n1 urslitakeppni 2009

24
ÚRSLITAKEPPNI 2009

Upload: media-group-ehf

Post on 10-Mar-2016

231 views

Category:

Documents


0 download

DESCRIPTION

N1 urslitakeppni 2009

TRANSCRIPT

Page 1: N1 urslitakeppni 2009

ÚRSLITAKEPPNI2009

Page 2: N1 urslitakeppni 2009

2

ALVÖRU BRAGÐ ENGINN SYKUR

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

33

70

3

HÆTTU AÐ VÆLA YFIR LÉLEGU FORMI OG GERÐU EITTHVAÐ Í MÁLUNUM!

Boot Camp skilar þér toppárangri og þú yfirstígur nýjar áskoranir á hverri æfingu.

Láttu þetta verða sumarið þar sem þú tekur skrefið til fulls!

35.000 kr.

SUMARTILBOÐ BOOT CAMP (11. MAÍ - 12. SEPTEMBER)

NÁNARI UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING ÁWWW.BOOTCAMP.IS

Suðurlandsbraut 6b | [email protected] | Sími: 517 6070

ENGAR AFSAKANIR! - ENGIN UPPGJÖF! - HÁMARKS ÁRANGUR!

Page 3: N1 urslitakeppni 2009

3

ALVÖRU BRAGÐ ENGINN SYKUR

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

33

70

3

HÆTTU AÐ VÆLA YFIR LÉLEGU FORMI OG GERÐU EITTHVAÐ Í MÁLUNUM!

Boot Camp skilar þér toppárangri og þú yfirstígur nýjar áskoranir á hverri æfingu.

Láttu þetta verða sumarið þar sem þú tekur skrefið til fulls!

35.000 kr.

SUMARTILBOÐ BOOT CAMP (11. MAÍ - 12. SEPTEMBER)

NÁNARI UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING ÁWWW.BOOTCAMP.IS

Suðurlandsbraut 6b | [email protected] | Sími: 517 6070

ENGAR AFSAKANIR! - ENGIN UPPGJÖF! - HÁMARKS ÁRANGUR!

Page 4: N1 urslitakeppni 2009

HV

ÍTA

SIÐ

/ S

ÍA -

12

03

- A

cta

vis

80

60

31

Íbúfen®– Bólgueyðandi og verkjastillandiNotkunarsvið: Íbúfen inniheldur íbúprófen sem er bólgueyðandi, verkjastillandi og hitalækkandi lyf. Íbúfen er notað við liðagigt, slitgigt, tíðaverkjum, tannpínu og höfuðverk. Einnig eftir minniháttar aðgerðir, t.d. tanndrátt. Varúðarreglur: Fólk sem hefur ofnæmi fyrir íbúprófeni eða öðrum skyldum lyfjum (NSAID), með skerta lifrarstarfsemi eða alvarlegan hjarta- og nýrnasjúkdóm ætti ekki að nota lyfið. Fólk sem hefur fengið astma, nefslímubólgu eða ofsakláða eftir töku acetýlsalicýlsýru eða annarra bólgueyðandi lyfja ætti ekki að nota lyfið. Nota skal lyfið með varúð hjá fólki með tilhneigingu til magasárs eða sögu um slík sár. Lyfið er ekki ætlað barnshafandi konum. Aukaverkanir: Íbúfen getur valdið aukaverkunum eins og t.d. meltingaróþægindum, niðurgangi, ógleði, útbrotum, þreytu og höfuðverk. Skammtastærðir: Fullorðnir: Venjulegir skammtar eru 600-2000 mg á dag í 3-4 jöfnum skömmtum. Ekki mælt með stærri skammti en 2400 mg. Börn: Venjulegir skammtar eru 20 mg/kg líkamsþunga á dag í 3-4 jöfnum skömmtum. Börnum <30 kg skal eigi gefa meira en 500 mg á dag. Lesið vel leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Júlí 2004.

Höfuð, herðar…

Page 5: N1 urslitakeppni 2009

5

Umsjón og ábyrgð:Útgefandi: Media Group ehfUmsjón: Guðmundur M. Ingvarsson Róbert Jóhannsson

Ljósmyndun: Media Group ehf Steinn Vignir KristjánssonPróförk: Erling Ó. Aðalsteinsson Umbrot: Media Group ehfPrentun: Prentheimar ehf

KARLAR - UNDANÚRSLITLEIKUR 1

Fimmtudagur 16. aprílKlukkan 19:30

LEIKUR 2Mánudagur 20. apríl

Klukkan 19:30

LEIKUR 3Fimmtudagur 23. apríl

Klukkan 19:30

—ÚRSLIT

:

:

:

:

:

:

KARLAR - ÚRSLITLeikur 1: Mánudagur 27. apríl Kl: 19:45

Leikur 2: Miðvikudagur 29. apríl Kl: 19:30

Leikur 3: Laugadagur 2. maí Kl: 16:00

Leikur 4: Þriðjudagur 5. maí Kl: 19:30

Leikur 5: Fimmtudagur 7. maí Kl: 19:30

:

:

:

:

:

KONUR - UNDANÚRSLITLEIKUR 1

Laugardagur 18. aprílKlukkan 16:00

LEIKUR 2Þriðjudagur 21. apríl

Klukkan 19:30

LEIKUR 3Föstudagur 24. apríl

Klukkan 19:30

—ÚRSLIT

:

:

:

:

:

:

KONUR - ÚRSLITLeikur 1: Þriðjudagur 28. apríl Kl: 19:30

Leikur 2: Föstudagur 1. maí Kl: 19:30

Leikur 3: Sunnudagur 3. maí Kl: 16:00

Leikur 4: Miðvikudagur 6. maí Kl: 19:30

Leikur 5: Laugardagur 9. maí Kl: 14:00

:

:

:

:

:

Í fyrsta sinn í fjögur ár mun úrslitakeppni skera úr um hvaða lið stendur uppi sem sigurvegari í N1 deildum karla og kvenna. Íslandsmeistaratitillinn er í boði og eiga öll fjögur liðin í karla- og kvennaflokki möguleika á að lyfta Íslandsmeistarabikarnum í maí.Skemmtilegri og spennandi deildarkeppni er lokið þar sem hart var barist um að komast í úrslitakeppnina og með því að hafa fjögurra liða úrslitakeppni hafði deildarkeppnin mikið vægi því erfitt var að vinna sér þátttökurétt og sterk lið þurfa að sætta sig við að sitja á áhorfendapöllunum og horfa á Fram, Hauka, HK, Stjörnuna og Val berjast um titlana sem í boði eru. Þegar karlalandsliðið vann til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum síðasta sumar jókst áhugi á handbolta til muna. Iðkendum íþróttarinnar hefur fjölgað ásamt því að fleiri áhorfendur sóttu leikina í deildarkeppninni en síðustu ár. Nú er komið að stuðningsmönnum liðanna og öðrum handboltaáhugamönnum að sýna þennan áhuga í verki og fylla íþróttahúsin næstu vikurnar. Bestu lið landsins munu sjá um að skemmta bæði sjálfum sér og áhorfendum þegar hart verður tekist á í hverjum leik enda mikið í húfi. Öll liðin geta

staðið uppi sem sigurvegari og sjaldan hefur verið erfiðara að spá fyrir um hvaða lið muni standa uppi sem sigurvegari. Öll fjögur liðin, bæði í karla- og kvennaflokki, hafa getu til að sigra og því skiptir stuðningur áhorfenda sköpum í hverjum leik. Það er því mikilvægt að áhorfendur fjölmenni til að styðja við sitt lið og skemmta sér því það er fátt skemmtilegra en að sitja á pöllunum, taka þátt í og njóta stemningarinnar á handboltaleik þegar allt er í húfi. Fátt jafnast á við leik í úrslitakeppni og það muna þeir sem sóttu leikina áður en úrslitakeppnin var lögð af á sínum tíma.

