bs ritgerð í viðskiptafræði bloggfærsla sem auglýsing · auglýsing fyrir vörumerki, hvort...

50
BS ritgerð í viðskiptafræði Bloggfærsla sem auglýsing Trúverðugleiki og áhrif á kaupáform neytenda Egill Björnsson Leiðbeinandi: Auður Hermannsdóttir, aðjúnkt Viðskiptafræðideild Febrúar 2015

Upload: others

Post on 16-Aug-2020

7 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: BS ritgerð í viðskiptafræði Bloggfærsla sem auglýsing · auglýsing fyrir vörumerki, hvort sem það er ætlunin eða ekki. Bloggarar hafa tilhneigingu til þess að safna

BS ritgerð

í viðskiptafræði

Bloggfærsla sem auglýsing

Trúverðugleiki og áhrif á kaupáform neytenda

Egill Björnsson

Leiðbeinandi: Auður Hermannsdóttir, aðjúnkt

Viðskiptafræðideild

Febrúar 2015

Page 2: BS ritgerð í viðskiptafræði Bloggfærsla sem auglýsing · auglýsing fyrir vörumerki, hvort sem það er ætlunin eða ekki. Bloggarar hafa tilhneigingu til þess að safna

Bloggfærsla sem auglýsing

Trúverðugleiki og áhrif á kaupáform neytenda

Egill Björnsson

Lokaverkefni til BS-gráðu í viðskiptafræði

Leiðbeinandi: Auður Hermannsdóttir, aðjúnkt

Viðskiptafræðideild

Félagsvísindasvið Háskóla Íslands

Febrúar 2015

Page 3: BS ritgerð í viðskiptafræði Bloggfærsla sem auglýsing · auglýsing fyrir vörumerki, hvort sem það er ætlunin eða ekki. Bloggarar hafa tilhneigingu til þess að safna

3

Bloggfærsla sem auglýsing.

Ritgerð þessi er 12 eininga lokaverkefni til BS prófs við

Viðskiptafræðideild, Félagsvísindasviði Háskóla Íslands.

© 2015 Egill Björnsson

Ritgerðina má ekki afrita nema með leyfi höfundar.

Prentun: Háskólaprent

Reykjavík, 2015

Page 4: BS ritgerð í viðskiptafræði Bloggfærsla sem auglýsing · auglýsing fyrir vörumerki, hvort sem það er ætlunin eða ekki. Bloggarar hafa tilhneigingu til þess að safna

4

Formáli

Ritgerð þessi er 12 ECTS eininga lokaverkefni til B.Sc. gráðu í viðskiptafræði við

Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Sérstakar þakkir fær leiðbeinandi minn Auður

Hermannsdóttir fyrir góða leiðsögn og aðstoð við gerð verkefnisins. Einnig vil ég þakka

kærustu minni, Bergnýju Margréti Valdimarsdóttur fyrir yfirlestur og góð ráð.

Page 5: BS ritgerð í viðskiptafræði Bloggfærsla sem auglýsing · auglýsing fyrir vörumerki, hvort sem það er ætlunin eða ekki. Bloggarar hafa tilhneigingu til þess að safna

5

Útdráttur

Viðfangsefni ritgerðarinnar er að kanna mun á trúverðugleika auglýsinga og

bloggfærslna og hver áhrif þeirra eru á kaupáform fólks.

Framkvæmd var megindleg rannsókn þar sem spurningalisti var lagður fyrir 149

þátttakendur sem tóku þátt eftir að hafa séð rannsókninni deilt á samfélagsmiðinum

Facebook. Rannsóknin var sett upp á vefsíðunni QuestionPro.com og sá hugbúnaður

síðunnar um að skipta þátttakendum handahófskennt í tvo hópa. Hóparnir tveir fengu

síðan sitt hvort áreitið. Annar hópurinn las bloggfærslu skrifaða af bloggaranum

Elísabetu Gunnarsdóttur hjá Trendnet en hinn hópurinn skoðaði auglýsingu hannaða af

rannsakanda. Unnið var út frá sama þema við gerð auglýsingarinnar og bloggfærslunnar.

Það var gert til þess að sömu upplýsingar kæmu fram hjá báðum hópum svo að misjöfn

upplýsingagjöf yrði ekki áhrifaþáttur. Þegar þátttakendur höfðu lokið við að skoða

áreitið sem fyrir þá var lagt fengu báðir hóparnir sama spurningalistann. Alls voru átta

spurningar á spurningalistanum, fimm spurningar sneru að trúverðugleika, ein að

kaupáformum auk tveggja bakgrunnsspurninga um kyn þátttakenda og aldur.

Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að bloggfærslur eru metnar trúverðugri en

hefðbundnar auglýsingar. Auk þess kom fram að bloggfærslur hafa meiri áhrif á

kaupáform heldur en hefðbundnar auglýsingar. Þó ekki sé hægt að alhæfa neitt með

niðurstöðurnar eða yfirfæra þær á alla landsmenn, þá gefa þær góða mynd af virkni

bloggfærslna sem auglýsinga.

Page 6: BS ritgerð í viðskiptafræði Bloggfærsla sem auglýsing · auglýsing fyrir vörumerki, hvort sem það er ætlunin eða ekki. Bloggarar hafa tilhneigingu til þess að safna

6

Efnisyfirlit

Formáli .............................................................................................................. 4

Útdráttur ........................................................................................................... 5

Myndaskrá ......................................................................................................... 8

Töfluskrá ............................................................................................................ 8

1 Inngangur ..................................................................................................... 9

2 Kynningarráðar .......................................................................................... 11

3 Auglýsingar ................................................................................................ 13

3.1 Markmið auglýsinga ................................................................................... 14

3.2 Virkni auglýsinga ......................................................................................... 15

4 Skoðanamótendur ...................................................................................... 17

4.1 Markmið með umfjöllun skoðanamótenda ............................................... 17

4.2 Virkni skoðanamótenda ............................................................................. 18

4.3 Bloggarar og rafrænt umtal ........................................................................ 18

5 Trúverðugleiki ............................................................................................ 20

5.1 Trúverðugleiki auglýsinga ........................................................................... 21

5.2 Trúverðugleiki bloggara .............................................................................. 22

6 Kaupáform neytenda .................................................................................. 24

7 Aðferð ........................................................................................................ 26

7.1 Rannsóknarsnið .......................................................................................... 26

7.2 Þátttakendur .............................................................................................. 26

7.3 Áreiti ........................................................................................................... 27

7.4 Mælitæki .................................................................................................... 28

7.5 Framkvæmd ................................................................................................ 28

7.6 Úrvinnsla gagna .......................................................................................... 29

8 Niðurstöður................................................................................................ 30

8.1 Trúverðugleiki ............................................................................................. 30

8.2 Kaupáform .................................................................................................. 31

8.3 Trúverðugleiki eftir kyni og aldri ................................................................ 31

8.4 Kaupáform eftir kyni og aldri...................................................................... 34

8.5 Samband á milli trúverðugleika og kaupáforms ........................................ 35

9 Umræður ................................................................................................... 36

10 Takmarkanir og tillögur að frekari rannsóknum .......................................... 39

Page 7: BS ritgerð í viðskiptafræði Bloggfærsla sem auglýsing · auglýsing fyrir vörumerki, hvort sem það er ætlunin eða ekki. Bloggarar hafa tilhneigingu til þess að safna

7

Heimildaskrá .................................................................................................... 40

Viðauki 1: Bloggfærsla ...................................................................................... 46

Viðauki 2: Auglýsing ......................................................................................... 47

Viðauki 3: Spurningalisti ................................................................................... 48

Page 8: BS ritgerð í viðskiptafræði Bloggfærsla sem auglýsing · auglýsing fyrir vörumerki, hvort sem það er ætlunin eða ekki. Bloggarar hafa tilhneigingu til þess að safna

8

Myndaskrá

Mynd 1. Tveggja þrepa kenningin um flæði samskipta. ................................................... 18

Mynd 2. Könnun MMR á trausti fólks til upplýsinga um vörur eða þjónustu. ................. 22

Mynd 3. Flæðirit rannsóknar. ........................................................................................... 26

Mynd 4. Aldursdreifing þátttakenda. ............................................................................... 27

Mynd 5. Samanburður á trúverðugleika áreita eftir kynjum. .......................................... 32

Mynd 6. Samanburður á trúverðugleika áreita eftir aldri. ............................................... 33

Mynd 7. Samanburður á áhrifum áreita á kaupáform eftir kynjum. ................................ 34

Mynd 8. Samanburður á áhrifum áreita á kaupáform eftir aldri. .................................... 34

Töfluskrá

Tafla 1. Trúverðugleiki áreita. ........................................................................................... 30

Tafla 2. Trúverðugleiki eftir kynjum.................................................................................. 31

Tafla 3. Trúverðugleiki eftir aldri. ..................................................................................... 33

Page 9: BS ritgerð í viðskiptafræði Bloggfærsla sem auglýsing · auglýsing fyrir vörumerki, hvort sem það er ætlunin eða ekki. Bloggarar hafa tilhneigingu til þess að safna

9

1 Inngangur

Tilkoma samfélagsmiðla á Internetinu síðasta áratuginn hefur breytt umhverfi

markaðsstarfs umtalsvert. Upphaflega voru þessir miðlar ætlaðir og notaðir til þess að

auðvelda samskipti fólks en auk þess hafa þeir þróast yfir í að tengja fólk við fyrirtæki,

vörur og þjónustu og öfugt. Fyrirtæki eru því sífellt meðvitaðri um þau miklu áhrif sem

Internetið getur haft í því að koma vörumerki sínu, vörum eða þjónustu á framfæri.

Höfundur hefur tekið eftir þeim breytingum sem orðið hafa á samfélagsmiðlum

hérlendis og þó sér í lagi auknum vexti bloggsíðna sem fjalla um tísku, lífsstíl og heilsu.

Stór hluti færslna á þessum síðum eru umfjallanir um vörur eða þjónustu og því í raun

auglýsing fyrir vörumerki, hvort sem það er ætlunin eða ekki. Bloggarar hafa tilhneigingu

til þess að safna að sér fylgjendum sem verða fyrir áhrifum af skrifum þeirra og af þeim

sökum er hægt að flokka bloggara sem skoðanamótendur (e. opinion leaders) (Kerr,

Mortimer, Dickinson og Waller, 2012). Skoðanamótendur eru einstaklingar sem búa yfir

sérstakri þekkingu og hafa þar af leiðandi áhrif á kauphegðun annarra (Wood, 2010).

Höfundi þótti því áhugavert að kanna hvort bloggfærslur hefðu jákvæðari áhrif á fólk

heldur en hefðbundnar auglýsingar. Ákveðið var að kanna trúverðugleika og áhrif á

kaupáform (e. purchase intention) fólks. Settar voru fram tvær rannsóknarspurningar

sem leitað var svara við:

Hvort telja einstaklingar auglýsingar fyrirtækja eða bloggfærslur trúverðugri?

Hvort hafa auglýsingar fyrirtækja eða bloggfærslur meiri áhrif á kaupáform einstaklinga?

Viðhorf einstaklinga til bloggfærslna hefur lítið verið kannað hérlendis og því munu

niðurstöður verkefnisins nýtast auglýsendum sem hafa áhuga á að nýta umfjallanir

bloggara sem vettvang til þess að koma vöru sinni eða þjónustu á framfæri. Einnig munu

þær nýtast bloggurum, þar sem niðurstöðurnar koma til með að sýna virkni skrifa þeirra.

Ritgerðin skiptist í tvo hluta, fræðilegan hluta og rannsóknarhluta. Í fræðilega

hlutanum verður fjallað um kynningarráðana (e. promotional mix eða marketing

communication tools), auglýsingar, skoðanamótendur, bloggara og rafrænt umtal (e.

electronic word-of-mouth), trúverðugleika og kaupáform neytenda. Skýrt verður frá

Page 10: BS ritgerð í viðskiptafræði Bloggfærsla sem auglýsing · auglýsing fyrir vörumerki, hvort sem það er ætlunin eða ekki. Bloggarar hafa tilhneigingu til þess að safna

10

helstu hugtökum sem tengjast hverjum þætti ásamt því að fjallað verður um

niðurstöður fyrri rannsókna. Í rannsóknarhlutanum verður greint frá megindlegri

rannsókn sem framkvæmd var til þess að leita svara við rannsóknarspurningum

verkefnisins. Þar verður fjallað um aðferð rannsóknarinnar sem snýr að rannsóknarsniði,

vali á þátttakendum, áreiti, mælitæki, framkvæmd og úrvinnslu gagna. Síðan verða

niðurstöður rannsóknarinnar kynntar, því næst verða umræður raktar ásamt því að

fjallað verður um takmarkanir rannsóknarinnar og tillögur að frekari rannsóknum.

