mýturnar um evrópusambandið

32
Mýturnar um Evrópusambandið! Fyrri hluti. Sema Erla Serdar Stjórnmála- og Evrópufræðingur Verkefnastjóri Já Ísland

Upload: samfylkingin

Post on 26-Jul-2015

2.511 views

Category:

Documents


2 download

TRANSCRIPT

Page 1: Mýturnar um Evrópusambandið

Mýturnar um Evrópusambandið! Fyrri hluti.

Sema Erla Serdar

Stjórnmála- og Evrópufræðingur Verkefnastjóri Já Ísland

Page 2: Mýturnar um Evrópusambandið

1. Hvað er Evrópusambandið?

“Evrópusambandið er; bein og ómenguð spegilmynd

Sovét óskapnaðarins” “Sovét ESB þróast hratt í átt

að stórríki Evrópu þar sem lýðræði er fótum troðið”

“Gestapó, Breivik, ESB” “ESB er sköpunarverk nasista”

“EUSSR” “Angela Merkel er hættulegasti leiðtogi

Evrópu – meiri ógn við heimsfriðinn en Ahmadinejad”

Page 3: Mýturnar um Evrópusambandið

Hvað er Evrópusambandið.

“Við erum ekki að sameina ríki

- við erum að tengja saman fólk”

• Evrópusambandið á sér enga hliðstæðu í sögunni

• Evrópusambandið er stærsta tilraun mannkyns til að tvinna saman sameiginleg örlög manna á friðsaman hátt

Page 4: Mýturnar um Evrópusambandið

2. Cheerios og Cocoa Puffs bannað í ESB?

“Cheerios útilokar aðild að ESB!”

• Mýtan um að Cheerios sé

bannað í Evrópusambandinu er ein af þessum sem virðist aldrei ætla að deyja út...

..rétt eins og sú að nú sé bannað að selja gamla Cocoa Puffsið út af reglugerð frá ESB.

Page 5: Mýturnar um Evrópusambandið

2. Cheerios og Cocoa Puffs er ekki bannað í ESB.

• Staðreyndin er sú að framleiðandi Cheerios í Bandaríkjunum, General Mills, á í samstarfi við evrópska matvælaframleiðandann Nestlé, sem framleiðir Cheerios og dreifir á evrópskum markaði.

• Hvað Ísland varðar yrði ennþá hægt að flytja inn og selja Cheerios þó svo að landið gangi í ESB....

...og ákvörðunin um að flytja inn nýja tegund Cocoa Puffs á rætur sínar að rekja í nýlega íslenska löggjöf.

Page 6: Mýturnar um Evrópusambandið

3. Þjóðsöngurinn og þjóðfáninn lagður niður?

“Íslendingar skikkaðir til að skipta um fána”

“Harpan opnuð með þjóðsöng ESB”

“Íslenski fáninn verður lagður niður og fáni Evrópusambandsins tekinn upp í staðinn sem

þjóðfáni Íslendinga”

Page 7: Mýturnar um Evrópusambandið
Page 8: Mýturnar um Evrópusambandið

4. Rjúpuveiðar bannaðar innan ESB?

Aðild Íslands að ESB mun engu breyta um veiðar á rjúpu hér á landi. Öllum aðildarríkjum Evrópusambandsins er heimilt að leyfa veiðar á

rjúpu á yfirráðasvæði sínu. Íslensk stjórnvöld ákveða því áfram hvort og hvenær veiðar á

rjúpu eru leyfðar.

Page 9: Mýturnar um Evrópusambandið

5.

Page 10: Mýturnar um Evrópusambandið

5. Það er ekki til neitt sem heitir Evrópusambandsher!

