list án landamæra 2015

24
D A G S K R Á 2015

Upload: list-an-landamaera-listahatid

Post on 21-Jul-2016

230 views

Category:

Documents


0 download

DESCRIPTION

Hér getur þú lesið dagskrá Listar án landamæra 2015

TRANSCRIPT

Page 1: List án landamæra 2015

Merki fyrir List án landamæra.

DAGSKRÁ

2015

Page 2: List án landamæra 2015

2

EFNISYFIRLIT:Bls. 2 Praktískar upplýsingarBls. 3 ÁvarpBls. 5 Listamaður hátíðarinnar, Karl GuðmundssonBls. 7 HöfuðborgarsvæðiðBls. 13 NorðurlandBls. 16 AusturlandBls. 22 Suðurland

Karl Guðmundsson

List án landamæraPósthússtræti 3-5, 101 [email protected]ímar: 411-5534 / 691-8756www.listin.isFylgið okkur á samfélagsmiðlum #LAL2015 / #LALFrítt er inn á alla viðburði hátíðarinnar nema annað sé tekið fram.

Fulltrúar félaga í stjórn hátíðarinnarMargrét M. NorðdahlLandsamtökunum ÞroskahjálpÁsta Sóley HaraldsdóttirHinu húsinuHelga GísladóttirFjölmenntAileen SvensdóttirÁtaki, félagi fólks með þroskahömlunIngólfur Már MagnússonÖryrkjabandalagi ÍslandsEdda BjörgvinsdóttirBandalagi íslenskra listamannaJenný MagnúsdóttirMiðstöð símenntunar á Suðurnesjum.Verndari og einn af stofnendum hátíðarinnar er Friðrik Sigurðsson

Framkvæmdastýra Íris Stefanía SkúladóttirGrafísk hönnun Frosti GnarrHönnunaraðstoð Magnús HreggviðssonListrænn ráðunautur Fanney Sigrid IngólfsdóttirRitstýra útgefins efnis og samfélagsmiðlaOlga Margrét CiliaVerkefnastjórarAnna Linnet, Kristín Rut Eyjólfsdóttir, Guðlaug María Lewis

Page 3: List án landamæra 2015

3

NORMALBRAUÐÉg hef lengi haldið upp á ljóðlínu eftir Þór Eldon þar sem talað er um ,,síðasta ég í heimi”. Síðasti ég í heimi er afkomandi þýsks eða fransks forföður sem uppi var í byrjun 19. aldar og taldi að það væri aðeins til eitt eintak af hverju okkar og að þetta eina eintak væri bæði sérstakt og frábrugðið. Og það væri stórkostlegt. Síðan þá hafa verið til menn – og eru enn til – sem mótmæla hástöfum þeirri hugmynd að allir séu frábrugðnir og sérstakir. Þeir vilja að allir séu eins og þeir sjálfir og hafa fundið upp orðið normal til að lýsa sjálfum sér (eins og normalbrauð). Þeir sem eru ekki normal heldur frábrugðnir eru til dæmis: rauðhærðir, örvhentir, gyðingar, samkynhneigðir, listamenn, múslimar… að ógleymdum fötluðum sem er sá hópur sem mest er glápt á í samfélaginu. (Að vera fatlaður er því dálítið eins og að vera frægur). Þeir sem vilja að allir séu eins og þeir sjálfir (ekki rauðhærðir, örvhentir, gyðingar, samkynhneigðir, listamenn, múslimar eða fatlaðir) gleyma því að allir fatlaðir eru LÍKA ófatlaðir (sumir 22%, aðrir kannski 93%). Það er ástæða þess að blindir vinna til ólympíuverðlauna í sundi, heyrnarlausir bjóða sig fram til borgarstjóra, hreyfihamlaðir eru oft efnafræðiséní og þroskahamlaðir halda málverkasýningar og skrifa leikrit.

Þeir sem vilja að í samfélagi búi bara normalt fólk eins og þeir sjálfir, gleyma því líka að allir ófatlaðir einstaklingar lenda einhvern tímann í því í lífinu að ráða ekki við aðstæður sínar og þurfa hjálp – en það er einmitt skilgreiningin á fötlun. Í stað skiptingarinnar í fatlaða og ófatlaða legg ég til nýja skiptingu samfélagsins í:

1. Skemmtilegt fólk – Leiðinlegt fólk2. Örlátt fólk – Fólk sem hugsar fyrst og fremst um sjálft sig. 3. Fólk sem getur sett sig í spor annarra – Fólk sem getur ekki sett sig í spor annarra.4. Fólk sem er hugdjarft – Fólk sem er hrætt við annað fólk.5. Fólk sem hefur ímyndunarafl – Fólk sem skortir ímyndunarafl6. Fólk sem vill heim án landamæra – Landamæraverðir.

Auður Ava Ólafsdóttir, rithöfundur

Page 4: List án landamæra 2015

4

Karl Guðmundsson

Page 5: List án landamæra 2015

5

Karl Guðmundsson, Kalli, er listamaður Listar án landamæra 2015. Verk hans prýða allt kynningarefni hátíðarinnar.

„Ég sé línurnar mínar dansa! Þær svífa yfir hafflötinn og teygja sig til himins.“

Kalli, 2007

Stórt klæði er strekkt á vegginn í vinnustofu Kalla. Japanskur pensill festur á bambusprik er settur í handarspelkuna sem Kalli hefur hannað. En Kalli vill tala:

„Það er heilmikill dans í línunum mínum, að mála svona er svolítið eins og að tjútta”

(úr nótum Kalla, 2007)

