ferÐalÖg Ásthildur - mbl.is · minjar og skipsflök skoðuð, brugðið á leik, siglt upp í...

16
FERÐALÖG NORÐUR Lætur draumana rætast á Siglufirði Óteljandi sumar- ævintýri á Akureyri Kann hvergi betur við sig en úti á landi Aðalheiður S. Eysteinsdóttir Ásthildur Sturludóttir h b Egill Helgason

Upload: others

Post on 22-Oct-2020

1 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

  • FERÐALÖGNORÐUR

    Lætur draumanarætast á Siglufirði

    Óteljandi sumar-ævintýri á Akureyri

    Kann hvergi beturvið sig en úti á landi

    Aðalheiður S.Eysteinsdóttir

    ÁsthildurSturludóttir

    h b

    Egill Helgason

  • VogafjósVogabú hefur verið í eigu

    sömu fjölskyldu í um120 ár. Kýr og kindurvoru uppistaðan til aðbyrja með, ásamtnokkrum hænum,tveimur hestum oghundi. Árið 1999 var

    nýtt fjós byggt og erunú um 40 kýr og naut-

    gripir í fjósinu. KaffihúsiðVogafjós var svo byggt innan

    við fjósið. Þar fást ljúffengarheimagerðar veitingar en þar ereinnig hægt að sjá kýrnar mjólk-aðar og jafnvel bragða á glænýrrimjólk beint úr spenanum. Mjólkað

    er tvisvar á dag, klukkan 7.30 ámorgnana og 17.30 á kvöldin. Fjár-

    húsin hafa að geyma um 120 kindur.Sauðburður er í maí og ykkur er velkom-

    ið að koma og sjá lömbin ef þið eruð á ferð-inni á þeim tíma.

    vogafjosfarmresort.is

    Hestasport sumarhúsÍ Varmahlíð, í hjarta Skagafjarðar, erusumarhús Hestasports. Húsin eru mis-stór, frá 35 fm tveggja manna stúd-íóhúsum upp í 85 fm sex manna hús. Húsin

    eru ávallt leigð út fullbúin: uppá-búin rúm, handklæði, baðslopparog súkkulaði á koddanum. Þetta ersjö húsa „örþorp“ í kringumskemmtilegan, upphlaðinn heitanpott sem er draumastaður til aðnjóta miðnætursólarinnar og út-sýnis yfir víðáttumikinn fjallahringSkagafjarðar. Upplifðu fegurðNorðurlands og fylltu dagana með

    fjölbreyttum ævintýrum semsvæðið hefur upp á að

    bjóða. Öll starfsemiHestasports byggist ápersónulegri þjónustusem endurspeglast íumönnun húsanna oginnréttingum, tileink-

    uðum nokkrum þemumí sveitinni. Þið eruð ávallt

    velkomin að gista í Hest-húsi, Fjárhúsi eða Fuglahúsi.

    riding.is/cottagesTop MountaineeringTop Mountaineering býður upp á fjölbreytta afþreyingu. Þaðmá nefna: Kajakferðir fyrir einstaklinga og hópa, allar ferðireru með leiðsögumanni. Búnaður er flísundirgalli, þurrgalli,skór, vettlingar og bjargvesti, kajakarnir eru mjög stöðugirog öruggir, róið er innan fjarðar með fjöru og notið leiðsagn-ar í ferðinni um sögu síldarbæjarins Siglufjarðar. Gamlarminjar og skipsflök skoðuð, brugðið á leik, siglt upp í fjörurog stokkið af klettum ef aðstæður leyfa. 1 tíma ferð kostar5.800 kr., 2 tíma ferð kostar 8.500 kr. og er langvinsælust, 3tíma ferð kostar 13.000 kr. Hægt er að bóka ferðir með smáfyrirvara. Við bjóðum einnig upp á skipulagðar gönguferðirum fjöllin hér í kring, 2-7 tímar með einstaklinga eða hópa,líka er hægt að panta leiðsögn um bæinn. Hægt er að pantasiglingu um fjörðinn á bát eða ferð út á Siglunes.

    topmountaineering.is

    Circle AirCircle air er útsýnis- og leiguflugfélag sem er staðsett áAkureyri. Félagið var stofnað 2016 og tók þá strax ínotkun tvær GippsAero Airvan 8, 8 sæta flugvélarsem henta einstaklega vel til útsýnisflugs. Okkarhelsta vara er útsýnisflugtúrar frá Akureyri eneinnig leigjum við vélina út í sérferðir hvert á landsem er. Það hefur færst í aukana að vinahópar ogfjölskyldur leigi vél út hjá okkur og fari í út-sýnisflug með millilendingu á flugvöllumá afskekktum stöðum þar sem stoppaðer og jafnvel grillað ofan í mann-skapinn. Í sumar ætlum við svo aðbjóða upp á sértilboð fyrir Íslend-inga svo að þeir geti upplifaðokkar undurfagra land frá nýjusjónarhorni.

    circleair.is

    Icelandair hótel AkureyriÁ Icelandair hótel Akureyri nýt-urðu alls hins besta sem Norð-urland hefur upp á að bjóða.Vinalegt hótel með fallega inn-réttuð herbergi. Ríkulegurmorgunverður, frábær stað-setning og fallegt útsýni auka áánægjulega upplifun og þúskokkar á sloppnum yfir götunaog skellir þér í sund eftirskemmtilegan dag. Útsýnið ertil fjalla og skíðaævintýriðer handan við hornið ásamtþví að hótelið býður upphit-aðar skíðageymslur. Hót-elgarðurinn er einstakleganotalegur bæði sumar ogvetur, með arineldi, skinná-breiðum og yljandi drykk,eða hvers vegna ekki aðprófa gómsætt High Tea aðbreskri fyrirmynd?

    icelandairhotels.com/is/hotel/nordurland/

    icelandair-hotel-akureyri

    Hótel Edda AkureyriHöfuðstaður Norðurlands býður upp á flest það semhugurinn girnist, sögufræg hús, söfn, lystigarð, golf-völl, kaffihús,verslanir og þjónustu. Frá hótelinu erstutt í allar helstu náttúruperlur norðan heiða. Stuttferjusigling er út í Hrísey og Byggðasafnið á Dalvíkgeymir m.a. muni Jóhanns Svarfdælings, hæsta Íslend-ingsins. Í Kjarnaskógi er vinsælt útivistarsvæði Akureyr-inga. Hótelið er opið frá 8. júní til 15. ágúst 2020.

