heilsustofnun nlfÍ Í 60 Ár

44
6 0 á r a Dvölin í Hveragerði bjargaði lífi mínu - Fjölmennasti vinnustaður Hveragerðis og burðarás í atvinnulífinu Snjóflóðin örlagavaldur í lífi forstjórans - Heilsuuppskriftir matreiðslumeistarans Musteri heilsunnar Kvæði flutt við opnun Heilsuhælis N.L.F.Í. sunnudaginn 24. júlí 1955 Nú upp í bláloftin heið og há er hafið framtíðarblysið, og miskunnar grunni og mannvits á hér musteri heilsunnar líta má sem rósblóm, frá hjarni risið! Þetta hljómar sem ljúflingslag og lyft var hér Grettistaki. Vér hyllum Jónas af hjarta í dag. Hamingjudísir með gleðibrag yfir honum og hælinu vaki! Grétar Fells Berum ábyrgð á eigin heilsu HEILSUSTOFNUN NLFÍ Í 60 ÁR

Upload: athygli

Post on 22-Jul-2016

264 views

Category:

Documents


9 download

DESCRIPTION

 

TRANSCRIPT

Page 1: HEILSUSTOFNUN NLFÍ Í 60 ÁR

60 ára

Dvölin í Hveragerði bjargaði lífi mínu - Fjölmennasti vinnustaður Hveragerðis og burðarás í atvinnulífinu Snjóflóðin örlagavaldur í lífi forstjórans - Heilsuuppskriftir matreiðslumeistarans

Musteri heilsunnarKvæði flutt við opnun Heilsuhælis N.L.F.Í. sunnudaginn 24. júlí 1955

Nú upp í bláloftin heið og háer hafið framtíðarblysið,og miskunnar grunni og mannvits áhér musteri heilsunnar líta másem rósblóm, frá hjarni risið!

Þetta hljómar sem ljúflingslagog lyft var hér Grettistaki.Vér hyllum Jónas af hjarta í dag.Hamingjudísir með gleðibragyfir honum og hælinu vaki!

Grétar Fells

Berum ábyrgð á eigin heilsu

HEILSUSTOFNUN NLFÍ Í 60 ÁR

Page 2: HEILSUSTOFNUN NLFÍ Í 60 ÁR

2 | Heilsustofnun NLFÍ í 60 ár

Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Ís-lands tók til starfa í júlí árið 1955 og því fagna menn 60 ár afmæli hennar í ár. Það var Jónas Kristjánsson læknir, brautryðjandi náttúrulækningastefnunnar á Íslandi, sem hafði forystu um undirbúning og uppbygg-ingu Heilsustofnunar NLFÍ. „Jónas Krist-jánsson, langafi minn, var skurðlæknir, sem er eins fjarri því sem margir telja að hafi verið lífsstarf hans og hugsast getur. Hann var læknir Fljótsdalshéraðs frá árinu 1901 til 1911 þegar hann tók við starfi héraðslækn-is í Skagafirði þar sem hann starfaði til 1938. Þegar hann hætti og fluttist til Reykjavíkur má segja að eiginlegt lífsstarf hans hafi byrjað. Hann opnaði lækninga-stofu eftir komuna til Reykjavíkur samhliða því sem hann hélt áfram að byggja upp Náttúrulækningafélag Íslands sem hann stofnaði á Sauðárkróki ásamt fleirum árið 1937,“ segir Gunnlaugur K. Jónsson, stjórnarformaður Heilsustofnunar í Hvera-

gerði og forseti Náttúrulækningafélags Ís-lands. Við sitjum í svokallaðri Jónasarstofu, sem er herbergi sem Jónas langafi hans hafði til umráða þegar hann lifði og starfaði við stofnunina í Hveragerði. Þótt 55 ár séu liðin frá því Jónas Kristjánsson féll frá árið 1960 er þar allt með sama hætti og fyrr og engu líkara en að hann hafi aðeins brugðið sér frá. Bækur Jónasar og gögn fylla bóka-hillur og tól og tæki, sem hann notaðist við, eru þarna ennþá og jafnvel jakkaföt af hon-um hanga á snaga á veggnum.

Berum ábyrgðUpp úr miðri síðustu öld voru á annan tug náttúrulækningafélaga í landinu en í dag eru þau aðeins tvö, Náttúrulækningafélag Reykjavíkur og Náttúrulækningafélag Akur-eyrar en saman mynda þau Náttúrulækn-ingafélag Íslands sem er eigandi Heilsu-stofnunar NLFÍ. Hugmyndafræði Heilsu-stofnunar og Náttúrulækningafélags Íslands

er sú sama og einkunnarorðin eru: Berum ábyrgð á eigin heilsu.

„Við störfum enn eftir hugmyndafræði Jónasar sem snýst um heilbrigða skyn-semi. Það var einkum þrennt í neysluvenj-um Íslendinga sem hann beitti sér gegn og taldi að bæri að varast: tóbak, hvítur sykur og hvítt hveiti.“ Jónas var ötull baráttumað-ur og sem dæmi um tíðarandann á þessum árum nefnir Gunnlaugur að upp úr 1950, þegar Jónas var kominn á níræðisaldur, hafi staðið til að reka hann úr Læknafélagi Ís-lands. Þetta var eftir harkalega gagnrýni hans á forsvarsmenn Læknafélagsins vegna tóbaksauglýsinga sem birtust í Læknablaðinu og sýndu lækna í hvítum sloppum reykja tilteknar sígarettutegundir. Þetta fordæmdi Jónas og undan því sveið. Á þessum tíma hafði hann beitt sér gegn skaðsemi reykinga í áratugi og meðal ann-ars stofnað fyrsta tóbaksvarnafélagið á Ís-landi á Sauðárkróki 1929.

Heildrænar lækningarNáttúrulækningastefna Heilsustofnunar og Náttúrulækningafélagsins byggist á heild-rænum lækningum þar sem heilsuvandi einstaklinganna er skoðaður í samhengi við andlegt, líkamlegt og félagslegt ástand. „Í dag er ríkið langstærsti kaupandi að þjón-ustu Heilsustofnunar samkvæmt samning-um sem gerðir eru til fimm ára í senn. Ríkið kaupir fyrst og fremst endurhæfingarþjón-ustu þannig að við höfum þróast í að verða endurhæfingarstofnun. Við hefðum sjálf óskað þess að geta nálgast viðfangsefnið meira út frá lýðheilsusjónarmiðum og fyrir-byggjandi starfi því Náttúrulækningarstefn-an snýst um fyrirbyggjandi starf frekar en viðgerðir. Hins vegar fáum við að vera nokkurn veginn í friði með okkar sérvisku, ef sérvisku skyldi kalla, en það eru næring-aráherslur Heilsustofnunar og það hágæða heilsufæði sem hér er boðið upp á.“ Gunn-laugur segir að hugmyndafræði NLFÍ njóti

Gunnlaugur K. Jónsson, stjórnarformaður Heilsustofnunar, við skrifborð langafa síns, Jónasar Kristjánssonar. Hann vonast til þess að augu manna séu að opnast fyrir nauðsyn þess að fjárfesta til framtíðar í fyrirbyggjandi starfi.

Hugmyndafræði heilbrigðrar skynsemiRætt við Gunnlaug K. Jónsson, stjórnarformann Heilsustofnunar

Útgefandi:

Heilsustofnun NLFÍ.

Ritstjóri:

Ingi Þór Jónsson (ábm).

Umsjón, textagerð og umbrot: Athygli ehf.

Auglýsingar: Augljós miðlun. Sími 515-5206.

GSM 898-8022, [email protected]

Suðurlandsbraut 30. Reykjavík

Prent un: Landsprent ehf.

Dreift með prentaðri útgáfu Morg un blaðsins föstudaginn 15. maí 2015.

2 | Heilsustofnun NLFÍ í 60 ár

60 ára

Dvölin í Hveragerði bjargaði lífi mínu - Fjölmennasti vinnustaður Hveragerðis og burðarás í atvinnulífinu Snjóflóðin örlagavaldur í lífi forstjórans - Heilsuuppskriftir matreiðslumeistarans

Musteri heilsunnarKvæði flutt við opnun Heilsuhælis N.L.F.Í. sunnudaginn 24.7. 1955

Nú upp í bláloftin heið og háer hafið framtíðarblysið,og miskunnar grunni og mannvits áhér musteri heilsunnar líta másem rósblóm, frá hjarni risið!

Þetta hljómar sem ljúflingslagog lyft var hér Grettistaki.Vér hyllum Jónas af hjarta í dag.Hamingjudísir með gleðibragyfir honum og hælinu vaki!

Grétar Fells

Berum ábyrgð á eigin heilsu

HEILSUSTOFNUN NLFÍ Í 60 ÁR

Page 3: HEILSUSTOFNUN NLFÍ Í 60 ÁR

Heilsustofnun NLFÍ í 60 ár | 3

Öryggishnappur securitas - Hnappur sem getur bjargað þínu lífi og þinna nánustu.

Afar eru dýrmætustu manneskjur í lífi hvers manns. Stundum er eins og þeir komi úr einhverjum öðrum tíma með alla sína visku og hlýju. Þeir lauma til manns súkkulaðimolum þegar mamma sér ekki til. Þeir skamma mann af umhyggju. Það er eins og þeir bíði við símann eftir því þegar maður hringir og þarf að létta á sér.afar eiga að búa við öryggi.

Page 4: HEILSUSTOFNUN NLFÍ Í 60 ÁR

4 | Heilsustofnun NLFÍ í 60 ár

Suðurlandsbraut 12 l 108 Reykjavík l S. 557-5880 l [email protected] l kruska.is SENDUM Í FYRIRTÆKI OpIð vIRKa Daga FRá 11-20

Á Krúsku færðu yndislegan og

heilsusamlegan mat.

Opið frá 11-20 alla virka

daga

nú viðurkenningar, bæði hér á landi og er-lendis. „Við vonum að augu manna séu að opnast fyrir nauðsyn þess að fjárfesta til framtíðar í fyrirbyggjandi starfi. Það gerist hins vegar ekki á einni nóttu, heldur þarf að breyta hugarfarinu. Þqðer langtímaverk-efni.“

Vanefndir og dulinn niðurskurðurGunnlaugur segir stöðu fjármála Heilsu-stofnunar afar þrönga. Afstaðan til starf-seminnar hafi löngum mótast af því að þeir sem stýra fjármagninu í heilbrigðiskerfinu hafi horft til skamms tíma og til bráðaþjón-ustunnar og því sé kostnaður við fyrirbyggj-andi aðgerðir oft víkjandi. „Þjónustusamn-ingar undanfarinna ára hafa verið gróflega vanefndir. Við hefðum sætt okkur við niður-skurð síðustu ára ef Heilsustofnun hefði setið við sama borð og aðrar sambærilegar stofnanir. Það var hins vegar gengið mun lengra í niðurskurði gagnvart okkur, svo skiptir hundruðum milljóna, sem hefur auk annars haft í för með sér að við höfum ekki getað haldið eignum hér sómasamlega við. Þá höfum við, eins og margir aðrir sem veita ríkinu heilbrigðisþjónustu, farið illa út úr kjarasamningum sem ríkið hefur gert, samningum sem við höfum ekkert komið að en eingöngu fengið hluta kostnaðarins bættan.“

Gunnlaugur segir að útlitið í ár sé dökkt og vísar þar til samninga sem gerðir voru við lækna í febrúar en sem gilda afturvirkt til 1. júní á síðasta ári. Síðan eiga eftir að bætast við aðrir kjarasamningar sem nú eru lausir. Launabætur til að mæta þessum hækkunum muni að óbreyttu ekki skila sér til Heilsustofnunar frekar en annarra fyrr en í desember og í stað 3-4% kostnaðarhækk-unar í fyrra liggi fyrir að hækkanir til lækna nemi tugum prósenta og algjör óvissa ríki með ýmsar aðrar starfsstéttir sem nú eiga í kjarabaráttu. Gunnlaugur segir að verið sé að vinna í að fá raunkostnað vegna þessara samninga bættan því annars verði um að ræða dulinn niðurskurð til viðbótar við nið-urskurð fyrri ára.

Bjartsýni á framtíðinaÞrátt fyrir þær blikur sem nú eru á lofti segir Gunnlaugur að forsvarsmenn Heilsustofn-unar séu bjartsýnir á framtíðina. „Við skynj-um vaxandi skilning hjá stjórnvöldum á eðli þessarar starfsemi og það blása að vissu leyti nýir vindar. Sem dæmi má nefna að núverandi heilbrigðisráðherra, Kristján Þór Júlíusson, er fyrsti heilbrigðisráðherrann sem kemur hingað á þessari öld til að kynna sér starfsemi stofnunarinnar af eigin raun þótt að öllum forverum hans hafi verið boðið. Það vekur vonir.“

„Áhugi heilbrigðisráðherra er í fullu sam-ræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að bætt lýðheilsa og forvarnastarf verði meðal forgangsverkefna ríkisstjórnarinnar. Á þeim grundvelli er starfandi sérstök ráð-herranefnd um lýðheilsumál og heilbrigðis-ráðherra stýrir ráðgefandi lýðheilsunefnd sem er að vinna drög að heildstæðri stefnu-

mótun og aðgerðaráætlun til að efla og bæta lýðheilsu á öllum aldursskeiðum með sérstakri áherslu á börn og ungmenni. For-maður lýðheilsunefndar er Inga Dóra Sig-fúsdóttir prófessor, stjórnarmaður í HNLFÍ með víðtæka þekkingu og áralangt rann-sóknarstarf að baki. Við væntum mikils af því starfi, ekki bara fyrir Heilsustofnun held-ur fyrst og fremst fyrir þjóðina alla,“ segir Gunnlaugur.

Gunnlaugur segir ýmsar hugmyndir uppi til að breikka og styrkja rekstrargrunn Heilsustofnunar. Meðal annars hafi verið kannaður grundvöllur fyrir rekstri heilsuhót-els í tengslum við stofnunina en slíkur rekstur gæti farið vel með þeirri endurhæf-ingarþjónustu sem boðið er upp á hjá Heilsustofnun og styrkt hana til frekari sóknar. „Eiginlegt heilsuhótel verður að hafa aðgang að faglegri heilsuþjónustu á staðnum ef það á að standa undir nafni. Engin önnur stofnun hér á landi getur boðið slíka þjónustu eða hefur sömu þekkingu og reynslu og er fyrir hendi hér,“ segir Gunn-laugur K. Jónsson, stjórnarformaður Heilsu-stofnunar í Hveragerði. Hann er jafnframt fyrsti varaforseti European Spa Association, ESPA, sem eru heilsulindarsamtök á annað þúsund fyrirtækja á þessum vettvangi í Evr-ópu.

Við skynjum vaxandi skilning hjá stjórnvöldum á eðli þessarar starfsemi og það blása að vissu leyti nýir vindar, segir Gunnlaugur K. Jónsson.

Jónas Kristjánsson læknir gagnrýndi forystu Læknafélagsins harkalega fyrir tóbaksaug-lýsingar í Læknablaðinu og stóð jafnvel til að reka hann úr félaginu.

Page 5: HEILSUSTOFNUN NLFÍ Í 60 ÁR

Heilsustofnun NLFÍ í 60 ár | 5

Eirberg Lífstíll, Kringlunni 1. Hæð • Eirberg Heilsa, Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is

Styrkur - Jafnvægi - Liðleiki

ÆfingaboltarStórir æfingaboltar.

Stærðir 55, 65 og 75 cm.

Verð frá: 4.950 kr.

Core trainer - æfingateygjaBýður upp á marga möguleika til að styrkja bak- og kviðvöðva, handleggi og fótleggi. Bæklingur með æfingum fylgir.

4.950 kr.

Jafnvægis- og æfingapúðiHentar vel í jafnvægisæfingar og ýmiskonar gólfæfingar.

8.950 kr.

YogasokkarStamir og hlýir sokkar sem henta vel í yoga, pilates og dans.

1.950 kr.Yoga og pilates dýnaVönduð og stöm yogadýna með saumuðum kanti. Stærð 180 x 60 cm. Þykkt 0,6 cm.

5.950 kr.

Nuddrúlla 45 cm Mýkir upp stífa og auma vöðva eftir æfingar.

5.950 kr.

Page 6: HEILSUSTOFNUN NLFÍ Í 60 ÁR

6 | Heilsustofnun NLFÍ í 60 ár

„Mér líst ákaflega vel á það frábæra starf sem fram fer á Heilsustofnun í Hveragerði. Starfið byggist á vönduðum grunni þekking-ar sem var langt á undan sinni samtíð þegar stofnunin tók fyrst til starfa og þar hafa menn alla tíð síðan verið í fremstu röð,“ segir Inga Dóra Sigfúsdóttir, prófessor við sálfræðisvið viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík. Hún er jafnframt prófessor við Columbia háskóla í New York. Inga Dóra tók sæti í rekstrarstjórn Heilsustofnunar á síðasta ári en undanfarin 20 ár hefur hún stundað rannsóknir á heilsu, hegðun og líð-an íslenskra ungmenna og fékk meðal ann-ars til þess stóran styrk frá Evrópusam-bandinu fyrr á þessu ári.

Á undan sinni samtíðInga Dóra segir að sér hafi þótt ákaflega vænt um að vera boðið að setjast í fram-kvæmdastjórn Heilsustofnunar. Stofnunin standi henni nærri því hún hafi verið alin upp í þeirri hugmyndafræði sem starf henn-ar byggist á. „Móðir mín var ljósmóðir í 40 ár og starfaði á Fæðingarheimilinu í Reykja-vík með Huldu Jensdóttur sem var mikill frumkvöðull að heilsusamlegum lífstíl. Ég hef því haft mikinn áhuga á þessum fræð-um alveg frá því ég var barn.“ Hún segist undanfarið hafa verið að kynna sér sögu stofnunarinnar, meðal annars með því að lesa tímaritið Heilsuvernd sem Jónas Krist-jánsson læknir og stofnandi Heilsustofnun-ar og samferðamenn hans gáfu út frá árinu 1946. Þar hafi verið sett fram sjónarmið og

kenningar sem voru langt á undan sinni samtíð. „Það er með ólíkindum hvað Jónas og samferðamenn hans voru framsýnir. Í þessum blöðum ræða þeir meðal annars um tengsl reykinga og lungnakrabbameins, sem var alls ekki orðin viðtekin þekking á þessum tíma. Eins ræddu þeir um skað-semi of mikillar sykurneyslu og um nauð-syn þess að jafnvægi ríkti á milli heilsuefl-ingar og lækninga. Það sé ekki nóg að hugsa bara um að lækna sjúkdóma heldur þurfi líka að byggja fólk upp og fá það til að hugsa um eigin heilsu.“ Hún segir að í dag, þegar lýðheilsa er á allra vörum, séu þetta viðtekin og vinsæl sjónarmið en Jónas og félagar hans hafi greinilega verið langt á undan sinni samtíð. Í dag segir hún af-bragðs fagfólk gera frábæra hluti hjá Heilsu-stofnun.

Meiri áherslu á heilsueflingu og fyrirbyggjandi aðgerðirInga Dóra segir að heilbrigðiskerfið eigi að leggja enn meiri áherslu á heilsueflingu og fyrirbyggjandi aðgerðir en gert er í dag. Miklar breytingar séu að verða á mann-fjöldaþróun heimsins. Með lækkandi fæð-ingartíðni og hækkandi aldri verði hlutfalls-legra miklu fleiri gamlir en áður á næstu áratugum og stór hluti barna, sem fæddust um og eftir árið 2000, geti vænst þess að verða 100 ára. „Ef okkur á að takast að reka samfélagið og heilbrigðiskerfið áfram, á sömu forsendum og við höfum gert í gegnum tíðina, verðum við að leggja meiri

áherslu á heilsueflingu og heilbrigðan lífs-stíl og að fá fólk til að vinna sem lengst. Því þótt að ævin hafi lengst í árum hefur heil-brigðum árum í lífi fólks ekki fjölgað að sama skapi. Lífsgæðin hafa ekki haldið í við hærri aldur. Við þurfum á því að halda að fólk vinni lengur og því er óhjákvæmilegt að endurskoða gömul lög um starfslok sem voru sett á þeim tímum þegar fólk náði rétt ríflega 50 ára aldri.“

Efla rannsóknirEn hvernig sér Inga Dóra fyrir sér, í ljósi þessa, að Heilsustofnunin muni þróast á næstu árum? „Ég tel að stofnunin eigi að halda áfram á sömu braut með áherslu á endurhæfingu fólks sem er að koma úr aðgerðum og eins með áherslu á heilsu-eflingu og forvarnir. Þá væri æskilegt að efla rannsóknaþáttinn, til dæmis með auknu samstarfi við háskólana.“ Sér-staklega telur hún mikilvægt að halda áfram að auka heilsueflingar-þáttinn þannig að fólki finnist sjálf-sagt að koma í Hveragerði til að komast úr streitu hversdagsins og ná sér í orku. „Menn eiga ekki að þurfa að vera veikir til að fá að dvelj-ast á Heilsustofnun. Þangað á frískt fólk líka að geta komið til að hlaða batteríin.“ Hún telur að eftirspurn eftir slíku muni aukast á næstu árum enda hafi orðið vit-undarvakning í samfélaginu. Fólk þekki nú betur helstu áhættuþætti og það sem sé fyrirbyggjandi með tilliti til sjúkdóma og

andlegrar líðunar. „Íslendingar eru vel upp-lýstir í þessum efnum en ég sé fyrir mér að stofnunin eigi líka að höfða til útlendinga og að fólk muni í auknum mæli koma er-lendis frá til heilsudvalar í Hveragerði,“ segir Inga Dóra Sigfúsdóttir.

Menn eiga ekki að þurfa að vera veikir til að fá að dveljast á Heilsustofnun. Þangað á frískt fólk líka að geta komið til að hlaða batteríin, segir Inga Dóra Sigfúsdóttir prófessor.

Þurfum að leggja meiri áherslu á heilsueflingu og heilbrigðan lífsstíl þannig að fólk geti unnið lengurInga Dóra Sigfúsdóttir prófessor hefur tekið sæti í rekstrarstjórn Heilsustofnunar

6 | Heilsustofnun NLFÍ í 60 ár

Page 7: HEILSUSTOFNUN NLFÍ Í 60 ÁR

Heilsustofnun NLFÍ í 60 ár | 7

Líf- og heilsutryggingar veita nauðsynlegan fjárhagslegan stuðning ef veikindi eða slys koma upp í þinni fjölskyldu.

Reiknaðu út þína vernd á Lífsreikni TM og fáðu tilboð í tryggingar. Það er ódýrara en þig grunar.

Hvað sem verður… er betra að vera í hópi ánægðra viðskiptavina TM.

Tryggingamiðstöðin Síðumúla 24 Sími 515 2000 [email protected] tm.is

Gengur dæmiðupp án þín?

tm.is/lifsreiknir

Page 8: HEILSUSTOFNUN NLFÍ Í 60 ÁR

8 | Heilsustofnun NLFÍ í 60 ár

„Dvöl á Heilsustofnun á að vera einstök og lífseflandi reynsla sem opnar gestum okkar nýja sýn á lífið. Gerir þeim mögulegt að sigrast á vandamálum sínum og leyfir þeim að gleðjast og njóta samveru en einnig að nálgast sinn innri mann,“ segir Haraldur Er-lendsson, yfirlæknir og forstjóri Heilsu-stofnunar. Hann segir það vera kappsmál starfsfólks og stjórnenda Heilsustofnunar að veita ávallt bestu heilsu- og endurhæf-ingarþjónustu sem völ er á auk heildrænnar heilsuræktar í víðasta skilningi.

