guðsþjónusta í langholtskirkju 2 - Ísl | fræðagarður · web viewskoðunarmenn ársreikninga...

25
2016 Fræðagarður Fræðagarður boðar til aðalfundar 29. febrúar 2016 kl. 16:30 í Borgartúni 6, 3. hæð. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar 2. Reikningar félagsins lagðir fram 3. Lagabreytingar 4. Fræðslu- og ráðstefnusjóður – Reikningar 4a. Hjördís Jónsdóttir framkvæmdastjóri SÍNE. 5. Fjárhagsáætlun og ákvörðum um félagsgjöld 6. Kosning stjórnar kl. 17:30 7. Kosning skoðunarmanna reikninga félagsins 8. Kosning í nefndir og önnur trúnaðarstörf 9.Önnur mál Ársskýrsla Fræðagarðs fyrir árið 2015 Lögð fram á aðalfundi félagsins 29. febrúar 2016 Stjórn og kjörnir fulltrúar Frá síðasta aðalfundi hefur starfað eftirfarandi stjórn: Formaður: Bragi Skúlason (kjörtímabil 2015-2017) Varaformaður: Birna Bjarnadóttir (kjörtímabil 2015- 2017) 1

Upload: lynga

Post on 07-Apr-2018

222 views

Category:

Documents


8 download

TRANSCRIPT

Page 1: Guðsþjónusta í Langholtskirkju 2 - ÍSL | Fræðagarður · Web viewSkoðunarmenn ársreikninga eru tveir, og einn til vara. Þeir skulu kjörnir á aðalfundi til eins árs í

2016

Fræðagarður

Fræðagarður boðar til aðalfundar 29. febrúar 2016 kl. 16:30í Borgartúni 6, 3. hæð.

Dagskrá:

1. Skýrsla stjórnar 2. Reikningar félagsins lagðir fram 3. Lagabreytingar 4. Fræðslu- og ráðstefnusjóður – Reikningar

4a.Hjördís Jónsdóttir framkvæmdastjóri SÍNE. 5. Fjárhagsáætlun og ákvörðum um félagsgjöld 6. Kosning stjórnar kl. 17:307. Kosning skoðunarmanna reikninga félagsins 8. Kosning í nefndir og önnur trúnaðarstörf 9. Önnur mál

Ársskýrsla Fræðagarðsfyrir árið 2015

Lögð fram á aðalfundi félagsins 29. febrúar 2016

Stjórn og kjörnir fulltrúar Frá síðasta aðalfundi hefur starfað eftirfarandi stjórn:

Formaður: Bragi Skúlason (kjörtímabil 2015-2017)Varaformaður: Birna Bjarnadóttir (kjörtímabil 2015-2017)Gjaldkeri: Helga Björg Kolbeinsdóttir (kjörtímabil 2014-2016)Ritari: Auður Sigrúnardóttir (kjörtímabil 2015-2017). Meðstjórnendur: Ragnar Karl Jóhannsson (kjörtímabil 2014-2016)

Guðmundur Þór Sigurðsson (kjörtímabil 2015-2017)Óskar Marinó Sigurðsson (2015-2016)

Varamenn: Friðbjörg Ingimarsdóttir (2015-2016)Kalman Le Sage De Fontenay (2015-2016)

Kjörnir skoðunarmenn reikninga: Kristín Ólafsdóttir og Kjartan Örn Sigurbjörnsson. Kjörnefnd: Anna Margrét Sigurðardóttir, Anna Sigríður Ragnarsdóttir og Anna Sigurborg Ólafsdóttir.

1

Page 2: Guðsþjónusta í Langholtskirkju 2 - ÍSL | Fræðagarður · Web viewSkoðunarmenn ársreikninga eru tveir, og einn til vara. Þeir skulu kjörnir á aðalfundi til eins árs í

Stjórn starfar samkvæmt verklagsreglum sem hún hefur sett sér (sjá fylgiskjal 2). Stjórnin fundaði 22svar sinnum á starfsárinu. Fulltrúaráðsfundir voru tveir og tveir opnir félagsfundir um kjaramál. 15 fulltrúar Fræðagarðs sátu aðalfund BHM.

ÞjónustuskrifstofaFræðagarður er aðili að rekstri Þjónustuskrifstofunnar ásamt Félagi íslenskra

félagsvísindamanna, Stéttarfélagi bókasafns- og upplýsingafræðinga, Stéttarfélagi

lögfræðinga og Félagi háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins.

Nú starfa á þjónustuskrifstofunni:

Andri Valur Ívarsson, lögfræðingurAnna S. Ragnarsdóttir, þjónustufulltrúiHalldór K. Valdimarsson, framkvæmdastjóriSigrún Ösp Sigurjónsdóttir, hagfræðingurHjalti Einarsson, vinnusálfræðingur

KjaramálÁrið 2015 var ár samningaumleitana. Hæst ber langvinn lota við ríkið þar sem yfir 20

samningafundir, margir þeirra mjög langir, skiluðu engum árangri. Næstum 10 vikur

verkfallsaðgerða skiluðu okkur heldur ekki niðurstöðu, þar sem ríkisstjórnin setti lög á

aðgerðir okkar og gerðardómur úrskurðaði laun okkar til tveggja ára. Þau 18 félög

sem sameinuðust um aðgerðir undir merkjum BHM hafa nú kært lagasetninguna til

Mannréttindadómstóls Evrópu

Félögin 18 sameinuðust um að bera kostnað af sameiginlegum aðgerðum, þannig

að enginn félagsmaður yrði fyrir launamissi. Við lögðum fram kröfur um að á

íslenskum vinnumarkaði eigi að vera framtíð fyrir háskólamenntaða og að menntun sé

metin til launa.

