3. tbl. 61. árg. - september 2015 biluð - ns.is · pdf filefélagsmaður...

24
3. tbl. 61. árg. - september 2015 Biluð heimilistæki Athyglisbrestur neytenda EFNALÖGGJÖF ESB - hagsmunir hverra? STÓR SJÓNVÖRP - gæðakönnun internet hlutanna - tækin tala saman kaupa nýtt eða gera við?

Upload: hoangcong

Post on 13-Feb-2018

230 views

Category:

Documents


7 download

TRANSCRIPT

3. tbl. 61. árg. - september 2015

Biluð heimilistæki

Athyglisbrestur neytenda

Efnalöggjöf ESB- hagsmunir hverra?

Stór Sjónvörp- gæðakönnun

internet hlutanna- tækin tala saman

kaupa nýtt eða gera við?

NEYTENDABLAÐIÐ3. tbl. 61.árg. september 2015Útgefandi: Neytendasamtökin,Hverfisgötu 105, 101 ReykjavíkSími: 545 1200Veffang: www.ns.isNetfang: [email protected]Ábyrgðarmaður: Jóhannes GunnarssonRitnefnd: Hildigunnur Hafsteinsdóttir, Jóhannes Gunnarsson, Þuríður Hjartardóttir Umsjón með gæðakönnun: Hildur Sif ThorarensenYfirlestur: Finnur FriðrikssonUmbrot og hönnun: LýðveldiðPrentun: Litróf – vistvæn prentsmiðjaForsíðumynd: istockphotoUpplag: 8.500 eintök, blaðið er sent öllum félagsmönnum í NeytendasamtökunumÁrsáskrift: Árgjald Neytendasamtakanna er 5.300 krónur og innifalið í því er m.a. Neytendablaðið, 4 tölublöð á ári.

heimilt er að vitna í neytendablaðið í öðrum fjölmiðlum sé heimildar getið. Óheimilt er þó að birta heilar greinar eða töflur án leyfis neytenda­samtakanna. upplýsingar úr neytendablaðinu er óheimilt að nota í auglýsingum og við sölu nema skriflegt leyfi neytendasamtakanna liggi fyrir.

Heimasíðan ns.is - aðgangur að læstum síðum:Notendaorð: félagiLykilorð: net99

Leiðari 2Fréttir frá NS 3Reynslusögur 4Frá ECC 5Biluð heimilistæki 6Hormónaraskandi efni 8Húsaleiga 10Ábyrgð eða ábyrgð? 11Gæðakönnun - Sjónvörp 12Einstaklingshegðun í beinni 14Gluggaumslagið 17Ráðvilltir neytendur 19Skrifleg tilboð 22Gátlisti fasteignakaupandans 23

Efni

Blaðið er prentað áumhverfisvænan hátt.

Innhverf í orlofi Um margt höfum við hjónin verið ósammála í gegnum árin en það sem við deilum um endar þó alltaf með sátt. Eiginmaðurinn er alvöru græju kall á meðan ég vil eiga sem minnst af dóti. Ef við erum ósam­mála um hverju skuli fjárfesta í tökum við þann pólinn í hæðina að hann kaupir það sem honum sýnist og ég held áfram að langa í ekki neitt. Samgöngutækin okkar eru því mjög ólík. Hann á jeppa, vélsleða, fisflugvél, allt fyrir hestinn (nema dýrið sjálft) og reiðhjól á meðan ég á bara reiðhjól og strætókort.

Auðvitað nýt ég stundum góðs af dótinu hans og finnst þá mest um jeppann sem flytur okkur á torfæra staði. Það eru bestu fríin okkar; alein á eyðistöðum að njóta fámennis, kyrrðar og víðáttunnar. Slík frí skipuleggjum við sem minnst, sofum í tjaldi eða bara í bílnum og eltum góða veðrið. Ég er löngu hætt að fara að Gullfossi og Geysi og finnst það ekki atriði þó barnabörnin hafi ekki komið þangað; fyrir mér eru þessir staðir orðnir ofnotaðir ferðamannastaðir. Nóg er af öðrum spenn andi stöðum til að skoða um land allt.

Ég las áhugaverðan pistil í NY Times um daginn þar sem fram kemur að sumarfrí segir margt um fólk. Fjallað er um sálfræðiritgerð sem sýnir fram á að þeir sem leita til fjalla í orlofinu sínu eru frekar inn­hverfir og forðast annað fólk á meðan þeir sem vilja á ströndina eru úthverfir og félagslyndir. Vitnað er í aðra rannsókn sem kannar ham­ingju fólks eftir því hvort það tekur orlof eða ekki og hvaða þáttur það er við orlofstökuna sem veitir fólki þá meiri hamingju. Þar kemur fram að vissulega er fólk sem tekur sér frí mun ánægðara í lífinu en fólk sem aldrei fer í frí. En það sem kom á óvart var að fríið sjálft veitir ekki neina sérstaka hamingju. Meira að segja leiddi rannsóknin í ljós að hamingjustigið var hæst á meðan orlofið var planað, þannig að til­hlökkunin veitir meiri hamingju en sumarfríið sjálft. Kannski er þá ráð að vera duglegur að plana sumarfrí án þess endilega að fara eftir planinu.

Íslendingar hafa alltaf verið duglegir við að ferðast enda rík þjóð og frekar forvitin. Það vekur athygli mína hve margt ungt fólk á Íslandi er ótrúlega víðförult. Ófáir stúdentar fara í svokallaðar heimsreisur, samt ekki svona interrail­ferð með bakpoka og lestarmiða, eins og tíðkaðist hjá mínum jafnöldrum, heldur meira í skipulagðar pakkaferðir; Dubai, Singapúr, Tæland, Balí, Ástralía, Fiji, USA. Það er ekki lítil yfirferð enda er ferðast á milli landa með þotum. Og hafa þau þá séð heiminn? Ekki það að þetta eru örugglega mjög flottar ferðir en þær minna mig samt alltaf á pakkaferðirnar „14 landa sýn“ sem voru svo vinsælar hér í denn. Þá var það rúta sem keyrði með Íslendinga milli landa innan Evrópu og skilaði þeim aftur á flugvöll með 14 stimpla í vegabréfinu.

Hvað veitir okkur hamingju er örugglega misjafnt en mér finnst ég samt ótrúlega heppin að þurfa ekki að fara langt til að finna dýrðlegar náttúruperlur og finnast fámenni og auðn svona eftirsóknaverð.

Þuríður Hjartardóttir

NEYTENDABLAÐIÐ // SEPTEMBER 2015 // LEIÐArINN2

Dagana 11.­13. júní stóð yfir samfélagshátíð undir nafn inu Fundur fólksins í Norræna húsinu. Fundur fólksins er fyrsta hátíð sinnar tegundar á Íslandi en sambærilegar hátíðir eru orðnar ómissandi hluti af hverju sumri á öllum hinum Norðurlöndunum. Sú þekktasta er án efa Alme dals veckan í Svíþjóð, sem er orðin einn stær sti og mikil vægasti vettvangur sænskrar samfélags umræðu.

Félagasamtök, stjórnmálaflokkar og ýmsir hagsmuna hópar stóðu fyrir fjölbreyttri dagskrá í Vatnsmýrinni og/eða voru á svæðinu og hvöttu til umræðna um ólík málefni sem liggja fólki á hjarta. Fundur fólksins var líflegur og tókst vel. Að mati Neytendasamtakanna er mikilvægt að finna honum farveg þannig að hann geti orðið árlegur viðburður, þar sem fram fer samtal milli almennings, stjórnmálamanna og frjálsra félagasamtaka með opin skoðanaskipti að leiðarljósi.

Aðstandendur fundar fólksins eru m.a. Norræna húsið, Almannaheill, Reykjavíkurborg og Samstarfsráðherra Norðurlanda.

Opið hús á menningarnótt 2015Opið hús var á skrifstofu Neytendasamtakanna á menn­ingar nótt og á annað hundrað manns litu inn. Dagskráin var fjölbreytt; neytendabíó, neytenda bókahorn, smágjafir frá ECC (Evrópska neytenda aðstoðin) og keppni um besta neytandann. Nafn Rósu Lyng Svavarsdóttur var dregið úr réttum svörum og fékk hún 10.000 kr. í verðlaun, og tveir aðrir fyrir myndarneytendur voru dregnir út og fá þeir fría aðild að samtökunum árið 2016. ECC­netið fagnar 10 ára afmæli á þessu ári og gestir á menningarnótt fengu m.a. sneið af afmælisköku.

Kynt undir verðbólgunniFrá því í vor hafa Neytendasamtökin (NS) birt uppl ýsingar um verðhækkanir birgja (innflytjendur og fram leiðendur) á heima síðu sinni. Þegar þetta er skrifað eru 34 fyrirtæki á þessum lista, en iðulega hafa verðhækk anir verið rökstuddar með vísan til nýgerðra kjarasamn inga. Algengt er að hækkanir séu á bilinu 2­5% og í ein hverjum tilvikum meiri. Tilgangurinn með því að birta þessar upplýsingar er að sjálfsögðu að veita neyt endum sem mestar upplýsingar og fyrirtækjum eðlilegt aðhald.

En það eru ekki bara fyrirtæki á markaði sem hækka verð. NS birti frétt í júlí um að stjórnvöld gengju einnig fram og kyntu undir verðbólgunni, m.a. við úthlutun á tollkvótum sem á eru lagðir krónutölutollar sem hækka nú um rúmlega 7%. Einnig má minna á að svokölluð sexmannanefnd, sem starfar á ábyrgð landbúnaðar ráðherra, ákvað 3,6% hækkun á heild­söluverði mjólkur vara (smjör hækkaði um rúm 11%).

En alltaf má finna ljós í myrkrinu. Þannig tilkynnti IKEA seinni part ágústmánaðar um 2,8% verðlækkun á öllum vörum. Rök stjórnenda IKEA eru m.a. styrking krónunn ar gagnvart evru og styrking innlendrar verslunar, auk þess sem kjarasamn­ingar hafi verið í samræmi við vænt ingar. Neytendasamtökin hvetja fyrirtæki í fram leiðslu og sölu til að fara að fordæmi IKEA og hvetja þau fyrirtæki sem þegar hafa hækkað verð til að draga þær hækkanir til baka.

Líflegur

3

Frá neytendaaðstoðinni:

NEYTENDABLAÐIÐ // SEPTEMBER 2015 // NEYTENDAAÐsToÐIN

Vegna breytinga á hliðrænum sjónvarpsútsendingum í gegnum loftnet leitaði félagsmaður í NS til fjarskipta­fyrirtækis. Hann tjáði fyrirtækinu að búið væri að leggja netleiðslur að húsinu en þó þyrfti að leggja lagnir innan­húss. Fyrirtækið sagðist greiða kostnaðinn við þá vinnu og ákvað maðurinn því að gera samning við það um sjónvarps­þjónustu í gegnum net. Þegar verkinu var lokið var verk­kostn aður kominn í rúm 80 þúsund kr. en fyrirtækið neit­aði að greiða þann kostnað og kannaðist ekki við að hafa samþykkt að greiða hann. Eftir að NS settu sig í samband við fjarskiptafyrirtækið féllst það á að greiða mestallan kostnaðinn, eða um 93%.

Félagsmaður keypti spjaldtölvu haustið 2013 en fljótlega kom í ljós galli í tölvunni. Fór svo að tölvan fór fjórum sinnum til viðgerðar vegna gallans og seljandi hafnaði kröfu neytandans um riftun kaupanna og endurgreiðslu kaup­verð sins. Í kjölfarið leitaði maðurinn til Neytendaaðstoð­arinnar, enda honum farið að leiðast þófið, og eftir að starfsfólk þar gekk í málið fékkst tölvan endurgreidd.

Félagsmaður sá girðingarefni auglýst á góðu verði og fór því í verslunina og lét sníða fyrir sig efnið. Þegar kom að greiðslu við kassa kom í ljós að villa var í auglýsingunni og efnið því talsvert dýrara en auglýsingin hafði sagt til um. Ekki var um að ræða augljósa villu þar sem neytandinn hefði getað sagt sér að um mistök væri að ræða og hvergi í versluninni var það auglýst að ekki hefði verið farið rétt með verð í bæklingi. Neytandinn fór því fram á að fá vöruna á því verði sem auglýst var en því var hafnað. Hafði hann því samband við Neytendasamtökin og eftir að Neytendaaðstoðin hafði samband við seljanda fékk maðurinn girðingarefnið á því verði sem auglýst var.

Dýr sjónvarpsútsending

Spjaldtölva gallagripur

Girðing á góðu verði

Félagsmaður leitaði til samtakanna vegna farsíma sem var gallaður. Seljandi hafði tvisvar sinnum reynt að gera við farsímann en þær viðgerðir höfðu ekki heppnast. Neytand­inn rifti þá kaupunum og fór fram á endurgreiðslu sem selj­andi féllst á, en vildi hins vegar eingöngu greiða kaup verðið til baka í formi inneignar. Neytendasamtökin höfðu sam­band við viðkomandi söluaðila og gerðu honum grein fyrir því að ekki er gert ráð fyrir slíku í neytenda kaupa lögum. Í kjölfarið samþykkti seljandi að endurgreiða neytanda and­virði farsímans með peningum, en ekki inneign.

Inneign vegna galla?