„Þegar ég réðst hingað 1. apríl 2012 hafði ég verið við nám og störf í Bretlandi með hléum í 22 ár og taldi tímabært að ljúka þeirri dvöl sem upphaflega var hugsuð til þriggja ára,“ segir Haraldur. Eins og fleiri sem vinna hjá Heilsustofnun hafði Haraldur áður tengst stofnuninni. „Faðir minn, Er-lendur Haraldsson, prófessor í sálfræði, vann hér um tíma á fyrstu árum stofnunar-innar og ég minnist bílferða með móður minni yfir Hellisheiðina til að heimsækja pabba. Síðar átti ég sjálfur eftir að vinna hér meðan ég var í læknanámi, bæði sem vakt-maður og við að leysa af hjúkrunarfræðinga og lækna. Síðast en alls ekki síst á ég róm-antískar minningar héðan því hér kynntist ég konunni minni, Svanhildi Sigurðardótt-ur.“

Snjóflóðin örlagavaldurHaraldur segir að þegar hann hóf læknis-fræðinám hafi hann ætlað að fara í sérnám í geðlækningum en orðið afhuga því. Eftir 5 ára vinnu á endurhæfingardeild Borgar-spítalans fór hann í framhaldsnám í tauga-lækningum og lauk prófi frá Queens Square háskólanum í London, sem hann segir Mekka taugalækninga í heiminum. „Það var hins vegar gæfa mín að ég fór heim í af-leysingar á heilsugæsluna á Þingeyri og var þar með fleira góðu fólki. meðal annars að vinna með áfallastreitu. Síðan gerðist það að með stuttu millibili féllu þrjú mjög alvar-

leg og mannskæð snjóflóð, fyrst á Ísafirði 1994 og síðan í Súðavík og á Flateyri 1995. Þetta var hrikaleg reynsla og í kjölfarið tók við mikil vinna við að aðstoða fólk með áfallastreitu sem mér fannst í senn mjög gefandi og áhugavert verkefni. Þetta varð til þess að ég söðlaði um og fór í fram-haldsnám í geðlækningum og sérhæfði mig í áfallastreitu og tengdum greinum.“ Har-aldur lauk meistaraprófi í geðlækningum í Bretlandi 2001 en síðustu 10 árin, áður en hann fluttist heim, vann hann mest á ör-yggisgeðdeildum þar sem til meðferðar voru konur með svokallaða jaðarpersónu-leikaröskun en hjá þeim eru sjálfskaðar og sjálfsvígstilraunir mjög algengar. „Ég hef alltaf haft gaman af nýjum og óhefðbundn-um verkefnum. Þess vegna vann ég svona lengi í Bretlandi við fag sem fáir vilja sinna vegna þess að það getur verið hættulegt og sumum finnst það mjög erfitt. Mér fannst þetta hins vegar skemmtilegt starf

og það höfðaði til mín vegna þess að mað-ur þurfti stöðugt að vera að leita nýrra leiða.“

Fleiri yngri gestirMeð ráðningu Haraldar í starf yfirlæknis og forstjóra Heilsustofnunar hefur áherslan á þjónustu á geðheilbrigðissviði aukist nokk-uð sem meðal annars hefur orðið til þess að fleira ungt fólk sækir sér nú endurhæf-ingu á Heilsustofnun en áður. Í dag eru um 20% þeirra sem þangað koma að leita sér meðferðar við kvillum sem má rekja til and-legra þátta. Á síðasta ári var jafnframt skrif-að undir samning við ríkið um fyrsta áfanga í geðþjónustu Heilsustofnunar við íbúa á Suðurlandi. Með samningnum fá skjólstæð-ingar heimilislækna á Suðurlandi ákveðinn forgang að þjónustu Heilsustofnunar, hvort sem um er að ræða endurhæfingu eftir veikindi eða léttari geðþjónustu, eins og meðferð við kvíða, streitu eða þunglyndi.

Þjóðhagslegur sparnaður„Þjónustan sem við veitum í dag er mjög fjölbreytt og nær til margra ólíkra hópa. Öldrunarendurhæfing og meðferð við hver-skyns gigtarsjúkdómum eru fyrirferðamiklir þættir en einnig endurhæfing vegna liðað-gerða og offitu. Þá hafa MS og MND sjúk-lingar og sykursjúkir notið þjónustunnar hér.“ Haraldur segir öldrunarendurhæfingu viðamesta þáttinn eða um 35% af umsvif-um Heilsustofnunar en bendir jafnframt á að hún sé þjóðhagslega mjög mikilvæg. Eldra fólk, sem er í þrek- og styrktarþjálfun, geti dvalið mun lengur heima og þurfi seinna á hjúkrunarrýmum að halda með til-svarandi kostnaði sem hafi verið mjög íþyngjandi fyrir heilbrigðiskerfið. „Að fá þennan hóp reglulega til okkar í þrek og styrktarþjálfun sparar ríkinu gríðarlegar upp-hæðir en Heilsustofnun er eini staðurinn sem hefur sérhæft sig í öldrunarendurhæf-ingu.“

Undir kostnaðarverðiÁ Heilsustofnun er rúm fyrir 130 til 140 gesti á hverjum tíma en um 90% þeirra sem dveljast þar eru með læknatilvísun sem tryggir þeim greiðsluþátttöku sjúkra-trygginga samkvæmt samningi ríkisins við stofnunina. Samningurinn við ríkið gerir ráð fyrir að að það greiði fyrir ákveðinn fjölda gistinátta á hverju ári sem að sögn Haraldar samsvarar því að tæplega 100 rúm séu frá-tekin á hverjum tíma fyrir skjólstæðinga sjúkratrygginga. „Samningar íslenskra fyrir-tækja í endurhæfingar- og öldrunarþjónustu við ríkið eru hins vegar mjög óeðlilegir og langt undir raunkostnaði. Við fáum borgað fyrir þjónustuna en ekki fyrir viðhald og fjár-festingu og launaþátturinn er vanmetinn. Ég held að það þekkist hvergi í heiminum að einkafyrirtæki veiti þjónustu sem er um 15% undir kostnaðarverði.“

Haraldur segir að það hafi verið ákveðið vandamál að eftirspurnin eftir þeim pláss-um sem ríkið greiðir hafi verið mjög mis-mikil eftir árstímum. Hún sé langmest í upphafi árs en minnki svo á sumrin. Að hans sögn hefur verið gert átak til að vekja athygli á starfseminni og þeirri faglegu þjónustu sem í boði er og er það byrjað að skila sér í auknum tilvísunum lækna. Nú er svo komið að það er nokkurra mánaða bið eftir að komast að, sem gerir stjórnendum kleift að dreifa álaginu og ná betri nýtingu.

Ný þjónustaSamkvæmt samningnum við ríkið er Heilsustofnun heimilað að ráðstafa um-framplássum til annarra gesta. „Við höfum horft í kringum okkur á innanlandsmarkaði til að auka nýtingu þessara plássa. Meðal annars höfum við boðið upp á margvísleg námskeið auk þess sem fólk getur nú kom-ið til okkar í svokallaða Heilsudvöl án tilvís-unar frá læknum en þá kemst það fljótt að en borgar að vísu hærra gjald.“ Haraldur segir þessa tekjuöflun skipta mjög miklu máli til greiða niður samninginn við ríkið.

„Það sem mestu máli skiptir er þó að hér á Heilsustofnun er verið að veita frá-bæra þjónustu og við, sem störfum hér, horfum fram á veginn til þess að auka hana og bæta enn frekar. Við njótum þess að byggja á því mikla og góða starfi sem for-verar okkar hafa unnið,“ segir Haraldur Er-lendsson.

Haraldur Erlendsson hefur aukið þjónustu á geðheilbrigðissviði sem meðal annars hefur orðið til þess að fleira ungt fólk sækir sér nú endurhæfingu á Heilsustofnun en áður.

Haraldur ásamt samstarfsfólki á lækningadeild.

Frábær þjónusta sem við viljum halda áfram að efla og bætaRætt við Harald Erlendsson, yfirlækni og forstjóra Heilsustofnunar

Page 9: HEILSUSTOFNUN NLFÍ Í 60 ÁR

Heilsustofnun NLFÍ í 60 ár | 9

Page 10: HEILSUSTOFNUN NLFÍ Í 60 ÁR

10 | Heilsustofnun NLFÍ í 60 ár

„Í sextíu ára sögu Heilsustofnunar hefur stofnunin fyrst og fremst verið að þjóna ís-lensku heilbrigðiskerfi og það er ánægjulegt að skynja vaxandi eftirspurn eftir þeirri end-urhæfingu sem hér er boðið upp á. Því valda bæði breytt afstaða almennings til forvarna og lífstíls en ekki síður aukin áhersla stjórnvalda á lýðheilsu og forvarn-ir,“ segir Ingi Þór Jónsson, markaðsstjóri Heilsustofnar NLFÍ. Hann hefur verið mark-aðsstjóri Heilsustofnunar síðan 2008 en tengsl hans við Náttúrulækningahreyfing-una eiga sér þó lengri sögu, bæði sem stjórnarmanns í Náttúrulækningafélagi Ís-lands og formanns Náttúrulækningafélags Reykjavíkur síðastliðin rúm 20 ár. Ingi Þór

er lærður matreiðslumeistari og rak um ára-bil ýmsa veitingastaði, þar á meðal veit-Rauða húsið á Eyrarbakka í 8 ár áður en hann réðst til Heilsustofnunar.

Auka nýtinguIngi Þór segir að samhliða þeirri fjölbreyttu þjónustu, sem veitt er samkvæmt samningi Heilsustofnunar við ríkið, hafi stofnunin síðustu misseri byrjað að nýta það svigrúm sem samning-urinn veitir til að bjóða öðrum þau rými sem ekki nýtast á hverjum tíma innan samnings-ins. „Við höfum verið að þreifa okkur áfram með að auka nýtingu þessara umframrúma og það er að byrja að skila árangri.“ Hann segir að þeim sem koma utan ríkissamn-ingsins megi skipta í nokkra hópa.

„Í fyrsta lagi hefur verið boðið upp á ým-is námskeið sem tengjast m.a. lífstíl, for-vörnum, andlegri og líkamlegri heilsu en þá dvelur fólk á Heilsustofnun á meðan nám-skeiðin standa yfir. Einnig er boðið upp á 5-14 daga heilsudvöl fyrir þá sem hafa ekki tök á að mæta til lengri dvalar. Þessir gestir greiða sína dvöl að öllu leyti sjálfir og geta yfirleitt komið í dvöl með stuttum fyrir-vara.“

Hann segir að heimsóknum erlendra gesta hafi einnig fjölgað og þar sé í aðalat-riðum um tvo hópa að ræða. Annars vegar Íslendinga sem eru búsettir erlendis og sem með dvöl á Heilsustofnun slái saman fríi og heilsueflingu. Hins vegar erlendir gestir sem hafi haft spurnir af staðnum en þar á meðal séu til dæmis Færeyingar og Danir sem hafi verið í talsverðu sambandi við Heilsustofnun. „Við höfum stigið mjög varlega en inn á þetta svið. Það er hins vegar styrkur okkar að vera aðilar að Heilsu-lindarsamtökum Evrópu (ESPA) og geta stuðst við reynslu sambærilegra heilsu-stofnana sem hafa verið reknar um áratuga skeið og byggjast hver og ein á sinni sér-stöðu. Það sem kemur mest á óvart er hvað þetta getur fallið vel saman við þá starfsemi sem hér er í dag.“

Samvinna nauðsynlegIngi Þór segir ánægjulegt að augu heilbrigð-isyfirvalda hér á landi séu nú að opnast fyrir því starfi sem unnið er á Heilsustofnun. Ætli Ísland að hasla sér völl á hinum stóra

alþjóðlega heilsumarkaði verði það ekki gert öðru vísi en að ferða-þjónustan og heilbrigðisyfirvöld vinni saman að þróun slíkrar þjónustu. „Í dag erum við á al-gjörum byrjunarreit. Ef við ætlum að mark-aðsetja Ísland sem heilsuland þá er for-senda árangurs að vinna með stofnunum eins og Heilsustofnun sem hefur 60 ára reynslu og hefur í sinni þjónustu fagmennt-að heilbrigðisstarfsfólk sem býr yfir gríðar-legri þekkingu.“ Hann segir stjórnendur Heilsustofnunar skynja töluverðan áhuga innlendra og erlendra aðila á samstarfi við stofnunina en menn geri sér hins vegar grein fyrir að enn skorti talsverða þekkingu til að takast á við slíkt verkefni. „Við höfum rannsakað þennan markað undanfarin misseri til að öðlast skýrari mynd af því hvar við stöndum. Við sjáum mikla mögu-leika fyrir heilsulandið Ísland að veita ferða-mönnum góða heilsuþjónustu en til að það geti orðið þarf mikla samvinnu og vandað-an undirbúning.“

Þjónusta allt áriðHeilsustofnun er ekki byrjuð að markaðs-setja þjónustu sína erlendis, að undan-skildu samstarfi við aðila í Danmörku og Færeyjum. „Við teljum það ekki tímabært því við þurfum að vinna heimavinnuna bet-ur áður en við förum í slíka markaðssetn-ingu.“ Hann rifjar upp að Heilsustofnun hafi öðlast ákveðna reynslu í þessum efnum ár-ið 2011 þegar fyrir lá að loka þyrfti stofnun-inni yfir sumarmánuðina vegna fjárskorts. „Frekar en að slökkva ljósin og læsa húsun-um ákváðum við að bjóða upp á hótelgist-ingu með aðgengi að hluta af þeirri aðstöðu sem hér er. Niðurstaða þessarar tilraunar

var hins vegar sú að gera þetta ekki aftur heldur leggja áfram aðaláherslu á hefð-bundna starfsemi Heilsustofnunar allt árið og að þróa samhliða þjónustu fyrir fullborg-andi gesti. Við viljum ekki að þeirri endur-hæfingastarfsemi sem hér fer fram alla daga ársins sé ruglað saman við hótelrekst-ur. Ef farið verður í einhverja heilsuhótel-starfsemi síðar verður þess vandlega gætt að hún hafi ekki áhrif á þá þjónustu sem við bjóðum þeim sem koma hingað í endur-hæfingu.“

Afmælishátíð60 ára afmæli Heilsustofnunar verður að sögn Inga Þórs nýtt með ýmsum hætti til að vekja athygli á fjölbreyttu starfi stofnun-arinnar sem er 100 manna vinnustaður sem tekur á móti 2000 dvalargestum á ári. Áhrif Heilsustofnunar séu því mjög víðtæk, bæði í nærsamfélaginu í Hveragerði og eins út um allt land sem einstakt meðferðar- og endurhæfingarúrræði. „Við munum halda upp á afmælið ásamt vinum okkar og vel-unnurum. Það vill svo skemmtilega til að Hollvinasamtök Heilsustofnunar fagna einnig 10 ára afmæli í ár og við munum halda sameiginlega upp á þessi tímamót. Það verður hátíðardagskrá hér á svæðinu sunnudaginn 28. júní í tengslum við bæj-arhátíðina Blóm í bæ. Þar verður fjölbreytt skemmtidagskrá með ýmsum heilsueflandi uppákomum,“ segir Ingi Þór Jónsson.

Við sjáum mikla möguleika fyrir heilsulandið Ísland að veita ferðamönnum góða heilsuþjónustu en til að það geti orðið þarf mikla samvinnu og vandaðan undirbúning, segir Ingi Þór Jónsson.

Miklir möguleikar fyrir heilsulandið Ísland Rætt við Inga Þór Jónsson, markaðsstjóra Heilsustofnunar

Kartöflusalat með radísum, strengjabaunum, dilli og radísuspírum

500 g kartöflusmælki300 g radísurhandfylli af radísuspírum (Eco spíra)300 g strengjabaunirhandfylli af söxuðu dilli3 msk skyr3 msk sýrður rjómi2 tsk grófkornasinnepsafi úr hálfri sítrónu1 msk hlynsírópsalt og pipar

Sjóðið smælkið í saltvatni og kælið. Hitið vatn að suðu og setjið baunirn-ar út í. Sjóðið í 30 sekúndur og setjið svo í ísvatn. Skerið radísurnar í fernt. Blandið öllu saman og stráið radísu-spírunum yfir.

Frá matreiðslu-meistara HNLFÍ

10 | Heilsustofnun NLFÍ í 60 ár

Page 11: HEILSUSTOFNUN NLFÍ Í 60 ÁR

Heilsustofnun NLFÍ í 60 ár | 11

KRAFTMESTA

BLANDAN OKKARAF Q10

ÓMÓTSTÆÐILEGAR Q10 SERUM PERLURSEM DEKRA VIÐ HÚÐINA

Page 12: HEILSUSTOFNUN NLFÍ Í 60 ÁR

Á Heilsustofnun er litið á matinn sem lið í meðferðinni. Boðið er upp á heilsufæði með sérstaka áherslu á grófmeti úr jurtaríkinu, eins og til dæmis baunir, hýðis-hrísgrjón, ýmis konar heil korn og svo auðvitað grænmeti og ávexti. Egg og mjólkurvörur eru líka á matseðlinum en leitast er við að nota eins lítið af salti, harðri fitu og sykri og mögulegt er. Það er einnig stefna Heilsustofnunar að hafa sem minnst af unnum mat-vælum. Kjöt sést ekki á borðum Heilsustofnunar en tiltölulega ný-lega er farið að bjóða upp á fisk-rétti tvisvar í viku. Þegar kemur að drykkjavörum sneiða menn hjá kaffinu en drekka þeim mun meira af vatni og teið rennur ljúf-

lega niður, enda blandað á staðn-um úr íslenskum jurtum.

Lífrænt ræktaðÍ eldhúsi Heilsustofnunar starfa 17 manns á vöktum sjö daga vik-unnar og þeim til aðstoðar eru að jafnaði nokkrir erlendir sjálfboða-liðar á vegum Veraldarvina. Yfir-matreiðslumaður Heilsustofnunar er Halldór Steinsson. „Ég hef unnið sem kokkur frá 18 ára aldri og hef verið hér hjá Heilsustofnun síðustu þrjú árin og líkar vel,“ seg-ir Halldór. Áður en hann réðst til Heilsustofnunar vann Halldór meðal annars á veitingastaðnum Vox á Hilton hótelinu í Reykjavík þar sem hann lærði til matreiðslu-meistara á sínum tíma. Halldór

býr í Reykjavík og ekur til vinnu yfir Hellisheiði flesta virka daga. „Vissulega voru það talsverð við-brigði að koma hingað og þá aðal-lega vegna vinnutímans. Í bænum var ég vanur að vinna á kvöldin og um helgar, en hér er maður á al-gjörum prinsessuvöktum með frí flestar helgar.“ Hann segir að meginlínan í matreiðslunni sé grænmetisfæði með fiskréttum tvisvar í viku. Sjálf eldamennskan segir hann að sé ekki svo frá-brugðin því sem hann hafi áður vanist að öðru leyti en því að lögð sé áhersla á að nota eingöngu hrein hráefni og sem mest lífrænt ræktað. Sykur og hvítt hveiti eru á svörtum lista og allt brauð er bak-að á staðnum úr 100% heilhveiti.

Hluti af grænmeti og öðrum mat-jurtum sem boðið er upp á er líf-rænt ræktað í gróðurhúsum Heilsustofnunar en þau, og allt landsvæði stofnunarinnar, eru reyndar yfirlýst sem svæði án erfðabreyttra lífvera.

Grænmetisborgarar og fiskibollurSjálfur er Halldór grænmetisæta og borðar ekki kjöt. Hann segist hafa tekið ákvörðun um að breyta um mataræði þegar hann réðst til Heilsustofnunar og það henti hon-um vel. „Það var erfiðast að hætta að borða hamborgara og það er það eina sem ég sakna. Annað skiptir ekki máli.“ Þegar spurt er um vinsælustu réttina

Halldór Steinsson yfirmatreiðslumaður býður reglulega upp á sýnikennslu í gerð grænmetisrétta.

Kristján Þór Júlíusson.

Á þessum tímamótum er ástæða til að rifja upp tilurð Heilsustofn-unarinnar í Hveragerði og hið ötula og framsýna starf sem þar hefur verið unnið í heil sextíu ár. Upphafið að ævintýrinu má rekja til Jónasar Kristjánssonar læknis og fleiri frumkvöðla náttúrulækn-inga á Íslandi sem kynntu til sög-unnar nýja hugmyndafræði með opnun Heilsustofnunarinnar en töluðu í upphafi og lengi vel fyrir afar daufum eyrum. Aðferðir og hugmyndafræði Jónasar og félaga eru nú löngu viðurkenndar. Áherslur sem þeir töluðu fyrir eru nú löngu orðnar liður í almennu lýðheilsustarfi og mikilvægi for-varna fá sífellt meira vægi í heil-brigðisþjónustunni.

Fræðsla, neysla holls fæðis, lík-amsþjálfun, slökun og hvíld er rauði þráðurinn í meðferðinni. Líkt

og margir þekkja þá er eitt af hlut-verkum Heilsustofnunarinnar að kenna gestum að bera ábyrgð á eigin heilsu, bæði andlegri og lík-amlegri.

Nú er Heilsustofnunin viður-kennd endurhæfingarstofnun sem hefur liðsinnt þúsundum manna við að ná betri heilsu. Þá hefur stofnunin gegnt mikilvægu hlut-verki í að aðstoða fólk sem lendir í slysum eða veikindum við að komast aftur út í lífið. Jónas og félagar hans trúðu því að til þess að ná bata þyrfti að huga að and-legu, líkamlegu og félagslegu ástandi fólks. Þetta er enn grund-völlur að hugmyndafræði Heilsu-stofnunarinnar þar sem heilsu-farsvandamál sjúklinga eru skoð-uð á heildrænan máta og unnið að bót meina með þverfaglegu sam-starfi.

Kjörorð Heilsustofnunarinnar eru „Berum ábyrgð á eigin heilsu“. Það eru orð að sönnu, því þótt heilsubrestur og sjúkdómar geri ekki alltaf boð á undan sér getum við engu að síður dregið verulega úr líkum á margvíslegum sjúkdómum og heilsufarsvanda ef við hugum vel að heilsu okkar frá degi til dags. Heilbrigður lífstíll verður seint ofmetinn en hann skiptir gríðarlega miklu máli bæði fyrir einstaklingana og samfélagið.

Ég óska Heilsustofnuninni allra heilla á þessum tímamótum og vonast til að hún muni um ókomna tíð gegna áfram mikil-vægu hlutverki við að efla heilsu landsmanna.

Kristján Þór Júlíussonheilbrigðisráðherra.

Ávarp heilbrigðisráðherra:

Heilsubótarstarf í 60 ár

Byggbollur með chili og rauðrófum

400 g soðið bygg300 g fínt rifin rauðrófa1-2 msk chili sambal mauk1 rauðlaukur, smátt saxaður3 hvítlauksrif 2 msk tómatpúrra2 sellerístilkar, smátt skornir2 msk mangó chutney 1 tsk karrýþumall af engiferrót, fínt saxaður½ tsk cuminhnefafylli af söxuðum kórí-ander1 tsk saltpipar

Steikið lauk, rauðrófur, hvítlauk, sellerí, karrý, engifer og cumin í potti. Látið malla við vægan hita í 10 mínútur. Síðast er svo ferskum kórían-der hrært saman við ásamt mangó chutney, tómatpúrru, chilimauki og síðast bygginu.

Kælið. Þegar blandan er orðin köld eru bollur mótaðar og bakaðar á smjörpappír í ofni við 180°C í 25-30 mínút-ur.

Gott er að bera fram með bollunum karrýsteikt blómkál, hvítlauksbakaðar kartöflur og sveppasósu.

Frá matreiðslu-meistara HNLFÍ

Maturinn er hluti af meðferðinniRætt við Halldór Steinsson yfirmatreiðslumann

12 | Heilsustofnun NLFÍ í 60 ár

Page 13: HEILSUSTOFNUN NLFÍ Í 60 ÁR

Heilsustofnun NLFÍ í 60 ár | 13

Arion hraðþjónusta– hafðu það eins og þú vilt

Arion appið, netbankinn og hraðbankarnir okkar auðvelda þér að sækja þér bankaþjónustu þegar þér hentar, þar sem þér hentar. Möguleikum og aðgerðum �ölgar jafnt og þé� og þú getur tekið málin í þínar hendur.

Kynntu þér hraðþjónustuna á arionbanki.is/hraðthjonusta

Halldór ákvað að breyta um mataræði og hætta að borða kjöt þegar hann hóf störf á Heilsustofnun. Segir það henta sér ágætlega.

meðal dvalargesta kemur svarið ekki alveg á óvart. „Grænmetis-borgarar hafa slegið algjörlega í gegn og eins er fiskurinn mjög vinsæll og fiskibollurnar sömuleið-is en þær er meðal annars hægt að kaupa hér og taka með sér heim.“ Halldór segist ekki hafa undan við að framleiða fiskibollur sem eru unnar úr ferskum fiski og grófu heilhveiti. „Við notum ekki frosinn fisk hér og menn finna muninn.“

Sýnikennsla í gerð grænmetisréttaHalldór segist skipuleggja mat-seðilinn viku fram í tímann. Áður var matseðillinn tilkynntur mun lengra fram í tímann en hann seg-ist strax hafa ákveðið að breyta því. „Ég vildi ekki binda mig langt fram í tímann því aðstæður eru svo breytilegar. Kannski fæst ekki hráefnið sem maður ætlaði að nota eða ef ég fæ einhverja skemmtilega hugmyndi þá vil ég ekki þurfa að bíða í nokkrar vikur eftir að geta hrint henni í fram-

kvæmd.“ Halldór segir matinn hluta af þeirri fræðslu og meðferð sem dvalargestirnir fá á Heilsu-stofnun og því býður hann meðal annars reglulega upp á sýni-kennslu í gerð grænmetisrétta. Þeir sem þurfa að létta sig fái fræðslu um rétta skammtastærð en einnig er boðið upp á orkubætt fæði og næringardrykki fyrir þá sem á því þurfa að halda. Þeir sem þurfa á sérfæði að halda fái ráðgjöf um það hjá næringarráð-gjafa.

Kæru skjólstæðingar, dvalargestir, starfsfólk og vinir Heilsustofnunar NLFÍ.

