blaðsins um Ásbrú verði til þess að íbúar Reykjanesbæjar fái

gleggri mynd af lífinu á Ásbrú.

Lokaniðurstaða okkar sem höfum unnið þetta blað er að það sem gert

hefur verið á svo skömmum tíma á Ásbrú er ekkert minna en kraftaverk

því mörg dæmi eru til um það víða um heim að yfirgefnar herstöðvar ljúka

tilveru sinni sem draugabæir. Á Ásbrú hefur hið þveröfuga gerst - hér er í

uppgangi samfélag með heilbrigðu og góðu mannlífi sem með tíð og tíma

mun verða samtvinnað því samfélagi sem fyrir er í Reykjanesbæ.

Eðvarð T. Jónsson, Helgi Hólm

PIPA

R\TB

WA

-SÍA

- 1

40

40

6

Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar | Sími 425 2100 | www.asbru.is

Arinbjörn Kristinsson hefur átt sér þann draum frá því hann var strákur að sigra í hönnunarkeppni véla- og verkfræðinema. Hann hóf nám í hátæknifræði við Keili haustið 2012 og tók þátt í keppninni í ár ásamt Thomas Edwards samnemanda sínum og Fanneyju Magnúsdóttur sakfræðinema. Saman hönnuðu þau og þróuðu eina tækið sem náði að ljúka þrautinni og fengu þar með fullt hús stiga.

Verður þinn draumur að veruleika á Ásbrú?

Draumarnir rætast á Ásbrú

Page 3: 1. tbl. - 74. árgangur 2014mitt.is/faxi/Faxi1_14.pdfskólar eru reknir á svæðinu, Háaleiti og Völlur. Húsnæði menntaskóla hersins hefur verið breytt í miðstöð vísinda,

4 FAXI FAXI 5

Í mars 2006 tilkynntu Bandaríkjamenn um brotthvarf varnarliðsins frá her-

stöðinni í Keflavík á Íslandi. Um 1100 íslensk störf hurfu á þeim sex mánuðum sem liðu frá því ákvörðun var tekin og þar til herstöðinni í Keflavík var skellt í lás. 4000 manna samfélag var lagt niður. Langflestir íslensku starfsmennirnir höfðu búsetu í Reykjanesbæ. Ári síðar varð efnahagshrun á Íslandi. Í eftir-farandi grein verður rakinn aðdragandi, staða og úrvinnsla þeirra verkefna og tækifæra sem sköpuðust við brotthvarf hersins. Greinin er stytt útgáfa af ítarlegri skýrslu Árna Sigfússonar, bæjarstjóra Reykjanesbæjar, sem birtast mun í bók sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands áformar að gefa út í sumar. Þar er lýst aðdraganda, stöðu og úrvinnslu þeirra verkefna og tækifæra sem sköpuðust við brotthvarf hersins. Við stofnun Keilis, miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs árið 2007, lýsti Árni þeirri sannfæringu sinni að á fyrrum herstöðvarsvæðinu yrði risið 1800-2000 manna samfélag eftir 7 ár. Þrátt fyrir hrun og aðrar efnahagslegar hremmingar er sú forsögn orðin veruleiki í upphafi árs 2014.

Herstöðinni lokaðMiðvikudaginn 15. mars árið 2006 tilkynnti Nicholas Burns, þáverandi aðstoðarutanrík-isráðherra Bandaríkjanna, Geir H. Haarde, sem þá var utanríkisráðherra Íslands, að ákveðið hefði verið að bandaríski herinn hyrfi frá Íslandi. Bandaríkjamenn hugðust vera fluttir á brott með herlið sitt innan 6 mánaða frá því þessi tilkynning var gefin.

Í lok sama mánaðar hafði öllum íslensk-um starfsmönnum Varnarliðsins verið sagt

upp störfum. Þar með var að ljúka 55 ára samfelldri sögu herstöðvar á Miðnesheiði. Þann 11. ágúst 2006 flugu síðustu orr-ustuþotur Bandaríkjamanna frá Íslandi og 8. september, sama ár, var fáni bandaríska varnarliðsins á Miðnesheiði tekinn niður í síðasta sinn. Þann 30. september flaug síðasta flugvélin með hermenn frá yfir-gefinni herstöð á Miðnesheiði. Varnarstöðin á Miðnesheiði, þar sem fjögur þúsund

manns bjuggu og störfuðu, varð á aðeins sex mánuðum yfirgefinn bær – „draugabær“, sögðu sumir.

Plógjárn sniðin úr sverðumUm 2800 hermenn og fjölskyldur þeirra höfðu yfirgefið íbúabyggðina á Keflavikur-flugvelli á þessum sex mánuðum. Nú ríkti þögn á heimilum, í leikskólum, skemmti-stöðum, kvikmyndahúsi, grunnskóla, fram-haldsskóla og verslununum. Engin störf í skrifstofu- byggingar- og viðhaldsstörfum hvað þá flókinni öryggis- og tækniþjónustu við flugherinn.

Alls misstu 1100 íslenskir starfsmenn störf sín. Þeir voru fyrirvinnur fjölskyldna, höfðu margir starfað áratugum saman í þjónustu við Varnarliðið og tengda aðila því þetta hafði verið góður og öruggur vinnu-staður. Af þessum fjölda voru tæplega 600 íslenskir starfsmenn beint undir Varnarlið-inu. Flestir þeirra voru á aldrinum 40-60 ára. Að auki misstu um 300 starfsmenn íslenskra verktakafyrirtækja og annarra þjónustufyrirtækja störf sín. Viðskipti fjölskyldna og stofnana af Vellinum voru tíð í bænum okkar. Um 150-200 margvísleg tengd þjónustustörf hurfu eitt af öðru á skömmum tíma.

Um 900 rúmgóðar fjölskylduíbúðir, með amerísku ísskápana og öll stóru heimilis-tækin, auk 1100 fullbúinna einstaklings-íbúða, stóðu auðar. Alls 210 þúsund fermetrar af íbúðarhúsnæði.

Að auki stóðu ónotaðir rúmlega 13 þúsund fermetrar í flugskýlum, 30 vöru-skemmur með 38 þúsund fermetra rými , 120 þjónustubyggingar með yfir 84 þúsund fermetra af þjónustu- og vöruhúsnæði. Til samanburðar má nefna að það atvinnu-

húsnæði sem nú stóð autt á varnarsvæðinu samsvaraði í fermetrum allri verslunar-miðstöðinni Smáralind og að auki Hörpu, nýbyggðu menningarhúsi þjóðarinnar.

Fyrri dæmi voru um að eftir að bandarísk stjórnvöld höfðu tekið ákvörðun um brott-hvarf frá herstöð var gefinn eins til sex ára aðlögunartími þar til herstöð var yfirgefin. Hér var tíminn sex mánuðir! Hvað var til ráða? Áttu forsvarsmenn stærsta sveitar-félagsins á Suðurnesjum og þar sem lang

flestir starfsmennirnir áttu heima, að leggja hendur í skaut og lýsa yfir neyðarástandi? Áttum við að líta á brotthvarf hersins sem áhugavert nýsköpunartækifæri í íslensku samfélagi?

Síðari kosturinn var valinn. Plógjárn skyldu sniðin úr sverðunum!

Aðstoð við atvinnuleitÞrátt fyrir vinnu sem strax var hafin við mótun framtíðarsýnar til að nýta varnar-

svæðið og fasteignir á því, var augljóst að leggja þurfti áherslu á að skapa 1100 starfsmönnum sem misst höfðu störf sín aðra vinnu. Það þurfti að bregðast strax við þessum stærstu hópuppsögnum í sögu þjóðarinnar. Fyrsta verkefnið var að opna Ráðgjafarstofu starfsmanna á varnar-svæði. Það var gert 27. mars, sama dag og starfsfólki Varnarliðsins var gert að nálgast uppsagnarbréf sín. Starfsmenn voru þá 593, þar af 427 búsettir á Suðurnesjum (Reykja-

Gamla varnarsvæðið hefur hlotið nafnið Ásbrú. Nafnið er fengið úr

norrænni goðafræði og táknar brúna sem goðin byggðu milli Miðgarðs og Ásgarðs og sést frá jörðu sem regnbogi. Á sjö árum hefur þetta svæði breyst í nýsköpunar- og skólasamfélag. Í janúar 2014 búa á Ásbrú tæplega 2000 manns og þar starfa um 600 manns. Íbúarnir eru flestir nemendur og fjölskyldur nemenda sem sækja nám í Keili eða á höfuðborgarsvæðinu. Ásbrú er orðin eitt af hverfum Reykjanesbæjar. Frá brotthvarfi varnarliðsins hefur íbúum með lögheimili í Reykjanesbæ fjölgað og eru nú um 14500 talsins.

Vöruhús hersins hýsa nú rafrænt gagna-ver af fullkomnustu gerð. Nýjasta þró-unarverkefnið er þörungagróðurhús. Um 50 frumkvöðlafyrirtæki eiga nú athvarf á svæðinu, mörg í frumkvöðlasetrinu Eldey eða í fyrirtækjahótelinu Eldvörpum. Alls starfa 115 fyrirtæki og stofnanir á

svæðinu, sem nú er hluti af Reykjanesbæ. Reykjanesbær endurvakti grunnskólann, sem nú heitir Háaleitisskóli. Tveir leik-skólar eru reknir á svæðinu, Háaleiti og Völlur. Húsnæði menntaskóla hersins hefur verið breytt í miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs, undir nafni Keilis. Í sprengjugeymslum æfa ungir Íslendingar

ballett og danslist. Í gömlum flugskýlum og viðgerðarverkstæðum eru gerðar kvik-myndir og haldnar tónlistarhátíðir, sem draga að þúsundir erlendra gesta. Þau hýsa einnig vélbúnað Landhelgisgæslu og nýjan flugskóla Keilis, þar sem nemendur frá mörgum þjóðum sækja nám.

Nýsköpunarþorpið rís

Úr herstöð í þekkingarþorp

Page 4: 1. tbl. - 74. árgangur 2014mitt.is/faxi/Faxi1_14.pdfskólar eru reknir á svæðinu, Háaleiti og Völlur. Húsnæði menntaskóla hersins hefur verið breytt í miðstöð vísinda,

6 FAXI FAXI 7

nesbæ). Um 300 starfsmenn verktaka voru að auki á varnarsvæði. Nærri 900 starfs-menn voru því innan varnarsvæðis!

Markmiðið með starfsemi Ráðgjafastof-unnar var að tryggja starfsmönnum, sem sagt var upp í kjölfar fyrirhugaðra breyt-inga, fjölbreytt störf við hæfi. Í því fólst einnig ráðgjöf og aðstoð við atvinnuleit sem og námskeiðahald til að auka hæfni fólks í leit að nýjum atvinnutækifærum.

Á aðeins fimm mánuðum eftir uppsagnir 900 starfsmanna virtist hafa tekist að afstýra stórslysi í kjölfar ákvörðunar Bandaríkja-manna. Langflestir virtust hafa fengið ný störf. Segja má að lognið sem þannig myndaðist í góðærinu hafi verið svikalogn. Vandinn nánast sprakk fram að nýju við

efnahagshrunið örfáum mánuðum síðar. Hinir nýráðnu starfsmenn voru fyrstir til að missa vinnu sína, þegar starfsaldur réði fyrstu ákvörðunum um samdrátt fyrirtækja. Ekki síður reyndust mörg störfin byggja nánast eingöngu á miklum uppgangstíma og var sjálfhætt við efnahagshrunið. Vonin, sem hafði verið vakin með nýjum störfum brást hjá mörgum. Fimm ára erfiðleika-tímabil dundi yfir margar fjölskyldur. Ánægjulegu tíðindin eru að dregið hefur úr atvinnuleysi síðustu misserin. Fjölgun starfa að Ásbrú hefur átt þar jákvæðan þátt.

Áætlun um endurreisnUm leið og unnið var að útvegun nýrra starfa fyrir þá sem misst höfðu störf sín

var hafinn viðamikill undirbúningur að framtíðarsýn fyrir svæðið og aðgerðaáætlun til uppbyggingar. Þetta var glíman sem hófst af fullum krafti strax við tilkynningu Bandaríkjamanna. Skoðun Reykjanes-bæjar á nýjum tækifærum alþjóðaflugvallar í breyttum heimi hafði þó átt sér lengri aðdraganda.

Í lok árs 2005 var hafin upplýsingaleit um hvað aðrir höfðu gert við endur-nýtingu varnarsvæða og herflugvalla. Umræða undanfarinna ára hlaut að vekja slíkar spurningar, þótt við vonuðumst eftir allt öðru en starfamissi stórs hluta íbúa okkar. Í ársbyrjun 2006 hafði Reykjanesbær frumkvæði að því að hafin var úttekt á samkeppnisumhverfi Keflavíkurflugvallar, undir forsjá Fjárfestingarstofu Iðnaðarráðu-neytisins. Kannað var hvernig alþjóðaflug-vellir hafa helst aukið umsvif sín og kann-aðar forsendur þess. Þar kom m.a. fram að svonefnd „klasahugmyndafræði“ ætti mjög vel við, þar sem aðdráttarafl alþjóða-flugvallar gæti verið langt umfram fólks- og vöruflutninga. Fram komu dæmi um stórfyrirtæki sem sest höfðu að í nágrenni slíkra flugvalla og dregið að sér margvís-lega hliðarþjónustu. Alþjóðatengingin, rúmgott landsvæði, hentugt húsnæði og góðar samgöngutengingar innbyrðis, skiptu miklu máli. Freistandi var að skjóta augum yfir til varnarsvæðisins, stórra flugskýla bandaríkjahers, rúmgóðs landsvæðis, vöru-geymslna og aðbúnaðar, án þess að vita þá að svo stutt væri í að slík tækifæri opnuðust.

Þróunarfélag KeflavíkurflugvallarÞróunarfélag Keflavíkurflugvallar (KA-DECO: Keflavik Airport Development Corporation) var stofnað 24. október 2006 með 20 milljón kr. framlagi frá ríkinu. Að öðru leyti hefur ríkið ekki lagt verkefninu

til beint fjármagn. Annað fé til rekstrar hefur komið frá sölu og leigu eigna sem hefur verið skilað inn til ríkis og komið til baka á fjárlögum. Markmið og tilgangur Kadeco er að leiða þróun og umbreytingu á fyrrum varnarsvæðinu á Keflavíkurflug-velli til borgaralegra nota. Í því felst meðal annars nauðsynleg undirbúningsvinna, svo sem úttekt á svæði og mannvirkjum ásamt þróunar- og vaxtarmöguleikum þess í samráði við þá aðila sem hafa hagsmuna að gæta. Þá annast félagið, á grundvelli þjónustusamnings við ríkið, rekstur, um-sjón og umsýslu tiltekinna eigna íslenska ríkisins á svæðinu, þar með talið umsjón með sölu og útleigu eigna, hreinsun svæða, niðurrif mannvirkja og önnur skyld verk-efni. Félagið vinnur einnig verkefni sem tengjast úttektum, þróun og umbreytingu á svæðinu. Um var að ræða 59,7 ferkílómetra svæði umhverfis flugvöllinn, sem nú var sett í hendur Þróunarfélagsins og afmörkuð mannvirki sem gegnt höfðu sérstöku öryggishlutverki.

Aðgerðaráætlun og upplýsingaöflunÍ anda þeirrar þekkingar og reynslu sem Reykjanesbær aflaði var byggt á nokkrum grunnþáttum við uppbyggingaráform Varnarstöðvarinnar í Keflavík. Þeir fólu í sér gerð aðgerðaáætlunar, öflun upplýsinga, sköpun samhljóms meðal sveitarfélaganna

KS Tronic var stofnað uppúr frumkvöðlaverkefni sem unnið

var fyrir Robert Dell, prófessor við Cooper Union háskólann í

New York. Er það hluti af stærra verkefni sem er samstarfs-

verkefni Keilis og Cooper Union. Stofnendurnir, þeir Karl

Ingi Eyjólfsson og Skarphéðinn Ölver Sigurðsson, bjuggu

til gagnasöfnunarkerfi sem mælir hita og raka í jarðvegi og

vistar mælingarnar í gagnagrunni. Er þetta ferli alsjálfvirkt og

hægt er að sjá gildi mælinga á www.mekatroniks.com.

Í dag er KS Tronic framsækið hátækni fyrirtæki sem sérhæfir sig

í sjálfvirkum gagnasöfnunum á hvers kyns mælingum og fram-

setningu á gögnum í vef og snjallsíma viðmótum. Karl Ingi og

Skarphéðinn Ölver byrjuðu nám í Mekatróník hátæknifræði við Keili

haustið 2011 og útskrifast í júní 2014. Þeir hafa báðir búið á Ásbrú

og fengu aðstöðu í frumköðlasetrinu Eldey sumarið 2012 þar sem

þeir hafa unnið ötulu starfi að lausnum sínum. Þessi tenging á milli

heimilis á Ásbrú, þekkingaröflunar við Keili og aðstöðu hjá Eldey

hefur reynst þeim ómetanleg.

Frumkvöðlar á Ásbrú þróa gagnasöfnunarkerfi

Karl Ingi Eyjólfsson Skarphéðinn Ölver Sigurðsson

Gleðilegt sumar

Samband sveitarfélaga á SuðurnesjumSkógarbraut 945,

235 Reykjanesbær.Sími 420-3288

www.sss.is

Atvinnuþróunarfélag Suðurnesja – HeklanGrænásbraut 506,235 Reykjanesbær.

Sími 420-3288www.heklan.is

Frá undirritun samninga við Háskólavelli um kaup á fasteignum. Frá vinstri: Ingvi Jónasson (Háskólavöllum), Halldór Ragnarsson (Háskólavöllum), Magnús Gunnarsson (fyrsti stjórnarformaður ÞK) og Kjartan Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri KADECO.

Page 5: 1. tbl. - 74. árgangur 2014mitt.is/faxi/Faxi1_14.pdfskólar eru reknir á svæðinu, Háaleiti og Völlur. Húsnæði menntaskóla hersins hefur verið breytt í miðstöð vísinda,

8 FAXI FAXI 9

á Suðurnesjum enda var litið á lokun her-stöðvarinnar sem málefni sveitarfélaganna. Þegar ljóst var að lokunin var óumflýjanleg voru lagðar fram þríþættar tillögur, þ.e. aðstoð við starfsmenn, framkvæmdaáætlun um nútímavæðingu varna á Keflavíkurflug-velli og hugmyndir um möguleg tækifæri á svæðinu. Með upplýsingaöflun fékkst skýr mynd af ferli Bandaríkjamanna við lokun herstöðva og hvernig samfélög sem liggja að herstöðvum hafa brugðist rétt og rangt við lokunum. Þar hafði komið í ljós að nauðsynlegt er að fá kjölfestuaðila til þess að þróa atvinnusvæði í kjölfar þess að her-stöðvar eru aflagðar. Sveitarfélögin á Suður-nesjum unnu vel saman að verkefninu þótt það mæddi mest á Reykjanesbæ sem lang-stærsta hagsmunaaðilanum í þeirra hópi. Þá tókst góð samvinna við íslenska ríkið.

Þrennt má segja að hafi einkennt áherslur forsvarsmanna Reykjanesbæjar af þessum gögnum og koma fram í tillögum til ríkisins. Við vildum skapa samfélag nýrra tækifæra á svæðinu. Strax var t.d. hafnað hugmyndum um að gera svæðið að stóru fangelsi, ýmist fyrir íslenska fanga eða jafn-vel erlenda hvítflibbafanga, sem leitað var eftir við okkur. Reynsla annarra varaði við því. Lögð var áhersla á að stofnað yrði kjöl-festufélag sem sinnti endurreisninni. Það fengi umboð til þess að nýta þá fjármuni sem sköpuðust af sölu eigna til að skapa ný atvinnutækifæri og útbúa nauðsynlega innri gerð samfélagsins í samstarfi við Reykja-nesbæ, en þéttbýliskjarninn á umráðasvæði Þróunarfélagsins tilheyrði nú Reykjanesbæ.

Uppbygging skólasamfélagsLögð áhersla á að hafinn yrði undir-búningur að uppbyggingu skólasamfélags, þar sem áhersla yrði á mótun öðruvísi skóla sem byggði á nýjum atvinnutækifærum fyrir svæðið. Þá var þörf á menntun fyrir þá

mörgu Suðurnesjamenn sem helst höfðu úr lestinni í framhaldsnámi, ekki síst vegna góðra atvinnumöguleika sem herinn hafði boðið í kjölfar grunnnáms íbúa. Nýting hús-

næðis sem nemendaíbúða var einnig metin skynsamleg, þar sem hún höfðaði til annars og nýs hóps íbúa, sem ekki var í samkeppni um hefðbundið húsnæði í bæjarkjörnunum. Þannig var áhersla á að hið mikla hús-næði sem skyndilega kom til borgaralegra nota, yrði takmarkað við nýjan hóp íbúa og dregið úr skyndilegri samkeppni um hið annars nýfengna og stóraukna húsnæðis-framboð á markaðnum. Ekki yrði húsnæði boðið á almennan markað til leigu eða sölu fyrr en að fjórum árum liðnum, þegar vonast var eftir að samfélagið hefði náð að þróast og styrkjast nægilega. Þetta kom sér sérstaklega vel þegar efnahagshrunið varð og hætta var á verðhruni, hefði offramboð myndast á almennum markaði. Því var almennri opnun svæðis seinkað.

Á alla þessa þætti var hlustað af stjórn-völdum. Kjölfestufélagið var stofnað, Tímabundnar takmarkanir voru settar á leigu eða sölu íbúða og áhugi var fyrir að skapa öflugt skólasamfélag á svæðinu og stuðla að nýsköpun í atvinnutækifærum.

Stofnun Keilis, miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífsNákvæmlega einu ári eftir að Banda-ríkjastjórn lýsti yfir að herstöðin yrði lögð niður var undirrituð viljayfirlýsing, dagsett 15. mars 2007, um uppbyggingu háskólasamfélags við Keflavíkurflugvöll. Að yfirlýsingunni stóðu Reykjanesbær, Þró-unarfélag Keflavíkurflugvallar og Háskóli Íslands í samstarfi við fjölda fyrirtækja, m.a. Bláa lónið, Geysir Green Energy, Glitnir, Fasteignafélagið Þrek, Fiskmarkaður Suður-nesja, Flugstoðir, Hitaveita Suðurnesja, Ice-landair Group, Klasi, Sparisjóður Keflavíkur og VSB Fjárfestingarbanki.

Í yfirlýsingunni segir orðrétt að ætlunin sé að „sníða plógjárn úr sverðunum, breyta vörn í sókn með þekkinguna að vopni. Við

eigum það markmið að gera þekkinguna að einni helstu útflutningsvöru Íslendinga. Reynsla okkar á sviði jarðgufuvirkjana og jarðvarmarannsókna, umhverfismála, sjávarútvegs og vinnslu og í síðauknum mæli á sviði flugreksturs og nútímavæð-ingar varna, eru ótvírætt stór tækifæri í þekkingarútrásinni sem við vinnum nú að því að nýta. Til liðs við okkur höfum við fengið öfluga aðila, kjölfestan er Háskóli Ís-lands, en honum við hlið og að baki standa ein öflugustu fyrirtæki á landinu, hvert á sínu sviði. Hópurinn stækkar stöðugt…Víða í heiminum sjáum við tækifæri alþjóða-flugvalla sem öflugar efnahagsvélar fyrir viðkomandi ríki, nýtt í þágu uppbyggingar fjölþjóðlegra fyrirtækja og útflutnings á þekkingu“.