Úrslitakeppnin hafin á ný

Það lið sem fyrr vinnur tvo leiki fer í úrslit

Það lið sem fyrr vinnur tvo leiki fer í úrslit

Page 6: N1 urslitakeppni 2009

6

Á N1 STÖÐINNI

Fíto

n/SÍA

Nesti Ártúnshöfða, Bíldshöfða, Borgartúni, Fossvogi, Gagnvegi, Hringbraut,

Stórahjalla Kópvogi, Lækjargötu Hafnarfirði, Háholti Mosfellsbæ, Blönduósi, Staðarskála og Selfossi.

Meira fyrir orkuboltana

N1 hefur, í samráði við hreystikappana Arnar Grant og Ívar Guðmundsson, skerpt á framsetningu á hollum mat og drykk. Þannig er nú auðveldara fyrir íþróttafólk að velja rétta bitann í Nesti. Renndu við og nældu þér í hollan bita í leiðinni!

Page 7: N1 urslitakeppni 2009

7Aron Kristjánsson þjálfari Hauka setur stefnuna á að verja Íslandsmeistaratitilinn en liðið hefur ekki tapað deildarleik síðan í byrjun nóvember. Andstæðingar Hauka, Fram , eru sýnd veiði en ekki gefin og á Aron von á hörkuleikjum í undanúrslitaeinvígi liðanna.

Þrátt fyrir gott gengi undanfarið hafa nokkrir leikmanna Hauka átt við meiðsli að stríða en Aron á von því að allir leikmenn fyrir utan Gísla Jón Þórisson og Pétur Pálsson verði heilir þegar í úrslitakeppnina er komið. „Við höfum lent í smá meiðslum nú í lok tímabils en samt náð að halda dampi í deildinni og unnið leikina. Arnar Pétursson hefur verið mikið frá í vetur og við stefnum á að hann verði klár í úrslitakeppnina. Gunnar Berg hefur ekki getað beitt sér í sókn undanfarið og það kemur ekki í ljós fyrr en í fyrstu leikjunum hvort hann geti beitt sér sóknarlega. Sigurbergur Sveinsson er meiddur á hné en hann ætti að vera klár,“ sagði Aron

„Þetta gerir það að verkum að breiddin í liðinu er ekki eins mikil en við höfum verið að klára þessa leiki og hlutverkaskiptingin í liðinu hefur verið góð og aðrir leikmenn hafa stigið upp.“

Lentu upp við veggHaukar lentu í miklum vandræðum í deildinni á sama tíma og liðið lék í Meistaradeildinni. „Undirbúningstímabilið gekk gríðarlega vel. Við náðum fínum úrslitum gegn erlendum liðum og byrjuðum deildarkeppnina með tveimur sannfærandi sigrum en svo kom smá bakslag í þetta þegar við vorum í Meistaradeildinni. Álagið að vera í Meistaradeildinni er mjög mikið, bæði líkamlega og andlega. Þessir leikir verða hápunkturinn, það er tvennt ólíkt að mæta Flensburg í Meistaradeildinni eða mæta t.d. Val hér heima þó Valur sé með frábært lið. Þetta er allt annar heimur.“

„Þegar Meistaradeildin fór að líða undir lok vorum við komnir upp við vegg í deildinni og þurftum að fara að vinna og síðan þá höfum við ekki litið til baka. Við höfum unnið alla leiki í deildinni síðan 5. nóvember fyrir utan eitt jafntefli.“

Fram sigraði fyrstu tvo leiki liðanna á

leiktíðinni, 27-20, á Ásvöllum í október og, 35-29, í úrslitum deildarbikarsins á milli jóla og nýárs. Haukar sigruðu aftur á móti báða leiki liðanna, sem báðir fóru fram á heimavelli Fram, eftir áramót. Fyrri leikurinn var í lok janúar og endaði, 20-30, en sá síðari var leikinn í byrjun mars og þá sigruðu Haukar, 22-27.

„Við töpuðum fyrir Fram þegar við vorum í Meistaradeildinni á sama tíma og sá leikur tilheyrir því tímabili í tímabilinu okkar. Þeir unnu okkur í úrslitum deildarbikarsins og þar vorum við hrikalega lélegir og hefðum tapað fyrir hverjum sem er þar. Við sýndum styrk okkar í þessum tveimur leikjum eftir áramót þar sem þeir áttu í virkilegum vandræðum sóknarlega og við verðum að reyna að halda því taki.“

„Þeir hafa átt í vandræðum þegar við höfum spilað framarlega á móti þeim og varnarlega eru þeir upp og ofan. Þeir eru með markverði sem eiga stundum mjög góða leiki en detta niður á milli og eins vantar stöðugleika í vörnina þeirra. Þeir eiga stundum virkilega flotta leiki og detta niður á milli.“

„Mér finnst Fram vera með góðan mannskap og góðar skyttur. Þeir eru með efnilegasta örvhenta leikmann deildarinnar í Rúnari Kárasyni og svo er Magnús Stefánsson kominn í gang aftur vinstra megin þannig að þeir eru með hávaxna skotfasta leikmenn sem er þeirra aðalstyrkur. Þeir eru með reynda leikmenn og mér finnst þeir vera með

sterkt lið, gott sóknarlið,“ sagði Aron um helstu styrkleika Fram.

„Þeir léku mjög vel fyrir áramót en eftir áramót hafa þeir verið brokkgengir en það hafa verið batamerki á liðinu og ég held að þetta verði hörkuleikir gegn þeim. Liðin eru komin í fjögurra liða úrslit sem er góður árangur fyrir öll liðin og nú byrjar ný keppni með nýjum lögmálum. Við þurfum getað sigrað öll þessi lið í úrslitakeppninni til að verða Íslandsmeistarar sem við stefnum að. Fram hentar okkur svo sem ágætlega. Við þurfum að mæta þeirra styrkleika og nýta okkur þeirra veikleika,“ sagði Aron að lokum.

LykilmaðurinnÞað eru ekki margir leikmenn sama hafa tekið jafn miklum framförum og Sigurbergur Sveinsson tvö síðustu ár. Aron Kristjánsson segir þróun hans vera beina línu upp og hefur hann verðskuldað unnið sér sæti í landsliðinu. Sigurbergur skoraði 131 mark í 19 leikjum í vetur og lætur jafnan mikið að sér kveða í stóru leikjunum.„Það sem ég er hvað ánægðastur með er að hann er einbeittari nú í vetur en í fyrra og mikið stöðugri í sínum leik. Hann hefur

sýnt að hann er til alls megnugur og er með verðskuldað sæti í landsliðinu og er ein af okkar framtíðarskyttum. Styrkur hans liggur í því að hann getur allt sóknarlega. Hann er góður gegnumbrotsmaður, góður skotmaður. Hann getur skotið af gólfinu og stekkur mjög hátt og er hættulegur gegn sterkustu vörnum heims þar sem hann stekkur mjög hátt. Hann þarf að styrkja sig líkamlega til að verða sá leikmaður sem hann getur orðið. Svo þarf hann að bæta sig

varnarlega svo hann geti nýst sem bakvörður í framliggjandi vörn og 6-0 vörn. Hann á framtíðina fyrir sér,“ sagði Aron K r i s t j á n s s o n þjálfari Hauka um Sigurberg.

Sigurbergur Sveinsson

Hvalur HF Umboðssala Jóhönnu Tr BjarnasonSími 555-0099

Page 8: N1 urslitakeppni 2009
Page 9: N1 urslitakeppni 2009

9Valsmenn döðruðu nánast allt tímabilið við toppsæti N1-deildarinnar en þegar upp var staðið varð annað sætið þeirra. Þeir mæta því sterku liði HK sem fór illa með Val í lokaumferð deildarinnar og tryggði sér þar með þriðja sætið.