Heilsustofnun NLFÍ í Hvera-gerði heldur nú upp á að 60 ár eru liðin frá því að Jónas Kristjánsson læknir stofnaði hana árið 1955. Sú staðreynd að Heilsustofnun hefur unnið að forvörnum á sviði heil-brigðisþjónustu og endurhæfingu í 60 ár er viðurkenning á því að stofnandi Heilsustofnunar og eft-irmenn hans byggðu stofnunina á sterkum gildum og góðri þjónustu við skjólstæðinga og dvalagesti.

Ég hef þekkt núverandi fulltrúa Heilsustofnunar í yfir 14 ár sem samstarfsmenn mína í Evrópsku heilsulindarsamtökunum. Þeir

hafa verið mjög virkir við að kynna heilsueflingu og endurhæfingu á Íslandi innan Evrópu. Þeir hafa einnig nýtt þekkingu sína á endur-hæfingu og heilsulindindarþjón-ustu til að hjálpa evrópsku heilsu-lindarsamtökunum að þróa og efla þessa atvinnustarfsemi í Evrópu.

Mig langar til að þakka Heilsu-stofnun NLFÍ fyrir langvarandi framlag þeirra á sviði heilsuefling-ar og endurhæfingar í Evrópu og óska Heilsustofnun annarra 60 ára hagsældar og góðs árangurs á sviði heilbrigðisþjónustu.

Martin Plachy, forseti ESPA, evrópsku heilsulindarsamtak-anna.

Kveðja frá Evrópsku heilsulindarsamtökunum

Martin Plachy.

Page 14: HEILSUSTOFNUN NLFÍ Í 60 ÁR

14 | Heilsustofnun NLFÍ í 60 ár

„Þegar ég sótti um starf hér hafði ég heyrt að Heilsustofnun væri frábær staður og það hef ég feng-ið rækilega staðfest. Þetta er ein-stakur vinnustaður og hér ríkir mikil samheldni og umhyggja sem meðal annars lýsir sér í því að ef eitthvað kemur upp á eru allir tilbúnir að hjálpa,“ segir Mar-grét Grímsdóttir, framkvæmda-stjóri hjúkrunar en hún hefur starf-að á Heilsustofnun síðan í sept-

ember 2012. Hún segir að það já-kvæða andrúmsloft sem hún skynji á vinnustaðnum megi kannski rekja til þess að það margt ánægjulegt að gerast í kringum þau á hverjum einasta degi. „Við sjáum fólkið sem kem-ur til okkar í endurhæfingu og þjálfun fá bata og styrkjast og það er ótrúlega gefandi og skemmti-legt.“

Brugðist við breytingumÁður en Margrét réðst til Heilsu-stofnunar starfaði hún sem hjúkr-unardeildarstjóri göngudeildar á Kleppi. Hún segir að skömmu áð-ur hafi Haraldur Erlendsson geð-læknir verið ráðinn sem yfirlæknir til Heilsustofnunar og í kjölfarið hafi áherslan á geðheilbrigðisþjón-ustu stofnunarinnar aukist. Með breyttum áherslum hafi samsetn-ing hópsins sem dvelur á Heilsu-

stofnun einnig breyst. „Þannig er mun fleira ungt fólk að njóta þjón-ustunnar en áður, sem er frábært. Við erum með fólk hér á aldrinum 20-95 ára og mjög margir eru í kringum fimmtugsaldurinn. Það er mjög mikilvægt að grípa hóp-inn sem er í kringum fimmtugt áður en hann verður of veikburða og dettur út af vinnumarkaði.“ Hún segir að margir sem leiti til þeirra séu að upplifa kulnun í starfi. Eftir hrun hafi verið gripið til mikilla uppsagna í atvinnulífinu og þeir sem eftir sitja hafi þurft að taka á sig aukin verkefni og séu í mörgum tilvikum að kikna undan álagi. „Þetta sjáum við hjá mjög mörgum starfsstéttum í þjóðfélaginu“. Það má segja að Heilsustofnun hafi verið að bregð-ast við þessum breyttu áherslum í þjóðfélaginu.“

Heildræn meðferðFramkvæmdastjóri hjúkrunar ber ábyrgð á faglegri stjórn hjúkrunar en undir hann heyra líka ræsting og baðhús auk þjónustustjóra Heilsustofnunar. En að hvaða leyti er meðferðin á Heilsustofn-un frábrugðin því sem aðrar end-urhæfingarstofnanir bjóða? „Feg-urðin við Heilsustofnun er að mínu mati sú heildræna meðferð sem við veitum. Þegar fólk kemur til okkar með verki þá snýst með-ferðin og æfingarnar ekki bara um verkina, heldur er vandamálið skoðað út frá mörgum hliðum samtímis. Um hvað snúast verk-irnir? Hreyfirðu þig nógu mikið? Er svefninn í lagi? Er mataræðið í lagi? Eru jafnvel sálrænar ástæður fyrir þessum verkjum? Má kannski rekja verkina til áfalla sem þú hefur orðið fyrir en aldrei unnið úr og er streitan í lífi þínu of mikil? Allir sem koma til okkar fá þessa heildrænu nálgun.“ Mar-grét segir að á meðan á meðferð stendur sé félagslegi þátturinn einnig þýðingarmikill og þá skipti

aðstæðurnar á Heilsustofnun miklu máli. Dvalargestir hafi orð á því að það sé gott að vera innan um aðra sem eru í sömu sporum að sækja sér heilsubót. Bara það að blandast hópnum og taka þátt í æfingum og göngum með öðrum dvalargestum verði smátt og smátt til þess að menn myndi lítið stuðningsnet í kringum sig og eignist nýja kunningja og vini.

Bílslys á HellisheiðiMargrét býr í Hafnarfirði og segir að vissulega hefði hún velt því fyr-ir sér hvort ekki yrði erfitt að sækja vinnu yfir Hellisheiðina. Það hefði hins vegar ekki verið neitt mál þar til í vetur að hún lenti í umferðaróhappi þegar ekið var aftan á bílinn hennar í blindbyl uppi á miðri heiði. „Bíllinn eyði-lagðist en ég slapp sem betur fer með minni háttar áverka. Hins vegar finn ég að það er dálítill skrekkur í mér eftir þetta en það líður vonandi hjá fljótlega.“ Hún segir að vegna þess að vinnudag-ur hennar sé oft langur sé erfitt að vera bundinn því að fara í bæ-inn á föstum tíma með starfs-mannarútunni. Því hafi henni hentað vel sá sveigjanleiki sem fylgir því að vera á eigin bíl. En hvernig sér Margrét Heilsustofn-un fyrir sér eftir 5-10 ár? „Mér finnst við vera á mjög góðu róli en það eru alls konar tækifæri í spil-unum sem við erum að skoða. Það er mikil ánægja með þjónust-una og ég held að við séum að svara og bregðast rétt við þeim væntingum og þeirri eftirspurn sem er fyrir hendi. Við erum stöð-ugt að kanna afstöðu dvalargesta til þjónustunnar. Að sjálfsögðu eru alltaf einhverjir sem eru með aðrar væntingar um starfsemina hér en almennt eru okkar dvalar-gestir einstaklega ánægðir með endurhæfinguna og dvölina hér,“ segir Margrét Grímsdóttir fram-kvæmdastjóri hjúkrunar.

Gefandi að sjá fólk fá bata og styrkjast með hverjum degi

Fegurðin við Heilsustofnun er að mínu mati sú heildræna meðferð sem við veitum, segir Margrét Grímsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar.

14 | Heilsustofnun NLFÍ í 60 ár

Page 15: HEILSUSTOFNUN NLFÍ Í 60 ÁR

Heilsustofnun NLFÍ í 60 ár | 15

Page 16: HEILSUSTOFNUN NLFÍ Í 60 ÁR

16 | Heilsustofnun NLFÍ í 60 ár

Frá stofnun Heilsustofnunar NLFÍ árið 1955 hafa maturinn og nær-ingin verið í hávegum höfð. Jónas Kristjánsson læknir og stofnandi Heilsustofnunar var frumkvöðull í hollum lífsháttum og lagði áherslu á góða næringu í ræðu og riti. Hann sagði m.a. um mataræðið í ritinu Heilsuvernd árið 1951: „Fullkomið heilbrigði verður ekki fengið með byggingu fleiri og stærri sjúkrahúsa og ekki með lyfjaáti, heldur með því einu að gera manninum kleift að lifa heil-brigðu lífi og varðveita náttúrulega heilbrigði, og til þess er er sterk-asta vopnið og meginþátturinn náttúruleg lifandi fæða.“

Segja má að Jónas Kristjáns-son hafi lagt grunninn að þeirri næringarstefnu sem fylgt hefur verið alla tíð á Heilsustofnun. Jón-as var frumkvöðull náttúrulækn-inga hér á landi sem leggja áherslu á að lækna sjúkdóma með hollum lífsháttum í stað þess að horfa bara á sjúkdómseinkennin og reyna að halda þeim niðri. Þessi stefna hefur líklega aldrei verið mikilvægari því stór hluti af útgjöldum í heilbrigðiskerfinu fer í að meðhöndla lífsstílssjúkóma eins og offitu, sykursýki og stoð-kerfissjúkdóma.

Maturinn á HeilsustofnunGrunnurinn í mataræði Heilsu-stofnunar er ferskur og náttúru-legur matur sem er ríkur af nær-ingarefnum sem oft skortir í mat-aræði Íslendinga, s.s. D-vítamín, járn, B-12 vítamín, joð, kalíum og kalk. Mataræði hins almenna Ís-lendings er mjög hitaeiningaríkt, sykurmikið og of mikið af einföld-um kolvetnum. Kannanir á mat-aræði Íslendinga sýna að það vantar trefjar sem fást m.a. úr grænmeti og ávöxtum, auk þess er fiskneysla okkar sífellt að drag-ast saman og er hún nú 30% minni en árið 1990.

Mataræðið á Heilsustofnun leiðréttir allar þessar næringarvill-ur. Það er að mestu byggt upp á fersku grænmeti, ávöxtum, grófu kornmeti, fiskmeti, hreinum mjólkurvörum, baunum, fræjum, jurtaolíum og vatni til drykkjar. Mikil áhersla er lögð á fjölbreytni í fæðuvali sem tryggir öll næringar-efni sem líkaminn þarf til vaxtar og viðhalds.

Af þessu sést að hið almenna fæði, sem margir neyta daglega, stuðlar að sjúkdómum. Sérstaða í mataræði Heilsustofnunar er tals-verð og má þar nefna meðal ann-ars:

Reglulegar og næringarríkar máltíðir. Boðið er upp á heilsufæði fimm sinnum á dag, alla daga vikunnar. Litið er á matinn sem þátt í fræðslu og meðferð.

Matur úr náttúrunni. Matur-inn er matreiddur frá grunni á staðnum og áhersla lögð á að velja hráefni út frá fersk-leika, gæðum og sem mest án aukefna.

Lífræn ræktun. Grænmeti, kryddjurtir og annað sem ræktað er á staðnum er líf-rænt ræktað. Við kaup á mat-vælum er lögð áhersla á ís-lenska framleiðslu.

Kjötlaust. Kjöt, s.s. lamb, naut, svín eða alifuglar, eru ekki á matseðli.

Sykur í algjöru lágmarki. Við-bættur sykur er í algjöru lág-marki, innan við 5% af heild-arhitaeiningum. Landlæknir mælir með að viðbættur syk-ur sé ekki meira en 10% af heildarhitaeiningum og geng-ur því Heilsustofnun mun lengra.

Náttúrulegt te. Boðið er upp á te í úrvali, m.a. te hússins

sem er gert úr lækningajurt-um, sem tíndar eru af starfs-mönnum í íslenskri náttúru.

Kaffilaust. Ekki er boðið upp á kaffi.

Kjötleysið fær suma dvalar-gesti til að súpa hveljur við fyrstu kynni, enda er stór hluti af al-mennum íslenskum matvælum kjötafurðir. En eftir að fólk smakk-ar matinn og fær að kynnast því

hversu gómsætur og fallega fram-reiddur hann er, fer flestum fljót-lega að líka mjög vel við hann. Það að ekki sé boðið upp á kjöt-meti rýrir ekki næringargildi mat-arins enda fá dvalargestir fisk tvisvar í viku og er hann álíka nær-ingarríkur og kjötmeti og hefur líka þann kost að vera auðmeltan-legri.

Einstaklingsráðgjöf og sérfæðiEitt af markmiðum Heilsustofnun-ar er að dvalargestir nærist og dafni vel á meðan á dvöl þeirra stendur. Ýmsum sjúkdómum er hægt að halda í skefjum með réttu mataræði og má þar nefna sykursýki, ofþyngd, meltingar-færasjúkdóma, krabbamein, fæðuofnæmi og fæðuóþol. Öllum sem þurfa sérleiðbeiningar í mat-aræðinu býðst einstaklingsnær-ingarráðgjöf hjá næringarfræðingi. Þeir sem þurfa, fá sérfæði sniðið að þeirra næringarþörfum og því starfar næringarfræðingur náið með mötuneyti Heilsustofnunar um samsetningu sérfæðis sem boðið er. Það eru ekki ýkjur að mataræðið sé á við meðal fyrir marga dvalargesti hér því eftir

nokkra vikna dvöl, með næringar-ríkum og reglulegum máltíðum, finna margir að sykurþörf er horf-in, melting er betri og reglulegri, orkan eykst og þyngdin minnkar.

Berum ábyrgð á eigin heilsuEinkunnarorð Heilsustofnunar eru „berum ábyrgð á eigin heilsu“ og er mataræðið einmitt stór þáttur í þeirra miklu ábyrgð. Heilsan er það dýrmætasta sem við eigum en oft uppgötvum við það ekki fyrr en við erum búin að tapa henni. Oft erum við að borða „gervimat“ sem er slæmur fyrir heilsuna. Þetta er „gervimatur“ því hann er án góðra næringar-efna s.s. vítamína og steinefna en uppfullur af orku, viðbættum sykri og tilbúnum aukaefnum. Það versta við þennan gervimat er hvað hann mettar illa og kallar allt-af á meira og meira.

Á Heilsustofnun finnur fólk hvað næringarríkur matur gerir heilsunni gott og um leið lærir fólk að bera ábyrgð á eigin heilsu með réttu fæðuvali.

Geir Gunnar Markússon.

Hvergerðingar eru afar stoltir af metnaðarfullri starfsemi Heilsu-stofnunar Náttúrulækningafélags Íslands (HNLFÍ). Þeir hafa, eins og aðrir landsmenn, fylgst með því hvernig hugsjónastarf eins ein-staklings varð til þess að hér hef-ur vaxið og dafnað metnaðarfull starfsemi á sviði endurhæfingar og bættra lífshátta. Á þessum ár-um hefur Heilsustofnun breyst úr litlu heilsuhæli í viðamikla og róm-aða heilbrigðisstofnun sem þjónar öllu landinu af slíkum myndarbrag að eftir er tekið.

Það frumkvöðlastarf í heilbrigð-isþjónustu sem unnið hefur verið á HNLFÍ hefur lagt grunn að bætt-um lífsgæðum tuga ef ekki hundr-aða þúsunda Íslendinga sem dval-ið hafa á Heilsustofnun á undan-förnum 60 árum.

Rekstur Heilsustofnunar Nátt-úrulækningafélags Íslands er eins samofinn Hveragerði og hugsast getur og þeir eru margir sem eiga

erfitt með að ímynda sér annað án hins. Heilsustofnun hóf hér starfsemi einungis 9 árum eftir að Hveragerðisbær varð til og voru það ekki síst fræg leirböð á hvera-svæðinu í umsjón Landspítalans sem gáfu tóninn fyrir þá miklu starfsemi sem síðar þróaðist und-ir stjórn Náttúrulækningafélags Ís-lands.

Heilsustofnun er í dag fjöl-mennasti vinnustaður Hvera-gerðis og sem slíkur burðarás at-vinnulífs í bæjarfélaginu. Hár starfsaldur og lítil starfsmanna-velta ber þess vitni að eftirsóknar-vert er að vinna hjá stofnuninni. Áhrif Heilsustofnunar á bæjar-félagið eru mikil, því þorri starfs-manna býr í bæjarfélaginu og hef-ur þar af leiðandi áhrif á stærð skóla, leikskóla og annarra vinnu-staða. Það hefur einnig verið gaman að sjá hversu mjög gestir Heilsustofnunar setja mark sitt á á bæjarbraginn í Hveragerði. Fjöl-

mennir gönguhópar nýta sér gönguleiðirnar í og við bæinn og þeir sem hafa heilsu til hafa mikla ánægju af þeim sýningum og við-burðum sem boðið er upp á í bæj-arfélaginu.

Það voru ekki síst þau miklu áhrif sem Heilsustofnun hafði á bæjarlífið sem gerðu að verkum að hafin var vinna við skilgreiningu Hveragerðis sem heilsubæjar en að því markmiði hefur verið unnið leynt og ljóst undanfarin ár. Mark-mið sem við teljum raunhæft að verði að veruleika á næstu árum.

Fyrir hönd bæjarstjórnar Hvera-gerðisbæjar flyt ég starfsmönnum og stjórnendum Heilsustofnunar Náttúrulækningafélags Íslands innilegar hamingjuóskir í tilefni af 60 ára afmælinu um leið og við óskum stofnuninni allra heilla í framtíðinni.

Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar.

Grunnurinn í mataræði Heilsustofnunar er ferskur og náttúrulegur matur sem er ríkur af næringarefnum sem oft skortir í mataræði Íslendinga.

Geir Gunnar Markússon, næringarfræðingur Heilsustofnunar.

Aldís Hafsteinsdóttir.

Til hamingju með afmælið Heilsustofnun

Næringin er meðalið

Page 17: HEILSUSTOFNUN NLFÍ Í 60 ÁR

Heilsustofnun NLFÍ í 60 ár | 17

OMEGA 3 LIÐAMÍN HYAL-JOINT®

Kipptu liðunum í lag með Omega 3 liðamíni

Omega 3 liðamín vinnur gegn stífum liðum og

viðheldur heilbrigði þeirra.

Liðamín inniheldur Hyal-Joint® sem einnig má

finna í liðvökva, seigfljótandi vökva sem smyr

og viðheldur mýkt í liðamótum.

Það hjálpar líkamanum einnig að fyrirbyggja

stirða liði, sem getur skipt höfuðmáli í þjálfun

og líkamsrækt.

SKJÓTARI EN SKUGGINN

www.lidamin.is

PIPA

R\TB

WA

• S

ÍA

Page 18: HEILSUSTOFNUN NLFÍ Í 60 ÁR

18 | Heilsustofnun NLFÍ í 60 ár

Fimmtudagskvöldvökur eiga sér langa sögu á Heilsustofnun en dagskrá þeirra er skipulögð og borin uppi af dvalargestum. Kvöld-vökurnar fara fram í Kapellunni, rúmgóðum sal í eldri hluta Heilsu-stofnunar. Þegar blaðamaður leit inn eitt fimmtudagskvöldið í apríl var Kapellan þéttskipuð. Hjónin Sigursveinn Magnússon og Sig-rún Valgerður Gestsdóttir höfðu tekið að sér að sjá um dagskrána ásamt Herði Hilmarssyni og Ið-unni Gróu Gísladóttur. Á dag-skránni, sem stóð í um eina klukkustund, var blanda af upp-lestri, ljóðaspjalli, einsöng og fjöldasöng.

SjálfsprottiðSigursveinn, sem verið hefur skólastjóri Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar síðastliðin 30 ár, lék undir einsöng Sigrúnar Val-gerðar og undir fjöldasöng ásamt Iðunni Gróu en Hörður las upp ljóðabréf sem honum hafa borist í gegnum árin. Ekki var annað að heyra en að ánægja væri með dagskrána og vel var tekið undir í fjöldasöngnum. „Við höfðum mjög gaman að þessu. Á svona stundum finnur maður hvað söng-urinn höfðar sterkt til fólks og menn eru tilbúnir til að taka hressilega undir,“ segir Sigur-sveinn. Hann segir að þau hjónin

hafi tekið þátt í kvöldvökunni í vik-unni áður en þá var dagskráin helguð Davíð Stefánssyni. „Kvöld-vökuformið hér virðist mér að mestu sjálfsprottið og þau sem voru með okkur að þessu sinni eru fólk sem við hittum í matsaln-um en eru nú orðnir vinir okkar.“ Tónlistin skipar stóran sess í lífi þeirra hjóna en Sigursveinn tók við stjórn Tónskóla Sigursveins af frænda sínum og stofnanda skól-ans fyrir 30 árum og Sigrún Val-gerður er söngvari og tók meðal annars þátt í óperum á árum áður en hefur mest fengist við söng- og píanókennslu síðari ár.

Á tímamótum„Við erum nú hér í fyrsta skipti og þetta hefur verið ótrúlega góður tími og dálítið eins og að detta inn

í ævintýri þar sem allt snýst um heilsuna og heilbrigt líf,“ segir Sigrún Valgerður. Sigursveinn, sem lætur senn af störfum sem skólastjóri, tekur undir þetta og segir að fyrir fólk eins og hann sem standi á tímamótum í lífinu sé mjög gott að koma í Hvera-gerði. „Hér er gott að vera og staldra aðeins við og fá leiðsögn. Þegar maður er að hætta eitt-hverju sem maður hefur fengist við lengi og veit ekki alveg hvað tekur við er gott að fá andlega styrkingu á stað eins og Heilsu-stofnun.“ Sigrún Valgerður þekkir vel til Heilsustofnunar enda sjálf alin upp í Hveragerði og starfaði sem þjónustustúlka í þrjú sumur í borðsalnum. Þá kynntist hún vel heilsufæðinu sem hún segir að sé mun fjölbreyttara í dag en það var þá. „Mataræðið hér er svipað því sem við vorum sjálf byrjuð á þótt við værum kannski ekki komin eins langt með það og hér er gert. Hér er til dæmis mikið úrval af allskonar fræjum og hlaðborðið með hráfæðinu er algjörlega frá-bært og það sem mestu skiptir í mínum huga,“ segir Sigursveinn. Hann bætir því að hann hafi lengi vitað af starfsemi Heilsustofnunar en alltaf talið að þessi staður væri fyrir einhverja aðra en hann. Þar til að ágætur læknir hafi bent honum á að Heilsustofnun væri einmitt staðurinn fyrir hann. „Þetta er dá-lítið eins og að vera í námi. Við förum í mismunandi tíma og svo eru frímínútur inn á milli. Hér fáum við miklar og góðar leiðbein-ingar og sem dæmi var sérstakur fyrirlestur um það hvernig við ætt-um að bera okkur að þegar dvöl-inni lýkur og bent á ýmis úrræði og leiðir til að viðhalda þeim ár-angri sem hér hefur náðst.“

Það var góð mæting á kvöldvökuna þetta fimmtudagskvöld og hressilega tekið undir í fjöldasöngnum

Sigrún Valgerður syngur einsöng við undirleik Sigursveins.

Þetta er dálítið eins og að detta inn í ævintýri þar sem allt snýst um heilbrigt líf og heilsuna, segja Sigrún Valgerður og Sigursveinn.

Fjölbreyttar kvöldvökur dvalargesta

Nærum sálina – munum að brosa

Mataræðð stjórnast mikið af andlegu ástandi okkar. Ef við erum hamingjusöm, með sjálfstraustið í lagi og okkur líður vel, eru minni líkur á því að við borðum óhollan mat.

