jörð - rml

10
Jörð.is Námskeið og vinnusmiðjur 24.-27. janúar 2011 Almennt –aðgangur að jörð.is Forritið Jörð er gagnagrunnur fyrir jarðræktarupplýsingar sem vistaður er hjá Bændasamtökum Íslands. Notendur geta nálgast gagnagrunninn á vefslóðinni www.jörð.is . Til þess að hefja notkun þurfa notendur að óska eftir aðgangi að forritinu með tölvupósti á netfangð [email protected] eða hafa samband við Bændasamtök Íslands í síma 563-0300. Notendanafn og aðgangsorð er það sama og notað er í aðra gagnagrunna BÍ s.s. fjarvis.is og huppa.is. Sé notendanafn ekki til staðar þarf að óska eftir aðgangsorði. Gagnagrunnurinn er tengdur loftmyndagrunni Loftmynda ehf og allar spildur sem teiknaðar eru í hann birtast í gagnagrunninum Jörð. Athugið samt að uppfæra þarf þessa tengingu til þess að breytingar sem gerðar eru á túnkortagrunni birtist í Jörðinni. Notkun hefst Sem fyrr sagði má nálgast forritið á slóðinni www.jörð.is . Þegar þangað er komið birtist innsláttargluggi þar sem slegin eru inn aðgangsorð og lykilorð. Þegar notendanafn og lykilorð hafa verið slegin inn birtist listi yfir þau bú sem viðkomandi hefur aðgang að. Til þess að hefja vinnslu er smellt á búið. Hér skal skrá notendanafn og lykilorð Aðgangurinn er samræmdur öðrum gagnagrunnum BÍ Smellið á bú til að hefja vinnslu

Upload: others

Post on 28-Oct-2021

6 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Jörð - RML

Jörð.is Námskeið og vinnusmiðjur 24.-27. janúar 2011

Almennt –aðgangur að jörð.is Forritið Jörð er gagnagrunnur fyrir jarðræktarupplýsingar sem vistaður er hjá Bændasamtökum Íslands. Notendur geta nálgast gagnagrunninn á vefslóðinni www.jörð.is . Til þess að hefja notkun þurfa notendur að óska eftir aðgangi að forritinu með tölvupósti á netfangð [email protected] eða hafa samband við Bændasamtök Íslands í síma 563-0300. Notendanafn og aðgangsorð er það sama og notað er í aðra gagnagrunna BÍ s.s. fjarvis.is og huppa.is. Sé notendanafn ekki til staðar þarf að óska eftir aðgangsorði. Gagnagrunnurinn er tengdur loftmyndagrunni Loftmynda ehf og allar spildur sem teiknaðar eru í hann birtast í gagnagrunninum Jörð. Athugið samt að uppfæra þarf þessa tengingu til þess að breytingar sem gerðar eru á túnkortagrunni birtist í Jörðinni. Notkun hefst Sem fyrr sagði má nálgast forritið á slóðinni www.jörð.is. Þegar þangað er komið birtist innsláttargluggi þar sem slegin eru inn aðgangsorð og lykilorð. Þegar notendanafn og lykilorð hafa verið slegin inn birtist listi yfir þau bú sem viðkomandi hefur aðgang að. Til þess að hefja vinnslu er smellt á búið.

Hér skal skránotendanafn og lykilorð

Aðgangurinn er samræmdur öðrum gagnagrunnum BÍ

Smellið á bú til að hefja vinnslu

Page 2: Jörð - RML

Spildulisti og spilduskráning Ef fyrir liggur túnkort í loftmyndagrunni eða ef skráðar hafa verið jarðabætur birtast þær spildur í spildulista á forsíðu forritsins. Hægra megin á skjánum er flettistika sem sýnir helstu aðgerðir forritsins. Séu engar spildur í listanum er hægt að nýskrá spildu. Þegar smellt er á nýskrá spildu birtist innsláttargluggi þar sem hægt er að skrá nafn og númer spildu ásamt stærð og öðrum grunnupplýsingum. Þegar skráningu er lokið er þarf að styðja á hnappinn vista eða hætta við sé þess óskað. Ef spildan er ekki í notkun tímabundið er hægt að gera hana óvirka með því að taka af hakið virk. Ef tenging er við spilduna í loftmyndagrunn birtist Íslandskort aftan við spilduna sem hægt er að smella á. Þá birtist spildan á loftmynd. Til þess að sjá allt túnkortið er smellt á Íslandskortið sem staðsett er aftan við titilinn Spildur efst á síðunni.

Til hægri er flettistika með yfirliti yfir

aðgerðir forritsins

Hér er hægt að smella til að nýskrá

spildu

Page 3: Jörð - RML

Spildulistinn er grundvallarviðmót forritsins. Hægt er að smella á einstaka spildur og þar er hægt að skrá allt sem viðkemur spildunni, s.s. almennar upplýsingar (frjósemi, ræktun, jarðveg og fleira), ástand spildu (klaki að vori, gróðurfar, beit og athugasemdir), Uppskera (sláttu- og hirðingardagur, magn og gæði heyja), heysýni, jarðvegssýni, áburðarþörf og áburðargjöf. Til þess að skrá er smellt á nýskrá. Sé smellt á nýskrá opnast skráningargluggi fyrir hvern þátt.

