idus martii

28

Upload: utgafa-skolafelaga-menntaskolans-i-reykjavik-mr

Post on 03-Apr-2016

281 views

Category:

Documents


14 download

DESCRIPTION

 

TRANSCRIPT

Page 1: Idus Martii

IdusMartii

Page 2: Idus Martii

Útgáfudagur15. mars 2014

RitstýraAnna Steinunn Ingólfsdóttir

RitstjórnAdda Guðrún GylfadóttirAndrea GestsdóttirFreyja IngadóttirGuðrún BrjánsdóttirHólmfríður SveinsdóttirIngibjörg SteingrímsdóttirSigrún Hannesdóttir

Caesar

UmbrotEgill Sigurður FriðbjarnarsonHlynur Snær Andrason Sigurður Bjartmar

LjósmyndirAnna Steinunn Ingólfsdóttir Egill Sigurður Friðbjarnarson

ÞakkirBlómabúðin Burkni Hókus Pókus

Page 3: Idus Martii

Gaius Iulius Caesar, betur þekktur á íslensku sem Júlíus Sesar, stóð á hápunkti ferils síns árið 44 f.Kr. þegar hann var myrtur. Hann var af júlíönsku ættinni sem var ein virtasta og elsta patríseaættin í Róm til forna. Caesar áorkaði miklu á ævi sinni, hann var stjórnmálamaður, herforingi og rithöfundur. Hann var leiðtogi alþýðunnar þrátt fyrir að vera af aðalsættum. Caesar hóf stjórnmálaferill sinn árið 68 f.Kr. sem kvestor, eftir það lá leiðin greið fyrir honum. Árið 62 f.Kr. var hann pretóri og ári seinna landstjóri á Spáni. Árið 59 f.Kr. var hann kosinn ræðismaður. Þegar Ceasar var ræðismaður gerði hann ýmsa hluti í þágu alþýðunnar, t.d. lét hann afhenda ríkisjarðir til fátækra og hermanna og lækkaði tollheimtu í skattlöndum um þriðjung. Til þess að almenningur gæti fylgst með gjörðum öldungaráðsins lét Caesar gefa út blöð sem hengd voru á veggi Rómarborgar.

Ekki er hægt að segja frá Caesari án þess að nefna Kleópötru. Samband þeirra hófst er hann hjálpaði henni að koma bróður hennar frá og komast sjálfur til valda í Egyptalandi. Caesar og Kleópatra eignuðust son saman er hét Ptólemajos

Caesar og gekk hann undir heitinu Caesaríon (Litli Caesar).

Árið 46 f.Kr. hafði Caesar náð öllu Rómaveldi á sitt vald og lét hann öldungaráðið veita sér alræðisvald til 10 ára. Tveimur árum síðar tók hann sér alræðisvald til æviloka sem urðu í mars sama ár. Nokkrir félagar Caesars óttuðust að hann ætlaði að afnema lýðveldið og skipa sjálfan sig sem konung. Þeir lögðu því á ráðin um að steypa honum af stóli áður en það yrði um seinan. Í mars 44 f.Kr. Var honum veitt fyrirsát og hann stunginn til bana. Á meðal samsærismanna var Brútus, sonur hjákonu Caesars. Fama est (sagan segir) að þegar Caesar sá Brútus meðal samsærismanna hafi hann mælt á forngrísku „και συ τεκνον?“, sem útleggst á íslensku „einnig þú, barn?“ Aðrar heimildir segja að hann hafi dáið orðlaus en vafalaust eru orð Shakespeare hin frægustu „Et tu, Brute?“ sem er latína og þýðir „þú líka, Brútus?“

Caesar

Page 4: Idus Martii

þegar við segjumst vera í Fornmáladeild II fáum við oftar en ekki viðbrögðin: „Ó, en spennandi! Hvernig er gríska? En fornfræði?“ Við útskýrum kurteislega að við séum ekki í Forn I og því sé ekki stakt orð í grísku í námskrá okkar né heldur fornar dæmisögur. „Nú, nú, hvað lærið þið þá?“ er þá spurt og við svörum: „Ekkert. Við erum AUMINGJAR!“

Í alvöru talað. Nei. Stop nu! Gríska og fornfræði eru kennd í Forn-I en ekki Forn-II. Við tókum meðvitaða ákvörðun að læra ekki þessi fög því þau liggja einfaldlega ekki á okkar áhugasviði.

Samt sem áður eiga ákveðnir aðilar erfitt með að virða þessa staðreynd. Nemendur Fornmáladeildar I hafa ítrekað látið í ljós vanþóknun sína á samnemendum sem völdu ekki nákvæmlega sömu braut og þeir. Þeir hafa komið upp ákveðnum hroka sem gengur undir nafninu ,,Forn I hrokinn“. Adda Guðrún, Andrea og Hólmfríður hafa reynt að brjóta okkur niður með ýmsum viðurnefnum auk pískurs í tímum og illum augngotum frá fyrsta degi í þessum svokallaða bekk. Líf okkar í Forn II hefur verið sannkallað helvíti. Í latínutímum reyna þær að sleikja Kolbrúnu upp með með því að vitna í Hómerskviðu og Ummyndanir. Þær fara saman í leikhús og

halda blót en okkur er aldrei boðið vegna þess að við höfum „engan sans fyrir menningu“. Okkur er skipað að koma með beyglur, smurost og nýmalað kaffi á hverjum morgni. Einu sinni gleymdi Ingbjörg mjólkinni í kaffið hennar Hólmfríðar „nemendaráðgjafa“. Í reiði sinni skvetti Hólmfríður kaffinu sínu framan í Ingibjörgu og svo neitaði hún að skutla henni á slysó. Greyið Ingibjörg er ennþá með brunasár.

Ekki er Fornmáladeild I í 6.B skömminni skárri. Þau hvetja okkur til þess að skrópa í málvísindum því að þeirra mati höfum við enga þörf fyrir þess konar fræði. Einnig hefur Daníel Birgir „nemendaráðgjafi“ bannað okkur að kenna og jafnvel mæta í latínustoðtíma. Ingólfur Eiríksson er þó verstur. Hann hefur tvö andlit. Hann býður okkur á tógakvöld (sem eru í raun ekki tógakvöld) og slær á glasið sitt með skeið til þess að biðja um þögn. Svo lætur hann okkur þylja upp grískar sagnbeygingar. Ef við berum eitthvað vitlaust fram notar hann líkamlegar refsingar, þar á meðal tómatakast. Krakkarnir á Forn I hlæja og baktala okkur á grísku. Því næst er okkur hent út í myrkrið og kuldann. Ingólfur er lævís naðra í fylkingu Satans. Það sama á reyndar undantekningarlaust við um alla

nemendur í Fornmáladeild I.Við hvetjum þig, kæri

nemandi, til þess að fara þér ekki um of ef þú ákveður að fara í Fornmáladeild I. Manneskjur í Forn II eru alveg jafn mikilvægar. Við lærum alveg sömu latínu og þau. Þó að námið sé ekki alveg eins þá er það alveg jafn, ef ekki meira, krefjandi. En við mælum eindregið með fornmáladeild 2 þrátt fyrir allt þetta böl sem við höfum þurft að þola.

Takk fyrir að lesa um raunir okkar.