Við höldum áfram að mála og hugurinn leitar aftur til þess tíma er Kalli kom fyrst í myndlistaskólann, þá fimm ára gamall. Við höfum sannarlega komist áleiðis í sjónrænu samtali okkar! Línurnar hans Kalla, eins og hann kallar þær, hafa alltaf verið kjarninn í verkum hans. Þær hafa breyst með tímanum líkt og verkin hans. Þó að hreyfing handarinnar ráði um margt hvernig þær verða er það ekki síður hugur Kalla, sem er að verki, því ólíkar línur í umhverfinu, náttúrunni, eru í stöðugri athugun hjá honum. Þær eru honum stöðug uppspretta hugsunar.Fyrir Kalla eru línurnar hans tjáningarmáti á veröldina eins og hún getur birst honum. Ég hef séð gleði hans eftir langa og stranga teiknitíma þegar hann uppgötvar tengslin milli dökkra lína í snjónum í Hlíðarfjalli og þeirra lína, sem hann var að enda við að setja á pappírinn eða strigann. Gullin strá sem leggjast undir snjóinn að hausti geta birst sem gylltar línur á striganum hans á vori. Fagurfræðin í myndlist Kalla, að leika sér að formrænum eigindummyndlistarinnar, hefur alltaf verið honum mikilvæg. Þegar hann er spurður hvað hann vilji segja með myndunum sínum svarar hann iðulega: „Ég vil að fólki líði vel þegar það upplifir myndirnar mínar“.

Að gera tilraunir með form, liti og nýstárlegan efnivið hefur alla tíð einkennt myndsköpun Kalla. Undanfarin ár hafa þessar tilraunir leitt af sér innsetningar þar sem áhorfendur verða gjarnan þátttakendur í gegnum samskipti við listaverkið. Þessi verk hafa boðið gestum sýninganna að stíga inn í verkið á hljóðlátan hátt. Vissulega var hægt að upplifa verkin eingöngu sjónrænt, en reynslan eða upplifunin breytist þegar áhorfandinn kýs að stíga inn í verkin. Birtingarmynd eða sjónsköpun verksins umbreytist og skapar óteljandi upplifanir, en valið er auðvitað þátttakendanna.

„Hjá öllum vakir þráin að birta öðrum hug sinn,” sagði hinn mæti fræðimaður Guðmundur Finnbogason snemma á síðustu öld. Myndsköpun Kalla gefur honum rödd sem heyrist og gerir hann sýnilegan. Þessi rödd er þýðingarmikil og eflandi máttur í lífi hans.Rósa Kristín Júlíusdóttir,

listakona

Karl Guðmundsson

Page 6: List án landamæra 2015

6

UM LAND ALLTPop upPopparar troða óvænt upp á List án landamæra vítt og breitt um landið. Hver sem er getur gerst poppari með því að senda upplýsingar um viðburðinn á [email protected]. Fylgist með á heimasíðunni okkar, www.listin.is, á Twitter og á Facebook.

POP UP Veggfóður Ísaks ÓlaListamaðurinn Ísak Óli Sævarsson sem þekktur er fyrir akrýlverk sín þar sem hann málar teikni-myndapersónur mun veggfóðra valda staði í Reykjavík með verkum sínum. Fylgist með á samfélagsmiðlum og á heimasíðu hátíðarinnar. Ef óskað er eftir því að festa kaup á verkum Ísaks Óla er hægt að senda póst til Listar án landamæra sem sér um að væntanlegur kaupandi fái samband við tengilið listamannsins.

Svifið yfir vötnunum, taka tvö1. apríl - 30. maíOpnunartímar sundlauga um land allt

Textar og ljóð verða hengd upp í heitum pottum sundlauga um land allt. Verkefnið vakti mikla lukku á síðustu hátíð og hefur því verið ákveðið að endurtaka leikinn, en nú með textum eftir nemendur Klettaskóla.

Mikið eru lóurnar fallegar, þær hljóta að vera með Downs heilkenni eins og ég.

Finnbogi Örn, 8 ára Brot úr Svifið yfir vötnunum 2014

Ingi Hrafn og Sigrún Huld sýna saman í Týsgallarí i

Frá List án landamæra 2014

Page 7: List án landamæra 2015

7

HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐOpnun Listar án landamæraFöstudaginn 10. apríl, kl. 17:30 (5:30)Ráðhús Reykjavíkur, við Tjarnargötu, 101 Reykjavík

Kynnar: Maggi Mix og Salka Valsdóttir, ReykjavíkurdóttirDagskrá:Björn Blöndal, borgarfulltrúi, setur hátíðinaValur geislaskáld flytur ljóðSýnd verður stuttmynd um samstarf Íslenska dansflokksins og Klettaskóla, sem vinna saman að dansverkinu, Stjörnustríð 2. Dansverkið verður sýnt við opnun Barnamenningarhátíðar í Hörpunni þann 21. aprílReykjavíkurdætur stíga á stokk

Meistarar - Samsýning á opnun10. apríl - 19. aprílMánudaga - föstudaga kl. 8-19. Helgar kl. 12-18Ráðhús Reykjavíkur, við Tjarnargötu, 101 Reykjavík

Samsýning listamanna verður opnuð við setningu Listar án Landamæra. Frekari upplýsingar um listamennina má finna í sýningaskrá í Ráðhúsinu. Hægt er að hafa samband við einstaka listamenn ef óskað er eftir því að festa kaup á verkum.Þessir listamenn sýna verk sín:

Atli Viðar EngilbertssonGígja ThoroddsenHrefna DaníelsdóttirKarl GuðmundssonÁsgeir Valur Sigurðsson

Kirkjur og hús 11. apríl - 25. aprílMiðvikudaga - laugardaga 13 - 17 (1-5)Týsgallerí, Týsgata 3, 101 Reykjavík

Opnun er klukkan 13 (1), laugardaginn 11. apríl og hefst á leiðsögn frá Hallgrímskirkju að Týsgalleríi. Gestir hittast í anddyri kirkjunnar.Ingi Hrafn Stefánsson og Sigrún Huld Hrafnsdóttir sýna saman verk sín í Týsgalleríi. Sigrún og Ingi eru bæði reyndir listamenn og eiga langan feril að baki. Hugðarefni Sigrúnar eru meðal annars hús en Inga Hrafns eru kirkjur. Á opnun verða Ingi Hrafn og Birna Þórðardóttir með leiðsögn sem byrjar í Hallgrímskirkju og lýkur í galleríinu.

