meistarablað fram

20
FRAM MEISTARABLAð Maí 2013 Íslandsmeistarar kvenna og karla 2013 SyStkini fyrirliðar fram Þorri Björn og Ásta Birna með Íslandsbikarana 2013 Tvöfalt! Jóhann Gunnar í tvo tíma í stólnum hjá tannlækni 2 Guðríður er sigursælasti framarinn 2 Einar Jónsson er besti þjálfarinn 6 Sterk ættartré í sigurgarði fram 18 Steinunn sterkasti varnar- maðurinn 7

Upload: knattspyrnufelagid-fram

Post on 22-Mar-2016

279 views

Category:

Documents


4 download

DESCRIPTION

Gefið út í tilefni tveggja meistaratitla Fram í handknattleik 2013. Stútfullt af viðtölum, myndum og öðru áhugaverðu efni.

TRANSCRIPT

Page 1: Meistarablað Fram

FRAMmeistarablað

Maí2013

Íslandsmeistarar kvenna og karla 2013

SyStkini fyrirliðar fram

Þorri Björn og Ásta Birna með Íslandsbikarana

2013

Tvöfalt!

● Jóhann Gunnarí tvo tíma í stólnum hjátannlækni 2

● Guðríður er sigursælasti framarinn 2

● Einar Jónsson er besti þjálfarinn 6

● Sterk ættartré í sigurgarði fram 18 ● Steinunn sterkasti varnar-maðurinn 7

Page 2: Meistarablað Fram

2 fram

GUðrÍðUr Guðjónsdóttir er sigur-sælasti íþróttamaður Fram í 105 ára sögu félagsins. Guðríður fagnaði sínum 45 meistaratitli í handknattleik með Fram þegar Fram-stúlkurnar urðu Íslandsmeistarar í handknattleik 2013, en Guðríður er aðstoðarþjálfari Framliðsins. Þá voru liðin 37 ár síðan hún varð fyrst Íslandsmeistari, 1976. „Það er alltaf dásamlegt að fagna á góði stundu sem Framari,“ sagði Guðríður.

meistaratitlar Guðríðar, eru:

13 sinnum Íslandsmeistari: 1976, 1977, 1978, 1979, 1980, 1984, 1985, 1986, 1987, 1988, 1989, 1999 og 2013.

14 sinnum bikarmeistari: 1978, 1979, 1980, 1982, 1984, 1985, 1986, 1987, 1990, 1991, 1995, 1999 og sem þjálfari 2010 og 2011.

10 sinnum reykjavíkurmeistari: 1975, 1976, 1977, 1978, 1979, 1980, 1982, 1984, 1987, 1988. Hætt að keppa um titilinn upp úr 1990.

6 sinnum Íslandsmeistari utanhúss: 1977, 1978, 1979, 1980, 1981, 1982.

2 sinnum Deildabikarmeistari sem þjálfari: 2010 og 2013.

• Guðríður lék 505 leiki með Fram og þjálfaði Framliðið auk þess með góðum árangri.

• Guðríður lék 84 landsleiki - 22 sinnum sem fyrirliði - á 20 ára tímabili, 1977-1996, og skoraði 382 mörk.

• Guðríður hefur tekið þátt í 38 af 44 Evrópuleikjum kvennaliðs Fram síðan hún lék sinn fyrsta Evrópuleik, 15 ára, 1976. Hún lék 22 leiki í röð á árunum 1976-1995, en hefur verið aðstoðarþjálfari í síðustu 16 leikjum Fram 2009-2012.• Guðríður hefur skorað flest mörk íslenskra kvenna í Evrópuleikjum - 141.• Guðríður, sem lék sjö landsleiki í knattspyrnu sem markvörður - fjórum sinnum sem fyrirliði, varð fjórum sinnum Íslandsmeistari með Breiðablik, 1980, 1981, 1982 og 1983, og þrisvar bikarmeistari - 1981, 1982, 1983.

Meistarablað Fram 2013 • Ritstjórn: Sigmundur Ó. Steinarsson, ritstjóri, Sigurður I. Tómasson • Myndir: Jóhann G. Kristinsson • Prentvinnsla: Prenttækni

Tvo tíma í „stólnum“JÓHann Gunnar Einarsson fékk ljótt olnbogaskot í úrslitaleiknum gegn Haukum, þannig að báðar framtennur í efri góm brotnuðu illa. Jóhann Gunnar var í tvo tíma í tannlæknastólnum hjá ragnari Steinarssyni, tannlækni, sem sagði að það væri óvíst hvort hægt væri að bjarga annari tönninni, þar sem hún var illa farin. ragnar, sem var varaformaður fram á árum áður, var þá forráðamaður handknattleiksdeildar fram um tíma. framarar fengu að finna fyrir olnbogaskotum Hauka í báðum heimaleikjum sínum. Olnbogaskot leikmanna eru talin alvarlegustu brotin í handknattleik að mati alþjóða handknattleikssambandsins, iHf, og hefur sambandið fyrirskipað að dómarar eigi að taka hart á þannig brotum.

Jónhann Gunnar og Sigurður með viðurkenningar sínar.

Sigursælastiframarinn

KONURÍslandsmeistarar(20): 1950, 1951, 1952, 1953, 1954, 1970, 1974, 1976, 1977, 1978, 1979, 1980, 1984, 1985, 1986, 1987, 1988, 1989, 1990, 2013.Íslandsmeistarar utanhúss10): 1949, 1950, 1973, 1974, 1977, 1978, 1979, 1980, 1981, 1982.Bikarmeistarar(14): 1978, 1979, 1980, 1982, 1984, 1985, 1986, 1987, 1990, 1991, 1995, 1999, 2010, 2011.Deildarbikarmeistarar(2): 2010, 2013.Reykjavíkurmeistarar(13): 1951, 1952, 1973, 1975, 1976, 1977, 1978, 1979, 1980, 1982, 1984, 1987, 1988.* Ekki hefur verið keppt um Reykjavíkurtitil frá því 1990.

KARLARÍslandsmeistarar(10): 1950, 1962, 1963, 1964, 1967, 1968, 1970, 1972, 2006, 2013.Íslandsmeistarar utanhúss(3): 1950, 1954, 1980.Bikarmeistarar(1): 2000.Deildarbikarmeistarar(2): 2008, 2009.Reykjavíkurmeistarar(9): 1960, 1961, 1963, 1964, 1966, 1967, 1970, 1973, 1974.

Guðríður Guðjónsdóttir og Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari kvennaliðs Fram.

Góðir!JÓHann Gunnar Einarsson fram var útnefndur besti leikmaður n1-deildar karla í handknattleik 2013 í lokahófi HSÍ. Hann fékk einnig Valdimarsbikarinn - fyrir að vera þýðingamesti leikmaðurinn að mati þjálfara deildarinnar. Þá var Jóhann Gunnar valinn í úrvalslið n1-deildar, sem skytta hægra megin. leikstjórnandi liðsins var valinn Sigurður Eggertsson, en þeir félagar voru lykilmenn í leik framliðsins. Jóhann Gunnar skoraði 140 mörk á Íslandsmótinu og úrslitakeppninni, Sigurður 119 mörk.

Page 3: Meistarablað Fram

fram 3

landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn

Við óskum Frömurum til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna. Landsbankinn er stoltur bakhjarl handknattleiksdeildar Fram og í samstarfi við bankann hefur Fram valið Ljósið til að prýða búninga félagsins.

Til hamingju Framarar!

HREINSUM -PRESSUMSAMDÆGURS ÞJÓNUSTA

Vitastígur 13 - Sími: 551 2301 - [email protected]ð Fram 2013 • Ritstjórn: Sigmundur Ó. Steinarsson, ritstjóri, Sigurður I. Tómasson • Myndir: Jóhann G. Kristinsson • Prentvinnsla: Prenttækni

Page 4: Meistarablað Fram

4 fram

SEX leikmenn karlaliðs Fram-liðsins fögnuðu sínum öðrum meistaratitli með Fram - þeir léku allir í síðasta meista-raliðinu undir stjórn Guð- mundar Þórðar Guðmunds-sonar 2006, þegar meista-ratitlinum var einnig fagnað í Safamýrinni - þá eftir leik gegn ÍR. Það eru þeir Magnús Gunnar Erlendsson, mark-

vörður, sem lék þá 25 leiki. Haraldur Þorvarðarson 25/86, Jóhann Gunnar Einarsson 26/172,

Sigfús Páll Sigfússon 25/77, Stefán Baldvin Stefánsson 26/52 Þorri Björn Gunnars-son 26/78, sem var þá einnig fyrirliði Framliðsins.

