netnotkun íslenskra barna og unglinga 2001-3 erindi á námskeiðinu nám og kennsla á netinu um...

30
Netnotkun íslenskra barna og unglinga 2001-3 Erindi á námskeiðinu Nám og kennsla á Netinu um NETNOT verkefnið – sjá einnig http://soljak.khi.is/netnot 13. janúar 2004 Sólveig Jakobsdóttir, dósent KHÍ, [email protected] Hrund Gautadóttir, kennari Ingunnarskóla, [email protected] Sigurbjörg Jóhannesdóttir, kennari Listaháskóla Íslands og Iðnskólanum í Reykjavík [email protected] Rannsókn styrkt af RANNÍS

Post on 21-Dec-2015

222 views

Category:

Documents


1 download

TRANSCRIPT

Netnotkun íslenskra barna og unglinga 2001-3

Erindi á námskeiðinu Nám og kennsla á Netinu um NETNOT verkefnið – sjá einnig http://soljak.khi.is/netnot

13. janúar 2004

Sólveig Jakobsdóttir, dósentKHÍ, [email protected]

Hrund Gautadóttir, kennariIngunnarskóla, [email protected]

Sigurbjörg Jóhannesdóttir, kennariListaháskóla Íslands og Iðnskólanum í Reykjaví[email protected]

Rannsókn styrkt af RANNÍS

Yfirlit

Hvers vegna var rannsóknin gerð?Hverjir söfnuðu gögnum?Hverjum var fylgst með?Hvar var fylgst með?Hvernig gerðum við rannsóknina?Hvað voru þau að gera á Netinu?Hvernig hegðuðu þau sér á meðan?Þróun frá 2001 til 2003?Lokaorð

Hvers vegna?

Skoða hvernig íslensk börn og unglingar nota Netið (lítið vitað, meira til af tölulegum upplýsingum)

Veita framhaldsnemum í UST við KHÍ rannsóknarreynslu og gera þau sem kennara meðvitaðri um hvað nemendur eru að gera á Netinu.

Hverjir söfnuðu gögnum?

Framhaldsnemar á námskeiðinu Nám og kennsla á Netinu á vorönnum 2001, 2 og 3 söfnuðu gögnum undir stjórn Sólveigar Jakobsdóttur. Þátttaka metin sem hálf eining.

Flestir starfandi kennarar, meirihluti kvk.2001: 15 gerðu 58 ath.+ viðtöl2002: 22 gerðu 102 ath.+ viðtöl2003: 29 gerðu 117 ath. + viðtölSamtals: 66 gerðu 277 ath. + viðtöl

Hverjum var fylgst með?

277 athuganir þar af4 frá US; 46 20 ára+ og/eða ekki netnotkun.

227 (82%) Yngri en 20 áraOG frá Íslandi OG á Neti

Síðari hópurinnMeðalaldur: 12,0Staðalfrávik: 2,9

YEAR

200320022001

Cou

nt

60

50

40

30

20

10

0

Gender

Girls

Boys

54

40

24

47

39

23

Hverjum var fylgst með 2003

2003

Age range

5. 16-19

4. 13-15

3. 10-12

2. 6-9

1. 3-5

Cou

nt

30

20

10

0

Gender

Girls

Boys

7

16

27

5 5

16

21

6

Hvar var fylgst með?

Í skólum: 64% (58-68)Heima: 36% (42-32)

YEAR

200320022001

Cou

nt

80

70

60

50

40

30

20

10

0

Place

Home

School

71

48

303434

17

Hvernig?

Völdu fjóra (2 stráka, 2 stelpur) í skóla (tilviljunarkennt) eða heima (“kennarabörn”/eða tengt með öðrum hætti)

Fengu leyfi til að fylgjast með nota Netið “Microcultural observation”: Skráðu aðstæður og hverjir voru

viðstaddir. Skrifuðu niður allt sem einstaklingurinn var að gera (hreyfingar, svipbrigði, hljóð, orð, fingrasetningu, samskipti við skjá og aðra, hvað var að gerast á skjánum).

Meðaltími = 14,1 mín. (staðalfrávik=7,2) Tóku stutt viðtöl um netnotkun (og aðra tækninotkun) Kóðuðu athuganir Sendu gögn og kóðanir á vef verkefnis Sjá http://soljak.khi.is/netnot

Fyrsta kóðun

OpinEinnig kóðað fyrir:Athygli/einbeitinguSamskiptumReynsluViðhorfum “Flökti” Hvað er verið að

læra?

