beneventum no. 2

124
2012 - 2013 No. 2 BENEVENTUM

Upload: benedikt-ventumsson

Post on 27-Mar-2016

255 views

Category:

Documents


9 download

DESCRIPTION

Skólablað Menntaskólans við Hamrahlíð, vorönnina 2013

TRANSCRIPT

Page 1: Beneventum No. 2

- beneventum -

1

2012 - 2013

No. 2

BENEVENTUM

Page 2: Beneventum No. 2

Ritstjórn BeneventiÁlfheiður Erla GuðmundsdóttirHrefna Björg GylfadóttirSnorri Már ArnórssonSigrún Perla GísladóttirSigurlaug Guðrún JóhannsdóttirSteinarr IngólfssonSteinn Helgi Magnússon

Umbrot og hönnunSteinarr Ingólfsson

MyndskreytingarÁlfheiður Erla GuðmundsdóttirHrefna Björg GylfadóttirSigrún Perla GísladóttirSólveig Lára GautadóttirSteinarr IngólfssonValgerður Jónsdóttir

LjósmyndirÁlfheiður Erla GuðmundsdóttirBjörk BrynjarsdóttirHeiðdís Hlynsdóttir ChadwickHugi HlynssonHrefna Björg GylfadóttirMyrkrahöfðingjar NFMHÓlafur Baldvin JónssonSteinn Helgi MagnússonSteinarr Ingólfsson

PrentunÍsafoldarprentsmiðja

Útgáfa og ábyrgðNFMH

Módel fyrir myndaþáttBragi MarnóssonGuðrún Þorsteinsdóttir Gunnar HaraldssonHeiða Skúladóttir Járngerður Kristín Guttormsdóttir

Page 3: Beneventum No. 2
Page 4: Beneventum No. 2

Ávarp ritstjórnar - 2Beneventum no. 1 - 4Ávarp forseta - 6Útskriftargrein: Hamrahlíðardraumurinn - 8Útskriftargrein: Concrete Jungle - 12Hár - 16Brjóstsykur og ljós framtíðarinnar - 20Busagrein Perlu go Signýjar vol. 2 - 21Nafnið - 22Kennarar - 24Ljóðakeppni Beneventi - 32Sundmennirnir - 36Ítalía - 38MH-stelpur og Gettu betur - 40Þarfaþing - 42Kynlíf, ást og hraðakstur - 48Yma Sumac - 49Berjumst - 50,,Ég gæti borðað svona plötur“ - 52Myndaþáttur - 54Teiknað í tíma - 62Annáll - 64Ferðadagbók - 66JÖR - 68Þríréttaður heimsborgari Beneventi - 72Píkur - 74Djammsögukeppni - 82Túr-sögur - 84Stoðir skólans! - 86Von Trapp-sönghópurinn - 88Orfeus og Evridís - 90Meðlimir Hamrahlíðarkóranna fyrr og síðar - 96Cocos-eyja 1987 - 101Ísrael/Palestína - 102Föt með sögu - 106Ökumaðurinn mikli - 108Afreksfólk - 109Dagur í lífi dólgs - 114Deyjandi menning - 116Þakkir - 119

EFNISYFIRLIT

Page 5: Beneventum No. 2

2012-2013

2. tölublað

Page 6: Beneventum No. 2

2

- ávarp -

Ávarp ritstjórnar

Rauðar blöðrur fylla himininn og við erum föst í miðjunni með þér, blinduð af ljósinu. Jarðarfarir eru dánarfregnir gærdagsins og vorið er egg sem bíður þess að klekjast út. Húð okkar verður brún og við komum aftur heim, til Kaliforníu. Þegar allt kemur til alls erum við bara sálir.

Við vorum komin á byrjunarreit, aftur. Ferlið var hafið á ný en eins og menntskælingum er vant lærðum við ekki af reynslunni og slógum slöku við.Í janúarmánuði vorum við sem Messías endurfæddur, með allan tíman í heiminum til að byrja á næsta blaði og enn með stjörnurnar í augunum yfir frumburði okkar. Það tók okkur langan tíma að ranka við okkur úr móki stoltsins og fóru fundir í lítið annað en slúður og ísbúðarferðir. Það var líklegast um miðjan mars sem við vöknuðum til meðvitundar eftir að hafa skollið harkalega í gólfið eftir fall úr efri kojunni. Frumburður okkar var allt í einu orðinn barn síns tíma. Orðin voru óskrifuð og myndirnar óteknar. Blað skyldi út gefið og það skyldi toppa fyrra blaðið (sem og öll önnur Beneventumblöð). Undir vaxandi pressu fór ritstjórn að sýna

sínar bestu hliðar og á sama tíma að draga það besta fram úr öðrum. Það kemur alltaf á óvart hvers samnemendur okkar eru megnugir þegar skelin er brotin. Flóra ritsnilldar og sjónlistar blómstrar innan veggja skólans og það er okkar helsta stolt að miðla henni.

Hvað höfum við lært? Margt og mikið. Við höfum lært að elska náungann, Frank Ocean og hið ritaða mál. Við höfum lært að fagurfræðin er ekki síður mikilvæg en annað og afsannað að bók skal ekki dæma af kápunni; í einstaka tilvikum. Sem ávallt var ávarpið skrifað síðast, á elleftu stundu, á Tíu dropum.

Nú er störfum okkar lokið, líftíminn er aðeins ár sjáðu til. Við áttum okkur á að við erum ekki föst í miðjunni lengur. Nú horfum við á þig utan hringsins og rauðu blöðrurnar fjarlægjast. Þú ert nú þátíð í huga okkar. Fegurðin er þó fólgin í því að þrátt fyrir að ritstjórnir hefji störf og ljúki þeim, ert þú alltaf til staðar. Við vorum bara boðberar fagnaðarerindis þíns, kæra Beneventum. Við erum komin að punkti og við förum ekki lengra.

Njótið vel,ritstjórn Beneventi 2012- 2013

Page 7: Beneventum No. 2

3

- ávarp -

Page 8: Beneventum No. 2

B E N EVENTUM No. 1

- beneventum no. 1 -

4

Page 9: Beneventum No. 2

5

- beneventum no. 1 -

Page 10: Beneventum No. 2

6

- ávarp -

Page 11: Beneventum No. 2

7

- ávarp -

Það var fyrir ári síðan í dag sem ég tók við af Karenu og ásamt ótal öðrum fór að leggja línurnar að skólaárinu. Síðan, allt í einu - 5 böllum, 2 Beneventum-blöðum, fræknum Gettu betur-sigrum og söngkeppni síðar, er árið búið. Og ég skil ekki hvernig. Einhvers staðar í móki fyrri tíma lifir þetta þó allt saman í minningunni með öllum hinum árunum. Svona týnist þá tíminn.

Flestir kannast við fleyg orð sem segja að þeir taki ákvarðanir sem mæti á staðinn. Upplifun mín á félagslífinu í MH er svipuð. Þeir skemmta sér sem mæta á staðinn. Taka þátt. Þess vegna er upplifun mín (sem mæli árið í viðburðum en ekki dögum, vikum og mánuðum) eflaust önnur en margra annarra. Ég vona bara að ég og allir þeir sem reyna að gera eitthvað í þágu nemendafélagsins hafi gert það eins opið, aðgengilegt og skemmtilegt og mögulegt er. Það var allavega markmiðið. Það er alltaf markmiðið.

En ég nenni ekki að hanga hér.Þótt hugur dvelji oft hjá þér. Lífið bíður líka eftir mér.

Og núna heldur endurtekningin áfram. Á næsta ári fara busarnir á annað ár, uppgötva djammið og týna metnaðinum. Þriðja árs nemar taka sig á og 4. árs nemarnir fara að sjá hlutina í samhengi. Sumt breytist aldrei. En ætli það sé ekki það sem gerir okkur að okkur. MH leynist víða og ætli að einhvers staðar í endurtekning-unni leynist ekki MH-andinn.

Þegar ég horfi til baka var allt skemmtilegt. Vissulega þreytandi og erfitt á tímum, en þó alltaf skemmtilegt. Hvort sem maður var á viðburði í Norðurkjallara eða í tíma. Ég lærði að njóta lífsins lystisemda í sögutímum hjá Stebba - með tangósporum, sögum

úr frumskóginum og lýsingum á steikum sem hægt er að skera með skeið. Gagnrýnin hugsun og að synda á móti straumnum var megininntakið í öllu, hvort sem maður var í sögutímum eða að vinna fyrir nemendafélagið. Svoleiðis stöff getur ekki annað en haft áhrif á þig og öll þín framtíðarstörf og gjörðir. Það er svo sem ágætt í sjálfu sér. Og þegar allt er jafnskemmtilegt og raun ber vitni á maður að vera hvatvís og ekki kryfja hlutina til mergjar. Hvort sem það er með háum einkunnum, NFMH-stússi eða sögutímum hjá Stebba, þá á maður bara gera það sem mann langar til hverju sinni. Þannig verða minningarnar bestar.

„Nú er bráðum tími til að þegja.Því ósagt nú á ég svo fátt.En ég sendi þér kveðju í sátt.Kveðju í sátt.”

Annars fannst mér við rokka þetta ár. Ég held að það hafi bara verið betra að vera MH-ingur heldur en nokkuð annað þetta árið. Það var ekki út af óaðfinnanlegum fjárhagsáætlunum, söngkeppni í Eldborg eða árshátíð á Broadway. Stundum skiptir fólk einfaldlega meira máli en samanburðartölur um mætingu, stærð og hagkvæmni rekstursins. Og innan veggja MH eru hæfileikar í hverju horni og frábært fólk handan þeirra allra. Og það er það sem skiptir máli. Kannski uppgötvaði ég það of seint, en ég er þó feginn að ég gerði það.

Ég veit ekki alveg hvert ég er að fara með þessa romsu en ætli ég sé ekki bara að reyna að segja takk og bless og vonandi verða komandi ár framtíðar MH-inga enn betri en mín.

-Hjalti Vigfússon

EINHVERS STAÐAR, EINHVERN TÍMANN AFTUR.

ÁVARP FORSETA

Page 12: Beneventum No. 2

8

- útskriftargrein -

Page 13: Beneventum No. 2

9

- útskriftargrein -

MH er óslípaður demantur. Við fyrstu sýn virðist MH ekki vera upp á marga fiska en ef maður gefur sér tíma til að skoða hann almennilega sér maður gersemina sem leynist á bak við þessa hrjúfu sementskel. En ég elska MH þrátt fyrir veikleika hans.Þegar ég kom á grunnskólakynningu í MH horfði ég varla í kringum mig heldur fór beint upp á Miðgarð. Þar hitti ég

hægt að kalla það röð menningarsjokka. Á busakvöldinu var okkur kennt hvernig ætti að fela ölvun á böllum bæði fyrir foreldrum og dyravörðum, einhver gaur ákvað að flassa alla örsnöggt og busar voru teknir upp á svið og niðurlægðir. Busunin var ekki eins hræðileg og ég hafði búist við fyrir fram. Þegar ég hugsa um hana í dag finnst mér hún aðallega fyndin.

vini mína, fékk mér af hlaðborðinu og fór síðan. Ég ætlaði alls ekkert í þennan MH. Hann er sko fyrir skrítið fólk. Eftir að hafa farið á kynningu í Kvennó ákvað ég að hann yrði fyrir valinu. Ég var þó mjög óviss yfir ákvörðuninni enda var þetta stærsta ákvörðun sem ég hafði þurft að taka fram að því. Dag inn áður en umsóknar frestur inn rann út fór efinn að sækja að mér. Eftir að hafa lagst undir feld og íhugað valkostina upp á nýtt sá ég ljósið og ákvað að sækja um skólavist í MH. Í dag kalla ég þetta oft bestu ákvörðun lífs míns. Fyrsta önnin var viðburðarík og full af nýjum lífsreynslum. Líklega væri þó einnig

Það var þó einnig sumt sem var yfir strikið og ekki fyndið, t.d. þegar ég var teipaður við gaur, okkur troðið inn í lítið rými og klámmynd sett í gang. Okkur var svo sleppt lausum stuttri stund seinna. Þegar hér er komið við sögu vil ég þó bæta því inn að á mínum stutta tíma í skólanum hafa þessi mál færst til mun betri

vegar. Um kvöldið var að sjálfsögðu busaballið. Ég mætti fashionably seint, heilum hálftíma eftir að ballið hófst, og fylgdist undrandi með ölvuðu fólki tínast inn og munnvatnsskiptum sem urðu tíðari og tíðari. Þegar ein yngismeyjanna fór að blikka mig útskýrði ég kurteislega fyrir henni að ég væri með hálsbólgu og vildi alls ekki smita hana. Það var þó ekki allt

„Eftir að hafa lagst undir feld og íhugað

valkostina upp á nýtt sá ég ljósið og ákvað að sækja um skólavist í MH. Í dag

kalla ég þetta oft bestu ákvörðun lífs

míns.“

sem gerðist á mínum fyrstu vikum mínum í MH sem stuðaði mig. Ég var tekinn inn í Mímisbrunn og vann þar aðstoðar-mannsstörf fyrir Gettu betur-liðið. Einnig fór ég í busaferðina. Í hana fór ég aftur núna í haust og fékk þá að rifja upp þessa yndislegu stemningu sem ríkir þar. Ef aðeins að allir gætu alltaf verið svona jákvæðir og opnir fyrir nýjum hlutum. Skólagangan í MH hefst og endar á Miklagarði. Daginn áður en nýnemar hefja nám við MH mæta þeir á hinn svokallaða rektorsfund á Miklagarði. Gangi allt eftir kemur maður aftur þangað að vori til og hittir rektor tæpum fjórum árum seinna. Þá er sett upp stúdentshúfa, tekið við plaggi frá rektor og svo stigið léttum skrefum út í fallegan dag þar sem áfanganum er fagnað með vinum og ættingjum. Ég hef nú þegar sagt ykkur frá lífi mínu í MH eftir rektorsfundinn, nú ætla ég að segja ykkur frá lífi mínu þegar líður að því að ég hitti rektor aftur á Miklagarði. Nú þegar komið er að útskrift minni er mér farið að þykja ósköp vænt um þetta litla samfélag okkar og þessa einföldu og afslöppuðu stemningu sem hér ríkir. Þegar ég horfi til baka líður mér eins og ég hafi eytt heilu æviskeiði í MH. Á sama tíma líður mér þó eins og ég hafi ekki gert annað en að blikka augunum

HAMRAHLÍÐARDRAUMURINN

Sigurgeir Ingi Þorkelsson

Page 14: Beneventum No. 2

10

- útskriftargrein -

nýtti ég mér lyklavald mitt og fór að skoða það sem leyndist á Bessastöðum, skjalageymslu NFMH. Þar fann ég sannkallaða fjársjóðskistu, gömul Bene-ventum-blöð. Ég rakst á gamalt forseta -ávarp. Ég man ekki lengur frá hvaða ári blaðið var né hvað forsetinn hét en boðskapinn man ég vel. Í ávarpinu sagði hún, forsetinn, frá grein sem hún hafði lesið. Greinin var eftir strák sem var að útskrifast og vildi breiða út þann boðskap að fólk ætti að taka virkan þátt í félagslífinu öll árin og alls ekki að hika við að bjóða sig fram í það sem þau hefðu áhuga á. Hann hafði sjálfur gert þau mistök að bjóða sig ekki fram til listaráðs fyrr

þá fram á síðasta ár með að taka þátt og ef þú hefur brenn andi áhuga á skóla fundum og laga breytingum, sæktu þá um að vera í lagabreytinga nefnd. Þú hefur engu að tapa! Sjálfur reyndi ég að taka þátt í eins miklu og ég gat og það er óendanlega gaman, þó að það geti stundum tekið á. Því dýpra sem þú sekkur í félagslífið, því skemmtilegra verður það. Það var þó ekki fyrr en á þriðja ári sem ég fór að taka virkan þátt í félagslífinu og eftir á séð hefði

ég viljað byrja fyrr. Lífið er núna en ekki seinna. Þess vegna er mikilvægt að lifa í núinu, nýta tímann vel og gera það sem færir manni hamingju. Hamrahlíðin er staður draumanna. Núna þegar

„Ég hef lært ótal margt og þroskast

mikið frá því að ég var litli, hræddi

businn.“

EFTIRMÁLI

en við lok þriðja árs þrátt fyrir að hafa alltaf haft áhuga á því. Þessum mistökum vildi hann forða öðrum frá og þennan boðskap var forsetinn að bera áfram. Greinin hafði verið hennar helsti hvati til að bjóða sig fram til forseta. Þetta fannst mér ótrúlega merkilegt og ég hugsaði með mér að þetta væri boðskapur sem ég vildi miðla til fólks. Því segi ég við þig: Taktu þátt! Ef þú hefur áhuga á leiklist farðu þá á leiklistarnámskeiðið, ef þú hefur áhuga á að taka þátt í söngkeppninni, ekki bíða

ég er við það að yfirgefa skólann er mér efst í huga þakklæti fyrir allar þær góðu gjafir sem menntaskólaárin hafa gefið. Árin mín í MH hafa verið skemmtilegustu ár lífs míns hingað til. Ég hef lært ótal margt og þroskast mikið frá því að ég var litli, hræddi businn. Ég hef fengið tækifæri til að rækta hæfileika mína og kynnst svo mörgu yndislegu, kláru, skemmtilegu og hæfileikaríku fólki. Ég vona innilega að það verði alltaf til staður eins og MH.Takk fyrir mig, MH!

Að sjálfsögðu má ekki skrifa út-skriftargrein án þess að minnast á MH-andann. Mig langar því að segja frá því að ég tel að ég hafi fundið MH-andann í rannsóknarvinnu minni fyrir þessa grein. Ég var staddur djúpt inni í hellum MH

þegar ég fann lampa, hann var soldið skítugur svo að ég prófaði að strjúka hann og viti menn ... nei ókei, smá djók. Það sem veitti mér innblástur þegar ég var að skrifa þessa grein voru gömul Beneventum-blöð. Það er mín skoðun að

í miðri busuninni og þegar að ég hafi opnað augun aftur hafi ég verið að skrifa útskriftargrein. Öðru keppnisári mínu í Gettu betur var að ljúka en við enduðum í glæsilegu öðru sæti þetta árið. Í Gettu betur hef ég fengið tækifæri til að kynnast ótrúlega kláru og skemmtilegu fólki og þróa með þeim einhvern mesta einkahúmor sem þekkst hefur í seinni tíð. Hann er þó fyrir vikið enn fyndnari (fyrir okkur) og þessi ár mín í Gettu betur, full af fróðleik og hlátri, hafa verið með því skemmtilegasta sem ég hef gert. Besserwisserinn sem við í Mímisbrunni sjáum um saman er ótrúlega skemmtilegur. Þrátt fyrir alla vinnuna sem fer í eina keppni er það einhvern veginn alltaf þess virði eftir á. Ég er búinn að vera í kórnum frá byrjun þriðja árs. Það er oft mikil vinna en sú vinna skilar árangri og það er gaman að sjá. Félagsskapurinn er líka frábær. Tími minn í embætti varaforseta er búinn að vera lærdómsríkur og það hefur verið gefandi að sjá skipulagningu og vinnu bera ávöxt. Það er fátt skemmtilegara en að sjá fólk vinna óeigingjarnt starf fyrir skólann okkar og hafa gaman af. Ég vil þakka fyrir öll þau ánægjulegu samskipti sem ég hef átt við félagsmenn þetta skólaárið. Þegar ég hafði nýlega tekið við embætti

það sé einmitt í þessum gömlu blöðum sem MH-andinn lifir því ár eftir ár endurspeglast skólaandinn í Beneventum sem síðan eru geymd á Bessastöðum. Í raun má því segja að MH-andinn búi á Bessastöðum.

-Sigurgeir Ingi Þorkelsson

Page 15: Beneventum No. 2

11

- útskriftargrein -

Page 16: Beneventum No. 2

12

- útskriftargrein -

Page 17: Beneventum No. 2

13

- útskriftargrein -

CONCRETE JUNGLE

Björk Brynjarsdóttir

MH er eins og að spila félagsvist á Grund, sjálfstæðisbarátta Bjarts í Sum ar húsum og kaffi bollinn sem þú fékkst á 110 kr. hjá Ellý í grautar pás-unni. MH er eins og fengi tíminn í Amazon -frumskóginum, hér gaular hvert karldýrið hærra en hið fyrra í von um að ná athygli kvendýrsins án nokkurs árangurs. Kvendýrið lætur sem það heyri ekki, þeir eru falskir og hljómlausir og fæstir í kórnum, og halda áfram að ræða nýjustu grein Hildar Lilliendahl, hugsanlega óléttu og nýju grænmetissamlokuna í Bakarameistaranum.

Ég man eftir fyrsta deginum mínum í steypuklumpinum í Hamrahlíð inni. Ég var búin að plana átfittið mitt í viku en það skipti svo sem engu því ég svitnaði svo mikið úr stressi að það eina sem fólk fann var vonda lyktin af mér. Svo svimaði mig óskaplega og var skíthrædd um að skapa mér orðspor sem busagellan sem leið yfir fyrsta daginn. Ég faldi mig inni á klósetti í eyðu og í vonleysi mínu óskaði ég mér í hlýtt og mjúkt fangið á móður minni. Í lífsleikni stamaði ég að einhverri stelpu sem ég hafði séð í klósettröðinni

á skátamóti tveimur árum fyrr, hvort hún væri komin með borð og hún hvíslaði til baka að svo væri ekki. Svo við settumst við eitt busaborðið, nokkrar saman, og hófumst handa við að tilkynna hvor annarri hvað við hétum og hvernig tann burstinn okkar var á litinn. Með tímanum fór ég samt að svitna minna, það leið aldrei yfir mig og ég fór bara á klósettið þegar þess var þörf. Ég fór að gera mig heimakomna í Sómalíu og klessu-köku kílóin hrönn uð-ust á mig. Mitt annað heimili og griða staður var Besta borðið, þar var þröngt og nota-legt að vera, full-komin uppskrift til

jónu í hinni og allt súrefnið brennur upp til að viðhalda einhverri óraplágu-ímynd MH-ingsins.Indí-tónlistarstíllinn sem ég hafði lagt svo mikinn metnað í á grunn skóla-árunum fauk út í veður og vind. Innan

skamms söng ég hástöfum með Queen Bey og þótt ist kunna Big Boi utan að. Rapp-text ana lærði ég samt ekki jafn vel og kenni-töluna á skil ríkinu mínu, hana kunni ég aftur á bak og áfram á þrem ur tungu mál um og gat rakið ímynd-aðar ættir mínar allt aftur á Sturlunga öld. Ekki að það kæmi að miklu gagni, þetta var allt saman út runnið. Maður spjar aði sig samt alveg, djammaði

bara í kirkjugörðum, kvik mynda húsum eða á klósettinu á annarri hæð þjóðar-bók hlöð unnar. Eftir stór félags ferðir var best að fela sig undir úlpunni sinni og það var erfiðara að komast í dauða-herbergið en margan hefði grunað.

að eignast bestu vini. Á göngunum berg málaði loforðið um hinn ósvikna MH-anda en ég var samt of upptekin við að ná mínum eigin anda. Já, það er heilmikil vinna að ná andanum í MH, enda allir með sígarettu í annarri og

„Rapptextana lærði ég samt ekki jafn vel og kenni-töluna á skilríkinu mínu, hana kunni ég afturábak og áfram á þremur

tungumálum og gat rakið

ímyndaðar ættir mínar allt aftur á

Sturlungaöld.“

Page 18: Beneventum No. 2

14

- útskriftargrein -

Á morgnana óskaði ég þess að aurarnir yrðu nægir til að guð gæti gefið mér mitt daglega brauð með osti og papriku og vonandi trópí tríó líka. Persónulega þótti mér betra að sofna bara í tíma heldur en að drekkja mér í einhverju kaffisulli úr þessu guðforskammaða frauðplastmáli. Hversu oft var líka einhver bjáni búinn að skilja hálffullan kaffibollann sinn eftir á borðinu með þeim afleiðingum að kaffið sullaðist yfir allt mitt hafurtask?En nú hafa mörg vötn fallið til Dýrafjarð ar og senn fer að líða að út skrift. Allt í kring um mig óma spurn ingar um fram tíðar áform en ég lít bara á tærn-ar á mér, veit ekki einu sinni hvort ég hafi efni á að kaupa mér hvítu húfuna. Þegar það fer svo að myndast pressa um svar lít ég upp, brosi og segi planið vera að bjarga heiminum. Þá glottir fólk, hlær jafnvel og spyr hvernig ég hyggist gera það. Ég hef ekki glóru en síðustu þrjú ár hef ég samt lært svo mikið, heimssýn mín er gjörólík og möguleikarnir stærri en vandamálin. Í samvinnu við sjö flottustu krakka sem

ég hef á ævinni kynnst tókst mér að gefa út tvö skólablöð. Ég er búin að dansa heilt gigg með Friðriki Dór og ótrúlegt en satt tókst mér að ná bæði Sjálfstæðu fólki og Njálu (takk fyrir að kíkja í pönnu-kökur krakkar). Þá er ég búin að gista í eyðibýli og fangaklefa, skinny dippa í leikfélagspartíum og byrja og hætta í stjórn. Ég hélt bjórkvöld, varð ástfangin

af Bene ventum og þóttist geta púllað denim on denim on denim on denim. Sú þekk ing sem ég hef öðlast af sam ferða-fólki mínu, vinum og sálu félögum á göngum skólans er dýrmætari en nokkur sál- eða stærð fræði-kunn átta. Hér kynnt-ist ég umburðarlyndi

og metnaði, hlátri og ævintýrum, en fyrst og fremst ótrúlegri vináttu. Og með það í farteskinu er ég handviss um að það er ekkert mál að bjarga heiminum.Og svo ég víki aftur í dýpi Amazon-frumskógarins. Þegar ég hugsa um vist-kerfið MH, með sína djammsýki og meðalmennsku, fyllist ég þakklæti. Hér er gott að vaxa og dafna.

