notað fær v o - sorpa · 1990 1995 2000 2005 2010 2014 2017 2011 vélræn málmflokkun 1998...

18
Árangur í umhverfismálum frá 1991 NOTAÐ FÆR NÝTT HLUTVERK

Upload: others

Post on 18-Jul-2020

1 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Notað fær V O - SORPA · 1990 1995 2000 2005 2010 2014 2017 2011 Vélræn málmflokkun 1998 Móttaka á dósum og flöskum 70,0% Þrátt fyrir að úrgangsmagn hafi aukist í

Árangur í umhverfismálum frá 1991

NOTAÐ FÆRNÝTT HLUTVERK

NOTAÐ FÆRNÝTT HLUTVERK

Notað færnýtt hlutverk

Page 2: Notað fær V O - SORPA · 1990 1995 2000 2005 2010 2014 2017 2011 Vélræn málmflokkun 1998 Móttaka á dósum og flöskum 70,0% Þrátt fyrir að úrgangsmagn hafi aukist í

Útgefið: Október 2015Ritstjórn og hönnun: Gyða S. BjörnsdóttirLjósmyndir: Binni, myndir úr safni SORPU og Shutterstock

Prentað á endurunninn pappír.

© SORPA bs. Gylfaflöt 5 112 Reykjavík Sími: 520 2200 Bréfsími: 520 2209 www.sorpa.is

Page 3: Notað fær V O - SORPA · 1990 1995 2000 2005 2010 2014 2017 2011 Vélræn málmflokkun 1998 Móttaka á dósum og flöskum 70,0% Þrátt fyrir að úrgangsmagn hafi aukist í

EFNISYFIRLIT

Hvers vegna SORPA? 2

Hlutverk SORPU 3

Árangur í umhverfismálum 4

Góði hirðirinn 5

Endurvinnslustöðvar 6

Móttöku- og flokkunarstöðin í Gufunesi 8

Þúsundir tonna af pappírsefni til endurvinnslu 9

Urðunarstaðurinn í Álfsnesi 10

Metan 11

Velmegunin birtist í úrgangsmagninu 12

Aukin endurnýting með tilkomu SORPU 13

Gas- og jarðgerðarstöð 14

Í upphafi skyldi endinn skoða 15

Page 4: Notað fær V O - SORPA · 1990 1995 2000 2005 2010 2014 2017 2011 Vélræn málmflokkun 1998 Móttaka á dósum og flöskum 70,0% Þrátt fyrir að úrgangsmagn hafi aukist í

2

HVERS VEGNA SORPA?

Í lok níunda áratugarins var úrgangur íbúa höfuð borgar-svæðisins enn urðaður á opnum ruslahaug, líkt og tíðkast hafði frá upphafi tuttugustu aldar innar. Haugur-inn var í Gufunesi, þar sem sorp hafði verið urðað frá því um 1960, en byggðin hafði smám saman færst nær haugnum. Meðhöndlun úrgangs var á engan hátt í samræmi við umhverfis sjónarmið dagsins í dag, þar sem lítið sem ekkert var endurnýtt og spilliefni fóru sömu leið og annar úrgang ur. Mengand i efni, hættuleg lífríkinu, áttu því greiða leið með regn vatni út í Elliðaárvoginn. Til að leysa úrgangsmál íbúa höfuð borgarsvæðisins og taka á vandanu m sameinuðust sveitar félögin á svæðinu um stofnun byggða samlagsins SORPU.

Page 5: Notað fær V O - SORPA · 1990 1995 2000 2005 2010 2014 2017 2011 Vélræn málmflokkun 1998 Móttaka á dósum og flöskum 70,0% Þrátt fyrir að úrgangsmagn hafi aukist í

3

HLUTVERK SORPU

SORPA hóf starfsemi árið 1991, en byggða samlagið er í eigu Reykjavíkur, Kópavogs, Hafnar fjarðar, Garða bæjar, Mosfellsbæjar og Seltjarnar ness.

