kynning 2013 06 - reitir fasteignafélag · 2016. 1. 22. · reykjavík, 15. mars 2013 tilvísun:...

20
Aðalstræti 6 //fyrirspurn // júní 2013 yfirlit kynningar: Erindi fyrirspurnar Forsaga Aðalstrætis 6 Deiliskipulag Grjótaþorps, 2002 Álit Minjastofnun Ríkissins og Minjasafns Reykjavíkur Breytingar á Aðalstræti 6 (forsaga) Tillaga Skuggavarp Málefni kynningar: Aðalstræti 6: fyrirspurn hönnuðar um heimildir til endurbyggingar þakhæðar í breyttri mynd. Óskað er eſtir áliti skipulagsráðs á því hvort sýnd tillaga rúmist innan gildandi heimilda deiliskipulags. Óskað er eſtir afstöðu skipulagsráðs á meðsendum tillögum og óskum eigenda um heimild til að endurbyggja þakhæð Aðalstrætis 6 í samræmi við meðsendar tillögur. Reitir 1 ehf.

Upload: others

Post on 13-Feb-2021

14 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

  • A ð a l s t r æ t i 6 / / f y r i r s p u r n / / j ú n í 2 0 1 3

    yfi rlit kynningar:

    Erindi fyrirspurnarForsaga Aðalstrætis 6Deiliskipulag Grjótaþorps, 2002Álit Minjastofnun Ríkissins og Minjasafns ReykjavíkurBreytingar á Aðalstræti 6 (forsaga)TillagaSkuggavarp

    Málefni kynningar:

    Aðalstræti 6: fyrirspurn hönnuðar um heimildir til endurbyggingar þakhæðar í breyttri mynd.

    Óskað er eft ir áliti skipulagsráðs á því hvort sýnd tillaga rúmist innan gildandi heimilda deiliskipulags.

    Óskað er eft ir afstöðu skipulagsráðs á meðsendum tillögum og óskum eigenda um heimild til að endurbyggja þakhæð Aðalstrætis 6 í samræmi við meðsendar tillögur.

    R e i t i r 1 e h f .

  • Árið 1953 var útgáfufélagið Árvakur hf. 40 ára. Í afmælisriti blaðsins, 2. nóv 1953 birtir blaðið tillöguteikningu að útfærslu aðalskrifstofu blaðsinsí Aðalstræti 6, 11 hæða móderníska byggingu með inndreginni þakhæð, að tillögu Gunnars Hanssonar arkitekts. Á sama tíma vann skipulagsnefnd bæjarins nýtt og mjög breytt skipulag fyrir svæðið umhverfi s húsið, sem hin nýja bygging Árvaks skildi taka mið af. Þessi skipulagsáform gerðu ráð fyrir algerri endurhönnun Grjótaþorps. Þessi skipulagsáform má enn sjá í aðalskipulagi Reykjavíkur fyrir tímabilið 1962-´83, eða í um 30 ár. Aðalstræti 6 var þó eina byggingin sem var reist skv. þessu skipulagi við Aðalstræti.

    tillaga Gunnars Hanssons að skrifstofubyggingu Árvaks Afstöðumynd skv. gildandi skipulagi svæðis

    SAMÞYKKTIR AÐALUPPDRÆTTIR - 1948 -52 // Afstöðumynd og götumynd Aðalstrætis 6

    F o r s a g a A ð a l s t r æ t i s 6 1952

  • jarðhæð2.h

    3.h 4.h 5.h 6.h 7.h 8.h

    SAMÞYKKTIR AÐALUPPDRÆTTIR - 1952-54 // -í samræmi við skipulagsákvæði á þessum tíma

    Þann 16. janúar 1954 samþykkir byggingafulltrúi í Reykjavík 7 hæða hús, með inndreginni þakhæð og kjallara á lóðinni. *Miðað var við að þakbrún að Aðalstræti yrði í K: 24,5 m sem var GK efstu hæðar.Húsið var í raun 8 hæðir, auk kjallara, þar sem 2 neðstu hæðir voru taldar saman sem 1.hæð og “messanín”. Á þessum aðaluppdráttum er þakhæð því talin 7.hæð. Gólf þakhæðar er í GK: 24,5m

    Samþykkt var að þakbrún að Aðalstræti væri í K 27,9 m eða 3,4m yfi r gólfplötu. Gert var ráð fyrir að þakbrún lyft ustokks væri í K: 29, 5m eða 4,0m yfi r plötu.

