skátamál_3tbl_2011

8
Ritstjóri: Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir | [email protected] Ábm: Hermann Sigurðsson 3.tbl. | 2011 Skemmtilegt skátasumar framundan: 1 Frábær Eldurinn lifir! Vormót Hraunbúa: Sjötugasta og fyrsta Vormót Hraunbúa verður haldið í Krýsuvík um hvítasunnuhelgina 10.-13. júní nk. og verður þema mótsins “Eldurinn lifir” Mótið er fyrst og fremst hugsað sem fálka- og dróttskátamót en einnig verður boðið upp á rekka- og róverskátadagskrá, mikinn söng og skemmtun. Að venju verður mótið byggt upp á virkri þátttöku skátaflokkanna en boðið verður upp á skemmtilega pósta þar sem kennir ýmissa grasa. Allir skátar sem koma á Vormót í Krýsuvík koma til að upplifa, taka þátt, hafa frumkvæði, hitta aðra og um- fram allt að njóta þess að vera brosandi með öðrum skátum. Mótsgjald er 3500 krónur og innifalið er stútfull dag- skrá í 4 daga, tjaldsvæði, kvöldkakó öll kvöld, móts- bók og mótsmerki. Nánari upplýsingar eru á vefsíðu mótsins: vormot.hraunbuar.is Þegar jólin koma í júní! Landnemamót í Viðey: Landnemar munu halda sitt árlega skátamót í Viðey 23.-26. júní. Þemað þetta árið er Þegar jólin koma í júní og verður boðið upp á fjölbreytta dag- skrá fyrir skáta mótsins. Hún skartar m.a. dagskrárþorpum, risapóstaleik, smiðjum, tjaldbúðarleikjum, pakkaleit og flokka- keppnum. Árlegir dagskrárliðir eins og fótboltamótið, kvöldvökur og bryggjuball munu að sjálfsögðu vera á sínum stað ásamt kaffihúsinu Jonnabita sem mun bjóða upp á ýmist jólagúmmelaði á meðan mótinu stendur. Skráning er hafin á heimasíðu mótsins, land- nemamot.wordpress.com, og stendur sveitaskrán- ing til 13. júní. Aðeins rekkaskátar og eldri geta skráð sig sem einstaklingar á mótið, annaðhvort sem þátt- takendur eða starfsmenn, en mótið er fyrir fálkaskáta og eldri. Frekari upplýsingar um dagskrá, skráningu og verð má finna á fyrrgreindri heimasíðu mótsins. Þeir sem vilja skemmta sér með góðu fólki, dansa og syngja fram á kvöld, upplifa jólin í júní, æfa sig fyrir alheimsmót eða bara hanga í Viðey ættu ekki að láta þetta mót framhjá sér fara. Komdu í Viðey um jólin! skátamót í sumar

Upload: gudmundur-palsson

Post on 08-Mar-2016

218 views

Category:

Documents


3 download

DESCRIPTION

Skatamal_3tbl_2011

TRANSCRIPT

Ritst

jóri: I

nga A

uðbjö

rg K

ristjá

nsdó

ttir | i

nga@

skata

r.is

Ábm

: Her

mann

Sigu

rðss

on

3.tb

l. | 20

11

Skemmtilegt skátasumar framundan:

1

Frábær

Eldurinn lifir!Vormót Hraunbúa:

Sjötugasta og fyrsta Vormót Hraunbúa verður haldið í Krýsuvík um hvítasunnuhelgina 10.-13. júní nk. og verður þema mótsins “Eldurinn lifir”

Mótið er fyrst og fremst hugsað sem fálka- og dróttskátamót en einnig verður boðið upp á rekka- og róverskátadagskrá, mikinn söng og skemmtun. Að venju verður mótið byggt upp á virkri þátttöku skátaflokkanna en boðið verður upp á skemmtilega pósta þar sem kennir ýmissa grasa.Allir skátar sem koma á Vormót í Krýsuvík koma til að upplifa, taka þátt, hafa frumkvæði, hitta aðra og um-fram allt að njóta þess að vera brosandi með öðrum skátum.Mótsgjald er 3500 krónur og innifalið er stútfull dag-skrá í 4 daga, tjaldsvæði, kvöldkakó öll kvöld, móts-bók og mótsmerki.Nánari upplýsingar eru á vefsíðu mótsins:vormot.hraunbuar.is

Þegar jólin koma í júní!

