36. Árgangur 1. tÖlublaÐ desember 1999 - hjarta...2019/03/01  · endurvinnslan hf. knarrarvogi 4...

32
HJARTAVERND 36. ÁRGANGUR 1. TÖLUBLAÐ DESEMBER 1999 Meðal efnis í þessu blaði: Íslendingar í þungavigtarflokki Nauðsynlegt að láta meta áhættuþætti sína Erfðir og hjartasjúkdómar Kransæðavíkkanir á Íslandi Hreyfing – holl fyrir hjartað

Upload: others

Post on 03-Mar-2021

0 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: 36. ÁRGANGUR 1. TÖLUBLAÐ DESEMBER 1999 - Hjarta...2019/03/01  · Endurvinnslan hf. Knarrarvogi 4 104 Reykjavík Engilbert Snorrason tannlæknir Garðatorgi 3 210 Garðabæ Farmasía

HJARTAVERND

36. ÁRGANGUR1. TÖLUBLAÐ DESEMBER 1999

Meðal efnis í þessu blaði: Íslendingar í þungavigtarflokkiNauðsynlegt að láta meta áhættuþætti sína • Erfðir og hjartasjúkdómar

Kransæðavíkkanir á Íslandi • Hreyfing – holl fyrir hjartað

Page 2: 36. ÁRGANGUR 1. TÖLUBLAÐ DESEMBER 1999 - Hjarta...2019/03/01  · Endurvinnslan hf. Knarrarvogi 4 104 Reykjavík Engilbert Snorrason tannlæknir Garðatorgi 3 210 Garðabæ Farmasía

Úr hvaða

jurtarhlutaer þitt ginseng?

Spurðu lyfjafræðinginn í apótekinu eða starfsfólk heilsuverslana

Kóreumenn lýsa mismunandigæðaflokkum ginsengs á ljóðrænanhátt. Kóreska rauða ginsengrótin erflokkuð með eftirfarandi hætti:

Hugtökin hliðarrætur og rótarendarvísa til minni rótarhluta sem vaxa útúr rótarbolnum. Blómin þroska fræ ífyllingu tímans.

Hliðarrætur:

Stórar hliðarræturSmærri hliðarræturÚrgangs rótarendarGrannir rótarendar

Heilar rætur:

Himneskur gæðaflokkur (1. flokkur)Jarðneskur gæðaflokkur (2. flokkur)Góður gæðaflokkur (3. flokkur,jafnframt nefndur mannflokkur)

(Úr Secrets of the Chinese Herbalists )

Page 3: 36. ÁRGANGUR 1. TÖLUBLAÐ DESEMBER 1999 - Hjarta...2019/03/01  · Endurvinnslan hf. Knarrarvogi 4 104 Reykjavík Engilbert Snorrason tannlæknir Garðatorgi 3 210 Garðabæ Farmasía

HJARTAVERND, 36. árg., 1. tbl. 1999 – 1

EFNISYFIRLITFræðsluátak Hjartaverndar 3

Gunnar Sigurðsson formaður Hjartaverndar

Nýr forstöðulæknir Hjartaverndar 5

Þú verður að láta meta þína áhættuþætti 6Viðtal við Nikulás Sigfússon

Reglulegt eftirlit 9

Hollvinadagar 9

Samnorrænt hjartaþing á Íslandi 10

Erfðir og hjartasjúkdómar 11Vilmundur Guðnason

Breytingar á tíðni kransæðasjúkdóma á Íslandi 13

Nikulás Sigfússon

Ný símanúmer Hjartaverndar 14

Kransæðavíkkanir á Íslandi 15Ragnar Danielsen og Kristján Eyjólfsson

Happdrætti Hjartaverndar-vinningaskrá 17

Reykingar og hjartasjúkdómar 18Guðmundur Þorgeirsson

Vissir þú að…? 19

Hreyfing – holl fyrir hjartað 20Ingveldur Ingvarsdóttir

Hreyfðu þig daglega 22

Íslendingar í þungavigtarflokki 23Viðtal við Hólmfríði Þorgeirsdóttur

Girnilegur pottréttur 25

Starfsmannabreytingar hjá Hjartavernd 25

Stjórnir og fastanefndir Hjartaverndar 26

Minningargjafir til Hjartaverndar 27

Hjartaspurningar á heimasíðu Hjartaverndar 27

Minningarkortaþjónusta Hjartaverndar 28

Hjartavernd óskar landsmönnum

öllum gleðilegra jóla og farsæls

komandi árs.

Frá upphafi hefur fræðslu- og upplýsingastarfsemi

Hjartaverndar verið samtvinnuð allri starfsemi. Það

er í raun siðferðileg skylda að koma þeim upplýs-

ingum til almennings sem fást úr þeim rannsóknum

sem Hjartavernd framkvæmir. Þjóðin hefur í gegn-

um árin verið virkur þátttakandi í þessum rannsókn-

um og lagt þannig lóð á vogarskálina við að finna

helstu áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma. Þegar

kemur að þeim lið að fræða er af nógu að taka, nóg

er til af þekkingu og er þetta blað ein þeirra leiða

sem Hjartavernd beitir til að koma skilaboðum og

heilsuhvatningu til þjóðarinnar. Önnur leið er útgáfa

fjórblöðungs Hjartaverndar, en í september sl. var

gefinn út fjórblöðungur þar sem kynntar voru niður-

stöður úr rannsóknum Hjartaverndar á tengslum tó-

baksnotkunar og hjarta- og æðasjúkdóma. Niður-

stöður þessar eru sláandi og vöktu þær athygli fjöl-

miðla.

Meðal efnis í þessu blaði er viðtal við Nikulás Sig-

fússon, fráfarandi yfirlækni Rannsóknarstöðvar

Hjartaverndar. Óhætt er að segja að hann þekki

starfsemi Hjartaverndar manna best sem og rann-

sóknir á sviði hjarta- og æðasjúkdóma hérlendis.

Fyrir hönd Hjartaverndar þakka ég öllum þeim sem

lagt hafa okkur lið við útgáfu þessa blaðs. Greinar-

höfundum er sérstaklega þakkað og styrktaraðilum

sem hafa gert okkur kleift að standa að þessari út-

gáfu. Ástrós Sverrisdóttir

Útgefandi: HjartaverndLágmúla 9, 108 ReykjavíkSími skrifstofu: 535 1823Sími Rannsóknarstöðvar: 535 1800. Bréfasími: 535 1801Minningarkortaþjónusta: 535 1825Happdrætti Hjartaverndar: 581 3947Ábyrgðarmaður: Ástrós Sverrisdóttir, fræðslufulltrúi,[email protected]

Framkvæmdastjóri: Hjördís KröyerForstöðulæknir: Vilmundur Guðnason, læknir og erfðafræðingurFormaður: Gunnar Sigurðsson, læknir

Umbrot og myndvinnsla: Æskan ehf.Próförk: Ingibjörg StefánsdóttirPrentun: Viðey ehf.Forsíða: Haust, vatnslitamynd eftir Nikulás Sigfússon

Teikningar: Þórarinn Hugleikur DagssonLjósmyndir: Ástrós Sverrisdóttir. Ljósmynd ábls. 15 tók Þórdís Ágústsdóttir, ljósmyndariLandspítalans.Upplag: 5000 eintökAuglýsingasöfnun er í höndum Hjartaverndar

Page 4: 36. ÁRGANGUR 1. TÖLUBLAÐ DESEMBER 1999 - Hjarta...2019/03/01  · Endurvinnslan hf. Knarrarvogi 4 104 Reykjavík Engilbert Snorrason tannlæknir Garðatorgi 3 210 Garðabæ Farmasía

Aðalendurskoðun sf.Hlíðasmára 8200 Kópavogi

Alþjóða líftryggingar-félagið hf.Lágmúla 5108 Reykjavík

Arkus ehf.TannlæknastofanNúpalind 1200 Kópavogi

Áburðarverksmiðjaríkisins, Gufunesi112 Reykjavík

Ásgeir Halldórsson– skólphreinsunUnufelli 23111 Reykjvík

Bandalag starfsmannaríkis og bæjaGrettisgötu 89101 Reykjavík

Bernhöftsbakarí hf.Bergstaðastræti 13101 Reykjvík

Bikarbox hf.– eldhúsvörur,Vatnsstíg 3101 Reykjavík

Birgir J. DagfinnssontannlæknirSíðumúla 25108 Reykjavík

Birgir J. JóhannssontannlæknirLaugavegi 126105 Reykjavík

Bílabúð BennaVagnhöfða 23112 Reykjavík

Bílaklæðningar hf.Kársnesbraut 100200 Kópavogi

Björn ÞorvaldssontannlæknirSíðumúla 25108 Reykjvík

Blikktækni hf.Kaplahrauni 2-4220 Hafnarfirði

BlindravinnustofanHamrahlíð 17105 Reykjavík

Bón- og þvottastöðinSóltúni 3, 105 Reykjavík

Breiðfjörðs blikksmiðja hf.Vesturgörðum 4104 Reykjavík

Brynja, verslunLaugavegi 29101 Reykjavík

Bændasamtök ÍslandsBændahöllinni Hagatorgi107 Reykjavík

Ceres hf.Nýbýlavegi 12200 Kópavogi

Efling, stéttarfélagSkipholti 50 d105 Reykjavík

Eggja- og kjúklingabúiðHvammur hf.Elliðahvammi131 Reykjavík

Elli- og hjúkrunar-heimilið GrundHringbraut 50107 Reykjavík

Ellingsen hf.ÁnanaustumGrandagarði 2101 Reykjavík

EndurskoðunarskrifstofaÞorkels SkúlasonarHamraborg 5200 Kópavogi

Endurvinnslan hf.Knarrarvogi 4104 Reykjavík

Engilbert SnorrasontannlæknirGarðatorgi 3210 Garðabæ

Farmasía hf.Stangarhyl 3110 Reykjavík

Fatahreinsun KópavogsHamraborg 7200 Kópavogi

Ferðaskrifstofa ÍslandsSkógarhlíð 18101 Reykjavík

Félag bókagerðarmannaHverfisgötu 21101 Reykjavík

Félag eldri borgaraHafnarfirði

Hjartavernd þakkar eftirtöldum aðilum fyrir að kosta útgáfu þessa blaðs

Page 5: 36. ÁRGANGUR 1. TÖLUBLAÐ DESEMBER 1999 - Hjarta...2019/03/01  · Endurvinnslan hf. Knarrarvogi 4 104 Reykjavík Engilbert Snorrason tannlæknir Garðatorgi 3 210 Garðabæ Farmasía

HJARTAVERND, 36. árg., 1. tbl. 1999 – 3

Rannsóknir Hjartaverndar síðastliðin 30 ár hafa leitt í ljóshelstu áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma á Íslandi. Jafn-framt hefur skráning kransæðatilfella á vegum Hjartaverndar(MONICA skráningin) sýnt fram á verulegar breytingar átíðni þeirra sem skýrist bæði af breytingum á algengi áhættu-þáttanna vegna breyttra lifnaðarhátta, svo og stafa þessarbreytingar af bættri meðferð hjartasjúkdóma á Íslandi. Þráttfyrir það eru hjarta- og æðasjúkdómar enn þá við þessi alda-mót algengasta dánarorsök á Íslandi og allt of margir Íslend-ingar deyja í blóma lífsins af völdum hjarta- og æðasjúk-dóma. Því teljum við brýnt að koma á framfæri við almenn-ing á Íslandi þeirri þekkingu sem safnað hefur verið á Rann-sóknarstöð Hjartaverndar. Þær niðurstöður eru svo skýrar aðþær hljóta að verða megingrunnur þess forvarnarstarfs semfram undan er. Hjartavernd hyggst því gera átak á næstumisserum til að koma á framfæri við leika og lærða upplýs-ingum um helstu áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma oghvernig best verður brugðist við þeim. Þetta átak mun verðaframkvæmt á ýmsan hátt, með útgáfu fræðslubæklinga, meðfundum og með gerð ítarlegrar heimasíðu á vefnum. Þarmunu leikir og lærðir geta fengið mat á heilsu sinni ef við-komandi þekkir blóðfitugildi sitt, blóðþrýsting sinn o.fl. Jafn-framt er unnið að gerð tölvuforrits fyrir lækna sem gerirþeim kleift að meta áhættu hvers sjúklings út frá áhættuþátt-um hvers og eins.

Slíkt fræðslustarf kostar vissulega sitt og því var stórgjöfHinriks A. Þórðarsonar, á Selfossi, mjög mikilvæg og munhún verða sérstaklega nýtt til þessarar starfsemi. ÁstrósSverrisdóttir, hjúkrunarfræðingur, hefur verið ráðin í hluta-starf fræðslufulltrúa Hjartaverndar og mun hún hafa yfirum-sjón með þessu fræðslustarfi.

Nikulás Sigfússon, læknir, sem veitt hefur forstöðu Rann-sóknarstöð Hjartaverndar sl. aldarfjórðung, lét af því starfi ásl. sumri. Hjartavernd færir Nikulási alúðarþakkir fyrir mikið

og farsælt starf. Nikulás og samstarfsfólk hans hafa safnaðómetanlegum gögnum um hjarta- og æðasjúkdóma á Íslandiog áhættuþætti þeirra. Þessi gögn hafa vissulega vakið at-hygli erlendra rannsakenda og nú er unnið að hugsanlegusamstarfsverkefni Hjartaverndar og Bandarísku heilbrigðis-málastofnunarinnar á þessu sviði. Dr. Vilmundur Guðnasonhefur verið ráðinn forstöðulæknir Hjartaverndar og hannmun því leiða Rannsóknarstöðina inn í spennandi og mikilverkefni í upphafi nýrrar aldar.

Gunnar Sigurðsson, læknirformaður Hjartaverndar

Dr. Gunnar Sigurðsson, formaður Hjartaverndar

FræðsluátakHjartaverndar

Því teljum við brýnt að koma á framfæri við

almenning á Íslandi þeirri þekkingu sem safnað

hefur verið á Rannsóknarstöð Hjartaverndar.

Þær niðurstöður eru svo skýrar að þær hljóta

að verða megingrunnur þess forvarnarstarfs

sem fram undan er.

Page 6: 36. ÁRGANGUR 1. TÖLUBLAÐ DESEMBER 1999 - Hjarta...2019/03/01  · Endurvinnslan hf. Knarrarvogi 4 104 Reykjavík Engilbert Snorrason tannlæknir Garðatorgi 3 210 Garðabæ Farmasía

4 – HJARTAVERND, 36. árg., 1. tbl. 1999

Hjartavernd þakkar eftirtöldum aðilum fyrir að kosta útgáfu þessa blaðs

Félag eldri borgara íKópavogi

FjárfestingarbankiatvinnulífsinsÁrmúla 13 a108 Reykjavík

FjölskylduþjónustakirkjunnarLaugavegi 13101 Reykjavík

Fönn, þvottahúsSkeifunni 11108 Reykjavík

Gleraugnaversl. OptikHafnarstræti 20101 Reykjavík

Glóey hf.Ármúla 19108 Reykjavík

Góa RE 20Ægir HafsteinssonSmárarima 4112 Reykjavík

Grafarvogs ApótekTorginu, verslunar- ogþjónustumiðstöðinniHverfafold 1–5 Grafarvogi112 Reykjavík