„ÞETTA var ótrúlega ánæguleg stund, sem ég hef beðið eftir síðan ég var sex-tán ára og hugsað um upp alla yngri flokkana hjá Fram. Þetta var mitt síðasta tækifæri - að verða Íslandsmeistari áður en ég held út á vit ævintýranna,“ sagði Stella Sigurðardóttir, sem er á förum til Danmerkur, þar sem hún hefur gert tveggja ára samning við Sønderjysk frá Sønderborg á Suður-Jótlandi - rétt við landamæri Þýskalands.

Stella sagði að það hafi einnig verið draumurinn að víkka út sjóndeildar-hringinn og leika handknattleik fyrir utan Ísland. „Ef allt gengur að óskum þá mun ég leika handknattleik úti næstu árin og jafnvel að ljúka keppnisferli mínum þar, þó að það sé alltaf spennandi að koma heim aftur og ljúka ferlinum með öðrum meistaratitli með Fram.

Ég fæ tækifæri í Danmörku til að læra nýtt tungumál og þroska mig sem hand-knattleiksmann í öðru umhverfi en hér heima, þar sem er leikið á öðrum hraða og styrkleika. Þá tel ég að það sé mjög gott fyrir mig að vera undir stjórn þjálfara sem ég þekki vel meðan ég er að fóta mig í nýju umhverfi - þjálfara sem ég

get treyst og einnig að hann þekkir styrk minn og getu,“ sagði Stella, en Ágúst Jóhannsson, landsliðsþjálfari, hefur verið ráðinn þjálfari liðsins.

“Hvort að ég reyni mig með öðrum liðum á öðrum slóðum mun koma í ljós. Ég er samningsbundin SønderjyskE í tvö ár og mun helga kröftum mínum liðinu.”

Stella sagðist kveðja vini sína hjá Fram með söknuði og hún sér ekki annað en Framliðið verði áfram í meistarabaráttu þó svo að hún og Birna Berg séu að fara út.

„Það eru einnig breytingar hjá öðrum liðum, sem hafa misst leikmenn út. Ég sé ekki annað en Sunna Jónsdóttir taki við keflinu, ef hún fer ekki út. Þá eru margar ungar og stórefnilegar stúlkur byrjaðar að banka á dyrnar, eins og Ragnheiður Júlíusdóttir, sem er mikil skytta. Ungu stúlkurnar koma, sýna sig og sanna. Ég hef sagt það áður - það er bjart fram- undan hjá Fram.

Stúlkurnar hafa fengið nasaþefinn af því að fá gullið og þær eiga eftir að upplifa það oft og mörgum sinnum,“ sagði Stella.

HANDKNATTLEIKSMENN úr Fram settu nýtt met - urðu bæði Íslandsmeistarar í karla og kvennaflokki á sama árinu í þriðja skipti 2013. Fram vann einnig „tvöfalt“ 1950 og 1970. Sjá bls. 18.

• Haukar hafa unnið „tvöfalt“ tvisvar - 2001 og 2005.

• Þrjú félög hafa unnið „tvö-falt“ einu sinni - Ármann 1949, FH 1961 og Valur 1973.

framarar í útlöndumNÚ þegar Stella Sigurðardóttir er að yfirgefa Fram til að leika með Sønderjysk í Danmörku og Birna Berg Haraldsdóttir er á leiðinni til IK Sävehof í Svíþjóð, er ljóst að ellefu fyrrverandi leikmenn Fram eru við störf erlendis - þar af níu sem leik-menn.

• Þórey Rósa Stefánsdóttir leikur með Team Tvis Holstebro í Danmörku.

• Matthías Daðason leikur með TMS Ringsted á Mið-Jótlandi í Danmörku, en liðið tryggði sér sæti í úrvalsdeildinni á dögunum.

• Rúnar Kárason leikur með Grosswall-stadt, en unnusta hans Sara Sigurðardót-tir, systir Stellu, er við nám í Þýskalandi. Sverre Jakobsson leikur einnig með liðinu.

• Björgvin Páll Rúnarsson hefur varið markið hjá Magdeburg. Eiginkona hans er Karen Einarsdóttir, sem lék í markinu hjá Fram á árum áður - systir Jóhanns Gunnars.

• Karen Knútsdóttir hefur leikið með Blomberg-Lippe í Þýskalandi, en hefur verið orðuð við SønderjyskE.

• Hildur Þorgeirsdóttir hefur einnig leikið með Blomberg-Lippe. Hún hefur gert tveggja ára samning við Eldfjalla-stúlkur-nar í Koblenz/Weibern: Vulkan-Ladies.

Draumur Stellu rættist!

Sigurbjörg Jóhannsdóttir og Steinunn

Björnsdóttir fagna. Hildur, Hafdís, Stella og Elísabet. Bragðað á gullinu! Haraldur og Sigurður Eggerts-

son. Fyrir aftan þá eru Þorri Björn, Sigfús Páll og

Björn Viðar.

met hjá fram Sex meistarar frá 2006

Page 5: Meistarablað Fram

fram 5

Óskum Fram til hamingjumeð ÍslandsmeistaranaVeghús ehf. Viðskipta- og bókhaldsþjónustaTannlæknastofaRagnars Steinarssonar GBÓ lögmennSigurður BaldurssonÍslög ehf. Túngötu 6Bílahöllin – Bílariðvörn Bílshöfða 5

lEikmEnn meistaraflokks kvenna og karla sýndu meistaratakta - yfirvegun og þolinmæði - þegar myndin sem er í opnu blaðsins var tekin á Uppstignin-gardag, fimmtudaginn 9. maí. Þegar búið var að raða upp fyrir myndatöku vant-aði einn leikmann, sem náðist ekki til. Faðir leikmannsins sagði að hann væri á leiðinni. Leikmennirnir biðu rólegir í

sínum stöðum í rúmar 20 mínútur, eða þar til leikmaðurinn kom í hús og bað fé-lagsmenn afsökunar á töfinni. Leikmann- inum var tekið fagnandi og menn voru ánægðir að hann hafi komið heill til leiks.

Framkoma leikmanna var til fyrirmyndar og sýndi að þolinmæði er dyggð. Hin

fríði hópur meistara Fram sýndi að þolin-mæðin er lykillinn að árangri og bjartri framtíð.

Framarar eru stoltir af meisturunum sínum.

Fagnaðarlæti! Garðar Benedikt, Ólafur Jóhann, Elías

og Sigurður Eggertsson.

Þolinmæði er dyggð

Íslandsbikarinn kominn á loft hjá Sigurbjörgu og Ástu Birnu - eftir 23 ára bið Framkvenna.

Page 6: Meistarablað Fram

6 fram

EINAR Jónsson mætti alltaf til leiks í fagurbláum Adidas-skóm er hann stjónaði Framliðinu og voru þeir orðnir götugir og slitnir (mynd). Einar lagði skónum, en tók þá fram fljótlega aftur. „Ég ákvað að fá mér nýja skó, sem ég var í

tveimur síðustu leikjum okkar á Íslandsmótinu. Þeir leikir töpuðust - fyrir FH og ÍR. Ég ákvað því að taka gömlu skóna fram fyrir úrslitakeppnina. Þeir stóðust álagið fullkomlega. Það skapaðist hjátrú um skóna - eins og húfuna hans Ásgeirs Elíassonar um árið. Ég þorði því ekki að skilja þá eftir heima,“ sagði Einar.

EINAR Jónsson er á förum til Noregs - hefur skrifað undir tveggja ára samning við Molde um að þjálfa kvennalið félagsins. „Mín bíður spennandi verkefni og ekki ósvipað og ég kom að hjá kvennaliði Fram um árið. Mitt hlutverk er að púsla saman öflugu liði úr miklum efniviði sem er til staðar. Stúlkum eins og hjá Fram, sem hafa vilja og metnað til að ná langt,“ sagði Einar.

