kosningablað 2016

46
KOSNINGAR Í MR 2016

Upload: kosningar-mr

Post on 27-Jul-2016

231 views

Category:

Documents


3 download

DESCRIPTION

Hér má finna upplýsingar um frambjóðendur til embætta Skólafélagsins og Framtíðarinnar fyrir skólaárið 2016 - 2017. Kosningarnar fara fram föstudaginn 15. apríl.

TRANSCRIPT

Page 1: Kosningablað 2016

KOSNINGAR Í MR

2016

Page 2: Kosningablað 2016

2 KOSNINGAR Í MR 2016

INSPECTOR SCHHOLAE

Kæru samnemendur og vinir!

Ég heiti Hildur og er að bjóða mig fram í inspector scholae fyrir skólaárið 2016-2017.Á liðnu ári sat ég í stjórn Skólafélagsins sem collega og fékk þar tækifæri til þess að kynnast og taka virkan þátt í því frábæra starfi sem félagið stendur fyrir. Ég eyddi árinu í að vinna með frábæru fólki að krefjandi og skemmtilegum verkefnum og uppgötva hversu ótrúlega gaman er að skipuleggja félagslíf MR-inga. Þegar fór að sjá fyrir endann á árinu gerði ég mér grein fyrir því að ég gat ekki hugsað mér að halda þessu starfi ekki áfram á næsta ári og ákvað því að bjóða mig fram í inspector.

NýnemarEins og líklega hefur ekki farið fram hjá neinum mun MR taka upp nýtt þriggja ára kerfi frá og með næsta ári. Með þessari styttingu verður það enn mikilvægara en áður að koma nýnemum inn í félagslífið hratt og örugglega. Mjög mikilvægt er að nýnemar séu teknir inn í allar nefndir strax í byrjun árs og geti þar aflað sér reynslu til þess að halda félagslífinu gangandi næstu tvö ár. Greinagóð kynning á félagslífinu í heild í fyrstu viku skólaársins, bæði með undirfélagakynningum í Cösu líkt og í fyrra og með breyttu sniði á nýnemakynningunni í Iðnó og opnunarkvöldi félagslífsins kemur sterk inn til að vekja áhuga busa á þátttöku. Þá þarf bjóða nýnema velkomna inn í félagslífið strax frá byrjun.

ViðburðirSkólaárið er stútfullt af skemmtilegum viðburðum og er fjölbreytt dagskrá í hverri viku. Að gera þessa viðburði sem veglegasta og skemmtilegasta er klárlega helsta markmið ársins. Böllin ásamt Söngkeppni Skólafélagsins eru stærstu viðburðir ársins en auk þeirra stendur Skólafélagið fyrir fjölda annara viðburða sem í sameiningu gera félagslífið í MR eins glæsilegt og það er.

Busaball MR er eitt best sótta menntaskólaball á landinu og auðvitað vil ég að lögð verði áhersla á að gera það sem flottast. Árshátíð Skólafélagsins vil ég að sé sem glæsilegust og jólaballið býður upp á möguleika á því að gera eitthvað nýtt og spennandi. Söngkeppnin var í ár færð í Hörpu sem ég tel hafa verið frábært skref, enda tókst hún með eindæmum vel og var glæsilegri en nokkru sinni fyrr. Viðburðir undirfélaga eru ekki síður mikilvægir og mun ég styðja við bakið á undirfélögum til þess að þeir verði eins vel heppnaðir og mögulegt er.

Útgefið efniÉg vil halda áfram að hækka gæðastuðulinn á útgefnu efni frá Skólafélaginu. Menntaskólatíðindi, Bingó og Skinfaxi eru gríðarlega mikilvæg til kynningar á skólanum út á við. Í fyrra var meiri pening varið í gæði á pappír og prentun á MT og gerð Bingó en gert hefur verið síðustu ár, það er að mínu mati jákvæð þróun. Ég vil stefna að því að gefin verði út þrjú blöð yfir árið, sameiginlegt busablað beggja MT nefnda eins og gert var í ár og síðan eitt blað á misseri. Þannig hafa nefndirnar nægan tíma til þess að safna efni stútfullt og innihaldsríkt blað og lokaútkoman verður sem best.Heimasíða nemendafélaganna var uppfærð síðasta sumar, síðan fékk nýtt útlit og nýjum fítusum var bætt við. Ég vil að síðan verði kláruð í sumar og allir hlutar hennar virkjaðir áður en haustönn hefst. Allt útgefið efni verði sett inn á hana og bætt við til dæmis matseðli Kakólands fyrir vikuna og skýru yfirliti yfir afslætti nemenda, jafnvel sett upp sem rafræn skólaskírteini sem hægt er að framvísa fyrir afslætti. Einnig vil ég að það verði netmiðasala á öll böll Skólafélagsins, en það er hægt að framkvæma í gegn um síðuna.

MarkaðsmálMarkaðsstörf eru hornsteinn í öllu starfi Skólafélagsins og er því mikilvægt að þau gangi smurt fyrir sig. Alltaf er hægt að bæta eitthvað í þeim málum. Mikilvægt er að markaðsnefnd sé skipuð sterkum einstaklingum sem hafa áhuga á starfinu. Í gegn um árin hefur nefndin helst verið skipuð nýnemum sem í mörgum tilvikum höfðu ekki hugmynd um hvað þau voru að koma sér út í og misstu áhugann hratt. Þó markaðsnefnd geti verið frábær stökkpallur fyrir nýnema þarf að fá inn fólk úr öllum árgöngum sem er tilbúið að leggja á sig þá vinnu sem fylgir starfinu. Sameining markaðsnefnda Skólafélagsins

Hildur Sveinsdóttir, 5. U

Page 3: Kosningablað 2016

3KOSNINGAR Í MR 2016

og Framtíðarinnar tel ég einnig að væri skref í rétta átt. Fyrirtæki úti í bæ skilja ekki tveggja nemendafélaga kerfi MR og tvær markaðsnefndir gera starfið erfiðara en það þyrfti að vera.

Aðgengilegur InspectorInspector er talsmaður nemenda og á að vera einhver sem allir nemendur geta leitað til. Ég vil vera aðgengileg nemendum í starfi og opin fyrir nýjum hugmyndum, gagnrýni og tillögum um breytingar. Þar kemur spurningafítusinn á heimasíðu nemendafélaganna sterkur inn. Hann hefur ekki verið nýttur mikið en hefur möguleika til þess að vera auðveld leið fyrir nemendur til að spyrja stjórnina spurninga eða koma með ábendingar, undir nafni eða nafnlaust. Auk þess er að sjálfsögðu alltaf hægt að senda tölvupóst eða koma með ábendingar í eigin persónu.

AnnaðAð gera upp Amtmannsstíg er einn af þeim hlutum sem mig langar að ráðast í. Aðstaðan hefur ekki nýst eins vel og hún gæti síðustu ár og umgengnin hefur verið hræðileg. Nýlega var tiltekt í húsinu þar sem miklu var hent og munar að

sjálfsögðu um það. Ég vil taka þetta skrefinu lengra, henda flestu sem ekki er notað árlega og endurskipuleggja allt rýmið svo það nýtist sem best. Það er ekki hægt að vinna í aðstöðu sem er að drukkna í drasli. Aðrar hugmyndir eru meðal annars að endurskoða nýtingu nemendabílastæðisins í samvinnu við bílastæðaverði, athuga möguleikann á því að flytja inn erlendan tónlistarmann á ball og að auka samvinnu við aðra skóla.Í þessari samantekt er að sjálfsögðu ekki hægt að fara yfir allar þær hugmyndir sem ég hef fyrir komandi skólaár en ég vona að þetta gefi einhverja hugmynd um stefnu mína fyrir næsta ár.

Ég þakka þér fyrir lesturinn og vona innilega að þú nýtir kosningaréttinn þann 15. apríl næstkomandi. Gleðilega kosningaviku,Hildur Sveinsdóttir

Page 4: Kosningablað 2016

4 KOSNINGAR Í MR 2016

Kæru MR-ingar,

Að baki því að halda félagslífinu svona gífurlega sterku í skólanum okkar liggur gríðarlega mikil vinna. Það þarf að gæta skipulags, samvinnu, fjármála, fjölbreytileika og ekki síst framkvæmdagleði. Það er eftirvæntingin fyrir þeim fjöldamörgu viðburðum sem svo oft heldur okkur einbeittum í að klára þau verkefni sem bíða okkar í skólanum. En okkar á milli þá hefur skipulagning þessa viðburða verið einn minn mesti gleðigjafi. Þess vegna býð ég, Sólveig María Gunnarsdóttir, mig fram í embætti scriba scholaris skólaárið 2016-17.

ReynslaÉg byrjaði að hafa áhuga á félagsstörfum áður en ég komst í kynni við störf Skólafélagsins. Í grunnskóla sat ég í Ungmennaráði Vesturbæjar og í ritstjórn skólablaðs Hagaskóla. Þar fékk ég mína helstu grundvallarþekkingu í fjáröflun og styrkumsóknum. Það er ekki hægt að hrinda sumum hlutum í framkvæmd án fjármagns, þar á meðal félagslífi menntaskóla. Sumarið fyrir þriðja bekk sá ég auglýst eftir komandi nýnemum í markaðsnefnd Skólafélagsins. Ég hringdi í Ásthildi Emmu, þáverandi scribu, og bað um að fá að koma í viðtal þó að umsóknarfrestur væri runninn út. Eftir mína fyrstu heimsókn á Amtmannsstíg var ég komin inn í nefndina og fékk þá að nýta kunnáttu mína í markaðsmálum en ekki síst betrumbæta hana. Ég fann strax að ég ætti nóg inni og um

haustið var ég tekin inn sem busi Skemmtinefndar Skólafélagsins. Það tækifæri nýtti ég mér til fulls og tók þátt í að skipuleggja helstu viðburði Skólafélagsins. Ég bauð mig svo fram með góðu fólki í Skemmtinefnd um vorið. Þetta skólaárið hef ég unnið að ýmsum verkefnum sem formaður Skemmtinefndar en einnig sótt aðra viðburði skólans eftir minni bestu getu. Við vinnslu hvers verkefnis lærði ég eitthvað nýtt og tel mig hafa lært hluti sem gagnast mér ekki bara við störf í þágu Skólafélagsins heldur líka utan þess.

MorkinskinnaAð fá Morkinskinnu í hendurnar með þá vitneskju að hafa hjálpað til við framkvæmd hennar síðustu tvö ár hefur verið sturlað gaman. Mér fannst ég eiga eitthvað í bókinni og hef mikinn áhuga á að fá að sjá um útgáfu hennar. Ný uppsetning bókarinnar var mjög umdeild fyrstu vikurnar. Ég heyrði mikið kvartað yfir skorti á plássi fyrir heimanám. Ég hef hugsað mér að útfæra nýju uppsetninguna. Stytta dagsplanið en ég held að ég vilji ekki útrýma því. Ég vil að bókin komi sem flestum að gagni og er mikilvægt að skipuleggja tíma sinn sem best,

innan skólans jafnt sem utan. Þessar hugmyndir yrðu útfærðar í samvinnu við grafískan hönnuð bókarinnar og stjórnarmeðlimi. Hönnuðinn tel ég að eigi að hafa mikla reynslu í þessum störfum. Ég vil að Morkinskinna kynni fyrir nemendum störf nemendafélaganna en bjóði einnig upp á afþreyingu ef nemendum leiðist í tíma. Ég vil skila fallegri og hentugri skóladagbók á borð nemenda fyrsta skóladag á komandi skólaári.

Aðrar áherslurEf tek við störfum scribu skal ég fullvissa ykkur um að ég mun ekki einungis framkvæma verkefni sem skilgreind eru í lögum. Ég mun taka þátt í öllu starfi félagsins. Það skiptir mig miklu máli að það seljist upp á hvert einasta ball. Ég vil að jóladansleikurinn verði sérstaklega eftirminnilegur því fyrir mér á hann að vera eins veglegur og árshátíðin og busarave.Að halda Söngkeppni Skólafélagsins tókst hinsvegar gríðarlega vel í ár. Að halda hana í Hörpunni var samt sem áður mjög krefjandi fjárhagslega. Vil ég beita mér fyrir því að keppnin verði metin til mikils markaðslega séð svo hægt verði að standa undir kostnaði

SCRIBA SCHOLARISSólveig María Gunnarsdóttir, 4.S

Page 5: Kosningablað 2016

5KOSNINGAR Í MR 2016

hennar. Á kvöldinu sjálfu vil ég að hvergi verði autt sæti í Silfurbergi.Að skylda undirfélög Skólafélagsins að taka inn nýnema var skref í átt að betri stefnu félagsins. Næsta skólaár verður enn mikilvægara í þessum efnum. Nú munu busar aðeins fara á þrjú busarave (eða vonandi flestir). Nýja skólakerfið má ekki skerða þátttöku nemenda í félagsstörfum. Mér finnst jafnmikilvægt að fá nýtt fólk inn í félagslífið og að fá einstaklinga með meiri reynslu til að leiðbeina því nýja. Því þarf að fá enn meira af nýnemum til þátttöku og þarf kynningarefni stjórnar og nefnda að vera til fyrirmyndar. Útgáfa Skólafélagsins á

einnig alltaf að vera birt á netinu.Eitt helsta kosningasvik frambjóðenda í stjórn er þó að að virkja undirfélögin. Þau virkja sig ekki sjálf en hins vegar er það ekki hægt án metnaðs nefndarfélaganna sjálfra. Ég ætla virkilega að styðja við nemendur sem hafa góðar og vel framkvæmanlegar hugmyndir, en mun ekki lofa að bæta nefnd sem verður strax félagsmanna laus um haustið.

