bs ritgerð í viðskiptafræði fjármálalæsi viðskiptavina ...ð...taka lánin (parhaat...

71
BS ritgerð í viðskiptafræði Fjármálalæsi viðskiptavina smálánafyrirtækja og almennings á Íslandi Davíð Arnarson Leiðbeinandi Kári Kristinsson, lektor Viðskiptafræðideild Febrúar 2013

Upload: others

Post on 23-Sep-2020

5 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: BS ritgerð í viðskiptafræði Fjármálalæsi viðskiptavina ...ð...taka lánin (Parhaat Pikavipit, 2012; PIPAR/TBWA, 2012). Á Íslandi í dag starfa fimm fyrirtæki á þessum

BS ritgerð

í viðskiptafræði

Fjármálalæsi viðskiptavina smálánafyrirtækja og almennings á Íslandi

Davíð Arnarson

Leiðbeinandi Kári Kristinsson, lektor

Viðskiptafræðideild

Febrúar 2013

Page 2: BS ritgerð í viðskiptafræði Fjármálalæsi viðskiptavina ...ð...taka lánin (Parhaat Pikavipit, 2012; PIPAR/TBWA, 2012). Á Íslandi í dag starfa fimm fyrirtæki á þessum

Fjármálalæsi viðskiptavina smálánafyrirtækja og almennings á Íslandi

Davíð Arnarson

Lokaverkefni til BS-gráðu í viðskiptafræði

Leiðbeinandi: Kári Kristinsson, lektor

Viðskiptafræðideild

Félagsvísindasvið Háskóla Íslands

Febrúar 2013

Page 3: BS ritgerð í viðskiptafræði Fjármálalæsi viðskiptavina ...ð...taka lánin (Parhaat Pikavipit, 2012; PIPAR/TBWA, 2012). Á Íslandi í dag starfa fimm fyrirtæki á þessum

3

Fjármálalæsi viðskiptavina smálánafyrirtækja og almennings á Íslandi

Ritgerð þessi er 12 eininga lokaverkefni til BS prófs við

Viðskiptafræðideild, Félagsvísindasviði Háskóla Íslands.

© 2013 Davíð Arnarson

Ritgerðina má ekki afrita nema með leyfi höfundar.

Prentun: Svansprent

Kópavogur, 2013

Page 4: BS ritgerð í viðskiptafræði Fjármálalæsi viðskiptavina ...ð...taka lánin (Parhaat Pikavipit, 2012; PIPAR/TBWA, 2012). Á Íslandi í dag starfa fimm fyrirtæki á þessum

4

Formáli

Ritgerð þessi er lokaverkefni í viðskiptafræði við Háskóla Íslands og er hún 12 ECTS

einingar.

Ég vil fyrst og fremst þakka leiðbeinanda mínum, Kára Kristinssyni fyrir alla þá

aðstoða og góða samstarf sem við áttum við gerð þessa verkefnis. Einnig vil ég þakka

vinum mínum Alex Cambray, Helga Þorsteinssyni og Ólafi Evert fyrir góð ráð við vinnslu

verkefnisins. Þá vil ég þakka Leifi A. Haraldsyni hjá Kredia.ehf fyrir samstarfið og veittar

upplýsingar og Breka Karlssyni hjá Stofnun um fjármálalæsi fyrir ráðleggingar. Ritgerðina

tileinka ég foreldrum mínum og bræðrum mínum fyrir ómældan stuðning á meðan á

skrifunum stóð, sem og í náminu öllu.

Page 5: BS ritgerð í viðskiptafræði Fjármálalæsi viðskiptavina ...ð...taka lánin (Parhaat Pikavipit, 2012; PIPAR/TBWA, 2012). Á Íslandi í dag starfa fimm fyrirtæki á þessum

5

Útdráttur

Mikil umræða hefur skapast á Íslandi um hin svo kölluðu smálánafyrirtæki. Í dag eru þau

fimm talsins og skutu þau fyrst upp kollinum á Íslandi árið 2009. Umræðan hefur meðal

annars komið inn á að neytendur þessara fyrirtækja standi höllum fæti. Talið er að þeir

sé ekki nægilega upplýstir um raunkostnað lánanna né séu þeir í stakk búnir til að meta

þann kostnað. Athyglisvert er því að kanna hvort neytendur smálána á Íslandi standi

höllum fæti og séu í raun með lélegra fjármálalæsi en aðrir neytendur.

Byrjað var að fara yfir hvað smálán eru, fjölmiðlaumfjöllun um þau hérlendis og

einnig voru helstu rannsóknir á þeim erlendis skoðaðar. Niðurstöður þeirra bentu helst

til þess að almennt væru þær neikvæðu skoðanir sem uppi eru um smálán ekki á rökum

reystar.

Einnig var farið yfir helstu víddir og skilgreiningar á fjármálalæsi. Erlendar sem

íslenskar rannsóknir voru teknar saman, ljósi varpað á helstu niðurstöður þeirra og þær

tengdar rannsókn ritgerðarinnar.

Í rannsókn þessarar ritgerðar voru bornir saman tveir hópar svarenda. Annarsvegar

neytendur smálánafyrirtækjanna 1909.ehf, Hraðpeningar.ehf, Kredia.ehf og Smálán.ehf

og hinsvegar handahófskennt úrtak Íslendinga á aldrinum 18-80 ára. Reiknuð var út

einkunn fyrir fjármálalæsi og reiknað út meðaltal til að bera hópana saman.

Niðurstöður rannsóknarinnar bentu til þess að neytendur smálánafyrirtækjanna væru

með lakara fjármálalæsi en almenningur á Íslandi.

Page 6: BS ritgerð í viðskiptafræði Fjármálalæsi viðskiptavina ...ð...taka lánin (Parhaat Pikavipit, 2012; PIPAR/TBWA, 2012). Á Íslandi í dag starfa fimm fyrirtæki á þessum

6

Efnisyfirlit

Formáli ....................................................................................................................... 4

Útdráttur .................................................................................................................... 5

Efnisyfirlit ................................................................................................................... 6

Myndaskrá ................................................................................................................. 8

Töfluskrá..................................................................................................................... 8

Inngangur ............................................................................................................. 9 1

Smálán ............................................................................................................... 12 2

Hvað eru smálán? ....................................................................................... 12 2.1

Smálán á Íslandi .......................................................................................... 12 2.2

Lagaumhverfi ...................................................................................... 13 2.2.1

Fjölmiðlaumfjöllun .............................................................................. 15 2.2.2

Rannsóknir á smálánum ............................................................................. 16 2.3

Fjármálalæsi ....................................................................................................... 19 3

Skilgreiningar á fjármálalæsi ...................................................................... 19 3.1

Víddir fjármálalæsis .................................................................................... 22 3.2

Rannsóknir á fjármálalæsi og tengdum þáttum ......................................... 22 3.3

Íslenskar rannsóknir ............................................................................ 27 3.3.1

Aðferðafræði ..................................................................................................... 29 4

Hönnun ....................................................................................................... 29 4.1

Þátttakendur ....................................................................................... 29 4.1.1

Mælitæki ............................................................................................. 29 4.1.2

Framkvæmd ........................................................................................ 31 4.1.3

Greining gagna og úrvinnsla ............................................................... 32 4.1.4

Niðurstöður........................................................................................................ 33 5

Umræða ............................................................................................................. 43 6

Page 7: BS ritgerð í viðskiptafræði Fjármálalæsi viðskiptavina ...ð...taka lánin (Parhaat Pikavipit, 2012; PIPAR/TBWA, 2012). Á Íslandi í dag starfa fimm fyrirtæki á þessum

7

Heimildarskrá ........................................................................................................... 46

Viðauki 1 ................................................................................................................... 52

Viðauki 2 ................................................................................................................... 59

Viðauki 3 ................................................................................................................... 67

Viðauki 4 ................................................................................................................... 70

Page 8: BS ritgerð í viðskiptafræði Fjármálalæsi viðskiptavina ...ð...taka lánin (Parhaat Pikavipit, 2012; PIPAR/TBWA, 2012). Á Íslandi í dag starfa fimm fyrirtæki á þessum

8

Myndaskrá

Mynd 1. Útreikningur ÁHK m.v. eina endurgreiðsludagsetningu (Atvinnuvega- og

nýsköpunarráðuneyti, 2012). ............................................................................... 14

Mynd 2. Hugmyndafræði fjármálalæsis (Huston, 2010) .................................................. 21

Mynd 3. Skilgreining fjármálalæsis skv. (Hung, Parker og Yoong, 2009) ......................... 21

Mynd 4. Samanburður milli hópa. Mánaðarlegar ráðstöfunartekjur .............................. 35

Mynd 5 Samanburður milli hópa. Aldursdreifing þátttakenda ........................................ 35

Mynd 6. Samanburður milli hópa. Menntun þátttakenda ............................................... 36

Mynd 7. Munur á fjármálalæsi hópa. Kunnáttuhluti ........................................................ 37

Mynd 8. Munur á fjármálalæsi hópa. Kunnáttuhluti ........................................................ 37

Mynd 9. Munur á fjármálalæsi hópa. Samanlagður stigafjöldi svarenda. ....................... 38

Mynd 10. Munur á fjármálalæsi hópa eftir aldri .............................................................. 39

Mynd 11. Munur á fjármálalæsi hópa eftir ráðstöfunartekjum ....................................... 40

Mynd 12. Munur á fjármálalæsi hópa eftir menntun ...................................................... 41

Töfluskrá

Tafla 1. Skilgreiningar á fjármálalæsi ................................................................................ 19

Tafla 2. Spurningar notaðar til mælingar á fjármálalæsi .................................................. 31

Tafla 3. Bakgrunnsupplýsingar allra þátttakenda ............................................................. 33

Tafla 4. Bakgrunnsupplýsingar viðskiptavina smálánafyrirtækja ..................................... 34

Tafla 5. Bakgrunnsupplýsingar almennra neytenda á Íslandi ........................................... 34

Tafla 6. Munur á fjármálalæsi hópa eftir aldri .................................................................. 39

Tafla 7. Munur á fjármálalæsi hópa eftir ráðstöfunartekjum .......................................... 41

Tafla 8. Munur á fjármálalæsi hópa eftir menntun .......................................................... 42

Page 9: BS ritgerð í viðskiptafræði Fjármálalæsi viðskiptavina ...ð...taka lánin (Parhaat Pikavipit, 2012; PIPAR/TBWA, 2012). Á Íslandi í dag starfa fimm fyrirtæki á þessum

9

1 Inngangur

Þorri neytenda þarf á einhverjum tímapunkti í sínu lífi að taka ákvörðun tengda

fjárfestingu og sparnaði. Þrátt fyrir það hafa rannsóknir sýnt að neytendur búa almennt

yfir takmörkuðum skilningi á þeirri fjármálaþjónustu sem í boði er (OECD, 2005). Margar

ástæður eru taldar liggja að baki og tekur skýrsla Efnahags- og framfarastofnunarinnar

(OECD) nokkrar þeirra fyrir. Þar á meðal áhrif aukins flæði upplýsinga í formi aukinnar

markaðssetningar sem og fjölgun þeirra kosta sem neytandi stendur frammi fyrir.

Neytendur eru taldir eiga erfiðara með að átta sig á þeim kostnaði sem því fylgir að fá

lánaða peninga og þeim reynist erfitt að gera greinarmun milli tilboða fjármálastofnana.

Með tilkomu netsins og viðskipta í gegnum það geta neytendur átt erfiðara um vik að

skilja frá óprúttnum aðilum í viðskiptum (OECD, 2005; Viðskiptaráðuneytið, 2009).

Til þess að geta lágmarkað ytri áhrifaþætti á fjárhagslega velgengni og geta tekið

upplýstar ákvarðanir tengdum fjármálum þarf neytandi að búa yfir góðu fjármálalæsi

(Breki Karlsson, 2010). Rannsóknir á neytendum í Bandaríkjunum hafa sýnt að því lakari

sem þekking neytenda er á sviði fjármála þeim mun lakari eru vaxtakjör þeirra á til

dæmis kreditkortum og húsnæðislánum (Lusardi og Tufano, 2009). Það borga sig því að

búa yfir góðri þekkingu á sviði fjármála, því fyrr sem neytandi aflar sér þeirrar þekkingar,

því betur settur er hann (Huston, 2012).

Fram kemur í skýrslu Fjármála og efnahagsráðuneytis (2009) að talsvert sé til af

upplýsingaefni tengdu fjármálum en það er mjög dreift og ekki sett fram á markvissan

hátt. Líklega tekur það því meiri tíma fyrir neytendur að afla sér þeirrar þekkingar sem

þeir leita að. Til að auka kennslu og ná snemma til neytenda hefur kennsla á

fjármálalæsi verið bætt inn í aðalnámskrá framhaldsskóla á Íslandi

(Menntamálaráðuneytið, 2011) enda sögðust aðeins 4,6% þáttakenda í íslenskri

rannsókn á fjármálalæsi að skólinn veitti þeim upplýsingar um fjármál

(Viðskiptaráðuneytið, 2009).

Ísland fær falleinkunn í fjármálalæsi samkvæmt rannsóknum Breka Karssonar en

hann hefur gert nokkra rannsóknir á þessu sviði hérlendis. Haft var eftir honum í

Page 10: BS ritgerð í viðskiptafræði Fjármálalæsi viðskiptavina ...ð...taka lánin (Parhaat Pikavipit, 2012; PIPAR/TBWA, 2012). Á Íslandi í dag starfa fimm fyrirtæki á þessum

10

Morgunblaðinu að “Fjármálalæsi Íslendinga er dapurt og kannanir sýna að fleiri

foreldrar uppfræða börn sín um kynlíf en fjármál.“ (Morgunblaðið, 2009a).

Við rannsóknir um allan heim hafa komið fram vissir þættir sem spá fyrir um

fjármálalæsi einstaklinga þar á meðal hefur jákvæð fylgni greinst milli menntunar og

fjármálalæsis. Aldur og tekjur neytenda hafa einnig áhrif og mælast konur með

marktækt lakara fjármálalæsi í nær öllum löndum sem tekin voru fyrir í rannsókn sem

Atkinson og Messy (2012) unnu fyrir OECD (Breki Karlsson og Bryndís B. Ásgeirsdóttir

2009; Huston, 2010; Viðskiptaráðuneytið, 2009). Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á

neikvætt samband milli fjármálalæsis og fjárhagslegar velgengni, til dæmis lélegrar

ákvörðunartöku í lífeyrirssparnaði og yfirskuldsetningu (Gathergood, 2011; van Rooij,

Lusardi, og Alessie, 2011a; van Rooij, Lusardi, og Alessie, 2011b) það eru þó misjafnar

skoðanir á því (Braunstein og Welch, 2002).

Nýleg finnsk rannsókn sem fjallaði um notkun ungs fólks á smálánum leiddi í ljós að

fólk sem notaði smálán átti erfitt með að ná stjórn á útgjöldum sínum, peningar þeirra

fara út jafn hratt og þeir koma inn, þeir telja sig ekki vera skynsama neytendur og borga

reikningana sína oft seint (Minna, Terhi-Anna, Risto, & Jaana, 2009). Hópurinn sem nýtti

sér ekki smálán né kreditkort komu mun betur út í samanburði. Fólk á það einnig til að

eiga í erfiðleikum með að halda útgjöldum innan fjárhagslegar áætlunar (Heidhues og

Koszegi, 2009; Laibson, 1997).

Í athugasemdakafla frumvarps sem lagt var fram 14. apríl 2011 um breytingar á

lögum nr. 121/1994, um neytendalán, kemur fram að vísbendingar séu um að

neytendur sem hafa lélegt fjármálalæsi séu hlífðarlausir gagnvart markaðssókn

smálánafyrirtækjanna og að því þurfi að bregðast við með lagasetningu (Þingskjal 228,

2012).

Þessi lán er ekki ný af nálinni erlendis og ganga undir mismunandi heitum, til dæmis í

Bretlandi og Bandaríkjunum eru þau kölluð útborgunardagslán (e. Payday loan) og eru

markaðsett til fólks sem á erfitt með að ná endum saman í lok mánaðar (Ríkisútvarpið,

2012b). Bandarísku lánin eru ögn frábrugðin þeim íslensku að því leiti að i

Bandaríkjunum þarf að leggja fram tryggingu á tekjum. Sú trygging getur til dæmis verið

fyrri launaseðlar (Stegman, 2007). Í Finnlandi eru þessi lán markaðssett á svipaðan hátt

og á Íslandi með áherslu á að lifa í nútíð og hugsa ekki um þann kostnað sem fylgir því að

Page 11: BS ritgerð í viðskiptafræði Fjármálalæsi viðskiptavina ...ð...taka lánin (Parhaat Pikavipit, 2012; PIPAR/TBWA, 2012). Á Íslandi í dag starfa fimm fyrirtæki á þessum

11

taka lánin (Parhaat Pikavipit, 2012; PIPAR/TBWA, 2012). Á Íslandi í dag starfa fimm

fyrirtæki á þessum markaði, þau tvö stærstu eru Kredia.ehf og Hraðpeningar.ehf (Leifur

A. Haraldsson, munnleg heimild, 1. október 2012). Þessi fyrirtæki bjóða uppá svokölluð

smálán. Lánin eru veitt til skammstíma, 15-30 daga, upphæð þeirra er frá 5.000 kr. upp í

80.000 kr. og bera þau misjafna vexti sem geta, með vissri talnaleikfimi, verið reiknaðir

vel yfir 600% á ársgrundvelli (Kredia.ehf, 2012; Hraðpeningar.ehf, 2012; Morgunblaðið,

2009b).

Skiptar skoðanir eru á því hvort viðskipti smálánfyrirtækja þykja heilbrigðir

viðskiptahættir eða ekki (Óðinn Sigþórsson, 2012) en þrátt fyrir það eru smálán sem slík

spennandi og áhugavert viðfangsefni. Mikilvægt er að færa umræðu um þau upp úr

skotgröfunum svo hægt sé að ræða þau á yfirvegaðan máta svo tilraunir til lagasetningar

á þeirri tegund neyslulána sem smálán eru skili árangri fyrir alla hagsmunaaðila burt séð

frá tilfinningalegum sjónarmiðum.

Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna mun milli almennra neytenda og viðskiptavina

smálánafyrirtækja á Íslandi. Í þessari ritgerð er eftirfarandi rannsóknarspurning er sett

fram: Er munur á fjármálalæsi viðskiptavina smálánafyrirtækjanna og almennings á

Íslandi? Til að svara rannsóknarspurningunni verður farið yfir niðurstöður könnunnar

sem send var út á báða hópanna og þær settar fram með lýsandi tölfræði og greindar

með viðeigandi tölfræðiprófum.

Page 12: BS ritgerð í viðskiptafræði Fjármálalæsi viðskiptavina ...ð...taka lánin (Parhaat Pikavipit, 2012; PIPAR/TBWA, 2012). Á Íslandi í dag starfa fimm fyrirtæki á þessum

12

2 Smálán

Fræðileg umfjöllun um neyslulán sem kölluð hafa verið smálán skiptist í fjóra hluta.

Hvað eru smálán? Hvernig er íslenska lagaumhverfið? Hvernig hefur verið fjallað um

smálán í fjölmiðlum hérlendis og hvað hefur komið fram í fyrri rannsóknum á smálánum

erlendis?

Hvað eru smálán? 2.1

Fyrirmynd þessara neytendalána kemur erlendis frá og ganga undir mismunandi heitum

þar. Í Bandaríkjunum og Bretlandi eru þau kölluð útborgunardagslán (e. Payday loans)

(Ríkisútvarpið, 2012b; Stegman, 2007) og á Norðurlöndunum ýmist sms lán, símalán og

smálán (se. SMS lån, mobillån) (Folkia, 2012). Á Íslandi hafa þessi lán fengið nöfnin SMS

lán, smálán og örlán (Kredia.ehf, 2012). Í þessari ritgerð verður heitið smálán notað til

að lýsa þessu formi neyslulána. Einkenni þessara lána er að þau eru lánuð til skamms

tíma, á háum ársvöxtum en í smáum upphæðum.

Uppsetning og markaðssetning smálána er ögn misjöfn milli landa. Til að mynda þarf

neytandi í Bandaríkjunum að leggja inn launaseðil sinn sem vott um innkomu til þess að

fá lán (Stegman, 2007) en í Svíþjóð nægir að skrá sig á heimasíðu og senda ein sms

skilaboð (Folkia, 2012). Lánin í Bretlandi eru markaðsett sem aðstoð til að ná endum

saman í lok mánaðar (Ríkisútvarpið, 2012b) en í Finnlandi er markaðssetningin svipuð og

á Íslandi. Áherslan er lögð á að lifa í núinu og að velta ekki fyrir sér þeim kostnaði sem

fylgir því að taka slík lán (Parhaat Pikavipit, 2012; PIPAR/TBWA, 2012).

Smálán á Íslandi 2.2

Þjónusta smálánafyrirtækja er ný hérlendis þó íslenskir aðilar hafi áður komið að

svipaðri starfsemi á Norðurlöndunum (DV, 2012). Starfssemin hófst ekki hérlendis fyrr

en undir lok árs 2009 (Morgunblaðið, 2009). Í dag eru starfrækt hér á landi fimm

fyrirtæki sem bjóða þjónustu sambærilega lánaþjónustu banka eða kreditkorta sem er

án árgjalda en viðskiptavinir þeirra greiða fast gjald fyrir hvert lán sem tekið er

(Kredia.ehf, 2012). Tvö stærstu fyrirtækin eru Kredia.ehf, sem á Smálán.ehf og

Hraðpeningar.ehf sem eiga 1909.ehf (Leifur Alexander Haraldsson, munnleg heimild, 1.

Page 13: BS ritgerð í viðskiptafræði Fjármálalæsi viðskiptavina ...ð...taka lánin (Parhaat Pikavipit, 2012; PIPAR/TBWA, 2012). Á Íslandi í dag starfa fimm fyrirtæki á þessum

13

október 2012). Þessi fyrirtæki bjóða upp á smálán. Lánin eru veitt til skamms tíma, 15-30

daga, upphæð þeirra er frá 5.000 kr. upp í 80.000 kr. og bera þau mismunandi vexti eftir

upphæð og lengd lánstíma. Þau skilyrði sem einstaklingur þarf að uppfylla hérlendis til

þess að fá lán eru eftirfarandi. Lántakandi má ekki vera á vanskilaskrá né vera skráður

hjá umboðasmanni skuldara Lántakandi verður að vera orðin 20 ára og þarf að vera með

skráð símanúmer og gilt debetkort (Útlán, 2012a).

2.2.1 Lagaumhverfi

Starfsemi smálánafyrirtækja hérlendis fellur undir lög nr. 33/2005 um fjarsölu

fjármálagerninga. Aðeins er mögulegt að taka smálán til 30 daga eða skemmur

(Viðskiptablaðið, 2012) og því falla þau utan gildissviðs laga um neytendalán nr.

121/1994. Samkvæmt a-lið 1. mgr. 2. gr. laganna segir að lánasamingar sem gilda

skemur en þrjá mánuði séu undanþegnir lögunum (Lög nr. 121/1994). Neytendur eiga

því ekki rétt á að fyrirtækin upplýsi þá um árlega hlutfallstölu kostnaðar eins og krafist

er í neytendalögum. Þessu hafa meðal annars neytendasamtökin á Íslandi harðlega

mótmælt og í bréfi sínu til efnahags- og viðskiptaráðherra í lok árs 2009 lýstu þau yfir

áhyggjum vegna tilkomu smálánafyrirtækjanna til landsins og markaðssetningar þeirra

(Smugan, 2012).

Efnahags- og viðskiptaráðherra, nú atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra (Efnahags-

og viðskiptaráðuneytið, 2012) lét semja frumvarp um starfsemi smálánafyrirtækja 2010

og lagði frumvarpið fram árið 2011 (Þingskjal 1248, 2010). Einnig lagði hann fram

frumvarp um breytingar á neytendalánum þar sem fella átti smálán undir gildissviðs laga

um neytendalán með breytingum á a-lið 1. mgr. 2. gr. Hvorugt frumvarpið var afgreitt á

löggjafarþingi 2010–2011. Nýtt frumvarp var lagt fram 18. apríl 2012 (Þingskjal 1137,

2012) og endurflutt 16. október 2012 (Þingskjal 228, 2012) sem inniheldur lagasetningu

um starfsemi smálánafyrirtækja sem og breytingar á lögum um neytendalán (Þingskjal

228, 2012).

Tilgangur frumvarpsins er að innleiða tilskipun Evrópuþingsins 2008/48/EB um

lánasamninga fyrir neytendur sem eykur skyldur lánveitenda, meðal annars er sú skylda

lögð á herðar þeirra að veita neytendum fullnægjandi upplýsingar um kostnað lántöku

og meta gjaldþol þeirra áður en samningur er gerður (Þingskjal 228, 2012).

Page 14: BS ritgerð í viðskiptafræði Fjármálalæsi viðskiptavina ...ð...taka lánin (Parhaat Pikavipit, 2012; PIPAR/TBWA, 2012). Á Íslandi í dag starfa fimm fyrirtæki á þessum

14

Mynd 1. Útreikningur ÁHK m.v. eina endurgreiðsludagsetningu (Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, 2012).

Búast má við því að þetta nýja frumvarp leiði til þess að réttarstaða lántaka batni

mikið og samkvæmt samantekt Alþingis um framvindu málsins hafa umsagnir um það

almennt verið jákvæðar (Alþingi, 2012). Frumvarpið er þó langt frá því að vera laust við

gagnrýni enda tekur það ekki aðeins á starfsemi smálánafyrirtækjanna. Meðal annars

hafa Hagsmunasamtök heimilanna lagst gegn frumvarpinu vegna ákvæða um

verðtryggingu (Leifur A. Haraldsson, munnleg heimild, 20. nóvember 2012).

Ljóst er að íslensk stjórnvöld horfa til nágrannaþjóða sinna við smíði þessa frumvarps.

Til að mynda var frumvarp tengt smálánum lagt fram í Finnlandi 6. september 2012 sem

leggur vaxtaþak á þessa tegund neyslulána (Borenius Ltd, 2012). Danir undirrituðu

einnig samkomulag milli helstu hagsmunaðila tengdum smálánum 1. mars 2009 sem

setur lánveitendum smálána vissar skorður í markasetningu, upplýsingagjöf og

upplýsingaskyldu til að bæta stöðu neytenda og auðvelda þeim samanburð milli tilboða

(Forbrugerombudsmande, 2009).

Frumvarpið mælir fyrir í 26. gr. að hámark sé sett á árlega hlutfallstölu kostnaðar

(ÁHK) og skuli hún ekki nema meira en sem nemur 50 hundraðshlutum að viðbættum

stýrivöxtum Seðlabanka Íslands (Þingskjal 228, 2012). ÁHK (e. APR - Annual Percentage

Rate) gengur út á að finna ávöxtunarkröfu lánveitenda á árlegum grunnivelli. Þannig er

um að ræða "veldisvöxt" sem að leiðir til þess að ÁHK vegna smálána getur verið mörg

þúsund prósent samkvæmt eftirfarandi formúlu (Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti,

2012). Gefum okkur að lán upp á 60.000 kr. sé tekið í tvær vikur og kostnaður

lántökunnar er 11.700 kr. Þá má reikna ÁHK út sem 7531,7% skv. þessari formúlu.

Page 15: BS ritgerð í viðskiptafræði Fjármálalæsi viðskiptavina ...ð...taka lánin (Parhaat Pikavipit, 2012; PIPAR/TBWA, 2012). Á Íslandi í dag starfa fimm fyrirtæki á þessum

15

Nái þessar tillögur atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra fram að ganga má nánast

fullyrða að ekki verður lengur grundvöllur fyrir atvinnustarfsemi smálánafyrirtækjanna

enda hafa þau gert eftirfarandi athugasemdir við þetta frumvarp. Frumvarpið er sagt

brjóta gegn stjórnarskrá lýðveldisins Íslands um jafnræði, atvinnufrelsi og friðhelgi

eignarréttarins. Frumvarpið er sagt brjóta gegn meðalhófsreglu íslensks

stjórnskipunarréttar og frumvarpið er sagt hamla heilbrigðri samkeppni. Loks er

frumvarpið sagt brjóta gegn regluverki Evrópusambandsins (Útlán, 2012b).

Frumvarp þetta hefur verið í vinnslu um nokkurt skeið og ekki ljóst hvenær meðferð

þess lýkur. Athugasemdir smálánafyrirtækjanna hafa ekki verið teknar til skoðunar þar

sem enn er verið að taka fyrir aðrar athugasemdir meðal annars frá Hagmunasamtökum

heimilanna vegna breytinga á uppgefnum kostnaði tengdum verðtryggingu. (Leifur

Alexander Haraldsson, munnleg heimild, 20. nóvember 2012).

2.2.2 Fjölmiðlaumfjöllun

Viðskipti smálánafyrirtækjanna hafa verið heitt umræðuefni í flestum fjölmiðlum

hérlendis allt frá því að þau skutu fyrst upp kollinum árið 2009 (Morgunblaðið, 2010;

Fréttablaðið, 2010). Hægt er að sýna fram á mjög háa vexti á ársgrundvelli af lánunum

og enn hærri ÁHK og því kemur ekki á óvart að menn hafi skiptar skoðanir á þessari

starfsemi. Lítið hefur hinsvegar verið um fræðilega umfjöllun og einkennist umræðan

helst af neikvæðni í garð smálánafyrirtækjanna. Greinar hafa borið titla á borð við :

„Smálán eru af hinu illa“ (Fréttablaðið, 2012b) og „Blóðpeningar.is“ (Óðinn Sigþórsson,

2012) og hefur umræðan gjarnan verið tengd fíkniefnaneyslu ungra einstaklinga

(Fréttablaðið, 2012a; DV, 2012a) og vítahring smálána meðal ungra og veikra lántakenda

(Ríkisútvarpið, 2012a; DV, 2012b).

Lítið hefur þó borið á rödd fyrirtækjanna sjálfra í fjölmiðlum en þau hafa þó stöku

sinnum svarað þessari umræðu og er þeirra nýjasta útspil að fella niður lán til

geðfatlaðara, hækka lágmarksaldur lánþega, lækka hámarksupphæð lána og stytta

lántökutíma (Viðskiptablaðið, 2012; Morgunblaðið, 2012). Af umfjöllun fjölmiðla mætti

draga þá ályktun aðeins jaðarhópar væru viðskiptavinir þessara fyrirtækja en samkvæmt

tölum smálánafyrirtækjanna eru viðskiptavinir þeirra rúmlega 30.000 á Íslandi í dag og

því hæpið að sú ályktun eigi við rök að styðjast (Kastljós, 2012).

Page 16: BS ritgerð í viðskiptafræði Fjármálalæsi viðskiptavina ...ð...taka lánin (Parhaat Pikavipit, 2012; PIPAR/TBWA, 2012). Á Íslandi í dag starfa fimm fyrirtæki á þessum

16

Rannsóknir á smálánum 2.3

Flestar rannsóknir á smálánum hafa verið gerðar í Bandríkjunum og ekki er hægt að

heimfæra nema hluta þeirra yfir á íslenskan markað. Fáar rannsóknir hafa verið gerðar á

Norðurlöndunum á þessu sviði en nýlega kom þó út rannsókn frá Finnlandi þar sem farið

var yfir neyslumynstur smálána hjá ungum Finnum og hvernig þeir mátu sjálfan sig sem

neytendur (Minna o.fl., 2009). Niðurstöður þeirrar rannsóknar bentu til þess að

aldurshópurinn 18 til 29 ára, sem rannsakaður var, notaði lánin aðallega til skemmtunar

og neyslu á áfengi, tóbaki og mat. Þar á eftir komu greiðslur kreditkorta, vaxtagjalda og

samgöngukostnaður. Kyn hafði ekki áhrif á notkun smálána, en atvinna, tekjur, aldur og

fjölskyldugerð hafði áhrif á lántöku. Einstaklingar á aldrinum 18 til 23 ára voru líklegri til

að nota lánin en fólk á aldrinum 24 til 29 ára. Af þeim sem sögðust hafa tekið smálán

oftar en 6 sinnum voru 49% með lægri atvinnutekjur af vinnu en lágmarksframfærsla.

Einnig kom fram að líklegra væri að einstaklingur tæki smálán ef hann væri einstætt

foreldri eða með lágar tekjur (Minna o.fl., 2009).

Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið í Bandaríkjunum eru af ýmsum toga.

Elliehausen og Lawrence (2008) skoðuðu til dæmis hverjir taka smálán. Niðurstöður

þeirra bentu til þess að megin markhópurinn þar í landi væri fólk í millitekjuhópi með

$25.000 - $49.999 árstekjur, tveir þriðju hlutar hópsins væru undir 45 ára og þar af

36.4% undir 35ára. Af þeim sem svöruðu spurningu um ánægju með síðasta smálán sem

þeir tóku voru 72,5% ánægðir með það og aðeins 12,2% voru óánægðir. Af þeim sem

voru óánægðir með síðasta lán voru 61,6% annaðhvort ósáttir með vexti eða gjöld af

lánunum. Almennt voru neytendur jákvæðir gagnvart þjónustu lánafyrirtækjanna. Þeir

voru ósammála því að ríkið ætti að takmarka fjölda lána en sammála því að ríkið beitti

sér í lækkuðum gjöldum tengdum lánunum (Elliehausen og Lawrence, 2008).

Í rannsókn Stegman (2007) á markaði smálán í Bandaríkjunum kom fram að sumir

bankar notuðu samskonar markaðssetningu á yfirdráttarheimildum sínum og hluti

smálánafyrirtækjanna notuðu á sinni þjónustu. Markaðsetningu sem smálánafyrirtækin

hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir. Í þessari markaðssetningu felst að bjóða

viðskiptavinum að leysa á skjótan hátt úr tímabundum fjárhagsvanda með yfirdrætti

áður en að útborgunardegi kemur. Hann kannaði einnig samkeppnihæfni North Carolina

State Employee’s Credit Union (SECU). SECU býður sínum viðskiptavinum sérstaka

Page 17: BS ritgerð í viðskiptafræði Fjármálalæsi viðskiptavina ...ð...taka lánin (Parhaat Pikavipit, 2012; PIPAR/TBWA, 2012). Á Íslandi í dag starfa fimm fyrirtæki á þessum

17

tegund smálána á mun lægri vöxtum en bjóðast á almennum markaði. SECU hóf

þjónustu SALO (e. Salary Advance Loan (SALO)) 2001 en hún er samblanda af sparnaði

og láni með það markmið að aðstoða fólk í fjárhagsvanda við að koma undir sig

fótunum. Aðeins voru 0.27% árlegar afskriftir af SALO lánunum og sköpuðu lánin 7%

árlega raunávöxtun fyrir SECU á árunum 2001 til 2005. Niðurstaða Stegman var sú að

pláss væri fyrir lánaþjónustu á mun lægri vöxtum en í boði voru á smálánum í

Bandaríkjunum 2007. Pláss væri á þessum markaði fyrir innkomu nýrra aðila er byðu

vexti milli vaxta SALO, um það bil 12%, og yfirdráttarvaxta bankanna, um það bil 16-28%

(Stegman, 2007).

Fleiri hafa rannsakað samkeppni á markaði þessara lána í Bandaríkjunum enda

eftirspurn eftir þeim mikil. Að minnsta kosti tíu milljón heimili tóku þessi lán árlega

miðað við tölur frá 2006 (Skiba og Tobacman, 2006) og framboðið það mikið að árið

2007 voru fleiri smálánafyrirtæki en McDonalds veitingastaðir í Bandaríkjunum

(Stegman, 2007). Þar hefur verið tekið á svipaðri umræðu og í rannsókn Stegman, það er

hvort aðrar fjármálastofnanir gætu veitt þjónustu á markaði smálána með lægri

kostnaði, undirboðið smálánafyrirtækin og ýtt þeim af markaði. Stango (2011) komst að

þeirri merkilegu niðurstöðu í rannsókn sinni að mikil eftirspurn væri eftir smálánum í

Bandaríkjunum og þessari eftirspurn þyrfti að svara. Hann var þeirrar skoðunar að bæði

þyrfti að taka tillit til álits löggjafans um að gjöld og vextir lánanna væru allt of háir og

hinsvegar þeirrar skoðunar fyrirtækjanna að án þessara gjalda myndi rekstur ekki standa

undir sér. Ef núverandi gjöld og vextir smálánafyrirtækjanna væru á núllpunkti þá myndi

lagasetning valda því að ekki væri grundvöllur fyrir atvinnustarfsemi þeirra. Ef gjöld og

vextir væru of háir þá myndi lagasetning spara lántakendum töluverða fjármuni.

