fullorðnir í skátastarfi

18
1 Fullorðnir í skátastarfi Fullorðnir í skátastarfi

Upload: gudmundur-palsson

Post on 19-Feb-2016

224 views

Category:

Documents


5 download

DESCRIPTION

Skýrsla nefndar um fullorðna í skátastarfi

TRANSCRIPT

Page 1: Fullorðnir í skátastarfi

1Fullorðnir í skátastarfi

Fullorðnir í skátastarfi

Page 2: Fullorðnir í skátastarfi

2Fullorðnir í skátastarfi

Fullorðnir í skátastarfi1. Til hvers er þetta efni?Til að halda úti góðu skátastarfi fyrir börn og unglinga þarf ábyrga og fullorðna einstaklinga sem sinna verkefnum fyrir skátafélögin til lengri og skemmri tíma. Að ná í og halda í nægilega marga fullorðna er stöðugt úrlausnarefni fyrir mörg félög og erfiðleikar á því sviði ein helsta ástæða þess að starf félaga dalar og jafnvel leggst af.

Þessu efni er ætlað að vera nokkurs konar verkfærakista sem skátafélög geta gengið í, til að auðvelda sér að ná í og halda í fullorðna einstakl-inga. Leitast var við að hafa efnið einfalt, hagnýtt og raunsætt miðað við íslenskar aðstæður. Kistuna, og verkfærin sem henni fylgja, má finna á rafrænu formi á heimasíðu BÍS, á tenglinum www.skatar.is/xxxxxx.

Hópurinn sem vann að efninu samanstóð af :Ágústi Þorsteinssyni• Birni Hilmarssyni• Gauta Torfasyni• Gunnari Atlasyni• Hrönn Pétursdóttur• Júlíusi Aðalsteinssyni• Unni Flygenring• Þórhalli Helgasyni•

Hópurinn notaði efni sem WOSM – Alheimsbandalag skáta – hefur gefið út sem grunn, auk þess sem hópurinn átti einn fund með fulltrúa frá WOSM.

2. Hvernig á að nota efnið?Efnið er sett upp í kringum ákveðið verkferli sem fara þarf í gegnum – frá því að skilgreint er að það vanti að finna fullorðinn einstakling í ákveðið verk og þangað til hann eða hún lýkur hlutverki sínu í verkinu. Fjallað er um hvert skref ferlisins og dæmi sett fram um það hvernig hægt er að vinna að hverjum hluta þess. Notandinn getur þá valið að nota það sem honum líst á og hentar aðstæðunum, eða farið eigin leiðir ef það hentar betur.

Eins og á við um allar verkfærakistur er vonin sú að verkfærunum í henni fjölgi stöðugt, að notendurnir þrói ný tæki og tól og bæti í kistuna fyrir aðra að nota.

3. Af hverju fullorðnir í skátastarfi?Tilgangur þess að hafa fullorðna í skátastarfi er að gefa sem flestum bör-num færi á þátttöku í starfinu. Fullorðnir leggja þá til þekkingu, færni, reynslu og áhuga og bera einnig lagalega ábyrgð.

Page 3: Fullorðnir í skátastarfi

3Fullorðnir í skátastarfi

4. Í hvers konar verkefni vantar fullorðna?Áður en hægt er að hefja leit að fullorðnu fólki til að styðja við skátastarfið þarf að átta sig á því hvaða verkefni eru fyrir hendi. Verkefnin geta verið stór eða smá, til lengri eða skemmri tíma, en einnig þarf að skilgreina þau til að hægt sé að átta sig á því að hvaða kröfur fullorðni einstaklingurinn þarf að uppfylla, t.d. varðandi tíma, þekkingu, færni og viðhorf.

Í upphafi starfsársins getur því verið gott að búa til lista yfir þau verk sem þarf að manna, hversu marga þarf, hvenær og hvað viðkomandi þurfa að hafa til brunns að bera.

Hér eru dæmi um byrjunina á slíkum verklista, en hann má líka finna sem tékklista í fylgigögnunum. Flokks- eða sveitarstarfið

Aðstoða við viðburði (hvaða viðburði, hvaða verkefni)• Útilegur, hellaferðir, gönguferðir, hjólaferðir...• Aðstoða við dagskrá á flokksfundum• Akstur, flutningur, matur, dagskrá, fjáröflun, búnaður, kennsla, •

ráðgjöf....

Félagseignir, uppbygging og viðhaldVerkefni tengd skátaheimili• Verkefni tengd skátaskála• Verkefni tengd útivistarsvæði• Verkefni tengd útbúnaði skátafélags•

Félagsstarfið

Aðstoða við félagsviðburði t.d.• akstur, flutningur, matur, dagskrá, uppsetning, frágangur, •

fjáröflun, búnaður...Fjáraflanir• Samskipti við sveitarstjórn• Eignastjórn (skátaheimili, skáli, birgðir...)• Seta í félagsstjórn• Sveitarforingi• Íhlaupaforingi•

Verkefni á vegum BÍS eða skátasambanda

Seta í stjórn• Seta í ýmsum nefndum• Aðstoð við rekstur og/eða viðhald útilífsmiðstöðva• Undirbúa og annast framkvæmd viðburða (skátamót, •

hátíðir o.fl.)Tengsl við stjórnvöld• Tengsl við önnur félagasamtök• Almannatengsl• Fjáröflun•

Það eru síðan ýmsar leiðir til að manna verkefnin á listanum, en um það er fjallað betur síðar.