Í kröfum um launahækkun háskólamanna felst að tekið sé tillit til tilkostnaðar við

öflun háskólamenntunar, að markvisst verði unnið að því að útrýma mun milli

málaflokka í starfsemi ríkisins og kynja, að umhverfi stofnanasamningagerðar verði

bætt til muna og stofnanir sem dregist hafi aftur úr í launaþróun fái sérstakt framlag.

Aðgerðirnar fólu í sér:

Hálfs dags allsherjarverkfall allra félaga 9. apríl 2015.

Allsherjarverkfall stakra félaga, ótímabundið.

2

Page 3: Guðsþjónusta í Langholtskirkju 2 - ÍSL | Fræðagarður · Web viewSkoðunarmenn ársreikninga eru tveir, og einn til vara. Þeir skulu kjörnir á aðalfundi til eins árs í

Ótímabundins verkfall stakra félaga á tiltekinni stofnun.

Tímabundin verkföll (dagar / vikur) stakra félaga á tiltekinni stofnun.

Verkföll stakra félaga á tiltekinni stofnun, tiltekinn tíma úr degi.

Mikil samstaða náðist um aðgerðirnar, en það hafði hins vegar engin áhrif á

samninganefnd ríkisins eða stefnu stjórnvalda.

Í haust var skrifað undir SALEK samkomulag aðila vinnumarkaðarins sem BHM

félögin treystu sér ekki til að eiga aðild að vegna skerðingar á lífeyrisréttindum

opinberra starfsmanna sem voru tengd samkomulaginu eins og það stóð við

undirskrift.

Actionhópur BHMÞann 26. mars 2015 hittist í fyrsta skiptið hópur sem fékk nafnið „Actionhópur“ sem

hafði það hlutverk að koma með hugmyndir, virkja aðra félagasmenn og kanna hvaða

leiðir stæðu opnar í verkfallsbaráttunni. Markmiðið var að ná samskonar samstöðu og

meðbyr og læknar höfðu fengið með sér í sinni baráttu. Þarna var kominn saman

fjölbreyttur hópur sem samanstóð af 33 einstaklingum með mismunandi menntun,

þekkingu, reynslu og tengsl inn í atvinnulífið.

Haldið var af stað með aðgerðarplan fyrir það hvernig við myndum koma þessu í

verk en kynningarverkfæri voru af ýmsum toga, t.d. fréttir á heimasíðu,

fréttatilkynningar í fjölmiðla, tölvupóstur til hagsmunaaðila, samfélagsmiðlar og innri

upplýsingargjöf til félagsmanna á vinnustöðum svo eitthvað sé nefnt. Einnig var

fengin auglýsingastofa til að liðsinna hópnum og verkefnastjóra. Það er óhætt að segja

að undirbúningsvinnan fór vel af stað og voru margar góðar hugmyndir á lofti sem

náði flugi, t.d. fyrsta skrefið í samstöðunni sem var að vera sýnileg á Facebook og

setja upp barmmerki við upphafsmynd sína og merkja allar myndir sem tengjast

baráttunni með myllumerkinu #Aframbhm.

Undirtektir voru góðar og mikill kraftur í hópnum frá upphafi. Afrakstur hópsins

og verkefnastjóra var í formi kröfuganga, upplýsingagjafar, viðtala, greinaskrifa og

deiling frétta á samfélagsmiðlum. Eftir að það fór að líða á verkfallið og sumarfrí var

farið að spila inn í þá dró úr kraftinum og félagsmenn höfðu orð á því að við værum

ekki nógu sýnileg og umræðan um verkfallið væri orðin frekar neikvæð. Af

einhverjum ástæðum náðist ekki að breyta stefnu þegar svona langt um liðið var í

verkfallinu og hefði verið áhugavert að skoða hverju hefði mátt breyta til að ná betri

3

Page 4: Guðsþjónusta í Langholtskirkju 2 - ÍSL | Fræðagarður · Web viewSkoðunarmenn ársreikninga eru tveir, og einn til vara. Þeir skulu kjörnir á aðalfundi til eins árs í

árangri hvað þetta varðar. Það hefði kannski verið hægt að skerpa betur á ýmsum

atriðum t.d. upplýsa félagsmenn og almenning hvað væri átt við að meta menntun til

launa. Setja upp viðbragaðsáætlun sem væri þá mótsvar við útspil neikvæðra

umræðna sem skapast í kringum í verkfall og reyna draga úr áhrifum þeirra.

Aðrir samningarSamningur við Reykjavíkurborg var undirritaður rétt fyrir jól og samþykktur eftir

kynningu og atkvæðagreiðslu sem lauk 22. desember þar sem 91.7% af þeim sem

tóku þátt í atkvæðagreiðslunni samþykktu hann.

Samningar við sveitarfélög eru í gangi þegar þetta er ritað í febrúar 2016, en stefnt

að undirritun fyrir lok mánaðarins.

Breytt aðferðafræðiSamningatilraunir ársins 2015 færðu okkur enn betur heim sanninn um hversu

nauðsynlegt er að við komum á nýrri aðferðafræði við ákvarðanir í kjaramálum.

Það er ekki ofáætlað að Bandalag háskólamanna og aðildarfélög þess hafi lagt

tugþúsundir mann-klukkustunda í samningavinnu á árinu og eftir alla þá vinnu

stöndum við frammi fyrir þeirri staðreynd að það er nokkurra vikna starf þriggja

gerðardómsmanna sem verður ákvarðandi fyrir þróun kjaramála. Ekki bara þróun

kjara ríkisstarfsmanna innan BHM heldur verður úrskurður dómsins að nokkurs konar

helgum véum á vinnumarkaði og reynist niðurstaða dómsins verða viðmið annarra

kjarasamninga sem hafa verið samþykktir við ríki og á almennum markaði eftir að

gerðardómur féll .