Page 19: HEILSUSTOFNUN NLFÍ Í 60 ÁR

Heilsustofnun NLFÍ í 60 ár | 19

Hjartamagnýl®– Dýrmæt forvörn75 mg sýruþolnar töflur

HV

ÍTA

SIÐ

/ S

ÍA -

Act

avis

31

01

41

Notkun: Hjartamagnýl sýruþolnar tö�ur innihalda 75 mg af asetýlsalicýlsýru. Hjartamagnýl er tekið til að minnka hættuna á að blóðtappar myndist og fyrirbyggja þannig frekari: Hjartaáföll, heilablóðföll, vandamál í hjarta og æðum hjá sjúklingum með hjartaöng, sem er í jafnvægi eða óstöðug. Hjartamagnýl er einnig notað til að koma í veg fyrir myndun blóðtappa eftir ákveðnar tegundir hjartaaðgerða til að víkka eða opna æðar. Ekki er mælt með notkun lyfsins við bráðaaðstæður. Það er eingöngu hægt að nota sem fyrirbyggjandi meðferð. Skammtar og ly�agjöf: Almennt er ráðlagður skammtur 75-160 mg einu sinni á dag. Tö�unum skal kyngja heilum með nægilegu magni af vökva. Vegna sýruþolnu húðarinnar skal ekki mylja, brjóta eða tyggja tö�urnar. Börnum og unglingum yngri en 16 ára skal ekki gefa asetýlsalicýlsýru, nema samkvæmt læknisráði þegar ávinningur vegur þyngra en áhættan. Varúðarreglur: Láttu lækninn vita áður en þú tekur Hjartamagnýl ef þú ert með nýrna-, lifrar- eða hjartavandamál, ert með eða hefur einhvern tíma verið með vandamál í maga eða smáþörmum, ert með háan blóðþrýsting, ert með astma, frjókornaofnæmi, sepa í ne� eða aðra langvinna sjúkdóma í öndunarfærum; asetýlsalicýlsýra getur framkallað astmakast, hefur verið með þvagsýrugigt, færð miklar tíðablæðingar. Þú verður að leita strax til læknis ef einkenni þín versna eða ef þú �nnur fyrir alvarlegum eða óvæntum einkennum. Láttu lækninn vita ef þú ætlar að fara í aðgerð þar sem asetýlsalicýlsýra þynnir blóðið. Asetýlsalicýlsýra getur valdið Reye's heilkenni þegar hún er ge�n börnum. Reye's heilkenni er sjúkdómur sem kemur örsjaldan fyrir og getur verið lífshættulegur. Af þessari ástæðu skal ekki gefa börnum yngri en 16 ára Hjartamagnýl, nema samkvæmt ráðleggingum læknis. Þú skalt gæta þess að ofþorna ekki þar sem notkun asetýlsalicýlsýru við slíkar aðstæður getur valdið skerðingu á nýrnastarfsemi. Þetta lyf hentar ekki til notkunar sem verkjalyf eða hitalækkandi lyf. Meðganga og brjóstagjöf: Leitið ráða hjá lækni eða ly�afræðingi áður en lyf eru notuð. Þungaðar konur og konur með börn á brjósti skulu ekki taka asetýlsalicýlsýru nema samkvæmt ráðleggingum læknis. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja ly�nu. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Actavis Group PTC ehf. Október 2013.

Fyrir þig, hjartað mitt

Öll viljum við ná háum aldri og njóta efri áranna. Eldri borgarar eru stór og fjölbreyttur hópur með breiða aldursdreifingu og ekki eld-ast allir á sama hátt. Aldurstengd-ar breytingar eru óhjákvæmilegar, þó ber að varast að setja alla undir sama hatt þar sem það getur ver-ið verulegur getumunur líkamlega og andlega.

Það er almenn vitund að hreyf-ing hefur jákvæð áhrif á alla ald-urshópa. Með því að hreyfa sig reglulega er hægt að auka þol, þrek, liðleika, viðbragð, samhæf-ingu og jafnvægi. Bæting á ein-hverjum af þessum þáttum eða öllum getur stóraukið lífsgæði. Ef einhvern tímann er mikilvægt að stunda reglubundna hreyfingu þá er það á efri árum. Af hverju eru þá ekki allir eldri borgarar á Íslandi að stunda reglubundna hreyfingu? Því miður er útbreidd sú hugmynd að aldraðir séu veikburða og vilji

hafa hægt um sig. Einnig er al-gengt að aldraða skorti trú á að þeir geti stundað líkamsrækt.

Hér á Heilsustofnun fer fram öflug öldrunarendurhæfing sem byggist á fjölbreyttri meðferð er miðar að því að auka sjálfsbjargar-getu og lífsgæði. Utan um með-ferðina heldur teymi fagfólks sem samanstendur af lækni, hjúkrunar-fræðingi, sjúkraþjálfara, íþrótta-fræðingi, sjúkraliða og sjúkranudd-ara. Í upphafi dvalar eru fram-kvæmd líkamsfærnipróf, gert bylt-umat og metin þörf fyrir sértæka meðferð. Meðferðarskrá, sem hæfir getu hvers og eins, er sett upp í samráði við hvern og einn dvalargest. Oftast er meðferðin samansett af göngu, leikfimi,

vatnsleikfimi, æfingum í tækjasal ásamt annarri sértækri meðferð og fræðslu. Áhersla er lögð á þungaberandi þjálfun samhliða vatnsleikfimi til að stuðla að aukn-um líkamsstyrk sem eykur færni, öryggi til gangs og þ.a.l. fyrirbygg-ir byltur.

Meðaldvalartími er 4 vikur og hafa líkamsfærnipróf, sem tekin eru við lok dvalar, sýnt fram á töluverðar framfarir hjá allflestum dvalargestum. Sem enn og aftur undirstrikar þá staðreynd að eldra fólk er ekki síður móttækilegt fyrir þjálfun en yngra fólk.

Það er aldrei of seint að byrja!

Guðrún Ásta Garðarsdóttir.Margrét Jóhannsdóttir.

Guðrún Ásta Garðarsdóttir sjúkraþjálfari.

Margrét Jóhannsdóttir íþrótta-fræðingur.

Það er eftirsóknarvert að eldast

Anna María Tómasdóttir hefur alla sína tíð búið á Suðurlandi og var í annað skiptið á Heilsustofnun þegar blaðamaður hitti hana í einni af setustofum stofnunarinn-ar. Í fyrra skiptið var maðurinn hennar einnig með en núna var hún ein. „Það voru sumir dálítið hissa á að ég skyldi fara þetta ein, en ég lét það ekkert stoppa mig,“ segir Anna María og hlær. Hún segist hafa verið að vinna gegn stirðleika og í almennri heilsuefl-ingu undanfarnar fjórar vikur en nú væri dvölinni að ljúka.

„Þetta er búin að vera yndis-legur tími og ég hef styrkst heil-mikið og hef fullan hug á að koma aftur hingað. Ég er líka svo heppin að mér líkar maturinn mjög vel. Ég fór meðal annars á matreiðslu-námskeið þar sem frábær mat-reiðslumaður var að kenna og ég vona að ég geti nýtt mér eitthvað af því þegar heim er komið.“ Hún segist hafa verið byrjuð að taka til í mataræðinu hjá sér áður en hún kom og farin að auka grænmeti. „Fólk af minni kynslóð var varla með neitt grænt á borðum hjá sér þannig að þetta eru talsverð en góð viðbrigði.“ Hún segist hafa verið búin að bíða lengi þegar hún komst að en vonast til að geta komist fljótlega aftur að. „Maður getur verið í stöðugu prógrammi hér frá því snemma á morgnana og fram eftir degi sem er hið besta mál. Til þess er maður kom-inn hingað að taka dálítið á því,“ segir Anna María.

GESTASPJALL

Grænmetis-fæðið góð viðbrigði

Anna María Tómasdóttir segist hafa fullan hug á að komast aft-ur á Heilsustofnun.

Page 20: HEILSUSTOFNUN NLFÍ Í 60 ÁR

20 | Heilsustofnun NLFÍ í 60 ár

„Hér hefur frá upphafi aðeins ver-ið stunduð lífræn ræktun sem þýð-ir að í stað tilbúins áburðar notum við safnhaugamold sem við útbú-um sjálf með smá viðbót af hrossataði og þörungamjöli og hér eru engin eiturefni notuð,“ segir Jónas Vignir Grétarsson, garð-yrkjustjóri Heilsustofnunar. Jónas og starfsfólk garðyrkjustöðvarinn-ar sjá dvalargestum fyrir mestu af því grænmeti sem borið er á borð í Heilsustofnun um sjö mánuði á ári. „Við framleiðum 15 til 20 tonn af grænmeti á ári sem fer að mestu leyti í eldhúsið. Fyrirferðar-mest er ræktun á tómötum, salati og grænkáli og við reynum að vera með sem stöðugasta uppskeru. Yfir hásumarið framleiðum við meira en við nýtum og þá fer það sem umfram er á almennan mark-að.“ Jónas segir síðastliðinn vetur hafa verið nokkuð harðan og að fokið hafi ofan af hluta framleiðsl-unnar sem fyrir vikið sé heldur seinna á ferðinni en vanalega. Hann segir að í stað eiturefna sjái sníkjuvespur og maurar um skor-dýravarnir í gróðrarstöðinni og bý-flugur annist frjóvgun tómatanna. „Tilkoma býflugnanna hefur minnkað verulega álagið á okkur því áður þurftum við að sjá um frjóvgunina með því að pensla hvert einstakt blóm. Þegar býflug-urnar eru í stuði eru þær hins veg-ar að allan sólarhringinn.“

VeraldarvinirJónas hefur verið garðyrkjustjóri Heilsustofnunar síðan haustið 2007 en var áður framkvæmda-stjóri lífrænnar skógræktarstöðvar á Sólheimum í Grímsnesi. Hann kann vel við sig í Hveragerði og vex ekki í augum að búa í Reykja-vík og sækja vinnu yfir heiðina. Fljótlega eftir að Jónas kom til starfa í Hveragerði hófst samstarf Heilsustofnunar og Veraldarvina. Worldwide Friends eru sjálfboða-liðasamtök sem útvega tíma-bundna vinnu fyrir sjálfboðaliða sem vilja kynnast náttúru og

menningu í nýju umhverfi. Mark-mið starfsins er að stuðla að friði, vináttu og alþjóðlegum skilningi og efla vitund um umhverfis- og náttúruvernd. „Samstarfið við Veraldarvini hefur gengið ljómandi vel. Þau koma hingað og eru í tvær vikur, nema hópstjórarnir sem dvelja lengur. Við höfum ver-ið með frá 7 og upp í 18 sjálfboða-liða hjá okkur í einu. Þau eru mikið í garðyrkjunni og í eldhúsinu og taka einnig tilfallandi verk ef það eru einhver sérstök átaksverkefni í gangi.“ Jónas segir að þau hafi lagt áherslu á að þróa samstarfið þannig að það gagnaðist báðum aðilum sem best. „Það virðist hafa tekist nokkuð vel, alla vega er meiri ásókn í að koma hingað en var þegar við byrjuðum.“ Sjálf-boðaliðarnir koma víða að, m.a. frá Slóvakíu, Ítalíu, Frakklandi, Þýskalandi, Belgíu, Suður-Kóreu, Japan, Ísrael, Rússlandi og Spáni. Sjálfboðaliðarnir eiga frí um helgar og nota þá tækifærið til að ferðast um. Garðyrkjustörfin liggja yfirleitt vel fyrir sjálfboðaliðum, 70-80% þeirra hafa græna fingur án þess að vita af því. Hinir læra réttu handbrögðin mjög fljótt. Flestir

sem koma eru ungir og er meðal-aldurinn 22 ár.

Hefði ekki getað valið betri staðÞegar blaðamann bar að garði voru sjálfboðaliðar að tína fyrstu uppskeruna af girnilegum kirsu-berjatómötum í gróðurhúsi Heilsustofnunar. Róberto frá Ítalíu er nú í annað skiptið á Íslandi sem sjálfboðaliði. Hann kom fyrst fyrir fjórum árum og vann þá í Reykja-vík og líkaði vel. Í þetta skiptið gerir hann ráð fyrir að vera í þrjá mánuði. „Það skipti mig miklu að komast hingað og hefur verið einskonar endurhæfing frá minni fyrri stöðu. Ég hefði ekki getað valið betri stað því hér syndi ég mikið og borða hollan mat og nýt náttúrunnar.“ Þegar Róberto fer frá Íslandi bíður hans hinn raun-verulegi heimur eftir endurhæf-inguna í Hveragerði. Andrea og Stanov eru sjálfboðaliðar frá Sló-vakíu sem höfðu verið um 2 mán-uði hjá Heilsustofnun. Þau létu vel af dvölinni og segir Andrea að garð- og útivinnu eigi vel við sig því hún sé vön slíkri vinnu að heiman. Þau hafa ferðast talsvert um og segja að næst sé ferðinni heitið austur á Egilsstaði en þar hafa þau ráðið sig í vinnu í sumar á gistihúsi. „Náttúran hér er stór-brotin og okkur langar til að kynn-ast íslenska sumrinu, sem er víst besti tími ársins,“ sögðu Andrea og Stanov.

Magnús Magnússon er einn af íbúum raðhúsanna við Lækjarbrún í Hveragerði sem hafa þjónustu-samning við Heilsustofnun um aðgang að þjónustu stofnunarinn-ar. Samfélagið á Heilsustofnun nær því út fyrir lóðamörkin.

„Ég hef nýtt mér þjónustu Heilsustofnunar síðan 1999. Áður naut ég svipaðrar þjónustu á Eng-landi en ákvað að prófa þetta hér og líkaði strax vel. Þegar raðhúsin voru byggð hér með þjónustu-

samningi við Heilsustofnun þá keypti ég strax eitt þeirra árið 2004 og get nú komið hingað hvenær sem mér hentar og nýti það óspart.“ Magnús, sem er hættur að vinna, dvelur hluta árs-ins í Bandaríkjunum en þegar hann er á Íslandi er hann mikið í húsinu í Hveragerði. Hann segist þá koma snemma á morgnana til að fara í sund, vatnsleikfimi og tækjasal og síðan eru það göngur og sitthvað fleira sem hann nýtir

sér af þjónustunni. Hann er einn í heimili og því borðar hann oft í matsalnum á Heilsustofnun og unir mjög vel við grænmetisfæð-ið. Hann er mikill fiskmaður og borðar alltaf þegar fiskur er á boð-stólum, sem er tvisvar í viku. „Ég ber mikinn hlýhug til þessarar stofnunar og starfsfólkið hér er afbragðsgott og vill allt fyrir mig gera.“

Boðsferðir í golfÁ síðustu árum hefur Magnús spilað talsvert golf og nýtir sér því golfvöllinn í Hveragerði. „Ég hef verið í dálitlu sambandi við golf-klúbbinn hér og í samstarfi við Icelandair hef ég getað boðið tveimur ungum kylfingum á ári til viku dvalar á Long Island til að spila golf. Þá sér golfklúbburinn hér um að velja krakka og sendir með þeim einn leiðbeinanda og svo búa þau hjá mér á meðan á dvölinni stendur. Nú er samning-urinn sem ég var með við Ice-landair að renna út þannig að ég veit ekki í dag hvort við höldum áfram með þetta eða látum gott heita,“ segir Magnús Magnús-son.

Þau vilja allt fyrir mig gera-segir Magnús Magnússon, íbúi við Lækjarbrún

Magnús segist bera mikinn hlý-hug til Heilsustofnunar. Starfs-fólkið sé afbragðsgott og vilji allt fyrir hann gera.

GESTIR TEKNIR TALI

Jónas Vignir Grétarsson garðyrkjustjóri segir að erfiður vetur hafi orðið til þess að seinka uppskerunni. Nú birtir hins vegar til.

Andrea, Stanlov og Róberto vinna við fyrstu kirsuberjatómata upp-skeru ársins.

Lífrænt heima-ræktað grænmeti stóran hluta ársins

Við óskum Heilsustofnun NLFÍ innilega til hamingju með 60 ára afmælið

Við erum stoltir birgjar Heilsustofnunar í ferskum og frosnum fiski Fiskur - Humar - Rækjur

www.merlo.is

Page 21: HEILSUSTOFNUN NLFÍ Í 60 ÁR

Heilsustofnun NLFÍ í 60 ár | 21

Það er virkilega ánægjulegt fyrir mig og fyrir Heilsustofnun að standa nú á þessum tímamótum í sögu stofnunarinnar. 60 ár! Stutt-ur tími í sögu þjóðar en langur í sögu fyrirtækis. Á tímamótum er hefð fyrir því að staldra við og horfa yfir farin veg. Þá er auðveld-ara að meta núverandi stöðu og læra af því sem best gekk og verst fór. Segja má að þá taki for-tíð og nútíð saman höndum. Við höfum frá byrjun hvatt fólk til að rækta eigin heilsu og vinna úr vandamálum sínum. Í byrjun var fyrst og fremst boðið upp á líkn-andi meðferðir fyrir fólk með mikla gigt þar sem meðferðar-möguleikarnir voru takmarkaðir við ýmsar náttúrlegar aðferðir svo sem hita- og kuldameðferðir og nudd. Framfarir í vísindunum und-anfarna hálfa öld hafa umbreytt þjónustunni og fjölgað meðferðar-formum og fagstéttum. Þrátt fyrir það standa hin gömlu gildi um hreyfingu og gott matrræði enn fyrir sínu og jafnvel enn frekar en áður vegna aukinnar neyslu á sykri og ýmsum tilbúnum matvæl-um samhliða minni hreyfingu.

Dvalargestir sem koma hingað standa líka á timamótum. Sumir eru að ná sér eftir alvarleg veik-indi, aðrir í umfangsmikilli með-ferð og enn aðrir eru að glíma við Elli kerlingu. Sumir hafa átt erfiðar stundir og eru glíma við afleiðing-ar þess. Fyrir alla skiptir miklu að skoða sinn gang og átta sig á hvað er mikilvægt. Leyfa nútíð og fortíð að mætast. Spyrja sjálfan sig: Hver eru forgangsverkefnin? Stundum er það að sættast við stöðu sína og gera það besta úr henni. Stundum er það að takast á við eigin lífstíl og matarræði. Fyrir aðra er það að læra að vinna

með hugann og fortíðina til að bæta núverandi liðan. Fyrir enn aðra er það að uppgötva sinn innri mann og marka stefnu til framtíð-ar. Draumar hvers manns skapa framtíð hans.

Sem stofnun höfum við þróast frá því að sinna einstaklingum sem borga fyrir dvöl sína og vilja fjárfesta í heilsunni yfir í að veita alhliða endurhæfingu. Um margra ára skeið hefur ríkið styrkt þjón-ustu við þá sem þurfa á endur-hæfingu að halda með daggjöld-um og síðar með þjónustusamn-ingi. Síðustu árin höfum við í vax-

andi mæli byggt upp ýmis námskeið fyrir fólk sem kemur hingað sem fullborgandi dvalar-gestir. Einnig erum við byrjuð að veita útlendinginum þjónustu. Þetta mannræktar- og meðferðar-starf er nú einn helsti vaxtar-broddur okkar. Þar liggur framtíð-ardraumur okkar en grunnurinn verður áfram sú þjónusta sem við höfum veitt um árabil. Framtíðar-sýnin er því að halda áfram því sem við kunnum best en færa út kvíarnar með fræðslu og veita að-stoð við lífstílsbreytingar sem gera fólki kleift að fjárfesta i heilsu til frambúðar.

Haraldur Erlendsson forstjóri

Tímamót

Haraldur Erlendsson forstjóri.

Blómkálsbollur með hnetusósu

500 g soðið blómkál200 g fínt skorinn blaðlaukur100 g smátt skorið sellerí100 g soðin hrísgrjón2 msk saxaður kóríander2 tsk karrýsafi úr hálfri sítrónu1 egg4 msk spelthveiti (eða bók-hveiti ef gera á glúteinlausar bollur)3 hvítlauksrif, pressuðsalt og pipar

Byrjið á því að saxa blómkál-ið fínt og blandið svo öllu sam-an. Bætið við dálitlu spelthveiti ef blandan er of blaut.

Mótið síðan bollur og steikið þær á pönnu í kókosolíu eða annarri olíu eftir smekk.

Frá matreiðslu-meistara HNLFÍ

Page 22: HEILSUSTOFNUN NLFÍ Í 60 ÁR

22 | Heilsustofnun NLFÍ í 60 ár

Sjúkranudd á fæti.

Slökun og höfuðnudd. Víxlböð í heitu og köldu vatni voru leyst á einfaldan en árangursríkan hátt. Annar balinn kald-ur en hinn heitur.

Gamla sundsvæðinu við Heilsustofnun lokað árið 2004.

Nokkrar myndir úr myndasafni Heilsustofnunar NLFÍ

Leirbað í upphafi starfsemi Heilsuhælisins.

Page 23: HEILSUSTOFNUN NLFÍ Í 60 ÁR

Heilsustofnun NLFÍ í 60 ár | 23

Ljósabekkirnir voru með nokkru öðru sniði en nú til dags. Hér er í gangi ljósameðferð í kolbogaljósi.

Víxlböð í heitu og köldu vatni voru leyst á einfaldan en árangursríkan hátt. Annar balinn kald-ur en hinn heitur.

Hitameðferð með innrauðum ljósum.

Gamla sundsvæðinu við Heilsustofnun lokað árið 2004. Meðferð í hljóðbylgjutæki.

Þrekæfing.

Sjúkranudd á bak.

Leirbað í upphafi starfsemi Heilsuhælisins.

Page 24: HEILSUSTOFNUN NLFÍ Í 60 ÁR

24 | Heilsustofnun NLFÍ í 60 ár

„Ég hóf nám við Tianjin University of Traditional Chinese Medicine árið 1980 og lauk því árið 1985. Í framhaldinu starfaði ég um árabil við þennan sama háskóla við kennslu auk þess að vinna við fagið á sjúkrahúsi í Tianjin,“ segir Minghai Hu, nálastungulæknir á Heilsustofnun. Árið 1988 bætti hann við sig mastersnámi í Tradi-tional Chinese Medicine og hafði stöðu sem aðstoðarprófessor við skólann til ársins 1999.

Til ÍslandsHann segir að 1999 hafi þeir Guð-mundur Björnsson, þáverandi yfir-læknir á Heilsustofnun og Árni Gunnarsson, fyrrum fram-kvæmdastjóri Heilsustofnunar, komið til Kína. Báðir höfðu mikinn áhuga á austurlenskum lækning-um og höfðu samband við hann í gegnum fyrirtækið Sinopharm sem var milliliður við háskólann. „Mér leist nú ekkert á það til að byrja með að fara til Íslands en lét síðan til leiðast og það varð úr að ég fór til Íslands í október sama ár með eins árs samning í fartesk-inu. Það var vel tekið á móti mér og ég átti strax gott samstarf við íslensku læknana.“

Í júní árið 2000 kom fjölskylda Minghai Hu til Íslands, eiginkonan og sonur sem er fæddur árið 1990 og þá ákváðu þau að flytja til

Íslands. Þeim fæddist dóttir árið 2004 og búa nú í Hveragerði. Hann segir að það hafi verið heil-mikið mál að flytja frá Kína, fá dvalarleyfi, atvinnuleyfi o.þ.h. og segir hann að Árni Gunnarsson hafi verið þeim mjög hjálplegur á þessum tíma.

Nálastungumeðferð á HeilsustofnunMinghai Hu segir töluverðan mun á því að starfa við kínverskar lækningar hér á landi en í Kína. „Í háskólanum og á sjúkrahúsinu, þar sem ég starfaði, eru jurta-lækningar stór hluti af meðferð en hér vinn ég nánast eingöngu við nálastungur. Þegar ég kom hing-að fékkst ég aðallega við verkja-meðferð, t.a.m. í mjóbaki, öxlum og einnig vegna höfuðverkja og mígrenis. Verkjameðferðin er mjög stór þáttur í mínu starfi en einnig hef ég náð ágætum árangri með einstaklinga sem eru að glíma við streitu eða þunglyndi.“ Minghai Hu hefur einnig starfað aðeins í Sviss og er í góðu sam-bandi við marga kollega sína sem lærðu við sama skóla á sínum tíma. „Þetta eru mjög færir læknar sem starfa víða um heim og við skiptumst oft á skoðunum og lærum hver af öðrum,“ segir Minghai Hu.

„Þetta er flottur staður sem er rekinn af mikilli fagmennsku og af góðu starfsfólki. Heilsustofnun er sannkölluð vin og það hefur án efa sparað samfélaginu mikla fjár-muni í gegnum tíðina að fá fólk frískt héðan,“ segir Jóna Guðrún Jónsdóttir. Hún hefur ekki áður dvalið á Heilsustofnun en var búin að vera í fjórar vikur og átti eina viku eftir þegar blaðamaður hitti hana. Hún segir að dagskráin hafi nokkru leyti verið sérsniðin að hennar þörfum en einnig hafi hún sótt tíma og fyrirlestra sem ætlað-ir voru fleirum. Jóna Guðrún seg-ist aðallega hafa verið að fást við afleiðingar streituálags og haft nóg að gera í meira og minna stöðugri dagskrá frá klukkan átta

á morgnana til hálf sex síðdegis. „Þetta hefur verið bæði líkamleg og andleg styrking. Hér er boðið upp á mikla fræðslu í fyrirlestra-formi og það er frábært hvað starfsmenn eru tilbúnir að koma til móts við óskir fólks. Umhverfið er mjög lausnamiðað og það er al-veg sama hvar maður ber niður, allir vilja hjálpa, hvort sem það snýr að fæði eða að æfingum.“

Fjölbreyttur hópurHún segir matinn á Heilsustofnun eiga vel við sig og sér finnist eins og hún sé á veitingastaðnum Gló alla daga. „Ég hef alltaf verið mik-ið fyrir grænmeti og því borið mik-ið af því á borð á mínu heimili. Hér hef ég hins vegar fengið fullt af hugmyndum að nýjum réttum sem verður skemmtilegt að prófa

sig áfram með. Maður er náttúru-lega hluti af fjölskyldu og getur þess vegna ekki verið með sitt einkaprógramm í gangi en það er samt hægt að hafa góð áhrif á matseldina. Ætli það verði ekki verkefnið?“

Jóna Rúna segir að fyrst þegar hún kom á Heilsustofnun hafi henni fundist áberandi mikið af eldra fólki þar. „Ég viðurkenni að ég tók svolítið eftir þessu þegar ég kom hingað en þegar maður er búinn að vera hér í nokkra daga kemur í ljós að hér er líka fullt af fólki á miðjum aldri eins og ég og jafnvel mun yngra fólk. Þótt meiri-hluti gesta sé sjálfsagt í eldri kant-inum er hópurinn engu að síður mjög fjölbreyttur, bæði hvað varð-ar aldur og viðfangsefnin sem gestirnir takast á við.“

Jóna Guðrún Jónsdóttir segir Heilsustofnun sannkallaða vin sem hafi sparað samfélaginu mikla fjármuni í gegnum tíðina.