Page 4: Fullorðnir í skátastarfi

4Fullorðnir í skátastarfi

5. Hver er markhópurinn þegar ná þarf í fleiri fullorðna?Hvaða fullorðni einstaklingur sem er getur verið vel til þess fallinn að leita til, hvort sem viðkomandi tengist skátastarfi eður ei. Ætíð ber þó að leita til þeirra sem eru best til þess fallnir að sinna völdu verki, hafa til þess þekkingu, tíma, viðeigandi viðhorf og eru 23 ára eða eldri. Þeir einstak-lingar sem leitað er til geta:

verið fyrrum starfandi skátar sem eru ekki virkir á þessum • tímapunkti

verið foreldrar barna í skátastarfi• verið áhuga- eða fagfólk á tilteknu sviði• verið áhuga- eða fagfólk um þátttöku og þroska ungs fólks• verið skátar sem eru að hætta í núverandi hlutverki og mögulega •

leita að nýjuverið skátar sem eru líklegir til að draga sig út úr skátastarfi•

6. Af hverju eru fullorðnir tilbúnir að veita liðsinni?Rannsóknir hafa sýnt að flestir sjálfboðaliðar vonast til að fá eitthvað í staðinn fyrir að leggja krafta sína í tiltekið málefni. Það er mikilvægt að finna út hvað það er sem einstaklingurinn, sem ætlunin er að nálgast, leit-ar eftir og „selja“ honum þátttöku með því að koma með viðeigandi hætti á framfæri hvernig þörfinni verður mætt.

Í því skyni hefur listinn hér á eftir verið settur saman. Hægt er að fara í gegnum hann til að skilgreina hvaða skilaboð eigi að leggja upp með þegar fullorðinn einstaklingur er hvattur til þátttöku. Hafa ber í huga að fleiri en einn af þessum þáttum getur verið mikilvægur fyrir sama einstakling-inn.

Von um að nærumhverfið verði betra.• Áhugi á að styðja við gildi sem talin eru mikilvæg og líkleg til að •

hjálpa öðrum.Ósk um að láta gott af sér leiða.• Leit að viðurkenningu, eins og félagsskap og tengslum.• Styrking sjálfsmyndar og aukin sjálfsvirðing.• Von um persónulega þróun, að læra eitthvað nýtt, prófa eitthvað •

nýtt, hitta áhugavert fólk.Trú á málstaðinn og að hann sé mikilvægur.• Von um „laun“ í formi hluta, þjónustu, nýrrar þekkingar eða •

reynslu sem gæti leitt til framtíðartækifæra.Þörf á að bæta upp eitthvað í fortíðinni eða nútíðinni, minnka •

neikvæðar tilfinningar eins og sekt.Þörf á að minnka þrýsting frá þeim sem skipta máli, eins og •

vinum, fjölskyldu, samstarfsfélögum og samfélaginu.Byggja upp tengslanet, njóta samvista við aðra og öðlast reynslu •

sem getur að lokum hjálpað til við atvinnuleit.Til að finnast þarfur.•

Page 5: Fullorðnir í skátastarfi

5Fullorðnir í skátastarfi

Til að finnast geta breytt einhverju.• Til að öðlast aukna eða nýja hæfni.• Vegna þess að vinur beitti þrýstingi.• Til að prófa sjálfan sig.• Til að flýja undan persónulegum aðstæðum.• Til að verða „innanbúðar“.• Til að verða fulltrúi breytinga.• Til að kanna frama.• Vegna leiða.• Til þess að hafa eitthvað til að vakna fyrir.• Fyrir fjörið.• Sem meðferð.• Til að halda sér uppteknum.• Til að eignast nýja vini.• Fyrir viðurkenningu.• Til að ná betra jafnvægi í lífinu.• Sem starfsþjálfun.• Til að gefa eitthvað til baka.• Af trúarlegum ástæðum.• Til að borga skuld.• Til að komast út úr húsinu.• Til að gera borgaralega skyldu sína.• Til að gera eitthvað annað en í vinnunni.• Til að gera eitthvað með öðrum í fjölskyldunni.• Til að vera með öðruvísi fólki.• Vegna þess að „starfsstöðin“ er nálægt.• Til að vera hluti af liði.• Til að vera talsmaður.• Til að öðlast stöðu.• Til að læra um menningu.• Vegna þess að það fékkst enginn annar í verkið.• Til að líða vel.• Vegna þess að launuð vinna er ekki möguleg.• Vegna persónulegrar reynslu af vandamáli.• Vegna umhyggju fyrir „kúnnahópnum“.• Til að fá sjálfur aðgang að þjónustu.• Til að ögra sjálfum sér.• Til að prófa eitthvað nýtt.• Sem kostur á móti því að gefa peninga.• Til að vera varðhundur.• Til að upplifa stolt.• Vegna þess að beðið var um þátttöku.• Til að rísa upp og vera talinn með.• Til að læra sannleikann.• Til að skila sínum hluta.• Til að gefa af sínum starfshæfileikum.• Til að láta muna eftir sér.• Sem afsökun til að gera eitthvað sem er skemmtilegt.• Til að sýna tryggð við málstaðinn.•

Page 6: Fullorðnir í skátastarfi

6Fullorðnir í skátastarfi

7. Hvað getur hindrað þátttöku fullorðinna?Ýmislegt getur komið í veg fyrir að fullorðnir einstaklingar bjóði sig fram eða geti tekið að sér verkefni eða hlutverk í skátastarfi. Það er nauðsyn-legt að skilja hvað hindrar þátttökuna og reyna þá að fjarlægja eða yfir-stíga hindranirnar áður en haft er samband við viðkomandi.

Meðal þeirra hindrana sem eru til staðar eru:

Tekur of mikinn tíma frá fjölskyldunni• Börnin farin að heiman• Börnin hætt í skátastarfi• Leiðinleg verkefni• Leiðinlegt fólk• Brunninn út vegna fyrri verka• Skortur á hvatningu• Tímaleysi• Skátastarfið krefst of mikils tíma frá öðru• Of mikið starf, m.a. því það eru of fáir fullorðnir sem það •

dreifist áOf mikil ábyrgð• Of mikil atvinnumennska• Sjálfboðaliðastarf sem ekki er launað• Slæm samskipti• Vantar samskipti sem fólki líkar• Árekstrar• Enginn hópur fullorðinna skáta• Ekkert skipulagt starf fyrir fullorðna• Leiðir til að ná og halda í fullorðna einstaklinga•

Til að ná og halda í fullorðinn einstakling í skátastarfi eru ákveðnir hlutir sem þurfa að eiga sér stað, eða ákveðið verkferli sem þarf að ganga í gegn-um. Fyrstu skiptin sem unnið er samkvæmt þessu ferli getur það tekið umhugsun og tíma, en eftir því sem oftar er farið í gegnum ferlið þá verður það einfaldara og fljótlegra.

