handbók - benidorm 2012

12
Benidorm Albir & Calpe Velkomin til

Upload: ferdaskrifstofa-islands

Post on 08-Apr-2016

260 views

Category:

Documents


5 download

DESCRIPTION

Handbók um áfangastað Úrvals Útsýnar, Benidorm 2012

TRANSCRIPT

Page 1: Handbók - Benidorm 2012

Benidorm Albir & Calpe

Velkomin til

Page 2: Handbók - Benidorm 2012

2

BENIDORM

Page 3: Handbók - Benidorm 2012

Velkomin til Benidorm, Albir og Calpe

Úrval Útsýn, Sumarferðir og Plúsferðir bjóða farþega sína velkomna til Benidorm, Albir og Calpe. Fararstjórar verða ykkur innan handar á meðan á dvöl ykkar stendur. Viðtalstímar eru á gististöðum okkar og þjónustusíminn er opinn á auglýstum tíma. Hikið ekki við að hafa samband í viðtals - eða í símatímum, en þeir eru nánar auglýstir í upplýsingamöppu sem er á öllum okkar gististöðum.

Í upplýsingamöppunni má finna þjónustu- og neyðarsímanúmer fararstjóra. Góðar lýsingar á skoðunarferðum og hagnýtar upplýsingar er einnig að finna í upplýsinga-möppunum. Við hvetjum alla til að fylgjast vel með og skoða möppurnar. Í þær eru settar allar upplýsingar og tilkynningar varðandi brottfarir, ferðir og önnur atriði sem farþegar gætu þurft að vita.

Við vonum að dvölin verði ánægjuleg og uppfylli væntingar ykkar.

Benidorm

Benidorm er einn vinsælasti sumarleyfis-staður Evrópu enda er talið að u.þ.b. 300.000 manns dvelji þar á hverjum tíma yfir sumarmánuðina. Þangað fjölmenna íbúar Evrópu til að hvílast og njóta lífsins, enda eiga hina hvítu strendur Benidorm með fagurbláu Miðjarðarhafinu í bakgrunn engan sinn líkan. Fjöllinn í kring verja Benidorm fyrir köldum vindum og gera að verkum að einstök veðurblíða einkennir Benidorm. Fyrir aðeins örfáum áratugum var Benidorm eitt margra þorpa við Miðjarðar hafið þar sem íbúarnir höfðu framfæri sitt af fiskveiðum og landbúnaði. Benidorm er í Alicantehéraði sem tilheyrir Valenciusýslu. Tungumálið sem talað er á svæðinu er valenciano sem líkist helst

katalónsku, en að sjálsögðu tala allir kastiliönsku (ríkismálið). Íbúar Benidorm byggja nú nær eingöngu afkomu sína á ferðamannaþjónustu. Strendur á Benidorm eru fjórar, Levanteströndin eða Austur-ströndin þar sem sólin rís, hún er rúmlega 2 km að lengd. Ponienteströndin eða Vestur ströndin er um 3 km að lengd. Milli þeirra liggur svo lítil sandströnd, Mal Pas, sem er einungis 120 m að lengd. Einnig er strönd við Finestrat sem heitir La Cala. Við strandgötuna er að finna svokallaða „Beach Club“ sem er útibú frá stóru diskó tekunum sem eru staðsett ofan við bæinn. Við ströndina má finna mikið af músík börum og kaffihúsum enda er götu lífið og kvöldlífið við strandgötuna á Levanteströndinni frábært og fjölbreytt. Einnig er mikið um bari í enska hverfinu sem er fyrir ofan Avenida del Mediterraneo eða Laugaveginn eins og margir Íslendingar vilja gjarnan kalla þessa breiðgötu.

