raunfærnimat í bílgreinum

2
Hefur þú starfað við bifvélavirkjun, bílamálun eða bifreiðasmíði og vilt ljúka náminu? Raunfærnimati er ætlað að meta þá færni og þekkingu sem þú hefur og getur mögulega hjálpað þér að ljúka námi. Ef þú ert starfandi í greininni en hefur ekki lokið sveinsprófi, þá gæti raunfærnimat verið fyrir þig Raunfærnimat er fyrir einstaklinga sem hafa öðlast færni og þekkingu í gegnum störf sín á vinnumarkaði. Í raunfærnimatinu er staða einstaklinga greind, færni metin og gefnir möguleikar á að ljúka náminu. Þátttakendur eiga þess kost að láta meta færni sem þeir hafa aflað sér utan skólakerfisins með raunfærnimati. Nánari upplýsingar er að finna á www.idan.is og í síma 590 6400. Einnig má senda tölvupóst á netfangið [email protected] [email protected] - www.idan.is Raunfærnimat í stuttu mál DAGSVERK.IS / IDAN 0214

Upload: idan-fraedslusetur

Post on 07-Mar-2016

235 views

Category:

Documents


1 download

DESCRIPTION

Hefur þú starfað við bifvélavirkjun, bílamálun eða bifreiðasmíði og vilt ljúka náminu?

TRANSCRIPT

Page 1: Raunfærnimat í bílgreinum

Hefur þú starfað við bifvélavirkjun, bílamálun

eða bifreiðasmíði og vilt ljúka náminu?

Raunfærnimati er ætlað að meta þá færni og þekkingu sem þú hefur og getur

mögulega hjálpað þér að ljúka námi.

Ef þú ert starfandi í greininnien hefur ekki lokið sveinsprófi,

þá gæti raunfærnimat verið fyrir þig

Raunfærnimat er fyrir einstaklinga sem hafa öðlast færni og þekkingu í gegnum störf sín á vinnumarkaði.

Í raunfærnimatinu er staða einstaklinga greind, færni metin og gefnir möguleikar

á að ljúka náminu.

Þátttakendur eiga þess kost að láta meta færni sem þeir hafa aflað sér utan skólakerfisins

með raunfærnimati.

Nánari upplýsingar er að finna á www.idan.is og í síma 590 6400.

Einnig má senda tölvupóst á netfangið [email protected]

[email protected] - www.idan.is

Raunfærnimat í stuttu mál

DA

GSV

ERK

.IS

/ ID

AN

021

4

Page 2: Raunfærnimat í bílgreinum

Hvað er raunfærnimat?

Raunfærnimat er mat á þeirri færni og þekkingu í faginu sem þú hefur fengið í starfi og frítíma.

Raunfærnimat getur mögulega stytt nám þitt.

Að loknu raunfærnimati fara þátttakendur í skóla og ljúka því námi sem eftir stendur til að útskrifast.

Raunfærnimat er á engan hátt tilslökun á þeim kröfum sem gerðar eru samkvæmt aðalnámskrá.

Inntökuskilyrði í raunfærnimat eru:

• 25 ára aldur.• 5 ára starfsreynsla, staðfest með opinberum

gögnum t.d. lífeyrissjóðsyfirliti.

Ferill einstaklings í raunfærnimati

Kynningarfundur • Nánari upplýsingar um ferlið.• Viðtal bókað hjá náms- og starfsráðgjafa.

Viðtal hjá náms- og starfsráðgjafa • Gögnum skilað s.s. staðfestingu á vinnutíma

og námsferli.• Farið yfir gögn.

Færniskráning • Skráning á fyrra námi, námskeiðum og annarri

þekkingu sem einstaklingur býr yfir.• Gátlistar – einstaklingur leggur mat á hæfni sína

miðað við gildandi námskrá.

Matsviðtal hjá fagaðila• Færni og þekking metin.

Áætlun um námslok• Náms- og starfsráðgjafar skoða næstu skref

með einstaklingi. • Nám samkvæmt námsáætlun.• Sveinspróf.