Ferlið sem um ræðir er sýnt á myndinni hér á eftir, og tvö dæmi um fram-kvæmd er að finna í fylgigögnum. Ferlið snýst í rauninni um skipulögð vinnubrögð, og að fylgja því eykur líkur á árangri. Þó er nauðsynlegt fyrir notandann að laga það að aðstæðum á hverjum stað og á hverjum tíma, og á endanum að meta hvað af ferlinu hjálpar og nota þá bara þann hluta.

Page 7: Fullorðnir í skátastarfi

7Fullorðnir í skátastarfi

MönnunÞað eru tvær grunnleiðir til að manna verkefni. Önnur er að eiga lista með nöfnum einstaklinga sem hægt er að leita til og hin er að óska eftir sjálfboðaliðum í ákveðin verkefni.

Nafnalistar yfir mögulega sjálfboðaliða innihald þá nöfn, símanúmer, netföng, upplýsingar um tengingu við skátana (ef einhver), upplýsingar um hæfni og þekkingu sem viðkomandi býr yfir og gæti komið að notum, og nafn þess sem benti á viðkomandi. Excel skjal, tilbúið til að fylla inn með slíkum hætti, er að finna í fylgigögnunum.

Á þennan lista er hægt að safna nöfnum t.d.:

foreldra núverandi skáta í félaginu• fyrrverandi skáta í félaginu• foreldra fyrrverandi skáta í félaginu• með því að standa fyrir viðburðum eins og kynningarfundum •

eða ferðum og skrá í framhaldi niður nöfn áhugasamra með því að fá viðtöl eða skrifa greinar í bæjarblaðið þar sem •

fram kemur að alltaf sé verið að leita eftir áhugasömum sjálf- boðaliðum og biðja fólk að skrá sig

Þegar upplýsingar um einstaklinga eru skráðar og vistaðar með þessum hætti er mjög mikilvægt að passa að virða lög og reglur um skráningu persónuupplýsinga og persónuvernd (sjá http://www.personuvernd.is/log-og-reglur/log-um-personuvernd/nr/371). Best er að fá leyfi

Page 8: Fullorðnir í skátastarfi

8Fullorðnir í skátastarfi

viðkomandi fyrir skráningunni og mikilvægt er að upplýsingunum sé ekki dreift til annarra.

Þegar óskað er eftir sjálfboðaliðum í ákveðin verkefni er hægt að fara ýms- ar leiðir:

útbúa verkefnalista og fá foreldra til að skrá sig fyrir ákveðnum • verkum við skráningu í starfið að hausti

setja upp Facebook síðu og setja þar inn ákall um liðsinni þegar • verkefni kemur upp

auglýsa í bæjarblaðinu eða á öðrum opinberum vettvangi • standa fyrir viðburðum, eins og kynningarfundum eða ferðum, •

og litast þar um eftir hæfum einstaklingumstofna „skátasveit“ eða „gildi“ fyrir fullorðna og leita til þeirra •

með verkefnalista öðru hverjufá viðtöl eða skrifa greinar í bæjarblaðið þar sem fram kemur að •

verið sé að leita eftir fólki í tiltekin verkefnispyrja skrifstofu BÍS hvort þar sé vitað um hæfa einstaklinga• spyrja þá sem við þekkjum hvort þeir geti bent á einhvern•

Við getum beðið einstaklinga, sbr. foreldra, að skrá sig fyrir ákveðnum verkefnum. Á móti er oft skilvirkast að hringja einfaldlega í valinn einstakling og óska eftir liðsinni. Oft getur verið auðveldara fyrir eldri foringja að hringja heldur en þann sem yngri er (sjá hlutverkaleik í fylgi- gögnum, þar sem skátar eru þjálfaðir í að biðja um liðsinni). Ef við þekkjum viðkomandi einstakling ekki persónulega, eða höfum ekki fyrri reynslu af þátttöku hans, þá er mikilvægt að leita upplýsinga áður en haft er samband. Þannig er gott að leita eftir umsögnum um persónuleika, viðhorf, færni til að vinna með börnum, reynslu af samskiptum, áreiðan-leika o.s.frv. Slíkar umsagnir er yfirleitt auðvelt að fá, vegna mannfæðar og stuttra boðleiða á Íslandi. Einnig er nauðsynlegt að viðkomandi hafi hreint sakavottorð.

Einstaklingurinn sem við leitum til þarf að uppfylla öll eða flest þeirra skil-yrða sem við settum upp þegar við skilgreindum verkefnið, hann þarf að passa í hóp barna og annarra fullorðinna, trúa á gildi og markmið skáta-hreyfingarinnar og hafa þann tíma og vilja sem þarf til að ljúka verkinu. Við val á einstaklingum er líka mikilvægt að horfa á heildarhópinn og að einstaklingarnir í hópnum séu fjölbreyttir í hugsun og færni en geti unnið vel saman og treysti og virði hver annan.

Þegar við höfum samband við einstakling með beiðni um aðstoð eða þátttöku þá þarf skilgreining á verkefninu að vera tilbúin, hvaða hlutverk verið er að biðja viðkomandi um að sinna, hversu mikill tími er áætlaður er í verkið, hvaða aðstoð er til staðar o.s.frv.