Fullorðin hjón keyptu sér eins mánaðar kynningar­tilboð í heilsuræktarstöð. Í lok mánaðarins sendu þau tölvupóst til stöðvarinnar þar sem fram komu nöfn og kennitölur beggja ásamt til­kynningu um að þau vildu ekki að halda áfram. Í framhald­inu fengu þau svar frá fyrirtækinu þar sem farið var stutt­lega yfir hvernig ætti að tilkynna uppsögn. Þar sem hjónin höfðu ekki mikla reynslu af samskiptum í gegn um tölvu reyndu þau ítrekað fá einhvern í fyrirtækinu til að aðstoða sig. Í millitíðinni voru greiðslur áfram teknar út af korti hjónanna. Að lokum fékkst starfsmaður til að aðstoða þau við að segja upp og stöðva þar með áfram haldandi greið­slur en ekki var fallist á að endurgreiða þeim á þeim for­sendum að ekki hefði verið farið rétt að við uppsögn. Áfram var tekið út af korti hjónanna, en bara vegna eins einstaklings en í ljós kom að fyrir mistök hafði einungis annað hjónanna verið tekið af skrá. Eftir að hjónin leituðu til Neytendaaðstoðarinnar hafði starfsfólk NS samband við eiganda stöðvarinnar sem leiðrétti mistökin og endur­greiddi það sem hafði verið greitt umfram þennan eina mánuð sem hjónin nýttu sér.

Félagsmaður sem átti í deilum við fjarskiptafyrirtæki hafði samband við NS. Fyrirtækið hafði gert mistök í tengslum við uppsögn samnings mannsins við fjarskiptafyrirtækið sem hann hafði áður verið í viðskiptum við og boðið honum inneign vegna þess. Maðurinn gat þó ekki séð að inneignin hefði komið til frádráttar á reikningi hans og fékk ekki skýr svör frá fyrirtækinu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Eftir að NS höfðu samband við fyrirtækið fékk félagsmað­urinn endurgreitt það sem hann hafði ofgreitt vegna þessa auk þess sem fyrirtækið felldi einn reikning niður.

Tilboð í líkamsrækt

TýNDA INNEIgNIN

Símatími Neytendaaðstoðarinnar er alla virka daga frá

10:00-12:00 og frá 12:30-15:00. Símatími fyrir þá sem

ekki eru í samtökunum er á mánudögum og fimmtudögum.

4

Strandaðir Frakkar fá bætur

LEIGJENDA ðstoðin

Breskur ferðamaður átti bókaða gistingu í níu nætur ásamt eiginkonu sinni á íslensku hóteli, en hann bókaði gistinguna í gegnum erlendan aðila. Vegna veikinda gat hann ekki nýtt sér fimm af þeim níu gistinóttum sem hann hafði pantað og greitt fyrir. Í skilmálum hótelsins kom fram að ef gisting væri afbókuð myndi hótelið einungis rukka fyrir eina gisti­nótt. Ferðamaðurinn leitaði því til ECC­netsins til að fá aðstoð við að fá fjórar gistinætur endurgreiddar. Forsvars­menn hótelsins tóku vel í erindi ECC og sáu til þess, ásamt erlendu ferðamiðluninni, að maðurinn fékk fulla endur­greiðslu.

Íslenskur ferðamaður leigði bílaleigubíl á ferðalagi sínu um Danmörku. Við undirritun leigusamnings merkti hann við þrenns konar tryggingar með upphafsstöfum sínum en veitti því ekki athygli að bílaleigan hafði bætt fjórðu trygg­ingunni við samninginn, án þess að ferðamaðurinn hefði óskað eftir því eða verið sérstaklega tilkynnt um það. Ferðamaðurinn gerði athugasemd þegar honum barst reikningur eftir uppgjör við bílaleiguna en honum var neitað um endurgreiðslu fyrir trygginguna, sem var um 43.000 ISK. Þá leitaði hann aðstoðar hjá ECC á Íslandi sem sendi málið til systurstöðvar sinnar í Danmörku. Málalok urðu þau að bílaleigan sam­þykkti að endurgreiða ferða manninum alla upphæðina.

Hætt við gistingu vegna veikinda

Aukagjald hjá bílaleigu

NEYTENDABLAÐIÐ // SEPTEMBER 2015 // ECC og LEIgjENDAAÐsToÐIN

Frönsk hjón áttu flug frá Keflavík til Parísar sem átti upp­haf lega að fara í loftið klukkan kl. 15:40 en seinkaði og fór ekki í loftið fyrr en rúmum þremur tímum síðar. Hremm­ingar hjónanna héldu svo áfram því stuttu eftir flugtak var farþegum tilkynnt að flugvélinni yrði snúið við vegna bil­unar. Hjónin voru þá send á hótel þar sem þau voru í stutta stund áður en haldið var aftur út á flugvöll þar sem vélin átti að vera tilbúin að fara í loftið. Fluginu seinkaði þó enn frekar og fór ekki fyrr en um klukkan 8:20, eða tæpum 17 tímum eftir áætlaða brottför. Hjónin kröfðust skaðabóta í samræmi við Evrópureglugerð um réttindi flugfarþega en þegar það bar ekki árangur leituðu þau til ECC­netsins. Eftir milligöngu ECC lauk málinu með greiðslu skaðabóta að upphæð 800 evrur samtals.

riftun leigusamningsLeigutaki sem hafði rift leigusamningi leitaði til Leigjenda­aðstoðarinnar þar sem leigusali vildi ekki taka riftunina gilda. Í húsaleigulögum er fjallað um það að vilji leigjandi rifta samn ingi vegna þess að húsnæði sé óíbúðarhæft eða heilsu spillandi þurfi heilbrigðisyfirvöld að staðfesta heilsu­spill andi ástand húsnæðis, en slík staðfesting var ekki fyrir hendi. Leigutaka var því leiðbeint um hvernig hægt væri að útvega slíka staðfestingu og hvernig rifta ætti húsaleigu­samningi með réttum hætti þegar staðfestingin væri fyrir hendi.

Frá Leigjendaaðstoðinni:

Frá evrópsku neytendaaðstoðinni:

Símatími Leigjendaaðstoðarinnar er frá 12:30-15:00 á mánudögum,

þriðjudögum og fimmtudögum. Um 1100 erindi bárust Leigjenda-

aðstoðinni á fyrri helmingi ársins, sem er umtalsverð aukning frá fyrri

árum. Nánari upplýsingar á leigjendur.is

endurgreitt tryggingarféLeigutaki leitaði til Leigjendaaðstoðarinnar vegna þess að leigusali neitaði að endurgreiða tryggingarfé sem leigutaki hafði greitt í upphafi leigutíma. Leigusali taldi ýmsar skemmd ir hafa orðið á húsnæðinu á leigutímanum og nefndi sem dæmi ónýtan baðvask, skemmdir á eldhús­innréttingu og skemmdir á gólfefnum. Leigutaki taldi þessar skemmdir hins vegar hafa verið til staðar við upphaf leigu­tíma og því ekki af hans völdum. Engin úttekt fór fram í upphafi leigutíma en leigutaki tók myndir af ástandi hús­næðisins í upphafi og gat því sannað að skemmdirnar hefðu verið til staðar við upphaf leigutíma. Þegar leigusala voru sýndar þessar myndir samþykkti hann að skila tryggingar­fénu ásamt verðbótum til leigutaka.

5

Nokkrar tegundir hvítra heimilistækja eru svokallaður „staðalbúnaður“ á íslenskum heimilum. Óhætt er að segja að fæstir geta án ísskáps, eldavélar eða þvottavélar verið. Þá telja margir einnig nauðsynlegt að eiga upp­þvotta vél og þurrkara. Það er ekki lítil fjárfesting að kaupa þessi höfuðtæki heimilishaldsins. Má áætla að það kosti heimili sem fjárfestir í þeim öllum á aðra milljón króna. Hér áður fyrr var algengt að dýrustu og fínustu merkin entust í tugi ára, en það hefur sennilega eitthvað breyst og framleiðendur sitja oft undir ámæli um að láta endinguna sleppa rétt fram yfir framleiðslu­ábyrgðar­tíma tækjanna. Það þætti alla vega ekki mikið viðskipta­vit að framleiða heimilistæki sem entist í margar kynslóðir.

Að gera við eða henda?Þegar tæki sem hafa þjónað okkur í mörg ár bila skyndi­lega verður uppi fótur og fit. Hvað er til ráða þegar þvott urinn stöðvast óskolaður í 9 ára gamalli þvottavél eða 7 ára gamall ísskápur hættir að kæla eða eldavélin sem var keypt fyrir 6 árum slær ítrekað út rafmagninu? Heimilisbókhaldið gerði kannski ekki ráð fyrir 150.000 króna fjárfestingu í þessum mánuði en þvotturinn þvær sig ekki sjálfur. Fyrir meðvitaða neytendur er samt mikilvægt að nýta hluti sem allra best áður en þeir enda í Sorpu, þannig að fyrsta skrefið er að láta viðgerðar­mann kíkja á vélina. Bilanagreining kostar þó líka pen­inga jafnvel þó útkoman sé bara sú að viðgerð borgi sig ekki. Kostnaðurinn við slíka greiningu gæti farið í 10­15% af kostnaði við nýja vél (sjá töflu).

Viðgerð/skoðun á hvítum heimilistækjum – verðkönnun

Viðgerðarverkstæði sem seljendur hvítra heimilis tækja

benda á sem sína þjónustu-aðila

Skoðun eða klst.

Útkall akstur+vinna

(1 eining)

Rafha viðgerðarverkstæði 4.500 9.500

Raftækjaþjónustan 4.861 12.000

Raftækjavinnustofa Einar Stef. 4.960 14.260

Guðmundur P. Ólafsson 5.000 16.900

Smith og Norland viðg.verkst. 6.169* 12.350

Rafbreidd 7.006 15.000

Rafbraut 8.201 14.000

*Ef tækið dæmist ónýtt kostar greiningin 0 kr. (tækið er keypt af SmiNor og Bosch)

Ath.Taflan er ekki tæmandi fyrir viðgerðarþjónustur hér á landi

Væntingar meiri en raunveruleikinnBresku neytendasamtökin Which? fjölluðu um bilaðar þvottavélar fyrr á þessu ári. Þar kom fram að nýjar vélar hefðu skemmri endingartíma en neytendur byggjust almennt við. Í umfjöllun sinni vísar Which? í könnun bresku samtakanna WRAP (waste and resource action program) þar sem fram kom að um 41% viðmælenda höfðu skipt út þvottavélinni áður en hún varð 6 ára gömul og var bilun á vélinni algengasta ástæðan. Which? gerði sambærilega könnun meðal félagsmanna sinna, og hún leiddi í ljós að væntingar neytenda um endingartíma þvottavélanna voru að þær entust í um 12 ár en vélarnar reyndust þó oft hafa bilað innan 5 ára frá kaupum og enn fleiri innan 10 ára.

NEYTENDABLAÐIÐ // SEPTEMBER 2015 // HVÍT HEIMILIsTÆKI

Eru heimilistæki hönnuð til þess að bila?- Hvít heimilistæki endast æ skemur

6

Innbyggð tromlaWhich? lét hóp sérfræðinga bera nokkrar þvottavélar framleiddar 2015 saman við Hoover vél frá 1980 og tvær AEG vélar framleiddar 1990. Niðurstaðan leiddi í ljós að meginvandamálið er að æ fleiri vélar eru hannaðar með innsiglaðri tromlu; með öðrum orðum eru tromlan og allar helstu legurnar sem hún snýst um innbyggðar í plasthylki sem gerir allt innvolsið algerlega óaðgengilegt. Framleiðendur vilja meina að þannig verði vélarnar traustari en eldri tegundir þar sem hægt var að taka allt í sundur. Einn verkfræðingurinn í hópnum sagði að innsigluð tromla væri þannig varin fyrir leka sem hefur þó enga þýðingu fyrir líftíma leganna. Afleiðingin er að ef eitthvað bilar þarna inni er eina ráðið að skipta plasthylkinu með öllu klabbinu út fyrir nýtt sem gerir varahlutinn dýrari og viðgerðina tímafrekari.

Óaðgengileg sía og innbyggð hurðEin af nýju þvottavélunum sem Which? skoðaði hafði innsiglaðan hurðarbúnað. Það kannast eflaust einhverjir við að handfang hafi brotnað þegar hurð er rykkt upp áður en þvottatíma lýkur og ætti þá að vera hægt að skipta um handfang á einfaldan hátt. En sé hurðin innsigluð þarf að kaupa hurðina alla. Önnur vél var með óaðgengilega síu sem þýðir að eigandinn getur ekki fjarlægt hluti sem þangað rata, eins og spöng úr brjósthaldara, smáaura eða lykla. Í staðinn þarf að senda vélina í viðgerð með tilheyrandi kostnaði.

Mikilvægur umhverfisþátturNiðurstaða Which? var þó sú að vélarnar væru ekki endilega hannaðar til að bila, en ekki heldur til að endast. Viðmælendur Which? vildu einnig meina að það væri stórt umhverfismál að hanna vörur eins og hvít heimilistæki þannig að þau endist líkt og þau gerðu hér áður fyrr. Vandinn getur þó einnig legið í að undanfarinn áratug hafa neytendur gert æ meiri kröfur um ódýrari tæki, sem vissulega kemur niður á gæðunum. Að mati Which? ættu framleiðendur að búa til tæki sem borgar sig að gera við. Þá er líka mikilvægt að neytendur fái upplýsingar á sölustað um hönnunina og hvort viðgerð geti farið fram án mikils tilkostnaðar. Neytendur gætu þá verið umhverfisvænni og valið gæðatæki sem einfalt er að gera við.