    icelandairhotels.com/is/hotel/nordurland/akureyri

    Icelandair hótel MývatnStaðsetning Icelandair hótels Mývatns er frábær og til-valinn dvalarstaður til að skoða Mývatnssveit og ná-grenni. Umhverfi hótelsins er afslappað og gott að slaka áog gera vel við sig í mat og drykk, hvort sem þú kýst aðendurhlaða batteríin með samferðamönnum eða hvíla þigí þægilegum herbergjum. Á Mývatnssvæðinu og nágrennieru margar náttúruperlur sem bjóða upp á einstaka upp-lifun. Staðir eins og Dimmuborgir, Skútustaðir, Hverfjallog Krafla hafa einstakt aðdráttarafl og hafa heillað bæðiinnlenda og erlenda ferðamenn í gegnum tíðina.

    icelandairhotels.com/is/hotel/nordurland/icelandair-hotel-myvatn

    Upplifun á Norðurlandi

    Top Mount-aineering.

    Á ferðavef mbl.is er að finna upplýsingar um spennandi gististaði og afþrey-ingu á Íslandi. Hér er að finna nokkra áhugaverða kosti ef þú ert á ferðinni.

    Hótel Edda Akureyri.

    Vogafjós.

    Icelandair hótel Akureyri.

    Icelandair hótelMývatn er ein-stakur staður.

    Hestasportsumarhús.

    2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 2020

    Vegahandbókin • Sundaborg 7 • Sími 893 1091

    • Uppl. um 3.000 staði• Uppl. um 1.000 menn

    verur og vætti• Vegakort• Þéttbýliskort• Þjóðsögur• Ítarlegur hálendiskafli• 24 síðna kortabók• Vegahandbókar App• Hljóðbók með

    þjóðsögum• Hljóðbók með

    þjóðlögumo.fl. o.fl.

    Hafsjór af fróðleik um perlur Íslands

    FULLT VERÐ4.990-

    1.000 kr. afsláttur ef þúkemur með gömlu bókina.Bara í bókaverslunum.

    Stöðug uppfærslaí 47 ár

    1.SÆTI

    Útgefandi Árvakur Umsjón Marta María Jónasdóttir Blaðamenn Margrét Hugrún [email protected],Marta María Jónasdóttir [email protected] Auglýsingar Berglind Guðrún Bergmann [email protected] Prentun Landsprent ehf.

    Forsíðumynd: JorgeFernandez, Unsplash.

    Það var fjör á okkur vinkonunum þegar við héldum af stað til Siglu-fjarðar á föstudaginn var. Þetta var alls ekki í fyrsta skipti sem viðförum saman í ferðalag því á okkar yngri árum vorum við nokkuðhressar. Sem er kannski ekkert skrýtið enda ungar, lausar og lið-ugar og héldum að framtíðarmaka okkar væri að finna á útihátíð-

    inni Halló Akureyri. Ég mætti mjög vel búin risakæliboxi sem ég fékk lánað hjá foreldrum mín-

    um. Ég veit reyndar ekki alveg hvað ég ætlaði að geyma í þessu kæliboxi þvíþað var svo stórt að það tók hálft skottið á bílnum mínum og hefði rúmað fol-ald ef það hefði verið meðferðis. Þessa helgi varð allt vitlaust á Akureyri ogvoru birtar myndir af tjaldstæðinu í öllum fjölmiðlum. Ég man nú reyndar ekkieftir neinum tryllingi en viti menn.

    Einhver meistari hafði tekið með sér alveg eins kælibox og ég og var það íaðalhlutverki í fréttatímum landsins. Það var mjög einmana á tjaldstæði þarsem tjaldið var fokið og ekkert nema sorp úti um allt. Ég þurfti að nota allan

    sannfæringarmátt heimsins til þess aðkoma þeim skilaboðum áleiðis að þettaværi ekki kælibox fjölskyldunnar þarna íöllu ógeðinu.

    Seinna hafði ég vit á að kaupa mitt eigiðkælibox svo ég myndi ekki lenda í þessarivitleysu aftur.

    Síðan við fórum í þessa Akureyrarferðhöfum við farið í nokkur góð ferðalög enég held að þessi Siglufjarðarferð verðilengi í minnum höfð. Meginmarkmið ferð-arinnar var að rækta vinskapinn án þessþó að vera búnar að skipuleggja hverjaeinustu mínútu. Í raun var eina planið aðprófa veitingastaðinn á Siglunesi semhafði fengið mikið lof fyrir góðan mat. Áveitingastaðnum ræður marokkóski meist-arakokkurinn Jaouad Hbib ríkjum og verð-ur enginn svikinn af réttunum sem hanntöfrar fram. Við enduðum á að panta nán-

    ast allt af þessum matseðli og hefðum mögulega getað málað bæinn rauðanef við hefðum ekki verið svona ógurlega saddar.

    Þegar hægt er að fá eins góðan mat og á Siglufirði er engin ástæða til aðtaka með sér fullt kælibox af útilegumat. Það var ekki bara góður matur áSiglunesi heldur fengum við geggjaðar pítsur á Kaffi Rauðku, drukkum fram-úrskarnandi kaffi á Frida Chocolate sem rekið er af lista-manninum Fríðu Gylfadóttur. Þar er hægt að fá hand-gerða súkkulaðimola og belgískar vöfflur svo eitthvaðsé nefnt. Við vorum einmitt að gæða okkur á þessumtöfrandi veitingum, sátum úti í garði, og ég var nýbú-in að segja vinkonum mínum ansi góða sögu þeg-ar landið byrjaði að hristast af fullum krafti. Ég veitekki hvort þetta voru bara náttúruöflin eða hvortvið séum bara orðnar svona göldróttar að þegarvið opnum á okkur munninn þá fari allt á hliðina.

    Eitt er þó víst að ef þið eruð á ferð um Norður-land er lífsnauðsynlegt að prófa þetta allt og svomæli ég líka með því að þið dansið frá ykkur alltvit á Kaffi Rauðku. Það var nefnilega næstum þvíjafnmikið stuð þar um helgina og var á Halló Akureyri hérna um árið!

    Halló Akureyri er víða!