Þessar kosningarÞví nær sem dró að kosningum því skýrar fór ég að átta mig á því hvers vegna síðustu tveir formenn Skemmtinefndar hafa sóst eftir kjöri

sem scriba scholaris. Ég kynntist störfum stjórnarinnar mjög vel í ár en leit gagnrýnum augum á hvert einasta verkefni og hugaði að því hvað hefði getað farið betur. Ég vil halda áfram að vinna fyrir okkur MR-inga en á næsta skólaári vonandi í stjórn Skólafélagsins. Ég hvet ykkur til þess að spjalla við mig í kosningavikunni, þessi grein er löng en ég hef meira að segja. Ég met mikils að fá atkvæði ykkar föstudaginn 15. apríl. Ég lofa að standa mig sem allra best.

Bestu kveðjur,Sólveig María Gunnarsdóttir.

COLLEGAE

Kæri MR-ingur,

þetta er ekki flókið. Það þarf að gera hlutina vel og helst sleppa því að klúðra þeim.

-Tryggja útgáfu MT, Skinfaxa og Bingó-Passa að markaðsmál og fjármál séu í lagi-->mjög mikilvægt-Halda áfram með frábæra þróun á söngkeppninni-Hafa páskaviku--->skemmtilegt-Vefsíðan í loftið innan tveggja vikna frá skólasetningu-Nýnema inn í allar nefndir-->taka vel á móti þriggja ára kerfinu-Snyrtilegur Amtmannsstígur 2016-Stuðla að auknu samstarfi milli nemendafélaganna-Morkinskinna á fyrsta degi-Halda vel utan um öll undirfélög-Meiri frír matur –-->fólk <3 mat-Skólaskírteini innan við mánuði frá skólasetningu-Vinna Gettu Betur-Gefa út fleiri lög/myndbönd-Hafa fleiri plaköt og tryggja að öllum sé boðið á alla viðburði

Og að lokum er kannski sniðugt að minnast á það ég tel mig vel hæfa til að sinna þessu starfi og mun leggja mig alla fram við að sinna embætti collegu eins vel og ég get.

Kosningakveðjur, Elín.

Elín María Árnadóttir, 4. X

Page 6: Kosningablað 2016

6 KOSNINGAR Í MR 2016

Heil og sæl.

Jakob Birgisson heiti ég og gef kost á mér til embættis collegu. Ástæða framboðs míns er sú að ég hef gríðarmikinn áhuga á starfi Skólafélagsins og tel mig myndu vera góðan félaga í stjórn þess. Tvær collegur eru kosnar ár hvert og er hlutverk þeirra, samkvæmt lögum, að hafa yfirumsjón með Skemmtinefnd og sjá um framkvæmd Söngkeppni. Þær sitja í stjórn Skólafélagsins og þurfa þar af leiðandi að annast allflesta viðburði og útgáfu á vegum þess. Sjálfur var ég kynnir á Söngkeppninni 2015 og tók þátt í skipulagningu hennar. Ég er því meðvitaður um þá feiknamiklu vinnu sem felst í undirbúningi slíkra

viðburða. Söngkeppnin í ár var í fyrsta skipti haldin í Hörpu og var tvímælalaust sá viðburður, sem heppnaðist hvað best þetta skólaárið. Mig langar að taka mér þessa keppni til fyrirmyndar en kappkosta þó að efla Söngkeppnina og betrumbæta. Ég sat í árshátíðarnefnd Skólafélagsins 2015 og lærði býsna margt á því og er ótvírætt hæfur til að skipuleggja böll. Mestu máli skiptir að andrúmsloft innan veggja skólans sé gott og upplífgandi. Mikil spenna á að svífa yfir viðburðum á vegum Skólafélagsins, bæði á og utan skólatíma. Sneisafullt er af vikum með, að mínu mati, heldur óspennandi dagskrá. Vikum er úthlutað til undirfélaga og gera þau mörg hver nákvæmlega það sama ár eftir ár, sem verður frekar óspennandi til

lengdar, þótt fínt sé í hófi. Fyrir mitt leyti kysi ég færri en betri viðburði. Hvert undirfélag fyrir sig verður þó auðvitað að ákveða hvernig það vill hátta viku sinni. Stjórnendur eiga að vera opnir fyrir nýjum hugmyndum og hafa vitund um að fólk þyrstir í mismunandi upplifun. Þegar öllu er á botninn hvolft er þetta ekki flókið; fólk vill bara veislu.Setjum húskarl í collegu!

Einlægar kveðjur,Jakob Birgisson

Jakob Birgisson, 4.A

Sælir, samnemendur. Ég heiti Oddur Örn Ólafsson og býð mig fram í Collegu fyrir skólaárið 2016-2017. Ég hef mikinn áhuga á félagslífi skólans og vil starfa við að gera það ennþá betra og skemmtilegra.

Ég hef sérstakan áhuga á því að virkja samnemendur mína og skapa góðar aðstæður til þess að allir nemendur geta haft áhrif á umhverfi sitt í skólanum og lagt góðar hugmyndir í púkkið. Með framboðinu legg

ég áherslu á að vera fulltrúi allra nemenda og tryggja að allir nemendur séu jafningjar. Ef þú vilt nemendafélag fyrir alla þá er atkvæði greitt mér góð leið til þess.

Oddur Örn Ólafsson, 4.S

COLLEGAE

Page 7: Kosningablað 2016

7KOSNINGAR Í MR 2016

Samvinna er kjarni stórverka. Án samvinnu hefði maðurinn ekki áorkað svona miklu. Til dæmis ef það hefði aðeins verið einn Wright bróðir, heldurðu þá að hann einn hefði smíðað flugvélina? Eða ef það hefði aðeins verið einn Bakkabróðir, heldurðu virkilega að hann hefði náð að fanga allt sólarljósið og koma því inn í bæinn? Nei, svo aldeilis ekki. Í þessu felst samvinna. Þetta á einnig við um Skólafélagið. Því, rétt eins og úlfur lifir af með samvinnu innan hópsins, þarfnast Skólafélagið samvinnu nemenda. Án nemenda gæti Skólafélagið í raun ekki kallast nemendafélag. Gleðilega kosningaviku kæri samnemandi. Ég heiti Marcelo Felix og er að bjóða mig fram í starf

Collegu. Eins og sést hér að ofan trúi ég á árangur samvinnu. Ég hef sinnt ýmsum verkefnum tengdum félagsstarfi skólans seinustu tvö ár og séð með eigin augum afrakstur samvinnu. Því vil ég auka samvinnu milli Skólafélagsins og nemenda. MR-ingar eru afar virkir á samskiptamiðlum eins og Facebook og Twitter. Væri því meðal annars auðvelt að hafa samband við þá þar til að fá innsýn þeirra í þau ýmsu málefni sem tengjast félagslífinu. Þá mætti einnig fá hugmyndir frá nemendum um viðburði svo að flestar, ef ekki allar, vikurnar fyrir áramót sé eitthvað skemmtilegt á boðstólum. Auk þess vil ég bæta upplýsingaflæði

til nemenda. Of oft hef ég orðið vitni að því að ýmsir MR-ingar, ég meðtalinn, hafi misst af viðburðum aðeins vegna þess að þeir vissu ekki af þeim. Þetta verður að bæta. Nemendur sem borga sig inn í Skólafélagið eiga rétt á öllu því sem félagið hefur upp á að bjóða og ættu þeir því ávallt að fá að vita af öllum viðburðum félagsins. Því hvet ég þig, kæri samnemandi, til að setja X-ið þitt við Marcelo svo að saman getum við unnið að því að efla félagslífið og bæta það sem bæta má. Eins og í orðum Helen Keller: ,,Ein áorkum við svo litlu; saman getum við gert svo mikið.“

Marcelo Felix Audibert, 4.Y

Kristjana Birta Kristinsdóttir, 4.Z

Kæri MR-ingur!

Ég heiti Kristjana Birta og hef ákveðið að bjóða mig fram í embætti Collegu skólaárið 2016-17. Ég vil gera gott félagslíf enn betra. Ég hef mikinn áhuga á að starfa í þessu frábæra nemendafélagi sem Skólafélagið er. Þessi tvö ár sem ég hef verið í MR hef ég reynt að vera eins virk í félagslífinu og ég get. Ég var í ritstjórn Loka Laufeyjarsonar þessa vorönn sem er að ljúka og var það bKæri MR-ingur!treystir mmandi skri. Þetta eru aðein nokkrar af þeim hugmyndum sem æði skemmtilegt og krefjandi. Ég vil gjarnan leggja mitt af mörkum til að gera komandi skólaár eins skemmtilegt og hægt er fyrir ykkur.

Ég vil auka samskipti nemendafélagsins og nemendanna sjálfra og má gera það á marga vegu. Til dæmis að auka samskipti á milli nemenda og Skólafélagsins með ýmsum könnunum á samfélagsmiðlum til nemenda sem gefur þeim kost á að hafa meira að segja um viðburði sem eru einmitt haldnir þeim til skemmtunar. Einnig finnst mér að auglýsingar á viðburðum mættu vera meira áberandi og spennandi. Það gæti stuðlað að því að fleiri nemendur myndu mæta á viðburði og taka þátt í þessu frábæra félagslífi sem MR hefur uppá að bjóða. Markmið mitt er einfaldlega það að virkja hinn almenna nemanda. Samstarf milli

Skólafélagsins og undirfélaganna er eitthvað sem ég vil leggja áherslu á. Með því myndu undirfélögin vera virkari og allar sérstakar vikur sem þau standa fyrir væru fjölbreyttari og skemmtilegri. Þetta eru aðeins nokkrar af þeim hugmyndum sem ég hef til að gera næstkomandi skólaár frábært og vona ég að þú kæri nemandi treystir mér fyrir þessu starfi. Kæri MR-ingur ég vona að þú setjir X við Kristjönu í Collegu og mun ég þá gera mitt besta til að gera skólaárið 2016-2017 ógleymanlegt.

Page 8: Kosningablað 2016

8 KOSNINGAR Í MR 2016

Kæru samnemendur,

ég býð mig þetta árið fram til embættis quaestors scholaris. Síðastliðið ár gegndi ég starfi gjaldkera Framtíðarinnar og nú liggur í augum uppi að ég get ómögulega lifað lífinu án afskipta af gjaldkerastörfum skólafélaga MR. Ég býð mig því fram til quaestor scholaris. Eftir ár mitt sem gjaldkeri Framtíðar geri ég mér fyllilega grein fyrir eðli beggja starfa og tel mig reiðubúinn til þess að axla þá ábyrgð sem störf questors krefjast. Quaestor scholaris hefur yfirumsjón með fjármálum Skólafélagsins og ber honum skylda að halda rétt bókhald. Ég tel mig vel hæfan til að sinna þessum skyldum. Hafandi reynslu sem gjaldkeri Framtíðar veit ég vel hvernig hátta á þessum málum og heiti ég því að sinna þeim

samviskusamlega nái ég kjöri. Nái ég kjöri mun ég sjá til þess að auka gagnsæi á fjármálum félagsins. Því yrði meðal annars náð með að fara vel yfir stöðu félagsins á hverjum aðalfundi og birta stöðuna í lokuðum hópi á Fésbókinni með nemendum skólans. Þar sem nemendur skólans fjármagna félagið að mestu er það ekki bara Skólafélaginu í hag að fjármálin séu gagnsæ - heldur nemendunum öllum. Því er réttast að upplýsingaaðgengi sé sem skýrast. Hafandi reynslu mína sem gjaldkeri veit ég með vissu að hverju ég geng og við hverju má búast tæki ég við embætti quaestors. Þetta er gífurlega mikilvægt þegar kemur að stöðu fjármála félags og þá sérstaklega félags á skala Skólafélagsins.

QUEASTOR SCHOLARIS

Kristján Geir Sigurgeirsson4. B

Page 9: Kosningablað 2016

9KOSNINGAR Í MR 2016

Kæru samnemendur, Bjartur Örn Bachmann heiti ég og hef ákveðið að gefa kost á mér til embættis quaestor scholaris fyrir næstkomandi skólaár. Ég býð mig fyrst og fremst fram vegna áhuga á félagslífi og fjármálum og mig langar að nýta þann áhuga til að láta gott af mér leiða í þágu félagslífsins í MR.