• Evrópusambandið hefur ekki eigin her á sínum snærum

• Aðildarríki sambandsins starfa þó saman að öryggis- og varnarmálum

• Búið að semja um kaflann um utanríkis- öryggis- og varnarmál, í samningaviðræðum Íslands og ESB – tryggt að Ísland verður áfram

herlaust land, gangi Ísland í ESB

Page 11: Mýturnar um Evrópusambandið

6. Innflytjendur og flóttamenn. “hér fyllist allt af innflytjendum og

útlendingum ef við göngum í ESB”

Rangt! • Aðild Íslands að ESB hefur ekki nein áhrif á

innflutning fólks og búsetu erlendra manna á Íslandi. Við erum nú þegar í fullu samstarfi við ESB-ríkin um frjálsa för innan svæðisins, og í Schengen-samstarfinu um landamæravörslu og rétt flóttafólks. Á þessu verða því engar breytingar.

• Að sama skapi munu Íslendingar áfram geta lært, starfað, búið og ferðast innan svæðisins án vandkvæða.

Page 12: Mýturnar um Evrópusambandið

7. Ísland glatar fullveldi sínu með aðild að Evrópusambandinu!

“Við munum missa sjálfstæði okkar sem við börðumst fyrir að fá aftur”

“Við megum alls ekki gleyma því að við eru stoltir Íslendingar sem ætlum að vinna okkur út úr vandanum ekki láta eitthvað bákn í Brussel gleypa okkur og kúga”

Page 13: Mýturnar um Evrópusambandið

a) Hvað er fullveldi?

“Fullveldi, sjálfsforræði, sjálfstæði, óskoraður réttur ríkis til að fara með æðsta vald í landi sínu, óháð öðru en reglum alþjóðaréttar.”

Er þessi skýring við hæfi í dag? “Tími hins algilda og útilokandi fullveldis er liðinn,

það sem meira er hefur hugtakið aldrei staðið undir nafni.”

Boutros Boutrs Ghali, 1992.

Page 14: Mýturnar um Evrópusambandið

b) Ísland og Evrópa!

• Við tökum mikinn þátt í Evrópusamstarfi

• “aukaaðild að ESB”

• Noregur: EES-samningurinn meira afsal á fullveldi en aðild að ESB.”

Ísland mun styrkja fullveldi sitt með aðild að ESB.

Page 15: Mýturnar um Evrópusambandið

8. ESB og atvinnuleysi.

“Atvinnuleysi mun stóraukast á Íslandi með aðild að ESB.”

Það eru engin haldbær rök fyrir því að atvinnuleysi aukist, gangi ríki í ESB.

Atvinnuleysi tengist hvorki stefnumálum aðildarríkja né stofnunum ESB

Page 16: Mýturnar um Evrópusambandið

9. Hvað með náttúruauðlindirnar?

“Því víst er að með inngöngu í ESB munu aðildarþjóðirnar fjölmenna hingað sem sameinað

afl og framkvæma á okkur hópnauðgun. Þær munu notfæra sér fjölmenni sitt, vald og

máttleysi okkar til að ná auðlindunum frá okkur. Fyrst verður einblínt á tæra vatnið og síðan á óþrjótandi orkulindir. Þá fyrst verður Ísland

örvasa gamalmenni; „halt, blint og heyrnarlaust“ rúið inn að skinni með örfáar evrur í buddunni. Þá

fyrst getum við auðmjúk þegið súpu og brauð á rauðu ljósi frá ESB.”

Morgunblaðið.

Page 17: Mýturnar um Evrópusambandið

Er það virkilega svo?

• Evrópusambandið hefur ekkert eignarhald og engan yfirráðarétt yfir náttúruauðlindum aðildarríkjanna - hvort sem það eru skógar í Finnlandi, málmar í Svíþjóð, olía í Bretlandi eða jarðvarmi á Ítalíu

• Það sama myndi gilda hér á landi varðandi jarðhita, raforku, fallvötn og aðrar sambærilegar auðlindir á Íslandi

• sbr. 194. gr. Sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins

Page 18: Mýturnar um Evrópusambandið

10. Sjávarútvegurinn.

“ESB OG FISKURINN OKKAR SEM SKIFTIMYNT, NEI.”

