menningarmerkingar - skáldastígur...halldór laxness places his novel brekkukotsannáll (the fish...

8
Skáldastígur Skáldastígur liggur upp að Unuhúsi, sem var athvarf skálda og gáfumenna á fyrstu áratugum tuttugustu aldar. Húsið, sem nefnt er eftir húsfreyjunni Unu Gísladóttur, er meðal annars frægt úr verkum Halldórs Laxness og Þórbergs Þórðarsonar, sem skrifuðu um það af miklum hlýhug. Í Ofvitanum (1940) eftir Þórberg segir af fyrstu kynnum hans af Unuhúsi. „Það var eins og enginn ætti þessa stofu. Það var eins og hún stæði hér í þjóðbraut heimsins til þess að allt mannkynið gæti gengið óboðið inn í hana. Hér kunni ég vel við mig. Hér fannst mér ég ætti alltaf að eiga heima.“ Skáldastígur (The Poets‘ Path) runs up to the small house Unuhús, which served as a salon for writers and intellectuals during the first decades of the twentieth century. Unuhús, named after its mistress Una Gísladóttir, is affectionately mentioned in the works of Halldór Laxness and Þórbergur Þórðarson. In the latter‘s autobiographical novel Ofvitinn (The Eccentric, 1940), he tells of his first visit to the house. “It was as if this living room belonged to no one. It was as if it just stood here on the world‘s highway and all of humanity could walk in uninvited. I liked it here. I felt like I should always have a home here.” meira/more

Upload: others

Post on 28-Mar-2021

4 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Menningarmerkingar - Skáldastígur...Halldór Laxness places his novel Brekkukotsannáll (The Fish Can Sing, 1957) here. The farm Brekkukot in the The farm Brekkukot in the novel

SkáldastígurSkáldastígur liggur upp að Unuhúsi, sem var athvarf skálda og gáfumenna á fyrstu áratugum tuttugustu aldar. Húsið, sem nefnt er eftir húsfreyjunni Unu Gísladóttur, er meðal annars frægt úr verkum Halldórs Laxness og Þórbergs Þórðarsonar, sem skrifuðu um það af miklum hlýhug. Í Ofvitanum (1940) eftir Þórberg segir af fyrstu kynnum hans af Unuhúsi.

„Það var eins og enginn ætti þessa stofu. Það var eins og hún stæði hér í þjóðbraut heimsins til þess að allt mannkynið gæti gengið óboðið inn í hana. Hér kunni ég vel við mig. Hér fannst mér ég ætti alltaf að eiga heima.“

Skáldastígur (The Poets‘ Path) runs up to the small house Unuhús, which served as a salon for writers and intellectuals during the first decades of the twentieth century. Unuhús, named after its mistress Una Gísladóttir, is affectionately mentioned in the works of Halldór Laxness and Þórbergur Þórðarson. In the latter‘s autobiographical novel Ofvitinn (The Eccentric, 1940), he tells of his first visit to the house.

“It was as if this living room belonged to no one. It was as if it just stood here on the world‘s highway and all of humanity could walk in uninvited. I liked it here. I felt like I should always have a home here.”

meira/more

Page 2: Menningarmerkingar - Skáldastígur...Halldór Laxness places his novel Brekkukotsannáll (The Fish Can Sing, 1957) here. The farm Brekkukot in the The farm Brekkukot in the novel

HressingarskálinnHér í Austurstræti 20, í einni elstu byggingu borgarinnar, hefur kaffihúsið og veitingastaðurinn Hressingarskálinn verið rekinn með hléum frá árinu 1932. Húsið sjálft á sér langa sögu, sem nær aftur til ársins 1805 þegar það var flutt tilhöggvið frá Svíþjóð. Hressingarskálinn hefur í gegnum tíðina verið griðastaður skálda, listamanna og gáfumenna. Mörg merkustu skáld Reykjavíkurborgar hafa vermt sæti Skálans, en þekktasti fastagesturinn er þó vafalaust skáldið Steinn Steinarr (1908-1958), sem átti ávallt sinn stað vísan í eldri hluta hans.

