leikskólinn hólmasól · umhverfis og virða náttúruna með nýtni, nægjusemi og hófsemi svo...

20
HJALLASTEFNAN EHF Leikskólinn Hólmasól Skýrsla leikskólans Hólmasólar, Akureyri, vegna endurnýjunar umsóknar um Grænfána febrúar 2013 Ritstjóri skýrslu: Heiðrún Jóhannsdóttir

Upload: others

Post on 19-Oct-2020

4 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Leikskólinn Hólmasól · umhverfis og virða náttúruna með nýtni, nægjusemi og hófsemi svo og með umhirðu og endurvinnslu. Því var rökrétt framhald að fara á græna

HJALLASTEFNAN EHF

Leikskólinn Hólmasól

Skýrsla leikskólans Hólmasólar, Akureyri,

vegna endurnýjunar umsóknar um Grænfána

febrúar 2013

Ritstjóri skýrslu:

Heiðrún Jóhannsdóttir

Page 2: Leikskólinn Hólmasól · umhverfis og virða náttúruna með nýtni, nægjusemi og hófsemi svo og með umhirðu og endurvinnslu. Því var rökrétt framhald að fara á græna

Efnisyfirlit

Inngangur .................................................................................................................................. 3

1. Upphafið af verkefninu á Hólmasól .................................................................................. 4

2. Umhverfisnefnd ................................................................................................................. 4

3. Mat á stöðu umhverfismála ............................................................................................... 6

4. Áætlun um aðgerðir og markmið ...................................................................................... 7

5. Eftirlit og endurmat ........................................................................................................... 8

Innkaup/nýtni - til að spara auðlindir og minnka rusl ....................................................... 9 Meðhöndlun á rusli .......................................................................................................... 11 Innkaup/rekstur - til að minnka mengun ......................................................................... 11 Umgengni og nánasta umhverfi ...................................................................................... 11

Flutningar og ferðir ......................................................................................................... 12 Orka og vatn .................................................................................................................... 12 Kynning og menntun ....................................................................................................... 13

6. Fræðsla ............................................................................................................................ 13

7. Kynning á stefnunni ........................................................................................................ 17

8. Umhverfissáttmálinn ....................................................................................................... 18

Lokaorð ................................................................................................................................... 20

Page 3: Leikskólinn Hólmasól · umhverfis og virða náttúruna með nýtni, nægjusemi og hófsemi svo og með umhirðu og endurvinnslu. Því var rökrétt framhald að fara á græna

Inngangur

Eitt af meginmarkmiðum Hjallastefnunnar er að kenna börnum að skynja og njóta náttúrulegs

umhverfis og virða náttúruna með nýtni, nægjusemi og hófsemi svo og með umhirðu og

endurvinnslu. Því var rökrétt framhald að fara á græna grein og leikskólinn Hólmasól gerði

það í janúar 2009.

Haustið 2009 var settur kraftur í verkefnið og skipuð var umhverfisnefnd. Börn og

starfsfólk fóru að flokka úrganginn sem féll til í leikskólanum. Sett var upp lítil grenndarstöð í

geymslunni okkar og æfðum við okkur í að flokka.

Af mikilli bjartsýni sendum við inn umsókn 1. mars 2010 án þess þó að átta okkur á hvort

nóg hefði áunnist. Eftir úttekt í apríl sama ár komu margar góðar og þarfar ábendingar

varðandi verkefnið. Ljóst var þó að skólinn fengi ekki Grænfánann afhentan þetta vorið. Farið

var í að samræma merkingar, útbúnar voru kennaraleiðbeiningar um flokkun, skipt var út

hreinsiefnum og við fórum að skoða hvernig aðkoma barnanna á fundum yrði háttað og

ákváðum að stefna að því að sækja aftur um fánann að ári sem við og gerðum. Í það skipti

fengum við fánann og flögguðum honum við hátíðlega athöfn í maí 2011.

Undanfarin tvö ár höfum við verið að vinna með endurvinnslu og endurnýtingu. Þó er

umhverfið, náttúran, orkan og vatnið verkefni sem við vinnum samhliða og er alltaf að aukast.

Page 4: Leikskólinn Hólmasól · umhverfis og virða náttúruna með nýtni, nægjusemi og hófsemi svo og með umhirðu og endurvinnslu. Því var rökrétt framhald að fara á græna

1. Upphafið af verkefninu á Hólmasól

Leikskólinn Hólmasól var opnaður 3. maí 2006 og frá upphafi hefur ein meginregla

Hjallastefnunnar, meginregla númer 5, kveðið á um að börnunum skuli kennt að virða

náttúruna með nýtni, nægjusemi og hófsemi svo og með umhirðu og endurvinnslu. Einnig

hefur verið lögð áhersla á útistarf og útikennslu þar sem sérlega er sótt í ósnorta náttúru sé því

við komið.

Innkaup inn í skólann eru lítil, aðallega í gegnum eldhús en kassar og umbúðir af

matvörum hafa verið notaðir í föndur og leik frá því skólinn opnaði. Einnig var

endurvinnslutunnum snemma komið fyrir inn á öllum kjörnum þar sem meðal annars var hægt

að setja blöð, plast og umbúðapappír. Árið 2008 fóru stjórnendur skólans og starfsfólk eldhúss

á fyrirlestur í Síðuskóla þar sem Orri Páll Jóhannsson, þáverandi verkefnisstjóri Skóla á

grænni grein, var að ræða um umhverfismennt, endurvinnslu og Grænfánann. Upp úr því

ákvað skólinn að sækja um að komast á Græna grein og gerðist það 26. janúar það ár. Upp frá

því hófst markviss vinna í umhverfismennt í skólanum með það að markmiði að fá

Grænfánann afhentan. Í maí árið 2011 fékk skólinn afhentan Grænfánann í fyrsta sinn við

hátíðlega atöfn.