Þegar nýlegt tæki bilar

Í lögum um neytendakaup er kveðið á um kvörtunarfrest vegna galla. Almennur frestur er tvö ár frá afhendingu söluhlutar en fimm ára kvörtunarfrestur gildir þó um hluti sem ætlaður er verulega lengri endingartími og getur það átt við um flest hvít heimilistæki. Sé kvörtunarfrestur ekki liðinn ber seljanda að bæta úr, ef um galla er að ræða. Til að byrja með taka flestir seljendur tækið í skoðun og viðgerð og þeir eiga rétt á því. Ef sama bilun kemur upp aftur eftir fyrstu viðgerð á seljandinn rétt á að reyna einu sinni enn að gera við tækið, eða að afhenda nýtt tæki, en einungis má gera við sama galla tvisvar með þeim hætti. Komi sama bilun vegna galla upp í þriðja sinn þarf hins vegar að skoða önnur úrræði, eins og riftun kaupa og endurgreiðslu. Seljanda ber að greiða fyrir flutning og viðgerðarkostnað vegna úrbóta á gölluðu tæki. Jafnframt ber seljanda að útvega neytanda lánstæki ef fyrirséð er að neytandi geti ekki notað tækið í meira en viku og um er að ræða tæki sem neytandinn getur illa verið án, en gera má ráð fyrir að það eigi við um öll hvít heimilistæki.

Hér áður fyrr var algengt að dýrustu og fínustu merkin entust í tugi ára.

7

Ógnvekjandi áhrif hormónaraskandi efna Þúsundir kemískra efna eru talin hafa hormónaraskandi áhrif en þau er meðal annars að finna í varnarefnum, plasti, snyrtivörum, raftækjum, leikföngum og bygg­ingar efnum svo eitthvað sé nefnt. Efnin eiga greiða leið í umhverfið og líkama okkar en ómögulegt er að forðast þau sökum þess hve útbreidd þau eru.

Umrædd efni geta meðal annars valdið ófrjósemi, krabba meini, fæðingargöllum á kynfærum og þroska­frávikum, en auk þess tengja vísindamenn aukna tíðni ADHD, sykursýki og offitu við hormónaraskandi efni. Fóstur eru viðkvæmust fyrir áhrifunum. Vísindamenn, alþjóðlegar stofnanir og yfirvöld í ýmsum löndum hafa lýst yfir áhyggjum og krafist takmarkana á hormóna­raskandi efnum.

Alþjóðleg ógn við umhverfið og heilsunaÞegar árið 1999 samþykkti Evrópuráðið sameiginlega stefnu fyrir hormónaraskandi efni með það að markmiði að tryggja betra umhverfi og lýðheilsu innan ESB. Í REACH efnalöggjöfinni frá 2006 er hormónaraskandi efni skilgreint sem „substances of very high concern“, þ.e.a.s. mjög mikið áhyggjuefni.

Árið 2013 gáfu WHO og UNEP út sameiginlega yfir­lýsingu sem ályktaði að hormónaraskandi efni væru „alþjóðleg ógn sem verður að leysa“ og undirstrikaði mikilvægi þess að gripið yrði til aðgerða. Í skýrslu samtakanna var meðal annars bent á þá staðreynd að langflest kemísk efni á markaðnum hafa ekki verið rann­

sökuð fyrir hormónaraskandi áhrifum. Auk þess eru sam­lægð áhrif efnanna (sk. kokteiláhrif) „alvarlega van­metin“ og núverandi rannsóknaraðferðir duga ekki til að meta áhrifin á fullnægjandi hátt, þ.e.a.s. hefðbundið efnaáhættumat hentar ekki til að meta öryggi hormóna­raskandi efna. Norðurlandaráð hefur einnig kallað eftir aðgerðum til að hlífa almenningi við eituráhrifum hor­mónaraskandi efna. Í yfirlýsingu sem gefin var út í mars á þessu ári hvetur ráðið Evrópuþingið til að veita fram­kvæmdastjórn ESB heimild til virks aðhalds þegar kemur að þróun og eflingu löggjafar um efni og efna vörur. Ráðið segir það vera vandamál „hve langan tíma lög­gjafar starf Evrópu sambandsins tekur“ og lýsir áhyggj um af töfunum sem hafa orðið við þróun viðmiða fyrir grein­ingu á hormóna truflandi efnum, og ályktar að „herða þurfi pólitískar aðgerðir til að hraða þeirri vinnu.“ Í ljósi þessara yfirlýsinga má spyrja sig af hverju ESB hafi ekki enn innleitt bann á notkun hormónaraskandi efna?

Mikilvægur iðnaðurEfnaframleiðsla er meðal stærstu iðngreina innan ESB og er verðmæti hennar um 673 milljarðar evra eða sem sam svarar um 100.000 milljörðum ISK.

Markaðshlutdeild ESB­ríkja í allri efnasölu í heiminum er um 17%. Þó að markaðshlutdeild hafi minnkað um helm­ing undanfarna tvo áratugi hefur heildarverðmæti söl­unnar haldið áfram að aukast sökum stækkandi markaða fyrir efnavörur á heimsvísu.

Um 1,16 milljón manns vinna við efnaiðnaðinn innan ESB. Þýskaland er langstærsta framleiðslulandið en í öðrum ESB ríkjum, svo sem Frakklandi, Ítalíu og Hollandi, er efnaiðnaður einnig þýðingarmikill. Af þessum tölum má ráða að miklir hagsmunir eru í húfi og ekki er að furða að iðnaðurinn beiti öllum tiltækum brögðum til þess að koma í veg fyrir herta löggjöf um hormónaraskandi efni.

Erum við örugg fyrir hormónaraskandi efnum?Í síðasta tölublaði Neytendablaðsins var fjallað um Bisfenól-A (BPA). Við höldum áfram umfjöllun um hormónaraskandi efni, en beinum í þetta skiptið kastljósinu að löggjöf Evrópusambandsins (ESB), í þeim tilgangi að upplýsa neytendur um hvaða öfl ráða ferðinni þegar ákvarðanir eru teknar um takmarkanir á hormónaraskandi efnum.

8

Baráttan um hormónaraskandi efniFrjálsu félagasamtökin Corporate Europe Observatory gáfu nýlega út merkilega skýrslu, „A toxic Affair – how the chemical lobby blocked action on hormone dis­rupting chemicals“, sem lýsir atburðarásinni hingað til. Skýrslan hljómar helst eins og nútíma pólitískur spennu­tryllir en hvert atriði er staðfest með heimildum svo ekki fer á milli mála að hér er um ræða trúverðuga greiningu á aðferðum iðnaðarins.

Árið 2012 lét umhverfissvið framkvæmdastjórnar ESB (DG Environment) gera óháða rannsókn til að meta stöðu þekkingar á hormónaraskandi efnum.

Kortenkampskýrslan (nefnd eftir prófessor Andreas Kortenkamp sem leiddi hópinn) ályktaði meðal annars að núverandi efnalöggjöf og rannsóknaraðferðir ESB næðu ekki að skilgreina hormónaraskandi áhrif efna, sökum þess að umrædd efni lúta ekki sömu lögmálum og önnur kemísk efni, þar sem áhrif þeirra koma í ljós í svo litlu magni að ekki er hægt að skilgreina áhættumörk fyrir notkun þeirra.

Skýrslan sætti fljótlega harðri gagnrýni frá iðnaðinum sem svaraði með því að reyna að draga vísindin á bak við rannsóknina í efa. Yfirvöld í Bretlandi og Þýskalandi slógust í hópinn og kröfðust þess að eingöngu „hættu­legustu“ efnin yrðu bönnuð. Hörð viðbrögð þeirra eru skiljanleg, því ef hormónaraskandi efni eru hættuleg, hver sem styrkur þeirra er, hlýtur eina leiðin til að koma í veg fyrir áhrifin að vera sú að banna efnin alfarið. Þess vegna hefur kjarni málsins alla tíð síðan snúist um það hvaða aðferðafræði er notuð til að meta áhrifin; staðlað áhættumat eða varúðarreglan?

Hagsmunagæsla ber árangurÍ kjölfarið lét svo heilsu­ og matvælaöryggissvið fram­kvæmdastjórnar ESB (DG SANCO), Matvæla öryggis­stofnun Evrópu (EFSA) meta öryggi hormóna raskandi efna í fæðukeðjunni. Skýrsluhöfundar Toxic Affair drógu þá ályktun að með því hafi DG SANCO grafið undan áhrifum DG Environment. Í matshópi EFSA sátu meðal annars menn með bein tengsl við hags munasamtök iðnaðarins auk fulltrúa breskra og þýskra stjórnvalda. Aðeins 4 af 18 matsmönnum höfðu gert vísindarann­sóknir á hormónaraskandi efnum, en enginn í hópnum var sérfræðingur í hormónakerfi manna.

Það kom því fáum á óvart þegar hópurinn ályktaði að hormónaraskandi efni mætti meðhöndla eins og önnur efni og afgreiða með hefðbundnu áhættumati og leyfi­legum hámarksstyrk. Skýrsluhöfundar Toxic affair náðu þó að koma höndum yfir tölvupósta frá meðlimum EFSA­

hópsins sem opinberuðu að ekki voru allir sammála ályktununum og lýstu áhyggjum yfir því að þær væru þveröfugar við niðurstöður WHO og UNEP.

Iðnaðurinn beitti fleiri brögðum sem minna á aðferðir sem notaðar voru í baráttunni um tóbak og asbest. Birtar voru ýktar tölur um mögulegan kostnað vegna hertra krafna á efnahag og atvinnu innan ESB, án þess að tekið væri tillit til sparnaðar sökum bættrar lýðheilsu. Frekari „rannsóknir“ voru birtar með bein hagsmuna­tengsl við iðnaðinn, en þar var reynt að draga í efa vísindin um áhrif hormónaraskandi efna í lágum styrk.

Efnaiðnaðurinn náði að tefja ákvarðanatöku enn frekar með því að krefjast formlegs matsferlis á efnahags­, félags­ og umhverfisáhrif sem breytt skilgreining á áhrifum hormónaraskandi efna myndi hafa í för með sér. Hópur þingmanna á Evrópuþinginu lýsti ákvörðuninni um matsferli seinna sem brenglun á vísindum og pólitík.Til að rugla stöðuna enn frekar blönduðu Bandaríkin sér í málið í gegnum viðræðurnar um TTIP fríverslunar­samning milli ESB og BNA og lýstu því yfir að löggjöf um hormónaraskandi efni væri hindrun á frjálsa verslun sem fjarlægja ætti með innleiðingu TTIP.

Í ljósi þessara upplýsinga er ekki útlit fyrir að evrópskir neytendur fái að njóta góðs af hertum reglum um hor­móna raskandi efni í bráð.

Neytandinn nýtur ekki vafansEins og dæmin hér að ofan sýna glöggt er langt frá því að núverandi efnalöggjöf ESB tryggi neytendum vörur sem eru lausar við hormónaraskandi efni. Ef til vill má hugsa sér að eðlilegt sé að ESB reyni að gæta hagsmuna beggja aðila, þ.e.a.s. iðnaðarins og neytenda, en raunin sýnir að sökum áhrifavalds stórfyrirtækja bíða hagsmunir neytenda ávallt lægri hlut.

Anne Maria Sparf

Neytendablaðið hvetur lesendur til að kynna sér skýrsluna Toxic

affairs en hana er að finna á slóðinni corporateeurope.org.

NEYTENDABLAÐIÐ // SEPTEMBER 2015 // HorMÓNArAsKANDI EFNI 9

NEYTENDABLAÐIÐ // SEPTEMBER 2015 // HÚsALEIgA

Undanfarið hafa verið í umræðunni tilfelli þar sem leigusali krefst hærri húsaleigu. Leigjendaaðstoð NS hefur fengið fjölmargar fyrirspurnir varðandi slíkt á undanförnum árum.

Tímabundnir leigusamningarÞegar húsaleigusamningur er tímabundinn lýkur honum einfaldlega á umsömdum degi án sérstakrar tilkynningar þess efnis. Þannig gera aðilar til dæmis samning til eins árs í senn en geta síðan að þeim tíma liðnum endurnýjað samninginn, þ.e. gert nýjan samning kæri þeir sig um. Þar sem tímabundnir samningar eru almennt ekki upp­segjanlegir þarf leigusali að bíða þar til samningur rennur út áður en hækkun getur tekið gildi. Þegar samn­ingurinn er runninn út getur leigusali boðið leigutaka endurnýjun á fyrri samningi, en þá með hærra leigu­verði. Leigutaki hefur það þá í hendi sér hvort hann gengur að samningnum og samþykkir hina hækkuðu húsaleigu eða yfirgefur húsnæðið.

Ótímabundnir leigusamningarEf engin lokadagsetning er ákveðin í húsaleigusamningi telst samningurinn ótímabundinn. Slíkum samningum er nauðsynlegt að segja upp og er uppsagnarfrestur á íbúð­um a.m.k. sex mánuðir. Ef leigusali vill hækka leiguverð verður hann að segja upp samningnum og bíða út upp­sagnarfrest áður en hækkun getur tekið gildi. Að upp­sagnarfresti liðnum er samningi aðila lokið og ef leigu­taki vill ekki samþykkja hækkunina yfirgefur hann húsnæðið á þeim tímapunkti.

Forgangsréttur leigutakaÞrátt fyrir að heimildir leigusala virðist frekar skýrar samkvæmt ofangreindu er þetta ekki alveg svona einfalt. Leigusali getur nefnilega ekki hækkað húsaleigu að ástæðu lausu, enda gildir ákveðinn forgangsréttur samkvæmt húsaleigulögum sem verndar stöðu leigutaka. Þannig á leigutaki, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, rétt á forgangi ef leigusali ætlar að halda áfram að leigja húsnæðið út að leigutíma loknum. Leigutaki verður þó, svo forgangurinn sé virkur, að tilkynna leigusala um það með ákveðnum fyrirvara, vilji hann nýta sér

forgangsréttinn. Þá á leiguverð að vera sanngjarnt og eðlilegt í garð beggja aðila, en löglíkur eru fyrir því að sú upphæð sem áður var greidd fyrir húsnæðið sé einmitt það. Af þeim sökum þarf leigusali að sanna það sér­staklega að hækkun sé eðlileg ef hann fer fram á hærra leiguverð fyrir sömu eign þegar samningur er gerður á grundvelli forgangsréttar. Slíkt getur verið erfitt ef húsnæðið er í sama ástandi og það var í upphafi leigutíma o.s.frv., enda þá trúlega engar forsendur fyrir hækkuðu leiguverði.