Þegar við höfum samband þá þurfum við að hafa á takteinum ákveðinn sannfæringarkraft, þ.e. vera tilbúin að „selja“ viðkomandi hvað hann fái út úr því að leggja skátunum lið (sjá kafla 6). Við þurfum líka að vera tilbúin með mótrök eða sannfæringu um að búið sé að vinna úr þeim málum sem geta hindrað þátttöku (sjá kafla 7).

Page 9: Fullorðnir í skátastarfi

9Fullorðnir í skátastarfi

Samkomulag Þegar einstaklingur er búinn að lýsa yfir áhuga, gefa vilyrði fyrir aðstoð eða taka að sér verkefni þá er mikilvægt að skrásetja sameiginlegan skiln-ing á því sem um var rætt. Þetta getur verið í formi einfalds tölvupósts sem sendur er og viðkomandi staðfestir til baka (sjá dæmi í fylgigögnum), eða í formi formlegs samnings ef verkefnið er mjög stórt og mikilvægt. Skriflegu samskiptin eru geymd og alltaf er hægt að skoða þau eða vitna í, eftir því sem verkefninu miðar áfram. Þessi gögn gætu verið aðgengileg hjá ritara félagsins eða starfsmanni.

Það sem er skráð og staðfest með slíkum hætti er a.m.k. eftir- • farandi:

Verkefnið sem um ræðir og lýsing á því• Hvað telst vera góður árangur eða hverju ber að skila í lok •

verkefnisinsHlutverk og ábyrgð sem viðkomandi tekur að sér• Hvenær verkefnið hefst og hvenær því þarf að vera lokið• Hvað áætlað er að verkið taki mikinn vinnutíma hjá viðkomandi• Hverjir aðrir vinna að verkefninu og hvert er hlutverk/verksvið •

þeirraEf til staðar eru verklagsreglur eða gögn sem nýtast í vinnuna, •

og þá hverHvaða stuðning og þjálfun viðkomandi fær• Hver er tengiliður ef þörf er á einhverju eða eitthvað kemur upp •

á, og hvert er símanúmer og netfang þess aðila

Samlögun hópsinsFyrir einstakling sem ekki hefur áður tekið þátt í skátastarfi, hefur verið lengi fjarverandi eða þekkir af einhverjum ástæðum ekki til einstaklin-gana sem hann mun vinna með, er mjög mikilvægt að fara í markvis-sar aðgerðir sem styðja við að viðkomandi blandist í hópinn sem fyrst. Viðkomandi þarf að líða vel í návist annarra í hópnum, finnast hann passa í hópinn, vera meðtekinn og hlakka til að mæta og taka þátt. Hægt er að fara ýmsar leiðir til að styðja við slíka samlögun, þ.á.m.:

Skipuleggja viðburð sem eingöngu hefur þann tilgang að gefa • fólki færi á að kynnast og upplifa eitthvað skemmtilegt saman, eins og kaffiboð, teiti, sumarbústaðaferð eða óvissuferð

Upplýsa og fræða einstaklinginn þannig að hann hafi skilning á • því sem almennt er um að vera, þekki orð sem notuð eru og hvað þau tákna, skilji tilgang skátadagskrárinnar og hlutverk full- orðinna og viti hvaða fólk er um að ræða hverju sinni

Hafa formlega inntökuathöfn fyrir einstaklinginn og/eða stofn- • athöfn fyrir hópinn

Tryggja að einstaklingurinn fái upplýsingar um annað sem er • að gerast í starfinu, þ.m.t. boð á fundi, en enginn þrýstingur sé á að mæta á viðburði ótengda verkefninu

Page 10: Fullorðnir í skátastarfi

10Fullorðnir í skátastarfi

Þjálfun og stuðningurMikilvægt er að einstaklingur sem tekur að sér tiltekið verkefni fái þá þjálf- un sem hann þarf til að sinna því, þar sem slíkt er viðeigandi. Með að-stoð einstaklingsins þarf því að skilgreina í upphafi, og svo reglulega eftir því sem verkinu miðar og við á, hvaða færni þarf að byggja upp og hvaða þekkingu þarf að tryggja. Einnig þarf að setja saman áætlun um hvernig einstaklingurinn fái þessa færni og þekkingu.

Í öllum tilfellum er nauðsynlegt að tryggja þann stuðning sem einstak-lingurinn þarf eða kann að þurfa á meðan á verkinu stendur. Stundum er stuðningurinn fyrirsjáanlegur og stundum ekki, og þarf að gera ráð fyrir hvoru tveggja. Hluti af stuðningnum er að láta einstaklinginn finna að tekið sé eftir starfi hans og að framlag hans í tíma og verki sé metinn.

Þegar kemur að þjálfun og stuðningi er hægt að fara ýmsar leiðir, eftir aðstæðum hverju sinni, eins og:

Fá handleiðslu reynds aðila• Hafa neyðarnúmer eða númer tengiliðar• Blanda saman í ábyrgan hóp bæði vönum og óvönum• Fara á námskeið eða ráðstefnu• Benda á eða afhenda útgefið skriflegt fræðsluefni • Útbúa skýrar og ýtarlegar verklýsingar• Afhenda gögn frá sambærilegu verkefni sem áður hefur verið •

unnið Bjóða viðkomandi að heimsækja sambærilegt verkefni eða •

viðburðVeita reglubundnar upplýsingar um gang mála• Hafa varamenn eða stuðningsfólk til staðar ef á þarf að halda• Sýna að okkur er annt um einstaklinginn, með því að kynnast •

honum persónulega, viðurkenna framlag hans, virða persónu- legar aðstæður sem koma upp og hjálpa ef upp kemur verk- efnatengdur ágreiningur

VerkefniHvert verkefni þarf að vera skýrt og vel skilgreint í upphafi af þeim aðilum sem fengnir eru til að bera ábyrgð. Þar á meðal þarf tilgangur verkefn-isins að vera skýr, þau markmið sem eiga að nást, verkáfangarnir, ábyrgð-araðilarnir, hverjir koma að vinnunni, tímaramminn og kostnaðaráætl-unin. Dæmi um slíka verklýsingu er í fylgigögnum.