Grettir vatnskassarVagnhöfða 6112 Reykjavík

Gróco hf.Suðurlandsbraut 6108 Reykjavík

G.S. varahlutirHamarshöfða 1112 Reykjavík

Guðrún ÓlafsdóttirtannlæknirSnorrabraut 29105 Reykjavík

Gula línanTunguhálsi 19110 Reykjavík

GúmmíbátaþjónustanEyjaslóð 9101 Reykjavík

Halldór FannartannlæknirAusturstræti 6101 Reykjavík

Harðviðarval hf.Krókhálsi 4110 Reykjavík

Háaleitis ApótekHáaleitisbraut 68108 Reykjavík

Hella hf., málmsteypaKaplahrauni 5220 Hafnarfirði

HoltakjúklingurUrðarholti 6270 Mosfellsbæ5666440

Hrafnista Reykjavík ogHafnarfirði

HREYFILLS. 5 88 55 22

Húsaplast ehf.Dalvegi 24200 Kópavogi

Hörður Sveinsson & Co hf., heildverslunBíldshöfða 16112 Reykjavík

I. Brynjólfsson & Co. sf.Austurströnd 3170 Seltjarnarnesi

Iðunnar ApótekDomus MedicaEgilsgötu 3105 Reykjavík

InnviðirKársnesbraut 98200 Kópavogi

ÍbúðalánasjóðurSuðurlandsbraut 24108 Reykjavík

Ísfugl hf.Reykjavegi 36270 Mosfellsbæ

ÍslandsbankiKirkjusandi155 Reykjavík

Íslensk endur-trygging hf.Suðurlandsbraut 6108 Reykjavík

Íspan hf.Smiðjuvegi 7200 Kópavogi

Johan Rönning hf.umboðs- og heildverslunSundaborg 15104 Reykjavík

Kjartan Magnússon hf.heildverslunGilsbúð 3, 210 Garðabæ

Kjötvinnslan EsjaSmiðjuvegi 10200 Kópavogi

KópavogskaupstaðurFannborg 2200 Kópavogi

KPMG Endurskoðun hf.Vegmúla 3108 Reykjavík

LandsvirkjunHáaleitisbraut 68108 Reykjavík

LitlaprentNýbýlavegi 26200 Kópavogi

Loftorka Reykjavík hf.Skipholti 35105 Reykjavík

MorgunblaðiðKringlunni 1103 Reykjavík

Múlalundur,Öryrkja-vinnustofur SÍBSHátúni 10 c

NiðursuðuverksmiðjanORA hf.Vesturvör 12200 Kópavogi

OptimaÁrmúla 8108 Reykjavík

Ólafur Þorsteinsson & Co. hf.Vatnagörðum 4104 Reykjavík

Pharmaco hf.Hörgatúni 2210 Garðabæ

Pökkun & flutningar sf.Smiðshöfða 1112 Reykjavík

Rafgeymasalan hf.Dalshrauni 1220 Hafnarfirði

Rafteikning hf.Borgartúni 17105 Reykjavík

Rauði kross ÍslandsEfstaleiti 9105 Reykjavík

Samábyrgð Íslands á fiskiskipumLágmúla 9108 Reykjavík

Samband íslenskrasparisjóðaRauðarárstíg 27105 Reykjavík

SeltjarnarnessbærAusturströnd 2170 Seltjarnarnesi

Sigurður JónssontannlæknirSkólavörðustíg 6 b101 Reykjavík

Sigurður ÞórðarsontannlæknirHáaleitisbraut 68108 Reykjavík

Skipatækni hf.Grensásvegi 13108 Reykjavík

Skjól, umönnunar- oghjúkrunarheimiliKleppsvegi 64104 Reykjavík

Smith & Norland hf.Nóatúni 4105 Reykjavík

SmurstöðStórahjalla 2200 Kópavogi

SparisjóðurHafnarfjarðarStrandgötu 8-10220 Hafnarfirði

Spindill hf.Vagnhöfða 8112 Reykjavík

StarfsmannafélagríkisstofnanaGrettisgötu 89101 Reykjavík

StálorkaHvaleyrarbraut 37220 Hafnarfirði

Sökkull sf.Funahöfða 9112 Reykjavík

TannlæknastofanReykjavíkurvegi 60220 Hafnarfirði

Thorarensen-Lyf ehf.Vatnagörðum 18104 Reykjavík

Trausti SigurðssontannlæknirGrensásvegi 48108 Reykjavík

Trygginganiðstöðin hf.Aðalstræti 6–8101 Reykjavík

Page 7: 36. ÁRGANGUR 1. TÖLUBLAÐ DESEMBER 1999 - Hjarta...2019/03/01  · Endurvinnslan hf. Knarrarvogi 4 104 Reykjavík Engilbert Snorrason tannlæknir Garðatorgi 3 210 Garðabæ Farmasía

HJARTAVERND, 36. árg., 1. tbl. 1999 – 5

Nýr forstöðulæknir HjartaverndarForstöðulæknir Rannsóknarstöðvar Hjartaverndar frá 1.júni sl.er Vilmundur Guðnason læknir og erfðafræðingur. Vilmundurfæddist í Reykjavík árið 1954. Hann lauk bæði embættisprófi ílæknisfræði og BS- prófi (vísindagráðu) frá Háskóla Íslands1985. Árið 1995 lauk hann doktorsprófi í erfðafræði frá Lund-únaháskóla. Vilmundur hefur verið forstöðulæknir Rannsókn-arstofu Hjartaverndar í Sameindaerfðafræði frá 1995. Hann hef-ur stjórnað og tekið þátt í fjölda alþjóðlegra erfðafræðirann-sókna, einkum í sambandi við hjarta- og æðasjúkdóma. Hannhefur verið höfundur eða meðhöfundur fjölda tímaritsgreina ogbókakafla sem birst hafa í alþjóðlegum ritum á sviði læknavís-inda. Þá hefur hann flutt fyrirlestra á þessu sviði í flestumheimsálfum. Hann er jafnframt heiðurslektor (Honorary Seniorlecturer) við Lundúnaháskóla. Eiginkona hans er Guðrún Niel-sen myndhöggvari og eiga þau þrjú börn.

Page 8: 36. ÁRGANGUR 1. TÖLUBLAÐ DESEMBER 1999 - Hjarta...2019/03/01  · Endurvinnslan hf. Knarrarvogi 4 104 Reykjavík Engilbert Snorrason tannlæknir Garðatorgi 3 210 Garðabæ Farmasía

6 – HJARTAVERND, 36. árg., 1. tbl. 1999

Dr. Nikulás Sigfússon fráfarandi yfir-læknir Rannsóknarstöðvar Hjarta-

verndar hætti sem yfirlæknir stöðvarinnarfyrr á þessu ári. Hann hafði gegnt því starfií 27 ár. Hann lauk doktorsprófi frá HáskólaÍslands árið 1986. Doktorsritgerð hansfjallaði um háþrýsting hjá miðaldra körlumog byggði á rannsóknum Hjartaverndar.Upphaflega hóf hann störf hjá Hjartavernder hann var kvaddur heim frá Svíðþjóð árið1967. Hann ásamt þeim Ólafi Ólafssynifyrsta yfirlækni RannsóknartstöðvarHjartaverndar (síðar landlækni), DavíðDavíðssyni prófessor, Ottó Björnssyni pró-fessor, tölfræðingi, Helga Sigvaldasyni,verkfræðingi og Þorsteini Þorsteinssyni, líf-efnafræðingi tóku þátt í að undirbúa „Hóp-rannsókn Hjartaverndar á höfuðborgasvæð-inu“ og var tilgangur þeirrar rannsóknarað afla upplýsinga um tíðni hjarta- og æða-sjúkdóma hér á landi og áhættuþætti þeirra.Með þessari hóprannsókn var lagðurgrunnur að þekkingu á áhættuþáttumhjarta- og æðasjúkdóma á Íslandi. Nikuláshefur einnig stýrt rannsókn sem Hjarta-vernd er þátttakandi í: MONICA rannsóknAlþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar(Multinational MONItoring of trends anddeterminants in CArdiovascular disease).Þessi fjölþjóðlega rannsókn er stærsta far-aldursfræðilega rannsókn sem gerð hefurverið. Íslendingar hafa verið þátttakendur íhenni frá árinu 1981. Markmið MONICArannsóknarinnar var í fyrsta lagi að sann-reyna hvort tíðni kransæðastíflu væri aðbreytast í þátttökulöndunum og í öðru lagiað leiða í ljós hverjar væru ástæður slíkrabreytinga.Nikulás hefur á starfsferli sínum verið ið-inn við að kynna niðurstöður rannsóknaHjartaverndar bæði erlendis og innlendis.Hann hefur skrifað og verið meðhöfundurfjölda greina um þessi mál sem bæði hafabirst í viðurkenndum vísindaritum og semfræðslugreinar fyrir almenning. Hann hef-ur alla tíð reynt að miðla þekkingu sinni

hvort sem það er á alþjóðlegum ráðstefnumeða til nemenda í leit að fræðslu.Nikulás Sigfússon býr yfir miklum þekk-ingarforða þegar kemur að áhættuþáttumhjarta- og æðasjúkdóma og hann er sá sem

þekkir starfsemi Hjartaverndar einna best.Hjartavernd nýtur enn starfskrafta Niku-lásar þar sem hann vinnur hlutastarf ástöðinni. Eiginkona Nikulásar er GuðrúnÞórarinsdóttir sem einnig vinnur hjá

Hjartavernd. Þau eiga 5 börn. Þau heitaSigfús Þór, læknir, Hjálmfríður Lilja,hjúkrunarfræðingur, Sigríður Anna Elísa-bet, grafíklistamaður, Sigrún, leirlistamað-ur, og Sólveig, leiðsögumaður. Barnabörnineru orðin 13 talsins.

Það liggur beint við að spyrja hannhvað hafi áunnist hjá Rannsóknarstöð-inni á þessum 27 árum?Markmiðið með stofnun Rannsóknar-stöðvar Hjartaverndar var fyrst ogfremst að kanna útbreiðslu hjarta- ogæðasjúkdóma hér á landi og reyna aðfinna orsakir þeirra hérlendis. Við viss-um hverjir voru helstu áhættuþættirþessara sjúkdóma í öðrum löndum envið vissum einnig að þetta var breyti-legt frá einu landi til annars. Sumiráhættuþættir voru þýðingarmiklir íeinu landi en ekki í öðru. Það var þessvegna hugmyndin að reyna að finnahvað það var sem stuðlaði að þessumsjúkdómum hér hjá okkur Íslendingum.Við gætum þá beitt forvarnaraðgerðum

á markvissari hátt. Það kom mjög fljót-lega í ljós, eiginlega strax á fyrstu árun-um hvernig þessum málum var háttaðhjá okkur og við gátum því farið aðkynna almenningi hvaða þættir það

Viðtal við Nikulás Sigfússon, fráfarandi yfirlækni Rannsóknarstöðvar Hjartaverndar:

Nauðsynlegt að látameta áhættuþætti sína– eina ráðið til að finna þessa áhættuþætti er að fara í rannsókn og láta meta þá

Það kom mjög fljótlega í ljós, eiginlega strax á fyrstu ár-

unum hvernig þessum málum var háttað hjá okkur og við

gátum því farið að kynna almenningi hvaða þættir það

voru í okkar fari sem þurfti að bæta úr. Það hefur síðan

alla tíð farið fram veruleg kynningarstarfsemi þegar nýjar

upplýsingar hafa komið fram úr hóprannsóknunum.

Page 9: 36. ÁRGANGUR 1. TÖLUBLAÐ DESEMBER 1999 - Hjarta...2019/03/01  · Endurvinnslan hf. Knarrarvogi 4 104 Reykjavík Engilbert Snorrason tannlæknir Garðatorgi 3 210 Garðabæ Farmasía

HJARTAVERND, 36. árg., 1. tbl. 1999 – 7

voru í okkar fari sem þurfti að bæta úr.Það hefur síðan alla tíð farið fram veru-leg kynningarstarfsemi þegar nýjarupplýsingar hafa komið fram úr hóp-rannsóknunum. Við höldum að þettahafi skilað sér mjög vel til þjóðarinnar.Við höfum fylgst með tíðni hjarta- ogæðasjúkdóma hjá okkur allan tímann ogséð hvernig þróunin varð. Í kringum1980 fór að draga verulega úr tíðnikransæðastíflu og slags (heilablæðingar)sem verið höfðu algengustu hjarta- ogæðasjúkdómarnir hér hjá okkur. Þessiþróun hefur haldið áfram síðan og hef-ur dánartíðni og nýgengi bæðikransæðastíflu og slags lækkað umhelming á sl. 20 árum.

Var starfsemi Hjartaverndar brautryðj-endastarf á sviði rannsókna hér álandi?Já, ég held að svo hafi verið að mörguleyti. Hóprannsóknin sem hófst árið1967 var mjög stór, jafnvel á alþjóðleganmælikvarða. Hún náði til 30.000 ein-staklinga. Þessum hópi hefur síðan ver-ið fylgt eftir með endurteknum rann-sóknum í mjög langan tíma eða í meiraen 30 ár. Þannig hefur orðið til geysistórgagnabanki sem stöðugt er verið aðvinna úr. Nú hafa verið birtar yfir 400vísindalegar greinar sem fjalla um nið-urstöður úr Hóprannsókn Hjartavernd-ar. Ég held að það hafi orðið þessarirannsókn mjög til framdráttar að vel varvandað til undirbúnings hennar. For-ystumenn Hjartaverndar, prófessorarnirSigurður Samúelsson, Snorri P. Snorra-son, Davíð Davíðsson og Sigurliði Krist-jánsson, kaupmaður o.fl. aðilar lögðumikinn metnað í að útbúa Rannsóknar-stöð Hjartaverndar nýjustu og bestutækjum.Fyrsti forstöðumaður stöðvarinnar,Ólafur Ólafsson kallaði til sérfræðinga áýmsum sviðum til ráðgjafar við undir-búning rannsóknarinnar, m.a. Ottó J.Björnssson, tölfræðing og sérfræðing ásviði tölvuskráningar og gagnavinnslu,Helga Sigvaldason, verkfræðing. Ég telmjög mikilvægt að hafa notið ráðgjafarþessara sérfræðinga allt frá byrjun, þvíað söfnun og úrvinnsla gagna sem hérum ræðir er að miklu leyti tölfræðilegseðlis. Allar upplýsingar sem safnað er íHóprannsókn Hjartaverndar hafa fráupphafi verið tölvufærðar og Helgi Sig-valdason hannaði fyrstu tölvuskráðusjúkraskrána hér á landi strax í byrjunrannsóknar árið 1967.Efnarannsóknarstofu veittu forstöðuþeir Davíð Davíðsson prófessor og Þor-

steinn Þorsteinsson, lífefnafræðingur. Áefnarannsóknarstofuna var fenginnsjálfvirkur efnamælir hinn fyrsti sinnartegundar hér á landi. Nýjar efnamæl-ingar voru teknar upp svo sem mæling-ar á þríglyceríð-blóðfitu. Á efnarann-sóknarstofunni var lögð mikil áhersla ágæðaeftirlit, bæði innra eftirlit og einnigytra gæðaeftirlit. Hin viðurkenndastofnun Center for Disease Control(CDC) í Bandaríkjunum hafði eftirlitmeð mælingunum á blóðfitu og blóð-sykri, en síðar færðist þetta eftirlit tilrannsóknarstofu Al-þjóðaheilbrigðisstofn-unarinnar í Prag.Á ýmsum fleiri sviðumhefur verið reynt aðtryggja gæði rannsóknat.d. hefur úrlesturhjartalínurita sem gerð-ur er skv. sérstökum al-þjóðlegum kóda sk.Minniesota kóda staðistgæðamat undir eftirliti„Hungarian Institute ofCardiology“ í Búdapestsem tilnefnd er af Al-þjóðaheilbrigðisstofn-uninni.

Hverju þakkar þú að dregið hefur úr tíðniþessara sjúkdóma?Það er fyrst og fremst því að þakka aðfólk hefur tekið til sín fræðslu umáhættuþættina og reynt að bæta úr þeim.Við höfum séð að mikilvægustu áhættu-þættirnir; reykingar, hækkuð blóðfita oghækkaður blóðþrýstingur hafa allir færstí betra horf hér hjá okkur. Reykingar hafaminnkað um helming hjá íslenskum mið-aldra körlum og talsvert líka hjá konumen þó ekki eins mikið og meðferð viðblóðþrýstingi hefur stórlega batnað. Blóð-þrýstingur hjá okkur Íslendingum hefurlækkað verulega og sama máli gegnir umblóðfitu, hún hefur lækkað verulega hjábáðum kynjum. Þetta þrennt held ég aðséu aðalþættirnir í því að tíðni þessarasjúkdóma hefur lækkað. Dánartíðnin hef-ur lækkað um helming og það má ætlaað a.m.k. helmingurinn af þeirri lækkunstafi af því að áhættuþættirnir hafabreyst. Þarna kemur auðvitað líka til betrimeðferð á þessum sjúkdómum. Betrimeðferð hefur lækkað dánartíðninasennilega um 30- 50% en sjálft nýgengið,þ.e. fjöldi þeirra sem veikjast á hverju árifer ört lækkandi. Það veikjast færri ogfærri og fleiri og fleiri sem fá sjúkdóminnlifa þrátt fyrir sjúkdóminn vegna betrimeðferðar.

Þannig að upplýsingar frá Hjartaverndhafa skilað sér til þjóðarinnar. Hefurþjóðin tekið við sér? Já, en þetta er náttúrlega ekki eingönguokkur að þakka. Við höfum þó komiðmeð þessar upplýsingar og við höfumreynt að dreifa þeim til lækna og al-mennings og það hefur held ég skilaðsér í bættu ástandi hvað varðar helstuáhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma.

