institiute of business research - hi

30
ISSN 1670-7168 INSTITIUTE OF BUSINESS RESEARCH WORKING PAPER SERIES W07:06 Desember 2007 Staðfærsla og samkeppnishæfni Þórhallur Guðlaugsson, dósent ([email protected] s. 525-4534)

Upload: others

Post on 16-Oct-2021

1 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: INSTITIUTE OF BUSINESS RESEARCH - hi

ISSN 1670-7168

INSTITIUTE OF BUSINESS RESEARCH

WORKING PAPER SERIES

W07:06 Desember 2007

Staðfærsla og samkeppnishæfni

Þórhallur Guðlaugsson, dósent

([email protected] s. 525-4534)

Page 2: INSTITIUTE OF BUSINESS RESEARCH - hi

2

Inngangur

Viðfangsefni þessarar greinar er mat á ímynd og með hvaða hætti

ímynd og staðfærsla tengjast faglegu markaðsstarfi og samkeppnishæfni.

Í fyrsta kafla greinarinnar er fjallað um miðaða markaðsfærslu en

sú nálgun er talin leggja grunninn að nútíma markaðsstarfi. Fjallað er um

þrjú grundvallaratriði aðferðarinnar; markaðshlutun, markaðsmiðun og

staðfærslu. Lögð er áhersla á að draga það fram að fyrirtæki geta ekki og

vilja ekki þjóna þörfum allra á markaðinum þar sem slíkt hefur alla jafna í

för með sér sóun á orku og peningum. Í kaflanum er farið í gegnum það

með hvaða hætti hægt er að hluta niður markað og hvaða aðferðum má

beita til að velja fýsilegan markóp til að þjóna. Grundvallaratriðið við val

markhópa er að fyrirtækið beini aðgerðum sínum að markhópi þar sem

saman fer áhugaverður markhópur eða markaður annars vegar og styrkur

fyrirtækisins til að þjóna þeim markaði hins vegar.

Í kafla tvö er fjallað sérstaklega um þriðja skrefið í miðaðri

markaðsfærslu, eða staðfærslu. Hér er uppruni aðferðarinnar rakinn en

hann er jafnan tengdur auglýsingasérfræðingunum Al Ries og Jack Trout.

Kynnt er til sögunnar það sjónarmið að skipta megi staðfærslu í þrjá

hluta; aðgreiningu, staðfærsluaðgerðir og ímynd. Aðgreiningin fjallar um

það með hvaða hætti ætlunin er að aðgreina tilboð fyrirtækis frá tilboði

samkeppnisaðila, aðgerðir fjalla um þau áform um að koma

aðgreiningunni til skila og ímyndin er svo það sem gerist í huga eða

minni viðskiptavina eða viðtakenda skilaboða.

Í kafla þrjú er kynnt aðferð sem nota má við að mæla staðfærslu.

Aðferðin gengur undir nafninu vörukort og er hluti af svo kölluðum MDS

aðferðum. Vörukort byggir á vektorum og sýnir niðurstaðan á

Page 3: INSTITIUTE OF BUSINESS RESEARCH - hi

3

myndrænan hátt hvernig vörur tengjast tilteknum eiginleikum í þrívíðu

rúmi.

Í kafla fjögur er fjallað um niðurstöðu rannsókna á staðfærslu

matvöruverslana á höfuðborgarsvæðinu. Gerð er grein fyrir undirbúningi

rannsóknarinnar en hann hófst árið 2002 og stóð fram á vor 2003. Vorið

2003 var gerð yfirgripsmikil rannsókn á staðfærslu matvöruverslana og

hefur slík rannsókn verið endurtekin nokkrum sinnum síðan, nú síðast

haustið 2007. Niðurstaðan er alltaf mjög svipuð og bendir til þess að

matvörumarkaðurinn sé í raun þrír markaðir; lágvöruverðsverslanir

(Bónus, Krónan, Nettó), klukkuverslanir (10-11, 11-11) og þæginda- og

gæðaverslanir (Fjarðarkaup, Hagkaup, Nóatún). Á

lágvöruverðsmarkaðinum hefur Bónus afgerandi stöðu og hefur með

skýrum hætti komið sinni aðgreiningu til skila og skapað sér sterka

samkeppnisstöðu með þeim hætti. Á klukkumarkaðinum eru keðjurnar

10-11 og 11-11 og vekur þar nokkra athygli að þessar keðjur virðast ekki

hafa náð að aðgreina sig hvor frá annarri. Á þægindamarkaðinum virðist

Fjarðarkaup hafa nokkra sérstöðu, tengir sig sterkt við ýmsa gæðaþætti en

einnig við eiginleikann lágt vöruverð. Hagkaup og Nóatún virðast

skynjaðar sem svipaðar verslanir sem bjóði upp á svipaða þjónustu og

vöruval.

Mikilvægt er að hafa í huga að staðfærsla er ekki mæld í eitt skipti

fyrir öll. Áframhaldandi og reglulegt mat á staðfærslu matvöruverslana er

því bæði nauðsynlegt en um leið áhugavert.

Page 4: INSTITIUTE OF BUSINESS RESEARCH - hi

4

1 Miðuð markaðsfærsla

Miðuð markaðsfærsla (target marketing) leggur grunninn að

nútíma markaðsstarfi (Kotler, Armstrong, Saunders og Wong, 2001;

Keller, 2008) Miðuð markaðsetning er aðferð til að ná betri árangri í

markaðsstarfinu þar sem erfitt getur verið fyrir fyrirtæki að ætla sér að

þjóna öllum á markaðinum. Neytendur eru margir, dreifðir og með

mismunandi þarfir og kauphegðun. Það getur því verið kostnaðarsamt og

beinlínis óskynsamlegt að ætla sér að þjóna þörfum allra alltaf.