Frumkvöðlarnir Runólfur og HjálmarÞað var gæfa skólans og samfélags okkar að hugmyndasmiðirnir og frumkvöðlarnir Runólfur Ágústsson og Hjálmar Árnason, komu að verkinu. Runólfur lagði upp hug-myndafræðina og síðan Hjálmar Árnason en sá síðarnefndi hefur stjórnað Keili s.l. 5 ár.

Keilir hefur útskrifað yfir þúsund nem-endur á fimm árum. Skólinn er lítill og sérhæfður, með áherslu á nánd við nem-endur og persónulega þjónustu. Það hefur verið ómetanlegt að Háskóli Íslands kom strax að verkefninu auk Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, rannsóknarstofnana, orku- og fjármálafyrirtækja, sveitarfélaga, almenningssamtaka, flugfélags og verka-lýðsfélaga.

Keilir er ekki háskóli, heldur félag um skólastarfsemi, sem leitar mest til Háskóla Íslands um samtarf, en einnig til annarra

háskóla, t.d. á sviði flugþjónustu eða ferða-mennsku. Samstarf er við Flugmálaháskól-ann Embry-Riddle Aeronautical University með tæplega 32 þúsund nemendur, nám í ævintýraferðamennsku frá Thompson Rivers University með alls um 25 þúsund nemendur og samstarf er við AST í Skot-landi sem er elsti flugvirkjaskóli í Evrópu. Einnig er Keilir í samstarfi við Fróðskapar-setur Færeyja en það er háskóli Færeyinga. Þá ber að nefna samstarf við Austurbrú, Símey og fleiri símenntunarstöðvar þar sem

við komum til móts við fólkið á staðnum, ýmist með fjarnámstækni eða með því að starfrækja útibú á staðnum.

Nýsköpunarverkefni og hröð uppbyggingFramundan eru mjög áhugaverð nýsköp-unarverkefni. Þar má nefna ræktun þör-unga til heilsuvöruframleiðslu, áframþró-un rafrænna gagnavera og frekari þróun Keilis en alls eru fimm nýjar námsbrautir í undirbúningi. Þá má nefna heilsustarf-semi, kaldastríðssafn, viðskiptamiðstöðv-

Frá undirritun samstarfssamnings við Háskóla Íslands um uppbyggingu skólafélags á Ásbrú, sem er grunnur að uppbyggingu Keilis. Frá vinstri: Árni Sigfússon, Kristín Ingólfsdóttir (rektor HÍ) og Kjartan Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri KADECO.

Page 6: 1. tbl. - 74. árgangur 2014mitt.is/faxi/Faxi1_14.pdfskólar eru reknir á svæðinu, Háaleiti og Völlur. Húsnæði menntaskóla hersins hefur verið breytt í miðstöð vísinda,

10 FAXI FAXI 11

ar og ekki síst ATP tónlistarhátíð sem þegar hefur vakið athygli og slíkar hátíðir geta dregið að þúsundir erlendra gesta og gert gömlu varnarstöðina í Keflavík að þekktum tónleikastað á heimsvísu.

Í samanburði við þróun fyrrum her-svæða sem fjallað hefur verið um hér að framan má fullyrða að óvíða, ef ein-hvers staðar, hefur uppbygging verið jafn

nýstárleg, fjölbreytt og hröð og ekki síst jafn sjálfbær og hér. Hafa ber í huga að aðeins 20 milljónir kr. voru lagðar með Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar í upp-hafi af íslenska ríkinu, þegar varnarliðið fór. Að öðru leyti hefur því verið gert að fjármagna sig með sölu eigna. Reykjanes-bær hefur staðið að rekstri grunnskóla, leikskóla og almennri þjónustu. Til

að undirstrika vilja bæjarins til að allt fjármagn eigna nýttist til uppbyggingar svæðisins og til að hraða uppbyggingu, féllst Reykjanesbær á að ekki yrðu inn-heimt fasteignagjöld af eigum Þróunar-félagsins á svæðinu á uppbyggingartíma. Þetta var lögfest. Þannig var ekki byggt á öllum hefðbundnum skatttekjum sveitar-félagsins til að fjármagna uppbyggingu grunn- og leikskóla á svæðinu. Ríkið hefur enn ekki lagt sérstaka fjármuni til Reykjanesbæjar sem niðurgreiðslu fyrir þá þjónustu sem sveitarfélagið veitir á svæðinu. Þetta má fullyrða að sé einstakt og forboði þess að upp mun rísa heilbrigt og sjálfbært samfélag.

Samband sveitarfélaga á SuðurnesjumSkógarbraut 945, 235 Rnb – www.sss.

is - s. 420 3288 - Framkvæmdastjóri:

Berglind Kristinsdóttir

SSS er samstarfsvettvangur allra sveitar-

félaganna á Suðurnesjum. Tilgangur sam-

bandsins er að vinna að hagsmunamálum

sveitarfélaganna og efla og styrkja samstarf

þeirra. Í sameiginlegum málum kemur það

fram fyrir hönd sveitarfélaganna gagnvart

ríkisvaldinu og öðrum. Sambandið annast

samræmingu á fjárhags- og framkvæmda-

áætlun sameiginlega rekinna fyrirtækja og

stofnana. Skrifstofa SSS annast fjármál,

bókhald og ýmsa þjónustu fyrir samreknar

stofnanir sveitarfélaganna á Suðurnesjum.

Undir sambandið heyra eftirtalin félög og

stofnanir.

Eldey, Grænásbraut 506, Ásbrú

– www.heklan.is - Sími 420 3288 – Fram-

kvæmdastjóri: Berglind Kristinsdóttir.

Heklan, Atvinnuþróunarfélag Suðurnesja,

var formlega sett á laggirnar 27. apríl 2011.

Félagið styður við atvinnuþróun á Suður-

nesjum í samstarfi við einstaklinga, fyrirtæki,

samtök, sveitarfélög og aðra hagsmunaaðila.

Iðnaðarráðuneytið og Byggðastofnun leggja

félaginu til 20 mkr. á ári en Samband sveitar-

félaga á Suðurnesjum aflar mótframlaga og

sér að öðru leyti um fjármögnun starfsem-

innar eins og tíðkast í atvinnuþróunarfélögum

annarra landshluta.Heklan rekur frumkvöðla-

setrið Eldey á Ásbrú. Verkefnastjóri Eldeyjar

er Dagný Gísladóttir. Markaðsstofa Reykja-

ness og verkefnið Reykjanes jarðvangur

heyra undir starfsemi Heklunnar.

Eldey, Grænásbraut 506, Ásbrú – www.

vaxtarsamningur.sss.is - Sími 420-3288 -

Verkefnastjóri: Björk Guðjónsdóttir

Iðnaðarráðuneytið og Atvinnuþróunarráð

Samtaka sveitarfélaga á Suðurnesjum gerðu

með sér samning með það fyrir augum að

efla nýsköpun og samkeppnishæfni atvinnu-

lífsins á starfssvæði SSS og auka hagvöxt

með virku samstarfi fyrirtækja, háskóla,

sveitarfélaga og ríkisins. Á fjórum árum hafa

60 verkefni fengið styrk úr sjóðnum sem valin

voru úr 136 umsóknum . Vaxtarsamningurinn

hefur náð að skapa sér ákveðna kjölfestu fyrir

þróunar- og nýsköpunarverkefni á Suður-

nesjum.

Eldey, Grænásbraut 506, Ásbrú – s. 420

3294 - Verkefnastjóri: Þuríður H. Ara-

dóttir

Markaðsstofa Reykjaness var stofnuð árið

2006. Markaðsstofan er sjálfseignastofnun

og rekin með stuðningi frá sveitarfélög-

unum fimm á Reykjanesi, Grindavík, Garði,

Reykjanesbæ, Sandgerði og Vogum auk

ferðaþjónustufyrirtækja á svæðinu. Markaðs-

stofan fer fyrir allri almennri markaðssetningu

á Reykjanesi sem ákjósanlegum áfangastað

ferðamanna. Auk þess stendur markaðsstof-

an fyrir erindum, námskeiðum og málþingum

fyrir fyrirtæki innan svæðisins.

Reykjanes jarðvangurEldey, Grænásbraut 506 - www.reykja-

nesgeopark.is - Sími: 420-3291 - Verk-

efnastjóri: Eggert Sólberg Jónsson

Reykjanes jarðvangur nær yfir allt land

sveitarfélaganna Grindavíkurbæjar, Reykja-

nesbæjar, Sandgerðisbæjar, Sveitarfélagsins

Garðs og Sveitarfélagsins Voga. Jarðvangur-

inn er samstarfsvettvangur sem byggir á því

að nýta sérstöðu svæðisins, þ.e. merkilega

jarðfræðiarfleifð og einstaka jarðsögu, til

verðmætasköpunar. Sjá nánari umfjöllun á

öðrum stað í þessu blaði.

Eldey, Grænásbraut 506 - www.menning.

sss.is – s. 420-3288 - Verkefnastjóri:

Björk Guðjónsdóttir

Hlutverk Menningarráðs er meðal annars

að samræma aðgerðir á sviði menningar-

mála á Suðurnesjum og standa fyrir öflugu

þróunarstarfi í menningarmálum og nýsköpun

sem meðal annars styðji við menningar-

tengda ferðaþjónustu. Menningarráð úthlutar

styrkjum til menningarverkefna á Suður-

nesjum samkvæmt úthlutunarreglum sem

það setur og birtir, auk þess að hafa eftirlit

með framkvæmd verkefna sem það styrkir.

Eldey þróunarseturÍ Eldey er eitt stærsta og glæsilegasta frumkvöðlasetur landsins, sem þjónar

frumkvöðlum og sprotafyrirtækjum, auk starfandi fyrirtækja sem vilja efla sig

með nýsköpun og vöruþróun.

Miklar endurbætur hafa verið gerðar á húsnæðinu í Eldey til að tryggja að frumkvöðla-

setrið bjóði bestu mögulega aðstöðu fyrir frumkvöðla til að stíga sín fyrstu skref, þróa

viðskiptahugmyndir sínar og koma sprotafyrirtækjum á legg. Húsnæðið er í heild 3.300

fermetrar og skiptist það í kennslu- og fyrirlestrarrými, fundaraðstöðu, og skrifstofu- og

smiðjuaðstöðu fyrir frumkvöðlafyrirtæki. Þar eru einnig til húsa félög og stofnanir sem

fjallað er um hér á síðunni og heyra undir Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum.

PANTONE 3135

PANTONE 4505

C 100M 0Y 16K 11

C 0M 15Y 70K 50

Leturgerð: Letter Gothic STD Bold

Kynning fyrirtækja, félaga og stofnana á Ásbrú

Hönnun á Íslandi er í örum vexti og ljóst að þar búa mörg

tækifæri. Sú þróun hefur orðið í frumkvöðlasetrinu Eldey á

Ásbrú að þangað hafa leitað í ríkum mæli hönnuðir. Eftir því

sem hönnuðum hefur fjölgað í setrinu hefur samstarf þeirra

aukist og reynslan hefur sýnt að það samstarf hefur bæði

eflt hönnuðina, fjölgað tækifærum og vakið athygli á hönnun

á Suðurnesjum.

Sem dæmi má nefna viðburðinn Heklugos sem haldinn hefur

verið í tvígang í samstarfi við hönnuði í húsinu en þar var hönn-

uðum af öllum Suðurnesjum boðin þátttaka. Á síðsta ári tóku níu

hönnuðir þátt í tískusýningu, hönnuðir í Eldey voru með opnar

vinnusmiðjur og aðrir sýnendur voru samtals 18. Gestir voru 700

og fékk viðburðurinn mikla athygli í fjölmiðlum.

Viðburðinum hefur verið fylgt eftir með mánaðarlegum kaffi-

húsakvöldum í Eldey þar sem boðið er upp á áhugaverð erindi og

gestir heimsækja opnar vinnustofur að því loknu.

Mikil eftirspurn gesta er í húsið, sem dæmi má nefna að í

september sl. sóttu 700 gestir setrið heim. Allir þessir viðburðir og

kynning hefur skilað sér í aukinni sölu hönnuða og skapað þeim

þannig möguleika sem ekki voru til staðar áður.

Mikilvægt er að efla þetta samstarf með formlegri hætti og víkka

það út til allra hönnuða á Suðurnesjum því ekki eru allir starf-

andi í Eldey. Því kviknaði sú hugmynd stofna hönnunarklasa um

samstarfið þar sem fleiri væru kallaðir að borðinu. Með stofnun

hönnunarklasa skapast aukin tækifæri til fjármögnunar verkefna

sem miða að því að styrkja hönnun á Suðurnesjum og að sama

skapi verður hún sýnilegri.

Með verkefninu skapast tækifæri til þess þróa og styrkja skap-

andi greinar á Suðurnesjum sem eru i örum vexti og skapa að-

stæður til nýsköpunar á sviði hönnunar. Hugmyndafræði klasans

er þessi: Því stærri sem kakan er – því meira græðir þú.

Formaður stjórnar Maris er Helga Björg Steinþórsdóttir en

verkefnið er unnið í samstarfi við Hekluna, atvinnuþróunarfélag

Suðurnesja.

Maris hönnunarklasi

Á fyrirlestri hjá Matta Ósvald í Eldey.

Page 7: 1. tbl. - 74. árgangur 2014mitt.is/faxi/Faxi1_14.pdfskólar eru reknir á svæðinu, Háaleiti og Völlur. Húsnæði menntaskóla hersins hefur verið breytt í miðstöð vísinda,

12 FAXI FAXI 13

Fyrstu heilsubótavörurnar frá GeoSi-lica, frumkvöðlum á Ásbrú, eru

væntanlegar á markað um mitt ár 2014. Fida Abu Libdeh og Burkni Pálsson stofnuðu fyrirtækið fyrir einu og hálfu ári síðan í framhaldi af lokaverkefnum þeirra beggja við tæknifræðinám hjá Keili. Fyrirtækið sérhæfir sig í vinnslu á kísil sem næringarefni. Hugmyndin kviknaði í námi þeirra beggja á Keili og var valin ein  af tíu bestu viðskiptahugmyndunum í Gullegginu 2013, frumkvöðlakeppni á vegum Innovit. Tækniþróunasjóður styrkti verkefnið og auk þess hefur GeoSilica fengið viðurkenningu Matís og Landsbankans.  Saga Palestínukonunnar Fidu Abu Labdeh er eitt fjölmargra dæma um spennandi tækifæri sem Háskólabrú og Orku- og tækniskóli Keilis hafa skapað á undanförnum árum.

Hremmingar í menntakerfinu Fjöldi innflytjenda til Íslands hefur auðgað íslenska menningu og mannlífsflóru. Margir hafa staðið sig afburða vel í námi og starfi og jafnvel orðið frumkvöðlar og brautryðj-endur á ýmsum sviðum.  Palestínukonan Fida Abu Libdeh er gott dæmi um þetta.

Hún var á grunnskólaaldri þegar hún kom til Íslands fyrir 17 árum með móður sinni og fimm systkinum. Móðurbróðir hennar var hér fyrir, hafði verið búsettur á Íslandi í hálfa öld. Fida lenti strax í hremmingum í menntakerfinu ásamt systur sinni. Þær

þráðu ekkert heitar en að ganga mennta-veginn og byrjuðu í 10. bekk í Reykjavík rétt áður en kennaraverkfallið mikla brast á snemma árs 1995. Systurnar létu ekki deigan síga, fóru í menntaskóla en gekk afleitlega í íslensku og dönsku. Þær fóru

að vinna og stunduðu kvöldskóla meðfram starfi. Fyrir innflytjendur með litla íslensku-kunnáttu er erfitt að fóta sig í íslensku framhaldsskólakerfi og systirin ákvað loks að hætta námi. Fida hélt ótrauð áfram. Á 6-7 árum tókst henni að ljúka við alla áfanga nema íslensku og dönsku. Framtíðin var óráðin en menntaþorstinn óslökkvandi. Fida sótti um undanþágu til náms við Há-skóla Íslands en fékk höfnun. Hún kom þá auga á auglýsingu frá Háskólabrú Keilis þar sem fram kom að hún gæti haldið áfram að mennta sig þótt hún væri ekki búin að ljúka stúdentsprófi.

Hún flutti á Ásbrú 2007 með fjölskyldu sinni og hóf nám hjá Keili. Framhaldið var ævintýri líkast. Hún lauk prófi frá Viðskipta og hagfræðideild Keilis 2008 og var í fyrsta útskriftarhópi sem útskrifaðist þaðan. Hún skráði sig í umhverfis og orkutæknifræði  í Keili og útskrifaðist með Bsc gráðu frá Há-skóla Íslands 2012 þegar Orku-tækniskóli Keilis útskrifaði sína fyrstu tæknifræðinga. Meðan á námi stóð  stofnaði Fida frum-kvöðlafyrirtækið GeoSilica með skólafélaga sínum, Burkna Pálssyni. Meðfram námi og starfi á Ásbrú gaf Fida sér tíma til að eignast þrjú börn með eiginmanninum, Jóni Kristni Ingasyni viðskiptafræðingi.

Verðmæt auðlind en algjörlega ónýttFaxi ræddi nýlega við Fidu í höfuðstöðvum GeoSilica á Ásbrú. Fida talar ágæta íslensku, hún er skýrmælt, snögg í tilsvörum, glettin og hláturmild. Lokaverkefni Fidu í orku- og umhverfisfræði á Keili fjallaði um áhrif kísils á mannslíkamann.

„Góður skólafélagi minn  Burkni Pálsson var á sama tíma að rannsaka aðferðir til að hreinsa jarðhitakísil,“ segir Fida. „Vatnið sem fellur til í jarðvarmavirkjunum er mjög kísilríkt og í raun ónýtt auðlind. Við stofn-uðum GeoSilica með það fyrir augum að vinna hágæða kísil-heilsuvörur úr jarðhita-vatninu. Menn eru fyrst núna að átta sig á stórmerkilegum eiginleikum kísils í formi fæðubótarefnis. Hann styrkir bein, bætir útlit og losar út óæskileg efni sem hlaðast upp í líkamanum. Núna einbeitum við okkur að beinastyrkingunni því sýnt hefur verið fram á að regluleg neysla fæðubótar-innar er fyrirbyggjandi við beinþynningu hjá konum. Fyrsta varan frá okkur kemur á markað um mitt ár 2014, kísil-fæðubótar-efni. Við búumst við að geta framleitt um 12 þúsund einingar af vörunni á fyrsta ári, en eftir það er hægt að auka framleiðsluna gríðarlega.  Markaður fyrir heilsuvörur með kísil hefur stækkað mikið undanfarið, kílóverðið er mjög hátt og það getur gert nýtingu jarðhitavatnsins mjög arðbæra.“

Kísill í heilsuvörurRannsóknir Fidu leiddu í ljós að árlega falla til um 45.000 tonn af kísil hér á landi í af-fallsvatni jarðvarmavirkjanna en kísillinn

Burkni Pálsson, einn af stofnendum GeoSilica, lauk B.Sc. prófi í stærð-

fræði og eðlisfræði frá Háskóla Íslands, starfaði síðan hjá Íslenskri erfða-greiningu sem sérfræðingur í lífupp-lýsingatækni. Hann ákvað að hefja nám í tækniháskóla Keilis og útskrifaðist með B.Sc. gráðu í orku og umhverfis-tæknifræði frá Háskóla Íslands í fyrsta árgangi tækniháskólans. Lokaverkefni Burkna Pálssonar í tæknifræðinámi Keilis snéri að hreinsun á felldum kísli.  Faxi bað Burkna um að segja lesendum sínum nánar frá tæknihlið þessa spennandi verkefnis.

Fæðubótarkísillinn verðmætastur„Felldur kísill er mjög verðmæt afurð en verðmætið er háð hreinleika hans. Því hreinni sem hann er þeim mun verðmætari er hann. Við vorum fyrst að hugsa um vinnslu á iðnaðarkísli en hreini fæðubótarkísillinn er margfalt verðhærri. Verð á einu kílói af honum er um 2000 Bandaríkjadalir en fyrir iðnaðarkísil fæst kannski 100 til 1000 dalir á tonnið. Við komust að því að raunhæft væri að nýta og hreinsa kísil úr affallsvatni frá Hellisheiðarvirkjun. Hér á Reykjanesi er u.þ.b. eitt gramm af kísli á hvern lítra af jarðhitavökva en aðeins minna á Hellisheiði. Á móti kom svo í ljós að jarðhitavatn á Reykjanesi hentar mjög illa

í fæðubótarefni vegna seltu. Það þarfnast miklu meiri hreinsunar en jarðhitavatnið á Hellisheiði og myndi stórauka allan rekstrarkostnað.“

Flókin tækni en tilraunir lofa góðuBurkni segir að hreinsunin sé vandasöm, tæknin er flókin og hún hefur ekki verið notuð áður með jarðhitavökva.

„Tilraunir okkar lofa samt góðu,“ segir Burkni. „Tæknin gengur í meginatriðum út á að hreinsa mikið magn af kísli með örsíun og jónaskiptatækni í formi jónaskiptaefna. Þannig eigum við að geta komist niður í 10 microSiemens í leiðni vökvans sem þýðir að hann er afar hreinn. Þessi tækni er mjög afkastamikil og í framtíðinni sjáum við fyrir okkur að við gætum því orðið heildsalar á kísil-þykkni sem hægt væri að selja til annarra fyrirtækja eins og snyrtivörufyrirtækja og annarra fæðubótaframleiðanda. Aðferðin sem við notum gæti einnig hentað vel til að framleiða jafnvel þúsundir tonna á ári af hreinum iðnaðarkísli, en hann er notaður sem fylliefni í allskonar vörur s.s. gúmmí, pappír, málningu af öllum tegundum og í lyfjaiðnaði. Burkni segir að lokum, að GeoSilica hafi frá upphafi notið frábærs stuðnings alls samfélagsins á Ásbrú, þar á meðal skólanna, fyrir-tækjanna og sérstaklega Kadeco.“

Verðmæt afurð – vandasöm tækni

Fida og Burkni eru frumkvöðlar á Ásbrú:

Vinna hágæða heilsuvörur úr affallsvatni

- fyrstu vörurnar komu á markað í vor

Fida Abu Libdeh, Burkni Pálsson og Hanna Ragnheiður Ingadóttir.

Page 8: 1. tbl. - 74. árgangur 2014mitt.is/faxi/Faxi1_14.pdfskólar eru reknir á svæðinu, Háaleiti og Völlur. Húsnæði menntaskóla hersins hefur verið breytt í miðstöð vísinda,

14 FAXI FAXI 15

getur valdið verulegum vandamálum með útfellingar í búnaði auk þess að gera niður-dælingu affallsvatnsins erfiða þar sem hann getur stíflað borholurnar.

