fræðilegt sjónarhorn: gildi leikja í ... -...

102
Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferð Kennari: Ingvar Sigurgeirsson Vormisseri 2008 Leikir í skólastarfi

Upload: trankhuong

Post on 06-Feb-2018

247 views

Category:

Documents


5 download

TRANSCRIPT

Page 1: Fræðilegt sjónarhorn: gildi leikja í ... - notendur.hi.isingvars/namskeid/Leikir/Namsmop…  · Web viewSíðan kom að því að slá inn „word play“ og þar fórum við

Kennaraháskóli Íslands

Leikir sem kennsluaðferð

Kennari: Ingvar Sigurgeirsson

Vormisseri 2008

Leikir í skólastarfi

María Guðbjörg Óladóttir

Viktoría Róbertsdóttir

Page 2: Fræðilegt sjónarhorn: gildi leikja í ... - notendur.hi.isingvars/namskeid/Leikir/Namsmop…  · Web viewSíðan kom að því að slá inn „word play“ og þar fórum við

Efnisyfirlit

Inngangur........................................................................................................4

Fræðilegt sjónarhorn: gildi leikja í uppeldi og menntun...................................6

The Promise of Play......................................................................................8

1. þáttur - The Mother of Invention...............................................................8

Þýðing leikja samkvæmt þættinum..............................................................9

The Roof Top School...................................................................................10

Fræðilegt sjónarhorn: Flokkar og tegundir leikja...........................................12

Flokkun samkvæmt fjölgreindarkenningu Gardners...................................13

Leikjabankinn samkvæmt fjölgreindarkenningunni:...................................14

Leikjarvefurinn – Leikjarbankinn....................................................................15

Leikir...........................................................................................................16

Ýmsir áhugaverðir leikjavefir......................................................................17

KidsPsych!................................................................................................17

Room 108.................................................................................................18

Teflgames.com.........................................................................................18

Þróun leikjabankans....................................................................................19

Nafna- og kynningarleikir – hópstyrkingaleikir/hópeflileikir...........................20

Kynningarleikir úr Leikjabankanum.............................................................20

Ísbrjótar af netinu.......................................................................................21

Blöðrueikur...............................................................................................21

Kústadansinn...........................................................................................22

Baunahandtakið.......................................................................................23

Gamlir og góðir íslenskir leikir.......................................................................24

Útilegumaðurinn.........................................................................................24

1

Page 3: Fræðilegt sjónarhorn: gildi leikja í ... - notendur.hi.isingvars/namskeid/Leikir/Namsmop…  · Web viewSíðan kom að því að slá inn „word play“ og þar fórum við

Útilegumannaleikur.....................................................................................25

Fuglaleikurinn.............................................................................................26

Tóuleikur.....................................................................................................27

Fuglafit........................................................................................................28

Leikir sem kveikjur.........................................................................................30

Sönghreyfileikir..............................................................................................33

Hugþroskaleikir..............................................................................................35

Hvað eru hugþroskaleikir ?.........................................................................35

Okkar sjónarmið..........................................................................................36

Leikir sem við prófuðum úr heftinu Hugþroskaleikir...................................37

Námspil og flókin töfl.....................................................................................41

Hvað eru spil?.............................................................................................41

Handspil......................................................................................................41

Borðspil.......................................................................................................42

Önnur spil...................................................................................................43

Námspil.......................................................................................................44

Íslenska fuglaspilið...................................................................................44

Krossorðaspilið.........................................................................................45

Gátur, þrautir og heilabrjótar.........................................................................47

Myndagátur.................................................................................................48

Dæmi um eina af gátunum á Leikjavefnum................................................49

Rúmfræðiþrautir.........................................................................................50

Einföld töfl og spil.......................................................................................50

Sagnagátur.................................................................................................51

Eldspýtnagátur............................................................................................52

2

Page 4: Fræðilegt sjónarhorn: gildi leikja í ... - notendur.hi.isingvars/namskeid/Leikir/Namsmop…  · Web viewSíðan kom að því að slá inn „word play“ og þar fórum við

Rökleitargátur.............................................................................................53

Raðþrautir...................................................................................................54

Orðaleikir.......................................................................................................55

Gálgaleikurinn.............................................................................................55

Töflubingó...................................................................................................56

Dulmálslyklaleikur.......................................................................................57

Orðaleikir....................................................................................................58

Tölvuleikir......................................................................................................59

Minnisleikur.................................................................................................59

Ferhyrningar...............................................................................................59

Þrír í röð......................................................................................................60

Talnaferningar............................................................................................60

Orðakistur Krillu..........................................................................................60

Stafaleikir Bínu............................................................................................60

Lukkuhjólið..................................................................................................61

Þríhyrningarnir............................................................................................61

Mat okkar....................................................................................................61

Forritið Álfur:...............................................................................................62

Nokkur dæmi um vefsetur..........................................................................63

Leikur á Netinu............................................................................................64

Lokaorð..........................................................................................................65

Heimildaskrá..................................................................................................66

Leyndarmál kennslunnar er að bera virðingu fyrir nemendunum.

3

Page 5: Fræðilegt sjónarhorn: gildi leikja í ... - notendur.hi.isingvars/namskeid/Leikir/Namsmop…  · Web viewSíðan kom að því að slá inn „word play“ og þar fórum við

Ralph Waldo Emerson 1

Þessi upphafsorð minna okkur á mikilvægi þess að gæta að velferð og virðingu nemenda í kennslu. Þegar þessum orðum er velt fyrir sér kemur í huga að með því að tileinka sér virðingu fyrir nemendu sínum er átt við að kennara ber að hafa nemendur sína í huga er hann skipuleggur kennslu sína og allt sitt starf. Honum ber að bjóða þeim upp á fjölbreytni í skólastarfi. Fjölbreytni felst í því að leita ýmissa leiða til að nálgast sett markmið í kennslu ein af þessum leiðum eru leikir. Leikir í skólastarfi, eins og við höfum ákveðið að kalla möppuna okkar, skipta mikilu máli í öllu skólastarfi. Strax þegar börn hefja skólagöngu sína eða um leið og þau koma í leikskóla fer starfið og námið fram í gegnum leik, börn eru alltaf að leika sér. Rannsóknir hafa sýnt að börn læri best í því umhverfi sem gefur þeim kost á að rannsaka, uppgötva og leika.2

Mappan er unnin á námskeiðinu Leikir sem kennsluaðferð sem Ingvar Sigurgeirsson prófessor við Kennaraháskóla Íslands kennir.

Markmið námskeiðsins eru:

að efla skilning nemenda á þýðingu og uppeldisgildi góðra leikja að nemendur þekki og geti skipulagt fjölbreytta leiki að nemendur hafi fengið þjálfun í að undirbúa og stjórna margvíslegum

leikjum að nemendur þekki heimildir um leiki sem nota má í uppeldi og kennslu

(handbækur, hugmyndabanka, efni á Netinu) að nemendur þekki Leikjavefinn-Leikjabankann, geti nýtt sér hann og

hafi lagt af mörkum til hans

1 Stóra tilvitnanabókin 1996:2512 Fox, Jill Englebright. 2008

4

Page 6: Fræðilegt sjónarhorn: gildi leikja í ... - notendur.hi.isingvars/namskeid/Leikir/Namsmop…  · Web viewSíðan kom að því að slá inn „word play“ og þar fórum við

að nemendur hafi aukið áhuga sinn á notkun leikja í uppeldis- og skólastarfi 3

Námskeiðinu er skipt niður í 12 efnisþætti sem hver inniheldur svokölluð kennslubréf. Hvert kennslubréf fjallar um ákveðið viðfangsefni þar sem nemendur eiga að kynna sér vel efnið hverju sinni, fjalla um þau kynni, prófa ákveðna leiki, þrautir og spil og ræða hugmyndir um hvernig hugsanlega er hægt að nýta þetta efni í skólastarfi.

Við kynntum okkur það sem var í boði og fjöllum um það hér í þessari möppu. Möppunni er raðað upp efir kennslubréfunum sem gott er að fylgja eftir. Kaflarnir bera heiti hvers kennslubréfs það er að segja það viðfangsefni sem var í gangi hverju sinni.

Það er okkar von að þessi mappa geti nýst sem flestum kennurum og öðru áhugafólki um gildi leikja í uppeldi og þroska barna.

Góða skemmtun!

3 Ingvar Sigurgeirsson 2008a

5

Page 7: Fræðilegt sjónarhorn: gildi leikja í ... - notendur.hi.isingvars/namskeid/Leikir/Namsmop…  · Web viewSíðan kom að því að slá inn „word play“ og þar fórum við

Fræðilegt sjónarhorn: gildi leikja í uppeldi og menntunÞegar kemur að því að skilgreina leik er ekki um algilda skilgreiningu að ræða enda eru skiptar skoðanir um hvernig eigi að skilgreina hann. Í greininni Play as Curriculum bendir höfundurinn Francis Wardle á að til séu ólíkar hugmyndir tveggja hópa, annars vegar hópur foreldra, kennara og sérfræðinga sem telja leik vera bestu leiðina til að efla þroska barna og undirbúa þau fyrir lífið. Hins vegar sá hópur ráðamanna, foreldra og stjórnmálamanna sem telja leik vera tímasóun. 4

Jill Englebright, höfundur greinarinnar Back-to-Basics: Play in Erly Childhood, tekur undir skoðun fyrri hópsins en hann telur leikinn mikilvægan þátt í þroska barna og bendir á að rannsóknir sýni að börn læri best í því umhverfi sem gefur þeim kost á að rannsaka, uppgötva og leika.5

Wardle skilgreinir leik sem frjálsa athöfn þar sem barnið skapar leikinn á staðnum sér til ánægju, sé sjálfsprottinn en ekki fyrir fram ákveðinn, þau setja sér sjálf leikreglur og byggja hann á eigin veruleika. Í grein Englebright er leikur talinn vera athöfn eða starfsemi þar sem ung og hraust börn taka

4 Wardle, Francis. 2008 5 Fox , Jill Englebright. 2008

6

Page 8: Fræðilegt sjónarhorn: gildi leikja í ... - notendur.hi.isingvars/namskeid/Leikir/Namsmop…  · Web viewSíðan kom að því að slá inn „word play“ og þar fórum við

virkan þátt með ákafa, sé frjásl ákvörðun, sjálfssprottinn og áhugaverður svo dæmi séu tekin.

Meginþýðing leiks í grein Englebright er talinn vera þroskandi fyrir fín- og grófhreyfingar barna, hafi mikið gildi fyrir félagsþorska þeirra að þau noti tungumálið í samskiptum sín á milli og bregðist við tilfinningum hvers annars í leiknum. Ímyndaraflið fær að njóta sín sem og sköpunarhæfni þeirra og félagsleg færni þeirra eflist. Þetta séu allt mikilvægir þættir í þroska barna og er því leikur þeim mikilvægur. Einnig nýta börn sér það sem þau hafa ýmist upplifað sjálf, lesið um eða séð aðra gera í leiki sína.6

Wardle telur megin þýðingu leiks liggja í því að börn læra þær upplýsingar sem þau þurfa til að þroskast. Þetta gerist með endurtekningu í leik sem tryggir framfarir í félags-, líkams- og vitrænum þroska. Leikur gefur börnum einnig tækifæri til að auka þekkingu á sjálfum sér og heiminum í kringum sig, þekkingu sem síðar nýtist þeim í námi.7

Okkar afstaða er sú að leikur, líkt og lýst hefur verið hér að framan, skiptir miklu máli fyrir þroskaferil barna. Án efa eflir hann félagsþroska þeirra og styrkir þau í samskiptum hvort/hvert við annað. Að nota leik í námi er gott til að auka áhuga barna á því viðfangsefni sem unnið er með hverju sinni. Leikur veitir börnum gleði, þau sækja í þá leiki er vekja áhuga þeirra setja sér reglur, sem reyndar í fyrstu virka frekar á einn veg en smám saman verða þau meðvituð um gildi reglna í leikjum. Í leik fá þau tækifæri til að nota það sem þau kunna, þau fá útrás fyrir tilfinningum sínum og sköpunargleðin fær að blómstra og þroskast.

Tengsl eru á milli leikja barna og þróun hugsunar. Í grein Englebright er gert grein fyrir hugleiðingum og skoðunum þeirra Piagets og Vygotsky um tegsl milli leikja og þróunar hugans hjá börnum. Piagets telur börn ekki endilega læra eitthvað nýtt í gegnum leik hins vegar nota þau leikinn til að þjálfa og 6 Fox , Jill Englebright. 2008 7 Wardle, Francis. 2008

7

Page 9: Fræðilegt sjónarhorn: gildi leikja í ... - notendur.hi.isingvars/namskeid/Leikir/Namsmop…  · Web viewSíðan kom að því að slá inn „word play“ og þar fórum við

reyna það sem þau hafa nú þegar lært, að þau leiki sér ánægjunnar vegna en ekki til að bæta við þekkingu sína. Vygotsky lítur öðrum augum á leiki því hann telur leikinn skipta miklu máli fyrir þroska og þróun hugsunar hjá börnum. Eins og Piaget taldi hann börn æfa bæði og reyna á eitthvað sem þau hafa lært en að auki læri þau einnig eitthvað nýtt. Leikurinn bætir við hugsun barna en endurspegli hana bara ekki. Í greininni kemur einnig fram að rannsóknir styðji báðar kenningarnar þ.e.a.s. kenning Piagets og Vygotsky, hins vegar er talið að það fari eftir því hvaða leikir eru í gangi hverju sinni hvort þau bæti við þekkingu sína eða æfi hana og reyni eingöngu.8

Regluleikir eru mikilvægir til að þjálfa börn í að skilja félagsleg gildi og reglur. Við það að taka þátt í leikjum sem innihalda ákveðnar reglur þroskast börn úr því að vera mjög sjálfhverf í að virða og fara eftir reglum sem eru algildar en ekki eingöngu þær sem þau setja sjálf. Þetta er liður í því að æfa þau og gera þeim grein fyrir að það gilda reglur í hinu daglega lífi eins og í sumum leikjum.

The Promise of Play

Myndaflokkurinn The Promise of Play eru einstaklega áhugaverðir þættir um gildi leikja sem og gildi þess að skemmta sér. Í þáttunum er farið yfir leiki ekki eingönu hjá mannfólkinu heldur einnig hjá dýrum. Eftir að hafa horft á þættina komumst við að því að leikur bæði til skemmtunar eins og í námi er hreint ómissandi og skapar ótrúlega gott og þægilegt andrúmsloft. Það voru heimskunnir vísindamenn er voru ráðgjafar við gerð þáttanna eða þau Jane Goodall, sem þekktir er fyrir rannsóknir sínar á simpönsum, og Brian Sutton-Smith, en hann er menntunarfræðingur sem hefur sérstaklega lagt sig eftir

8 Fox , Jill Englebright. 2008

8

Page 10: Fræðilegt sjónarhorn: gildi leikja í ... - notendur.hi.isingvars/namskeid/Leikir/Namsmop…  · Web viewSíðan kom að því að slá inn „word play“ og þar fórum við

það að skilja hvaða hlutverki leikur gegnir í uppeldi, sem og lífi fólks á öllum aldri.9

1. þáttur - The Mother of Invention

Hvernig skilgreinir höfundur leikinn?

Hann lítur svo á að allt sem er skemmtilegt flokkist undir hugtakið leikur, en segir um leið að leikurinn sé eitthvað miklu meira vegna þess að leikurinn hefur töluverð áhrif á okkur og veldur okkur mikilli vellíðan. Leikurinn gefur okkur einnig tækifæri til að fara út fyrir okkar daglegu skel, losa okkur við kvíða, við leyfum okkur meira í leik en við daglega iðju þar sem hann er ekki raunveruleikinn. Leikurinn er okkur í raun eðlislægur því flestar tegundir lífvera leika sér þó mismikið og á mis flókinn hátt, því flóknari sem heilinn er því meiri fjölbreytni er í leiknum. Dýr og menn þurfa að vera örugg og vel nærð áður en þau geta hugsað um leik. Einnig tala höfundar um að leikur auki þroska taugafrumna hjá börnum, en þær þroskast mest þrjú fyrstu árin. Í leik æfum við okkur á ýmsu sem við höfum lært og lærum alltaf eitthvað nýtt, við rannsökum og prófum okkur áfram, hreyfum okkur og höfum gaman hvert með öðru.

Til þess að leikur sé sannur verða börn að finna upp á honum sjálf. Hann verður að vera hugmyndaríkur, sannur og hluti af þeim sjálfum, þá er hann frá þeirra heimi en ekki fullorðinna. Ef fylgst er með leik kynjanna má sjá mun þar sem stúlkur eru með flóknari leiki en strákar. Þetta gera þær til að styrkja þær tilfinningar að tilheyra hópnum.10

9 Ingvar Sigurgeirsson 2008b10 The Promise of Play: Episode 1: The Mother of Invention. 2000. The Institute for Play

9

Page 11: Fræðilegt sjónarhorn: gildi leikja í ... - notendur.hi.isingvars/namskeid/Leikir/Namsmop…  · Web viewSíðan kom að því að slá inn „word play“ og þar fórum við

Þýðing leikja samkvæmt þættinum

Þar sem mestur þroski barna á sér stað fyrstu árin, þar með taugaþroski sem jafnframt er undirstaða lærdóms, eins og áður hefur verið getið, er talið að leikur skipti verulegu máli. Ekki er alltaf auðvelt að gera greinarmun á leik og námi fyrstu æviár barnsins. Þó er hægt að sjá hvar það er statt í sínum þroska s.s. líkams-, vitrænum- og félagsþroska ef fylgst er með því að leik.

Í leikskóla virðist leikur vera nokkuð tilviljunarkenndur en ef vel er að gáð fer mikið nám fram eins og heiti lita, talna og hvernig haga eigi sér í hópi. Eftir því sem börn þroskast eykst hæfni þeirra að leika í stærri hópum og við 4-5 ára aldur fer að bera meira á samvinnu og samningsviðræðum þeirra á milli.

Með aldrinum læra börn á heiminn í gegnum leik og ímyndunarafl þeirra styrkist til muna. Þau læra einnig samskiptareglur sem gilda bæði í leik sem og úti í hinum raunverulega heimi.

Leikur:

vekur ánægju hjá okkur og okkur líður vel í leik.

þroskar félagsfærni okkar og styrkir þar af leiðandi tengslin.

hvetur okkur til að rannsaka og gera tilraunir, eykur þekkingu okkar á heiminum í kringum okkur.

er hluti af námi og styður við nám.