Þegar Einar var spurður um hvort að eiginkona hans, Kristín Jóhanna Steinarsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, komi til með að leika með liðinu, sagði hann: „Hún ætlar að æfa og stefnir að því að tryggja sér sæti í liðinu.“

kOmið er að kveðjustund hjá þjálfaranum Einari Jónssyni, sem hefur unnið ómetanlegt starf hjá fram undanfarin ár. „kóngurinn í Safamýrinni“ kveður á viðunandi hátt, eins og hann hefur sáð - bæði karla- og kvennalið fram eru Íslandsmeistarar 2013.

Það reiknuðu ekki margir með að við tækjum á móti Íslandsbikarnum þegar við lögðum af stað inn í nýtt keppnistímabil fyrir ári síðan - okkur var spáð fallbaráttu ásamt HK og Val. Við blésum á alla spádóma og vorum ákveðnir að bæta okkur. Við vissum að við gætum bitið frá okkur á góðri stundu, þar sem við vorum með gott byrjunarlið í sóknarleiknum þegar allir gengu heilir í skógar. Þegar við náðum góðum stíganda varð vörnin hjá okkur þétt. Við unnum einnig vel í þjálfun markvarðanna og fengum til liðs við okkur landsliðsmarkvörðinn fyrrverandi Roland Eradze, sem kom til okkar einu sinni í viku. Þegar kom að lokasprettinum mætti hann oftar og var inni í video-vinnu og átti mikil samskipti við markverðina hjá okkur. Eradze hjálpaði okkur mikið.“ Hvenær skynjaðir þú að Fram var með leikmannahóp sem gæti tekið þátt í meistarabaráttunni?

„Daði Hafþórsson, aðstoðarmaður minn, sagði um áramótin að við myndum verða Íslandsmeistarar. Ég var þá ekki tilbúinn til að kaupa það, en ég vissi að það væri allt til staðar hjá okkur til að ná langt - góð samstaða leikmanna og neisti sem átti auðvelt með að kveikja bál ef allt félli með okkur. Þegar ég tók út leikbann er við lékum gegn Haukum í Safamýrinni í nóvember án Sigurðar Eggertssonar og Róberts Arons, og Jóhann Gunnar var meiddur, horfði á leikinn af áhorfendabekknum. Strákarnir veittu Haukum harða keppni - töpuðu með einu marki. Þá hugsaði ég með mér - fyrst við getum veitt ósigrandi liði Hauka harða keppni án lykilmanna, þá getum við gert ýmislegt þegar við erum með fullmannað lið. Þegar við byrjuðum á ný í janúar eftir vetrarfríið vegna heimsmeistarakeppninnar á Spáni, lékum við mjög vel og það kom smátt og smátt meira sjálfstraust í leikmennahópinn. Það var þá sem ég fór að gæla við að það gæti eitthvað skemmtilegt gerst - ef allt gengi upp. Það þekkja allir sögulokin - þau voru skrifuð fyrir okkur og við erum

Íslandsmeistarar. Það var hreint út sagt ótrúleg stund - þegar við tókum á móti bikarnum hér í Safamýrinni.“

Guðlaugur á skemmtilega vinnu framundan

Einar sagði að þó svo að margir lykilmenn Framliðsins hafi ákveðið að hætta, þurfi nýráðinn þjálfari, Guðlaugur Arnarsson, ekki að kvíða framtíðinni. „Hann er að byrja á því starfi sem ég hóf fyrir yfirstaðið keppnistímabil.“ Við reiknuðum ekki með Íslandsmeistarabikarnum í hús í ár. Planið var þriggja til fimm ára uppbygging, þar sem gríðarlegur efniviður er hjá Fram. Við vildum að sá efniviður myndi þroskast með reyndari leikmönnum, en nú er staðan sú að ungu stákarnir verða að taka strax við merkinu. Guðlaugur er að koma inn í uppbyggingarstarfið og mun fylgja því eftir. Við förum ekki fram á það við ungu strákana okkar að þeir verði meistarar á fyrsta ári - það er of mikils til ætlast af þeim. Margir ungir leikmenn áttu stóran þátt í þeim árangri sem við náðum í vetur

Einar til molde Bláu skórnir!

Kóngurinn kveður!Þorri Björn, Stefán Darri, Haraldur og Björn Viðar á

góðri stundu.

Einar Jónsson ásamt syni sínum,

Steinari Má, þriggja ára.

Gleðistund. Hildur, Hekla Rún, Anna María, Guðrún

Bjartmarz og María.

Page 7: Meistarablað Fram

fram 7

fram 2013leikmenn karlaliðsins - leikir/mörk á Íslandsmótin og úrslitakeppninni.

markverðir:Björn Viðar Björnsson 27Magnús Gunnar Erlendsson 29Valtýr Már Hákonarson 3Útileikmenn:Arnar Freyr Dagbjartsson 4Arnar Snær Magnússon 4/1Elías Bóasson 20/24Garðar Benedikt Sigurjónsson 29/37Guðmundur Birgir Ægisson 7Haraldur Þorvarðarson 29/54Hákon Stefánsson 15/8Jóhann Gunnar Einarsson 26/140Jón Arnar Jónsson 15/13Ólafur Jóhann Magnússon 28/58Róbert Aron Hostert 27/136Sigfús Páll Sigfússon 13/11 Sigurbjörn Bernharð Edvardsson 1Sigurður Eggertsson 27/119Sigurður Örn Þorsteinsson 11/4Stefán Baldvin Stefánsson 24/61Stefán Darri Þórsson 28/24Þorri Björn Gunnarsson 11/35 Ægir Hrafn Jónsson 28/20

Þjálfari: Einar Jónssonaðatoðarþjálfari: Daði Hafþórssonliðsstjóri: Ingunn GísladóttirSjúkraþjálfari: Særún Jónsdóttir

Steinunn Björnsdóttir segist vera með sigurbros

langt fram á sumar.

ÓLAFUR Jóhann Magnússon vakti athygli í úrslitakeppninni fyrir leik sinn og má segja að hann sé rétthentur hornamaður í hægra horninu „af gamla skólanum“ – semkom, sá og sigraði. Hver er leikmaðurinn sem sýndi tækni Björgvins Björgvinssonar og Sigurbergs Sigsteinssonar? „Ólafur kom inn af götunni - spurði hvort hann mætti æfa með okkur. Hann er frá Akureyri ogkom til Reykjavíkur til að stunda nám í

Sjómannaskólanum. Við tókum honum opnum örmum, en hann byrjaði að æfa með öðrum flokki. Hann var mjög fljótlega kominn inn í hópinn - mætti á sínar fyrstu meistaraflokksæfingar. Ólafur var himnasending fyrir okkur og tók við hlutverki Þorra Björns Gunnarssonar er hann meiddist. Ólafur er sterkur persónuleiki, sem hefur skilaðhlutverki sínu frábærlega. Það var okkar

lukka að hann hafi komið til náms í Reykjavík og bankað uppá hjá okkur. Ólafur er aðeins eitt dæmi úr hópi ungra leikmanna, sem er hjá okkur,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari. Þegar Íslandsbikarinn var í höfn fór Ólafur noður - skellti sér í veiðitúr á togara. Sjómennskan kallaði!

Haraldur Þorvarðarson lyftir Íslandsbikarnum á verðlaunapalli í Safamýrinni.

Sjómaður dáða drengur!

og tóku miklum framförum. Þeirra bíður mörg erfið og spennandi verkefni. Þeir hafa fengið eldskírn í vetur og eiga eftir að búa að henni. Fram þarf ekki að óttast - efniviðurinn er fyrir hendi og framundan er skemmtileg vinnan fyrir nýjan þjálfara. Fram á stóran hóp ungra leikmanna sem hafa metnað og vilja til að gera vel.“

kveður með söknuði Einar, sem hefur verið lykilmaður í uppbyggingu á handknattleiknum hjá Fram í fjölmörg ár - var til dæmis „einvaldur“ hjá konum og körlum um tíma, segist kveðja Fram með söknuði þegar hann heldur til Noregs í lok júlí. „Ég vil nota tækifærið og þakka fyrir mig. Þakka öllum þeim stjórnarmönnum og sjálfboðaliðum, sem hafa tekið þátt í hinni miklu uppbyggingu og geysilega öflugu

starfi hjá Fram. Að mínu mati er það stærsti þátturinn í öllu hinu frábæra starfi sem unnið er hjá Fram - hvað margir góðir stjórnarmenn og sjálboðaliðar sem

hafa lagt sitt að mörkum með mikilli fórnfúsri vinnu í kringun liðin okkar og leiki.