    Marta María Jónasdóttir

  • 4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 2020

    22.900KRÁMANN

    REYKJAVIKSUMMITÞYRLUFLUG

    FREKARIUPPLÝSINGAROGBÓKANIRÁ[email protected]

    Sumartilbo

    Foreldrar hennar, þau Anna Haukdalog Brynjar Víkingsson, tilheyrðustórum vinahópi og Birgitta segir aðstemningin á tjaldstæðunum hafiverið dásamleg í denn þar sem hún

    lék sér í náttúrunni með systkinum og vinum,sumardægrin löng.

    „Við fjölskyldan ferðuðumst mikið um land-ið en langoftast fórum við í útilegur í Hljóða-klettum, Ásbyrgi og Vaglaskógi. Auðvitað varekkert um fellihýsi og hjólhýsi á tjaldstæð-unum í þá daga eins og tíðkast í dag. Baragamaldags tjöld, útilegustólar og prímusarásamt leikjum og söng,“ segir Birgitta semhefur fetað í fótspor foreldra sinna og er dug-leg að ferðast um landið með eiginmanninumBenedikt Einarssyni og börnunum þeirra,þeim Sögu Júlíu 4 ára og Víkingi Brynjari 11ára.

    „Við förum norður á hverju ári. Börnin elskaþessar ferðir og það gerum við líka – gætumeiginlega ekki hugsað okkur sumarið ánþeirra,“ segir Birgitta og bætir við að Hljóða-klettar hafi átt sérstakan stað í hjarta hennaralveg frá því hún var barn.

    „Ég á bara svo dásamlegar minningar umútilegur við Hljóðakletta. Við tókum með okk-ur nesti og fórum í gönguferðir, syntum í fal-lega læknum og svo enduðu dagarnir á hóp-söng og leikjum þar sem fullorðnir og börntóku saman þátt. Hljóðaklettar eru stórkostlegnáttúruperla og ég hef margoft farið með fjöl-skylduna og börnin þangað, ýmist í útilegureða gönguferðir.“

    Uppáhaldsgönguleiðin er um Hljóðakletta

    Það eru ekki bara góðar æskuminningarsem hafa áhrif á upplifun Birgittu af Hljóða-klettum og umhverfinu þar í kring. Hún segirað þar liggi einhver óútskýranlega góð orka íloftinu.

    „Ég fyllist alltaf af lotningu þegar þangað erkomið og það er engu líkt að tengjast nátt-úrunni á þessum stað.“

    Birgitta segir að iðkun núvitundar skiptisig miklu máli og nefnir í því samhengihversu gott það sé að upplifa hana í faðmináttúrunnar.

    „Fyrir mér er núvitund alveg einstaklegamikilvæg fyrir andlega heilsu og ég er orðinvoða mikil jógakona. Náttúran og útivist erubesta leið sem hægt er að hugsa sér til að hlaðabatteríin og tengjast sjálfum sér. Þegar ég ferí fjallgöngur þá gæti ég þess alltaf að staldravið, taka inn náttúruna og tæma hugann. Þaðer svo mikilvægt að stoppa. Stundum tek églíka nokkrar jógateygjur og leyfi börnunum aðhlæja að mér á meðan,“ segir hún og skellirupp úr. „Uppáhaldsgönguleiðin mín hefur allt-af verið um Hljóðakletta og sú lengri, þar semgengið er frá Hljóðaklettum niður í Ásbyrgi,er alveg stórkostleg,“ segir Birgitta.

    Manndómsvígsla í Ásbyrgi

    Hún rifjar upp skemmtilega sögu frá Ás-byrgi sem eiginlega mætti líta á sem hálfgerðamanndómsvígslu í boði náttúrunnar.

    „Ég var svona sirka átta ára. Var í útilegumeð fjölskyldunni og var þarna eitthvað ávappi þegar ég villtist allt í einu og tapaði al-veg áttum. Í minningunni var ég þarna ráfandium í gríðarlega stórum og yfirþyrmandi skógiþó þetta sé í raun bara lítill birkiskógur,“ segirhún og hlær. „Ég man að mér leið eins og égværi föst í völundarhúsi og vissi ekkert í hvaðaátt ég átti að fara. Ekki bætti það svo úr skákþegar ég gekk allt í einu að gömlu tófugreni ogallt í kring voru nöguð kindabein. Þarna varðég alveg rosalega hrædd, tók sprettinn oghljóp og hljóp þar til ég rataði til baka. Þaðeina sem ég sá fyrir mér var Mikki refur og

    Syntu í læknumog enduðu dag-ana á hópsöng

    „Í minningunni var það nánast hverja helgi á sumrin sempakkað var í skottið á bílnum, strax eftir vinnu á föstudög-um, og brunað af stað í útilegur,“ segir HúsvíkingurinnBirgitta Haukdal sem á margar yndislegar æskuminn-ingar úr sveitaferðum í sumarsælu á Norðurlandi.

    Margrét Hugrún | [email protected]

    Birgitta Haukdalnýtur lífsins í Geo-sea-sjóböðunum áHúsavík.

    Birgitta er hérásamt Sögu Júlíudóttur sinni.

    � SJÁ SÍÐU 6

  • B

    5FABRIKKAN.IS

    O

    5FABRIKKAN.IS

    EHóA

    Opið alla daga

    ORÐAPANTANIR Í SÍMA

    5 75 75 75

    Erum áótel KEAAkureyri

    Opið alla gaVERIÐ VELKOMIN Á

    HAMBORGARAFABRIKKUNA Á AKUREYRI

    Alltaf 100% ferskt

    ktuí kombó

    hönn

    un:B

    rand

    -IT20

    20

    í

    á tveimur stöðum á Akureyri

    Hægt er aðnýta ferðaávísun

    stjórnvaldahjá okkur

    Hægt er aðnýta ferðaávísunstjórnvaldahjá okkuró

    Virkir dagar11:00 - 14:00HelgarLokað

    RáðhústorgVirkir dagar10:00 - 21:00Helgar10:00 - 21:00

    Glerárgata

    Opið

  • það var auðvitað alls ekki í boði að lenda í klón-um á honum.“

    Mælir með GeoSea-böðunum á Húsavík

    Spurð að því hvort hún mæli með einhverjumsérstökum stöðum á Norðurlandi sem enginnætti að missa af nefnir hún meðal annars Geo-Sea-böðin á Húsavík. „Það eru ekki mörg ár síð-an þau voru opnuð og ég hvet alla til að komaþar við. Á Mývatni er svo hægt að fara í Lóniðsem er virkilega fallegt og í raun svona lítil út-gáfa af Bláa lóninu. Þar eru dásamlegir pottarmeð stórkostlegu útsýni út yfir sjóinn, yfir Kinn-arfjöllin og eyjarnar um kring. Skammt undaner svo hið ótrúlega fuglalíf sem býr í klettunumsvo maður þarf ekki að fara langt til að eiga stór-kostlega upplifun,“ segir Birgitta sem er mikilútilegukona og hyggur á ferðir í sumar en hún erbúin að leigja húsbíl fyrir sig og sína.

