gaflari 4. tbl. 2014

8
„Ég vil endilega fá að þakka fyrir mig með tónlistinni“ Andrés Þór Gunnlaugsson var valinn listamaður Hafnararðar 2014. Hann er einn besti jazzgítarleikari landsins. Andrés fer yfir ferilinn og viðburðarríkt ár framundan í opnuviðtali Hvernig hefur bíllinn það? Opið: mánudaga til fimmtudaga kl. 8.00-18.00, föstudaga kl. 8.00-16.30 BJB | Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is Við hjá BJB erum sérfræðingar í dekkjum, pústi, smurningu og fleiru sem viðkemur reglubundnu viðhaldi bíla. Komdu með bílinn í BJB Hafnarfirði og þú færð góða þjónustu og vandaða vinnu. 2012 Tímapantanir í síma 565 1090 Save Water, Drink Beer HAFNARFIRÐI BOLTINN Í BEINNI! HAPPY HOUR 16.00 – 19.00 TILVALINN STAÐUR FYRIR EINKASAMKVÆMI Ertu í fasteigna- hugleiðingum? Bjóðum frítt söluverðmat. FJÖRÐUR Skapeningum ey í úekt sem skilar engu S s s 2 Vill verja hólminn fyrir árásum vargsins V f 2 Fleiri um hvern heimilislækni í Hafnarfirði en í Kópavogi F H 2 Kíkt í kaffi: Á facebook með enga lykla K m 7 Fréir Umræðan Tilveran Íþróir gaflari.is föstudagur 2. maí 2014 4. tbl. 1. árg.

Upload: gaflariis

Post on 31-Mar-2016

278 views

Category:

Documents


0 download

DESCRIPTION

Vikublaðið Gaflari sem kom út 2. maí 2014

TRANSCRIPT

Page 1: Gaflari 4. tbl. 2014

„Ég vil endilega fá að þakka fyrir mig með tónlistinni“

Andrés Þór Gunnlaugsson var valinn listamaður Hafnarfj arðar 2014. Hann er einn besti jazzgítarleikari landsins. Andrés fer yfi r ferilinn og viðburðarríkt ár

framundan í opnuviðtali

Hvernig hefur bíllinn það?

Opið: mánudaga til fimmtudaga kl. 8.00-18.00, föstudaga kl. 8.00-16.30

BJB | Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is

Við hjá BJB erum sérfræðingar í dekkjum, pústi, smurningu og fleiru sem viðkemur reglubundnu viðhaldi bíla. Komdu með bílinn í BJB Hafnarfirði og þú færð góða þjónustu og vandaða vinnu.

2012

Tímapantanir í síma

565 1090

Save Water, Drink Beer

HAFNARFIRÐI

BOLTINNÍ BEINNI!

HAPPY HOUR16.00 – 19.00

TILVALINN STAÐURFYRIR EINKASAMKVÆMI

Ertu í fasteigna-hugleiðingum?

Bjóðum frítt söluverðmat.

FJÖRÐUR

Skatt peningum eytt í útt ekt sem skilar enguSss2Vill verja hólminn fyrir árásum vargsinsVf2

Fleiri um hvern heimilislækni í Hafnarfi rði en í KópavogiFH2

Kíkt í kaffi : Á facebook með enga lyklaKm7

Frétt ir Umræðan Tilveran Íþrótt irgafl ari.is föstudagur 2. maí 2014 4. tbl. 1. árg.

Page 2: Gaflari 4. tbl. 2014

2 - gafl ari.is

FRÉTTIR Project Henrý er samfélags-

þjónustuverkefni sem snýst um að hlúa

að fuglinum á læknum í Hafnarfirði,”

segir lögreglumaðurinn Guðmundur

Fylkisson, sem fékk leyfi hjá Hafnar-

fjarðarbæ til að taka að sér í sjálfboða-

starfi að hlúa að fuglinum með því að

bæta aðstöðuna í þremur hólmum, en

starf þetta hóf hann í fyrra.

