grindavikur blad 2006

20
Jóhann Þórhallsson Þjálfaraspjall Fyrirliðinn Magni Fannberg Dagbjartur Einarsson Valdimar Einarsson Sumar 2006

Upload: media-group-ehf

Post on 17-Mar-2016

260 views

Category:

Documents


1 download

DESCRIPTION

Grindavikur blad 2006

TRANSCRIPT

Page 1: Grindavikur blad 2006

Jóhann Þórhallsson ÞjálfaraspjallFyrirliðinnMagni FannbergDagbjartur Einarsson Valdimar Einarsson

Sumar 2006

Page 2: Grindavikur blad 2006
Page 3: Grindavikur blad 2006

Efnisyfirlit:þó á móti blási

Laugardagurinn 17. september 2005 rann upp í huga mér sem mynd á póstkorti, haustblíðan, lyktin og spennan í loftinu var ólýsanleg. Ótrúleg lokaniðurstaða varð í Landsbankadeildinni. Grindavík varð að vinna Keflavíkinga og treysta á hagstæð úrslit í öðrum leikjum til að vera áfram á meðal 10 bestu á Íslandi. Grindvíkingar brugðust ekki, hvorki innan vallar né utan vallar, um 1250 manns urðu vitni af því og enn er spurt hvað býr á bak við þessi ósköp. Kvöldið áður var hefbundið hjá stjórnarmönnum og mökum þeirra, óbreytt síðan 1981, skreyta og undirbúa Festi fyrir stórfagnað með Bíbban sjálfan í eldhúsinu. Það kom aldrei upp í huga mér að Grindavík myndi falla niður um deild þegar líða tók á seinni hluta Landsbankadeildarinnar 2005, heldur hvort við myndum ná einu af verðlaunasætum í Landsbankadeildinni þegar að lokaumferðinni kæmi. Það er nánast allt hægt ef menn hafa trú á sjálfan sig og setja sér makmið. Þannig hefur hugsunin ávallt verið í stjórn Knattspyrnudeildar UMFG síðastliðin 30 ár og það er auðvelt að líta til baka og sannreyna það.

Starfsemi knattspyrnudeilda er umfangsmest í kringum meistaraflokk hvers félags, þar myndast einnig fjárstreymið í gegnum auglýsingasamninga og styrki. Starfsemi í yngri flokkum er gríðalega mikilvæg og verðmæt á tvennan hátt, fyrir forvarnir, og ala efnilega leikmenn upp í meistaraflokk, sem er stolt hvers félags.

Það hallaði snemma á ógæfuhliðina hjá meistaraflokki á síðasta ári. Í byrjun mars sleit Orri Freyr liðband í hné og strax á eftir sleit Guðmundur Andri liðband í ökla og eftir fyrstu umferð í Landsbankadeildinni höfðu þrír leikmenn bæst við og útlitið var ekki bjart, Ray sleit liðband í hné, og Alfreð og Sveinn Þór fótbrotnir. Allir þessir leikmenn héldu launum sínum samkvæmt samningum.

Grindvíkingar hafa aldrei státað af breiðum hópi leikmanna og því var ákveðið að leita að leikmönnum erlendis til að fylla í skarðið sem er gríðalega kostnaðarsamt, auk launa þá fylgir einnig með húsnæði, flugmiðar og bifreiðar. Þessi meiðsli kostuðu deildina upp undir 8 milljónir.

Í fyrstu voru fengnir til landsins þrír erlendir leikmenn til reynslu sem reyndust síðan ekki nógu sterkir, því fóru þeir Milan Stefán og Ingvar út til Þýskalands og sömdu við fyrrum leikmann Grindavíkur Matthias Jack, að auki komu með honum tveir félagar hans frá Þýskalandi þeir Róbert Niestroj og Micheal Zeyer, einnig var samið við franska leikmanninn Mounir Ahandour og júgóslavan Boban Savic.

Þá fengum við til liðs við okkur þá Magnús Þorsteinsson frá Keflavík og Andra Albertsson frá Akureyri. Í dag er Andri einn eftir af fyrrnefndum leikmönnum, og þökkum við þeim félögum fyrir þeirra þjónustu við félagið.Páll Valur Björnsson var aðstoðarþjálfari Milans Stefáns og þökkum við Palla fyrir hans miklu fórn og ástríðu fyrir félagið.

Milan Stefán var ekki sáttur við að taka að sér að vera knattspyrnustjóri félagsins og lýsti því strax yfir eftir að hann lét af störfum í Keflavík að hann vildi vera aðstoðarmaður Guðjóns Þórðarsonar og þjálfari 2. flokks karla hér í Grindavík. Þetta átti eftir að reynast rétt, meiðslin og koma erlendu leikmanna settu mark sitt á hæfni hans, tungumála- erfiðleikar voru þar stærstir. Strax að loknu Íslandsmóti var farið að huga að nýjum þjálfara í sátt við Milan Stefán.

Skagamaðurinn Sigurður Jónsson var ráðinn knattspyrnustjóri félagsins

20. október og honum til aðstoðar þeir Milan Stefán Jankovic og Magni Fannberg Magnússon sem kemur úr HK. Þá var Pálmar Guðmundsson ráðinn þjálfari yngstu flokka félagsins. Bjóðum við þessa nýju menn velkomna til starfa og væntum mikils af starfi þeirra og reynslu. Milan Stefán verður einnig þjálfari 2. flokks karla.

Nokkrum vikum síðar var samið við þrjá nýja leikmenn, þá Jóhann Helgason og Jóhann Þórhallsson frá KA og Kristján Valdimarsson frá Fylki. Bjóðum við þá velkomna til félagsins. Þetta eru ungir og efnilegir leikmenn sem hafa allir spilað í yngri landsliðum Íslands.

Í byrjun árs kynnti Sigurður nýtt skipulag varðandi þjálfun fyrir stjórn og unglingaráð sem lofar góðu, þar vekur athygli að þessir þjálfarar verða áberandi í þjálfun yngriflokka með þeim Jóni Óla, Ægi og Pálmari.

Fjármálin eru fyrirferðamest í starfinu og það er með ólíkindum að sömu menn nái að halda þessu gangandi árum saman með 5 til 10 milljóna skuld . Þetta er mikið basl og þjáning. Á þessu verður að vera breyting. Knattspyrnudeildin hefur verið að leita að stórum styrktaraðila framan á búningana í stað Lýsi hf. en það hefur ekki tekist, ástæðan er að við höfum viljað þrefalda samninginn sem Lýsi hf. er með í dag. Þeim aðilum sem þjónusta sjávarútveginn hefur fækkað stórlega síðustu ár og erfiðlega gengur að ná í stóra samninga úr þeirri átt. Hlutfall tekna sem sótt er út fyrir Grindavík hefur verið um 65% hjá knattspyrnudeildinni, eða um 40 milljónir.

51 bókaðir stjórnarfundir voru haldnir á árinu 2005. Stjórn knattspyrnudeildarinnar hafði í mörgu að snúast á síðasta ári fyrir utan venjubundin stjórnarstörf, meðal annars máluðum við stúkuna í vor og hækkuðum upp grindverk fyrir auglýsingaspjöld aftan við mörkin.Þá gerðum við samning um kaup á tveimur gámum sem eru ætlaðir fyrir wc-aðstöðu og fyrir sjónvarpsþuli þegar beinar útsendingar eru frá Grindavíkurvelli. Stjórnarmenn ásamt framkvæmdarstjóra sjá um allan undirbúning á heimaleikjum meistaraflokks sem og keyra leikmenn í útileiki. Unglingaráð aðstoðar við alla heimaleiki í yngri flokkum deildarinnar sem eru um 150 talsins. Þar er dómgæsla fyrirferðamest. Dómgæsla er eitt mikilvægasta starf sem knattspyrnudeildin verður að finna lausn á. Þá sér unglingaráð um innheimtu á æfingagjöldum yngriflokka og hefur verið gert stórátak í þeim efnum.

Það er gríðarleg starfsemi í unglingastarfinu sem er til fyrirmyndar hjá unglingráði, þátttaka unglinga í knattspyrnu hér í

Bls. 3 Formannsspjall

Bls. 6-7 Daddi í ham

Bls. 9 Markaskorarinn

Bls. 11 Spennandi kostur

Bls. 12 Umdeildur en árangursríkur

Bls. 14 Stefnum á Evrópusæti

Bls. 15 Hin hliðin

Bls. 17 Eflum unglingastarfið

Bls. 19 Getum bætt okkur

Umsjón og ábyrgð:Útgefandi: Media Group ehfRitstjóri: Guðmundur M. IngvarssonBlaðamenn: Guðmundur Marinó Ingvarsson Hilmar ÞórlindssonLjósmyndun: Daníel Rúnarsson Gísli Baldur Gíslason

Próförk: Erling Ó. AðalsteinssonUmbrot: Mafía.isPrentun: Íslandsprent

www.mediagroup.is

Formannsspjall

Róum

Page 4: Grindavikur blad 2006
Page 5: Grindavikur blad 2006

Grindavík er vel yfir landsmeðaltal hjá drengjum og stúlkum. Því er farið að horfa til Grindavíkur eftir ungum og efnilegum drengjum til erlendra liða. Óskar Pétursson hefur verið á reynslusamningi hjá Ipswich síðan í haust , þá hefur Jósef Jósefsson verið til reynslu hjá Esbjerg í Danmörku í tvær vikur í vetur og hafa þeir staðið sig mjög vel. UEFA hefur haft talsverðar áhyggjur af þessari stefnu hjá liðum í Evrópu sem sækjast sífellt orðið eftir að fá til sín15 til 16 ára leikmenn og eru ekki tilbúin að greiða uppeldisfélögunum neitt fyrir þessa drengi. Uppeldisfélögin eiga rétt á uppeldisbótum frá því félagi sem gerir samning við leikmennina.