Page 11: BS ritgerð í viðskiptafræði Bloggfærsla sem auglýsing · auglýsing fyrir vörumerki, hvort sem það er ætlunin eða ekki. Bloggarar hafa tilhneigingu til þess að safna

11

2 Kynningarráðar

Ekki er nóg fyrir fyrirtæki að bjóða upp á góða vöru eða þjónustu á viðráðanlegu verði.

Til þess að varan eða þjónustan seljist og skapi tekjur er nauðsynlegt að kynna eiginleika

og kosti vörunnar eða þjónustunnar fyrir viðskiptavinum. Í þessum samskiptum notast

fyrirtæki við svokallaða kynningarráða sem skiptast samkvæmt Wood (2010) og Kotler

og Keller (2009) niður í fimm þætti. Kynningarráðarnir ná yfir allar þær aðgerðir sem

fyrirtæki taka sér fyrir hendur í samskiptum og eru þeir eftirfarandi:

1. Auglýsingar: Auglýsingum verða gerð góð skil í kafla 3.

2. Söluhvatar (e. sales promotion): Eru ætlaðir til að auka skammtímavirði vara eða

þjónustu og hvetja viðskiptavini til þess að kaupa ákveðna vöru eða þjónustu. Það

er gjarnan gert með verðtilboðum eða vörukynningum (Wood, 2010).

3. Persónuleg sölumennska (e. personal selling): Hentar vel við að byggja upp sterkt

samband við nýja viðskiptavini eða viðhalda góðu sambandi við núverandi

viðskiptavini. Margar útfærslur eru til af persónulegri sölumennsku eins og

hefðbundin sala sölumanns, sala á Internetinu eða símasala. Persónuleg

sölumennska getur gert gæfumuninn þegar viðskiptavinir hafa sérstakar þarfir,

krefjast sérstakra úrræða eða leggja inn mjög stórar pantanir (Wood, 2010).

4. Bein markaðssetning (e. direct marketing): Felur í sér tvíhliða samskipti á milli

fyrirtækis og viðskiptavina sem eru ætluð til þess að hvetja viðskiptavini til

viðbragða. Til dæmis að fá viðskiptavini til þess að kaupa vöru eða þjónustu,

spyrja um upplýsingar um vöru eða þjónustu eða samþykkja að fá ítarlegri

skilaboð send til sín. Helsti kostur beinnar markaðssetningar er möguleikinn á að

mæla árangur hennar með því að líta til áhuga viðskiptavina eftir upplýsingum

eða með því að skoða sölutölur. Algengt er að notast sé við símhringingar eða

tölvupóstssamskipti í beinni markaðssetningu (Wood, 2010).

5. Almannatengsl (e. public relation): Stuðla að samskiptum á milli fyrirtækja og

almennings með það að markmiði að auka skilning og hlúa að jákvæðu viðhorfi á

Page 12: BS ritgerð í viðskiptafræði Bloggfærsla sem auglýsing · auglýsing fyrir vörumerki, hvort sem það er ætlunin eða ekki. Bloggarar hafa tilhneigingu til þess að safna

12

milli þeirra. Fréttabréf er algengasta form af almannatengslum fyrirtækja og er

þeim oftast dreift beint til fjölmiðla. Annað dæmi eru blaðamannafundir en þá

skal einungis halda ef fjalla á um mjög mikilvæg viðfangsefni (Wood, 2010).

Samkvæmt Belch og Belch (2012) þá eru kynningarráðar fyrirtækja sex og bætist þar

gagnvirk markaðsfærsla (e. interactive marketing) við fyrrnefndan lista. Gagnvirk

markaðsfærsla gengur út á tvíhliða samskipti fyrirtækja og viðskiptavina þeirra, í þeim

tilgangi að skapa eða viðhalda góðu sambandi. Þar er Internetið mikilvægur vettvangur,

þar sem fyrirtæki geta vakið athygli á sér, veitt upplýsingar, haft áhrif á viðhorf

viðskiptavina og greint skoðanir þeirra. Samfélagsmiðlar eru orðnir mikilvægur hluti af

gagnvirkri markaðsfærslu fyrirtækja og Mangold og Faulds (2009) segja að markaðs-

fulltrúar fyrirtækja eigi að gera ráð fyrir samfélagsmiðlum þegar markaðssamskipta-

áætlun fyrirtækja er gerð. Þeir samfélagsmiðlar sem þar eru nefndir eru til dæmis

samskiptasíður líkt og Facebook, myndbandasíður líkt og YouTube auk bloggsíðna.

Nánar verður fjallað um bloggsíður í kafla 4.3. Samkvæmt Foux (2006) þá eru

viðskiptavinir farnir að líta á samfélagsmiðlana sem áreiðanlegri vettvang fyrir

upplýsingar tengdar vörum og þjónustu heldur en upprunalegu kynningarráðana.

Markaðssamskipti fyrirtækja sem ganga út á að blanda kynningarráðunum saman og

nota þá á réttan hátt við að koma virðistilboðum þeirra til viðskiptavina kallast samhæfð

markaðssamskipti (e. integrated marketing communication). Þar eru skilaboð fyrirtækja

samhæfð og þeim komið mótsagnalausum, heildstæðum og skýrum til viðskiptavina

(Belch og Belch, 2012). Samhæfð markaðssamskipti geta leitt til mikils vaxtar fyrirtækja

(Kotler, Armstrong, Wong og Saunders, 2008).

Page 13: BS ritgerð í viðskiptafræði Bloggfærsla sem auglýsing · auglýsing fyrir vörumerki, hvort sem það er ætlunin eða ekki. Bloggarar hafa tilhneigingu til þess að safna

13

3 Auglýsingar

Í nútíma samfélagi er mikið um auglýsingar í hinum ýmsu miðlum, dagblöðum,

tímaritum, útvarpi, sjónvarpi, Internetinu o.fl. Ástæða þess er að auglýsingar eru góð

leið fyrir framleiðendur og söluaðila til þess að kynna vörumerki, vöru eða þjónustu sína

fyrir mögulegum viðskiptavinum.

Fyrst um sinn voru auglýsingar aðallega tilkynningar opinberra aðila. Fyrsta

auglýsingablaðið sem kom út árið 1612 í París er dæmi um það en þar mátti aðallega

finna tilkynningar frá valdhöfum (Ólafur Stephensen, 1987). Það var ekki fyrr en á 19.

öld sem kaupsýslumenn í Bandaríkjunum fundu út að mögulegt væri að hafa aukin áhrif

á viðskiptavini með auglýsingum. Fram að þeim tíma hafði markmið auglýsinga einungis

verið að veita almennar upplýsingar um vörur eða þjónustu. Því hófust kaupsýslumenn

handa við að hanna auglýsingar með það að markmiði að fanga athygli mögulegra

viðskiptavina. Auglýsingatekjur urðu þannig aðaltekjulind blaða, sem leiddi til lægri

verðlagningar og þar með urðu blöð ekki einungis fyrir efnameira fólk (Guðjón

Friðriksson, 2000).

Í tímans rás hefur skilgreining á orðinu auglýsing breyst með aukinni tækni, tilkomu

nýrra miðla og breyttra tíma. Neytendur hafa tilhneigingu til að líta á allar gerðir

kynningarráðanna sem form af auglýsingu, allt frá tónleikakostun til símhringinga

(Schultz, 1995). Sérfræðingar í greininni og fræðimenn eru ekki á sama máli og hafa

margvíslegar skilgreiningar á auglýsingu verið settar fram. Með það að markmiði að

finna hentuga skilgreiningu á orðinu auglýsing, þá framkvæmdu Richards og Curran

(2002) rannsókn þar sem stjórnendur þekktra auglýsingastofa, forsetar faglegra

stofnana, eftirlitsaðilar og virtir fræðimenn voru fengnir til að miðla kunnáttu sinni til

þess að skapa hentuga skilgreiningu. Svörin sem fengust voru mismunandi en með því

að sameina þau, varð niðurstaðan eftirfarandi: ,,Auglýsing er ígrundað samskiptaform

frá auðkennanlegum aðila sem greiðir fyrir og hannar hana til að sannfæra móttakanda

um að grípa til einhverra aðgerða, samstundis eða í framtíðinni.“ (bls. 74). Þessa

skilgreiningu sendu þau síðan á þá aðila sem tóku þátt í að skapa hana. Ekki voru allir

sáttir við niðurstöðuna og með aðstoð ofangreindra aðila var ákveðið að bæta við

Page 14: BS ritgerð í viðskiptafræði Bloggfærsla sem auglýsing · auglýsing fyrir vörumerki, hvort sem það er ætlunin eða ekki. Bloggarar hafa tilhneigingu til þess að safna

14

skilgreininguna að auglýsing væri einnig: ,,Ígrundað form kynningar sem er miðlað til

móttakanda á prenti, með rafrænum hætti eða öðrum leiðum, öðrum en frá manni til

manns.“ (bls. 74).

3.1 Markmið auglýsinga

Markmið auglýsinga geta verið ólík, allt frá því að vera hugsuð sem kynning fyrir tilboð

sem varir í stutta stund og að því að byggja upp ímynd til langs tíma (Þórhallur Örn

Guðlaugsson, 2000). Samkvæmt Wood (2010) er markmið auglýsinga að sannfæra

mögulega viðskiptavini um virði vörumerkis, hvetja til viðskipta auk þess að minna

núverandi viðskiptavini á vörumerkið til að stuðla að endurkaupum. Goldsmith og

Lafferty (2002) halda því fram að meginhlutverk auglýsinga sé að skapa jákvætt viðhorf

til hennar og vörumerkisins sem verið er að auglýsa. Belch (2004) heldur því fram að

auglýsingar þurfi að vekja athygli neytenda, kveikja áhuga þeirra á auglýstri vöru eða

þjónustu, byggja upp löngun hjá þeim ásamt því að reyna að sannfæra þá um að grípa til

aðgerða. Wells, Burnett og Moriarty (2000) nefna þrjá þætti sem allar auglýsingar eiga

sameiginlegt:

1. Þær veita upplýsingar um vöru og/eða vörumerki: Aðalmarkmiðið er að koma

ákveðnum upplýsingum um vörumerki eða vöru til skila í þeirri von að hafa áhrif á

neytendur.

2. Þær sannfæra neytendur og hvetja til ákvörðunartöku: Þó svo að neytendur séu

óánægðir með vörumerki eða vöru er algengt að þeir séu tregir til breytinga. Því

reyna auglýsingar með margvíslegum leiðum að gefa þeim ástæðu til þess að

breyta til.

3. Þær minna á vöru og/eða vörumerki og halda sambandi: Neytendur geta gleymt

því hvers vegna þeir kaupa ákveðið vörumerki eða vöru. Því er nauðsynlegt að

nota auglýsingar til þess að minna neytendur á eiginleika og kosti vörumerkis eða

vöru og þannig hvetja neytendur til þess að halda í venjur sínar.

Wolburg (2009) greinir frá því að auglýsingar geti verið samfélagslegar, með það að

markmiði að sporna við ákveðinni hegðun eins og áfengisdrykkju og reykingum eða

fyrirbyggja sjúkdóma eins og húðkrabbamein eða sykursýki, svo dæmi séu tekin.

Page 15: BS ritgerð í viðskiptafræði Bloggfærsla sem auglýsing · auglýsing fyrir vörumerki, hvort sem það er ætlunin eða ekki. Bloggarar hafa tilhneigingu til þess að safna

15

3.2 Virkni auglýsinga

Áður en kaupákvörðun neytenda á sér stað þá fer hann í gegnum ferli sem kallast AIDA.

