Ársskýrsla velferðarsviðs reykjavíkurborgar 2018 · 6 Ársskýrsla velferðarsviðs...

36
Ársskýrsla velferðarsviðs Reykjavíkurborgar 2018

Upload: others

Post on 08-Mar-2020

9 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Ársskýrsla velferðarsviðs

Reykjavíkurborgar

2018

Ársskýrsla velferðarsviðs

Reykjavíkurborgar

2018

Skipulag

Frá sviðsstjóra

Hlutverk velferðarsviðs

Starf velferðarráðs

Starf barnaverndarnefndar

Fréttamolar

Tölfræði þjónustu og starfsemi

Húsnæði

Barnavernd

Ráðgjöf og sérfræðiþjónusta

Fjárhagsaðstoð

Þjónusta í heimahúsum

Stuðningsþjónusta

Rekstur

Lykiltölur

EFNISYFIRLIT6

8

9

12

13

14

20

21

23

25

28

30

31

32

34

Ársskýrsla velferðarsviðs Reykjavíkurborgar 2018Efni ársskýrslunnar var unnið af starfsmönnum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar

Ritnefnd: Arnar Snæberg Jónsson, Elfa Björk Ellertsdóttir, Eyrún Ellý Valsdóttir og Guðmundur Sigmarsson

Ábyrgð: Dís Sigurgeirsdóttir

Hönnun og umbrot: Spör ehf.

1234567

89

7.1

7.2

7.3

7.4

7.5

7.6

Ársskýrsla velferðarsviðs Reykjavíkurborgar 20186

SKIPULAG1Skipurit velferðarsviðs

Í lok árs 2018 voru gerðar breytingar á skipuriti velferðarsviðs. Breytingarnar tóku fyrst og fremst mið af metnaðarfullri áætlun um umbætur á skipulagi, starfsemi og þjónustu barnaverndar Reykjavíkur sem gerð var í kjölfarið á umfangsmikilli úttekt á starfsemi hennar árið 2018. Starfsemi barnaverndar er því sýnilegri í nýja skipuritinu en áður, m.a. með nýjum fagskrifstofum sem starfa annars vegar á sviði stjórnsýslu og hins vegar á sviði ráðgjafar.

Velferðarráð

Skrifstofa málefna fatlaðs fólks

VelferðarsviðSviðsstjóri

BORGARSTJÓRI

Skrifstofa sviðsstjóra

Þjónustumiðstöðvar

Fjármál og reksturMannauðsþjónustaLögfræðiþjónusta

Stuðningsþjónusta

Barnaverndarnefnd

Barnaverndframkvæmdastjóri

Skrifstofa ráðgjafaþjónusta

Skrifstofa öldrunar- og

húsnæðismála

Skrifstofa stjórnsýsla

Skrifstofa kjarnastarfsemi

Hjúkrunarheimili Lögfræðiteymi Teymi 1-5

VIRÐING - VIRKNI - VELFERÐ 7

Velferðarsvið ber ábyrgð á rekstri þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar og þeirra starfseininga sem undir þær heyra. Dæmi um starfsemi á vegum þjónustumiðstöðva er rekstur og þróun á húsnæði fyrir fatlað fólk, dagþjónusta og félagsmiðstöðvar fyrir fullorðið fólk.

Þjónustumiðstöðvarnar eru fimm talsins. Þær sjá um framkvæmd velferðarþjónustu í hverfum borgarinnar með því að bjóða upp á fjölbreyttan stuðning og þjónustu við einstaklinga og fjölskyldur og sinna sérfræðiþjónustu við leik- og grunnskóla. Á þeim fer fram þverfaglegt samstarf þar sem lögð er áhersla á samþætta nærþjónustu. Þjónustumiðstöðvar bera ábyrgð á framkvæmd forvarnastefnu borgarinnar og vinna að eflingu félagsauðs og lýðheilsu á hverfisvísu, m.a. í gegnum fjölbreytt samstarf og stuðning við aðrar stofnanir og félagasamtök í hverfum.

Framkvæmdastjórar þjónustumiðstöðva 2018:

Ingibjörg Þ Sigurþórsdóttir – Þjónustumiðstöð Grafarvogs og Kjalarness

Óskar Dýrmundur Ólafsson – Þjónustumiðstöð Breiðholts

Sigtryggur Jónsson – Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis

Sigþrúður Erla Arnardóttir – Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða

Sólveig Ingibjörg Reynisdóttir – Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts

Þjónustumiðstöðvar

Krin

glum

ýrar

brau

tLaugavegur

VesturlandsvegurR

eykjanesbraut

H:\bv201\PG-database\Afgreidsla\Velferdarsvid\hverfask.mxd KS: 27.3.2019

Kjalarnes

Vesturbær

Miðborg

Hlíðar

Laugardalur

Háaleiti

Grafarvogur

Grafarholt

Árbær

Breiðholt

ÞjónustumiðstöðLaugavegur 77

ÞjónustumiðstöðEfstaleiti 1

ÞjónustumiðstöðGylfaflöt 5

ÞjónustumiðstöðÁlfabakki 12

ÞjónustumiðstöðHraunbær 115

Ársskýrsla velferðarsviðs Reykjavíkurborgar 20188

Tíminn líður á ógnarhraða þegar það er gaman í vinnunni og maður er umkringdur frábærum vinnufélögum og ögrandi verkefnum. Þannig er það á velferðarsviði. Mér finnst í rauninni örstutt síðan ég settist niður og skrifaði pistil fyrir ársskýrslu starfsársins 2017.

Árið 2018 var mjög viðburðaríkt og fjölmörg ný verkefni voru sett á laggirnar. Velferðarráð samþykkti metnaðarfulla stefnumótun í velferðartækni og í kjölfarið voru fyrstu skrefin tekin með stofnun velferðartæknismiðju í lok ársins 2018. Verkefni um endurhæfingu í heimahúsum hófst í Árbænum og fyrstu háskólanemarnir fluttu inn í þjónustuíbúðir fyrir aldraða.

Þrír nýir búsetukjarnar voru opnaðir, við Kambavað, Austurbrún og Skipholt og skóflustunga tekin við Sléttuveg þar sem nýtt hjúkrunarheimili mun rísa.

Málefni heimilislausra voru í deiglunni á árinu og haldinn var fjölmennur samráðsfundur við helstu hagsmunaaðila auk þess sem borgarráð samþykkti stóraukin framlög til málaflokksins.

Barnavernd Reykjavíkur gekk í gegnum mikinn umbreytingatíma á árinu. Því er ekki að leyna að erfið mál sem komu upp í byrjun árs leiddu til heildarendurskoðunar á málaflokknum. Samið var við fyrirtækin RR ráðgjöf og Capacent um ítarlega úttekt á verklagi og stjórnun og um haustið var samþykkt að ráðast í skipulagsbreytingar og um 80 úrbótaverkefni sem munu hafa mikil áhrif á starfsemina til framtíðar.

Unnið var af krafti með stafræna umbreytingu á velferðarsviði. Í upphafi árs var haldinn fjölmennur stefnumótunarfundur með félagsráðgjöfum og ýmsum hagsmunaaðilum þar sem fulltrúar frá fyrirtækinu Deloitte kynntu könnun á ferli fjárhagsaðstoðar hjá Reykjavíkurborg, bæði út frá sjónarhóli notenda og starfsmanna. Á fundinum voru haldnar vinnustofur þar sem niðurstaðan var að það þyrfti að umbreyta bæði ferlum og reglum um fjárhagsaðstoð samhliða rafvæðingunni. Samhljómur var um að það ætti ekki að rafvæða úrelta ferla. Sú niðurstaða er kannski mergur málsins í stafrænni vegferð Reykjavíkurborg sem velferðarsvið hefur tekið forystu í; að nýta tækifærið og hugsa hlutina upp á nýtt. Tæknin er bara einn hluti af rafvæðingarferlinu. Notandi þjónustunnar er sá sem vísar okkur veginn og án hans þekkingar á viðfangsefninu, sitjandi hinum megin við borðið, fáum við ekki bestu lausnirnar. Starfsfólkið er síðan hreyfiaflið, þau sem láta hlutina gerast. Það er afar mikilvægt að reikna með framlagi þeirra sem standa í eldlínunni alla daga í innleiðingu á breytingum.

Ég vil nota tækifærið og þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóg í velferðarþjónustunni árið 2018. Framlag ykkar er ómetanlegt við að gera góða borg enn betri.

Áfram veginn!

FRÁ SVIÐSSTJÓRA2

VIRÐING - VIRKNI - VELFERÐ 9

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar ber ábyrgð á velferðarþjónustu borgarinnar. Í því felst stefnumótun í velferðarmálum, áætlanagerð, framkvæmd og samþætting velferðarþjónustu, eftirlit í samræmi við lög, reglur, samþykktir og pólitíska stefnu í velferðarmálum, mat á árangri, þróun nýrra úrræða og gerð þjónustusamninga við þriðja aðila.

Velferðarsvið vinnur með velferðarráði og barnaverndarnefnd. Framkvæmd velferðarþjónustu fer fram á þjónustumiðstöðvum í hverfum borgarinnar og hjá Barnavernd Reykjavíkur.