Allt og alls konar - Samsýning12. apríl - 10. maíOpnun: Sunnudaginn 12. apríl, kl. 15 (3)Almennir opnunartímar: Mánudaga - föstudaga kl. 9-17. Helgar kl. 12-17.Norræna húsið, Sturlugata 5, 101 ReykjavíkSýningarstjórn: Íris Stefanía Skúladóttir og Fanney Sigrid Ingólfsdóttir

Samsýningin ,,Allt og ekkert’’ opnar í Norræna húsinu þann 12. apríl kl. 15 (3). Gestir fá að líta augum bæði tvívíð og þrívíð verk úr ýmsum efnum eftir fjölbreyttan hóp listafólks. Á sýningunni verður jafnframt viðburður en gert verður eitt stórt verk með útlínum valinna verka á sýningunni sem gestir og gangandi geta litað inn í og þannig búið til listaverk saman.

Þessir listamenn sýna verk sín:Atli Már IndriðasonÁsgeir Ísak KristjánssonDaníel ÓlafssonEdda GuðmunsdóttirErla Björk SigmundsdóttirEgill SteinþórssonGauti ÁrnasonGígja GarðarsdóttirGuðmundur Stefán GuðmundssonGuðrún Jóna JónsdóttirIngi Hrafn StefánssonJónína HjartardóttirKolbeinn Jón MagnússonMatthías Már EinarssonSigurður Reynir ÁrmannssonVilhjálmur Guðmundsson

Flottir titlar 13. apríl - 23. aprílOpnun: Mánudaginn 13. apríl, kl. 15 (3)Almennir opnunartímar 9:30-16Hlutverkasetur, Borgartúni 1, 2. hæð

Flottir titlar er samsýning haldin í Hlutverkasetri. Á sýningunni verða teikningar, vatnslitaverk, olíumálverk og verk með blandaðri tækni. María og Sigurður hafa verið að skoða bæði aðferðir og efnivið til að nýta við listsköpun sína. Myndefnið er af ýmsum toga, sumt eftir fyrirmyndum, annað eigið hugarfóstur.Þessir listamenn sýna verk sín:

María GísladóttirSigurður J. Elíasson

Page 8: List án landamæra 2015

8

Daníel Björnsson frá Seyðisfirði

Karl Guðmundsson

Page 9: List án landamæra 2015

9

Listasýning í Læk15. apríl - 22. aprílOpnun: Miðvikudaginn 15. apríl, kl. 13:30 (1:30)Lækur í Hafnarfirði, Hörðuvöllum 1, 220 Hafnarfirði

Boðið verður upp á fjölbreytta sýningu með listaverkum sem gerð eru úr leir undir handleiðslu Hafdísar Brands leirlistakonu. Í Læk verður líka sýning á málverkum og öðrum listaverkum sem unnin hafa verið veturinn 2014 – 2015. Þátttakendur eru hópur fólks sem sækir athvarfið Læk.

Í-mynd15. apríl - 26. aprílOpnun: Miðvikudaginn 15. apríl, kl. 17 (5)Almennir opnunartímar: Mánudaga - fimmtudaga kl. 10-19, föstudaga kl. 11-19. Helgar kl. 13-16 (1-4)Borgarbókasafn, Aðalsafn, Tryggvagata 15, 101 ReykjavíkSamsýning listamanna á Borgar-bókasafninu í Reykjavík. Á sýningunni verða fjölbreytt verk og áhugavert samspil myndlistar og bókverka verður skoðað. Nemendur í myndlist hjá Mími símenntun sýna verk ásamt listamönnum úr ólíkum áttum. Við opnun sýningarinnar mun Frida Adriana Martins, rithöfundur, lesa úr verki sínu, Pöndur og vonarblóm. Sagan fjallar um pöndubangsa sem vill verða manneskja en á eftir að finna sitt sanna sjálf, vonarblómin og stóru ástina. Einnig mun Frida Adriana bjóða upp á frumskógarköku og óáfenga ávaxtarkokteila að hætti draumalandsins úr bók hennar.

Þessir listamenn sýna verk sín:Aðalsteinn BaldurssonAnna Kristín GunnlaugsdóttirBryndís Ósk GísladóttirFrida Adriana MartinsGuðrún Þórhildur GunnarsdóttirHildur DavíðsdóttirUnnur BjörnsdóttirHringur ÚlfarssonKristín Lára SigurðardóttirLena Ósk SigurðardóttirMarta Lind VilhjálmsdóttirNína Kristín SigurbjörnsdóttirSólveig Þóra JóhannesdóttirPáll Baldursson

Skemmtikvöld í TjarnarbíóiMiðvikudaginn 15. apríl, kl. 18-20 (6-8)Uppistand og tónlistMagnús Korntop og Theodór Karlsson opna dagskrána með spili og söng. Þá munu félagar úr Átaki sjá um að kitla hláturtaugar gesta en því næst stígur á stokk hljómsveitin Plútó sem hefur starfað í yfir 20 ár. Hljómsveitin er skipuð níu söngvurum og tveimur slagverksleikurum. Með hljómsveitinni starfa Theodór Karlsson sem leikur á gítar og Rósa Jóhannesdóttir, söngstýra. Hljómsveitin leikur og syngur alls konar lög, mikil stuðlög en einnig fallegar ballöður. Með framkomu sinni á tónleikum og alls konar viðburðum hefur hljómsveitin vakið mikla athygli fyrir líflegan og einlægan flutning á tónlist sinni.