„Við erum mjög stemmdir. Það má segja að við séum búnir að bíða svolítið eftir þessu,“ sagði Óskar þegar við spurðum hann um stemninguna í hópnum. „Við töpuðum 21. febrúar fyrir Haukunum, viku fyrir bikarúrslitin, og þeir voru þar með komnir með innbyrðis á okkur. Þá voru þeir komnir á það gott ról að maður var ekkert að sjá að þeir væru neitt að fara að gefa eftir, sem þeir gerðu ekki. Ég var svona nokkuð sáttur við að við værum að klára okkar leiki, mér fannst við ekkert vera að spila neitt sérstaklega vel, eins og t.d. á móti FH og Akureyri en núna er bara byrjað nýtt tímabil.“

„Ólafur [Haukur Gíslason] er búinn að missa síðustu tvo leiki en ég geri ráð fyrir honum í úrslitakeppnina og Sigfús Sigurðsson er líka búinn að vera meiddur en ætti að vera tilbúinn fyrir úrslitakeppnina líka.“ sagði Óskar um hópinn sinn og bætir við: „Svo er Ernir að koma inn mjög sterkur núna, lítur bara mjög vel út en ég er ekki viss um að hann geti komið inn í HK leikina, spurning með framhaldið. Aðrir eru heilir.“Tímabilið hjá Val hefur verið nokkuð gott í allan vetur, jafnvel betra en Óskar þorði að vona. „Mér fannst við byrja betur en

ég bjóst við. Við áttum við mikil meiðsli og bara veikindi að stríða þannig að undirbúningstímabilið var mjög erfitt hjá okkur. Við misstum Erni strax, þetta var smá óvissa og við náðum aldrei að slípa okkur almennilega saman. Svo köstum við þessu frá okkur eftir áramót með því að tapa tvisvar fyrir Haukum, annars unnum við alla leiki fram að HK leiknum og veturinn bara búinn að vera góður þannig, þó svo maður vilji alltaf eitthvað meira.“

Valsmenn urðu bikarmeistarar í mars og telur Óskar að gengi liðsins þar eigi eftir að hafa mjög góð áhrif á úrslitakeppnina. „Við fórum erfiða leið í bikarnum, tókum HK í 32-liða, Fram í 8-liða, FH í undanúrslitum áður en við sigruðum Gróttu í úrslitunum, erum bikarmeistarar og urðum í öðru sæti. Við töpuðum heldur ekki leik á heimavelli sem ég er mjög sáttur við. Mér finnst við hafa komið vel inn í þessa spennuleiki og þolað þá vel, ég vona að það verði framhald á því.“

Skemmtileg gryfja„Við erum með heimaleikjaréttinn á móti HK sem ætti að hjálpa okkur. Þeir eru búnir að spila vel í þriðju umferð, eru á góðu róli og það er sjálfstraust í liðinu þannig að við erum að mæta þeim á erfiðum tíma, þeir eru að toppa á réttum tíma,“ segir Óskar um andstæðinga sína í undanúrslitunum. „Þeir eru komnir með Óla Bjarka inn úr meiðslum og svona, ég held að þetta verði bara

mjög verðugt og erfitt verkefni. Ég held að Valur, Haukar og HK geti öll gert atlögu að titlinum. Ég er ekki alveg viss með Fram, þeir eru búnir að missa leikmenn í meiðsli og annað núna þannig að þeir eru aðeins meira spurningamerki, en þetta snýst bara um dagsform hjá hinum þremur.“ „Þessi deild hefur bara verið mjög sterk í vetur og skemmtileg. Þessi lið eru bara vel mönnuð og góð og þess vegna ekki auðvelt að finna neina sérstaka veikleika. Það er auðveldara að tala um styrkleikana og þeir finnst mér helst liggja í breidd útileikmannanna hjá HK, þeir eru að fá menn úr meiðslum, menn sem geta tekið af skarið. Mér finnst þeir spila góðan sóknarhandbolta og svo eru þeir með Sverre sem lykilmann í

vörninni.“

Ef einhverja veikleika er að finna hjá HK telur hann að þeir séu helst í því að þeir spili einhæfa vörn. „Ef það er hægt að tala um einhverja veikleika þá er það spurningin hvort þeir geta farið í aðra vörn en 6-0. Svo eru svona einhver lítil atriði hjá þeim sem geta háð þeim.“ Valsliðið er ósigrað á heimavelli sínum, Vodafone-höllinni, og telur Óskar það eiga eftir að hjálpa þeim í úrslitakeppninni. „Þegar við fáum stemningu hérna held ég að þetta sé skemmtileg gryfja. Við erum farnir að finna okkur vel hérna, það tók smá tíma en nú erum við orðnir sterkir hér.

LykilmaðurinnFyrirliðinn og markvörðurinn Ólafur Haukur Gíslason hefur verið alveg hrikalega sterkur fyrir Val á þessu tímabili. Á tímum hefur hann lokað marki Valsmanna og tryggt þeim fjölmörg hraðaupphlaup sem hafa gert andstæðingum þeirra lífið leitt. Ólafur er kominn með fast sæti í svokölluðum 2012 hóp landsliðsins, en það er liðið sem á að vera tilbúið í slaginn fyrir Ólympíuleikana í London það ár. Óskar Bjarni Óskarsson hefur mikið álit á

Ólafi og sagði m.a. þetta um hann að loknum leik Vals og FH í Kaplakrika á dögunum: „Við fengum svakalega markvörslu, hann var að jarða þá hvað eftir annað. Hann var að taka mörg opin skot, tók af línunni og svo tók hann hornamennina, það er í raun bara ótrúlegt að þessi landsliðsþjálfari velji hann ekki í hópinn sinn.“ Ólafur náði þó ekki að vera með í síðustu tveimur leikjum Valsliðsins í deildinni en Óskar sagði hann hafa verið frábæran fram að því. „Óli er

búinn að vera góður, sérstak lega í þessum þ r e m u r s í ð u s t u leikjum áður en hann meiðist, þá var hann kominn á mjög gott ról,“ sagði Óskar.

Ólafur Haukur Gíslason

Page 10: N1 urslitakeppni 2009

10

Búllan

Smiðjuvegi 14 - 200 Kópavogur Sími 577 4230 - www.goldfinger.is

Gold�nger

Opið öll kvöld frá kl. 20.00

Page 11: N1 urslitakeppni 2009

11HK kemur inn í úrslitakeppnina á góðu róli og setur Gunnar Magnússon þjálfari liðsins stefnuna á að gera betur í ár en tvö síðustu ár en þá hefur liðið hefur unnið til silfurverðlauna í N1-deildinni.

„Allir okkar lykilmenn eru heilir í dag fyrir utan að Björn Ingi markvörður hefur átt við meiðsli að stríða undanfarnar vikur en hann verður leikfær þó hann sé ekki 100% heill. Hann mun spila. Allir mínir lykilmenn eru í toppstandi,“ sagði Gunnar skömmu áður en úrslitakeppnin hófst.

„Veturinn var okkur erfiður. Við náðum ekki að stilla upp okkar sterkasta liði fyrr en í seinni hluta febrúar og þetta hefur tekið á en á móti kemur að ég gat gefið mörgum ungum strákum úr öðrum flokki tækifæri fyrri hluta vetrar og þeir hafa fengið dýrmæta reynslu sem mun skila sér í framtíðinni.“

Þurfa að leika góðan sóknarleik„Við töpuðum ekki leik í þriðju umferð. Það var ákveðinn vendipunktur þegar við töpuðum unnum leik gegn Víkingi í Víkinni og gerðum jafntefli við Stjörnuna. Þá afskrifuðu okkur margir en þá spýttum við í lófana, gáfum í og erum að uppskera núna. Ég lagði upp með að fara með gott gengi í farteskinu inn í úrslitakeppnina. Tveir síðustu leikirnir skiptu ekki miklu máli fyrir okkur en ég tók ekki þann pól í hæðina að hvíla mikið af mönnum heldur fara á fullum dampi inn í úrslitakeppnina,“ en HK sigraði andstæðinga sína í úrslitakeppninni, Val, í síðasta leik deildarinnar.