Hlutverk SORPU er að sinna lög bundinni skyldu sveitar -félaganna og annast meðhöndlun úrgangs. Það felur í sér rekstur á sex endurvinnslu stöðvum, móttöku- og flokkunarstö ð og urðunar stað. SORPA hefur einnig haft umsjón með grenndar gámum fyrir hönd sveitar félaganna frá árinu 2005 og rekið nytja markaðinn Góða hirðinn frá árinu 1993. SORPA er rekin án hagnaðar sjónarmiða með lágmörkun um hverfisáhrifa og hagkvæmni að leiðarljósi.

SORPA sækir ekki úrgang til þín. Sveitarfélögin sjá um sorphirðu eða ráða til þess verktaka.

Page 6: Notað fær V O - SORPA · 1990 1995 2000 2005 2010 2014 2017 2011 Vélræn málmflokkun 1998 Móttaka á dósum og flöskum 70,0% Þrátt fyrir að úrgangsmagn hafi aukist í

4

ÁRANGUR Í UMHVERFISMÁLUM

Þróun í úrgangsmálum byggir á rann sókn um og stöðugum um-bótum. SORPA hefur í gegnum tíðina tekið þátt í fjölmörgum samstarfsverkefnum sem snerta magn, samsetningu og úr vinnslu úrgangs. Leiðarljós SORPU hefur frá upphafi verið að nýtingar-lausnir taki mið af íslensk um aðstæðum og hámarksárangri sé náð í um hverfismálum um leið og hagkvæm ustu leiða er leitað til að lág marka kostnað samfélagsins. Gott dæmi um slík verk-efni er nýting timburs sem kolefnisgjafa í framleiðslu járn blendis og nýting metans frá urðunarstaðn um sem ökutækja eldsneytis. Á sínum tíma var hvort tveggja nýbreytni í nýtingu þessara efna á heimsvísu.

VOTTAÐ STJÓRNUNARKERFI OG SAMFÉLAGSLEG ÁBYRGÐ

Í starfsemi SORPU er lögð áhersla á stöðugar umbætur og lág-mörkun umhverfis áhrifa frá fyrirtækinu og hefur SORPA hlotið vottanir á stjórnunarkerfi sitt samkvæmt gæða- og umhverfis-stöðlunum ISO 9001 og ISO 14001, auk jafnlaunavottunar VR.

Samfélags leg ábyrgð fyrirtækisins kemur m.a. fram í á herslunni á fræðslustarf, en árlega er tekið á móti um 3000 manns á öllum aldri í fræðslu. Fyrirtækið leggur einnig góðum málefnum lið og nýtir þar til dæmis ágóðann af sölu notaðra muna í Góða hirðinu m.

Page 7: Notað fær V O - SORPA · 1990 1995 2000 2005 2010 2014 2017 2011 Vélræn málmflokkun 1998 Móttaka á dósum og flöskum 70,0% Þrátt fyrir að úrgangsmagn hafi aukist í

55

GÓÐI HIRÐIRINN...lengir lífið

Góði hirðirinn er dæmi um vel heppnað samstarf íbúa höfuðborgarsvæðis ins og starfsmanna SORPU sem hefur frá upphafi skilað tæplega 200 milljónum króna til góðgerðarmála og um 10.000 tonnum af nytja-munum í hendur nýrra eigenda.

Í Góða hirðinum fæst allt milli himins og jarðar, m.a. húsgögn, húsbúnaður, smávara, bækur, plötur, DVD- og geisladiskar, barnavörur, raftæki, hjól, skíði og skautar. Allt eru þetta munir sem íbúar höfuð-borgarsvæðisins hafa kosið að fái framhaldslíf í höndum nýrra eigenda. Um leið og íbúar gefa muni í nytja gáma Góða hirðisins á endurvinnslu stöðvum eru þeir að styrkja góð málefni. Í Góða hirðinum leynast stundum verðmætir munir og skemmti legir furðu-munir sem eru til þess fallnir að gleðja viðskipta vini verslunar innar.

ENDURNOTKUN Á HLUTUM ER BESTA FORM NÝTINGAR

Markmið Góða hirðisins er að endurnýta og draga úr sóun. Munirnir nýtast aftur hjá nýjum eigend um og allur ágóði af sölu munanna rennur til góðgerðarmála.

