skátablaðið 2011

28
Skátablaðið 1 Í kjölfarið vann stjórn og skrifstofa ötullega með skátafélögunum í landinu að þeim markmiðum sem se voru. Afrakstur þeirra vinnu var kynntur á skátaþingi sem haldið var í Reykjanesbæ í apríl s.l. Var ekki annað að heyra en að þingheimur hafi verið sáur við þau störf og lbúinn takast á við næsta áfanga. Mikilvægt er á þeirri vegferð sem framundan er, að við skátar stöndum vörð um grunngildi okkar og missum ekki sjónar á lgangi starfs okkar sem seur er fram í skátaheinu og skátalögunum og allt okkar starf á að snúast um. En að sama skapi verðum við að vera reiðbúin að laga leiðir okkar að seu marki og mismunandi þörfum og aðstæðum barna og ungmenna á hverjum ma. Til þess að svo megi verða megum við ekki óast breyngar og standa í vegi fyrir þeim í þeirri trú að ekkert í skátastarfi sé breyngum háð, því svo er ekki. Við eigum að fagna breyngum og ganga samhent og brosandi l móts við nýja skátaöld. Nú þegar líður að lokum fyrstu skátaaldarinnar á Íslandi, getum við skátar horſt stolr um öxl. Frumkvöðlarnir í upphafi tuugustu aldarinn- ar og sporgöngumenn þeirra fram eſtir öldinni lögðu þann grunn sem við byggjum nú á. Skátahreyfingin stendur traustum fótum og nú er lag að sækja fram. Fyrsta skrefið í þeirri sókn var tekið á Skátaþingi 2010. Þar var svohljóðandi sameiginleg framðarsýn okkar skáta samþykkt í kjölfar vandaðrar stefnumótunarvinnu: Skátahreyfingin er öflug, sýnileg og samheldin Skátahreyfingin er öflug, sýnileg og samheldin uppeldis-og úvistarhreyfing í örum vex sem býður upp á skemmlegt, ölbrey og kreandi starf fyrir börn og ungmenni, stu og unnið af fullorðnum og byggt á skátaanda og vináu. Hreyfingin leggur áherslu á jákvæða ímynd, nú- malega búninga og einkenni og hefur frum- kvæði að þessari þróun. Við leggjum áherslu á ré sjálfsmat. Dagskráin er hnitmiðuð, ölbrey og í stöðugri þróun og hentar fyrir skátaaldur (7-22 ára) og el- dri skáta. Skátahreyfingin er einn af fyrstu valkostum barna og foreldra í frístundastarfi og skátar verði eſt- irsór leiðtogar í samfélaginu. Hreyfingin er þekkt fyrir öfluga erindreka, sam- starf si við hagsmunaaðila og nýngu tækni í samskiptum og skipulagi. Skátahöfðingi Skátablaðið | 1. tbl. 2011 | Útgefandi: Bandalag íslenskra skáta Ábyrgðarmaður: Hermann Sigurðsson, framkvæmdastjóri BÍS | Áskriſt: Breyngar á pósangi lkynnist í síma 550-9800 | Ristjóri: Inga Auðbjörg Kristjánsdór ([email protected]) | Prófarkarlestur: Hallfríður Helgadór Útlit og umbrot: Guðmundur Pálsson - Kontent.is | Ljósmyndir: Ýmsir skátar | Prentun: Prentmet | ISSN: 1021-8424 Skátablaðið kemur að jafnaði út einu sinni á ári og er sent öllum skátum og styrktarfélögum skátahreyfingarinnar. Greinar sem birtar eru undir nafni höfundar þurfa ekki endilega að túlka skoðanir Bandalags íslenskra skáta. Bandalag íslenskra skáta | Hraunbæ 123, 110 Reykjavík | Sími: 550 9800 | Fax: 550 9801 Neang: [email protected] | Heimasíða: www.skatar.is | Skrifstofumi: 9-17 alla virka daga Bandalag íslenskra skáta er aðili að WOSM, World Organisaon of the Scout Movement og WAGGGS, World Associaon of Girl Guides and Girl Scouts. Bragi Björnsson Skátahöfðingi Til þess að lágmarka umhverfisáhrifin sem prentun og póstburður blaðsins felur í sér er blaðinu nú aðeins dreiſt í einu eintaki á ölskyldu. Aukaeintök er hæglega hægt að nálgast í Skátamiðstöðinni, eða fá send heim að dyrum. Hafið samband við [email protected] eða í síma 550 9800.

Upload: gudmundur-palsson

Post on 23-Mar-2016

265 views

Category:

Documents


0 download

DESCRIPTION

Skátablaðið 2011

TRANSCRIPT

Page 1: Skátablaðið 2011

Skátab

laðið 1

Í kjölfarið vann stjórn og skrifstofa ötullega með skátafélögunum í landinu að þeim markmiðum sem sett voru. Afrakstur þeirra vinnu var kynntur á skátaþingi sem haldið var í Reykjanesbæ í apríl s.l. Var ekki annað að heyra en að þingheimur hafi verið sáttur við þau störf og tilbúinn takast á við næsta áfanga.

Mikilvægt er á þeirri vegferð sem framundan er, að við skátar stöndum vörð um grunngildi okkar og missum ekki sjónar á tilgangi starfs okkar sem settur er fram í skátaheitinu og skátalögunum og allt okkar starf á að snúast um. En að sama skapi verðum við að vera reiðbúin að laga leiðir okkar að settu marki og mismunandi þörfum og aðstæðum barna og ungmenna á hverjum tíma. Til þess að svo megi verða megum við ekki óttast breytingar og standa í vegi fyrir þeim í þeirri trú að ekkert í skátastarfi sé breytingum háð, því svo er ekki. Við eigum að fagna breytingum og ganga samhent og brosandi til móts við nýja skátaöld.

Nú þegar líður að lokum fyrstu skátaaldarinnar á Íslandi, getum við skátar horft stoltir um öxl. Frumkvöðlarnir í upphafi tuttugustu aldarinn-ar og sporgöngumenn þeirra fram eftir öldinni lögðu þann grunn sem við byggjum nú á.

Skátahreyfingin stendur traustum fótum og nú er lag að sækja fram. Fyrsta skrefið í þeirri sókn var tekið á Skátaþingi 2010. Þar var svohljóðandi sameiginleg framtíðarsýn okkar skáta samþykkt í kjölfar vandaðrar stefnumótunarvinnu:

Skátahreyfingin er öflug, sýnileg og samheldin

Skátahreyfingin er öflug, sýnileg og samheldin uppeldis-og útivistarhreyfing í örum vexti sem býður upp á skemmtilegt, fjölbreytt og krefjandi starf fyrir börn og ungmenni, stutt og unnið af fullorðnum og byggt á skátaanda og vináttu.Hreyfingin leggur áherslu á jákvæða ímynd, nú-tímalega búninga og einkenni og hefur frum-kvæði að þessari þróun. Við leggjum áherslu á rétt sjálfsmat.Dagskráin er hnitmiðuð, fjölbreytt og í stöðugri þróun og hentar fyrir skátaaldur (7-22 ára) og el-dri skáta.Skátahreyfingin er einn af fyrstu valkostum barna og foreldra í frístundastarfi og skátar verði eft-irsóttir leiðtogar í samfélaginu.Hreyfingin er þekkt fyrir öfluga erindreka, sam-starf sitt við hagsmunaaðila og nýtingu tækni í samskiptum og skipulagi.

Skátahöfðingi

Skátablaðið | 1. tbl. 2011 | Útgefandi: Bandalag íslenskra skáta Ábyrgðarmaður: Hermann Sigurðsson, framkvæmdastjóri BÍS | Áskrift: Breytingar á póstfangi tilkynnist í síma 550-9800 | Ristjóri: Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir ([email protected]) | Prófarkarlestur: Hallfríður Helgadóttir

Útlit og umbrot: Guðmundur Pálsson - Kontent.is | Ljósmyndir: Ýmsir skátar | Prentun: Prentmet | ISSN: 1021-8424

Skátablaðið kemur að jafnaði út einu sinni á ári og er sent öllum skátum og styrktarfélögumskátahreyfingarinnar. Greinar sem birtar eru undir nafni höfundar þurfa ekki endilega að túlka skoðanirBandalags íslenskra skáta.

Bandalag íslenskra skáta | Hraunbæ 123, 110 Reykjavík | Sími: 550 9800 | Fax: 550 9801Netfang: [email protected] | Heimasíða: www.skatar.is | Skrifstofutími: 9-17 alla virka daga

Bandalag íslenskra skáta er aðili að WOSM, World Organisation of the Scout Movement og WAGGGS,World Association of Girl Guides and Girl Scouts.

Bragi Björnsson Skátahöfðing

i

Til þess að lágmarka umhverfisáhrifin sem prentun og póstburður blaðsins felur í sér er blaðinu nú aðeins dreift í einu eintaki á fjölskyldu. Aukaeintök er hæglega hægt að nálgast í Skátamiðstöðinni, eða fá send heim að dyrum. Hafið samband við [email protected] eða í síma 550 9800.

Page 2: Skátablaðið 2011

Skát

abla

ðið

2

Ég tók grafalvarlega hvert einasta orð í skáta-

heitinu og sagði ég lofa af svo mikilli sannfær-

ingu að mér lá við yfirliði af súrefnisskorti, og

það sem fylgdi þar á eftir var greypt í huga mér

en að hversu miklu leyti hafði ég ekki gert mér í

hugarlund. Þar sem ég hef það jafnan (fullkom-

lega óviljandi) fyrir sið að gera aldrei neitt nema

því megi ofgera, leið ekki á löngu þar til ég fékk á

tilfinninguna að ég hefði lofað svo rækilega upp

í heiðbláa skyrtuermina að ég fann hvernig mig

fór að kitla í öxlina.

Nú, nokkrum árum síðar, lít ég yfir farinn veg og

velti því fyrir mér hvernig líf mitt hefði orðið ef

ég hefði ekki tekið á mig þá ábyrgð að vera skáti,

eitt sinn, ávallt og allt um kring. Það að vera svo

rækilegur skáti að mann verkjar í palavú-ið er

nefnilega full vinna og þrautaganga i götóttum

gönguskóm í samfélagi sem sýnir stereótýpum

ekki jafn mikinn skilning og skyldu bæri til. Máli

mínu til stuðnings vil ég nefna nokkur dæmi.

Langþreytt fjölskyldan íhugar nú annaðhvort

dómstólaleiðina eða dáleiðslu til að þrautreyna

hvort hægt sé að koma í veg fyrir að ég jafni bilin

milli fjölskyldumeðlima þegar þeir hætta sér út á

meðal manna með mér, eða klappi taktinn þegar

mér finnast einhverjir vera farnir að dragast aft-

ur úr. Hermisöngvar eru svo allt önnur og lengri

sorgarsaga, en best er að orða það bara þannig að

mamma og pabbi fá sko engin skinn í viðurkenn-

ingarskyni fyrir virka og lifandi þátttöku.

Reimaðir strigaskór heyra nú fortíðinni til, enda

löngunin til að skella í öfugt pelastikk eða reyna

sig við þrefaldan fánahnút með sikileyskum snún-

ingi orðin yfirsterkari þörfinni til að mæta nokkru

sinni á réttum tíma í skóla, vinnu eða á skátafund.

Sömu leið fóru svo símtól, lyklaborð og yfirhöfuð

nokkuð annað með snúru hlaðna af möguleik-

um til að ná nýjum hæðum í skátahæfileikum.

Þeir sem hafa súrrað saman heimilissímann og

hrærivélina vita um hvað ég er að tala.