    „Það hafa reyndar fleiri fengið sömu hug-mynd. Við ætluðum fyrst að leigja fellihýsi enþau voru alls staðar uppbókuð á leigunum áþeim dögum sem hentuðu okkur. Við enduðumþví á að leigja húsbíl og erum mjög spennt,“segir hún og hlær.

    Sjávarréttastaður í heimilislegu húsi

    Birgitta segist alltaf vera vakandi fyrir þvíhvað sé skemmtilegt að gera þegar ferðast erum landið. Hún leggur til að fólk komi sér fyrirá Húsavík, Akureyri eða Dalvík og fari svo ískemmtilegar dagsferðir þaðan. Sjálf dvelurhún yfirleitt á Húsavík með sínu fólki enda ertjaldsvæðið vel staðsett í bænum og margtskemmtilegt hægt að gera þar í kring.

    „Sundlaugin er til dæmis virkilega góð fyrirbæði börn og fullorðna og svo eru þarnanokkrir mjög fínir veitingastaðir. Þar nefni égtil dæmis Gamla Baukinn og VeitingastaðinnSölku svo ekki sé minnst á Naustið sem er æð-islegur sjávarréttastaður í gömlu og mjögheimilislegu húsi. Þangað förum við í hvertsinn sem við komum norður og gæðum okkur ágóðum norðanfiski,“ segir Húsvíkingurinn,núvitundariðkandinn og náttúruunnandinnBirgitta Haukdal.

    Birgitta hefur farið íferðalög um Íslandsíðan hún var lítil.

    Hér er Birgittaásamt eiginmannisínum, börnunumþeirra tveimur ogvinum sínum.

    Hér er Birgitta í útileguþegar hún var krakki.

    Það er nauðsynlegt aðgera nokkrar leikfimis-æfingar úti í náttúrunni.

    Hér er Birgittaásamt syni sínum,Víkingi Brynjari.

    6 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 2020

  • smanninn séraBjarna sem var hérsóknarprestur lengi.Hann var mikið skáld ogsöngmaður og hafði þanneiginleika að hrífa fólk meðsér,“ segir Aðalheiður sem sjálfhefur ekki legið á liði sínu þegarkemur að menningarlífinu í bænum ogað deila gleðinni.

    Menningarhús, vinnustofa, listasmiðja og heimili allt í senn

    Árið 2011 festi hún kaup á Alþýðuhúsinu og gerði þaðupp ásamt vinum og fjölskyldu áður en hún flutti svo aftur á æskuslóðirnar. Alþýðuhúsið er allt í senn menn-ingarhús, heimili listamannsins og vegleg vinnustofa semer ekki algengt hér á landi þó slíkt þekkist hjá listafólkierlendis.

    „Við höfum staðið fyrir allskonar menningarviðburðumhér í húsinu, allt frá mánaðarlegum sýningum íKompunni yfir í stórar listasmiðjur og vinnustof-ur sem standa í allt að tvær vikur. Hér hefur fólkgetað mætt á fjölbreytta tónleika, séð gjörninga,hlustað á ljóðalestur, tekið þátt í og upplifað dans,sirkus, listasmiðjur fyrir börn og ótal margt fleira. Effólk vill líta inn þegar það heimsækir bæinn, og enginskipulögð dagskrá er í gangi, þá er Kompan opin alla dagafrá kl. tvö til fimm og fyrir utan stendur skilti sem á stend-ur opið. Stóri viðburðurinn í næsta mánuði er menning-arhelgi sem ég kalla Frjó en hún verður núna fyrstuhelgina í júlí. Þar verða tvennir tónleikar á föstudags- oglaugardagskvöld sem samanstanda af sex atriðum, allt á til-raunakenndum spunanótum. Svo er líka sýningaropnun oglistamannaspjall sömu helgi. Ég veit ekki hvað ég á von ámörgum gestum en það eina sem maður getur gert er auð-vitað bara að bjóða upp á eitthvað skemmtilegt og sjá svobara hverjir koma. Stundum komast miklu færri að en viljaog sérstaklega núna þegar þarf að takmarka fjöldann.“

    Greiðvikni og góð samskipti einkenna stemmninguna í bænum

    Aðalheiður segir kostina við það að búa á Siglufirðiendalaust marga. Einn þeirra sé smæð samfélagsins.

    Aðalheiður er mikil menningarsprauta fyrirnorðan og hefur verið árum saman, enda hef-ur hún búið í þessum fagra landshluta frá fæð-ingu.

    „Ég er fædd og uppalin á Siglufirði. Fluttisvo alla leið til Akureyrar þegar ég hóf nám en kom svo tilbaka á æskuslóðirnar fyrir átta árum,“ segir Aðalheiður.

    „Svo dvel ég reyndar alltaf í sirka tvo til þrjá mánuðierlendis á hverju ári, kannski fjórar til sex vikur í senn,en þá dvel ég á vinnustofum fyrir listamenn og sinnimínu starfi. Ég hef látið þessar ferðir duga enda hentarþað mér ágætlega að búa bara heima hjá mér.“

    Menningarlífið hefur gert Akureyri líflegri og skemmtilegri

    Listakonan segir að sér hafi líka líkað afskaplega velað búa í höfuðstað Norðurlands á sínum tíma en þarstundaði hún nám í myndlistarskólanum.