“Heiti verkefnisins, Project Henrý, er

þannig tilkomið að maður á Ísafirði,

Henrý Bæringsson, sendi bæjaryfir-

völdum þar erindi þar sem hann bauðst

til að taka í fóstur útivistarsvæði í ná-

grenni heimilis hans, og þannig kvikn-

aði hugmyndin hjá mér að því að gera

slíkt hið sama með hólmana á lækn-

um hér í Hafnarfirði. Mér þykir vænt

um þetta svæði, ég er fjögurra barna

faðir og hef margoft í gegnum árin

farið þangað með börnin og vil vernda

fuglalífið þar fyrir vargnum.”

Hugmyndin hjá Guðmundi er að verja

hólmana fyrir árásum vargsins með

því að setja niður staura, strengja band

á milli þeirra, því vargfuglinn kemur

úr loftinu, en endur og gæsir lenda á

læknum og ganga upp í hólmana. Sáð

hefur verið grasfræi, fjölærum blóm-

um, grænum matjurtum og runnum. Þá

hefur þurrhey verið sett í varphúsin.

Guðmundur segir að vel hafi gengið.

“Ég sendi erindi á Framkvæmdasvið

bæjarins og fékk leyfið, og í kjölfarið

leitaði ég til nokkurra aðila eftir styrk

vegna efniskaupa. Síðan byrjaði ég á

að fara út í hólmana á milli Hörðuvalla

og Austurgötu og hreinsaði og sáði

grasfræjum og setti áburð. Rak niður

staura og strengdi grænt girni á milli

til að mynda “loftvörn” og setti nýtt

hey í húsin. Girnið var að virka því máv-

urinn var ekki að setjast í hólmana, en

heyið féll í grýttan jarðveg því það leið

ekki nema dagur þá voru þær búnar að

moka því út úr húsunum. Þegar líða fór

að hausti fór ég í það að telja og voru

ungarnir sem halda til á læknum á bil-

inu 12-18 og voru þeir komnir það vel

á legg að þeir hafa átt möguleika á að

lifa af.”

Þar sem þetta tókst allt með með

ágætum hjá Guðmundi í fyrra leitaði

hann eftir því að fá áframhaldandi

leyfi til að sinna verkefninu, og fékk.

FRÉTTIR Sólvangur fær hvorki

auknar fjárveitingar til að ráða

fleira starfsfólk né hækka hlutfall

fagmenntaðra þrátt fyrir að ekki sé

hægt að tryggja öryggi þjónustunn-

ar samkvæmt mati Embættis land-

læknis.

„Hjúkrunarheimilið Sólvangur

fær sambærileg rekstrarframlög

og önnur hjúkrunarheimili og fær

því ekki auknar fjárveitingar um-

fram önnur hjúkrunarheimili til þess

að auka mönnun,“ segir Kristján Þór

Júlíusson, heilbrigðisráðherra.

Ráðherra segir að fjármögnun

hjúkrunarheimila sé nú til skoðunar

hjá Ríkisendurskoðun. „Meðal þess

sem skoðað verður er hvort rekstr-

arframlag ríkisins í formi daggjalda

nái að mæta hjúkrunarþyngd íbúa

og þörf þeirra fyrir þjónustu. Þar

verður einnig horft til þess að hvaða

leyti fjárframlög taka tillit til þátta

sem geta haft áhrif á rekstrarhag-

kvæmni, s.s. stærð heimila og stað-

setning, skipulag þeirra o.fl.“

Í skýrslu sem Embætti land-

læknis gerði fyrir heilbrigðisráðu-

neytið kemur m.a. fram að bæði

fjöldi hjúkrunarfræðinga og hlut-

fall faglærðs starfsfólks í heild sé

langt undir öryggismörkum. Þegar

heilbrigðisráðherra er spurður út

í það hvort ekki sé brýnt að bæta

þarna úr segir hann: „Embættið vís-

ar í ný og óbirt viðmið um mönnun

á hjúkrunarheimilum. Tekið skal

fram að um fagleg viðmið er að

ræða sem hafa hvorki lagalegt gildi

né fela í sér fyrirmæli. Tilgangur

viðmiðanna er að efla gæði þjón-

ustunnar á hjúkrunarheimilum

þannig að mönnun sé með þeim

hætti sem á hverjum tíma er unnt

að tryggja. Þess má að lokum geta

að velferðarráðuneytið á reglulega

samráðsfundi með stjórnendum

Sólvangs til að fylgjast með rekstri

heimilisins.

