kafli 6 uppeldishlutverk...

8
6 uppeldishlutverk KAFLI 6 skátahreyfingarinnar

Upload: others

Post on 26-Jan-2021

2 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

  • 6uppeldishlutverk

    KAFLI 6

    skátahreyfingarinnar

  • 826. kafli | Uppeldishlutverk skátahreyfingarinnar

    hvert stefnum við?

    Lítum fyrst á uppeldishlutverkið eins og það er kynnt unglingum og fullorðnum og síðan hvernig það nær til barnanna með skátaheiti og skátalögum.

    við höfum þegar fjallað um hvernig drekaskátasveitin er samsett

    stelpur og strákar frásjö til níu ára

    Við verðum samt að leggja áherslu á að sveitin er ekki fastmótað samfélag. Eins og í Dýrheimum er hún stöðugt að setja sér markmið og kappkosta að uppfylla hlutverk sitt.

    Tilgangurinn er í reynd uppeldishlutverk skátahreyfingarinnar. Hlutverk sem leiðbeinir okkur um hvernig skátar vinna um allan heim.

    Þrátt fyrir að allir vinni að sama uppeldismarkmiði hljómar það ekki eins í eyrum sjö til níu ára stelpna og stráka og í eyrum fullorðinna.

    við vitum einnigað táknræn umgjörð hefur áhrif á

    sveitarstarfið

    við höfum einnig fjallað um sérstakt umhverfi sveitarinnar

    og að þessum félagsskap er stjórnað á vingjarnlegan og ábyrgan hátt rétt eins og

    eldri bróðir eða systir væru að verki

    við vitum að sveitin er lifandi félagsskapur ungs fólks

    sveitarstarfið

    Dýrheimasögurnar

    hóparnir og sveitin

    hlutverk sveitarforingja

  • 83 Uppeldishlutverk skátahreyfingarinnar | 6. kafli

    andlega sinnaður einstaklingurog vera virkur í leit að persónulegum lífsgildum,

    opna hjarta sitt fyrir kærleikanum og hafaánægju af því og gera hann að hluta daglegs lífs.

    Að vera opinn fyrir umræðum og skilningi á trúarlegrisannfæringu annarra.

    skapandi einstaklingurhafa góð áhrif á umheiminn og berjast fyrir heiðarlegu samfélagi. Vera stöðugt aðlæra og kanna ókunnar leiðir, vinna verk sín vel og vera laus við eigingirni og óháður efnislegum gæðum.

    hlutverk okkarsem erum fullorðin

    heiðarlegur og sjálfstæður einstaklingurhafa hreinan huga og vera góðhjartaður, viljasterkur, ábyrgur og sjálfum sér nógur, taka á sig persónulegar skuldbindingar, vera staðfastur og standa ætíð við orð sín.

    hjálpsamur einstaklingurtaka þátt í samfélaginu, standa vörð

    um rétt annarra, skuldbinda sig lýðræði ogsjálfbærri þróun, unna réttlæti og tala fyrir friði.

    Meta mannauð, byggja fjölskyldulíf sitt á ást og virðinguog deila gleði og umhyggju með öðrum.

    Sérhver karl og kona sem hefur reynslu af skátastarfileggur sig fram um að vera:

    Það er auðvitað ekki raunhæft að ætlast til þess að hvert ungmenni og fullorðinn sem hefur tekið þátt í skátastarfi, verði alltaf fyrirmynd um öll þau gildi sem við setjum fram í markmiði okkar. Uppeldishlutverkið, skátaheitið og lögin eru leiðarljós okkar, áskorun um að gera okkar besta til að nýta hæfileika okkar til fulls.

  • 846. kafli | Uppeldishlutverk skátahreyfingarinnar

    Drekaskátarnir okkar eiga langa leið fyrir höndum. Á þeirra þroskastigi er flest leikur og gildin sjálfsagðar leikreglur í daglegu starfi.

    Að mörgu leyti er þetta auðvelt því að gildi skátastarfsins má almennt tengja menningu okkar og hegðun. Það er því allt eins líklegt að börnin þekki þessi gildifrá fjölskyldu, skóla og vinum.

    Á hinn bóginn er þetta ekki svo auðvelt þar sem gildi skátastarfs og hluti af samfélagsmenningu okkar fara ekki alltaf saman.