Undir þjónustumiðstöðvar heyrir rekstur og þróun starfseininga í hverfum borgarinnar, svo sem félagsmiðstöðvar, sértækt húsnæði, skammtímadvöl og dagþjónusta. Lagaskyld verkefni sem velferðarsvið ber ábyrgð á skv. stjórnskipulagi Reykjavíkurborgar eru m.a. fjárhagsaðstoð, félagsleg ráðgjöf, málefni aldraðra, sérfræðiþjónusta skóla, málefni fatlaðs fólks, húsnæðisaðstoð og búsetuþjónusta, barnavernd, heimahjúkrun, félagsleg heimaþjónusta, matarþjónusta, félagsstarf fyrir aldraða, akstursþjónusta fatlaðs fólks, stuðningsþjónusta, daggæsluráðgjöf, forvarnir og almenn upplýsingagjöf.

HLUTVERK VELFERÐARSVIÐS3

Ársskýrsla velferðarsviðs Reykjavíkurborgar 201810

KJÖRORÐ VELFERÐARSVIÐS

VelferðVið erum leiðandi í umræðu um velferðarmál og lífsgæði borgarbúa og vinnum markvisst gegn fátækt. Við styrkjum fjölskyldur og einstaklinga með fræðslu, stuðningi, eftirfylgd og endurhæfingu þegar við á.

VirðingVið berum virðingu fyrir öllum þeim sem við eigum í samskiptum við. Við fögnum fjölbreytileika og komum fram við annað fólk eins og við viljum að komið sé fram við okkur.

VirkniVið viljum að allir geti tekið virkan þátt í samfélaginu á eigin forsendum. Við veitum einstaklingsmiðaða þjónustu og vinnum að því að efla frumkvæði og sjálfstæði borgarbúa og starfsfólks.

VIRÐING - VIRKNI - VELFERÐ 11

VISSIR ÞÚ AÐ… ?einstaklingar fengu félagslega heimaþjónustu og heimahjúkrun ( 2.977 konur – 1.536 karlar)

4.513

2.698 einstaklingar (1.275 konur - 1.423 karlar) fengu fjárhagsaðstoð

3.010 einstaklingar fengu félagslega og sálfræðilega ráðgjöf, 1.284 konur - 1.726 karlar. (2.712 heimili)

3.197 einstaklingar (2.061 kona – 1.136 karlar) fengu sérstakan húsnæðisstuðning

14.501 fékk þjónustu velferðarsviðs (7.769 konur – 6.732 karlar) (einstaklingar, fjölskyldur, börn, ungmenni, fólk af erlendum uppruna, fatlað fólk og eldri borgarar)

4.054 börnum, 2.382 drengjum og 1.672 stúlkum, var veitt aðstoð á einn eða annan hátt.

1.010 einstaklingar (461 kona - 549 karlar) nutu stuðningsþjónustu

799 einstaklingar (455 konur – 344 karlar) fékk heimsendan mat

Ársskýrsla velferðarsviðs Reykjavíkurborgar 201812

Velferðarráð Reykjavíkurborgar starfar í umboði borgarráðs og fer með verkefni félagsmálanefndar samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991. Jafnframt fer velferðarráð með verkefni húsnæðisnefndar samkvæmt lögum um húsnæðismál nr. 44/1998. Velferðarráð mótar stefnu í velferðarþjónustu borgarinnar og gerir tillögur til borgarráðs um málefni er varða verksvið ráðsins. Ráðið fylgir eftir samþykktum og stefnumörkun.

Í janúar 2018 sátu eftirtaldir fulltrúar sem aðalmenn í velferðarráði: Elín Oddný Sigurðardóttir (formaður), Ilmur Kristjánsdóttir (varaformaður), Heiða Björg Hilmisdóttir, Magnús Már Guðmundsson, Áslaug María Friðriksdóttir, Börkur Gunnarsson og Kristín Elfa Guðnadóttir. Áheyrnarfulltrúi var Gréta Björg Egilsdóttir.

Breytingar á skipan fulltrúa aðalmanna: Þann 19. júní var kosið á ný í velferðarráð og það skipað með eftirfarandi hætti: Heiða Björg Hilmisdóttir formaður, Elín Oddný Sigurðardóttir, (jafnframt kjörin varaformaður á fundi velferðarráðs 21. júní), Magnús Már Guðmundsson, Alexandra Briem, Egill Þór Jónsson, Kolbrún Baldursdóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir.

Fundir árið 2018Á árinu 2018 hélt velferðarráð 20 formlega fundi. Auk þess var einn fundur haldinn með Barnaverndarnefnd og jólafundur þar sem öllum forstöðumönnum velferðarsviðs var boðið. Velferðarráð stóð einnig fyrir opnum morgunverðarfundi, Velferðarkaffi, í lok nóvember þar sem fjallað var um þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra. Fundurinn var hluti af stærri fundarröð sem hélt áfram árið 2019.

STARF VELFERÐARRÁÐS4

VIRÐING - VIRKNI - VELFERÐ 13

Barnaverndarnefnd starfar samkvæmt 10. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Hlutverk barnaverndarnefnda samkvæmt lögum er að kanna aðbúnað, hátterni og uppeldisskilyrði barna og meta sem fyrst þarfir þeirra sem ætla má að búi við óviðunandi aðstæður, sæti illri meðferð eða eigi í alvarlegum félagslegum erfiðleikum. Barnaverndarnefndir eiga að beita úrræðum sem best eiga við hverju sinni til að tryggja hagsmuni og velferð barns.

Eftirtaldir fulltrúar voru kosnir í barnaverndarnefnd af borgarstjórn, þann 28. júní 2018:Tómas Hrafn Sveinsson formaður, Margrét K. Sverrisdóttir, Sólveig Ásgrímsdóttir, Sandra Ocares, Katrín Helga Hallgrímsdóttir. Varamenn: Eldey Huld Jónsdóttir, Hörður Oddfríðarson, Þórarinn Þórsson, Sólrún Sverrisdóttir og Elín Jónsdóttir. Verkaskipting velferðarráðs og barnaverndarnefndar

Velferðarráð:• Stefnumótun og uppbygging úrræða.• Rannsóknir og kannanir.• Almennt eftirlit með aðbúnaði og vinnu barna. Barnaverndarnefnd:• Eftirlit með aðbúnaði, hátterni og uppeldisskilyrðum barna.• Tekur við barnaverndartilkynningum, annast og ber ábyrgð á málsmeðferð og beitir viðeigandi úrræðum

samkvæmt barnaverndarlögum.• Eftirlit með heimilum og stofnunum.• Önnur verkefni sem barnaverndarnefndum eru falin lögum samkvæmt hverju sinni.

Fundir og málÁ árinu 2018 hélt barnaverndarnefnd 22 formlega fundi. Tekin voru fyrir 260 mál.

STARF BARNAVERNDARNEFNDAR5

Ársskýrsla velferðarsviðs Reykjavíkurborgar 201814

Vinna við að rafvæða þjónustu velferðarsviðs fór af stað í ársbyrjun 2018 með samningi við fyrirtækið Deloitte um könnun á ferli fjárhagsaðstoðar. Í febrúar var haldinn fjölmennur stefnumótunarfundur í Borgarleikhúsinu þar sem starfsfólk og fulltrúar ýmissa stofnana og hagsmunasamtaka lögðu grunn að verkefni um rafvæðingu fjárhagsaðstoðar. Þær Sidsel Scheibel frá Kaupmannahöfn og Eleonore Shlyter frá Trelleborg sögðu frá reynslu sinni af rafvæðingaferli umsókna og aukinni þjónustu við borgarbúa. Enn fremur kynnti fulltrúi frá Deloitte niðurstöður úr könnuninni sem fyrirtækið gerði á meðal starfsmanna og notenda fjárhagsaðstoðar, sem sýndi upplifun

FRÉTTAMOLAR6

þessara hópa af fjárhagsaðstoðarferlinu. Í framhaldi var unnið í vinnustofum undir stjórn Guðfinnu Bjarnadóttur ráðgjafa. Niðurstaða vinnufundarins var að mikilvægt væri að fara ofan í kjölinn á öllum verkferlum varðandi afgreiðslu fjárhagsaðstoðar samhliða rafvæðingunni. Um sumarið hófst formlegt útboðsferli og í nóvemberlok var skrifað undir samning við fyrirtækið Kolibri um að vinna ásamt sérfræðingum Reykjavíkurborgar við að rafvæða umsóknir og ferla í fjárhagsaðstoð. Auk undirbúnings að rafvæðingu fjárhagsaðstoðar voru umsóknir um akstursþjónustu fatlaðs fólks og aldraðra gerðar aðgengilegar í rafrænu formi.

Rafvæðing fjárhagsaðstoðar og þjónustu

VIRÐING - VIRKNI - VELFERÐ 15

Málefni heimilislauss fólks var mjög í brennidepli á árinu 2018. Í ágústbyrjun hélt velferðarráð stefnumótunarfund um málefnið, en fyrri stefna Reykjavíkurborgar í málefnum utangarðsfólks rann út á árinu. Hagsmunaaðilar frá vel á þriðja tug stofnana og frjálsum félagasamtökum sátu fundinn og fengu öll að leggja fram tillögur til úrbóta.

Samhljómur var á fundinum og ýmis úrræði nefnd, s.s. þörf á fleiri áfangaheimilum og ítrekað bent á mikilvægi þess að þjónustukeðjan slitnaði ekki, til dæmis í kjölfar áfengismeðferðar eða meðferðar á geðdeild. Í framhaldi af stefnumótunarfundinum skipaði velferðarráð stýrihóp um stefnumótun í

málaflokknum sem tók strax til starfa og mun skila tillögum á árinu 2019.