Lærdómur frá fyrri sambærilegum verkefnum þarf að vera ljós og skýrt að gera þarf endurmat við lok núverandi verkefnis. Að lokum þarf að fara fram reglubundið eftirlit með framgangi verkefnisins – hvort líklegt er að það skili tilgreindum árangri innan þess ramma sem settur hefur verið.

EndurskoðunMeð reglubundnu millibili í stærri verkefnum, og ætíð þegar viðkomandi einstaklingur hefur lokið því verkefni sem hann tók að sér, þarf að fara fram uppbyggileg endurskoðun. Þar fer viðkomandi yfir málin með þeim

Page 11: Fullorðnir í skátastarfi

11Fullorðnir í skátastarfi

sem fékk hann í verkið. Saman skoða þeir hvort upprunalega samkomu-lagið hafi staðist, hvort verkefnið hafi breyst með tímanum, hvort aðrir hafi gert það sem þeirra hlutverk kallaði á, hvort sú þjálfun og sá stuðn-ingur sem settur var upp hafi verið réttur og nægur o.s.frv. Tékklisti sem hægt er að nota fyrir slíka endurskoðun er að finna í fylgigögnunum.

Þessi endurskoðun getur átt sér stað með ýmsu móti - óformlegu spjalli yfir kaffibolla, formlega skipulögðu samtali eða hverju sem er þar á milli. Þar skiptir mestu að finna hvað hentar einstaklingunum, verkefninu og aðstæðunum. Tilgangur endurskoðunarinnar er hins vegar alltaf að læra af reynslunni og/eða leiðrétta það sem þarf upp á framhald verkefnis.

Í lok endurskoðunar við lok verkefnis ber að líta svo á að hlutverki og áby-rgð einstaklingsins sé lokið og þá er um að gera að styrkja böndin með því að umbuna honum með einhverjum hætti. Umbunin getur verið í formi hróss, gjafar eða með einhvers konar viðburði til að fagna áfanganum, allt eftir stærð verkefnis og aðstæðum. Mikilvægt er að umbun eigi sér stað hvort sem verkefnið gekk vel eða ekki og hvernig sem einstaklingurinn stóð sig. Umbunin er formlega merkið um að nú sé verkefninu lokið.

Þegar viðkomandi hefur lokið því hlutverki sem hann var upphaflega fenginn í, er þrennt sem getur gerst. Viðkomandi getur dregið sig alveg úr starfi, tekið að sér nýtt verkefni eða haldið áfram að sinna því verkefni sem hann var í áður.

Nýtt verkefniAð fenginni reynslu einstaklingsins af þátttöku í skátastarfi, og skátanna af því hvernig viðkomandi stóð sig í fyrra verki, getur verið áhugi beggja á að halda samstarfinu áfram.

Þá er einstaklingurinn beðinn um eða býður sig fram í nýtt verkefni og ferlið byrjar aftur frá samkomulaginu. Nýtt verkefni getur þá hafist strax eða þegar þörf er á.

Draga sig í hléÍ miðju verki eða að því loknu getur fullorðinn einstaklingur ákveðið að hætta frekari þátttöku eða gefið til kynna að hann sé ekki tilbúinn að veita frekari aðstoð. Slíka ákvörðun ber að virða og ákveða hvenær og með hvaða hætti viðkomandi dregur sig í hlé.

Ef aðstæður leyfa er mikilvægt að fara í endurmat á verkefninu og fá upp-lýsingar um það sem vel tókst og það sem betur hefði mátt fara, svo hægt sé að gera betur næst. Þá er einnig mikilvægt að þakka einstaklingnum fyrir framlag hans með einhverjum hætti, hvort sem það er formlega eða óformlega.

EndurnýjaAð fenginni reynslu einstaklingsins af þátttöku í skátastarfi, og skátanna af því hvernig viðkomandi hefur staðið sig, getur verið áhugi beggja á að einstaklingurinn haldi áfram í sama hlutverki. Þá er samkomulagið endurnýjað og aftur farið í gegnum ferlið.

Page 12: Fullorðnir í skátastarfi

12Fullorðnir í skátastarfi

Virkjun fullorðinna í skátastarf Dæmi um verkefnalista fyrir fullorðna

Flokks- eða sveitarstarfið• Aðstoða við viðburði (hvaða viðburði, hvaða verkefni)

Útilegur, hellaferðir, gönguferðir, hjólaferðir...• Aðstoða við dagskrá á flokksfundum Akstur, flutningur, matur, dagskrá, fjáröflun, búnaður, kennsla, ráðgjöf...• Annað (hvað)

Félagseignir, uppbygging og viðhald• Verkefni tengd skátaheimili• Verkefni tengd skátaskála• Verkefni tengd útivistarsvæði• Verkefni tengd útbúnaði skátafélags• Annað (hvað)

Félagsstarfið• Aðstoða við félagsviðburði t.d. akstur, flutningur, matur, dagskrá, uppsetning, frágangur, fjáraflanir, búnaður....• Fjáraflanir• Samskipti við sveitarstjórn• Eignarstjórn (skátaheimili, skáli, birgðir...)• Seta í félagsstjórn• Sveitarforingjar• Íhlaupaforingi

Verkefni á vegum BÍS eða skátasambandi• Seta í stjórn• Seta í ýmsum nefndum• Aðstoð við rekstur og/eða viðhald útilífsmiðstöðva• Undirbúa og annast framkvæmd viðburða (skátamót, hátíðir o.fl.)• Tengsl við stjórnvöld• Tengsl við önnur félagasamtök• Almannatengsl• Annað, hvað

Listinn hér á eftir tekur til þeirra ýmsu verka sem gott getur verið að útdeila til fullorðinna í skátastarfi.Á hverjum tímapunkti er mismunandi hvar vantar fólk, auk þess sem listinn er alls ekki tæmandi.