Hugmynd Stango var að „Credit Union“ gætu veitt smálánafyrirtækjunum samkeppni

á lánamarkaði. Niðurstöður hans voru þó þær að þeir kostir sem „Credit Union“ hafa

boðið uppá á væru ekki samkeppnishæfir þjónustu smálánafyrirtækjanna. Ástæðurnar

voru meðal annars að lánaferli „Credit Union“ væri of takmarkandi og flókið og gjöld og

vextir þeirra væru ekki mjög frábrugðin kjörum smálánafyrirtækjanna. Þrátt fyrir litla

lagalega fyrirstöðu og opið regluverk hafa örfá „Credit Union“ boðið upp á þessa

þjónustu sem er merki um að þau sjái þetta ekki sem arðbæran kost. Einnig var hann

þeirrar skoðunar að leiða mætti líkur að því að fyrst „Credit Union“ vildu ekki taka þátt á

Page 18: BS ritgerð í viðskiptafræði Fjármálalæsi viðskiptavina ...ð...taka lánin (Parhaat Pikavipit, 2012; PIPAR/TBWA, 2012). Á Íslandi í dag starfa fimm fyrirtæki á þessum

18

þessum markaði væru hefðbundnir viðskiptabankar það ekki heldur og því önnuðu

smálánafyrirtækin sjálf alveg eftirspurn markaðarins (Stango, 2011).

Stango (2011) og Stegman (2007) eru að vissu leiti ósammála um hvort pláss sé á

markaði smálána. Stegman er þeirrar skoðunar að „Credit Union“ hafi nú þegar betri

þjónustu að bjóða en Stango telur að þó svo sé þá velji neytendur frekar að versla við

smálánafyrirtækin vegna ýmissa ágalla þjónustu „Credit Union“. Því er óraunhæft að

búast við að bankar og „Credit Union“ geti sölsað undir sig markaðinn í Bandaríkjunum

með því að undirbjóða smálánafyrirtækin. Í rannsóknunum var því ekki svarað hvort það

hjálpi eða skaði neytendur að hefta aðgengi þeirra að smálánum, heldur aðeins hvort

aðrar fjármálastofnanir gætu boðið upp á svipaða þjónustu og smálánafyrirtækin.

Þeirri spurningu reyndi hinsvegar Seðlabanki New York að svara með rannsókn á

áhrifum lagasetningar á smálán í Georgíu fylki í maí 2004 og Norður Karólínu fylki í

desember 2005. Bæði fylkin bönnuðu smálán á þeim grundvelli að þau væru neytendum

skaðleg. Athyglisverðar niðurstöður komu út úr þeirri rannsókn, en þær gáfu til kynna að

heimili í þessum ríkjum væru verr sett eftir lagasetninguna. Gjaldþrotum og kvörtunum

vegna innheimtufyrirtækja fjölgaði og kostnaður vegna innistæðulausra ávísana jókst.

Þetta var þvert á spá CRL (Center for Responsible Lending) um að lagasetning myndi

spara neytendum í fylkjunum um það bil 300 milljónir dollara (Morgan og Strain, 2008).

Þrátt fyrir að talið sé að hagnaðarhlutfall smálánafyrirtækja sé hátt þá er lítið vitað

um rekstrarkostnað og afskriftir þeirra. Niðurstöður Mark og Katarine (2005) bentu til

þess að áhrif afskrifta og rekstrakostnaður réttlæti þá háu vexti sem fylgir smálánum.

Ekki er hægt að heimfæra nema hluta þessara niðurstaðna yfir á íslenskan markað.

Bandarísku lánin eru frábrugðin þeim íslensku þar sem leggja þarf fram tryggingu í

Bandaríkjunum því eiga einstaklingar án tekna erfiðara um vik að fá smálán (Stegman,

2007). Á Íslandi er það ekki svo en neytendum er þó flett upp í vanskilaskrá Creditinfo

áður en lán er veitt (Kredia.ehf, 2012). Auk þess ríkir viss fákeppni á markaði á Íslandi og

úr fáum kostum að velja.

Hingað til hafa ekki verið gerðar neinar fræðilegar rannsóknir á smálánum á Íslandi

til þessa. Í rannsóknum Breka Karlssonar á fjármálæsi var spurt um notkun þeirra en

svörun var of lítil svo vinna mætti niðurstöður upp úr þeim (Breki Karlsson, munnleg

heimild 17. október 2012).

Page 19: BS ritgerð í viðskiptafræði Fjármálalæsi viðskiptavina ...ð...taka lánin (Parhaat Pikavipit, 2012; PIPAR/TBWA, 2012). Á Íslandi í dag starfa fimm fyrirtæki á þessum

19

3 Fjármálalæsi

Fræðilegur kafli um fjármálalæsi fjallar um helstu skilgreiningar og víddir á fjármálalæsi

bæði innlendar og erlendar. Í kaflanum mun einnig verða komið inn á helstu rannsóknir

þess efnis hérlendis og erlendis og stuttlega inn á stöðu fjármálalæsis á Íslandi.

Skilgreiningar á fjármálalæsi 3.1

Fræðimenn sem rannsakað hafa fjármálalæsi skilgreina hugtakið á mismunand hátt.

Fyrsta skilgreningin kom fram 1992 (Noctor, Stoney og Stradling, 1992). Síðan þá hefur

orðið mikil breyting á afmörkun fjármálalæsis en ennþá er ekki nein stöðluð skilgrening

sem fræðimenn nota til að segja til um hvað fjármálalæsi er (Huston 2010). Í töflu 1 má

sjá helstu skilgreiningar hugtaksins í tímaröð.

Tafla 1. Skilgreiningar á fjármálalæsi

Noctor, Stoney og Stradling (1992); Schagen og Lines (1996)

Fjármálalæsi er hæfnin til að taka upplýstar og skilvirkar ákvarðanir varðandi nýtingu og stjórnun peninga.

(Vitt o.fl. 2000) Fjármálalæsi er hæfni til þess að lesa, greina, stjórna og miðla ákvörðunartöku í fjármálum einstaklings sem hafa áhrif á efnahagslega velferð einstaklingsins. Þetta felur í sér hæfni til að greina fjárhagslegar ákvarðanir,ræða peninga og fjármál án (eða þrátt fyrir) óþæginda, gera áætlun til framtíðar og bregðast við ytri áhrifum sem hafa áhrif á daglegan rekstur einstaklings þ.m.t. efnahagsaðstæður.

(Jump$tart Coalition 2007) Fjármálalæsi er hæfnin til að nota þekkingu og getu til að stjórna fjármálum á hagkvæman þátt svo það stuðli að ævilangri efnahagslegri velgengni einstaklings.

(Servon og Kaestner 2008) Fjármálalæsi snýr að getu einstaklings til að skilja og nota fjárhagsleg hugtök.

(Hung, Parker og Yoong, 2009) Fjármálalæsi er þekking á grunn efnahags- og fjármálahugtökum sem og getan til þess að nýta þá þekkingu sem og aðra fjárhagslega færni til að stjórna fjárhagslegum aðföngum einstaklings á árangursríkan hátt og öðlist fjárhagslega vegengni ævilangt.

Stofnun um Fjármálalæsi (2010)

Fjármálalæsi felur í sér getuna til að greina valkosti í fjármálum, fjalla um peninga án vandkvæða, gera áætlanir til framtíðar og bregðast skynsamlega við breyttum forsendum ákvarðana í fjármálum, þar með talið í efnahagsumhverfinu.

OECD (2012) Fjármálalæsi er samblanda af vitund, kunnáttu, færni, viðhorfi og hegðun sem er nauðsynleg til að taka farsælar fjárhagslegar ákvarðanir og ná þannig takmarki um fjárhagslega velferð.

Page 20: BS ritgerð í viðskiptafræði Fjármálalæsi viðskiptavina ...ð...taka lánin (Parhaat Pikavipit, 2012; PIPAR/TBWA, 2012). Á Íslandi í dag starfa fimm fyrirtæki á þessum

20

Sjá má að viss þróun hefur orðið á skilgreiningunni á hugtakinu fjármálalæsi. Seinni

hluti orðsins, ‘læsi‘ (e. literacy), hefur víðtæka merkingu sem snýr samtímis að lestri,

ritun og lesskilningi (Freyja Birgisdóttir og Steinunn Torfadóttir, e.d). Hugtakið ‘læsi‘ má

líka túlka í víðara samhengi. UNESCO segir læsi vera hæfileikann til að greina, skilja,

túlka, skapa og miðla upplýsingum bæði í prentuðu og töluðu máli í mismunandi

samhengi. Læsi gerir einstaklingnum kleift að ná sínum markmiðum og taka betur þátt í

samfélaginu með áframhaldandi lærdómi (UNESCO, 2004, bls. 13).

Upphaflega var fjármálalæsi skilgreint í rannsókn frá árinu 1992, „hæfnin til að taka

upplýstar og skilvirkar ákvarðanir varðandi nýtingu og stjórnun peninga“ (Noctor, Stoney

og Stradling, 1992; Schagen og Lines, 1996). Hugtakið var skýrt mun betur í rannsókn

Vitt o.fl. (2000), þar kom fram mun nákvæmari lýsing á því hvað felst í raun í því að vera

fjármálalæs. Ekki var sett fram mælitæki í rannsókn Vitt sem gaf einhverja sérstaka

mælistiku á því hvort og hvenær einstaklingur væri í raun fjármálalæs. Þrátt fyrir það var

sett fram svar við því hvenær einstaklingur væri fjármálalæs og hvað einkenni hann. Vitt

deildi þeirri skoðun með öðrum fræðimönnum að fjármálalæsi fæli ekki aðeins í sér

skilning og getu heldur spilaði viðhorf inn í það samband (Parrotta og Phyllis, 1998).

Rannsóknir seinni tíma hafa færst yfir í að fella inn í fjármálalæsi fleiri þætti fjármála

til dæmis þekkingu á kostnaði, þekking á almennri fjármálaþjónustu og áætlanagerð

(Atkinson og Messy, 2012, Huston, 2012, Servon og Kaestner, 2008). Þó nokkrar

rannsóknir hafa verið gerðar á hugtakinu fjármálalæsi og skilgreiningu þess og ber þar

helst að nefna rannsókn Sandra J. Huston (2010) þar sem teknar voru fyrir helstu

rannsóknir sem gerðar hafa verið á fjármálalæsi í heiminum síðast liðin áratug. Hún tók

saman helstu skilgreiningar fræðimanna á fjármálalæsi og setti fram tillögur um hvernig

best væri að haga mælingum þess efnis og hvaða víddir bæri að nota við þær mælingar.

Hún setti meðal annars fram mynd sem sýnir hugmyndarfræði fjármálalæsis að hennar

mati. Sú mynd sýnir að þekkingar víddin er aðeins hluti af hugtakinu fjármálalæsi og

getan til að nýta sér þá þekkingu dekki stóran hluta af hugtakinu.

Page 21: BS ritgerð í viðskiptafræði Fjármálalæsi viðskiptavina ...ð...taka lánin (Parhaat Pikavipit, 2012; PIPAR/TBWA, 2012). Á Íslandi í dag starfa fimm fyrirtæki á þessum

21

Að sama skapi tóku Hung, Parker og Yoong (2009) líkt og Sandra J. saman helstu

skilgreiningar úr fyrri rannsóknum á fjármálálæsi. Úr þeirri greiningu varð mynd sem

tengir saman fyrri rannsóknir og skilgreiningar þeirra á fjármálalæsi og setur fram

samband milli þekkingar, hæfni og hegðunar.

Mynd 3. Skilgreining fjármálalæsis skv. (Hung, Parker og Yoong, 2009)

Hung o.fl (2009) töluðu um að freistandi væri að nota aðeins PACFL skilgreininguna á

fjármálalæsi en hún væri ekki fullkominn að því leyti að hún beinblíndi of mikið á notkun

fjármálalæsis til að ná árangri í fjármálum. PACFL skilgreiningin segir að fjármálalæsi sé

hæfnin til að nota þekkingu og getu til að stjórna fjármálum á hagkvæman þátt svo það

Mynd 2. Hugmyndafræði fjármálalæsis (Huston, 2010)

KNOWLEDGE DIMENSION Stock of knowledge acquired through education and/or experience

specifically related to essential personal finance concepts and products

APPLICATION DIMENSION

Ability and confidence to effectively apply or use

knowledge related to personal finance

concepts and products.

Page 22: BS ritgerð í viðskiptafræði Fjármálalæsi viðskiptavina ...ð...taka lánin (Parhaat Pikavipit, 2012; PIPAR/TBWA, 2012). Á Íslandi í dag starfa fimm fyrirtæki á þessum

22

stuðli að ævilangri efnahagslegri velgengni einstaklings. Þau töldu það viðhorf einblína

um of á notkun þekkingar fremur en sambandi milli þekkingar getu og hæfni. Svo leggja

megi fram heildstæða skilgreiningu á fjármálalæsi þarf að tengja saman hvað

einstaklingur veit, hvernig hann getur beitt þeirri þekkingu og hvað hann gerir með þá

færni.

Nýjustu rannsóknir á fjármálalæsi taka tillit til fyrri athugana og skilgreina til dæmis

Atkinson og Messy (2012) hugtakið sem sambland af vitund, kunnáttu, færni, viðhorfi og

hegðun sem er nauðsynleg til að taka farsælar fjárhagslegar ákvarðanir. Kunnáttu vídd

fjármálalæsis er því aðeins hluti af skilgreiningu þeirra og virðist sem hegðun, áætlanir

og viðhorf spili stórt hlutverk í velgengni einstaklings. Skilgreiningin sem oftast er stuðst

við á Íslandi er mjög svipuð og sú sem Vitt o.fl. settu fram 2000 en hún segir að

„Fjármálalæsi er getan til að lesa, greina, stjórna og fjalla um fjármálalega þætti sem

hafa áhrif á efnahagslega velferð einstaklingsins.“ (Viðskiptaráðuneytið, 2009, bls 8).

Víddir fjármálalæsis 3.2

Fjármálalæsi hefur nokkrar víddir og hafa rannsóknir síðast liðna áratugi skoðað þær á

mjög mismunandi hátt. Upphaflega tengdu fræðimenn fjármálæsi aðeins þekkingu og

færni (Noctor o.fl., 1992) en síðastliðinn áratug hafa rannsakendur fært sig yfir í að

kanna fleiri víddir og margar innihaldið hegðunar spurningar auk spurninga um kunnáttu

(Huston 2010). Vitt o.fl. (2000) könnuðu til að mynda bæði hegðun og vitund auk

þekkingar í rannsókn sinni og Hogarth (2002) felldi inn skilning vídd fjármálalæsis í

rannsókn sína. Atkinson o.fl. (2007), Hung, Parker og Yoong, (2009) og Huston (2010)

hafa öll sett fram viðmið um hvernig mæla skuli fjármálalæsi en taka þó til misjafnra

vídda. Atkinson o.fl., (2007) töldu auk kunnáttu og hegðunar, mælingar á skilningi og

færni nauðsynlegar svo meta megi fjármálalæsi einstaklings á meðan Hung, Parker og

Yoong, (2009) og Huston (2010) töldu færni og getu til að beita þekkingunni mikivægari

mælifleti.

Rannsóknir á fjármálalæsi og tengdum þáttum 3.3

Mikil þróun hefur átt sér stað frá upphafi rannsókna á þekkingu neytenda á fjármálum

allt til dagsins í dag. Fyrsta rannsóknin sem tengd hefur verið hugtakinu fjármálalæsi var

birt í bandaríska tímaritinu „National Business Education Quarterly“ árið 1967 eftir

Page 23: BS ritgerð í viðskiptafræði Fjármálalæsi viðskiptavina ...ð...taka lánin (Parhaat Pikavipit, 2012; PIPAR/TBWA, 2012). Á Íslandi í dag starfa fimm fyrirtæki á þessum

23

Melvin R. Bakken. Tilgangur hennar var að kanna áhrif kyns, samfélagsstöðu, gáfnafars

og fyrri kennslu í fjármálum á skilning nemenda í 10. bekk í Bandaríkjunum á getu í

stjórnun fjármála. (Bakken, 1967)

Áhugi fræðimanna á þekkingu og skilningi neytenda á fjármálum og þeim kostum

sem þeim stendur til boða hefur aukist samhliða áhyggjum af bágum skilningi neytenda

á þeim málefnum. Upp úr 1990 varð mikil aukning á rannsóknum þessa efnis og þá helst

athugunum einkafyrirtækja á fjármálamarkaði (CFA/AMEX 1991; EBRI 1995 og KPMG

1996). Þessar rannsóknir einkenndust af litlum ósamræmdum spurningarlistum sem

sneru oftar en ekki að þekkingu og skilningi neytenda á þjónustu og vörum fyrirtækisins

sem gerði rannsóknina (Volpe, Chen og Liu, 2006). Viss vitundarvakning átti sér svo stað

í Bandaríkjunum þegar útkomur úr þessum rannsóknum komu fram enda bentu þær til

þess að mikið vantaði almennt upp á þekkingu fólks á fjármálum. Áhyggjur af bágu

fjármálalæsi neytenda urðu til þess að framboð af alls konar námskeiðum tengdum

fjármálum jókst mikið bæði innan og utan fyrirtækja sem og áætlanir um breytingar

innan skólakerfa svo auka mætti þekkingu hins almenna borgara (Braunstein og Welch

2002; Hilgert og Hogarth, 2002; Hilgert, Hogarth og Beverly, 2003).

Fræðimenn hafa tekist á um hvort það borgi sig að mennta fólk í fjármálum (Fox,

Bartholomae, og Lee 2005; Lusardi 2003; Mandell 2005; Willis 2008). Rannsóknir

Mandell (2005) og Willis (2008) sýndu fram á að viss fjármálakennsla borgaði sig ekki á

meðan aðrar rannsóknir sýndu fram á samband milli velgengni og menntunar á sviði

fjármála (Fox,Bartholomae, og Lee 2005; Lusardi 2003). Þó niðurstöður rannsókna hafi

ekki verið einhlýtar um ágæti menntunar á sviði fjármála virðast þær þó oftar en ekki

benda til þess að jákvætt samband sé á milli fræðslu og hegðunar í fjármálum (Hilgert,

Hogarth og Beverly, 2003; Servon og Kaestner, 2008).