Velferðarráð og síðar borgarstjórn samþykktu á árinu kaup á nýju húsnæði undir neyðarskýli fyrir unga heimilislausa karlmenn sem neyta vímuefna um æð en þeim hefur fjölgað í Gistiskýlinu við Lindargötu á undanförnum árum. Með úrræðinu verður hægt að veita ólíkum hópum karla í neyslu betri þjónustu. Einnig var samþykkt að kaupa eða leigja neyðarhúsnæði með 25 rýmum, herbergjum eða einstaklingsíbúðum með sérstöku salerni og eldhúskrók fyrir einstaklinga sem eru á biðlista eftir félagslegu húsnæði.

Stefnumótunarfundur og aðgerðir í málefnum heimilislausra

Ársskýrsla velferðarsviðs Reykjavíkurborgar 201816

Í mars var undirritaður samningur við fyrirtækin Capacent og RR ráðgjöf um umfangsmikla úttekt á barnaverndarstarfi í Reykjavík. Í úttektinni var rýnt í allt skipulag, starfsemi, þjónustu, samvinnu, starfsumhverfi og stuðningsúrræði Barnaverndar. Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri sagði starfi sínu lausu í mars eftir átján ára starf hjá barnavernd, þar af rúman áratug sem stjórnandi. Í júlíbyrjun var Hákon Sigursteinsson sálfræðingur og deildarstjóri skólaþjónustu í Breiðholti ráðinn sem framkvæmdastjóri.

Í nóvember lágu niðurstöður úttektar á starfinu fyrir og þá voru tillögur um verulega styrkingu og umbætur innan barnaverndar samþykktar í borgarstjórn. Meðal annars var samþykkt að setja á laggirnar tvær nýjar fagskrifstofur, eina á sviði stjórnsýslu en hina á sviði ráðgjafar. Stöðugildum var fjölgað um fjögur og samþykkt að setja upp nýja stofnun sem heldur utan um stuðningsþjónustu barna og fjölskyldna. Fleiri umbótaverkefni voru samþykkt sem öll skipa sinn sess í nýrri framkvæmdaáætlun barnaverndar til 2022.

Barnavernd efld og styrkt

VIRÐING - VIRKNI - VELFERÐ 17

Nýir íbúðakjarnarVelferðarsvið fékk afhenta þrjá nýja íbúðakjarna á árinu, í Einholti 6, Kambavaði 5 og Austurbrún 6b. Öll hönnun og bygging kjarnanna miðaði að því að tryggja íbúunum gott líf með persónulegu umhverfi og góðar vinnuaðstæður og umhverfi fyrir starfsfólk. Búseti sá um bygginguna í samráði við Félagsbústaði og sérfræðinga velferðarsviðs í málefnum fatlaðs fólks. Fyrirhuguð er enn frekari uppbygging á þessu sviði, en fjórir nýir íbúðakjarnar við Árland og Stjörnugróf í Fossvogi, Móaveg í Grafarvogi og við Rökkvatjörn í Úlfarsárdal munu rísa á komandi misserum.

Hjúkrunarheimili við SléttuvegÍ september undirrituðu Reykjavíkurborg og Sjómannadagsráð, eigandi Hrafnistu, samning um rekstur hjúkrunarheimilis og dagþjálfunar við Sléttuveg. Alls verða þar 99 hjúkrunarrými

Velferðartækni Í ársbyrjun var samþykkt ný stefna á sviði velferðartækni til ársins 2022. Í stefnunni kemur fram að nota skuli margvíslega tækni og snjalllausnir til að auðvelda fólki að búa á eigin heimili og við betri lífsgæði þrátt fyrir öldrun, fötlun eða veikindi. Þannig sé stuðlað að auknu sjálfstæði, öryggi og bættum lífsgæðum borgarbúa. Í apríl var síðan gengið frá ráðningu tveggja verkefnastjóra Velferðartæknismiðju sem hófu störf í maí og september. Helstu verkefni í upphafi hafa snúið að þróun verklags við prófanir velferðartækni. Verkefnastjórar hafa greint fjölmörg tækifæri til notkunar á velferðartækni, komu að fimm tækniprófunum á árinu og hafa sett af stað ferli til að greina, forgangsraða og framkvæma fleiri prófanir.

á fimm hæðum, en samhliða byggingu þeirra mun Sjómannadagsráð reisa sambyggða þjónustumiðstöð með 30 dagdvalarrýmum. Í þjónustumiðstöðinni verður margvísleg þjónusta fyrir eldri borgara, bæði íbúa á heimilinu og í nágrenni þess. Í starfseminni verður lögð rík áhersla á sjálfsákvörðunarrétt og þátttöku íbúa í því að skapa heimilislegt, hlýlegt og virkt samfélag. Stefnt er að því að hjúkrunarheimilið við Sléttuveg verði opnað síðari hluta árs 2019.

Ársskýrsla velferðarsviðs Reykjavíkurborgar 201818

Stefna í málefnum eldri borgaraÞann 6. mars samþykkti borgarstjórn nýja stefnu í málefnum eldri borgara fram til ársins 2022. Stefnan tekur mið af áherslum velferðarráðs

Háskólanemar í þjónustuíbúðumÍ ársbyrjun var auglýst eftir umsækjendum í nýtt tilraunaverkefni þar sem háskólanemum bauðst að leigja íbúðir í þjónustukjörnum fyrir aldraða í Lönguhlíð 3 og Norðurbrún 1. Nemunum var ætlað að leggja til 40 stunda vinnuframlag á mánuði sem greitt var fyrir. Vinnuframlagið var fyrst og fremst af félagslegum toga; jákvætt innlegg í samfélag þjónustukjarnanna, gott samneyti við íbúa og kennsla í fjölbreyttum þáttum, t.d. í notkun samfélagsmiðla og snjalltækja eða listsköpun. Tuttugu umsækjendur uppfylltu skilyrði til að leigja íbúðirnar tvær. Samið var við tvo nema í lok febrúar sem fluttu inn í íbúðirnar í framhaldinu og hófu strax störf í takt við markmið verkefnisins. Tilraunaverkefnið stendur yfir til 1. júní 2019.

Þekkingardagur velferðarsviðsÁrlegur þekkingardagur velferðarsviðs, ÞEKKVEL, var haldinn í Hörpu föstudaginn 23. febrúar. ÞEKKVEL er skemmtilegur og lifandi vettvangur fyrir starfsfólk velferðarsviðs til að kynnast verkefnum og nýsköpun á sviðinu og efla tengsl sín á milli. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Regína Ásvaldsdóttir sviðsstjóri settu daginn sem stóð yfir frá kl. 9:00 til 16:00. Dagskráin samanstóð af 10 lengri fyrirlestrum í Kaldalóni og 18 örfyrirlestrum í Norðurbryggju. Dagskránni lauk síðan á uppistandi frá Þorsteini Guðmundssyni og afhendingu hvatningarverðlauna velferðarráðs

um nýsköpun, notendasamráð, heilsueflingu, velferðartækni, forvarnir og endurhæfingu í daglegu lífi. Fjölmörg hagsmunasamtök, notendur, starfsmenn og stýrihópur um aldursvæna borg og öldungaráð borgarinnar voru til ráðgjafar við stefnumótunina. Í nýrri stefnu er lögð áhersla á Reykjavík sem aldursvæna og heilsueflandi borg sem tekur mið af þörfum allra íbúa. Í framhaldi af samþykkt stefnunnar var velferðarsviði falið að útbúa nýja aðgerðaáætlun á grundvelli hennar. Áætlunin verður tilbúin á fyrri hluta ársins 2019.

VIRÐING - VIRKNI - VELFERÐ 19

Hvatningarverðlaun velferðarráðsHvatningarverðlaun velferðarráðs voru veitt í sjöunda sinn á þekkingardegi velferðarsviðs þann 23. febrúar. Markmiðið verðlaunanna er að hvetja til og viðurkenna gott starf og vekja athygli á hinu gróskumikla starfi sem fram fer á velferðarsviði. Edda Ólafsdóttir, félagsráðgjafi og verkefnastjóri á skrifstofu velferðarsviðs, fékk verðlaun í flokki einstaklinga fyrir margra ára starf í málaflokki innflytjenda. Í hópi starfsstaða varð teymi í þjónustumiðstöð Grafarvogs og Kjalarness fyrir valinu, en það sinnir ráðgjöf og stuðningi við börn og fjölskyldur. Í hópi verkefna hlaut samstarfsverkefnið Fróðir foreldrar útnefningu, en að því standa þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða, foreldrafélög grunnskóla og ungmennaráð í hverfunum og frístundamiðstöðin Tjörnin. Auk þessa fengu þær Jóna Kolbrún Halldórs þjónustufulltrúi og Hrönn Egilsdóttir ráðgjafi, viðurkenningu fyrir farsælt starf á sviði velferðarmála.