    „Á þeim tíma var mikill uppgangur í listalífinu á Akur-eyri og ég tók þátt í því að byggja upp Listagilið ásamtmörgum öðrum,“ rifjar hún upp. „Þetta var svona upp úr1990 og það má segja að menningarlífið fyrir norðan hafisíðan tekið stóran vaxtarkipp á tíu árum og frá því uppúr síðustu aldamótum hefur það verið virkilega blómlegt.Það hefur verið stofnuð sinfóníuhljómsveit, byggt veg-legt menningarhús og listasöfnin eru víða og allt hefurþetta gert bæinn mikið líflegri og skemmtilegri.“

    Öðlingsmaðurinn Bjarni hreif alla með sér

    Þegar menningar- og listalíf hefur skotið rótum á ein-um stað og tekið að blómstra er eðlilegt að frjókorninfjúki til nærliggjandi byggða enda fátt sem gerir bæjar-félög skemmtilegri en gróskumikið menningarlíf. Á síð-ustu árum hefur Siglufjörður tekið rækilega við sér áþessu sviði og nú er svo komið að þessi fallegi bær hefuröðlast mikið aðdráttarafl fyrir bæði innlenda og erlendaferðamenn. Aðalheiður segir að þar spili margir þættirsaman og að mestu megi þakka þetta bæði sögu bæjarinsog samstöðu bæjarbúa.

    „Siglufjörður hefur alltaf verið ríkur að menningar-sögu sem rekur sig alveg aftur til síldaráranna en á síð-ustu árum hefur alltaf bæst meira og meira við flórunaog fjölbreytnin er orðin mikil. Tónlistarlífið var kannskiþað sem einkenndi bæinn mest á árum áður og það erenn í fullu fjöri. Kannski má tengja þær rætur við öðling-

    Alþýðuhúsiðá Siglufirði.

    Aðalheiður S. Eysteinsdóttirmyndlistarmaður.

    Aðalheiður gerireinstök listaverk.

    Í hinu reisulega Alþýðuhúsi á Siglufirði býr og starfarmyndlistarkonan Aðalheiður S. Eysteinsdóttir.Landsmenn þekkja flestir spýtuverkin hennar semfagna okkar ástkæru íslensku sauðkind og allriskemmtilegu bændamenningunni sem henni tilheyrir.

    Margrét Hugrún [email protected]

    „Fyrir mér er þettaeins og móðurfaðmursem heldur fallega utan um fólk“

    8 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 2020

  • „Hér eru svo mikil rólegheit og því er mjög notalegt aðbúa hérna. Samskiptin við bæjarbúa eru svo þægileg ogþannig verður allt lífið svo einfalt. Ef mann til dæmisvantar eitthvað, og það er á annað borð til í bænum, þá ereinfalt að nálgast það. Svo þekkist fólk og er greiðvikið ísínu samfélagi sem getur komið sér vel þegar fólk er aðstanda í framkvæmdum eða standa fyrir einhverju. Þágengur allt svo hratt og þægilega fyrir sig,“ segir hún.

    Eins og margir vita gegnir Síldarminjasafnið á Siglu-firði stóru hlutverki fyrir bæinn enda margrómað og hef-ur hlotið viðurkenningar bæði innan og utan landstein-anna. Nýja hótelið á Siglufirði er jafnframt alveg tilfyrirmyndar, jafnt að innan sem utan. Alveg fyrstaflokks.

    „Fólk kemur alls staðar að af landinu til að njóta hérbæði matar og menningar. Það er orðið mjög algengtað fólk skelli sér hingað í bíltúr frá Akureyri og nær-liggjandi bæjum, og það færist sífellt í aukana aðvinnustaðir komi hingað með starfsmenn í hópeflis-ferðir og á fundi. Þegar svona margir eru að gera skap-andi og skemmtilega hluti þá magnast bæjarandinnupp og verður jákvæður og hvetjandi sem aftur laðarað fleiri og fleiri skapandi og skemmtilega einstaklinga.Allt vinnur saman að vaxtaráhrifum. Þjóðlagasetrið,galleríin, gestavinnustofan í Herhúsinu, Ljósmynda-sögusafnið, Ljóðasetrið, Síldarminjasafnið, að ónefnd-um öllum frábæru veitingastöðunum. Þar má nefna hiðeinstaka veitingahús Siglunes sem býður upp á ómót-stæðilegan marokkóskan mat, Súkkulaðihúsið Fríðuþar sem boðið er upp á heimagert konfekt og ljúffengtsúkkulaði, veitingastaðina Torgið og Harbour Houseog svo auðvitað hótelin og veitingahúsin á bryggjunni.Súrdeigspizzurnar og tónleikarnir á Kaffi Rauðku hafaslegið rækilega í gegn og þá er ónefnt bakaríið okkarsem er orðið að samkomustað bæjarbúanna sjálfra.Þegar allt er upptalið sést að hér er gríðarleg gerjun ogeitthvað fyrir alla.“

    „Ætli sauðkindin hafi ekki alltaf heillað“

    Þar sem hin norðlenska Aðalheiður hefur aldrei fluttsuður er eðlilegt að álykta að listin hennar hljóti að veranorðlensk í húð og hár. Hún gengst alveg við því.

    „Allt umhverfið, það fólk sem maður umgengst og auð-vitað allt sem ég hef alist upp við hefur haft bein áhrif áinnblástur minn og sköpun. Þetta þjóðlega sem fólk hef-ur séð í verkum mínum kemur að sjálfsögðu héðan aðnorðan, úr æsku minni, uppvexti og því lífi sem ég lifi ídag. Ég var til dæmis alin að hluta til upp á litlu búi hjá

    afasystur minni við heyskap og sauðfjárrækt þar til alltvar skorið þar niður vegna riðu. Ætli sauðkindin hafi þvíekki alltaf heillað. Í fimm ár vann ég markvisst meðþessa ágætu skepnu og okkar rótgrónu íslensku bænda-menningu og þau verk mín hafa verið mest áberandi síð-asta áratuginn,“ segir Aðalheiður sem á húsið Freyju-lund í Hörgárdal og þar dvaldi hún í þann tíma sem húnvann að þessum verkum. Hún segir að í Hörgárdalnumhafi hún átt mikil samskipti við bændurna sem þar búaog upplifað þessa skemmtilegu og einstöku menningusem einkennir bændalífið. „Það sem ég upplifi á hverjumtíma skín alltaf í gegn um verkin mín.“

