ba-ritgerð í lögfræði · 4 almennum hegningarlögum. eftirtektarvert þykir að tekið er fram...

25
BA-ritgerð í lögfræði Viðurlög í fíkniefnamálum Með sérstaka áherslu á minniháttar fíkniefnabrot Silja Rán Arnarsdóttir Halldór Rósmundur Guðjónsson Ágúst 2016

Upload: others

Post on 10-Aug-2020

4 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: BA-ritgerð í lögfræði · 4 almennum hegningarlögum. Eftirtektarvert þykir að tekið er fram að sérstaklega saknæm brot gegn ákvæðinu séu talin mjög alvarleg.10 Ákvæði

BA-ritgerð

í lögfræði

Viðurlög í fíkniefnamálum

Með sérstaka áherslu á minniháttar fíkniefnabrot

Silja Rán Arnarsdóttir

Halldór Rósmundur Guðjónsson

Ágúst 2016

Page 2: BA-ritgerð í lögfræði · 4 almennum hegningarlögum. Eftirtektarvert þykir að tekið er fram að sérstaklega saknæm brot gegn ákvæðinu séu talin mjög alvarleg.10 Ákvæði

BA-ritgerð

í lögfræði

Viðurlög í fíkniefnamálum

Með sérstaka áherslu á minniháttar fíkniefnabrot

Silja Rán Arnarsdóttir

Halldór Rósmundur Guðjónsson

Ágúst 2016

Page 3: BA-ritgerð í lögfræði · 4 almennum hegningarlögum. Eftirtektarvert þykir að tekið er fram að sérstaklega saknæm brot gegn ákvæðinu séu talin mjög alvarleg.10 Ákvæði
Page 4: BA-ritgerð í lögfræði · 4 almennum hegningarlögum. Eftirtektarvert þykir að tekið er fram að sérstaklega saknæm brot gegn ákvæðinu séu talin mjög alvarleg.10 Ákvæði

1

EFNISYFIRLIT

1 Inngangur ........................................................................................................................ 2

2 Fíkniefnalöggjöfin .......................................................................................................... 3

2.1 Þróun fíkniefnalöggjafar á Íslandi ........................................................................... 3

2.2 Núgildandi löggjöf ................................................................................................... 3

2.2.1Ákvæði 173. gr. a) alm. hgl. ........................................................................ 3

2.2.2Lög um ávana- og fíkniefni nr. 65/1974 ...................................................... 4

2.3 Ákvæði ávana- og fíkniefnalaga í Danmörku, Noregi og Svíþjóð .......................... 6

2.3.1Danmörk ...................................................................................................... 6

2.3.2Noregur ........................................................................................................ 6

2.3.3Svíþjóð ......................................................................................................... 7

3 Refsistefnur í fíkniefnamálum ........................................................................................ 8

3.1 Skýrslur nefndarinnar Global Commission on Drug Policy .................................... 8

3.2 Portúgalska leiðin .................................................................................................... 9

3.3 Ísland ..................................................................................................................... 10

3.4 Varnaðaráhrif ......................................................................................................... 10

3.4.1Almenn og sérstök varnaðaráhrif ............................................................... 10

3.4.2Varnaðaráhrif í dómum Hæstaréttar .......................................................... 11

4 Þyngd refsinga í fíkniefnamálum á Íslandi ................................................................... 12

4.1 Hugtakið refsing .................................................................................................... 12

4.2 Dómaframkvæmd á Íslandi ................................................................................... 13

4.2.1Almennt ..................................................................................................... 13

4.2.2 173. gr. a) alm. hgl. .................................................................................... 14

4.2.3Lög um ávana- og fíkniefni ....................................................................... 15

4.2.4Viðmiðunarreglur fyrir héraðsdómstóla varðandi refsingar á smærri brotum

gegn lögum um ávana- og fíkniefni .................................................................... 15

4.2.5Brot sem ljúka má með lögreglusátt .......................................................... 16

5 Lokaorð ......................................................................................................................... 19

HEIMILDASKRÁ ............................................................................................................ 20

DÓMASKRÁ .................................................................................................................... 22

Page 5: BA-ritgerð í lögfræði · 4 almennum hegningarlögum. Eftirtektarvert þykir að tekið er fram að sérstaklega saknæm brot gegn ákvæðinu séu talin mjög alvarleg.10 Ákvæði

2

1 Inngangur

Ritgerð þessi fjallar um núgildandi fíkniefnalöggjöf, viðurlög við fíkniefnabrotum og

refsistefnu í fíkniefnamálum. Löggjöfin verður skoðuð í sögulegu samhengi og einnig frá

sjónarhorni fræðimanna. Farið verður yfir helstu lagabreytingar á löggjöfinni sem hefur átt

sinn þátt í að móta þá stefnu sem ríkir hér á landi í dag. Sagt verður frá fíkniefnalöggjöfinni í

Noregi, Danmörku og Svíþjóð í stuttu máli en litið var til þeirra þjóða við gerð íslenskrar

löggjafar.1

Samkvæmt núgildandi löggjöf varða minniháttar fíkniefnabrot við lög um ávana- og

fíkniefni nr. 65/1974 og stórfelld fíkniefnabrot varða við 173. gr. a) almennra hegningarlaga

nr. 19/1940. Dómaframkvæmd Hæstaréttar gefur vísbendingu um skilin þar á milli í málum

tengdum innflutningi og vörslu á fíkniefnum.

Fjallað verður um mismunandi refsistefnur í fíkniefnamálum. Kenningum um

varnaðaráhrif verður gerð skýr skil og meðal annars skoðuð út frá dómum Hæstaréttar en sú

kenning hefur sett svip sinn á íslenska löggjöf.2

Stuttlega verður sagt frá niðurstöðum tveggja skýrslna Global Commission on Drug

Policy en það er alþjóðleg nefnd skipuð 25 leiðtogum og fræðimönnum. Nefndin, sem er

sjálfstæð og óháð, telur tímabært að breyta því hvernig nálgast eigi fíkniefnavandann.3

Portúgalska leiðin verður stuttlega reifuð og borin saman við úrræði í sambærilegum

málum hér á landi. Samanburðurinn er áhugaverður í málum er varða minniháttar

fíkniefnabrot. Viðurlög við minniháttar fíkniefnabrotum verða skoðuð og verður reynt að

varpa ljósi á tengsl milli annars vegar magns og tegundar vímuefnis og hins vegar refsingar.

Sagt verður frá viðmiðunarreglum héraðsdómstóla varðandi refsingar á smærri brotum gegn

lögum um ávana- og fíkniefni og einnig verður sagt frá fyrirmælum ríkissaksóknara nr.

2/2009 um brot sem ljúka má með lögreglusátt. Einnig verða fyrirmælin borin saman við

fyrirmæli ríkissaksóknara nr. 8/2009 sem fjalla um afgreiðslu á málum vegna þjófnaðar í

verslunum. Mismunandi meðferð mála þessara tveggja brotaflokka er áhugaverð þegar borin

eru saman smávægileg brot ungmenna.

1 Alþt. 1973-1974, A-deild, bls. 1851. 2 Margrét Sæmundsdóttir. „Áhrifamáttur refsinga“, bls. 178. 3 War on drugs. Report of the global commison on drug policy, bls. 4.

Page 6: BA-ritgerð í lögfræði · 4 almennum hegningarlögum. Eftirtektarvert þykir að tekið er fram að sérstaklega saknæm brot gegn ákvæðinu séu talin mjög alvarleg.10 Ákvæði

3

2 Fíkniefnalöggjöfin

2.1 Þróun fíkniefnalöggjafar á Íslandi

Fyrstu lögin um fíkniefni á Íslandi voru sett árið 1923 með lögum um tilbúning og verslun

með ópíum og fl. nr. 14/1923. Lögin voru sett í kjölfar þess að Ísland gerðist aðili að Haag-

samþykktinni frá 23. janúar 1912.4 Samþykktina má rekja til ráðstefnu í Haag þar sem

fulltrúar 12 þjóða gerðu sáttmála með það meginmarkmið að koma í veg fyrir misnotkun á

efnum sem leidd voru meðal annars af ópíum, morfíni og heróíni.5 Fyrrgreind lög um

tilbúning og verslun með ópíum og fl. nr. 14/1923 voru óbreytt til ársins 1968 en þeim var þá

breytt með lögum nr. 43/1968 og ákvæði laganna urðu víðtækari og tóku til fleiri tegunda

fíkniefna. Refsingar voru svo þyngdar með breytingum árið 1970 með lögum nr. 25/1970 og

var hámarksrefsing þá sex ára fangelsi ef til kasta kom stórfellt brot. Lögin voru svo

endurútgefin með breytingum nr. 77/1970 og tóku þá einnig til kannabis, LSD og fleiri efna.6

Fíkniefnalöggjöfin hélt áfram að taka breytingum og stuttu síðar voru sett lög um ávana-

og fíkniefni nr. 65/1974.7 Þá lá einnig fyrir frumvarp til breytingar á almennum

hegningarlögum en verður nánar fjallað um núgildandi löggjöf í kafla 2.2.

