luna...líkami hennar breytist og hjartslátturinn tvöfaldast. skyndilega er dregið fyrir sólu og...

19
LUNA Greinagerð á lokaverkefni í Fatahönnun 2016 Björg Gunnarsdóttir

Upload: others

Post on 29-Jan-2021

3 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

  • LUNAGreinagerð á lokaverkefni í Fatahönnun 2016

    Björg Gunnarsdóttir

  • Hún fæddist inn í óttalausan heim, þar sem náttúran og líkaminn eru tengd og fegurðin ein stjórnar huga hennar. Hún hleypur óhrædd í gegnum tímann, ekkert getur stöðvað hana. Kvenlegur líkami hennar mótast og heitt blóðið rennur um æðar hennar, æskan er að hverfa og nýtt líf að myndast. Líkami hennar breytist og hjartslátturinn tvöfaldast. Skyndilega er dregið fyrir sólu og allt hverfur. Litirnir dekkjast þar sem hún sekkur dýpra ofan í vatnið. Loftið er kalt og sorgin yfirtekur huga hennar. Með nokkur lög af reynslu stendur hún upp og klæðir sig í skelina. Tíminn hefur grætt sár hennar og skilur eftir sig sterkar línur.

    HönnunarferliðEftir að hafa búið til heim í kringum karekterinn minn hófst hönnunarferlið. Ég skipti inn-blástrinum mínum niður í þrjá mismunandi flokka sem eru lýsandi fyrir þrjú mismunan-di tímabil í lífi karektersins. Þessir þrír flokkar eru æska, erfiðleikar og mótun. Ég var með sterka sýn fyrir hvern flokk fyrir sig og langar mig að fara fljótlega í gegnum þá hér á næstu blaðsíðum:

  • Ómótaður einstaklingur fæðist inní heiminn með opinn huga. Líkaminn og náttúran eru tengd og heitt blóðið streymir um æðarnar. Forvitinn skoðar hann heiminn, hor-fir í spegilinn og kynnist sjálfum sér. Aðal innblástur minn kom frá minni eigin æsku ásamt því að hafa lesið grein um leikkonuna Anjelica Huston og hennar æskuár sem voru heldur sérstök. Faðir hennar var efnaður kvikmyndagarðamaður og var hún Anjelica alin upp í kastala á Írlandi. Líf hennar einkenndist líf af ferðalögum og enda-lausum tíma til að skoða heiminn og kynnast sjálfri sér. Einnig leitaði ég innblásturs til listakonunnar Louise Bourgois. Teikningarnar hennar heilla mig mikið og skoðaði ég aðallega þær sem hún teiknaði af líkamanum og náttúrunni. Myndin af kvennlíka-manum með barn í maganum fannst mér einstaklega falleg og greip mig mikið. Hún notar mikið rauða litinn sem ég valdi að nota í línunni minni.

    Æskan

  • Æskan er því miður ekki eilíf og lendir karakter minn í áfalli þegar hún missir barn sitt. Sorgin verður yfirgnæfandi og sekkur hún dýpra ofan í vatnið. Myrkrið og kuldinn tekur yfir með sterkum bláum tónum. Ég fékk innblástur frá Önnu Atkins sem var uppi á miðri 19.öld. Anna var grasafræðingur sem skráði hjá sér plöntur og blóm með því að notast við svokallaða „cyanotype“ aðferð. Þá er sólargeislar notaðir til þess að varpa skuggamynd á blað sem er þakið sérstökum efnum. Vegna birtunnar og ef-nablöndunnar litast blaðið blátt og skilur eftir sig hvítt far þar sem plantan/blómið var. Ég gerði mitt eigið munstur með þessa aðferð í huga. Ég vildi fá þessa skemmtilegu áferð svo ég þrykkti munstur af valmúa á efni sem ég hafði litað blátt.

    Erfiðleikar

  • Tíminn hefur læknað hana. Þrátt fyrir kaldan veruleika stendur hún upp sterkari en aldrei fyrr. Sorgin hefur skilið eftir sig sterkar línur og mótuð form. Skelin sem hún klæðir sig í á hverjum degi er uppfull af reynslu og vernadar hana fyrir umheiminum. Ég leitaði mér innblásturs til Georgia O’Keeffe sem hefur gengið í gegnum erfiða tíma. Ásamt því að skoða sögu hennar heillaðist ég af verkunum hennar sem mörg einkennast af sterkum formum og fallegu litavali. Ég skoðaði líka listamanninn Richard Serra sem er „minimalist sculptor artist“ og gerir falleg verk í stórum skala. Einnig skoðaði ég dönsku listakonuna Trine Söndergaard sem tekur einstaklega fallegar ljósmyndir.