„Allt í kringum mig óma spurningar um framtíðaráform en ég lít bara á tærnar á mér, veit ekki einu

sinni hvort ég eigi efni á að kaupa mér hvítu

húfuna.“

Page 19: Beneventum No. 2

15

- útskriftargrein -

Page 20: Beneventum No. 2

16

Myndir eftir

Hrefnu Björgu Gylfadóttur

HÁR

Page 21: Beneventum No. 2

17

- hár -

Page 22: Beneventum No. 2

18

- hár -

Page 23: Beneventum No. 2

19

- hár -

Page 24: Beneventum No. 2

- beneventum -

20

Brjóstsykur og ljós framtíðarinnarLíkt og margir jafnaldrar mínir þá vinn ég í sjoppu. Eftir að hafa nefnt það þá kemur sjálfsagt engum á óvart að viðskiptavinir nefni oft nammi við mig og oftar en ekki brjóstsykur. Orðið ,,sykur“ er nefnilega fleirtöluorð en þegar búið er að lita hann, bragðbæta og móta í einingar sem hægt er að telja, þá fer orðið að vefjast fyrir fólki. Fólk biður ýmist um einn brjóstsyk eða nokkra brjóstsyka.

et. ft.

nf: brjóstsykur nf: brjóstsykarþf: brjóstsyk þf: brjóstsykaþgf: brjóstsyki þgf: brjóstsykumef: brjóstsyks ef: brjóstsyka

Einnig ber að nefna að t’ið í orðinu á það

til að hverfa algjörlega í töluðu máli.

Þessi beyging er frumleg og svipar til þess að segja: Hér er Baldur, um Bald, frá Baldi, til glötunar. Að sjálfsögðu er það mestmegnis yngsta kynslóðin sem notar þessar framandi orðmyndir en samt sem áður heyri ég alls konar fólk segja þetta og er stöku sinnum sek um að segja þetta sjálf. Þetta er bara svona þróun sem enginn tekur eftir og ég læt það alveg vera að segja nokkuð við börnin. Þau eru hvort sem er mörg svo gráðug í þetta sælgæti sem ég er að skammta þeim og mega engan tíma missa. Það var ekki fyrr en eitt af ljósum framtíðarinnar spurði mig hvað hann gæti fengið mörg nömm fyrir 50 kall sem ég sprakk úr hlátri framan í viðskiptavininn unga. Greyið barnið varð skelkað og hljóp beinustu leið út.

-Vala Sigríður Ingólfsdóttir

Page 25: Beneventum No. 2

- beneventum -

21

Busagrein Perlu & Signýjar vol. 2

Kæru vinir, við erum mættar aftur.Við erum breyttar og bættar og sjáum ekki eftir neinu. Þetta ár er búið að vera snilld og viljum við þakka ykkur kæru sam nem-endur fyrir að hafa tekið uppeldi okkar úr höndum foreldra okkar í ykkar eigin. Þið eruð frábærið uppalendur. Kennið manni á lífið og djammið.Lífið, hvað er það? Er það bara skóli lífsins allt lífið? Er ekki málið bara að njóta. Allir tala um að menntaskólaárin séu bestu ár lífs manns svo af hverju bara að læra? Maður lærir af reynslu og hana fær maður ekki nema með því að prófa eitthvað nýtt. Prófa - upplifa - njóta - læra. Prófa, eru próf ekki bara mælikvarði kennara á það hvað nemendur þola? Hver hefur agann til að læra fyrir prófið? Það fá ekki allir 10, enda væri það eins og ef heimurinn væri í svarthvítu. Heimur í svarthvítu væri ekkert skemmtilegur, það væri svona eins og bíómynd ekki í 3D. Nei djók, hver þarf 3D, af hverju að sitja í bíósal með gerviartynördagleraugu og reyna að ímynda sér að það rigni yfir mann brennisteini? Ekki séns, þetta er allt ímyndun. Upplifunin er eitthvað betra, það er þín tilfinning á því sem þú prófaðir, var það gott, var það vont? Það sem við höfum lært á þessu frábæra ári hér í MH mundum við setja allt í flokkinn gott. MH er eitt stórt gotterí. MH er litríkur og bara fjandi fjölbreyttur. Hver ákvað til dæmis að sjoppan okkar héti Sómalía? Við þekkjum kisu sem heitir Sómalía, hún er rauðhærð eins og Perla. Hún er voða fín og sæt, kannski hún sé svona MH-kisi. En þá komum við að því, ertu katta- eða hundatýpan? Þessi spurning ætti að vera eitthvað sem maður spyr alla að við fyrstu kynni. Þetta segir einhvern veginn svo ótrúlega margt um manneskjuna. Ég, Perla, er svo augljóslega kattatýpa, hver vill ekki kósí kúr fram yfir æsta hopp andi hvolpa, en nei, ég rek upp stór augu þegar Signý, on my side, segist vera hundatýpa? Waddafuck? Nei ok jú, það meikar alveg smá sens, Signý er einhvern veginn alltaf hoppandi glöð en

samt. Hún er svo ljúf, hún er svona hundakisa. Hvað væri það? Hundakisa, er það ekki soldið næs pæling? Það er alveg góður kokteill. En ok ef við værum dýr væri Perla samt svo klárlega gíraffi, nei ok reyndar var gamla mailið hennar [email protected] (stórasystiraðleggjahanaíeinelti), en Signý, nei hún var [email protected], konan er ofurkona. Hún er hundamóðirin, samt engin tík, bara góð hundamamma. Hún hugsar vel um alla en samt er hún crazy þegar hún leyfir sér. Að djamma með Signýju er eins og að fara í rússíbana. Það er aldrei að vita hvert maður fer næst. Förum við til Kína að borða rækjur eða til Köben í Tivoli?En talandi um ferðalög, Menntaskólinn við Hamrahlíð er eiginlega eins og Berlín. Berlín er mögulega besti staður sem við höfum komið á, þar eru allar gerðir af fólki. Borgin er ekki rík en hún hefur stórt hjarta og þar eru allir velkomnir. Þegar við erum í MH líður okkur soldið eins og við séum í Berlín. Hér eru allar gerðir af fólki, fólk í öllum regnbogans litum. Það er einhvern veginn það sem gerir skólann og mótar hann. Það er út af öllu þessu frábæra fólki sem við getum ekki annað en hlakkað til að eyða næstu þremur árum hér í þessum skóla. Það að busaárið okkar sé í alvöru að verða búið finnst okkur hreint út sagt algjörlega ótrúlegt. Okkur líður eins og við höfum komið á busakynninguna í fyrradag, litlar og hræddar, en núna er árið bara liðið. Hvert fór þetta ár, hvernig hljóp það svona frá okkur? Núna getum við ekki annað en hlakkað til að ganga út í sumarið með bros á vör þó að við vitum að það muni líða alveg jafn hratt og þetta ár okkar hér er búið að gera. En þá mætum við bara hressar og tilbúnar í ágúst, tilbúnar í næsta skólaár. Það verður nú ekki leiðinlegt að fá litla krúttlega busa til að stríða smá! En hvað getum við svo sem sagt um það, við erum enn bara busar... bara smá stund í viðbót samt!Takk fyrir árið elsku djammarar og gleðilegt sumar!

-Perla & Signý

Page 26: Beneventum No. 2

22

NAFNIÐ

Skýring á því sem enginn veit hvað þýðir.

Page 27: Beneventum No. 2

- beneventum -

23

Beneventum heitir blaðið og Beneventum heitir kletturinn. Mikilvægt málgagn nemendafélagsins, grjótharður klettur í Öskju hlíðinni. Bæði órjúfanlegur partur af félagslífi skólans. Ef einhver vafi liggur á heitir blaðið eftir klettinum en ekki öfugt, hann hefur borið það nafn síðan um miðja 19. öld. Og nafnið er fullkomið. Það er hljómfagurt, það er hlutlaust, það er auðstyttanlegt (Bene). Yfir því hefur alltaf ríkt ákveðin dul úð, sem ég hyggst svipta í burtu. Hvað þýðir orðið og hvaðan kemur það?

Orðið, eða orðin, eru úr latínu. „Bene ventum“ eru í raun tvö orð. Það fyrra ættu flestir, sem nokkurn tímann hafa lært erlent tungumál, að geta sér til um að þýðir „gott“. Nota bene, benissimo, trés bien o.s.frv. „Ventum“ þýðir svo vindur og því þýðist Beneventum sem góður vindur. Einnig getur það þýtt staður þar sem gott er að koma eða jafnvel góðar fréttir, sem við í ritstjórn Beneventi erum gjörn á að færa. Samskeyting orðanna er hins vegar ekki ástæðulaus. Kletturinn er nefndur eftir bænum Benevento á Ítalíu, sem áður hét Beneventum og þar áður Maleventum. Mikil glaðværð fylgir þeirri nafnbreytingu, en á meðan bene þýðir gott þýðir male slæmt. Það er eitthvað við það sem minnir á Sjálfstætt fólk. Frá Veturhúsum í Sumarhús, frá Maleventum í Beneventum.

Margar vangaveltur um af hverju kletturinn var skírður eftir bænum ítalska hafa komið upp. Talið er að nemendur í Hólavallarskóla (seinna Bessastaðaskóla) hafi gefið honum nafnið. Skýringarnar á nafngiftinni sjálfri eru óáreiðanlegar en tvær hafa verið nefndar. Sú fyrri er að bæjarins Beneventum var getið í Rómverjasögu, þýðingu á latneskum sögum sem var vel þekkt meðal hinna menningarlegu pilta Hólavallarskóla. Seinni skýringin er að Napóleon, hinn eini og sanni, herjaði á Ítalíu og árið 1798 var borgin Beneventum unnin. Skólahald stóð á Hólavelli árin 1786-1805 og er sú skýring því ekki ósennileg. Vitað er að nemendur Lærða skólans og MR hittust við Beneventum- klett árin 1893 og 1928. Möguleiki er á að með því hafi staðurinn verið innleiddur í einhvers konar menntaskólamenningu, en engar heimildir eru fyrir því.

Forðum daga þegar busavígslur Menntaskólans við Hamrahlíð voru vægðarlausari fóru þær fram við klettinn í Öskjuhlíðinni. Busar sluppu þá við þjáninguna að vakna eldsnemma morguns, heldur mættu þeir í skólann að kvöldi til. Þaðan voru þeir teymdir í halarófu upp í Öskjuhlíð og böðlarnir héldu á kyndlum til að lýsa leiðina. Þið getið rétt ímyndað ykkur hversu mikil stemning það hefur verið! Gamanið átti þó til að kárna því busar voru niðurlægðir og jamberaðir undir söngnum "Snúðu nú aftur til hvíldar öndin mín, nótt er komin en dagur dvín…". Jambus felur í sér að beygja busa með afli upp og niður, fram og aftur, með tilheyrandi höfuðverkjum og blóðnösum hjá þeim

sem hlutu harkalegustu jamberinguna. Fortíðin var hörð, ekkert hnetusmjör, bara blóð.Enn í dag spilar kletturinn mikilvægan þátt í lífi busans. Hver man ekki eftir að bíða í röð í lautinni, umkringdur klettabeltinu og samnemendum sínum af fyrsta ári, klífandi Beneventum hærra og hærra þangað til toppnum var náð og krýningin tók við. Það er ógleymanleg stund í lífi hvers MH-ings. Ég man vel eftir minni eigin krýningu, mér leið eins og Lalli forseti, þáverandi forseti nemendafélgsins, hefði potað í hjarta mitt með prikinu sem hann hélt á. Það er eitthvað hátíðlegt við þessa athöfn og þennan dag í heild sinni. Ég hef hins vegar komist að því á þessu ári að það veit enginn nú til dags hvar þessi blessaði klettur er nákvæmlega, stjórnin ráfar áfram í blindni í hvert einasta skipti og finnur hann sökum einhverjar lukku, æðri afla eða MH-andans.

Klettarnir gráu gnæfaginnstyrkir upp um hlíð,og björtum blómum þeir skýlabyljum fyrir og hlíð.

Svo orti Benedikt Gröndal um klettinn fagra, en hann var einmitt nemandi við Bessastaðaskóla. Strákarnir hafa greinilega haldið ástfóstri við klettinn lengi eftir flutning, þó að aðeins lengra sé að fara frá Bessastöðum en Hólavelli. Ég á erfitt með að skilja að forseti eftir forseta hafi sætt sig við að búa hálfpartinn úti í sveit. Ef ég væri forseti byggi ég í Grjótaþorpinu, það væri mun hentugra og nettara í alla staði.

„Hvað er þetta Beneventi?“ er spurning sem ég hef oft og mörgum sinnum fengið frá samnemendum á líðandi skólaári. Jú, við í ritstjórn Beneventi höfum kosið að fara eftir upprunalega latneska beygingarhætti orðsins, enda heimsborgarar og öll með tölu lærðir málfræðingar. Föllin eru vissulega sex talsins en til að flækja málin ekki um of notum við aðeins þau sem til eru í íslensku. Dömu mínar og herrar, Beneventum beygist svona:

Nefnifall: BeneventumÞolfall: BeneventumÞágufall: BeneventoEignarfall: Beneventi

Leyndarmálið hefur verið afhjúpað og beygingin litið dagsins ljós. Engin dulúð fylgir orðinu lengur en það er kannski allt í góðu. Með svo áhugaverðri og merkingarþrunginni baksögu verður nafnið jafnvel enn merkilegra. V79, Fréttasætan eða Loki Laufeyjarson? Að mínu mati keppir ekkert þessara skólablaðanafna við hið megnuga Beneventum. Nafnið er fullkomið.

-Steinarr Ingólfsson

Page 28: Beneventum No. 2

24

Page 29: Beneventum No. 2

FYRIRSÆTUR:

Harpa SigmarsdóttirSteingrímur ÞórðarsonIngibjörg Sigurðardóttir

Bjarni Benedikt BjörnssonGérard Lemarquis

Bjarnheiður Kristinsdóttir

MYNDIR:

Álfheiður Erla Guðmundsdóttir

KENNARAR

25

Page 30: Beneventum No. 2

26

Page 31: Beneventum No. 2

27

Page 32: Beneventum No. 2

28

Page 33: Beneventum No. 2

29

Page 34: Beneventum No. 2

30

Page 35: Beneventum No. 2

31

Page 36: Beneventum No. 2

32

Page 37: Beneventum No. 2

33

Ásta Fanney Sigurðardóttir, Óttar M. Norðfjörð og Steinunn SigurðardóttirDómarar:

- ljóðakeppni -

Eitt prósent

Þar sem sólin sest og vindarnir taka andköfþar mun ég bíðaog horfa á heiminn hrynja.

Og hinum megin við hæðinasitur þú og virðir fyrir þér útsýniðánægður með árangurinnog stoltur af samstarfsmönnum þínum.

Nafnlaust

Á meðan bogna sumir,beygja sig.Svífa þeirer fastir sátu.Haggast ekki hann.

Glerbúrið

Horfiog stari heillaður á iðandi mannlífið

Hlustaog heyri hlátur og taktfastan nið

Lyktaog finn ilm af hamingju og frelsi

Bragðaog vatnið í munninum verður beiskt

Snertien man þá að ég er einn.

Page 38: Beneventum No. 2

34

- ljóðakeppni -

Orðlaus

Þögn.

Hugur minn öskrar.

-Þorgerður Atladóttir

Fyrir að draga upp mjög sterka mynd með aðeins 4 orðum.

Fyrir frumlega beitingu ljóðformsins

- Berglind Erna Tryggvadóttir

Page 39: Beneventum No. 2

35

- ljóðakeppni -

Í dimmri borg er sefur ljúfum svefni,sveipuð skikkju kyrrðar er hún hjalaupp úr draumi blíðum, gleðiefnisem renna inn í mjóróm þess sem malar.

Er líða fer að morgni bregður þögnþví hanagrey vill æfa morgunræðurísa þá úr rekkju, syfjuð ögn,borgarbörn í leit að lífsins gæðum.

Hversdagurinn gleður litla tátusem opnar vöku fyrir nýjum degiog tilbúin að leysa dagsins gátuhún gengur keik og hræðist lífið eigi.

Mætir móður sinni, kyssir föðurí kveðjuskyni og etur ljúfan dögurð.Klæðir sig og eigi er það löður-mannlegur svipur, hún er ægifögur.

Röðull rís úr sævi, brennir dökkvakrónur skríkja bjart og opna aldin.Stúlka hleypur meðfram bryggju nökkvaglöð því hún er geislaskikkju faldin.

Hún heilsar hverjum manni er hún sérog hleypur lokaspöl að gerði háu.Það blómgað rís, við himinnetju beren saklaus börn inn streyma, gá að fáu.

Færist inn í flauminn snótin ungaen sér ei blik í auga fylgja skrefi.Þó kaldur gustur sveipi mergðar lungaþá grunar engan nærri grimma refi.

Hún lærir margt og leikur við hvern fingurbrosið læðist fram á þreyttar varir.Er líður dagur fyllist hugarbingurog líða fer að því að opnist hjarir.

Gerðið tórir enn við skýjaklakkagrænir hvarmar votir himintárum,sveipað þokuslæðu kastar makkatil og heilsar hafsins ólgubárum.

Hliðið opnast, flaumur blandast flaumi,börnin hlaupa hver til sinna heima,hún út með hinum, nýja leið í laumi,gengur greitt en götur þarf að reima.

Til að finni réttan veg að nýjustendur kyrr og horfir yfir leiti.Kaldur hrollur vekur þunga lýjuog leggir eigi bifast líkt og neiti.

Þó grámi blandist hryssingsvindi nöprumog hræðslan gerir innan allt svo þungtþá blundar birtuvon í huga döprum,slær þúsund slögum hraðar hjartað ungt.

Skyndilega vefja hana hendurog slengja grönnum búk í kalda jörð.Lokast augu, svefninn henni sendurþví úlfur burtu dregur bráð um blóðidrifinn svörð.

Rauða leið er teymd í myrkri svörtuþví aldrei aftur opnar augu skær.Nóttin grimm í dimmt þá breytir björtuog máni miðar stjörnunál og hlær.

Er sökk í svefninn dró úr hjartaslögum,þeim fækkaði er báru hjartað burt,fagnaði ei fleiri björtum dögumog aldrei aftur leit hún fagra jurt.

Þó dimma borgin svæfi ljúfum svefniþá heyrðist þagnaröskur gegnum værðþví í húsasundi aðeins vafin morgunsólarefnilá lítill bjartur búkur stúlku sem var mikið særð.

Ekkert hjarta sló í hennar brjóstiog tómar tóttir litu nýjan dagþví móti hörðum heimi, hún í róstutapaði þó fyrir brjósti bæri heimsins hag.

-Sigrún Gyða Sveinsdóttir

Fyrir orðkynngi/skemmtilega orðanotkun.

Nálægðin í fjarlægðinni

Page 40: Beneventum No. 2

Sundmennirnir Snorri, Ágúst og Arnar Óli

- beneventum -

fara í sund

36

Page 41: Beneventum No. 2

- beneventum -

37

Jæja, mættum inn og þóttumst vera undir 18 ára til þess að þurfa bara að borga 100 krónur. Það gekk ekki og við borguðum fullt verð, 550 kr. Ekki nóg með það heldur þurftum við að labba í gegnum sundlaugina og yfir í útiklefann sem var fullur af óþolandi og háværum Dönum. Í útiklefanum var ekkert skápapláss og nánast enginn kraftur í sturtunum. Eitt jákvætt við útiklefann var að hann er við hliðina á sjópottinum góða. Við gerðum eins og vanalega og byrjuðum á að mýkja okkur upp í saltinu og héldum svo í göffið. Eftir göffið skelltum við okkur aðeins í köldu laugina til þess að kæla okkur niður fyrir pott 4. Þar var mikill hiti og mikil keyrsla á mönnum. Í potti 4 voru heitar umræður um djammið. Því næst fórum við upp úr lauginni vel mjúkir og fínir. Þessi sundferð fékk fjóra.

Laugardalslaug

Sundhöllin er alltaf klassísk. Hérna náðum við að borga einungis 100 krónur inn og fengum allir klefa í búningklefanum, klefarnir eru nefnilega svolítið unique og skemmtilegir. Sturturnar voru fínar og við ákváðum að taka nokkrar sundferðir, engin leti á mönnum þetta kvöld. Eftir að hafa synt tókum við nokkur svít múvs á brettinu góða og fórum svo í tækin og lóðin á bakkanum (ekki margar laugar sem eru með jafn illaða æfingaaðstöðu á bakkanum sjálfum). Eftir mikla keyrslu í innilauginni héldum við út í pottana. Pottarnir í Sundhöllinni eru alltaf mjög góðir. Í pottunum voru miklar umræður í gangi og mikið af útlendingum, en þeir voru ekki jafn leiðinlegir og háværir og Danirnir í Laugardalnum. Því næst enduðum á því að fara í göffið og þar var hitinn mikill.

Sundhöllin

Við erum farnir að kunna frekar vel að meta þessa laug. Klefarnir eru snilld og starfsfólkið skemmtilegt og hresst. Mikill kraftur í sturtunum og góð lykt af sápunni sem var lífræn. Við héldum á útisvæðið og tylltum okkur í heitasta pottinn. Hann er sá heitasti sem við höfum farið í hér á landi. MIKILL HITI HÉR. Eftir hann ákváðum við að taka röltið í kringum laugina og ekki nóg með það þá rákumst við á lítið hanagrey sem býr þarna á bakkanum. Við reyndum að gantast eitthvað í honum en hann hörfaði samstundis. Næst skelltum við okkur í rennibrautina sem var með öðru sniði en flestar aðrar rennibrautir en hún var samt snilld. Ferðirnar voru margar og keyrslan mikil. Eins og vanalega kíktum við síðan í göffið þar sem við strákarnir fórum í keppni hver gat verið lengst inni. Snorri tapaði og Ágúst vann, Arnar hafnaði í 2. sæti. Þegar við komum upp úr héldum við heim á leið eftir góða sundferð.

Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði

Við lögðum seint af stað á laugardegi á Hellisheiðina þar sem Reykjadalurinn er. Við vorum vel þunnir en í góðum gír og vel búnir á góðum jeppa, sem var mjög mikilvægt þennan dag. Veðrið var gott, smá gola á heiðinni en það stöðvaði okkur strákana ekki. Eftir hálftíma keyrslu tók göngutúrinn við. Eftir smá spöl vorum við mættir í dalinn góða. Þar var enginn vindur og fallegt um að litast. Við vonuðumst til að vera einir í dalnum en þar var mikið af fólki og mikil keyrsla. Við náðum góðum stað í læknum, frekar neðarlega, og böðuðum okkur í þessum yndislega læk. Þarna lágum við og nutum lífsins í fallegu náttúrunni og röbbuðum um daginn og veginn. Skyndilega var farið að dimma fullmikið og við ákváðum að færa okkur ofar í lækinn þar sem hitinn var meiri. Eftir dágóðan tíma ákváðum við að drífa okkur aftur að bílnum í niðamyrkri. Gangan til baka gekk vel þrátt fyrir myrkrið og vasaljósið hans Arnars kom að góðum notum. Yndislegur og ljúfur dagur hjá okkur sundmönnunum.

