gildispósturinn 2013-1_janúar

4
Fréttabréf St. Georgsgildisins í Hafnarfirði 1. tbl. janúar 2013 20. árg. Leikhúsferð – Hjartaspaðar Gaflaraleikhúsið sunnudaginn 10. febrúar kl. 20 Nú er komið að menningarferð, kaffi og góðu spjalli. Gaflaraleikhúsið sýnir nú Hjartaspaða, leikrit sem hefur fengið frábæra dóma. St. Georgsgildið í Hafnarfirði býður upp á ferð í leikhúsið við Víkingastræti, kaffi á eftir og spjall við leikara/ leikstjóra – allt fyrir aðeins 2.800 kr. á mann. Bregðast þarf skjótt við að panta miða hjá Guðna, s. 896 4613 eða Kristjönu s. 699 8191 ekki síðar en föstudaginn 1. febrúar nk. Grímur og Hannes hafa verið félagar á dvalar- heimilinu um nokkra hríð og dagleg rútína þeirra er fyrir löngu komin í fastar skorður. Þegar Gréta flytur inn umturnast líf þeirra og fyrr en varir hefjast óborganleg uppátæki til að lífga upp á tilveruna og drepa leiðindin. Öllum brögðum er beitt, löglegum sem ólöglegum. Drephlægileg uppátæki gamalmennanna á dvalarheimilinu Graf- arbakka sanna að lífið er ekki búið eftir áttrætt. Leikstjóri sýningarinnar er Ágústa Skúladóttir sem hefur sett mark sitt á íslenskt leikhúslíf með uppsetningum sínum á barnasýningunum Klauf- um og kóngsdætrum og Bólu Hjálmari og Dýr- unum í Hálsaskógi, óperunni Töfraflautunni eftir Mozart sem var opnunarsýning Íslensku Óper- unnar í Hörpu og hinnar óviðjafnalegu fjölskyldu- sýningu Ævintýri Múnkhásens sem er fyrsta verkið sem Gaflaraleikhúsið frumsýndi. Hún hefur í liði með sér ungu leikarana Aldísi Davíðs- dóttur, Orra Huginn Ágústsson og Stefán Benedikt Vilhelmsson. Saman hafa þau skapað ákaflega sjónræna sýningu þar sem grímuleikur og hreyfingar miðla sögunni en ekki töluð orð. Þetta er draumkenndur óður til elliáranna, fullur af töfrum og ólíkindahætti sem allir geta notið, óháð tungumáli, heyrnartækj- um og göngugrindum.

Upload: gudni-gislason

Post on 09-Mar-2016

225 views

Category:

Documents


3 download

DESCRIPTION

fréttabréf St. Georgsgildisins í Hafnarfirði

TRANSCRIPT

Page 1: Gildispósturinn 2013-1_janúar

Fréttabréf St. Georgsgildisins í Hafnarfirði1. tbl. janúar 2013 20. árg.

Leikhúsferð – Hjartaspaðar Gaflaraleikhúsið sunnudaginn 10. febrúar kl. 20

Nú er komið að menningarferð, kaffi og góðu spjalli. Gaflaraleikhúsið sýnir nú Hjartaspaða, leikrit sem hefur fengið frábæra dóma. St. Georgsgildið í Hafnarfirði býður upp á ferð í leikhúsið við Víkingastræti, kaffi á eftir og spjall við leikara/leikstjóra – allt fyrir aðeins 2.800 kr. á mann.

Bregðast þarf skjótt við að panta miða hjá Guðna, s. 896 4613 eða Kristjönu s. 699 8191 ekki síðar en föstudaginn 1. febrúar nk.

Grímur og Hannes hafa verið félagar á dvalar­heimilinu um nokkra hríð og dagleg rútína þeirra er fyrir löngu komin í fastar skorður. Þegar Gréta flytur inn umturnast líf þeirra og fyrr en varir hefjast óborganleg uppátæki til að lífga upp á tilveruna og drepa leiðindin. Öllum brögðum er beitt, löglegum sem ólöglegum. Drephlægileg uppá tæki gamalmennanna á dvalarheimilinu Graf­ar bakka sanna að lífið er ekki búið eftir áttrætt.

Leikstjóri sýningarinnar er Ágústa Skúladóttir sem hefur sett mark sitt á íslenskt leikhúslíf með uppsetningum sínum á barnasýningunum Klauf­um og kóngsdætrum og Bólu Hjálmari og Dýr­unum í Hálsaskógi, óperunni Töfraflautunni eftir Mozart sem var opnunarsýning Íslensku Óper­unnar í Hörpu og hinnar óviðjafnalegu fjöl skyldu­sýningu Ævintýri Múnkhásens sem er fyrsta verkið sem Gaflaraleikhúsið frumsýndi. Hún hef ur í liði með sér ungu leikarana Aldísi Davíðs­dóttur, Orra Huginn Ágústsson og Stefán Benedikt Vilhelmsson.

Saman hafa þau skapað ákaflega sjónræna sýningu þar sem grímuleikur og hreyfingar miðla sögunni en ekki töluð orð. Þetta er draumkenndur óður til elliáranna, fullur af töfrum og ólíkindahætti sem allir geta notið, óháð tungumáli, heyrna rtækj­um og göngugrindum.

Page 2: Gildispósturinn 2013-1_janúar

Stofnun nýs gildisUndir búningur að stofnun á nýju skáta­

gildi í Hafnarfirði er í fullum gangi og á næstunni verður boðið til kynningar­fundar og stofnfundar í beinu framhaldi af því. Spennandi verður að fylgjast með framgangi mála og vonandi verður stofn­un gildisins til að efla eldriskátastarf í bænum og með góðu samstarfi munu bæði gildin njóta góðs af.

