gildispósturinn maí 2013 - 3. tbl. 20. árg

4
Fréttabréf St. Georgsgildisins í Hafnarfirði 3. tbl. maí 2013 20. árg. Vorverkin í Skátalundi Fimmtudaginn 23. maí kl. 17.30 Á fimmtudaginn, 23. maí kl. 17.30 ætlum við að hittast í Skátalundi, taka til og þrífa. Auðvitað verður tækifæri til að spjalla og njóta samverunnar og því eru allir velkomnir hvort sem þeir treysta sér í hreingerningar eða ekki. Við verðum með pylsur til að setja á grillið og að sjálfsögðu verður heitt á könnunni og engum verður bannað að koma með eitthvað á kaffiborðið. Þetta er árlegur viðburður og fólki gefst tækifæri til að kíkja í skóginn sem var grisjaður fyrir skömmu. Gildisfundur 30. maí kl. 20 í Skátalundi - þema: Umhverfismál Reglulegur fundur verður í Skátalundi fimmtudaginn 30. maí kl. 20. Þema fundarins er umhverfismál en fyrirlesarinn fær frjálsar hendur um innihald fyrirlesturs en hann mun tengjast nærumhverfi okkar. Kaffi og meðlæti í boði og að sjálfsögðu verður sungið og spjallað. Takið gjarnan með ykkur gesti.

Upload: gudni-gislason

Post on 07-Mar-2016

231 views

Category:

Documents


5 download

DESCRIPTION

Málgagn St. Georgsgildisins í Hafnarfirði

TRANSCRIPT

Page 1: Gildispósturinn maí 2013 - 3. tbl. 20. árg

Fréttabréf St. Georgsgildisins í Hafnarfirði3. tbl. maí 2013 20. árg.

Vorverkin í Skátalundi Fimmtudaginn 23. maí kl. 17.30

Á fimmtudaginn, 23. maí kl. 17.30 ætlum við að hittast í Skátalundi, taka til og þrífa. Auðvitað verður tækifæri til að spjalla og njóta samverunnar og því eru allir velkomnir hvort sem þeir treysta sér í hreingerningar eða ekki. Við verðum með pylsur til að setja á grillið og að sjálfsögðu verður heitt á könnunni og engum verður bannað að koma með eitthvað á kaffiborðið.

Þetta er árlegur viðburður og fólki gefst tækifæri til að kíkja í skóginn sem var grisjaður fyrir skömmu.

Gildisfundur 30. maí kl. 20 í Skátalundi - þema: Umhverfismál

Reglulegur fundur verður í Skátalundi fimmtudaginn 30. maí kl. 20. Þema fundarins er umhverfismál en fyrirlesarinn fær frjálsar hendur um

innihald fyrirlesturs en hann mun tengjast nærumhverfi okkar. Kaffi og meðlæti í boði og að sjálfsögðu verður sungið og spjallað.

Takið gjarnan með ykkur gesti.

Page 2: Gildispósturinn maí 2013 - 3. tbl. 20. árg

Á ánægjulegum aðalfundi gildisins í kvöld var Guðni Gíslason endurkjörinn gildismeistari, Edda M. Halldórsdóttir var endurkjörin varagildismeistari og Kristjana Þórdís Ásgeirsdóttir var endur­kjörinn ritari. Þá voru báðir varamennirnir, Edda M. Hjaltested og Sigurður Bald­vinsson endurkjörnir. Fyrir voru í stjórn Pétrún Pétursdóttir gjaldkeri, og Ægir Ellertsson meðstjórnandi.

Gildismeistari minntist þriggja lát inna félaga, kveikti á kertum fyrir hvern þeirra og tileinkaði hverjum þeirra eina hvíta rós.

Í ítarlegri skýrslu, sem finna má á heima síðu gildisins, var farið yfir fjöl­breytt starfið á árinu. Gjaldkeri kynnti reikn inga sem sýndi jákvæðan rekstur enda voru þeir samþykktir einróma.

Gildismeistari kynnti lagabreytinga­tillögur laganefndar og vou þær allar samþykktar einróma, ein þó með breyt­ingum. Voru þetta ýmsar lagfær ingar eins og kynnt var í síðasta Gildis pósti. Uppfærð lögin má sjá á heima síðunni.

Kosið var í nefndir og formenn kjörn ir: Skálanefnd:• Ólafur Guðmundsson, formaður• Hreiðar Sigurjónsson• Albert J. Kristinsson• Ragnar Sigurðsson• Sigurður Baldvinsson• Ægir Ellertsson

Minjanefnd gildisins og Hraunbúa• Ólafur Proppé, fulltrúi gildisins• Sigurður Baldvinsson, fulltrúi

gildisins• Jóna Bríet Guðjónsdóttir fulltrú

gildisins• Ásgeir Ólafsson, fulltrúi

Hraunbúa• Guðvarður B. F. Ólafsson,

fulltrúi HraunbúaUppstillinganefnd:• Hreiðar Sigurjónsson, formaður• Ásdís Elín Guðmundsdóttir• Guðbjörg GuðvarðardóttirFriðarljóssnefnd:• Renata Scholz, formaður• Árni Rosenkjær• Guðríður KarlsdóttirLaganefnd:• Gunnar Einarsson, formaður• Sveinn Þráinn Jóhannesson• Ása María ValdimarsdóttirFerðanefnd/Skemmtinefnd:• Anna Þormar• Dagbjört Lára Ragnarsdóttir• Hallfríður HelgadóttirLeiðisnefnd EJ:• Skálanefnd

Fundarstjóri var Albert J. Kristinsson og ritari var Kristjana Þ. Ásgeirsdóttir.