Fyrir hönd fornmáladeildar II, Guðrún Brjánsdóttir og

Sigrún Hannesdóttir

Forn Ihrokinn

Page 5: Idus Martii

Mig dreymir stundum einn þann draum

Þá drjúpa af mér svitatár

Sem Cleópatra gef ég gaum

Gylltum ketti með engin hár

Að elska og hata Caesar

Ég fylgi honum að fornri eik

Þar finn ég Cæsar standa

Og ljúft við bregðum þá á leik

Og leiðumst yfir sandaEikin stendur ein og sér

Í eyðimörk hún dafnar

Cæsar, ó ég unni þér

En ástin okkur hafnar Í dyngju drottningar er kalt að liggja

Mikið dynur á eina konu

Keisarinn kann ekki ást mína að þiggja

Krefst þess þó að ég ali honum sonuGullinn köttur kallar á mig

Kemur mér til vöku

Hárlaus vera hreyfir sig

Hrýtur í bæli röku

Page 6: Idus Martii

Spurningar

Gylfi Viðar Ægisson.ALDUR 67 ára.STARF Sem dægurlög og texta.HJÚSKAPARSTAÐA Einhleypur.EF ÞÚ VÆRIR FORNKAPPI (GRÍSKUR EÐA RÓMVERSKUR) HVER VÆRIRÐU? Herkúles

SÉRÐU TILGANG MEÐ ÞVÍ AÐ KENNA LATÍNU OG GRÍSKU? Já

KANNTU AÐ SEGJA EITTHVAÐ Á LATÍNU? Ef ég væri að leita að kærustu þá væri gott að

kunna sem flest tungumál. Takk sömu leiðis Adda Guðrún.

Katrín JakobsdóttirALDUR Nýorðin 38 ára.STARF Alþingismaður og formaður Vinstri-grænna.HJÚSKAPARSTAÐA Harðgift með þrjá syni.EF ÞÚ VÆRIR FORNKAPPI (GRÍSKUR EÐA RÓMVERSKUR) HVER VÆRIRÐU? Ég væri annar Gracchusar-bræðra en þeir börðust mjög fyrir lágstéttina á sínum tíma og skipuðu sér á vinstri væng stjórnmálanna...SÉRÐU TILGANG MEÐ ÞVÍ AÐ KENNA LATÍNU OG GRÍSKU? Það er mikill tilgangur með því – það skerpir rökhugsunina að læra þessi tungumál og opnar fólki menningarheim sem ljær ýmsu í samtímanum merkingu.KANNTU AÐ SEGJA EITTHVAÐ Á LATÍNU? Islandia insula est. Cogito ergo sum. Errare humanum est.

Áslaug Arna SigurbjörnsdóttirALDUR 23 ára gömul, fædd 1990STARF Laganemi í Háskóla Íslands, hlutastarf á Stöð 2 sem álitsgjafi og í stjórn SUS.HJÚSKAPARSTAÐA Ég er á lausu.EF ÞÚ VÆRIR FORNKAPPI (GRÍSKUR EÐA RÓMVERSKUR) HVER VÆRIRÐU? Ég væri gyðjan Aþena.SÉRÐU TILGANG MEÐ ÞVÍ AÐ KENNA LATÍNU OG GRÍSKU? Já, ég tel að það sé mjög mikilvægt að viðhalda fjölbreytni í tungumálakennslu og að allir hafi sem mest val um hvað þeir vilji læra. Þá tel ég að latína sé einnig góður grunnur fyrir fjölmörg önnur tungumál. Þá er latína auðvitað undirstaða lögfræðinnar.KANNTU AÐ SEGJA EITTHVAÐ Á LATÍNU? Já, ég kann smávægis í latínu, það liggur aðalega á sviði lögfræðinnar. En ég starfaði á lögmannstofunum Legalis og Juris, Candidatus Juris er held ég lögmaður og svo lex lata og meginreglur eins og Pacta sunt servanda.

Guðlaug Edda HannesdóttirALDUR 19 ára.STARF Nemandi í Verzlunarskóla Íslands og helgarstarfsmaður í Elko Lindum.HJÚSKAPARSTAÐA Pikkföstu. EF ÞÚ VÆRIR FORNKAPPI (GRÍSKUR EÐA RÓ MVERSKUR) HVER VÆRIRÐU? Væri klárlega Caesar því hann er ógeðslega flottur í myndunum um Ástrík og Steinrík, þær eru í miklu uppáhaldi.SÉRÐU TILGANG MEÐ ÞVÍ AÐ KENNA LATÍNU OG GRÍSKU? Ég þekki grískuna minna en latínuna en ég held að latína geti reynst manni vel í framtíðinni ef maður fer í nám þar sem mjög mörg fræðiheiti eru á latínu. Það er líka grjóthart og ótrúlega kúl að kunna latínu því hún er hvergi töluð í heiminum í dag.KANNTU AÐ SEGJA EITTHVAÐ Á LATÍNU? Já ég kann að segja YOLO á latínu en það er carpe diem!

Guðlaugur ValgeirssonALDUR 21 árs.STARF Lagerstarfsmaður hjá Pennanum Eymundsson.HJÚSKAPARSTAÐA Einhleypur.EF ÞÚ VÆRIR FORNKAPPI (GRÍSKUR EÐA RÓMVERSKUR) HVER VÆRIRÐU? Myndi segja að ég væri Díómedes.SÉRÐU TILGANG MEÐ ÞVÍ AÐ KENNA LATÍNU OG GRÍSKU? Nei, ég sé lítinn tilgang í því vegna þess að ég myndi líklega aldrei lenda í þeirri stöðu að þurfa að nota latínu eða grísku.KANNTU AÐ SEGJA EITTHVAÐ Á LATÍNU? Nei það kann ég ekki.

Page 7: Idus Martii

Vigdís HauksdóttirALDUR Er fædd 20 mars 1965 og er því að detta í að verða 49.STARF Þingkona og formaður fjárlaganefndar og er garðyrkjufræðingur og lögfræðingur líka.HJÚSKAPARSTAÐA Einhleyp, á tvö börn, 15 ára stelpu og 20 ára strák.EF ÞÚ VÆRIR FORNKAPPI (GRÍSKUR EÐA RÓMVERSKUR) HVER VÆRIRÐU? Hallgerður langbrók.SÉRÐU TILGANG MEÐ ÞVÍ AÐ KENNA LATÍNU OG GRÍSKU? Já ég sé kosti við það að læra það eins og þið gerið í MR, sjáðu til og svo er ég lögfræðingur þannig að það eru líka ákveðin alheims orð sem ganga inn í það og læknisfræðin og annað. Þannig ég er mjög hlynnt latínu, en ég ætla að láta grísku liggja milli hluta. Ef ég væri heimspekingur þá væri ég örugglega mjög hlynnt henni.KANNTU AÐ SEGJA EITTHVAÐ Á LATÍNU? Já ég kann glettilega mörg orð á latínu - örfá er snúa að lögfræðinni en þess fleiri er kemur að grasafræðinni - blágresi er t.d. geranium sylvaticum á latínu.

Bubbi MorhensALDUR 57 ára.STARF Tónlistarmaður.HJÚSKAPARSTAÐA Giftur.EF ÞÚ VÆRIR FORNKAPPI (GRÍSKUR EÐA RÓMVERSKUR) HVER VÆRIRÐU? Platón.SÉRÐU TILGANG MEÐ ÞVÍ AÐ KENNA LATÍNU OG GRÍSKU? Væri til í að kenna grísku eða latínu, er einfaldlega sælgæti fyrir heilan.KANNTU AÐ SEGJA EITTHVAÐ Á LATÍNU? Latína er mér lokuð bók.

Ilmur Kristjánsdóttir ALDUR 35. STARF Leikkona og frambjóðandi til borgarstjórnar. HJÚSKAPARSTAÐA Í sambúð. EF ÞÚ VÆRIR FORNKAPPI (GRÍSKUR EÐA RÓMVERSKUR) HVER VÆRIRÐU? Pottþétt Akkiles. SÉRÐU TILGANG MEÐ ÞVÍ AÐ KENNA LATÍNU OG GRÍSKU? Já, það þarf ad kenna þessi tungumal fyrir grúskarafögin svo að grúskararnir geti grúskað í fornum textum og komið með ný sannindi.KANNTU AÐ SEGJA EITTHVAÐ Á LATÍNU? „Carpe diem“ og „cogito ergo sum“.