„Vörn, markvarsla og hraðaupphlaup er þeirra styrkleiki. Þeir eru með tvo frábæra markverði sem hafa sjaldan klikkað í vetur og unnið marga leiki fyrir liðið. Vörnin er mjög sterk og þeir geta spilað 5-1 og 6-0 vörn og það skiptir miklu fyrir þá að Fúsi verður með. Þeir spila öðruvísi vörn en önnur lið, spænskt afbrigði og við þurfum að breyta aðeins um leikaðferð gegn þeim.“

„Við þurfum að nýta okkur þeirra veikleika í þessum leikjum en þeir eru ekki margir.

Við þurfum að spila góðan sóknarleik og koma í veg fyrir þeirra hraðaupphlaup. Við þjálfararnir þekkjumst mjög vel og þekkjum lið hvors annars mjög vel og spilum svipaðan leik. Við erum mjög líkir og liðin þekkjast mjög vel og ég á ekki von á mörgu sem kemur á óvart í þessu einvígi. Liðin eiga jafna möguleika í þessu einvígi og þetta er spurning um andlegan styrk. Leikurinn í síðustu umferðinni skiptir engu máli og telur ekkert. Við höfum ekki afrekað neitt ennþá.“

Gera Hlíðarenda að sínum heimavelliValur hefur ekki tapað leik á heimavelli sínum á leiktíðinni en Gunnar hefur fulla trú á að liði sínu takist að brjóta ísinn að Hlíðarenda. „Við þurfum að fara í Vodafone höllina og vinna en við erum með frábæra stuðningsmenn og að mínu mati eina bestu stuðningsmenn landsins. Ég trúi því og treysti að þeir mæti í Vodafone höllina og geri hana að okkar heimavelli. Það er lykillinn að okkar sigri að okkar fólk fjölmenni á Hlíðarenda og vinni sigur í þessari gryfju. Þeir hafa ekki tapað mörgum leikjum í þessari höll frá upphafi.“

„Eins og staðan er í dag í þjóðfélaginu er fátt skemmtilegra en að fara á handboltaleiki og við HK-menn erum með Binnamenn sem hafa margoft sýnt að þeir eru með bestu stuðningsmönnum á landinu og þeir eiga eftir að skila sínu og hjálpa okkur í þessari baráttu.“

„HK hefur aldrei komist í undanúrslit áður í úrslitakeppni og þetta er þriðja árið mitt með félagið og við höfum tekið tvö silfur. Allt er þegar þrennt er og nú ætlum við að ná gullinu og vinna fyrsta Íslandsmeistaratitilinn fyrir félagið. Það er það sem við hugsum um á hverjum degi þegar við vöknum,“ sagði Gunnar að lokum.

LykilmaðurinnValdimar Þórsson hefur verið einn allra besti leikmaður N1 deildar karla í vetur. Hann varð markahæstur í deildinni með 163 mörk í 21 leik þrátt fyrir að leika meiddur framan af móti. Gunnar Magnússon þjálfari HK er afar þakklátur fyrir að hafa Valdimar í sínu liði.„Hann hefur bætt hugarfarið mikið síðustu ár. Hann er fyrstu aftur í vörn og vinnur marga bolta þegar

hann keyrir til baka. Hann gerir leikmennina í kringum sig betri með stoðsendingum og er góður spilari. Fyrir einhverjum árum sáu menn hann ekki fyrir sér fyrstan aftur en auk þess er hann sigurvegari. Hann vinnur jafna leiki upp á sitt einsdæmi og ég vil að hann hafi boltann í lok jafnra leikja,“ sagði Gunnar um Valdimar

Valdimar Þórsson

Page 12: N1 urslitakeppni 2009

12

Geirsgötu 1, 101 ReykjavíkSími: 511 1888

Þú hringir og pöntunin er tilbúin þegar þú kemur!Tilboðin gilda einnig í veitingasal.

Fjölskyldutilboð2 stórir ostborgarar, 2 litlir ostborgarar

Stór skammtur af frönskum, 2 lítra gos & 2 kokteilsósur3.290 kr.

(bættu við stórum ostborgara - 690 kr.)(bættu við litlum ostborgara - 580 kr.)

Tilboð aldarinnar!!Stór ostborgari, franskar og gos

1.190 kr.

Matseðill

Kveðja Öddi og TommiOpið 11:30 – 21:00 alla daga.

HAPPY HAPPY!!!

Hard Rock Grísasamloka m/hrásalati 920 kr.Ost og skinku samloka 650 kr.Lítill franskar 350 kr.Stór franskar 650 kr.Búllu milkshake 550 kr

Stór Búlluborgari m/osti 750 kr.Lítill Búlluborgari m/osti 590 kr.Tvöfaldur ostborgari 890 kr.Grænmetisborgari (chillibaunabuff) 650 kr.Kokteil/Bernaise 110/190 kr.

Page 13: N1 urslitakeppni 2009

13Viggó Sigurðsson, þjálfari Fram, lítur á úrslitakeppnina sem nýtt tækifæri fyrir sitt lið til að sýna sínar bestu hliðar. Liðið lék mjög vel framan af móti en eftir áramót fór heldur að halla undan fæti í Safamýrinni.

„Við erum búnir að vera í meiðslavandræðum í allan vetur og ekkert lát á,“ sagði Viggó þegar við spurðum hann út í ástand leikmanna hans. „Við erum án Andra [Berg Haraldsson], Dóra [Halldór Jóhann Sigfússon] og Bjössa

[Björn Guðmundsson] í þessum leikjum en aðrir eru heilir. Það eru bara þeir sem taka kyndilinn.“ Um áramótin leit allt út fyrir að Fram yrði í hörkubaráttu um deildarmeistaratitilinn en raunin varð heldur betur önnur. Þeir náðu að tryggja sæti sitt í úrslitakeppninni með sigri á FH í næst síðustu umferð. „Nú er bara nýtt mót og nýir möguleikar. Ég tala ekki um fyrir okkur. Við höfum verið mjög brokkgengir í vetur og höfum spilað töluvert undir getu í talsverðan tíma þannig að menn eru að fá annað tækifæri. Við erum á toppnum um áramótin, vinnum deildarbikarinn til dæmis, en eftir áramótin hefur bara gengið illa hjá okkur. Þar spilast líka inn í að við erum með lykilmenn meira og minna frá og menn að koma úr meiðslum og fara í meiðsli aftur. Þetta er búið að vera ótrúlegt rót á liðinu og við höfum bara ekki spilað nándar nærri nógu vel eftir áramótin. Við eigum mikið inni. Við höfum bara aldrei náð að spila með allt okkar besta lið.“

Veit af veikleikum HaukaÞar sem Fram lenti í fjórða sætinu kemur

það í þeirra hlut að mæta deildarmeisturum Hauka sem hafa verið á mikilli siglingu eftir áramótin og ekki tapað leik frá því Fram sigraði þá í deildarbikarnum á milli jóla og nýárs. Viggó lítur þó jákvæðum augum á leikina framundan. „Þetta verður mjög skemmtilegt verkefni. Haukarnir hafa ólíkt okkur verið á talsverði siglingu undanfarið og hafa bara orðið sterkari og sterkari. Þeir eru að spila bara langbest í deildinni núna seinni partinn þannig að þetta er mjög verðugt verkefni.

