rit fornleifafræðinema við háskóla Íslands - 9. Árg....

15
Rit fornleifafræðinema við Háskóla Íslands - 9. Árg. 2015

Upload: nguyencong

Post on 10-Feb-2018

263 views

Category:

Documents


6 download

TRANSCRIPT

Page 1: Rit fornleifafræðinema við Háskóla Íslands - 9. Árg. 2015nemendafelog.hi.is/kuml/files/2015/09/Eldjárn-2015.pdf · Painkiller – Judas Priest. In the Summertime – Mungo

Rit fornleifafræðinema við Háskóla Íslands - 9. Árg. 2015

Page 2: Rit fornleifafræðinema við Háskóla Íslands - 9. Árg. 2015nemendafelog.hi.is/kuml/files/2015/09/Eldjárn-2015.pdf · Painkiller – Judas Priest. In the Summertime – Mungo

Þegar ég tók að mér að ritstýra Eldjárn hafði ég strax háleit markmið og væntingar um útlit og innihald blaðsins. Blaðið hafði haft mjög hefðbundið og staðl-að form árin á undan og því fann ég mig knúna til að prufa að fara nýjar leiðir. Fráfarandi ritstjóri var boðinn og búinn að aðstoða mig við allt sem þurfti til að koma mér af stað og kann ég honum ómældar þakkir fyrir.

Ég var svo heppin að kollegar mínir í ritnefndinni tóku strax vel í hugmyndir mínar um nýtt útlit blaðs-ins svo ekki þurfti að eyða miklu púðri í að sannfæra þá um að tími væri kominn á tilbreytingu.

Ég vil þakka ritnefnd og öllum sem komu að útgáfu blaðsins fyrir frábært samstarf. Takk Gylfi og Helga

fyrir að nenna að senda tölvupóstana sem ég nennti ekki að senda. Takk fyrir að reka á eftir mér á mjög svo blíðlegan og mjúkan hátt þegar ég var að gleyma mér. Takk fyrir að taka vel í hugmyndir og óskir mínar og samþykkja möglunarlaust svo gott sem allt sem ég lagði til. Takk Kristjana fyrir að koma inn í hópinn til þess að sjá um uppsetningu blaðsins, vissi strax að það yrði í öruggum höndum. Ég vil einnig þakka Einari Maack fyrir sköpun Ráðagerðar í teikn-uðu formi og Urði Snædal fyrir prófarkalestur á blaðinu.

Að lokum vil ég þakka fyrri stjórn Kumls fyrir sín störf og óska nýrri stjórn farsældar í starfi.

Ritstjórapistill

VERIÐ VELKOMIN Á BORGARSÖGUSAFN REYKJAVÍKUR FJ Ö L D I S K E MMT I L E G R A SÝ N I N GAO G V I Ð B U R ÐA Á R I Ð UM K R I N G

Sjá viðburðadagatal áwww.borgarsogusafn.is

Árbæjarsafn

Viðey

Landnámssýningin

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Sjóminjasafnið í ReykjavíkInga María Ellertsdóttir

Ritstjóri

Efnisyfirlit02 Ráðagerður Rangbrók

03 Gylfi Björn Helgason & Kristjana Vilhjálmsdóttir: Móakot: Framvinda nemendauppgraftrar 2014

08 Nemakynning

10 Elín Ósk Hreiðarsdóttir: Helstu verkefni Fornleifastofnunar Íslands árið 2014

15 Myndaþáttur

Forsíðumynd: Flatey - Hauskúpur á hleðslu. Ljósmyndari: Birna LárusdóttirÚtgefandi: Kuml - félag fornleifafræðinema við Háskóla Íslands, [email protected], nemendafelog.hi.is/kuml

Ritstjóri: Inga María EllertsdóttirRitstjórn: Gylfi Björn Helgason & Guðrún Helga Jónsdóttir

Tölvupóstur ritstjórnar: [email protected] og hönnun: Kristjana Vilhjálmsdóttir

Prentun: Leturprent

18 Inga María Ellertsdóttir: Starfsnámið mitt hjá Jamestown-Yorktown stofnuninni í Virginia, USA

21 Viðtal við Hrönn Konráðsdóttur

22 Gavin Lucas: Skálholt

24 Formannspistill

Page 3: Rit fornleifafræðinema við Háskóla Íslands - 9. Árg. 2015nemendafelog.hi.is/kuml/files/2015/09/Eldjárn-2015.pdf · Painkiller – Judas Priest. In the Summertime – Mungo

Hvernig á ekki að panta múr-skeiðar á netinu?Eins og Gylfi. Til þess að fá frekari leiðbeiningar um þessi mál er best að hafa samband við Gylfa Björn Helgason, fornleifafræðinema við HÍ. Hann hefur farið á sérstakt námskeið við pöntun múrskeiða gegnum internetið og masteraði gráðu í þessum efnum.

Af hverju hafa fornleifa-fræðingar svona lítinn áhuga á nöglum?Hér er verið að spyrja um nagla í byggingafræði-legum skilningi. Fornleifafræðingar hafa almennt mikinn áhuga á fingurnöglum enda sorgarrenndur hluti af einkennisklæðnaði uppgraftrar. Því er mikilvægt að hugsa vel um neglurnar, því lengri neglur - því stærri sorgarrendur! Venjulegir naglar eru óspennandi og leiðinlegir. Í alvöru, það eru þúsundir af þeim í Byko… Fornleifafræðingar eru hins vegar algjörir naglar! Er búið að negla svarið?

Er það lögbundin skylda allra fornleifafræðinga að vera í lopapeysum? (og ef ekki, ætti það að vera?)Indiana Jones var aldrei í lopapeysu. Ekki Lara Croft heldur. En þau bjuggu heldur ekki á Íslandi! Þau

þykja sexý sem rennir stoðum undir þann grun að lopapeysur séu ekki sexý…

Fornleifafræðingar ættu samt alla jafna að eiga lopa- peysu eða tvær þrátt fyrir að þær geti skapað kláða sem truflar störf. Hins vegar eru ullarsokkar og vettl-ingar algjör staðalbúnaður þegar kemur að uppgreftri á Íslandi. Lopapeysur gera afskaplega takmarkað gagn í íslenskri slyddu og roki. Alltaf ætti að meta klæðaburð eftir aðstæðum en Ráðagerður mælir sterklega með að fólk finni sér bara innivinnu ef það þolir ekki kulda.

Ekki eru dæmi fyrir því að fornleifafræðingar hafi verið sektaðir fyrir að eiga ekki lopapeysu en mælst er til þess að nauðsyn og sexappíl þeirra séu gerð skil meðan á námi stendur. Margar konur í fornleifafræði eru lunknar handavinnukonur og mættu fleiri karl-menn grípa með sér prjónana í tíma og vinna þetta jafnhliða námi.

Á hvernig tónlist hlusta fornleifafræðingar?Á samkomum og í gleðskap fornleifafræðinga er jafnan bitist um hvernig tónlist skuli hlýtt á. Allt frá 80’s hárspreys- og axlapúðapopps til dauðarokks af dauðustu og svörtustu gerð. Hér er þó dæmi um hvaða tónlist fornleifafræðingar ættu að hafa á sínum lagalista:

Down in a Hole – Alice in Chains (og eiginlega bara öll platan “Dirt”).Them Bones – Alice in Chains.Drullumall (öll platan) – Botnleðja.Dirty – Christina Aguilera.No Rain – Blind Melon.Walk like an Egyptian – Bangles.Hi-Ho! – SnowWhite soundtrack.Allt með the Hole.Earth Song – Michael Jackson.Gloryhole – Steel Panther.Big Fat Stone og Down on my Knees – Jet Black Joe.Painkiller – Judas Priest.In the Summertime – Mungo Jerry.Living Dead Girl – Rob Zombie.We Can Work it out – the Beatles.No Diggity – Blackstreet.

Allt með Skálmöld og Týr og öðrum víkinga-metal-sveitum hefur lagst vel í lýðinn sem og einhver dans-teknótónlist sem undirrituð kann ekki skil á…

Ráðagerður Rangbrók

Hér verður í stuttu máli greint frá nemendaupp-greftri í Móakoti, árið 2014. Markmið rannsóknar-innar er að afla upplýsinga um efnismenningu í hjáleigu frá 18. öld og að veita fornleifafræðinemum uppgraftrarreynslu. Gripafundir voru 569, þar af voru stærstu gripaflokkarnir: leir (33,6%), járn (19,1%) og gler (16,1%). Munnleg heimild gefur til kynna að Móakot hafi farið í eyði 1779. Aftur á móti benda gripir sem fundust við uppgröftinn til þess að byggð hafi lagst af síðar. Greinin er byggð á skýrslu í áfanganum Aðferðarfræði II (FOR202G) undir leiðsögn Sólrúnar Ingu Traustadóttur. Öll mistök eru hins vegar alfarið á ábyrgð höfunda.