Hugtakið miðuð markaðssetning skiptist í markaðshlutun,

markaðsmiðun og staðfærslu. Markaðshlutun miðar að því að greina

ólíkan og sundurlausan markað í smærri og samstæðari hópa (Hollensen,

2003). Fyrirtæki eru í stöðugri leit að nýjum tækifærum til að þjóna

viðskiptavinum sínum. Erfitt er fyrir fyrirtæki að þjóna öllum neytendum

á markaði og þess vegna er líklegt að þau muni í auknum mæli beita

aðferðum markaðshlutunar (Kotler, Armstrong, Saunders og Wong, 2001;

Kumar, 2004; Chaston, 2001; Walker, Boyd, Mullins og Larreche, 2003;

West, Ford og Ibrahim, 2006). Heildarmarkaðssetning (mass marketing)

felur í sér að framleidd er ein vara og hún markaðssett á nánast sama hátt

til allra neytenda á markaðinum (Dowling, 2000). Rökin fyrir þessari

tegund markaðsfærslu eru þau að hún sé einföld og ódýr. Vissulega hafa

fyrirtæki náð árangri með þessari aðferð en algengara er að hún hafi í för

með sér sóun á tíma og peningum (Kotler, Armstrong, Saunders og

Wong, 2001). Ef verið er að beina kröftunum að markhópi sem hefur

lítinn sem engan áhuga á vörunni, verður að líta svo á að þeim peningum

og tíma sem í það fór hafi ekki verið vel varið. Markaðssetning hefur því

þróast í þá átt að beina tilboði fyrirtækisins að vel skilgreindum og

afmörkuðum markhópi og leggja áherslu á að mynda við þann hóp

Page 5: INSTITIUTE OF BUSINESS RESEARCH - hi

5

varanleg tengsl (Hollensen, 2003). Þetta ferli er stundum kallað miðuð

markaðsfærsla og má sjá dæmi um það á mynd 1-1.

Markaðshlutun

Eftir hvaða breytumskal hluta markaðinn?

Gera grein fyrir markaðshlutum

Markaðshlutun

Eftir hvaða breytumskal hluta markaðinn?

Gera grein fyrir markaðshlutum

Markaðsmiðun

Hvað gerir markaðshlutáhugaverðan?

Velja markhóp semþjóna á.

Markaðsmiðun

Hvað gerir markaðshlutáhugaverðan?

Velja markhóp semþjóna á.

Staðfærsla

Hvernig á að staðfæra tilboðið?

Samval söluráða fyrirhvern markhóp

Staðfærsla

Hvernig á að staðfæra tilboðið?

Samval söluráða fyrirhvern markhóp

Mynd 1-1: Miðuð markaðsfærsla

Þegar hluta á niður markað er notast við ýmsar breytur. Gjarnan er

stuðst við lýðfræðilegar breytur, s.s. aldur, kyn, tekjur, menntun, þjóðerni

eða trúarbrögð. Hefðbundið er að skipta markaði upp eftir fleiri en einni

breytu, s.s. konur á aldrinum 25-35 ára (kyn og aldur), eða karlar á

höfuðborgarsvæðinu (kyn og svæði). Mikill innbyrðis munur getur hins

vegar verið á hegðun og væntingum kvenna á aldrinum 25-35 ára, svo

dæmi sé tekið, og því er að færast í vöxt að nota lífsviðhorfs- og

gildismatsmælingar við að greina markahópa (Solomon, Bamossy og

Askegaard, 2002). Þannig gæti markhópurinn verið sá hópur fólks, hvort

sem um er að ræða karla eða konur, sem aðhyllist tiltekið viðhorf eða

gildismat. Einnig hefur færst í vöxt að greina lífsstíl einstaklinga og

mynda markhópa út frá þeim greiningum. Má í þessu sambandi benda á

RISC og VALS líkönin (Solomin, Bamossy og Askegaard, 2002).

Mikilvægt er að hafa í huga að í raun er ekki til einhver ein rétt leið við að

velja breytur og aðferðir við markaðshlutun. Tilgangur

Page 6: INSTITIUTE OF BUSINESS RESEARCH - hi

6

markaðshlutunarinnar og tengsl við heildarstefnu fyrirtækisins skiptir

megin máli við val á aðferð (Wind, 1981; Jackson, 2007; Dickson og

Ginter, 1987; John og Smithee, 1999). Virðist í þessu sambandi litlu

skipta hvort fyrirtækið aðhyllist eina stefnu frekar en aðra (Kima og Ko,

2001; Sarkar, Echambadi og Harrison, 2001; Matsuno og Mentzer, 2000)

né heldur hvort um er að ræða samkeppnisrekstur eða opinberan rekstur

(Karande, Shankarmaesh og Rao, 1999).

Við framkvæmd markaðshlutunar er farið í gegnum þrjú stig;

könnunarstig, greiningarstig og lýsingarstig (Kotler, Armstrong, Saunders

og Wong, 2003; Lilien og Rangaswamy, 2003). Á könnunarstiginu er

reynt að fá innsýn inn í hegðun og viðhorf einstaklinga og lögð áhersla á

að finna út hvað hvetur þá eða höfðar til þeirra. Á greiningarstiginu eru

gerðar þær greiningar sem nauðsynlegar eru til að mynda samstæðan

markhóp sem á eitthvað sameiginlegt og á lýsingarstiginu er gerð grein

fyrir hverjum markhóp, hvað einkennir hann og gerir hann sérstakan.

Mikilvægt er að hafa í huga að markhópur þarf að vera mælanlegur,

aðgengilegur og arðvænlegur. Með mælanlegur er átt við að áætla þarf

stærð markhópsins hvort sem það er mælt í fjölda einstaklinga, umfangi

samskipta eða veltu. Með aðgengilegur er átt við að fyrirtæki þarf að hafa

aðgengi að þeim markhópi sem skilgreindur er og með arðvænlegur er átt

við að þau viðskipti sem verða til í tengslum við tiltekinn markhóp þurfa

að skila arði.

Þegar fyrirtæki hefur framkvæmt markaðshlutunina þarf að ákveða

hvaða, og hve mörgum, markhópum á að einbeita sér að. Til að auðvela

þessa vinnu má horfa til níu atriða sem skipt er upp í þrjá þætti (Lilian og

Rangaswamy, 2003). Fyrsti þátturinn inniheldur tvö atriði, markaðsstærð

og markaðsvöxt. Hér er það ekki aðeins stærð markaðarins sem skiptir

máli heldur einnig það hvort viðkomandi markaður er að stækka eða

Page 7: INSTITIUTE OF BUSINESS RESEARCH - hi

7

skreppa saman. Annar þátturinn inniheldur fjögur atriði sem leggja þarf

mat á, samkeppni, mettun, vernd og ytri áhættu. Með skoðun á mettun er

horft til þess að hve miklu leyti markaði er nú þegar þjónað af öðrum og

hvort fyrirfinnast einhver göt sem innihalda tækifæri. Vernd tengist

einkaleyfum og inngönguhindrunum sem vera kunna á markaðinum og

mat á ytri áhættu er sambærileg og hefðbundin PEST greining þar sem

m.a. er horft til breytinga á menningarlegum, efnahagslegum, tæknilegum

og lagalegum þáttum sem kunna að fela í sér ógnanir eða tækifæri. Þriðji

þátturinn inniheldur þrjú atriði, samræmi, tengsl við aðra markhópa og

hagnaðarvon. Samræmi tekur á því hvort styrkur og ímynd fyrirtækisins

samræmist þeim kröfum sem markaðurinn gerir. Tengsl við aðra

markhópa fjallar um atriði eins og samvirkni, ímyndartengsl og

kostnaðartengsl. Við þetta mat má styðjast við ýmsar aðferðir, s.s. GE-

líkanið sem sjá má á mynd 1-2.