Í vetur hafa 12 drengir og stúlkur verið valin til úrtaksæfinga hjá yngri landsliðum Íslands sem er frábært þegar tekið er tillit til þess að Grindavík hefur enga æfingaaðatöðu yfir vetrarmánuði. Rollutúnin og grasbletturinn við Gulahúsið var notað síðastliðinn vetur fyrir yngri flokkana. Ég kom inn á þetta aðstöðuleysi í síðustu skýrslu minni og fór yfir kynningu sem knattspyrnudeildin stóð fyrir í Saltfisksetrinu 3. febrúar 2005 á 70 ára afmæli UMFG. Í vetur hefur knattspyrnudeildin ekki haft efni á að kaupa tíma fyrir yngri flokka félagsins

Enn hefur ekkert gerst í þessum málum og í dag er meistaraflokkur ásamt 2. flokki að æfa á fjórum stöðum utan Grindavíkur, í Reykjaneshöll, Stjörnuvelli og á Leiknisvelli, og stunda einnig lyftingar í Reykjavík og í Helgasport. Allt þetta þarf knattspyrnudeildin að greiða fyrir og ég gat þess einnig í síðustu skýrslu að ef ekkert yrði að gert myndi eldmóðurinn deyja hjá því fólki sem situr í stjórn deildarinnar. Heildarkostnaður knattspyrnudeildarinnar vegna þessa aðstöðuleysins er ekki undir 15 milljónum frá árinu 2000, þá er ótalinn kostnaður við að ferðast á milli staða. Frá 1990 til ársins 2000 greiddi Grindavíkurbær allan kostnað við að leigja út æfingavelli í Kópavogi og síðar á Ásvöllum í Hafnarfirði.

Í dag er það lífstíll að lifa heilbrigðu lífi og þá komum við að því vandamáli sem Grindvíkingar þurfa að búa við aðstöðuleysi. Ég hvet hér með bæjarbúa að hafa áhrif í komandi bæjarstjórnarkosningum í vor og kjósa það fólk sem hefur áræði og framsýni í þessum sem og öðrum framfaramálum hér í bæ. Ég tel að innan örfárra ára verða öll bæjarfélögin á Suðurnesjum komin undir eitt bæjarfélag með einn bæjarstjóra og fimm atvinnumenn svipað og þingmenn.

Notum tíman vel til að byggja þessa kjarnaaðstöðu upp áður enn það verður valkostur íbúa hér í bæ að flytja til Reykjanesbæjar sem verður komnir með glæsilegustu íþróttamannvirki á Íslandi 2007.

Ellert B Schram skrifaði góða grein á síðu ÍSÍ í nóvember síðastliðnum og lýsti þar markverðri ráðstefnu sem haldin var á vegum ÍSÍ, menntamálaráðuneytisins, Landlæknisembættisins og Lýðheilsustöðvar sem bar heitið Heilbrigð sál í hraustum líkama. Mörg fróðleg erindi voru þar flutt. Aðalræðumenn voru prófessorarnir Þórólfur Þórlindsson og Rod Dishman, sem gerðu grein fyrir rannsóknum og niðurstöðum kannana, sem voru allar á einn veg: að hreyfing hefði umtalsverð jákvæð áhrif á geðheilsu. Rannsóknir, vísindi, þekking sérfræðinga og reynsla lækna er sú, að hreyfing og líkamleg áreynsla er jafn árangursrík, ef ekki betri lækning gagnvart streitu, þunglyndi og geðrænum sjúkdómum, heldur en lyf og pilluát. Nú er þetta sannað og staðfest af frændum vorum á Norðurlöndum sem hafa viðurkennt gildi hreyfingar með því að heimila læknum að gefa út lyfseðla sem ávísa á hreyfingu til betrunar og endurhæfingar. Tilgangur og hlutverk íþróttafélaga er fyrst og fremst að standa fyrir æfingum, keppni og almennri líkamsrækt. Keppnisíþróttir eru þar í fyrsta sæti en þáttur almenningsíþrótta fer vaxandi.

Samkvæmt fjárlögum ríkisins fyrir síðasta ár var varið um 120 milljörðum króna til heilbrigðismála. Mest af því fé er notað til lækninga og endurhæfingar. Þessa upphæð mætti stórlækka með því að ríkið gæfi eftir allan vsk af uppbyggingu á íþróttamannvirkjum sem bæjarfélög þurfa að byggja. Hef ég komið þessu til skila til þingmanna. Í dag er ekki pláss fyrir almenning inn í íþróttamannvirkjum, því þarf að bregðast við af fullri alvöru, og framkvæma. Það á ekki að greiða þessi mannvirki upp á morgun heldur á næstu 25 árum.

Á ársþingi KSÍ 2005 tók undirritaður við formennsku í SED, af Þóri heitnum Jónssyni en þetta eru samtök formanna í efstu deild. Þessi samtök hafa verið til í um tuttugu ár. Þar er af nógu að taka ef menn hafa tíma til, meðal annars sótti ég fund úti í Hamborg hjá Sport five ásamt fulltrúum KSÍ, Landsbanka Íslands og Visa. Þar kom margt fram sem liðin í Landsbankadeild þurfa að huga að t.d. uppbygging á mannvirkjum. Vaxandi áhugi er á mörgum völlum í Evrópu sem bjóða upp á glerrými, VIP. Um 15% af vallargestum eru í þessari aðstöðu þar sem hún býðst og greiða um 80% af heildartekjum af hverjum leik. Þessi aðstaða verður komin á flest alla velli í efstu deild innan 3 ára.

Þessa aðstöðu létum við teikna við suðurenda á stúkubyggingu. Það er draumur okkar í knattspyrnudeildinni að geta boðið uppá 250 manna sal á efri hæð, þar sem fólk getur setið tveimur tímum fyrir leik og notið góðra veitinga. Þarna er hægt að hafa stórkostlega aðstöðu sem myndi einnig bjóða uppá frábært útsýni yfir höfnina og út á Atlandshafið og nýtast um leið sem félagsaðstaða deildarinnar.

Grindavíkurbær fékk afhent afsal af stúkubyggingu í nóvember með því að greiða upp lán sem hvíldi á GK 99 hf. Alls greiddi Grindavíkurbær 62 milljónir fyrir þetta mannvirki og kemst vel frá því. Í dag kostar þetta mannvirki ekki undir 160 milljónum.

Ef bæjaryfirvöld hefðu neitað að taka þátt í þessari framkvæmd á sínum tíma, hefði þátttaka okkar í efstu deild verið lokið um síðustu aldamót. Ég er margbúinn að lýsa minni skoðun á þessu máli. Það hefur ekkert mál farið jafn illa með mína sál og afskipti mín og ástríða við að koma þessu mannvirki upp og það sem verra er að það hefur ekki verið þakkað fyrir af hálfu bæjaryfirvalda, heldur hnýtt í það fólk sem stóð að byggingu þessa mannvirkis.Ég get stoltur sagt það hér að frá 1986 og til dagsins í dag hefur ekkert félag hér í bæ unnið jafn rausnarlega að því koma sér upp aðstöðu til að vera í fremstu röð á Íslandi og um leið haldið bæjarlífinu í lit.

Knattspyrnudeildin skilar í gegnum útsvar af sínum launþegum um 3 milljónum til bæjarsjóðs og er gríðarlega stór vinnustaður. Hinn almenni borgari áttar sig ekki á því hversu gríðarlega tímafrekt starf er að vera forystumaður í íþróttafélagi í dag og hversu mikið allt það fólk gefur af tíma sínum. Ef þeir tímar væru teknir saman og reiknaðir í upphæðir næmi það framlag hundruðum milljóna króna ár hvert hér á landi.

Grindavíkurbær hefur átt því láni að fagna að sú aðstaða sem byggð hefur verið í Grindavík tengd knattspyrnu, var byggð í samvinnu við fyrirtæki, stjórn knattspyrnudeildar og félagsmenn.Varlega áætlað er hlutur Grindavíkurbæjar í dag um 50% í þessari uppbyggingu. Íþróttahúsið var byggt með gömlu reglunni, ríkið greiddi 80% á móti 20% frá sveitarfélagi.

Frá 1969 til 1979 sáu leikmenn og stjórnarmenn um að merkja og undirbúa malarvöll fyrir leiki og æfingar. 1980 til 1986 sá kraftaverkamaðurinn Jakob Eyfjörð um þessa vinnu í sjálfboðastarfi að mestu.

1986 var Gulahúsið vígt og selt Grindavíkurbæ 1994. Allt steypta planið við Gulahúsið og grindverk er kostað af knattspyrnudeild.