Þessi þróun sýnir okkur í hnotskurn nauðsyn þess að þær samfélagsbreytingar sem hafa

orðið og eru að verða skili sér inn í kjaramálin, svo afl og þrek stéttarfélaganna sé ekki

endalaust puðrað upp í vindinn.

Kannanir 2015Á starfsárinu gerði félagið í samstarfi við Bandalag háskólamanna (BHM) og önnur

aðildarfélög umfangsmikla könnun á kjörum félagsmanna. Könnun þessi var gerð af

rannsóknar- og ráðgjafafyrirtækinu Maskínu á tímabilinu. Félagið hefur einnig sent

smærri kannanir til markhópa innan félagsins, m.a. til að kanna launaþróun. Þessar

kannanir eru nauðsynlegar til að við höldum góðri yfirsýn yfir launaþróun

félagsmanna okkar og við erum afar þakklát fyrir góða þátttöku félagsmanna.

4

Page 5: Guðsþjónusta í Langholtskirkju 2 - ÍSL | Fræðagarður · Web viewSkoðunarmenn ársreikninga eru tveir, og einn til vara. Þeir skulu kjörnir á aðalfundi til eins árs í

Könnun á högum atvinnulausra félagsmanna var unnin af Báru Baldursdóttur að

beiðni stjórnar og jafnframt voru lagðar fram tillögur að aðgerðaráætlun í þágu

atvinnuleitenda. Liggja þessar tillögur frammi á fundinum.

Fræðslu- og ráðstefnusjóður Fræðagarðs Fræðslu- og ráðstefnusjóður Fræðagarðs var settur á laggirnar árið 2010. Stjórn

Fræðagarðs setti sjóðnum starfsreglur (sjá fylgiskjal 1).

Í framkvæmdastjórn sjóðsins eru: Auður Sigrúnardóttir formaður, Helga

Kolbeinsdóttir ritari, Anna M. Sigurðardóttir, Birna Bjarnadóttir, og Eðvald Einar

Stefánsson.

Stjórn Fræðagarðs setur sjóðnum markmið og ákveður verkefni hans. Á árinu 2015

hefur sjóðurinn staðið fyrir ýmis konar fræðslu fyrir félagsmenn auk þess að bjóða

upp á fjölbreytt námskeið. Námskeið um Hugræna atferlismeðferð eða “HAM” hefur

verið geysivinsælt og verður boðið áfram upp á slík námskeið á árinu 2016.

Stjórn fræðslusjóðsins hefur verið að skoða umhverfi námslána út frá ýmsum

hliðum og verður aukin áhersla á málaflokkinn á árinu 2016. Stjórn Fræðagarðs er

mun einnig taka þátt í að móta það verkefni frekar. Fyrsta skrefið í fræðslu þ.a.l. er

umfjöllun á Aðalfundi 2016.

AðgerðasjóðurUndir lok ársins 2013 var stofnaður aðgerðasjóður innan Fræðagarðs. Sjóðurinn á að

standa undir aðgerðum til að fylgja eftir kröfum félagsmanna í kjaramálum.

Félagssjóðurinn er hins vegar í reynd aðgerðasjóður og á hann reyndi af fullum þunga

í umfangsmiklum verkfallsaðgerðum á árinu.

Engar lagabreytingatillögur (Gildandi lög félagsins eru fylgiskjali 3)

Erlent samstarf Það fór ekki mikið fyrir erlendu samstarfi á árinu vegna umfangs kjaramála.

Ljóst er að í þessum málaflokki þarf að bæta um betur á nýju ári. Íslensk stéttarfélög mega ekki búa við þá einangrun að við drögumst sífellt aftur úr í vinnubrögðum og fylgjumst ekki með almennum breytingum að minnsta kosti í Evrópu. Yfirstandandi umræða um aðlögun norræns módels að íslenskum vinnumarkaði gerir það sérstaklega mikilvægt að við höfum þekkingu á því hver þessi

5

Page 6: Guðsþjónusta í Langholtskirkju 2 - ÍSL | Fræðagarður · Web viewSkoðunarmenn ársreikninga eru tveir, og einn til vara. Þeir skulu kjörnir á aðalfundi til eins árs í

módel eru og á hverju þau byggja. Þótt ekki væri til annars en að reyna að sporna við því að úr verði einhver óskapnaður.

Húsnæðismál BHMFræðagarður er eitt fimm aðildarfélaga BHM sem stendur að rekstri sérstakrar

þjónustuskrifstofu. Þjónustuskrifstofan hefur haft yfir að ráða húsnæði í eigu

Fræðagarðs og húsfélags BHM. Miklar viðgerðir hafa verið unnar á þessu húsnæði á

undanförnum mánuðum en jafnframt hefur verið lögð áhersla á þörf fyrir aukið

húsnæði í kjölfar fjölgunar starfsmanna skrifstofunnar.

Húsfélag BHM hefur nú fyrir sitt leyti samþykkt að gengið verði til breytinga á

húsnæðinu í Borgartúni 6 á þann veg að bætt verði úr húsnæðisvandræðum

þjónustuskrifstofunnar. Breytingarnar hafa í för með sér tvöföldun á húsnæði hennar.

Stjórn Fræðagarðs þakkar starfsmönnum þjónustuskrifstofunnar þolinmæði sem þau

hafa sýnt á þessum umbrota- og viðgerðartímum sem senn fer að ljúka.

Stefnumótunarþing BHMStefnumótunarþing er vettvangur samráðs og stefnumótunar aðildarfélaga

bandalagins. Niðurstöður þingsins skulu afgreiddar sem ályktanir og tillögur til

umræðu og afgreiðslu á aðalfundi BHM. Þingið var haldið 3. febr. s.l. og tókst mjög

vel. Gagnlegum upplýsingum var komið til fundarmanna og sjónarmið háskólanema

fengu að njóta sín. Stefnt er að því að koma sjónarmiðum fulltrúa aðildarfélaganna á

framfæri bæði í frekari umræðu og í ályktunum á aðalfundi.