Hér er um að ræða fólk sem hefur unnið ómetanlegt starf, sem verður seint þakkað. Þetta fólk á mestan heiðurinn af þeim árangri sem náðist núna í maí - þetta er fólk sem skapar félag, þannig að félagsmenn geta verið stoltir af. Það er ótrúlega metnaðarfullt starf sem er

unnið í sjálfboðavinnu í Safamýrinni og í Úlfarárdal.

Ég kveð þetta fólk, sem er með stór Framhjörtu, og Fram með söknuði. Ég segi: Áfram Fram - alltaf!“

UndanúrslitFH - Fram 27:36

Fram - FH 24:19

FH - Fram 24:23

Fram - FH 21:20

ÚrslitHaukar - Fram 18:20

Fram - Haukar 35:30

Haukar - Fram 27:24

Fram - Haukar 22:20

Page 8: Meistarablað Fram

8 fram

„Það er kominn tími til að leggja skóna upp á hillu eftir langa þjónustu hjá fram í Safamýrinni - og snúa sér alfarið að fjölskyldunni. Það er rétti tíminn til að hætta sem meistari,“ sagði magnús Gunnar Erlendsson, sem hefur marga fjöruna sopið - mætti á sína fyrstu æfingu í Safamýrinni 10 ára og hefur síðan staðið vaktina í markinu síðan.

magnús Gunnar lék einn leik með meistaraflokki Fram keppnistímabilið 1998-1999, þegar Sebastian Alexanderson og Þór Björnsson stóðu á milli stanganna. Magnús Gunnar hefur verið leikmaður Framliðsins þegar það hefur unnið þrjá síðustu stóru titla sína -varð bikarmeistari 2000 og Íslandsmeistari 2006 og 2013. Þess má geta til gamans að þegar Fram fagnaði bikarmeistaratitlinum 2000 voru þeir Einar Jónsson, þjálfari Fram, og Guðlaugur Arnarsson, sem tekur við Framliðinu af Einari, leikmenn og þjálfari þá var Rússinn Anatolin Fedjúkin. „Hann var mjög fær þjálfari og náði að byggja upp mjög sterkan varnarleik, þar sem þeir Oleg Titov, Robertas Pauzuolis, Gunnar Berg Viktorsson og Björgvin Þór Björgvinsson léku aðalhlutverkin,“ sagði Magnús Gunnar, sem segir að mikið hafi breyst síðan þá.

„Handknattleikurinn hefur tekið framförum, en aftur á móti eru ekki eins miklir peningar í íþróttinni og voru þá. Félögin á Íslandi höfðu þá mun meiri fjármagn á milli handanna. Hér áður fyrr þá voru leikmennirnir eldri sem voru í sviðsljósinu, en ungir leikmenn léku einn og einn leik. Við hjá Fram vorum til dæmis með yfirburðar annan flokk, sem vann allt, en aðeins einn okkar náði fastri stöðu í meistaraflokki - Róbert Gunnarsson á línunni. Þar sem margir af okkar reyndustu leikmönnum eru farnir út eru liðin í dag byggð að mestu upp á leikmönnum undir tvítugt. Það er erfitt fyrir sum lið að manna meistaraflokk sinn, þannig að þau leita eftir leikmönnum sem eru í öðrum og jafnvel þriðja flokki í sterkari liðunum.“

meistaraliðin þrjú Við báðum Magnús Gunnar að vega og meta meistaraliðin þrjú.

2000: „Við vorum með lang sterkasta liðið og aðeins talið formsatriði að við myndum hirða alla bikara sem keppt var um. Við unnum bikarinn og fórum þægilega í gegnum Íslandsmótið og úrslitakeppnina. Í úrslitarimmummi gegn Haukum byrjuðum við á því að skella þeim örugglega, 30:10, í Safamýrinni. Þá kom óskiljanlegt bakslag hjá okkur, sem varð til þess að Haukar unnu þrjá leiki í röð (28:21, 27:22 og 24:23) og tryggðu sér meistaratitilinn sem búið var að eyrnamerkja okkur. Það var mikið áfall.“

2006: „Það reiknuðu ekki margir með okkur, en við náðum að þjappa okkur saman og stóðum uppi sem sigurvegarar - vorum með mjög öflugt lið. Sverre Jakobsson kom þá heim og gekk til liðs við okkur og átti hann stóran þátt í að þjappa leikmannahópnum saman. Jóhann Gunnar og Sigfús Páll voru að

Magnús Gunnar ásamt dætrum sínum Helenu Sirrý, 7

ára, og Maríu Kristínu, 3 ára. Magnús á einnig dótturina

Emilíu Birnu, eins árs, með eiginkonu sinni Fríðu Hrönn

Elmarsdóttur, dóttur Elmars Geirssonar, fyrrverandi

landsliðsmanns í knattspyrnu - Íslandsmeistara með

Fram 1972.

Óþolandi hávaði! Dröfn Teitsdóttir,

eiginkona Sigfúsar Páls, ásamt

dóttur þeirra - Margréti Þóru.

ÞAÐ voru tvær mömmur sem léku með meistaraliði Fram 2013.• Guðrún Bjartmarz, markvörður, sem á soninn Alexander Jóhann, með Þorra Birni, fyrirliða karlaliðsins.• Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir, hornamaður, sem á dótturina Kristínu Maríu með

Guðna Ásgeirssyni. Guðrún Þóra er ólétt og mun ekki leika með Framliðinu næsta keppnistímabil.• Guðrún Ósk Maríasdóttir, markvörður, varð að hætta að leika með Framliðinu eftir sjö umferðir á Íslandsmótinu, þar sem hún er ólétt og verður léttari í sumar.

„Skórnir upp á hillu“

tvær mömmur

Kristín María og Guðrún Þóra fagna

Íslandsmeistaratitlinum. Magnús Gunnar hefur marga

fjöruna sopið á ferli sínum á milli

stanganna

Hjá amager SkMAGNÚS Gunnar Erlendsson hélt til Danmerkur og var þar við masternám í viðskiptafræði í Kaupmannahöfn 2003-2004. Hann lagði ekki keppnisskóna á hilluna, „Ég æfði þá þrisvar í viku og lék með þriðjudeildarliðinu Amager SK. Þetta var engin atvinnumennska - ég hélt mér í æfingu.“

Page 9: Meistarablað Fram

fram 9

landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn

Við óskum Frömurum til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla. Landsbankinn er stoltur bakhjarl handknattleiksdeildar Fram og í samstarfi við bankann hefur Fram valið Ljósið til að prýða búninga félagsins.

Til hamingju Framarar!

stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki. Við náðum ekki að fylgja meistaratitlinum eftir. Sverre, sem var drifkraftur liðsins, fór til Gummersbach og þátttaka okkar í Meistaradeildinni tók sinn toll. Við náðum aldrei réttum stíganda hér heima og höfnuðum í þriðja sæti á eftir Val og HK.“

2013: „Framganga okkur nú er ekki ósvipuð og 2006, þegar enginn reiknaði með okkur - okkur var spáð sjötta sætinu fyrir Íslandsmótið og menn töluðu um að við myndum dragast í fallbaráttu. Við létum ekki hrakspár slá okkur út af laginu og efldust með hverri raun og vorum geysilega öflugir á lokasprettinum - ákveðnir að landa meistaratitlinum.“

Uppaldir markverðir Það hefur engin uppalinn markvörður hjá Fram komið fram í sviðsljósið síðan Magnús Gunnar kom upp yngri flokkana 1999. Það vill svo einkennilega til þegar Magnús Gunnar hefur ákveðið að draga sig í hlé, er ungur uppalinn markvörður að koma upp í gegnum unglingastarf Fram - Valtýr Már Hákonarson. „Valtýr á eftir að öðlast reynslu. Hann er ungur, en á framtíðina fyrir sér,“ sagði Magnús Gunnar Erlendsson.