2. Umhverfisnefnd Hvernig var valið í umhverfisnefndina, hverjir eiga þar fulltrúa, hversu oft er fundað, hverjar eru

helstu ákvarðanirnar sem nefndin hefur tekið? Gott er að fá dæmi um fundargerðir.

Stjórnendur komu að máli við núverandi verkefnastjóra og báðu hann að taka verkefnið að

sér, haustið 2009. Hann hefur verið síðan, fyrir utan veturinn 2011-2012 en þá sá Guðmundur

A. Aðalsteinsson um verkefnið. Óskað var eftir tengilið frá hverjum kjarna (en kjarnarnir eru

sex) og er hlutverk þeirra að fylgja verkefninu eftir á kjarnanum. Kennarar kjarnanna hafa val

um það hvort þeir senda alltaf sama fulltrúann á fund eða hvort þeir skiptist á. Verkefnisstjóri

sendi bréf til foreldra þar sem þeir fengu upplýsingar um verkefnið og um leið var óskað eftir

þátttöku foreldra í umhverfisnefndina. Að þessu sinni buðu tvær mæður sig fram og sitja þær í

þessari nefnd þetta árið.

Page 5: Leikskólinn Hólmasól · umhverfis og virða náttúruna með nýtni, nægjusemi og hófsemi svo og með umhirðu og endurvinnslu. Því var rökrétt framhald að fara á græna

Í umhverfisnefnd Hólmsólar er einn fulltrúi frá hverjum kjarna, fulltrúi frá eldhúsi,

fulltrúi frá stjórnunarteymi og fulltrúi foreldra. Umhverfisnefnd árið 2012-2013 er þannig

skipuð:

Heiðrún Jóhannsdóttir, verkefnisstjóri og fyrir Litlastúlknakjarna

Alfa Kristinsdóttir, fyrir hönd stjórnenda

Linda B. Sigurðardóttir, fyrir hönd eldhúss

Guðmundur A. Aðalsteinsson, fyrir hönd Litladrengjakjarna

Anna Jóna Guðmundsdóttir, fyrir hönd Bláakjarna

Berþóra Björk Búadóttir, fyrir hönd Rauðakjarna

Hólmfríður Einarsdóttir, fyrir hönd Gulakjarna

Hafdís Jakobsdóttir, fyrir hönd Grænakjarna

Stella Rósa Gústafsdóttir, fyrir hönd foreldra

Sigrún Magnúsdóttir, fyrir hönd foreldra.

Umhverfisnefndin fundar einu sinni í mánuði, hálftíma í senn yfir vetrartímann. Á

fundum er farið yfir þau umhverfismálefni sem snerta skólann hverju sinni og má sjá dæmi

um efni þeirra í fundargerðum (sjá fylgiskjal 1). Fundargerðir eru ritaðar í þar til gerða bók og

settar inn á starfsmannasíðu og heimasíðu skólans.

Börnin

Við vorum alltaf að reyna að finna leið til að börnin gætu verið með á fundum og í mars 2010

bættust fulltrúar elstu barnanna í umhverfisnefndina, tvær stúlkur og tveir drengir úr elsta

árgangi skólans. Okkur fannst umræðan á fundinum verða öðruvísi þegar börnin voru með

okkur og jafnframt vildum við ná til fleiri barna í elsta árganginum í þeirri von um að þau

myndu dreifa vitneskju sinni til hinna barnanna á kjarnanum. Því var það í september 2010

sem við byrjuðum með barnaumhverfisfundi en í honum tóku þátt öll elstu börn leikskólans,

hópstjórar þeirra, verkefnisstjóri og stjórnandi. Ákveðið var að hafa sex fundi yfir skólaárið,

þrír að hausti og þrír að vori. Hópstjórar og verkefnisstjóri skiptust á að stjórna á þessum

fundum með okkar hætti, bæði til að fá fjölbreytnina og til að nýta okkar frábæra starfsfólk.

Fjallað hefur verið m.a. um flokkun, endurnýtingu og ferð tveggja hópa í Gámastöðina,

árhringir í tré skoðuð og móðir kom með innlegg um náttúruna.

Haustið 2012 var ákveðið að prófa að bjóða næstelsta árgangi skólans að vera í

umhverfisnefnd, þar sem elsti árgangurinn er mjög upptekinn vegna annarra verkefna.

Page 6: Leikskólinn Hólmasól · umhverfis og virða náttúruna með nýtni, nægjusemi og hófsemi svo og með umhirðu og endurvinnslu. Því var rökrétt framhald að fara á græna

Næstelsti árgangur telur fjóra hópa eða ca 40 börn og var þeim skipt í tvo hópa þannig að

vinahóparnir verða saman. Við hittumst á miðstöð (salnum), tökum í vinahendur, syngjum

umhverfislag Hólmasólar, tökum fyrir ákveðið viðfagnsefni og endum á að takast í hendur.

