hof - menningarhús · 2007-10-26 · hof menningarhús og tónlistarskóli hof - menningarhús...

5
HOF Menningarhús og tónlistarskóli Hof - menningarhús Samkeppni Samkeppni um hönnun menningarhúss á Akureyri var haldin á árinu 2003. Í samkeppnisgögnum frá mars 2004 er gert ráð fyrir 3.500 m2 húsi og að kostnaður við að byggja húsið verði 1,2 milljarð, sem er á verðlagi október 2007 um 1.6 milljarður kr. Akureyrarbær og Menntamálaráðuneytið undirrituðu samkomulag um skiptingu á kostnaði í apríl 2003 og var hlutur ríkisins 720 milljónir, sem gerir um 950 milljónir á verðlagi í dag . Hönnunarsamningur Við hönnun menningarhússins kom fram sú hugmynd að bæta við einni hæð og hafa tónlistarskólann á 3. hæð menningarhússins. Með þessari hugmynd var einkum horft til þess að tónlistarskóli í sömu byggingu myndi glæða menningarhúsið lífi, miklir möguleikar væru á samnýtingu á rými og tónlistarskólinn fengi bestu mögulegu úrlausn. Í samráði við stjórnendur Tónlistarskólans á Akureyri hefur verið gerð rýmisáætlun og áætlaður kostnaður við staðsetningu skólans í menningarhúsinu. Rýmisáætlun gerir ráð fyrir að skólinn verði um 1.200 m2 að stærð auk um 600 m2 sem samnýtast með starfsemi menningarhússins. Kostnaður við að steypa upp og gera fokhelt rými tónlistarskólans áætlast um 90 milljónir kr. og kostnaður við að fullgera tónlistarskólann áætlast um 300 millj.

Upload: others

Post on 13-Feb-2020

4 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Hof - menningarhús · 2007-10-26 · HOF Menningarhús og tónlistarskóli Hof - menningarhús Samkeppni Samkeppni um hönnun menningarhúss á Akureyri var haldin á árinu 2003

HOF Menningarhús og tónlistarskóli

Hof - menningarhús

Samkeppni

Samkeppni um hönnun menningarhúss á Akureyri var haldin á árinu 2003. Í samkeppnisgögnum frá mars 2004 er

gert ráð fyrir 3.500 m2 húsi og að kostnaður við að byggja húsið verði 1,2 milljarð, sem er á verðlagi október 2007

um 1.6 milljarður kr.

Akureyrarbær og Menntamálaráðuneytið undirrituðu samkomulag um skiptingu á kostnaði í apríl 2003 og var

hlutur ríkisins 720 milljónir, sem gerir um 950 milljónir á verðlagi í dag .

Hönnunarsamningur

Við hönnun menningarhússins kom fram sú hugmynd að bæta við einni hæð og hafa tónlistarskólann á 3. hæð

menningarhússins. Með þessari hugmynd var einkum horft til þess að tónlistarskóli í sömu byggingu myndi

glæða menningarhúsið lífi, miklir möguleikar væru á samnýtingu á rými og tónlistarskólinn fengi bestu mögulegu

úrlausn. Í samráði við stjórnendur Tónlistarskólans á Akureyri hefur verið gerð rýmisáætlun og áætlaður kostnaður

við staðsetningu skólans í menningarhúsinu. Rýmisáætlun gerir ráð fyrir að skólinn verði um 1.200 m2 að stærð

auk um 600 m2 sem samnýtast með starfsemi menningarhússins. Kostnaður við að steypa upp og gera fokhelt

rými tónlistarskólans áætlast um 90 milljónir kr. og kostnaður við að fullgera tónlistarskólann áætlast um 300 millj.

Page 2: Hof - menningarhús · 2007-10-26 · HOF Menningarhús og tónlistarskóli Hof - menningarhús Samkeppni Samkeppni um hönnun menningarhúss á Akureyri var haldin á árinu 2003

kr. eða samtals um 390 miljónir kr. sem gerir um 470 milljónir á verðlagi í dag. Skrifað var undir samning við

hönnuði hússins að lokinni samkeppni í júní 2005 og var ákveðið að hanna tónlistarskólann samhliða hönnun

menningarhúss. Heildarstærð húss var áætluð um 4700 m² og kostnaður áætlaður um 1.37 milljarður, sem gerir í

dag um 1.65 milljarða. Aðeins var reiknað með uppsteypu á tónlistarskóla inni í þeirri tölu.