Reykjadalur á Hellisheiði

Page 42: Beneventum No. 2

- beneventum -

38

Ciao ragazzi! Come va? Tutto BENE? (hehe)Héðan frá Parma á norðurhluta Ítalíu þar sem ég hef verið síðan í byrjun september er allt gott að frétta. Vorið er skriðið í garð, sólin er farin að skína meira og sterkar, krókusar og ýmis skrautblóm farin að láta sjá sig hér í almenningsgarðinum, snjóskaflarnir bráðnaðir og föðurlandið loksins komið ofan í skúffu.Ég vissi ósköp lítið um skiptinám áður en ég fór út. Ég hafði heyrt að krakkar kæmu heim tungumáli, vinum, þónokkrum kílóum og reynslunni ríkari sem mér fannst hljóma spennandi svo án nokkurrar frekari kynningar valdi ég Ítalíu sem hefur lengi heillað mig og skellti mér af stað.Það er ótrúlega merkilegt að upplifa skiptinámsferlið sjálfur. Finna tilfinningarússíbanann sveiflast til og frá og átta sig á því að til þess að komast heim tungumáli, vinum, þónokkrum kílóum og reynslunni ríkari þarf að leggja svoldið á sig.

Vinskap þarf að rækta, reynslu þarf að sækja og tungumálið ... það er bara nokkuð erfitt að læra nýtt tungumál. Kílóin krefjast að vísu ekki mikils en ég hef staðið mig mjög vel á því sviði.Það sem ég hélt (eða vonaði) að yrði tungumálakunnátta á tveimur vikum varð margra mánaða basl þar sem pizzur voru pantaðar með eftirmiðdögum, yfirlýsing gerð um að Íslendingar væru aðalpersónur í stað mótmælendatrúar og leiklist 103 og 203 kom sér oft á tíðum vel. Nú eftir 6 mánuði líður mér nokkuð vel í málinu, ég þori að svara í símann á heimilinu, tala við ókunnuga án þess að byrja alltaf: ég tala ekki mikla ítölsku, er ágæt að lifa í núinu og þátíðirnar, fortíðin, núliðna tíðin, þáliðna tíðin, skildagatíðirnar og framtíðin (ítalska er ekkert grín sko) eru undir ágætis valdi. Framtíðin er að vísu kannski það sem maður kemst mest upp með að kunna ekki því Ítalía er eiginlega land án framtíðar ef mér leyfist að segja sem svo.

ÍTALÍA

Vigdís Hafliðadóttir

Page 43: Beneventum No. 2

- beneventum -

39

nennti bara ekki að vinna of mikið, gefur random kennurum og nem endum kaffi, selur samlokur ólöglega í komp unni við klósettin, kaupir vín fyrir bekk inn við sérstök tilefni og hjálpar þeim að svindla í stærðfræðiprófum. Stærðfræði kennarinn sem er með svartar tennur af vindlareykingum talar um allt milli himins og jarðar í tímum en minnist nánast aldrei á stærðfræði.

Pattinson og beit í sápu sem ég keypti í Lush því henni fannst hún svo girnileg. Faðirinn er frábær kokkur, reitir af sér misfyndna brandara og er ágætur besserwisser þótt hann wisser kannski ekki alveg alltaf besser (..?). En ég er bara lítill og vitlaus eyjarskeggi svo hvað veit ég? Systirin sem er jafnaldra mín er einstaklega hvetjandi og hjálpsöm, leiðréttir mig alltaf þegar ég tala vitlaust,

Þegar ég bið hann afsökunar á fjarvistum mínum eða læt hann vita að ég komist ekki í tíma brosir hann innilega sínu fallega brosi og segir mér bara að slaka á og lifa lífinu. Hann á víst að hafa mætt á hestbaki í skólann í fyrra en hann er einmitt mikill hestaáhugamaður og finnst sá íslenski mjög merkilegur. Sami kennari á mjög sætan hvolp sem hann sýnir mér oft myndir af en tíkin ber hið fallega nafn Vigdís. Í leikfimitímum dönsum við við Giuseppe Verdi, eitt helsta stolt Parmaborgar, og lærum ýmis sniðug sipp-trix (ég held sýningu á Lagnó) á meðan bekkurinn hinum megin í salnum gerir armbeygjur. Ljósmyndakennarinn pínir ofan í mig vitneskju um virkni myndavéla og þökk sé ítölskukennaranum mínum neyddist ég til að lesa mér til um efnahagshrunið okkar góða. Myndlist er orðið uppáhalds-fagið mitt því kennararnir eru svo fyndnir. Sá sikileyski gefur mér reglulega sítrónur, nammi og kex og segir mér sífellt að ég verði að finna mér elskhuga frá Sikiley og setjast að á Ítalíu. Hann er víst hrifinn af barmmiklum dömum og spurði mig hvort ég ætti einhverja fallega frænku á lausu. MH-stúlkur ættu að duga svo ef áhugi er fyrir miðaldra, lágvöxnum, þybbnum og sköllóttum teiknikennara ekki hika við að hafa samband! Þið fáið kex. Leiklistarkennarinn er ágæt svo sem en engin Magga samt og fékk bekkjarbróður minn til að læra að hata einhvern af ástríðu. Ég er samt með

er gjörsamlega laglaus en hættir ekki að syngja. Kisan er spikfeit, setur alltaf út klærnar þegar hún skríður upp í fangið til manns og kann ekki að mjálma.

Þetta er nú samt bara brotabrot af upplifun minni en reynslan eykst með hverjum deginum sem líður. Minni reynslu hér lýkur í júlí sem er eftir tæpa fjóra mánuði þegar þetta er skrifað. Ótrúlegt hvað “tempus fugit” (= tíminn flýgur. Ég er orðin svo menningarleg að ég sletti latínu). Ef þú, kæri lesandi, hefur aldur til og last þetta af áhuga fremur en af kurteisi vegna þess að þú þekkir mig, hvet ég þig til að kynna þér starf AFS eða annarra skiptinemasamtaka. Þetta er holl reynsla sem stækkar heim manns, breytir mörgum viðhorfum og eykur sjálfsþekkingu. Þið hin, verið góð við erlenda skiptinema og aðra útlendinga og leyfið þeim að spreyta sig á íslenskunni ef það er það sem þau vilja. Talið líka meira við þau því að guð veit að það er mikils metið.

Ég auglýsi hér vigdishaflida.blogspot.com til að ná 1111 orðum því það er svo nett tala.

Lifið heil!-Vigdís Hafliðadóttir

„Nú bý ég semi úti í sveit þar sem fjósailmur finnst

reglulega frá Parmesanosta -kusunum í nágrenninu.“

Þó svo að ég efist ekki um að brátt verði frábært skólaár að baki fyrir flest ykkar, fullt af gleði og spennandi viðburðum sem stakk stundum að komast ekki á, myndi ég ekki skipta því út fyrir það sem ég hef upplifað og lært hér og sé ekki eftir ákvörðun minni.

Nú bý ég semi úti í sveit þar sem fjósailmur finnst reglulega frá Parmesanostakusunum í nágrenninu, dádýr sjást út um eldhúsgluggann, villisvín hanga stundum við vegkantinn á kvöldin, hérar hoppa reglulega um og stundum froskar. Ég borða pasta að meðaltali 5 sinnum í viku, pizzu að meðaltali tvisvar og hef örugglega borðað heila svínahjörð þess á milli.Ég er í bekk með agavandamál í mjög áhugaverðum listaskóla þar sem ég læri til dæmis sögu sjónvarpsins, leik-hússins, tónlistar, ljósmyndunar og lista. Húsvörðurinn er háskólamenntaður en

08:00 á laugardagsmorgnum hefst skóli samkvæmt stundaskrá.

Ég á yndislega host-fjölskyldu sem saman stendur af móður, föður, systur og kisu. Móðirin er mjög hlý og bros-mild kona sem kann ekkert að elda, elskar Twilight vegna heitleika Robert

sirka 80 sinnum stærra hlutverk í leiklist hér en ég var með í MH-leikritinu í fyrra sem er ekki beint auðvelt á tungumáli sem ég hef enn ekki náð fullri stjórn á.

Þrátt fyrir áhugaverðan og hressan skóla hef ég lært að meta skólakerfið á Íslandi mun betur. Meira frelsi, hnitmiðaðri og oft á tíðum betri kennsluaðferðir, minna puð og enginn skóli á laugardögum. Ég flottust að velja eina landið í heiminum fyrir utan kannski Norður-Kóreu og Kína þar sem klukkan

Page 44: Beneventum No. 2

- beneventum -

40

MH-STELPUR OG GETTU BETUR

eftir

Sigurgeir Inga Þorkelsson

Staða kynja í starfi tengdu Gettu betur innan MH

Page 45: Beneventum No. 2

- beneventum -

41

Ástæðan fyrir því að ég ákvað að skrifa þessa grein er sú að hún sameinar tvennt sem ég hef mikinn áhuga á, Gettu betur og jafnrétti. Þegar umræða um stöðu stelpna innan Gettu betur fór aftur af stað nú um daginn ákvað ég að kynna mér stöðuna í MH. Ég lagðist því í rannsóknarvinnu með aðstoð annarra sem að starfinu koma og eftirfarandi eru niðustöður þessarar könnunar. Líkt og í fyrra var lið MH í ár skipað þremur karlkyns einstaklingum ásamt kvenkyns þjálfara. Árið 2011, árið þar á undan, var liðið skipað tveimur stelpum og einum strák. Við teljum okkur ansi viss um að MH hafi verið eina liðið með kvenkyns þjálfara sem náði í sjónvarpið í ár (átta liða úrslit). Við þekkjum ekki mikið til liða sem ná ekki í sjónvarpið og þau lið hafa mörg hver ekki settan þjálfara. Fæð kvenkyns þjálfara helst þó mjög í hönd við fámenni í hóp kvenkyns keppenda. Lið MH hefur sex liðstjóra, nokkurs konar aðstoðarmenn, og eru kynjahlutföll þar jöfn. Liðsmenn og liðstjórar mynda saman nefndina Mímisbrunn (sem heitir þó víst Öldungaráð núna). Haustið 2012 voru 95 manns sem tóku Gettu betur-forpróf í MH. 48 þátttakendur voru kvenkyns og 46 þátttakendur voru karlkyns. Voru því 50,5% þátttakenda kvenkyns en mikil áhersla var lögð á að hvetja stelpur til að taka prófið. Liðsmenn skoruðu frá 58 og upp í 68 stig af 100 mögulegum. Þeir höfðu forskot á aðra þar sem þeir höfðu verið í liðinu árið áður og voru í þjálfun. Það getur því verið gott að taka liðsmenn út fyrir svigann við greiningu á almennri niðurstöðu forprófsins.

Meðalstigaskor stelpna á forprófinu voru 13,84 stig á móti 14,99 stigum að meðaltali hjá strákum. Munurinn er því rétt rúmlega eitt stig sem er varla teljanlegur munur. Þarna er þó stuðst við meðaltal stráka án liðsmanna en meðaltal stráka ef liðsmenn eru teknir inn í útreikningana er 18,03 stig. Hæst á forprófinu að liðsmönnum frátöldum var stelpa og skoraði hún 43,5 stig. Skoði maður kynjahlutföll í næstu 10 sætum á eftir liðsmönnum, 4.-13. sæti, kemur í ljós að þar eru 4 stelpur og 6 strákar. Skoði maður svo 14.-23. sæti, næstu 10 sæti á eftir, eru þar 5 stelpur á móti 5 strákum.

Þegar niðurstöður forprófsins haustið 2012 eru bornar saman við niðurstöður prófsins haustið 2011 kemur ýmislegt í ljós. Af þeim 38 sem tóku prófið haustið 2011 voru kvenkyns próftakendur ellefu talsins eða um 29% Í tuttugu efstu sætunum voru þrjár stelpur. Fjöldi þeirra sem tóku prófið 2011 var nokkuð svipaður og árin þar á undan skv. munnlegum heimildum. Mín persónulega skoðun er þó sú að 38 sé undarlega lág tala miðað við að öll sæti í liðinu hafi verið laus. Einnig vekur undrun að ekki hafi komið fram fleiri stigaháir kvenkyns kandídatar í prófinu. Árið áður voru tvær stelpur í liði MH og virðist sem það ásamt sterkum fyrirmyndum í gegnum árin hafi ekki nægt til að laða stelpur að. Það kemur skýrt fram haustið 2012 að það var nóg af stelpum sem hefðu getað skorað vel á prófinu árið á undan því að haustið 2012 var áberandi mikið af stelpum á lokaári sínu sem tóku prófið og fengu prýðilegt skor. Sumar höfðu tekið prófið áður en aðrar tóku það þá í fyrsta skipti.

Helsti munurinn á þessum tveimur umræddu forprófum sem hægt er að benda á er að haustið 2012 var forprófið mun betur auglýst. Sjálfur kom ég að auglýsingu þeirra bæði árin en seinna árið var ég í mun betri aðstöðu til að auglýsa það sem varaforseti NFMH auk þess sem ég naut dyggrar aðstoðar oddvita Málfundafélags við skiltagerð. Bæði árin lagði ég sérstaka áherslu á að hvetja stelpur til þátttöku enda vildi ég ekki að MH missti niður orðspor sitt að vera skóli sem er duglegur að hafa stelpur í Gettu betur-liðum sínum. Haustið 2012 lagði ég enn ríkari áherslu á að fá stelpur til að taka þátt, sérstaklega þær sem voru nýnemar, og þrýsti á sumar þeirra þar til þær gáfu sig. Af einhverjum ástæðum virðist þurfa meira til að fá stelpur til að mæta í forprófin, jafnvel þó að þær skori jafn vel og strákar þegar á hólminn er komið. Ástæður fyrir því ætla ég ekki að telja upp hér enda hef ég ekki upplifað það að vera busastelpa. Ég man þó að ég sjálfur þurfti á hvatningu að halda til að mæta í forprófið þegar ég var busi. Sjálfum fannst mér ég ekki nógu klár fyrir Gettu betur en fyrir hvatningu góðra vina lét ég slaginn standa, tók forprófið, var stigahæsti nýneminn það árið og uppskar sæti sem liðstjóri. Lærdómurinn sem mér sýnist því helst mega draga af þessu er sá að passa þarf að auglýsa forprófið vel og helst að reyna að tala sérstaklega til stelpna. Önnur lausn sem ég held þó að gæti verið mun betri væri ef allir nýnemar myndu taka forprófið, jafnvel allur skólinn. Nýnemarnir myndu þó að sjálfsögðu nægja ef það væri gert árlega. Svo væri einfaldlega hægt að hafa próf á öðrum tíma fyrir þá sem eru á efri árum og vilja taka prófið.

Að lokum langar mig að segja frá Besserwissernum, innan-skóla spurningakeppni Mímisbrunns, en þegar þessi grein er skrifuð eiga úrslitin enn eftir að fara fram. Í úrslitunum munu tvö þriggja manna lið keppa en annað liðið er fullskipað stelpum og hitt skipað tveimur strákum og einni stelpu. Það er því ljóst að á hvorn veginn sem keppnin fer mun stelpa sigra Besserwisserinn. Það sama er hins vegar ekki hægt að segja um strákana.

Það er mikilvægt að hafa stelpur meðal keppenda í Gettu betur. Stelpur eru meirihluti framhaldsskólanema á landinu og í þeim skólum sem komast alla jafna lengst í Gettu betur eru stelpur í miklum meirihluta. Engu að síður eru oftast ein til þrjár stelpur meðal 24 keppenda þegar komið er í sjónvarpið. Ungar stelpur sem horfa á Gettu betur og hafa gaman af eiga ekki að alast upp við að hlutverk þeirra í Gettu betur sé að sitja á þriðja bekk eða aftar í áhorfendaskaranum og klappa og brosa. Stelpur geta verið dómarar, spurningahöfundar, spyrlar, þær geta leitt klappliðin og þær geta að sjálfsögðu verið keppendur. Stelpur, ekki láta sækja ykkur til að mæta í forprófin og ekki mæta fyrst á fjórða ári. Rísið heldur til ábyrgðar, látið slag standa og verið ungum stelpum flottar fyrirmyndir.

Page 46: Beneventum No. 2

42

Þarfaþing snýr aftur til að létta lund þína! Frá bókum til klæðnaðar, frá raftækjum til hljóðfæra, hvaða

veraldlegu eiga gætir þú ekki verið án?

ÞARFAÞING

Page 47: Beneventum No. 2

43

Page 48: Beneventum No. 2

44

- þarfaþing -

Djögl-keilurWallabees-skór

Djögl-boltarSaga Heimspekinnar - Gunnar Dal

Biblía

Skuggi vindsins - Carloz Ruiz Zafón Ferðir Gúllívers - Jonathan Swift

Page 49: Beneventum No. 2

45

- þarfaþing -

FiðlanDavid Oistrakh spilar rússneska fiðlukonserta

Plötusafn Spilverks þjóðannaGuffi og furðufiskurinn

Hálsmen frá ömmu Sollu

Leðurhanskar frá ömmu Röddu Bach

Page 50: Beneventum No. 2

46

- þarfaþing -

Dunlop-tennisspaðiSólgleraugu

Catcher in the Rye - J.D. SalingerSlaufa

Kodac Instamatic 133 filmuvél Nokia 1112 (besti sími í heimi)

Kókflaska frá AusturríkiSkyrta

Sokkapar í miklu uppáhaldiCoyote II hjólabretti

Fyrstu Converse-skórnir

Page 51: Beneventum No. 2

4747

- þarfaþing -

KalimbaThe Libertines-plata frá Camden

PersepolisDraumafangari

Penslar

StrigiAkrílmálning

Books of Albion - Pete DohertyMúmínbækur

Blár hárlitur og pensillNokkrar 7" plötur

Grapefruit - Yoko OnoDelicatessen

FjöðurCanon filmuvél

Howl - Allen Ginsberg

Page 52: Beneventum No. 2

48

- örstuttar umfjallanir -

Kynlíf, ást og hraðakstur

Það var snemma sumars árið 2010 sem ég uppgötvaði plötuna Histoire de Melody Nelson með hinum franska Serge Gains-bourg. Vinur minn var nýkominn með bílpróf og í einum af þessum næturlöngu bíltúrum út í buskann renndi hann í gegn fyrsta lagi plötunnar ,,Melody" og restinni svo, margoft. ,,Melody“ greip mig strax og með tímanum lærði ég að meta plötuna sem heild. Seinna komst ég að því að lagið fjallar einmitt um að keyra út í nóttina, um ástina á hraðakstri.

Ég hlustaði á plötuna óheyrilega mikið það sumar og gerðist sekur um að spila hana um það bil hundrað sinnum í gegn á kaffi-húsinu sem ég vann á, yfirmanninum oft til lítillar skemmtunar. Ég kunni textana nærri því án þess að vita hvað þeir þýddu. Það var í rauninni fáránlegt, google var vinur minn og gúgla ég skyldi. Texta smíðin er meistaraleg. Í ágústmánuði þegar stundatöfl-urnar voru komnar skráði ég mig úr spænsku og hóf strax nám í frönsku, nærri einungis vegna stórvirkisins sem textar plöt-unnar eru. Ég sé alls ekki eftir skiptingunni enda fékk ég prýðis-einkunnina sjö í fyrsta frönskuáfanganum, á meðan uppskeran úr SPÆ 103 var ómerkileg fimma.

Platan, sem er ekki nema 27 mínútur, fjallar um Gainsbourg sjál-fan á miðjum aldri og samband hans við Melody, fimmtán ára stelpu. Þau kynnast þegar hann er í næturbíltúr á bílnum sínum, Rolls Royce Silver Ghost, og keyrir á hana þar sem hún hjólar í sakleysi sínu. Þau verða umsvifalaust ástfangin og njóta ásta og ham ingjunnar á þeim stutta tíma sem þau hafa áður en Melody deyr svo í hræðilegu flugslysi í lokalagi plötunnar. Histoire de Melody Nelson hreppir auðveldlega titilinn kyn-

þokka fyllsta plata allra tíma þó svo að viðfangsefnið sé mögulega ekki sérlega smekklegt. Jane Birkin, ástkona Serge Gainsbourg, ljáir Melody Nelson rödd sína á plötunni. Honum til varnar var hún orðin 25 þegar platan kom út. Þau höfðu tveimur árum áður hneykslað heimsbyggðina í sameiningu með samfarasöng sínum „Je t'aime… moi non plus“ og var það tekið úr spilun í mörgum löndum sökum siðleysis.Meðal annarra strákapara Serge Gainsbourg má nefna þegar hann samdi „Les sucettes“ fyrir hina átján ára France Gall. Hún hafði ekki grænan grun um allar tilvísanirnar í munnmök sem hann kom fyrir í texta lagsins og segist hún hafa misst allt traust sitt á karlmönnum eftir að hún komst að leyndu tvíræðninni. Einnig afbakaði hann franska þjóðsönginn „Aux armes et cetera“ með því að gefa hann út í reggíútgáfu, frönskum þjóðernissinnum til lítillar gleði.

En aftur að plötunni. Gainsbourg hefur aldrei haldið sig við neinar ákveðnar tónlistarstefnur, hann svigar umhugsunar laust milli evrópopps, reggís, jass, chanson og rokks. Histoire de Melody Nelson flokkast til art-rokks, með sínum mjúku bassa-línum og heildstæðu textum. Í rauninni er ekki mikið um söng í lögum plötunnar heldur mestmegnis seyðandi rödd Gainsbourgs þar sem hann talar um kynlíf, ást sína á bílum, ástina almennt og þann mikla missi sem hann upplifði. Ég hlusta af áhuga á söguna hans í hvert skipti, þó svo að ég skilji einungis eitt og eitt orð.Histoire de Melody Nelson, eða Saga Melody Nelson, er hin full-komna konsept-plata og skarar fram úr mörgum öðrum sem mín uppáhalds. Hver sem er þarf að kynna sér hana, sem og verk þessa umdeilda snillings í heild. Aux armes, et cetera!

-Steinarr Ingólfsson

Page 53: Beneventum No. 2

49

Ég var í miðri upphitun í söngtíma þegar Diddú spurði mig: „Hefur þú heyrt um söngkonuna Ymu Sumac?“ Ég neitaði því en fór strax heim og kannaði málið. Netið var stútfullt af upp-tökum og ljósmyndum af þessari ótrúlegu konu. Útlit hennar og saga var ótrúlega heillandi og dularfull. Röddin hennar var töfrum líkust.

Yma fæddist í Perú árið 1922 og sögur herma að hún hafi verið Inka-prinsessa. Yma varði miklum tíma úti í náttúrunni þegar hún var ung. Hún hlustaði á fuglana syngja og hermdi svo eftir þeim. Yma kom fyrst fram í útvarpi árið 1942 og nokkrum árum seinna fluttist hún með manni sínum til New York þar sem hún fékk plötusamning. Yma sló í gegn í Ameríku þar sem hún flutti meðal annars tónlist Inkanna og Suður-Amerísk þjóðlög með magnaðri sviðsframkomu. Yma og hljómsveit hennar ferðaðist mikið og hélt tónleika víða.

Yma er þekktust fyrir ótrúlegt raddsvið sitt. Flestir ættu að geta

ráðið við að syngja þrjár áttundir með góðri leiðsögn en hún Yma hafði rúmlega fjögurra áttunda raddsvið. Það þykir óvenju-legt og einstakt. Hún gat því sungið eins og djúpur baritón og hár sópran. Vísindamönnum á þessum tíma þótti rödd hennar mjög áhugaverð og þeir rannsökuðu raddfæri hennar gaumgæfilega.

Þeir komust að því að barki Ymu væri óvenju sver en Yma þakk-aði fæðingarstað sínum fyrir hina „víðáttumiklu rödd“. Yma fæddist í Andesfjöllunum og ólst upp við tært fjallaloftið sem hún taldi hafa eflt færni lungnanna. Yma lést í Los Angeles árið 2008 úr ristilkrabbameini. Hennar verður minnst sem eins helsta full trúa framandi tónlistar um miðbik síðustu aldar.

Ég hvet alla, bæði tónlistaráhugamenn og aðra forvitna, til að kynna sér þessa ótrúlegu listakonu. Heillandi tjáning hennar er aðgengi leg víða á netinu. Góða skemmtun!

Örstutt umfjöllun eftir Álfheiði Erlu

- örstuttar umfjallanir -

Page 54: Beneventum No. 2

50

- viðtal -

Perla: Anton, segðu okkur aðeins frá sjálfum þér.Anton: Já ég heiti Anton Örn og ég bý í Reykjavík. Ég er einka-barn og á einstaklega elskulega foreldra sem má segja að gefi mér allt sem ég vilji. Ég á tvær mac tölvur, eina borð- og eina fartölvu, ég er algjört merkjafreak, ég elska merki. Ég útskrifaðist úr Álftamýrarskóla síðasta vor og lá leið mín þaðan í Fjölbraut við Ármúla en MH núna eftir áramót. Mér fannst MH einfaldlega bara meira spennandi en FÁ og ákvað því að skipta og sé sko ekki eftir því.