Saga Garðars- og SigrúnardóttirALDUR 26 og hálfs.STARF Leikkona, penni, brandarakona og vesen.HJÚSKAPARSTAÐA Lárétt.EF ÞÚ VÆRIR FORNKAPPI (GRÍSKUR EÐA RÓMVERSKUR) HVER VÆRIRÐU? Ég myndi vilja vera Hermafródítos því

ég hef svo mikla óbeit á hólfun og einföldum

svörum en gaman af kynusla öllum.SÉRÐU TILGANG MEÐ ÞVÍ AÐ KENNA LATÍNU

OG GRÍSKU? Já, allt á alltaf að vera í boði.

KANNTU AÐ SEGJA EITTHVAÐ Á LATÍNU? Sic transit gloria mundi.Kristinn Logi Auðunsson

ALDUR 18 ára.STARF Ekkert.HJÚSKAPARSTAÐA Einhleypur.EF ÞÚ VÆRIR FORNKAPPI (GRÍSKUR EÐA RÓMVERSKUR) HVER VÆRIRÐU? Míló frá Croton.SÉRÐU TILGANG MEÐ ÞVÍ AÐ KENNA LATÍNU OG GRÍSKU? Já, á meðan það er eftirspurn eftir fornmálakennslu þá finnst mér nauðsynlegt að anna henni. Einnig þekki ég það af eigin reynslu að latínukunnátta getur hjálpað þeim mjög sem vilja ná árangri í nútíma tungumálum.KANNTU AÐ SEGJA EITTHVAÐ Á LATÍNU? Ubi habitas puella?

Ásdís Rán GunnarsdóttirALDUR 34.STARF Model.HJÚSKAPARSTAÐA Single.EF ÞÚ VÆRIR FORNKAPPI (GRÍSKUR EÐA RÓMVERSKUR) HVER VÆRIRÐU? Hector af Troy, svona bara útaf því ég skýrði son minn eftir honum enda var hann prins og mikilfenglegasti stríðsmaður Grikkja á þessum tíma.SÉRÐU TILGANG MEÐ ÞVÍ AÐ KENNA LATÍNU OG GRÍSKU? Mér finnst þetta ótrúlega áhugavert og spennandi en fólk ætti bara að geta valið sjálft hvort það hefur áhuga á þessu og vill eitthvað með þessi tungumál hafa. Þetta þarf klárlega að vera í boði.KANNTU AÐ SEGJA EITTHVAÐ Á LATÍNU? Nei ég er eitthvað voða lítið í henni! Nota Bene.

Page 8: Idus Martii

DORME MECUM.Sofðu hjá mér.

STERCUS FIT.Skítur skeður.

HODIE OSCULANDUM EST.Í dag ber að kyssa.

EFUTUE.Fokkaðu þér.

APUDNE TE VEL ME?Heim til þín, eða mín?

IMPRUDENS ES LENO.You shameless pimp.

VAE!Fjandinn!

CLAMO, CLAMATIS, OMNES CLAMAMUS PRO GLACE LACTIS.Ég skræki, þú skrækir, við skrækjum öll á rjómaís.

TUA MATER TAM ANTIQUA UT LINGUAM LATINAM LOQUA-TUR.Mamma þín er svo gömul að hún talar latínu.

NON SUM PISCES.Ég er ekki fiskur.

CANIS MEUS ID COMEDI.Hundurinn minn át það.

VESCERE BRACIS MEIS.Éttu buxur mínar.

FYNDNAR LATNESKAR SETNINGAR

VAH! DENUONE LATINE LOQUEBAR? ME INEPTUM. INTERDUM MODO ELABITUR.Úps, var ég að tala latínu aftur? Klaufinn ég. Stundum missi ég hana bara út úr mér.

SONA SI LATINE LOQUERIS.Flautaðu ef þú talar latínu.

PREHENDE UXOREMMEAM, SIS!Taktu konu mína, gerðu það!

SALVE, BRUTE! CREPIDAS MEAS PER CLAVOS AD SOLUM ADFIXINTE?Sæll, Brútus! Negldirðu sandala mína við gólfið?

COGITO ERGO ZOOM!Ég hugsa, þess vegna fer ég hratt!

QUOMODO COGIS COMAS TUAS SIC VIDERI?Hvernig færðu hárið þitt til að gera þetta?

BREVIOR SALTARE CUM DEFORMIBUS VIRIS EST VITA.Lífið er of stutt til að dansa við ljóta karlmenn.

RES MELIUS EVINISSENT CUM COCA Hlutirnir fara betur með kók.

TUA MATER TAM ANTIQUA UT LINGUAM LATINAM LOQUA-TUR.Móðir þín er svo gömul að hún talar latínu.

TE AUDIRE NO POSSUM. MUSA SAPIENTUM FIXA EST IN AURE.Ég heyri ekki í þér, ég er með banana í eyranu.

FAC UT VIVAS.Fáðu þér líf.

MONSTRA MIHI PECUNIAM!Sýndu mér peningana!

Hver var uppáhalds- kennarinn þinn?Úff... ég get eiginlega ekki gert upp á milli þeirra. Þykir afskaplega vænt um marga af gömlu kennurunum mínum. En ég held samt að ég verði að nefna Kolbrúnu, enda eyddi maður flestum stundum á skólabekk hjá henni og hún á það skuldlaust að hafa kveikt í mér áhugann á klassíkinni. Væri það líka nokkuð prenthæft að nefna annan kennara í þessu blaði?

Hvar sérðu þig eftir 15 ár?Ég hugsa aldrei lengra fram í tímann en fyrirsjáanlegustu framtíð þegar það kemur að eigin stöðu gagnvart heiminum. Þannig hámarkar maður ævintýrafaktorinn í lífinu.

Hvaða braut varstu á? Fornmáladeild I.

Hvernig finnst þér námið í MR hafa nýst þér eftir MR? Ég fór í latínu og forngrísku við Háskóla Íslands - fornmáladeildin í MR kveikti þann áhuga hjá mér og undirbjó mig verulega fyrir það nám.

Ef þú ættir að velja framhaldsskóla núna hvaða skóla myndirðu velja?MR.

Hvaða framhaldsskóla hefðirðu farið í ef þú hefðir ekki farið í MR?Ég ætlaði mér reyndar alltaf að fylgja langflestum vinum mínum sem fóru í MH. Svo var mér sagt að ég hefði ekki sjálfsagann í fjölbrautakerfi og því fór sem fór.

Hvað ertu að gera í lífinu núna?Ég er aðallega að vinna að BA-ritgerðinni minni í latínu uppi í HÍ, að þýða Partitiones Oratoriae eftir Cicero, ásamt því að sinna stöðu talsmanns í utanríkismálum hjá Ungum vinstri grænum. Svo verð ég í fimmta sæti á lista VG fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor og er að byrja að undirbúa kosningabaráttu á fullu.

Ætlaði aldrei í MR en endaði í latínu í háskólanumGísli Garðarsson, fyrrum MR- legend, dúx í grísku og málvísindum, talsmaður í utanríkismálum hjá Ungum vinstri grænum og snillingur.

NafnGísli Garðarsson.

Aldur22.

HjúskaparstaðaÍ sambúð.