AIDA líkanið var sett fram af Elmo Lewis árið 1898 og lýsir ferlinu sem neytandi fer í

gegnum í persónulegri sölu (e. personal selling). Þó svo að líkanið sé upprunalega ekki

hannað til þess að skýra ferli viðbragða neytenda við auglýsingum, þá lýsir það vel

ferlinu sem neytendur fara í gegnum eftir áreiti auglýsinga og hefur því víða verið notað

sem grunnur að frekari líkönum. Líkanið skiptist niður í fjögur þrep; athygli (e. attention),

áhugi (e. interest), löngun (e. desire) og aðgerð (e. action) (Strong, 1925). Fyrsta þrepið

gengur út á að vekja athygli neytenda á vörunni eða þjónustunni. Eftir að athygli

neytenda hefur verið fönguð hefst ferlið að skapa áhuga þeirra á vörunni eða

þjónustunni. Ef áhugi er mikill þá ætti að myndast löngun hjá neytendum til þess að

prófa þjónustuna eða eignast vöruna. Síðasta þrepið snýst síðan um það þegar

neytendur ljúka ferlinu með því að kaupa vöruna eða þjónustuna (Kotler o.fl., 2008).

Íhugunarlíkanið (e. elaboration likelihood model) fjallar um hvernig viðhorf neytenda

til auglýsinga eru byggð upp og hvernig hægt er að breyta þeim. Aðalinntak líkansins er

að eftir því sem neytandi íhugar skilaboð auglýsinga meira því meiri áhrif hefur

auglýsingin á hann. Líkanið segir því til um hversu ólíklegt eða líklegt sé að neytandi

hugsi til skilaboða auglýsinga eða vinni með þau. Því gefur líkanið forspá um hvort

neytendur séu líklegir til að hugsa um skilaboð auglýsinga og breyta viðhorfi sínu til

þeirra. Samkvæmt líkaninu eru tvær leiðir sem neytendur fara við úrvinnslu skilaboða

auglýsinga. Í fyrri leiðinni sem kallast kjarnaleiðin (e. central route) metur neytandi rök

bæði með og á móti skilaboðum auglýsingar og tekur síðan ákvörðun út frá því. Seinni

leiðin, jaðarleiðin (e. peripheral route) gengur út á að ákvörðun neytanda sé tekin út frá

leiðsagnarreglum eins og umbúðum skilaboðanna, útliti sendanda eða samhengi

skilaboðanna (Petty og Cacioppo, 1986).

Tvær leiðir eru algengastar þegar mæla á auglýsingavirkni. Fyrri leiðin snýst um að

kanna þá þætti sem vörumerki byggja á, þ.e. ímynd vörumerkis, vörumerkjavitund og

viðhorf til vörumerkis. Til þess að kanna auglýsingavirkni út frá þessum forsendum er

notast við mælingar á vörumerkjavitund og kaupáformum. Seinni leiðin snýst um að

kanna hvort auglýsing höfði til rétts markhóps og hvort að skilaboð hennar komist til

skila. Til að kanna auglýsingavirkni út frá þeim forsendum er notast við mælingar á

Page 16: BS ritgerð í viðskiptafræði Bloggfærsla sem auglýsing · auglýsing fyrir vörumerki, hvort sem það er ætlunin eða ekki. Bloggarar hafa tilhneigingu til þess að safna

16

auglýsingaeftirtekt og athugun á því hvort skilaboð auglýsinga komist með réttum hætti

til neytenda (Friðrik Eysteinsson, 2003).

Sýnt hefur verið fram á að fólki finnist auglýsingar fyrirtækja gagnlegar og upplýsandi

um vöruúrval auk þess sem að þær geta kynnt nýja hluti fyrir fólki sem það hefði annars

ekki vitað af. Rannsóknir hafa einnig sýnt að í huga neytenda hafa auglýsingar nokkurt

skemmtanagildi (Fam, 2008; Mehta, 2000; Shavitt, Lowrey og Haefner, 1998). Nánar

verður fjallað um viðhorf til auglýsinga í kafla 5.1.

Page 17: BS ritgerð í viðskiptafræði Bloggfærsla sem auglýsing · auglýsing fyrir vörumerki, hvort sem það er ætlunin eða ekki. Bloggarar hafa tilhneigingu til þess að safna

17

4 Skoðanamótendur

Rannsóknir á félagslegum áhrifum og hugmyndinni að ákveðinn hópur fólks sé

sérstaklega áhrifamikill hefur heillað rannsakendur, sérfræðinga og almenning í fjölda

ára. Þessi hópur fólks hefur fengið ýmis heiti, en það sem er mest notað er orðið

skoðanamótendur.

Lazarsfeld, Berelson og Gaudet (1944) framkvæmdu rannsókn á áhrifum fjölmiðlunar

(e. mass communication). Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu fram á að áhrif fjölmiðla

(e. mass media) sem leið til þess að flytja skilaboð voru takmörkuð og að félagslegar

leiðir eins og persónuleg tengsl á milli einstaklinga og skoðana þeirra væru áhrifaríkari. Í

framhaldi af því þróuðu þeir hugtakið skoðanamótendur og var það skilgreint sem

einstaklingar sem eru áhrifameiri innan félagsnets (e. social network) en aðrir.

Skilgreiningin á hugtakinu hefur ekki tekið miklum breytingum frá því að hún kom fyrst

fram. Samkvæmt Wood (2010) eru skoðanamótendur: ,,Einstaklingar sem eru dáðir eða

búa yfir sérstakri þekkingu og hafa þar af leiðandi áhrif á kauphegðun annarra“ (bls. 57).

Auk þess gegna þeir mikilvægu hlutverki í að miðla upplýsingum, þó sér í lagi ef

kaupákvörðunin krefst mikillar umhugsunar (e. high involvement purchases) (Sarathy og

Patro, 2013). Í slíkum tilfellum er leitunarkostnaður mikill vegna þeirra sálrænu, félags-,

fjárhags- og líkamlegu áhættu sem stafar af því að kaupa óviðunandi vöru (Price, 1981).

Katz og Lazarsfeld (1955) flokka skoðanamótendur niður í tvo hópa; annars vegar þá

sem að deila upplýsingum áfram beint eftir að þær koma fram og hins vegar þá sem að

deila upplýsingum áfram eftir að hafa orðið fyrir áhrifum af umtali (e. word-of-mouth).

4.1 Markmið með umfjöllun skoðanamótenda

Engin regla er á því hverjir eru skoðanamótendur og getur það verið mjög breytilegt eftir

því á hvaða vettvangi þeir starfa og hverjir verða fyrir áhrifum frá þeim. Allir búa þeir þó

yfir þeim eiginleikunum að vera mjög virkir félagslega og vel tengdir í sínu félagsneti

(Solomon, 1994). Því má finna skoðanamótendur á hinum ýmsu stöðum, meðal annars á

vinnustöðum og skólum (Littlejohn, 1996). Sarathy og Patro (2013) könnuðu eiginleika

skoðanamótenda og þar kom fram að þeir eru frekar ungir, vel menntaðir, undir áhrifum

Page 18: BS ritgerð í viðskiptafræði Bloggfærsla sem auglýsing · auglýsing fyrir vörumerki, hvort sem það er ætlunin eða ekki. Bloggarar hafa tilhneigingu til þess að safna

18

fjölmiðlamarkaðarins (e. media market), félagslega tengdir, með sérstaka þekkingu á

ákveðnum vörum, nýjungagjarnir neytendur og með góða tölvukunnáttu.

Skoðanamótendur gegna mikilvægu hlutverki við að miðla upplýsingum og þekkingu

sinni til neytenda. Fyrirtæki hafa í auknum mæli notað samskipti við neytendur í gegnum

skoðanamótendur, sem segja frá skoðun sinni, gefa ráð, koma með tillögur ásamt því að

lýsa upplifun sinni á vöru eða þjónustu með það að markmiði að hafa áhrif á kaupáform

neytenda (Sarathy og Patro, 2013).

4.2 Virkni skoðanamótenda

Tveggja þrepa kenningin um flæði samskipta sem sett var fram af Lazarsfeld o.fl. (1944)

fjallar um að upplýsingar skiptast í tvö áhrifastig (sjá mynd 1). Fyrra þrepið fjallar um að

fjölmiðlar hafi áhrif á skoðanamótendur sem sýna fjölmiðlum og skilaboðum þeirra

mikinn áhuga. Skoðanamótendurnir mynda sér skoðun á upplýsingunum og á seinna

þrepinu deila þeir upplýsingunum og skoðun sinni áfram til einstaklinga í félagsneti sínu,

sem ekki búa yfir eins miklum upplýsingum um viðkomandi vöru eða þjónustu. Þannig

hafa skoðanamótendur bein áhrif á einstaklinga á meðan fjölmiðlar gera það með

óbeinum hætti. Katz og Lazarsfeld (1955) telja að skoðanamótendur hafi betri skilning á

innihaldi upplýsinga frá fjölmiðlum og geti þar með túlkað, útskýrt og dreift upplýsingum

á áhrifaríkan hátt áfram til annarra.

Mynd 1. Tveggja þrepa kenningin um flæði samskipta.

4.3 Bloggarar og rafrænt umtal

Ný tegund kynningarráða eru samfélagsmiðlar á Internetinu og þar eru bloggsíður

mikilvægur og ört vaxandi þáttur markaðsfærslu (Mangold og Faulds, 2009).

Bloggsíðunum er annað hvort stjórnað af einni manneskju eða fámennum hópi fólks

sem skrifa færslur sem birtast á síðum þeirra (Kozinets, Hemetsberger og Schau, 2008).

Bloggarar einblína gjarnan á eitt áhugasvið og ná þannig til fólks með sama áhugasvið

(Kent, 2008). Á þann hátt safna þeir að sér fylgjendum sem þeir geta haft áhrif á sem

skoðanamótendur (Kerr, Mortimer, Dickinson og Waller, 2012). Vinsældir bloggara

víðsvegar um heiminn eru miklar og hafa aukist á undanförnum árum. Gott dæmi um

Fjölmiðlar

Skoðanamótendur

Neytendur

Page 19: BS ritgerð í viðskiptafræði Bloggfærsla sem auglýsing · auglýsing fyrir vörumerki, hvort sem það er ætlunin eða ekki. Bloggarar hafa tilhneigingu til þess að safna

19

það eru tískubloggarar en árið 2006 var tískubloggurum fyrst boðið á New York Fashion

Week. Núna sitja tískubloggarar á fremstu röðum tískusýninga víðsvegar um heiminn

umkringdir helstu eigendum og virtum blaðamönnum tískutímarita (Sedeke, 2012).

Helsti munurinn á bloggurum og blaðamönnum eða greinarhöfundum sem skrifa í

dagblöð eða tímarit, er að bloggarar eru oftast nær að tjá sínar eigin skoðanir í stað þess

að vitna í önnur gögn eða sérfræðinga máli sínu til stuðnings (Meerman, 2007).

Bloggsíður eru því stór uppspretta upplýsinga fyrir neytendur, en þar geta þeir nálgast

gagnrýni, meðmæli, viðvaranir, hrós eða kvartanir um vörur eða þjónustu, auk

upplýsinga um verðlagningu og gæði (Swan og Oliver, 1989). Skrif bloggara eru gjarnan

óformleg og í samræðustíl sem gerir það að verkum að skrif þeirra flokkast sem umtal

sem er áhrifaríkasta leiðin til félagslegra áhrifa (Song, Chi, Hino og Tseng, 2007). Umtal á

Internetinu er kallað rafrænt umtal og er það talið áhrifaríkara en hefðbundið umtal

vegna þess hve hentugt er fyrir lesendur að nálgast það. Einnig vegna þess að það nær

til hóps fólks en fer ekki frá manni til manns líkt og hefðbundið umtal (Phelps, Lewis,

Mobilio, Perry og Raman, 2004). Máttur skoðana sem birtast á Internetinu er mikill því

þær ná til margra aðila og skrifin eru lengi aðgengileg (Graham og Havlena, 2007). Af

þessum sökum vilja fyrirtæki að umtal um þau á Internetinu séu jákvæð en ekki

neikvæð. Neikvætt umtal hefur auk þess tilhneigingu til þess að dreifast hraðar en

jákvætt. Fyrirtæki hafa þó ekki beint stjórn á því sem bloggarar skrifa um vörur þeirra

eða þjónustu (Nekmat og Gower, 2012). Aðgerðir fyrirtækja við að nýta sér

skoðanamótendur til að koma skilaboðum sínum á framfæri kallast ,,buzz“ markaðs-

færsla (e. buzz marketing). Það er í raun ýktara form umtals, þar sem fyrirtæki sannfæra

skoðanamótendur um að vera virkir við að dreifa upplýsingum um vörumerki þeirra eða

vöru til annarra. Með ,,buzz“ markaðsfærslu dreifast upplýsingar mjög hratt á

Internetinu. Þar sem þetta er form umtals, þá hafa fyrirtækin ekki fulla stjórn á því hvað

er sagt, hvar og hvenær skilaboðin dreifast og hversu lengi þau eru aðgengileg. Algengt

er að athygli vörumerkis eftir ,,buzz“ markaðsfærslu minnki jafn hratt og hún jókst

(Wood, 2010).