Tilgangslaus úttekt?

Tekur lækinn í fóstur -verndarengill unganna

Halldór Jóhann Sigfússon tekur við FH-liðinu ÍÞRÓTTIR Eins og fram hefur komið tekur Einar Andri Einars-son við þjálfun Aftureldingar fyrir næstkomandi tímabil í handboltanum og hættir þar með þjálfun hjá FH. Maðurinn sem tekur við keflinu af Einari Andra er norðan maðurinnn Hall-dór Jóhann Sigfússon. Halldór Jóhann ólst upp á Akureyri og spilaði með KA fyrri part ferils síns. Hann fór svo út í atvinnu-mennsku en spilaði síðast með Fram. Halldór Jóhann hefur þjálf-að kvennaliði Fram undarfarin tvö ár og stýrði því til sigurs á Íslandsmótinu í fyrra. Halldór Jóhann segir að nýja ver-kefnið leggist alveg gríðarlega vel í sig. „Þetta er mikil áskor-un fyrir mig þar sem FH er eitt stærsta félag á Íslandi. Að loknu móti fer svo í gang undirbún-ingsvinna fyrir næsta ár og ég er mjög spenntur að byrja þá vinnu.“ Það var vitað fyrir þó nokkru að Einar Andri ætlaði að hætta með FH-liðið. Þrátt fyrir það átti ráðning Halldórs Jóhanns sér ekki langan aðdraganda. „FH kom að máli við mig í vikunni fyr-ir páska og þegar við fórum að spjalla saman kom í ljós að hug-myndir okkar um liðið og upp-byggingu þess næstu árin voru mjög líkar“Áður var Halldór Jóhann í við-ræðum við ÍBV en þær gengu ekki upp vegna fjölskylduað-stæðna. „Einnig höfðu önnur lið haft samband en það fór ekki út í neinar viðræður“ segir Hall-dór Jóhann Sigfússon, nýráðinn þjálfari meistarflokks karla hjá FH í handbolta.

Útgefandi: Bæjarfréttir ehf. - Kt. 521113-0300 • Framkvæmdastjóri: Jökull Másson • Ritstjórn, og ábyrgðarmenn: Alda Áskelsdóttir, Erla Ragnarsdóttir, Helga Kristín Gilsdóttir &

Kári Freyr Þórðarson ([email protected]) • Umbrot & hönnun: Prentun.is • Prentun: Prentun.is - Bæjarhrauni 22 • Ljósmyndarar: Júlíus Andri Þórðarson & Vilhjálmur Valgeirs-

son • Upplag: 10.500 eintök • Auglýsingar: Ólafur Guðlalugsson, Júlíus Andri Þórðarsson & Tryggvi Rafnsson, sími: 544 2100, netfang: [email protected]

Page 3: Gaflari 4. tbl. 2014

gafl ari.is - 3

Kosningaskrifstofan

opnar 3. maíá Strandgötu 11 kl. 14.00

Við skilum árangri- Unnur Birna & Þórdís Dröfn spila ljúfa tóna

- Spjall við frambjóðendur

- Formaður VG mætir á staðinn

Grill og gleði

Page 4: Gaflari 4. tbl. 2014

4 - gafl ari.is

Við hittumst á athöfninni í Hafnar-

borg og ákváðum að tala saman. Upp-

götvuðum tveimur mínútum síðar að

við værum bæði í kapphlaupi við tím-

ann, ég að undirbúa tónlistarhátíðina

Heima og hann á leið til Þýskalands

um nóttina til að spila. Við urðum

því að hafa hraðar hendur og næstu

klukkutímar fara í að kynnast þess-

um hugheila tónlistarmanni sem allir

eru sammála um að eigi allt hið besta

skilið.