Landnemamót í Viðey:

Landnemar munu halda sitt árlega skátamót í Viðey 23.-26. júní. Þemað þetta árið er Þegar jólin koma í júní og verður boðið upp á fjölbreytta dag-skrá fyrir skáta mótsins.

Hún skartar m.a. dagskrárþorpum, risapóstaleik, smiðjum, tjaldbúðarleikjum, pakkaleit og flokka-keppnum. Árlegir dagskrárliðir eins og fótboltamótið, kvöldvökur og bryggjuball munu að sjálfsögðu vera á sínum stað ásamt kaffihúsinu Jonnabita sem mun bjóða upp á ýmist jólagúmmelaði á meðan mótinu stendur. Skráning er hafin á heimasíðu mótsins, land-nemamot.wordpress.com, og stendur sveitaskrán-ing til 13. júní. Aðeins rekkaskátar og eldri geta skráð sig sem einstaklingar á mótið, annaðhvort sem þátt-takendur eða starfsmenn, en mótið er fyrir fálkaskáta og eldri. Frekari upplýsingar um dagskrá, skráningu og verð má finna á fyrrgreindri heimasíðu mótsins.

Þeir sem vilja skemmta sér með góðu fólki, dansa og syngja fram á kvöld, upplifa jólin í júní, æfa sig fyrir alheimsmót eða bara hanga í Viðey ættu ekki að láta þetta mót framhjá sér fara. Komdu í Viðey um jólin!

skátamótí sumar

Flestallir skátar á Íslandi og þó nokkrir erlendir eiga sérstakan stað í hjartanu fyrir Úlfljótsvatn. Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni hefur í 70 ár vafið sig þétt saman við starfsemi skátahreyfing-arinnar á Íslandi.

Nánast hver einasti íslenski skáti á minningar frá því að hafa gleypt heilt flugnager á ljúfum sumardegi við vatnið, sötrað kakó undir gítarspili í varðeldalautinni eða tapað sér í gleðinni á diskótekum landsmóts. Hver hefur ekki komið upp úr vatnasafaríinu, löðrandi í leðju? Eða þurft að telja hugrekkið í lítið skátasystkini sem er að fara í fyrsta skipti niður turninn í sigbelti?

Frumkvæðið að því að skátar fengju jörðina til af-nota átti Helgi Tómasson þáverandi skátahöfðingi, en skátarnir settust að á Úlfljótsvatni þann 24. maí, 1941. Fyrstu árin var sumarskóli fyrir skáta starfræktur, þar sem áhersla var lögð á almenn skátafræði auk bú-skapar. Nú hefur starfseming vaxið og dafnað í 70 ár og á hverju sumri tekur útilífsmiðstöðin á móti fjölda-mörgum börnum í sumarbúðir auk þess að skátar nota staðinn á veturna. Landsmót eru svo haldin í annað hvert skipti við Úlfljótsvatn og þá þyrpast þang-að um 4000 skátar, víðsvegar að.

Haldin verður sérstök afmælishátíð 19.-21. ágúst og verður hún ókeypis fyrir skáta gegn framvísun skátaskírteinis.

Úlfljótsvatn í 70 ár!

2100 ára afmæli Tryggva Þorsteinssonar var fagnað á margvíslegan máta

Brosum, þá er sigur vís!Tryggvi Þorsteinsson hefði orðið 100 ára þann 24. apríl síðastliðinn. Hann var félagsforingi Skáta-félags Akureyrar í 28 ár og orti meðal annars á annað hundrað skátatexta. Hann starfaði lengst af við Barnaskóla Akureyrar, síðasta áratuginn sem skólastjóri. Þá var hann áhugamaður um skógrækt, útivistarmaður og íþróttaunnandi.

Skátar setja upp sýninguTil að heiðra minningu hans settu skátar á Akureyri upp glæsilega sýningu Tryggva til heiðurs á Amts-bókasafninu. Sýningunni lauk í maí-byrjun og var vel sótt.