Page 4: Jörð - RML

Skráning á uppskeru Sem fyrr sagði er hægt að skrá uppskeru á einstakar spildur með því að smella á viðkomandi spildu í spildulista. Einnig er hægt að blika á uppskeru í flettistiku og skrá uppskeru á einstakar spildur eða skrá uppskeru á fleiri spildur saman. Á þessari síðu er ennfremur samantekt á uppskerunni í magni og gæðum. Sé smellt á excel táknið efst á síðunni birtist skjal með uppskeruskráningu sem hægt er að prenta út og koma fyrir í gæðahandbók í sauðfjárrækt. Þá gefur þetta ennfremur möguleika á að vinna meira með uppskerugögnin.

Page 5: Jörð - RML

Skráning á ástandi Á sama hátt og uppskera er skráð er hægt að fá yfirlit yfir ástandsskráningar með því að blika á Ástand í flettistiku. Þá birtast ástandsskráningar eftir árum og hægt er að velja ár í flettilista. Þennan möguleika er ágætt að nota til þess að skrá ræktunarsöguna, þ.e. hvenær spildu er bylt og hvað er ræktað í henni í kjölfarið. Vissulega kemur einnig til greina að skrá ástand allra túna árlega og nota þá athugasemdadálka til að skrá t.d. kal, gróanda og fleira.

Page 6: Jörð - RML

Tilbúinn áburður Sé blikað á Tilbúinn áburður í flettistiku sést yfirlit yfir innflytjendur á áburði, tegundir og verð. Þetta er uppfært í tengslum við breytingar framleiðenda.

Page 7: Jörð - RML

Búfjárburður Síðan Búfjáráburður gefur kost á að skrá framleiðslu og stöðu búfjáráburðar á búinu. Þarna kemur fram hvaða búfjáráburðartegudir eru í boði en einnig er hægt að skrá eigin búfjáráburð t.d. ef efnagreiningar liggja fyrir. Þá er smellt á nýskrá undir liðnum Tegundir búfjáráburðar. Skráning í þessum hluta er svolítið ruglingsleg þar sem bæði er skráð framleiðsla og staða búfjáráburðar og ekki virðast tengsl á milli skráninganna. Þá vantar innsláttarglugga fyrir framleiðslu pr. grip ef skráð er ný tegund búfjáráburðar.

Page 8: Jörð - RML

Áburðaráætlun Forritið býður uppá að gerð sé áburðaráætlun. Þegar hafist er handa við hana er blikað á Áburðaráætlun í flettistiku og þá birtist yfirlitssíða. Þarna er hægt að skrá áburðarþörf á einstökum spildum eða að skrá þörfina á mörgum spildum í einu. Þetta er gert með því að semlla á Aðgerðir og nýskrá eða nýskrá margar. Þá kemur upp spildulisti og slegin er inn þörf fyrir N-P-K og hlutfall. Einnig er hægt að skrá áburðarþörf á einstökum spildum í gegnum spildulista. Þegar áburðarþarfir hafa verið ákvarðaðar fyrir spildur búsins þarf að skrá búfjáráburðargjöf með því að smella á Aðgerðir í hlutanum Búfjáráburður og blika þar á nýskrá eða nýskrá margar.

Nú er allt tilbúið til að keyra áburðaráætlun. Þá er smellt á Aðgerðir undir liðnum Áætlun og valið nýskrá. Þegar það hefur verið valið birtist yfirlit yfir skilyrði. Þarna er valið frá hvaða framleiðnda á að kaupa áburð og ennfremur hvort setja á einhver skilyrði um efnainnihald áburðar, t.d. hvort hann eigi að innihalda brennistein (S).

Page 9: Jörð - RML

Þegar skilyrði hafa verið valin er smellt á áfram og þá birtist tillaga að áburðarvali fyrir hverja spildu.

Page 10: Jörð - RML

Þarna er hægt að breyta tillögu tölvunnar eða samþykkja fyrir hverja spildu og velja vista. Þegar áætlun hefur verið vistuð birtist hún fyrir hverja spildu og fyrir neðan samantekt áætlunarinnar. Þá er ennfremur hægt að blika á Excel tákn ofan við áætlunina og prenta út pöntunarblað, áburðaráætlun og dreifiblað til að hafa til skráningar í dráttarvél. Hægt er að endurreikna áætlunina eða bæta nýjum við t.d. fyrir mismunandi framleiðendur.

Forritið er tiltölulega einfalt í notkun og snýst að mestu leyti um geymslu upplýsinga. Þegar fram líða stundir er ætlunin að hægt verið að auka skýrslugerð byggða á þessum upplýsingum og að þannig geti upplýsingarnar og reynslan nýst til að taka upplýstari ákvarðanir í jarðrækt og fóðuröflun. Búgarði Akureyri í janúar 2011 Ingvar Björnsson, héraðsráðunautur