„Þegar við fórum að skoða þetta betur datt okkur í hug að hægt væri að nota kísil-inn í heilsuvörur. Hæsta verðið er einmitt fyrir slík fæðubótarefni. Svipuð vara fæst erlendis en kísillinn í henni er unnin úr kvartssandi með iðnaðarferlum. Aðferðin sem við höfum þróað við kísilvinnslu er al-gjör nýjung og skapar GeoSilica mikla sér-stöðu. Hvergi annars staðar í heiminum er verið að hreinsa náttúrulegan jarðhitakísil á þennan hátt. Venjan hafi hingað til verið að nota ýmis efnasambönd, til dæmis sýrur og basar, til að vinna kísil úr jarðvegi og bergi. GeoSilica notar engin efnafræðileg ferli við hreinsunina. Kísillinn verður þá tandurhreinn og það eina sem við þurfum

að gera er að skilja hann frá öðrum efnum sem eru yfir leyfilegum mörkum í jarðhitavökvanum. Vökvinn er mjög steinefnaríkur, blandaður arseniki, áli og öðrum óæskilegum efnum. Við höfum þróað tæknina til að skilja þessi náttúru-efni frá þannig að eftir verður fullkomlega hrein náttúruafurð. Til að ná upp hæfilegu magni fyrir heilsuvöruna þarf að sjóða affallsvatnið þrjátíufalt niður og þannig eykst kísilstyrkurinn. Gert er ráð fyrir því að neytandinn taki eina matskeið af þessu á dag til að vinna gegn beinþynningu og bæta húð, hár og neglur. Við ætlum einnig að þróa kísil- og steinefnaríkt drykkjarvatn sem yrði markaðssett eins og íslenskt vatn en með sérstöku tilliti til kvenna á breytingaskeiði og annarra sem eru í áhættuhópi vegna beinþynningar. Allar lokatilraunir og mælingar hafa verið

gerðar og verkefnið er núna að byggja upp lagerinn og stækka tæki og búnað.“

Orkiveita Reykjavíkur kom til hjálparÞótt gríðarlegt magn af kísli falli til á Reykjanesi fær GeoSilica ekki leyfi til að nota hann því í gildi er samningur milli HS Orku og Bláa lónsins um forgangsrétt lónsins til nýtingar á kísli á öllum Reykja-nesskaga. Fida og Burkni ræddu þá við Orkuveitu Reykjavíkur. „Þeir voru ótrúlega jákvæðir og hjálpsamir,“ segir Fida.

Fyrirtækið fékk aðstöðu í frumkvöðla-setrinu Eldey á Ásbrú en tæknifræðinámið í Keili er kjörinn vettvangur fyrir frumkvöðla til að þróa hugmyndir sínar. Verkefnið byrjaði 2012 í samstarfi við Agnir ehf., það er fyrirtæki sem leiðbeinandi okkar á. Þeir eru búnir að rannsaka kísil í fjölda ára þannig að við fengum aðgang að öllum rannsókum þeirra.

Námið hjá Keili reið baggamuninn„Þetta hefði aldrei gerst án Keilis,“ segir Fida. „Ég er þeim svo hjartanlega þakklát fyrir að fá að ljúka stúdentsprófinu sem stóð alltaf í vegi fyrir að ég kæmist í háskóla og fengi tækifæri til að sanna mig. Ég hefði haldið áfram að hamast í menntakerfinu þangað til ég hefði gefist upp og aldrei klárað neitt.“

Fida er þriggja barna móðir eins og fyrr var nefnt og eignaðist þau öll meðan hún var í námi og starfi á Ásbrú.

„Já, það hefur verið alveg nóg að gera hjá mér,“ segir hún. „Við erum búin að vera hér á Ásbrú í sjö ár og vorum með þeim allra fyrstu sem fluttum hingað. Þá voru aðeins 20-30 manns búsettir á svæðinu. Það er æðislegt að vera hér, ég er ótrúleg ánægð og finnst mikil forréttindi að fá að taka þátt í að byggja upp þetta frábæra samfélag sem hér er með Keili og Kadeco. Allir hafa sýnt mikinn áhuga á því sem við erum að gera og við höfum fengið hjálp, stuðning og upp-örvun úr öllum áttum.“

Arctic Sea Salt Eyrartröð 3 - www.arcticseasalt.is – s.

695 2545 - Forstöðumaður: Helgi Sigur-

jónsson.

Fyrirtækið var stofnað árið 2012 til fram-

leiðslu á heilsusalti. Starfsmenn eru þrír.

Heilsusalt inniheldur aðeins 41% natríum-

klóríð en venjulegt salt 96-98%. Að auki

er í heilsusaltinu 41% kalíumklóríð og

afgangurinn (18%) eru öll snefilefni sjávar,

þar af magnesíum 1.8%. Of hátt natríum-

klóríð hækkar blóðþrýsting. Heilsusaltið full-

nægir kröfum um hæfilegan dagsskammt af

natríumklóríði og magnesíum.

ÍAV þjónusta ehf.Klettatröð 8 – www.iav.is – s. 530 4200 -

Framkvæmdastjóri:

Guðmundur Pétursson.

ÍAV þjónusta er systurfyrirtæki Íslenskra

aðalverktaka ehf. Fyrirtækið rekur alhliða

þjónustu og viðhald mannvirkja auk þess

nýsmíði, og hefur m.a. umsjón með um 300

fasteignum. Verksvið ÍAV þjónustu spannar

flesta verkþætti sem að fasteignum snúa, s.s.

orkuvöktun, eftirlit með lögnum, öryggis- og

eldvarnareftirlit. ÍAV Þjónusta hefur á marg-

víslegan máta komið að þeirri uppbyggingu

sem átt hefur sér stað á Ásbrú frá því herinn

fór. Í samstarfi við Þróunarfélag Keflavikur-

flugvallar, Háskólavelli og Reykjanesbæ

hefur reynslan af störfum ÍAV Þjónustu fyrir

Varnarliðið komið að góðum notum. Fyrir-

tækið var stofnað árið 2006 og er með 25

manns í starfi.

Skólar ehf. Klettatröð 8 - www.skolar.is - s. 617

8900. Framkvæmdastjóri:

Guðmundur Pétursson

Markmið Skóla ehf. er að reka leikskóla

sem starfa eftir svonefndri Heilsustefnu.

Upphafsmaður þeirrar stefnu var Unnur

Stefánsdóttir. Skólar stefna að því að verða

leiðandi í þekkingu og aðferðarfræði heilsu-

eflandi leikskólastarfs með heilsu og lífsgæði

nemenda, starfsfólks og nærsamfélags að

leiðarljósi. Skólar reka í dag eftirfarandi leik-

skóla: Heilsuleikskólann Krók i Grindavik,

Heilsuleikskólann Kór í Kópavogi, Heilsuleik-

skólann Hamravelli í Hafnarfirði, Heilsuleik-

skólann Háaleiti á Ásbrú í Reykjanesbæ og

Ungbarnaleikskólann Ársól í Reykjavik.

Heilsuleikskólinn HáaleitiLindarbraut 624 – s. 426 5276 - Forstöðu-

maður Þóra Sigrún Hjaltested.

Heilsuleikskólinn Háaleiti var stofnaður

2008 og er fyrir börn frá 24 mánaða aldri til 6

ára. Starfsmenn eru 15 talsins. Það eru þrjár

deildir í leikskólanum og er gert ráð fyrir að

80 börn geti dvalið þar samtímis. Leikskólinn

er rekinn í anda Heilsustefnunnar og eru ein-

kunnarorð hans næring - hreyfing - listir.

SAR - Samtök atvinnurekenda á ReykjanesiEldey - Grænásbraut 506 – www.sar.is –

Stjórnarfomaður: Guðmundur Pétursson

SAR eru samtök sem eru að vinna með

fyrirtækjum, sveitarfélögum, stofnunum og

ríkisstjórnum í að skapa atvinnu og koma

af stað nýjum verkefnum á Reykjanesi.

Stofnaðilar voru 31 en í dag eru aðilar um

150 talsins. Samtökin vinna með fyrirtækjum,

sveitarfélögum, stofnunum og ríkisvaldi í

að skapa atvinnu og koma af stað nýjum

verkefnum. Samstarfsaðilar eru fjölmargir og

má þar m.a. nefna Hekluna, Isavia, Kadeco

og sveitarfélögin á Reykjanesi. Jafnfram er

samstarfssamningur við Atvinnuþróunarfélag

Eyfirðinga vegna verkefna á Norðurslóðum.

Azazo (Gagnavarslan) hf.Grænásbraut 720 – www.gagnavarslan.

is – s. 553 1000 – Forstjóri:

Brynja Guðmundsdóttir

Azazo (Gagnavarslan) er þekkingar- og

hugbúnaðarfyrirtæki á Ásbrú sem býður

heildarlausnir í stjórnun upplýsinga,

meðhöndlun og varðveislu þeirra. Azazo

býður ráðgjöf sérfræðinga m.a. á sviði upp-

lýsinga- og skjalastjórnunar auk verkefna- og

gæðastjórnunar. Fyrirtækið er í fararbroddi í

upplýsingatækni og hefur þróað hugbúnaðinn

CoreData ECM sem auðveldar fyrirtækjum

að halda utan um upplýsingar á skipulagðan

og öruggan máta. Azazo veitir einnig víð-

tæka þjónustu við skönnun, skráningu og

prentun auk vörslu skjala, muna og listaverka

í sérhæfðu vörsluhúsnæði.

ÍslandshúsBogatröð 2102 – www.islandshus.is –

s. 858 9100 – Forstöðumaður:

Óskar Húnfjörð

Íslandshús ehf. er nýsköpunar- og þró-

unarfyrirtæki, stofnað 2012, sem vinnur að

þróun á nýrri kynslóð forsteyptra eininga í

húsbyggingar. Fyrirtækið framleiðir einnig

smáeiningar sem eru ýmiskonar undirstöður

fyrir skjólgirðingar, sólpalla, smáhýsi, skilti

og flaggstangir o.fl. Ásbrú er spennandi

vettvangur nýsköpunar- og frumkvöðlafyrir-

tækja. Fyrir Íslandshús ehf. hefur verið mikill

stuðningur að hinu jákvæða viðhorfi sem

Kadeco og Reykjanesbær sýna atvinnusköp-

un á svæðinu. Íslandshús ehf. hefur vaxið

og dafnað á þeim tíma sem fyrirtækið hefur

starfað á Ásbrú og eflst enn frekar í þeirri

nýsköpun sem er svo ríkur þáttur í starfsemi

fyrirtækisins.

Fyrsta brautskráning tæknifræðinema frá Keili í júní 2012.

Kynning fyrirtækja, félaga og stofnana á Ásbrú

Page 9: 1. tbl. - 74. árgangur 2014mitt.is/faxi/Faxi1_14.pdfskólar eru reknir á svæðinu, Háaleiti og Völlur. Húsnæði menntaskóla hersins hefur verið breytt í miðstöð vísinda,

16 FAXI FAXI 17

fermetrum á einni hæð, og er vítt til veggja í matsal og kennslustofum. Mikið er upp-runalegt frá tímum varnarliðsins og við höfum haldið mörgum einkennum gamla ameríska barnaskólans. Salernin eru t.d. ennþá merkt „girls“ og „boys“, málverkin á veggjunum eru frá þeim tíma en eðlilega hafa verulegar breytingar verið gerðar á húsnæðinu. Þótt rýmið hér sé einstaklega gott er leiksvæði lítið og það helgast af því að amerísku skólabörnin voru ekki eins mikið úti í frímínútum og þau íslensku. Hér voru til dæmis engir sturtuklefar því amerísku nemendurnir fóru ekki í sturtu í skólanum. Íþróttasalurinn er mjög fínn og allt er hér fyrir hendi til fjölbreytts íþrótta-starfs nema sundlaug. Sundið stunda börnin í Njarðvíkurskóla.“

Stækkandi skóli„Skólinn er stöðugt að stækka og það fjölgar hjá okkur um 30 börn á næsta ári“ segir Anna Sigríður. „ Miklir fólksflutningar hafa átt sér stað á Ásbrú, bæði til og frá svæðinu, og núna er byrjað að leigja út fleiri íbúðir en fyrr. Börnin koma allstaðar að af landinu með foreldrum sínum sem hefja nám í frumgreinadeild Keilis eða háskólanám í ýmsum greinum hjá þessari öflugu stofnun sem býður fólki sem hætt hefur eða flosnað upp úr námi tækifæri til að taka upp þráðinn og ljúka stúdentsprófi á einum vetri. Þá þarf auðvitað skóla fyrir börn þeirra. Flestir eru hér tímabundið og miklar nemendabreytingar hafa verið hér undanfarin ár, en ýmis teikn hafa verið á lofti síðasta eitt og hálfa árið um að fólk sé að ílengjast hér.

Jötunheimar, Goðheimar og ÁlfheimarOg Anna Sigríður heldur áfram:

„Við skólann er starfandi ein deild og tvö námsver þar sem við sinnum nemendum með ýmsar sérþarfir. Goðheimar er ný deild sem einnig er nýtt fyrir nemendur annarra skóla. Þangað koma nemendur sem glíma við hegðunar- og tilfinningaerf-iðleika. Deildin vinnur á svipaðan hátt og Björkin við Njarðvíkurskóla en okkar skjól-stæðingar eru yngri. Við deildina starfar sérmenntað fólk og ég tel að hún sé afar vel mönnuð eins og reyndar aðrar deildir skólans. Auk þess erum við með tvö önnur námsver. Í Jötunheima koma jötnarnir okkar, gríðarlega kraftmiklir og skemmti-legir krakkar sem ekki hentar að vera í stórum bekk. Jötunheimar er tímabundið innanhússúrræði fyrir skólann og þetta er þriðja starfsárið. Í Álfheimum fer fram sérkennsla fyrir börn sem eiga námslega erfitt. Í öllum þessum úrræðum gildir sú regla að krakkarnir eru færri saman og kennslan er einstaklingsmiðuð. Allir fylgja þeir sínum bekk í sérgreinakennslunni, þ.e. leikfimi , smíði, textíl og heimilisfræði. Þetta hefur allt gengið einstaklega vel. Sem dæmi má nefna að jötnarnir okkar vilja helst ekki fara aftur úr Jötunheimum því þeim líður svo vel þar og við höldum vel

utan um þá. Ramminn er stífur og áhersla er á svonefnda ART kennslu sem snýst um félagsfærni, reiði-stjórnun og siðferðis-vitund. Börnin fara í tólf vikna námskeið og vinna með ýmsa þætti sem þeim eru erfiðir en þeim gengur mjög vel. Mark-miðið er að þau fari alltaf aftur inn í bekk-inn sinn – Jötunheimar eru t.d. ekki staður þar sem þau eiga að vera lengi. Markmiðið er að hjálpa þeim að aðlagast skólanum, ná tökum á sjálfum sér og náminu. Síðan fara þeir aftur í bekkinn og nýir koma inn. Heimarnir er nokkuð sem hefur þróast hér í Háaleitisskóla. Þessi úrræði hafa ekki verið reynd í mörgum skólum og því má segja að Háaleitisskóli sé tímamótaskóli að þessu leyti.“

Vel tekið á móti nýjum börnum„Við fáum ljúfa, góða og kraftmikla krakka allstaðar að. Allt skólastarfið miðast við að

Það var nepja á Miðnesheiðinni, hálf-gerður hræsingur, þegar við rennum

í hlað við hinn gamla barnaskóla varnar-liðsins dag nokkurn í mars síðastliðnum. Þessi skóli, sem áður hér A.T. Mahan Elementary School til heiðurs amerískum aðmíráli á 19. öld, gekk í endurnýjun líf-daga fáeinum árum eftir brottför hersins og nefnist nú Háaleitisskóli. Þegar komið er inn úr forstofunni tekur við hlýlegt, bjart og mikið rými. Hressir og snaggara-legir snáðar sem við hittum í anddyrinu bjóða góðan daginn að fyrra bragði og heilsa gestinum með þéttu handabandi eins og sannir Íslendingar. Þetta er merki-legur skóli þótt hann sé ungur. Hann hefur nokkra sérstöðu í íslensku skóla-kerfi og tekst á við vandamál sem stafa af mjög örum breytingum á skólagöngu nemenda. Fjöldi ungs fólks hvaðanæva af landinu hefur flutt á Ásbrú á undanförn-um árum til að stunda nám hjá Keili og margir hverfa heim aftur eða flytja annað þegar námi lýkur. Börnin fylgja með í þessum flutningum - koma og hverfa með foreldrum sínum, jafnvel á miðju skólaári, og þetta setur eðlilega sinn svip á skólastarfið. Háaleitisskóli hefur leyst úr þessum oft erfiðu og flóknu aðstæðum barnanna á aðdáunarverðan hátt.

Anna Sigríður skólastýra tekur að sér að leiða okkur í allan sannleikann um skóla-starfið og sýna okkur vegleg húskynnin. Að flatarmáli er Háaleitisskóli sennilega með stærstu skólabyggingum á landinu miðað við nemendafjölda, hálfgert völundarhús með fjölda vistarvera auk rúmgóðra og velbúinna skólastofa. Allt fyrirkomulag innanhúss einkennist af hlýleika, smekk-vísi og myndarbrag. Víða sjáum við börnin ganga í litlum röðum fast á hæla kennarans

á göngunum á leið í matsal eða til kennslu og hér hefur greinilega verið tekin upp hægri umferð.

„Þegar skólinn tók fyrst til starfa voru hér 85 börn,“ segir hún okkur, „en núna eru hér 150 nemendur í 1.-7. bekk en unglingastigið er í Njarðvíkurskóla. Við erum í miklu og góðu samstarfi við Njarðvíkurskóla hvað varðar allt skipulag, skóladagatal og annað. Húsnæðið hér er afskaplega skemmtilegt. Við erum í gríðarstóru húsnæði, 5700

Í Háaleitisskóla á Ásbrú:

Ljúfir, góðir og kraftmiklir krakkar allstaðar að af landinu

Háaleitisskóli á Ásbrú var stofn-aður skólaárið 2008-2009 eftir

allmiklar breytingar á fyrrverandi skólahúsnæði grunnskóla Varnar-liðsins á Keflavíkurflugvelli. Þar var stofnuð grunnskóladeild fyrir yngri nemendur sem eiga heima á Ásbrú og rekin sem útibú frá Njarðvíkurskóla til skólaársins 2012-2013. Frá þeim tíma hefur skólinn verið með sjálfstæðan rekstur og rekið sjálfstæða skólastefnu undir einkunnarorðunum menntun og mannrækt.

Í skólanum eru tvö bekkjarstig með nemendur í 1.-7. bekk, þ.e. yngsta stig í 1.-4. bekk og miðstig í 5.-7. bekk. Skólinn vinnur samkvæmt uppeldis-stefnunni „Heildstæður stuðningur við jákvæða hegðun“ sem miðar að því að ábyrgð, samvinna og tillitsemi séu höfð að leiðarljósi í öllu skólastarfinu og hvatt sé með kerfisbundnum hætti til

jákvæðrar hegðunar, aukinnar félags-færni og bættra samskipta. Skólastjóri Háaleitisskóla er Anna Sigríður Guð-mundsdóttir. Anna byrjaði að kenna við Myllubakkaskóla, fór síðan til Háaleitis-skóla þegar hann tók til starfa 2008, var þar aðstoðarskólastjóri frá 2012 og tók við skólastjórn síðasta haust þegar skólinn varð sjálfstæð stofnun. Aðstoð-arskólastjóri er Jóhanna Sævarsdóttir. Skólinn hefur yfir að ráða níu kennslu-stofum, íþróttahúsi til hreyfikennslu , stjórnunarrými, aðstöðu sérfræðinga Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar og skólahjúkrunarfræðings. Skólinn hefur fjórar sérgreinastofur, mötuneyti , fjöl-nota sal, frístundarými, bókasafn og tón-listarstofu fyrir forskóla Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Í skólanum eru fjórar stofur notaðar fyrir sérkennsluúrræði, Jötunheimar, Álfheimar og Goðheimar.

Menntun og mannrækt í HáaleitisskólaAnna Sigríður skóla-stjóri ásamt nemendum í 4. og 5. bekk.

Kristinn Frans Stefánsson stuðningsfulltrúi með nem-anda í Jötunheimum.

Hjörleifur Már Jóhannsson ásamt skólastýru og nemendum í 6. bekk.

Page 10: 1. tbl. - 74. árgangur 2014mitt.is/faxi/Faxi1_14.pdfskólar eru reknir á svæðinu, Háaleiti og Völlur. Húsnæði menntaskóla hersins hefur verið breytt í miðstöð vísinda,

18 FAXI FAXI 19

við erum að vinna með börnum sem eru að koma til okkar allt skólaárið. Sú staðreynd að margir nemendur skólans eru hér aðeins tímabundið leggur okkur þær skyldur á herðar að huga sérstaklega að þörfum þeirra. Mjög fáir nemendur okkar hafa verið hér öll þau sex ár sem skólinn hefur starfað. Við gætum fengið nýjan nemanda inn á morgun og þá væru kannski tveir aðrir að flytja frá Ásbrú. Skólamenningin er góð að okkar mati. Nemendur skólans hafa allflestir upplifað það sama - að koma úr umhverfi sem þau þekkja og flytjast í nýtt og ókunnugt umhverfi. Þau eru mjög meðvituð um þetta og taka einstaklega vel á móti nýliðum enda öll í sömu sporum og nýi krakkinn sem er að koma í bekkinn.

Allt skólastarfið mótast af því að taka vel á móti börnunum, koma á móts við þarfir þeirra og vinna út frá því. Þannig að við erum öll hér í skólanum með þessa sömu hugsun. Hér er alveg einstakur starfs-mannahópur, allir ganga í öll störf, hjálpast að og allir tilbúnir að liðsinna þegar aðstoð vantar. Háaleitisskóli er skóli sem vill skapa ákveðnar hefðir og þeir sem ráða sig hér í

vinnu vita það. Hingað kemur þvi fólk af hugsjón og vill láta gott af sér leiða.

Heilstæður stuðningur við jákvæða hegðun„Við erum PBS skóli sem táknar að hér er heildstæður stuðningur við jákvæða hegðun. Heildstæður stuðningur felst í skýrum reglum sem skólinn setur um æskilega hegðun á viðeigandi skólasvæðum og nemendum eru kenndar væntingar til hvers svæðis fyrir sig. Stuðningurinn bygg-ist á samvinnu og samskiptum allra starfs-manna skólans. Settar eru skýrar reglur um afleiðingar óæskilegrar hegðunar og aðgerð-ir starfsfólks við að styrkja jákvæða hegðun nemenda. Nemendum eru kenndar reglur og væntingar fyrir hvert svæði skólans og sýnileg umbun notuð til að styrkja æskilegu hegðunina með svokölluðum hrósmiðum. Áhersla er lögð á gagnasöfnun til að meta árangurinn. Við væntum þess þegar þú ert á ákveðnu svæði þá hegðir þú þér á ákveðinn hátt. Hér í Háaleitisskóla eru ellefu svæði og er eitt tekið fyrir í hverri viku. Börnunum er kennt hvernig þau eiga að haga sér á göngum og í frímínútum, á leiksvæðinu, í

kennslustofunni, hvernig við umgöngumst salernisaðstöðuna o.s.frv. Einkunnarorðin sem höfð eru að leiðarljósi í öllu þessu starfi eru ábyrgð, samvinna og tillitssemi.“

Skólahefðirnar„Skólahefðirnir okkar felast meðal annars í því að börnin verða alltaf að ganga í stafrófsröð inn í kennslustofur og matsal og hér í skólanum er hægri umferð á göngum. Í upphafi skóladags heilsa þau kennurum með handabandi og þegar kennslu lýkur endum við með að þakka fyrir daginn. Þetta eru ákveðnir siðir sem börnin læra, gamlar skólahefðir teknar upp aftur og gengur mjög vel. Margir sem hingað koma hafa hrifist af skólaandanum og finnst sérstakt að sjá litlar raðir barna gangandi hér um allar trissur með kennarann sinn í fara-broddi. Við skólann starfar mjög metnaðar-fullur og áhugasamur starfsmannahópur sem reynir eftir föngum að koma til móts við þarfir nemenda skólans og einkunnar-orðin okkar, menntun og mannrækt, eru höfð að leiðarljósi í öllu skólastarfinu.“

Mýr DesignEldey, Grænásbraut 506 - www.myrde-

sign .is - s. 896 559 - Helga Björg Stein-

þórsdóttir

Mýr Design var stofnað 2005 og annast

fatahönnun og framleiðslu á vönduðum

fatnaði fyrir konur á aldrinum 25-54 ára.