P: Hvenær og hvers vegna ákvaðstu að byrja að blogga?A: Mig einfaldlega langaði bara að blogga, það var engin sérstök ástæða fyrir því. Ég var búinn að vera að skoða önnur blogg og langaði að opna eitt sjálfur. Ég byrjaði með bloggið 21. sept ember 2012 en það var einmitt daginn eftir Marc Jacobs- tískusýningu sem ég fylgdist með.

P: Hvað finnst þér skemmtilegast við að blogga?A: Það er góð spurning. Það sem mér finnst skemmtilegast við það er hvað það er fjölbreytt, maður getur fairð í svo mismunandi

Anton Örn Rúnarsson er 17 ára strákur á sinni fyrstu önn í MH. Það væri kannski ekki í frásögur færandi nema fyrir það að hann hefur verið með eigið tískublogg, www.berjumst.blogspot.com, frá því í haust. Þið hafið kannski tekið eftir honum röltandi um ganga skólans með Marc Jacobs-töskuna sína og í Michael Kors jakkanum sínum, en Anton er smekkmaður með stóra framtíðardrauma.

BERJUMST

Perla talar við Anton Örn Rúnarsson um tískublogg, stílinn og lífið

Page 55: Beneventum No. 2

51

- viðtal -

efni, algjörlega sjálfsætt. Enginn sérstakur sem segir mér hvað ég eigi að blogga um heldur geri ég bara það sem ég sjálfur vil gera.

P: Hvaðan sækirðu helst innblástur og áttu þér eitthvert tísku-icon?A: Innblásturin sæki ég til dæmis á Trendnet, les mikið þar og eyði miklum tíma í það. Helgi Ómars er þar í sérstöku uppáhaldi. Tísku-icon myndi ég klárlega segja að væri Alexander heitinn McQueen, hann er æðislegur. Hann er svona fashion's bad boy, mér finnst hann bara svo frábær fatahönnuður, þegar hann var uppi þ.e.a.s.

P: Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum?A: Bæði sem secondhand og frekar mikið merkjavöru flíkur. Frekar mikið mikið þannig. Ég er alltaf frekar fínn til fara en það fer stundum út í smá öfgar, en það er önnur saga.Nýjasta flíkin í skápnum er hundapeysan mín, uppáhaldspeysan mín. Ég fór inn í Spútnik með vinkonu minni og var bara eitthvað að gramsa þegar ég rakst allt í einu á hundinn í miðjum peysurekkanum og tók upp peysuna og sá strax að þetta væri algjör draumapeysa, Angelo Litrico, ítalskur hönnuður sem er meira að segja til Wikipedia-síða um!

P: Hvaðan færðu öll merkjafötin þín?A: Ég hef fengið mjög mikið frá Ralph Lauren, það var einmitt fyrsta merkjavaran mín. Það voru skór sem voru keyptir á netinu. Mig langaði ótrúlega mikið í þá og pabbi bara keypti þá fyrir mig. Ég kaupi oftast fötin mín sjálfur ef ég fer t.d. í Spútnik og búðir hér á landi en þegar það kemur að netinnkaupum sér pabbi um það.

P: Hverju leitastu eftir í flík?A: Ég pæli í því hvort hún sé í litum sem ég fíla, en uppáhaldslitirnir eru einmitt rauður og blár, og líka smá svartur og gulur. Eina flíkin reyndar sem ég á gula er gul Lacoste-golla úr Spútnik. Fataskápurinn minn samanstendur að mestu af merkjafötum en samt svona skynsamlega keyptum í Spútnik. Ég fer ekkert í verslunarferðir til Ameríku með milljarða þótt það væri reyndar draumur að gera það einn daginn.

P: Áttu þér uppáhaldsflík?A: Já, það er Yves Saint Laurent-polobolurinn minn og Gucci- polobolurinn sem ég keypti báða í Spútnik. Ég fann Gucci-bolinn bara fyrir tilviljun, var að skoða polobolarekkann og sá glitta í græna og rauða litinn á erminni og tók í ermina og sagði bara „oh my god, þetta er Gucci polobolur, ég verð að kaupa hann.“ Hinn er frá Yves Saint Laurent. Ég hef tekið eftir því að Spútnik er með mjög mikið af YSL polobolum, sem er frábært!

P: Hvernig er týpískur dagur í lífi bloggara?A: Ég vakna og fæ mér morgunmat. Labba svo í skólann. Læri í skólanum, fer heim og kveiki á tölvunni, facebook - tumblr - youtube - twitter - trendnet - bloggið mitt, það eru síðurnar sem

ég byrja alltaf á að opna. Nóg að gera í tölvunni sem sagt. Fer stundum í einn og einn tölvuleik líka. Fer þá oftast í Minecraft eða Sims. Ég er reyndar algjörlega týpan sem byggi bara húsin í Sims, nenni aldrei að leika fólkið.

P: Nafnið Berjumst, hvaðan kemur það?A: Ég bara veit það ekki, mig minnir að byrjunin hafi verið að reyna bara að finna nafn fyrir fatamerki sem ég ætlaði að búa til og þá var ég kominn með Berjumst og Englar alheimsins en svo svona byrjaði ég að gera tilraunir og ákvað á endanum að nota bara Berjumst. Ég á reyndar þrjú tumblr, eitt tísku, eitt ljósmynda og eitt svona grunge, eins og það kallast, svona mátulega gróft blogg en á sama tíma mjög skemmtilegt.Varðandi fatamerkið þá get ég sagt að ég sé smá byrjaður, en ég er alltaf með litlu skissubókina mína í töskunni þar sem ég hef teiknað alls kyns kjóla með korsilettum og risapilsum. Það væri draumur að fá í framtíðinni að gera kjóla fyrir fræga fólkið. Mig langar samt helst að gera hversdagsfatnað með smá svona edge. Eins og svona háskólapeysur með kannski trylltum pallíettum, eða eins peysu nema með svona loði, eins konar pelsa-háskólapeysu. Ég hef mjög gaman af tískusýningum og fylgist oft með þeim í beinni í gegnum netið, eins og til dæmis þegar Louis Vuitton-sýningin var í beinni sat ég í frönskutíma og horfði á í tölvunni.

P: Hvernig sérðu sjálfan þig í framtíðinni?A: Ég hef hugsað mér að vera bloggari og fatahönnuður. Engir skólar ákveðnir enn en margt annað planað eins og til dæmis ætlaði ég nýlega að gera boli en hef ekki komist í það þar sem það þarf að kaupa bolina á netinu og blöðin til að setja munstrið á þá eru svo dýr. Planið var að prenta út á þessi blöð og strauja svo á bolina. Ég stefni í að vera með bloggið eins lengi og ég get. Mig langar að flytja til Los Angeles þar sem ég var síðastliðið sumar að heimsækja frænda minn, eða flytja til New York þar sem ég var einmitt líka síðasta sumar.

Það er greinilega nóg að gera hjá honum Antoni og verður spenn andi að fylgjast með þessum skapandi strák í framtíðinni. Nafn hans á eflaust eftir að fara stækkandi í heimi tísku hér á Íslandi og vonandi berast eitthvað út fyrir landsteinana.http://oskaborn-thjodarinnar.tumblr.com/http://englar-alheimsins.tumblr.com/http://berjumst.tumblr.com/

UPPÁHALDS:Búð: SpútnikFatahönnuður: Alexander McQueen og Marc JacobsFlík: Gucci-polobolurHljómsveit: Sigur RósMatur: Allavega ekki lasagne

Page 56: Beneventum No. 2

- beneventum -

52

Ég hef alltaf haft gaman af vínylplötum og hef nú safnað þeim í sex ár. Safnið er orðið um 600 plötur. Ég ætla að segja frá nokkrum plötum sem mér finnst áhugaverðar. Mér finnst sérstaklega gaman að útgáfum sem eru frá-brugðnar öðrum og það má segja að ég hafi blæti fyrir lituðum vínylplötum, þ.e.a.s. plötum sem eru ekki pressaðar á hinn hefðbundna svarta vínyl. Vínylplötur eru jafn mismunandi og þær eru margar. Því þykkari sem platan er því betri hljómgæði. Því færri lög á hverri hlið því lengra er á milli skurðanna sem gefur einnig betri hljómgæði. Áður en mörg hundruð eða þúsund eintök af plötum eru pressaðar eru fyrst pressuð nokkur eintök til að athuga hvort gæðin séu í lagi, oftast kallaðar test press eða white label plötur. Þær eru mjög sjaldgæfar og eftirsóttar af söfnurum.Flestir plötusafnarar muna eftir fyrstu plötunni sem þeir keyptu. Fyrsta platan sem ég keypti var Kona með Bubba Morthens. Þegar ég kom heim tók ég eftir því að aftan á henni stóð Felix Bergsson. Eins og allir vita er Felix hluti

af tvíeykinu Gunni og Felix sem eru stjörnur í augum okkar kynslóðar. En það er önnur saga.

„Ég gæti borðað svona plötur“- SVERRIR ÖRN PÁLSSON -

Fyrsta breiðskífa Sykurmolanna kom út með sex mis-munandi umslögum. Grænu, gulu, bláu, appelsínugulu og tveimur bleikum litum. Græna umslagið er hins vegar algengast.

Life’s Too Good (1988)The Sugarcubes

Kona (1985)Bubbi

Page 57: Beneventum No. 2

- beneventum -

53

12 mínutna lagið Siberian Breaks kom út á bláum marmara-vínyl. Á A-hlið-inni er lagið en á B-hliðinni skorið út listaverk (e. etched vinyl).

Þessi plata er líka ,,etched vinyl’’. Á A-hliðinni eru þrjú lög Ba Ba, Ti Ki og Di Do. Á hinni hliðinni er síðan búið að skera myndir í plötuna. Ef öll lögin eru spiluð samtímis, þ.e.a.s. á þremur plötuspilurum, þá kemur út nýtt lag.

Ba Ba Ti Ki Di Do (2004)Sigur Rós

Þessi plata er ,,single sided’’. Á annarri hliðinni er lag en hin hliðin er alveg slétt. Auk þess er hún 10” en ekki 12” eða 7” sem er algengara.

Limit to Your Love (2010)James Blake

Never Mind the Bollocks Here’s the Sex Pistols (1977)Sex Pistols

Á sumum útgáfum er ,,F-lykill’’ úr tón-fræði pressaður á B-hlið plötunnar. Toppið þetta, geisladiskur og mp3!

Ný útgáfa af plötunni sem kom út í hittifyrra. Tvær plötur, önnur appelsínugul og hin græn. Aðeins 500 tölusett eintök. Ég tryggði mér eintak nr. 022.

My Head Is an Animal (2012)Of Monsters and Men

Það sem er sérstakt við þessa plötu er að A-hliðin er ,,double grooved’’. Þá eru 2 lög pressuð samhliða á sömu hlið og það lag spilast sem nálin hittir á.

Birthday (Christmas Remix) (1988) The Sugarcubes

Siberian Brakes (2010)MGMT

Page 58: Beneventum No. 2

- beneventum -

54

Ólafur Baldvin JónssonSteinn Helgi Magnússon

Page 59: Beneventum No. 2

- beneventum -

55

Page 60: Beneventum No. 2

beneventum

56

Page 61: Beneventum No. 2

beneventum

57

Page 62: Beneventum No. 2

beneventum

58

Page 63: Beneventum No. 2

beneventum

59

Page 64: Beneventum No. 2

beneventum

60

Page 65: Beneventum No. 2

beneventum

61

Page 66: Beneventum No. 2

- beneventum -

62

Page 67: Beneventum No. 2

- beneventum -

63

Page 68: Beneventum No. 2

64

- annáll -

Það að halda Lagningardaga kann að hljóma frekar létt, en það er það eiginlega ekki. Egill Helga kom til dæmis alveg frítt sem var frábært, en það fór örugglega bara klukkutími af vandræðalegum tilraunum í miklu stressi í að ná sambandi við hann. Það átti að gerast á sama tíma og Besserwisserinn var í gangi, Þóra Arnórsdóttir einhvers staðar á leiðinni, Magnús Skarphéðinsson of seinn (hugsanlega týndur), það þurfti að stimpla í stofu 40, 11 og 29 og láta maraþonhaldara fá stimpla. Konan frá Já ísland var líka búin að lenda í árekstri. En við náðum samt í Egil á endanum, með því að hringja tvisvar í systur hans Úlfhildi (sem var sofandi og þekkti okkur ekki neitt), hringja upp í RÚV þrisvar sinnum og keyra niður í bæ til að banka upp á hjá honum. Það var reyndar planað að sækja Hildi Lilliendahl í sömu bílferð, en hún birtist svo bara sjálf uppi í skóla. Þá þurfti aftur að stimpla á fimm stöðum, neita 6 brjáluðum vinum sem endilega vildu fá stimpla og skamma strákana í Fifa-herberginu. Ragnhildur Tjokkó/busi Lagnó segir hér frá fyrstu Lagningardagareynslu sinni:„Neineineinei! Ég veit ekki hvað er í gangi hérna! Ég var send á fjölmennasta fyrirlesturinn á miðvikudagsmorgni og nemendurnir eru eins og hungruð dýr. Það er enginn mættur til þess að halda þennan fyrirlestur, hvað á ég að gera? Æ, tala ég ekki bara um Palestínu eða eitthvað? Ókei ég byrja bara ... Nei hjúkk, þarna koma þau. Ókei. Ég opna inn. Ókei Ragnhildur. Þetta verður allt í lagi. Slakaðu á. Ég opna og fólkið streymir inn. Fyrirlesararnir fljóta spriklandi fremst í sturluðu mannflóðinu. Mér er ýtt niður og kaffið mitt sullast yfir bæklinginn minn fína sem prentaður var í alls kyns litum. „Krakkar! Krakkar! Allir að finna sér sæti og reynum að þjappa vel inn í stofuna!“ Ekki ein manneskja hlustar á mig. Fæ bara nokkrar augngotur út á það að vera í sundbol og keiluskóm. Nei nú gefst ég upp. Ég treðst fram, sparka í 32 óða nemendur á leiðinni, og leyfi Lagningardagaandanum að taka yfir, en hann einkennist af troðnum stofum og miklum svita, tárum, hlátri og guðs lifandi fegnum nemendum sem ekki þurftu að sitja sínar venjulegu kennlustundir.“

-Lagningardagaráð

Lagningardagar

Page 69: Beneventum No. 2

65

- annáll -

Þann 7. febrúar 2013 var árshátíð NFMH haldin með pompi og prakt. Hún fór fram úr mínum björtustu vonum og vona ég að allir hafi tjúttað vel og mikið. Fordrykkur hófst klukkan hálf 8 og tóku kertaljós, rauður dregill og strengjakvartett við spariklæddum nemendum. Dagskrá kvöldsins hófst svo með því að Dóri DNA, gamall nemandi við skólann, hélt opnunarræðu og í kjölfarið var nemendum ásamt kennurum boðið upp á kalkúnabringu með sætu kartöflumauki og villisveppasósu. Árshátíðarvídjó Myndbandabúa var síðan sýnt (vá, hvað það var ógeðslega fyndið) og var korteri eytt í það að reyna að laga hljóðið á meðan tölvan var bara á mute. Á eftir því tóku kennararnir Guðrún Hólmgeirs og Júlíana lagið við mikinn fögnuð gesta og var svo eftirréttur borinn á borð. Í boði var yndisleg súkkulaðiterta með heimalöguðum vanilluís og jarðarberjakompoti, jiii hvað það var gott. Leikfélag MH sýndi svo atriði úr leikritinu sínu Skrín og að lokum lá leiðin niður á Matgarð þar sem Ojba Rasta og Gleðisveit Lýðveldisins stýrðu kónga og miklum dansi. Aldrei hélt ég að ég myndi sjá kónga á Matgarði, það var frábært móment! Við viljum nýta tækifærið og þakka öllu því frábæra og hæfileikaríka fólki sem hjálpuðu okkur að gera árshátíðina eins skemmtilega og hún var, þið rokkið!Tak så meget, ég hefði ekki getað beðið um meira.

Karen Björk, oddviti Skemmtiráðs

Árshátíð NFMH

Þriðjudaginn 19. febrúar var Söngkeppni NFMH haldin í Tjarnabíói, uppselt var á viðburðinn og stútfullt út úr húsi. Eftir mikinn og góðan undirbúning stigu keppendur á svið, hver öðrum glæsilegri. Það var augljóst að dómnefndin, sem var skipuð Högna Egils, Loga Pedro og Rósu Ísberg, átti erfitt val fyrir höndum. Þau þurftu þó að komast að niðurstöðu og var hún sú að Ásdís María bar sigur úr býtum með hjálp Odds við lagið Pink Matter. Í öðru sæti voru Karin Sveins og Una Hallgríms, í því þriðja var Atli Arnars & co.Óðríkur vill þakka öllum þeim sem komu að keppninni og hjálpuðu okkur að gera hana eins glæsilega og raun bar vitni.

-Ráð Óðríks Algaula

Söngkeppni MH

Page 70: Beneventum No. 2

- beneventum -

66

Hér sit ég á GITE (gistiheimili) og horfi út um gluggann. Ég horfi út í bakgarðinn. Húsin eru blá og karrýgul. Ég sé gamlan mann og unga konu uppi á þaki. Hún syngur fyrir barnið sitt og kyssir það. Gamli maðurinn hlær og klórar sér í skegginu.

Ég er dásamlega nálægt þeim. Gamli maðurinn borar í nefið, svo tekur hann eftir mér og snýr sér feimnislega við. Ég sit fyrir aftan rimlaðan glugga og horfi á fólkið eins og dýr í búri. Tvær stelpur koma út á þakið. Skyndilega dregur önnur þeirra niður

um sig buxurnar og pissar. Pissið lekur niður þakið og í garðinn. Fötin í bakgarðinum eru að þorna. Ofar í fjallshlíðinni ríður lítill strákur asna og syngur.

Í september á síðasta ári fór ég í átta daga gönguferð með hópi Íslendinga um Atlasfjöllin í Marokkó. Markmiðið var að ganga þorp úr þorpi og upplifa menningu Berba en einnig að ganga á topp Toubkal, hæsta tinds Norður-Afríku. Þetta eru dagbókar-

brot sem ég hélt í ferðinni.

FERÐADAGBÓK- Dýr í búri -

Page 71: Beneventum No. 2

- beneventum -

67

- Hæðarveikin er farin að gera vart við sig og ég er bæði með höfuð- og beinverki. Sólin hefur elt okkur alla dagana. Í dag baðaði hópurinn sig í fyrsta skipti í sex daga. Vatnið var ógeðs-legt; fagurgrænt með dósum í og glerbrotum. Það var samt mjög frísk andi og sömuleiðis að fá að þrífa fötin. Í kvöld ætlum við að sofa á milli fjallanna. Það dimmir snemma og næturnar eru einstak lega stjörnubjartar enda lítið um ljós sem truflar. Allt í kring eru geitur sem eins og mjálma. Hirðar þeirra eru í grendinni. Á tjaldstæðinu við vatnið kölluðu Berbar á mig og vildu sýna mér „Berber hospitality“. Þeir fóru inn í skýli og sóttu valhnetur og buðu mér. Berbarnir sögðu að þetta væri sérstaklega gott fyrir óléttar konur og blikkuðu mig. Ég fór.

- Í hópnum mínum er gamall maður sem reykir vanilluvindla. Hann er mjög hrifinn af múlösnunum sem bera draslið fyrir okkur, allt upp í 200 kg. Um daginn fann hann skeifu og þyngdi bak pokann sinn með henni. Hann ýmist dáist að þeim, hefur áhyggjur eða hugsar fallega til þeirra.

- Í gær þegar við vorum í hádegismat í litlu fjallaþorpi hitti ég börn sem voru ekki í fylgd foreldra. Ég borgaði þeim einn Dirham fyrir mynd af þeim. Einn Dirham fyrir minningu. Þeim fannst það mjög skemmtilegt og ennþá skemmtilegra að sjá útkomuna. Ef fullorðnir hefðu verið þar nærri hefðu þeir sjálfsagt þver tekið fyrir allar myndir. Berbarnir líta svo á að myndavélin steli sálinni. Mér finnst hugmyndin falleg og skil vel að þeim finnist óþægilegt þegar linsur og flöss eru rekin upp í opið geðið á þeim eins og vopn. Ein stelpan úr hópnum var á leið í skólann en hin börnin fylgdu henni, því það er greinilega ekki sjálfgefið að fara í skóla. Börnin voru spennt en líka skítug.

- Berbarnir eru ótrúlega almennilegir við okkur en það er erfitt að nálgast þá öðruvísi en sem túristi. Stundum líður mér eins og dýri í búri. Mér finnst auðveldast að nálgast krakka. Þá er tungu-mál ekki nauðsynlegt.

- Ég komst að því í dag að til að læra tungumál og skilja menn-ingu einhvers lands getur verið gott að læra málshætti. Þegar við segjum geymdu það sem leyndarmál segja þeir geymdu það undir hjartanu.

- Mannlýsing. Ég sit gegnt dæmigerðum Berba. Hann er lúinn, hokinn, tileygður með fáar og skítugar tennur, berleggjaður og brosmildur. Hann er með Casio-úr sem er á íslenskum tíma og derhúfu sem á stendur BOSTON. Hann segir fátt en virðist hugsa mikið. Ég velti fyrir mér hvaða drauma hann eigi ef hann hefur verið hirðingi allt sitt líf.

- Í dag spurði ég Hamid, leiðsögumann okkar sem er 24 ára og einstaklega almennilegur og hjálpsamur, út í samkynhneigð – sam kynhneigð er ekki til í Marokkó. Næst spurði ég hann út í klám. Hann sagði að vinir hans söfnuðust gjarnan fyrir framan sjón varp og horfðu á spólu. Hamid segir að stelpur horfi hins vegar ekki á klám. Næst sagði Hamid mér frá stelpu sem hann hafði verið ástfanginn af í langan tíma. Hún bjó í næsta þorpi.

Þau voru mjög ástfangin. En svo gifti pabbi hennar hana öðrum manni. Það tók á fyrir Hammed að segja mér frá þessu og ég fann að þetta var greinilega eitthvað sem hafði haft mikil áhrif á hann. „Í dag er hún ekkja, maðurinn dó. En ég get ekki hugsað mér að hitta hana aftur. Þetta er búið,“ sagði Hamid.

- Við sváfum í fjallakofa (3200 m) en leiðsögumaðurinn, múl-asna hirðarnir og kokkurinn í tjaldi við hlið skálans. Í gær byrjaði að rigna. Ég hef aldrei upplifað annað eins regn. Þetta mun vera rigning að norðan. Múlasnarnir skjálfa og Berb arnir sváfu í pollum í nótt. Úti er allt rennandi blautt. Við ætluðum að leggja af stað á topp Toubkal (4176 m) um fimmleitið en því var frestað. Ég er mjög ánægð og finnst ekkert aðalatriði lengur að ná upp á topp. Mér finnst ég vera komin svo langt og hafa séð svo margt.

- Klósettið í skálanum er stíflað. Það má nefnilega ekki henda kló sett pappír í klósettið. Það eru kúkaslettur á veggj unum og risastór kónguló í horninu. Fjallaskálinn er troðfullur af stranda-glópum. Peran í loftinu er að springa og stemningin er einstak-lega sveitt.

- Mér finnst skemmtilegast að hanga með Berbunum. Þeir eru svo alvöru, þeir syngja líka mikið sem er svo skemmtilegt. Þeir tromma á potta og pönnur og taktur tungumálsins er svo hraður að það er eins og þeir syngi stöðugt. Það er kominn strákur inn í tjaldið, þeir kalla hann múlasna. Geiturnar hérna mjálma og kindurnar líta út eins og hundar með löng skott. Ég held að það verði spaghetti í matinn.

- Marokkósk augu eru mjög falleg. Í gær sá ég svo fallega stelpu. Hún var á aldur við mig. Hún var með stórar varir og dimm augu. Hálft andlitið var eins og brennt og svo vantaði framan á annan handlegginn og aðeins þumallinn stóð út. Hún bað mig um „stilo“! Þegar ég áttaði mig hljóp ég og náði í penna og rétti henni. Ég hélt að hún ætlaði að biðja mig að bjarga sér. Hún skrifaði nafn sitt, Amina, á blað. Hún átti svo litla framtíð þarna ein uppi í fjöllunum.