Dæmi um verkferli við að virkja einstakling í stjórn félagsMönnunFarið er í gegnum nafnalista sem safnað var við skráningu skáta í félagið síðastliðið haust, en þar sýndu nokkrir foreldrar áhuga á að starfa með félaginu. Einnig er sett lítil frétt á heimasíðu félagsins og Facebook síðu um að verið sé að leita að nýjum stjórnarmeðlimi.

Móðir sem á barn í drekaskátum er á listanum og er hringt í hana og hún beðin um að gefa kost á sér í stjórnina til næstu tveggja ára. Eftir smá umhugsun samþykkir hún að koma í stjórnina.

SamkomulagSendur er stuttur tölvupóstur til viðkomandi móður og hún beðin um að staðfesta með svari sínu að hún muni taka að sér að sitja næstu tvö árin í félagsstjórn sem meðstjórnandi, frá og með næsta aðalfundi.

SamlögunTil þess að nýjum stórnarmeðlimi líði vel með þeim sem þegar sitja í stjórn er ákveðið að halda súpuveislu heima hjá félagsforingja og er stjórn og mökum boðið, ásamt sveitarforingjum sem eru 20 ára eða eldri.

Page 13: Fullorðnir í skátastarfi

13Fullorðnir í skátastarfi

Þjálfun og stuðningurStarfslýsing meðstjórnenda er send til þess að skýra betur út hvert hlut-verkið er innan stjórnar. Það er eftirfarandi (tekið úr Gæðahandbók Ví-fils, sem fylgir „Á réttri leið“ frá BÍS):

Meðstjórnendur

Meðstjórnendur í félagsstjórn eru þrír.

Þeir sjá um og stýra sérstökum verkefnum fyrir hönd stjórnar. Dæmi um slík verkefni eru: Sumardagurinn fyrsti, 17. júní, félagsútilega, dreifing fermingarblaðs, sumarstarf, innritunardagur (hausthátíð), fararstjórn á stærri mót o.s.frv.

Þeir gegna eftirlitshlutverki og samræma vinnu sveitarforingja, stjórn-ar og foreldra við ýmsa viðburði.

Þeir taka ásamt öðrum stjórnarmeðlimum ákvarðanir á stjórnar- fundum.

Þeir sitja í og stjórna starfi ýmissa nefnda og verkefnahópa á vegum félagsins s.s. húsnefndar, skálanefndar, húsfélags, starfi fræðslu- foringja o.s.frv. Þeir skila skýrslu til stjórnar um störf viðeigandi nefnda og hópa.

Þeir skila skýrslu á aðalfundi um störf nefndanna og sjá um að skýrsla stjórnar innihaldi réttar upplýsingar um nefndarstörf.

VerkefniFyrsta miðvikudag í hverjum mánuði eru stjórnarfundir og á þeim farið yfir málefni félagsins og fyrirliggjandi verkefni skv. starfslýsingunni hér á undan.

EndurskoðunVið endurskoðun er farið yfir stöðu mála, hvernig viðkomandi hafi liðið í starfi og hvort eitthvað hafi verið ábótavant í sambandi við þjálfun, aðstoðina frá öðrum stjórnarmeðlimum eða öðrum í félaginu. Einnig hvort verkefnið hafi verið nógu vel skilgreint og hvað hefði mátt betur gera.

Þar sem allir meta að samstarfið hafi gengið vel er viðkomandi spurður hvort hún hafi áhuga á að koma áfram að starfinu. Ef svo er, er henni gefinn valkostur um að halda áfram í stjórninni eða fara í nýtt verkefni.Að vori, eftir vel heppnað starf yfir veturinn, er stjórn og sveitaforingjum boðið í óvissuferð sem endar alltaf með skátaleikjum og góðum mat.

Page 14: Fullorðnir í skátastarfi

14Fullorðnir í skátastarfi

Nafn Sími Netfang Tenging við skáta Hæfni, þekking, áhugasvið sem gæti nýst fyrir skátana Nafn þess sem benti á

Dæmi um lista yfir mögulega sjálfboðaliða

Hlutverkaleikur

– Að biðja Jón og Gunnu um aðstoðTilgangurHlutverk þessa leiks er að gefa foringjum og ungum skátum tækifæri til að þjálfa upp hæfni í að óska eftir aðstoð frá fullorðnum einstaklingi.

Efni og aðstæðurSkipuleggjandi leiksins er í hlutverki stjórnanda.• Þrír þátttakendur eru í hlutverki leikara.• Leikurinn er settur upp í kringum varðeld eða kerti. • Þátttakendur þurfa að vera að lágmarki 10 og sitja þeir þægilega •

í kringum varðeldinn. Einfaldir búningar á leikarana þrjá, til samræmis við persónu •

þeirra. Dæmi eru hattar, sjöl, gleraugu, stafir eða annað sem tengist persónunni og er augljóslega ekki úr fataskáp skátans sjálfs.

UndirbúningurStjórnandi býr til lýsingu á þremur mjög ólíkum persónum. Ein þeirra getur t.d. verið frökk og frek og gengur alltaf yfir strikið, ein getur verið óframfærin og hlédræg og vill helst ekki að neinn taki eftir sér og ein getur verið kurteis og gerir alltaf allt eftir bókinni.

Persónulýsingarnar gefa að lágmarki upp nafn og aldur, lýsingu á persónueinkennum og gildum persónanna og einnig upplýsingar um aðstæður þeirra: nám, fjölskyldur, áhugamál, störf o.s.frv.

Nokkrum klukkustundum fyrir varðeldinn fær stjórnandinn þrjá þátt-takendur úr hópnum til að vera leikara. Hver fær eina persónulýsingu, útskýringu á því til hvers er ætlast og lýsingu á því hvernig leikurinn geng-ur fyrir sig. Einstaklingunum sem eru valdir þarf að líða vel að tala fyrir fram hóp og vera fljótir að hugsa og spinna persónuna sína.