Þar sem við fórum frekar seint af stað þetta haustið hefur eingöngu verið haldinn einn fundur

en sá fundur var mjög skemmtilegur og tóku börnin virkan þátt í umræðunni en farið var yfir

flokkunina (fylgiskjal 2). Ætlunin er að reyna að ná tveimur fundum að hausti og tveimur að

vori. Næsti fundur verður í byrjun febrúar en þá verður tekið fyrir vatn og hvernig á að þvo

sér um hendurnar.

3. Mat á stöðu umhverfismála Hvernig var staða umhverfismála metin? Var fylltur út gátlistinn? Hverjir gerðu það? Gott er að fá

afrit af útfylltum listanum jafnvel eins og hann var áður en hafist var handa og eins á þeim tíma sem

sótt er um fánann.

Staða umhverfismála var metin þannig að fylltur var út umhverfisgátlistinn fyrir skóla á

grænni grein í október 2009 og í febrúar 2010. Heiðrún Jóhannsdóttir, verkefnisstjóri, Guðrún

Friðjónsdóttir, þáverandi skólastjóri og Linda B. Sigurðardóttir, matreiðslumaður sáu um það.

Eftir að hafa fyllt út listann gaf hann okkur ágæta mynd af því sem betur mætti fara.

Í apríl 2010 kom Orri Páll frá Landvernd í heimsókn til okkar til að taka út skólann.

Hann rölti um húsið, spjallaði við börn og starfsfólk og kom með jákvæðar athugasemdir eftir

það. Þá var farið í að endurskoða verkefnið, skoða hvað betur mætti fara og hvaða leiðir væri

hægt að fara.

Í desember 2010 var verkefnið metið af hverjum kjarna fyrir sig hvað væri verið að

gera í sambandi við umhverfismenntina. Þetta var ein leið til að meta verkefnið.

Í janúar 2013 var Umhverfisgátlistinn fylltur út af öllum kennurum skólans. Einn listi

fór inn á hverja einingu (tveir kjarnar) og komu allir kennarar skólans að því að fylla hann út.

Verkefnisstjóri tók punktana saman og er hægt að sjá gátlistann í fylgiskjali 5.

Page 7: Leikskólinn Hólmasól · umhverfis og virða náttúruna með nýtni, nægjusemi og hófsemi svo og með umhirðu og endurvinnslu. Því var rökrétt framhald að fara á græna

4. Áætlun um aðgerðir og markmið Hvaða markmið voru sett? Hverjir settu markmiðin? Hvernig gekk að ná settum markmiðum?

Eftir að hafa fyllt út listann fyrst, haustið 2009, sáum við hvar áherslan þyrfti að vera. Við

þyrftum að vera duglegri við að flokka endurvinnanlegan efnivið (flokka ruslið). Einnig

þurftum við að finna leiðir til að koma endurvinnslunni, umræðu og fræðslu um hana til

barnanna og virkja kennarana. Markmiðin voru því að flokka betur, koma fræðslunni til

barnanna og gera verkefnið sýnilegra fyrir foreldra og kennara. Við settum okkur markmkið

fyrir veturinn 2010-2011 en þau voru:

Funda með elstu börnum leikskólans reglulega.

Endurnýta betur (taka frá það sem við getum endurnýtt þegar við erum að flokka)

Læra umhverfislag Hólmasólar

Fjölga í umhverfisnefnd.

Í eldhúsinu er staðsett tunna þar sem safnað er ýmsu endurnýtanlegum efnivið og

skiptast kjarnarnir á að flokka úr þessari tunnu. Í desember 2010 efndum við til samkeppni um

nafn á tunnuna meðal barnanna í umhverfisnefndinni þáverandi og hlaut þessi tunna nafnið

"Hólmasólarpokinn". Hver kjarni á semsagt pokann eina viku í senn og sér til þess að flokka

úr honum. Sett var flokkunarstöð í geymslunni og flokka hópar þar eða inni á kjarna, allt eftir

því hvað hentar hverjum og einum. Lítill Grænfáni fer á milli og gefur hann til kynna að

kjarninn eigi flokkunina. Þannig gefst líka tækifæri til að fræða börnin og sýna þeim fánann.

Sumir flokka inn á kjarna og síðan er farið með pokana út í gám.

Aðrir flokka í geymslunni og velta fyrir sér efniviðnum. Svo þarf að fara með „fullu“ pokana í stóru gámana.

Í gegnum árin hefur verkefnisstjóri verið duglegur að senda starfsfókinu hugmyndir til

að nota í leik og starfi með börnunum, bæði í tölvupósti og á starfsmannasíðunni. Jafnframt

Page 8: Leikskólinn Hólmasól · umhverfis og virða náttúruna með nýtni, nægjusemi og hófsemi svo og með umhirðu og endurvinnslu. Því var rökrétt framhald að fara á græna

hefur verkefnisstjóri verið með innlegg á starfsmannafundi þar sem farið var yfir markmið

verkefnisins um Skólar á grænni grein og skrefin sjö, leitað eftir hugmyndum um hvernig

hægt væri að fræða börnin og sitthvað fleira.

Ein vika í mánuði er svokölluð „nytjavika“ en þá er eingöngu notast við

endurnýtanlegan efnivið í föndri og starfi. Þessa nytjaviku erum við búin að vera með síðan í

júní 2010. Þá var ákveðið að hafa nytjaviku á milli lota, veturinn 2010-2011. Á fjögurra vikna

fresti er nytjavikan og er hún til að æfa okkur í og minna okkar á að nota endurnýtanlegan

efnivið og efnivið úr náttúrunni. Margar flottar hugmyndir hafa komið út úr þessari vikum

sem nýtast svo áfram í starfinu, og er gaman að sjá hugmyndaflug barna og starfsfólks.