Líkamleg og andleg styrking í lausnamiðuðu umhverfi

GESTIR TEKNIR TALI

Minghai Hu að störfum á Heilsustofnun.

Árið 2014 útskrifaðist Bjartur, sonur Minghai Hu, úr byggingaverk-fræði við Háskóla Íslands og var þessi mynd tekin við það tækifæri. Frá vinstri Minghai Hu, Ruyi Hu, Bjartur Guang Ze Hu og Margrét Guang Bing Hu.

Hefur starfað við nálastungulækningar frá árinu 1985Rætt við Minghai Hu nálastungulækni á Heilsustofnun

Urtasmiðjan lífrænt hráefni, villtar ísl. jurtir,

engin aukaefni.

Vöðva-gigtarolía kröftug nuddolía fyrir harða og spennta vöðva, auma og stirða liði og sinadrátt. Slakar, liðkar og dregur úr verkjum.

Græðismyrsl hefur sannað sig i 20 ár sem alhliða græðiáburður. Reynist undravel á sár, legusár, ör, bruna og gyllinæð. Róar sviða í brunasárum.

Græðiolía fyrir þurrk og kláða í húð. Hreinsandi á flösu og skánir í hár-sverði. Góð á sólbruna.

Fótasalvi mýkir harða og sprungna hæla. Inniheldur sveppadrepandi teatree olíu, virkar hreinsandi á milli tánna. Dregur úr þreytuverk í fótum.

Helstu sölustaðir: Höfuðborgarsvæðið: Heilsuhúsin, Epal Hörpu, Fjarðarkaup, Akureyri: Akureyrarapótek, Heilsuhúsið,Víkingur, Ísafjörður: Verbúðin, Selfoss: Heilsuhúsið.

Hjá framleiðanda www.urtasmidjan.is sími 462 4769

Page 25: HEILSUSTOFNUN NLFÍ Í 60 ÁR

Heilsustofnun NLFÍ í 60 ár | 25

FAS

TUS

_H_3

4.05

.15

HeilbrigðissviðFastus

Fastus býður uppá vandaðar lausnir fyrir fyrirtæki og stofnanir á heilbrigðissviði ásamt því að finna lausnir og

aðstoða við val á vörum til einstaklinga.

HjálpartækiNæringarvörur

Vönduð rúm og húsgögn

Æfingatæki

Komið í verslun okkar að Síðumúla 16 - 2.hæð. Opið mán - fös 8.30 - 17.00Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is

Stuðningshlífar

Næringarvörur

eru í samningi við

Sjúkratryggingar

Íslands

Veit á vandaða lausn

Page 26: HEILSUSTOFNUN NLFÍ Í 60 ÁR

26 | Heilsustofnun NLFÍ í 60 ár

Sigurður B. Jónsson yfirsjúkra-nuddari er í hópi fimm sjúkra-nuddara sem starfa við Heilsu-stofnun og þar hefur hann verið frá því hann kom úr sjúkranudd-aranámi í Þýskalandi 1993. „Þeg-ar ég kom heim úr náminu var ég á fullu í fótboltanum og ekki tilbú-inn að fara að praktísera sjálfur. Heilsustofnun var því kjörinn staður fyrir mig og hér hef ég ver-ið í bráðum 22 ár og líkar vel.“ Hann segir Heilsustofnun hörku-góðan vinnustað og líkir honum við stóra samhenta fjölskyldu sem haldi öllu gangandi. „Hér eru menn tilbúnir til að bretta upp ermar og hlaupa undir bagga með öðrum þegar með þarf og ef eitt-hvað kemur upp á njótum við þess að hér er fjölbreyttur hópur fagfólks sem alltaf er hægt að leita til.“

Hann segir dæmigerðar vöðva-bólgur og vöðvaspennu vera það sem helst hrjái þá sem koma í sjúkranuddið. Einnig mikil streita með tilheyrandi háls-, herða- og bakeymslum sem langoftast megi rekja til rangrar líkamsbeit-ingar og mikillar tölvuvinnslu. Hann segir megináherslu lagða á hefðbundið sjúkranudd en einnig hafi lengi verið veittar aðrar með-ferðir eins og sogæðanudd eftir

krabbameinsmeðferðir. Einn sjúkranuddarana hefur sérhæft sig í dáleiðslumeðferð og þá starfar einnig hjá þeim sérhæft starfsfólk sem sinnir leir- og heilsuböðum.

Kaldar bunurMeðal þjónustunnar sem sjúkra-nuddararnir veita eru leir- og heilsuböð og svokallaðar kaldar bunur fyrst á morgnana. „Menn koma til okkar í köldu bunurnar heitir úr rúminu snemma á morgnana og fá bunu af köldu vatni á fæturna. Þetta hefur verið mjög eftirsótt en við áreiti frá köldu vatni á heita fætur reynir lík-aminn að bregðast við og hita fæturna upp en við það eykst blóðflæðið út í fæturna,“ segir Sigurður og bendir á að þetta hafi sömu áhrif og svokallað víxlbað sem boðið er upp á í sundlaug Heilsustofnunar og vísar þá til sér-stakrar vaðlaugar sem fólk gengur í gegnum og er annars vegar með heitu vatni en hins vegar köldu. Hann segir að í hvers kyns þjálfun nýti menn kalda vatnið í auknum mæli eftir áreynslu. Það gildi hins vegar um það eins og annað að menn verði að fara varlega til að byrja með á meðan þeir eru að venjast kuldanum.

Sigurður segir að helstu við-fangsefni sjúkranuddaranna séu í grunninn þau sömu í dag og þau voru áður. Það sem hafi helst breyst sé að fólk hugi nú fyrr að sínum málum. „Það skiptir miklu að menn bregðist fyrr við alls kyns verkjum og einkennum og fólk hreyfir sig líka almennt meira en það gerði á árum áður. Það eru alls kyns hópíþróttir, eins og skokkhópar, sem hvetja menn til hreyfingar núna en allt hefur þetta áhrif og stuðlar að betri heilsu.“

ViðhorfsbreytingSigurður segir að á þeim árum sem liðin eru frá því hann hóf störf á Heilsustofnun hafi stofn-unin breyst talsvert. Starfsemin sé mun umfangsmeiri en þegar hann byrjaði og meðferðarúrræð-unum hafi fjölgað. Þá hafi öll að-staða batnað til muna, til dæmis með nýrri sundlaug og baðhúsi. „Hópurinn sem hingað kemur hefur líka breyst mikið og hér er yngra fólk en áður. Þar skiptir máli að það hefur orðið ákveðin við-horfsbreyting til ýmissa sjúk-

dóma, eins og til dæmis geðsjúk-dóma. Fólk er mun opnara gagn-vart slíkum veikindum og tilbún-ara til að leita sér aðstoðar.“ Hann segir að það auki virkni sjúkra-nuddsins að geta samhliða verið í alhliða þjálfun eins og leikfimi, teygjum og annarri hreyfingu. „Bara það að vera með alla starf-semi hér á einni hæð skiptir máli því hér eru langir gangar sem þeir, sem ekki treysta sér til að stunda göngur utandyra, nota óspart til að hreyfa sig.“

Um leið og við höldum upp á 60 ára afmæli Heilsustofnunar fögn-um við því líka að 10 ár eru frá stofnun Hollvinasamtaka Heilsu-stofnunar. Á tímamótum sem þessum líta menn gjarnan um öxl og velta fyrir sér hvort vegurinn hafi verið genginn til góðs. Mikil samstaða hefur jafnan verið hjá

meðlimum Hollvinasamtakanna og vilji til þess að láta gott af sér leiða í þágu Heilsustofnunar í Hveragerði. Margt hefur áunnist á þessum tíu árum og félagar nú nær 600. Við, sem að samtökun-um stöndum, eigum okkur draum um að enn muni fjölga verulega í hópnum og að vel muni um fram-lag okkar á komandi tímum. Þeir sem notið hafa þjónustu Heilsu-stofnunar eru jafnan fúsir til þess að ganga til liðs við samtökin og sýna þannig í verki að hugur þeirra stendur til þess að styðja við rekstur Heilsustofnunar og leggja sitt að mörkum.

Stjórn Heilsustofnunar býður öllum Hollvinum á afmælisárinu mat fyrir tvo í mötuneyti stofnun-arinnar ásamt aðgangi að sund-laug án endurgjalds. Höfðinglegt boð, sem sýnir velvilja og hlýhug til Hollvinasamtakanna. Á undan-förnum tíu árum höfum við lagt ýmislegt gagnlegt til rekstursins s.s margskonar húsbúnað, tæki, sundlaugarlyftu fyrir fatlaða, Holl-vinastofu með sérstöku eldhúsi og setustofu. Einnig Hollvinaver með nýjum tölvum fyrir dvalar-gesti. Nú liggur fyrir að endurnýja öll rúm á álmunni „Demants-strönd“ og einnig er brýnt að end-urnýja tæknibúnað hljóðkerfi o.fl. í „Kapellu“ en þar fer fram fjölþætt

starfsemi og búnaður er úr sér genginn. Það er von okkar Holl-vina að við getum tekið verulegan þátt í þessum endurbótum á tíu ára afmælisári okkar.Við erum afar þakklát þeim fyrirtækjum sem hafa stutt okkur rausnarlega og við metum framlag þeirra og hlý-hug mikils. Í sumar þegar Heilsu-stofnun fagnar 60 ára afmæli áforma Hollvinasamtökin að sam-fagna á Heilsustofnun og í um-hverfi hennar ef veður leyfir. Há-tíðisdagurinn er ákveðinn 28. júní í sumar.

Ólafur Gränz formaður.

Ólafur Gränz.

Kveðja frá Hollvinum Heilsustofnunar

Mikla streitu með tilheyrandi háls-, herða- og bakeymslum má langoftast rekja til rangrar líkamsbeitingar og mikillar tölvuvinnslu, segir Sigurður B. Jónsson yfirsjúkranuddari.

Dvalargestir koma heitir úr rúminu snemma á morgnana til að fá bunu af köldu vatni á fæturna.

Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakki - 601 Akureyri Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir

Sími 480 0400 [email protected] www.jotunn.is

Sláttutraktorar og gróðurhúsErum með mikið úrval af sláttutraktorum frá Massey

Ferguson og Toro. Með eða án safnkassa. 13-23 hestöfl.Erum með mikið úrval af gróðurhúsum frá Finclair.

Bæði gler- og plasthús.

Verð frá

kr. 69.132m. vsk

Verð frá

kr. 329.000m. vsk

Verð

og

búna

ður b

irtur

með

fyrir

vara

um

pre

ntvi

llur o

g/eð

a m

ynda

bren

gl.

Hér eru menn tilbúnir að bretta upp ermarRætt við Sigurð B. Jónsson yfirsjúkranuddara

Page 27: HEILSUSTOFNUN NLFÍ Í 60 ÁR

Heilsustofnun NLFÍ í 60 ár | 27

„Ég búinn að vera hér í leirnum síðan í haust og kann mjög vel við mig. Þetta er frábært og gefandi starf þótt það geti stundum verið nokkuð erfitt,“ segir Mar-grét Haraldardóttir, starfsmaður í leirböðum Heilsustofnunar. Hún segist þurfa að bogra talsvert yfir kerjunum en það bjargi henni hve lágvaxin hún sé því þetta taki meira á þá sem hærri eru.

„Ég er hins vegar svo heppin að hafa mér til aðstoðar hann Manikanta frá Ind-landi sem hjálpar mér með það þyngsta.“ Hún segir að komið sé með leirinn í stórum

stömpum sem þurfi að moka úr yfir í kerin og það geti verið erfitt því leirinn sé rosa-lega þungur. Leirböðin hafa verið á Heilsu-stofnun frá árinu 1955 og djúpur hiti leirsins er sagður slaka á vöðvum og lina verki í stoðkerfi. Leirbaðið hefur einnig góð áhrif á psoriasis og önnur húðvandamál.

Þeir sem haldnir eru hjarta- eða lungna-sjúkdómum, hafa verið með æðahnúta eða farið í æðahnútaaðgerðir eða eru með nikk-elofnæmi, geta hins vegar ekki nýtt sér meðferð í leirbaði. Sjálf er Margrét með nikkelofnæmi og getur ekki notið þessarar

meðferðar og þarf að vera með axlarháa hanska við vinnuna til að verjast leirnum.

Konurnar viðkvæmariDagurinn hjá Margréti byrjar á hádegi á því að hún tekur lokin af leirkerunum þannig að þau nái að kólna aðeins áður en fyrstu gest-irnar koma í meðferð klukkan þrjú. Í millitíð-inni vinnur hún við heilsuböðin og er svo við leirböðin fram að lokun klukkan 18:30. Þeim sem fara í leirböðin er ráðlagt að vera naktir því sundföt eða undirföt eyðileggjast í með-ferðinni. Hún segir karlana yfirleitt ekkert

feimna þótt konur séu að vinna við leirböðin en hins vegar séu konurnar viðkvæmari fyrir því að vera að striplast þarna ef hitt kynið er á staðnum. Auðvitað ráði fólk því hvort það fari í skýlu í leirböðin eða ekki.

Eftir 15 mínútna dvöl í 39-40° heitum leirnum er hann skolaður af og fólki pakkað inn í lök og teppi til að halda hitanum áfram í líkamanum og þannig hvílist fólk í 20 mín-útur við slökunartónlist. Síðan er fólk hvatt til að fara sér hægt næstu tvo tímana þann-ig að hitinn geti haldið áfram að vinna í lík-amanum.

Margrét hrærir í þungum leirnum. Dvalargesti hagrætt.

Djúpur hiti leirsins linar verki í stoðkerfi

Dr. Comfort sokkar henta öllum sem vilja láta sér líða vel þegar mikið reynir á fótleggina. Dr. comfort sokkarnir innihalda bambus og koltrefjar, eru endingagóðir og halda sér vel.

Heelen er stór íslensk vörulína sem býður uppá einfaldar lausnir við algengum fótavandamálum. Ekki þjást að óþörfu, taktu Heelen með í ferðalagið og njóttu dagsins.

Fæst í öllum helstu apótekum og stoðtækjaverslunum

Í boði eru: Tátiljur, öklasokkar, venjulegir sokkar, hnésokkar, einnig víðir sokkar fyrir þá sem hafa breiða fætur. Sokkarnir eru til í svörtu og hvítu.

Venjulegir X-vídd

Hnésokkar

Gelhettur fyrir tær Gelhlíf fyrir hæl Liðhlíf fyrir litlutá

ktak

Frábær margnota vörn gegn hælsæri. Mjúkur

fótinn og hlífir gegn núningi

frá skóf

Allt fyrir heilsuna og útiveruna!

Ökklasokkar

Page 28: HEILSUSTOFNUN NLFÍ Í 60 ÁR

28 | Heilsustofnun NLFÍ í 60 ár

„Við hvetjum fólk til að sýna fyrir-hyggju og gera ráðstafanir snemma í lífinu til að verjast hugsanlegum hættum og fyrir-byggja óhöpp og sjúkdóma. Með-al þess sem þarf að huga að eru heilsutengdar forvarnir,“ segir Katla Ástvaldsdóttir, vörustjóri líf- og heilsutrygginga TM. Hún segir starfsfólk TM gera sitt besta besta til að miðla upplýsingum um hvers kyns forvarnir á Vefnum og víðar en hafi fólk spurningar eða óski eftir ráðgjöf er það hvatt til að hafa samband við næstu þjónustuskrifstofu. „Það er nokk-uð langt síðan við urðum meðvit-uð um mikilvægi þess að hugsa vel um líkamann. Hins vegar er styttra síðan við fórum að huga af alvöru að andlegri líðan en geð-heilsa er ekki síður mikilvæg en líkamleg heilsa.“ Hún bendir á að Geðrækt hafi á sínum tíma hleypt af stað verkefni til að vekja athygli á hvers kyns geðsjúkdómum og hvetja fólk til að sinna forvörnum og heilsueflingu. Þá voru kynnt til sögunnar Geðorðin 10 sem hún segir að stuðst sé við í áherslum TM. „Geðorðin ganga út á að draga úr streitu og stressi, hreyfa sig reglulega og borða hollan mat-

Þessum skilaboðum höfum við meðal annars komið á framfæri í gegnum blogg á heimasíðu TM.“

SjúkdómatryggingEn hvernig tengist heilsublogg rekstri tryggingafélagsins? „Þetta hefur beina skírskotun til þess for-varnarstarfs sem við erum að sinna. Við látum okkur varða líf og heilsu fólks og freistum þess að axla samfélagslega ábyrgð.“ Katla segir það færast mjög í vöxt að fólk taki sjúkdómatryggingu hjá TM sem nær til 19 bótaskyldra sjúkdóma. Hún segir trygginguna henta öllum en algengt sé að fólk bæti henni við þegar það er komið með ábyrgð og skuldbindingar. Þeir sem hafi fyrir öðrum að sjá geti lent í alvarlegum sjúkdómum og orðið óvinnufærir um lengri eða skemmri tíma. „Þá er skyn-samlegt að vera tryggður því yfir-leitt er nógu slæmt að greinast með alvarlegan sjúkdóm þótt menn þurfi ekki líka að hafa fjár-hagsáhyggjur,“ segir Katla Ást-valdsdóttir.

Urtasmiðjan er 23 ára fjölskyldu-fyrirtæki á Svalbarðsströnd sem framleiðir húðvörur með íslensk-um jurtum og lífrænt vottuðu hrá-efni. Gígja Kjartans Kvam stofnaði fyrirtækið og rekur það ásamt eig-inmanni sínum, Normanninum og tónlistarmanninum Roar Kvam. Gígja er alin upp á Svalbarðs-strönd þar sem móðir hennar og amma notuðu jurtir óspart eins og svo margar formæður okkar

gerðu hér áður fyrr. Gígja lærði snemma að útbúa te og smyrsl eins og þær gerðu. Það varð síðan kveikjan að framleiðslu fyrirtækis hennar, sem stendur því á göml-um merg með áframhaldandi þró-un og framleiðslu Gígju sjálfrar. Gígja hafði verið tónlistarkennari í 30 ár þegar hún ákvað að söðla um, hætta kennslu og helga sig Urtasmiðjunni. „Þetta fer í raun vel saman,“ segir Gígja. „Vörurn-ar græða líkamann og tónlistin sál-ina. Markmið mitt var alveg frá upphafi að framleiða 100% hreina náttúruafurð án allra aukaefna, með okkar hreinu heilnæmu ís-lensku jurtum sem við tínum hér á völdum svæðum. Í framleiðsl-una nota ég kaldpressaðar, lífræn-ar omega jurtaolíur, stútfullar af

lífsnauðsynlegum vítamínum og andoxunarefnum fyrir húðina og gera vörurnar sérstaklega mýkj-andi og nærandi. Mér hefur tekist að finna bæði lífræna rotvörn og þráavörn sem ég flyt inn frá Þýskalandi. Þar er rannsóknar-stofa sem ég er í góðu sambandi við sem framleiðir þessi lífrænu efni úr m.a. ávaxtakjörnum. Það má segja að sérstaða okkar í Urta-smiðjunni sé sú að við þróum og framleiðum allar okkar vörur sjálf en kaupum aldrei tilbúin krem. Þannig veljum við sjálf hvaða hrá-efni vörurnar innihalda. Helstu jurtir sem við notum eru blágresi, blóðberg, fjallagrös, fjólur, gulm-aðra, rauðsmári og vallhumall og svo nokkrar sem ekki vaxa hér á landi. Við framleiðum í dag um 20

vörutegundir. Þetta eru annars vegar húðverndarvörur eins og Græðismyrsli, Fótasalvi, Vöðva-gigtar-nuddolía, o.fl. sem fólk í heilsugeiranum mælir með. Hins vegar snyrtivörur, t.d. endurnær-andi Rósa-andlitskrem fyrir 40 ára og eldri, Fjallagrasakrem, rakagef-andi dagkrem, djúpnærandi Silki-andlitsolía sem er bæði mýkjandi og fegrandi. Vörurnar fást í helstu verslunum með náttúrulegar heilsuvörur og einnig á vef Urta-smiðjunnar urtasmidjan.is.

Gígja K. Kvam, stofnandi Urtasmiðjunnar.

100% hrein náttúruafurð án allra aukaefna.

KYNNING

Vörurnar græða líkamann og tónlistin sálina - segir Gígja K. Kvam, stofnandi Urtasmiðjunnar

KYNNING

Þurfum að huga að heilsutengdum forvörnum

Katla Ástvaldsdóttir, vörustjóri líf-og heilsutrygginga hjá TM

Borðum næringarríkan morgunverð Rannsóknir sýna að þeir sem borða staðgóðan morgunmat, borða síður óhollustu er líður á daginn og eru frekar í kjörþyngd.

Við hjá Mata hf.

erum ákaflega stolt af því

að hafa Heilsustofnun NLFÍ

í Hveragerði í viðskiptum

við okkur þar sem gerðar

eru ítarlegar kröfur um

gæði og góða þjónustu.

Við óskum við þeim

innilega til hamingju með

60 ára afmælið.

Sundagörðum 10 - 104 Reykjavík - Sími 412 1300 [email protected] - mata.is

Nýjar vörur í verslun HNLFÍ

Í verslun okkar er gott úrval af íþróttafatnaði, snyrtivörum og ýmsum

gjafavörum. Opið alla virka daga frá kl. 11:30-16:00. Allir velkomnir!

Nánari upplýsingar á www.heilsustofnun.is

Berum ábyrgð á eigin heilsuHeilsustofnun NLFÍ, Hveragerði - Sími 483 0300

Page 29: HEILSUSTOFNUN NLFÍ Í 60 ÁR

Heilsustofnun NLFÍ í 60 ár | 29

Kraftaverk er einstakt smyrsl, 100% náttúrulegt og gott við öllu fyrir alla á öllum heimilum.

Notist eftir þörfum þar sem þurfa þykir.

Inniheldur m.a : vallhumal, fjallagrös, hjartarfa og hlaðkollu

Kjúklingabauna-karrý

2 dósir kjúklingabaunir1 laukur2 hvítlauksrif1 rauð paprika, skorin í bita1 lítið brokkólíhöfuð, skor-ið í bita1 lítið blómkálshöfuð, skorið í bita4-5 gulrætur, skornar í bita2 tsk karrýduft (eða 1 msk karrýmauk)1-2 dósir kókosmjólk1 dós niðursoðnir tómatar1 msk grænmetiskraftur1 tsk cumin2 tsk engiferrót, smátt skorin1 tsk paprikuduft2 msk ferskur kóríander

Byrjið á því að hita olíu í potti og mýkja lauk, hvítlauk og engifer. Bætið síðan kryddinu út í. Þar næst er kókosmjólkinni bætt við ásamt tómötum og græn-metiskrafti. Látið malla við vægan hita í u.þ.b. 15 mín-útur. Bætið kjúklingabaun-unum og grænmetinu út í og eldið stundarkorn. Ef sósan er of þunn má þykkja hana með maísmjöli. Gott er að steikja grænmetið að-eins áður en það fer í sós-una.

Frá matreiðslu-meistara HNLFÍ

Garðyrkju- og blómasýningin Blóm í bæ verður haldin í sjötta sinn í Hveragerði 26.-28. júní, um síðustu helgi júnímánaðar. Þetta er stærsta garðyrkju- og blóma-sýning landsins og áhersla lögð á að kynna og veita fræðslu um allt sem tengist græna geiranum á Ís-landi. Um 20 blómaskreytar víða að, bæði innlendir og erlendir, koma í bæinn nokkrum dögum áður og skreyta hann hátt og lágt með blómum sem blómaframleið-endur gefa og segja má að Hvera-gerði breytist í ævintýraheim þessa helgi.

Flower powerÞemað í ár er „Flower power“ og má því gera ráð fyrir litskrúðugum og fallegum skreytingum í anda hippatímabilsins. „Hippastemn-ing, ást og friður verður því alsráð-andi hér í Hveragerði þessa helgi og viljum við endilega hvetja alla til að hafa þessa helgi í þeim anda, jákvæða og fulla af ást og friði,“ segir Elínborg Ólafsdóttir, verkefnisstjóri sýningarinnar. Garðplöntuframleiðendur sýna af-urðir sínar svo sem afskorin blóm, plöntur í garðinn, kryddjurtir og

margt fleira. Flottur matarmarkað-ur verður á svæðinu og einnig handverksmarkaður með íslenskri hönnun. Fjöldi fyrirtækja sýnir vörur sínar í Lystigarðinum Foss-flöt og á svæðinu þar í kring og þar verða einnig til sölu pottablóm og ýmsar garðvörur.