Page 15: Fullorðnir í skátastarfi

15Fullorðnir í skátastarfi

LeikurinnÞátttakendurnir koma sér fyrir í kringum varðeldinn en leikar- 1.

arnir þrír bíða úr augsýn.

Stjórnandinn tilkynnir að það komi þrír gestir og fyrirkomulagið 2. verði þannig að hver þeirra muni byrja á að kynna sig og svo gefist þátttakendunum færi á að spyrja þá spurninga um þá sjálfa. Þeim er einnig kynnt að viðfangsefni heimsóknanna sé að komast að því hvernig fólk fari að því að biðja aðra um aðstoð. Stjórn- andinn kallar að því loknu á fyrsta leikarann sem kemur sér fyrir í miðjum varðeldahringnum.

Leikarinn heldur sér í hlutverki allan tímann sem hann er í hring- 3. num og sýnir í orði og hegðun þau persónueinkenni sem honum voru gefin í lýsingunni. Hann kynnir sjálfan sig, segir fólkinu við varðeldinn hver hann er og aðeins um bakgrunn sinn og hagi. Síðan talar hann um aðstæður sem hann hafi verið í þar sem hann þurfti að leita aðstoðar, hvernig hann hafi farið að og brugðist við. Leikarinn tekur hámark 5-7 mínútur í þetta allt.

Þegar leikarinn hefur lokið sér af, býður stjórnandinn þátttak- 4. endum að spyrja leikarann um hann sjálfan, þær aðstæður sem hann lenti í og lýsti eða hvernig hann myndi bregast við öðrum aðstæðum. Ef á þarf að halda hjálpar stjórandinn spurn- ingunum af stað. Leikarinn heldur sér í hlutverki persónunnar og svarar til samræmis við persónulýsinguna. Spurningar og svör ganga svona á milli í hámark 10 mínútur.

Að því loknu yfirgefur leikarinn svæðið og stjórnandinn leiðir 5. þátttakendur í söng.

Að söngnum loknum býður stjórnandinn næsta leikara að fara í 6. hringinn og endurteka ferlið.

Að því loknu er þriðja leikaranum boðið í hringinn og ferlið 7. endurtekið í þriðja sinn.

Þegar þriðji leikarinn hefur lokið sér af og yfirgefið svæðið, leiðir 8. stjórnandinn umræðu milli þátttakendanna um það hvað þeir hafi áttað sig á eða uppgötvað á meðan á leiknum stóð. Sáu þeir eitthvað sem þeir héldu að myndi virka vel þegar biðja þarf um aðstoð, eða jafnvel illa? Hvað lærðu þeir af þessum leik?

Þegar þátttakendur hafa ekki fleira að segja er leiknum lokið.9.

Page 16: Fullorðnir í skátastarfi

16Fullorðnir í skátastarfi

Dæmi um samkomulagFrom: Ágúst Þorsteinsson [mailto:[email protected]] Sent: 2. nóvember 2010 10:28

To: ‘Hrönn Pétursdóttir’ Subject: RE: Þátttaka í starfshópi um fullorðna í skátastarfi

Ég staðfesti að taka þátt í starfshópnum.Kær kveðja, Ágúst.

From: Hrönn Pétursdóttir [mailto:[email protected]] Sent: 1. nóvember 2010 17:35 To: ‘Ágúst Þorsteinsson’ Subject: Þátttaka í starfshópi um fullorðna í skátastarfi

Sæll ÁgústTil að fylgja eftir símtalinu áðan þá langar okkur að fá þig til að koma í starfshóp á vegum BÍS, sem tekur til starfa núna í nóvember og skilar af sér fyrir skátaþing í mars.

Verkefni hópsins er að útbúa stuðningsefni sem hægt er að nota til að virkja fleiri fullorðna í skátastarfi. Hópurinn mun kynna sér efni sem WOSM hefur gefið út í málaflokknum og í framhaldi koma með tillögur til skátafélaganna um það með hvaða hætti er mögulegt að virkja fleiri fullorðna. Verkefnið nýtur fjárhagslegs stuðnings frá WOSM, en styrkur þaðan mun nýtast til að koma tillögunum á framfæri. Starfshópnum er falið að ákveða sjálfur hverju hann skilar í lokin, t.d. handbók með verk-færum, hugmyndafræði um ferli sem þarf að ganga í gegnum eða an-nað sem hann metur að geti komið að mestum notum. Mestu skiptir að félögin fái efni sem hjálpar þeim að virkja fleiri fullorðna.

Það sem við óskum eftir frá þér er að nýta reynslu þína og þekkingu í vinnu hópsins, mæta á vinnufundi og sinna þeirri heimavinnu á milli sem hópurinn setur sér. Gert er ráð fyrir að vinnufundir verði vikulega, í eina og hálfa klukkustund í senn, utan við desembermánuð en þá er gert ráð fyrir að hópurinn taki sér frí. Stefnt er á að vinnu á milli vinnufunda verði haldi í lágmarki.

Júlíus Aðalsteinsson er sá starfsmaður BÍS sem mun styðja starf hópsins, og getur hópurinn að auki leitað til Evrópuskrifstofu WOSM eftir aðstoð. Ekki er talið að hópurinn þurfi neina sérstaka þjálfun eða annan stuðning, en slíkt verður þó veitt ef eftir því er óskað.

Undirrituð hefur verið beðin um að hafa forystu fyrir hópnum og er því tengiliður hans (sjá netfang og símanúmer í þessum skilaboðum). Haft hefur verið símsamband við eftirtalda aðila um þátttöku og hafa flestir þegar brugðist jákvætt við. Hlutverk allra yrði það sama og áður var upp talið.

Ágúst Þorsteinsson, Björn Hilmarsson, Gauti Torfason, Gunnar AtlasonUnnur Flygenring, og Þórhallur Helgason.