2.2 Núgildandi löggjöf

2.2.1 Ákvæði 173. gr. a) alm. hgl. Upphaf ákvæðisins má rekja til laga nr. 64/1974 um breytingu á almennum hegningarlögum

nr. 19/19408 sem tóku gildi 11. júní 1974. Hegningarlaganefnd í samráði við

kirkjumálaráðuneytið og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, sömdu frumvarp til

breytinga á hegningarlögum en þeir aðilar sömdu einnig frumvarp til laga um ávana- og

fíkniefni. Það má því segja að frumvörpin séu nátengd og voru frumvörpin flutt samhliða á

Alþingi. Í frumvarpinu segir að í nágrannalöndum hafi verið lögfest refsiákvæði í almennum

hegningarlögum um vörslu og meðferð ávana- og fíkniefna, í þeim tilgangi að árétta hve

alvarlega er litið á slík brot.9 Markmið lögfestingu ákvæðisins var að lögfesta refsiákvæði sem

felur í sér að meiriháttar brot á lögum um ávana- og fíkniefni séu brot sem refsað er með

4 Alþt. 1973-1974, A-deild, bls. 1850. 5 Jónatan Þórmundsson: „Eiturlyf og afbrot”, bls. 216. 6 Ómar H. Kristmundsson: Ólögleg ávana- og fíkniefni á Íslandi, bls. 23-24. 7 Hér eftir nefnd áfl. 8 Hér eftir nefnd alm. hgl. 9 Alþt. 1973-1974, A-deild, bls. 1851.

Page 7: BA-ritgerð í lögfræði · 4 almennum hegningarlögum. Eftirtektarvert þykir að tekið er fram að sérstaklega saknæm brot gegn ákvæðinu séu talin mjög alvarleg.10 Ákvæði

4

almennum hegningarlögum. Eftirtektarvert þykir að tekið er fram að sérstaklega saknæm brot

gegn ákvæðinu séu talin mjög alvarleg.10 Ákvæði 173. gr. a) alm. hgl. hljóðar svo:

Hver, sem andstætt ákvæðum laga um ávana- og fíkniefni lætur mörgum mönnum í té ávana- og fíkniefni eða afhendir þau gegn verulegu gjaldi eða á annan sérstaklega saknæman hátt, skal sæta fangelsi allt að 12 árum.

Refsihámark ákvæðisins var hækkað úr 10 árum í 12 ár með breytingalögum nr. 32/2001 en

þegar breytinga eru gerðar á refsimörkum laga þarf að skoða lögskýringargögn til þess að

komast að markmiði breytinganna. Stundum er tekið fram að hækkun refsihámarks sé

nauðsynleg til að þyngja refsingar á ákveðnu sviði og þá má gera ráð fyrir að dómstólar taki

mið af því markmiði þegar þeir ákvarða refsingar. Í lögskýringargögnum er tekið fram að

refsihámarkið sé hækkað af þeim sökum að dómstólar eru komnir upp í hámark fyrir alvarleg

brot á viðkomandi brotasviði. Þá er um að ræða „nauðsynlega lagabreytingu til samræmis við

þróun réttarframkvæmdar.“11 Staðreyndin er sú að dómstólar nýttu refsimörkin í ákvæði 173.

gr. a) alm. hgl. nánast að fullu í alvarlegustu fíkniefnabrotunum.12 Löggjafanum þótti

nauðsynlegt að hækka refsimörkin svo mögulegt væri fyrir dómstóla að ákveða þyngri

refsingu ef reyndi á enn alvarlegri brot. Í frumvarpi með breytingalögunum nr. 32/2001 er

tekið undir það refsimat sem dómstólar hafa beitt en þar segir enn fremur að refsilög verði að

gera ráð fyrir viðhlítandi refsingum í tilfellum þar sem um er að ræða enn alvarlegri brot en

reynt hefur á. Í fyrrgreindu frumvarpi segir:

[…] ekki er gert ráð fyrir að hækkun á refsimörkum ein út af fyrir sig leiði almennt til þyngingar á refsingum við fíkniefnabrotum heldur er verið að skapa dómstólum frekara svigrúm við ákvörðun refsingar sem þeir meta hæfilega.

Hæfileg refsimörk voru talin 12 ár með tilliti til þess að samræmis væri gætt milli

refsimarka í almennum hegningarlögum.13

2.2.2 Lög um ávana- og fíkniefni nr. 65/1974

Frumvarp um lög um ávana- og fíkniefni var samþykkt árið 1974 og fól í sér ítarlegri ákvæði

en ópíumlögin sem þá voru í gildi. Dönsku lögin um ávana- og fíkniefni14 voru höfð til

hliðsjónar þegar frumvarpið var samið en þáverandi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra

10 Alþt. 1973-1973, A-deild, bls. 1759. 11 Jónatan Þórmundsson: „Rökstuðningur refsiákvörðunar“, bls. 27. 12 Sjá til dæmis Hrd. 2001, bls. 397 (433/2000) þar sem sakborningur var dæmdur til 9 ára fangelsisvistar fyrir vörslu á 14.292 MDMA töflum. Sjá einnig Hrd. 2002, bls. 1591 (28/2002). 13 Alþt. 2000-2001, A deild, bls. 1771. 14 Lög nr. 169/1955, sbr. 1. nr. 213/1965 og 277/1969.

Page 8: BA-ritgerð í lögfræði · 4 almennum hegningarlögum. Eftirtektarvert þykir að tekið er fram að sérstaklega saknæm brot gegn ákvæðinu séu talin mjög alvarleg.10 Ákvæði

5

flutti frumvarpið í samvinnu við dómsmálaráðherra og dómsmálaráðuneytið.15 Í

athugasemdum við frumvarpið sem varð að lögum sagði meðal annars að tímabært væri að

semja ný heildarlög þar sem fyrri lög væru nokkuð brotakennd. Skýrt var tekið fram að neysla

ávana- og fíkniefna fæli i sér mikinn þjóðfélagsvanda út um allan heim en meðferð og varsla

efnanna hafði verið lýst refsiverð í nágrannalöndum. Neysla efnanna var talin hættuleg fyrir

heilsu manna og sagði að rekja mætti margvísleg afbrot til neyslu þeirra.

Í lögunum sem tóku gildi þann 11. júní 1974 eru talin upp ýmis ávana- og fíkniefni sem

lögin taka til. Í 2. mgr. 2. gr. áfl. er að finna reglugerðarheimild þar sem ráðherra er heimilt að

banna vörslu og meðferð annarra ávana- og fíkniefna sem sérstaklega mikil hætta er talin stafa

af. Reglugerð um ávana- og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001 var sett með

stoð í 2. gr. áfl. af þáverandi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Reglugerðin hefur tekið

átta breytingum frá því hún var sett og hefur að geyma ítarlegar upplýsingar um bönnuð efni á

íslensku yfirráðarsvæði.16

Í 1. mgr. 2. gr. áfl. segir að varsla og meðferð ávana- og fíkniefna sem talin eru upp í

lögunum sé óheimil. Enn fremur segir í 4. mgr. 2. gr. að innflutningur, útflutningur, sala,

kaup, skipti, afhending, móttaka, framleiðsla, tilbúningur og varsla efna sé óheimil, þó með

undantekningu sbr. 3. mgr. 2. gr. áfl. Hugtakið varsla hefur verið skilgreint með þessum hætti:

Vörslur merkja þá tilteknu sýnilegu afstöðu manns til hlutar og við þá afstöðu hafa menn talið að tiltekin réttaráhrif væru tengd.17

Þegar rýnt er í ákvæði 4. mgr. 2. gr. áfl. virðist varslan ná yfir alls kyns meðhöndlun

fíkniefna en vekur þó athygli að ekki er getið neyslu á efnunum. Það verður þó ekki talið

löglegt þar sem við neyslu flestra fíkniefna hlýtur neytandinn að hafa haft efnin í sinni vörslu

sem bannað er samkvæmt 1. Og 4. Mgr. 2. Gr. áfl.

Viðurlög við brotum gegn lögunum voru þyngd með lögum nr. 13/1985 þar sem

refsiramminn var hækkaður í sex ár en fyrir gildistöku breytingarinnar var hámarksrefsing

tveggja ára fangelsi. Í athugasemdum við frumvarpið sem varð að lögum koma fram tvær

megin ástæður fyrir þessari veigamiklu hækkun á refsihámarkinu. Annars vegar til þess að

„stórherða viðurlög“18 og hins vegar til þess að samræma refsihámark á Norðurlöndunum.

Fram kemur að nauðsynlegt sé að hafa þyngri refsingar en tveggja ára fangelsi þar sem um

15 Ómar H. Kristmundsson: Ólögleg ávana- og fíkniefni á Íslandi, bls. 24. 16 Sjá reglugerð nr. 490/2001, reglugerð nr. 248/2002, reglugerð nr. 848/2002, reglugerð nr. 480/2005, reglugerð nr. 516/2006, reglugerð nr. 789/2010, reglugerð nr. 513/2012 og reglugerð nr. 624/2012. 17 Ólafur Lárusson, Eignaréttur, bls 137. 18 Alþt. 1984-1985, bls. 2285.