Inngangur

Uppgröftur í Móakoti er á vegum námsbrautarinnar fornleifafræði við Háskóla Íslands og Þjóðminjasafn Íslands. Markmið rannsóknarinnar er af þrennum toga. Í fyrsta lagi að skoða efnismenningu 18. aldar hjáleigu. Í öðru lagi að reyna að rýna í hvaða hlut-

verki gerðin á Seltjarnarnesi hafa þjónað. Í þriðja lagi að veita nemendum í fornleifafræði vettvangsreynslu. Uppgraftrarleyfi er í höndum Gavin Murray Lucas.

Sumarið 2013 hófst fyrsti áfangi uppgraftrar á Móa-koti og var bæjarhóllinn opnaður með 13 x 16 m stórum skurði, auk þess sem könnunarskurður var tekinn í gerði (GK: 224-019) þar í grennd. Svæðið hefur verið sléttað og hefur bæjahólnum því verið mikið raskað. Árið 2014 var annað ár uppgraftrar í Móakoti. Hann stóð yfir í 4 vikur og var haldið áfram á svæði Móakots. Grafið var eftir einingakerfi (e. Single Context Method) á opnu svæði. Intrasis var notað til að teikna upp jarðlög og mæla inn gripi, en jafnframt fengu stúdentar grunnþjálfun í handteikningu og hæðarmælingu.

Fyrri rannsóknirSögu byggðar á Seltjarnesi má rekja aftur til land- náms og af þeim sökum hefur svæðið verið fræði-mönnum hugleikið seinustu 35 ár. Vísbendingar um

Móakot: Framvinda nemendauppgrafrar 2014

Gylfi Björn Helgason & Kristjana Vilhjálmsdóttir

Uppgraftrarsvæðið 2014Ljósmyndari: Gísli Pálsson

02 | Eldjárn Eldjárn | 03

Page 4: Rit fornleifafræðinema við Háskóla Íslands - 9. Árg. 2015nemendafelog.hi.is/kuml/files/2015/09/Eldjárn-2015.pdf · Painkiller – Judas Priest. In the Summertime – Mungo

minjar frá 10.öld hafa fundist á þrennum stöðum, auk þess sem staðsetning gömlu kirkjunnar hefur verið ofarlega í hugum manna og benda rannsóknir til þess að kirkjugarðurinn sé í grennd við Neströð 7. Fyrir vikið ætti ekki að koma á óvart að töluvert hef- ur verið um mannabeinafundi þar í grennd, bæði vegna rannsókna og heimaframkvæmda. Jafnframt hafa fundist bein í grennd við heimahúsið en óvíst er hvort um er að ræða leifar af dýrum eða mönnum. Jarðvegssýni voru tekin á meintu kirkjustæði og vestan við Nesstofu til að afla upplýsinga um ástand jarðvegs og varðveisluskilyrði. Niðurstöðurnar bentu til að ph – gildið væri hlutlaust og því ættu dýra- og mannabein að varðveitast vel. Sýnin vestan við Nesstofu gáfu vísbendingar um mannvist en engin gjóskulög fundust í skurðinum og gekk því erfiðlega að aldursgreina jarðlögin.

Rannsóknir vegna skipulagsframkvæmda eru all-margar. Seltjarnarnesbær var í hópi fyrstu sveitar-félaga til að framkvæma fornleifaskráningu á Íslandi, og var það árið 1980. Móakot var skráð og þess getið að hjáleigan hefði lagst í eyði 1779. Rúmum 30 árum síðar skráðu Elín Hreiðarsdóttir og Rúnar Leifsson aftur svæðið og voru þá skráðar yfir 300 minjar, þar af töluvert af herminjum og leifar af sjósókn. Jafnframt hafa farið fram vettvangs-rannsóknir vegna byggingu nýs Læknaminjasafns og viðgerða á Nesstofu. Við þetta má bæta að Guðmundur Ólafsson var kallaður út á Nes vegna hálfsgerðrar skipulagsóreiðu er Rótarý-klúbbur Seltjarnarness hafði farið út fyrir leyfileg mörk við lagningu göngustígar í átt að minnismerki tengdu kirkjustaðnum.

Hringlaga gerðin út á Nesi hafa vakið eftirtekt frá því að loftmyndir birtust af þeim í blöðum. Einnig voru loftmyndir teknar að vetrarlagi þar sem gerðin koma betur í ljós. Gerðin hafa verið byggð skömmu eftir landnám en hlutverk þeirra er enn óráðið. Greining-ar af jarðvegssýnum, sem tekin voru við gerðin, benda til hás fosfatsmagns og kenningar eru um að þau hafi tengst ræktun á einhvern hátt.

Margvíslegar jarðmælingar hafa verið gerðar á Sel-tjarnarnesi. Þannig framkvæmdi Fornleifastofnun Íslands hæðar- og uppmælingar á svæðinu til að efla kynningarstarfsemi á minjum á Seltjarnarnesi, auð- velda skipulagsvinnu og styrkja grunn fyrir frekari rannsóknir á svæðinu. Árið 2004 gerði Timothy John Horsley, viðnámsmælingar í Nestúninu sem hluta af doktorsverkefni sínu við University of Bradford.

Ritaðar heimildirRitaðar heimildir eru slitróttar þegar kemur að Móa- koti og er staðarins fyrst getið í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns. Móakot er nefnt sem sjötta hjáleiga frá Nesi við Seltjörn, kirkjustaðar. Jarðardýrleiki Móakots er sagður óviss og landskuldir skulu borgaðar í fiski.

Landnám byggðar í Reykjavík og á Seltjarnesi og tengsl þar á milli hafa reynst mönnum drjúgt rannsóknarefni gegnum tíðina. Hins vegar bera flest ritin þess keim að hafa spunnið vef sinn kring-um Landnámu, enda var hún talin traust og gild heimild þar til margir fræðimenn á áttunda áratug seinustu aldar drógu heimildargildi og ritunartíma Íslendingasagnanna í efa. Hins vegar er um fyrstu rannsóknir að ræða og eiga þær sinn þátt í að móta hugmyndir okkar um staðinn. Árið 1936 gerði Ólaf- ur Lárusson samantekt um líklega byggðarþróun á Seltjarnarnesi í grein sem birtist í Landnám Ingólfs Arnarsonar. Safn til sögu þess II og einnig í bók hans Byggð og Saga sem gefin var út árið 1944. Björn Teitsson fer svipað í saumana í grein sem hét Byggð í Seltjarnarneshreppi hinum forna og var birt árið 1974 í bókinni Reykjavík í 1100 ár.

Fasaskipting og aldurs-greiningFasaskiptingin er huglæg og getur breyst eftir því sem rannsókninni miðar áfram. Aldursgreining á hverjum

fasa fyrir sig hefur enn sem komið er ekki tekið á sig neina áreiðanlega mynd. Hins vegar er hægt að segja með nokkurri vissu að fasi III og IV séu frá 19. öld og gripaflóra í fasa I sé einkennandi fyrir 20. öldina.

Elsti fasi Móakots á þessu stigi uppgraftrarins er fasi VI. Í þann fasa falla stein- og torfveggir [71], [86], og [82] sem mynda suðvestur- og norðvesturveggi rétthyrndrar byggingar. Veggur [82] er líklega eldri, en hefur verið endurnýttur hér. Í torfinu fannst gjóska, hugsanlega Katla 1500. Inngangur er á suð- vesturhlið milli veggja [71] og [86] og þar fyrir fram- an er hlað [73]. Inn af dyrunum eru helluhlaðin göng [70] og norðvestur af göngunum eru tvö rými með hellulögðu gólfi [76], [79] og [83]. Gólflögin [76] og [79] eru líkast til hluti af sömu hellu-lögninni. Rýmin tvö eru afmörkuð með steinlögðum þröskuldum [75] og [80].

Fasa V tilheyrir stein- og torfveggur [72], suðaustur-veggur byggingarinnar. Einnig tilheyrir fasa V stein- og moldarveggur [84] en hann er hugsanlega viðbót eða viðgerð á norðvesturhluta byggingarinnar. Upp- hafleg lengd veggjarins er þó óljós á þessum tíma-punkti rannsóknarinnar. Í afturhluta byggingarinnar er steinsylla eða brún [81] sem líklega tilheyrir þess- um fasa og var hún hugsanlega fyrir gafl. Í austur-horni byggingar, ofan á gólflaginu [74], var móösku-lag. Ekki er útilokað að um in situ eldstæði sé að ræða. Í grennd var stafli af viði auk mikils magns dýrabeina.