Tækifærin til að sýna skátaandann í verki virðast

stökkva á mig úr öllum áttum, og verð ég þar af

leiðandi sífellt að vera á varðbergi og sitja sem

fastast á honum stóra mínum til að koma í veg

fyrir að ég snari fram grillpinna og sykurpúðum í

hvert sinn sem nokkur nálægur kveikir sér í síga-

rettu, þakki háskólakennurunum fyrir með góðu

hrópi eftir áhugaverðan fyrirlestur, eða panti

nokkru sinni kakó á kaffihúsum. Þetta síðast-

nefnda hefur mér reynst einkar þungbært því

öfugt við það sem margur gæti haldið, líta (pott-

þétt öfundsjúkir) kaffibarþjónar veraldarinnar all-

ar tilraunir til varðeldagerðar og huggulegheita

innandyra einstaklega illum augum. Fyrirgefðu,

en sagðist ég annars ekki ætla að verða ávallt

skáti?

Á dögunum fór þó að renna upp fyrir mér að það

er vel hægt að vera skáti, viðbúinn og vel búinn,

án þess að slíta út klútnum og spæna upp Tev-

urnar à malbiki hversdagsins. Það að vera skáti

snýst svo miklu meira um hugarfar, um lífsviðhorf,

um hvernig hver og einn túlkar skátaheitið undir

vel hnepptri (og gyrtri) skyrtunni og sjá tækifæri í

tilverunni til að sýna í verki það sem maður lofaði

öllum sem á hlýddu að efna. Skátaheitið hengir

maður nefnilega ekki utan á sig á tyllidögum eða

stendur ekki við því það gleymdist að sækja það

í hreinsun, heldur ber maður það með sér hvert

svo sem leiðin kann að liggja, jafnvel þó skáta-

heimilið, skyrtan og skyndinúðlurnar séu víðs

fjarri. Haldbærara er að láta aðra finna að maður

sé skáti í staðinn fyrir að láta það sjást, og hvernig

er það gert best? Jú, með því að hjálpa öðrum og

halda skátalögin. Ávallt.

Að vera ávallt skáti

Gu

ðrú

n B

jörg

In

gim

un

dar

dót

tir

rita

r fr

á Bo

rdea

ux, F

rakk

land

i.

Fyrir ekki svo mörgum árum (í samanburði við veraldarsög-

una að minnsta kosti), stóð ég hreykin í Úlfljótsvatnskirkju,

með rauða klútinn um hálsinn svo skemmtilega vel í stíl við

unglingabólurnar og sór með hægri hönd á lofti þann eið

sem átti eftir að hafa áhrif á allt mitt líf þaðan í frá.

Page 3: Skátablaðið 2011

Skátab

laðið 3

sem allir skátar verða að eiga

7 hlutir

RegnstakkSíðasta sumar rigndi eins og hellt væri úr 3-tonna fiskikari á flestum skátaviðburðum sumarsins. Gilwell-ungar urðu gegndrepa, afmælisgestir á kvenskátamóti þurftu að flýja stöðuvatnið sem myndaðist í tjaldbotnunum og sofa í Strýtunni og Vormótsverjar voru vissulega votir í gegn. Regn-stakkur er því eitthvað sem hver einasti skáti ætti að fjárfesta í, sér í lagi ef hann er sjálflýsandi!

Landsmótsflíspeysu frá 2002Þær voru grænar, þær voru gular, þær voru með skökkum rennilás og rassasetu! Landsmóts-flíspeysurnar frá því Herrans ári 2002 eru að kom-ast aftur í tísku! Ef þú átt ekki slíkan grip skaltu kaupa þér flísefni og byrja að sauma!

HælsærisplásturÞað er ekkert ömurlegra en að eyða öllum sum-arlaununum sínum í nýja gönguskó og fá svo hælsæri! Nýja gönguskó þarf að ganga rækilega til, þannig að við mælum með að þú tiplir um á gönguskónum á meðan þú smyrð þér brauð með marmelaði heima og mætir jafnvel á þeim í skólann! En til vonar og vara er gott að eiga hælsærisplástur. Hann getur bjargað göngunni!Vatnsheldan pappírHver hefur ekki verið á gangi um Hellisheiðina í úrhellisrigningu og allt í einu fengið hugmynd að næsta Júróvisjón-hittara? Það er lítil von til þess að þú munir lagið þegar komið er í bæinn og því best að skrifa það niður. Það er ekki hægt nema með vatnsheldum pappír! Sumsé, allir skátar verða að eiga í það minnsta eina Rite-in-the-Rain vasabók!

FöðurlandÁ Íslandi er kalt. Oft. Mjög kalt. Fáðu þér föður-land.

SnjallsímaVissulega verður hann rafmagnslaus á sólarhring og fer illa í bleytu og hnjaski, en fyrir utan að vera stöðutákn geta snjallsímar svo sannarlega verið gagnlegir skátum! Hægt er að hlaða niður allskyns skátaviðbótum, svo sem GPS, snjó-flóðahættumæli, hnútakennslu, dýrafótspora-greini, fjalltoppagreini og vasaljósi!

VasahnífÞað er kannski klisjukennt að vera skáti og vera alltaf með vasahníf í rassvasanum, en það er ótrúlegt hversu oft það getur verið gagnlegt. Til dæmis væri gott að nota vasahníf til að: Opna dós með niðursoðinni nautatungu, ydda teikniblýant, skera út frjósemisstyttu, skera niður ítalska spægi- pylsu, flysja grænt epli, snyrta yfirvaraskeggið á pabba sínum, stanga úr tönnunum eftir að hafa borðað rúnstykki með birkifræjum, skipta síðasta súkkulaðinu milli allra göngugarpanna svo allir fái jafnt, tálga súpuskeið, skerða hár sitt, opna pakka og drepa norskan skógarbjörn sem ætlar að éta þig.

Page 4: Skátablaðið 2011

Skát

abla

ðið

4

Hvað er ADHD?Athyglisbrestur með ofvirkni, oft kallað ADHD

í daglegu tali, er taugaþroskaröskun sem getur

haft víðtæk áhrif á daglegt líf, nám og félagslega

aðlögun. Athyglisbrestur með ofvirkni er alger-

lega óháð greind.

ADHD er ekki sjúkdómur og því er útilokað að

lækna það. Sem betur fer eru þó til velþekktar

leiðir til að draga úr einkennum og halda þeim í

skefjum. Meðferð þarf að byggjast á læknisfræði-

legri, sálfræðilegri og uppeldis- og kennslufræði-

legri íhlutun ásamt hegðunarmótandi aðferðum.

Spurðu foreldrana

Foreldrar eru ótæmandi brunnur upplýsinga um

börnin þeirra. Foreldrarnir ættu að geta bent þér

á hvernig barnið mun bregðast við í ákveðnum

aðstæðum, hvaða lyf hún eða hann verður að

taka og hversu mikinn svefn barnið þarf í útileg-

um. Þau hafa langan feril að baki í að leita að rétt-

um aðferðum við að meðhöndla börnin sín og

ættu að geta gefið mjög góð ráð.

Stoppaðu-hugsaðu-gerðu-

aðferðin Þú getur hjálpað börnum með ADHD að læra að

hafa stjórn á hegðun sinni með Stoppaðu-hug-

saðu-gerðu-aðferðinni. Þannig geta þau lært að

hugsa áður en þau framkvæma í átökum:

Gerðu STOP að leyniorði (eða “frost”, »

“kjurr”) HUGSAÐU: Hvað hefur þú gert? Segðu það

» fyrst og láttu barnið síðan endurtaka það.

GERÐU: Hvernig getum við gert þetta á annan »

hátt? Barnið á að koma með lausn. Ef það

finnur hana ekki, stingdu þá upp á lausn og

láttu barnið svo endurtaka hana.

Nokkur ráð fyrir skátafundi

Börn með ADHD eru oft mjög tapsár og ganga »

langt í keppnisleikjum. Hafið gott jafnvægi

milli stuðs og rólegheita.

Þau slá harðar frá sér en aðrir og gera sér ekki »

grein fyrir því að þau meiða aðra.

Útskýrðu leikina vel fyrirfram. Þá eru regl- »

urnar skýrar og minni líkur á vandamálum.

Settu stuðstundir inn á milli í rólegum verk- »

efnum. Þá kemstu hjá því að þau finni sér sjálf

eitthvað til að fá útrás.

Börn með ADHD missa fyrr athyglina í leikjum »

og verkefnum. Þá getur verið gott að bæta inn

nýrri reglu í leik til þess að ná athygli þeirra

aftur.

Segið tímanlega frá hvenær næsta verkefni »

byrjar. Til að mynda: „Eftir fimm mínútur

förum við í annan leik“. Það gefur börnunum

tíma til að venjast tilhugsuninni um að verið

sé að fara að skipta úr einu í annað.

Passaðu upp á að þau viti hvað þau mega og »

eiga að gera í bið á milli tveggja leikja.

Ekki bjóða upp á of mikið framboð af leikja- »

áhöldum í einu. Þá eiga þau erfitt með að

velja og vilja nota allt í einu.

Vertu raunsæ(r)! Ekki búast við að þú getir »

töfrað burt athyglisbrestinn og ofvirknina

með réttri nálgun.

Börn með ADHD krefjast mikillar athygli. Þar »

sem þau framkvæma oft áður en þau hugsa

koma þau sér oft í hættulegar aðstæður.

Vertu því alltaf með augað á þeim!

Nokkur ráð um útilegur

og skátamótGakktu úr skugga um að á heilbrigðisskýrsl-

» unni sé spurt um þroskafrávik og hegðunar

vandamál. Þar með gerirðu það að nauðsyn

fyrir foreldra að segja frá heilkennum. Spyrjið

einnig sérstaklega um lyf.

Gættu þess einnig að í útilegum sé skipulag, »

rútína og reglur; skýr dagskrá, sérstakur frjáls

Þótt sérfræðingar séu ekki á einu máli, þá er talið að um 5% barna og ungmenna séu með ADHD. Það þýðir að í hverri sveit er að öllu jöfnu einn einstaklingur með slíka greiningu og oft þarf viðkomandi annars konar meðhöndlun en hinir skátarnir. Sigrún Helga Gunnlaugsdóttir Flygenring tók sam-an upplýsingar um jákvæða umgengni við barn með ADHD. Efnið kemur mestmegnis frá FOS – belgíska skátabandalaginu og af vef ADHD-samtakanna á Íslandi og er birt í lengri útgáfu á Dagskrárvefnum.

Sig

rún

Hel

ga

Gu

nn

lau

gsd

ótti

r F

lyge

nri

ng

tók

sam

an

Hvað erADHD?

Page 5: Skátablaðið 2011

Skátab

laðið 5

tími þar sem tekið er fram hvað má gera og

hvað má ekki gera.

Búðu til siði og venjur sem koma af stað »

ákveðinni rútínu, svo sem á matmálstímum

og svefntímum. Þegar sérstök röð er á hlut-

unum verða viðbrögð barnanna sjálfvirk og

ekki þarf alltaf að útskýra hvern lið fyrir sig.

Hafðu auga með sjálfsöryggi þess og hrein- »

læti. Það er ekki sjálfgefið að það passi upp á

sjálft sig og muni eftir að þvo sér reglulega.

Passaðu upp á að barnið fái nægan svefn. Þau »

eiga oft erfitt með að sofa út. Ekki neyða það

til að sofa, bara til að liggja í rólegheitum.

Sum börn með ADHD eiga erfitt með að halda »

utan um vasapeninginn sinn. Þau eyða um

efni fram og eru uppiskroppa með peninga

eftir örfáa daga. Þú getur haldið utan um vasa-

peningana þeirra og skammtað þeim smá-

vegis á 2-3 daga fresti.

Frá fræðslukvöldi um ADHD í mars, þar sem Gylfi Jón Gylfa-

son, sálfræðingur, fræddi skátaforingja um athyglisbrest og

ofvirkni.

Á ja

ðrin

um í

sumar

jaðr

inum

í su

mar

!

Skátar eru frægir fyrir kajaksiglingar og klettaklifur, en það er ýmislegt á jaðar-íþróttamarkaðnum sem hugrakkar dróttir og ævintýralegir rekkar gætu kíkt á í sumar. Hér eru nokkrar hugmyndir.