Í janúar 2011 voru sett ný markmið fyrir næstu tvö árin en þau voru:

Halda fræðslunni til barnanna á lofti.

Athuga með eftirlætisstað fyrir alla hópa.

Fara yfir umhverfissáttmálann.

Athuga með lífræna afganginn.

Huga að notkun plastpoka. T.d. er verið að vinna í því að fá taupoka sem börnin geta

haft í töskunum sínum undir óhrein og blaut föt.

Árin 2010-2011 byrjuðum við að safna matarafgöngum fyrir starfsmann í

leikskólanum sem elur hænur. Hann tekur nánast alla matarafganga, þó ekki bananahýði eða

appelsínubörk. Enn í dag fer allur matarafgangur og ávaxtaflus í hænsnamat en það sem

hænurnar ekki vilja fer til moltugerðar og var byrjað á því haustið 2011. Safnað er í brúnar

tunnur inn á kjörnum og eldhúsi og börn og kennarar fara saman með það út í lífræna tunnu. Í

nóvember 2012 vigtuðum við það sem fer til moltugerðar og á einni viku var það 41.14 kg.

Inní því var reyndar mikið ávaxtaflus en nú höfum við tekið okkur á og flokkað betur það sem

fara á í hænurnar og ætlum við að hafa aðra vigtun núna í mars til að sjá muninn.

5. Eftirlit og endurmat Á hvern hátt er litið eftir að skólinn haldi ótrauður áfram að settum markmiðum? Hefur staða

umhverfismála verið metin að nýju eftir úrbætur?

Page 9: Leikskólinn Hólmasól · umhverfis og virða náttúruna með nýtni, nægjusemi og hófsemi svo og með umhirðu og endurvinnslu. Því var rökrétt framhald að fara á græna

Áætlað er að fara yfir umhverfisgátlistann einu sinni á ári og þess verður gætt að allir innan

skólans séu að vinna eftir umhverfisvænu markmiðum hans og markmiðum skólans. Eins og

áður sagði hittist umhverfisnefndin einu sinni í mánuði og fer yfir þau málefni sem ber hæst

hverju sinni og fylgir þeim eftir. Umhverfisgátlistinn var síðast fylltur út í janúar 2013.

Þegar við vorum að byrja að flokka var umhverfisnefndin dugleg að fara á þann kjarna

sem átti flokkunina þá viku og heyra hvernig gengi, hvort eitthvað væri óljóst og hvetja áfram.

Í upphafi verkefnisin bjuggum við einnig til endurmat þar sem hver kjarni sagði hvað margir

pokar höfðu verið yfir vikuna í endurvinnslunni, hvernig gekk að flokka, hvað var gaman og

hvað mætti betur fara. Þá fengum við betri yfirsýn um hvernig flokkunin hafði gengið. Í dag

er þetta orðinn fastur punktur í skólastarfinu og allir vanda vel til verka.

Við erum með starfsmannasíðu á vefnum sem við notum mikið en þar er hægt að setja

inn fréttir, hvatningu og upplýsingar fyrir starfsfólk. Einnig hittast fulltrúar allra kjarna á

morgunfundi kl. 9.00 og þar bendum við einnig á ýmsa punkta tengda umhverfismenntinni, ef

eitthvað er sem þarf að minna sérstaklega á. Á starfsmannasíðu og heimasíðu birtum við

fundargerðir umhverfisnefndar. Starfsfólk er einnig orðið mjög meðvitað og flinkt í þessu öllu

saman og eru allir óhræddir við að koma með ábendingar eða fyrirspurnir um verkefnið.

Innkaup/nýtni - til að spara auðlindir og minnka rusl

Í síðustu skýrslu settum við okkur markmið um að minnka plastpokanotkun. Árið

2011 var ákveðið að gefa öllum börnum í leikskólanum og þeim sem byrja ný í

leikskólanum taupoka. Þessi taupoki geymist í töskum barnanna og ætlaður undir blaut

og óhrein föt þeirra.. Taupokinn er gjöf frá foreldrafélaginu en börnin sjá um að

skreyta hann með taulitum.

Plastpokar eru ekki í ruslafötum á baðherbergjum nema á yngri deildum.

Page 10: Leikskólinn Hólmasól · umhverfis og virða náttúruna með nýtni, nægjusemi og hófsemi svo og með umhirðu og endurvinnslu. Því var rökrétt framhald að fara á græna

Hætt er að kaupa plastpoka en ef þarf að nota poka er í staðinn notast við poka t.d.

undan brauðinu og það sem fellur til utan af skólafötunum.

Gíróseðlar til foreldra eru nú sendir rafrænt en voru áður prentaðir út.

Við leggjum áherslu á að börnin teikni vel á blöðin sín, jafnvel báðum megin. Einnig

eru börinin hvött til að kíkja í skúffuna sína og athuga hvort að þau eigi mynd sem

hægt er að halda áfram með.

Kennarar og börn eru dugleg við að nýta sér náttúrulegan eða endurvinnanlegan

efnivið í leik og starfi. Til dæmis voru bolluvendir búnir til úr greinum og

umbúðakössum.

Nytjavika er á fjögurra vikna fresti en þá er einblínt sérstaklega á að nota

endurnýtanlega efnivið í leik og starfi.