    Við þurfum því að reyna að skapa umhverfi byggt á gildum okkar svo að þær fáu stundir sem börnin verja með sveitinni í hverri viku verði þeim eins notadrjúgar og kostur er.

    Hvernig tileinka börnin séruppeldisgildi skáta?

    Áður hefur komið fram að börn tengja ekki saman hugsun og aðgerðir á rökrænan hátt með því að hlusta, greina og framkvæma. Þess í stað herma þau eftir því sem þau sjá.

    Einnig hefur komið fram að börn segja ekki við sig sjálf að reglur og gildi sem fullorðnir tala um séu sanngjörn og þess vegna eigi að fara eftir þeim. Miklu fremur vilja þau upplifa og skynja gildin með því að herma eftir því sem þau sjá.

    Þegar börn byrja að hugsa óhlutbundið við lok þessa aldursskeiðs uppgötva þau „af hverju“ þau gera hlutina á ákveðinn hátt. Þangað til eru reglur og gildi eins og andrúmsloftið, bara sjálfsagðir hlutir. Lengst af á aldrinum sjö til níu ára vita börn því að óskrifaðar reglur eru í gildi en það er ekki fyrr en við lok aldursskeiðsins sem þau fara smám saman að uppgötva þær.

    Uppeldishlutverk skátahreyfingarinnar birtist fremur í verki en orðum.

    Fyrst eftir að börnin uppgötva reglu sem þau höfðu skömmu áður sætt sig við hafa þau vissulega tilhneigingu til að draga hana í efa. Eftir að hafa velt henni nokkrum sinnum fyrir sér taka þau hana upp og tileinka sér hana endanlega. Þegar bernskunni lýkur eru þau fullkomlega fær um að skilja gildin og reglurnar sem þau hafa valið sér að leiðarljósi í lífinu.

  • 85 Uppeldishlutverk skátahreyfingarinnar | 6. kafli

    Hvaða þættir skátastarfsinstengjast því beint aðtileinka sér gildin?

    Foringjarnir eru augljósar og aðlaðandi fyrirmyndir barnanna. Án efa munu orð þeirra og

    umfram allt athafnir – og hvernig þeir almennt lifa lífinu – hafa áhrif á skátana.

    Með hegðun sem einkennist af virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum, kurteisi og metnaði, læra börnin slíkt hið sama.

    Sért þú þægileg eða þægilegur í framkomu og kurteis verða skátarnir kurteisir og læra að meta annað fólk. Sért þú gefandi sýna þeir samstöðu með öðrum. Reynir þú af fremsta megni að gera þitt besta fá þeir áhuga á að læra.

    Hvernig þú ert sem manneskja hefur áhrif á börnin, stundum mikil og stundum lítil og á sum börn meira en önnur. Börn upplifa fordæmið sem þú setur á mismunandi hátt og áhrifin eru ólík. Þau verða samt öll fyrir einhverjum áhrifum frá þér sem fyrirmynd.

    foringjarnir sem fyrirmynd

    Sveitarstarfið þarf að skapa umhverfi þar sem börnin geta auðveldlega tileinkaðsér gildin.

    Eins og áður var sagt skilja börn betur fordæmi en eintóm orð. Þess vegna er gott að kynna þeim uppeldisgildi skátahreyfingarinnar með verkefnum, leikjum og persónulegum tengslum innan sveitarstarfsins.

    Drekaskátar þroskast á sínum hraða og á sinn hátt í góðu andrúmslofti sveitarinnar og meðtaka þau gildi sem ríkja í sveitarstarfinu.

    Til að sveitarstarfið skili góðum árangri er mikilvægt að það feli í sér alla þætti skátaaðferðarinnar sem við útskýrðum í 2. kafla. Nokkur atriði eru þó svo nátengd grunngildum uppeldishlutverksins að rétt er að leggja sérstaka áherslu á þau.

  • 866. kafli | Uppeldishlutverk skátahreyfingarinnar

    að vinna með kerfi markmiða

    Frá sjö til níu ára geta börn mætavel skilið markmiðstillögur sem eru nær þroska þeirra eins og:

    • Ég fylgi ráðum foreldra minna og skátaforingja til að bæta mig.

    • Ég veit að það er gott að hafa markmið sem hjálpa mér að verða betri með hverjum degi sem líður.