Page 20: BS ritgerð í viðskiptafræði Bloggfærsla sem auglýsing · auglýsing fyrir vörumerki, hvort sem það er ætlunin eða ekki. Bloggarar hafa tilhneigingu til þess að safna

20

5 Trúverðugleiki

Skoðun viðskiptavina á vörumerkjum (e. brand judgement) byggist upp á fjórum þáttum;

gæðum vörumerkisins (e. brand quality), trúverðugleika (e. brand credibility), íhugun (e.

brand consideration) og yfirburðum (e. brand superiority) (Keller, 2001). Trúverðugleiki

er huglægt hugtak og því breytilegur eftir skynjun viðskiptavina (Adler og Rodman,

2000). Hugtakið segir til um hvort neytendur treysti vörumerki til að standa við þau

loforð sem hafa verið gefin (Herbig og Milewicz, 1993). Trúverðugleika vörumerkja má

skipta niður í þrjá flokka; sérkunnáttu (e. expertise), orðheldni (e. trustworthiness) og

viðkunnanleika (e. likeability) (Keller, 2001). Fyrirtæki öðlast sérkunnáttu með aukinni

þekkingu á ákveðnu viðfangsefni. Með sérþekkingu á sínu sviði má treysta fyrirtækjum

til að gefa óhlutdrægt álit á viðfangsefni því tengdu (Belch og Belch, 1994). Orðheldni

vísar til hreinskilni og því hversu auðvelt er að trúa fyrirtæki (McGinnies og Ward, 1980)

og viðkunnanleiki segir til um hversu vel viðskiptavinum líkar við fyrirtæki (Keller, 2001).

Athafnir fyrirtækja geta haft jákvæð eða neikvæð áhrif á trúverðugleika þeirra og er

hann því breytilegur yfir tíma (Herbig og Milewicz, 1993).

Tseng og Fogg (1999) settu fram kenningu um að til væru fjórar gerðir trúverðugleika:

Áætlaður trúverðugleiki: Lýsir því hversu mikið móttakandi trúir einhverjum

vegna fyrirfram mótaðra hugmynda. Dæmi: Einstaklingar líta gjarnan á

vinafólk sitt sem trúverðugt fólk en bílasala sem ótrúverðuga. Það er vegna

þess að þeir telja víst að vinafólk þeirra segi þeim sannleikann á meðan

bílasalar hafa það orðspor á sér að segja ekki allan sannleikann vegna eigin

hagsmuna.

Álitinn trúverðugleiki: Lýsir því hversu mikið móttakandi trúir einhverjum

aðilum byggt á því sem þriðji aðili leggur til. Dæmi: Einstaklingar líta gjarnan á

fólk sem hlotið hefur titla eða verðlaun frá þriðja aðila, svo sem

Nóbelsverðlaunahafa og prófessora sem trúverðugri einstaklinga en þá sem

ekki hafa fengið slíka viðurkenningu.

Page 21: BS ritgerð í viðskiptafræði Bloggfærsla sem auglýsing · auglýsing fyrir vörumerki, hvort sem það er ætlunin eða ekki. Bloggarar hafa tilhneigingu til þess að safna

21

Yfirborðskenndur trúverðugleiki: Lýsir því hversu mikið móttakandi trúir

einhverjum byggt á einfaldri skoðun. Dæmi: Klæðnaður, útlit eða hátterni

einstaklings hefur áhrif á það hvernig aðrir meta trúverðugleika hans.

Trúverðugleiki byggður á reynslu: Lýsir því hversu mikið móttakandi trúir

einhverjum byggt á persónulegri reynslu hans. Dæmi: Ef einstaklingur hefur

ítrekað reynst viðkomandi vel, er hann álitinn afar trúverðugur.

5.1 Trúverðugleiki auglýsinga

Trúverðugleiki auglýsingar er háður þeim skilaboðum sem fram koma í henni og þeim

vettvangi sem hún fær birtingu á. Þar af leiðandi þurfa auglýsendur ekki einungis að

huga að skilaboðum auglýsinga, heldur einnig að því hvar hentugast sé að birta þær. Ef

vettvangurinn sem notast er við er talinn ótrúverðugur þá trúa neytendur síður

auglýsingunni (Prendergast, Liu og Poon, 2009). Samkvæmt Marshall og Na (2003) eru

auglýsingar birtar á Internetinu ótrúverðugri en auglýsingar birtar á prenti. Ástæður

þess telja þeir vera að hver sem er getur sett efni á Internetið og það er almennt

erfiðara fyrir fólk að segja til um hvort slíkt efni hafi verið rannsakað áður en það er birt.

Sýnt hefur verið fram á að viðhorf fólks til auglýsinga getur verið háð lýðfræðilegum

þáttum. Í rannsókn Shavitt o.fl. (1998) kom meðal annars fram að ungir neytendur og

karlar eru líklegri til þess að hafa jákvæðara viðhorf gagnvart auglýsingum. Einnig hafa

rannsóknir sýnt að viðhorf og viðbrögð til auglýsinga geta verið mismunandi hjá fólki frá

ólíkum menningarheimum (Fam, 2008; Jozsa, Insch, Kristjanous og Fam, 2010)

Áhrif auglýsinga á kauphegðun neytenda hafa verið rannsökuð og eru þau að sumra

mati töluverð því einstaklingar virðast telja að auglýsingar leiði að einhverju leyti til þess

að þeir kaupi vörur sem þeir ættu ekki að kaupa eða jafnvel vilja ekki kaupa (Calfee og

Ringold, 1994; Muehling, 1987). Rannsóknir hafa sýnt fram á að einstaklingar telja

auglýsingar fyrirtækja oft ekki gefa rétta mynd af auglýstum vörum eða þjónustu

(Andrews, 1989; Mehta, 2000; Muehling, 1987; Mukherji, 2009). Samkvæmt Andrews

(1989) er vald auglýsinga yfir neytendum svo mikið að þær geta fengið þá til þess að

framkvæma hluti gegn vilja sínum. Einnig kemur þar fram að auglýsingar leiði til

hækkunar á verði vöru og þjónustu.

Page 22: BS ritgerð í viðskiptafræði Bloggfærsla sem auglýsing · auglýsing fyrir vörumerki, hvort sem það er ætlunin eða ekki. Bloggarar hafa tilhneigingu til þess að safna

22

Í könnun Markaðs- og miðlarannsókna ehf. (2010) kom í ljós að stór hluti þátttakenda

sögðust helst treysta meðmælum fólks sem það þekkir þegar þeir leita sér upplýsinga

um vörur eða þjónustu. Þar á eftir sögðust þeir treysta heimasíðum fyrirtækja og

umsögnum neytenda á Internetinu. Traust þátttakenda til auglýsinga mældist minna en

traust til ofangreindra þátta. Niðurstöður könnunarinnar má sjá á mynd 2.

Mynd 2. Könnun MMR á trausti fólks til upplýsinga um vörur eða þjónustu.

5.2 Trúverðugleiki bloggara

Margir fræðimenn telja að trúverðugleiki sem byggir á umtali sé meiri en trúverðugleiki

tilkominn vegna auglýsinga. Ástæða þess er oftast talin vera aðkoma þriðja aðila, sem

fjallar um vöru eða þjónustu án þess þó að hafa bein tengsl við hana (Cameron, 1994;

Cowlett, 2000; Hallahan, 1999; Levy, 2002; Schrage, 2000; Stevens, 1985). Það sama á

við um bloggsíður en rannsókn Banning og Sweetser (2007) sýndi fram á að bloggsíður

eru álitnar trúverðugastar af öllum miðlum, bæði á Internetinu sem og á hefðbundnum

fréttaveitum. Ennfremur hefur verið sýnt fram á að bloggsíður séu trúverðugri vegna

þess að þær eru oftast reknar sjálfstætt og því óháðar hinum hefðbundnu

fyrirtækjastýrðu fjölmiðlum (Andrews, 2003) sem gerir það að verkum að bloggarar geta

skrifað sínar persónulegu skoðanir (Scoble og Israel, 2006). Þetta er lykilþáttur þegar

Page 23: BS ritgerð í viðskiptafræði Bloggfærsla sem auglýsing · auglýsing fyrir vörumerki, hvort sem það er ætlunin eða ekki. Bloggarar hafa tilhneigingu til þess að safna

23

kemur að trúverðugleika upplýsinga sem fram koma á bloggsíðum (Yang og Lim, 2009).

Frá sjónarmiði lesenda er það eitt helsta aðdráttarafl bloggara að þeir eru óháðir

fyrirtækjum og tjá sínar persónulegu skoðanir. Hins vegar getur verið erfitt fyrir lesendur

að greina hvort samband sé á milli bloggara og vörumerkisins sem fjallað er um. Það

gerir það að verkum að erfitt er fyrir lesanda að meta áreiðanleika skilaboða færslunnar.

Ef lesanda grunar að bloggari hafi hagsmuni af því að fjalla um ákveðið vörumerki þá er

hann líklegri til þess að finnast færslan hlutdræg og þar af leiðandi eru minni líkur á að

hann verði fyrir áhrifum af skilaboðum hennar (Nekmat og Gower, 2012).

Vegna eiginleika skoðanamótenda þá kemur það ekki á óvart að algengt er að

fyrirtæki nýti sér ítök skoðanamótenda og áhrif samskiptamiðla til þess að kynna

vörumerki sín. Fyrir þessar umfjallanir fá skoðanamótendur gjarnan ákveðna þóknun

sem ýmist geta verið vörur eða peningagreiðslur. Samkvæmt meginreglum

markaðsfræðinnar sem varða gegnsæi, þá ætti að afhjúpa kostun (e. sponsoring) af

þessu tagi til þess að koma í veg fyrir misskilning (Wood, 2010). Samkvæmt Jin og Liu

(2010) lítur fólk svo á að bloggarar séu ekki hvattir áfram af efnis- eða fjárhagslegum

ávinningi heldur af viljanum til þess að þóknast lesendum sínum. Í danskri rannsókn

Hartvedt (2013) kom fram að þátttakendur séu farnir að taka eftir því að algengara sé að

bloggfærslur séu kostaðar af fyrirtækjum. Einnig kom þar fram að þátttakendur eiga

núorðið auðveldara með að greina á milli þess hvaða færslur eru kostaðar og hverjar

ekki. Hugsanleg skýring þess er að árið 2011 voru sett lög í Danmörku sem skilyrða

bloggara til þess að taka sérstaklega fram í færslum sínum hvort um er að ræða vöru

sem þeir fengu ókeypis (Forbrukerombudet, 2011).

Fyrri tilgáta rannsóknarverkefnisins byggir á ofangreindum fræðum og er eftirfarandi:

Tilgáta 1: Bloggfærslur eru trúverðugri en auglýsingar fyrirtækja.

Page 24: BS ritgerð í viðskiptafræði Bloggfærsla sem auglýsing · auglýsing fyrir vörumerki, hvort sem það er ætlunin eða ekki. Bloggarar hafa tilhneigingu til þess að safna

24

6 Kaupáform neytenda

Áform neytenda á kaupum á vöru eða þjónustu í náinni framtíð kallast kaupáform og er

hluti af kaupákvörðunarferli (e. purchase decision process) þeirra (Kotler o.fl., 2008).

Áður en neytandi ákveður að kaupa vöru eða þjónustu fer hann í gegnum ferli sem fyrst

var kynnt af Dewey (1910) og skiptist það í fimm stig:

1. Uppgötvun á þörf (e. problem/need recognition): Fyrsta og mikilvægasta stigið

hefst þegar neytandi finnur fyrir þörf eða löngun til þess að kaupa vöru eða

þjónustu. Uppgötvunin getur verið tilkomin vegna innri eða ytri hvata. Innri

hvatar eru til dæmis hungur eða þorsti á meðan ytri hvatar geta verið auglýsingar

(Kotler, Keller, Koshy og Jha, 2009).