Hvert er eftirminnilegasta augnablik þitt á skólagöngu þinni í MR?Þegar ég var Le Pré og við unnum í úrslitum MORFÍS - sama dag og dimissio og við höfðum verið að skemmta okkur frá því mjög snemma morguns. Maríu Björk var samt ekki jafnskemmt og mér.

Page 9: Idus Martii

Tískufatnaður fyrir dömur og herra á góðu verðiLinnetstígur 3, 220 Hafnarfjörður – facebook.com/strangersverslun

Hvert er áhugamálið þitt?a) spila á lýru b) chilla með fjölskyldunni (bulk)c) sinna skyldum mínumd) að elskae) að galdraf) að lenda í ævintýrum

Hver er veikleiki þinn?a) hællinn minnb) ég er of metnaðarfullurc) ég er of skyldurækin/nd) ég verð of ástfangine) ég hef ekki veikleikaf) ég er of gráðug/ur

HVAÐA FORNKAPPI ERT ÞÚ

a) Akkiles b) Hektor c) Aeneas d) Dídó e) Medea f) Odysseifur

Hvað er mikilvægast í lífinu?a) frami og dýrðb) fjölskylda og vinirc) trúrækni og föðurlandiðd) ást og trauste) hefndf) kænska og listin að ljúga

Hvert er þitt sálardýr?a) gullhúðaður örnb) móðurköngulóc) friðuð dúfad) særð hinde) lævís naðraf) kvikur höfrungur

Eftir hverju leitastu í tilhugalífinu?a) fegurðb) að hún geti alið mér mörg börnc) sveigjanleikad) endurgoldinni áste) einhver sem lætur ekki senda mig í útlegðf) tryggð

Ef þú værir kennari í MR, hver værirðu?a) Árni Indriðab) Kolbrún latínac) Siggi Pallid) Hilmare) Linda Rósf) Iðunn Leós

Page 10: Idus Martii

Hvað finnst þér um landsbyggðina?s Landsbyggðin er mitt líf. Um leið og ég er búinn í MR ætla ég að flytja þangað til frambúðar og helst aldrei snúa aftur til Reykjavíkur.

l Mér finnst hún ágæt í hófi.

n Ég hef andstyggð á landsbyggðinni og ég er með ofnæmi fyrir landsbyggðarfríkum. Vildi helst að Reykjavík væri eyja!

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera?s Yrkja ljóð og liggja undir fornri steineik.

l Læra.

n Ég er mikil íþrótta-manneskja, elska t.d. fótbolta!

Í hvernig störfum eru foreldrar þínir?s Það jaðrar við að pabbi/mamma hafi verið í þrælavinnu en reyndar ekki núna.

l Venjulegum störfum.

n Hálaunuðum og fínum störfum.

Flest s: Til hamingju! Þú ert Quintus 21. aldarinnar. Flest l: Þú ert ekki mikill Quintus en samt sem áður leynirðu á þér. Flott hjá þér!Flest n: Ekki arða af Quintusi í þér, því miður.

Hversu mikillQuintus

ertu?

Quintus Horatius Flaccusljóðskáld

Í hversu góðu líkamlegu formi ertu?s Hræðilegu, ég er lítill og feitur.

l Hvorki góðu né slæmu formi.

n Ég er mikil íþróttamanneskja og þess vegna í frábæru formi, allt fyrir fótboltann!!!

Hvernig gengur hjá þér í ástarlífinu?s Illa. Hef aldrei verið við karlmann/kvenmann kenndur.

l Hef átt mín augnablik með ástinni en þetta mætti ganga betur.

n Ég veð í þessu. Hef brotið mörg hjörtu en mitt er enn heilt.

Finnst þér gaman að nýta/tína daginn?s Það er það eina sem ég geri. Carpe diem!

l Stundum er ég duglegur að nýta daginn en ekki alltaf.

n Í raun og veru ekki.

Myndirðu segja að þú værir feiminn?s Já, ég roðna í það minnsta alltaf þegar einhver hrósar mér!

l Stundum, en bara í kringum ákveðna.

n Nei, alls ekki, er mjög viss um mína styrkleika.

Eltir pirrandi fólk þig oft út um allar trissur?s Það hefur í raun bara gerst einu sinni, en það var óþolandi. Sá mikli leiðindaseggur!

l Já, stundum.

n Mjög oft, þetta fylgir því að vera vinsæll. Sem betur fer er það gott fyrir mína ímynd ;)

Hefurðu fengið vinnu í gegnum klíkuskap?s Já.

l Nei.

n Auðvitað ekki, ég þarf það ekki.

Hefurðu tínt vínber?s Já.

l Nei.

n Hvað heldurðu að ég sé?

Page 11: Idus Martii

Rómarferð

Hver var hápunktur ferðarinnar?When in Rome var yfirlýst mottó ferða-rinnar þannig að það er óhætt að segja að það hafi verið margt eftirminnilegt.

Tengir þú meira við efnið eftir ferðina?Neeee.. en ég ætla samt að segja já því það er víst tilgangur ferðarinnar (ekki rall) og ég vil að hún verði áfram til staðar fyrir börn framtíðarinnar.

Er eitthvað slúður úr ferðinni?Váh, það var fullt af slúðri, 93 og 94 bregðast aldrei. Það er hinsvegar löngu gleymt og grafið þannig að ég ætla bara að plead the fifth eins og maður segir. Ef einhver er hinsvegar með spurningar um ákveðin atvik er símanúmerið mitt 868 7853.

Hittir þú einhvern fornkappa?Ég hitti reyndar nokkra fornkappa, þá er ég ekki að tala um þá sem eru í búningum fyrir utan Colosseum. Það var einn rosa-legur með úlfagrímu. Held hann hafi samt ekki haft neitt hetjulegt í huga.

Lýstu ferðinni í einu orði.Keyrsla.

Lýstu ferðinni í tveimur orðum.Orðabókaskilgreiningin á lífsnautn.

Lýstu ferðinni sem dýri.Kóalabjörn, sultuslakir og alltaf high.

Ef ferðin væri fornkappi hver væri hún.Commodus, egósentrískur svall-maður.

Hver var versti sjúkdómurinn sem þú fékkst í ferðinni?What happens in Rome stays in Rome.

Besti matur sem þú fékkst.

Úff, það var svo margt frábært. Við reyn-dum að halda í við Rómverjana. Það sem stendur upp úr er samt klárlega þegar ég settist inn á stað í gyðingahverfinu sem heitir Nonna Betta með Birnu og Nínu eftir þvílíkt flakk um stræti borgarinnar. Þá var lífið fullkomið.

Ef Kolbrún hefði ummyndast í ferðinni, í hvað hefði hún ummyndast.Fallegt ítalskt skópar.

Hvaða tungumál töluðuð þið í ferðinni.Við töluðum einhverja skrítna blöndu af tungumálum. Margir reyndu að slá um sig og bomba í einhverja latneska frasa. Það virkaði misvel. Það var mikið um nýtt slangur og þegar við komum heim var erfitt að aðlagast aftur tungumálinu sem var talað utan fornmáladeildarinnar. When in Rome átti líka ekki lengur við.

Fékk einhver sér húðflúr í ferðinni?Ekki svo ég viti, borguðum fyrir margt annað skemmtilegt samt.

Hver var naðra ferðarinnar?Ingólfur, hiklaust.

Hver var nagli ferðarinnar?Hmm.. nagli ferðarinnar. Það er fátt sem toppar stálmúsina hana Kolbrúnu okkar.

Hver var svalastur í ferðinni?Hörð samkeppni milli Yngva rektors og Hróbjarts. Þessi ferð var aðeins fyrir rjóma íslensku akademíunnar, sjáið þið til.

Hver var mesti gölturinn í ferðinni?Birna Ketilsdóttir hlaut þann titil eftir að hafa borðað pizzu „sofandi“.

