Öndunarfærakerfið the respiratory system - 24. kafli. · kafli. Öndunarfæri: skiptast í efri...

16
Iðjuþjálfum LFF0202 Hrefna Óskarsd Öndunarfærakerfið The Respiratory System - 24. Kafli. Öndunarfæri: Skiptast í efri og neðri hluta. Öndun: Respiration: Öll þau loftskipti, sem eiga sér stað milli andrúmsloftsins, blóðsins og fruma líkamans. 1. Pulmonary resp: (Breathing): Inspiration og expiration: Flutningur lofts milli andrúmslofts og lungna. 2. External resp: (Ytri öndun): Flutningur O 2 og CO 2 milli lungna og blóðs. 3. Internal resp: (Innri öndun): Flutningur O 2 og CO 2 milli blóðs og fruma. Það sem er svo gott við þetta ödunarkerfi er að það er allt á einum stað. Þetta er ekku út um allt eins og sogæðakerfið eða innkirtlakerfið. En samt sem áður, þá starfar þetta kerfi mjög náið með öðrum kerfum. Ef við teiknum upp nokkrar lungnablöðrur, á er það hlutverk þessa kerfis að koma súrefni inn í blóðið í gegnum ungnablöðrur, út í háræðanetið og súrefnið fer með flæði (passive diffusion) í gegnum frumuhimnur. Þegar út í blóðið er komjið, þá er súrefnið tekið upp í rauð blóðkorn og þar verður það að HbO 2 . llt það sem gerist í sambandi við flæði súrefnis, það byggist á hlutþrýstingi þess. Þetta byggist á þrýstingsfallanda, gös flæða frá hærri þrýstingi í lægri þrýsting, og súrefni ferðast um með rauðum blóðkornum út í vefina og þar er það þekið upp og metabolismi fer þar fram. Við catabólísk efnaskipti er O 2 tekið upp og á myndast CO 2 . frumurnar láta frá sér CO 2 og það er flutt á flókinn máta. Það er í rauninni flutt á 3 vegu: Það er pínulítið af því sem er bundið við hemóglóbín Eitthvað af því er leyst upp í blóðvökvanum Megnið er samt flutt á forminu HCO 3 - . Þannig að það er uppleyst og er flutt með hemóglóbíni, en aðallega flyst það sem HCO 3 - . Þetta skilar sér síðan til lunnanna og vegna þrýstingsfallanda, þá flæðir þetta yfir í lungnablöðrurnargo við öndum þessu frá okkur. Þannig að respiratory system annas þetta hérna, en cardiovascular system annast þetta þegar súrefnið er komið í blóðið og sér um að flytja það til vefja líkamans. Lífefnafræðin útskýrir síðan hvernig þetta er síðan tekið upp í frumunum, þannig fléttast þetta allt saman! ATH! Skiptir miklu að hafa yfirsýn yfir heildina, hvernig þetta tengist allt saman. Efri hluti: Nef: Nasus Kok: Pharynx Neðri hluti: Barkakýli: Larynx Barki: Trachea Berkjur: Bronchi Lungu: Pulmones

Upload: others

Post on 28-Jan-2021

4 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

  • Iðjuþjálfum LFF0202 Hrefna Óskarsd

    Öndunarfærakerfið – The Respiratory System - 24. Kafli.

    Öndunarfæri: Skiptast í efri og neðri hluta. Öndun: Respiration: Öll þau loftskipti, sem eiga sér stað milli andrúmsloftsins, blóðsins og fruma líkamans.

    1. Pulmonary resp: (Breathing): Inspiration og expiration: Flutningur lofts milli andrúmslofts og lungna.

    2. External resp: (Ytri öndun): Flutningur O2 og CO2 milli lungna og blóðs. 3. Internal resp: (Innri öndun): Flutningur O2 og CO2 milli blóðs og fruma.

    Það sem er svo gott við þetta ödunarkerfi er að það er allt á einum stað. Þetta er ekku út um allt eins og sogæðakerfið eða innkirtlakerfið. En samt sem áður, þá starfar þetta kerfi mjög náið með öðrum kerfum. Ef við teiknum upp nokkrar lungnablöðrur, á er það hlutverk þessa kerfis að koma súrefni inn í blóðið í gegnum ungnablöðrur, út í háræðanetið og súrefnið fer með flæði (passive diffusion) í gegnum frumuhimnur. Þegar út í blóðið er komjið, þá er súrefnið tekið upp í rauð blóðkorn og þar verður það að HbO2. llt það sem gerist í sambandi við flæði súrefnis, það byggist á hlutþrýstingi þess. Þetta byggist á þrýstingsfallanda, gös flæða frá hærri þrýstingi í lægri þrýsting, og súrefni ferðast um með rauðum blóðkornum út í vefina og þar er það þekið upp og metabolismi fer þar fram. Við catabólísk efnaskipti er O2 tekið upp og á myndast CO2. frumurnar láta frá sér CO2 og það er flutt á flókinn máta. Það er í rauninni flutt á 3 vegu:

    Það er pínulítið af því sem er bundið við hemóglóbín Eitthvað af því er leyst upp í blóðvökvanum Megnið er samt flutt á forminu HCO3-.

    Þannig að það er uppleyst og er flutt með hemóglóbíni, en aðallega flyst það sem HCO3-. Þetta skilar sér síðan til lunnanna og vegna þrýstingsfallanda, þá flæðir þetta yfir í lungnablöðrurnargo við öndum þessu frá okkur. Þannig að respiratory system annas þetta hérna, en cardiovascular system annast þetta þegar súrefnið er komið í blóðið og sér um að flytja það til vefja líkamans. Lífefnafræðin útskýrir síðan hvernig þetta er síðan tekið upp í frumunum, þannig fléttast þetta allt saman! ATH! Skiptir miklu að hafa yfirsýn yfir heildina, hvernig þetta tengist allt saman.