1987 fyrsti grasvöllur vígður, jöfnun og undirbúningur undir graslögn og öll keyrsla á þökum unnið af knattspyrnudeild, bærinn greiddi 6 árum síðar 1 milljón uppí þessa vinnu. Knattspyrnudeildin sá um að útvega öll leyfi til að fá skeljasand á Garðskaga sem var notaður undir þökur og fylla upp af grús í staðinn.

1988 voru battar fyrir innanhúsknattspyrnu keyptir og greiddi knattspyrnudeildin þá um 400 þús.

1988 fyrsta klukkan í íþróttahúsið keypt að frumkvæði knattspyrnudeildar, greidd af útgerðarmönnum.

1993 nýr æfingavöllur byggður, knattspyrnudeildin lagði á allt gras.

1994 nýir búningsklefar byggðir, heildarkostnaður 19,7 milljónir. Grindavíkurbær greiddi 16 milljónir, knattspyrnudeild sá um 3,7 milljónir.

1996 gerður grasvöllur við sundlaug, knattspyrnudeild lagði á allt gras.

1999 GK 99 hf stofnað og ráðist í byggingu á stúku og nýjum aðalvelli.Vígt 2001. Knattspyrnudeildin lagði á allt gras og fjárfesti í aðstöðu fyrir áhorfendur við norður- og suðurenda á stúku. Fyrirtæki og einstaklingar lögðu um 30 milljónir í stúkubyggingu.

2005 tveir 20ft gámar keyptir, annar fyrir beinar sjónvarpsútsendingar og hin wc gámur. Heildarkostnaður við kaup, flutning og koma þeim fyrir áætlaður af bæjartæknifræðing um 4 milljónir, Grindavíkurbær greiddi 1,7 milljónir knattspyrnudeildin mismuninn 2,3 milljónir.

Knattspyrnudeildin er stærsta og umfangsmesta deild innan UMFG með alls um 270 iðkendur, um 500 iðkendur eru innan UMFG. Ársvelta knattspyrnudeildar síðastliðið ár var 62 milljónir, og þarf að vaxa uppí 100 milljónir til að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til félaga í efstu deild á Íslandi.

Það er ekki sjálfgefið að fá nútímafólk til starfa í íþróttafélögum í dag. Efnishyggjan er allsráðandi og hraðinn mikill. Þegar ég lít um öxl hef ég verið með fengsæla áhöfn, eina bestu á Íslandi í tæp 30 ár. Þessu fólki þakka ég samfylgdina og bið alla þá sem eftir koma að hafa gömul gildi í heiðri,

SANNLEIKUR – KÆRLEIKUR - SAKLEYSI og róa þótt á móti blási.

Ég vil að lokum þakka samstarfsfólki, styrktaraðilum, stuðningsmönnum og leikmönnum fyrir samstarfið á liðnu ári og sérstakar þakkir fá starfskonur í Gulahúsinu þær Birna, Margrét og Steina ásamt Ragnheiði Ólafsdóttur fyrir frábæra þjónustu.

Jónas Karl Þórhallsson formaður Knattspyrnudeildar UMFG

Formannsspjall

Page 6: Grindavikur blad 2006

6

Daddi

Stuðningsmaðurnúmer eitt

Dagbjartur Einarsson hefur oft verið kallaður stuðningsmaður Grindavíkur númer eitt. Hann missir varla af leik hjá Grindavík og hefur því skoðanir á öllum sem við kemur liðinu.

Grindavíkurblaðið ræddi við Dagbjart daginn eftir fyrstu umferð Landsbankadeildarinnar þegar Grindavík sigraði í fyrsta sinn fyrsta leik sinn í deildinni gegn ÍA og var Dagbjartur að vonum bjartsýnn fyrir komandi átök.„Ég var ekki viss fyrir tímabilið hvernig þetta yrði þar sem ég er ekki í innsta hring en þetta fór vel af stað og mér líst bara mjög vel á þetta. Ég stjórna hvorki einu né neinu þarna þó ég eigi að heita stuðningsmaður númer eitt en ég var hræddur fyrir fyrsta leik. Ég var búinn að sætta mig við jafntefli en var himinlifandi þegar strákunum tókst að klóra fram sanngjarnan sigur í lokin.“

Vildi fá Sigurð miklu fyrrDagbjartur er mikill aðdáandi Sigurðar Jónssonar þjálfara Grindavíkur og sagði það aldrei vera spurningu um annað en að hann myndi gera góða hluti með liðið.„Ég vildi fá Sigurð þegar við vorum að eltast við ákveðinn mann sem var að svíkja okkur fyrir síðasta tímabil. Ég stakk upp á Sigurði 6 vikum áður en Guðjóns málin voru til lyktar leidd en ég ræð engu og lagði þetta bara til.“

Hvernig líst Dagbjarti á liðið í upphafi móts?„Mér líst mjög vel á liðið. Mounir „Númi“ Ahandour kemur vel út. Hann er mikið betri núna en í fyrra. Þá fannst mér hann óttalegur flækjufótur. Hann er mikið sterkari núna. Svo líst mér líka vel á nýja framherjann, Jóhann. Hann kemur til með að vera beinskeyttur. Svo erum við með toppleikmenn sem hafa verið hjá okkur lengi eins og Kela sem átti auðvitað að vera löngu kominn í landsliðið og Óla Stefán.“

Vill sjá ungu strákanafá fleiri tækifæriEins og áður segir missir Dagbjartur varla af leik hjá Grindavík.„Það er eitthvað mikið að ef maður fer ekki á völlinn og ég tel það ekki eftir mér að fara með liðinu á útivelli. Ef maður hefur aðstöðu til þá sleppir maður því ekki.“

Dagbjartur hélt með ÍA í efstu deild áður en Grindavík lék í efstu deild í fyrsta sinn sumarið 1995.„Ég hélt alltaf með ÍA því þeir voru eina utanbæjarliðið í efstu deild þegar ég var strákur. Þegar Skagamenn mættu hingað 25. júní 1995 þá tók ég í höndina á þeim öllum og þakkaði þeim fyrir samveruna. Maður heldur auðvitað með sínu liði og ekki getur maður borið kápuna á báðum herðum. Síðan þá hef ég bara haldið með Grindavík og svoleiðis mun það alltaf vera.“

Page 7: Grindavikur blad 2006

Dagbjartur Einarsson

Dagbjartur segir það skipta miklu máli fyrir samfélagið að eiga lið í efstu deild enda er stór og tryggur hópur í kringum liðið.„Það var gaman að sjá áhorfendametið falla í leiknum á móti ÍA en ég myndi samt vilja sjá fleiri á vellinum. Það mætti líka vera meira af ungum strákum sem fá tækifæri með liðunum á Íslandi í dag. Mér finnst skuggaleg þróun að fjölga útlendingum um of og svo finnst mér boltinn snúast of mikið um peninga í dag. Þau lið sem eiga peninga munu alltaf vera ofan á og það er ekki góð þróun en það er erfitt að snúa þessu við. Það er grátlegt að ungir strákar komast ekki í liðið vegna útlendinga. Ég vil sjá þetta breytast, þeir verða að fá tækifæri.“

Að halda sér uppi í lokinjafnast á við titlaÞað er ekkert leyndarmál að Grindvíkingar hafa daðrað við fallið síðustu ár og segir Dagbjartur fátt jafnast á við tilfinninguna að halda sér uppi á síðustu stundu.„Við höfum hangið á heljarþröminni þó nokkrum sinnum en nú verður breyting á því. Bestu minningarnar frá boltanum eru kannski þegar við fórum til Ólafsvíkur í lok móts 1996. Ég man að ég fór til Keflavíkur sem var með 16 stig eins og við fyrir síðustu umferðina. Keflvíkingar sigruðu ÍBV 1-0 og við þurftum því að sigra Leiftur til að halda sætinu í deildinni. Þegar ég var að keyra heim af leiknum í Keflavík heyrði ég í úrvarpinu þegar við skoruðum á síðustu

mínútu leiksins og héldum þar með sætinu í deildinni á kostnað Fylkis. Það var bara eins og að vinna titil slík var gleðin. Ég man líka þegar KR kom í heimsókn í síðustu umferðinni í fallhættu sumarið 2001. Þeir þurftu að vinna til að forðast fall og ég hélt að stúkan myndi hrynja því þeir fögnuðu svo mikið þegar þeir sigruðu leikinn. Það var eins og þeir væru að verða heimsmeistarar. Svo man ég líka þegar við fórum í bikarúrslitin en einhvern veginn standa upp úr þessi ár þegar við höfum bjargað okkur á síðustu metrunum.“

Page 8: Grindavikur blad 2006

Landvélar

Rafþjónusta Birgis

Seljabót 7, GrindavíkSími: 426 7800

Áfram Grindavík

Page 9: Grindavikur blad 2006

Jóhann Þórhallsson

Jóhann Þórhallsson er nýr leikmaður Grindavíkurliðsins. Hann er sóknarmaður af Guðs náð og hefur verið iðinn við markaskorun á sínum ferli. Hann skoraði þrjú mörk í tveimur fyrstu leikjum tímabilsins og mörg fleiri eflaust eftir að fylgja.

Fyrir það fyrsta hvernig kom það til að þú ákvaðst að ganga til liðs við Grindavík?,,Sigurður Jónsson hafði samband við mig og sannfærði mig um að koma til Grindavíkur. Ég á einnig góða vini í Grindarvíkurliðinu sem eru Akureyringar eins og ég. Það hafði mikil áhrif á mína ákvörðun. Ég ræddi við stjórnina fyrir tveimur árum en það hentaði ekki þá að koma vegna þess að ég var að klára mitt háskólanám fyrir norðan.”