þjálfar okkur í að nota tungumál okkar sem og líkamstjáningu.

tjáir tilfinningar í öruggu umhverfi.

hjálpar börnum að æfa og þjálfa þá færni sem þau þurfa til þess að vera fullorðin.11

11 The Promise of Play: Episode 1: The Mother of Invention. 2000. The Institute for Play

10

Page 12: Fræðilegt sjónarhorn: gildi leikja í ... - notendur.hi.isingvars/namskeid/Leikir/Namsmop…  · Web viewSíðan kom að því að slá inn „word play“ og þar fórum við

The Roof Top School

Þeir punktar sem við höfum komið inn á í umfjöllun okkar teljum við eiga nokkurð vel við stefnu skólans, enda er leikur þungamiðjan í skólastarfinu. Skólastjórinn tók einmitt fram að nemendum líði vel í leik þeir verði afslappaðri og móttækilegri fyrir náminu. Kennari við skólann nefndi að í reynd væri ekki hægt að staðfesta að þær kennsluaðferðir sem þau nota væru betri en aðrar, en benti jafnframt á að þessar aðferðir gerðu það að verkum að nemendur sjái að það getur verið gaman að læra og hafi þeir gaman af því þá geta þeir gert hvað sem er.

Það sem kennararnir lögðu áherslu á í kennslu sinni, eða leikinn, var einmitt það sem vakti mesta athygli okkar. Það var svo augljóst að nemendur höfðu mikinn áhuga á því sem þeir voru að gera sem um leið undirstrikar gildi leiksins. Annað var að okkur fannst kennararnir ekki síður hafa gaman af því sem þeir voru að gert sem að okkar mati skipti miklu máli. Kennari sem er virkur þátttakandi, vakandi og áhugasamur á því sem hann er að gera nær mun betur til nemenda sinna, eitthvað sem við sjálfar erum að upplifa í okkar námi, vekur þar af leiðandi áhuga, gleði og skilvirkni nemenda í námi.12

12 The Promise of Play: Episode 3: The Heart of the Matter. 2000. The Institute for Play

11

Page 13: Fræðilegt sjónarhorn: gildi leikja í ... - notendur.hi.isingvars/namskeid/Leikir/Namsmop…  · Web viewSíðan kom að því að slá inn „word play“ og þar fórum við

Fræðilegt sjónarhorn: Flokkar og tegundir leikjaÍ greininni Back-to Basics: Play in Early Childhood eftir Jill Englebright Fox var flokkun leikja sett upp á eftirfarandi hátt:

áhorfandi í leik (onlooker behavior) að leika einn (solitary independent) að leika samhliða (parallel) leika hlið við hlið, deila dóti og tala saman en leika ekki saman

(associative) samleikur (cooperative)13

Samkvæmt greininni Play af Curriculum eftir Francis Wardle er leikjum hins vegar skipt í eftirfarandi flokka:

líkams/hreyfileikir, félags-leikir, uppbyggjandi-leikir, ímyndunar-leikir, reglu-leikir14

13 Fox , Jill Englebright. 200814 Wardle, Francis. 2008

12

Page 14: Fræðilegt sjónarhorn: gildi leikja í ... - notendur.hi.isingvars/namskeid/Leikir/Namsmop…  · Web viewSíðan kom að því að slá inn „word play“ og þar fórum við

Hvort þetta séu endilega heppilegustu flokkarnir eru eflaust skiptar skoðanir um. Hins vegar teljum við þessa aðferð við flokkun ágæta, yfirheitin segja nokkuð vel til um hvað er að finna undir. Þetta gætu verið regnhlífa-flokkar þeirra fjölmörgu flokka sem eru að finna innan Leikjabankans.

Við hins vegar höfum mikið dálæti af fjölgreindarkenningu Gardners og höfum því áhuga á að flokka leiki samkvæmt henni.

Gardner leggur áherslu á að kennarinn beiti fjölbreyttum kennsluaðferðum við kennslu sína. Hann telur að ef kennarinn leggur áherslu á mismunandi greindir í kennslustofunni er hann að bjóða nemendum sínum að nýta þróuðustu greind sína í náminu einhvern hluta skóladagsins.15 Með þetta í huga teljum við að með því að velja mismunandi leiki sem krefjast ólíkra aðferða við úrlausn er verið að koma til móts við hverja greind fyrir sig hverju sinni. Jafnframt er kennarinn að gefa nemendum kost á að þroska þeirra sterku hliðar og styrkja og efla veiku hliðarnar.

Flokkun samkvæmt fjölgreindarkenningu Gardners

15 Amstron 2000:63

13

Líkams- og hreyfigreind

Málgreind

Rök- og stærðfræðigreind

Rýmisgreind

Tilvistageind

Umhverfisgreind

Page 15: Fræðilegt sjónarhorn: gildi leikja í ... - notendur.hi.isingvars/namskeid/Leikir/Namsmop…  · Web viewSíðan kom að því að slá inn „word play“ og þar fórum við

Við lítum svo á að greindirnar eru yfirhugtök þess vegna setjum við þetta upp í regnhlíf. Undir hverri grein er svo að finna leiki sem þroska og styrkja viðkomandi greind.

Leikjabankinn samkvæmt fjölgreindarkenningunni:

Málgreind: orðaleikir söguleikir námspil

Samskiptagreind: ýmsir hópleikir kynningarleikir hópskiptingaleikir hópstyrkingarleikir hver á að ver´ann?

Rök- og stærðfræðigreind: rökleikir raðþrautir námspil ýmsir námsleikir athyglis- og skynjunarleikir

Sjálfsþekkingargreind: ratleikir leikbrúður og leikræn tjáning

Rýmisgreind: teikni og litaleikir Origami-pappírsbrot

Umhverfidgreind: ratleikir spurningaleikir

14

Tónlistargreind

Samskiptagreind

Sjálfsþekkingargreind

Page 16: Fræðilegt sjónarhorn: gildi leikja í ... - notendur.hi.isingvars/namskeid/Leikir/Namsmop…  · Web viewSíðan kom að því að slá inn „word play“ og þar fórum við

Líkams- og hreyfigreind: hreyfileikir og æfingar söng og hreyfileikir hreyfiþrautir ratleikir leikbrúður og leikræn tjáning

Tilvistargreind:

Tónlistargreind: söng og hreyfileikir

Leikjarvefurinn – LeikjarbankinnLeikjavefurinn – Leikjabankinn er samvinnuverkefni kennara og kennarnema og fer Ingvar Sigurgeirsson með umsjón hans. Upphaf af þessum vef/banka má rekja til þróunarverkefnis sem Ingvar var þátttakandi í sem og námskeiðsins Leikir sem kennsluaðferð í KHÍ sem hann jafnframt veitir umsjón. Verkefnið gekk út á að safna einföldum, góðum leikjum sem hægt væri að nota í kennslu. Nemendur hans tóku síðan þátt í að safna leikjum en stefnan var að stofna stóran veglegnan leikjavef sem kennarar og nemendur sem og aðrir hefðu gagn og gaman af. Þeim leikjum sem safnað hafði verið saman var fundinn staður í möppu sem síðan var gefin út af Bóksölu Nemendafélags Kennaraháskólans, þetta var árið 1995. Ári síðar var svo hafist handa við að skapa Leikjavefinn sem síðar sama ár, 1996, var formlega opnaður. Allar götur síðan hefur leikjum fjölgað á vefnum smátt og smátt og telja þeir 300 talsins í dag. Þar eru að finna ýmsa leiki og leikjaafbrigði og sífellt bætist í safnið vegna þess að eitt aðalviðfangsefni námskeiðsins, Leikir sem kennsluaðferð, er að finna leiki til að setja í safnið.

15

Page 17: Fræðilegt sjónarhorn: gildi leikja í ... - notendur.hi.isingvars/namskeid/Leikir/Namsmop…  · Web viewSíðan kom að því að slá inn „word play“ og þar fórum við

Innan safnsins er að finna um 20 ólíka leikja-flokka. Þar er hverjum og einum leik lýst nákvæmlega og í einhverjum leikjanna fylgja dæmi um afbrigði og aðra möguleika sem leikurinn býður upp á eða annað sem þarft er að komi fram. Markmið leikja er einnig getið, tillaga um aldur nemenda sem hann hentar og gögn sem leikirnir krefjast eru talin upp þ.e.a.s ef einhverra gagna er þörf.

Ekki eru heimildir til um uppruna allra leikjanna sem fyrir finnast en þeirra er getið sé svo, en nöfnum þeirra sem settu viðkomandi leik inn á svæðið er komið á framfæri.16

Leikir

Við skoðuðum flokkana svona fram og til baka í upphafi en ákváðum síðan að einbeita okkur að flokkunum Athyglis- og skynjunarleikir, Söng- og hreyfileikir og Hópstyrkingarleikir.

Innan fyrsta flokksins, Athyglis- og skynjunarleikir, var að finna tíu ólíka leiki og þar leist okkur best á leikinn Að

skoða í huganum. Þessi leikur er miðaður við aldurinn frá 5 ára og uppúr. Þennan leik er hægt að nota við mörg mismunandi tækifæri innan sem utan kennslustofunnar. Hann gengur út á að nemendur eiga að skoða t.d. umhverfið, síðan loka þau augunum og kennarinn ber upp spurningu sem krefst þess að þau hafi tekið vel eftir því sem var í kringum þau til að geta svarað. Dæmi: Hvernig er nemandinn klæddur sem situr á móti þér? Hvaða litur er á ............., og hvernig er veðrið út? Þennan leik er hægt að byggja upp bæði á flokinn og einfaldan hátt eftir því hvar, hvenær og hvernig hann er notaður.17

16 Ingvar Sigurgeirsson 2008c17 Að skoða í huganum 2008

16

Page 18: Fræðilegt sjónarhorn: gildi leikja í ... - notendur.hi.isingvars/namskeid/Leikir/Namsmop…  · Web viewSíðan kom að því að slá inn „word play“ og þar fórum við

KidsPsych

Í næsta flokki, Söng- og hreyfileikir, völdum við leikinn Átta fílar, en í flokknum er að finna 22 leiki þannig að úr ýmsu er að velja. Þetta er einstaklega skemmtilegur leikur sem hentar bæði börnum í leikskóla og yngstu bekkjunum í grunnskóla. Þennan leik er hægt að nota til að vinna stærðfræði, íslensku, lífsleikni og í fleiri greinum allt eftir hugmyndaflugi hvers og eins. Hann er einnig hægt að nota við lok skóladags í stað þess að fara í röð eða standa við stólinn sinn geta nemendur sungið þangað til allir eru komnir í röðina og ganga síðan út úr stofunni.18

Síðasti flokkurinn, Hópstyrkingarleikir, býður einungis upp á 7 leiki. Við völdum leikinn Númeraröð. Þetta er leikur sem kennir börnum að vinna saman enda gengur hann út á að hvert og eitt þeirra fær númer sem þau verða að muna en mega ekki segja hinum frá, síðan binda þau fyrir augun á sér og reyna með látbragði að raða sér upp eftir númerum t.d. 1,2,3,4,5,....... Þetta getur verið heppilegur leikur þegar skipta á nemendum í hópa fyrir hópavinnu, keppnir eða hvað eina þar sem tveir eða fleiri eiga að vinna saman.19

Ýmsir áhugaverðir leikjavefir

Inni á Leikjarvefnum-Leikjarbankanum er að finna tengla á aðra leikjasíður. Við skoðuðum nokkrar og höfðum mjög gaman af. Við ætlum að segja stuttlega frá þeim hér á eftir.

KidsPsych! Fyrst skoðuðum við vefinn KidsPsych! Þetta er mjög áhugaverður vefur fyrir krakka frá 1 til 9 ára og er því 18 Átta fílar 200819 Númeraröð 2008

17

Page 19: Fræðilegt sjónarhorn: gildi leikja í ... - notendur.hi.isingvars/namskeid/Leikir/Namsmop…  · Web viewSíðan kom að því að slá inn „word play“ og þar fórum við

nauðsynlegt að foreldrar séu með, sérstakleg þeim yngstu, en um leið og krakkar eru farnir að geta lesið geta þeir glímt við þrautirnar einir. Honum er skipt í tvo hópa 1-5 ára og svo 6-9 ára. Verkefnin eru af ýmsu tagi og öll mjög myndræn með einföldum og auðskildum leiðbeiningum. Þarna er að finna gátur og þrautir af ýmsu tagi eins og að raða saman andlitsmyndum þangað til rétta andlitið birtist, að geta fundið rétt dýr út frá lýsingum og raða saman táknum til að geta opnað hurð.20

Room 108

Næsti vefur sem við skoðuðum var Room 108, leikjavefur John Ricley: Sögur, söngvar, leikir, þrautir, stærðfræðiverkefni, náttúrufræði, verkefni tengd listum o.fl. o.fl.

Á upphafssíðunni er kynning þar sem tekið er fram meðal annars að vefurinn sé námsvefur fyrir börn í grunnskóla með yfir 400 síður sem allar hafa að bjóða námsleiki fyrir börn. Einnig er að finna síður fyrir kennara þar sem þeir geta nálgast ýmis konar efni sem og námsleiki til að nýta í kennslu allt eftir hvaða námsgrein er verið að vinna með hverju sinni.21

Teflgames.com

Við völdum að fara inn á slóðina http://www.teflgames.com/games.html og kíkja á hana. Þessi síða er mjög aðgengileg og auðskilin. Fyrst fannst okkur þetta ekki bjóða upp á neitt sérstakt en þegar við fórum að kanna þetta nánar kom annað í ljós. Þarna er boðið upp á ákveðið efni fyrir kennara og einnig leiðbeiningar um það hvernig má aðlaga leikina eftir aðstæðum, það

20 KidsPsych! 200821 Ricley, John 2008

18

Page 20: Fræðilegt sjónarhorn: gildi leikja í ... - notendur.hi.isingvars/namskeid/Leikir/Namsmop…  · Web viewSíðan kom að því að slá inn „word play“ og þar fórum við

er hægt útfæra þá á ýmsan hátt. Einnig er hægt að ná í tilbúið kennsluefni svo og tillögur um notkun þess. Öllu efninu er stigskipt eftir þyngd, nr. 1 fyrir þá sem styst eru komnir í ensku og nr.10 fyrir þá sem lengra eru komnir.

Þarna er hægt að fara inn á spil sem er um samheiti og andheiti og er annað leikið í tölvunni en hitt er hægt að prenta út þannig að hægt er að spila það í hóp í skólastofunni. Þetta er mjög sniðugt í enskukennslu sem sýnir enn og aftur að leikir sem kennsluaðferð á fullan rétt á sér og ætti að nýta oftar.

Þessi vefur er þegar upp er staðið mjög áhugaverður og lærdómsríkur og gefur manni ýmsar hugmyndir að kennsluefni og kennsluaðferðum.

Þróun leikjabankans

Að okkar mati er leikjabankinn nokkuð vel skipulagður. Það er auðvelt að leita eftir leikjum en eflaust er hægt að gera eitthvað betur. Það væri einna helst að sumir leikir gætu hugsanlega fallið undir fleiri en einn flokk. Það sýnir okkur að þessi aðferð er ekki tæmandi heldur er hún hugsuð til að auðvelda val á leikjum, jú einhvern veginn verður að flokka leikina. Við teljum þá þróun sem stuðst hefur verið við við byggingu leikjarbankans ágæta. Hins vegar erum við eindtaklega hrifnar af fjölgreindarkenningu Gardners og gætum vel hugsað okkur að þróa leikjabankann í þá átt að vísa mætti í greindirnar undir eða yfir hverjum flokki eins og við segjum frá og sýnum í kaflanum Fræðilegt sjónarhorn: flokkar og tegund leikja hér að framan.

19

Page 21: Fræðilegt sjónarhorn: gildi leikja í ... - notendur.hi.isingvars/namskeid/Leikir/Namsmop…  · Web viewSíðan kom að því að slá inn „word play“ og þar fórum við

Nafna- og kynningarleikir – hópstyrkingaleikir/hópeflileikirÞegar nýir hópar koma saman hvort heldur er á vinnustað eða nemendahópar í skóla er mjög gott að gera eitthvað saman til að brjóta ísinn og styrkja liðsheildina. Þetta er einnig gott að gera til að auðvelda fólki sem og nemendum til að muna nöfn hvers annars. Ekki er þetta síður mikilvægt fyrir kennara sem er að taka við nýjum nemendahópi þannig að honum gangi betur að muna nöfn nemendanna. Góðir hópleikir geta gert gæfumun í stórum sem minni hópum og hjálpað bæði þeim sem erfitt eiga með að aðlagast eins og hinum sem hafa gaman af að láta ljós sitt skína. Þeir skapa oft gott og léttara andrúmsloft og eyða spennu sem getur myndast þegar fólk eða nemendur hittast í fyrsta skipti. Svona leikir geta einnig verið mikilvægir til að eyða fordómum og neikvæðu viðhorfi til annarra. Sem dæmi í nemendahópi þar sem nemendi/nemendur hafa mótað sér neikvætt viðhorf til einhvers samnemanda síðan er farið í leik

20

Page 22: Fræðilegt sjónarhorn: gildi leikja í ... - notendur.hi.isingvars/namskeid/Leikir/Namsmop…  · Web viewSíðan kom að því að slá inn „word play“ og þar fórum við

og þá upplifa þeir allt aðra sýna á viðkomandi því að hann reynist skemmtilegur, klár og kappsamur.

Kynningarleikir úr Leikjabankanum

Það má finna nokkra sniðuga kynningaleiki í Leikjabankanum. Leikurinn Ég er frábær eins og ég er er mjög skemmtilegur. Við höfum prófað hann í tveimur bekkjum 8. og 2. bekk og tekið sjálfar þátt í honum í tíma í KHÍ. Það var ótrúlega gaman að fara í þennan leik með nemendum í báðum bekkjunum og tóku allir virkan þátt í leiknum og höfðu mjög gaman af. Þessi leikur virkar greinilega vel í öllum aldurshópum hvort heldur um er að ræða grunnskóla eða háskóla, eigum eftir að prófa hann í menntaskóla.22

Einnig er Nafnspjaldakynning mjög áhugaverður leikur. Þessi leikur er áhugaverður vegna þess að í honum verða nemendur að koma með fleiri upplýsingar um sjálfan sig en bara nafnið. Hann auðveldar án efa öðrum að muna betur eftir hverjum og einum eins að átta sig á t.d. áhugamáli, eftilætis mat, tónlist, mynd, landi og fl. Mjög áhugaverður.23

Við vildum taka nokkra til viðbótar, en það eru kynningaleikir með söng eins og Nafnaleikur og Nafnsöngleikur sem vöktu athygli okkar. Þessir leikir sem við höfum valið styrkja samskipta- og tónlistagreindina samkvæmt Gardner.