Við Laugaveginn finnur þú flesta banka, hraðbanka, alþjóðlega veitingastaði s.s. Pizza Hut, McDonalds, og Tony Roma´s. Þar getur þú fundið tívolí, minigolf, leik tækj a sali og bowlinghöll. Einnig má finna mikið af verslunum t.d. Benetton, Lacoste, Mango ofl. verslanir. Í gamla bænum má finna mikið af verslunum og veitingastöðum, bæði alþjóðlegum og spænskum. Þar er einnig mikið af tapas-börum en tapas eru smáréttir sem Spánverjar borða með glasi af víni eða bjór. Í elsta hluta Benidorm eða „El Castillo“ sem er efst uppi á tanganum hafa lista-menn komið sér fyrir og selja vörur sínar yfir sumartímann. Af tanganum er hægt að fara niður á fallegar útsýnissvalir eða niður á smábátahöfnina á Ponienteströndinni. Þaðan gengur bátur út í Calpe og út í Benidormeyju „Isla de Benidorm“.

BENIDORM

3

Page 4: Handbók - Benidorm 2012

Albir

Albir er lítill bær rétt utan við Benidorm. Albir tilheyrir bæjarfélaginu Alfaz de Pi. Vinsældir Albir hafa farið vaxandi ár frá ári og þar finnur fjölskyldan sannkallaðan friðar og sælureit. Ströndin er sambland af steinvölum og sandi sem hentar vel til sólbaða og ýmis konar strand og sjávar-leikja, en benda má á að ströndin er frekar aðdjúp. Í Albir eru margir góðir veitinga-staðir og kaffihús við ströndina og við Laugaveginn í Albir. Þar er einnig að finna banka, hraðbanka og verslanir af ýmsum toga. Tveir stórir matvörumarkaðir eru í Albir. Örstutt er að fara í listamannabæinn Altea sem er víðfrægur fyrir frábæra veitinga staði, antíkverslanir og ekki síður frábært útsýni og fjölskrúðugt mannlíf. Frá Albir til Levantestrandarinnar er aðeins 15 mín. akstur og um 25 mín. akstur í gamla miðbæ Benidorm. Strætisvagnar ganga á 30 mín. fresti til Altea og Benidorm

Calpe

Bærinn Calpe er í um 30 km fjarlægð frá Benidorm. Á síðustu árum hefur ferða-mönnum í Calpe fjölgað mikið og að sjálf sögðu einnig aukist öll þjónusta við ferðamenn. Strendurnar á Calpe eru tvær, Playa Levante og Playa Poniente, báðar mjög góðar sandstrendur. Ekki má gleyma gamla hlutanum með sínu skemmtilega mannlífi, verslunum og veitingastöðum. Við Calpe er eitt helsta einkenni Costa Blanca strandarinnar kletturinn El Peñon de Ifach eða Gibraltar norðursins eins og hann er oft kallaður. Við rætur fjallsins er friðað svæði eins og reyndar fjallið allt.

Góðar samgöngur eru á milli Calpe og Benidorm.

4

BENIDORM

Page 5: Handbók - Benidorm 2012

Skoðunarferðir og áhugaverðir staðir

SKOÐUNARFERÐIR Fjölbreyttar skoðunarferðir eru í boði á Benidorm, Albir og Calpe. Upplýsingar um þær ferðir sem eru í boði hverju sinni er að finna í upplýsingamöppum sem eru á gististöðunum. Íslenskur fararstjóri er í flestum skoðunarferðum og eru þær því góð leið til að kynnast svæðinu enn betur. Athugið að ferðir geta breyst, fallið niður og/eða aðrar komið í staðinn.

Á EIGIN VEGUMÁ Benidorm svæðinu gilda almennar umferðar reglur og lög. Rétt er að taka fram að á hringtorgum er það ytri hringurinn sem á réttinn. Ávallt skal hafa meðferðis ökuskírteini og vegabréf. Á Benidorm svæðinu eru fjölmargir áhugaverðir staðir sem gaman er að heimsækja. Yfirleitt eru ágætar merkingar og tiltölulega auðvelt er að aka um svæðið. Hér á eftir er minnst á nokkra áhugaverða staði sem gaman er að kanna á eigin spýtur.

TERRA MITICATera Mitica er þemagarður og á engan sinn líkan í Evrópu. Í einni ferð eru hinir fimm fornu menningarheimar Miðjarðarhafsins sóttir heim. Garður fullur af ævintýrum og leiktækjum og m.a. einn stórkostlegasti rússíbani Spánar. Mikið af skemmtilegum dans og leiksýningum eru í garðinum.