    Mótun

  • Eins og ég hef útskýrt hér að ofan þá fékk ég innblástur út frá þremur mismunandi stigum sem karakterinn minn gengur í gegnum á lífsleiðinni. Hvert tímabil fyrir sig túlkaði ég svo með efnis- og litavali. Æskuna túlkaði ég með rauðum lit sem var táknrænn fyrir blóðið og hitann í líkama okkar og vatnsmálaði ég þær flíkur sem voru í þeim lit. Einnig valdi ég þunn og gegnsæ efni svo léttleikinn myndi skila sér og líka-minn fengi að skína í gegnum efnið. Erfiðleikann túlkaði ég með dekkri litatónum þó aðallega með bláa litnum sem ég heillaðist af úr myndunum frá Önnu Atkins. Ég þrykkti á efni, sem ég hafði litað blátt, munstur með svokallaðri ætingu. Ætingin ætir í burt litinn í efninu og skilur eftir sig upprunalegan lit efnissins með fallegu munstri. Með því að nota þessa aðferð náði ég fram svipaðri stemmningu og í myndunum hennar Önnu Atkins. Ég notaði grófari efni eins og hör og ull í þessar flíkur. Þriðja og síðasta stigið í lífi karakter minns var mótunin og túlkaði ég hana aðallega með formum. Þar vildi ég ná fram sterkum línum sem eiga að vera tákn-rænar fyrir skelina sem karekterinn minn klæðist. Flíkurnar voru formaðar og flestar með ferköntuðum hliðastykkjum til að mynda kassalagað útlit. Hér notaði ég þykk efni sem ég stífaði með flíselíni til þess að ná fram meiri þyngd og burgði. Litavalið var svart og fannst mér það flott mótvægi við litina.

    Efnis- og litaval útfrá innblástri

  • Textíll skapar stórt hlutverk í línunni minni og ákvað ég því að eyða miklum tíma í slíkar tilraunir. Margar mismunandi prufur voru gerðar sem gaf mér þann möguleika að nýta mismunandi tækni í textílvinnuna mína. Til að nefna nokkrar þá gerði ég til-raunir með kalda og heita litun á efni. Köld litun þarfnast ekki gufufixeringu og tekur því styttri tíma en útkoman var daufari litatónn sem hentaði mér ekki í þessu verkef-ni. Ég nýtti mér því heita litun sem gaf mér sterkan fallegan lit. Stór hluti af línunni minni var vatnsmálaður og gerði ég ýmsar aðferðir sem gáfu mismunandi útkomu. Til að fá litinn til að blæða óreglulega var efnið bleytt áður en liturinn var penslaður á, sem gaf skemmtilega og óreglulega útkomu. Ég blan-daði marga mismunandi tóna af sama lit til þess að fá meiri dýpt og skemmtilegri útkomu. Salt hrúgur voru einnig settar á efnið sem hafði þau áhrif á litinn að hann drógst að saltinu ásamt vatninu og myndaði nokkurs konar línur eða stjörnur. Önnur aðferð sem ég nýtti mér var að bleyta efnið vel og plísera það í 3 cm renninga svo það liggi jaft og þétt. Síðan var þykkum pensli dýpt í lit og kantarnir á efninu litaðir með vatnsblönduðum dekkri lit. Efnið var svo látið standa á brún svo liturinn mundi renna hægt og mismunandi niður efnið. Eftir að efnið hafði þornað var það opnað í sundur og komu þá í ljós fallegar óreglulegar línur sem voru mis dökkar. Ég get alveg hugsað mér að nýta mér þessa aðferð aftur. Nokkrar tilraunir voru gerðar til þess að ná munstrinu mínu eins og ég hafði hugsað mér að það kæmi út. Þar sem undirtóninn er dökkur og munstrið er ljóst var frekar erfitt að ná því réttu í fyrstu tilraun. Ég prufaði að gera nokkrar tilraunir með akril litum, þar sem liturinn er þrykktur ofan á efnið og blandast því ekki við trefjar þess. Sú aðferð hentaði ekki þar sem útkoman gaf ekki rétta mynd. Þá var ákveðið að nota ætingu. Æting er prentuð eftir að efnið hefur verið litað og gufufixerað. Þá er ætingar-efninu þrykkt á efnið og ætir það litinn í efninu í burtu svo það skilur eftir sig far, sem er munstrið. Það var erfitt að treysta á það hvernig útkoman yrði þar sem rétta mynd birtist ekki fyrr en efnið hefur verið skolað. Eftir nokkrar tilraunir tókst mér að ná því sem ég vildi og er ég mjög ánægð með lokaútkomuna.

    Textíll og tilraunir

  • Fyrir mér var þetta ferli nokkurs konar ferðalag mitt í gegnum lífið. Ég er ekki að segja að ég hafi lifað eins lífi og karakterinn minn en óvæntar uppákomur og erfiðleikar skjótast upp öðru hverju sem maður þarf að takast á við og yfirstíga. Ég vildi segja sögu með fallegu handbragði sem fær fólk til þess að hugsa og vilja rýna betur í hlutina. Á þessum stað í náminu fannst mér mikilvægt að taka hlutina lengra en ég hafði áður gert og reyna á kunnáttu mína. Ég ákvað því að handmála og lita flest öll efnin mín og prufa nýjar aðferðir sem reyndu á þekkingu mína. Ég gerði fullt af mismunandi prufum sem tóku langan tíma og komst ég að mörgu nýju í þeim tilraunum.Með þessu fór ég algjörlega út fyrir minn þægindaramma og lærði ég fullt af nýjum aðferðum sem ég get tekið með mér út í lífið sem tekur við eftir skólann. Það var ein-nig mikilvægt fyrir mig að skila flíkunum frá mér með fallegum frágangi, þar sem ég er mentuð sem kjólaklæðskeri. Handbragðið sem ég lærði í því námi er stílhreint og mjög nákvæmt og mun sú þekking alltaf hafa einhver áhrif á hönnun mína.