    Efri hluti: Nef: Nasus Kok: Pharynx

    Neðri hluti: Barkakýli: Larynx Barki: Trachea Berkjur: Bronchi Lungu: Pulmones

  • Iðjuþjálfum LFF0202 Hrefna Óskarsd Hægt er að flokka öndunarkerfið á tvo vegu:

    Samkvæmt byggingu/anatomicl eða structural classification • Upper respiratory system: efri öndunarvegur. Það sem fellur undir upper R.S. er

    nefið/nose og kokið/pharinx. • Lower respiratory system: neðri öndunarvegur, og undir hann fellur barkakýlið/

    larynx, barkinn/trachea, berkjur/bronchi og lungu/pulmones (ft.) pulmo (et.) Samkvæmt starfsemi eða functional classification

    • Conducting portion það er leiðsluhlutinn. Sá hluti sem flytur öndunarloftið og þetta er í rauninni parturinn frá nefi og út í terminal bronchioles, eða endaberkjunga. Þetta er öll leiðin frá nefi niður barkann og berkjur og út í fínustu greinarnar, endaberjungana. Rúmmálið á þessu er svona eitthvað í kring um 150 ml. Þetta er loft sem ekki nýtist til loftskipta. Þetta er í svona dead space.

    • Respiratory portion sem er sá hluti sem annast loftskiptin; O2 inn og CO2 út. Það felur þá í sér respiratory bronchioles sem eru öndunarberkjngar og alvolar sacs, eða lungnablöðrurnar. Þetta er bara bláendinn á leiðinni. Fínustu berkjungarnir og svo lungnablöðrurnar, þar fara loftskiptin fram.

    Hvað er respiratory bronchioles? Öndunarberkjungar. Þetta er þannig að barkinn skiptis í tvær aðalberkjur og síðan greinist þetta alltaf meira og meira og endar í lungnablöðrunum. Resp. Bronchl. Eru bara bláendarnir á beinatréinu, þar sem það liggur yfir lungnablöðrurnar. Í þeim hluta, ásamt lungna-blöðrunum, fara loftskiptin fram. Hvað er alveolar duct? Það er rásin sem liggur inn í alveoli, sum sé lungnablöðrugangur. Nef, nasus: Skiptist í ytri og innri hluta: Nefið er eitthvað sem skagar út úr andlitinu á okkur og nef er stór luti af andlitinu, sem slíku og líka oft hluti af sjálfsmynd manna. Ýtlit á nefinu er erfðarfræðilega ákvarðað,og það gengur undir ýmsum nöfnum, t.d. söðulnef, kónganef, arnarnef, kartöflunef; það er eitthvað sem er meðfætt. En síðan er til svona afleidd nef sem orsakast af lífsháttum; t.d. tóbaksnef, brennivíns-nef, boxaranef og nýtt nef.

  • Iðjuþjálfum LFF0202 Hrefna Óskarsd Uppbygging nasus: en burt séð frá því, þá þurfum við að kunna hvernig nefið er byggt upp. Nasus sem er latneska heitið á nefinu, það skiptist í:

    Nasus externus: þetta externus er í rauninni bara sá partur sem skagar út úr andlitinu og er sýnilegur. Bein og brjósk. Þakið húð að utan en slímhúð að innan. Nefbein, os nasale mynda festu en brjóskhluti er sveigjanlegur. Ytri nasir, nostrils, 2 op sem ganga inn í hol, vestibulum, nefönd. Naso lacrimal duct/táragangur er smá dæld í tárabeininu. Þannig að tárin þau drenast inn í nefið.

    Nasus internus: ekki sýnilegt. Þetta er stærðar holrúm í höfuðkúpu, allt þetta er gert úr beinumj, slímhúð, smá vöðvaef og öðru slíku. Nasus interus er í beinu framhald af ytri hlutanum. Opnast inn í kokið að aftan gegnum 2 göt, innri nasir eða nares internus. Staðsett ofan við munnhol og neðan við framhluta kúpubotns. • Lateral veggur: os ethmoidale, maxilla, os lacrimale, os palatinae og concha

    nasalis inferior. • Þak: Os ethmoidale. • Gólf: Os palatinae, maxillae og mjúki gómur. • 4 afholur, paranasal sinuses, opnast inn í holið. Sinus frontalis, ethmoidalis,

    sphenoidalis, maxillaris. • Septum nasi, miðsnesi: Framhluti er brjósk, afturhluti vomer og perpendicular

    plate á os ethmoidales. Gerð ytra nefs: Hugsum okkur við horfum beint framan á nefið, sjá mynd á fyrri bls. Þá er það þannig að efsti parturinn e’a brúin er mynduð úr os nasale/nefbeini. Síðan tekur við brjósk og brjóskið hið hliðlæga/lateral cartilage og síðan höfum við neðst til hliðanna brjósk inn í nasavængjunum og það heitir vængbrjósk/alar cartialge. Það er pínu vöðvavefur þar í og við getur þanið nasavængina. Síðan í miðínu höfum við septal cartilage sem myndar anterior hluta af septum nasi. Þannig að miðskilveggurinn í nefinu er myndaaður fremst í septal cartilage. Síðan þar fyrir aftan, þá m ið með perpendicular plate og vomer. Perpendicular plate er lóðrétta platan í sáldarbeininu og upp af því kemur plógbeinið/vomer. Þannig að aftast og efst er þessi lóðrétta plata, aftast og neðst er vomer og fremst er þetta septal cartilage. Þarna er verið að tala um tvö aðskilin rými. Eins og menn vita, þá er eki hægt að bora inn í aðra nösi og út í gegnum hina. Þó reyndar ef menn hafa notað kókaín í nös, þá gerist það stundum að menn fá atrophiu í slímhúðina og æðakerfið, þannig að það hreinlega brennur gat þarna á milli. Þá getur maður farið upp öðru megi og komið út hinu megin.

