45. tbl. 2010

8
Fimmtudagur 9. desember 2010 www.eystrahorn.is Eystrahorn 45. tbl. 28. árgangur Áætlunarflug Skipulagðar ævintýraferðir Leiguflug bóka ð u flugi ð á ernir.is Bókaðu flugið á netinu Ódýrara á ernir.is Verð frá 8.900 kr. Stúdentakort 30% afsláttur veittur við kaup á stúdentakorti Jólapakkatilboð Allir jólapakkar undir 10 kíló aðeins 1.350 kr. hver sending Á aðventu Nú er lágt á lofti sól, lengist nóttin svarta en bráðum heilsa heilög jól með helgiljómann bjarta. Mynd: Óðinn Eymundsson Það á vel við að birta þessa vísu hér að ofan. Vísan er úr bókinni Undir breðans fjöllum - ljóð og lausavísur - sem út kom á árinu og er eftir Þorstein Jóhannsson frá Svínafelli í Öræfum.

Upload: heradsfrettabladid-eystrahorn

Post on 25-Mar-2016

231 views

Category:

Documents


1 download

DESCRIPTION

45. tbl. 2010

TRANSCRIPT

Page 1: 45. tbl. 2010

Fimmtudagur 9. desember 2010 www.eystrahorn.is

Eystrahorn45. tbl. 28. árgangur

Áætlunarflug Skipulagðar ævintýraferðirLeiguflug

bókaðu flugið á ernir.is

Bókaðuflugiðánetinu Ódýrara á ernir.is

Verð frá 8.900 kr.

Stúdentakort30% afsláttur veittur við kaup á stúdentakorti

JólapakkatilboðAllir jólapakkar undir 10 kíló aðeins 1.350 kr. hver sending

Á aðventuNú er lágt á lofti sól, lengist nóttin svarta en bráðum heilsa heilög jól með helgiljómann bjarta.

Mynd: Óðinn Eymundsson

Það á vel við að birta þessa vísu hér að ofan.Vísan er úr bókinni Undir breðans fjöllum - ljóð og lausavísur -sem út kom á árinu og ereftir Þorstein Jóhannsson frá Svínafelli í Öræfum.

Page 2: 45. tbl. 2010

2 EystrahornFimmtudagur 9. desember 2010

EystrahornVesturbraut 25 • Sími: 862-0249

Útgefandi: ........... HornafjarðarMANNI

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: . Albert EymundssonNetfang: ............. [email protected]ófarkalestur: ... Guðlaug HestnesLjósmyndir: ........ Maríus SævarssonUmbrot: ............. Heiðar SigurðssonAðstoð: ................ Ásta ÁsgeirsdóttirPrentun: ............. Leturprent

ISSN 1670-4126

Á fundi sínum þann 2. desember ákvað bæjarstjórn Hornafjarðar að ráðstafa 24 m.kr. í atvinnutengd verkefni. Verkefnið var unnið í góðri samvinnu allra framboða í bæjarráði og tók talsverðum breytingum frá því að málið var fyrst lagt fram. Fjármunir í verkefnið koma úr svokölluðu aukaframlagi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Undanfarin ár hefur aukaframlagið farið óskipt í sveitarsjóð og bætt þannig rekstrarstöðu sveitarfélagsins. Stærsti hluti af þessu framlagi er til kominn vegna íbúafækkunar og þess vegna vakti það strax spurningar um hvort ekki væri rétt að verja fjármunum til þess að reyna að sporna gegn þeirri þróun. Fyrir nokkrum árum úthlutaði þáverandi ríkisstjórn Íslands svokölluðum mótvægisaðgerðum til sveitar-félaga vegna niðurskurðar á þorskafla. Þá ákvað bæjarstjórn Hornafjarðar að ráðstafa þeirri upphæð að hluta til í atvinnumál. Stærsti hluti þess framlags fór