GE-líkanið

A

B

Styrkur skipulagseiningarinnar

Hve

gre

inin

er

áhu

gave

Mikill Meðal Lítill

Lítt

Með

alM

jög

Mynd 1-2: GE-líkanið

Page 8: INSTITIUTE OF BUSINESS RESEARCH - hi

8

Fyrirtækið General Electric kynnti líkan sem ætlað er að meta

skipulagseiningar fyrirtækja á grundvelli þess hve áhugaverð greinin er

annars vegar og styrk fyrirtækisins hins vegar (Peter og Donnely, 2001).

Hvort grein er áhugaverð ræðst af ýmsum þáttum, s.s. markaðsvexti,

markaðsstærð, hagnaðarstigi og hagnaðarmöguleika, samkeppnisstigi,

eftirspurnarstigi og eftirspurnarhegðun ásamt kostnaðaruppbyggingu á

markaðnum. Hver þessara þátta er metinn og fundið út gildi sem verður

þá mælikvarði á hve áhugaverð greinin er. Hvað styrk varðar er einnig

stuðst við ákveðið gildi þar sem lagt er mat á hlutfallslega

markaðshlutdeild en jafnframt lagt mat á verðhæfni, vörugæði, þekkingu

á þörfum viðskiptavina, þekkingu á uppbyggingu markaðarins, styrk

sölukerfisins og staðsetningu. Líkanið er með þrjú svæði. Grænu svæðin

eru þau svæði þar sem fyrirtækið ætti að fjárfesta og stefna að vexti. Gulu

svæðin benda til að skipulagseining sem þar lendir sé í meðallagi sterk og

áhugaverð og þar ætti fyrirtækið að einbeita sér að því að halda stöðu

sinni. Rauðu svæðin gefa til kynna að skipulagseining sem þar lendir sé

vel undir meðallagi hvað styrk og áhugaverðleika varðar. Hér ætti

fyrirtækið að huga að því að hverfa af þessum markaði. Hringirnir á mynd

1-2 tákna staðsetningu skipulagseininga á líkaninu. Skipulagseining A

hefur 75% markaðshlutdeild á áhugaverðum markaði og hefur þar sterka

stöðu. Skipulagseining B hefur 50% markaðshlutdeild, og hefur því

nokkuð sterka stöðu, á markaði sem er undir meðallagi hvað

áhugaverðleika varðar. Skipulagseiningar geta einnig verið einstaka vörur

á markaði.

Grundvallaratriðið hvað val markhópa og markaða varðar er að

fyrirtækið beini markaðsaðgerðum sínum að markhópi þar sem saman fer

áhugaverður markhópur eða markaður annars vegar og styrkur

Page 9: INSTITIUTE OF BUSINESS RESEARCH - hi

9

fyrirtækisins til að þjóna þeim markaði hins vegar (Adcock, Bradfield,

Halborg og Ross, 1998).

Page 10: INSTITIUTE OF BUSINESS RESEARCH - hi

10

2 Staðfærsla

Staðfærsla er þriðja skrefið í miðaðri markaðssetningu og á

hugtakið, eins og það er notað hér, rætur að rekja til

auglýsingasérfræðinganna Al Ries og Jack Trout (Ries og Trout, 2001).

Skilgreina má staðfærslu í þrjá hluta; aðgreiningu, aðgerðir og ímynd

(Lilian og Rangaswamy, 2003; Trout, 2000).

Aðgreining fjallar um það með hvaða hætti ætlunin er að aðgreina

tilboð fyrirtækis frá tilboði samkeppnisaðila (Trout, 2000; Fisher 1991;

Brooksbank, 1994; Darling, 2001). Aðgreiningin beinist því að vörunni

sjálfri eða tilboðinu. Aðgreiningaráform geta verið margvísleg og ýmist

byggst á vörunni sjálfri, þjónustunni, starfsfólkinu eða ímyndinni.

Fyrirtæki gæti, svo dæmi sé tekið, boðið upp á lægra verð eða sýnt fram á

að vara þess hafi kosti fram yfir vörur samkeppnisaðila, sem réttlætir

hærra verð. Aðgreining er nátengd niðurstöðu SVÓT greiningar, þ.e.

styrkur vöru eða lausnar er alla jafna vísbending um að hægt sé að

aðgreina tilboðið á grundvelli þess atriðis.

Aðgerðir fjalla um áform fyrirtækisins um að koma aðgreiningunni

til skila. Með aðgerðunum er ætlunin að skapa skýra, aðgreinanlega og

eftirsóknarverða stöðu í huga eða minni neytenda samanborið við vörur

samkeppnisaðila (Keller, 2008; Morgan, Strong og McGuinees, 2003;

Rothe, Ferguson, Harvey og Condemi, 2003). Á meðan aðgreiningin

beinist að vörunni, þá beinast aðgerðirnar að markaðnum, þ.e. að

viðskiptavininum eða viðtakanda skilaboðanna (Lilien og Rangaswany,

2003). Það er því mjög mikilvægt að allar markaðsaðgerðir fyrirtækis eða

stofnunar miðist við að koma tiltekinni aðgreiningu til skila sem

staðfærslu í huga eða minni viðskiptavina.