Þrátt fyrir síendurteknar rannsóknir sem benda til sambands milli menntunar og

fjármálalæsis virðist sem enn gangi illa að upplýsa og mennta almenning um eiginleika

og kosti mismunandi fjármálaþjónustu. Margir einstaklingar eru ekki með

innlánsreikninga (Hilgert, Hogarth og Beverly, 2003), hafa miklar skuldir bundnar í

yfirdrætti þegar önnur form fjármögnunar standa þeim til boða á betri kjörum (Gartner

og Todd, 2005) og velja lakari kosti en möguleiki er á þegar samið er um gjöld og

vaxakjör á kreditkortum (Agarwal o.fl., 2006). Oft nýta heimili sér ekki tækifæri til að

Page 24: BS ritgerð í viðskiptafræði Fjármálalæsi viðskiptavina ...ð...taka lánin (Parhaat Pikavipit, 2012; PIPAR/TBWA, 2012). Á Íslandi í dag starfa fimm fyrirtæki á þessum

24

lækka vaxtagjöld með endurfjármögnun íbúðarlána (Agarwal, Discroll og Laibson, 2008),

margir einstaklingar skipuleggja ekki lífeyrirsparnað sinn og fara á eftirlaunaaldur með

lítinn sem engan sparnað (Lusardi og Mitchell, 2006) og sumir nýta sér þjónustu

smálánafyrirtækja á himinháum vöxum þegar aðrar tegundir neyslulána standa þeim til

boða á mun betri kjörum (Agarwal, Skiba, og Tobacman, 2009).

Fræðimenn telja helstu skýringu þessarar hegðunar neytenda vera bágan skilning

þeirra á þeim kostum sem standa þeim til boða vegna lélegs fjármálalæsis, en skiptar

skoðanir eru þó á því. Til dæmis bentu Agarwal, Driscoll, Gabaix, og Laibson (2008, 2009)

á að neytendur sem tækju lakari ákvarðanir á vaxtakjörum og gjöldum en hin almenni

neytendi væru líklegri til þess að læra ekki af mistökum sínum. Agarwal og Mazumder

(2010) færðu svo rök fyrir þessu sambandi og tengdu þau frekar vitsmunarlegri getu

neytenda fremur en bágu fjármálalæsi þeirra. Í rannsókn Huston (2010) gagnrýndi hún

það að fræðimenn og þeir sem settu stefnur í menntamálum teldu fjármálalæsi vera

það sem skipti mestu máli við góða ákvörðunartöku í fjármálum. Margir aðrir þættir

kæmu þar inni til dæmis hvatvísi neytenda, ytri aðstæður og misjafn smekkur fólks. Því

yrðu þeir að taka til greina að þeir neytendur sem væru verr staddir fjárhagslega væru

ekki endilega með lélegt fjármálalæsi.

Viðamestu rannsóknir sem gerðar hafa verið á fjármálalæsi hafa flestar verið gerðar í

Bandaríkjunum. Þar má helst nefna rannsóknir samtaka sem nefnd eru „Jumpstart“.

Samtökin voru stofnuð í Bandaríkjunum 1995 og hafa alla tíð einbeitt sér að

rannsóknum á fjármálalæsi framhaldskólanemenda. Dr. Lewis Mandell hannaði

spurningalistann í prófið sem notað var annað hvert ár frá 1997 til 2006. Því er ætla að

mæla víða þekkingu á fjármálum. Niðurstöðurnar eru ekkert sérlega glæsilegar en árið

1997 var meðalútkoman úr prófinu 57% sem er fall því miðað var við 60% sem

lágmarkseinkunn. Útkoman hefur aðeins versnað með árunum en Mandell (2008) vann

viðamikla rannsókn upp úr gögnunum þar sem hann sýndi fram á sterk tengsl milli

velgengni í prófinu og tekjur, menntun foreldra og kynþætti svarenda. Úr niðurstöðum

þeirra rannsókna hefur verið þrýst á bandarísk stjórnvöld að innleiða kennslu

fjármálalæsis inn í skólakerfið og ágætis árangur hefur náðst í þeim efnum. Til dæmis

hefur verið stofnuð skrifstofa um málefni fjármálalæsis sem hefur það hlutverk að auka

Page 25: BS ritgerð í viðskiptafræði Fjármálalæsi viðskiptavina ...ð...taka lánin (Parhaat Pikavipit, 2012; PIPAR/TBWA, 2012). Á Íslandi í dag starfa fimm fyrirtæki á þessum

25

þekkingu almennings, auk þess sem tekist hefur að bæta vitund fjármálafyrirtækja á

þessum málefni (Jumpstart, 2005).

Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið utan Bandaríkjanna á fjármálalæsi og tengdum

þáttum hafa gefið svipaðar niðurstöður. Í Bretlandi hafa nokkrar rannsóknir verið unnar

fyrir breska ríkið meðal annars kannaði David Miles (2004) íbúðarlánamarkaðinn

þarlendis. Helstu niðurstöður hans voru að margir lántekendur hefðu bæði lítinn skilning

á misjafnri langtíma áhættu milli lána og ofmátu getu sína til þess að standa við

afborganir til langs tíma. Atkinson o.fl. (2007) gerðu einnig stóra grunnrannsókn að

beiðni ríkisins, tilgangur hennar var að skilgreina viss viðmið sem hægt væri að styðjast

við í lagasetningu og mótun stefnu í almennri neyslufræðslu og fjármálaráðgjöf. Tekin

voru viðtöl við 5.328 einstakling í öllu Bretlandi, þar með talið Skotland, Wales og

Norður Írland, svo úrtakið skýrði sem best þýðið með von um að hægt væri að byggja

áframhaldandi rannsóknir á þeim viðmiðum sem lögð vorum fram í henni. Viðmiðin sem

Atkinson o.fl lögðu fram voru að skipta mætti getu og þekkingu einstaklinga á sviði

fjármála niður í fjóra hluta. Dagleg stjórnun fjármuna, fjárhagslegar áætlanir og skipulag.

Val á fjárhagslega tengdum vörum og að vera upplýstur um fjárhagsleg málefni.

Niðurstöður þeirra voru að meta þarf alla þessa þætti svo hægt sé að leggja

raunverulegt mat á getu og þekkingu einstakling á sviði fjármála auk þess skilaði

rannsóknin þeirri niðurstöðu að mælitækin þeirra væru góður grunnur til að byggja fleiri

rannsóknir á í framtíðinni.

Í Ástralíu var einnig gerð viðamikil rannsókn á fjármálalæsi fullorðinna og þeim

þáttum sem gætu skýrt mun milli einstaklinga, til dæmis lýðfræðilegra og félagslegra

þátta. Líkt og rannsókn Mandell (2008) sýndi rannsókn Worthington (2006) fram á að

vissir þættir höfðu sterk tengsl við útkomu mælinga á fjármálalæsi. Þeir félagslegu

þættir sem höfðu jákvæð áhrif voru meðal annars meiri menntun, háar tekjur og rekstur

eða stjórnun fyrirtækja. Atvinnuleysi eða engin atvinnuþátttaka, að hafa atvinnu af

búskap og að hafa ekki lokið 10.bekk höfðu neikvæð áhrif á útkomuna. Þeir lýðfræðilegu

þættir sem höfðu áhrif voru kyn, það er karlar voru að jafnaði með hærra fjármálalæsi

og konur og sömuleiðis hafði aldur áhrif. Þeir sem eldri voru, voru almennt

fjármálalæsari en yngri svarendur. Rannsóknin sem var unnin úr gögnum Roy Research‘s

Page 26: BS ritgerð í viðskiptafræði Fjármálalæsi viðskiptavina ...ð...taka lánin (Parhaat Pikavipit, 2012; PIPAR/TBWA, 2012). Á Íslandi í dag starfa fimm fyrirtæki á þessum

26

gaf ástralska ríkinu góðar vísbendingar um hvaða hópum það ætti að einbeita sér að ef

það hyggðist bæta fjármálalæsi almennt (Worthington, 2006).

Meðal þeirra þátta sem mikið hafa verið rannsakaðir í sambandi við fjármálalæsi eru

áhrif fjárhagslegar áætlana og val á fjárhagslega tengdum vörum tengt lífeyrissparnaði.

Rannsóknir hafa leitt í ljós um allan heim tengsl milli takmarkaðar framsýnar í

lífeyrirssparnaði og bágs fjármálalæsis (Banks, O’Dea, og Oldfield, 2010; Bernheim,

1998; Clark, Melinda, Morrill og Allen, 2011; Hastings, Mitchell og Chyn, 2011; Lusardi

og Mitchell, 2006; Lusardi og Mitchell, 2007; Van Rooji, Lusardi, og Alessie, 2011b).

Hvort sem umræði Svíja, Hollendinga eða Bandaríkjamenn þá eru fræðimenn sammála

um mikilvægi þess að gera fjárhagslegar áætlanir sem er einn hluti af fjármálalæsi.

Þrátt fyrir að hugtakið fjármálalæsi hafi fyrst verið rannsakað af Bakken 1967 þá kom

ekki fram almennileg skilgreining á hugtakin fyrren árið 1992 og hafa fræðimenn verið

mjög duglegir við að skilgreina hugtakið á misjafnan hátt og þar af leiðandi mælt það

mjög misjafnt (Huston, 2010; Noctor, Stoney og Stradling, 1992; Schagen og Lines,

1996). Sandra J. Huston prófesor við tækniháskólann í Texas tók saman 52. gagnasett úr

72. rannsóknum á fjármálalæsi síðasta áratugs. Tilgangur rannsóknarinnar var að varpa

fram skýrri skilgreiningu á hvað fjármálalæsi væri og hvað það væri ekki, greina megin

ágalla mælitækja, útlistaði úrbætur og koma upp stöðluðum og viðurkendum

mælitækjum til að mæla fjármálalæsi einstaklinga. Einnig tók hún saman fyrri

skilgreiningar og túlkanir á hugtakinu. Megin niðurstöður Huston voru þær að 72%

þeirra 72. rannsókna sem voru athugaðar innihéldu ekki skilgreiningu á hugtakinu

fjármálalæsi og 47% þeirra töldu fjármálalæsi aðeins vera þekkingu. Samræmi milli

mælitækja var mjög ábótavant og skortur var á útskýringum á mælingum sem gerði það

fræðimönnum erfitt um vik að bera saman verk sín og gagnasöfn. Samræmda

hugmyndafræði vantaði milli rannsókna og oft mældu mælitækin sem mæla áttu

fjármálalæsi ekki nema hluta þeirra atriða sem æskilegt væri svo raunverulegar

niðurstöður fengjust. Huston taldi að lágmark 12. kjarnaspurningar þyrfti svo mæla

mætti fjármálalæsi einstaklinga á fullnægjandi hátt (Huston 2012).

Nýjasta viðamikla alþjólega rannsóknin á fjármálalæsi var framkvæmd af Atkinson og

Messy (2012) fyrir OECD. Rannsóknin bar saman fjármálalæsi neytenda í 14 löndum.

Tilgangur hennar var bæði að hanna alþjóðlegt mælitæki á fjármálalæsi sem og að bera

Page 27: BS ritgerð í viðskiptafræði Fjármálalæsi viðskiptavina ...ð...taka lánin (Parhaat Pikavipit, 2012; PIPAR/TBWA, 2012). Á Íslandi í dag starfa fimm fyrirtæki á þessum

27

saman löndin sem tóku þátt. Athyglisverð útkoma rannsóknarinnar var ekki aðeins

staðfesting fyrri rannsókna á tengslum lýðfræðilegra og félagslegra þátta við

fjármálalæsi heldur einnig tilurð viðurkennds mælitækis sem hægt er að nota samtímis í

misjöfnum löndum. Mælitækin voru samræmd milli landa og voru spurningarnar alltaf á

móðurmáli svarenda. Þó svo að spurningar væru samræmdar hljóðuð þær ekki alltaf

eins heldur voru hannaðar til að kanna sömu þætti milli landa. Mældir og bornir voru

saman þrír þættir fjármálalæsis, þekking, viðhorf og hegðun með 19 kjarnaspurningum í

samræmi við viðmið um misjafnar víddir sem sett voru fram í rannsókn Atkinson (2007)

og lágmarksfjölda spurninga Huston (2010).

3.3.1 Íslenskar rannsóknir

Hugtakið fjármálalæsi kom fyrst fram á Íslandi 2005 í óbirtri BS. ritgerð eftir Breka

Karlsson forstöðumann Stofununar um fjármálalæsi á Íslandi (Breki Karlsson,

forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi, munnleg heimild 17. október 2012). Hann

hefur gert þónokkrar rannsóknir á þessu viðfangsefni síðan þá. Nýjasta rannsókn hans

var gerð 2011 á slembiúrtaki af íslenskum neytendum og er enn óútkominn en

niðurstöður hennar voru ekki jákvæðar (Breki Karlsson, munnleg heimild 17. október

2012).

Í rannsókn Breka (2005) voru 658 framhaldsskólanemendur beðnir um að svara

spurningarlista sem mældi fjármálalæsi þeirra. Rannsóknin skiptist í tvo hluta,

annarsvegar þekkingarhluta sem innihélt 40 spurningar og hins vegar almennar

spurningar meðal annars bakgrunnspurningar. Niðurstöður rannsóknarinnar gáfu til

kynna að þekking á fjármálalæsi væri almennt slæm meðal nemenda í framhaldsskólum

landsins (Breki Karlsson, 2005).

Árið 2008 var nefnd skipuð á vegum viðskiptaráðherra til að kenna þekkingu og meta

þörf á aukinni kennslu á fjármálaþekkingu almennings. Nefndin var þverfaglega og var

meðal annars skipuð hagfræðingi, lögfræðingum og viðskiptafræðingum. Hún skilað

skýrslu um stöðu mála í febrúar 2009. Gerð var könnun á Íslendingum á aldrinum 18-80

ára og fjármálalæsi þeirra metið. Til athugunar voru þrjár víddir fjármálalæsis, hegðun,

viðhorf og þekking. Niðurstöður skýrslunar bentu til þess að Íslendingar byggju almennt

yfir bágu fjármálalæsi (Viðskiptaráðuneytið, 2009). Ýmsir lýðfræðilegir þættir höfðu

áhrif á getu einstaklingar eins og fram hefur komið í erlendum rannsóknum

Page 28: BS ritgerð í viðskiptafræði Fjármálalæsi viðskiptavina ...ð...taka lánin (Parhaat Pikavipit, 2012; PIPAR/TBWA, 2012). Á Íslandi í dag starfa fimm fyrirtæki á þessum

28

(Worthington, 2006). Þar má nefna að meiri menntun og hærri tekjur höfðu jákvæð

áhrif á útkomu svarenda. Nefndin benti einnig á að á árunum 2003-2007 hafi mikið

góðæri ríkt hér á landi og almenningur tók mikið af lánum. Áhrif kreppunnar nú gætu því

verið enn meiri en ella vegna þess að neytendur virtust ekki fyllilega skynja þá hættu

sem lántöku fylgdi. Hluti þess að vera fjármálalæs er að sníða sér stak eftir vexti.

Á sama ári og skýrsla nefndar viðskiptaráðherra koma út gerðu Hugrún Ester

Sigurðardóttir og Vordís Svala Jónsdóttir samanburðarrannsókn við rannsókn Breka frá

2005. Tilgangur rannsóknarinnar var að meta hvort einhver breyting hefði átt sér stað á

þekkingu framhalskólanema á þessu fjögurra ára tímabili. Niðurstöður þeirra bentu til

þess að fjármálalæsi hefði aukir á þessu tímabili sem hugsanlega má rekja að hluta til

aukinnar samfélagsumræðu um fjármál í kjölfar efnahagshrunsins. Þó fjármálalæsi hefði

batnað í heildina dalaði þekking nemenda á sviði skatta á tímabilinu (Vordís Svala

Jónsdóttir, Hugrún Ester Sigurðardóttir, Haukur Freyr Gylfason og Kári Kristinsson, 2009,

bls. 197).

Staða fjármálalæsis á Íslandi er því ekki góð og nýleg óútkomin rannsókn frá Stofnun

um fjármálalæsi staðfestir það líkt og fyrri kannanir hérlendis (Breki Karlsson, munnleg

heimild 17. október 2012). Í fyrrnefndri rannsókn sem fjórir finnskir fræðimenn unnu

fyrir iðnaðar og viðskiptaráðuneyti Finnlands á notkun ungra Finna á smálánum kom

fram að vissir lýðfræðilegir þættir gátu spáð yfir smálánatöku ungra Finna. Þeir þættir

sem höfðu spágildi um smálánatöku voru m.a. ungur aldur og lítil atvinnuþátttaka

(Minna, Terhi-Anna, Risto, & Jaana, 2009). Rannsóknir hafa einnig greint að sömu þættir

hafi spágildi þegar að fjármálalæsi og skuldum kemur (Gathergood, 2011, bls. 597;

Atkinson og Messy, 2012, bls. 11; Huston, 2012, bls. 570-571).

Ef neytendur smálána eru yngri en almennir neytendur og með minni

atvinnuþátttöku, þar af leiðandi lægri tekjur, er áhugavert að kanna hvort þeir séu líka

með lakara fjármálalæsi en almenningur. Tilgáta höfundar var því að munur væri á

fjármálalæsi þeirra sem nýta sér þjónustu smálánafyrirtækjanna og almenns neytenda á

Íslandi. Rannsóknarspurningin hljóðaði því svona „Er munur á fjármálalæsi viðskiptavina

smálánafyrirtækjanna og almennings á Íslandi?“. Engar íslenskar rannsóknir hafa verið

gerðar beint á þessum hóp neytenda og er fræðilegri umfjöllun um þetta málefni mjög

ábótavant svo hægt sé að taka upplýstar ákvarðanir í lagasetningu á þessum markaði.