Jóhann er leikmaður sem getur klárað leiki upp á sitt einsdæmi og svoleiðis leikmenn eru mjög dýrmætir sínum liðum. En voru önnur lið sem voru í sambandi við þig áður en þú ákvaðst að leika með Grindavík?,,Já það voru nokkur lið sem komu einnig sterklega til greina en Grindarvík stóð uppúr að lokum!”

Það má heyra það á Jóhanni að hann kann vel við Sigurð Jónsson þjálfara liðsins. Auk þess að vera frábær þjálfari þá spilaði hann stórt hlutverk í því að sannfæra Jóhann að koma til Grindavíkur. En hvernig þjálfari er Sigurður?,,Siggi „haaa“ Jóns er algjör snillingur. Hann er mjög fær þjálfari og góður í að ná upp stemningu í liðinu. Hann, Magni og Janko mynda frábært þjálfarateymi.”

Grindavík er íþróttabær eins og þeir gerast bestir. Það er án nokkurs vafa gott að vera leikmaður í Grindavík því líf fólksins snýst að miklu leyti um íþróttirnar í bænum. Finnur þú mikið fyrir því hve Grindavík er mikill íþróttabær?,,Já að sjálfsögðu skynja ég það mjög sterkt. Ég á eflaust eftir að finna betur fyrir því þegar fram líða stundir. Grindavík hefur náttúrulega aldrei fallið niður úr efstu deild síðan þeir komust þangað en það segir meira en mörg orð um metnaðinn og þá ástúð sem Grindvíkingar hafa á sínu félagi.”

Leikmenn í sama gæðaflokki og Jóhann hafa mikinn metnað og það hefur oft sýnt sig hjá Jóhanni. Hann er leikmaður sem vill ná langt og því ekki úr vegi að spyrja

hann um

landsliðið. Á ekki að koma sér í

landsliðið?,,Það hefur sýnt sig, fyrir utan örfáar undantekningar núna síðustu ár, að fyrst þarf maður að fara út í atvinnumennskuna til að öðlast möguleika á því. Ég persónulega hef lagt mikið upp úr því að klára háskólapróf og í raun hef ég ekki haft svo mikla löngun að komast út í atvinnumennsku.”

Jóhann er uppalinn á Akureyri og lék lengstum með KA. Með liðinu skoraði hann mikið af mörkum og leið vel. Það er alls ekki auðvelt að skipa um lið og umhverfi og því var Jóhann spurður að muninum á KA og Grindavík.,,Helsti munurinn er að ég á fleiri vini hér í Grindarvíkurliðinu heldur en KA. Breiddin er meiri hér í Grindavík en hún var hjá KA sem er mjög af hinu góða. Reyndar hefur breiddin ekki verið svona góð í mörg ár hjá Grindavík. Mórallinn er mjög góður hér og mikilvægt er að rækta hann áfram ef á móti blæs.”

Þegar Jóhann var spurður hver væri besti leikmaðurinn sem hann hafi spilað með átti hann erfitt með að svara. ,,Ég ef spilað með mörgum góðum, erfitt að gera upp á milli!”

Öll lið setja sér markmið og reyna svo að ná þeim. Það er mjög mikilvægur þáttur í íþróttum og Grindavíkurliðið

er engin undantekning. Reyndar sagði Jóhann að markmið liðsins yrði ekki gefið upp og

þannig væri auðveldara að vinna að markmiðunum. Hans persónulega

markmið bar einnig á góma og hann vildi heldur ekki gefa

það upp af skiljanlegum ástæðum.

Að lokum er ekki úr vegi að gefa Jóhanni orðið og hann vildi segja

þetta við stuðningsmenn Grindavíkur.,,Að styðja liðið í blíðu og stríðu sem ég veit að dyggustu stuðningsmennirnir gera.”

MARKASKORARINNað norðan

Page 10: Grindavikur blad 2006

10

Áfram Grindavík

Page 11: Grindavikur blad 2006

11

Magni Fannberg

Grindavíkurliðið hefur ávallt verið með færa þjálfara. En í ár hafa þeir sennilega sjaldan verið betur settir með þjálfara. Sigurður Jónsson stýrir skútunni og honum við hlið er sennilega einn efnilegasti þjálfari landsins, Magni Fannberg Magnússon. Grindavíkur- blaðið heyrði hljóðið í Magna og spurði hann út í hin ýmsu mál.

Hvað hefur þú verið að þjálfa lengi?,, Ég hef lítið gert annað en að þjálfa síðustu átta ár. Byrjaði á Ísafirði árið 1998 en fór í HK 1999 og var þar áður en ég kom til Grindavíkur í haust og lít á HK sem mitt uppeldisfélag. Þeir gáfu mér mörg góð tækifæri og ég á þeim margt að þakka þó ég telji mig hafa skilað mínu til klúbbsins. Það er alveg klárt mál að ég hef ekki unnið

minn síðasta dag fyrir HK. Ég er atvinnumaður í þessu en lít samt á mig sem HK-ing frekar en Ísfirðing.”

Það er alls ekki sjálfgefið að geta verið þjálfari í efstu deild á Íslandi. Þeir menn sem stýra liðunum í Landsbankadeildinni verða að hafa margt til brunns að bera og hefur Magni það svo sannarlega. En hvernig kom það til að þú gerðist aðstoðarmaður Sigga Jóns?,, Siggi vissi af áhuga mínum á að reyna mig á öðrum vígstöðum og að mig langaði í nýja áskorun. Við kynntumst í Knattspyrnuakademíunni og unnum þar saman. Þegar þetta kom upp með Grindavík þá fannst mér það of spennandi til að geta sagt nei. Það var erfið ákvörðun að fara frá HK en stundum þarf að taka erfiðar ákvarðanir og ég tel mig hafa gert rétt í þetta skipti.”

Grindavík er ekki stórt bæjarfélag en hefur engu að síður á að skipa frábæru íþróttalífi sem er magnaður árangur. Liðið í ár er mjög sterkt á pappírunum og þegar þetta er skrifað þá hefur liðið sigrað einn leik og tapað einum. En hverjir eru kostir liðsins að þínu mati?,, Liðið hefur í dag tvo sterka menn til að berjast um hverja stöðu og það útaf fyrir sig hlýtur að teljast mikill styrkur. Annars er liðið nokkuð jafnt og erfitt að segja hverjir eru helstu styrkleikarnir almennt. Það fer alveg eftir hverjum leik. Ekki má gleyma því að þeir menn sem standa á bakvið klúbbinn hafa unnið ótrúlegt starf fyrir knattspyrnuna í Grindavík og þeir eru mikill styrkur fyrir knattspyrnuna í Grindavík.”

Magni Fannberg hefur sótt námskeið til að bæta við sína þekkingu og fyrir skömmu fór hann í sannkallaða ævintýraferð. Hann fékk að skoða aðstæður hjá einu besta knattspyrnuliði heims, AC Milan. Að sögn Magna var þessi ferð alveg meiriháttar og gaman væri að rita ferðasögu hans við tækifæri. En hvað er hægt að segja eftir svona ferð og hvað vakti helst þína athygli?,, Það er alveg efni í heila ritgerð, það gerðist svo margt þar. Það sem kannski vakti helst athygli mína er að sjá hvað þetta er stórt félag og allt fagmannlega unnið, samt var mér tekið mjög persónulega þarna og fékk ótrúlegar móttökur. Kannski það ótrúlegasta í ferðinni var að fá far á æfingarsvæðið með Franco Baresi og svo einn daginn þegar það kom þyrla í upphafi æfingar og útúr henni steig sjálfur Silvio Berlusconi. Það verður að teljast merkilegt að hafa séð hann lenda fyrir aftan annað markið á æfingarsvæðinu og kasta kveðju á leikmenn.”

Og er þetta ekki eitthvað sem þú kemur til með að nýta þér síðar meir?,, Maður sá auðvitað eina og eina æfingu sem maður hefur ekki séð áður. Þetta var samt mest upplifun fyrir

mig sem þjálfara að sjá hvernig klúbburinn starfar.”

Eins og áður kom fram þá hefur Grindavík sigrað einn leik og tapað einum þegar þetta er ritað. Grindavík sigraði ÍA á heimavelli og kom það mörgum á óvart því ÍA er spáð mikilli velgengni í sumar. Að sigra ÍA er glæsilegt og kemur þessi sigur á þeim ekki til með að auka vindinn í seglin hjá liðinu?,, Þessi leikur er bara einn af 18 sem við þurfum að fara í á þessu tímabili. Þó að mönnum finnist Skagaliðið vera eitthvað sérstakt þá er það fyrir okkur bara eins og allir aðrir andstæðingar. Hvort sem þessi leikur hefði verið á móti Skaganum eða Austra á Raufarhöfn þá erum við ánægðir með spilamennskuna og ánægðir með stigin þrjú. Svo erum við auðvitað bara rændir allavega 1 stigi í Árbænum. En þetta verður barátta fram í síðustu umferð og þýðir lítið að stoppa við og lifa á einhverjum einum leik.”