Tónleikar með lögum TryggvaÞá var skátakórinn var með tónleika í Glerárkirkju í byrjun maí í tengslum afmælið. Sungin voru lög eftir Tryggva, en hann hefur samið vel þekkt skátalög, líkt og Skáti, þú sem gistir hinn græna skóg, Þýtur í laufi, Ef gangan er erfið og hið sívinsæla lag um bakpok-ann. Stefnt verður að því að halda tónleika með efn-inu hans Tryggva á höfuðborgarsvæðinu í haust.

Stórhuga dróttskátar í Stíganda

3

Þeir voru þreyttir en sælir skátarnir 130 sem þustu út úr Fjölbrautarskóla Suðurnesja, 20. mars, eftir vel heppnað Skátaþing árisins 2011. Helgin fór í að ræða málin, komast að niðurstöðu, kafa dýpra, drekka kaffi, hlæja, hrópa, samþykkja, móta og mætast.

Tveir sterkir, nýir einstaklingar taka sæti í stjórnSkátaþing kaus Halldóru Hinriksdóttur sem aðstoð-arskátahöfðingja og Ólaf J. Proppé sem formann fræðsluráðs, auk þess að Benjamín Axel Árnason hlaut endurkjör í embætti formanns upplýsingaráðs. Hér eru sterkir einstaklingar á ferð sem eiga vafalaust eftir að skila mjög óeigingjarnri og góðri vinnu fyrir skátahreyfinguna á Íslandi.

Fögnum breytingum!Á síðustu árum hafa lög BÍS verið endurskoðuð og endurskrifuð og samþykkti þingið ný lög BÍS á þessu skátaþingi ársins 2011. Nýju lögin er að finna á skátavefnum.

Stefnan mörkuð!Á laugardeginum gafst þingfulltrúum kostur á að marka stefnu hreyfingarinnar og koma með hugmyndir í málaflokkunum fjármál, dagskrá, foringjar, fræðsla, bakland og aðstaða. Í stefnumótunarvinnunni söfn-uðust hundruðir punkta og hugmynda sem munu nýtast til að marka stefnuna að því hvernig við náum framtíðarsýn hreyfingarinnar fyrir árið 2014. Sýnileiki og samvinna voru rauði þráðurinn í hugmyndafjallinu sem stjórn og starfsmenn BÍS hafa tekið til handa-gagns og munu vinna frekar úr.

Félagakvöld, vel heppnuð nýjung!Borgneskar gulrótarkrókettur, sundlaugarvatn frá Álftanesi og risastór bútasaumsskátaklútur saumaður af Seglum og þingfulltrúum. Þetta er bara brot af því sem boðið var upp á, á félagakvöldinu á laugardeg-inum. Þinggestir gátu smakkað alls kyns gómsæti úr sveitum landsins, kynnt sér viðburði félaganna á árinu og krotað hugmyndir á hugmyndaveggi og í hugmyndabanka landsmóts og afmælisárs. Félaga-kvöldið er klárlega komið til að vera!

Breytingum fagnað!Skátaþing 2011 fór fram í Reykjanesbæ í mars:

Dróttskátasveitin DS. BootZ stefnir að leggja land undir fót n.k. sumar. Hópurinn hefur mikinn hug á að sækja erlent skátamót í Tydal sem er haldið af dönskum skátum sem búa í Þýskalandi, rétt við landamæri Danmerkur og Þýskalands.

Skátamótið er haldið dagana 2.-10. júlí í skógi vöxnu skátalandi dönsku skátana í Sydslesvig. Þemað á mótinu er; Frá jörðu til borðs (fra jord til bord). Mark-miðið er að skátarnir upplifi að taka þátt í að rækta matinn sinn, slátra dýrum og útbúa sjálfir mat úr þeim fæðutegundum sem þeir vinna alveg frá grunni. Fæðan á að vera öll lífræn ræktuð.

Búist er við 6000 skátum víðsvegar að. Sjá nánar á; http://jamborette.de/da

Að fara á námskeið í öðru landi er mikil upplifun. Þar fær maður að kynnast því hvernig menning-arlegur munur á sjónarmiðum og samskiptum getur mótað þínar eigin hugmyndir og skoðanir. Eins er alltaf gaman að læra eitthvað nýtt og enn skemmtilegra að gera það í fjarlægu landi!