Hvað og hversu mikið?

227 einstaklingar heimsóttu 139 nafngreinda vefi og ýmsa ónafngreinda, sjá yfirlit á vef verkefnis.

Hver nemandi fór að meðaltali á um 1,9 nafngreinda vefi en 4,3 vefsíður. En meðaltalið var 3,2 síður/10 mín. Hámarkið var 8 vefir og 13 vefsíður í athugun.

Yfirlit um vinsælustu vefina eftir kyni og aldri er að finna á vef námskeiðs og í fylgiskjali.

Athyglisvert t.d. hverning MSN og Bloggið koma sterkt inn meðal eldri nemenda 2003. 39% af 13-19 ára stelpum og 27% af piltum notuðu MSN í athugunum 2003 en svo til engir árin áður. Samsvarandi tölur f. Blogg voru 33 og 14%.

Hvað var verið að gera/skoða?

Creative act .

Communicat ion

Play

Information

Learning

60

50

40

30

20

10

0

Place

Home Percent

School Percent55

52

24

14

5

15

51

27

Þeir sem söfnuðuðugögnunum gáfu til kynnahvað var verið að gera (sjá mynd):

Að mestu leikur eðaskemmtun, þá upplýsinga(leit)Meira til náms í skólaMeiri samskipti heima

Úr atferlislýsingum:Nafngreindum vefjum var skipt upp í leiki, íþróttir, aðra afþreyingu, upplýsingar/nám, samskipti og leitarvélar. Sjá töflu á vef verkefnis og fylgiskjal.

Vefsíður - upplýsingar/nám

Efni meira til gagns/náms en skemmtunar var vinsæll flokkur hjá báðum aldursflokkum ekki síst hjá þeim eldri

2001: 38 vs. 73%, 2002: 28 vs. 31%, 2003: 34 vs. 55%

Dæmi – upplýsingar

Strákur í skóla – 11 ára

Þegar hann fær að fara frjálst á Netið fer hann á vefslóðir sem áður hefur verið farið í og segir ,,cool" þegar hann finnur síðu sem er um póstföng o.fl. og heitir tony.hawk. Horfir á sessunaut sinn og spyr: Hvar er þessi leikur? þegar sessunautur hans er í boltaleik´. Finnur fljótlega leikinn. Sér að félagi hans er kominn inn á bílasíðu og spyr hann hvar sú síða sé. Virðist samt ekki átta sig á því og fer inn á leit.is og slær inn leitarorðinu bílar. Leitar en á í erfiðleikum með að finna síður. Tekst að lokum og finnur síðu sem sessunautur hans spyr hann um hvernig hann hafi fundið. Nemandi hefur örugga stjórn á músinni og hreyfir hana með stuttum hreyfingum.

Nánar á http://soljak.khi.is/netnot/gagnabanki/yfirlit_lysingar_banka/lysing.asp?ID=100

Vefsíður - afþreying

Vinsælt öll ár og meðal beggja kynja (24-60%).

Dæmi – afþreying (e. verkefni)

Stelpa, 11 ára, í skóla  Nemandi ræsti tölvuna og fór beint í Word forritið til að

slá inn texta. Gerði þetta hratt,örugglega og villulaust. Þegar hún var búinn að þessu kallaði hún á kennara og spurði hvort hún mætti fara á Netið. Hún sló inn slóðina á Disney og skoðaði mikið af myndum. Spurði stelpuna við hliðina á sér hvernig ætti að skrifa Britney Spears. Fór síðan á þá síðu og skoðaði myndir þar og sagði “þetta er mjög skemmtilegt.”

Nánar á http://soljak.khi.is/netnot/gagnabanki/yfirlit_lysingar_banka/lysing.asp?ID=141

Vefsíður - íþróttir

Íþróttavefir voru nokkuð vinsælir, sérstaklega meðal stráka í báðum aldursflokkum (9-29%) en lítil hjá stúlkum (yfirleitt 0-6%).