Ísbrjótar af netinu

Það voru ekki ófár síðurnar sem upp komu þegar leitarorðið „icebreaker“ var slegið inn í leitarvélina Google eða 2.660.000 þannig að um mjög víðan völl er að fara.

22 Ég er frábær eins og ég er 200823 Nafnspjalda kynning 2008

21

Page 23: Fræðilegt sjónarhorn: gildi leikja í ... - notendur.hi.isingvars/namskeid/Leikir/Namsmop…  · Web viewSíðan kom að því að slá inn „word play“ og þar fórum við

Við völdum nokkra leiki sem okkur leist mjög vel á en leikina fundum við á síðunni Funny Party.com. Þar er einnig að finna ýmislegt sem tengist því þegar fólk ætlar að halda teiti.24

Blöðrueikur

Leikendur: 5 eða fleiri

Áhöld: Blaðra fyrir hvern þáttakanda, og nokkrar til vara fyrir þær sem springa áður en leikur hefst.

Spámiða sem búið er að útbúa, handa hverjum þátttakanda.

Undirbúningur: Setja einn spámiða í hverja blöðru;

Blása upp hverja blöðru, með miða í, og binda vel fyrir.

Það má hafa spámiðana fyndna, alvarlega eða kjánalega, allt eftir tilefni og til þess að bæta við skemmtun veislunnar. Hér koma nokkrar tillögur:

Þú munt giftast vélmenni og eignast 14 börn Þú verður fangi í dýragarðinum Þú munt hljóta óvænta ánægju áður en dagur er liðinn Ef þú hættir ekki að borða svona mikið af kökum muntu verða feit/ur Varaðu þig á endurgerð þinni (klónum).

Þegar allir eru komnir á að henda blöðrunum upp í loftið og láta gestina grípa eina blöðru hver. Eftir að hver og einn hefur gripið eina blöðru eiga gestirnir að sprengja blöðruna ef þeir vilja komast að hvað stendur á spámiðanum. Sem sagt veislan byrjar með HVELLI.

24 Funny Party.com 2008

22

Page 24: Fræðilegt sjónarhorn: gildi leikja í ... - notendur.hi.isingvars/namskeid/Leikir/Namsmop…  · Web viewSíðan kom að því að slá inn „word play“ og þar fórum við

Kústadansinn

Leikendur: 7 eða fleiri

Áhöld: Kústur og tónlist

Undirbúningur: Enginn

,,Kústadansinn“ er alltaf góður til þess að blanda fólki saman. Það þarf að vera oddatala á þátttakendum og einn að auki til þess að setja á tónlistina og stoppa hana.

Þátttakendur eiga að velja sér dansfélaga. Auka manneskjan dansar við kústinn. Þegar tónlistin stöðvast allt í einu, eiga allir að skipta um dansfélaga. Sá sem er með kústinn sleppir honum og reynir að ná sér í félaga.

Sá sem er án dansfélaga tekur upp kústinn og dansar með hann þar til tónlistin stoppar aftur.

Baunahandtakið

Þátttakendur: 10-30

Áhöld: 10 þurrar baunir fyrir hvern þátttakanda;

Lítinn plastpoka eða umslag fyrir hvern þátttakanda

Undirbúningur: Setja 10 baunir í hvern plastpoka eða umslag, þá þarf ekki að fara að telja baunirnar þegar leikurinn er að fara að byrja.

Hver þátttakandi fær 10 baunir. Að því loknu á eiga þeir að byrja heilsa upp á hvern annan með handabandi, upp aftur og aftur, eins oft og kostur er á. Hvers vegna? Tilgangurinn er sá að hver þátttakandi gefur 10 hverri

23

Page 25: Fræðilegt sjónarhorn: gildi leikja í ... - notendur.hi.isingvars/namskeid/Leikir/Namsmop…  · Web viewSíðan kom að því að slá inn „word play“ og þar fórum við

manneskju sem hann heilsar eina baun. Hugmyndin er sú að losa sig við allar baunirnar. Þegar því er lokið getur sá sem er baunalaus farið til hliðar. Það má líka stytta leikinn með því að láta baun af hendi við 3. hverju manneskju eða 5. hverju.

Gamlir og góðir íslenskir leikirVið vorum ákaflega heppnar, þegar koma að því að finna nokkra góða og gamla leiki, að því leitinu til að önnur okkar vinnur á öldrunarheimili. Það var því auðvelt að ræða við gamala fólkið og spyrja það spjörum úr.

Eftir að hafa rætt við nokkra aðila um nírætt kom nokkuð sérkennilegt í ljós. Það var sama hvar á landinu fólkið var uppalið, þau nefndu flest sömu leikina sem þau höfðu leikið, að undanskilinni einni konu. Þau nefndu öll Slábolta en það er leikur sem er líka kallaður Kíló, annar leikur er Yfir. Það voru hinir hefðbundnu feluleikir og Stórfiskaleikur. Að sjálfsögðu komu inn leikirnir með beinin og

24

Page 26: Fræðilegt sjónarhorn: gildi leikja í ... - notendur.hi.isingvars/namskeid/Leikir/Namsmop…  · Web viewSíðan kom að því að slá inn „word play“ og þar fórum við

skeljarnar þar sem verið var að herma eftir heimi hinna fullorðnu, þ.e. búleikurinn sem enn er leikinn bara með öðrum leikföngum.

Leikirnir sem konan nefndi eru tveir og kallaði hún þá Útilegumaðurinn og Fuglaleikurinn. Hún sagðist halda að annar leikurinn hafi verið sér Hafnfirskt fyrirbrigði eins og hún orðaði það.

Útilegumaðurinn

Hópleikur þar sem einn er valinn til að vera útilegumaður en hinir eru leitarmennirnir. Útilegumaðurinn fer og felur sig en á meðan halda hinir sig á ákveðnum stað og syngja Útilegumenn í Ódáðahrauni. Þegar söngnum er lokið fara allir af stað að leita. Þegar útilegumaðurinn finnst er hrópað útilegumaður fundinn en þá verður sá sem finnur hann að hlaupa af stað í höfn (fyrirfram ákveðnir staðir á svæðinu) svo útilegumaðurinn nái honum ekki og fari með hann út í hraun.

Við fengum upplýsingar hjá viðmælanda okkar um mann sem hún vissi til að hafði skráð niður leiki og fleira og gefið út bók um aldamótin 1900. Nafn mannsins var Ólafur Davíðsson. Við vorum svo heppnar að finna þessa bók í bókasafni KHÍ og fengum hana lánaða og settum hann orðrétt upp úr bókinni hér á blað ásamt frásögn gömlu konunnar um leikinn.

Útilegumannaleikur

Fyrst er mörkuð mannabyggð og svo stöðvar útilegumanna. Mannabyggðin er vengjulega tópt eða eitthvert útihús, eða þá bæjardyr. Leikmenn geta verið svo margir sem vera skal, en varla eru þeir færri en 3. Einn er valinn útilegumaður og verður sá oftast fyrir kjörinu, sem sterkastur er. Hann felur sig og mega hinir ekki horfa á á meðan. Þegar útilegumaður er kominn í felurnar fara byggðarmenn til fjárleita, en fara þó varlega, því þeir vita að útilegumaður er á næstu grösum. Þegar einhver af byggðamönnum verður var við útilegumanninn hrópar hann: útilegumaður fundinn, og forðar sér því næst til byggða, svo fljótt sem auðið er. Hinir byggðamennirnir hlaupa líka til

25

Page 27: Fræðilegt sjónarhorn: gildi leikja í ... - notendur.hi.isingvars/namskeid/Leikir/Namsmop…  · Web viewSíðan kom að því að slá inn „word play“ og þar fórum við

byggða, eins og fætur toga, jafnskjótt og þeir hafa fengið vitneskju um útilegumanninn. Hannn kappkostar að ná sem flestum byggðamönnum á sitt vald. Þegar hann hefir orðið þess áskynja að allir byggðamenn eru farnir að heiman, þá reynir hann til að komast í dyr þeirra og hefur árás sína þaðan, þegar hinir drífa að; fer þá varla hjá því að hann nái einhverjum. Þeir sem hann nær eru skyldir til þess að ganga í lið með honum. Ef útilegumaður nær ekki öllum í fyrsta skipti, þá felur hann sig aftur og félagar hans; sér útilegumaður þá um að þeir feli sig ekki allir saman, heldur á víð og dreif og skipar liði sínu, yfir höfuð að tala, svo haganlega sem auðið er. Svona gengur þangað til útilegumaður hefir náð öllum byggðarmönnum á sitt vald og er þá leiknum lokið. Þess má geta að ef byggðarmaður sjá að þeir geta ekki komist til byggðar sinnar, áður en útilegumenn hafa náð þar fótfestu, þá meiga þeir velja sér vígi, þar sem þeir vilja og verjast þaðan. Enginn kemst á vald útilegumanna nema þeir nái svo föstu taki að hann geti ekki slitið sig af þeim. Það verður líka að taka það fram, að ef útilegumanni tekst að komast í dyr byggðarmanna, þá er hann skyldur að gjöra félögum sínum vart við.25

Við prófuðum þennan leik en útfærðum hann aðeins eftir okkar aðstæðum. Hann fór fram á heimalóð annarar okkar sem er um 1500 fermetrar og mikið um tré og lóðin eins og á þremur pöllum. Við mörkuðum heimabyggð okkar við útidyrnar og vorum við 3 börn og 3 fullorðnir að leik. Það var mikið kallað, skríkt og skrækt svo ekki sé nú talað um hlegið. Börnin, allt strákar á aldrinum 7, 9 og 11 ára voru ekki síður lunknir við að koma sér í heimabyggð en tveir hinna fullorðnu og gáfu þeim ekkert eftir. Þegar þeir sáu fram á að þeir myndu ekki ná heimabyggðinni bjuggu þeir sér til víg til að verjast frá og stóðu þétt saman. Það var ekki fyrr en allir hinna fullorðnu voru komnir í útilegumannahópinn að þeir stuttu náðust. Þetta er ákaflega skemmtilegur leikur og enn skemmtilegri því fleiri sem eru að leika hann. Mjög góður fyrir heilan bekk að leika í löngum frímínútum.25 Íslenskar gátur, skemmtanir, víkivakar og þulur 1964:106

26

Page 28: Fræðilegt sjónarhorn: gildi leikja í ... - notendur.hi.isingvars/namskeid/Leikir/Namsmop…  · Web viewSíðan kom að því að slá inn „word play“ og þar fórum við

Fuglaleikurinn

Hópleikur sem margir geta leikið. Það er valinn einn konungur og einn kaupmaður en hinir sem eftir eru í hópnum eru fuglar sem konungurinn á. Konungur segir hverjum og einum hvaða fugl hann er (kaupmaðurinn fær ekki að vita það). Síðan kemur

kaupmaður til konungs og spur hvort hann hafi fugla til ,,salgs,, ? Konungur svar því játandi og þá er komið að kaupmanni að giska á hvaða fugl hver er. Geti hann rétt fær hann að kaupa viðkomandi en geti hann það ekki missir hann af kaupunum. Gamla konan var ekki alveg með þennan leik á hreinu en nefndi að út hefði komið bók með leikjum í eftir Ólaf Davíðsson, en það hefur verið í kringum 1900.

Þessi sama kona nefndi einn leik sem hún kallaði Rambelta. Það kom svo í ljós að þetta er sá leikur sem við köllum að vega salt.

Tóuleikur

Þennan leik fundum við líka í bókinni Íslenskar gátur, skemmtanir, víkivakar og þulur og er hann á þessa leið.

Fyrst er markað svið, og er venjulega hagað svo til, að þúfa sé á því miðju, eða þá eitthvað annað mark, t.d. steinn. Einn leikmann er tóa, annar smalamaður, en hinir lömb. Í leikbyrjun stendur tóan á markinu í miðjunni og gaggar þar tíu sinnum. Að því búnu fer tóan frá markinu og út á sviðið og gaggar nú í sífellu. Lömbin hlaupa í kringum hana og á tóa að ná þeim, því þá eru þau dauð. Það er jafnvel nóg að hún komi við þau eða þau við hana. Aftur er það frá smalamanni að segja, að hann ver lömbin eftir mætti, hann er þar ávallt fyrir , sem hættan er mest, og varnar tóunni að snerta lömbin. Hann má jafnvel takast á við hana, ef á þarf að halda. Ekki má tóan fara út fyrir

27

Page 29: Fræðilegt sjónarhorn: gildi leikja í ... - notendur.hi.isingvars/namskeid/Leikir/Namsmop…  · Web viewSíðan kom að því að slá inn „word play“ og þar fórum við

sviðið, því þá er hún brennd, en aftur er lömbunum það heimilt. Þegar tóan hefir náð öllum, er leiknum lokið og verður sá tóa næst, sem seinast náðist.

Við ákváðum að vera á opnu svæði til þess að prófa þennan leik og lögðum vettlinga og annan fatnað á jörðina til þess að afmarka það svæði sem tóan varð að vera innan og líka fyrir miðjuna. Við vildum frekar nota fatnað til afmörkunar en steina svo enginn myndi meiða sig ef hann dytti. Við fengum börnin í fjölskyldunni og félaga þeirra til þess að leika með okkur. Það var gamana að sjá svipinn á sumum þeirra þegar þau sáu að við fullorðna fólkið ætluðum að vera með, það er ekki víst ekki vaninn hjá þeim öllum. Þegar við útskýrðum leikinn fyrir krökkunum leist þeim mjög vel á hann, það er alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt. Við vorum 12 í allt, 10 börn og 2 fullorðnir og ákváðum við að þeir fullorðnu myndu vera tóan og smalamaðurinn, það væri meira jafnræði þannig á meðan við værum að byrja. Það færðist mikil kátína í hópinn þegar tóan byrjaði að gagga og hlóu sum þeirra af tilburðunum. Þegar við byrjuðum svo að hlaupa byrjuðu sum þeirra að jarma til þess að stríða tóunni. Það var ákaflega gaman að leika þetta með börnunum og þau höfðu líka mjög gaman af. Auðvitað vildu allir fá að prófa að vera tóan og smalamaðurinn. Þar sem við tvær erum ekkert í allt of góðu formi létum við þau leika þetta ein en fylgdumst með þeim. Þessi leikur gerði mikla lukku hjá börnunum og haf þau beðið okkur að leika hann aftur með þeim. Það var víst ekkert svo leiðinlegt að hafa fullorðna með í leiknum. Við höfum frétt af því að þau og fleiri börn eru farin að leika þetta í góða veðrinu.26

Fuglafit

Fuglafit er sá leikur sem ekki má gleymast enda mjög skemmtilegur og kjörinn til að þjálfa fínhreyfingar hjá börnum. Þetta er leikur 26 Íslenskar gátur, skemmtanir, víkivakar og þulur 1964:113

28

Page 30: Fræðilegt sjónarhorn: gildi leikja í ... - notendur.hi.isingvars/namskeid/Leikir/Namsmop…  · Web viewSíðan kom að því að slá inn „word play“ og þar fórum við

sem við þekkjum báðar mjög vel og lékum okkur mikið í þegar við vorum krakkar og langt fram á unglingsárin. Við kenndum börnum okkar þennan leik síðar og höfðu allir gaman af. Við teljum okkur hafa verið ansi flinkar og fimar í þessum leik, kannski er það þess vegna að við héldum honum að börnum okkar. Við vissum hvorugar að fuglafit væri svona þekktur leikur og hefði áhugaverða sögu. Við teljum mikilvægt að segja krökkum frá sögu leiksins vegna þess að þá öðlast hann hugsanlega annað gildi hjá þeim.

Þessi leikur er ekki sér íslenskur heldur er hann þekktur út um allan heim. Hann var stór hluti af menningu margra þjóðflokka. Það voru haldin mót milli heimsálfa og menningasvæða þar sem keppt var í mynstrum. Það sköpuðust miklar venjur og síðir í kringum fitið og einnig var heilmikil hjátúr. Leikurinn tengdist sögusögnum, goðsögum, trúarbrögðum og jafnvel göldrum.27

Við skoðuðum vefsíðuna www Collection of Favorite Srting Figures.28

Þetta er einstaklega skemmtileg vefsíða með leiðbeiningum um hvernig bera sig á við leikinn. Þarna er að finna mörg tilbrigði og hvernig á að ná tölum á þeim.

Til er fjöldinn allur af gömlum, góðum og gildum leikjun sem við þekkjum frá okkar æsku leiki eins og: snúsnú, teygjutveist, verpa eggjum, sippa, brennó, kýló, fallin spýta, stórfiskaleikur, að hlaupa í skarðið, píla, yfir, 1,2,3,4,5, Dimmalimm, kötturinn og músin og mun fleiri.27 What´s so Great About Figures, Anyway? 200628 www Collection of Favorite Srting Figures 2008

29

Page 31: Fræðilegt sjónarhorn: gildi leikja í ... - notendur.hi.isingvars/namskeid/Leikir/Namsmop…  · Web viewSíðan kom að því að slá inn „word play“ og þar fórum við

Leikir sem kveikjurÞegar við fórum að velta þessu fyrir okkur kom ýmislegt upp í hug okkar. Önnur okkar (Viktoría) hafði notað leiki sem kveikjur í kennslu sinni sem hafði gengið mjög vel. Hún hafði einnig notað leikilist í kennslu þegar hún kenndi 6. bekk bókmenntir (Rauðkápu). Þar lét hún nemendur setja atburði úr ýmsum sögum á svið og komst að því að þær sögur sem leiknar voru festust mun betur í minni nemenda en þær sem ekki voru leiknar, þetta kom berlega í ljós við yfir ferð á prófi úr námsefninu.

Innlegg Viktoríu á Webct:

Ég hafði velt mikið fyrir mér hvernig gott væri að hafa leiki sem kveikju hjá nemendum á miðstigi og datt þá í hug bók þeirra Önnu Jeppesen og Ásu Helgu Ragnars Leiklist í kennslu.29 Þar er að finna nokkrar skemmtilegar aðferðir eina af þeim haf ég prófað en hún nefnist Kastljós. Ég var að kenna nemendum í 5. bekk Landnám Íslands og fékk einn nemanda til að leika þekktan land-námsmann. Hann sat fyrir svörum, en hinir nemendurnir áttu að spyrja hann þangað til þeir áttuðu sig á hvaða landnámsmaður þetta var, voru reyndar ekki mjög lengi að því (Ingólfur Arnarson). Þetta gerðum við í

29 Annna Jeppesen og Ása Helga Ragnarsdóttir 2004

30

Page 32: Fræðilegt sjónarhorn: gildi leikja í ... - notendur.hi.isingvars/namskeid/Leikir/Namsmop…  · Web viewSíðan kom að því að slá inn „word play“ og þar fórum við

upphafi síðan var unnið með landnámið í heild. Þetta var mjög skemmtilegt og voru nemendur duglegir að taka þátt.