„Kaffihúsin eru minn háskóli.“ – Steinn Steinarr, við Ragnar í Smára þegar Steinn hafði þótt heldur þaulsætinn á kaffihúsum Reykjavíkur.

Here in Austurstræti 20, one of the oldest buildings in Reykjavík, the café and restaurant Hressingarskálinn (The Refreshment Lodge) opened in 1932. The building itself traces its history to the beginning of the 19th century. Hressingarskálinn, or in its contracted form Hressó, has through the decades been a gathering place of writers and intellectuals. Many of Reykjavík’s best known authors sought shelter, nourishment and food for thought within its walls. Among Hressó’s best known regulars was the modernist poet Steinn Steinarr (1908-1958).

“I get my higher learning in cafés,” answered Steinn Steinarr, when it was implied that he spent too much time in the city‘s cafés.

meira/more

Page 3: Menningarmerkingar - Skáldastígur...Halldór Laxness places his novel Brekkukotsannáll (The Fish Can Sing, 1957) here. The farm Brekkukot in the The farm Brekkukot in the novel

Málfríður EinarsdóttirMálfríður Einarsdóttir rithöfundur (1899-1983) bjó lengi hér á efstu hæð pósthússins þar sem maður hennar Guðjón Eiríksson var húsvörður. Fyrsta bók Málfríðar, Samastaður í tilverunni, kom út þegar hún var á áttræðisaldri. Hún var þó enginn nýgræðingur, því hún hafði stundað skriftir og þýðingar í áratugi áður en hún fékk verk sín útgefin. Skáldsögur hennar og minningabækur eru einstakar í íslenskri bókmenntasögu en auk þeirra sendi hún frá sér ljóð og smásögur og þýddi verk eftir erlenda höfunda.

„Ætíð hef ég átt samastað, að minnsta kosti hefur aldrei farið svo að ég hef þurft að vera hvergi …“

The writer Málfríður Einarsdóttir (1899-1983) lived on the top floor of this post office building in the twentieth century. Her first book, the autobiographical novel Samastaður í tilverunni (A Place to Belong), was published when Málfríður was in her late seventies, although she had been writing for decades before. Málfríður has a unique place in Icelandic literary history, despite her late appearance.

“I have always belonged to a place, at least I have never had to dwell nowhere …”

meira/more

Page 4: Menningarmerkingar - Skáldastígur...Halldór Laxness places his novel Brekkukotsannáll (The Fish Can Sing, 1957) here. The farm Brekkukot in the The farm Brekkukot in the novel

Melkot Við suðvesturenda þessarar lóðar stóð bærinn Melkot, sem var einn af síðustu torfbæjunum í Reykjavík. Melkot var tómthúsbýli byggt á 18. öld, en bærinn var rifinn árið 1915. Þessi bær var fyrirmynd Brekkukots í skáldsögunni Brekkukotsannáll (1957) eftir Nóbelsskáldið Halldór Laxness. Melkot tengdist fjölskyldu Halldórs því Sigríður, móðir hans, ólst upp á bænum og þar kynntist hún Guðjóni föður hans þegar hann var vinnumaður þar.

„Í þessum bæ átti hann afi minn heima, hann Björn sálugi í Brekkukoti sem veiddi stundum hrokkelsin á vorin, og hjá honum sú kona sem hefur staðið nær mér en flestar konur þó ég vissi færra um hana, hún amma mín. Þetta litla moldarhús var ókeypis gistiherbergi handa hverjum sem hafa vildi.“

At the south-west corner of this lot stood the cottage Melkot, one of the last turf farms in Reykjavík. Melkot was built in the 18th century, but the houses were torn down in 1915. The Nobel Prize winner Halldór Laxness places his novel Brekkukotsannáll (The Fish Can Sing, 1957) here. The farm Brekkukot in the novel is modelled on Melkot, where Laxness‘ own mother, Sigríður, grew up and later got to know his father, Guðjón, when he became a farm hand at Melkot.