LokaorðFélagsmenn okkar eru nú rétt um 1800 og heldur áfram að fjölga í hverjum mánuði.

Mesta aukningin undanfarin ár hefur verið á einkamarkaðinum. Árið 2015 var ár

miðlægra samninga. Árið 2016 verður ár stofnanasamninga og vonandi ár sem skilar

okkur grundvelli nýrrar aðferðafræði í samningagerð.

Kjörnefnd var skipuð í fyrsta sinn á aðalfundi Fræðagarðs 2014. Kjörnefnd bauð

frambjóðendum að kynna sig og að sú kynning fylgdi fundarboði og ársskýrslu.

6

Page 7: Guðsþjónusta í Langholtskirkju 2 - ÍSL | Fræðagarður · Web viewSkoðunarmenn ársreikninga eru tveir, og einn til vara. Þeir skulu kjörnir á aðalfundi til eins árs í

Nöfn frambjóðenda til kjörs fyrir Fræðagarð í stjórn og varastjórn,

kjörstjórn og skoðunarmanna reikninga:

Á aðalfundinum verða kjörnir, 3 aðalmenn í stjórn til 2ja ára, 2 varamenn í stjórn til

eins árs, 3 í kjörnefnd til eins árs og 2 endurskoðendur til eins árs.

Frambjóðendur í stjórn og varastjórn:

Björgvin Sigurðsson

Ég hef áhuga á að starfa í stjórn Fræðagarðs. Ég gekk í félagið fyrir um einu og hálfu

ári. Ég var áður í Félagi háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins og var meðal

annars trúnaðarmaður félagsins á Hagstofunni í nokkur ár. Þar tók ég þátt í gerð

stofnanasamninga fyrir hönd félagsins. Nú er ég einn þeirra félagsmanna sem starfa á

almenna markaðnum og hef því fjölbreytta reynslu sem ég tel að gæti gagnast

félaginu. Ég vil bjóða fram krafta mína sem aðalmaður í stjórn Fræðagarðs. Ég stunda

nú meistaranám í Háskóla Íslands í hagnýtri menningarmiðlun auk þess sem ég er

með augun opin fyrir tækifærum á vinnnumarkaði.

Friðbjörg Ingimarsdóttir

Varamaður í stjórn Fræðagarðs frá aðalfundi 2016 og býður sig aftur fram til

varamanns. Ég starfa á almanna markaðnum sem framkvæmdastýra Hagþenkis - félag

höfunda fræðirita og kennslugagna og er félagsmaður í Reykjavíkur/Akademíunni. Ég

starfaði áður sem kennsluráðgjafi nýbúafræðslu og fjölmenningar á Fræðslumiðstöð

Reykjavíkur og sá meðal annars um fræðslu fyrir kennara og stjórnendur. Þá hef ég

setið í nokkrum stjórnum svo sem UNIFEM og KRFÍ og í stjórn nokkurra

þróunarverkefna. Færði mig yfir í BHM árið 2000 frá KÍ og þar var ég trúnaðarmaður

í 4. ár og sat í stjórn verkfallssjóðsins í nokkur ár. Friðbjörg Ingimarsdóttir hefur MA

gráðu í mennta- og menningarstjórnun og auk þess framhaldnám á meistarastigi í

fullorðinsfræðslu og fjölmenningu og íslensku sem öðru tungumáli og er list og

verkgreinakennari í grunninn. Höfundur bókarinnar Hugskot ásamt Gunnari Hersveini

sem kemur út i vor.

7

Page 8: Guðsþjónusta í Langholtskirkju 2 - ÍSL | Fræðagarður · Web viewSkoðunarmenn ársreikninga eru tveir, og einn til vara. Þeir skulu kjörnir á aðalfundi til eins árs í

Helga B. Kolbeinsdóttir

Ef ég ætti að kynna mig í stuttu máli þá er ég uppgjörssérfræðingur á

fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar frá 2007. Ég hins vegar gerist félagsmaður í

Fræðagarði nokkrum árum áður eða árið 2001. Það er samt ekki fyrr en ég hef störf

hjá Reykjavíkurborg sem ég hef einhverja aðkomu að málefnum félagsins. Árið 2008

var óskað eftir því að ég yrði í bakhópi vegna kjarasamninganna 2008 og endaði með

að vera í samninganefndinni við Reykjavíkurborg það ár. Árið 2009 var ég svo kosin

varamaður í stjórn Fræðagarðs og árið 2010 var ég svo kosin í stjórn félagsins. Stýri

Fræðslusjóði Fræðagarðs frá stofnun 2010 til 2014 og þegar ég segi af mér

formennsku sjóðsins verð ég ritari hans. Undanfarin ár hef ég verið gjaldkeri

Fræðagarðs og formaður samninganefndar Fræðagarðs við Reykjavíkurborg frá

upphafi stjórnarstarfa og til 2015, ásamt því að vera í samstarfsnefnd við

Reykjavíkurborg á sama tíma. Á aðalfundi BHM í fyrra, 2015, var ég svo kosin í

stjórn Orlofssjóðs BHM og sem skoðunarmaður reikninga BHM.

Kalman Le Sage De Fontenay

Er 54 ára gamall. Menntun: Ég er með BA gráðu í grafískri hönnun frá LHÍ gráðu í

“Chinish watercolor” frá Universety for Washington in Seattle. Starf: Ég hef starfað

undanfarin 25. ár hjá RÚV sem umsjónar hönnuður og er nú sjálfstætt starfandi

hönnuður. Annað: Ég hef verið í stjórn Fræðagarðs undanfarið ár. Hef og hannaði

heimasíðu félagsins. Frá 2010-14 gengdi hlutverki ritara í stjórn FRG og verið

stjórnarmaður í fræðslusjóði FGR frá stofnun 2010 - 2015. Hef verið í stjórn LÍN,

stofnandi - Byggingafélags námsmanna, Myndstefs (Myndhöfundasjóðs Íslands),

Dimmalimm myndskreytiverðlaun, Fjölmiðlasambandið (Samstarfshópur stéttafélaga

í fjölmiðlun) og Starfsgreinaráð upplýsinga- og fjölmiðlagreinar og margt fleira. Ég

bíð mig fram sem varamann í stjórn FRG.