Dæmi - íþróttir

14 ára strákur, heimili (tölva í eldhúsi) Strákurinn sest og byrjar strax á að fara a netið. Fer inn á skallagrimur.is,

og er mjög ákveðinn. Skoðar og les um 4. flokk karla í knattspyrnu- klórar sér hugsi í höfði og andliti á meðan hann les. Blokkerar hluta textans en fer síðan skyndilega í Outlook og sendir fyrirspurn í tölvupósti um kostnað á móti sem verðu eftir hálfan mánuð. Fer þar næst inn á liverpool.is og les hratt yfir grein sem heitir Diouf alsæll i liverpool- “hver er það” spyr ég ? ,,það er fótboltamaður frá Senegal sem er að koma til Liverpool. Bakkar og les eitthvað á forsiður fer svo snöggt yfir á síðu frænda síns en stoppar ekkert og fer á visir.is til að tékka pósti en þar var ekkert svo hann fer á ksi.is og skoðar um 4. flokk, leikmenn og um næstu leiki, markahæstu menn en allt í einu stendur hann upp og segist vera farinn.

Nánar á http://soljak.khi.is/netnot/gagnabanki/yfirlit_lysingar_banka/lysing.asp?ID=207

Vefsíður - leikir

Leikjanotkun var algeng hjá báðum kynjum en áberandi meiri meðal 6-12 ára en 13-19 öll árin (59 vs. 13; 57 vs. 28; 36 vs. 15%).

2003: “Stelpu”leikir? 7 (leikir,tilveran, xy,

cartoonnetwork, disney, happytreefriends, newgrounds)

“Stráka”leikir? 4 (batman, bonus, jippi, jotto)

Blandaðir? 3 (aukrapuki,leikur1, miniclip)

Miniclip mjög vinsæll leikur hjá báðum kynjum.

Dæmi - leikir

Boy 10 ára í skóla Um leið og notandinn hafði komið sér fyrir fer hann á netið og slær inn slóðina á leikjasíðu

(http://www.miniclip.com). Hann er greinilega vanur því að fara á þessa síðu því hann þarf ekki að spyrja að stafsetningu eins og yngri nemendur þurfa gjarnan, sérstaklega á útlendu síðunum. Hann iðar í stólnum af tilhlökkun. Notar vísifingur hægri handar til að skrifa. Félagar hans minna hann á að nota fingrasetninguna...af því að ég er að fylgjast með segja þeir. Hann lítur á mig og segir "úpps" og myndast síðan við að nota fingrasetninguna við það sem upp á vantar. Um leið er hann að ákveða með félögunum hver á að keppa við hvern. Komum í bobb segir annar félaganna. "Já komdu í við mig" hrópar sá sem fylgst er með ákafur og réttir hendina upp eins og þegar verið er að velja í lið í fótbolta eða eitthvað. Þegar þeir eru allir búnir að velja sama leikinn. Leiðbeinir notandinn þeim sem hann ætlar að keppa við hvernig maður velur sér andstæðing. Hallar sér yfir að honum og bendir á skjáinn hvar á að skrifa...sko þarna veruðuru að velja þér "nikk" og notar líka skjáinn sinn...sjáðu eins og hjá mér. Síðan ferðu í Scandinavia og finna nikkið mitt. Þegar þetta tekur of langan tíma hjá félaganum verður hann óþolinmóður, Hann er á sífeldu iði og dæsir. Segir síðan Nei, bíddu ég skal "tjallensa" þig. Þegar þeir eru byrjaðir að keppa hverfa samskipti þeirra á milli að mestu leiti og þeir "tala við" og horfa á tölvuna, þó þeir séu að tala saman. Tungan fer út í munnvikin á notandanum og hann teygir sig nær tölvuskjánum í einbeitingu sinni þegar hann á að gera. Ýmis leikhljóð og viðbrögð fylgja með "jess", "lúser", "vííí langt framhjá" og "það var laglegt". Hann ekur sér til í skjánum þegar hinn er að gera en glennir upp augun og grúfir sig yfir skjáinn þegar hann á að gera. Þegar þeir eru í leik númer tvö segir notandinn skyndilega "Hey, eigum við að spjalla?" Hinn hváir. "já við getum líka spjallað á meðan við erum að gera". Hann bendir félaga sínum á skjánum hjá sér hvar á að skrifa skilaboð, hvar á að senda þau, þannig að þau birtist á skjánum hjá mótspilaranum. Þeir myndast síðan við að skrifa eitthvað á meðan hinn er að gera en gengur hægt og erfiðlega. Þeir gleyma báðir fingrasetningu. Þeir gefast fljótlega upp á þessu og eru báðir undrandi þegar tíminn er búinn finnst þeir rétt vera að byrja.