Page 29: BS ritgerð í viðskiptafræði Fjármálalæsi viðskiptavina ...ð...taka lánin (Parhaat Pikavipit, 2012; PIPAR/TBWA, 2012). Á Íslandi í dag starfa fimm fyrirtæki á þessum

29

4 Aðferðafræði

Hönnun 4.1

Stuðst var við megindlega rannsóknaraðferð í formi spurningarkvarða til að bera saman

tvo hópa í þessari rannsókn. Könnunin var hönnuð upp úr nokkrum erlendum

fræðigreinum og rannsóknum og þýddar yfir á íslensku. Fyrst var saminn 30 spurninga

listi sem forprófaður var á þrem einstaklingum, leiðréttur og bættur útfrá þeirra

tillögum. Sá listi var síðan fylltur út af 118 nemendum Fjölbrautarskóla Breiðholts (hér

eftir FB). Vegna úrvinnslu svörunar úr FB, athugasemda Kára Kristinssonar og aðgengi að

neytendum smálánafyrirtækjanna var listanum mikið breytt. Svo fór að svörun

nemenda FB var ekki notuð við frekar úrvinnslu. Að öllum leiðréttingum loknum stóðu

eftir 25 spurningar. Spurningalistinn var settur upp á skýran hátt með von um að

svarendur myndu ekki mistúlka spurningar.

Viss munur var á þeim tveim listum sem að lokum voru sendir út til þáttakennda

þessara rannsóknar, en þær spurningar sem notaðar voru til að byggja niðurstöður í

voru þær sömu milli hópa. Munurinn fólst í uppsetningu könnunnar þ.e. henni var skipt

niður á mismargar síður, könnunin sem send var út á neytendur smálánafyrirtækja hafði

einnig tvær auka spurningar sem snéru að neyslu lánana og önnur þeirra hafði fleiri

bakgrunns spurningar en hin. Sjá má báða spurningalistanna sem sendir voru út í

viðauka 1 og 2.

4.1.1 Þátttakendur

Tveir hópar voru fengnir til að svara spurningakönnun höfundar. Í fyrra úrtakinu voru

neytendur hjá smálána fyrirtækjunum Kredia ehf, Smálán ehf, Hraðpeningar ehf og 1909

ehf. Þeir svöruðu 25 spurninga könnun rafrænt. Svo gera mætti samanburð við fyrr

nefndan hóp var haft samband við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands um gerð

könnunar á 1.500 manna handahófskenndu úrtaki.

4.1.2 Mælitæki

Spurningalistarnir sem sendir voru út innihéldu báðir sömu 18 spurningarnar utan

bakgrunnsspurninga. Listinn sem fór út til neytenda smálánafyrirtækjanna var

Page 30: BS ritgerð í viðskiptafræði Fjármálalæsi viðskiptavina ...ð...taka lánin (Parhaat Pikavipit, 2012; PIPAR/TBWA, 2012). Á Íslandi í dag starfa fimm fyrirtæki á þessum

30

spurningarlisti sem samanstóð af 25 spurningum. Notaður var hvati í formi þriggja

gjafabréfa í verslunarmiðstöðina Kringluna. Listinn sem sendur var á úrtak

Félagsvísindastofnunar samanstóð af 31 spurningu og innihélt ekki hvata.

Spurningar 1 - 4 voru byggðar á finnskri rannsókn frá árinu 2009 um notkun ungra

Finna á smálánum. Höfundarnir ritgerðarinnar lýstu spurningunum á eftirfarandi hátt :

“Við rannsökuðum einnig viðhorf ungra neytenda til lántöku og þeirra skilning á þeim

sjálfum sem neytendunum með eftirfarandi spurningum.”(Minna o.fl., 2009). Ekki voru

unnar niðurstöður upp úr þessum spurningum við vinnslu ritgerðarinnar.

Spurning 5 mælir hvatvísi svarenda. Listinn var fengin úr bókinni „Handbook of

Marketing Scales“ og er skalinn sjálfur frá árinu 1996 eftir Radhika Puri. Hún Radhika fór

ítarlega í sköpun og fræðin á bakvið þennan lista í grein sinn í „Journal of consumer

psychology“ árið 1996. Spurningin var fram og bak þýdd. Ekki voru unnar niðurstöður

upp úr þessum spurningum við vinnslu ritgerðarinnar.

Fjármálalæsi var mælt í spurningum 6 – 17. Tvær víddir fjármálalæsis voru til

skoðunar annarsvegar kunnátta og hinsvegar viðhorf svarenda. Stuðst var við lista

Atkinson og Messy (2012) úr OECD rannsókn þeirra á fjármálalæsi. Þýðingarnar á

spurningarlista þeirra voru fengnar úr rannsóknum Breka Karlssonar og MS ritgerð

Sigríðar Heiðar (2012). Rannsókn þeirra innihélt fleiri spurningar og einnig mældu þau

enn aðra vídd fjármálalæsis, hegðun. Sú vídd var ekki mæld á sama hátt í þessari

rannsókn en hinsvegar var fjármálahvatvísi frekar mæld.

Ekki voru allar spurningar í OECD vagninum notaðar, þær sem notaðar eru má sjá í

töflu 2. Einkunn í fjármálalæsi var svo reiknuð út fyrir hvern svarenda sem leiddi í ljós

getu hans. Hæst gat einstaklingur fengið 7 stig fyrir kunnáttu hlutan og 4 stig fyrir

viðhorfshlutann. Kóðun einkunnargjafar er betur útlistuð í viðauka 3.

Page 31: BS ritgerð í viðskiptafræði Fjármálalæsi viðskiptavina ...ð...taka lánin (Parhaat Pikavipit, 2012; PIPAR/TBWA, 2012). Á Íslandi í dag starfa fimm fyrirtæki á þessum

31

Tafla 2. Spurningar notaðar til mælingar á fjármálalæsi

Kunnátta

Fimm bræðrum eru gefnar 100.000 kr. Ef þeir eiga að skipta þeim jafnt hvað fær hver þeirra mikið í sinn hlut. Þú lánar vini þínum 25.000 kr. og færð 25.000 kr. til baka næsta dag. Hversu mikla vexti greiddi hann af láninu. Þú leggur 100 kr. inn á reikning með 2% árlegum vöxtum. Þú leggur ekkert meira inn og tekur ekkert út. Hversu mikil er upphæðin í lok árs? Hversu mikil væri upphæðin orðin eftir 5 ár? Fjárfesting með hárri ávöxtun er líklega áhættusöm. Mikil verðbólga merkir að framfærslukostnaður eykst hratt. Almennt gildir að hægt er að minnka áhættu í fjárfestingu á hlutabréfamarkaði með því að dreifa kaupum milli hluta- og skuldabréfa.

Viðhorf

Mér líður betur með að eyða peningum í stað þess að safna þeim til lengri tíma litið. Ég á það til að lifa fyrir daginn í dag og láta morgundaginn ráðast. Ég er reiðubúinn að taka áhættu með peninga mína varðandi sparnað eða fjárfestingu. Peningar eru til að eyða þeim.

Í þeirri könnun sem senda var út á neytendur smálánafyrirtækjanna voru lagðar fyrir

spurningar sem snéru að neyslu á smálánum. Spurt var um í hvað smálánin færu og

hvort neytendur hefðu nýtt sér þau til að greiða upp fyrri smálán. Spurningarnar voru

byggðar á rannsókn Minna o.fl. (2009).

4.1.3 Framkvæmd

Úrtakið samanstóð af tveim hópum. Önnur könnunin var send út á alla neytendur

smálánafyrirtækjanna Kredia.ehf, Smálán.ehf, Hraðpeningar.ehf og 1909.ehf og var hún

send til neytenda fyrirtækjanna í rafrænu formi fréttabréfs, tilkynningu fyrirtækjanna

Page 32: BS ritgerð í viðskiptafræði Fjármálalæsi viðskiptavina ...ð...taka lánin (Parhaat Pikavipit, 2012; PIPAR/TBWA, 2012). Á Íslandi í dag starfa fimm fyrirtæki á þessum

32

má nálgast í viðauka 4. Sendur var beinn tengill á netkönnunina og var könnunin opinn á

tímabilinu 8. nóvember til 12. desember. Alls bárust 1167 nothæf svör.

Leitað var til Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir úrtak í samanburðar hóp.

Úrtakið samanstóð af fólki 18 ára og eldra af öllu landinu eftir tilviljunarúrtaki úr

þjóðskrá. Úrtakið var lagskipt eftir kyni, aldri og búsetu til þess að það endurspeglaði

sem best samsetningu kyns, aldurs og búsetu meðal landsmanna, 18 ára og eldri. Það

endurspeglar því eins vel og mögulegt er hinum “almenna” neytenda á Íslandi. Alls voru

1465 manns sem fengu sendan hlekk á könnun af þeim fylltu 840 manns út könnunina

og var svarhlutfall því 57%.

4.1.4 Greining gagna og úrvinnsla

Tvö gagnasöfn voru borin saman og notast var við tölfræðiforritið SPSS. Lýsandi

tölfræði var beitt og helstu lýðfræðilegu þættir svarenda voru settir upp í töflu.

Þáttakendum var skipt í tvo hópa, annarsvegar þá sem höfðu nýtt sér þjónustu

smálánafyrirtækjanna og hinsvegar almenna neytendur á íslenskum markaði. Þegar

samanburður var gerðu á bakgrunnsbreytum innan og milli hópa var miðað við

marktektarstuðul p < 0,05. Tölfræðilegir útreikningar var byggðu á Mann-Whitney U

prófi vegna þess að skilyrðum normaldreifingar var ekki fullnægt í einkunnagjöf

fjármálalæsis.

Page 33: BS ritgerð í viðskiptafræði Fjármálalæsi viðskiptavina ...ð...taka lánin (Parhaat Pikavipit, 2012; PIPAR/TBWA, 2012). Á Íslandi í dag starfa fimm fyrirtæki á þessum

33

5 Niðurstöður

Alls bárust 2007 nothæf svör við spurningarlistnum tveim, 1167 frá viðskiptavinum

smálánafyrirtækja og 840 úr könnum Félagsvísindastofnunar. Tafla 4. greinir frá helstu

bakgrunnsupplýsingum beggja hópanna. Töflur 5 og 6 lýsa þessum upplýsingum fyrir

hvern hóp fyrir sig.

Tafla 3. Bakgrunnsupplýsingar allra þátttakenda

Kyn þátttakenda Mánaðarlegar ráðstöfunartekjur þátttakenda

Karlar 46,0% 0 - 100.000 kr. 9,9%

Konur 54,0% 100.001 - 200.000 kr. 31,1%

200.001 - 300.000 kr. 30,2%

Fjöldi gildra svara 300.001 - 400.000 kr. 14,7%

Smálánaneytendur 1167 400.001 - 500.000 kr. 7,9%

Almennir neytendur 840 500.001 kr. eða meira. 6,2%

Aldur þátttakenda Hæsta prófgráða þátttakenda

18-20 ára 5,2% Stúdentspróf eða lægra 52,7%

21-22 ára 12,9% Tækniskólapróf (annað en BS-próf) 13,4%

23-25 ára 20,6% Grunnpróf úr háskóla 22,3%

26-35 ára 22,8% Framhaldsnámi í háskóla 8,6%

36-50 ára 18,9%

51 ára eða eldri 19,7%

Page 34: BS ritgerð í viðskiptafræði Fjármálalæsi viðskiptavina ...ð...taka lánin (Parhaat Pikavipit, 2012; PIPAR/TBWA, 2012). Á Íslandi í dag starfa fimm fyrirtæki á þessum

34

Tafla 4. Bakgrunnsupplýsingar viðskiptavina smálánafyrirtækja

Kyn þátttakenda Mánaðarlegar ráðstöfunartekjur þátttakenda

Karlar 43,8% 0 - 100.000 kr. 12,5%

Konur 56,2% 100.001 - 200.000 kr. 37,2%

200.001 - 300.000 kr. 29,1%

Aldur þátttakenda 300.001 - 400.000 kr. 12,3%

18-20 ára 7,8% 400.001 - 500.000 kr. 5%

21-22 ára 20,6% 500.001 kr. eða meira. 3,9%

23-25 ára 33,4%

26-35 ára 27,1% Hæsta prófgráða þátttakenda

36-50 ára 11,0% Stúdentspróf eða lægra 71,2%

51 ára eða eldri 0,0% Tækniskólapróf (annað en BS-próf) 7,5%

Grunnpróf úr háskóla 16,4%

Framhaldsnámi í háskóla 5,0%

Talsverður munur var milli svarenda í hópunum tveim. Neytendur smálána voru

yngri, tekjuminni og almennt með minni menntun en almennir neytendur.

Tafla 5. Bakgrunnsupplýsingar almennra neytenda á Íslandi

Kyn þátttakenda Mánaðarlegar ráðstöfunartekjur þátttakenda

Karlar 49,2% 0 - 100.000 kr. 6,0%

Konur 50,8% 100.001 - 200.000 kr. 21,4%

200.001 - 300.000 kr. 32,5%

Aldur þátttakenda 300.001 - 400.000 kr. 18,2%

18-20 ára 1,3% 400.001 - 500.000 kr. 12,1%

21-22 ára 2,1% 500.001 kr. eða meira. 9,9%

23-25 ára 3,1%

26-35 ára 16,4% Hæsta prófgráða þátttakenda

36-50 ára 29,9% Stúdentspróf eða lægra 33,5%

51 ára eða eldri 47,2% Tækniskólapróf (annað en BS-próf) 21,6%

Grunnpróf úr háskóla 30,9%

Framhaldsnámi í háskóla 14,1%

Page 35: BS ritgerð í viðskiptafræði Fjármálalæsi viðskiptavina ...ð...taka lánin (Parhaat Pikavipit, 2012; PIPAR/TBWA, 2012). Á Íslandi í dag starfa fimm fyrirtæki á þessum

35

Myndir 4, 5 og 6 sýna myndrænt þann mun sem er á aldri, tekjum og menntun

hópanna tveggja.

0%

5%

10%

15%

20%

25%

30%

35%

40%

45%

50%

18-20 ára 21-22 ára 23-25 ára 26-35 ára 36-50 ára 51 ára eða eldri

Aldur þátttakenda

Almennir neytendur Viðskiptavinir smálánafyrirtækja

0%

5%

10%

15%

20%

25%

30%

35%

40%

Mánaðarlegar ráðstöfunartekjur þátttakenda

Almennir neytendur Viðskiptavinir smálánafyrirtækja

Mynd 4. Samanburður milli hópa. Mánaðarlegar ráðstöfunartekjur

Mynd 5 Samanburður milli hópa. Aldursdreifing þátttakenda

Page 36: BS ritgerð í viðskiptafræði Fjármálalæsi viðskiptavina ...ð...taka lánin (Parhaat Pikavipit, 2012; PIPAR/TBWA, 2012). Á Íslandi í dag starfa fimm fyrirtæki á þessum

36

0%

10%

20%

30%

40%

50%

60%

70%

80%

Stúdentspróf eðalægra

Tækniskólapróf(annað en BS-próf)

Grunnpróf úrháskóla

Framhaldsnámi íháskóla

Hæsta prófgráða þátttakenda

Almennir neytendur Viðskiptavinir smálánafyrirtækja

Dreifing milli kyns svarenda var jafnari en aldursdreifing, miklu munaði milli hópa.

Viðskiptavinir smálánafyrirtækjanna eru mun yngri en hin almenni neytandi en sú

ákvörðun að safna svörum í gegnum tölvupóst gæti skýrt hluta þess munar. Af

viðskiptavinum smálánafyrirtækjanna voru 61,8% á aldrinum 18-25 ára en aðeins 6,5%

almennra neytenda. Viðskiptavinir smálánafyrirtækjanna voru einnig tekjuminni, 49,7%

með undir 200 þúsund krónur í ráðstöfunartekjur mánaðarlega samanborið við 27,4%

almennra neytenda. Samkvæmt tölum frá fyrirtækjunum sjálfum er meðalaldur

neytenda þeirra 33,5 ár (Útlán, 2012). Loks höfðu almennir neytendur oftar lokið

háskólagráðu, 30,9% þeirra höfðu lokið grunnprófi úr háskóla en aðeins 16,4%

viðskiptavina smálánafyrirtækjanna höfðu lokið sömu gráðu.

Megin markmið rannsóknarinnar var að greina hvort finna mætti marktækan mun á

fjármálalæsi viðskiptavina smálánafyrirtækjanna og hinum almenna neytenda. Á mynd

8, 9 og 10 má sjá myndrænt þann mun sem var á útkomu hópanna og miðgildi hópanna.

Í viðauka 3 má sjá hvernig stigafjöldi var gefin fyrir hverja spurningu bæði í kunnáttu

hluta könnunarinnar og viðhorfs hluta hennar.

Mynd 6. Samanburður milli hópa. Menntun þátttakenda

Page 37: BS ritgerð í viðskiptafræði Fjármálalæsi viðskiptavina ...ð...taka lánin (Parhaat Pikavipit, 2012; PIPAR/TBWA, 2012). Á Íslandi í dag starfa fimm fyrirtæki á þessum

37

0%

2%

4%

6%

8%

10%

12%

14%

16%

1,00 2,00 3,00 4,00 5,00

Viðhorf

Viðhorf svarenda

Almennir neytendur Smálánaneytendur

Eins og sést á mynd 8 gekk almennum neytendum betur á kunnáttu hluta

könnuninnar og með öll svör rétt í 25,3% tilvika á meðan viðskiptavinir

smálánafyrirtækjanna voru aðeins í 9,8% tilvika með allt rétt. Almennir neytendur

(miðgildi=5 n=817) mælast með marktækt meiri þekkingu á sviðið fjármála en

viðskiptavinir smálánafyrirtækjanna (miðgildi=4 n=1174) miðað við 95% vissu eftir að

Mann-Whitney U próf var framkvæmt (u=352497,5 ; z=-10,218 ; p =.000 ; r=-,229).