Evrópa unga fólksins styrkir ungmenni og aðila í ung-mennastarfi til að sækja námskeið og ráðstefnur í Evrópu. Mörg þessara námskeiða eru til þess hugs-uð að kynnast nánar ungmennaáætlun ESB og þeim möguleikum sem hún hefur uppá að bjóða ásamt því að vera vettvangur til tengslamyndunar til að skapa fjölþjóðleg verkefni með öðrum Evrópubúum.

Evrópa unga fólksins styrkir ferðakostnað og uppi- hald að undanskildu 5.000 kr. mótframlagi frá styrkþega. Þessi námskeið eru yfirleitt ekki aðeins fyrir skáta, heldur almennt fyrir ungmenn-in sjálf eða fólk sem vinnur við ungmennastarf, svo sem skátastarf, ungliðahreyfingar félagasam- taka, KFUM og KFUK, starfsfólk félagsmiðstöðva og fleira.

Lista yfir námskeiðin sem eru í boði á döfinni er að finna hér: http://www.euf.is/euf/upplysingar/namskeid_i_evropu/

4

Sjö ára börn fá fánaveifuSkátahreyfingin fór af stað með fánaverkefni und-ir heitinu “ÍSLENSKA FÁNANN Í ÖNDVEGI” á 50 ára lýðveldisafmæli Íslands 1994.

Á því ári gáfum við m.a. öllum grunnskólabörnum íslenska fánaveifu. Síðan þá hefur ýmislegt verið gert til að gera veg íslenska fánans sem mestan og upp-fræða almenning um meðferð hans og notkun.

Árlega gefum við öllum börnum í 2. bekk í grunnskólum landsins fallega fánaveifu ásamt fánabæklingi sem uppfræðir börnin og fjölskyldur þeirra um sögu fán-ans, fánareglur, meðferð fánans og notkun. Verkefnið hefur hlotið frábærar viðtökur og stefnum við að því að halda áfram að gera þetta árlega.

Íslenski þjóðfáninn er eitt helsta sameiningartákn Íslendinga og stolt okkar og því er mikilvægt að börnin okkar læri snemma að umgangast og virða fánann.

Í ár er EIMSKIP sérstakur styrktaraðili verkefnisins og viljum við vekja athygli á að í ár er fjallað sérstaklega um fánanotkun á skipum í bæklingnum.

Börnin í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ tóku á móti Íslenska fánanum á dögunum.

Farðu á námskeið í útlöndum fyrir fimmþúsund-kall!

Aðalfundur Skátasambands Reykjavíkur var hald-inn þann 13. apríl. Á aðalfundinum var kosinn nýr formaður í stað Eiríks G. Guðmundssonar sem gegnt hefur embættinu s.l. 6 ár og óskaði nú lausnar. Í stað hans var kjörin Anna Rós Sigmundsdóttir, skáti úr skátafélaginu Hamri. Arthur Pétursson gjaldkeri SSR og Sigurður Már Ólafsson meðstjórnandi voru einnig í kjöri og hlutu endurkjör. Aðalfundurinn samþykkti einnig stefnumótun, markmið og leiðir í starfi SSR,

auk ársskýrslu og fjárhagsáætlunar.Heiðursmerki SSR fyrir gott starf voru afhent; Sigrún Ósk Arnardóttir úr skátafélaginu Haförnum og Óskar Eiríksson úr Hamri hlutu heiðursmerki úr silfri, en Arthur Pétursson og Eiríkur G. Guðmundsson hlutu gullmerki SSR.

Fundurinn þótti takast vel og ríkti eindrægni og sam-staða á fundinum.

Anna Rós kjörin formaður SSR

Eiríkur G. Guðmundsson, fráfarandi for-maður SSR, var sæmdur gullmerki SSR.

5

Forskot á landsmótssælunaÞó það sé rúmt ár í 100 ára afmælislands-mót þá er undirbúningur löngu hafinn. Mótsstjórn og undirbúningshópar móts-ins vilja hafa skátaforingja landsins með í skipulagningunni til að gera þetta mót að einstakri upplifun fyrir alla.