Marín Guðrún Hrafnsdóttir

Ég starfaði lengi sem stjórnandi hjá Hafnarfjarðarbæ og hef reynslu af stefnumótun,

viðburðastjórnun, markaðsmálum, rekstri og opinberri stjórnssýslu. Ég tel að víðtæk

reynsla mín nýtist vel í stjórn Fræðagarðs og hef áhuga á að standa vörð um gildi

menntunar í íslensku samfélagi. Ég er sjálf að ljúka minni fjórðu háskólagráðu - er

aftur komin í nám eftir 20 ár á vinnumarkaði.

8

Page 9: Guðsþjónusta í Langholtskirkju 2 - ÍSL | Fræðagarður · Web viewSkoðunarmenn ársreikninga eru tveir, og einn til vara. Þeir skulu kjörnir á aðalfundi til eins árs í

Óskar Marinó Sigurðsson

Ég útskrifaðist með BSc. gráðu í sálfræði árið 2009, MSc. gráðu í mannauðsstjórnun

árið 2012 og bætti síðan við mig verkefnastjórnun frá Háskóla Reykjavíkur árið 2015.

Eftir útskrift úr mannauðsstjórnuninni hóf ég störf hjá Vinnumálastofnun og hef

starfað þar síðastliðnu fjögur árin sem ráðgjafi fyrir langtíma atvinnuleitendur. Var í

samningarnefnd að gerð nýjum stofnansamningi fyrir Vinnumálastofnun árið 2012-

2013. Var kosin í stjórn Fræðagarðs 2015 og gef aftur kost á mér sem meðstjórnandi

til að leggja mitt að mörkum fyrir félagið.

Ragnar Karl Jóhannsson.

Ég er 33 ára og gef kost á mér áfram í stjórn Fræðagarðs. Ég er með BA í uppeldis- og

menntunarfræði og MS í mannauðsstjórnun. Undanfarin áratug hef ég unnið og

skipulagt starf með börnum og unglingum. Núverandi staða er forstöðumaður

dægradvalar í Lindaskóla. Ég hef setið í vara- og aðalstjórn Fræðagarðs frá 2010 og

komið að ýmsum verkefnum fyrir félagið. Ég hef brennandi áhuga á málefnum

háskólamanna á vinnumarkaði, þar sem ég vil gera allt það sem ég get til þess að bæta

hag háskólamenntaðra. Nú eru áhugaverðir tímar framundan, þar sem við þurfum að

fara yfir hvernig við vinnum að bættum kjörum. Við þurfum að vera lausnarmiðuð og

hugsa út fyrir kassann til að finna nýjar leiðir til að bæta hag okkar.

Sigurður Trausti Traustason safnafræðingur (f. 1982)

B.A í sagnfræði frá Háskóla Íslands, M.A í safnafræði frá háskólanum í Leicester.

Hefur frá 2013 starfað sem Fagstjóri Rekstrarfélags Sarps sem rekur

menningarsögulega gagnasafnið Sarpur (www.sarpur.is). Hefur áður starfað m.a fyrir

Nordisk Film og Listasafn Einars Jónssonar. Situr í stjórn Félags íslenskra

safnafræðinga (FÍS) sem gjaldkeri. Er í ritstjórn safnatímaritsins Kvistur. Er í valnefnd

íslensku safnaverðlaunanna 2016. Hlaut árið 2010 fyrstu verðlaun í samkeppni um að

hanna nýtt félagsmerki Fræðagarðs.

9

Page 10: Guðsþjónusta í Langholtskirkju 2 - ÍSL | Fræðagarður · Web viewSkoðunarmenn ársreikninga eru tveir, og einn til vara. Þeir skulu kjörnir á aðalfundi til eins árs í

Steindór Gunnar Steindórsson

Býður sig fram í stjórn Fræðagarðs. Ég er 35 ára tveggja barna faðir (bráðum þriggja).

Ég starfa sem kynningarfulltrúi hjá UNICEF á Íslandi, rek lítið fyrirtæki með konunni

minni og stunda Crossfit þrisvar í viku. Ég gekk í Fræðagarð bara núna nýlega og mig

langar að leggja mitt af mörkum.

Viðar Eggertsson

Er útskrifaður leikari frá Leiklistarskóla Íslands (nú sviðslistadeild LHI). Hann hefur

starfað að leiklist og öðrum menningarmálum á víðum grundvelli allan sinn starfsferil.

Hann var leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar 1993 – 1996, leikhússtjóri

Útvarpsleikhússins (RÚV) 2008 – 2015, auk þess að vera ýmist fastráðinn eða

lausráðinn dagskrárgerðarmaður hjá RÚV í áratugi. Leikið í um 70 leiksýningum á

sviði og leikstýrt um 50 leiksýningum við öll helstu leikhús landsins. Viðar hefur

fjölbreytta og langa reynslu af félags- og trúnaðarstörfum, má þar nefna að hann hefur

verið ritari stjórnar í Félagi íslenskra leikara, ritari og formaður Félags leikstjóra á

Íslandi, ritari og forseti Leiklistarsambands Íslands (nú Sviðslistasamband Íslands), í

stjórn Norðurlandahússins í Færeyjum og í stjórn Alþjóðasamtaka leiklistarfólks,

International Theatre Institute (ITI).

Frambjóðendur í kjörnefnd: Anna Margrét Sigurðardóttir, Anna Sigríður Ragnarsdóttir og Anna Sigurborg Ólafsdóttir.