Fjölmenningarlegur mannauðsráðgjafiVelferðarsvið Reykjavíkurborgar réð á árinu mannauðsráðgjafa til að leiða frekari uppbyggingu og umbætur í vinnuumhverfi starfsfólks af erlendum

Endurhæfing í heimahúsiÞann 1. mars 2018 hóf fyrsta endurhæfingarteymi í heimaþjónustu störf í efri byggð Reykjavíkur. Teymið er staðsett í starfsstöð heimaþjónustunnar í Árbæ og þjónustar íbúa í austurhluta borgarinnar (Breiðholti, Árbæ, Grafarholti og Grafarvogi). Áætlað er að tvö teymi til viðbótar hefji starfsemi árið 2019 og verði starfandi í öllum þremur starfsstöðvum sameinaðrar heimaþjónustu í Reykjavík. Í endurhæfingarteymi starfa iðjuþjálfi, hjúkrunarfræðingur, íþróttafræðingur, sjúkraliðar og félagsliðar sem veita fólki markvissa þjálfun í gegnum athafnir daglegs lífs með það að markmiði að auka þátttöku þeirra í samfélaginu og bjargráð sem og að ýta undir meiri vellíðan og lífsgæði. Í lok árs 2018 höfðu rúmlega 200 manns þegið þjónustu hjá teyminu og þar af voru um 140 manns útskrifaðir. Meira en 80% íbúa voru útskrifaðir sjálfbjarga með iðjuvanda sinn, ýmist með enga heimaþjónustu, með minni þjónustu en í upphafi eða með sömu þjónustu en með meiri samfélagsþátttöku og lífsgæði.

uppruna og styrkja tengslin við það í samvinnu við stjórnendur og starfsfólk sviðsins. Fólk af erlendum uppruna var sérstaklega hvatt til að sækja um starfið. Um miðjan júní var gengið frá ráðningu og Irina S. Ogurtsova hóf störf sem ráðgjafi í mannauðsteymi velferðarsviðs og hefur síðan starfað að fjölmörgum verkefnum, m.a. kortlagningu og könnun á stöðu erlendra starfsmanna velferðarsviðs og margvíslegri ráðgjöf og fræðslu til stjórnenda og starfsfólks.

Ársskýrsla velferðarsviðs Reykjavíkurborgar 201820

Starfsemi velferðarsviðs byggir á stjórnskipulagi Reykjavíkurborgar samkvæmt gildandi lögum og reglum og vinnur að meginmarkmiðum velferðarráðs. Þjónusta velferðarsviðs er afar fjölbreytt; sem dæmi má nefna ráðgjöf og stuðning við fjölskyldur og einstaklinga á öllum aldri, fjárhagsaðstoð, húsnæðis- og búsetuþjónustu, fjölbreyttan stuðning við fólk í heimahúsum, heimahjúkrun, dagdvöl, félagsstarf, matarþjónustu og akstursþjónustu. Velferðarsvið sér jafnframt um rekstur velferðarþjónustu þvert á borgina, heldur utan um forvarnastarf og sér um úthlutun á húsnæði ásamt samhæfingu, stefnumótun og þróun, mati á gæðum þjónustunnar, rannsóknum og eftirliti.

Árið 2018 fékk 14.501 borgarbúi þjónustu hjá velferðarsviði, samanborið við 14.345 árið 2017.

Mynd 1. Fjöldi notenda skipt eftir þjónustuþáttum

Húsnæðisstuðningur Þjónusta við fólk í heimahúsum Fjárhagsaðstoð (styrkur eða lán) Ráðgjöf og sérfræðiþjónusta0

5.250

3.500

1.750

7.000

TÖLFRÆÐI ÞJÓNUSTU OG STARFSEMI 7

VIRÐING - VIRKNI - VELFERÐ 21

Þjónustuíbúðir Þjónustu- og öryggisíbúðir eru fyrir fólk sem þarf meiri stuðning en hægt er að fá í heimahúsi en hefur ekki þörf fyrir hjúkrunarheimili. Þar er m.a. boðið upp á heimaþjónustu, sólarhringsvakt, öryggishnapp, þrif á sameign, fullt fæði og félagsstarf. • Í árslok 2018 var búið í alls 365 þjónustu- og

öryggisíbúðum á vegum velferðarsviðs.

Hjúkrunarheimili Reykjavíkurborg á og rekur tvö hjúkrunarheimili, Droplaugarstaði og Seljahlíð. Á Droplaugarstöðum er boðið upp á einbýli með sér baðherbergi en í Seljahlíð er tvenns konar búsetuform; þjónustuíbúðir og hjúkrunarrými með eldhúskrók og sér baðherbergi.• Á Droplaugarstöðum bjuggu 82 íbúar í

árslok 2018• Í Seljahlíð bjuggu 20 íbúar í hjúkrunarrýmum í

árslok 2018

Sértækt húsnæði fyrir fatlað fólk Íbúðarhúsnæði sem hefur verið gert aðgengilegt fyrir tiltekna notkun eða skilgreint sérstaklega fyrir tiltekinn hóp fatlaðs fólks. Útfærslurnar eru eftirfarandi: • Sjálfstæð búseta með viðeigandi stuðningi• Áfangaheimili, búseta í eitt til þrjú ár • Íbúðakjarnar, nokkrar íbúðir saman í húsi• Sambýli í einbýlishúsum þar sem íbúar búa í

eigin herbergi en deila öðrum rýmum• Tvö heimili fyrir fötluð börn sem þurfa mikla

þjónustu og umönnun

Árið 2018 rak velferðarsvið 61 sértækt húsnæðisúrræði fyrir fatlað fólk.

Húsnæðisúrræði vegna félagslegra aðstæðnaHeimili fyrir fólk með fjölþættan félagslegan vanda, t.d. vegna áfengis- og vímuefnaneyslu. Sum heimilanna eru starfrækt með þjónustu-samningum og í samstarfi við félagasamtök. Boðið

Velferðarsvið veitir fjölbreytta húsnæðisþjónustu sem er sniðin að þörfum ólíkra einstaklinga. Velferðarsvið gerir þjónustusamninga og á samstarf við ýmis félagasamtök og opinbera aðila um rekstur og umsjón hluta búsetuúrræðanna.

Á árinu 2018 fengu 4.374 einstaklingar og fjölskyldur einhvers konar húsnæðisstuðning frá velferðarsviði.

Í árslok 2018 voru alls 2.826 almennar félagslegar leiguíbúðir, þjónustuíbúðir aldraðra, húsnæði fyrir fatlað fólk og húsnæði fyrir heimilislausa með miklar og flóknar þjónustuþarfir í boði á vegum velferðarsviðs.

Almennt félagslegt leiguhúsnæði

Félagslegt leiguhúsnæði hjá Reykjavíkurborg er fyrir fólk sem getur ekki séð sér og sínum fyrir húsnæði sökum lágra tekna eða félagslegra aðstæðna. • Umsóknum á biðlista eftir almennu félagslegu leiguhúsnæði fækkaði um 5,6% frá lokum árs 2017

til loka árs 2018. • Á tímabilinu 2015-2018 fjölgaði leigueiningum Félagsbústaða um 362 og í árslok 2018 voru þær 2.628.• Alls var 146 félagslegum íbúðum úthlutað á árinu 2018.

7.1 Húsnæði

Ársskýrsla velferðarsviðs Reykjavíkurborgar 201822

er upp á víðtækan stuðning og samþætta þjónustu; ráðgjöf, fjölþætta endurhæfingu, félagslegan stuðning og heimaþjónustu. Árið 2018 rak velferðarsvið 7 heimili fyrir 60 íbúa með fjölþættan félagslegan vanda.

Sérstakur húsnæðisstuðningur Fjárstuðningur til greiðslu húsaleigu. Stuðningurinn er ætlaður fólki sem býr við erfiðar félagslegar og fjárhagslegar aðstæður samkvæmt faglegu mati félagsráðgjafa á þjónustumiðstöðvum.

• Alls fengu 3.197 leigutakar greiddar sérstakan húsnæðisstuðning á árinu 2018. Þar af fengu alls 1.259 leigutakar stuðning vegna húsnæðis á almennum leigumarkaði á árinu og er það fjölgun um 7,4% frá fyrra ári.

• Alls fengu 1.983 leigutakar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning vegna leigu á húsnæði Félagsbústaða hf. á árinu og er það fjölgun um 4,5% frá fyrra ári. Mánaðarleg meðalfjárhæð sérstaks húsnæðisstuðnings var 28.275 kr. en hámark almennra og sérstakra húsaleigubóta samanlagt var 90.000 kr.

2.400

1.200

6.00

0

1.800

Mynd 2. Fjöldi notenda með sérstakar húsaleigubætur/húsnæðisstuðning hjá Félagsbústöðum og á almennum markaði árin 2016–2018

Sérst. húsaleigub./húsnæðisst. alm. markaður

2017 20182016

Sérst. húsaleigub./húsnæðisst. Félagsbústaðir

VIRÐING - VIRKNI - VELFERÐ 23

Starfsemi Barnaverndar Reykjavíkur byggir á 10. grein barnaverndarlaga nr. 80/2002. Barnavernd er ætlað að tryggja að börn sem búa við óviðunandi aðstæður eða stofna heilsu sinni og þroska í hættu fái viðeigandi stuðning.

Þegar rökstuddur grunur er til staðar um að heilsu eða þroska barns sé hætta búin ber barnaverndarnefnd að kanna málið. Þá eru málin unnin á grundvelli barnaverndarlaga, m.a. með ráðgjöf og beitingu viðeigandi úrræða og stuðnings. Barnaverndarnefnd Reykjavíkur ber ábyrgð á meðferð slíkra mála og Barnavernd Reykjavíkur ber ábyrgð á framkvæmd þeirra. Samstarf er milli Barnaverndar Reykjavíkur og þjónustumiðstöðva velferðarsviðs.

Bakvakt vegna barnaverndarmála í Reykjavík er starfrækt alla daga utan skrifstofutíma. Auk þess tekur Neyðarlínan 112 við tilkynningum allan sólarhringinn samkvæmt samningi við barnaverndarnefndir landsins.

Alls bárust 1.098 erindi til bakvaktar á árinu 2018, flest þeirra frá lögreglu, öðrum opinberum aðilum, foreldrum, öðrum ættingjum og nágrönnum.