TERRA NATURATerra Natura er dýragarður. Einnig er þar líka vatnasvæði með vatnsrennibrautum. Í garðinum má sjá fíla, tígrisdýr ofl. dýr.

AQUALANDIAAqualandia er skemmtilegur vatnsleikja-garður. Þar er mikið úrval af ýmiskonar vatns leiktækjum, allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

MUNDOMARMundomar er einstaklega skemmtilegur sædýragarður, þar sem við sjáum m.a. sæljón, höfrunga og páfagauka sýna listir sínar. Auk þess er þar að finna fjöldann allan af spennandi dýrum.

BENIDORM PALACEBenidorm Palace næturklúbburinn er ómissandi þegar komið er til Benidorm svæðisins. Þar sjáum við frábæra dans-sýningu og ýmsir frábærir listamenn koma þar fram og sína listir sínar.

GUADALESTGuadalest hlýtur að teljast eitt sérstæðasta fjallaþorp Spánar og þótt víða væri leitað. Íbúar þorpsins eru aðeins um 170 talsins en yfir tvær milljónir ferðamanna heim sækja þorpið á hverju ári, sem gerir Guadalest að einum fjölsóttasta ferðamanna stað Spánar.

Í þorpinu er gamalt máravirki frá 8. öld, byggt á kletti í um 700 m hæð yfir sjávarmáli.

Þræða þarf um fimm metra löng göng í gegnum klett til að komast að elsta hluta þorpsins. Efst trónir kirkjugarðurinn sem býður upp á einstakt útsýni yfir Guadalest-dalinn og nærliggjandi sveitir. Einnig er að finna tvö smámunasöfn; Museo de Miniatura, smáhúsasafnið Belen og pyntingar safn.Þorpsbúar eru frægir fyrir handverk, t.d. handsaumaða dúka, körfugerð og barnaföt.

BENIDORM

5

Page 6: Handbók - Benidorm 2012

Almennar upplýsingarAPÓTEKApótek heita „Farmacia“ á spænsku og eru merkt með grænum krossi á hvítum fleti. Apótek eru opin frá kl. 09:00 – 20:00 alla virka daga. Á laugardögum eru apótek opin frá kl. 10:00 – 14:00. Það er alltaf nætur-vakt í einhverju apóteki og á sunnudögum er alltaf eitt apótek opið. Finna má upp lýsingar um það í glugga apótekanna.

BANKARBankar eru nánast á hverju götuhorni en opnunartímar þeirra eru frá kl. 08:30 – 14:00 alla virka daga. Allir ferðatékkar eru stílaðir á einn ákveðin banka, vinsamlegast leitið hann uppi og skiptið ferðatékkum þar. Ef þið skiptið ferðatékkum á gististöðum þá taka þeir alltaf einhverja þóknun 3 – 10%. Hraðbanka er auðvelt að nota og eru þeir víða. Notið hraðbanka á gististöðum eða þar sem banki er fyrir innan. Takið peninga út að degi til en ekki seint á kvöldin eða nóttunni. Pin númer má ekki slá rangt oftar en 2svar sinnum því þá gleypir hraðbankinn kortið og erfitt getur verið að fá það til baka. Gætið að því að ekki sé einhver að horfa á þegar þið sláið inn pin númerið.

BÍLALEIGUBÍLARHægt er að leigja sér bílaleigubíl fyrir milli göngu fararstjóra. Íslenskt öku skírteini nægir. Munið að panta bíl með góðum fyrir vara. Við mælum með CENTAURO bíla leigunni. Nánari upp lýsingar má finna í upplýsingarmöppunni, t.d. verð og bíla-tegundir. Lágmarksaldur bílstjóra er 21 árs. Innan bæja og borga er hámarkshraði 60 km/klst nema annað sé tekið fram á um ferðar skiltum. Hámarkshraði á sveita-vegum er 90 km/klst, á hraðbrautinni er hámarkshraði 120 km/klst. Ekki er leyfi legt að tala í GSM síma undir stýri, nota skal hand frjálsan búnað. Í miðborg Alicante, mið bæ Benidorm, Albir og Calpe er bíla stæðagjald greitt í sérstaka vél og

kvittuninni komið fyrir í framrúðu bílsins þar sem hún sést vel.