Við erum núna búnir að spila við þá fjórum sinnum í vetur, búnir að vinna þá tvisvar, einu sinni að Ásvöllum og svo í deildarbikarúrslitunum, og tapa fyrir þeim tvisvar, en við ætlum okkur auðvitað að slá þá út. Það er bara ekkert annað í boði,“ sagði Viggó og glotti við. „Ég held samt að þeir henti okkur ágætlega, þeir eru búnir að spila mjög vel undanfarið og nú er það okkar að spýta í lófana og taka á þeim.“

Viggó veit vel af því að Haukarnir eru gríðarlega sterkir og telur hann tvo leikmenn vera þar fremsta í flokki. „Birkir Ívar hefur verið að spila mjög vel seinni part deildar og Sigurbergur [Sveinsson] hefur verið besti leikmaður deildarinnar. Hann er sá leikmaður sem hefur ásamt Aroni [Pálmarssyni, FH] sprungið út, hann er sá sem þarf að stoppa.“ Veikleika andstæðinganna var erfiðara að fá uppúr honum en

Viggó þóttist þó vita hvernig ætti að herja á þá. „Haukarnir eru mjög gott lið með mikla reynslu og verkefnið verður erfitt. Þeir hafa sína veikleika og við vitum af þeim,“ sagði hann og glottir aftur. „Haukarnir eru ekkert ósigrandi lið og hafa í sjálfu sér ekkert betri mannskap en við. Þetta er bara tækifæri fyrir okkur að sýna hvað í okkur býr.“

LykilmaðurinnEinn þeirra leikmanna sem hafa stokkið fram í sviðsljósið á þessu tímabili í N1-deildinni er örvhenta stórskyttan Rúnar Kárason. Hann var langmarkahæstur leikmanna Fram með 152 mörk og hefur frammistaða hans orðið til þess að Guðmundur Guðmundsson hefur valið hann í landsliðshóp sinn og sagði m.a. þetta um hann eftir jafntefli gegn Þjóðverjum í kringum áramótin þar sem Ísland tefldi fram mjög ungu liði: „Ég var ánægður með ungu strákana sem

sýndu úr hverju þeir eru gerðir. Rúnar var mjög góður og það er gott að hann nýtti tækifærið sitt svona vel.“ Leikirnir í úrslitakeppninni verða síðustu leikir Rúnars hér á landi, í það minnsta í bili, þar sem hann fer til liðs við Füchse Berlin í efstu deildinni í Þýskalandi, en það lið verður þjálfað af Degi Sigurðssyni. Rúnar er klárlega einn af okkar framtíðarleikmönnum og ekki langt þar til hann verður einn af „strákunum okkar.“

Rúnar Kárason

MÁLTÍÐMÁNAÐARINS

Á KFC

90568 • Pipar • S

ÍA

3++

lundir

franskar

gos

90568 • Pipar • S

ÍA

www.kfc.is899krónur

Aðeins

EKTAKJÚKLINGA-LUNDIRA-

sósafylgir

Page 14: N1 urslitakeppni 2009

14

Prentheimar er nýtt og öflugt fyrirtæki

að Hvaleyrarbraut 39 Hafnarfirði.

Við bjóðum upp á alhliða prentþjónustu

á hagstæðum kjörum, með gæði og

þínar þarfir í huga.

PRENT HEIMAR5 789 100 • www.prentheimar. is

Við prentum á allar pappírsgerðir...

...eða svo gott sem :-)

Page 15: N1 urslitakeppni 2009

15

ÍSLANDS-MEISTARAR2008

Page 16: N1 urslitakeppni 2009

16

Page 17: N1 urslitakeppni 2009

17

Stjarnan stefnir að því að landa Íslandsmeistaratitlinum þriðja árið í röð en Atli Hilmarsson og stelpurnar hans þurfa að leika eins og þær best geta gegn Val í undanúrslitunum ef þær ætla að

halda draumnum lifandi.

Atli er mjög ánægður með standið á liði sínu nú þegar úrslitakeppnin er að hefjast. „Það er fínt. Það eru allar heilar og þetta lítur vel út. Við höfum spilað við þessi lið í neðri hlutanum í restina en höfum haldið einbeitingu og unnið þessa leiki sannfærandi þannig að ég er mjög ánægður með hvernig við höfum klárað þetta. Við héldum áfram á fullu,“ sagði Atli.

Vegna þátttöku Florentinu Stanciu með landsliðið Rúmeníu á Evrópumeistaramótinu í Makedóníu lék Stjarnan ekki í deildinni í tæpa tvo mánuði eða frá 15. nóvember til 7. janúar. Þetta þýddi að mikið álag var á Stjörnunni í janúar þegar liðið lék sjö leiki en liðið missti af deildarmeistaratitlinum til Hauka þegar liðið tapaði fyrir Haukum og Val í febrúar.

„Janúar var mjög erfiður. Þá spiluðum við sjö leiki en við unnum þá alla og það hjálpaði mikið til. Liðið hélst nokkurn vegin heilt en auðvitað var slæmt að missa desember út en eftir á að hyggja gekk þetta vel og ég held að við séum aftur að ná okkur á strik eftir þetta.“

Eftir mikla titlasöfnun í ár sem og fyrri ár segir Atli það engin vonbrigði að horfa á eftir deildarmeistaratitlinum til Hauka. „Alls ekki vonbrigði. Ef við tökum veturinn hingað til þá er hann frábær. Þetta hefur gengið ótrúlega vel. Vinnum meistara meistaranna, vinnum deildarbikarinn og Eimskipsbikarinn og lendum svo í öðru sæti í deildinni.“

Atli á von á erfiðum leikjum gegn Val enda Valsmenn með gríðarlega vel mannað lið. „Ég held þetta sé best mannaða liðið í deildinni. Þarna er langmesta breiddin og landsliðsmaður í hverri stöðu og á bekknum líka. Við mætum þarna mjög góðu liði. Breiddin er þeirra helsti styrkur. Það er mjög gott að geta skipt annarri jafn góðri inn á þegar það þarf og það er helsti styrkur þeirra auk þess sem Berglind Íris hefur verið að verja vel og þær skora mikið úr hraðaupphlaupum.“

Stjarnan hefur sigrað Val þrisvar í vetur í deild og bikar og tapað einum leik. „Þær hafa hentað

okkur vel í vetur en það skiptir ekki máli þegar í úrslitakeppnina er komið. Við höfum unnið þær þrisvar og tapað einu sinni og í þessum leikjum gegn þeim höfum við spilað mjög vel. Að því leiti hafa þær hentað okkur vel og við þurfum að halda áfram að leika vel gegn þeim í úrslitakeppninni. En fyrri úrslit hafa ekkert með úrslitakeppnina að gera,“ sagði Atli.

„Ég held að það sé frábært fyrir handboltann á Íslandi það sé tekin upp fjögurra liða úrslitakeppni sem getur farið alla vegu. Það eru fjögur mjög góð lið sem mætast hér og síðustu tvær umferðir í deildinni hafa verið endasleppar þar sem þær skiptu engu máli en nú tekur við nýtt mót og ég held að öll fjögur liðin komi til greina sem sigurvegarar,“ sagði Atli að lokum.

Stefna á titilinn þriðja árið í röð

Endurskoðun og RáðgjöfSími: 544-8989

Húsgögn ehfSími: 567-4375

DráttarbílarSími: 565-1460

Hvalur HF Umboðssala Jóhönnu Tr BjarnasonSími 555-0099

Haukar enduðu í efsta sæti N1-deildar kvenna og hafa því heimaleikjaréttinn út keppnina. Þær þurfa þó fyrst að mæta erfiðu liði Fram sem getur unnið hvaða lið sem er á góðum

degi. Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka, er þó bjartsýn enda hefur gengi hennar liðs verið hreint frábært.

Leikmenn Hauka eru vel klárir í slaginn og getur Díana því ekki gert annað en litið mjög björtum augum á úrslitakeppnina. „Ég á ekki von á öðru en allir leikmenn séu tibúnir. Þetta er bara búið að vera vel æft og hefur bara komið nokkuð vel út þannig að ég er bara bjartsýn á þetta. Þetta verða samt erfiðir leikir en ef liðið mitt mætir með réttu hugarfari og tilbúið þá er ekkert að óttast.“Haukum gekk töluvert betur á þessu tímabili en því síðasta þar sem þær urðu í fjórða sæti. Í vetur töpuðu þær aðeins einum leik og gerðu tvö jafntefli en unnu átján leiki. Einn af þessum jafnteflisleikjum var gegn Fram sem eru síður

en svo gefin veiði. „Ég hugsa nú fyrst og fremst um mitt lið og minn leik áður en ég lít á andstæðingana,“ sagði Díana þegar við báðum hana um hennar álit á andstæðingunum. Hún gaf sig þó og telur Fram vera verðuga mótherja. „Fram hefur alltaf verið dálítið erfitt fyrir okkur, fyrir utan kannski síðasta leik á milli okkar þar sem við erum kannski meira tilbúnar. Hópurinn þeirra er talsvert breyttur frá því í fyrra, Anett [Köbli] var auðvitað í Gróttu til að byrja með og er kannski að koma sterkari inn en þær missa miðjumanninn Sigurbjörgu [Jóhannsdóttur]. Stella [Sigurðardóttir] finnst mér hafa vaxið alveg gríðarlega á þessu tímabili og finnst mér hún bara vera að styrkjast frá viku til viku.“ Díana telur það henta Haukaliðinu ágætlega að mæta Fram eins og staða liðanna er í dag en telur þó fram nokkra kosti andstæðinganna. „Þær eru með skemmtilegt sóknarlið, þetta eru snöggir leikmenn og frekar lágvaxnir ef við miðum við mitt lið.“ Hún telur sitt lið þó hafa tak á Fram og býst við því að þær spili líkt og í síðustu viðureign liðanna þar sem Haukar fóru með sigur af hólmi. „Varnarlega eru þær yfirleitt að spila framarlega