Skátagildin í Hafnarfirði

Stjórn SGH hefur ákveðið að fresta stofnun Skátagildanna í Hafnarfirði til vors og gera það í nánu samstarfi við nýja gildið.

Vel heppnaður fundur með

KópavogsgildinuÁgæt mæting var í Skátalundi þegar

félagar úr Kópavogsgildinu komu í heim­sókn. Ármann Höskuldsson, eldfjalla­fræðingur og félagi í Hjálparsveit skáta í Garðabæ hélt mjög áhugaverðan fyrirlestur um eldvirkni á Reykjanes­svæðinu og sagði hvar mestu líkur væru á gosi. Fyrirlesturinn fékk mjög góðar við tökur og vakti fjölmargar spurningar.

Á fundinum var sungið að venju og kaffihlaðborðið sveik ekki frekar en fyrri daginn. Vel heppnaður og ánægjulegur fundur.

Góður tæknifundur en

skelfileg mæting

Þeir örfáu gildisfélagar sem mættu á gildisfundinn 22. nóvember sl. nutu góðs af fróðleik um tæknina sem notuð er í samskiptum í dag, snjallsímana, Facebook og Skype símaforritið. Eftir mikinn undir­búninginn og aðfengna aðstoð voru það mikil vonbrigði hversu fáir komu, ekki síst eftir álíka lélega mætingu á hug­myndafundinn í október.

Útg

efan

di: S

t. G

eorg

sgild

ið í

Haf

narfi

rði •

Um

sjón

og

ábm

.: G

uðni

Gís

laso

n, g

udni

@hh

us.is

• U

mbr

ot o

g pr

entu

n: H

önnu

narh

úsið

ehf

.

Page 3: Gildispósturinn 2013-1_janúar

Útg

efan

di: S

t. G

eorg

sgild

ið í

Haf

narfi

rði •

Um

sjón

og

ábm

.: G

uðni

Gís

laso

n, g

udni

@hh

us.is

• U

mbr

ot o

g pr

entu

n: H

önnu

narh

úsið

ehf

.

Jólasveinninn sveik ekki

Skátalundur var skreyttur og skartaði sínu fínasta og veðrið lék við skátana og gesti á árlegri jólahátíð í Skátalundi 9. des ember sl. Jólasöngvar hljómuðu í skál­anum, jólasaga var lesin og allir hlýddu á jólaguðspjallið. Friðarljósið var kynnt og svo gæddu gestir sér á góðgæti af köku­borðinu og fengu með gómsætt súkkulaði með þeyttum rjóma. Gestir voru margir og á öllum aldri, börn, barnabörn og barnabarnabörn og fleiri gestir.

Í lokin var kveikt bál og gengið í kringum það og sungið og áður en varði

birtist rauðklæddur náungi sem börnin hópuðust að. Skemmti hann börnum og fullorðnum og opnaði að lokum poka sinn og allir héldu glaðir heim.

50 ára afmæli gildisinsMiðvikudaginn 22. maí 1963 var St. Georgsgildið í Hafnarfirði stofnað. Þá komu eldri skátar

búsettir í Hafnarfirði saman í Hraunbyrgi, félagsheimili Hraunbúa. Tilgangur fundarins var að stofna St. Georgsgildi, samtök eldri skáta í Hafnarfirði. Tveimur kunnu skátaforingjum í Reykjavík hafði verið boðið á fundinn. Það voru þeir Hans Jörgenson skólastjóri og Frank Michelsen úrsmiður. Hans hafði framsögu á fundinum og gerði grein fyrir starfsgrundvelli St. Georgsskáta. Þegar hann hafði lokið máli sínu, var samþykkt að stofna St. Georgsgildið í Hafnarfirði. Síðan fóru allir fundarmenn með heiti St. Georgsskáta og rituðu nöfn sín í fundargerðarbók því til staðfestingar. Stofnfélagar voru 41.

Page 4: Gildispósturinn 2013-1_janúar

Fram

unda

n • 10. febrúar kl. 20 Gaflaraleikhúsið – Hjartaspaðar• 21. febrúar kl. 20 Kvöldvaka með Hraunbúum í Hraunbyrgi• 28. febrúar kl. 20 Aðalfundur í Hraunbyrgi• 13. mars kl. 20 Fundur með Kópavogsgildinu í Skátaheimili Kópa.• 15.­17. mars Skátaþing í Víðistaðaskóla – Aðstoð vel þegin.

Fylgist með á http://stgildi.hraunbuar.is

<<Nafn>> <<Maki>><<Heimili>> <<Postfang>>

Aðalfundur 28. febrúar

St. Georgsgildið í HafnarfirðiStofnað 22. maí 1963

Tilbakasendist á: Hönnunarhúsið ehf., Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði

Aðalfundur St. Georgsgildisins í Hafnarfirði verður haldinn í Hraunbyrgi fimmtudaginn 28. febrúar kl. 20. Á dagskrá verða aðal­fundarstörf skv. samþykktum félagsins.

Kjörtímabili gildismeistara, aðstoðargildis­meist ara og ritara er lokið og beggja vara­manna en kjörtímabil þeirra og gildismeistara er eitt ár en tvö hjá öðrum stjórnarmeðlimum. Tilnefningar berist gjarnan til Hreiðars Sigur­

jónssonar formanns uppstillinganefndar. Guðni, Edda Magndís, Kristjana, Sigurður Baldvinsson og Ægir gefa öll kost á sér til áframhaldandi starfa.

Kynntar verða tillögur til lagabreytinga sem verða sendar út sérstaklega fyrir fundinn.

Á fundinum verður kynntar tillögur um stofnun regnhlífarsamtakanna Skátagildin í Hafnarfirði.