“hér mun allt fyllast af spænskum og öðrum ESB-togurum sem munu þurrka upp fiskimiðin

okkar”

“ESB mesti óvinur landbúnaðar og sjávarútvegs á Íslandi”

“Án efa myndu brezk stjórnvöld og sjávarútvegur vilja komast yfir Ísland.

Page 19: Mýturnar um Evrópusambandið

“Frjáls aðgangur að miðum Íslands” “hér mun allt fyllast af togurum

ESB sem munu þurrka upp fiskimiðin okkar”

• Evrópusambandið á samkvæmt eigin reglum og án allrar undanþágu ekki rétt á kvóta í íslenskri lögsögu við Evrópusambandsaðild. – Reglan um “hlutfallslegan stöðugleika” – Reglan um veiðireynslu tryggir fasta

hlutdeild í stofninum – Sérstaða Íslands: engin veiðireynsla

erlendra aðila í 35 ár

Page 20: Mýturnar um Evrópusambandið

“Kvótinn fer úr landi” & “önnur ríki taka ákvarðanir um kvóta Íslands”

• Ákvörðunin kann að vera tekin “í Brussel” en ekki “af Brussel”

• Þau ríki sem eiga hagsmuna að gæta taka ákvarðanirnar

• Ákvörðun um heildarkvóta innan lögsögunnar verða á grunni íslenskra vísindamanna og ákvörðun íslenskra stjórnvalda

• Evrópusambandið hefur ekkert um það að segja hvernig aðildarríkin úthluta kvóta

• Kvótakerfið er og verður því á forræði Íslendinga einna.

Page 21: Mýturnar um Evrópusambandið

Mýturnar um Evrópusambandið! Seinni hluti.

Sema Erla Serdar

Stjórnmála- og Evrópufræðingur Verkefnastjóri Já Ísland

Page 22: Mýturnar um Evrópusambandið

Í síðustu viku

• Hvað er ESB

• Cheerios og Cocoa Puffs

• Þjóðfáni og þjóðsöngur

• Veiðar á rjúpum

• Evrópusambands-herinn

• Innflytjendur og flóttamenn

• Fullveldi og sjálfstæði

• Atvinnuleysi

• Náttúruauðlindir

• Sjávarútvegur

Fórum yfir þessar mýtur:

Page 23: Mýturnar um Evrópusambandið

11. Sala á heimabakstri bönnuð í ESB?

“Þessi ESB löggjöf það svo miki rugl sem kemur frá þeim, hvað hafa ekki verið bökuð margar tertu bæði fyrir afmæli fermingar giftingar og aðrar veislur?, og hvað hafa margir orðið veikir eftir.Nei nú verðum við að fara standa upp og fara mótmæla svona RUGLI sem kemur frá ESB.”

Page 24: Mýturnar um Evrópusambandið

11. ESB bannar ekki sölu á heimabakstri.

• Engar sérstakar reglur innan ESB varðandi bakstur og matargerð í heimahúsum og sölu á slíkum afurðum – nema matvælafyrirtæki sé beinlínis rekið í

heimahúsi

• Um bakstur og matargerð í heimahúsum gilda þar af leiðandi landslög í þeim aðildarríkjum sem hafa sett þess konar lög eða reglur

Page 25: Mýturnar um Evrópusambandið

12. Reglugerðir um banana og gúrkur?

“Nýlega voru sagðar fréttir af svöngum skólabörnum í Portúgal. Hungrið sverfur einnig að í Grikklandi og víðar í ESB þar sem atvinnuleysið er í tveggja stafa tölu. Sums staðar er t.d. helmingur ungs fólks án atvinnu.