Í fasa IV er gólflag [52257]/[55619] sem grafið var upp 2013 og þakti mestallan gólfflöt byggingarinnar. Lagið lá meðal annars yfir áðurnefndu veggjahruni [55995] og er ekki ómögulegt að eitthvert hlé hafi orðið á búsetu í byggingunni milli fasa V og IV, sam-hengi eininga er hins vegar enn töluvert á reiki. Í gólflagi [52257] fannst nokkuð af leirkersbrotum, en leirker voru ekki algeng í híbýlum þorra fólks fyrr en á fyrst á seinni hluta 19.aldar. Hugsanlega tilheyrir einnig fasa IV stór steinn [85] sem stendur við enda byggingarinnar andspænis innganginum. Steinninn virðist standa ofan á eldra torfi, en hlutverk hans er enn óráðið. Hugsanlega er [77] grjóthrun frá vegg en einnig er mögulegt að lagið sé fylling milli veggjanna tveggja. Veggur [69] er bogadregin steinlögn aftan við aðalmannvirki Móakots og fellur líklega í fasa III. Milli bogahleðslunnar [69] og steinsins [85] er stein- hlaðið veggjarhorn [78]. Hugsanlega er það samtíma bogahleðslunni en tenging þess við aðra byggingar-hluta er þó enn á huldu. Bogahleðslan [69] virðist liggja í hreyfðu foklagi [57221] sem þakti stærstan

hluta uppgraftarsvæðisins en ekki hefur verið lokið við að grafa lagið upp að fullu.

Fasar II og I eru frá því eftir að notkun byggingar-innar var hætt. Í fasa II falla lögin [48790], [47815] og fjórar stoðarholur [48621], [48645], [48769] og [53266], líklega leifar girðingar, en í fasa I fell-ur yfirborðslag [47808]. Gripir sem fundust við uppgröft árið 2013 tímasetja fasa II til 19. aldar og fasa I til 20. aldar.

GripirSamtals voru skráð 569 fundarnúmer í uppgreftr-inum sumarið 2014. Af þeim 569 gripum sem fund- ust í Móakoti fannst mikill meirihluti þeirra í fok- lagi [57221], alls 495 gripir eða um 87,5 %. Fundar-gripir 2014 endurspegla að mestu tímabilið frá 18. öld til fyrri hluta 20. aldar, eins og glært rúðugler og postulínstölur gefa til kynna.

Fiskisleggjur

Tvær fiskisleggjur fundust og eru þær báðar leifar af misheppnaðri verkfærasmíð. Önnur fannst í hlaði [73] en hin í gólflagi [74]. Báðar sleggjurnar hafa að öllum líkindum brotnað vegna álags þegar verið var að bora gat í miðju þeirra. Sleggjur eru notaðar við verkun á fiski og eru vísbendingar um lifnaðar-hætti manna í Móakoti.

Tölur

Tvær tölur úr postulíni fundust við uppgröftinn, báðar brotnar. Ein þeirra var með bökudeigsmunstri

Einingar mældar upp 2014.

04 | Eldjárn Eldjárn | 05

Fiskisleggja (2014-7-26)

Page 5: Rit fornleifafræðinema við Háskóla Íslands - 9. Árg. 2015nemendafelog.hi.is/kuml/files/2015/09/Eldjárn-2015.pdf · Painkiller – Judas Priest. In the Summertime – Mungo

(e. pie crust) og fannst í foklagi [57221]. Fyrsta einkaleyfi á aðferð við framleiðslu postulínstala var gefið út árið 1840 og gefur það ártal því terminus post quem (elsta mögulega aldur) fyrir postulíns-tölur. Ekki er hægt að segja nánar til um aldur taln- anna þar sem ekki eru til áreiðanlegar upplýsingar um hvenær mismunandi gerðir postulínstalna voru framleiddar.

Gjall

Alls voru 32 fundir skráðir sem gjall og í flestum tilvikum var um 1 – 3 gjallmola að ræða í hverju fundarnúmeri. Um er að ræða smíðagjall sem kemur að mestu úr foklagi [57221] utan aðalbyggingar Móakots. Almennt er talið að járnvinna hafi að mestu liðið undir lok á 14.-15. öld. Spurning er hvort að um sé að ræða innflutt hráefni til járngerðar eða rauðblástur hafi verið stundaður á 19. öld. Í þessu samhengi má nefna að örnefnið Móakot bendir mögulega til þess að mór hafi verið í grennd við

kotið. Sá möguleiki er hins vegar ekki sleginn út af borðinu að heitið sé vísun í móa.

SamantektMargt er enn á reiki varðandi tímasetningu mann-vistar í Móakoti. Munnmæli herma að Móakot hafi lagst í eyði 1779 en hins vegar má leiða líkum að því að byggð hafi staðið að minnsta kosti fram á 19. öld.

Mannvirkið sem sjáanlegt er á uppgraftrarsvæðinu í Móakoti hefur verið ferhyrnt, um það bil 7 x 8,5 m að utanmáli með veggjum úr torfi og grjóti, tæpum 1,5 m á þykkt. Ekki er hægt að segja til um upphaf-lega hæð veggja. Við norðvesturhlið byggingarinnar, rétt við enda uppgraftrarsvæðisins, virðist marka fyrir öðru herbergi. Útlit norðausturenda byggingarinnar er nokkuð óljóst. Á einhverjum tímapunkti hefur verið hlaðinn bogadreginn veggur [69] við enda byggingarinnar en samband hans, stórs steins [85] og veggjarhorns [78] er ekki ljóst, bæði innbyrðis og við aðra hluta byggingarinnar. Vonandi mun það skýr- ast við frekari rannsóknir. Örsýni voru tekin bæði innan og utan bogadregnu steinlagnarinnar [69] og gætu þau varpað ljósi á hlutverk hennar. Leiða má að því líkum að þakið hafi verið þiljað, en hvorki hafa fundist þakflísar né stoðarholur samtíma mann- virkinu. Útlit mannvirkis minnir á fjós, en hvorki er hægt að segja af né á um að það hafi verið raunin að svo stöddu. Austan við bygginguna er móösku-haugur og norðaustan við hann, við enda uppgraftar-svæðisins, eru þrjár stein-lagnir, líklega leifar annars mannvirkis (sjá mynd á næstu síðu).

Postulínstala (2014-7-69)

Vinnumynd úr lagi [57221]. Á myndinni sjást hugsanlega vegghleðslur, ef til vill af eldra mannvirki. Ljósmyndari: Sólrún Inga Traustadóttir

Nær allir gripir eru innfluttir, þó finna megi fáeinar undantekningar eins og fiskisleggjurnar. Fundar-gripir eru vel flestir einkennandi fyrir 18. – 20. ald- ar tíma. Hins vegar eru nær allir fundargripir árið 2014 úr foklagi og erfitt er að tengja þá við búsetu í Móakoti.

Við uppgröftinn í Móakoti sumarið 2014 komu vís- bendingar í ljós um mannvirki við jaðar uppgraftrar-svæðisins í norðausturhluta þess annars vegar og um rými við norðvesturhlið aðalmannvirkis hins vegar. Af þeim sökum er þörf á að stækka uppgraftrarsvæðið í næstu áföngum.

English AbstractThis paper is a short summary from a student excava-tion in Móakot, 2014. The aim of the research is to gather information regarding material culture from an 18th century croft and provide students with field train-ing at an excavation site. Finds were 569 in total, the most common ones were clay (33,6%), metal (19,1%) and glass (16,1%). Oral tradition states that Móakot was abandoned in 1779. However, most of the finds are most likely from more recent period, pointing to a later abandonment. The article is based on a report in the course Method II, which was supervised by Sólrún Inga Traustadóttir. The responsibility for any error lies exclusively with the authors.

06 | Eldjárn Eldjárn | 07

Gripir í Móakoti eftir fjölda

Fjöl

di

0

10

20

30

40

50

60

70

80

90

100

110

120

130

140

150

160

170

180

190

200

Steinn Járn Aðrir málmar Leir Gler Skel Viður Lífrænt efni Gjall Kol Bein

Page 6: Rit fornleifafræðinema við Háskóla Íslands - 9. Árg. 2015nemendafelog.hi.is/kuml/files/2015/09/Eldjárn-2015.pdf · Painkiller – Judas Priest. In the Summertime – Mungo

Nemakynning

Aldur: 21 árs.

Borgarbarn eða útálandipakk (hvaðan ertu)? Ég kem frá Seyðisfirði og er því ekki malbikshnoðri eins og svo margir aðrir.

Hvaða Hogwartshúsi myndirðu tilheyra? Mig langar að segja Gryffindor en ég myndi samt pottþétt lenda í Hufflepuff.

Ef þú værir gjóskulag, hvaða lag værir þú? Klárlega landnámslagið.

Af hverju fornleifafræði (er það vegna peninganna og/eða kvenhyllinnar)? Kvenhyllin myndi ég segja.

Hvernig litur er á geislasverðinu þínu? Liturinn á geislasverðinu mínu myndi fyrst vera blár en svo seinna meir þegar ég væri búinn að öðlast meiri visku þá yrði hann grænn.

Ef líf þitt hefði þema-lag, hvaða lag væri það? Safety dance með Men Without Hats.

Sigurður Snæbjörn Stefánsson

Aldur: 20 ára. Eða 21 árs þegar þetta verður prentað.

Borgarbarn eða útálandipakk (hvaðan ertu)? Keflvíkingur, að minnsta kosti á fæðingarvottorðinu.

Hvaða Hogwartshúsi myndirðu tilheyra? Hufflepuff! Ekki vanmeta greifingja.