Helsta forvörnin, framlag Hjartavernd-ar?Mikilvægasti þáttur í okkar framlagim.t.t. forvarna er í fyrsta lagi að aflaþessara upplýsinga. Á þeim hefur síðanverið hægt að byggja skipulagðar for-varnir. Í öðru lagi höfum við hér áRannsóknarstöðinni rannsakað stóranhluta þjóðarinnar. Það hafa nú þegarkomið til okkar í rannsókn á annaðhundrað þúsund manns. Áhættuþættirþeirra hafa verið metnir og á grundvelliþeirra upplýsinga hafa menn getaðbreytt lifnaðarháttum sínum, hugað aðmataræði, hreyfingu og reykingum.Þetta teljum við auðvitað að hafi haftveruleg áhrif en kannski er erfitt aðmeta í tölum hve mikil þessi áhrif hafaverið. Það gefur auga leið að svona ítar-leg skoðun eins og hér fer fram, hefursitt að segja fyrir fólkið sem kemur ískoðun. Eru þeir sem eru kallaðir inn í hóprann-sókn að slá tvær flugur í einu höggi, þ.e.annars vegar að taka þátt í rannsóknog hins vegar að fá mat á heilsufarisínu m.t.t. hjarta- og æðasjúkdóma?Það er alveg rétt. Þetta er tvíþætt. Ann-ars vegar fá þeir persónulegar upplýs-ingar um heilsufarsástand sitt og hinsvegar stuðla þeir að bættri almennriþekkingu á þessum sjúkdómum semkemur svo öðrum að gagni.

Dánartíðnin hefur lækkað um helming og

það má ætla að a.m.k. helmingurinn af

þeirri lækkun stafi af því að áhættuþættirn-

ir hafa breyst. Þarna kemur auðvitað líka

til betri meðferð á þessum sjúkdómum. Betri

meðferð hefur lækkað dánartíðnina senni-

lega um 30- 50%

Page 10: 36. ÁRGANGUR 1. TÖLUBLAÐ DESEMBER 1999 - Hjarta...2019/03/01  · Endurvinnslan hf. Knarrarvogi 4 104 Reykjavík Engilbert Snorrason tannlæknir Garðatorgi 3 210 Garðabæ Farmasía

8 – HJARTAVERND, 36. árg., 1. tbl. 1999

Hverjir eru það sem koma að eiginfrumkvæði á Rannsóknarstöðina?Við höfum alla tíð gefið fólki kost á þvíað koma í skoðun hingað og fá staðlaðarannsókn sem við veitum. Það hefuralla tíð verið hópur fólks sem hefurkomið hingað annars vegar að eiginfrumkvæði og hins vegar verið vísaðhingað af læknum. Þennan hluta starf-seminnar hefur fólk metið mikils, sér-staklega þeir sem hafa áberandi ættar-sögu um hjarta- og æðasjúkdóma.

Hefurðu einhverja tilfinningu fyrir þvíhvaða einstaklingar það eru sem komaað eigin frumkvæði? Er það fólk sem ermeðvitaðra um eigin heilsu?Þetta skiptist í nokkra hópa. Sumir leitahingað af því þeir hafa einhver grun-samleg einkenni og eru hræddir um aðþað geti verið frá hjarta- eða æðakerfi.Aðrir leita hingað vegna þess að sjúk-dómurinn er algengur í ættinni, ennaðrir eru að hugsa um forvarnir og viljatryggja sig með því að fara í svonaheilsufarsskoðun.

Finnið þið í þessum skoðunum einstak-linga sem eru með einkenni á því stigiað hægt er að grípa inn í áður en sjúk-dómurinn nær að þróast?Það er þannig með þessa aðaláhættu-þætti hjarta- og æðasjúkdóma að ein-staklingurinn finnur ekki fyrir því sjálf-ur hvort þeir eru í ólagi. Þú finnur ekkihvort þú ert með hækkaða blóðfitu eðahvort hún er eðlileg. Þú verður að látamæla hana. Sama máli gegnir um blóð-þrýsting. Þú finnur ekki fyrir því hvorthann er of hár eða eðlilegur. Eina ráðiðtil að skera úr um þetta er að fara tillæknis og láta meta þessa þætti. Samagildir um sykursýki á vægari stigum.Eina ráðið til að finna þessa áhættu-þætti er að fara í rannsókn og láta metaþá.

Hafa yfirvöld séð sér hag í að styrkjastarfsemi Hjartaverndar?Hjartavernd hefur jafnan fengið nokk-urn styrk til starfsemi sinnar frá stjórn-völdum. Lengst af hefur þessi styrkurnumið um þriðjungi af rekstrarkostnaðistofnunarinnar. Fyrir þetta ber aðþakka, en því er ekki að neita að viðhefðum gjarnan viljað hafa meiri fjárráðþví að fjárskortur hefur iðulega háðstarfsemi okkar verulega, tafið rann-sóknir og vinnslu gagna. Ég held aðHjartavernd sé í raun og veru að sparaheilbrigðiskerfinu veruleg útgjöld meðýmsum hætti. Sem dæmi vil ég nefna

að kransæðastíflutilfellum hefur núfækkað um nærri 200 á ári og veruleg-an hluta þeirrar fækkunar má án efaþakka starfsemi Hjartaverndar. Ég þyk-ist hafa séð ekki fyrir löngu að hvert til-felli kransæðastíflu kostaði heilbrigðis-kerfið um eina milljón króna. Forvarnirskila sér þegar til lengri tíma er litið íminni kostnaði við heilbrigðisþjónustuað viðbættum þeim ávinningi sem skil-ar sér til einstaklingsins í heilsufari oglíðan.

Reglulegt eftirlit m.t.t. hjarta- og æða-sjúkdóma. Hve oft og hvert á fólk aðleita?Það er í rauninni þannig að það er ör-uggara eftir því sem maður fer oftar.Samt verða að vera einhver skynsamlegmörk á þessu. Það sem við höfum ráð-lagt fólki er að eftir fertugt láti það at-huga blóðþrýsting, blóðfitu og slíkt,annað til þriðja hvert ár. Þetta er hægtað gera hjá heilsugæslu- eða heimilis-læknum eða öðrum sérfræðingum.

Þekking almennings? Hefur heilsueflingskilað sér til almennings þegar kemurað hjarta- og æðasjúkdómum?Já, mín tilfinning er sú að fólk viti munmeira um þetta nú en áður. Það hefurskilað sér í því að fólki hefur tekist aðbreyta áhættuþáttum sínum sem það

ræður eitthvað við svo sem blóðfitu ogöðru slíku. Annað atriði sem rétt er aðnefna er að einn vernandi þáttur í sam-bandi við hjarta- og æðasjúkdóma erlíkamleg þjálfun og hreyfing. Sá þátturhefur aukist alveg stórkostlega á þess-um áratugum meðal þjóðarinnar. Þaðvar algjör undantekning að sjá fólk útiað trimma fyrir 30 árum en núna erþetta orðið almennt. Rannsóknir okkarhafa sýnt að reglubundin líkamleg

þjálfun svo sem gönguferðir og sundminnka áhættu á hjarta- og æðasjúk-dómum um 30–40%.

Þú segist sjá þá þróun að fólk hreyfisig meira. Hvað með streitu? Er streitaeinn af áhættuþáttunum og hefurstreita aukist á þessum árum?Ég veit það eiginlega ekki. Það er erfittað meta streitu. Við höfum engar sér-stakar aðferðir til að mæla hana og þaðgetur vel verið að það sé meiri streitanú en var. En það er erfitt að meta áhrifstreitu á hjarta- og æðasjúkdóma.

Hvað er það áhrifaríkasta sem hver ogeinn getur gert til að verja sig gegnhjarta- og æðasjúkdómum?Það er nú svolítið erfitt að segja. Áhættu-þættir hjarta- og æðasjúkdóma eru nefni-lega þannig að hættan er því meiri semþessir þættir mælast hærri þ.e. eftir þvísem blóðfitan er hærri og blóðþrýstingur-inn hærri, þeim mun meiri verður áhætt-an. Þessir þrír þættir, reykingar, hækkuðblóðfita og hækkaður blóðþrýstingur eruaðalþættirnir og vega kannski hver umsig álíka þungt. Það er rétt að benda á íþessu sambandi hvað samspil þessaraþátta hefur mikið að segja. Ef þeir komasaman fleiri en einn verða margföldunar-áhrif. Hættan vex ekki bara eftir fjöldaþáttanna heldur magnast hún upp.

Mun hlutverki því sem felst í starfsemiHjartaverndar nokkru sinni lokið?Nei, það held ég nú ekki. Núna liggurfyrir hverjir helstu áhættuþættir hjarta-og æðasjúkdóma eru en við vitum aðvið þekkjum ekki ennþá alla áhættu-þætti. Það er hægt að reikna út að okk-ur vantar enn inn í það dæmi. Hjarta-vernd mun auðvitað beita sér fyrir því íframtíðinni að leita þá uppi með nýjumrannsóknum. Í því sambandi verður

Page 11: 36. ÁRGANGUR 1. TÖLUBLAÐ DESEMBER 1999 - Hjarta...2019/03/01  · Endurvinnslan hf. Knarrarvogi 4 104 Reykjavík Engilbert Snorrason tannlæknir Garðatorgi 3 210 Garðabæ Farmasía

Reglulegt eftirlitTryggingastofnun ríkisins

HJARTAVERND, 36. árg., 1. tbl. 1999 – 9

Á dögunum bauð Hjartavernd starfs-fólki Tryggingarstofnunar Ríkisins uppá blóðfitu og blóðþrýstingsmælingu.Starfsmenn Hjartaverndar mættu ásvæðið og gerðu mælingar og dreifðufræðlsuefni. Var þetta gert í tengslumvið heimsókn Blóðbankans á staðinn.Hjartavernd hvetur fólk til að látamæla þessa þætti reglulega eftir fer-tugt. Mikill áhugi var hjá starfsfólki á

þessum mælingum. Oft er það þannigað fólk ætlar að láta athuga þessa þættien framkvæmir það ekki og því erspurning hvort ekki sé kominn tími tilþess að Hjartavernd mæti á staðinn sbr.svona fjölmenna vinnustaði og bjóðiupp á slíka athugun. Slíkt mat kæmi þóekki í staðinn fyrir nákvæmt mat semfólk fær t.d. á hjá sínum lækni eða áRannsóknarstöð Hjartaverndar.

áreiðanlega lögð rík áhersla á þátt erfðaí tilurð þessara sjúkdóma. Það er núþegar í gangi hjá Hjartavernd rannsókns.k. Afkomendarannsókn sem beinisteinkum að erfðum sem við vitum að ermikilvægur þáttur og hefur lítið veriðrannsakaður hingað til.

Var sá þáttur lítið skoðaður fyrir 30árum?Menn höfðu séð visst ættgengi en þæraðferðir sem nú eru til voru ekki fyrirhendi þá á sviði erfðatækninnar. Núnahafa opnast ýmsir möguleikar á þvísviði og Hjartavernd vinnur nú að ýms-um rannsóknum á erfðum hjarta- ogæðasjúkdóma og áhættuþætti þeirra.Vilmundur Guðnason, núverandi for-stöðulæknir Rannsóknarstöðvarinnar ersérfræðingur í erfðafræði hjarta- ogæðasjúkdóma og vinnur m.a. að rann-sóknum á arfgengi blóðfituhækkunar.Einnig hefur Hjartavernd tekið uppsamvinnu við Íslenska erfðagreininguum rannsókn á nokkrum sjúkdómum.

Að lokum hvað tekur við hjá þér núþegar þú hættir sem yfirlæknir Hjarta-verndar?Ég verð áfram hér í hlutastarfi og munvæntanlega einbeita mér að því aðvinna úr þeim gögnum sem fyrir liggjafyrir utan viss dagleg störf. Síðan munég hafa meiri frítíma en ég hafði áður tilþess að sinna mínum áhugamálum.

Hver eru þau helst?Það er vatnslitamálun sem hefur lengiverið tómstundagaman hjá mér. Nú fæég meiri tíma til að sinna því.

Það er víst áreiðanlegt að tímanum er velvarið hjá Nikulási við málaralistina eins ogforsíða þessa blaðs ber með sér. Rannsókn-arstöð Hjartaverndar stendur í þakkarskuldvið Nikulás Sigfússon fyrir óeigingjarntstarf í þágu stöðvarinnar. Við þökkumNikulási Sigfússyni kærlega fyrir fróðlegtviðtal.

Hollvinasamtök Háskóla Íslandsstóðu fyrir ráðstefnu í lok október.Hollvinafélag heilbrigðisstétta sá umráðstefnuna að þessu sinni og var húnhaldin í Læknagarði. Yfirskrift ráð-stefnunnar var: Forvarnir – nýr lífstíll.Bæði voru fyrirlestrar og kynningar-básar m.a. frá Hjartavernd, Krabba-meinsfélaginu, Rauða Krossinum o.fl.Einar Ragnarsson, tannlæknir fluttifyrirlestur um reykingar og tann-heilsu, en rannsókn hans var m.a.unnin upp úr gögnum Hjartaverndar.

Hjartavernd kynnti það fræðslu-efni sem samtökin hafa gefið út.Einnig var boðið upp á hreinanávaxtasafa og fólk minnt í leiðinni áneyslu ávaxta og grænmetis: FIMM

SKAMMTAR Á DAG. Ljóst er aðkynning sem þessi er af hinu góða þvíað almenningur hefur áhuga á aðfræðast um forvarnir hjarta- og æða-sjúkdóma.

Hjartavernd er í góðum tengslumvið Háskóla Íslands. FormaðurHjartaverndar er Gunnar Sigurðssonprófessor við Læknadeild HáskólaÍslands, Vilmundur Guðnason,forstöðulæknir Hjartaverndar erdósent við HÍ, Guðmundur Þorgeirs-son formaður RannsóknastjórnarHjartaverndar er prófessor við HÍ.Margir nemendur og fagaðilar í lækn-isfræði, líffræði, matvælafræði o.fl.hafa gert rannsóknir í sínu námi ísamvinnu við Hjartavernd.

HOLLVINADAGAR HÁSKÓLA ÍSLANDS

Page 12: 36. ÁRGANGUR 1. TÖLUBLAÐ DESEMBER 1999 - Hjarta...2019/03/01  · Endurvinnslan hf. Knarrarvogi 4 104 Reykjavík Engilbert Snorrason tannlæknir Garðatorgi 3 210 Garðabæ Farmasía

10 – HJARTAVERND, 36. árg., 1. tbl. 1999

Samnorrænt hjartaþing var haldið hér-lendis sl. vor. Þar voru kynntar helstunýjungar á sviði hjartasjúkdóma. Þettavar alhliða hjartaþing, þar sem fjallaðvar um öll möguleg svið hjartasjúk-dómafræði, allt frá grunnvísindum,frumulíffræði, erfðafræði, sameinda-fræði, hjúkrunarfræði til nýjustu tækni-aðferða við kransæðarannsóknir,kransæðameðferð og meðferðarprófan-ir. Hjartasjúkdómafélag íslenskra læknaog Fagdeild hjúkrunarfræðinga áhjartadeildum sáu um undirbúninghérlendis. Þátttakendur á þinginu voruhvaðan æva að úr heiminum.

Eugene Braunwald, einn þekktastihjartalæknir veraldar í dag, flutti yfir-litserindi um hjartasjúkdómafræði þess-arar aldar og hvað framundan væri. Ífyrirlestri hans kom fram að þrátt fyrirmjög stóra sigra á þessu sviði bæði

hvað varðar forvarnirog meðferð hjartasjúk-dóma, eigum við senni-lega von á að sjá ennaukna heildartíðni þess-ara sjúkdóma. Í fyrir-lestri hans kom einnigfram að enn eru stórsvæði í heiminum þarsem tíðni kransæðasjúk-dóma fer vaxandi.Hjarta- og æðasjúkdóm-ar eru í vissum heims-hlutum að taka við aföðrum sjúkdómum einsog hörgulsjúkdómumog margs konar smit-sjúkdómum. Í okkarheimshluta aftur á mótier nýgengi þessara sjúk-dóma að minnka, enfólk er að eldast ogfleiri einstaklingar lifalengur með einhvern

hjartasjúkdóm. Því er ljóst að viðfangs-efni öldrunarhjartasjúkdómafræðiverða sífellt viðameiri.

Braunwald spáði því að á rannsókn-arsviðinu muni skapast mikilvægtengsl milli erfðafræðirannsókna og far-aldursfræðirannsókna, sem skili mikilliþekkingu í framtíðinni. Fleiri áhuga-verðir fyrirlestrar voru fluttir á þinginu.Fulltrúar Rannsóknarstöðvar Hjarta-verndar kynntu niðurstöður á rann-sóknum stöðvarinnar. Þá var á þinginuveggspjaldakynning rannsókna þar ámeðal veggspjöld frá Hjartavernd.

Í tilefni þessa þings stóðu Hjarta-vernd og Hjartasjúkdómafélag ís-lenskra lækna fyrir greinaskrifum ogbirtust átta þverfaglegar greinar íMorgunblaðinu. Hluti þessara greinaverður birtur í þessu blaði. Síðar verða þær allar aðgengilegar á heima-síðu Hjartaverndar og eru nokkrarþeirra þegar á síðunni í kaflanum um forvarnir.