Grindavíkurliðið mátti teljast heppið í fyrra þegar liðið bjargaði sér naumlega frá falli. Það er auðvitað staða sem enginn vill vera í og því spurðum við Magna að markmiðum liðsins.,, Það er innan hópsins. En markmiðið er klárlega annað en það að bjarga okkur frá einhverju falli í lok sumars. Þetta lið hefur alla burði til að vera mun ofar. En allt tekur þetta sinn tíma og menn verða að vera þolinmóðir.”

Það verður ekki hjá því komist að tala um Sigurð Jónsson við Magna. Þeir starfa auðvitað saman og hefur Magni lært mikið af honum. En hvernig þjálfari er Siggi?,, Kröfuharður!!! jafnt á sjálfan sig, leikmenn og aðstoðarmenn. Metnaðarfullur og stundum léttruglaður. Hann vill hafa létt yfir hópnum en gerir miklar kröfur. Hann veit sitthvað um knattspyrnu og það er eitthvað sem allir menn geta lært af þessum manni.”

Stuðningsmenn Grindavíkur hafa staðið sig frábærlega undanfarin ár og þetta sumar er engin undantekning. Það var margt um manninn þegar ÍA kom í heimsókn til Grindavíkur á dögunum og því ekkert sem bendir til annars en að að það verði margt fólk á leikjum liðsins í sumar. En að lokum var Magni beðinn um að segja nokkur orð til stuðningsmanna liðsins.,,Ég vil þakka þeim fyrir stuðninginn í þessum tveimur leikjum sem lokið er og vona að þeir haldi áfram að styðja liðið. Okkur veitir ekki af stuðningi. Hin liðin eru flest með frábæra stuðningsmannahópa og við verðum að standast þeim snúninginn. Svo ég vil hvetja þá til að halda áfram og aldrei að gefast upp.”

Grindavík var of spennanditil að geta sagt nei

Page 12: Grindavikur blad 2006

12

Jón Óli Daníelsson þjálfar alla yngri flokka kvenna hjá Grindavík nema 7. flokk og 5., 6. og 7. flokk karla. Jón Óli hefur náð frábærum árangri með yngri flokkana hjá GRV sem er sameiginlegt lið Grindavíkur, Reynis og Víðis í kvennaflokki. Grindavíkur- blaðið sló á þráðinn til Jóns Óla í von um að komast að því hver galdurinn á bak við árangurinn er.

Jón Óli segist vera gífurlega umdeildur enda kallar hann ekki allt ömmu sína eins og er von og vísa hjá Eyjapeyja en Jón Óli er frá Vestmannaeyjum.„Ætli það séu ekki svona 20% foreldra óánægð með mig og eins og alltaf heyrist meira í þeim sem óánægðir eru en ánægðir. Jónas formaður sagði mér eitt sinn að svona mánuði eftir að ég hóf störf hjá Grindavík kom hópur óánægðra manna inn á skrifstofu til hans og heimtuðu að ég yrði rekinn umsvifalaust þar sem ég væri kolvitlaus, vissi ekkert hvað ég væri að gera og væri of harður við krakkana. Eftir fyrsta starfsárið leit út fyrir að ég færi aftur til Eyja en þá kom þessi sami hópur inn á skrifstofu til Jónasar og spurðu hvort hann væri eitthvað ruglaður að láta mig virkilega fara frá félaginu. Jónas segir þessa sögu oft því hann veit hvernig ég stend að málunum og veit hvað þarf að gera því agaleysið er agalegt í dag. Ég læt það ekki á mig fá þó einhverjir séu óánægðir því það er góður málsháttur sem ég hef alltaf haft að leiðarljósi: Þú getur komist hjá allri gagnrýni með því að segja ekkert, gera ekkert og vera ekkert.“

Margir efnilegir leikmenní GrindavíkAllir kvennaflokkar GRV eru í A-riðli sem er frábær árangur. GRV leikur í 1. deild kvenna í meistaraflokki í sumar og er Jón Óli viss um að framtíðin sé björt hjá stelpunum. „Meistaraflokkurinn vann C-deild deildarbikarsins í vor og á næsta ári verður liðið enn sterkara því þá koma stelpur sem eru í þriðja flokki upp en þær eru mjög efnilegar. Við eigum fjórar stelpur í u-17 ára landsliðinu þannig að það er mikill efniviður til staðar. Í dag eru fjórar stelpur úr öðrum flokknum okkar sem eru að jafnaði í byrjunarliði meistaraflokksins.“

Samstarfið við Reyni og Víði hefur gengið mjög vel eins og árangurinn gefur til kynna.„Við höfum verið að raða inn Íslandsmeistaratitlunum í

kvennaflokkunum og sami flokkurinn hefur unnið Gullmótið hjá Breiðablik í tvö af síðustu þremur skiptum. Milliárið töpuðum við í framlengdum úrslitaleik. Miðað við stærðina á sveitarfélaginu finnst mér að fólk ætti að vera ánægt með árangurinn í stað þess að vera í sífellu að leita að einhverju neikvæðu.“

Jóni Óli er harður á því að framtíðin geti verið Suðurnesjaliðanna sé vel haldið á spöðunum.„Við hófum þetta samstarf við Reyni og Víði því þeir voru fjölmennir í einhverjum flokkum en við ekki og öfugt. Ég bauð Keflavík að vera með okkur í þessu samstarfi í vetur enda er ekkert vit í öðru en að vera með eitt lið frá Suðurnesjunum í kvennafótboltanum. Formaður Keflavíkur tók jákvætt í þetta en þeir kusu samt að standa einir og hringdu í þrjár stelpur GRV til að fá þær fyrir til Keflavíkur. Keflavík er með lið í efstu deild en aðeins tvær af fyrstu 12 leikmönnum þeirra í liðinu eru frá Keflavík á meðan ein er úr Grindavík og þrjár frá Reyni og Víði. Við spiluðum nýlega við Keflavík í öðrum flokki og sigruðum leikinn 9-0 en samt vilja Keflavíkingarnir ekki vinna með okkur.“

Spurður að því hvort íþróttasamfélag eins og Grindavík eigi ekki að eiga fótboltalið í karla- og kvennaflokki sagði hann svo vera.„Það tekst samt ekki að eiga lið í kvennaflokki nema verulega vel sé haldið utan um hlutina. Það má ekki sleppa einum putta af stjórnuninni þá hrynur þetta. Það þarf að vaka dag og nótt yfir þessu eins og sést best á því hvernig fór fyrir ÍBV en ég var búinn að margbenda á þróunina þar.“

Það þarf að æfa aukalega til að fullnýta hæfileikanaEins og áður segir eiga Grindvíkingar marga efnilega leikmenn í yngri flokkunum bæði í karla- og kvennaflokkunum.„Það er margir efnilegir leikmenn í sumum flokkum og 2 til 3 í öðrum. Þetta fer allt eftir því hve krakkarnir eru dugleg að æfa og hversu mikið þau eru í fótbolta sjálf. Einn karlaflokkurinn hjá okkur æfir mjög illa en þar eru hæfileikaríkir strákar að henda hæfileikum sínum á haf út. Yfir veturinn æfa þessir strákar á þriðjudögum, fimmtudögum og sunnudögum. Strákarnir mæta lítið sem ekkert á sunnudögum og foreldrum þeirra finnast þeir þurfa að sofa út á sunnudögum þó æfingarnar séu ekki fyrr en klukkan 10. Svo þurfa þessir strákar kannski að fara til Reykjavíkur á þriðjudögum eða fimmtudögum í klippingu eða til tannlæknis. Þá æfa einhverjir strákanna bara einn klukkutíma þá vikuna og það er nánast það sama og að æfa ekki fótbolta á meðan jafnaldrar þeirra annars staðar æfa mikið meira.“

Jón Óli hefur bent þeim sem hafa gagnrýnt störf hans í Grindavík á að þeir hafa verið langt yfir landsmeðaltalinu í iðkendafjölda.„Meðaltalið á landsvísu í karlaflokkum er um 34% á meðan meðaltalið hjá Grindvíkingum hefur verið 45 til 50%. Hjá stelpunum er meðaltalið á landsvísu 14% en lægsta hjá okkur var 19% og nú er það í 33%. Ég hef verið með mætingaskyldur á æfingar hjá mér. Þú þarft að vera með 75% mætingu til að vera með í keppnum sem er að mínu mati ekki mjög hart. 90% iðkennda hjá mér eru með 80% mætingu og yfir sem er mjög gott. En það er ekki nóg að mæta vel á æfingar. Krakkarnir þurfa að fara með það sem þau læra á æfingum í hverfisfótboltann. Það sem við lærum í dag notum við ekki endilega strax heldur kannski eftir eitt ár eða þrjú ár þess vegna. Þess vegna er mjög mikilvægt að æfa sig utan æfinga.“

Það má ekki gleyma kraftþjálfuninniJón Óli hefur æðstu þjálfaramenntun sem í boði er hjá KSÍ, UEFA-A stig sem er næststærsta gráða Alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA.„Ég var næsthæstur á UEFA-A prófinu en ég hafði ekki hugmynd um það fyrr en nýlega þegar ég átti leið inn í KSÍ og fékk að sjá prófið. Einu spurningarnar sem ég var með vitlausar snéru að knattspyrnulögunum en ég var með allt rétt sem snéri að fótboltanum. Ég sagði við fræðslustjóra KSÍ að þetta væri í lagi því ég þyrfti ekki að vera með lögin á hreinu því ég væri með dómara inni á vellinum sem sæi um þetta. Það er miklu betra að dómarinn kunni lögin en ég.“