Börnin skola mjólkurfernur inn á kjörnum.

Þegar börn byrja í leikskólanum eru settar myndir af þeim í hólfin þeirra. Myndirnar

eru plastaðar svo þær endist lengur. Þegar börnin flytjast á milli kjarna taka þau

myndirnar með sér á nýja kjarnann í staðinn fyrir að prenta út og plasta nýja. Það sama

á við um bráðaspjöld, segla, möppur og fleira.

Margnota skóhlífar úr vaxbornum dúk eru nú í boði fram í forstofum og höfum við þar

af leiðandi hætt að kaupa plast skóhlífarnar. Oktavía Ólafsdóttir hefur séð um að

sauma skóhlífarnar fyrir okkur en hún er fyrrverandi starfsmaður í leikskólanum.

Á jólaballi sem foreldrafélagið heldur fá börnin epli.

Börn og kennarar fara reglulega á Bjarg-iðjulund með kertaafganga og fá í leiðinni

fræðslu um hvernig kertin eru búin til.

Hópar hafa safnað flöskum, farið með þær í endurvinnsluna, fengið pening og keypt

geit, þ.e. styrkt Hjálparstarf kirkjunnar.

Foreldrar í umhverfisnefndinni komu með hugmynd um endurnýtingu á fatnaði og er

það hugmynd sem verið er að þróa. Slagorðið er "Ekki spjör til spillis" og er

hugmyndin sú að senda út bréf til foreldra og biðja þá að safna ónýtum eða illa úr sér

gengnum flíkum og í apríl/maí verða þeim foreldrum sem vilja boðið að koma í

vinnustund í leikskólanum, á laugardegi eða eftir vinnu, og búa til ný föt úr þeim

gömlu. Hugmynd er að senda fötin síðan til Tógó í hjálparstarf sem Hjallastefnan

tekur þáttí. Semsagt hafa vinnudag og svo uppskera. Þetta er allt í vinnslu og mun

skýrast þegar nær dregur en foreldrarnir í hópnum halda utan um þessa hugmynd.

Page 11: Leikskólinn Hólmasól · umhverfis og virða náttúruna með nýtni, nægjusemi og hófsemi svo og með umhirðu og endurvinnslu. Því var rökrétt framhald að fara á græna

Meðhöndlun á rusli

Hólmasólarpoki er á grind með hjólum og var saumaður léreftspoki til að hafa í sem

börnin skreyttu. Í þennan poka fer ýmis endurvinnanlegur efniviður sem nýta má í leik

og starfi eða senda í endurvinnsluna. Sett var flokkunarstöð í geymslunni og fara

hópar þangað með Hólmasólartunnuna og flokka þar eða gera það á kjarnanum og

fara með beint í endurvinnslugámana. Hólmasólarpokinn er staðsettur í eldhúsi.

Hólmasólarpokinn í rauðu grindinni.

Flokkunarmiðar eru samræmdir á milli kjarna.

Við söfnum matarafgöngum fyrir fyrrverandi kennara sem er með hænur.

Matarafgangar og ávaxtahýði fer í "hænudallinn" en t.d appelsínubörkur og

bananahýði fer í brúnu tunnuna í lífræna úrganginn. Í nóvember 2012 vigtuðum við

það sem fer í brúnu tunnuna í eina viku og var það þá 41,14 kg, fyrir utan það sem fer

í hænurnar.

Innkaup/rekstur - til að minnka mengun

Skólinn vandar sig við að kaupa vörur og efni með viðurkenndum umhverfismerkjum.

Umgengni og nánasta umhverfi

Við förum í gönguferðir um okkar nánasta umhverfi sem býður upp á fjölbreytt landslag og

skemmtilegt. Við erum nálægt Klöppunum þar sem hægt er klifra í klettum, "Indíánaskógur"

þar sem eru lágir runnar og smá klappir, Hamarkotstún þar sem er grasflöt og tré og margir

fleiri staðir. Leikskólalóðin er með fjölbreytt landslag sem býður upp á mikla möguleika.

Börnin setja niður kartöflur á vorin með kennurum sínum og taka upp á haustin.

Rifsberjarunnar og sólberjarunnar eru á leikskólalóðinni. Börnin týna berin af

runnunum og búa til sultu.

Hópar hafa sáð fyrir sumarblómum og hugsað um þau.

Elstu börnin fara í Útiskóla einu sinni í viku. Aðra vikuna er farið í Kjarnaskóg en hina

vikuna er farið á hina ýmsu staði hér í bænum t.d. á löggustöðina, bókasafnið,

Page 12: Leikskólinn Hólmasól · umhverfis og virða náttúruna með nýtni, nægjusemi og hófsemi svo og með umhirðu og endurvinnslu. Því var rökrétt framhald að fara á græna

íþróttahús og Bjarg/Iðjulund. Hópstjórar elstu barnanna eru byrjaðir að skrá niður

hvað gerist í þessum ferðum og hvernig börnin upplifa þær (fylgiskjal 4).

Haustið 2011 fóru börnin með bréf til Akureyri Vikublað þar sem þau voru að biðja

fólk um að hreinsa betur hundaskítinn eftir hundana sína en óvenjumikill hundaskítur

hafði verið í kringum leikskólann (fylgiskjal 5).