Nýr eigandi húsnæðisins vill hærra leiguverðÞað getur gerst að leiguhúsnæði sé selt á leigutímanum. Þá vill nýr eigandi þess e.t.v. halda áfram að leigja hús­næðið út og lítur á það sem ákveðna fjárfestingu. Við slíkar aðstæður hafa leigusalar í einhverjum tilfellum séð sér leik á borði og farið fram á hækkun leiguverðs. Við almenna sölu á fasteignum þarf kaupandi, sem er þá nýr leigusali, einfaldlega að fylgja ofangreindum reglum enda eiga réttindi leigutaka ekki að breytast við söluna. Þegar húsnæði er selt nauðungarsölu gilda hins vegar aðrar reglur og í flestum tilfellum falla húsaleigusamningar þá niður. Þá getur kaupandi, sem nýr leigusali viðkomandi leigutaka, einfaldlega boðið leigutaka strax nýjan samn­ing með hækkaðri húsaleigu og ef leigutaki vill ekki ganga að þeim samningi neyðist hann til þess að yfirgefa húsnæðið.

Má hækka húsaleiguna?

Álit kærunefndar húsamála 3/2008

Gerður var samningur um leigu íbúðar til tveggja ára en eftir um eins árs leigutíma var leigan hækkuð um 5.000 krónur á mánuði og hélt leigusali því fram fyrir nefndinni að nýr samningur, með ákvæði um hærri leigugreiðslu, hefði verið gerður milli aðila. Leigusali gat hins vegar ekki lagt þennan nýja samning fram og því taldi nefndin að eldri samningur gilti enn milli aðila og var leigusala því gert að endurgreiða ofgreidda leigu, enda hefði ekki verið heimilt að hækka leiguna með þessum hætti.

10

NEYTENDABLAÐIÐ // SEPTEMBER 2015 // ÁBYrgÐ EÐA ÁBYrgÐ?

Þegar neytendur lenda í því að kaupa gallaða vöru og fara í kjölfarið fram á einhvers konar úrbætur; viðgerð, nýja vöru eða endurgreiðslu vegna þess, er jafnan talað um að vara sé í „ábyrgð“. Það sem við köllum í daglegu tali ábyrgð er þó iðulega bara lögbundinn réttur neyt­and ans til að fá ógallaða vöru, en ekki er um það að ræða að seljandi eða framleiðandi hafi tekið á sig sér­staka ábyrgð vegna vörunnar.

Lögbundinn kvörtunarfresturSé vara (hér getur verið um að ræða allt frá sokkapari og upp í lúxusbifreiðar) gölluð á neytandi rétt á að fá gert við hana, fá nýja vöru í staðinn, fá afslátt af kaupverðinu eða hætta við kaupin. Neytandinn getur kvartað vegna galla og krafist úrbóta í allt að tvö ár (eða fimm ár ef um er að ræða hluti sem ætlaður er verulega lengri end­ingartími en almennt gerist) frá kaupunum. Eftir að sex mánuðir eru liðnir frá kaupum þarf neytandinn þó að sýna fram á að gallinn hafi verið til staðar við afhend­ingu vörunnar, og hann þarf alltaf að tilkynna um gallann án ástæðulauss dráttar. Um galla og úrræði neytenda vegna þeirra er fjallað ítarlega í lögum um neytenda­kaup, en um ófrávíkjanlegan rétt neytenda er að ræða en ekki „ábyrgð“ sem seljandi hefur ákveðið að veita sérstaklega. Lagalegan rétt neytenda til að fá bætt úr galla á vöru má seljandi því ekki skilyrða með neinum hætti.

Ábyrgð seljandaUm sérstaka „ábyrgð“ seljanda, en t.a.m. getur verið um að ræða tíu ára ábyrgð á lakki bifreiða, fimmtán ára ábyrgð á dýnugormum o.s.frv., er svo fjallað í lögum nr. 57/2005. Þar segir að seljandi megi ekki veita sérstaka

ábyrgð nema hún veiti meiri rétt en kaupandi á sam­kvæmt lögum. Lögbundinn réttur neytanda til að fá bætt úr galla er því ekki sérstök „ábyrgð“ seljanda heldur er „ábyrgð“ loforð um að kaupandinn fái meiri rétt en hann á lagalega kröfu á. Ef seljandi tekur svo sérstaka ábyrgð á vöru sem hann selur þarf hann að upplýsa neytanda um gildissvið ábyrgðarinnar og hvaða skilyrði eru sett fyrir því að neytandi geti fengið úrbætur á grundvelli ábyrgðarinnar. Að því marki sem slík skilyrði teljast ekki ósanngjörn getur seljandi því sett ákveðin skilyrði fyrir því að ábyrgðin gildi. Virði neytandinn svo ekki slík skilyrði getur það valdið því að „ábyrgð“ falli niður, en eftir sem áður er lögbundinn réttur neytandans til úrbóta vegna galla til staðar.

Þjónustuskoðanir bifreiðaumboðaÞótt hlutur bili, jafnvel eftir stutta notkun, er ekki sjálf­gefið að um galla í skilningi laga um neytendakaup sé að ræða. Þannig getur slæleg meðferð neytenda og ónógt viðhald valdið því að hlutur bili. Þegar kemur að bif­reiðum er þannig t.a.m. sjálfsagt að neytendur fari eftir leiðbeiningum framleiðenda hvað varðar viðhald og láti t.d. smyrja bifreiðar sínar reglulega. Undanfarið hefur hins vegar færst í vöxt að bílaumboð hafni því að bæta úr galla með þeim röksemdum að eigandinn hafi ekki mætt með bifreiðina í svokallaðar þjónustuskoðanir, sem eru þá skilyrði „ábyrgðar“. Hafa deilumál sem snúast um það að bílaumboð hafni því að bæta úr galla á grundvelli slíkrar vanrækslu ítrekað komið á borð NS og kæru­nefndar lausafjár­ og þjónustukaupa. Er því rétt að árétta að ekki er heimilt að binda lagalegan rétt neyt­enda til að fá bætt úr galla því skilyrði að mætt sé í slíkar skoðanir. Í áliti kærunefndarinnar í máli 26/2012, en í málinu bar seljandi því fyrir sig að ekki hefði verið farið með bifreiðina í sérstakar þjónustuskoðanir, segir m.a. um þetta: „…álitsbeiðandi lét smyrja bifreið sína reglulega. Er það því mat kærunefndarinnar að sá galli sem fram hefur komið á vél bifreiðarinnar verði ekki rakinn til þess að álitsbeiðandi hafi ekki sinnt nægilegu viðhaldi á bifreiðinni. Þá er ekki fallist á að seljandi geti skyldað álitsbeiðanda til þess að fara með bifreið sína í þjónustuskoðanir hjá seljanda og að öðrum kosti neitað að bæta úr göllum sem gætu verið á bifreiðinni, enda væri slíkt í andstöðu við 1. mgr. 3. gr. laga um neytendakaup…“.

Ábyrgð og ábyrgð er ekki það sama!

11

NEYTENDABLAÐIÐ // SEPTEMBER 2015 // SJÓNVÖRP- GÆÐAKÖNNUN

Mikið úrval – mörg á tilboði

Neytendablaðið kannaði úrval sjónvarpstækja á markaði hér á landi í lok júlímánaðar og var verð kannað á heima síðum 12 verslana. Alls voru 296 mismunandi sjónvarpstæki til í þessum verslunum. Af þeim höfðu 113 verið gæðaprófuð af ICRT (International Consumer Research & Testing).

Markaðskönnunin er aðgengileg á heimasíðunni ns.is, á læstum síðum fyrir félagsmenn. Í töflunni á næstu síðu má sjá niðurstöður gæðakönnun arinnar fyrir sjónvarps­tæki með 47“ – 55“ skjá. Á heimasíðunni má einnig sjá útkomu sjónvarpstækja með minni skjá. Lykilorðið að læstum síðum er að finna neðst á bls. 2 í þessu blaði.

Mikil samkeppniÁ þessum markaði er mikil samkeppni og sést það best á öllum þeim tilboðum sem boðið er upp á. Í gæðakönn­uninni er birt upphaflegt verð (fyrra verð) en í markaðs­könn uninni má einnig sjá tilboðsverð sem í boði var þegar markaðskönnunin var gerð. Neytendur eru hvattir til að fylgjast vel með verðbreytingum ætli þeir sér að kaupa sjónvarp.

Besta einkunnAf þeim tækjum sem fá bestu einkunn í gæðakönn­uninni, sbr. töflu hér til hliðar, raða Samsungtæki sér í efstu sætin. Samsung er langalgengasta merkið og ótrúlega margar tegundir í boði þar sem rúmlega 35% þeirra sjónvarpstækja sem finnast á markaði hér eru frá Samsung eða 104 tæki af 296.

Hvað var athugað?Myndgæði (40%) Sjónvörpin eru tengd með HDMI tengi og skerpa, gæði lita og birta eru prófuð. Einnig er athugað hversu vel sést á sjón varpið ef horft er á það frá mismunandi sjónarhornum. Logandi ljós á það til að speglast í sjónvarpsskjá og trufla áhorf. Kannað er sérstaklega hversu vel sést á sjónvarpið við mismunandi lýsingu.

Hljóðgæði (25%)Hér er lögð áhersla á að prófa hversu hátt er hægt að stilla hljóð sjónvarpsins og hversu mikil hljóðgæðin eru. Mismun­andi hljóðstillingar eru einnig prófaðar og hversu mikil gæði þeirra eru.

Tengingar (5%)Hér er athugað hvers konar, og hve marga, tengimöguleika sjónvarpið býður upp á. Þá er einnig athugað hvort sjón­varpið sé með SCART tengi, AV tengi, HDMI tengi, USB tengi og jafnframt hvaða möguleika tengin bjóða upp á.

Sem margmiðlunarspilari (5%)Kannað er hvort hægt er að tengja harðan disk við sjón­varpið og nota það til þess að skoða stafrænar myndir, horfa á myndbönd eða kvikmyndir eða spila tónlist. Auk þess er athugað hvort sjónvarpið bjóði upp á tengingu við internetið á heimilinu og þá hvort hægt sé að tengjast tölvu í gegnum það og skoða skrár af henni í sjónvarpinu.

Þægindi í notkun (10%)Hér er kannað hversu auðvelt er að setja sjónvarpið upp, tengja það og nota. Einnig skiptir fjarstýringin hér máli og hversu þægilegt það er að stýra sjónvarpinu með henni.

Orkunýtni (5%)Hér er athugað hversu miklu rafmagni sjónvarpið eyðir við notkun. Þá er mæld orkunotkun þegar slökkt er á sjón­varpinu. Orkustillingar sjónvarpsins sem notandinn getur valið til að spara rafmagn meðan á áhorfi stendur eru einnig prófaðar.

Snjallsjónvarp (5%)Ef sjónvarpið getur tengst internetinu er athugað hvaða möguleikar eru til staðar; hvort hægt sé að nota inn­byggðan vafra og hvort hægt sé að hala niður smáforritum fyrir sjónvarpið.

Sem upptökutæki (5%)Athugað er hvort sjónvarpið býður upp á að sjónvarpsefni sem horft er á sé sett á pásu og hvort hægt er að spóla fram og til baka í tækinu. Einnig er athugað hvort hægt sé að taka upp sjónvarpsefni til þess að geta horft á það síðar.

Þrívídd – 3D (0%)Ef sjónvarpið býður upp á þrívíddarmöguleika er athugað hversu góð þrívíddarmyndin er. Einkunn fyrir þennan flokk hefur ekki áhrif á heildareinkunn.

Samsung UE55JU9005XXE fær 4,33 í einkunn sem er 0,02 stigum meira en tækið til vinstri sem fær 4,31 í einkunn. En mikill verðmunur er þó á þessum tveimur tækjum.