- Þrátt fyrir mikla fátækt eiga margir Berbar snjallsíma og gervi-hnattamóttakarar á húsþökum eru algengir. Þetta er tenging þeirra við umheiminn. Um daginn þegar þeir gengu fram hjá okkur voru þeir að hlusta á Lady Gaga. Ég komst að því í dag að Hamid er frábær beatboxari. Takturinn hérna er allt öðru vísi en heima. Bæði hvað tungumálið varðar og hvernig þeir ganga til verks. Samt ekkert stress.

- Í Berbahópnum sem fylgir okkur eru tveir gamlir lágvaxnir menn með mjög fáar tennur og skítugar neglur. Þeir eru mjög krúttlegir og duglegir. Svo eru þeir svo brosmildir. Þeir forðast reyndar að horfa á mig og eru greinilega lægra settir en ungu hirðarnir. Mér finnst svo kjánalegt að borga þeim fyrir að bera draslið mitt. Mér líður illa yfir því.

- Fjórir kossar fyrir manneskju sem þú hefur ekki séð lengi.

Page 72: Beneventum No. 2

68

- viðtal -

Page 73: Beneventum No. 2

69

- viðtal -

JÖRBeneventum talar við fatahönnuðinn Guðmund Jörundsson um merkið,

búðina og lífið í MH.

Við göngum inn í óopnaða verslun JÖR á sólríkum apríldegi. Þar eru smiðir að störfum og ein og ein flík komin upp. Heildarmyndin er farin að sjást og lítur glæsilega út. Brátt á að opna verslunina sem er sú fyrsta undir merkinu JÖR.Við hittum Guðmund Jörundsson á vinnustofu sinni í kjallara verslunarinnar.

Hafði þig alltaf langað í fatahönnun?

Nei raunar ekki. Ég veit ekki hvernig þetta byrjaði en á tímabili breytti ég um skoðun og var að pæla í kvikmyndagerð. Svo fór ég aftur að pæla í fatahönnun af alvöru, ég var byrjaður að vinna í Herrafataverzlun Kormáks og Skjaldar og sú vinna ýtti auðvitað undir þær hugleiðingar og áhuga.

Hafðirðu verið að skapa áður en þú fórst í fatahönnun? Nei, í rauninni ekki. Ég hafði ekki lært neina teikningu eða að sauma áður en ég byrjaði í náminu.

Hvert var fyrsta stóra verkefnið þitt?

Það var fyrsta sýningin í LHÍ sem ég tók þátt í þegar ég var á fyrsta ári. Ég gat þá valið hvort ég tæki þátt í henni eða færi í verknám til Parísar. Ég var spenntari fyrir sýningunni þar sem mig hafði alltaf langað að stofna eigið merki, frekar en að vera undir öðrum, og ég sé ekki eftir þeirri ákvörðun. Í framhaldinu fór ég svo að gera línu fyrir Kormák og Skjöld. Hún kom út í takmörkuðu upplagi og var framleidd hér heima, sem kom ekki vel út fjárhagslega. Ég lærði rosalega mikið á þeirri línu.

Hvaðan færðu innblástur?

Í fyrsta lagi skoða ég ekki tískublogg, þau trufla mig oftast. En samt er alltaf eitthvað í loftinu sem maður grípur ósjálfrátt, þegar kemur að því að hanna. Mánuði áður en við sýndum haustlínuna okkar kom til dæmis Alexander McQueen-línan út. Þar voru í gangi svipaðar pælingar og okkar en útkoman allt önnur. An-nars get ég fengið innblástur af öllu mögulegu í umhverfinu. Það geta verið bíómyndir, ljósmyndir, arkítektúr, blóm, form, munstur eða bara hvað sem er. Í nýjustu línunni var ákveðin tilfinning sem réð ferðinni. Ég notaði munstur mikið í henni, eina flík hannaði ég eftir mynd sem ég átti af flísum á gólfi sem ég svo vann úr. Þá mynd hafði ég til dæmis fundið fyrir löngu og tekið til hliðar.

Takmarkarðu þig við litapallettur, snið eða efni þegar þú hannar?

Já, ég vinn þannig að fyrst geri ég ,,research“, byrja í engri tak-mörkun og sanka að mér öllu sem mér finnst áhugavert. Svo he-fur maður séð eitthvað og fengið einhverjar hugmyndir á leiðinni að þessu ferli sem maður nýtir sér.Á ferlinu safna ég saman alls konar myndefni sem vekur áhuga minn, oftast er einhver ákveðin litahugmynd að baki. Svo vinn ég út frá því og fer að skissa. Stundum geri ég litapallettuna á sama tíma og ,,researchið“ allt, hún kemur oft ósjálfrátt með en getur líka komið aðeins seinna í ferlinu. Hvenær í ferlinu efni er valið getur líka verið breytilegt. Öllum línum fylgir litapalletta og efni en ég hef alltaf reynt að nota bara náttúruleg efni. Fyrir nýjustu línuna varð mjög snemma ljóst að litapallettan yrði bara

Page 74: Beneventum No. 2

70

- viðtal -

„Svo kemur alltaf sú stund í ferlinu að maður áttar sig á því hvernig allt á að vera; sér fyrir sér sviðið, lýsinguna, make-öppið, tónlistina og allt.Þessi stund kemur alltaf á miklum álags punktum en þá er sem maður

einhvern veginn fatti allt.“

Page 75: Beneventum No. 2

71

- viðtal -

svört og hvít. Ég hef aldrei verið með eins litla litapallettu og þá en það var mjög gaman. Mikilvægast í ferlinu finnst mér vera ,,research“, að vera gagnrýninn og að geta tekið burt allt nema það allra besta. Svo kemur alltaf sú stund í ferlinu að maður áttar sig á því hvernig allt á að vera; sér fyrir sér sviðið, lýsinguna, make-öppið, tónlistina og allt. Þessi stund kemur alltaf á miklum álags-punktum en þá er sem maður einhvern veginn fatti allt.

Er mikill munur á að hanna fyrir konur en karla?

Það er frekar mikill munur á því. Miklu fjölbreyttara, mér fannst það rosalega skemmtilegt.

Ertu praktískur þegar kemur að notagildi?

Já, ég myndi segja það, án þess samt að vera að reyna það beint. Við erum með svokallaðar „ready-to-wear“-línur sem koma út fyrir dömur og herra tvisvar sinnum á ári í takmörkuðu upplagi og síðan erum við með undirlínur sem eru meira miðaðar að

Svo erum við búin að ráða verslunarstjóra og erum með einn fatahönnuð í vinnu. Síðan vinnum við auðvitað með alls konar aðilum eins og klæðskerum, grafískum hönnuðum og fleirum.

Hvaða flík finnst þér skemmtilegast að hanna?

Mér finnst skemmtilegast að hanna jakka og yfirhafnir.

Bindi eða slaufur?

Bindi, eins og staðan er í dag. Það er samt mjög breytilegt, en við seljum bæði bindi og slaufur í versluninni.

Hverjir eru þínir uppáhalds fatahönnuðir?

Það eru Alexander McQueen og Ann Demeulemeester. Demeulemeester er mjög stór innan tískuheimsins og sem dæmi eitt af stóru nöfnunum á Parísar-tískuvikunni. Línurnar hennar breytast lítið milli ára en þær eru samt alltaf jafn flottar.

„Þegar maður fær sér Jamiroquai-tattú þá hættir maður að

drekka.“

hverju fólk vill ganga í.

Hverju ertu stoltastur af, af því sem þú hefur gert?

Það er líklegast nýjasta línan, sem er að mínu mati það lang besta sem ég hef gert. Ég er ánægður með allt tengt henni; sýn-inguna sjálfa, tónlistina og förðunina. Heildarmyndin var mjög góð. Ég hef aldrei fengið þessa tilfinningu áður, en ég fann það tveimur dögum fyrir sýningu þegar módelin voru í mátun að eitthvað gott væri í vændum. Auðvitað vill maður samt alltaf gera enn betur.

Hvernig finnst þér að vinna í litlu hönnunarsamfélagi eins og Reykjavík?

Ég hef náttúrlega ekki samanburð en ég held að það sé mjög gott. Fólk á Íslandi er alltaf svolítið upptekið af því að það sé betra að búa erlendis, sem ég held að sé ekki rétt. Það er allt rosa lega auðvelt hér heima, það þekkja allir alla og stutt í að vinna með þeim bestu; bestu ljósmyndurunum og bestu stíl-istunum, sem mér finnst vera mikill kostur. Bransinn er lítill en er að stækka, það ættu allir að taka sér tónlistar bransann til fyrir-myndar, allir ættu að hjálpast að því það er engin sam keppni þannig séð, enginn er að gera það nákvæmlega sama. Auðvitað stefnum við samt á að merkið fari á stærri markað með tímanum.

Hverjir eru á bak við JÖR?

Það eru ég og Gunnar Freyr, lögfræðingur, sem eigum merkið.

Nú varstu um tíma í MH, áttu skemmti-legar sögur þaðan?

Þegar ég hætti í skólanum gekk sú saga að það hafði spurst til þess að rektor væri að leita að mér til að reka mig úr skólanum. Þegar ég hafði heyrt af því hafði ég hlaupið upp á skrifstofu og sagt mig úr skólanum áður en hann næði að reka mig. Það er góð

saga en samt ekki sönn.Svo fór ég einu sinni til Eistlands með Hamrahlíðarkórnum og kom heim með tattú af tónlistar manninum Jamiroquai. Það var skelfilegt og ég er ennþá með það. Svo hætti ég að drekka. Þegar maður fær sér Jamiroquai-tattú þá hættir maður að drekka.En það gerðist mjög margt í MH miðað við hvað maður var stutt í þessum skóla (2 ár).

Hverjir eru þínir helstu styrkleikar og veikleikar sem fa-tahönnuður?

Ég er góður í listrænni stjórnun og sé vel heildarmyndina, veit hvernig ég vil að hlutirnir líti út. Ég er góður í markaðsmálum, í því að markaðssetja vörumerkið. Ég er ekki góður að sauma eða sníða og hef aldrei haft áhuga á því. Fatahönnuðurinn sem er með okkur er rosalega góður að sauma og í tæknilegu hliðunum svo það hentar vel. Ég hafði aldrei mikinn áhuga á að sauma eða sníða því ég vissi að ég gæti aldrei orðið bestur í því, þá hefði ég þurft að læra að verða klæðskeri. Ég átta mig líka á því að maður getur ekki verið bestur í öllu sjálfur. Maður verður að geta unnið með fólki og dreift vinnuálaginu og sömuleiðis leitt vinnuna. Þetta er svo svakaleg vinna og ógerningur að vinna hana einn.

Texti: Sigurlaug Guðrún Jóhannsdóttir

Page 76: Beneventum No. 2

72

- matur -

Eins og sannir bóhemar erum við í ritstjórn Beneventi matgæðingar og heimsborgarar. Góður matur, góð vín, góðir vinir og instagram-myndir eru uppskriftin að fullkominni kvöldstund. Því slógum við til nú á dögunum og elduðum þríréttað, og nei, það voru vissulega ekki borgarar. Vegna almenns ósamræmis um uppáhalds matarmenningu var ákveðið að allir réttir kæmu frá mismunandi löndum úr mismunandi heimsálfum! Brjálæði, segið þið mögulega, en fjölbreytni er lykillinn, krakkar. Allir réttirnir eru auðveldir og henta hverjum sem er, jafnvel mestu eldhúsplebbum.Quesadillas í forrétt, eins einfaldar og þær gætu verið og gerðar í samlokgrilli í þessu tilfelli. Núðlusúpa í aðalrétt, Menntaskólinn við Hamrahlíð í hnotskurn. Crème brûlée er síðan einfaldlega besti eftirrétturinn.

Njótið, Bene.

Þríréttaður heimsborgari Beneventi

Page 77: Beneventum No. 2

73

- matur -

QUESADILLAS MEÐ GUACAMOLE

(Mexíkó)

KJÚKLINGANÚÐLUSÚPA(Japan)

CRÈME BRÛLÉE(Frakkland)

8 fajitas-kökur (1 pakki)1 krukka salsasósa1 pakki rifinn ostur

Vorlaukur

Uppskrift fyrir 3-4

500 gr kjúklingabringur150 gr eggjanúðlur

1/2 rauðlaukur1 rauð paprika

2 vorlaukar1 hvítlauksrif1 rautt chilli

1 tsk ferskt engifer1,5 lítri vatn1 dl soyasósa

1 dl sæt chilisósa1 msk sesamolía

1/2 limeferskt kóríander

salt og piparristuð sesamfræ

Uppskrift í u.þ.b. 6 form

3 egg1 tsk vanillusykur

6 dl rjómi2 dl sykur

1,5 dl mjólk3 eggjarauður

Þeytið saman egg og eggjarauður. Hitið, að suðu, rjóma, helminginn af sykrinum, vanillu og mjólk. Blandið síðan varlega saman og hrærið í á meðan. Hellið í lítil form eins og sjá má á myndinni og bakið í vatnsbaði í ofnskúffu við 175°C í 45-60 mínútur. Ágætt er að setja formin fyrst í skúff una og hella svo sjóðandi heitu vatni úr könnu í hana. Búðingur inn stífn ar þegar hann kólnar svo að það er allt í lagi þó að hann sé ekki alveg stífur þegar hann er tekinn út.Látið stífna í nokkra tíma. Stráið svo sykri yfir og notið eldhúslogsuðutækið góðkunna (algjört möst) til að bræða sykurinn þar til hann verður gullinbrúnn og jafn.

Skerið kjúklinginn og grænmetið í litla bita. Snöggsteikið kjúklinginn þar til hann tekur dálítinn lit. Hellið vatninu og soyasósunni í stóran pott og látið suðuna koma upp. Setjið grænmetið, engifer og chilli út í og sjóðið í 5 mín. Bætið þar næst kjúklingnum út í ásamt sætu chillisósunni, sesam-olíunni, lím ónu safanum, salti og pipar. Látið súpuna malla þar til núðlurnar eru tilbúnar. Stráið ristuðum sesamfræjum og söxuðum kóríander yfir súpuna áður en hún er framreidd.

Takið eina fajitas-köku og dreifið salsa sósu jafnt yfir hana alla. Stráið því næst rifnum osti yfir og smátt söxuðum vorlauk. Lokið með annarri fajitas-köku og grillið, steikið á pönnu eða hitið í ofni þar til osturinn hefur bráðnað og kökurnar eru orðnar fallega gullinbrúnar.Skerið í fernt og látið standa í örfáar mínútur áður en þetta er borið fram.Gott er að hafa guacamole eða sýrðan rjóma til að dýfa í.

Disfrutar de la comida!

GUACAMOLE

2 lárperur1 tómatur

2 litlir hvítlauksgeirarsalt

Afhýðið lárperurnar og hvítlaukinn. Sker-ið tómatinn í smáa bita og stappið saman við lárperurnar. Pressið hvítlaukinn og bætið út í maukið. Bætið loks salti eftir þörfum.

Page 78: Beneventum No. 2

- beneventum -

74

PÍKURÁsrún Mjöll StefánsdóttirSólveig Lára Gautadóttir

Page 79: Beneventum No. 2

75

- píkur -

Page 80: Beneventum No. 2

76

Page 81: Beneventum No. 2

77

- píkur -

Page 82: Beneventum No. 2

- beneventum -

78

Page 83: Beneventum No. 2

79

alvöruSPOrTIntersport er alþjóðleg sportvöru-verslunarkeðja

sem er leiðandi á sínu sviði og státar af 43 ára

afreksferli. Intersport býður upp á fjölbreytt úrval af

vörum frá þekktustu íþróttavörumerkjum heims.

Í Intersport færð þú vörur sem hjálpa þér að ná lengra.

InTerSPOrT lIndumbíldShöfða

akureyrISelfOSSI

Page 84: Beneventum No. 2

- beneventum -

80

Hafðu bankann í vasanumÁ L.is kemstu alltaf í bankann. Allar helstu aðgerðir í netbanka – millifærslur,

yfirlit bankareikninga, greiðsla reikninga og margt fleira – eru aðgengilegar á

L.is auk upplýsinga um markaði, gjaldmiðla og stöðu Aukakróna.

Skannaðu QR kóðann til þess að fara á L.is

Snjallgreiðslur

Með snjallgreiðslum geturðu millifært á örskotsstundu með því einu að þekkja farsímanúmer eða

netföng viðtakanda og við- takandinn getur verið í hvaða

banka sem er.

Betri netbanki á L.is

Í netbanka L.is getur þú stundað öll almenn bankaviðskipti með

farsímanum, hratt og örugglega.

Hagnýtar upplýsingar

Þú finnur allar helstu upplýsingarfljótt og vel. Staðsetning útibúa

og hraðbanka, fréttir, stöðu gjafakorta, gengi gjaldmiðla o.fl.

Fyrir flesta nettengda síma

L.is nýtir nýjustu tækni í farsíma-lausnum og einskorðast ekki við snjallsíma, heldur virkar á nánastöllum nettengdum símum.

Enginn auðkennislykill

Nýtt öryggiskerfi Landsbankans tryggir hámarks öryggi í netbanka einstaklinga og þar sem auðkennis-lykillinn er orðinn óþarfur er nú orðið mun þægilegra að fara í netbankann í símanum.

Aukakrónur

Þú hefur gott yfirlit yfir Aukakrón-urnar þínar, síðustu færslur, afslætti og staðsetningu samstarfsfyrirtækja Aukakróna.

landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn

Page 85: Beneventum No. 2

- beneventum -

81

Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð á www.unak.is/namid

Hvað ætlar þú að verða?Kynntu þér nám við HásKólann á aKureyri

Félagsvísindi*Fjölmiðlafræði*Hjúkrunarfræði**Iðjuþjálfunarfræði*Kennarafræði*Líftækni*

LögfræðiNáttúru- og auðlindafræði*Nútímafræði*Sálfræði*Sjávarútvegsfræði*Viðskiptafræði*

* Einnig í boði í fjarnámi ** Í boði í fjarnámi á Reyðarfirði og Selfossi

Hafðu bankann í vasanumÁ L.is kemstu alltaf í bankann. Allar helstu aðgerðir í netbanka – millifærslur,

yfirlit bankareikninga, greiðsla reikninga og margt fleira – eru aðgengilegar á

L.is auk upplýsinga um markaði, gjaldmiðla og stöðu Aukakróna.

Skannaðu QR kóðann til þess að fara á L.is

Snjallgreiðslur

Með snjallgreiðslum geturðu millifært á örskotsstundu með því einu að þekkja farsímanúmer eða

netföng viðtakanda og við- takandinn getur verið í hvaða

banka sem er.

Betri netbanki á L.is

Í netbanka L.is getur þú stundað öll almenn bankaviðskipti með

farsímanum, hratt og örugglega.

Hagnýtar upplýsingar

Þú finnur allar helstu upplýsingarfljótt og vel. Staðsetning útibúa

og hraðbanka, fréttir, stöðu gjafakorta, gengi gjaldmiðla o.fl.

Fyrir flesta nettengda síma

L.is nýtir nýjustu tækni í farsíma-lausnum og einskorðast ekki við snjallsíma, heldur virkar á nánastöllum nettengdum símum.

Enginn auðkennislykill

Nýtt öryggiskerfi Landsbankans tryggir hámarks öryggi í netbanka einstaklinga og þar sem auðkennis-lykillinn er orðinn óþarfur er nú orðið mun þægilegra að fara í netbankann í símanum.

Aukakrónur

Þú hefur gott yfirlit yfir Aukakrón-urnar þínar, síðustu færslur, afslætti og staðsetningu samstarfsfyrirtækja Aukakróna.

landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn

Page 86: Beneventum No. 2

82

- djammsögukeppni -

Þessi saga gerist á mínu sautjánda ári,minn nýjasti vinur var Bakkus, sá ljóti fjári.Við mæltum okkur mót í heimahúsi,ég, nokkur skot og landabrúsi.Við ætluðum saman á Nasa,á grímuball, eftir tæmingu nokkurra glasa.Ég setti þá upp grímu dauðasyndar;græðgin tók völdin, og var í sinni verstu mynd þar.Þá eignaðist ég enn einn vininn,sem flýgur allar nætur um himininn.Hann ber nafnið Óminnishegriog er flestu öðru skaðlegri.Hann flaug með mig að Austurstræti,en inn á Nasa skyldi ég ganga á fæti.Ég var haltur og blindur í þokkabót,svo ég leiddi sjálfan mig, fótur í fót.Ég komst inn á ballið, með naumindum þó,því góður vinur minn mig inn með sér dró.Ég var orðinn bólginn og blár,en aðalvessi kvöldsins var þó ekki tár.

Eftir mikla leit, ég sjálfan mig fann,og þá sá ég hann, minn uppáhalds mann.Uppi á sviði, næturgalinn fagri,í mínum augum var enginn heilagri.Ég vildi baða áhorfendur í tónasturtu,og hann sagði að ég gæti ekki gengið í burtu.Svo ég greip gæsina, og stökk upp á svið,og söng í smástund, honum við hlið.En eftir skamma stund hann hætti að gala,og loksins fékk ég við goðið að tala.En ekki lengi, því með hræðslu og hrollisá ég hljóðnema fljúga og hafna í mínum kolli.Vankaður og særður á líkama og sál,hrökklaðist ég niður, eftir höfuð í stál.Gæslumenn staðarins mig með sér drógu,og sumir grétu á meðan flestir hlógu.Daginn eftir varð ég súr og sár,þegar ég sá hvað ég var bólginn og blár.En verst var þó að ég, þessi ungi drengur,átti enga fyrirmynd lengur.

1. sæti: Atli JasonarsonGoðið sem gekk í burt

Page 87: Beneventum No. 2

83

- djammsögukeppni -

Ég græt viskítárum. Tárin verða að ám og áin eltir mig niður spítala stíg. Hvaðan var ég að koma? Já ég lá í minni eigin ælu hjá þessum strák þarna. Ætli hann hafi orðið ástfanginn eða ætli ælu lyktin geri honum það erfitt fyrir? Ég held samt að á ein-hverj um tímapunkti hafi ég elskað hann að eilífu. Ætli börn in okk ar verði æl eða manneskjur, nei oj núna man ég það, hann er með myglað sæði. Hvað var ég að kyngja þeim stóra bita, já hann sagði mér að gera það og ef ég hlýði þá elskar hann mig til baka.Hann er líka fullorðinn og ég er bara barn. Ég á samt að vera orðin fullorðin en hausinn á mér samþykir það ekki. Hann hefur ekki fengið nægileg gögn um það að ég hafi náð þroska full orðinnar manneskju. Ætli það sé þess vegna sem sæðið hans er orðið svona myglað, myglar það með árunum? Hann hefur allavega fengið 42 ár til þess að leyfa því að mygla og gerjast. Tárin stinga. Af hverju græt ég? Græt ég út af því að ég sé glitta í sjálfsvirðinguna mína í skolprennslinu eða af því að hann mun aldrei elska mig? Eða eru þetta tár reiðinnar? Hvernig dirfist hann að halda því fram að ég sé þess virði að lifa?! Hvernig hann setti hendurnar utan um mig eins og hann langaði það, eins og líkami minn væri þess virði. Hann kyssti mig á varirnar! Hann leyfði sínum vörum að snerta mínar og þess vegna leyfði ég mínum huga að halda að það þýddi að honum gæti þótt vænt um mig. Ég sagði honum líka sögur af mér og hann strauk mér um hárið og horfði í augun á mér á

2. sæti: Alma Mjöll ÓlafsdóttirHræðileg sýning

meðan. Ég horfði í augun á honum til baka og ég sá sjálfa mig fallega. Ég var ekki einu sinni máluð. Málingin hafði lekið af þegar við ákváðum að baða okkur í fötunum. Gríman mín var horfin og hann horfði á hana leka niður í baðkarið. Svo stóð ég nakin fyrir framan hann og hann brosti. Ekki þannig brosi sem gerir lítið úr hinni manneskjunni heldur bros sem segir að því líkar það sem það sér. Kannski var það bara viskíbros, mjög dýrt viskíbros. Og eftir alla þessa leiksýningu um áhuga þá skilar hún bara lélegum dómum. Leikarar báðir greinilega ófaglærðir. Þeir hafa greinilega ákveðið að leikstýra sýningunni sjálfir. Samt virðist aðalkarlhlutverkið hafa tekið við stjórninni eftir hlé. Nei, reyndar hann virðist hafa haft stjórnina mest allan tímann. Leikmyndin var reyndar frábær. Hún líktist virki lega raunveruleikanum. Enda er aðalleikarinn einnig leik mynda-hönnuður. Hann kann greinilega að smíða tilbúna heima sem virðast raunverulegir. Allt í allt var þetta léleg sýning sem ég mæli alls ekki með að fólk sjái. Þetta er bara enn ein ómerkilega sagan um fáfróða unga stúlku sem heldur að hún geti keypt ást með líkamanum. Og endirinn! Endirinn var hrikalegur, þegar aðalleikarinn kyssir hana á munninn eftir að hafa skutlað henni heim og hann horfir í augun á henni og virðist gera eina lokatilraun enn til að sannfæra hana um að þetta hafi þýtt eitthvað fyrir honum. Hræðileg sýning.