  • Iðjuþjálfum LFF0202 Hrefna Óskarsd Gerð innra nefs: Við tölum um nasus internus og nasus externus og svo tölum við líka um nares. Nasus er nef, en nares eru nasir, og það eru bæði til ytr nasir og innri nasir. Nares externus leiða i nn í neföndina, eða vestibular. Þar eru oft dálítið gróf og áberandi hár hjá eldri körlum og þau eru kölluð nefburst og stendur eins og hár skóbursta út úr nefinu. Það er svo skrítið þegar hárunum á hausnum fækkar, þá er ei og líkaminn leggi allan kraft í eitt og eitt hár sem kemur úr nefinu á manni. Svo eru líka til innri nasir, en það eru op sem tengja nefholin tvö við nefkokið. Nasus internus, þetta holrúm sem er inni í kúpunni. Það sem afmarkar nefholið er ethmoid – beinið. Þetta umrædda innra nef – nasus internus, er holrými inni í kúpunni. Neföðurnar skipta þessu upp í nokkra ganga, covale, og efst er olfactory epithel. Gólfið er fremst, maxilla, og síðan kemur palatine. Það er harði gómurinn sem liggur hér aftan til yfir holdgóm, þ.e. bein, bein og síðan kemur bandvefur. Ssu er skikpt upp í palatum dure og palatum nove, en það er harði gómurinn/beingómurinn fyrir framan og holdgómur sem endar í uvula fyrir aftar. Uvula er bara úfur. Fyrir neðan er svo cavum oris, sem er munnholið, en opið sem opnar munnhoið niður í kokið heitir fauces, eða kverk. Þetta er ástæðan fyrir nafngiftinni á kverkaskít. Í innra nefi er tvö holrými og þau aðskilin á miðlínu og eru tvö op. Þetta opnast með tveimur opum inn í nefkok og þetta er það sem kallað er internal nares, eða innri nasir. Hlutverk nefs:

    1) Hreinsa, hita og rakametta loft sem kemur inn. Gróf hár í vestibulum, hreinsun. Efri, mið og neðri göng milli aðanna. Æðarík slímhúð. Loftið þyrlast um neföður og nefgeilar, háræðar hita það og slímið rakamettar og hreinsar. Táravökvi frá ductus lacrimalis. Bifhár slímhúðar flytja slím o.fl. aftur í kok. Kyngja, hósta, hrækja. (Sputum)

    2) Lyktarskyn. Efst í nefholi, sérhæfðar frumur. 3) Ómun raddar. Holrúm stuðla að ómun raddarinnar.

  • Iðjuþjálfum LFF0202 Hrefna Óskarsd Ef við hugsum okkur að við horfum beint framn á sáldarbeinið, þá er hér um að ræða lárétt plön, sem er fremst í kúpubotni, er eiginlega bara í ennisbeininu. Þessi lárétta plata heitir cribform plate og er gjarnan kölluð síuþynnan hún er öll í götum og í gegnum þessi götfara þræðir flyktarkskynstauginni inn í kúpuna. Í nefholinu er talað um olfactory epithel, en lyktarskynið á sér aðsetur allra efst í nefholinu. Þar eru sérhæfðar frumur og frá þeim liggja þessir taugaþræðir gegnum síuþynnuna og inn í kúpu. Til hliðanna erum við með lateral mass, og þetta er allt fullt af holrúmum, sem heita ethmoid cells, ekki sinus. Og sá er munur á ethmoid cells og sinus, að cellurnar eru ekki tengdar við nefholið, þannig að þæeru ekki hluti af afholum nefs, eða paranasal sinuses. Það eru aftur á móti frontal, sphenoid og maxillary sinuses, þeir voru afholur nefs. Fyrirbæri sem kemur eins og kambur úr beininu, heitir christa galli og á það festist hjarnasigðin/falx cerebri og svo kemur erpendicualr plate, og er hún þá aftasti hlutinn af septum nasi. Á móti henni kemur vomer og framan við þetta kemur septal cartilage. Þannig að þetta bein tekur hvað mestan þátt í því að afmarka þetta holrúm sem er inni í kúpunni, og er innra nef. Skagandi inn í efholið eru neföðurnar, sem ta conchae nasalis; sup, med og inf. Tvær þær eftir tilheyra í rauninni lateral mass á ethmoid, en sú neðsta er alltaf talin vera sjálfstæð. Svo lokast þetta að neðan, þetta hol er með palatine process á maxilla. Maxillan kemur hérnb framan á og síðan er láréttur flötur á henni sem heitir palatine process. Þar fyrir aftan er sían palatine bone og þá er búð að loka þessu holi að neðan. Þannig að stærstan þátt í þessu á ethmoid, þar fyrir framan er maxilla og síðan kemur lárétta platan í því eða gómbeinshlutinn (gómhlutinn) og síðan kemur palatine bone og þá erum við búin að ramma þetta hol algerlega af. Conchurnar/conchae skipta nefholinu upp í nokkra ganga, þannig að þetta er ekki eitt samfellt holrými; öðurnar skipta þessu í 3-4 ganga. Síðan eru öðurnar alltaf klæddar slímhúð og hlutverk þeirra er þá að þyrla önduðu loftinu upp í gangana. Slímhúðin í nefholinu er pseudostradified columnar/sýndarmarglaga stuðlaþekja. Hún er í rauninni einlaga, en sumar frumurnar ná ekki alveg up í gegnum þekjuna. Hún er einnig með goblet cells/bikarfrumur og cilia/bifhár. Slímhúðin er mjög æðarík, og stundum býsna viðkvæm þannig að oft blæðir úr henni. Á tímabili í ævi manna, það virðist maður fá býsna oft blóðnasir af ansi litlu tilefni. Hlutverk slímhúðarinnar er að hita, rakametta og hreinsa innöndunarloftið, taka stærstu particlana úr því. Þegar kemur að því að kok er sameiginlegt fyrir loft og fæðu, þá verður það þekjan marglaga flöguþekja/stratified spuamus. Mucociliary escalator/slímbifhárafæriband óhreinindi setjast að í nefi, þau koma lekandi niður í kokið og óhreinindi sem koma að neðan, þeim er mokað upp í kokið. Þá ræskjum við okkur, kyngjum öllu niður í maga og þar deyja sýklarnir í magasýrunni.