Page 10: Meistarablað Fram

10 fram

● Fjórða röð frá vinstri: Steinunn Björnsdóttir, Stella Sigurðardóttir, Karolína Vilborg Torfadóttir, Elva Þóra Arnardóttir, Birna Berg Haraldsdóttir, Sigurður Örn Þorsteinsson, Róbert Aron Hostert, Jóhann Gunnar Einarsson, Guðmundur Birgir Ægisson, Ægir Hrafn Jónsson og Arnkell Bergmann, varaformaður handknattleiksdeildar.

● Þriðja röð frá vinstri: Særún Jónsdóttir, sjúkraþjálfari, Guðríður Guðjónsdóttir, aðstoðarþjálfari, Marthe Sördal, Sunna Jónsdóttir, Hafdís Shizuka Iura, María Karladóttir, Jón Arnar Jónsson, Garðar Benedikt Sigurjónsson, Valtýr Már Hákonarson, Arnar Freyr Dagbjartsson, Arnar Snær Magnússon og Ingunn Gísladóttir, liðsstjóri.

● Önnur röð frá vinstri: Magnús Kári Jónsson, liðsstjóri, Kristín Smith, Anna María Guðmundsdóttir, Kristín Helgadóttir, Hekla Rún Ámundadóttir, Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari, Ólafur Arnarson, formaður Knattspyrnufélagsins Fram, Einar Jónsson, þjálfari, Sigurður Eggertsson, Elías Bóasson, Ólafur Jóhann Magnússon, Sigurbjörn Bernharð Edvardsson, Stefán Darri Þórsson og Ragnar Lárus Kristjánsson, varaformaður Knattspyrnufélagsins Fram.

Íslandsmeistarar fram 2013

Page 11: Meistarablað Fram

fram 11

● Fremsta röð frá vinstri: Elísabet Gunnarsdóttir, Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir, Hildur Gunnarsdóttir, Guðrún Bjartmarz, Sigurbjörg Jóhannsdóttir, varafyrirliði, Ásta Birna Gunnarsdóttir, fyrirliði, Haraldur Þorvarðarson, varafyrirliði, Þorri Björn Gunnarsson, fyrirliði, Magnús Gunnar Erlingsson, Björn Viðar Björnsson, Sigfús Páll Sigfússon og Stefán Baldvin Stefánsson.

● Á myndina vantar: Guðrún Ósk Maríasdóttir, Guðmundur Þór Jónsson, liðsstjóri kvenna, Daði Hafþórsson, liðsstjóri karla og Hákon Stefánsson. Þau eru á myndunum hér fyrir neðan.

Íslandsmeistarar fram 2013

Page 12: Meistarablað Fram

12 fram

ÞAÐ verða miklar breytingar á karlaliði Fram fyrir næsta keppnistímabil - af þeim leikmönnum byrjunarliðs Fram sem lék gegn Haukum, er líklegt að aðeins tveir verða eftir: hornamennirnir Stefán Baldvin Stefánsson og Ólafur Jóhann Magnússon.

● Magnús Gunnar Erlendsson, markvörður, Haraldur Þorvarðarson, línumaður, Sigurður Eggertsson, leikstjórnandi og Jóhann Gunnar Einarsson hafa ákveðið að leggja skóna á hilluna.● Róbert Aron Hostert hefur áhuga á að spreyta sig erlendis.

ELÍSABET Gunnarsdóttir, línumaður, varð Íslandsmeistari í fjórða skipti 2013, eftir sigur Fram á Stjörnunni. Hún vað meistari þrisvar með Stjörnunni - 2007, 2008 - á betri markatölu en Fram - og 2009, er Stjarnan vann Fram 2:1 í úrslitarimmu.

„Það var ótrúleg ánægja sem braust út hjá okkur þegar Íslandsmeistaratitillinn var í höfn, en að baki honum liggur margra ára mikil vinna - liðið er ekki frekar en róm byggð á einum degi. framliðið er ungt og stúlkurnar hafa þroskast mikið - bæði sem liðsheild og sjálfstæðar persónur. Ég fann það á leiðinni að úrslitarimmunni að það var enginn ótti til staðar, heldur andleg ró yfir hópnum þrátt fyrir mikla spennu og pressu sem kom upp á lokakaflanum,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari kvennaliðsins, sem fagnaði meistaratitlinum eftirsótta á fyrsta ári sínu sem þjálfari.

Halldór Jóhann sagði að margir eigi þátt árangrinum. „Einar Jónsson hafði unnið frábært starf með stúlkurnar í mörg ár og umgjörðin í kringum liðið er glæsileg - það eru margar hendur sem hafa komið að uppbyggingunni.“ Það vakti athygli í úrslitarimmunni við Stjörnuna, að Framliðið tapaði tveimur fyrstu heimaleikjum sínum. „Spurningin er hvort að stúlkurnar hafi mætt of værukærar til leiks. Ef svo er, þá unnu þær það upp í Garðabæ þar sem þær mættu grimmar til leiks, ákveðnar að fara þaðan með sigur í pokahorninu - sem þær gerðu. Þær komu mjög einbeittar

til leiks í úrslitaleiknum í Safamýrinni og léku frábæran varnarleik. Leikur þeirra var gallalaus í vörninni.“ Framliðið mun sjá á eftir þremur leikmönnum fyrir næsta keppnistímabil. Stella og Birna Berg fara til Danmerkur og Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir tekur sér frí, þar sem hún er ólétt - á von á sínu öðru barni. Þá hefur Sunna Jónsdóttir sýnt áhuga á að spreyta sig erlendis og því enn óvíst með hana. Hún fór til Þýskalands á dögunum til að kanna aðstæður hjá einu liði. „Það er alltaf sárt að sjá á eftir góðum leikmönnum. Við höldum þó nær sama kjarnanum og leggjum mikla áherslu á að halda Sunnu hjá okkur, þar sem hennar

hlutverk verður að leika lykilhlutverk í sóknarleik okkar - taka við keflinu af Stellu. Við kappkostum að sjálfsögðu á að byggja upp á okkar stúlkum, eins og áður. Hekla Rún mun taka við hlutverki Guðrúnar Þóru í hægra horninu. Við erum ákveðnir að halda jafnvægi í liðinu - hafa keðjuna sterka. Ef við teljum að við þurfum á liðsstyrk að halda, þá verðum við að finna rétta hlekkinn í keðjuna - sem fellur fullkomlega inn í hóp okkar,“ sagði Halldór Jóhann. Halldór er með stúlkurnar sínar enn við æfingar og verður það út júní. „Þær fá frí í júlí og fram til fimmtudagsins eftir verslunarmannahelgina, níunda

meistari Elísabet!

Hornamennirnir eru eftir

„róm var ekki byggð á einum degi“

Elísabet Gunnarsdóttir og Ásta Birna

Gunnarsdóttir með bikarinn.

Stefán Baldvin Stefánsson fagnar.

Markverðirnir Magnús Gunnar

Erlendsson og Guðrún Bjertmarz.Halldór Jóhann Sigfússon með

eiginkonu sinni Hönnu Láru

Ásgeirsdóttur og börnum, Álfheiði

Maríu 13 ára og Torfa Geir 9 ára.

Yngsta barnið, Sigurveig Ýr, tveggja

ára, var í pössun.

margra ára vinna liggur að bak við meistaratitkilinn

Page 13: Meistarablað Fram

fram 13

Strákarnir fagna. Þorri Björn, Garðar

Benedikt, Sigfús Páll, Björn Viðar, Jóhann

Gunnar og Jón Arnar.

ÞÓREY Rósa Stefánsdóttir, fyrrum leikmaður Fram, og Rut Jónsdóttir, fögnuðu Evrópumeistaratitli 12. maí, þegar lið þeirra Team Tvis Holstebro frá Danmörku varð EHF-

bikarmeistari með því að vinna franska liðið Metz úti, 33:28, en Metz hafði náð sigri í Danmörku í fyrri leiknum, 35:31.