Laugardaginn 4. júní milli klukkan 13 og 16 verður mótsstjórn því stödd í undralandinu við Úlfljótsvatn að setja landsmótsstemninguna í gang og gera allt klárt fyrir fjörugan landsmótsvetur.

Því ekki að kíkja í laugardagsbíltúr austur fyrir fjall, kynna sér landsmót, koma sínum spurningum, athugasemdum og vonum á framfæri - og sjá Úlfljóts-vatn iða af lífi.

Ritstjórar nýju foringjahandabókanna sem koma út í haust, mæta austur með sýnishorn af vinnuhandrit-um bókanna, stutta kynningu á innihaldi og tilbúnir til skrafs og ráðagerða.

Um kvöldið geta áhugasamir svo skellt sér á kvöld-vöku með drekaskátum landsins sem verða staddir á Úlfljótsvatni á Drekaskátamóti.

ÚtilífKynningar- og afsláttarkvöld verður hjá Útilífi 6. júní, kl 19:30-21:30, –aðgangseyrir er skátaklútur, 25% afsláttur af útivistarvörum og 20% af öðrum völdum vörum! www.utilif.is

FjallakofinnFjallakofinn býður öllum Jamboree-förum 20% af-slátt af þeim búnaði sem þarf í ferðina til 1. júní 2011! www.fjallakofinn.is

Flugfélag íslandsSkátum býðst 30% afsláttur af innanlandsflugi til þess að ferðast á skátanámskeið, fundi, Skátaþing eða hvaða skátastarfa sem er. Til þess að nýta þenn-an afslátt þarf að bóka í gegn um Skátamiðstöðina, [email protected]

Fagráð stofnaðUMFÍ, skátarnir, KFUM og KFUK hafa tekið höndum saman um að stofna fagráð sem verður sameigin-legur vettvangur til að meðhöndla kynferðisafbrot. Tilgangur ráðsins er að vera óháður aðili sem höndlar þessi mál á hlutlausan máta.

Hlauptu, Friðjón, hlauptu!Á Menningarnótt geta vaskir skátar eða foreldrar þeirra hlaupið í maraþoni Íslandsbanka og stutt með því Bandalag íslenskra skáta! Byrjaðu strax að hita upp!

Námskeið fyrir sumarstarfsfólkBandalag íslenskra skáta og SSR standa fyrir nám-skeiðum fyrir sumarstarfsfólk útilífsnámskeiðanna, 17-20 dagana 30. maí, 31. maí og 1. júní. Nánari upplýsingar veitir Inga; [email protected]

Tjaldaleiga skátannaSkátahreyfingin leigir út samkomutjöld, bekki, borð og klappstóla. Tjöldin eru allt frá 20m2 upp í 200m2. Nánari upplýsingar á www.skatar.is.

Ævintýraleg útilífsnámskeið!Fjöldamörg félög bjóða upp á stórskemmtileg sumar-námskeið á næstu mánuðum fyrir grunnskólabörn. Félögin sem að þessu sinni bjóða upp á slík námskeið eru Árbúar, Garðbúar, Hamar, Landnemar, Segull, Skjöldungar, Svanir, Vífill og Hraunbúar.Allar nánari upplýsingar um námskeiðin er að finna á www.skatar.is/utilifsskoli

Sumarbúðir við ÚlfljótsvatnGrunnskólabörnum gefst sem fyrr kostur á því að fara í sumarbúðir við Úlfljótsvatn. Boðið er upp á tvenns konar námskeið, SUMARNÁMSKEIÐ - fyrir 8 til 12 ára (fædd 1999-2003) og JAÐARNÁMSKEIÐ - Un-glinganámskeið fyrir 13 til 16 ára (fædd 1996- 1998). Nánari upplýsingar á www.skatar.is

Bitar

Það borgar sig að vera skáti!

6

Drekaskátamót 20114. júní fyllist Úlfljótsvatn af hressum skátum með gula klúta um háls. Drekaskátar munu þenja út vængina, blása reyk út um nasirnar og svífa að vatninu bláa, þar sem þeir munu setja upp tjald-búð og upplifa allt það sem útilífsmiðstöðin hefur upp á að bjóða.