SvifflugSvifflugur eru litlar eins til tveggja manna flugvélar sem eru mótorslausar. Svifflug-urnar eru dregnar á loft og svífa svo um með því að nýta uppstreymi. Við góð skilyrði er hægt að svífa um klukkustundum saman. Til þess að hefja svifflugnám þarftu aðeins að vera orðinn 14 ára, en fólk á öllum aldri getur farið í stakt flug með svifflugkennara, sem kostar nokkur þúsund.www.svifflug.com

VatnaruðningurVatnaruðningur er eins og Quidditch í vatni án gullnu eldingarinnar. Þetta er grófur bolta- slagur með bolta fylltum af saltvatni sem sekkur þar af leiðandi í sundlauginni. Sportið felur í sér mikla tækni í sendingum og sam-spili keppenda og gengur út á að koma bolt-anum í mark andstæðingsins.Facebook: Underwater Rugby 101 (Reykja-vik)Upplýsingar: [email protected]

MotocrossDreymir þig um að þeysast um sandflákana á hraða blettatígursins? Motocross getur verið stórskemmtilegt sport ef fyllsta örygg-is er gætt. VÍK býður upp á námskeið fyrir hópa og einstaklinga.Upplýsingar: www.motocross.is/moto-cross-namskeið-vik/

BrimbrettiHver segir að brimbretti séu bara fyrir Ástral-ana hinumegin á hnettinum? Á Íslandi er vel hægt að „sörfa“ og tilvalið fyrir rekkasveitina að kaupa sér hópferð á bretti.www.adventurebox.is

Hvað erADHD?

Page 6: Skátablaðið 2011

Skát

abla

ðið

6

Dagskrárvefurinn geymir mörg skemmtileg verkefni. Hvort sem það er gamli góði feluleik-urinn eða langtímaverkefni um mannréttindi, ættu allir að geta fundið eitthvað skemmtilegt og krefjandi við sitt hæfi.

,,Það sem ég hef heyrt gleymi ég, það sem ég hef séð man ég, það sem ég hef gert kann ég“Leitast er við að setja öll verkefni þannig fram að þau séu skýr og auðvelt sé að framkvæma þau. Það er til dæmis gert með því að gera þau eins myndræn og hægt er, hvort heldur sem er með teiknuðum skýringarmyndum, ljósmyndum eða skýringarmyndböndum.

Eitt gott dæmi um slíkt verkefni er Beikon í poka. Verkefni sem kennir skátum hvernig á að steikja beikon í bréfpoka yfir opnum eldi eða yfir glóðum.

Hér er útskýrt í stuttu máli hvernig best sé að bera sig að við að grilla beikon í poka. Eins og sjá má er textinn ákaflega stuttur og hnitmiðaður en segir þó allt sem segja þarf.

Á myndinni er sýnt hvernig beikon í grillun lítur út. Myndin þjónar því hlutverki að þeir sem fram-kvæma verkefnið geti betur áttað sig á því hvort þeir eru að bera sig rétt að. Myndbandið getur bæði virkað sem ítarefni eða sem eina útskýring fyrir þá sem eru ekki mikið fyrir að lesa texta. Oft er sagt um athafnanám að það sem maður heyrir gleymi maður, það sem maður sjái muni maður og það sem maður geri kunni maður. Mynd-band er því eins nálægt því að kenna verklag og hægt verður komist án þess að láta skátana bretta upp ermarnar og spreyta sig. Fyrst þú ert komin á bragðið hvernig væri þá að fara alla leið, draga fram eldspýturnar, kveikja eld og prufa að grilla beikon og komast þar með á bragðið… af beikoni!

Öll verkefni eru gefin upp fyrir ákveðin aldursstig. Þetta tiltekna verk-efni hentar öllum aldursstigum. Fyrir neðan flokkunina í aldursstig má sjá við hvaða tækifæri gott er að nota verkefnið, hvort betra sé að leysa verkefnið innan dyra eða utan og á hvaða þroskasvið verkefnið reyni.

í poka!

Með öllum verkefnum er listi yfir nauðsynleg áhöld og tæki sem þarf að nota til að framkvæma það tiltekna verkefni. Í þessu tilfelli er líka getið um sérstakt lundar-far sem þarf að vera til staðar.

Dagskrárvefurinn

Beikon

Page 7: Skátablaðið 2011

Skátab

laðið 7

Page 8: Skátablaðið 2011

Skát

abla

ðið

8

Nú reynir á skátaþekkingu þína og menningarvitund! Ef þú hefur svarið við

þessum spurningum sem allar ganga út á að þekkja annars vegar styttu og

hins vegar skátaklút, þá gætir þú unnið geggjaðan göngustaf með flautu!

Sendu svörin inn fyrir 1. júní á [email protected], en dregið verður úr réttum

svörum.

Mynd 1: Þessi stytta heitir „Síra Friðrik og drengurinn“. Hvernig tengist þessi Friðrik skátunum, hvað hét hann fullu nafni og frá hvaða landi er klúturinn sem hann ber um hálsinn?

Mynd 2: Þetta gríska goð ber ekki grískan klút! Hvað heitir goðið og hvers lenskur ætli klúturinn sé?

Mynd 3: Hvort er þetta stytta af stráki eða stelpu og hvaða stórfurðulegu skátar ganga með svona húfur?

Mynd 4: Hvar stendur þessi stytta og hvaðan er klúturinn?

Mynd 5: Þennan mann ættu allir Íslendingar að þekkja. Hvað heitir hann og hvaðan er klúturinn?

Mynd 6: Hvar stend-ur þessi ónefnda stytta og hvaðan er klúturinn?

Mynd 7: Þessi spekingslegi bekkjavermir er eitt ást-sælasta ljóðskáld Reykvík- inga og ber hann sjóskátaklút um háls. Nefnið eitt ljóð eftir hann! Hvaðan er klúturinn?

Mynd 8: Þessi maður var alþingismaður fyrir næstum hundrað árum. Hann er þó fræg-ari fyrir garðyrkjustörf. Hvað heitir hann og hvaðan er klúturinn sem hann er með?

Mynd 9: Þessi dómkirkju-prestur ber fagurrauðan kvenskátaklút um háls. Hvað heitir hann og hvaðan er klút- urinn?

getraunin 2011Arnór Bjarki Svarfdal tók getraunina saman.

Skáta-

Page 9: Skátablaðið 2011

Skátab

laðið 9

Skátamorgunmatur - allt í einum potti 2 pakkar beikon10-12 kartöflur –niðursneiddar2 laukar -í bitum12 egg -hrærð saman100 g sveppir –niðursneiddir1 græn paprika -í bitum200 g ostur –rifinn3 hvítlauksrif -rifin eða smátt söxuðPicante-sósa eða önnur salsasósaSalt og pipar Byrjaðu á að hita 12” Hollending með 18-20 kolum undir botninum. Skerðu beikonið í bita og settu í pott-inn. Steiktu þar til beikonið hefur brúnast vel. Bættu lauknum, hvítlauknum, sveppunum og paprikunni út í og steiktu þar til laukurinn er orðin glær. Hræðu vel í til að hann brenni ekki. Settu kartöflurnar í pottinn og krydd-aðu með salti og pipar.

Settu lokið á. Hafðu 8 kol undir og 14-16 ofaná. Leyfðu þessu að bakast þannig í um 30 mínútur. Kryddaðu eggin með salti og pipar og helltu þeim yfir kartöflurnar í pottinum. Bakaði í aðrar 20 mínútur. Gott er að hræra varlega á 5 mínútna fresti.

Þegar eggin eru farin að stífna skaltu setja rifna ost- inn yfir og leyfa þessu að standa þannig þar til hann hefur bráðnað vel. Það má jafnvel taka pott-inn af hitanum og hafa bara topphita á meðan. Gott að bera fram með brauði og tebolla.

Einfaldasta kaka í heimi

1 pakki Betty Crocker að eigin vali.

Annað sem á að fara í kökuna.

Olía eða feiti til að smyrja pottinn.

Byrjaðu á því að smyrja pottinn vel að inna

með feitinni. Ekki nota smjör, frekar venju-

lega bragðlitla olíu eða jafnvel olíusprey

(eins og Pam).

Hrærðu kökuna eins og segir á pakkanaum

og helltu henni í 12” hollending. Settu 9 -10

kol undir pottinn (passaðu að hafa ekki kol í

miðjunni) og 15-18 ofaná lokið.

Bakaðu kökuna í 30-40 mínútur. Snúðu pott-

inum 90° á 15 mínútna fresti og snúðu um

leið lokinu 90°. Þetta er gert til að jafna hit-

ann frá kolunum.

Athugaðu kökuna eftir 30 mínútur með því

að stinga í hana pinna. Ef pinninn kemur

hreinn upp þá er kakan tilbúin en annars

þarftu að baka hana ögn lengur.

Gott að borða heita, með rjóma eða ís.

Gu

ðmu

nd

ur F

inn

bog

ason er heim

ilisfræðikennari,

skáti og einn m

esti náttúrunaslari Íslands. N

ánari up

plýsing

ar um hann og

aðferðir hans við útieldun

er að finna á ww

w.u

tieldh

us.is

Nú fer að líða að sumrinu, sólin er hærra á lofti og tilvalið að skella skátaflokk-num út í góða veðrið og æfa útieldun-ina. Náttúran er nefnilega ekkert síðri staður til að framreiða dýrindis kræs-ingar og framandi rétti, heldur en stór- kostlegt iðnaðareldhús sem búið er alls kyns tækninýjungum.

Það sýnir sig nefnilega að einfalt getur verið gott og matseldin þarf ekki að vera flókin til að skapa magnaðan kvöldverð og kósíheit.

Þegar einfaldleikinn er í fyrirrúmi er gott að nýtast við steypujárnspotta sem kall- aðir eru Hollendingar (e. Dutch Oven). Holl-endingar eru skemmtilegir pottar sem að hægt er að elda hvað sem er í. Það má baka í þeim brauð og kökur, nota lokið sem pönnu, elda steik eða búa til pottrétti. Það þarf samt að æfa sig aðeins í að nota pottinn og hérna koma tvær auðveld-ar uppskriftir til að prófa sig áfram með.

Heil máltíð í Hollendingi!

Page 10: Skátablaðið 2011

Skát

abla

ðið

10

Fatnaður

Heitt – Ullin. Ullin hefur alltaf þótt frekar heit og þetta ár verður engin undantekning frá því. Kostir ullarinnar eru þeir að hún helst heit þrátt fyrir að hún blotni og má því segja að ullin sé sú heitasta í öllum veður-brigðum og á það við um öll föt sem gerð eru úr ull. Mælt er sérstaklega með nærfötum úr slíku efni þegar halda skal í útilegu.

Hvorki heitt né kalt - Flís. Mikil þróun hefur orðið á flísefni undanfarin ár og snið á flíspeysum orðið mun klæðilegra eftir því sem árin líða (þeir sem ekki trúa mér, kynnið ykkur þróun landsmótsflíspeysa frá árinu 1999 til 2008). Þó svo að flíspeysur séu búnar til úr endur-unnum plastflöskum er ótrúlegt hversu margar peysur halda ekki vatni, jafnvel þó þær séu marg-ar orðnar úðaheldar (blotna ekki í gegn þó svo að það sé úði úti). Ég hef enn ekki fundið nærföt úr slíku efni, en ef svoleiðis finnst þá gæti verið áhugavert að prófa.

Kalt – Bómull. Bómullin er mjúk, -en það er líka um það bil það eina sem hún hefur. Ef hún er þurr getur hún haldið ágætum hita en hún heldur líka mjög miklu vatni; verður þung og köld. Því er mælt eindregið með því að komast hjá því eftir fremsta megni að nota svoleiðis þegar halda skal í útilegu. Samt skal taka fram að bómullarnærföt eru þó betri en gerviefnanærföt.

Gististaðir

Heitt – Skálar Úlfljótsvatns. Það gefur auga leið að þar er hlýtt, vatnsofnar í hverju herbergi, þægilegar kojur og opnanlegir gluggar. Auðvelt að halda á sér hita í slíkum skil-yrðum.