Nú er mikil mildi að börnin fá að borða bogna banana og skakkar gulrætur. Fyrir fáeinum árum var það nefnilega reglugerðarbundið í hnefaþykkum doðröntum að henda skyldi öllu grænmeti sem var ekki rétt að lögun.”

www.heimssyn.blog.is

Page 26: Mýturnar um Evrópusambandið

12. Reglugerðir um banana og gúrkur?

• Það fer mörgum sögum af reglum um banana og gúrkur í ESB – “Hið ógurlega skrifræði ESB”

• Flestar sögurnar byggðar á misskilningi. • Þó heldur ekki rétt að segja að engar reglur séu

eða hafi verið til. • Hefur ávallt snúist um samræmda gæðastaðla til

þess að auðvelda viðskipti á mili landa – aldrei verið til reglugerð um hve bognir bananar eiga

að vera – gúrkum áður skipt í gæðaflokka (m.a. eftir þroska, lit

og lögun) • Í dag snýst þetta um almenna lágmarksstaðla fyrir grænmeti

og ávexti.

Page 27: Mýturnar um Evrópusambandið

13. Staðlaðir smokkar líka?

• “Herskarar evrópskra skriffinna og embættismanna hamast öllum stundum við að reyna að koma sér saman um staðla á öllum mögulegum (og ómögulegum) sviðum mannlegrar tilveru. Í fyrra vakti það til dæmis nokkra kátínu þegar fréttist af Evrópustöðlum í smokkagerð og var sérstaklega til þess tekið að ítalskir embættismenn hefðu lotið í lægra haldi og þurft að sætta sig við stærri smokka en þeir töldu nauðsynlegt og rétt.”

Pressan 16. og 17. tbl 1992 (fréttin birtist tvisvar)

• Evrópskir embættismenn gátu ekki látið helstu einkamál fólks í friði. Þeir viðurkenndu smokk sem læknisfræðilegt tæki og settu fram reglur um hvernig hann á að vera í smáatriðum. Þess vegna á evrópskur smokkur að vera a.m.k. 160 mm.”

Rússneska blaðið Pravda, júlí 2008.

Page 28: Mýturnar um Evrópusambandið

14. “alveg hægt” að ganga úr ESB!

• ESB neyðir enga þjóð til þess að vera með. • Lissabon-sáttmálinn:

– Óski aðildarríki eftir því að ganga úr ESB skal ríkið tilkynna það Leiðtogaráði ESB

– Samið um hvernig skal standa að úrsögn ríkisins og framtíðartengslum við sambandið

– Á gildistökudegi samnings um úrsögn eða, ef enginn slíkur samningur liggur fyrir, þegar tvö ár eru liðin frá tilkynningu um úrsögn, falla samningar viðkomandi ríkis við ESB úr gildi.

• Ekkert aðildarríki fram til þessa gengið úr ESB • Grænland

Page 29: Mýturnar um Evrópusambandið

15. “Rafmagn verður dýrara með ESB aðild!”

• Raforkuverð í Evrópusambandinu er ekki samræmt á milli aðildarríkja.

• Eurostat: – Árið 2011 var raforkuverð í Danmörku þrisvar

sinnum hærra en í Búlgaríu

• Skattlagning: – Í Bretlandi er lagður 4,75% skattur á rafmagn en

56,57% í Danmörku

Ekkert sem bendir til þess að raforkuverð hækki með aðild að ESB.

Page 30: Mýturnar um Evrópusambandið

16. Sérlausnir og undanþágur?

“Allt tal um undanþágur er blekking”

“Íslendingar fá ekki undanþágur”

“Engar sérlausnir hér á ferð”

“Allar skýringar á fordæmum um sérlausnir innihaldslausar”

“Ekkert um að semja”

Page 31: Mýturnar um Evrópusambandið

16. Sérlausnir og undanþágur – að sjálfsögðu!

• Tímabundnar undanþágur eða aðlögunarfrestir eru algengir í aðildarsamningum – Tíu ríkja stækkun 2004

• Sérstakar aðstæður kalla á sérlausnir – Danmörk – Bretland – Írland – Matla – Grikkland – Finnland – Svíþjóð – Króatía ...osfrv!

• Að halda því fram að ekki sé hægt að semja um sérlausnir og undanþágur í viðræðum við ESB er ekkert annað en blekkingaleikur!

Page 32: Mýturnar um Evrópusambandið

Að lokum...