Page 9: BA-ritgerð í lögfræði · 4 almennum hegningarlögum. Eftirtektarvert þykir að tekið er fram að sérstaklega saknæm brot gegn ákvæðinu séu talin mjög alvarleg.10 Ákvæði

6

alvarleg brot getur verið að ræða. Einnig segir að undirbúningur sé hafinn til þess að hækka

refsingar fyrir brot gegn ávana- og fíkniefnalöggjöf á Norðurlöndunum.19

2.3 Ákvæði ávana- og fíkniefnalaga í Danmörku, Noregi og Svíþjóð

2.3.1 Danmörk

Dönsku fíkniefnalöggjöfinni svipar mikið til þeirrar sem við þekkjum hér á landi og var höfð

til hliðsjónar þegar íslenska löggjöfin var samin.20 Ákvæði 191. Gr. dönsku

hegningarlaganna,21 straffeloven frá 15. Apríl 1930, á við um stórfelld brot á

vímuefnalögunum, lov om euforiserende stroffer nr. 557/2011.

Fyrrgreint ákvæði 191. Gr. dönsku hgl. Er afar svipað ákvæði 173. Gr. a) alm. Hgl. Að því

undanskildu að heimild er til að dæma í 16 ára fangelsi fyrir sérstaklega saknæm brot en það

er 4 árum meira en íslenska ákvæðið heimilar. Ákvæði 191. Gr. dönsku hegningarlaganna er

svohljóðandi:

1.mgr. Den, som i strid med lovgivningen om euforiserende stoffer til et større antal personer eller mod betydeligt vederlag eller under andre særligt skærpende omstændigheder overdrager euforiserende stoffer, straffes med fængsel indtil 10 år. Angår overdragelsen en betydelig mængde særligt farligt eller skadeligt stof, eller har overdragelsen af et sådant stof i øvrigt haft en særligt farlig karakter, kan straffen stige til fængsel i 16 år.

2. mgr. På samme måde straffes den, der i strid med lovgivningen om euforiserende stoffer indfører, udfører, køber, udleverer, modtager, fremstiller, forarbejder eller besidder sådanne stoffer med forsæt til at overdrage dem som nævnt i stk. 1.

Í vímuefnalögunum getur fangelsisvist við broti á lögunum verið allt að tvö ár eða sektir

sbr. 3. gr. laganna. Í 1. gr. segir frá heimild ráðherra til að ákvarða þau efni sem lögin taka til

og að líta eigi til mats danskra heilbrigðisyfirvalda á hættueiginleikum efnanna ásamt

alþjóðlegum sáttmálum og samþykktum. Í 2. mgr. 3. gr. segir að til refsiþyngingar komi þegar

um ítrekaða sölu er að ræða eða þegar sérstaklega hættuleg og skaðleg efni eiga í hlut. Einnig

kemur það til refsiþyngingar ef um er að ræða ávana- og fíkniefni á skemmtistöðum eða

tónleikum þar sem börn eða unglingar eru aðallega þátttakendur.

2.3.2 Noregur

Í norskri löggjöf er að finna lyfjalög frá árinu 1992, sem kallast legemiddelloven. Í 8. kafla

laganna eru ákvæði um ávana- og fíkniefni en brot gegn lögunum geta varðað tveggja ára

fangelsi eða sekt sbr. 31. gr. laganna. Í Noregi tóku í gildi ný hegningarlög 1. október 2015

19 Alþt. 1984-1985, bls. 2285. 20 Alþt. 1973-1974, A-deild, bls. 1850. 21 Hér eftir dönsku hgl.

Page 10: BA-ritgerð í lögfræði · 4 almennum hegningarlögum. Eftirtektarvert þykir að tekið er fram að sérstaklega saknæm brot gegn ákvæðinu séu talin mjög alvarleg.10 Ákvæði

7

sem kallast straffeloven.22 Í 23. kafla norsku hgl. er að finna tvö ákvæði um fíkniefnabrot.

Annars vegar er það 231. gr. um minniháttar brot og hins vegar 232. gr. um grófari brot.

Refsiramminn í síðarnefnda ákvæðinu er 10 ára fangelsi og við mat á alvarleika brotsins þarf

að taka til athugunar hvaða tegund af vímuefni um ræðir, magni og eðli brotsins.23

Árið 1981 varð Noregur fyrsta landið á Norðurlöndum til þess að setja af stað

tilraunverkefni um sáttaumleitun. Í kjölfarið var úrræðið útfært í Finnlandi, Svíðþjóð og

Danmörku og eru meginatriðin svipuð í framkvæmd. Sérstök lög um sáttaumleitan er að finna

í Svíþjóð og Noregi og hafa einnig verið gerðar breytingar á réttarfarslöggjöfinni sem henta

betur fyrir framkvæmd sáttarumleitunar. Kostir sáttaumleitunar eru skilvirkni, kostnaður við

framkvæmd er lítill og tekur hún einnig þunga af ákæruvaldi og dómstólum. Áhersla er lögð á

að úrræðið henti vel brotamönnum en margar útgáfur hafa verið reyndar í mörgum löndum.

Hugmyndafræðin er sú að aðilar ágreinings komi saman með sáttamanni í þeim tilgangi að ná

sáttum.24 Oftast á ákæruvaldið frumkvæðið og getur það verið hluti af skilorðsbundinni

niðurfellingu saksóknar.25

2.3.3 Svíþjóð Í fíkniefnalöggjöfinni í Svíþjóð er ekki að finna ákvæði í hegningarlögunum26 um

fíkniefnabrot heldur er heildstæð löggjöf sem tekur á minniháttar og stórfelldum

fíkniefnabrotum. Lögin heita narkotikastrafflag nr. 64/1968 en háttsemi á borð við ólögmætan

inn- og útflutning fíkniefna getur í sumum tilfellum varðað við lög nr. 1225/2000 sem fjalla

um smygl og heita straff för smuggling.

Í 2. gr. sænsku laganna um fíkniefnabrot segir að smávægilegt brot varði sektum eða

fangelsi í allt að sex mánuðum. Grófari brot varða allt frá tveimur árum til tíu ára fangelsis

sbr. 1. mgr. 3. mgr. Þegar alvarleiki brots er metinn, segir í 3. gr. laganna:

om det har utgjort ett led i en verksamhet som har bedrivits i större omfattning eller yrkesmässigt, avsett särskilt stor mängd narkotika eller eljest varit av särskilt farlig eller hänsynslös art. Bedömningen skall grundas på en sammanvägning av omständigheterna i det särskilda fallet.

22 Hér eftir norsku hgl. 23 Í 2. mgr. 232. gr. norsku hgl. segir: Grov narkotikaovertredelse straffes med fengsel inntil 10 år. Ved avgjørelsen av om overtredelsen er grov skal det særlig legges vekt på a) hva slags stoff den gjelder, b) mengden, og c) overtredelsens karakter. 24 Til samanburðar má sjá fyrirmæli ríkissaksóknara nr. 1/2011 um sáttamiðlun þar sem gert er grein fyrir fyrirkomulaginu hér á landi. 25 Jón Þór Ólason: „Auga fyrir auga. Markmið refsinga og þróun viðurlagakerfisins“, bls. 222-223. 26 Brottsbalk nr. 700/1962.

Page 11: BA-ritgerð í lögfræði · 4 almennum hegningarlögum. Eftirtektarvert þykir að tekið er fram að sérstaklega saknæm brot gegn ákvæðinu séu talin mjög alvarleg.10 Ákvæði

8

Samkvæmt ákvæðinu er matið á því hvort um stórfellt brot sé um að ræða byggt á atvikum

máls hverju sinn en meðal annars er tekið til skoðunar hvort brotið sé hluti af skipulagðri

brotastarfsemi og magns efnanna.

3 Refsistefnur í fíkniefnamálum

3.1 Skýrslur nefndarinnar Global Commission on Drug Policy

Um allan heim hafa verið farnar mismunandi leiðir í baráttunni við fíkniefnavandann en árið

2011 var stofnuð sjálfstæð og óháð nefnd, Global Commission on Drug Policy skipuð 25

leiðtogum og fræðimönnum. Nefndarmeðlimir hafa fjölbreyttan bakrunn og er þar að finna

fyrrum þjóðarleiðtoga, rithöfunda og fólk sem starfað hefur í tengslum við mannréttindi.

Nefndin gaf út skýrslu sem heitir einfaldlega War on Drugs og fjallar um alþjóðlegt stríð gegn

fíkniefnum. Í upphafi skýrslunnar kemur fram að stríðið gegn fíkniefnum sé tapað. Nefndin

telur tímabært að breyta því hvernig nálgast eigi fíkniefnavandann og setur fram fjórar

grundvallarreglur sem hafðar skulu til hliðsjónar þegar semja á bæði innlendar og alþjóðlegar

fíkniefnastefnur.33

Í fyrstu grundvallarreglunni felst að fíkniefnastefnur eigi að byggja á traustum og

vísindalegum niðurstöðum. Því næst skulu fíkniefnastefnur byggja á mannréttindum og

almennum heilbrigðissjónarmiðum. Í því felst að meðhöndla skuli fíkla sem sjúklinga í stað

afbrotamanna. Í þriðja lagi á þróun og framkvæmd fíkniefnastefnu að vera á alþjóðlegri

ábyrgð en á sama tíma taka tillit til fjölbreytilegrar menningar. Að lokum er grundvallarreglan

sú að stefnur í fíkniefnamálum séu alhliða og taki til fjölskyldna, skóla, fagfólks og fl. í

samstarfi við löggæslu og annarra viðeigandi stofnana.34

Árið 2014 kom út önnur skýrsla nefndarinnar sem heitir Taking Control: Pathways to

Drug Policies That Work en þar segir frá ýmsum leiðum sem nefndin telur að beri árangur í

stríði gegn fíkniefnum. Meðal sjónarmiða sem koma fram í skýrslunni er að finna þurfi önnur

úrræði en fangelsisvist fyrir þá afbrotamenn sem fremja minniháttar og ofbeldislaus

fíkniefnabrot. Þar segir einnig að draga þurfi úr valdi skipulagðra glæpasamtaka ásamt því að

draga úr ofbeldi annars vegar milli glæpasamtaka og hins vegar milli glæpasamtaka og

yfirvalda.35

33 War on Drugs. Report of the global commission on drug policy, bls. 1-3. 34 War on Drugs. Report of the global commission on drug policy, bls. 4-6. 35 Taking Control: Pathways to Drug Policies That Work, bls. 6-9.