BIRNA Berg Haraldsdóttir hefur gert tveggja ára samning við sænska meistaraliðið IK Sävehof, sem hefur bækistöðvar sínar við Gautaborg í Vestur-Gautlandi.

Birna Berg fer út sem nýkrýndur meistari - til liðs sem varð sænskur meistari aðeins nokkrum dögum eftir að Fram varð Íslandsmeistari.

fram 2013leikmenn kvennaliðsins - leikir/mörk á Íslandsmótinu og í úrslitakeppninni.

markverðir:Guðrún Bjartmarz 31 Hildur Gunnarsdóttir 24Guðrún Ósk Maríasdóttir 7Útileikmenn:Anna María Guðmundsdóttir 3Ásta Birna Gunnarsdóttir 29/82Birna Berg Haraldsdóttir 25/100Elísabet Gunnarsdóttir 30/149Elva Þóra Arnardóttir 8/5Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 30/43Hafdís Shizuka Iura 27/7Hekla Rún Ámundadóttir 30/30Karolína Vilborg Torfadóttir 1Kristín Helgadóttir 4María Karlsdóttir 22/11Marthe Sördal 30/63Sigurbjörg Jóhannsdóttir 31/81Steinunn Björnsdóttir 17/24Stella Sigurðardóttir 31/178Sunna Jónsdóttir 31/112

Þjálfari: Halldór Jóhann Sigfússonaðstoðarþálfari: Guðríður Guðjónsdóttirliðsstjóri: Guðmundur Þór JónssonSjúkraþjálfari: Særún Jónsdótttir

Þórey rósa Evrópumeistari

Birna Berg til Sävehof

ágúst, en þá verða þetta sex til sjö vikur þar til Íslandsmótið hefst á ný. Það kostar þrotlausa vinnu að vera með lið sem er í meistarabaráttu. Þá kostar þátttaka í Evrópukeppninni meira álag á stúlkurnar, en um leið er sú þátttaka jarðarber ofan á rjómatoppinn fyrir stúlkurnar, sem fá tækifæri til að víkka sjóndeildarhringinn og leika gegn liðum utan Íslands,“ sagði Halldór Jóhann.

rós í hnappagatið Halldór Jóhann sagði að það hafi verið afar

ánægulegt þegar þrjár stúlkur úr Fram voru tilnefndar sem besti varnarleikmaðurinn á lokahófi HSÍ. „Það er ákveðinn sigur fyrir okkur og þá miklu vinnu sem við lögðum í að styrkja varnarleik okkar. Við lékum mjög fjölbreyttan varnarleik og vorum með þrjú sterk varnarleikkerfi. Steinunn var vel að útnefningunni komin, en það hefði enginn getað sagt neitt þótt að nafn Sunnu eða Stellu hafði verið nefnt í útnefningunni. Svo jafnar og sterkar voru þær í vörn okkar.“

Á ferð með bikarinn. Stella og Ásta Birna fremstar, síðan

má sjá Marthe, Steinunni, Birnu Berg, Sunnu, Maríu,

Sigurbjörgu og Heklu Rún.

8-liða úrslit

Fram - Grótta 39:19Grótta - Fram 20:31

UndanúrslitFram - ÍBV 25:24ÍBV - Fram 18:28Fram - ÍBV 18:19ÍBV - Fram 17:21

ÚrslitFram - Stjarnan 20:21Stjarnan - Fram 30:25Fram - Stjarnan 19:21Stjarnan - Fram 21:22Fram - Stjarnan 19:16

Page 14: Meistarablað Fram

14 fram

GOODYEAR EfficientGrip dekkin hafa fengið umhverfisvottun, frábær gæði og frábær fyrir umhverfið

Klettagörðum 8-10 | 104 Reykjavík | Sími: 590 5100 | Suðurhrauni 2b | 210 Garðabær | Sími: 590 5290 | www.klettur.is

NÝTT DEKKJAVERKSTÆÐI

Vetur eða sumardekkin færðu hjá okkur

M A D E T O F E E L G O O D.

STEINUNN Björnsdóttir var útnefnd besti varnarmaðurinn í N1-deild kvenna 2013. Tveir aðrir leikmenn Fram voru tilnefndar - Stella Sigurðardóttir og Sunna Jónsdóttir. Hinn öflugi varnarleikur þeirra varð til þess að þær voru kallaðar „S'in þrjú!“* Fram átti tvær stúlkur í úrvalsliðinu - Elísabetu Gunnarsdóttur, besta línumanninn, og Stellu Sigurðardóttur, bestu skyttuna vinstra megin.

FRAMLIÐIÐ tefldi fram sjö stúlkum sem léku með landsliðinu keppnistímabilið sem þær urðu Íslandsmeistarar 2013 - Sigurbjörg Jóhannsdóttir, Elísabet Gunnarsdóttir, Stella Sigurðardóttir, Steinunn Björnsdóttir, Ásta Birna Gunnarsdóttir, Sunna Jónsdóttir og Birna Berg Haraldsdóttir.

Þess má geta til gamans að síðast þegar Fram vann tvöfalt - 1970, léku einnig sjö landsliðskonur það keppnistímabil með Framliðinu - Sylvía Hallsteinsdóttir, Jónína Jónsdóttir og nýliðarnir Regína Magnúsdóttir, Arnþrúður Karlsdóttir, Halldóra Guðmundsdóttir, Oddný Sigsteinsdóttir og Guðrún Sverrisdóttir.

„S-in þrjú!“ Sjö landsliðskonur

Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Fram og Ólafur

Arnarson, formaður Knattspyrnufélagsins Fram.Birna Berg Haraldsdóttir, Sunna Jónsdóttir, Elísabet Gunnarsdóttir, Sigurbjörg

Jóhannesdóttir, Ásta Birna Gunnarsdóttir, Steinunn Björnsdóttir og Stella Sigurðardóttir.

Page 15: Meistarablað Fram

fram 15

Óskum Fram til hamingjumeð ÍslandsmeistaranaÚtfarastofa Íslands

Suðurhlíð 35 Fossvogi

Reykvískir lögmenn slf

Borgartúni 25

Garðar Benedikt Sigurjónsson

og Haraldur Þorvarðarson

fagna.

EINAR Jónsson var útnefndur besti þjálfarinn í N1 deild karla 2013. Þess má geta að Einar hefur tvisvar verið útnefndur besti þjálfarinn í kvennadeildinni - 2008 og 2011. Hann er eini þjálfarinn sem hefur orðið þjálfari ársins í báðum deildum.

GUÐLAUGUR Arnarsson, fyrrverandi fyrirliði Framliðsins og leikmaður bikarmeistara Fram 2000 tekur við þjálfun Framliðsins af Einari Jónssyni. Foreldrar Guðlaugs voru margfaldir

Íslandsmeistarar með Fram - Bergþóra Ásmundsdóttir og Arnar Guðlaugsson, sem lék með Framliðinu þegar „tvöfaldur“ sigur vannst 1970.

Einar besti þjálfarinn

Guðlaugur tekur við

Ólafur Jóhann Magnússon kom, sá og sigraði. Hér skorar hann hjá Haukum.

Marthe Sördal og Birna Berg

Haraldsdóttir með gullpeninga

sína.

Page 16: Meistarablað Fram

16 fram

„Það var mikill léttir hjá okkur þegar Íslandsmeistaratitillinn var í höfn - tilfinningin var ólýsanleg. Við vorum búnar að bíða svo lengi eftir þessari stund,“ sagði Steinunn Björnsdóttir, landsliðskona, sem fagnaði hinum langþráða meistaratitli kvenna í Safamýrinni - 23 ára bið framkvenna var á enda.