Samsung UE55JU7005TXXE er ódýrasta sjónvarpið af þeim sem fengu hæstu einkunn. Kostar þó tæp 330 þúsund krónur.

gæðakönnun á sjónvörpum

12

Tegund sjónvarpstækja í skjástærð 47”-55” Verð

Skjá­ stærð

Heildar­ einkunn

Mynd­ gæði

Hljóð­ gæði

Teng­ ingar

Sem m.m.spilari

Þægindi í notkun

Orku­ nýtni

Snjall­ sjón­ varp

Sem upp­ töku­ tæki

Þrí­ vídd

Samsung UE55JS9005XXE 599.995 55” 4,33 4,4 4,6 4,8 4,9 4,2 3,0 3,5 4,3 4,8

Samsung UE55JU7005TXXE 329.995 55” 4,31 4,2 4,6 4,8 5,0 4,2 3,7 3,5 4,3 4,0

Samsung UE55HU7500 369.900 55” 4,29 4,4 4,2 5,0 4,9 4,5 2,7 4,0 3,8 4,3

Samsung UE48JU7005 299.900 48” 4,22 4,1 4,4 4,8 5,0 4,2 3,5 3,5 4,3 3,8

Samsung UE55JU6515UXXE 349.900 55” 4,19 4,0 4,4 4,8 5,0 4,1 4,0 3,5 4,3 nei

Samsung UE55JU6575XXE 269.995 55” 4,19 4,0 4,4 4,8 5,0 4,1 4,0 3,5 4,3 nei

Samsung UE55JU6415UXXE 319.900 55” 4,18 4,1 4,4 4,8 5,0 4,1 3,6 3,3 4,3 nei

Samsung UE55JU6475XXE 259.995 55” 4,18 4,8 4,4 4,8 5,0 4,1 3,6 3,3 4,3 nei

Samsung UE55JS8505XXE 549.995 55” 4,14 4,4 3,6 4,8 5,0 4,2 3,4 3,5 4,3 4,2

Samsung UE48JS8505XXE 499.995 48” 4,12 4,3 3,7 4,8 5,0 4,2 3,1 3,5 4,3 4,0

Samsung UE48JU6515UXXE 279.900 48” 4,11 3,9 4,3 4,8 5,0 4,1 3,4 3,5 4,3 nei

Samsung UE48H6410 143.990 48” 4,10 3,8 4,3 5,0 4,6 4,5 3,7 4,0 3,8 3,7

Sony KD55X9005CBAEP 639.990 55” 4,10 4,1 4,7 5,0 4,2 3,3 3,4 2,6 4,3 4,0

Samsung UE48H6475 169.900 48” 4,10 3,9 4,0 5,0 4,7 4,6 3,7 4,0 3,8 4,3

Samsung UE48H6400 139.900 48” 4,09 3,9 4,0 5,0 4,7 4,6 3,7 4,0 3,8 4,3

Samsung UE55JU6675 319.900 55” 4,09 3,8 4,3 4,8 5,0 4,1 3,7 3,5 4,3 nei

Samsung UE48JU6675UXXE 239.900 48” 4,08 3,8 4,4 4,8 5,0 4,1 3,5 3,5 4,3 nei

Samsung UE55H6475 249.900 55” 4,05 3,9 3,8 5,0 4,7 4,6 3,8 4,0 3,8 4,2

Samsung UE55H6675SB 269.900 55” 4,04 4,0 3,7 5,0 4,9 4,6 3,6 4,0 3,8 3,8

Samsung UE48JU6415UXXE 249.900 48” 4,02 3,9 4,0 4,8 5,0 4,1 3,4 3,3 4,3 nei

Samsung UE48JU6475XXE 219.995 48” 4,02 3,9 4,0 4,8 5,0 4,1 3,4 3,3 4,3 nei

Samsung UE48H6675 199.900 48” 4,01 4,0 3,6 5,0 4,9 4,6 3,5 4,0 3,8 3,8

Samsung UE55JU6400 269.900 55” 3,98 3,5 4,6 4,8 5,0 4,1 3,3 3,3 4,3 nei

Samsung UE48H6270 124.990 48” 3,97 3,8 4,0 4,9 4,9 4,2 3,7 3,7 3,8 4,3

Samsung UE50HU6905UXXE 219.900 50” 3,96 3,5 4,3 5,0 4,8 4,5 3,2 4,0 3,8 nei

LG 47LB671V 179.989 47” 3,92 4,2 3,4 4,3 4,5 3,7 4,5 3,0 4,3 4,0

Samsung UE55H6620 229.990 55” 3,92 4,0 3,2 5,0 4,8 4,6 3,7 4,0 3,8 3,7

LG 47LB650V 169.989 47” 3,88 3,9 3,9 4,3 4,5 3,6 4,2 2,8 4,0 4,5

Samsung UE50J5505XXE 199.995 50” 3,86 3,6 4,0 4,1 4,8 4,1 3,8 3,2 4,3 nei

LG 55EC930V 419.995 55” 3,85 3,8 3,8 5,0 4,4 3,7 3,5 3,0 4,3 5,2

LG 49LF630V 169.989 49” 3,84 3,6 4,0 4,2 4,6 3,8 4,5 3,2 3,8 nei

Sony KDL50W805BBN 178.995 50” 3,84 4,1 3,5 4,8 4,3 3,3 4,3 2,3 4,3 3,5

LG 55LF630V 209.990 55” 3,79 3,5 4,1 4,2 4,6 3,6 4,5 3,2 3,8 nei

Samsung UE48H5505AK 149.900 48” 3,78 3,3 4,2 4,1 4,6 4,1 3,9 3,7 3,8 nei

Samsung UE48J5505XXE 169.995 48” 3,78 3,3 4,1 4,1 4,8 4,1 3,9 3,2 4,3 nei

Samsung UE48J5515XXE 199.995 48” 3,78 3,3 4,1 4,1 4,8 4,1 3,9 3,2 4,3 nei

Samsung UE50H5505XXE 149.995 50” 3,78 3,4 4,1 4,1 4,5 4,1 3,6 3,7 3,8 nei

LG 55UF772V 279.995 55” 3,77 3,9 3,3 4,3 4,6 3,6 4,0 3,3 3,8 nei

Sony KDL50W828B 199.900 50” 3,77 3,8 3,6 4,8 4,2 3,3 4,5 2,3 4,3 3,7

Sony KD49X8505BBAEP 335.409 49” 3,72 3,8 3,6 5,0 4,2 3,3 3,3 2,6 4,3 4,2

Samsung UE55J5505XXE 219.995 55” 3,71 3,6 3,4 4,1 4,8 4,1 3,9 3,2 4,3 nei

LG 55UF850V 349.989 55” 3,68 3,6 3,5 4,3 4,7 3,9 4,0 3,3 3,8 5,0

Sony KDL55W955BBAV 249.995 55” 3,67 3,4 3,8 5,0 4,2 3,3 4,4 2,6 4,3 4,0

Sony KDL48W605BBAE 139.995 48” 3,67 3,7 3,3 4,8 4,4 3,3 4,5 2,3 4,3 nei

LG 47LB561V 179.989 47” 3,65 3,4 3,9 3,2 5,0 3,5 4,2 nei 3,0 nei

Panasonic TX49CX750E 249.995 49” 3,64 3,6 3,3 4,3 4,3 3,6 3,8 3,9 4,0 4,0

Panasonic TX55CX750E 319.990 55” 3,64 3,7 3,2 4,3 4,3 3,6 3,5 3,9 4,0 4,7

Panasonic TX50AX800E 279.995 50” 3,64 3,4 4,0 5,0 3,7 3,6 2,3 3,4 4,0 3,8

Samsung UE48H5005AK 129.900 48” 3,60 3,3 3,9 3,1 3,8 3,8 4,0 nei nei nei

Philips 55PUS8809 399.989 55” 3,56 3,7 3,4 4,9 4,3 2,6 3,6 3,0 3,8 4,0

Sony KDL48W705CBAEP 149.995 48” 3,52 3,4 3,4 4,8 4,5 3,2 4,3 2,4 4,3 nei

Philips 47PFS7509 166.995 47” 3,52 3,6 3,3 4,8 4,4 2,6 4,4 3,0 3,8 4,0

Panasonic TX50CX670E 249.995 50” 3,52 3,4 3,3 4,1 4,2 3,6 3,9 3,8 nei nei

Philips 49PUS7909 229.989 49” 3,52 3,4 3,9 4,9 4,2 2,6 2,8 3,0 3,8 0,5

Sony KDL48W585BBAEP 149.990 48” 3,51 3,5 3,0 4,8 4,5 3,3 4,5 2,3 4,3 nei

Philips 47PFS7109 179.989 47” 3,50 3,3 3,7 4,9 4,3 2,6 4,0 3,0 3,8 4,5

Panasonic TX55CX670E 299.995 55” 3,47 3,4 3,3 4,1 4,2 3,6 3,4 3,8 nei nei

Panasonic TX55AS750E 159.995 55” 3,43 3,4 2,7 4,3 3,9 3,6 4,5 3,4 4,0 3,8

Panasonic TX50CS630E 199.995 50” 3,38 3,1 3,2 4,1 3,6 3,6 4,4 3,7 nei 3,5

Panasonic TX55CS630E 249.995 55” 3,32 3,1 3,0 4,1 3,6 3,6 4,0 3,7 nei 3,8

Panasonic TX55AS640E 199.989 55” 3,31 3,4 2,4 4,2 3,7 3,6 4,5 3,4 4,0 4,0

Panasonic TX55AS650E 178.995 55” 3,31 3,4 2,4 4,2 3,7 3,6 4,5 3,4 4,0 4,0

Panasonic TX50CS520E 179.989 50” 3,30 2,8 3,4 3,8 3,8 3,4 4,6 3,6 4,5 nei

Panasonic TX47AS650E 154.995 47” 3,28 3,4 2,3 4,2 3,7 3,6 4,3 3,4 4,0 4,3

Panasonic TX47AS750E 219.995 47” 3,27 3,4 2,1 4,3 3,9 3,6 4,3 3,4 4,0 3,8

LG 49LF540V 139.990 49” 3,21 3,2 2,5 3,2 4,9 3,4 4,6 nei 3,0 nei

© ICRT og Neytendablaðið 2014. Gefnar eru einkunnir á kvarðanum 0,5-5,5, þar sem 0,5 er lakast og 5,5, er best 13

NEYTENDABLAÐIÐ // SEPTEMBER 2015 // INTERNET HLUTANNA

Vorið 2014 hlupu um 41 þúsund keppendur í kvenna­maraþoni um götur Dyflinnar. Á hliðarlínu hafði maður komið sér fyrir með skanna sem hann hafði sett saman úr íhlutum að andvirði 10 þúsund króna rétt fyrir hlaupið. Með tækinu safnaði hann í laumi gögnum frá svokölluðum æfingaúrum þátttakenda. Á meðan hlaup­inu stóð náði hann persónulegum upplýsingum frá 563 þátttakendum, m.a. nöfnum, heimilisföngum og lykil­orðum ásamt þeim sérhæfðu upplýsingum sem úrinu er ætlað að mæla. Sem betur fer var markmiðið ekki að misnota persónulegar upplýsingar heldur var þetta öryggissérfræðingur hjá Symantec, fyrirtækinu sem selur Norton vírusvarnarhugbúnað. Tilraunin gekk út á að fletta ofan af hættunni sem stafar af vaxandi fjölda snjalltækja sem eiga það sameiginlegt að heyra undir „the internet of things“.

Tækin sem tala samanOftast er talað um að tæki séu „smart“ eða „snjöll“ hafi þau þann eiginleika að tengjast öðrum tækjum og inter­netinu með endalausum möguleikum í svokölluðum smáforritum (öppum). Það eru ekki lengur bara símar eða tölvur sem eru snjöll heldur heilu byggingarnar og heimili fólks. Einhverjum kann að þykja það óhuggulegt en aðrir sjá spennandi kosti við það að ýmsar kunnug­legar tegundir heimilistækja tali saman á internetinu; hitastýringar, ísskápar, ljósarofar, sjónvarpstæki, kaffi­vélar, hurðalæsingar. Það gæti verið heillandi að bíllinn segði húsinu þínu að stilla hitann á heimleið úr vinnu, að öryggismyndavélin tæki upp myndband þegar reykskynj­arinn fer í gang eða að með æfingaúrinu (sem rekur slóð­ina þína) væri hægt að stýra lýsingunni á heimilinu. Á þessum þægindum er þó sá hængur að sömu tæki geta einnig sent stöðugan straum af persónulegum gögnum til þjónustuaðila, sem vista þau og deila með öðrum, og eig­andi tækjanna hefur enga stjórn á því.

Vefsíður og snjallsímaforrit hafa fylgst með athöfnum okkar í langan tíma, rakið ferðir okkar, hvað við lesum og horfum á og kaupum, hvað við skrifum í tölvupóst og hverjir eru vinir okkar á facebook og twitter. En nú safna nettengdu tækin okkar kannski viðkvæmustu persónu­upplýsingunum – frá svefnherberginu, eldhúsinu og barna herberginu. Án réttra varúðarráðstafana er mögu­leiki á að öll gögn sem mismundandi tæki á heim ilinu safna um þig séu sameinuð og (mis)notuð af mark aðs­fyrirtækjum eða þeim stolið af hökkurum. Viðkvæm ustu upplýsingarnar um okkur neytendur gætu þannig orðið að féþúfu í höndum sölu­ og markaðsmanna. Því er mikil vægt að hafa skýrar og strangar reglur til að verja persónulegar, og oft viðkvæmar, upplýsingar um neytendur.

Af hverju það skiptir máliEf miðað er við vefsíður og snjallsímaforrit er internet hlutanna að taka sín fyrstu skref, en engu að síður má nú þegar finna á markaði vörur sem búa til mikið af upp­lýsingum. Samkvæmt netrisanum Cisco System voru í lok árs 2014 í notkun næstum 109 milljónir tækja sem menn ganga með á sér, sem mánaðarlega söfnuðu miljónum gígabæta af gögnum. Þessar tölur eiga eftir að blása út. Frumkvöðla­ og tæknifyrirtæki eins og Apple, GE, Honeywell, IBM, LG og Samsung fjárfesta með miklum þunga og keppast um að ná yfirráðum í interneti hlut­anna. Google hefur nýlega fjárfest fyrir milljónir dollara í fyrirtækjum sem gera Nest hitastýringar, Dropcam öryggismyndavélar og Revolv snjall stöðvar fyrir heimili.

Í mars sl. kynnti Amazon til sögunnar væntanlegt Dash forrit sem gerir viðskiptavinum kleift að setja upp wi­fi tengda hnappa hér og þar um heimilið. Með því að ýta á einn af hnöppunum verður sjálfkrafa til pöntun á vörum í búrskápinn, merkjavörum eins og Bounty pappírsþurrk­um og Tide þvottaefni. Amazon hefur nú þegar fengið tækjaframleiðendur eins og Whirlpool og Brother til

internet hlutanna fylgist með hvunndagsvenjumSnjallsjónvarpið, nettengdi hitastillirinn – jafnvel þvottavélin – fylgjast með daglegum venjum okkar. Bandaríska neytendablaðið Consumer Reports fjallar um hvers vegna þú þarft að vita hver fylgist með þér.