Blómakakan 2015Boðið verður upp á sögugöngu um Hveragerði og skógargöngu um skógræktarsvæðið. Leikhópur-inn Lotta verður á svæðinu og leikur við gesti og fjöldi annarra skemmtilegra viðburða verður fyr-ir yngri kynslóðina. Grænmetis-

súpa verður í boði fyrir gesti og gangandi í Lystigarðinum en þar verður einnig sýnikennsla í mat-reiðslu á hollum og góðum réttum úr grænmeti sem eldað verður yfir opnum eldi sem gaman verð-ur að fylgjast með. Allir geta síðan tekið þátt í keppninni um köku ársins en „Blómakakan 2015“ verður valin í samstarfi við Almar bakara eins og undanfarin ár. Fræðsla og fyrirlestrar um garð-yrkju verður í gamla mjólkurbúinu báða sýningardagana.

Það er því óhætt að láta sig hlakka til að koma á „Blóm í bæ“ í Hveragerði helgina 26.-28. júní í sumar. Þeir sem standa að sýn-ingunni eru Hveragerðisbær, Samband garðyrkjubænda, Land-búnaðarháskólinn, Félag blóma-skreyta, Garðyrkjufélag Íslands og Grænn markaður.

Elínborg Ólafsdóttir verkefnisstjóri og Ari Eggertsson, umhverfis-stjóri Hveragerðisbæjar, annast undirbúning sýningarinnar Blóm í bæ sem verður haldin í sjötta sinn í Hveragerði síðustu helgina í júní.

Hippastemmning á Blóm í bæ í Hveragerði

Page 30: HEILSUSTOFNUN NLFÍ Í 60 ÁR

30 | Heilsustofnun NLFÍ í 60 ár

Heilsustofnun NLFÍ er þátttakandi í mjög áhugaverðu evrópsku verk-efni sem styrkt er af Evrópusam-bandinu og ber heitið „Gesund-heitsbildung durch Prävention“ sem mætti útleggjast á íslensku; heilsuefling með forvörnum. Þetta er samstarfsverkefni þriggja heilsustofnana í Evrópu; Heilsu-stofnunar Náttúrulækningafélags Íslands (HNLFÍ), Kneippsamtak-anna í Unna í Þýskalandi og for-varnarstofnunarinnar PGA (Pro-phylak tische Gesundheits Arbeit) í Austurríki. Verkefnið miðar að því þessar stofnanir setji í sameiningu saman leiðbeiningar um hvernig best sé hugað að forvörnum þann-ig að þær nái til sem flestra með sem minnstum tilkostnaði.

„Kneipp“ aðferðir til heilsueflingar og forvarnaVerkefnið byggist á því að nota Kneippaðferðir eru kenndar við Sebastian Kneipp (1821-1897) sem var þýskur prestur og einn af upphafsmönnum náttúrulækn inga-stefnunnar. Kneipp er þekktastur fyrir vatnslækningar sínar, „Kneipplækningar“, sem fólust í að beita vatni með ýmsum aðferð-um, s.s. mismunandi hitastigi og þrýstingi, sem hann sagði hafa lækninga- eða heilunaráhrif. Kneippbunur er þekktar sem með-ferðarform hér á landi og eru not-aðar á Heilsustofnun í Hveragerði.

Kneipp hefur eftirfarandi fimm grunngildi sem hér fylgja ásamt skýringum Sebastians Kneipp:

Vatn: „Fyrir heilbrigða einstak-linga er vatnið frábær leið til að viðhalda heilsu sinni og orku, einnig á tímum veikinda og það er öflug lækning, það er eðlilegasta, einfaldasta og þegar það er notað á réttan hátt, öruggasta leiðin. Vatn er besti vinur minn og verður það áfram þar til ég dey.“

Lífsgleði og jafnvægi: „Það eru varla aðrar aðstæður sem eru eins skaðlegar heilsu okkar en það hvernig við lifum dagsdag-lega. Við verðum að stuðla að jafnvægi í lífi okkar til að styrkja þandar taugar og til að viðhalda styrk þeirra. Við verðum að skapa jafnvægi.“

Næring: „Svo lengi sem það verða engar róttækar breytingar á mataræði okkar mun það alvar-lega tjón sem mataræðið veldur heilsu okkar vera ólæknanlegt. Og reyndar mun það bara versna.“

Hreyfing: „Hreyfing eykur ánægjuna af lífinu og eflir mann með því að styrkja líkamann.“

Lækningajurtir: „Með hverju skrefi sem við tökum með Guðs vilja, finnum við fleiri nýjar plöntur sem eru afar gagnlegar og lækn-andi.“

Heilbrigðiskerfin skoðuðVerkefnið hófst í þýska bænum Unna í nóvember 2012 þar sem samstarfsaðilarnir hittust allir hjá Kneipp samtökunum í Unna. Verkefninu lýkur svo í Linz í Aust-urríki á næstu mánuðum. Í millitíð-

inni hefur hópurinn hist hér á Ís-landi (sumarið 2014) og hafa hóp-arnir unnið mikið innbyrðis að því að finna bestu leiðir til forvarna og heilsueflingar allra í samfélaginu með sem minnstum kostnaði út frá reynslu og þekkingu hvers og eins lands. Auk þess að vinna með hliðsjón af Kneipp gildunum skoðuðu þátttakendur einnig for-varnir og uppbyggingu heilbrigðis-kerfis landanna út frá eftirfarandi gildum:

Heildræn heilsuefling sem viðheldur heilsu en læknar ekki bara sjúkdóma

Sjálfsbjörg einstaklinga – heilsulæsi

Þátttaka fólks í heilsueflandi verkefnum

Hegðun fólk og sambönd í tengslum við heilsueflingu

Heildarstefna stjórnvalda í heilsueflingu

Jöfn tækifæri til heilsuefling-ar fyrir alla þjóðfélagshópa

Á fundunum komu þátttakend-ur saman og fræddust um hvernig unnið er að heilsueflingu og for-vörnum á hverri stofnun og í hverju landi. Auk þess eru fund-irnir notaðir til þess að ræða og móta það hvernig best er að stuðla að forvörnum almennt.

Mismunandi vandamálÍslensku þátttakendurnir fengu að kynnast því hvernig hinar stofnan-irnar sinna heilsueflingu og for-

vörnum. Einnig var áhugavert að bera saman heilbrigðiskerfi land-anna þriggja. Vandamálin í heil-brigðiskerfinu og stærðirnar eru allt aðrar í Austurríki og Þýska-landi en hérna á Íslandi. Þó eru all-ar þessar þjóðir að reyna að stuðla að sem heilbrigðustu sam-félagi en á mismunandi hátt.

Við Íslendingar erum ótrúlega heppin að eiga ofgnótt af vatni og íþróttaiðkun er nokkuð almenn og mikið um að fólk taki þátt í alls-kyns félagsstarfi sem tengist hreyfingu. Helsta sérstaða okkar Íslendinga er að hér er sundlaug í hverjum einasta bæ og sundlaug-anotkun er mjög almenn. Við Ís-lendingar getum notað vatnið meira til forvarna og heilsueflingar en við gerum, t.d. með heitum og köldum bunum í sundlaugum. Forvarnir til heilsueflingar á Íslandi eru mjög almennar og er Land-læknisembættið fremst í flokki opinberra stofnana á þeim vett-vangi en félagasamtök, íþrótta-félög, skokk-, göngu- og hlaupa-hópar eru mun almennari hér á Ís-landi en í hinum löndunum. Heilsufar innflytjenda er ekki enn orðið að vandamáli hér eins og í Austurríki og Þýskalandi.

Til að þetta evrópska forvarnar-verkefni skilaði sem mestum ár-gangi var ákveðið að taka þau at-riði saman, sem aðilar verkefnis-ins töldu skipta mestu máli til for-varna og heilsueflingar. Til að ná til sem flestra borgara í löndunum var ákveðið að búa til póstkort með heilsuskilaboðum sem dreift verður á almenningsstöðum í löndunum þremur og má sjá sýn-ishorn af einu slíku korti með þessari grein. Heilsustofnun er stoltur samstarfsaðili þessa verk-efnis og það hefur verið mjög ánægjulegt að fá að vera með í að stuðla að heilsueflingu og forvörn-um í Evrópu. Það er vonandi að þetta verkefni verði til þess að Heilsustofnun efli enn tengsl sín og samvinnu við aðrar stofnanir í Evrópu og sem víðast. Boðskapur Heilsustofnunar „berum ábyrgð á eigin heilsu“ á við um allan heim.

Geir Gunnar Markússon, næringarfræðingur og einn þátttakanda í verkefninu.

Samstarfshópurinn í heimsókn á Heilsustofnun sumarið 2014.

Eitt af póstkortunum sem búin voru til með heilsuskilaboðum og sem dreift verður á almenningsstöðum í löndunum þremur.

Heilsustofnun tekur þátt í evrópsku forvarnar verkefni

Heilsustofnun hlaut nýsköpunar-verðlaun Heilsulindarsamtaka Evr-ópu (ESPA) fyrir þróun á heilsu-þjónustu fyrir almenning. Verð-launin eru veitt heilsulindum fyrir nýsköpun sem skilar sér í betri upplifun og árangursríkari starfi á öllum sviðum hvort sem um er að ræða meðferðir, rekstur eða markaðssetningu. Verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Vejle í Danmörku á síðasta ári

ESPA (European Spas Associ-ation) eru samtök heilsulinda og heilsumiðstöðva í Evrópu sem ekki eru reknar í hagnaðarskyni. Aðalfundur samtakanna fór fram í Vejle í Danmörkun dagana 21. og

22. maí. Á aðalfundinum voru veitt verðlaun fyrir nýsköpun í sex flokkum. Heilsustofnun vann í flokknum Innovation Medical Spa fyrir þróun á heilsuþjónustu fyrir almenning.

„Heilsustofnun hefur verið leiðandi í fyrirbyggjandi meðferð-um þar sem áhersla er lögð á endurhæfingu og heilsusamlega lifnaðarhætti,“ segir Margrét Grímsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsustofnun. „Þessi verðlaun eru mikilvæg við-urkenning á því starfi sem unnin er hjá Heilsustofnun og hvatning til að halda áfram á sömu braut,“ bætir hún við.

Nýsköpunarverðlaun ESPA 2014

Ingi Þór Jónsson markaðsstjóri og Margrét Grímsdóttir fram-kvæmdastjóri hjúkrunar með verðlaunin að lokinni afhendingu þeirra í Vejle.

Page 31: HEILSUSTOFNUN NLFÍ Í 60 ÁR

Heilsustofnun NLFÍ í 60 ár | 31

Hjá Heilsustofnun starfa 100 manns í 75 stöðugildum. Helstu verkefni starfsmannastjóra eru að halda utan um hópinn og sjá um launamál og nýráðningar og af orðum Aldísar Eyjólfsdóttur starfsmannastjóra mætti ætla að það sé frekar rólegt starf en það er öðru nær. „Hér er mjög lítil starfsmannavelta og fólk með langan starfsaldur sem bendir til þess að fólki líði vel í vinnunni.“ Hún bætir því hins vegar við að undanfarið hafi verið talsverðar annir í kringum ráðningar í sumar-afleysingar sem hún segir skemmtilegt verkefni sem feli í sér viðtöl við marga áhugaverða einstaklinga.

Áhersla á starfsþróunAð sögn Aldísar býr meirihluti starfsmanna í Hveragerði og ná-grenni en nokkur hópur er einnig sóttur daglega með starfsmanna-

rútu til Reykjavíkur. Hún segir að á síðustu árum hafi aðgengi Heilsustofnunar að fagmenntuðu starfsfólki batnað mikið. „Hér á lóðinni eru starfsmannaíbúðir sem voru eingöngu ætlaðar heilbrigðis-menntuðu starfsfólki, sem þurfti að lokka „alla leið“ hingað í Hveragerði með alls konar gylli-boðum. Í dag er þetta liðin tíð og núna erum við með biðlista af vel menntuðu fagfólki úr öllum stétt-um sem vill koma hingað í vinnu. Þá hefur þeim sem hafa þessa menntun á svæðinu fjölgað mikið þannig að núna getum við yfirleitt valið úr fjölda umsókna.“ Aldís segir að þetta endurspegli ekki erfitt atvinnuástand hjá þessum stéttum heldur telur hún megin-skýringuna þá að gott orð fari af starfinu á Heilsustofnun sem þyki faglega spennandi vinnustaður. Sjálf hefur Aldís starfað á Heilsu-stofnun síðan 1992 og gegnir nú

þriðja starfinu frá því hún byrjaði. Hún segir að það stuðli að aukinni starfsánægju að fólk geti þróað sig í starfi og margir sem hafa unnið lengi hafi verið í tveimur eða jafnvel fleiri störfum. Þegar ráðið er í störf ganga starfsmenn alla jafna fyrir ef þeir uppfylla þær kröfur sem gerðar eru.

Samheldni og sveigjanleikiAldís segir Heilsustofnun fjöl-skylduvænan vinnustað þar sem áhersla sé lögð á sveigjanleika í samskiptum við starfsfólk sem á móti er þá líka tilbúið til að vera sveigjanlegt ef þörf er á. „Við leggjum allt kapp á að meðferðir dvalargesta falli ekki niður þótt það verði forföll í starfsmanna-hópnum. Þess vegna skiptir máli að menn séu sveigjanlegir og til-búnir að stíga inn í og aðstoða þar sem þörf er á hverju sinni.“

Aldís segir margt stuðla að því

að efla liðsandann og þétta hóp-inn. Þannig sé vinna í þverfagleg-um teymum, þar sem fólk vinnur saman þvert á fagstéttir, til þess fallin að efla samstöðu og sam-hug starfsmanna. Þá sé starfrækt mjög öflugt starfsmannafélag sem hafi nýlega haldið árshátíð með heimatilbúnum skemmtiat-riðum sem hafi verið á heims-mælikvarða. „Hér er líka heilsuefl-ingarteymi sem hugar að líðan starfsfólksins en það skiptir máli að vinna inn á við þannig að starfsmenn geti verið góð fyrir-mynd fyrir dvalargesti, hraust, já-kvæð og hress.“ Hún segir að samheldni starfsmanna hafi kom-ið skýrt í ljós þegar þrengdi að Heilsustofnun í kjölfar efnahags-hrunsins og niðurskurður vofði yfir. Þá lögðust starfsmenn allir á eitt um að tryggja framtíð staðar-ins. „Þeir sem höfðu tengsl við ráðamenn þjóðarinnar hikuðu ekki

við að nýta þau til að tala máli Heilsustofnunar og ég trúi því að þetta hafi skipt máli.“

Örlát á hrósiðAldís segr dvalargesti yfirleitt mjög jákvæða og þakkláta fyrir þá þjónustu sem þeir fá. Hún segir að hrós þeirra gleðji og veiti starfsfólki mikinn innblástur og það hafi svo sannarlega ekki skort á slíkt. „Gestirnir okkar eru örlátir á hrósið og þegar þeir kveðja eru það ekki bara kveðjur og þakkir til þeirra sem hafa séð um meðferð-ina, aðrir starfsmenn eins og ræstingarfólkið fær líka mikið hrós og góðar kveðjur í umsögnum dvalargesta. Þá er verið að þakka fyrir vinalegt og gott viðmót sem mætir fólki í daglegum samskipt-um hér,“ segir Aldís Eyjólfsdóttir.

Aldís Eyjólfsdóttir starfsmannastjóri segir að Heilsustofnun þurfi ekki lengur að lokka til sín fagfólk með gylliboðum því nú eru biðlistar eftir að komast þar í vinnu.

Eftirsóttur og faglega spennandi vinnustaðurRætt við Aldísi Eyjólfsdóttur starfsmannastjóra

Page 32: HEILSUSTOFNUN NLFÍ Í 60 ÁR

32 | Heilsustofnun NLFÍ í 60 ár

Læknirinn ráðlagði mér að fara í Hveragerði, þegar ég kom til hans dauðþreytt og með samfallsbrot í hryggnum sem ég hafði ekki gert neitt í, nema taka verkjalyf svo ég missti ekki úr í vinnunni. Mér þótti þetta virkilega góð hugmynd hjá

lækninum og rifjaði upp þegar ég fór austur í Hveragerði, 12 ára gömul, að heimsækja mömmu mína sem dvaldi þar. Ég mundi aðallega eftir heilhveitikökunni með rjómanum. Mér þótti matur-inn í Hveragerði skrítinn. Mamma kom svo heim og útbjó nýstárleg salöt með gufusoðnu ýsunni.

Seinna hreifst ég sjálf af kenn-ingum Jónasar Kristjánssonar og Náttúrulækningafélagsins, svo mjög að ég gekk í félagið á Akur-eyri þegar ég bjó þar og endaði í stjórn NLFÍ um tíma. Mér þótti undarlegt hvað náttúrulækning-arnar mættu mikilli mótspyrnu á sínum tíma, því margt af þeim hugmyndum átti rætur að rekja til Evrópu, til dæmis til Þýskalands, þar sem þær þóttu sjálfsagðar. Þó ég sé spennt fyrir náttúrulækning-um, hvarflar ekki að mér að af-neita hefðbundnum lækningum, en ég tel að þetta geti virkað vel hvað með öðru. Einkum finnst

mér náttúrulækningar vera mikil-vægar í öllum forvörnum.

„Útbrunnin“?Ég fór í Hveragerði með ferða-tösku fulla af bókum og bjó mig undir mikla persónulega bók-menntahátíð í þrjár vikur, en það var tíminn sem mér var úthlutaður þar. Ég byrjaði á að fara í læknis-skoðun og svo fékk ég dagskrá sem ég átti að fylgja á meðan á dvölinni stæði. Ég var harðákveðin í að fara ekkert heim í frí á þessu tímabili og sá ekki eftir þeirri ákvörðun. Það er skemmst frá því að segja að dvölin í Hveragerði bjargaði lífi mínu, því eftir á að hyggja finnst mér að ég hafði ver-ið á barmi svokallaðs „burn-out“ þegar ég kom þangað.

Aðstaðan var frábær, maturinn æðislegur og öll heilbrigðisþjón-ustan fyrsta flokks. Þegar upp var staðið náði ég ekki að lesa jafn margar bækur og ég ætlaði, því

dagskráin byrjaði klukkan 8:00 á morgnana og stóð langt fram á dag. Þarna hitti ég fyrir einn besta leikfimikennara sem ég hef verið hjá, frábæran sjúkraþjálfara og einstakan nuddara. Ég stundaði böð, þar með talin leirböð, og svo auðvitað víxlböðin við innisund-laugina og sótti fyrirlestra um margvísleg málefni, svo sem nær-ingarfræði, svefn, streitu og um hrygginn og mikilvægi hans. Mat-urinn var mjög góður, léttur og hollur.

Markmið allra það samaÞað er ekki hægt að segja skilið við Hveragerðisdvölina án þess að minnast á allt það góða og skemmtilega fólk sem ég hitti þar, sem var að glíma við misjafn-lega alvarleg heilsufarsvandamál. Markmið allra var það sama: að bæta og efla heilsuna. Við geng-um á hverjum degi um nágrennið, en umhverfi Heilsustofnunar NLFÍ

er afar fallegt. Gengið var undir stjórn starfsmanna þar og hver göngumaður gat valið sér göngu við hæfi, stutta eða langa, á jafn-sléttu eða upp í brekkur. Í leiðinni kynntumst við þessu litla bæjar-félagi, þar sem listamenn bjuggu á árum áður við eina götuna í bænum og gufan hitar upp gróð-urhúsin.

Ég á mér þann draum að kom-ast aftur á Heilsustofnunina í Hveragerði. Mig langar að vita meira um söguna og náttúrulækn-ingarnar og mig langar að halda áfram að bæta og efla heilsuna. Ég skrapp þangað nýlega og hitti gamlan vin minn, sem ég vissi ekki að væri þar. Hann sagði „Þetta er dýrðlegt. Það er eins gott að Evrópubúar eru ekki búnir að frétta af þessum stað, því þá myndum við aldrei komast að hér“.

Erna Indriðadóttir.

Erna Indriðadóttir. Í víxlböðunum við innisundlaugina vaða gestir í gegnum heitt og kalt vatn á víxl.

Dvölin í Hveragerði bjargaði lífi mínu

Hvítkálssalat með kúmeni, hvítlauk og kryddjurtum

500 g hvítkál, rifið5 hvítlauksgeirar, skornir í flögur1 tsk kúmenfræ1-2 msk eplaedik eða sítr-ónusafi½ dl ólífuolíasalt og piparsteinselja og dill (eða aðrar kryddjurtir)

Hitið olíuna og steikið hvít-laukinn í henni. Ristið kúmen-ið á pönnu. Blandið öllu sam-an og smakkið til með salti og pipar.

Frá matreiðslu-meistara HNLFÍ

Við óskum Heilsustofnun NLFÍ innilega til hamingju með 60 ára afmælið

Page 33: HEILSUSTOFNUN NLFÍ Í 60 ÁR

Heilsustofnun NLFÍ í 60 ár | 33

„Vinnudagarnir á Heilsustofnun eru vissulega ólíkir en alltaf skemmtilegir og ég hef aldrei vaknað upp að morgni og liðið þannig að mig langaði ekki í vinn-una. Sennilega eru það samskipt-in við allt þetta frábæra fólk sem hér er bæði gestir og starfsmenn sem gerir vinnuna svona skemmtilega. Stór hluti starfs-manna hefur unnið hér mjög lengi og það hafa myndast tengsl sem eru mér mikils virði,“ segir Guð-rún S. Friðriksdóttir þjónustustjóri sem hefur unnið hjá Heilsustofn-un í 36 ár. Það er Guðrún sem tekur á móti flestum sem koma til dvalar á Heilsustofnun á virkum dögum. Hún vísar þeim á her-bergi og lætur þá hafa fyrstu stundaskrána og útvegar tíma hjá hjúkrunarfræðingi og lækni. Því næst gengur hún með þeim um húsið og sýnir þeim aðstæður.

„Þegar ég kom hingað fyrst var staðurinn talsvert frábrugðinn því sem hann er í dag. Faglegum starfsmönnum hefur fjölgað mikið um leið og meðferðin hefur orðið fjölbreyttari og víðtækari. Þá er aldurshópurinn sem nýtur þjón-ustunnar mun breiðari í dag en hann var.“ Guðrún segir alltaf jafn gaman að fylgjast með því hvað gestir styrkjast mikið og braggast þann tíma sem þeir dvelja á Heilsustofnun. „Maður sér ótrú-

legan mun og það á jafnt við um þá sem koma hingað vegna lík-amlegra og andlegra kvilla.“

Faglegar áherslurStarfsmenn fundu greinilega fyrir áhrifum efnahagshrunsins árið 2008. Þeir kostuðu hins vegar kapps um að að halda faglegum áherslum í starfinu á Heilsustofn-un og láta þrengingarnar bitna sem minnst á þjónustunni. „Þær breytingar sem hér verða tengjast miklu frekar þeim áherslum sem yfirmenn faglega starfsins hafa á hverjum tíma. Undanfarin misseri hefur áhersla á þætti sem tengj-ast geðheilsu aukist talsvert sem helgast meðal annars af því að núverandi yfirlæknir og forstjóri er með mjög víðtæka þekkingu á því

sviði.“ Að sögn Guðrúnar hefur þessi áherslubreyting meðal

annars orðið til þess að ungu fólki sem nýtur þjónustu

Heilsustofnunar hefur fjölgað til muna. „Fjölg-un ungs fólks sem

kemur hingað til að styrkja andlega heilsu sína hef-

ur lífgað mjög upp á staðinn og gert hann fjölbreyttari og skemmtilegri.“

Meðal verkefna Guðrúnar er að halda

utan um kvöldvökurnar á fimmtudögum og spilakvöldin á mánudögum. Þessir dagskrárliðir eiga sér langa hefð og þannig eru kvöldvökurnar hafðar á fimmtu-dögum vegna þess að í eina tíð voru það sjónvarpslaus kvöld. „Við höfum ekki séð neina ástæðu til að breyta því þótt það sé löngu farið að senda út sjón-varp á fimmtudögum,“ segir Guð-rún brosandi. Hún segir gesti Heilsustofnunar sjá um kvöldvök-urnar, hið eina sem hún geri sé að sigta út fólk sem hún telji líklegt til að vilja taka það að sér. „Við er-um svo heppin að dvalargestir hafa alltaf verið tilbúnir að taka þátt í kvöldvökunum og það er ótrúlega margt hæfileikafólk sem hingað kemur og sem gott er að leita til.