    Sjósund og sýningar á Hjalteyri, hoppubelgir á Sigló og stórgóður golfvöllur

    Spurð að því hvað sé algerlega ómissandi fyrir ferða-langa að upplifa á Norðurlandi nefnir hún umhugs-unarlaust Safnasafnið á Svalbarðsströnd. Þar er aðfinna allskonar skemmtilega list sem höfðar til allraaldurshópa. Sem dæmi má nefna stórbrotið safn afþjóðbúningadúkkum, ilmvatnsflöskum og allskonar listsem virkar bæði glaðleg og aðgengileg. Húsið er jafn-framt mjög fallegt sem og garðurinn í kring. Hún nefn-ir einnig Verksmiðjuna á Hjalteyri sem er stór-merkilegt og óvanalegt sýningarrými í gríðarstórriverksmiðju en þar er maður að nafni Gústaf Geir Bolla-son potturinn og pannan í starfinu. Á Hjalteyri er heit-ur pottur sem hægt er að skella sér í og margir bregðasér þar í smá sjósund. Aðalheiður bendir líka á frábær-ar aðstæður fyrir fjölskyldufólk, bæði á Sigló og íÓlafsfirði en þar eru prýðilegar sundlaugar og góðtjaldstæði.

    „Á Sigló erum við líka með nýuppgerð leiksvæði fyrirkrakka og flotta hoppubelgi sem eru mjög vinsælir.Krakkarnir bíða í röð eftir því að þetta sé blásið upp ámorgnana og svo er hoppað allan liðlangan daginn,“ seg-ir hún og hlær. Og enn er ekki allt upptalið því innan viðSiglufjörð er líka nýuppgerður golfvöllur og gott skíða-svæði.

    Innar í firðinum er annað tjaldsvæði sem er mikiðhljóðlátara og rólegra en það sem er í bænum, svona effólk kýs meiri kyrrð og ró.

    Að lokum spyr ég Aðalheiði hvaða lýsingarorð komifyrst upp í hugann þegar hann er látinn reika umNorðurland, þá nefnir hún fyrst rólegheitin í samfélag-inu og gott aðgengi að þjónustu og mannauði.

    „Fyrir mér er þetta eins og móðurfaðmur sem heldurfallega utan um fólk og mér líkar það vel.“

    Uppgefinn skíðamaðurkominn heim heitir þettaverk eftir Aðalheiði Ey-steinsdóttur. Verkið er á Ice-landair hótelinu á Akureyri.

    Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson

    Þetta verk hef-ur vakið tölu-verða athygli.

    Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir

    Þetta verk er eftirAðalheiði.

    Morgunblaðið/Kristján

    MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 2020 MORGUNBLAÐIÐ 9

  • 10 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 2020

    Ég tilheyri kynslóð sem man eftirvondum vegum og finnst í raun al-veg merkilegt að hægt sé að brunatil Akureyrar á örfáum tímum,“ seg-ir Egill sem hefur alið manninn í 101

    til fjölda ára þar sem hann býr í hjarta mið-borgarinnar.

    „Norðurland er sérlega fjölbreytt og mérfinnst líka þægileg tilfinning að vera kominn áÍsland sem er dálítið mikið öðruvísi en það semég þekki best. Fólkið talar meira að segja að-eins öðruvísi en við fyrir sunnan,“ segir Egillog bætir við að sér finnist sérstaklegaskemmtilegt að tala við skýrmælta Norðlend-inga:

    „Ég grínaðist með það um daginn að ég værisvo mikið kamelljón að ég færi að tala norð-lensku undir eins og ég kæmi þangað. Það erumest brögð að þessu þegar ég kem í Þingeyj-arsýslur. Þannig var ég varla kominn til Húsa-víkur um daginn þegar ég hóf að tala klingjandinorðlensku. Ég get bara ekkert að þessu gert,en fjölskyldu minni finnst þetta brjálæðislegafyndið,“ segir hann og hlær.

    Siglufjörður í sérstöku uppáhaldi

    Spurður að því hvort hann eigi sér einhverjauppáhaldsstaði á Norðurlandi nefnir hannSiglufjörð sem hann segir í miklu uppáhaldi hjásér eftir þættina sem hann gerði og voru sýndir

    Morgunblaðið/Sigurður Bogi

    Órakaður og alsæll Egill smellti í selfí þarsem hann var á flækingi um Norðurland í síð-ustu viku. Egill er mikill aðdáandi Siglufjarðarog hvetur alla til að fara þangað. Svo bíðurhann þess að Akureyri verði að alvöru borg.

    Morgunblaðið/Hafþór Morgunblaðið/Sigurður Bogi

    Finnst best að finnalaut við læk og sofnaí faðmi náttúrunnar

    Egill Helgason hefur á ferli sínum sem sjónvarpsmaður ferðast víða umlandið. Hann gerði meðal annars góða þætti um Siglufjörð og þar heillaðisthann mikið af þeim skemmtilega bæ en hann segir að sér finnist allt þettalandsvæði skemmtilega ólíkt því sem hann á að venjast fyrir sunnan.

    Margrét Hugrún | [email protected]

    Egill segist alls ekki vera neinmiðbæjarrotta heldur kunni velvið sig úti á landsbyggðinni.

    Siglufjörður ersögufrægur bær.

    Egill segir að Ásbyrgisé einn af fallegustustöðum landsins.

  • MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 2020 MORGUNBLAÐIÐ 11

    NorðurþingVerið velkomin

    Fuglastígurá Norðausturlandi

    www.northiceland.iswww.visithusavik.comwww.nordurthing.is

    á RÚV nú í vetur. „Siglufjörður hefur svo miklaog merkilega sögulega dýpt. Svo finnst mérævintýralegt að aka meðfram norðurströnd-inni, frá Húsavík, út á Melrakkasléttu, Langa-nes og til Vopnafjarðar. Þar er maður kominneins langt frá Reykjavík og hægt er, í mikiðstrjálbýli,“ segir hann. „Stundum hefur maðurgott af því að vera þar sem er fátt fólk. Ég verðreyndar alltaf hissa þegar fólk þekkir mig ástöðum úti á landi en sjónvarpið sést víst þar

    líka,“ segir hann kíminn. „Húsavík finnst méreinnig vera indælisbær og ég á þann draum aðAkureyri verði einhvern tíma alvöru borg, Ís-land má alveg við því að eiga tvær borgir.“

    Á margar minningar úr upptökuferðum fyrir sjónvarpið

    Egill rekur aðra ætt sína í Húnavatns-sýsluna, nánar tiltekið á Björnólfsstaði íLangadal sem eru rétt hjá Blönduósi.

