loki laufeyjarson 2.tbl 2013

16

Upload: utgafa-skolafelaga-menntaskolans-i-reykjavik-mr

Post on 14-Mar-2016

278 views

Category:

Documents


12 download

DESCRIPTION

MR-ví blaðið

TRANSCRIPT

Page 1: Loki Laufeyjarson 2.tbl 2013
Page 2: Loki Laufeyjarson 2.tbl 2013

Ritstjórn: Elín Þóra Helgadóttir Gréta Sóley ArngrímsdóttirKristborg Sóley ÞráinsdóttirSnærós AxelsdóttirTeitur Helgi Skúlason

Upplag:2300 eintök

Útgáfudagur:3.október 2013

Forsíðufyrirsætur:Emil Sölvi ÁgústssonEmbla Rún BjörnsdóttirÞorsteinn BjörnssonHesturinn GlóiRefurinn Móey

Umbrot:Hlynur Snær Andrason

Markaðsnefnd:Aðalheiður RutÁrni FreyrBirkir ÖrnEmbla RúnGarðar Sigurðarson

Hlynur SnærMarta MaríaJóhannes KáriKristjana ÓskÞórður Ingi

áVARP RITSTjóRNAR

Kæru samnemendur,

Hvað ef Michael Jordan hafði hætta? Jæja, gerði hann hætta. Nei hann lét af störfum. Já, það er rétt, eftirlaun hann. En áður en að í menntaskóla, hvað ef hann hættir þegar hann var ekki að gera liðið? Hann hefði aldrei gert Space Jam og við elska Space Jam.

Hvað verður Space Jam þinn? Hvað ætlar þú að búa til sem vilja gera heiminn ógnvekjandi? Ekkert ef þú halda situr þarna, þess vegna er við að tala við þig í dag. Þetta

er þinn tími, þetta er okkar tími, þetta er okkar tími. Við getum gert á hverjum degi betur fyrir hvern annan. En ef við erum öll á sama lið skulum byrja vinna eins og það. Við fengum vinnu að gera. Við getum gráta um það eða við getum dansa um það. Við vorum að vera ógnvekjandi. Skulum fá út there!

Kær kveðja,

Loki Laufeyjarson

Page 3: Loki Laufeyjarson 2.tbl 2013

ávarp ForsetaKæru MR-ingar, ég held að flestir vildu stundum að

það væru nokkrir auka klukkutímar í sólarhringnum. Skólaárið og félagslífið er komið í fullan gang, tíminn flýgur áfram og allt í einu er kominn október! Líf og gleði hafa sett svip sinn á þennan fyrsta mánuð og ég get lofað ykkur því að þetta ár á bara eftir að verða betra og betra. Miklar nýjungar hafa orðið á ýmsu innan skólans þar sem alltof margir frábærir einstaklingar útskrifuðust frá skólanum núna í vor. Þar má einna helst nefna nýja og stórglæsilega MORFÍs liðið okkar, en þar varð algjör endurnýjun í ár og eigum við því spennandi tíma fyrir höndum.

Ég vil nýta tækifærið og þakka öllum nýju Framtíðarmeðlimunum fyrir frábæra skráningu og algjöra bombu skráningarviku sem setti góðan tón fyrir árið sem er framundan.

Góða skemmtun á morgun MR-ingar þegar við klárum þessa grey vesslinga!

VENI VIDI VICI

Við í Framtíðinni höfum nú hafið framleiðslu á kjarnorkuvopnum og verðum brátt klár til að ráðast á Verslunarskóla Ízlands

Lilja Dögg GísladottirForseti Framtíðarinnar

MTBjörgvin Andri BjörgvinssonTeitur GissurarsonPortner VerslóFanney PálsdóttirHesturinn GlóiYrðlingurinn Móey

Geiturnar Guðrún og HeiðrúnKlara og ÓskHúsdýragarðurinn HraðastaðirLilja og Simmi best Kjarnorka ehf.Egill Sigurður Friðbjarnarson

Sérstakar þakkir:

Page 4: Loki Laufeyjarson 2.tbl 2013

Óður til MRÁ stjörnutorgi strýkur sérstefnulaust barn með hringlu,eilífðarneminn aumkar sér Í fjölbrautarskóla við Kringlu.