Alvöru heilsuhótelEn hvernig telur Guðrún að Heilsustofnun muni þróast næstu 36 árin. „Ég held að hér muni fyrr eða síðar rísa fallegt alvöru heilsu-hótel sem muni tengjast því fag-lega starfi sem hér er unnið. Við verðum vör við aukinn áhuga fyrir þessu, meðal annars í gegnum er-lenda bókunarsíðu sem við tengj-umst. Þá fjölgar þeim stöðugt sem koma í móttökuna til okkar og spyrja hvort hægt sé að kom-ast í þá þjónustu sem hér er veitt

eins og leirböðin og annað. Vissu-lega er það hægt en yfirleitt þarf að bóka með nokkrum fyrirvara.“ Guðrún segir að í raun geti hver sem er pantað sér dvöl á Heilsu-stofnun í gegnum heimasíðuna heilsustofnun.is en þar má finna yfirlit yfir þá þjónustu sem veitt er og verðskrá fyrir þá sem eru ekki koma með tilvísun frá lækni.

Guðrún S. Friðriksdóttir þjónustustjóri Heilsustofnunar.

Vinnan alltaf jafn skemmtileg-segir Guðrún S. Friðriksdóttir þjónustustjóri sem hefur starfað í 36 ár hjá Heilsustofnun

Holl brauð, ilmandi kaffi og notaleg stemning

Sérbakað fyrir þig

Sunnumörk 2, 810 Hveragerði // Austurvegur 3-5, 800 Selfoss

ALMAR BAKARI

Page 34: HEILSUSTOFNUN NLFÍ Í 60 ÁR

34 | Heilsustofnun NLFÍ í 60 ár

Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is

Okkar þekking nýtist þér

• Mylur alla ávexti, grænmeti klaka og nánast hvað sem er

• Hnoðar deig

• Býr til heita súpu og ís

• Uppskriftarbók og DVD diskur fylgja með

Lífstíðareign!

Tilboðsverð kr. 109.990Með fylgir Vitamix sleif drykkjarmál og svunta Fullt verð kr. 137.489

Meira en bara blandari!

Streita – við höfum öll fundið fyrir henni. Jákvæða aflið sem getur hjálpað okkur við einbeitingu, að standa okkur betur undir álagi og bregðast við, t.d. þegar einhver ekur í veg fyrir okkur. En margir þekkja líka neikvæðar hliðar streitu, svefnerfiðleika, and-þyngsli, kjálkaspennu, vöðva-bólgu, einbeitingarleysi, pirring, kvíða og jafnvel dreifða verki um líkamann.

Hvað er streita?Streita er líffræðilegt varnarvið-bragð líkamans til að bregðast við því sem líkaminn metur að sé hættuástand. Þegar ógn steðjar að okkur bregst taugakerfið við með því að leysa úr læðingi flóð-bylgju streituhormóna, þar á með-al adrenalin og cortisol. Þessi hormón setja líkamann í við-bragðsástand. Hjartað fer að slá hraðar, vöðvarnir spennast, blóð-þrýstingurinn hækkar, öndun verður hraðari og athyglin eykst. Í dag eru hættur okkar aðrar en for-feðranna en viðbrögðin við álagi og óleystum streituvöldum, svo sem erfiðum verkefnum sem við

þurfum að ljúka, fjárhagsáhyggj-um, veikindum o.fl., eru þau sömu. Ýmsir streituvaldar, svo sem stöðugt álag, áhyggjur, reiði, fullkomnunarárátta, lágt sjálfsmat, breytingar og slæmar venjur geta valdið streitu hjá okkur, sem getur síðan leitt til alvarlegs heilsu-brests ef ekkert er að gert.

Einkenni streituEinkenni streitu geta læðst að

okkur án þess að við áttum okkur á því, oft vegna þess að við höf-um lifað svo lengi með þeim. Streita hefur áhrif á líkamann, hugsanir, tilfinningar og hegðun. Líkamleg einkenni eru t.d. svefn-erfiðleikar, hækkaður blóðþrýst-ingur, spennuhöfðuðverkur, vöðvabólga, minnkuð kynhvöt og meltingarvandamál. Hugsanir okk-ar verða oft neikvæðar, við ef-umst um okkur sjálf, finnum fyrir minnistruflunum og eigum erfitt með að einbeita okkur. Við getum upplifað óþægilegar tilfinningar eins og stöðugan pirring, kvíða, depurð, ótta og sektarkennd. Einnig getur hegðun okkar breyst, við verðum grátgjarnari, reykingar

og áfengisneysla getur aukist, við forðumst samskipti við annað fólk og „styttri þráður“ veldur því að við höfum minni þolinmæði gagn-vart fólkinu í kringum okkur – fífl-unum í kringum okkur fjölgar – og þá er svo sannarlega kominn tími til að skoða hvað er að gerast hjá okkur sjálfum. Það er því ljóst að streita hefur ekki einungis áhrif á okkur sjálf, heldur getur einnig haft slæm áhrif á þau sambönd sem við erum í, t.d. hjónaband, fjölskyldu og vinnufélaga.

Úrræði við streituEn hvað er til ráða? Forgangsröð-un verkefna, að við temjum okkur jákvætt viðhorf, hreyfing, útivera, hugleiðsla, slökun og síðast en ekki síst öflugt stuðningsnet fjöl-skyldu og vina vinnur allt að því að minnka streitu í daglegu lífi. En fyrst og fremst verðum við að muna að setja okkur sjálf, heilsu okkar og vellíðan í forgang. Lær-um að þekkja okkur sjálf og bregðumst við þegar einkennin læðast að okkur.

Hundruð einstaklinga hafa fengið stuðning á Heilsustofnun í gegnum árin til að takst á við al-varleg einkenni streitu. Sálfræð-ingar, hjúkrunarfræðingar og ann-að starfsfólk Heilsustofnunar hef-ur gríðarlega mikla reynslu í að hjálpa skjólstæðingum sínum að ná tökum á streitu í daglegu lífi og styðja til breytinga til heilbrigðs lífs – lífs án streitu.

Margrét Grímsdóttir.

Margrét Grímsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar.

Líf án streitu á Heilsustofnun

„Það yrði of langt mál að telja upp allt sem er að mér en þar á meðal eru hjartað, lungun og jafnvægis-kerfið,“ segir Magnús Hallgríms-son sposkur á svip þegar blaða-maður hittir hann á bókasafni Heilsustofnunar. Magnús hefur komið nokkrum sinnum áður til dvalar á Heilsustofnun og segist styrkjast mikið við að koma þang-að þótt hann geri sér ekki vonir um að ná varanlegum bata.

„Maður eflir sjálfan sig og mat-urinn hér á vel við mig.“ Magnús segist gera jafnvægisæfingar og þá komi hinir löngu gangar Heilsu-stofnunar að góðum notum. „Ég geng berfættur því þannig er ég miklu stöðugri og dett síður. Þeg-ar maður gengur er góð jafnvæg-isæfing að festa augun á ákveðn-um punkti framundan því þá er eins og maður sé kominn með band. Það er alveg ótrúlegt hvað þetta virkar vel,“ segir Magnús. Hann bætir því við að þegar menn séu komnir á bragðið sé hægt að ganga skrefinu lengra og snúa sér í hring með aðferð ballettdansara sem felst í að horfa á fastan punkt um leið og maður snýr sér.

Litríkur ferillMagnús er Norðlendingur en hef-ur búið í Reykjavík síðan 1963 þegar hann fluttist suður og tók þátt í að stofna verkfræðistofuna Hönnun, eina af forverum verk-fræðistofunnar Mannvits. Hann er verkfræðingur að mennt en segist hafa verið í björgunarstússi frá því í kringum 1950 en þá tók hann þátt í stofnun Flugbjörgunarsveit-arinnar á Akureyri eftir Geysisslys-

ið á Vatnajökli. Meðfram verk-fræðistörfum var hann um árabil við björgunarstörf víða erlendis fyrir ýmsa aðila og þar á meðal í Indónesíu þegar flóttafólk frá Víet-nam leitaði þangað yfir. „Þarna rákum við 20 þúsund manna flóttamannabúðir og byggðum upp búðir fyrir 10 þúsund til við-bótar á meðan ég var þar á átt-unda áratugnum.“

Á bókasafni Heilsustofnunar kennir ýmissa grasa en þar á meðal er einmitt bók sem Magn-ús sýnir blaðamanni en hana skrif-

aði Hörður sonur hans um för fyrstu Íslendinganna á Everest. Þeir sem fyrstir klifu fjallið voru Hallgrímur, annar sonur Magnúsar ásamt tveimur félögum þeirra bræðra, þeim Einari Stefánssyni og Birni Ólafssyni. Hörður var hins vegar með í skipulagi ferðar-innar og sá um fjarskipti og rekst-urinn í grunnbúðum fjallsins. Það er greinilegt að fjallamennskan er þeim feðgum öllum í blóð borin og sem fyrr fellur eplið sjaldan langt frá eikinni.

Jafnvægisæfing sem virkar ótrúlega vel

GESTIR TEKNIR TALI

Magnús Hallgrímsson verkfræðingur með bókina góðu á bókasafni Heilsustofnunar.

Page 35: HEILSUSTOFNUN NLFÍ Í 60 ÁR

Heilsustofnun NLFÍ í 60 ár | 35

EDDAHEILDVERSLUNStofnsett 1932

Heildverslun með lín fyrir:

Höfðabakka 9, 110 Reykjavík, sími 525 8210 [email protected] • www.eddaehf.is

83ÁRA

ALLT LÍN FYRIR FERÐAÞJÓNUSTUNA

- hótelið- gistiheimilið- bændagistinguna- heimagistinguna

- veitingasalinn- heilsulindina- þvottahúsið- sérverslunina

10 vaskir starfsmenn Heilsustofn-unar munu taka þátt í hjólreiða-keppninni WOW Cyclothon dag-ana 23.-26. júní n.k. Í þessari hjól-reiðakeppni er hjólað hringinn í kringum Ísland og áheitum safnað um leið til styrktar góðu málefni. Heilsustofnun vill með þátttöku sinni minna alla landsmenn á slag-orð sitt „Berum ábyrgð á eigin heilsu“ og hvetja almenning til að huga að reglulegri hreyfingu. Auk þess hvetjum við alla landsmenn að fylgjast með keppninni og styðja góðgerðarmál í leiðinni.

Hluti af hópnum í 38 km æfingaferð í Reykjavík.

Heilsu-stofnun tekur þátt í WOW Cyclothon

Svartbaunaquesa-dillas með lárperu-salsa og sýrðum rjóma

1 dós svartar baunir 1 krukka sólþurrkaðir tómatar1 dós maukaðir tómatar 1 laukur, smátt saxaður1 græn paprika, smátt skorin4 hvítlauksrif, smátt söxuð ½ tsk karrý ½ tsk cuminhandfylli af söxuðum kórían-der½ tsk salt 1 tsk piparrifinn osturheilhveititortillurSteikið lauk, papriku, hvít-

lauk, karrý og cumin í potti. Maukið sólþurrkuðu tómatana í matvinnsluvél og setjið þá út í pottinn ásamt tómatmaukinu. Setjið síðan svörtu baunirnar saman við. Saltið og piprið. Látið malla við vægan hita í 10 mínútur. Síðast er svo ferskum kóríander hrært saman við.

Kælið. Smyrjið kaldri blönd-unni á tortillurnar, stráið rifnum osti yfir og lokið með annarri tortillu. Hitið olíu á pönnu og steikið tortillukökuna þar til hún er fallega brún á báðum hlið-um. Skerið kökuna í tvennt og setjið á disk. Berið fram með lárperusalsa og sýrðum rjóma.

Lárperusalsa2 lárperur1 rauðlaukur3 hvítlauksrifsafi úr hálfri sítrónuhnefafylli af ferskum kórían-derörlítið salt

Skerið allt smátt og blandið saman.

Frá matreiðslu-meistara HNLFÍ

Page 36: HEILSUSTOFNUN NLFÍ Í 60 ÁR

36 | Heilsustofnun NLFÍ í 60 ár

Gísli Freysteinsson er annar tveggja vaktmanna hjá Heilsu-stofnun sem ganga í ýmis verk á stofnuninni. Eitt þeirra er að sækja daglega til Reykjavíkur þá starfsmenn sem búa á höfuðborg-arsvæðinu og að koma þeim aftur til síns heima í lok vinnudags. Gísli er fæddur á Akureyri en flutt-ist til Reykjavíkur fyrir margt löngu en hann starfaði um skeið á Land-spítalanum. Fyrir 35 árum flutti fjölskyldan í Hveragerði því þau vildu komast í minna og rólegra samfélag. Gísli hélt hins vegar áfram í nokkur ár vinnunni í Reykjavík og ók þá daglega til vinnu yfir Hellisheiði. Þegar hann sá auglýst starf á Heilsustofnun fyrir réttum 29 árum ákvað hann að slá til og sækja um. „Ég fékk starfið og hef verið hér síðan. Ferðalögin til Reykjavíkur hafa hins vegar haldið áfram og þegar ég er á vakt fer ég tvisvar á dag í bæinn á starfsmannarútunni,“ segir Gísli. Hann segist kunna ljómandi vel við sig hjá Heilsu-stofnun enda væri ég ekki annars búinn að vera þar í 29 ár. „Dag-arnir í vinnunni líða mjög hratt sem er staðfesting á því að mér leiðist ekki,“ segir Gísli brosandi.

Tólf tíma vaktirVaktmennirnir ganga tólf tíma vaktir og hefst vinnudagurinn hjá

Gísla með ferð til höfuðborgarinn-ar klukkan 7 að morgni. Hann sækir starfsfólkið að Rauðavatni en það þarf að vera komið til vinnu um 8-leytið. Síðan sinnir hann ýmsum tilfallandi verkefnum fyrir stofnunina yfir daginn þar til

starfsfólkinu er skilað aftur í bæ-inn um klukkan 15:30. Hann þarf síðan að vera kominn aftur austur fyrir klukkan 17:30 til að ná í lyf í apótekið fyrir lokun. Þegar því er lokið tekur við ýmiskonar frágang-ur á Heilsustofnun þar til vinnu-

degi lýkur klukkan 19 á kvöldin. Gísli, sem er að verða 66 ára, seg-ist kunna vel við þessar löngu vaktir, þær henti sér ágætlega. „Önnur vikan er algjör lúxus en hin er aðeins strembnari því við vinnum að staðaldri aðra hverja helgi og skiptum líka með okkur öllum öðrum frí- og helgidögum.“

Gísli segir miklar breytingar hafa orðið á starfsemi Heilsu-stofnunar á þeim 29 árum sem liðin eru frá því að hann hóf störf. „Hér hefur verið gríðarleg upp-bygging. Þegar ég byrjaði var hér einn sjúkraþjálfari og gestirnir voru fyrst og fremst að sækjast eftir grænmetisfæðinu og að

komast í nudd og leirböð. Nú starfa hérna 10 sjúkraþjálfarar og íþróttakennarar auk fjölda annarra fagmanna og Heilsustofnun er orðin hreinræktuð endurhæfingar-stöð.“ Gísli segir að hann hafi eignast góða vini meðal sem hafa dvalið á Heilsustofnun í gegnum tíðina og eigi nú heimboð frá fólki úti um allt land. „Ég gæti sjálfsagt farið hringinn í kringum landið og gist allan tímann hjá þessum vin-um mínum,“ segir Gísli Frey-steinsson sem spáir því að Heilsustofnun í Hveragerði eigi enn eftir að vaxa og dafna á næstu árum.

Gísli Freysteinsson vaktmaður hefur starfað hjá Heilsustofnun í 29 ár og sér meðal annars um að koma starfsmönnum, sem búa á höfuðborg-arsvæðinu, til og frá vinnu.

Á ferðinni milli Reykjavíkur og Hveragerðis í rúm 30 ár

Á Heilsustofnun leiðir Gréta Berg dvalargesti í gegnum myndsköp-un. Hún byggir á sálfræðikenning-um C.G. Jungs og er ætluð fólki sem er t.d. með langvinna verki, glímir við depurð, kvíða eða þung-lyndi. Myndsköpunin er einnig góð fyrir þá sem haldnir eru streitu eða glíma við önnur sálræn vandamál.

Námskeið Grétu er mjög vin-sælt og sköpunargleðin þar oft

mikil þegar fólk er komið með pensil og liti í hendurnar. Fólk fær tækifæri til að túlka sinn innri mann, tilfinningar, væntingar og drauma. Einnig eru hópumræður sem gefa þátttakendum tækifæri til að tjá sig um eigin reynslu.

Gréta Berg er hjúkrunarfræð-ingur, félagi í Sambandi íslenskra myndlistamanna og hefur sótt námskeið í listmeðferð.

Myndsköpunarnám-skeið á Heilsustofnun

Gréta Berg í myndsköpunarherberginu.

Page 37: HEILSUSTOFNUN NLFÍ Í 60 ÁR

Heilsustofnun NLFÍ í 60 ár | 37

„Ég er Hvergerðingur í húð og hár og hef umgengist þessa stofnun frá því ég var smákrakki. Amma starfaði lengi í þvotta-húsinu þegar það var og hét og mamma sá um bókasafnið í mörg ár. Sjálf er ég búin að vinna hér í 18 ár og þar af 6 ár sem deildar-stjóri ræstingar,“ segir Elín Ósk Wíum sem þekkir hvern krók og kima Heilsustofnunar. Hennar starf felst í að skipuleggja þrif á öllu húsnæði stofnunarinnar sem hlýtur að vera

ærinn starfi því upplýst er að gólfflöturinn sé um 10 þúsund fermetrar. Til að sinna þessu starfi er 13 manna harðsnúin sveit ræstingarfólks sem vinnur á vöktum við að halda öllu hreinu og fínu og að skipta á rúmum dvalargesta. Hún segir góðan anda í deildinni hjá sér og að starfsmannaveltan sé lítil sem bendi til þess að fók sé nokkuð sátt.

Elín Ósk hefur haft hönd í bagg með

ræstingum víðar en í Hveragerði því um árabil var hún ræstingastjóri hjá norska flug-félaginu Braathen Safe. Hún segir að frá því að hún byrjaði hjá Heilsustofnun hafi um-svifin aukist talsvert með stærra húsnæði og fleiri meðferðarrúmum. Elín Ósk telur að Hvergerðingar séu stoltir af því að stofnun-in skuli vera í bænum og veita þá góðu þjónustu sem raun ber vitni.

En skyldi hún sjálf einhverntíma hafa

nýtt sér þjónustu Heilsustofnunar? „Nei ekki ennþá en það er draumurinn að geta verið hér í algjörri afslöppun í eina viku. Sjálfsagt kemur einhvern tímann að því,“ segir Elín Ósk Wíum og brosir.

Elín Ósk Wíum deildarstjóri ásamt harðsnúinni sveit samstarfskvenna á Heilsustofnun.

Sjá um að halda 10 þúsund fermetrum hreinum og fínum

Page 38: HEILSUSTOFNUN NLFÍ Í 60 ÁR

38 | Heilsustofnun NLFÍ í 60 ár

Anna Margrét Guðmunds-dóttir yfirsjúkra-þjálfari er ein þeirra starfs-manna Heilsu-stofnunar sem búa á höfuðborgarsvæð-inu en ferðast á milli með starfsmannarútunni. „Ég tek rútuna við Rauðavatn um klukkan 7:30 og byrja því daginn með bíl-ferð yfir heiðina. Ég hélt að þessi ferðalög yrðu helsta vandamálið við að vinna hér og kveið þeim en síðan kom á daginn að þetta er gæðastund því það er ágætt að byrja daginn á smá slökun.“

Anna Margrét hefur starfað á Heilsustofnun í eitt og hálft ár en er samt enginn nýgræðingur í fag-inu. Hún var áður í 15 ár sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfari hjá sjúkra-þjálfunarstöð Gáska í Reykjavík og þar áður í rúmlega 5 ár hjá Gigtarfélaginu. Hún segir að í grunninn sé sjúkraþjálfunin á Heilsustofnun svipuð því sem hún vann við áður en síðan hafi aðrir þættir eins og stjórnunar-þátturinn bæst við. „Það sem er skemmtilegast og mest gefandi við vinnuna hér er það þverfag-lega umhverfi sem við vinnum í. Hér er svo margt annað sem styður við það sem við sjúkraþjálf-ararnir erum að gera.“

Á deildinni hjá Önnu Margréti starfa 6 sjúkraþjálfarar auk 4 íþróttakennara sem meðal annars sjá um hópleikfimi, vatnsleikfimi og göngur. „Milli okkar er mjög náið samstarf þar sem skiptast á tilmæli okkar til íþróttakennaranna og ábendingar frá þeim til baka um ýmislegt í meðferðinni sem

gagnast ein-staka

dvalar-gestum

en saman sjáum við um alla hreyfi-dagskrá

Heilsustofnunar auk þess að vera með mikla fræðslu.“ Aðspurð hvort sýn hennar á sjúkraþjálfun-ina hafi breyst eftir að hún byrjaði að vinna hjá Heilsustofnun segir Anna Margrét að það hafi gerst að ákveðnu marki. „Ég er áfram að vinna með mín verkfæri og mínar meðferðir sem sjúkraþjálf-ari en sýn mín hefur kannski breyst við að fá nánari reynslu af því sem hinar fagstéttirnar eru að vinna með. Auðvitað vissi ég hvað þau eru að gera en með því að vinna svona þétt með þeim fær maður nánari innsýn í það og öðlast betri skilning á þessu heild-ræna samhengi. Þessi þverfag-lega teymisvinna hefur verið að ryðja sér til rúms í auknum mæli hjá fagfólk á síðustu árum.“

Skjól frá daglegu amstriAnna Margrét bendir á að þegar fólk komi á Heilsustofnun geti það dregið sig út úr skarkalanum og helgað sig því að efla og bæta heilsuna í fallegu umhverfi. „Hér færð þú skjól, frið og hvíld frá hinu daglega amstri og getur þar af leiðandi sett orkuna í það verk-efni sem þú hefur ákveðið að ráð-ast í sem yfirleitt er sambland af vinnu með líkamlega, andlega og félagslega þætti í lífi þínu.“ Hún segir mataræðið á Heilsustofnun

mikilvægan þátt sem styðji við meðferðina. „Þótt ég sé ekki sér-fræðingur í næringarfræði veit ég að mataræði skiptir miklu fyrir andlega og líkamlega líðan, hvort sem þú ert í almennri endurhæf-ingu eða að glíma við sértækari vandamál eins og til dæmis við verki.“ Hún segir að mjög oft noti fólk tímann hjá Heilsustofnun til að breyta og taka til í mataræðinu. Það geti verið erfitt að byrja á slíku heima fyrir eða á vinnustöð-unum og þá sé gott að komast á bragðið í umhverfi eins og í Hveragerði. „Hér fáum við nær-ingarríkan og hollan mat en í end-urhæfingu er mikilvægt að nærast vel. Það styður við og bætir alla líðan.“

Anna Margrét segir að þegar dvöl á Heilsustofnun ljúki sé bata-ferlið í sumum tilfellum rétt að hefjast og þá skiptir miklu að fólk fái leiðbeiningar um hvernig það geti haldið áfram. „Hér er alltaf haldinn útskriftarfundur þar sem

við leiðbeinum fólki um næstu skref. En á meðan á dvölinni stendur reynum við að sá fræjum sem kenna fólki að bera ábyrgð á eigin líkama sem er reyndar slag-orð hérna,“ segir Anna Margrét.

Anna Margrét Guðmundsdóttir yfirsjúkraþjálfari segir að oft sé dvöl á Heilsustofnun aðeins upphafið á bataferlinu og því skipti miklu að leiðbeina fólki um hvernig það geti haldið áfram.

Gefandi vinna í þverfaglegu umhverfi

Hjónin Ásgeir Hjörleifsson og Hjördís Sigurðardóttir voru búin að vera í fjórar vikur á Heilsustofn-un þegar blaðamaður hitti þau. Þau átti eina viku eftir og voru mjög sátt. „ Þetta er í fyrsta skipti sem við komum hingað og það kom okkur satt að segja á óvart hvað vel er að öllu staðið hér. Við höfum verið með hóflega dagskrá fram eftir degi sem hentar okkur vel,“ segir Ásgeir. Hann bætir því

við að fyrst hafi hann ætlað að stjórna því að hann fengi að vera með konunni í vatnsleikfimitímum en það hefði ekki tekist. „Þau sögðu að við mættum ekki vera of háð hvort öðru heldur yrðum að geta bjargað okkur sjálf. Við því gat ég að sjálfsögðu ekkert sagt og þar við sat,“ segir Ásgeir og brosir.

Þau hjónin segjast finna mikinn mun á sér og séu hressari á sál og líkama eftir dvölina. „Mataræð-ið er í góðu lagi og við erum södd allan daginn. Að vísu erum við ekki vön þessu fæði en við kvört-um ekki,“ segir Hjördís og bætir því við að þau muni eftir því sem hægt er reyna að halda í þetta fæði þegar heim kemur. „Þessi matur fer vel í mig en við munum

ekki borða grænmeti eingöngu heldur setja meiri fisk á matseðil-inn. Við finnum ekki fyrir kjötleys-inu því við vorum búinn að draga úr kjötneyslu áður en við komum hingað og söknum þess því ekk-ert sérstaklega.“ Ásgeir segist taka eftir því að markvisst sé unn-ið í því að fá fólk til að bera meiri ábyrgð á eigin heilsu og hluti af því sé að velja rétt mataræði. „Það er verið að leiða okkur þetta fyrir sjónir hægt og rólega og ýta við manni án þess að það sé rek-inn mikill áróður,“ segir Ásgeir Hjörleifsson og bætir við að þau gætu vel hugsað sér að koma aft-ur á Heilsustofnun.