Blaðamaður hafði tekið eftir orðum

Andrésar í þakkarræðunni og hvern-

ig augu hans höfðu leitað strax eftir

gítarnum. Hann hafði líka ákveðið á

síðustu stundu að best væri að þakka

fyrir sig með því að taka lagið. Það

tjáningarform væri honum eðlislægt.

Hvaðan skyldi þessi mikla ástríða fyr-

ir gítarnum koma?

„Ég vildi endilega fá að þakka fyrir

mig með tónlistinni minni af því að ég

vissi að þar myndi þakklætið skila sér

best. Ég verð oft mjög stressaður að

þurfa að tala við stóran hóp af fólki

nema ég sé með gítarinn á mér eða

nálægt mér. Ég hugsa að ástríðan

komi frá því að vera búinn að fjárfesta

miklum tíma í að spila á hljóðfærið. Ég

er búinn að spila á gítar frá því ég var

tólf ára og á svona löngum tíma verð-

ur hljóðfærið og tónlistin stór partur

af sjálfsmyndinni.“

Gítar merktur AndrésiAf hverju varð gítar fyrir valinu á

sínum tíma? Lá það beinast við eða

átti eitthvað fleira hug þinn þegar þú

varst yngri?

„Ég hafði í raun ekki áhuga á mörgu

öðru þegar ég var gutti. Ég reyndi

eitthvað að vera í fótbolta en fann

mig ekki þar og síðan gaf frændi

minn, sem heitir líka Andrés, mér

gamlan nælonstrengja gítar sem var

með viðarplötu límda á hausinn sem á

stóð Andrés með svona brennipenna

eins og maður notar í smíðatímum í

grunnskóla. Það varð til þess að ég fór

að læra á gítar þannig að það mætti

segja að gítarinn hafi valið mig.“

Andrés er uppalinn í norðurbænum í

Hafnarfirði, á Breiðvangi. Hann hóf

skólagöngu sína í Engidalsskóla, en

fór síðan í 11 ára bekk í Víðistaða-

skóla. Andrés útskrifaðist sem stúd-

ent frá Flensborgarskólanum vorið

1994. Sem barn og unglingur stund-

aði hann gítarnám í Tónlistarskóla

Hafnarfjarðar og fór þaðan yfir í Tón-

listarskóla FÍH. Í dag kennir Andrés

í þessum tveimur tónlistarskólum,

auk þess að vera í allskonar lausa-

mennsku í hljóðfæraleik og spila með

jazzböndum sínum. „Mér hefur alltaf

liðið vel í Hafnarfirði og eftir nám

erlendis þá fluttum ég og konan mín,

Sigríður Dröfn Jónsdóttir, í Hafnar-

fjörð og við búum með börnunum

okkar fjórum í Firðinum í dag. Hér vilj-

um við ala þau upp.“

Engin sykurhúðuð gagnrýni Andrés hafði alltaf langað til að kom-

ast til útlanda og halda áfram að læra

að spila jazz. Eftir að hann útskrif-

aðist frá FÍH ákvað hann að grípa

tækifærið og fara til Hollands. Margir

af vinunum höfðu numið þar og líkað

vel. Hann hafði því heyrt að Holland

væri góður kostur, þar væru margir

góðir skólar og og frekar hagstæðir

fjárhagslega hvað varðar skólagjöld

og þess háttar. Andrés lærði í hinu

Konunglega Conservatory í Den Haag.