Elstu börnin af tveim kjörnum heimsóttu Davíðshús í Útiskólanum og hafa þau nú

tekið að sér að sjá um lóðina þar. Þ.e. þau mega fara þangað þegar þau vilja og taka til

í garðinum ef þarf eða leika sér þar.

Flutningar og ferðir

Starfsfólk, foreldrar og börn eru hvött til að ganga í skólann. Margir gera það þar sem

þeir búa í grennd við leikskólann. Einnig hefur starfsfólk verið að samnýta bíla ef

þannig er kostur. Starfsfólk skólans hefur verið duglegt að taka þátt í landsátökum sem

stuðla að meiri hreyfingu og hollari lífsháttum eins og t.d. Lífshlaupinu og Hjólað í

vinnuna.

Orka og vatn

Slökkt er á tölvum í lok dags.

Gardínur eru dregnar fyrir í lok dags til að halda varma inni og dregnar upp þegar

dagsbirtan er.

Við reynum að spara ljós og slökkvum þar sem enginn er eða þar sem dagsbirtan er

nóg. Merkingar við ljósrofa minna okkur á að slökkva. Einnig erum við dugleg að hafa

helming ljósanna kveikt.

Við í skólanum fylgjumst ekki markvisst með rafmagnsnotkun og notkun á heitu og

köldu vatni. Hjallastefnan gerir það þó.

Til að spara raforku er leitast við að kveikja ekki á þurrkskápum eftir kl. 14:00 á

daginn.

Ljóslaus dagur er í janúar hjá okkur. Það þýðir að ekki má kveikja ljós í skólanum

þennan dag (eldhúsið var þó undanskilið) heldur eru eingöngu notuð vasaljós sem

börn og starfsfólk koma með. Þetta skapaði óvenjulega stemmingu og var mikið fjör í

hópatímum í rökkrinu.

Page 13: Leikskólinn Hólmasól · umhverfis og virða náttúruna með nýtni, nægjusemi og hófsemi svo og með umhirðu og endurvinnslu. Því var rökrétt framhald að fara á græna

Kynning og menntun

Við notum tölvupóst, heimasíðu og starfsmannasíðu mikið til að miðla upplýsingum á

milli foreldra, starfsfólks og umhverfisnefndar.

Næstelstu börn leikskólans eru nú í umhverfisnefnd þar sem elstu börnin eru mjög

upptekin. Það hefur komið vel út og þau taka lengur þátt í verkefninu.

Vinagrunnskólinn okkar er Brekkuskóli og fyrir tveimur árum sendum við þeim

tölvupóst þar sem við hvöttum þau til að fara að huga meira að umhverfismálum.

Skýrsluhöfundur hefur séð það í heimsóknum sínum í grunnskólann að þar er byrjað á

því, t.d. eru komin upp flokkunarílát og fólk hvatt til að ganga í skólan eða nota

almenningssamgöngur.

6. Fræðsla Á hvern hátt eru nemendur fræddir um umhverfismál? Hafa t.d. verið þróuð sérstök námsverkefni um

umhverfismál? Gaman væri að fá dæmi um slík.

Á Hólmasól eru 160 börn á aldrinum 2-6 ára og er umhverfimenntin aðlöguð að þeirra þroska

og aldri. Börnin taka þátt í þeim verkefnum sem vinna þarf hverju sinni og læra þannig að

virða náttúruna og bera umhyggju fyrir henni. Við höfum fjallað mikið um flokkun og

endurvinnslu en jafnframt verið með grenndarkennslu og hvernig umgangast eigi náttúruna.

Umræða og fræðsla um vatnið og orkuna fylgir einnig með en þó ekki eins markvisst.

Starfsmenn og foreldrar hafa aðgang að ýmsu efni á vefnum sem snýr að

umhverfismennt, mappa liggur á kennarastofunni með sögum og hugmyndum um

endurvinnslu, umræður og fræðsla eru í hópum og allir kjarnar eiga umhverfisspil sem þeir

geta nýtt í starfinu. Við notum hópatímana til að flokka með börnunum og fara með

efniviðinn í geymsluna eða út í gám. Í þessum stundum gefst gott tækifæri til að ræða um

flokkunina, hvað verður um efniviðinn og hvað er hægt að nýta áfram til dæmis í skapandi

starf. Við teljum að börnin læri mest og best af því að fá að upplifa og taka þátt í verkefninu

og sjá að hlutir geti átt sér framhaldslíf, að þannig skili fræðslan sér sem best. Við höfum

óskað eftur hugmyndum frá börnunum á umhverfisfundi um hvað gera megi við hlutina og

skortir þau svo sannarlega ekki hugmyndir um hvað hægt er að búa til úr t.d. pappa eða fernu.

Í Hjallastefnuskólum er útistarf og útikennsla í hávegum höfð. Elstu börnin fara til að

mynda í Útiskóla, einu sinni í viku yfir vetrartímann. Aðra hverja viku er farið í Kjarnaskóg

þar sem börnin læra að njóta og una sér í náttúrinni í alls konar veðrum og vindum og frjáls

Page 14: Leikskólinn Hólmasól · umhverfis og virða náttúruna með nýtni, nægjusemi og hófsemi svo og með umhirðu og endurvinnslu. Því var rökrétt framhald að fara á græna

leikur í náttúrunni jafnt sem skipulagður fær notið sín. Börnin eru þar með kennurum sínum í

allt að 2 klst., nesti er tekið með; brauð og kakó, og börnin kynnast náttúrunni í sinni

fjölbreyttu mynd, læra að virða hana og njóta.