Hvorki heitt né kalt – Tjaldstæði Úlfljótsvatns. Þarna úti ræðst hvort það sé heitt eða kalt algjör-lega af því hvort hitastigið er hátt eða lágt. Einnig getur vindkæling haft sitt að segja. Auðveldara gæti verið að halda á sér hita með því að eiga skjólgott tjald/húsbíl/fellihýsi/tjaldvagn, klæðast réttum klæðnaði, sofa í góðum svefnpoka og á einangrunardýnu.

Kalt – Úlfljótsvatn. Við erum að tala um næst kaldasta vatn á Íslandi! Á sólríkum degi fer hitastigið ekki ofar en 5°C svo það er eins gott að reyna ekki að sofa þar ofan í. Hinsvegar gæti verið gaman að svamla í vatninu til að fá blóðflæðið af stað eftir heita nótt inni í skálum Úlfljótsvatns.

HEITT & KALTHvað er

í íslensku skátastarfi?- Fyrir útilegur sumarsins!

Eygló Höskuldsdóttir Viborg

Landsmót skáta 2012, tíu ástæður til að mæta:Þitt eina tækifæri til að fagna 100 ára afmæli skátastarfs á Íslandi með »

þúsundum vina þinna!Þú eignast fullt af nýjum skátavinum! »

Hversu oft er þér

boðið í 100 ára afmælispartý?

Hélt það, aldrei! Eða, bíddu við – jú, einu sinni!

Engar landsmótsflíspeysur! »Upplifðu ævintýri með frábærum skátum úr öllum skáta »

félögum landsins!Vatnasafaríið á Úlfljótsvatni mun skarta sínu fegursta! »Ótrúlega mikið af skemmtilegum útlenskum skátum! »Sjúklega mikið af sykursætum Svíum! »Sturturnar á Úlfljótsvatni eru bestu sturtur í heimi! »Skátabónus verður á staðnum og mýflugnanet á góðu »

verði!Glimmer og blöðrur! »

Page 11: Skátablaðið 2011

Skátab

laðið 11

Augnablik af afmælismóti kvenskáta

Bleikir batikklútar. Rigning. Skjöldunga-dróttir með afmælishatta. Stompandi Svíar. Breskar skátastúlkur, aurugar upp fyrir haus í mýrarbolta. Bragi í brúarstökki. Rigning. Bleikar blöðrur, fullar af vænting-um mótsgesta. Afmæliskaka, skreytt af Agnesi Ólöfu, afmælisbarni. Froðudiskó og sveittir dansarar. Rigning. Og meiri rign-ing.

Þetta eru augnablikin sem varpast á skjá-varpa hugans þegar maður lítur til baka á aðalviðburð síðasta sumars; Afmælismót kvenskáta. Fyrir hundrað árum óðu stutt-buxnaklæddar stúlkur inn á skátaviðburð í Bretlandi og kröfðust þess að mega kallast skátar. Hundrað árum seinna fögnuðum við frumkvæði þeirra og þori með því að bjóða öllum skátum á Íslandi, strákum og stelpum, í afmælisveislu við Úlfljótsvatn. Íslenskir dróttskátar og eldri sameinuðust á tjaldflötunum við Úlfljótsvatn, ásamt bresk-um kvenskátum og stórum hópi sænskra skáta. Saman fagnaði hópurinn afmælinu með ýmsu móti, en myndir segja meira en þúsund orð!

Fyrirliði breska skátalandsliðsins í mýrarbolta

Sænskur skátasnáði blæs lífi í melódíkuna

Afmælisbarnið Agnes Ólöf skreytir afmæliskökuna sína

Bragi Björnsson sigraðist á

lofthræðslunni og fór í brúarstökk

Myndarlegasta froðudiskó norðan Alpafjalla

Page 12: Skátablaðið 2011

Skát

abla

ðið

12

DY

NA

MO

RE

YK

JAV

ÍK

Page 13: Skátablaðið 2011

Skátab

laðið 13

Evrópa samanstendur af fjöldanum öllum af stórum þjóðum auk nokkurra sem telja innan við milljón íbúa. Þessar smáu þjóðir hafa í gegn-um tíðina staðið fyrir smáþjóðaleikum, þar sem keppt er í íþróttum með það að markmiði að treysta vináttubönd þjóðanna. Alþjóðaráð tók þessa hugmynd upp á sína arma og stóð fyrir sambærilegum viðburði fyrir skáta sumarið 2010.

Til leiks mættu 70 þátttakendur frá 7 löndum. Þátttakendurnir mynduðu alþjóðlega flokka sem dvöldu saman í tjaldbúð, fóru saman í sólarhrings-langa hike-ferð og öttu kappi í skátatugþraut. Aðrir dagskrárliðir mótsins voru þríþraut þar sem þjóðirnar kepptu í þremur frumlegum þrautum sem þær höfðu fengið tækifæri til að finna snið-ugar lausnir við áður en mætt var til leiks. Þátt-takendur lögðu sitt af mörkum til uppbyggingar

á Úlfljótsvatni og gerðu eldstæði úr hleðslusteini sem ennþá stendur í varðeldalautinni. Eins og vaninn er á alþjóðlegum viðburðum kynntu öll þátttökulöndin sína menningu og sögu.

Á mótið mættu einnig tvö forláta tuskudýr, Olave og Baden. Þau gerðu lítið annað en að týnast hér og hvar á mótssvæðinu. Þeir flokkar sem fundu tuskudýrin og komu með þau í fánaathafnir fengu viðurkenningu á mótinu.

Vonir standa til að með þessu móti hafi skapast hefð sem mun lifa lengi enn. Næstu smáþjóða-leikar verða haldnir í Lichtenstein árið 2013, kannski þú getir farið þangað!

Nan

na G

uðm

und

sdót

tir

týnd á sm

áþjóðaleikum

Olave og

Bad

en

Page 14: Skátablaðið 2011

Skát

abla

ðið

14

Næstum sama tungumáliðÍ ljós kemur að stúlkan heitir Mathilda Follend og er frá Kollafirði í Færeyjum. Hún kom til landsins sumarið 2009 með það í huga að læra íslensku. „Mér fannst bara svo einstaklega skrítið að við gætum ekki talað saman, -samt er þetta nánast sama tungumálið“, segir hún mér þar sem ég tek hana tali yfir hádegisverði á Prikinu.

„Ég gat lesið íslenskuna strax, en skyldi ekkert sérstaklega mikið af töluðu máli. Það versta var að Íslendingarnir skiptu alltaf strax yfir í ensku þegar þeir heyrðu að ég talaði með hreim.“ Mathilda starfaði í nokkra mánuði við garðyrkju í Kópavogi, en fékk svo fljótlega vinnu í Perlunni. „Mér fannst frábært að vinna í Perlunni. Sam-starfsfólkið var skemmtilegt og svo eru kökurnar svo góðar! Það var samt meira krefjandi að vinna við þjónustu heldur en garðyrkju, -maður verður alltaf að vera kurteis við kúnnann.“

Hvort voru íslensku eða erlendu kúnnarnir erfið-ari?„Þeir íslensku voru stundum aðeins erfiðari, en langflestir voru nú voða vingjarnlegir.“Eftir að hafa unnið í Perlunni í um níu mánuði var Mathilda búin að ná fínum tökum á íslenskunni og ákvað að skella sér í Háskólann, þar sem hún nemur nú sagnfræði.

Skáti frá fæðinguÁrið 2008 fór Mathilda á Ung i Norden í Dan-mörku, þar sem hún hitti Elmar Orra úr Land-nemum og Guðrúnu úr Klakki. „Við mynduðum samstarfshóp um betra róverskátastarf á Norð-urlöndum og ég kynntist þeim því ágætlega“. Þegar Mathilda flutti svo til landsins komst hún að því að Landnemaheimilið var staðsett í göngu- fjarlægð frá íbúðinni hennar. Hún hóf því að starfa með Landnemum og er núna aðstoðarsveitar-foringi í drekaskátasveitinni Huginn & Muninn. „Fríða Björk Gunnarsdóttir er sveitarforingi. Hún er ótrúlega góður foringi; mjög hugmyndarík og sveigjanleg.“

Er einhver munur á íslenskum drekaskátum og þeim færeysku?„Já, íslensku drekarnir eru mun skrautlegri og brjálaðri. Það fylgja því kostir og gallar; þeir eru orkumeiri og gera meiri kröfur til foringjanna, en gera ekki alltaf það sem þeir eiga að gera. Annars eru þetta frábærir krakkar!“

Þú hefur væntanlega ekki verið að stíga þín fyrstu spor í skátastarfi þegar þú byrjaðir að starfa með Landnemum, er það?„Nei, ég hef eiginlega verið skáti frá fæðingu. Mamma mín er skátaforingi í Skátafélaginu Túg-van í Kollafirði, Færeyjum. Ég var bara nokkurra

Skátaþing er ótrúleg samkoma, þar sem skátar frá öllum krókum og kimum á þessari ævintýraeyju sem við búum á, sameinast til þess að skeggræða um framtíð skátahreyfingarinnar. „Merkilegt að ég hafi svona gaman að þessu“, hugsa ég með sjálfri mér þar sem ég sit við bládúkað borð og sötra minn sjöunda kaffibolla fyrir hádegi. Ég rek augun í unga, dökkhærða konu sem situr við hlið Landnema, í útlenskum skátabúningi. „Nei, óhugsandi“, segi ég við sjálfa mig. „Hvaða útlendingur hættir sér á viðburð sem er í raun lítið annað en ein ræðan á eftir annarri? Það getur varla verið áhugavert fyrir þann sem ekki skilur tungumálið“. Ég velti vöngum yfir því hver þetta sé. Íslenski skátaheimurinn er svo lítill og þéttur að maður á bágt með að trúa að á viðburði sem þessum séu margir skátar sem maður hefur ekki séð áður.

Í langþráðu kaffihléi fikra ég mig nær stúlkunni. Svarið við vangavelt-um mínum finn ég loks í ofnu merki yfir hægri brjóstvasa. „Það hlaut að vera. Hún er færeysk.“

Kann eg surra teg fastan við tjaldstongina?

Mathilda Follend frá Færeyjum starfar nú með Landnemum

Ing

a A

uðb

jörg

Kri

stjá

nsd

ótti

r

Page 15: Skátablaðið 2011

Skátab

laðið 15

vikna gömul þegar ég fór í fyrstu útileguna mína. Svo hóf ég eiginlegt skátastarf þegar ég var sjö ára.“ Skátafélagið Túgvan er ekki stórt; telur um 20 skáta, bæði stráka og stelpur. Stelpurnar eru hluti af KFUK skátunum í Færeyjum og strákarnir hluti af KFUM. Í Færeyjum eru tvö aldursstig: Smáskótar, sem eru á drekaskátaldri, og svo skótar, sem eru fálkar og eldri.

Skátastarf á Íslandi og í Færeyjum ólíktÍ Færeyjum eru fjögur skátabandalög: KFUK skótar, KFUM skótar, FS skótar og Frelsunarher-skótarnir. Þessi bandalög sameinast svo í eitt landssamband; Føroya Skótaráð. Í daglegu tali er yfirleitt vísað í litinn á búningunum þeirra; Græn-skátar eru KFUK og KFUM skátarnir, Gulskátar eru skátarnir frá FS og Frelsunarhersskátarnir er nefndir Gráskátar.