Steinunn sagði að spennan hafi verið mikil fyrir úrslitarimmuna. „Þó að við hefðum verið undir 2:1 eftir tvo heimaleiki, þá kom aldrei uppgjöf til greina. Allt tal um silfurhefð okkar hjálpaði okkur mikið - við ætluðum okkur gullið, ekkert annað! Við gengum ákveðnar til verks - fögnuðum aftur sigri í Mýrinni í Garðabæ og fögnuðum síðan meistaratitlinum á viðeigandi hátt. Við vorum orðnar frekar leiðar á öllu talinu um Silfurstúlkurnar í Samamýrinni. Ég fann aldrei fyrir ótta í hópnum, að sagan væri að endurtaka sig. Við héldum ró okkar. Ég tel að það hafi hjálpaði okkur mikið - skapað meiri baráttuanda þegar Hanna Guðrún Stefánsdóttir úr Stjörnunni sagði í viðtali að Framstúlkurnar fengju silfur eins og venja væri til. Það var hamrað á þessari

setningu inn í búningsklefa okkar - þannig að við mættum vel stemmdar til leiks. Við erum orðnar gullstúlkurnar og ætlum okkur að vera það áfram,“ sagði Steinunn. Steinunn var ein af þremur leikmönnum sem voru tilnefndir til nafnbótarinnar: Besti varnarmaðurinn 2013. Hinar voru samherjar hennar Stella Sigurðardóttir og Sunna Jónsdóttir. „Það kom mér skemmtilega á óvart að vera útnefnd besti varnarmaðurinn - og má segja að það hafi verið punkturinn yfir i-ið á glæsilegu keppnistímabili okkar. Ánægjubrosið yfir meistaratitlinum og útnefndingunni verður eitthvað fram á sumar. Það kom á óvart að við þrjár úr Fram hefðum verið tilnefndar. Þegar að er gáð þá náðum við geysilega vel saman í sterkum varnarleik okkar, sem skilaði okkur meistaratitlinum. Það hefur aldrei gerst áður að þrjár stúlkur úr sama liðinu hafi verið tilnefndar. Þetta er mikil viðurkenning fyrir varnarvinnu okkar,“ sagði Steinunn, sem byrjaði að leika með Framliðinu tímabilið 2009-2010.

„Ætluðum okkur gullið“

Stjörnustúlkan Rakel Dögg Bragadóttir sækir að marki Fram, þar sem Steinunn Björnsdóttir, Stella Sigurðardóttir og Guðrún Bjartmarz eru til varnar. Rakel Dögg (27) stakk knettinum niður - sótti að Stellu um leið og hún sendi knöttinn til Jónu Margrétar Ragnarsdóttur (5), sem tók á rás með knöttinn... Steinunn náði að stöðva hana og Stella var búin að loka á sendingu til Þórunnar Gunnarsdóttur á línunni. Vel gert - góð varnarvinna!

Varnarvinna! Steinunn Björnsdóttir sagði að öll skotin um „Silfurstúlkur“ hafi styrkt leikmenn

Page 17: Meistarablað Fram

fram 17

Andrés Önd Komdu í áskrift núna á www.andrésönd.is

Aðeins 1.790.- á mánuðiNýtt blað á hverjum þriðjudegi!

ANDRÉS ÖND KOM FYRST ÚT Á ÍSLENSKU FYRIR 30 ÁRUM.

SÍÐAN ÞÁ HEFUR BLAÐIÐVERIÐ VINSÆLASTA ÍSLENSKA

TÍMARITIÐ Á ÍSLENSKUM HEIMILUM!

ÞAÐ LESA ALLIR ANDRÉS ÖND!

©Disney

NÝR ANDRÉS„Ætluðum okkur gullið“

Page 18: Meistarablað Fram

18 fram

Það var ótrúleg stemning í Íþróttahúsi fram við Safamýri 5. og 6. maí, en þá tryggðu Stúlkurnar og Strákarnir okkar sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik í miklum spennuleikjum - stúlkurnar lögðu Stjörnuna að velli 19:16 í oddaleik í rimmunni um meistaratitilinn, 3:2. Það voru þá 23 ár síðan framkonur tóku síðast á móti Íslandsbikarnum - arna Steinsen 1990. Strákarnir sigldu í kjölfarið og lögðu Hauka að velli 22:20 og höfðu betur í úrslitarimmunni 3:1. Strákarnir urðu síðast meistarar 2006.

fram hafði tvisvar áður fagnað tvöföldum sigri innanhúss - 1950 og 1970, en Fram hefur fagnað tvisvar tvöföldum sigri utanhúss - 1950 og 1980. Sveinn Halldór Ragnarsson og Kristján Oddsson eru þeir sem eru á lífi úr meistarahópunum 1950. Bæði meistaraliðin þá voru skipuð leikmönnum, sem voru skotfastir og sýndu mikla keppnishörku. Það á einnig við um meistaraliðin 1970 og nýkrýnda meistarahópa Fram. Sem og útimeistaraliðanna 1980. Sveinn. sem var fyrirliði karlaliðsins í átta ár - fyrst 18 ára, sagði að öll aðstaða og

umgjörð hafi verið önnur þá. „Á þessum árum var handknattleikurinn hjá körlum hliðaríþrótt hjá knattspyrnumönnum. Við æfðum tvo tíma í viku og voru þá saman við æfingar leikmenn í meistaraflokki, fyrsta og öðrum flokki. Ég var 22 ára og næst elsti leikmaður liðsins, en við vorum fjórir sem fæddir voru á árinu 1927 - ég, Kristján, Hilmar og Birgir. Aðrir voru mun yngri - Orri sá yngsti, átján ára. Við vorum sjö sem lékum alla leiki liðsins, en varamenn voru þeir Jón Jónsson og Svan Friðgeirsson, sem voru tilbúnir að koma inná ef eitthvað kæmi uppá. Reglur þá voru þannig - eins og í knattspyrnunni - að þegar leikmanni var skipt útaf, kom hann ekki inná aftur. Því fóru menn ekki af leikvelli nema alvarleg meiðsli kæmu uppá.“Sigurður Magnússon, síðar framkvæmdastjóri ÍSÍ, þjálfaði bæði karla og kvennalið Fram, sem urðu einnig Íslandsmeistarar utanhúss 1950. „Sigurður, sem var áður leikmaður hjá ÍR og lék handknattleik þó haltur væri, var útsjónasamur þjálfari. Hann varð einnig dómari og mjög drífandi maður í handknattleiknum á Íslandi. Hann sá

til dæmis um val á fyrsta landsliðshópi Íslands og stjórna landsliðinu í fyrstu landsleikjunum í Svíþjóð og Danmörku 1950,” sagði Sveinn. Sveinn var einn af fjórum leikmönnum Fram sem voru valdir í fyrsta landsliðshóp Ísland - til æfinga fyrir heimsmeistarakeppnina í Svíþjóð 1950, sem aldrei varð úr vegna ónægrar þátttöku. Hinir voru Kristján, Birgir og Orri. Orri gat ekki æft með hópnum vegna meiðsla á fæti, en Sveinn gekk á fund Sigurðar og sagði sig úr hópnum. „Ég hafði samband við Sigurð og sagðist ekki treysta mér - hafði ekki sjón í þetta. Sjónin var ekki það góð, að ég gat séð hvað leiktíma leið og hver staðan var. Í þá daga léku menn ekki með gleraugu og sjónlinsur voru ekki orðnar það góðar að þær nýttust,“ sagði Sveinn. Í þá daga mátti leikmaður aðeins halda knettinum í þrjár sekúntur og taka aðeins eitt skref með knöttinn. Stúlkurnar saumuðu sjálfar keppnisbúningana. „Við keyptum fánaefni hjá Gefjun - Það sem notað var í íslenska fánann. Það var hinn eini sanni Framlitur. Það var ekki þægilegt

Þjálfarar og fyrirliðar1950• SIGURÐUR Magnússon var þjálfari bæði karla- og kvennaliðs Fram sem unnu tvöfalt inni og úti.• FYRILIÐI karlaliðsins var Sveinn Halldór Ragnarsson, kvennaliðsins Hulda Pétursdóttir. Bæði liðin urðu innanhússmeistarar að Hálogalandi. Karlaliðið varð utanhússmeistari á Akureyri 25. júní, kvennaliðið í Engidal í Hafnarfirði 31. júlí.

1970• GUNNLAUGUR Hjálmarsson var þjálfari karlaliðsins, Gylfi Jóhannesson þjálfari kvennaliðsins.• Ingólfur Óskarsson var fyrirliði karlaliðsins, Halldóra Guðmundsdóttir kvennaliðsins. Bæði liðin urðu meistarar í Laugardalshöllinni.