14

samstarfs við sig. Slíkir hnappar verða þá innbyggðir í framleiðsluvörunar þannig að þvottavélar geta pantað sitt þvottaefni sjálfar og prentarar pantað blek. Og að sjálfsögðu fara öll viðskiptin í gegnum Amazon.

Fyrirtæki eru einnig komin með hvatakerfi fyrir við­skipta vini til að deila upplýsingum úr tækjunum sínum. Johan Hancock tryggingarfélagið gefur nýjum kaup­endum líftrygginga ókeypis Fitbit æfingaúr og afslátt­aráætlun í skiptum fyrir gögnin um heilsuræktar­árangurinn. Búnaðurinn er hannaður sérstaklega til að gefa eigendum sínum gaum og fylgjast með og skrá daglegar athafnir þeirra. Sum fyrirtæki sem selja slíkan varning lofa í upphafi að upplýsingar um notandann fari ekki til þriðja aðila, en ef engar reglur eru til má allt eins gera ráð fyrir því að það loforð standist ekki. Einhver kærir sig kannski um að fá auglýsingar í snjallsímann um megrunarvörur um leið og vigtin safnar gögnum um þyngdaraukningu hans og aðrir kæra sig kannski ekki um það, en það ætti að vera val neytandans.

Neytendum er ekki alltaf ljóst hvaða upplýsingar eru geymdar í tækjum og hvað fer á internetið, en þegar fólk fær nánari upplýsingar finnst mörgum þær óþægilegar. Þegar Mattel tilkynnti áætlun sína um nettengdu barbí­dúkkuna – Hello Barbie – sem talar við börnin hreyfðu foreldrahópar mótmælum og hafa sett af stað átak um „commercial free childhood“ og vilja ekki þessa dúkku á markað, en enn stendur til að hún komi á markað í haust.

Það að græjurnar séu að fylgjast með manni veldur áhyggj um sumra og ekki annarra, en neytendur verða að fá að vita af því og átta sig á hvernig upplýsingarnar eru notaðar. Því miður vitum við ekki alltaf hvað gerist undir húddinu á þessum tækjum.

Smáa letriðÁður fyrr lutu kaffivélar ekki reglum um persónuvernd. Ekki heldur uppþvottavélar, hitastýringar eða bílar. Í dag fylgir hins vegar „tengdu” tegundunum af þessum vörum romsa af lögfræðilegum texta sem þú þarft að sam­þykkja. Menn ættu í raun ekki að þurfa að kynna sér sérstaklega lög um persónuvernd til að komast að því hvort tæki reki slóðir manns.

Neytendur verða sjokkeraðir þegar flett er ofan af áhrif­um skilmálanna. Í febrúar kom fram í fjölmiðlum að LG og Samsung snjallsjónvörp senda til þriðja aðila samtöl sem eiga sér stað fyrir framan tækin á heimilum. Við fyrstu skoðun er tæknin sannarlega stuðandi; ef hjónin rífast um reikningana fyrir framan sjónvarpstækið gæti óvænt farið berast til þeirra texti frá fyrirtæki sem sér­hæfir sig í fjármálaráðgjöf.

Í raun var það eingöngu spurning um þægindi fyrir framleiðandann að senda stofusamtölin til þriðja aðila. Einn af eiginleikum þessara sjónvarpstækja er raddstýr­ing en örgjörvinn sem er innbyggður í tækin er ekki nógu öflugur til að framkvæma flókna raddgreiningu og því er hljóðupptaka send til samstarfsaðila framleiðandans þegar notandinn ýtir á hnapp á fjarstýringunni merktan voice control. Persónuverndarstefnan útskýrði hins vegar ekki nægjanlega hvenær upptaka fór fram eða hvert hún var send – né var lofað að gögnin yrðu ekki notuð í öðrum tilgangi síðar meir. Fjölmiðlaumfjöllunin varð til þess að a.m.k. Samsung skýrði betur persónu­verndar stefnu sína, þótt tæknin virki áfram eins.

Það er ýmislegt fleira sem sum snjallsjónvörp eru fær um að gera. Mörg þeirra vakta t.d. sjálfkrafa þau myndbönd sem birtast á skjám neytenda, bæði sjónvarpsútsend­ingar, myndbandsstreymi og jafnvel spilun úr DVD spil­urum. Sjónvarpstækið sendir síðan gögn um það sem horft er á til samstarfsfyrirtækja, eins og Cognintive Network og Enswers.

Það er ekkert leyndarmál hvað þessi fyrirtæki ætla sér með gögnin, en Cognitive auglýsir t.d. að það geri sjón­varpstöðvum kleift að auka tekjur sínar með tengdum

Neytendum er ekki alltaf ljóst hvaða upplýsingar eru geymdar í tækjum og hvað fer á internetið.

15

NEYTENDABLAÐIÐ // SEPTEMBER 2015 // INTERNET HLUTANNA

auglýsingum til viðskiptavina. Með öðrum orðum; framleiðandinn selur þér sjónvarp og eykur síðan hagnað sinn með því að fylgjast með áhorfi þínu og sendir á þig sérsniðnar auglýsingar og selur þar að auki áhorfsgögnin til auglýsenda og rekstraraðila sjónvarps. Þetta er algjör peningamaskína fyrir alla nema þig.

ÖryggisgloppurFyrirtæki sem ætla sér jafnvel ekki að græða á persónu­legum gögnum geta sett einkalíf neytenda í voða. Venju­ og hegðunargreining á notendum sem geymd er í tölvu­grunni fyrirtækja gæti verið freistandi fyrir tölvuhakk­ara. Hakkarar gætu einnig haft áhuga á að hakka sig inn í tækin sjálf. HP Fortify on Demand, sem er öryggisfyrir­tæki í eigu Hewlett Packard, kannaði tíu nettengdar vörur árið 2014, m.a. sjónvarp, hurðarlás og öryggiskerfi fyrir hús. Þar kom í ljós að átta af tíu tækjum notuðu ekki eins flókin lykilorð og krafist var, sjö féllu á prófinu um dulkóðun gagna við sendingu og sex tæki notuðu svo óöruggar stillingar að hakkarar gátu endurstillt lykil­orðin. Leit að öryggisglufum í heimilistengingum er orðið vinsælt sport meðal rannsakenda og ótal mörg dæmi til.

Áhyggjur af interneti hlutanna hafa ekki farið fram hjá bandarískum yfirvöldum. Gefnar hafa verið út skýrslur og leiðbeinandi reglur um öryggisatriði og strangari kröfur um lykilorð. Eins og alltaf fara þó lög og reglur hægt yfir sviðið á meðan tæknin er á fleygiferð.

Nú er það í höndum neytenda að kaupa eingöngu vörur sem þeir treysta og kvarta upphátt komist þeir að einhverju sem þeim líkar ekki við. Sumir eru ánægðir með þægindi snjallsjónvarps sem þó safnar upplýsingum til að beina að neytendum auglýsingum, á meðan aðrir eru efins. Um leið og internet hlutanna margfaldast í vexti og reglurnar eru hægfara verður besta neytenda­verndin byggð á viðbrögðum neytenda sjálfra.

CR júní 2015

Augu og eyru heimilisinsBarnapíutæki (baby monitor) gera foreldrum kleift að fylgjast með barninu í snjallsímanum. Það er nettengt með hreyfiskynjara, HD myndbandsstreymi og innbyggða hátalara sem gefur foreldrum færi á að tala við barnið meðan þeir sinna öðrum heimilisstörfum. Þetta er þægilegt en hugsanlega varasamt ef ókunnugir komast inn í kerfið. Í janúar barst tilkynning frá barnfóstru í Houston sem heyrði ókunnuga rödd í tækinu sem sagði „þetta er sannkölluð skítableyja“ og benti henni síðan á að setja upp lykilorð fyrir myndavélina. Breska pressan sagði frá atvikum árin 2013 og 2014, þar sem hrekkjóttir hakkarar stunduðu það að öskra á sofandi börn í gegnum svona tæki og síðasta haust vöruðu bresk yfirvöld við því að lifandi myndstreymi af barnapíutækjum og eftirlitsmyndavélum á heimilum um allan heim væri aðgengilegt á heimasíðum á netinu. Óvarin eftirlitsmyndavél er verri en engin myndavél. Nettengd eftirlitstæki fyrir ungabörn eða heimilið nota þráðlausa nettengingu heimilisins og sumar tegundir geta tengst beint við síma með bluetooth. Sterk lykilorð eru mikilvæg fyrir svona kerfi.

Nefna má dæmi um önnur tæki sem geta safnað gögnum og vert er að kynna sér hvar gögnin lenda og hvernig þau eru notuð: blóðsykursmælir, hitastýring fyrir heimilið, kaffivél, activity tracker eða líkamsræktarmælir, hurðalásar, hægeldunar­pottar (slow cooker) og snjallsjónvörp.

...besta neytenda verndin byggð á viðbrögðum neytenda sjálfra.

16

“Hún mamma kemur í bæinn bráðum, og borgar skuldina mína”, sagði Stína litla við kaupmanninn í gömlu vísunni góðu. Það var ekki flókið að greiða skuldir sínar hér í denn; kúnnarnir greiddu með peningum (eða kossi) ‒ annar greiðslumáti var ekki í boði. Í dag vilja fyrirtæki helst ekki sjá framan í kúnnahópinn; hann er best geymdur heima hjá sér (á netinu) og greið­slan er tryggð með sjálfvirkri skuldfærslu af bankareikn­ingi eða kreditkorti. En það eru ekki allir tilbúnir til að hleypa hverjum sem er í sjóðinn sinn án þess að vita hversu hár reikningurinn verður og hvort innistæða sé fyrir honum. Margir kjósa því að fá greiðsluseðil og að sjá sjálfir um greiðsluna. Það kostar þó oft enn meiri peninga, því algengt er að gjald með hinum ýmsum nöfnum sé lagt ofan á reikninginn (seðilgjald; tilkynn­ingar gjald, greiðslugjald, útskriftargjald o.s.frv.).

Gömul baráttaNeytendasamtökin hafa fengið ótal kvartanir vegna seðil gjalda og hafa lengi mótmælt gjaldinu og bent á að það endurspegli ekki raunverulegan kostnað við að koma greiðslu til seljanda. Seljandi getur í raun ekki krafist sérstakrar þóknunar fyrir að gefa út og senda reikning til viðbótar við kaupverðið. En þá er oft bent á að reikn­ingur er ekki það sama og greiðsluseðill. Reikningur í einfaldri mynd gefur upplýsingar um kaupin, t.d. tímabil, verð og vöruheiti. Til að tryggja að greiðslur berist frá greiðanda til viðtakanda á öruggan og skilvirkan hátt hefur seljandi þann kost að stofna rafræna greiðsluseðla í bankakerfinu og greiðir sérstaklega fyrir það. Það er þá sjónarmið hvort allir viðskiptavinir eigi að greiða sama verð þegar kostnaður við greiðslumáta leggst misþungt á seljandann? Menn vilja líka meina að það létti neytend­um lífið að geta setið heima og greitt reikninga hvenær sem er sólarhringsins, og að þeir sem það velja ættu þá að greiða fyrir það.

Skoða reikninginnÞar sem ekki eru nein skýr lagaákvæði sem banna töku seðilgjalda hafa Neytendasamtökin barist fyrir því að þessi gjöld endurspegli raunkostnað og að neyt endum sé þá einnig boðið upp á gjaldfrjálsan valkost við greiðslu. Sumum finnst lítið mál að samþykkja sjálf virka skuld­færslu af korti/reikningi. Þeir geta þá fylgst með hreyf­ingu og sótt rafræna reikninga í heimabanka. Aðrir vilja fá reikning sendan í pósti og sjá sjálfir um að greiða

seðilinn. Það er hægt að spara mikið með því að velja ódýrari mátann en það er líka vandamál ef fólk gleymir að skoða reikningana sína og missir yfirsýn yfir viðskipt­in. Þau eru ófá málin sem samtökin hafa fengið þegar fjarskiptafyrirtæki hafa rukkað fyrir þjónustu sem var löngu búið að segja upp og viðskiptavinurinn áttar sig svo mörgum mánuðum eða árum síðar á því að hann er enn að greiða.

Verðkönnun seðilgjaldaNeytendablaðið kannaði hvað kostar að fá greiðsluseðil sendan heim og hvað sparast með því að velja ódýrari kost. Taflan sýnir gjöld í júlí 2015 hjá nokkrum fyrirtækj­um. Neytendum berast þó mánaðarlega mun fleiri kröfur en þetta, m.a. frá tryggingarfélögum, íþróttafélögum, fél agasamtökum o.s.frv. Gjöld fyrir að greiða geta þannig numið tugum þúsunda á ári, en þó getur mikið sparast með því að láta nægja að birta seðilinn í heimabanka.