Samnorrænt hjarta-þing á ÍslandiEnn eru stór svæði í heiminum þar sem tíðni kransæðasjúkdóma fer vaxandi

Inga S. Þráinsdóttir læknir hjá einu af mörgum veggspjöldumHjartaverndar á þinginu.

Fjöldi gesta sótti þingið.

Page 13: 36. ÁRGANGUR 1. TÖLUBLAÐ DESEMBER 1999 - Hjarta...2019/03/01  · Endurvinnslan hf. Knarrarvogi 4 104 Reykjavík Engilbert Snorrason tannlæknir Garðatorgi 3 210 Garðabæ Farmasía

HJARTAVERND, 36. árg., 1. tbl. 1999 – 11

Erfðir og sjúkdómar hafa verið ofarlegaá baugi á síðustu árum, bæði á Íslandiog erlendis. Erfðir kransæðasjúkdómshafa þegar verið rannsóknarverkefniinnan Hjartaverndar um nokkurt skeið.Við vitum að kransæðasjúkdómur verð-ur til vegna flókins samspils erfða ogumhverfis. Hóprannsóknir Hjarta-verndar á undanförnum 30 árum hafafundið marga áhættuþætti fyrir hjartaog æðasjúkdómum í Íslendingum og erhátt kólesteról í blóði hvað best þekkt.Rannsóknir hafa sýnt að umhverfis-þættir hafa veruleg áhrif á kólesteról íblóði og þær hafa einnig sýnt að erfðirgegna þar umtalsverðu hlutverki, þóttframlag genanna sé mismikið milli ein-staklinga.

Við höfum örugglega vel flest heyrtsögur af mönnum sem eru mjög svipað-ir að öllu leyti, fæddir í sömu sveit, ald-ir upp í líku umhverfi borða áþekkanmat og stunda svipað líferni. Annardeyr úr kransæðastíflu frá konu og fjór-um börnum þegar hann er 45 ára enhinn lifir til níræðs og sér börn ogbarnabörn vaxa úr grasi. Hver er ástæð-an? Ástæðan liggur meðal annars íerfðaupplagi einstaklingsins sem þágjarnan sést í ætt hans þar sem tíðnihjartaáfalla og skyndidauða er há.Kransæðasjúkdómur á sér þó margarorsakir og gjarnan er sagt að samspilerfða og umhverfis ráði útkomunni.Framlag hvors um sig er þó mismikiðog er fulljóst, að því yngri sem einstak-lingurinn er þegar hann fær kransæða-sjukdóminn þeim mun meiri er þátturerfða í framgangi hans.

Í sumum ættum er ljóst að umverulega sterkan erfðaþátt er að ræða. Íþeim ættum er tollurinn hár og stórhluti einstaklinganna, einkum fá þókarlmennirnir hjartaáfall langt fyrir ald-ur fram. Þessar ættir vita vel af þessuog þetta vofir yfir þeim líkt og draugur.Gamli ættardraugurinn, sem hefur fylgt

ættinni kynslóð fram af kynslóð.En hvert er þetta erfðaupplag? Er

það einungis eitthvað óljóst sem ekki erhægt að festa hendur á eða er það eitt-hvað áþreifanlegt? Langoftast er þaðóáþreifanlegt og óljóst og snúast rann-sóknir á hjarta og æðasjúkdómum, bæðihér á landi og erlendis um það að reynaað draga framlag erfða fram í dagsljós-ið. Í nokkrum tilvikum vitum við all-mikið og jafnvel það mikið að við get-um beitt þekkingunni til að finna ein-staklinga sem eru í margfalt aukinniáhættu á að fá hjartaáfall.

Nefnum dæmi. Allt að 30% af ein-staklingum sem fá hjartaáfall fyrir 55ára aldur hafa einhverja tegund arf-gengrar brenglunar í efnaskiptum blóð-fitu. Sú arfgenga blóðfitubrenglun semvið erum komin hvað lengst í að skiljaer arfbundin kólesterólhækkun. Arf-bundin kólesterólhækkun orsakastvegna galla í prótíni sem hreinsar kól-esterólríkar sameindir úr blóði. Einstak-lingar sem hafa galla í þessu prótíniráða því ekki við að hreinsa kólesterólúr blóði á jafn áhrifaríkan hátt og þeirsem ekki hafa galla í því.

Þannig geta tveir menn lifað svip-uðu lífi, annar þeirra hefur galla í þessuprótíni, segjum bara að það sé ég, enhinn maðurinn sem er vinur minn hefurekki gallann. Á hverjum sunnudegi för-um við og fáum okkur rjómaís. Ég næekki að hreinsa kólesterólið út úr blóð-rásinni sem kemur inn í líkamann viðrjómaísátið og kólesterólið hækkar íblóðinu hjá mér. Líkurnar á að ég fáótímabært hjartaáfall vegna snemm-komins kransæðasjúkdóms aukast líkaog verða all verulegar. Vinur minn hef-ur ekki þennan galla og rjómaísinnhækkar ekki kólesterólið hjá honum. Efég vissi ekki af þessum galla hjá mér þáflyti ég sofandi að feigðarósi ef ekkertværi gert í því að reyna að finna mig.Það er nefnilega til áhrifarík meðferðvið þessari brenglun sem orsakast af

þessum erfðagalla, meðferð sem breyttilífslíkum mínum verulega ef henni væribeitt. Ég er ekki í nokkrum vafa um aðég vildi láta finna mig og meðhöndla,þó ekki væri nema vegna barnannaminna og barnabarnanna í framtíðinni.Reyndar finnst mér það vera skýlausréttur minn að vera leitaður uppi ogrannsakaður og boðið uppá viðeigandimeðferð, reyndist ég hafa gallað fitu-hreinsiprótín.

Rannsóknir undanfarinn áratughafa fundið þennan galla í íslenskumættum þar sem snemmkomin, ótímabærdauðsföll vegna kransæðastíflu eru al-geng. Það er því ætlun okkar í Hjarta-vernd að hefja skipulega leit að þessumgalla í Íslendingum. Þetta verður gert ísamvinnu við Alþjóða heilbrigðisstofn-unina og aðlþjóðlegan vinnuhóp semhefur það að markmiði að finna þessaeinstaklinga í tæka tíð til að unnt sé aðmeðhöndla þá og seinka kransæðasjúk-dómnum og jafnvel að koma í veg fyrirhjartaáfall.

Markmið Hjartaverndar er og verð-ur að efla heilsuvernd og stuðla að fyr-irbyggjandi læknisfræði. Um leið erbeitt rannsóknum til að reyna að skiljabetur hvað veldur sjúkdómum, einkumhjarta og æðasjúkdómum og ekki sísthvernig greina megi einstaklinga í veru-legri áhættu öruggar og fyrr. Þannig erum leið og þekkingarinar er aflað meðrannsóknum beitt öflugri heilsuverndog einstaklingum beint til læknisfræði-legrar meðferðar þegar þess gerist þörf.

Ljóst er að þegar hefur mikið áunn-ist í að átta sig á framlagi erfða til hjartaog æðasjúkdóma. En það er jafnvel ennljósara að verulegur spölur er enn eftir íland hvað varðar nægilega þekkingu tilað unnt sé að beita erfðafræðilegum að-ferðum til að meta áhættu á hjarta ogæðasjúkdómum í hefðbundinni læknis-rannsókn. Ég vil að lokum benda á aðán rannsókna verða engar framfarir ílæknisfræði.

Vilmundur Guðnason læknir og erfðafræðingur, forstöðulæknir Hjartaverndar

Erfðir og hjarta-sjúkdómar

Page 14: 36. ÁRGANGUR 1. TÖLUBLAÐ DESEMBER 1999 - Hjarta...2019/03/01  · Endurvinnslan hf. Knarrarvogi 4 104 Reykjavík Engilbert Snorrason tannlæknir Garðatorgi 3 210 Garðabæ Farmasía

12 – HJARTAVERND, 36. árg., 1. tbl. 1999

Hjartavernd þakkar eftirtöldum aðilum fyrir að kosta útgáfu þessa blaðs

Verkfræðistofa Braga Þorsteinssonar og Eyvindar Valdimars-sonar hf.Bergstaðastræti 28 a101 Reykjavík

Verkfræðistofa HelgaSigvaldasonarTæknigarði, Dunhaga 5107 Reykjavík

Verkfræðistofa JóhannsIndriðasonarSíðumúla 1108 Reykjavík

Verkfræðistofa SigurðarThoroddsen hf.Ármúla 4108 Reykjavík

Verkstjórafélagið ÞórPósthólf 4233124 Reykjavík

VerslunarmannafélagReykjavíkurKringlunni 7103 Reykjavík

Öryrkjabandalag ÍslandsHátúni 10105 Reykjavík

—————————AkureyrarbærGeislagötu 9600 Akureyri

Apótek KeflavíkurSuðurgötu 2230 Keflavík

Askur GK 65Efstahrauni 16240 Grindavík

ÁrborgAusturvegi 2800 Selfossi

Bessi SkírnissontannlæknirKaupangi v7 Mýrarveg600 Akureyri

Benedikt BjarnasonHafnargötu 81415 Bolungarvík

Borgarbíó IOGTGeislagötu 7600 Akureyri

Dalbær, heimili aldraðra620 Dalvík

Dvalarheimili aldraðraBorgarbraut310 Borgarnesi

Dvalarheimili aldraðraSólvöllum820 Eyrarbakka

Dvalarheimilið Fellaskjól350 Grundarfirði

Dvalarheimilið Fellsenda370 Búðardal

DvalarheimiliðHjallatúniHátúni 10870 Vík, Mýrdal

Dvalarheimilið Hlíð600 Akureyri

Dvalarheimilið Höfði300 Akranesi

Dvalarheimilið VíkAðalbraut 36-40675 Raufarhöfn

Fasteignasalan ÁsbergHafnargötu 2230 Keflavík

FellahreppurHeimatúni 2700 Egilsstöðum

Fiskanes hf.v/ Hafnargötu240 Grindavík

FiskiðjusamlagHúsavíkur hf.Garðarsbraut 14640 Húsavík

Fiskverkun ÓskarsIngibergssonarBakkastíg 20260 Ytri-Njarðvík

Fiskverkun SoffaníasarCecilssonar hf.Borgarbraut 1350 Grundarfirði

Fiskverkunarstöð Karls NjálssonarMelbraut 5250 Garði

Fjallalamb hf.670 Kópaskeri

Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri600 Akureyri

GerðahreppurMelbraut 3250 Garði

Gjögur hf.610 Grenivík

GrímseyjarhreppurGarði 611 Grímsey

GrundarfjarðardeildRauða kross ÍslandsGrundargötu 76350 Grundarfirði

Guðni M. ÓskarssontannlæknirHólsvegi 3 a,735 Eskifirði

Hafnarnes hf.Óseyrarbraut 16815 Þorlákshöfn

Halldór G. HalldórssontannlæknirÞórunnarstræti 114600 Akureyri

Haraldur Böðvarsson hf.útgerðarfélag300 Akranesi

Haukur F. ValtýssontannlæknirKaupangi v/ Mýrarveg600 Akureyri

HeilbrigðisstofnuninSauðárkróki550 Sauðárkróki

HeilbrigðisstofnuninHvammstangaNestúni 1530 Hvammstanga

HeilbrigðisstofnunAusturlandsStrandgötu 31735 Eskifirði

HeilsugæslanÞorlákshöfn815 Þorlákshöfn

Heilsugæslustöðin625 Ólafsfirði

HeilsugæslustöðinSólvangiHörðuvöllum220 Hafnarfirði

Heilsustofnun N.L.F.Í.Grænumörk 10810 Hveragerði

Hitaveita SuðurnesjaBrekkustíg 34–36230 Keflavík

HjólbarðaverkstæðiÍsafjarðarNjarðarsundi 2400 Ísafirði

Hornið hf.,Tryggvagötu 40800 Selfossi

Hóp hf.Ægisgötu 1240 Grindavík

HraðfrystihúsTálknafjarðar460 Tálknafirði

Húsagerðin hf.Hólmgarði 2 c230 Keflavík

HúsavíkurkaupstaðurKetilsbraut 9640 Húsavík

Hvammur, heimilialdraðra640 Húsavík

ÍsafjarðarbærHafnarstræti 1400 Ísafirði

Ísfélag Vestmanna-eyja hf.Strandvegi 28900 Vestmannaeyjum

Íslenskur markaður hf.Leifsstöð235 Keflavíkurflugvelli

Karl Kristmannsumboðs- og heildverslunOfanleitisvegi900 Vestmannaeyjum

KaupfélagFáskrúðsfirðinga750 Fáskrúðsfirði

Kaupfélag SkagfirðingaÁrtorgi 1550 Sauðárkróki

Kaupfélag Vestur-Húnvetninga530 Hvammstanga

Keflavíkurverktakar235 Keflavíkurflugvelli

Kjarnafæði hf.Fjölnisgötu 1 b600 Akureyri

Krosshús hf., netagerðMiðgarði 2240 Grindavík

Meleyri hf.Hafnargötu 5530 Hvammstanga

Page 15: 36. ÁRGANGUR 1. TÖLUBLAÐ DESEMBER 1999 - Hjarta...2019/03/01  · Endurvinnslan hf. Knarrarvogi 4 104 Reykjavík Engilbert Snorrason tannlæknir Garðatorgi 3 210 Garðabæ Farmasía

HJARTAVERND, 36. árg., 1. tbl. 1999 – 13

Breytingar á tíðni kransæðasjúkdóma á Íslandi

Nikulás Sigfússon, dr. med. fráfarandi yfirlæknir Rannsóknarstöðvar Hjartaverndar:

Á þessari öld hefur orðið mikil breytingá dánarorsökum Íslendinga. Á fyrstuáratugum aldarinnar voru kransæða-sjúkdómar nánast óþekktir en upp úr1930 fór dánartíðni vegna þeirra örtvaxandi. Á sjöunda áratugnum var svokomið að hjarta- og æðasjúkdómar voruvaldir að dauða um það bil 50% allrakarla. Í þessum sjúkdómaflokki vorukransæðasjúkdómar langalgengastadánarorsökin eða í yfir 30% tilvika,heilablóðfall í um 10% tilvika og ýmsiraðrir hjarta- og æðasjúkdómar vorudánarorsök í nokkrum prósentum. Með-al kvenna var þróunin svipuð enkransæðastífla hefur þó alla tíð veriðmiklu sjaldgæfari meðal kvenna enmeðal karla.

Þessar breytingar á sjúkdómatíðnisem áttu sér stað hér á landi voru ekkerteinsdæmi heldur má segja að mjög svip-uð þróun hafi orðið víðast hvar í hinumvestræna heimi.

Á undanförnum áratugum hafa fariðfram víðtækar rannsóknir, einkum á

sviði faraldsfræði, til þesss að reyna aðfinna orsakir þessara sjúkdóma svohægt yrði að beita varnaraðgerðum eðalækningum.

Þann 8. maí sl.birtist grein í hinuþekkta læknatíma-riti „Lancet“ semfjallar um fyrstumeginniðurstöðurMONICA-rann-sóknar Alþjóðaheil-brigðisstofnunarinn-ar. Þessi fjölþjóða-rannsókn – stærstafaraldsfræðilegarannsókn sem gerðhefur verið – er velþekkt hér á landi því Íslendingar hafaverið þátttakendur í henni frá 1981.

Markmið þessarar rannsóknar vorutvenns konar: í fyrsta lagi að sannreynahvort tíðni kransæðastíflu væri að breyt-ast í þátttökulöndunum og í öðru lagiað leiða í ljós hverjar væru ástæður

slíkra breytinga.Í þessu skyni voru skráð öll tilvik

kransæðastíflu á hverju rannsóknar-svæði í minnst 10 ár, áhættuþættir voru

kannaðir reglulega og einnig meðferð.Rannsóknarhópar urðu 37 í 21 landi ífjórum heimsálfum. Alls voru skráð166.000 tilfelli kransæðastíflu. Hér álandi hófst skráningin 1981 og nær tilallra íbúa landsins á aldrinum 25–74ára. Skráningu er nú lokið til og meðárinu 1996.

Tíðni kransæðastíflu lækkarÍ greininni í „Lancet“ kemur fram aðtíðni kransæðastíflu hefur farið lækk-andi í flestum löndum MONICA-rann-sóknarinnar. Í nokkrum löndum Austur-Evrópu og Kína átti sér stað aukning.Myndir 1 og 2 sýna hvernig þróuninhefur orðið meðal íslenskra karla ogkvenna. Dánartíðni karla vegnakransæðastíflu hefur lækkað um 57% átímabilinu 1981–1996, nýgengi (ný til-felli) hefur lækkað um 36% og heildar-tíðni (ný og endurtekin tilfelli) hefurlækkað um 30%. Meðal kvenna hefurþróunin orðið svipuð en lækkunin ernokkru minni en meðal karla en þar erusamsvarandi tölur 42,29 og 30%.