Vefsíður - samskipti

Samskiptavefir voru vinsælir einkum hjá þeim eldri:

2001: 9 vs. 60%2002: 13 vs. 34%2003: 20 vs. 45%

2003 MSN: 39% af stelpum 13-

19 ára og 27% af piltum Blogg: 33% af stelpum

13-19 ára og 14% af piltum

Dæmi - samskipti

19 ára stúlka heima Fer á Yahoo og nær í í-meilið er með mjög langt

leyniorð, fljót að slá það inn. Þekkir umhverfið sem hún er að vinna í vel. Tekur próf sem einhver vinkona sendi. "Æ hvert fór þetta, desktop, þetta get ég ekki skoðað. Nei Ó fór rangt" ´Fer á síðu uconics.com skoðar skrítlur. Flissar. Hún slær taktin með fætinum allan tíman Segir " Æ ég þarf að flýta mér er að fara út" Lokar á netið. Stendur upp og fer.

Nánar á http://soljak.khi.is/netnot/gagnabanki/yfirlit_lysingar_banka/lysing.asp?ID=76

Dæmi - samskipti o.fl.

14 ára strákur í skóla Notandi fer beint inn á leikjasíðu (http://www.miniclip.com/). Hann notar

fingrasetningu og er ekki lengi að finna sér einhver til að spila við á netinu. Hann velur að spila bobb finnur einhvern í Hollandi sem vill spila, notandinn spjallar líka við þann frá Hollandi ásamt því að leika við hann. Eftir að hann er kominn á leikjasíðunu þá fer hann og opnar MSN Messenger og fer að spjalla við félaga sinn í stofunnu og fyrrverandi bekkjarfélaga sem búsettur er í Svíþjóð núna. Hann kemur spjallgluggum og leikjasíðunni fyrir þannig að hann getur haft alla opna í einu, það er séð á alla í einu og síðan flakkar hann á milli þeirra. Hann lifir sig inn í leikinn, grípur um hausinn, upphrópanir þegar vel eða illa gengur og er með beina lýsingu á því hvernig gengur til félaga við hliðina á honum. Allt án þess að vera æstur eða með læti. Þegar athugunin er u.þ.b. hálfnuð. Finnst honum eitthvað vanta og fer inn á nokkrar heimasíður til að finna sér lög til að hlusta á. Hann fer inn á http://rokk.is, http://jon.is og http://jemen.kopavogur.is til þess að ná sér í lög

Nánar á http://soljak.khi.is/netnot/gagnabanki/yfirlit_lysingar_banka/lysing.asp?ID=338

Leitarvélar nokkuð mikið notaðar af öllum eða af 9-

47%.)

Vefsíður - leitarvélar

Vefir/síður á íslensku

2001: 25 af 52 (48%) á íslensku 2002: 27 af 56 (48%) á íslensku 2003: 41 af 70 (59%) á íslensku en breytilegt eftir

tegund vefs: Af upplýsingavefjum: 89% Íþróttum: 67% Afþreyingarefni: 50% Leikjum: 43% Leitarvélum: 33% Samskiptavefjum: 17%

Allar aðrar síður á ensku fyrir utan ein á norðurlandamáli

Hegðunareinkenni (frumkóðun)

Einbeiting/athygli og “ flökt”: Athygli hafði tilhneigingu til að vera tiltölulega mikil en minnkaði með meiri samskiptum við viðstadda og í öfugu hlutfalli við “flökt”. Einbeiting hafði líka tilhneigingu til að vera í réttu hlutfalli við viðhorf (því jákvæðari því meiri einbeiting. Einbeiting var kóðuð mjög mikil t.d. meðal ungra pilta í leikjum með ofbeldisívafi (d. 59, 156, 160) eða íþróttum (60).

Viðhorf: Viðhorf virtust yfirleitt fremur jákvæð, þ.e. Meirihluti sýndi einhver merki um áhuga. Höfðu tilhneigingu til að verða jákvæðari frá 2001 til 2003. Strákar tilhneigingu til að vera kóðaðir jákvæðari en stelpur (eingöngu 2002). Töluverð breidd frá því að neikvæðar tilfinningar væru gefnar til kynna (61, 34, 9) upp í að gefa til kynna mikla gleði og ánægju (63). En í mörgum tilvikum var erfitt að dæma, nemendur svipbrigðalitlir og þögulir og dæmi um nemenudr sem virtust leika séreins og sjálfvirkt (16, 157). En viðhorf virtust jákvæðari því meiri samskipti sem áttu sér stað, en neikvæðari efitr því sem “flökt” var meira.