Undanfarið skólaár hef ég setið í markaðsnefnd Framtíðarinnar en nefndin sér um fjármögnun á öllu starfi Framtíðarinnar, svo sem stílabókum, Loka Laufeyjarsyni, Frúardegi og Skólablaðinu Skinfaxa. Markaðsmálin geta skipta sköpum fyrir nemendafélögin. Markaðsmál Framtíðarinnar í ár hafa gengið vonum framar og mig langar að miðla þeirri velgengni áfram til Skólafélagsins þar sem markaðsstarfsemi ársins gekk að mínu mati ekki alveg nógu vel. Fjármögnun mun því spila stórt hlutverk á næsta ári og mun ég efla markaðsstörf til muna. Ég myndi byrja sumarið á því að fara yfir samninga ársins og framlengja þá sem lukkast hafa vel en einnig skoða nýja og stærri samningsmöguleika. Ég vil tryggja sem allra besta samninga fyrir næstkomandi skólaár.

Reynsla mín í markaðsstjórn mun hjálpa næstkjörnum markaðsstjóra að ná strax tökum á embættinu. Ég mun ávallt vera til taks fyrir næsta markaðsstjóra og reiðubúinn að stökkva til ef einhverjir erfiðleikar með fjármögnun koma upp. Markaðsmál skipta gríðarlegu máli fyrir fjárhag Skólafélagsins. Þau sjá til þess að félagið geti haldið uppi allri

þeirri flottu útgáfu sem það stendur fyrir, til dæmis útgáfu Morkinskinnu og Menntaskólatíðinda. Ég vil koma markaðsnefndinni af stað um leið og kostur gefst og myndi hún þá strax hefjast handa við fjármögnun Morkinskinnu og söfnun afslátta á nemendaskírteinin. Við eigum að láta verkin tala. Mig langar að bjóða fyrirtækjum upp á að kaupa stærri auglýsingapakka fyrir allt árið sem mun auðvelda markaðsnefnd fjármögnun til muna. Einnig finnst mér mikilvægt að passa sérstaklega upp á að nefndin fjari ekki út eftir því sem líður á skólaárið eins og tilhneigingin hefur verið.

Nái ég kjöri vil ég funda með öllum undirfélögum Skólafélagsins í sumar og sjá til þess að valinn verði gjaldkeri og markaðsstjóri fyri hverja undirnefnd og tryggja að gerðar séu nákvæmar og greinagóðar fjárhagsáætlanir fyrir þau öll. Með góðri fjárhagsáætlun verður eftirleikurinn auðveldur. Ég mun leggja mikið upp úr

góðu upplýsingaflæði milli mín og gjaldkera/markaðsstjóra undirnefndanna, því við það eykst skipulag. Skipulögð og opin fjármál eru nauðsynleg til að tryggja góða fjárhagsstöðu Skólafélagsins á komandi skólaári og er það eitthvað sem ég vil leggja ríka áherslu á.

Quaestor scholaris þarf að vera vel skipulagður, ábyrgur og skynsamur. Ég tel mig uppfylla allar þær kröfur. Ég legg áherslu á ábyrga arðsemi, get staðið með mínum ákvörðunum og borið ábyrgð á þeim. Ég vinn út frá mínu allra besta gildismati hverju sinni og ég veit að þegar gott fólk kemur saman og sameinast um góð gildi og skýra framtíðarsýn þá eru allir vegir færir. Því vona ég innilega kæri samnemandi að þú treystir mér fyrir þínu atkvæði í kosningunum föstudaginn 15. apríl næstkomandi.

Kærar kosningakveðjur,Bjartur Örn Bachmann, 5. U

Bjartur Örn Bachmann, 5.U

Page 10: Kosningablað 2016

10 KOSNINGAR Í MR 2016

Steinar Sigurðsson, 5.X

Ég kann að hringja bjöllum

Gunnar Kristinn Óskarsson, 5.X

Vilt þú fá lengri frímínútur og styttri tíma?Settu þá X við Gunnar í hringjarann.

Hann heillaðist snemma að bjöllum og byrjaði aðeins fjögurra ára í bjöllukór! Hann reyndist fljótt mikið efni og sjö ára var hann kominn í stöðu leiðara á fyrstu bjöllu.Sólóbjölluferillinn tók skömmu síðar við og spilaði um allan heim. Á fyrsta ári sínu í MR fékk hann stöðu aðstoðarmanns hringjara en þá var Álfur hringjari. Nú er langt liðið á ferilinn hans og hans helsti draumur er að klára ferilinn sem Inspector Platearum í Menntaskólanum en hann þarf þína hjálp! Viljir þú styttri tíma, lengri frímínútur og meira stuð, kjóstu þá Gunnar Kristinn í Inspector Platearum!

Stefnumál: • Ég mun tryggja styttri tíma. • Ég mun tryggja lengri frímínútur. • Þar sem föstudagar eru skemmtilegustu dagar vikunnar verða allir dagar vikunnar föstudagar. • Þeir sem koma hjólandi í skólann munu alltaf fá vindinn í bakið í boði Gunnars. • Það verður hringjaratebó með Scooter, Rave og Froðu. • Það kemur bílástæðahús í stað Cösu Christi sem mun tryggja öllum nemendum skólans frí bílastæði mjög nálægt skólanum.

INSPECTOR PLATEARUM

Sigurbjörg Ásta Ólafsdóttir,

5.S

Page 11: Kosningablað 2016

11KOSNINGAR Í MR 2016

Sigurbjörg Ásta Ólafsdóttir,

5.S

Ég er stundvís og lofa að hringja bjöllunni alltaf á réttum tíma.

Kæru MR-ingarÞar sem ég á bókstaflega heima við hliðiná skólanum hef ég ákveðið að bjóða mig fram í hið merka embætti Inspector platearum. Ég tel mig hafa alla kostina í starfið þar sem að ég var með 10 í mætingareinkunn bæði í 3 og 5 bekk. Í 4 bekk hins vegar var ég í skiptinámi í Perú en þar fékk ég þó viðurkenningaskjal frá háskólanum mínum fyrir óaðfinnanlega mætingu og stundvísi. Ég lofa að hringja bjöllunni alltaf á réttum tíma. Settu X við Sóley í Hringjara MR!

Sóley Anna Benónýsdóttir, 5.B

Page 12: Kosningablað 2016

12 KOSNINGAR Í MR 2016

Í vetur hef ég sinnt starfi skólanefndarfulltrúa og líkað vel. Ég hef mikinn áhuga á þessu starfi og það er mikilvægara en marga grunar. Það er nauðsynlegt að því sinni nemandi sem hefur áhuga og ber hag nemenda fyrir brjósti. Mig langar til þess að halda áfram að berjast fyrir bættum kjörum nemenda Menntaskólans með skólanefndinni því við eigum það skilið.

Dagmar Óladóttir, 5.B

Skólanefndarfulltrúi

Skólaráðsfulltrúi

Bergmundur Bolli H Thoroddsen, 5.R

Fyrir næstkomandi skólaár ætla ég að gefa kost á mér sem skólaráðsfulltrúi. Hlutverk skólaráðsfulltrúa snýst að mestu um að sitja skólaráðsfundi og taka á tilheyrandi málum. Ég ber hag nemenda fyrir brjósti og tel mikilvægt að öll mál fái sem réttmætasta meðferð með tilliti til nemenda. Mér finnst þessi tenging nemenda við stjórn skólans mikilvæg og hef góða reynslu af samskiptum við skólaráð. Ég hef mikinn áhuga á sinna stöðu skólaráðsfullrtrúa og treysti mér til þess og vona að þið gerið slíkt hið sama.Hugheilar kveðjur, Bergmundur Bolli.

Page 13: Kosningablað 2016

13KOSNINGAR Í MR 2016

Bergþóra Björk Jónsdóttir, 4.Y

Hólmfríður Benediktsdóttir, 4.C

Listafélagið

Ljósmyndafélagið

Hæ hæ, ég heiti Hólmfríður Benediktsdóttir og er í 4.C og ég er að bjóða mig fram í Listafélagið eða Listó, því ég hef, eins tilgerðarlega og það hljómar mikinn áhuga á öllu sem viðkemur list. Listavikan í ár var mjög flott og mikið lagt í Orrann, en það má alltaf eitthvað bæta og næsta skólaár vil ég að þáttaka nemenda verði betri því Orrinn er frábært tækifæri fyrir nemendur sem hafa áhuga á tónlist. Ein leið til að bæta úr þessu vandamáli er að halda stutt eins til tveggja kvölda námskeið í hljóðvinnsluforritinu Ableton þar sem þáttakendur gætu komið og lært undirstöðuatriðin í Ableton, ef nógu margir taka þátt verður

vonandi hægt að halda verði námskeiðsins í lágmarki. Þetta væri góð leið fyrir nemendur til að byrja að fikta í forritinu og vera þá búin að gera eitthvað skemmtilegt þegar síðan kemur að Orranum. Einnig er hægt að halda fleiri fyrirlestra í cösu í vikunni og það væri gaman að halda fyrirlestra eftir skóla eða á kvöldinn ef það er áhugi meðal nemenda. Ég vil ekki að listafélagið einskorðist endilega við eina viku heldur getur félagið haldið viðburði yfir skólaárið. Takk kæri nemandi fyrir að gefa þér tíma til að lesa innskotið mitt, ef ég verð kosin mun ég gera mitt allra besta til gera listavikuna litríka, fræðandi og skemmtilega!

Hversu gaman að vera á balli og hafa óóógeðslega gaman og geta svo munað eftir því öllu á mynd nokkrum dögum seinna. Stefnan hjá mér er að fara með ljósmyndafélagið ennþá lengra og gera það að stærri hluta af félagslífinu. Ég var í félaginu í fyrra og lærði helling af því og hef miklar og stórar hugmyndir um hvernig er hægt að gera hina ýmsu hluti betur. Ein af þessum hugmyndum er að gera vefsíðu með öllum myndum með hjálp einhvers snillings þar sem öll augnablik skólaársins væru geymd í stað þess að hafa þau á Facebook. Mig langar líka að gera Söngvakeppnina að einu stærsta verkefni Ljósmyndafélagsins og reyna að sjá til þess að það séu til myndir af öllum MR-ingum árið 2017.

Page 14: Kosningablað 2016

14 KOSNINGAR Í MR 2016

FeministafélagiðGuðný Sóley Magnúsdóttir , 3.D

Katrín Agla Tómasdóttir, 4.U

Þórhildur Margrét, 4.A

Ég nenni ekki þessum fokking staðalímyndum. Flestir sem hafa tekið virkan þátt í umræðunni um jafnrétti kynjanna hafa örugglega upplifað það líkt og ég hvað það er ótrúlega frelsandi. Ég býð mig fram í feministafélagið Aþenu því ég tel mig færa um að hafa áhrif á umræðuna í okkar skóla svo að allir séu velkomnir (fyrirmynd: Emma Watson). Það er okkur öllum í hag að sem flestir taki þátt, strákar jafnt sem stelpur.

Góðan dag, ég heiti Katrín Agla og býð mig fram í stjórn femínistafélagsins Aþenu. Femínistafélagið hefur blómstrað síðastliðin ár en starf félagsins í ár hefur verið einstaklega flott og vil ég með öllu móti stuðla að áframhaldandi uppbyggingu félagsins. Mig langar að auka sýnileika félagsins yfir allt árið með því að halda málfundi þar sem rætt er um ýmis málefni (t.d. um kynjakvóta) og einnig að gera facebookhópinn virkari. Ég hef mikinn áhuga á starfi félagsins og mun svo sannarlega leggja mitt af mörkum.

Hæhæ,Ég heiti Þórhildur Margrét og ég er í 4.A.Ég hef mikinn áhuga á því að vera með í femínistafélaginu á næsta ári og halda áfram að vinna í því að ná jafnrétti kynjanna. Mér finnst femínistafélag MR vera búið að gera frábæra hluti á síðustu árum og þætti mér gaman að vera hluti af því á næsta skólaári. Þar sem ég fór til Spánar í skiptinám þá fylgdist ég ótrúlega stolt af öllum frábæru hlutunum sem margir á Íslandi voru að berjast fyrir en fannst það ótrúlega sorglegt á sama tíma hvað jafnaldrar mínir á spáni voru ósammála og hreinlega á móti sumum hlutum sem jafnaldrar mínir á Íslandi voru að gera. Ég er spennt að sjá hvað femínistafélagið mun gera á næsta ári og vona að ég fái að vera hluti af því.

Kær kveðja Þórhildur Margrét

Page 15: Kosningablað 2016

15KOSNINGAR Í MR 2016

Þóranna Dís Bender, 5.R

Una Schram, 3.A

Ronja Rafnsdóttir, 3.EÉg heiti Ronja Rafnsdóttir og er á fyrsta ári hérna í MR. Ég hef lengi haft brennandi áhuga á femínisma og hugmyndafræði hans. Þegar èg fyrst heyrði talað um Femininistafélag MR þá vissi ég umleið að þetta væri eitthvað fyrir mig, ég hélt samt aldrei að ég myndi þora að bjóða mig fram. En eins og ég sagði þá er þetta virkilega eitthvað sem að ég myndi vilja taka þátt í og þess vegna, á síðustu stundu, ákvað ég að bjóða mig fram.

Ég myndi vilja vekja meiri athygli á þessu félagi. Femínistavikan var ótrúlega vel gerð og vönduð, en ég væri til í að sjá fleiri viðburði á vegum Femínistafélagsins! Einnig myndi ég vilja fá meiri fræðslu um femínisma í skólann. Til dæmis mætti nota einn lífsleiknitíma í að kynna femínisma og jafnrétti fyrir nýnemum skólans.