Sniðin eru sígild úr vönduðum efnum í

björtum og glaðlegum litum. Vörur Mýr eru

seldar á Íslandi og í Austurríki. Mýr starfar í

frumkvöðlasetrinu á Eldey og tekur þátt í að

koma hönnun á Suðurnesjum á kortið og efla

samstarf í skapandi greinum á svæðinu.

Lauftækni ehf. Eldvörp, Flugvallarbraut 752 – www.

lauftaekni.is – s. 899-7505 – Forstöðu-

maður: Einar Friðrík Brynjarsson

Lauftækni ehf. er tækniþjónustufyrirtækni,

stofnað 2010. Það veitir umhverfisþjónustu

fyrir bæjarfélög, fyrirtæki og einstaklinga.

Þjónustan er skipulags- og ráðgjafarþjónusta

sem miðar að þáttum er viðkoma verklegum

framkvæmdum sem snúa að umhverfinu t.d.

landmótun, gróður og hellulagnir svo eitthvað

sé nefnt. Fyrirtækið býr yfir sérhæfingu á

sviði hönnunar á görðum, lóðum og opnum

svæðum. Einnig annast fyrirtækið gerð

kostnaðar- og umhirðuáætlana, eftirlit og

ráðgjöf með framkvæmdum, mælingar og

uppgjör, tilboðsgerð, kennslu og fræðslu,

hönnun, uppbyggingu og viðhald íþróttavalla

o.fl. þessu tengt.

N1 HjólbarðaþjónustaGrænásbraut 552 - s. 440 1372 – For-

stöðumaður: Pétur Pétursson

N1 hjólbarðaþjónustan er þjónustufyrirtæki

sem annast almennar viðgerðir, dekkjaþjón-

ustu og smurningar. Viðskiptamenn koma af

öllum Suðurnesjum.

Touring Cars Iceland ehfKlettatröð 6 - www.touringcars.eu – s.

783 8722 – Forstöðumenn: Heli og Veijo

Tiitinen

Touring Cars er finnskt fyrirtæki sem

setti upp útibú á Íslandi 2009. Fyrirtækið er

leiðandi á Norðurlöndum þegar kemur að

því að leigja út og skipuleggja ferðir með vel

útbúnum hjólhýsum. Fyrirtækið býr yfír 30

ára reynslu og rekur nú afgreiðslur á Ásbrú,

í Helsingi, Rovaniemi, Stokkhólmi og Osló.

Allar afgreiðslurnar eru opnar allan sólarhring-

inn og áhersla er lögð á að veita óaðfinnan-

lega þjónustu. Á Íslandi er útleigutíminn frá

maíbyrjun til loka september.

Fótatak - göngugreining Eldvörp, Flugvallarbraut 752 – www.fota-

tak.net – s. 848 2711 - Forstöðumaður:

Sigurður Magnússon

Stofan á Ásbrú er rekin sem útibú frá stofu

í Reykjavík. Viðfangsefnið eru allar aðgerðir er

snerta vandamál með fætur hvort sem það er

göngugreining, innleggjasmíði eða almennar

fótaaðgerðir. Stofan sér um innleggjasmíði

jafnt fyrir börn sem fullorðna. Sigurður

Magnússon forstöðumaður kveðst vera mjög

ánægður með aðstöðuna í Eldvörpum og

vonast eftir því að fleiri íbúar á Suðurnesjum

nýti sér þjónustu stofunnar í framtíðinni.

Leikskólinn VöllurKeilisbraut 774 - www.hjalli.is - s.

4218410 - Forstöðukona: Ragnhildur

Ólafsdóttir

Leikskólinn Völlur tók til starfa 2007.

Starfsmenn eru 35. Völlur er rekinn af

Hjallastefnunni ehf og unnið er eftir þeirri

stefnu en fyrsta meginregla er að mæta

hverju barni eins og það er og viðurkenna

ólíkar þarfir aldurshópa, kynja og einstaklinga

sem leikskólinn lagar sig að. Lögð er áhersla

á virka foreldraþátttöku, jákvætt, kærleiksríkt

og menntandi starfsumhverfi fyrir börn og

kennara þar sem vellíðan allra er í fyrirrúmi.

Nemendahópnum er kynjaskipt til að mæta

ólíkum þörfum beggja kynja og til að geta

leyft stúlkna- og drengjamenningu að njóta

sín sem og mæta jafningaþörfum og skapa

jafningjavináttu.

Otium ehf.Klettatröð 1 - www.otium.is - s. 697 8910

– Forstöðumenn: Arna Helgadóttir og

Kristinn Arnarson

Félagið Otium var stofnað í febrúar 2012 af

einstaklingunum Örnu Helgadóttur og Kristni

Arnarsyni. Markmið og tilgangur félagsins er

að halda utan um starfsemi sem er í grunninn

af mjög ólíkum toga. Viðfangsefni Otium eru

í meginþáttum tvennskonar: Sjúkraþjálfun,

þar sem lögð er áhersla á góða og faglega

þjónustu á sviði endurhæfingar og þjálf-

unar. Teiknistofan, þar sem lögð er áhersla

á hönnun og byggingaráðgjöf. Teiknikstofan

annast einnig útboð og eftirlit, eignaskiptalýs-

ingar og ástandsskoðanir.

Jón Haukur Hafsteinsson, forstöðumaður Goðheima, að kenna ART tíma.

Sigfríður Ingibjörg Sigurðardóttir, forstöðumaður Jötunheima.

Kynning fyrirtækja, félaga og stofnana á Ásbrú

Page 11: 1. tbl. - 74. árgangur 2014mitt.is/faxi/Faxi1_14.pdfskólar eru reknir á svæðinu, Háaleiti og Völlur. Húsnæði menntaskóla hersins hefur verið breytt í miðstöð vísinda,

20 FAXI FAXI 21

Keilir, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs á Ásbrú hefur nú starfað

í tæp sjö ár. Á þessum tíma hafa tæplega 2000 manns fengið prófskírteini þar af rúmlega helmingur af Háskólabrú, sem er leið inn í háskóla fyrir fólk sem ekki hefur lokið stúdentsprófi. Keilir er því hvoru-tveggja í senn háskóli og framhaldsskóli. Enginn annar skóli hérlendis starfar á báðum skólastigunum. Keilir hefur gefið fjölda manns sem hætt hafa í framhalds-námi af einhverjum ástæðum tækifæri til að ljúka því og hefja háskólanám hér heima eða erlendis. Hjá Keili starfa nú, þegar allt er talið, vel á annað hundrað manns og veltan nálgast óðfluga einn milljarð króna. Því er óhætt að segja að Keilir sé stærsta þróunarverkefnið á Ásbrú. Við heyrðum í framkvæmdastjór-anum, Hjálmari Árnasyni, og báðum hann að segja lesendum okkar nánar frá þessu mikilvæga skólastarfi.

„Strax í byrjun settum við okkur þau markmið að fara ótroðnar slóðir,“ segir Hjálmar. „Við stofnun nýrra fyrirtækja gefast nefnilega svo skemmtileg tækifæri til að skapa nýjar hefðir og nýjar leiðir. Rétt eins og Fjölbrautaskóli Suðurnesja var á sínum tíma frumkvöðull á mörgum sviðum þá hefur Keilir þróað ýmsar nýjar leiðir að viðfangsefninu. Einkum má nefna tengslin við atvinnulífið en ekki síður kennsluhætt-ina. Við notum svonefnda speglaða kennslu þar sem nemendur hlusta á kennara sinn heima (eins oft og þeir vilja og þegar þeir vilja) en leysa verkefni og þá gjarnan sem hópur, hér í skólanum. Þetta hefur m.a. leitt til þess að það eru nemendur sem einkum eru virkir í tímum en hlutverk kennarans er meira að vera til aðstoðar. Starfsfólk Keilis

Keilir er stærsta þróunarverkefnið á Ásbrú- Markmiðið er að fara ótroðnar slóðir og skapa nýjar leiðir

Viljayfirlýsing um uppbyggingu há-skólasamfélags við Keflavíkurflug-

völl var undirrituð 15. mars 2007. Að þessari yfirlýsingu stóðu Reykjanesbær, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar og Háskóli Íslands í samstarfi við fjölda fyrirtækja, m.a. Bláa lónið, Geysir Green Energy, Glitnir, Fasteignafélagið Þrek, Fiskmarkað Suðurnesja, Flug-stoðir, Hitaveita Suðurnesja, Icelandair Group, Klasi, Sparisjóður Keflavíkur og VSB Fjárfestingarbanki.

Þetta var yfirlýsing um að „smíða plógjárn úr sverðunum, breyta vörn í sókn með þekkinguna að vopni.“

Í viljayfirlýsingunni segir ennfremur: Við eigum það markmið að gera þekk-inguna að einni helstu útflutningsvöru Íslendinga. Reynsla okkar á sviði jarð-gufuvirkjana og jarðvarmarannsókna, umhverfismála, sjávarútvegs og vinnslu og í síðauknum mæli á sviði flugreksturs og nútímavæðingar varna, eru ótvírætt stór tækifæri í þekkingarútrásinni sem

við vinnum nú að því að nýta. Til liðs við okkur höfum við fengið öfluga aðila, kjölfestan er Háskóli Íslands, en honum við hlið og að baki standa ein öflugustu fyrirtæki á landinu, hvert á sínu sviði. Hópurinn stækkar stöðugt…Víða í heim-inum sjáum við tækifæri alþjóðaflugvalla sem öflugar efnahagsvélar fyrir við-komandi ríki, nýtt í þágu uppbyggingar fjölþjóðlegra fyrirtækja og útflutnings á þekkingu“.

hefur alveg sérstakt yndi af nýsköpun og er ófeimið við að feta ótroðnar slóðir.“

Ekki á leiðinni í gamla farið„Samkvæmt því sem við heyrum bæði frá nemendum og kennurum erum við ekki á leiðinni í gamla farið hvað kennsluhætti varðar. Og það sem meira er - okkur sýnist kennarar víða af landinu vera að byrja að tileinka sér þessa aðferð. Segja má að gamla fyrirlestrarformið sé að ganga sér til húðar. Nemendur hafa aðgang að alnetinu og vitaskuld þurfum við að nálgast þá á þeirra forsendum. Í samstarfi við Heiðarskóla og nokkra kennara á Suðurnesjum er smám saman að verða til fyrirlestrabanki fyrir grunnskóla sem allir nemendur á landinu geta notað sér.

Speglaða kennslanMeð speglaðri kennslu eða vendikennslu er átt við að hefðbundinni kennslu er snúið við. Fyrirlestrar og kynningar kennara eru vistaðar á netinu. Nemendur geta horft og

Stofnun Keilis - Með þekkinguna að vopniHjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis.

Page 12: 1. tbl. - 74. árgangur 2014mitt.is/faxi/Faxi1_14.pdfskólar eru reknir á svæðinu, Háaleiti og Völlur. Húsnæði menntaskóla hersins hefur verið breytt í miðstöð vísinda,

22 FAXI FAXI 23

hlustað á kynningarnar eins oft og þeim sýnist og hvar sem þeim sýnist. Þá geta nemendur sent spurningar um efnið til kennara (eða annarra nemenda í hópnum) og fá svör á netinu sem öllum eru opin. Þá eru nemendur hvattir til að nota netið til að finna heppilegt kennsluefni. Kennslustundir í skólanum verða fyrir vikið öðruvísi. Þar vinna nemendur verkefnin, oftast saman í hóp, og kennarar aðstoða eftir þörfum við úrlausnir. Þar sem þetta form hefur verið reynt virðist lærdómurinn verða lifandi ferli sem virkjar nemendur á skemmti-legan hátt. Nám er alltaf á ábyrgð nemenda og undirbúningur fyrir verkefnatímana í skólanum er nauðsynlegur til þess að vinnan í skólanum nýtist á virkan hátt. Á heimasíðu Keilis (www.keilir.net) eru svo nokkur stutt myndbönd sem útskýra hvað

spegluð kennsla er. Gaman að skólafólk á Reykjanesi skuli leiða þessa þróun.“

Flugnám og ævintýraleiðsögn „Flestar námsbrautir okkar hafa orðið til vegna tengsla við atvinnulífið,“ segir Hjálmar. „Flugakademían vex hratt. Við vorum að bæta við sjöttu kennsluvélinni. Flugvirkjanámið virðist hafa slegið í gegn, flugumferðarstjórnin sömuleiðis og í flug-mannsnáminu er nóg að gera. Ekkert af þessu væri orðið að veruleika nema vegna stuðnings og náins samstarfs við grasrótina, þ.e. fyrirtækin og ekki síður fagfólkið. Flestir, sem kenna á þessum brautum eru líka starfandi í faginu og bera þannig stöðugt það nýjasta inn í námið.

Ævintýraleiðsögn er nýjasta námsleiðin okkar. Ekki síst er það fyrir þrýsting frá

ferðaþjónustunni sem við fórum af stað með það nám í samstarfi við kanadískan há-skóla. Sama má segja um ÍAK einkaþjálfara og styrktarþjálfara. Báðar brautir eru vegna náinna tengsla við fyrirtækin á þessum sviðum.“

Námsverkefnin unnin með fyrirtækjunum„Sennilega eru tæknifræðinámið í nánustu tengslum við atvinnulífið,“ heldur Hjálmar áfram. „ Námið beinlínis byggir á því að verkefni séu unnin með fyrirtækjunum. Það gerir þetta líka svo spennandi og skemmtilegt. Áherslan er á „hands-on“ nám í bland við það bóklega og fræðilega. Verkefnin sem nemendur skila þar eru unnin með og eftir óskum fyrirtækjanna eða sem sjálfstæð verkefni. Við erum sérlega stolt af þeim nýju fyrirtækjum sem hafa verið stofnuð út frá lokaverkefnum nemenda í tæknifræðinni.

Nú erum við hluti af hinum glæsilega Sjávarklasa sem hefur það markmið að auka verðmætasköpun og fjölga störfum. Á hans vegum höfum við verið að heimsækja fyrirtæki á Suðurnesjum tengd sjávarútvegi. Út úr því hafa komið mörg spennandi verkefni sem nemendur og kennarar vinna nú að með fyrirtækjunum. Þörfin fyrir tæknimenntað fólk er æpandi. Með námi í tæknifræði reynir Keilir að svara þeirri þörf.

Á vegum tæknifræðinnar rekum við svo Orkurannsóknir – frábæra aðstöðu til efnafræðirannsókna og annarra þátta. Fyrirtæki og nemendur geta fengið þar aðstöðu til að rannsaka eða þróa verkefni sín. Þannig losna fyrirtækin við að koma sér upp slíkum búnaði sjálf en geta leigt að-stöðu og jafnvel haft aðgang að nemendum til að sinna þróunarstarfinu.“

Háskólabrúin hryggjarstykkið í starfi KeilisEins og fyrr greinir er Háskólabrú leið inn í háskóla fyrir fólk sem ekki hefur lokið framhaldsnámi. Þeir sem hafa lokið 70 einingum í framhaldsskóla og eru orðnir 25 ára geta hafið nám á Háskólabrú, lokið stúdentsprófi og haldið áfram í háskóla hvar sem er í heiminum. Námið má stunda í staðnámi og fjarnámi en kennsla fer fram í húsakynnum Keilis á Ásbrú. Þaðan gengur rúta til og frá Reykjavík nemendum að kostnaðarlausu. Námið tekur yfirleitt eitt ár hvort sem það er tekið í staðnámi eða fjarnámi.

„Yfir 1000 manns hafa útskrifast af Há-skólabrú,“ segir Hjálmar, „og flestir þeirra hafa haldið áfram í háskólanámi. Fyrstu nemendur af Brúnni eru þegar útskrifaðir með Bachelor gráður eða jafnvel Master. Meðalaldur þeirra er um 30 ár. Við skipu-leggjum námið allt öðruvísi en framhalds-skólarnir, erum með fáar kennslugreinar á dag, notum speglaða kennslu og mikla hópavinnu. Fólk fær annað tækifæri á Há-skólabrú og nýtir það sannarlega vel. Þetta er þakklátasti en um leið kröfuharðasti nemendahópurinn.“

Leita samstarfs við hina bestuSpurningu okkar um hvernig Hjálmar sjái fyrir sér framtíð Keilis svarar hann á þá lund að stjórn skólans muni stöðugt vera á tánum til að þróa skólann í samræmi við upphafleg markmið hennar.

„Nú þegar höfum við skoðað nokkrar nýjar námsbrautir sem við höfum hug á að byrja með ef „kerfið“ leyfir okkur,“ segir Hjálmar. „Má þar nefna fatahönnun, fíkniráðgjöf, bortækni, jafnvel menntaskóla, öryggisakademíu svo eitthvað sé nefnt. Aðalatriðið er að vanda til verka, leita nýrra tækifæra sem þjóna samfélaginu en umfram allt að hafa gaman af því sem við erum að gera. Keilir hefur verið byggður þannig upp að við leitum eftir samstarfi við þá sem bestir eru á hverju sviði. Tæknifræðin er unnin með Háskóla Íslands, flugvirkjun með AST skólanum, þeim elsta í Evrópu á sviði flugvirkjunar, Thompson háskólinn í Kanada með ævintýranámið o.s.frv. Þannig náum við að bjóða nemendum okkar það besta í hverju fagi hverju sinni.“

Reykjanesakademían „Á Reykjanesi eru nokkrar öflugar mennta- og rannsóknarstofnanir,“ segir Hjálmar. „Við erum ekki stórt samfélag. Við gætum nýtt krafta okkar mun betur með því að skella þessum fyrirtækjum og stofnunum saman í eina heild undir einni yfirstjórn sem mætti kalla Reykjanesakademíuna. Þar undir sé ég FS, MSS, Keili, Þekkingarsetrið, Fisktækniskólann, Hafró í Grindavík og fleiri. Sameinast sem sjálfseignarstofnun er hefði aðeins eitt markmið: að efla menntun á rannsóknir á Reykjanesi. Þannig nýttum

við best krafta okkar í stað þess að dreifa þeim og fengjum enn öflugra samfélag fyrir vikið.“

Engin smákóngaveldiHjálmar bendir á að Skotar hafi farið þessa leið.

„Til varð með samruna fjölmargra skóla undir heitinu University og Highlands and Islands,“ segir hann. „ Eins og nafnið bendir til þá sinna þeir skosku hálöndunum og öllum eyjunum. Nemendur eru 35.000

talsins frá 14 ára aldri og upp í doktorspróf og allt þar á milli. Undir UHI eru margir skólar og stofnanir. Vel er ígrundað hvar skynsamlegast og best er að hafa hverja námslínu eða rannsóknir. Þar eru hags-munir heildar hafðir að leiðarljósi en ekki smákóngaveldi. Skotarnir eru mjög ánægðir með þetta fyrirkomulag og telja að menntun öll og nýsköpun hafi eflst við það. Við eigum hiklaust að stíga þessi skref hér með hagsmuni Reykjaness að leiðarljósi,“ segir Hjálmar Árnason að lokum.

Page 13: 1. tbl. - 74. árgangur 2014mitt.is/faxi/Faxi1_14.pdfskólar eru reknir á svæðinu, Háaleiti og Völlur. Húsnæði menntaskóla hersins hefur verið breytt í miðstöð vísinda,

24 FAXI FAXI 25

SporthúsiðFlugvallarhúsið 1 - www.sporthusid.is –

s. 421 8070 - Forstöðumenn: Ari Elíasson

og Eva Lind Ómarsdóttir

Sporthúsið í Reykjanesbæ er ríflega 2000

fermetra heilsu- og líkamsræktarstöö á Ásbrú

og er þriðja stærsta líkamsræktarstöð lands-

ins. Innan veggja þess starfa á fimmta tug

starfsmanna, ýmist sem launþegar, verktakar

eða sjálfstæðir atvinnurekendur. Markmið

Sporthússins er að veita framúrskarandi

persónulega þjónustu og leggja auk þess

mikinn metnað í snyrtimennsku og hreinlæti

í stöðinni. Viðskiptavinir Sporthússins eru á

öllum aldri. Sporthúsið býður upp á allt það

helsta í líkamsrækt í dag, m.a. fullkominn

tækjasal, einkaþjálfun, þolfimisali, CrossFit

og HotYoga. Sporhúsið er eina líkamsræktar-

stöðin í Reykjanesbæ sem býður upp á

barnagæslu í allt að 8 klst á dag.

Fullstack ehf.Eldvörp, Flugvallarbraut 752 - www.full-

stack.is - s. 866 8031 - Forstöðumaður:

Ívar Rafn Þórarinsson

Fyrirtækið var stofnað 2011. Það hannar

og forritar hugbúnað fyrir WordPress blogg-

kerfið. Selt er til viðskiptavina i gegnum

markaðstorgið themeforest.net. Viðskiptavinir

eru einstaklingar og fyrirtæki frá meira en 170

löndum. Nýjasta verkefni þess er bilaleiga

sem kallast Rentit.is. Þar gefst mönnum

tækifæri til að leigja út sinn eigin bíl. Bifreiðar-

eigendur geta stjómað því hvenær bíllinn er

laus til leigu, leiguverði og hver fær að leigja

bílinn þegar bókunarbeiðni kemur inn.

Kassabílar ehf.Bogatröð 2104 – s. 690 9005 - Forstöðu-

maður: Páll Eggertsson

Fyrirtækið Kassabílar ehf. var stofnað

árið 2004 og fluttist á Ásbrú árið 2013.

Starfsemin snýr að hverskonar flutningum

tengdum sjávarúvegi. Má þar nefna flutning

fisks frá fiskmörkunuðum á Suð-Vesturhorni

landsins og flutning á fiskafurðum til útskip-

unar í höfnunum í Reykjavík og Hafnarfirði.

Þá sinna Kassabílar löndunarþjónustu við

höfnina í Keflavik en fyrirtækið hefur yfir að

ráða fjórum lyfturum sem nýttir eru við þá

þjónustu. Bílafloti Kassabíla samanstendur af

fimm stórum flutningabílum og eru tveir þeirra

dráttarbílar með vögnum.

Heilbrigðiseftirlit SuðurnesjaSkógabraut 945 – www.hes.is - 420 3292

- Forstöðumaður Magnús H. Guðjónsson.

Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja starfar sam-

kvæmt lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti

og mengunarvarnir. Starfssvæði embættis-

ins eru sveitarfélögin Reykjanesbær, Vogar,

Grindavík, Sandgerði og Vogar, auk Kefla-

víkurflugvallar. Eftirlit embættisins tengist

m.a. matvælum, íbúðarhúsnæði, veitinga- og

gistihúsum, mengandi starfsemi, hundahaldi

auk íþrótta-, heilbrigðis- og menntastofnun-

um. Aðaláhersla er lögð á fyrirbyggjandi starf,

eftirlitsferðir, fræðslu og samráð við aðra

eftirlitsaðila. Heilbrigðeftirlitið veitir starfsleyfi,

sinnir kvörtunum og annast umhverfisvöktun

á eftirlitssvæðinu. Starfsmenn eru 5 talsins.

Teiknistofa M LíndalEldey, Grænásbraut 506 - http://

teiknistofaml.weebly.com - s. 778 1740

Teiknistofa ML er með þjónustu í þrí-

víddarhönnun og teikningum fyrir fyrirtæki og

einstaklinga. Unnið er í AutoCAD og í Revit

Architecture. Stofnandi fyrirtækisins er María

Líndal Bs.c byggingafræðingur frá VIA Há-

skólanum í Danmörku. Einnig er María tækni-

teiknari frá Iðnskóla Hafnarfjarðar. Teiknistofa

ML leggur áherslu á, að veita ávallt góða og

faglega þjónustu í samvinnu við viðskiptavini

og að tímaáætlanir verka standist uppsettar

kröfur til að ná hámarks árangri í verkum.

Teiknistofan byrjaði í frumkvöðlastarfi haustið

2013 í þrjá mánuði á vegum Nýsköpunarmið-

stöðvar Íslands.