Skiljið ALDREI eftir verðmæti í bílnum.

DRYKKJARVATNRáðlagt er að kaupa neysluvatn. Vatnið í krönunum er ekki skaðlegt, en það er ekki gott á bragðið og ekki æskilegt að nota það til matargerðar.

Agua sin gas er venjulegt vatn og Agua con gas er kolsýrt vatn.

GLERAUGUEf þið þarfnist gleraugna en hafið ekki tilvísun frá augnlækni er hægt að láta mæla sjónina hjá sjóntækjafræðingum hér. Gleraugnaverslanir er að finna víða.

GREIÐSLUKORTFlestir stórmarkaðir og veitingastaðir taka greiðslukort. Varist þó að borga með greiðslu kortum í prúttverslunum. Hægt er að taka út peninga á greiðslukort í hrað-bönkum, með pin númeri. Vinsamlegast notið hraðbanka þar sem banki er fyrir innan. Athugið að varðveita aldrei kort og pin númer á sama stað. Ef kort tapast skal tilkynna það strax til viðkomandi kortafyrirtækis á Íslandi.

GISTISTAÐIRNauðsynlegt er að kynna sér vandlega reglur gististaða og virða þær sem og taka tillit til annarra gesta. Ekki má vera með hávaða frá kl. 23:00 til kl. 09:00 næsta morgun. Hverri íbúð á að fylgja nægilegt magn af eldunaráhöldum og borðbúnaði miðað við fjölda í gistingu. Ef eitthvað vantar uppá talið þá við gestamóttöku. Uppþvotta bursti, uppþvottalögur, sápa, borðtuska, og viskastykki fylgja ekki íbúðum. Gestir eru minntir á að ganga frá reikningum við gestamóttöku daginn fyrir brottför.

6

BENIDORM

Page 7: Handbók - Benidorm 2012

GOLFFjöldi golfvalla er í nágrenni Benidorm, Alicante og Valencia. Leitið upplýsinga hjá fararstjórum.

INTERNETNokkri gististaðir bjóða farþegum sínum að komast á netið gegn vægu gjaldi. Tölvur eru yfirleitt staðsettar í gestamóttökunni. Einnig er hægt að fara með tölvuna sína á staði sem bjóða upp á „heitan reit“ þar má nefna Hotel Bali og Milord Suites. Einnig eru internet kaffi víða.

KAFFIÁ veitingastöðum og börum er kaffi borið fram á eftirfarandi hátt:Cafe solo - sterkt kaffi í litlum bolla.Cafe cortado - sterkt kaffi í litlum bolla með dálítilli mjólk.Cafe con leche - kaffi í stærri bolla með flóaðri mjólk.

Athugið að mjólk sem ekki er geymd í kæli er eins konar G mjólk. Fersk mjólk er geymd í kæli og heitir „leche de día“ Léttmjólk heitir „leche semi desnatada“Undarenna heitir „leche desnatada“.

LEIGUBÍLARLeigubíla er auðvelt að fá. Þeir aka með gjaldmæli í gangi. Laus leigubíll þekkist á því að grænt ljós logar á þakinu Hótel-afgreiðslur panta leigubíl ef óskað er. Einnig er hægt að hóa í bíl út á götu. Gott er að leggja á minnið númer hvað leigubíllinn er, því ef eitthvað gleymist í bílnum er nauðsynlegt að vita númer bílsins. Einnig er gott að spyrja um verð áður en haldið er af stað með leigubílnum.

LÆKNAÞJÓNUSTALeitið aðstoðar fararstjóra ef upp koma veikindi eða slys. Fararstjórar eru til aðstoðar ef þess er óskað. Upplýsingar um lækni má finna í upplýsingamöppu. Einka-

rekin sjúkrahús eru á Benidorm, m.a. Hospital de Levante, þar sem síminn er 966 87 87 87. Einnig er ríkisrekið sjúkrahús í Villajoyosa. MAGAVEIKIMeð breyttu mataræði, sól og hita gera meltingartruflanir oft vart við sig. Varist að drekka of kalda drykki í sólinni og sleppið ísmolum. Í apótekunum fást lyf sem stoppa niðurgang, Fortasec og Immodium. Einnig er Fernet Branca líkjörinn stemmandi.Athugið: Dragið ekki að leita til læknis ef um alvarleg veikindi er að ræða svo sem matareitrun/sýkingu. Vinsamlegast hafið samband beint við fararstjóra eða lækni.