    Ef þau ná þessum litlu áfangamark-miðum vex ábyrgðartilfinning þeirra sem ungs og síðar fullorðins fólks sem reynir alltaf að gera sitt besta.

    En þau skilja:

    Ef þau geta staðið við það er líklegt að þau verði ungt fólk sem skilur samstöðu og er tilbúið til að leggja sitt af mörkum til nærsamfélagsins.

    Áfangamarkmið sem lögð eru fyrir börn á þessum aldri eru í formi lítilla verkefna og áskorana. Við að ná markmiðum vinna börnin að gildum uppeldishlutverksins.

    Samstaða er til dæmis eitt af gildum uppeldishlutverksins. Í samræmi við það er eitt af lokamarkmiðum ungs fólks í skátahreyfingunni að „Leggja á virkan hátt sitt af mörkum til nærsamfélagsins og taka þátt í að skapa réttlátt samfélag sem byggir á þátttöku og samvinnu. Getur greint mismunandi orsakir ágreinings, þekkir leiðir til að minnka líkur á ágreiningi og til þess að leysa úr ágreiningi“. Börn á aldrinum sjö til níu ára skilja ekki hugtök á borð við samstöðu, nærsamfélag, eða leggja af mörkum.

    Ef við tökum annað dæmi; ábyrgð á okkur sjálfum er annað gildi í uppeldishlutverkinu. Það er einnig til lokamarkmið sem segir að ungt fólk eigi að „Vita um réttindi sín og líka að þeim fylgja skyldur, en tekur höfuðábyrgð á eigin þroska og framförum og leitast við að standa sig alltaf með prýði“.

    Drekaskátar eru ekki líklegir til að skilja eða bera ábyrgð á eigin þroska en þeir leitast við að standa sig alltaf með prýði .

    • Ég hjálpa til heima um leið og ég er beðin eða beðinn um það.

    • Ég hef lært símanúmer Neyðarlínunnar og veit að þegar ég hringi í 112 næ ég sam bandi við lögreglu, slökkvilið og sjúkrabíl.

  • 87 Uppeldishlutverk skátahreyfingarinnar | 6. kafli

    verkefni sem hjálpa til við aðná áfangamarkmiðum

    Ekki er nóg að segja börnunum að þau þurfi að setja sér áskoranir og ná áfangamarkmiðum drekaskáta, heldur þarf sveitin að „gera hluti“ og stuðla að virkni barnanna. Börnin geta sjálf fundið upp á verkefnum eða foringjarnir gefið þeim hugmyndir að viðfangsefnum sem hjálpa þeim að ná áfangamarkmiðum sínum.

    Jafnvel þó að áfangamarkmiðin séu einfaldar hugmyndir sem börnin skilja og geta tileinkað sér er ekki hægt að tala stanslaust við þau um áfangamarkmiðin! - Það væri „þvílíkt glötuð sveit!“

    Gleymum ekki að börn búa yfir mikilli orku og lifa í heimi leikja og athafna. Ef við bjóðum upp á skemmtileg og krefjandi verkefni verða þau ánægð. Ef verkefnin eru hæfilega krefjandi og gefandi hjálpa þau börnunum að ná áfangamarkmiðum sínum. Ef markmiðin nást verður sveitarstarfið innihaldsríkara og börnin sýna framfarir, skref fyrir skref í átt að uppeldismarkmiðum skátastarfs.

    Hvernig getur barn sýnt að „ég tek þátt í verkefnum sem hjálpa mér að gera eitthvað sem ég gat ekki gert áður“ ef því er ekki reglulega falin dálítil ábyrgð af ýmsu tagi innan viðfangsefna í hverjum dagskrárhring?

  • 886. kafli | Uppeldishlutverk skátahreyfingarinnar

    Síðast en ekki síst eru skátalögin og skátaheitið leiðandi í öllu skátastarfi sem grunngildi í uppeldismarkmiðum skátahreyfingarinnar.

    Skátalögin eru sett fram á einfaldan hátt og orðuð þannig að börnin skilja þau og geta tileinkað sér þau.

    Loforðið um að gera „það sem í mínu valdi stendur“ sem börnin gefa þegar þau fara með skátaheitið, minnir þau á skátalögin.

    skátaheitið og skátalögin

    Skátaheitið og skátalögin eru mjög mikilvæg þannig að við skoðum þau nánar í næsta kafla.