Verslingurinn vælir háttverkjar sárt í hreðjar,Stæltur strákur lék hann grátt,hætta af okkur steðjar.

Menntastofnun, stoltið eitt. stórmenni framleiðum.Röstin sterk og reppið feittrata í tvennt sneiðum.

Höldum í Hljómskálagarðí holdi og blóði ærumst.Meiðyrði í þeirra garð,ekki við sem særumst.

Verslinga við vegum nú vingumst við þá eigi.Hálftómt þeirra heilabúhæðumst að þeirra vegi.

Tjarnahringinn hlaupum vérmiðbæjarhangið lifir. Á seðli einum skólinn er,þetta eru okkar siðir.

Ræðuliðið ræskir siglist þeirra rökfræði.Fá þau ávallt flestöll stigóbilandi flæði. Öfundum eigi verslinginn höfum allt sem viljum.Cösu, Prikið, Portnerinn,tík.

Rati = VerslingurPortnerinn = SilakeppurFjölbraut við Kringlu = Dagheimili fyrir öftruð börnPrikið = Félagsmiðstöð

– Ritstjórn Menntaskólatíðinda Menntaskólans í Reykjavík

Orðskýringar

Page 5: Loki Laufeyjarson 2.tbl 2013

MR-ví dagurinnÍ gegnum tíðina hefur verið keppt í hinum ýmsu greinum á hinn alræmda MR-ví dag. Sumar greinar hafa fengið að víkja fyrir þeim nýrri og meira spennandi. Tankeppnin, Mexíkóhlaupið og ýmislegt fleira hefur glatast með tímanum og nýjar greinar líkt og sápukúlubandí og rappbatl komu í staðinn. Okkur í ritstjórn finnst samt vanta eitthvað uppá þennan annars fína dag, hér eru nokkrar af tillögum að greinum;

◊ Að stroka út af töflu.◊ Loðnasta bakið.◊ Boðsund yfir Tjörnina.◊ Kjarnorkustríð.◊ Módelfitness.◊ Svefnpokaglíma.◊ Hagyrðingamót.◊ Halda niðri í sér andanum.◊ Saunukeppni, hver getur verið lengst inn í saunu.◊ Sáðfrumukapphlaup, sofa hjá MR-ingi og Verslingi og sjá hver verður pabbinn.

Dagskráin:15:00 Mæting í Hljómskálagarð15:15 Dagskrá byrjar Röð keppna: Reipitog Kappát Skák Sjómann Rappbatl Sápukúlubandí Pokahaup Handstöðulabb Hlaup20:00 Ræðukeppni hefst í Bláa sal Verzló

Page 6: Loki Laufeyjarson 2.tbl 2013

MORFÍs Hvað er þetta MORFÍs?

Aldís Mjöll veit af hverju stykkið kostar svona mikið, enda er hún vor quaestor. Þegar hún er ekki að passa upp á peningana okkar berst hún við að svara stóru spurningum lífins. Stundum er hún reyndar kölluð Rökvélin 3000, en það er bara í góðra vina hópi. Aldís DJ-ar í kvöld niðri á Priki.

Árni Beinteinn, þarf að segja meira? Það vita öll íslensk ungmenni hvaða stórmenni er hér á ferð. Auga fyrir auga, Gó Való, Þamb þamb þið vitið hvert við erum að fara með þetta. Allt sem kemur frá þessu snilling er, var og verður ódauðlegt. Þessi drengur er fæddur leikari og á því hvergi betur heima en í meðmælandasæti okkar Menntskælinga.

Elín María er busi. WHAT A BUSI??? Hún er augljóslega komin til að sjá og sigra Lærða skólann. Þess má geta að hún er litla systir Beint1s og er nýkrýndur ræðumaður Reykjavíkur. Elín er skáti af guðsnáð. Hún tekur hag annarra yfirleitt fram yfir sinn eigin og mun berjast til síðasta blóðdropa fyrir Lærða skólann.