Ásgeir Hjörleifsson og Hjördís Sigurðardóttir segja markvisst unnið að því fá fólk til að bera ábyrgð á eigin heilsu.

Hófleg dagskrá sem hentar okkur vel

GESTIR TEKNIR TALI

Núvitund

Start 16-25

Orkulausnir

Hreyfilausnir

Einstaklingsþjálfun

Slökun

HugarlausnirStoðkerfislausnir

Heilsulau

snirSjúk

raþjálfun

Heilsumat

Eldum betur

Nærumst betur

Aðh

ald

hjúk

runa

rfræ

ðing

s

Borðum betur

Svef

nmæ

linga

r

Offi

turá

ðgjö

f

- Þín brú til betri heilsu

Taktu í taumana og finndu þitt jafnvægi

Heilsuborg ehf. • Faxafeni 14 • 108 Reykjavík • Sími 560 1010

Hvað hentar þér? Hafðu samband og fáðu fría ráðgjöf www.heilsuborg.is

– Eru kílóin að hlaðast á?

– Er svefninn í ólagi?– Ertu með verki?

– Líður þér illa andlega?– Ertu ekki að hreyfa þig reglulega?

– ....eða er hreinlega allt í rugli?

Page 39: HEILSUSTOFNUN NLFÍ Í 60 ÁR

Heilsustofnun NLFÍ í 60 ár | 39

Pappír er ekki bara pappír

BESTA – HREYFILSHÚSINU

Grensásvegi 18 108 ReykjavíkSími: 510 [email protected]

KATRIN tryggir gæðin – alla leið

KATRIN pappírinn færð þú í Besta, Grensásvegi• Katrin Plus – hágæða pappír fyrir heimili og sumarbústaði • Vistvænn fyrir rotþrær

„Við höfum átt gott samstarf við Heilsustofnun í Hveragerði frá ár-inu 1997 þegar byrjað var að nota Heilsubaðolíur frá Purity Herbs í heilsuböðin fyrir dvalargesti. Fjöl-margir Íslendingar hafa á þessum árum kynnst olíunum okkar í gegnum dvöl sína í Hveragerði,“ segir Ásta Sýrusdóttir, fram-kvæmdastjóri Purity Herbs.

Ásta segir Purity Herbs alla tíð hafa lagt ríka áherslu á að nota hreinar náttúruafurðir í fram-leiðsluvörur sínar sem byggjast á krafti og virkni jurta úr íslenskri náttúru. Smyrslið Kraftaverk er gott dæmi um 100% náttúrulega vöru sem unnin er úr jurtum og náttúruefnum sem hafa virkni til sótthreinsunar og gegn sýklum og sveppum. Áhersluna á hrein-leikann og íslenskar jurtir segir Ásta falla að hugmyndafræði Heilsustofnunar.

Bað- og liðverkjaolíur auka vellíðan„Á sínum tíma leituðu forsvars-menn stofnunarinnar til okkar um notkun á baðolíum en þá var Pu-rity Herbs eina innlenda fyrirtækið sem framleiddi slíkar vörur. Reynslan var strax mjög góð í samanburði við innfluttar olíur. Auk þess sem olíurnar hafa verið notaðar á stofnuninni æ síðan hef-ur dvalargestum Heilsuolíurnar staðið þær til boða ásamt öðrum framleiðsluvörum okkar í gegnum verslun þeirra. Margir dvalargestir nota vörurnar reglulega eftir að hafa kynnst þeim af eigin raun á Heilsustofnuninni,“ segir Ásta.

Tvær af vinsælum vörum Pu-rity Herbs urðu til í þróunarstarfi með Heilsustofnun, þ.e. Bað við liðverkjum og Slökunarbað. „Það má segja að þessar vörur hafi síð-an leitt til enn frekara þróunar-starfs hjá okkur því á síðari árum hefur þeim fjölgað sem ekki eru með bað heima hjá sér. Fyrir þá sem höfðu kynnst því að nota lið-verkjaolíuna í baði þróuðum við liðverkjaolíu sem hægt er að bera á liði og sem nuddolíu. Í dag er þetta ein söluhæsta varan okkar enda upplifa æ fleiri þá tilfinningu að reglubundin notkun á olíum eykur daglega vellíðan og þar með lífsgæði,“ segir Ásta.

Purity Herbs hefur framleitt fyrir Heilsu-stofnun í 18 ár:

Olíur úr íslenskum jurtum auka vellíðan

Slökunarbað og liðverkjaolía njóta vinsælda. Kraftaverk byggist, líkt og aðrar framleiðsluvörur Purity Herbs, á krafti og virkni íslenskra jurta.

BORÐUM alvöru mat og DREKKUM vatnEkki drekka hitaeiningar í formi gosdrykkja eða ávaxtasafa. Við fæddumst með tennur til að mauka næringarríka fæðu en ekki til að drekka fæðuna. Alvöru matur = matur úr náttúrunni en ekki verksmiðjunni.

KYNNING

Page 40: HEILSUSTOFNUN NLFÍ Í 60 ÁR

40 | Heilsustofnun NLFÍ í 60 ár

Hreyfing og þjálfun er stór þáttur í læknisfræðilegri endurhæfingu á Heilsustofnun NLFÍ. Á meðan á dvöl stendur er mikil áhersla lögð á að dvalargestir læri bæði og upplifi að það verði hluti af lífsstíl þeirra. Rannsóknir hafa staðfest að hreyfing er einn af lykiláhrifa-þáttum heilbrigðis á öllum ævi-skeiðum og hafa heilbrigðisyfir-völd hérlendis og Alþjóðaheil-brigðisstofnunin (WHO) einnig bent á ávinning og mikilvægi þessa, bæði sem vörn gegn sjúk-dómum og til betri lífsgæða.

Endurhæfingin er þverfagleg og fer fram í teymisvinnu og sjá íþróttakennarar og sjúkraþjálfarar um þjálfun á Heilsustofnun. Bæði er um að ræða hóp- og einstak-lingsmiðaða þjálfun og er lögð áhersla á að hver og einn þjálfi á

sinni getu og virði sín mörk. Áhersla er lögð á að fólk noti og læri rétta líkamsbeitingu og hreyf-istjórnun við þjálfunina og er unn-ið með starfræna þjálfun. Í boði er margvísleg þjálfun af misjöfnu erf-iðleikastigi og má þar nefna göngu, leikfimi, vatnsleikfimi, jafn-vægisþjálfun, þjálfun í tækjasal, viðhaldsþjálfun hjartasjúklinga, jóga, líkamsvitund/TaiChi, bakæf-ingar og grindarbotnsþjálfun. Að-staða til þjálfunar er góð. Boðið er upp á góða inniþjálfunarlaug og 25 metra útisundlaug, vel útbúinn tækjasal, æfingasal og síðast en ekki síst fjölbreyttar gönguleiðir í fallegu umhverfi í Hveragerði.

Þverfagleg teymisvinnaStarf og verksvið sjúkraþjálfara á Heilsustofnunni er fjölbreytt og

taka þeir þátt í þverfaglegri teym-isvinnu. Sjúkraþjálfarar starfa bæði við einstaklingsmeðferð, þjálfun og fræðslu í góðu og nánu samstarfi við íþróttakennara eins og getið er að ofan. Starf sjúkra-þjálfara byggist á sérþekkingu á stoð- og hreyfikerfi líkamans. Það gerir þeim kleift að framkvæma nákvæma og góða skoðun og setja í framhaldi af því fram grein-ingu og veita meðferð sem byggir á niðurstöðum skoðunarinnar. Meðferð sjúkraþjálfara getur falist í liðlosun, mjúkpartameðferð, togi, teygjum, rafmagnsmeðferð, nálastungum og æfingameðferð svo fátt eitt sé nefnt. Meðan á meðferð stendur fer fram stöðugt endurmat á stöðu viðkomandi. Fræðsla og ráðgjöf er stór hluti starfsins, bæði sem hluti af með-

ferðinni, sem forvörn og liður í út-skrift. Meðferðin er unnin í góðri samvinnu við dvalargestinn og í samræmi við þau markmið sem

,hann hefur sett sér með komu sinni. Val á álagi tekur mið af hvar hver og einn er staddur sem er mikilvægt þegar stoðkerfisvanda-mál eru til meðhöndlunar. Það að auka innsæi og þekkingu viðkom-andi er liður í að hann „beri ábyrgð á eigin heilsu“ sem eru einkunnarorð Heilsustofnunar.

Að ofansögðu má vera ljóst að markmið íþróttakennara og sjúkra-þjálfara Heilsustofnunar er að eftir dvöl hafi gestir lært að tileinka sér heilbrigðan lífsstíl og fundið þá tegund hreyfingar sem þeim hentar. Það er von okkar að eftir dvöl hér verði hreyfing fastur liður í daglegu lífi fólks og það beri ábyrgð á eigin heilsu.

Anna Margrét Guðmundsdóttir yfirsjúkraþjálfari.

Anna Margrét Guðmundsdóttir.

Við þjálfun og hreyfingu á Heilsustofnun starfa 6 sjúkraþjálfarar og 4 íþróttakennarar.

Þjálfun og hreyfing í endur-hæfingu Heilsustofnunar

GESTIR TEKNIR TALI

Högni Egilsson í leirbaði á Heilsustofnun 2012.

Högni Egilsson, söngvari í Hjalta-lín, er einn úr vaxandi hópi ungs fólks sem á undanförnum árum hefur leitað sér endurhæfingar á Heilsustofnun. Hann dvaldist þar um fjögurra vikna skeið árið 2012 og segist lítið hafa þekkt til þessa staðar þegar hann fór þangað.

„Heilsustofnun virkaði mjög vel á mig og er frábær staður til

að kjarna sig. Fæðið var gott og læknirinn sem ég var hjá er mjög fær og reyndist mér vel við að skapa ákveðna lógík sem hjálpaði mér að ná heilbrigðu sambandi við minn innri heim. Ég var þarna að glíma við andleg veikindi og dvölin gagnaðist mér mjög vel og reyndist gott veganesti í þá rimmu alla,“ segir Högni Egilsson.

Frábær staður til að kjarna sig

Page 41: HEILSUSTOFNUN NLFÍ Í 60 ÁR

Heilsustofnun NLFÍ í 60 ár | 41

„Dvölin hér hefur lagst vel í okkur og verið nokkurn veginn eins og við bjuggumst við,“ segja hjónin Jón Pálsson og Pálmey Ottós-dóttir sem voru í sinni fyrstu heimsókn á Heilsustofnun þegar blaðamaður hitti þau. Þau eru úr Hafnarfirði höfðu þá dvalið í þrjár vikur og áttu eina eftir. Þau sögðu þjálfunina hafa verið mjög góða og að maturinn venjist þótt þeim finnist hann dálítið skrýtinn. „Hér er talsverð dagskrá og maður er að gera margt og er því svangur þegar komið er í matsalinn og þá finnst mér þetta stundum dálítið létt í maga. En við erum búinn að setja okkur í þennan gír og þá er bara að taka því eins og það er,“ segir Jón.

Þau hjónin ráku veitingastaðinn Gaflinn í Hafnarfirði í 30 ár og vita því hvað þau eru að tala um þegar þau segja matinn á Heilsustofnun sé frábrugðinn því sem þau eru vön. Þau hafa áður verið á Reykja-lundi og finnst maturinn þar þeim meira að skapi enda sé kjöt þar líka á boðstólum. Jón segist hins vegar finna mikinn mun á sér eftir

dvölina á Heilsustofnun en það sé erfitt að fullyrða hvað skipti mestu í því sambandi. „Maður hressist allur á sál og líkama,“ segir Jón og hefur áhuga á því að koma aft-ur.

Jón og Pálmey ákváðu strax að fara ekki í bæinn heldur hafa dvöl-ina ótruflaða af ytri áhrifum þær fjórar vikur sem þau hafa í Hvera-gerði. Auk margvíslegra æfinga hefur Jón farið í göngur um ná-grennið en Pálmey, sem er ekki jafn góð til gangs, hefur látið göngur um hina löngu ganga stofnunarinnar duga.

Þau hjónin segja að það hafi verið mikil viðbrigði að hætta að vinna eftir strangan og erilsaman rekstur í 30 ár. Þrátt fyrir að 10 ár séu síðan þau seldu reksturinn segist Jón ennþá vakna af og til og finnast hann vera í vinnunni. „Það að vera með fjölmargt fólk í vinnu í svona langan tíma og jafn-vel þrjár veislur í gangi samtímis út um allan bæ tekur á og maður þarf talsverðan tíma til að venjast því að vera hættur,“ segir Jón Pálsson.

Maður hressist á sál og líkama

Hjónin Jón Pálsson og Pálmey Ottósdóttir segja að það hafi verið mikil viðbrigði að hætta að vinna.

GESTIR TEKNIR TALI

Einstök hljómgæði úr litlu tæki

Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Þjónusta á landsbyggðinni | Sími 568 6880

| www.heyrnartækni.is |

Framúrskarandi tækni í Oticon heyrnartækjum skilarþér bestu mögulegu hljómgæðum í ólíkum aðstæðum.Nýju designRITE tækin eru einstaklega nett og hafahlotið alþjóðleg hönnunarverðlaun. Njóttu þess að heyra skýrt og áreynslulaust með heyrnartæki semhentar þínum persónulegu þörfum.

Fáðu þetta heyrnartækilánað í 7 daga- án skuldbindinga

Bókaðu tíma í fría heyrnarmælinguog fáðu heyrnartæki til prufu í vikutíma

Sími 568 6880

Fullkomin þráðlaus tækniEngir hnappar

Vatnshelt

Rósmarín og Lime kjúklingur fyrir 4Rósmarin 3 greinarHvítlaukur 2 geirarSaffran 10 þræðirOlía 1 dlKjúklingalæri úrbeinuð 8 stk.Lime 1 stk.

Aðferð:Rósmarín, hvítlauk, saffran, olíu og safa úr limeinu er maukað saman.

Kjúklingurinn er marineraður í leginum yfir nótt (eða í 5-7 klukkutíma).

Kjúklingurinn er bakaður við 240°C í 15 mín. Það er líka gott að grilla kjúklinginn.

LimesósaAB mjólk 2 dl Hvítlaukur 2 geirarLime 1 stk.

Hvítlaukurinn er fínt saxaður og settur út í AB mjólkina.

Limebörkurinn fínt rifinn og bætt út í ásamt safanum.

Fennelsalat fyrir 4Fennel 3 stk.Rautt greip 1 stk.Dill 1 lúkaSellerí 2 stilkarOlía 2 msk.Salt 1/2 tsk.

Aðferð:Fennelinn er skorinn í sex parta og bakaður með olíu og salti við 180°C í ca.15 mín.

Greipið er afhýtt og laufin skorin fallega úr ávextinum. Dillið er léttsaxað og selleríið skorið í þunnar sneiðar. Öllu blandað var-lega saman í skál.

Ananas og avocadosalat fyrir 4Ananas ¼ stk.Avocado 2 stk.Kapers 1 msk.Rauðlaukur 1 msk. (fínt saxaður)Rúkola 75 grömm (1 poki)Chili 1 stk.Edik 100 mlSykur 100 grömmVatn 100 ml

Aðferð:Ananasinn og avocadoið er skorið í fallega teninga. Rauðlaukurinn er saxaður mjög smátt. Vatn, sykur og edikið er soðið sam-an. Chili er bætt út í og soðið í ca 2 mín. í viðbót. Öllu blandað saman í skál.

HEILSUUPPSKRIFTIR FRÁ KRÚSKU

Steinar Þór Þorfinnsson matreiðslumeist-ari.

Page 42: HEILSUSTOFNUN NLFÍ Í 60 ÁR

42 | Heilsustofnun NLFÍ í 60 ár

ÍSL

EN

SK

A S

IA.I

S S

FG

420

40 0

4.20

08

„Við skilgreinum Heilsuborg sem brú á milli heilbrigðisþjónustu og líkamsræktar, þar sem við aðstoð-um fólk sem þarf meiri stuðning en það fær á hefðbundnum lík-amsræktarstöðvum,“ segir Óskar Jón Helgason, forstöðumaður heilbrigðisþjónustu hjá Heilsuborg ehf. í Faxafeni í Reykjavík. Óskar Jón segir að hjá Heilsuborg vinni stór hópur fagfólks, lækna, sjúkra-þjálfara, hjúkrunarfræðinga, sál-fræðinga og fleiri stétta að því að veita ráðgjöf og meðferð til að að-stoða fólk við að byggja sig upp. Hann segir þau leggja áhersla á þverfaglega og heildræna nálgun. „Mörg af þeim námskeiðum sem við erum með snúast ekki bara um hreyfingu heldur líka um fræðslu og í upphafi bjóðum við oftast upp á einstaklingsviðtöl við fagfólk þar sem við reynum að kortleggja þarfir fólks.

Aðspurður um tengsl Heilsu-borgar við Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði segir Óskar Jón að margir starfsmanna Heilsuborgar hafi áður starfað hjá Heilsustofn-un. Þannig hafi Erla Gerður Sveinsdóttir, sem er einn af stofn-endum Heilsuborgar, verið um tíma yfirlæknir á Heilsustofnun og hann sjálfur hafi verið innlagnar-stjóri Heilsustofnunar um nokk-urra ára skeið áður en hann flutti sig til Heilsuborgar. Hann segir að tengslin milli stofnananna hafi allt-af verið góð enda séu þau að vinna með svipaða hópa. Það er mjög gott og faglegt starf unnið á Heilsustofnun í Hveragerði og frá-bært að fólk geti farið þangað og stigið út úr sínu daglega umhverfi og einbeitt sér að því að vinna í eigin heilsu. Þegar dvölinni þar lýkur eru margir sem koma hing-

að og viðhalda þeirri bót sem þeir hafa fengið þar.

Heilsuborg ehf. er fimm ára gamalt fyrirtæki og segir Óskar Jón að hjá þeim hafi verið jöfn og stöðug aukning. „Við horfum heildrænt á heilsuna og þá lítum við alltaf á fjóra lykilþætti sem eru regluleg hreyfing, góð næring, endurnærandi svefn og hugarró en undir hana falla þunglyndi, streita og kvíði.“ Hann segir mikil-vægt að horfa á alla þessa þætti

sem eina heild en ekki einangra þá hvern frá öðrum og því hafi þau á að skipa fagfólki sem geti stutt við alla þessa þætti. „Það er mikill samhljómur í því sem við er-um að gera hér og þeirri hug-myndafræði sem fylgt er á Heilsu-stofnun í Hveragerði. Þannig er-um með til dæmis með mikið af námskeiðum og hópum fyrir þá sem eru 60 ára og eldri en sá hópur er einmitt stór í Hvera-gerði.“

Óskar Jón segir Heilsuborg leggja áherslu á þverfaglega og heild-ræna nálgun.

KYNNING

Heilsuborg – brú til betri heilsu

Öryggishnappinum er ætlað að veita fólki öryggi á heimili og bæta þannig lífsgæðin svo það geti búið sem lengst heima. Í dag eru um 2.000 viðskiptavinir Securitas um allt land með öryggishnapp sem er tengdur stjórnstöð fyrirtækis-ins. Öryggisverðir Securitas hafa fengið þjálfun til að mæta aðstæð-um sem oft blasa við þeim sem eru fyrstir á vettvang óhappa.

Nú hefur Securitas stigið skrefi lengra með því að auka þjálfun viðbragðsteymis fyrirtækisins. Með samvinnu við Sjúkraflutn-ingaskóla Íslands hafa margir ör-yggisvarða farið í gegnum stíft nám í vettvangshjálp og undirbún-ingi fyrir sjúkraflutning. Þessir sér-þjálfuðu starfsmenn munu í fram-tíðinni mæta í öll útköll vegna ör-yggishnappa og tryggja að þeir sem eru með öryggishnappa fái besta mögulega undirbúning fyrir flutning á sjúkrahús eða fyrir komu sérfræðinga svo sem sjúkraflutningsmanna og lækna. Öryggisverðir sem hafa farið í gegnum þetta nám klæðast rauð-um öryggisvarðarjakka sem að-greinir þá frá hefðbundnum ör-yggisvörðum í svörtum jökkum. Þröstur Sigurðsson sölustjóri Sec-

uritas segir flesta notendur örygg-ishnappa með uppáskrift frá lækni sem tryggi að Sjúkratryggingar Ís-lands greiða niður hluta af kostn-

aðinum. „Við höfum hins vegar ekki látið það tefja okkur frá því að bregaðst fljótt við þótt slíkir papp-írar liggi ekki fyrir heldur treystum því að þeim sé skilað inn fljótt. Ef það gerist ekki getur fólk valið um

að taka þennan kostnað á sig sjálft eða skila öryggishnappn-um,“ segir Þröstur sem sjálfur þekkir vel til starfsemi Heilsu-stofnunar í Hveragerði.

Dvöl á heilsustofnun meðal bestu ákvarðana lífsins„Það er ein af bestu ákvörðunum sem ég hef tekið í lífinu að fara á Heilsustofnun í Hveragerði en ég var með þá ranghugmynd að þetta væri öldrunarheimili af því að staðurinn var kallaður heilsu-hæli. Ég er hins vegar ánægður með að hafa farið að ráðum lækn-isins því þar náði ég bót meina minna,“ segir Þröstur sem um langan tíma þjáðist af verkjum eft-ir bílslys og mikla vinnu. „Læknir-inn sagði að ég hefði tvo valkosti, annaðhvort að fara í meðferð á Heilsustofnun eða að sætta mig við að vera stöðugt á verkjalyfj-um.“ Síðan hefur Þröstur um margra ára skeið verið í varastjórn Náttúrulækningafélags Íslands auk þess að tengjast Heilsustofn-un með óbeinum hætti í gegnum vinnu sína sem sölustjóri hjá Sec-uritas. Fyrirtækið vaktar brunakerfi Heilsustofnunar auk þess að hafa eftirlit með svæði stofnunarinnar. Þá hafa margir af skjólstæðingum Securitas, sem eru með öryggis-hnappa, einnig dvalið tímabundið á Heilsustofnun þannig segja má að fyrirtækin tvö tengist í gegnum sameiginlega viðskiptavini.

Öryggisverðir Securitas sem eru sérþjálfaðir í vettvangshjálp og í undirbúningi fyrir sjúkraflutninga klæð-ast rauðum jökkum. Þeir munu framvegis mæta auk annarra öryggisvarða þegar notendur öryggis-hnappsins kalla eftir aðstoð. Á myndinni er hluti hópsins.

KYNNING

Securitas eykur öryggi notenda öryggishnappa

Opnunartími: Júní-ágúst 9:30-19:00 alla dagaSeptember-maí 9:00-18:30 alla daga

Breiðumörk 12 - Sími 483 4225 - [email protected]

Verið velkomin í Blómaborg

Pottablómsumarblóm

og skreytingar við öll tækifæri

Page 43: HEILSUSTOFNUN NLFÍ Í 60 ÁR

Heilsustofnun NLFÍ í 60 ár | 43

ISIO 4með D-vítamíni

góð fyrir æðakerfiðISIO4 er heilsusamleg blanda af olíum — auðug af náttúrulegu E-vítamíni og viðbættu D-vítamíni.

Olíurnar fjórar sem sameinast í ISIO4, repju-, oléisol-, sólblóma- og vínberjaolía, eru ríkar af E-vítamíni,andoxunarefni sem verndar frumur líkamans. Auk þess inniheldur ISIO4 núna meira af D-vítamíni sem hjálpar þér að styrkja ónæmiskerfið.

Hugsaðu um heilsuna og veldu ISIO4 með lífsnauðsynlegum Omega-3 fyrir hjarta og æðakerfi og Omega-6 til að halda kólesteróli í skefjum.

Olían er bragðgóð og hentar vel í alla matargerð,heita rétti sem kalda.

ÍSLE

NSK

A S

IA.IS

NAT

580

50 0

3/12

Page 44: HEILSUSTOFNUN NLFÍ Í 60 ÁR

Hafðu þá samband við Elínborgu í síma 483 4000 / 861 6866

eða í [email protected]östudaginn 26. júní kl. 16.00 – 18.00Laugardaginn 27. júní kl. 12.00 – 18.00Sunnudaginn 28. júní kl. 12.00 – 18.00

HEFUR ÞÚ EITTHVAÐ AÐ SÝNA EÐA SELJA?

AÐGANGUR ÓKEYPIS ALLA DAGANAwww.blomibae.is

SÝNINGIN ER OPIN:

AR

GH

! 051

5