0%

5%

10%

15%

20%

25%

30%

0 1 2 3 4 5 6 7

Rétt svör

Fjöldi réttra svara í kunnáttuhluta fjármálalæsis prófs

Almennir neytendur

Smálánaneytendur

Mynd 7. Munur á fjármálalæsi hópa. Kunnáttuhluti

Mynd 8. Munur á fjármálalæsi hópa. Kunnáttuhluti

Page 38: BS ritgerð í viðskiptafræði Fjármálalæsi viðskiptavina ...ð...taka lánin (Parhaat Pikavipit, 2012; PIPAR/TBWA, 2012). Á Íslandi í dag starfa fimm fyrirtæki á þessum

38

Mynd 9 sýnir viðhorf svarenda beggja hópa til fjármála. Skalanum var víxlað svo

svörin „Sammála“ fengu 1-2 stig en „ósammála“ fengu 4-5 stig, kóðun einkunnargjafar

er betur útlistuð í viðauka 3. Almennir neytendur (miðgildi=3,75 n=765) fengu marktækt

jákvæðari niðurstöðu úr viðhorfs hlutanum en viðskiptavinir smálánafyrirtækjanna

(miðgildi=3,25 n=1148) miðað við 95% vissu eftir að Mann-Whitney U próf var

framkvæmt. (u=293095,5 ; z=-12,392 ; p =,000 ; r=-,283). Þetta gefur til kynna að þeir

geri frekar áætlanir með fjármuni sína, safni peningum sínum og taki minni áhættu með

þá.

Á mynd 10 má svo sjá samsetta einkunn svarenda við öllum 11 spurningum

fjármálalæsisins. Aftur er marktækur munur milli almennra neytenda (miðgildi=9,25,

n=765) og viðskiptavina smálánafyrirtækja (miðgildi=7,75 n=1148) samkvæmt Mann-

Whitney U prófi (u=251355,5 ; z=-15,876 ; p=.000 ; r=-,363).

0%

1%

2%

3%

4%

5%

6%

7%

1,75 3,50 4,50 5,50 6,50 7,50 8,50 9,50 10,50 11,50

Rétt svör

Hve mörg stig fær svarandi samtals

Almennir neytendur Smálánaneytendur

Mynd 9. Munur á fjármálalæsi hópa. Samanlagður stigafjöldi svarenda.

Page 39: BS ritgerð í viðskiptafræði Fjármálalæsi viðskiptavina ...ð...taka lánin (Parhaat Pikavipit, 2012; PIPAR/TBWA, 2012). Á Íslandi í dag starfa fimm fyrirtæki á þessum

39

Áður en hægt er að svara rannsóknarspurningunni, „Er munur á fjármálalæsi

viðskiptavina smálánafyrirtækjanna og almennings á Íslandi?“ þarf að athuga hvort

munurinn skýrist af því hversu mismunandi hóparnir eru eða hvort ákvörðun neytenda

að taka smálán sé megin skýring á muninum.

Mynd 10. Munur á fjármálalæsi hópa eftir aldri

Á mynd 10 er búið að fella saman aldursflokkana 18-25 ára í einn hóp og 36 ára og

eldri og setja upp myndrænt. Eftir standa því þrír flokkar, 18-25 ára, 25-36 ára og 36 ára

og eldri. Hóparnir voru settir saman svo auðveldara væri að grein með

marktektarprófum hvort munur væri á hópunum.

Tafla 6. Munur á fjármálalæsi hópa eftir aldri

Aldur Neytendur smálána

Almennir neytendur Mann-Whitney U-próf

18 – 25 ára (Miðgildi =7,5 n = 701) (Miðgildi = 8,0 n = 49) U = 12797,5 ; z = -2,988 ;

p = ,003; r=-,109

26 – 35 ára (Miðgildi = 8,5 n = 306) (Miðgildi = 9,0 n = 124) U = 13453,5 ; z = -4,733 ;

p = ,000 ; r=-,228

36 ára og eldri

(Miðgildi = 8,25 n = 125) (Miðgildi = 9,25 n= 592) U = 24588,5 ; z = -5,904 ;

p = ,000 ; r=-,220

0,0

2,0

4,0

6,0

8,0

10,0

18-25 25-36 36 og eldri

Smálánaneytendur Almennir neytendur

Page 40: BS ritgerð í viðskiptafræði Fjármálalæsi viðskiptavina ...ð...taka lánin (Parhaat Pikavipit, 2012; PIPAR/TBWA, 2012). Á Íslandi í dag starfa fimm fyrirtæki á þessum

40

Samkvæmt Mann-Whitney U prófi reyndist marktækur munur milli allra

aldurshópanna. Almennir neytendur kom betur út í öllum hópum eins og sjá má á mynd

10. Niðurstöður Mann-Whitney prófsins má sjá ásamt miðgildum og fjöld svarenda í

töflu 6.

Mynd 11. Munur á fjármálalæsi hópa eftir ráðstöfunartekjum

Talsverður munur var á tekjum hópanna en þrátt fyrir það var nægt svörun svo hægt

var að framkvæma marktektarprófum milli hópa. Á mynd 111 má sjá myndrænan

samanburð á milli tekjuflokka. Aftur reyndist marktækur munur milli allra hópa

samkvæmt Mann-Whitney U prófi. Almennir neytendur kom alltaf betur út eins og

niðurstöður Mann-Whitney prófsins sýna í töflu 7 ásamt miðgildum og fjölda svarenda.

0,0

1,0

2,0

3,0

4,0

5,0

6,0

7,0

8,0

9,0

10,0

Smálánaneytendur Almennir neytendur

Page 41: BS ritgerð í viðskiptafræði Fjármálalæsi viðskiptavina ...ð...taka lánin (Parhaat Pikavipit, 2012; PIPAR/TBWA, 2012). Á Íslandi í dag starfa fimm fyrirtæki á þessum

41

Tafla 7. Munur á fjármálalæsi hópa eftir ráðstöfunartekjum

Tekjur Neytendur smálána Almennir neytendur Mann-Whitney U-próf

0-100.000

kr.

(Miðgildi =7,0 , n =140) (Miðgildi =8,375 , n =44 ) U =1960,5 ; z = -3,636 ;

p = ,000 , r = -,269

100.001-

200.000 kr.

(Miðgildi = 7,5, n = 417) (Miðgildi =8,75 , n = 154) U =20503 ; z = -6,639 ;

p = ,000 , r= -,278

200.001-

300.000 kr.

(Miðgildi = 8,0 , n = 327) (Miðgildi = 9,0 , n = 234) U = 24472 ; z = -7,290 ;

p = ,000 , r=-,308

300.001-

400.000 kr.

(Miðgildi = 8,75, n = 138) (Miðgildi = 9,75, n = 132) U = 6079,5 ; z =-4,728 ;

p = ,000 , r=-,288

400.001-

500.000 kr.

(Miðgildi = 8,75, n = 55) (Miðgildi = 9,75, n = 86) U = 1476 ; z = -3,764 ;

p = ,000 , r=-,317

Yfir 500.000

kr.

(Miðgildi = 9,125, n = 44) (Miðgildi = 10,0 , n = 71) U = 904,5 ; z =-3,790 ;

p = ,000 , r= -,353

Loks ber að kanna hvort mismunur á lokinni menntun milli hópa hafi áhrif á

mismun fjármálalæsis milli neytenda. Á mynd 12 sést myndrænn samanburður milli

hópa.

Mynd 12. Munur á fjármálalæsi hópa eftir menntun

0,0

2,0

4,0

6,0

8,0

10,0

12,0

Stúdentspróf eða lægra Tækniskólapróf (annaðen BS-próf)

Grunnpróf úr háskóla(t.d. BA-, BS-, eða

B.Ed.-próf)

Framhaldsnámi íháskóla (MA, MS,

doktorsnámi)

Smálánaneytendur Almennir neytendur

Page 42: BS ritgerð í viðskiptafræði Fjármálalæsi viðskiptavina ...ð...taka lánin (Parhaat Pikavipit, 2012; PIPAR/TBWA, 2012). Á Íslandi í dag starfa fimm fyrirtæki á þessum

42

Líkt og útkoma marktektarprófa á aldur og tekjur koma almennir neytendur aftur

betur út úr öllum flokkum. Þeir mælast með marktækt betra fjármálalæsi burt séð frá

menntun. Tafla 8 sýnir niðurstöður Mann-Whitney prófsins. Niðurstöður þessar gefa

vísbendingar um að munur á fjármálalæsi milli hópana tveggja skýrist að mestu leiti á

því hvort neytandi hafa nýtt sér þjónustu smálánafyrirtækjanna fremur en aldur,

menntun og tekjur.

Tafla 8. Munur á fjármálalæsi hópa eftir menntun

Námi lokið Neytendur smálána

Almennir neytendur Mann-Whitney U-próf

Stúdentspróf

eða lægra

(Miðgildi = 7,75 n=774 ) (Miðgildi = 8,75 n =253 ) U = 70654 ; z = -6,661 ;

p = ,000; r=-,208

Tækniskólapróf

(annað en BS)

(Miðgildi = 7,75 n = 79) (Miðgildi =8,875 n

=162)

U = 4281,5 ; z = -4,174 ;

p = ,000 ; r=-,269

Grunnpróf úr

háskóla

(Miðgildi = 7,5 n = 177) (Miðgildi = 9,75 n = 236) U = 253615 ; z=-9,403 ;

p = ,000 ; r=-,463

Framhaldspróf

úr háskóla

(Miðgildi = 7,75 n = 52) (Miðgildi = 10,0 n = 108) U = 2032 ; z = -7,857 ;

p = ,000 ; r=-,621

Page 43: BS ritgerð í viðskiptafræði Fjármálalæsi viðskiptavina ...ð...taka lánin (Parhaat Pikavipit, 2012; PIPAR/TBWA, 2012). Á Íslandi í dag starfa fimm fyrirtæki á þessum

43

6 Umræða

Út frá hagfræðilegu sjónarmiði ætti fólk ávalt að velja ódýrustu fjármögnunarleiðina.

Það er þó ekki alltaf raunin vegna ýmissa þátta. Mannlegir þættir sem geta spilað inn í

val neytenda eru til dæmis fyrri reynsla og smekkur kaupenda. Staðsetning neytenda

getur takmarkað möguleika þeirra til fjármögnunar. Áhrif fyrri gjörð til dæmis vanskil

eða gjaldþrot geta einnig takmarkað kosti neytenda (Huston, 2010). Því þarf þekking á

fjármögnunarkostum, fjármálalæsi og vitund um kostnað lántöku ekki að vera megin

áhrifaþátturinn þegar kemur að vali neytenda. (Huston, 2012).

Hóparnir sem bornir voru saman í rannsókn þessara ritgerðar voru þó nokkuð

frábrugðnir hvor öðrum. Viðskiptavinir smálánafyrirtækjanna voru yngri og þar af 61,8%

á aldrinum 18-25 ára en aðeins 6,5% almennra neytenda. Viðskiptavinir

smálánafyrirtækjanna voru einnig tekjuminni, 49,7% undir 200 þúsund krónum í

ráðstöfunartekjur mánaðarlega samanborið við 27,4% almennra neytenda. Loks höfðu

almennir neytendur oftar lokið háskólagráðu, 30,9% þeirra höfðu lokið grunnprófi úr

háskóla en aðeins 16,4% viðskiptavina smálánafyrirtækjanna höfðu lokið sömu gráðu.

Aldur, tekjur og menntu skýrðu hluta þess munar sem mældis milli hópanna. Þessir

þættir höfðu þó ekki úrslita áhrif um niðurstöðu rannsóknarinnar sem var sú að þeir sem

hafa nýtt sér þjónustu smálánafyrirtækjanna voru með lakara fjármálalæsi en almennir

neytendur.

Smálán hafa verið í deiglunni síðustu ár. Ekki aðeins vegna mikils lántökukostnaðar

heldur einnig pressu fjölmiðla á ráðamenn. Tvívegis hafa frumvörp til skýrari og harðar

lagasetningar um lánin dagað uppi á alþingi. Ráðamenn hafa áhyggjur af þessari

starfsemi og hafa gengið svo langt í fjölmiðlum og tala um að banna hana algjörlega

(Kastljós, 2012). Frumvarpið sem liggur nú fyrir á alþingi mun kippa fótunum undan

starfseminni í núverandi mynd gangi það í gang óbreytt.

Mikill skortur er á fræðilegri umfjöllun hérlendis um þennan málaflokk en erlendis

hafa ýmis álitamál verið til umræðu honum tengdum. Til að mynda voru áhrif algers

banns við smálánastarfsemi tveggja fylkja í Bandaríkjunum metin og komstu fræðimenn

að allt annari niðurstöðu en þrýstihópar, fjölmiðlar og ráðamenn höfðu haldið fram.

Page 44: BS ritgerð í viðskiptafræði Fjármálalæsi viðskiptavina ...ð...taka lánin (Parhaat Pikavipit, 2012; PIPAR/TBWA, 2012). Á Íslandi í dag starfa fimm fyrirtæki á þessum

44

Afleiðing bannsins voru í heildina neikvæðar fyrir samfélagið. Kostnaður lánanna hefur

einnig verið kannaður og bentu niðurstöður til þess að miðað við tegund, upphæð,

lánstíma, afskrifta og rekstarkostnað væri kostnaðurinn skiljanlegur. Loks hafa verið

gerðar rannsóknir á eftirspurn og hverjir neytendur lánanna eru. Í ljós kom í

Bandaríkjunum er mikil eftirspurn eftir lánunum og almennt væru neytendur ánægðir

með þjónustunna.

Ef neytendur eru sáttir og eftirspurn er eftir þessari þjónustu, afhverju undirbjóða

sparisjóðir og bankar ekki smálánafyrirtækin hérlendis? Útfrá samkeppnissjónarmiðum

og frjálsri inngöngu á markað ætti venjuleg atvinnustarfsemi að þenjast út þangað til

lámarks framleiðslukostnaði er náð. Rannsóknir í Bandaríkjunum benta til þess að sú

þjónusta sem smálánafyrirtækin bjóða nú þegar á neyslulánamarkaðinum væri það

hagkvæm og þægileg að hvorki bankar né sparisjóðir hefðu áhuga á að fara í samkeppni.

Líklega er þetta ekki ástæðan hérlendis heldur spilar neikvæð fjölmiðlaumfjöllun stórt

hlutverk sem hindrar önnur fyrirtæki í þátttöku.

Málið er því margslungið og ekkert í hendi þegar smálán eru annarsvegar. Mikilvægt

er að ráðamenn stígi rólega til jarðar við lagasetningu á þessum markaði og taki vel

ígrundaða ákvörðun byggða á rannsóknum fremur en þrýstings fjölmiðla. Það sem ágæt

er að hafa til hliðsjónar er að aðeins 2,9% aðspurðar almennra neytenda sögðust hafa

nýtt sér þjónustu smálánafyrirtækja síðustu 12 mánuði. Ef tölur smálánafyrirtækjanna

eru réttar, að yfir 30.000 mismunandi kennitölur hafi verið skráðar sem lántakendur hjá

þeim síðan þau voru stofnuð fyrir tveim árum gerir það um það bil 3.5% af neytendum

18 ára og eldri á Íslandi 2011 árlega samkvæmt tölum frá hagstofunni. Aðeins örlítill

hluti viðskiptavina smálánafyrirtækjanna stendur ekki í skilum, um 4%. Það gerir um

0,25% af neytendum 18 ára og eldri á Íslandi í dag.

Er því hægt að skilgreina smálán sem vandamál eða eru þau hentug lausn á

skammtíma vandamálum líkt og smávöruverslanir sem opnar eru eftir miðnætti? Frekar

ætti að horfa til þess hvers vegna neytendur taka lánin fremur en að banna þeim það.

Meirihluti rannsókna á þessu sviði hefur sýnt fram á tengsl milli fjármálalæsis og

fjárhagslegrar vegengnar upp að vissi marki. Leiða má því líkur að því að með almennt

auknu fjármálalæsi megi draga úr notkun almennings á smálánum. Neytendur með

meira fjármálalæsi eru skilningsríkari um þá kosti sem þeim bjóðast og skilja betur

Page 45: BS ritgerð í viðskiptafræði Fjármálalæsi viðskiptavina ...ð...taka lánin (Parhaat Pikavipit, 2012; PIPAR/TBWA, 2012). Á Íslandi í dag starfa fimm fyrirtæki á þessum

45

raunverulegt virði peninga og hvernig hagkvæmast er að nota þá. Það er mat höfundar

að gengið sé of langt í núverandi lagasetningu og smálán séu þjónusta sem útfæra má

betur og setja skýra lagaramma um. Löggjafinn ætti frekar að horfa til fræðslu frekar en

boða og banna. Í fyrsta lagi er ekki kominn næg reynsla á áhrif smálána á samfélagið og

í öðru lagi hafa ekki verið gerðar neinar fræðilegar rannsóknir hérlendis á áhrifum þeirra

til þessa. Í þriðja lagi hefur umræðan tengd þeim of mikið verið byggð á órökstuddum

skoðunum og sorgarsögum tengdum skuldavanda einstakra einstaklinga í stað

málefnalegra og rökstuddar umræðu sem valdið hefur því að erfitt reynist að ræða þessi

málefni.

Sú gagnasöfnun sem ráðist var í við vinnslu ritgerðarinnar gefur svigrúm til frekar

úrvinnslu gagna til framtíðar rannsókna og umræðu um málefni neytenda. Aðeins kom

fram svar við því hvort munur væri á fjármálalæsi hópanna tveggja. Það er von höfundar

að í kjölfari þessara ritgerðar verið fleiri kannanir gerðar á þessum markaði til að varpa

skýrara ljósi á það hvernig bæta megi hag og menntun neytenda.

Page 46: BS ritgerð í viðskiptafræði Fjármálalæsi viðskiptavina ...ð...taka lánin (Parhaat Pikavipit, 2012; PIPAR/TBWA, 2012). Á Íslandi í dag starfa fimm fyrirtæki á þessum

46

Heimildarskrá

Alþingi. (2012). Samantekt um þingmál: Neytendalán. Sótt 7. janúar 2013 af http://www.althingi.is/dba-bin/samantekt.pl?ltg=141&mnr=220

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.(16. September 2012). Minnisblað : Útreikningur á hámarki árlegrar hlutfallstölu kostnaðar. Sótt 10. nóvember 2012 af http://www.althingi.is/pdf/umsogn.php4?lthing=141&malnr=220&dbnr=149&nefnd=ev

Agarwal, S., Chomsisengphet, S., Liu, C. og Souleles, N. (2006). “Do Consumers Choose the Right Credit Contracts?” Working Paper, Federal Reserve Bank of Chicago, 2006-11.

Agarwal, S., Gabaix, X., Driscoll, J., og Laibson, D. (2008). Learning in the Credit Card Market. (Vinnuskýrsla NBER nr. 13822). Cambridge: NBER Sótt 14. desember 2012 af http://www.nber.org/papers/w13822.pdf

Agarwal, S., Gabaix, X., Driscoll, J., og Laibson, D. (2009). “The Age of Reason: Financial Decisions over the Life-Cycle and Implications for Regulation,” Brookings Papers on Economic Activity, 2009 (2), 51-117.