    *skv. teikningu frá Gunnari Hanssyni arkitektSnið framhúss og norðurásýnd bakhúss

    Ásýnd að Aðalstræti

    F o r s a g a A ð a l s t r æ t i s 6 1952

    k:24,5 m

    k:27,9 m /þakbrún 8h.k:29,5 m /lyft uhús

    Hæðarkótar skv. samþykktum Aðaluppdráttum

  • SAMÞYKKTIR AÐALUPPDRÆTTIR - 1952-54 // -í samræmi við skipulagsákvæði á þessum tíma

    Grunnmynd þakhæðar / inndregin hæð

    F o r s a g a A ð a l s t r æ t i s 6 1952

    4,2m

    3,2m

    k:24,5 m Golfk óti 8. hæðar

    k:28,7 m Þakbrún 8. hæðar

    jarðhæðkjallari

    2.h

    3.h 4.h 5.h 6.h 7.h 8.h

    Gert var ráð fyrir fundar- og ráðstefnusölum á hæðinni og lyft ur áttu að ganga upp á hæðina.

    Gert var ráð fyrir rúmmri þakverönd í kringum inndregna byggingu framhúss að Aðalstræti 6. Bygging bakhúss var líka inndregin á norður- og suður langhliðum.Byggingarefni fram- og bakhúss voru létt, en byggingarefni neðri hæða var úr steinsteypu.

    Ofan á gólfplötu 7. hæðar er heimilað að byggja þakhæð bakhúss með 3,2m hæð að þakbrún og 4,2m að mæni.

    Grunnmynd 8. hæðar / þakhæðar

    Vesturgafl og sneiðing bakhúss

  • SAMÞYKKTIR AÐALUPPDRÆTTIR - 1955 // bráðabirgðarleyfi vegna þakhæðar

    Byggð útfærsla þakhæðar var samþykkt í janúar 1956 sem bráðabirgðaútfærsla hæðarinnar. Þessi útfærsla er að miklu leiti undir lámarksviðmiðum um rýmishæðir og skv. heimildum hugsuð sem tímabundin lausn.

    F o r s a g a A ð a l s t r æ t i s 6 1955

    Þakmynd

    Ásýnd að Aðalstræti og sneiðing í bakhús

  • SAMÞYKKTIR AÐALUPPDRÆTTIR - 1955 // bráðabirgðarleyfi vegna þakhæðar

    k:24,5 m k:27,0 m /þakbrún 8h. //0,9 m lægri en samþykktir aðaluppdrættir

    Hæðarkótar framhúss skv. bráðabirgðaleyfi

    1,5m1,4m

    2,5m

    1955

    Sneiðing framhúss og norðurásýnd

    Vesturgafl og sneiðing bakhúss

    Snið sýnir 3,25 m hæð á þakbrún bakhúss, en hæð suður þakbrúnar er einungis 1,5m. Notkun miðast við geymslur og vélarrými.Ekki er lengur gert ráð fyrir þaksvölum á bakhúsi.

    Snið framhúss sýnir að gert er ráð fyrir að þakveggur sé hallandi og dreginn inn frá götu um 1,15-1,4m og hæð þakkants er mv. 2,5 m yfi r plötu að Aðalstræti en einungis 1,5. að bakhúsi.

    F o r s a g a A ð a l s t r æ t i s 6

  • 2002

    Í gildandi deiliskipulagi er Aðalstræti 6 er sagt 5991,3 m² brutto að stærð, lóðin 950,0 m² og heimilað er Nhl 6,3 skv áður gildandi skipulagi.Nýtt deiliskipulag gerir ráð fyrir stækkun lóðar, en ekki frekari stækkun húss. Nhl er breitt í 6,32. Lóðarmörkum hefur þó enn ekki verið breytt.

    Ekkert kemur fram í þessu deiluskipulagi um heildarhæðir húsa, hámars þakkóta, þakform húsa né takmarkanir á rúmmáli húsa yfi r höfuð né umfram það sem lá til skipulagsgrundvallar við samþykkt aðaluppdrátta 1954.

