framsÓknar stefnan · framsóknarflokkurinn vill að utanríkisstefna íslendinga byggist á...

3
FRAMSÓKNAR STEFNAN grundvöllur og markmið

Upload: others

Post on 25-Dec-2019

1 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: FRAMSÓKNAR STEFNAN · Framsóknarflokkurinn vill að utanríkisstefna íslendinga byggist á góðum samskiptum við aðrar þjóðir, baráttu fyrir friði í heiminum, jafnrétti

FRAMSÓKNARSTEFNAN

grundvöllur og markmið

Page 2: FRAMSÓKNAR STEFNAN · Framsóknarflokkurinn vill að utanríkisstefna íslendinga byggist á góðum samskiptum við aðrar þjóðir, baráttu fyrir friði í heiminum, jafnrétti

Framsóknarflokkurinn hefur það meginmarkmið að standa vörð um óskorað stjórnarfarslegt, efnahagslegt ogmenningarlegt sjálfstæði íslenzku þjóðarinnar á grundvelli þjóðskipulags lýðræðis og þingræðis.

Framsóknarflokkurinn vill að öllum þegnum þjóðfélagsins gefist jöfn tækifæri til að þroska og nýta hæfileikasína við nám og starf og að öllum sé tryggt öryggi í veikindum og vegna örorku, elli og áfalla af völdum náttúru-hamfara. Hann vill byggja upp þjóðfélag þar sem manngildið er metið meira en auðgildið - vinnan, þekkinginog framtakið eru sett ofar og látin vega þyngra en auð dýrkun og fésýsla. Hann leggur áherzlu á frelsi einstakl-ingsins og sem beinust samskipti hans við stjórnvöld, enda eru mannréttindi og réttvísi undirstaða lýðræðis.

Framsóknarflokkurinn vill að atvinnulíf landsmanna byggist á framtaki efnalega sjálfstæðra manna, sem leysasameiginleg verkefni eftir leiðum samtaka, samvinnu og félagshyggju en aðeins í sérstökum tilvikum með opin-berum rekstri. Hann telur að undirstaða þess hljóti ætíð að vera nýting landsmanna sjálfra á íslenzkum auðlind-um og náttúrugæðum í fullri sátt við landið og náttúru þess.

Framsóknarflokkurinn telur það eina af meginforsendum heilbrigðs þjóðlífs að blómlegt athafna- og menning-arlíf sé í öllum héruðum landsins og vill stuðla að því með öflugri byggðastefnu sem m. a. feli í sér verulega vald-dreifingu.

Framsóknarflokkurinn vill að utanríkisstefna íslendinga byggist á góðum samskiptum við aðrar þjóðir, baráttufyrir friði í heiminum, jafnrétti og sjálfstæði allra þjóða og rétti allra manna til persónulegs frelsis og mannsæm-andi lífs.

Með tilvísun til þessara grundvallaratriða er stefna Framsóknarflokksins í nokkrum málaflokkum skilgreind hér.

~ Umhverfismál og landnýting

Framsóknarflokkurinn leggur á það áherzlu að náttúruauðlindirlandsins verði nýttar af landsmönnum sjálfum og þeim til hagsbótaen án þess að á þær verði gengið. Veiðar verði miðaðar við hag-kvæma nýtingu fiskstofna, búskapur við hóflega nýtingu lands. Viðvirkjun orkulinda verði gætt náttúruverndar- og umhverfissjónar-miða.

Framsóknarflokkurinn vill að komið verði á skipulegri landnýt-ingu sem stuðli að eðlilegum notum landsins til byggðar, ræktunar,beitar, iðnaðar og útivistar. Lögð verði áherzla á ómengað um-hverfi, á landi, í lofti og á sjó, þannig að ísland verði fyrirmyndar-land að þessu leyti.

~ Atvinnumál

Framsóknarflokkurinn telur að frelsi þegnanna sé bezt borgiðmeð því að þeir séu efnalega sjálfstæðir og styrkir þátttakendur íframþróun atvinnu- og efnahagslífs. Flokkurinn er reiðubúinn aðvíkja frá skilyrðislausum kröfum um hámarksarð og hámarksafkösttil að ná slíku markmiði, sé þess þörf. Framsóknarflokkurinn villstefna að því að á íslandi verði lífskjör sambærileg við það semgerist með nágrannaþjóðunum, án óhæfilegs vinnuálags. Atvinnu-leysi er böl sem koma ber í veg fyrir.