Hjón2013 urðu hjón meistarar með Framliðunum. Þorri Björn Gunnarsson, fyrirliði og hægri hornamaður - og Guðrún Bjartmarz, markvörður.

Íslandsmeistarar Fram í karla og kvennaflokki 1950 - bæði innan og utanhúss. Aftari röð frá

vinstri: Sigurður Magnússon, þjálfari, Birgir Þorgilsson, Jón Elíasson, Hilmar Ólafsson, Kristján

Oddsson, Halldór Lúðvíksson, Orri Gunnarsson, Sveinn H. Ragnarsson, fyrirliði, Jón Jónsson,

Svan Friðgeirsson og Gunnar Nielsen, formaður Knattspyrnufélagsins Fram. Fremri röð: Gyða

Gunnarsdóttir, Nana Gunnarsdóttir, Hulda Pétursdóttir, fyrirliði, Erla Sigurðardóttir, Ólína Jónsdóttir,

Inga Lárenzíusdóttir, Sigríður Jónsdóttir og Ragna Lára Ragnarsdóttir.

aðalsmerki meistaraliða fram 1950, 1970 og 2013 var og er...

Skot-harka og keppnis-skap!

Page 19: Meistarablað Fram

fram 19

Íslandsmeistarar Fram í karla og kvennaflokki 1970. Aftari röð frá vinstri: Jón Þorláksson,

formaður Knattspyrnufélagsins Fram, Gylfi Jóhannesson, sem þjálfaði einnig kvennaliðið,

Pálmi Pálmason, Jón Pétursson, Stefán Þórðarson, Þorsteinn Björnsson, Ragnar Gunnarsson,

Sigurbergur Sigsteinsson, Ómar Arason, Sigurður Einarsson, Guðjón Jónsson, Jón Sigurðsson,

Guðjón Erlendsson, Ingvar Bjarnason, Arnar Guðlaugsson, Axel Axelsson, Ingólfur Óskarsson,

fyrirliði, og Ólafur A. Jónsson, formaður handknattleiksdeildar Fram. Á myndina vantar:

Björgvin Björgvinsson, Guðjón Ragnarsson og Gunnlaug Hjálmarsson, þjálfara. Fremri röð:

Sigrún Guðmundsdóttir, Guðrún B. Aðalgeirsdóttir, Guðrún Sverrisdóttir, Eva Geirsdóttir,

Kristín Orradóttir, Þórdís Ingólfsdóttir, Oddný Sigsteinsdótir, Regína Magnúsdóttir, Halldóra

Guðmundsdóttir, fyrirliði, Jónína Jónsdóttir, Ósk Ólafsdóttir, Arnþrúður Karlsdóttir, Helga

Magnúsdóttir, Jóhanna Sigsteinsdóttir og Silvía Hallsteinsdóttir.

Arna Steinsen, fyrirliði Fram 1990, með bikarinn.

1970

að vera í þessum búningum eins og nærri má geta,“ sagði Erla Sigurðardóttir, markvörður liðsins. Karlalið Fram varð meistari 1950 11. mars, stúlkurnar 29. mars. 1970 varð karlaliðið meistari 19. apríl, kvennaliðið 22. apríl.

Sterk ættartré Það eru sterkar ættartrésrætur sem liggja á milli meistaraliðanna 1950, 1970 og 2013.

1950... voru systkini sem fögnuðu meistaratitlinum, eins og í ár. Sveinn og Ragna Lára, börn Ragnars Lárussonar, formanns Fram 1939-1942, voru þá á ferðinni. Ragnar Lárus Kristjánsson, núverandi varaformaður Fram, er sonur Rögnu Láru. Einnig Orri, Nana og Gyða, börn Gunnars Halldóssonar, formanns Fram 1910. Orri er faðir Kristínar, sem var í meistaraliðinu 1970 og útimeistari 1980. Sigríður Jónsdóttir, er systir Guðjóns, sem varð meistari 1970. Dóttir hans er Guðríður, sem var í Framliðinu úti 1980 og aðstoðarþjálfari kvennaliðsins 2013. Halldór Lúðvíksson (sonur Lúðvíks Þorgeirssonar, formanns Fram 1935-1937) og Kristján Oddsson eru

systrasynir. Dóttir Halldórs er Jóhanna, sem var í kvennaliði Fram 1970 og 1980. 1970... voru systkini sem fögnuðu meistaratitlinum. Jóhanna, Oddný og Sigurbergur Sigsteinsbörn.

1980... lék Jóhann G. Kristinsson með utanhússmeistaraliðinu. Hann er faðir Sigurbjargar, varafyrirliða núverandi meistaraliðs Fram. Kolbrún Jóhannsdóttir, markvörður og Guðmundur Kolbeinsson, liðsstjóri kvennaliðsins, eru hjón.

2013... léku systkinin Þorri Björn og Ásta Birna Gunnarsbörn með Framliðunum og voru fyrirliðar. Þorri Björn meiddist eftir ellefu umferðir á Íslandsmótinu og tók Haraldur Þorvarðarson við fyrirliðastöðunni.

1980* AXEL Axelsson var þjálfari karlaliðsins, Sigurbergur Sigsteinsson þjálfari kvennaliðsins.* FYRIRLIÐI karlaliðsins var Hannes Leifsson, kvennaliðsins Oddný Sigsteinsdóttir, systir Sigurbergs. Bæði liðin urðu meistarar í porti Austurbæjarbarnaskólans.

2013* EINAR Jónsson var þjálfari karlaliðsins, Halldór Jóhann Sigfússon kvennaliðsins.* ÁSTA Birna Gunnarsdóttir var fyrirliði kvennaliðsins, Þorri Gunnarsson karlaliðsins. Bæði liðin urðu meistarar í Íþróttahúsinu í Safamýri.

Íslandsmeistarar Fram í karla og kvennaflokki 1950 - bæði innan og utanhúss. Aftari röð frá

vinstri: Sigurður Magnússon, þjálfari, Birgir Þorgilsson, Jón Elíasson, Hilmar Ólafsson, Kristján

Oddsson, Halldór Lúðvíksson, Orri Gunnarsson, Sveinn H. Ragnarsson, fyrirliði, Jón Jónsson,

Svan Friðgeirsson og Gunnar Nielsen, formaður Knattspyrnufélagsins Fram. Fremri röð: Gyða

Gunnarsdóttir, Nana Gunnarsdóttir, Hulda Pétursdóttir, fyrirliði, Erla Sigurðardóttir, Ólína Jónsdóttir,

Inga Lárenzíusdóttir, Sigríður Jónsdóttir og Ragna Lára Ragnarsdóttir.

Íslandsmeistarar Fram í karla og kvennaflokki utanhúss 1980. Aftasta röð frá vinstri: Margrét Blöndal, Axel Axelsson, leikmaður og þjálfari karlaliðsins, Jón Árni Rúnarsson, Jóhanna Halldórsdóttir, Kristín Orradóttir, Helga Magnúsdóttir og Dagur Jónasson. Miðröð: Kolbrún Jóhannsdóttir, Oddný Sigsteinsdóttir, fyrirliði, Þórlaug Sveinsdóttir, Jóhann G. Kristinsson, Egill Jóhannesson, Hannes Leifsson, fyrirliði, Björgvin Björgvinsson, Björn Eiríksson, Sigurður Þórarinsson og Guðmundur Kolbeinsson, liðsstjóri kvennaliðsins. Fremsta röð: Sveinbjörg Jónsdóttir, Jenný Grétudóttir, Atli Hilmarsson, Arna Steinsen, Guðríður Guðjónsdóttir, Gissur Þór Ágústsson, Sigrún Blómsterberg og Guðrún Sverrisdóttir.

Page 20: Meistarablað Fram

20 fram

Alhliða prentþjónusta

í hjartaReykjavíkur

101

● Bréfsefni

● Bæklingar

● Boðskort

● Veggdagatöl Þið veljið myndirnar sjálf

● Nafnspjöld

● Reikningar

● Umslög

ÁSRÚNPRENTÞJÓNUSTA

Skúlagötu 10Sími 695 1612Næg bílastæði!