Í MONICA-löndunum lækkaði dán-artíðni mest meðal karla í Norður-Sví-

Í MONICA-löndunum lækkaði dánartíðni mest

meðal karla í Norður-Svíþjóð, um 8% á ári og

meðal kvenna á Nýja-Sjálandi um 8,5%. Hér á

landi varð árleg lækkun dánartíðni 6,4% meðal

karla en 4,3% meðal kvenna.

Dánartíðni, nýgengi og heildartíðni kransæðastíflu pr. 100.000íslenska karla á aldrinum 25–74 ára. MONICA-rannsókn.

Aldursstaðlað (World population).

Page 16: 36. ÁRGANGUR 1. TÖLUBLAÐ DESEMBER 1999 - Hjarta...2019/03/01  · Endurvinnslan hf. Knarrarvogi 4 104 Reykjavík Engilbert Snorrason tannlæknir Garðatorgi 3 210 Garðabæ Farmasía

14 – HJARTAVERND, 36. árg., 1. tbl. 1999

þjóð, um 8% á ári og meðal kvenna áNýja-Sjálandi um 8,5%. Hér á landi varðárleg lækkun dánartíðni 6,4% meðalkarla en 4,3% meðal kvenna.

Ef litið er til dánartíðni eftir aldurs-flokkum hér á landi kemur í ljós að dán-artíðni hefur lækkað langmest í yngstualdursflokkum eða um 70%.

Dánarhlutfall lækkarÍ MONICA-rannsókninni er reiknað hvestór hluti þeirra sem fá kransæðastífludeyi innan 28 daga frá áfallinu. Þessihlutfallstala er 36,9% meðal íslenskrakarla en 34,1% meðal kvenna. Þetta erumjög lágar hlutfallstölur miðað við aðr-ar MONICA-þjóðir, hjá mörgum varþetta hlutfall í kringum 60% og fór uppí 80%. Dánarhlutfallið hefur einnig fariðstöðugt lækkandi hjá okkur meðal karlaum 2% á ári en um 1% meðal kvenna.

Þetta bendir til þess að meðferðvegna kransæðastíflu fari stöðugt batn-andi.

Eins og nú standa sakir eru íslenskarkonur í næstneðsta sæti að því er dánar-hlutall varðar og íslenskir karlar í 4.neðsta sæti MONICA-þjóðanna.

Forvarnir skila árangriGögn MONICA-rannsóknarinnar gerakleift að áætla hve stór hluti þeirrarlækkunar sem orðið hefur á dánartíðnivegna kransæðastíflu stafar af minnk-andi tíðni sjúkdómsins og hve stór hlutivegna lækkandi dánarhlutfalls. Hjáflestum þátttökuþjóðunum, þar á meðalÍslandi, skýrist lækkunin að tveimþriðju af lækkandi tíðni en aðeins einnþriðji af lækkandi dánarhlutfalli.

Lækkandi tíðni kransæðastíflu hér álandi skýrist fyrst og fremst af breyting-um til batnaðar á helstu áhættuþáttumsjúkdómsins. Þannig hefur meðferðhækkaðs blóðþrýstings stórlega batnaðog meðalblóðþrýstingur þjóðarinnarlækkað verulega, reykingatíðni hefurminnkað um helming meðal karla ogum þriðjung meðal kvenna, blóðfitahefur lækkað og reglubundin líkams-þjálfun hefur aukist.

Allar þessar forvarnaraðgerðir hafaskilað sér þannig að heildartíðni krans-æðastíflu lækkar nú meir hér á landi ení flestum öðrum löndum. Af 37 rann-sóknarhópum MONICA-verkefnisinsvoru aðeins 5 er sýndu meiri lækkunmeðal karla og 6 meðal kvenna.

Nýjar áherslurÞó mikilvægur árangur hafi náðst í bar-áttunni við kransæðasjúkdóma hér álandi eru þeir þó ennþá algeng dánaror-sök.

Rannsóknarstöð Hjartaverndar hefurhaft það að meginmarkmiði að finnaáhættuþætti þessara sjúkdóma svo hægtverði að beita markvissum forvörnum.

Þeir áhættuþættir sem nú eru þekktirgeta aðeins skýrt 70–80% tilvikakransæðastíflu þannig að ennþá eruýmsir áhættuþættir ófundnir. Rann-sóknir Hjartaverndar beinast nú að þvíað finna slíka þætti og einnig að metaþátt erfða í tilurð hjarta- og æðasjúk-dóma.

Dánartíðni, nýgengi og heildartíðni kransæðastíflu pr. 100.000íslenskar konur á aldrinum 25–74 ára. MONICA-rannsókn.

Aldursstaðlað (World population).

Ný símanúmer Hjartaverndar

Tímapantanir í síma 535 1800

Skrifstofa Hjartaverndar: 535 1823. Bréfasími: 535 1801. Minningarkortaþjónusta: 535 1825. Happdrætti Hjartaverndar: 581 3947

Page 17: 36. ÁRGANGUR 1. TÖLUBLAÐ DESEMBER 1999 - Hjarta...2019/03/01  · Endurvinnslan hf. Knarrarvogi 4 104 Reykjavík Engilbert Snorrason tannlæknir Garðatorgi 3 210 Garðabæ Farmasía

HJARTAVERND, 36. árg., 1. tbl. 1999 – 15

InngangurInnanæðaviðgerðir á kransæðum hafaþróast ört á rúmlega 20 árum. Í daglegutali eru slíkar aðgerðir kallaðarkransæðavíkkun eða kransæðablástur.Fyrsta aðgerðin í heiminum var gerð íseptember 1977 í Sviss af lækninumAndreas Grüntzig. Hann fékk þá hug-mynd að unnt væri að þræða fíngerðanstýrivír inn í kransæðarnar og gegnumþrengsli í þeim og nota síðan vírinnsem sporbraut fyrir mjóan æðaleggmeð belg á endanum. Víkka mættiþrengslin með því að staðsetja belginn íþrengslunum, fylla hann af vökva ogþenja út með miklum þrýstingi.

Í dag er þessi aðferð ennþá horn-steinn víkkunaraðgerða þó mikil tækni-þróun hafi einnig orðið á síðari árum.Aðferð þessi vakti mikla athygli, áðurþurftu sjúklingar að fara í opnakransæðaaðgerð, svokallaða hjáveituað-gerð, en nú var hægt að gera viðkransæðarnar á einfaldari hátt. Þessitækni þróaðist á næstu árum og breidd-ist hratt út um allan heim.

Þróun kransæðavíkkana hérlendisByrjað var að gera kransæðavíkkanir áLandspítalanum 1987 og voru frum-kvöðlar þess læknarnir Kristján Eyjólfs-son og Einar H. Jónmundsson. Á næstuárum voru gerðar fremur fáar krans-æðavíkkanir en undanfarin ár hefurfjöldi þeirra verið sívaxandi (sjá töflu).Árið 1998 voru framkvæmdar 453 slík-ar aðgerðir, sem miðað við fólksfjöldaer það með því mesta sem gerist íheiminum og samsvarar staðlað til 1647aðgerða á milljón íbúa. Hugtakiðkransæðaviðgerð má nota yfir bæðiopnar kransæðaaðgerðir og kransæða-víkkanir. Árið 1993 var ríflega helming-ur allra kransæðaviðgerða hér á landigerður með víkkunartækni en árið 1998var þetta hlutfall komið í 75%.

Á fyrstu árum kransæðavíkkana vareinkum ráðist í víkkun á þrengslum íeinni æð og helst á afmörkuðu svæði.Með aukinni reynslu og tækniþróun ernú sífellt tekist á við flóknari tilfelli oggert við fleiri æðar í einu. Tæknifram-farir hafa aukið öryggi í aðgerð og einmerkasta nýjungin er ísetning á svo-kölluðu stoðneti í þrengslasvæði viðvíkkun. Stoðnetið er klemmt á víkkun-arbelg sem staðsettur er í þrengsla-svæðinu og hann síðan þaninn út meðmiklum þrýstingi þannig að netið þenj-ist út að æðaveggnum. Þannig fæst full-komnari víkkun og þrengslin haldastbetur opin. Heppilegast er að nota stoð-net á stutt þrengsli í stærri æðum, ensíður við löng þrengsli og í minni

æðum. Þessi tækni fór hægt af stað áárunum 1993 til 1994 en eftir 1996 varhenni beitt í vaxandi mæli og nú er settstoðnet í um 60% sjúklinga sem fara íkransæðavíkkun.

Samanburðarrannsóknir sýna aðnotkun stoðneta minnkar líkur á endur-þrengslum í víkkunarsvæðinu, en alltafer nokkur hætta á slíkum endur-þrengslum og getur þá þurft að endur-taka víkkunaraðgerð. Áður fyrr vorulíkur á endurþrengslum um 30-50% enmeð tilkomu stoðneta eru líkurnar um15-20%. Endurþrengslin koma vegnaörvefsmyndunar sem verður í æðinniþegar hún grær eftir víkkunina.Kransæðar eru mjög grannar, um 2,5-4 mm í þvermál, svo lítil örvefs-

Ragnar Danielsen, læknir og Kristján Eyjólfsson, læknir:

Kransæðavíkkanir á Íslandi

Greinarhöfundar að störfum.

Page 18: 36. ÁRGANGUR 1. TÖLUBLAÐ DESEMBER 1999 - Hjarta...2019/03/01  · Endurvinnslan hf. Knarrarvogi 4 104 Reykjavík Engilbert Snorrason tannlæknir Garðatorgi 3 210 Garðabæ Farmasía

16 – HJARTAVERND, 36. árg., 1. tbl. 1999

myndun getur auðveldlega þrengt aðholrúmi æðarinnar. Reynt hefur veriðað hafa áhrif á þennan feril með ýmsumlyfjum án sérlegs árangurs. Undanfariðhefur hins vegar farið fram þróun ástaðbundinni geislameðferð inni íkransæðunum sem minnkar örvefs-myndun í æðaveggnum og hægt er aðbeita samhliða víkkun. Vonir standa tilað unnt verði að einfalda þessa aðferðog gera hana öruggari í framtíðinni ogþannig enn frekar minnka líkur á end-urþrengslum eftir víkkunaraðgerð.

Af öðrum tækninýjungum viðkransæðavíkkanir sem beitt hefur veriðhér á landi má nefna borun á kransæða-þrenglsum. Í völdum tilfellum hefurverið reynt að skafa æðakölkunarskellurinnan úr kransæðum, en þeirri aðferðhefur ekki verið beitt á Landspítalanumog notkunargildi hennar erlendisminnkað með tilkomu stoðneta.

Reynt hefur verið að þróa sérstaklegalasertækni til þess að opna erfiðþrengsli eða æðar sem hafa lokast enþessi aðferð hefur þó ekki gefið þannárangur sem vonast var eftir.

Athyglisverð nýjung sem nýlega vartekin í notkun á Landspítalanum er inn-anæðaómun sem bætir verulega mat ákransæðaþrenglsum, árangri víkkunarog fylgikvillum meðan á víkkunarað-gerð stendur.

Árangur kransæðavíkkana á ÍslandiFrá því kransæðavíkkanir hófust á Ís-landi 1987 og til ársloka 1998 hafa allsverið gerðar 2440 slíkar aðgerðir. Sjúk-dómsbakgrunnur þeirra sjúklinga sem

koma til kransæðavíkkunar hefurbreyst, fleiri eru nú með þrengsli ítveimur til þremur æðagreinum ogfjöldi sjúklinga yfir sjötugt hefur aukist.Sjúklingar eru nú oftar víkkaðir um leiðog þeir koma í kransæða-myndatöku oghálfbráðum og bráðum víkkunum hefurfjölgað. Þrátt fyrir að fleiri sjúklingar

með erfiðari kransæðasjúkdóm komi tilaðgerðar eru líkur á viðunandi víkkun-arárangri nú yfir 90%. Kransæðavíkkuner ekki hættulaus aðgerð fremur en

önnur inngrip í mannslíkamann. Áðurþurftu sjúklingar stundum að fara íbráða opna hjartaaðgerð ef kransæða-

víkkun tókst ekkien líkur á því hafaminnkað úr 4,2% í0,2% síðustu árinmeð aukinnireynslu og notkunstoðneta. Dánar-tíðni í aðgerð eðainni á sjúkrahúsiskömmu eftir að-gerð hefur veriðlág hérlendis, um0,4% yfir öll árin,sem er með því

lægsta sem gerist í heiminum.Samhliða þróun í kransæðavíkkun-

um hefur einnig orðið breyting á lyfja-meðferð. Áður var beitt öflugri blóð-þynningarmeðferð, einkum eftir ísetn-ingu stoðneta, til að minnka líkur ásegamyndun og stíflu í stoðnetinu.Kröftug blóðþynningarmeðferð gat leitt

til fylgikvilla, t.d. blæðingar frá stungu-stað á náraslagæð, sem stinga þarf á tilað komast inn í æðakerfið til að gera að-gerðina. Öflug blóðþynningarmeðferðþýddi einnig lengri sjúkrahúsdvöl ogáður lágu sjúklingar oft í 5-6 daga ásjúkrahúsi eftir víkkunaraðgerð. Nýrrilyf sem virka á samloðun blóðflagnahafa reynst mun virkari til að hindrasegamyndun í æðum og stoðnetum.Þannig hefur blóðþynningarmeðferðverið einfölduð og legutími á sjúkrahúsistyttur og fara nú fara flestir sjúklingarheim daginn eftir kransæðavíkkun.

LokaorðÞróun kransæðavíkkana hefur veriðbyltingarkennd síðastliðin 20 ár. Tíðniþessara aðgerða og árangur hér á landier með því besta sem gerist erlendis oghefur jafnan verið kappkostað að takatækninýjungar í notkun sem fyrst þegarþær hafa sannað sig í erlendum rann-sóknum. Tækni við kransæðavíkkanir áeftir að þróast enn frekar á næstu öld.Forsenda fyrir því að íslenskir sjúkling-ar njóti sem bestrar meðferðar á þessusviði er að tryggja að til staðar sé full-nægjandi tækjabúnaður, vinnuaðstaðaog starfsfólk. Kransæðavíkkanir erumjög sérhæfð starfsemi og með hliðsjónaf fólksfjölda á Íslandi er heppilegast aðslíkar aðgerðir séu áfram gerðar semteymisvinna á einum stað hérlendis.

Ragnar Danielsen, dr. med. formaðurHjartasjúkdómafélags íslenskra lækna,hjartasérfræðingur á hjartadeild Land-spítalans.Kristján Eyjólfsson, hjartasérfræðingur,hjartadeild Landspítalans.

Nýrri lyf sem virka á samloðun blóðflagna hafa

reynst mun virkari til að hindra segamyndun í

æðum og stoðnetum. Þannig hefur blóð-þynn-

ingarmeðferð verið einfölduð og legutími á

sjúkrahúsi styttur og fara nú fara flestir

sjúklingar heim daginn eftir kransæðavíkkun.

Kransæðavíkkanir á Íslandi 1992–1998

Kransæða- Opnar krans-víkkanir sæðaaðgerðir

1992 161 2151993 219 2081994 238 2211995 340 1951996 347 1871997 373 1931998 453 156

Stoðnet í kransæð. Úr bæklingnumKransæðavíkkun, útgefandi: Ríkisspítalar,hjartadeild Lsp. okt. 1999.

-

Sími: 535 1825

Page 19: 36. ÁRGANGUR 1. TÖLUBLAÐ DESEMBER 1999 - Hjarta...2019/03/01  · Endurvinnslan hf. Knarrarvogi 4 104 Reykjavík Engilbert Snorrason tannlæknir Garðatorgi 3 210 Garðabæ Farmasía

HJARTAVERND, 36. árg., 1. tbl. 1999 – 17

VINNINGARí Happdrætti Hjartaverndar

Dregið var í happdrætti Hjartaverndar þann 23. október 1999

VINNINGASKRÁ:

1. Nissan Patrol SE 2, 8TDI, 5 dyra, á kr. 3.550.000 nr. 82207

2-3. Ford Focus High Series 1, 6I, 5 dyra, á kr. 1.600.000 nr. 11049 og nr. 32670

4-5. 2 fellihýsi Palomino Colt, hvort á kr. 540.000 nr. 17857 og nr. 41012

6-9. Breiðtjaldasjónvarpstæki, hvert á kr.350.000 nr. 25281, nr. 58853, nr.93788, nr. 97042

10.-25. Ferðavinningar að vali með Úrval/Útsýn, hver á kr.245.000

Númer: 2892 27670 49188 803064560 35034 71207 815476403 38577 77735 83805

21303 48727 79530 97831

Vinninga má vitja á skrifstofu Hjartaverndar, Lágmúla 9, 3h., Reykjavík

Happdrætti Hjartaverndar er aðeins einu sinni á ári. Happdrættismiðar ásamt gíróseðlieru heimsendir. Einnig er lausasala og sala á skrifstofu samtakanna sem bæði býður upp ágreiðslukortaþjónustu og sendir um land allt.