Er mikill munur á skátastarfi á Íslandi og í Færeyjum?„Við erum að mörgu leyti svipuð, en í Færeyjum er meiri agi. Við erum kannski aðeins meira gam-aldags. Við gætum lært margt af íslenskum skát-um. Þið eruð með meira vetrarstarf, en gallinn er sá að í Færeyjum endist snjórinn ekkert. Og svo mættum við líka alveg taka upp aðeins klikkaðri hluti eins og íslenskir skátar. Við sígum úr klett-um í Færeyjum, en við klifrum ekki.“Mathilda heldur áfram og segir mér að það sé fleira sem Færeyskir skátar mættu taka sér til fyrirmyndar, til að mynda öll vinnan í sambandi við fullorðna í skátastarfi sem nú fer fram.„Við missum foringjana okkar þegar þeir eru á aldrinum 18-25 ára, því þá fara þeir í nám í Dan-mörku eða Skotlandi. Þegar þeir snúa svo af-tur heim til Færeyja fara þeir yfirleitt ekki aftur í skátastarf. Einhvern veginn verður okkur að takast að veiða þá aftur inn.“

Hvað gætu íslenskir skátar lært af færeyskum skátum?„Við erum til dæmis með frábæran viðburð sem heitir LPK. Það er eins konar landsflokkakeppni fyrir skáta á aldrinum 11-16 þar sem skátaflokk-ar þurfa að nota allt sem þeir hafa lært í skátun-um. Þeir þurfa að elda sjálfir –þeir hafa aðeins hálftíma til að elda, borða og ganga frá eftir sig og snyrtimennska er hluti af allri keppninni. Svona viðburði væri ég til í að standa fyrir á Íslandi.“

Best á Blandi í pokaMathilda hefur verið dugleg að nýta sér þá viðburði sem Bandalagið býður upp á. Hún er oftar en ekki fyrsti skátinn sem skráður er á

viðburði og hefur sótt fræðslukvöld, námskeið og viðburði. Hún aðstoðaði Gyðjuhópinn á Ds. Auka- lífi og stefnir á að fara á Gilwell í sumar.

Hvaða viðburður stendur upp úr?„Klárlega Bland í poka á Laugum í Sælingsdal. Þar lærði ég einstaklega mikið, heyrði margar góðar hugmyndir og kynntist fleiri skátum á Íslandi. Margt af því sem ég lærði á Blandinu tek ég með mér þegar ég sný aftur heim til Færeyja og hef þar skátastarf að nýju. Svo fannst mér ótrúlega gaman að fara svona langt frá Reykjavík!“

Langt? Tæpir tveir tímar? Það telst nú varla langt...„Þú verður að hafa í huga að í Færeyjum er aðeins tveggja tíma akstur frá nyrsta til syðsta punktarins sem þú getur ekið á bíl. Allt sem er lengra en hálftími þykir manni langt!

Litli bróðir DanmerkurLífið í Færeyjum er augljóslega svolítið ólíkt því á Íslandi.„Já, ef maður ber saman Reykjavík og heima-bæinn minn, Kollafjörð, þá er Kollafjörður algjör sveitabær! Tórshavn, höfuðborgin, er kannski ekki ósvipuð Reykjavík á margan máta, nema bara miklu, miklu minni. Það tekur til að mynda bara svona fimm mínútur að ganga niður aðal-götuna í Tórshavn!“

Talið berst að því hvernig sé að búa í landi sem ekki hefur fullt sjálfstæði og Mathilda setur í brún-irnar; „Danmörk er einhvern veginn alltaf okk- ur fremri. Mér líður eins og við séum litli bróðir-inn sem má aldrei segja neitt. Þegar við förum á alheimsmót þurfum við að merkja tjaldbúðina okkar með bæði færeyska og danska fánanum. Íþróttamennirnir okkar, eins og Pál Joensen sundkappi, þurfa að keppa á Ólympíuleikunum í nafni Danmerkur. Það er minn æðsti draumur að öðlast sjálfstæði og geta farið á alheimsmót fyrir hönd Færeyja, en ekki Danmerkur.“

Framhald

á bls. 16

Page 16: Skátablaðið 2011

Skát

abla

ðið

16

Heldurðu að Færeyjar gætu staðið á eigin fót-um?„Nei, við klárum okkur ekki án Danmerkur. Ekki eins og er. Allt okkar hagkerfi er undir fiskveiði komið. Ef fiskistofnarnir hrynja, hrynur hagkerfið. En einhvern daginn, -einhvern daginn verðum við sjálfstæð!“

Og þar með lýkur spjalli okkar Mathildu, enda kaffið orðið kalt og glósustafli blaðamanns orðinn ansi myndarlegur. Glöð í bragði tölti ég upp Ingólfsstrætið að bílnum mínum, sem bíður mín með stöðumælasekt undir rúðuþurrkunni. „Gild-ir einu“, hugsa ég með sjálfri mér; „Þessi innsýn inn í hinn færeyska skátaheim var vel þess virði“.

1. Skótin er at líta á 2. Skótin er trúgvur

3. Skótin er hjálpsamur 4. Skótin er góður

leikbróðir 5. Skótin er fólkaligur og

vælsiðaður 6. Skótin er djóravinur

7. Skótin er lýðin 8. Skótin ber trupulleikar

væl hýrdur 9. Skótin er sparin og

røkin 10. Skótin er reinur í hugsan orð og gerð

Færeysku skátalögin

Fram

hald

af b

ls. 1

5

Page 17: Skátablaðið 2011

Skátab

laðið 17

„Leitastu við að verða góður maður frekar en að njóta velgengni“ er lífsgildi Ásmundar Þórs Kristmundssonar, ef marka má Facebook-síð-una hans. Það á vel við Ásmund, enda vart hægt að finna mann sem sýnir jafnmikla auðmýkt og staðfestu við gildin sín. Ásmundur Þór, skáti í Heiðabúum og björgunarsveitarmaður, var að leggja upp í gönguferð í Þórsmörk ásamt unnustu sinni, þegar þau gengu fram á ferðamenn sem stóðu í mikilli geðshræringu á bökkum Krossár. Þau sáu hvar lítill, hvítur Suzuki-jeppi flaut um í ánni. Í honum voru tveir franskir ferðamenn, maður og kona.

Ásmundur hikaði ekki, batt reipi í öxul á nær-standandi jeppa og óð út í ánna og að bílnum. Þegar hann opnaði bílstjórahurðina greip mað-urinn skelkaður í hann og Ásmundur dró hann í

Hetjudáð Heiðabúansland. Hann fór síðan aftur út í ánna og dró kon-una í land áður en hann hné niður örmagna.

Heiðabúinn frækni var sæmdur Gullkross- inum, –æðstu hetjuorðu BÍS, á Skátaþingi í mars og nú, rétt fyrir páska, var hann útnefndur Hvunndagshetja ársins af Fréttablaðinu.

Ekki örvænta þó vikulegum fundum ljúki nú senn. Sumarstarfið er krökkt af ævintýrum og svaðilförum. Hér er brot af því helsta sem þér býðst í sumar:

Vertu einu skrefi á undan27.-29. maíÁ Rs. Þjófstarti gefst spenntum dróttskátum kost-ur á að taka forskot á sæluna og fara í ferðalag ásamt rífandi hressum rekkaskátum.www.skatar.is

Dass af drekum4.-5. júníSértu standandi efst í turninum á Úlfljótsvatni þann 4. júní máttu vera viss um að allt um kring sérðu hoppandi smáskáta sem margir hverjir eru að upplifa sitt fyrsta skátamót. Nokkur hundruð drekar koma saman á Drekaskátamóti í júní.www.skatar.is

Rignir nokkuð, þetta árið?10.-13. júníÞó oft hafi rignt eins og hellt væri úr fötu á Vormóti Hraunbúa, þá hefur það aldrei stoppað neinn í að skemmta sér konunglega! Og hver veit nema sólin ákveði að skína í þetta skiptið og baka fálkana, dróttirnar og rekkana sem þeytast um Krísuvíkina í póstaleikjum og fjallahlaupum.www.hraunbuar.is

Ævintýraeyjan í Miðbænum23.-26. júníÞú þarft ekki að fara langt út fyrir höfuðborgina til þess að halda á vit ævintýranna, veltast um náttúr- una og dilla þér á bryggju. Viðey er bara rétt utan við Miðbæinn, en samt uppspretta ótrúlegra svaðilfara! Vertu með í Viðey, fyndu sumarástina þína á bryggjuballi og brallaðu hina ótrúlegustu hluti á Landnemamóti á Jónsmessunni.www.landnemi.is

Fuglastríðið í Skátaskógi23.-26. júníSkáti er varla skáti með skátum nema hafa farið á Gilwell-námskeið. Það er að segja, að því gefnu að viðkomandi hafi náð þeim aldri og skáta-þroska sem vænst er af Gilwell-unga. Þetta er þitt tækifæri til að súrra í morgundögginni, upp-götva uppeldisgildi skátahreyfingarinnar, syngja hreyfisöngva með Björgvini DCC og upplifa sam-virknina sem fellst í hópasamstarfi.www.skatar.is

fram

und

anSk

átal

ífið

Page 18: Skátablaðið 2011

Skát

abla

ðið

18

Tyggjóklessa úr trjáberkiTyggigúmmíið keypti ég af krúttlegri, gamalli konu sem sagði mér að þetta væri ástæðan fyrir því að allir í Georgíu væru með svona fallegar tennur. Tyggjóið skildi ég tyggja eftir hverja máltíð og þá yrðu tennurnar mínar hreinar og fínar að eilífu. Reyndar talaði hún bara rússnesku og var sjálf ekki alveg með hið týpíska colgate-bros, -sem ég skildi þegar ég smakkaði á afurðinni. Hún bragðaðist alveg eins og hráefnið; trébörkur!

Liljar Már Þorbjörnsson var einn níu Georgíu-fara. Hann kom ekki aðeins heim reynslunni ríkari, heldur einnig með vasana fulla af smá- hlutum að beiðni Skátablaðsins. Hér munum við rekja ferðasöguna í gegnum nokkra smáhluti.

Liljar Már Þorbjörnsson er Segull, athafnamaður, Ísfirðingur og sundruðningskappi.

Alþjóðageiri Róversveitarinnar Ragnaraka fór um miðjan

mars í tíu daga ferð til Georgíu á vegum Evrópu Unga Fólks-

ins. Tilgangur ferðarinnar var að taka þátt í umhverfis-

ráðstefnu með fólki frá Rússlandi, Lettlandi og Georgíu.

Yfirskrift ráðstefnunnar var The Earth is Our Garden, en

nafnið endurspeglar markmiðin; meðvitund um umhverfis-

mál, baráttu gegn stríði ásamt gagnkvæmum skilningi milli

þjóða.

GervibyssukúlaÁ georgíska menningarkvöldinu fengum við að sjá þjóðbúninga heimafólksins, kynnast giftingar-hefðum þeirra og horfa á þjóðdansa. Á árum áður var herbúningur Georgíu svartur, síður kirtill með vösum fyrir byssukúlur þvert yfir bringuna. Núna er þessi kirtill orðinn að georgíska þjóðbún- ingnum og kúlunum hefur verið skipt út fyrir plast- hylki. Georgíski vinur minn, hann Ucha, var ein-mitt svo góður að gefa mér eina af „byssukúlun-um“ úr búningnum hans.

UllarsokkarPrjónaða sokkaparið keypti ég til að minna mig á fimbulfrostið sem ég var varaður við að hefði ver-ið í Bakuriani vikuna áður. Þegar upp var staðið var svo 15 gráðu hiti og sól, þannig að sokkarnir nýttust ekki á meðan ég var úti, en reyndust bara ansi góð gjöf þegar heim var komið.

Vestræn næring M&M nammið stalst með mér til Íslands. Stund-um var það vestræna sælgætið sem bjargaði manni frá matseldinni í Georgíu. Oftar en ekki var með engu móti hægt að greina hvað var í matn-um og alla dagana var sama súpan á boðstólum. Súpan virtist þróast dag frá degi, en hún innihélt nokkurn veginn alla matarafganga, þynnta út með vatni. Einn daginn birtust heil spæld egg í súpunni, ásamt pasta, hakki, steinselju og kartöfl-um.

Page 19: Skátablaðið 2011

Skátab

laðið 19

Skátablaðið fékk Atla Pálsson, úkúlele-elskandi Skjöldungasnáða, til að senda ferðasöguna frá Ds. Vitleysu, jafnóðum og hún gerðist með sms-um. Atli tók verkefnið alvarlega og sendi reglu-lega skilaboð þar til símasambandið þraut.