Page 12: BA-ritgerð í lögfræði · 4 almennum hegningarlögum. Eftirtektarvert þykir að tekið er fram að sérstaklega saknæm brot gegn ákvæðinu séu talin mjög alvarleg.10 Ákvæði

9

3.2 Portúgalska leiðin

Í júlí 2001 tóku í gildi ný lög í Portúgal og varð þjóðin fyrsta landið í Evrópu til þess að

afnema refsingar við vörslu á fíkniefnum. Meðferð fíkniefna á borð við kannabisefna,

kókaíns og LSD er ólögleg og hefur ekki verið lögleidd (e. legalization) en minniháttar

vörslubrot sæta ekki refsingum og er þá talað um afglæpavæðingu (e. decriminalization).

Dreifing fíkniefna telst til að mynda sem ólögmæt háttsemi og er refsiverð.36 Með því að

afnema refsiábyrgð verður ekki refsað fyrir ýmis brot, t.d. vörslu neysluskammta og

minniháttar ræktun.37 Stefna Portúgals í baráttunni við fíkniefni er að bjóða meðferðarúrræði í

staðinn fyrir fangelsisvist. Ljóst er að meðferðarúrræði eru ódýrari kostur en fangelsisvist og

töldu ráðamenn í Portúgal að fíkniefnaneytendur frekar geta notið góðs af

heilbrigðisþjónustunni. Einstaklingum með smávægilega fíkniefnaskammta í fórum sínum

býðst fundur með teymi sem samanstendur af sálfræðingi, félagsráðgjafa og lögfræðingi í

þeim tilgangi að finna viðeigandi meðferð í stað fangelsisvistar.38 Stærð skammtanna sem um

ræðir eru til að mynda 5 g af hassi, 1 g af heróíni og 2 g af kókaíni. Miðað er við að

skammtarnir dugi í tíu daga en séu einstaklingar gómaðir með meira magn er áætlað að efnin

séu til dreifingar og þá stendur umrætt úrræði ekki til boða.39 Til samanburðar má áætla að

sekt fyrir 5 g af hassi hér á landi sé 70.000 kr. ef um fyrsta brot er að ræða.40 Einstaklingur

sem tekinn er af lögreglu í Portúgal með neysluskammt er gert að mæta til fundar við

áðurnefnt teymi innan þriggja sólarhringa. Teymið tekur viðtal við einstaklinginn og metur

hvort þörf sé á að bjóða uppá meðferð eða aðeins áminningu. Sé sami einstaklingur tekinn

tvisvar með magn sem flokkast sem neysluskammt getur teymið lagt til samfélagsþjónustu

eða jafnvel sekt.41

Fimm árum eftir að refsiábyrgð var afnumin fyrir vörslu á neysluskömmtum í Portúgal var

ljóst að breytingarnar voru til hins betra. Fjöldi einstaklinga sem leitaði sér meðferðar

tvöfaldaðist og verulega hafði dregið úr fíkniefnanotkun ungmenna. Fjölda nýrra HIV smita

fækkaði um 17% milli áranna 1999 og 2003. Góðan árangur Portúgals má einnig sjá þegar

36 Glenn Greenwald: Drug decriminalization in Portugal, bls. 4. 37 Wiebke Hollersen: „This Is Working: Portugal, 12 Years after Decriminalizing Drugs“, http://www. spiegel.de (skoðað 17. júlí 2016). 38 Maria Szalavitz: „Drugs in Portugal: Did Decriminalization Work?“, http://www.time.com (skoðað 16. júlí 2016). 39 Wiebke Hollersen: „This Is Working: Portugal, 12 Years after Decriminalizing Drugs“, http://www. spiegel.de (skoðað 16. júlí 2016). 40 Kafli 2.2. í fyrirmælum Ríkissaksóknara nr. 2/2009. 41 Wiebke Hollersen: „This Is Working: Portugal, 12 Years after Decriminalizing Drugs“, http://www. spiegel.de (skoðað 16. júlí 2016).

Page 13: BA-ritgerð í lögfræði · 4 almennum hegningarlögum. Eftirtektarvert þykir að tekið er fram að sérstaklega saknæm brot gegn ákvæðinu séu talin mjög alvarleg.10 Ákvæði

10

rannsóknir annarra landa eru bornar saman, bæði innan Evrópu og þegar litið er til

Bandaríkjanna.42

3.3 Ísland Heildstæð stefna í áfengis- og vímuvörnum til ársins 2020 var lögð fram af starfshópi

skipuðum af velferðarráðherra. Fulltrúar í starfshópnum voru tilnefndir af mennta- og

menningarmálaráðuneytinu, innanríkisráðuneytinu og Embætti landlæknis. Formennska

hópsins er í höndum fulltrúa velferðarráðuneytisins. Yfirmarkmið stefnunnar er:

Samfélag sem einkennist af heilbrigðu umhverfi þar sem einstaklingum stafar ekki hætta af noktun eða misnotkun áfengis eða annarra vímugjafa.

Skýr skilaboð eru gefin til samfélagins með stefnunni og aðgerðaráætlun sem henni fylgir

um hvert eigi að stefna og hvernig unnt sé að að draga úr skaða og kostnaði samfélagsins

vegna neyslu vímugjafa. Unnt er að draga úr skaðlegum áhrifum neyslu vímugjafa með

viðurkenndum aðferðum sem byggjast á bestu fáanlegu vísindagögnum um skilvirkni og

hagkvæmni.43

3.4 Varnaðaráhrif

3.4.1 Almenn og sérstök varnaðaráhrif

Varnaðarástæður hafa lengi verið ein helstu rökin fyrir noktun refsinga og á það við um bæði

almenn og sérstök varnaðaráhrif. Í varnaðaráhrifum sem markmið refsinga felst að draga úr

eða afstýra afbrotum.44

Í greinargerð almennra hegningarlaga kemur fram að sérstök varnaðaráhrif eigi að hafa

þau áhrif á einstaklinginn sjálfan, að hafi hann hlotið refsingu mun hún koma í veg fyrir að

hann fremji annað afbrot af ótta við aðra refsingu.45 Almenn varnaðaráhrif felast hins vegar í

því að refsingin hafi þau áhrif, þ.e. ótti við refsingu, á aðra en þann brotlega. Sjónarmið um

varnaðaráhrif hafa sett svip sinn á lagasetningu meðal annars þegar kemur að ákvörðun

refsinga. Til að mynda eru reglur um ítrekunarheimildir líklegar til þess að hafa áhrif á

framtíðarbreytni manna. Almenn varnaðaráhrif stafa af refsivörslukerfinu í heild en vægi

einstakra þátta kerfisins er mismunandi. Telja má að skilvirk löggæsla og lögreglurannsókn

afbrota eigi þátt í að almenn varnaðaráhrif hafi áhrif á háttsemi einstaklinga. Segja má að

42 Maria Szalavitz: „Drugs in Portugal: Did Decriminalization Work?“, http://www.time.com (skoðað 17. júlí 2016). 43 Stefna í áfengis- og vímuvörnum til ársins 2020, bls. 3-7. 44 Jónatan Þórmundsson: Viðurlög við afbrotum, bls. 69. 45 Alþt. 1939, A deild, bls. 353.

Page 14: BA-ritgerð í lögfræði · 4 almennum hegningarlögum. Eftirtektarvert þykir að tekið er fram að sérstaklega saknæm brot gegn ákvæðinu séu talin mjög alvarleg.10 Ákvæði

11

varnaðaráhrif refsivörslukerfisins beinist að þeim sem móttækilegur er fyrir skilaboðunum.