Að lokum, þakka þér jákvæðu viðbrögðin í símtalinu áðan. Ef þú ert enn til í að vera með, þá máttu gjarnan staðfesta það með svarpósti.

Kveðja, Hrönn_______________________Hrönn Pétursdóttir, GSM: +354 690 2700

Page 17: Fullorðnir í skátastarfi

17Fullorðnir í skátastarfi

Virkjun fullorðinna í skátastarf Dæmi um verkefnalýsingu - Undirbúningur fyrir hátíðafund 22. febrúar

Markmið verkefnisins er að félagið haldi upp á 22. febrúar með glæsibrag en án mikils tilkostnaðar

Aðgerð Ábyrgð Lokið fyrir KostnaðurMönnun- Finna hátíðarstjóra Félagsforingi 31.des 0- Finna kynnir Hátíðarstjóri 10.jan 0- Velja ræðumann og fá samþykki hans Hátíðarstjóri 20.jan 0- Athuga hjá ræðumanni hvort allt sé í lagi Hátíðarstjóri 31.jan 0- Ákveða hver tekur myndir á fundinum Hátíðarstjóri 31.jan 0- Ákveða hver ber ábyrgð eldhúsi Hátíðarstjóri 31.jan 0- Ákveða hver tekur á móti bakkelsi Hátíðarstjóri 31.jan 0- Ákveða hverjir eru í heiðursverði (fánar) Hátíðarstjóri 31.jan 0- Ákveða hverjir sjá um frágang og tiltekt á sal Hátíðarstjóri 31.jan 0- Ákveða hverjir sjá um frágang á afgöngum og skreytingum í skátaheimili Hátíðarstjóri 31.jan 0Salur og veitingar- Fá sal Hátíðarstjóri 20.jan 30.000- Ákveða hvaða sveit kemur með kökur, upplýsa sveit og foreldra Hátíðarstjóri 8.feb 0- Ákveða hver gerir brauðtertur, innkaup og verkstýring Hátíðarstjóri 8.feb 0- Kanna birgðir og bæta á kakó, kaffi, djús, moli, mjólk, rjómi Hátíðarstjóri 8.feb 10.000- Skoða salinn Foringjaráð 20.feb 0- Skreyta salinn Foringjaráð 22.feb 5.000Dagskrárundirbúningur- Fá tilnefningu frá foringjaráði fyrir efnilegasta skátann og skáta ársins Foringjaráð 20.jan 0- Velja efnilegasta skátann og skáta ársins Stjórn 31.jan 0

- Hafa samstarf við Jón frá sveitarfélagi um verðlaun Félagsforingi 5.feb 0- Panta verðlaun og koma til áletrunar Félagsforingi 8.feb 15.000- Skrifa umsögn um efnilegasta skátann og skáta ársins og koma til bæjarstjóra og formanns tómstundaráðs Félagforingi 8.feb 0

- Útbúa glærur með söngvum, efnilegasta skátanum og skáta ársins ásamt myndum úr starfinu Skáti A 8.feb 0- Ákveða söngva fyrir dagskrána Varðeldastjóri 10.feb 0- Fá flokk A til að undirbúa og vera með skemmtiatriði Hátíðarstjóri 10.feb 0- Fá flokk B til að undirbúa og vera með skemmtiatiði Hátíðarstjóri 10.feb 0- Sækja verðlaun Félagsforingi 12.feb 5.000- Ákveða aldursviðurkenningar Stjórn 15.feb 0

Page 18: Fullorðnir í skátastarfi

18Fullorðnir í skátastarfi

Dæmi um endurskoðunEndurskoðun þarf að vera regluleg og uppbyggjandi. Hún á sér stað á milli hins fullorðna sjálfboðaliða og stjórnanda, eða hóps. Gott er að endurskoðunin fari fram að ákveðnum reynslutíma liðnum ef verkefnið er til lengri tíma, í lok verkefnis og með reglulegu millibili þess á milli ef þurfa þykir.

Meðal þeirra atriða sem endurskoðun getur almennt farið inn á er:

Hvernig líkar þér hjá okkur?• Vorum við nægilega skýr þegar við settum þig inn í verkefnið? »Er hópurinn viðráðanlegur? »Finnst þér hópurinn móttækilegur fyrir verkefninu? »Gerir hópurinn það sem ætlast er til af honum? »Er/var eitthvað sem við getum/gátum gert til að létta undir með »

þér?Fellur verkefnið vel að skátastarfinu? »Finnst þér eitthvað hafa breyst frá því að byrjað var á »

verkefninu?

Endurskoðun eftir ár og/eða í lok verkefnisins.

Endurskoðun sem á sér stað í lok verkefnis, eða þegar ákveðnum áfanga er náð getur síðan tekið til:

Nú er eitt ár liðið, við sömdum um að verkið yrði í eitt ár. Við • erum mjög ánægð með starf þitt, en viljum gjarnan fá að læra af reynslunni þinni með okkur og höfum því fáeinar spurningar.

Finnst þér að verkefnið eigi vel við það sem við erum að gera í » skátunum?

Hvernig fannst þér verkefnið koma út í heild sinni? »Er eitthvað sem mætti breyta? »Voru skátarnir áhugasamir? »Vantaði einhver tæki eða peninga? »Veitum við nægilegan stuðning? »Fylgdumst við nægilega vel með? »Væri betra ef til væri verkefnabók eða eitthvað lesefni? »Fannst þér þú vera ein/n af okkar hópi eða fannst þér þú vera »

útundan?Hvað finnst þér að við gætum gert betur til að halda hópnum »

saman?Að lokum þökkum við þér kærlega fyrir, við erum mjög ánægð •

með verkefnið sem þú stjórnaðir. Hér er smá umbun frá okkur í þakklætisskyni. • Værirðu til í að leyfa skátastarfinu að njóta starf þíns áfram?•