börn með krabbamein 1. tbl. 2013

32
1. tbl. 19. árg. 2013 STYRKTARFÉLAG KRABBAMEINSSJÚKRA BARNA Saman klífum brattann Gengið á bæjarfjöll 2013-2014 - bls 16

Upload: styrktarfelag-krabbameinssjukra-barna

Post on 13-Mar-2016

259 views

Category:

Documents


4 download

DESCRIPTION

Félagsblað Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna

TRANSCRIPT

Page 1: Börn með krabbamein 1. tbl. 2013

1. tbl. 19. árg. 2013 STYRKTARFÉLAG KRABBAMEINSSJÚKRA BARNA

Saman klífum brattannGengið á bæjarfjöll 2013-2014 - bls 16

Page 2: Börn með krabbamein 1. tbl. 2013

Decubal húðvörurfyrir þurra og viðkvæma húð

• Húðin okkar er viðkvæm og veðráttan á Íslandi getur verið húðinni erfið.• Decubal viðheldur heilbrigði og ferskleika

húðarinnar – allt árið um kring.• Vörurnar henta bæði börnum og fullorðnum.

Decubal húðvörurnar fást í apótekum

Án:• parabena• ilmefna• litarefna

HV

ÍTA

SIÐ

/ S

ÍA

Page 3: Börn með krabbamein 1. tbl. 2013

Börn með krabbamein - 3

Þrátt fyrir að hafa setið í stjórn SKB í meira en fjögur ár áður en ég tók við starfi framkvæmdastjóra þess þá hef ég á þeim níu mánuðum sem liðnir eru fengið alveg nýja sýn á félagið. Sem starfsmaður er ég auðvitað í mun nánari tengslum við aðra félagsmenn og hitti einnig nýja félaga, það er þá sem lenda í þeirri stöðu - sem enginn vill vera í - að eiga barn sem greinist með krabbamein.

Við hjá SKB höfum fundið fyrir því að erfiðara er að sækja beina fjárstyrki til fyrirtækja en áður og höfum brugðist við því með nýjum leiðum í fjáröflun, hagræðingu og í sumum tilfellum með því að sækjast eftir þjónustustyrkjum fremur en fjárstyrkjum. Þeir koma sér í oft alveg jafnvel og eru auðvitað ígildi fjárstyrkja. Það hefur verið alveg einstakt að koma fram fyrir hönd SKB og finna þann hlýhug sem ríkir í garð félagsins víðast hvar. Finna hversu mikill skilningur er á mikilvægi starfs þess og skynja samkenndina með skjólstæðingum okkar.

Ég hef átt margar eftirminnilegar

Efnisyfirlit

4 Þarf kjark til að tala um erfið veikindi 7 Ný heimasíða SKB

8 Ævintýri á Stamford Bridge 9 Handbók í krabbameinshjúkrun

10 Retinoblastom - krabbamein sem hefur greinst á Facebook

11 Lífsperlur - söngbók í útileguna - Aukin siðfræðiþekking getur

auðveldað erfiðar ákvarðanir - Kaffisopinn...12 Það sem truflar

einn hefur ekki áhrif á annan 14 Saman klífum brattann, gengið á

bæjarfjöll 2013-2014 15 Negrasálmur settur í nýjan búning - 6. bekkur

Gerðaskóla styrkir SKB - Samið um stuðning - 17 Falleg tækifæriskort

20 Leikum okkur með Lúlla

stundir þegar einstaklingar, jafnvel ótengdir félaginu, hafa haft samband og viljað styrkja það. Bæði er fólk að gefa afrakstur einhverrar vinnu, t.d. útgáfu bóka eða geisladiska, eða tengir framlagið einhverjum áfanga eða tímamótum. Ég fékk t.d. símtal frá ungri konu sem vildi vita hvernig hún gæti komið peningum til félagsins. Þegar ég spurði hana hvert tilefnið væri sagðist hún hafa heitið því að ef hún næði að vera reyklaus í eitt ár þá myndi hún styrkja SKB um myndarlega fjárhæð. Kona sem hafði nýlega misst manninn sinn benti þeim sem vildu minnast hans á SKB. Hún vildi síðan vita ýmislegt um starfsemi félagsins og ákvað í kjölfarið að gefa hundrað þúsund krónur til viðbótar.

Svo er frábærlega gefandi að vera í sambandi við þá einstaklinga sem taka sig til og standa fyrir viðburðum til stuðnings félaginu. Nemendur Vatnsendaskóla gáfu SKB t.d. andvirði lítilla jólagjafa sem þau hefðu annars gefið hvert öðru á litlu jólunum, nemendur 6. bekkjar grunnskólans

í Garði söfnuðu yfir 40 þúsund krónum á vorhátíð og þrír nemendur 10. bekkjar Langholtsskóla söfnuðu 240 þúsund krónum í áheitum en þeir hjóluðu frá Þorlákshöfn til Reykjavíkur í lok maí. Svo er fólkið sem leggur á sig ómælt erfiði við að hlaupa og hjóla og ganga á fjöll - allt til stuðnings SKB.

Það er mannbætandi að fá að eiga samskipti við þetta frábæra fólk og forréttindi að fá að snerta líf annarra á jákvæðan hátt á erfiðum tímum en fjármunirnir fara auðvitað til þess að styrkja þá sem á þurfa að halda í kjölfar áfalls og stundum langvarandi erfiðleika.

Starfsemi SKB er mikilvæg og félagið gott og ég er þakklát fyrir að fá að eiga samleið með því, félagsmönnum þess og þeim sem vilja leggja því lið.

Í þessu blaði er sagt frá því sem helst hefur verið að gerast hjá félaginu undanfarna mánuði og því sem er framundan. Þá er auðvitað sagt frá krabbameinum í börnum, sagan hans Bubba frá Bolungarvík er rakin, Sigrún Þóroddsdóttir segir frá norrænu samstarfi á sviði siðfræði, sagt frá krabbameininu Retinoblastoma, handbók fyrir hjúkrunarfræðinga og fleiru.

Gréta Ingþórsdóttir

ÚTGEFANDI: Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna, Hlíðasmára 14, 201

Kópavogi. Sími 588 7555, netfang: [email protected], heimasíða: www.skb.is, ISSN

1670-245X. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Gréta Ingþórsdóttir. STJÓRN

SKB: Rósa Guðbjartsdóttir, formaður, Benedikt Einar Gunnarsson, Dagný

Guðmundsdóttir, Einar Þór Jónsson, Erlendur Kristinsson, Erna Arnardóttir,

Gréta Ingþórsdóttir, Hrafnhildur Stefánsdóttir og Skúli Jónsson. MYNDIR:

Baldur Kristjánsson, félagsmenn og úr myndasafni SKB. FORSÍÐUMYND:

Jóhann Smári Karlsson. UMBROT: A fjórir - Hjörtur Guðnason. PRENTUN:

Ísafoldar–prentsmiðja - Umhverfisvottuð prentsmiðja.

Decubal húðvörurfyrir þurra og viðkvæma húð

• Húðin okkar er viðkvæm og veðráttan á Íslandi getur verið húðinni erfið.• Decubal viðheldur heilbrigði og ferskleika

húðarinnar – allt árið um kring.• Vörurnar henta bæði börnum og fullorðnum.

Decubal húðvörurnar fást í apótekum

Án:• parabena• ilmefna• litarefna

HV

ÍTA

SIÐ

/ S

ÍA

Gefandi starf

Page 4: Börn með krabbamein 1. tbl. 2013

4 - Börn með krabbamein

Sigmundur Bragi Gústafsson, alltaf kallaður Bubbi, var að klára fyrsta árið sitt í Menntaskólanum á Ísafirði í vetur. Hann var í 10. bekk í Grunnskólanum í Bolungarvík, þar sem hann á heima, þegar fræðslubæklingi um krabbamein var dreift í skólanum. Krabbamein er fjarlægt ungmennum á grunnskólaaldri og segir Sigmundur að enginn af skólafélögum sínum hafi veitt þessum bæklingum neina athygli. En þar sem pabbi hans hafði verið að vinna hjá Krabbameinsfélagi Íslands - var m.a. upphafsmaður Mottumars, sem er fjársöfnun og vitundarvakning um krabbamein í körlum - var Sigmundur sá eini sem kíkti í þá. En hann skoðaði þá líka vegna þess að hann hafði fundið fyrir hnút í öðru eistanu.„Ég fann hnút og hafði áhyggjur en þorði ekki að segja mömmu og pabba frá því fyrr en eftir viku. Ég hefði aldrei lesið þessa bæklinga nema af því að ég þekkti þá úr vinnunni hans pabba. En eftir að ég lenti í þessu sagði ég hinum krökkunum frá því og þá fóru þeir að skoða upplýsingar á netinu. Ég hafði áhyggjur að þetta myndi breiðast út og fann að þetta var að stækka,“ segir Bubbi.„Hann spurði mig bara um þetta við eldhúsborðið,“ segir Gústaf Gústafsson, pabbi Bubba. „Sagði að bæklingnum hefði verið dreift í skólanum og hvort ég hefði ekki verið að vinna við þetta. Nokkrum dögum seinna segist hann finna fyrir einhverju í eistanu. Þá hringir mamma hans í

Þarf kjark til að tala um erfið veikindi

Viðtal: Gréta Ingþórsdóttir

heilsugæsluna og pantar tíma. Fyrstu viðbrögð læknisins þar voru þau að gera lítið úr þessu. Hann gerði næstum grín að Bubba og sagði mjög ólíklegt að þetta væri eitthvað til að hafa áhyggjur af. Hann sá samt að eitthvað óvenjulegt var á ferðinni og fékk tíma fyrir hann í Reykjavík mánuði seinna,“ segir Gústaf. Föðurbróðirinn að berjast við krabba á sama tímaÞetta var ekki það eina sem var að gerast í fjölskyldunni því á þessum sama tíma var Ófeigur, bróðir Gústafs, langt leiddur af krabbameini. „Mér fannst svo ólíklegt að það gæti eitthvað þessu líkt verið að gerast

„Ég held samt að mamma hafi haft miklar áhyggjur,“ segir Bubbi. Gústaf segir frá því að Ófeigur hafi greinst með góðkynja æxli í eista þegar hann var yngri. Hann fór ekki í lyfjameðferð en eistað var fjarlægt. „Ég hafði séð þetta áður og þá var það ekki alvarlegt. Ég var kannski rólegri yfir þessu þess vegna. Ég vissi líka úr mínu starfi að ef þetta uppgötvast snemma þá eru líkurnar mjög góðar. Ég held að maður hafi verið mjög bjartsýnn á

Hann skoðaði bæklingana vegna þess að hann hafði fundið fyrir hnút í öðru eistanu

Bubbi á Stamford Bridge í lok apríl í boði Chelsea klúbbsins. Ljósmynd: Gústaf Gústafsson

hjá okkur líka. Maður bjóst við að þetta væri eitthvað allt annað en krabbamein og ef þetta væri æxli þá væri það góðkynja. Við ræddum málið hreinskilnislega og reyndum að taka því með jafnaðargeði,“ segir Gústaf.

Page 5: Börn með krabbamein 1. tbl. 2013

Börn með krabbamein - 5

þetta mál að öllu leyti og ekki leyft sér annað,“ segir hann. Rhabdomyo sarkoma - illkynja æxliBubbi fór suður í skoðun og eistað var tekið. Við greiningu lá fyrir að þetta var illkynja æxli, rahbdomyo sarkoma. Bubba finnst hvorki gaman né auðvelt að tala um það sem fyrir hann kom en hann segir að það sé mikilvægt til þess að benda öðrum á hættuna. „Ég vil segja eins mikið og ég get um þetta, þótt mér finnist það ekki þægilegt. Það skiptir máli að allir viti að þetta getur líka komið fyrir unga stráka. Pabbi var alltaf að tala um krabbamein og þess vegna var kannski auðveldara fyrir mig að tala um þetta,“ segir hann.„Ég er rosalega ánægður að hann skyldi tala við okkur. Það þarf hugrekki til. Það er ekki auðvelt að tala um jafnviðkvæmt mál og kynfæri manns eru þegar maður er 15 ára. Það er algjörlega eðlilegt að það sé talsvert feimnismál,“ segir Gústaf. Hætta á ófrjósemiLyfjameðferðin hófst 21. ágúst og var mjög stíf. Munstrið var þannig að hann fór í erfiða lyfjameðferð í 2-3 daga, svo tvær sprautur viku seinna og aftur tveimur vikum seinna og í fjórðu viku byrjaði munstrið aftur. Hann varð mjög lasinn fyrstu skiptin, meðan verið var að stilla inn rétta lyfjaskammtinn. Fyrstu 10 vikurnar var þetta vikulega og þá komu þeir feðgar suður í

meðferð. Svo var skipt yfir í milliþunga meðferð á þriggja vikna fresti. Þá var Bubbi alltaf nokkra daga að jafna sig, ældi mikið og hafði enga matarlyst. Erfiðustu meðferðirnar voru fyrst en þriggja vikna meðferðirnar voru heldur bærilegri.Vegna eðlis veikindanna og þess hvað meðferðin var hörð var ákveðin hætta talin á ófrjósemi. Til að bregðast við henni þá á Bubbi sæðisskammt í frysti hjá Art Medica. Hann segir að sér hafi fundist verulega vandræðalegt að

Erfitt að koma hárlaus í nýjan skólaBubbi var að byrja í Menntaskólanum á Ísafirði um það leyti sem hann greindist. Hann missti eitt fag úr náminu fyrir áramót en náði að vera í fullu námi á vorönn. „Það var mjög erfitt að fara í nýjan skóla með nýjum krökkum alveg hárlaus,“ segir Bubbi. „En ég hafði vini mína til að hjálpa mér í gegnum þetta og Hilmar bróðir minn, sem er 19 ára, rakaði af sér hárið til að sýna mér stuðning. Pabbi ætlaði að gera það líka en þá hótaði mamma víst skilnaði! Það voru alltaf tveir vinir mínir sem studdu mig. Margir nýir krakkar vissu ekki um veikindin og ég þekkti engan á Ísafirði. En þau skildu þetta þegar ég sagði þeim frá þessu.“ „Þarna kom spítalinn sterkur inn og veitti mikla aðstoð. Félagsráðgjafinn á Barnaspítalanum hafði samband við skólann og talaði við námsráðgjafann. Þau tóku flotta stöðu með okkur,“ segir Gústaf. „Við erum mjög ánægð með Barnaspítalann, þau buðust meira að segja til að fara vestur til að tala við skólann,“ segir hann. Erfitt að útskýra að krabbamein og krabbamein er ekki það samaGústaf segir að þarna hafi vissulega verið komin upp sérstök staða í lífi fjölskyldunnar. „Þegar Bubbi var í þessari 10 vikna meðferð í bænum þá vorum við að rölta yfir til bróður míns sem var að fara á sama tíma. Hann dó 6. október. Það var erfitt fyrir Bubba að

þurfa að standa í því og meira að segja óþægilegt að tala um það en engu að síður mikilvægt. Í rauninni væri frábært fyrir alla að eiga sæði í geymslu því enginn veit hvað getur komið fyrir. Þó að maður sé kannski ekki farinn að huga að barneignum 15 ára þá kemur vonandi sá tími í lífinu og þeir sem hafa reynt, vita hvað það er mikil sorg samfara því að geta ekki eignast barn.