Einnig fer það eftir tegund verknaðar hvort og þá hve mikil varnaðaráhrifin eru. Þegar um er

að ræða refsiverðan verknað unninn í geðshræringu, t.d. manndráp, eru varnaðaráhrifin lítil

sem engin. Líta þarf til þess hvort einstaklingur hafi raunverulegt val um hvort glæpur sé

framinn eða ekki. Umfjöllun um áhrif refsivörslukerfisins er miðuð við almenna borgara þar

sem dómarar og aðrir aðilar innan kerfisins sinna skyldu í samræmi við lög. Áhrifin kunna að

vera lítil þegar einstaklingar fremja afbrot af pólitískum eða trúarlegum ástæðum og má segja

að þeir einstaklingar séu ónæmir fyrir varnaðaráhrifum. Sé litið til réttlætissjónarmiða þurfa

viðurlög að vera í skynsamlegum tengslum við afbrotið og sök hins brotlega. Þrátt fyrir að

þyngri refsing fyrir brot kunni að hafa meiri varnaðaráhrif, réttlætir það ekki að þyngja skuli

refsingu samræmist hún ekki afbrotinu.46

3.4.2 Varnaðaráhrif í dómum Hæstaréttar

Hæstiréttur Íslands tekur sjaldan fram í dómum sínum að litið sé til varnaðaráhrifa við

ákvörðun refsinga. Þegar litið er til refsinga í fíkniefnamálum má þó stundum ráða af orðalagi

dómsrökstuðnings að tilgangurinn sé að refsingin eigi að hafa almenn varnaðaráhrif.47 Slíkt

má t.d sjá í Hrd. 1997, bls. 328 en í málinu var L ákærður fyrir innflutning á 964 MDMA

töflum og 58,1 g af kókaíni. Efnin, sem talin voru hafa mikla hættueiginleika, voru ætluð til

dreifingar. Í málinu var leitað álits lyfjafræðings sem sagði meðal annars að „MDMA sé einn

vafasamasti vímugjafinn, ef ekki langvafasamasti vímugjafi, sem skotið hefur upp kollinum á

fíkniefnamarkaði hér á landi.“ Brotið féll undir 2. mgr. sbr. 1. mgr. 173. gr. a) alm. hgl. sbr.

lög um ávana og fíkniefni og hlaut L þyngstu refsingu sem dæmd hafði verið fyrir

fíkniefnabrot, sex ár, á þeim tíma. Hér má sjá rökstuðning dómsins en vakin er athygli á

hættueiginleika efnanna og virðist dómnum ætlað að vera til varnaðaráhrifa.

Hrd. 1997, bls. 328. MDMA er greinilega hættulegri vímugjafi en bæði amfetamín og lýsergíð og sér í lagi, ef tekið er tillit til bráðra og banvænna eituráhrifa. [...] Ef MDMA á eftir að breiðast út hér á landi, er viðbúið, að það leiði af sér fleiri bráð eitrunartilfelli en þekkist eftir amfetamín eða lýsergíð og mörg dauðsföll að auki. [...] Við ákvörðun refsingar ber að hafa í huga, að með atferli sínu stefndi ákærði að því að koma í dreifingu hér á landi miklu magni hættulegra vímuefna. Aðferðin við innflutning efnanna bar vott um þaulskipulagt brot, en þeim hafði hugvitssamlega verið komið fyrir í myndramma, sem pakkaður var inn í gjafapappír.

Þremur mánuðum eftir að fyrrnefndur dómur féll var kveðinn upp dómur í öðru máli sem

einnig varðaði við 173. gr. a) alm. hgl. Sömu dómarar dæmdu málin tvö en í seinna málinu

segir að „dómurinn telur, að saknæmi brota, þar sem MDMA kemur við sögu, þurfi að sjást 46 Jónatan Þórmundsson: Viðurlög við afbrotum, bls. 69-76. 47 Hrd. 1974, bls. 219 og Hrd. 1997, bls. 1354.

Page 15: BA-ritgerð í lögfræði · 4 almennum hegningarlögum. Eftirtektarvert þykir að tekið er fram að sérstaklega saknæm brot gegn ákvæðinu séu talin mjög alvarleg.10 Ákvæði

12

greinilega í dómaframkvæmd.“48 Ummælin eru afar áhugaverð og er óhætt að slá því föstu að

markmiðið sé að setja fordæmi í málaflokknum og virkja varnaðaráhrif. Margt bendir til þess

að þyngdir dómar geti borið árangur en hafa þarf í huga að það gæti verið siðferðislega rangt

að dæma þyngra í einstökum málum en tíðkast hefur í þeim tilgangi að hafa varnaðaráhrif.

Slíkt er þá ekki í takt við jafnræðissjónarmið.49

4 Þyngd refsinga í fíkniefnamálum á Íslandi

4.1 Hugtakið refsing Í gegnum tíðina hefur hugtakið refsing verið skilgreint á ýmsan hátt og af ýmsum

fræðimönnum en hugtakið virðist ekki vera skilgreint í lögum né lögskýringagögnum. Jónatan

Þórmundsson skilgreinir refsingu að formi til í tengslum við afbrotahugtakið og segir að

„refsingu verður einungis beitt í tilefni hegðunar, sem í settum lögum er lýst sem afbroti, og

jafnframt er hegðunin afbrot, af því að refsing liggur við henni að lögum.“ Við þessa

skilgreiningu skal hafa í huga að ekki segir frá því hvað felst í refsingunum né hverjar þær

eru. Sé hugtakið refsing skilgreint með hliðsjón af inntaki refsingar en ekki því markmiði sem

ætlast er til að sé náð, lýsir Jóntatan einkennum refsingar með svohljóðandi hætti:

Refsing er ein tegund viðurlaga, sem ríkisvald beitir þann, sem sekur hefur reynst um refsivert brot. Hún felur í sér vanþóknun eða fordæmingu samfélagsins og er til þess fallin að valda dómþola þjáningum eða óþægindum.51

Í skilgreiningunni felst að forsenda refsiviðurlaga er að sannað sé að einstaklingur eða

lögaðili hafi framið refsivert brot og verði sakfelldur.52

Jörundur Guðmundsson telur að allar almennar refsingar eigi það sameiginlegt að sá er

fremur afbrot taki út refsingu fyrir þann refsiverða verknað. Enn fremur skilgreinir hann

refsingar í fjórum liðum og gerir með því tilraun til að móta skoðun á réttlætingu og eðli

refsinga. Í fyrsta lagi eiga refsingar það sameiginlegt að þær eru óvelkomnar þeim sem

refsað er. Viðurlögin þurfa að vera verri kostur fyrir afbrotamanninn svo að tilganginum sé

náð. Í öðru lagi telst refsing vera refsing ef refsað er fyrir afbrot og þá er ekki ávallt augljóst

að sá sem hlýtur refsingu sé sekur. Í þriðja lagi skal refsing vera verk persónulegra afla og

með því er átt við að refsingin verður að vera ákveðin af einhverjum. Í fjórða og síðasta lagi

48 Hrd. 1997, bls. 1354. 49 Jónatan Þórmundsson: Viðurlög við afbrotum, bls. 76. 51 Jónatan Þórmundsson: Viðurlög við afbrotum, bls. 62-63. 52 Jónatan Þórmundsson: Viðurlög við afbrotum, bls. 63.

Page 16: BA-ritgerð í lögfræði · 4 almennum hegningarlögum. Eftirtektarvert þykir að tekið er fram að sérstaklega saknæm brot gegn ákvæðinu séu talin mjög alvarleg.10 Ákvæði

13

verður refsandinn að hafa rétt til þess að beita refsingu. T.d. hafa íslenskir dómstólar lögum

samkvæmt rétt til þess að ákveða refsingu fyrir afbrotamenn.54

4.2 Dómaframkvæmd á Íslandi

4.2.1 Almennt Í málum er varða fíkniefnabrot og manndráp virðist venjan vera sú að efri mörk lagaákvæða

séu nýtt oftar en í öðrum brotaflokkum.55 Þegar kemur að ákvörðun refsingar virðist

meginregla í flestum öðrum brotaflokkum vera sú að ákvarða refsingu neðarlega innan

refsirammans.56

Þau sjónarmið sem höfð voru að leiðarljósi við setningu núgildandi laga um refsingar í

fíkniefnabrotum voru meðal annars þau að 173. gr. a) alm. hgl. ætti að taka til þyngri brota en

brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni. Refsimörkin eru því hærri í fyrrgreindu ákvæði en á

báðum stöðum er að finna efnisleg fyrirmæli um bann við vörslu og meðferð. Fyrirmæli um

refsingu og önnur viðurlög eru einnig þar að finna.57

Með lögfestingu 173. gr. a) alm. hgl. í kafla XVIII. sem fjallar um brot sem hafa í för með

sér almannahættu, er áréttað að brot gegn ákvæðinu séu alvarlegs eðlis. Í ákvæðinu eru talin

upp skilyrði fyrir beitingu ákvæðisins en þar segir meðal annars að háttsemi andstæð lögum

um ávana- og fíkniefni leiði til fangelsisrefsingar. Til refsiverðrar háttsemi telst að láta

mörgum mönnum í té ávana- eða fíkniefni, eða afhenda þau gegn verulegu gjaldi eða á annan

sérstaklega saknæman hátt. Að öðru leyti er ekki að finna skýrar reglur um hvenær brot telst

varða við lög um ávana- og fíkniefni eða vera stórfellt og varða við hegningarlög. Segja má

þó að umfangsmikil dreifing fíkniefna og sala efna fyrir verulegt gjald verði til þess að brot er

talið sérstaklega saknæmt.58 Í dómaframkvæmd er að finna vísbendingar um hvaða brot séu

stórfelld en í reynd virðast dómstólar líta helst á magn og styrkleika efnis.59 Ekki ræður

magnið alltaf úrslitum en einnig er litið til þess hvort brot séu sérstaklega saknæm eins og

segir í Hrd. 1997, bls. 1354.

