gildisposturinn 2015 febrúar - 1. tbl. 22. árg

4
Fréttabréf St. Georgsgildisins í Hafnarfirði 1. tbl. Febrúar 2015 22. árg. Aðalfundur Fimmtudaginn 5. mars kl. 20 í Hraunbyrgi Boðað er til aðalfundar í St. Georgsgildinu í Hafnarfirði í Hraunbyrgi fimmtudaginn 5. mars nk. kl. 20. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Sólmyrkvi Gunnlaugur Björnsson stjörnufræðingur verður gestur fundarins og segir okkur frá sólmyrkvanum sem verður 20. mars. Þetta er mesti myrkvi sem sést hefur frá Íslandi frá almyrkvanum 30. júní 1954. Ekki missa af honum því næsti almyrkvi sem sést í Evrópu verður ekki fyrr en árið 2026. Gunnlaugur er skáti og á margar góðar minningar frá Vormótum í Krýsuvík! Látið gjarnan vita um mætingu því auðvitað verður eitthvað góðgæti með kaffinu í boði. Guðni í s. 896 4613 eða Kristjana í s. 699 8191. Mynd: Stjörnufræðivefurinn/Hermann Hafsteinsson Ferill sólmyrkvans 20. mars 2015

Upload: gudni-gislason

Post on 08-Apr-2016

237 views

Category:

Documents


6 download

DESCRIPTION

Gildisposturinn 2015 febrúar - 1. tbl. 22. árg. Málgagn St. Georgsgildisins í Hafnarfirði félag eldri skáta - skátagildi

TRANSCRIPT

Page 1: Gildisposturinn 2015 febrúar - 1. tbl. 22. árg

Fréttabréf St. Georgsgildisins í Hafnarfirði1. tbl. Febrúar 2015 22. árg.

Aðalfundur Fimmtudaginn 5. mars kl. 20 í Hraunbyrgi

Boðað er til aðalfundar í St. Georgsgildinu í Hafnarfirði í Hraunbyrgi fimmtudaginn 5. mars nk. kl. 20. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.

Sólmyrkvi Gunnlaugur Björnsson stjörnufræðingur verður gestur fundarins og segir okkur frá sólmyrkvanum sem verður 20. mars. Þetta er mesti myrkvi sem sést hefur frá

Íslandi frá almyrkvanum 30. júní 1954. Ekki missa af honum því næsti almyrkvi sem sést í Evrópu

verður ekki fyrr en árið 2026.Gunnlaugur er skáti og á margar góðar minningar frá Vormótum í Krýsuvík!

Látið gjarnan vita um mætingu því auðvitað verður eitthvað góðgæti með kaffinu í boði.

Guðni í s. 896 4613 eða Kristjana í s. 699 8191.

Myn

d: S

tjörn

ufræ

ðive

furin

n/H

erm

ann

Haf

stei

nsso

n

Ferill sólmyrkvans 20. mars 2015

Page 2: Gildisposturinn 2015 febrúar - 1. tbl. 22. árg

Útg

efan

di: S

t. G

eorg

sgild

ið í

Haf

narfi

rði •

Um

sjón

og

ábm

.: G

uðni

Gís

laso

n, g

udni

@hh

us.is

• U

mbr

ot o

g pr

entu

n: H

önnu

narh

úsið

ehf

.

Páll Hreinn Pálsson er farinn heim

Félagi okkar, Páll Hreinn Pálsson er látinn. Hann var fæddur 3. júní 1932 og lést 16. febrúar 2015. Eiginkona hans var Margrét Sighvatsdóttir sem einnig var gildisfél-agi en hún lést árið 2012. Er fjölskyldu Páls vottuð samúð gildisfélaga.

90 ára afmæli HraunbúaSkátafélagið Hraunbúar fagnaði 90

ára afmæli sínu 22. febrúar sl. Fjöl­margir samfögnuðu með Hraunbúum á ánægjulegri afmælishátíð. Okkar félagar setti upp glæsilega sýningu í minjaherberginu og sýndar voru kvikmyndir frá Eiríki Jóhannessyni.

Skátagildin í Hafnarfirði, Skáta­kórinn og Hraunbúasjóðurinn sam­einuð ust um gjöf til félagsins, nýjan fu llkominn ljósabúnað í salinn. Veitt voru fjögur heiðursmerki og félagi

okkar Kristjana Þórdís Ás geirsdóttir fékk bronsmerki Hraunbúa fyrir mikið starf fyrir félagið. Bæjarstjóri og forseti Íslands ásamt skátahöfðingja fögnuðu með Hraunbúum.

Page 3: Gildisposturinn 2015 febrúar - 1. tbl. 22. árg

Góður hugur er í skálanefndinni sem hittist í skálanum flesta sunnudag um kl. 10. Þangað eru að sjálfsögðu allir gildisfélagar velkomnir, þó ekki væri nema til að fá sér kaffisopa.

OFNINN ENDURNÝJAÐUREftir að hafa sl. sumar skipt um búnað

sem sjálfvirkt stýrir loftflæði í ofninum í Skátalundi var ofninn nýlega yfirfarinn af skálanefnd. Skipt var um pakkningar, skipt út loftrist og allir steinar í honum endurnýjaðir. Er hann nú í sínu besta formi og á að geta yljað okkur um langan tíma. Mikilvægt er að brenna aðeins viði í ofninum en ekki má brenna neinum plastefnum eða öðrum efnum sem gefa frá sér eiturefni við bruna. Leiðbeiningar um notkun ofnsins verða bráðlega útbúnar.

SÍÐASTA KOJAN TEKIN NIÐURSkálanefndin tók niður síðustu kojuna í

skálanum og bráðlega verður ísskápurinn

fluttur þar sem hún var og fyrirhugað er að setja þar skápa.

ÚTLEIGA Á SKÁLANUMSkálinn er leigður út til góðra aðila sem

fyrr. Heils dags leiga kostar 30.000 kr. en hálfs dags leiga kostar 20.000 kr. Gildisfélagar geta sem fyrr fengið skálann fyrir sig á 5.000 kr. Sú upphæð á þó ekki við ef leigt er fyrir stærri atburði eins og ættarmót eða ef leigt er fyrir vinnustaði eða slíkt.

Útg

efan

di: S

t. G

eorg

sgild

ið í

Haf

narfi

rði •

Um

sjón

og

ábm

.: G

uðni

Gís

laso

n, g

udni

@hh

us.is

• U

mbr

ot o

g pr

entu

n: H

önnu

narh

úsið

ehf

.

1963 - 2013

Skátalundur

Page 4: Gildisposturinn 2015 febrúar - 1. tbl. 22. árg

<<Nafn>> <<Maki>><<Heimili>> <<Postfang>>

Starfsáætlun

St. Georgsgildið í HafnarfirðiStofnað 22. maí 1963

Tilbakasendist á: Hönnunarhúsið ehf., Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði

Fimmtudagur 5. mars 2015 kl. 20 í Hraunbyrgi: Aðalfundur - Sólmyrkvi

í kjöri eru: Gildismeistari til eins árs Varagildismeistari til tveggja ára Ritari til tveggja ára Tveir varamenn til eins árs Auk þess nefndarmenn og formenn nefnda og skoðunarmenn reikninga.

Mars: Gildisfundur

Apríl Gildisfundur

Laugardagur 9. maí 2015, Reykjanesbær: Þing Skátagildanna á Íslandi

http://stgildi.hraunbuar.is