í að styrkja smáframleiðslu matvæla, kanna möguleika á atvinnuuppbyggingu í tengslum við Vatnajökulsþjóðgarð og til að kanna kosti á útflutningi á vatni úr héraðinu. Reynslan af þessu verkefni var góð. Fjölmargar vörur voru búnar til úr átakinu sem sneri að smáframleiðslu matvæla, hafin var þróun á fjallaferðaþjónustu í kjölfar umræðu um atvinnuuppbyggingu í tengslum við Vatnajökulsþjóðgarð og í undirbúningi er útflutningur á vatni með Rolf Johansen og Co. Það var því litið til þessarar reynslu þegar bæjarráð mótaði þá tillögu sem bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 2. desember. Hún er í sex liðum:

Í fyrsta lagi er gert ráð fyrir að 14 m.kr. verði varið í að styrkja atvinnu- og rannsóknasjóð sveitarfélagsins. Jafnframt því að styrkja sjóðinn er atvinnu – og menningarmálanefnd falið að gera tillögu að breytingum á sjóðnum þannig að hluti af árlegri úthlutun fari til eins eða tveggja stórra verkefna en hluti af sjóðnum fari til verkefna sem úthlutað verði lægri fjárhæðum. Unnið er að tillögum þessa dagana sem ræddar verða á fundi atvinnu- og menningarmálanefndar þann 21. desember. Í öðru lagi er gert ráð fyrir að 3 m.kr.verði varið í markaðs- og kynningarstarf. Hér er hugmyndin að leita eftir samstarfi við Ríki Vatnajökuls um verkefnið en nánari útfærsla á ráðstöfun þessara fjármuna er háð samþykki bæjarráðs. Í þriðja lagi er gert ráð fyrir að 2 m.kr. verði varið í að efla handverkstæði í kjallara Vöruhúss, þar sem handverksmenn, hönnuðir, og nemendur í framhaldsskóla

og grunnskóla geta nýtt sér. Leitað verður eftir samvinnu við grunnskólann, framhaldsskólann og handverksfólk og hönnuði hér á Hornafirði við útfærslu á verkefninu. Í fjórða lagi verða allt að 2 m.kr. varið til kaupa á ýmsum búnaði til fjallaferða, s.s. brodda, ísaxa, lína og rötunarbúnaðar. Framhaldsskólinn og Björgunar-félagið hafa nú þegar útfært þetta verkefni í samvinnu við bæjarfélagið og er það hugsað til að styðja við nám sem Framhaldsskólinn hefur sett á laggirnar. Í fimmta lagi er gert ráð fyrir að 2 m.kr. í rannsóknir á vegum Háskólasetursins á Hornafirði. Á vegum Háskólasetursins hafa verið unnin margvísleg verkefni í tengslum við umhverfismál, bókmenntir og ferðaþjónustu. Í sjötta lagi er gert ráð fyrir að leggja 1 m.kr. í að setja upp skilti við strandlengjuna.

hjaltithor.blog.is

Bæjarstjórn ráðstafar 24 mkr í atvinnutengd verkefni

Jólablað Eystrahorns kemur út fimmtudaginn 16. desember.

Danskt jólahlaðborðá laugardaginn

Opnunartími til jólaLaugardaginn 11. desember kl. 13:00 - 17:00Laugardaginn 18. desember kl. 13:00 - 17:00Þorláksmessu 23. desember kl. 9:00 - 22:00Aðfangadag 24. desember kl. 9:00 - 12:00

Greni, hyasintur, skreytiefni, kerti ofl. Cintamani nærfatnaður úr merino ull - frábær jólagjöf

Page 3: 45. tbl. 2010

3Eystrahorn Fimmtudagur 9. desember 2010

Hafnarkirkja sunnudaginn 12. desember

Sunnudagaskóli og messa kl. 11:00Sóknarprestur

Sjaldan hefur verið hlegið hærra og meira í Skaftfellingabúð en kvöldið 18. nóvember þegar fimm hagyrðingar fóru þar með sinn hnyttna kveðskap. Þetta voru Vestur-Skaftfellingarnir Heiða Guðný Ásgeirsdóttir á Ljótarstöðum og Reynir Ragnarsson í Vík og Austur-Skaftfellingarnir Halldór Þorsteinsson frá Svínafelli og Torfhildur Torfadóttir á Gerði. Ómar Ragnarsson sem einnig á rætur að rekja í Skaftafellssýslur stjórnaði hópnum og lagði fram drjúgan skerf af skemmtiefni. Skáldin kynntu sig í bundnu máli og brugðu líka upp myndum af

hinum þátttakendunum, rifjuðu upp gömul kynni og reyndu að stofna til nýrra. Halldór var að hitta Heiðu í fyrsta skipti þennan dag og fékk mikið klapp í salnum er hann orti svo til hennar:

Heiða, lítt um hagi þína háttalag og siði veit. Inn í líf þitt reyni að rýna, ég reyndar veit þú býrð í sveit.

Heiða, þú ert laus og liðug, líkt er ástatt fyrir mér. Ég á hugmynd, hún er sniðug að heim á óðal fylgi þér.

„Nú, þetta ætlar að hafa afleiðingar,“ sagði stjórnandinn Ómar og tók eitt af sínum

frægu bakföllum. Tolla orti til Halldórs:

Sjáið vinir segginn þann sem mitt hlýtur lofið. Hjá skáldgyðjunni hefur hann held ég alltaf sofið.

Meðal yrkisefna voru Skaftafellssýslurnar og munurinn á þeirri eystri og vestri og íbúum þeirra. Heiða rakti muninn aftur til sköpunarinnar og taldi almættið hafa komið úr vestri og haldið til austurs eins og þurrkurinn.

Fullkomið hreint allt hjá honum frá hæstu fjöllum í djúp svo var göslið algert á onum austan við Lómagnúp.

Reynir setti alla sýslubúa undir einn hatt er hann orti:

Skýrt er sagt um Skaftfellinga þeir skoði vel sitt orðaval til loforða ei létt að þvinga en lofi þeir – það standa skal.

Eftir um tveggja tíma frábæra dagskrá með góðu kaffihléi tóku Kristinn Kjartansson og Stefán Bjarnason upp dragspilin og fylltu salinn ljúfum tónum meðan gestir bættu á sig kökum og aðrir kíktu á barinn. (www.skaft.is)

Vel lukkað hagyrðingamót

Bjarnaneskirkja sunnudaginn 12. desember Aðventukvöld kl. 20:00Kórsöngur, hljóðfæraleikur Sigurður Einarsson flytur hugvekju Kaffi á Hótel Jökli (Nesjaskóla) eftir samkomuna. Komið og njótið notalegrar

stundar á aðventunni

Sóknarprestur - Sóknarnefnd

F.v. Ómar Ragnarsson, Torfhildur Torfadóttir, Halldór Þorsteinsson, Heiða Guðný Ásgeirsdóttir og Reynir Ragnarsson.

Óska eftir nettu sófasetti.Upplýsingar í síma 862-2926. Hrefna Magnúsar.

GJAFAVÖRUR, SKARTGRIPIR, MYNDARAMMAR

Opið virka daga 10 - 18 og laugardaga 13-15

VERSLUN STEINGRÍMS, Skólabrú 2

Jólagjöf sem nýtistVorum að fá fallegar gjafaöskjur með

sjampói og næringu frá Wella og Sebastian

ásamt kaupauka

Sléttujárn í öllum stærðum og gerðum, krulluburstar með blæstri

og ferðarakvél fyrir herrann

Sigrún hefur hafið störf aftur eftir fæðingarorlof.

Tímapantanir í síma 478-1780

Verið velkomin, Jóna, Ellý og Sigrún

Hárstofunni Vesturbraut 2

Page 4: 45. tbl. 2010

4 EystrahornFimmtudagur 9. desember 2010

It is perhaps this: The melting that we have

wantonly made through our greed and

waste should shock us into a new aware-

ness of ice, of its place in the living whole –

an awareness that might translate into new

modes of being: less egocentric, more eco-

logical.Eric G. Wilson, The Spiritual History of Ice

Málið er kannski þetta: Bráðnunin,sem við höfum í kæruleysi okkarvaldið með græðgi okkar og sóun,ætti að stuða okkur til nýrrar með-vitundar um ísinn og stöðu hans íhinni lifandi heild, meðvitundarsem gæti vísað veginn að nýjumlífsháttum, minni sjálfshyggju,meiri visthyggju.