Löggjafinn veitir dómstólum almennt nokkuð gott svigrúm við ákvörðun refsingar60 og er

því áhugavert að skoða dómaframkvæmd í fíkniefnamálum. Velta má upp spurningum um

54 Jörundur Guðmundsson: „Refsingar. Úrræði þess ráðþrota?“, bls. 6. 55 Sem dæmi má nefna: Hrd. 4. febrúar 2016 (739/2015), Hrd. 2001, bls. 397, Hrd. 2002, bls. 1591 (28/2002). 56 Alþt. 1997-1998, A-deild, bls. 3161. 57 Alþt. 1973-1974, A-deild, bls. 1851. 58 Ármann Snævarr: „Breytingar á almennum hegningarlögum í ljósi breyttra viðhorfa í refsirétti“, bls. 160. 59 Sjá til dæmis í rökstuðning í Hrd. 2001, bls. 397, Hrd. 1982, bls. 281, Hrd. 5. febrúar 2015 (52/2014). 60 Róbert R. Spanó: „Um refsiákvarðanir og réttarvitund almennings“, bls. 22.

Page 17: BA-ritgerð í lögfræði · 4 almennum hegningarlögum. Eftirtektarvert þykir að tekið er fram að sérstaklega saknæm brot gegn ákvæðinu séu talin mjög alvarleg.10 Ákvæði

14

það hvort þessi harða refsistefna sé að skila tilætluðum árangri en rannsóknir benda til þess að

varnaðaráhrif fangelsisrefsinga aukist ekki með lengri fangelsisdómum. Einnig benda

rannsóknir til þess að fangelsisrefsingar dragi ekki úr ítrekunartíðni og sé litið til þjóðfélaga

þar sem þyngstu refsingum er beitt sést að brotatíðnin er síst minni samanborið við lönd sem

ekki beita jafn þungum refsingum.61 Hafa þarf í huga að tilgangur refsinga er að koma í veg

fyrir eða draga úr fjölda afbrota. Hagur samfélagsins er að sporna við afbrotum og varna því

að sá sem framið hefur afbrot geri það aftur. Reynsla Bandaríkjanna gefur til að mynda ekki

tilefni til þess að telja að þungar refsingar minnki afbrot.62 Þegar tölfræðilegar upplýsingar um

fullnustu refsinga hér á landi á árunum 2000-2013 eru skoðaðar, kemur ýmislegt áhugavert í

ljós. Varnarðaráhrifin virðast ekki vera að skila tilætluðum árangri miðað við aukinn fjölda

fanga sem afplána refsingar fyrir fíkniefnabrot. Árið 2000 var 25,1% fanga að afplána

refsingu í fangelsi fyrir fíkniefnabrot og voru tilefnin 55 talsins.63 Tíu árum síðar voru það

34,7% og tilefnin 113.64

4.2.2 173. gr. a) alm. hgl. Líkt og fram kemur í kafla 2.2.1. var refsihámark 173. gr. a) alm. hgl. hækkað árið 2001 í

12 ár. Áhugavert er að skoða þróun refsinga í kjölfar hækkunarinnar en hér verða skoðaðir

dómar þar sem um gífurlegt magn var að ræða og þungar refsingar fylgdu í kjölfarið. Í Hrd.

2002, bls. 1591 (28/2002) var innflutningur af 67.485 MDMA töflum talin varða við 173. gr.

a) alm. hgl. Í héraðsdómi sagði:

Þá er brot ákærða framið eftir gildistöku laga nr. 32/2001 um breytingu á 173, gr a almennra hegningarlaga þar sem hámarksrefsing var hækkuð úr 10 ára fangelsi í 12 ára fangelsi. Með vísan til framanritaðs og að teknu tilliti til þess að með dreifingu þeirra fíkniefna sem hér um ræðir hefði heilbrigði ótiltekins fjölda manna verið stefnt í voða, þykir eigi verða komist hjá að dæma ákærða til að sæta hámarksrefsingu, fangelsi í 12 ár.

Hæstiréttur mildaði dóminn og var maðurinn dæmdur í níu ára fangelsi. Tveir dómarar af

fimm töldu að dæma ætti 10 ára refsingu með vísan til fyrri dóma Hæstaréttar og þar sem um

væri að ræða gríðarlegt magn hættulegra efna sem ætti sér ekki fordæmi hér á landi.

Í Hrd. 3. desember 2009 (509/2009) kenndum við Papey var innflutningur á 55.116,65 g

af afmetamíni, 53.889,65 g kannabis og 9.432 MDMA töflum talið varða við 173. gr. a) alm.

hgl. Hæstiréttur staðfesti héraðsdóm sem dæmt hafði tvo ákærðu í 10 ára fangelsi en aðrir sem

komu að málinu hlutu vægari dóm. 61 Ragnheiður Bragadóttir: „Markmið refsinga“, bls. 100. 62 Brynjar Níelsson: „Um glæpi og refsingar“, bls. 19-20. 63 Tölfræðilegar upplýsingar um fullnustu refsinga fyrir árin 2000-2008, bls. 5. 64 Tölfræðilegar upplýsingar um fullnustu refsinga fyrir árin 2009-2013, bls. 5.

Page 18: BA-ritgerð í lögfræði · 4 almennum hegningarlögum. Eftirtektarvert þykir að tekið er fram að sérstaklega saknæm brot gegn ákvæðinu séu talin mjög alvarleg.10 Ákvæði

15

Nýlega féll Hrd. 4. febrúar 2016 (739/2015) þar sem kona var dæmd í átta ára fangelsi

fyrir brot gegn 173. gr. a) alm. hgl. Héraðsdómur hafði áður dæmt konuna í 11 ára fangelsi en

konan stóð að innflutningi 9.053,55 g af amfetamíni, 194,81 g af kókaíni og 10.027,25 g af

MDMA. Ofangreindir dómar eru dæmi um þungar refsingar í fíkniefnamálum enda tilvik þar

sem um mikið magn er að ræða.

4.2.3 Lög um ávana- og fíkniefni Líkt og kom fram í kafla 4.2.1. er ekki að finna skýrar reglur um hvenær brot telst varða við

lög um ávana- og fíkniefni eða vera stórfellt og varða við hegningarlög.

Sé litið til dómaframkvæmdar í málum þar sem um minna magn er að ræða en í þeim dómum

sem reifaðir hafa verið virðast skilin ekki skörp á milli laga um ávana- og fíkniefni og 173. gr.

a) alm. hgl. Hér verður nánar skoðuð dómaframkvæmd í málum sem varða ólögmæta

meðferð á kókaíni. Í Hrd. 26. apríl 2012 (58/2012) voru þrír menn ákærðir fyrir fíkniefnabrot

en þeir höfðu í vörslu sinni 374,34 g af kókaíni ætlað til dreifingar en einn ákærðu

viðurkenndi innflutning. Brotin voru talin varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana- og

fíkniefni og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr. reglugerðar um ávana- og fíkniefni og önnur

eftirlitsskyld efni nr. 233/2001. Til samanburðar má líta til Hrd. 30. maí 2013 (754/2012) þar

sem innflutningur á 569,15 g af kókaíni, til Íslands frá Danmörku var talin varða við 173. gr.

a) alm. hgl. Mikilvægt er að hafa í huga að engin tvö mál eru eins og því erfitt að slá föstu

hvert viðmið dómstóla sé. Í dómaframkvæmd mála um ólögmæta meðferð kókaíns virðist það

varða við lög um ávana- og fíkniefni þegar magn efnis er um og undir hálft kíló.66 Nýlegir

héraðsdómar benda einnig í þessa átt sbr. Hérd. Norðeyst. 13. júlí 2016 (S-138/2016) þar sem

innflutningur á 388,8 g kókaíni varðaði við 2. gr. sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana- og fíkniefni

og 2. gr. sbr. 1. mgr. 14. gr. reglugerðar um ávana- og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr.

233/2001. Sem dæmi um nýlegt brot gegn 173. gr. a) alm. hgl. má nefna Hérd. Reykn. 16. júní

2016 (S-210/2016) en í málinu hafði ákærði staðið að innflutningi á 809,62 g af kókaíni og

féll brotið undir 173. gr. a) alm. hgl.

4.2.4 Viðmiðunarreglur fyrir héraðsdómstóla varðandi refsingar á smærri brotum gegn lögum um ávana- og fíkniefni

Dómstólaráð samþykkti viðmiðunarreglur fyrir héraðsdómstóla varðandi refsingar á smærri

brotum gegn lögum um ávana- og fíkniefni þann 23. janúar 2015. Eingöngu er um að ræða 66 Hér má sjá dóma þar brot voru talin varða við lög um ávana- og fíkniefni en málin eiga það sameiginlegt að magn kókaíns var um og undir hálfu kílógrömmum: Hrd. 17. desember 2015 (650/2015), Hrd. 12. september 2013 (770/2012), Hrd. 3. júní 2010 (105/2010), Hrd. 20. desember 2007 (175/2007), Hrd. 2. mars 2006 (218/2005).