Annan leik er líka að finna í bókinni, en þar er af nógu að taka, sem heitir Persónusköpun eða persónusköpun með hugarflugi. Þennan leik er gott að fara í þegar nemendur eiga að vinna eitthvað ákveðið viðfangsefni er tengist t.d. ákveðnum tíma í sögunni eða þegar kennarinn vill fá nemendur til að taka að sér hlutverk í frásögnum, sögum eða ævintýrum. Nemendur meiga þó ekki vera aðalpersónur sögunnar heldur eiga þau að skapa sína eigin persónu því að þá gefst þeim tækifæri til persónusköpunar og til að skapa bakgrunn hennar. Þetta er oftast gerð þannig að kennarinn les sögu eða segir sögu, fer á hugarflakk með nemendum. Hann biður nemendur að loka augunum, slekkur ljósið og setur rólega tónlist á. Síðan biður hann nemendur um að ferðast um þann stað sem ætlunin er að vinna með hverju sinni í huganum og þeir eiga að ímynda sér hvað þér sjá. Þeir eiga að ganga um staðinn, finna lykt og snerta í huganum. Þegar þessu er lokið eiga nemendur að segja frá því hver þeir eru hvað þeir sáu, heyrðu og fundu. Það sem kemur frá nemendum verður síðan unnið nánar með í ferlinu sem verið er að vinna að. Þau skapa sína eigin persónu úr pappír og líma á hana föt og setja hana í hlutverk allt eftir því hvað er verið að gera og vinna með. Það er margt skemmtilegt að finna í bók þeirra Önnu og Ásu sem vert er að skoða nánar.

Innlegg Maríu á WebCt:

Búkolla. Í öðru vettvangsnáminu ætluðum við að fjalla um íslensku húsdýrin. Við vorum með ævintýrið um Búkollu sem kveikju og byrjuðum á að lesa það fyrir nemendur. Það var lesið með tilþrifum og tilheyrandi hljóðum til þess að halda athygli nemenda. Eftir sögulesturinn fengu nemendur strimla með nokkrum línum á úr sögunni og áttu tveir og tveir að vinna saman og búa til látbragðsleik út frá því sem stóð á strimlinum. Hinir nemendurnir áttu svo að geta upp á hvaða part sögunnar var verið að leika. Eftir þetta áttu

31

Page 33: Fræðilegt sjónarhorn: gildi leikja í ... - notendur.hi.isingvars/namskeid/Leikir/Namsmop…  · Web viewSíðan kom að því að slá inn „word play“ og þar fórum við

nemendur svo að teikna tiltekinn atburð og hengja myndirnar í réttri röð upp á vegg. Út frá þessu fórum við svo í húsdýrin. Þarna reyndi á samvinnu barnanna, hlustun og eftirtekt. Þau voru mjög ánægð með þetta.

Landafræði. Nemendur fá fyrirmæli um að lesa um eitthvað ákveðið fyrir næsta dag og svo er farið yfir það með því að skipta þeim í hópa og eru þau með blað og blýant. Þegar kennarinn nefnir einn staf eiga þau að skrifa nafnið á staðnum, síðan nefnir kennarinn einhvern annan staf og hann er fyrsti stafurinn í einhverju sem tilheyrir staðnum t.d. aðal atvinnuvegurinn og þannig heldur þetta áfram þar til 5 atriði eru komin á blað um staðinn á Íslandi eða öðru landi sem þau hafa fengið gefið upp. Þau fá ákveðinn tíma til þess að skrifa þetta niður og þau sem hafa öll 5 atriðin rétt fá 10 stig og svo eru dregin 2 stig af fyrir hvert rangt atriði. Allt er skráð upp á töflu og stigin svo lögð saman í lokin. Að sjálfsögðu kemur keppnisandinn fram í þessu og þetta varð til þess að þau lærðu vel heima því allir vildu vinna. Mér finnst mikilvægt að velja vel í hópana þannig að sterkir og veikir aðilar vinni saman og að þau börn sem eru frekar afskipt komist inn hjá hinum og kynnist þeim betur. Þennan leik má útfæra á eitthvað annað en landafræði, allt eftir aldri og efni. Þessi aðferð reyndist það vinsæl að þegar börnin áttu frjálsan tíma báðu þau um að fara í þetta.

Dýrin. Við fórum í einn leik með 2. bekk um dýrin og hann var þannig að við mynduðum hring og síðan fór eitt barnanna í miðjuna og notaði látbragðsleik til þess að sýna hvaða dýr það væri. Ef enginn gat upp á hvað það var mátti koma með hljóð sem dýrið gefur frá sér til þess að gera hinum auðveldara fyrir. Síðan er dýrunum raðað í hópa eftir því hvaða flokki þau tilheyra og sá flokkur dýra sem var stærstur var svo tekinn fyrir og rætt nánar um hann.

32

Page 34: Fræðilegt sjónarhorn: gildi leikja í ... - notendur.hi.isingvars/namskeid/Leikir/Namsmop…  · Web viewSíðan kom að því að slá inn „word play“ og þar fórum við

Sönghreyfileikir Til eru ótal sönghreyfileikir sem hægt er að nota í kennslu. Á námskeiðinu fengum við að kynnast nokkrum þeirra. Það var Kristín Valsdóttir sem kenndi þennan þátt og kom með margar skemmtilegar hugmyndir, ekki skemmdi það að við fjarnemar sem ekki gátum mætt í tímann gátum horft á upptökur úr tímunum.

Við ákváðum að fara í heimsókn í skólann hjá okkur og heimækja nemendur í 9. bekk og fá þá til að koma með okkur í nokkra leiki. Við vorum búnar að hafa samband við kennarann, sem við þekkjum báðar mjög vel, og fá hann í lið með okkur. Leikirnir þrír sem við ákváðum að fá nemendur með okkur í voru:

Úllen, dúllen doff – spunaleikur. Leikurinn gengur út á að tveir og tveit vinna saman, fara með úrtöluþuluna og finna hvar takturinn/púlsinn er. Búa til klapp. Nemendur fá tilfinningu fyrir takti og hrynjandi í vísunni læra að greina breytingu og nota niðurstöðuna til að skapa sitt eigið mynstur.

33

Page 35: Fræðilegt sjónarhorn: gildi leikja í ... - notendur.hi.isingvars/namskeid/Leikir/Namsmop…  · Web viewSíðan kom að því að slá inn „word play“ og þar fórum við

Þessi leikur gekk mjög vel, nemendur voru tiltölulega fljótir að átta sig á hvernig hann gengi fyrir sig og áttu ekki í nokkrum vandræðum með að fylgja eftir. Það komu einnig margar skemmtilegar útkomur hjá þeim þegar þau bjuggu til sinn eigin takt, sumir nokkuð flóknir.

Klappa leikur frá Ghana: Ayele. Hér vinna tveir og tveir saman. Hægri lófi snýr upp og vinstri niður. Standa á móti hvort öðru og strjúka/klappa höndum 2x saman (upp og niður). Þá snýr vinstri lófin upp og hlægri niður. Klappa með hægri á eigin hendi, vinstri hendi félagans og aftur með hægri á eigin hendi vinstri. –Endurtaka og syngja með.

Þessi leikur var heldur flóknari en sá fyrri sennilega vegna þess að við vorum ekki nógu öruggar sjálfar. Við gáfumst nú samt ekki upp og eftir góðan tíma í æfingu tókst okkur að fara í gegnum hann svona nokkuð skamlaust. Nemendumum fannst þessi leikur mjög skemmtilegur og lagið fallegt og voru fljót að ná því en lengur að ná samhæfingunni. Þessi leikur reynir verulega á einbeitingu, samhæfingu, samvinnu og söng.

Svo var það leikur þar sem við sátum í hring og önnur okkar byrjaði að syngja dúb, búí, dú.......... og eftir smá söngl hallaði hún sér að sessinaut sínum og hann hóf að syngja það sama, með henni og svona koll af kolli. Svona gekk það allan hringinn en þegar hringnum var að ná, svona þegar 5-7 eru eftir, breytti hún um söngl og söng heija, heija......... þetta gekk svona hring eftir hring. Hér er mikilvægt að fylgjð söngnum vel eftir og passa sig að breyta ekki fyrr en sessinauturinn gefur skilaboð með því að halla sér að manni um leið og hann kemur með nýtt stef.

Þetta var mjög skemmtilegt og frekar auðvelt til að byrja með. Eftir tvo hringi þegar þriðja stefið var komið af stað fóru sumir aðeins að truflast. Þau höfðu mjög gaman af þessum leik og vildu halda áfram til að kanna hversu mörg stef væri hægt að hafa í gangi í einu án þess að truflast en tími gafst því miður ekki til þess.

34

Page 36: Fræðilegt sjónarhorn: gildi leikja í ... - notendur.hi.isingvars/namskeid/Leikir/Namsmop…  · Web viewSíðan kom að því að slá inn „word play“ og þar fórum við

HugþroskaleikirÍ þessum hópi leikja er að finna leiki sem þjálfa hugann, eins og heitið gefur til kynna. Þetta eru leikir sem stuðla að alhliða þroska nemenda um leið og þeir eru búnir undir það að takast á við viðfangsefni hinna ýmsu námsgreina s.s. stærðfræði, raun- og samfélagsgreina og móðurmál. Þar sem þeir taka á mörgum þroskaþáttum er kjörið að nota þá í kennslu á öllum skólastigum. Það sem þarf aðalega að hafa í huga er þyngd leikjanna þeir verða að miðast við aldur hverju sinni. Þó er gott að leyfa börnum að reyna við leiki sem hugsanlega gætu reynst þeim svolítið erfiðir eingöngu til að reyna á rökugsun þeirra. Það er um að gera að hvetja þau til að takast á við slíka leiki.

Hugmyndin er liggur á bak við hugþroskaleikina er byggð á kenningu hins þekkta þroskasálfræðings Jean Piaget um vitsmunaþroska. Það voru þeir Hans Furth og Harry Wachs sem löggðu þessa hugmynd fram í bók sinni Thinking goes to school: Piaget´s theory in practice sem kom út árið 1974.

35

Page 37: Fræðilegt sjónarhorn: gildi leikja í ... - notendur.hi.isingvars/namskeid/Leikir/Namsmop…  · Web viewSíðan kom að því að slá inn „word play“ og þar fórum við

Bókin inniheldur leiki sem þeir hafa þróað með það í huga að þroska og reyna á hugann.30

Hvað eru hugþroskaleikir ?

Það má segja að þessi gerð leikja æfi börn í að þjálfa hugann. Þar sem almenn greind byggir í raun framur á almennum þroska en námi er kjörið að nota hugþroskapróf til að efla hinn almenna þroska. Það sem Furth benti á er mikilvægi þess að skólar leggi áherslu á að efla hugþroska nemenda með því að leggja fyrir þá viðfangsefni er reynir á hugann, en hugþroskaleikir eru einmitt dæmi um slíkt viðfangsefni. Eins og áður hefur verið getið verða verkefnin að miðast við aldur og getu hverju sinni en þó þannig að þau krefjist þess að nemandinn beiti hugsun sinni og virkni. Með þetta í huga er kennarinn að styðja við alhliða þroska nemandans.

Með því að leggja hugþroskaleiki fyrir nemendur er verið að nálgast þau markmið að þjálfa þá í samvinnu, að takast á við rökleg viðfangsefni, að geta séð hlutina frá fleiri en einu sjónarhorni, að örfa hugmyndaflug þeirra, að samhæfa hreyfingu og skynjun og að auka næmni þeirra fyrir umhverfi sínu. Til viðbótar við þetta gera hugþroskaleikir einmitt ráð fyrir að nemendur séu virkir og þeir byggja ekki á samkeppni.31

Okkar sjónarmið

Við teljum hugþroskaleikjum ekki nægilega gaumur gefinn innan skóla, eða inna þeirra skóla sem við þekkjum til. Eins og kemur fram hér að ofan eru hugþroskaleikir mikilvægir til að efla rökhugsun hjá nemendum, samvinnu 30 Ingvar Sigurgeirsson 2005:3-431 Ingvar Sigurgeirsson 2005:4-6

36

Page 38: Fræðilegt sjónarhorn: gildi leikja í ... - notendur.hi.isingvars/namskeid/Leikir/Namsmop…  · Web viewSíðan kom að því að slá inn „word play“ og þar fórum við

þeirra á milli, hugmyndaflug og samhæfingu hreyfingar og skynjunar. Okkur finns því augljóst hversu mikilvægir þeir geta verið í skólastarfi. Þar sem við höfum báðar mikinn áhuga á leikjum, gátum, þrautum eða öllu sem krefst rökhugsunar og reynir verulega á þolinmæði og áræðni erum við hrifnar af þessari hugmyndafræði. Teljum við því mikilvægt að leggja meiri áherslu á verkefni er þjálfar hugann.

Leikir sem við prófuðum úr heftinu Hugþroskaleikir

Hreyfileikir: Að ganga eftir línu og á jafnvægisslá.

Við vorum átta saman í hóp og bjuggum okkur til línu þar sem við gengum á eftir hvert af öðru. Fyrst gengum við með krosslagðar fætur áfram og afturábak. Þetta gekk svo sem ágætlega, allt í lagi á meðan við fórum hægt en yngsta kynslóðin átti ekki í nokkrum vanda með að ganga hratt. Hins vegar tókum við efir því að unga fólkið, tveir úr hópnum, höfðu ekki eins gott jafnvægi og við tvær elstu.

Næst fórum við úr skóm og gengum á tánum eftir línunni. Hér var gaman hjá litla fólkinu en það sýndi listir sínar með því að hoppa og snúa sér í loftinu og lenda á línunni og létu okkur svo leika þetta eftir með misgóðum árangri. Þau létu okkur vita af því hver hafði yfirburðina þarna, hér var komið svolítið keppnisskap í fólkið.

Skoðunarleikir: Hverju hefur verið beytt?

Nemendur skoða vel í kringum sig í kennslustofunni. Síðan loka þeir augunum. Kennarinn breytir einhverju í stofunni (t.d. færis hlut, snýr myndum, opnar glugga, lætu einn n. yfirgefa stofuna). Nemendur opna augun og reyna að greina hverju kennarinn hefur breytt.

37

Page 39: Fræðilegt sjónarhorn: gildi leikja í ... - notendur.hi.isingvars/namskeid/Leikir/Namsmop…  · Web viewSíðan kom að því að slá inn „word play“ og þar fórum við

Hérna notuðum við tuttugu hluti sem við röðuðum upp í 4x5 raðir. Því næst lögðum við klút yfir og allir lokuðu augunum. Í fyrstu atrennu tókum við einn hlut, næst víxluðum við hlutum, svo breyttum við hlutum í einni röðinni og fleira. Þetta var mjög skemmtilegt og flestir gátu eitthvað hverju sinni. Þau yngstu voru ekki alltaf viss og áttu nokkuð í erfiðleikum þegar við gerðum eitthvað flókið eins og að víxla heilli röð en höfðu samt sem áður mjög gaman af.

Snertileikir: Hvað er í pokanum?

Hér völdum við að fara í leikinn Hvað er í pokanum? Við áttum safn af litlum hlutum sem við settum í tvo ógagnsæja poka því næst skiptum við okkur í tvo hópa og hvor hópurinn fékk sinn pokann.

Leikurinn gengur út að að einn í einu stingur hendinni í pokann og þreifar á einhverjum einum hlut, síðan á að lýsa hlutnum upphátt án þess að nefna hann: hvernig er hann í laginu? Er hluturinn stór eða lítill? Er hann harður eða mjúkur? Síðan er hluturinn skoðaður.

Þessi leikur gerði verulega lukku hjá yngstu meðlimum hópanna. Þeim gekk misvel að giska á hverju var verið að lýsa en höfðu verulega gaman af, voru alltaf að reyna að giska á rétt. Áður en við byrjuðum fengu þau að sjá það sem var sett í pokann og voru ótrúlega nösk að muna hvað var sett í hvorn pokann fyrir sig.

Hlustunarleikir: Þekkirðu hljóðið

Þar sem við höfum svo gott aðgengi að 8 manna hópnum okkar ákváðum við að reyna hlustunarleikinn með þeim, þau eru alltaf til í að leika.Við byrjuðum á leiknum Hvaða hljóð er þetta, en hættum fljótlega við hann þar sem þau voru svo fljót að finna út hljóðin. Við vorum líka búnar að

38

Page 40: Fræðilegt sjónarhorn: gildi leikja í ... - notendur.hi.isingvars/namskeid/Leikir/Namsmop…  · Web viewSíðan kom að því að slá inn „word play“ og þar fórum við

undirbúa hljóð á upptökutæki og ákváðum að fara frekar í leikinn Þekkirðu hljóðið. Hljóðin sem við vorum búnar að taka upp eru:

Vatn að sjóða í potti Steikarahljóð af pönnu Bílahljóð Fuglahljóð Sturtað úr klósettkassa Fótatak Skrjáf í pappír Kveikt og slökkt á ljósi Slá ryk úr mottu með bankara Tif í klukku

Krakkarnir voru ekki lengi að finna út úr bílahljóði, fuglahljóði, sturtað úr klósettkassa, fótataki og skrjáfi í pappír. En þegar kom að kveikja og slökkva ljósið komu ýmsar tilgátur og margar mjög skemmtilegar, en þau gátu það að lokum. Sama var að segja með klukkutifið, einn talaði meira að segja um tímasprengju en það varð til þess að kveikja á perunni hjá öðrum. Það sem vafðist mest fyrir þeim var að slá ryk úr mottu með bankara. Sum þeirra komu með þá uppástungu að það væri verið að sparka bolta í vegg. Það gat enginn rétt upp á því svo við urðum að gefa upp lausnina. Þegar við nefndum orðið bankari kváðu allir við, þau könnuðust ekkert við þetta orð. Það varð til þess að við urðum að ná í áhaldið og sýna það. Þá kom í ljós að þau höfðu heldur aldrei séð svona áhald, það lýtur út fyrir að þetta sé ekkert algengt tól á heimilum.Þessi leikur var börnunum erfiðari en Hvaða hljóð er þetta, enda tók hann miklu lengri tíma en hinn. Það komu ansi margar og skemmtilegar tilgátur hjá þeim þegar þau voru að reyna að þekkja hljóðin. Við athuguðum ekki að skrá niður hverja uppástungu við hvert hljóð en það hefðum við átt að gera.