Hver var big spender ferðarinnar?Það verður að segjast að öll fornmála-deildin hafi verið all in í þessari ferð. Henni hefur verið lýst sem „ríkisbub-baútgáfu af útskriftarferð sjöttubek-kinga“. Það segir allt sem segja þarf.

Fjórði bekkur á víst að vera viðburðasnauður, óspennandi og almennt lélegur. Við höfðum þó varla upplifað skammdegisþunglyndi októbermánaðar þegar Kolbrún reif hámenningu Menntaskólans upp og fór með þennan hóp 50 fagurra fornmáladeildarnemenda

til hinnar eilífu borgar, Rómar. Við lögðum ung og saklaus af stað 1. nóvember og höfðum ekki hugmynd um hvað beið okkar. Fornminjar, brjóstmyndir, grafhýsi og súlur á daginn, við lifðum okkur sannarlega inn í fornrómverska menningu. Hver dagur hófst snemma á þrammi um borgina með Kolbrúnu og Hróbjart fremst í flokki. Um hádegisbilið tók lífsnautnin við og stóð hún yfir eins

lengi og menn vildu. Þetta var vægast sagt lærdómsrík ferð, á alla vegu.

Page 12: Idus Martii

Hvernig skal blóta Baccus

Nýlega fórum við í andaglas. Hittum þá fyrir spámann og umboðsmann Díonýsosar, hinn stóra og mikla Míkron. Hann

benti okkur á nokkur mikilvæg atriði þegar kemur að því að blóta.

Page 13: Idus Martii

Míkron: Þetta er algjört hneyksli! Fólk nú til dags kann bara hreinlega ekki að sletta úr klaufunum! Nei nei, þið þykist „djamma“ en eruð of siðmenntuð til að komast í snertingu við ykkar frummann. Hvenær drakkstu síðast blóð fórnardýra? Hvenær fórstu síðast í orgíu?

En ég vil bæta úr þessu og hjálpa ykkur. Það að blóta Bakkus er líklega umfangsmesta verkefni sem þú munt nokkru sinni taka þér fyrir hendur, þú saurugi meðalmaður.

AÐ FASTA Fyrst þarf að fasta í nokkra daga. Ekki er ráðlegt að gera það í skólaviku enda verðið þið einbeitingarlaus og líklegra að kennararnir muni húðstrýkja ykkur. Það er sniðugt að fasta í verkfalli.

STAÐSETNING Því næst þarftu að útvega þér og þínum blótfélögum stað. Best er að vera undir berum himni og helst í skógi. Ég hef heyrt að Mosfellsbærinn sé ágætur þar sem hann er einangraður og ekki jafn augljóst val og Öskjuhlíðin. Þetta „land“ ykkar er kalt. Sérstaklega á veturna og er þá ráðlegt að blóta innanhúss, t.d. í kjöllurum. Það er líka mjög gott að blóta uppi í blætishúsi, ef þú átt ekki svoleiðis er fínt að fara upp í bústað.

Page 14: Idus Martii

KLÆÐNAÐUR Í byrjun skal klæðast hefðbundnu tóga og blómasveigum, eftir því sem líður á kvöldið þarftu ekki að hafa áhyggjur af klæðnaði. Svo skulu allir að sjálfsögðu vera með phallus (þurrkaðan hestareður).

Page 15: Idus Martii

VÍNBERJASAFI Nauðsynlegt er að fá safa af vel þroskuðum vínberjum, gott er að hafa hann heimatilbúinn. Bæði er hægt að nota rauð og græn vínber, fer bara eftir smekk, engir fordómar. Einnig er hægt að bjóða upp á maltöl.

Page 16: Idus Martii

ALTARI Nauðsynlegt - og þá meina ég NAUÐSYNLEGT - er að hafa altari til heiðurs guðinu. Þar muntu framkvæma allar fórnir. Hefja skal athöfnina á ákalli til guðsins og dreypifórn (þ.e. hella vínberjasafa yfir altarið). Best er að slátra einhverju dýri (kannski áttu hús- eða gæludýr?). Mannfórnir eru því miður ólöglegar á Íslandi, en margt leynist í myrkrinu (þú átt kannski húskarla eða ambáttir?) Ef þú ætlar að taka þetta verkefni alvarlega er nauðsynlegt að rífa í sig hrátt hold. Hvað er þetta „grænmetisæta“? Ég veit ekki, en ef þú ert svoleiðis geturðu fengið þér hráan silung eða tófú (samt eintómt).

Page 17: Idus Martii

DANS OG TÓNLIST Ekkert svona Kānye, hvað er þetta Kānye? Best er að hafa lifandi tónlist eins og leik á lýrur eða ásláttarhljóðfæri til þess að komast í trans. Og svo skal dansað og sleppt fram af sér beislinu. Lifandi eldur er viðeigandi. Trúarsöngvar skulu sungnir, þú finnur það örugglega á þessu „google“.

GUÐINN Ef framkvæmt er rétt birtist ykkur guðinn Díonýsos birtast ykkur. Ekki örvænta, hann er fínasti djammfélagi, bara svolítið trylltur.

Vonandi nýtast þessi ráð ykkur vel í ykkar kynnum við Díonýsos og ykkar innri kynveru. Verið hraust og óhelfuð. Takk fyrir, Míkron

Page 18: Idus Martii

Hugvísindi efla alla dáð!

Texti: Anna Steinunn Ingólfsdóttir l Ljósmyndir: Ari Magg

Page 19: Idus Martii

igdís Finnbogadóttir telur gildi fornmálanna fyrir alla menntun vera afar mikils virði. Hún segir alla evrópska menningu byggja á þeim og þess sjái stað í

öllum vestrænum tungumálum. Þessi hugsun hefur einmitt einkennt hugsun Vigdísar alla tíð.

Vigdís er verndari forntungu-málanna í Menntaskólanum í Reykjavík og okkur í Idus Martii þótti kjörið að fá að heimsækja hana og heyra nánar um skoðanir hennar á þessum málum, en Vigdís er velgjörðarsendiherra tungumála heimsins hjá UNESCO (Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna). Höfuðstöðvar þess hluta S.þ. eru í París.

Við troðum okkur í sófann hjá Vigdísi og erum það margar að við sækjum borðstofustóla til að geta myndað góðan umræðuhring. Á sófaborðinu liggur minnisbók Vigdísar og við sjáum strax að á kápunni er fjöldi latneskra orðatiltækja, sem reyndar er algengt að sletta í Vesturlandamálum, eins og Nota bene, sem ekki þarf að skýra fyrir okkur íslenskumælandi, og „Cogito ergo sum“ (Ég hugsa og þess vegna er ég), „Carpe diem“ (Gríptu tækifæri dagsins) og mörg fleiri.

Vigdís segir að hún láti það aldrei fram hjá sér fara þegar hún sér eitthvað skemmtilegt sem minnir á latínu. „Ég keypti þessa í York á Englandi og sé eftir að hafa ekki keypt fleiri – það er svo gaman að gefa svona þeim sem muna hvað það var gaman að læra latínu – svo fann ég líka þetta í safnbúðinni á Víkingasafninu í York.“ Hún kemur með diskaþurrku með öllum latnesku sagnbeygingunum, „... til að gefa vinkonu minni sem á efri árum er komin í latínu í Háskólanum og dúxar af mikilli snilld. Hún sagði nú reyndar að hún myndi aldrei nota þetta sem viskustykki heldur ramma inn og setja upp á vegg. Bretar eru svo góðir í að búa til allra handanna mynstur á viskustykki.“

Við skrifum nöfn okkar í bókina hennar. Svo hefjum samtalið á fornmáladeildinni en Vigdís er fljótt komin í stóra samhengið.