Ég hef viljann, áhugann og þess sem krafist er til þess að starfa í Femínistafélaginu Aþenu.

Kæru MRingar

Ég heiti Una Schram og ég er að bjóða mig fram í femínistafélagið Aþenu.

Mig langar einfaldlega að taka þátt í störfum Aþenu vegna þess að ég hef áhuga á störfum þess, málstaðnum og femínisma yfir höfuð. Mig langar að gera félagið að stærra dæmi og ég vil að allir viti að það er femínistafélag í MR sem er virkt og mikilvægt, því femínistafélög í menntaskólum eru mikilvæg. Þau eru svo mikilvæg vegna þess að virkni þeirra hefur áhrif á skoðanir annarra.

Mig langar að hafa áhrif.

Kæru MR-ingar

Ég heiti Þóranna Dís og gef kost á mér í stjórn Feministafélagsins Aþenu 2016-2017. Ástæðan er sú að ég nýt mín vel í stjórn Feministafélagsins og tel mig vera góðan kandídat í það embætti. Ég hef setið í stjórn félagsins síðustu tvö árin og þekki þar af leiðandi starf nefndarinnar vel. Feministafélagið í MR býður upp á endalausa möguleika. Síðustu tvær Feministavikur hafa verið virkilega flottar en mig langar að gera meira með félagið. Láta starfsemi þess ekki takmarkast við þessa einu viku á skólaári. Það er mikilvægt að allir nemendur sjái sig knúna til að taka þátt í starfsemi félagsins. Hingað til hefur mér fundist þátttaka stráka í félaginu dræmari en hún gæti verið og mig langar að hvetja fleiri stráka til þess að taka þátt í starfinu. Mér finnst málfundir í Cösu vera skemmtilegt concept og nái ég kjöri vil ég endurvekja þá á komandi skólaári. Ég vil kynna störf félagsins meira útávið og gera það að því sterka félagi sem það getur orðið.

Kjósum sterkara og flottara femínistafélag. Kjósum Þórönnu Dís.

Page 16: Kosningablað 2016

16 KOSNINGAR Í MR 2016

Kæru samnemendur.

Komið er að kosningum og ætlum við, vin & konfekt, að gefa kost á okkur í Skemmtinefnd Skólafélagsins. Nefndina skipa Ragnheiður Ingunn, reynslubolti og busi Skemmtinefndarinnar, Lilja Reykdal, kóngalegur busi ritstjórnar Loka Laufeyjarsonar, Kolfinna Dofradóttir, busi ritstjórnar Menntaskólatíðinda og kaffitársqueen og síðast en ekki síst Kristján Guðmundsson, herranæturbusi og vægast sagt gleðigjafi.

Við höfum margar hugmyndir sem við viljum að koma í framkvæmd. Til dæmis langar okkur að gera Skemmtinefndina meira áberandi sem sjálfstæða nefnd, þó hún starfi að sjálfsögðu náið með Skólafélagsstjórn. Við viljum því halda okkar eigin viðburði, svo sem skemmtikvöld, fleiri megavikur, megadaga og litlar innanskólakeppnir. Við viljum einnig styðja ungt listafólk í MR og gefa því tækifæri til koma sinni list á framfæri, til dæmis á skemmtikvöldunum og í Cösu ef áhugi er fyrir því. Einnig finnst okkur tímabært að skella þessum hugmyndakassa í framkvæmd sem margir hafa talað um. Söngkeppni Skólafélagsins er án efa stærsti viðburður Skemmtinefndarinnar ár hvert og fannst okkur hún einstaklega vel heppnuð í ár og viljum við því sjá til þess að hún verði jafn flott á næsta ári, ef ekki enn flottari.

Við teljum okkur mynda sterka heild og höfum raunhæfar hugmyndir sem auðvelt er að hrinda í framkvæmd. Því hvetjum við ykkur til að nýta kosningarétt ykkar á föstudaginn og kjósa rétt.

Tetta er ekki flokidX - vin & konfekt i skemmto.

Vin og konfektSkemmtinefnd

Menntaskólatíðindi

Hópurinn Kaktus býður sig fram í Ritstjórn Menntaskólatíðinda (MT) og er hópurinn fullur af metnaðarfullu og reynslumiklu fólki sem mun leggja sig 100% fram við að gefa reglulega út skemmtilegt og áhugavert skólablað. Hópurinn samanstendur af 6 einstaklingum en að eru þau Anna Sif Mogensen í 4.S, Arnar Geir Geirsson í 4.Y, Gizur Sigfússon í 4.S, Kolfinna Birkisdóttir í 4.Z, Stefanía Þórhildur Hauksdóttir í 4.Z og Lúðvík Árni Guðmundsson í 4.M .Við stefnum á að hafa fjölbreytt efni og fjalla um helstu atburði innan skólans og halda nemendum upplýstum um allt það félagslíf sem er í boði. Við vonumst til að ná til sem flestra nemenda og efla þannig félagslífið í skólanum og skemmta nemendum.

Kaktus

Page 17: Kosningablað 2016

17KOSNINGAR Í MR 2016

Þorsteinn Davíð Stefánsson

Ágætu skólafélagar,

Ég gef kost á mér í lagatúlkunarnefnd vegna áhuga á lestri lagatexta og þeirrar ástríðu, sem lögin mér eru. Við lestur lagatexta aðhyllist ég upprunahyggjuna enda tel ég hana best tryggja áhallaleysi og sanngirni. Ég hyggst vinna að innleiðingu nýrra hefða og kemur skikkjuburður sterklega til greina í þeim efnum. Aðrar og ef til vill mikilvægari breytingar, svo sem gerð úrvinnsluáætlunar fyrir mál, sem fyrir nefndina kunna að rata, koma einnig til greina.

Með von um veitingu brautargengis,Þorsteinn Davíð Stefánsson

Sigurður IngvarssonKæru samnemendurÉg býð mig fram til lagatúlkunarnefndar vegna áhuga míns á lögum, rökfræði og réttlæti. Lagatúlkunarnefnd gegnir þýðingarmiklu hlutverki innan Skólafélagins og þarfnast fólks með traust og dómgreind að leiðarljósi. Ég legg í vana minn að nálgast mál af skynsemi og sanngirni og tel mig því vel til verksins fallinn.

Með von um stuðning, Sigurður Ingvarsson

Lagatúlkunarnefnd

Page 18: Kosningablað 2016

18 KOSNINGAR Í MR 2016

Íþróttaráð

Um okkurVið erum hópur af strákum og stelpum hafa metnað til þess að vera með öflugt Íþróttaráð á næsta skóla ári. Hópurinn okkar samsendur af krökkum sem hafa æft íþróttir lengi og erum 3 en á fullu að æfa. Íþróttabakgrunnur okkar er fjölbreyttur t.d. æfðum á okkar yngri árum sund, skíði, fimleika og amerískan fótbolta en þær íþróttir sem við höfum náð mestum árángri í er handbolti og fótbolti. Við erum með hana Elvu sem er í unglingalandsliði Íslands í handbolta og svo líka Jón Gunnar og Trausta sem báðir eru nýlega hættir í handbolta. Benedikt, Ágúst og æfa fótbolta af krafti. Jón Gunnar, Trausti og Viktoría fara núna reglulega í ræktina til þess að æfa lyftingar. Eitt sem hópurinn okkar hefur umfram aðra frambjóðendur er utankomandi hjálp. Auk okkar hafa margir sýnt framboði okkar áhuga og hlökkum við til að virkja þau og ykkur öll í skemmtilegu íþróttastarfi næsta vetur. Við viljum einmitt hvetja alla árganga til samvinnu og bjóðum okkur því fram með fólk úr tveimur árgangum, auk nýnema sem bætist í hópinn á næsta ári.Markmið okkarVið höfum margar skemmtilegar hugmyndir og viljum endilega líka heyra frá nemendum hverju mætti bæta við til þess að gera næsta ár að frábæru íþróttaári. Við vitum að

margir söknuðu fótboltamótsins sem ekki var haldið í vetur. Við ætlum að sjá til þess að öflugt fótboltamót verður haldið í ár. Við skiljum líka að það hafa ekki allir áhuga á fótbolta og ætlum því að halda fleiri viðburði t.d. Vikulegar keppnir á fimmtudögum í cösu eins og pógómót, sjómannskeppni og fleira uppá vinninga sem geta verðið ýmiss konar. Við höfum líka áhuga á því að halda bandímót og bekkjar-bubblubolta mót. Við hlökkum til að hafa frábært skólaár 2016-2017 og vonumst eftir ykkar atkvæði :)

(B)a(n)didas

Page 19: Kosningablað 2016

19KOSNINGAR Í MR 2016

Lummulandsliðið

Elsku MR-ingar!

Nú er tími til kominn að íþróttaráð rífi sig í gang og geri meira. Við viljum skipuleggja fleiri og skemmtilegri atburði fyrir MR-inga, eitthvað sem höfðar til allra.Sundlaugapartý og aquazumba, spinningtíma og auðvitað fótboltamótið sem allir hafa beðið lengi eftir, eru viðburðir sem eru aðeins brot af því sem við ætlum okkur á komandi skólaári.Við viljum bæta samstarf við aðra skóla og fá fleiri næs díla fyrir hinn almenna MR-ing sem vill að sjálfsögðu

halda sér við hestaheilsu í gegnum skólagöngu sína. Hreyfing er, nota bene, afskaplega heppileg gegn stressi.Íþróttavikan 2016-2017 verður glæsilegri en nokkru sinni fyrr og mun innihalda ýmsar óvæntar uppákomur og skemmtilega gesti í Cösu.

X - Lummulandsliðið í Íþró!

Page 20: Kosningablað 2016

20 KOSNINGAR Í MR 2016

Herranæturstjórn

Kæru MR-ingar!Við í Charlie’s Angels bjóðum okkur fram í Herranæturstjórn 2016-2017 og fyrir því eru margar ástæður. Öll eigum við það sameiginlegt að hafa gífurlegan áhuga á listum og starfsemi Herranætur. Herranótt er eitt stærsta undirfélag Skólafélagsins og því er mjög mikilvægt að því sé vel sinnt. Herranótt hefur fætt marga af helstu leikurum landsins og er leikfélagið því frábær grundvöllur fyrir alla þá sem að vilja starfa við leiklist í framtíðinni. Starfsemi leikfélagsins hefur tekið miklum breytingum síðustu tvö ár frá því að stjórnirnar ákváðu að setja upp söngleiki og tökum við þeim breytingum fagnandi. Náum við kjöri viljum við halda áfram að efla listir innan MR og þá ekki einungis leiklistina heldur einnig tónlist, dans og fleira. Nú í ár var unnið með stóra hljómsveit og er það eitthvað sem að við viljum halda áfram með. Einnig viljum við virkja starfið betur með því að halda sérstök dans-, förðunar- og búninganámskeið og ef til vill námskeið í leikstjórn og handritagerð. Við viljum stækka útlitsdeildina og gera hana aðgengilegri þeim fjölda nemenda sem hafa áhuga á förðun,

búningahönnun og leikmyndargerð. Einnig höfum við mikinn áhuga á að auka samstarf við aðra menntaskóla og endurvekja gamalt leikfélag menntaskólanna, FÍFL: Félag Íslenskra Framhaldsskólaleikfélaga. FÍFL er ætlað sem samræðugrundvöllur fyrir leikfélögin og teljum við mikilvægt að byggja þessa starfsemi upp að nýju.

Við í Charlie’s Angels erum öll ótrúlega metnaðarfull og höfum óþreytandi drifkraft til þess að takast á við þetta skemmtilega verkefni. Við erum ábyrg, dugleg og stútfull af nýjum hugmyndum. Við komum úr öllum árgöngum skólans, bæði af náttúrufræði- og málabraut og er því mikil fjölbreytni í hópnum. Við höfum flest tekið þátt í Herranótt og höfum mörg reynslu af stjórnunarstörfum. Því teljum við okkur hafa alla burði til þess að halda utan um starf Herranætur.Við vonumst eftir þínu atkvæði og þinni hjálp til þess að gera Herranótt betri og flottari en nokkru sinni fyrr.

Charlie’sAngels

Page 21: Kosningablað 2016

21KOSNINGAR Í MR 2016

Atvinnu-mennirnir okkar

Kæru MR-ingar!