  • Iðjuþjálfum LFF0202 Hrefna Óskarsd

    Kok, pharynx: Kokið er í rauninni þrískipt. Það skiptist í nefkok, munnkok og barkakok. Ef við drögum punktalínu lárétt aftur frá gómnum, þ.e.a.s. harða gómnum, framlengjum þessa línu sem er ekki raunveruleg þá erum við búin að afmarka nasopharinx. Það eru tvö op sem likggja úr nefkoki og til eyrna og þetta er þá kokhlustin. Hún opnast úr nefkokinu og út miðeyra. Þessi kokhlust tekur þátt í því að jafna þrýstinginn sitt hvoru megin á hljóðhimnuna. Þetta vill ú stíflast við allskonar bólguástand en kannski einna helst verður maður var við tilvist þessara ganga þegar að maður er í flugvélog fær hellur í lendingu eða flugtaki. Best er þá að taka fyrir nefið og blása og þá opnast kokhlustin og hljóðhimnan smellur út aftur. Pharinx: Það er umbúnaður í barkakýlinu, svokallaður barkaspeldinn, þannig að þegar maður kyngir þá kippist þessi hluti koksins upp. Þá leggst barkaspeldið yfir opið á barkakýlinu og fæðan fer niður í vélindað en loftið niður í barkakýlið.

    Fyrir ofan kokið tungubeinið/hyoid, að vissu leyti hangir barkinn í tungubeininu og það er himna á milli sem tengir þetta saman,og hún heitir thyro-hyoid membrane. Fyrir neðan skjaldbrjóskið kemur hringbrjósk, sem er eins og nafnið bendir til, hringlaga, annars eru flest barkabrjóskin skeifulaga, en þetta er hringlaga og heitir cricod.

    Tengið milli skjaldbrjósks og hringbrjósks heitir cricoid thyroid ligament (meira eins og liðband).

    Síðan koma fyrir neðan barkarbrjóskin hvert af öðru, og tengingin á milli heitir cricoid traclear ligament.

    Uppistaðan í kokinu er thyroid, eða skjaldbrjóskið. Þetta er mjög áberandi brjósk á hálsinum, sérstaklega hjá karlmönnum

    Er u.þ.b. 13 cm. löng göng. Byrjar við innri nasir og nær niður að hringbrjóski, cart. cricoidea. Staðsett aftan við nefhol, munnhol og barkakýli. Gert úr beinagrindarvöðvum og klætt slímhúð. Hlutverk: Göng fyrir loft og fæðu. Hjálpar við ómun raddar. Skiptist í 3 hluta, • nasopharynx, • oropharynx • laryngopharynx.

    Nasopharynx, nefkok: Aftan við nefhol, nær frá innri nösum að mjúka gómnun. Nefhol opnast inn í nefkok via internal nares. Einnig opnast kokhlustir inn í nefkokið. Samtals 4 op. Í afturvegg eru kokeitlar, tonsilla pharyngealis . Slímhúð hefur bifhár og slímkirtla og þar er stratified spuamus/ marglaga flöguþekja. Flytur eingöngu loft. Oropharynx, munnkok: Aftan við munnhol, tengist nefkoki og munnholi. Nær frá mjúka gómi að tungubeini. Flytur bæði loft og fæðu. 2 pör kokeitla, tonsillae palatinae (kverkeitlar) og tonsillae lingualis (tungueitlar). Slímhúð er marglaga flöguþekja enda mikið álag. Laryngopharynx, barkakok: Nær frá tungubeini að barkakýli og vélinda. Flytur loft og fæðu. Klætt marglaga flöguþekju. Koktaugar eru frá glossopharyngeus, vagus og sympaticus.

  • Iðjuþjálfum LFF0202 Hrefna Óskarsd

    Hyoid, tungubeinið: Er ofan við barkalýlið, ef við drögum pnktalínu aftur frá hyoid þvert yfir, þá erum við búin að afmarka oropharinx/munnkokið. Þetta er sameiginlegur farvegur fyrir bæði loft og fæðu, og gerð slímhúðar þarna er marglaga flöguþekja. (stratified squamus). Uppi er sýndarmarglaga stuðlaþekjameð bikarfrumum og bif-hárum, en þegar kemur niður í munnkok af því að æðan kemur þar inn misjafnlega heit og sterk, þá breytist gerð slímhúðarinnar. Fyrir neðan er larynx (barkakýlið), og það skiptir í rauninni koki í tvær leiðir. Það er annars vegar að aftan, þar sem leið liggur iður í oesophagus, og síðan ef við nefnum cricoid, þá má segja að larynx sé skjaldbrjóskið og cricoid sé hringbrjóskið. Stubburinn frá tungubeini niður að hringbrjóski er kallað laryngopharynx og þar í rauninni skilja leiðir þar m fæðan fer niður í vélindað og loftið niður í gegnum larynx.

    Larynx, barkakýli:

    Tengir kokið við barkann. Staðsett í miðlínu framan við vélindað og C4-C6. Gert úr 9 brjóskstykkjum.

    • Cartilago thyroidea, skjaldbrjósk. Adamsepli. Myndar framvegg og hliðar barkakýlis. Áberandi í körlum.

    • Epiglottis, barkaspeldi. Úr elastisku brjóski. Lauflaga og stofninn er festur við innanvert skjaldbrjóskið. Lokar barka við kyngingu.

    • Cartilago cricoidea, hringbrjósk. Hringlaga brjósk sem myndar neðsta hluta barkakýlis. Tengist fyrsta brjóskhring barkans. Einnig eru 3 pöruð minni brjósk í afturhluta barkakýlis. Mikilvægust eru

    • Cartilago arytenoidea, könnubrjósk, sem sitja á efri brún hringbrjósks og tengjast raddböndunum og innri vöðvum barkakýlisins.

    Thyroid skjaldbrjósk Cricoid hringbrjósk Epiglottis barkaspeld Arythenoid knnubrjósk Corniculate hnífilbrjósk Cuniform fleygbrjósk

    Þessi þrjú eru stök brjósk, þau eru ekki pöruð.

    Lítil pöruð brjósk

  • Iðjuþjálfum LFF0202 Hrefna Óskarsd Barkakýlið frá hlið

    Athuga að laynx er samheiti fyrir þessi 9 brjósk Stærsta og mest áberandi þessara brjóska er thyroid/skjaldbrjóskið það er nóg að kannast við aritenoid (könnubrjóskið) litlu brjóskin, þessi pöruðu; tvö pör eru fest aftan á hringbrjóskið og þetta eru þá könnu-

    brjóskin og hnífilbrjóskin, þetta skiptir hvað mestu máli vegna þess að raddböndin festast í aritenoid, eða könnubrjóskinu.