39

Page 41: Fræðilegt sjónarhorn: gildi leikja í ... - notendur.hi.isingvars/namskeid/Leikir/Namsmop…  · Web viewSíðan kom að því að slá inn „word play“ og þar fórum við

Rökþroskaleikir: Röðun

Í þessum flokki völdum við leik númer 4 eða Röðunarleik. Hér vorum við enn átta saman.

Leikurinn gengur út á að finna á hve marga vegu hægt er að raða hópnum niður. Það er líka hægt að hafa nemendur saman í litlum hópum síðan eiga þeir að finna á hve marga vegu þeir geta raðað sér til dæmis niður á borðið, eða þeir fá þrjá til fjóra mismunandi hluti og eiga að raða þeim niður eftir því hvað á við hverju sinni til dæmis í pör, eftir litum, stærð og lögun allt eftir því hvað hægt er að láta sér detta í hug.

Í okkar leik veltum við því fyrir okkur hvernig við gætum raðað okkur niður í beina röð. Það komu margar lausnir. Við röðuðum okkur niður eftir stærð, afmælisdögum, fæðingarárum, háralit, augnlit og buxnalit (gulur, rauður, grænn og blár, svartur, hvítur, fjólublár). Þetta var skemmtilegt og tók ekki langan tíma. Þau yngstu áttu ekki í nokkrum vandræðum með þetta og komu með flestar tillögurnar.

40

Page 42: Fræðilegt sjónarhorn: gildi leikja í ... - notendur.hi.isingvars/namskeid/Leikir/Namsmop…  · Web viewSíðan kom að því að slá inn „word play“ og þar fórum við

Námspil og flókin töfl

Hvað eru spil?

Maður er manns gaman segir máltækið enda hittist fólk oft til að hafa gaman saman. Spil og leikir koma þá oft við sögu en þetta eru athafnir það sem leikmenn keppast að ákveðnu markmiði og þurfa um leið að fylgja ákveðnum leikreglum. Til eru leikir og spil sem ætluð eru fyrir einn leikmann en þó eru oftar um að ræða leiki eða spil sem gerð eru fyrir tvo eða fleiri leikmenn, leikmenn sem keppa sín á milli. Þetta eru athafnir sem menn hafa leikið frá örófi alda sér og öðrum til skemmtunar og gera enn. Spil eru oft flokkuð annars vegar sem handspil og hins vegar sem borðspil en án efa eru til einhver spil sem falla ekki innan þessara flokka.

Handspil

Hægt er að finna óendalegan fjölda handspila en hér er um að ræða stokka af spjöldum sem hafa að geyma ákveðin tákn og merkingar. Einnig eru spil oft fallega myndskreytt og í fjölbreyttum litum. Spil ganga að mestu út á að hver leikmaður reynir að vinna stig með því að hafa betri

41

Page 43: Fræðilegt sjónarhorn: gildi leikja í ... - notendur.hi.isingvars/namskeid/Leikir/Namsmop…  · Web viewSíðan kom að því að slá inn „word play“ og þar fórum við

spil en andstæðingurinn en þannig er líklegra að hann vinni. Það eru að jafnaði einhverjar reglur sem gilda í hverju spili fyrir sig sem segja um leið hvert hlutverk hvers spils er sem og hvernig beri að nota þau.

Allir þekkja hina hefðbundnu spilastokka sem innihalda 52 spil og fjórar gerðir eða hjarta, spaða, tígul og lauf. Í stokknum eru tölur frá 1 (einum) upp í 10 (tíu) ásamt gos, trottningu og kóng. Þessa gerð af spilastokk er hægt að nota á óteljandi vegu allt eftir því hvað hver og einn kann og getur.

Til er fjöldinn allur af annars konar spilastokkum. Það eru til spil þar sem myndir gegna lykilhlutverki eins og Svarti Pétur, Uno og spil tengd þekktum og vinsælum teiknimyndum s.s. Bangsímon, Lion king og Harry Potter.

Borðspil

Til er fjöldinn allur af borðspilum enda eru þau mjög vinsæl. Borðspil líkt og handspil hafa ólíkar reglur og markmið. Borðspil eru oftast gerð úr hörðum pappa, borðspjald, sem búið er að skreyta á ýmsan veg allt eftir tilgangi spilsins. Dæmigerð borðspil eru spil eins og Snákaspilið, Trivial Pursuit, Monopoly, Draumaeyjan og fleiri.

42

Page 44: Fræðilegt sjónarhorn: gildi leikja í ... - notendur.hi.isingvars/namskeid/Leikir/Namsmop…  · Web viewSíðan kom að því að slá inn „word play“ og þar fórum við

Borðspil bjóða upp á mikla fjölbreyttni. Til að mynda eru sum spil þess eðlis að ef viðkomandi lendir á ákveðnum reit á hann að draga spil sem á standa einhver fyrirmæli eða reiturinn segir til um hvað hann á að gera, færa sig um ákveðin fjölda reita, bíða eina umferð eða eitthvað annað (Snákaspilið). Oft er verið að versla með eitthvað s.s. götur, hús og fyrirtæki (Monopoly). Einnig eru til spil þar sem leikmenn safna einhverjum hlutum eins og kökum (Trivial Pursuit).

Önnur spil

Innan þessa flokks rúmast öll þau spil sem ekki falla í handspila- eða borðspila flokkinn. Þessi spil hafa þó alltaf einhver markmið líkt og þau spil sem tilheyra hinum flokkunum og það gilda einhverjar reglur. Í þennan flokk er hægt að setja spil eins og Kippit, Mikado og Jenga

Við skoðuðum vefinn Spilavinir.is (http://spilavinir.is/). Á vefnum er að finna ógrynni öll af spilum við öll hugsanleg tækifæri flokkuð eftir því sem best á við hverju sinni. Þó má finna nokkur spil sem falla innan fleiri en eins flokks eins og oftast vill vera.

43

Page 45: Fræðilegt sjónarhorn: gildi leikja í ... - notendur.hi.isingvars/namskeid/Leikir/Namsmop…  · Web viewSíðan kom að því að slá inn „word play“ og þar fórum við

Námspil

Þegar fjallað er um þennan flokk er jafnan verið að hugsa um spil sem henta vel í grunn- og leikskólum. Þegar við skoðuðum þenna flokk var ekki mikið framboð á leikjum á íslensku sem olli okkur miklum vonbrigðum. Hins vegar eru til fjöldinn allur af spilum sem hægt er að nota engu að síður en þarfnast eingöngu leiðavísir á íslensku. Íslensk spil sem við fundum eru t.d. Áfram fyrsti bekkur, Krossorðaspilið, Draumaeyjan, Hrókurinn, Landnámsleikur, Íslenska fuglaspilið og ýmis konar púsluspil sem hafa að geyma myndir af Íslandi eða einhverju sögutengdu efni.

Við völdum tvö námspil til að prófa og fjalla um.

Íslenska fuglaspilið

(Höfundur Óskar Sandholt, útgefandi Æskan).

Þetta spil er byggt upp eins og bingó en myndir af fuglum eru á spjöldunum og geisladiskur er svo notaður til að spila hljóð fuglanna.

Við spiluðum þetta spil fimm saman og gekk nokkuð vel. Hljóðin gátu þó vafist fyrir fólki sérstaklega hljóð anda og sjófugla hins vegar hljóð eins og lóunnar, stelksins, hrossagauksins og fleiri voru létt, það þekkja nánast allir hljóð þessara fugla.

44

Page 46: Fræðilegt sjónarhorn: gildi leikja í ... - notendur.hi.isingvars/namskeid/Leikir/Namsmop…  · Web viewSíðan kom að því að slá inn „word play“ og þar fórum við

Þetta spil hentar vel í kennslu bæði sem viðbót við náttúrufræðina, vinnu með fugla, eins í vinnu um umhverfismennt. Það er gott og gilt að leifa nemendum að spreyta sig á svona spili bæði til að tengja námsefninu einnig til að kynna fugla íslenskrar náttúru fyrir þeim. Við höldum að þetta spil henti þeim aldurshópum sem það er gefið upp fyrir eða frá fjögura ára aldri. Þó að það séu nokkuð ungir krakkar er allveg eins víst að þau hafi ekki síður gaman af því. Mikilvægt er að byrja nógu snemma að kynna fyrir krökkum íslenska fugla og þeirra hljóð.

Krossorðaspilið

Við vorum svo heppnar að eiga þetta spil í fórum okkar. Við nýttum okkur tvo drengi í fjölskyldunni, annan 10 ára og hinn 6 ára. Vert er að taka það fram að þessi 10 ára er ekki nógu sleypur í stafsetningu og var spilið upphaflega keypt með það í huga að gera stafsetninga-lærdóminn skemmtilegri í hans huga.

Leiklýsing:

Í spilinu eru 15 teningar með íslenskum stöfum og því aðeins hægt að nota það fyrir íslensku.

Tilgangur:

Að búa til eins mörg orð og mögulegt er, lárétt eða lóðrétt, eftir að leikmaður hefur kastað öllum teningum í einu og talið síðan stigin á hverjum staf í orðunum. Ef einhver vafi leikur á orðinu þá skal nota orðabók til að skera úr um það. Það er best fyrir hvern leikmann að reyna að koma hverjum staf sem oftast fyrir til að stig hvers stafs teljist sem mest.

Leikreglur:

Leikmaður tekur alla teningana, hristir þá og hendir þeim á borðið. Nota skal þá stafi sem snúa upp. Ekki má snúa teningunum við. Það má nota tímaglas

45

Page 47: Fræðilegt sjónarhorn: gildi leikja í ... - notendur.hi.isingvars/namskeid/Leikir/Namsmop…  · Web viewSíðan kom að því að slá inn „word play“ og þar fórum við

við leikinn til þess að tímasetja hvern leik. Ef börn og fullorðnir spila saman má gefa börnunum lengri tíma en þeim fullorðnu, en almennt er miðað við 1 mínútu til umhugsunar í hverri umferð. Tveir teningar hafa eina tóma hlið hver og er það JOKER. Það má nota þá hlið sem hvaða staf sem er og teljast stigin sem stig þess stafs sem jokerinn kemur í staðinn fyrir.

Talning stiga:

Á hverri hlið eru ekki einungis stafir heldur líka númer. Leikmaður sem er búinn að gera telur síðan sín stig saman með því að byrja að telja lárétt og síðan lóðrétt og leggja svo saman. Það er líklegt að ekki hafi allir teningarnir verið notaðir. Stigin á ónotuðu teningunum eru lögð saman og dregin frá því sem myndaðist í orðunum. Síðan er staða hvers leikmanns skráð á stigablað. Það getur komið upp sú staða að leikmaður fái mínusstig úr umferð.

Önnur okkar byrjaði að spila með eldri drengnum og fékk hann að byrja fyrst, þar sem við vissum að hinn fullorðni myndi skora hærra var ekki vert að draga úr honum kjarkinn. Hann naut þess vel að gera þetta og skoraði bara nokkuð hátt. Síðan tók sá fullorðni við og eins og við var að búast skoraði hann hærra. En út úr þessu kom að drengurinn kynntist nýjum orðum sem hann hafði ekki heyrt áður og fékk skýringu á þeim.

Eftir að hafa spilað nokkrar umferðir breyttum við þessu aðeins þannig að hinn fullorðni raðaði upp í orð, hafði þau vitlaust stafsett og átti drengurinn að leiðrétta þau. Að sjálfsögðu voru valin auðveld orð í fyrstunni en þau svo þyngd smám saman. Það var gaman að sjá að þetta hafði tilætluð áhrif á hann því eftir þetta hefur hann oft beðið um að leika þennan leik í rólegheitum og hefur meiri áhuga á að stafsetja rétt og læra ný orð.

46

Page 48: Fræðilegt sjónarhorn: gildi leikja í ... - notendur.hi.isingvars/namskeid/Leikir/Namsmop…  · Web viewSíðan kom að því að slá inn „word play“ og þar fórum við

Við reyndum þetta við þennan 6 ára en í breyttri mynd. Það mátti bara vera með smáorð sem við vissum að hann kunni, þar sem hann er rétt að byrja að læra. Hann stóð sig furðuvel og sagði að þetta væri miklu skemmtilegra en að skrifa orð í bók. Hann spurði jafnframt af hverju þetta væri ekki gert svona í skólanum. Það fannst okkur vera góð hugmynd sem vert er nýta í kennslu.

Gátur, þrautir og heilabrjótarAð nota gátur og þrautir í skólastarfi hefur mikið gildi. Þegar gátur og þrautir eru notaðar er verið að þjálfa nemendur í rökhugsun, að færa rök fyrir máli sínu. Þetta er kjöri viðfangsefni til samvinnu nemenda á milli, einnig milli heimila og skóla. Að senda nemendur heim með gátur og/eða þrautir skapar vettvang til samvinnu milli skóla og heimila, að fá foreldra, afa og ömmur til að taka þátt og um leið er verið að efla samvinnu inna fjölskyldunnar.

Gátur og þrautir gera nemendum kleift að læra ný hugtök sem tengjast hinum ýmsu námsgreinum eins og íslensku, stærðfræði, tungumálum, samfélags-greinum og náttúrufræði. Það er einnig hægt að nota þessa leið sem kveikju að nýju viðfangsefni.

Gátur og þrautir höfða vel til barna á öllum aldri en eins og ævinlega þarf að gæta þess að þyngd viðfangsefnisns sé við hæfi hverju sinni til þess að nám fari fram og að þau gefist ekki upp. Að tengja þetta við raunveruleikann er ekki síður gott því þá öðlast efnið annað gildi.

Þegar gátur og þrautir eru notaðar er mikilvægt:

47

Page 49: Fræðilegt sjónarhorn: gildi leikja í ... - notendur.hi.isingvars/namskeid/Leikir/Namsmop…  · Web viewSíðan kom að því að slá inn „word play“ og þar fórum við

að það fylgi góðar útskýringar að gefa nemendum góðan tíma til að spreyta sig og finna svar, oft gott

að hafa þetta sem hópverkefni, að nemendur fái góðan tíma til að skýra frá niðurstöðum sínum að bera niðurstöður saman að skapa umræður um niðurstöðurnar.

Við vinnslu á þessum námsþætti skoðuðum við helstu flokka af þrautum, gátum og heilabrjótum en þeir eru:

myndagátur rúmfræðiþrautir einföld töfl og spil sagnagátur eldspýtnaþrautir rökleitargátur raðþrautir

Myndagátur

Við skoðuðum myndagátur Gunnars Halldórssonar, sem eru að finna inni á Leikjarvefnum undir rökleikir, og höfðum mjög gaman af. Við lögðum eina myndagátu fyrir (sjá mynd á næstu blaðsíðu) fjölskyldumeðlimi með afskaplega skemmtilegum niðurstöðum, sem ekki voru allar eins og með misgóðum rökum.

Ein var til dæmis þannig: það var enginn snjór þegar hann kom að bælinu en svo fór að snjóa og þá komu sporin þegar hann gekk í burtu.

48

Page 50: Fræðilegt sjónarhorn: gildi leikja í ... - notendur.hi.isingvars/namskeid/Leikir/Namsmop…  · Web viewSíðan kom að því að slá inn „word play“ og þar fórum við

Það er hægt að nota myndagátur sem hópverkefni þar sem hópurinn gerir svo grein fyrir sinni niðurstöðu, fyrir allan bekkinn en þá getur kennarinn sett myndina á glæru eða sem skjámynd, sem einstaklings- eða heimaverkefni.

Við lausn á svona myndagátum verður kennarinn að vera opinn fyrir fleiri en einni lausn og mikilvægt er að leyfa nemendum að koma með sínar lausnir sama hvernig þær í raun eru, en þau verða að færa rök fyrir niðurstöðum sínum.

Dæmi um eina af gátunum á Leikjavefnum Dularfull spor

Gunnar Halldórsson - 1997

Flokkur: Rökleikir

Aldur: Frá 7 ára

Markmið:Þjálfa rökhugsun.

Gögn:Mynd, sjá leiklýsingu, t.d. á glæru eða skjámynd.

Leiklýsing:

Kennari (eða nemendi) leggur þessa þraut fyrir nemendur: 

Hvernig getur staðið á því að spor liggja burt frá bælinu í snjónum en engin spor liggja að því?

49

Page 51: Fræðilegt sjónarhorn: gildi leikja í ... - notendur.hi.isingvars/namskeid/Leikir/Namsmop…  · Web viewSíðan kom að því að slá inn „word play“ og þar fórum við

Lausn:

Sjá hér.

Útfærsla:Kjörið er að nota þessa aðferð.

Heimild:Höfundar þessarar þrautar eru Gunnar og Guðvarður Halldórssynir.

Rúmfræðiþrautir

Rúmfræðiþrautir eru þrautir sem reyna á rúmfræði þekkingu nemenda eins og nafnið gefur til kynna. Þetta er flokkur er tilheyrir stærðfræðinni og kjörinn til að þjálfa þennan þátt hjá nemendum en hann vill oft vefjast fyrir þeim og því tilvalið að nýta sér eitthvað af þeim heimasíðum sem hægt er að finna á Veraldarvefnum en hér að neðan koma nokkrar slóðir sem við höfum skoðað vel og allar eru með mikið af efni sem hentar flestum aldurshópum:

http://www.puzzles.com/index.htm

http://laertes.webct.is/webct/urw/lc4130001.tp0/cobaltMainFrame.dowebct

http://laertes.webct.is/webct/urw/lc4130001.tp0/cobaltMainFrame.dowebct

50

Page 52: Fræðilegt sjónarhorn: gildi leikja í ... - notendur.hi.isingvars/namskeid/Leikir/Namsmop…  · Web viewSíðan kom að því að slá inn „word play“ og þar fórum við

http://laertes.webct.is/webct/urw/lc4130001.tp0/cobaltMainFrame.dowebct

Það er mjög mikilvægt að hafa kennslu í þessu námsefni sem áþreyfanlegasta það er að segja að nemendur vinni með ýmis form bæði tví- og þrívíð til að fá betri tilfinningu fyrir lögun þeirra. Einnig er gott að nota nánasta nágrenni skólans til að skoða þessa þætti í umhvefinu en svo til öll þessi form finnast í hinu manngerða umhverfi.