Það er þrennt sem þarf að leggja áherslu á í þjálfun samkvæmt Jóni Óla, tækni, hraða og kraft.„Ég hef oft verið gagnrýndur fyrir að láta krakkana hlaupa mikið en það er ekkert leyndarmál að Íslendingar geta ekki hlaupið í dag. Það kom pólskur þjálfari til Eyja sem þjálfaði mig þar þegar ég var í öðrum flokki. Sá þjálfari hafði mikil áhrif á mig en hann sagði mér eftir fyrsta árið að það væri greinilegt að ég yrði þjálfari og hann bauð mér að koma með sér til Póllands en þá var ég á miðári í öðrum flokki og henti því frá mér. Hann sagði við mig: „kenndu frá degi eitt sem koma skal því annars er það of seint. Þetta er svipað og þegar þú ert að ala barn, það er ekki hægt að byrja að kenna barni aga þegar á unglingsárin er komið.“

Það voru ekki aðeins skoðanir Pólverjans sem heilluðu Jón Óla heldur einnig æfingar hans.„Hann lét alla flokka hlaupa fyrir æfingar og þá í réttum hlutföllum. 7. flokkur hljóp einn hring, 6. tvo og svo

UMDEILDURen nær árangri

Jón Óli Daníelsson

Page 13: Grindavikur blad 2006

1�

framvegis. Hann lét hlaupa með bolta eina æfinguna og á næstu æfingu án bolta. Ég heillaðist að þessu en hann útskýrði þetta með því að þú þarft að hlaupa svo mikið án bolta í fótbolta. Ef þú hleypur aldrei án bolta á æfingu, hvað gerir þú þá í leik? Stendur kyrr og bíður eftir boltanum.“

Jón Óli fékk mjög góða sönnun á þessu fyrir tveimur árum.„Við Grindvíkingar sendum einn okkar allra efnilegasta strák á unglingalandsliðsæfingu. Luka Kostic unglingalandsliðsþjálfari sagði að þessi strákur væri frábær í fótbolta en hann gæti ekki notað hann því hann væri ekkert án bolta. Menn verða að passa þetta því það eru alltof margir þjálfarar sem einbeita sér bara að tækninni en gleyma hinu. Ég hef rætt þetta við Arnór Guðjohnsen og hann er hneykslaður á því hvað unglingaflokkarnir á Íslandi eru látnir hlaupa lítið. Þegar hann kom til Belgíu 17 ára gamall voru skógarhlaup einu sinni í viku og hann kom alltaf síðastur í mark í langhlaupi með markvörðunum. Það er eðlilegt að markverðir séu síðastir í mark í langhlaupi en mjög óeðlilegt að framherji og kantmaður sé síðastur í mark því þeir þurfa að hlaupa mikið í leikjum. Belgarnir sögðu

við Arnór að væri hann á Spáni eða Ítalíu hefði hann betri hlaupagrunn en ekki í Belgíu því hann hafði hæfileikana en ekki hlaupagetuna.“

Arnór og Jón Óli eru sammála að of lítið er lagt upp úr kraft þættinum í þjálfun barna á Íslandi.„Á þeim árum þegar hormónin eru að fara á fullt á að láta krakkana hlaupa og hlaupa til að stækka lungun enda hafa stelpurnar fengið að hlaupa mikið hjá mér og koma alltaf afgerandi best út úr þolprófum hjá landsliðunum. Ég legg líka áherslu í minni þjálfun á að krakkarnir fái verkefni við hæfi. Hér áður fyrr var alltaf aldurskipt en ég er meira fyrir það að getuskipta hópunum. Ég læt ekki krakka með b-liðs getu leika í a-liði og öfugt. Getan ræður verkefninu ekki aldurinn.“

Það er ekkert leyndarmál að félagslegi þátturinn skiptir ekki síður miklu máli en sá praktíski en hvernig er þeim málum háttað í Grindavík?„Þetta er sá vettvangur þar sem hægt er að gagnrýna mig mest. Ég hef því miður mjög lítinn tíma í annað en að

þjálfa því ég er með svo marga flokka. Ég er alltaf að þjálfa eða í leikjum. Sem dæmi um það þá var ég með 68 leiki á einhverjum 40 dögum í apríl og maí vegna Faxaflóamótsins. Þarna reynir meira á foreldrana en það virðist enginn hafa tíma í að sinna þessu í dag. Krakkarnir þurfa að koma saman að minnsta kosti einu sinni í mánuði utan fótboltans og ég hef tekið þetta fyrir á foreldrafundum en það virðist enginn hafa aukatíma í dag.“

Að lokum vildi Jón Óli hvetja krakkana til að halda áfram að æfa vel og æfa fyrir utan æfingatíma.„Það sama á við þá sem hafa dottið aftur úr. Strákarnir þurfa að taka sig á og rækta sína hæfileika því ég er að horfa á stráka með mikla hæfileika henda hæfileikunum í vaskinn. Svo má ekki gleyma því að við erum með alvöru karl í brúnni í meistaraflokki. Þetta er maður af Skaganum og Skagamenn eins og Eyjamenn kalla ekki allt ömmu sína og ef það verður ekki Íslandsmeistaratitill þá verður það bikarmeistaratitill í sumar!”

Jón Óli Daníelsson

Page 14: Grindavikur blad 2006

14

Sigurður Jónsson

Það vakti kátínu margra stuðningsmanna Grindavíkur þegar einn ástsælasti knattspyrnumaður landsins fyrr á árum, Sigurður Jónsson, var ráðinn þjálfari liðsins síðasta vetur. Sigurður er frægur fyrir að kalla ekki allt ömmu sína og láta verkin tala eins og Grindvíkingar hafa nú þegar fengið að kynnast.

Sigurður hefur farið vel af stað með liðið og er nokkuð brattur þegar mótið er nú rétt rúmlega hálfnað.„Stemningin hér í Grindavík er nokkuð góð og ég er þokkalega sáttur við gengi okkar í fyrri umferðinni. Maður er aldrei fullkomlega sáttur, við höfum gert of mörg jafntefli en við erum að vinna í okkar málum og okkur miðar í rétta átt.“

Markmið Grindavíkur fyrir tímabilið var að vera í einu af 5 efstu sætunum en hefur það breyst eitthvað er liðið hefur á tímabilið?„Nú ætlum við okkur að ná Evrópusæti. Þetta er þéttur pakki en við ætlum að koma sterkt út úr þessu á heimleiðinni. Við settum upp þriggja ára áætlun þegar ég tók við og fyrsta árið ætluðum við ekki að vera í fallbaráttu. Við ætlum svo að byggja á því og taka titil á þriðja árinu.“

Til að ná Evrópusæti þarf liðið að sýna stöðuleika í leik sínum á endasprettinum en aðeins eitt lið hefur sýnt einhvern stöðuleika í vetur, topplið FH.„Við höfum lent í smá áföllum í sumar. Maður batt vonir við að Kekic yrði í lagi og yrði með okkur í þessu og svo missum við Óla Stefán. Hann hefur verið í basli með

meiðsli stærstan hluta ársins en náði að sýna hvers hann er megnugur þegar hann komst í form en svo lendir hann í því að kinnbeinsbrotna. Það er mikið áfall að missa reynslubolta eins og þá tvo en við erum að reyna að styrkja okkur fyrir lokaátökin með tveimur leikmönnum frá Danmörku því breiddin þarf að vera til staðar til að ná einhverjum stöðuleika fyrir heimleiðina út mótið.“

Menn sem æfa uppskeraSigurður segir sitt fyrsta verkefni með lið Grindavíkur var að laga hripleka vörn liðsins frá fyrri árum.„Ég þurfti að byrja á að finna lausnir á varnarleiknum og ég er nokkuð sáttur við hvernig það hefur tekist upp hjá okkur. Aftur á móti skorum við ekki nógu mörg mörk. Við sköpum okkur ágæt færi en nýting hefur ekki verið nógu góð en þetta kemur allt í áföngum. Við þurfum samt að bæta úr þessu sem fyrst.“

Í þriggja ára áætlun Sigurðar við að koma Grindavík á topp íslenskrar knattspyrnu er horft til uppalinna leikmanna félagsins ásamt því að fengnir eru til liðsins leikmenn sem passa vel inn í hópinn.„Þeir leikmenn sem hafa komið hingað passa mjög vel inn í þetta hjá okkur. Þeir eru á svipuðum aldri og uppistaða liðsins. Það voru gerðar miklar væntingar til Jóhanns Þórhallssonar og hann hefur svo sannarlega staðist þær. Jóhann Helgason kom ekki í nógu góðu líkamsstandi til landsins frá Bandaríkjunum en hefur staðið sig feikivel að undanförnu og Kristján Valdimarsson á helling inni fyrir endasprettinn. Svo eru margir ungir strákar sem eru að banka á dyrnar hjá okkur.“