Ef þú værir gjóskulag, hvaða lag værir þú? Hekla 1206 AD

Af hverju fornleifafræði (er það vegna peninganna og/eða kvenhyllinnar)? Pottþétt kvenhyllinnar. Og vegna þess að við fáum borgað fyrir að grafa upp dauða hluti.

Hvernig litur er á geislasverðinu þínu? Grænn.

Ef líf þitt hefði þema-lag, hvaða lag væri það? Sympathy for the Devil, Rolling Stones.

Sylvía Oddný Arnardóttir

08 | Eldjárn

Antonio Snell RedonAge: 24 years old.

Why did you choose the University of Iceland? I wanted to continue studying archaeology abroad and Iceland seemed like a great place to do so and with Háskoli Íslands being the only institution to offer that subject, that’s what I chose.

If you were an archaeological site what site would you be? No specific site, just a single roman gold solidus coin in the barbarian world.

Which House at Hogwarts would you be sorted in?Well, I think I’m brave enough to be Gryffindor, smart enough to be Ravenclaw, cunning enough to be Slytherin and potato enough to be Hufflepuff - current state? Hufflepuff…

Why archaeology (is it for the money and/or bitches)? Archaeologists don’t make that much money so I’m going with bitches.

What colour is your lightsaber? Green.

If your life had a themesong, which song would it be? AC/DC Shoot to thrill.

Age: 20 years old.

Why did you choose the University of Iceland? I had already moved to Iceland and it is the only uni- versity offering humanities...

If you were an archaeological site what site would you be?Atlantis.

Which House at Hogwarts would you be sorted in? None, I’m a motherfucking Targaryen

Why archaeology (is it for the money and/or bitches)? Everything is for the bitches.

What colour is your lightsaber? Blue.

If your life had a themesong, which song would it be? Sea Monsters by Captain Dan and the Scurvy Crew.

Eldjárn | 09

Ann Bailey

Page 7: Rit fornleifafræðinema við Háskóla Íslands - 9. Árg. 2015nemendafelog.hi.is/kuml/files/2015/09/Eldjárn-2015.pdf · Painkiller – Judas Priest. In the Summertime – Mungo

Á Fornleifastofnun Íslands var unnið að margvís-legum rannsóknarverkefnum árið 2014. Fyrstu mán- uði ársins unnu starfsmenn hennar að mestu að verk- efnaþróun, umsóknum og margvíslegri úrvinnslu uppgraftar- og skráningarverkefna. Sem dæmi má nefna að unnið var að tölvuvæðingu uppgraftargagna og greiningu gripa og sýna úr ýmsum uppgraftar-verkefnum s.s. í Skálholti, Gásum, Svalbarði og Vatnsfirði, auk úrvinnslu skráningarverkefna fyrri ára s.s. á Látrabjargi og nágrenni, en öll umrædd verkefni hlutu styrki úr Fornminjasjóði á síðasta ári.

Skráningarverkefni 2014Vettvangsskráning hófst í byrjun maí en þá var farið á vettvang í Rangárþingi ytra og skráningu lokið í gamla Landmannahreppi. Fornleifaskráning í Rangárþingi er eitt stærsta skráningarverkefni Fornleifastofnunar frá upphafi. Það hefur staðið yfir í 9 ár og gert er ráð fyrir að þegar skráningu lýkur sumarið 2015 verði búið að skrá meira en fjögur þúsund minjastaði/þyrpingar og sjálfsagt allt að 6000 minjaeiningar á svæðinu. Í sveitarfélaginu hafa fund- ist margar áhugaverðar minjar og eru vonir bundnar

Helstu verkefni Fornleifastofnunar Íslands árið 2014

Elín Ósk Hreiðarsdóttir

Höfnin í FlateyLjósmyndari: Garðar Guðmundsson

10 | Eldjárn

við að á næstu árum takist að afla styrkja til áfram-haldandi rannsókna á svæðinu.

Í maí fóru tveir skrásetjarar á vegum Fornleifa-stofnunar í Skaftártungu í þeim tilgangi að skrá minjar og kanna ástand þeirra, ásamt því að leita að hentugum rannsóknarstöðum fyrir könnunarskurði og frekari fornleifarannsóknir á svæðinu í júní. Sem fyrr fannst mikill fjöldi minja og hefur fjöldi þekktra minja á svæðinu ríflega tvöfaldast við vettvangs-skráningu, enda fundist mikið af minjum sem hvergi er getið í þekktum heimildum.

Í byrjun júní var unnin deiliskráning á Illugastöðum í Fnjóskadal vegna stækkunar orlofshúsabyggðar og frístundalands á jörðinni. Á sama tíma hófst annar áfangi aðalskráningar í Rangárþingi eystra. Þá var haldið áfram þar sem frá var horfið sumarið 2013. Í sumarbyrjun voru minjar í kringum Hrútafell skráð- ar og skrásetjarar lögðu jafnframt leið sína inn í Þórs- mörk og skráðu minjar í Básum og næsta nágrenni þeirra. Síðar sama sumar var hafist handa við skrán-ingu í Fljótshlíð í sama sveitarfélagi og verður skrán-ing sumarsins 2015 öll í Fljótshlíðinni.

Í júlí var haldið áfram skráningu í Flóahreppi. Að þessu sinni var sjötta áfanga skráningar lokið og um 150 fornleifar skráðar. Skráningunni miðar vel áfram og frá upphafi hafa verið skráðar um 1500 fornleifar.

Í ágústmánuði var hafist handa við umfangsmikið skráningarverkefni sem fólst í úttekt á minjum á áhrifasvæði mögulegra raf- og veglína um Sprengi-sand. Úttekt var gerð á um 300 m breiðu áhrifasvæði umræddra framkvæmda og var áður en yfir lauk tek- ið út um 450 km langt belti. Sex skrásetjarar tóku þátt í verkefninu.

Í september var unnið að skráningu í Vogum en með henni lauk vettvangsskráningu í sveitarfélaginu sem unnið hefur verið að síðan 2007. Úrvinnsla Voga-skráningar fer fram veturinn 2014-2015 og kemur lokaskýrsla um skráningu í sveitarfélaginu út 2015 en á svæðinu hafa verið skráðar um 1500 fornleifar.

Í Ölfusi voru í sumar skráðar um 200 fornleifar í þriðja áfanga vettvangsskráningar í sveitarfélaginu. Að þessu sinni voru skráðar Bæjarþorpsjarðirnar og Reykjahverfi.

Í septemberbyrjun var Litla-Drageyri í Skorradal aðalskráð í heild sinni og afmarkaðir reitir innan

jarðarinnar einnig deiliskráðir vegna fyrirhugaðrar sumarhúsabyggðar.

Um miðjan september var farið út í Flatey á Breiða-firði og allar þekktar minjar í eynni skráðar en þær reyndust um 250 talsins. Verkefnið var unnið fyrir Fornleifafélag Barðstrendinga og Dalamanna sem fékk styrk til verksins úr Fornminjasjóði, en Breiða-fjarðarnefnd og Reykhólahreppur hafa einnig styrkt verkefnið. Auk hefðbundinnar skráningar voru allar sýnilegar minjar mældar upp í Flatey og flygildi (dróna) flogið yfir eyjuna og ljósmyndir teknar af minjum við mismunandi birtuskilyrði. Vonir standa til að hægt verði að nýta afrakstur skráningarinnar til fræðslu og miðlunar fyrir ferðamenn sem heimsækja eyna.

Síðla hausts voru unnin þrjú deiliskráningarverkefni á Norðausturlandi. Þá var allt nærumhverfi Goðafoss skráð en til stendur að bæta aðgengi ferðamanna að fossinum. Skráður var reitur í landi Kárhóls í Reykjadal en þar eru uppi ráðagerðir um að byggja rannsóknarsetur um norðurljósarannsóknir (China-Iceland Joint Aurora Observatory – CIAO). Á sama tíma var unnin deiliskráning á Glerárdal og við Gler- árgil vegna virkjanaframkvæmda þar.

Í október voru skráð bænhús og kirkjur í Dalasýslu. Verkefnið hlaut styrk úr Fornminjasjóði og er hluti af stærra verkefni sem miðar að því að skrá slík mannvirki um allt land. Í desember var farið á vett- vang í Vogavík á Vatnsleysuströnd og þar deiliskráð-ur úttektarreitur vegna fyrirhugaðra byggingafram-kvæmda.

Annars konar skráningarverkefni voru einnig unnin á árinu. Eitt þeirra var skráning á þingstöðum á Vesturlandi og Suðvesturlandi. Skráningin var hluti

Varða á Sprengisandsleið Ljósmyndari: Stefán Ólafsson

Eldjárn | 11

Page 8: Rit fornleifafræðinema við Háskóla Íslands - 9. Árg. 2015nemendafelog.hi.is/kuml/files/2015/09/Eldjárn-2015.pdf · Painkiller – Judas Priest. In the Summertime – Mungo

af verkefninu Þingstaðir á Íslandi 850 til 1950 sem miðar m.a. að því að kanna staðsetningu, lag og eðli slíkra samkomustaða á Íslandi í aldanna rás. Verkefnið hlaut árið 2014 þriggja ára styrk frá Rannís og er samvinnuverkefni Fornleifastofnunar og Háskóla Íslands.