FlingurEldey, Grænásbraut 506 – www.flingur.

is - s. 865 3205

Flingur hefur verið starfandi frá árinu 2001

og verið í eigu sama aðilans, Rannveigar Víg-

lundsdóttur, allan tímann. Seinna kom dóttir

hennar, Sigríður Magnea, inn í reksturinn. Frá

upphafi hefur fyrirtækið framleitt baðhettur

úr frotte sem seldar hafa verið í Bláa lóninu.

Síðustu ár hefur verið fjárfest í nýjum tækjum

og má þar nefna útsaumsvél sem gefur

fyrirtækinu mögulegt að merkja fatnað með

vörumerkjum, nöfnum og öðru sem fólk óskar

eftir. Á síðustu árum hefur vöruúrvalið verið

aukið og má þar nefna baðhettur, stígvéla-

kött, hálsklúta og núna nýlega svuntur.

EFLA hf, verkfræðistofaEldvörp, Flugavallarbraut 752 – www.efla.

is – s. 421 6100 Forstöðumaður:

Arnar Ingólfsson

EFLA er alhliða verkfræði- og ráðgjafarfyrir-

tæki með meginstarfsemi á Íslandi og ráðgjöf

um heim allan. EFLA hefur á að skipa mjög

hæfu og reynslumiklu fagfólki á fjölmörgum

sviðum. Sameiginlegt markmið þess er að

veita viðskiptavinum bestu mögulegu þjónustu

og lausnir, sama hvert eðli eða umfang

verksins er. EFLA leggur ríka áherslu á trausta

ráðgjöf en einnig á frumkvæði, samvinnu og

traust, og lítur á starfsfólk sitt sem verðmæt-

ustu auðlind sína. EFLA er með svæðisskrif-

stofur á Suðurlandi, Norðurlandi, Austurlandi

og starfstöð á Reykjanesi. EFLA starfrækir

dótturfélög í Noregi, Rússlandi, Frakklandi,

Póllandi, Tyrklandi og Dúbaí.

OMR verkfræðistofaEldvörp, Flugvallarbraut 752 – www.omr.

is – s. 891 9771 - Forstöðumaður:

Óli Þór Magnússon

OMR verkfræðistofa ehf. var stofnuð í

september 2007. Starfsvið fyrirtækisins

er almenn verkfræðiráðgjöf á sviði bygg-

ingarverkfræði: Verkefnisstjórn, framkvæmda-

reftirlit, byggingarstjórn, þróun og hönnun,

framkvæmdarráðgjöf og rekstur, viðhalds-

ráðgjöf, kostnaðar- og framkvæmdaráætlun,

skýrslu - og matsgerðir.

Landhelgisgæsla Íslands - KeflavíkLofthelgis- og öryggismálasvið

Þjóðbraut 1 - www.lhg.is - s. 425 5000 -

Georg K. Lárusson, forstjóri - Framkvæmda-

stjóri í Keflavík: Jón B. Guðnason.

Landhelgisgæsla Íslands - Keflavík annast

daglega framkvæmd öryggis- og varnarmála

samanber varnarmálalögin. Um er að ræða:

loftrýmiseftirlit, loftrýmisgæslu, ratsjár- og fjar-

skiptastöðvar, öryggissvæðin, gistiríkjastuðn-

ingur, framkvæmd varnarsamningsins, sam-

skipti við NATO og NATO þjóðirnar, varnar- og

öryggismannvirki, upplýsingakerfi NATO.

Landhelgisgæslan tók yfir verkefni Varnar-

málastofnunar frá 1. janúar 2011. Starfs-

mannafjöldi er 40 ásamt verktökum.

Heilsuhótel ÍslandsLindarbraut 634 - www.heilsuhotel.is – s.

512 8040 – Framkvæmdastjóri:

Ragnar Sær Ragnarsson

Fyrirtækið var stofnað 2009. Fram-

kvæmdastjóri og eigandi er Ragnar Sær

Ragnarsson. Heilsuhótel Íslands hefur yfir að

ráða 43 herbergjum, auk rýma sem henta

vel fyrir þá starfsemi sem þar er rekin. Í raun

er hér ekki um venjulega hótelstarfsemi

að ræða heldur byggist starfsemin mest á

heilsu- og fræðslutengdum námskeiðum

sem standa yfir í allt að tvær vikur. Ragnar

Sær skilgreinir starfsemina meira sem skóla

og heilsustofnun þar sem námskráin snýst

um fjölþætta fræðslu og þjálfun sem leið til

lífsstílsbreytinga. Námskeiðin byggjast upp á

kennslu, hreyfingu og hollu matarræði. Góð

samvinna er við önnur fyrirtæki á svæðinu

s.s. Sporthúsið vegna aðstöðu þar og Keili,

miðstöð vísinda og fræða, heilsubraut.

Hótelið hefur á skömmum tima öðlast gott

orðspor og er aðsókn góð. Alls starfa 10

manns við hótelið.

Spiral design ehf.Eldey, Grænásbraut 506 – www.spiralde-

sign.is – s. 775-2500 - Forstöðumenn: Íris

Jónsdóttir og Ingunn E. Yngvadóttir

Spiral Design rekur vinnustofur bæði á

Ásbrú og í Reykjavík og um tíma var fyrir-

tækið með verslun í Reykjavik. Einnig var

Fríhöfnin í Flugstöð Leifs Eiríkssonar um tíma

með sérstaka kynningu á framleiðslunni. Í

dag fer salan mest fram um heimasíðuna og

á Facebook. Spiral Design ehf. var stofnað 6.

maí 2010 af þeim Ingunni og Írisi. Fatnaður-

inn er hannaður og saumaður á Íslandi.

Hönnunin er sótt í umhverfið, fólkið og líðandi

stund hverju sinni, tímalaus og þægilegur

fatnaður hugsaður fyrir konur á öllum aldri.

Verksmiðjan SæverKlettatröð 3 – s. 421 8102 – Fram-

kvæmdastjóri: Gunnar Indriðason

Verksmiðjan Sæver var stofnuð árið 2013

og annast saltfiskverkun og alla almenna fisk-

vinnslu. Allur fiskur er keyptur á markaði.

Hárgreiðslustofan DraumahárKeilisbraut 771, - facebook.com/drauma-

har - s. 421 1555 - Eigendur: Hilda

Mekkin og Fanney María

Hárgreiðslustofan Draumahár var stofnuð

á árinu 2011 af þeim Hildu Mekkin og Fanney

Maríu. Þar er boðið upp á alla þjónustu er

tengist hári jafnt karla sem kvenna. Stofan er

opin virka daga frá klukkan tíu til fimm en þó

til klukkan átta á fimmtudögum. Viðskipta-

mannahópurinn er stór og kemur víða að,

s.s. af Ásbrú og öðrum hverfum Reykjanes-

bæjar sem og annars staðar af Suðurnesjum.

Hildur og María eru mjög ánægðar með

staðsetninguna á Ásbrú enda nóg að gera

alla daga.

Prótak verktakar ehf.Breiðbraut 672 f – www.protak.is -

554-1800 - Framkvæmdastjóri:

Jón Arnar Pálmason

Fyrirtækið var stofnað árið 2012. Starfs-

menn eru á bilinu 2-7 eftir því sem stendur á

verkefnum. Fyrirtækið býður fyrst og fremst

upp á lausnir í brunaþéttingum ásamt efnis til

hljóðeinangrunar og fleira.

Blikksmiðja Jóa ehf.Klettatröð 5, bygging 571 – s. 421 4411

Forsvarsmaður er Árni Ingi Stefánsson og

vinna þrír starfsmenn við fyrirtækið. Félagið

var stofnað 2003 og rekur almenna blikk-

smiðjustarfsemi. Þrír starfsmenn starfa við

Blikksmiðju Jóa og þess má geta að Jóhann

Ingason hefur starfað á þessum stað í um 40

ár. Félagið var stofnað árið 2003. Starfsemin

byggir á allri almennri blikksmíði.

Kynning fyrirtækja, félaga og stofnana á ÁsbrúKynning fyrirtækja, félaga og stofnana á Ásbrú

Page 14: 1. tbl. - 74. árgangur 2014mitt.is/faxi/Faxi1_14.pdfskólar eru reknir á svæðinu, Háaleiti og Völlur. Húsnæði menntaskóla hersins hefur verið breytt í miðstöð vísinda,

26 FAXI FAXI 27

Meðal öflugra frumkvöðla á Ásbrú er hugvitsmaðurinn Valdimar Össur-

arson sem rekur þar fyrirtækið Valorku ehf. og hefur aðstöðu í Eldey. Valdimar hefur komið víða við, m.a. þróað við-vörunarbúnað vegna snjóflóða og líflínu fyrir smábátasjómenn. Hann hefur um langt árabil unnið að þróun straum-hverfils til virkjunar sjávarfallaorku og fengið einkaleyfi á honum. Fyrir þessa uppfinningu fékk Valdimar gullverðlaun alþjóðlegra samtaka hugvitsmanna á sýningu í Svíþjóð 2011 og var hverfillinn þar með viðurkenndur sem merkasta upp-finning heims árið 2011. Hann er talinn henta vel til að virkja sjárvarstrauma við strendur og annes á Íslandi og á einnig að hafa notagildi til virkjunar vindorku. Valorka er eina fyrirtækið á Íslandi sem þróar tækni í þessari grein orkunýtingar. Fyrirtækið vinnur í nánu samstarfi við færustu sérfræðinga að rannsóknum og gagnaöflun varðandi nýtingu sjávarorku og sjávarstrauma í röstum við annes Ís-lands. Verkefnið hefur notið stuðnings Tækniþróunarsjóðs og Orkusjóðs og þverpólitísk samtaða hefur nú myndast á Alþingi Íslendinga um að efla rannsóknir á umfangi og nýtingarmöguleikum sjávar-orku við Ísland. Góðar vonir standa því til að þessari stórmerku tilraunastarfsemi verði haldið áfram.

Ógnarkraftur í sjó og sjávarföllum„Ég er alinn upp á Vestfjörðum; með stríðar sjávarrastir fyrir augum í uppvextinum og stundaði sjómennsku framan af ævinni. Rafmagnstruflanir hafa alltaf verð tíðar fyrir vestan og ég furðaði mig ævinlega á því hversvegna menn virkjuðu ekki þann ógnarkraft sem býr í sjó og sjávarföllum. Mér hefur fundist að með dýrum vatnsfalls- og jarðvarmavirkjunum á landi sé verið að sækja vatnið yfir lækinn – nýta eigi orkuna sem er hér í hafinu fyrir framan nefið á okkur. Sjávarfallaorkan er endurnýjanleg orkulind, sú öruggasta sem við höfum aðgang að, og að öllum líkindum sú lang-stærsta. Hana má líka nýta án þess að hún valdi þekktum umhverfisáhrifum og spjöll-um á náttúrunni. Okkur bráðvantar sam-keppnishæfa tækni til að nýta þessa orku og úr því hef ég reynt að bæta með hönnun

Valorka hverfilsins. Hingað til hefur bæði skort rannsóknir og stefnu á þessu sviði hér heima en nokkrar Evrópuþjóðir eru komnar langt í þessum efnum, þar á meðal Bretar og Frakkar. Elsta sjávarfallavirkjun í heimi er í La Rance í Frakklandi og var reist 1967 með því að stífla fjörð og virkja muninn á flóði og fjöru. Þannig fengu menn 240 MW virkjun. Vandamálin við þær tegundir sjávarfallavirkjana sem Frakkar og Bretar

nota eru þau gríðarlegu umhverfisáhrif sem stafa af virkjunum. Bretar eru komnir lengst í að virkja sjávarföll þar sem straumur er mikill í fjörðum, sundum og ósum en þær virkjanir eru nánast eins og olíuborpallar og umhverfisáhrifin eftir því."

Ræturnar eru í gamla vatnshjólinu„Mínir hverflar geta nýtt orku hægari straums en þeir sem nú eru komnir lengst í

þróun, og reyndar eru hverflar Valorku nú fremstir á heimsvísu á sínu nýtingarsviði. Sú virkjun sem ég er að vinna að verður að vera mjög ódýr ef hún á að vera samkeppn-isfær því orkuþéttni í hægari straumum er margfalt minni, og því mun hún framleiða minna rafmagn á hverja flatareiningu. Ég get ekki notað skrúfuhverfla eins og Bretarnir, því þeir vinna ekki við minni straumhraða en um 2-3 metra á sekúndu. Ég hef því farið aðrar leiðir. Mínir hverflar eiga sínar rætur í gamla vatnshjólinu. Það sem ég hef alltaf verið að velta fyrir mér og haft fyrir augunum bæði fyrir vestan og hér á Reykjanesi eru straumar við annesin. Sjávarfallastraumur í þröngum sundum og við annes verður oft margfalt meiri en í hafinu umhverfis. Við köllum þetta rastir og sem dæmi um öflugar annesjarastir við Ísland má nefna Reykjanesröst, Látraröst, Straumnesröst og Langanesröst. Dæmi um röst í sundi innfjarðar er Röst í Hvamms-

firði, sem er líklega straumþyngsta röstin við Ísland."

Fyrsti hverfillinn sem fær einkaleyfiOg Valdimar heldur áfram:

„Straumurinn í þessum annesjaröstum er minni en sumsstaðar í sundum, getur orðið allt að metri á sekúndu, en á móti kemur að virkjunarsvæðið er gífurlega stórt. Það eru ýmsir kostir við hægu straumana og þá er hægt að virkja með tiltölulega ódýrum hætti. Hentugasta tækið til að nýta hæga strauma er gamla og góða vatnshjólið sem kom fram á sjónarsviðið fyrir um 2000 árum. Það þýðir samt ekki að setja hefð-bundið vatnshjól í sjóinn. Því verður að breyta. Óbreytt vatnshjól nýtast ekki á kafi í straumvatni, þar sem átak straumsins er svipað báðumegin snúningsássins. Lausnin er að minnka viðnám öðrumegin við ásinn samanborið við hina hliðina, með breyt-ingum á hliðum vatnshjólsins og blöðum.

Valorka er eina fyrirtækið á Ís-landi sem stundar tækniþróun

á sviði sjávarfallavirkjana og þróun straumhverfilsins, sem fyrirtækið hefur fengið einkaleyfi á, er dæmi um verkefni sem alfarið er sprottið af hug-viti og þrotlausu starfi einstaklings. Að baki þessu stórmerka verkefni eru fjögurra áratuga tæknirannsóknir og pælingar en hugmyndin komst þó ekki á þróunarstig fyrr en með efnahags-lægðinni og atvinnuleysinu árið 2008. „Horfurnar voru þá ekki sérlega glæsi-legar fyrir atvinnulausan hugvitsmann með tvær hendur tómar og engin há-skólapróf,“ segir Valdimar Össurarson í samtali við Faxa. „Hugvitsmenn sem ekki koma úr háskólaumhverfinu og hafa enga fjársterka aðila á bakvið sig hafa átt erfitt uppdráttar á Íslandi. Þessi viðhorf hafa reynst þjóðinni dýr og verið stjórnvöldum til skammar.

Eftir nokkrar tilraunir fór þó svo að sjóðaumhverfið áttaði sig á mikilvægi og möguleikum hverfilsins. Orkusjóður veitti styrk árið 2009 og Tækniþróunar-sjóður veitti frumherjastyrk um sama leyti. Það dugði til að ljúka fyrsta áfanga þróunar árið 2010, sem fólst einkum í kerprófunum. Tækniþróunarsjóður veitti vilyrði fyrir 3ja ára verkefnisstyrk frá og með 2011 og verkefnið fékk hæsta styrk úr orkurannsóknasjóði Orkusjóðs árið 2011. Valorka hefur haft samstarf við ýmsa aðila um þróunarstarfið. Impra veitti lítilsháttar byrjunarstyrk og góð vinnuaðstaða fékkst að Ásbrú í Reykja-nesbæ. Keilir veitti ráðgjöf í byrjun og kom á tengslum okkar hjá Valorku og Halldórs Pálssonar Ph.D, dósents í vélaverkfræði við Háskóla Íslands. Hall-dór hefur síðan verið helsti sérfræðilegi ráðgjafi verkefnisins og samstarfsaðili.“

Valorka þróar tæknina

Hugvit á Ásbrú:

Sjávarfallaorkan er öruggasta orkulind Íslendinga

Prófun líkans í straumkerinu í Grindavík.

Valdimar á verkstæði Valorku í Eldey. Hverfillíkan bíður kerprófunar í sérstakri prófunargrind.

Fyrstu sjóprófanir í Mikleyjarál í Hornafirði. Lóðsbátur Hornfirðinga aðstoðar.

Page 15: 1. tbl. - 74. árgangur 2014mitt.is/faxi/Faxi1_14.pdfskólar eru reknir á svæðinu, Háaleiti og Völlur. Húsnæði menntaskóla hersins hefur verið breytt í miðstöð vísinda,

28 FAXI FAXI 29

Valorka hverflarnir teljast til flokks sem nefna má þverstöðuhverfla. Þar er megin-ásinn hornréttur á straumstefnu og breytt er áfallshorni blaða á hverjum snúningi þeirra um ásinn. Valorka hefur þróað fimm mismunandi megingerðir, og liggur munur þeirra einkum í fyrirkomulagi á opnun blaða. Fyrsti hverfill Valorku var jafn-framt fyrsti íslenski hverfillinn til að hljóta einkaleyfi. Hver ný gerð hefur tekið hinum fyrri fram í afköstum og notagildi. Síðari gerðir hverfilsins eru allar þannig að raða má mörgum hverflum á sama ás og auka með því hagkvæmni annars búnaðar. Aflið er leitt gegnum meginöxulinn til rafals. Gert er ráð fyrir að hverfillinn verði að öllu leiti neðansjávar; líklega um miðdýpi. Unnið er að þróun aðferða til lagningar og starfrækslu."

Prófanir í straumkeri og á Hornafirði„Alla hverflana hef ég prófað sem 50 cm líkön í straumkeri. Besta straumker lands-ins til prófana er hjá Veiðarfæraþjónustunni ehf í Grindavík, í eigu Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Skólinn hefur reynst mér mjög mikilvægur samstarfsaðili. Ekki hefur síður verið gagnlegt samstarfið við Lárus Pálmason, hönnuð kersins og kennara við FS og Fisktækniskóla Suðurnesja, en hann hefur veitt margskonar aðstoð auk annarra aðila sem hafa lagt til vinnu og ráðgjöf. Straumkerið í Grindavík er helsta ástæða þess að ég er með aðstöðu hér á Ásbrú en ekki annarstaðar á landinu.

Á síðastliðnu hausti hófust sjóprófanir stærri gerðar hverfilsins á Hornafirði. Þar eru mjög góðar aðstæður inni í sundunum sem eru framhald af innsiglingunni þar. Bæjarstjórnin sýndi þessu strax mikinn áhuga og ég átti góða samvinnu við Hornfirðinga, fékk lóðsbátinn án endur-gjalds og aðstoð hafnarstarfsmanna. Ég sérhannaði tilraunastöð á fleka og allt virkaði vel en nokkur smáatriði er þó hægt að bæta. Straumurinn þarna er metri á sekúndu og í ljós kom að bæta þyfti styrk í vissum hlutum hverfilsins, þannig að niðurstöður prófana urðu ekki marktækar í þessari fyrstu atrennu. Þarna urðu þó ákveðin tímamót því þetta var í fyrsta skipti sem íslenskur sjávarfallahverfill er prófaður í sjó. Vonir standa til að nægilegt fjármagn fáist til þess að hægt verði að halda þessum tilraunum áfram á Hornafirði nú í sumar."

Sennilega stærsta orkulindin„Sjávarfallaorkan er sennilega stærsta orku-lind okkar Íslendinga og þótt rannsóknir vanti þessu til sönnunar getum við leitt að þessu sterkar líkur með samanburði við nágrannalönd. Nýlega gerðu írsk stjórnvöld umfangsmikla athugun á sjávarorku við Írlandsstrendur. Niðurstaðan var sú að heildarumfang sjávarfallaorku þar væri um 230 terawattstundir á ári (ein terawatt-stund er ein milljón kílowattstunda). Ef við umreiknum þessa niðurstöðu og miðum við mismunandi flatarmál landanna

kemur í ljós að hér er heildarumfang sjávar-fallaorku líklega 337 terawattstundir á ári. Til samanburðar telur Orkustofnun á heimasíðu sinni að virkjanleg vatnsfalla- og jarðhitaorka Íslands sé samanlagt um 123 terawattstundir á ári, en niðurstöður rammaáætlunar eru mun lægri. Enginn veit hver nýtanlegur hlutur sjávarfallaorkunnar er fyrr en tæknin hefur verið þróuð. Segjum að aðeins 10% þessarar orku séu nýtanleg. Þá erum við engu að síður komin með 33 terawattstundir sem er það sama og vatnsföll og jarðvarmi samanlagt sam-kvæmt rammaáætlun. Hér er um mikla og óþrotlega auðlind að ræða."

Alþingismenn tóku við sér„Ég skrifaði skýrslu með vísan til írskra, breskra og norskra rannsókna og sendi hana til alþingismanna með beiðni um að þeir tækju þetta mál upp. Við sæjum fram á það með óbreyttri orkueftirspurn hér á landi væri öll okkar orka uppurin eftir 15-30 ára í hæsta lagi ef marka má

rammaáætlun. Hvað gerum við þá? Áhugi alþingismanna vaknaði og lögð var fram þingsályktunartillaga þess efnis að rann-saka skyldi umfang og nýtingarmöguleika sjávarorku við Ísland. Hún fór þrisvar fyrir þing og dagaði jafnharðan uppi. Um síðustu áramót lagði Oddný Harðardóttir tillöguna fram aftur með 21 þingmanni úr öllum flokkum þannig að nú er þverpólitísk samstaða um málið. Tillagan er komin í atvinnuveganefnd og ég vona að niðurstaða verði komin fyrir vorið og skjóti stoðum undir það sem ég er að gera. Það mun auð-vitað ekkert gerast nema með skilningi og stefnumótun stjórnvalda. Í þessu efni má velta því fyrir sér hvort við séum ekki núna í svipaðri aðstöðu og Finnar eftir efnahags-kreppuna sem þeir lentu í á tíunda áratug síðustu aldar. Þeirra bjargráð var m.a. að endurskipuleggja frumkvöðlaumhverfið og styðja framgang vænlegrar hátækni-framleiðslu. Það varð meðal annars til þess að stígvélaframleiðandinn Nokia náði að hasla sér völl á farsímamarkaðnum, sem þá var jafn óplægður og arðvænlegur akur og tækni til virkjunar sjávarfallaorku er núna. Hér á vel við það fornkveðna heillaráð „að grípa gæsina meðan hún gefst“.

Verulegir hagsmunir í húfi"Þau tæknilegu vandamál sem helst eru óleyst varðandi sjávarfallavirkjanir snúa annarsvegar að raunhæfi hverfla og hins-vegar að aðferðum við niðursetningu og umhirðu virkjananna. Nú þegar hafa fjöl-mörg vandamál verið leyst. Sjávarfallavirkj-anir þurfa helst að vera á nokkru dýpi undir yfirborði til að losna við yfirborðshreyfingu sjávar. Því má gera ráð fyrir að strandvirkj-anir verði vart á minna sjávardýpi en 30-50 metrum. Líkast til verða fyrstu og hagnýt-ustu not sjávarfallavirkjana þau að sjá þeim dreifðu byggðum fyrir orku sem erfitt hefur verið að tengja landsneti. Hérlendis mætti til dæmis horfa til Vestfjarða í þeim efnum."