Þjónustufyrirtæki Seðill sendur Ekki sendur seðill

OR 239 114

Norðurorka 241 0

HS veitur 248 0

Vodafone 295 95

Síminn 292 95

Gagnaveita RVK 240 114

Skjárinn 390 95

Stöð2 350 95

Securitas 250 0

Öryggismiðstöðin 290 0

Hæsta seðilgjaldið hjá bönkumÞað skýtur skökku við að við útlán nota bankar sjálfir seðilgjöld af afborgun lána sem einhvers konar neyslu­stýringu og beina fólki í sjálfvirka skuldfærslu af banka­reikningi. Þá er ekki aðeins tryggt að viðskiptavinurinn sýni sig ekki í útibúinu og haldi sig í heimabankanum heldur er einnig innheimt mun hærra gjald ef lántakinn sér sjálfur um að greiða seðilinn. Þetta er ekki í takt við gjaldtöku bankanna fyrir innheimtuþjónustu, þ.e. að stofna kröfu fyrir þriðja aðila, prenta seðil og senda í pósti. Það ferli kostar um 300 kr. pr. seðil og ef seðill er ekki sendur í pósti er gjaldið um 140 kr.* Þannig stenst yfirlýst stefna um raunkostnað bankanna engan veginn þegar greiðsluseðlar vegna bankalána eru skoðaðir.

gluggauMSlagiÐ - seðilgjald

NEYTENDABLAÐIÐ // SEPTEMBER 2015 // sEÐILgjÖLD 17

NEyTENdASTARf ER í ALLRA þáGU

10-11a4arion bankiatlantsolíaBananarBorgunBosch­búðinBónusBykoCreditinfoeimskipFerðaskrifstofa ÍslandsFlugfélag ÍslandshagkauphúsasmiðjanicelandicelandairinnnesÍsfugl

ÍslandsbankiÍslandspósturKaskóKrónanLandsbankinnmP Bankimyllann1nathan & OlsennettóOlísOraOrkanOrmssonÓBPóstdreifingrúmfatalagerinnsamkaup­straxsamkaup­Úrval

samskipsamsung setriðsecuritassíminnskeljungursláturfélag suðurlandssmith & norlandsuzuki bílarsölufélag garðyrkjumannaTryggingamiðstöðinvalitorvátryggingafélag Íslandsvíðirvífilfellvínbúðinvodafonevörður tryggingarWOW air

NEYTENDABLAÐIÐ // SEPTEMBER 2015 // sEÐILgjÖLD

Bankarnir ættu einnig að svara því af hverju það er ódýr­ara að láta starfsmann bankans skuldfæra afborgun af reikningi lántakanda með tilheyrandi viðbrögðum sé ekki næg innistæða á tilteknum degi, frekar en að láta viðskiptavininn sjálfan sjá um vinnuna við greiðslu.

FjármálastofnanirSeðill

sendurEkki

sendur seðill

Landsbanki, lán ekki skuldfært 635 520

Íslandsbanki, lán ekki skuldfært 595 495

Arionbanki, lán ekki skuldfært 595 495

Landsbanki, lán skuldfært 235 120

Íslandsbanki, lán skuldfært 230 130

Arionbanki, lán skuldfært 240 120

Íbúðalánasjóður 75 75

Lífeyrissjóður VR 240 140

LSR 275 100

Benda má á að seðilgjald á lífeyrissjóðslánum er mun lægra þegar sjóðirnir sjálfir sjá um lánveitingar. Sumir lífeyris sjóðir eru í samstarfi við banka um lánveitingar

og þá er seðilgjaldið jafnhátt fyrir hverja afborgun og það sem bankar rukka fyrir lán sem þeir sjálfir veita.

*Sem dæmi um kostnað vegna mismunandi greiðslumáta gæti árgjald Neytendasamtakanna kostað skv. verðskrá fyrir stofnun kröfu (48 kr), prentun á seðli (20 kr), póst-sendingu (160 kr) og gjald þegar seðill er greiddur (75 kr), þannig að greiðsluseðill fyrir hvert árgjald kostar 303 kr. Greiði félagsmaður hinsvegar árgjald sitt með boð greiðslu (kreditkorti) er þóknunin um 1,3%, eða 69 kr. Þessar tölur eru m.v. gjaldskrá en vissulega semja stærri seljendur um betri kjör þegar horft er til veltu og fjölda seðla.

18

ÚrvalsneytandinnFyrirmyndarneytandinn er bæði gáfaður og fróður, hann skilur til hlítar öll viðskipti sem hann gerir, ber saman verð og gæði, hikar ekki við að skipta um banka og trygg ingarfélög bjóðist betri kjör, borðar holla fæðu, kaupir umhverfisvænar vörur og stundar siðræna neyslu. Hann sér stóra samhengið, berst við efnahagskrísuna með annarri hendinni og umhverfisógnir með hinni. Staðan er hins vegar sú að úrvalið er orðið svo mikið og valið svo flókið að færni neytenda hefur minnkað og þessi fyrirmyndarneytandi er varla til. Það fer svo eftir áhugasviði og þekkingu hvers neytanda hvenær hann tekur ígrundaðar ákvarðanir sem byggja á upplýsingum um vöruna og hvenær hann tekur frekar handahófs­kenndar skyndiákvarðanir.

Ógrunduð kaupAllir neytendur kannast við að taka ákvarðanir sem byggja á hegðun eða vana fremur en mikilli ígrundun. Slíkar ákvarðanir geta t.d. verið órökréttar (eins og að kaupa ljóta og óþægilega skó til þess eins að sýna hroka­fullum sölumanni að maður hafi efni á þeim), barnalegar (að halda að fallegt bros sölumanns jafngildi ábyrgð á vörunni), ósjálfráðar (að kaupa „þrjá fyrir tvo“ þegar það vantar bara einn), teknar af vana (kaupa alltaf sama gamla góða merkið) eða byggðar á normum samfélagsins (bleikt fyrir stelpur og blátt fyrir stráka).

Ofgnótt upplýsingaUpplýsingar éta upp athygli; því meira sem maður fær af þeim, því minni athygli er til skiptanna. Neytendur ná einfaldlega ekki að kynna sér alla hluti, og það er of margt sem þarf að skoða við ákvarðanatöku. Þegar svo er komið skiptir ekki máli hvaða upplýsingar eða aðstoð eru til staðar, þær skila sér ekki til neytandans. Það leiðir svo til óvandaðri ákvarðanatöku, sem ekki er aðeins skaðleg fyrir neytendur sjálfa heldur hamlar einnig virkni og samkeppni á markaði.

Flóknir markaðirMarkaðir eru misflóknir en því flóknari sem afurðin og markaðsaðstæður eru því erfiðara reynist neytendum að halda athyglinni og kynna sér málin. Ef allir markaðir væru stöðugir og byðu upp á tiltölulega fáa valmöguleika væri þetta hins vegar einfalt mál. Neytendur hafa svo afar mismunandi þekkingar­ og áhugasvið og eru því e.t.v. hæfir til að fóta sig á einum markaði en eiga erfiðara með að skilja annan.

Dagvörumarkaður Það sem gerir neytendum erfitt fyrir er að úrvalið er óþrjótandi, t.a.m. er hægt að velja um tugi tegunda af einföldustu hlutum eins og brauði eða handsápu fyrir heimilið. Verð á sömu vöru er mismunandi milli verslana og endurspeglar ekki endilega gæðin. Það sem helst þarf að hafa í huga er verð og gæði – en þetta tvennt getur verið erfitt að meta og átta sig á.

NEYTENDABLAÐIÐ // SEPTEMBER 2015 // RáÐVILLTIR NEyTENdUR

&ringlaðir

ráðvilltir neytendurAthygli neytenda er takmörkuð auðlind og ómögulegt fyrir þá að vera

vel að sér á öllum sviðum neytendamarkaðar. Neytendur beina því frekar

takmarkaðri athygli sinni að ákveðnum mörkuðum, sem eru þá oftar en

ekki svipaðs eðlis, en hugsa sem minnst um aðra markaði. Þetta má kalla

„athyglisbrest neytenda“ eða „Consumer Attention Defecit Syndrome“.

19

FjármálamarkaðurHér er það „verðið“ sem skiptir mestu máli, en það getur verið ansi óljóst. Þó gjaldskrár vegna ýmissa þjónustu­þátta liggi fyrir geta þær hæglega breyst og afar erfitt er að átta sig á því hvað er að endingu greitt fyrir. Skilmálar lána eru flóknir og lán geta verið með breytilegum vöxt­um, auk þess sem illmögulegt er að sjá fyrir áhrif verðtryggingar sé um verðtryggt lán að ræða. Þá átta neytendur sig ekki alltaf á því að ráðgjafinn þeirra í bankanum er líka sölumaður.

Tækni- og fjarskiptamarkaðurÞetta er sá markaður sem „amatörum“ reynist hvað erfiðast að fóta sig á. Færst hefur í aukana að þjónustu­veitendur samþætti ýmsar tegundir þjónustu, þannig er internetið e.t.v. keypt í pakka með heimasíma og sjón­varpsstöðvum og afar erfitt að átta sig á því hvað hver þáttur kostar og hvort dýrara eða ódýrara er að kaupa hvern þjónustuþátt sérstaklega. Farsímaáskriftir eru einnig nokkuð flókin afurð þar sem mismikil notkun er innifalin og erfitt er að átta sig á hvaða „pakka“ maður hefur í raun þörf fyrir. Þá hefur tækniþróunin verið þannig að fyrirbæri sem voru áður algerlega aðskilin eru það ekki lengur. Þannig er síminn orðinn útvarp, mynda­vél og tölva, tölvan orðin sjónvarpstæki o.s.frv. Á þessum markaði þurfa neytendur því að skilja tæknina sjálfa til að meta gæði hennar og eins hvað felst í alls

kyns samsettum þjónustupökkum, auk þess sem tískusveiflur geta haft áhrif á val neytenda.

Mat á hæfni neytendaHæfni neytenda á markaði er samsett úr ýmsum þáttum og þekking á viðkomandi afurð er bara einn þeirra. Því er alls ekki einfalt að meta eða mæla hæfni einstakra neytenda til ákvarðanatöku. Telja má að athyglisbrestur neytenda komi til þegar saman koma flóknir markaðir, sú staðreynd að athygli er takmörkuð auðlind og að mismunandi er eftir mörkuðum hvaða þekking og hæfi­leikar nýtast best. Þetta leiðir svo væntanlega til þess að flestallir neytendur finna fyrir þessum athyglis bresti á einhverjum sviðum og sumir markaðir eru þess eðlis að tiltölulega fáir neytendur eru vel upplýstir við ákvarðanatöku.

Af rannsóknum sem gerðar hafa verið í Noregi verður ekki ráðið að einstakir þjóðfélagshópar séu líklegri til að þjást af athyglisbresti en aðrir, en hins vegar er ljóst að það er mismunandi hvaða markaði tilteknir hópar þekkja best. Neytendur voru sjálfir spurðir hversu upplýstir þeir væru um ákveðna flokka vöru eða þjónustu. Þá var einnig unnið úr ýmsum bakgrunnsupplýsingum, eins og kyni, aldri, menntun, fjárhags­ og þjóðfélagsstöðu, en talið var að þessir þættir gætu haft áhrif á neytendafærni.

Lítil þekking á sjónvarpsáskriftumÍ ljós kom að 71% aðspurðra taldi sig hafa góða eða mjög góða þekkingu þegar kom að hollu fæði, en aðeins 39% töldu sig jafnfær þegar kom að matvælaverði. Fáir neyt­endur töldu sig vel upplýsta þegar kom að raforkumark­aði (29% töldu sig hafa góða eða mjög góða þekkingu) og símaáskriftum (33%) en frelsi á þessum mörkuðum hefur aukist til muna á undanförnum árum og val neytenda þar með orðið flóknara. Aðeins 21% aðspurðra taldi sig hafa góða eða mjög góða þekkingu á breiðbandsmarkaði og 20% þegar kom að sjónvarpsþjónustu, en það að horfa á sjónvarpið (með tilheyrandi breiðbandi, ljós­leiðara, afruglara o.s.frv.) er vissulega töluvert flóknara en það var fyrir nokkrum árum. Því má telja að

neytendur velji sér þjónustuveitendur á þessum sviðum án þess að hafa mikla vitneskju um hvað er verið að kaupa eða hvað er í boði. Þrátt fyrir að fata­ og skókaup virðist svo hin ágætasta skemmtun töldu einungis 44% sig upplýst á þeim markaði. Nokkuð margir svöruðu því svo til að þeir væru í „meðallagi upplýstir“ eða frá 19­36% eftir því um hvaða markað var að ræða. Við úrvinnsluna var litið svo á að þeir sem að eigin dómi væru illa eða mjög illa upplýstir væru haldnir athyglis­bresti á viðkomandi markaði, en sú tala fór hæst upp í 57% þegar kom að sjón­varpsþjónustu og 56% þegar kom að siðrænni neyslu. Meðalneytandinn taldi sig vel eða mjög vel upplýstan þegar um var að

Er spilað með athyglisbrest neytenda?

20

ræða fjóra af þeim tólf vöru­ eða þjónustuflokkum sem kannaðir voru og illa eða mjög illa upplýstan þegar kom að fimm þeirra. Næstum engir svöruðu því til að þeir væru vel heima á öllum sviðum og nokkrir sögðust illa að sér á öllum sviðum.

Er ákveðnum hópum hættara við athyglisbresti?Í ljós kom að samkvæmt mati neytenda sjálfra er mikill munur milli kynjanna þegar kemur að þekkingu á ákveðn um mörkuðum. Þannig eru karlmenn líklegri til að vera illa að sér þegar um er að ræða matvæli, föt og skó, símaáskriftir og siðræna neyslu en kynjahlutföllin snúast við þegar um er að ræða tryggingar, raforkumarkað, tölvur og sjónvarpsáskriftir. Þeir sem eru með fram­halds menntun eru svo líklegri en aðrir til að vera illa að sér þegar kemur að tryggingum, raforkumarkaði, sjón­varps­ og símaáskriftum en eru betur staddir þegar kemur að hefðbundinni dagvöru, lífrænni framleiðslu og siðrænni neyslu. Fólk sem er vel statt fjárhagslega er svo frekar með athyglisbrest þegar kemur að skóm, fatnaði og símaáskriftum, en er hins vegar betur að sér en aðrir þegar kemur að tryggingum og raforku. Aldur virðist svo hafa nokkuð að segja og virðist sem neytendur verði færari á flestum sviðum með aldrinum og fólki undir þrítugu er hættast við að þjást af athyglisbresti neytenda.