Tekið er vel á móti viðskiptavinum í verslun Góða hirðisins að Fellsmúla 28 – verið hjartanlega velkomin!

Page 8: Notað fær V O - SORPA · 1990 1995 2000 2005 2010 2014 2017 2011 Vélræn málmflokkun 1998 Móttaka á dósum og flöskum 70,0% Þrátt fyrir að úrgangsmagn hafi aukist í

6

ENDURVINNSLUSTÖÐVAR Þar sem úrgangur verður hráefni

Íbúar höfuðborgarsvæðisins og smærri rekstrar aðil-ar skila flokkuðum úrgangi á endurvinnslustöðvar SORPU. Á stöðvunum er tekið við yfir 30 tegund-um úrgangs sem flestar nýtast með einum eða öðrum hætti. Í kringum 70% magns ins sem berst á stöðvarn ar er endurnýtt og má sem dæmi nefna húsmuni sem fara í Góða hirðinn, fatnað sem fer í endur notkun í gegnum Rauða krossinn, pappír, plast og málma sem fara til endur vinnslu og timbur sem er nýtt sem kolefnisgjafi. Stöðvarnar eru mismun-andi að stærð og er aðgengi að jafnaði betra á stærri stöðvunum. Íbúar fara um 800 þúsund ferðir á endur vinnslustöðvarnar á ári og taka þær við um 38 þúsund tonnum af úrgangi.

Ánanaust

Sævarhöfði

Dalvegur

Jafnasel

Breiðhella

Blíðubakki

Stórar endurvinnslustöðvar Litlar endurvinnslustöðvar

Page 9: Notað fær V O - SORPA · 1990 1995 2000 2005 2010 2014 2017 2011 Vélræn málmflokkun 1998 Móttaka á dósum og flöskum 70,0% Þrátt fyrir að úrgangsmagn hafi aukist í

7

Page 10: Notað fær V O - SORPA · 1990 1995 2000 2005 2010 2014 2017 2011 Vélræn málmflokkun 1998 Móttaka á dósum og flöskum 70,0% Þrátt fyrir að úrgangsmagn hafi aukist í

8

Í móttöku- og flokkunarstöð SORPU berast um 300 tonn af úrgangi daglega. Úrgangurinn sem þar er meðhöndlaður kemur frá atvinnulífi og íbúum höfuðborgarsvæðisins. Sorphirðubílar skila úrgangi sem safnast úr sorptunnum íbúanna í móttökustöðina, en þar er einnig meðhöndlaður hluti þess úrgangs sem berst á endurvinnslustöðvar, t.d. pappírsefni, timbur og pressanlegur og grófur úrgangur sem fer til urðunar.

VERÐMÆTUM BJARGAÐ FRÁ URÐUN

Vinnuvélar flokka stóra málmhluti, ólitað timbur og fleira frá óflokkuðum rekstrarúrgangi. Grófur úrgangur og blandað-ur heimilisúrgangur er hakkað ur í móttöku stöðinni svo hægt sé að endur heimta málma með vél rænni flokkun og

MÓTTÖKU- OG FLOKKUNARSTÖÐIN Í GUFUNESI Hakkað, tætt og pressað með hagkvæmni og umhverfissjónarmið að leiðarljósi

Hagstæðara er fyrir viðskipta vini að skila flokkuðum úrgangi. Vönduð

flokkun leiðir til betri nýtingar á hrá efnum og stuðlar

að bættu umhverfi.

bjarga þannig verðmætum frá urðun. Slík vinnsla er eins-dæmi á Íslandi og leiðir jafnframt til enn frekari rúmmáls-minnkunar við pressun og böggun úrgangs. Þannig verða bæði flutningur og urðun þess sem eftir stendur hag-kvæmari. Endurvinnsla á 1 tonni af blönduðum málmi:

• sparar orku sem nemur ársnotkun 5 heimila af raf magni

• sparar um 100 lítra af vatni

• dregur úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda um sem samsvarar 9 tonnum af CO2