2. Upplýsingaleit (e. information search): Þörfin sem neytandi finnur fyrir leiðir

yfirleitt til þess að leit hefst við að afla sér upplýsinga til þess að finna besta

mögulega kostinn (Bunn, 1993).

3. Mat valkosta (e. evaluation of alternatives): Á þessu stigi metur neytandi þá

valmöguleika sem eru í boði og hafa þá eiginleika sem hann leitar eftir. Viðhorf

neytanda hefur mikið að segja á þessu stigi (Kotler o.fl., 2009) sem og upplýsingar

frá vinum og fjölskyldu (Wilson og Gilligan, 2005).

4. Vörukaup (e. purchase decision): Á fjórða stiginu fara kaupin fram. Þegar komið

er á þetta stig er fátt sem getur stöðvað vörukaupin. Kotler o.fl. (2009) nefna þó

sem dæmi neikvæð viðbrögð annarra viðskiptavina og óvænt atvik eins og

skyndilegur brottrekstur verðandi kaupanda úr vinnu eða ef starfsemi

verslunarinnar sem selur vöruna er lögð niður.

5. Eftirkaupaáhrif (e. post-purchase behavior): Á lokastiginu bera neytendur

frammistöðu keyptrar vöru saman við væntingar sínar. Í kjölfarið verða þeir

annað hvort ánægðir eða óánægðir. Eftirkaupaáhrifin geta haft mikil áhrif á

Page 25: BS ritgerð í viðskiptafræði Bloggfærsla sem auglýsing · auglýsing fyrir vörumerki, hvort sem það er ætlunin eða ekki. Bloggarar hafa tilhneigingu til þess að safna

25

kaupákvörðunarferli sambærilegra vara eða vara frá sama vörumerki (Blythe,

2008).

Misjafnt er hversu mörg stig neytandi fer í gegnum í kaupákvörðunarferlinu og er það

háð því hvaða gerð vöru eða þjónustu áformað er að kaupa. Í fyrsta skipti sem neytandi

festir kaup á ákveðinni vöru eða þjónustu er líklegt að hann fari í gegnum öll stig

ferilsins. Ýmsir þættir hafa áhrif á kaupákvörðunarferli neytenda og eru auglýsingar þar

veigamikill þáttur. Með auglýsingum geta fyrirtæki látið neytendur uppgötva þörf fyrir

vörum þeirra eða þjónustu og þannig hafið kaupákvörðunarferli neytenda (Kotler og

Keller, 2009).

Þegar neytendur hafa kynnt sér vöru eða þjónustu fyrirtækja þá geta kaupáform átt

sér stað. Viðhorf og tilfinningar til vörumerkis eru þættir sem geta haft áhrif á

kaupáform neytenda, þar sem jákvætt viðhorf og tilfinningar til auglýsts vörumerkis

auka líkur á því að neytendur kaupi vöru eða þjónustu (Kotler og Keller, 2009). Aðkoma

að kaupunum sjálfum getur verið í höndum margra einstaklinga, allt frá vinum kaupanda

til verslunarfólks (Kotler o.fl., 2008). Kaupáform neytenda byggja á skynjun þeirra á þeim

ávinningi sem fæst með kaupum á vöru eða þjónustu og er það því lykilþáttur í því að

segja fyrir um kaupákvarðanir neytenda (Monroe og Krishnan, 1985). Kaupáform geta

verið notuð sem mælikvarði fyrir líkum á kaupum á vöru eða þjónustu. Því meiri sem

kaupáformin eru, því meiri vilji er til staðar hjá neytenda til þess að kaupa vöruna

(Dodds, Monroe og Grewal, 1991; Schiffman og Kanuk, 2000).

Neytendur nota gjarnan óformlegar eða félagslegar leiðir til að leita upplýsinga um

vörur eða þjónustu og hafa löngun til að treysta fremur á skoðanir annarra en formlegar

markaðsleiðir. Þar af leiðandi er umtal og aðrir félagslegir þættir veigamiklir í

upplýsingaöflun neytenda (Flynn, Goldsmith og Eastman, 1996). Skoðanamótendur eru

álitnir mikilvægur hluti umtals (Childers, 1986) og af þeim sökum er eftirfarandi tilgáta

sett fram fyrir rannsókn verkefnisins:

Tilgáta 2: Bloggfærslur hafa meiri áhrif á kaupáform fólks en auglýsingar fyrirtækja.

Page 26: BS ritgerð í viðskiptafræði Bloggfærsla sem auglýsing · auglýsing fyrir vörumerki, hvort sem það er ætlunin eða ekki. Bloggarar hafa tilhneigingu til þess að safna

26

7 Aðferð

Megindleg rannsókn var framkvæmd til þess að svara rannsóknarspurningum

verkefnisins. Rannsóknarspurningarnar voru eftirfarandi:

Hvort telur fólk auglýsingar fyrirtækja eða bloggfærslur trúverðugri?

Hvort hafa auglýsingar fyrirtækja eða bloggfærslur meiri áhrif á kaupáform

fólks?

Við rannsóknina var notast við hálfstaðlað tilraunasnið (e. quasi-experimental design)

þar sem tveir hópar fengu sama spurningalistann eftir að hafa fengið sitthvort áreitið.

Áreitin tvö voru auglýsing (áreiti 1) og bloggfærsla (áreiti 2), nánar verður fjallað um það

í kafla 7.3.

7.1 Rannsóknarsnið

Rannsóknin var sett upp á vefsíðunni QuestionPro.com, en þar er boðið upp á að tvö

mismunandi áreiti birtist handahófskennt hjá þátttakendum. Þannig skipti hugbúnaður

síðunnar þátttakendum handahófskennt í tvo hópa og byggist rannsóknin á samanburði

þeirra. Þátttakendur sem fengu áreiti 1 skipuðu hóp 1 og þátttakendur sem fengu áreiti

2 skipuðu hóp 2. Eftir að hafa skoðað áreitið fengu hóparnir sama spurningalista.

Þátttakendum var gerð grein fyrir því að verið væri að athuga viðhorf til þeirrar

auglýsingar sem birtist en þeim var ekki gerð grein fyrir því að verið væri að nota tvö

mismunandi áreiti. Það var gert til þess að sú vitneskja myndi ekki hafa áhrif á svörun

þátttakenda. Flæðirit rannsóknarinnar má sjá á mynd 3.

ÁÁrreeiittii 11

KKyynnnniinngg áá rraannnnssóókknn SSppuurrnniinnggaalliissttii

ÁÁrreeiittii 22

Mynd 3. Flæðirit rannsóknar.

7.2 Þátttakendur

Notast var við rafrænt snjóboltaúrtak þar sem tengli á slóð könnunarinnar var deilt á

samfélagsmiðlinum Facebook af rannsakanda auk þess sem vinir hans og vandamenn

Page 27: BS ritgerð í viðskiptafræði Bloggfærsla sem auglýsing · auglýsing fyrir vörumerki, hvort sem það er ætlunin eða ekki. Bloggarar hafa tilhneigingu til þess að safna

27

voru beðnir um að deila tenglinum með vinalista sínum. Alls bárust 149 svör, þar af voru

70 í hópi 1 og 79 í hópi 2. Kynjahlutfall var nokkuð jafnt þar sem rúm 55% þátttakenda

voru karlar og tæplega 45% voru konur. Skiptingin var hins vegar ekki eins jöfn á milli

hópanna tveggja, þar sem að um 52% þátttakenda í hópi 1 voru karlar á meðan þeir

voru um 60% í hópi 2.

Aldursdreifing þátttakenda var ójöfn, þar sem langflestir þátttakendur eða rúm 75%

voru á aldrinum 21-30 ára. Aldursdreifingin var einnig ójöfn á milli hópa þar sem

þátttakendur í fjölmennasta aldursflokknum, 21-30 ára, voru 68% í hópi 1 en 82% í hópi

2. Aldursdreifingu þátttakenda má sjá á mynd 4.

Mynd 4. Aldursdreifing þátttakenda.

7.3 Áreiti

Áreiti hóps 2 var óbirt bloggfærsla skrifuð af bloggaranum Elísabetu Gunnarsdóttur hjá

Trendnet og var færslan birt með góðfúslegu leyfi hennar. Elísabet er einn af

stofnendum og eigendum Trendnet ásamt því að blogga þar, en hún sérhæfir sig í

skrifum um tísku. Áður en hún hófst við skrif á Internetinu þá starfaði hún sem

verslunarstjóri í tískuversluninni Gallerí 17 í 2 ár ásamt því að hafa unnið hjá fyrirtækinu

í fjölda ára. Árið 2009 byrjaði hún að skapa sér nafn með bloggsíðu sinni

elisabetgunnars.com, þar sem að hún bloggaði um tísku ásamt því að bjóða upp á

tískuráðgjöf. Árið 2012 stofnaði hún Trendnet.is og fékk til liðs við sig bloggara sem voru

ýmist óreyndir eða höfðu áður haldið úti sínum eigin bloggsíðum. Þetta var gert af

Page 28: BS ritgerð í viðskiptafræði Bloggfærsla sem auglýsing · auglýsing fyrir vörumerki, hvort sem það er ætlunin eða ekki. Bloggarar hafa tilhneigingu til þess að safna

28

erlendri fyrirmynd og í kjölfarið hafa fleiri sams konar bloggsíður verið opnaðar

hérlendis, t.d. Króm.is og Femme.is (Elísabet Gunnarsdóttir, munnleg heimild, 20.

desember 2014). Í bloggfærslunni (sjá Viðauka 1) fjallaði Elísabet um armbandsúr sem

framleidd eru af sænska úraframleiðandanum Daniel Wellington. Úrin eru fyrir bæði

kynin og því var tilvalið að nota þau við gerð rannsóknarinnar til þess að bæði karlar og

konur gætu tekið þátt í henni. Við gerð bloggfærslunnar var unnið út frá fjórum þemum;

jólagjafahugmynd, úrin eru fyrir bæði kynin, vinsældir úranna og klassísk hönnun þeirra.

Áreiti hóps 1 var auglýsing sem gerð var af rannsakanda (sjá Viðauka 2). Við gerð

auglýsingarinnar var unnið út frá sömu þemum og við gerð bloggfærslunnar og því komu

sömu upplýsingar fram í auglýsingunni og bloggfærslunni. Það var gert til þess að

upplýsingagjöf yrði ekki áhrifaþáttur í rannsókninni. Myndirnar sem notast var við í

auglýsingunni voru fengnar frá Frank M. Michelsen framkvæmdastjóra Michelsen og

birtar með góðfúslegu leyfi hans.

7.4 Mælitæki

Mælitækið sem notast var við var spurningalisti sem samanstóð af átta spurningum (sjá

Viðauka 3). Áður en spurningalistinn var lagður fyrir þátttakendur þá voru þeir

vinsamlegast beðnir um að skoða mynd sem annaðhvort innihélt auglýsingu eða

bloggfærslu. Fyrstu fimm spurningarnar voru fullyrðingar sem sneru að trúverðugleika

áreitisins og þar af voru fjórar fullyrðingar fengnar frá spurningalista Gaziano og

McGarth (1986) en hann var notaðar við að mæla trúverðugleika dagblaða og

sjónvarpsfrétta. Fimmta fullyrðingin sem sneri að trúverðugleika var fengin úr rannsókn

Yaakop, Anuar og Omar (2013) sem fjallaði um trúverðugleika auglýsinga á Facebook.

Allar spurningarnar fimm voru lokaðar skalaspurningar þar sem notast var við fimm stiga

Líkert-skala, frá 1–,,Mjög ósammála“ til 5–,,Mjög sammála“. Spurning sex var notuð til

þess að mæla áhrif áreitisins á kaupáform þátttakenda. Sú spurning var einnig lokuð

skalaspurning á fimm stiga Líkert-skala. Spurningar sjö og átta voru bakgrunns-

spurningar þar sem spurt var um kyn og aldur þátttakenda.