Annar flokkur Grindavíkur er í efsta sæti síns riðils en Sigurður segir vanta örlítið upp á stöðuleikann hjá þeim.„Þeir hafa margir staðið sig vel í öðrum flokknum og með aukinni reynslu geta margir af þessum strákum orðið stór hluti af þessu Grindavíkurliði. Það eru margir efnilegir leikmenn hér og mjög góður efniviður að vinna úr. Strákarnir verða bara að átta sig á því að það þarf mikla vinnu til að ná langt í fótbolta. Hæfileikarnir eru aðeins 50%. Strákarnir þurfa að vera duglegir að æfa en það þarf líka að koma frá þeim sjálfum. Þeir eiga allir möguleika á að ná langt en það kosti blóð, svita og tár. Maður þarf stundum að vera með svipuna á þeim en þeir þurfa að gera sér grein fyrir því að það er undir þeim sjálfum komið hve langt þeir vilja ná í boltanum.“

Fjölgum liðum,fækkum útlendingumSigurður segir fátt hafa komið sér á óvart í deildinni í sumar annað en að yfirburðir FH eru meiri en hann átti von á og eins átti hann von á Skagamönnum sterkari.„Þó FH sé með sterkasta mannskapinn þá átti ég ekki von á að þeir myndu stinga svona af. Ég bjóst við að öll hin liðin yrðu í einum pakka eins og raunin er. Það þarf lítið að gerast til að lið fari upp um mörg sæti eða dragist niður í kjallarann, þetta veltur allt á dagsforminu eins og deildin hefur spilast. Allir geta unnið alla. Ég held að þessi barátta muni vera svona fram á síðasta leik, bæði um Evrópusæti og um hverjir verða með á næsta ári.“

Deildin fór vel af stað og mörg lið spiluðu góðan fótbolta en gæði leikjanna hafa heldur dalað er liðið hefur á leiktíðina og það tekur Sigurður undir.„Botninn hefur aðeins dottið úr þessu. Menn eru orðnir full varkárir og enginn vill tapa stigum því mótið er svo stutt. Það er orðið löngu tímabært að fjölga í þessu móti og það er mín skoðun að það eigi að lengja mótið og spila fleiri leiki og eins finnst mér að það eigi að takmarka fjölda útlendinga. Með aukinni samkeppni fá ekki eins margir ungir leikmenn tækifæri til að sýna sig og sanna eins og var áður fyrr. Flestir þurfa að bíða í að minnsta kosti eitt ár eftir að þeir koma upp úr öðrum flokki í stað þess að koma strax inn og það hrjáir landslið okkar að þessi strákar fá ekki tækifæri þegar þeir eru yngri eins og maður fékk sjálfur 15 ára gamall. Varaliðskeppnin er ekki nógu góð fyrir þessa stráka, þá vantar að leika betri leiki en þar eru í boði.“

Sigurður vildi að lokum minna Grindvíkinga á mikilvægi þess að standa á bak við liðið og styðja það í harðnandi baráttu á lokasprettinum.„Það er gríðarlega mikilvægt að við fáum góðan stuðning á heimleiðinni og að við þjöppum okkur allir saman, bæði innan vallar sem utan. Skemmtum okkur vel og baráttukveðjur.”

STEFNUM Á EVRÓPUSÆTI

Page 15: Grindavikur blad 2006

1�

Fullt nafn:Eysteinn Húni Hauksson Kjerúlf.

Aldur: Að verða 32ja. Hroðalegt að þurfa að horfast í augu við þetta. 22ja í anda.

Uppáhalds matur?Rjúpurnar hennar mömmu á jólunum

Besti skyndibitinn?Serrano

Uppáhalds sjónvarpsefni?Ensku mörkin með Bjarna Fel. Sýn er líka með frábæra umfjöllun um HM þessa dagana og reyndar er umfjöllunin um íslenska boltann þar líka mjög góð.

Besta bíómyndin?Man On The Moon og gömlu myndirnar hans Woody Allen (Bananas, Love And Death, Zelig, o.s.frv.), American Beauty og auðvitað La Vita E Bella.

Lélegasta bíómyndin?Cool As Ice með Vanilla Ice í aðalhlutverki. Það er Ray að kenna að ég horfði á þessa („Drop the zero,and get with the hero“)

Uppáhalds hljómsveit/tónlistarmaður?R.E.M. Ég er tíu sinnum sjúkari R.E.M. aðdáandi en þú getur ímyndað þér. Hef séð þá tvisvar „live“ og vona að þeir eigi eftir að láta sjá sig á klakanum.

Besta útvarpsstöðin?Er yfirleitt alltaf með disk í bílnum en það sem líkist mínum smekk mest er á 91.9. Annars er Óli Palli alltaf traustur.

Uppáhalds drykkur?Er stundum vandræðalega fljótur með lítrann af Trópí.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með?Kvennaliði, bara get ekki séð það gerast.

Besti samherjinn?Þeir eru margir og með misjafna kosti. Það er gott að vera í liði með mönnum eins og Leifi Guðjóns. Fyrrum liðsmenn Grindavíkur, þeir Sverrir Þór Sverrisson og Snorri Már Jónsson eru í gríðarlegum metum hjá mér en þeim spilaði ég með hjá Keflavík. Eins Haukur Ingi Guðnason og Jóhann Guðmundsson, miklir vinir mínir. Besti núverandi samherjinn er tvímælalaust, að öðrum ólöstuðum, Maggi (Danny Crane) markvörður en þar fer algjört gull af manni, með hjartað á réttum stað.

Verst klæddi samherjinn?Ég er nú yfirleitt ekkert að velta klæðaburði manna mikið fyrir mér en þó koma náttbuxurnar hans Eyþórs einhverra hluta vegna upp í hugann en þeim klæðist hann ósjaldan er hann kemur til æfinga.

Erfiðasti andstæðingur?Arnór Guðjohnsen, með Örebro og seinna með Val. Hreint út sagt frábær knattspyrnumaður.

Auðveldasti andstæðingur?Eitt árið mitt með Hetti, var Huginn frá Fellabæ með lið í gömlu fjórðu deildinni. Markvörður þeirra, Arnfinnur Bragason sagðist í blaðaviðtali „vera GJÖRSAMLEGA hættur að kippa sér upp við það þegar andstæðingarnir skoruðu hjá honum“.

Uppáhalds lið á Englandi?Manchester United og hefur verið frá því ég man eftir mér. Pabbi sá til þess. Hlakka til að fylgjast með vini

mínum Ívari Ingimarssyni og Reading í úrvalsdeildinni og ég held að ég myndi ekki gráta það ef þeir ynnu United.

Uppáhalds knattspyrnumaður?Michel Platini, Bryan Robson, Ásgeir, Arnór og Pétur voru mín átrúnaðargoð í æsku og gott ef Sigurður nokkur Jónsson var ekki skammt á eftir. Í dag held ég mest upp á nokkra mjög efnilega drengi í 5. flokki Grindavíkur.

Besti leikmaður Grindavíkur fyrr og síðar?Milan S. Jankovic. Skilst að Rúnar Sigurjónsson hafi verið gríðarlega efnilegur og meðal annars verið valinn leikmaður ársins hjá Grindavík,átján ára gamall, áður en erfið meiðsli bundu enda á feril hans. Því miður sá ég hann aldrei spila.

Besti leikmaður Íslands fyrr og síðar?Eiður er auðvitað magnaður og mest í sviðsljósinu í dag en mig langar að segja Albert Guðmundsson. Hvet alla til að lesa bækurnar sem gefnar hafa verið út um knattspyrnuferil hans.

Efnilegasti leikmaður landsins?Ingi Steinn Guðjónsson

Grófasti leikmaður deildarinnar?Paul McShane, by a mile

Besti íslenski íþróttamaðurinn?Vilhjálmur Einarsson, þrístökkvari. Lesið líka um hann.

Besti íþróttafréttamaðurinn?Alinn upp af Bjarna Fel. Þeir toppa hann seint þrátt fyrir góða viðleitni margra.

Hvaða íþrótt myndir þú æfaef þú værir ekki í fótbolta? Handbolta,tvímælalaust.

Besti þjálfari sem þú hefur haft?Jón Þór Brandsson og Guðni Kjartansson. Mjög sáttur við þjálfarateymið hjá Grindavík í dag.

Eitthvað að lokum?Nei,nei,það er ekkert að þeim.

HIN HLIÐINEysteinn Húni Hauksson

Eysteinn Húni

Page 16: Grindavikur blad 2006

16

Trésmíðaverkstæðið Grindin hf Hafnargötu 9a, 240 Grindavík s.

Bókabúð Grindavíkur Víkurbraut 62 240 Grindavík

s. 4268787

KöfunarþjónustaGunnar Jóhannesson

Öll almenn köfunS: 486 7006 - 892 8658 - 852 8658

Allan sólarhringinn

Áfram Grindavík

Page 17: Grindavikur blad 2006

1�

Landsbankinn gerði stóran samning við knattspyrnudeild Grindavíkur fyrir sumarið en þetta er langstærsti samningur sem Landsbankinn hefur gert við félagið. Valdimar Einarsson útibússtjóri Landsbankans í Grindavík segist vona að þessi samningur efli knattspyrnuna í Grindavík enn frekar.