Ég og Tómas höfðum skemmt okkur stórlega á Bestu sem var með Quarashi og okkur langaði aftur árið eftir, en þar sem miðinn var frekar dýr og við vorum frekar fátækir ætluðum við ekki að borga okkur inn á tappafest þar sem að líkurnar á að vera lamdir voru meiri en líkurnar á að eignast nýja vini. Einhvern veginn náðum við að fara frítt með þeim tilgangi að við myndum taka ljósmyndir af fólki, við gerðum það svo sem, en með artý filmuvél sem ég átti, Tómas tók auðvitað enga myndavél með sér og ætlaði bara að „winga“ þetta. Auðvitað trúði enginn dyra/baksviðsvörður því að við værum þar til að taka ljósmyndir og hleypti okkur ekki baksviðs, maðurinn sem réð okkur í þetta virtist heldur ekkert sérstaklega áhyggjufullur um okkur þannig við fórum bara og skemmtum okkur, tókum ljósmyndir í leiðinni af fólki sem við þekktum ekki og einhverju kjaftæði.Við eigum þó ekki ljósmynd af merkilegasta atburðinum sem staðfesti vináttu okkar til æviloka, eftir gott kvöld fannst okkur snilldarhugmynd að fara og prófa alla matarstaðina, sem varð svo að ca. 10.000 kr á mann. Eftir allan þennan mat varð Tómas stressaður yfir að hann myndi fá hjartaáfall þar sem hann var með óreglulegan hjartslátt

3. sæti: Vilhelm Þór NetóÞú ert sko vinur minn

og gat ekki labbað beint (af augljósum ástæðum), þannig að að sjálfsögðu fór hann að tala við sjúkraliða, á meðann hann var að því varð mér óglatt þar sem ég var ekki vanur svona djammi, ég fór lengst í burtu og hneig niður, og ég fattaði að þessi matur yrði ekki mikið lengur í mínum maga. Tómas sá mig úr fjarlægð og hljóp með poka fullan af bjór, hann sá að ég varð leiður og kom að mér sem vin og spurði:„VILLI?! ÆTTLARU AÐ GUBBA?“Ég gat ekki svarað Tómasi þar sem ég var kominn í algjöra eymd. Tómas vissi hvað skyldi gera í þessum aðstæðum:„VILLI! VINIR GUBBA SAMAN!“Tómas sleppti pokanum sínum, tróð puttunum upp í kok og ældi öllu sem hann mögulega gat. Tómas hélt áfram í svona 10 mínútur á meðan ég var löngu búinn að jafna mig. Við lok þessa endurtók Tómas orðin sín:„Vinir gubba saman.“Ég brosti, rétti Tómasi bjórinn sinn, við opnuðum báðir einn ískaldan og fórum út á tjaldsvæðið þar sem að ævintýrið hélt áfram. Frá þeim degi var staðfest að við yrðum vinir til æviloka.

Page 88: Beneventum No. 2

- beneventum -

84

Kristínu Önnu Guðmundsdóttur og Ester Auðunsdóttur

eftir

TÚR-SÖGUR

Page 89: Beneventum No. 2

- beneventum -

85

Upprunalega erum við klassískur kirkjukór sem starfar í Langholtskirkju og höfum langflestar sungið saman alveg frá barnæsku. Haustið 2010 bauðst okkur það tækifæri að syngja inn á nýju plötuna hennar Bjarkar sem hún var að enda við að semja. Þetta var ótrúlega skemmtilegt tækifæri og við vorum allar mjög spenntar fyrir því að fá að syngja inn á plötu hjá frægasta Íslendingi í heimi. Þegar við fengum nóturnar og demo-in í hendurnar þá áttuðum við okkur á að þetta var mun erfiðari tónlist heldur en við bjuggumst við í fyrstu. Þetta voru engin fjögurra radda maríukvæði eða barbershoplög, heldur voru þetta lög sem voru allt upp í 14 raddir og takturinn engan veginn eins og við vorum vanar. Að loknu stífu æfingatímabili með kórstjóranum okkar Jóni Stefánssyni tókst þetta allt og við sungum inn á Biophilia-plötuna. Við stóðum okkur vel en héldum í raun að þarna lyki okkar hlutverki í þessu verkefni. En þetta var þó bara byrjunin á löngu ferðalagi sem enn er í gangi. Í fyrstu utanlandsreisunni fórum við til Manchester og vorum þar í heilan mánuð. Við ætluðum ekki að trúa að við myndum fá að ferðast með Björk en þarna varð draumurinn að veruleika. Í Manchester voru Biophilia-æfingar eða soundcheck upp á hvern einasta dag, þar á milli æfðum við fyrir okkar eigin kórtónleika. Þegar við stigum fyrst á svið með Björk í Manchester vorum við búnar að æfa svo mikið og lengi á þessu sama sviði að spenn-ingurinn var farinn að yfirgnæfa stressið. Það var mögnuð upplifun að vera í fyrsta skipti umkringdur áheyrendum sem voru að brjálast úr fögnuði, við erum ekki beint vanar svona látum í Lang holtskirkju. Þótt þetta hafi verið gífurlega erfitt ferli nutum við þess í botn að syngja og vorum mjög þakklátar fyrir þetta tækifæri. Eftir Manchester komu mörg fleiri verkefni upp á borðið hjá okkur. Við sungum á okkar fyrstu tónlistarhátíð, Bestival í Isle of Wight, sem var ein stærsta hippasamkoma sem við höfum séð. Þetta voru líklega verstu tónleikar sem við höfum sungið á, við heyrðum ekki neitt í neinu og stressið var alveg að fara með okkur enda 50 þúsund manns að hlusta. Samt sem áður var þetta mjög góð reynsla sem átti eftir að nýtast okkur vel. Eftir það ferðuðumst við m.a. til London, New York, Mið- og Suður-Ameríku, Parísar og svissnesku Alpanna. Við erum búnar að lenda í fullt af ævintýrum á þessum ferðalögum og það eru ótrúlega mörg eftirminnileg atvik sem hafa átt sér stað. Lífið er ekki alltaf dans á rósum í þessum ferðum. New York ævintýrið hófst á vægast sagt dramatísku atviki. Við vorum nýbúnar

að syngja í sjónvarpsþættinum Colbert Report þegar atvikið átti sér stað og vorum í sæluvímu, enda nýkomnar í stórborgina. Við vorum að keyra heim í rólegheitum þegar allt fór í döðlur og við urðum stopp á milli 20 til 30 lögreglubíla í hverfinu Bushwick, en sá staður er ekki eins saklaus og 101 Reykjavík. Skyndilega barði lögreglumaður á rúðuna og öskraði „GET THE HELL OUT OF HERE“. Við vorum alveg stjarfar og ætluðum að hlaupa út úr bílnum þegar bílstjórinn okkar ók af stað. Við höfðum ekki grænan grun um hvað hafði gerst og vorum hálf skelkaðar. Þegar við loks komumst á gistiheimilið okkar, sem var við hliðina á blokkinni þar sem atburðarásin hafði átt sér stað, fórum við strax upp á herbergi að horfa á fréttirnar á Fox til að komast að því hvað væri á seyði. Þá heyrðum við bergmál fréttamannsins beint fyrir utan hjá okkur. Lúí Beibí Ortiz, alræmdur glæpamaður, hafði skotið lögreglumann í andlitið og hlaupið af vettvangi. Þá hófst mikil leit og þyrlur og allar lögreglur í New York voru kallaðar til. Við fylgdumst með í glugganum eins og um fyrsta flokks spennumynd væri að ræða. Lögreglumenn komu meira að segja inn á gistiheimilið okkar í leit að sökudólgnum en sem betur fer fannst hann ekki þar og við sluppum allar ómeiddar. Þarna fengum við smjörþefinn af hinni myrku hlið New York-borgar. Mesta menningarsjokkið sem við upplifðum var í Suður-Ameríku því þar er menningin ólíkust því sem við erum vanar. Það var varla hægt að labba um göturnar nema það væri flautað á okkur og sumar lentu meira að segja í því að það var hneggjað á þær.Í Mexíkó vorum við í lögreglufylgd allan tímann og ítrekað varaðar við því að fólk myndi vilja selja á okkur hárið. Við fengum lögreglufylgd á festival-svæðið og sluppum við öll rauð ljós á leiðinni. Þegar við vorum á rölti um svæðið tókum við eftir tveimur undarlegum, svartklæddum mönnum sem virtust elta okkur út um allt. Eftir nokkrar flóttatilraunir komumst við samt að því að þeir voru í raun lífverðirnir okkar og því ekkert að óttast. Margt stendur upp úr eins og Lollapalooza-festivalið í Costa Rica. Þar fórum við í eitt skemmtilegasta eftirpartý Suður-Ameríku-ferðarinnar þar sem Skrillex, Diplo og Björk þeyttu skífum allt kvöldið. LMFAO voru á staðnum og það fór sko ekki framhjá nein um. Stuðið í Costa Rica hélt áfram með kaffismökkun og zip-line, síðan tekur við smá Evrópureisa í byrjun september. Þetta er búin að vera mikil reynsla fyrir okkur allar og við munum alltaf búa að því sem við höfum lært. Það eru spennandi tímar fram undan sem munu skapa ennþá fleiri góðar minningar.

Page 90: Beneventum No. 2

86

- beneventum -

Page 91: Beneventum No. 2

- beneventum -

87

Page 92: Beneventum No. 2

- beneventum -

88

Kvikmyndin The Sound of Music er flestum kunn. Myndin var frumsýnd árið 1965 með þeim Julie Andrews og Christopher Plummer í aðalhlutverkum. Myndin er byggð á Broadway- söngleiknum The Sound of Music við tónlist Richards Rodgers og Oscars Hammerstein II. Söngleikurinn er byggður á ævisögu Mariu von Trapp, The Story of the Trapp Family Singers.

Fræg saga byggð á sönnum atburðum ?

Fæstir þekkja hina sönnu sögu Von Trapp-fjölskyldunnar sem söngleikurinn og kvikmyndin eru byggð á. Ég sjálf hafði enga hugmynd um að þetta væri allt saman byggt á sönnum atburðum. Þegar ég kynnti mér þetta nánar var ég fljót að sjá að saga fjölskyldunnar var ólík kvikmyndinni og í raun frekar sorgleg.Von Trapp-sönghópurinn samanstóð af ungri söngelskri konu, ungum tónlistarlærðum presti og börnum Georgs von Trapp, baróns. Presturinn var stjórnandi hópsins og barónessan Maria söng ásamt börnunum. Hún leit samt á það sem hlutverk sitt að koma kórnum á framfæri en hann varð heimsfrægur eftir tuttugu ára tónleikahald. Broadway-söngleikurinn og kvikmyndin sem byggð er á þessum æviminningum slógu í gegn. Sýndar voru 1400 sýningar frá frumsýningu söngleiksins og kvikmyndin sló öll aðsóknarmet. Kvikmyndin halaði inn sjötíu milljónir dollara um allan heim. Maria seldi æviminningar sínar bókaforlagi fyrir aðeins níu þúsund dollara en engir eftirlifandi meðlimir hópsins hafa fengið einn einasta dollara af öllum þessum fjármunum sem æviminningar Mariu sköpuðu.

Fjölskylda Georgs von TrappFjölskylda flotaforingjans Georgs von Trapp var stór og lífleg. Börn hans voru sjö talsins en móðir þeirra og eiginkona hans dó

vegna veikinda. Börnin voru mikið fyrir tónlist og húsbóndinn spilaði reglulega á fiðlu, mandolín eða harmonikku. Maria, aðalpersóna kvikmyndarinnar, hét í raun fullu nafni Maria Augusta Kutschera. Hún fæddist í Vín árið 1905. Foreldrar hennar ólu hana ekki upp þar sem móðir hennar lést vegna veikinda þegar Maria var aðeins tveggja ára gömul. Faðir hennar vildi frekar ferðast en sinna uppeldishlutverki sínu svo hann sendi hana til strangrar frænku sinnar sem ól hana upp. Að loknum skóla gekk Maria í klaustur í Salzburg. Hún átti erfitt með að venjast ströngum reglum klaustursins og var því send burt til Von Trapp fjölskyldunnar.Í myndinni var Maria fengin til að vera ráðskona og annast öll börnin. En í raun hafði húsbóndinn á heimilinu, Captain Georg Von Trapp, leitast eftir kennslukonu fyrir veika dóttur sína sem komst ekki gangandi í skólann. Maria kom með lífsgleði á syrgjandi heimilið og hún kenndi þeim einföld tveggja radda þjóðlög.Maria kenndi stúlkunni og kunni vel við öll börnin sjö. Hún naut þess að syngja með þeim og kenna þeim ýmsa útileiki. Á þessum tíma varð Georg ástfanginn af Mariu og bað hana um að vera áfram og verða móðir barna sinna. Hún féllst á það og þau giftust árið 1927. Þau eignuðust tvö börn svo nú voru systkinin orðin níu.

Fjölskyldulífið

Fjölskyldan átti í fjárhagserfiðleikum og tapaði miklu fé árið 1930. Í von um að bæta fjárhag fjölskyldunnar kom upp hugmyndin að sönghópnum. Vinur fjölskyldunnar, presturinn Franx Wasner, tók að sér tónlistarstjórn hópsins og hópurinn vann fyrstu verðlaun á Salzburg Music Festival árið 1939. Þau

VON TRAPP SÖNGHÓPURINN

Álfheiður Erla Guðmundsdóttir

Page 93: Beneventum No. 2

- beneventum -

89

urðu mjög fræg fyrir barokk-, madrigala- og þjóðlagatónlist sína víða um Evrópu. Tónlistin sem fjölskyldan flutti var því mjög ólík tónlist Richards Rogers sem heyra má í myndinni. Þegar Þjóðverjar sameinuðust Austurríki árið 1938 var Georg því mjög andsnúinn. Hann neitaði að flagga nasistafánanum og hafnaði boði Hitlers um að fá sönghópinn til þess að syngja í afmælisboði hans. Georg hafnaði líka skipun nasista um að sinna störfum flotaforingja. Eftir að hafa hafnað fleirum slíkum boðum ákvað Georg að vernda fjölskylduna og yfirgefa Austurríki svo

// Á miðri myndinni hér fyrir neðan má sjá Franz, tónlistar-stjórann. Í kvikmyndinni er hans persóna, Max Detweiler, frændi fjölskyldunnar. Þar hugsaði frændinn aðeins um það hversu mikið væri hægt að græða á þessum frækna sönghópi. En í rauninni var tónlistarstjóri sönghópsins mjög klár og vann vel með hópnum. Ein dóttirin í hópnum talaði samt opinberlega um að henni hefði alltaf fundist tónlistarstjórinn óþægilegur, þrátt fyrir hæfileika sína. // Næstu sex árin fór hópurinn víða um Bandaríkin í söngferðalög. Hópurinn þreyttist mikið og

fljótt sem auðið var og skilja eftir allar eigur. Fjölskyldan, ásamt tónlistarstjóranum Franz Wasner og ritaranum Mörthu Zochbauer, fluttist því til Bandaríkjanna. Í lok myndarinnar The Sound of Music má sjá fjölskylduna ferðast upp Alpana og flýja Austurríki með eftirminnilegum hætti við lagið „Climb every mountain“. Fjölskyldan gekk í raun á næstu lestarstöð og tók lest til Ítalíu. Þaðan flugu þau til London og næst til Bandaríkjanna. Ef fjölskyldan í myndinni hefði gengið áfram yfir fjöllin hefði hún endað í Þýskalandi nálægt athvarfi Hitlers í fjöllunum.

Von Trapp-fjölskyldan hóf tónleikaferð í Pennsylvaniu og stuttu seinna fæddist Jóhannes, þriðja barn þeirra hjóna. Tónlistarstjóri fjölskyldunnar stjórnaði fjölskyldunni af miklu öryggi og varð hún þekkt sem „The Trapp Family Singers“. Í Bandaríkjunum tókst Mariu að ná samningum við Columbia Concerts. Umboðsmaður þeirra sagði hópinn þurfa að breyta framkomu, klæðnaði og helst tónlist sinni líka en tónlistarstjórinn Wasner hafnaði því og breytti engu varðandi tónlistarvalið.

samskipti barnanna og Mariu urðu erfið. Eilíf spenna innan hópsins magnaðist við lát fjölskylduföðurins árið 1947.

EndalokÞessi mikla spenna og óánægja leiddi til taugaáfalls einnar systurinnar í hópnum. Önnur systir í hópnum var sú eina sem hafði kjark til að standa gegn harðstjórn sjúpmóður sinnar og yfirgaf fjölskylduna árið 1947. Börnin vildu stjórna eigin lífi og verða foreldrar en ekki syngja að eilífu.

Árið 1956 var kórinn leystur upp. Trapp-hópurinn var orðinn að tónlistarsögu.

Kvikmyndir sýna áhorfandanum oft það sem hann vill sjá. Þær draga úr eða ýkja sannleikann. Öll þessi saga fjölskyldunnar kom mér mikið á óvart því hún er mjög frábrugðin fjölskyldunni sem birtist í myndinni. Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi myndarinnar en nú horfi ég á hana með öðrum augum. Kvikmyndin verður samt alltaf ein af mínum uppáhalds og tónlistin mun halda áfram að vekja upp góðar minningar.

Page 94: Beneventum No. 2

- beneventum -

Orfeus og Evridís

Myndir: Hildur Elísa Jónsdóttir

Texti: Megas

90

Page 95: Beneventum No. 2

91

- Orfeus og Evridís -

I.Einsog hamar ótt á steðjauppá þaki regnið byluren í þínu þæga táriþar er gleði birta ylur.

Page 96: Beneventum No. 2

92

- Orfeus og Evridís -

III. Svefn þinn guð í glasi áskenktugreiðir fró í stríði hörðuþanninn fæ ég þreyð af árinþartil loks ég sef í jörðu.

II. Á þínum góðu unaðstöfrumönd mín sál og kraftur næristþér ég æ mun fé og föggumfórna meðan hjartað hrærist.

Page 97: Beneventum No. 2

93

IIIV. Fjallahringurinn hann er dreginnhringinn í kringum migog utan hans þar er ekki neittþví innan hans þar hef ég þig.

V. En við verðum að láta okkur litla hríðlynda það sem til barþú hvílir í brekkunni bakvið húsiðbráðum hittumst við þar.

- Orfeus og Evridís -

Page 98: Beneventum No. 2

94

VII. Sólin kemur upp í austri en í vestri sest hún niðurí dalnum þar sem ég opnaði auguní árdaga ríkir kyrrð og friður.

VI. Hún var falleg og hún var góðhún var betri en þærog þegar hún sefur við síðuna á mérþá sef ég góður og vær.

- Orfeus og Evridís -

Page 99: Beneventum No. 2

95

VIII. Hesturinn minn hann heitir Blesihöfum við saman lifað árinég held áfram en hún styttist núóðum leiðin fyrir klárinn.

IX. Blesi minn í brekkunni góðubúinn er þér hvílustaðureinhverntíma ái ég með þérörþreyttur gamall vonsvikinn maður.

- Orfeus og Evridís -

Page 100: Beneventum No. 2

96

FYRRUM MEÐLIMIR HAMRAHLÍÐARKÓRANNA

Page 101: Beneventum No. 2

97

- kór -

Hvaða ár varst þú meðlimur kórs Menntaskólans við Hamra hlíð / Hamrahlíðarkórsins og í hvaða rödd varstu?Var í kórnum öll árin mín í MH og svo 6 ár eftir útskrift. Frá 1998 til 2008 og söng sópran.

Hvaða ferðalög kórsins eru efst í huga?Ég fór í ótalmörg ferðalög innanlands og utan og allar ferðir voru ævintýri á sinn hátt. Verð samt að segja að ferðin til Kína stendur á margan hátt upp úr.

Hverjar eru minnisstæðustu stundirnar með kórnum?Mómentin að góðum og vel heppnuðum tónleikum loknum lifa mjög sterkt með manni og eru ofarlega í minni.

SIGRÍÐUR THORLACIUS Söngkona

Manst þú sérstaklega vel eftir tónleikum kórsins sem slógu alveg í gegn / gengu illa?Það er kannski tvennt sem er mér sérstaklega ofarlega í huga - annars vegar ótrúlega sterk stund á elliheimili í Gimli í Kanada. Það var ótrúlega mögnuð stund. Önnur slík stund er messa sem við sungum í Notre Dame í París. Þar svifu einhverjir töfrar í loftinu sem erfitt er að koma orðum að.

Mynduðust varanleg vináttusambönd á kórárunum?Flestum mínum bestu vinum kynntist ég í kórnum - fólki sem stendur mér hvað næst og ég geri ráð fyrir að þeir munu verða partur af mér alla mína tíð.

Getur þú nefnt eitthvert ógleymanlegt kórpartý?Öll jafn ógleymanleg ...

Áttu þér uppáhaldslag/tónverk?Heilræðavísur eftir Jón Nordal eru í miklu uppáhaldi hjá mér.

Var mikill rígur á milli radda kórsins?Auðvitað var rígur - en heilbrigður og góður. Meira til þess fallinn að búa til stemmningu innan radda. En vissulega var stemmningin best hjá æðstu röddinni - sóprönum. Vissulega.

Hvernig voru búningar kórsins á þessum tíma?Búningarnir voru ákaflega smekklegir bara. Hvítir kjólar á stúlkum - svartar buxur og hvítar skyrtur fyrir drengi. Svo þjóðbúningurinn góði á erlendri grundu og við sérstök tilefni.

Finnst þér kórinn hafa haft áhrif á líf þitt (veganesti fyrir lífið)?Þetta er einn besti skóli sem ég hef fengið. Bæði skóli í músík en líka í samvinnu og því að vinna í hóp. Læra að vinna vel og vanda sig og gera alltaf sitt besta, sama hvert tilefnið er. Þorgerður hefur bara kennt manni svo ótalmargt. Eftir sitja svo allar þessar fallegu minningar og yndislega fólkið sem maður fær að taka með sér inn í lífið. Allt er þetta ómetanlegt.

Page 102: Beneventum No. 2

98

- kór -

BRAGI VALDIMARTónlistarmaður

Hvaða ár varst þú meðlimur kórs Menntaskólans við Hamrahlíð / Hamrahlíðarkórsins og í hvaða rödd varstu?Ég var í skólakórnum frá '92–'95. Og í Hamrahlíðarkórnum til 2001. Bassi.

Hvaða ferðalög kórsins eru efst í huga?Ísrael '95. Japan '96 og Filippseyjar 2001 voru allt magnaðar ferðir og hæfilega exótískar fyrir óhörðnuð íslensk ungmenni. Enda ekki sjálfgefið að skjótast þangað. Sama gildir reyndar um Blönduós.

Hverjar eru minnisstæðustu stundirnar með kórnum?Ætli það séu ekki bara æfingarnar, svona eftir á að hyggja. Þar verða töfrarnir til. Hitt er bara úr- og eftirvinnsla.

Manst þú sérstaklega vel eftir tónleikum kórsins sem slógu alveg í gegn / gengu illa?Ég man nú ekki til þess að kórinn hafi átt slæmt gigg. Ég man hins vegar eftir að hafa verið kjaftstopp við móttökur í Tel Aviv. Þá vissi ég að við vorum búin að meika það.

Mynduðust varanleg vináttusambönd á kórárunum?Heldur betur. Margir minna bestu vina voru á einhverjum tímapunkti í kórnum. Svo náði ég mér líka í konu þar.

Getur þú nefnt eitthvert ógleymanlegt kórpartý?Öll virkilega góð kórpartý eru þess eðlis að maður man mjög lítið eftir þeim.

Áttu þér uppáhalds lag/tónverk?Kvöldvísur um sumarmál eru æði, þegar þær tolla í tóni.

Var mikill rígur á milli radda kórsins?Það var eitthvað um það, en öll uppþot voru tafarlaust bæld niður. Enda er æstur, skrækur tenór ekki nálægt því eins sannfærandi í rökræðum og drynjandi bassi. Já og vel á minnst, aldrei að treysta sóprani.