Framsóknarflokkurinn lítur svo á, að það sé grundvallarskyldastjórnvalda að standa vörð um efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnarmeð fjármálastjórn sem stuðli að jafnvægi í þjóðarbúskap, hag-kvæmni í fjárfestingu, innlendri hagþróun og traustri greiðslustöðu

þjóðarbúsins. Verkefnum verði raðað eftir mikilvægi fyrir þjóðar-heildina.

Framsóknarflokkurinn vill að á sem flestum sviðum verði ein-staklingum gert kleift að stunda atvinnurekstur, en jafnframt verðisameiginleg verkefni leyst á samvinnugrundvelli. Einstaklings-framtak og samvinnurekstur þróist þannig hlið við hlið en spornaðverði gegn óhóflegum vexti auðfélaga sem hafa gróðasjóna~mlðein að leiðarljósi. Flokkurinn leggur áherzlu á gildi samvinnu-stefnunnar á sem flestum sviðum umfangsmikillar atvinnustarfsemi,þjónustu og framleiðslu.

Atvinnuvegirnir verði efldir og framleiðsla aukin. Stuðlað verðiað skynsamlegri og skipuleg' i nýtingu fiskstofna innan fiskveiði-lögsögunnar til hagsbóta fyr;r alla landsmenn. Með fjölbreyttriframleiðslu landbúnaðarafurða verði stefnt að því að þjóðin verðieftir föngum sjálfri sér næg um þau matvæli sem unnt er að fram-leiða hérlendis. Innlend hráefni verði nýtt eftir megni í landinusjálfu.

Nýting orkulinda landsins verði miðuð við þarfir landsmannasjálfra. Stefnt verði að því að innlend orka leysi erlenda orkugjafaaf hólmi, hvar sem því verður við komið.

Framsóknarflokkurinn telur að smærri og fjölbreyttari reksturhenti betur íslenzkum aðstæðum en stóriðja.

Samstarf við erlenda aðila um orkufrekan Iðnað kemur aðeinstil greina í einstökum tilfellum, enda skal þess ætíð gætt að meiri-hluti eignaraðildar sé í höndum íslendinga. Starfsemi slíkra félagaskal háð íslenzkum lögum og dómsvaldi enda njóti þau ekki betrilögkjara en sambærileg íslenzk fyrirtæki.

Allur atvinnurekstur fullnægi ströngum skilyrðum um vinnuverndog mengunarvarnir, jafnt innan húss sem utan.

Byggðamál

Framsóknarflokkurinn leggur áherzlu á öfluga byggðastefnu semhefur að markmiði jöfnuð með landsmönnum, hvar sem þeir búaog að treysta hverja þá byggð sem Iífvænleg er. Þannig séu fólkibúin skilyrði til þess að lifa og starfa í því umhverfi sem það kýs.

Með þetta markmið í huga vill Framsóknarflokkurinn að stjórneigin mála sé sem mest í höndum heimamanna sjálfra. Fjármagniverði veitt til uppbyggingar í öllum landshlutum, ekki aðeins til at-

I vinnuvega, heldur einnig til félagslegra þarfa. Áherzla verði lögðá góðar samgöngur til stuðnings þróttmiklu atvinnu- og menningar-lífi. Mennta- og heilsugæzlustofnunum, svo og öðrum þjónustu-

I stofnunum verði dreift skipulega um bygg~ir landsins, en þeimekki þjappað saman á örfáa staði. Byggðasjónarmið verði metinmikils í allri stjórnsýslu og við alla ákvörðun um ráðstöfun fjár-magns.

Félagsmál

Framsóknarflokkurinn leggur áherzlu á að samningsréttur hags-muna- og stéttasamtaka verði virtur og stuðlað verði að sem víð-tækustu samstarfi um kjaramál, Aukin áhersla verði þó jafnframtlögð á viðmiðun við þjóðarhag, þar á meðal viðskiptakjör og þróunþjóðarframleiðslu og tryggð réttlát skipting þjóðartekna.