Möglicherweise ist es dies: DasSchmelzen, das wir rücksichtslosdurch unsere Gier und unsereVerschwendung hervorgerufenhaben, sollte uns schockierenund zu einem neuen Bewusstseinvom Eis führen, von seinem Platzim lebendigen Ganzen – einemBewusstsein, das sich in neueDaseinsweisen übertragen sollte:weniger egozentrische, mehrökologische.

Peut être s’agit-il de cela : la fonteque, sans aucune raison valable,nous avons provoquée par notreavidité et notre gâchis, devraitexacerber notre conscience de laglace, de sa place dans une visionholistique du vivant – une con-science qui pourrait se traduirepar une nouvelle manière d’être :moins égocentriste, plus écolo-gique.

Jökulsárlónið á Breiðamerkursandi og umhverfi þess er óþrjótandi viðfangsefni jafnt atvinnu- sem áhugaljósmyndara. Það er ánægjulegt að nú er að koma út önnur bókin á árinu eftir „heimafólk“ um þessa einstöku náttúruperlu. Hér á síðunni er sýnishorn úr bókinni og lék ritsjóra forvitni á að vita meira um höfundinn og tilurð bókarinnar.

„Ég fæddist í Þýskalandi 1962. Fyrstu ferðina mína til Íslands fór ég 1981 og kom svo á hverju ári í tíu ár að undanskildu einu ári, 1986. Veturinn 1984/85 dvaldi ég hjá Ólafi Eggertssyni og Önnu Antóníusdóttur á Berunesi við Berufjörð. Eftir þessa dvöl fór ég í landbúnaðarháskóla í Þýskalandi og lauk þaðan prófi sem landbúnaðarverkfræðingur haustið 1991. Ég flutti svo í janúar 1992 til Íslands og hef verið búsettur hér síðan. Sumarið 1993 fék ég vinnu á Jökulsárlóni þar sem ég byrjaði að falla fyrir ísnum. Næstu 2 sumrin (´94 og ´95) vann ég þar og myndaði af áfergju. Að öðru leyti bjó ég í Reykjavík mest allan tímann og vann við leikmyndasmíði hjá Sviðsmyndum ehf. í 10 ár áður en ég tók við sem framkvæmdastjóri sama fyrirtækis árið 2005. Fljótlega eftir að við Regína kynntumst ákváðum við að stefna að því að flytja út á land sem allra

fyrst. Við sóttum bæði um á nokkrum stöðum en þegar Regína fékk þjóðgarðsvarðastöðuna haustið 2007 þurftum við ekki að hugsa okkur um. Strax í desember fluttum við austur í Skaftafell. Það var ljóst að mín beið ekki fullt starf í Öræfasveitinni þannig að ég fór að velta ýmsum verkefnum fyrir mér. Bókin um ís hefur lengi kraumað undir yfirborðinu en núna sá ég fram á að geta klárað hana. Ég stofnaði fyrirtækið Sjónarsker ehf. utan um bókina en ég fjármagna og gef hana út alfarið á eigin vegum og án utanaðkomandi styrkja. Ég vildi ráða alfarið sjálfur hvernig hún yrði og fékk gamla vinkonu, Petru Bachmann, sem er bókarhönnuður í Þýskalandi til að taka verkið að sér og hef ekki séð eftir því. Þegar bókin er komin út, mun ég að halda áfram með næsta verkefni sem ég byrjaði á fyrir ári síðan. Hugmyndin er að framleiða reyktar og loftþurrkaðar kjötvörur úr öræfsku ærkjöti og selja ferðamönnum í Skaftafelli. Þróunarvinnu er að mestu lokið en salan mun hefjast fyrir alvöru næsta sumar. Þegar sú vinnsla er komin í fastar skorður er aldrei að vita nema fleiri bækur líti dagsins ljós á næstu árum. Það er þetta frelsi, að geta gert það sem manni langar að gera, sem mér

finnst ómetanlegt og gerir það svo eftirsóknarvert að búa “úti á landi”. Þetta eru að mínu mati raunveruleg lífsgæði sem eru því miður mjög svo vanmetin í dag. Það að geta skapað sér það líf sem maður langar til að lifa er jú það sem allir láta sig dreyma um.”