SÍMANÚMERVISA: 00 354 525 2000.Mastercard: 00 354 550 1500.

MOSKÍTÓFLUGURÞessi litla fluga sem varla sést getur verið hvimleið og bit hennar angrað marga. Flugan lætur mest á sér bera í ljósa-skiptum. Í matvörubúðum og apótekum er hægt að kaupa moskítófælur sem stungið er í samband. Best er að kaupa moskító-fælu sem er með vökva þá er hægt að hafa tækið í gangi allan sólarhringinn. Úr tækinu kemur lykt sem flugan forðast. Til eru áburðir sem hægt er að bera á áður en fólk fer út á kvöldin sem ver fólk fyrir bitum (AUTAN). Einnig eru til krem í apótekinu sem minnka kláða.

MARKAÐIRMarkaður er á Benidorm á miðvikudögum og sunnudögum frá kl. 09:00 -13:30 við Hótel Pueblo.Markaður er á Finestrat við La Cala ströndina á þriðjudögum, föstudögum og laugardögum frá kl. 09:00 -13:30.Markaður er í Altea á þriðjudögum frá kl. 09:00 -13:30 við strandgötuna.Markaður er í Albir á föstudögum frá kl. 09:00 -13:30 við strandgötuna.

BENIDORM

7

Page 8: Handbók - Benidorm 2012

Markaður er í Calpe á miðvikudögum og laugardögum frá kl. 09:00 -13:30. Nánari upplýsingar um markaðina má finna í upplýsingamöppu sem er á gististöðunum.

NAUTAAT Nautaatshringurinn er fyrir ofan gamla bæinn í Benidorm. Miðar á nautaat eru seldir á ferðaskrifstofum, í söluturni á Plaza Triangular í Benidorm og við inn ganginn. Nautaat er yfirleitt á sunnu-dögum og hátíðisdögum í júlí og ágúst. RAFMAGNÁ Spáni er rafmagnsstraumur 220 volt eins og heima á Íslandi.

SÍMITil Íslands er hringt þannig: valið 00 út úr landinu þá 354 fyrir Ísland og síðan símanúmerið. Það er dýrt að hringja frá hótelinu, hótelin taka aukalegt gjald.Það er ódýrara að fara í símaklefa út á götu, setja þarf 3 evrur í byrjun símtals.

SJÓBÖÐVið strendurnar er lítið sem ekkert eftirlit eða strandgæsla. Hins vegar er flaggað á ströndunum á hverjum degi til að gefa til kynna ástand sjávar og hvort óhætt sé að baða sig eða ekki. Grænn fáni: ládeyða, gott baðveðurGulur fáni: aðgát skal höfð Rauður fáni: bannað að fara í sjóinn, getur varðað sektum. Farið varlega þegar farið er út í sjó. Gott er að eiga plastskó til að geta farið í þegar farið er í sjóinn. Oft getur verið mikil undir alda, farið því varlega

SJÓNVÖRPFlestir gististaðir eru með sjónvarp. Á sumum gististöðum þarf að greiða fyrir notkun á sjónvarpinu. Hægt er að leigja sjónvörp á meðan á dvöl stendur gegn vægu gjaldi.

SÓLBÖÐ — BRUNIÁstæða er til að fara varlega í sólböð, gott er að byrja á vörn númer 30. Verið stutt í sólinni fyrstu dagana. Æskilegt er að nota höfuðföt til að hlífa kollinum. Varast skal að vera í sólbaði á heitasta tímanum sem er kl. 14:00 – 16:00. Við sólbruna er gott að nota Aloe Vera áburðinn og einnig hreint jógúrt. Ef farþegar brenna illa þarf að leita læknis.