Seifur Þorbjarnarson verður sá sem mun bleyta sætin í Bláa salnum annað kvöld. Hvorki stelpur né strákar munu halda vatni. Þessi drengur er óstöðvandi þegar hann kemur upp í pontu. Það þarf ekki nema eitt “Fundarstjóri” og þú ert límdur við sætið, þú veist það bara að sigurinn er í höfn.

MORFÍs lið Menntaskólans í ár er, eins og flestir hafa tekið eftir, splúnkunýtt. Þrátt fyrir það þýðir ekkert að halda að við laumum ekki á flottum Morgron- og Sólbjartskempum. Í liði Menntskælinga má samt lesa mörg mynstur. Fyrst má geta þess að fullkomið kynjajafnrétti ríkir innan liðsins. Næst ber að sjá að það er einn nemandi úr hverjum árgangi og því ekki verið að mismuna þeim sem eru yngri. Þetta lið er bara skólabókardæmi um það hve mikið jafnrétti ríkir innan veggja Lærða skólans (Þrátt fyrir vott af Vesturbæjarvæðingu). En nú ber að kynna okkar geipilega lið til leiks:

Við bjóðumgóða þjónustu

Alltaf að læra

#Alltafaðlæra

Stúdentakortið og Íslandsbanka Appið er allt sem þarf

Námsmenn fá góða þjónustu hjá Íslandsbanka og fullt af frábærum tilboðum með Stúdentakortinu.

Student

Student

Kynntu þér þjónustu og tilboð til námsmanna á islandsbanki.is

20% afsláttur í bíó og meira popp og gos

Fartölvutilboð frá Nýherja

50% afsláttur í sund

Brot af því besta fyrir námsmenn

Page 7: Loki Laufeyjarson 2.tbl 2013

ÞJÁLFARARNIR

Við bjóðumgóða þjónustu

Alltaf að læra

#Alltafaðlæra

Stúdentakortið og Íslandsbanka Appið er allt sem þarf

Námsmenn fá góða þjónustu hjá Íslandsbanka og fullt af frábærum tilboðum með Stúdentakortinu.

Student

Student

Kynntu þér þjónustu og tilboð til námsmanna á islandsbanki.is

20% afsláttur í bíó og meira popp og gos

Fartölvutilboð frá Nýherja

50% afsláttur í sund

Brot af því besta fyrir námsmenn

Þjálfarateymi ársins er ekkert grín. Margir gætu haldi að Dolli væri mættur en nei, Stína er komin með nýtt fórnarlamb, fyrrum forsetann Arnór Gunnar. Þetta eru þjálfarar af guðs náð. Allir elska þau. Við valið á þessum dómurum sló Framtíðarstjórn tvær flugur í tveimur höggum!

Page 8: Loki Laufeyjarson 2.tbl 2013

MEDITATIONESÞað vakti athygli mína, þegar ég fór yfir gömul MR-VÍ blöð, hversu sjaldan er minnst á Emile Heskey. Emile Heskey er dálítið eins og Verslunarskólinn: lélegur. Samt láta allir eins og hann sé eitthvað merkilegur.

Ég er dálítið hrifinn af svona samlíkingum.Versló er eins og Ronaldinho: ljótur

(Samt í alvöru, Gúgglið Versló og takið eftir hvað það koma fáar myndir af honum. Gúgglið síðan Menntaskólann í Reykjavík)

Það var engin skylda fyrir kjúklinginn að fara yfir götuna; hann vildi það einfaldlega sjálfur. Súrrealískt2, ekki satt? Að hann skyldi stefna sjálfum sér í þessa hættu. Allt fyrir einn brandara. Svona leið Kjartani Magnússyni líka.

Emile Heskey má þó eiga það að hann er trúr málstaðnum og hefur aldrei hvikað1. Það er nefnilega alltof algengt með þessa fótboltamenn, nú til dags. Þeir leyfa umboðsmönnum sínum að taka illa ígrundaðar ákvarðanir. Ég geng jafnvel svo langt að segja að Emile sé flottur. En samt ekki góður, höfum það á hreinu.