Einstaklingar og fyrirtæki í landinu hafa með framlagi sínu dyggilega stutt við bakið ástarfsemi Hjartaverndar. Þökkum veittan stuðning.

Page 20: 36. ÁRGANGUR 1. TÖLUBLAÐ DESEMBER 1999 - Hjarta...2019/03/01  · Endurvinnslan hf. Knarrarvogi 4 104 Reykjavík Engilbert Snorrason tannlæknir Garðatorgi 3 210 Garðabæ Farmasía

18 – HJARTAVERND, 36. árg., 1. tbl. 1999

Guðmundur Þorgeirsson, læknir:

Reykingar oghjartasjúkdómar

Í nýjasta fjórblöðungi Hjartaverndarsem gefinn var út í september sl. ogdreift með Morgunblaðinu voru niður-stöður Hjartaverndar á tengslum reyk-inga og hjartasjúkdóma kynntar. Afleið-ing reykinga er m.a.æðakölkun, einkumí kransæðum. Í öllum hinum vestrænaheimi vega hjarta- og æðasjúkdómarþyngst í dánartölum. Einnig í öðrumheimshlutum, m.a. hinum fjölmennuAsíulöndum ryðjast þessir sjúkdómarfram af auknum þunga. Það er þvíþyngra en tárum taki að einn helstiorsakavaldur þessarar heimsfarsóttarskuli vera sjálfskaparvíti reykinga og erþó ógetið fjölmargra annarra sjúkdómasem reykingarnar beinlínis valda eðakynda undir. Áætlað er að spænskaveikin hafi árið 1918 lagt að velli um 20miljónir manns í þeim löndum sem húngeisaði. Flokkast hún því með stórumdrepsóttum í sögu mannkyns. Áætlaðhefur verið að u.þ.b. 18% þeirra sem núeru uppi í þróuðum löndum heimsmuni láta lífið vegna tóbaksreykingaeða 200 miljón manns, tíu sinnum fleirien dóu úr spænsku veikinni. Um þaðbil helmingur þessara dauðs-falla hrífur fólk á aldrinum35–69 ára sem að meðaltalimunu glata 23 árum af æv-inni, 38% munu deyja úrhjarta og æðasjúkdómum.Það er sorgleg staðreynd aðfórnarlömbum tóbaksreyk-inga mun enn fjölga á næstuárum vegna þess sem er að ger-ast í þróunarlöndunum.

Áhrif reykinga á æðakerfiðTóbak er eina löglega söluvaran sem

er banvæn þegar hún er notuð ná-kvæmlega á þann hátt sem til er ætlast.Sönnununargögnin eru yfirþyrmandi.Reykingar valda 50% allra þeirra dauðs-falla sem segja má að séu óþörf, þ.e.unnt hefði verið að koma í veg fyrir

þau, og helmingur þeirra dauðsfalla eraf völdum hjarta- og æðasjúkdóma. Hinvefjaskemmandi áhrif reykinga eru íréttu hlutfalli við hversu mikið oghversu lengi hefur verið reykt. Skaðleguáhrifin verka bæði á menn og konur enýmsar rannsóknir m.a. rannsóknHjartaverndar benda til aðreykingar valdi æðakerfikvenna jafnvel enn meiriskaða en æðakerfi karla ogeyðileggi hina náttúrulegu

vernd semkonur fá ívöggugjöf

gegn æðakölkunarsjúkdómum. Sýnthefur verið fram á að hættan á slíkumsjúkdómum meðal beggja kynja er sér-staklega mikil ef reykingar hefjast fyrir15 ára aldur.

Í hverju eru hin skaðlegu áhrif reyk-inga á hjarta- og æðakerfi fólgin? Viðþví er ekkert einfalt svar enda hefurverið áætlað að í sígarettureyk séu um3800 mismunandi efni sem mörg eru

þekkt að því að valda stökkbreytingumog vera krabbameinsvaldar. Að auki erufjölmörg sindurefni eða stakefni ítóbaksreyk sem stuðla að oxunarhvörf-um sem líklegt er að hafi víðtæk frumu-og vefjaskemmandi áhrif. M.a. er taliðað oxun hinna kólesterólríku LDL-sam-

einda (LDL stendur fyrir „low densitylipoprotein eða eðlislétt lípóprótein)gegni lykilhlutverki í æðakölkun. Eftirslíkt efnahvarf verka LDL-sameind-irnar þannig á æðaþelsfrumur að þær

fara að tjá viðloðunarsameindir áyfirborði sínu fyrir einkjarna

hvít blóðkorn sem dragastþannig inn í slagæðaveggina,

virkjast sem átfrumur og byrjaað taka upp hinar oxuðu og þar meðumbreyttu LDL-sameindir. Það er upp-haf kólesterólsöfnunar í æðaveggnum

en margir fleiri mikilvægir at-burðir eiga sér stað áður

en æðakölkunar-meinsemdin nær

fullum þroska og fer að ógna lífi ogheilsu eigandans. Nikótínið sjálft kemurþar við sögu, m.a. vegna þess að þaðlækkar HDL („high density lipoprotein“þ.e. eðlisþungt lípóprótein) sem stund-um er nefnt „góða kólesterólið“. Það erhluti af varnarkerfi líkamans af því þaðtekur þátt í flutningi kólesteróls fráæðaveggjum til lifrarinnar sem nýtirkólesteról á margvíslegan hátt. Nikótínveikir þetta kerfi og stuðlar þar með aðþví að kólesterólið hlaðist upp í innlagislagæðanna sem er grundvallarþáttur ímeinþróun æðakölkunar.

Þótt ekki liggi fyrir fullkominn skiln-ingur á því hvernig reykingar aukahættu á æðakölkun og afleiðingumhennar er ljóst af ofansögðu að reyking-arnar kynda bæði undir æðakölkuninnisem slíkri sem og blóðsegamyndun íæðunum en það gerist með því að örvablóðflögur til samloðunar og kekkjunarog knýja áfram storkukerfið. Margt

Page 21: 36. ÁRGANGUR 1. TÖLUBLAÐ DESEMBER 1999 - Hjarta...2019/03/01  · Endurvinnslan hf. Knarrarvogi 4 104 Reykjavík Engilbert Snorrason tannlæknir Garðatorgi 3 210 Garðabæ Farmasía

HJARTAVERND, 36. árg., 1. tbl. 1999 – 19

bendir til að áhrifin á blóðsegamyndunséu sérstaklega mikilvæg og gefi reyk-ingunum vissa sérstöðu meðal annarraáhættuþátta kransæðasjúkdóms. Þannigeru greinileg „akút“ eða bráð áhrif afreykingunum. Þegar kransæðasjúkling-ar sem reykja hætta þeirri iðju minnkalíkur á síðari kransæðaáföllum tiltölu-lega hratt þannig að innan 2–3 ára fráþví reykbindindi hefst, jafnast áhættakransæðasjúklinga sem áður reyktu ogkransæðasjúklinga sem aldrei hafareykt.

Hafa óbeinar reykingar áhrif ákransæðar?

Vegna þess hve margir þurfa að andaað sér tóbaksreyk í umhverfinu erspurningin um óbeinar reykingar semorsakavald kransæðasjúkdóms augljós-lega mikilvæg en jafnframt er ljóst aðveruleg aðferðafræðileg vandamálkoma upp við mat á slíkum þætti.Áhrifin á hvern einstakling eru að sjálf-sögðu miklu veikari en áhrif beinnareykinga og ruglandi þættir („con-founding factors“) erfiðir viðfangs, t.d.tengsl við erfðir, hreyfingu eða hreyf-ingarleysi eða aðra þætti í lífsstíl semtengjast tóbaksreyk í andrúmslofti.Sannfærandi upplýsingar liggja nú fyrirum áhrif óbeinna reykinga á starfshæfniæðaþels og nýlega var sýnt fram á af-gerandi áhrif þessa umhverfisþáttar til

lækkunar á HDL meðal barna sem aferfðafræðilegum ástæðum hafa hátt kól-esteról. Rannsóknir af þessu tæi rennastoðum undir það faraldsfræðilega matað óbeinar reykingar auki líkur ákransæðasjúkdómi um 20%. Vegna þesshve margir þurfa að anda að sér reyk-menguðu lofti er ljóst að 20% áhættu-aukning er í reynd gríðarlegt heilbrigð-isvandamál.

Betra er heilt en vel gróiðEkki þarf að fjölyrða um þá augljósu

staðreynd að betra er heilt en vel gróiðog árangursríkasta forvarnarstarfið erþað sem kemur í veg fyrir sjúkdóminná hinum fyrstu stigum. Með þeirri stað-hæfingu er að sjálfsögðu ekkert dregiðúr mikilvægi þess aðbeita öllum tiltæk-um ráðum nútímalæknisfræði tilað greina ogmeðhöndlakransæða-sjúkdóm.Á því sviðihafa orðiðgífurlegarframfarirsem hafagerbreytthorfumkransæða-

sjúklinga. Þess ber þó að minnast aðskyndidauði er enn talinn fyrsta (ogeina) vísbending um kransæðasjúkdómí u.þ.b. 20% þeirra sem fá kransæða-stíflu og dánarlíkur þeirra sem lifa afkransæðaáfall eru miklu hærri en dán-arlíkur þeirra sem aldrei hafa orðið fyrirslíku áfalli. Árangursríkt forvarnarstarfhefur því gífurleg og víðtæk heilsubæt-andi áhrif og þar vegur ekkert þyngraen tóbaksvarnir á öllum stigum.

Höfundur er sérfræðingur í hjarta- og æða-sjúkdómum og prófessor í klíniskri lyfja-fræði við læknadeild Háskóla Íslands. Hann er formaður rannsóknastjórnarHjartaverndar

• 20 sígarettur á dag skaða heilsuna meira en 45 kílógrömm yfir kjörþyngd• hjarta- og æðasjúkdómar geta verið arfgengir. Reykingar eru ekki arfgengar!• reykingafólk á miðjum aldri hefur tapað marktækt fleiri tönnum en þeir sem ekki reykja.• meirihluti þeirra sem fá kransæðastíflu fyrir 50 ára aldur eru reykingarmenn?• reykingar draga úr matarlist og hafa áhrif á efnaskipti í líkamanum. Sumir þyngjast þeg-

ar þeir hætta að reykja. Ef viðkomandi leggur áherslu á hollt og bætt mataræði á samatíma, þarf þetta ekki að verða neitt vandamál.

• með heilbrigðara fæði og reglubundinni hreyfingu gengur þér betur að hætta að reykja.• reykingar auka mjög áhættu af hækkuðu kólesteróli. Áhrifaríkasta atriði í blóðfitulækk-

andi meðferð hjá einstaklingi sem reykir er að hann hætti að reykja• reykingamenn lifa að meðaltali styttra en þeir sem ekki reykja. Það sem meira er að

margir reykingarmenn þjást af sjúkdómum sem afleiðingu af reykingum síðustu 10 árævi sinnar.

• nikótín er meira ávanabindandi en öll önnur fíkniefni fyrir utan kókaín. Nikótín er meiraávanabindandi en hass, amfetamín og áfengi.

Vissir þú að…

Page 22: 36. ÁRGANGUR 1. TÖLUBLAÐ DESEMBER 1999 - Hjarta...2019/03/01  · Endurvinnslan hf. Knarrarvogi 4 104 Reykjavík Engilbert Snorrason tannlæknir Garðatorgi 3 210 Garðabæ Farmasía

20 – HJARTAVERND, 36. árg., 1. tbl. 1999

Á fyrri hluta þessarar aldar var hjarta-sjúklingum ráðlagt að vera í algerrihvíld eftir hjartaáfall. Fyrstu 6–8 vikurn-ar voru sjúklingar á rúmlegu og eftirþað var áhersla lögð á að forðast allt lík-amlegt álag. Á þessum tíma var þaðveruleg fötlun að fá kransæðasjúkdóm.Upp úr miðri öldinni fóru menn að gerasér grein fyrir slæmum áhrifum hreyf-ingarleysis og komið var fram meðfyrstu endurhæfingaráætlunina fyrirsjúklinga eftir hjartaáfall. Hún byggðistá því að sjúklingar fengu að sitja í stól í1–2 klst á dag. Mikið hefur breyst í end-urhæfingu hjartasjúklinga frá þessumtíma og í dag er regluleg hreyfing mikil-vægur þáttur í endurhæfingu þeirra. Er

það fyrst og fremst vegna þeirra áhrifasem hreyfing hefur á hjartað.

Með því að hreyfa sig reglulegaeykst þrek einstaklingsins. Það er vegnaþess að hreyfingin styrkir hjartað, hjart-sláttartíðni í hvíld og við áreynslu lækk-ar og við það verður minna álag áhjarta við dagleg störf. Þetta hefur þauáhrif að hið daglega amstur reynir ekkieins mikið á einstaklinginn, hjartasjúk-lingur fær síður brjóstverki eða önnureinkenni frá hjarta við áreynslu. Meðauknu þreki er minni þreyta eftir vinnu-daginn og afgangs orka fyrir frítíma ogtómstundir.

Regluleg hreyfing hefur einnig for-varnargildi og er mikilvægur þáttur

heilbrigðs lífernis. Rannsókn sem skoð-aði tengsl hreyfingar og tíðni kransæða-sjúkdóma sýndi fram á að með aukinnihreyfingu lækkaði tíðni þeirra. Þeir sembrenna um 2000 kcal á viku í hreyfingueins og göngu eða íþróttum voru í 39%minni áhættu fyrir að fá hjartaáfall enkyrrsetumenn.

Áhrif hreyfingar á áhættuþættikransæðasjúkdómaRegluleg hreyfing hefur áhrif á ýmsaáhættuþætti kransæðasjúkdóma. Helstuáhættþættir sem við getum haft áhrif áeru: hækkaðar blóðfitur, hækkaðurblóðþrýstingur, offita og reykingar. • Ef hlutfallið heildarblóðfita/ góðar

Ingveldur Ingvarsdóttir, sjúkraþjálfari:

Hreyfing – hollfyrir hjartað

Mjólkurbú Flóamanna800 Selfossi

Mjólkursamlag ÍsfirðingaSindragötu, Wardstúni400 Ísafirði

Olíusamlag Keflavíkur ognágrennis230 Keflavík

ÓlafsfjarðarbærÓlafsvegi 4625 Ólafsfirði

Rauðakrossdeild A-HúnvetningaBrekkubyggð 5540 Blönduósi

RauðakrossdeildEskifjarðarStrandgötu 21 a735 Eskifirði

RauðakrossdeildHúsavíkurLaugarbrekku 15640 Húsavík

RauðakrossdeildHveragerðis og ÖlfussLyngheiði 25810 Hveragerði

Rauði kross DjúpavogsKambi 1765 Djúpavogi

Rauði krossDýrafjarðarþingsFjarðargötu 60470 Þingeyri

Rauði krossRangárvallasýsluHlíðarvegi 13860 Hvolsvelli

Rauði krossStöðvarfjarðarFjarðarbraut 29755 Stöðvarfirði

Rauði kross Vopna-fjarðarlæknishéraðsKolbeinsgötu 15690 Vopnafirði

Saltver hf., 260 Njarðvík

Samstaða, skrifstofastéttarfélagannaÞverbraut 1540 Blönduósi

SauðárkróksapótekAðalgötu 19550 Sauðárkróki

Siglufjarðardeild Rauða kross ÍslandsHverfisgötu 31580 Siglufirði

Sigurbára hf.Birkihlíð 6900 Vestmannaeyjum

Skálahlíð, dvalarheimili580 Siglufirði

Skinney hf.Krosseyrarvegi 11780 Höfn, Hornafirði

SkipaþjónustaSuðurlandsUnubakka 10815 Þorlákshöfn

Sparisjóður Húnaþingsog StrandaHvammstangaBorðeyri500 Brú

Hjartavernd þakkar eftirtöldum aðilum fyrir að kosta útgáfu þessa blaðs

Page 23: 36. ÁRGANGUR 1. TÖLUBLAÐ DESEMBER 1999 - Hjarta...2019/03/01  · Endurvinnslan hf. Knarrarvogi 4 104 Reykjavík Engilbert Snorrason tannlæknir Garðatorgi 3 210 Garðabæ Farmasía

HJARTAVERND, 36. árg., 1. tbl. 1999 – 21

blóðfitur er minna en 4, minnka líkurá hjartaáfalli hjá viðkomandi einstak-ling. Hreyfing hefur jákvæð áhrif ágóðu blóðfiturnar, gildi þeirra hækkarvið reglulega hreyfingu. En hreyfinghefur lítil áhrif á slæmu blóðfiturnar,þar þarf breytt mataræði eða lyfja-meðferð að koma til sögunnar.