20:20 - Hleiðra er tóm, -WTF?!20:35 - Við fundum fólkið... Það voru allir aðtjalda.21:03 - Hér eru skátar að tjalda í smá úða.21:28 - Sjitt! Það er komið myrkur og tjaldinu er ótjaldað og það vantar botn í meirihlutann.21:30 - Dansa sorgina burt.22:52 - Skiptum um tjald og fengum Vestmanna-eying í liðið okkar.23:29 - Kátir skátar lúlla.01:28 - Vöknuðum við að tjaldið var næstum fok-ið. Foringjarnir svara ekki síma og við flýjum inn í Hleiðru.08:52 - Dagskrá er hafin og allir skemmta sér Gg vel.09:21 - Obb, Benedikt heldur að kortið sé hnífur.09:53 - Loksins gengur allt vel og sólin hátt áhimni skín.10:29 - Held að við séum villt.10:35 - Betri er krókur en kelda.12:48 - Hvar er póstur 2? Ps. Drullumall er gott á tevum.13:41 - Ennþá villt. Misstum af pósti 2 og stefnum á póst 3 :-)14:13 - Sólarnir duttu af skónum hennar Evu. Hehe, við erum svo dugleg að villast.14:17 - Hún skellti sér í tevurnar.15:54 - Allir týndust og eru að labba í Þrist. Eva steig í poll og tevurnar blotnuðu.18:28 - Gott að kúra í Þristi. Vó, símasambandið er ekki gott...

Á þessum tímapunkti brást nútímavæðingin fréttaritara og símasambandið rofnaði. Við vitum því ekkert um hvað fram fór í Þristi þegar sam-an voru komnir 31 dróttskáti eftir ævintýralega göngu úr Hleiðru. Þau leyndarmál verða best geymd í minningum skátanna (og gestabókinni í Þristi).

Sterkar tennur og fallegt bros– það er FluxFæst í næsta apóteki.

Flux Juniorfyrir börn6–12 ára

Sólalausir skór og

villtir skátar

Page 20: Skátablaðið 2011

Skát

abla

ðið

20

„Skátalíf er útilíf“ og langflestir skátar hafa unun af því að fara í útilegur. Það getur hinsvegar eyðilagt góða helgi að geta ekki sofnað vegna kulda en liggja þess í stað skjálfandi og hlusta á hroturnar í hinum í flokknum. Lærðu því að velja rétta svefnpokann fyrir þig - mikilvægasta pokann sem þú eignast.

Ég verð örugglega ekki vinsæl fyrir að segja það, en svefnpokar sem keyptir eru í stórmörkuðum eru yfirleitt ekki fyrir íslenskar útilegur. Þeir duga ágætlega í upphituðum fellihýsum eða skátaskálum, en ef þú ætlar að liggja í tjaldi oftar en einu sinni á ári þarftu hlýrri poka en það. Og þá er eðlilegt að spyrja:

Hversu hlýr á pokinn að vera?Svefnpokar eru ekki allir eins, enda eru ekki allar útilegur eins. Áður en þú ákveður hvernig svefnpoka þú ætlar að fá þér, skoðaðu þá mjög vel hvernig útilegur þú ert að stunda, eða ætlar að stunda. Ertu kojuskáti sem vilt bara vera í upp-hituðum skálum? Ertu tjaldskáti sem veit ekkert skemmtilegra en að sofa í tjaldi, hverja einustu helgi sumarsins? Eða ertu kannski hreinræktuð fjallageit sem vill helst ekki fara til byggða, jafnvel þó allt sé á kafi í snjó?Þegar þú hefur gert upp við þig hverjar eru köld-ustu aðstæður sem þú ætlar að nota svefnpok-ann í, veistu hversu mikinn kulda hann þarf að þola. Það er nefnilega ekkert vit í því að eiga „næstum því nógu hlýjan“ svefnpoka. Ef það er í boði, taktu meira að segja frekar poka sem þol-ir aðeins meiri kulda en þú átt von á. Við erum nefnilega misviðkvæm fyrir kulda, og hver veit nema þú ákveðir allt í einu að fara í ferð í kaldara loftslagi en vaninn er?Allir svefnpokar eiga að vera merktir með kuldaþoli. En það er ekki nóg að fá bara að vita eina tölu, og nú skal ég segja þér af hverju:Við skulum taka sem dæmi Igloo 3 season svefn-pokann sem Skátabúðin er að selja á góðu verði. Neðri jaðarmörk hans eru -19°C, sem er hörku-gaddur, en það segir ekki nema hálfa söguna. Jaðarmörkin eiga nefnilega bara að tákna lægsta mögulega hitastig sem þú getur verið í pokanum, án þess að ofkælast, en það sefur enginn við þær aðstæður.

Ef við skoðum aðrar hitatölur fyrir sama svefn-poka á netinu komumst við að því að samkvæmt EN 13537 (sem er evrópskur staðall fyrir kuldaþol svefnpoka) er lágmarkshitastig til að líða vel í pokanum (geta sofið) +2°C fyrir konur en -3°C fyrir karla. Sami staðall segir að hámarkshitinn sé 21°C, en eftir það verður pokinn óbærilega heitur. Samkvæmt amerískum staðli er lágmarkshita-stigið fyrir sama poka hinsvegar -4°C, til að góður nætursvefn sé tryggður. Allar tölurnar fyrir þæg-indamörkin eru á svipuðu róli, en það er stórt bil á milli þeirra og jaðarmarkanna.Af því sést að við verðum að leggja smá vinnu í að kanna svefnpokana sem við ætlum að kaupa. -19°C svefnpoki er nefnilega ekki hentugur til notkunar í 19 gráðu frosti, en er hinsvegar fullkominn fyrir þá sem fara í útilegur að sumri og eru í upphituðum skálum á veturna.Sért þú hinsvegar á fullu í tjald- og snjóhúsa- ferðum að vetri til þarftu poka þar sem þæginda-mörkin eru milli -10°C og -20°C (eftir því hvað þú ert mikill nagli og lætur þig hafa það að ferðast í miklum kulda).En hversu hlýjan poka sem þú vilt, þarftu líka að ákveða:

Dúnpoki eða trefjapoki?Af hverju er svefnpoki hlýr? Jú, af því að hann er með einangrun sem hægir á hitatapi í gegnum pokann. Einangrunin getur verið annað hvort úr trefjaefni eða náttúrulegum dún. Hvor tegund hefur sína kosti og galla. Svefnpokar með trefjaeinangrun eru yfirleitt ódýrari og þeir þola betur bleytu. Bæði halda þeir einangrunargildi sínu betur við það að blotna og það eina sem þarf til að svefnpokinn sé aftur eins og nýr er að þurrka hann. Á móti kemur að trefjapokar eru vanalega aðeins þyngri og ein- angrunin endist skemur, því hún brotnar niður með tímanum. Sjálf á ég ágætan trefjapoka sem ég þyrfti að fara að endurnýja, en hann hefur dugað mér ágætlega síðustu átta ár, og farið í óteljandi ferðir.Dúnpokar eru hinsvegar léttari en sambærilegir trefjapokar, endast lengur og pakkast mjög vel. Gallinn er sá að þeir eru dýrari og þurfa miklu meiri umhyggju í meðförum. Ef þeir blotna að

Elín E

sther Mag

núsdóttir

Svefnpokar:

Að velja hinn fullkomna bólfélaga

Page 21: Skátablaðið 2011

Skátab

laðið 21Ferðahornið

ráði þarf helst að setja þá í þurrkara með tennis-boltum, til að losa dúninn í sundur aftur. (Þú skalt samt ekki fara í slíkar æfingar án þess að afla þér betri upplýsinga um hvernig það er gert.)Ég mundi segja að fyrsti svefnpokinn ætti að vera trefjapoki. Ef þér gengur vel að hugsa um hann getur þú svo fært þig yfir í dúninn síðar. Persónulega er ég mjög hrifin af því hversu áhyggjulaust er að ferðast með trefjapoka. En á allra köldustu nóttunum horfi ég stundum öfund-araugum á þá sem skríða ofan í dúnpokana sína og sofna með bros á vör, þó hríðarbylur berji tjaldið á einhverjum jöklinum.En það færir okkur einmitt að næstu spurningu:

Hvernig kem ég í veg fyrir að mér verði kalt?Burtséð frá því hvernig svefnpoka þú kaupir, ætti hann að vera múmíulaga, með hettu sem er hægt að reima að andlitinu og hálskraga sem er hægt að reima að hálsinum. Þannig sleppur sem minnstur hiti frá þér og þú sefur eins og ungabarn. Fræðin sem liggja hér að baki snúast um að líkaminn þurfi ekki að hita upp meira loft en nauðsynlegt er. Ef pokinn er kassalaga er loft-rýmið einfaldlega of mikið, líkaminn ræður ekki við að hita það upp og þér kólnar.Það er margfalt auðveldara að viðhalda hita en ná honum upp. Þess vegna skalt þú reyna að hita þig upp áður en þú skríður í svefnpokann. Rösk ganga, heitur matur, notalegur varðeldur... allt dugar þetta vel til þess að ná smá hita í kroppinn. Svo reimarðu svefnpokann að andlitinu og háls-inum og veist ekki af þér fyrr en daginn eftir. Númer eitt, tvö og þrjú er samt auðvitað að svefn-pokinn passi þér.

Passar ekki einn poki fyrir alla?Ö, leimmér að hugsa... Nei! Sumir eru stuttir, aðrir langir, sumir sverir, aðrir mjóir. Og það er einmitt þannig með svefnpoka líka. Það segir sig sjálft að lítil og nett drekaskáta-stelpa ræður illa við að hita upp svefnpoka sem passar stórum og miklum rekkaskáta. Þess vegna er mjög gott að hún getur fengið sér stuttan og mjóan poka sem hæfir henni. Þegar hún eldist getur verið að hún velji sérstakan kvennapoka, en þeir eru oftast breiðari yfir mjaðmirnar og með auka einangrun fyrir tærnar.Þannig að þegar þú hefur ákveðið kuldaþol, ein-angrun og verðbil, skaltu hreinlega fá að máta þá svefnpoka sem þér líst vel á. Þér finnst væntan- lega eðlilegt að máta gallabuxur áður en þú kaupir þær, svo hví ekki svefnpoka líka?Þegar þú liggur á gólfinu í uppáhalds útivistar-búðinni þinni, á kafi í splunkunýjum og mjúkum svefnpoka, og hinir viðskiptavinirnir horfa skringi-lega á þig, skaltu athuga eftirfarandi: Er pokinn nógu langur til að þú getir rétt úr tánum? Er hann nógu breiður til að þú getir legið með hendur niður með síðum? Geturðu sest upp í pokanum? Beygt hnén? Reimað hettuna og hálskragann sæmilega þétt að þér? Ef svarið er: „Já, hann er akkúrat nógu stór í það. Hvorki of þröngur né of víður.“ Þá hefur þú ef til vill fundið hinn fullkomna bólfélaga!Svo er bara að drífa sig í útilegu...

Elín er skáti úr Fossbúum og Garðbúum, meðlimur í björgunar-sveitinni Ársæli, Wilderness First Responder og annar höfundur útivistarhandbókarinnar Góða ferð.

Dæmi um kuldaþols-merkingu á svefnpoka

Hugsaðu vel um bólfélagann

• Viðraðu svefnpokann þinn eftir hverja notkun.

• Geymdu svefnpokann ekki í strekkpokanum, heldur til dæmis

stórum netapoka sem loftar vel um. Hafðu hann á þurrum og

hlýjum stað, en forðastu raka, sólarljós og mikinn hita.

• Kynntu þér þvottaleiðbeiningar fyrir svefnpokann þinn. Svefn-

poka þarf að þvo reglulega, eins og allt annað sem snertir líkam-

ann.