    Það sem kallast raddbönd, eru fíngerð liðbönd, neðarlega í thyroid, og liggja fram á við og fara síðan in í skjaldbrjóskið/thyroid.

    Með samdrætti í smávöðvum, sem festast í könnubrjóskið, er hægt að strekkja á raddböndunum og breyta pitchi, eða tónhæðinni.

    Sem sagt, í larynx er mest áberandi thyroid, eða skjaldbrjósk og þar fyrir neðan er crocoid, eða hringbrjóskið. Fyrir aftan thyroid koma síðan þrjú pör af agnarlitlum brjóskum (hnífil-/corniculate-; könnu-/arythenoid- og fleygbrjósk/cuneiform cartilageI). Það er aðallega arythenoid (könnu-) sem skiptir máli; það situr aftast á cricoid og í það festast raddböndin og með vöðvatogi í þetta brjósk, er hægt að slaka og strekkja á raddböndunum. Hin brjóskin skipta svo minna máli. Slímhúð barkakýlis myndar tvenns konar fellingar.

    Efri fellingar, (ventricular folds) gerfiraddbönd, andarfellingar. Gera okkur kleift að halda andanum gegn þrýstingi þ.e. að rembast.

    Neðri fellingar, (vocal folds) raddfellingar, studdar af raddböndum. Hýsa raddböndin. Við samdrátt innri barkakýlisvöðva strekkist á raddböndum og raddglufan (rima glottidis) þrengist. Því meiri spenna sem er í vöðvum og raddböndum, því hærri verður tónhæð raddar.

    Hugtakið glottis þýðir raddfæri og það samanstendur þá af þessum raddfellingum og radd-böndum og væntanlega könnubrjóskinu o glitlu vöðvunum sem toga og strekkja í það. Tilgangurinn hins vegar með eriellngunum/andarfellingunum er kannski fyrst og fremstsá að gera okkur kleift að loka fyrir leiðina niður í öndunarvegin þegar maður er að rembast, t.d. þegar mað er að lyfta einhverju þungu eða auka búkpressu, þá getum við alveg lokað fyrir. Þá pressum við á þndina og getum búið til aukin þrýsting á brjóstholi og niður í kviðaroli. Þanng virka þessar andarfellingar. Hinar eru svo bara hluti af glottis, eða raddfærunum.

  • Iðjuþjálfum LFF0202 Hrefna Óskarsd Tonsillur: Við erum með þyrpingar af eitlavef, annars vegar uppi í nefkoki, og hins vegar niður í tungugrunni líka og síðan á milli gómboganna. Þyrping nr. 1 er efst uppi eru pharyngeal tonsils (kokeitlar), en þeir eru alveg uppi í hvolfinu á nefkokinu. Þyrping nr. 2 fyrir neðan eru palantine tonsils, það eru þeir sem eru á milli gómboganna. Það eru þeir sem eru teknir í hálskirtlatöku. Þyrping nr.3 við tungurætur eru lyguinal tonsils. Þetta eru ekki afmarkaðir eitlar, heldur eru þetta eitlingar, diffuse og illa afmarkaður eitlavefur. Þetta eru einskonar varðhundar kerfisins þar sem að ytra umhverfi er að koma og hellast inn í okkur. Kokð sem að sturtast niður tungubeinið og skjaldbrjóskið og hringbrjóskið og barkinn. En aftan við skjaldbrjóskið þar sem skilja leiðri annars vegar niður í vélinda og hins vegar niður í barka. Það er alveg þekkt að bitar, illa tuggin fæða, hun getur lent efst í barkakýlinu, þá er maður blokkeraður og þá þarf að beita Heimlich aðferðinni og ef það tekst ekki og allt fer á versta veg, þá er bara að taka up vasahnífinn og stinga fyrir neðan hringbrjóskið og snúa hnífnum upp á skjön. Þegar þarf að gera tracheastomiu, þá er yfirleitt farið undir hringbrjóskið. Það er tiltölulega auðvelt að finna þeta og næsta brjósk, og fara síðan fyrir neðan það. Þetta er auðvitað neyðaraðgerð að gera gat þarna, ef eitthvað lokar öndunarveginum, og maður nær ví ekki upp með öðrum hætti. Trachea, barki:

    12 cm. löng og 2,5 cm. víð loftrás Staðsett aftan við vélindað og nær frá barkakýli niður á móts við T5, carina, þar sem hún greinist í 2 aðalberkjur til hægra og vinstra lunga.

    Veggir barkans eru gerðir úr mucosa, submucosa, brjóski og adventitia yst.

    Slímhúðin er ps. strat. col. w. cilia og goblet cells. og gegnir varnarhlutverki. Flytur slím o.fl. upp í kok. Mucociliary escalator.

    Brjósklagið er úr 16-20 ófullkomnum brjósk-hringjum, opnir að aftan.

    M. trachealis, sléttur vöðvi, lokar hringjunum að aftan. Brjóskhringirnir halda barkanum opnum. Barki greinist í tvennt við carina eða barkakró.

    Trache heitir barki á íslensku og barki er eitthvað ekki alveg gegnsætt orð, enska og danska heitið er mikið meira upplýsandi um hvað er á ferðinni. Þetta rör nær frá larynx/barkakýlinu, niður að efri brún á hryggjalið nr. T-5, superior. Í larynx var uppistaðan þar skjaldbrjós og hringbrjósk, og síðan 3 pöruð brjósk þar fyrir aftan. En barkinn nær frá cricoid, sem er neðrabrjóskið í larynx, niður að T-5, eins og áður segir. Barkinn liggur svo í mediastinum/miðmættinu og svo skiptis hann hjá T-5, í right or left primary bronchi.

  • Iðjuþjálfum LFF0202 Hrefna Óskarsd Ef við skoðum almennt séð gerð barkans innan og út, þá er um að ræða 4 lög: 1. Mucosa (slímhúð):

    í slímhúð er alltaf fyrst: a. Epithel tissue.