horfa upp á frænda sinn vera að kveðja um leið og hann var að fara í gegnum sína meðferð. Hann hugsaði auðvitað hvort þetta gætu orðið sín örlög líka.“Gústaf tók sér sex mánaða leyfi frá vinnu til að sinna Bubba í meðferðinni en þetta var gríðarlegt álag á fjölskylduna. Bubbi á tvö yngri systkini, Maríu Dís, 6 ára, og Gústaf Má, 8 ára. Gústaf segir að þau foreldrarnir, hann og Sigrún Ágústa, hafi rætt mikið við yngri börnin um veikindi Bubba og útskýrt fyrir þeim. Ófeigur lá fyrir

Það var mjög erfitt að fara í nýjan skóla með nýjum krökkum alveg hárlaus

Nafnarnir Sigmundur Ó. Steinarsson, Bubbi, og Sigmundur Bragi Gústafsson, Bubbi. Ljósmynd: Baldur Kristjánsson. Það skiptir máli að

allir viti að þetta getur líka komið fyrir unga stráka

Page 6: Börn með krabbamein 1. tbl. 2013

6 - Börn með krabbamein

dauðanum á sama tíma og það var ekki alveg einfalt að útskýra fyrir þeim að eitt krabbamein er ekki endilega það sama og annað. „Gústaf Már hafði rosalegar áhyggjur af Bubba en þau hefðu ekki tengt veikindi hans við möguleikann á að deyja ef frændi þeirra hefði ekki verið að deyja á sama tíma,“ segir Gústaf. Álagið tók sinn tollÁlagið tók sinn toll af Sigrúnu Ágústu og hún þurfti að minnka við sig vinnu um tíma. Hún missti sjón á öðru auga og er rúmu hálfu ári síðar ekki enn orðin alveg góð. „Ég hefði ekki trúað að andlegt álag gæti verið svona lamandi,“ segir Gústaf „en þá er ekkert annað að gera en setja vinnuna í bið og sinna því sem máli skiptir.“ Sigrún segir að Bubbi hafi sjálfur verið mjög ákveðinn í því að komast til læknis eftir að hann fann hnútinn og hafi minnt sig á oftar en einu sinni áður en hún pantaði læknistíma fyrir hann. „Ég hugsaði bara að þetta væri einhver bólga sem færi. En á tímanum sem leið þar til greiningin lá fyrir fóru áhyggjurnar að grafa um sig þó að ég væri að reyna að vera róleg. Ég var búin að missa sjónina á öðru auga áður en Bubbi fór í aðgerðina og byrjuð í meðferð út af því. Hvorki augnlæknir né taugasérfræðingur hafa viljað fullyrða nokkuð um það hvers vegna þetta gerðist hjá mér en ég held að álagi, stressi og áhyggjum sé um að kenna. Ég hafði á tilfinningunni að eitthvað alvarlegt væri á ferðinni en tengdi það meira við sjálfa mig. Ég bjóst frekar við að þetta kæmi fyrir mig - ekki eitt af börnunum mínum,“ segir Sigrún.

Mikið talað um krabbameinBarnasp í ta l inn bauð S igrúnu sálfræðiviðtöl en henni fannst þau ekki hjálpa sér. Mun gagnlegra hafi verið að hitta sr. Vigfús Bjarna Albertsson sjúkrahúsprest en hún segir að þeim hafi fundist rosalega gott að tala við hann. Að mörgu leyti sé erfitt að vera svona langt í burtu frá spítalanum og þau hefðu sjálfsagt nýtt sér einhverja faglega aðstoð fyrir yngri börnin ef þau hefðu verið nær. Hún segir að þau hafi samt talað mikið við krakkana og útskýrt fyrir þeim alla hluti eftir bestu getu. Þau séu í dægradvöl eftir skólann

sínum og -ömmu. Þau vissu samt að hann var mjög lasinn, að hann var með krabbamein, þurfti mikið að hvíla sig og stundum máttu þau ekki vera með læti af því að hann var sofandi. Sigrún segir að Gústaf Már hafi mikið velt fyrir sér veikindum Bubba og jafnvel haft áhyggjur af því að hann myndi deyja. Þau hafi sem betur fer getað rætt þetta við hann og útskýrt fyrir honum að meðferðin gengi vel og langlíklegast að Bubba myndi alveg batna. María Dís, sem var bara fimm ára, lét ekki eins mikið í ljós en var alveg með á nótunum, engu að síður. Sigrún heyrði einu sinni til hennar þar sem hún var í dúkkuleik með legódúkkur. Hún var búin að taka af þeim hárið og lék samtal þeirra á milli. „Afhverju ert þú hárlaus?“ spurði önnur. „Ég er með krabbamein,“ sagði þá hin. Orkulaus í allan veturSigrún segir að þó að það sé erfitt að vera langt frá spítalanum þá séu kostir þess að búa á litlum stað eins og Bolungarvík miklir við svona aðstæður. „Ólíklegasta fólk hefur sýnt okkur mikinn stuðning. Fólk spyr um Bubba og biður fyrir kveðjur til hans. Það spyr líka hvernig okkur líði og býður aðstoð sína. Foreldrar bekkjarfélaga yngri barnanna hafa t.d. boðist til að taka þau - fólk sem maður þekkir ekkert mikið. Við höfum fundið mikinn hlýhug úr samfélaginu. Stundum finnst mér fólk sem stendur okkur jafnvel talsvert nær ekki meina eins mikið þegar það vill að við látum vita ef það geti eitthvað hjálpað. En það hefur kannski líka eitthvað með mig að gera. Stundum finnst mér það frábært og ég er mjög þakklát en stundum finnst

og þar sé starfskona sem hafi verið í krabbameinsmeðferð í vetur, hafi misst hárið og verið dugleg að ræða við börnin og útskýra fyrir þeim. Það sé því búið að vera mjög mikið tal um krabbamein í kringum þau í langan tíma. Bubbi var með herbergi í kjallaranum en eftir að hann veiktist var hann færður upp og svaf í herbergi sem áður hafði verið leikherbergi litlu systkina hans. Þau sáu hann aldrei þegar hann var veikastur strax eftir lyfjagjafir, því þá var hann annað hvort á spítalanum eða gisti hjá móðurafa

Bubbi er búinn að fara ófáar flugferðirnar - og bílferðirnar - á milli Ísafjarðar / Bolungarvíkur og Reykjavíkur í krabbameinsmeðferðinni.

Feðgarnir, Bubbi og Gústaf, á Stamford Bridge.

Svona áföll taka frá manni orkuna og maður dregur sig inn í skel

Page 7: Börn með krabbamein 1. tbl. 2013

mér það vera hálfgerð klisja. Við erum ekki búin að ljúka ferlinu þó að Bubbi sé útskrifaður af spítalanum. Við erum ennþá þreytt og áhyggjurnar ekki horfnar. Hún segist hafa verið þreytt í

enn vera þannig að ef hann fær kvef þá fær hún kvíðakast. Þetta væri dæmigert fyrir mig - ég á á örugglega eftir að vera í þessu endalaust. Ég er dálítið þessi áhyggjutýpa! En maður reynir að læra af þessu, vera þakklátur fyrir að þetta sé ekki verra en það er. Það eru margir að glíma við erfiðari hluti. Maður reynir að vera þakklátur fyrir sitt,“ segir Sigrún.Bubbi fór í síðustu meðferðina í lok febrúar og var mjög slappur í nokkrar vikur á eftir og þurfti að sofa mikið en fann samt að hann var að styrkjast smám saman. Þegar viðtalið var tekið leit allt vel út og Bubbi var að safna kröftum til að takast á við skólann og lífið eins og hver annar 16 ára unglingur - að vísu talsvert lífsreyndari en flestir. Hann á samt enn langt í land með að ná fyrri styrk en Sigrún segir

allan vetur og hafa dregið sig mikið inn á heimilið og rólegheitin þar. Veturinn áður hafi þau alltaf verið á fullu með krökkunum, farið á skíði og mikið verið á ferðinni. „Svona áföll taka frá manni orkuna og maður dregur sig inn í skel, reynir að forðast áreiti og leitar að hugarró. Ég er búin að vera algjörlega lömuð í vetur, hef rétt haft orku til að komast í gegnum daginn.“ Hún segir það eflaust eðlileg viðbrögð foreldris að reyna að vera sterkur fyrir börnin, peppa upp veika barnið og reyna að sannfæra það um að hafa ekki áhyggjur. Á sama tíma byrgi maður sínar eigin tilfinningar inni og þær brjótist síðan fram á einhvern hátt. Er áhyggjutýpanSigrún segist hafa hitt eina mömmu í vetur sem á son sem fékk sama krabbamein og Bubbi. „Hennar sonur er kominn yfir tvítugt en hún sagðist

Ég bjóst frekar við að þetta kæmi fyrir mig - ekki eitt af börnunum mínum

Á Barnaspítalanum. Búið að setja upp lyfjabrunn.

Sigrún Þóroddsdóttir að gefa Bubba lyf í lyfjabrunninn.Sigrún Ágústa og Bubbi í áhorfendastúkunni á Stamford Bridge

Ný heimasíða SKB fer í loftið á næstunn i . Ve f f y r i r tæk ið Stefna á Akureyri gaf félaginu vefumsjónarkerfi, hönnun nýs vefjar og hýsingu. Allt efni vefjarins hefur verið yfirfarið og meðal nýjunga er endurbætt vefverslun þar sem hægt verður að nálgast allar söluvörur SKB á einum stað. Heimasíðan er mikilvæg til að koma á framfæri upplýsingum um félagið, eiga samskipti við félagsmenn, vera gátt fyrir umsóknir um styrki og stuðning. Þá geymir heimasíðan sögu félagsins að einhverju leyti og birtir mynd af starfsemi þess á hverjum tíma. Metnaðarfull og falleg heimasíða er vitnisburður um starfsemina og á að endurspegla hana með sambærilegum hætti.SKB þakkar Stefnu kærlega fyrir myndarlegan stuðning við félagið.

Ný heimasíða

Börn með krabbamein - 7

að hann sé hress og kátur. „Mér finnst þetta ekki hafa tekið toll af honum andlega. Held að hann láti mömmu sína um að hafa áhyggjur og það er kannski ágætt,“ segir Sigrún Ágústa Bragadóttir að lokum.

Page 8: Börn með krabbamein 1. tbl. 2013

8 - Börn með krabbamein

Tveimur félögum í SKB, þeim Thelmu Dís Friðriksdóttur og Sigmundi Braga Gústafssyni, sem bæði greindust með krabbamein á síðasta ári, var í apríl sl. boðið á fótboltaleik í London, leik Chelsea og Swansea City ásamt forráðamönnum. Að boðinu stóðu Chelsea klúbburinn á Íslandi í samvinnu við Gaman ferðir og WOW air. Í ferðinni var einnig Hnikarr Bjarmi, skjólstæðingur Einstakra barna, ásamt pabba sínum en þeir eru jafnframt félagar í Chelsea klúbbnum á Íslandi.Hópurinn fór beinustu leið á leikvöll Chelsea, Stamford Bridge, við komuna til Lundúna þar sem farið var í skoðunarferð í boði Chelsea klúbsins.

Ekki mátti trufla einbeitingu leikmannaAð kvöldi komudags var kvöldverður á 55 Restaurant í boði Chelsea klúbbsins. Til stóð að einhver leikmanna Chelsea myndi kíkja við og heilsa upp á gestina en því miður varð ekki af því og var sú skýring gefin að vegna mikils álags á leikmönnum hefði þjálfarateymið lagst gegn öllu því sem kynni að trufla einbeitingu leikmanna þessa dagana.Tengiliðum klúbbsins hjá Chelsea Football Club þótti þetta svo miður að viðkomandi deild ákvað að senda Hnikari, Thelmu og Sigmundi „bland í poka“ í sárabætur.Laugardagurinn var frjáls, þ.e. engin skipulögð dagskrá, og notuðu sumir daginn til að skreppa í dýragarðinn, sumir fóru í búðarölt, aðrir skoðuðu sig um í Lundúnaborg og einhverjir gerðu þetta allt saman!

Chelsea vann 2:1Sunnudagurinn var aðaldagur heim-sóknarinnar á Stamford Bridge en þennan dag atti Chelsea kappi við Swansea City í Úrvalsdeildinni. Skemmst er frá því að segja að Chelsea hafði sigur með tveimur m ö r k u m g e g n e n g u m a r k i andstæðinganna og féllu þau úrslit í góðan jarðveg.Eftir leikinn var svo haldið frá Stamford Bridge til Gatwick-flugvallar í rútu í boði Gaman ferða en áður en smalað var í rútuna voru nokkrir ferðalanganna svo heppnir að hitta m.a. á Mata, John Terry og þann aldna heiðursmann Roy Bentley. Auk þess gisti Íslandsvinurinn Bobby Tambling á hótelinu þessa sömu daga og fengu flestir myndir

Ævintýri á Stamford Bridge

af sér með þessum öðlingi ásamt eiginhandaráritun.

Heimferðin gekk svo snurðulaust og það voru sælir en þreyttir ferðalangar er lentu á Keflavíkurflugvelli undir miðnætti sunnudagskvöldið 28. apríl sl.

Þakkir og kveðjurÞessi texti er byggður á frásögn frá stjórn Chelsea klúbbsins sem SKB barst með bestu kveðjum til boðsgestanna um skjótan og góðan bata. SKB þakkar Chelsea klúbbnum kærlega fyrir að gefa Thelmu og Sigmundi þessa frábæru upplifun að gjöf.

Thelma Dís og Aron Bjarki, bróðir hennar, með Bobby Tambling á Chelsea hótelinu. Ljósmynd: Friðrik Sæbjörnsson.

Það var stemmning á Stamford Bridge þegar leikurinn við Swansea fór fram. Ljósmynd: Gústaf Gústafsson.

Page 9: Börn með krabbamein 1. tbl. 2013

Börn með krabbamein - 9

Á Barnadeild Barnaspítala Hringsins hefur mikil vinna verið lögð í að bæta gæði krabbameinshjúkrunar. Fyrir rúmu ári var fengið hingað til lands bandarískt námskeið á vegum APHON (Association of Pediatric Hematology/Oncology Nurses) um hjúkrun barna í krabbameinslyfjameðferð, verkefni sem styrkt var af SKB og Friðrikssjóði, og sótti meirihluti þeirra hjúkrunarfræðinga, sem þá störfuðu á Barnadeildinni, námskeiðið.Í framhaldi af því var farið út í að gera upplýsingarit sem upphaflega átti að vera lítið plastað blað til að hafa í vasanum varðandi lyfin en þróaðist út í handbók. Góðum tíma var varið í að bæta inn upplýsingum sem þarf að hafa á hreinu við hjúkrun þessara barna og viðeigandi aðilar fengnir til að lesa yfir og samþykkja. Handbókin var lögð fram og kynnt fyrir hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum á fræðsludegi Barnadeildarinnar 2. maí síðastliðinn.

Bókin bætir gæði og öryggiHugmyndin að handbókinni kviknaði annars vegar eftir APHON-námskeiðið og hins vegar út frá starfi Bergljótar Steinsdóttur á krabbameinsdeild barna á Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi. Handbókin hefur að geyma bæði samantektir á gæðaskjölum og upplýsingar úr fræðigreinum og bókum á sviði krabbameinshjúkrunar, aðlagaðar að okkar skjólstæðingahópi og vinnustað. Handbókin kemur út á afar hentugum tíma, því eins og er eru margir hjúkrunarfræðingar af deildinni í fæðingarorlofi, þannig að við erum að fá inn marga nýja hjúkrunarfræðinga, sem án efa verða þakklátir að fá

Handbók í krabbameinshjúkrun

góða þjálfun fyrir hjúkrun þessa sjúklingahóps. Það er von okkar að handbókin muni bæta bæði gæði og öryggi í hjúkrun barna með krabbamein, m.a. með því að hjúkrunarfræðingar samhæfi vinnubrögð sín og að þau sé byggð á öruggum heimildum. Útgáfan er jafnframt ódýr og er ætlunin að yfirfara handbókina reglulega samfara nýrri þekkingu og bæta við og taka út efni eins og við á.