BíósýningLaugardaginn 18. apríl, kl. 16-18 (4-6)Tjarnarbíó, Tjarnargata 12, 101 Reykjavík

Sýndar verða eftirtaldar myndir:Samsuða – saga átta listamannaHeimildarmynd. 2014. Leikstjórn: Íris Stefanía Skúladóttir

Myndin fjallar um átta listamenn sem unnu saman tveir og tveir við það að skapa eitt listaverk fyrir uppboðssýninguna SAMSUÐA sem haldin var á Kjarvalsstöðum. Sýningin var á vegum listahátíðarinnar List án landamæra vorið 2014 og hafði hátíðin veg og vanda af uppboðinu. Í hverju pari var einn fatlaður listamaður og annar ófatlaðurAð sjá og skapa - Ungir og efnilegir Heimildarmynd. 2014. Leikstjórn: Nikulás Stefán Nikulásson

Kvikmyndin varð til í samstarfi við ungmenni með fötlun sem fóru í Listasafn Íslands á List án landa-mæra 2014 til að fá innblástur fyrir eigin listsköpun.Á sama báti Heimildarmynd. 2015. Leikstjórn: Halla Mía Ólafsdóttir

Í ágúst 2014 fór hópur kvenna í fimm daga kanóferð á Temagemivatni í Kanada. Ferðin var óvenjuleg fyrir þær sakir að einn meðlimur hópsins reiðir sig á hjálpartæki og aðstoðarfólk í sínu daglega lífi.

Page 10: List án landamæra 2015

10

Frá List án landamæra 2014

Stjörnustríð 2 Heimildarmynd. 2015. Leikstjórn: Hilmir Berg

Samstarfsverkefni Klettaskóla og Íslenska dansflokksins sem vinna að dansverki sem sýnt verður á opnun Barnamenningarhátíðar í Hörpunni þann 21. apríl.Reykjavík Hreyfimynd. 2014. Leikstjórn og yfirumsjón námskeiðs: Aniela Lubieniecka. Höfundar: Nemendur á hreyfimyndanámskeiði Myndlistaskólans: Sandra Sif Gunnarsdóttir, Laufey Ýr Gunnarsdóttir, Margrét Helga Jónsdóttir, Ólafur Einar Ólafsson, Þórdís Yurie Jónsdóttir, Kjartan Miliani Dahmane Sallé, Ragnheiður K. Sigurjónsdóttir, Saga Sigurðardóttir, Cezary Sykut, Joanna Gapinska, Oliwia Gabriela Rucinska, Daria Agata Rucinska, Arngrímur Dagur Norðdahl Arnarsson undir leiðsögn Elsu D. Gísladóttur og Margrétar M. Norðdahl

Myndin var unnin í samstarfi Centrum Kultury Wroclaw Zachod og Myndlistaskóla Reykjavíkur haustið 2014.

Flogið yfir landamæri19. apríl - 10. maíOpnun: Sunnudaginn 19. apríl, kl. 12Almennir opnunartímar: Þriðjudaga - föstudaga, kl. 10-14Hægt er að hafa samband við Laugarneskirkju ef áhugi er fyrir hendi að koma á öðrum tímumSmugan í Safnaðarheimili Laugarneskirkju v/ Kirkjuteig, 105 Reykjavík

Julia Takagi og Frida Adriana Martins sýna fiðrildaverk.Fiðrildi geta flogið létt yfir alls konar landamæri. Samsýning Fridu Adriönu Martins og Juliu Takagi krossar landamæri Íslands, Japans og Þýskalands og á milli fatlaðra og ófatlaðra einstaklingaToshiki Toma, prestur innflytjenda, flytur ávarp við opnun sýningarinnar.

Page 11: List án landamæra 2015

11

HádegisfyrirlesturFöstudaginn 24. apríl, kl. 12Norræna húsið, Sturlugata 5, 101 Reykjavík

Margrét M. Norðdahl, Kristinn G. Harðarsson og Gerður Leifsdóttir munu kynna þróun nýrrar námsbrautar við Myndlistaskóla Reykjavíkur, diplóma-náms í myndlist fyrir nemendur með þroskahömlun. Einnig kynna þau listmiðstöðvarnar Creative Growth, NIAD Art Center og Creativity Explored sem þau heimsóttu fyrr á árinu.

Leiksýning RegnbogalandLaugardaginn 25. apríl, kl. 15 (3)Norræna húsið, Sturlugata 5, 101 Reykjavík

Leiksýningin Regnbogaland er afrakstur 30 kennslustunda leiklistarnámskeiðs sem Mímir símenntun hefur haldið í samvinnu við Fjölmennt. Sýningin segir frá því þegar einmana maður rænir þátttökugjöldum dvalargesta sumarbúðanna Regnbogalands, en sem betur fer er dóttir forstöðukonunnar í spæjaraleik og sér ræningjann að verki. Með vinkonu sinni tekst henni að sannfæra ræningjann um að skila fénu og taka þess í stað þátt í fjörinu á kvöldvökunni þar sem dans og söngur af bestu gerð er í boði, auk skemmtilegu brandaranna hennar ömmu gömlu. Sýningin er um 40-45 mín í flutningi.Höfundur: LeikhópurinnLeikarar: Arnbjörg Magnea Jónsdóttir, Elínborg Sigurðardóttir, Helena Dögg Arnardóttir, Ingibjörg Húnfjörð Árnadóttir, Kristín Lára Sigurðardóttir, Lena Ósk Sigurðardóttir, Sigríður Jóhanna Sigurðardóttir, Vilhelm Már SigurjónssonLeikstjóri: Margrét Pétursdóttir

UpplifunargangaFimmtudaginn 30. apríl. Fyrri ganga kl. 14 og sú seinni kl. 17Grasagarðurinn í Reykjavík. Gangan hefst við aðalinnganginnwww.styrktarfelag.isGengið er um Grasagarð Reykjavíkur þar sem við upplifum og skynjum umhverfið. Verkefnið er samstarfsverkefni Áss styrktarfélags, Lindu Mjallar Stefánsdóttur, leikmyndahönnuðar og Grasagarðs Reykjavíkur. Allir velkomnir.

Geðveikt kaffihús HugaraflsLaugardaginn 2. maí, kl. 13-17 (1-5)Upplýsingamiðstöð Hins hússins, Pósthússtræti 3-5, 101 Reykjavíkwww.hugarafl.isKaffihús Hugarafls og skemmtun með „geðveiku ívafi“ mun leggja undir sig upplýsingamiðstöð Hins hússins í miðbæ Reykjavíkur. Ekki láta þennan viðburð fram hjá ykkur fara. Á sama tíma er sýning á verkum úr verkefninu Skugga-Baldur.Athugið að hjólastólaaðgengi er með lyftu í porti bakvið húsið.