• dregur úr myndun úrgangs um 1,25 tonn

Page 11: Notað fær V O - SORPA · 1990 1995 2000 2005 2010 2014 2017 2011 Vélræn málmflokkun 1998 Móttaka á dósum og flöskum 70,0% Þrátt fyrir að úrgangsmagn hafi aukist í

9

Árlega sendir SORPA þúsundir tonna af pappírs efni til IL-Recycling í Gautaborg. Fyrirtækið hefur verið einn helsti samstarfs aðili SORPU í yfir tuttugu ár og er eitt stærsta fyrirtækið á sviði endur vinnslu pappírs efnis í Evrópu. Endur unninn pappír skilar sér aftur til neyt-enda hér á landi sem dagblaðapappír, bréfþurrkur, salernis pappír og umbúðir úr pappa.

Pappi og pappír sem SORPA hefur sent IL-Recycling í gegnum tíðina er umtalsverður. Framleiðslan úr honum myndi duga til að pakka Íslandi tuttugu sinnum inn í pappír.

EINFALDARI OG BETRI FLOKKUN

SORPA leggur áherslu á að leita hagkvæmra leiða í flokkun úrgangs og hefur m.a. innleitt nýja aðferð við úrvinnslu pappírs sem einfaldar íbúum flokkun hans. Öllum pappír, s.s. dagblöðum, fernum, sléttum pappa og bylgjupappa er safnað í eitt ílát, t.d. blátunnu, grenndargám eða pappírs-gám á endurvinnslustöð. Pappírsefnið er síðan flokkað með vélrænum hætti í móttökustöð. Þannig næst betri flokkun sem er þægilegri fyrir notendur og ódýrari fyrir samfélag og umhverfi.

ÞÚSUNDIR TONNA AF PAPPÍRSEFNI TIL ENDURVINNSLU

Page 12: Notað fær V O - SORPA · 1990 1995 2000 2005 2010 2014 2017 2011 Vélræn málmflokkun 1998 Móttaka á dósum og flöskum 70,0% Þrátt fyrir að úrgangsmagn hafi aukist í

10

URÐUNARSTAÐURINN Í ÁLFSNESI

Urðunarstaður SORPU í Álfsnesi er stærsti og þróaðasti urðunarstaður landsins. Þangað er fluttur úrgangur til urðunar sem og ýmis annar úrgangur til endur-nýtingar, t.d. steinefni og trjágreinar.

Við niðurbrot lífræns efnis í sorphaugum myndast hauggas sem er blanda af kol-tvísýringi (CO2) og metani (CH4). Metanið í hauggasinu er orkuríkt en einnig öflug gróðurhúsalofttegund.

Urðunarstaður SORPU í Álfsnesi er einn af fáum urðunarstöðum í heiminum þar sem metan er nýtt sem bifreiðaeldsneyti.

Page 13: Notað fær V O - SORPA · 1990 1995 2000 2005 2010 2014 2017 2011 Vélræn málmflokkun 1998 Móttaka á dósum og flöskum 70,0% Þrátt fyrir að úrgangsmagn hafi aukist í

11

METAN– vistvænt innlent eldsneyti á ökutæki

Metan, sem framleitt er á urðunarstað SORPU í Álfs nesi, hefur verið nýtt á bíla frá árinu 2000. Yfir 1400 ökutæki ganga fyrir metani á Íslandi, flest á höfuð borgar svæðinu.

Margþættur ávinning u r hlýst af því að nýta metan sem eldsneyti á bíla. Í fyrsta lagi er það mun ódýrara elds neyti en bensín og algengt að eldsneytis kostnaður lækki um 30-40%.

Í öðru lagi er íslenskt metan umhverfisvænt eldsneyti. Þegar metan er brennt sem eldsneyti í bílvél umbreytist það í koltvísýring og vatn, sem dregur yfir tuttugufalt úr

gróðurhúsaáhrifum þess. Það þýðir minni hlýnunaráhrif í lofthjúpi jarðar. Þannig eru umhverfisáhrif frá sorphaugn-um lágmörkuð um leið og dregið er úr notkun jarðefna-eldsneytis, s.s. bensíns og dísels.