Mótsgjaldið er 4.000 kr. fyrir drekaskáta, innifalið í því er gisting, kvöldmatur á laugardagskvöldi, mót-seinkenni, öll dagskrá og annar kostnaður. Skráning er á www.skatar.is/vidburdaskraning fyrir 27. maí.

Hafirðu einhverjar spurningar, hikaðu þá ekki við að senda línu á [email protected]

Á skátaþingi helgina 18.-20. mars voru kjörnir skátar í fastaráðin fimm, alþjóðaráð, fræðsluráð, dagskrárráð, fjármálaráð og upplýsingaráð. Hér eru þeir sem kjörnir voru:

Alþjóðaráð Hulda Guðmundsdóttir formaður Jón Þór Gunnarsson Guðrún Ása Kristleifsdóttir Fríða Björk Gunnarsdóttir Karl Njálsson

Fræðsluráð Ólafur Proppé formaður Ásta Bjarney Elíasdóttir Gísli Örn Bragason Guðrún Häsler Jakob Frímann Þorsteinsson

Dagskrárráð Jón Ingvar Bragason formaður Alma Ósk Melsted Jakob Guðnason Sigrún Helga G. Flygenring Þórhallur Helgason

Upplýsingaráð Benjamín Axel Árnason formaður Bergþóra Ólöf Björnsdóttir Davíð Már Bjarnason Guðmundur Finnbogason Gunnlaugur Bragi Björnsson

Fjármálaráð Finnbogi Finnbogason formaður Inga María Magnúsdóttir Jón Svan Sverrisson Magnús Jónsson Tryggvi Páll Friðriksson

Fastaráð BÍS

Nei, það er sko enginn landsmótsbragur á nýju flíspeysunum sem Skátabúðin hefur hafið sölu á.

Flíspeysurnar eru afar vandaðar TAIGA Dayton peys-ur úr Polartex WindPro Hardface-flísefni sem hentar einstakleg vel í sífelldum næðingnum á Íslandi.

Peysan er mjúk og þægileg þrátt fyrir að vera með þykku ytra lagi sem varnar gegn vindi.

Verð: 22.900,-Til handhafa skátaskírteinis: 19.900,-

Fáðu þér flís!

7

Vitleysan afstaðinDróttskátaviðburðurinn Ds. Vitleysa var haldinn helgina 1.-3. apríl. Rúmlega 30 hressir dróttskátar mættu upp í Hleiðru á föstudagskvöldi tilbúnir fyrir skemmtilega og krefjandi helgi.

Á laugardagsmorgni lögðu þátttakendur af stað frá Hleiðru í 4 manna liðum. Leiðin lá í skálann Þrist sem er við Esjurætur. Á leiðinni þurftu liðin að leysa ýmsa skemmtilega pósta. Gangan og póstarnir gengu al-mennt mjög vel enda var veður eins og best verður á kosið fyrir útivist. Þó voru nokkrir skátar sem villtust örlítið af leið þar sem munurinn á Esjunni og Henglin-um var ekki ýkja mikill í þeirra augum. Allir komust þó heilu á höldnu í Þrist um kvöldið og gæddu sér á hamborgurum, svangir eftir langa göngu.

Það lið sem stóð sig best í keppninni var Ds. Henry úr Mosverjum og fleiri félögum.

Það er verið að vinna að fjölmörgum verkefnum á hverjum tíma og alltaf þörf fyrir skáta sem eru til í að leggja lið. Hér að neðan er listi yfir hópa og viðfangsefni.

Ef þú sérð eitthvað áhugavert og hefur tíma og tækifæri til að vera með þá endilega hafðu sam-band við skrifstofu BÍS; sími 550 9800 eða netfangið [email protected]

Verkefnisstjóri LandsmótsAuglýst er staða verkefnastjóra landsmóts 2012 sem gæti hafið störf í byrjun september. Nánari upplýsingar veitir Hermann Sigurðsson, [email protected].

Siðareglur ÆskulýðsvettvangsinsAuglýst er eftir áhugasömum einstaklingum til þess að vinna að sameiginlega að siðareglum Æskulýðs-vettvangsins.

Undirbúningshópur fyrir Rekkarokk - 30. sept til 2. okt.Rekkarokk er nýr og spennandi viðburður fyrir rekka-skáta og eldri. Áhugsama aðila vantar til að móta viðburðinn í samráði við dagskrárráð og sjá um undir-búning og framkvæmd á honum. Nánari upplýsingar veitir Nanna á skrifstofu BÍS.