Page 12: List án landamæra 2015

12

Skugga-Baldur2. maí - 9. maíOpnun: Laugardaginn 2. maí, kl. 14 (2)Almennir opnunartímar: Alla virka daga frá 9-17 (þriðjudaga til kl. 20 (8) og fimmtudaga til kl. 22 (10)). Laugardaga frá 12-18Hitt húsið, Pósthússtræti 3-5, 101 Reykjavík

Ungmenni úr félagsstarfi fatlaðra í Hinu húsinu sýna verk sem voru unnin út frá efni skáldsögu Sjón, Skugga-Baldri, og hugmyndum um íslenskar goðsagnir, landslag og dýraríki. Efniviðurinn verður uppistaða í leiksýningu, sem sýnd verður í Prag í febrúar 2016 og í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu, í mars 2016.Athugið að hjólastólaaðgengi er með lyftu í porti bakvið húsið

Handverksmarkaður9. maí - 10. maíOpnunartímar: kl. 12 - 17, báða dagaTónlistarhúsið Harpa, Austurbakka 2, 101 Reykjavík

Handverksmarkaður í anddyri Hörpu helgina 9. - 10. maí. Bæði einstaklingum og vinnustöðum er boðið að taka þátt. Hægt er að senda inn umsókn um þátttöku til 30. apríl. Sendið tölvupóst á [email protected]Á markaðinum munu einnig sendiherrar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks kynna samninginn og ræða við gesti.

Vegir liggja til allra átta12. maí - 30. maíOpnun: Þriðjudaginn 12. maí, kl. 15 (3)Almennir opnunartímar: Alla virka daga frá 9-17 (þriðjudaga til kl. 20 (8) og fimmtudaga kl. 22 (10)). Laugardaga frá 12-18Gallerý Tukt, Hitt húsið, Pósthússtræti 3-5, 101 Reykjavíkstarfsbrautfg.wordpress.com/ stjornumerkin-okkarNemar á starfsbraut Fjölbrautar-skólans í Garðabæ halda listasýningu í Gallerý Tukt. Lítil ferð um hugar-heim hins skapandi einstaklings þar sem litir, gleði og ótakmarkað hugmyndaflug ræður ferð.Þessir listamenn sýna verk sín:

Agata Erna JackBenjamín Lúkas SnorrasonFelix MagnússonHelga DavíðsdóttirRobert ErwinRolf Johansen

Listaverkauppboð Listar án landamæraÞriðjudaginn 19. maí, kl. 18 (6). Húsið opnar klukkan 17 (5)Gamla bíó, Ingólfsstræti 2a, 101 Reykjavík

Listaverkauppboð Listar án landamæra sló í gegn árið 2014 þegar það var haldið í fyrsta skipti. Í ár fær hátíðin til sín ótal listamenn úr öllum áttum til þess að taka þátt. Má þar nefna Snorra Ásmundsson, Sigrúnu Huld Hrafnsdóttur, Ragnar Kjartansson, Inga Hrafn Stefánsson, Húbert Nóa, Söru og Svanhildi Vilbergsdætur, Sigrúnu Eldjárn, Rakel McMahon, Ísak Óla,

Gjörningaklúbburinn og fleiri. Þetta er gullið tækifæri til þess að eignast listaverk eftir þekkta listamenn og um leið styrkja gott málefni. Allur ágóði af uppboðinu rennur til Listar án landamæra.Við hvetjum fólk til að skrá þátttöku í uppboðinu með því að senda póst á [email protected]. Einnig verður hægt að mæta á staðinn og skrá sig þar.Fylgist með á heimasíðunni uppbod.tumblr.com en þar verða myndir af verkum til uppboðs birtar og upplýsingar um listamenn.

Page 13: List án landamæra 2015

13

NORÐURLANDOpnun Listar án landamæra á NorðurlandiFimmtudaginn 7. maí, kl. 17 (5)Hamrar í Hofi, menningarhúsi, Strandgötu 12, Akureyri

Opnunarhátíð Listar án landamæra verður haldin með pompi og prakt í Hofi. Framkvæmdastýra hátíðarinnar, Íris Stefanía Skúladóttir, mun segja nokkur vel valin orð við setningu hátíðarinnar.Þá munu þátttakendur á tónlistar-námskeiði Fjölmenntar flytja tónlistar-verk undir stjórn og í umsjón Láru Sóleyjar Jóhannesdóttur.Því næst verður flutt leikgerð af sögu Jóns Hlöðvers Áskelssonar Drekinn er dauður. Flytjendur verða nemendur úr Fjölmennt á Akureyri auk annarra aðila í áhættuhlutverkum! Leikstjóri er Skúli Gautason en um tónlist sér Jón Hlöðver Áskelsson. Ef svo fer sem horfir leiðist leikverkið út í almennan söng og gleði.

HringrásOpnun föstudaginn 8. maí, kl. 14. Sýningin stendur svo fram á sumarOpið á opnunartímum EymundssonEymundsson, 91-93, Hafnarstræti, 600 Akureyri

25 manns úr Skógarlundi á Akureyri halda listasýningu í Eymundsson á Akureyri. Hringformið er okkur hugleikið og birtist okkur víða, til dæmis í náttúrunni og okkur sjálfum. Ýmsar útgáfur af forminu munu prýða glugga verslunarinnar. Verkin eru unnin með blandaðri tækni og endurspegla liti og léttleika vorsins. Myndverk sem einnig eru unnin með blandaðri tækni verða á vegg í miðrými verslunarinnar. Notendur þjónustu Skógarlundar hafa frá því í ársbyrjun 2015 unnið verkin undir handleiðslu starfsmanna.