7.5 Framkvæmd

Rannsóknin var framkvæmd í desember 2014 og fór þannig fram að rannsakandi biðlaði

til fjölskyldu og vina á Facebook að taka þátt í rannsókninni. Á upphafssíðu

Page 29: BS ritgerð í viðskiptafræði Bloggfærsla sem auglýsing · auglýsing fyrir vörumerki, hvort sem það er ætlunin eða ekki. Bloggarar hafa tilhneigingu til þess að safna

29

rannsóknarinnar var stutt kynning á rannsakanda auk þess sem þátttakendum var gerð

grein fyrir því að könnunin væri nafnlaus og að einstaka svör yrðu ekki rakin til

þátttakenda. Því næst var áreiti rannsóknarinnar lagt fyrir þátttakendur og þeir

vinsamlegast beðnir um að lesa og skoða það vel. Þegar þátttakendur höfðu lokið því þá

var lagður fyrir þá spurningalisti sem þeir fengu fyrirmæli um að svara.

7.6 Úrvinnsla gagna

Við úrvinnslu og greiningu gagna rannsóknarinnar var notast við tölfræðiforritið SPSS,

þar sem framkvæmd voru óháð t-próf, fylgnipróf og áreiðanleikapróf. Úrvinnsla og

uppsetninga tafla og mynda var framkvæmd í Microsoft Excel.

Page 30: BS ritgerð í viðskiptafræði Bloggfærsla sem auglýsing · auglýsing fyrir vörumerki, hvort sem það er ætlunin eða ekki. Bloggarar hafa tilhneigingu til þess að safna

30

8 Niðurstöður

Í þessum kafla verða helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýndar myndrænt með töflum

og myndum.

8.1 Trúverðugleiki

Tilgáta 1: Bloggfærslur eru trúverðugri en auglýsingar fyrirtækja.

Tafla 1 sýnir meðalgildi, staðalfrávik og fjölda þátttakanda beggja hópa við

fullyrðingunum fimm sem snúa að trúverðugleika. Munur var á meðalgildum hópanna

tveggja í fullyrðingu 3 (t(146)=-2,720; p<0,05) og því má draga þá ályktun að fólk telji að

bloggfærslur geri betur greinarmun á staðreyndum og skoðunum heldur en auglýsingar.

Einnig var munur á meðalgildum hópanna í fullyrðingu 5 (t(146)=-3,310; p<0,05) og því

má áætla að fólk telji að bloggurum sé fremur umhugað um hagsmuni lesenda en

auglýsendum fyrirtækja sé fremur umhugað um að skapa tekjur en bloggurum.

Tafla 1. Trúverðugleiki áreita.

Til að finna trúverðugleika auglýsinga og bloggfærsla voru meðalgildi allra

fullyrðinganna sameinuð. Þannig var fundið eitt meðalgildi fyrir hvort áreitið, þar sem

fullyrðingarnar fimm höfðu allar sama vægi. Innri áreiðanleiki fullyrðinganna var mældur

með Cronbachs alfa (α) og reyndist hann vera ásættanlegur (α=0,730). Munur reyndist

Fullyrðingar Auglýsing Bloggfærsla

1. Hægt er að treysta auglýsingunni

M 2,99 3,32

sf 1,07 1,138

N 70 79

2. Auglýsingin er óhlutdræg

M 2,36 2,49

sf 1,117 1,164

N 70 79

3. Auglýsingin gerir greinarmun á staðreyndum og skoðunum

M 2,13 2,57

sf 0,883 1,094

N 70 79

4. Auglýsingin gefur rétta mynd af vörunni

M 3,06 3,1

sf 1,089 0,969

N 70 79

5. Auglýsingunni er frekar umhugað um hagsmuni lesenda en að skapa tekjur

M 2,06 2,63

sf 1,034 1,088

N 70 79

Page 31: BS ritgerð í viðskiptafræði Bloggfærsla sem auglýsing · auglýsing fyrir vörumerki, hvort sem það er ætlunin eða ekki. Bloggarar hafa tilhneigingu til þess að safna

31

vera á meðalgildunum hópanna eftir að fullyrðingarnar voru sameinaðar (t(146)=-2,557;

p<0,05) og þar sem meðalgildi trúverðugleika bloggfærslunnar var hærra (M=2,823;

SE=0,089) en meðalgildi auglýsingarinnar (M=2,517; SE=0,079) þá styðja niðurstöðurnar

tilgátu 1.

8.2 Kaupáform

Tilgáta 2: Bloggfærslur hafa meiri áhrif á kaupáform fólks en auglýsingar fyrirtækja.

Meðalgildi þátttakenda sem lásu bloggfærsluna reyndist vera hærra (M=3,494;

SE=0,116) en hjá þeim sem skoðuðu auglýsinguna (M=3,014; SE=0,116). Munur reyndist

vera á meðalgildunum (t(133)=-2,537; p<0,05) og því styðja niðurstöður

rannsóknarinnar tilgátu 2.

8.3 Trúverðugleiki eftir kyni og aldri

Lítill munur reyndist vera á svörun kynja við fullyrðingunum sem sneru að

trúverðugleika. Á töflu 2 má sjá meðalgildi, staðalfrávik og fjölda þátttakanda fyrir

hverja fullyrðingu út frá kyni þátttakenda. Einungis var munur á meðalgildum kynjanna í

fullyrðingu 3 hjá þeim sem skoðuðu auglýsinguna (t(68)=-2,114; p<0,05). Því má draga

þá ályktun að konum finnist auglýsingar gera betri greinarmun á staðreyndum og

skoðunum heldur en körlum.

Tafla 2. Trúverðugleiki eftir kynjum.

Fullyrðingar

Auglýsing Bloggfærsla

Karl Kona Karl Kona

1. Hægt er að treysta auglýsingunni

M 3,00 2,97 3,35 3,29

sf 1,042 1,114 1,016 1,321

N 36 34 46 31

2. Auglýsingin er óhlutdræg

M 2,39 2,32 2,46 2,58

sf 1,153 1,093 1,260 1,057

N 36 34 46 31

3. Auglýsingin gerir greinarmun á staðreyndum og skoðunum

M 1,92 2,35 2,61 2,52

sf 0,841 0,884 1,183 0,996

N 36 34 46 31

4. Auglýsingin gefur rétta mynd af vörunni

M 3,00 3,12 3,07 3,16

sf 1,014 1,175 0,952 1,036

N 36 34 46 31

5. Auglýsingunni er frekar umhugað um hagsmuni lesenda en að skapa tekjur

M 2,06 2,06 2,59 2,74

sf 1,040 1,043 1,166 0,965

N 36 34 46 31

Page 32: BS ritgerð í viðskiptafræði Bloggfærsla sem auglýsing · auglýsing fyrir vörumerki, hvort sem það er ætlunin eða ekki. Bloggarar hafa tilhneigingu til þess að safna

32

Á mynd 5 má sjá meðalgildi trúverðugleika karla og kvenna til auglýsinga og

bloggfærslna. Hvorki var munur á meðalgildum þeirra sem skoðuðu auglýsinguna

(t(68)=-0,580; p>0,05) né hjá þeim sem lásu bloggfærsluna (t(66)=-0,242; p>0,05).

Mynd 5. Samanburður á trúverðugleika áreita eftir kynjum.

Við greiningu á niðurstöðum fullyrðinga tengdum trúverðugleika og aldri þátttakenda

var þátttakendum skipt niður í tvo aldurshópa, yngri og eldri. Í yngri hópnum voru þeir

þátttakendur sem voru í fyrstu tveimur aldursbilunum; 0-20 ára og 21-30 ára. Í eldri

hópnum voru síðan þátttakendur úr hinum þremur aldursbilunum; 31-40 ára, 41-50 ára

og eldri en 50 ára. Það sama verður gert í kafla 8.4 þegar litið er til kaupáforma

þátttakenda.

Á töflu 3 má sjá meðalgildi, staðalfrávik og fjölda þátttakanda fyrir hverja fullyrðingu

út frá aldurshópi. Einungis var munur á meðalgildum aldurshópanna í fullyrðingu 1 hjá

þeim sem lásu bloggfærsluna (t(17)=2,253; p<0,05). Því má draga þá ályktun að yngra

fólki finnist auðveldara að treysta bloggfærslu en eldra fólki.

Page 33: BS ritgerð í viðskiptafræði Bloggfærsla sem auglýsing · auglýsing fyrir vörumerki, hvort sem það er ætlunin eða ekki. Bloggarar hafa tilhneigingu til þess að safna

33

Tafla 3. Trúverðugleiki eftir aldri.

Fullyrðingar Auglýsing Bloggfærsla

Yngri Eldri Yngri Eldri

1. Hægt er að treysta auglýsingunni

M 3,10 2,73 3,45 2,69

sf 1,016 1,162 1,112 1,109

N 48 22 64 13

2. Auglýsingin er óhlutdræg

M 2,44 2,18 2,53 2,38

sf 1,201 0,907 1,195 1,121

N 48 22 64 13

3. Auglýsingin gerir greinarmun á staðreyndum og skoðunum

M 2,04 2,32 2,63 2,31

sf 0,944 0,716 1,106 1,109

N 48 22 64 13

4. Auglýsingin gefur rétta mynd af vörunni

M 3,10 2,95 3,14 2,92

sf 1,057 1,174 0,974 1,038

N 48 22 64 13

5. Auglýsingunni er frekar umhugað um hagsmuni lesenda en að skapa tekjur

M 2,10 1,95 2,69 2,46

sf 1,057 0,999 1,125 0,877

N 48 22 64 13

Á mynd 6 má sjá meðalgildi trúverðugleika auglýsinga og bloggfærslna eftir

aldurshópum. Hvorki var munur á meðalgildum þeirra sem skoðuðu auglýsinguna

(t(38)=0,737; p>0,05) né hjá þeim sem lásu bloggfærsluna (t(18)=1,427; p>0,05).

Mynd 6. Samanburður á trúverðugleika áreita eftir aldri.

Page 34: BS ritgerð í viðskiptafræði Bloggfærsla sem auglýsing · auglýsing fyrir vörumerki, hvort sem það er ætlunin eða ekki. Bloggarar hafa tilhneigingu til þess að safna

34

8.4 Kaupáform eftir kyni og aldri

Mynd 7 sýnir meðalgildi áhrifa auglýsinga og bloggfærsla á kaupáform karla og kvenna.

Hvorki var munur á meðalgildum kynjanna hjá þeim sem skoðuðu auglýsinguna (t(65)=-

0,288; p>0,05) né hjá þeim sem lásu bloggfærsluna (t(56)=-1,4792; p>0,05).

Mynd 7. Samanburður á áhrifum áreita á kaupáform eftir kynjum.

Mynd 8 sýnir meðalgildi áhrifa auglýsinga og bloggfærsla á kaupáform út frá

aldurshópi. Munur reyndist vera á meðalgildum áhrifa bloggfærslunnar á kaupáform

þátttakenda (t(15)=2,777; p<0,05) og því má daga þá ályktun að bloggfærsla hafi meiri

áhrif á kaupáform yngra fólks en eldra.

Mynd 8. Samanburður á áhrifum áreita á kaupáform eftir aldri.

Page 35: BS ritgerð í viðskiptafræði Bloggfærsla sem auglýsing · auglýsing fyrir vörumerki, hvort sem það er ætlunin eða ekki. Bloggarar hafa tilhneigingu til þess að safna

35

8.5 Samband á milli trúverðugleika og kaupáforms

Fylgnipróf var framkvæmt til þess að athuga hvort fylgni væri á milli trúverðugleika og

kaupáforms. Tengslin á milli breytanna fyrir bloggfærsluna reyndust ekki marktæk

(r(79)=0,120; p>0,05) en jákvæð marktæk tengsl reyndust vera á milli breytanna fyrir

auglýsinguna (r(70)=0,341; p<0,05). Því má draga þá ályktun að með auknum

trúverðugleika auglýsinga aukast áhrif þeirra á kaupáform neytenda.

Page 36: BS ritgerð í viðskiptafræði Bloggfærsla sem auglýsing · auglýsing fyrir vörumerki, hvort sem það er ætlunin eða ekki. Bloggarar hafa tilhneigingu til þess að safna

36

9 Umræður

Markmið verkefnisins var að kanna viðhorf fólks til auglýsinga og bloggfærslna. Ákveðið

var að líta til trúverðugleika og áhrifa á kaupáform einstaklinga. Settar voru fram tvær

rannsóknarspurningar sem leitað var svara við:

Hvort telja einstaklingar auglýsingar fyrirtækja eða bloggfærslur trúverðugri?

Hvort hafa auglýsingar fyrirtækja eða bloggfærslur meiri áhrif á kaupáform einstaklinga?