Leitað var til LÍÚ um stuðning við rannsóknir á Gufuskálum og úr varð samstarfsverkefni milli sam-bandsins, Fornleifastofnunar og Háskóla Íslands sem fólst í heimildaskráningu og leit að upplýsingum um þekktar minjar á sunnanverðu Snæfellsnesi, í Nes-hreppi innan og utan Ennis og Breiðavíkurhreppi. Verkefnið vann verðandi mastersnemi í fornleifafræði við Háskóla Íslands og voru samtals skráðar upp-lýsingar um u.þ.b. 1800 fornleifar á þessum slóðum.

Í árslok var undirritaður samningur um skráningu friðlýstra minja á Suðurlandi við Minjastofnun Ís-lands. Í samningnum felst að Fornleifastofnun mun skrá og mæla upp um 130 friðlýsta staði í Árnes-, Rangárvalla- og Skaftafellssýslum og mun verkinu ljúka í vetrarlok 2015.

Auk ofangreindra verkefna hélt Fornleifastofnun áfram samvinnu við Áhugafélag um eyðibýli sem staðið hefur fyrir umfangsmikilli rannsókn á yfir-gefnum húsum víðs vegar um Ísland á síðustu árum en úttektinni lauk síðasta sumar. Markmiðið með samvinnunni er að auka sögulega dýpt úttektarinnar og tengja eyðibýlin betur við menningarlandslagið í kringum bæina.

Uppgraftarverkefni ársinsMjög fjölbreytileg og spennandi uppgraftarverkefni fóru fram á vegum Fornleifastofnunar síðasta sumar. Uppgraftarvertíðin var óvenjulöng en fyrsti upp-gröftur ársins var strax í janúar. Þá var grafinn upp brunnur í landi Stóra-Knarrarness á Vatnsleysu-strönd vegna byggingar sjóvarnargarðs.

Aftur var farið á vettvang í febrúar og könnunar-skurðir grafnir í Pósthússtræti þar sem endurnýja þurfti lagnir. Frekara framkvæmdaeftirlit og upp-gröftur voru á sama stað á tímabilinu apríl til júní. Á þessum slóðum var komið niður á grunn pakkhúss á horni Pósthússtrætis og Austurstrætis og undirstöður trébryggju, allt minjar frá seinni hluta 19. aldar. Á sama svæði var hluti gömlu Steinbryggj-unnar grafinn fram og skráður en henni var ekki raskað af framkvæmdum.

Í maíbyrjun fóru fram smávægilegar rannsóknir á Bakka við Húsavík vegna ráðagerða um margvíslegan iðnað á svæðinu. Rannsóknirnar voru framhald rann- sókna á sömu slóðum síðla hausts 2013, en í maí var lokið við að kanna allar minjar á þeim lóðum sem gert er ráð fyrir að byggt verði á fyrst.

Í júnímánuði hófst fyrsti rannsóknaruppgröftur árs- ins. Þá var haldið áfram umfangsmiklum uppgrefti á verbúðartóft á Gufuskálum og uppgraftarsvæðið stækkað til muna frá fyrri árum. Að rannsókninni vann stór hópur vísindamanna frá Fornleifastofnun og City University í New York. Minjarnar á Gufu-skálum eru í stórhættu enda brýtur sjór mikið af

Skurður í garð í Stekkjarholti, Gröf, SkaftártunguLjósmyndari: Elín Ósk Hreiðarsdóttir

12 | Eldjárn

mannvistarleifum af ströndinni ár hvert. Markmið uppgraftarins var að bjarga menningarverðmætum sem annars kynnu að glatast og að safna upplýs-ingum sem varpað gætu ljósi á daglegt líf, efnahag og mataræði á Gufuskálum fyrr á öldum. Rannsóknin var styrkt af Ameríska vísindasjóðnum (NSF - National Science Foundation of The United States) og Fornminjasjóði.

Í júní var farið á vettvang í Skaftártungu og marg-víslegar rannsóknir gerðar þar. Fornleifarannsóknir fólust annars vegar í uppgrefti á öskuhaugi í landi Grafar og hins vegar prufuskurðum í þrjár tófta-þyrpingar sem allar reyndust byggðar fast ofan á Eldgjáargjósku frá 934 en komnar í eyði fyrir 1104/ 1300. Markmið rannsókna í Skaftártungu er að kanna eðli og breytileika byggðar í Skaftártungu og hvernig eldsumbrot á svæðinu hafa mótað hana í gegnum aldirnar. Auk Fornleifastofnunar koma að verkefninu fræðimenn frá Edinborgarháskóla, St. Andrews háskóla, City University í New York og Maryland háskóla. Rannsóknir sumarsins voru fjár-magnaðar með styrk frá Ameríska vísindasjóðnum (NSF) en sveitarfélagið Skaftárhreppur studdi verk-efnið einnig.

Um mánaðamótin júní-júlí hófust tvö stór upp-graftarverkefni. Í Hörgárbyggð var haldið áfram að grafa á Skugga í landi Staðartungu. Þar var grafin upp tóft frá 9.-10. öld. Í byggingunni voru þykk gólflög og lítið eldstæði en ekki fannst mikið af grip- um og ekki er líklegt að hún sé aðalíveruhúsið á Skugga. Skurðir í umhverfi tóftarinnar sýna að mikl- ar aur- og grjótskriður hafa fallið á túnið allt frá 11. öld og hafa þær án efa haft áhrif á búskaparskilyrði. Auk uppgraftar á Skugga var grafinn könnunar-skurður í öskuhaug nálægt gamla bænum á Staðar-tungu en þar fundust vel varðveittar leifar af ösku-haugi allt frá miðöldum. Eldri skurður á Oddstöðum í landi Öxnhóls var einnig stækkaður til að auka gildi beinasafnsins frá staðnum sem samanburðarefnis. Á Oddstöðum er vel varðveittur öskuhaugur sem nær allt frá landnámi og fram á 14. öld. Verkefnið í Hörgárbyggð er samvinnuverkefni Fornleifastofnun-ar og City University í New York, og það er styrkt af Ameríska vísindasjóðnum (NSF).

Í júlí var haldið áfram rannsóknum á Svalbarði í Þistilfirði. Grafið var á fimm stöðum á Svalbarðs-tungu. Haldið var áfram uppgrefti í öskuhaug Sval- barðs og uppgrefti á tóft í Sjóhúsavík. Að auki voru teknir könnunarskurðir í Fjallalækjarsel, Svalbarðssel og Brekknakot. Rannsóknin í Svalbarðstungu er

samstarfsverkefni Fornleifastofnunar Íslands og Laval Háskóla í Quebec og hún var styrkt af Kanadíska vísindasjóðnum. Vettvangsrannsóknum lauk nú í sumar en á næstu árum verður unnið að úrvinnslu og frágangi rannsókna.

Í lok júlímánaðar var haldið áfram þar sem frá var horfið við uppgröft á kirkjugarði á Hofstöðum í Mý-vatnssveit. Mikill fjöldi mannabeina hefur fundist við uppgröftinn og er Hofstaðasafnið þegar orðið annað stærsta beinasafn úr kristnum grafreit sem grafið hefur verið upp hérlendis. Sumarið 2014 var haldið áfram að grafa upp suðurhluta kirkjugarðs. Samtals voru grafnar upp 11 grafir og voru flestar þeirra barnsgrafir. Að auki voru grafnar upp þrjár soðholur og þrjú eldstæði rétt fyrir utan við kirkju-garðinn. Þessi mannvirki eru yngri en garðurinn, eða frá tímabilinu 1410-1477 og hafa verið utandyra. Þau eru forvitnileg fyrir margra hluta sakir enda ekki þekkt sambærileg mannvirki frá umræddu skeiði. Verkefnið hlaut styrk úr Fornminjasjóði og frá Ameríska vísindasjóðnum (NSF).

Í ágúst tóku fornleifafræðingar frá Fornleifastofnun þátt í rannsókn í Mývatnssveit á vegum City Uni-versity í New York, þar sem teknir voru borkjarnar og grafnir prufuskurðir á ýmsum stöðum til að stað- setja og aldursgreina öskuhauga, með það í huga að finna vænlega staði til þess að rannsaka seinni tíma öskuhauga. Samhliða þessu voru gerðir nokkrir prufuskurðir í kumlateiginn á Kumlabrekku í landi Geirastaða. Verkefnið var styrkt af Ameríska vísinda-sjóðnum (NSF).