Við, Atvinnumennirnir ykkar, bjóðum okkur fram í Herranæturstjórn skólaársins 2016-2017. Flestir sem hafa kynnst starfsemi og uppsetningu elsta leikfélags Norðurlandanna, Herranætur, vita hve mikil vinna og samheldni býr þar að baki. Þar skín orka sem og leik- og sköpunargleði í gegn. Nemendur og fagfólk vinna hörðum höndum að því að reka þetta sögulega félag en það er einmitt þar sem Herranæturstjórn kemur greinilega fram. Þessi hópur einstaklinga sérhæfir sig í skipulagningu og uppsetningu leikritsins ásamt því að tryggja samheldni leikfélagsaðila og allra sem koma að sýningunni. Öll eigum við í hópi framboðsins þá sameiginlegu eiginleika að hafa brennandi áhuga á leiklist og gríðarlegan metnað fyrir því að gera næstu Herranætursýningu þá eftirminnilegustu til þessa. Flest okkar áttu stóran þátt í uppsetningu sýningar síðasta skólaárs, Blóðbrúðkaups, en áttum þar að auki tvo meðlimi í stjórn. Sýningin heppnaðist stórkostlega og hlaut mikið lof. Reynsla okkar af því verki veitir okkur góðan bakgrunn fyrir stjórnarstörf. Þrátt fyrir að vera fremur ólík og með mismunandi hæfileika vinnur hópurinn vel saman og nýtur þess til hins ýtrasta. Fráfarandi Herranæturstjórn stóð sig með stakri prýði. Í Blóðbrúðkaupi var aukin áhersla lögð

á kynningar- og markaðsstörf sem skilaði sér vel. Námskeiðin voru einnig vel sótt og gekk uppsetning sýningarinnar og afköst hennar vonum framar. Verðum við kjörin hyggjumst við halda skemmtuninni gangandi og gera allt hvað við getum til að gera gott betur. Herranótt hefur löngum verið stór hluti félagslífs Menntaskólans í Reykjavík og viljum við gjarnan styrkja þá ímynd með skipulagningu fleiri viðburða á vegum leikfélagsins en þar má til dæmis efla leiklistarlífið í MR, auka kynningarmál, viðhalda uppsetningu á söngleik, halda góðgerðarsýningu og auka sambandið milli menntaskólaleikfélaga. Leiklistarnámskeið Herranætur verða skipulögð, vönduð og vel auglýst. Því er um að gera að bíða spennt eftir þeim og fá síðan sem flesta til að mæta á þau, ekki síst nýnema sem eiga kost á að kynnast öllum þeim dásamlegu kostum sem Herranótt hefur upp á að bjóða. Við í Atvinnumönnunum ykkar höfum fulla trú á þessu verkefni og erum tilbúin að takast á við það. Metnaðurinn, kunnáttan, sköpunargleðin og hugmyndirnar eru til staðar. En það er aðeins eitt sem við þörfnumst, elskulegi samnemandi okkar, en það er þitt atkvæði. Við biðjum þig að treysta okkur því við munum þá ganga úr skugga um að sýning Herranætur leikárið 2016-2017 verði stórkostlegri en nokkru sinni fyrr!

Page 22: Kosningablað 2016

22 KOSNINGAR Í MR 2016

BilastæðafélagElín Inga Kjartans-dóttir, 4.U

Katrín Agla Tómas-dóttir, 4.U

Eftir mikla umhugsun hef ég ákveðið að bjóða mig fram á ný til bílastæðavarðar. Á þessu ári hef ég mikið verið að hugsa um margar hugmyndir sem ég vil framkvæmatil að betrumbæta bílastæðið og því væri leiðinlegt að geta ekki komið þeim á framfæri. Ég hef gífurlegan áhuga á að bæta bílastæðið og hefur það verið mín ástríða alveg síðan ég byrjaði. wwwww

Eftir mikla íhugun hef ég tekið þá ákvörðun að gefa kost á mér aftur til bílastæðavarðar. Síðastliðið ár hef ég velt bílastæðinu mikið fyrir mér og unnið hörðum höndum að því sem betur mætti fara og þætti mér það mikil synd að afhjúpa þær hugmyndir ekki. Ég hef mikla ástríðu fyrir því að bæta bílastæðið og hef ég haft gífurlegan áhuga á því síðan skólagangan mín hófst.

Page 23: Kosningablað 2016

23KOSNINGAR Í MR 2016

Jóhanna Guðrún Bergþórsdóttir, 5.S

Hæ hæ, ég heiti Jóhanna og ætla að gefa kost á mér sem bílastæðavörður skólafélagsins. Ég hef lagt á okkar dýrmæta nemendabílastæði í hartnær tvö ár og mér er farið að þykja alveg afskaplega vænt um það. Nái ég kjöri mun ég sjá til þess að bílastæðið verði vel skipulagt, fallegt og að á því ríki góður andi.

Page 24: Kosningablað 2016

24 KOSNINGAR Í MR 2016

BINGO

7 reiðir hvennskælingar

Hææ, við í 7 reiðir hvennskælingar viljum gefa kost á okkur til Bingónefndar 2016-2017. Helgi besti okkar hefur ekki getað sofið í sko sjuuuklega marga daga af spenningi. Hlynur er fínn í Bingó og vinnur stundum stærsta páskaeggið. Allir hinir í nefndinni eru líka fínir. Það væri bara fínt ef þú myndir kjósa okkur. Við lofum að næsta ár verði bara frekar fínt. : - )

Page 25: Kosningablað 2016

25KOSNINGAR Í MR 2016

Kings & Queens of Kakóland

Fólkið sem verður í Kakóklandi

Kæru MR-ingarHver kannast ekki við það að gleyma nesti, gleyma því að gera nesti eða bara nenna ekki að gera nesti yfirhöfuð. Þá leitum flest okkar niður í Kakóland þar sem vinkonur okkar Laufey, Ragna og Margrét bjarga deginum. Hjálparhellur þeirra hafa verið af ýmsum toga síðustu árin og hafa þau öll staðið sig vel. Því er mikilvægt að velja rétt þegar kemur að vali um hverjir fá að aðstoða þær á næsta skólaári. Við, Bjargey, Björn, Helga og Matthías, höfum ákveðið að gefa kost á okkur í félagsheimilisnefnd og vinna á fullu til að seðja hinn óseðjandi maga MR-ingsins og svo enginn fari svangur í tíma.

Félagsheimilisnefnd

Page 26: Kosningablað 2016

Embættismenn Framtíðarinnar

Page 27: Kosningablað 2016
Page 28: Kosningablað 2016

28 KOSNINGAR Í MR 2016

Okie ég ætla ekkert að hafa þetta langt, þannig að já ég heiti Patrekur Þór og er í 3.H, það eru margir að spurja mig á tjat eitthvað “hey þú ert busi helduru að þú sert eitthvað kúl að bjóða þig fram í prez of the future?” en þó að ég sé busi og ekki með bílpróf og má ekki einu sinni kaupa cigz þá er ég mikið efnilegri en hinir frambjóðendurnir og þið vitið það öll, þetta er ekkert svakalega flókið dæmi, ég hlusta á lýðinn, ég hlusta á ykkar skoðanir, ég geri það sem við viljið að verði gert, tebó alla fössara? já, done. sígarettur í kakóland? já, done. Krakkar þetta er ekkert fokking flókið, ég hef oft heyrt að ég sé maður fólksins frá frænda mínum (Nökkvi fjalar, 12:00 & Áttan) og það er bara alveg hárrétt! ef þið viljið að skólaárið 16-17 verði ógleymanlegt kjósið mig. Ég er the real President. #PattiPrez #PattiPrez #PattiPrez #PattiPrez #PattiPrez

Patrekur Þór Þormar Ægisson, 3. H

FORSETI FRAMTÍÐARINNAR

Page 29: Kosningablað 2016

29KOSNINGAR Í MR 2016

Page 30: Kosningablað 2016

30 KOSNINGAR Í MR 2016

Kæri MR-ingur,

Ég heiti Valtýr Örn Kjartansson, er í 5.Y og gef kost á mér í embætti forseta Framtíðarinnar skólaárið 2016-2017.

Að fortíð skal hyggja ef frumlegt skal byggja.

Lykillinn að frábæru félagslífi er að það höfði til sem flestra og helst allir taki þátt. Sú staðreynd að þú sért að lesa þennan texta og kynna þér hverjir gefa kost á sér í forsetakjör Framtíðarinnar segir mér að þér sé annt um félagslíf skólans okkar. Það er gott. Þótt MR sé besti skólinn á landinu með tilliti til menntunar og undirbúnings undir lífið, þá vitum við öll innst inni að við komum ekki hingað eingöngu þess vegna. Við komum ekki síst vegna þess að hingað safnast saman besta fólkið sem myndar frábært samfélag og sjúklegasta félagslífið á landinu.

Við erum svo heppin að eiga hér tvö mjög sterk nemendafélög — Skólafélagið og Framtíðina. Það er ekki tilviljun að þessi félög eru svona öflug. Fyrir því eru tvær megin ástæður. Annars vegar sú staðreynd að heilbrigð samkeppni milli þessara félaga hefur haldið þeim báðum á tánum í gegnum árin, og svo hins vegar sú staðreynd að þau byggja á gömlum merg og eiga sér lengri sögu og reynslu en önnur nemendafélög á Íslandi. Í ár verður Skólafélagið 53 ára og Framtíðin verður hvorki meira né minna en 133 ára gömul. Væri Framtíðin einstaklingur þá væri hún orðin elsti Íslendingurinn í sögu þjóðarinnar. Framtíðin hefur leikið stórt hlutverk í öllu félagslífi skólans í fortíðinni og á að halda áfram sínu frábæra starfi og vera burðarásinn í því.

Frábær fortíð. Enn betri Framtíð.

Mín sýn á starf Framtíðarinnar er skýr. Ég lít svo á að nýr forseti og stjórn Framtíðarinnar eigi að halda áfram öllum bestu viðburðum undanfarinna ára, og eigi svo til viðbótar að prófa nokkra nýja hluti og viðburði sem bætast þá við hefðirnar ef vel tekst til. Þannig hefur félagsstarf

Framtíðarinnar byggst upp og batnað undanfarin 133 ár og þannig eigum við að halda áfram.

Þeir sem taka við Framtíðinni eftir þessar kosningar eru lánsamir. Starfið í vetur hefur heppnast vel og fráfarandi stjórn hefur staðið sig með prýði. Sem forseti Framtíðarinnar mun ég beita mér fyrir því að mestur hluti af viðburðum síðustu ára haldi áfram og verði betrumbættir eftir því sem hægt er. Ég hef metnað fyrir því að skipuleggja svakaleg böll, efla MORFÍS og málfundarstarf skólans enn frekar, halda flottari Megavikur og fjölga fundum TEgrunar- og BÓkfærslufélagsins, svo fátt eitt sé nefnt.

Þessu þarf öllu að halda áfram en þó má félagslífið ekki staðna. Við þurfum að hafa metnað til að gera gömlu hlutina enn betur á komandi skólaári og kynna nýja viðburði til leiks. Hér að neðan segi ég í örstuttu máli frá nokkrum af þeim nýju hlutum sem ég mun framkvæma hljóti ég kosningu í embætti forseta. Ég hlakka til að segja ykkur svo frá þessu öllu í lengra máli í kosningavikunni.

Hlúum að Frúardegi

Eitt sem mér finnst geggjað við Framtíðina er hversu mótanleg hún hefur verið og óhrædd við að prófa nýja hluti. Dæmi um þetta er leikfélagið Frúardagur sem hefur á aðeins tveimur árum orðið verðugt mótvægi við Herranótt og frábær vettvangur fyrir leiklistaráhugamenn. Það sem mér finnst eiginlega flottast við Frúardag er að hingað til hafa einungis nemendur komið að uppsetningu leikritanna og einu utanaðkomandi aðilar sem hafa verið ráðnir inn hafa verið leikstjórarnir. Þannig sést gríðarlega

vel hversu metnaðarfullir MR-ingar eru og öflugir í skipulagningu og framkvæmd stórra verkefna eins og leiksýninga. Ég vil að Frúardagur haldi áfram að vera vettvangur fyrir alla hæfileikaríka nemendur skólans að láta ljósið sitt skína og búa saman til eitthvað mergjað.

Aukið samstarf við aðra skóla

MR-VÍ er vika sem mér finnst alltaf standa upp úr þegar litið er aftur yfir árið. Vikan í ár var vel heppnuð og stórskemmtileg. Vikan er alltaf stútfull af skemmtilegum uppákomum og manni gefst tækifæri til að kynnast fólki úr Verzló og hitta gamla vini úr grunnskóla. Mér ástæða til að auka enn frekar samstarf við aðra skóla eins og MH, Verzló og Kvennó með því að halda sameiginlega viðburði.

Framtíðarsmiðja

Það sést alltaf sérstaklega vel í kosningavikunni hvað MR-ingar hafa mikinn metnað til að hafa jákvæð áhrif á félagslíf Menntaskólans. Því þykir mér algjör synd að horfa upp á allt þetta frábæra fólk og allar frábæru hugmyndirnar sem fylgja með fara til spillis þegar það nær ekki kjöri. Það er einmitt lykillinn að sanngirni og skemmtilegheitum innan félags sem Framtíðarinnar að sem breiðastur hópur meðlima fái að koma sínum hugmyndum og skoðunum að. Þess vegna vil ég stækka hóp þeirra sem hafa beina aðkomu að því að móta starf Framtíðarinnar. Mig langar til dæmis að halda svokallaða Framtíðarsmiðju eða -workshop í sumar þar sem allir sem vilja geta mætt, lagt fram hugmyndir og sagt skoðanir sínar á því sem nýja stjórnin ætlar að gera. Ég er viss um að þetta geti haft gríðarlega góð áhrif á komandi skólaár og útrýmt elítustemningunni sem á það til að myndast í kring um stjórnir nemendafélaga.