Fyrirfram hefði kannski verið freistandi að ætla að vel stæður neytandi með framhaldsmenntun á besta aldri væri hæfari en aðrir, en sú virðist alls ekki raunin. Niðurstöðurnar leiða greinilega í ljós að það er ekki til neinn ofurneytandi, þó að áhugasvið og þekking neyt­enda virðist að nokkru marki fara eftir stöðu þeirra að öðru leyti. Þannig eru yngri karlmenn best að sér þegar kemur að tölvum, ungar miðstéttarkonur með framhalds­menntun vita lítið um sjón varpsáskriftir, karl menn undir þrítugu þekkja lítið inn á matarinnkaup og karlmenn með grunnmenntun í verkamannavinnu eru illa að sér þegar kemur að siðrænni neyslu og lífrænum matvælum. Að einhverju leyti má því segja að staðal ímyndirnar lifi góðu lífi.

Má bæta hæfni neytenda við ákvarðanatöku?Ljóst er að hluti vandans er að neytendur hafa úr of mörgu að velja og má velta því fyrir sér hvort þeir hafi einfaldlega ekki tök á að veita öllum valmöguleikum athygli og taki því verri ákvarðanir fyrir vikið. Þá eru valmöguleikar á ákveðnum mörkuðum, með ýmiss konar samsetningu þjónustuþátta, oft mjög flóknir. Hins vegar væri það mjög umdeild aðgerð, út frá samkeppnissjónar­miðum og hugmyndum um frjálsan markað, að takmarka valmöguleika neytenda með einhverjum hætti.

Þá er offramboð upplýsinga líka vandamál og má velta fyrir sér hvort seljendur séu í einhverjum mæli að spila á athyglisbrest neytenda með flóknum og óljósum upp­lýsingum. Einnig væri hægt að nýta „nudge“ (um nudge­tæknina og „val­arkitekta“ er fjallað í 3. tbl. NBL 2014) til að ýta neytendum í átt að „réttum“ ákvörðunum; velja fyrir þá ef svo má segja. Segja má að það hafi tekist að nokkru þegar kemur að matvælum, en undanfarin ár hefur verið mikil umfjöllun um skaðsemi mikillar neyslu salts, sykurs og fitu og neytendur virðast betur að sér þegar kemur að kaupum á hollum mat en öðrum neyt­endavarningi (þó neysla óholls matar sé enn óhófleg). Rétt er þó að hafa í huga að það er markaðurinn sjálfur (en ekki opinberir eða hlutlausir aðilar) sem hefur yfir hæfasta markaðsfólkinu að ráða og er flinkastur í að ýta fólki í „rétta“ átt (tveir fyrir einn o.s.frv.) og því er hætt við að slíkar aðgerðir yrðu helst markaðnum í hag. Auðvelt er fyrir val­arkitekta að stýra illa upplýstum og ráðvilltum neytendum og það leiðir svo til þess að markaðir verða vanvirkari en ella.

Þá má hugsa sér að auka valdeflingu neytenda með aukinni neytendafræðslu og upplýsingum. Gallinn við það er hins vegar sá að fræðsla má sín oft lítils gegn val­arkitektum markaðarins auk þess sem offramboð upplýsinga leiðir til þess að athygli neytenda er oft uppurin.

Erfitt er að benda á einhverja eina lausn eða jafnvel samspil lausna sem gætu gert neytendur að einhvers konar jafningjum seljenda á markaði en víst er að þarna spilar margt saman. Hins vegar má ráða af öllu framan­sögðu að margir neytendur telja sig ekki í stakk búna til að taka vel upplýstar ákvarðanir. Þá er það að vera vel upplýstur engin trygging fyrir því að teknar séu góðar ákvarðanir enda hefur klók markaðssetning val­arkitekta, eins og ákveðin uppröðun í hillur, framsetning verðs og tilboða o.s.frv. einnig áhrif á valið, og þeir neytendur sem haldnir eru athyglisbresti á viðkomandi markaði eru sérlega berskjaldaðir fyrir slíku.

Unnið upp úr grein eftir Lisbet Berg og Åse Gornitzka, sem birtist í Acta Sociologica 2011.

NEYTENDABLAÐIÐ // SEPTEMBER 2015 // RáÐVILLTIR NEyTENdUR 21

Orð skulu standa

NEYTENDABLAÐIÐ // SEPTEMBER 2015 // sKrIFLEgIr sAMNINgAr

Munnlegir samningar eru almennt jafngildir skriflegum. Viðskiptalífið byggir á því að samninga skuli halda, sem felur m.a. í sér að efna skuli samninga og standa við loforð og skuldbindingar.

Þrátt fyrir að munnlegir samningar eigi að jafnaði að vera jafngildir skriflegum koma oft upp þær aðstæður að aðilar eru ekki sammála um efni munnlegs samnings. Sönnunarstaðan er oft bágleg og ómögulegt fyrir annan aðilann að sanna að hann hafi rétt fyrir sér. Á hverju ári fá Neytendasamtökin fyrirspurnir og mál frá neytendum þar sem samið hefur verið munnlega við fyrirtæki um verk, þjónustu eða kaup þar sem neytandi heldur því fram að fyrirtæki hafi lofað vissum skilyrðum og kjörum án þess að hafa fengið nokkuð í hendurnar því til stað­festingar. Ef upp koma vandamál eða fyrirtæki neitar að verða við því sem það á að hafa lofað er því miður oft erfitt að sýna fram á að neytandanum hafi verið lofað einhverju ákveðnu. Staðan getur verið sérstaklega erfið ef skilmálar fyrirtækisins kveða skýrt á um vissa þætti en neytandinn heldur því fram að samið hafi verið munnlega um frávik frá þeim.

Dæmi um slíkt tilvik væri ef kaupandi þjónustu sam­þykkti skilmála fyrirtækis þar sem kveðið er á um fimm mánaða uppsagnarfrest en héldi því fram að fulltrúi fyrirtækisins hefði munnlega lofað eins mánaðar upp­sagnarfresti. Ef neytandinn getur ekki sýnt fram á að samið hafi verið um annan frest en kveðið er á um í skilmálum er lítið hægt að gera.

Sem annað dæmi má nefna þegar leitað er eftir verðtil­boði í ákveðin verk. Neytandinn heldur því fram að sér hafi verið gefið upp ákveðið verð munnlega en þegar kemur að uppgjöri hljóðar reikningurinn upp á mun hærra verð sem neytandinn kannast ekkert endilega við að hafa samþykkt. Það er því í hag beggja aðila að gert sé skriflegt tilboð í upphafi.

Almennt verður að treysta því að það sem neytendur og fyrirtæki semja um sín á milli standi. Ef samið er munn­lega um mikilvæga þætti, og þá sérstaklega hluti sem eru ekki í samræmi við skilmála eða það sem almennt má ætla við slík kaup, er þó ráðlegt að það sé gert skrif­lega eða óskað eftir skriflegri staðfestingu. Ef neytendur fá símhringingar þar sem boðin er vara eða þjónusta á góðum kjörum er ráðlegt að biðja um skriflega staðfest­ingu á tilboðinu áður en það er samþykkt. Í lokin má taka fram að Neytendasamtökin ráðleggja neytendum að kvarta skriflega við seljendur þar sem mikilvægt er að geta sannað hvað fer fram í samskiptum við þá. Ef réttur er til staðar getur verið erfitt að sanna hann ef atvik eru með þeim hætti að kvörtun fór t.a.m. fram í síma og búið er að gleyma nafni viðmælanda og hvenær símtalið fór fram. Það getur verið mjög erfitt að sanna eftir á hvað hefur farið fram í símtali og til að draga úr sönnunarerfiðleikum er best að bera kvörtun frekar, eða jafnframt, fram í tölvupósti sé þess kostur.

– en erfitt getur verið að sanna efni þeirra

22

gátlisti fasteignarkaupandansÍ síðasta tölublaði Neytendablaðsins var að finna frásögn af fasteignarleit Helga og Kristínar. Þessi grein vakti tölu verða athygli og lesendur hafa spurst fyrir um gát­listann sem hjónin notuðu við leitina. Með góðfúslegu leyfi birtir Neytendablaðið hér listann sem hjónin unnu m.a. úr upplýsingum sem þau fundu með því að leita að upplýsingum um „viðhald á húsi“ og „home inspection list“ á netinu.

Fyrsta skrefið er vitaskuld að kanna eignina eftir föngum á netinu; er stærðin og staðsetningin þannig að henti fjölskyldunni? Er ásett verð viðráðanlegt o.s.frv.? Við fyrstu skoðun er svo mikilvægt að fá að skoða inn í öll rými eignarinnar. Önnur atriði sem vert er að skoða eru:

Byggingarár: Gefur vísbendingar um hvað þarf að skoða ítarlegar: T.d. er rafmagn yfirleitt í lagi í eignum byggð um eftir 1980, huga þarf að steypu frá ákveðnu tímabili fyrir 1980, asbest var notað í eldri byggingum á ákveðnu tímabili, o.s.frv.

Lóð og aðkoma: Krefst lóðin mikillar garðvinnu, er hún skjólgóð og sólrík, er útisvæði fyrir börn og full­orðna, er mikil umferð? Hvernig eru bílastæðamál (bílakjallari, bílskúr, sérmerkt stæði)? Eru gestastæði?

Birta: Eru gluggar í öllum rýmum, hvernig er birtan almennt?

Gluggar: Hvernig er glerið (mixað, einfalt, verk­smiðju­ o.s.frv.)? Hefur verið skipt um gler og hvenær var það þá gert? Er móða milli glerja? Er sýnilegur raki? Hvernig er timbrið í gluggunum? Hefur verið skipt um ramma? Athuga hvort tréverk er orðið fúið (það gerist aðallega beint undir gleri í gluggum).

Skipulag: Eru svefnherbergi nægilega stór og mörg? Er staðsetning þvottahúss hentug? Hvernig er skipulag stofu og eldhúss? Er geymslupláss, og er það þá í sérrými eða í anddyri? Eru skápar í svefnherbergjum? Skoða þarf hvaða veggir eru burðarveggir og hvaða veggir léttir milliveggir sem hægt er að brjóta og breyta þannig skipulagi.

Gólfefni: Meta hvort skipta þarf um og hvort það eru vísbendingar um vatnsskemmdir og, ef svo er, fá upplýsingar um uppsprettuna (þak, múrverk, gluggar eða lagnir).

Innréttingar almennt: Meta hvort það þarf að end­ur nýja eða yfirfara, spyrja hvort eldavél, ofn, bað eða sturta, salerni og blöndunartæki eru í lagi.

Veggir (inni og úti): Hvaða byggingarefni er í veggj­um (steypa, holsteinn, timbur), skoða hvort það er mygla eða rifur í múrverki. Er orðið tímabært að mála að utan? Og, ef húsið er með klæðningu, hvernig er hún og þarfnast hún viðhalds?

Loft: Er loft, er geymslupláss á lofti, eru vísbend­ingar um myglu eða leka? Fá að skoða skriðloft eða geymsluloft ef það er til staðar.

Þak: Úr hvaða efni er þakklæðningin (bárujárn, flísar o.s.frv.)? Hvenær var þakið síðast yfirfarið, málað eða skipt um? Ef skipt var um klæðningu var þá líka skipt um timbur og/eða þakpappa? Fá að skoða loft og/eða þak.

Rafmagn: Aldur raflagna, hefur verið dregið nýtt og/eða rafmagnstafla endurnýjuð? Ef þú ert í vafa um það hvernig „nýtt“ lítur út skaltu fá að skoða hjá ein­hverj um sem er með nýlega töflu/rafmagn áður en þú byrjar að skoða húsnæði.

Lagnir: Hvaða efni er í lögnum? Hvað er lagnakerfið gamalt? Hefur verið skipt um lagnir að hluta eða öllu leyti? Hefur komið upp leki? Þetta þarf sérstaklega að skoða ef raki virðist vera í veggjum. Einnig er rétt að spyrja um ástand ofna og hvort hafi verið skipt um þá.

Frárennsli: Hefur frárennsli verið myndað eða skipt um (lagfært)? Er dren til staðar og í lagi?

Annað: Er skrítin lykt, er húsfélag, er mikið kvikt í húsinu (spurðu t.d. hvort það séu silfurskottur), hvernig eru nágrannarnir, hvað borga núverandi eigendur í hita og rafmagn á mánuði, hversu há eru fasteigna­ og frá­rennslisgjöld, ef um fjöleignarhús er að ræða eru þá einhverjar framkvæmdir fyrir dyrum hjá húsfélaginu, hvernig reynslu hefur fólk af hverfisskólanum, hvernig eru almenningssamgöngur, er ætlunin að láta einhver lán sem hvíla á eigninni fylgja kaupunum o.s.frv.

Gott er að spyrja frekar meira en minna, og skrifa allt hjá sér en sjaldnast kemur nema lítill hluti þessara upplýsinga fram í söluyfirliti eða hjá sölumanni.

NEYTENDABLAÐIÐ // SEPTEMBER 2015 // GáTLISTI fASTEIGNARKAUPANdANS 23

Fyrstu 8 mánuði ársins 2015 höfum við m.a.:

√ svarað hátt í 6.000 erindum frá neytendum √ sinnt milligöngu í 130 deilumálum neytenda og seljenda √ verið í samskiptum við neytendur gegnum Facebook síðu samtakanna √ skrifað 90 greinar á ns.is og í Neytendablaðið √ kannað verð og gæði á ryksugum, örbylgjuofnum, spjaldtölvum og sjónvörpum

taKK FYrir aÐ vEra FÉlagSMaÐur

ÞÍN AÐILD sKIPTIr MÁLI

frjáls félagasamtök síðan 1953