Hina vikuna fara elstu börnin í vettvangsferðir um nærumhverfi sitt og skoða ýmsir

stofnanir eða aðra áhugaverða staði í bæjarfélaginu. T.d. hafa þau farið í fjöruna, á

löggustöðina, Davíðshús og Bogann (fylgiskjal 4).

Í hópatímum, sem eru tvisvar sinnum á dag, alla daga, er gert ráð fyrir útiveru. Annars

vegar er frjálst val úti þar sem barnið leikur sér sjálft og skapar jákvætt viðhorf gagnvart

leikjum útivið og hins vegar skipulögð verkefni út á lóð eða útaf lóð. Hópar nýta þann tíma til

að fara í lengri/styttri gönguferðir og læra um umhverfi sitt.

Á skólalóð er verið að koma upp berjarunnum og gaf rifsberjarunninn svo sannarlega

af sér í haust. Hópar hafa farið á haustin, týnt berin og soðið í sultu. Síðan þarf náttúrulega að

gæða sér á kræsingunum.

Einnig er svæði í garðinum þar sem næstelstu börnin setja niður kartöflur að vori. Þau

taka þær svo upp að hausti og að sjálfsögðu eru þær skolaðar, farið er með þær í eldhúsið og

þær hafðar í matinn.

Page 15: Leikskólinn Hólmasól · umhverfis og virða náttúruna með nýtni, nægjusemi og hófsemi svo og með umhirðu og endurvinnslu. Því var rökrétt framhald að fara á græna

Við ræðum við börnin um pappírinn, úr hverju hann er búinn til, að við notum hann

sparlega og hægt sé að endurnýta hann. Börn og starfsfólk flokka pappír í þar til gerða tunnu

inn á kjörnum sem síðan er farið með út í gám. Börnin skola fernur inn á kjörnum og setja í

geymsluna eða föndra úr þeim. Einnig er starfsfólkið duglegt við að búa til spil með

börnunum eða þá er gjarnan notaður endurnýtanlegur efniviður t.d. seríoskassar. Ýmiss

efniviður er notaður í leikfiminni eða búin eru til hljóðfæri. Börnin hafa einnig verið dugleg

við að setja niður ýmis fræ og þá eru fernur eða glerkrukkur notað sem pottur.

Spil Ver ið að renna á ser íoskassa. Le ikfimi

Page 16: Leikskólinn Hólmasól · umhverfis og virða náttúruna með nýtni, nægjusemi og hófsemi svo og með umhirðu og endurvinnslu. Því var rökrétt framhald að fara á græna

Leikið í laufb löðum. Endurnýtanlegur e fniviður í hr í sgr jónunum og hljóðfær i úr gre inum

og töppum.

Verið að fa ra að sá fræjum úr melónu og tó mat .

Í maí 2010 báðum við einn starfsmanninn okkar, hana Sigurlínu Örnu Þorsteinsdóttur,

að semja fyrir okkur texta við eitthvað lag sem yrði umhverfislag skólans. Hún gerði það og

nú eigum við okkar umhverfislag:

Umhverfislag Hólmasólar

texti: Sigurlína Arna Þorsteinsdóttir

Lag: Foli, foli fótalipri

Fagra flóru við eigum núna

fáum ekki að skemma hana.

Viljum heldur horfa til túna,

grænna grasa og fjallanna.

;Trarí rall la la

grænni grasa og fjallanna;

Öll við verðum að vernda hverfin,

hvernig förum við nú að því?

Þannig að allir læri á kerfin

flokkun, röðun og laga á ný.

;Trarí rall la la

flokkun, röðun og laga á ný.;

(maí 2010)

Merkingar á endurvinnslutunnum voru samræmdar yfir húsið og ákváðum við að nota

svokallaðar FENUR-merkingar sem eru hinar opinberu merkingar á grenndarstöðvum.

Page 17: Leikskólinn Hólmasól · umhverfis og virða náttúruna með nýtni, nægjusemi og hófsemi svo og með umhirðu og endurvinnslu. Því var rökrétt framhald að fara á græna

Verkefnistjórinn útbjó einnig upplýsingaspjöld með FENUR-merkingum fyrir kennara til að

nota í fræðslu með börnunum. Framan á er t.d. mynd af dagblaði og aftan á eru upplýsingar

um hvað má fara í þann flokk, hvað er gert við hann og hvað er endurunnið úr honum. Þetta

var hugsað til að styrkja kennarana í fræðslunni til barnanna og hefur nýst vel.

7. Kynning á stefnunni Á hvern hátt hefur skólinn kynnt stefnu sína út á við, með kynningum, foreldrafundum, opnum húsum,

útgáfu og fleiru? Hefur umhverfisstefna skólans haft áhrif út fyrir skólann sjálfan?

Í meginreglum Hjallastefnunnar, en þær eru bæði stefnuyfirlýsing og hugmyndafræði

skólanna sem allt starfsfólk sameinast um að vinna eftir, er fjallað um markmið og leiðir að

umhverfi og náttúru (www.hjalli.is/holmasol undir Um leikskólann, Námsskrá). Þessar

upplýsingar fá foreldrar þegar þeir byrja með barn í leikskólanum.