Page 11: INSTITIUTE OF BUSINESS RESEARCH - hi

11

Ímyndin er svo það sem raunverulega gerist í huga viðskiptavina

eða viðtakenda skilaboða. Nálgun við að skilgreina ímynd eru nokkuð

ólíkar eftir fræðigreinum. Fræðimenn innan sálfræðinnar tengja ímynd

fyrirtækis við huglæga ímynd eða hugmynd sem er sýnileg, skynjuð og

hefur vissa rauntengingu (Grunig, 1993). Fyrirtækið eða stofnunin hefur

áhrif í þá átt að móta eigin ímynd og nýtir sér t.d. nafn eða umgjörð í

þeim tilgangi. Fræðimenn innan auglýsinga- og almannatengslageirans

hafa nokkuð svipaða sýn, þ.e. að ímynd komi frá fyrirtækinu sjálfu og sé

túlkun hagsmunaðila á því hvernig það kemur ímyndinni til skila í

gegnum nafn eða táknmyndir (Balmer, 1998). Aðrir benda á að ímynd

fyrirtækja sé margbrotið fyrirbæri sem hafi margar birtingarmyndir

(Arpan, Raney og Zivnuska, 2003; Barich og Kotler, 1991; Dowling,

1986; Nguyen og Leblanc, 1998).

Ekki er víst að ímyndin sé sú sama og áformin gerðu ráð fyrir.

Mikilvægt er að hafa í huga að ef fólk á annað borð þekkir efnið, þá gerir

það sér einhverjar hugmyndir um það og þær hugmyndir má m.a. kalla

ímynd. Þessar hugmyndir geta byggst á mikilli eða lítilli þekkingu og

verða til hvort sem markaðsfólkið kemur þar að eða ekki. Ýmsar ástæður

geta verið fyrir því að mismunur er á ímynd annars vegar og aðgreiningu

og staðfærsluáformum hins vegar. Hugsanlegt er að um svokallaða

undirstaðfærslu (underpositioning) sé að ræða en þá hafa viðskiptavinir

litla sem enga þekkingu á vörum eða starfsemi fyrirtækisins og halda

gjarnan að fyrirtækið, og eða vörur þess, standi fyrir eitthvað allt annað

en það í raun gerir. Einnig getur verið um svokallaða yfirstaðfærslu

(overpositioning) að ræða en þá fá viðskiptavinir of þrönga mynd af

fyrirtækinu eða vörum þess. Staðfærslan getur einnig verið ruglingsleg

(confused positioning) en þá fær viðskiptavinurinn óljósa og ruglingslega

Page 12: INSTITIUTE OF BUSINESS RESEARCH - hi

12

mynd af fyrirtækinu og vörum þess. Nánar má sjá tengsl aðgreiningar og

ímyndar á mynd 2-1.

ímyndáformgreininga ð)1(

ímyndáformgreininga ð)2(

ímynd ??)3(

Tengsl aðgreiningar og ímyndar

ímyndáformgreininga ð)1(

ímyndáformgreininga ð)2(

ímynd ??)3(

Tengsl aðgreiningar og ímyndar

Mynd 2-1: Tengsl aðgreiningar og ímyndar

Á myndinni má sjá að þrjár mismunandi stöður geta komið upp. Í

fyrsta lagi getur sú staða komið upp að fyrirtækið hafi skýra aðgreiningu,

beiti markvissum aðgerðum við að koma þeirri aðgreiningu til skila og

þegar lagt er mat á ímyndina kemur í ljós að hún er í samræmi við þau

aðgreiningaráform sem lagt var af stað með. Í öðru lagi getur komið upp

sú staða að fyrirtækið hafi skýra aðgreiningu, beiti aðgerðum við að koma

þeirri aðgreiningu til skila en þegar lagt er mat á ímyndina kemur í ljós að

hún er ekki í samræmi við þau aðgreiningaráform sem lagt var af stað

með. Tvær ástæður geta verið fyrir þessu, annars vegar getur verið að

mistök hafi verið gerð í markaðsstarfinu og hins vegar getur verið að

aðgerðir samkeppnisaðila hafi áhrif á þá upplifun sem einstaklingar hafa

af fyrirtækinu eða vörum þess. Í þriðja lagi getur sú staða verið uppi að

fyrirtækið hafi ekki skýra aðgreiningu, hafi þar með lítil áform um að

Page 13: INSTITIUTE OF BUSINESS RESEARCH - hi

13

koma henni til skila en samt sem áður er einhver ímynd til staðar. Sú

ímynd er þá fyrst og fremst mótuð af ytri aðstæðum, ómarkvissum

markaðsaðgerðum og/eða aðgerðum samkeppnisaðila.

Skýr stefnumótun er grundvallaratriði í árangursríkri staðfærslu.

Mikilvægt er að draga fram með skýrum hætti hvað það er sem aðgreinir

vörur fyrirtækisins frá vörum samkeppnisaðila og með hvaða hætti hægt

er að skapa samkeppnisforskot á grundvelli þeirrar aðgreiningar.

Nauðsynlegt er að draga fram með hvaða hætti koma á þessari

aðgreiningu til skila og þarf því allt markaðsstarf, ekki bara

kynningarhlutinn, að styðja við þá staðfærslu sem fyrirtækið vill hafa.

Page 14: INSTITIUTE OF BUSINESS RESEARCH - hi

14

3 Notkun vöru/skynjunarkorta til að mæla staðfærslu

Ein af þróaðri rannsóknaraðferðum í markaðsfræði er Perceptual

Mapping (Lilien og Rangaswany, 2003), stundum kallað Product

Mapping, og verður hér stuðst við þýðinguna vörukort. Vörukort er þó

ekki alltaf gott orð, þar sem nota má aðferðina til að greina margt sem

ekki er hefðbundin vara, s.s. staði, fólk og fyrirtæki.

Vörukort sýnir mynd af markaðnum og hvernig vörur eru

skynjaðar miðað við tiltekna eiginleika. Niðurstaða kortsins sýnir m.a.

hvaða vörur eru samkeppnisaðilar séð frá sjónarhóli viðskiptavinarins.

Vörukort gefur því sterka vísbendingu um staðfærslu og hvernig megi

staðsetja vöruna á markaði til að ná betri árangri. Vörukort getur því verið

gagnlegt hjálpartæki við ákvörðunartöku í stjórnun markaðsmála

(Festervand, 2000; Festervand, 2002; Kara, Kaynak og Kucukemiroglu,

1996; Stanton og Lowenhar, 1977). Niðurstöður geta hjálpað til við að

greina hvaða vörur, fyrirtæki eða þjónusta eru að keppa á markaði. Þannig

sýnir kortið vel uppbyggingu markaðarins og gefur til kynna með hvaða

hætti mætti hluta hann í minni samstæðari hópa.

Á mynd 3-1 má sjá dæmi um vörukort og verður það notað til að

útskýra hvernig túlka skal niðurstöður sem þar koma fram.