Agarwal, S., Gabaix, X., Driscoll, J., og Laibson, D. (2008). Optimal Mortgage Refinancing: A Closed Form Solution. (Vinnuskýrsla NBER nr. 13487). Cambridge: NBER Sótt 14. desember 2012 af http://www.nber.org/papers/w13487.pdf

Agarwal, S., Mazumder, B. (2010). “Cognitive Ability and Financial Decision Making” (Vinnuskýrsla), Federal Reserve Bank of Chicago.

Agarwal, S., Skiba, P., og Tobacman, J. (2009). “Payday Loans and Credit Cards: New Liquidity and Credit Scoring Puzzles?” American Economic Review – Papers and Proceeding, 99 (2), 412-417.

Atkinson, A., Mckey, S., Collard, S. og Kempson, E. (2007). Levels of Financial Capability in the UK. Public Money og Management, 27(1), 29-36

Atkinson, A. og Messy, F. (2012). Measuring Financial Literacy: Results of the OECD / International Network on Financial Education (INFE) Pilot Study. (Vinnuskýrsla OECD nr. 15). París: OECD. Sótt 21. nóvember 2012 af http://dx.doi.org/10.1787/5k9csfs90fr4-en

Bakken, M. R. (1967). Money management understandings of tenth grade students. National Business Education Quarterly, 36, 6.

Page 47: BS ritgerð í viðskiptafræði Fjármálalæsi viðskiptavina ...ð...taka lánin (Parhaat Pikavipit, 2012; PIPAR/TBWA, 2012). Á Íslandi í dag starfa fimm fyrirtæki á þessum

47

Borenius Ltd. (11. Október 2012). Legal Alert - Proposal for legislation concerning microloans. Sótt 26. nóvember 2012 af http://www.borenius.com/InEnglish/News/Legalalerts/Article/tabid/10572/ArticleId/1362/Default.aspx?Return=10572

Braunstein, S., og Welch, C. (2002). Financial literacy: An overview of practice, research, and policy. Federal Reserve Bulletin , 88 (11), 445.

Breki Karlsson. (2005). Fjármálalæsi á Íslandi. Óbirt BS ritgerð: Háskólinn Reykjavík,Viðskiptafræðideild.

Breki Karlsson. (2010). Ferð til fjár - Leiðarvísir um fjármál fyrir ungt fólk. Reykjavík: Oddi.

Breki Karlsson og Bryndís B. Ásgeirsdóttir. (2009). Rannsókn á fjármálalæsi á Íslandi. Reykjavík: Stofnun um fjármálalæsi og Rannsóknir og greining.

Consumer Federation of America and American Express Company (CFA/AMEX), (1991). “Student Consumer Knowledge: Results of a National Test.” Washington, D.C.

DV. (2012,-a). "Sláandi“ margir ungir fíklar fjármagna neyslu með smálánum. Sótt 3. nóvember 2012 af http://www.dv.is/frettir/2012/8/20/ungir-fiklar-taka-smalan-fyrir-dopi/

DV. (2012,-b). Festist í vítahring smálána. Sótt 4. nóvember 2012 af http://www.dv.is/consumer/2012/3/19/festist-i-vitahring-smalana/

DV. (2012,-c). Hörður malar gull með smálánafyrirtæki. Sótt frá 3. nóvember 2012 af http://www.dv.is/frettir/2012/9/13/hordur-malar-gull-med-smalanafyrirtaeki/

Efnahags- og viðskiptaráðuneytið. (31. Ágúst 2012). Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Sótt 27. nóvember 2012 af http://www.efnahagsraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/nr/3585

Egill Eðvarðsson (Útsendingarstjóri). (2012, 24. nóvember). Kastjós [Sjónvarpsútsending]. Reykjavík. Ríkisútvarpið.

Employee Benefit Research Institute (EBRI), 1995. “Are Workers Kidding Themselves? Results of the 1995 Retirement Confidence Survey.” Washington, D.C.

Folkia. (2012). SMS lån | Snabblån | Mobillån | Folkia - SMSlån med besked direkt. Sótt 30. september 2012 af https://www.folkia.se/

Forbrugerombudsmande. (4. Febrúar 2009). Retningslinjer for markedsføring af kortfristede eller mindre lån indgået som fjernsalgsaftaler. Sótt 16. nóvember 2012 frá http://www.forbrugerombudsmanden.dk/Love-og-regulering/Retningslinjer-og-vejledninger/Markedsfoeringsloven/~/media/Forbrugerombudsmanden/loveregler/retningslinjer/RetningslinjerKorteLaan01032009.ashx

Page 48: BS ritgerð í viðskiptafræði Fjármálalæsi viðskiptavina ...ð...taka lánin (Parhaat Pikavipit, 2012; PIPAR/TBWA, 2012). Á Íslandi í dag starfa fimm fyrirtæki á þessum

48

Fox, Jonathan J., Suzanne Bartholomae, og Jinkook Lee. (2005). Building the Case for Financial Education. Journal of Consumer Affairs, 39 (Sumar): 195–214.

Freyja Birgisdóttir og Steinunn Torfadóttir. (e.d.) Lesvefurinn – Símenntun Rannsóknir Ráðgjöf, Kennaraháskóla Íslands fyrir Menntamálaráðuneytið 2007-2008. Hvað er læsi? Sótt 21. nóvember 2012 af: http://lesvefurinn.hi.is/lestur

Fréttablaðið. (15. Nóvember 2010). Smálán: Bannað að lána tekjulágum. Sótt 12. nóvember 2012 af http://www.visir.is/smalan--bannad-ad-lana-tekjulagum/article/2010883665178

Fréttablaðið. (2012a). "Smálán eru af hinu illa". Sótt 7. nóvember 2012 af http://www.visir.is/-smalan-eru-af-hinu-illa-/article/2012120829879

Fréttablaðið. (2012b). Báðu móður fíkils að leyna samkomulagi. Sótt 3. nóvember 2012 af http://www.visir.is/badu-modur-fikils-ad-leyna-samkomulagi/article/2012711019873

Gathergood, J. (2011). Self-control, financial literacy and consumer over-indebtedness. Journal of Economic Psychology , 590-602.

Heidhues, P., og B. Kőszegi (2009). Futile attempts at self-control. Journal of the European Economic Association, 7(2-3), 423–434.

Hilgert, M. Og Hogarth, J.M. (2002). Financial knowledge, experience and learning preferences : Preliminary results from a new survey on financial literacy. Consumer Intrest Annual, 48(1), 1-7

Hilgert, M. A., Hogarth, J.M. og Beverly S.G. (2003). Household Financial Management: The Connection Between Knowledge and Behavior. Federal Reserve Bulletin, 89(7), 309–322.

Hraðpeningar.ehf. (2012). Smálán og SMS lán | Hraðpeningar.ehf. Sótt 12. nóvember 2012 af https://hradpeningar.is/

Hung, A.A.,Parker, A.M., Yoong, J. (2009). Defining and Measuring Financial Literacy. (Vinnuskýrsla RAND nr. 708). RAND Sótt 29. nóvember 2012 af http://www.rand.org/pubs/working_papers/2009/RAND_WR708.pdf

Huston, S.J. (2010). Measuring fiancial literacy. The Journal of Consumer Affairs, 44(2), 296-316.

Huston, S.J. (2012). Financial literacy and the cost of borrowing. International Journal of Consumer Studies , 566-572.

Johan Almenberg og Jenny Säve-Söderberg (2011). Financial Literacy and Retirement Planning in Sweden. Sótt 7. desemer 2012 af http://develop.fafo.no/files/news/10070/P_forum5.pdf

Page 49: BS ritgerð í viðskiptafræði Fjármálalæsi viðskiptavina ...ð...taka lánin (Parhaat Pikavipit, 2012; PIPAR/TBWA, 2012). Á Íslandi í dag starfa fimm fyrirtæki á þessum

49

Jumpstart Coalition for Personal Financial Literacy. (2005). 2004 personal financial survey of high school seniors. Sótt 23. nóvember 2012 af http://www.jumpstart.org/survey.html

Kim, J. 2001. Financial Knowledge and Subjective and Objective Financial Well-being. Consumer Interests Annual, 47: 1–3. http://www.consumerinterests.org/files/public/Kim–Financialknowledge.pdf.

KPMG Peat Marwick LLP (KPMG), (1995). “Retirement Benefits in the 1990s: 1995 Survey Data.” New York, NY.

Kredia.ehf. (2012). SMS lán og smálán | Kredia ehf. Sótt 12. nóvember 2012 af www.kredia.is

Laibson, D. (1997). Golden eggs and hyperbolic discounting.Quarterly Journal of Economics, 443–477

Lusardi, A., og Mitchell, O. (2006). “Financial Literacy and Planning: Implications for Retirement Wellbeing.” (Vinnuskýrsla nr. 1) Pension Research Council

Lusardi, A., og Mitchell, O. (2007). Baby boomer retirement security, the role of planning, financial literacy and housing wealth. Journal of Monetary Economics, 54, 205–224.

Lusardi, A., og Tufano, P. (2009). Debt literacy, Financial experience and overindebtedness. (Vinnuskýrsla NBER nr. 14808). Cambridge: NBER Sótt 12. október 2012 af http://www.nber.org/papers/w14808

Mandell, Lewis. (1997). Our Vulnerable Youth: The Financial Literacy of American 12th Graders. Washington, DC: The Jump$tart Coalition for Personal Financial Literacy.

Mandell, Lewis. (2008). “Financial Literacy of High School Students,” in Overcoming the Saving Slump: How to Increase the Effectiveness of Financial Education and Saving Programs. University of Chicago Press, 2008.

Menntamálaráðuneytið. (2011). Aðalnámskrá framhaldsskóla: Almennur hluti 2011. Sótt 15. Október 2012 af Menntamálaráðuneytið: http://www.menntamalaraduneyti.is/utgefid-efni/namskrar/nr/3954

Minna, A., Terhi-Anna, W., Risto, K., og Jaana, L. (2009). The use of small instant loans among young adults – a gateway to a consumer insolvency? International Journal of Consumer Studies , 407-415.

Morgan, Donald and Michael R. Strain (2008). "Payday Holiday: How Households Fare After Payday Credit Bans." Federal Reserve Bank of New York Staff Report no. 309. February.

Morgunblaðið. (2009,-a). Kynlíf frekar rætt en fjármál. Sótt 19. nóvember 2012 af http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1298883/

Page 50: BS ritgerð í viðskiptafræði Fjármálalæsi viðskiptavina ...ð...taka lánin (Parhaat Pikavipit, 2012; PIPAR/TBWA, 2012). Á Íslandi í dag starfa fimm fyrirtæki á þessum

50

Morgunblaðið. (2009-b). Bjóða smálán með 608% ársvöxtum. Sótt 10. nóvember 2012 af http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2009/10/29/ bjoda_smalan_med_608_prosent_arsvoxtum/

Morgunblaðið. (2010). Vill skýrari reglur um smálán. Sótt 13. nóvember 2012 af http://www.mbl.is/frettir/innlent/2010/09/11/vill_skyrari_reglur_um_smalan/

Morgunblaðið. (2012). Smálán takmörkuð við 80.000 kr. Sótt 3. nóvember 2012 af http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/10/22/smalan_takmorkud_vid_80_000_kr/

Óðinn Sigþórsson. (2012). Vísir - Blóðpeningar.is. Sótt 6. nóvember 2012 af Vísir - Fréttir: http://www.visir.is/blodpeningar.is-/article/2012703179989

OECD. (2005). Improving financial literacy: analysis of issues and policies. Sótt 3. október 2012 af http://www.keepeek.com/Digital-Asset-Management/oecd/finance-and-investment/improving-financial-literacy_9789264012578-en

Parhaat Pikavipit (7. Apríl. 2012). Netin parhaat pikavipit - pikavippi [Myndband]. Sótt af http://www.youtube.com/watch?v=dji0235s_xA

Parrotta, Jodi L. and Phyllis J. Johnson. (1998). The Impact of Financial Attitudes and Knowledge on Financial Management and Satisfaction of Recently Married Individuals. Financial Counseling and Planning, 9:2.

PIPAR/TBWA (23. Mars. 2012). Smálán - Ekkert stórmál [Myndband]. Sótt af http://www.youtube.com/watch?v=t0LzNiPA964

Ríkisútvarpið. (2012,-a). Smálánafyrirtæki. Sótt 3. nóvember 2012 af http://www.ruv.is/ruv/smalanafyrirtaeki

Ríkisútvarpið. (2012,-b). Spegillinn: Smálán í Bretlandi. Sótt 7. janúar 2013 frá http://www.ruv.is/sarpurinn/spegillinn/22082012/smalan-i-bretlandi

Sigríður Heiðar. (2012). Fjármálalæsi og fjárhagsleg velgengni. Eru tengsl þar á milli? Reykjavík: Háskólaprent

Smugan. (3. Apríl 2012). Óvíst um áhrif frumvarps á okursmálán – 600 prósenta vextir. Sótt 3. janúar 2012 frá http://smugan.is/2012/04/ovist-um-ahrif-frumvarps-a-okursmalan-600-prosenta-vextir/

Stegman, M. A. (2007). Payday Lending. Journal of Economic Perspectives , 21 (1), 169 –190.

United Nations Educational, Scientific and Cultural Education, Education Sector. (2004). The plurality of literacy and its implications for policies and programmes. Frakkland: Unesco. Sótt 29. nóvember 2012 af http://unesdoc.unesco.org/images/0013/001362/136246e.pdf

Útlán.ehf. (2012a). Staðreyndir um smálán. Sótt 12. desember 2012 frá http://samtokin-utlan.is/stadreyndir_um_smalan/

Page 51: BS ritgerð í viðskiptafræði Fjármálalæsi viðskiptavina ...ð...taka lánin (Parhaat Pikavipit, 2012; PIPAR/TBWA, 2012). Á Íslandi í dag starfa fimm fyrirtæki á þessum

51

Útlán.ehf.(2012b). Umsögn Útlána við frumvarp til laga um neytendalán (þingskjal 228 - 220. mál). Sótt 7. janúar 2013 frá http://www.althingi.is/pdf/umsogn.php4?lthing=141&malnr=220&dbnr=149&nefnd=ev

van Rooij, M. C., Lusardi, A., og Alessie, R. J. (2011a). Financial literacy and retirement planning in the Netherlands. Journal of Economic Psychology , 593-608.

van Rooij, M. C., Lusardi, A., og Alessie, R. J. (2011b). Financial literacy and stock market participation. Journal of Financial Economics , 449-472.

Viðskiptablaðið. (16. Október 2012). Hætt að lána geðfötluðum og hækka aldur lánþega. Sótt 3. nóvember 2012 frá http://www.vb.is/frettir/77218/?q=sm%C3%A1l%C3%A1n

Viðskiptaráðuneytið. (2009). Fjármálalæsi á Íslandi - skýrsla nefndar á vegum viðskiptaráðherra. Reykjavík.

Vitt, L. A., Anderson, C., Kent, J., Lyter, D. M., Siegenthaler, J. K., og Ward, J. (2008). ISFS – personal finance and the rush to competence - executive summary. Sótt 13. nóvember 2009 af http://www.isfs.org/exec-summ.html

Volpe, R. P., Haiyang Chen, and Sheen Liu, (2006). “An Analysis of the Importance of Personal Finance Topics and the Level of Knowledge Possessed by Working Adults.” Financial Services Review, 15, 81-96.

Vordís Svala Jónsdóttir, Hugrún Ester Sigurðardóttir, Haukur Freyr Gylfason og Kári Kristinsson. (2009). Fjármálalæsi framhaldsskólanema árið 2005 og 2009. Sótt 7. janúar 2013 af http://ibr.hi.is/sites/ibr.hi.is/files/vorradstefna_radstefnurit1.pdf

Willis, Lauren E. (2008). Against Financial Literacy Education. Iowa Law Review, 94: 197–285.

Þingskjal 1248. (2010). Frumvarp til laga um breytingar á lögum nr. 121/1994. Sótt 7. janúar 2013 af http://www.althingi.is/altext/139/s/1248.html

Þingskjal 228. (2012). Frumvarp til laga um neytendalán. Sótt 7. janúar 2013 af http://www.althingi.is/altext/141/s/0228.html

Þingskjal 1137. (2012). Frumvarp til laga um neytendalán. Sótt 7. janúar 2013 af http://www.althingi.is/altext/140/s/1137.html

Page 52: BS ritgerð í viðskiptafræði Fjármálalæsi viðskiptavina ...ð...taka lánin (Parhaat Pikavipit, 2012; PIPAR/TBWA, 2012). Á Íslandi í dag starfa fimm fyrirtæki á þessum

52

Viðauki 1

Spurningalisti sem sendur var út til viðskiptavina smálánafyrirtækja.

Ágæti þátttakandi.

Á þessari síðu er stutt 25 spurninga rannsókn sem mér þætti vænt um að þú tækir þátt í

og fylltir út.

Á næstu síðu getur þú slegið inn email til að taka þátt í potti. Þrír þátttakendur fá gefins

gjafabréf í Kringluna,samtals að verðmæti 60.000 kr.

Rannsóknin er liður í lokaverkefni mínu við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og snýst

um hegðun fólks þegar kemur að fjármálum og neyslulánatöku.

Leiðbeinandi er Dr. Kári Kristinsson.

Ég vil biðja þig um að lesa allar spurningarnar vel. Mikilvægt að öllum spurningum hafi

verið svarað áður en listanum er skilað.

Fullum trúnaði er heitið við úrvinnslu gagnanna.

Takk fyrir. Davíð Arnarson.

Page 53: BS ritgerð í viðskiptafræði Fjármálalæsi viðskiptavina ...ð...taka lánin (Parhaat Pikavipit, 2012; PIPAR/TBWA, 2012). Á Íslandi í dag starfa fimm fyrirtæki á þessum

53

Mjög ósammála Frekar ósammálaHvorki sammála né

ósámmálaFrekar sammála Mjög sammála

Mjög ósammála Frekar ósammálaHvorki sammála né

ósámmálaFrekar sammála Mjög sammála

Mjög ósammála Frekar ósammálaHvorki sammála né

ósámmálaFrekar sammála Mjög sammála

Mjög ósammála Frekar ósammálaHvorki sammála né

ósámmálaFrekar sammála Mjög sammála

1. Ég á erfitt með að stjórna útgjöldum mínum, peningarnir fara út jafnóðum og þeir

koma inn.