„Íslendingar halda að enskan sé það heimsmál sem alls staðar gengur, en það er ekki rétt, eins og við vitum

öll, –við sem höfum hugsað svolítið um tungumál. Það er í tísku í dag að segja að raunvísindin efli alla dáð. Að þau veiti einhverja endanlega lífshamingju, að menn fái meiri og betri vinnu heldur en til að mynda hugvísindin, en þau vísa nú á margt afar þarflegt nám fyrir mannveruna í öllum þjóðfélögum.“

Já, foreldrar og fjölskylda segja að við séum búin að loka á svo marga möguleika með því að fara máladeildarleiðina.

„Þið getið breytt þessu með því að verða forsetar“, segir Vigdís og brosir. „Það væru góð rök fyrir fjölskylduna. Það er mjög hagkvæmt fyrir forseta, til að mynda, að hafa húmanísk fræði á bak við sig en hvað annað. Stjórnmálafræðin er líka ágæt og í það nám geta menn farið úr hvaða grunnnámi sem er.“

Hvernig var viðhorfið í þessum málum þegar þú hófst nám í MR?

„Það var mjög jákvætt. Kúltúrinn almennt, samræðan í þjóðfélaginu, var jákvæðari fyrir húmanistísku fögunum. Margir strákar sem fóru í stærðfræðideildina gátu einnig hugsað sér húmanísk fög á þessum tíma. Það voru auðvitað fleiri strákar á þessum árum í menntaskóla og þeir fóru jú meir en stelpur í náttúruvísindin en það voru samt ægilega skemmtilegir strákar hjá okkur í máladeildinni. Strákar sem urðu virkilega flottir hugvísindafræðingar.“

Að búa við þungt loftVið ræðum áfram um hvað það séu fáir strákar í fornmáladeildinni, eins og nú er.

„Já, það er nokkuð óvenjulegt, og dapurlegt, finnst mér. Það lýsir skorti á hugsjónum. Þarna vantar að meta listir að verðleikum. Það er leitt að segja þetta um strákana, eins og mér þykir nú vænt um þá. Fornmálin eru svo tengd listum, og húmanismanum almennt. Renessansinn, ég fer alltaf að tala um renessansinn... þar finnum við jafnvægið milli vísinda og lista, eins og það var á endurreisnartímanum. Það er hugsun og lífsafstaða sem ég sakna, - ég sakna þessa jafnvægis í nútímanum. Ég hef þá skoðun að raunvísindum hætti til að þrengja hugann - þrengja möguleika hugans. Við hugvísindafólk þekkjum listirnar vel og erum svo sem ágæt í stærðfræði líka. Við föllum ekkert á þeim prófum.

En þeir sem aldrei opna hugann fyrir hugvísindunum, tungumálum og renessans-hugsun, þeir búa stundum við þungt loft. En ekki misskilja mig, raunvísindamenn geta verið miklir listvinir og hugvísindamenn. Mér verður hugsað til Guðmundar Arnlaugssonar, fyrrum rektors í MH, þar sem ég kenndi frönsku á sínum tíma. Hann var sjálfur stærðfræðingur og var alltaf að hvetja sína stærðfræðinga; farið og hlustið á tónlist, lesið þetta, lesið Danté. Reynið að opna hugann fyrir öðrum víddum en þeim sem tilheyra beint raunvísindunum. Faðir minn var byggingaverkfræðingur, hafnarverkfræðingur. Hann var mjög upptekinn af íslenskri menningu, fornsögunum, og Shakespeare. Hann var í raun ákveðinn renessansmaður. Mér þykir mjög vænt um að geta sagt það um hann. Og hann umbar kvenfólkið og fannst kvenfólkið svolítið merkilegt fyrirbæri.”

Samræðan beinist aftur að hlutfalli karla og kvenna. Við teljum að þetta hljóti að vera bara tilviljun. Hlutfallið er t.d. mun betra í 6. bekknum. En við heyrum þessa hugsun, jafnvel hjá strákunum á nýmálabraut, að það sé svo ópraktískt að fara í fornmáladeild.

„Já, það er sorginni þyngri,“ segir Vigdís. „Að vera endalaust að krefjast þess að lífið sé praktískt. Ef við gerum stöðugt þá kröfu, þá ættum við enga innri gleði hjartans. Mér verður hugsað til Ragnheiðar, nýju óperunnar eftir þá karlmenn, Friðrik Erlingsson og Gunnar Þórðarson. Það er mögnuð sýning. Sjáið söngvarann, hann Elmar Gilbertsson. Ef hann hefði hangið í stærðfræðinni, þá nytum við varla þessarar stórkostlegu raddar. Þetta er eitt af því mikilvæga sem húmanisminn fær áorkað, að halda fast í minningarnar. Hann byggir á minningunum á meðan raunvísindin keppast við að finna eitthvað nýtt, – og byggir auðvitað á öllu því sem fundið var upp áður.

Nú er ég náttúrulega búin að vera lengi á jörðinni. En hugsið ykkur stelpur, það voru ekki óalgengar fermingargjafir þegar ég var ung sem snerust um mælingar - faðir minn var jú raunvísindamaður - logarytmatöflur, mælistokkur og mæliverkfæri ýmis konar. Nú er þetta allt við höndina á netinu og gjafirnar aðrar.“

V

Page 20: Idus Martii

Er að verða 65 ára stúdent„En svo ég haldi mig enn við hugvísindin. Það er nefnilega svo jákvætt, að nám í þeim er sífellt að tengja mann við raunvísindin. Þetta hefur breyst, við vorum reyndar mun færri, árgangurinn var upp á um 100 manns – við verðum 65 ára stúdentar í vor. Og nú nenna þau ekki að fara á ballið, samstúdentar mínir! Það er svo gaman, við gerðum það nokkur þegar við vorum 60 ára stúdentar og þegar komið var að dansinum þá myndaðist löng röð við borðið hjá okkur. Þeir vissu það auðvitað strákarnir að þar var lífsreynslan og gleðin. Það var svo gaman.“

Segðu okkur aðeins frá því þegar þú varst á okkar aldri í fornmáladeildinni.

„Það var alveg jafn gaman og það er núna! Ekki síðra. Við stofnuðum kvenfélag. Það var kominn þessi aðskilnaður, leikfimin og annað. Nógu margt kvenfólk til að fylla einn bekk. Svo var blandað í stærðfræðideildinni. En það var afskaplega mikil vinátta, mikil ást og kærleikur. En okkur fannst sem sagt stelpurnar ekki komast nægilega auðveldlega upp á dekk og stofnuðum því kvenfélag. Og við komum því áfram að kjörinn var kvenkyns hringjari og síðan stelpa sem Inspector Scholae. Ég varð stúdent 1949 og það voru komnar leysingar í þessum efnum sem við færðum okkur í nyt. Þegar fundurinn frægi 30. mars 1949 var á Austurvelli, til að andmæla herstöðvarsamningnum, þá gaf rektor okkur frí. Þetta voru miklir atburðir, nokkrir strákar lentu í einhverjum vandræðum, við stelpurnar héldum okkur aðeins til hlés og fylgdumst með. En þessi atburður, að fylgjast með þessum andmælum, með og á móti, það styrkti stöðu okkar kvenna þá. Á þessum tíma fóru stelpur að fara víðar um en bara í kennaranámið. Margar úr mínum árgangi, mínum bekk, urðu læknar og lögfræðingar. Margrét Guðnadóttir, víðfræg vísindakona kemur fyrst upp í hugann. Signý Sen varð aðstoðarmaður lögreglustjóra, lögfræðilærð. Og fleiri landsfrægar konur, eins og Ragnhildur Helgadóttir, lögfræðingur og alþingismaður, sem varð fyrsti kvenforseti Alþingis. Við Svava Jakobs, við vorum einna fyrstar af kvenfólkinu sem fór erlendis til háskólanáms. Athugið það, við bjuggum við þennan veruleika, stelpur fóru ekkert út að læra.“

Haldið vöku ykkar, stelpur„Þetta er til allrar hamingju breytt. En samt, þið megið vara ykkur stelpur, haldið vöku ykkar. Það eymir ennþá eftir af þessari hugmynd, að strákarnir vilja eiga völlinn. En ég sé þetta svona; ef atgervi og kraftur kvenna væri nú gullpeningahrúga, á miðju torgi í borg og öllum frjálst að taka af henni. Hver myndi ganga fram hjá þessari gullpe-ningahrúgu og taka ekki pening? En það er einmitt að gerast allt of víða, að gullsígildi kvenna er ekki metið að verðleikum.