• Með reglulegri hreyfingu náum viðfram lækkun á blóðþrýstingi hjá þeimsem hafa of háan blóðþrýsting.

• Regluleg hreyfing er mikilvægur þátt-ur í baráttunni við aukakílóin. Þeimsem eru of þungir er einnig hættaravið því að fá sykursýki en hún er einnaf áhættuþáttunum.

• Þeir sem hreyfa sig reglulega eru lík-legri til að taka upp heilbrigðari lífstílt.d. breyta mataræði og hætta aðreykja.

• Þannig tengist hreyfing á margvísleg-an hátt við hina ýmsu áhættuþættikransæðasjúkdóma og fullyrða má aðhreyfingarleysi er einn af stærstuáhættuþáttunum hvað þá varðar.

Forvarnargildi hreyfingarÞað sem skiptir máli til að ná framheilsubætandi áhrifum þjálfunar erhversu mikil orkueyðslan er í heild yfirvikuna. Við getum náð fram heilsusam-legum áhrifum hreyfingar meðnokkrum stuttum þjálfunartímum yfirdaginn. Fyrir einstakling sem er með lít-

ið þrek getur verið of erfitt að fara íklukkutíma göngu. Til að fá framheilsubætandi áhrif þjálfunar þarf ein-staklingur að brenna um það bil700–2000 kcal á viku í þjálfun. Þettasamsvarar t.d. röskri göngu í 30 mínút-ur eða meira á dag. Margir einstakling-ar sem eru ekki vanir að hreyfa sig mik-ið eru ekki spenntir fyrir þjálfun semkrefst þess að það þreytist og svitni eftirþjálfunartímann. Þá getur verið hentugtað byrja með að auka hreyfingu í dag-lega lífinu. Við eyðum jafn mörgumkcal á dag með því að fara margar stutt-ar ferðir yfir daginn (eins og t.d. aðganga stigana, ganga til vinnu, vinna ígarðinum eða fara í kvöldgöngu) einsog að fara í miðlungs erfiðan leikfimis-tíma og það gefur okkur sömu heilsu-bætandi áhrifin. Ef gengið er rösklega íþessum ferðum, næst einnig að aukaþrekið.

Hvernig á að þjálfaFyrir óþjálfaða einstaklinga og hjarta-sjúklinga er ganga sú þjálfun sem hent-ar flestum. Ef fólk er óvant að hreyfa siger gott að byrja með stuttar göngur t.d.10–15 mínútur tvisvar til þrisvar á dag.Síðan er æskilegt að lengja göngunadaglega og takmarkið getur verið 30–40mínútna löng ganga, helst daglega. Þeg-ar þjálfað er, er best að ganga rólega ínokkrar mínútur til að leyfa líkamanum

að hitna og liðkast. Síðan á að gangarösklega, þannig að við hitnum, finnumfyrir léttri mæði og léttum svita. Álagiðá að vera þægilegt, okkur á að líða vel ámeðan við þjálfum. Í lok þjálfunar ergott að ganga hægar í nokkrar mínúturtil að hjartsláttur og blóðþrýstingur náiað lækka rólega. Það er mikilvægt aðáreynslan í þjálfuninni á að vera þægi-leg. Mjög kröftug þjálfun getur gertmeira ógagn en gagn fyrir þá sem eru íslöku líkamlegu formi eða eru með ein-hver sjúkdómseinkenni. Meiri líkur eruþá á álagseinkennum frá vöðvum ogliðum og einnig óæskilegum einkenn-um frá hjarta.

Það að regluleg hreyfing sé holl erualls ekki ný vísindi. Því til staðfestingarvil ég enda á því að vitna í orðHippocratesar sem mælti eitthvað áþessa leið:

,,… ef við fáum hæfilega hreyfinguverðum við heilbrigðari, þroskumst bet-ur og eldumst hægar, – en ef við lifumkyrrsetulífi verður líkaminn viðkvæm-ari fyrir sjúkdómum, þroskast verr ogeldist hraðar.“

Ingveldur Ingvarsdóttir yfirsjúkraþjálfari áendurhæfingardeild Landspítala og lektorvið Námsbraut í sjúkraþjálfun við HáskólaÍslands.

SparisjóðurHöfðhverfinga610 Grenivík

Sparisjóður KeflavíkurTjarnargötu 12230 Keflavíkur

Sparisjóður MýrarsýsluBorgarbraut 14310 Borgarnesi

Sparisjóður NorðfjarðarEgilsbraut 25740 Neskaupstaður

Sparisjóður ÓlafsfjarðarAðalgötu 14625 Ólafsfirði

Sparisjóður SiglufjarðarTúngötu 3580 Siglufirði

SparisjóðurÖnundarfjarðarHafnarstræti 4425 Flateyri

Stykkishólmsdeild Rauðakross Íslands Laufásvegi 9340 Stykkishólmi

SveinafélagjárniðnaðarmannaHeiðarvegi 7900 Vestmannaeyjum

Sveitarfélagið ÖlfusSelvogsbraut 2815 Þorlákshöfn

Tannlæknastofa Einars ogKristínar, Skólavegi 10230 Keflavík

Tannlæknastofan sf.Laugarbraut 11300 Akranesi

Útgerðarfélag AkureyrarHjalteyrargötu 1600 Akureyri

Verkalýðs- og sjómanna-félag Fáskrúðsfjarðar750 Fáskrúðsfirði

Verkalýðsfélag AkranessKirkjubraut 40300 Akranesi

VerkalýðsfélagFljótsdalshéraðsMiðvangi 2–4700 Egilsstöðum

VerkalýðsfélagVopnafjarðarLónabraut 4690 Vopnafirði

VerkamannafélagiðÁrvakurBotnabraut 3 a735 Eskifirði

VerkstjórafélagAusturlandsÁsgerði 3730 Reyðarfirði

VerslunarmannafélagSkagfirðingaAðalgötu 21550 Sauðárkróki

VerslunarmannafélagSuðurnesjaHafnargötu 28230 Keflavík

VestmannaeyjabærRáðhúsinu900 Vestmannaeyjum

Hjartavernd þakkar eftirtöldum aðilum fyrir að kosta útgáfu þessa blaðs

Page 24: 36. ÁRGANGUR 1. TÖLUBLAÐ DESEMBER 1999 - Hjarta...2019/03/01  · Endurvinnslan hf. Knarrarvogi 4 104 Reykjavík Engilbert Snorrason tannlæknir Garðatorgi 3 210 Garðabæ Farmasía

22 – HJARTAVERND, 36. árg., 1. tbl. 1999

Rannsóknir á sviði hjarta- og æðasjúk-dóma hafa leitt í ljós að kyrrsetulíf ereinn af áhættuþáttum hjarta- og æða-sjúkdóma.

Evrópsku hjartasamtökin, Amerískulæknasamtökin og fleiri aðilar hvetjaalmenning til að hreyfa sig daglegasamtals 30 mínútur á dag.

Almenn hreyfing skiptir máli. Reglu-

leg hreyfing daglega er eitt af því bestasem gert er fyrir heilsuna. Gildi hreyf-ingar er ekki einungis forvörn sjúkdómaheldur eykur hún almenna vellíðan.

Fólk er hvatt til að hreyfa sig í tengsl-um við athafnir daglegs lífs. Það aðganga upp stigana frekar en að takalyftu er dæmi um einfalda leið til aðhreyfa sig.

Baldur Hafstað kennari gefur okkurlifandi dæmi um það hvernig hægt erað auka hreyfingu á tiltölulega einfald-an hátt. Gefum honum orðið:

Ég gaf LödunaÉg gerði það að gamni mínu að teljareiðhjólin fyrir utan þrjá stóra skóla íhöfuðborginni. Þrjú reiðhjól voru viðMenntaskólann í Sund, sex við Kenn-araháskólann og þrjú við Stýrimanna-skólann. Hvert bílastæði var hins vegarskipað.

Vinnufélagar mínir gáfu mér reiðhjólþegar ég varð fimmtugur fyrir rúmu ári.Síðan hef ég hjólað til vinnu flesta dagaog hugsað með þakklæti til félagaminna. Ég hjóla fjórum sinnum tíu mín-útur á dag því að ég fer heim í hádeg-inu. Reiðhjól eru ódýr núna. Ég ráðleggfólki að hjóla til vinnu þegar veður ogárstími leyfir.

Það sakar ekki að taka það fram aðég gaf Löduna mína skömmu eftir að égfékk hjólið og síðan er ég allur annarmaður.

Baldur Hafstað kennari,

Hreyfðu þig daglega!

Vélaverkstæði Sverre Stengrimsen230 Keflavík

ViðskiptaþjónustaAkranessStillholti 18300 Akranesi

Vinnuheimilið S.Í.B.S. að Reykjalundi270 Mosfellsbæ

Hjartavernd þakkar eftirtöldum aðilum fyrir að kosta útgáfu þessa blaðs

Page 25: 36. ÁRGANGUR 1. TÖLUBLAÐ DESEMBER 1999 - Hjarta...2019/03/01  · Endurvinnslan hf. Knarrarvogi 4 104 Reykjavík Engilbert Snorrason tannlæknir Garðatorgi 3 210 Garðabæ Farmasía

HJARTAVERND, 36. árg., 1. tbl. 1999 – 23

Á undanförnumárum hafa gögn úrrannsóknumHjartaverndar nýstvið ýmsar aðrarrannsóknir. Þannighafa gögn Hjarta-verndar veriðnotuð til þess aðathuga tannheilsu

Íslendinga, tíðni gigtsjúkdóma, mataræðiÍslendinga o.s.frv.

Hólmfríður Þorgeirsdóttur matvælafræð-ingur sem starfar hjá Manneldisráði, rann-sakaði breytingar á ofþyngd og offitu meðalmiðaldra Reykvíkinga undanfarin ár ímeistaranámi sínu í næringarfræði viðRaunvísindadeild Háskóla Íslands. Einnigathugaði hún samband fæðuframboðs og of-þyngdar og offitu.

Unnið var úr gögnum HóprannsóknarHjartaverndar, áföngum III–V til að skoðahæð og líkamsþyngd þátttakenda. Ennfrem-ur voru notaðar upplýsingar úr áhættu-

könnunum MONICA-rannsóknarinnar, enþær voru gerðar þrisvar sinnum á tímabil-inu 1983–1994 og eru hluti af hinni fjöl-þjóðlegu MONICA rannsókn, sem staðiðhefur frá árinu 1981. Aldurshópurinn semhún athugaði var 45–64 ára á tímabilinu1975–1994.

Í rannsókn Hólmfríðar er stuðst viðfyrstu komu hvers einstaklings. Til að metaholdarfar var notaður svokallaður líkams-þyngdarstuðull, BMI (body mass index).Hann fæst með því að deila í þyngdina íkílóum með hæðinni í öðru veldi: kg/m2.

Viðmiðunarmörk Alþjóða heilbrigðis-málastofnunarinnar WHO fyrir ofþyngd/offitu voru notuð. Sömu viðmiðunarmörkeru fyrir bæði kyn og allan aldur fullorð-inna og byggja þau fyrst og fremst á sam-bandi milli líkamsþyngdarstuðls og dánar-tíðni.

Hversu áreiðanlegur er þessi stuðull?BMI stuðullinn hefur sína annmarka ener hentugasta leiðin sem við höfum tilað meta holdafar fólks. Stuðullinn tekurt.d. ekki tillit til þess að fólk hefur mis-munandi líkamsbyggingu, en hanngreinir ekki á milli þyngdar vöðva ann-ars vegar og fitu hins vegar. Það er hinsvegar nokkuð öruggt að einstaklingursem er með BMI yfir 30 er of feitur. Einssegir BMI ekki til um hvernig fita dreif-ist um líkamann en það skiptir málim.t.t. áhættuþátta hjarta- og æðasjúk-dóma.

Þú athugaðir bæði hæð og þyngd þátt-takenda?Já, birtar eru niðurstöður fyrir hvorttveggja. Ef við tökum hæðina fyrst kem-ur í ljós að bæði konur og karlar hafahækkað á tímabilinu, karlarnir um aðmeðaltali 3 cm og var meðalhæðin kom-in í 178,5 cm í lok tímabilsins. Konurhafa hækkað um 2–3 cm á tímabilinu og

Ofþyngd Offita25<BMI<30 BMI>30

Íslendingar í þungavigtarflokki!

Page 26: 36. ÁRGANGUR 1. TÖLUBLAÐ DESEMBER 1999 - Hjarta...2019/03/01  · Endurvinnslan hf. Knarrarvogi 4 104 Reykjavík Engilbert Snorrason tannlæknir Garðatorgi 3 210 Garðabæ Farmasía

24 – HJARTAVERND, 36. árg., 1. tbl. 1999

var meðalhæð þeirra 165,5 cm í loktímabilsins.

Þátttakendur hafa á sama tíma veriðað þyngjast. Karlar um 6 kg og konurn-ar um 7,3 kg.

Er ekki eðlilegt að fólk þyngist sam-hliða því að það hækki?Jú, það er eðlilegt, en þyngdaraukning-in sem átti sér stað á tímabilinu er meirien útskýrð verður með aukinni hæð ein-göngu og kemur það fram íhækkun líkamsþyngdarstuð-uls. Hjá körlum hækkaðimeðal líkamsþyngdarstuð-ullinn úr 25,9 í upphafi tíma-bilsins í 27,1 í lok þess. Hjákonum hækkaði hann úr24,8 í 26,8. Það er því greini-legt að fólk er að fitna.

Er einhver kynjamunur íþróuninni á hlutfalli þeirrasem eru of þungir(25<BMI<30)?Já, það er munur, of þungumkonum fjölgar meira á tíma-bilinu en of þungum körl-um. Þrátt fyrir það er of-þyngd enn algengari meðalkarla en kvenna í lok tíma-bilsins. Ofþyngd meðalkvenna eykst úr því að vera 32% í upp-hafi tímabilsins í 42% í lok þess. Hjákörlum jókst hlutfallið úr 46% í 53%eins og sést í meðfylgjandi töflu.

Sama munstur sést þegar offita(BMI>30) er skoðuð. Hlutfall þeirra semeru of feitir hækkar hjá báðum kynjum.Það lætur nærri að hlutfall of feitrakvenna hafi tvöfaldast á tímabilinu.Hlutfallið var 10% í upphafi tímabilsinsen var orðið rúmlega 19% í lok þess.Aukning á offitu meðal karla var heldurminni, fór úr 11% í upphafi tímabilsins í18% í lok þess.Það er því ljóst að við loktímabilsins eru um 60% kvenna og 70%karla á aldrinum 45–64 ára annaðhvortof þung eða of feit.

Í beinu framhaldi af þessum niður-stöðum má geta þess að reykingar með-al kvenna eru að aukast. Samkvæmtniðurstöðum Hjartaverndar aukast dán-arlíkur kvenna úr hjarta- og æðasjúk-dómum meira en karla. Því má dragaþá ályktun að heilsufar kvenna fariversnandi á næstu árum með samaáframhaldi.Þetta eru sláandi tölur, hefurðu upplýs-ingar frá öðrum löndum?Það getur verið erfitt að bera saman töl-ur yfir hlutfall offitu milli landa. Ald-

urshóparnir sem verið er að rannsakaeru ekki alltaf þeir sömu, en líkams-þyngdarstuðullinn er háður aldri. Einsþurfa rannsóknirnar að hafa farið framá svipuðum tíma þar sem hlutfall offituer að breytast hjá flestum þjóðum. Mértókst að finna sambærilegar rannsóknirfrá Hollandi, en þar var hlutfall offitusvipað og hér á árunum 1987–1991. Þaðvar hins vegar mun hærra í Bandaríkj-unum þar sem 29% karla og 36%

kvenna á aldrinum 50–59 ára voruhaldnir offitu á árunum 1988–1992. ÍSvíþjóð var hlutfallið hins vegar lægra.