Bergljót (t.v.) og Vigdís kynna handbókina fyrir samstarfsfólki sínu á Barnaspítala Hringsins í byrjun maí sl.

Við viljum þakka öllum þeim sem lögðu sitt af mörkum við þessa verkefnavinnu, bæði með efni, yfirlestri og ekki síst deildarstjóra Barnadeildarinnar fyrir að útdeila okkur tíma til að vinna verkefnið.

Bergljót Steinsdóttir og Vigdís Hrönn Viggósdóttir

hjúkrunarfræðingar, Barnadeild Barnaspítala Hringsins.

Page 10: Börn með krabbamein 1. tbl. 2013

10 - Börn með krabbamein

Retinoblastoma, RB, er algengasta æxlistegund í auga hjá börnum. Tíðnin er 1 af hverjum 18.000 lifandi fæddum börnum. Um illkynja æxli er að ræða sem myndast þegar stökkbreyting verður í óþroskuðum f rumum í neth imnu augans. Krabbameinið leiðir til dauða sé það ekki meðhöndlað. Árangur meðferðar er bestur ef æxlið er allt innan augans og er því mjög mikilvægt að sjúkdómurinn uppgötvist sem fyrst. RB er þó eitt þeirra illkynja meina sem hægt er að lækna. Greinist meinið snemma og sé það rétt meðhöndlað lifa yfir 95% barna sem fá það. Í 2/3 til 3/4 tilfella myndast æxli í öðru auganu og er þá kallað einhliða RB. Í um þriðjungi tilfella myndast æxli í báðum augum og er þá talað um tvíhlíða RB. Ekki er um að ræða æxli

Retinoblastoma - krabbamein sem hefur greinst á Facebook

sem stækkar úr einu auga yfir í hitt heldur myndast annað sjálfstætt æxli og ekki endilega á sama tíma. Einhliða RB getur því þróast yfir í tvíhliða, þ.e. að æxli myndist einnig í hinu auganu. Í langflestum tilfellum kemur æxlið fram fyrir fjögurra ára aldur þar sem stökkbreytingin verður í óþroskuðum nethimnufrumum. Meðalaldur við greiningu einhliða RB er 23 mánuðir og tvíhliða RB 12 mánuðir. Um 10% allra tilfella RB er hægt að greina þegar við fæðingu og um helming á fyrstu 6 mánuðum ævinnar. Meðferð er nær alltaf sú að fjarlægja augað ef um einhliða sjúkdóm er að ræða. Síðan er nauðsynlegt að augnlæknir skoði barnið reglulega. Ef meinið er bundið við augað og hefur ekki dreift sér þarf ekki aðra meðferð.

Stundum sést RB æxli á venjulegri ljósmynd. Ljósmynd: Kinderaugenkrebsstiftung.

Breki Styrmisson, sem fæddist í febrúar, greindist með RB og þurfti að fjarlægja augað. Það var gert í aðgerð í Svíþjóð þegar hann var 6 vikna gamall. Hann verður í eftirliti á hinu auganu í ár.

Breki fljótlega eftir aðgerð.

Nokkrar vísbendingar um RB sem gott er að vera vakandi fyrir: 1. Hvítur augasteinn á flassmynd. Ef augasteinn er hvítur á myndum sem teknar eru með flassi þá getur það bent til þess að RB sé á ferðinni. Rauður augasteinn er það sem allir þekkja en hvítur, gulur eða appelsínugulur augasteinn getur verið hættumerki. Hvítur augasteinn þarf ekki að koma fram á öllum myndum. Stundum sést hann með berum augum. Hafa ber í huga að þó að augasteinninn komi hvítur fram á mynd þarf ekki endilega að vera um RB að ræða. Aðeins læknir getur skorið úr um það.

2. Augasteinninn er ekki rauður á flassmyndum. Mynd sem tekin er með flassi þar sem annar augasteinninn er rauður en hinn svartur gæti verið vísbending um að eitthvað sé eins og það á ekki að vera og þá ætti að leita læknis.

3. Ef barn er eða verður rangeygt getur verið viðvörunarmerki en þarf ekki að vera það. Öruggast er að biðja lækni um að skoða barnið til að útiloka að um RB sé að ræða.

4. Rautt, viðkvæmt eða bólgið auga án sýkingar. Ef barnið er oft með bólgið eða rautt auga án þekktrar ástæðu ætti að láta lækni skoða það.

5. Breyttur augnlitur. Ef litur svæðisins í kringum augasteininn breytist, jafnvel bara hluti þess, er ástæða til að láta lækni skoða barnið.

6. Versnandi sjón. Ef barnið sér illa frá fæðingu eða tapar sjón á fyrstu árum ævinnar eða bregst ekki við umhverfinu á sama hátt og jafnaldrar þeirra þá er ástæða til að leita læknis.

Heimild: Kinderaugenkrebsstiftung, KAKS.

Page 11: Börn með krabbamein 1. tbl. 2013

SKB gefur um þessar mundir út bókina Lífsperlur sem Páll V. Sigurðsson tók saman og bjó til prentunar. Í henni eru yfir eitthundrað söngtextar sem skemmtilegt er að syngja við ýmis tækifæri og mannfagnaði. Páll á dótturson sem greindist með hvítblæði árið 1990 og veit hvað það er að glíma við krabbamein. Hann þekkir einnig vel til starfsemi SKB og hefur fylgst með félaginu og styrkt það alveg frá stofnun. Í formála bókarinnar segir Páll: „Dóttursonur minn, Eyjólfur Aðalsteinn, greindist með hvítblæði árið 1990, þá tveggja ára gamall. Hann fór í hefðbundna meðferð og var í henni þegar Styrktarfélag krabbameinss júkra barna var stofnað. Eyjólfur hefur glímt við ýmsar aukaverkanir og síðbúnar afleiðingar vegna lyfjameðferðarinnar sem hann fór í og hefur félagið reynst honum og fjölskyldu hans ákaflega vel. Þess vegna er það mér afar kærkomið tækifæri að láta hluta af andvirði þessarar bókar renna til félagsins.“Bókin verður seld í símasölu og er það von félagsins að viðtökur verði góðar, enda tilvalið að ná sér í skemmtilega söngbók fyrir útilegur sumarsins!¨SKB þakkar Páli kærlega þann hlýhug sem hann sýnir félaginu með því að færa því bókina og láta ágóðann af sölu hennar renna til SKB.

Læknar og hjúkrunarfræðingar á Norðurlöndunum sem vinna með börn með krabbamein hafa átt samstarf um árabil, læknar í yfir 30 ár og hjúkrunarfræðingar í 15. Samtök lækna heita NOPHO og hjúkrunarfræðinga NOBOS. Læknarnir hafa unnið í vinnuhópum kringum mismunandi sjúkdómshópa og vinna þannig að því að bæta meðferð og auka lifun.Á sameiginlegri ráðstefnu 2008 var stofnaður vinnuhópur í siðfræði, WGE (working group in etichs), og er það fyrsti sameiginlegi vinnuhópurinn þar sem bæði eru læknar og hjúkrunarfræðingar.Vinnuhópurinn hefur varið miklum tíma í að mennta meðlimi hópsins í þessum fræðum og höfum við sótt námskeið, ráðstefnur og fundi um málefnið. Þetta hefur síðan leitt til þess að einstök sjúkrahús á Norðurlöndunum hafa þegar stofnað siðfræðihópa sem hægt er að kalla til í einstök mál.SKB hefur staðið við bakið á okkur eins og svo oft áður og gert okkur mögulegt að taka þátt í þessari mikilvægu vinnu.Með aukinni þekkingu og tækni eru

Lífsperlur - söngbók í útileguna

Aukin siðfræðiþekking getur auðveldað erfiðar ákvarðanir

Lífsperlursöngbók fyrir útileguna

meðferðarmöguleikarnir sífellt fleiri og því erfiðara að taka ákvarðanir um hvað sé best fyrir skjólstæðinga hverju sinni.Með hjálp faghóps með sérþekkingu á siðfræði má auðvelda ákvarðanatöku við flóknar aðstæður, þegar óvíst er hvort meðferð muni gagnast eða foreldrar og fagfólk eru ekki sammála eða jafnvel foreldrar og barn þeirra á unglingsaldri eru ekki sammála um framhald meðferðar.Foreldrar hafa með auknum aðgangi að upplýsingum á veraldarvefnum möguleika á að hafa áhrif á ákvarðanir á annan hátt en áður og er þá mikilvægt að aðstoða þá við að afla sér réttra upplýsinga.Á Barnaspítalanum höfum við fullan hug á að koma á fót faghópi í siðfræði sem myndi gagnast öllum skjólstæðingum okkar.Ég vil koma á framfæri þökkum til SKB sem hefur gert okkur kleyft að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi til að auka þekkingu okkar sem verður síðan skjólstæðingum okkar til góðs.

Sigrún Þóroddsdóttir, hjúkrunarfræðingur krabbameinsteymis

Barnaspítala Hringsins.

Te & kaffi hefur tekið skrifstofu SKB í kaffifóstur og sér félaginu fyrir baunum. Það er því alltaf heitt á könnunni í Hlíðsmáranum í boði Te & kaffi.Fyrirtækið var stofnað 1984 og starfar með fagmennsku og þekkingu að leiðarljósi og leggur ríka áherslu á samfélagslega ábyrgð. Te & kaffi hefur í gegnum árin reynt að láta gott af sér leiða með því að styðja við ýmis verkefni innan kaffiheimsins sem og utan, m.a. í gegnum Fairtrade-samtökin en Te & kaffi er eina fyrirtækið á Íslandi sem hefur leyfi til þess að framleiða Fairtrade-vottað kaffi. SKB þakkar fyrirtækinu kærlega fyrir stuðninginn.

Kaffisopinn...

Börn með krabbamein - 11

Page 12: Börn með krabbamein 1. tbl. 2013

12 - Börn með krabbamein

Börn sem hafa farið í lyfjameðferð vegna krabbameins glíma oft við langvinnan vanda vegna síðbúinna afleiðinga. Einn þessara vanda lýtur að skynúvinnslu þeirra. Þessi vandi hefur lítið verið til umræðu en er þó oft hamlandi varðandi virkni og þátttöku í daglegu lífi. Sigga er 5 ára stelpa. Hún er að hafa sig til fyrir daginn. Sigga á í miklum erfiðleikum með að finna föt sem henta, þolir illa miðana í fötunum, saumarnir erta viðkvæma húðina og svo er einhver spotti í sokknum sem þvælist endalaust fyrir. Að lokum finnur Sigga gömlu lúnu buxurnar sem eru bestar og þægilegu peysuna sem búið er að klippa miðana úr. Sigga þolir illa að láta tannbursta sig svo hún gerir það fljótt og hratt án allrar aðstoðar, að láta aðra greiða sér kemur ekki til greina svo hún rennir burstanum létt í gegn. Sigga er mjög viðkvæm fyrir lykt og áferð matar, fær sér sama morgunmatinn alla daga, veit að hún þolir illa kekki í matnum.Þessi stutta saga sýnir okkur hvernig Sigga bregst við áreitum í daglegu lífi.

Hvað er skynúrvinnsla?Skynjun er vitræn geta til að túlka skynupplýsingar sem berast til heilans. Viðbrögð fólks við skynupplýsingum í daglegu lífi geta haft veruleg áhrif á færni þess við iðju. Skynfærin hafa hvert sitt hlutverk. Þau taka við áreitum eftir því sem við á og færa upplýsingar til taugakerfisins sem túlkar þær, flokkar og vinnur úr þeim. Samkvæmt líkaninu þarf

skynáreiti að vera í hæfilegu eða réttu magni svo viðkomandi einstaklingur eða taugakerfi hans geti borið kennsl á, brugðist við og hegðað sér á viðeigandi hátt. Við eðlilegar aðstæður tekur heilinn við boðum og skynáreitum bæði frá líkama og umhverfi, velur þau sem skipta máli en útilokar önnur sem ekki skipta máli (Dunn, 1999).Líkan bandaríska iðjuþjálfans Winnie Dunn fjallar um tengsl skynþröskuldar og hegðunar og viðbragða hjá börnum. Þar hefur hún sett fram að úrvinnslu barna megi skipta í fjórðunga. Hún setur upp í myndræna framsetningu það hvernig við bregðumst við áreitum eftir því hvort við erum með háan eða lágan þröskuld fyrir áreitum og hvaða leiðir við notum til að gera lífið bærilegt. Skynþröskuldur stýrir magni áreita sem þarf til að fá fram viðbrögð frá taugakerfinu. Hár þröskuldur þýðir að mikil áreiti þarf til að fá fram viðbrögð frá taugakerfinu og lágur þröskuldur þýðir að lítið magn áreita þarf til að taugakerfið bregðist við.

Ólík viðbrögðHugmynda l íkan Winn ie Dunn samanstendur af tveimur ásum. Þröskuldur fyrir skynjun er á lóðrétta ásnum og þröskuldur fyrir atferli er á lárétta ásnum (sjá mynd). Á öðrum enda lárétta ássins er atferli í samræmi við skynþröskuld og áreiti dynja því á barninu í því skerta eða ýkta magni sem þau berast. Á hinum endanum er hegðun í mótvægi við skynþröskuld, það er að segja að barnið bregst við til

að reyna að auka eða draga úr magni áreita.

Vísindamenn / Fjörkálfar / Viðkvæmir / ReglupúkarÍ fyrsta fjórðungi (efst í vinstra horninu) er litli vísindamaðurinn. Ekkert virðist trufla barnið, það er ofureinbeitt og hlustar lítið á það sem sagt er. Oft eru þessi börn með lága vöðvaspennu, lítið úthald í hreyfileikjum og vilja meira rólega leiki en ærslaleiki. Í öðrum fjórðungi (efst í hægra horninu) eru litlu fjörkálfarnir. Alltaf fjör í kringum þá, því meira sem fjörið er, því skemmtilegra. Oft eru þau eirðarlaus og fiktin. Eru búin að framkvæma áður en þau hugsa. Í þriðja fjórðungi (neðst í vinstra horninu) eru börn sem eru ofurviðkvæm gagnvart snertiáreitum, gefa mikinn gaum að áreiti og því sem er að gerast í kringum þau. Þessi börn erum ofurviðkvæm fyrir miðum í fötum, áferð á mat og þau pirrast auðveldlega. Í síðasta fjórðunginum (neðst í hægra horninu) eru börn sem þola afar illa hávaða og birtu. Vilja hafa allt í röð og reglu og þola illa breytingar. Þau eru dugleg að skipuleggja og þola illa óvæntar breytingar. Dunn tekur fram að ekki sé hægt að staðsetja hegðun og viðbrögð einungis í einum fjórðungi líkansins. Skynúrvinnslumynstur fólks sé aldrei einsleitt heldur breytilegt eftir aðstæðum. Næmni fyrir áreitum getur verið sveiflukennt eftir því hvaða tími dagsins sé, hversu mikið álag eða streita sé í umhverfinu,

Það sem truflar einn hefur ekki áhrif á annaneftir Kristjönu Ólafsdóttur iðjuþjálfa

Page 13: Börn með krabbamein 1. tbl. 2013

Börn með krabbamein - 13

tilfinningaástand, líkamlegt ástand eða hungurtilfinning. Þá hafa einnig aðrir þætti áhrif t.d. erfðafræðilegir þættir, umhverfisþættir og lífsreynsla.