Undirbúningshópur fyrir Saman - 2.- 4. sept.Saman er viðburður fyrir drótt- og rekkaskáta sem unnin er í samstarfi við björgunarsveitirnar. Áhuga-sama aðila vantar til að sjá um undirbúning og fram-kvæmd viðburðarins í samvinnu við dagskrárráð og björgunarsveitirnar. Nánari upplýsingar veitir Nanna á skrifstofu BÍS.

Kaffihús í SkátamiðstöðinniStefnt er að því að reka kaffihús í Skátamiðstöðinni á sunnudögum. Markmiðið er að skapa vettvang fyrir alla skáta sem vilja taka þátt í skátastarfi. Leitað er eftir áhugasömum aðilum til að sjá um kaffihúsið til lengri eða skemmri tíma.

Í dag eru rétt um 400 dagar í Landsmót. Nú þegar er búið að ákveða þema, reikna út hvað þarf að kaupa mikið gas fyrir mótið, skipuleggja kvöld-dagskrána og semja mótssöng.

Það eina sem vantar (fyrir utan árs vinnu við enn frekari undirbúning) eru skátar landsins, tilbúnir til að upplifa ævintýri lífs síns, kynnast skátum úr öðrum byggðarlögum og öðrum löndum, borða ís í sól og blíðu eða syngja í rigningunni og brosa út að eyrum allt mótið.

Búið er að opna fyrir skráningu á mótið á vefnum www.skatar.is/vidburdaskraning. Afhverju ekki að skrá sig núna?

Skráðu þig í ævintýrið!

Vilt þú taka þátt?

8

Gilwell-námskeiðið er æðsta foringjaþjálfunin sem skátastarf býður upp á. Námskeiðinu er ætlað að dýpka skilning þátttakenda á uppeldislegu gildi skátastarfs og stjórnun skátasveitar.

En Gilwell er ekki bara námskeið. Það er í senn ævintýri, lífsreynsla og endurnærandi skátaupplifun!

Gilwellþjálfunin skiptist í þrjá hluta:-Bóklegt og verklegt námskeið sem tekið er á tveimur löngum helgum, í upphafi og undir lokin.-Verklegt nám þar sem þátttakendur stjórna starfseiningu skátafélags eftir nákvæmri áætlun í sex mánuði undir eftirliti reyndra skátaforingja.-Fræðilegt nám þar sem þátttakendur gera skriflega grein fyrir viðamiklum viðfangsefnum sem tengjast starfi, aðferðum og markmiðum skátahreyfingarinnar.

Á námskeiðinu er á fræðilegan hátt fjallað um foringjastörf á vegum skátahreyfingarinnar, m.a. félagssálfræðilegar kenn-ingar, kennslufræði og uppeldisfræði, áætlanagerð, skipu-lagningu félagsstarfs, sögu og markmið skátahreyfingarinnar, ferðamennsku, fundarstjórn, ratvísi, skyndihjálp, útvist, nátt-úruskoðun og náttúruvernd. Mikilvægur hluti námskeiðsins er hikeferð, tjaldbúðavinna og önnur verkefnavinna flokkanna.

Gilwell 2011Tími og lengd9 mánuðir sem skiptast í bóklegt og verklegt námskeið, verklegt nám og fræðilegt nám.

ÞátttakendurGilwell er ætlað reyndum foringjum 19 ára og eldri.

Raunkostnaður við námsskeiðið er 80.000 kr.BÍS greiðir niður námskeiðið um 30.000 kr. Hlutur sem fellur á þátttakanda (eða skátafélag) er því 50.000 kr (fyrir námskeiðið í heild, bæði fyrri og seinni helgi).

Skráningu lýkur 31. maí! Hægt er að skrá sig á www.skatar.is/vidburdaskraningNánari upplýsingar veitir Inga Auðbjörg; [email protected]

Ef skátastarf væri terta, þá væri Gilwell smjörkrem með kirsuberjabragði!Fyrri helgi: 23.-26. júní 2011Seinni helgi: 2.-4. mars 2012