Page 15: INSTITIUTE OF BUSINESS RESEARCH - hi

15

Vara 1Eiginleiki 3

Vara 4

Vara 2

Vara 3

Eiginleiki 1

Eiginleiki 2

Eiginleiki 4

Eiginleiki 5

Vara 1Eiginleiki 3

Vara 4

Vara 2

Vara 3

Eiginleiki 1

Eiginleiki 2

Eiginleiki 4

Eiginleiki 5

Mynd 3-1: Dæmi um vörukort

Kortið sýnir fjögur vörumerki sem metin eru út frá fimm

eiginleikum. Eiginleikarnir geta verið margs konar, jafnt jákvæðir sem

neikvæðir. Við endanlegt val á eiginleikum skiptir máli að velja

eiginleika sem lýsa vel viðkomandi markaði og stöðu einstaka

vörumerkja á honum. Ýmsar leiðir er hægt að fara við að finna

eiginleikana. Eðlilegt er að byrja með fleiri en færri og nota

aðferðafræðina til að sameina og/eða fækka eiginleikum. Sú aðferð sem

hér er notuð byggir á aðferðum Lilien og Rangaswamy (2003) en sú

aðferð byggir á MDS og birtir niðurstöður á vektorformi. Margar svipaðar

aðferðir eru til (Gwin, 2003; Romaniuk og Sharp, 2000; Bijmolt og

Wedel, 1999; Sinclair og Stalling, 1990; Kohli og Lance, 1993; Shugan,

2004).

Svarendur taka afstöðu til varanna eða vörumerkjanna á grundvelli

þeirra eiginleika sem teknir eru með í matinu. Alla jafna er stuðst við

einhvers konar afbrigði af Likert-kvarða, gjarnan 7 eða jafnvel 9 stiga. Í

töflu 3-1 má sjá dæmigerða uppsetningu á spurningu í mati sem þessu en

Page 16: INSTITIUTE OF BUSINESS RESEARCH - hi

16

hér er tekin afstaða til allra vörumerkjanna á grundvelli sama

eiginleikans. Vörumerkin er því borin saman innbyrðis. Á töflu 3-1 má

sjá dæmi um svarblað þar sem lagt er mat á stöðu verslana út frá

tilteknum eiginleika.

Tafla 3-1: Svarmöguleikar fyrir ímyndarmælingu á matvörumarkaði.

Á mjög Á mjögilla við vel við

Fjarðarkaup: 1 2 3 4 5 6 7 8 9Kea-Nettó: 1 2 3 4 5 6 7 8 9

Hagkaup: 1 2 3 4 5 6 7 8 911-11: 1 2 3 4 5 6 7 8 9Bónus: 1 2 3 4 5 6 7 8 910-11: 1 2 3 4 5 6 7 8 9

Europris: 1 2 3 4 5 6 7 8 9Nóatún 1 2 3 4 5 6 7 8 9

Krónan: 1 2 3 4 5 6 7 8 9

Sá sem svarar tekur afstöðu til vörumerkjanna út frá því hvort hann

telur viðkomandi eiginleika eiga mjög illa við um það vörumerki, mjög

vel eða eitthvað þar á milli. Með þessum hætti er lagt mat á vörumerkin út

frá öllum þeim eiginleikum sem notaðir eru.

Ef horft er á sýnidæmið á mynd 3-1 má sjá að um er að ræða fjögur

vörumerki sem metin eru úr frá fimm eiginleikum. Við gerð myndarinnar

er stuðst við staðfærslugreiningarforrit (positioning analysis) Liliens og

Rangaswamy (2003) en það byggir á því að meðaltöl allra svara eru sett

inn í tvívíða matrixu þar sem vörumerkin eru í dálkum og eiginleikarnir í

línum. Forritið staðsetur og ákvarðar lengd línanna eftir meðaleinkunn

eiginleika til tiltekins vörumerkis.

Lengd línanna segir til um hversu vel eða afgerandi eiginleikinn

greinir á milli vörumerkjanna. Löng lína gefur til kynna að viðkomandi

eiginleiki sé afgerandi í mati viðskiptavina, og eftir því sem vörumerkið

Page 17: INSTITIUTE OF BUSINESS RESEARCH - hi

17

lendir fjær miðju og nær lengri eiginleikalínu, þeim mun afgerandi er

aðgreiningin á grundvelli þess eiginleika. Mikilvægt er að hafa í huga að

línurnar eru lesnar í báðar áttir frá miðju þrátt fyrir að aðeins annar

vektorinn komi fram (Lilien og Rangaswamy, 2003). Þannig má sjá að

vara 1 tengist mun síður eiginleika 4 en hinar vörurnar. Hornið milli

línanna gefur einnig mikilvægar upplýsingar. Lítið horn milli eiginleika

gefur til kynna, að eiginleikarnir séu nátengdir í huga þeirra sem svara þar

sem mikil fylgni er á milli þeirra.

Page 18: INSTITIUTE OF BUSINESS RESEARCH - hi

18

4 Mat á staðfærslu á matvörumarkaði

Markmið rannsóknar á staðfærslu matvöruverslana á

höfuðborgarsvæðinu er að kanna hvort neytendur sjá markað

matvöruverslana sem einn markað eða fleiri og hvað einkenni hvern

markað séu þeir fleiri. Notuð var aðferðafræði sem hér hefur verið kynnt

að framan og kölluð vörukort.

Undirbúningur rannsóknarinnar fól í sér viðtöl við neytendur þar

sem lögð var áhersla á að kanna hvaða atriði einkenndu matvöruverslanir

og skiptu einhverju máli að þeirra mati. Í október 2002 var 24 manna

hópur beðinn um að taka afstöðu til 18 atriða (sjá mynd 4-1). Aðspurðir

tóku afstöðu til þessara atriða, sem sett voru fram sem fullyrðing, á stiga

kvarða þar sem 1 táknaði “Á mjög illa við” á meðan að 9 táknaði “Á

mjög vel við”. Niðurstöður forkönnunarinnar má sjá á mynd 4-1.

Mynd 4-1: Forkönnun á ímyndarmælingu fyrir matvöruverslanir, 18 atriði og 24 svör.