Að lokum minnir Valdimar Össurarson á ábyrgð stjórnvalda í þessum efnum:

"Íslendingar hafa verulegra hagsmuna að gæta varðandi þá öru þróun sem nú er í nýtingu sjávarfalla. Stjórnvöld þurfa þess vegna að fylgjast vel með; móta sér raun-hæfa stefnu og nýta tækifæri sem gefast."

Penninn ehf. – vöruhúsKlifurtröð 585 – www.penninn.is / www.

eymundsson.is - s. 540 2312

Vöruhúsastjóri Pennans er Guðbjartur

Kristján Greipsson og eru fastir starfsmenn

tólf talsins. Guðbjartur kvað starfsmannahóp-

inn mjög samhentan og hefði stærstur hluti

hans unnið þar allt frá byrjun. Einnig kvað

hann staðsetningu starfseminnar á Ásbrú

hafa reynst mjög vel. Vöruhús Pennans á

Ásbrú var tekið í notkun árið 2006 í 3600

fermetra skemmu. Þar er hátt til lofts og vítt

til veggja enda lofthæð mest 11,5 metrar.

Þar er hýsing á þeim aðföngum á rekstrar-

og gjafavörum sem fyrirtækið flytur sjálft

inn. Þaðan er vörum ekið daglega til eigin

verslana og annarra viðskiptavina og má

reikna með að afgreiðslur séu að meðal-

tali rúmlega eitthundrað talsins á hverjum

degi. Vöruskemman var á sínum tíma byggð

af Íslenskum Aðalverktökum undir bygg-

ingarvörur og var á þeim tíma ein stærsta og

fullkomnasta vöruskemma landsins. Penninn

er síðan með aðra vöruskemmu í Kópavogi

og er hún nýtt fyrir húsgögn, stólaverkstæði,

blaðadreifingu, móttöku og dreifingu vöru

sem Penninn selur. Um 99% af vörum sem

flutt eru í vöruskemmuna koma sjóleiðis til

landsins og eru flutningar í góðri samvinnu

við Eimskip auk þess sem Penninn er með bíl

til daglegra flutninga.

Skissa – auglýsingastofaEldvörp, Flugvallarbraut 752 – www.

skissa.net – 771 2121 – Eigandi: Jóhann

Páll Kristinsson

Jóhann Páll stofnaði stofuna árið 2002 og

var hún staðsett að Tjarnargötu 2 í Keflavík

áður en hún fluttist á fyrirtækjahótelið Eldvörp

á Ásbrú. Með Jóhanni Páli starfar einn starfs-

maður. Skissa er almenn auglýsingastofa og

er með prentþjónustu en hefur auk þess verið

viðloðandi vefsíðugerð og almenna útgáfu-

starfsemi.

Blikksmiðja DavíðsKlettatröð 5, s. 861 0592 – Eigandi:

Davíð Rúnar Sigurðsson

Árið 2012 stofnaði Davíð Rúnar eigin blikk-

smiðju í sama húsnæði og Blikksmiðja Jóa

en áður hafði hann starfað hjá Blikksmiðju

Ágústs Guðjónssonar í Keflavík. Starfsemin

byggir á allri almennri blikksmíði og koma við-

skiptavinirnir víða að.

Atafl ehf.Klettatröð 1 – www.atafl.is - 420 6400 -

Framkvæmdastjóri: Kári Arngrímsson

Atafl er alhliða verktaki sem starfar víðs-

vegar um landið. Verkefnin eru fjölþætt og

spanna víðtækt svið en sérgrein fyrirtækisins

er mannvirkjagerð, viðhald og endurnýjun.

Fyrirtækið leggur ríka áherslu á hagkvæmni,

áreiðanleika og vandaða þjónustu. Öryggi og

umhverfismál hafa alla tíð verið mikilvægur

þáttur í framkvæmdum félagsins. Auk aðal-

skrifstofu Atafls að Klettatröð 1 á Ásbrú rekur

fyrirtækið trésmiðju og járn- og blikksmiðju á

Ásbrú. Þess utan er rekin verkefnaskrifstofa

að Laugavegi 170 í Reykjavík. Fyrirtækið var

stofnað 1998 og hjá því starfa 31 starfs-

maður.

Verne Global - GagnaverValhallarbraut 868 - www.verneglobal.

com - 513 0076 - Forstöðumaður: Jeff

Monroe, CEO

Verne Global eru frumkvöðlar í uppbygg-

ingu og þróun á orkusparandi gagnaverum

og er gagnaverið sem staðsett er á Ásbrú í

Reykjanesbæ fyrsta gagnaverið á markað-

inum sem notar 100 prósent endurnýjanlega

orkugjafa. Vöxtur rafrænna gagna er ör og

hafa 90 prósent núverandi gagna orðið til á

síðastliðnum fjórum árum. Gagnaver nota 2

prósent af allri framleiddri raforku á heims-

vísu. 25 prósent af kostnaði fyrirtækja vegna

tölvukerfa er úthlutað til gagnavera og eru

12 prósent af þeirri fjárhæð orkutengd gjöld.

Verne Global býður upp á hagstæða stað-

setningu fyrir gagnaver. Með því að staðsetja

gagnaverið á Ásbrú í Reykjanesbæ getum við

veitt viðskiptavinum okkar betri, öruggari og

áreiðanlegri þjónustu með endurnýjanlegum

orkugjafa. Fyrirtæki hafa í auknu mæli sýnt

gagnaveri Verne Global áhuga þar sem við

getum þjónustað helstu alþjóðlega markaði

með áreiðanlegri háhraða tengingu við bæði

Evrópu og Norður-Ameríku. Með viðskiptum

við Verne Global eru fyrirtæki eins og BMW

Group, RMS og CCP að nota græna orku til

þess að orkuvæða tölvu- og gagnavinnsluna

sína.

Start hostelLindarbraut 637, Forstöðumaður Ragn-

heiður Hauksdóttir

Fyrirtækið var stofnað í ágúst 2013 Mark-

mið fyrirtækisins er að reka lággjaldagisti-

þjónustu. Í dag er gisting á efri hæð hússins

þar sem pláss er fyrir um 50 manns en verið

er að ganga frá gistiaðstöðu á neðri hæð

og verður þá pláss fyrir um 110 manns í

gistingu. Hægt er að fá morgunverð með

gistingunni en gestir hafa aðgang að borð-

stofu þar sem þeir geta sjálfir útbúið sér mat.

Auk tveggja manna herbergja standa til boða

fleiri valkostir í gistingu. Gistihúsið hefur hlotið

góðar umsagnir gesta sinna svo rekstrarað-

ilar eru bjartsynir á framhaldið.

Líkleg virkjanasvæði sjávarfallaorku við Ísland.“

Teikning af síðustu gerð hverfilsins.

Kynning fyrirtækja, félaga og stofnana á Ásbrú

Page 16: 1. tbl. - 74. árgangur 2014mitt.is/faxi/Faxi1_14.pdfskólar eru reknir á svæðinu, Háaleiti og Völlur. Húsnæði menntaskóla hersins hefur verið breytt í miðstöð vísinda,

30 FAXI FAXI 31

Öll sveitarfélögin á Suðurnesjum hafa samþykkt að vinna að stofnun og

þróun jarðminjagarðs eða svonefndum jarðvangi á Reykjanesi og sótt hefur verið um alþjóðlega vottun á honum. Jarð-vangurinn mun ná yfir allt land sveitar-félaganna á Suðurnesjum, þ.e. Garðs, Grindavíkurbæjar, Reykjanesbæjar, Sandgerðisbæjar og sveitarfélagsins Voga. Hann verður samtals 829 ferkílómetrar og nær yfir tæpt 1% af flatarmáli Íslands. Sótt verður um aðild að alþjóðlegum samtökum jarðvanga European Geoparks Network og UNESCO Global Geoparks Network. Verkefnastjóri um stofnun og þróun jarðvangs á Reykjanesi er Eggert Sólberg Jónsson, þjóðfræðingur. Hann hefur aðsetur í Heklunni, atvinnuþró-unarfélagi Suðurnesja.

Hvað er jarðvangur?Við hittum Eggert að máli nýlega og báðum hann að segja lesendum Faxa nánar frá þessu merkilega framtaki.

„Jarðvangur er í rauninni gæðastimpill á landsvæði þar sem finna má merkilegar eða einstakar jarðminjar,“ segir Eggert. „Þessi stimpill getur skilað sér í fjölgun ferðafólks, eflingu vísindarannsókna, aukinni sam-vinnu og uppbyggingu í ferðaþjónustu og ekki síst í betri þekkingu á því viðfangsefni sem jarðvangurinn er. Fyrstu jarðvang-arnir í heiminum voru stofnaðir undir lok tíunda áratugarins í Evrópu og Asíu. Þá var myndað samstarfsnet jarðvanga með stuðningi UNESCO, mennta-, vísinda- og menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Í dag eru 84 jarðvangar starfandi í heim-inum, þar af 50 í Evrópu.

Byggt á þátttöku heimamannaJarðvangar eru áhugaverð svæði með tilliti til rannsókna, fræðslugildis, fjölbreyti-legrar náttúru og sjaldgæfra jarðminja. Markmiðið er að bæta viðhorf og þekkingu á jarðminjum og náttúru, byggja upp jarð-fræðiferðamennsku, t.d. með uppsetningu fræðsluskilta, bæta merkingar á gönguleið-

um o.s.frv. Jarðvangurinn byggir á þátttöku heimamanna og hefur skýra stefnu um sjálfbæra þróun. Horft er á svæðið sem eina heild og leitast við að ferðamaðurinn geti upplifað söguna, samtímann og hefðbundna menningu, landslag, jarðfræði, matarmenn-ingu, listir og handverk sem og staðbundið gróðurfar og dýralíf.

Reykjanes er tilvalið svæði fyrir jarðvang vegna legu sinnar og áhugaverðra jarðsögu- og menningarminja. Víðtæk áhrif jarð-hræringa eru áþreifanleg um nánast allt Reykjanesið með einum eða öðrum hætti. Jarðvangur myndi sýna á fjölbreyttan hátt samspil náttúru og menningar að fornu og nýju og jarðmyndanir með sérstöðu á heimsvísu. Áhersla er lögð á að nýta þá sérstöðu til áframhaldandi þróunar og upp-byggingar á Suðurnesjum.“

Uppbygging ferðamannastaða á Reykjanesi Og Eggert heldur áfram:

„Jarðvangurinn er stórt samfélagslegt verkefni og auk allra sveitarfélaganna hér á svæðinu standa að honum Ferðamála-samtök Reykjaness, Bláa lónið, Heklan – Atvinnuþróunarfélag Suðurnesja, HS Orka og Keilir. Úttektaraðilar á vegum alþjóð-legu samtakanna EGN komu til landsins

sumarið 2013 og hittu forsvarsmenn allra þessara sveitarfélaga og fyrirtækja auk fjölda annarra hagsmunaaðila. Aðilarnir sem standa að jarðvanginum hafa sam-þykkt að stofna sjóð sem á að standa straum af uppbyggingu ferðamannastaða hér á Reykjanesi. Sjóðurinn er að sjálfsögðu stórt sport í framfaraátt fyrir ferðaþjónustuna hér á svæðinu og íbúa þess. Við gerum ráð fyrir að sjóðurinn geti sótt um mótframlög í aðra sjóði til ákveðinna framkvæmda. Fyrsta verkefni sjóðsins er að bæta aðstöðu og upplýsingar til gesta við Valahnúk. Framlög aðilanna sem standa að Reykjanesjarðvangi nema um 5 milljónum í ár, og er stefnt að því að tvöfalda þá fjárhæð hið minnsta með framlögum úr Framkvæmdasjóði ferða-mannastaða og öðrum styrkjum.“

Matarmenning, barnabækur og námskeið „Starfsemi jarðvangsins einskorðast ekki við jarðminjar og bætt aðgengi að þeim. Mikið starf hefur verið unnið á fleiri sviðum. Sem dæmi má nefna að unnið hefur verið markvisst að samstarfi einstaklinga, félaga-samtaka, stofnana og fyrirtækja sem á einn eða annan hátt tengjast jarðvangnum á sviði menntunar, fræðslu og hönnunar. Einnig eru í undirbúningi alþjóðleg verkefni sem tengjast matarmenningu svæðisins, útgáfa barnabókar og námskeið um leiðsögn í jarðvangi svo eitthvað sé nefnt.

Ávinningurinn af stofnun jarðvangs er hvort tveggja samfélags- og efnahagslegur. Stefnt er að því að jarðvangurinn verði lyftistöng fyrir svæði á sviðum ferða-mála, framleiðslu og fræðslu. Þá styrkist samkeppnishæfni svæðisins með auknu markaðsstarfi, betra aðgengi og öryggi að náttúruperlum, þróun fræðsluefnis, lengingu ferðamannatímans, betra aðgengi að erlendum styrktarsjóðum og aðild að al-þjóðlegu neti jarðvanga.“

Eggert Sólberg verkefnastjóri jarðvangs á Reykjanesi:

Reykjanes er tilvalið svæði fyrir jarðminjagarð

Sogin á Reykjanesi. Ljósm. Svavar Ellertsson. Úttektaraðilar frá EGN/GGN í Seltúni . Á myndinni eru Þuríður H. Aradóttir verkefna-stjóri, Róbert Ragnarsson bæjarstjóri, Eggert Sólberg og José Brilha prófessor við University of Minho í Portúgal, stjórnarmaður í ProGEO.

Eggert Sólberg Jónsson

Page 17: 1. tbl. - 74. árgangur 2014mitt.is/faxi/Faxi1_14.pdfskólar eru reknir á svæðinu, Háaleiti og Völlur. Húsnæði menntaskóla hersins hefur verið breytt í miðstöð vísinda,

32 FAXI FAXI 33

Gott í kroppinn Valhallarbraut 743 - s. 869 3088

Forstöðumenn og eigundur eru Heiðrún

Sigurðardóttir og Sverrir Kristjánsson og reka

þau fyrirtækið í gamla Messanum sem áður

fyrr þjónaði oft og tíðum allt að 1600 manns

á dag - hermönnum og íslenskum starfs-

mönnum á Keflavikurflugvelli. Fyrirtækið var

stofnað árið 2011 og eftir töluverðar prófanir

með framleiðsluna var fyrsta varan sett á

markað í desember sama ár. Starfsemin

felst í framleiðslu á sérunninni matvöru sem

bæði selst til mötuneyta og veitingastaða

sem og til verslana, s.s. Hagkaupa, Nettó

o.fl. Sem dæmi um það sem framleitt er má

nefna matarbökur (Quiche) sem eiga uppruna

sinn í Mið-Evrópu og eru mjög þekktar og

vinsælar bæði í Evrópu og Ameríku. Einnig

má nefna skyr- og jógurtsósur og humar- og

sjávarréttasúpur. Þessu til viðbotar má nefna

grænmeti- og kjötlasagne sem mikið er selt

til mötuneyta. Nýlega var hafin framleiðsla á

pasta - fylltu ravioli og lasagneplötum. Einnig

eru bökuð hollustubrauð sem einkum eru

framleidd fyrir leikskóla. Að lokum má geta

þess að GÍK flytur inn einar 70 tegundir af

kryddum í sekkjum og umpakkar því í smærri

pakningar sérstaklega fyrir stóreldhús og

matvælaframleiðslu. Heiðrún og Sverrir vildu

sérstaklega geta þess að þau væru mjög

ánægð með aðstöðuna sem fyrirtækið hefur

á Ásbrú.

EAV ehf - Eignarhaldsfelag AVKlettatröð 5 – s. 666 6200

Forstöðumaður: Árni Ingi Stefánsson

Forsvarsmaður Árni Ingi Stefánsson og eru

þrír starfsmenn við fyrirtækið. Fyrirtækið var

stofnað árið 2003 og snýst rekstur félagsins

um eignarhald og umsjón á mestum hluta af

fyrri eignum Íslenskra Aðalverktaka. Um er að

ræða fjölda bygginga, m.a. Skrifstofubygg-

ingar, þjónustuhúsnæði og vörur- og vinnslu-

skemmur á Traðarsæðinu.

RekanKlettatröð 1 - www.rekan.is - s. 421 8884

Forstöðumaður er Magnús Ragnar Eiríks-

son og eru starfsmenn fyrirtækisins 6 talsins.

Fyrirtækið var stofnað árið 1971 og er því

örugglega í hópi elstu fyrirtækja sem nú hafa

starfsemi á Ásbrú. Starfsemi Rekunnar er

fjölbreytt og snýst að miklu leyti um yfir-

borðsfrágang við hvers konar mannvirki sem

og viðhaldvinnu og umhirðu svæða og mann-

virkja, m.a. við Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Fyrirtækið er vel búið hvers kyns tækjum sem

slík starfsemi þarfnast, s.s. gröfum, steypubíl,

kranabíl, kantsteypuvél svo eitthvað sé nefnt.

North Atlandic Mining AssoiatesFlugvallarbraut 936 - www.namaltd.com

– s. 421 6293 - Forstöðumaður:

Eyjólfur Vilhjálmsson

Forstöðumaður er Eyjólfur Vilhjálmsson

og var fyrirtækið stofnað árið 2009. Hjá

fyrirtækinu starfa á bilinu 5 - 15 manns.

Meginstarfsemi fyrirtækisins er að vinna að

rannsóknum og námavinnslu á Grænlandi. Á

heimasíðu fyrirtækinsins http://www.namaltd.

com/ má sjá upplýsingar um ýmis verkefni.

Ljósberinn - skermagerðEldey - Grænásbraut 506 - www.

facebook.com/ljosberinn - s. 867 9126 -

Forstöðukona: Unnur Karlsdóttir

Eigendur og starfsmenn eru Unnur Karls-

dóttir og Davíð Bjarnason. Verkstæðið var

stofnað árið 2010 og var fyrst á Vatnsnesi

í Keflavik. Starfsemin snýst um almenna

skermagerð en jafnframt fara fram viðgerðir

á eldri skermum sem og hönnun á lömpum

og skermum. Það er áhugaverð saga á

bak við stofnun stofunnar en Davíð var að

leita að skermagrind á lampafót sem hann

hafði smíðað úr tré - auglýsti á Bland og

þá hafði samband maður sem átti nóg af

skermagrindum. Bauðst til að útvega skerma

og bauð jafnframt fyrirtækið til sölu. Var það

Skermagerð Birnu sem hafði flutt frá Vest-

mannaeyjum í gosinu til Garðabæjar. Það

væri ef til vill ekki í frásögur færandi nema

fyrir það að eigandinn var enn að 2010 og þá

kominn yfir áttrætt.

Menu - veitingarGrænásbraut 619, www.menu4u.is -

s. 421 4797 - Forstöðumaður:

Ásbjörn Pálsson

Fyrirtækið sér um rekstur mötuneyta og

veisluþjónustu. Húsakynni þess hétu áður

"Three Flags club" The Officers club (Offinn)

og þar hefur fyrritækið komið sér upp góðri

aðstöðu í nýuppgerðum klúbbnum þar sem

andar fyrri tíða liggja í loftinu. Starfsmenn

eru á bilinu 12-14 talsins. Menu - veitingar

byggja á góðum grunni og áratuga reynslu

í veislum, svo og almennum veitingum til fyrir-

tækja og stofnanna.

Sad Cars - bílaleigaBogatröð 2, www.sadcars.com -

s. 577-6300

Nafn bílaleigunnar hefur vakið athygli en

SAD eru upphafsstafir þriggja eigendanna

sem eru Sigurður Smári, Aðalsteinn og

Daníel. Fjórði eigandinn er Hreinn Sigmars-

son. Sad Cars bílaleigan býður góða bíla

á lægstu mögulegum verðum. Hún er með

söluskrifstofur í Reykjavík og á Ásbrú.

Undirstaðan fyrir lágum verðum bílaleigunnar

byggir á því að leigðir eru út eldri bílar. Þess

er gætt að þeir séu í fullkomnu lagi. Bílaflot-

inn telur um 170 bíla og er mest eftirspurnin

eftir fjórhjóladrifnum jeppum. Viðskiptavinirnir

koma flestir um Leifsstöð og er leigan með

skutluþjónustu til og frá flugstöðinni.

Agnes designEldey, Grænásbraut 506 - www.facebook.

com/agnesgeirsdesign - s. 877-3780 -

Eigandi Agnes Geirsdóttir

Eigandi og eini starfsmaðurinn er Agnes

Geirsdóttir. Viðfangsefni stofunnar er hönnun

og framleiðsla á fatnaði fyrir konur og fer sala

og pantanir að mestu leyti fram á netinu.

SkuldavandiEldey- www.skuldavandi.com -

s. 864-6150 - Forstöðumaður:

Vilberg Gústafsson

Vilberg Gústafsson stofnaði fyrirtækið

árið 2008 en auk hans vinnur einn annar

starfsmaður hjá fyrirtækinu. Stofan veitir

sérfræðiaðstoð þeim einstaklingum sem eiga

við verulegan fjárhagsvanda að stríða. Þar

sem ekki er markmiðið að reksturinn skili arði

eru sum verkefni unnin án endurgjalds (pro

bono).

Raven DesignEldey, Grænásbraut 506 - www.ravende-

sign.is - s. 6616999 - Forstöðumaður:

Hrafn Jónsson

Raven design var stofnað árið 2008 af

þeim Hrafni Jónssyni og Huldu Sveinsdóttur.

Hrafn er forstöðumaður fyrirtækisins með

einn starfsmann með sér. Hjá Raven Design

er framleidd margvísleg vara út frá eigin

hönnun. Segja má að framleiðslan sé þríþætt:

Í fyrsta lagi er margvísleg heimilisvara, s.s.

bakkar, servíettuhringir, kertastjakar og glasa-

mottur. Í öðru lagi er fjölbreytt úrval skart-

gripa, s.s. hálsmen, armbönd og eyrnalokkar.

Þessar vörur eru úr leðri og plexi. Í þriðja lagi

eru síðan alls kyns ferðamannavörur og er

sá hluti stærsti hluti framleiðslunnar. Mjög

mikil samkeppni er á þessum markaði enda

mikill innflutningur á slíkum vörum. Það er því

mikilvægt að hönnunin beri sem sterkastan

keim af hinu íslenska umhverfi. Hrafn kvað

mikilvægt að sýna vöruna á þeim ýmsu hand-

verksmörkuðum sem haldnir væru og nefndi

hann t.d. Hrafnagil í Eyjafirði, Ljósanótt í

Reykjanesbæ og Fjörðinn í Hafnarfirði.

KíropraktikEldvörpum, Valhallarbraut 752 - www.

kiropraktikasbru.is - s. 553 4400

Kírópraktík í Reykjavik hefur stofu á

Ásbrú þar sem er opið fyrir móttöku hluta

úr degi, þrjá daga vikunnar. Stofan er opin

frá kl. 15:00 -18:00 mánudaga, þriðjudaga

og fimmtudaga og eru tímar samkvæmt

samkomulagi. Meðferð hefst með því að

mæta þarf á stofuna í Reykjavík því þar fara

myndatökur fram. Eftir fyrsta tímann fara

endurkomur svo fram á stofunni á Ásbrú fyrir

þá sem það hentar.

KeflandingKlettatröð 8, bygging 2314 - www.kefl-

anding.com - Forstöðumaður: Erlingur

Bjarnason og starfsmaður María Ben.

Keflanding var stofnað 2012. Það er

samstarfsverkefni sem hefur að mark-

miði að efna til endurfunda milli þeirra sem

hafa annaðhvort dvalið í Varnarstöðinni á

Keflavíkurflugvelli (hermenn og fjölskyldur

þeirra) eða hafa starfað þar áður fyrr. Á það

bæði við um íslenskt starfsfólk sem erlent.