Jökullinn heillar

Page 5: 45. tbl. 2010

5Eystrahorn Fimmtudagur 9. desember 2010

It is perhaps this: The melting that we have

wantonly made through our greed and

waste should shock us into a new aware-

ness of ice, of its place in the living whole –

an awareness that might translate into new

modes of being: less egocentric, more eco-

logical.Eric G. Wilson, The Spiritual History of Ice

Málið er kannski þetta: Bráðnunin,sem við höfum í kæruleysi okkarvaldið með græðgi okkar og sóun,ætti að stuða okkur til nýrrar með-vitundar um ísinn og stöðu hans íhinni lifandi heild, meðvitundarsem gæti vísað veginn að nýjumlífsháttum, minni sjálfshyggju,meiri visthyggju.

Möglicherweise ist es dies: DasSchmelzen, das wir rücksichtslosdurch unsere Gier und unsereVerschwendung hervorgerufenhaben, sollte uns schockierenund zu einem neuen Bewusstseinvom Eis führen, von seinem Platzim lebendigen Ganzen – einemBewusstsein, das sich in neueDaseinsweisen übertragen sollte:weniger egozentrische, mehrökologische.

Peut être s’agit-il de cela : la fonteque, sans aucune raison valable,nous avons provoquée par notreavidité et notre gâchis, devraitexacerber notre conscience de laglace, de sa place dans une visionholistique du vivant – une con-science qui pourrait se traduirepar une nouvelle manière d’être :moins égocentriste, plus écolo-gique.

Hjá okkur er mikið úrval í jólapakkann

Rúmföt • Handklæði Dúkar • Fatnaður • SkórNýtt kortatímabilOpið kl. 13:00 - 16:00 á laugardaginn

Afmæli

Hann Guðjón Benediktsson verður 50 ára 26. desember.Af því tilefni langar hann að

ættingjar og vinir komi og fagni með honum og þiggi léttar veitingar föstudaginn 10. desember kl. 20:00

í Mánagarði í Nesjum.Verslun Dóru

Page 6: 45. tbl. 2010

6 EystrahornFimmtudagur 9. desember 2010

Blaðið leitaði frétta hjá Ásgeiri Gunnarssyni útgerðarstjóra hjá Skinney – Þinganesi um nýlokna humarvertíð, vinnsluna í desember og loðnuveiðar. Hann hafði þetta að segja; „Humarvertíðin í haust var í heildina nokkuð góð. Bátarnir voru á vestursvæðinu fram í miðjan október þá datt veiði þar niður, fóru þeir þá í Breiðarmerkurdýpi og Lóndýpi þar sem ágætisveiði var út vertíðina sem endaði 1. desember. Humarinn var stór og skelsterkur þetta haustið og markaðarnir biðu eftir humrinum fyrir jólin. Skinney og Þórir

fiskuðu 60 tonn af humri miðað við hala og skiptist aflinn jafnt á milli þeirra. Við verðum rólegir þó svo að loðna sé farin að veiðast, kvóti okkar er ekki það mikill að það borgi sig að vera að sækja þetta lengst norður í höf. Tökum hana á vertíðinni þegar hún er komin í göngumunstur með austur- og suðurströndinni. Það verður fremur rólegt í desember, aldrei þessu vant. Við erum vön að vera á fullu í síld á þessum tíma. En fólkið fær að hvíla sig vel fyrir vetrar- og loðnuvertíð á nýju ári“.