Einföld töfl og spil

Innan þessa flokks er að finna spil eins og Mylla og Hex. Mylla er leikur sem gott er að grípa í við hinu ýmsu tækifæri vegna þess að það er auðvelt að teikna borðið upp. Leikurinn er þannig að teiknaðar eru tvær línur lóðréttar og síðan tvær línur lárétt yfir hinar svo úr verði nokkurns konar tafla. Síðan skiptast tveir leikmenn á að setja sín tákn í hólfin, einn er með O og hinn með X. Sá sem nær að setja sitt tákn í heila línu, upp til hliðar eða á ská, vinnur.

Hex er einnig skemmtilegt spil innan þessa flokks. Í honum er borð með reitum af sexhyriningum sem mynda tígul. Leikmenn er 2 annar spilar með rautt hinn með blátt. Þeir skiptast á að setja plötur á reitina en tilgangurinn er að reyna að ná samfelldri línu af sínum lit þvert yfir borðið.32

32 Ingvar Sigurgeirsson 2003

51

Page 53: Fræðilegt sjónarhorn: gildi leikja í ... - notendur.hi.isingvars/namskeid/Leikir/Namsmop…  · Web viewSíðan kom að því að slá inn „word play“ og þar fórum við

Sagnagátur

Hér er um að ræða mjög áhugaverða flokka eða ráðgátur. Við lausn þessara gáta tengjast saman tvær kennsluaðferðir annars vegar sagnalist og hins vegar þrautalausn. Það sem skiptir megin máli er að vel takist að segja söguna í kringum þrautina, vera skapandi og hafa tilþrifin í lagi. Gott er að þjálfa nemendur í þessari aðferð með því að láta þá segja sögur og leggja þær fyrir félagana eða fyrir yngri nemendur.33

Þetta er fyrst og fremst aðferð til að þjálfa rökhugsun. Við þekkjum þennan flokk ekki nægilega vel en við fyrstu kynni vekur hann upp mikinn áhuga.

Hér kemur ein skemmtileg sagnagáta sem við glímdum við á námskeiðinu:

Sagnagátur: Okrarinn 

Í gamla daga gat sá lent í fangelsi sem skuldaði öðrum og gat ekki staðið í skilum. Kaupmaður nokkur í Lundúnum varð fyrir þeirri óheppni að skulda okrara nokkrum háa fjárupphæð. Okrarinn, sem var gamall og ljótur, lagði girndarhug á dóttur kaupmanns, sem var gjafvaxta og afar fögur. Okrarinn bauð kaupmanninum samning. Ef hann fengi dótturina félli skuldin niður.

Bæði kaupmanni og dótturinni hryllti við þessu tilboði. Okrarinn lævísi stakk þá upp á því að þau létu forsjónina ráða. Tillaga hans var sú að þau létu tvær steinvölur, aðra svarta og hina hvíta í tóman peningasekk og stúlkan fengi síðan að draga aðra völuna úr pokanum. Drægi hún þá svörtu yrði hún hans. Kæmi sú hvíta í hennar hlut yrðu þau laus allra mála. Í báðum tilvikum átti skuldin að falla niður. Ef hún vildi á hinn bóginn ekki taka þátt í leiknum yrði föður hennar fleygt í fangelsi og hungur og volæði biði hennar.

Með miklum trega féllst kaupmaðurinn á þetta. Þau stóðu úti í garði. Í garðinum var möl úr svörtum og hvítum steinvölum. Okrarinn beygði sig niður til að taka upp völurnar tvær. Stúlkan, með sjáöldrin þanin af hræðslu, sá að brögð voru í tafli því okrarinn lét tvær svartar steinvölur í

33 Ingvar Sigurgeirsson 2008d

52

Page 54: Fræðilegt sjónarhorn: gildi leikja í ... - notendur.hi.isingvars/namskeid/Leikir/Namsmop…  · Web viewSíðan kom að því að slá inn „word play“ og þar fórum við

sekkinn. Okrarinn bauð stúlkunni að draga. Stúlkan hikaði um stund en þá laust niður í huga hennar örugg leið út úr vandanum. Hún ...

Skömmu síðar fór okrarinn vonsvikin. Feðginin voru laus allra mála.

Hvernig mátti það vera?

Lausnin sem við komum með er að stelpan hafi farið ofan í pokann og tekið báðar steinvölurnar upp og þar með komið upp um okrarann sem þurfti að lúffa þar sem hann svindlaði. Það hafði ekki verið gert ráð fyrir að ef slíkt mindi gerast yrði að endurtaka leikinn því tapaði okrarinn.

Eldspýtnagátur

Þessi flokkur er alltaf jafn áhugaverður og ótrúlegt hve lausnirnar geta verið erfiðar og flóknar. Þetta eru þrautir sem byggja fyrst og fremst á rökhugsun. Við skoðuðum vefinn Puzzles.com en á honum er að finna ótal eldspýtnagátur bæði erfiðar og auðveldar. Á síðunni er hægt að ná í leiki og vista hjá sér, eins er hægt að ráða þá inni á síðunni einnig er að finna höfund hverrar gátu fyrir sig.

Það er líka hægt að nota eldspýtustokkana sjálfa til ýmissa leikja. Við þekkjum vel báðar leikinn þar sem stokk er komið fyrir til hálfs á borðbrún og honum síðan skotið upp með því að slá undir hann. Það fer svo eftir því hvernig hann lendir hvar mörg stig hægt er að fá en flest stigin eru fengin þegar stokkurinn lendir upp á rönd en fæstu ef hann lendir flatur.

53

Page 55: Fræðilegt sjónarhorn: gildi leikja í ... - notendur.hi.isingvars/namskeid/Leikir/Namsmop…  · Web viewSíðan kom að því að slá inn „word play“ og þar fórum við

Rökleitargátur

Rökleitargátur eru gátur sem byggjast á ákveðnum lýsingum oft á mjög sérkennilegum aðstæðum. Með markvissum spurningum eiga þeir sem leysa gátuna að reyna að vera sem fljótastir, sem oft er mjög erfitt.

Undir þessar gátur falla t.d. gátur í þessum dúr af slóðinni: http://www.kith.org/logos/things/sitpuz/situations.html, maður fer inn á veitingastað, pantar rétt sem er kallaður ,,abalone,, borðar einn bita og fyrirfer sér svo. Við reyndum að finna út viðeigandi svar og komum með ýmsar lausnir sem okkur fannst vera líklegar. Að endingu kíktum við á svarið og það má segja að við höfum aldrei verið nálægt því að leysa þessa gátu.

Hér kemur svo svarið: Maðurinn hafði verið á skipi sem beið skipsbrot á eyðieyju, ásamt fleirum Þegar allur matur var búinn kom fram maður með mat sem hann kallaði ,,abalone,, en var í raun partur af konu mannsins (sem hafði dáið við skipssbrotið). Manninn grunaði að eitthvað væri gruggut við þetta, svo þegar hann komst aftur tilbaka í menninguna, fer hann á veitingastað og pantar sér ,,abalone,, kemst að því að það sem hann hafði borðað áður var konan hans.

Í kennslubréfi frá Ingvari segir að í gátum af þessu tagi þurfi nemendur eða aðrir að velta fyrir sér röklegu samhengi og leita skynsamlegra lausna. Einnig segir hann að nemendur/aðrir noti ímyndunarafl sitt og séu frjóir í hugsun. Ef gengið er út frá þessu þá verður sá sem glímir við ofannefnda þraut að hafa allt þetta í lagi og meira til.34

Raðþrautir

Markmið raðþrauta er að þjálfa einbeitingu og þolinmæði, efla sköpunargáfu, auka útsjónarsemi og tilfinningu fyrir formum og lögun. Ein slík þraut er Tangram þrautin sem er ævaforn kínversk raðþraut. Á bak við hana er 34 Ingvar Sigurgeirsson 2008e

54

Page 56: Fræðilegt sjónarhorn: gildi leikja í ... - notendur.hi.isingvars/namskeid/Leikir/Namsmop…  · Web viewSíðan kom að því að slá inn „word play“ og þar fórum við

skemmtileg saga en hún segir að fyrir mörgum öldum hafi maður að nafni Tan misst á jörðina ferkantaða steinhellu. Hún brotnaði í 7 hluta, en þegar Tan ætlaði að setja hana saman uppgötvaði hann sér til mikillar undrunar að hægt var að búa til kynstrin öll af myndum úr brotunum.35

Önnur raðþraut er þrautin Hexa en hún er samsett úr 12 brotum og spilaborði sem hægt er að fylla með því að nota aðeins 9 hluti. Bitarnir í spilinu eru merktir með tölunum frá 1 til 12 og hægt er að snúa brotunum eða snúa þeim við.

Það má sjá mynd af þrautinni á slóðinni sem gefin er upp hér að neðan. Þetta virðist mjög auðvelt að sjá en það er sko ekki eins auðvelt að spila þetta eins og það sýnist. http://www.puzzle.ro/en/p_hexa.htm

OrðaleikirOrðaleikir eru mjög sniðugir leikir byggjast á því að vinna með stafi og orð. Þessir leikir auka orðaforða barnanna og eru góðir í íslensku kennslu sem og öðrum tungumálum til þess að brjóta upp kennsluna og gera námið skemmtilegra. Margir leikjanna eru þannig uppbyggðir að þeir reyna á hugmyndaflug, samskiptahæfni, og tjáningu og eru því mjög góðir í kennslu á ýmsum sviðum.35 Ragna Kristjánsdóttir og Ragnhildur Sigurðardóttir-1994

55

Page 57: Fræðilegt sjónarhorn: gildi leikja í ... - notendur.hi.isingvars/namskeid/Leikir/Namsmop…  · Web viewSíðan kom að því að slá inn „word play“ og þar fórum við

Það má reikna með að all flestir hafi farið í einhverskonar orðaleiki yfir ævina. Þeir eru oft mikið notaðir þegar ferðast er í bílum, flugvélum eða bátum, þegar ekki er hægt að gera annað en að sitja kyrr.

Það er að finna um tuttugu orðaleiki á leikjavefnum og allir eru þeir skemmtilegir og góðir til þess að brjóta upp kennsluna en um leið eru börnin að læra áfram í því fagi sem verið var að vinna í. Það má útfæra þá þannig að þeir passi við viðkomandi fag.

Gálgaleikurinn

Gálgaleikurinn er einn þeirra leikja sem er mjög skemmtilegur í kennslu og hafa nemendur mjög gaman af honum. Við prófuðum þennan leik í vettvangsnámi og var hann einstaklega vinsæll á meðal nemenda. Markmiðið með honum er að þjálfa og auka orðaforða nemenda, réttritun og útsjónarsemi. Gögnin sem þarf eru tafla og krít eða túss. Leikurinn fer þannig fram:

Kennarinn hugsar sér eitthvert ákveðið orð og strikar síðan jafn mörg lárétt strik á töfluna og stafirnir eru í því. Það eru gefnir upp nokkrir stafir í orðinu og eru þeir skrifaðir á réttan stað á strikunum eftir því hvar þeir eru í því. Ágætt er að miða við 1/5 af stafafjölda orðsins. Dæmi: _a_ _ _g_ _ (fallegur). Nemendur eiga svo að reyna að finna út hvað orð það er sem kennarinn var búinn að hugsa sér svo þeir verði ekki hengdir. Þeir giska svo á stafi sem þeir halda að passi inn í orðið og ef það passar skrifar kennarinn stafinn á línuna en ef það er vitlaust fær bekkurinn refsistig. Þessi refsistig eru strik sem mynda svo gálga og mann hangandi í honum ef refsistigin verða nógu mörg. Þegar maðurinn er kominn í gálgann er leiknum lokið en þá verður kennarinn að gefa upp orðið sem hann var búinn að ákveða. Ef nemandi getur hins vegar giskað á rétt orð er manninum bjargað frá því að verða hengdur. Sá sem giskaði á rétt orð fær svo að búa til nýtt orð en ef hann giskaði á vitlaust

56

Page 58: Fræðilegt sjónarhorn: gildi leikja í ... - notendur.hi.isingvars/namskeid/Leikir/Namsmop…  · Web viewSíðan kom að því að slá inn „word play“ og þar fórum við

orð verður hann að sitja hjá og má því ekki láta í sér heyra fyrr en byrjað er á nýjum leik.

Hér kemur myndin af manninum í gálganum

Þennan leik má nota í ensku-, dönsku- og íslenskukennslu. Einnig er hægt að útfæra hann fyrir stærðfræði.

Töflubingó

Í þessum leik er bekknum skipt í tvo hópa. Kennarinn skrifa upp á töfluna nokkur fjölda orða á erlendu tungumáli (tvö – þrjú orð er ágætt fyrir hvern nemanda). Á meðan kennarinn skrifar orðin á töfluna (passa að dreifa þeim jafnt) raða nemendur sér upp í tvær raðir við enda kennslustofunnar og þegar kennarinn segir orð á íslensku hleypur einn nemandi úr hvoru liði upp að töflu, grípur túss sem liggur á kennaraborðinu og reynir að verða á undan til þess að krota yfir viðeigandi orð. Dæmi um þetta er að kennarinn segir flugfreyja og nemendur eiga þá að finna enska orðið stewardess. Það lið sem er fyrr til að krota yfir orðið fær stig. Þannig gengur leikurinn fyrir sig þangað til allir hafa fengið að taka þátt eða þar til búið er að strika yfir öll orðin.

Þessi leikur er mjög hentugur fyrir tungumálakennslu og gott að enda tímann á honum.

57

Page 59: Fræðilegt sjónarhorn: gildi leikja í ... - notendur.hi.isingvars/namskeid/Leikir/Namsmop…  · Web viewSíðan kom að því að slá inn „word play“ og þar fórum við

Dulmálslyklaleikur

Nemendum er skip í blandaða hópa, tveir til fjórir eru í hverjum hópi. Hver hópur býr svo til dulmálslykil fyrir allt stafrófið (f getur verið fyrir a, d fyrir b o.s.frv.). Gæta verður þess að hver og einn leggi sitt af mörkum. Síðan velur hver hópur 5 – 20 góð orð og nemendur hjálpast svo að við að þýða þau yfir á dulmál hópsins. Að þessu loknu senda hóparnir dulmálsskeytin á milli sín. Hverri sendingu fylgja svo upplýsingar um þýðingu þriggja stafa í lyklinum og eiga nemendur að reyna að þýða dulmálið hver frá öðrum þeir sem fyrstir eru að ráða í gáturnar geta hjálpað þeim sem ekki eru búnir. Leiknum lýkur þegar allar sendingarnar hafa verið þýddar.

Dulmálslyklaleikurinn vakti upp minningar frá æskuárunum. Við vorum tvær vinkonurnar þar sem önnur átti heima ofar í túni í brekku en hin. Við strekktum band út um glugga á einu herbergi í öðru húsinu yfir í herbergi í hinu húsinu og til baka aftur. Á bandið settum við svo poka með steini í ásamt bréfi. Steinninn var til þess að banka á gluggann svo við vissum að það væri komið skeyti. Fljótlega fóru hrekkjalómar í nágrenninu að ná í bréfin okkar svo við bjuggum okkur til dulmál. Þetta var rosalega skemmtilegur leikur og því var það að dulmálslyklaleikurinn var valinn. Þessi leikur þjálfar rökhugsun og nákvæm vinnubrögð auk þess að vera áhugaverður og skemmtilegur.

Orðaleikir

Við fórum á Google.is og slóum inn þeim leitarorðum sem Ingvar var búinn að gefa okkur upp, til þess að finna aðra orðaleiki á netinu. Það var ekki um auðugan garð að gresja þegar leitað var að íslenskum orðalekjum miðað við það sem fannst af erlendum leikjum. Við byrjuðum á að slá inn orðaleikir og þá kom upp Leikjanet.is, sem er safn vefleikja sem náð hafa miklum

58

Page 60: Fræðilegt sjónarhorn: gildi leikja í ... - notendur.hi.isingvars/namskeid/Leikir/Namsmop…  · Web viewSíðan kom að því að slá inn „word play“ og þar fórum við

vinsældum víða um heim. Þegar við svo slóum inn orðinu orðaleikir á síðunni þá kom upp á skjáinn ,,ekkert fannst,,. Hins vegar voru 359 manns að spila leikinn Bubbles á þessum tíma.

Þegar við slóum inn „word games“ fundum við slóðina www.eastoftheweb.com sem við könnuðum nánar. Þarna var um leik að ræða sem er eins og íslenski Dulmálsleikurinn nema þessi er leikinn á tölvuna. Þennan leik leist okkur mjög vel á en allir leikirnir eru tölvuleikir.

Síðan kom að því að slá inn „word play“ og þar fórum við inn á fyrirsögnina „Litle animals activity centre“ og þar var þessi slóð: www.bbc.co.uk/schools/laac/words/dgi.shtml en orðaleikirnir þar voru ætlaðir til leikja á tölvu, samt sem áður voru þeir mjög góðir. Einn þeirra bauð upp á að fara í leik með endingum orða, annar með byrjun orða og þriðju var um rím. Ef leikmaður gerði rétt fékk hann ýmisskonar hrós. Þetta er áhugavert í sambandi við að sameina áhuga barna á tölvu og kennslu þess tungumáls sem þetta er á. Mælum með þessari aðferð við tungumálakennslu ásamt öðrum aðferðum.

Það var gaman að sjá Hengingarleikinn á slóðinni „askoxford.com“ en einnig þar var um tölvuleiki að ræða.

http://64.233.183.104/search?q=cache:ubDGliNIZNMJ:nemendur.khi.is/gudthors/LeikirISkolastarfi/ordaleikir.htm+word+puzzles&hl=is&ct=clnk&cd=5&gl=is&lr=

Tölvuleikir Við lifum á tölvuöld þar sem mikla grósku er að finna í gerð tölvuleikja af ýmsu tagi. Það er mikilvægt að vera læs á hvað er heppilegt að bjóða nemendum upp á innan þeirra miklu flóru sem fyrir finnst af tölvuleikjum. Markmiðið er ævinlega að leikirnar hafi áhrif á þroska og nám nemenda. Það

59

Page 61: Fræðilegt sjónarhorn: gildi leikja í ... - notendur.hi.isingvars/namskeid/Leikir/Namsmop…  · Web viewSíðan kom að því að slá inn „word play“ og þar fórum við

eru til tölvuleikir sem sérstakega eru gerðir fyrir fullorðna og eiga því ekkert erindi við börn á grunnskólaaldri. Hins vegar er mikið til að vel gerðum og skemmtilegurm tölvuleikjum fyrir alla aldurshópa sem bæði eru fræðandi og hafa uppeldislegt gildi.