„Ég fór í inntökupróf á nokkra staði og

það var bara einhver góður andi sem

ég varð strax var við í Conservatory-

inu í Den Haag. Þegar ég fór í inntöku-

prófið hitti ég nokkra nemendur þar

og það tóku manni allir svo opnum

örmum og ekki skemmdi fyrir að einn

af kennurunum, sem varð síðar einn

af mínum aðalkennurum, virtist mjög

jákvæður og var brosmildur á meðan

ég spilaði í inntökuprófinu. Þá fór mér

GAFLARI VIKUNNAR

Andrés Þór Gunn-

laugsson gítarleik-

ari var valinn bæj-

arlistamaður ársins

2014 við hátíðlega

athöfn í Hafnarborg

síðasta vetrardag.

Andrés hefur lært á

gítar síðan hann var

12 ára gamall og hef-

ur sent frá sér þrjár

sólóplötur á sínum

ferli. Andrés er gaflari

vikunnar. Erla Ragnars-

dóttir ræddi við hann.

Page 5: Gaflari 4. tbl. 2014

gafl ari.is - 5

„Ég vil endilega fá að þakka fyrir mig með tónlistinni“

„Þá fór mér að líða meira eins og ég

væri að spila á tónleikum ekki í inn-

tökuprófi , sem geta oft verið mjög

þrúgandi og þær aðstæður eru ekki

beinlínis sniðnar að listsköpun.“

að líða meira eins og ég væri að spila

á tónleikum ekki í inntökuprófi, sem

geta oft verið mjög þrúgandi og þær

aðstæður eru ekki beinlínis sniðnar

að listsköpun. Eftir þessa ánægju-

legu upplifun komst ég svo inn í skól-

ann og ákvað að þetta væri staður

fyrir mig.“

Andrési líkaði mjög vel við sig í

Hollandi. Námið hentaði honum vel,

honum líkaði vel við kennarana og

kynntist líka mikið af góðu fólki,

sem var í námi á sama tíma og spilar

jafnvel með sumum þeirra við og við.

„Kennararnir sem ég var hjá voru allir

mjög uppbyggilegir, stundum mjög

ákveðnir í sinni gagnrýni og sögðu

alltaf allt hreint út og alls ekki sykur-

húðað. Mér fannst það á köflum

erfitt en það var alltaf góð eftirfylgni

með gagnrýninni og þegar maður

hafði náð tökum á því sem einhvern

tíman hafði verið gagnrýnt þá fékk

maður líka hrós fyrir árangurinn. Það

fannst mér mjög hressandi og góð

aðferð við kennslu.“

Mikill þróttur í íslenskri jazzsenuHvað með íslenskt tónlistarlíf? Er

jazzsenan hér á landi nógu krefjandi

og ögrandi fyrir ungan metnaðarfull-

an gítarleikara?

„Á Íslandi er jazzsenan frekar lítil en

í raun er hún á ótrúlega miklum gæð-

um miðað við smæð. Þar er líka mjög

mikill þróttur í mönnum að halda sen-

unni gangandi. Ég er svo heppinn að

ég hef fengið að spila með þeim bestu

hérna á Íslandi og er ofboðslega

þakklátur fyrir það og margir af þeim

kollegum mínum sem ég spila mest

með veita mér líka mikinn innblástur.

Svo hef ég líka reynt að vera duglegur

að fá til mín erlenda vini mína til að

spila með og oft á tíðum er það mjög

ögrandi og inspírerandi. Ég spila

víðsvegar um landið en kannski mest

á höfuðborgarsvæðinu, en ég hef

stundum sett upp tónleika í Hafnar-

firði og finnst alveg frábært að spila

hérna í Firðinum. Ég hélt til dæmis út-

gáfutónleika fyrir fyrstu sólóplötuna

mína, Nýr Dagur, í Hafnarborg fyrir

fullu húsi fyrir mörgum árum síðan.