Framkvæmd var megindleg rannsókn þar sem trúverðugleiki auglýsinga og

bloggfærslna var kannaður ásamt áhrifum þeirra á kaupáform þátttakenda. Tvær

tilgátur voru settar fram og voru þær byggðar á fræðilegum grunni og fyrri rannsóknum

fræðimanna.

Tilgáta 1: Bloggfærslur eru trúverðugri en auglýsingar fyrirtækja.

Tilgáta 2: Bloggfærslur hafa meiri áhrif á kaupáform einstaklinga en auglýsingar fyrirtækja.

Niðurstöður rannsóknarinnar styðja tilgátu 1 þar sem munur reyndist vera á svörum

þátttakenda sem lásu bloggfærsluna og þeirra sem skoðuðu auglýsinguna og mældist

trúverðugleiki bloggfærslunnar meiri en auglýsingarinnar. Niðurstöður rannsóknarinnar

eru því í samræmi við fyrri rannsóknir sem segja að trúverðugleiki þriðja aðila, sem

fjallar um vöru eða þjónustu án þess að hafa bein tengsl við hana, sé meiri en

trúverðugleiki auglýsinga (Cameron, 1994; Cowlett, 2000; Hallahan, 1999; Levy, 2002;

Schrage, 2000; Stevens, 1985). Ástæður þess eru að umfjallanir þessara aðila eru

persónulegar skoðanir þeirra, þar sem þeir eru óháðir fyrirtækjum (Nekmat og Gower,

2012). Við gerð rannsóknarinnar var ákveðið að láta alla þátttakendur fá sama

spurningalistann, óháð því áreiti sem þeir fengu. Af þessum sökum voru bæði

auglýsingin og bloggfærslan titluð ,,auglýsing“ í spurningalistanum. Dæmi úr

spurningalista: ,,Auglýsingin gefur rétta mynd af vörunni“ (sjá Viðauka 3). Þar af leiðandi

var gefið í skyn að bloggfærslan væri auglýsing og að bloggarinn fengi einhverja þóknun

fyrir. En fyrir umfjallanir fá skoðanamótendur gjarnan ákveðna þóknun sem ýmist geta

Page 37: BS ritgerð í viðskiptafræði Bloggfærsla sem auglýsing · auglýsing fyrir vörumerki, hvort sem það er ætlunin eða ekki. Bloggarar hafa tilhneigingu til þess að safna

37

verið vörur eða peningagreiðslur (Wood, 2010). Sýnt hefur verið fram á að ef lesendur

grunar að bloggari hafi hagsmuni af því að fjalla um ákveðið vörumerki þá eru meiri líkur

á að þeir telji færsluna hlutdræga og þar af leiðandi minnka líkurnar á því að þeir verði

fyrir áhrifum af skilaboðum hennar (Nekmat og Gower, 2012). Þrátt fyrir þetta reyndist

vera munur á svörum þátttakenda og því væri áhugavert að kanna hverjar

niðurstöðurnar yrðu ef þátttakendur sem læsu bloggfærsluna myndu fá annan

spurningalista. Hægt væri til dæmis að breyta fyrrnefndri spurningu í: ,,Umfjöllunin

gefur rétta mynd af vörunni“.

Niðurstöður rannsóknarinnar styðja einnig tilgátu 2 en munur var á svörum hópanna

tveggja í spurningunni sem tengdist kaupáformum þeirra. Niðurstöðurnar sýndu að

bloggfærslan hafði meiri áhrif á kaupáform þátttakenda en auglýsingin og styðja því

niðurstöðurnar fræðin. En samkvæmt Wood (2010) þá er einn af eiginleikum

skoðanamótenda að hafa áhrif á kauphegðun annarra. Auk þess sjá þeir um að miðla

upplýsingum til annarra, þó sér í lagi ef kaupákvörðunin krefst mikillar umhugsunar

(Sarathy og Patro, 2013). Því í slíkum tilfellum er leitunarkostnaður vara mikill, vegna

áhættunnar sem stafar af því að kaupa óviðunandi vöru (Price, 1981). Við gerð

rannsóknarinnar var notast við auglýsingu og bloggfærslu um armbandsúr frá sænska

úraframleiðandanum Daniel Wellington. Þessi úr hafa notið mikilla vinsælda undanfarin

misseri og voru mikið auglýst fyrir jól af söluaðilum þeirra. Úrin kosta 32.990 kr. hjá

flestum söluaðilum og er það í hærra lagi miðað við önnur sambærileg fjöldaframleidd

úr. Af þessum sökum er líklegt að kaupákvörðun úranna krefjist mikillar umhugsunar og

því gæti verið hentugt að sækja í þekkingu bloggara til að einfalda kaupákvörðunina og

draga um leið úr og félags- og fjárhagslegri áhættu.

Meðal annarra niðurstaða rannsóknarinnar er að munur var á áhrifum blogg-

færslunnar á kaupáform þátttakenda eftir aldri. Áhrifin reyndust vera meiri hjá yngri

þátttakendum en þeim eldri. Ástæður þess kunna að vera að notast var við ungan

bloggara sem sérhæfir sig í skrifum um tísku og er markhópur hennar yngra fólk. Þar af

leiðandi gæti verið að eldri þátttakendur kannist ekki við hana og því ekki litið á hana

sem einstakling sem býr yfir sérstakri þekkingu. Þessu til stuðnings er að algengt er að

bloggarar einblíni á eitt áhugasvið og nái þannig til einstaklinga með sama áhugasvið

(Kent, 2008).

Page 38: BS ritgerð í viðskiptafræði Bloggfærsla sem auglýsing · auglýsing fyrir vörumerki, hvort sem það er ætlunin eða ekki. Bloggarar hafa tilhneigingu til þess að safna

38

Með niðurstöður rannsóknarinnar til hliðsjónar er hægt að svara rannsóknar-

spurningunum tveimur sem lagðar voru fram í upphafi verkefnisins. Munur reyndist vera

á milli hópanna tveggja þegar litið er til trúverðugleika og áhrifa á kaupáform. Svörin við

rannsóknarspurningunum eru því að fólk telur bloggfærslur vera trúverðugri en

auglýsingar fyrirtækja og að bloggfærslur hafi meiri áhrif á kaupáform einstaklinga

heldur en auglýsingar fyrirtækja. Þessar niðurstöður eru áhugaverðar fyrir auglýsendur

sem og bloggara, þar sem þær sýna að einhverju leiti jákvæða virkni bloggfærslna sem

auglýsingu. Því ætti verkefnið að geta nýst auglýsendum við gerð markaðssamskipta-

áætlana og bloggurum sem hróður og hvatning í starfi.

Page 39: BS ritgerð í viðskiptafræði Bloggfærsla sem auglýsing · auglýsing fyrir vörumerki, hvort sem það er ætlunin eða ekki. Bloggarar hafa tilhneigingu til þess að safna

39

10 Takmarkanir og tillögur að frekari rannsóknum

Helstu takmarkanir rannsóknarinnar eru stærð úrtaksins og aldursdreifing þátttakenda.

Einungis 149 þátttakendur tóku þátt í rannsókninni og var aldursdreifingin mjög ójöfn,

þar sem 75% þátttakenda voru á aldrinum 21-30 ára. Aðrar takmarkanir

rannsóknarinnar eru að spurningalistinn sem notast var við innihélt aðeins átta

spurningar og telst því ekki tæmandi, þar sem fleiri þættir hafa áhrif á trúverðugleika og

kaupáform en þeir sem um var spurt. Hugsanlegt er að fyrri reynsla þátttakenda af

úrunum eða bloggaranum hafi haft áhrif á svör þeirra. Af ofangreindum ástæðum er

ekki hægt að alhæfa útfrá niðurstöðunum eða yfirfæra þær á alla landsmenn. Engu að

síður gefur rannsóknin góða vísbendingu um viðhorf einstaklinga til bloggfærslna.

Í frekari rannsóknum væri athyglisvert að kanna hversu mikið íslensk fyrirtæki séu að

notast við ,,buzz“ markaðsfærslu af þessu tagi. Það mætti gera með megindlegri

rannsókn, þar sem spurningalisti væri lagður fyrir markaðsfulltrúa þeirra fyrirtækja sem

hafa verið áberandi á bloggsíðum hérlendra bloggara, ásamt því að leggja spurningalista

fyrir bloggara landsins. Einnig væri hægt að notast við eigindlegar rannsóknaraðferðir

þar sem viðtöl væru tekin við markaðsfulltrúa fyrirtækja, þar sem þeir væru spurðir um

álit sitt og notkun á umfjöllunum bloggara. Af nógu er að taka, þar sem viðfangsefnið

hefur lítið sem ekkert verið rannsakað.

Page 40: BS ritgerð í viðskiptafræði Bloggfærsla sem auglýsing · auglýsing fyrir vörumerki, hvort sem það er ætlunin eða ekki. Bloggarar hafa tilhneigingu til þess að safna

40

Heimildaskrá

Adler, R. B. og Rodman, G. (2000). Understanding human communication (7. útgáfa). Texas: Harcourt College Publishers.

Andrews, J. C. (1989). The dimensionality of beliefs toward advertising in general. Journal of Advertising, 18(1), 26-35.

Andrews, P. (2003). Is blogging journalism? Nieman Reports. Sótt 18. desember af http://niemanreports.org/articles/is-blogging-journalism/.

Banning, S. A., og Sweetser, K. D. (2007). How much do they think it affects them and whom do they believe?: Comparing the third-person effect and credibility of blogs and traditional media. Communication Quarterly, 55(4), 451-466.

Belch, G. E. (2004). Advertising and promotion: An integrated marketing communications perspective. Boston: McGraw-Hill/Irwin.

Belch, G. E. og Belch, M. A. (1994). Introduction to advertising and promotion: An integrated marketing communications perspective (3. útgáfa). Homewood: Irwin.

Belch, G. E. og Belch, M. A. (2012). Advertising and promotion: An integrated marketing communications perspective (9. útgáfa). New York: McGraw-Hill/Irwin.

Blythe, J. (2008). Consumer Behavior. London: Thompson Learning.

Bunn, M. D. (1993). Taxonomy of buying decision approaches. Journal of Marketing, 57(1), 38–56.

Calfee, J. E. og Ringold, D. J. (1994). The 70% majority: Enduring consumer beliefs about advertising. Journal of Public Policy and Marketing, 13(2), 228-238.

Cameron, G. T. (1994). Does publicity outperform advertising? An experimental test of the third party endorsement. Journal of Public Relations Research, 6(3), 185-207.

Childers, T. L. (1986). Assessment of the psychometric properties of an opinion leadership scale. Journal of Marketing Research, 23(2), 184-188.

Cowlett, M. (2000, 24. febrúar). Using PR to launch into new markets. Marketing, bls. 35-38.

Dewey, J. (1910). How We Think. Boston: DC. Health and Company.

Dodds, W. B., Monroe, K. B., og Grewal, D. (1991), Effect of price, brand and store information on buyers’ product evaluations. Journal of Marketing Research, 28(3), 307-319.

Page 41: BS ritgerð í viðskiptafræði Bloggfærsla sem auglýsing · auglýsing fyrir vörumerki, hvort sem það er ætlunin eða ekki. Bloggarar hafa tilhneigingu til þess að safna

41

Fam, K.-S. (2008). Attributes of likeable television commercials in Asia. Journal of Advertising Research, 48(3), 418-132.

Flynn, L. R., Goldsmith, R. E. og Eastman, J. K. (1996). Opinion leaders and opinion seekers: Two new measurement scales. Journal of the Academy of Marketing Science, 24(2), 137-147.

Forbrukerombudet. (2011). Forbrukerombudets veiledning om markedsføringsloven til bloggere. Sótt 2. janúar af http://www.forbrukerombudet.no/2011/04/forbrukerombudets-veiledning-om-markedsfoeringsloven-til-bloggere.

Foux, G. (2006, 8. maí). Consumer-generated media: Get your customers involved. Brand Strategy, 38-39.

Friðrik Eysteinsson. (2003). Stefnumótun markaðsmála: Auglýsingar og árangur. Reykjavík: JPV forlag.

Gaziano, C. og McGarth, K. (1986). Measuring the concept of credibility. Jounalism & Mass Communication Quarterly, 63(3), 451-462.

Goldsmith, R. E. og Lafferty, B. A. (2002). Consumer response to web sites and their influence on advertising effectivenss. Internet Research, 12(4), 318-328.