Ætli Menntaskólinn geti ekki verið Piers Morgan þessarar samlíkingar? Hann er alveg svalur og aðalmaðurinn, en alls ekki samkvæmur sjálfum sér. Það er aukaatriði.

Við getum náttúrulega kafað dýpra ofan í heim samlíkinga og borið aðra menntaskóla saman við fótboltamenn. Það liggur beinast við að kalla Kvennó Jónas Má™. Það sjá allir eftir að hafa farið í hann.

(Áður en lengra er haldið er rétt að minna á hugtakasafnið aftast. Það er hugsað fyrir Verslinga og MR-busa.)

Við reynum mjög oft að gerast Verslingar. Það er samt ekkert grín að tolla í tískunni. Góð hugmynd er að kaupa föt í hádegishléinu, sagði Verslingurinn við mig. @Heilagur sannleikur sko. Maturinn mátti jú bíða. En ekki setja mynd á Instagram. Settu hana á Twitter. Og ég sagði ókei, hógvær3 að vanda.

Það skemmtilega við Twitter er nefnilega að það er (næstum) laust við Verslinga, og þeir

fáu Verslingar sem nenna þessu eru með svo annarlegar4 kenndir5 að þeir láta mann að mestu í friði (KingDami VerzloAdam er samt ekkert til að fokka í). Ég er ekki að hvetja þig, lesandi góður, til að byrja á Twitter. Hafðu það hugfast. En ef þú byrjar, passaðu þig þá.

En aftur að tilrauninni til að gerast Verslingur:Ég fékk forláta X-Men derhúfu (svokallaða

snapback, MJÖG vinsælt í Versló) og tvo seðla. Síðan opnaði ég Sómasamlokuna, en það var bannað. Ókei, sagði ég aftur og fékk mér einhverja sushibita sem voru vondir, en lúkkuðu samt fyrir myndina.

Ég gefst upp.

Orðskýringar fyrir Verslinga:1) að hvika: hætta við eitthvað (beila :)2) súrrealískt: Eitthvað sem er *gg* skrítið. t.d. þegar maður er með bónuspoka í hagkaupsstofunni :D3) hógvær: uuu4) annarlegar: undarlegar, ólíkar því sem er venjulegt5) kennd: tilfinning (það sem maður finnur, sko)

Page 9: Loki Laufeyjarson 2.tbl 2013

ARGENTÍNA2011-2012

ÍSLAND2012-2013

OPIÐ HÚS Í HVERJUM

MÁNUÐI

facebook.com/skiptinemi

VIlt þÚ fEta Í OkkaR fótSPOR?Dvöl á vegum AFS er spennandi og dýrmæt lífsreynsla. Skiptinemar öðlast reynslu, menntun og ómetanlega innsýn í aðra menningarheima sem nýtist þeim sem veganesti inn í framtíðina.

Kynntu þér málið á afs.is

Page 10: Loki Laufeyjarson 2.tbl 2013

Öll erum við ung og erum við að leita að hinni einu sönnu ást (eða bara reyna að fara í sleik). Pikköpplínur eru mikil kúnst og er erfitt að ákveða hvaða pikköpplínu maður ætlar að nota því það virka alls ekkert allar á alla. Það virka t.d ekki sömu línur á Verzlinga og MR-inga.

PIKKÖPPLÍNUR

VerzlIngAR: MR-IngAR:

◊ Hey ertu úr Kopar og Tellúr? Því þú ert CuTe.

◊ Þú ert eins og regla um víkkun veldis. Það þarf ekki að sanna þig.

◊ Má ég setja x-ið mitt inn í jöfnuna þína.

◊ Þú ert í formenginu mínu, viltu vera i varpmenginu mínu?

◊ Ást okkar spannar bilið ]-∞;∞[.◊ Ertu vitsuga? Því ég missi andann

þegar ég sé þig.◊ Elskan ég skal meðhöndla þig eins

og heimavinnuna mína. Henda þér á skrifborðið og gera þig í alla nótt.