Ég hef líka verið með tónleika í Gút-

tó og Bæjarbíó. Ég er mjög hrifin af

Bæjarbíói sem tónleikastað og myndi

vilja sjá oftar tónleika þar. Einhver af

fyrstu giggunum mínum voru í því

húsi, bæði tónleikar með mörgum

unglingahljómsveitum og svo var

ég líka að spila í uppsetningu á Gull-

drengjunum hjá Unglingaleikfélagi

Hafnarfjarðar fyrir langa löngu. Það

var mjög eftirminnileg upplifun.“

En hvað skyldi vera framundan hjá Andrési?„Ég er að gefa út plötu núna í byrjun

sumars með norrænum kvartett.

Þetta eru strákar sem eru búsett-

ir í Osló en þeir koma frá Svíþjóð,

Danmörku og Noregi. Ég ætla að fá

þá til Íslands í sumar og við ætlum

að spila víðsvegar um landið og ég

stefni að því að halda útgáfutónleik-

ana í Hafnarfirði. Ég spila einnig með

Hammond orgeltríói sem heitir ASA

Tríó og við erum líka að gefa út nýjan

disk í haust og ætlum í tónleikaferð

erlendis í október.

Síðan er ég að vinna í nótnabók með

lögum eftir mig sem hafa komið út á

hljómdiskum síðustu 10 ár þannig að

það verður í nógu að snúast á þessu

ári auk þess sem ég er byrjaður

að undirbúa ýmislegt sem ég ætla

að koma í verk á næsta ári en það

kannski ekki tímabært að segja frá

því,“ segir Andrés leyndardómsfull-

ur á svip. „ Útnefningin sem ég fékk

í dag frá Hafnarfjarðarbæ skiptir

mig gríðarlega miklu máli og er mér

mikil hvatning í þeim verkefnum sem

framundan eru. Hún á eftir að hjálpa

mér við að láta drauma mína rætast.“

Page 6: Gaflari 4. tbl. 2014

6 - gafl ari.is

Auglýsingasími Gaflara544 2100

[email protected]

TILVERAN

Menntun? Nemi í sálfræði við Há-skóla Íslands.

Starf? Háskólanemi og móðir.

Hvaða bók er á náttborðinu? The Wisdom of Psychopaths hefur legið á náttborðinu í margar vikur. Það er þó lítill tími fyrir annað en náms-bækurnar þessa dagana svo hún verður að bíða til betri tíma.

Eftirlætis kvikmyndin? A Beauti-ful Mind hefur lengi verið eftirlætis myndin mín en síðan horfi ég alltaf á The Holiday og Die Hard á jólunum.

Play-listinn í ræktinni? Ég hef ekki hreyft mig almennilega síð-an í íþróttum í framhaldsskóla en ég hlusta mikið á Bjögga Halldórs og fleiri góða þegar ég kíki út í göngutúr eða elda kvöldmatinn.

Fallegasti staðurinn í Hafnarfirði?

KÍKT Í KAFFI Í tilefni þess að bæjarstjórn-arkosningar eru á næsta leiti kíkir Gafl-arinn að þessu sinni í kaffi til Áslaugar Maríu Jóhannsdóttur, betri helmings Ágústs Bjarna Garðarssonar, oddvita Framsóknar-flokksins.

Erum oft sammála um að vera ósammála

Hollráð SteinarsNú er sumarið formlega kom-

ið og merkilegt er að sjá hvað

brúnin léttist. Steinar Björg-

vinsson, framkvæmdastjóri

Skógræktarfélags Hafnar-

fjarðar, gefur lesendum Gafl-

arans góð ráð fyrir garðinn.

Skipting fjölærra jurta Nú er

tímabært að skipta fjölærum

garðblómum eins og alpaþyrni,

hjartablómi, hjartarfífil, lyklum,

musterisblómi, riddaraspora,

silfursóley, venusvagni og

mörgum fleiri tegundum. Einnig

má skipta fjölærum mat og

kryddjurtum eins og graslauk,

piparmintu, rabbarbara og

skessujurt. Við skiptum plönt-

um til að fjölga þeim en einnig

til að minnka plöntur og fríska

upp á þær. Einnig getum við

notað tækifærið núna til að

flytja plöntur.

Við stingum plönturnar varlega

upp með beittri stunguskóflu

þannig að góður hnaus fylgi með.