Ársframleiðsla metans í Álfsnesi jafn gildir eldsneytis-framleiðslu sem samsvarar um 2,2 milljón bensín lítrum. Notkun á íslensku metani í stað innflutts jarðefnaelds-neytis sparar því gjaldeyri þjóðarinnar, auk þess sem vinnslan skapar störf í landinu.

Útblástur frá 1400 ökutækjum, sem ganga alfarið fyrir metani, jafn gildir mengun frá einungis 13 bensínbílum.

Page 14: Notað fær V O - SORPA · 1990 1995 2000 2005 2010 2014 2017 2011 Vélræn málmflokkun 1998 Móttaka á dósum og flöskum 70,0% Þrátt fyrir að úrgangsmagn hafi aukist í

12

Á árunum 1991-2008 jókst magn úrgangs sem meðhöndlaður var hjá SORPU jafnt og þétt. Árið 2009 varð hins vegar 35% samdráttur í úrgangsmagninu í kjölfar efnahags-hrunsins. Aukið aðhald hjá íbúum og í atvinnulífinu hafði í för með sér minni neyslu og framkvæmdir og þar með minni úrgang.

Það hefur lengi verið á stefnuskrá stjórnvalda að draga úr magni úrgangs í sam-félaginu. Áskorunin felst í því að halda úrgangsframleiðslu í lágmarki óháð efnahag í framtíðinni.

Heildarmagn úrgangs móttekið hjá SORPU 2001-2014 (tonn)

Kg á íbúa

Heildarmagn úrgangs frá heimil um og rekstrar aðilum deilt á íbúafjölda á höfuðborgar svæðinu ár hvert.

VELMEGUNIN BIRTIST Í ÚRGANGSMAGNINU

2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014

137.

388

151.

989

148.

253

169.

408

196.

136

220.

767

216.

668

233.

760

152.

073

142.

493

147.

851

153.

783

151.

596

167.

132

Heildarmagn úrgangs frá heimilum og rekstraraðilum (tonn)

784853 824

932

1065

11791130

1182

756710 731 756 738

801

Kg á íbúa

Page 15: Notað fær V O - SORPA · 1990 1995 2000 2005 2010 2014 2017 2011 Vélræn málmflokkun 1998 Móttaka á dósum og flöskum 70,0% Þrátt fyrir að úrgangsmagn hafi aukist í

13

2012 Blátunna fyrir pappír og pappa

0,0%Hlutfall endurnýtingar

1991SORPA hefur

starfsemi

1990Móttakaspilliefna

hefst 1993Nytjahlutir

1994Molta úr

garðaúrgangi

1995Grenndargámar

fyrir dagblöð og tímarit

1997Fernur

1999 Góði hirðirinn Metan hf

2000 Föt og klæðiFyrstu metan-

bílarnir

2009 Plastumbúðir

2017 Gas- og jarðgerðarstöð

2006 Sléttur pappi

26,5%29,3%

34,5% 39,0%

49,0%

1990 1995 2000 2005 2010 2014 2017

2011 Vélræn málmflokkun

1998 Móttaka á dósum og flöskum

70,0%

Þrátt fyrir að úrgangsmagn hafi aukist í samfélaginu hefur vitund íbúa um umhverfis áhrif hans einnig aukist umtals vert frá upphafsárum SORPU. Flestar tegundi r úrgangs eru hráefni í einhverskonar vinnslu eða vörur, þ.e.a.s. ef úr gangurinn er flokkað ur og skilað í viðeigandi farveg. Endurnýtingar hlutfallið hefur aukist ár frá ári og nýtingarfarveg ur er fyrir flestar tegund ir úrgangs.

Fljótlega eftir að SORPA hóf starf semi var farið að endur nýta timbur, málma, pappír og pappa. Eftir því sem árin liðu bættust svo við fleiri tegund ir úrgangs og er endurnýtingar hlut fallið hjá SORPU nú í kringum 50%.

AUKIN ENDURNÝTING MEÐ TILKOMU SORPU

Árið 2017 er áætlað að endur nýtingarhlutfall hjá

SORPU fari yfir 70% af heildarmagni úrgangs.