    Deiliskipulagið miðast við verndun húsa í Grjótaþorpi og sett er fram kvöð um að umsagnir Árbæjarsafns og Húsafriðunarnefndar fylgi tillgögum að breytingu húsa.

    DEILISKIPULAG GRJÓTAÞORPS - 2002

    í Deiliskipulagi 2002 koma ekki fram upplýsingar um hæðarkóta efstu hæða.

    F o r s a g a A ð a l s t r æ t i s 6

  • Á l i t M i n j a s t o f n u n a r R í k i s i n s / M i n j a s a f n i R v k

    Leitað var álits Minjastofnunnar ríkisins og Minjasafns Reykjavíkur á verndunargildi núverandi útfærslu þakhæðar Aðalstrætis 6 skv. deiliskipulagi, þar sem að núverandi útfærsla er samþykkt til bráðabyrgða 1956 og er komin í umfangsmikla viðhaldsþörf. Minjastofnun Íslands, Suðurgötu 39, 101 Reykjavík

    Reykjavík, 15. mars 2013 Tilvísun: 3288

    ARKÍS arkitektar ehf. Friðrik Ó. Friðriksson arkitekt Katrínartúni 2 105 Reykjavík

    Erindi: Aðalstræti 6, ósk um álit vegna endurbóta á þakhæð Í tölvupósti 11. mars 2013 leitar Friðrik Ó. Friðriksson arkitekt eftir leiðbeinandi áliti Minjastofnunar Íslands vegna áforma um endurbætur á efstu hæð Aðalstrætis 6. Aðalstræti 6, Morgunblaðshúsið, er áttlyft verslunar- og skrifstofubygging úr steinsteypu, reist árið 1955 eftir uppdráttum Gunnars Hanssonar. Samkvæmt upphaflegum áætlunum átti húsið að verða þremur heilum hæðum hærra auk þaksvala og inndregins þakhýsis (sjá tillöguuppdrátt á forsíðu Mbl., 2.11.1953, bls. 1). Húsið var hluti af hugmyndum þess tíma um algera endurbyggingu miðbæjarins. Þau áform gengu ekki eftir að undanskildu Aðalstræti 6, sem alla tíð síðan hefur gnæft yfir lágreista eldri byggð í næsta nágrenni. Núverandi léttbyggð þakhæð hússins er að öllum líkindum hönnuð sem bráðabirgðalausn þar til að hækkun hússins kæmist í framkvæmd, sem aldrei varð. Að mati Minjastofnunar Íslands má ljóst vera að ákvæði deiliskipulags um verndun sögulegs byggðamynsturs í Grjótaþorpi eiga ekki við um Aðalstræti 6. Engu að síður hefur byggingin gildi sem eitt kunnasta verk merks arkitekts, Gunnars Hanssonar. Þrátt fyrir að Aðalstræti 6 sé umdeild bygging er framhlið þess í margra huga orðinn eðlilegur þáttur í borgarmynd Reykjavíkur, frá Austurstræti séð. Minjastofun Íslands telur vel hugsanlegt að heimila breytingar á þakhæð Aðalstrætis 6 á þeirri forsendu að núverandi útfærsla hennar var í upphafi hugsuð sem bráðabirgðalausn. Ekki síst ef sú breyting mætti verða til þess að draga úr sýnilegu umfangi hússins gagnvart verndaðri byggð í Grjótaþorpi. Slík breyting er þó vandasöm í útfærslu og kallar á að samráð sé haft við handhafa höfundarréttar Gunnars Hanssonar. Forsenda slíkrar breytingar er að hún hafi ekki neikvæð umhverfisáhrif á nærliggjandi byggð, rýri ekki byggingarlist hússins og feli hvorki í sér hækkun á efstu kótum þaks né stækkun á grunnfleti hússins eða rúmtaki. Virðingarfyllst, f.h. Minjastofnunar Íslands Kristín Huld Sigurðardóttir Pétur H. Ármannsson forstöðumaður arkitekt Afrit: Forstöðumaður Minjasafns Reykjavíkur Byggingarfulltrúinn í Reykjavík

    Minjasafn Reykjavíkur

    Reykjavík, 3. apríl 20132013030027

    63; 654

    UMSÖGN

    Viðtakandi: Skipulagsfulltrúinn í Reykjavík

    Sendandi: Borgarminjavörður

    Aðalstræti 6 - breyting á þakhæð.