Svo stingum við hnausin í sundur

í hæfilega stóra bita. Rót og brum

verða að fylgja hverjum bita. Við

endurgróðursetjum álíka djúpt

og áður og vökvum vel.

Sáning gulróta og salatsÓhætt er að sá út gulrótum og

blaðsalati núna. Mikilvægt er

að velja skjólgóðan og sólríkan

vaxtarstað. Blandið gömlum

búfjáráburði eða moltu saman

við moldina. Stingið vel saman.

Myljið alla köggla.Við sáum í

raðir með um 20 cm millibili.

Við setjum fræið aðeins nokkra

mm undir jarðvegsyfirborðið.

Vökvið varlega. Eftir sáningu

breiðum við akrýldúk yfir.

Einnig má sá spínati, klettasal-

ati og fleiri matjurtum á sama

hátt. Sjá nánar á gaflari.is.ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR

ÚTFARARSTOFA ÍSLANDSðurh 5, Rv 5 1 00 t n

Sverrir Einarsson

Kristín Ingólfsdóttir

HinrikValsson

Hraunið í kringum Víðistaðatún þykir mér ákaflega fallegt en þar lék ég mér gjarnan sem barn. Einnig er ofboðslega gaman að ganga í kringum Hvaleyrarvatn á sumrin, þar er alltaf jafn notalegt að vera.

Eftirlætis maturinn? Rjúpan hans pabba á jólunum er alltaf í uppá-haldi og lasagna hjá tengdó.

Eftirlætis húsverkið? Mér þykir nú ekkert húsverk skemmtilegt en ætli það sé ekki minnst leiðinlegt að strauja.

Ertu í einhverskonar félagi eða félagsskap? Ég er félagsmaður Geðhjálpar.

Hver eru helstu áhugamál þín? Mér þykir ótrúlega gaman að ferð-ast innanalands og þá sérstaklega að keyra vestur á Ísafjörð í heim-sókn til fjölskyldu Ágústar eða á

Blönduós til fjölskyldu minnar.

Hvað gefur lífinu gildi? Fólkið í kringum mann gefur lífinu gildi, fjöl-skyldan og vinir. Það er ómetanlegt að eiga góða að.

Hvað var það sem heillaði þig við Ágúst Bjarna? Það heillaði mig strax hversu mikið sjálfstraust hann hefur, hvað hann er kurteis og almennilegur og vill allt fyrir alla gera. Síðan er hann líka svo ótrúlega myndarlegur!

Hvernig kynntust þið? Eins róm-antískt og það hljómar, þá byrjuðum við að spjalla saman á Facebook eins og svo margt ungt fólk í dag. En við höfðum þó vitað af hvort öðru í einhvern tíma enda bæði Hafn-firðingar og úr sama skóla.

Helsti kostur Ágústs Bjarna? Hann er frábær kokkur og dásamlegur faðir.

Helsti galli Ágústs Bjarna? Hann er ekki nógu duglegur að ganga frá eftir sig heima.

Deilið þið sömu stjórnmála-skoðun? Við erum oft á sömu skoðun um hin ýmsu mál en verðum þó oft að vera sammála um að vera ósammála.

Hvernig hljómar síðasta sms-ið sem þú fékkst frá Ágústi Bjarna? Ég gleymdi húslyklum!

Page 7: Gaflari 4. tbl. 2014

gafl ari.is - 7

HREINSUNAR

5. og 6. maíDAGAR

Hafnarfjarðarbær hvetur Hafnfirðinga til að hreinsa lóðir sínar og garða á árlegum hreinsunardögum bæjarins. Jafnframt eru íbúar hvattir til að hreinsa nærumhverfi sitt í leiðinni. Hjálpumst að við að halda bænum okkar hreinum.

Starfsmenn þjónustumiðstöðvar Hafnarfjarðar fara um bæinn á meðan á hreinsunardögum stendur og fjarlægja garðaúrgang sem

settur hefur verið út fyrir lóðamörk. Vinsamlegast athugið að setja ekki of mikið í pokana svo þeir verði hvorki of þungir eða geti rifnað.