Tónlistarhátíð

Mér hefur alltaf þótt vera autt pláss í

Valtýr Örn Kjartansson, 5.Y

Page 31: Kosningablað 2016

31KOSNINGAR Í MR 2016

dagskrá Framtíðarinnar og var lengi að velta fyrir mér hvað það gæti verið. Á endanum komst ég að því að Framtíðinni vantar einhvern stóran og metnaðarfullan viðburð sem er ekki ball. Því legg ég til að á næsta ári verði haldin fyrst sinnar tegundar Tónlistarhátíð Framtíðarinnar þar sem MR-ingar, framhaldsskólanemar og aðrir vinsælir tónlistarmenn stíga á stokk og trylla lýðinn. Ég vil skoða möguleika á að halda hátíðina í íþróttahöllinni okkar góðu og lestrarsal Íþöku og breyta þannig siðuðu menntastofnuninni okkar í tryllt tónlistarvenue eitt kvöld ársins. Þannig mætti líka hafa tvö svið og halda stemningunni gangandi.

Framtíðin þín

Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að nemendafélag eigi ekki aðeins að sjá um að skemmta nemendum skólans heldur einnig að vera stökkpallur fyrir nemendur sem vilja æfa sig í alls kyns hlutum. Þess vegna verður það mín

stefna að leita alltaf fyrst til nemenda innan skólans til að vinna verkefni fyrir Framtíðina áður en utanaðkomandi aðili er ráðinn til að vinna verkið.

Þægilegri hversdagsleiki; tilkynningaskjár, hraðbanki, net og fleiri stílabækur

Annað sem ég vil gera sem forseti er að gera lífið almennt þægilegra og skemmtilegra fyrir þig. Ég er með ýmsar smáar hugmyndir um hluti sem gætu einfaldað hversdagsleikann fyrir okkur öll. Til dæmis vil ég setja upp tilkynningaskjá í Cösu sem sýnir hvaða viðburðir eru á döfinni hjá Framtíðinni og Skólafélaginu og sýnir myndir með #gramtidin hashtagginu. Einnig vil ég skoða möguleika á að koma hraðbanka inn á skólalóðina svo við séum ekki öll á hlaupum niður í Austurstræti þegar kemur að því að borga bekkjarráðsmönnum. Ég hefði áhuga á að sjá Framtíðina gefa enn fleiri stílabækur þar sem þær hafa

hingað til skilað hagnaði og nýtast ótrúlega vel. Ég ætla líka að skoða með stjórn skólans hvort hægt sé að koma upp þráðlausu neti í lestrarsal Íþöku, eitthvað sem hefur vantað alla skólagöngu mína í MR.

Busar eru líka fólk

Mér finnst óþarfi að bíða með að halda viðburði þangað til í haust. Þess vegna legg ég til að Framtíðin bjóði öllum tilvonandi busum skólans á stórviðburð í sumar til að bjóða þá velkomna í skólann og hrista upp í hópnum. Þetta væri gott tækifæri til að kynna þá fyrir Framtíðinni og starfsemi hennar í von um að sem flestir sjái ljósið og skrái sig í september.

Virkjum undirfélögin!

Ef næsta skólaár á að vera það besta hingað til þá þurfum við að nýta okkur kraft fjöldans. Nái ég kjöri til forseta þá

Page 32: Kosningablað 2016

32 KOSNINGAR Í MR 2016

stefni ég að því að hitta öll undirfélög Framtíðarinnar strax í sumar og leggja línur að starfsemi hvers félags fyrir sig út allt skólaárið 2016-17. Ég vil skipuleggja starfið þannig að það sé amk. einn viðburður í hverri einustu skólaviku og þannig aldrei dauður punktur í félagslífi Framtíðarinnar. Til þess að sem flestir geti tekið þátt og notið félagslífsins eru svo mikilvægt að standa vel að öllu kynningarstarfi og auglýsa hvern viðburð vel.

Traust fjármál

Flest af því sem við gerum í félagslífinu

kostar einhverja peninga. Þess vegna er sérstaklega mikilvægt að halda vel á fjármálum Framtíðarinnar. Nýr gjaldkeri leikur auðvitað lykilhlutverk í þessum efnum en jafnframt er mikilvægt að forseti hafi góða tilfinningu fyrir fjármálunum og fjármögnun viðburða. Í samstarfi við gjaldkera, markaðsstjóra og markaðsnefnd þar að hefjast handa strax í vor við að safna styrkjum og fjármagna næsta skólaár. Jafnframt er mikilvægt að sníða allt starfið að þeim fjármunum sem við höfum yfir að ráða og móta skýra útgjaldaáætlun svo aurarnir klárist ekki á miðju ári.Loks má ekki gleyma því að mikilvægasti hluti af þeim fjármunum

sem Framtíðin hefur úr að spila kemur af félagsgjöldum nemenda. Þess vegna er svo mikilvægt að halda starfinu lifandi og spennandi svo allir vilji vera með.

Kynntu þér málin!

Ég skora á þig að kynna þér frambjóðendur og stefnumál þeirra vel. Í kosningavikunni geng ég í bekki og hlakka til að taka við spurningum og ræða stefnumál mín í lengra máli.

Kosningakveðja,Valtýr Örn

Kæru samnemendur, Ég heiti Árni Freyr Magnússon og hef ákveðið að gefa kost á mér til gjaldkera Framtíðarinnar veturinn 2016-2017. Ástæða þess af hverju ég býð mig fram er að ég vil leggja mitt af mörkum til þess að efla félagslífið og halda utan um þau markaðsmál sem liggja á bakvið alla þá viðburði sem Framtíðin stendur fyrir. En nóg um það.

Framtíðin hefur allt frá stofnun átt gríðarlega stóran þátt í félagslífi skólans. Sér félagið um MORFÍS, Ratatosk, Sólbjart og svo auðvitað marga aðra viðburði. Ég vil auðvitað halda öllum þessum viðburðum áfram og auka við umfang þeirra, enda hefur farið lítið fyrir Sólbjarti þetta skólaár.

Skráning í Framtíðina var lélegri nú en síðastliðið ár og vil ég bæta hana. Eins og er er aðeins hagstætt að gerast meðlimur Framtíðarinnar ef þú tekur virkann þátt í félagslífinu; mætir á öll böll eða tegrar seint um helgar, eða ef með því að nýta sér oft þá afslætti sem Framtíðin býður upp á. Þó eru einhverjir sem sjá sér ekki fært um að nýta sér þetta mikið og hafa því litla ástæðu að skrá sig í félgagið og því vil ég bæta úr því. Ég vil að allir nemendur hafi góða ástæðu að gerast meðlimur Framtíðarinnar en ekki vegna hópþrýstings frá svöngum bekkjarmeðlimum sem dreymir um pizzu.

Síðastliðin tvö ár hefur Framtíðin gefið út stílabækur og reikningsbækur og sjálfsagt að halda því áfram þar sem auglýsingar í bókunum sjá um prentkostnaðinn. Ég vil einnig láta prenta gormlausar stílabækur fyrir þá sem gormalausan lífstíl og sérstaklega þá sem eru í verklegum tímum og þurfa að halda úti verkbók án gorma.

Þetta er brot af þeim hugmyndum sem ég vil koma í gegn verði ég kjörinn og vona ég því að þið hafið mig í huga þegar þið gangið í kjörklefann síðar í apríl.

Árni Freyr Magnússon, 5.Y

Page 33: Kosningablað 2016

33KOSNINGAR Í MR 2016

Kæru samnemendur,

Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í embætti gjaldkera Framtíðarinnar. Þessa ákvörðun tók ég ekki að gamni mínu enda er embættið gífurlega mikilvægt og nauðsynlegt er að hæf manneskja gegni því. Fjárhirða er grafalvarlegt mál og hljóti ég kosningu lofa ég að gera mitt allra besta við að sinna henni af kostgæfni og alúð. Talandi um loforð, nú er komið að þeim. Ég get auðvitað lofað voðalega fáu þar sem gjaldkeri hefur ekki alræðisvald innan stjórnarinnar. Ég get hins vegar lofað ykkur því að ég myndi reyna að koma nokkrum hugmyndum í framkvæmd. Meðal þessara hugmynda er að stofna málfundafélag sem myndi sjá nánast alfarið um MORFÍs og Sólbjart sem er keppni sem þarf virkilega að efla. Ég vil einnig að Framtíðin standi ekki bara fyrir mörgum tebóum heldur vil ég að Framtíðin haldi fleiri metnaðarfull tebó, þ.e.a.s að Framtíðin fái oftar listamenn til að koma fram á tebóum. Það sem ég get lofað ykkur með fullvissu er algjört gagnsæi í fjármálum félagsins. Ég er tilbúinn til að birta ársreikning ásamt því að gera upp opinberlega hvert ball fyrir sig. Ef áhugi er fyrir hendi myndi ég gera það í félagsheimilinu en ef mæting á þá ,,viðburði” reyndist dræm myndi ég einfaldlega birta uppgjörið á alvefnum. Með öðrum orðum, peningurinn verður ekki bara í vasanum heldur einnig í opinberum bókum. Auðvitað snýst hlutverk gjaldkera ekki einungis um fjárhirslu þó hún sé vissulega mikilvægasta verkefni hans, gjaldkeri tekur einnig virkan þátt í öllu skipulagi Framtíðarinnar sem meðlimur stjórnarinnar. Ég tel mig geta sinnt þeim hluta starfsins vel þar sem ég er einstaklega samvinnuþýður og hugmyndaríkur. Ég ætla ekki að ljúga því að ykkur að ég hafi mikla reynslu af daglegum rekstri nemendafélags þar sem það eina sem ég hef gert fyrir nemendafélag er að sitja í ritnefnd Loka Laufeyjarsonar. Það verkefni er enn í gangi en það hefur gengið mjög vel hingað til, þó ég segi sjálfur frá. Ég tel að fyrrnefnt reynsluleysi muni ekki standa í vegi fyrir því að ég standi mig með mikilli prýði. Ég ætla ekki að hafa þetta mikið lengra þar sem flest ykkar eru líklega löngu hætt að lesa. Það eina sem þið þurfið að vita er að ef þið kjósið mig mun ég fara mjög vel með peninga Framtíðarinnar.

Árni Sæberg, 4.B

GJALDKERI FRAMTÍÐARINNAR

Page 34: Kosningablað 2016

34 KOSNINGAR Í MR 2016

Aron Jóhannsson, 4.ZAron Jóhannsson heiti ég og hef tekið þá ákvörðun að bjóða mig fram í stjórn Framtíðarinnar skólaárið 2016-2017. Ástæðan er einföld, félagslífið hér í skólanum er hreint magnað. Ekki datt mér það í hug þegar ég byrjaði í skólanum. Ég trúði þeim orðrómum að hér væri einungis fólk sem gengi um í lopapeysum með latte í hægri hendi og latínubók í þeirri vinstri og ætti sér svo mikið sem ekkert líf utan skólans. Mér til mikillar ánægju var það ekki raunin og ég uppgötvaði hvað félagslífið hér væri mikið og sterkt. Ég vildi taka þátt í því enda starfaði ég í nemendaráði í grunnskóla og hef setið síðastliðin þrjú ár í ungmennaráði Garðabæjar. Þess vegna þurfti ég ekki að hugsa mig tvisvar um þegar mér bauðst að vera hluti af Skrallfélagi Framtíðarinnar. Ég get sagt með fullri hreinskilni að skólaárið sem er að líða er það skemmtilegasta sem ég hef upplifað hingað til. Því get ég þakkað meðlimum Skrallfélagsins, stjórn Framtíðarinnar og bara ykkur öllum. Að vera hluti af Skrallfélaginu hefur gefið mér mikla reynslu af félagsstörfum. Við sátum flest alla fundi stjórnarinnar og unnum náið með þeim að öllum viðburðum ársins. Með þessa reynslu að baki tel ég mig vita hvað hefði betur mátt fara, hvort einhverju mætti sleppa og hvar helstu áhersluatriði ættu að liggja. Til dæmis ætti að leggja meiri áherslu á skráningavikuna því skráningin er grundvöllurinn að störfum Framtíðarinnar og því fleiri sem skrá sig því stærri hlutum er hægt að hrinda í framkvæmd. Viðburðir þyrftu að vera skipulagðir með meiri fyrirvara og auglýstir betur. Þetta er aðeins agnarsmátt brot af þeim hugmyndum sem ég hef varðandi störf Framtíðarinnar. Menntaskólinn í Reykjavík væri fátt án félagslífsins sem bæði Framtíðin og Skólafélagið hafa upp á að bjóða.

Þetta sterka félagslíf er ljós okkar í skammdeginu og litar upp skólagöngu okkar allra. Böllin, megavikurnar, söngkeppnin, tebóin og allt það sem félagslífið hefur upp á að bjóða heldur okkur gangandi. Ég tel mig geta gert starf Framtíðarinnar enn betra og mun ég leggja mig allan fram við að gera það að veruleika en til þess þarf ég ykkar stuðning í komandi viku og þá sérstaklega 15. apríl því þá er Framtíðin í ykkar höndum. Með kærri kveðju og von um ykkar stuðning

Ég, Ólafur Óskar Ómarsson, býð mig fram í Framtíðarstjórn fyrir skólaárið 2016-2017, mitt síðasta skólaár. Ég tel mig eiga erindi í stjórnina þar sem ég hef tekið virkan þátt í félagslífi skólafélagana undanfarin ár* og tel ég rétt að enda árin þar sem ég get gert sem mest fyrir Framtíðarnemendur skólans.