STRÆTISVAGNARStrætisvagnarnir eru hvítir og bláir að lit og aka víða.Strætisvagn númer 10 gengur á milli Albir, Altea og Benidorm á 30 mín. fresti.Strætisvagn númer 2 gengur á milli Carrefour og að verslunarmiðstöðinni La Marína frá miðbæ Benidorm Rincon de Loix og frá Hótel Bali.Strætisvagn númer 3 gengur frá gamla miðbænum á Benidorm að Hótel Bali.Strætisvagnar númer 2 og 8 ganga á milli miðbæjar Benidorm og Rincon de Loix.

Nánari upplýsingar um strætisvagn má finna í upplýsingamöppu.

SUNDLAUGARÁ hverjum gististað gilda ákveðnar reglur um umgengni í sundlaug og garði. Virðið reglurnar því þær eru settar til þess að auka öryggi. Kynnið ykkur dýptarmerkingar sundlaugarinnar vel.

TANNLÆKNAR Tannlæknastofur má finna á Benidorm, Albir og Calpe. Ef leita þarf til tannlæknis, þá vinsamlegast hafið samband við fararstjóra eða í gestamóttöku.

TRYGGINGARÖllum er ráðlagt að huga að ferða-tryggingum áður en lagt er af stað í ferða lag og athuga að allir fjölskyldu meðlimir séu vel tryggðir. Kynnið ykkur vel tryggingar-

8

BENIDORM

Page 9: Handbók - Benidorm 2012

skilmála. Athugið að ferða og slysa-tryggingar kortafyrirtækja eru mis munandi eftir kortum. Áríðandi er að halda saman öllum reikningum fyrir lækna-, lyfja- og aksturskostnaði og fá síðan endurgreitt þegar heim er komið. En athugið að hjá sumum tryggingarfélögum er sjálfsábyrgð um 15 til 20 þúsund krónur. Um innlagnir á sjúkrahús gilda aðrar reglur. Athugið að íslensk tryggingarkort frá Tryggingar-stofnun Ríkisins gilda aðeins á ríkisreknum heilsugæslustöðvum og spítölum.

UPPLÝSINGAMÖPPURÍ öllum gestamóttökum er að finna upp lýsinga möppu frá ferðaskrifstofunni og í henni eru hagnýtar upplýsingar og allar þær tilkynningar sem fararstjórar þurfa að koma til farþega. Það er góð regla að líta í möppuna daglega. Vinsamlegast takið möppuna EKKI með ykkur upp á herbergi.

VERSLANIRVerslanir eru almennt opnar frá kl. 10:00 – 13:30 og 16:30 – 21:00 alla daga nema sunnudaga. Verslunarmiðstöðvarnar á Benidorm og Alicante eru opnar frá kl. 10:00 – 22:00 alla daga nema sunnu-daga. Stórir matvörumarkaðir eins og Mercadona og Carrefour eru opnir frá kl. 09:30 – 21:00 alla daga nema sunnudaga

VARÚÐ/ÞJÓFNAÐURÞví miður er alltaf eitthvað um vasa- og handtöskuþjófnað. Helst ber á því í mann-

mergð eins og á mörkuðum, strætó, ströndinni og á götum borga. Hafið peninga eða veski aldrei í rassvasanum. Hengið ekki handtösku á stólbak eða leggið hana frá ykkur. Ekki skilja eftir verðmæti í bílum. Takið aldrei með ykkur verðmæti á ströndina.

ÞJÓRFÉEf þið eruð ánægð með þjónustu á veitinga-stöðum er til siðs að gefa 5 – 10% þjórfé. Herbergisþernum er ágætt að gefa 6 til 10 evrur á viku, en athugið að enginn er skyldugur að gefa þjórfé.

ÞRIFRæstingarkonur sjá um að þrífa borð og gólf, búa um rúm, taka rusl og skipta á sængurfötum og handklæðum. Annað er ekki í þeirra verkahring. Ræstingarkonur eiga ekki að taka til í íbúðinni og ekki að vaska upp. Ef skór, föt og annað dót er á gólfunum er þeim gert erfiðara fyrir með þrifin. Ef drasl á gólfum er yfirgengilega mikið ber þeim ekki skylda til að þrífa gólfin.