Úrræði á vegum Barnaverndar

Greining og ráðgjöf heima er þjónusta sem veitt er fjölskyldum á eigin heimili með það að markmiði að foreldrar fái stuðning og ráðgjöf við uppeldi og umönnun barna.

Vistheimili er úrræði með það meginmarkmið að styrkja fjölskyldur í uppeldishlutverki þeirra með þarfir barnsins í fyrirrúmi. Alls er rými á heimilinu fyrir sjö börn í senn. Á árinu 2018 dvöldu 40 börn á vistheimili á vegum barnaverndar.

Skammtímaheimili og fjölskylduheimili hafa það markmið að tryggja unglingum, sem af ýmsum ástæðum geta ekki dvalið í heimahúsum, örugg uppeldisskilyrði á meðan á dvöl þeirra stendur. Alls eru 14 slík rými til ráðstöfunar fyrir ungmenni á aldrinum 13–20 ára.

Fósturráðstafanir eru úrræði þegar barnaverndarnefnd felur fósturforeldrum umsjá eða aðra forsjárskyldu gagnvart barni í minnst þrjá mánuði:

• Tímabundið fóstur á við þegar ætla má að unnt verði að bæta aðstæður þannig að barnið geti snúið aftur til foreldra sinna án verulegrar röskunar á högum sínum.

• Styrkt fóstur á við þegar barn er með verulega hegðunarerfiðleika og skilyrði um vistun á heimili eða stofnun eru uppfyllt en nauðsynlegt þykir að koma barninu í fóstur.

• Varanlegt fóstur á við þegar fyrirsjáanlegt þykir að ekki verði unnt að bæta aðstæður barns með öðrum hætti.

Mynd 3. Barnaverndarmál. Fjöldi mála 2016–2018.

3.000

2017 20182016

2.250

1.500

750

0Mál til umfjöllunar v/ barna og unglinga Mál þar sem gerð var könnun eða veittur stuðningur Mál sem lögð voru fyrir barnaverndarnefnd

7.2 Barnavernd

Ársskýrsla velferðarsviðs Reykjavíkurborgar 201824

Mynd 4. Tilkynningar á grundvelli barnaverndarlaga árin 2016–2018. Fjöldi tilkynninga, barna og heimila.

5.0002017 20182016

3.750

2.500

1.250

0Fjöldi tilkynninga Fjöldi barna Fjöldi heimila

Mynd 5. Fjöldi tilkynninga vegna barna í Reykjavík árin 2016–2018. Skipting eftir ástæðu tilkynningar.

2.0002017 20182016

1.500

1.000

500

0Áhættuhegðun barna Vanræksla Heilsa eða líf ófædds barns í hættuOfbeldi

VIRÐING - VIRKNI - VELFERÐ 25

Félagsleg ráðgjöf á þjónustumiðstöðvum tekur m.a. til ráðgjafar vegna atvinnuleysis, veikinda, húsnæðisleysis, fjárhagsvanda, fötlunar, öldrunar, innflytjenda og flóttafólks, málefna barna og ungmenna, fjölskylduvanda og áfengis- og vímuefnavanda. Samkomulag um félagslega ráðgjöf er skrifleg áætlun ráðgjafa og notenda með skýrum markmiðum, tímasetningum og sameiginlegu mati á árangri í lok samkomulagsins. Notendur sem hafa þörf fyrir langvarandi þjónustu og stuðning vinna einstaklingsbundna þjónustuáætlun um framkvæmd og skipulag þjónustunnar.

Sértæk ráðgjöf á þjónustumiðstöðvum er langtímaráðgjöf til fatlaðs fólks sem tekur til allrar þjónustu sem viðkomandi einstaklingur hefur þörf fyrir. Markmið ráðgjafarinnar er að tryggja samhæfingu og samvinnu mismunandi þjónustukerfa og koma í veg fyrir að einstaklingar þurfi að leita á marga staði eftir þjónustu.

Skólaþjónusta er veitt á grundvelli þjónustusamnings velferðarsviðs við skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar. Þjónustan felur í sér ráðgjöf og stuðning og tekur til hvers konar áskorana sem mæta börnum í skóla og námi. Markmið er að veita heildstæða og fjölbreytta ráðgjöf til nemenda, foreldra og starfsfólks. Á árinu 2018 bárust beiðnir um skólaþjónustu vegna 1.755 barna.

Mynd 6. Fjöldi notenda með samkomulag um félagslega ráðgjöf.

2016 2017 2018

1.700

1.275

850

425

0

7.3 Ráðgjöf og sérfræðiþjónusta

Mynd 7. Skólaþjónusta, einstaklingsmál. Fjöldi beiðna eftir aldri árin 2016–2018.

6002017 20182016

450

300

150

00-5 ára 6-8 ára 13 ára og eldri9-12 ára

Ársskýrsla velferðarsviðs Reykjavíkurborgar 201826

Námskeið og fræðsla

Þjónustumiðstöðvar velferðarsviðs standa fyrir öflugri almennri og sértækri fræðslu og námskeiðum sem standa foreldrum og börnum í hverfum borgarinnar til boða. Dæmi um þetta eru eftirfarandi:– PMTO, námskeið fyrir foreldra barna með

vægan hegðunarvanda– Klókir krakkar, fræðsla um kvíða ungra

barna og fyrirbyggjandi leiðir– Mér líður eins og ég hugsa, fræðsla um

kvíða og depurð fyrir 13–18 ára – Fjörkálfar, fræðsla fyrir 8–12 ára börn og

foreldra þeirra um reiði – Fræðslukvöld, m.a. í samstarfi við foreldra-

og íþróttafélög

Stuðningurinn heim er ráðgjöf sem veitt er fjölskyldum barna á þeirra eigin heimili til að styrkja uppeldishlutverk og leita lausna í samræmi við þarfir fjölskyldunnar. Um er að ræða skammtímaúrræði sem varir að jafnaði í 8 vikur í senn. Á árinu 2018 fengu 64 fjölskyldur með samtals 91 barn þjónustuna.

Unglingasmiðjurnar Stígur í Borgartúni og Tröð í Gerðubergi eru úrræði fyrir ungt fólk á aldrinum 13–18 ára sem þarf á stuðningi að halda til aukinnar virkni og þátttöku, valdeflingar og betri sjálfsmyndar. Markmiðið með starfinu er að efla sjálfstraust, leita leiða til uppbyggilegra lausna, styrkja hópkennd og jákvæð samskipti. Á árinu 2018 tóku 39 ungmenni þátt í starfi unglingasmiðjanna.

Skammtímadvalir eru stuðningsúrræði þar sem fötluð börn og ungmenni dvelja með reglubundnum hætti frá tveimur og upp í fjórtán sólarhringa í mánuði. Markmiðið er að bjóða upp á tímabundna dvöl til hvíldar eða vegna erfiðra heimilisaðstæðna. Á árinu 2018 dvöldu 153 einstaklingar í 6 skammtímadvölunum á vegum velferðarsviðs.

Stuðningsheimilið Stigahlíð er ætlað ungmennum sem ekki hafa möguleika á að búa heima hjá forsjáraðilum eða hefja eigin búsetu. Á stuðningsheimilinu býr umsjónarmaður ásamt fjórum ungmennum á aldrinum 17–23 ára sem stunda vinnu eða nám. Á árinu 2018 bjuggu 6 ungmenni á stuðningsheimilinu.

Foreldrahús – Vímulaus æska og velferðarsvið eiga í samstarfi á grundvelli samnings er tengist styrkveitingu. Vímulaus æska veitir foreldrum og börnum í Reykjavík fjölskylduráðgjöf,

er með foreldrahópa og foreldranámskeið, sjálfstyrkingarnámskeið fyrir börn og unglinga og stuðningsmeðferð fyrir ungmenni í vímuefnavanda.

SÁÁ á í samstarfi við velferðarsvið á grundvelli styrktarsamnings. Samkvæmt samningnum veitir SÁÁ einstaklingum og fjölskyldum þjónustu á göngudeild vegna vímuefnanotkunar og veitir sálfræðiþjónustu við börn að 18 ára aldri vegna neyslu foreldra þeirra. Auk þess eru í boði ýmis stuðningsúrræði s.s. hópastarf, fræðsla til starfsmannahópa, foreldra og skóla. Jafnframt sinnir SÁÁ almennu forvarna-, fræðslu- og kynningarstarfi fyrir stofnanir og starfsfólk Reykjavíkurborgar og hópa fagfólks á grundvelli samningsins.

Þjónusta við heimilislaust fólk Reykjavíkurborg býður heimilislausu fólki ýmis úrræði, bæði hvað varðar næturgistingu, ráðgjöf og stuðning við að fá húsnæði og sérfræðiaðstoð. Tvö neyðarskýli fyrir heimilislaust fólk eru starfrækt á vegum velferðarsviðs. Í Konukoti, sem er undir daglegri stjórn Rauða Krossins í Reykjavík, er næturpláss fyrir 12 konur. Gistiskýli við Lindargötu er með gistipláss fyrir 25 karla.

Hluti þessa hóps þarf til lengri eða skemmri tíma á stuðningi í búsetu að halda. Reykjavíkurborg hefur útvegað þessu fólki húsnæði og veitt viðeigandi stuðning samkvæmt hugmyndafræðinni um húsnæði fyrst. Hægt er að fá ráðgjöf og aðstoð á öllum þjónustumiðstöðvum borgarinnar. Vettvangs- og ráðgjafateymi (VOR-teymi) er færanlegt vettvangsteymi sérfræðinga sem aðstoðar fólk sem á í erfiðleikum vegna vímuefna og/eða geðsjúkdóma. Tilgangurinn er að aðstoða heimilislaust fólk og að miðla upplýsingum til þess um þá þjónustu sem í boði er og jafnframt fá ráðgjafar betri mynd af aðstæðum.