Hlýtt í köldum poka

Góðir svefnpokar eru ekki ódýrir. Ef þú átt svefnpoka sem er ekki

nógu hlýr geturðu kannski frestað kaupum á hlýrri poka með því

að sauma flíspoka sem þú setur inn í gamla pokann þinn. Hafðu

hann eins í laginu og svefnpokann sjálfan, og útbúðu reim eða

teygju á hettuna.

Svona poki getur aukið einangrunargildi svefnpokans um nokkrar

gráður, en á móti kemur að hann tekur pláss í bakpokanum og

vigtar aukalega líka.

Þú og jörðin eruð ekki vinir!

Þó að svefnpokar séu mikilvægir er samt enn mikilvægara að

einangra sig frá jörðinni með góðri dýnu. Einangri dýnan illa

dregur köld jörðin hita frá þér alla nóttina og þú kólnar, sama

hversu góður svefnpokinn þinn er.

Einangrun er mæld í R-gildi. Fyrir sumarferðir skaltu velja dýnu

með R-gildi 2 eða hærra. Sért þú að nota dýnuna allt árið þarf

R-gildið helst að vera 4 eða hærra.

Page 22: Skátablaðið 2011

Skát

abla

ðið

22

Faster than thinking

35x50_poster_marangoni.indd 3 23-12-2008 9:41:57

Tempra

Egilsstöðum · Þverklettum 1 · Sími: 471 2002Akureyri · Draupnisgötu 5 · Sími: 462 3002

Reykjavík · Skeifunni 5 · Sími: 581 3002

Á Íslandi einu saman eru yfir 50 fálkaskátasveitir og allar eru þær mis-munandi, með mismunandi skátum og mismunandi móti; þó sameiginleg markmið skátastarfs sameini þær all-ar. Hver sveit hefur því sína sérstöðu og sína menningu, en það hefur lengi tíðkast að láta slíka sérstöðu í ljós með sveitareinkennum. Sveitareinkenni geta verið í formi klæðnaðar, áhalda, söngva, hrópa, máltíða og jafnvel leyni-legs tungumáls.

Haganlega gerðir göngustafir með áföst-um hanafót, appelsínugular og dökk-bláar smekkbuxur úr flísefni og skær-gulir pollagallar: - Allt eru þetta dæmi um skemmtileg sveitareinkenni.

Andrea Dagbjört Pálsdóttir, 13 ára fálkaskáti úr Mosverjum, sendi Skátablaðinu uppskrift af skemmtilegu sveitareinkenni sem fálkaskátarnir í Smyrlum gerðu sér. U

pp

skri

ft a

f sni

ðug

u sv

eita

rein

kenn

iHarðsvíraðar húfur!

Page 23: Skátablaðið 2011

Skátab

laðið 23

3. Saumið tvo sauma, fótsbreidd frá brún, upp húfuna. 4. Faldið neðri kantinn. Hafið hann eins breiðan og þið viljið, t.d. 2 cm. 5. Klippið ræmur niður í efnið á efri kantinum ca. 7-10 cm.6. Fáið ykkur band og bindið utan um ræmurn-ar.7. Húfan er til, nema þú viljir skreyta hana á ein-hvern veg, en þá gerið þið það bara eftir því sem ykkur langar.

Öll börn og ungmenni eiga sér drauma um framtíðina. Undan sumum þeirra er fótunum kippt fyrirvaralaust vegna slysa eða sjúkdóma í

æsku. OKKAR Framtíð er ný trygging fyrir börn og ungmenni sem skipt getur sköpum fyrir fjárhagslegt sjálfstæði þeirra á fullorðinsárum.

„… jafnvel splæst í fjölskyldu einn góðan veðurdag…”

Það er einfalt að ganga frá OKKAR framtíðartryggingu á okkar.is

zebra

„efin”

Framtíð

og

fjárhag fullorðin

sára

nn

afyrir

í lífinu

Draumurinn er að geta fyrst og fremst l ifað á loft inu og l ist inni . Ég er t i l í e infalt og ódýrt l íf og gæti alveg hugsað mér að búa einhvers staðar í kvistherbergi undir súð ef ég fæ góðan tíma t i l að skrifa og hef p láss fyrir penslana og strigann í e inu horninu. Ég þarf l íka að eiga fyrir bókum, myndum, músík og f jö lmið lunum. Jú og kannski geta skroppið öðru hvoru í le ikhús og bíó . Og svo þarf maður auðvitað að eiga fyrir bo l la á kaffihúsunum og rauðvínsglasi ef maður býður einhverri með sér út að borða. Hm… þetta er kannski ekkert rosalega einfalt og ódýrt l íf . Góðu fréttirnar eru samt að það er hægt að hafa fínt upp úr almenni legri l istsköpun. Maður gæti jafnvel splæst í f jö lskyldu einn góðan veðurdag – og kannski hús og bí l . Og jafnvel húsbí l .

Leiðbeiningar AndreuFálkaskátastelpusveitin Smyrlar saumaði sér flíshúfur sem sveitareinkenni; allar eins á litinn, -appelsínugular og gular. Hver og ein gerði svo sína húfu sérstaka með leðurnafnspjaldi sem saum- að var á framhliðina. Auðvitað er ekki hægt að koma í veg fyrir að stinga sig í puttana með títu-prjónum en ég mæli með því að nota þunnt leður í öll nafnspjöld sem á að sauma á föt. Við vorum bara með eina saumavél, svo foringinn okkar, hún Eyrún, saumaði. Þetta eru ósköp einfaldar húfur. Hér er uppskriftin, svo þú getir líka búið til svona awesome húfu:

1. Þú þarft að sníða tvo rétthyrnda efnisbúta. Þeir eiga að vera þannig að saman nái þeir rúm-lega utan um höfuðið á þér, -það þarf að vera pláss fyrir tvo sauma, svo húfan verði ekki of lítil. Bútarnir mega heldur ekki vera of stuttir því það mun þurfa að klippa upp í efri kantinn, 7-10 cm.

2. Leggið efnin saman og festið saman með títu-prjónum. ATH. Snúið ytri hliðinni inn.

Andrea Dagbjört Pálsdóttir er fálkaskáti, Mosverji, og

flautuleikari.

Page 24: Skátablaðið 2011

Skát

abla

ðið

24

Við látum það berast

Við látum það berast

Við látum það berast

Við látum það berast

Send

um s

kát

um

okk

ar b

estu

su

mar

kve

ðju

r!

Page 25: Skátablaðið 2011

Skátab

laðið 25

Sendum

skátu

m okkar b

estu sum

arkveðju

r!

Page 26: Skátablaðið 2011

Skát

abla

ðið

26

Rafverk hf, Skeifunni 3eRafþjónustan ehf, Klapparbergi 17Rannsóknarþjónustan Sýni ehf, Lynghálsi 3Reimaþjónustan ehf, Lynghálsi 11Rolf Johansen & Co ehf, Skútuvogi 10aSamtök atvinnulífsins, Borgartúni 35Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja, SSF, Nethyl 2eSeljakirkja, Hagaseli 40Setberg, bókaútgáfa, Freyjugötu 14SÍBS, Síðumúla 6Sjálfstæðisflokkurinn, Háaleitisbraut 1Skrifstofan ehf, Nönnugötu 16Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs, Skógarhlíð 14SM kvótaþing ehf, Laugavegi 170-172Sportbarinn ehf, Álfheimum 74Stuðlar, meðferðarstöð ríkisins fyrir unglinga, Fossaleyni 17Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, Háaleitisbraut 13Suzuki bílar hf, Skeifunni 17T. ark Teiknistofan ehf, Brautarholti 6Talnakönnun hf, Borgartúni 23Tannlæknar Mjódd ehf, Þönglabakka 1Tannlæknastofa Barkar Thoroddsen, Borgartúni 33Tannlæknastofa Friðgerðar Samúelsdóttur, Laugavegi 163Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar, Engjateigi 1Tryggingamiðlun Íslands ehf, Síðumúla 21Túnþökuþjónustan ehf, sími 897 6651, Lindarvaði 2Útfararstofa Kirkjugarðanna ehf, Vesturhlíð 2V.R., Kringlunni 7Varahlutaverslunin Kistufell ehf, Brautarholti 16Veiðikortið ehf, Kleifarseli 5Veiðiþjónustan Strengir, Smárarima 30Verkfræðistofan Skipatækni ehf, Lágmúla 5Verkfræðistofan VIK ehf, Laugavegi 164Verkfærasalan ehf, Síðumúla 11Verslunartækni ehf, Draghálsi 4Vélaverkstæðið Kistufell ehf, Tangarhöfða 13Vélaviðgerðir hf, Fiskislóð 81Vélvík ehf, Höfðabakka 1Vilhjálmsson sf, Sundaborg 1VSÓ Ráðgjöf ehf, Borgartúni 20Wilson’s Pizza, Gnoðavogi 44Ögurvík hf, Týsgötu 1Örninn ehf, Skeifunni 11

SeltjarnarnesAbout Fish Íslandi ehf, Austurtrönd 3Seltjarnarneskirkja

KópavogurAllt-af ehf, Baugkór 30Arnarljós í Sporthúsinu, Dalsmára 9-11Bakkabros ehf, Hamraborg 5Bílaverkstæði Kjartans og Þorgeirs sf, Smiðjuvegi 48dBílaþvottastöðin Löður ehf,Bílstál ehf, Askalind 3Hegas ehf, Smiðjuvegi 1Íslandsspil sf, Smiðjuvegi 11aKlukkan, úr og skartgripir, Hamraborg 10Lín ehf heildverslun, Akralind 3Marás ehf, Akralind 2Rafbreidd ehf heimilistækjaviðgerðir, Akralind 6Rafmiðlun hf, Ögurhvarfi 8Sólbaðstofan Sælan, Bæjarlind 1Suðurverk hf, Hlíðarsmára 11Svansprent ehf, Auðbrekku 12Tölvuvirkni ehf, Holtasmára 1Vaki fiskeldiskerfi hf, Akralind 4Veitingaþjónusta Lárusar Loftssonar, Nýbýlavegi 32Vetrarsól ehf, verslun, Askalind 4