Fyrsti viðburðurinn hefur verið ákveðinn og

mun hann fara fram þann 6. september n.k. í

Offiseraklúbbnum á Ásbrú. Eftir því sem best

verður séð er töluverður áhugi fyrir slíkum

endurfundum og í því skyni mun Keflanding

hafa hönd í bagga með að skipuleggja

ferðir, gistingu o.fl. Er stefnt að því að hluti af

íbúðum á Ásbrú verði notaðar í þessu skyni.

Keflanding hefur stofnað til samvinnu við

þá aðila sem reka heimasíðuna military.com

með það í huga að ná til sem flestra Banda-

ríkjamenna sem dvöldu hér á landi um lengri

eða skemmri tíma eða þá annarra notenda

síðunnar. Meðal þeirra sem hafa sýnt þessu

máli mikinn áhuga er Thomas F. Hall fyrrum

aðstoðarvarnamálaráðherra og yfirmaður

Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli.

KjarnastálKlettatröð 3

Sveinbjörn Guðjón Jónsson vélvirki hóf

rekstur Kjarnastáls á árinu 2012. Aðalvið-

fangsefni verkstæðisins er alls kyns smíði

úr ryðfríu stáli, s.s. í fiskvinnslulínur, t.d. fyrir

Marel og Völka o.fl. Meðeigandi Kjarnastáls

er Björn Halldórsson.

Kynning fyrirtækja, félaga og stofnana á ÁsbrúKynning fyrirtækja, félaga og stofnana á Ásbrú

Page 18: 1. tbl. - 74. árgangur 2014mitt.is/faxi/Faxi1_14.pdfskólar eru reknir á svæðinu, Háaleiti og Völlur. Húsnæði menntaskóla hersins hefur verið breytt í miðstöð vísinda,

34 FAXI FAXI 35

Þegar bandaríski herinn fór af landi brott árið 2006 vöknuðu ýmsar spurn-

ingar um afdrif gamla varnarsvæðisins svokallaða. Sumir hverjir töldu réttast að jafna þar allt við jörðu og aðrir höfðu efa-semdir um að nokkurn tímann væri hægt að koma þeim eignum sem herinn skildi eftir í not. Nú, aðeins örfáum árum síðar, blasir við gerbreytt götumynd á svæðinu sem hefur fengið nafnið Ásbrú. Um 2000 manns búa þar og stunda flestir nám hjá Keili, alhliða menntastofnun sem starfar í tengslum við háskóla og fyrirtæki og býður upp á fjölda námsbrauta. Á svæð-inu er stærsta frumkvöðlasetur landsins, fjölmörg spennandi fyrirtæki eru að koma sér þar fyrir eða hafa þegar tekið til starfa. Mannlífið á Ásbrú er fjölbreytt, tækifærin mörg og framtíðarhorfur bjartar.

Kjartan Eiríksson, framkvæmdastjóri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar (Kadeco) féllst á að segja lesendum Faxa frá því helsta sem nú er að gerast á Ásbrú. Kjartan er Keflvíkingur, 42 ára gamall, kvæntur Ingu Sif Stefánsdóttur og eiga þau þrjú börn. Hann var ráðinn framkvæmdastjóri félags-ins þegar það var stofnað árið 2006 en hafði áður starfað hjá Íslenskum aðalvertökum. Verkefni Kadeco hafa fyrst og fremst snúið að þróun og umbreytingu á því svæði og eignum sem koma átti í arðbær borgaraleg not á Keflavíkurflugvelli þegar bandaríski

herinn hvarf á brott. Á svæðinu eru um 2000 íbúðir auk vöruhúsa og þjónustubygg-inga af margvíslegu tagi. Á grundvelli þjónustusamnings við ríkið annast Þróunar-félagið rekstur, umsjón og umsýslu eigna ís-lenska ríkisins á svæðinu, þar með talið um-sjón með sölu og útleigu þeirra, hreinsun svæða, niðurrif mannvirkja og önnur skyld verkefni. Starfsvettvangur félagsins er

tæplega 60 ferkílómetra svæði umhverfis flugvöllinn auk afmarkaðra mannvirkja sem áður gegndu sérstöku öryggishlutverki. Fastir starfsmenn Þróunarfélagsins eru tíu talsins.

Skynsamlega staðið að verki„Undirbúningurinn að þróun og uppbygg-ingu á svæðinu hófst í rauninni áður en

herinn fór,“ segir Kjartan í samtali við Faxa. „Ég hygg að skynsamlega hafi verið að verki staðið og margt rétt gert strax í upphafi þegar Kadeco var stofnað. Félagið yfirtók allir eignirnar á þessu svæði og hefur síðan verið í forystu fyrir starfinu sem hér hefur verið unnið. Upphaflega heyrði félagið undir forsætis-ráðuneytið en við unnum þau verkefni sem okkur voru falin á grundvelli þjónustu-samnings sem gerður var við fjármálaráðu-neytið. Eignarhald Kadeco var síðan fært yfir til fjármálaráðuneytisins. Stjórn Kadeco fékk ríkar heimildir til að taka ákvarðanir um þá hluti voru í umsýslu félagsins og við fengum til liðs við okkur fólk sem hafði mikinn áhuga og þekkingu á þeim viðfangs-efnum sem framundan voru auk þess góðrar þekkingu á innviðum stjórnsýslunnar. Það var ekki síður mikilvægt því þarna voru mál sem þurfti að vinna þverfaglega og heyrðu undir hin ýmsu ráðuneyti.

Uppbygging svæðisinsVið tókum strax til við að greina hvernig hægt væri að byggja svæðið upp að nýju. Þá þegar var búið að gera úttekt á því hvernig mætti haga uppbyggingarstarfinu miðað við reynslu sem fengist hafði af niður-lagningu herstöðva í Bandaríkjunum og víðar. Reynslan sýnir að því hærra hlutfall einkaaðila og fyrirtækja sem kemur að slíkri uppbyggingu, þeim mun betur tekst til. Við skoðuðum t.a.m. hvaða samkeppnisyfir-burði þetta svæði gæti haft til að bera og hvaða grundvöllur væri fyrir sköpun sjálf-bærs samfélags með tilliti til þeirra eigna sem hér voru. Hefði tilgangurinn verið sá einn að fylla allt af lífi, fá fólk til að koma hingað og setjast hér að hefði það ekki verið neitt vandamál í sjálfu sér. En við settum markið miklu hærra og vildum leggja grunn að öflugu samfélagi - nýta eignirnar til að skapa væntanlegum íbúum lífsgrundvöll með raunverulegum möguleikum til starfs og menntunar. Við vorum ekki að flækja málin fyrir okkur, trúðum á einfaldar lausnir og einfalda stefnumótun.

Þrjár stoðir: Tækni, samgöngur og heilsaHér á Reykjanesi er veruleg gróska í nýtingu á orku og mikil þekking á sviði jarðvarma. Þessi þekking er ekki bara byggð á jarðfræði heldur jafnframt á þeirri tækni sem þarf að vera til staðar til að virkja jarðvarmann. Við vildum samnýta þetta í ríkara mæli en gert hafði verið áður og leggja áherslu bæði á þekkingaruppbygginguna í gegnum Keili, en jafnframt að nýta eftirsótta hreina orku til að skapa tækifæri í tæknitengdum greinum. Þetta gaf okkur færi á að fá hingað fyrirtæki sem nýta innlenda orku og er gagnaver Verne skýrt dæmi um tækni-tengda nýtingu orkunnar inna Ásbrúar.

Gríðarmikil tækifæri skapast í tengslum við flugvöllinn og við vorum reyndar búnir að skoða þau áður án tillits til hvort herinn færi eða ekki. Við könnuðum t.d. hvernig til hafði tekist með sambærileg svæði annar-

staðar í heiminum, sérstaklega þau sem mestum árangri höfðu náð varðandi þróun í tengslum við flugsamgöngur. Í ljós kom að margir þeirra kosta sem hér bjóðast í sambandi við flugvöllinn eiga venjulega við miklu stærri samfélög en okkar. Það er fáheyrt að 300.000 manna samfélag eigi völ á jafn öflugum flugtengingum og við Íslendingar - allt að 65 áfangastöðum á ári. Þess vegna lítum við á samgöngumál sem eina meginstoðina hér á svæðinu. Við höfum séð það erlendis, að mesti vöxturinn í atvinnuuppbyggingu á sér oft stað í nálægð við flugvelli. Sú atvinnuuppbygging ein-skorðast ekki við flugtæknistarfsemi heldur miklu frekar þekkingarstarfsemi. Sem dæmi má taka flugvellina í Frankfurt í Þýska-landi og Schiphol í Hollandi þar sem mikil uppbygging hefur átt sér stað með fjölda fyrirtækja sem starfa á sviði hönnunar, ráð-gjafar og á öðrum sviðum. Fyrirtækin velja þessa staðsetningu vegna nálægðarinnar við flugvöllinn og sveigjanleikans sem þar skapast. Það liggur í augum uppi að fyrir fyrirtæki sem eru ýmist að senda fólk á ráð-stefnu eða taka á móti ráðstefnugestum er ákjósanlegur kostur að vera í seilingarfjar-lægð við alþjóðaflugvöll. Hér eru því mörg vannýtt tækifæri og þetta er eitt þeirra mála sem hæst ber þegar við kynnum Ásbrú fyrir erlendum aðilum.

Heilsutengd þjónustaVið sáum í byrjun að mikil tækifæri væru til uppbyggingar í heilsutengdri þjónustu, framleiðslu á heilsuvörum og öðru þess-háttar. Þau tækifæri eru enn til staðar þótt vissulega hafi gengið hægar en við ætluðum í fyrstu. Megináherslan er því á þrjár stoðir, þ.e.a.s. orku, samgöngur og heilsutengd verkefni. Hvað heilsutengda starfsemi varð-ar skyggndumst við í byrjun yfir mjög breitt svið þar, t.a.m. sprotafyrirtæki sem fram-leiða heilsuvörur og fleira í þeim dúr. Inn í þann hugmyndaramma sem við bjuggum til á sínum tíma falla til dæmis Sporthúsið, stærsta líkamsræktarstöð á Suðurnesjum, mjög metnaðarfullt fyrirtæki, og Bryn-ballett svo eitthvað sé nefnt. Við höfum séð mikið af gögnum sem sýna svo ekki verður um villst að tækifærin sem bjóðast í heilsu-tengdri þjónustu eru mikil og fara vaxandi. Það fer sífellt í aukana að sjúklingar leiti

Spennandi tækifæri og fjölbreytt mannlíf á Ásbrú

Kjartan Eiríksson, framkvæmdastjóri Þróunarfélags Keflavíkur.

Page 19: 1. tbl. - 74. árgangur 2014mitt.is/faxi/Faxi1_14.pdfskólar eru reknir á svæðinu, Háaleiti og Völlur. Húsnæði menntaskóla hersins hefur verið breytt í miðstöð vísinda,

36 FAXI FAXI 37

sér þeirrar bestu þjónustu sem völ er á og fari jafnvel til annarra landa til að fá slíka þjónusta. Ný tilskipun frá Evrópusam-bandinu kveður á um að ef sjúklingur eigi rétt á ákveðinni þjónustu í heimalandinu og ekki sé hægt að veita hana þar megi hann sækja hana til annars lands. Heima-landið er þá skuldbundið til að greiða fyrir þjónustuna eins og hún hefði verið veitt þar. Þetta varð til þess að við fórum að huga í fullri alvöru að þessum möguleikum, en þróunin hefur verið miklu hægari í Evrópu en við áttum von á. Evrópuríki hafa haldið að sér höndum og eru hugsanlega smeyk við að sitja uppi með einhvern Svartapétur hvað varðar kostnaðarhliðina. Þar hafa skilyrðin í hinu alþjóðlega efnahagslífi líka spilað inní, en kreppan er víðar en hér á Íslandi. Hér heima hefur mikil umræða verið um hvort heimila eigi einkaaðilum að veita slíka þjónustu og sú umræða er ekki séríslensk. Norðurlöndin eru mjög stórtæk í veitingu slíkrar þjónustu með einkaaðilum og umræðan er á svipuðum nótum þar. Þeir aðilar sem ætluðu að fara í þessa uppbygg-ingu hér á Ásbrú hættu hinsvegar við, bæði vegna þess að aðstæður breyttust og vegna þess neikvæða pólitíska viðmóts sem mætti þeim hér heima fyrir.

Tækifærin eru til staðarÉg var nýlega á ráðstefnu um heilsutengdar byggingar og það er einkenni á slíkum byggingum að þær úreldast mjög fljótt. Tveggja áratuga gamall spítali eins og sá sem Bandaríkjaher skildi hér eftir á svæðinu er orðinn úreltur. Tækjakostur á skurðstofum hefur aukist gríðarlega, kröfur eru gerðar um, dagsbirtu í skurðstofum, stærri sjúkrastofur, að sjúklingur sé einn á stofu, hafi sitt eigið bað o.s.frv. Sjúkrahúsið hér á Ásbrú var byggt árið 1974 og var svo sannarlega barn síns tíma, enda fyrst og fremst ætlað þörfum hersins. Það lá fyrir að innviðir þess yrðu aldrei nýttir í nýjan rekstur.Við fórum því og hreinsuðum innan úr byggingunni og stöndum í rauninni upp með fullhannað nýtísku sjúkrahús sem við getum byggt upp á mjög hagkvæman hátt þegar réttu samstarfsaðilarnir koma fram. Tækifærin á markaðinum eru til staðar og spurningin er ekki hvort spennandi verk-efni á sviði heilsutengdrar ferðaþjónustu fari af stað heldur hvenær. Tækifærin til að gera þetta hér á Ásbrú, með aðgengi að íbúðum og annarri þjónustu, eru miklu áhættuminni en annarstaðar þar sem byggja þyrfti upp allt að nýju. Við getum komist af með miklu minni kostnað í upphafi og byggt hraðar upp. Við sjáum þetta sem eitt af kjarnaverkefnunum í heilsuklasanum hér á svæðinu.

Þekkingarsamfélagið er grundvöllurinn Lærdómurinn sem við höfum dregið af reynslunni sem fengist hefur er að þekk-ingarsamfélagið sé grundvöllur sjálfbærrar þróunar. Menntasamfélagið og rannsóknar-samfélagið er grunnurinn sem meginstoð-

irnar þrjár hvíla á. Fyrirtækin sem hingað leita, eru að leita í þetta þekkingarsamfélag. Við höfum verið með mikið af tómum íbúðareignum og það var auðvitað liður í nýtingu þeirra að fá hingað fyrirtæki og byggja upp skóla því það er afar mikilvægt er að draga að þessum verkefnum menntað fólk. Þetta var ástæðan fyrir því að við fórum af stað með stúdentagarðana á sínum tíma. Okkur tekst ekki að láta alla sem hingað koma festa rætur en við styðjum við uppbyggingu samfélagsins með því að bjóða tækifæri til menntunar og höfum gert svæð-ið þannig úr garði að það er aðlaðandi fyrir þekkingarfyrirtæki að hasla sér völl hér. Í byrjun fengum við hingað gagnaver, hið langstærsta sinnar tegundar á Íslandi, og við erum að vinna í að búa til lóðir og aðstöðu fyrir fleiri slík fyrirtæki. Þar komum við inn á orkutengda þáttinn og nýjar leiðir til að nýta innlenda græna orku. Við erum líka að ræða við aðila sem eru í rannsóknarstarfi eða þróun og hafa sýnt áhuga á að koma hingað til að nýta innlenda orku.

Klasamyndun á ÁsbrúEitt af því helsta sem hér er á döfinni núna er að framleiðsla er hafin hjá líftækni-fyrirtækinu Algalíf sem byggt hefur 7500 fermetra örþörungaverksmiðju hér á Ásbrú. Úr þörungunum er unnið andoxunarefni sem notað er í fæðubótarefni og vítamín-blöndur. Fyrsta uppskeran frá þeim kemur væntanlega á markað í maí næstkomandi og búist er við að fullum afköstum verði náð árið 2016. Fyrirtækið nýtir rafmagn til ljóstillífunar og verksmiðjan er byggð í samræmi við strangar kröfur lyfjaiðnaðar-ins. Ég er sannfærður um að fleiri fyrirtæki af þessum toga eigi eftir að festa rætur hér. Okkar skoðun er að því fleiri sambærileg fyrirtæki sem eru á sama reitnum, þeim mun líklegri er að þau öll blómstri. Þetta kallast klasamyndun. Fyrirtækin geta jafnvel átt í samkeppni sín á milli en hafa ákveðna hagsmuni af að nýta þekkingu og þjónustu sem er til staðar á svæðinu. Okkar nálgun er sú að horfa frekar á afmörkuð svið, en leyfa öllu hinu að blómstra líka og útiloka ekkert. Í frumkvöðlasetrinu okkar í Eldey eru mörg fyrirtæki starfandi sem munu styðja við hvert annað á endanum.

Af íbúamálum á Ásbrú Það segir sig sjálft að þar sem er mikið gegnumstreymi af fólki eins og verið hefur hér á Ásbrú verða ákveðin viðfangsefni í uppbyggingu samfélagsins flóknari en ella. Hröð umskipti valda miklu álagi á skóla, tengsl á milli nemenda og kennara verða með öðrum hætti en í hefðbundnum skóla-hverfum. Þær íbúðir sem við höfum hér eru eingöngu á leigumarkaði eins og stúdenta-garðarnir í Reykjavík og Bifröst þar sem líka er mikið gegnumstreymi af fólki. Það liggur í augum uppi að þegar ung börn eru færð á miðju skólaári milli skólahverfa myndast ákveðið rótleysi. Við erum þó að sjá að til langs tíma muni fólk festa rætur og búa

hér áfram. Markmiðið er að selja eitthvað af eignum inn á almennan íbúðamarkað þannig að hér verði þetta eins og í öðrum hefðbundnum íbúabyggðum, þar sem sumar eignir eru leigðar og aðrar keyptar. Fólk tekur ákvörðun til langs tíma. Meiri stöðugleiki kemur þá á börnin og foreldrana og fólk er þá frekar tilbúið að taka þátt í að byggja upp samfélagið. Öll hefðbundin samfélagsþátttaka verður markvissari og betri. Fólk sem kemur hingað, staldrar við í ákveðinn tíma og til þess að fara síðan aftur leggur ekki mikið á sig til að tengjast samfélaginu. Þetta er vandamál sem við glímum við og reynum eftir föngum að leysa með því að byggja upp samfélagsleg akkeri þar sem fólk hittist og tengist.

Stöku sinnum heyrist talað niður til

byggðar og mannlífs á Ásbrú, byggðin jafnvel orðuð við slömm. Það er auðvitað þannig að einhverjir kunni að hafa hags-muni af slíku tali, finnist sér jafnvel standa ógn af því sem hér er að gerast. Fordómar af þessu tagi stafa af yfirleitt af einhverri hræðslu. Hér koma vitanlega upp mál af öðrum toga en í hefðbundnu og rótgrónu samfélagi. Skynsemin segir manni að þegar einstaklingar og fjölskyldur flytja búferlum tímabundið geti skapast vandamál sem þarf að taka á. Þau kunna að koma upp í skóla-kerfinu eða í lífi viðkomandi einstaklinga. Við þetta bætist bjöguð samsetning íbúa – nær allir sem hér búa eru á aldursbilinu 16-35 ára. Það stenst engan veginn að bera saman þetta hverfi við saman við til dæmis Keflavík eða Njarðvíkur þar sem íbúasam-setningin er gjörólík. Okkar reynsla er sú þegar við tölum við fólkið sem hér býr að yfirgnæfandi meirihluti er mjög sáttur við dvölina hér og ánægður með þá þjónustu sem hér stendur til boða.

Leigumarkaðurinn og tómu íbúðirnarMikið af því húsnæði sem Þróunarfélagið hefur til umráða er í notkun og sætir það nokkurri furðu ef horft er til þess að fasteignamarkaður hefur ekki beinlínis blómstrað á undanförnum árum. Lengst af höfum við hálfpartinn verið starfandi í kreppu, en hér eru í nýtingu tæplega 700 íbúðir af þeim 900 fjölskyldueignum sem eru á svæðinu. Við erum með mikið af einstaklingsíbúðum sem upprunalega voru byggðar sem herbergi með sameiginlegu eldhúsi eða stundum bara með sameigin-legu rými í miðju húsi svipað og hótel-aðstaða. Þetta er ekki húsnæði sem fer á markað í stórum stíl sem íbúðarhúsnæði en það getur nýst í tengslum við skólauppbygg-inguna. Ferðaþjónustufyrirtæki hafa verið að taka til sín eitthvað af þessum eignum og byggja þær upp. Um 200-300 íbúðareignir

Page 20: 1. tbl. - 74. árgangur 2014mitt.is/faxi/Faxi1_14.pdfskólar eru reknir á svæðinu, Háaleiti og Völlur. Húsnæði menntaskóla hersins hefur verið breytt í miðstöð vísinda,

38 FAXI FAXI 39

www.netto.is Mjódd · Salavegur · Hverafold

Höfn · Grindavík · Reykjanesbær Borgarnes · Egilsstaðir

Selfoss · Akureyri

Ódýrasti valkosturinn í nettÓ

mar

khon

nun.

is

eru ekki enn komin á markað, allt annað er á leigumarkaði. Allar þessar eignir þurfa á töluverðri uppfærslu og breytingum að halda og ákveðinn aðdragandi að því að setja þær á markað en grundvöllur mun skapast fyrir því á næstu árum. Þær leiðir sem við höfum farið er að byggja upp nýjan markað fyrir þessar eignir. Það höfum við gert með stúdentagarðinum og með því að leigja út íbúðir í tengslum við fyrirtækin sem starfa hér.

Mikil ásókn hefur verið í húsnæði hér á Ásbrú undanfarin ár vegna lítils fram-boðs af leigueignum á markaði. Við höfum fundið verulega fyrir þessum skorti, fólk leitar að húsnæði og sú leit hefur oft verið mjög örvæntingarfull. Við höfum ekki getað svarað þessari þörf að neinu gagni og meginástæðan fyrir því er samningur sem við gerðum á sínum tíma við fyrirtæki sem keypti stóran hluta þessara eigna, ætlaði að þróa þær en lenti í fjármögnunarvanda þótt rekstur þess sé traustur að öðru leyti. Ég á von á því að brátt geti myndast tækifæri til að taka hluta þeirra eigna sem eftir eru og vinna með þær, annaðhvort bjóða fyrstu eignirnar til sölu eða leigja meira. Það sem kemur öllum á óvart eru iðnaðarhúsin hér. Menn sjá fyrir sér mikinn fjölda stórra bygginga en þannig er það ekki. Þær eru flestar aðeins 300-500 ferm. en við eigum hinsvegar nokkurt magn af þeim. Það hefur

gengið mjög vel að koma öllum þessum iðnaðartengdu eignum út. Nær allar stórar byggingar sem eru í okkur umsýslu eru í útleigu.

101 heilkenniðIlla hefur gengið að fá hingað stofnana-starfsemi sem verið hefur á höfuðborgar-svæðinu. Ásbrú er á margan hátt kjörið svæði fyrir slíka starfsemi og þær eignir sem hér eru hefðu getað leyst mikið af þeim húsnæðisvanda sem ýmsar stofnanir ríkis-ins hafa glímt við á undanförnum árum. Það reynist hinsvegar örðugt að fá aðila sem hafa verið staðsettir á höfuðborgarsvæðinu til að hugsa eitthvað út fyrir sitt póstnúmer. Við grínumst oft með það sem við köllum 101 heilkennið - allir virðast sækja þangað sérstaklega hafi þeir verið þar áður. Nýjum aðila, innlendum og erlendum, sem eru að byggja upp eitthvað nýtt finnst ekkert mál að aka þessa 45 km vegalengd úr höfuð-staðnum. Sumum stjórnendum reynist þetta þó gríðarlegur þröskuldur og þeir hafa ekki skoðað þessa lausn af heilum hug. Þær for-sendur sem við heyrum þegar ákvörðun er tekin um að flytja ekki starfsemina standast ekki skoðun, að okkar mati. Enginn deilir til að mynda um að það sé borðleggjandi lausn fyrir landhelgisgæsluna að flytja starfsemi sína hingað á svæðið. En þá er talað um kostnað á flutningi og starfsfólki

og látið líta út eins og enginn starfmaður muni sjá sér hag í að flytja hingað. Mér hafa fundist þessi mál erfið og þung í fram-kvæmd og við höfum tekið þann kostinn að herja á ný verkefni og nýja aðila. Það kostar miklu minna tuð og nöldur.