Síðla sumars var haldið áfram rannsóknum á Ingiríðarstöðum í Þegjandadal í Suður-Þingeyjar-sýslu. Eins og fyrri ár voru rannsóknirnar samvinnu-verkefni Fornleifastofnunar og Hins þingeyska forn- leifafélags og voru þær unnar fyrir styrk úr Forn-minjasjóði. Í sumar var haldið áfram uppgrefti á fornum kumlateigi, sem stefnir hraðbyri í að verða einn stærsti heiðni grafreitur sem rannsakaður hefur verið á Íslandi. Þar var grafið upp kuml manns og hrossgröf og hafa þá samtals fundist 9 mannskuml á svæðinu. Líkt og önnur kuml á svæðinu hafði kumlið sem grafið var í sumar verið rænt á fyrri öldum. Stoðarholur fundust umhverfis kumlið líkt og við mörg þeirra kumla sem áður höfðu verið grafin á Ingiríðarstöðum. Holurnar sýna að einhvers konar mannvirki hafa verið reist yfir gröfinni. Vonir standa til að hægt verði að halda rannsóknum áfram næsta sumar og ljúka þá uppgrefti á svæðinu.

Eldjárn | 13

Page 9: Rit fornleifafræðinema við Háskóla Íslands - 9. Árg. 2015nemendafelog.hi.is/kuml/files/2015/09/Eldjárn-2015.pdf · Painkiller – Judas Priest. In the Summertime – Mungo

Síðsumars voru teknir nokkrir skurðir í mannvirki víðsvegar á Reykjanesskaga sem grunur lék á að gætu tengst veru og verslun Þjóðverja á svæðinu á síðmiðöldum. Verkefnið var að frumkvæði Helga Þorlákssonar prófessors í sagnfræði við Háskóla Íslands og tengist áralöngum rannsóknum hans á þessu efni. Rannsóknin var fjármögnuð með styrk úr Rannsóknarsjóði HÍ.

Í september unnu starfsmenn stofnunarinnar að upp- grefti á lóð Vesturgötu 5b. Þar stóð til að taka grunn fyrir Gröndalshús sem nýlega var gert upp og verður flutt á svæðið fljótlega. Við uppgröftinn var komið niður á suðurhluta af undirstöðum hússins Glasgow sem byggt var á þessum stað árið 1862. Húsið brann 1902 og var sögufrægt á sínum tíma enda var þar fjölbreytt starfsemi s.s. verkstæði smiða, vindlaverk-smiðja, búð, samkomuhús og þar var einnig um tíma aðstaða enska konsúlatsins og sjómannaklúbbsins.

Síðla í október stóðu starfsmenn stofnunarinnar yfir framkvæmdum við Lónshús í Garði. Þótt mann-vistarleifar kæmu í ljós á svæðinu reyndust þær ekki fornleifar og því var hægt að halda framkvæmdum áfram eins og ráðgert hafði verið.

Á tímabilinu september-nóvember var unnið að rannsóknum á Katanesi vegna ráðgerðrar kísil-verksmiðju á svæðinu. Fyrr á árinu höfðu verið grafnir könnunarskurðir í sjö fornleifar á svæðinu. Í september hófst hins vegar stærri uppgröftur. Þá var

grafin upp lítil tóft sem var líklega reykhús, a.m.k. á yngra byggingarstigi (fram á fyrri hluta 20. aldar) og e.k. gerði með órætt hlutverk.

Önnur verkAuk þeirra verkefna sem þegar eru talin tóku starfs-menn Fornleifastofnunar að sér margvísleg önnur verk á árinu. Tveir starfsmenn hennar hlutu t.d. styrk úr Fornminjasjóði til að rannsaka kamba frá víkingaöld og miðöldum, fundna á Íslandi. Sú vinna er vel á veg komin og verða niðurstöður rann-sóknanna gefnar út á næstu misserum.

Rannsóknir starfsmanna Fornleifastofnunar náðu út fyrir landsteinana árið 2014. Leiðir þeirra lágu meðal annars til Noregs þar sem þeir tóku þátt í uppgrefti á kumli frá því um 800. Í kumlinu var óvenju fjöl-breytt og ríkulegt haugfé eða allt að 60 gripir og þar á meðal mikill fjöldi smíðaverkfæra. Starfsmaður stofnunarinnar vann á haustmánuðum að greiningu timburs úr nokkrum uppgröftum frá Noregi, allt frá steinöld og fram á járnöld fyrir Háskólann í Bergen og síðla sumars fóru tveir fornleifafræðingar á vegum Fornleifastofnunar til Grænlands þar sem minjar í Hvalseyrarfirði og Kambstaðafirði í Eystribyggð voru skráðar. Allir minjastaðir voru mældir upp og auk þess var flogið yfir minjastaði með flygildi og loft-myndir teknar af þeim öllum. Verkefnið var unnið fyrir Þjóðminjasafnið í Nuuk.

14 | Eldjárn Eldjárn | 15

MyndaþátturFerð á ReykjanesÍ október 2014 fór Kuml í dagsferð um Reykjanes undir leiðsögn Bjarna F. Einarssonar. Í ferðinni voru skoðaðar ýmsar fornminjar sem prýða svæðið.

Ljósmyndarar: Helga Jónsdóttir og Kristjana Vilhjálmsdóttir.

Að ofan: Bjarni segir frá á Selatöngum.Til vinstri: Inni í beitarhústóft nærri Fitjum.

Fyrir ofan: Gengið að beitarhústóft nærri Fitjum.Til vinstri: Allir út að ýta.

Page 10: Rit fornleifafræðinema við Háskóla Íslands - 9. Árg. 2015nemendafelog.hi.is/kuml/files/2015/09/Eldjárn-2015.pdf · Painkiller – Judas Priest. In the Summertime – Mungo

16 | Eldjárn

Til vinstri: Í Selatöngum. Frá vinstri: Inga, Hrafnhildur, Arena, Bjarni, Imesha, Hermann, Sigurður, Svavar og Gylfi.Fyrir neðan, t.v: Arena myndar bæjartóftir á Fitjum.Fyrir neðan: Í Höfnum. Þar var hrollur í mönnum. Frá vinstri: Imesha, Haraldur, Þorkell, Sigurður, Sylvía og Svavar.

Eldjárn | 17

Fyrir ofan: Gengið að Selatöngum.Fyrir ofan, t.v: Spáð í bæjartóftir á Fitjum.Til vinstri: Gylfi í verbúðartóft í Selatöngum.Fyrir neðan: Angelika og Antonio á leið að Selatöngum.

Page 11: Rit fornleifafræðinema við Háskóla Íslands - 9. Árg. 2015nemendafelog.hi.is/kuml/files/2015/09/Eldjárn-2015.pdf · Painkiller – Judas Priest. In the Summertime – Mungo

Nemendur í fornleifafræði við HÍ þurfa að skila inn ákveðið mörgum tímum af verknámi til þess að út- skrifast. Það þarf ekki endilega að vera í formi upp-graftar heldur má það vera flest allt sem tengist forn-leifum á einhvern hátt.

Ég ákvað að taka starfsnámið mitt í Bandaríkjunum, n.t.t. í Williamsburg, Virginia sem er mikilvægur staður í sögu landsins. Þarna settust breskir land-nemar að árið 1607 og mynduðu þar fyrstu varan-legu búsetu Englendinga í N-Ameríku. Jamestown-Yorktown stofnunin heldur úti tveimur söfnum, Jamestown Settlement og Yorktown Victory Center, ásamt nýlegri skrifstofubyggingu með munageymslu. Söfnin eru rekin með fræðslu og þátttöku gesta að leiðarljósi og byggja á bæði fornleifafræðilegum og sagnfræðilegum heimildum. Mikið af tilrauna-fornleifafræði fer fram á staðnum ásamt sýnikennslu.

Þar eru opnar byggingar, 3 eftirgerðir af skipum og nóg af tjöldum þar sem hægt er að fá að snerta, prófa og fylgjast með alls konar athöfnum, allt frá steinsláttu til matreiðslu og frá garðyrkju yfir í að skjóta úr fallbyssum. Ég hafði komið á Jamestown Settlement safnið tvisvar áður sem gestur og það heillaði mig strax að geta mögulega fengið vinnu þarna sem sjálfboðaliði einhvern tímann.

Hugmyndin um að vinna þarna kom strax um haust- ið á mínu fyrsta ári í fornleifafræði og ég byrjaði á að senda tölvupóst á stofnunina til þess að vita hvort þau tækju erlenda nema í starfsnám og síðan á þá- verandi deildarstjóra fornleifafræðibrautar til að kanna hvort þetta yrði samþykkt sem starfsnám.

Ég fór út um jólin 2013 til fjölskyldu minnar sem býr í Williamsburg og var búin að mæla mér mót við yfirmann sjálfboðaliða á safninu. Ég var strax látin fylla út viðeigandi pappíra, fékk starfsmannaskírteini og dagsetningu á fyrsta námskeiði.

Ég byrjaði 2. júní á kynningarnámskeiðum og fræðslufundum. Við fengum langa fyrirlestra um öryggismál, stöðu safnanna ásamt framtíðaráformum, kennsluaðferðir, kynnisferðir um bæði söfnin og

Starfsnámið mitt hjá Jamestown-Yorktown stofnuninni í Virginia, USA

Inga María Ellertsdóttir

Ég um borð í Susan Constant, einu af þremur skipum í Jamestown Settlement. Skipin voru

smíðuð sem (ónákvæmar) eftirlíkingar af skipunum þremur sem lögðu af stað til Ameríku frá London í desember árið 1606 og sigldu upp

James River í Virginíu vorið 1607.