Frambjóðendur skoðunarmenn reikninga: Kristín Ólafsdóttir og Kjartan Örn Sigurbjörnsson.

10

Page 11: Guðsþjónusta í Langholtskirkju 2 - ÍSL | Fræðagarður · Web viewSkoðunarmenn ársreikninga eru tveir, og einn til vara. Þeir skulu kjörnir á aðalfundi til eins árs í

Fylgiskjal 1Fræðslu- og ráðstefnusjóður Fræðagarðs

Starfsreglur

1. Fræðslu- og ráðstefnusjóður Fræðagarðs er verkefnasjóður, rekinn af Fræðagarði og á ábyrgð stjórnar félagsins og framkvæmdarstjórnar fræðslu- og ráðstefnusjóðs.

2. Stjórn Fræðagarðs setur sjóðnum markmið og ber ábyrgð á verkefnaáætlun hans.

3. Stjórn Fræðagarðs skipar sjóðnum jafnframt fimm manna framkvæmdastjórn og skulu á hverjum tíma að minnsta kosti þrír þeirra vera úr stjórn Fræðagarðs. Framkvæmdastjórn skiptir með sér verkum.

4. Ráðstöfunarfé Fræðslu- og ráðstefnusjóðs skal vera annars vegar framlag úr félagssjóðum Fræðagarðs og hins vegar sjálfsaflafé sjóðsins.

5. Stjórn Fræðagarðs ákveður á síðasta stjórnarfundi hvers árs fjárframlög til sjóðsins úr sjóðum félagsins til næsta árs á eftir.

6. Framkvæmdastjórn Fræðslu- og ráðstefnusjóðs skal skila fjárhagsáætlun og verkefnaáætlun fyrir hvert starfsár til stjórnar Fræðagarðs fyrir fyrsta stjórnarfund í félaginu á því ári.

7. Fundargerðir af fundum framkvæmdastjórnar Fræðslu- og ráðstefnusjóðs skulu berast stjórn Fræðagarðs eigi síðar en á næsta stjórnarfundi félagsins eftir hvern fund framkvæmdastjórnar.

8. Framkvæmdastjórn Fræðslu- og ráðstefnusjóðs skal skila reikningum sjóðsins til félagsstjórnar eigi síðar en í lok janúar næsta ár á eftir rekstrarári og skulu þeir vera hluti reikninga félagsins.

11

Page 12: Guðsþjónusta í Langholtskirkju 2 - ÍSL | Fræðagarður · Web viewSkoðunarmenn ársreikninga eru tveir, og einn til vara. Þeir skulu kjörnir á aðalfundi til eins árs í

Fylgiskjal 2

Verklagsreglur stjórnar Fræðagarðs:

1. gr. Fræðagarður er stéttarfélag háskólamenntaðra starfsmanna. Það starfar innan vébanda BHM og heldur úti þjónustuskrifstofu.

2. gr. Stjórn er kjörin á aðalfundi Fræðagarðs. Varamenn sitja alla fundi stjórnar og taka fullan þátt í umræðu og stefnumótun. Vari forföll stjórnarmanns lengur en 2 mánuði samfellt tekur varamaður sæti viðkomandi stjórnarmanns. Stjórn er heimilt að kalla til varamann þótt forföll vari í skemmri tíma telji hún þörf á slíku.

3. gr. Verksvið stjórnar. Stjórn Fræðagarðs stýrir málefnum þess í samræmi við lög félagsins og samþykktir aðalfundar. Formaður Fræðagarðs situr í stjórn þjónustuskrifstofu og á formannaráðsfundum BHM og varaformaður Fræðagarðs er varafulltrúi til setu í formannaráði. Á hverjum stjórnarfundi skal ritari skila inn fundargerð síðasta fundar til afgreiðslu. Á hverjum stjórnarfundi gerir gjaldkeri grein fyrir stöðu fjárhags félagsins. Stjórnarmenn Fræðagarðs skulu haga störfum sínum í einu og öllu með hagsmuni félagsmanna að leiðarljósi.

4. gr. Formaður Fræðagarðs er málsvari félagsins og kemur fram fyrir hönd þess varðandi málefni félagsins nema stjórn ákveði annað fyrirkomulag.

5. gr. Boðun funda. Stjórnarfundir skulu að jafnaði haldnir einu sinni í mánuði, oftar ef þurfa þykir. Til aukafunda skal boðað með minnst sólarhrings fyrirvara. Formaður stýrir stjórnarfundum. Í lok hvers stjórnarfundar skal ákveðið hvenær næstu stjórnarfundur skuli haldinn. Forföll stjórnarmanna skulu tilkynnt formanni.

6. gr. Ákvörðunarvald og atkvæðagreiðslur. Stjórn getur tekið bindandi ákvarðanir þegar meirihluti stjórnar sækir fund, enda hafi fundurinn verið boðaður í samræmi við verklagsreglur.

7. gr. Á stjórnarmönnum hvílir þagnarskylda um málefni Fræðagarðs.

8. gr. Stjórnarmönnum er ekki leyfilegt að taka þátt í meðferð mála er varða þá persónulega, eða varða hagsmuni þeirra með beinum hætti

9. gr. Einungis stjórn Fræðagarðs getur breytt þessum verklagsreglum.10.

12

Page 13: Guðsþjónusta í Langholtskirkju 2 - ÍSL | Fræðagarður · Web viewSkoðunarmenn ársreikninga eru tveir, og einn til vara. Þeir skulu kjörnir á aðalfundi til eins árs í

Fylgiskjal 3

Lög Fræðagarðs

The Union of University Graduates

1. gr. Nafn félagsins og tilgangurHeiti félagsins er Fræðagarður, skammstafað FRG. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík. Félagssvæðið tekur til landsins alls. Félagið er sjálfstætt starfandi stéttarfélag. Félagið er aðili að samtökum háskólamenntaðra launþega eða öðrum stéttarsamtökum. Ákvarðanir um slíka aðild skulu afgreiddar á aðalfundi félagsins.