    Mucosan samanstendur af sýndarmarglaga þekju, sem var pseudostratified ciliated columnar með goblet cells. Allur aukabúnaður sem hægt er að fá, fylgir þarna. Í pseudostratified, þá eru sumar frumurnar sem ná ekki alveg upp í gegnum alla þekjuna. Svo eru bikarfrumurnar sem æla frá sér mucus/slími, framleiða það, og bifhárin. Þekjuvefurinn stendur síðan á basement membrane.

    b. Basement membrane er tveggja laga i. Basal lamina

    ii. Reticular lamina. Frumurnar í þekjunni seyta frá sér efra laginu, en undirliggjandi bandvefurinn myndar neðra lagið.

    c. Lamina propria (eigin vefur). Þetta er elatískur reticular bandvefur. Netkenndur og teygjanlegur. Þetta er í rauninni það sem fellur undir hugtakið mucosar. Það er epithel, basement membrane og þessi lamina propia.

    2. submucosa (slímhúðabeður). Bandvefslag sem er undir mucosa. Þetta er getur verið töluvert þykkt lag, og er gert úr ósérhæfðum bandvef, sem við köllum alltaf areolar (areolar connective tissue). Hann er lausofinn, léttur og loftkenndur og í þessu lagi eru sero mucus glands, þeir seyta frá sér þunnfljótandi slímhúð. Þessi rás nær upp í gegnum epithelið, því annars væri þetta ekki til neins.

    3. cartilage (brjóskið). Þetta er glærbrjósk (hyaline), og er skeifulaga. Þetta heldur barkanum opnum og að aftan er þverliggjandi vöði, sem heitir m.trachlearis eða barkavöðvi. Þessi vöðvi lokar barkanum að aftan. Þegar maður kyngir stórum bita, illa tuggnum, þá bungar út vélindað og þá er got að hafa mjúkpart í barkanum að aftan, þannig að þetta gefur allt eftir og bitinn kemst í höfn.

    4. adventitia (bandvefskápa). Ef líffæri leikur lausum hala inni í einhverju holrúmi, þá er það klætt með cerus. Það er annaðhvort lífhimna, eða brjósthimna. Þegar líffæri eins og hér ligur inni í öðrum bandvef, þetta liggur inni í mediastinum, þá er þetta hjúpað með adventitia. Adventitia bandefur sem tengir líffærin út í umhverfið. Barkinn sem slíkur leikur ekki lausum hala, hann er bara inni í mediastinum. Lungun hins vegar hafa frítt yfirborð, líkt og mörg líffæri í kviðarholi. Loks utan um þetta kemur svo serous membrane, sem er einskonar skinn, eða fleiðra semn klæðir holið að utan.

  • Iðjuþjálfum LFF0202 Hrefna Óskarsd

    Berkjutré: Bronchial Tree Neðst í barkanum er brjósk, sem heitir carina (barkarkró) og þar greinist trachlea í right or left bronchi. Carina er til móts við T-5 og þar greinist barkinn í tvær aðalberkjur, og þær kallaðar right or left primary bronchus. Sá sem er hægra megin, er styttri og víðari, og lóðréttari heldur en hinn. Sem gerir það að verkum að ef corpus alienum (sem er samheiti á öllum svona aðskotahlutum) asnast ofan í barkann, eu meiri líkur á því að hann stöðvist hægra megin.

    Síðan skiptist þetta á ný, og greinist allt að því óendanlega:

    Greinin, eða skiptingin hefst í rauninni þar sem aðalberkjur koma inn í hylus, en hylusinn er einskonar lungnahlið, og þar hefst skiptingin.

    Right primary bronchus skiptist í vinstri skiptist í tvo. Þetta eru kallaðar blaðberkjur, eða lobar bronchi.

    Svo heldur greiningin áfram og næst fáum við 10 tetiary bronchi, sem heita segmental eða geiraberkjur.

    Innan lobusana eru 10 geirar (segment) í báðum lungum.

    Næst fer þetta að verða nokkuð flókið, en á eftir segment koma broncho pulmonary segment; en berkjurnar mjókka sífellt og greinast alltaf meira og meira, þannig að næst fáum við bara bronchioles, en það eru berkjungar.

    Berkjungarnir liggja niður í terminal bronchioles, en það eru endaberkjurnar.

    Síðan koma respiratory bronchioles/ öndunarberkjungar.

    Svo kemuraveolar duct, sem liggur inn í lungnablöðrurnar.

    Það er talað um að þetta sé 25-föld greining á leiðinni frá trachea, þar sem fyrsta greining er í barkargró.

  • Iðjuþjálfum LFF0202 Hrefna Óskarsd Breytingar sem verða á brjóski á leiðinni:

    Efst uppi eru við með skeifulaga, en eftgir því sem að neðar dregur, þá breytist brjóskið frá því að vera skeifulaga í það að vera flögulaga, og hverfur að lokum alveg.

    Það er erfitt að segja nákvæmlega hvar þetta endar, en smám saman minnkar hlutfall á brjóskinu, og þess í stað kemur aukið magn af vöðvavef.

    Þetta getur bæði verið til bölvunar, sem og blessunar, eins og svo margt annað. Aukin samdráttur í þessum vöðvum er eitt af því sem einkennir astma.

    Á leiðinni niður og í gegn, verða líka reytingar á slímhúðinni. Í upphafi er hún pseudo columnar, en verður síðan columnar, svo cuboidal/teningslaga og að lokum verður þetta flöguþekja. Í respiratory bronchiole er komin cubodial þekja, en í aviolar duct er þekjan orðin slétt. Berkjur, bronchi: Á móts við angulus sterni skiptist barkinn í hægri og vinstri aðalberkjur, primary bronchi, sem liggja til hægra og vinstra lunga. Hægri aðalberkja er styttri, víðari og stefnir meira niður og því eru meiri líkur á að aðskotahlutir, corpus alienum, fari þar niður ef svo ber undir. Aðalberkjur eru sömu gerðar og barkinn.

    1) Blaðaberkjur, secondary bronchi: Þegar aðalberkjur ganga inn í lungun greinast þær í blaðaberkjur (sec. bronchi) sem ganga hver til síns lungnablaðs. Hægra lunga hefur 3 blöð en vinstra lunga 2 blöð. Lobus merkir blað.