Fylgist með á http://stgildi.hraunbuar.is

Útg

efan

di: S

t. G

eorg

sgild

ið í

Haf

narfi

rði •

Um

sjón

og

ábm

.: G

uðni

Gís

laso

n, g

udni

@hh

us.is

• U

mbr

ot o

g pr

entu

n: H

önnu

narh

úsið

ehf

.

Frá aðalfundi

Page 3: Gildispósturinn maí 2013 - 3. tbl. 20. árg

Landsþing St. Georgsgildanna á Íslandi var haldið í Kjarna v/ Akureyri laugar­daginn 4. maí sl. Mæting var góð, um 70 fulltrúar frá öllum gildunum hittust og kynntu starfið síðustu tveggja ára.

Lagabreytingartillaga Guðna Gísla­sonar um að í stað „Landsgildis“ væri tekið upp nafnið „Skátagildin“ eða „Skátagildin á Íslandi“ sem daglegt nafn á samtökunum St. Georgsgildin á Íslandi var lögð fram. Þó nokkur umræða var um þessa tillögu en röksemdir fyrir breytingunni var sú að borið hafi á andstöðu við nafnið St. Goergsgildi, sérstaklega hjá yngri skátum, þeim sem stefnt er að fá inn í gildisstarfið. Í 1. grein samþykkta St. Georgsgildanna á Íslandi sagði að heiti samtakanna væri St. Georgsgildin á Íslandi, í daglegu máli nefnd Landsgildið. Bent var á að heitið Landsgildið segði ekkert um tengingu við skátastarf eða St. Georgsgildi og til að tengja heiti samtakanna betur við skáta­starf væri rétt að taka upp heitið Skáta­gildin á Íslandi eða Skátagildin sem heiti samtakanna í daglegu máli. Tillagan var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða og nefndi Guðni í ávarpi til þinggesta að samþykktin bæri vott um víðs ýni þinggesta og vilja til að takast á við breytt umhverfi í starfi að því að gera Skátagildin á Íslandi sem samnefnara eldri skáta í landinu.

Þá var einróma samþykkt að fækka stjórnarmönnum úr 7 í 5 og var Hrefna

Hjálm arsdóttir endurkjörinn landsgildis­meistari og aðrir í stjórn voru kjörin Fjóla Hermannsdóttir, Akureyri, Guðvarður B. F. Ólafsson Hafnarfirði, Hreinn Óskarsson, Keflavík og Kjartan Jarlsson Kópavogi. Þá var Hallfríður Helgadóttir Hafnarfirði kjörinn varamaður.

Samþykkt var að stjórn skipi tvær nefndir með fulltrúum úr öllum gildum, útbreiðslunefnd og laganefnd.

Góður andi var á þinginu þó smá órói hafi verið við afgreiðslu lagabreytinga. Farið var í skoðunarferð að Möðru­vallakirkju undir góðri leiðsögn Braga Guð mundssonar sagnfræðings og pró­fessors við HA. Þar flutti Hrefna St. Georgsboðskapinn sem saminn var af sr. Agnesi Sigurðardóttur biskup Íslands.

Þinginu lauk með hátíðarkvöldverði í Kjarna og var gríðarlega góð stemmning, fjöldi skemmtiatriða og hlegið dátt. Það fóru ánægðir þinggestir heim á leið.

Heimferð Hafnfirðinganna fjögurra sem sátu þingið, Guðna, Kristjönu, Höllu og Gunnars Rafns gekk þó ekki þrauta­laust því bíll Guðna bilaði rétt fyrir utan Hvammstanga og þegar þetta er skrifað sátu þau Guðni og Kristjana enn á Hvammstanga og biðu aðstoðar góðra skáta sem héldu frá Hafnarfirði með bílakerru til að sækja bílinn en Halla og Gunnar fengu far með skátum úr Kópa­vogi.

Fjölmargar myndir frá þinginu eru á www.facebook.com/skatagildi

Frá landsþingi SkátagildannaNýtt nafn: Skátagildin á Íslandi!!

Útg

efan

di: S

t. G

eorg

sgild

ið í

Haf

narfi

rði •

Um

sjón

og

ábm

.: G

uðni

Gís

laso

n, g

udni

@hh

us.is

• U

mbr

ot o

g pr

entu

n: H

önnu

narh

úsið

ehf

.

1963 - 2013

Page 4: Gildispósturinn maí 2013 - 3. tbl. 20. árg

<<Nafn>> <<Maki>><<Heimili>> <<Postfang>>

Starfsáætlun til áramótaTilbakasendist á: Hönnunarhúsið ehf., Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði

23. maí kl. 17.30 Vorverk í Hraunbyrgi, pylsur (sjá frétt)30. maí kl. 20 Fundur í Skátalundi (sjá frétt)

Júní7.-9. júní 73. Vormót Hraunbúa í Krýsuvík, hátíðarvarðeldur á

laugardeginum kl. 19.30, kakó og kex.19. júní kl. 20 Hittingur í Skátalundi, kaffi á könnunni

Júlí25. júlí Rósa – og trjásýnilundur í Höfðaskógi.

Ágúst18. ágúst Skógardagur fjölskyldunnar í samstarfi við Skógræktarfélagið

September5. september Sveppatínsla22. september 50 ára afmælishátíð í Hraunbyrgi

Októberoktóber Kvöldvaka með Hraunbúumoktóber Vináttudagurinn

Nóvember7. nóvember Gildisfundur í Hraunbyrginóvember Friðarloginn afhentur

Desemberdesember Friðarloginn afhentur í kirkjum með Hraunbúum8. desember Jólafundurinn í Skátalundi