Hvernig voru búningar kórsins á þessum tíma?Ég fékk aldrei að fara í hvítan kjól. Mín fyrirmæli voru: Svartar buxur, svartir sokkar og hvít, óaðfinnanlega staujuð skyrta, kragalaus. Nærklæði að eigin vali.

Finnst þér kórinn hafa haft áhrif á líf þitt (veganesti fyrir lífið)?Já. Hann gerði mig að töluvert skárri, víðsýnni og agaðari manneskju. Og töluvert umburðarlyndari fyrir bæði barokki og nútímatónlist en eðlilegt getur talist. Og tenórum.

Page 103: Beneventum No. 2

99

- kór -

Hvaða ár varst þú meðlimur kórs Menntaskólans við Hamrahlíð / Hamrahlíðarkórsins og í hvaða rödd varstu? Ég byrjaði í kórnum haustið 1990, einni önn áður en ég byrjaði í skólanum. Það varð næstum til þess að ég slapp við busavígslu. En bara næstum því, því miður. Ég hætti opinberlega í kórnum árið 2002 en hafði þá verið stopult í honum í 5 ár vegna náms erlendis.

Hvaða ferðalög kórsins eru efst í huga?Ferðir okkar til Japan og Ísrael eru ofarlega í huga sem ævintýralegar ferðir til annarra heimsálfa, mesta stuðferðin var þó Danmerkurferðin 1994. Mér þykir þó líklegast einna vænst um fyrstu ferðina með kórnum, til Víkur í Mýrdal vorið 1991.

Hverjar eru minnisstæðustu stundirnar með kórnum? Af mörgu er að taka, en ég held að ég verði að nefna þegar ég söng fyrst með kórnum á sal nokkrum vikum eftir að ég byrjaði í honum. Það var alveg ótrúlegt að upplifa þessa gleðitilfinningu sem fylgir því að koma fram með kórnum og Þorgerði í fyrsta sinn og upplifunin var mjög sterk.

Manst þú sérstaklega vel eftir tónleikum kórsins sem slógu alveg í gegn / gengu illa? Einhver eftirminnilegasta stund sem ég á með kórnum var þegar við sungum á upphafstónleikunum á kóramótinu í Ísrael.

Held að við höfum sjaldan slegið jafn rækilega í gegn og á því mómenti, það var alveg magnað! Flutningur kórsins á Te deum eftir Arvo Pärt er líka mjög minnisstæður því hann var sjálfur viðstaddur og svona líka hamingjusamur með okkur.

Mynduðust varanleg vináttusambönd á kórárunum?Já, flestir mínir bestu vinir í dag eru vinir mínir úr kórnum. Kórinn er svolítið eins og bekkur í skólanum, góður hópur sem heldur saman.

Getur þú nefnt eitthvert ógleymanlegt kórpartý? Það getur enginn neitað því að ég og bræður mínir vorum kóngafólk partíanna þegar við vorum og hétum í kórnum. Mamma og pabbi eru gamlir kórrefir og vita hvað þetta skiptir miklu máli og því var sjálfsagt mál að fá að halda partí og við héldum þau ófá. Hápunktur var þegar metið var slegið í heitapottinum þar sem hvorki meira né minna en 26 renglulegir unglingar tróðust í hann á sama tíma, nágrönnunum til mikillar ánægju. Eins langar mig að nefna árshátíðirnar og áramótapartíin sem voru alltaf uppspretta mikils fjörs.

Áttu þér uppáhalds lag/tónverk?Mér þykir vænst um verkin hans Jóns Nordal sem ég söng með kórnum. Það er svo merkilegt með hann að þegar maður hefur einu sinni sungið verk eftir hann kann maður það alla ævi. Eins þykir mér mjög vænt um Te Deumið hans Pärt sem ég minntist á hérna fyrr.

Var mikill rígur á milli radda kórsins? Jájá alltaf. Það er augljóslega töluverð minnimáttarkennd í svokölluðum „neðri röddum“ sem brýst alltaf út af og til. Maður hristir það af sér eins og annað.

Hvernig voru búningar kórsins á þessum tíma? Ég var uppi á dásamlegum búningatímum kórsins. Eftirminnilegastir voru blómabúningarnir en þá var fundið ljótasta smárósótta efni veraldarsögunnar í nokkrum misljótum pastellitum og saumaðir kjólar og skyrtur á okkur. Einnig slógu madrigalabúningarnir sem við vorum í í Englandsferðinni í gegn, „fagrir“ miðaldakjólar úr fóðurefni og strákarnir í sokkabuxum. Winning.

Finnst þér kórinn hafa haft áhrif á líf þitt (veganesti fyrir lífið)? Kórinn er ekki síður uppeldisstofnun en menningarstofnun. Auk þess að kynnast ótrúlega fallegri tónlist og fá tækifæri til að ferðast um allan heim með yndislegu fólki lærir maður líka margt af henni Þorgerði. Að þykja vænt um samstarfsfólk sitt og bera virðingu fyrir því, að standa við skuldbindingar sínar, framkomu og aga. Ég er óendanlega þakklát henni fyrir það vegarnesti sem ég fékk í starfinu.

HALLVEIG RÚNARSDÓTTIRSöngkona

Page 104: Beneventum No. 2

100

- kór -

Hvaða ár varst þú meðlimur kórs Menntaskólans við Hamrahlíð / Hamrahlíðarkórsins og í hvaða rödd varstu?Ég var meðlimur frá 1987-1992, minnir mig, kannski eitthvað aðeins lengur. En ég er ennþá meðlimur í hjarta. Það er kannski hægt að taka strákinn úr kórnum en það er ekki hægt að taka kórinn úr stráknum!

Hvaða ferðalög kórsins eru efst í huga?Til Vitoria á Spáni, þar reyndi Baski að drepa mig og nokkra aðra með byssu!

Hverjar eru minnisstæðustu stundirnar með kórnum?Þegar Baski reyndi að skjóta mig. Fyrir utan auðvitað allar þær stundir sem við æfðum og sungum og mér fannst ég komast í beint samband við alheiminn og eilífðina, gegnum tónlistina og leiðsögn Þorgerðar.

Manst þú sérstaklega vel eftir tónleikum kórsins sem slógu alveg í gegn/gengu illa?Já mörgum, en maður reynir að gleyma þessum vandræðalegu mómentum. Annars man ég sérstaklega eftir tónleikum á elli-heimili í Vík í Mýrdal á kórferð, ég bara man ekkert af hverju, sjálfsagt voru þeir fallegir.

Mynduðust varanleg vináttusambönd á kórárunum?Ja, ef þú átt við sambandið við son minn, sem fæddist um það bil á kóræfingu, þá er svarið hiklaust já! Það stefnir í að vera varanlegt og ekki skemmir fyrir að hann var sjálfur í kórnum þegar fram liðu stundir. Annars á ég marga aðra frábæra vini sem voru þarna og eru enn vinir mínir.

Getur þú nefnt eitthvert ógleymanlegt kórpartý?Já, en svarið við þessari spurningu þolir ekki dagsljósið.

Áttu þér uppáhalds lag/tónverk ?Já, já, já mörg. Ætli það standi ekki upp úr einhvers staðar þegar við sungun Misa Criolla eftir Ramírez og við Finnur vinur minn Bjarnason (nú stórsöngvari í útlöndum) sungum sólóin. Og svo margt margt annað. Allt sem ég get enn sungið og notið með fólki í lífi og starfi er uppáhalds.

Var mikill rígur á milli radda kórsins?Bara svona í nösunum, svoleiðis húmor skil ég ekki alveg, bara eitthvað dellustöff.

Hvernig voru búningar kórsins á þessum tíma?Hvít skyrta með kínakraga og svörtu smókingbuxurnar hans pabba sem hann giftist mömmu í. Svo hafði ég oft kringlótt John Lennon-sólgleraugu á nefinu sem Þorgerður kunni ekki að meta, nema þegar sólin skein of skært.

Finnst þér kórinn hafa haft áhrif á líf þitt (veganesti fyrir lífið)?Já, þar fékk ég mitt tónlistarlega uppeldi.

ATLI RAFN SIGURÐARSONLeikari

Page 105: Beneventum No. 2

- beneventum -

101

Í afkima úthafs lá fjársjóðurinn.Ófundinn. Ófinnanlegur? Ó fjandinn,

í langferð skyldi halda.

--

Dagarnir voru bjartir en næturnar dimmar en svo kom sá tími dags er himinn og haf

mættust um litla stund og tvinnuðust samanog umhverfi og innri þrár urðu eitt.

Bjartsýni dagsins hafði enn ekki lotið í lægra haldi fyrir svartsýni næturinnar og samhljómur lá í þögninni,

þessa litlu stund var allt mögulegt en ekkert hægt.

--

Tími var ekki til en moldarholum fjölgaðilíkt og sárum sálarinnar.

Það var að nóttu til sem draumurinn um fjársjóðinn hlaut vota gröf.

COCOS-EYJA 1897

-Sigurlaug Guðrún Jóhannsdóttir

Page 106: Beneventum No. 2

- fræðigrein -

102

Page 107: Beneventum No. 2

103

- fræðigrein -

Ef útskýra ætti deilurnar fyrir botni Miðjarðarhafs til fullnustu þyrfti að tileinka henni mörg Beneventumblöð. Það verður ekki gert hér en vonandi verður þessi grein til þess að gera einhver ykkar aðeins fróðari um málið.

Svæðið sem um er rætt kallast Mið-Austurlönd. Landsvæðið er af skornum skammti og afmarkast af ánni Jórdan sem hefur frá árdögum gert þessa staðsetningu eftirsóknarverða vegna frjósemi svæðisins í kringum ána. Áin gegnir einnig sögulegu mikilvægi en þar átti Jesús Kristur til dæmis að hafa verið skírður. Frá örófi alda hafa hinir ýmsu trúarhópar haldið til á svæðinu, svo sem múslimar, gyðingar og kristnir. Lengst af hafa Palestínu-menn (múslimar) verið búsettir á landssvæðinu en í gegnum söguna hafa þeir verið hluti af ýmsum þjóðum, Egyptalandi og Rómaveldi til dæmis. Í mjög einföldu máli er deila okkar tíma fólgin í því að tvær þjóðir bítast um sama landsvæðið. Annars vegar Palestína (arabar í meirihluta) og hins vegar Ísrael (gyðingar í meirihluta). Palestínumenn gera tilkall til landsins vegna þess að þeir höfðu

og svæðum Palestínumanna hins vegar. Gyðingar tóku þessari hugmynd fagnandi- loksins að öðlast landið sem þeir töldu sig eiga sögulegan sétt á. Palestínumenn höfnuðu hins vegar hugmyndinni algjörlega, því hvernig má það vera að ein þjóð geti gefið annarri þjóð land þeirrar þriðju? Málin þróuðust áfram og stríð braust út þegar Ísraelsríki var stofnað árið 1948. Á komandi árum juku Ísraelsmenn við landsvæði sín svo um munaði. Allt í einu voru hundruð þúsunda Palestínumanna orðin flóttamenn - útlagar í landi sem hafði verið þeirra eigið í hundruð, ef ekki þúsundir ára. Þarna voru hafin ein langvinnustu átök okkar tíma sem langt er í að sjái fyrir endann á.

Vesturlönd studdu flest Ísrael, full samúðar í garð gyðinga eftir heims styrjöldina seinni eins og áður sagði. Ísraelsmenn fengu einnig fullan stuðning Bandaríkjanna enda var og er næststærsta gyðingasamfélag heims þar í landi. Arabaþjóðir studdu hins vegar Palestínu, þó meira í orði en á borði.

búið á því í þúsundir ára. Ísrael gerir tilkall til landsins af sögulegum og trúarlegum ástæðum.

Eftir seinni heimsstyrjöldina var alþjóðasamfélagið fullt sekt ar kenndar í garð gyðinga vegna þeirra hræðilegu ofsókna sem þeir höfðu mátt þola í aðdraganda og á tímum seinni heims styrjaldarinnar. Þá höfðu gyðingar verið nokkurs konar þjóð, eða að minnsta kosti stór hluti þeirra, án ríkis í fjöldamörg ár. Áður höfðu gyðingasamfélög verið dreifð um víða veröld - svo sem hin ýmsu Evrópulönd og Ameríku. Á þessum tíma blómstraði zionismi. Í stuttu máli eru zionistar fylgjandi því að Ísraelar snúi aftur til landsins helga sem þeir telja að tilheyri sér, m.a. af trúarlegum og sögulegum ástæðum. En er það sjálfgefið að trúarhópur verði að vera þjóð? Hvernig væri ef Ísland væri hluti af einhverju ríki Lútersk-trúaðra kristinna manna en ekki ríki með mismunandi trúarhópum. Það sem alþjóðasamfélagið gerði, og þessar aðgerðir hafa alla daga síðan verið fordæmdar (mismikið, fer eftir um hvern er rætt), var að skipta umræddu svæði í tvö landsvæði. Verulegur hluti af landi Palestínumanna var allt í einu, samkvæmt ákvörðunum þriðja aðila, orðið að ríki gyðinga, síðar nefnt Ísrael, annars vegar

Árið 1964 voru samtökin PLO (Palestine Liberation Organization) stofnuð, að frum kvæði Egypta lands-for seta. Þremur árum seinna öðluðust Palestínumenn svo sjálfir for manns-

sætið í samtökunum. Yasser Arafat, sem átti eftir að verða sameiningartákn og holdgervingur Palestínumanna, varð for-maður samtakanna.Þessi samtök reyndust gríðarlega mikilvæg fyrir Palestínumenn því þarna var loksins komin ein sameiginleg rödd fyrir Palestínu. Á svipuðum tíma safnaði Ísraelsher í vopnabúr sitt, dyggilega studdur af Bandaríkjunum og öðrum vesturveldum og varð brátt öflugasta herveldi svæðisins.

Eldar illdeilna loguðu áfram næstu árin og verulega dró til tíðinda í stríðum sem brutust út árin 1956, 1967 og 1973. Í þessari grein verður atburðunum sem áttu sér stað 1956 og 1973 gerð lítið skil. Stríðið sem braust út árið 1967 ættu þó margir að hafa heyrt um en það er oftar en ekki nefnt Sex daga stríðið og hafði veruleg árhrif á þróun mála í þessum heimshluta, allt fram á þennan dag. Á sama tíma stóð kalda stríðið sem hæst. Það tengdist deilunum með því móti að Vesturlönd og BNA fylktu sér á bak við Ísrael á

„...því hvernig má það vera að ein þjóð geti gefið annarri

þjóð land þeirrar þriðju?“

Page 108: Beneventum No. 2

104

- fræðigrein -

-Sigurlaug Guðrún Jóhannsdóttir

meðan Sovétríkin studdu Palestínumenn. Strax á fyrstu klukku-tímum Sex daga stríðsins var ljóst að Arabar áttu við algert ofur-efli að etja. Ísraelar réðust þann 5. júní á Egypta úr lofti. Að tveimur klukkutímum liðnum hafði Ísraelsher gjöreyðilagt 309 af 340 herflugvélum Egyptalandshers. Stuttu síðar hafði Ísraelsher einnig nánast þurrkað út flugheri Jórdaníu, Sýrlands og Íraks. Nú þegar flughelgi var algjörlega undir stjórn Ísraelsmanna gátu landgönguliðar þeirra sótt fram. Eins og nafnið gefur til kynna varði stríðið aðeins í 6 daga og að þeim liðnum hafði Ísrael tekið yfir Sínaí-skagann í Egyptalandi, vesturbakka Jórdanár, Gaza-svæðið og Gólan-hæðir í Sýrlandi. Landsvæðið sem Ísrael hafði þarna sölsað undir sig var samanlagt stærra en Ísraelsríki í upphafi stríðsins og á sama tíma var nánast ekkert eftir af hinni fornu Palestínu. Vegna þessara atburða þurfti PLO, með Arafat í fararbroddi, að hörfa frá heimalandi sínu sem nú var í rauninni ekki til. Fyrst flutti PLO til Egyptalands og því næst til Jórdaníu. Á þessum tímapunkti (í kringum 1970) var um þriðjungur íbúa Jórdaníu Palestínumenn en vegna atburða sem áttu sér stað á

5 ára atburðarás nokkurrar ólgu, þó var ástandið með tiltölulega kyrrum kjörum. Þá voru Palestínumenn orðnir þreyttir á því hve lítið af Óslóarsáttmálanum hafði verið efnt. Suðupunkti var svo náð með heimsókn þáverandi formanns Likud-bandalagsins (öfgahægrisinnaðs flokks í Ísrael), Ariel Sharon, í hina heilögu Al-Aqsa mosku Palestínumanna. Eftir þá heimsókn brutust út átök á ný. Frá því árið 2000 hafa forystumenn beggja ríkja horfið á braut og aðrir jafnumdeildir tekið við, sjálfsmorðssprengingar eru tíðar og ekki sér fyrir endann á átökunum enn um sinn.

Frá því ég man fyrst eftir því að hafa fylgst með fréttum hef ég heyrt framandi orð eins og Ísrael, Gaza-svæðið og Jerúsalem svo dæmi séu tekin. Ég vissi lítið hvað stæði á bak við orðin, ég vissi bara að fólk hefði það slæmt langt í burtu. Átökin sem ég heyrði þarna um höfðu þá geisað í um það bil 50 ár og tekið líf tugþúsunda fólks og standa enn þann dag í dag. Enn þann dag í dag heyrast vikulegar - ef ekki daglegar fréttir af átökunum og nú er komin upp önnur og jafnvel þriðja kynslóð fólks

þessum tíma í Jórdaníu (flugrán gerði útslagið) ákvað þáverandi konungur Jórdanínu að flæma PLO úr landi með hervaldi. Úr varð borgarastyrjöld (enn og aftur í stuttu máli) í Jórdaníu og minnast Palestínumenn styrjaldarinnar enn þann dag í dag með hryggð, og kalla Svarta september.Nú var svo komið að nánast heil þjóð hélt til í flóttamanna búð-um. Sam einuðu þjóðirnar, sem áttu stóra sök á því hvernig málum var nú háttað, veittu Palestínumönnum skjól í flótta manna búð-um sem hlýtur að teljast kaldhæðni örlaganna. Næstu árin hírðist heil þjóð í flóttamannabúðum og nokkrum sinnum braust út stríð þótt það hafi ekki verið neitt í líkingu við Sex daga stríðið. Þó svo að Ísraelsmenn hafi haldið áfram að vera yfir í baráttunni óx PLO ásmegin og hóf ýmsar árásir á Ísraelsmenn. Árið 1993 var undirritaður sáttmáli, Óslóarsáttmálinn svokallaður, en hann fól í sér að Ísrael viðurkenndi nú PLO og ákveðið landsvæði þess á móti því að PLO hætti árásum á Ísrael. Arafat og föruneyti í PLO sneru í kjölfarið aftur til gjörbreyttra heimkynna og við tók sjálfstjórn á ákveðnum svæðum á Vesturbakkanum og Gaza. Friður ríkti þó ekki lengi því öfgahópar í Ísrael neituðu að láta eftir landsvæði til Palestínu. Árið 1995 var Rabin, forseti Ísraels, ráðinn af dögum af ísraelskum öfgamanni og hófst þá

sem lifir og deyr í flótta manna búðum. Þessi staðreynd er ótrúleg en engu að síður sönn. Á svæði sem er nánast 20 sinnum minna en Ísland búa um 4,2 milljónir manna. Hvernig væri líf okkar ef við træðum 4,2 milljónum á Ísland og myndum svo minnka landið 20 sinnum? Mér þykir sú sýn ógnvænleg en veit

að hún yrði seint að veru leika. Við búum jú bara á lítilli eyju í Norður-Atlantshafi. Þrátt fyrir það erum við hluti af þessum heimi og okkur ber skylda til þess að láta okkur varða um hluti eins og misrétti gegn heilli þjóð. Hvernig gerum við það? Sterkasta vopn okkar er að kynna okkur ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs - því þegar það hefur verið gert liggur ekki nokkur vafi á hinu gríðarlega misrétti sem Palestína hefur verið beitt á síðustu áratugum. Helsta breytingin sem hefur orðið á síðustu árum er einmitt sú hugarfarsbreyting sem orðið hefur á Vesturlöndum vegna vaxandi þekkingar fólks á ástandinu. Þannig nýtur málstaður Palestínumanna mun meiri samúðar og skilnings en áður var og sífellt hallar á Ísraelsmenn.Framtíðarsýn þar sem tvær þjóðir í tveimur ríkjum lifa í sátt er vissulega til staðar, þrátt fyrir að fyrst þurfi mikið vatn að renna til sjávar.

„Hvernig væri líf okkar ef við træðum 4,2 milljónum á Ísland og myndum svo

minnka landið 20 sinnum?“

Page 109: Beneventum No. 2

105

- fræðigrein -

Page 110: Beneventum No. 2

- beneventum -

106

Kjóllinn er ömmu minnar. Amma kemur frá fínni fjöl-skyldu svo að þegar hún varð ólétt 16 ára tók fjölskyldan

ekki til greina að barnið yrði fætt bastarður. Henni var þrýst í hjónaband og þessi kjóll var sérsaumaður sem

brúðar kjóllinn á hana, hann varð seinna fermingar kjóllinn minn.

Þessa skyrtu (henley shirt) saumaði pabbi minn þegar hann var unglingur. Hann keypti hvítt efni og máliði það og saumaði loks úr því þessa skyrtu. Ég held upp á hana

því mér finnst hún flott og töff þrátt fyrir það hvað hún er gömul.

Antonía Einar

FÖT MEÐ SÖGU

Page 111: Beneventum No. 2

- beneventum -

107

Árið 1996 fékk frændi minn Session-snjóbrettaúlpu úr Týnda hlekknum. Mamma hans eyddi næstum aleigunni í hana, um 20-25.000 kr. á sínum tíma. Tveimur árum seinna, fær bróðir minn úlpuna. Það var svo um alda-mótin 2000 að áramóta-

rakettan datt niður og fór í okkur fjölskylduna og náði bróðir minn (í úlpunni) þá að bjarga mér frá henni, ég aðeins 3 ára.

Úlpan eyðilagðist en bróðir minn fékk 20.000 kr. í bætur fyrir hana og fékk að halda úlpunni, sem er ekki vani eftir að fá eitthvað bætt úr tryggingum. Síðan fékk ég úlpuna núna á

seinasta ári þegar bróðir minn flutti til Ítalíu.

KENZO TILL INFINITY. Frá því ég man eftir mér hef ég alltaf elskað þennan jakka, enda markar hann hálfgerð

skil á tískumeðvitund minni, „Old school grunch with a whole lot of feistiness“. Svo vill líka til að pabbi minn

klæddist þessum jakka þegar hann bjargaði mömmu minni úr brennandi húsi þeirra í París þegar hún var ólétt af mér.

Coincidence, I think not! Þessi jakki mun klárlega fylgja mér í gröfina, það er ef pabbi lætur hann af hendi.

Indy Kristján

Fötin skapa manninn er eitthvað sem maður heyrir stundum sagt. Það er ýmislegt til í þessum orðum en það virðist líka vera þannig að maðurinn móti fötin. Mörg okkar eigum einhverja flík

sem okkur þykir óskaplega vænt um, slík flík býr gjarnan yfir einhverri sögu sem gerir hana svona sérstaklega verðmæta.

Það er ekki flíkin sjálf sem er aðalatriðið heldur sagan á bak við hana sem gefur henni ákveðið tilfinningalegt gildi.