Verk eftir listamann hátíðarinnar, Karl Guðmundsson, og Erling Klingenberg verða meðal verka sem boðin verða upp á uppboði Listar á landamæra

Page 14: List án landamæra 2015

14

Málað á hjólum. Málverkasýning.9. maí - 16. maíOpnun: Laugardaginn 9. maí, kl. 16 (4)Opnunartími: Mánudaga - föstudaga 15-18 (3-6). Helgar kl. 14-18 (2-6)

Deiglan, Kaupvangsstræti 23, 600 Akureyriwww.kalli25.netKarl Guðmundsson, Kalli, fékk hugmyndina um að mála með hjólastólnum sínum fyrir nokkrum árum. Borinn er litur á hjólin og síðan hjólað yfir strigann á gólfinu. Málverkin á þessari sýningu eru unnin á þennan hátt.Við opnunina föstudaginn 8.maí kl.14 í Eymundsson mun Einar Höllu trúbador flytja tónlistaratriði.

Vorið kallarFöstudaginn 15. maí. Kl. 9-11 og 13-15:30 (1-3:30)Skógarlundur, miðstöð virkni og hæfingar, Skógarlundi 1, 600 Akureyri

Sýning í borðsal Skógarlundar á verkum sem unnin eru með blandaðri tækni og hringforminu verður gert hátt undir höfði. Einnig verður skreytt með því formi. Búðin verður opin og gestir eiga þess kost að kynna sér daglegt starf í húsinu. Hægt verður að kaupa veitingar á vægu verði og njóta úti í garði ef veður leyfir.

Tvær á ganginum Dagsetning auglýst síðarGallerí Langi-Gangur, Listagilinu AkureyriKaupvangsstræti 12, 2. hæð til vinstri

Listakonurnar Laufey og Áslaug sýna verk sín.Akrýl á strigaLaufey Björg Gísladóttir sýnir myndir unnar með akrýl á striga. Myndefni hennar eru gjarnan úr náttúrunni svo sem fossar og fjöll. Einnig gerir hún stórskemmtilegar myndir af kúm við óvænta iðju eins og að róla eða prjóna.Með öðru auganu Áslaug Ásgeirsdóttir sýnir úrval af húfum sem hún hefur ýmist heklað eða prjónað frá árinu 2005 þegar hún missti tímabundið sjón á hægra auga. Hún hefur gefið margar húfur til styrktar hjálparstarfi Rauða krossins á hamfarasvæðum á erlendri grundu.

Karl Guðmundsson

Page 15: List án landamæra 2015

15

Karl Guðmundsson

Page 16: List án landamæra 2015

16

AUSTURLANDList án Landamæra á AusturlandiHreindýrHreindýrið var valið sem þema hátíðarinnar á Austurlandi. Því má sjá fjölbreyttar útfærslur af hreindýrum og fleira sem tengist þeim víðs vegar um Austurland.

List án Landamæra á Austurlandi – Borgarfirði eystraOpnunarhátíð á Borgarfirði eystraMiðvikudaginn 13. Maí, kl. 13 -14 (1-2)Grunnskólinn Borgarfirði eystra

Opið hús í Grunnskólanum Borgarfirði eystra þar sem myndverk nemenda af hreindýrum verða til sýnis.

List án Landamæra á Austurlandi - DjúpavogiOpnunarhátíð á DjúpavogiLaugardaginn 9. maí, kl. 15-17 (3-5)Hótel Framtíð, Vogalandi 4

Listsýning, tónlistarflutningur og ýmis atriði. Verk unnin og flutt af nemendum í Djúpavogsskóla, leikskólanum Bjarkartúni og Tónskóla Djúpavogs. Kaffisala.

Hreindýraafurðir9. maí - 25. maí á opnunartíma ArfleiðarArfleið, hönnunar og handverks-fyrirtæki, Búlandi.Sýndar verða sérhannaðar vörur úr hreindýraafurðum.

Hreindýrahorn9. maí - 25. maíUpplýsingamiðstöðin, Bakka 3

Sýning á útilistaverki úr hreindýra-hornum eftir Skúla Benediktsson

Gripir9. maí - 25. maí.Opið kl. 10-18 Langabúð

Sýndir verða gripir úr hreindýraafurðum eftir listamenn í Djúpavogshreppi.

List án Landamæra á Austurlandi - FjarðabyggðOpnunarhátíð í FjarðarbyggðFimmtudaginn 14. maí, kl. 14-17 (2-5)Kirkju - og menningarmiðstöðin á Eskifirði, Dalbraut 2

Samsýning leik- og grunnskóla og fjölskyldusviðs í Fjarðarbyggð.Tónlistaratriði nemenda í Tónlistar-skólanum í Fjarðarbyggð.Bergvin Oddsson uppistandari mætir á svæðið og skemmtir fólkiSamsýning leik- og grunnskóla verður opin á opnunartíma Kirkju- og menningar-miðstöðvar fram til 25. maí.

List án Landamæra á Austurlandi - FljótsdalshéraðOpnunarhátíð á EgilsstöðumLaugardaginn 9. maí, kl. 14 - 15 (2-3)Valaskjálf, menningarhús, Egilsstöðum

TónverkFrumsamið tónverk nemenda úr Tónlistarskólanum Egilsstöðum samið undir stjórn Charles Ross tónlistarkennara út frá myndinni Hreindýr á AusturlandiFantasía á fjöllumVerkefni sem einstaklingar á hæfingar- staðnum Stólpa unnu í samstarfi við Unnar Geir Unnarsson leikstjóra og Margréti Láru Þórarinsdóttur söng- og tónlistarkennara.HreindýraveiðarNemendur úr Tónlistarskólanum Egilsstöðum í samvinnu við Stólpa ásamt börnum úr leikskólanum Tjarnarskógi flytja lag við ljóð Hákons Aðalsteinssonar, Hreindýraveiðar.BahamaSöngatriði nemenda á starfsbraut Menntaskólans á Egilsstöðum

SkemmtikvöldLaugardaginn 9. maí, kl. 20 - 21 (8-9)Sláturhúsið, menningarmiðstöð, Kaupvangi 7, Egilsstöðum.