Inngangurinn að Jamestown Settlement

18 | Eldjárn

skrifstofubygginguna svo eitthvað sé nefnt. Einnig fengum við stóra möppu með lestrarefni, glærupakka og bæklinga. Eitt af því eftirminnilegasta af þessu var fyrirlesturinn um hvað skuli gera verði skotárás, hryðjuverka- eða sprengjuhótun á svæðinu! Eitthvað sem ég sé ekki fyrir mér á Eiríksstöðum eða Stöng…

(Svarið er: Hlaupa í burtu! Ekki leika hetju, bara komdu þér í skjól. Það hljómar ekki mjög göfuglega en er að hluta til vegna þess að safnið ber ekki ábyrgð á okkur sjálfboðaliðunum…)

Fyrsta daginn vorum við kynnt fyrir leiðbeinendum okkar. Ég var falin konu að nafni Bobbie. Ég og tvær aðrar stelpur á hennar vegum vorum settar í “inven-tory” sem þýðist sem “vörutalning” (en er kannski ekki besta orðið). Við sáum um að fara með gripa-skráningarlistann yfir hluta af gripageymslunni og öðru safninu til þess að merkja við að allt væri ennþá á sínum stað. Mér fannst mjög áhugavert að taka “inventory“ á safninu því að þar eru mjög áhuga-verðir gripir, m.a. tveir af merkustu gripum stofnunarinnar. Annar þeirra er málverk sem var ný-komið á safnið og starfsmenn höfðu beðið eftir með mikilli eftirvæntingu. Hitt er merkilegt skjal, broad-side printing of the Declaration of Independence, sem þarf að vera í sérútbúnum kassa til að viðhalda réttu raka-, hita- og birtustigi. Við fengum að sjá aðalstöðina sem stjórnar þessu, hvernig allt þetta er mælt á einfaldan hátt í tölvu og varamótorinn sem tekur við ef rafmagnið fer af í þrumuveðri.

Þegar við höfðum lokið við þetta verkefni hófumst við handa við að flokka, skrá og endurmerkja leir- kersbrot í þúsundavís. Það fór allt fram á rannsóknar- stofunni sem tilheyrir gripageymslunni. Þangað var líka komið með nýja muni og möguleg kaup til þess að láta sagnfræðinga og gripasérfræðinga fara yfir þá og staðfesta áreiðanleika uppruna þeirra. Meðal þeirra gripa sem komu þangað inn meðan við vorum við störf voru 3 glæsileg hirðsverð ásamt einu slíðri og fengum við að fylgjast með myndatöku á þeim fyrir safnið, sem var heljarinnar framkvæmd og stóð allan daginn. Myndir og meðfylgjandi greinar um sverðin má t.d. sjá á facebook-síðu safnsins.

Við unnum þarna tvo daga í viku í 7 klst í senn með klst matarhléi. Þarna var kalt, dauðhreinsað og hljóð- látt. En við vorum 3-4 ungar konur, allar með áhuga á starfinu og Harry Potter, ein stúlkan var m.a.s. í Quidditch-liði skóla síns! Mér fannst þetta stór-skemmtilegt enda dundari að eðlisfari og því hentaði þetta starf mér mjög vel.

Annað skemmtilegt sem við fengum að taka þátt í var að undirbúa geymsluna undir slæman fellibyl. Öll málverk þurfti að klæða í sérstakt plast og það þurfti að breiða yfir öll húsgögn sem voru sem betur fer öll í hillum en ekki á gólfinu, einmitt út af flóða-hættu. Lausar hillur voru bundnar niður og plastað yfir þær og allt límt niður með níðsterku límbandi sem á að þola allt hið versta. Williamsburg er á felli-byljasvæði þó svo að sterkustu vindarnir nái sjaldnast alla leið þangað inn. Hins vegar gerir mikla rigningu og þrumuveður og því fylgir oft rafmagnsleysi og flóð. Því er best að vera við öllu búinn enda ómetan-leg verðmæti í húfi!

Þegar ég átti um 2 vikur eftir af vinnunni minni fór leiðbeinandinn minn í frí og við mér tók bresk kona

Inní "Yehakin" sem er það sem Powhatan-fólkið kallaði tjöldin sín. Í Jamestown

Settlement er lítið, endurbyggt Powhatan þorp. Þar er hægt að ganga um, skoða inn í tjöldin, prufa að skafa skinn, fylgjast með

steinsláttu eða skafa innan úr trjábolum fyrir kanóasmíði svo eitthvað sé nefnt.

Eldjárn | 19

Page 12: Rit fornleifafræðinema við Háskóla Íslands - 9. Árg. 2015nemendafelog.hi.is/kuml/files/2015/09/Eldjárn-2015.pdf · Painkiller – Judas Priest. In the Summertime – Mungo

að nafni Sarah Meschutt. Hana vantaði einhvern til þess að skanna inn gamlar skyggnur, flest allar frá the Tower of London, þar sem hún hafði unnið til fjölda ára áður en hún kom til Bandaríkjanna. Ég vann 4 síðustu dagana hjá JYF fyrir hana við að skanna, fylla inn upplýsingar um gripi og staði og setja í möppur á usb-lykli. Ég var þá eini sumarsjálfboðaliðinn eftir á þessum stað og fékk minn eigin tölvuaðgang og skrifstofu, meira að segja afnot af eigin kaffivél og nammiskúffu, algjör lúxus!

Mín reynsla af Jamestown-Yorktown stofnuninni var mjög ánægjuleg. Ég vann fjölbreytt starf með góðu fólki sem var indælt og hjálpsamt. Leiðbeinendurnir sýndu okkur sjálfboðaliðunum jafnmikinn áhuga og við þeim. Báðir leiðbeinendurnir mínir áttu mikið af sögum og stóran reynslubanka að baki sem þeim

fannst gaman að deila með öðrum. Ég fékk algjörlega að ráða því hvað ég vann mikið í hverri viku og skilaði samtals rúmlega 160 klst af sjálfboðavinnu yfir sumarið.

Ég mæli hiklaust með því að fólk leiti út fyrir land-steinana til þess að prufa öðruvísi og spennandi hluti og víkka sjóndeildarhringinn. Einnig mæli ég með því að allir heimsæki þessa staði ásamt gamla bænum í Williamsburg, Colonial Williamsburg. Þarna er eitthvað fyrir alla sem hafa áhuga á sögu, fornleifum og lifandi söfnum.

Fyrir meiri upplýsingar um þessa staði:

http://www.historyisfun.org

https://www.facebook.com/historyisfun

20 | Eldjárn

Ein af fallbyssum bresku landnemanna. Reglulega er skotið púðurskotum úr bæði fallbyssum og byssum á báðum söfnum JYF undir handleiðslu fagmanna. Tímasetningar eru auglýstar sérstaklega og það er alltaf jafn vinsælt meðal gesta að fylgjast með því.

Sérsvið:Skordýrafornleifafræði

Aldur (skekkjumörk leyfileg):34 +/- 2

Við hvað starfar þú utan kennslu?Í augnablikinu er ég aðallega heimavinnandi hús-móðir, en er að klára nokkur verkefni samhliða því.

Hvað er mest spennandi við starfið? (Hér er upplagt að koma með skemmtilega sögu, til dæmis ef menn hafa komist í hann krappan).Ég held að það sé að miklu leyti þessi spenna að vita ekki hvað kemur í ljós við rannsóknina, stundum finnst eitthvað gríðarlega spennandi og svo koma tímar þar sem lítið þokast, hvort sem það er úti við vettvangsrannsókn eða á rannsóknarstofu. Ég virðist samt vera dæmd til að finna merkilega hluti snemma, einhvers konar beginners luck. Flottasti gripurinn sem ég hef fundið var í fyrsta uppgreftrinum sem ég vann við sem nemandi og áhugaverðasta skordýrið hingað til fann ég þegar ég var að vinna að masters-verkefninu mínu í skordýrafornleifafræði.

Ef þú værir gjóskulag, hvaða lag værir þú? Ef þú gætir fengið að vera einhver önnur manneskja í einn dag, lífs eða liðin, hver myndirðu vilja vera?Landnámslagið, ekki spurning, væri til í að leggjast yfir landið á þeim tíma og fylgjast með fyrstu land-

nemunum. En ef ég mætti vera einhver manneskja þá mundi ég vilja vera Howard Carter daginn sem hann opnaði gröf Tutankhamuns, það hefur verið frábær dagur.

Ef nemandi vill komast í mjúkinn hjá þér, hvernig á hann að fara að?Ekki koma með epli, komdu með súkkulaði.

WHS eða Marshalltown?Ég á nú reyndar báðar gerðir, fer eftir aðstæðum hvor er betri en ég er farin að hallast að Marshalltown á seinni árum. Það er reyndar orðið dáldið síðan ég var úti að grafa. Báðar eru hins vegar alveg ágætar til að moka upp úr sýnafötum.