Að hreinsunardögunum loknum er hægt að fara með garðaúrgang til endurvinnslustöðva SORPU og Gámaþjónustunnar.

Nánari upplýsingar eru á www.hafnarfjordur.is.

FALLEGUR BÆR ER OKKUR KÆR!

GRÆNUPPLAGT!

Page 8: Gaflari 4. tbl. 2014

8 - gafl ari.is

Katrín Ósk Ásgeirsdóttir ræðumeistari

Katrín Ósk Ásgeirsdótt ir er oddviti nem-

endafélags Flensborgarskólans. Hún

lætur sér það ekki nægja því hún er líka í

ræðuliði skólans sem gerði sér lítið fyrir

og sigraði MORFÍS, ræðukeppni fram-

haldsskólanna, fyrr í mánuðinum í fyrsta

skipti í sögu skólans. Á úrslitakvöldinu

var Katrín valin ræðumaður kvöldsins og

einnig ræðumaður Íslands en það í annað

skipti í sögu keppninnar sem kona hlýtur

þann titil. Katrín fékk fl est stig sem gefi n

hafa verið ræðumanni kvöldsins frá upp-

hafi keppninnar.

Katrín er afar metnað-

argjörn og klárar með

glæsibrag öll þau verk-

efni sem hún tekur að

sér. Hún er opin, kát og lífsglöð með ríka

rétt lætiskennd en svo getur hún líka ver-

ið lítil í sér og varkár þess á milli. Stundum

tekur hún of mikið að sér en þá bjargar

þolinmæðin og þrjóskan henni alveg.

Sigurlaug Anna Jóhannsdótt ir,

móðir Katrínar

Katrín er frábær í

öllu sem hún tekur

sér fyrir hendur, ég er

ótrúlega stolt af öllu

sem hún hefur afrekað og veit að hún er

rétt að byrja. Hún er frábær fyrirmynd

og er sannur vinur vina sinna. Katrín er

mjög ákveðin og hreinskilin en líka mjög

skemmtileg og fyndin. Hún er algjör snill-

ingur og á svo sannarlega framtíðina fyrir

sér.

Arna Sirrý Benediktsdótt ir,

vinkona Katrínar

Arna Steinsen, fram-haldsskólakennariHelgin hefst á að við

fjölskyldan búum okkur til pítsu,

alltaf jafn gaman að kjafta saman

og ræða allt og ekkert á meðan og

ekki er verra að fá sér eitt hvítvíns-

glas með. Á föstudagskvöldum

skjótumst við gjarnan í Vesturbæj-

arís, sem er besti ísinn í bænum.

Síðan er það ræktin eldsnemma

á laugardagsmorgni. Svo tekur

við óvissuferð hjá mér með Old

girls KR en við erum 20 hressar

fótboltakerlingar sem ætlum að

skemmta okkur saman í sólarhring.

Sunnudagurinn er rólegur og gott

að slaka á fyrir komandi viku.

Sturla Egilsson, húsa-smiður og kærleiks-björn Helgin mín byrjar

um sexleytið á föstudag.

Þá er ekki annað hægt en að henda

borgurum á grillið og jafnvel einn kald-

ur með svo það kvikni nú örugglega á

því. Laugardagurinn byrjar á því að

ég ásamt nokkrum félögum úr hjól-

reiðafélaginu Bjarti tökum smá hring

um höfuðborgarsvæðið. Seinnipart

laugardagsins er planaður smá hitting-

ur hjá okkur Bjartsfélögum. Sunnu-

dagurinn verður sultuslakur, sundferð

með fjölskyldunni eða jafnvel hjólatúr.

Svo verður sunnudagsmaturinn gerð-

ur klár og honum gúffað í sig. Ekkert

víst að þetta klikki!

STENDUR UPP ÚR

Helgin mín 2.-4.maí