Hönnuðir

Aðalhönnuður er Arkþing ehf, Bolholti 8-105 Reykjavík

• Samstarfsaðilar Arkþings eru:

• Arkitema, Fredriksgade 32, DK-8000 Århus

• TÓV ehf, Óðinstorgi 7, 101 Reykjavík. ( Burðarþol )

• VST ehf, Glerárgötu 30, 600 Akureyri. ( Jarðvinna-stálþil )

• VN ehf, Hofsbót 4, 600 Akureyri. ( Lagnir og loftræsing )

• Raftákn ehf, Glerárgata 34, 600 Akureyri. ( Raflagnir og stjórnkerfi )

• Akustikon AB, Baldursgatan 4, 411 02 Göteborg. ( Hljóðtæknihönnun )

• VSI ehf, Hamraborg 11, 200 Kópavogur. ( Brunahönnun )

Grundun

Við fergingu á fyrirhuguðum byggingarreit kom fram talsvert sig og einnig seig jarðvegur mishratt og mismikið og

var þá ákveðið að setja kjallarar undir allt húsið. Aðstæður þessar breyttu kostnaði talsvert. Kostnaður við gerð

kjallarans var áætlaður af hönnuðum um 100 millj. kr. Stækkun kjallara er um 2300 m².

Page 3: Hof - menningarhús · 2007-10-26 · HOF Menningarhús og tónlistarskóli Hof - menningarhús Samkeppni Samkeppni um hönnun menningarhúss á Akureyri var haldin á árinu 2003

Leikfélag Akureyrar

Þegar bygging var í hönnun var ákveðið að verða við óskum Leikfélags Akureyrar um búnað og aðlögun á húsinu

fyrir leikhús.

Akureyrarstofa

Nýverið var t.a.m tekin ákvörðun um að Akureyrarstofa verði í húsinu og að búningsaðstaða leikara færist

samhliða því niður í kjallara. Kostnaður við þá breytingu hefur ekki verið áætlaður en gera má ráð fyrir að þær

breytingar kosti á bilinu 20-30 milljónir.

Stækkun í heild

Page 4: Hof - menningarhús · 2007-10-26 · HOF Menningarhús og tónlistarskóli Hof - menningarhús Samkeppni Samkeppni um hönnun menningarhúss á Akureyri var haldin á árinu 2003

Stækkun kjallara var um 2.300 m2 og vegna ýmissa breytinga á hönnunarferli hefur húsið stækkað um 537 m2.

Húsið er í dag 7.413 m2. Breytingu má skýra m.a. með stækkun á veitingaaðstöðu, verslunarrými, tónlistarskóla

og forsal tónlistarsalar ásamt ýmsum öðrum úrbótum sem gerðar voru á hönnunartíma.

Forsendur verkefnisins hafa því breyst mikið frá því sem kemur fram í samkeppnisgögnum eins og sést á þessu,

brúttó stærð húss hefur farið úr 3500 m2 í 7413 m2.

Kostnaður og þátttaka Ríkissjóðs

Kostnaðaráætlun í október 2007 er rúmir 2,6 milljarðar. Nú þegar er búið að undirrita samninga fyrir um 1,5

milljarð kr. Ekki er gert ráð fyrir fjármagnskostnaði á byggingartíma inn í þessari áætlun.

Samkomulag við Menntamálaráðuneytið gerir ráð fyrir um 720 milljóna kr framlagi frá ríkinu til byggingar

menningarhúss. Ekki er kveðið á um verðbætur í samkomulaginu, en ef upphæðin er verðbætt með

byggingarvísitölu frá apríl 2003 til október 2007 gerir það 950 milljónir eða um 230 milljón kr. hækkun.

Skýra má hluta af hækkun á kostnaði með því að þensla hefur verið mikil í byggingariðnaði undanfarin ár sem

hefur haft þau áhrif að færri verktakar hafa boðið í framkvæmd en ella og að þau tilboð sem borist hafa verið hærri

en ella.

Helstu verktakar

Árni Helgason (Jarðvegsskipti og grundun)

Ístak hf (Uppsteypa)

Klemenz Jónsson ehf, (Dúklögn)

Völvusteinn ehf (Gifsveggir, föst loft,

Page 5: Hof - menningarhús · 2007-10-26 · HOF Menningarhús og tónlistarskóli Hof - menningarhús Samkeppni Samkeppni um hönnun menningarhúss á Akureyri var haldin á árinu 2003

loftaklæðningar, skilrúm og

veggþykkingar og ísetning innihurða.

Blikkrás ehf (Loftræsting)

KONE ehf (Lyftur)

Málningarmiðstöðin (Málun)

Magnús Gíslason ehf (Múrverk)

Haraldur Helgason (Pípulögn)

Rafmenn ehf. (Rafkerfi)

Útrás ehf (Stálsmíði)

Í vinnslu eru samningar um eftirfarandi atriði:

• Stólar í tónlistasal

• Hurðasmíði

• Panelklæðningar

• Parket

• Sviðsbúnaður

• Laus búnaður fyrir hús

• Innréttingar

• Lóð

Staða á framkvæmd

Uppsteypa Menningarhúss er langt komin og mun ljúka í nóvember og verður þá hafist handa við að setja glugga

í bygginguna og áætlað er að því verki ljúki í desember. Þakfrágangur mun byrja í nóvember og áætluð verklok

eru í mars. Vinna við að innrétta hús mun byrja í janúar og eru verklok áætluð í apríl 2009. Fram til þessa hefur

framkvæmd gengið vel og Ístak sem og aðrir verktakar staðið sig með prýði við byggingu hússins.