Vilja meira áreitiEf við skoðum líkanið nánar þá sjáum við að þeir sem sækja í áreiti eru með háan skynþröskuld og eru þeir ávallt að reyna að ná sér í auka áreiti og viðhalda þannig vökustigi sínu. Þessi börn hafa mjög gaman af því að hreyfa sig, eru að fikta eða búa til hljóð og naga hluti. Þau einbeita sér oft betur ef þau hlusta á músík á meðan þau læra. Hegðun barnanna útskýrir oft hvers konar áreiti þau þarfnast. Ef við setjum þessa hegðun barnanna yfir á fullorðið fólk er það fólkið sem er nýjungagjarnt, sækir í að vera í fjölmenni, hefur gaman af að prófa nýja hluti, tekur að sér ótal verkefni og nýtur lífsins til fullnustu.

Með óhollt nesti!En skoðum einnig nánar þau börn sem hafa lágan skynþröskuld. Þarna erum við með börn sem bregðast strax við áreiti og skynupplifun þeirra er sterkari en annarra barna í daglegu lífi. Þessi börn þola illa mismunandi efni í fötum, miða í fötum, að láta klippa hár og neglur og eru oft viðkvæm fyrir áferð matar. Börnin truflast mjög af öllu áreiti og geta verið snögg uppá lagið. Þau taka oft vel eftir minnstu breytingu á uppröðun í skólastofu, hver skilar ekki heimanámi á réttum tíma, hver kom með óhollt nesti og hver er ekki búinn að opna á blaðsíðu 24. Fyrir börn sem eru svo næm er mikilvægt að draga sem mest úr áreiti í umhverfinu og hafa gott skipulag í kringum þau. Sem fullorðin eru þetta fyrirsjáanlegir einstaklingar sem halda tilveru sinni einfaldri og reglusamri. Þetta fólk kýs rólegheit, verslar í litlu hverfisversluninni, heldur vel utanum dagbókina sína og kemst hjá því að lenda í óvæntum uppákomum. Þetta eru þeir sem skreppa til Kanarí í febrúar, á sama hótelið, í íbúð 345 og hitta þar alla hina sem koma á sama tíma.

Hægt að meta viðbrögðMats l i s ta r Winn ie Dunn um skynúrvinnslu, „Sensory Profile“, leggja mat á hegðun og viðbrögð barna og fullorðinna við ýmsum áreitum í dagsins önn. Með fyrirlögn þeirra er hægt að greina hvernig og hvers vegna börn og fullorðnir bregðast við á þann hátt sem þau gera og í kjölfarið er þá hægt að aðlaga umhverfi og kröfur að

þeirra þörfum. Hópur iðjuþjálfa hér á landi hefur þýtt og staðfært listana og notað til reynslu. Rannsóknir sem hafa verið gerðar á notagildi íslenskrar þýðingar matslistanna benda til þess að svör íslenskra foreldra, ungmenna og fullorðinna séu að flestu leyti lík svörum þátttakenda í bandarískum stöðlunarúrtökum (Alís Freygarðsdóttir og María Þórðardóttir, 2003; Hólmdís Freyja Methúsalemsdóttir og Petrea Guðný Sigurðardóttir, 2004; Hrefna Brynja Gísladóttir, Jóhanna Brynhildur Bjarnadóttir og Ragna Valdís Elísdóttir, 2004; Sigríður Kristín Gísladóttir, 2005).

Fræðsla eykur skilningAð nýta þekkingu og mat á skynúrvinnslu er mikilvægt til þess að upplýsa foreldra, börn og nánasta umhverfi um það hvernig einstaklingar

HeimildirAlís Freygarðsdóttir og María Þórðardóttir (2003). Rannsókn á matstækinu Sensory Profile fyrir börn á aldrinum þriggja til tíu ára. Óbirt efni. Háskólinn á Akureyri.Brown, C.E. og Dunn, W. (2002). Adolescent/Adult Sensory Profile: User‘s manual. The Psychological Corporation. Dunn, W. (1999). The Sensory Profile: User‘s manual. The Psychological Corporation.Dunn, W (2006). Sensory Profile School Companion: User‘s manual. The Psychological Corporation.Hólmdís Freyja Methúsalemsdóttir og Petrea Guðný Sigurðardóttir (2004). Matsækið Infant/Toddler Sensory Profile: Frammistaða íslenskra barna frá fæðingu til þriggja ára aldurs. Óbirt efni. Háskólinn á AkureyriHrefna Brynja Gísladóttir, Jóhanna Brynhildur Bjarnadóttir og Ragna Valdís Elísdóttir (2004). „Hvers vegna hegðar fólk sér eins og það gerir og kýs ákveðið umhverfi og aðstæður fram yfir aðrar“- Rannsókn á matstækinu Sensory Profile fyrir unglinga og fullorðna. Óbirt efni. Háskólinn á Akureyri.Sigríður Kristín Gísladóttir (2005). Occupational performance and everyday sensations of preschool children in Iceland. Meistararitgerð. Dalhousie háskólinn í Kanada.Sigríður Oddný Guðjónsdóttir og Þóra Leósdóttir (2006). Skynúrvinnsla íslenskra barna og ungmenna með Asbergers heilkenni og svipaðar raskanir á einhverfurófi. Óbirt efni. Háskólinn á Akureyri.

bregðast við og túlka það áreiti sem þeir mæta í daglegu lífi. Fræðsla um áhrif skynúrvinnslu er mikilvæg til að auka umburðarlyndi og skilning. Þegar foreldri skilur að sum börn þurfi að hreyfa sig meira, raula eða fikta til að halda vöku sinni á meðan annað barn þarf að fá að vera í sömu buxunum, klippa miða úr fötum eða borðar aldrei mat með kekkjum í, aukast líkur á að meiri friður og ró komist yfir heimilin. Einnig má hugsa sér í kennslustofunni, að til þess að nemandi geti tekið virkan þátt þarf kennari að vera upplýstur um að nemandinn þurfi að geta unnið úr þeim áreitum sem á honum dynja. Þannig þurfa sumir nemendur að sitja á sama stað í skólastofunni þar sem áreitamagnið er minna, á meðan aðrir nemendur vinna best með hávaða eða umgang í kringum sig (Dunn 2006).

Page 14: Börn með krabbamein 1. tbl. 2013

14 - Börn með krabbamein

Þorsteinn Jakobsson, fjallagarpur með meiru, hefur undanfarið unnið að tindaverkefni sem felst í því að klífa bæjarfjöll á Íslandi. Þorsteinn hefur ákveðið að ljúka verkefninu í samstarfi við Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna frá vori 2013 fram á haust 2014 og láta áheit í tengslum við göngurnar renna til SKB. Samstarfsverkefnið hefur hlotið nafnið Saman klífum brattann en baráttu krabbameinsveikra barna má oft og tíðum líkja við fjallgöngu sem stundum er erfið vegna bratta og klungurs en svo koma tímar og svæði inn á milli sem ekki eru jafnerfið yfirferðar.

Byrjað á fjöllum sunnan- og vestanlandsSamstarfið hófst formlega með göngu á bæjarfjall Hafnfirðinga, Helgafellið, laugardaginn 6. apríl og tóku um 180 manns þátt í þeirri göngu. Myndina á forsíðu blaðsins tók Jóhann Smári Karlsson einmitt af hópnum áður en lagt var upp í hana. Síðan var á næstu vikum gengið á Keili, Úlfarsfell, Akrafjall, Reynisfjall, Enni, Drápuhlíðarfjall, Húsfell, Esju og Þorbjörn. Göngurnar eru allar kynntar á Facebook-síðu SKB og heimasíðu félagsins og í héraðsmiðlum eftir föngum. Öllum er heimil þátttaka í göngunum án greiðslu þátttökugjalds en þátttakendum sem og öðrum bent á að hægt er að styðja verkefnið með frjálsum framlögum inn á reikning SKB: 301 - 26 - 3366, kt. 630591-1129. Upplýsingar um hann eru einnig á heimasíðu SKB, www.skb.is og Facebook-síðu félagsins.

Saman klífumbrattanngengið á bæjarfjöll 2013-2014

Bók um bæjarfjöllMeðfram þessum bæjarfjallagöngum er Þorsteinn að vinna að bók um fjöll og fjallgöngur sem kemur út á næsta ári og renna höfundarlaun hans til SKB.Þorsteinn hefur síðustu ár helgað sig stuðningi við Ljósið, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þeirra, m.a. með svokölluðum ljósafossgöngum niður Esjuna 2010, 2011 og 2012. Árið 2009 sló hann Íslandsmet þegar hann gekk sjö sinnum upp og niður Esjuna. Árið 2010 gekk hann á tíu tinda á tólf tímum og toppaði 365 fjöll á árinu.

Gönguhópur á toppi Drápuhlíðarfjalls við Stykkishólm. Ljósmynd: Þorleifur Eggertsson.

Þorsteinn Jakobsson. Ljósmynd: Jóhann Smári Karlsson

Söfnunarbaukar sem víðastÞorsteinn nýtur góðs stuðnings samstarfsfélaga sinna á fast-eignasölunni Þingholti en þeir hafa ákveðið að gefa 10.000 krónur til verkefnisins fyrir hverja fasteign sem seld verður hjá fasteignasölunni næstu 12 mánuði.Í tengslum við Saman kl í fum brattann hefur SKB að auki útbúið söfnunarbauka sem verður dreift víða um land meðan á verkefninu stendur. Þeir sem hafa áhuga á að fá bauk og láta standa í fyrirtæki eða safna í hann með öðrum hætti eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við skrifstofu SKB.

Page 15: Börn með krabbamein 1. tbl. 2013

Sölvi Fannar Viðarsson, einkaþjálfari með meiru, hefur tekið upp negrasálminn Somebody’s calling my name og gert myndband við lagið þar sem hann leikur fjórar persónur. Sölvi hefur um aldarfjórðungslanga reynslu af einkaþjálfun og störfum tengdum heilsurækt. Hann segir að það hafi samt komið sér á óvart, þegar systursonur hans, sem nú er 5 ára, greindist með bráðahvítblæði árið 2010 að þá hafi í raun öll fjölskyldan orðið fyrir sjúkdómnum. Það sé gríðarlegt áfall að lenda í svona en Sölvi segir að SKB hafi stutt vel við bakið á systur sinni og fjölskyldu hennar. Slíkt kunni maður kannski ekki að meta fyrr en maður hefur lent í því sjálfur, þó að það sé óbeint í hans tilfelli. Hann hafi því langað að gefa eitthvað til baka. Lagið

Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna barst nýlega styrkur frá 6. bekk Gerðaskóla í Garði. Þar er haldin vorhátíð á uppstigningardag ár hvert

6. bekkur í Gerðaskóla styrkir SKBog hefð er fyrir því að 6. bekkur haldi hlutaveltu og gefi afraksturinn til góðgerðarmála. Eftir umræður og atkvæðagreiðslu í bekknum var

ákveðið að gefa ágóðann til SKB. Við þökkum kærlega fyrir veittan stuðning.

Negrasálmur settur í nýjan búning

er selt á tonlist.is og rennur ágóðinn af sölu þess til SKB.Sálmurinn er frá 1800 og segir Sölvi að hann fjalli í raun um það að við vitum aldrei hvenær við verðum kölluð upp. Hann segir að við ættum helst öll að taka orð Gandhis okkur til fyrirmyndar og læra eins og við lifum að eilífu og lifa eins og deyjum á morgun.Sölvi segir að eflaust hugsi flestir þannig að einhverjir aðrir en þeir sjálfir fái sjúkdóma. Börnin séu yndisleg og þess vegna svo hrikalegt þegar þau lendi í veikindum. Það verður svo mikið áfall því maður býst ekki við því. Maður spyr sig: af hverju ég og ennþá heldur: af hverju barnið mitt? Hann segir SKB hafa stutt marga í þeirra baráttu og vonar að sem flestir kaupi lagið á tonlist.is

Börn með krabbamein - 15

Rannsóknafyrirtækið Maskína hefur samið við SKB um stuðning sem felur það í sér að í hvert sinn sem Maskína notar Þjóðgátt sína styrkir hún SKB. Í Þjóðgátt er hópur fólks sem hefur samþykkt að taka þátt í könnunum á vegum Maskínu. Þátttakendur eru upplýstir um að með því að svara könnunum Maskínu styrki þeir SKB.Samstarfið hófst fyrir nokkrum misserum en nú hefur verið gengið frá því formlega og Maskína þegar greitt SKB myndarlegan styrk. SKB þakkar Maskínu kærlega fyrir stuðninginn.

Samið um stuðning

Page 16: Börn með krabbamein 1. tbl. 2013

16 - Börn með krabbamein

Borðar barnið þitt líka sælgæti í morgunmat?

Hollara en maður heldur

Mini Fras erholli valkosturinnMini Fras er ein af fáum morgunkornstegundum fyrir börn sem uppfylla kröfur Skráargatsins. Margar gerðir af morgunkorni sem ætlaðar eru börnum innihalda allt að 35 g af sykri í hverjum 100 g, sem er svipað magn og í 100 g af hlaupi eða lakkrís.

Page 17: Börn með krabbamein 1. tbl. 2013

Börn með krabbamein - 17

SKB hefur hafið sölu á 20 fallegum tækifæriskortum í nokkrum stærðum og útfærslum og með mörgum mismunandi myndum sem henta við öll tilefni - í gleði og sorg - fyrir unga sem aldna.Kortin eru í stærðunum A5, A6 og A7, bæði einföld spjöld og brotin saman. A5-kortin eru öll brotin saman, þ.e. fjórar síður, A7-kortin eru öll einföld spjöld og A6-kortin eru í báðum útfærslum. Öllum kortum fylgir umslag, þau eru bæði seld stök og í pökkum og eru að sjálfsögðu á mjög góðu verði, frá 100 til 400 króna, stök kort. Þau prýða ljósmyndir af íslenskri náttúru og umhverfi auk skreytimynda og eru öll merkt SKB og með texta um félagið. Félagsmenn og aðrir eru hvattir til að nálgast kortin á skrifstofu félagsins í Hlíðasmára eða á heimasíðunni www.skb.is. Falleg tækifæriskort

Borðar barnið þitt líka sælgæti í morgunmat?

Hollara en maður heldur

Mini Fras erholli valkosturinnMini Fras er ein af fáum morgunkornstegundum fyrir börn sem uppfylla kröfur Skráargatsins. Margar gerðir af morgunkorni sem ætlaðar eru börnum innihalda allt að 35 g af sykri í hverjum 100 g, sem er svipað magn og í 100 g af hlaupi eða lakkrís.

Page 18: Börn með krabbamein 1. tbl. 2013

18 - Börn með krabbamein

Lögregluþjónn stöðvaði gamla konu.-Þú keyrir allt of hratt. Hér er 50 km hámarkshraði en þú keyrðir á 80 km.-Já, en á skiltinu þarna stendur 80.

-Það er vegnúmerið.-Vegnúmerið, bíddu nú við, þá var þetta ekki 180 km

hámarkshraði áðan!