Þegar þú ert að nálgast MR-ing vertu bara slök/slakur, þeir bíta ekki, nema kannski ef það var ósanngjarnt próf fyrr um daginn. MR-ingar eru klárir. Þeir eru fágaðir og fallegir. Ekki örvænta hér eru nokkrar skotheldar pikköpplínur sem MR-ingar munu ekki geta sagt nei við.

Það að pikka upp Verzling er mikil list. Þú verður að vera uppstríluð/aður frá toppi til táar og helst meðlimur í elítu, t.d Bláa ljósinu. Labbaðu upp að þeim, þeir munu örugglega horfa á þig til baka með augnaráði sem getur drepið. Það er óskiljanlegt að þú viljir pikka upp verzling en hér er pikköpplínur sem þeir munu falla fyrir. (Leyndar-málið við að pikka upp verzling er að tala tungu-mál sem þeir skilja)

Með von um góðan árangur:Pikköpplínasmiðirnir Adolf og Kári

◊ Hey ertu í verzló? Því þú ert ömurlegur í jarðfræði og mig langar að fara í sleik við þig

◊ Þú ert eins og Marmarinn.. fake (ef þú vilt playa hard to get)

◊ Viltu koma í bíó? Pabbi borgar◊ Ef þú værir instagram mynd myndi ég

hashtagga þig #perfect◊ Ég er með iPhone í buxunum mínum,

viltu prófa?

Page 11: Loki Laufeyjarson 2.tbl 2013

LAGABREYTINGAREftirfarandi lagabreytingar voru gerðar á aðalfundi Framtíðarinnar að hausti sem fram fór þann 11. september síðastliðinn:

Grein 13.3 sem fjallar um Zkáldzkaparfélagið var breytt og er nú svohljóðandi:

„Zkáldzkaparfélagi stýrir zéra Zkáldzkaparfélagsins. Zéra Zkáldzkaparfélagzinz má skipa sér tvo til þrjá kondóra og nýnema Zkáldzkaparfélagzinz sem skulu, ásamt zéra, sjá um stjórn Zkáldzkaparfélagzinz.“

Grein 36.9.999 sem fjallar um Leynifélagið var breytt og er nú svohljóðandi:

„Leynilegur listi skipaður þrem mönnum í Leynifélag Framtíðarinnar. Listar skulu merktir nöfnum á páfum og ekki má birta nöfn þeirra sem að baki framboði standa. Forseti Framtíðarinnar má einn taka við framboðum í Leynifélagið.“

Grein 28.4 sem fjallar um Auglýsinganefnd var breytt og er nú svohljóðandi:

„Nefndina skipa tveir til fjórir menn.“

Að auki var ný grein, grein 29, samþykkt en hún er svohljóðandi:„29. grein. Afþreyinganefnd Framtíðarinnar

29.1 Nefndin nefnist Lúdó. 29.2 Nefndin skal annast gerð ýmis

afþreyingarefnis, hvort sem það er á myndbandaformi eða öðru.

29.3 Nefndina skipa þrír til fimm framtíðarmeðlimir.

29.4 Lúdó skal vinna að mjög spennandi verkefnum.“

Page 12: Loki Laufeyjarson 2.tbl 2013

SVEINBJÖRGEins og flestir Menntskælingar ættu að hafa tekið eftir hefur Framtíðarsíðan (framtidin.mr.is) opnað aftur eftir erfiðar frammólausar vikur. Það er áberandi hve mikill metnaður er lagður í þemu bekkja í ár. Við í ritstjórn ákváðum því að taka saman okkar uppáhaldsmyndir og birta hér.

Page 13: Loki Laufeyjarson 2.tbl 2013
Page 14: Loki Laufeyjarson 2.tbl 2013

Diary of a kool Kid

Kæra dagbókÉg vaknaði í morgun, gelaði mig upp og keyrði svo í skólann. Þegar ég kom var einhver búinn að leggja í stæðið mitt!! What a donk! Ég hljóp út úr bílnum tók lyklana mína og rispaði donkabílinn. Eftir langa göngu af bílastæðinu kom ég að honum. Nýpússaður marmari mig langaði helst að velta mér upp úr honum en ég var orðinn svo seinn í vélritun #failing. Eftir langan tíma í vélritun #haxfall fór ég í Kringluna á Serrano. “Þetta venjulega”, sagði ég og Svetlana rétti mér vefjuna. Hvílíkur unaður í munni.