Góður grundvöllur fyrir framtíðaruppbygginguVið finnum auðvitað fyrir því að Suður-nesjamenn eru orðnir dálítið hvekktir og þreyttir á langvinnum erfiðleikum. Samfé-lagið hér varð fyrir miklu áfalli þegar herinn fór og ofan á það bættist hrunið með öllum sínum hremmingum. Margir eru orðnir ansi svartsýnir og jafnvel byrjaðir að reyna að finna blóraböggla eins og enginn hafi verið að gera neitt til að bæta ástandið. Það er samt ljóst að verkefnin sem við höfum verið að reyna að ná hingað eru annaðhvort komin eða væntanleg. Við höfum einblínt á álverið sem því miður hefur ekki gengið eins og vonir stóðu til en mörg önnur verk-efni eru í siktinu og jafnvel langt komin. Ekkert er þó öruggt fyrr en búið er að setja lykilinn í og vélin komin í gang. Þessu kynnumst við í verkefninu varðandi Algalíf verksmiðjuna. Unnið var að því hörðum höndum í tvö ár og þá small það í gang. En það er erfitt að veðja á eitt verkefni fremur en annað. Við verðum að þjónusta alla og gefa öllum tækifæri. Við vitum ekki í byrjun hvað verður að veruleika og hvað ekki. Algalíf var lítill sproti á sínum tíma eins og sum önnur fyrirtækin hér. Við gerum okkar besta til að þjónusta öll þessi verkefni og eftir þá reynslu sem við höfum fengið erum við sannfærð um að ekkert svæði á landinu hefur sömu möguleika til stórfelldrar upp-byggingar og Ásbrú með öllu því aðgengi sem við höfum að þekkingu og samgöngum. Við horfum á tækifærin í tengslum við okkar samkeppnisyfirburði. Búið er að skapa sterkan grundvöll fyrir framtíðarupp-byggingu, styðja við nýsköpun á mörgum sviðum og allt á þetta eftir að blómstra á næstu árum.

stapaprentP R E N T Þ J Ó N U S T A

Gróf in 13c • 230 Reyk janesbær • S ími 421 4388 - s tapaprent@s imnet . i s • s tapaprent . i s

stapaprentP R E N T Þ J Ó N U S T A

• nafnsp jö ld

• bré f se fn i

• re ikninga

• umslög

• bækl inga

• dre i f ibré f

• boðskor t

• bækur

• b löð

• f ré t tabréf

• myndir á s t r iga

• r i tgerð i r

• sá lmaskrár

• p laköt

Við hönnum og prentum

nánast allt sem þú þarft

30ára

Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis

Skrifstofa félagsins er að Krossmóa 4 - 260 Reykjanesbær

Gleðilegt sumar!

Page 21: 1. tbl. - 74. árgangur 2014mitt.is/faxi/Faxi1_14.pdfskólar eru reknir á svæðinu, Háaleiti og Völlur. Húsnæði menntaskóla hersins hefur verið breytt í miðstöð vísinda,

FAXI 41 40 FAXI

Algalíf Iceland ehf.Bogatröð 10 - Framkvæmdastjóri:

Skarphéðinn Orri Björnsson

Fjárfestingarsamningur milli iðnaðarráðu-

neytisins og líftæknifyrirtækisins Algalíf Ice-

land ehf. vegna örþörungaverksmiðju á Ásbrú

var undirritaður í janúar sl. Áætlað er að verk-

efnið muni kosta um tvo milljarða króna og

gert er ráð fyrir að framkvæmdum verði lokið

um mitt ár 2015. Framleiðslan hefst strax á

þessu ári en fullum afköstum verður náð á

árinu 2016 og verða starfsmenn þá um 30

talsins. Algalíf Iceland ehf. var stofnað í ágúst

2012 og er í eigu norska félagsins NutraQ

A/S. Algalíf nýtir 1.500 fermetra húsnæði sem

þegar er til á Ásbrú en mun að auki byggja

nýtt 6.000 fermetra húsnæði sem á að vera

tilbúið um mitt næsta ár. Samtals verða verk-

smiðja og rannsóknarstofur á 7.500 m² þegar

uppbyggingunni verður lokið. Í verksmiðjunni

verða ræktaðir örþörungar (Haematococcus

Pluvialis) en úr þeim er unnið virka efnið As-

taxanthin. Það er sterkt andoxunarefni sem

notað er í fæðubótaefni og vítamínblöndur,

auk þess að vera neytt sérstaklega í hylkja-

formi. Mikill og vaxandi markaður er fyrir

efnið og annar heimsframleiðslan hvergi nærri

eftirspurn. Skilyrði eru sérstaklega hagstæð

á Íslandi til hátækniframleiðslu af þessu tagi,

en nálægð við alþjóðaflugvöll, hreint vatn,

örugg afhending orku og hæft starfsfólk

eru meðal þeirra þátta sem réðu staðarvali

Algalífs. Verksmiðjan verður sú fullkomnasta

sinnar gerðar í heiminum. Þörungarnir verða

ræktaðir í lokuðu kerfi þar sem næringu,

hita og birtumagni verður stýrt nákvæmlega.

Verksmiðja Algalífs mun nota 5 megavött af

raforku til framleiðslunnar. Þegar hefur verið

gengið frá samningi við HS orku um raforku-

kaup til 25 ára.

Algalíf Iceland ehf. var stofnað árið 2012

og starfsmenn eru nú 15 talsins.

BergrafKlettatröð 1, s. 664 7430

Bergraf ehf er fyrirtæki sameiginlega í

eigu þriggja rafverktakafyrirtækja. Fyrirtækin

eru SI-raflagnir, Nesraf og Rafholt og einnig

er framkvæmdastjóri Bergraf Reynir Þór

Ragnarssson einn af eigendum fyrirtækisins.

Fyrirtækið var stofnað 2008 þegar þessi

fyrirtæki buðu sameiginlega í verk vegna

framkvæmda við álverið í Helguvík.

Aðalviðfangsefni Bergrafs er almenn raflagna-

vinna. Nú um stundir er fyrirtækið aðalvertaki

í verki hjá Landhelgisgæslunni á Ásbrú. Þar

er um að ræða raflagnavinnu auk vinnu við

vatns-, kæli- og loftræstibúnað.

Arkitektastofa SuðurnesjaEldvörpum, Valhallarbraut 752 - s. 896-

5506 - Eigandi: Bjarni Marteinsson

Bjarni Marteinsson hefur rekið stofu sína

um árabil í Keflavík en stofuna stofnaði

hann árið 1990. Viðfangsefnin eru almenn

arkitektastörf en jafnframt eignaskiptayfir-

lýsingar og skráningartöflur. Bjarni hefur mikið

unnið að skipulagi elsta bæjarhluta Keflavikur

og hefur mikinn áhuga á því svæði sem hann

segir búa yfir fjölmörgum spennandi mögu-

leikum.

TraðhúsKlettatröð 3 - s 421 6904

Borgar Jónsson húsasmíðameistari

stofnaði fyrirtækið Traðhús árið 2004 en

flutti það síðan á Ásbrú árið 2012. Verkefni

Traðhúss snúast fyrst og fremst um almenna

trésmíðavinnu.

BRYN BallettFlugvallarbraut 732-7334 – www.bryn.is

– s. 426 5560 – Eigandi:

Bryndís Einarsdóttir

Í fyrsta sinn í sögu Suðurnesja er hægt að

útskrifast í listdansi af listnámsbraut til stúd-

entsprófs í námunda við sveitarfélagið sitt.

Kennslan á kjörsviði listnámsbrautar fer fram í

BRYN Ballett Akademíunni í faglegu samstarfi

við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og við Keili

um nemendaráðgjöf. BRYN er listdansskóli

Reykjanesbæjar og hefur það að markmiði að

veita nemendum sínum þekkingu og sterka

undirstöðu í klassískum ballett og nútímalist-

dansi á heimsvísu. Skólinn er viðurkenndur

af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu

til kennslu í listdansi á grunn- og framhalds-

skólastigi samkvæmt aðalnámskrám listdans-

skóla og framhaldsskóla í listdansi. BRYN er

eini listdansskólinn úti á landsbyggðinni sem

er viðurkenndur til að veita þetta námsfram-

boð. Yfir 300 nemendur á aldrinum 3ja til 22

ára stunda nám í listdansskólanum árlega og

starfa þar 17 manns. Bryndís Einarsdóttir er

skólastjóri og eigandi.

Sumarið 1999 vann ég hjá Íslenskum

Aðalverktökum við að rífa mótatimbur innan úr D-álmu sjúkrahússins í Kefla-vík. Þegar því lauk varð langt verkhlé og við flestir sendir í vinnu upp á Völl. Það vetraði snemma þetta haust og fannfergi á Vallarsvæðinu með slíkum ólíkindum að helst var jafnað við snjóaveturinn mikla 1956.

Stakk í stúf við örfoka landÉg lenti í jarðvinnu á svæði innan vallar-girðingar upp af Ósabotnum vestan til í Háaleiti. Var svæðið slétt, þakið þykkum jarðvegstorfum og velgrónum lyngmóum. Klappir varð að brjóta með fallbor þar sem reisa átti loftnet. Gróður á þessum stað bar þess greinileg merki að þarna hafði verið mikill og ríkulegur gróður fyrr á öldum. Við vinnuskúrana sá ég lengri og sverari rætur í jarðvegi og börðum en ég hafði nokkurn tíma séð áður á Rosmhvalanesi. Ræturnar líktust fremur trjám en venjulegum rótum, svo digrar voru þær. Stakk þetta vistkerfi allt í stúf við örfoka landið upp af Stafnesi.

Gamall draumur rættistFyrir ofan vinnusvæðið við suðurenda norður-suður flugbrautarinnar lá vegur frá svonefndri súrefnisstöð hersins í boga út að hlustunarstöð hersins við Þórshöfn sem þá hafði verið lögð niður. Hús stóðu tóm og biðu niðurrifs sem ég komst brátt í þegar útsynningsbyljir geisuðu. Gat ég í leiðinni skoðað minjar og landslag þarna við Þórshöfn í fyrsta sinn og gert vettvangs-rannsóknir í vinnutíma á launum. Rættist þarna gamall draumur um að komast inn á þetta bannsvæði. Tígulegast var að sjá fyllur sjávar þarna undan landi í vestan ofsanum sem þá gekk allt inn í ósana.

Fögur náttúrusmíðiEinu tók ég brátt eftir þegar við hófum jarðvinnuna. Það var sérkennilega löng klettaborg , flöt að ofan sem lá austan og ofan við vinnusvæðið. Frá henni hall-aði niður að því sem gaf klapparberginu dulúðugan svip. Það var einn þeirra stalla sem mynda Háaleitið. Þessa smíði náttúr-unnar hafði ég heldur aldrei séð þar sem hún lá frá norðri til suðurs í átt að bílveg-inum út í Hafnir.

Klettaborgin var einn fallegasti staður-inn í því reglulega steinsetta landi sem rís upp frá innstu vogum í Ósum. Vinnusvæð-ið okkar var í lægð niður af borg þessari og gróin brekka upp að rótum hennar. Þannig var landið stöllótt til sjávar en gróið á milli - fyrrum beitiland gamla Vogs og síðar afnotaland frá Stafnesseli niður við sjó. Nú hófu flugvélar sig til lofts af flatri gólf-klöpp borgarinnar þar sem fyrr reikuðu kindur og smalar hóuðu.

Hvað hét borgin?Ekki vissi ég hvað þessi klapparborg héti þótt áberandi væri en eitthver nafn hlaut hún að bera. Liðu svo fáein ár. Staddur í hvelfingu við orkuverið í Svartsengi sá ég á upphleyptu landakorti af skaganaum utan-verðum nafnið Stórubjörg merkt á svip-uðum slóðum og unnið var 1999. Ketils-brekka er þarna nær akvegi út í Hafnir, alþekkt nafn. Þar sem nafn borgarinnar virðist hinsvegar nær ókunnugt þótti mér rétt að fá það birt í Faxa með greinarkorni þessu.

Stórubjörg á HáaleitiSkúli Magnússon: Kynning fyrirtækja, félaga og stofnana á Ásbrú

Séð yfir innsta hluta Ósabotnanna. Stórubjörg eru upp af gamla Kirkjuvogi.

Page 22: 1. tbl. - 74. árgangur 2014mitt.is/faxi/Faxi1_14.pdfskólar eru reknir á svæðinu, Háaleiti og Völlur. Húsnæði menntaskóla hersins hefur verið breytt í miðstöð vísinda,

42 FAXI FAXI 43

ALKEMISTINNFlugvallarbraut 734 – www.alkemistinn.is

– s. 426 5562 – Framkvæmdastjóri:

Daniel Coaten

Alkemistinn sem er staðsettur á Ásbrú í

Reykjanesbæ, býr til og framleiðir lífrænar

og náttúrulegar húðvörur úr lífrænt vottuðum

jurtum, lífrænum ilmkjarnaolíum og lífrænum

jurtaolíum. Daniel Coaten jurtalæknir og

alkemisti (höf: 'Make Your Own Essential Oils

and Skin-Care Products' sjá amazon.com)

eimar jurtirnar persónulega og notar aðeins

hágæða hráefni í húðvörurnar til þess að

vernda og næra húðina. Alkemistinn fram-

leiðir vörulínu fyrir andlit og líkama, ýmsar

lífrænar húðvörur fyrir bæði menn og konur.

Allar húðvörurnar eru framleiddar af kost-

gæfni, alúð og vandvirkni.

Langbest ÁsbrúKeilisbraut 771 - www.langbest.is – 421

4777

Langbest er 120 sæta fjölskylduveitinga-

staður í eigu Helenu Guðjónsdóttur og

Ingólfs Karlssonar. Matseðill Langbest er

fjölbreyttur sem býður m.a. upp á pizzur,

grillrétti og heilsurétti. Hjá fyrirtækinu starfa

um 30 manns sem jafngildir 10 heilum starfs-

gildum. Viðskiptavinir árið 2013 voru um 50

þúsund og komu allstaðar að, þó helst úr

Reykjanesbæ. Vetraropnunartlmi Langbest

Ásbrú er frá 11-21 sunnudaga til fimmtudaga

en opið til 22 föst-laug. Frá 1 júní og fram

yfir Ljósanæturhelgi er opið frá 11-22 alla

daga. Þegar varnaliðið hvarf á brott skapaðist

tækifæri fyrir opnun á nýjum stað Langbest.

Eldri staðurinn á Hafnargötu var orðinn allt

of lítill og annaði engan veginn eftirspurn. Á

gamla varnarsvæðinu var veitingastaður sem

hét Viking og seinna Wendys og stóð ónýttur.

Það var því kjörið tækifæri fyrir Langbest að

opna nýjan stað á Ásbrú og það varð raunin.

Þann 1 júní 2008 opnaði nýr og glæsi-

legur 120 sæta veitingastaður Langbest og

skemmst er frá þvf að segja að viðtökurnar

urðu frábærar.

Ozzo ljósmyndunEldey - www.ozzophotography.com – s.

615 1515 – Eigandi: Ólafur Haukur Mýrdal

Fyrirtækið var stofnað 2007 af Óla Hauki

Mýrdal. Það annast alla almenna ljósmyndun

sem og myndatökur við brúðkaup og aðra

viðburði.

Bílaleigan Geysirgeymsluhús húsbílaEyktartröð, bygging 2112, www.geysir.is

Umsjónarmaður Gísli Páll Jónsson og með

honum starfar þar einn starfsmaður. Í þessu

húsnæði er geymsla húsbíla Bílaleigunnar

Geysir og þar fer einnig fram þrif á bílum og

minni háttar viðgerðir.

IcewearFlugvallarbraut 740 - www.icewear.is –

s. 588 7400 – Forstöðumaður:

Elva Dögg Sverrisdóttir

Fyrirtækið var stofnað í júlí 2012 en þá

keypti Icewear Víkurprjón á Vík í Mýrdal og

í beinu framhaldi var ákveðið að setja upp

saumastofu á Ásbrú til að mæta aukinni eftir-

spurn á íslenskum ullarvörum. Allt hráefni fyrir

saumastofuna á Ásbrú er framleitt á Vík og

helstu framleiðsluvörur saumastofunnar eru

peysur úr ull og angóra ullarföt undir vöru-

heitinu Reykjanes. Starfsmenn eru 10 talsins.

Gistihús KeflavíkurBed and breakfastValhallarbraut 761 – www. bbkeflavik.

com – s. 426 5000 – Framkvæmdastjóri:

Hjörtur Árnason

Gistihúsið var opnað 2011 og er þvi stýrt

af Hirti Árnasyni og með honum starfa tíu

starfsmenn. Gistiherbergi eru rúmlega fimm-

tíu talsins, mjög rúmgóð og þægileg. Auk

almennrar gistiþjónustu sér gistihúsið um að

geyma bifreiðar gestanna ásamt þvi að skulta

gestunum til og frá flugstöðinni.

Íslenski sjávarklasinn Eldey, Grænásbraut 506 - www.sjavar-

klasinn.is - Sími 611 2301 - Verkefnastjóri

klasasamstarfs á Suðurnesjum:

Kristinn Jón Ólafsson

Íslenski sjávarklasinn vinnur að því að efla

samstarf fyrirtækja í haftengdri starfsemi og

tengdum greinum á Suðurnesjum í samstarfi

við Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum.

Markmiðið er að nýta betur þau tækifæri sem

eru til staðar, efla tengingu menntastofnanna

við fyrirtækin og drífa áfram nýjar hugmyndir

og verkefni með því að tengja saman öfluga

aðila. Nánari upplýsingar um verkefni Íslenska

sjávarklasans á landsvísu má finna á: sjavar-

klasinn.is

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

62

30

4

*Eitt framlag fyrir hvert fermingarbarn

Við bjóðumgóða þjónustu

Fermingargjöf fyrir framtíðarfólk

Með honum geta foreldrar, ömmur, afar, frændur og frænkur tryggt fermingarbarninu veglegan sjóð sem losnar við 18 ára aldur, um það bil þegar næstu stóru áfangar í lífinu blasa við.

Hægt er að stofna og leggja inn á Framtíðarreikning í útibúum Íslandsbanka.

Framtíðarreikningur Íslandsbanka er góð fermingargjöf

Þeir sem leggja fermingarpeningana sína, 30.000 kr. eða meira, inn á Framtíðarreikning Íslandsbanka geta fengið 5.000 kr. í mótframlag inn á Framtíðarreikninginn sinn.*

Leggðu fermingarpeningana inn á Framtíðarreikning

L a n g b e s t v e i t i n g a h ú sK e i l i s b r a u t 7 7 1 Á s b r ú - 2 3 5 R e y k j a n e s b æ

S í m i 4 2 1 4 7 7 7

Kynning fyrirtækja, félaga og stofnana á Ásbrú

Page 23: 1. tbl. - 74. árgangur 2014mitt.is/faxi/Faxi1_14.pdfskólar eru reknir á svæðinu, Háaleiti og Völlur. Húsnæði menntaskóla hersins hefur verið breytt í miðstöð vísinda,

44 FAXI FAXI 45

Page 24: 1. tbl. - 74. árgangur 2014mitt.is/faxi/Faxi1_14.pdfskólar eru reknir á svæðinu, Háaleiti og Völlur. Húsnæði menntaskóla hersins hefur verið breytt í miðstöð vísinda,

46 FAXI FAXI 47

Klettatröð 1, www.icelink.is – s. 695-8450

Forstöðumaður: Júlíus Helgi Einarsson

Fyrirtækið var stofnað 2012. Það sér um hýsingu

tölvukerfa, þ.á.m. Office og Exchange auk annars

viðskiptahugbúnaðar.Úrslitum um starfsemina réð að

ljósleiðari var í húsinu. Icelink þjónustar á þriðja tug

fyrirtækja með yfir 70 notendur.

Klettatröð 1- www.vot.is – 695-8450

Forstöðumaður: Júlíus Helgi Einarsson

Fyrirtækið var stofnað 2003. Það hefur umsjón með

tölvunetkerfum fyrirtækja og uppsetningu á útstöðum,

forritun og almennt viðhald á tölvukerfum.

Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis

Skrifstofa félagsins er að Krossmóa 4.Opið mánudaga til fimmtudaga kl. 9-16, föstudaga kl. 9-15.

Sími 421 5777

„Það ríkja ákveðnir fordómar í garð Ásbrúar sem hverfis í Reykjanesbæ og þeir eru fullkomlega óverðskuldaðir,“ segir Erla Guðlaugsdóttir í samtali við Faxa. Erla er sjálf íbúi á Ásbrú, býr að Skógarbraut 930 ásamt eiginmanni og fjórum börnum. Erla er uppalin í Innri-Njarðvík, var síðan við nám á Bifröst en flutti á Ásbrú fyrir tæpum þremur árum. Hún er ekki sátt við það sem hún nefnir neikvæðni gagnvart þessu unga hverfi og íbúum þess.

„Stundum heyrir maður talað um Ásbrú eins og hér búi einhver lýður sem þiggi af sveit,“ segir Erla. „En staðreyndin er sú að hér býr mestanpart ungt fólk í hentugu húsnæði og þetta er virkilega góður og öruggur staður fyrir börn. Við hjónin búum í rúmgóðri nemendaíbúð með góðu geymsluplássi og tiltölulega öruggri leigu. Langflestir Íslendingar eru fólk með skuldir, margir hafa misst eignir sínar í því tíðar-fari sem hér hefur ríkt mörg undanfarin ár og þeir eru ekkert verri fyrir það. Ásbrú er góður staður og hér er ekki yfir neinu að kvarta nema kannski hundaeigendum sem mættu ganga þrifalegar um þegar þeir fara út að viðra hundana sína. Ég kvarta bara

yfir umtalinu sem heyrist því miður of oft og geri það vegna barnanna hér á Ásbrú því ég hef orðið var við að þetta umtal, sem þau auðvitað heyra eins og aðrir, vekur með

þeim ákveðna minnimáttarkennd. Hér á Ásbrú er nákvæmlega sama mannlífsflóran og í miðbæ Keflavíkur nema hér er bara fólk sem leigir,“ segir Erla að lokum.

Ásbrú er góður og öruggur staður og verðskuldar ekki neina fordóma

Erla Guðlaugsdóttir

FJÖLBREYTT MANNLÍF Á ÁSBRÚ

Page 25: 1. tbl. - 74. árgangur 2014mitt.is/faxi/Faxi1_14.pdfskólar eru reknir á svæðinu, Háaleiti og Völlur. Húsnæði menntaskóla hersins hefur verið breytt í miðstöð vísinda,

410 4000Landsbankinn landsbankinn.is

Lægri vextir á bílalánumLægri vextirí apríl

Engin stimpilgjöld

Afsláttur aflántökugjöldum

Bílalán í stuttu máli er vefur sem fjallar um bílalán og það sem hafa þarf í huga þegar keyptur er nýr bíll. Kynntu þér allt um bílalán á landsbankinn.is/istuttumali