Stundum veldur gömul trúar-setning því að ekki er tekið mark á okkar framlagi. Allt of oft er umræðan í þjóðfélaginu á villigötum hvað þennan gríðarlega jákvæða kraft varðar sem felst í framlagi kvenna. En svo er það mótsögnin, allir feður þekkja og viðurkenna þennan kraft, allir bræður þekkja hann. En í litlu samfélagi eins og okkar þekkjum við viðhorfið; hvað hugsar og segir þessi ef ég geri þetta. Hópsálin á það til að taka af okkur ráðin, hvort sem það er stjórnmálaflokkur, kvenfélag, klúbbar - bara hvaða hópur sem er.

Lítið samfélag getur haft svo marga góða kosti, t.d. hvernig tungan sameinar okkur. En við verðum alltaf að gæta okkar. Að týna okkur ekki í því smáa.“

Ósýnilega höndin„En höfum samt þessa kenningu mína í huga sem ég hef oft áður nefnt: Strax og konan verður sterk, kemur eins og einhver ósýnileg hönd og breytir tískunni, þrengir allt og styttir kjóla, síkkar hárið líkt og á tímum þeirra Bronte systra, eitthvað ægilega kvenlegt. Flegið eins langt og siðgæðið leyfir að framan og aftan. Og þessi ósýnilega tískuhönd segir; Mundu það góða að þú ert framar öðru „sex object“. Þú ert fyrst og fremst kynvera, hafðu það framar öðru í huga!“

Við ræðum áfram um áhrif tísku á kynin. Hvernig kvenkyns forsetaframbjóðendur fá öðruvísi ummæli en karlkyns kollegar í forsetaframboði; hún var í bleiku en hann sagði þetta og hitt.

„Við getum haft stjórn á þessu ef við viljum,“ segir Vigdís. „Ef við erum vakandi. Ég nefni Angelu Merkel Þýskalandskanslara í þessu samhengi. Ég er svo hrifin af stílnum hennar Angelu Merkel. Ég er viss um að hún

á heilu fataherbergin með jökkum, í öllum litum, það er svipað snið sem klæðir hana og hún ber bara afar einfaldar hálskeðjur. Hún hefur komið sér upp ákveðnum einkennisklæðnaði, alltaf fín. Og eldklár – og það er hlustað á það sem hún hefur að segja og tekið mark á því.“

Vigdís nefnir í þessu samhengi sýningu á „forsetafatnaði“ Vigdísar sem nú er til sýnis í Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ.

„Mjög fín sýning en karlar halda að þetta sé bara fyrir konur. Fyrst og fremst er þetta þó sögusýning. Þetta er sýning sem segir að kona sem kjörin er forseti á miðjum aldri og ferðast um, hún getur ekki verið forseti nema hún sé almennileg í tauinu. Þegar ég var kjörin forseti voru bara klassísk föt sem notast var við. En það var alveg útilokað fyrir konu sem vildi láta taka mark á því sem hún segði, að klæðast peysufötum við opinber tækifæri. Ef karlmaður hefði þá verið kjörinn forseti, sem var nú mjög líklegt, hefði hann í mesta lagi þurft að kaupa sér kjólföt, ef hann átti þau ekki fyrir. Og haft vasa á jakkanum til að sækja í ræðuna. Í mínu tilfelli var þetta hins vegar gríðarleg útgerð og fjárfesting, að klæða forsetann rétt.

Svo er auðvitað ætlast til að maður hafi eitthvað að segja, og sé alls ekki hallærisleg. Angela Merkel áttaði sig á því að búa sér bara til einhvern standard búning sem líktist því sem karlarnir eru í. Hún fór einhverju sinni í flegnum kjól í boð hjá Englandsdrottningu og Þýskaland stóð á öndinni. Ég ákvað hins vegar að klæða mig eins og kona og láta taka mark á mér. Og ég er svo hreykin af Íslendingum að þeir skyldu þora að verða fyrstir í heiminum til að kjósa sér konu sem forseta. Gera mig að forseta á þessum forsendum.“

Verndari fornmáladeildarSamtalið beinist aftur að skólanum og við spyrjum Vigdísi hvernig henni hafi

Hópsálin á það til

að taka af okkur ráðin.

Page 21: Idus Martii

fundist að læra latínu 16 ára gömul.„Mér fannst það ákaflega gaman, hefði

ekki viljað missa af því fyrir nokkurn mun. Það er eiginlega ekkert skemmtilegra en að ganga um höfuðborgir Evrópu og lifa sig aftur í forna tíð. Að þekkja fyrri tíma, langt aftur í aldir. Og svo þegar ég fór að læra frönsku af alvöru var latínan brú inn í fornfrönskuna.“

Vigdís segir að hún hafi ekki þurft að hugsa sig andartak um þegar Linda konrektor bað hana um að gerast verndari deildarinnar.

„Mér líst illa á að draga úr áhrifum fornmálanna. Þegar ég var í skólanum var stærðfræði- og náttúrufræðideildin alltaf með eitt ár í latínu. Þetta var sjálfgefið mál, að tengja latínu og raunvísindi. Svo er annað sem fólk gleymir, að maður nýtur svo tungumálanna þegar maður hefur latínuþekkingu, hér eru því bæði praktískar og fagurfræðilegar ástæður.“

Við spyrjum Vigdísi um kennslu en hún

kenndi frönsku í MR og Menntaskólanum við Hamrahlíð áður en hún gerðist leikhússtjóri.

„Það finnst auðvitað varla göfugra starf en kennarastarfið, að miðla þekkingu til nýrra kynslóða – það finnst varla mikilvægara starf í þjóðfélaginu. Ef samfélagið ætti að styðja við einhverja stétt, þá er það kennarastéttin. En í stað þess svikum við kennara, á síðustu stundu í kjaraviðræðum fyrir nær 30 árum síðan. Þá voru kennarar skildir eftir í launum og eru það enn í dag. Við erum að styðja og styrkja hverja atvinnugreinina af annarri

Við eigum hins vegar fyrst og fremst að styrkja kennarastéttina með öllum tiltækum ráðum. Við sjáum þörfina þegar við lítum á nýliðunina í stéttinni, þar er að verða til neyðarástand.“

Vigdís heldur áfram að ræða um gildi kennslunnar og við erum allar með tölu eins og einn kór, hafandi fengið að kynnast

Þið getið breytt þessu

með því að verða forsetar“, segir

Vigdís og brosir. „Það væru

góð rök fyrir fjölskylduna.

Það er mjög hagkvæmt fyrir

forseta, til að mynda, að hafa húmanísk fræði

á bak við sig.“

Page 22: Idus Martii

starfinu í aðstoð við fyrsta árs nema í latínu.