Við erum dugleg að nota heimasíðuna til að senda frá okkur upplýsingar úr starfinu og

einnig sendir hver kjarni tölvupóst til foreldra einu sinni í viku með helstu fréttum vikunnar

og eru kennarar duglegir að setja inn fréttir af umhverfismenntinni, flokkun, ferðum,

hvatningu og fleira. Á heimasíðu skólans er tengill sem heitir „Grænfáni" og þar geta

foreldrar, sem og aðrir fylgst með t.d. fundargerðum af umhverfisfundum.

Með nytjavikunum eru börnin farin að fara meira með endurnýtanlegan efnivið heim,

fréttir um umhverfismennt eru orðnar meira áberandi á heimasíðu sem og í póstum til foreldra

og verkefnið er farið að hafa áhrif á starfsfólk og foreldra heima við. Einnig hefur það hjálpað

til að Akureyrarbær tók um flokkunarkerfi sem hefur mælst vel í bænum og því ættu heimilin

að þekkja flokkunina mjög vel.

Í forstofum, eða við forstofu, allra kjarna (á þremur stöðum) hanga uppi upplýsingar

fyrir foreldra um að við séum skóli á grænni grein, skrefin sjö og umhvefissáttmáli skólans.

Page 18: Leikskólinn Hólmasól · umhverfis og virða náttúruna með nýtni, nægjusemi og hófsemi svo og með umhirðu og endurvinnslu. Því var rökrétt framhald að fara á græna

Á sumarhátið foreldrafélagsins í ágúst 2010 var ákveðið að flokka úrgang sem til félli,

þ.e. svalafernur, matarafganga, rör og afgangsdjús. Merktar tunnur og dallar vor settar út og

viðbrögðin voru frábær. Foreldrar voru fljótir að taka við sér og flokkuðu vel og vandlega.

Höfum við gert þetta á sumarhátíðum síðan.

Í desember 2010 sendi sendi verkefnisstjóri tölvupóst í Brekkuskóla, sem er okkar

vinaskóli, um hvort þau hyggðust taka á umhverfismenntinni og tóku þau jákvætt í það

(fylgiskjal 11). Brekkuskóli er byrjaður að huga að umhverfismenntinni t.d. með því að flokka

og eru flokkunarílát komninn í skólann. Þannig að þar höfðum við áhrif á þau.

8. Umhverfissáttmálinn Skólinn þarf að hafa sett sér umhverfissáttmála og ákveðnar og skjalfestar starfsreglur hvað varðar

umhverfismál. Hvernig var sáttmálinn unnin og þær reglur settar, hverjir tóku þátt í að setja þær og

hvernig? Nauðsynlegt er að umhverfissáttmáli skólans fylgi með umsókn um Grænfána.

Umhverfisnefnd Hólmasólar vann tillögu að umhverfissáttmála Hólmasólar sem síðan var

lögð fyrir starfsmannahópinn. Óskað var eftir athugasemdum og þær teknar til skoðunar.

Síðar var tekin umræða með börnunum og er þessi sáttmáli því unnin af starfsfólki og

börnum. Framundan er vinna við að endurskoða sáttmála fyrir næstu 2 ár.

Umhverfissáttmáli Hólmasólar

Við göngum vel um umhverfi okkar og náttúruna.

Við flokkum úrganginn, eins vel og unnt er sem fer í endurvinnsluna.

Við endurnýtum það sem hægt er í leik og starfi.

Spörum rafmagn og vatn eins og hægt er.

Leiðir að sáttmálanum eru m.a.:

Efla umhverfisvitund barnanna, og starfsfólks ,með tilraunum, fræðslu,

sköpun og góðu fordæmi.

Njóta útiverunnar og náttúrunnar: skynja árstíðir, veðurfar, dýralíf og

gróður með því að gera ráð fyrir útistarfi í dagskrá skólans.

Page 19: Leikskólinn Hólmasól · umhverfis og virða náttúruna með nýtni, nægjusemi og hófsemi svo og með umhirðu og endurvinnslu. Því var rökrétt framhald að fara á græna

Við notum leikefni úr náttúrulegum efnum og leikefni sem kemur beint úr

náttúrunni.

Við finnum ný not fyrir hluti sem hafa lokið hlutverki sínu og notum

verðlausan efnivið í skapandi starf.

Ná góðum tökum á að flokka úrganginn sem fellur frá leikskólanum.

Slökkva á ljósum þar sem enginn er og á raftækjum í lok dags.

Page 20: Leikskólinn Hólmasól · umhverfis og virða náttúruna með nýtni, nægjusemi og hófsemi svo og með umhirðu og endurvinnslu. Því var rökrétt framhald að fara á græna

Lokaorð

Eins og kemur fram í skýrslunni er margt að gerast hjá okkur og eflaust eitthvað sem gleymist

að nefna. Við höfum lagt áherslu á að viðhalda þeim góðu vinnubröguðum sem við höfum

tileinkað okkur í þessari vinnu. Allir innan skólans eru orðnir meðvitaðri um

umhverfismenntina og er hún orðin stór og mikill hluti af skólastarfinu okkar. Við höldum

ótrauð áfram og næstu markmið okkar eru t.d. að:

Hópar finni sér sinn eftirlætisstað og heimsækji hann reglulega.

Fylgjast betur með notkun á rafmagni og heitu og köldu vatni.

Endurskoða umhverfissáttmálann.

Laga merkingar í geymslunni.

Halda áfram að vanda okkur.

Við teljum okkur á réttri leið og ef úttektin fer vel myndum við óska eftir því að fá

Grænfánann afhentan 2. maí 2013 en þann dag er leikskólinn einmitt 7 ára .