Page 19: INSTITIUTE OF BUSINESS RESEARCH - hi

19

Eins og sjá má á mynd 4-1 þá verður strax til ákveðið “landslag”

fyrir markað matvöruverslana. Þannig raðast lágvöruverðsverslanirnar

allar á svipaðar slóðir á kortinu (SA-hlutann). Því má álíta að þær séu í

mestri innbyrðis samkeppni. 10-11 og 11-11 lenda nánast á sama stað og

það sama á við um Hagkaup og Nóatún. Fjarðarkaup sker sig úr og

tengist eiginleikanum öðruvísi verslun. Einnig má sjá að margir

matsþættirnir liggja saman, þ.e. hornið á milli þeirra er mjög þröngt.

Tilgangur forkönnunarinnar er fyrst og fremst sá að reyna að fækka þeim

atriðum sem lagt er mat á, m.a. með því að sameina þau atriði sem liggja

saman, enda er mikil fylgni milli þeirra. Með sama hætti má fella út atriði

þar sem eiginleikalínan er mjög stutt en þá er svarandi ekki að gera

mikinn greinarmun á vörumerkjunum út frá þeim eiginleika. Eftir þá

vinnu stóðu eftir 10 atriði; vöruúrval, hreinleiki, verðlag, ferskleiki,

þjónusta, opnunartími, öðruvísi verslun, hefur “karakter”, tilhlökkun að

heimsækja og vil ekki vera lengi þar. Athygli er vakin á því að tvö

síðastnefndu atriðin, tilhlökkun að heimsækja og vil ekki vera lengi þar,

er í raun eitt og sama atriðið með andstæðum pólum. Á vörukorti ættu

línurnar fyrir þessa eiginleika að vísa í gagnstæðar áttir en tilgangurinn

með því að hafa tvær þannig spurningar er að meta áreiðanleika svaranna.

Í mars 2003 var könnunin lögð fyrir í annað sinn og voru 34

einstaklingar fengnir til að leggja mat á þessi atriði. Kvarðinn var sá sami

og í forkönnuninni og unnið með gögnin með sama hætti og áður.

Niðurstöður seinni forkönnunar má sjá á mynd 4-2.

Page 20: INSTITIUTE OF BUSINESS RESEARCH - hi

20

Samkeppni á grundvelli

hreinleika, ferskleika,

þjónustu og vöruúrvals.

Sérstaða á markaði,

“karakter” og öðruvísi

verslun!Samkeppni á grundvelli

verðlags.

Samkeppni á grundvelli

opnunartíma.

Samkeppni á grundvelli

hreinleika, ferskleika,

þjónustu og vöruúrvals.

Sérstaða á markaði,

“karakter” og öðruvísi

verslun!Samkeppni á grundvelli

verðlags.

Samkeppni á grundvelli

opnunartíma.

Mynd 4-2: Seinni forkönnun vegna ímyndarmælinga á matvöruverslunum, 10 atriði og 34 svör.

Athyglisvert er að sama landslag kemur fram, þrátt fyrir að hér hafi

allt annar hópur verið fenginn til að svara spurningunum. Kea-Nettó,

Krónan, Europris og Bónus keppa á grundvelli verðs, 10-11 og 11-11 á

grundvelli opnunartíma, Nóatún og Hagkaup á grundvelli hreinleika,

ferskleika, þjónustu og vöruúrvals og Fjarðarkaup virðist hafa sérstöðu á

markaði.

Aftur þarf að hafa í huga að í seinni forkönnuninni var ekki

markmiðið að leggja mat á ímynd verslananna, heldur eiginleikana sem

nota á við matið. Á mynd 4-2 má sjá að eiginleikarnir ferskleiki og

þjónusta falla nánast saman og því má sameina þá. Eftir það stóðu eftir 9

atriði, þau sömu og í forkönnun 2 að frátöldum eiginleikanum þjónusta.

Í apríl og maí 2003 var spurningalistinn lagður fyrir meðal þeirra

sem heimsóttu þær verslanir sem voru í matinu og á meðal nemenda í

Háskóla Íslands. Alls fengust 307 nothæf svör. Spurningalistinn var

Page 21: INSTITIUTE OF BUSINESS RESEARCH - hi

21

byggður upp með sama hætti og í forkönnunum en til viðbótar var fólk

beðið um að segja til um hversu oft það heimsótti tiltekna verslun.

Notaður var 9 stiga kvarði þar sem 1 stóð fyrir “Fer sjaldan eða aldrei í

þessa verslun” á meðan að 9 stóð fyrir “Fer mjög oft í þessa verslun”.

Tilgangurinn með þessu var að reyna að leggja mat á markaðshlutdeild

hverrar verslunar en hafa ber í huga að hér er hún metin út frá

heimsóknum en ekki veltu. Ljóst má vera að verslun getur verið með

hlutfallslega lága heimsóknatíðni en upphæð hverrar heimsóknar há og

því væri markaðshlutdeild meiri ef metið væri út frá veltu.

Niðurstöður rannsóknarinnar má sjá á mynd 4-3 sem sýnir vörukort

fyrir matvöruverslanir á höfuðborgarsvæðinu. Athygli vekur að

landslagið er nánast það sama og í forkönnun 1 en svo virðist sem um

þrjá markaði sé að ræða, lágvöruverðsverslanir, þæginda- og

gæðaverslanir og klukkuverslanir.

Mynd 4-3: Niðurstöður rannsóknar á ímynd matvöruverslana vorið 2003.

Page 22: INSTITIUTE OF BUSINESS RESEARCH - hi

22

Sjá má á mynd 4-3 að lágvöruverðsverslanirnar lenda á svipuðum

slóðum, keppa á grundvelli verðlags, þykja erilsamar og svarendur virðast

ekki vilja dvelja þar lengi. Bónus virðist hafa sterkustu stöðuna af þessum

verslunum þar sem verslunin lendir lengst frá miðju og fjærst neikvæðu

eiginleikunum. Hinar keðjurnar, þ.e. Krónan, Europris og Kea-Nettó

virðast ekki hafa eins afgerandi stöðu sem lágvöruverðsverslanir.