á okkur, sem betur fer tókst það þó ekki í síðasta leik og vona ég að við höldum áfram þaðan sem frá var horfið þá.“Það fór líklega ekki framhjá nokkrum stuðningsmanni Hauka að kvennalið þeirra í körfuboltanum fagnaði Íslandsmeistaratitli á dögunum. Stemningin í viðureign þeirra gegn KR í úrslitunum er heldur betur til eftirbreytni og vonast Díana að sjálfsögðu eftir einhverju svipuðu þegar handboltaliðið verður á ferðinni. „Við æfum á sama tíma og þær og sáum stemninguna í kringum leikina þeirra og vonum bara að þetta verði jafn skemmtilegt hjá okkur.“

Með réttu hugarfari er ekkert að óttast

Page 18: N1 urslitakeppni 2009

18

Page 19: N1 urslitakeppni 2009

19

Fram fær hið erfiða verkefni að mæta deildarmeisturum Hauka í úrslitakeppni kvenna. Einar Jónsson þjálfari Fram hefur fulla trú á að lið sitt geti sótt sigur á Ásvelli og komist

alla leið í keppninni en liðið stefnir að betri árangri en á síðustu leiktíð þegar liðið hafnaði í öðru sæti.

„Standið á liðinu er nokkuð gott. Það hefur áhrif á undirbúninginn að ég er með þrjár stelpur með U-19 ára landsliðinu í Bosníu yfir páskana sem eru orðnar lykilmenn í liðinu. Aðrir leikmenn eru í mjög góðu standi nema að Sibba [Sigurbjörg Jóhannsdóttir] er meidd og Eva Hrund hefur verið eitthvað lasin en verður klár í úrslitakeppnina,“ sagði Einar um stöðuna á leikmannahópnum í upphafi úrslitakeppninnar.

„Mér finnst hugarfarið og stemningin vera góð. Leikmenn hafa beðið eftir þessu í allan vetur og ef þær eru ekki klárar núna verða þær aldrei klárar. Ég hef fulla trú á að mannskapurinn sé vel gíraður inn á þetta“ Fram náði ekki að fylgja eftir frábærum árangri á síðustu leiktíð í deildarkeppninni þegar liðið vann til silfurverðlauna. „Ég held að hver einn og einasti leikmaður í liðinu dottið út vegna meiðsla í tvo

þrjá leiki. Ég hef aldrei verið með allan mannskapinn heilan í vetur sem er ólíkt frá því fyrra þar sem 90% af mannskapnum var heill allan veturinn. Það er sagt að annað árið sé alltaf erfitt og ég hef svo sem verið ósáttur við margt í vetur en þegar það var klárt að við vorum ekki að fara spila um deildarmeistaratitil þá stilltum við okkur inn á úrslitakeppnina og hófum undirbúning að því sem skiptir máli nú næstu vikurnar strax eftir að það var klárt að við kæmumst í úrslitakeppnina snemma á árinu.“

„Við ætlum okkur að fara alla leið. Það er ekkert flóknara en það. Við lentum í öðru sæti í fyrra og ætlum að vera sæti ofar núna. Allir leikmenn hér hafa það mikinn metnað og gera það miklar kröfur til sjálfs síns og liðsins að við erum ekki að fara í þetta bara til að vera með. Við ætlum að skemmta okkur og hafa gaman og gera allt hvað við getum til að klára þetta dæmi.“

Einar óttast ekki að þurfa að sækja sigur á Ásvelli. „Ég held að heimaleikjaréttur breyti engu. Ef það væru 4000 áhorfendur á hverjum leik myndi það skipta máli en

völlurinn er 40x20 og það skiptir máli að klára dæmið þar.“

„Ég held að þetta snúist mjög mikið um hugarfar hjá okkur. Við erum með lítið breytt lið frá því í fyrra og þá áttum við í fullu tré við öll þessi lið sem eru í úrslitakeppninni og ég held að við eigum að geta gert það aftur núna. Þetta snýst mikið um að hafa hausinn í lagi og hvernig við komum innstillt í úrslitakeppnina. Það er númer eitt, tvö og þrjú. Við höfum getuna og höfum alla burði til að sigra þetta og ef hugarfarið er jákvætt og með okkur þá óttast ég ekki neitt,“ sagði Einar sem segist ekki sjá marga galla á liði Hauka. „Þær hafa tapað einum leik í vetur sem var fyrsti leikur mótsins þannig að það eru ekki margir gallar á þeirra liði þó þeir séu sjálfsagt einhverjir og við reynum að nýta okkur það sem við getum.“

Ætla að gera betur en í fyrra

Valur endaði í þriðja sæti N1-deildar kvenna og þurfa þar með að mæta sterku liði Stjörnunnar í undanúrslitum. Stjarnan er Íslandsmeistari síðustu tveggja ára og

núverandi bikarmeistarar þannig að Valsliðið verður að leggja allt í sölurnar til þess að eiga möguleika á að komast áfram.

Liðin hafa mæst fjórum sinnum á tímabilinu hingað til og hefur Valur aðeins unnið einn þeirra, síðasta leik liðanna í deildinni í febrúar síðastliðnum. Það ætti að geta gefið liðinu talsvert sjálfstraust auk þess sem lið þeirra er sterkt og reynslumikið. Leikmannahópurinn er gríðarlega sterkur þar sem eru landsliðsmenn í nánast hverri stöðu sem og á bekknum. Berglind Íris Hansdóttir hefur farið mikinn í markinu líkt og undanfarin ár og gæti hún jafnvel gert gæfmuninn í einvígi liðanna.Valsliðið hefur verið á talsverðu skriði undanfarið og ekki tapað leik frá því í lok janúar þegar þær töpuðu fyrir Stjörnunni. Síðan þá hafa þær unnið alla leiki sína, þar á meðal gegn Stjörnunni, utan einn sem endaði með jafntefli.

Allir leikmenn Stjörnunnar eru heilir fyrir

átökin gegn Val og geta því bæði lið stillt upp sínum sterkustu liðum. Valur verður að treysta á hraðaupphlaupin og sterka vörn með Berglindi fyrir aftan sig ef vel á að ganga eins og í síðasta leik liðanna. Þær verða þó að passa sig á því að leikmenn Stjörnunnar eru orðnir vanir þessum spennuleikjum, þær unnu meistarar meistaranna í byrjun tímabils, urðu deildarbikarmeistarar og loks bikarmeistarar, þannig að þær vita vel um hvað þetta snýst allt saman. Liðin hafa áður mæst í útsláttarkeppni á tímabilinu þegar leið þeirra lá saman í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar í Vodafone-höllinni. Þar hafði Stjarnan betur á leið sinni í átt að bikartitlinum og verður Valur að

nýta heimavöllinn betur í úrslitakeppninni ef þær ætla sér í úrslitaeinvígið. Stjarnan hefur þó heimaleikjaréttinn og þarf Valur að stela í það minnsta einum sigri í Mýrinni í Garðabæ ætli þær sér áfram. Þar hefur Stjarnan aðeins tapað tveimur leikjum það sem af er leiktíðar, báðum gegn deildarmeisturum Hauka, en úrslitakeppnin er jú alveg nýtt mót í rauninni þar sem tölfræðin byrjar að telja upp á nýtt.