Page 19: BA-ritgerð í lögfræði · 4 almennum hegningarlögum. Eftirtektarvert þykir að tekið er fram að sérstaklega saknæm brot gegn ákvæðinu séu talin mjög alvarleg.10 Ákvæði

16

viðmiðunarstuðla og miðað er við að brotið sé fyrsta brot og ekki séu refsilækkunar- eða

refsihækkunar ástæður fyrir hendi. Viðmiðunarreglurnar taka til kaupa og annarrar öflunar

efnanna kannabis, amfetamíns, LSD, MDMA og kókaíns til eigin nota í smáum stíl. Fari

sektarfjárhæð yfir 300.000 kr. samkvæmt fyrirmælum ríkislögreglustjóra nr. 2/2009 er miðað

við eftirfarandi stuðla. Fyrir 33 g til allt að 100 g af kókaíni er miðað við 1,5-2,5

fangelsisdaga fyrir hvert gramm eða hluta úr grammi. Það gildir einnig þegar um er að ræða

33-100 MDMA töflur eða hluta af töflu. Frá 36 g og allt að 100 g af afmetamíni er miðað við

1,5-2 fangelsisdaga fyrir hvert gramm eða hluta úr grammi sem á einnig við um 36-100

skammta eða hluta af skammti af LSD. Þegar kemur að kannabis er miðað við:

90 - 200 g 30-45 daga fangelsi 201 - 400 g 45-60 daga fangelsi 401 - 600 g 60-90 daga fangelsi 601 – 1000 g 3ja mánaða fangelsi67

Þegar litið er til nýlegrar dómaframkvæmdar héraðsdóma má sjá hvernig reglurnar

endurspeglast í framkvæmd. Hafa þarf í huga að í eftirfarandi dómum er einnig um að ræða

umferðalagabrot og misjafna brotaferla. Í Hérd. Reykn. 25. maí 2016 (S-173/2016) var ákærði

talin hafa 224,25 g af marjúana, 15,47 g af amfetamíni, 2,73 g af tóbaksblönduðu

kannabisefni og 6,50 g af MDMA í vörslum sínum sbr. 2. gr., sbr. 5 og 6. gr. laga um ávana-

og fíkniefni nr. 65/2974, sbr. lög nr. 13/1985 og lög nr. 68/2001, og 2. gr., sbr. 14. gr.

reglugerðar um ávana- og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr.

848/2002. Ákærða var gert að sæta upptöku og 45 daga fangelsi en fresta skal fullnustu

refsingar í tvö ár haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. alm. hgl. Þá skal ákærði jafnframt greiða

495.000 kr. í sekt til ríkissjóðs.68

4.2.5 Brot sem ljúka má með lögreglusátt Refsivist getur verið þungbær fyrir dómþola og er einnig kostnaðarsöm fyrir þjóðfélagið.69 Af

því leiðir að hagkvæmara er fyrir báða aðila að hafa möguleika á að afgreiða mál með skjótari

hætti en í gegnum dómstóla.

Í lögum um meðferð sakamála nr. 88/200870 er heimild fyrir lögreglustjóra að ljúka máli

sem hann hefur ákæruvald um, með sektargerð sbr. 1. mgr. 149. gr. sml. Á grundvelli laganna

var sett reglugerð nr. 205/2009 þar sem fyrirmælin eru nánar útfærð og segir þar að skilyrði 67 Viðmiðunarreglur fyrir héraðsdómstóla varðandi refsingar á smærri brotum gegn lögum um ávana- og fíkniefni. 68 Sjá einnig Hérd. Reykn. 26. maí 2016 (S-161/2016) og Hérd. Reykn. 2. júní 2016 (S-148/2016). 69 Jónatan Þórmundsson: Viðurlög við afbrotum, bls. 64. 70 Hér eftir sml.

Page 20: BA-ritgerð í lögfræði · 4 almennum hegningarlögum. Eftirtektarvert þykir að tekið er fram að sérstaklega saknæm brot gegn ákvæðinu séu talin mjög alvarleg.10 Ákvæði

17

fyrir beitingu heimildarinnar séu m.a. að brotin varði ekki sekt hærri en 500.000 kr. Í 3. mgr.

149. gr. sml. segir að ríkissaksóknari láti lögreglustjóra fá skrá yfir brot sem heimild skv. 1.

mgr. nær til ásamt leiðbeiningum um sektarfjárhæð. Fyrirmæli ríkissaksóknara um brot sem

ljúka má með lögreglustjórasátt nr. 2/200971 tóku gildi 25. febrúar 2009 og í öðrum kafla má

finna brot gegn sérrefsilögum, m.a. lögum á ávana- og fíkniefnum. Hafa skal í huga að

heimild til að ljúka máli með þessum hætti er aðeins gild ef sakborningur veitir samþykki sitt.

Gangist sakborningur ekki við boði lögreglustjóra eða hafni þessum málalokum skal fylgja

almennum reglum. Gæti þá brotið leitt til ákæru sbr. 142. gr. sml og er það hlutverk dómara

að meta hvort nægileg sönnun sé komin fram í málinu sbr. 1. mgr. 109. gr. sml.

Í fyrirmælum ríkissaksóknara nr. 2/2009 segir að sektarheimildin nái til kannabis efna

(einnig hassolíu og plantna), amfetamíns, LSD, kókaíns, MDMA og skyldra efna.

Grunnsektin fyrir brot er 50.000 kr. og er aðeins ein grunnsekt í hverju máli.

Sektargerðarheimildin nær ekki til tilvika er varða sölu og aðra afhendingu efnanna. Slík

háttsemi leiðir til ákæru og einnig hvers konar önnur afhending amfetamíns, LDS, kókaíns og

MDMA og skyldra efna. Hvers konar önnur afhending kannabisefna varðar sektargerð að

fjárhæð 8.000 kr. að viðbættri grunnsekt.72 Í B. lið kafla 2.2. í fyrirmælum ríkissaksóknara má

finna sektarupphæðir73 fyrir kaup á efnum og annarri öflun þeirra til eigin nota:

1. Kannabis. 4.000 kr. fyrir gramm eða hluta af grammi að viðbættri grunnsekt.

2. Kannabisplöntur. 50.000 kr. fyrir fyrstu plöntu en 100.000 kr. fyrir hverja plöntu eftir það að viðbættri grunnsekt.

3. LSD. 10.000 kr. fyrir hvern skammt eða hluta úr skammti (þynnu eða töflu) að viðbættri grunnsekt.

4. Amfetamín. 10.000 kr. fyrir hvert gramm eða hluta úr grammi að viðbættri grunnsekt.

5. MDMA og skyld efni. 15.000 kr. fyrir hverja töflu eða hluta úr tölflu að viðbættri grunnsekt.

6. Kókaín. 25.000 kr. fyrir hvert gramm eða hluta af því magni að viðbættri grunnsekt.

71 Hér eftir fyrirmæli ríkissaksóknara 72 Kafli 2.2. í fyrirmælum ríkissaksóknara nr. 2/2009. 73 Breytingar á fyrirmælunum tóku í gildi 22. apríl 2014 og eru því aðrar fjárhæðir fyrir brot framin fyrir þann tíma.

Page 21: BA-ritgerð í lögfræði · 4 almennum hegningarlögum. Eftirtektarvert þykir að tekið er fram að sérstaklega saknæm brot gegn ákvæðinu séu talin mjög alvarleg.10 Ákvæði

18

Hér má sjá dæmi um meðferð vörslubrots einstaklings sem er með 3,3 g af kannabis í

fórum sínum en það varðar við 2. gr., sbr. 5. gr. og 6. gr. laga nr. 65/1974 um ávana- og

fíkniefni:

Með heimild í 149. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 gefst sakborningi kostur á að ljúka málinu án dómsmeðferðar með sátt og greiða sekt til ríkissjóðs, 66.000 kr. Upphæðin er samkvæmt fyrirmælum Ríkissaksóknara nr. 2/2009, uppfærð 22. apríl 2014. Þar segir að grunnsekt skuli vera 50.000 kr. og sekt fyrir hvert gramm eða hluta að grammi skuli vera 4.000 kr. Ef sekt þessi greiðist ekki innan 30 daga frá undirritun sáttar er heimilt að fullnægja ákvörðuninni með fjárnámi sbr. 2. mgr. 149. laga um meðferð sakamála, eða með afplánun vararefsingar, fangelsis í í 6 daga skv. 54. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 sbr. 1. gr. laga nr. 21/2005.

Heimild er í fyrirmælum RS: 2/2009 til þess að ákvarða lægri sekt fyrir fyrsta brot

ungmennis í málum sem varða brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni. Áhugavert er að bera

þessa heimild saman við fyrirmæli ríkissaksóknara nr. 8/2009 sem lýtur að afgreiðslu á

málum vegna þjófnaðar í verslunum. Þar kemur fram:

Kærði er á aldrinum 15-17 ára þegar brot er framið og játar sök: Fyrsta afgreiðsla: Fallið frá saksókn skv. a- og d- liðum 3. mgr. 146. gr. sml. Önnur afgreiðsla: Ákærufrestun í 2 ár. Þriðja afgreiðsla: Sektargerð, sbr. RS: 2/2009. Minnt er á ákvæði 4. mgr. 56. gr. almennra hegningarlaga. Fjórða afgreiðsla: Ákæra.

Með vísan til framangreinds samanburðar er óhætt að segja að sektir við smávægilegum

brotum séu töluvert hærri þegar kemur að fíkniefnamálum en þjófnaðarbrotum ef einhverjar

eru, í síðarnefndu brotunum. Ástæður fyrir því kunna að vera margvíslegar en það vekur upp

spurningar hvort háar sektir við smávægilegum brotum ungmenna þar sem um er jafnvel að

ræða fyrsta, brot beri árangur.