DJ/VJ FROST DJ Tempo RAID og Aron Kale munu halda uppi stuðinu í DJ/VJ partýi í frystiklefa Sláturhússins. https://soundcloud.com/temporaid99

Page 17: List án landamæra 2015

17

ListaverkauppboðLaugardaginn 9. maí, kl. 16 - 18 (4-6)Hús handanna & Upplýsingamiðstöð Austurlands – hönnun og listhandverk Miðvangi 1-3, Egilsstöðum

Uppboð á ýmis konar listaverkum, hluti af ágóða rennur í ferðasjóð fatlaðra. Einnig sýna og sala á fjölbreyttum hreindýraafurðum úr héraði

UppistandMiðvikudaginn 13. maí, kl. 20 - 21 (8-9)Sláturhúsið, menningarmiðstöð, Kaupvangi 7, Egilsstöðum

Bergvin Oddsson sér um að skemmta fólki eins og honum er einum lagið

Listasýning9. maí - 25. maí á opnunartíma SláturhússinsSláturhúsið, menningarmiðstöð, Kaupvangi 7, Egilsstöðum

Sýnd verða eftirtalin verk:HreindýradúóJónína Bára Benediktsdóttur og Kristín Rut Eyjólfsdóttir sýna verk sem þær unnu samanVillt dýr á AusturlandiKlippimynd sem sýnir villt dýralíf á Austurlandi. Myndin er hönnuð og unnin af nemendum í BrúarásskólaOrigamiTristan Alex Davíðsson sýnir fjölbreytta skúlptúra úr pappír, meðal annars hreindýrKvikmyndamaraþonValdar kvikmyndir verða sýndar á opnunartímum Sláturhússins

Hreindýr á flugvellinum9. maí - 25. maí á opnunartíma EgilsstaðarflugvallarKaffiterían, Egilsstaðaflugvelli, Egilsstöðum

Sýnd verða eftirtalin verkHreindýrin okkarBörn úr leikskólanum Tjarnarskógi sýna verk sem þau unnu í samstarfi við Reimar Ásgeirsson uppstoppara og Erlu Vilhjálmsdóttur listakonuHreindýr leynast víðaSýning á fjölbreytni hreindýra. Teikningar Margrétar Sigurðardóttur

Mynd á striga/Teikningar 9. maí - 25. maí á opnunartíma GistihússinsGistihúsið Egilsstöðum, Egilsstöðum

Sýning á textílverki Rúnu Aspar Unnsteinsdóttur sem hún vann undir handleiðslu Sigríðar Björnsdóttur, vefara.Sýning á pennateikningum Róberts Jónssonar myndlistamanns sem unnar eru undir handleiðslu Péturs Behrens myndlistamanns, meðal annars út frá þemanu hreindýr.

Litir og ljós9. maí - 25. maí á opnunartíma Salt Café & BistroSalt Café & Bistro, Miðvangi 2, Egilsstöðum

Verkin eru unnin af nemendum á listnámsbraut undir handleiðslu Ólafar Bjarkar Bragadóttur, kennslustjóra Listnámsbrautar Menntaskólans á Egilsstöðum. Í málverkunum vinna nemendur Lóu með litablöndun, mynstur og form. Þeir blanda liti með tilliti til litatóna og andstæðna og skoða um leið vægi litanna og áhrif þeirra innbyrðis.

Hreindýr - nytjar9. maí - 25. maí, á opnunartíma félagsmiðstöðvarinnarHlymsdalir, félagsmiðstöð, Miðvangi 6, Egilsstöðum

Sýning á verkum eldri borgara á Fljótsdalshéraði og fleira fólks

Sýningar á Hótel Héraði9. maí - 25. maí, á opnunartíma Hótels HéraðsHótel Hérað, Miðvangi 5-7, Egilsstöðum

Sýnd verða eftirtalin verk:Litrík hreindýrSamstarfsverkefni Stólpa og barna úr leikskólanum Tjarnarskógi árgangi 2011 þar sem unnið var úr alls konar efnivið.HreindýrahjörðSamstarfsverkefni nemenda Egilsstaðaskóla og Markusar Nolte listamanns.

Aron Kale mun halda upp stuðinu í Sláturhúsinu á List án landamæra á Egilsstöðum

Page 18: List án landamæra 2015

18

Skaftfell

Page 19: List án landamæra 2015

19

Áslaug Ásgeirsdóttir

Page 20: List án landamæra 2015

20

Hreindýr á bókasafninu9. maí - 25. maívirka daga frá kl. 14 - 19 (2-7)Bókasafn Héraðsbúa, Laufskógar 1, Egilsstöðum

Sýnd verða eftirtalin verk:HreindýraföndurSkúlptúrar unnir úr máluðum hrein- dýrshornum. Nemendur í Brúar-ásskóla hönnuðu og unnu verkin.Ýmiss konar hreindýrNemendur Brúarásskóla hafa teiknað og búið til hreindýr af ýmsu tagi. Efniviðurinn er ýmiss konar viður og plastefni, aðferðir eru tálgun og sögun.FurðuhreindýrSýning á hekl- og prjónafígúrum, sem unnin voru í Ásheimum, mann- og geðræktarmiðstöð.

Hreindýr í Tjarnargarðinum9. maí - 25. maíTjarnargarðurinn við Tjarnarbraut á Egilsstöðum

Sýnd verða eftirtalin verk:HreindýrSkúlptúr unnin af Sölva Aðalbjarnar-syni. Skúlptúrinn er hluti af ratleik sem settur verður í gang í tengslum við Þjónustusamfélagið á Héraði á opnunardegi hátíðarinnar.Hreindýr stór og smáBæjarbúar mynda skúlptúragarð. Allir sem vilja geta tekið þátt með því að lauma skúlptúr á spennandi stað í Tjarnagarðinum.

Hvað veist þú um Hreindýr?Nemendur í Egilsstaðaskóla vinna myndir og fróðleik um hreindýr sem verða til sýnis í Tjarnargarðinum Egilsstöðum.