“This is where my grandfather lived, the late Björn of Brekkukot who sometimes went fishing for lumpfish in springtime; and with him lived the woman who has been closer to me than most other women, even though I knew nothing about her: my grandmother. This little turf cottage was a free and ever-open guest-house for anyone and everyone who had need of shelter.”

meira/more

Page 5: Menningarmerkingar - Skáldastígur...Halldór Laxness places his novel Brekkukotsannáll (The Fish Can Sing, 1957) here. The farm Brekkukot in the The farm Brekkukot in the novel

Hannes HafsteinHér að Grundarstíg 10 bjó Hannes Hafstein (1861-1922), ljóðskáld og fyrsti ráðherra Íslands. Hann lét byggja húsið, sem var eitt af fimmtán fyrstu steinhúsunum í Reykjavík. Hér bjó hann ásamt fjölskyldu sinni frá 1915 til dauðadags, en Hannes lést á heimili sínu þann 13. desember 1922. Ljóð Hannesar eru tilfinningaþrungin og full af lífsþrótti, eins og upphafslínur eins þekktasta þeirra, „Stormur“, bera vitni um. „Ég elska þig stormur, sem geisar um grund / og gleðiþyt vekur í blaðsterkum lund, / en gráfeysknu kvistina bugar og brýtur / og bjarkirnar treystir um leið og þú þýtur.“ Hannes Hafstein (1861-1922), poet and the first Minister for Iceland, lived in this house at Grundarstígur 10 with his family from 1915, until he passed away here in his home on December 13, 1922. At the time the house was one of only fifteen stone houses in Reykjavík. The poems of Hannes Hafstein are emotionally stirring and full of vigor, as evident in the first stanza of his well known poem “Stormur” (Storm).

“I love you, storm, as you roar on the field / and rustling gladness from deep groves yield / and kink and crumble each brittle gray limb / and brace up the birches as you skim.”

meira/more

Page 6: Menningarmerkingar - Skáldastígur...Halldór Laxness places his novel Brekkukotsannáll (The Fish Can Sing, 1957) here. The farm Brekkukot in the The farm Brekkukot in the novel

LaugavegurLaugavegurinn dregur nafn sitt af gömlu þvottalaugunum í Laugardal en þangað báru konur þvott frá Reykjavík til þess að þvo í heitu laugunum allt til ársins 1930. Árið 1885 var hafist handa við að leggja veg til þess að auðvelda fólki leiðina að laugunum og var vonast til að burður á þungum þvotti legðist af með bættum samgöngum. Margrét Jónsdóttir (1893-1971) skáld, sem er líklega þekktust fyrir kvæði sitt „Ísland er land þitt“, gerði aðstæðum þvottakvennanna góð skil í ljóðinu um Þórunni gömlu þvottakonu, sem þvoði þvott fyrir aðra en lifði sjálf við kröpp kjör. Hér er fyrsta erindi ljóðsins.

„Þórunn gamla þvottakona / þrammar áfram köld og sljó, / eftir dagsins erfiðleika / á hún von á hvíld og ró. / Vetur yfir veginn breiðir / voð úr mjallahvítum snjó.“

The street name Laugavegur derives from the hot springs in Laugardalur (Hot Spring Valley), where the women of Reykjavík washed their laundry up until the 1930‘s. Women carried laundry from the town, which was originally down the hill from here, to the valley and back. In 1885, a road was laid to make the journey to the springs easier. The poet Margrét Jónsdóttir (1893-1971) depicts the harsh reality of these hard-working women in her poem about Þórunn, the old washerwoman who did laundry for wealthy families, while she lived in poverty.