    Með tölvupósti þann 19. mars 2013 óskar Friðrik Ó. Friðrikssonar arkitekt eftir leiðbeinandi áliti/umsögn um áhrif áforma um endurbætur á rishæð hússins Aðalstræti 6 og hvort ákvæði um verndun byggðamynsturs Grjótaþorps taki til þess húss. Með erindinu fylgja gögn frá ARKÍS arkitektum sem sýna fyrirhugaðar breytingar.

    Húsið Aðalstræti 6 er átta hæða hús úr steinsteypu reist árið 1955, eftir teikningum Gunnars Hanssonar, húsameistara. Þar var lengi aðsetur Morgunblaðsins og húsið kennt við það. Morgunblaðshúsið er reist á grundvelli skipulagshugmynda sem voru ríkjandi eftir síðari heimsstyrjöld um algera endurnýjun byggðarinnar í miðbæ Reykjavíkur í módernískum anda og er eina húsið við Aðalstræti sem byggt var eftir því skipulagi. Það er mun hærra og stærra en önnur hús á svæðinu og mjög áberandi kennileiti í miðbænum, sérstaklega götuhlið þess sem lokar miðbænum til vesturs fyrir enda Austurstrætis.

    Í þemaheftinu Húsvernd í Reykjavík, svæðið innan Hringbrautar/Snorrabrautar , sem er fylgirit Aðalskipulags Reykjavíkur 1996-2016, kemur fram að Grjótaþorpið, sem afmarkast af Aðalstræti, Túngötu, Garðastræti og Vesturgötu nýtur verndar byggðamynsturs (milligulur litur á húsverndarkorti). Þar segir um byggðina í Grjótaþorpi: "Um er að ræða hluta elstu byggðar í Reykjavík. Heildstættbyggðamynstur timburhúsa, á sér ekki beina hliðstæðu annars staðar í borginni. Lagt er til að öll timburhús innan reitsins njóti verndar."

    Vísað er til gildandi deiliskipulags fyrir Grjótaþorp frá 2002 en þar kemur fram að allt Grjótaþorpið nýtur hverfisverndar. Húsið Aðalstræti 6 er innan þess svæðis, þó það sé ekki byggt á forsendum eldri byggðar. Það sama á við um fleiri hús við Aðalstræti sem byggð hafa verið á undanförnum áratugum. Það ber að fara mjög varlega í að stækka þau hús sem þegar rjúfa byggðarmynstur hvað varðar hæð, stærð og hlutföll, nema að fullkannað sé að það hafi ekki neikvæð áhrif á hina vernduðu byggð í Grjótaþorpi.

    Guðný Gerður Gunnarsdóttir

  • 2005F o r s a g a A ð a l s t r æ t i s 6

    SAMÞYKKTIR AÐALUPPDRÆTTIR - 2005 // breytingar á notkun

    Breytingar

    Húsið var teiknað upp rafrænt skv. upprunalegum og gildandi aðalteikningum og í samræmi við fyrirkomulag hússins árið 2005. Á þeim tíma var rishæðin nýtt sem mötuneyti og skrifstofurými. Frá breytingum sem gerðar voru 2009 hefur hæðin verið notuð sem skrifstofuhæð.

    Árið 2005 var ennfremur bakhúshluti á 1 hæð, sem var kallaður Héðinshús. Héðinshús var rifi ð vorið 2009, en áformað var að endurbyggja rýmið, en fallið hefur verið frá þeim áformum og þess í stað er þar nú lokaður inngarður í tengslum við fundar- og ráðstefnusali hótels í bakhúsi jarðhæðar.

    myndir sýna innigarð þar sem áður stóð Héðinshús

  • SAMÞYKKTIR AÐALUPPDRÆTTIR - 2005 // breytingar á notkun

    Breytingar

    Við uppteikningu hússins 2005 kom í ljós að salarhæð 7.hæðar var 2,9 m þannig að GK þakhæðar er 24,4m eða 10cm lægri en upprunanlegir samþykktir aðaluppdrættir sýndu árið 1954-56.