Hamhleypurnar9. maí - 25. maí, kl. 12 - 17 (12-5)Skriðuklaustur, Fljótsdal

Myndlistarsýning Sunnu Ross þar sem hún hafði í huga að teikna hreindýr en fann engin sem leyfðu henni að komast nógu nálægt sér til að hún gæti teiknað þau. Vinir buðust því til þess að sitja fyrir.

Hreindýr á bókakaffinu9. maí - 25. maí, virka daga kl. 10-17Bókakaffi Hlöðum, Helgafelli 2, Fellabæ

Sýnd verða eftirtalin verk:Hreindýr í leikSýning á verkum barna úr leikskólanum Hádegishöfða.Hreindýr upp til agnaSýning nemenda úr Fellaskóla sett fram á fjölbreyttan hátt allt frá hornum til hófa.

List án Landamæra á Austurlandi - SeyðisfirðiOpnunarhátíð á SeyðisfirðiMiðvikudaginn 13. maí, kl. 16 (4)Bókabúð, verkefnarými, Austurvegi 23Sýningin verður opin á opnunartíma Bókabúðarinnar

Sýnd verða eftirtalin verk:Konungar norðurslóðaVerk nemenda Seyðisfjarðarskóla undir handleiðslu Þorkels Helgasonar smíðakennara og Hönnu Christel Sigurkarlsdóttur, fræðslufulltrúa í Skaftfelli. Hreindýraþema var haft að leiðarljósi.Skaftfell Bistró, Miðstöð myndlistar á Austurlandi, Austurvegi 42Sýningin verður opin á opnunartíma Skaftfells

Inní, ofaní og undirLjósmyndir eftir Aron Fannar SkarphéðinssonVesturveggur í Bistro, Skaftell, Miðstöð myndlistar á Austurlandi

List án Landamæra á Austurlandi - VopnafirðiOpnunarhátíð á VopnafirðiMiðvikudaginn 13. maí kl. 14 - 17 (2-5)Grunnskólinn Vopnafirði, Lónabraut 12

Sýning á verkum sem unnin voru í samstarfi nemenda úr leikskólanum Brekkubæ, nemendum úr Grunn-skólanum Vopnafirði og Félagi eldri borgara.Tónlistarskóli Vopnafjarðar sér um tónlistaratriði.Sýningin verður opin á opnunartíma skólans.

Page 21: List án landamæra 2015

21

Page 22: List án landamæra 2015

22

SUÐURNES / SUÐURLANDÍ pokahorninu / NytjalistFöstudaginn 24. apríl, opnun kl. 13 (1)Opið til 30. apríl, mánudaga - föstudaga kl. 8:30-16VISS, vinnu- og hæfingarstöð, Gagnheiði 39, 800 Selfoss

Sýning á ýmsum fjölnotapokum, innkaupapokum, grænmetispokum, leikfangapokum og svo framvegis, sem hannaðir og saumaðir eru af starfsfólki VISS. Nýttur er margs-konar efniviður í pokana, efnisbútar, gardínur, dúkar, útsaumaðar myndir, fatnaður, blúndur og fleira.

List án landamæra á Suðurnesjum 2015Gleðiperlur / myndlist23. apríl - 3. maíTímasetning og staðsetning auglýst síðar

Samspil lita og gleði úr perlumÚtsaumur og myndir eftir notendur Hæfingarstöðvarinnar.Taktu lífið ekki of alvarlega Vídeó

Fimmtudaginn 23. aprílTímasetning og staðsetning auglýst síðar

Grínatriði nokkurra notenda á Hæfingarstöðinni þar sem þeir gera grín að lífinu, sjálfum sér og jafnvel öðrum.

Tölvumyndir Manuels23. apríl - 3. maíTímasetning og staðsetning auglýst síðaManuel er nemandi á starfsbraut Fjöl-brautaskóla Suðurnesja og hann hefur mikinn áhuga á myndvinnslu í tölvum. Hann sýnir okkur tölvumyndir sínar.

Teikningar Lúðvíks Ágústssonar23. apríl - 3. maíKaffibrennsla Kaffitárs, Stapabraut, Innri-NjarðvíkOpnunartími: Mánudaga - föstudaga kl. 9-17 og laugardaga kl. 11-16

Lúðvík er nemandi í 3. bekk Akurskóla. Kennararnir hans hafa tekið eftir því að hann er snillingur í að teikna og lita og ákváðu að standa fyrir sýningu á verkum hans á List án landamæra.

Silkiþrykk á textíl / Myndlist23. apríl - 3. maíTímasetning og staðsetning auglýst síðar

Silkiþrykksmyndir unnar af nemendum myndlistarnámskeiðs sem haldið var í MSS undir leiðsögn Öldu Sveinsdóttur, fatahönnuðar.

Árshátíð í ævintýraskógi. Leiksýning með Bestu vinum í bænumLaugardaginn 25. apríl kl. 14 (2) og sunnudaginn 26. apríl kl. 14 (2)Frumleikhúsið, Vesturbraut 17, Reykjanesbæ

Söngleikur með blönduðum ævintýrum og ævintýrapersónum. Leikarar eru á öllum aldri, fatlaðir sem ófatlaðir. Höfundar og leikstjórar eru Guðný Kristjánsdóttir og Halla Karen Guðjónsdóttir. Sýningin er sett upp í samstarfi við Leikfélag keflavíkur og Gargandi snilld.

Leikhópurinn Bestu vinir í bænum sýndu Fangelsislífið í Frumleikhúsinu á Lista án landamæra 2014

Page 23: List án landamæra 2015

23

Frá List án landamæra 2014

Page 24: List án landamæra 2015

List án landamæra vill þakka öllum sem komu að hátíðinni í ár; listamönnum, styrktar- og stuðningsaðilum,

vinum og velunnurumC80 M0 Y63 K75

C0 M30 Y100 K0

R34 G70 B53

R234 G185 B12

#224635

#eab90c

PANTONE 560C

PANTONE 130C