Saman gegn ofbeldi er samstarfsverkefni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar til að vinna gegn heimilisofbeldi og hófst í janúar 2015. Markmið verkefnisins er m.a. að tryggja öryggi borgarbúa á heimilum sínum, veita þolendum og gerendum heimilisofbeldis betri þjónustu og bæta stöðu barna sem búa við og verða vitni að heimilisofbeldi. Útköll á árinu 2018 voru 201 og þolendur samtals 176 (133 konur og 43 karlar). Flest þolenda voru einstæðar mæður og í flestum tilvikum var um líkamlegt ofbeldi að ræða. Í 58% útkallanna voru börn á vettvangi.

VIRÐING - VIRKNI - VELFERÐ 27

Endurhæfingar- og virkniúrræði

Grettistak er fyrir fólk 18 ára og eldra sem hefur átt við langvarandi félagslega erfiðleika og vímuefnavanda að etja en hefur lokið meðferð. Á árinu 2018 hófu 53 einstaklingar þátttöku í Grettistaki og 22 útskrifuðust á árinu að lokinni 18 mánaða þátttöku.

Karlasmiðja er endurhæfingarúrræði sem ætlað er karlmönnum á aldrinum 25–55 ára sem glíma við heilsufarsvandamál af andlegum og/eða líkamlegum toga og hafa verið utan vinnumarkaðar til lengri tíma. Árið 2018 hófu 9 karlar þátttöku en 6 útskrifuðust eftir 18 mánaða endurhæfingu.

Kvennasmiðja er endurhæfingarúrræði fyrir mæður á aldrinum 24–45 ára sem hafa átt við langvarandi félagslega erfiðleika að stríða og gengið illa að fóta sig á vinnumarkaði eða í námi vegna heilsufarsvanda af andlegum toga og/eða vegna félagslegra aðstæðna. Á árinu 2018 hófu 13 konur þátttöku í kvennasmiðju og 10 konur útskrifuðust eftir 18 mánaða endurhæfingu.

TINNA er verkefni sem snýst um fjölskyldueflingu og er rekið í samvinnu við velferðarráðuneytið. Verkefnið er fyrir einstæð foreldri 18-30 ára sem búa í Breiðholti og hafa nýtt sér fjárhagsaðstoð til framfærslu. Þátttaka og áætlanir eru sniðnar að þörfum hvers og eins með það að markmiði að auka lífsgæði og virkni foreldra og barna og efla félagsleg tengsl þeirra og tilveru. Á árinu 2018 voru alls 48 þátttakendur í TINNU, allt einstæðar mæður og 78 börn. Níu þátttakendur útskrifuðust á árinu.

Bataskóli Íslands er samstarfsverkefni Geðhjálpar og velferðarsviðs. Skólinn býður upp á nám fyrir fólk, 18 ára og eldra, með geðrænar áskoranir, aðstandendur þeirra og starfsfólk á heilbrigðis- og velferðarsviði. Hægt er að velja úr fjölbreyttu úrvali námskeiða sem samin eru í samvinnu sérfræðinga og fólks með reynslu af geðrænum áskorunum. Námið er nemendum að kostnaðarlausu. Á árinu 2018 innrituðust um 107 nemendur í bataskólann og stunduðu þar nám, auk nokkurra nemenda á Hólmsheiði en Bataskólinn á í samstarfi við Fangelsismálastofnun um námskeiðshald fyrir kvenfanga.

Ársskýrsla velferðarsviðs Reykjavíkurborgar 201828

Heildarfjöldi fjárhagsaðstoðarFjárhagsaðstoð til framfærslu og vegna sérstakra aðstæðna, náms eða óvæntra áfalla var veitt til samtals 2.698 einstaklinga og fjölskyldna, samanborið við 2.648 árið 2017. Þetta er fjölgun um 1,9% milli ára og fyrsta skipti í fimm ár sem viðtakendum fjölgar. Alls var 380 umsóknum um fjárhagsaðstoð til framfærslu og vegna sérstakra aðstæðna, náms eða óvæntra áfalla synjað árið 2018. Þar af var 124 einstaklingum synjað með öllu um fjárhagsstuðning samanborið við 141 einstakling árið 2017. Fjárhagsaðstoð til framfærsluFjárhagsaðstoð til framfærslu er veitt til framfærslu einstaklinga og fjölskyldna með tekjur undir ákveðnum viðmiðunarmörkum. Fjárhagsaðstoð til framfærslu einstaklings á árinu 2018 gat numið allt að 189.875 kr. á mánuði og 303.800 kr. á mánuði til hjóna eða fólks í sambúð. Auk fjárhagsaðstoðar til framfærslu er heimilt skv. reglum um fjárhagsaðstoð að veita einstaklingum og fjölskyldum fjárhagsaðstoð vegna sérstakra aðstæðna, náms eða óvæntra áfalla. Fjárhagsaðstoð til framfærslu var veitt til 2.011 einstaklinga og fjölskyldna samanborið við 1.958 árið 2017 sem þýðir fjölgun um 2,7%.

7.4 Fjárhagsaðstoð

Mynd 8. Fjöldi notenda fjárhagsaðstoðar eftir árum og fjölda mánaða sem aðstoð er veitt á árunum 2002–2018.

0

1.250

2.500

3.750

5.000

Fjöldi notenda alls

2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015

3 mánuðir og skemur 6 mánuðir og lengur 12 mánuðir á ári (sl. 12 mán)

2016 2017 2018

VIRÐING - VIRKNI - VELFERÐ 29

Sérstök fjárhagsaðstoð

Í 16. grein A í reglum um fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg kemur fram að heimilt er að veita sérstaka fjárhagsaðstoð vegna barna til foreldra í þann tíma sem þeir fá greidda fjárhagsaðstoð til framfærslu. Aðstoðin er ætluð til að greiða fyrir daggæslu, leikskóla, skólamáltíðir, frístundaheimili, sumardvöl og þátttöku barns í frístundastarfi.

Mynd 9. Fjöldi atvinnulausra með bótarétt og fjöldi notenda sem fengu fjárhagsaðstoð til framfærslu í Reykjavík eftir mánuðum frá janúar 2008 til desember 2018

AtvinnulausirFjárhagsaðstoð til framfærslu

0

450

900

1.350

2.000

0

6.000

8.000

2.000

4.000Fj

öldi

atv

innu

laus

ra

Fjár

hags

aðst

oð ti

l fra

mfæ

rslu

- Fj

öldi

not

enda

Jan-

08

Apr

-08

Jul-0

8O

kt-0

8Ja

n-0

9A

pr-0

9Ju

l-09

Okt

-09

Jan-

10A

pr-1

0Ju

l-10

Okt

-10

Jan-

11A

pr-1

1Ju

l-11

Okt

-11

Jan-

12A

pr-1

2Ju

l-12

Okt

-12

Jan-

13A

pr-1

3Ju

l-13

Okt

-13

Jan-

14A

pr-1

4Ju

l-14

Okt

-14

Jan-

15A

pr-1

5Ju

l-15

Okt

-15

Jan-

16A

pr-1

6Ju

l-16

Okt

-16

Jan-

17A

pr-1

7Ju

l-17

Okt

-17

Jan-

18A

pr-1

8Ju

l-18

Okt

-18

Ársskýrsla velferðarsviðs Reykjavíkurborgar 201830

HeimaþjónustaFólk sem býr á eigin heimili en getur ekki annast heimilishald eða persónulega umhirðu hjálparlaust, getur sótt um félagslega heimaþjónustu. Þjónustan er fjölbreytt og sniðin að þörfum hvers og eins. Félagslegur stuðningur, endurhæfing, heimilisstörf, þrif, hvatning, samvera og samstarf eru mikilvægir þættir í starfinu. Starfssvæði og starfsstöðvar heimaþjónustu í borginni skiptast í þrjá hluta; Miðbyggð (starfsstöð í Efstaleiti 1), Efri byggð (starfsstöð í Hraunbæ 119) og Vesturbyggð (starfsstöð á Lindargötu 51).

Endurhæfing í heimahúsi er þjónusta sem veitir fólki markvissa þjálfun í gegnum athafnir daglegs lífs með það að markmiði að auka þátttöku þeirra í samfélaginu og bjargráð sem og að ýta undir meiri vellíðan og lífsgæði. Sérstakt endurhæfingarteymi heldur utan um starfið, en í því starfa iðjuþjálfi, hjúkrunarfræðingur, íþróttafræðingur, sjúkraliðar og félagsliðar. Teymið starfar í austurhluta borgarinnar, en tvö teymi til viðbótar munu hefja starfsemi árið 2019.Í lok árs 2018 höfðu rúmlega 200 einstaklingar þegið þjónustu hjá endurhæfingarteymi austurhluta. Þar af voru um 140 útskrifaðir.

Heimsendur matur og hádegisverður er í boði fyrir þau sem ekki geta eldað sjálf og vilja fá mat sendan heim eða þau sem kjósa að borða framreiddan mat á félagsmiðstöðvum velferðarsviðs. Maturinn er útbúinn í framleiðslueldhúsinu að Vitatorgi sem er opið alla daga ársins. Árið 2018 fengu 799 einstaklingar heimsendan mat.