    Uppmæling núverandi þakbrúna leiddi jafnframt í ljós að þakbrúnir í gildandi aðaluppdráttum eru kótasettir of lágt miðað við raun. Mæld þakbrún framhúss að Aðalstræti 6 er 27,42 m með gafl brúnir í 27,5m eða 3,5 - 3,7 m yfi r GK hæðar.

    k:24,4 m Golfk óti 8. hæðar (var áður 24,5m)

    K: 27,2 K: 27,7

    2900

    mm

    k:27,7 m Þakbrún bakhúss 8. hæðark:27,2 m Þakbrún framhúss 8. hæðar (var 27,0m)

    Raunmæling á þaki / hæðarkótum

    (Stækkuð teikning)

    Sneiðing

    2005F o r s a g a A ð a l s t r æ t i s 6

  • 2013T i l l a g a / / Te i k i n g a r

    ÚTSKÝRINGAR TILLÖGU

    Markmið Markmið tillögunnar er að bæta innra fyrirkomulag hæðarinnar, ástand hjúps hæðarinnar og ytri ásýnd hússins. Áformað er að breyta núverandi bráðabirgðaúfærslu þakhæðar í horf, skv. upphafl ega samþykktum aðaluppdráttum hússins frá árinu 1954, þó innan þeirra hæðarsetninga sem eru til staðar í núverandi útfærslu þakhæðarinnar.

    Áhrif breytingaNiðurstaða tillöguhönnuða er að efstu hæðir þakbrúna yrðu óbreyttar og þakkantar að Aðalstræti og Ingólfstorgi yrðu lækkaðir með inndreginni útfærslu, sem myndi létta ásýnd hússins á þeim hliðum. Hækkun þakbrúnar framhúss að bakgarði og suðurhliðar bakhúss valda vart mælanlegum breytingum á skuggavarpi. Hæðarkótar þakbrúnar að Aðalstræti og hæstu brúnir þaka yrðu því óbreyttar í hæð, miðað við núverandi hæðir.

    Eft ir þessar og innri breytingar frá 2005 yrði byggingarmagn hússins um 130m² og 110m³ minna en samþykkt útfærsla þess var árið 2005 og um 280m² minna en heimilað er í gildandi deiliskipulagi. Breytingar hefðu ekki áhrif á álag á fráveitu, bílastæði eða sorp, þar sem starfsemi yrði óbreytt, en sköpuð betri skilyrði.

    Það er mat tillöguhöfunda að með þessari tillögu er bráðabirgðafrágangur rishæðar hússins færður í endanlegt horf, í anda upphafl egra samþykktra aðaluppdrátta hússins frá 1954.

    Niðurstaðan yrði þannig bæði starfsemi hússins, húsinu sjálfu og aðliggjandi borgarrými til hagsbóta.

    Þakmynd

    Grunnmynd Þakhæðar

  • 2013T i l l a g a / / Te i k i n g a r

    Sneiðing BB // bakhús Samantekt stærða

    Ásýnd Aðalstrætis Sneiðing AA // framhús

    Samanburður á stærðum Aðalstrætis 6

    Lóðarstærð 950,0 m²Deiliskipulag 2002 5991,3 m² Nhl 6,23

    Skráðar stærðir og tillagaNýtingarhlutfall

    Bruttostærðir m² m³ m² m³ m² m³Heild 5840,1 18350,0 5742,6 18098,5 5708,3 18240,5Botn 176,7 155,1 155,1Breyting mv. 2005 97,5 251,5 131,8 109,5Staða mv. Deiliskipulag 2002 283,0

    Einstakar hæðirþakhæð 524,3 1475,4 524,3 1491,5 490,0 1633,57.hæð 620,5 1861,5 620,5 1861,5 620,5 1861,56.hæð 620,5 1925,7 620,5 1925,7 620,5 1925,75.hæð 620,5 1925,7 620,5 1925,7 620,5 1925,74.hæð 620,5 1925,7 620,5 1925,7 620,5 1925,73.hæð 620,5 1925,7 620,5 1925,7 620,5 1925,72.hæð 578,4 1878,8 600,8 1877,8 600,8 1877,81.hæð 859,4 2890,3 739,5 2631,6 739,5 2631,6kjallari 775,5 2364,5 775,5 2378,2 775,5 2378,2

    AthugasemdirAth. Nhl 6,23 skv. deiliskipulagi 2002 miðast við lóðarstærðina 961,0m² , sem gefur 5.987,0m² stóra byggingu að hámarki.Lóðamarkabreyting skv. þessu skipulagi hefur ekki farið fram og því er lóð enn 950m², skv. áður gildandi skipulagi og lóðamörkum.Nhl. Skv. eldra deiliskipuilagi og lóðarstærðinni 950,0m² var 6,3, sem gefur 5985,0m² stóra byggingu að hámarki.