Hvaða api fær banana? Aðeins einn apinn finnur leiðina að banönunum en það er erfitt að finna réttu leiðina í gegnum völundarhúsið.Getur þú fundið út hvaða api er svo heppinn að rata að banönunum?

Hvaða tvær myndir eru eins? Það eru bara tvær myndir af býflugunum sem eru eins.Vilt þú ekki hjálpa Lúlla að finna út hvaða myndir það eru?

Jóhann forstjóri kom afskaplega þreyttur heim og sagði við konuna að hann hafi aldrei áður orðið eins þreyttur í vinnunni. Konan vildi vita hvað Jóhann hefði gert sem reyndi

svona á hann. Jóhann svaraði: „Tölvan bilaði og ég þurfti að

hugsa sjálfur.“

Page 19: Börn með krabbamein 1. tbl. 2013

Lúlli og EurovisionAllir vitaum Eurovision áhuga Lúlla. Hann er samt eitthvað óviss um nafn flytjenda og heiti sigurlagsins.Hvað er það rétta? 1, 2 eða 3?1. Emmelie the Forest - Lonely Teardrops2. Emmelie de Forest - Only Teardrops3. Emmelia de Forest - Only Peardrops

Leikum okkur með Lúlla

Börn með krabbamein - 19

Hverju er búið að breyta? Þessar myndir virðast vera alveg eins ef betur er gáð vantar 6 hluti á neðri myndina.Hjálpaðu Lúlla að finna þessa 6 hluti.

-Viltu leika við nýja hundinn minn fyrir mig?-Æ, ég veit ekki, bítur

hann?-Það er það sem ég vil

finna út.

Page 20: Börn með krabbamein 1. tbl. 2013

20 - Börn með krabbamein

Við þökkum stuðninginn

Reykjavík 12 tónar ehf, Skólavörðustíg 157.is ehf, Urriðakvísl 15AB varahlutir ehf, Funahöfða 9Aðalblikk, Bíldshöfða 18Aðalvík ehf, Ármúla 15Afltækni ehf, Barónsstíg 5Alhliðamálun málningarþjónusta ehf, Mosarima 23Almenna bílaverkstæðið ehf, Skeifunni 5Annata ehf, Mörkinni 4, 2. h. t.v.Apparat, Ármúla 24ARG - Aðgerðagreining ehf, Höfðatúni 2ARGOS Arkitektastofa Grétars og Stefáns, Eyjarslóð 9Arkitektastofan OG ehf, Skúlatúni 2Arkís arkitektar ehf, Höfðatúni 2ARKO sf, Langholtsvegi 109Army á Íslandi.is ehf, Sundaborg 1Aros ehf, Sundaborg 5Asía ehf, veitingahús, Laugavegi 10ASK Arkitektar ehf, Geirsgötu 9Augasteinn sf, Súðarvogi 7Auglýsingastofan Hvíta húsið, Brautarholti 8Á.T.V.R, Stuðlahálsi 2Árbæjarapótek ehf, Hraunbæ 115Árni Reynisson ehf, Skipholti 50dÁS bifreiðaverkstæði ehf, Lynghálsi 12Ásbjörn Ólafsson, Köllunarklettsvegi 6B.B. bílaréttingar ehf, Viðarhöfða 6Balletskóli Sigríðar Ármann ehf, Skiph. 35Bandalag starfsmanna ríkis og bæja,Grettisgötu 89Básfell ehf, Jakaseli 23Bendir ehf, Jöklafold 12Berserkir ehf, Heiðargerði 16Betra líf - Borgarhóll ehf, Kringlunni 8-12Bifreiðaverkstæði Grafarvogs ehf, Gylfaflöt 24-30Birtingur ehf, Stigahlíð 51Bílamálun Halldórs Þ Nikuláss sf, Funahöfða 3Bílasmiðurinn hf, Bíldshöfða 16Bílavarahlutir ehf, Viðarási 25Bjargarverk ehf, Álfabakka 12Bjössi ehfBlaðamannafélag Íslands, Síðumúla 23Boreal ehf, Austurbergi 18Borgarbílastöðin ehf, Skúlatúni 2Bókaútgáfan Hólar ehf, Hagasel 14Bókaútgáfan Örn og Örlygur ehf, Hjarðarhaga 54Bókhaldsstofa Haraldar slf, Síðumúla 29Bókhaldsþjónusta Arnar Inga, Nethyl 2 ABólsturverk sf, Kleppsmýrarvegi 8Brúskur Hárstofa ehf, Höfðabakka 1Brynjólfur Eyvindsson, Kringlunni 7BS ehf, Mörkinni 1Búmannsklukkan ehf, Amtmannsstíg 1CC bílaleiga ehf, Snorrabraut 29Creditinfo Lánstraust ehf, Höfðabakka 9Danica sjávarafurðir ehf, Suðurgötu 10Decor ehf, Laugavegi 95Delí ehf, Bankastræti 14Effect ehf, Bergstaðastræti 10a

Efling stéttarfélag, Sætúni 1Efnamóttakan hf, GufunesiEiðfaxi ehf, Nóatúni 17Eignamiðlun ehf, Síðumúla 21Einar Jónsson skipaþj., Laufásvegi 2AEir ehf, Bíldshöfða 16Eldfjallahúsið ehf, Tryggvagötu 11Elísa Guðrún ehf, Klapparstíg 25-27Endurskoðendaþjónustan, Skipholti 50dEndurskoðun/ reikningsskil, Stangarhyl 5Endurskoðunarskrifstofa Þorvaldar Þorvaldssonar ehf, Bíldshöfða 12Ennemm ehf, Brautarholti 10ERF ehf, Rauðagerði 39Ernst & Young ehf, Borgartúni 30, 4. hæðEvrópulög ehf, Garðarstræti 37Exton ehf, Fiskislóð 10Fanntófell ehf, Bíldshöfða 12Farfuglar, Borgartúni 6Fasteignasalan Fasteign.is ehf, Suðurlandsbraut 18Fasteignasalan Garður ehf, Skipholti 5Faxaflóahafnir sf, Tryggvagötu 17Ferðakompaníið ehf, Fiskislóð 20Ferðaskrifstofan Óríental, Laugavegi 182Ferðaþjónusta bænda hf, Síðumúla 2Ferskar kjötvörur hf, Síðumúla 34Félag hársnyrtisveina, Stórhöfða 25Félag skipstjórnmanna, Grensásvegi 13Fiðrildið ehf, Faxafeni 9Fiskbúð Hólmgeirs ehf, Þönglabakka 6Fiskbúðin, Efstasundi 60Fiskbúðin Sæbjörg ehf, Fiskislóð 28Fiskkaup hf, Fiskislóð 34Fiskmarkaðurinn ehf, Aðalstræti 12Fjárhald ehfFjármálaeftirlitið, Höfðatúni 2Forum lögmenn ehf, Aðalstræti 6, 5. hæðFótatak, fótaaðgerðastofa, Laugav. 163Fótbolti ehf, Beykihlíð 8Fraktflutningar ehf, Hlyngerði 2Frjó Quatro ehf, Bæjarflöt 4Frumkönnun ehf, Hæðargarði 14Fröken Júlía ehf, Álfabakka 14aFuglar ehf, Borgartúni 25G Á húsgögn ehf, Ármúla 19G.Á. verktakar sf, Austurfold 7G.S. Export ehf, Fiskislóð 83Gallabuxnabúðin, Kringlunni 4-12Gamla Fiskifélagið ehf, Vesturgötu 2aGarðsapótek ehf, Sogavegi 108Gissur og Pálmi ehf, Álfabakka 14aGísli Hjartarson, Neshömrum 7Glóey ehf, Ármúla 19Gluggasmiðjan hf, Viðarhöfða 3Gnýr sf, Stallaseli 3Guðmundur Jónasson ehf, Borgartúni 34Gull- og silfursmiðjan ehf, Álfabakka 14bGull- og silfursmiðjan Erna, Skipholt i3Gullsmíðaverslun Hjálmars Torfasonar, Laugavegi 71Gunnar & Trausti-Merkismenn ehf, Ármúla 36Gústaf Þór Tryggvason, Tjarnargötu 10dGöngugreining.is, Engjavegi 6H.N. markaðssamskipti, Bankastræti 9

Hafgæði sf, Fiskislóð 47Hagldir ehf, Lágmúla 7Halldór Jónsson ehf, Skútuvogi 11Hamborgarabúlla Tómasar, Geirsgötu 1Handprjónasamband Íslands svf, Skólavörðustíg 19Happdrætti Háskóla Íslands, Tjarnarg. 4Háfell ehf, Skeifunni 11Hár og hamar ehf, Hrísateigi 47Hárgreiðslustofa Höllu Magnúsdóttur, Miðleiti 7Hár-Setrið, Æsufelli 6Hársnyrtistofan Höfuðlausnir sf, Hverafold 1-3HB heildverslun ehf, Skútuvogi 11aHeildverslunin Glit ehf, Krókhálsi 5Heilsa ehf, Bæjarflöt 1Heilsubrunnurinn ehf, Kirkjuteigi 21Heilsukokkur ehf, Laugavegi 141Heilsusport ehf, Suðurlandsbraut 10Heimavík ehf, Hamravík 40Herrafataverslun Birgis ehf, Fákafeni 11Hjálparstarf kirkjunnar, Háaleitisbraut 66HM tannlækningar slf, Skipholti 33Hollt og gott ehf, Fosshálsi 1Hópferðarþjónusta Reykjavík ehf, Brúnastöðum 3Hótel Klettur ehf, Borgartúni 32Hótel Leifur Eiríksson, Skólavörðustíg 45Hreinsitækni ehf, Stórhöfða 37Hringrás ehf, Klettagörðum 9HS pípulagnir ehf, Hraunbæ 78Hugsmiðjan ehf, Snorrabraut 56HU-Veitingar ehf, Vegamótastíg 4Hús verslunarinnar sf, Kringlunni 7Húsafl sf, Nethyl 2Húsalagnir ehf, Gylfaflöt 20Hyrningur ehf, Þrastarhólum 10Höfðakaffi, Vagnhöfða 11Ice Consult ehf, Mörkinni 6Iceland Excursions - Allrahanda ehf, Klettagörðum 4IceMed á Íslandi ehf, Ægisíðu 80Iðnaðarlausnir ehf, Melbæ 38Infuse ehf, Sundaborg 3-5Innrammarinn ehf, Rauðarárstíg 33Intellecta ehf, Síðumúla 5Ímynd ehf, Eyjarslóð 9Íslensk endurskoðun ehf, Bogahlíð 4Ísmar ehf, Síðumúla 28Íþróttafélagið Fylkir, Fylkisvegi 6J. S. Gunnarsson hf, Fossaleyni 10JK Bílasmiðja ehf, Eldshöfða 19Jóhann Hauksson, trésmíði, Logaf. 150Jónatansson & Co, lögfræðist ehf, Suðurlandsbraut 6JP Lögmenn ehf, Höfðatorgi, Höfðatúni 2KHG Þjónustan ehf, Eirhöfða 14Kemi ehf, Tunguhálsi 10Kj Kjartansson ehf, Skipholti 35Kjöthöllin ehf, Skipholti 70Klif ehf heildverslun, Grandagarði 13Klipphúsið ehf, Bíldshöfða 18Knattspyrnufélagið Fram, Safamýri 26Knattspyrnusamband Íslands, LaugardalKopar & Zink ehf, Eldshöfða 18

Page 21: Börn með krabbamein 1. tbl. 2013

Börn með krabbamein - 21

Kr. St. lögmannsstofa ehf - Hafnarhvoli, Tryggvagötu 1Kristján F Oddsson ehf, Skeifunni 17Kurt og Pí ehf, Skólavörðustíg 2Kynning og markaður - KOM ehf, Höfðatorgi, Katrínartúni 2Kælitækni ehf, Rauðagerði 25Landsnet hf, Gylfaflöt 9Landssamband íslenskra útvegsmanna,Borgartúni 35Landssamb. lögreglumanna, Grettisg. 89Listasafnið Hótel Holt ehf, Bergstaðastræti 37Lífstykkjabúðin ehf, Laugavegi 82Loftmyndir ehf, Laugavegi 13Loftstokkahreinsun ehf, Garðhúsum 6Lúmex ehf, Skipholti 37Lyfjaver ehf, Suðurlandsbraut 22Lýsing hf, Ármúla 3Lögfræðistofa Ólafs Gústafssonar, Kringlunni 7Lögfræðistofan ehf, Borgartúni 31Lögmannafélag Íslands, Álftamýri 9Lögmenn Höfðabakka ehf, Höfðabakka 9Löndun ehf, Pósthólf 1517M.G.-félag Íslands, Leiðhömrum 23Magnús og Steingrímur, Bíldshöfða 12Marella ehf, Þingholtsstræti 1Margt smátt ehf, Guðríðarstíg 6-8Martec ehf, Blönduhlíð 2Matborðið ehf, Bíldshöfða 18Megin lögfræðistofa, Skipholti 50 dMelshorn ehf, Suðurlandsbraut 50Merlo ehf, Krókhálsi 4Móðir Náttúra ehf, GufunesvegiMS Armann skipamiðlarar ehf, Tryggvagötu 17Navi ehf, Grensásvegi 44Nostra ræstingar ehf, Sundaborg 7-9Nýi tónlistarskólinn, Grensásvegi 3Nýi ökuskólinn ehf, Klettagörðum 11Olíudreifing ehf, Hólmaslóð 8-10Orkuvirki ehf, Tunguhálsi 3Ó Johnson & Kaaber ehf, Tunguhálsi 1ÓS verktakar sf, Fjarðarseli 17Ósal ehf, Tangarhöfða 4Ósk Þórðardóttir tannlæknir, Borgart. 29Óskirnar Þrjár ehf, Smiðjustíg 4aParlogis hf, Krókhálsi 14Passamyndir ehf, Sundaborg 7Pipar og salt ehf, Klapparstíg 44Pixel ehf, Brautarholti 10-14Pólar ehf, Kringlunni 6, 6. hæðPrentlausnir ehf, Ármúla 15Prófílstál ehf, Smiðshöfða 15Puti ehf, Álfheimum 74Pökkun og flutningar ehf, Smiðshöfða 1Rafco ehf, Skeifunni 3Rafeindastofan ehf, Faxafeni 12Rafha ehf, Suðurlandsbraut 16Rafmagn ehf, Síðumúla 33Rafsól ehf, Síðumúla 34Rafstilling ehf, Dugguvogi 23Rafsvið sf, Þorláksgeisla 100Raftíðni ehf, Grandagarði 16Ragnar V. Sigurðsson ehf, Reynimel 65Rangá sf, Skipasundi 56Rannsóknarþjónustan Sýni, Lynghálsi 3Rarik ohf, Bíldshöfða 9Reiknistofa bankanna hf, Katrínartúni 2Rekstrarfélag Kringlunnar, Kringl. 4-12