Sem fyrr lenda 10-11 og 11-11 á svipuðum slóðum og aðgreina sig

á grundvelli opnunartíma. Þar virðist 10-11 hafa sterkari stöðu en 11-11

og ennfremur virðist 11-11 tengjast sterkar neikvæða eiginleikanum “vil

ekki vera lengi þar”. Verslanirnar þykja rólegar og verðlag í hærri

kantinum. Nóatún, Hagkaup og Fjarðarkaup lenda á svipuðum slóðum og

virðast vera í mikilli innbyrðis samkeppni, sérstaklega Nóatún og

Hagkaup. Þessar verslanir tengjast sterkt eiginleikunum hreinleika,

ferskleika, vöruúrvali, gaman að heimsækja og öðruvísi verslun. Nokkur

munur er þó á þeim þar sem Nóatún tengist sterkt hreinleika á meðan að

Fjarðarkaup tengist sterkt eiginleikanum öðruvísi verslun. Fjarðarkaup

virðist því hafa ákveðna sérstöðu á matvörumarkaði á

höfuðborgarsvæðinu. Athygli vekur að eiginleikarnir “gaman að

heimsækja” og “vil ekki vera lengi þar” eru andstæðir hver öðrum. Það er

eðlilegt og styður matið.

Á mynd 4-4 má sjá niðurstöðuna eftir að tekið er tillit til heimsóknartíðni en það er ákveðin leið til að leggja mat á markaðshlutdeild eins og áður hefur komið fram.

Page 23: INSTITIUTE OF BUSINESS RESEARCH - hi

23

Bónus

Fjarðarkaup Nettó

11-11

10-11

Europris

NóatúnHagkaup

Krónan

Bónus

Fjarðarkaup Nettó

11-11

10-11

Europris

NóatúnHagkaup

Krónan

Mynd 4-4: Niðurstöður út frá heimsóknartíðni

Ef heimsóknartíðni er mælikvarði á styrk verslunar má sjá að

Bónus hefur ákveðna yfirburði á lágvöruverðsmarkaðnum, 10-11 virðist

standa betur en 11-11 og Nóatún hefur ákveðna yfirburði yfir Hagkaup og

Fjarðarkaup. Hér er mikilvægt að hafa í huga að niðurstaðan sýnir

heimsóknartíðni en ekki veltu. Þannig er líklegt að heimsóknir í Nóatún

séu fleiri en í Hagkaup vegna þess að verslanir eru fleiri og hafa ber í

huga að Fjarðarkaup rekur aðeins eina verslun. Mikilvægt er þó að hafa í

huga að í hverri heimsókn felst ákveðið tækifæri.

Reglulega hafa verið gerðar mælingar á ímynd matvöruverslana frá

því 2003. Allar benda þær til þess að sýn markaðarins á stöðu

matvöruverslana sé mög skýr og stöðug. Haustið 2007 var framkvæmd

könnun meðal nemenda í Háskóla Íslands. Nemendum var sendur

tölvupóstur en einnig voru nemendur í Endurmenntun Háskóla Íslands

beðnir um að svara könnuninni. Alls svöruðu 783 einstaklingar

spurningalistanum en hann var byggður upp með svipuðum hætti og gerð

Page 24: INSTITIUTE OF BUSINESS RESEARCH - hi

24

er grein fyrir hér að framan. Spurningalistinn samanstóð af 10

eiginleikum en til viðbótar voru þátttakendur beðnir um að segja til um

hversu oft þeir heimsækja tiltekna verslun. Niðurstöður má sjá á mynd 4-

5.

Mynd 4-5: Niðurstöður rannsóknar haustið 2007.

Eins og sjá má þá eru niðurstöður mjög áþekkar fyrri niðurstöðum

og athygli vekur að breytingar eru litlar sem engar. Hagkaup og Nóatún

liggja nálægt hvor annarri, tengja sig sterkt við góða þjónustu og

ferskleika og eru í mikilli samkeppni. 11-11 og 10-11 eru mjög nálægt

hvor annarri og tengja sig við rúman opnunartíma. Bónus og Krónan

tengja sig við hagstætt verðlag, eril og þrengsli og Fjarðarkaup, sem fyrr,

tengir sig við gaman að versla og gott vöruúrval. Því má halda fram að

Page 25: INSTITIUTE OF BUSINESS RESEARCH - hi

25

Fjarðarkaup hafi mikla sérstöðu á matvörumarkaðinum á

höfuðborgarsvæðinu.

Niðurstaða matsins er að matvörumarkaðurinn sé í raun þrír

markaðir, lágvöruverðsverslanir, klukkuverslanir og þæginda- og

gæðaverslanir. Á lágvöruverðsmarkaðnum virðist Bónus hafa sterkustu

stöðuna en á þeim markaði eru einnig Krónan, Europris og Kea-Nettó. Á

klukkumarkaðnum eru tvær verslanir eða vörumerki, 10-11 og 11-11 og

virðist 10-11 hafa heldur sterkari stöðu. Á þæginda- og gæðamarkaðnum

eru Nóatún, Hagkaup og Fjarðarkaup. Nóatún og Hagkaup virðast

skynjaðar sem mjög svipaðar verslanir á meðan að Fjarðarkaup hefur

ákveðna sérstöðu.

Mikilvægt er að hafa í huga að staðfærsla er ekki mæld í eitt skipti

fyrir öll. Allt hefur áhrif á allt og því hafa aðgerðir einstaka verslana

óhjákvæmilega áhrif á staðfærslu þeirra. Verslanirnar geta notað mat sem

þetta til að ákvarða stefnumarkandi markaðsaðgerðir. Þannig gæti verslun

ákveðið að tengjast sterkar ákveðnum eiginleika en um leið forðast annan.

Ennfremur gæti verslun lagt áherslu á nýjan eiginleika og skapað sér

ákveðna sérstöðu með þeim hætti. Áframhaldandi og reglulegt mat á

staðfærslu matvöruverslana á höfuðborgarsvæðinu er því nauðsynlegt.

Page 26: INSTITIUTE OF BUSINESS RESEARCH - hi

26

Heimildir

Adcock, D., Bradfield, R., Halborg, A. og Ross, C. (1998). Marketing,

Principles and Practice. London; Financial Times Management.

Arpan, L.M., Raney, A.A. og Zivnuska, S. (2003). A cognitive approach

to understanding university image. Corporate Communications, 8,

bls. 97-113.

Balmer, J.M.T. (1998). Corporate identity and the advent of corporate

marketing. Journal of Marketing Management, 14, bls. 963-996.

Barich, H. Og Kotler, P. (1991). A framework for marketing image

management. Sloan Management Review, 32, 94-104.

Bijmolt, T. og Wedel, M. (1999). A Comparison of Multidimensional

Scaling Methods for Perceptual Mapping. Journal of Marketing

Research, 36, bls. 277-285.

Brooksbank, R. (1994). The Anatomy of Marketing Positioning Strategy.

Marketing Intelligence & Planning, 12, bls. 10-14.