    Hvað þýðir línan fyrir mér?

    Í nútíma samfélagi þrífast margir á samþykki náungans og getur það haft þau áhrif að fólk setur upp glansmynd af sjálfum sér. Það á sérstaklega vel við á ver-aldarvefinn og hefur komið upp mörg dæmi þar sem fólk er að koma framm eftir margra ára leikaraskap sem það er orðið þreytt af. Fólk hefur þá sett upp hina fullkomnu mynd af sjálfum sér en í raun og veru er það ekki hinn rétti veruleiki. Þetta væri hægt að túlka sem nokkurs konar skel sem verndar þau frá öðrum. Þótt að oft sjái glitta í þær réttu aðstæður sem fólk upplifir og öll þau vandamál sem við þurfum að yfirstíga þá hefur það ekki þótt fínt að sýna öðrum hið rétta andlit. Að mínu mati er þetta öfugt við það sem áður var, þar sem fólk jafnvel klæddist svörtum fötum þar sem eftir var lífs þeirra til þess að tjá öðrum þeirri sorg og missi sem þau voru að upplifa.

    Samfélagslegt samhengi

  • Mikill áhugi minn á rannsóknarvinnu og innblæstri gerði það að verkum að vinnubókin mín var stútfull af hugmyndum. Það auðveldaði mér mikið með öll þau stig ferlissins sem kom á eftir, því ef ég lenti í hugmyndastíflu gat ég flett í gegnum bókina mína og fengið innblástur. Ég hafði í raun og veru um og mikið að velja og þurfti því að afmarka val mitt til þess að fara ekki yfir settan tíma. Hönnunarferlið gekk „smooth“ fyrir sér sem ég held að hafi að miklu leiti verið veg-na góðra undirbúningsvinnu. Það kom mér svoldið á óvart hvernig skissuvinna mín þróaðist í aðra átt en ég hafði upphaflega hugsað mér en þrátt fyrir það var ég ángægð með lokaniðurstöðuna.Ef til baka er litið hefði ég viljað bæta við meiri textíl og útsaumi eins og upphaflega pælingin var, en til þess að ná því hefði ég þurft meiri tíma eða kaupa mér aðstoð. Ég var frekar þrjósk að gera mest allt sjálf þar sem hvert ferli fyrir sig var ekki fyrir-fram ákveðið til enda. Vegna þess fannst mér mikilvægt að ég væri með hendurnar í öllu ferlinu. Það sem ég hefði getað gert til þess að afkasta meir var að byrja fyrr í prufuvinnunni minni og þá hefði ég jafnvel geta fengið meiri hjálp frá öðrum. Ég setti mér stór markmið og náði að afkasta miklu, tuttugu flíkum sem saman mótuðu átta innkomur. Til að ná settu merkmiði þurfti ég að skipuleggja mig vel og vinna hratt en vandlega. Ég er sátt að hafa tekist það þrátt fyrir lítinn svefn síðustu vikuna.

    Litið um öxl

  • Mynd 1-10: Georgia O’Keeffe Museum, Georgia O’Keeffe, jpg, sótt á https://www.okeeffemuseum.org/about-georgia-okeeffe/

    Mynd 11: Krysta Jabczenski, Genet in Brittle Bush and Ocotillo, jpg, http://www.kjabczenski.com/Genet

    Mynd 12-19: ArtNet, Louise Bourgeois, jpg, sótt á http://www.artnet.com/artists/lou-ise-bourgeois/

    Mynd 20-23: The Red list, Anjelica Huston, jpg, sótt á http://theredlist.com/wiki-2-24-525-526-656-view-1970s-1-profile-anjelica-huston.html

    Mynd 24-25: The Artsy, Franz Kline, jpg, sótt á https://www.artsy.net/artist/franz-kline

    Mynd 26-27: Trine Söndergaard, interior, jpg, sótt á http://trinesondergaard.com/work/interior/

    Mynd 28: The Moma museum, Richard Serra, jpg, sótt á http://www.moma.org/col-lection/works/81514?locale=en

    Mynd 29-31: The Moma museum, Man Ray, jpg, sótt á http://www.moma.org/collec-tion/artists/3716

    Mynd 32-33: The public Domain reveiw, Anna Atkin cyanotype, jpg, sótt á http://publicdomainreview.org/collections/cyanotypes-of-british-algae-by-anna-at-kins-1843/

    Myndaskrá