Renniverkstæði Jóns Þorgr ehf, Súðarvogi 18Reykjagarður hf, Fosshálsi 1Reykjavíkurprófastsdæmi eystra, Þangbakka 5Réttingaverkst Bjarna og Gunnars ehf, Bíldshöfða 14Réttur - Aðalsteinsson & Partners ehf,Klapparstíg 25-27, 3. hæðRikki Chan ehf, Kringlunni 4-12Röggi ehf, Smiðshöfða 12SBS innréttingar, Hyrjarhöfða 3SK bólstrun ehf, Langholtsvegi 82S4S ehf, Guðríðarstíg 6-8Samleið ehf, Pósthólf 1399Samsýn ehf, Háaleitisbraut 58-60Saumsprettan ehf, Katrínartúni 2Sálarrannsóknarfélag Rvíkur, Síðum. 31Segna ehf, Vættaborgum 63Sentor ehf, Skútuvogi 11aSér ehf, Kringlunni 8-12Sérefni ehf, Síðumúla 22SFR Stéttarfélag í almannaþjónustu, Grettisgötu 89SHV pípulagningaþjónusta, Funafold 54Sigurborg ehf, Gylfaflöt 5Sigurjónsson & Thor ehf, Lágmúla 7,SÍBS, Síðumúla 6Sínus ehf, Grandagarði 1aSjálfstæðisflokkurinn, Háaleitisbraut 1Sjómannadagsráð Rvíkur/HafnarfjHrafnistu v/BrúnavegSjúkraþjálfun Héðins ehf, Hnjúkaseli 6Sjúkraþjálfunin Ártúnshöfða, Stórhö. 17Skálpi ehf, Skútuvogi 12eSkeljungur hf, Borgartúni 26, 8. hæðSkipulag og stjórnun ehf, Deildarási 21Skjárinn ehf, Skipholti 31Skolphreinsun Ásgeirs sf, Unufelli 13Skorri ehf, Bíldshöfða 12Skógarbær, hjúkrunarheimili, Árskógum 2Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs, Skógarhlíð 14SM kvótaþing ehf, Skipholt 50d, 2. hæðSmur- og viðgerðarþjónustan ehf, Hyrjarhöfða 8SP tannréttingar ehf, Álfabakka 14bSpjátrungur ehf, Laugavegi 59Sportbarinn, Álfheimar 74Sprettur - þróun og stjórnun ehf, Laugavegi 26, 3. hæðStansverk ehf, Hamarshöfða 7Stálbyggingar ehf, Hvammsgerði 5Steinunn og Co., Dýralæknamiðstöðin Grafarholti ehf,Jónsgeisla 95Stiki ehf, Laugavegi 178Stimplagerðin ehf, Síðumúla 21Stjórnhættir ehf, Lækjargötu 4Stólpi ehf, Klettagörðum 5Suðu-verk Axels ehf, Látraseli 7Suzuki-bílar hf, Skeifunni 17Svanur Ingimundarson málarameistari,Fiskakvísl 13Sveinsbakarí, Arnarbakka 4 - 6Sýningakerfi hf, Sóltúni 20Tannálfur sf, Þingholtsstræti 11Tannbein ehf, Faxafeni 5Tannbogi ehf, Klapparstíg 16Tannlæknar Mjódd ehf, Þönglabakka 1Tannlæknastofa Sigurðar Rósarssonar,

Síðumúla 15Tannlæknastofa Björns Þorvaldssonar,Síðumúla 25Tannlæknastofa Friðgerðar Samúelsdótturehf, Laugavegi 163Tannlækningar ehf, Skipholti 33Tannréttingar sf, Snorrabraut 29Tannsmiðafélag Íslands, Borgartúni 35Tannþing ehf, Þingholtsstræti 11TBLSHOP Ísland ehf, Kringlunni 4-12TEG endurskoðun ehf, Grensásvegi 16Teiknistofan Storð ehf, Krókhálsi 5aTeinar slf, Laugavegi 163Textíll ehf, Lokastíg 28THG arkitektar ehf, Faxafeni 9Topphúsið,fataverslun, Mörkinni 6Topplagnir ehf, Gvendargeisla 68Tónastöðin ehf, Skipholti 50dTónmenntaskóli ReykjavíkurTónskóli Sigursv. D. Kristinss., Engjat. 1Tónsport ehf, Skútuvogi 13aTrésmiðja GKS ehf, Funahöfða 19Trésmiðjan Jari ehf, Funahöfða 3Túnþökuþjónustan ehf, Lindarvaði 2Twill ehf, Fákafeni 9Tækniskólinn ehf, SkólavörðuholtiTölvar ehf, Síðumúla 1Urðarapótek ehf, Vínlandsleið 16Útgerðarfélagið Völundur slf, Laugarnesvegi 49V.I.P dekk og viðhald ehf, Eldshöfða 16Vagnar og þjónusta ehf, Tunguhálsi 10Valhöll fasteignasala ehf, Síðumúla 27Varahlutaverslunin Kistufell ehf, Brautarholti 16VDO verslun og verkstæði, Borgartúni 36Veiðiþjónustan Strengir, Smárarima 30Veislubrauð ehf, Lóuhólum 2-6Verðbréfaskráning Íslands, Laugav. 182Verslunartækni ehf, Draghálsi 4Vélaviðgerðir ehf, Fiskislóð 81Vélsmiðjan Harka hf, Hamarshöfða 7Vinnumálastofnun, Kringlunni 1Vitvélastofnun Íslands ses, Menntavegi 1Víkin - Sjóminjasafnið í Reykjavík, Grandagarði 8Víkurvagnar ehf, Kletthálsi 1aVSÓ-Ráðgjöf ehf, Borgartúni 20, 1. hæðWilson›s ehf, Eddufelli 6Wise lausnir ehf, Borgartúni 26Yndisauki ehf, Vatnagörðum 6Yrki arkitektar ehf, Hverfisgötu 76Þaktak ehf, Tranavogi 5ÞÓB vélaleiga ehf, Logafold 147Þríund ehf, Kringlunni 4-6Ögurvík hf, Týsgötu 1Örninn Hjól ehf, Draghálsi 12

Seltjarnarnes Seltjarnarneskirkja, Kirkjubraut 2Vökvatæki ehf, Bygggörðum 5 VogarHársnyrtistofa Hrannar, Vogagerði 14Selhöfða ehf, Jónsvör 7V.P. vélaverkstæði ehf, Iðndal 6 Kópavogur ACT ehf, Dalvegi 16bAllianz Ísland hf, Digranesvegi 1

Page 22: Börn með krabbamein 1. tbl. 2013

22 - Börn með krabbamein

AMG Aukaraf ehf, Dalbrekku 16AP varahlutir ehf, Smiðjuvegi 4Arkus ehf, Núpalind 1Á Guðmundsson ehf, Bæjarlind 8-10Áliðjan ehf, Bakkabraut 16Barki ehf, Nýbýlavegi 22Betra bros ehf, Hlíðasmára 14Betware ehf, Holtasmára 1Bifreiðaverkstæði Jónasar ehf, Skemmuvegi 46Bifreiðaverkstæðið Toppur ehf, Skemmuvegi 34Bílaklæðningar hf, Kársnesbraut 100Bílamálunin Varmi ehf, Auðbrekku 14Bílhúsið ehf, Smiðjuvegi 60Bliki bílamálun / réttingar, Smiðjuvegi 38eBókun sf, Hamraborg 1Brynjar Bjarnason ehf, Þinghólsbraut 56Conís ehf, Hlíðasmára 11Daybreak ehf, Auðbrekku 6Debenhams á Íslandi ehf, Hagasmára 1Dressmann á Íslandi ehf, Smáralind/Hagasmára 1Dýrabær ehf, Miðsölum 2Eignarhaldsfél Brunabótafél Ísl, Hlíðasmára 8Elnet-tækni ehf, Dalvegi 16bFagsmíði ehf, Kárnesbraut 98Fagtækni ehf, Akralind 6, 1. hæðFarice ehf, Smáratorgi 3Framsækni ehf, Gulaþingi 5Garðvélar ehf, Selbrekku 2Gleraugnakompaníið, Hambraborg 10Goddi ehf, Auðbrekku 19Grillbúðin ehf, Smiðjuvegi 2Hagblikk ehf, Smiðjuvegi 4cHagbær ehf, Akurhvarfi 14Hárný ehf, Nýbýlavegi 28Hefilverk ehf, Jörfalind 20Hellur og garðar ehf, Kjarrhólma 34Hilmar Bjarnason ehf, rafverktaki, Smiðjuvegi 11Hópvinnukerfi ehf, Hlíðasmára 14Hugtak - mannauðsráðgjöf ehf, Hlíðasmára 6Húseik ehf, Bröttutungu 4Höfuð-Verk ehf, Skemmuvegi 34Inmarsat Solutions ehf, Hlíðasmára 10Íslandsspil sf, Smiðjuvegi 11aÍsnes ehf, Hamraborg 5JÓ lagnir sf, Fífuhjalla 17JSÓ ehf, Smiðjuvegi 4bK S Málun ehf, Fellahvarfi 5Kjöthúsið ehf, Smiðjuvegi 24dKlukkan, verslun, Hamraborg 10Kraftvélar ehf, Dalvegi 6-8Kvenfélag Kópavogs, Hamraborg 10Lakkskemman ehf, Skemmuvegi 30Litlaprent ehf, Skemmuvegi 4Loft og raftæki ehf, Hjallabrekku 1Löggiltir endurskoðendur, Hlíðasmára 6Lögmannsstofa SS ehf, Hamraborg 10Menn og mýs hf, Hlíðasmára 15MHG verslun ehf, Akralind 4Nobex ehf, Hlíðasmára 6Norm X ehf, Auðbrekku 6Óskar og Einar ehf, Fjallalind 70Rafís ehf, Vesturvör 7Rafmiðlun hf, Ögurhvarfi 8Rafport ehf, Nýbýlavegi 14Raftækjavinnustofa Einars, Kársnes. 106

Réttingaþjónustan ehf, Smiðjuvegi 40Salus ehf, Salavegi 2Sérverk ehf, Askalind 5Skilaborg ehf, Hlíðasmára 14Smárinn, bókhald og ráðgjöf ehf, Grófarsmára 15Smiðjustál ehf, Vesturvör 11bStífluþjónustan ehf, Kársnesbraut 57Stjörnublikk ehf, Smiðjuvegi 2Strókur ehf, Dimmuhvarfi 27Suðurverk hf, Hlíðasmára 11Söluturninn Smára, Dalsvegi 16cTannbjörg ehf, Hlíðasmára 14Títan fasteignafélag, Vatnsendabletti 235Tónlistarskóli Kópavogs, Hamraborg 6Trausti R. Hallsteinsson, Smiðjuvegi 18Tröllalagnir ehf, Auðnukór 3Vaxa ehf, Askalind 2Veitingaþjónusta Lárus Lofts, Nýbýla. 32Verkfræðistofa Erlends Birgissonar ehf,Hlíðasmára 17Verkstjórasamband Íslands, Hlíðasm. 8Vetrarsól ehf, Askalind 4Vídd ehf, Bæjarlind 4Þokki ehf, Forsölum 1Öreind sf, Auðbrekku 3 Garðabær Apótek Garðabæjar ehf, Litlatúni 3Garðabær, Garðatorgi 7Garðaflug ehf, Holtsbúð 43Geislatækni ehf, Laser-þjónustan, Suðurhrauni 12cHitakerfi ehf, Eskiholti 21Hjallastefnan ehf, Vífilsstaðavegi 123Ísak ehf, Suðurhrauni 2bKvótabankinn ehf, Heiðarlundi 1Metatron ehf, Stekkjarflöt 23Nýþrif ehf, Hlíðarbyggð 41Raftækniþjónusta Trausta, Lyngási 14SS Gólf ehf, Miðhrauni 22aSámur sápugerð ehf, Lyngási 11Vistor/Astra Zeneca, Hörgatúni 2Vörumerking ehf, Suðurhrauni 4aÖryggisgirðingar ehf, Suðurhrauni 2

HafnarfjörðurAðalskoðun hfÁs, fasteignasala ehf, Fjarðargötu 17Bergþór Ingibergsson, Breiðvangi 4BF-útgáfa ehf, Kirkjuvegi 7Bílamálun Alberts ehf, Stapahrauni 1Bílaverkstæði Birgis ehf, Eyrartröð 8Bjargir leikskólar ehf, Kríuási 11Blikksmíði ehf, Melabraut 28Bor ehf, Kirkjuvöllum 7Brettasmiðjan ehf, Óseyrarbraut 1Bæjarbakarí ehf, Bæjarhrauni 2Dalakofinn sf, Fjarðargötu 13-15Dalshraun 12 ehf, Hraunbrún 13Dekkjasalan ehf, Hringbraut 4E. Pétursson ehf, Drangahrauni 10Eiríkur og Einar Valur, Norðurbakka 17bEndurskoðun Ómars Kristjáns slf, Bæjarhrauni 8Essei ehf, Hólshrauni 5Ferskfiskur ehf, Bæjarhrauni 8Fiskvinnslan Útvík ehf, Eyrartröð 7-9Fínpússning ehf, Rauðhellu 13Fjarðargrjót ehf, Furuhlíð 4Fjarðarmót ehf, Bæjarhraun 8

Fjöl-Smíð ehf, Stapahrauni 5Format - Akron ehf, Gjótuhrauni 3G S Múrverk ehf, Hvassabergi 4Hafnarfjarðarbær, Strandgötu 6Hagtak hf, Fjarðargötu 13-15H-Berg ehf, Grandatröð 2Héðinn Schindler lyftur hf, Gjótuhrauni 4HH Trésmiðja ehf, Fífuvöllum 22Hlaðbær-Colas hf, Gullhellu 1Húsheild ehf, Smyrlahrauni 47Hvalur hfHyggir ehf, Reykjavíkurvegi 66Höfn, öldrunarmiðstöð, Sólvangsvegi 1Icetransport ehf, Selhellu 9Ingvar og Kristján ehf, Trönuhrauni 7cJ.B.G. fiskverkun ehf, Grandatröð 10Kistur ehf, Grænukinn 18Kjötkompaní ehf, Dalshrauni 13Kristjánssynir, byggingarfélag, Erluási 74Krossborg ehf, Stekkjarhvammi 12Kvikmyndahúsið ehf, Trönuhrauni 1Lyng ehf, Strandgötu 39Lögmannsstofa Loga Egilssonar ehf, Reykjavíkurvegi 60Markus Lifenet ehf, Breiðvangi 30Múr og menn ehf, Heiðvangi 10Myndform ehf, Trönuhrauni 1Nes hf, skipafélag, Fjarðargötu 13-15Netorka hf, Bæjarhrauni 14PON-Pétur O Nikulásson, Melabraut 23Rafgeymasalan ehf, Dalshrauni 17Rafhitun ehf, Kaplahrauni 7aRaftækjavinnust Sigurjóns Guðmundssonar ehf,Dalshrauni 18Raf-X ehf, Melabraut 27SE ehf, Fjóluhvammi 6Sign/AGK ehf, Fornubúðum 12Spennubreytar, Trönuhrauni 5Spírall prentþjónusta ehf, Stakkahrauni 1Stafræna Prentsmiðjan, Bæjarhrauni 22Stálorka ehf, Hvaleyrarbraut 37Tannlæknastofa Harðar V Sigmars sf,Reykjavíkurvegi 60Verkalýðsfélagið Hlíf, Reykjavíkurvegi 64Verkvík - Sandtak ehf, Rauðhellu 3Vélsmiðja Konráðs Jónssonar sf,Helluhrauni 20Vilhjálmur Húnfjörð ehf, Fögruhlíð 3Þór félag iðnlærðra verkstjóraÞvottahús/fatahreinsun, Hraunbrún 40Þvottahúsið Faghreinsun/Kolbakur ehf,Reykjavíkurvegi 68 ÁlftanesEldvarnarþjónustan ehf, Sjávargötu 13