Vettvangsgeðteymi Reykjavíkur er samstarfsverkefni velferðarsviðs og geðsviðs Landspítalans. Í teyminu starfar félagsráðgjafi, læknir, hjúkrunarfræðingur, iðjuþjálfi og sálfræðingur. Teymið sinnir einstaklingum með alvarlegar geðraskanir sem búa í eða fá þjónustu frá íbúðakjörnum og þurfa tímabundið þverfaglega og einstaklingsmiðaða nálgun. Markmið teymisins er að auka samfellu í þjónustu og auka lífsgæði og færni til þess að takast á við eigið líf. Á árinu

2018 bárust vettvangsgeðteyminu 126 beiðnir. Alls fengu 66 einstaklingar þjónustu árið 2018.

Akstursþjónusta fatlaðs fólk er starfrækt fyrir íbúa Reykjavíkur sem geta fötlunar sinnar vegna ekki nýtt sér aðra ferðamöguleika og hafa ekki aðgang að eigin farartæki. Markmið með þjónustunni er að gera þessum íbúum kleift að stunda vinnu, nám og njóta tómstunda og félagslífs. Akstursþjónusta Strætó sér um framkvæmd þjónustunnar. Alls nýttu 878 einstaklingar sér akstursþjónustu fyrir fatlað fólk á árinu 2018.

Akstursþjónusta eldri borgara er fyrir íbúa 67 ára og eldri sem búa sjálfstætt og geta ekki notað almenningssamgöngur vegna langvarandi hreyfihömlunar og hafa ekki aðgang að eigin farartæki. Markmiðið með þjónustunni er að auðvelda eldri borgurum að búa lengur heima. Akstursþjónusta Strætó sér um framkvæmd þjónustunnar. Alls nýttu 606 einstaklingar sér akstursþjónustu fyrir eldri borgara á árinu 2018.

Félagsmiðstöðvar velferðarsviðs eru opnar fólki á öllum aldri. Markmið með starfinu er að fyrirbyggja félagslega einangrun og er leitast við að virkja frumkvæði og hæfileika hvers og eins. Félagsmiðstöðvarnar eru 17 og eru staðsettar víðsvegar um borgina. Þar er m.a. boðið upp á opið félags- og tómstundastarf, fjölbreytt námskeið, heilsueflingu og margt fleira.

7.5 Þjónusta í heimahúsum

3.800

1.900

950

0

2.850

Mynd 10. Félagsleg heimaþjónusta og heimahjúkrun. Fjöldi notenda árin 2016–2018

Heimahjúkrun

2017 20182016

Heimaþjónusta

VIRÐING - VIRKNI - VELFERÐ 31

Stuðningsþjónusta velferðarsviðs hefur það markmið að aðstoða notendur sem þurfa sakir aðstæðna sinna eða fötlunar á auknum stuðningi að halda. Stuðningsþjónusta er aðstoð við athafnir daglegs lífs eða stuðningur til þess að rjúfa félagslega einangrun. Fyrir liggur að breytingar verða gerðar á skipulagi og fyrirkomulagi stuðningsþjónustu velferðarsviðs á árinu 2019, en borgarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 2. október að fela sviðinu að hefja undirbúning að nýrri starfsemi sem heldur utan um stuðningsþjónustu. Í fyrsta áfanga mun starfsemin taka til þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra með áherslu á snemmtæka íhlutun.

Liðveisla felur í sér stuðning til samfélagsþátttöku fyrir fólk sem þarf á því að halda að rjúfa félagslega einangrun. Frekari liðveisla felur í sér margháttaða aðstoð við ýmsar athafnir daglegs lífs, þegar almenn þjónusta eins og félagsleg heimaþjónusta dugar ekki til þess að fatlaður einstaklingur geti haldið eigið heimili. Á árinu 2018 fengu 419 einstaklingar liðveislu og 211 fengu frekari liðveislu.

Persónuleg ráðgjöf og tilsjón er aðstoð til barna sem þarf vegna aðstæðna sinna á auknum stuðningi að halda. Í persónulegri ráðgjöf felst stuðningur til samfélagsþátttöku og aðstoð við að rjúfa félagslega einangrun. Tilsjón er aðstoð og leiðsögn til foreldra við uppeldi og aðbúnað barna sinna. Á árinu 2018 fengu 192 einstaklingar persónulega ráðgjöf og 90 fengu tilsjón.

Stuðningsfjölskyldur taka á móti börnum til dvalar á heimili sínu með það að markmiði að styðja foreldra í forsjárhlutverki, veita þeim hvíld og styrkja stuðningsnet barns eftir því sem við á. Stuðningsfjölskyldum hefur fjölgað talsvert eftir að greiðslur til þeirra voru hækkaðar í árslok 2016. Á árinu 2018 fengu 348 reykvísk börn þjónustu frá stuðningsfjölskyldum.

7.6 Stuðningsþjónusta

Dagdvöl er tímabundið stuðningsúrræði við aldrað fólk sem býr á eigin heimili með það að markmiði að rjúfa félagslega einangrun og stuðla að því að fólk geti búið lengur heima. Í dagdvöl er boðið upp á tómstundaiðju, léttar leikfimisæfingar, fæði, hvíldaraðstöðu og aðstoð við böðun. Úrræðin eru rekin á daggjöldum frá Sjúkratryggingum Íslands og með greiðsluþátttöku gesta. • Almenn dagdvöl er rekin í Þorraseli,

Vesturgötu 7. Þar er rými fyrir 50 einstaklinga.Alls sóttu 124 einstaklingar Þorrasel árið 2018; 29 karlar og 95 konur. Meðalaldur var 86 ár.

• Á Vitatorgi er starfrækt dagþjálfun með heilabilun. Þar er rými fyrir 18 einstaklinga.Alls sóttu 20 einstaklingar Vitatorg árið 2018; 6 karlar og 14 konur. Meðalaldur var 82 ár.

Notendastýrð persónuleg aðstoð Velferðarsvið hefur tekið þátt í sérstöku tilraunaverkefni milli ríkis, sveitarfélaga og heildarsamtaka fatlaðs fólks um NPA, notendastýrða persónulega aðstoð, frá árinu 2012. NPA er notendastýrð persónuleg aðstoð sem byggir á hugmyndafræði um sjálfstætt líf. Fólk sem notar NPA stýrir sjálft fyrirkomulagi þjónustunnar og ákveður hvaða aðstoð er veitt, hvernig hún er skipulögð, hvenær og hvar hún fer fram og hver veitir hana. Ný lög og reglugerð um NPA voru samþykkt árið 2018 og unnið er að reglum Reykjavíkurborgar um þjónustuna (sjá nánar í fréttamolum). Árið 2018 voru 19 einstaklingar með þjónustu í formi NPA hjá Reykjavíkurborg.

Mynd 11. Stuðningsfjölskyldur. Fjöldi barna árin 2016–2018.

2016 2017 2018

400

300

200

100

0

Ársskýrsla velferðarsviðs Reykjavíkurborgar 201832

Rekstrarniðurstaða velferðarsviðs fyrir árið 2018 var 71 mkr. eða 0,3% innan fjárheimilda. Þegar frá eru dregnir bundnir liðir, þ.e. fjárhagsaðstoð og sérstakur húsnæðisstuðningur, var rekstur sviðsins um 39 mkr. innan fjárheimilda. Helstu yfirfrávik voru vegna vistgreiðslna barna, vistunarþjónustu barna með þroska- og geðraskanir og hjúkrunarheimilið Seljahlíð. Helstu undirfrávik voru vegna húsnæðisúrræða sem seinkaði að opna en gert hafði verið ráð fyrir rekstri allt árið. Heimaþjónusta var líka innan fjárheimilda sem skýrist af fjármagni sem kom á síðari hluta ársins og náðist ekki að nýta og skýrir það niðurstöðu ársins.

Kynjuð fjárhagsáætlun. Markmið KFS er að stuðla að aukinni skilvirkni, gagnsæi og jafnræði í nýtingu á opinberu fé og leiðrétta framkvæmd þjónustu eða dreifingu fjárheimilda leiði hún ekki til jafnræðis milli kynjanna að teknu tilliti til mismunandi þarfa þeirra. Velferðarsvið hefur frá árinu 2012 gert greiningar á þjónustuþáttum sínum með aðferðafræði kynjaðrar fjárhags- og starfsáætlunar.

Á árinu 2018 voru þjónustuþættirnir heimaþjónusta, heimahjúkrun, þjónustuíbúðir og hjúkrunarheimilin. Helstu niðurstöður við greiningu á heimaþjónustu voru að fleiri konur en karlar í hópnum 80-89 ára fá heimaþjónustu miðað við íbúa í Reykjavík á sama aldri. Karlar voru þó að fá hlutfallslega lengri tíma inni á heimilum en konur. Niðurstaðan við greiningu á þjónustuþættinum heimahjúkrun var sú að hlutfall þeirra sem fengu heimahjúkrun var í samræmi við hlutfall íbúa Reykjavíkur. Fjöldi samskipta við karla voru þó hlutfallslega fleiri en við konur. Niðurstaðan við greiningu á þjónustuíbúðum var sú að hlutfallslega búa örlítið færri karlar en konur í þjónustuíbúðum miðað við borgarbúa á sama aldri en þegar sú þjónusta sem boðið var upp á í þjónustuíbúðunum var skoðuð var sama hlutfall af þeim sem nýttu þjónustuna og búa í þjónustuíbúðunum. Að lokum var niðurstaðan við greiningu á hjúkrunarheimilunum sú að hlutfall kvenna og karla á hjúkrunarheimilum í endurspeglar hlutfall kvenna og karla á sama aldri í Reykjavík.