2. Ég borga oftast mína reikninga á réttum tíma.

3. Ég er skynsamur neytandi. Ég kaupi ekki óþarfa vörur og þjónustu.

4. Það er óþarfi að reikna vexti af lánum sem eru tekin til skamms tíma (10-90 daga).

5. Lestu eftirfarandi lýsingarorð vandlega og merktu svo við hvernig þau lýsa þér hvert og eitt.

1 Lýsir mér

oftast

2 3 4 Lýsir mér stundum

5 6 7 Lýsir mér sjaldan

Hvatvís

Kærulaus

Með sjálfstjórn

Eyðslusamur/söm

Framsýn(n)

Ábyrg(ur)

Page 54: BS ritgerð í viðskiptafræði Fjármálalæsi viðskiptavina ...ð...taka lánin (Parhaat Pikavipit, 2012; PIPAR/TBWA, 2012). Á Íslandi í dag starfa fimm fyrirtæki á þessum

54

Agaður / öguð

Hef auðveldlega hemil á mér

Skynsamur/söm

Vandvirk(ur)

Finnst gaman að eyða

Skipuleg(ur) 6. Fimm bræðrum eru gefnar 100.000 kr. Ef þeir eiga að skipta þeim jafnt, hvað fær hver

þeirra mikið í sinn hlut?

Veit ekki

Vil ekki svara

Svar : [_______]

7. Bræðurnir þurfa nú að bíða í 1 ár eftir að fá sinn hlut af 100.000 kr. Að þeim tíma

liðnum geta þeir keypt:

Meira en þeir gætu í dag

Jafn mikið

Minna en þeir gætu í dag

Fer eftir verðbólgu

Fer eftir vöru sem þeir ætla að kaupa

Veit ekki

Vil ekki svara

Page 55: BS ritgerð í viðskiptafræði Fjármálalæsi viðskiptavina ...ð...taka lánin (Parhaat Pikavipit, 2012; PIPAR/TBWA, 2012). Á Íslandi í dag starfa fimm fyrirtæki á þessum

55

8. Þú lánar vini þínum 25.000 kr. í eitt kvöld og færð 25.000 kr. til baka næsta dag.

Hversu mikla vexti greiddi hann af láninu?

Veit ekki

Vil ekki svara

Svar : [_______]

9. Þú leggur 100 kr. inn á reikning með 2% árlegum vöxtum. Þú leggur ekkert meira inn

og tekur ekkert út. Hversu mikil er upphæðin í lok árs með vöxtum?

Veit ekki

Vil ekki svara

Svar : [_______]

10. Hversu mikil væri upphæðin eftir 5 ár?

Meira en 110 kr

Nákvæmlega 110 kr

Minna en 110 kr

Ekki hægt að segja til út frá gefnum upplýsingum

Veit ekki

Vil ekki svara

11. Fjárfesting með hárri ávöxtun er líklega áhættusöm

Rétt

Rangt

Veit ekki

Vil ekki svara

12. Mikil verðbólga merkir að framfærslukostnaður eykst hratt

Rétt

Rangt

Veit ekki

Vil ekki svara

Page 56: BS ritgerð í viðskiptafræði Fjármálalæsi viðskiptavina ...ð...taka lánin (Parhaat Pikavipit, 2012; PIPAR/TBWA, 2012). Á Íslandi í dag starfa fimm fyrirtæki á þessum

56

Mjög ósammála Frekar ósammálaHvorki sammála né

ósámmálaFrekar sammála Mjög sammála

Mjög ósammála Frekar ósammálaHvorki sammála né

ósámmálaFrekar sammála Mjög sammála

Mjög ósammála Frekar ósammálaHvorki sammála né

ósámmálaFrekar sammála Mjög sammála

Mjög ósammála Frekar ósammálaHvorki sammála né

ósámmálaFrekar sammála Mjög sammála

13. Almennt gildir að hægt er að minnka áhættu í fjárfestingu á hlutabréfamarkaði með

því að dreifa kaupum milli hluta- og skuldabréfa

Rétt

Rangt

Veit ekki

Vil ekki svara

14. Mér líður betur með að eyða peningum í stað þess að safna þeim til lengri tíma litið.

15. Ég á það til að lifa fyrir daginn og láta morgundaginn ráðast.

16. Ég er reiðubúin(n) að taka áhættu með peninga mína varðandi sparnað eða

fjárfestingu.

17. Peningar eru til að eyða þeim.

18. Hversu oft hefur þú tekið lán hjá smálánafyrirtækjum á síðustu 12 mánuðum?

[_______]

Page 57: BS ritgerð í viðskiptafræði Fjármálalæsi viðskiptavina ...ð...taka lánin (Parhaat Pikavipit, 2012; PIPAR/TBWA, 2012). Á Íslandi í dag starfa fimm fyrirtæki á þessum

57

19. Hver er algengasta ástæða þín fyrir notkun þjónustu þessara fyrirtækja? Merktu í einn eða fleiri reiti eftir því sem við á.

Áhugamál

Leiga

Skemmtanir

Áfengi, tóbak o.s.frv.

Matur

Fatakaup, skókaup

Ferðalög

Til að greiða reikninga

Bensín, samgöngukostnaður

Símreikningar

Annað

20. Hefur þú tekið smálán til að greiða upp annað smálán?

Nei

21. Hvort ert þú karl eða kona?

Karl Kona

22. Hver er aldur þinn?

Undir 18 ára

18-20 ára

21-23 ára

23-25 ára

Yfir 25 ára

23. Hvað er hæsta prófgráða sem þú hefur lokið?

Stúdentspróf eða lægra Tækniskólapróf (annað en BS-próf) Grunnpróf úr háskóla (t.d. BA-, BS-, eða B.Ed.-próf) Meistarapróf úr háskóla (t.d. MA-, MS-, Kandídatspróf eða M.Ed.-próf) Doktorspróf Önnur menntun, hver? (__________________________________________)

Page 58: BS ritgerð í viðskiptafræði Fjármálalæsi viðskiptavina ...ð...taka lánin (Parhaat Pikavipit, 2012; PIPAR/TBWA, 2012). Á Íslandi í dag starfa fimm fyrirtæki á þessum

58

24. Hverjar eru mánaðarlegar ráðstöfunartekjur þínar (námslán meðtalin)

0 - 100.000 kr.

100.001 - 200.000 kr.

200.001 - 300.000 kr.

300.001 - 400.000 kr.

400.001 - 500.000 kr.

500.001 kr. eða meira.

25. Hver er núverandi staða í þínum atvinnumálum.

Full vinna, fastráðinn

Full vinna, tímabundið

Hlutastarf, fastráðin

Hlutastarf, tímabundið

Vinn annarslagið

Atvinnulaus

Veit ekki

Lukkupottur. Skráðu inn virkt email í reitinn til að eiga möguleika á að vinna gjafabréf í Kringluna (30þ, 20þ, 10þ) Það sem er skráð hér inn tengist ekki úrlausn könnunarinnar á síðustu síðu og verður

aðeins notað til að draga út vinningshafa.

26. Skráðu inn email

(___________)

Page 59: BS ritgerð í viðskiptafræði Fjármálalæsi viðskiptavina ...ð...taka lánin (Parhaat Pikavipit, 2012; PIPAR/TBWA, 2012). Á Íslandi í dag starfa fimm fyrirtæki á þessum

59

Mjög ósammála Frekar ósammálaHvorki sammála né

ósámmálaFrekar sammála Mjög sammála

Mjög ósammála Frekar ósammálaHvorki sammála né

ósámmálaFrekar sammála Mjög sammála

Mjög ósammála Frekar ósammálaHvorki sammála né

ósámmálaFrekar sammála Mjög sammála

Mjög ósammála Frekar ósammálaHvorki sammála né

ósámmálaFrekar sammála Mjög sammála

Viðauki 2

1. Ég á erfitt með að stjórna útgjöldum mínum, peningarnir fara út jafnóðum og þeir

koma inn.

2. Ég borga oftast mína reikninga á réttum tíma.

3. Ég er skynsamur neytandi. Ég kaupi ekki óþarfa vörur og þjónustu.

4. Það er óþarfi að reikna vexti af lánum sem eru tekin til skamms tíma (10-90 daga).

Page 60: BS ritgerð í viðskiptafræði Fjármálalæsi viðskiptavina ...ð...taka lánin (Parhaat Pikavipit, 2012; PIPAR/TBWA, 2012). Á Íslandi í dag starfa fimm fyrirtæki á þessum

60

5. Lestu eftirfarandi lýsingarorð vandlega og merktu svo við hvernig þau lýsa þér hvert og eitt.

1 Lýsir mér

oftast

2 3 4 Lýsir mér stundum

5 6 7 Lýsir mér sjaldan

Hvatvís

Kærulaus

Sjálfsöruggur

Framsýn(n)

Ábyrg(ur)

Agaður / öguð

Hef auðveldlega hemil á mér

Skynsamur/söm

Vandvirk(ur)

Finnst gaman að eyða

Skipuleg(ur) 6. Fimm bræðrum eru gefnar 100.000 kr. Ef þeir eiga að skipta þeim jafnt, hvað fær hver

þeirra mikið í sinn hlut?

Veit ekki

Vil ekki svara

Svar : [_______]

7. Bræðurnir þurfa nú að bíða í 1 ár eftir að fá sinn hlut af 100.000 kr. Að þeim tíma

liðnum geta þeir keypt:

Meira en þeir gætu í dag

Jafn mikið

Minna en þeir gætu í dag

Fer eftir verðbólgu

Page 61: BS ritgerð í viðskiptafræði Fjármálalæsi viðskiptavina ...ð...taka lánin (Parhaat Pikavipit, 2012; PIPAR/TBWA, 2012). Á Íslandi í dag starfa fimm fyrirtæki á þessum

61

Fer eftir vöru sem þeir ætla að kaupa

Veit ekki

Vil ekki svara

8. Þú lánar vini þínum 25.000 kr. í eitt kvöld og færð 25.000 kr. til baka næsta dag.

Hversu mikla vexti greiddi hann af láninu?

Veit ekki

Vil ekki svara

Svar : [_______]

9. Þú leggur 100 kr. inn á reikning með 2% árlegum vöxtum. Þú leggur ekkert meira inn

og tekur ekkert út. Hversu mikil er upphæðin í lok árs með vöxtum?

Veit ekki

Vil ekki svara

Svar : [_______]

10. Hversu mikil væri upphæðin eftir 5 ár?

Meira en 110 kr

Nákvæmlega 110 kr

Minna en 110 kr

Ekki hægt að segja til út frá gefnum upplýsingum

Veit ekki

Vil ekki svara

11. Fjárfesting með hárri ávöxtun er líklega áhættusöm

Rétt

Rangt

Veit ekki

Vil ekki svara

12. Mikil verðbólga merkir að framfærslukostnaður eykst hratt

Rétt

Rangt

Veit ekki

Vil ekki svara

Page 62: BS ritgerð í viðskiptafræði Fjármálalæsi viðskiptavina ...ð...taka lánin (Parhaat Pikavipit, 2012; PIPAR/TBWA, 2012). Á Íslandi í dag starfa fimm fyrirtæki á þessum

62

Mjög ósammála Frekar ósammálaHvorki sammála né

ósámmálaFrekar sammála Mjög sammála

Mjög ósammála Frekar ósammálaHvorki sammála né

ósámmálaFrekar sammála Mjög sammála

Mjög ósammála Frekar ósammálaHvorki sammála né

ósámmálaFrekar sammála Mjög sammála

Mjög ósammála Frekar ósammálaHvorki sammála né

ósámmálaFrekar sammála Mjög sammála

13. Almennt gildir að hægt er að minnka áhættu í fjárfestingu á hlutabréfamarkaði með

því að dreifa kaupum milli hluta- og skuldabréfa

Rétt

Rangt

Veit ekki

Vil ekki svara

14. Mér líður betur með að eyða peningum í stað þess að safna þeim til lengri tíma litið.

15. Ég á það til að lifa fyrir daginn og láta morgundaginn ráðast.

16. Ég er reiðubúin(n) að taka áhættu með peninga mína varðandi sparnað eða

fjárfestingu.

17. Peningar eru til að eyða þeim.

18. Hversu oft hefur þú tekið lán hjá smálánafyrirtækjum á síðustu 12 mánuðum?

[_______]

Page 63: BS ritgerð í viðskiptafræði Fjármálalæsi viðskiptavina ...ð...taka lánin (Parhaat Pikavipit, 2012; PIPAR/TBWA, 2012). Á Íslandi í dag starfa fimm fyrirtæki á þessum

63

19. Hér eru listuð upp tekjubil. Hverjar eru mánaðarlegar ráðstöfunartekjur þínar? Með ráðstöfunartekjum er átt við laun þín, lífeyri, námslán, bætur, styrki og aðrar tekjur eftir að skattar og önnur gjöld hafa verið dregin frá.

0 - 100.000 kr.

100.001 - 200.000 kr.

200.001 - 300.000 kr.

300.001 - 400.000 kr.

400.001 - 500.000 kr.

500.001 kr. eða meira.

Page 64: BS ritgerð í viðskiptafræði Fjármálalæsi viðskiptavina ...ð...taka lánin (Parhaat Pikavipit, 2012; PIPAR/TBWA, 2012). Á Íslandi í dag starfa fimm fyrirtæki á þessum

64

Page 65: BS ritgerð í viðskiptafræði Fjármálalæsi viðskiptavina ...ð...taka lánin (Parhaat Pikavipit, 2012; PIPAR/TBWA, 2012). Á Íslandi í dag starfa fimm fyrirtæki á þessum

65

Page 66: BS ritgerð í viðskiptafræði Fjármálalæsi viðskiptavina ...ð...taka lánin (Parhaat Pikavipit, 2012; PIPAR/TBWA, 2012). Á Íslandi í dag starfa fimm fyrirtæki á þessum

66

Page 67: BS ritgerð í viðskiptafræði Fjármálalæsi viðskiptavina ...ð...taka lánin (Parhaat Pikavipit, 2012; PIPAR/TBWA, 2012). Á Íslandi í dag starfa fimm fyrirtæki á þessum

67

Viðauki 3

Kóðun og einkunnagjöf spurningalista

Kunnáttuhluti fjármálalæsi Gefin var eitt stig fyrir rétt svar. Mest var hægt að fá 7 stig.

Fimm bræðrum eru gefnar 100.000 kr. Ef þeir eiga að skipta þeim jafnt, hvað fær hver þeirra mikið í sinn hlut? [_______] veit ekki vil ekki svara

Rétt svar : 20.000 kr.

Þú lánar vini þínum 25.000 kr. í eitt kvöld og færð 25.000 kr. til baka næsta dag. Hversu mikla vexti greiddi hann af láninu? [___%] Veit ekki Vil ekki svara

Rétt svar : 0% vexti

Þú leggur 100 kr. inn á reikning með 2% árlegum vöxtum. Þú leggur ekkert meira inn og tekur ekkert út. Hversu mikil er upphæðin í lok árs með vöxtum? [_____] Veit ekki Vil ekki svara

Rétt svar : 102 kr.

Hversu mikil væri upphæðin eftir 5 ár? Meira en 110 kr Nákvæmlega 110 kr Minna en 110 kr Ekki hægt að segja til út frá gefnum upplýsingum Veit ekki Vil ekki svara

Rétt svar : Meira en 110 kr

Fjárfesting með hárri ávöxtun er líklega áhættusöm Rétt Rangt

Rétt svar : Rétt

Page 68: BS ritgerð í viðskiptafræði Fjármálalæsi viðskiptavina ...ð...taka lánin (Parhaat Pikavipit, 2012; PIPAR/TBWA, 2012). Á Íslandi í dag starfa fimm fyrirtæki á þessum

68

Veit ekki Vil ekki svara

Mikil verðbólga merkir að framfærslukostnaður eykst hratt Rétt Rangt Veit ekki Vil ekki svara

Rétt svar : Rétt

Almennt gildir að hægt er að minnka áhættu í fjárfestingu á hlutabréfamarkaði með því að dreifa kaupum milli hluta- og skuldabréfa Rétt Rangt Veit ekki Vil ekki svara

Rétt svar : Rétt

Viðhorfshluti fjármálalæsis Gefin voru stig í samræmi við kvarða. 5 fyrir mjög ósammála og 1 fyrir Mjög sammála. Útkoman var svo lögð saman og henni deilt með 4 gefið meðaltal í heild sem mæla viðhorf.

Mér líður betur með að eyða peningum í stað þess að safna þeim til lengri tíma litið Mjög sammála frekar sammála hvorki né frekar ósammála mjög ósammála

1 2 3 4 5

Ég á það til að lifa fyrir daginn og láta morgundaginn ráðast Mjög sammála frekar sammála hvorki né frekar ósammála mjög ósammála

1 2 3 4 5

Page 69: BS ritgerð í viðskiptafræði Fjármálalæsi viðskiptavina ...ð...taka lánin (Parhaat Pikavipit, 2012; PIPAR/TBWA, 2012). Á Íslandi í dag starfa fimm fyrirtæki á þessum

69

Ég er reiðubúin til að taka áhættu með peninga mína varðandi sparnað eða fjárfestingu Mjög sammála frekar sammála hvorki né frekar ósammála mjög ósammála

1 2 3 4 5

Peningar eru til að eyða þeim Mjög sammála frekar sammála hvorki né frekar ósammála mjög ósammála

1 2 3 4 5

Page 70: BS ritgerð í viðskiptafræði Fjármálalæsi viðskiptavina ...ð...taka lánin (Parhaat Pikavipit, 2012; PIPAR/TBWA, 2012). Á Íslandi í dag starfa fimm fyrirtæki á þessum

70

Viðauki 4

Fréttabréf Kredia.ehf og Hraðpeninga til viðskiptavina sinna.

Page 71: BS ritgerð í viðskiptafræði Fjármálalæsi viðskiptavina ...ð...taka lánin (Parhaat Pikavipit, 2012; PIPAR/TBWA, 2012). Á Íslandi í dag starfa fimm fyrirtæki á þessum

71