Dagsformið skiptir öllu máli

Page 20: N1 urslitakeppni 2009

20

Stoltur stuðningsaðili

Styrkur Úthald Snerpa Einbeiting

Page 21: N1 urslitakeppni 2009

21

Guðmundur Guðmundsson tók við starfi landsliðsþjálfara Íslands síðasta sumar þegar enginn virtist hafa áhuga á starfinu. Guðmundar biðu erfið verkefni: tryggja landsliðinu sæti á Ólympíuleikunum og Heimsmeistaramótinu í Króatíu.

Landsliðið vann sér sæti á ÓL eftir frækinn sigur á Svíum en beið svo lægri hlut fyrir Makedóníu og missti því af HM. „Leikmenn mæta alltaf einbeittir til leiks og það er hluti af því sem við þurfum. Það þarf alltaf að standa vaktina með það en við duttum niður á móti Makedóníu í undankeppni HM í fyrra sumar. Hver og einn þarf að bera ábyrgð á þessu sjálfur. Það er ekki hægt að ætlast til að þjálfari beri ábyrgð á hugarfari leikmanna, þeir þurfa að bera ábyrgð á sínu hugarfari sjálfir. Öðruvísi næst þetta ekki. Sjálfstraustið kemur með góðum árangri,“ sagði Guðmundur en þrátt fyrir meiðsli lykilmanna hefur liðinu tekist að fylgja eftir góðum árangri á ÓL í undankeppni EM.

„Við þurfum að viðhalda því sem við náðum að ávinna okkur á Ólympíuleikunum. Við náðum upp mjög góðum varnarleik og þurfum að halda áfram að byggja ofan á það og eins hraðaupphlaupin og sóknarleikinn. Við þurfum að nýta okkur að hafa náð þessum árangri með því að byggja upp sjálfstraust í liðinu og byggja upp ákveðna hefð og vera áfram í fremstu röð. Það gerist ekki að sjálfu sér.“

„Í þessum bransa er hættulegt að fara fram úr sér. Umræðan er að við erum í mjög góðri stöðu í undankeppni EM en það eru fjórir leikir eftir í riðlinum. Átta stig í pottinum. Við þurfum verulega að halda vöku okkar og ef menn slaka á er voðinn vís. Handbolti er þannig íþrótt.“

2012 liðiðGuðmundur og HSÍ hafa farið af stað með verkefni sem þeir kalla 2012 liðið. Ætla mætti að markmið þess sé að gera betur á Ólympíuleikunum í London 2012 en síðasta sumar en hugmyndin varðandi 2012 liðið snýr ekki aðeins að því. „Fyrsta markmið er að tryggja sig inn á EM og áður en ég tala um annað þá vil ég ná því markmiði og svo getum við skipulagt einhverja framtíð. Við erum markvisst að hugsa til framtíðar og stækka hópinn en ástæðan fyrir því að ég kalla þetta 2012 er að þetta tekur langan tíma að þróa leikmenn og koma þeim í landsliðsklassa en auðvitað miðast þetta líka við Ólympíuleikana 2012.“

„Hugmyndin með 2012 liðinu er ekki að vera búinn að skipta út öllu liðinu 2012 heldur er þetta stefna til framtíðar. Við erum markvisst að reyna auka breiddina í liðinu og að vissu leyti höfum við verið neyddir til að nota enn fleiri leikmenn en við ætluðum okkur á þessum tímapunkti en það auðvitað hjálpar okkur í þessum meiðslahremmingum að við höfum leikið með menn eins og Sigurberg, Rúnar og Aron. Það auðvitað hjálpar þegar við höfum misst lykilmenn í bunkum.“„Ég hef fylgst lengi með þessum strákum og vissi að hverju ég gekk. En það er eitt að spila í deildinni hér heima og fara svo í alþjóðlegan bolta en við höfum gefið þeim tækifæri þannig við höfum látið reyna á þá. Það má ekki gleyma því að þeir eiga eftir að bæta sig heilmikið.“

Vörnin lykillinn að góðum árangriLykillinn að hinum frábæra árangri á ÓL og góðri stöðu í undankeppni EM sem fram fer í Austurríki í byrjun næsta árs er ekki síst frábær varnarleikur sem Guðmundur hefur fengið liðið til að spila. „Það eru margir samverkandi þættir. Í fyrsta lagi þarf að hafa góða leikmenn til að getað spilað það sem þjálfarinn leggur upp. Svo er leikaðferðin að ganga upp, hvernig við leikum vörnina. Við spilum okkar afbrigði af 6-0 vörn og höfum verið að þróa hana. Það er heilmikil vinna og pælingar bak við hana. Við erum breytilegir frá leik til leiks og erum með áherslusbreytingar frá leik til leiks en samt eru ákveðin grunnatriði sem eru alltaf eins. Við þurfum að vinna áfram að því að þróa vörnina og viðhalda henni og lykillinn að því er að vera með góða menn, sem ég hef.“

„Það er áhyggjuefni hvað það eru margir leikmenn meiddir. Það er ljóst að í alþjóðlegum bolta er mikið álag á leikmönnum. Það eru margir leikir í gangi og margar keppnir og það þarf að huga að því að fækka stórkeppnum í alþjóðlegum bolta og fækka leikjum. Ég er ánægður með að það sé verið að taka til í þessum dómaramálum og vona að það verði gert mjög markvisst. Það var upplifun í Makedóníu að fá dómara sem voru algjörlega hlutlausir og það voru engin vafaatriði. Sama lína allan leikinn og það skipti ekki máli á hvort liðið það var. Það var ákveðin upplifun og ég vona að því verði fylgt eftir,“ sagði Guðmundur að lokum.

Þurfum að byggja á góðum árangri

Page 22: N1 urslitakeppni 2009

Guðjón Valur Sigurðsson hefur verið einn fremsti handknattleiksmaður heims um árabil og hefur farið mikinn í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer í Austurríki í byrjun næsta árs. Guðjón Valur segist njóta þess sem aldrei fyrr að leika fyrir land og þjóð en segir það augljóst að fækka þurfi leikjum og minnka álag á leikmönnum.

„Við sjáum þá aðstöðu sem við erum í núna. Það er engin tilviljun að þeir leikmenn sem hafa verið að meiðast séu að meiðast. Þetta eru leikmenn sem leika í Meistaradeildinni og líkaminn þolir ekki endalaust álag. Þetta er ekki bara Ísland. Þetta er mjög mikið. Það þarf að breyta þessu svo við getum boðið áfram upp á þá skemmtun sem við höfum boðið upp á næstu árin. Alfreð Gíslason hjá Kiel fór með einhverja átta eða níu leikmenn í leik á móti Ciudad Real á Spáni. Toppfélagsliðin lenda öll í þessu. Landsliðið er mikil gulrót og það er mjög gaman að leika fyrir þjóðina og því lætur maður sig hafa þetta,“ sagði Guðjón sem vill að gerð verði breyting á stórkeppnunum sem leiknar eru í janúar ár hvert.