Það vita allir sem fylgjast með íslenskri knattspyrnu aðekkert fyrirtæki styður eins vel við fótboltann og Landsbankinn. Landsbankinn hefur búið til frábæra umgjörð um boltann ásamt KSÍ og forráðamönnum félaganna í efstu deild. Ásamt því að vera helsti styrktaraðili deildarinnar styrkir bankinn við fjölda félaganna í efstu deild með einum eða öðrum hætti en hvað getur Valdimar sagt um samninginn? „Samningurinn sem slíkur er auðvitað trúnaðarmál en ég get sagt að þetta er langstærsti samningur sem bankinn hefur gert við knattspyrnudeildina sem hefur

verið í viðskiptum við okkur nánast frá upphafi. Í þessum samningi tökum við sérstaklega á uppbyggingu barna og unglingastarfs sem við erum mjög ánægðir með enda er vel staðið að þeim málum hjá deildinni.“

Valdimar segir mjög ánægjulegt fyrir bankann að koma að þessu enda eru stjórnendur bankans eins og Valdimar annálaðir knattspyrnuáhugamenn.„Samningurinn gengur ekki sérstaklega út á unglingastarfið en það er nefnt í samningnum og ánægjulegt ef þetta verður til að það starf eflist enn frekar. Viðhorf bankans sem slíks er mjög jákvætt gagnvart fótboltanum eins og allir sem fylgjast með hafa tekið eftir. Bankinn er aðalstyrktaraðili efstu deilda hér á landi og það er stefna og viðhorf stjórnenda og eiganda bankans. Það að standa svona á bak við fótboltann er mjög góð auglýsing fyrir bankann.“

Fótboltinn skiptir miklu máliValdimar fylgist vel með liði Grindavíkur og er duglegur að sækja völlinn þó hann sjálfur hafi ekki spilað mikinn

fótbolta eftir unglingsárin.„Ég spila mikið golf en hef mikinn áhuga á fótbolta eins og öðrum íþróttum og fer mikið á völlinn. Það er mjög skemmtileg stemning hér í bænum og á vellinum í kringum fótboltann. Svo er aðstaðan til fyrirmyndar. Maður skynjar það á bæjarbúum að fótboltinn hefur mikla þýðingu fyrir samfélagið. Bæjarbúar og fyrirtæki í bænum standa vel við bakið á félaginu sem hefur spilað stórt hlutverk í því að liðið er enn á meðal þeirra bestu og hefur aldrei fallið niður um deild.“

Gengi Grindavíkur hefur verið nokkuð gott í jafnri deild og líst útibússtjóranum ágætlega á gengi liðsins.„Deildin er mjög jöfn og það munar um hvert stig en þetta hefur farið mjög vel af stað í samanburði við mörg undanfarin ár og er full ástæða til bjartsýni fyrir lok sumars,“ sagði Valdimar sem vildi að lokum óska knattspyrnudeildinni alls hins besta og vonar að félagið nái sem bestum árangri og haldi áfram á sömu braut.“

Valdimar Einarsson útibússtjóri Landsbankans í Grindavík, Jónas K. Þórhallsson formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur og Halldór J. Kristjánsson bankastjóri Landsbankans við undirritun samstarfssamnings Grindavíkur og Landsbankans.

EFLUMunglingastarfið

Bakhjarl

Page 18: Grindavikur blad 2006

1�

Áfram Grindavík

Page 19: Grindavikur blad 2006

1�

Eitt af fyrstu verkum Sigurðar Jónssonar sem þjálfara Grindavíkur var að gera varnarmanninn sterka Óðin Árnason að fyrirliða liðsins. Það vantar ekki leiðtoga í lið Grindavíkur og því er þetta mikill heiður fyrir Óðin sem hefur allt brunns að bera að vera sigursæll fyrirliði.

Óðinn er að venju bjartsýnn fyrir nýhafið tímabil og segir hann almennt vera bjart yfir mönnum hjá félaginu. „Það verður engin fallbarátta hjá okkur í ár það er á hreinu. Við horfum upp á við en ekki niður á við.“Óðinn gerir ráð fyrir jöfnu móti og það bæði á toppi og botni deildarinnar. „FH verða ekki afgerandi bestir eins og í fyrra þó þeir verði auðvitað í baráttunni. Það eru nokkur lið sem geta blandað sér í toppbaráttuna og þar ætlum við að vera.“

Kjallarabarátta tekur mikið á taugarnar og er þreytandi fyrir alla tengda félaginu, þess vegna er mikilvægt að liðið sýni stuðningsmönnum sínum strax að ekkert slíkt verður upp á teningnum í sumar. Þessu er Óðinn sammála. „Þetta veldur bara stressi, óþarfa álagi og almennum leiðindum. Því fyrr sem við sjáum að við verðum ekki í þessari baráttu verður þetta mikið skemmtilegra, það er ekkert gaman að standa í þessu ár eftir ár. Það er raunhæft að vera fyrir ofan miðju og það er okkar markmið.“

Margir efnilegir strákarað koma uppGrindvíkingar hafa styrkt hópinn mikið í vetur og telur þá vera nógu góða til að vera fyrir ofan miðja deild.„Við höfum bætt við okkur sex sterkum íslenskum leikmönnum

og þá tel ég Orra Frey og Ray Anthony með þar sem þeir voru meiddir allt tímabilið í fyrra. Þetta eru allt leikmenn sem gera tilkall til sætis í byrjunarliði sem sýnir hve mikið liðið styrkist við það. Hópurinn er mikið betri en í fyrra. Til viðbótar fáum við tvo skota og Mounir „Númi“ Ahandour er mikið sterkari en í fyrra nú þegar hann er búinn að aðlagast boltanum hér og veit að hverju hann gengur. Svo má ekki gleyma ungu grindvísku strákunum í hópnum sem eru margir farnir að banka fast á dyrnar. Þeir eiga eftir að spila mikið meira í ár og vera mjög áberandi í okkar leik. Það er mjög góð kynslóð að koma upp úr öðrum flokki núna en það gerist oft í svona sveitarfélögum að sterkir árgangar koma upp og setja mikinn svip á liðin. Það verður mjög spennandi að sjá hvað verður úr þessum strákum.“

Óðinn á ekki von á því að fyrrverandi fyrirliðarnir tveir, Sinisa Valdimar Kekic og Óli Stefán Flóventsson, reyni að taka af honum völdin.„Fyrirliðabreytingin er engin gagnrýni á þeirra störf. Þeir munu hafa jafn mikil áhrif og áður. Menn hætta ekki að vera leiðtogar á einni nóttu og þeir eru rólegir yfir þessu. Þetta er fyrst og fremst jákvæð áskorun til mín um að bæta mig sem leiðtogi.“

Getum bara bætt okkurmeð þessa þjálfaraÞað dylst engum að sterkara þjálfarateymi en hjá Grindavík er vart fundið á Íslandi. „Þetta er algjör draumur fyrir leikmenn. Milan Stefán Jankovic er ótrúlega fær í að rækta knattspyrnuhæfileika manna, það vita allir sem fylgst hafa með. Sigurður er ótrúlega drífandi og Magni Fannberg Magnússon aðstoðarþjálfari á eftir að verða rosalegur þjálfari. Hann er líklegast efnilegasti þjálfari landsins í dag ef hægt er að segja sem svo. Hann hefur mikinn metnað og eiga menn eftir að taka vel eftir honum á næstu árum.“

Þegar lið leika og æfa undir stjórn svo hæfra manna er ekki við öðru að búast en leikmenn bæti sig sem einstaklingar og liðið muni leika betri og betri fótbolta er líður á tímabilið. „Það væri óeðlilegt að bæta sig ekki með þetta lið á bakinu. Sigurður er með það að leiðarljósi að spila góðan fótbolta. Við gerðum margt vel sóknarlega í fyrra enda eru góðir fótboltamenn í liðinu en það vantaði stöðuleika og þá sérstaklega varnarlega. Varnarvinna liðsins var ekki nógu góð og Sigurður hefur verið að bæta úr því. Það hjálpar mikið að vera búnir að fá leikmenn til liðsins sem hafa æft með liðinu í allan vetur, þó ég vilji ekki tala illa um útlendingana sem komu rétt fyrir mót. Það er svo mikilvægt að hafa þennan kjarna saman á undirbúningstímabilinu í stað þess að fá fimm leikmenn til liðsins rétt fyrir mót því það tekur tíma að slípa liðið saman eins og sást greinilega í fyrra. Þetta voru fínustu leikmenn en það tekur tíma að ná upp leikskilningi manna á milli. Við höfum haft stærri hóp á undirbúningstímabilinu og spilað mikið betur saman fyrir tímabilið.“

Fjölskylduskemmtunað mæta á völlinnÓðinn segir hvergi betra að spila en á Grindavíkurvelli. „Okkur gekk mikið betur á heimavelli en útivelli í fyrra eins og það á að vera. Þetta er öflugur heimavöllur sem er á uppleið. Það er langskemmtilegast að spila hér heima. Það sýndi sig í síðasta leiknum á móti Keflavík í fyrra hve miklu máli góður stuðningur skiptir. Það var frábært að spila þann leik. Það er fámennur en hávær hópur á bak við liðið,” sagði Óðinn sem vildi að lokum hvetja fólkið í bænum til að flykkjast á völlinn og styðja enn betur við bakið á liðinu. „Fólk þarfs að mæta með alla fjölskylduna á völlinn og gera þetta að enn betri heimavelli en verið hefur.“

Óðinn Árnason

GETUM BARA BÆTT OKKUR

Page 20: Grindavikur blad 2006