Mínar helstu áherslur væru að skapa sem besta stemningu í bekkjum skólans og þá sérstaklega hjá nýnemum, þar sem skólahald verður með öðru móti hjá þeim. M.ö.o. vil ég að nýnemar fái að upplifa félagslífið sem ég upplifði í 3. bekk og öll árin.

*2013-2014: Markaðsnefnd Menntaskólatíðinda; 2014-2015: Spilafélag Framtíðarinnar; 2015-2016: Loki Laufeyjarson, fyrir áramót; auk þess kom ég að bæði að leiksýningum Frúardags og Herranætur.

Ólafur Óskar Ómarsson, 5.Y

FRAMTÍÐARSTJÓRN

Page 35: Kosningablað 2016

35KOSNINGAR Í MR 2016

Hlökk Þrastardóttir, 4. CÉg var í 10. bekk í Hagaskóla þegar ég kynntist fyrst félagsstarfi og kolféll fyrir því. Þá gerði ég mér grein fyrir því að félagsstarf væri eitthvað fyrir mig. Nú, þremur árum seinna, gef ég kost á mér í stjórn Framtíðarinnar, veturinn 2016-17. Mér hefur alltaf fundist spennandi og gaman að koma hugmyndum mínum í framkvæmd, skipuleggja alls konar verkefni í góðri samvinnu og eiga samskipti við fólk. En það er einmitt það sem þetta starf snýst um. Reynsla Í 3. bekk var ég í markaðsnefnd Loka fyrir áramót og eftir áramót í markaðsnefnd Skólafélagsins. Markaðsstörfin nýttust mér gríðarlega vel í starfi mínu í ár sem meðlimur í Skrallfélaginu. Skrallfélagið er skemmtinefnd Framtíðarinnar og skipuleggur í samvinnu við stjórn helstu viðburði félagsins. Ég hef kynnst starfinu náið í vetur. Ég veit því upp hár hvað fór vel og hvað hefði mátt fara betur. Þessi reynsla mun nýtast mér alla tíð og að sjálfsögðu líka ef ég næ kjöri. ViðburðirBöll Framtíðarinnar eru tvö; Árshátíð Framtíðarinnar og Miðannaballið. Mín skoðun er sú að fjölbreytt gæða tónlist á böllum skipti mjög miklu máli. Staðsetning þarf að vera mismunandi og tímasetning þyrfti að vera fyrr í mánuðinum svo nemendur hafi frekar efni á að kaupa miða.Skráningarvikan er fyrsta starfsemi Framtíðarinnar á skólárinu en jafnframt sú mikilvægasta. Í hana þarf að leggja mikinn metnað og vera þarf nóg af uppákomum. Í ár voru afsláttarkort/nemendaskírteini Framtíðarinnar og Skólafélagsins sameinuð. Því miður virkaði það ekki nægilega vel fyrir Framtíðina. Ég tel að skráning í Framtíðina gæti orðið miklu meiri ef lagðar væru skýrari línur; við gæfum út sérstakt Framtíðarskírteini með mjög góðum afsláttum af ýmsu tagi. Mikilvægt er að allir nemendur skólans séu vel uppplýstir um hvað Framtíðin hefur upp á að bjóða í lok vikunnar. Árshátíðarvikan er án efa stærsta vika Framtíðarinnar. Þá er mikið um að vera. Allir nemendur skólans þyrftu að geta notið góðs af vikunni í t.d. mat

og drykk við opnun cösu. Val á þema árshátíðarinnar þyrfti að vera vel úthugsað og skemmtilegt fyrir sem flesta í skólanum.Í ár voru megavikurnar eða þemavikurnar afskaplega vel heppnaðar að mínu mati. Margar uppákomurnar voru nýjar af nálinni, svo sem hláturjóga í Cösu og matvagna-festival í Portinu. Vikurnar höfðu hver sitt þema sem einfaldaði hugmyndavinnu okkar sem skipulögðum hana og lífgaði vonandi upp á hversdagsleikann fyrir nemendur. Næði ég kjöri myndi ég vilja halda fast í þetta fyrirkomulag og gera enn betur.Aðrar áherslurFeministavikan og Hinseginvikan eru, að mínu mati, flottustu og áhrifamestu vikur í skólanum enda fjalla þær um mikilvæg málefni. Ég myndi vilja leggja ríka áherslu á að skipuleggjendur þessara vikna fengju mikinn stuðning og hvatningu frá Framtíðar-og Skólafélagsstjórnum. Báðar þessar vikur heppnuðust afar vel í ár og ég sé enga ástæðu fyrir því að halda því frábæra starfi ekki áfram!Auglýsingar og allt útgefið efni Framtíðarinnar skiptir miklu máli. Mikil þörf er á að auglýsa hvern einasta viðburð Framtíðarinnar vel og fyrr en hefur verið gert hingað

til. Auglýsingar þurfa að vera mjög vandaðar. Til dæmis myndi ég vilja gera árshátíðarmyndbandinu hærra undir höfði og vanda sérstaklega útgáfu á skólablaðinu Loka og stílabókunum. Myndbandagerð almennt væri einnig hægt að bæta innan félagsins.Góð samskipti skipta mjög miklu máli. Heiðarleg og góð samskipti þurfa að ríkja á milli stjórnarmeðlima, stjórnar og undirfélaga og nemendafélaganna tveggja, Framtíðarinnar og Skólafélagsins. Ég myndi leggja allan minn metnað í það. Ég er fær í mannlegum samskiptum, jákvæð, ákveðin og get unnið undir mikilli pressu.Þegar kemur að félagsstarfi legg ég mig alltaf 100% fram. Framtíðin á sérstakan stað í mínu hjarta og er ég tilbúin til þess að gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að starf hennar haldi áfram að blómstra. Ég tel reynslu mína, vinnubrögð og metnað henta starfinu mjög vel. Að lokum þakka ég þér kæri lesandi fyrir lesturinn og hvet þig eindregið til þess að kynna þér mitt framboð í vikunni.

Með von um þinn stuðning,Hlökk Þrastardóttir

Page 36: Kosningablað 2016

36 KOSNINGAR Í MR 2016

Una María Magnúsdóttir, 4.C

Kæru samnemendur.Ég heiti Una María og ætla að bjóða mig fram til Framtíðarstjórnar skólaárið 2016-2017. Framtíðin skiptir mig miklu máli og er ég tilbúin að gera allt sem ég get til að starf þessa frábæra nemendafélags verði eins metnaðarfullt og mögulegt er. Ég byrjaði í Markaðsnefnd Frúardags sumarið fyrir þriðja bekk og heillaðist þá af starfi Framtíðarinnar. Ég hef alltaf verið virk í félagsstörfum og í ár var ég meðlimur í Skrallfélaginu, skemmtinefnd Framtíðarinnar, þar sem ég vann náið með stjórninni. Ég fékk tækifæri til þess að taka virkan þátt í starfi nemendafélagsins og kynntist starfsemi þess vel og með þá reynslu tel ég mig mjög hæfa til þess að sitja í stjórn Framtíðarinnar næsta skólaár. Mig langar að segja aðeins frá því sem ég myndi helst vilja bæta og leggja áherslu á í starfi Framtíðarinnar.

SkráningÉg vil leggja mikið upp úr því að ná betur til nemenda og auka virkni þeirra í starfi Framtíðarinnar. Þar á ég bæði við almenna skráningu nemenda inn í Framtíðina sem og þátttöku í þeim glæsilegu viðburðum sem hún stendur fyrir. Þátttaka nemenda í viðburðum Framtíðarinnar er undirstaða fyrir allri starfsemi félagsins. Hana væri hægt að efla með betri kjörum fyrir meðlimi og með stóraukinni kynningarstarfsemi. Mér finnst líka brýnt að ná til nýnema, sérstaklega næsta haust þegar þriggja ára kerfið verður tekið upp. Ég vil enn fremur fá aukna þátttöku í hinum frábæru keppnum Ratatoski og Sólbjarti og fleiri viðburðum á vegum nemendafélagsins og þar væri betri kynning á umræddum viðburðum lykilatriði.MORFÍs og MálfundafélagRæðukeppnin MORFÍs er ótrúlega skemmtileg og þykir mér miður hvað Menntskælingar virðast tregir til að mæta á keppnir (það er sérstaklega leiðinlegt þar sem liðið okkar stendur sig framúrskarandi vel og er einstaklega gaman að fylgjast með þeim keppa). Ég myndi vilja auglýsa meira, peppa meira og fá sem flesta á þessar frábæru keppnir.Af fenginni reynslu og ábendingum frá nemendum annarra skóla veit ég að mikil þörf er á starfandi málfundafélagi innan skólans sem héldi m.a. utan um allt skipulag MORFÍs. Þessu vil ég bæta úr og er ýmislegt hægt að gera. Einn meðlimur Framtíðarstjórnar gæti tekið að sér verkefnið en þar sem þeir hafa margt annað á sinni könnu væri betra að stofna nýtt embætti. Sá sem gegndi því embætti væri þá almennur umsjónarmaður MORFÍs og væri jafnvel hægt að stofna nefnd sem gegndi þá hlutverki málfundafélags.ViðburðirÁrshátíð Framtíðarinnar er vafalaust einn stærsti

viðburðurinn sem félagið stendur fyrir. Ég mun leggja mikla áherslu á að árshátíðarvikan og árshátíðin sjálf verði með glæsilegasta móti. Opnun Cösu finnst mér gríðarstór hluti af upplifuninni og myndi ég vilja leggja mikla vinnu í hana. Mér finnst einnig mikilvægt að MRingar fái sem flest tækifæri til að skemmta sér og vil ég sjá til þess að Tebó verði haldin í lok allra þemavikna og jafnvel oftar. Miðannarball Framtíðarinnar hefur yfirleitt verið grímuball en mér fannst heppnast ótrúlega vel í ár að bregða aðeins út af vananum og myndi ég vilja gera það aftur.Samstarf og undirfélögÞað er grundvallaratriði að samstarf á milli undirfélaga Framtíðarinnar og stjórnar sé gott. Ég vil leggja áherslu á gott flæði upplýsinga (varðandi fjármál, skipulagningu viðburða o.fl.) á milli stjórnarinnar og allra undirfélaga svo samstarfið gangi sem best. Auk þess eru nokkrar nefndir sem mig langar sérstaklega að efla. Markaðsnefndin er ótrúlega mikilvægur þáttur í starfi Framtíðarinnar. Dugnaður og metnaður í markaðsmálum skilar sér beint til nemenda því með meira fjármagni má halda stærri og flottari viðburði. Markaðsnefnd síðasta árs stóð sig einstaklega vel en alltaf er hægt að gera betur. Með því að byggja á fyrri störfum auk þess að prófa nýja hluti má sjá til þess að markaðsstarf Framtíðarinnar verði eins skilvirkt og árangursríkt og hugsast getur.

Nái ég kjöri mun ég leggja mig alla fram og takast á við þau verkefni sem mér berast af dugnaði og metnaði. Mér væri sönn ánægja í því að starfa í þágu nemenda þessa skóla og er tilbúin að gefa allan minn tíma og orku í til þess að gera þetta ár framúrskarandi á alla vegu.

Með von um ykkar stuðningUna María Magnúsdóttir

FRAMTÍÐARSTJÓRN

Page 37: Kosningablað 2016

37KOSNINGAR Í MR 2016

IÐNAÐUR

ÓMÆGAD

Ritstjórn Loka Laufeyjarsonar

MR-ingar!

Við erum Iðnaður og við höfum ákveðið að bjóða okkur fram í Skrallfélagið, skemmtinefnd Framtíðarinnar. Skrallfélagið er mikil og stór nefnd en við getum svo sannarlega axlað þá ábyrgð sem fylgir starfinu. Við erum alvöru, við erum BUSIness. Bekkjarráðsbusi, Skemmtóbusi, Skrallfélagsbusi, Skinfaxabusi og Kakóbusi, það gerist ekki meira solid. Ef einhverjir eru réttir í þetta hlutverk þá eru það við. Við viljum bæta félagslíf innan Framtíðarinnar og efla allt sem hægt er að efla. Markmið okkar er að þú upplifir MAGNAÐ félagslíf á næsta skólaári. Böll, megavikur, viðburðir, málfundir, MORFÍs, Ratatoskur, Sólbjartur, pepp, pepp og meira pepp. Við munum sjá til þess að enginn viðburður muni fram hjá þér fara með því að auglýsa ALLT eins vel og hugsast getur svo að allir viðburðir verði vel sóttir. Starf nefndarinnar er umfangsmikið og er mikilvægt að hafa metnaðarfullt og drífandi fólk til að koma hlutunum í verk og að það verði alltaf til staðar. Öll höfum við verið virk í félagslífinu þetta árið og erum gífurlega spennt að komast meira að og nýta alla þá reynslu og hæfileika sem við búum yfir til að gera næsta ár ógleymanlegt. Værum við kosin yrðum við alltaf til taks og myndum sjá til þess að þú skemmtir þér 24/7. Ef þú vilt duglega og framtaksama einstaklinga til að gegna starfi Skrallfélagsins skólaárið 2016-2017 þá er Iðnaður til staðar fyrir þig.