    „Ég fór þangað einu sinni þegar ég var lítilldrengur með föðursystur minni og ég man aðmér þótti þetta heldur fornbýlt enda bjó þarafabróðir minn ásamt ráðskonu sinni. Ég á ísjálfu sér engar sérstakar æskuminningarþarna að norðan því mínar minningar tengjastaðallega upptökuferðum fyrir Sjónvarpið.Sumir halda að ég sé holdgervingur 101-mannsins, en það passar ekki alveg því ég heffarið mjög víða um landið og tekið upp efni. Því

    fylgir yfirleitt mikil keyrsla og vinna, því ekkiviljum við bruðla með fé Sjónvarpsins. Mesthef ég farið á Siglufjörð og eignast þar ynd-islega vini – en þessi landshluti togar mikið ímig,“ segir hann og teygir sig eftir kaffibollaum leið og hann heldur áfram: „Síldarminja-safnið á Siglufirði er til dæmis alveg á heims-mælikvarða og það er um að gera að gefa sérgóðan tíma til að skoða það vel. Fyrir fólk semhyggst gista á Siglufirði mæli ég tvímælalaustmeð hótelunum tveimur, Hótel Sigló og HótelSiglunesi. Á síðarnefnda hótelinu er hinn róm-aði marokkóski veitingastaður og á Akureyrifær maður einn besta indverska mat á Íslandi –að hugsa sér hvað heimurinn hefur breyst! Svoborðaði ég líka á stað sem heitir Báran á Þórs-höfn síðasta haust og það var afburðagóðurmatur.“

    Þingvellir „kidstöff“ miðað við Ásbyrgi

    Að lokum nefnir Egill skrúðgarðinn á Húsa-vík sem heillaði hann upp úr skónum. „Ég heldbarasta að hann sé sá fallegasti á Íslandi, enþað er ekki auðvelt að finna hann. Líklegast erbest að fá leiðsögn frá heimamönnum. Svo erþað Ásbyrgi. Sigurður Pálsson vinur minn ólstupp á næsta bæ við Ásbyrgi og sagði að miðaðvið það væru Þingvellir „kidstöff“ – það ernokkuð til í því. Ég var þar um daginn ogheyrði söng og kvak í ótal fuglategundum – hví-lík upplifun! Best finnst mér samt alltaf áferðalögum að finna góða laut, helst við læk eðaá, og sofna síðan svolítið í skauti náttúrunnar,“segir 101-maðurinn og náttúruunnandinn EgillHelgason.

    Morgunblaðið/Sigurður Ægisson

    Þessi litríku hús setjasvip sinn á Siglufjörð. „Sumir halda að ég sé

    holdgervingur 101-mannsins, en þaðpassar ekki alveg…“

  • Það er fátt betra en að njóta veðurblíðunnar í Sundlaug Akureyrar.

    Hvað kom þér mest á óvart þeg-ar þú fluttir norður og varðstbæjarstjóri?

    „Það sem kom mér mest áóvart eftir að ég flutti norður

    er veðrið. Það er alltaf gott veður hérnaog skýr skil á milli árstíða; veturinnharður, sumrin ljúf. Við upplifummjög sjaldan rok og rign-ingu um lengri tíma einsog þekkist víða annarsstaðar á landinu. Þaðkom mér líkaskemmtilega á óvarthvað fólkið hérna erlífsglatt og opið ogauðvelt að kynnast því.Mér hafði nefnilegaverið sagt að Ak-ureyringar værulokaðir en það erbara skrýtinskröksaga.“

    Ef þú vildir faraí vikufrí norður,hvað myndir þú gera? Hvarmyndir þú gista og hvarmyndir þú borða?

    „Ef ég væri í vikufríi fyrirnorðan þá myndi ég auðvitaðbæði gista og borða á Ak-ureyri. Hér er úr nægu aðvelja hvort sem fólk villvera á gistiheimilumeða hótelum, fáveislumat eðaskyndibita. Égmyndi kíkja á söfn-

    in, fara í sund í Sundlaug Akur-eyrar, taka nettan ísbíltúr í góðaveðrinu, fara á róðrarbretti áPollinum, leigja mér hjól, ganga áSúlur og skella mér svo út í Hrís-ey, skoða eyjuna og fá mér fisk ogfranskar hjá Lindu. Ef ég vildigera eitthvað algjörlega einstakt

    og hefði góðan tíma, þá myndi égfara út í Grímsey, skoða lund-ann, rölta norður fyrir heim-skautsbaug og njóta sólarlagsins.Eitthvert kvöldið á Akureyri

    færi ég líka á Græna hattinn sem er einnalvinsælasti og besti tónleikastaður lands-ins. Fólk með börn unir sér vel á útivist-arsvæðum bæjarins, til dæmis í Kjarna-skógi þar sem eru alls konar leiktæki oghægt að grilla á sérútbúnum útigrillum,bara muna að koma með kolin. Svo eru æð-islegir leikvellir í bænum sem eru vel hirtirog þar geta krakkarnir gleymt sér við leiktímunum saman. Einn daginn færi ég útmeð Eyjafirðinum. Þar er margt að sjá.Kíkja á Hjalteyri, Hauganes og Árskógs-strönd og út á Dalvík á antíkmarkað hjá

    Arnari. Á leiðinni væri gaman að koma viðog skoða antík hjá Fröken Blómfríði íHörgársveit. Það er sko hægt að gera góðkaup á báðum þessum stöðum! Og auðvitaðfara heim að Völlum í Svarfaðardal ogkaupa þar silung, reyktan ost og ber. Svoer geggjað að hjóla Eyjafjarðarhringinn eðakeyra hann. Jólahúsið, Kaffi kú, Brúnir,Deiglan listhús og Smámunasafnið eru alltstaðir sem er þess virði að heimsækja. Ogaf því að ég elska flóamarkaði þá er frábærmarkaður í Sigluvík.“

    Hvert er best geymda leyndarmál Norð-urlands?

    „Í mínum huga eru best geymdu leynd-armál Norðurlands veitingastaðir og flóa-markaðir, já og svo auðvitað Grímsey.“

    Hvað ætlar þú sjálf að gera í sum-arfríinu?