GarðabærH.Filipsson sf, Miðhrauni 22Optik Garðabæ ehf, Garðatorgi 3

ReykjavíkAlþýðusamband Íslands, www.asi.is, Sætúni 1Austur-Indíafélagið ehf, Hverfisgötu 56Austurlandahraðlestin ehf - veitingahús, Hverfisgötu 64aÁrbæjarapótek ehf, Hraunbæ 115Árni Reynisson ehf, Laugavegi 170Ársól snyrtistofa, Efstalandi 26Ásbjörn Ólafsson ehf, Skútuvogi 11aBarnalæknaþjónustan ehf, Egilsgötu 3 Domus MedicaBifreiðabyggingar sf, Tangarhöfða 5Bifreiðaverkstæði Grafarvogs ehf, sími 577 4477, Gylfaflöt 24-30Bílamálun Halldórs Þ Nikulássonar, Funahöfða 3Bílasmiðurinn hf, sími 567 2330, Bíldshöfða 16Blómabúðin Hlíðarblóm, Háaleitisbraut 68BSRB, Grettisgötu 89Dental stál ehf, Hverfisgötu 105Efling stéttarfélag, Sætúni 1Efnalaug Árbæjar ehf, Hraunbæ 102Efnamóttakan hf, GufunesiEignamiðlunin Reykjavík og Mosfellsbæ, Síðumúla 21Endurvinnslan hf, Knarrarvogi 4Farfuglar, Borgartúni 6Faxaflóahafnir sf, Hafnarhúsinu Tryggvagötu 17Ferðafélagið Útivist, Laugavegi 178Félag hársnyrtisveina, Stórhöfða 25Félag íslenskra bifreiðaeigenda, Borgartúni 33Félag íslenskra skipstjórnarmanna, Grensásvegi 13Félagsbústaðir hf, Hallveigarstíg 1Fraktflutningar ehf, Seljugerði 1Fröken Júlía ehf, MjóddG.M. Einarsson slf, Viðarási 75Gallerí Fold listmunasala, Rauðarárstíg 14-16Gjögur hf, Kringlunni 7Gluggahreinsun Loga, Funafold 4Grillhúsin í Reykjavík,Guðmundur Jónasson ehf, Borgartúni 34Halldór Jónsson ehf, Skútuvogi 11Hjálpræðisherinn á Íslandi, Kirkjustræti 2Hótel Cabin ehf, Borgartúni 32Hótel Flóki, Flókagötu 1Hótel Leifur Eiríksson ehf, Skólavörðustíg 45Innnes ehf, Fossaleyni 21Íslenska Gámafélagið ehf, GufunesiÍslenskir fjallaleiðsögum ehf, Vagnhöfða 7Ísold ehf, Nethyl 3-3aÍþróttasamband fatlaðra, Engjavegi 6Janusbúðin - Ullarkistan ehf, Laugavegi 25Jón Ásbjörnsson hf, Fiskislóð 34Keldur tilraunastöð Háskólans í meinafræði, Keldum við VesturlandsvegKjaran ehf, Síðumúla 12-14Kjöthöllin ehf, Skipholti 70 og HáaleitisbrautKnattspyrnusamband Íslands, LaugardalKOM almannatengsl, Borgartúni 20Kvika ehf, Bjargarstíg 15Landsnet hf, Gylfaflöt 9Landssamband kúabænda, Bitruhálsi 1Landssamtök lífeyrissjóða, Sætúni 1Landvernd, Skúlatúni 6Lánstraust hf - Creditinfo, Höfðabakka 9Logoflex ehf, Smiðshöfða 9Lögmannsstofa Marteins Máss ehf, Lágmúla 7Mannvit ehf, Grensásvegi 1Markaðsráð kindakjöts, Bændahöllinni v/HagatorgMelabúðin ehf, Hagamel 39Múlaradíó ehf, Fellsmúla 28Mörk ehf gróðrarstöð, Stjörnugróf 18Nýi ökuskólinn ehf, Klettagörðum 11Pipar og salt ehf, Klapparstíg 44Prófílstál ehf, Smiðshöfða 15Rafstar ehf, Ármúla 19Rafstilling ehf, Dugguvogi 23

Send

um s

kát

um

okk

ar b

estu

su

mar

kve

ðju

r!

Page 27: Skátablaðið 2011

Skátab

laðið 27

Raftækniþjónusta Trausta ehf, Lyngási 14Wurth á Íslandi ehf, Vesturhrauni 5Öryggisgirðingar ehf, Suðurhrauni 2

HafnarfjörðurBarkasuða Guðmundar ehf, Hvaleyrarbraut 27Fjarðarbakarí ehf, Dalshrauni 13Fjörukráin - Hótel Víking, Strandgötu 55Fókus-vel að merkja ehf, Vallarbyggð 8Hagstál ehf, Brekkutröð 1Hagtak hf, Fjarðargötu 13-15Hársnyrtistofan Fagfólk ehf, Fjarðargötu 19Hvalur hf Hafnarfirði,Logaland ehf, Flatahrauni 31Opal Seafood ehf, Grandatröð 8PON-Pétur O Nikulásson ehf, Melabraut 23RB rúm, Dalshrauni 8Rótor ehf, sími 555 4900, Helluhrauni 4Stofnfiskur hf, Staðarbergi 2-4Varma & Vélaverk ehf, Dalshrauni 5Verkalýðsfélagið Hlíf, Reykjavíkurvegi 64Verkþjónusta Kristjáns ehf, Reykjavíkurvegi 68Vélaverkstæði Jóhanns Ólafssonar ehf, Reykjavíkurvegi 70Víking björgunarbúnaður ehf, Íshellu 7Vörumerking ehf, Bæjarhrauni 24

ÁlftanesDermis Zen slf, Miðskógum 1Ferskfiskur ehf, Bæjarhrauni 8

ReykjanesbærDacoda ehf, Hafnargötu 62DMM Lausnir ehf, Iðavöllum 9bEfnalaugin Vík ehf, Tjarnargötu 3Fjölbrautaskóli Suðurnesja, Sunnubraut 36Grímsnes ehf, Steinási 18Hellusteinn ehf, Iðavöllum 5bHúsanes ehf, byggingarverktakar, Hafnargötu 91Ísfoss ehf, Hafnargötu 60Íslenska félagið ehf, Iðavöllum 7aPulsuvagninn Tjarnartorg ehf, Norðurvöllum 32Renniverkstæði Jens Tómassonar, Fitjabakka 1cReykjanesbær, Tjarnargötu 12Samkaup hf, Krossmóum 4Skólamatur ehf, Iðavöllum 1Starfsmannafélag Suðurnesja, Krossmóum 4Tannlæknastofa Einars Magnússon ehf, Skólavegi 10Útfaraþjónusta Suðurnesja, Vesturbraut 8Útisport - Föndurkot ehf, Hafnargötu 6Verslunarmannafélag Suðurnesja, Vatnsnesvegi 14Vökvatengi ehf, Fitjabraut 2

GrindavíkVísir hf, Hafnargötu 16

GarðurH Pétursson, Skálareykjum 12

MosfellsbærDælutækni ehf, Spóahöfða 10Ísfugl ehf, Reykjavegi 36

AkranesBifreiðastöð Þórðar Þ Þórðarsonar, Dalbraut 6Elkem, Ísland ehf, GrundartangaGalito veitingastaður, Stillholti 16-18GT Tækni ehf, GrundartangaRunólfur Hallfreðsson ehf, Álmskógum 1Skagaverk ehf, Smiðjuvöllum 22Smurstöð Akraness sf, Smiðjuvöllum 2Steðji ehf vélsmiðja, Ægisbraut 17Straumnes ehf, rafverktakar, Krókatúni 22-24Vignir G. Jónsson hf, Smiðjuvöllum 4

BorgarnesBókhalds- og tölvuþjónustan sf, Böðvarsgötu 11Hótel Borgarnes hf, Egilsgötu 14-16Landnámssetur Íslands, Brákarbraut 13-15Vélaverkstæði Kristjáns ehf, Brákarbraut 20Vélaverkstæðið Vogalæk

StykkishólmurHótel Stykkishólmur ehf, Borgarbraut 8

GrundarfjörðurHrund Hjartardóttir, Sæbóli 11Kvenfélagið Gleym-mér-ei

ÓlafsvíkFiskiðjan Bylgja hf, Bankastræti 1

ÍsafjörðurFélag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum, Aðalstræti 24Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12Hafnarbúðin, HafnarhúsinuHamraborg ehf, Hafnarstræti 7Tækniþjónusta Vestfjarða ehf, Aðalstræti 26

BolungarvíkEndurskoðun Vestfjarða ehf, Aðalstræti 19

SúðavíkVíkurbúðin ehf, Grundarstræti 1-3

TálknafjörðurGistiheimilið Bjarmalandi ehf, Bugatúni 8

ÁrneshreppurHótel Djúpavík ehf, Árneshreppi

HvammstangiHúnaþing vestra, Hvammstangabraut 5

BlönduósSamstaða, skrifstofa verkalýðsfélaga, Þverholti 1

SkagaströndMarska ehf, HöfðaRafmagnsverkstæðið Neistinn ehf, Strandgötu 32Skagabyggð, HöfnumSveitarfélagið Skagaströnd, Túnbraut 1-3

SauðárkrókurAldan - stéttarfélag, Sæmundargötu 7aKaupfélag Skagfirðinga, Ártorgi 1Sjávarleður hf, Borgarmýri 5Tengill ehf, Hesteyri 2Verkfræðistofan Stoð ehf, Aðalgötu 21Vörumiðlun ehf, Eyrarvegur 21

VarmahlíðAkrahreppur Skagafirði,

SiglufjörðurAllinn sportbar, Aðalgata 30Siglósport, Norðurtúni 11

AkureyriBaugsbót sf, bifreiðaverkstæði, Frostagötu 1bBlikkrás ehf, Óseyri 16Bútur ehf, Njarðarnesi 9Fasteignasalan Hvammur ehf, Hafnarstræti 99-101Félag málmiðnaðarmanna Akureyri, Skipagötu 14G. V. Gröfur ehf, Frostagötu 4aGámaþjónusta Norðurlands ehf, Fjölnisgötu 4aGrófargil ehf, Hafnarstræti 91-95

Sendum

skátu

m okkar b

estu sum

arkveðju

r!

Page 28: Skátablaðið 2011

Skát

abla

ðið

28

Höldur - Bílaleiga Akureyrar, Tryggvabraut 12Keahótel ehf, Hafnarstræti 87-89Kjarnafæði hf, Fjölnisgötu 1bKælismiðjan Frost ehf, Fjölnisgötu 4bLostæti ehf, veislu- og veitingaþjónusta, Naustatanga 1Miðstöð ehf, Draupnisgötu 3gMyndlistaskólinn á Akureyri, Kaupvangsstræti 16Nomaco sf, Laufásgötu 3Norðurorka hf, RangárvöllumRaf ehf, Óseyri 6Rafeindaþjónustan Brúin ehf, Baldursnesi 4Raftákn ehf, Glerárgötu 34S.S. byggir hf, Njarðarnesi 14SBA Norðurleið, Hjalteyrargötu 10Sjúkrahúsið á Akureyri, EyrarlandsvegiSólskógar ehf, KjarnaskógiSýslumaðurinn á Akureyri, Hafnarstræti 107Vélsmiðjan Ásverk ehf, Grímseyjargötu

GrímseySigurbjörn ehf, útgerð

DalvíkSalka-Fiskmiðlun hf, Ráðhúsinu

HúsavíkBókaverslun Þórarins Stefánssonar, Garðarsbraut 9Fjallasýn Rúnars Óskarssonar ehf, Smiðjuteigi 7HafralækjarskóliHeiðarbær, Reykjahverfi

LaugarNorðurpóll ehf, Laugabrekku ReykjadalÞingeyjarsveit, Kjarna

MývatnJarðböðin við Mývatn, Jarðbaðshólum

KópaskerRifós hf, laxeldistöð, Lónin Kelduhverfi

EgilsstaðirBílamálun Egilsstöðum ehf, Fagradalsbraut 21-23EgilsstaðaskóliGistihúsið EgilsstöðumÞ.S. verktakar ehf, Miðási 8-10Ökuskóli Austurlands sf, Háafelli 4a

SeyðisfjörðurSeyðisfjarðarkaupstaður, Hafnargötu 44

EskifjörðurEgersund Ísland ehf, Hafnargötu 2

NeskaupstaðurRafgeisli Tómas R Zoéga ehf, Hafnarbraut 10Síldarvinnslan hf, útgerð, Hafnarbraut 6

FáskrúðsfjörðurLoðnuvinnslan hf, Skólavegi 59Sumarlína ehf, Búðarvegi 59

Höfn í HornafirðiSkinney - Þinganes hf, KrosseyÞrastarhóll ehf, Kirkjubraut 10

SelfossFossvélar ehf, Hellismýri 7Framsóknarfélag Árnessýslu, Björnskoti, SkeiðumTAP trésmiðja ehf, Eyrarvegi 55

HveragerðiEldhestar ehf, VöllumLitla kaffistofan, Svínahrauni

ÞorlákshöfnFiskmark ehf, Hafnarskeiði 21

FlúðirFlúðajörfi ehf, Ljónastíg 1

HellaGrunnskólinn Hellu, Útskálum 6-8Verkalýðsfélag Suðurlands, Suðurlandsvegi 3

KirkjubæjarklausturIcelandair Hótel Klaustur, Klausturvegi 6

VestmannaeyjarGeisli, Hilmisgötu 4Huginn ehf, Kirkjuvegi 23Ísfélag Vestmannaeyja hf, Strandvegi 28J.R. verktakar efh, Skildingavegi 8bTeiknistofa Páls Zóphóníassonar ehf, Kirkjuvegi 23Vestmannaeyjabær, RáðhúsinuVélaverkstæðið Þór ehf, Norðursundi 9Vöruval ehf, Vesturvegi 18

Send

um s

kát

um

okk

ar b

estu

su

mar

kve

ðju

r!