    2) Geiraberkjur, tertiary bronchi: Blaðberkjur greinast í geiraberkjur sem liggja hver til síns lungnageira, bronchiopulmonary segment.

    3) Berkjungar, terminal bronchioles: Geiraberkjur greinast að lokum í berkjunga sem tengjast lungnablöðrum via öndunarberkjunga, resp. bronchioles.

    Veggerð berkjutrés: 1) Brjóskflögur taka smám saman við af brjóskskeifum. Ekkert brjósk í berkjungum. 2) Þegar brjósk minnkar þá eykst sléttur vöðvi. 3) Þekjuvefurinn breytist úr stuðlaþekkju í teningsþekju.

    Lungu, pulmones: Tvö strýtulaga líffæri í brjóstholinu, umlukin brjósthimnu og aðskilin með mediastinum. Mediastinum nær að framan frá bringubeini og aftur að hrygg. Í þessu miðmætti liggur barkinn og þar fyrir aftan er vélindað, og þarna eru stóræðarnar frá hjartanu upp og niður og hjartað. Brjósthimna, pleura: Tvö lög af fíngerðri (serous) himnu umlykja lungun.

    Pleura parietalis: Ytra lagið, fast við brjóstvegginn. Pleura visceralis: Innra lagið, þekur yfirborð lungnanna.

    Á milli þeirra er holrúm, sem inniheldur örlítinn vökva sem hindrar núning og auðveldar öndunarhreyfingar. Brjósthimnan heitir pleura, það þarf að gera greinarmuná þeim hluta sem klæðir holið að innan, og þeim hluta sem klæðir lungað að utan. Sá hluti brjósthimnunnar sem klæðir holið að innan heitir pleura parietalis. Þessi sama himna gengur yfir lungað og klæðir lungað að utan, en þá heitir hún pleura visceralis. Þetta er himna úr einlaga flöguþekja og fumurnar í himnunni þær framleiða pínulítið af vökva og vökvinn smyr yfirborðið á lungunum og kassann að innan, og síðan loðir tta pínulítið saman (og lungun eru alltaf að hreyfast þarna inni í brjóstholinu), þessu er stundum líkt við tvær glerflögur sem eru baðaðar í olíu, strjúkast mjúklega saman. Bólga í brjósthimnunni (brjósthimnubólga) veldur gjarnan mikilli ertingu og svo aukningu á vökva í holinu.

  • Iðjuþjálfum LFF0202 Hrefna Óskarsd

    Það má segja að lungun séu strýtulaga og það sem snýr upp er apex, en það sem snýr niður er basis. Þar sem berkjur og æðar koma inn heitir hilus port hlið. Apexið á lungunum ná lítið eitt upp fyrir viðbeinið/clavicula, og lungun ná ekki alveg að fylla út í thorax/brjóstholið allan hringinn, sjá mynd til hliðar. Þar sér maður að lungun fylla ekki út í holið að neðan. Neðan við thorac-lið nr.10, þar er í rauninni hægt að stinga inn í holið, án þess að stinga á lungað. Það kemur fyrir að menn þurfi að gera það til þess að tappa vökva úr þessu holi. Þá er rétt að geta þess að hægra lungað er ekki eins langt og það vinstra. Það er einkum vegna þess að lifrin kemur upp að þindinni, hvelfist upp að þindinni hérna megin. Síðan er Cor sem hefur áhrif á vinstra lunga, vegna þess að hjartað er meira vinstra megin en hægra megin, þannig að það pressar meira á vinstra lungað. Lifrin hefur áhrif á stærð hægra lunga, en hjartað áhrif á stærð vinstra lunga.

    Gerð lungna:

    Grunnflötur (basis) lungna hvílir á þindinni og fylgir henni eftir.

    Að framan og til hliðar fylgja lungu innri hlið thorax og rifja.

    Apex (toppur) lungna nær aðeins upp fyrir viðbein.

    Á mediastinal hlið lungna er lungnahlið (hilus) þar sem aðalberkjur, lungnaæðar, sogæðar og taugar til og frá lunga fara í gegn.

    Brjósthimna og bandvefur halda þessu öllu saman og nefnist það rót lungans (radix pulmonales).

    Incisura cardialis er gróp í v. lunga fyrir hjartað.

    Hægra lunga skiptist í þrjá lobusa, en vinstra lungað í tvo lobusa. Það er oblique fissure/skáskor í báðum lungum, það liggur niður og fram á við og skiptir vinstra lunga í efra og neðra blað ( lobus sup. et lobus inferior).. Síðan horizontal fissure/lágskor að auki hægra lunga og það skiptir efra blaði hægra lunga í efrablað og miðblað (lobus sup. et lobus med.). Inn í hvert lungnablað (lobus) gengur blaðaberkja. Hægri aðalberkja skiptist því í 3 blaðaberkjur.Vinstri aðalberkja skiptist því í 2 blaðaberkjur. Lungnablöðin skiptast síðan í lungnageira (segmenta bronchopulmonalia) og inn í hvern þeirra gengur geiraberkja. Lobusarnir skiptast í 10 segment, og það eru 10 lungnageirar í hvoru lunga. Hver geiraberkja/segmental bronchus, ásamt því svæði sem það sér um, heitir broncho pulmonary segment. Og síðan skiptast þessi segment upp í marga lobusa (lobules), þannig að í þessu afmörkuðu segmentum er fjöldin alur af öðrum minna afmörkuðum pörtum, það eru þessir lobusar, eða bleðlar.

  • Iðjuþjálfum LFF0202 Hrefna Óskarsd

    Lungnableðlar, lobulus: Hver lungnageiri skiptist í margar litlar einingar, lungnableðla. Utan um hvern lungnableðil er elastiskur bandvefur. Inn í hvern slíkan gengur slagæðlingur, bláæðlingur, sogæð og grein frá berkjungi, svokallaður endaberkjungur (Terminal bronchiole). Berkjungar greinast í örfína öndunarberkjunga (respiratory bronchioles ) og þekja þeirra breytist úr teningsþekju í flöguþekju. Öndunarberkjungar skiptast síðan í nokkra (6-12) lungnablöðruganga (ductus alveolaris). Utan um hvern lungna-blöðrugang eru margar lungna-blöðrur (alveolus). Loftskipti fara fram í háræðaneti lungnablaðra (alveolar). Alveolar sacs er 2-3 alveoli, sem nota sama gang, eða alveolar duct!