“Old Thórunn the washerwoman / plods along, stunned and cold; / another day of aching toil / is finally all told. / Before her, winter’s snow-white bolts / of softest wool unfold.”

meira/more

Page 7: Menningarmerkingar - Skáldastígur...Halldór Laxness places his novel Brekkukotsannáll (The Fish Can Sing, 1957) here. The farm Brekkukot in the The farm Brekkukot in the novel

Torfhildur HólmTorfhildur Hólm (1845-1918) var brautryðjandi á ýmsum sviðum íslenskra bókmennta. Hún var fyrsti atvinnurithöfundur landsins og fyrst íslenskra kvenna til að hljóta skáldastyrk úr landssjóði, árið 1891. Því var reyndar mótmælt og var styrkurinn þá lækkaður og kallaður „ekknastyrkur”. Torfhildur bjó hér í Ingólfsstræti 18 síðustu ár ævinnar en hún lést úr spænsku veikinni sem geisaði þá í landinu. Torfhildur skrifaði skáldsögur og smásögur og er fyrsti Íslendingurinn sem sendi frá sér sögulega skáldsögu. „Ég var sú fyrsta sem náttúran dæmdi til þess að uppskera hina beisku ávexti gamalla rótgróinna hleypidóma gegn litterærum dömum.” Torfhildur Hólm (1845-1918) was in many ways a pioneer in Icelandic literature. She was the first Icelandic writer who made writing her sole career and she was the first female author to receive a public writer‘s grant, in 1891. This was disputed and the name of the grant was thus changed into “widow‘s grant”. Torfhildur lived here in Ingólfsstræti 18 in her last years. She caught the Spanish flu that ravaged Iceland in 1918 and passed away shortly after. Torfhildur Hólm wrote novels and short stories and was the first Icelander to publish a historical novel. “I was the first that nature doomed to reap the sour fruit of old ingrained prejudice against literary ladies.”

meira/more

Page 8: Menningarmerkingar - Skáldastígur...Halldór Laxness places his novel Brekkukotsannáll (The Fish Can Sing, 1957) here. The farm Brekkukot in the The farm Brekkukot in the novel

Theodóra ThoroddsenÍ þessu húsi, sem áður stóð við Vonarstræti 12, bjó Theodóra Thoroddsen skáld (1863-1954) ásamt fjölskyldu sinni. Hún er þekktust fyrir þulur sínar og má segja að með þeim hafi hún brotið sér leið út úr föstu kveðskaparformi fyrri alda og átt þannig þátt í endurnýjun íslenskrar ljóðagerðar á tuttugustu öld. Þulurnar voru fyrst gefnar út á bók árið 1916 með myndskreytingum Guðmundar Thorsteinsson (Muggs), systursonar hennar. Margar sækja þær efni sitt í þjóðsagnahefðina en Theodóra orti ekki síst um stöðu kvenna, enda var hún sjálf þrettán barna móðir og hefur án efa ekki haft allan þann tíma til skrifta sem hún óskaði sér.

„Mitt var starfið hér í heim / heita og kalda daga / að skeina krakka og kemba þeim / og keppast við að staga. / Ég þráði að leika lausu við / sem lamb um græna haga.“

This house, originally located in Vonarstræti 12 by the Reykjavík City Lake, was the home of poet Theodóra Thoroddsen (1863-1954). She is one of Iceland‘s best known poets of the so called “thula”, a genre of long poems or enumerations that have their origin in the oral tradition of Icelandic and Nordic poetry. Theodóra renewed this tradition and thus had a part in the recreation of Icelandic poetry in the twentieth century. Many of her poems take themes from Icelandic folklore and Theodóra also wrote extensively about the reality of women, herself being a mother of thirteen.

“In this world it was my work / on days both hot and cold / to wipe kids‘ bums and comb their hair / and race to mend their clothes. / I yearned to leap and run free / like a lamb loosed from its fold.”

meira/more