Hefurðu einhverja skýringu á þessaridapurlegu þróun?Ástæðan er ekki ljós. Til að kanna hvaðabreytingar hafa átt sér stað á mataræði átímabilinu tók ég saman fæðuframboðs-tölur, en kannanir á mataræði hafa ekkiverið gerðar reglulega á tímabilinu.Fæðuframboðstölur eru reiknaðar út frájöfnunni: fæðuframboð=framleiðsla +innflutningur – útflutningur – önnur not(t.d. dýrafóður) og eru gefnar upp íkg/íbúa/ár. Samkvæmt þeim niðurstöð-um hefur framboð á orku í fæðunni lítiðbreyst á tímabilinu, það hefur verið íkringum 3000 kkal/íbúa/dag. Hlutfallorku úr fitu hefur heldur minnkað ogtrúlega meira en tölur segja til um. Þaðhefði frekar átt að draga úr líkunum áoffitu en auka þær. Það er því ljóst aðþær breytingar sem orðið hafa á matar-æðinu á tímabilinu samkvæmt þessumniðurstöðum útskýra ekki aukninguna.Mér finnst því trúlegri sú skýring aðekki hafi tekist að aðlaga orkuneyslu aðminni orkuþörf. Daglegar athafnirkrefjast stöðugt minni og minni orku

þar sem alltaf er verið að létta okkurstörfin með auknum þægindum ogminna álagi. Hreyfingarleysi er trúlegaeins mikilvægur þáttur í þróun of-þyngdar og offitu og mataræðið.

Á þjóðin að fara í megrun?Strangir megrunarkúrar eru ekki lausn-in. Hægt er að breyta mataræðinu ánþess að fara í megrun og svo er mikil-vægt að auka hreyfingu.Ef við lítum á

niðurstöður fæðuframboðsins kem-ur í ljós að skv. manneldismarkmið-um Íslendinga þá er fæði enn offeitt á Íslandi, hlutur kolvetna er ofrýr og hlutfall sykurs of hátt. Þaðætti að vera auðvelt að minnka fitu-neyslu með því að skipta úr neyslufullfeitra vara yfir í neyslu á fitu-minni vörum. T.d er neysla áfullfeitum mjólkurvörum hér álandi mun meiri en á mögrummjólkurvörum. Ísland er hið eina afNorðurlöndunum þar sem neyslafeitra mjólkurvara er meiri en hinnafituminni. Varðandi sykurinn þálætur nærri að um fimmti hluti afsykrinum komi úr gosdrykkjum enneysla á gosdrykkjum hefur aukistmikið og var komin í um142 lítra áhvern íbúa árið 1997. Ef við drög-um úr gosdrykkjaneyslunni og för-

um að drekka vatn í staðinn getum viðminnkað sykurneysluna heilmikið. Sæl-gætisneysla hefur einnig aukist og ersjálfsagt að draga úr henni en fara þess ístað að borða ávexti og grænmeti í rík-ara mæli. Ávextir og grænmeti veitalitla orku en mikið af vítamínum, stein-efnum og öðrum hollustuefnum ogauka einnig hlut kolvetna í fæðunni.

Sem sagt borða fjölbreytt fæði, dragaúr fitu- og sykurneyslu en auka hlutávaxta og grænmetis.

Hver er þá niðurstaðan?Það er greinilegt að ofþyngd og offita ervaxandi vandamál hér á landi. Til aðsnúa þessari þróun við þarf að takast ávið þennan vanda. Leggja þarf áherslu áforvarnir, stuðla þarf að heilbrigðarilifnaðarháttum með því að hvetja tilaukinnar hreyfingar og hollari neyslu-venja og eru vinnustaðir og skólarákjósanlegur vettvangur fyrir slíkt for-varnarstarf.

Við hjá Hjartavernd getum svo sannar-lega tekið undir þessi lokaorð Hólmfríðar.

Meðal líkamsþyngdarstuðull (BMI) og hlutfall of þungra og of feitra karla og kvenna

Tímabil Meðal BMI Ofþyngd % Offita %kg/m2

KARLAR, 45-64 ÁRA

1975-77 25,9 46,0 11,11979-81 25,8 46,2 10,71983 26,1 46,9 12,01985-87 26,4 51,3 12,21988-89 26,5 46,6 15,31993-94 27,1 53,1 18,0

KONUR, 45-64 ÁRA

1977-79 24,8 32,1 10,11981-84 25,3 34,0 11,71987-91 26,4 39,4 17,61993-94 26,8 42,1 19,3

Page 27: 36. ÁRGANGUR 1. TÖLUBLAÐ DESEMBER 1999 - Hjarta...2019/03/01  · Endurvinnslan hf. Knarrarvogi 4 104 Reykjavík Engilbert Snorrason tannlæknir Garðatorgi 3 210 Garðabæ Farmasía

HJARTAVERND, 36. árg., 1. tbl. 1999 – 25

Hjartavernd leggur áherslu á holltmataræði og minnir á neyslu grænmetisog ávaxta. Við leituðum í smiðju græn-metisstaðarins Græns og gómsæts.

Grænt og gómsætt ehf. var stofnað 1.júlí 1994. Eigendur eru Fríða SophíaBöðvarsdóttir og Júlía Sigurðardóttir.Árið 1994 tóku þær við rekstri veitinga-stofunnar í Tæknigarði í Háskóla Ís-lands og ráku hana í 5 ár. Fyrr á þessuári fluttu þær í Kópavog, nánar tiltekiðað Dalvegi 24, og ætla þær að einbeitasér að grænmetisréttum til fyrirtækja ogstofnana, ásamt öðruvísi veislum íheimahús.

Þær gefa lesendum Hjartaverndarholla uppskrift sem ættuð er fráMarokkó. Couscous er svipað og hrís-grjón en þarf styttri suðutíma. Það erýmist unnið úr hveiti eða heilhveiti.

Couscous pottréttur:1 laukur1 matsk. olía4 matsk. tómatpurè2 bollar tómatar í dós1 bolli vatn1 gulrót1 dós maísbaunir1/4 dós ananaskurl

3 hvítlauksrif100 gr. soyjakjöt1 grænmetisten-ingur1 tsk. karrý1 tsk. picanta1/4 tsk. pipar1 tsk. timian1 matsk. súrsæt sósa1 bolli couscous

Aðferð:Léttsteikið lauk upp úr olíu,bætið tómatpurré saman við ásamttómötum í dós og vatni. Skerið gulrót ísneiðar, saxið hvítlauk smátt og bætiðsaman við. Kryddið með tilheyrandikryddi. Látið réttinn sjóða í 10 mín.Bætið couscous saman við ásamt soyja-kjöti og maísbaunum. Hrærið þar tilrétturinn fer að þykkna.

Borið fram með hvítlauksbrauði ogfersku salati.

Í eftirrétt er frískandi salat.

Epla- og perusalat:2 bananar4 perur4 rauð eplisafi úr 1/2 sítrónu

1 teskeið hunanghnífsoddur af kanel25 gr. hesilhnetur25 gr. möndlur25 gr. döðlur

Aðferð:Skerið epli og perur í báta. Blandiðsítrónusafa, hunangi og kanel samanvið og hellið yfir ávextina. Skerið ban-ana í sneiðar, döðlur í báta og bætiðsaman við ásamt möndlum og hnetum.Blandið síðan öllu vel saman.

Girnilegur pottréttur

Starfsmannabreytingar hjá HJARTAVERNDEins og fram kemur annars staðar í blaðinuhefur Vilmundur Guðnason verið ráðinn for-stöðulæknir Rannsóknarstöðvar Hjartavernd-ar. Fleiri breytingar hafa átt sér stað:Yfirlæknir MONICA skráningar frá 1. júní erUggi Agnarsson læknir. Hann hefur starfað hjáRannsóknarstöð Hjartaverndar frá 1986 aðhluta en starfar auk þess á Sjúkrahúsi Akra-ness og Hjartadeild Landspítalans.Fræðslufulltrúi Hjartaverndar frá 1. maí íhálfri stöðu er Ástrós Sverrisdóttir hjúkrunar-fræðingur. Fræðslufulltrúi hefur aðsetur á 5.hæð að Lágmúla 9 og er yfirleitt við á morgnana.Verkefnisstjóri Afkomendarannsóknar Hjartaverndar frá 1. september er Margrét B. Andrésdóttir, læknir. Hún hefur veriðbúsett í Hollandi síðastliðin 10 ár þar sem hún hlaut sérfræðiréttindi í lyflækningum og nýrnasjúkdómum.

Margrét B. AndrésdóttirUggi Agnarsson Ástrós Sverrisdóttir

Page 28: 36. ÁRGANGUR 1. TÖLUBLAÐ DESEMBER 1999 - Hjarta...2019/03/01  · Endurvinnslan hf. Knarrarvogi 4 104 Reykjavík Engilbert Snorrason tannlæknir Garðatorgi 3 210 Garðabæ Farmasía

26 – HJARTAVERND 1998

Stjórn og fastanefndir HJARTAVERNDAR

Formaður Hjartaverndar: Dr. Gunnar Sigurðsson, prófessor og læknirForstöðumaður Rannsóknarstöðvar: Dr. Vilmundur Guðnason, læknir og erfðarfræðingurFramkvæmdastjóri: Hjördís KröyerFræðslufulltrúi: Ástrós Sverrisdóttir, hjúkrunarfræðingur

Framkvæmdastjórn:Gunnar SigurðssonÁslaug OttesenHilmar BjörnssonLaufey SteingrímsdóttirÞorkell GuðbrandssonVaramenn:Guðmundur ÞorgeirssonEmil L. Sigurðsson

Aðalstjórn:Gunnar SigurðssonÁslaug OttesenÞorkell GuðbrandssonPáll Torfi ÖnundarsonGuðmundur ÞorgeirssonHilmar BjörnssonKarl AndersenKristín HalldórsdóttirLaufey SteingrímsdóttirMagnús Karl PéturssonMatthías JóhannessenPáll GíslasonSveinn MagnússonSteingrímur Hermannsson Varamenn:Árni Kristinsson

Gunnlaugur JóhannssonRíkharður JónssonSólveig SigfúsdóttirÞórður Harðarson

Endurskoðendur:Brynhildur AndersenWerner RasmussonVaramaður:Sigurður Halldórsson

Vísindaráð til næstu þriggja ára:Þórður Harðarson, yfirlæknirAtli Dagbjartsson, læknirÁrni Kristinsson, yfirlæknirGestur Þorgeirsson, læknirGuðmundur Þorgeirsson, yfirlæknirJón Sigurðsson, framkvæmdastjóriLaufey Steingrímsdóttir, næringarfræðingurSigmundur Guðbjarnason, prófessorVilhjálmur Rafnsson, yfirlæknirÞórólfur Þórlindsson, prófessor

Rannsóknastjórn:Vilmundur GuðnasonGuðmundur Þorgeirsson, formaðurGunnar SigurðssonNikulás SigfússonUggi Agnarsson

Stjórn Happdrættis Hjartaverndar:Hilmar Björnsson, formaðurÁslaug OttesenHjördís KröyerIngi Björn Albertsson

Allt frá 1952 hafa flatkökurnar

frá Ömmubakstri yljað Íslendingum um

hjartarætur og eru nú sem fyrr ómissandi

á hverju veisluborði.

Þú færð glænýjar og glóðvolgar

Ömmuflatkökur í næstu verslun.… grunnurinn að góðum bita!

Page 29: 36. ÁRGANGUR 1. TÖLUBLAÐ DESEMBER 1999 - Hjarta...2019/03/01  · Endurvinnslan hf. Knarrarvogi 4 104 Reykjavík Engilbert Snorrason tannlæknir Garðatorgi 3 210 Garðabæ Farmasía

HJARTAVERND, 36. árg., 1. tbl. 1999 – 27

Fræðslustaða Hinriks A. ÞórðarsonarÁ síðastliðnu ári lést Hinrik A. Þórðar-son, Selfossi og arfleiddi hann Hjarta-vernd og Krabbameinsfélag Íslands aðöllum eigum sínum.

Hinrik fæddist á Klöpp, Stokkseyri,13. apríl 1909 og andaðist 15. desember1998. Hann var ókvæntur og barnlaus.

Þessi gjöf gerir Hjartavernd kleift aðstofna til FRÆÐSLUSTÖÐU HINRIKSA. ÞÓRÐARSONAR.

Þegar hefur verið ráðinn fræðslufull-trúi í stöðuna. Hjartavernd mun eins ogáður fræða almenning um forvarnirhjarta- og æðasjúkdóma. Markmiðið erað efla þessa starfsemi.

Hjartavernd stendur fyrir ýmiss kon-ar útgáfu og upplýsingastarfsemi. Und-

anfarin ár hefur Hjartavernd gefið útfjórblöðung sem hefur verið dreift meðMorgunblaðinu. Hjartavernd gefureinnig út tímaritið HJARTAVERND. Þareru birtar niðurstöður rannsóknaHjartaverndar. Þá er heimasíða Hjarta-verndar miðill sem gefur mikla mögu-leika til að koma fræðslunni til almenn-ings, ekki síst til yngri kynslóðarinnar,sem er sá hópur sem mikilvægt er að nátil.

Útgáfa og fræðslustarfsemi krefstverulegs kostnaðar og vinnu. Gjöf semþessi gerir Hjartavernd kleift að eflafræðslu- og útgáfustarfsemi.

Hjartavernd stendur í mikilli þakkar-skuld við Hinrik A. Þórðarson fyrirhans höfðinglegu gjöf, sem sýnir hvaða

hug hann bar til samtakanna. Hún nýt-ist beint í þetta sérstaka verkefni.

Minningargjöf til tækjakaupaHjartavernd barst í haust vegleg minn-ingargjöf sem gefin var í minninguKristjáns Fr. Kristjánssonar frá Bolung-arvík. Hann lést þann 3. júlí á þessu ári.Upphæðin er kr.500.000-. Það er óskgefenda að gjöfin verði notuð til tækja-kaupa. Á rannsóknastofu Hjartaverndarer endurnýjun dýrra tækja nauðsynlegstarfseminni og því er gjöf sem þessiRannsóknarstöðinni afar dýrmæt.Hjartavernd þakkar af alhug þá vin-semd og velvilja sem fylgir þessari gjöf.

Við heiðrum minningu þessara mætumanna.

MINNINGARGJAFIR TILHJARTAVERNDARHjartavernd hefur fengið rausnarlegar minningargjafir á þessu ári

Page 30: 36. ÁRGANGUR 1. TÖLUBLAÐ DESEMBER 1999 - Hjarta...2019/03/01  · Endurvinnslan hf. Knarrarvogi 4 104 Reykjavík Engilbert Snorrason tannlæknir Garðatorgi 3 210 Garðabæ Farmasía

MinningarkortaþjónustaHjartaverndar

ReykjavíkSkrifstofa Hjartaverndar, Lágmúla 9. Sími 535 1825. Gíró og greiðslukort.Dvalarheimili aldraðra, Lönguhlíð.Garðs Apótek, Sogavegi 108.Árbæjar Apótek, Hraunbæ 102a.Bókabær í Glæsibæ, Álfheimum 74Kirkjuhúsið, Laugavegi 31.Vesturbæjar Apótek, Melhaga 20–22.Bókabúðin Embla, Völvufelli 21.Bókabúð Grafarvogs, Hverafold 1–3.

KópavogurLyfja, Hamraborg 11.

HafnarfjörðurPenninn, Strandgötu 31Sparisjóðurinn, Reykjavíkurvegi 66.

KeflavíkApótek Keflavíkur, Suðurgötu 2.Landsbankinn, Hafnargötu 55–57.

AkranesAkraness Apótek, Kirkjubraut 50.

BorgarnesDalbrún, Brákarbraut 3.

StykkishólmurHjá Sesselju Pálsdóttur, Silfurgötu 36.

ÍsafjörðurPóstur og sími, Aðalstræti 18.

StrandasýslaÁsdís Guðmundsdóttir, Laugarholti,500 Brú.

ÓlafsfjörðurBlóm og gjafavörur, Aðalgötu 7.

HvammstangiVerslunin Hlín, Hvammstangabraut 28.

AkureyriBókabúð Jónasar, Hafnarstræti 108.Bókval, Furuvöllum 5.Möppudýrin, Sunnuhlíð 12c.

MývatnssveitPósthúsið í Reykjahlíð.

HúsavíkBlómasetrið, Héðinsbraut 1.

RaufarhöfnHjá Jónu Ósk Pétursdóttur, Ásgötu 5.

EgilsstaðirVerslunin Okkar á milli, Selási 3.

EskifjörðurPóstur og sími, Strandgötu 44.

VestmannaeyjarApótek Vestmannaeyja, Vestmannabraut24.

SelfossSelfoss Apótek, Austurvegi 44.

HöfnVilborg Einarsdóttir, Hafnarbraut 37.

Page 31: 36. ÁRGANGUR 1. TÖLUBLAÐ DESEMBER 1999 - Hjarta...2019/03/01  · Endurvinnslan hf. Knarrarvogi 4 104 Reykjavík Engilbert Snorrason tannlæknir Garðatorgi 3 210 Garðabæ Farmasía
Page 32: 36. ÁRGANGUR 1. TÖLUBLAÐ DESEMBER 1999 - Hjarta...2019/03/01  · Endurvinnslan hf. Knarrarvogi 4 104 Reykjavík Engilbert Snorrason tannlæknir Garðatorgi 3 210 Garðabæ Farmasía