Geymum loðnuna þar til hún verður verðmætari

Gjafabréf á dekur í jólagjöf Eitthvað fyrir allaGóðar húðsnyrtivörur í úrvali KaupaukarSigrún verður í versluninni laugardaginn 11.desember kl 10:00 - 14:00

Húsgagnaval

JólagJöfin þín í árÚrval af rúmum og dýnum

í öllum stærðum og gerðum

veski.is • sign.is • sjonaukar.isÞessar vörur færð þú hjá okkur

Opið 13 - 18 virka dagaog til kl. 16 laugardaginn

11. desember

Fjárhagsáætlun 2011– umsóknir um styrkiÞau félög og félagasamtök sem vilja koma inn erindum eða styrkumsóknum í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011 þurfa að skila umsóknum á þar til gerðum eyðublöðum sem hægt er að nálgast á skrifstofu sveitarfélagsins eða á heimasíðu þess fyrir 20. desember n.k.

Styrkumsókn skal fylgja ársreikningar/uppgjör fyrir síðasta fjárhagsár, greinargerð um fyrirhugaða nýtingu styrks og starfsemi styrkumsækjanda á liðnu ári annars verður umsókninni hafnað.

Atvinnu- og rannsóknasjóður mun auglýsa eftir umsóknum á næstu vikum þegar samþykktir hafa verið endurskoðaðar.

Hornafirði 7. desember 2010 Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri

Fjósið og HúsdýragarðurinnKaffihúsið Fjósið í Hólmi býður upp á heitt kakó og kökur á aðventunni laugardaginn 11. desember og sunnudaginn 12. desember Frítt verður þessa daga í húsdýragarðinn fyrir kaffigestiOpið milli 10-17

Aðventustemning í Pakkhúsinu laugardaginn 11. desember

Verslum afurðir úr héraði í jólamatinn

Fjölbreytt úrval af kjöti, grænmeti og fiski á jólaföstunni

Gjafaöskjur fyrir afurðir úr héraði til sölu, veljið sjálf

Gjafavörur og kaffiveitingar til styrktar félagasamtökum

Verið velkominn á Heimamarkaðinn í Pakkhúsinu

Opið frá kl. 13:00 - 16:00

Tónskóli A-Skaft.Nemendatónleikar verða:

• fimmtudaginn 9. des. kl. 17:30 • þriðjudaginn 14. des. kl. 17:30 • föstudaginn 17. des. kl. 17:00

Fram koma einleikarar og hljómsveitir.

Allir tónleikarnir verða í Sindrabæ og eru áætlaðir 50 mínútur í senn.

Nánari upplýsinga má sjá á www.rikivatnajokuls.is/tonskoli

Matvælaklasinn í Ríki Vatnajökuls

Page 7: 45. tbl. 2010

gleðjumst saman um jólin

Skráðu þig á póstlistann á www.netto.isMjódd - Salavegur - Hverafold - Akureyri - Höfn - Grindavík - Reykjanesbær

Page 8: 45. tbl. 2010

Jólaundirbúningurinn

gleðjumst saman um jólin

HANGIFRAMPARTUR ÚRBEINAÐUR

RAUÐKÁL FERSKT

HANGIFLÆRI ÚRBEINAÐ

SMARTIES HOLLOW PENGUIN

SMÁAR KLEMENTÍNUR 2,3 KG KASSI

REYKTUR LAXEÐA GRAFINN OPAL SEAFOOD

898kr/kgáður 1.298 kr/kg

1.997kr/kg

áður 2.698 kr/kg

2.441kr/kg

áður 3.298 kr/kg

2.249kr/kg

áður 2.998 kr/kg

238kr/kg

Frábært verð!

359kr/stk.

Tilboðsverð!

HAMBORGARHRYGGUR

mar

khon

nun.

is

Skráðu þig á póstlistann á www.netto.isMjódd - Salavegi - Hverafold - Akureyri - Höfn - Grindavík - Reykjanesbær

31%afsláttur

Tilboðin gilda 9. - 12. des. eða meðan birgðir endast

495kr/pk.

áður 598 kr/pk.

GJAFAKORT NETTÓ

GÓÐ GJÖF FYRIR ALLA

26%afsláttur

26%afsláttur

25%afsláttur

FRÁBÆRT VERÐ!