    „Ég ætla auðvitað að njóta alls þess semég hef nefnt hér að framan í sumarleyfinumínu á Akureyri og Norðurlandi, en svoförum við líka vestur á Patreksfjörð og íStykkishólm að hitta ættingja okkar. Von-andi gefst okkur líka færi á að gista nokkr-ar nætur í fellihýsinu okkar.“

    Hvað finnst þér skipta mestu máli aðgera í fríum?

    „Í fríum er mikilvægast að skipuleggjaekki of mikið og spila frekar allt eftir eyr-anu.“

    Hvernig klæðir þú þig í ferðalaginu?„Gallabuxur, létt ullarpeysa eða bolur og

    strigaskór er það sem mér þykir þægileg-ast.“

    Hvað er best við íslenska sumarið?„Það besta við íslenska sumarið er birt-

    an.“

    Ljósmynd/John Reid, Unsplash

    Ógleymanlegt að njóta sólar-lagsins í Grímsey

    Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrarbæjar, segir að það ættiengum að leiðast í sumarfríi á Akureyri. Sjálf er hún búin að búa í bæn-um í tvö ár og kann vel við sig en áður var hún bæjarstjóri í Vesturbyggð.Í sumarfríinu ætlar hún að njóta alls þess besta sem Akureyri hefur uppá að bjóða en hún hyggst einnig fara vestur á Patreksfjörð.

    Marta María | [email protected]

    Fegurð Norður-lands er mikil.

    Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrarbæjar, er hér ásamt eigin-manni sínum, Hafþóri Jónssyni sjó-manni og dóttur þeirra, Lilju Sigríði.

    Það er nauðsyn-legt að fá sér ís ágóðviðrisdögum.

    Ljósmynd/Alana Harris,

    Unsplash

    Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson

    12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 2020

  • ÚTILEGUDAGAR24.—28. J ÚN Í

    AFSL ÁT TUR AF ÖLLUMÚT IL EGUVÖRUM

    Fe rðums t i n n a n l a n d s í s uma r

    fiskislóð 1 reykjavík / tryggvabraut 1-3 akureyri / 580 8500 / síðan 1916 / www.ellingsen.is*Verðerubirtmeðfyrirvaraum

    innsláttarvillur

    COLEMAN SPRUCEFALLS 4 PLUS74.995 KR59.996 KR

    CAMPINGAZPOTTASETT6.995 KR5.596 KR

    COLEMANDECK STÓLL16.995 KR13.596 KR

    CAMPINGAZ XTRASINGLE LOFTDÝNA6.995 KR5.596 KR

    PRIMUS LOKETJALDHITARI15.995 KR12.796 KR

    COLEMAN FRISCOSVEFNPOKI8.995 KR7.196 KRCOLEMAN SILVERTON

    250 SVEFNPOKI14.995 KR11.996 KR

    EUROMRAFMAGNSHITARI8.995 KR7.196 KR

    BARDANIUNICORN STÓLL6.995 KR5.596 KR

    BARDANIMUSICA BORÐ17.995 KR14.396 KR

    CAMPINGAZCAMPBISTRO 30010.995 KR8.796 KR

    CAMPINGAZ PLUSKÆLIBOX 28L28.995 KR23.196 KR

    COLEMAN KOBUKVALLEY 222.995 KR18.396 KR

  • Ef þú ætlar að labba eitthvað af viti og ekki verða illt ífótunum þá þarftu að eiga góða gönguskó. Scarpa TerraGore-Tex-gönguskórnir eru léttir og þægilegir göngu-skór fyrir alla hefðbundna útiveru og styttri göngu eðafjallaferðir. Þeir henta líka vel yfir vetrartímann. Helstu eiginleikar:

    Efri hluti gerður úr 2 mm Nubuck-vatnsþéttu leðri

    Gore-Tex-þétting

    Mjúkur innri sóli

    PU-Direct Attach-miðsóli

    Vibram® Energy II / XS Trek-ytri sóli

    Sterkir og endingargóðir

    Stærðir: 36-43

    Þyngd: 490 g (einn skór af stærð 38).

    Þessir göngu-skór fást í Fjalla-kofanum.

    Góðir gönguskórmikilvægir

    14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 2020

    Bjóðum innikróaðaeyjaskeggja velkomna íBirkilauf við Mývatn

    Hafið samband og fáið tilboð.www.birkilauf.com

    SPF50-sólarvörnin í filmunni hjálpar jafnframt við hitatempruninni í tjaldinu, þannig að ekki verði molla í morgunsólinni ogeinnig er hlýrra í kulda heldur en í öðrum tjöldum. Um er aðræða eina framleiðandann á markaðnum sem býr til tjöld meðþessari filmu.

    Öll tjöldin eru með með high performance-flugnaneti sem heldur jafnvelminnstu flugunum frá, sem er hentugt á svæðum þar sem lúsmý er að finna.

    Tjöldin er hægt að fá í öllum stærðum, frá léttum göngutjöldin yfir í stórfjölskyldutjöld, bæði með hefðbundnum súlum sem og uppblásanlegum semer virkilega þægilegt og auðveldar og flýtir fyrir uppsetningu.

    Í stærri tjöldunum er gert ráð fyrir rafmagnssnúrum og ljósum.

    Vantar þig ekki tjald meðsólarvörn?

    Coleman-tjöldin eru frábær fyrir íslenskar að-stæður. Þau eru sterkbyggð, vatnsheld gæðatjöldog eru öll búin sérstakri Blackout Bedroom-filmusem útilokar 99% af sólarljósi inn í svefnrými semhjálpar til við að ná lengri og betri svefni á björtumíslenskum sumarnóttum.

    Marta María | [email protected]

    Coleman-tjöldin fást hjá Ellingsen,Ellingsen.is og stærri Nettó-verslunum um land allt.

    Það skiptir máliað eiga gott tjald ef fólk er mikiðí útilegum.

    Ljósmynd/Will Truettner, Unsplash

  • Nú er rétti tíminn til að njóta Íslandsog alls þess sem lífið hefur upp á að bjóða.

    Flug og bíll eða flug og gisting eru á sérkjörumí allt sumar þannig að núna er rétti tíminn til að kynnastAkureyri upp á nýtt.

    + Bókaðu á airicelandconnect.is

    Flug og gisting frá

    í eina nótt á mann

    29.900kr.Flug og bíll frá

    í einn sólarhring á mann

    28.900kr.

    + Birna BaldursdóttirÍþróttafræðingur ogeinkaþjálfari á Akureyri.

    + Akureyri