Spornað verði við tilraunum einstakra smáhópa til að ná tekjum,sem ekki samrýmast almennri tekjuhæð í landinu og staðinn vörðurum rétt lágtekjufólks til mannsæmandi kjara.

Framsóknarflokkurinn stefnir að réttlátri félagsmálalöggjöf. Full-komnar tryggingar séu vegna slysa, sjúkdóma, örorku og áfalla afvöldum náttúruhamfara. Hann telur það meginskyldu í menningar-þjóðfélagi að sjá öllum landsmönnum fyrir beztu heilsugæzlu semvöl er á. Þurfa fullkomin sjúkrahús og heilsugæzlustöðvar að verasem viðast á landinu og auk þess vel búin samgöngutæki til sjúkra-flutninga miðuð við erfiðar aðstæður hérlendis. Komið verði á fótsameiginlegu, verðtryggðu lífeyriskerfi fyrir alla landsmenn.

Framsóknarflokkurinn telur að ríki og sveitarfélögum beri aðtaka virkan þátt í uppeldi æskunnar, m.a. með nauðsynlegum dag-vistarheimilum. Á sama hátt hafa þessir aðilar miklar skyldur aðrækja við þá, sem lokið hafa starfsævi sinni, jafnt um sérstakarstofnanir sem aðra þjónustu við þá.

Framsóknarflokkurinn telur það forsendu öflugrar byggðastefnuað einstök sveitarfélög stjórni sjálf eigin málum að svo miklu leytisem það er unnt. Til þess að svo geti orðið er nauðsynlegt að sjáþeim fyrir tekjustofnum; sem geri kleift að veita þá þjónustu semnauðsyn er á. Einnig ber að stuðla að þv,í að lítil og van megnasveitarfélög ,taki upp nána samvinnu um viðamikil, sameiginlegverkefni eða sameinist í stærrl einingar.

Fr.amsóknarflokkurinn vill að sem flestir, geti búið í eigin hús-I næði. Til þess þarf að nýta fjármagn almannasjóða, svo sem líf-

eyrissjóða, til öflugrar og hagkvæmrar lánafyrirgreiðslu í þessuI skyni. Jafnframt er nauðsynlegt að efla starf byggingasamvinnu-

félaga og hald~ uppi félagslegum íbúðabyggingum eftir þörfum.Réttarstaða fólks í leiguhúsnæði verði tryggð.,

Page 3: FRAMSÓKNAR STEFNAN · Framsóknarflokkurinn vill að utanríkisstefna íslendinga byggist á góðum samskiptum við aðrar þjóðir, baráttu fyrir friði í heiminum, jafnrétti

~ Mennta- og menningarmál

Framsóknarflokkurinn vill að lögð verði rækt við varðveizlumenningararfs íslendinga og telur að þjóð sem glatar menningar-arfi sínum, glati um leið metnaðinum til að standa á eigin fótum.Framsóknarflokkurinn telur kristin lífsviðhorf undirstöðuatriði is-lenzkrar menningar og þjóðlífs og vill hlúa að kristilegu og kirkju-legu starfi.

Framsóknarflokkurinn vill jafnrétti til náms án tillits til búsetu,efnahags, kyns eða aldurs. Flokkurinn telur að grunnskólinn eigiað veita öllum börnum og unglingum staðgóða, almenna undir-stöðumenntun er hafi það að markmiði að gera þau hæf til þátt-töku í margbrotnu þjóðlífi. Skólakerfið verði í vaxandi mæli við þaðmiðað að laða fram breytilegan áhuga og hæfileika nemenda ogunglingum gefinn kostur á verk- og tækniþjálfun með þátttöku íatvinnulífinu. Flokkurinn vill að á framhaldsskólastigi verði fjöl-breytt val námsbrauta sem leitt geti til starfsréttinda og frekarasérnáms.

Stefna Framsóknarflokksins er að allir sem stunda framhalds-nám eigi kost á opinberri námsaðstoð. Flokkurinn telur sérstakarfjöldatakmarkanir í skólum og námsbrautum óæskilegar, en telureðlilegt að óbein áhrif séu höfð á námsval nemenda með öflugrinámskynningu og starfsfræðslu.