„Það er svo gaman að kenna, það er svo gaman,“ segir Vigdís. „Ég set reyndar leikhúsið í fyrsta sætið. En mér finnst kennslan svo skemmtileg vegna þess að mér fannst svo mikilvægt að aðrir fengju að vita það sem ég veit. Það var mér mikið lán, að fá að kynnast kennarastarfinu innan frá, sjálf. Að sjá ljósið birtast. Sjá skilninginn birtast.“

Lífið eftir fornmáladeildVið viljum forvitnast um lífið eftir latínudeildina, en Vigdís ákvað að fara til Frakklands í frönskunám.

„Það var ekki 'in' á þeim tíma, það var bara ekki gert. Eins og ég sagði, vorum við Svava einar þær fyrstu sem rufum þá hefð að vera bara dömur með menntun. Við fórum út. En þá kynntumst við því sem var einna verst á þessum tíma, og ég vildi óska að hafi skánað eitthvað. Það var að Íslendingar hafa aldrei lagt áherslu á heimspeki, við höfðum ekki kynnst henni svo nokkru nam. Ég vil láta kenna heimspeki strax í barnaskóla. Það er vegna þess að þegar við lærum heimspeki þá lærum við um leið að rökræða. Það vitið þið sem eruð í fornmáladeild í MR. Að þessu leyti er hægt að segja að Íslendingar hafi aldrei lært að tala saman. Ef við tökum Frakkland sem dæmi, þá læra börn þar á fyrstu árum skólagöngu, að skrifa ritgerðir, til að mynda um sólina. Þá er þeim strax kennt að í ritgerð skuli vera Introduction, Discussion. Un, deux, og svo trois. Conclusion… um sólina. Sjö ára er þeim kennt þetta. Svo kemur maður þarna eins og angurgapi og hefur aldrei lært svona agaða hugsun, formúleraða, eins og við vitum að er fyrir hendi í latínunni og í rómanskri menningu. Og þýskri.

Svo ég stökkvi aftur til baka í MR, þá minnist ég Ólafs Hanssonar, sem er einn albesti kennari sem ég hef haft. Mörg bekkjarsystkin mín komu ekki auga á það. Hann skrifaði kennslubækur og yfirheyrði úr þeim, en svo hafði hann alltaf tíma til að skrifa á töfluna svo margt annað sem tilheyrir almennri menntun. Hann stóð við töfluna og skrifaði aftur fyrir sig meðan hann talaði. Impressjónismi, dórískar og jónískar súlur. Maður lærði svo

mikið um kúltúr hjá honum. Um menningarsögu, og ég bý að hans kennslu ennþá. Það er svo mikilvægt, eins og Ólafur gerði, að fara ekki alltaf eftir bókinni. Að flétta menningarsögu inn í hvaða kennslugrein sem er. Ég reyndi það alltaf sjálf. Þetta er mikið gert í Frakklandi, þannig að fyrstu ár mín þar voru nokkuð erfið, hvað þetta varðaði. Introduction, Discussion, Conclusion. Svo sögðu prófessorarnir við mig, þetta er Anglicisme hjá þér Mademoiselle. Ég var auðvitað ekki inni í franska kerfinu.

Nú er búið að fella niður fíluna í Háskóla Íslands, það hef ég aldrei skilið. Hún var skyndilega felld niður. Fíluna, það er auðvitað philosophie, hana tóku allir byrjendur í Háskólanum. Til að tryggja að stúdentar vissu örugglega að til var fólk á borð við Pascal, og uppeldisfræðingar eins og Piaget. Kynna þeim að til voru menn sem höfðu teoríur. Það er himinhrópandi munur á því að rífast eða diskútera. „En þú manst hvað Rousseau sagði…“ Þegar þú hefur vald á teoríu þá hefurðu grundvöll til stunda alvöru samræður. Ekki bara stál í stál eins og hjá okkur, til að standa sig fyrir einhverja grúppu svo hún segi ekki að maður sé ómögulegur og að svíkja málstað.

En niðurstaðan er sú að með hvarfi philosophie úr grunnnámi, hvort sem um er að ræða stærðfræði eða tungumál, þá tapast svo mikil grunnþekking úr námi. Menn verða læknar og náttúruvísindamenn. Hvernig eiga þeir svo að tala við sína kollega í útlöndum sem hafa þetta allt á hreinu? Þetta er grafalvarlegt mál.“

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur„Við erum svo lánsöm að við höfum aflað okkar fjár sjálf. Við höfum farið víða og talað fyrir mikilvægi hennar. Þetta er stórmerkileg stofnun og ég á engan þátt í því, annan en að vera talsmaður hennar, hvað hún er merkileg. Þetta verður alþjóðasetur, alþjóða-tungumálasetur og kemur því öllum heiminum við. Ég var í Frakklandi um daginn að kynna málið og þeir skildu þetta undireins. Þeir sáu þetta sem „vision“. Frakkarnir sögðu að þetta væri sjálfgefið fyrir okkur. Sögðu okkur vera heppin; þið eruð fámenn þjóð en hafið ykkar eigið tungumál. Ef við færum að gera þetta hér, þá færi allt í vitleysu, öfund og hvaðeina. En fyrir ykkur er þetta brilljant hugmynd. Þetta segja Frakkarnir.“

Perluband menningar á ÍslandiVigdís segir stofnunina verða men-ningarmiðstöð tungumálanna í heiminum.

„Þetta verður fyrirbæri sem mun ekki eiga sinn líka í veröldinni. Hingað koma túristar, þeir fara á Gullfoss og Geysi og troða þar svolítið niður. Svo koma þeir hingað í Stofnunina, hér troða þeir ekkert niður. En hér munu þeir fá kynningu á öllum tungu - málum heimsins. Tæknin verður nýtt á skemmtilegan máta. Þeir munu geta leitað að sínu tungumáli, sinni menningu – og finna hana.“

Mjög viðeigandi endir á skemmtilegu samtali við Vigdísi Finnbogadóttur. Við þökkum fyrir okkur og kveðjum þennan skörung íslenskrar og evrópskrar menningar. n

Page 23: Idus Martii

Femina prudentior est quam vir

Page 24: Idus Martii
Page 25: Idus Martii
Page 26: Idus Martii
Page 27: Idus Martii
Page 28: Idus Martii

landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn

NS

SO

N &

LE

’MA

CK

S

jl.i

s

SÍA

In Namā inesse magis interest

Náman er vildarþjónusta fyrir alla námsmenn, XVI ára og eldri. Náman léttir

námsmönnum lífið með hagstæðari kjörum, námslánaþjónustu, fjölbreyttum

sparnaðarleiðum, fríðindum, tilboðum og sveigjanlegri þjónustu. Kynntu þér

kosti Námunnar á www.naman.is, á Facebook eða í síma CDX MMMM.

L.is og snjallgreiðslur Enginn auðkennislykillAukakrónur 2 fyrir 1 í bíó

Darri Rafn HólmarssonNámufélagi

landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn

NS

SO

N &

LE

’MA

CK

S

jl.i

s

SÍA

In Namā inesse magis interest

Náman er vildarþjónusta fyrir alla námsmenn, XVI ára og eldri. Náman léttir

námsmönnum lífið með hagstæðari kjörum, námslánaþjónustu, fjölbreyttum

sparnaðarleiðum, fríðindum, tilboðum og sveigjanlegri þjónustu. Kynntu þér

kosti Námunnar á www.naman.is, á Facebook eða í síma CDX MMMM.

L.is og snjallgreiðslur Enginn auðkennislykillAukakrónur 2 fyrir 1 í bíó

Darri Rafn HólmarssonNámufélagi