Samskipti: Töluverð samskipti einkum í skólaumhverfinu. Mörg dæmi um félagslega hegðun, oft milli fólks af sama kyni að hjálpa hvert öðru eða sýna hvað þau væru að gera, láta upplýsingar ganga um áhugavert efni og gefa til kynna hvað væri áhugavert/“kúl” – einkum um leiki en einnig í tengslum við skólaverkefni. Samskipti við fullorðna voru sjáldgæfari þó rannsakandinn eða kennari væri studnum spurður hvað ætti að gera ef viðkomandi vissi ekki hvað það var. Þó einbeiting minnkaði með auknum samkiptum virtust viðhorf verða jákvæðari. Ath. að mikið var um Netsamskipti t.d. Senda hvort öðru brandara eða tónlist (30, 14), senda SMS til foreldris (50), spjalla við vinkonu eða frændfólk (30, 133) innan- eða utanlands.

Reynsla: Nemendur virtust vera fremur reyndir á Netinu þó dæmi væri um (sérstaklega yngri) nemendur sem sýndu óöryggi eða hik. Reynsla virtist aukast með aldri og með árum.

Ýmis athyglisverð hegðunareinkenni

Nota ensku, stundum í erfiðleikum með (lestur, ritun, munnleg samskipti) Leita að upplýsingum oft á mjög frumstæðan hátt. Fá upplýsingar í tengslum við áhugamál, t.d. Fréttir (eldri nemendur), íþróttir og leikja

svindl (aðallega strákar), (gælu)dýr (aðallega stelpur), mat/uppskriftir, o.fl. Gera verkefni í skólum s.s. Í tengslum við önnur lönd, leita að heimildum um Ítalíu

eða sautjándu aldar skáld, íþróttir (í sumum tilvikum bara klippa og líma texta), og ná í myndir til að setja í ritgerðir eða á heimasíður.

Fara á Netið í skóla með eða án leyfis kennara til uppfyllingar, skemmtunar/leikja eftir eða í bland við verkefnavinnu.

Ná í/skoða/hlusta/vista myndefni og/eða tónlist. Taka þátt í könnunum og persónuleikaprófunum. Í hlutverki neytenda skoða söluvefi. Mjög mismunandi leikni í fingrasetningu. Í mismunandi stellingum – margs konar hreyfingar s.s. Klóra sér í höfði, hreyfa sig

fram og til baka, sveifla fótleggjum, “tyggja” snúrur.... Gera ýmislegt á meðan bíða þarf eftir síðum/efni að hlaðast inn. Eiga stundum í tæknierfiðleikum s.s. Með margmiðlun, tengjast við Netið, tölvan frýs

Hvað er fólk að læra?

Þekking um áhugasviðFærni – enska, upplýsingaleit, samskipti,

framsetning upplýsinga, ritvinnsla, grunntölvufærni

Viðhorf – Jákvætt? Hjálpsemi, tölvur skemmtilegar. Neikvætt? Ofbeldi...?

Þróun frá 2001-3

Attitude (code)

Experience (code)

Other techno use

Net use

4,5

4,0

3,5

3,0

2,5

2,0

1,5

1,0

,5

0,0

YEAR

2001

2002

2003

2,62,5

4,0

3,1

2,42,4

4,1

3,0

2,32,3

3,4

2,8

Hegðun nemenda (kóðuð)gefur til kynna meiri reynslu af Netnotkun og aðeins jákvæðari viðhorf

ViðtölNemendur gefa til kynnaAðeins meiri Net- og tækninotkun með árunum.

Lokaorð

Flest íslensk börn og unglingar hafa notað Netið heima og í skóla þó nýting virðist takmörkuð meðal yngri en 16 ára. Þó eru mörg að fá reynslu í skólum í upplýsingaleit á Neti og nýtingu þess í tengslum við ýmiss konar verkefni og kennslugreinar. En oft virðist þó Netið vera nýtt með eða án leyfis kennara til leikja í bland við eða eftir aðra (tölvu)vinnu. Mikil leikjanotkun gæti haft neikvæð áhrif á viðhorf til netnotkunar í námi og vinnu í skólum, einkum meðal drengja.

Verkefnisvefur