„Alþjóða handknattleikssambandið vill halda Heimsmeistaramót á tveggja ára fresti þar sem það eru engar sterkar deildarkeppnir fyrir utan Evrópu. Það er mjög skiljanlegt en ég held að sambandið í Evrópu vilji halda mótin á fjögurra ára fresti. Svo er einnig

spurning hvort það sé réttlætanlegt að vera með stórmót á miðju keppnistímabili. Þú leikur átta leiki á tólf dögum gjörsamlega sigraður og átt þá eftir að leika hálft tímabil í deildarkeppni, Meistaradeild og bikar. Þetta er mjög ósanngjarnt fyrir toppliðin. Það væri eðlilegast að stórmótin væru strax eftir að deildarkeppnunum líkur, þ.e. það væri tveggja vikna undirbúningur,

stórmótið og svo fengju menn frí áður en undirbúningstímabilið hæfist.“

Fæturnir þurfa að vera á jörðinniÍslenska landsliðið náði frábærum árangri síðasta sumar þegar liðið vann til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum. Liðið hefur fylgt þeim árangri eftir með góðum úrslitum í undankeppni EM þrátt fyrir mikil meiðsli í hópnum. „Okkur hefur tekist að halda vörninni okkar nokkurn veginn eftir Ólympíuleikana þó við höfum misst Alexander út sem er stór póstur. Ásgeir hefur fyllt hans skarð mjög vel. Við höfum annað hvort verið með Arnór eða Loga að mestu og miðjublokkin hefur verið til staðar sem gefur okkur öllum mikið traust sem og markverðirnir. Við höfum ekki náð fullu liði saman aftur en í ljósi þess að við sýndum sjálfum okkur hverju við getum áorkað þegar við erum vel undirbúnir og með hugann við verkefnið og að vera nokkuð lausir við meiðsli styrkir okkur fyrir alla leiki. Nú þurfum við ekki að eltast við það að ná árangri til að

lið taki okkur alvarlega. Það taka okkur allir alvarlega núna og við erum samt ekki að hefjast upp til skýjanna og við höldum okkur á jörðinni því við vitum að við erum ekkert spes í handbolta ef við tökum ekki á því.“

Guðjón Valur er mjög ánægður með hið nýja fyrirkomulag á undankeppni EM sem er meira í anda þess sem þekkist í fótboltanum.

„Mér finnst þetta miklu skemmtilegra og skynsamlegra. Nú er mikið meira í gangi og hver einasti leikur skiptir gríðarlega miklu máli. Það eina sem maður getur gagnrýnt er að það sé ekki hægt að koma því þannig fyrir að eftir síðasta leik í deild sé tímabilið búið. Eftir að við klárum deildina 6. júní eigum við enn eftir að fara í fjóra landsleiki og þó það sé gaman og gott fyrir okkur og þjóðina að spila þennan 17. júní leik, sem er einn skemmtilegasti leikur sem maður spilar sem handboltamaður. En að þurfa að spila þessa fjóra leiki eftir langt tímabil sem hófst með undirbúningi fyrir Ólympíuleika er mjög erfitt og ég hefði viljað að þetta myndi spilast eins og í fótboltanum þar sem þetta spilast í kringum tímabilið og eftir síðasta leik í deild sé mótið búið og menn fái aðeins að hlaða líkamann.“

Mikið hefur verið rætt um góða innkomu Arons Pálmarssonar, Sigurbergs Sveinssonar og Rúnars Kárasonar inn í landsliðið á tímabilinu. „Ég vona að okkur hafi tekist að byggja

upp gott og þægilegt lið til að koma inn í. Það eru ýmsir hlutir sem þurfa að ganga upp fyrir þá. Þeir hafa staðið sig mjög vel og hafa fengið mikilvæga leiki í janúar til að komast inn á kerfin svo þeir þyrftu ekki að læra þau í höllinni í Makedóníu. Þeir hafa staðið sig mjög og eiga framtíðina fyrir sér og verða að halda áfram á þeirri braut sem þeir eru núna og halda báðum fótum á jörðinni. Það er mjög þægilegt og auðvelt að fylgja straumnum og allri jákvæðri umræðu um að menn séu góðir og allt voðalega gaman en menn verða að vera sjálfsgagnrýnir og sjá hvar gallarnir hjá manni liggja til að bæta sig og ég hef í sjálfu sér litlar áhyggjur af þeim ungu strákum sem eru í liðinu í dag. Þetta eru allt strákar með hausinn rétt skrúfaðan á og hafa verið mjög góður styrkur fyrir hópinn, bæði félagslega og handboltalega,“ sagði Guðjón að lokum.

Breytinga er þörf22

Page 23: N1 urslitakeppni 2009

23

ÍSL

EN

SK

A S

IA.I

S S

FG

420

40 0

4.20

08

Aron Pálmarsson hefur slegið í gegn í íslenskum handbolta í vetur. Hann fór á kostum með FH í N1-deildinni og hefur fest sig í sessi sem gæðaleikmaður með landsliðinu síðustu mánuði sem varð til þess að stórliðið Kiel keypti hann frá FH þrátt fyrir ungan aldur.

Aron fékk ekki langan aðlögunartíma með landsliðinu og var beinlínis hent beint út í djúpu laugina vegna meiðsla lykilleikmanna og líkar vel við ábyrgðina sem sett er á herðar hans. „Þetta eru þvílík forréttindi. Ég fæ tækifæri vegna meiðsla annarra leikmanna og maður verður að nýta tækifærið þegar það gefst. Manni er hent út í djúpu laugina og það þýðir ekkert mæta eins og einhver kettlingur í það. Maður þarf að mæta í þetta af krafti,“ sagði Aron.

Aron er á nítjánda ári og þrátt fyrir ungan aldur hefur hann verið lykilmaður í liði FH tvö síðustu tímabil. Hann vill þó ekki meina að honum hafi verið hent út í djúpu laugina hjá félagsliði sínu á svipaðan hátt og hjá landsliðinu. „Ég fékk ágætan aðlögunartíma hjá FH. Liðið var byggt upp í kringum minn flokk þannig að þetta er ekki svipað en það er gríðarlega ánægjulegt að koma inn í þetta á þennan hátt. Yfirleitt eru nýliðar ýmist inni eða út úr hópnum og þó ég sé ekki að segja að ég eigi fast sæti í liðinu hér eftir þá gerist það ekki betra en að vera settur beint í lykilhlutverk og vera ætlað að spila í 60 mínútur. Ég held að það sé draumur hvers leikmanns.“

Aron leikur öllu jöfnu á miðjunni hjá sínu félagsliði en hefur þurft að leysa skyttustöðuna vinstra megin með landsliðinu. „Það skiptir ekki máli hvort ég spila í skyttunni eða á miðjunni. Maður tekur vel eftir á æfingum og er með kerfin á hreinu. Það er sérstaklega auðvelt að spila aðra stöðu þegar maður er miðjumaður því þá er maður með öll kerfin á hreinu og allar hreyfingar. Svo eru skytta og miðja ekki svo ólíkar stöður, þannig séð. Ég get spilað bæði.“

Landsliðið náði frábærum árangri síðasta sumar á Ólympíuleikunum eins og frægt er orðið og Aron segir það ekki erfitt að koma sem nýliði inn í þetta sterka landslið. „Nei, alls ekki. Það er frekar auðvelt. Við finnum ekki mikið fyrir pressu. Við náum að útiloka allt tal í fjölmiðlum og höldum okkur fyrir utan umræðuna. Við erum með ákveðið markmið innan hópsins og þegar maður kemur inn í þetta er maður strax settur inn í allt. Það er rosalega auðvelt. Hópurinn er frábær, manni er tekið mjög vel. Maður verður strax einn af hópnum og reyndari leikmenn líta ekki hornauga á okkur sem komum inn í hópinn. Ef Gummi velur þig þá treystir hann þér og þá verður maður að standa undir því.“

Aron fer til Kiel nú í sumar og segir hann félaga sína í landsliðinu hafa hjálpað sér mikið í undirbúningum fyrir flutninginn til Þýskalands. „Ég er í stöðugu sambandi við þá úti og strákarnir í landsliðinu eru duglegir að leiðbeina mér og segja mér hvernig þetta er. Ég kem eins vel undirbúinn og ég get

til leiks með Kiel og sérstaklega eftir þessa reynslu með landsliðinu og að hafa kynnst alþjóðlegum bolta. Maður kemur inn í besta lið í heimi og til að spila eins og þeir tala og það er ekki hægt annað en að hlakka mikið til þess,“ sagði Aron Pálmarsson.

Gerist ekki betra

ÁFRAM ÍSLAND

Þvottahúsið Höfði ehfHafnarstræti 34 Sími: 462-2580

Gjögur hfSími: 561 9950

EgilssíldSiglufirði

Guðmundur Runólfsson hfGrundarfirði

Page 24: N1 urslitakeppni 2009

ww

w.

ea

s.

is