2. gr. HlutverkHlutverk félagsins er:

1. Að fara með samningsumboð fyrir félagsmenn gagnvart vinnuveitendum þeirra

2. Að standa vörð um réttindi félagsmanna á vinnumarkaði3. Að upplýsa félagsmenn um réttindi þeirra og skyldur4. Að vinna að öryggi félagsmanna á vinnustað í samráði við þar til bærar

stofnanir  5. Að stuðla að samstarfi við innlend og erlend stéttarfélög

3. gr. Almenn félagsaðildFullgildir félagar geta þeir orðið sem lokið hafa BA eða BS prófi, eða ígildi þess, frá viðurkenndum háskóla. Félagsaðild er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.Fullgilda félagsaðild hafa aðeins þeir félagar sem greiða gjöld til félagsins og hafa lagt fyrir stjórn félagsins til afgreiðslu fullgildar upplýsingar um lokapróf á háskólastigi. Starfsmenn Fræðagarðs, starfsmenn samstarfsaðila og sjóða sem Fræðagarður á aðild að, geta orðið fullgildir félagar án tillits til háskólamenntunar.

4. gr. Félagsaðild háskólanemaNemar sem lokið hafa a.m.k. 90 einingum (ECTS) í háskólanámi, geta sótt um nemaaðild.Nemaaðild gefur rétt til þátttöku í félagsstarfi Fræðagarðs, meðal annars fræðslu- og ráðstefnustarfi og veitir málfrelsi og tillögurétt á félagsfundum. Greiði háskólanemar félagsgjald af launum á námstímanum fá þeir fulla aðild að félagi og sjóðum tengdum því. Nemaaðild getur aldrei varað lengur en í samtals fjögur ár.

5. gr. AðildarumsóknUmsóknir um félagsaðild skulu vera formlegar og afrit af prófskírteinum eða aðrar staðfestingar sem stjórnin metur hverju sinni skal fylgja umsóknum. Stjórn félagsins

13

Page 14: Guðsþjónusta í Langholtskirkju 2 - ÍSL | Fræðagarður · Web viewSkoðunarmenn ársreikninga eru tveir, og einn til vara. Þeir skulu kjörnir á aðalfundi til eins árs í

tekur aðildarumsóknir til umfjöllunar á formlegum stjórnarfundum. Svar við aðildarumsókn skal berast umsækjanda innan 2ja mánaða.

6. gr. Úrsögn almennra félagaÚrsögn úr félaginu skal vera skrifleg og móttekin af starfsmanni FRG eða formanni stjórnar. Hún tekur gildi þremur mánuðum eftir að hún er birt félagsstjórn. Úrsögn skal þó ekki taka gildi berist hún eftir að vinnustöðvun hefur verið boðuð hjá vinnuveitanda viðkomandi félagsmanns eða á meðan á vinnustöðvun stendur.

7. gr. AðalfundirAðalfundur Fræðagarðs hefur æðsta vald í öllum málum félagsins. Aðalfund skal halda í febrúar ár hvert og skal boðað til hans með a.m.k. 2ja vikna fyrirvara. Fundarboð skulu birt á vefsíðu Fræðagarðs og/eða með fjölpósti til félagsmanna. Aðalfundur er löglegur ef löglega er til hans boðað. Heimilt er að flýta aðalfundi ef þess er talin þörf og er hann löglegur ef hann er boðaður með löglegum fyrirvara. Tillögur og/eða ályktanir sem félagsmenn óska eftir að taka til afgreiðslu á aðalfundi skulu liggja fyrir stjórn félagsins eigi síðar en 7 dögum fyrir boðaðan aðalfund. Slíkar tillögur skulu tilgreindar í gögnum aðalfundar.Á aðalfundi skulu jafnan tekin fyrir þessi mál:

1. Fundarsetning2. Kosning fundarstjóra og fundarritara3. Skýrsla stjórnar4. Ársreikningar félagsins lagðir fram5. Umræður um skýrslu stjórnar og afgreiðsla reikninga6. Lagabreytingar7. Fjárhagsáætlun og ákvörðum um félagsgjöld8. Kosningar:

1. Kosning formanns annað hvert ár2. Kosning 2ja aðalmanna til 2ja ára3. Kosninga eins varamanns til eins árs

9. Kosning 2ja skoðunarmanna reikninga félagsins til eins árs10. Kosning í nefndir og önnur trúnaðarstörf11. Önnur mál

Stjórn er heimilt að bæta við dagskrárlið um afmörkuð hagsmunamál og/eða ávörp gesta.

8. gr. Stjórn FræðagarðsStjórn félagsins skal skipuð sjö fullgildum félagsmönnum, löglega kjörnum á aðalfundi. Það er formanni, varaformanni, gjaldkera, ritara og þremur meðstjórnendum. Formaður skal kjörinn sérstaklega en stjórnin skiptir að öðru leyti með sér verkum. Stjórnarmenn skulu kosnir á aðalfundi til 2ja ára í senn. Auk þeirra skal kjósa tvo