Chaston, I. (2001). E-Marketing Strategy. England; McGraw-Hill

Companies.

Darling, J.R. (2001). Successful Competitive Positioning: The Key for

Entry into the European Consumer Market. European Business

Review, 10, bls. 209-220.

Dickson, P.R. og Ginter, J.L. (1987). Market Segmentation, Product

Differentiation, and Marketing Strategy. Journal of Marketing, 51,

bls. 1-10.

Dowling, G. (2000). Harvesting Customer Value: Understanding and

Applying the STP Process. Sótt á www.valueharvest.com.

Page 27: INSTITIUTE OF BUSINESS RESEARCH - hi

27

Dowling, G.R. (1986). Managing your corporate images. Industrial

Marketing Management, 15, bls. 109-116.

Festervand, T.A. (2000). A Note on the Development Advatages of the

Southern States: Perceptual Mapping as a Guide to Development

Marketing and Policy. Economic Development Quarterly, 14, bls.

292-297.

Festervand, T.A. (2002). U.S. Foreign Direct Investment: Industrial

Executives’ Perception of Emerging Central American Countries

as FDI Destinations. IJCM, 12, bls. 72-86.

Fisher, R.J. (1991). Durable Differentiation Strategies for Services. The

Journal of Services Marketing, 5, bls. 19-28.

Gima, K.A. og Ko, A. (2001). An Empirical Investigation of the Effect of

Market Orientation and Entrepreneurship Orientation Alignment on

Product Innovation. Organization Science, 12, bls. 54-74.

Grunig, J. (1993). Image and sustace: From symbolic to behavioral

relationships. Public Relations Review, 19, bls. 121-139.

Gwin, C.F. (2003). Product Attributes Model: A Tool for Evaluating

Brand Positioning. Journal of Marketing Theory and Practice, 11,

bls. 30-42.

Hollensen, S. (2003). Marketing Management, a Relationship Approach.

Harlow; Pearson Education Ltd.

Jackson, S.E. (2007). Using Strategic Segmentation to Prioritize Growth

Opportunities. Corporate Finance Review, 11, bls. 11-22.

John, F. og Smithee, A. (1999). Strategic Marketing and the Resource

Based View of the Firm. Academy of Marketing Science Review,

1999, bls. 1-22.

Page 28: INSTITIUTE OF BUSINESS RESEARCH - hi

28

Kara, A., Kaynak, E. og Kucukemiroglu, O. (1996). Positioning of Fas-

Food Outlets in Two Regions of North America: A Comparative

Study Using Correspndence Analysis. Journal of Professional

Service Marketing, 14, bls. 99-119.

Karande, K., Shankarmahesh, M.N. og Rao, C.P. (1999). Marketing to

Public- and Private- Sector Companies in Emerging Countries: A

Study of Indian Purchasing Managers. Journal of International

Marketing, 7, bls. 64-83.

Keller, K.L. (2008). Strategic Brand Management. Upper Saddle River:

Pearson Prentice Hall.

Kohli, C.S. og Leuthesser, L. (1993). Product Positioning: A comparison

of Perceptual Mapping Techniques. The Journal of Product and

Brand Management, 2, bls. 10-20.

Kotler, P., Armstrong, G., Saunders, J. og Wong, V. (2001). Principles of

Marketing. Essex: Pearson Education.

Kumar, N. (2004). Marketing as Strategy, Understanding the CEO’s

Agenda for Driving Growth and Innovation. Boston; Harvard

Business School Press.

Lilien, G. og Rangaswamy, A. (2003). Marketing Engineering, Computer

Assisted Marketing Analysis and Planning. New Jersey: Prentice

Hall.

Matsuno, K. og Mentzer, J.T. (2000). The Effect of Strategy Type on the

Market Orientation-Performance Relationship. Journal of

Marketing, 64, bls. 1-16.

Morgan, R.E., Strong, C.A. og McGuinnes, T. (2003). Product-market

positioning and prospector strategy. An analysis of strategic

Page 29: INSTITIUTE OF BUSINESS RESEARCH - hi

29

patterns from the reource-based perspective. European Journal of

Marketing, 37, bls. 1409-1439.

Nguyen, N. og LeBlanc, G. (1998). The mediating role of corporate

image on customer’s retention decisions: An investigation in

financial services. The International Journal of Bank Marketing,

16, bls. 52-65.

Peter, J.P. og Donnely, J.H. (2001). Marketing Management, Knowledge

and Skills. Singapore: McGraw-Hill Higher Education.

Ries, A. og Trout, J. (2001). Positioning: The Battle for Your Mind. New

York: McGraw-Hill.

Rothe, J.T. (2003). Assessing the impact of negative marketing strategies:

The application of market signaling metrics. Journal of Marketing

Theory and Practice, 11, bsl. 18-27.

Sarkar, M.B., Echambadi, R. og Harrison, J.S. (2001). Alliance

Entrepreneurship and Firm Market Performance. Strategic

Management Journal, 22, bls. 701-711.

Sharp, B. og Romaniuk, J. (2000). Using known patterns in image data to

determine brand positioning. International Journal of Market

Research, 42, bls. 219-230.

Shugan, S.M. (2004). The Impact of Advancing Technology on

Marketing and Academic Research. Marketing Science, 23, bls.

469-475.

Sinclair, S.A. og Stalling, E.C. (1990). Perceptual Mapping; A Tool for

Industrial Marketing; A Case Study. The Journal of Business &

Industrial Marketing, 5, bls. 55-66.

Page 30: INSTITIUTE OF BUSINESS RESEARCH - hi

30

Solomon, M., Bamossy, G. og Askegaard, S. (2002). Consumer

Behaviour, a European Perspective. Essex: Pearson Education Ltd.

Stanton, J.L. og Lowenhar, J.A. (1977). Perceptual Mapping of Consumer

Products and Television Shows. Journal of Advertising, 6, bls. 16-

22.

Trout, J. (2000). Differentiate or Die, Survival in Our Era of Killer

Competition. New York: John Wiley & Sons Inc.

Walker, O.C., Boyd, H. W., Mullins, J. and Larreche, J.C. (2003).

Marketing Strategy, a Decision-Focused Approach. New York;

McGraw-Hill Companies.

West, D., Ford, J. og Ibrahim, E. (2006). Strategic Marketing, Creating

Competitieve Advantage. New York; Oxford University Press.

Wind, Y.J. (1981). Marketing-oriented planning models. Marketing

Decision Models. bls. 270-250.