Reykjanesbær A. Óskarsson ehf, Heiðargarði 8Art-húsið ehf, Hafnargötu 45Bílar og Hjól ehf, Njarðarbraut 11dBílrúðuþjónustan ehf, Grófinni 15cBlómabúðin Cabo ehf, Hafnargötu 90BLUE Car Rental ehf, Blikavöllum 3Brynjar KE 127 ehf, Framnesvegi 20Dacoda ehf, Krossmóa 4DMM Lausnir ehf, Hafnargötu 91Eignarhaldsfélagið Áfangar ehf, Hafnargötu 90Farmflutningar, Bragavöllum 2Fasteignasalan Ásberg, Hafnargötu 27

Page 23: Börn með krabbamein 1. tbl. 2013

Börn með krabbamein - 23

Fitjar vörumiðlun ehf, Fitjabraut 1bHappi hf, Pósthólf 216Hár og rósir hárstofa ehf, Tjarnarbraut 24Humarsalan ehf, Heiðarbrún 17ÍAV þjónusta ehf, Klettatröð.Ísfoss ehf, Hafnargötu 60Íslenska félagið ehf - Ice Group, Iðavöllum 7aÍsver ehf, Bolafæti 15Kaffitár ehf, Stapabraut 7Maron ehf, Háseylu 16Nesraf ehf, Grófinni 18 aNýmynd ehf, Iðvaöllum 7Reiknistofa fiskmarkaða hf, Iðavöllum 7Reykjanesbær, Tjarnargötu 12Reykjaneshöfn, Víkurbraut 11Sjúkraþjálfun Suðurnesja, Hafnargötu 15Skipting ehf, Grófinni 19Skólar ehf, Klettatröð 2314Snyrtistofan Dana ehf, Hafnargötu 41Stroka ehf, Norðurvöllum 6Stuðlastál ehf, Tjarnarbakka 4Suðurflug ehf, byggingu 787, KeflavíkurflugvelliTrausti Már Traustason, Steinási 31TSA ehf, Brekkustíg 38Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur,Krossmóa 4Verkfræðistofa Suðurnesja, Víkurbraut 13Verslunarmannafélag Suðurnesja,Vatnsnesvegi 14Víkurfréttir ehf, Krossmóa 4Vísir félag skiptstjórnarmanna á Suðurnesjum,Hafnargötu 90Æco bílar ehf, Njarðarbraut 19 Grindavík Cactus veitingar ehf, Suðurvör 8Farsæll ehf, Verbraut 3aFjórhjólaævintýri ehf, Fornuvör 9Grindverk ehf, Baðsvöllum 13Gunnar Eyjólfs Vilbergsson, Víkurbr. 46Margeir Jónsson ehf, Glæsivöllum 3Marver ehf, StafholtiSjómanna & vélstjórafélag, Hafnargötu 9TG raf ehf, Staðarsundi 7Víkurbraut 62, Laut 41Vísir hf, Hafnargötu 16 Sandgerði Fiskmarkaður Suðurnesja, Hafnargötu 8Gróðrarstöðin Glitbrá ehf, Norðurtúni 5Skinnfiskur ehf, Hafnargötu 4aUmbúðir & Ráðgjöf ehf, Holtsgötu 38Verk- og tölvuþjónustan, Holtsgötu 24Þensla ehf, Strandgötu 26 Garður Gunnar Hámundarson ehf, Urðarbraut 2Sunnugarður ehf, Sunnubraut 3Sveitarfélagið Garður, Sunnubraut 4 Mosfellsbær Alefli ehf byggingaverktakar, Völuteigi 11Ari Oddsson ehf, Háholti 14Dalsbú ehf, HelgadalEignarhaldsfélagið Bakki ehf, Þverholti 2Fagverk verktakar sf, Spóahöfða 18Guðmundur S Borgarsson ehf, Reykjahvoli 16

Íslenskur textíliðnaður hf, Völuteigi 6Mirella ehf-heildverslun, Háholti 14Mosraf ehf, ReykjalundiMúr og meira ehf, Brekkutanga 38Múrefni ehf, Völuteigi 29aNonni litli ehf, Þverholt 8Parket Plús ehf, Hulduhlíð 30Reykjabúið hf, Suðurreykjum 1ReykjalundurSeljabrekka ehf, SeljabrekkuSívakur ehf, Reykjabyggð 24Skógræktarfélag Mosfellsbæjar, HlégarðiTrostan ehf, Leirvogstungu 29Vélsmiðjan Sveinn ehf, Flugumýri 6 Akranes A. Haraldsson ehf, Stillholti 6Bifreiðastöð Þórðar Þ. Þórðarsonar, Dalbraut 6Bílasala Akraness ehf, Smiðjuvöllum 17Bílver ehf, Innnesvegi 1Bjarmar ehf, Hólmaflöt 2Byggðasafn að Görðum, AkranesiEyrarbyggð ehf, EyriJG tannlæknastofa sf, Kirkjubraut 28Model ehf, Þjóðbraut 1Runólfur Hallfreðsson ehf, Álmskógum 1Straumnes ehf, Krókatúni 22-24Verslunin Bjarg ehf, Stillholti 14Vélaleiga Halldórs Sigurðssonar ehf, Smiðjuvöllum 10Vignir G. Jónsson hf, Smiðjuvöllum 4 BorgarnesBókhalds- og tölvuþjónustan sf,Böðvarsgötu 11Búvangur ehf, BrúarlandFerðaþjónustan Húsafelli ehf, Húsafelli 3Framköllunarþjónustan ehf, Brúartorgi 4J K Lagnir ehf, Brákarbraut 7Landnámssetur Íslands ehf, Brákarbraut 13-15Ragnheiður Jóhannesdóttir, Litlu BrekkuSamtök sveitarfélaga Vesturlands, Bjarnarbraut 8Sæmundur Sigmundsson ehf, Brákarbraut 18-20Tannlæknastofa Hilmis ehf, Berugötu 12Vatnsverk-Guðjón og Árni, Egilsgötu 17Vélabær ehf, Bæ BæjarsveitVélaverkstæði Kristjáns, Brákarbraut 20

Stykkishólmur Bókhaldsstofan Stykkishólmi ehf, Aðalgötu 20Stykkishólmsbær, Hafnargötu 3 Grundarfjörður Almenna umhverfisþjónustan ehf, Fellasneið 10Hjálmar ehf, Fagurhóli 10Kamski - Hótel Framnes, Nesvegi 6KB bílaverkstæði ehf, Sólvöllum 5 Ólafsvík Ingibjörg ehf, Grundarbraut 22Jón og Trausti sf, Hjarðartúni 10Steinunn hf, Bankastræti 3Útgerðarfélagið Dvergur, Grundarb. 26

Snæfellsbær Bárður SH 81 ehf, Staðarbakka Hellissandur Breiðavík ehf, Háarifi 53, RifiHjallasandur ehf, Dyngjubúð 4Hópferðabílar Svans Kristóferssonar ehf,HelluHraðfrystihús Hellissands hf, Hafnarbakka 1KG Fiskverkun ehf, Melnesi 1Kristinn J Friðþjófsson ehf, Háarifi 5, RifiVélsmiðja Árna Jóns ehf, Smiðjugötu 6 Búðardalur Rafsel Búðardal ehf, Vesturbraut 20c Reykhólahreppur Reykhólahreppur, Maríutröð 5a Ísafjörður AV pípulagnir ehf, Seljalandsvegi 10Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum, Aðalstræti 24GG málningarþjónusta ehf, Aðalstræti 26H V umboðsverslun ehf, Suðurgötu 9Hamraborg ehf, Hafnarstræti 7Tréver sf, Hafraholti 34Vélsmiðjan Þristur ehf, Sindragötu 8

Hnífsdalur Verkstjórafélag Vestfjarða, Heiðarbraut 7 Bolungarvík Bolungarvíkurkaupstaður, Aðalstræti 12Endurskoðun Vestfjarða, Aðalstræti 19Fiskmarkaður Bolungarv. og Suðureyrarehf, Árbæjarkanti 3Klúka ehf, Holtabrún 6S Z Ól trésmíði ehf, Hjallastræti 26Sigurgeir G. Jóhannsson, Hafnargötu 17Verkalýðs/sjómannafél Bolungarvíkur,Hafnargötu 37Verslunar-Geiri ehf, Þuríðarbraut 13

Súðavík Súðavíkurhreppur, Grundarstræti 3Víkurbúðin ehf, Grundarstræti 1-3 Suðureyri Klofningur ehf, Aðalgötu 59 Patreksfjörður Árni Magnússon,Túngötu 18Hafbáran ehf, Hjallar 13Heilbrigðisstofnunin Patreksfirði, Stekkum 1Penna ehf, Mýrum 15Flakkarinn ehf, BrjánslækGrunnslóð ehf, Arnórsstaðir-NeðriAlbína verslun ehf, Aðalstræti 89 TálknafjörðurGistiheimilið Bjarmalandi ehf, Bugatúni 8TV - verk ehf, Strandgötu 37Þórsberg ehf, Strandgötu 25 Bíldudalur Hafkalk ehf, Dalbraut 56

Page 24: Börn með krabbamein 1. tbl. 2013

24 - Börn með krabbamein

Þingeyri Brautin sf, Vallargötu 8F&S Hópferðabílar ehf, Vallargötu 15Tengill, rafverktaki, Sjávargötu 14 HólmavíkBjartur ehf, Vitabraut 17Potemkin ehf, LaugarhóliStrandabyggð, Höfðagötu 3Thorp ehf, Borgarbraut 27 DrangsnesST 2 ehf, Kvíabala 7Útgerðarfélagið Gummi ehf, Kvíabala 6 NorðurfjörðurÁrneshreppur, NorðurfirðiHótel Djúpavík ehf, Djúpuvík Hvammstangi Brauð- og kökugerðin ehf, Hvammstangabraut 13aHársnyrtistofa Sveinu Ragnarsd., Höfðabraut 6Húnaþing vestra, Hvammstangabraut 5Kvenfélagið Freyja, Hlíðarvegi 25Villi Valli ehf, Bakkatúni 2 Blönduós Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda,Húnabraut 13Léttitækni ehf, Efstubraut 2Stéttarfélagið Samstaða, Þverbraut 1Húnavatnshreppur, Húnavöllum

Skagaströnd Kvenfélagið Hekla Marska ehf, HöfðaSjávarlíftæknisetrið BioPol ehf, Einbúastíg 2Sveitarfélagið Skagaströnd, Túnbraut 1-3Vélaverkstæði Skagastrandar, Strandgötu 30

SauðárkrókurBifreiðaverkstæðið, SleitustöðumBókhaldsþjónusta KOM ehf, Víðihlíð 10Fisk - Seafood hf, Háeyri 1Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki,SauðárhæðumHólalax hf, Hólum 1Kaupfélag Skagfirðinga, Ártorgi 1K-Tak ehf, Borgartúni 1Nýprent ehf, Borgarflöt 1Ó.K. Gámaþjónusta-sorphirða ehf, Borgarflöt 15Sauðárkrókskirkja, Aðalgötu 1Stoð ehf, Aðalgötu 21Tannlækningast Páls Ragnars ehf, Sæmundargötu 3aÚtgerðarfélagið Sæfari ehf, HrauniVideosport ehf, Fellstúni 2Vinnuvélar Guðmundar/Skúla sf, Borgarröst 4 VarmahlíðAkrahreppur Skagafirði, MiklabæSkógræktarfélag Skagfirðinga, Marbæli

Hofsós Vesturfarasetrið, Suðurbraut 8

FljótKvenfélagið Framtíðin, FljótumSigrún Svansdóttir, Skeiðsfossvirkjun

Siglufjörður Bás ehf, Ránargötu 14Heilbrigðisstofnunin Fjallabyggð,Hvanneyrarbraut 37Páley ehf, Norðurtúni 11Siggi Odds ehf, Hólavegi 36Siglfirðingur hf, Gránugötu 5 Akureyri Akureyrarapótek, Kaupangi, MýrarvegiAmber hárstofa ehf, Hafnarstræti 92Auris medica ehf, AusturbergiÁsbyrgi - Flóra ehf, Frostagötu 2aÁtak Heilsurækt ehf, Strandgötu 14Baugsbót ehf, Frostagötu 1bBautinn, Hafnarstræti 92Bifrverkstæði Bjarnhéðins, Fjölnisgötu 2aBlikkrás ehf, Óseyri 16Byggingarfélagið Hyrna, Sjafnargötu 3Dekkjahöllin, hjólbarðaviðgerðir,Draupnisgötu 5Eining-Iðja, Skipagötu 14Elsa Jónsdóttir, Víðilundi 20Garðverk ehf, Pósthólf 110Gróðrastöðin Réttarhóll, Smáratúni 16bGrófargil ehf, Glerárgötu 36Gula villan ehf, Pílutúni 2Hafnasamlag Norðurlands, FiskitangaHlíð ferðaþjónusta ehf, Huldugili 5Hlíðarskóli, SkjaldarvíkHljóðfærahúsið ehf, Geislagötu 14Hnjúkar ehf, Kaupangi, MýrarvegiHnýfill ehf, Brekkugötu 36, íbúð 501HP veitingar 2000 ehf, Kaupangi, MýrarvegiHSÁ Teiknistofa ehf, Sunnuhlíð 12Index tannsmíðaverkstæði ehf, Kaupangi v/MýrarvegÍsgát ehf, Laufásgötu 9Íþróttafélagið Þór, Hamri /SkarðshlíðKeahótel, Hafnarfstræti 87-89Kjarnafæði hf, Fjölnisgötu 1bLjósco ehf, Ásabyggð 7Menntask. á Akureyri, Eyrarlandsv. 28Miðstöð ehf, Draupnisgötu 3gNetkerfi og tölvur ehf, Steinahlíð 7cPallaleigan ehf, Box 222Pípulagnaþj. Bjarna Fannberg Jónassonar ehf, Melateigi 31Raftákn ehf, Glerárgötu 34RP Media ehf, Hafnarstræti 86Samson ehf, Sunnuhlíð 12Samvirkni ehf, Hafnarstræti 97Sjómannafélag Eyjafjarðar, Skipagötu 14Sjúkrahúsið á Akureyri, EyrarlandsvegiSkartgripir ehf, Brekkugötu 5Slippurinn Akureyri ehf, Naustatanga 2Straumrás ehf, Furuvöllum 3Sushi stofan ehf, Pósthólf 61Tannlæknastofa Árna Páls Halldórssonar,við MýrarvegTrétak ehf, Klettaborg 13Vélaleiga Halldórs G Bald, Freyjunesi 6Vélsmiðjan Ásverk ehf, Grímseyjargötu

Ösp sf, trésmiðja, Furulundi 15f

GrenivíkDarri ehf, Hafnargötu 1Frosti ehf, Melgötu 2Grýtubakkahreppur, Gamla skólahúsinuJónsabúð ehf, Túngötu 1-3