Settu X við Iðnað og þú mátt búast við miklu skralli. Þú verður einnig alltaf velkomin/n til okkar að ræða um iðnað yfir kaffibolla, tja eða kakóbolla lagað af okkar einstaka kakóbusa.-Iðnaður

Hallóó allir (eða vonandi flestir) nemendur MR, við heitum Blanca Lára, Jón Gunnar, Lilja, Logi, Tómas Ingi og Urður og okkur langar til þess að sitja í ritnefnd hins ágæta blaðs Loka Laufeyjarsonar.

Ástæða þess er að við höfum áhuga á ýmsum hlutum sem

koma að því að setja upp blað, svo sem að taka myndir og skrifa, og svo höfum við metnaðinn og tímann sem þarf í svona verkefni. Okkur langar til þess að gera Loka Laufeyjarson að stærra og metnaðarfyllra blaði og að fleiri nemendur skólans komi að blaðinu. Einnig viljum við að allir þeir nemendur sem hafa áhuga á að eignast eintak af Loka eignist eintak og þá jafnvel rafrænt eintak því okkur langar til þess að bjóða upp á rafræna útgáfu.

Svo ef þú vilt skemmtilegustu og metnaðarfyllstu Lokablöðin hingað til settu þá x við ÓMÆGAD!:)

SKRALLFÉLAG

Page 38: Kosningablað 2016

38 KOSNINGAR Í MR 2016

Gjörningafélagið

Fuccbois í gjörningafélagið

Við erum nokkrir strákar að reyna að vera Fuccbois. Aðeins einn hefur náð að verða Fuccboi. Sá maður er Patrekur Þór en við hinir erum áhugamenn um lífstílinn og hvernig honum skal náð. Þess vegna verður það stefna okkar sem gjörningafélag að auka áhuga nemenda á Fuccboi lífstílnum.

Við munum halda Fuccboi-viku þar sem MR-ingar geta stigið sín fyrstu skref í átt að lífstílnum.Við viljum enda Fuccboi-shaming, hefja vitundarvakningu og Fuccboi-væða þennan skóla.Settu XXX við Fuccbois í Etta Eina Gjorningafelag.

FUCC M3

FUCCBOIS

Those fuccbois want attentionBut they're cold like it's snowin'

54

Page 39: Kosningablað 2016

39KOSNINGAR Í MR 2016

Eyjólfur Júlíus Kristjánsson, 4.S

Teitur Hinrichsen, 4.Z

BLÓRABÖGGULL

Eyjó heiti ég. Ég er vonlaus í öllu sem ég geri. Ég geri ekkert rétt. Ég hef alltaf verið vonbrigði foreldra minna og er vanur að taka við skömmum. Kjósið mig, plís. Þetta er eina sem ég gæti kannski gert rétt.

Ég heiti Teitur og býð mig fram til forseta Heimspekifélagsins. Ég tel mig vera nokkuð hæfan til að sinna þessu embætti, m.a. vegna reynslu og náms. Ég hef unnið sem sundkennari, þar þurfti ég að umgangast og kenna ungum börnum á aldrinum 4-8 ára, þetta hefur kennt mér að taka stjórn sem allir stjórnendur ættu að kunna. Einnig hef ég unnið sem safnvörður á Eldfjallahúsinu þar sem starf mitt snérist um að leiðbeina ferðamönnum um jarðfræði Íslands. Stór hluti af minni félagshæfni má rekja til skiptináms míns í Brasilíu, þar stundaði ég nám í eitt ár, 2014-2015. Ég mætti nokkrum erfiðleikum, aðalega vegna vankunnáttu

á tungumálinu. Loks tókst mér að yfirstíga þann þröskuld og nú tala ég 5 tungumál. Í Brasilíu var mér kennd heimspeki og vaknaði í mér áhugi sem ég vildi gjarnan miðla til annarra. Meðal þess sem mig langar til að gera, yrði ég kosinn til forseta Heimspekifélagsins, væri að efla málfunda menningu innan Menntaskólanns. Þykir mér að fólk á okkar aldri ættu að hljóta betra aðgengi á að mynda sér meðvitaðar skoðanir þar sem þau fá upplýsingar um ýmiss málefni frá fleiri stöðum en heimili sínu. Að lokum óska ég öllum sanngjarnra kosninga og velgengni í komandi prófum.

Heimspekifélagið

Page 40: Kosningablað 2016

40 KOSNINGAR Í MR 2016

Bananananas

OddurKristjanaDagmarSigureyJanaMaríaRóbert

Banana á allar frúardagsæfingarGagnsæiHugmyndakassiNet í Cusu

Page 41: Kosningablað 2016

41KOSNINGAR Í MR 2016

heXs

Witches and Bitches

Kæru samnemendur okkar. Allar erum við einstakar þar sem galdrablóð hefur runnið í æðum okkar lengur en okkur hafði órað fyrir. Var langalangafi einnar okkar síðasti maðurinn til þess að vera brenndur á báli hérlendis fyrir galdraiðkun og erum við t.a.m. allar ættaðar að vestan. Viljum við koma forspá okkar áfram til ykkar svo að þið getið vitað hvað á að varast hverju sinni og hvað ekki.

Xoxo, h(alldóra)e(va)Xs(nædís)

Við Viktoría í 4.Y, Sara í 5.T og Hjördís í 4.M hyggjumst bjóða okkur fram í spáfélagið 2016-2017 sem hópurinn Witches n bitches (eftirfarandi texta skal lesa með spúkí rödd)Allt frá unga aldri höfum við marg oft spáð í spilin og erum afar fróðugar í lófalestri. Ef við náum kjöri sem spáfélagspíur næsta skólaárs munu verða róttækar breytingar samnemendum okkar til góðs. Náið samstarf við Siggu Kling og aðra sem eru vel að sér í spádómum mun svo sannarlega skila skemmtilegum niðurstöðum og góðum skólaanda en aðaláhersla Witches n bitches er að halda uppi rosa góðum skólaanda. Viljum við virkja félagið betur og ef vilji er fyrir hendi má ef til vill halda viðburði á vegum félagsins. Segjum kannski að slá upp nokkrum veislutjöldum á góðum degi? eða halda hjuts es draumaráðningaveislu? jafnvel bjóða Siggu Kling í heimsókn? Virkjum spáfélagið, hjuts es X við Witches n bitches

Spáfélagið

Page 42: Kosningablað 2016

42 KOSNINGAR Í MR 2016

Spilafélagið Throne Of Games

X Twister

Hægt er að beita ýmsum ráðum til að lífga upp á tilbreytingarsnauða skóladaga. Það áhrifaríkasta í þeim efnum væri þó án efa að grafa upp gamla sjúskaða spilastokkinn og plata góðan vin í æsispennandi kleppara eða þá að hreinsa brauðmylsnurnar af eldhúsborðinu, sækja Monopoly, leggja nokkrar götur undir sig og gerast milljónamæringur. Þetta getur hver sem er gert heima hjá sér en í hópi góðra vina og kunningja yrði leikurinn enn skemmtilegri. Við í Spilafélaginu Throne of Games viljum efla spilamenningu í skólanum, meðal annars með því að skipuleggja spilakvöld eins oft og mögulegt er. Klassísk og góð spil yrðu dregin fram eins og til dæmis Risk, Monopoly, Alias, Ticket to Ride og við ætlum líka að prófa ný og forvitnileg spil sem fáir þekkja. Aðalmarkmið okkar er að búa til skemmtilegt andrúmsloft þar sem hægt er að kynnast fólki, styrkja vináttubönd og skemmta sér yfir góðum spilum.

Eruð þið orðin leið á endalausu spilaleysi? Eruð þið, MR-ingar góðir, komnir með fráhvarfseinkenni af Monopoly? Þyrstir ykkur í Ólsen Ólsen? Hungrar ykkur í eitt stykki safaríkt medium rare skrafl. Þá erum við svarið; X Twister!!! Öll þau spil sem þú hefur haft fantasíur um og meira til. Ef við náum kjöri lofum við mánaðarlegum, jafnvel vikulegum spilakvöldum, og eftir spilakvöld hjá okkur viltu aldrei kynnast öðrum spilakvöldum annars staðar. Aldrei! Svo kjósið X Twister fyrir betri framtíð spilaheimsins.X Twister- Release your inner player

Spilafélagið

Page 43: Kosningablað 2016

43KOSNINGAR Í MR 2016

augljóst

AUgLAR

Auglýsinganefnd

Hæhæ við heitum Hildigunnur, Hrafnhildur, Kristín Sif og Urður og okkur langar til þess að sitja í auglýsinganefnd Framtíðarinnar. En af hverju ættuð þið að kjósa fjórar busaskvísur til þess að stjórna þessari mikilvægu (hún er sko mikilvæg þó að enginn hafi setið í henni í fyrra) nefnd? Okeiokei nú ætlum við að segja ykkur af hverju. Auglýsingarnar fyrir viðburði Framtíðarinnar eru alveg mjög mikilvægar upp á stemninguna og við viljum að þær verði sem flottastar og metnaðarfyllstar. Og við treystum okkur alveg fullkomlega til þess að sinna þessu starfi. Svo að þetta er bara augljóst, settu x við augljóst ;)

HæVið erum að bjóða okkur fram í auglýsinganefnd Framtíðarinnar. Af hverju átt þú að kjósa okkur? Þegar við gerum eitthvað þá gerum við það vel.Erum við góðar að gera auglýsingar? Það máttu bóka.Hverjar erum við eiginlega? Busalingar að bafsa okkur í átt að betra lífi. Ertu að skynja?Takk kærlega

Page 44: Kosningablað 2016

44 KOSNINGAR Í MR 2016

Sólveig Hrönn Hilmarsdóttir, 5.A

Garðar Sigurðarson, 5.X

Zkáldzkaparfélagið er eitt af áhugaverðustu undirfélögunum í MR og mér yrði það mikil ánægja að gegna embætti Zéra. Ég var svo heppin að þegar ég var busi Zkáldzkaparfélagzinz í þriðja bekk var félagið mjög líflegt enda býður starfsemi þess upp á fjölmarga möguleika. Meðal þess sem mig langar að gera sem Zéra væri að stofna rithring innan MR, halda ljóðakvöld og gefa út ársrit félagsins, Yggdrasil, á prenti en það hefur ekki verið gert síðan árið 2013. Í MR er ógrynni af góðum pennum og mikið væri það gaman ef þeir gætu hætt að skrifa fyrir skúffurnar. Ég mun gera mitt allra besta til að skapa blómlegan vettvang fyrir prósa, ljóð og allan skáldskap yfirhöfuð verði ég kjörin Zéra Zkáldzkaparfélagzinz 2016-2017.

Ef eitthvað kveikir meira í MR-ingum en sussið hennar Siggu Jó þá eru það vísindi. Ást MR-inga á vísindum er svo torræð að jafnvel vísindin sjálf geta varla fundið svör við henni. En allir sem þekkja ástina vita að það getur reynst erfitt að ræða hana opinberlega. Þannig hefur hefur ást MR-inga á vísindum iðulega verið mætt með þögn. Þessa þögn vil ég rjúfa og binda enda á daufa framgöngu vísindafélagsins síðustu árin. Til að virkja vísindafélagið heiti ég því að gera félagið sýnilegra nemendum t.d. á facebook þar sem hægt væri að skapa grundvöll til umræðu um framfarir í tækni og vísindum. Einnig tel ég mikilvægt að halda viðburði tengda vísindafélaginu a.m.k. einu sinni á misseri.

Kæru MR-ingar, það er gott að elska.

Vísindafélagið

Zéra ZkáldZkaparfélagsinz

Page 45: Kosningablað 2016

45KOSNINGAR Í MR 2016

Ármann Pétursson4. S

Breki Pálsson

Elín Halla Kjartansdóttir, 3.E

Ókei, hvað er í fkn gangi? Hvar er skáklíf MR?! Stefni á að halda Tebbló, fá stórmeistara í cösu að tefla fjöltefli (jásæll) og sjá um að allir MR-ingar fái sinn nauðsynlega skammt af skákþrautum. BEINT Í ÆÐ ELSKAN? Smá skákbrandari :P Hvernig byrja verzlingar allar skákir? Peð á B5!

Skákfélagið

Ég er áhugasamur taflmaður sem mun leggja áhærslu á að halda skemmtilega atburði sem tengjast skák. Atburðir eins og fjöldataf (þar sem einn keppir á móti mörgum í einu), skákmót , Bughouse, Anti king og Fischer random skák. Ég mun reyna að hafa viðburði fyrir alla sem hafa áhuga á skák, óháð reynslu.

Kæru MR-ingar! Ég er hraðhent (fljót að ýta á takka), stundvís og með allt á lási. X-Elín í tímavörð.

Tímavörður

Page 46: Kosningablað 2016

Umbrot: Tómas Óli