REKSTUR

Tafla 1. Heildarrekstrargjöld Reykjavíkurborgar og hlutfall velferðarsviðs þar af.

Ár Reykjavíkurborg millj. kr. Velferðarsvið millj. kr. %

27,6

24,6

27,1

24,0

25,8

23.901

25.565

26.505

26.744

29.568

86.657

103.896

97.706

111.285

114.611

2014

2015

2016

2017

2018

8

VIRÐING - VIRKNI - VELFERÐ 33

-628.074 6.611.336 3.476.010 9.459.330 9.568.377 109.047 99%

Tafla 3. Skipting rekstrarútgjalda velferðarsviðs vegna málefna fatlaðs fólks í þúsundum króna.

Tafla 2. Skipting rekstrarútgjalda velferðarsviðs eftir þjónustuþáttum í þúsundum króna.

Tekjur Laun og launatengd gjöld

Annar rekstrar-kostnaður

Rekstrar-niðurstaða

Esk. áætlun tímabils

Frávik tímabils Hlutfall af esk. áætlun tímabils

-42.166

0

-146.554

0

-260.631

-279.266

-130.531

-168.285

-1.580.254

-1.346.578

-139.089

-16.587

-272.362

-728.383

-89.351

3.085.685

53.111

1.035

0

315

6.001.322

371.709

415.198

2.896.553

1.225.405

503.343

1.300.425

247.865

281.411

43.208

863.553

5.866

2.241.754

1.074.637

3.502.358

570.142

488.536

158.726

636.339

377.550

215.839

718.609

894.253

983.319

408.607

3.894.457

90.235

1.974.081

1.461.791

3.133.393

6.375.985

734.773

413.709

2.016.034

201.232

577.169

1.895.117

617.085

665.711

542.251

Velferðarsvið (VEL) -5.200.036 16.426.587 13.140.089 24.593.251 67.473 100%

-12.634

31.258

-122.219

228.510

-108.649

83.728

5.060

8.069

63.395

-55.144

-2.925

-107.448

-252.670

129.365

179.777

100%

65%

106%

84%

103%

99%

99%

98%

97%

127%

101%

106%

141%

81%

67%

Tekjur Laun og launatengd gjöld

Annar rekstrar-kostnaður

Rekstrar-niðurstaða

Esk. áætlun tímabils

Frávik tímabils Hlutfall af esk. áætlun tímabils

0

-224.400

-265.781

-18.426

-16.151

-103.317

92.921

5.659.480

306.758

552.178

0

52.857

1.974.309

407.018

81.749

472.008

488.069

145.778

1.749.909

5.800.775

370.081

1.008.035

384.752

148.946

1.668.531

5.942.218

376.125

1.011.505

421.051

3.168

-81.378

141.443

6.004

3.471

36.300

98%

105%

98%

98%

100%

91%

Skrifstofur

Samningar, framlög og styrkir

Húsnæðisúrræði

Dagþjónusta

Stuðningsfj. stuðningsþj. og frekari liðveisla

Þróunarverkefni

Velferðarsvið (VEL)

Skrifstofur

Nefndir og ráð

Fjárhagsaðstoð

Húsaleigubætur

Samningar, framlög og styrkir

Húsnæðisúrræði

Félagsmiðstöðvar

Dagþjónusta

Heimaþjónusta - Heimahjúkrun

Hjúkrunarheimili

Þjónustuíbúðir

Stuðningsfj. stuðningsþj. og frekari liðveisla

Ýmis úrræði

Þróunarverkefni

Önnur gjöld

3.907.091

58.978

2.096.300

1.233.281

3.242.042

6.292.257

729.713

405.640

1.952.639

256.376

580.093

2.002.565

869.756

536.347

362.474

24.525.552

Ársskýrsla velferðarsviðs Reykjavíkurborgar 201834

Tafla 4. Fjöldi notenda sem fékk þjónustu árin 2014–2018, skipt eftir tegund þjónustu.

20.414 19.857 18.961 14.345 14.501

2014

8.846

3.725

4.088

3.269

2.818

2.348

2.233

1.313

1.573

1.662

929

920

632

436

222

274

167

158

220

89

160

128

136

83

75

63

14

2015 2016 2017 2018

8.548

3.745

3.677

2.898

2.610

2.387

2.265

1.291

1.568

1.734

930

960

587

458

295

179

369

207

182

210

91

161

126

143

83

60

50

13

8.037

3.674

3.036

2.259

2.682

2.379

2.298

1.201

1.616

1.648

881

924

588

416

237

226

403

170

200

173

99

153

165

137

89

48

51

13

-

3.674

2.648

1.958

2.418

2.357

1.897

1.172

1.594

1.171

857

851

556

416

260

233

286

169

214

193

136

150

182

141

69

39

50

12

-

3.606

2.698

2.011

2.365

2.268

1.983

1.259

1.755

935

878

799

606

419

281

264

253

154

211

194

161

153

146

91

65

39

39

19

Húsaleigubætur

Félagsleg heimaþjónusta

Fjárhagsaðstoð allar tegundir

Fjárhagsaðstoð til framfærslu

Barnavernd Reykjavíkur

Heimahjúkrun

Sérst. húsaleigub./húsnæðisst. Félagsbústaðir

Sérst. húsaleigub./húsnæðisst. alm. markaður

Skólaþjónusta - tilvísanir, viðtalsbeiðnir og bráðamál

Samkomulag um félagslega ráðgjöf

Akstursþjónusta fatlaðs fólks

Heimsending matar

Akstursþjónusta eldri borgara

Liðveisla við fatlað fólk

Tilsjón/persónuleg ráðgjöf

Umönnunarmat/fötluð börn

Lán til framfærslu

Fjárhagsaðstoðarlán

Frekari liðveisla við fatlað fólk

Stuðningsfjölskyldur fyrir fötluð börn

Stuðningsfjölskyldur

Skammtímavistanir fyrir fatlað fólk

Húsnæðisúthlutanir - félagslegar leiguíbúðir

Stuðningurinn heim - uppeldisráðgjöf

Húsnæðisúthlutun - þjónustuíbúðir

Styrkur vegna tækjakaupa, náms-og skólagjalda/fatlað fólk

Unglingasmiðjur

Notendastýrð persónuleg aðstoð NPA

Samtals fjöldi notenda

LYKILTÖLUR9

VIRÐING - VIRKNI - VELFERÐ 35

Tafla 5: Helstu lykiltölur árin 2014-2018. Rekstrarniðurstöðutölur í þúsundum króna.

2014

2.990.429

4.088

136.733

1.313

277.421

2.233

128

827

83

221

4.003

2.818

2.153

1.703.657

3.725

1.223.913

2.348

1.313.573

654

158

89

220

920

104.323

2.377

1.556

42

2015

2.850.320

3.677

140.699

1.291

283.530

2.265

126

723

83

190

3.948

2.610

2.046

1.806.087

3.745

1.305.400

2.387

1.432.229

747

182

91

210

960

108.551

2.486

1.576

41

2017

1.932.550

2.648

316.148

1.172

509.707

1.897

182

954

69

162

4.244

2.418

1.845

1.989.363

3.674

1.433.134

2.357

1.776.235

667

214

136

193

851

98.085

2.559

1.670

39

FjárhagsaðstoðRekstrarniðurstaða

Fjöldi heimila

Sérst. húsaleigubætur/húsnæðisstuðningur á alm. leigumarkaðiRekstrarniðurstaða

Fjöldi heimila

Sérst. húsaleigubætur/húsnæðisstuðningur í húsnæði FélagsbústaðaRekstrarniðurstaða

Fjöldi heimila

Almennar félagslegar leiguíbúðirFjöldi úthlutana

Fjöldi á biðlista í árslok

Þjónustuíbúðir fyrir aldraðaFjöldi úthlutana

Fjöldi á biðlista í árslok

Barnavernd ReykjavíkurFjöldi barnaverndartilkynninga

Fjöldi barna (mál til meðferðar)

Fjöldi fjölskyldna

Félagsleg heimaþjónusta

Rekstrargjöld

Fjöldi heimila

HeimahjúkrunRekstrargjöld

Fjöldi heimila

Stuðningsþjónusta Rekstrarniðurstaða vegna liðveislu, frekari liðveislu, tilsjónar/persónul. ráðgj., stuðningsfjölskyldna og stuðningsins heim

Fjöldi notenda sem fær liðveislu eða tilsjón/persónulega ráðgjöf

Fjöldi notenda sem fær frekari liðveislu

Fjöldi barna í tengslum við stuðningsfjölskyldu

Fjöldi fatlaðra barna í tengslum við stuðningsfjölskyldu

Heimsendur maturFjöldi notenda

Fjöldi máltíða

StarfsmennFjöldi starfsmanna að meðaltali á mánuði

Fjöldi stöðugilda að meðaltali á mánuði

Meðalaldur starfsmanna

2016

2.232.181

3.036

126.841

1.201

277.577

2.298

165

893

89

172

4.119

2.682

2.090

1.844.890

3.674

1.387.381

2.379

1.547.534

649

200

99

173

924

106.277

2.482

1.625

42

2018

2.096.235

2.698

531.003

1.259

543.634

1.983

146

901

69

157

4.401

2.365

1.776

2.112.236

3.608

1.420.657

2.268

2.002.447

693

211

161

191

799

92.498

2.697

1.599

39

Heimasíða velferðarsviðs:reykjavik.is/velferd

Tölfræði velferðarsviðs: velstat.reykjavik.is

Velferðarsvið á Facebook: facebook.com/velferdarsvid

ReykjavíkurborgVelferðarsvið