október fréttabréf team spark · okkar dyggu styrktaraðilar að heyra frá gengi síðasta...

1
Október Fréttabréf Team Spark Allt komið á fullt Október hefur verið ansi viðburðaríkur mánuður hjá Team Spark. Hönnunarfasanum fer að ljúka en fyrsta hönnunarrýni TS18 var haldin 23. október. Allir hópar kynntu hönnun sína og fengu gagnrýni frá bæði núverandi og fyrrverandi liðsmönnum. Mælingar á Laka eru sömuleiðis enn í fullum gangi og fór hann í dyno mælingar í Borgarholtsskóla, m.a. hafa verið gerðar aflmælingar, mælingar á kælikerfinu og prófanir á mótorstýringu. Hápunktur mánaðarins var styrktaraðilakvöld Team Spark sem haldið var í Marel. Þar fengu okkar dyggu styrktaraðilar að heyra frá gengi síðasta árs, kynningu á nýju liði og sjá LAKA keyra á plani Marels. Undir lok mánaðarins fórum við á Shake&pizza í boði nýrra styrktaraðila, spiluðum keilu og áttum góða stund saman. Gert kynningar: Eitt af markmiðum Team Spark er að vekja áhuga á tækni og nýsköpun í samfélaginu. Undanfarin ár höfum við heimsótt grunnskóla landsins með kynningu á verkfræði og raungreinum sem og Team Spark. Norðlingaskóli var heimsóttur í október með góðum viðtökum. Á döfinni Margt er á döfinni hjá Team Spark, við munum halda okkar árlegu árshátíð í nóvember, aðstoða við Legókeppni á vegum Háskóla Íslands og taka þátt á vistvænum dögum Heklu. Styttast fer í jólapróf hjá liðsmönnum og er því óhætt að segja að nóg sé um að vera á næstu misserum. TeamSparkFS TeamSparkFS Team.Spark

Upload: dodung

Post on 01-Oct-2018

231 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Október Fréttabréf Team Spark · okkar dyggu styrktaraðilar að heyra frá gengi síðasta árs, kynningu á nýju liði og sjá LAKA keyra á plani Marels

OktóberFréttabréf Team Spark

Allt komið á fulltOktóber hefur verið ansi viðburðaríkur mánuður hjá Team Spark. Hönnunarfasanum fer að ljúka en fyrsta hönnunarrýni TS18 var haldin 23. október. Allir hópar kynntu hönnun sína og fengu gagnrýni frá bæði núverandi og fyrrverandi liðsmönnum. Mælingar á Laka eru sömuleiðis enn í fullum gangi og fór hann í dyno mælingar í Borgarholtsskóla, m.a. hafa verið gerðar aflmælingar, mælingar á kælikerfinu og prófanir á mótorstýringu. Hápunktur mánaðarins var styrktaraðilakvöld Team Spark sem haldið var í Marel. Þar fengu okkar dyggu styrktaraðilar að heyra frá gengi síðasta árs, kynningu á nýju liði og sjá LAKA keyra á plani Marels. Undir lok mánaðarins fórum við á Shake&pizza í boði nýrra styrktaraðila, spiluðum keilu og áttum góða stund saman.

Gert kynningar: Eitt af markmiðum Team Spark er að vekja áhuga á tækni og nýsköpun í samfélaginu. Undanfarin ár höfum við heimsóttgrunnskóla landsins með kynningu á verkfræði og raungreinum sem og Team Spark. Norðlingaskóli var heimsóttur í október með góðum viðtökum.

Á döfinni Margt er á döfinni hjá Team Spark, við munum halda okkar árlegu árshátíð í nóvember, aðstoða við Legókeppni á vegum Háskóla Íslands og taka þátt á vistvænum dögum Heklu. Styttast fer í jólapróf hjá liðsmönnum og er því óhætt að segja að nóg sé um að vera á næstu misserum.

TeamSparkFSTeamSparkFS Team.Spark