30. september

Kæra dagbókVaknaði í morgun og FOKK. Donkinn fann mig og rispaði bílinn minn. Mamma leyfði mér ekki að láta sjá mig á svona rispuðum bíl og sendi mig í strætó. Ég hafði aldrei farið í strætó og tók óvart bara kreditkortið mitt. Þegar bílstjórinn sagðist ekki taka kort fór ég í kerfi. Sem betur fer var félagi minn fyrir aftan mig í röðinni og bjargaði mér #grateful. Hvílíkur unaður í munni.

1. október

#skyndiákvörðundagsins #londonbby #nfvi richkidsoficeland

Page 15: Loki Laufeyjarson 2.tbl 2013

Kæra dagbókÉg fór á Kaffitár, þurfti að keyra mig í gang, fékk mér frappó! Í hádeginu var forkeppni fyrir sjómanninn á VÍ-MR. Ég fann að ég var búinn að koffa mig upp. Djöfull rústaði ég gæjanum. Kjéllinn er að fara að slátra þessum lattelepjandi lopasauðum á föstudaginn! Eftir skóla fór ég í FIFA með í strákunum og burstaði þá. Eftir stutt stopp á Saffran fór ég á fótboltaæfingu. Í upphitun sneri ég mig illa og datt á sjómannshöndina. Ég trúði því ekki. Allt var ónýtt. Ég sem ætlaði að vera hetja skólans og vaða í gellum! Lífið mitt var búið. Fór heim, pantaði mér miða til London til að losna við niðurlæginguna sem fylgdi því að missa af keppninni.

2. október

Kæra dagbókVaknaði ferskur í morgun. Mamma búin að gera við bílinn. Rúllaði beinustu leið út á flugvöll á nýlökkuðum bílnum. Þegar ég steig inn í fríhöfninna fór ég beinustu leið á Kaffitár. Tók mynd af bollanum, grammaði shittið og hashtaggaði #skyndiákvörðundagsins #londonbby #nfvi #rkoi #richkidsoficeland #richkidsofverzló. Sjáumst ekki á morgun, xoxo – Ísak Hólm.

3.október

#richkidsofverzló #grateful #haxfall #failing #rkoi

Page 16: Loki Laufeyjarson 2.tbl 2013

Fyrir rétt rúmum tveimur mánuðum síðan urðum við

í fjölskyldunni minni vör við undarlega hegðun yngri bróður míns. Það var erfitt að ná sambandi við hann sökum sjálfhverfni og nær allur vasapeningurinn hans fór í geldollur og ljósatíma hjá Sól 101. Ég var viss um að hann væri byrjaður að ánetjast versló. Þó nokkrir vinir hans voru á þessu og taldi ég líklegt að hann hafi fallið í sömu gryfju. Undanfarið hafa vinsældir versló aukist til muna. Rétt er að taka fram að það er ekki skaðlaust en hinar ýmsu frásagnir af notkun á versló benda til þess. Ástæðan fyrir því að versló er svona eftirsótt má að mörgu leiti rekja til dægurlaga þar

sem versló kemur fram. Sem dæmi má nefna laglínuna „Versló er mætt til að bjarga deginum“ og auk þess ganga sumir full langt og kalla sig verslinga. Ungt fólk virðist ekki átta sig á afleiðingunum og áður en það veit af er engin leið út. Án nokkurrar vitundar eru þau föst í vítahring versló. Ég vona innilega að bróðir minn láti af þessu áður en það verður um seinan. Við fjölskyldan erum ráðalaus og teljum að besta lausnin sé að loka á þennan afvegaleidda unga mann til þess að vernda okkur frá því tjóni sem hann kynni að valda okkur hinum. Um leið óska ég ykkur, sem eru að ánetjast versló og teljið ykkur eiga von um að losna undan því, alls hins besta.

Hvað er þetta verzló?

-Björgvin Andri