    Þetta er nánast alveg líffræðilega afmörkuð eining, hver svona lobule, eða bleðill er umlukinn með elatískum bandvef. Og inn í þetta kerur arteriole og burt liggur venule, sem og lymphatic vessels. Síðan er þetta umlukið háræðaneti. Það er mjög þétt háræðanet utan um svona einingu, alveoli og aveolar sacs, og þarna fara loftskiptin fram O2 út í slagæðarnar og CO2 til baka.

  • Iðjuþjálfum LFF0202 Hrefna Óskarsd Respiratory membrane Í gegnum hvað þarf gasið að flæða til þess að flæða til þess að komast út í slagæðablóðið og í gegnum hvað þarf CO2 að fara til að koma til baka? Það er þá fyrst og fremst um að ræða þekjuna í alveoli, grunnhimnuna í alveoli, grunnhimnuna í capillary og þekjuna í capillary. Þetta eru fjögur lög, það eru tvö frumulög og tvær grunnhimnur, en þar fyrir utan þá eru aðrar gerðir af frumum þarna. Það er týpa I og II af alveolar cells, og það er mun minna af týpu II. Hlutverk týpu II (septal) er að framleiða surfactant, sem er vöki með fosfórlípíðum, sem dregur úr yfirborðsspennu og eykur líkurnar á í að alveoli haldist mikið spennt, og opið. Svo er þarna líka alveolar macrophages, það er risa-átsfruma, en þegar slímhúðin er orðin sköllótt, þegar cilia er horfið, þá er ekki um annað að ræða en að láta macrophaga éta það sem kemst þarna niður. Þannig að þetta er partur af hreisibúnaðinum. Í gegnum hvað þarf svo gasið að fara? Það eru fjögur lög, og í fyrsta lagi þá er það einlaga flöguþekja í alveoli, í öðru lagi þá er það basement membrane, sem sú þekja stendur á, í þriðja lagi þá er það basement membrane utan um háræðina og í fjórða lagi þá er einlaga flöguþekja háræðarinnar (endothel háræðar). Sem sagt tvö frumulög og tvær grunnhimnur. Súrefni flæðir hér auðveldlega í gegn, það fer eftir þrýstingsfallanda hér í gegn, því að PO2 (hlutþrýstingur súrefnis í alveoli) er miklu meiri heldur en lutþrýstingur inni í háræðinni. Þannig að það er klárlega þrýstingsfallandi þarna yfir og síðan bæist það við að O2 (100% óskautuð sameind) flæðir mjög auðveldlega í gegnum þessar feitu himnur. Inn í rauð blóðkorn tengist hemoglobín, og svo áfram. En alveg á sama hátt, þá er þrýstingsfallandi fyrir CO2 í hina áttina, þannig að pCO2 er miklu meiri í bláæða-blóðinu heldur en hér. Þannig að CO2 flæðir í hina áttina og þetta er hvoru tveggja með passive diffusion og þetta er gríðarleg yfirborð sem um er að ræða, ef tekið er allt alveoli og reynt að slá á heildarflatamál þeirra, þá er þetta eins og stór tennisvöllur. Þetta eru 70-80 m2 (fermetrar) sem maður hefur til umráða.

  • Iðjuþjálfum LFF0202 Hrefna Óskarsd Var ekki CO2 líka óskautuð sameind? Það ætti að vera skautað, en er það ekki vegna þess að sameindin er bein (C = O = C) og skautunarvektúrarnir þeir upphöfðu hvorn annan. Ath blóðflæði til og frá lungum; í hjarta- og æðakerfiskaflanum. Glucus pulmomary, pulmonary trunk sem kom frá hægra hvolfi og skiptist í greinar til lungnanna og svo kemur það til baka með pulmonary arteri, sem er í vinstri gátt, bara að tengja þetta saman. Innervation Innerveation er ítaugun og ún er sympatísk og parasympatísk. Fullt af vef, vöðvavef til að í ítauga, og sympatíkus er yfrleitt örvandi, drifhluti kerfisins. Hann veldur víkkun í vöðvum í öndunarvegi, þó hann dragi saman vöðva í æðakerfinu. Í öndunarkerfinu veldur hann slkun í vöðvum í lungunum og sá sem er í astmakasti, verður í versta falli að sprauta sig með adrenalíni. Parasympatíkus hins vegar þrengir öndunarveginn. Vagus, er sú taug sem ítaugar lungun, Vagus á eiginlega alveg 90% af parasympatískri ítaugun innri líffæra. Háræðanet lungnablaðra: Myndir 24.11 og 24.12 Loftskipti fara fram með flæði gegnum vegginn sem aðskilur háræðina og lungnablöðruna. Þessi skilveggur samanstendur af: 1) Einlaga flöguþekju lungnablöðrunnar. 2) Grunnhimnu lungnablöðrunnar. 3) Grunnhimnu háræðarinnar. 4) Einlaga flöguþekju háræðarinnar. Lungun innihalda u.þ.b. 30 milljón lungnablöðrur og er yfirborð þeirra um 70 m2 sem nýtist til loftskipta. Blóðrás: Bláæðablóð frá truncus pulmonalis, flyst með a. pulm. dx. og sin. til hægra og vinstra lunga. Vv. pulm. flytja hreint blóð frá lungum til hjarta. Aa. bronchiales ganga út frá aorta og flytja súrefnisríkt blóð til lungnavefs. Bláæðablóð frá lungnavef fer annaðhvort til vv. pulm. eða í vv. azygos. Taugar: N. vagus. (parasympaticus). Greinar frá truncus sympaticus. Leiðarvísir um berkjutré: Barki Aðalberkjur Blaðaberkjur Geiraberkjur Berkjungar Öndunarberkjungar Lungnablöðrugangar Lungnablöðrur.