ÖRYGGISHÓLFÞau heita CAJA FUERTE á spænsku og á ensku SAFETY BOX. Við viljum benda farþegum á að geyma gjaldeyri, vegabréf, farseðla og önnur verðmæti í öryggis hólfum sem fást leigð hjá hótel afgreiðslunni gegn vægu gjaldi. Athugið að farþegar bera sjálfir ábyrgð á lyklinum að öryggishólfinu.

BENIDORM

9

Page 10: Handbók - Benidorm 2012

Orðabelgur

Já . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . SiNei . . . . . . . . . . . . . . . . . . . NoHalló . . . . . . . . . . . . . . . . . . HolaGóðan dag ( morgun) . . . Buenos díasGott kvöld . . . . . . . . . . . . . Buenas nochesGóða nótt . . . . . . . . . . . . . Buenas noches/ Hasta mananaBless . . . . . . . . . . . . . . . . . AdíosHvernig hefurðu það? . . . Como éstas?Gott . . . . . . . . . . . . . . . . . . BuenoTakk . . . . . . . . . . . . . . . . . . GraciasAfsakið . . . . . . . . . . . . . . . . PerdónViltu vera svo góður! . . . . Por favor Allt í lagi . . . . . . . . . . . . . . Todo bienVatn . . . . . . . . . . . . . . . . . . AguaKaffi . . . . . . . . . . . . . . . . . . CaféMjólk . . . . . . . . . . . . . . . . . LecheTe . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . TéGull . . . . . . . . . . . . . . . . . . . OroSilfur . . . . . . . . . . . . . . . . . PlataLeður . . . . . . . . . . . . . . . . . CueroHvað kostar þetta? . . . . . Cuanto vale ?Lokað . . . . . . . . . . . . . . . . . CerradoOpið . . . . . . . . . . . . . . . . . . AbiertoBréf . . . . . . . . . . . . . . . . . . . CartaFrímerki . . . . . . . . . . . . . . . SelloApótek . . . . . . . . . . . . . . . . FarmaciaBanki . . . . . . . . . . . . . . . . . BancoHvað er klukkan? . . . . . . Qué hora es ?Hvenær? . . . . . . . . . . . . . . Cuando ?Flugvöllur . . . . . . . . . . . . . AeropuertoStrætisvagn . . . . . . . . . . . Autobus /Gua-guaVinstri . . . . . . . . . . . . . . . . . IzquierdaHægri . . . . . . . . . . . . . . . . . DerechaBeint áfram . . . . . . . . . . . . RectoEpli . . . . . . . . . . . . . . . . . . . ManzanaAppelsína . . . . . . . . . . . . . NaranjaBanani . . . . . . . . . . . . . . . . PlátanoJarðaber . . . . . . . . . . . . . . FresasTómatar . . . . . . . . . . . . . . . TomatesAgúrka . . . . . . . . . . . . . . . . Pepino Súpa . . . . . . . . . . . . . . . . . . SopaKjúklingur . . . . . . . . . . . . . PolloFiskur . . . . . . . . . . . . . . . . . PescadoKjöt . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Carne

TÖLUORÐ:1 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Uno2 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Dos3 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Tres4 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Quatro5 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Cinco6 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Seis7 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Siete8 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Ocho9 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Nueve10 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Diez

VIKUDAGARNIRMánudagur . . . . . . . . . . . . LunesÞriðjudagur . . . . . . . . . . . . MartesMiðvikudagur . . . . . . . . . . MiercolesFimmtudagur . . . . . . . . . . JuevesFöstudagur . . . . . . . . . . . . ViernesLaugardagur . . . . . . . . . . . SabadoSunnudagur . . . . . . . . . . . Domingo

Fararstjórar Sumarferða, Úrvals Útsýnar og Plúsferða vona að þið eigið ánægju-lega daga hér á Benidorm, Albir og Calpe.

10

BENIDORM

Page 11: Handbók - Benidorm 2012

BENIDORM

11

Page 12: Handbók - Benidorm 2012