Leikir sem við kynntum okkur eru:

Minnisleikur.

Þetta er leikur sem gengur út á að finna samstæður í spilum. Þessi gamli góði leikur þar sem spilari á að

snúa við spjöldum og finna samstæður. Í leiknum eru tvö þyngdarstig, en í erfiðara stiginu eru fleiri spjöld með fleiri táknum. Spjöldin eru þannig gerð að myndirnar sýna ýmis form eins og hringi, ferninga og þríhyrninga en um leið og leikmenn reyna að finna samstæður eru þeir að vinna með þessi ákveðnu stærðfræðiform en heiti þeirra mættu koma fram.

Þetta er mjög góður leikur til að þjálfa bæði minni og einbeitingu um leið og leikmenn læra heiti rúmfræðiformanna. Einn ókostur er við leikinn en það eru engar leiðbeiningar að finna né markmið með leiknum hins vegar kemur skýrt fram hvað á að gera.

Ferhyrningar

Þetta er leikur í anda Sudoko. Í þessum leik á að raða tölustöfum í ferning svo að út komi alltaf sama tala ef

tölur hverrar hliðar eru lagaðar saman. Þessum leik er ekki skipt eftir þyngdarstigum. Leikurinner áhugaverður og þjálfar hugareikning og er því góður sem stærðfræðileikur.

Þrír í röð

Í þessum leik er líkt eftir spilakassa þar sem leikmenn snúa hjóli til að fá fram tveimur tölur. Síðan á hann að

finna margveldi talnanna í töflu við hlið spilakassans og 60

Page 62: Fræðilegt sjónarhorn: gildi leikja í ... - notendur.hi.isingvars/namskeid/Leikir/Namsmop…  · Web viewSíðan kom að því að slá inn „word play“ og þar fórum við

leggja spilapening á hann. Þegar þessu er lokið er komið að næsta leikmanni nú snýr hann hjólinu og leikur sama leik. Þegar leikmaður hefur náð að leggja þrjá spilapeninga í röð á númer á töflunni þá fær hann stig. Þessi leikur bíður upp á þyngdarstig og nýtist jafnframt vel til að þjálfa nemendur í margföldunartöflunni og hugareikningi. Hann er keppnisleikur og hentar því vel nemendum sem hafa gaman af samkeppni.

Talnaferningar

Þessi leikur er byggður á Sudoko leiknum vinsæla og er skemmtileg leið til að þjálfa hugareikning og

rökhugsun. Hægt er að stilla á 3 erfiðleikastig.

Orðakistur Krillu

Þetta er mjög áhugaverður orðaleikur með góðri kynningu og skemmtilegu hljóði þar sem leikmenn

eru leiddir áfram í leiknum. Það er hún Krilla sem stýrir leiknum og segir til um hvað er hægt að gera og hvernig á að bera sig að í honum. Þarna er að finna flokka sem allir eru tengdir íslensku. Það er verið að þjálfa stafrófið, rím og sama orðið. Leikurinn er þannig að til dæmis í rímflokknum safnar leikmaður hæðum í hús eftir því hvernig honum gengur að finna rétta rímorðið. Alltaf þegar hann gerir rétt fær hann hrós frá Krillu.

Stafaleikir Bínu

Hér er líkt og í leiknum Orðakista Krillu verið að vinna með íslensku. Það er verið að þjálfa nemendur í stafrófinu þar sem unnið er hægt og skipulega með

innlögn og mikla endurtekningu á þeim staf sem verið er að vinna með hverju sinni. Þetta er mjög góður leikur við stafainnlögn í fyrsta bekk. Hann

61

Page 63: Fræðilegt sjónarhorn: gildi leikja í ... - notendur.hi.isingvars/namskeid/Leikir/Namsmop…  · Web viewSíðan kom að því að slá inn „word play“ og þar fórum við

er með hljóði þar sem hún Bína leiðir nemendur áfram í leiknum og hrósar þeim þegar vel gengur.

Lukkuhjólið

Í þessum leik eru tveir keppendur sem skiptast á að snúa talnahjóli. Þegar hjólið stöðvast er valinn reitur

fyrir töluna sem upp kemur með því að smella í einn af fimm samfelldum reitum sem keppandinn á. Þegar allri reitir hafa verið fylltir vinnur sá leikmaður sem fengið hefur hærri tölu og vinningsupphæðin er mismunur talnanna tveggja. Þetta er leikur sem þjálfar rökhugsun og skilning

á talnasætum langra talna.

Þríhyrningarnir

Í þessum leik á að raða tölustöfum í þríhyrning svo að út komi alltaf sama tala ef tölur hverrar hliðar eru

lagðar saman, þetta er svipaður leikur og Ferhyrningarnir. Það eru ekki í boði þyngdarstig hins vegar eru fjögur borð þar sem mismunandi summa kemur upp. Þetta er leikur sem þjálfar hugareikning og er skemmtileg afþreying.

Mat okkar

Við teljum þessa leiki hafa raunverulegt námsgildi. Þeir eru ekki flóknir og reynast því ungum nemendum vel. Þeir reyna á frekar þröng svið en það þarf ekki endilega að vera galli vegna þess að það afmarkar gildi og markmið þeirra betur. Leikirnir eru ýmist að þjálfa íslensku eða stærðfræði þó þeir séu fleiri sem tengjast því síðar nefnda. Þeir eru góðir sem viðbót við hið hefðbundna nám og um leið og þjálfaðir eru þeir þættir sem við á er verið að þjálfa nemendur í notkun tölvunnar sem og þeirrar finhreyfingar sem þar til að stýra músinni. Einnig er verið að þjálfa hug og hönd. Þetta eru leikir sem

62

Page 64: Fræðilegt sjónarhorn: gildi leikja í ... - notendur.hi.isingvars/namskeid/Leikir/Namsmop…  · Web viewSíðan kom að því að slá inn „word play“ og þar fórum við

birtir eru á Krakkasíðu Námsgagnarstofnunarinnar og teljum við því hægt að ganga að því vísu að um þroskandi og uppbyggjandi leiki sé að ræða.

Sá leikur sem við völdum sem bestan var leikurinn Orðakistur Krillu. Þessi leikur bíður upp á nokkra flokka sem einnig eru misþungir. Það er hægt að nota hann sem ítarefni við vinnslu með stafrófið, rím og orð sem þýða það sama. Hér er einng hægt að bjóða nemendum að nálgast námsefnið frá annarri hlið en sú bóklega bíður upp á. Nemendur hafa líka mjög gott og gaman af fjölbreyttninni sem skólastarfið á að byggja á.

Forritið Álfur:

Álfur er mjög skemmtilegt forrit sem við teljum vera kennsluforrit. Sagan fjallar um lítin álfadreng sem er

að byrja í skóla og þá erfiðleika sem sá getur lent í ef hann er ekki alveg eins og aðrir.

Í byrjun er hægt að lesa söguna og ef börnin eru of ung til þess að lesa sjálf er möguleiki að hlusta á hana. Við hverja síðu er spurningamerki og ef smellt er á það þá kemur lítið verkefni út frá lesefni blaðsíðunnar. Ef svarað er rétt fær viðkomandi hrós en ef svarað er vitlaust fær viðkomandi að vita það en á uppörvandi máta.

Þarna má líka smella inn á leiðbeiningar fyrir kennara um hvernig hægt er að nýta söguna á uppbyggilegan hátt fyrir nemendur. Það kennir nemendum um hlustun, samskipti, tjáningu, jákvæðan orðaforða og að greina tilfinningar annarra.

Út frá ofantöldu má sjá hvers vegna við teljum þetta vera kennsluforrit en um leið er það sett fram á svo skemmtilegan máta að það er eins og leikur fyrir barnið og aðra þá sem fara í gegnum það.

63

Page 65: Fræðilegt sjónarhorn: gildi leikja í ... - notendur.hi.isingvars/namskeid/Leikir/Namsmop…  · Web viewSíðan kom að því að slá inn „word play“ og þar fórum við

Nokkur dæmi um vefsetur

Við byrjuðum á að fara inn á Leikjanet.is og eins og venjulega þegar við höfum farið inn á þessa slóð þá eru flestir að spila Bubbles nú um 448 þegar þetta er skrifað. Þar er búið að flokka efnið eftir því hvort það er fyrir börn, þrautir og heilabrot, orðaleiki og margt annað. Leikur1.is er einnig með svona flokkun eins og Leikjanet.is er með. Við reyndum okkur í ýmsum leikjum og það er ekki hægt að segja að við höfum skorað hátt, leikurinn var bara allt í einu búinn án þess að við fengjum stig fyrir. Það sýnir vel að við höfum haft annað að gera en að leika okkur í tölvuleikjum.

Slóðin: http://classroom.jc-schools.net/basic/  færði okkur inn á kennsluleikjavef og þar var hægt að finna efni eftir því hvort við vildum tungumálakennslu, stærðfræði, vísindi og fleira. Þetta er miklu meira kennsluvefur en Leikjanet.is eða Leikur1.is enda komið frá skóla.

Síðan fórum við inn á slóðina: http://www.kidspsych.org/index1.html og völdum okkur leik fyrir aldurshópinn 6-9 ára og þar var boðið upp á ýmsa leiki. Við völdum leikinn „I spy“ og þar var hægt að smella á ýmislegt til þess að svara ákveðinni spurningu. Við prófuðum líka aðra leiki og voru þetta allt leikir sem kenna þ.e. ýmiss konar þrautir og er reglulega skemmtilegir.

Á þessari slóð kennir ýmissa grasa eins og á hinum. Þar er hægt að finna bæði leiki til lærdóms og einnig bara til afþreyingar: http://www.counton.org/. Við fórum í „Crazy clock“ og var það bara nokkuð gaman.

Á þessari slóð: http://www.fun-with-words.com/má finna ýmsa orðaleiki og þar á meðal hinn sívinsæla orðaleik Hengingarleik. Það var mjög gaman að leika hann og að sjálfsögðu vorum við hengdar til að byrja með. Við misstum okkur svolítið þarna.

64

Page 66: Fræðilegt sjónarhorn: gildi leikja í ... - notendur.hi.isingvars/namskeid/Leikir/Namsmop…  · Web viewSíðan kom að því að slá inn „word play“ og þar fórum við

Allar þessar slóðir bjóða upp á skemmtilega leiki bæði til afþreyingar og náms. Það er úr mjög miklu að velja og vel hægt að sitja við tölvuleikina svo dögum skiptir. Málið er hins vegar að reyna að velja úr þá leiki sem börnin geta haft bæði gagn og gaman af um leið.

Leikur á Netinu

Það er ekki nokkur vafi á að mikið er til að leikjum á Netinu og ekkert mál að gleyma sér við þá iðju að flakka á milli og leika sér. Eftir að við höfðum flakkað mikið og skoðað mikið magn leikja og leikjasíðna völdum við síðuna „BBC-School-Games“. Þessi síða er mjög svo skemmtileg og hefur upp á mikið að bjóða. Á forsíðunni kemur upp einskonar hjól þar sem hægt er að velja leiki eftir aldri og flokkum. Um er að ræða flokka eins og „art, literacy, history, science, maths“ og fleiri. Það er einnig að finna upplýsingar fyrir kennara og foreldra. Þar geta kennarar valið verkefni fyrir viðkomandi aldur og námsgrein allt eftir því hvað hann er að leita að. Fyrir foreldra er bæði að finna fróðleik um hvernig þeir geta stutt börn sín í námi og einnig er þar að finna leiki og verkefni sem þeir geta nálgast fyrir börn sín.

Þetta er verðug síða til að skoða og nota við kennslu bæði í skólanum jafnt sem og heima þar sem hún gefur mikla möguleika. Á síðunni er hægt að fara inn á heimssíðu BBC en þá birtist síða sem minnir á Mbl.is eða síða með fréttum og fréttatengdu efni.36

Lokaorð Það er ekki nokkur vafi í okkar huga að leikir eru nauðsynlegir í skólastarfi og mikið er til að slíkum bæði skráðum, eins og inni á Leikjarbankanum, og rafrænum, hinar ýmsu leikjasíður. Eftir þessa miklu vinnu höfum við komist að því hversu mikið er til af leikjum sem hægt er að nota við öll tækifæri, í 36 School-games 2008

65

Page 67: Fræðilegt sjónarhorn: gildi leikja í ... - notendur.hi.isingvars/namskeid/Leikir/Namsmop…  · Web viewSíðan kom að því að slá inn „word play“ og þar fórum við

skólanum og heima. Þetta eru leikir sem nýtast á öllum skólastigum og synd að ekki sé meira gert af því að nota leiki sem kennsluaðferð. Þetta var einmitt það sem kom okkur hvað mest á óvart í þessari vinnu vegna þess að við höfðum mjög gaman og gagn af þeim leikjum sem við prófuðum. Við komumst einnig að því að þeir nemendur og börn sem við fengum með okkur í lið höfðu einstaklega gaman af leikjunum sem þeir tóku þátt í með okkur.

Þar sem kenningar styðja það að leikir séu heppileg kennsluaðferð er ótrúlegt hversu vanmetin aðferð hún er.

Ósk okkar er að þessi mappa komi til með að breyta skoðunum og áhuga þeirra sem hana lesa um gildi leikja sem kennsluaðferðar og nýti sér þær upplýsingar sem við höfum safnað saman.

Vinna við möppuna var alfarið í höndum okkar beggja. Við unnum verkefnin jafnt og þétt saman fyrir utan þau einstaklings innlegg sem við sendum inn á WebCt.

HeimildaskráAð skoða í huganum. 2008. Leikjabankinn / Leikjavefurinn. Sótt 2. febrúar af: http://laertes.webct.is/webct/urw/lc4130001.tp0/cobaltMainFrame.dowebct

Anna Jeppesen og Ása Helga Ragnarsdóttir. 2004. Leiklist í kennslu.Námsgagnastofnun, Reykjavæik

Amstrong, Thomas. 2000. Fjölgreindir í skólastofunni. Erla Kristjánsdóttirþýddi og staðfesti. JPV útgáfa, Reykjavík

Átta fílar. 2008. Leikjabankinn / Leikjavefurinn. Sótt 2. febrúar af: http://laertes.webct.is/webct/urw/lc4130001.tp0/cobaltMainFrame.dowebct

66

Page 68: Fræðilegt sjónarhorn: gildi leikja í ... - notendur.hi.isingvars/namskeid/Leikir/Namsmop…  · Web viewSíðan kom að því að slá inn „word play“ og þar fórum við

Ég er frábær eins og ég er. 2008. Leikjabankinn / Leikjavefurinn. Sótt 2.febrúar af:

http://laertes.webct.is/webct/urw/lc4130001.tp0/cobaltMainFrame.dowebct

Fox , Jill Englebright. 2008. Back-to-Basics: Play in Early Childhood.Sótt 16. janúar af: http://www.earlychildhoodnews.com/earlychildhood/article_view.aspx?ArticleID=240

Funny Party.com. 2008. Party Games. Sótt 2. febrúar af:http://www.childrenparty.com/partygames/index.html

Ingvar Sigurgeirsson. 2003. Hex. Leikjabankinn / Leikjavefurinn. Sótt 26. mars af: http://laertes.webct.is/webct/urw/lc4130001.tp0/cobaltMainFrame.dowebct

Ingvar Sigurgeirsson. 2005. Hugþroskaleikir. Kennaraháskóli Íslands,Reykjavík.

Ingvar Sigurgeirsson. 2008a. Markmið námskeiðsins Leikir í skólastarfi. Sótt16. janúar af:http://starfsfolk.khi.is/ingvar/namskeid/leikir/markmid.htm

Ingvar Sigurgeirsson. 2008b. 1. Þáttur: fræðilegt sjónarmið: gildi leikja í uppeldi og menntun. Sótt 16. Janúra af:

http://starfsfolk.khi.is/ingvar/namskeid/Leikir/Fyrsti_thattur.htm

Ingvar Sigurgeirsson. 2008c. Saga Leikjavefjarins / Leikjabankans. Sótt 16.janúar af: http://www.leikjavefurinn.is/uppl/saga.htm

Ingvar Sigurgeirsson. 2008d. 10. þáttur: Gátur þrautir og heilabrjótar:Sagnagátur. Sótt 15. febrúar af:

http://laertes.webct.is/webct/urw/lc4130001.tp0/cobaltMainFrame.dowebct

67

Page 69: Fræðilegt sjónarhorn: gildi leikja í ... - notendur.hi.isingvars/namskeid/Leikir/Namsmop…  · Web viewSíðan kom að því að slá inn „word play“ og þar fórum við

Ingvar Sigurgeirsson. 2008e. 10. þáttur: Gátur þrautir og heilabrjótar:Rökleitargátur. Sótt 15. febrúar af:

http://laertes.webct.is/webct/urw/lc4130001.tp0/cobaltMainFrame.dowebct

Íslenskar gátur, skemmtanir, víkivakar og þulur. 1964. J. Árnason og Ó.Davíðsson tóku saman. Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík.

KidsPsych! 2008. Sótt 2. febrúar af : http://www.kidspsych.org/

Nafnspjaldakynning. 2008. Leikjabankinn / Leikjavefurinn. Sótt 2. febrúar af:

http://laertes.webct.is/webct/urw/lc4130001.tp0/cobaltMainFrame.dowebct

Númeraröð. 2008. Leikjabankinn / Leikjavefurinn. Sótt 2. febrúar af:

http://laertes.webct.is/webct/urw/lc4130001.tp0/cobaltMainFrame.dowebct

Ragna Kristjánsdóttir og Ragnhildur Sigurðardóttir. 1994. Tangram.Leikjabankinn/Leikjavefurinn. Sótt 13. apríl af:

http://laertes.webct.is/webct/urw/lc4130001.tp0/cobaltMainFrame.dowebct

Ricley, John. 2008. Room 108. Sótt 2. Febrúar af:

http://laertes.webct.is/webct/urw/lc4130001.tp0/cobaltMainFrame.dowebct

Stóra tilvitnanabókin. 1996. Símon Jón Jóhannson og Axel Ammandrup tókusaman. Vaka-Helgafell hf. Reykjavík.

School-Games. 2008. bbc.co.uk. Sótt 13. apríl af:http://www.bbc.co.uk/schools/games/

The Promise of Play: Episode 1: The Mother of Invention. 2000. The Institute for Play.