    2005 2011 Tillaga 20136,15 6,04 6,01

  • Aðalstræti 6 er í röð húsa sem mynda vegglínu í vestur við Ingólfstorg og setur mikinn svip á Ingólfstorgið og borgarrýmið í kringum torgið.

    2013T i l l a g a / / G ö t u m y n d

    GÖTUMYND - NÚ // séð frá Ingólfstorgi

    GÖTUMYND - TILLAGA // séð frá Ingólfstorgi

  • GÖTUMYND - NÚ // séð frá Hafnarstræti

    GÖTUMYND - TILLAGA // séð frá Hafnarstræti

    Aðalstræti 6 er í röð húsa sem mynda vegglínu vestan við Ingólfstorg og setur mikinn svip á torgið.

    2013T i l l a g a / / G ö t u m y n d

  • 2013T i l l a g a / / G ö t u m y n d

    GÖTUMYND - NÚ // séð frá Austurstræti

    GÖTUMYND - TILLAGA // séð frá Austurstræti

    Aðalstræti 6 er í sjónlínu frá Laugavegi, Bankastræti og Austurstræti að Ingólfstorgi.Húsið er því sjónrænt kennileiti og ásýnd þess hefur sjónræn áhrif á miðborgarrýmið.

  • 2013T i l l a g a / / G ö t u m y n d

    GÖTUMYND - NÚ // séð frá Grjótaþorpi

    GÖTUMYND - TILLAGA // séð frá Grjótaþorpi

    Breyting þakhæðar hefur hverfandi áhrif á skuggavarp inn í Grjótaþorpið. Tillagan bæði dregur aðeins úr skuggavarpi að hluta til og eykur það lítils háttar að hluta. Aukning virðist koma fram á þakfl ötum bakliggandi húsa og hefur því hverfandi áhrif.

  • SKUGGAVARP - NÚVERANDI // 21.mars kl.10

    SKUGGAVARP - TILLAGA // 21.mars kl.10

    2013T i l l a g a / / S k u g g a v a r p

    Breyting þakhæðar hefur hverfandi áhrif á skuggavarp inn í Grjótaþorpið. Tillagan bæði dregur aðeins úr skuggavarpi að hluta til og eykur það lítils háttar að hluta. Aukning virðist koma fram á þakfl ötum bakliggandi húsa og hefur því hverfandi áhrif.

  • SKUGGAVARP - NÚVERANDI // 21.mars kl.14

    SKUGGAVARP - TILLAGA // 21.mars kl.14

    2013T i l l a g a / / S k u g g a v a r p

    Breyting þakhæðar hefur engin aukin skuggavarpsáhrif á Ingólfstorg, en dregur frekar úr skuggavarpi síðdegis inn á torgsvæðið.

  • SKUGGAVARP - NÚVERANDI // 21.júní kl.10

    SKUGGAVARP - TILLAGA // 21.júní kl.10

    2013T i l l a g a / / S k u g g a v a r p

    Breyting þakhæðar hefur hverfandi áhrif á skuggavarp inn í Grjótaþorpið. Tillagan bæði dregur aðeins úr skuggavarpi að hluta til og eykur það lítils háttar að hluta. Aukning virðist koma fram á þakfl ötum bakliggandi húsa og hefur því hverfandi áhrif.

  • SKUGGAVARP - NÚVERANDI // 21.júní kl.14

    SKUGGAVARP - TILLAGA // 21.júní kl.14

    2013T i l l a g a / / S k u g g a v a r p

    Breyting þakhæðar hefur engin aukin skuggavarpsáhrif á Ingólfstorg, en dregur frekar úr skuggavarpi síðdegis inn á torgsvæðið.