Framsóknarflokkurinn vill að möguleikar þeirra sem eldri eruog vilja afla sér frekari menntunar verði sem mestir og að þeireigi ekki síður kost á námsaðstoð í einhverri mynd en þeir semyngri eru.

Framsóknarflokkurinn vekur athygli á því, hve mikil áhrif fjöl-miðlar hafa á íslenzka tungu og menningu. A miklu veltur aðþeir menn, sem stjórna fjölmiðluninni geri sér þess ljósa grein aðá störfum þeirra getur oltið hvern menningararf komandi kynslóðirhljóta. Efla ber ríkisútvarpið og gæta þess að það rofni ekki úrtengslum við fólkið í landinu. Hið sama gildir um Þjóðleikhúsið,en einnig ber að hlúa sem bezt að starfi annarra leikhúsa ogáhugamannafélaga um land allt. Ríkisvaldið á að stuðla að semblómlegastri útgáfu prentaðs máls á vegum einstaklinga og félaga-samtaka. Einnig þarf það að vera reiðubúið til að fylla þær eyðursem kunna að myndast í útgáfumálum, ýmist með því að standasjálft að útgáfustarfsemi eða með því að styrkja framtak annarra.Það er stefna flokksins að listgreinum verði veitt viðunandi starfs-skilyrði sem örvi listsköpun og aðra menningarstarfsemi.

Framsóknarflokkurinn viii efla vísindarannsóknir og vill að þærverði grundvöllur að framförum í helztu atvinnugreinum og jafn-framt forsenda réttrar nýtingar auðlindanna.

Utanríkismál

Framsóknarflokkurinn telur að grundvöllur íslenzkrar utanríkis-stefnu eigi að vera sjálfstæði þjóðarinnar, hagsmunir hennar ogöryggi, friður og góð sambúð ríkja og þjóða. íslenzk utanríkis-stefna á að byggjast á sjálfstæðu mati íslendinga á aðstöðu ogþörfum þjóðarinnar. Framsóknarflokkurinn álítur mjög brýnt aðvinna að almennri, þjóðlegri samstöðu um meginatriði utanríkis-máia.

Framsóknarflokkurinn telur að þátttaka íslands í störfum Sam-einuðu þjóðanna, Norðurlandaráðs og Evrópuráðs eigi að verahornsteinn utanríkisstefnu landsins. Hann viii að [slendlnqar eigigóð samskipti við erlendar þjóðir, en varist að efna til nokkurraþeirra alþjóðlegra samninga, sem á einn eða annan veg skerðasjálfstæði þjóðarinnar. \Framsóknarflokkurinn telur það ekki þjónahagsmunum íslands að erlendur her dveljist á íslenzku yfirráða-svæði á friðartímum. Hann leggur því áherzlu á eflingu íslenzkrarloft- og landhelgisgæzlu og almannavarna og á það að íslendingarleggi fram sinn skerf í því starfi sem unnið er að, afvopnun, mann-réttindum og sáttum á alþjóðavettvangi. Hann vill að markvisst séunnið að því að gera hernaðarbandalög óþörf og að herstöðvarstórvelda í öðrum ríkjum verði lagðar niður. _

Framsóknarflokkurinn væntir þess að íslendingar verði í farar-broddi í hafréttarmálum, svo og í alþjóðlegu samstarfi um verndunog skynsamlega nýtingu auðlinda hafsins. Flokkurinn telur þaðskyldu íslendinga að leggja bágstöddum þjóðum það lið sem verðamá.

Samkvæmt þessu lítur Framsóknarflokkurinn á það sem megin-hlutverk sitt í íslenzkum stjórnmálum að vera forystuafl félags-hyggjumanna, framfylgja frjálslyndri umbótastefnu tíl hagsbótafyrir land og lýð, efla mannréttindi, samvinnu og samhjálp, standavörð um þjóðleg sjónarmið og vinna að sem víðtækastri samstöðuum mikilsverð þjóðmál.

[~--------------------_/

FRAMSÓKNARFLOKKURINNSkrifstofa Rauðarárstíg 18

sími 24480