68

Page 70: Fræðilegt sjónarhorn: gildi leikja í ... - notendur.hi.isingvars/namskeid/Leikir/Namsmop…  · Web viewSíðan kom að því að slá inn „word play“ og þar fórum við

The Promise of Play: Episode 3: The Heart of the Matter. 2000. The Institute for Play

Wardle, Francis. 2008. Play as Curriculum. Sótt 16. janúar af: http://www.earlychildhoodnews.com/earlychildhood/article_view.aspx?ArticleID=127

What´s so Great About Figures, Anyway? 2006. String figures from around the world. Sótt 5. febrúar af: http://www.darsie.net/string/#introduction

www Collection of Favorite Srting Figures. 2008. Sótt 2. febrúar af: http://laertes.webct.is/webct/urw/lc4130001.tp0/cobaltMainFrame.dowebct

Kennaraháskóli Íslands Leikir sem kennsluaðferðKennari: Ingvar Sigurgeirsson

Leikur - vísnagátur

69

Page 71: Fræðilegt sjónarhorn: gildi leikja í ... - notendur.hi.isingvars/namskeid/Leikir/Namsmop…  · Web viewSíðan kom að því að slá inn „word play“ og þar fórum við

María Guðbjörg ÓladóttirViktoría Róbertsdóttir

Við erum með tvo leiki, annars vegar með leikinn Söguhlaup og hins vegar með vísnagátur.

Til að reyna framlag okkar leituðum við til kennara á unglingastigi í grunnskólanum í Grindavík og líka til nokkurra krakka sem við þekkjum. Við lögðum vísnagáturnar fyrir nemendur í 10. en fengum krakkana til að taka þátt í leiknum með okkur.

Leiklýsing-söguhlaup Markmið: hreyfing

Gögn: engin

70

Page 72: Fræðilegt sjónarhorn: gildi leikja í ... - notendur.hi.isingvars/namskeid/Leikir/Namsmop…  · Web viewSíðan kom að því að slá inn „word play“ og þar fórum við

Aldur: allir aldurshópar

Fjöldi: engin takmörk

Þessi leikur er útfærður frá gömdlum leik sem við heyrðum fyrst af hjá gamalli konu á öldrunarstofnun. Síðar fundum við hann svo í bók sem hún benti okkur á og við fengum að láni í bókasafni KHÍ. Þar heitir hann fuglaleikurinn. Okkur datt til hugar að reyna að nýta hann í skóla fyrir nemendur, með hreyfingu að markmiði.

Þegar við fórum svo að reyna að breyta honum datt okkur til hugar að tengja hann námsefninu ásamt hreyfingunni, þá sem framhald af því sem nemendur hefðu verið að læra t.d. í sögu.

Ef við höfum það í huga að maður einn (A) sé að safna sér liði til bardaga og veit af öðrum (B) sem hefur yfir að ráða hópi manna sem fylgja honum (B) eftir. A fer B til þess að fá hóp manna í lið með sér og það gengur svona fyrir sig

Um er að ræða hópleik og tveir af nemendum eru valdir, verður annar þá foringi A og hinn foringi B. Hinir nemendurnir taka sér nöfn einhverra sögupersóna sem þau hafa verið að læra um og ef þannig vill til þá er í lagi að tveir beri sama nafnið. A kemur til B og vill gera samning við hann um að fá menn hans í lið með sér. B segir það koma til greina en með tveimur skilmálum þó og þeir eru að A verði að geta upp á hvað sá heitir sem hann bendir á og má þá sá sem getið er rétt til um hlaupa af stað en A verður að ná honum til þess að fá hann í lið sitt. Geti liðsmaðurinn hlaupið til baka til B þá missir A af honum. Beri tveir sama nafnið hlaupa báðir af stað, en náist bara annar getur sá sem komst til baka skipt um nafn við aðra til þess að þekkjast ekki strax aftur. A gengur þá að þessu og þeir liðsmenn sem hann fær til liðs við sig verða svo að hjálpa honum að ná hinum yfir til þeirra.

71

Page 73: Fræðilegt sjónarhorn: gildi leikja í ... - notendur.hi.isingvars/namskeid/Leikir/Namsmop…  · Web viewSíðan kom að því að slá inn „word play“ og þar fórum við

Þannig gengur leikurinn fyrir sig þar til A er búinn að fá það lið sem hann vill fá og þarf á að halda.

Til þess að leika þennan leik þarf nokkuð gott pláss, en skólalóðin ætti alveg að duga til. Við vorum svo heppin að geta verið á grasi og nóg pláss. Ekki skemmdi fyrir að það eru tré á lóðinni sem gerði leikinn skemmtilegri og meira spennandi þegar hlaupin byrjuðu. Við vorum með fuglanöfn en ekki sögupersónur því hópurinn var svo blandaður aldurslega. Þegar við vorum að útskýra leikinn fyrir krökkunum með söguna í huga sagði einn guttinn að hann þekkti ekki mennina, hvort það mætti ekki nota bara Superman og Spiderman og fleiri teiknimyndafigúrur. Þessi athugasemd sýnir okkur hvað það er hægt að tengja leikinn á marga vegu eins og teiknimyndir, landafræði, náttúrufræði og margt fleira, bara nota hugmyndaflugið. Eins má nota hann til hópskiptingar með því að giskað er á helming hópsins en hinn verður eftir, þannig eru komnir tveir hópar.

Vísnagátur

Vísnagáturnar eru ætlaðar nemendum á unglingastigi, en vel er hægt að nota þær á miðstigi þá sérstaklega sem kveikjur eða sem viðfangsefni í íslensku eða öðrum námsgreinum. Ástæðan fyrir vali okkar á þessu efni er að okkur fannst lítið af slíku í boði á Leikjavefnum/Leikjabankanum. Þetta er einnig eitt af okkar áhugasviðum það er að segja gátur, þrautir og heilabrjótar.

Þegar gátur og þrautir eru notaðar er verið að þjálfa nemendur í rökhugsun, að færa rök fyrir máli sínu. Þetta er kjörið viðfangsefni til samvinnu nemenda á milli, einnig milli heimila og skóla. Að senda nemendur heim með gátur

72

Page 74: Fræðilegt sjónarhorn: gildi leikja í ... - notendur.hi.isingvars/namskeid/Leikir/Namsmop…  · Web viewSíðan kom að því að slá inn „word play“ og þar fórum við

og/eða þrautir skapar vettvang til samvinnu milli skóla og heimila, að fá foreldra, afa og ömmur til að taka þátt og um leið er verið að efla samvinnu innan fjölskyldunnar.

Gátur og þrautir gera nemendum kleift að læra ný hugtök sem tengjast hinum ýmsu námsgreinum eins og íslensku, stærðfræði, tungumálum, samfélags-greinum og náttúrufræði. Það er einnig hægt að nota þessa leið sem kveikju að nýju viðfangsefni.

Þegar gátur og þrautir eru notaðar er mikilvægt:

að það fylgi góðar útskýringar að gefa nemendum góðan tíma til að spreyta sig og finna svar, oft gott

að hafa þetta sem hópverkefni, að nemendur fái góðan tíma til að skýra frá niðurstöðum sínum að bera niðurstöður saman að skapa umræður um niðurstöðurnar.

Fyrstu sex vísnagáturnar er frá Viktoría, en þær flékk hún hjá góðvini sínu fyrir mörgum árum, og hinar er sóttar í bókina Vísna Gátur fyrir fullorðna eftir Sigurkarl Stefnánsson sem Örn og Örlygur hf gaf út árið 1985.

Leiklýsing- vísnagátur

Aldur: frá 12 ára

Markmið:

Að þjálfa nemendur í rökhugsun, að þeir geta flutt mál sitt, kynnt tiltekið viðfangsefni og nýtt texta sér til stuðnings. Að efla samvinnu þeirra á milli

73

Page 75: Fræðilegt sjónarhorn: gildi leikja í ... - notendur.hi.isingvars/namskeid/Leikir/Namsmop…  · Web viewSíðan kom að því að slá inn „word play“ og þar fórum við

og milli heimila og skóla. Að nemendur læri ný hugtök sem geta tengst hinum ýmsu námsgreinum.

Gögn: Vísnagátur sem er að finna hér að neðan.

Leiklýsing:

Vísnagátur er hægt að nota sem hópverkefni, þar sem nemendur glíma við að leysa nokkrar gátur á tilteknum tíma allt eftir því hvað við á hverju sinni.

Vínsagátur geta verið þrautalausn vikunnar þar sem nemendur fara heim með eina gátu og eiga að leysa hana í samvinnu við foreldrum sínum. Síðan lýsa þeir því hvernig gátan var leyst um leið og svarið er birt. Einnig er hægt að láta þá skila svarinu á miða en þeir lýsa engu að síður hvernig gátan var leyst en mega ekki segja svarið strax.

Vísnagáta getur verið skemmtileg leið sem kveikja af nýju viðfangsefni sem dæmi ef vinna á með landnámið er vísa eins og þessi heppileg, en hún er númer 6 hér að neðan.

Rak á land í Reykjavík

Rísa hátt í bláan geim

Kúra uppi á klettabrík

Kallast salur eftir þeim

Vísnagátur 1

Löng er tíðum lögð í sjó.Á landi oftar skrifuð þó.Henni flokknum fylgja ber.Á flestra ævi hlykkjótt er.

2

Í alin fyrrum taldi tveir.Títt um hryggi vaxa þeir.Heimskir af þeim heiti fá.Hygg ég flestir borði þá.

74

Page 76: Fræðilegt sjónarhorn: gildi leikja í ... - notendur.hi.isingvars/namskeid/Leikir/Namsmop…  · Web viewSíðan kom að því að slá inn „word play“ og þar fórum við

3

Veitir bæði vörn og skjól.Vænt er talið höfuðból.Veður hvasst, sem varast ber.Vaxa tré og rósir hér.

4

Mögnuð bæði og mannskæð sóttMargan söðul fyrrum prýddiBlásin fljótt en brestur skjótt Býli skálds sem hrokann hýddi

5Fullt á það engin sjá Eru tvö á skipiFjórum fótum oftast á Og efni í smíðis gripi?

6Rak á land í ReykjavíkRísa hátt í bláan geimKúra uppi á klettabríkKallast salur eftir þeim

7Söfnuð kallar sveit mín börnSögð í tafli besta vörnFjöldi gesta á fundarstaðFeigur hákarl dregst mér að

8Ólöglegt ég alltaf erAtriði í bókagerðBer mig vel í buxunumBirt er oft í prósentum

9Dagblaði efstur á Allir smiðir slá hannUppi á hausi situr hannSumir fara á hann

10Þessi er úr stáli stinnStafi forðum skráðiHana í skrítnum skó ég finnSkreytir stundum hattinn þinn

11Allra fugla er ég hlífÓmissandi í vasahníf

12Hraustur í nefi hefur þaðHundunum er gefið það

75

Page 77: Fræðilegt sjónarhorn: gildi leikja í ... - notendur.hi.isingvars/namskeid/Leikir/Namsmop…  · Web viewSíðan kom að því að slá inn „word play“ og þar fórum við

Höfuðs prýði. Bíla berBer mig fákur undir sér

Skammaryrði í bræði beittBorgun helst í launi veitt

13Búið er þessu býli á Besta traustið er hannAllir vilja hann ólmir fáÖllu færri bera hann

14Finndu mig í fjörunniFræðiorð í málvísiGamanlaust í glímunniGrunnhugtak í stærðfræði

15Ungabörn eru mæld í mérMagna föður tengd ég erRáðum miklu í réttunum Rauðagull með Þjóðverjum

16Glatt ég loga arni áÚt þig toga í frosti og snjáRíma forn mig fjallar umFengsæl horn hjá langreyðum

17Ég er þjófi búningsbótBók um þjóðleg fræðiFágætt nafn á fríðri snótFæri kyrrð og næði

18Lítið bein við liðamótLítið bjarg við hlíðarfótFramið til að fylla nótFljúga læt ég sleggju og spjót

19Ég er bær í BorgafirðiÁ baki mínu er íþrótt háðTifaði fyrrum títt með byrðiTrjóumönnum bruggað ráð

20Vott um Grettis verk ég berValdhaldandi náði mérHeilmargt í mér hafa máHörð er kvöldin mig að fá

21Ég er óp í auðninniUppljómun í sálinni

22Glundroði ég alger er Út og niður pota ég mér

76

Page 78: Fræðilegt sjónarhorn: gildi leikja í ... - notendur.hi.isingvars/namskeid/Leikir/Namsmop…  · Web viewSíðan kom að því að slá inn „word play“ og þar fórum við

Tíðum auglýst embættiEnda nafn á peningi

Ég er orða uppruniAllt annað en góðmenni

23Landhelgina varði ég velVangur fyrir þorsk og skelTalinn goða ættum afAldið nafn á galdrastaf

24Hörkutól ég hentugt er Heiti dável bæjum ferÁlfar völdu vist í mérVel ég fell í eyra þér

25Lönd við skiljum löndum fráLokuð vill oss enginn sjáAllir róma íþrótt þá Er sem gata heldur smá

26Höfð er ég fyrir höfuðstaðHöfuðlausn minn fóstri kvaðUmgirt virki og varðturnumVegleg kirkja í álfheimum

27Án mín verður óhóf mestOft á votri kinn ég séstÞarfur til að temja hestTítt er öngli við mig fest

28Ég er öðlings öndvegiAtriði í reikningiHnakkurinn á hestbakiHey á vissu þurrkstigi

29Án mín dauft í eldhúsumEyðibýli í HraununumBer að landi ís og ylUppstökkur við Valagil

30Landámið mitt fór nú flattFurðuheim í myndir battJaðrar mínir glóa glattGóður er ég fyrir minn hatt

31Ég get verið skúmaskotSkraut og vopn með hreinum

32Ég er útvarpserindiAðili í margfeldi

77

Page 79: Fræðilegt sjónarhorn: gildi leikja í ... - notendur.hi.isingvars/namskeid/Leikir/Namsmop…  · Web viewSíðan kom að því að slá inn „word play“ og þar fórum við

Hljómsveitir mín hafa notHaldin bót við meinum

Frásögn stutt í fornsögumFinnst á kaðalspottunum

33Ég er eineygð oddkvöss mærUndir mér konuhjartað slærVorkomu ég vitni berVísa þessi er ný af mér

34Oft við nagla er mér beittEr í karlmannsbuxumSamnefnt býli er sunnlenskt eittÁ sauðfénaði og uxum

35Taumhald ég á öðrum er Á ein syðra nafn það berHægra megin hásetansHæatvirt titluð innanlands

36Líkamspartur einn ég er Til útilegu gleymdu ei mérÆ mig geymir ÁrnesþingOddvæddur ég klakann sting

37Á Ísafirði er ég stórOfursmár í kýlunumMilli landa liggur sjórLeikvangur hjá sóðunum

38Efni í voð ég er og verðÁ minn þátt í bókagerðAlbert hefur hund í mérHeyvinnu ég nátengd er

39Gæluorð hjá ástvinumUppáhald hjá krökkunumVeglegast af verðlaunumVel má telja á fingrunum

40Við erum tólf á teningi Tvær á þér ganga upp og niðurPrýðum fjöll og firnindiFrá þeim bæ var kistilsmiður

41Fíknitól í manna munniMagatregðu sigraði

42Ég er hafurs aðalsmerkiUmdeilt mjög á keisara

78

Page 80: Fræðilegt sjónarhorn: gildi leikja í ... - notendur.hi.isingvars/namskeid/Leikir/Namsmop…  · Web viewSíðan kom að því að slá inn „word play“ og þar fórum við

Vatni í bæi veita kunniÚr viði smíðað hljóðfæri

Liðtækt er að lykils verkiLýti sumra kvennmanna

43Villimanna vopn ég erVegurinn sem skeytið ferFylgispakur fiðlaraFjala milli í klifbera

44Ég er örstutt orðsendingUmleitan frá kapteiniVörupallaverðlýsingVeislusetutilmæling

45Ég beyglast oft í árekstrumEr til hlífðar skósmiðumSpariklæði konunumKennd við mey í þoskhausum

46Leikhús það ei missa máMyrkvar stofur sumum hjáHirðingi þar athvarf áAustrið skilur Vestrið frá

47Atvinna hjá iðnlærðumEina af fornum listgreinumSpor mín liggja um lækna sviðLaminn beint á höfuðuð

48Ég er svik á samningiSól brýst fram úr skýjunumEfni traust í torfveggiTúnið skemmt af uppblæstri

49Höfufati á ég er Illt er að verða fyrir mérSkepnum hröktum skjól ég bjóSkoðaðu besta fisk úr sjó

50Allt á fullu í íþróttumAtriði í byggingumMikilsvert í myndlistumMeginþáttur elskendum

51Flutningur ég einatt er Einnig sá sem skilar mér

52Sést á peysu framan fráFinnst ef glasi dreypt er á

79

Page 81: Fræðilegt sjónarhorn: gildi leikja í ... - notendur.hi.isingvars/namskeid/Leikir/Namsmop…  · Web viewSíðan kom að því að slá inn „word play“ og þar fórum við

Gáðu vel að gluggunumgjöldum jafnt og tekjunum

Besta athvarf barninuBrúnin meðfram gljúfrinu

53Bæði í tungu og tónmennt lærtTruflar snemma að morgniRæðumanni – og konu kærtKemur oft úr horni.

54Finnst ég helst um friðsælt kveldFöstu taki um bolta ég heldEf illa bítur eggjárn þér ekki verður þú í mér

55Krakkar hnoða og kasta snjóKarlar fegnir draga úr sjóÁ við þvott og er með klóÖrlög hans að bera í ró

56Birtu um hálfgert hús ég berHefðarkvenna eftirlætiÞá í smala ólund eránna hans ég tryggur gæti

Svör

1 lína

2 fiskur -þorskur

3 garður

4 bóla

5 borð

6 súla

7 sókn

8 brot

9 haus

10 fjöður

11 fjöður

12 bein

13 kross

14 fall

15 mörk

16 skíði

80

Page 82: Fræðilegt sjónarhorn: gildi leikja í ... - notendur.hi.isingvars/namskeid/Leikir/Namsmop…  · Web viewSíðan kom að því að slá inn „word play“ og þar fórum við

17 gríma

18 kast

19 hestur

20 tak

21 kall

22 rót

23 ægir

24 hamar

25 sund

26 borg

27 taumur

28 sæti

29 straumur

30 flóki

31 horn

32 þáttur

33 nál

34 klauf

35 stjórn

36 hæll

37 pollur

38 band

39 gull

40 brúnir

41 pípa

42 skegg

43 bogi

44 boð

45 svunta

46 tjald

47 saumur

48 rof

49 barð

50 mót

51 póstur

52 barmur

53 hljóð

54 ró

55 bolti

56 hundur

81