Viðtal: Hrönn Konráðsdóttir

Eldjárn | 21

Page 13: Rit fornleifafræðinema við Háskóla Íslands - 9. Árg. 2015nemendafelog.hi.is/kuml/files/2015/09/Eldjárn-2015.pdf · Painkiller – Judas Priest. In the Summertime – Mungo

The student training weekThe first week of Aðferðafræði I has been run at Skálholt since the fall of 2005 and then every year thereafter (except 2010 when no undergraduates were taken into the program). The course has been supervised by different people every year including myself, Ragnar Edvardsson and Angelos Parigoris among others, and since 2011 Minjastofnun Íslands has collaborated, with Uggi Ævarsson co-supervising the teaching. Skálholtsstaðir has kindly put up with a group of muddy archaeologists every first week in September and accommodated us in their summer-houses. With such a short time and often in very bad weather, progress is inevitably slow but the principal aim is for students to get a feel for archaeological fieldwork; research progress is secondary. However, in the 9 seasons that we have taken students to Skál- holt, 13 trenches/test pits have been excavated and one open area (10 x 10m); new trenches are dug every year while the open area has been worked on continually since 2005. All the excavations have fo- cused on areas around the homefield of Skálholt to complement the main excavation area that was work-

ed on between 2002 and 2007, which focused on the Bishop’s manor and school.

The open area which students have worked on since 2005 was originally positioned to explore a print-house mentioned in historic sources; as it later turn- ed out, we discovered our area was located too far north and instead, was sited over the end of a track-way and edge of an enclosure. For many years, stu- dents have worked on removing disturbed layers as most of the homefield at Skálholt was bulldozed flat in 1958; however, traces of external paving and the edge of a wall are now starting to emerge. In the vari-ous trenches and test pits, a number of features were explored including a vegetable garden, a trackway and stables. Given the limited extent of excavation, the main aim was to find potential dating evidence and assess the degree of preservation of various fea- tures in the homefield. Although the finds are regis- tered every year and those from recent years have recently been re-packaged and checked, no detailed analysis has yet been undertaken on them. This will occur at some point in the near future. Overall, the student excavations are continually adding to our

SkálholtGavin Lucas

One of the trenches being excavated during the 2011 season

22 | Eldjárn

understanding of the site as well as offering most of our new recruits, their first experience on a dig. We hope this will continue for years to come.

The monographThe excavations at Skálholt between 2002 and 2007 generated an immense amount of data: over 3000 stratigraphic units, over 300 bulk samples and around 200,000 finds including animal bone and fish bone, pottery, glass, clay pipes, wooden vessels, buttons, textiles, leather, coins – the list is endless. Such a massive archive takes time to process and analyse; annual post-excavation work was done after each season, mainly to ensure the integrity of the archive but detailed analysis of all the finds, samples and stratigraphic records only started properly in 2008. In 2015, we have almost finished this work and the process of writing a monograph is beginning. This will take some time and publication is not likely to be earlier than 2017. About 15 different special-ists have been involved in analysing the material and will contribute to this monograph. In September last year (2014) we held a preliminary workshop gather-ing most of these people to discuss their results and we plan to hold another such workshop later this year or early next. These are good venues to bring people together; one of the issues when working on such a large multi-authored book is to get people working towards some common interpretive goals because it is too easy for archaeological monographs to be composed of a series of separate specialist chap-ters, each talking about their own thing while the whole lacks any synthesis or coherence. Another crit- ical element is the production of images. The images for such a monograph cannot be treated as a side element or decoration but need to be regarded on the same footing as the text; they can take as long

to produce and take up as many pages. They are as much a part of the interpretation as words.

The monograph itself will probably be in more than one volume, simply because of the sheer quantity of research involved. Its particular form is still being discussed and shaped, as are the interpretive themes but it is an exciting point to be in this project right now. The stratigraphic analysis and chronology is almost finished, most of the detailed research on the finds is similarly almost finished and the task of tell- ing a story – or rather many stories – is now starting. Having such a rich set of data to work on is ex-tremely challenging. There are some obvious ques-tions to explore, such as the material conditions of everyday life for those living at Skálholt – the food, the architecture, the clothing; there are also ques-tions about community living. There was a large population at Skálholt (by Icelandic standards) somewhat heterogeneous, and many only seasonal residents such as the students. How was this com-munity shaped by its material environment? There are also questions of interaction with the wider world – both regionally, nationally and internationally: can we see how connected Skálholt was to other places and what form this connection took in terms of ma-terial culture? This is not just about trade but ideas about patterns of behaviour, about patterns of living. Exploring such questions is an exciting prospect and one which I hope will produce results which others will find interesting and engaging to read about when our book is published.

Aerial photograph of Skálholt taken in 2011 Photographer: Óskar Gísli Sveinbjarnarson

A complete, small pewter bowl recovered from the Bishops cellar in 2007; dated to the 17th century

Eldjárn | 23

Page 14: Rit fornleifafræðinema við Háskóla Íslands - 9. Árg. 2015nemendafelog.hi.is/kuml/files/2015/09/Eldjárn-2015.pdf · Painkiller – Judas Priest. In the Summertime – Mungo

Nú er enn eitt skólaárið á enda; og mitt síðasta á þessu námsstigi. Það hefur verið ótrúlega gaman og gefandi að fá að taka þátt í störfum þessa litla en seiga nemendafélags þetta skólaárið og árið þar á undan. Þetta starfsár hefur verið gífurlega lærdóms-ríkt en fyrst og fremst ánægjulegt. Farið var í einkar fræðandi ferð um Reykjanesið við upphaf skólaárs en aðrir viðburðir fylgdu í kjölfarið, svo sem vísinda-ferðir í Bandalag Háskólamanna, Rannís, Nova, Árbæjarsafnið og Ölgerðina. Þá tóku starfsmenn Fornleifafræðistofunnar og Fornleifastofnunar Ís-lands einnig hlýlega á móti okkur þetta skólaárið og ég vil nýta tækifærið til þess að þakka öllum hlut- aðeigandi fyrir góðar stundir (semsagt ekki daginn eftir). Halloween ballið og árshátíðin voru haldin með pompi og prakt og eftirminnilegt var þegar nokkrir félagsmenn skelltu sér í krullu til að hita blóðið og líkamann upp fyrir prófatíð áður en hald-ið var í stöðuga yfirsetu og örvæntingu. Lokahóf Kumls, eða próflokadjamm, var svo haldið þann 15. maí þar sem félagsmenn skvettu all-svakalega úr klaufum og reyndu sitt besta til þess að gleyma öllu sem tengist atbeini (e. agency).

Þetta árið vildum við í stjórn Kumls gera tilraunir með nýjungar, eins og ferðina á Reykjanes og krullu-keppnina og þótti takast vel. Því fagna ég orðrómum

þess efnis að ritstjórn Eldjárns hafi ákveðið að einnig væri kominn tími á breytingar og tilraunir með nýjungar á málgagni nemenda. Mér þykir ánægjulegt að sjá nemendur taka höndum saman og reyna að hrista upp í rótgrónum og viðteknum venjum og ég held að ég tali fyrir hönd flestra þegar ég segi að ég hlakki til að sjá og lesa afrakstur ritnefndar þetta árið og vona að framtakið verði til þess að hvetja nemend-ur og aðra til þess að opna hug sinn fyrir nýjungum.

The Kuml administration of 2014-2015 and I would like to thank its members for this past year. It has been very enjoyable and I am personally very happy to have been given the opportunity to be a part of it. This year we tried out a few new things, including a new em-phasis on reaching more actively (and agressively, sorry guys) out to foreign students, which I am very glad we did and I would like to thank these students specially for bearing with us weather-complaining-private-car-owning-coffee-drinking-know-it-alls (Icelanders) this cold, cold winter. I hope you enjoyed it as much as we did and that you will some day be able to read more than just excerpts from this lovely paper and possibly find out what I wrote in the Icelandic version of this text. No hablo inglés.

Formannspistill

Hrafnhildur Helga HalldórsdóttirFormaður

24 | Eldjárn

VIÐ NOTUM EINGÖNGU 100% ÍSLENSKAN OST!

ÞÚ SÆKIR PIZZU OG STÓRAN SKAMMT AF BRAUÐSTÖNGUM, OSTAGOTT EÐA KANILGOTT OG FÆRÐ AÐRA PIZZU SÖMU STÆRÐAR AÐ AUKI.

Page 15: Rit fornleifafræðinema við Háskóla Íslands - 9. Árg. 2015nemendafelog.hi.is/kuml/files/2015/09/Eldjárn-2015.pdf · Painkiller – Judas Priest. In the Summertime – Mungo

ARCHAEOLOGIA ISLANDICA: Áskriftartilboð

Sumarið 2015 fagnar Fornleifastofnun Íslands 20 ára starfsafmæli sínu. Af því tilefni býðst nýjum áskrifendum Archaeologia islandica að kaupahefti 1-10 á aðeins 10.000 kr. (9.000 kr. fyrir nemendur). Greinasafnið Upp á y�rborðið fylgir með í kaupbæti.

Almennt áskriftargjald er 3.450 kr. og 2.850 kr. fyrir nemendur.

Áhugasamir ha� samband á [email protected]