Page 16: Notað fær V O - SORPA · 1990 1995 2000 2005 2010 2014 2017 2011 Vélræn málmflokkun 1998 Móttaka á dósum og flöskum 70,0% Þrátt fyrir að úrgangsmagn hafi aukist í

14

GAS- OG JARÐGERÐARSTÖÐYfir 95% endurnýting úrgangs frá heimilum

Í dag er úrgangur úr sorptunnum heimilanna á höfuðborgarsvæðinu pressaður í 34.000 bagga á ári, sem eru urðaðir í Álfsnesi. Um 70% úrgangsefna í heimilistunnunni eru lífræn. Heimilisúrgangur er ekki í öllum tilfellum flokkanlegur, t.d. mun seint verða farið fram á að bleiur, dömubindi og gæludýraúrgangur verði flokkaður á heimil um. Íbúarnir munu eftir sem áður þurfa að skila slíkum úrgangi og hefur SORPA á undan förnum árum unnið að gas- og jarðgerðarstöð sem tekur á öllum lífrænum úrgangi. Á ætlað er að stöðin verði komin í gagnið um mitt árið 2017 og mun endurnýtingarhlutfall úrgangs frá heimilum þá verða yfir 95%. Afrakstur stöðvarinnar verður metan sem mun duga sem eldsneyti á um 8.000 bíla og 12.000 tonn af jarðvegsbæti sem nýta má til upp-græðslu lands, t.d. í samstarfi við Landgræðslu ríkisins. Úr plast úrgangi sem ekki hentar til efnisvinnslu verður framleitt svonefnt brenni. Fram-leiðsla á hágæða brenni og jarðvegsbæti mun krefjast aukinnar flokkun-ar og endurvinnslu á öðrum efnistegundum, s.s. gleri, steinefnum og plasti, auk þess sem tilkoma stöðvarinnar mun draga úr lyktar mengun frá urðunarstað.

Stórt skref í umhverfismálum á höfuðborgarsvæðinu verður stigið með byggingu gas- og jarðgerðarstöðvarinnar og fyrirsjáanlegt að alfarið verði hætt að urða lífrænan úrgang ekki seinna en árið 2021. Enn á ný standa höfuðborgarbúar á tímamótum í umhverfismálum.

Page 17: Notað fær V O - SORPA · 1990 1995 2000 2005 2010 2014 2017 2011 Vélræn málmflokkun 1998 Móttaka á dósum og flöskum 70,0% Þrátt fyrir að úrgangsmagn hafi aukist í

15

Í UPPHAFI SKYLDI ENDINN SKOÐANeytandinn í lykilhlutverki

Sá árangur sem náðst hefur í umhverfismálum með starfsemi SORPU byggist á góðu samstarfi við íbúa höfuðborgarsvæðisins í gegnum tíðina. Íbúar og fyrirtæki á svæðinu hafa tekið vel í nýjungar og lagt á sig vinnu við flokkun og endurvinnslu. Að meðhöndla úrgang er aðeins lokaskrefið á lífsferli vöru. Forgangsatriði er að koma í veg fyrir myndun úrgangsins og þar eru neytend-ur í lykilhlutverki. Með meðvituðum neyslu-venjum, almennri nýtni og kröfum á hendur framleiðendum þeirra vara sem við kaupum getum við dregið úr áhrifum okkar á um-hverfið. Auðlindir jarðar eru takmarkaðar og því verða allir að taka höndum saman um að fara vel með þær.

Að tileinka sér vistvænan lífsstíl mun aðeins auka lífsgæði. Launin eru heilnæmara um-hverfi og sparnaður í bæði fjármunum og tíma!

Page 18: Notað fær V O - SORPA · 1990 1995 2000 2005 2010 2014 2017 2011 Vélræn málmflokkun 1998 Móttaka á dósum og flöskum 70,0% Þrátt fyrir að úrgangsmagn hafi aukist í

Árangur í umhverfismálum frá 1991

NOTAÐ FÆRNÝTT HLUTVERK

NOTAÐ FÆRNÝTT HLUTVERK

Notað færnýtt hlutverk