Page 112: Beneventum No. 2

- beneventum -

108

Til að byrja með vil ég þakka öllum þeim sem flautuðu á mig meðan ég var í æfingaakstri, það var svakalega fyndið og bætti sjálfsöryggi mitt sem bílstjóra alveg gríðarlega mikið. Ég hef nú verið með prófið mitt í tvö og hálft ár og það er víst að með tímanum verður maður betri í akstri, en ég tel mig sjálfan alls ekki vera vel reyndan bílstjóra. Ég skammast mín smá að játa þetta en ég á til dæmis enn í mesta basli með að leggja í bílastæði sem er samhliða götu. Laugavegurinn er því algjör martröð fyrir mig. Eftir þessi tvö ár og hálft ár er ég kominn að þeirri niðurstöðu að það séu einungis til tvenns konar bílstjórar í umferðinni; Hinn tillitssami og skíthællinn. Það eru örfá atriði sem aðskilja þessar tvær týpur og venjulega eru það þættir sem eru svo einfaldir í aðgerðum en skapa algjöra óreiðu fyrir aðra ökumenn. „Ég hef ekki gefið stefnuljós síðan ég fékk bílprófið né sett á mig bílbelti, nema ég sé farþegi í bíl annarra.“ Þessi hrollvekjandi orð mælti einn vinur minn um daginn í miðjum akstri. Þetta kom mér algjörlega á óvart, sérstaklega þar sem hann gat ekki haft ökuréttindi í meira en tvö ár. Svona hefðir í akstri eru algjör-lega ótillitssamar og stofna ekki bara vini mínum í hættu heldur öllum öðrum í umferð nálægt honum. Að ljúka við bílprófið er ekki eins og að ljúka við próf í skólanum þar sem maður þarf ekki að hafa áhyggjur af að muna þau atriði sem þú lærðir til prófs eftir töku þess. Sem ökumaður átt þú stöðugt að framfylgja þeim atriðum sem þú lærðir í ökukennslunni á meðan þú ekur. Að gefa stefnuljós, líta til beggja hliða þegar þú ert að skipta um akrein og vera með almenna vitund um umhverfið þitt eru meðal þeirra fjölmörgu atriða sem geta bjargað mannslífum.Mikilmennskubrjálæði er greinilega einhver sjúkdómur sem herj-

Ökumaðurinn mikliar á of mikið af fólki nú til dags í umferðinni. Stundum hvarflar að mér að sumir bílstjórar gætu jafnvel hafa fengið prófin sín í morgunkornskassanum. Það skiptir ekki máli hvort þú ert búinn að hafa réttindi til að aka í mánuð eða áratug, í umferðinni eiga allir að vera vinir „í skóginum“. Ég hef séð of mikið af fólki aka eins og fífl eingöngu af því að það getur það og aðeins of mikið af fólki á ungum aldri missir bílpróf sín á meðan þau eru enn blóðvolg vegna tillitsleysis eða glannaaksturs.Því miður fæðist enginn með allt á hreinu. Þið sem eruð í æfinga akstri, eruð að fara að byrja í honum eða jafnvel eruð bara nýkomin með akstursréttindi þurfið að vita að enginn er algjör Schumacher í upphafi akstursferils. Það er eðlilegt að vera óöruggur í umferðinni og smá klaufaskapur er afsakanlegur en að keyra kæruleysislega vegna leti ykkar, egós eða hópþrýstings er óafsakanlegt. Ég bið einnig þá sem eru aðeins reyndari í akstri að sýna þeim sem eru nýbyrjaðir í akstri tillitssemi og vera ekki með óþarfa stæla í umferðinni, það er bara ekki svalt, sérstaklega þegar þú ert nú þegar umkringdur öðrum brjálæðingum sem aka um á ofsahraða í tveggja tonna áldós. Ísland er ekki einsdæmi í þessum málum. Manhattan í New York-borg er þvílíkt helvíti í umferð og ég hélt ávallt rígfast í sætisbeltið. Góðir og slæmir bílstjórar eru til alls staðar en það er eitt vesen í umferðinni hér á landi sem er svo þreytandi og það er að við erum ekki nógu umburðarlynd í umferðinni og sýnum oft ekki nægilega tillitssemi. Í guðanna bænum, fylgið hraðatakmörkunum. Betra er að mæta fimm mínútum of seint en alls ekki.

-Sindri Dan Garðarsson

Page 113: Beneventum No. 2

109

Við höfum öll fengið að kynnast þeirri góðu tilfinningu að ná metinu okkar í tetris, að hafa staðið upp fyrir eldri borgara í strætó eða að hafa fundið 500 krónur á jörðinni. Þetta eru allt virðingarverðir hlutir en komast þó ekki í tæri við þá stórkostlegu hluti sem þessir fjórir einstaklingar gera daglega, skólanum okkar og okkur til heiðurs. Þessi grein er ekki skrifuð svo að við B-fólkið fáum samviskubit yfir öllum þeim ómerkilegu hlutum sem við gerum heldur til þess að við getum lært af þessum týpum

sem alltaf virðast hafa fleiri klukkustundir í sólarhringnum en við hin.

AFREKSFÓLK

Page 114: Beneventum No. 2

110

- afreksfólk -

Júlían mætti seint í viðtalið sitt með tvær Hleðslur hvora í sinni hendinni en hann hafði verið á æfingu. Við könnumst við að vera alltaf að troða ræktinni inn í dagskrána en Júlían er öðruvísi, hann er alltaf að púsla deginum saman við ræktina. Hann segist sjálfur miða allt í kringum æfingar sínar en hann æfir allt að ellefu sinnum í viku. Júlían þarf hins vegar líka að búa til tíma fyrir vinnu en hann starfar sem dyravörður og í afgreiðslu á listasafni. Aðspurður að því af hverju kraftlyftingar heilluðu svarar Júlían: „Ég hafði haft smá leyniáhuga á þessu og ákvað að prófa, síðan varð ekki aftur snúið. Manni líður bara svo vel, eins og maður geti allt.“ Egg og mjólk er dæmigert nesti Júlíans og hann segist ekki hafa haft skólatösku á sér lengi, gangi bara um með penna og skyr. Það hlýtur að virka því að hann er búinn með sjö áfanga í frönsku. Júlían er yndislegur strákur og það er ótrúlegt að ímynda sér að þessi blíði hláturmildi strákur geti lyft 247,5 kílógrömmum. Það er eins og að halda á fimm krökkum! Það er þó vegna þess hve agaður og metnaðarfullur hann er sem hann er á leið til Prag að keppa á Evrópumeistaramóti og við

í Beneventum óskum honum góðs gengis!

Júlían Jóhann Karlsson, íþróttir

TEKUR 247,5 KG Í BEKK

Page 115: Beneventum No. 2

111

- afreksfólk -

Rannveig er eina manneskjan sem ég þekki sem veit nákvæmlega hvað hún ætlar að gera í framtíðinni og hún er komin langt á leið með það. Á veggjunum heima hjá henni má meira að segja sjá myndir af henni sem barni að spila á fiðlu úr pappír. Hún hefur verið að æfa frá því hún var fjögurra ára og vann nótuna árið 2012 með kvartett sínum, Sólstöfum, en var nú í ár að keppa sem einleikari. Mamma Rannveigar er víóluleikari og spilar með Sinfóníuhljómsveit Íslands, faðir hennar er óbóleikari og móðurbróðir hennar er fiðluleikari í Bandaríkjunum svo hún á ekki langt að sækja áhugann, svo er hún líka bara alltaf niðri í tónlistarskóla að æfa sig! Rannveig æfir á fiðlu en spilar einnig oft á víólu og segir það ekki neitt mál þar sem hún tali tvö tungumál og það sé svolítið eins og að skipta á milli þeirra að skipta á milli hljóðfæranna. Ég man þegar ég fattaði að Rannveig væri undrabarn en það var þegar hún spilaði með MH-kórnum og var ekki með víóluna á sér svo hún spilaði bara verkið á fiðlu. Rannveig æfði dans í mörg ár, syngur með MH-kórnum og Hamrahlíðarkórnum og til að róa sig segist hún hafa gott af því að tala við vini sína sem ekki spila á hljóðfæri. Þó að Rannveig sé undrabarn með breitt bros, síðar krullur og dásamlega nærveru

er hún líka unglingur eins og við hin og mælir ekki með því að spila á tónleikum morguninn eftir ball.

Rannveig, tónlist

ALLTAF MEÐ CORNY OG FIÐLUNA Á SÉR

Page 116: Beneventum No. 2

112

- afreksfólk -

Hjalti er algjörlega búinn að sprengja skalann varðandi það hversu vel nýta má tímann. Hann er forseti NFMH, ritstjóri Framhaldsskólablaðsins, Varaformaður SÍF, í stýrihópi Gettu Betur, MH-kórnum og Hamrahlíðarkórnum, stundum nemandi og í framboði Bjartrar framtíðar. Þegar ég spurði Hjalta hvernig honum gengi að samtvinna þetta allt saman við námið segist hann hafa fallið í sex áföngum á seinustu önn en ekki vegna áhugaleysis eða leti heldur vegna þess að hann tók þá ákvörðun að setja forsetahlutverkið í fyrsta sæti og hefur hann sinnt því með sóma! Hann er alltaf að sjá til þess að skólinn okkar sé í tipp topp ástandi og hann hefur verið góður forsvarsmaður skólans og gefið honum gott orðspor. Lykillinn að góðu starfi Hjalta er að fresta ekki einhverju til morguns sem hægt er að fresta fram yfir helgi og að spara ástina nema á milli fjögur og fimm á laugardagsmorgnum. Hjalti er einnig virkur kórmeðlimur og alltaf eitthvað að skipuleggja fyrir kórinn, þess má geta að hann rak Maraþaraborg í fyrra og hittifyrra. Hann segir það gott að hafa kórinn til að hitta alla vini sína þegar hætta er á að missa samband við þá í svo miklu amstri eins og Hjalti á við daglega. Þó að hann sé alltaf á tánum að bjarga skólanum, nú eða þjóðinni eins og við munum sjá í framtíðinni, þá er hann enn þessi hjálpsami, alltaf-tilbúinn-að-gera-allt-fyrir-alla, skemmtilegi og brosmildi strákur með smitandi hlátur. Hann er líka bara með svo ótrúlega flott hár. Það má sannarlega líta björtum augum á framtíðina

með Hjalta þar í broddi fylkingar.

Hjalti Vigfússon, félagslíf

FRÁ NFMH TIL BJARTRAR FRAMTÍÐAR

Page 117: Beneventum No. 2

113

- afreksfólk -

Ef þú kannast ekki við nafnið Eydís Blöndal þá er það af því að þú ert aldrei að læra á bókasafninu eða úti að hlaupa, þú hefur ekki fengið að njóta þess heiðurs að sitja með henni áfanga og mætir einfaldlega bara illa í skólann. Það er nefnilega erfitt að láta Eydísi fram hjá sér fara. Hún er með ristastórt bros, einstakan karakter og svo er hún alltaf á hlaupum um borgina. Eydís er mh perrinn og sómir sér þar vel með femínismann að leiðarljósi. Hún segir líka draumaprinsinn verða að vera femínista, og helst með krullur. Eydís er að taka tvær brautir í MH og hún er ALLTAF á bókasafninu að læra. Þegar ég spurði Eydísi hvernig hún færi eiginlega að því að vera í forsetaframboði samhliða því að vera á tveimur brautum, alltaf úti að hlaupa, fræg á twitter, að vinna í Sómalíu og Nóatúni svaraði hún: „Snýst bara allt um forgangsröðun. Ef þú veist að þú ert að fara í próf á morgun, en vilt samt hitta vini þína um kvöldið, farðu bara upp á bókó í 4 klukkutíma og farðu svo og hitti vini þína. Þetta er ekki flókið.“ Eydís segir mömmu sína vera fyrirmynd sína en hún er maraþonhlaupari sem hendir í mastersgráður og elur upp börn og það er akkúrat þannig sem ég sé Eydísi fyrir mér í framtíðinni. Hún á annaðhvort eftir að verða forseti Íslands eða lækna krabbamein.

Eydís Blöndal, nám

FÉKK 10,6 HJÁ RÖGNU BRIEM

Page 118: Beneventum No. 2

- beneventum -

114

Dagur í lífi dólgseftir

Áslaugu Rún Magnúsdóttur og Sigurlaugu Guðrúnu Jóhannsdóttur

Skýring: Greini er birt aftur sökum mistaka í síðasta tölublaði, en þá vantaði síðustu tvær efnisgreinarnar

Page 119: Beneventum No. 2

- beneventum -

115

Ég vaknaði kl 7:30 í skólann. Fór aftur að sofa. Missti af öllum tímum fyrir hádegi sem voru allir tímar dagsins en í hádegishléð mætti ég samt, enn með bjórbragð gærkvöldsins í munni. Á meðan ég labbaði í gegnum matgarð horfði ég illkvitnislegu augnaráði á alla artyskinkubusana sem voguðu sér að kaupa eins Doc Martens skó og ég. ÉG ER TRENDSETTERINN, hugsaði ég örvæntingarfull með sjálfri mér. Í nikótínfáti renndi ég mér niður rampinn í Norðurkjallara en þá var eins og almættið sjálft hefði séð inn í huga minn því ég klessti á Röskva. Hlutirnir gerðust hratt eftir þetta. Bjallan hringdi, hin nývafða snella datt á gólfið og Röskvi horfði djúpt í augun á mér en snellan var það eina sem fangaði mína athygli. Á svipstundu hafði hinn friðsæli Norðurkjallari breyst í dýragarð hormónaóðra villimanna og næturdýra. Voðinn var vís, næturdýr eiga ekkert með að vera á stjái um hábjartan dag. Nú lagði ég allt kapp á að bjarga snellunni sem var í þann mund að kremjast undan offorsi múgsins. Á síðustu stundu náði ég að bjarga henni og því var friðsæl rettan komin í réttar hendur. Kosningar og þjóðkirkjan voru rædd undir syndaskýinu við hvíta vegginn. Fyrir tilstilli gjafmildra samnemenda og mikilvægi umræðanna varð fjöldi sígarettustubba í garði húseigenda Hamrahlíðar 31 margfaldaður, þeim til mikillar og óskiljanlegrar reiði í okkar garð. Í mótmælaskyni kepptumst við við að aska „Ekki aska hér“-spjaldið á hvíta veggnum og til að undirstrika róttækni mína instaði ég öskusvart spjaldið með viðeigandi lýsingum: #smokingkillslolno #drull. Á milli hashtaggana og nettu „tilhliðarútupp“-útpúananna minna áttaði ég mig. Það vantaði eitthvað inn í jöfnuna. Þynnka, svefnleysi, röksemdir, sígarettur, pelsdocmartens skórermalausnetabolurcasioúrúfið-hárbeatsiphoninn og instagram var allt til staðar. Það sem vantaði var kaffið. Í örvæntingu náði ég að skrapa saman hundraðköllum á milli krumpaðra hálfkláraðra verkefna í niðurrifinni töskunni sem mynduðu akkúrat upphæð sem nægði fyrir góðu kaffi Maraþaraborgar. Ég er samt ekkert í kórnum. Koffeinþörf minni var fullnægt, félagi minn hann Steinþór labbaði fram hjá mér og ég reitti af mér brandara af ralli og djammsnilld gærkvöldsins sem endaði í ofkrydduðum útúrdúrum. Til að setja punktinn yfir i-ið og til að undirstrika hæfni mína til að keppast við titilinn alræmdasti kvenmaður skólans (þar sem eini keppandinn er ég) endaði ég á að fella Steinþór með dramatískum hætti. (https://www.berglindfestival.tumblr.com/þegarégþykistfellaeinhvernerégbara). Þar sem ég

hafði eytt síðustu krónunum í kaffi hafði ég ekki efni á strætó. Með vonlausa augnaráðinu og rauðar Mac-varir að vopni tókst mér þó að sannfæra Steinþór, sem stóð nú í báðar lappir á ný eftir hina miklu fellu, um að keyra mig niðrí bæ. Þegar í miðbæinn var komið fór óregla gærkvöldsins að segja til sín með tilheyrandi óhljóðum og lykt. Í flýti yfirgaf ég bílinn eins og skunkur sem forðast eigin óþef en útlosun gastegunda var komin yfir velsæmismörk. Móðir náttúra kallaði og eini staðurinn sem mér datt í hug að gæti fullnægt þörfum mínum var efri hæð Priksins #konurkúkaekki #myass #lolnei. Að þessu loknu var ég, dóttir djammsins, endurfædd og skrifaði á mig Einn sveittan og settist hjá félögum mínum. Ég datt strax inn í umræður um endurgerð Mark Haninovs á helför Hitlers í myndinni When the Baby Gets Tired - A Story of a Reaccomplished Principle in Human Science, sem ég talaði um eins og ég hefði séð margoft en vissi í raun ekkert um. Á meðan umræðurnar héldu áfram lét ég hugann reika. Ég sá búðar eigendur í Bankastrætinu baða út höndum í magnþrungnum samræðum og hugsaði með mér: Ætli börn sem eiga heyrnarlausa foreldra læri að tala eða er málfærni þeirra rimluð inn í fangelsi hinna mállausu? What, hvað ég er djúp. Loks hafði borgaranum verið stútað, mál að fara heim. Til að ná sem mestum árangri í djammi ákvað ég að taka kortersblund. Þremur tímum síðar vaknaði ég svo, vot eftir mitt eigið slef með sautján ósvöruð símtöl. Rallið kallar. Með Big Booty bitches á fóninum fór ég í sturtu í flýti og lét mömmu skutla mér í gellupartí, þrátt fyrir að hata slík samkvæmi (https://www.berglindfestival.tumblr.com/þegarégferígellupartyoglove-ontopkemuráfóninnerég bara). Í mótmælaskyni við móður mína sem segir að það sé ekki nauðsynlegt að gera alltaf allt ákvað ég að taka nokkra gúllsopa af fríu bollunni og syngja Love on Top í áttundu upphækkuninni. Ömurlegt partí er samt partí.Kvöldið rann sitt skeið, ljúft og þokukennt eins og öll önnur. Þegar heim var loksins komið síðla kvölds læddust dimmar hugs-anir næturinnar að mér. Allt í einu sá ég líf mitt í hyllingum. Það var ein stór lygi. Þegar allt kom til alls var ég í raun föst í musteri blekk inganna, ekkert annað en ein mannleg sál, einn hellisskúti á afskekktum stað í leit að svörum. Þessar sjálfsuppgötv anir glæddu hug minn bjartsýni því sannleikurinn gjörir mann jú frjálsan. Mér fannst ég vera komin í móðurkvið á ný, slík var friðsældin.Að lokum tvinnuðust hugarheimurinn og draumheimurinn saman en morguninn eftir vaknaði dólgurinn endurfæddur, óafvitandi um drauma næturinnar.

Page 120: Beneventum No. 2

116

- minningargrein -

Page 121: Beneventum No. 2

117

- minningargrein -

Ég áttaði mig á að ég væri forfallinn myndbandafíkill þegar ég var að taka bensín um árið. Á næstu dælu er eigandi Laugarásvídeó sem heilsar mér með virktum eins og ekkert væri sjálfsagðara. Ég fer oft á leiguna og lendi á stuttu spjalli við kallinn. Á þessum síðustu og verstu tímum þegar vídeóleigur eru að deyja hægum og kvalafullum dauða langar mig að minnast þeirra samtala og upplifana sem þær hafa veitt mér.

Það er ekki langt síðan rekandi Grensásvídeó lagði upp laupana og sagði að það væri ekki menning né markaður fyrir rekstri myndbandaleiga nú til dags. Rýmingarsala tók við og leigan leystist upp, titlar voru seldir á skít og kanil. Ég lagði það vissulega ekki í vana minn að leigja myndir á Grensásveginum, en man þó enn eftir bruna Laugarásvídeó um árið og því hjartasári sem hann skildi eftir. Ég tengdi vel við þann sársauka sem margir upplifðu eflaust. Þetta var heldur ekki einungis lokun myndbandaleigunnar sjálfrar sem snerti mig, heldur fyrirboðinn um komandi tíma, um leigulausa framtíð. Um þetta kenni ég netvæðingunni. Eins hentug og hún getur verið vekur hún upp það versta í fólki, allir eru alltaf að stelast í bita af kökunni sem bakarinn getur ekki selt ef búið er að klára hana.

En hvaða þýðingu gætu vídeóleigur svo sem haft fyrir mig, af hverju hleð ég þessu ekki bara niður af netinu? Jú, þegar ég er búinn að ákveða að ég ætli að leigja mynd líður mér vel. Það eru fáar tilfinningar betri, kvöldið er planað og það er ekkert vesen, ég er bara að fara að leigja mynd og svo margir góðir þættir sem koma þar að. Hjólreiðin á leiguna er hressandi upphitun og þegar ég loksins stíg inn jaðrar við að ég fái spennufall. Fyrir framan mig er heill hafsjór af einfaldri afþreyingu og ég fæ að velja á milli. Að skoða gaumgæfilega alla titla, allar deildir og velja að lokum mynd er eins og ævintýri. Ég spjalla svo við eigandann, sem hrósar vali mínu og segir að ég verði ekki fyrir vonbrigðum. ,,Þú ert með svona líka háfleygar kvikmyndapælingar, ha?“ hefur hann sagt oftar en einu sinni þegar hann rennir yfir leiguferilinn, og ég játa að sjálfsögðu. Það er gaman að pæla í kvikmyndum.Það var bylting þegar ég uppgötvaði svo gjaldfrjálsar en löglegar vídeóleigur út um allt höfuðborgarsvæðið. Bókasöfn eiga oftar en ekki þokkaleg kvikmyndasöfn sem þau leigja út gjaldfrjálst og tvo daga í senn í þokkabót. Það er þá sérstaklega aðalsafnið í Tryggvagötunni sem á mikið og gott safn af myndum frá

öllum heimshornum. Þar hef ég leigt meira en helming þeirra Akira Kurosawa-mynda sem ég hef séð, og á enn einhverjar eftir. Á Tryggvagötunni vinnur greinilega einhver stór aðdáandi leikstjórans japanska og þakka ég honum kærlega fyrir, ef svo ólíklega vill til að hann sé að lesa. Þar er einnig þó nokkuð um myndir eftir evrópska meistara svo sem Bergman, Rossellini og Godard, séu einhverjir áhugasamir.

Annar lærimeistari sem ég á mikið að þakka er eigandi 2001 ehf., DVD-búðar á Hverfisgötunni. Fyrir grein mína í Beneventum fyrir ári (um sci-fi kvikmyndir víðs vegar um heiminn) leitaði ég til hans og benti hann mér á nokkra klassatitla. Við skeggræddum og breytti ég stefnu greinarinnar í aðra átt eftir samtalið. Sú var tíðin að ég ráfaði um ganga Elko í leit að gömlum og góðum kvikmyndum til að kaupa, ég vissi einfaldlega ekki af betri verslunum. 2001 selur hins vegar allt og ef myndin er ekki til pantar eigandinn hana fyrir þig. Það væri sönn synd að missa þetta trausta fyrirtæki af Hverfisgötunni, skyldi netþjófnaður fara út í ýtrustu öfgar.

Það verður þó að viðurkennast að ég er ekki alsaklaus í þeim málum. Ég hef vissulega stolist í kvikmynd og kvikmynd, þó að sú þróun sé tiltölulega nýtilkomin sökum vankunnáttu minnar á tölvur á fyrri árum, sem og siðferðiskenndarinnar. Sömuleiðis spilar inn í sú óbeit sem ég hef á áhorfi kvikmynda á litlum tölvuskjá, það finnst mér alveg glatað. Samt sem áður, komi það fyrir að ég steli, reyni ég helst að stela einungis því sem ég veit að mun reynast erfitt að finna annars staðar, einhverju svona eldra art-house dóti. Það er ekki oft sem ég stel nýlegum, auðfáanlegum, amerískum stórmyndum. Þó að það væri kannski réttlætanlegra, þær munu græða ógrynni af pening hvort eð er.Ég er bjartsýnn á framtíð kvikmyndahúsa, flestir eru á því að fátt jafnist á við að sjá kvikmynd í bíó. Hins vegar eru myndbandaleigur ekki jafn vel settar, þær selja afþreyingu heim í stofu sem vel er hægt að ræna af netinu. Þá vil ég hvetja þig, lesandi góður, að tileinka þér þennan verðmæta menningararf sem leiguferðir eru, að halda flórunni á lífi. Maður á alltaf einn fimmhundruðkall reiðum höndum, þetta er ekki dýr afþreying. Sökum þess tilfinningalega gildis sem vídeóleigur hafa tekur það mig sárt að þær séu deyjandi menning. Ég læt þetta nú gott heita, með tár á hvarmi og spólu í tæki.

DEYJANDI MENNING

-Steinarr Ingólfsson

Page 122: Beneventum No. 2

- beneventum -

118

Page 123: Beneventum No. 2

119

VinirFjölskyldurElskhugarRagnhildur Björnsdóttir og Markaðsnefnd NFMHStjórn NFMH 2012-2013Sigþrúður GunnarsdóttirHjörtur Guðnason hjá ÍsafoldarprentsmiðjuBjarni Benedikt BjörnssonGuðmundur JörundssonValgerður JónsdóttirJúlía RunólfsdóttirHugi HlynssonIðunn JónsdóttirÓttar Martin NorðfjörðSteinunn SigurðardóttirÁsta Fanney SigurðardóttirDóri DNAMaría Lilja Þrastardóttir Dóra Hrund GísladóttirHarpa SigmarsdóttirSteingrímur ÞórðarsonIngibjörg SigurðardóttirBjarni Benedikt BjörnssonGérard LemarquisBjarnheiður KristinsdóttirAllir sem sendu inn efni

KÆRAR ÞAKKIR

Page 124: Beneventum No. 2

- beneventum -

120