Sé dæmi tekið um tvo unglinga, A og B sem báðir eru að fremja sín fyrstu brot má sjá

áhugaverðan mun á meðferð málanna, eftir eðli brota. Unglingur A er gripinn með 0,2 g af

kannabisefnum en unglingur B stelur tvær helgar í röð samtals 40.000 kr. úr verslun.

Unglingur A stendur þá frammi fyrir 54.000 kr. sekt en viðurlög fyrir ungling B er

ákærufrestun í tvö ár. Vakin skal þó athygli á því að eins og áður sagði er heimild í

fyrirmælum ríkissaksóknara nr. 2/2009 að ákvarða lægri sekt ef brot er mjög smávægilegt

fyrir fyrsta fíkniefnabrot ungmennis. Það breytir því þó ekki að töluverður munur er á

meðferð málanna og má deila um hvort það sé sanngjarnt og hvort þörf sé á að endurskoða

refsistefnuna sem ríkir hér á landi.

Page 22: BA-ritgerð í lögfræði · 4 almennum hegningarlögum. Eftirtektarvert þykir að tekið er fram að sérstaklega saknæm brot gegn ákvæðinu séu talin mjög alvarleg.10 Ákvæði

19

5 Lokaorð

Margar kenningar er að finna um refsistefnur og hvernig haga skal stefnum í fíkniefnamálum.

Mikilvægt er að taka mið af reynslu annarra landa þar sem ákveðin úrræði hafa skilað góðum

árangri. Einnig þarf að taka mark á alþjóðlegum skýrslum og leiðbeiningum sem gerðar hafa

verið af sérfræðingum á grundvelli veigamikilla rannsókna.

Nú hefur verið gerð grein fyrir fíkniefnalöggjöfinni hér á landi og þeim viðurlögum sem

fylgja. Þegar kemur að stórfelldum fíkniefnabrotum eru refsingar þungar en ýmis úrræði eru í

boði þegar um ræðir minniháttar brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni. Gerð var tilraun til

þess að varpa ljósi á skilin á milli stórfelldra og minniháttar brota þar sem ekki er að finna

skýrar reglur um slíkt í lögum.

Þegar litið er til alvarlegra fíkniefnabrota og fjölda þeirra hér á landi er ljóst að líta þarf

alvarlegum augum á fíkniefnavandann. Takast þarf á við vandann með nýjum hætti en

afleiðingar misnotkunar fíkniefna eru slæmar fyrir samfélagið í heild. Afbrot og ofbeldi fylgja

oftar en ekki misnotkun á fíkniefnum og glíma margir langt leiddir fíklar við alvarleg

heilsufarsvandamál. Það er því ljóst að þörf er á nýjum úrræðum þar sem þeim einstaklingum

sem þess þurfa er veitt aðstoð. Meðferðarúrræði og heilbrigðisþjónusta eru úrræði sem er

nauðsynlegt að fíklum standi til boða.

Vissulega eru slíkar aðgerðir kostnaðarsamar en mikilvægt er að hafa í huga að aðgerðarleysi

sem skilar samfélaginu meira ofbeldi og fleiri afbrotum er einnig dýrt fyrir skattgreiðendur.

Endurskoða þarf refsingar þeirra sem fremja sín fyrstu afbrot og þeirra sem eru með litla

skammta í fórum sínum. Með því að afnema refsingar við minniháttar fíkniefnabrotum tókst

Portúgal að draga verulega úr fíkniefnanotkun ungmenna. Meðferðarúrræðin sem komu í stað

refsinga skiluðu góðum árangri. Í mörgum tilfellum má ætla að meðferðir og fræðsla fyrir

unga afbrotamenn skili betri árangri en háar sektir og jafnvel fangelsisrefsingar.

Tilætluð varnaðaráhrif refsinga hér á landi virðast ekki skila nægilega góðum árangri

hvort sem litið er til stórfelldra eða minniháttar fíkniefnabrota og gefur það tilefni til

endurskoðunar.

Page 23: BA-ritgerð í lögfræði · 4 almennum hegningarlögum. Eftirtektarvert þykir að tekið er fram að sérstaklega saknæm brot gegn ákvæðinu séu talin mjög alvarleg.10 Ákvæði

20

HEIMILDASKRÁ

Alþingistíðindi. Ármann Snævarr: „Breytingar á almennum hegningarlögum í ljósi breyttra viðhorfa í refsirétti“. Tímarit lögfræðinga, 3.tbl., 1983, bls. 160. Brynjar Níelsson: „Um glæpi og refsingar“. Lögmannablaðið, 2. tbl., 2002, bls. 19-20. Glenn Greenwald: Drug decriminalization in Portugal. Washington, D.C. 2009. Helgi Gunnlaugsson: „Afbrot og Íslendingar“. Úlfljótur, 2. tbl. 1995, bls. 185-195. Helgi Gunnlaugsson: „Fíkniefnavandinn á Íslandi: Þróun neyslu, neyslumynstur og kostir í stefnumótun.“ Þjóðarspegilinn 2013, bls. 8-9. Jónatan Þórmundsson: „Eiturlyf og afbrot”. Úlfljótur, 3. tbl. 1972, bls. 216-222. Jónatan Þórmundsson: „Rökstuðningur refsiákvörðunar“. Rannsóknir í félagsvísindum IV Lagadeild. Ritstj. Viðar Már Matthíasson. Reykjavík 2003, bls. 27. Jónatan Þórmundsson: Viðurlög við afbrotum. Reykjavík 1992. Jón Þór Ólason: „Auga fyrir auga - markmið refsinga og þróun viðurlagakerfisins“. Úlfljótur, 2. tbl. 2004, bls. 222-223. Jörundur Guðmundsson: „Refsingar. Úrræði þess ráðþrota?“ Tímarit lögfræðinga, 1. tbl. 1996, bls. 6. Margrét Sæmundsdóttir: „Áhrifamáttur refsinga“, Tímarit lögfræðinga, 2. tbl. 2007, bls. 178. Maria Szalavitz: „Drugs in Portugal: Did Decriminalization Work?“, http://content.time.com/time/health/article/0,8599,1893946,00.html, 26. apríl 2009 (skoðað 17. júlí 2016). Ómar H. Kristmundsson: Ólögleg ávana- og fíkniefni á Íslandi. Reykjavík 1985. Ólafur Lárusson: Eignaréttur. Reykjavík. 1950. Ragnheiður Bragadóttir: „Markmið refsinga“, Úlfljótur, 1. tbl. 2004, bls. 100. Róbert R. Spanó: „Um refsiákvarðanir og réttarvitund almennings“. Lögmannablaðið, 2. tbl. 2001, bls. 22. Stefna í áfengis og vímuvörnum til ársins 2020. Velferðarráðuneytið, Reykjavík 2013 Taking Control: Pathways to Drug Policies That Work. Global Commission on Drug Policy, 2014.

Page 24: BA-ritgerð í lögfræði · 4 almennum hegningarlögum. Eftirtektarvert þykir að tekið er fram að sérstaklega saknæm brot gegn ákvæðinu séu talin mjög alvarleg.10 Ákvæði

21

Tölfræðilegar upplýsingar um fullnustu refsinga fyrir árin 2000-2008. Fangelsismálastofnun ríkisins. Tölfræðilegar upplýsingar um fullnustu refsinga fyrir árin 2009-2013. Fangelsismálastofnun ríkisins. War on Drugs. Report of the Global Commission on Drug Policy. Global Comisson on Drug Policy, 2011. Wiebke Hollersen: „This Is Working: Portugal, 12 Years after Decriminalizing Drugs“,http://www.spiegel.de/international/europe/evaluating-drug-decriminalization-inportugal-12-years-later-a-891060-2.html, 27. mars 2013 (skoðað 17. júlí 2016).

Page 25: BA-ritgerð í lögfræði · 4 almennum hegningarlögum. Eftirtektarvert þykir að tekið er fram að sérstaklega saknæm brot gegn ákvæðinu séu talin mjög alvarleg.10 Ákvæði

22

DÓMASKRÁ

Dómar Hæstaréttar:

Hrd. 1974, bls. 219 Hrd. 1982, bls. 281 Hrd. 1997, bls. 328 Hrd. 1997, bls. 1354 Hrd. 2001, bls. 397 (433/2000) Hrd. 2002, bls. 1591 (28/2002) Hrd. 2. mars 2006 (218/2005) Hrd. 20. desember 2007 (175/2007) Hrd. 3. desember 2009 (509/2009) Hrd. 3. júní 2010 (105/2010) Hrd. 26. apríl 2012 (58/2012) Hrd. 30. maí 2013 (754/2012) Hrd. 12. september 2013 (770/2012) Hrd. 5. febrúar 2015 (52/2014) Hrd. 17. desember 2015 (650/2015) Hrd. 4. febrúar 2016 (739/2015) Dómar Héraðsdóms: Hérd. Reykn. 25. maí 2016 (S-173/2016) Hérd. Reykn. 26. maí 2016 (S-161/2016) Hérd. Reykn. 2. júní 2016 (S-148/2016) Hérd. Reykn. 16. júní 2016 (S-210/2016) Hérd. Norðeyst. 13. júlí 2016 (S-138/2016)