Grímsey Sigurbjörn ehf, Öldutúni 4Sterta ehf, Vallargötu 9Sæbjörg ehf, Öldutúni 3 Dalvík Daltré ehf, Sunnubraut 12Dalvíkurkirkja Tréverk ehf, Grundargötu 8 -10Vélvirki ehf, Hafnarbraut 7G.Ben útgerðarfélag ehf, Ægisgötu 3Níels Jónsson ehf, Hauganesi Ólafsfjörður Árni Helgason ehf, Hlíðarvegi 54Freymundur ehf, Vesturgötu 14Norlandia ehf, Múlavegi 3 Hrísey Brekkan ehf, Brekkugötu 5 Húsavík Alverk ehf, KlömburBílaleiga Húsavíkur ehf, Garðarsbraut 66Dýralæknisþjónusta Bárðar G, Árholti 3Fatahreinsun Húsavíkur sf, Túngötu 1Fjallasýn Rúnars Óskarssonar ehf,Hrísateigi 5Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, Auðbrekku 4Hóll ehf, Höfða 11Höfðavélar ehf, Höfða 1Kvenfélag Húsavíkur, Stórholti 9Norðursigling ehf, Hafnarstétt 9Skóbúð Húsavíkur ehf, Garðarsbraut 13Sorpsamlag Þingeyinga ehf, Víðimóum 2Stefán Haraldsson tannlæknir, Auðbrekku 4Tjörneshreppur, Ytri TunguTónninn ehf, Garðarsbraut 50Val ehf, Höfða 5cVermir sf, Stórhóli 9Víkurraf ehf, Garðarsbraut 18Víkursmíði ehf, Laugarholti 7d LaugarKvenfélag Reykdæla, GlaumbærNorðurpóll ehf, LaugabrekkuSparisjóður Suður-Þingeyinga, Kjarna Mývatn Kvenfélag Mývatnssveitar, Skútuhrauni 7Mýflug hf, Reykjahlíðarflugvelli KópaskerRifós hf, Lóni, Kelduhverfi

RaufarhöfnÖnundur ehf, Aðalbraut 41a ÞórshöfnGeir ehf, Sunnuvegi 3

Page 25: Börn með krabbamein 1. tbl. 2013

Börn með krabbamein - 25

BakkafjörðurHraungerði ehf, Hraunstíg 1

Vopnafjörður ES-vinnuvélar ehf, Skógum 3Vopnafjarðarhreppur, Hamrahlíð 15 Egilsstaðir Austfjarðaflutningar ehf, Kelduskógum 19Bílamálun Egilsstöðum ehf, Fagradalsbraut 21-23Bókráð, bókhald og ráðgjöf, Miðv. 2-4Héraðsprent ehf, Miðvangi 1Hitaveita Egilsstaða og Fella ehf, Einhleypingi 1Klausturkaffi ehf, SkriðuklaustriMiðás hf, Miðási 9Tannlæknastofan á Egilsstöðum, Miðgarði 13Verkfræðistofa Austurlands ehf, Kaupvangi 5Ylur ehf, Miðási 43-45

SeyðisfjörðurAustfar ehf, Fjarðargötu 8Seyðisfjarðarkaupstaður, Hafnargötu 44

Borgarfjörður eystriFiskverkun Kalla Sveins ehf, Vörðubrún

ReyðarfjörðurLaunafl ehf, Hrauni 3Stjórnendafélag Austurl., Austurvegi 20Þvottabjörn ehf, Búðareyri 25 EskifjörðurEgersund Ísland ehf, Hafnargötu 2Fiskimið ehf, Strandgötu 39Fjarðaþrif ehf, Strandgötu 46R.H. gröfur ehf, Helgafelli 9Rafkul ehf, Brekkubarði 3Skógræktarfélag Eskifjarðar, Lambeyrarbraut 6Slökkvitækjaþjónusta Austurlands, Strandgötu 13a

NeskaupstaðurRafgeisli Tómas R. Zoëga ehf, Hafnarbraut 10Síldarvinnslan hf, Hafnarbraut 6Sparisjóður Norðfjarðar, Egilsbraut 25 Fáskrúðsfjörður Litli Tindur ehf, Skólavegi 105Loðnuvinnslan hf, Skólavegur 59 Stöðvarfjörður Ástrós ehf, Bakkagerði 1 Breiðdalsvík Bifreiðaverkstæði Sigursteins ehf, Selnesi 28-30Dýralæknirinn á Breiðdalsvík, Ásvegi 31Hótel Bláfell ehf, Sólvöllum 14

Höfn í HornafirðiAtlas kírópraktík ehf, Hlíðartúni 41Bókhaldsstofan ehf, Krosseyjarvegi 17Búnaðarsamband A-SkaftafellssýsluErpur ehf, Norðurbraut 9Grábrók ehf, Kirkjubraut 53

Heilbrigðisstofnun Suðausturlands, Víkurbraut 31Jöklaveröld ehf, Hoffelli 2Jökulsárlón ehf, Reynivöllum 3Sigurður Ólafsson ehf, Hlíðartúni 21Sveitarfélagið Hornafjörður, Hafnarbr. 27Vélsmiðjan Foss ehf, Ófeigstanga 15 ÖræfiRæktunarsamband Hofshrepps, Hofi

SelfossBakkaverk ehf, Dverghólum 20Bifreiðaverkstæðið Klettur ehf, Hrísmýri 3Bisk-verk ehf, Bjarkarbraut 3Bílasala Suðurlands ehf, Fossnesi 14Búnaðarfélag Bláskógabyggðar, Dalbr. 1Búnaðarfélag Villingaholtshr, Syðri GrófFél. opinb. starfsmanna Suðurlandi, Austurvegi 38Flóahreppur, ÞingborgFosstúni ehf, Selfossi 3Gesthús Selfossi ehf, Engjavegi 56GTI Gateway to Iceland ehf, Lágengi 26Gufuhlíð ehf, GufuhlíðHitaveitufélag Gnúpverja ehf, Hæli 1Hurðalausnir ehf, Lyngheiði 14I.G. þrif ehf, Dverghólum 11JÁ pípulagnir ehf, Suðurgötu 2Jeppasmiðjan ehf, LjónsstöðumKvenfélag GnúpverjaKvenfélag HraungerðishreppsNesey ehf, Suðurbraut 7Orkugerðin ehf, Heiðargerði 5ParaLamp ehf, GegnishólapartiPípulagnir Helga ehf, Norðurleið 31Pylsuvagninn Selfossi, Berghólum 15Ræktunarsamband Flóa og Skeiða, Gagnheiði 35Sjúkraþjálfun Selfoss ehf, Austurvegi 9Skeiða- og Gnúpverjahreppur, ÁrnesiStrá ehf, SandlækjarkotiSúperbygg ehf, Eyrarvegi 31Tannlæknastofa Sigríðar Sverrisdóttur ehf, Austurvegi 44Torfutækni ehf, Hörðuvöllum 4Veiðisport ehf, Miðengi 7Veitingastaðurinn Fljótið ehf, Eyrarvegi 8X5 ehf, Birkigrund 15Þjónustumiðstöðin Þingvöllum, Þingvöllum HveragerðiBílaverkstæði Jóhanns, Austurmörk 13Eldhestar ehf, VöllumGarðyrkjustöð Ingibjargar, Heiðmörk 38Hverablóm ehf, Sunnumörk 2 ÞorlákshöfnFagus ehf, Unubakka 20Frostfiskur ehf, Hafnarskeiði 6Járnkarlinn ehf, Unubakka 25Sveitarfélagið Ölfus, Hafnarbergi 1Þorlákskirkja, Básahrauni 4 EyrarbakkiAllt byggingar ehf, Þykkvaflöt 1 LaugarvatnMenntaskólinn að Laugarvatni

Flúðir Flúðafiskur, BorgarásiFlúðasveppir, UndirheimumFögrusteinar ehf, Birtingaholti 4Hrunaprestakall, HrunaKvenfélag Hrunamannahrepps, Smiðjustíg 13

HellaGilsá ehf, Dynskálum 10Ásahreppur, LaugalandiKjartan Magnússon, Hjallanesi 2Landgræðsla ríkisins, Gunnarsholti HvolsvöllurÁrni Valdimarsson, AkriÁsríki ehf, ÁsgarðiByggðasafnið Skógum, Rangárþingi eystraEyrarbúið ehf, ÞorvaldseyriHellishólar ehf, HellishólumHéraðsbókasafn Rangæinga, Vallarbr. 16Jón Guðmundsson, Berjanesi V-LandeyjumKaupverk ehf, Velli 1Kirkjuhvoll, dvalar- og hjúkrunarheimili, v/DalsbakkaKvenfélagið Freyja, Gilsbakka 13Kvenfélagið Hallgerður, Eystri Torfastöðum ISouth Iceland Adventure, Öldugerði 17 VíkB.V.T. ehf, Ránarbraut 1Hrafnatindur ehf, Smiðjuvegi 13Mýrdælingur ehf, Suðurvíkurvegi 5RafSuð ehf, Suðurvíkurvegi 6 Kirkjubæjarklaustur Búval ehf, Iðjuvöllum 3Kirkjubæjarstofa, Klausturvegi 2Ungmennafélagið Ármann, Skerjav. 7 Vestmannaeyjar Alþrif ehf, Strembugötu 12Bessi ehf, Box 7Frár ehf, Hásteinsvegi 49Guðmunda ehf, Suðurgerði 4Hótel Vestmannaeyjar efh, Vestmannabraut 28Íbenholt ehf, Búhamri 32Ísfélag Vestmannaeyja hf, Strandvegi 28J.R. verktakar ehf, Skildingavegi 8bKarl Kristmanns umboðs- og heildv ehf, Ofanleitisvegi 15Langa ehf, Eiðisvegi 5Langvía ehf, Kirkjuvegi 53Miðstöðin Vestmannaeyjum, Strandv. 30Net ehf, FriðarhöfnÓs ehf, Illugagötu 44Siglingatæki ehf, Illugagötu 52bSjómannafélagið Jötunn, Skólavegi 21bSkipalyftan ehf, EiðinuSuðurprófastsdæmi, Búhamri 11Teiknistofa Páls Zóphóníass ehf , Kirkjuvegi 23Topppizzur ehf, Vestmannabraut 23Vestmannaeyjabær, RáðhúsinuVélaverkstæðið Þór ehf, Norðursundi 9Vinnslustöðin hf, Hafnargötu 2Vöruval ehf, Vesturvegi 18

Page 26: Börn með krabbamein 1. tbl. 2013

Skapandi norðlensk auglýsingastofawww.blekhonnun.is

Laugavegi 19 • 101 ReykjavíkSími 511 1180 • [email protected]

Page 27: Börn með krabbamein 1. tbl. 2013

F I N G R A F Ö R I N

O K K A R E R U

A L L S S TA ÐA R !

Jón Pétursson ehf Bjarkargötu 4101 ReykjavíkSími: 821 9215

PANTONE 200 CP PANTONE Cool Gray 10C

Page 28: Börn með krabbamein 1. tbl. 2013

Merki Landsbréfa

Positif

Negatif

PricewaterhouseCoopers ehf.Skógarhlíð 12105 Reykjavík

Reykjavík Akureyri Selfoss Húsavík www.pwc.com/is

PricewaterhouseCoopers ehf.Skógarhlíð 12105 Reykjavík

Reykjavík Akureyri Selfoss Húsavík www.pwc.com/is

PricewaterhouseCoopers ehf.Skógarhlíð 12105 Reykjavík

Reykjavík Akureyri Selfoss Húsavík www.pwc.com/is

Page 29: Börn með krabbamein 1. tbl. 2013

RG lagnir ehf Furubyggð 6

270 Mosfellsbær Sími : 899 9772

Baldursnesi 6 Akureyri Sími 414 1050

Baldursnesi 6 Akureyri Sími 414 1050

Smiðjuvegi 76 Kópavogi Sími 414 1000

Smiðjuvegi 76 Kópavogi Sími 414 1000

Nýtt í Tvistinum

Pepperoni duggaSkinka - Ostur - Pepperoni - Salsa sósa

Hvítlaukssósa - KálBeikon dugga

Skinka - Ostur - Beikon - Sinnepssósa Gular baunir - Laukur - Grænmeti

Rækju duggaSkinka - Ostur - Rækjur - Hvítlaukssósa

GrænmetiPizza dugga

Ostur - Pepperoni - PizzasósaSveppir - Kál Tvistloka

Skinka - Ostur - Sinnepssósa - GrænmetiHakkloka

Ostur - Hvítlaukssósa - Hakkblanda (hakk, laukur, paprika & sveppir)

FrönskulokaSkinka - Ostur - BBQ-sósa - Beikon

FranskarBarloka

Skinka - Ostur - BBQ-sósa - BeikonKjúklingur

Salsaborgari- smakkaðu þennan!

Ostastangirm/salsa- eða hvítlaukssósu

einn með ölluFaxastíg 36 · Sími 481 3141

www.umslag.is

C80 M0 Y63 K75

C0 M30 Y100 K0

R34 G70 B53

R234 G185 B12

#224635

#eab90c

PANTONE 560C

PANTONE 130C

Page 30: Börn með krabbamein 1. tbl. 2013

30 - Börn með krabbamein

TM

alltaf ferskt

23

www.ils.isBorgartúni 21, 105 Reykjavík

Sími : 569 6900, 800 6969

Aukalán vegna sérþarfaÞeir sem hafa skerta starfsorku, eru fatlaðir eða hreyfihamlaðir geta fengið aukalán til að gera breytingar á íbúðarhúsnæði eða til að kaupa eða byggja húsnæði vegna sérþarfa sinna. Lánið kemur til viðbótar 20 milljóna króna hámarksláni Íbúðalánasjóðs eða öðrum fasteignaveðlánum að hámarki 20 milljónum. Einnig er heimilt að veita aukalán til forsvarsmanna þeirra sem búa við sérþarfir.

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Íbúðalánasjóðswww.ils.is, [email protected] eða í síma 569 6900 og 800 6969.

90% af kaupverði eða byggingarkostnaði

90% af viðbótar- og endurbótakostnaði

Lánamöguleikarvegna sérþarfa:

Hámarksupphæð 8 milljónir

Fastir vextir ánuppgreiðsluákvæðis

Lántökugjald 0,5% af lánsupphæðinni

Page 31: Börn með krabbamein 1. tbl. 2013

Börn með krabbamein - 31

Fæst í apótekum

Næringardrykkir fyrir börn

120

110

130

100

90

80

70

Advanced Medical Nutrition

www.ils.isBorgartúni 21, 105 Reykjavík

Sími : 569 6900, 800 6969

Aukalán vegna sérþarfaÞeir sem hafa skerta starfsorku, eru fatlaðir eða hreyfihamlaðir geta fengið aukalán til að gera breytingar á íbúðarhúsnæði eða til að kaupa eða byggja húsnæði vegna sérþarfa sinna. Lánið kemur til viðbótar 20 milljóna króna hámarksláni Íbúðalánasjóðs eða öðrum fasteignaveðlánum að hámarki 20 milljónum. Einnig er heimilt að veita aukalán til forsvarsmanna þeirra sem búa við sérþarfir.

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Íbúðalánasjóðswww.ils.is, [email protected] eða í síma 569 6900 og 800 6969.

90% af kaupverði eða byggingarkostnaði

90% af viðbótar- og endurbótakostnaði

Lánamöguleikarvegna sérþarfa:

Hámarksupphæð 8 milljónir

Fastir vextir ánuppgreiðsluákvæðis

Lántökugjald 0,5% af lánsupphæðinni

Page 32: Börn með krabbamein 1. tbl. 2013

EIN FIMM ÁRA SAFNAÐI FYRIR LANDNÁMSHÆNU

GÓÐIR KOSTIRFYRIR SPARNAÐINN ÞINN

Sparnaður er oft skynsamlegasta leiðin til að ná markmiðum sínum. Fjölmargir Íslendingar nýta fjölbreytta sparnaðarkosti Arion banka í ýmsum tilgangi, til að lengri eða skemmri tíma, með stór eða smá markmið.

ARION BANKI

HV

ÍTA

SIÐ

/SÍA

1

3-0

65

1