14

Page 15: Guðsþjónusta í Langholtskirkju 2 - ÍSL | Fræðagarður · Web viewSkoðunarmenn ársreikninga eru tveir, og einn til vara. Þeir skulu kjörnir á aðalfundi til eins árs í

varamenn til eins árs. Leitast skal við að tryggja að aldrei hætti nema 3 stjórnarmenn á tilteknu ári. Stjórn félagsins ber ábyrgð á rekstri félagsins, skrifstofuaðild og fjársýslu. Stjórnin tekur ákvarðanir varðandi rekstur skrifstofu félagsins og ræður starfsmenn. Stjórnin ber ábyrgð á rekstri skrifstofunnar.Stjórn félagsins skal halda stjórnarfund að minnsta kosti mánaðarlega nema í júlímánuði. Formaður boðar fundi með dagskrá með tilskyldum fyrirvara og stýrir fundum stjórnar. Fundargerðir stjórnar skulu skráðar á fundinum og samþykktar með undirritun þeirra stjórnarmanna sem fundinn sátu.Formaður eða varaformaður í forföllum formanns skal boða til stjórnarfundar ef 2 eða fleiri stjórnarmenn óska þess.Stjórnin skal kappkosta að miðla upplýsingum um verkefni félagsins til félagsmanna þannig að þeir geti jafnan fylgst með framgangi og stöðu mála er varða hagsmuni þeirra.Stjórn félagsins eða til þess kjörin nefnd, samninganefnd, fer með umboð félagsins til kjarasamninga.Kjörnefnd þriggja félagsmanna sem ekki eru í stjórn félagsins eða í framboði til stjórnarsetu er kosin á aðalfundi til eins árs í senn. Nefndin stillir upp frambjóðendum til stjórnar eða nefndarsetu fyrir aðalfund og skal uppstilling nefndarinnar endurspegla samsetningu félagsins. Tillögur nefndarinnar skulu liggja fyrir áður en boðað er til aðalfundar, þá skal auglýsa eftir öðrum framboðum og öll framboð skulu koma fram í aðalfundarboði. Ekki er gert ráð fyrir öðrum framboðum á aðalfundi en þeim sem koma fram í aðalfundarboði.Innan Fræðagarðs starfar fulltrúaráð sem er skipað fulltrúum formlegra faghópa á vegum félagsins. Fulltrúaráðið er stjórn félagsins til ráðgjafar í stefnumótandi málum og kemur saman a.m.k. tvisvar á ári.

9. gr. Almennir félagsfundirStjórn boðar almenna félagsfundi þegar tilefni gefst til. Slíka fundi má halda utan höfuðborgarsvæðisins í samvinnu við félaga í þeim landshlutum eða með fjarfundabúnaði. Almenna félagsfundi skal halda svo oft sem þurfa þykir. Skulu þeir boðaðir með tryggilegum hætti. Heimild til boðunar verkfalls skal borin undir atkvæði allra félagsmanna og þurfa 51% félagsmanna sem málið varðar að taka þátt í þeirri atkvæðagreiðslu til að ákvörðun teljist fullgild. Kröfugerðir félagsins skulu hljóta samþykki félagsfundar og kjarasamningar skulu hljóta afgreiðslu meiri hluta þeirra félagsmanna sem taka þátt.

10.gr. TrúnaðarmennTrúnaðarmenn skulu starfa á vegum félagsins, sbr. lög um kjarasamninga opinberra starfsmanna nr. 94/1986 og lög um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938. Þeir skipa trúnaðarmannaráð sem er stjórn og/eða samninganefnd félagsins til aðstoðar við mótun samningastefnu og annast eftirlit með framkvæmd kjarasamninga.

15

Page 16: Guðsþjónusta í Langholtskirkju 2 - ÍSL | Fræðagarður · Web viewSkoðunarmenn ársreikninga eru tveir, og einn til vara. Þeir skulu kjörnir á aðalfundi til eins árs í

11.gr. Atkvæðagreiðslur og fundarsköpAtkvæðisrétt á aðalfundum og almennum félagsfundum og rétt til setu í stjórn hafa þeir félagsmenn sem eru fullgildir félagar. Skrá yfir fullgilda félaga skal liggja fyrir 1. des. síðastliðinn fyrir aðalfund.Meiri hluti greiddra atkvæða ræður úrslitum við kosningar og afgreiðslu almennra mála á aðalfundum. Um fundarsköp funda FRG gilda almennar reglur um fundarsköp.

12.gr. FjármálStjórn félagsins ber ábyrgð á fjármálum og öllum rekstri félagsins. Allar ákvarðanir um óregluleg útgjöld og fjárhagslegar skuldbindingar fyrir félagið skulu teknar til formlegrar afgreiðslu á stjórnarfundum.Fjárhagsár ársreikninga skal miðast við almanaksár.Ársreikninga skal leggja fram til skoðunar á síðasta stjórnarfundi fyrir aðalfund og skýrðir af gjaldkera. Þeir skulu lagðir fram á aðalfundi áritaðir af skoðunarmönnum reikninga og stjórn. Skoðunarmenn ársreikninga eru tveir, og einn til vara. Þeir skulu kjörnir á aðalfundi til eins árs í senn. Við kjör skoðunarmanna ársreikninga eru stjórnarmenn ekki gjaldgengir.Stjórnin skal ráða löggiltan endurskoðanda til eftirlits með reikningshaldi félagsins.

13. gr. FélagsgjöldFélagsgjöld almennra félaga og ungfélaga skulu ákveðin á aðalfundi ár hvert. Hafi greiðandi félagsgjalds ekki sótt formlega um aðild að félaginu, innan tveggja ára frá því er fyrsta greiðsla berst félaginu, getur stjórn félagsins hafnað móttöku frekari greiðslu af hálfu greiðanda. Greiðandi félagsgjalda á ekki rétt til endurgreiðslu á þegar mótteknum félagsgjöldum við slíkar aðstæður.

14.gr. LagabreytingarLögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi með 2/3 greiddra atkvæða. Tillögur stjórnar til lagabreytinga skulu kynntar í fundarboði með að minnsta kosti 2ja vikna fyrirvara.

15. gr. Slit félagsinsFélaginu verður því aðeins slitið, að félagsslitin séu samþykkt á sama hátt og gildir um lagabreytingar. Félagsslitafundur tekur ákvörðun um ráðstöfun eigna félagsins.

Lög samþykkt á aðalfundi 27. febrúar 2014.

16