Graham, J. og W. Havlena. (2007). Finding the missing link: Advertising's impact on word of mouth, web searches and site visits. Journal of Advertising Research, 47(4), 427-435.

Guðjón Friðriksson. (2000). Nýjustu fréttir: Saga fjölmiðlunar á Íslandi frá upphafi til vorra daga. Reykjavík: Iðunn.

Hallahan, K. (1999). Content class as a contextual cue in the cognitive processing of publicity versus advertising. Journal of Public Relations Research, 11(4), 293-320.

Hartvedt, H. (2013). Fashion blogs’ influence on fashion brands’ CBBE: Exploring fashion blog readers’ understanding of the fashion blog concept. Óbirt MS-ritgerð: Copenhagen Business School.

Herbig, P. og Milewicz, J. (1993). The relationship of reputation and credibility to brand success. The Journal of Consumer Marketing, 10(3), 18-24.

Jin, Y., og Liu, B. F. (2010). The blog-mediated crisis communication model: Recommendations for responding to influential external blogs. Journal of Public Relations Research, 22(4), 429-455.

Jozsa, L., Insch, A., Kristjanous, J. og Fam, K.-S. (2010). Beliefs about advertising in China: Empirical evidence from Hong Kong and Shanghai consumers. Journal of Consumer Marketing, 27(7), 594-603.

Page 42: BS ritgerð í viðskiptafræði Bloggfærsla sem auglýsing · auglýsing fyrir vörumerki, hvort sem það er ætlunin eða ekki. Bloggarar hafa tilhneigingu til þess að safna

42

Katz, E. og Lazarsfeld, P. F. (1955). Personal influence: The part played by people in the flow of mass communication. Illinois: The Free Press.

Keller, K.L. (2001). Building customer-based brand equity: A blueprint for creating strong brands. Cambridge: Marketing Science Institute.

Kent, M. L. (2008). Critical analysis of blogging in public relations. Public Relations Review, 34(1), 32-40.

Kerr, G., Mortimer, K., Dickinson, S. og Waller, D. S. (2012). Buy, boycott or blog: exploring online consumer power to share, discuss and distribute controversial advertising messages. European Journal of Marketing, 46(3), 387–405.

Kotler, P. og Keller, K. L. (2009). Marketing management (14. útgáfa). New Jersey: Pearson Prentice Hall.

Kotler, P., Keller, K. L., Koshy, A. og Jha, M.(2009). Marketing management: A South Asian perspective, but China and Japan also contribute (13. útgáfa). New Delhi: Pearson Prentice Hall.

Kotler, P., Armstrong, G., Wong, V. og Saunders, J. (2008). Principles of marketing (5. útgáfa). Essex: Pearson Education Limited.

Kozinets, R. V., Hemetsberger, A. og Schau, H. J. (2008). The wisdom of consumer crowds: Collective innovation in the age of networked marketing. Journal of Macromarketing, 28(4), 339–354.

Lazarsfeld, P. F., Berelson, B. og Gaudet, H. (1944). The people’s choice: How the voters makes up his mind in a presidential campaign. New York: Columbia University Press.

Levy, R. N. (2002). Value-added public relations. Public Relations Quarterly, 47(4), 34-36.

Littlejohn, S. W. (1996). Theories of human communication (5. útgáfa). Belmont: Wadsworth Publishing Company.

Markaðs- og miðlarannsóknir ehf. (2010). Könnun MMR á trausti neytenda til upplýsinga um vörur og þjónustu. Sótt 10. des af http://www.mmr.is/images/stories/PDF/1005_tilkynning_traustAds.pdf.

Marshall, R. og Na, W. (2003). An experimental study of the role of brand strength in the relationship between the medium of communication and perceived credibility of the message. Journal of Interactive Marketing, 17(3), 75-79.

Mangold, W. og Faulds, D. (2009). Social media: The new hybrid element of the promotion mix. Business Horizons, 52(4), 357–365.

McGinnies, E. og Ward C. D. (1980). Better liked than right: Trustworthiness and expertise as factors in credibility. Personality and Social Psychology Bulletin, 6(3), 467-472.

Page 43: BS ritgerð í viðskiptafræði Bloggfærsla sem auglýsing · auglýsing fyrir vörumerki, hvort sem það er ætlunin eða ekki. Bloggarar hafa tilhneigingu til þess að safna

43

Meerman, D. S. (2007). The new rules of marketing and PR. New Jersey: John Wiley & Sons Inc.

Mehta, A. (2000). Advertising attitudes and advertising effectiveness. Journal of Advertising Research, 40(5), 67-72.

Monroe, K. B. og Krishnan, R. (1985). The effect of price on subjective product evaluations, perceived quality: How consumers view stores and merchandise. Lexington: Lexington Books.

Muehling, D. D. (1987). An investigation of factors underlying attitude-toward advertising-in-general. Journal of Advertising, 16(1), 32-40.

Mukherji, J. (2009). Communication patterns, mediation behaviors and advertising attitudes: A study of Hispanic mothers. Competition Forum, 7(2), 488-495.

Nekmat, E. og Gower, K. (2012). Effects of disclosure and message valence in online word-of-wouth (eWOM) communication: Implications for integrated marketing communication. International Journal of Integrated Marketing Communications, 4(1), 85-98.

Ólafur Stephensen. (1987). Nýtt og betra: Skemmtun, skrum eða svartigaldur. Reykjavík: Svart á hvítu.

Petty, R. E. og Cacioppo, J. T. (1986). The elaboration likelihood model of persuasion. Advances in Experimental Social Psychology, 19, 123-205.

Phelps, J. E., Lewis, R., Mobilio, L., Perry, D., og Raman N. (2004). Viral marketing or electronic word-of-mouth advertising: Examining consumer responses and motivations to pass along email. Journal of Advertising Research, 44(4) 333-348.

Prendergast, B., Liu, P og Poon, D. T. Y. (2009). A Hong Kong study of advertising credibility. Journal of Consumer Marketing, 26(5), 320-329.

Price, L. (1981). The influence of prior usage experience on consumer choice under uncertainty. Í R. Srivastava og A. D. Shocker (ritstjórar), Analytic approach to product and market planning: The second conference, Cambridge: Marketing Science Institute.

Richards, J. I. og Curran, C. M. (2002). Ocacles on ,,advertising“: Searching for a definition. Journal of Advertising, 31(2), 63-77.

Sarathy, P. S. og Patro, S. K. (2013). The role of opinion leaders in high-involvement purchases: An empirical investigation. South Asian Journal of Management, 20(2), 127-145.

Scoble, R. og Israel, S. (2006). Naked conversations: How blogs are changing the way business talk with customers. Hoboken: John Wiley & Sons.

Page 44: BS ritgerð í viðskiptafræði Bloggfærsla sem auglýsing · auglýsing fyrir vörumerki, hvort sem það er ætlunin eða ekki. Bloggarar hafa tilhneigingu til þess að safna

44

Schiffman, L. G. og Kanuk, L. L. (2000). Consumer Behavior (7. útgáfa). Wisconsin: Prentice Hall.

Schultz, D. E. (1995). What is direct marketing? Journal of Direct Marketing, 9(2), 5-9.

Schrage, M. (2000). Is advertising passe? Adweek, 41(22), 36-38.

Sedeke, K. (2012). Effective fashion blogs and their impact on the current fashion industry. Óbirt MS-ritgerð: Erasmus University Rotterdam.

Shavitt, S., Lowrey, P. og Haefner, J. (1998). Public attitudes toward advertising: More favorable than you might think. Journal of Advertising Research, 38(4), 7-22.

Solomon, M. R. (1994). Consumer behavior (2. útgáfa). Boston: Allyn and Bacon.

Song, X., Chi, Y., Hino, K., og Tseng, B. L. (2007). Identifying opinion leaders in the blogosphere. Proceedings of the sixteenth ACM conference on Conference on information and knowledge management (CIKM). New York: ACM Press.

Stevens, A. (1985). The persuasion explosion: Your guide to the power and influence of contemporary public relations. Washington: Acropolis Books Ltd.

Strong, E. K. (1925). The psychology of selling and advertising. New York: McGraw-Hill.

Swan, J. E. og Oliver, R. L. (1989). Postpurchase communications by consumers. Journal of Retailing, 65(4), 516-533.

Tseng, S. og Fogg, B. J. (1999). Credibility and computing technology. Communications of the ACM, 42(5), 39-44.

Wells, W., Burnett, J. og Moriarty, S. (1995), Advertising: Principles and practice (3. útgáfa). Englewood Cliffs: Prentice-Hall.

Wilson, R. M. S. og Gilligan, C. (2005). Strategic marketing management: Planning, implementation and control. Amsterdam: Elsevier/Butterworth-Heinemann.

Wolburg, J. M. (2009). Misguided optimism among college student smokers: Leveraging their quit-smoking strategies for smoking cessation campaigns. The Journal of Consumer Affairs, 43(2), 305–331.

Wood, M. B. (2010). Essential guide to marketing planning (2. útgáfa). Essex: Pearson Education.

Yaakop, A., Anuar, M. M. og Omar, K. (2013). Like it or not: Issue of credibility in Facebook advertising. Asian Social Science, 9(3), 154-163.

Yang, S.-U., og Lim, J. (2009). The effects of blog-mediated public relations on relation trust. Journal of Public Relations Research, 21(3), 341-359.

Page 45: BS ritgerð í viðskiptafræði Bloggfærsla sem auglýsing · auglýsing fyrir vörumerki, hvort sem það er ætlunin eða ekki. Bloggarar hafa tilhneigingu til þess að safna

45

Þórhallur Örn Guðlaugsson. (2000). Lykilhugtök í markaðsfræði, 2. hluti. Sótt 22. desember af https://notendur.hi.is/~th/efni/kennsla/hugtok2.pdf.

Page 46: BS ritgerð í viðskiptafræði Bloggfærsla sem auglýsing · auglýsing fyrir vörumerki, hvort sem það er ætlunin eða ekki. Bloggarar hafa tilhneigingu til þess að safna

46

Viðauki 1: Bloggfærsla

Page 47: BS ritgerð í viðskiptafræði Bloggfærsla sem auglýsing · auglýsing fyrir vörumerki, hvort sem það er ætlunin eða ekki. Bloggarar hafa tilhneigingu til þess að safna

47

Page 48: BS ritgerð í viðskiptafræði Bloggfærsla sem auglýsing · auglýsing fyrir vörumerki, hvort sem það er ætlunin eða ekki. Bloggarar hafa tilhneigingu til þess að safna

48

Viðauki 2: Auglýsing

Page 49: BS ritgerð í viðskiptafræði Bloggfærsla sem auglýsing · auglýsing fyrir vörumerki, hvort sem það er ætlunin eða ekki. Bloggarar hafa tilhneigingu til þess að safna

49

Viðauki 3: Spurningalisti

Í eftirfarandi spurningum ert þú beðin/n um að tilgreina hve ósammála eða sammála þú

ert ákveðnum fullyrðingum um auglýsinguna.

1=Mjög ósammála, 2=Nokkuð ósammála, 3=Hvorki ósammála né sammála, 4=Nokkuð sammmála,

5=Mjög sammála.

1 2 3 4 5

1. Hægt er að treysta auglýsingunni

2. Auglýsingin er óhlutdræg

3. Auglýsingin gerir greinarmun á staðreyndum og skoðunum

4. Auglýsingin gefur rétta mynd af vörunni

5. Auglýsingunni er frekar umhugað um hagsmuni lesanda en að skapa tekjur

6. Ef þú værir að fara að kaupa armbandsúr fyrir þig persónulega að sem gjöf, hversu

ólíklegt eða líklegt er að úr frá Daniel Wellington yrði fyrir valinu?

Mjög ólíklegt

Frekar ólíklegt

Hvorki ólíklegt né líklegt

Frekar líklegt

Mjög líklegt

7. Hvert er kyn þitt?

Karl

Kona

Page 50: BS ritgerð í viðskiptafræði Bloggfærsla sem auglýsing · auglýsing fyrir vörumerki, hvort sem það er ætlunin eða ekki. Bloggarar hafa tilhneigingu til þess að safna

50

8. Á hvaða aldursbili ert þú?

0-20 ára

21-30 ára

31-40 ára

41-50 ára

Eldri en 50 ára

Takk kærlega fyrir þátttökuna.

Kær kveðja og von um gleðileg jól.

Egill Björnsson